Sjávarafl 2021 3.tbl 8.árg

Page 20

Sjókvíaeldi í sátt við náttúruna

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur reynst Hafrannsóknastofnun vel í meira en hálfa öld. Nú stendur til að smíða nýtt skip í hans stað. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir

Einn af hornsteinum öflugs og sjálfbærs sjávarútvegs er nýting auðlinda í sátt og samlyndi við náttúru og lífríki. Eitt af hlutverkum Hafrannsóknarstofnunar er að veita sjávarútvegunum vísindalega ráðgjöf út frá bestu mögulegu þekkingu um nýtingu og ræktun nytjastofna sjávar, vatna og áa. Í því skyni stendur stofnunin fyrir viðamiklum grunnrannsóknum ásamt nýsköpunar og þróunarstarfi á ýmsum sviðum. Í apríl á þessu ári tók Þorsteinn Sigurðsson við stöðu forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Blaðamaður Sjávarafls tók Þorstein tali, forvitnaðist um nýja starfið og hvernig Hafrannsóknarstofnun styður við fiskeldi hér á landi. Með hugann við hafið

Snorri Rafn Hallsson

Þorsteinn er fæddur og uppalinn á Neskaupstað og hefur starfað hjá Hafrannsóknastofnun nær óslitið frá árinu 1994, en hafið hefur alltaf staðið honum nærri: „Ég er nú bara sveitastrákur að austan og tengdur sjávarútveginum frá blautu barnsbeini. Pabbi var sjómaður og afi var sjómaður, þannig að ég á ekki langt að sækja að fylgjast með hafinu,“ segir Þorsteinn. „Á þessum minni stöðum þá snýst lífið að stórum hluta um aflabrögð og að reyna að skilja bæði hafið og fiskinn. Þetta kveikti áhugann á sínum tíma.“ Þorsteinn var sjálfur á sjó með fram framhaldsskólanámi og tvö heil ár eftir það, og þar fékk hann að prófa ýmislegt: „Á þeim tíma náði ég að kynnast veiðum verulega af fyrstu hendi, fara á loðnuveiði, rækjuveiðar og vera á togara í heilt ár. Ég gerðist meira að segja svo frægur að fara í nokkrar siglingar til Þýskalands.“ Þorsteinn hugsar með hlýju til þessa tíma. „Það var margt skemmtilegt, en á þessum árum þegar maður er svona ungur getur líka verið erfitt að dvelja löngum stundum í burtu frá öllu villta lífinu. Þannig að hugurinn leitaði í að skoða þetta frá einhverjum öðrum hliðum.“ Þorsteinn fluttist suður þar sem hann lærði líffræði við Háskóla Íslands, en það var einmitt á háskólaárunum í Reykjavík sem ferill Þorsteins hjá Hafrannsóknastofnum hófst: „Ég byrjaði hér fyrst sem sumarmaður árið 1987 og var það á sumrin á meðan ég var í háskólanum hér fyrir sunnan. Einn veturinn tók ég líka að mér viðbótarverkefni um fæðu loðnunnar og var þá staðsettur hér á stofnunni.“ Eftir líffræðina hélt Þorsteinn til Björgvinjar í Noregi þar sem hann lagði stund á

20

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

Þorsteinn Sigurðsson er nýr forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.