Hamarinn - Golfklúbbur Borgarness 50 ára

Page 30

HAMARINN Golfklúbbur Borgarness 50 ára

Vegagerð - Klæðingar - Sementsfestun - Stálþil

Grunnar - Gatnagerð - Lagnavinna

Jarðvinna - Vélaflutningar - Efnisflutningar

Borgarbraut 57 - 310 Borgarnes

Sími 430-0300

borgarverk@borgarverk.is

8-11 Sagan

12-11

Stækkunin eftirminnileg

20-21

Sætur Íslandsmeistaratitill

Hamarinn - Golfklúbbur Borgarness 50 ára

Útgefandi: Golfklúbbur Borgarness.

Afmælisnefnd: Ingvi J. Árnason, Jón J. Haraldsson, Gunnhildur L. Hansdóttir, Heiðar L. Hansson og Ingimundur Ingimundarson.

Höfundar efnis: Heiðar L. Hansson, Gunnhildur L. Hansdóttir og Ingimundur Ingimundarson.

Umbrot: Guðný Sigurðar // Grafískur miðlari

Prentun: Prentmet Oddi.

Dreifing: Á Hamarsvelli, Hótel Hamri, til félaga, styrktaraðila og golfklúbba.

Einnig á fjölförnum stöðum kylfinga.

Upplag: 1000 eintök.

Ljósmyndir: Gunnhildur L. Hansdóttir, Heiðar L. Hansson, Ómar Ö. Ragnarsson, Ingimundur Ingimundarson, Þórður Sigurðsson, Símon P. Aðalsteinsson, Jóhannes K. Ármansson, Sigurður E. Þórólfsson o.fl. Sérstakar þakkir til Guðlaugs Þ. Þórðarsonar vegna ljósmynda föður síns Þórðar Sigurðssonar.

Forsíðumynd: Gunnhildur L. Hansdóttir.

Vefútgáfa: www.issuu.com og www.gbgolf.is

Meðal efnis
30-31 Púttað í 15 ár 32 Hlýhugur
í trjárækt
26 Alvöru Golf Resort
24-25
Öflugt kvennastarf 22 Hressir krakkar á Hamri

Ávarp formanns:

Golfklúbbur Borgarness 50 ára

Það er mikill áfangi fyrir félag eins og Golfklúbb Borgarness að hafa lifað og dafnað í hálfa öld. Þegar saga klúbbsins er skoðuð má segja að helsta gæfa okkar var að tryggja land undir golfvöll sem hafði möguleika á að stækka. Hamar var land í eigu Borgarneshrepps þegar hugmyndir kviknuðu um að stofna golfklúbb upp úr

1970. Um áratuga skeið hafði landinu verið úthlutað til hreppsbúa sem vildu halda búfénað og nýta Hamarstúnin til heyskapar. Það var loks haustið 1972 sem hreppurinn samþykkti að fyrirhugaður golfklúbbur fengi land undir golfvöll á Hamri og í kjölfarið var Golfklúbbur Borgarness formlega stofnaður af 13 félögum 21. janúar 1973.

Fyrsta sumarið var golf leikið á 3 holum og síðan var stækkað í 6 holur árið 1974. Sama ár lögð fram tillaga að 9 holu velli sem loks var tekin í notkun 1975.

Á þessum tíma var mikill áhugi og kapp í mönnum og allt unnið sjálfboðavinnu. Harðsnúinn kjarni félaga sem ekki voru nema 10-15 manns gengu í öll verk, urðu sér úti um vélar og tæki fyrir lítið til að móta völlinn. Þegar kom að því að spila golf var fyrsta verkið að slá flatirnar fyrir hádegi og svo var sett á mót eftir hádegi.

Trjárækt var snemma kappsmál á Hamarsvelli. Í tilefni af Ári trésins árið 1980 var um 6000 trjám plantað á vellinum. Framtakið var grunnurinn að áfram-

haldandi trjárækt sem margir aðilar, bæði félagar GB og styrktaraðilar hafa komið að síðan. Hamarsvöllur var og er fyrir vikið einn af betri „skógarvöllum“ landsins.

Félagar í GB voru framsýnir og var golfíþróttin í vexti á Íslandi þegar leið á síðustu öld. Árið 1987 sendi stjórn GB sveitarfélaginu bréf um endurskoðun á aðalskipulagi Hamarssvæðisins til að festa land fyrir stækkun vallarins í 18 holur. Það gekk eftir og var það svæði á endanum nýtt þegar stækkun hans hófst eftir aldamót. 18 holu Hamarsvöllur var loks formlega vígður 1. júlí 2007.

Stækkun Hamarsvallar hafði einnig jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu með byggingu Hótels Hamars sem var opnað árið 2005. Hótelið er eina golfhótel landsins og hefur gríðarlegt aðdráttarafl. Hefur reynslan kennt að Hótel Hamar og Hamarsvöllur fara vel saman og styður starfsemin hvort annað.

