Nýr meðeigandi og björt framtíð
Laila Björk Hjaltadóttir.
MD Vélar ehf er rótgróið fyrirtæki sem stofnað var af Hjalta Erni Sigfússyni árið 1990. Frá upphafi hefur vélbúnaður og varahlutir frá Mitsubishi verið aðalsmerki fyrirtækisins þó að það sé með mörg önnur umboð, stórt birgjanet og mjög víðtæka varahluta og viðgerðarþjónustu.
Elín Bragadóttir
V
iðmælandi okkar, Laila Björk dóttir Hjalta, kom til starfa hjá Hjalta um mitt ár 2013 og hefur verið þar síðan. „Hjalti hafði verið eini eigandi MD Véla í langan tíma en það breyttist nú fyrir skömmu þegar nýr meðeigandi, Kári Jónsson, kom inn með 49% eignarhlutfall. Kári Jónsson er 33 ára og er vélvirki að mennt. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur vélum og er því á réttri hillu hér í fyrirtækinu“ segir Laila Björk. „Hann hefur starfað hjá okkur frá 2013, reyndar með smá stoppi en um tíma bjó hann á Akureyri með fjölskyldu sinni. Okkur tókst þó að ná honum aftur til okkar, sem er mikið lán fyrir fyrirtækið.“ „Sumum þætti liggja beinast við að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar með þeim hætti að ég kæmi inn sem meðeigandi, en ég að fyrirtækjarekstur krefst mikillar vinnu og fórna og hreint út sagt, þá er ég ekki tilbúin í það“ segir Laila. „Þegar ákveðið var að fá Kára inn sem meðeiganda, var okkar fyrsta hugsun að framkvæma þessar breytingar á þann hátt að sem minnst truflun yrði fyrir viðskiptavini okkar þannig að ný kennitala var stofnuð fyrir reksturinn og tók sú kennitala yfir nafn MD Véla. Út á við virðist þetta hafa gengið eins og í sögu en reyndin er sú að breyting sem þessi krefst mikillar vinnu sem að mestu leyti er á minni könnu, einfaldlega vegna míns hlutverks innan fyrirtækisins. En ég á góða að sem hafa aðstoðað mig með ráðum og dáðum þegar ég hef verið í vafa hvernig best er að gera hlutina.“
30
SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020
„Þetta eru skemmtilegir tímar. Við erum lítið fyrirtæki með einungis þrjá starfsmenn á launaskrá, vinnuandinn er góður og daglegir fundir fara fram við eldhúsborðið meðan við borðum okkar hefðbundna morgunmat sem eru egg og meðlæti“ Þetta er frábær byrjun á deginum og við náum að ræða hlutina, deila upp verkefnum, forgangsraða og svo framvegis. Þessir morgunverðarfundir hafa verið sérstaklega nauðsynlegir síðustu mánuði þar sem við höfum sjaldan eða aldrei verið jafn önnum kafin enda mörg verkefni í gangi á sama tíma en eins og áður sagði, þá erum við aðeins þrjú og þurfum þess vegna að fá verktaka í ákveðin verkefni en Kári er að mestu að vinna um borð í skipum út um land allt.“ „Við að fá Kára inn í fyrirtækið, opnast margir möguleikar. Við getum tekið að okkur fleiri verkefni í viðhaldi, möguleikar á breytingum á vinnuhögum þar sem vinnuálag og verkefni skiptast á fleiri“. Þá segir Laila að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á markaðsetningu og sölu og að hún fái þá tíma til að einbeita sér meira að ýmsum verkefnum sem hún hefur verið að vinna að í gegn um tíðina. „Til dæmis erum við með Evrópu umboð fyrir sértækar vörur fyrir eldvarnarkerfi og mun ég nú geta haldið áfram með það verkefni“. Þá segir Laila að þegar vinnan við þessar breytingar er yfirstaðin, þá sjái hún líka fram á að hafa meiri tíma til að sinna áhugamálum mínum og það verður auðveldara að komast frá í frí. „Þó að satt sé að vinnan er eitt af mínum áhugamálum, þá á ég þau fleiri! Mikilvægast í mínu lífi er fjölskyldan mín. Ég er svo rík að eiga fjóra yndislega syni og þrjú ömmubörn sem eiga hug minn allan. Ég elska að eiga samverustundin með fjölskyldunni og hreinlega nýt þess hlutverks að vera amma.“ „Ég hef einnig mikinn áhuga á ferðalögum og er ég orðin óþreyjufull eftir því að ástandið í heiminum lagist svo ég geti farið að ferðast aftur. Ég er þó ekki mikið fyrir týpíska ferðamannastaði heldur eru það framandi heimar sem heilla mig. Mér finnst afar spennandi að kynnast ólíkri menningu, smakka hina ýmsu rétti, kynnast fólki um allan heim, upplifa öðruvísi heima og njóta þess að vera til. Að sjá hvernig fólk lifir sínu daglega lífi er eitthvað ég hef mikinn áhuga á. Á þessum ferðum hef ég eignast marga vini til lífstíðar, þetta opnar hugann og veitir manni víðsýni og gerir mann að betri manneskju að mínu mati“ segir Laila.
Maidís barnabarn Lailu og Laila.