Heill Heimur Fræðslu II

Page 6

HEILL HEIMUR FRÆÐSLU II

VORMISSERI 2023

Ritstjórn: Þórunn Arnaldsdóttir

Ábyrgð: Halla Jónsdóttir endurmenntunarstjóri

Umbrot: Sigrún K. Árnadóttir

Innihald bæklingsins er birt með fyrirvara um breytingar.

VORMISSERI 2023

Bæklingurinn HEILL HEIMUR FRÆÐSLU II inniheldur námsframboð Endurmenntunar á sviðum persónulegrar og starfstengdrar hæfni á seinni hluta vormisseris 2023 ásamt spennandi námsbrautum sem eru á dagskrá í haust. Bæklingurinn er einungis gefinn út á rafrænu formi og er einstaklega notendavænn en hægt er að smella beint á hvert og eitt námskeið til að fara á skráningarsíðu. Námskeiðin eru ýmist stað- eða fjarnámskeið eða bæði og merkt eftir því. Fjarnámskeið Endurmenntunar gefa staðnámskeiðum ekkert eftir þegar kemur að gæðum og upplifun þátttakenda en í langflestum tilfellum er kennt í rauntíma í gegnum Zoom og hafa þátttakendur því aðgengi að kennara og námsefni líkt og þeir væru í kennslustofu.

Frekari upplýsingar um námskeið og starfsemi

Endurmenntunar er að finna á endurmenntun.is

2

FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN

3

HEIMILI OG UMHVERFI

AÐKOMAN OG ÚTISVÆÐIÐ

- HRESSUM UPP Á AÐKOMU HÚSSINS OG

PALLINN/SVALIRNAR

STAÐNÁMSKEIÐ

Hvernig getur útisvæðið þjónað þörfum fjölskyldunnar? Gefur aðkoman rétta mynd af heimili okkar? Á námskeiðinu verður farið yfir ýmislegt sem viðkemur heimreiðinni og því útisvæði sem tilheyrir heimilinu, s.s. liti, lýsingu, útihúsgögn, plöntur og fleira.

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður

HEIMILI OG HÖNNUN

FJARNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja á upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu?

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður

ÁHRIF UMHVERFIS INNANDYRA Á LÍÐAN OG HEILSU FÓLKS

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður rætt vítt og breitt um áhrif umhverfis innandyra á líðan og heilsu fólks og verða fjölbreyttar gerðir umhverfis skoðaðar. Velt verður vöngum yfir því hvernig bæta megi gæði umhverfis og þannig stuðla að vellíðan og bættri heilsu.

Kennsla: Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði

4
SKOÐA SKOÐA SKOÐA

GRÓÐUR OG GRAFIR Í HÓLAVALLAGARÐI

STAÐNÁMSKEIÐ

Hólavallagarður er þjóðargersemi en hann er einstakur staður á alþjóðavísu með ótvírætt menningarsögulegt gildi. Á námskeiðinu verður leitast við að varpa ljósi á uppruna garðsins, rætur hans, bakgrunn og ásýnd. Hluti af námskeiðinu er gönguferð um garðinn, með leiðsögn.

Kennsla: Heimir Björn Janusarson, garðyrkjumaður og umsjónarmaður Hólavallagarðs

SKOÐA

FRÆÐSLUSTYRKUR

Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám? Fjölmörg stéttarfélög veita styrki til fræðslu og náms. Vinnumálastofnun veitir einnig styrki.

HAGFRÆÐI FASTEIGNAMARKAÐAR

FJARNÁMSKEIÐ

Á þessu stutta námskeiði er fjallað á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt um stóru myndina á fasteignamarkaði. Hvað ræður því hvort fasteignaverð hækkar eða lækkar? Hvað skiptir máli þegar við tökum fasteignalán? Hver eru tengsl hagfræði og sálfræði þegar kemur að því hvernig við hegðum okkur í fasteignaviðskiptum? Hvaða upplýsingar eru í boði til að fá betri mynd af stöðunni á fasteignamarkaði?

