Sjávarafl september 2020 3.tbl 7.árg

Page 50

Hin hliðin

Heiðveig María Einarsdóttir Fullt nafn: Heiðveig María Einarsdóttir Fæðingardagur og staður: 8. september 1979, Patrekstfjörður, var búsett á Tálknafirði og alin upp þar fyrstu æviár mín. Hverra manna ertu: Móðir mín er Þórdís Ólafsdóttir, fædd 1959 í Reykjavík, hún starfaði lengst af sem heimavinnandi húsmóðir, ritari og matráður. Faðir minn er Einar Jörundur Jóhannsson, fæddur 1953 í Reykjavík en alin upp mest alla sína barnæsku í Holtakotum í Biskupstungum með viðkomu í Elliðaey í Breiðafirði um nokkurra ára skeið. Faðir minn starfaði lengst af á sjó þá sem stýrimaður og skipstjóri, bæði hjá eigin útgerð svo og hjá öðrum útgerðum. Fjölskylduhagir: Ég er móðir þriggja barna, 10 ára drengs, 11 ára stúlku og 16 ára stúlku. Ég er í sambúð með yndislegum manni og á hann einn 7 ára dreng. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Tálknafjörður tvímælalaust og í raun allir sunnanverðir Vestfirðir, fæ aldrei nóg af því að heimsækja það landssvæði og vildi óska þess að ég gæti gert meira af því. Starf: Í dag starfa ég sem Viðskiptalögfræðingur svo og sem afleysingar kokkur á ísfisktogaranum Helgu Maríu RE1 sem Brim hf. gerir út frá Reykjavík. Ég fer því á 3-4 vikna fresti á sjó í 1-2 vikur í senn.

50

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn? Í raun það sem ég vissi ekki og varð að prufa til þess að sjá hvað það var sem allir sóttust í og þá sérstaklega pabbi minn og síðar mamma mín (hún fór nokkra túra að sumri til þegar ég var yngri). Það er í raun svo margt sem er heillandi, það er kannski fyrst og fremst fyrirsjáanleikinn; þú tekur að þér ákveðið hlutverk um borð og þú veist í langflestum tilvikum alltaf til hvers er ætlast af þér og líka hvenær. Kyrrðin og friðurinn frá öllu áreiti heillar líka og gefur amk mér alltaf heilan helling. Spennan við það hvað er að fiskast í hverju holi heillar líka. Svo skemmir líka ekki fyrir að gegnsæi í launum er algjört. Þú ert í ákveðnu starfi og fyrir það færð þú ákveðin hlut af aflaverðmæti sem er til skipta. Ég held að það sé engin önnur stétt sem getur státað sig af því að hafa algjört gegnsæi í launum og 100% jöfn laun kynjanna. Þó má bæta því við að laun okkar miðast við fiskverð sem ég hef lengi talið vera rangt á Íslandi með því fyrirkomulagi sem er í gangi í dag, þar er algjör skortur á gegnsæi. Eftirminnilegasti samstarfsmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra: Þeir eru nú nokkrir, má kannski fyrst nefna Gunna heitinn skipstjóra frá Dalvík – við vorum saman á sjó á Sunnu SI á Flæmska Hattinum fyrir hartnær 20 árum síðan - þá fyrir það hversu afskaplega rólegur og óstressaður hann var alltaf í brúnni og þegar ég vann með honum fannst mér hann alltaf vera brosandi og


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.