Meira en veiðar og vinnsla Sjávarútvegurinn þarf fjölbreytta þjónustu á fleiri sviðum en veiðum og vinnslu. Þórdís Úlfarsdóttir stýrir rótgrónu útibúi Íslandsbanka í Vestmannaeyjum sem hefur sinnt útgerðinni í yfir 100 ár.
Þórdís Úlfarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum.
S
Ásgerður Ágústa Jóhannsdóttir
íðustu sex ár hefur Þórdís Úlfarsdóttir starfað sem útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmanneyjum en bankinn er stærsti þjónustuaðili sjávarútvegsins á svæðinu þegar kemur að fjármálum. Hún hafði áður starfað í bankageiranum í yfir 30 ár meðal annars sem útibússtjóri Kaupþings í Mosfellsbæ og á Selfossi ásamt því að stýra eignaumsýslufélagi Arion banka í nokkur ár. Þórdís er Reykvíkingur í húð og hár en eiginmaðurinn Guðni Ingvar Guðnason er Eyjamaður, sem starfar hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. „Ég sá starfið sem útibússtjóri sem kjörið tækifæri til að nýta mína starfsreynslu og setjast að í Eyjum,“ segir Þórdís. „Ég kem inn í rótgróið umhverfi en útibúið varð 100 ára í fyrra. Hér var fyrir úrvalsfólk með mikla reynslu sem tók vel á móti mér. Það var því ánægjulegt fyrir mig að geta komið á æskuslóðir eiginmannsins og tekið að mér þetta spennandi starf.“
Sterkt samfélag Þórdís er fyrsta konan sem gegnir stöðu útibússtjóra Íslandsbanka í Vestmanneyjum. Hún hefur ekki fundið neitt nema velvilja og góða
14
SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020
samvinnu við alla í bænum. Góð tengsl skipta miklu máli. Henni þótti sérlega vænt um það að gömlu fastagestirnir, margir hverjir gamlir sjómenn og útgerðarmenn, héldu áfram að koma við í útibúinu til þess fá sér kaffi og spjalla. „Hann Beddi heitinn á Glófaxa - Bergvin Oddsson, skipstjóri og útgerðarmaður - heimsótti mig oft og við áttum alltaf gott spjall,“ segir hún. „Ég hafði auðvitað smá forskot í því að vera tengd inn í samfélagið áður en ég byrjaði þannig að þeir vissu nú hvert mitt fólk hér var. Kosturinn er að hér eru boðleiðirnar stuttar og samskiptin persónuleg og gefandi.“
„Hann Beddi heitinn á Glófaxa – Bergvin Oddsson, skipstjóri og útgerðarmaður – heimsótti mig oft og við áttum alltaf gott spjall.“