Að lokum vil ég þakka öllum sem hafa komið að starfi klúbbsins þessi 50 ár fyrir þeirra óeigingjarna framlag til uppbyggingar og ekki síst núverandi starfsfólki sem vinnur nótt við dag við að hafa völlinn í toppstandi. Jóhannes Ármansson framkvæmdastjóri sér um og stýrir allri vinnu við vallarhirðu og rekstur klúbbsins og þá hefur Guðríður Ebba Pálsdóttir unnið þýðingarmikla vinnu við hirðingu trjáa og blóma á vellinum. Einnig má nefna Þórhall Teitsson sem sér um að verja vallarsvæðið fyrir lúpínu og skógarkerfli.

Til hamingju með afmælið GB! Ingvi Árnason

4 Golfklúbbur Borgarness 50 ára
Horft yfir 18. flöt Hamarsvallar frá Hótel Hamri.

Ágætu kylfingar.

Það er mér ánægjulegt að fá að rita nokkur orð í tilefni af hálfrar aldar afmælis Golfklúbbs Borgarness.

Í dag státar golfhreyfingin á Íslandi sig af yfir 60 golfvöllum um land allt og er ánægjulegt að sjá Golfklúbb Borgarness hafa skapað sér vinsældir og góðan orðstír. Á tímamótum sem þessum verður ekki hjá því komist að hugsa til þeirra frumkvöðla sem höfðu sýn, úthald og elju til að fara fyrir uppbyggingu golfvallarins í Hamarslandi. Árið 2007 var kominn fullgildur 18 holu keppnisvöllur og þá þegar var boðið upp á gistingu á golfvallarsvæðinu að erlendri fyrirmynd. Slíkt sýnir stóra hugsun og skýra framtíðarsýn.

Golfsamband Íslands hefur átt gott samstarf við forsvarsfólk golfklúbbsins og þakka ég kærlega fyrir uppbyggileg og góð samtöl. Enn fremur er ánægjulegt að fylgjast með áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Sú uppbygging og framtíðarsýn er ekki síður mikilvæg til að tengja við þá þróun sem orðið hefur frá stofnun klúbbsins. Golfklúbbar þurfa í dag að leita leiða til að sinna fjölbreyttari hópi kylfinga auk þess sem fjölgun ferðamanna hefur áhrif á vinsældir og aðsókn í golf.

Golfsambandi Íslands

Þannig er ekki bara verið að sinna fjölbreyttari markhópum, heldur hefur íþróttin farið úr því að bjóða upp á iðkun nokkra mánuði á ári yfir í heilsársstarfsemi. Slík íþróttaaðstaða hefur jákvæð áhrif á íþróttalíf allra aldurshópa í bænum og viljum við koma þeim lýðheilsusjónarmiðum betur áleiðis og kalla eftir enn öflugra samstarfi við sveitafélög og ríki. Slíkt samstarf gæfi fleirum tækifæri til að njóta fjölbreyttra og fallegra útivistarsvæða sem golfvallarsvæði hafa upp á að bjóða. Þar hefur Golfklúbbur Borgarness sýnt eftirtektarvert frumkvæði og verður ánægjulegt að fylgjast með og styðja áframhaldandi gott starf.

Í tilefni ef 80 ára afmæli Golfsambands Íslands á síðasta ári hvöttum við alla golfklúbba landsins til að varðveita söguna með okkur. Rit sem þetta er mikilvægt í sögulegu samhengi og er ánægjulegt að lagður sé metnaður í að rita söguna og halda utan um myndir og sögulegt samhengi.

Fyrir hönd Golfsambands Íslands færi ég Golfklúbbi Borgarness og Borgnesingum öllum innilegar hamingjuóskir á fimmtíu ára afmæli klúbbsins. Um leið þakka ég stjórnendum og starfsfólki golfklúbbsins afar ánægjulegt samstarf og uppbyggileg samtöl um áframhaldandi uppbyggingu golfs á Íslandi.

Afmæliskveðja
frá
Hulda Bjarnadóttir Forseti Golfsambands Íslands
6 Golfklúbbur Borgarness 50 ára
Horft yfir 6. holu (Leynir) til norðurs. Bærinn Brautarholt er handan vegar.

Kveðja frá Borgarbyggð:

Afmæliskveðja með þakklæti

Þau sem hafa staðið að starfi og uppbyggingu golfvallarins að Hamri geta litið stolt á það starf sem þar hefur verið unnið síðustu áratugi. Hamarsvöllur í Borgarbyggð er einn glæsilegasti golfvöllur landsins og mikil skrautfjöður í hatt sveitarfélagsins. Það má segja að þrekvirki hafi verið unnið þegar golfklúbburinn og Borgarbyggð unnu að því í samstarfi fyrir nokkrum árum að stækka völlinn í 18 holur. Það þarf bæði eldmóð og stórhug til að ráðast í slíkar framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. Og því ber að þakka fyrir þá framsýni sem félagsmenn golfklúbbsins í samstarfi við sveitarfélagið sýndu með því að stíga það gæfuspor.