Kennsla: Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur

SKOÐA

ERT ÞÚ MEÐ HUGMYND AÐ NÁMSKEIÐI?

Starfsfólk Endurmenntunar er stöðugt á höttunum eftir nýjum kennurum og hugmyndum að spennandi námskeiðum. Við hvetjum alla sem telja sig hafa góðar hugmyndir að hafa samband við Jóhönnu Rútsdóttur, náms- og þróunastjóra: hannaru@hi.is

5

HAMINGJA OG HEILBRIGÐI

SVEFN LEIKSKÓLABARNA

FJARNÁMSKEIÐ

Nægur svefn er meginundirstaða líkamlegrar og andlegrar heilsu og þroska barna. Flestir umönnunaraðilar upplifa á einhverjum tímapunkti áskoranir í tengslum við svefntíma, daglúrinn og/eða nætursvefninn. Slíkar áskoranir geta undið hratt upp á sig og verið streituvekjandi fyrir börn og umönnunaraðila.

Kennsla: Elísa Guðnadóttir sálfræðingur

JÓGA NIDRA

STAÐNÁMSKEIÐ

Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Þessar æfingar eru sérhannaðar til þess að slaka svo djúpt á huga og líkama að við hreinlega „rennum“ inn í djúpa hugleiðslu án fyrirhafnar. Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér betur, bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkamanum, draga úr líkamlegum einkennum streitu, stýra hugsunum og sofa betur.

Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum og löggiltur sjúkranuddari

HEILSUHJÓLIÐ MITT STAÐNÁMSKEIÐ

Allir finna fyrir streitu í daglegu lífi, jafnt einkalífi sem og í vinnu, sem er mikilvægt að taka eftir, vinna úr og/eða fyrirbyggja

áður en hún veldur okkur skaða. Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur kynnist „jákvæðri heilsu“ og völdum leiðum „jákvæðrar sálfræði“ til þess draga úr streitu og auka eigið jafnvægi, valdeflingu, seiglu, stjórn, vellíðan og hamingju. Kennsla: Rannveig Eir Helgadóttir geðhjúkrunarfræðingur og Rannveig Björk Gylfadóttir sérfræðingur í krabbameinshjúkrun.

AÐ VERÐA BETRI EN ÉG ER - AÐ NÁ HÁMARKSÁRANGRI Í LÍFI OG

STARFI

STAÐNÁMSKEIÐ

Á þessu þjálfunarnámskeiði verður áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi. T.d. hvernig við setjum okkur háleit markmið og náum þeim. Hvernig unnt er að bregðast við áföllum og mótlæti með farsælum hætti, ná góðum tökum á streitu auk þess að laða fram það besta í öðrum

Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar

6
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

FJÁRMÁL VIÐ STARFSLOK

STAÐNÁMSKEIÐ

Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Vandlega verður farið yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum, svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað.

Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka

HÚMOR OG AÐRIR STYRKLEIKAR

STAÐNÁMSKEIÐ

Styrkleikar okkar drífa okkur áfram og eru manneskjunni jafn eðlilegir og það að draga andann. Það sem við græðum á því að þekkja og nota styrkleika okkar er að við öðlumst betri sjálfsvitund og þekkingu á því hvað fyllir okkur eldmóði og orku og vellíðan okkar og hamingja eykst.

Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði

AÐ SÝNA DJÖRFUNG OG DUG

STAÐNÁMSKEIÐ

Námskeiðið er úr smiðju Dr. Brené Brown og ætlað fólki sem sækist eftir að styrkja sig í lífi og starfi. Sjálfsþekking er mikilvæg í lífinu og grunnurinn að því að efla sjálfstraustið er að að þekkja sjálfan sig og hvernig við bregðumst við mismunandi aðstæðum.

