Með fólkinu í blíðu og stríðu Þegar snjófljóð féll á Flateyri síðast liðinn vetur, þá var það fyrsta sem útibússtjóri Sjóvá á Ísafirði gerði var að hringja í smábátasjómennina. Hún þekkti þá og þeir þekktu hana og vissu að henni var ekki sama. Hún heitir Þórunn Snorradóttir og hún er í sérfræðingateymi Sjóvá á sviði sjávarútvegs. Þórunn hittir blaðamann á skrifstofu Sjóvá í Reykjavík, brosandi, í kjól með hlébarðamunstri og háhælaskóm í stíl. Það er ekki víst að þetta sé hentugur klæðnaður niður á bryggju en þar er hún samt líka eins og heima hjá sér. Mánaðarlega fer hún Vestfjarðarhringinn og heimsækir þá bátakallana sína, eins og hún kallar þá, í sjávarútvegsplássunum.
Þórunn Snorradóttir sér ekki vandamál aðeins miserfið verkefni.
Ingibjörg Stefánsdóttir
,Ég hitti kallana á fiskmarkaðinum og hlakka alltaf til að fara. Strandveiðin er þannig að það er aldrei róið á föstudögum, þá eru karlarnir á fiskmarkaðinum og ekki stressaðir að fara á sjóinn eða landa.“ Þá kemur Þórunn í heimsókn, fer í kaffi, færir þeim jafnvel heimabakaðar kleinur, spyr um aflabrögð og ræðir horfur í bransanum. ,,Helstu kúnnarnir eru smábátasjómennirnir. Þeir eru svo margir. Það eru kannski 100 smábátakallar en 10 stórar útgerðir. Patreksfjörður og Bolungarvík eru aflahæstu smábátabryggjur landsins og því er mikilvægt að heimsækja þessa staði. Ég get ekki setið á Ísafirði, horft til Patreksfjarðar en aldrei mætt þangað. Ég sá það mjög fljótt að ég vildi sinna þessum viðskiptavinum af krafti og ákvað að prófa að mæta á staðinn. Þá heyrir maður fljótt hvað það brennur á fólki og er efst á baugi. ,, Sjómennirnir koma alveg SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020
Hofsós, Ísafjörður, Reykjavík, Ísafjörður Þórunn á auðvelt með það enda hefur hún tengsl við sjávarútveg. ,,Ég er fædd og uppalin á Hofsósi í Skagafirði og er yngst af sjö systkinum. Þarna var fiskvinnsla og frystihús og næg vinna í fiskinum. Ég var 13 ára þegar ég fór að sauma utan um skreiðarpokana. Framtíðin mín lá þó ekki í því að starfa í fiskvinnslunni. Mig langaði að gera eitthvað annað. Við fluttum vestur til Ísafjarðar þegar ég var 19 ára af því að maðurinn minn er sjómaður. Og þar náttúrulega snýst allt um útgerð og fiskvinnslu.
Þórunn og Jón Ágúst Björnsson, eiginmaður hennar
Kaffi og kleinur á fiskmarkaðnum
36
einstaklega vel fram við mig. Ég hef aldrei nokkurn tíma fundið: „Ertu kona?“ eða eitthvað slíkt, nema þá með aðdáun: ,,Já, er kona hjá Sjóvá sem sér um skipatryggingarnar? Það er nú aldeilis.“ Þeir eru svo ánægðir með það. Ég hef aldrei fundið nema stuðning, hvatningu og aðdáun, að ég skuli hafa áhuga á þessu. Ég segi þeim yfirleitt fljótt að sé gift sjómanni og þeir heyra fljótt að ég tala alveg þeirra tungumál. Þeim finnst frábært að ég komi og hafi áhuga á því sem þeir eru að gera. Svona kynnist maður fólkinu, kemst inn í samfélagið og það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt. Að maður skilji umhverfið, þekki markaðinn sem maður er að vinna á. Þú verður að mæta viðskiptavininum þar sem hann er, á hans forsendum.“
Byrjaði að spila golf fyrir þremur árum, spilar eftir vinnu og kemur endurnærð og ný manneskja heim
,,Ég hitti kallana á fiskmarkaðinum og hlakka alltaf til að fara. Strandveiðin er þannig að það er aldrei róið á föstudögum, þá eru karlarnir á fiskmarkaðinum og ekki stressaðir að fara á sjóinn eða landa.“