Kylfingum á öllum aldri hefur fjölgað og áhugi landsmanna á golfi hefur aldrei verið meiri. Þá er gott að sjá hvað félagsstarf golfklúbbsins hefur verið, og er enn í dag, drifið áfram af jákvæðum anda og vilja til þess að vera í stöðugum endurbótum og vexti. Félagsstarf klúbbsins er öflugt og sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel hefur verið haldið um barna- og unglingastarf síðustu ár.

Golfvöllurinn hefur mikið aðdráttarafl og ófáir kylfingar sem ákveða að sækja sveitarfélagið eða dvelja hér aðeins vegna nálægðar við hann. Hamarsvöllur

dregur gesti að sveitarfélaginu sem nýta fjölbreytta þjónustu og auðga mannlífið. Við þekkjum það sem höfum spilað á Hamarsvelli hversu vel vellinum er alltaf haldið við og hreint ótrúlegt að við eigum þennan gimstein þar sem allir geta gleymt stað og stund. Leikur í góðum félagsskap í fallegu umhverfi innan um trjágróður, plöntur og fuglalíf.

Tækifærin til frekari vaxtar á Hamarssvæðinu eru mikil. Nú hefur sveitarfélagið sett á fót í samstarfi við golfklúbbinn vinnuhóp til að skoða framtíðarmöguleika svæðisins m.t.t. frekari uppbyggingar og notkunarmöguleika. Það verður spennandi að sjá útkomuna. Eftir sem áður er það hinn öflugi hópur fólks sem kemur að starfi golfklúbbsins sem hefur sýnt framsækni í sínum hugmyndum og áformum.

Ég vil fyrir hönd sveitarstjórnar þakka öllum þeim sem hafa með einhverjum hætti komið að starfi Golfklúbbs Borgarness síðustu 50 árin fyrir þeirra framlag. Afraksturinn er einn glæsilegasti völlur landsins.

Ég hvet þá íbúa sveitarfélagsins sem ekki hafa nýtt sér þá aðstöðu sem er í boði á Hamarsvelli að prufa. Ykkar bíður ævintýraheimur.

Golfklúbbur Borgarnes til hamingju með 50 árin. Hann lengi lifi húrra, húrra, húrra!

Guðveig Lind Eyglóardóttir Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar

8 Golfklúbbur Borgarness 50 ára
Horft til norðurs á Hamarsvelli frá 10. flöt.

Úr 13 klúbbfélögum í 210

Stórtæk uppbygging einkenndi fyrstu áratugina

Golfklúbbur Borgarness var stofnaður 21. janúar 1973 með 13 stofnfélögum. Forsendan fyrir stofnun klúbbsins var vilyrði Borgarneshrepps um að klúbburinn fengi Hamarsland fyrir golfvöll. Sumarið 1973 voru fyrstu golfhöggin slegin á Hamri á 3 holu velli á „norðurtúnum“ þar sem æfingasvæðið er nú. Holurnar urðu 9 árið 1975 á grunni teikningar frá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Skipulag vallarins tók í reynd mið af þeirri teikningu allt til aldamóta.

Eitt stærsta framtakið á fyrstu árunum var endurreisn Hamarsbæjarins sem golfskála. Hamarsbærinn,

sem er í burstabæjarstíl, var reistur 1926 og er þekkt kennileiti vegfarenda um Borgarfjörð. Húsið var í niðurníðslu þegar klúbburinn fékk það til afnota 1978 en með samstilltu átaki félaga var það gert upp.

Rétt fyrir 1990 var byrjað að horfa til stækkunar í 18 holur. Breytingar á aðalskipulagi tókust í samvinnu við Borgarnesbæ sem gerði ráð fyrir stækkun vallarins. Hannes Þorsteinsson golfvallarhönnuður var fenginn til að hanna nýja völlinn sem loks varð að veruleika árið 2007. Þá voru félagar í klúbbnum orðnir 210 sem var tímanna tákn.

Endurreisn Hamarsbæjarins á árunum 1978-1979 er tákn þess krafts sem einkenndi starf klúbbsins á fyrstu starfsárum hans. Félagar gera sig klára fyrir mót sumarið 1977. Skúr við norðurtún var þá eina aðstaða klúbbsins á vellinum.
10 Golfklúbbur Borgarness 50 ára
Ræsing í opnu móti á Hamarsvelli á tíunda áratugnum. Jóhann Kjartansson formaður mótanefndar ræsir Jón Georg Ragnarsson og Jón Kr. Jakobsson.

...fyrir hið ljúfa líf

Ljúft og ljú engt í 90 ár!

Við fögnum um þessar mundir stórafmæli okkar unaðslega Síríus Rjómasúkkulaðis, en það er aldrei langt undan þegar Íslendingar vilja gera sér glaðan dag. Það hefur einstaklega góða áferð og bragðið þekkið þið öll – algjörlega ómótstæðilegt. Í tilefni af þessum sætu tímamótum höfum við ákveðið að bjóða aftur upp á þessar þrjár sígildu bragðtegundir í takmarkaðan tíma. Njótið heil!