Kennsla: Ragnhildur Vigfúsdóttir, Certified Daring Way™

Facilitator

INDVERSK HEIMSPEKI

- LEIÐ TIL JAFNVÆGIS OG

SJÁLFSEFLINGAR

STAÐNÁMSKEIÐ

Allir standa einhvern tímann frammi fyrir tilfinningalegum áskorunum eins og reiði, skömm, einmanaleika, eftirsjá o.fl. í faglegu og persónulegu lífi. Á þessu námskeiði vinna þátttakendur í því að leysa úr læðingi styrkleika innra með sjálfum sér. Byggt er undir jafnvægi og seiglu í erfiðum aðstæðum í lífinu með því að skilja betur heimspekina á bak við Yoga og Vedic.

Kennsla: Dr. Shilpa Khatri Babbar

HÚMOR OG GLEÐI Í SAMSKIPTUM ...

DAUÐANS ALVARA

STAÐNÁMSKEIÐ

Húmor í daglegum samskiptum auðveldar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og draga úr streitu. Færð hafa verið rök fyrir því að uppbyggilegur húmor, t.d. á vinnustöðum, bæti áþreifanlega líðan starfsfólks, auki starfsánægju og getu. Sköpunargáfa eykst þegar húmor er notaður á jákvæðan hátt, einnig víðsýni og umburðarlyndi og húmor hefur afar jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.

Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði

GAGNRÝNIN HUGSUN VIÐ ÁKVARÐANATÖKU

STAÐNÁMSKEIÐ

Á þessu námskeiði verður farið yfir einstaka þætti í ákvarðanaferlinu og hvernig við getum varast að fella hleypidóma í einstökum málum. Athyglinni verður sérstaklega beint að því hvaða spurninga við eigum að spyrja okkur til að hlýða rökum og fara eftir réttum upplýsingum.

Kennsla: Henry Alexander Henrysson, Phd í heimspeki

7
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA
SKOÐA

LÍFSINS VERKEFNI - LEITIN AÐ JAFNVÆGI

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast sjálfum sér, læra að þekkja eigin viðbrögð við hinum ýmsu verkefnum lífsins og taka eftir því hvar hægt er að gera breytingar. Fjallað er um mikilvægi næringar fyrir líkama og sál en lögð er áhersla á að þátttakendur geti fundið góða leið í fæðuvali.

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur utan um hópinn og kennir fjórum sinnum á námskeiðstímanum. Í byrjun skoðar hún með þátttakendum breytingar, hvort og þá hverju þú vilt breyta. Hvernig breytingar geta haft áhrif á þitt líf. Þá er líf í jafnvægi skoðað, hver eru einkenni álags, hvaða áhrif hefur álag og hvaða leiðir eru til að stjórna því. Anna Lóa fer einnig í sjálfstraust, samskipti og svo hamingjuna og hvernig er hægt að stýra henni. Í gegnum viðfangsefni sín heldur Anna Lóa rauðum þræði í gegnum allt námskeiðið. Til þess er m.a. notuð dagbók sem þátttakendur fá.

Ólöf Guðný Geirsdóttir kennir næringarhluta námskeiðsins. Matur og næring er undirstaða lífs og í þessum hluta er farið yfir hvað skiptir máli þegar við tölum um heilsu og líðan okkar. Hvað hefur áhrif á fæðuval? Vitum við hvað er gott fyrir okkur? Hvað er hollt og gott? Með því að þekkja áhrifavalda eins og samfélagsmiðla, félagslegan þrýsting og menningarleg norm hvað varðar fæðuval getum við fundið okkar eigin leið í átt að betri líðan.

Þriðja viðfangsefni námskeiðsins er gagnreynda meðferðarformið ACT sem Hjördís Inga Guðmundsdóttir kennir. ACT telst til þriðju bylgju hugrænnar atferlismeðferðar og miðar að því að auka sálfræðilegan sveigjanleika. ACT byggir á þeirri kenningu að í stað þess að bæla eða forðast sársaukafulla atburði þá séu núvitund og samþykki sveigjanlegri viðbrögð gagnvart áskorunum lífsins. Með því að upplifa hugsanir okkar, líkamleg viðbrögð og tilfinningar á sveigjanlegri hátt getum við dregið úr neikvæðum afleiðingum þeirra.

