Sjávarafl september 2020 3.tbl 7.árg

Page 4

Skoðun

„Við getum sett markið hátt” Þ

egar horft er um öxl, nú þegar enn einu frábæru starfsári Félags kvenna í sjávarútvegi er að ljúka, verður vart haldið áfram án þess að minnast á hve skrítnir undanfarnir mánuðir hafa verið. Frá miðjum vetri hefur heimsfaraldur verið allt umlykjandi með tilheyrandi áskorunum, bæði í leik og starfi. Sé horft frá sjónarhóli formanns félags kvenna í sjávarútvegi, verð ég að segja að þrátt fyrir allt, mun ég hugsa til þessa sem lifandi, skemmtilegs og umfram annað, skapandi starfsárs sem einkenndist af metnaði, elju og aðlögunarhæfni kvenna í sjávarútvegi. Þetta sýnir sig best í að á þessum fordæmalausu tímum höfum við sannarlega ekki setið með hendur í skauti heldur haldið ótrauðar áfram. Breyttar aðstæður kalla á breyttar hefðir og mynstur og slíkt felur í sér tækifæri. Það eru forréttindi að fá að takast á við svona áskoranir með jafn öflugum hópi kvenna og raun ber vitni. Við gáfum ekkert eftir heldur leituðum nýrra leiða til að byggja okkur upp, viða að okkur þekkingu og fræðslu, og umfram annað, stækka og viðhalda tengslanetinu. Við fórum í okkar fyrstu dagsferð að hausti, þann 17. október, sem heppnaðist með eindæmum vel. Skráning í ferðina fór fram úr okkar björtustu vonum og fóru alls fjörutíu konur saman í rútu á Snæfellsnesið. Þar gafst okkur kostur á að skoða hafnarstarfsemi Grundarfjarðar og var einkar gaman að sjá hve frábært samstarf þar er á milli aðila sem veita hafnartengda þjónustu. Í framhaldinu lá leiðin í dýrindis fiskisúpu til Mjallar hjá Soffaníussi Cecilssyni hf., en þar eru framleiddar saltaðar afurðir fyrir markaði í Suður Evrópu. Einnig urðum við þeirrar lukku aðnjótandi að fá að skoða nýja og fullkomna vinnslu G.Run, sem sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski. Að lokum áttum við góða stund á veitingastaðnum Bjargsteini og við gæddum okkur á afbragðs góðum karfa fyrir heimför. Dagarnir 6.-8. nóvember einkenndust af Sjávarútvegsráðstefnunni með einum eða öðrum hætti. Ráðstefnan sjálf byrjaði að morgni fimmtudagsins 7. nóvember en félagskonur tóku forskot á sæluna og heimsóttu Niceland seafood og Sjávarklasann á miðvikudeginum. Það var hreint út sagt frábært. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvædastjóri Niceland, fræddi félagskonur um markaðssókn fyrirtækisins í Bandaríkjunum og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða til ungra kaupenda þar í landi. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, fór svo yfir sögu og starfsemi klasans. Einnig fræddi Kristinn Hjálmarssson hjá ISF félagskonur um MSC vottun á íslenskum fiskveiðum en þar erum við á meðal fremstu þjóða í sjálfbærum veiðum. Eftir þetta flotta þjófstart tók við tveggja daga veisla, pakkfull af fræðslu á Sjávarútvegsráðstefnuninni sem haldin var í Hörpu. Þar voru konur í sjávarútvegi mun meira áberandi en áður í erindum ráðstefnunnar og þær eru sannarlega komnar til að vera enda engin ástæða til annars. Þann 13. desember fjölmenntu félagskonur í höfuðstöðvar Íslandsbanka í Smáralind þar sem boðið var til morgunfundar. Fundurinn var hinn glæsilegasti og má með sanni segja að jólaandinn hafi verið allsráðandi, með heitu kakói og tilheyrandi kósýheitum. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningu bankans fóru yfir það sem bar hæst í þjóðhagsspá greinarinnar. Rósa Júlía stjórnarkona KIS og Runólfur Geir, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Íslandsbanka, kynntu nýútgefna sjávarútvegsskýrslu bankans.

4

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Agnes Guðmundsdóttir, formaður Kvenna í sjávarútvegi. Ljósmynd: Jón Guðmundsson.

Þann 23. janúar heimsóttum við Fiskistofu og tóku Soffía Árnadóttir stjórnarkona í KIS og Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri þjónustu og upplýsingarsviðs vel á móti okkur. Þar var farið yfir fiskveiðistjórnunarkerfið, vef fiskistofu, eftirlit, aðferðir og framþróun á sviði upplýsingatækni. Móttökurnar voru frábærar og greinilegt að þar er gríðarlega mikil þekking innanhúss og margt að gerast á sviði upplýsingatækninnar sem og í rafrænum skráningum. Fiskistofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hlutverk hennar er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafs og vatna. Konum í sjávarútvegi var boðið að sækja um aðild að Hagnýtu viðmælendanámskeiði sem Félag kvenna í atvinnulífi (FKA) hélt í samstarfið við RÚV þann 8. febrúar. Námskeiði er þriggja ára verkefni sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Markmið námskeiðsins er að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu, sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir eða fréttatengda þætti. FKA gerði áhugaverða könnun meðal fjölmiðlafólks um í hvaða grein væri erfiðast að fá konur sem viðmælendur. Niðurstaða könnunarinnar var sú að erfiðast væri að fá konur úr sjávarútvegi og í tæknigeiranum. Það var því ánægjulegt að Erla Ósk Pétursdóttir, félagskona KIS, var ein þeirra kvenna sem valin var úr fjölmennum hópi kvenna sem sótti um að komast á námskeiðið. Marel bauð KIS til morgunfundar þann 27. febrúar, þar sem Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, ásamt Benedikt Bergmann Arasyni og Huldu Bjarnardóttur tóku á móti félagskonum. Þau fóru yfir starfsemi Marel, sjálfbærni, jafnrétti og fjórðu iðnbyltinguna. Þetta var einstaklega áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur sem víkkaði sjónarhorn félagskvenna á starfsemi fyrirtækisins hér á landi sem og erlendis. Þess ber að geta að stjórnin var virkilega ánægð með mætinguna þar sem töluverð ófærð og slæmt veður ríkti í höfuðborginni þennan dag. Þann 28. apríl, þegar heimsfaraldurinn var verulega farinn að hafa áhrif hérlendis, fengum við Rúnu Magnúsdóttur, þaulreyndan fyrirlesara sem hefur getið sér gott orð bæði innan og utan landsteinanna, til að halda fyrir okkur fyrirlestur. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Hvernig getum við orðið betri, bættari, brattari og bjartari á tímum Covid 19?” og vakti heilmikla lukku meðal félagskvenna en Rúna er fyrsta íslenska konan til að hljóta alþjóðlega vottun sem markþjálfi og vinnur með fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, braut svo blað í sögu KIS þann 10. júní, þegar hún var fyrst til að halda erindi á vegum félagsins sem streymt var á Facebook. Erindið var „Framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins” og þótti takast vel til og fjölmargar félagskonur nýttu sér þessa nýju útfærslu. Það er til marks um þá


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.