Síríus, fyrir hið ljúfa líf

Hamarsvöllur er orðinn að golfparadís

Starfsemin hefur þróast í takt við breyttar áherslur á nýrri öld

Árið 2007 tók Jóhannes K. Ármansson við framkvæmdastjórastöðu klúbbsins og hefur sinnt því starfi síðan. Á herðum Jóhannesar (Jóa) hefur hvílt vallarstjórn, þróun vallarins og viðhald auk daglegs rekstrar í umboði stjórnar. Hamarsvöllur var vitanlega hrár fyrstu árin eftir stækkun en óhætt er að fullyrða að undir stjórn Jóa framkvæmdastjóra hafi Hamarsvöllur dafnað vel og unnið sér sérstakan sess meðal kylfinga á Íslandi.

Starfsemi GB frá aldamótum hefur einkennst af áframhaldandi vexti. Án vafa var eftirminnilegasta framkvæmdin stækkun Hamarsvallar í 18 holur. Framkvæmdir stóðu yfir að mestu á árunum 2003-2006 en 18 holu Hamarsvöllur var loks formlega vígður 1. júlí 2007. Nánar er hægt að lesa um gang framkvæmda í viðtali við Símon Pál Aðalsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóra GB á bls. 12-13, en Símon var allt í öllu í þeim.

Við breytinguna breyttist mjög mikið í rekstri klúbbsins. Með stærri velli þurfti meira af öllu sem þurfti til að reka völlinn: starfsfólk, vélar og búnað og allan efnivið til að gera völlinn eins glæsilegan og hægt er, svo ekki sé minnst á aukna aðsókn og svo fleiri klúbbfélaga.

Árið 2018 tók klúbburinn ákvörðun að ganga til samninga við Hótel Hamar um að flytja afgreiðslu og veitingasölu Hamarsvallar á hótelið. Nánar má lesa um hótelið á bls. 26 en það var opnað árið 2005 og var dýrmæt viðbót við Hamarsvöll. Í kjölfar samninga var röðun brauta breytt þannig að upphaf og endir golfspils yrði við hótelið. Meðal annarra markmiða var að einfalda aðgengi að vellinum og nýta aðstöðuna á hótelinu í takt við auknar kröfur gesta. Hamarsbærinn lauk því hlutverki sínu í reynd sem golfskáli og hafði þjónað þá í rúma fjóra áratugi. Breytingin hefur reynst happaskref fyrir alla golfstarfsemi á Hamarsvelli, bæði fyrir klúbbinn og hótelið, og mætt kröfum kylfinga um alla aðstöðu.

Á 50 ára afmælisárinu eru félagar í GB á fjórða hundrað talsins og hundruð kylfinga sækjast eftir því að spila völlinn á hverju ári. Hamarsvöllur er orðin sannkölluð golfparadís!

Veturinn 2013-2014 kom

klúbburinn upp inniæfingaaðstöðu

í gamla sláturhúsi KB í Brákarey í Borgarnesi. Aðstaðan fékk nafnið

„Eyjan“ en þar voru nokkrir æfingabásar, golfhermir og innipútflött. Aðstaðan reyndist lyftistöng fyrir vetrarstarf klúbbsins.

Hér má sjá keppendur í Áramótinu á Gamlársdag 2014.

Hamarsvöllur þykir afar vinsæll völlur. Horft frá 12. holu eða Karlshóli í átt Hamarsbænum.
12 Golfklúbbur Borgarness 50 ára

Verðlaunahafar í Meistaramóti GB

2018 á veröndinni á Hótel Hamri, því fyrsta sem fram fór eftir að hótelið tók við hlutverki golfskála og röðun brauta var breytt.

J.

Ingvi Árnason formaður GB og Sigurður Ólafsson eigandi Hótels Hamars undirrita samninga vegna breytinganna 2018.

Stækkun Hamarsvallar var eftirminnilegt verkefni

Rætt við Símon Pál Aðalsteinsson framkvæmdastjóra GB 1997-2007

Flatir tyrfðar í snjó

Fljótlega eftir að Símon hóf störf var byrjað að huga að breytingum á Hamarsvelli í takt við teikningu Hannesar Þorsteinssonar golfvallarhönnuðar frá 1992. „Fyrsti áfangi í því var að gera nýjar flatir sem nú eru á 9, 10, og 11. holu, en að auki var 11. hola lengd. Lokahnykkurinn í þessum áfanga var eftirminnilegur því að flatirnar voru þökulagðar í slyddu og snjókomu að hausti,“ segir Símon. „Annað minnistætt verkefni á þessum fyrstu árum var heilmikil aðgerð við að fjarlægja grjót og björg upp úr Hamarsvelli sem höfðu skagað upp úr honum og leikið vélar klúbbsins grátt. Ætli við höfum ekki náð yfir 100 tonnum upp úr vellinum sem síðan nýttist við landmótun á nýja vallarsvæðinu.“

„Það er í raun ótrúlegt hvernig við náðum að stækka völlinn miðað við efni og aðstæður,“ segir Símon Páll Aðalsteinsson spurður um ár sín sem framkvæmdastjóri GB á árunum 1997 - 2007. Símon sem er einn af heiðursfélögum klúbbsins var fyrsti framkvæmdastjóri hans og var sem slíkur allt í öllu í því mikla framtaki sem stækkun Hamarsvallar í 18 holur var á fyrstu árum aldarinnar.