Kennsla: Anna Lóa Ólafsdóttir, kennari, náms- og starfsráðgjafi með MA-diplóma í sálgæslu. Hjördís Inga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna með sérmenntun í hugrænni atferlismeðferð og viðbótarmenntun í ACT. Ólöf Guðný Geirsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

8
SKOÐA

TEXTAGERÐ OG MIÐLUN EFNIS

SKRIF...ANDI

STAÐNÁMSKEIÐ

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að skrifa sér til gamans og opna fyrir flæði og hugmyndir. Notaðar eru fjölbreytilegar kveikjur og æfingar sem örva ímyndunarafl og sköpunargleði.

Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona

SKOÐA

SKÁLDSAGNASKRIF

FJARNÁMSKEIÐ

Á þessu námskeiði er farið yfir ferlið við það að skrifa skáldsögu – skref fyrir skref. Hvernig er best að bera sig að? Hvernig er hægt að finna „réttu“ leiðina? Hver eru hin nauðsynlegu atriði sem hafa ber í huga? Námskeiðið er í tveimur hlutum og á milli þeirra fá þátttakendur tækifæri til að vinna að eigin ritsmíð.

Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur

HLAÐVARPSGERÐ

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

RITLIST – Í SAMSTARFI VIÐ SVIKASKÁLD

Námskeiðið Ritlist er í samstarfi við Svikaskáld, sex kvenna skáldakollektív. Saman hafa þær gefið út þrjár ljóðabækur og síðast skáldsöguna Olíu (2021) sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þær hafa haldið fjölmargar ritsmiðjur fyrir ungt fólk og staðið fyrir mánaðarlegum ljóðakvöldum í Gröndalshúsi. Þátttakendur munu kynnast fjölbreyttum hliðum skapandi skrifa og læra að nýta hin ýmsu tól úr verkfærakistu rithöfundarins. Námið skiptist í vinnustofur, heimaverkefni, þátttöku í rithringjum og tilsögn í upplestri. Kennsla fer fram eitt kvöld í viku, en þar fyrir utan vinna þátttakendur í textum sínum heima og skila reglulega verkefnum til ritvina og kennara. Á þann hátt fæst þjálfun í að veita og taka á móti gagnlegri endurgjöf og mynda samfélag skrifandi fólks. Námskeiðinu lýkur á upplestrarkvöldi og viðtalstíma með kennara þar sem þátttakendur fá ítarlega endurgjöf á skilaverkefni.

SKOÐA SKOÐA SKOÐA

Þátttakendur munu að námskeiði loknu hafa í handraðanum úrval af ólíkum textum sem gætu nýst fólki sem hefur hug á að sækja um frekara ritlistarnám á háskólastigi - eða sem efniviður í áframhaldandi skrif.

9
Kennsla: Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri við HÍ

SAGA OG MENNING

GRÓÐUR OG GRAFIR Í HÓLAVALLAGARÐI

STAÐNÁMSKEIÐ

Árið 2023 eru liðin 185 ár síðan fyrsta gröfin var tekin í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötuna í Reykjavík. Garðurinn er þjóðargersemi en hann er einstakur staður með ótvírætt menningarsögulegt gildi. Hann hefur aldrei verið endurnýttur eða endurskipulagður eins og venjan er í borgarkirkjugörðum nágrannalanda okkar. Hann er eitt stærsta útiminjasafn á landinu, gróður hans er sérstakur og mörg minningarmarka garðsins eru einstök í alþjóðlegu samhengi. Kennsla: Heimir Björn Janusarson, garðyrkjumaður og umsjónarmaður Hólavallagarðs

REYKVÍSKA ELDHÚSIÐ

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu er fjallað um matarmenningu Reykvíkinga á síðustu öld, hún sett í samhengi við mannlíf og tíðaranda og velt upp spurningum á borð við: Hvað var í matinn í Reykjavík á 20. öld? Hvað var á ostabakka fyrirmenna í upphafi aldarinnar? Hver var eftirlætis skyndibitinn á stríðsárunum? Hvernig var jólaísinn frystur áður en frystihólfin komu til sögunnar?

