Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeild Samskipa. Ljósmynd: Haraldur Jónasson/Hari.
Ingibjörg Stefánsdóttir
Skemmtilegast að sjá fólk blómstra Fyrir nokkrum árum sótti Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs og samskipta hjá Samskipum íþrótta- og tískusýningar í starfi sínu. Nú heimsækir hún sjávarútvegssýningar fyrir Samskip og talar af ástríðu um frystigeymslur, kolefnisspor, fljótapramma og strandflutninga. Hún er greinilega á réttri hillu. 32
SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020
Á önnur mið eftir MBA Þórunn kemur úr sportvörugeiranum, var fimm ár framkvæmdastjóri íþróttasviðs hjá Altis, sem m.a. selur Under Armour fötin og þar á undan 13 ár vörumerkjastjóri hjá Nike (Icepharma) áður en hún kom til starfa hjá Samskipum fyrir einu og hálfu ári. Hún vill þó ekki gera of mikið úr muninum á þessum störfum: „Á endanum erum við alltaf að eiga viðskipti við fólk,“ segir hún og bætir því við að sjávarútvegurinn sé skemmtileg grein, þar sem sé mikil framþróun og nýsköpun. En hvernig kom það til að hún fór að vinna hjá Samskipum? „Ég skellti mér í MBA nám og að loknu námi fann ég mjög sterkt fyrir löngun til að róa á önnur mið. Mig langaði í eitthvað allt annað og hér er ég í dag, forstöðumaður markaðs og samskipta hjá Samskipum. „Þetta var algjörlega nýtt fyrir mig að koma í Samskip,“ segir hún og má