Gjaldkerinn sá fyrir sér 25% starf

Símon kveðst hafa smitast af golfbakteríunni um 1990 og þá byrjað að taka þátt í starfi GB, m.a. í vallarnefnd. Hann flutti í Borgarnes 1997 ásamt eiginkonu sinni Þuríði Jóhannsdóttur en Símon er bifvélavirki að mennt og ráku hjónin vélaverkstæðið Vélabæ í Bæjarsveit um árabil. „Ég var á þessum tíma að jafna mig eftir vinnuslys og fór reglulega í göngutúra um Borgarnes. Ég kom stundum við í kaffi á skrifstofunni hjá Jóni Haralds í Sjóvá og þá barst golfklúbburinn og Hamarsvöllur oft á góma,“ segir Símon en Jón var á þessum tíma gjaldkeri klúbbsins.

„Jón fór að stinga upp því að fá mig í vinnu fyrir klúbbinn, þar væru næg verkefni fyrir mann með mína reynslu. Hann sá fyrir sér að ég færi í 25% starf,“ bætir hann við og glottir. „Þetta þróaðist þó á annan veg og var stjórn klúbbsins búin að ráða mig sem framkvæmdastjóra í fullt starf áður en ég vissi af.“

Dýrmætur stuðningur Frekari nýframkvæmdir við stækkunina fóru síðan fram á árunum 2003-2006. „Ég man að Jonni Ragg (Jón Georg Ragnarsson) og ég lögðum fram tillögu eitt sinn á aðalfundi, sennilega árið 2002, um að ráðast í stækkun vallarins og var tillagan samþykkt. Veturinn eftir var gerð kostnaðar- og framkvæmdaráætlun sem Ingvi Árnason kom að stórum hluta að og var hún lögð fram í stjórn og send til Borgarbyggðar. Við unnum síðan eftir þessari áætlun í grófum dráttum en nutum á leiðinni dýrmæts stuðnings úr ýmsum áttum,“ segir Símon.

„Það þurfti að fá heilmikið efni til landmótunar á nýja vallarsvæðinu og fékk klúbburinn til dæmis mikinn stuðning frá Borgarverki undir forystu Sigvalda Arasonar. Ég veit ekki hvað margir gera sér grein fyrir hversu miklir efnisflutningarnir voru en sem dæmi eru 5. og 6. hola nokkrum metrum yfir þeirri hæð sem var upphaflega á þessu svæði. Þetta voru þúsundir rúmmetrar af efni sem var sturtað á stækkunarsvæðið.“

Ævintýri á jarðýtum

Þó ýmsir verktakar hafa komið að einstökum verkefnum vegna jarðvinnu við stækkun Hamarsvallar var það Símon sem bar hitann og þungann af landmótununni

á jarðýtum sem GB festi kaup á vegna stækkunarinnar.

„Fyrst keypti klúbburinn jarðýtu í félagi með Daníel Haraldssyni í Brautarholti og kom í minn hlut að ýta efni og móta brautirnar. Þessi vinna fór einkum fram á haustin og veturna þegar aðstæður leyfðu,“ greinir

14 Golfklúbbur Borgarness 50 ára
Símon Páll Aðalsteinsson ásamt eiginkonu sinni Þuríði Jóhannsdóttur.

Símon frá. „Síðar keypti klúbburinn svo aðra og stærri jarðýtu sem einnig nýttist“.

Jarðvinna, landmótun og sáning fór aðallega fram 2003-2006 ásamt tyrfingu flata, en þökur komu úr Fljótshlíð fyrir austan fjall. Unnið var eftir hönnun Hannesar en í sumum tilfellum þurfti að taka mið af aðstæðum. „Til dæmi var heljarinnar puð að búa til flötina á 6. holu. Á þessum slóðum er ísaldarleir sem er erfiður viðureignar og lá líklega mánaðarvinna að baki við að búa til „bollann” sem flötin dvelur í með jarðýtu,“ segir Símon en alls varði hann um 900 tímum á ýtunni. Geta má þess að ítarlegar lýsingar á framkvæmdunum eru að finna í skýrslum Björgvins Ó. Bjarnasonar formanns vallarnefndar á þessum árum í ársskýrslum en Björgvin sá um mælingavinnu á framkvæmdasvæðinu á Hamri.