Kennsla: Sólveig Ólafsdóttir, nýdoktor í sagnfræði við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

UNUHÚS

STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu er fjallað um Unuhús og þau áhrif sem gestir þess höfðu á íslenskt lista- og menningarlíf, einkum á fimmta áratug síðustu aldar.

Kennsla: Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

PARÍS

STAÐNÁMSKEIÐ

Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð.

Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis.

Kennsla: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ

10
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

TUNGUMÁL

HRAÐNÁMSKEIÐ Í GRUNNATRIÐUM

HINDÍ

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Shilpa Kathri Babbar

SKOÐA

SÆNSKA FYRIR ALLA

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Mikael Nils Lind, MA í sænsku og aðjunkt við Háskóla Íslands.

SKOÐA

ÍTALSKA

FYRIR BYRJENDUR I

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ

SKOÐA

11
12

STERKARI Í STARFI

13

STJÓRNUN OG FORYSTA

ERFIÐ STARFSMANNAMÁL

MANNAUÐSSTJÓRNUN FYRIR NÝJA STJÓRNENDUR

AÐ SKAPA SÁLRÆNT ÖRYGGI Á VINNUSTAÐ

FAGLEG HEGÐUN OG SAMSKIPTI Á VINNUSTAÐ

JÁKVÆÐ VINNUSTAÐAMENNING SKIPTIR MÁLI!

14
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

STJÓRNUN OG FORYSTA

STJÓRNUN FYRIR NÝJA STJÓRNENDUR

FJÖLÞJÓÐLEGIR VINNUSTAÐIR

- ÁSKORANIR OG TÆKIFÆRI

HLUTVERK OG ÁBYRGÐ

STJÓRNARMANNA

- HAGNÝT UMFJÖLLUN UM LÖG OG REGLUR

SKÝR SÝN, AUKINN DRIFKRAFTUR OG ÁBYRG FYRIRTÆKJAMENNING - UM EOS AÐFERÐINA

GAGNRÝNIN HUGSUN VIÐ ÁKVARÐANATÖKU

NETÖRYGGI Á ÍSLANDI

- FRÁ LÖGUM TIL DAGLEGRA VERKEFNA INNAN FYRIRTÆKJA OG STOFNANA

15
SKOÐA
SKOÐA SKOÐA
SKOÐA
SKOÐA
SKOÐA

ÁRANGUR Í STARFI

ÁRANGURSRÍK SAMSKIPTI

SPROTAFÉLÖG

- VÖXTUR OG VELGENGNI

- HELSTU ÁSKORANIR VIÐ STOFNUN SPROTAFÉLAGA

MANNAUÐSMÁL FRÁ A TIL Ö –

TÆKIFÆRI OG ÁSKORANIR

Mannauðsmál frá A til Ö er nýtt námskeið þar sem fjallað er um hagnýt atriði mannauðsstjórnunar með skýrum hætti. Stjórnendur standa frammi fyrir nýjum áskorunum vegna breytinga á starfsumhverfinu, en í þeim liggja jafnframt fjölmörg tækifæri. Fjarvinna og sveigjanlegt starfsumhverfi, velferð starfsmanna og fjölbreytileiki eru á meðal umfjöllunarefna.

VERKEFNASTJÓRNUN

- FYRSTU SKREFIN

SAMNINGATÆKNI

- GAGNLEGAR AÐFERÐIR TIL AÐ NÁ AUKNUM ÁRANGRI

FJÁRMÁL OG REKSTUR

STAÐ-OG FJARNÁMSKEIÐ

VERKEFNASTJÓRNUN

- VERKEFNISÁÆTLUN

Námskeið þar sem lögð er áhersla á arðsemi og val á mismunandi leiðum við ábyrga stjórnun fjármuna og stýringu verkefna. Þátttakendur munu kynnast fjölbreyttum aðferðum til að takast á við helstu verkefni sem koma við sögu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Línan er hugsuð fyrir aðila sem hafa ekki endilega menntun á sviði viðskipta en eru að taka skref eða ábyrgð í þá átt. Námskeiðið nýtist einnig vel fyrir þá sem vilja kynna sér þennan vettvang og öðlast meiri skilning á fjármálum og rekstri.

