Jónas Rúnar Viðarsson sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá MATÍS
Rannsóknir og þróun á nýjum próteingjöfum og sjálfbærara fiskeldisfóðri Hjá fiskeldisfyrirtækjum er fóðrið jafnan stærsti kostnaðarliðurinn og sá hluti framleiðsluferlisins sem ber ábyrgð á meginhluta kolefnisútblástursins. Í laxeldi er til að mynda almennt áætlað að fóðurkostnaður sé ríflega 50% af heildarkostnaði og geti borið ábyrgð á allt að 80% af kolefnisútblæstri. Þar að auki getur aðgengi að hráefni til fóðurgerðar verið sveiflukennt og framleiðsluaðferðir verið umdeildar. Í því samhengi nægir að nefna sveiflur í veiðum á uppsjávartegundum sem unnar eru í fiskimjöl og ábyrgð soyaframleiðslu á eyðingu skóglendis t.d. í Amazon frumskóginum. Að sama skapi skiptir fóðrið höfuðmáli við framleiðsluna þar sem það hefur bein áhrif á vöxt, viðgang, þroska, heilsu og gæði fiskanna. Því leggur fiskeldisiðnaðurinn mikla áherslu á rannsóknir og þróun á fóðri, og er Matís í hópi þeirra fyrirtækja og stofnanna sem koma að slíkum rannsóknum hér á landi.
Á
undanförnum árum hefur Matís spilað nokkuð stórt hlutverk í rannsóknum og þróun nýrra próteingjafa fyrir fiskeldisfóður, bæði hér innanlands og í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Má í því sambandi nefna tilraunir með skordýraprótein, örþörunga, einfrumunga, þara, lúpínu og mjöl unnið úr fjöðrum alifugla. Einnig hafa verið rannsökuð og þróuð hefðbundnari íblöndunarefni í fiskeldisfóður, eins og t.d. repjumjöl, sólblómamjöl, Astaxanthin, og olíur unnar úr innlendum hráefnum. Þá kemur fyrirtækið að rannsóknum og þróun á bættum ferlum í framleiðslu fiskimjöls og lýsis, sem og rauðátu, þar sem markmiðið er meðal annars að nýta þau hráefni sem best til framleiðslu á fiskeldisfóðri. Matís er eftirsóttur samstarfsaðili þegar kemur að rannsóknum og nýsköpun í tengslum við fiskeldisfóður, enda hefur fyrirtækið yfir að ráða öflugu liði sérfræðinga á sviði fiskeldisrannsókna, fóðurgerðar, matvælafræði, líffræði, líftækni, vöruþróunar, erfðafræði og annarrar sérfræðiþekkingar sem máli skiptir þegar kemur að fiskeldi og fóðurgerð. Einnig hefur fyrirtækið ýmsa innviði sem nauðsynlegir eru við rannsóknir og þróun á þessu sviði. Má þar nefna efna-, örveru-, erfðafræði- og líftækni rannsónarstofur þar sem unnt er að mæla flest allt sem máli skiptir sem viðkemur fiskeldisfóðri; skynmat, tilraunavinnslur til vöruþróunar; og síðast en ekki síst tilraunaeldisstöð þar sem unnt er að framkvæma ýmiskonar fóðurtilraunir á lifandi fiski. Tilraunaeldisstöð Matís, sem í daglegu tali er kölluð MARS (Matís Aquaculture Research Station), er staðsett í Grafarvoginum í Reykjavík; steinsnar frá höfuðstöðvum Matís. Í stöðinni eru þrjú fiskeldiskerfi sem eru svokölluð endurnýtingakerfi eða hringrásakerfi (RAS Recirculating aquaculture systems), þar sem vatnið er hreinsað og endurnýtt. Þær tilraunir sem algengast er að séu framkvæmdar í MARS eru vaxtartilraunir og meltanleikatilraunir, og þær tegundir sem
4
SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021
Jónas R. Viðarsson Sviðsstjóri hjá Matís. Ljósmyndir: Aðsendar
unnið hefur verið með eru lax, silungur, bleikja, beitarfiskur (tilapia), hvítleggjarækjur og ostrur. Þeim tilraunum sem fram fara í MARS má skipta í tvo flokka þ.e.a.s. tilraunir sem eru hluti af innlendum- og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum annarsvegar, og þjónustuverkefni hins vegar þar sem fóðurframleiðendur og fiskeldisfyrirtæki kaupa þjónustu af Matís. Þjónustuverkefnin hafa skapað vaxandi sess í rekstri MARS og er nú svo komið að um ¾ hlutar tilrauna falla í þann hóp, og eru mörg af stærstu fóður- og fiskeldisfyrirtækjum heims í hópi viðskiptavina. Það eru hins vegar rannsókna- og þróunarverkefnin sem eru mest spennandi, enda er markmið þeirra að stuðla að nýsköpun og breytingum til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.
Hjá Matís eru stundaðar rannsóknir sem stuðla að nýsköpun á sviði fiskeldis og fóðurgerðar