Gerður Sigríður, Eiríkur, Stefán Þorvaldur og Gunnar Tómasarbörn. Myndin er tekin á 100 ára afmæli Tómasar Þorvaldssonar 2019.
„Vil sjá fleiri konur í ábyrgðarstöðum í sjávarútvegi”
Bergþóra Jónsdóttir
Gerður Sigríður Tómasdóttir einn af eigendum fjölskyldufyrirtækisins Þorbjörns hf í Grindavík þekkir vel sjávarútveginn en hún hefur lifað og starfað innan hans alla tíð.
É
g fór að vinna 11 ára gömul í saltfiski sem þótti sjálfsagt í þá daga. Ég fæddist inn í þetta og einhvern veginn hefur verið erfitt að slíta sig frá þessu,“ segir Gerður. Hún elst upp á þeim „ tímum þegar karlar voru nánast einvaldir í sjávarútveginum. Gerður var farin að vinna í bókhaldi fyrirtækisins þegar elsta barnið var einungis 5 mánaða gamalt, þá nýorðin 21 árs en pabba hennar þótti tími til komin fyrir hana að fara að vinna. „Ekkert var gefið eftir á þessum tíma, amma mannsins míns passaði barnið en mér leist nú ekkert á þann
6
SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020
ráðahag í fyrstu. Ég gat bara ekki ímyndað mér að gamla konan gæti þetta en svo reyndist hún okkur svo vel eftir allt saman og myndaðist alveg einstakt samband á milli barnanna okkar og hennar.“ Hún nefnir annað dæmi um það hversu mikla áherslu pabbi þeirra lagði á að krakkarnir legðu sitt af mörkum í vinnslunni. „Þegar ég var í Lýðháskóla í Noregi þá langaði mig heim um páskana, það var nú í lagi sagði pabbi en þá skyldi ég fara beint í aðgerð þegar heim kæmi og ég var varla lent þegar ég var mætt niður í verkun.“
„Ég fór að vinna 11 ára gömul í saltfiski sem þótti sjálfsagt í þá daga. Ég fæddist inn í þetta og einhvern veginn hefur verið erfitt að slíta sig frá þessu.“