16
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA
SKOÐA

LAGALEGA HLIÐIN

VIRÐISAUKASKATTUR

- GRUNNATRIÐI FYRIR AÐILA Í REKSTRI

SKOÐA

LÖG UM OPINBER INNKAUP

- SAMKEPPNI, GEGNSÆI OG JAFNRÆÐI

SKOÐA

PERSÓNUVERNDARLÖG (GDPR)

- HVERJAR ERU SKYLDUR LAGANNA OG

HVERNIG GETA AÐILAR SEM VINNA MEÐ

PERSÓNUUPPLÝSINGAR INNLEITT ÞÆR Í

STARFSEMI SINNI?

SKOÐA

RAMMASAMNINGAR

SKOÐA

17

ARKITEKTÚR / VERKFRÆÐI

LJÓSVIST

- NJÓTUM DAGSBIRTU Í BORGINNI ALLT ÁRIÐ

BLÁGRÆNAR OFANVATNSLAUSNIR: FRAMHALDSNÁMSKEIÐ 1

SKOÐA SKOÐA

RAKAÖRYGGI VIÐ HÖNNUN BYGGINGA

BLÁGRÆNAR OFANVATNSLAUSNIR: FRAMHALDSNÁMSKEIÐ 2

SKOÐA SKOÐA

HÚSAKÖNNUN

- SKRÁNING OG MAT Á VARÐVEISLUGILDI

HÚSA OG MANNVIRKJA

SKOÐA

18

STAFRÆN HÆFNI

MICROSOFT POWER BI

EXCEL - HELSTU AÐGERÐIR FYRIR VIRKA NOTENDUR

MICROSOFT PLANNER OG TEAMSVERKEFNASTJÓRNUN OG SKIPULAG

EXCEL - FLÓKNARI AÐGERÐIR FYRIR

LENGRA KOMNA

MICROSOFT TEAMS OG ONEDRIVE SQL FYRIRSPURNARMÁLIÐ

19
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

STAÐLANÁMSKEIÐ

JAFNLAUNASTAÐALL: VIRKNI OG

VIÐHALD JAFNLAUNAKERFIS

SKOÐA

GÆÐASTJÓRNUNARKERFI VERÐUR TIL

(ISO 9001) - VINNUSTOFA

ISO 45001 STJÓRNUNARKERFI UM

HEILBRIGÐI OG ÖRYGGI Á VINNUSTAÐ

CE-MERKINGAR VÉLA

- HVAÐ ÞARF AÐ GERA OG HVERNIG

20
SKOÐA SKOÐA SKOÐA

LAND OG ÞJÓÐ

LEIÐSÖGUMAÐURINN 2 ÁFANGASTAÐURINN ÍSLAND

21
SKOÐA SKOÐA

HEILBRIGÐISGEIRINN

ÁTRÖSKUN BARNA OG UNGLINGA

SKOÐA

STUTT ÁGRIP AF GEÐLYFJAFRÆÐI

- ALLT SEM ÞÚ VILDIR VITA UM GEÐLYFJAFRÆÐI EN ÞORÐIR EKKI AÐ SPYRJA UM

SKOÐA

AÐ STYRKJA

MEÐFERÐARSAMBANDIÐ

SKOÐA SKOÐA

HAGNÝT RÉTTARLÆKNISFRÆÐI

- FYRIR FAGFÓLK Í HEILBRIGÐISOG RÉTTARKERFINU

SÁLRÆN ÁFÖLL

- ÁFALLAMIÐUÐ NÁLGUN OG ÞJÓNUSTA

SKOÐA

22

KENNSLA OG SKÓLASTARF

INNOVATE YOUR WORK WITH ACCEPTANCE AND MINDFULNESS FOR EMERGING ADULTS (AGE 15 TO 25)

