Sjávarafl september 2020 3.tbl 7.árg

Page 38

Guðbjörg Lára ásamt foreldrum sínum þeim Sigurði Magnússyni og Þóru Þórisdóttur og bræðrunum sínum þeim Kolbeini og Þangbrandi. Ljósmynd: Matarbúðin.

Bergþóra Jónsdóttir

Finnst það skylda sín að taka þátt í umhverfisvernd Guðbjörg Lára Sigurðardóttir rekur fyrirtækið Urta Islandica ásamt Matarbúðinni Nándinni með foreldrum sínum og bræðrum. Eftir að hafa búið erlendis og kynnst mismunandi menningarheimum uppgötvaði hún að á Íslandi var best að vera. Hafið, umhverfismál og sjálfbærni eru henni og fjölskyldu hennar hugleikin og eru þau að setja upp fyrstu plastlausu matarbúðina á Íslandi um þessar mundir. Þau eru að búa til hringrásarkerfi fyrir glerumbúðir, sem verða þvegnar og sótthreinsaðar í sérsmíðaðri glerþvottavél.

Á 38

sólríkum morgni í ágúst mætir blaðamaður í litla Matarbúðina Nándin sem staðsett er í gamla hluta Hafnarfjarðar umkringd fallegum gömlum húsum. Við honum blasti smekklega raðað grænmeti í kössum fyrir utan búðina, svona eins og í útlöndum. Ætlunin var að setja niður með Guðbjörgu Láru

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

og fá að vita meira um hana, fyrirtækið og öll verkefnin sem standa yfir og framundan eru. Sjórinn og saltið hefur verið mikið áhugamál hjá fjölskyldunni og hugmyndafræðin bak við vörurnar hefur alltaf verið að framleiða næringarrík, falleg og frumleg matvæli úr íslensku hráefni. Þá hafa þau verið að stúdera ýmsar lausnir í umbúðamálum til þess að geta sleppt því að nota plast í vörur Urta Islandica og vörur Matarbúðarinnnar. „Við höfum verið að búa til saltblöndur sem henta íslenskum fiski. Við blöndum t.d. þara, íslenskum berjum, íslenskum jurtum, saman við saltið. En saltið sjálft fáum við frá Norðursalti. Grunnhugmyndin með

„Grunnhugmyndin með saltblöndunum er að koma bragði af villtum íslenskum jurtum og sjávargróðri í saltið og steinefnum og vítamínum í matinn með saltinu.”


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.