Sjávarafl 2021 3.tbl 8.árg

Page 30

Starfsmaður Slippsins við störf á Kópaskeri. Ljósmynd: Aðsend

Flutningur vatns og loftun eru hjartað og lungun í kerfinu, svo þetta má ekki klikka. Svo er einnig mikilvægt að huga að nýtingu vatns og við sjáum mikil tækifæri í því.

Fjölmörg tækifæri í fiskeldi Snorri Rafn Hallsson

Slipurinn á Akureyri er einn stærsti slippur og stálsmiðja landsins en þar hefur viðhaldi og viðgerðum á skipum verið sinnt óslitið frá árinu 1952, og býr fyrirtækið yfir mikilli reynslu í viðgerðum á allt frá smærri bátum upp í nútímalega frystitogara. Slippurinn rekur einnig öflugt framleiðslusvið þar sem hönnun, smíði og uppsetning á ýmsum búnaði fara saman. „Við bjóðum upp á heildarlausnir og viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita neitt lengra en til okkar.“ segir Páll Kristinsson, sviðsstjóri framleiðslusviðs Slippsins: „En svo erum við líka óhrædd við að kalla til okkar utan að komandi sérfræðinga ef verkefnin krefjast þess.“ 30

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.