SKOÐA

TRAS - SKRÁNING Á MÁLÞROSKA UNGRA BARNA

SKOÐA

BROSMILDU OG STILLTU BÖRNIN

SKOÐA

ÞARFIR BARNA Á TVEIMUR HEIMILUM

SKOÐA

SEIGLA BARNA

- NÁMSKEIÐ Í FYRIRLÖGN GREININGARPRÓFS

SKOÐA

TEACCH HUGMYNDAFRÆÐIN

- ÞRIGGJA DAGA NÁMSKEIÐ

SKOÐA

23

NÁMSBRAUTIR HAUST 2023

Umsóknarfrestur 15. maí

SÉRNÁM Í HUGRÆNNI ATFERLISMEÐFERÐ - FYRIR SÁLFRÆÐINGA OG GEÐLÆKNA

STAÐNÁM

Tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna. Í náminu er megináhersla lögð á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Leitast er við að gera nemendur hæfa til að beita hugrænni atferlismeðferð í starfi. Námið samsvarar 64 ECTS einingum.

VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN

STAÐNÁM

Námið byggir á að efla fjóra megin færniþætti meðal þátttakenda: Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni. Námið samanstendur af fjórum námskeiðum sem skiptast jafnt á milli tveggja missera. Unnið er með færniþættina yfir allan námstímann og áhersla lögð á að kenna nemendum hagnýtar aðferðir og þjálfa þá í notkun þeirra. Nemendur fást við fjölbreytt verkefni, í kennslustofunni og utan hennar, í hópavinnu með öðrum nemendum.

NÁM TIL LÖGGILDINGAR FASTEIGNA- OG SKIPASALA

STAÐ- OG FJARNÁM

Réttindanám í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands sem byggir á lögum um sölu fasteigna og skipasölu nr. 70/2015. Markmið námsins er að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að standast próf til löggildingar um sölu fasteigna- og skipa og að nemendur öðlist fræðilega þekkingu og faglega kunnáttu og hæfni til að takast á við alla þætti innan fasteigna- og skipasölu. Námið samsvarar 90 ECTS einingum.

LEIÐSÖGUNÁM

- ÁFANGASTAÐURINN ÍSLAND

STAÐ- OG FJARNÁM

Yfirgripsmikið nám fyrir þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Að námi loknu eiga nemendur að geta átt fagleg samskipti við ferðamenn og aðra aðila í ferðaþjónustu, útskýrt helstu þætti náttúrufars, sögu og menningar Íslands, aflað sér gagna til að skipuleggja ferðir um Ísland fyrir ólíka hópa ferðamanna og dregið fram hvað þarf til að stofna og reka lítið ferðaþjónustufyrirtæki.

24
SKOÐA SKOÐA SKOÐA
SKOÐA

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI – DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI

STAÐNÁM

Í náminu er hugmyndafræði og nálgun jákvæðrar sálfræði og velsældarvísinda kynnt þannig að nemendur geti nýtt sér hana bæði í einkalífi og starfi. Námið veitir víðtæka þekkingu á jákvæðri sálfræði sem fræðigrein og kynnir fyrir nemendum þau tækifæri sem felast í því að skoða styrkleika umfram veikleika og byggja á því sem vel er gert í stað þess sem fer úrskeiðis.

ÖKUKENNARANÁM TIL ALMENNRA RÉTTINDA

STAÐNÁM

Námið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og þjálfun til að geta skipulagt, undirbúið og annast ökukennslu, með tilliti til hæfni, getu og þarfa ökunemenda sinna. Nemendur eiga að geta ekið af öryggi og framsýni og vita hvernig best sé staðið að færniþjálfun. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á sviði umferðarfræða og færni í að beita og miðla henni til annarra. Fagleg þekking á sviði umferðarfræða og færni á sviði kennslufræða og þjálfunar verður því ætíð að fara saman.

25
SKRÁNINGARSÍÐUR KYNNINGARFUNDIR NÁMSBRAUTA ERU 8. MAÍ SKOÐA SKOÐA
26 ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS, DUNHAGA 7, 107 REYKJAVÍK, SÍMI 525 4444, ENDURMENNTUN.IS

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.