Sjávarafl 2021 3.tbl 8.árg

Page 12

,,Lífið snerist um sjóinn“

Berglind segist aldrei hafa verið sjóveik. ,,Ég vissi ekki hvað það var og mér fannst gaman á sjó. Helst var það þegar ekki sást til lands vegna þoku að mér fannst þetta óþægilegt. Berglind með Mont Blanc í baksýni, elska þennan stað

Sigrún Erna Geirsdóttir

Berglind Þorbergsdóttir, bókari hjá Síldarvinnslunni, er fædd 1961 í sjávarplássinu Neskaupstað og er miðjubarnið í fimm systkina hópi. Þetta segir hún að hafi þó verið alvanalegt á þeim tíma. ,,Allar fjölskyldur voru með 4-5 börn svo maður hafði nóg af leikfélögum kringum sig!“ Hún segir að lífið hafi snúist um sjóinn. ,,Þegar fólk hittist var spurt: Hvernig ganga veiðarnar? Þetta skipti öllu máli fyrir bæinn. Tengingin við sjóinn er líka sterk hjá mér, ef ég sé hann ekki þá finnst mér það skrýtið; maður elst upp við að horfa á hann alla daga. Ef ég sé sjóinn þá veit ég líka hvernig veðrið er þann daginn.“ Faðir Berglindar var bæði smiður og trillusjómaður. Á veturna var smíðað fyrir íbúa bæjarins en á vorin var trillan undirbúin og svo var farið á sjóinn fram á haust. Þetta gerði hann í rúm sextíu ár. ,,Þetta var ekki óalgengt á þessum tíma,“ segir Berglind. Margir með eigin útgerð en öllu landað hjá Síldarvinnslunni. 12

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.