Eftirminnilegt verkefni

Símon segir að stækkun Hamarsvallar hafi verið afar eftirminnilegt verkefni og kveðst hann ánægður með útkomuna. Völlurinn sé mikið prýði í dag, hann er vel hirtur og sé ánægjulegt að sjá hversu vinsæll hann er meðal kylfinga. „Það er í raun lyginni líkast hvernig klúbburinn náði þessum áfanga en það tókst með mikilli vinnu og útsjónarsemi ásamt góðum stuðningi frá bakhjörlum klúbbsins. Heildarkostnaðurinn var í reynd mun minni en áætlanir í upphafi gerður ráð fyrir. Ég er ánægður með að grunnvinnan hafi skilað sér svona vel,“ segir Símon að lokum.

Það snjóaði þegar 10. flöt var þökulögð haustið 2000.
Golfklúbbur Borgarness 50 ára 15
Unnið á jarðýtu klúbbsins á nýja vallarsvæðinu upp úr aldamótum.

Sigurvegarar í meistaramótum GB á árunum 2004 – 2022

Hér má sjá skrá yfir nöfn sigurvegara í einstökum keppnisflokkum á meistaramótum GB frá árinu 2004. Skráin er viðbót við samskonar yfirlit sem tekið var saman og birt í afmælisblaði GB árið 2003 í tilefni af 30 ára afmæli klúbbsins.

Á tímabilinu stækkar Hamarsvöllur í 18 holur og má greina að heildarskor í einstökum flokkum breytist í sögulegu samhengi ef miðað er við skránna í afmælisritinu frá 2003. Á stökustað eru göt í skránni sem helgast af því að ekki var keppt í viðkomandi flokki á því ári.

Meistaraflokkur karla

Ár Nafn Högg

2004 Haraldur Már Stefánsson 316

2005 Örn Eyfjörð Arnarson 327

2006 Ómar Örn Ragnarsson 326

2007 Jóhannes Kristján Ármannsson 303

2008 Jóhannes Kristján Ármannsson 294

2009 Bjarki Pétursson 313

2010 Bjarki Pétursson 296

2011 Bjarki Pétursson 291

2012 Bjarki Pétursson 279

2013 Bjarki Pétursson 221

2014 Arnór Tumi Finnsson 347

2015 Rafn Stefán Rafnsson 312

2016 Rafn Stefán Rafnsson 300

2017 Finnur Jónsson 324

2018 Arnór Tumi Finnsson 314

2019 Arnór Tumi Finnsson 306

2020 Albert Garðar Þráinsson 313

2021 Bjarki Pétursson 283

2022 Bjarki Pétursson 269

1. flokkur karla

Ár Nafn Högg

2004 Finnur Jónsson 321

2005 Jón Örn Ómarsson 354

2006 Bergsveinn Símonarson 348

2007 Bergsveinn Símonarson 360

2008 Pétur Sverrisson 357

2009 Pétur Sverrisson 354

2010 Pétur Sverrisson 344

2011 Arnór Tumi Finnsson 335

2012 Hreinn Vagnsson 346

2013 Pétur Sverrisson 350

2014 Hilmar Þór Hákonarson 343

2015 Pétur Sverrisson 344

2016 Pétur Sverrisson 338

2017 Ómar Örn Ragnarsson 319

2018 Atli Aðalsteinsson 348

2019 Arnar Smári Bjarnason 322

2020 Birgir Hákonarson 340

2021 Emil Þór Jónsson 361

2022 Atli Aðalsteinsson 346

Flokkaskipan í meistaramótum hefur verið háð þátttökufjölda hverju sinni.

Einkennandi fyrir tímabilið er sigurganga Bjarka Péturssonar í meistaraflokki karla en hann vann titilinn sjö sinnum, fyrst árið 2009 á 15 aldursári sem gerir hann að þeim yngsta í sögu klúbbsins til að vinna titilinn. Fremst í kvennaflokki á tímabilinu var Júlíana Jónsdóttir með níu titla en alls hefur hún hampað titlinum 12 sinnum í sögu klúbbsins.

Ingimundur Ingimundarson tók skránna saman.

2. flokkur karla

Ár Nafn Högg

2004 Hilmar Þór Hákonarson 360

2005 Hákon

Öldungar 50 - 64 ára

Ár Nafn Högg

2005 Þórður Sigurðsson 394

2006 Karl Sigurhjartarson 279

2007 Albert Þorkelsson 300

2008 Þórður Sigurðsson 303

2009 Þórður Sigurðsson 296

2010 Hjörtur Björgvin Árnason 275

2011 Hjörtur Björgvin Árnason 277

2012 Sigurður Ólafsson 287

2013 Bergsveinn Símonarson 280

2014 Bergsveinn Símonarson 289

2015 Ingi Kr. Stefánsson 264

2016 Bergsveinn Símonarson 363

Bjarnason 381

Atli Aðalsteinsson 366

Hreinn Vagnsson 401

Hans Lind Egilsson 376

Pétur Þórðarson 409

Þorkell Már Einarsson 398

Þorkell Már Einarsson 370

3. flokkur karla

Ár Nafn Högg

Trausti Jóhannsson 403

Þorvaldur Þorvaldsson 420 2006 Pétur Már Sigurðsson 405 2007 Einar Þór Skarphéðinsson

