Sjávarafl 2021 3.tbl 8.árg

Page 8

Farsælt fiskeldi Fiskeldi er ung atvinnugrein sem hefur heldur betur sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Mikil uppbygging og vöxtur hefur verið í greininni á austanverðu landinu þar sem aðstæður eru góðar fyrir slíka starfsemi. Ice Fish Farm er annað tveggja fyrirtækja sem eru fyrirferðamikil á Austfjörðum en það stundar laxeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Blaðamaður Sjávarafls tók Guðmund Gíslason, forstjóra Ice Fish Farm tali og spurðist fyrir um upphafið, uppbygginguna og framtíðina.

Nýja seiðaeldisstöðin Rifós sem byggð var í vetur. Ljósmynd: Aðsend

Eins konar tilraun Þó sögu fiskeldis megi rekja til álaræktunar frumbyggja í Ástralíu fyrir 7.000 árum varð greinin ekki að raunverulegum iðnaði fyrr en á nítjándu öld og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Eftir seinna stríð átti sér stað stórt stökk fram á við, með tilkomu nýs fóðurs og bætts búnaðs sem myndaði grundvöllinn fyrir fiskeldi dagsins í dag. Við strendur Íslands hefur fiskeldi verið stundað með misgóðum árangri í um 50 ár, en það fældi Ice Fish Farm ekki frá því að láta á það reyna í Berufirði.

Snorri Rafn Hallsson

„Við byrjuðum árið 2012. Þá hafði verið þorsk- og laxeldi í Berufirði og sem við tókum og settum saman góðan hóp af fólki til að láta á þetta reyna. Þetta var eins konar tilraun og við settum út fiska strax í júlí það ár, um það bil þrjátíu þúsund laxa og annað eins af regnbogasilungi til að sjá hvort þetta myndi ekki dafna vel,“ segir Guðmundur og bætir við að það hafi verið þrjár breytur sem þau trúðu að myndu skapa meiri farsæld og árangur í fiskeldi en þekkst hafði. „Í fyrsta lagi byrjuðum við með stærri og sterkari seiði. Í öðru lagi hafði komið fram ný tegund af fóðri sem fiskurinn getur melt í köldum sjó. Þetta hafði verið ákveðin hindrun, en með því að setja aðrar olíur í fóðrið yfir vetrartímann, sem hafa meira kuldaþol og harðna ekki trúðum við á að þetta vandamál mætti leysa.“ Loks var það nýsköpun og framþróun á fiskeldisbúnaði sem skipti veigamiklu máli: „Öll tæki og tól eru orðin miklu öflugri heldur en var. Kvíarnar núna eru stærri og fiskarnir hafa það þá betra. Þannig getur eldið staðist þær áskoranir sem íslenskar aðstæður skapa hvað varðar verður og vind. Saman sneru þessi þrjú atriði blaðinu við hvað varðar að framleiða lax á Íslandi í íslenskum fjörðum,“ segir Guðmundur. Þessar aðferðir voru þróaðar í norður-Noregi en sterkur Golfstraumur þar gerir það að verkum að aðstæður þar svipa mjög til aðstæðna hér á landi: „Í dag er sú framleiðsla sem á sér stað nyrst í Noregi sú ódýrasta

8

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

í heiminum, og þangað stefnum við hér á Íslandi. Við viljum koma okkur upp í skalanlega framleiðslu þar sem við getum fullnýtt stór og öflug tæki til að gera íslenska framleiðslu enn samkeppnishæfari.“

Margföld framleiðsla Þó fyrstu skrefin sem tekin voru hafi verið smá hefur Ice Fish Farm vaxið statt og stöðugt. Í ár voru um þrjár milljónir seiða settar út en það er fimmtíuföld aukning frá árinu 2012. Guðmundur spáir tvöföldun á næstu árum: „Við erum með stór og sterk seiði sem við ölum á landi í allt að eitt og hálft ár. Við keyptum hluta í seiðastöðinni í Þorlákshöfn og höfum verið að stækka hana.“ Ice Fish Farm kemur einnig að byggingu nýrrar seiðastöðvar á Kópaskeri, Rifósi. „Þar eru einstakar aðstæður og hlýr sjór undir stöðinni sem við dælum upp og nýtum til að stækka seiðin áður en þau fara í kvíarnar,“ segir Guðmundur, en undanfarið hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á landeldið: „Það að ala fiskinn lengur á landi og hafa hann stærri hefur nokkra kosti í för með sér. Stærri fiskar komast síður í gegnum netin og ef þeir sleppa út rata þeir ekki í árnar. Þetta eru svo að segja meiri búskepnur og það dregur verulega úr áhættu og afföllum. Fiskurinn þarf einnig skemmri tíma í sjónum, tólf til sextán mánuði í staðinn fyrir tvö ár. Þá er minni áhætta í skemmri tíma og hægt að nýta firðina betur.“ Guðmundur nefnir einnig að þetta sé hagkvæm leið vegna þess að því stærri sem

Þegar við byrjuðum var markmiðið sett hátt: að framleiða besta lax í heimi. Til marks um það er framleiðslan vottuð bæði lífræn og sjálfbær.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.