Gæðakerfi fyrir alla Athafnakonan Steingerður Þorgilsdóttir hefur um árabil fengist við innleiðingu gæðakerfi í stórum jafnt sem smáum fyrirtækjum. Í starfi sínu hefur Steingerður þróað ítarlegt og yfirgripsmikið stafrænt gæðakerfi sem er auðvelt í notkun og uppfyllir alla staðla. Snemma á næsta ári kemur út nýtt app úr smiðju Steingerðar, Gappið, sem gerir gæðakerfið aðgengilegt í öllum snjallsímum og spjaldtölvum. Blaðamaður Sjávarafls ræddi við Steingerði um gæðastörfin, nýja appið og óþrjótandi áhuga hennar á hvers kyns gæðamálum. Frá Suðureyri til Namibíu Leið Steingerðar inn í veröld gæðastjórnunar lá í gegnum sjávarútveginn. Steingerður er fædd og uppalin í Kópavogi en þegar hún var 12 ára fluttist fjölskylda hennar til Suðureyrar þar sem Steingerður komst fyrst í tæri við fiskvinnslu. „Pabbi var skipstjóri og á þessum tíma voru Súgfirðingar að kaupa sinn fyrsta togara, Sverdrupson“ rifjar Steingerður upp: „Hann var alvanur togveiðum og netagerð og miðlaði þeirri þekkingu til Súgfirðinganna. Þetta var dásamlegur tími fyrir barn að fá að alast upp í litlu sjávarþorpi á Vestfjörðum. Það var uppgangur á svæðinu á þessum tíma, og fyrir mig var það var mikil upphefð þegar ég fékk mitt fyrsta alvöru starf, á stærsta vinnustað bæjarins og fór að vinna í fiskinum í jólafríinu. Ég var reyndar
Steingerður á heimleið frá Namibíu, kvödd með virtum af samstarfsfólki og vinum. Ljósmynd: Aðsend
svo lítil að ég þurfti að standa uppi á kassa til að ná upp á borðið. En þetta gekk nú samt.“
Snorri Rafn Hallsson
Fjölskyldan dvaldi í tvö ár á Suðureyri áður en leiðin lá aftur í Kópavoginn. Steingerður hélt þó áfram í fiskinum á sumrin næstu átta árin en systur hennar tvær giftust Súgfirðingum. „Sjávarútvegurinn heillaði mig alltaf og það var þar sem ég fór fyrst að fást við gæðastörfin. Ég sótti Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði og það var upphafið að þessu öllu. Árið 1986 varð ég
Það skiptir engu máli í hvaða starfi ég er, ég er alltaf að gera þetta á hliðarlínunni. Steingerður kvödd eftir átta farsæl ár í Namibíu. Ljósmynd: Aðsend
26
SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021