2018 Bergsveinn Símonarson 290

2021 Birgir Hákonarson 330

2022 Hilmar Þór Hákonarson 327

Öldungar 65 og eldri

Ár Nafn Högg

2016 Lárus B. Sigurbergsson 266

2017 Othar Örn Petersen 293

2018 Lárus B. Sigurbergsson 286

2019 Börkur Aðalsteinsson 297

2021 Dagur Garðarsson 267

2022 Bergsveinn Símonarson 248

Öldungar 70 ára og eldri

Ár Nafn Högg

2013 Gunnar Kristjánsson 320

2014 Guðmundur Finnsson 335

2015 Lárus B. Sigurbergsson 252

Drengir 15 - 18 ára

Ár Nafn Högg

2008 Daníel Andri Jónsson 397

2009 Þorkell Már Einarsson 400

2010 Þorkell Már Einarsson 378

2011 Kristján Örn Ómarsson 143

2014 Stefán Fannar Haraldsson 424

207

2022 Pálína Guðmundsdóttir 257

2017 Daníel F. Guðmundsson Roldos 351

Ólafur Hrafnsson 373 2006 Jóhann Kjartansson 379 2007 Jóhann Kjartansson 401 2008 Arnar Helgi Jónsson 370 2009 Búi Grétar Vífilsson 372 2010 Hans Lind Egilsson 371 2011 Eiríkur Ólafsson 371 2012 Eiríkur Ólafsson 369 2013 Eiríkur Ólafsson 366 2014 Eiríkur Ólafsson 372 2015 Borgar Þór Einarsson 386 2016 Arnar Smári
2018
2019
2017
2020
2021
2022
431 2008 Arnar Þór Þorsteinsson 416 2009 Hafþór Ingi Gunnarsson 395 2010 Steinar Ragnarsson 438 2014 Andri Daði Aðalsteinsson 415 2015 Stefán Fannar Haraldsson 386 2016 Pétur Þórðarson 488 2017 Finnur Ingólfsson 430 2018 Magnús Fjeldsted 441 Opinn flokkur Ár Nafn Högg 2020 Kristjana Jónsdóttir 233 2021 Gunnar Örn Ómarsson
2004
2005
16 Golfklúbbur Borgarness 50 ára

Drengir 14 ára og yngri

Ár Nafn Högg

2005 Trausti Eiríksson 330

2006 Bjarki Pétursson 331

2007 Bjarki Pétursson 309

2008 Þorkell Már Einarsson 404

2011 Anton Elí Einarsson 96

2012 Anton Elí Einarsson 102

2014 Arnar Smári Bjarnason 385

2015 Hilmar Elís Hilmarsson 422

1. flokkur kvenna

Ár Nafn Högg

2004 Júlíana Jónsdóttir 388

2005 Júlíana Jónsdóttir 373

2006 Júlíana Jónsdóttir 378

2007 Júlíana Jónsdóttir 397

2008 Fjóla Pétursdóttir 381

2009 Júlíana Jónsdóttir 370

2010 Júlíana Jónsdóttir 357

2011 Júlíana Jónsdóttir 358

2012 Fjóla Pétursdóttir 371

2013 Júlíana Jónsdóttir 389

2014 Júlíana Jónsdóttir 401

2015 Fjóla Pétursdóttir 363

2016 Fjóla Pétursdóttir 381

2017 Brynhildur Sigursteinsdóttir 375

2018 Lóa Dista Jóhannsdóttir 344

2019 Brynhildur Sigursteinsdóttir 349

2020 Hansína Þorkelsdóttir 352

2021 Hansína Þorkelsdóttir 344

2022 Hansína Þorkelsdóttir 341

2. flokkur kvenna

Ár Nafn Högg

2004 Auðbjörg Pétursdóttir 443

2005 Gunnhildur Lind Hansdóttir 411

2010 Ása Helga Halldórsdóttir 472

2011 Unnur Halldórsdóttir 463

2013 Annabella Albertsdóttir 497

2018 Sveinbjörg Stefánsdóttir 505

Öldungafl. kvenna 50-64 ára

Ár Nafn Högg

2006 Þuríður Jóhannsdóttir 296

2007 Þuríður Jóhannsdóttir 285

2008 Þuríður Jóhannsdóttir 273

2009 Þuríður Jóhannsdóttir 287

2010 Þuríður Jóhannsdóttir 276

2011 Þuríður Jóhannsdóttir 269

2012 Þuríður Jóhannsdóttir 293

2013 Ásta Sigríður Eyjólfsdóttir 334

2014 Fjóla Pétursdóttir 301

2015 Þuríður Jóhannsdóttir 301

2016 Guðrún Sverrisdóttir 421

2017 Sveinbjörg Stefánsdóttir 227

2019 Guðrún Sigurðardóttir 443

2021 Guðrún Sverrisdóttir 314

Öldungafl. kvenna 65 og eldri

Ár Nafn Högg

2016 Þuríður Jóhannsdóttir 321

2017 Ásta Sigríður Eyjólfsdóttir 338

2018 Annabella Albertsdóttir 300

2019 Annabella Albertsdóttir 289

2022 Annabella Albertsdóttir 294

Sigurvegarar í meistaramótinu 2020 í góðu stuði Júlíana Jónsdóttir
Golfklúbbur Borgarness 50 ára 17
Bjarki Pétursson

Myndir úr sögu klúbbsins

Keppendur GB í Vesturlandsmótinu í golfi 1977 í árdaga klúbbsins. Golfmót með nágrannaklúbbum voru algeng á fyrstu árum klúbbsins, t.d. voru reglulega haldin sameiginleg mót með Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

F.v. Sigurður Már Gestsson, Ingvi J. Árnason, Gísli Kjartansson, Gestur Már Sigurðsson, Albert Þorkelsson, Einar B. Jónsson, Gunnar Kristjánsson og Þórður Sigurðsson.

Frá skógræktardegi GB og Rariks 1999. Pétur Sverrisson og Jóhann Kjartansson planta trjám í blíðviðri.

Líf og fjör hefur einkennt kvennastarf klúbbsins. Hér bregða GB konur á leik eftir mót skömmu eftir aldamót.

F.v. Anna Ólafsdóttir, Guðrún R. Kristjánsdóttir, Steinunn Á. Guðmundsdóttir, Unnur Halldórsdóttir, Þóra Björgvinsdóttir, Ásdís Helgadóttir, Auðbjörg Pétursdóttir, Júlíana Jónsdóttir og Fjóla Pétursdóttir.

18 Golfklúbbur Borgarness 50 ára

Sigursveit GB í 2. deild 2013 í Vestmannaeyjum. Sveitin vann sér sæti í efstu deild eftir sigur á Leynismönnum frá Akranesi í úrslitum.

Efri röð f.v. Ingvi J. Árnason, Finnur Jónsson, Jóhannes K. Ármannsson, Arnór T. Finnsson, Haraldur M. Stefánsson, Rafn S. Rafnsson og Hlynur Þ. Stefánsson. Neðri röð f.v. Bjarki Pétursson, Hilmar Þ. Hákonarson og Jón Ö. Ómarsson.

Frá aðalfundi GB, sennilega árið 2000. Jón J. Haraldsson gjaldkeri fer yfir ársreikning.

„Margt stendur upp úr þegar ég lít til baka. Stærsta er kannski hvernig starfsemin hefur umbreyst. Þegar ég byrjaði var klúbburinn í reynd eins og hefðbundinn sveitaklúbbur. Nú eru félagar yfir 300 og allt umfang í rekstri er eftir því,“ segir Jóhannes Ármannsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Jóhannes hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin 16 ár en hann tók við stöðunni sama ár og völlurinn varð 18 holur.

Fjölskylduvænn völlur

„Ég verð líka að segja að það hefur skipt máli að samheldnin í klúbbnum hefur verið góð. Félagar vilja klúbbnum vel og margir eru tilbúnir að starfa og leggja uppbyggingunni lið. Mér finnst það dýrmætt og er ekki sjálfgefið í dag,“ bætir Jóhannes við. „Öflugt starf einkennir félagið, hjá báðum kynjum. Dæmi um þetta er að innanfélagsmót eru afar vel sótt. Klúbburinn hefur einnig þróað samstarf sitt við aðra hópa, t.d. eldri borgara í Borgarbyggð, en Hamarsvöllur er orðinn þeirra heimasvæði í púttinu.“

Jóhannes segir Hamarsvöll dýrmætt svæði fyrir héraðið og sveitarfélagið, er vel í sveit sett við þjóðveg eitt með fyrsta flokks aðstöðu. „Félagar unnu grettistak við að búa til golfvöll á Hamri á upphafsárum klúbbsins. Þá var grunnurinn lagður fyrir uppbygginguna á þessari öld. Hamarsvöllur er í reynd fjölskylduvænn völlur sem hæfir öllum getustigum, er bæði keppnisvöllur og

vettvangur fyrir fjölskylduna að eiga gæðastund saman. Sérstaðan er líka í því að völlurinn er í raun eini skógarvöllurinn á Íslandi, með vötnum og tjörnum í bland,“ segir Jóhannes og nefnir að mótun vallarins hefur fylgt svokölluðu „Parkland“ skipulagi. „Þess utan skiptir miklu farsælt samstarf klúbbsins við Hótel Hamar. Aðstaðan og þjónustan sem þar eru boðið upp á er fyrsta flokks og þannig vilja gestir vallarins hafa það.“

Viljum að gestum líði vel „Sterk áhersla er á snyrtimennsku á vellinum og skiptir máli að öll svæði séu vel hirt. Við viljum að trén og stígar séu snyrt og falleg blómabeð lyfti andanum. Allt þetta miðar að því að gestum vallarins líði vel á Hamarsvelli og fari heim með góðar minningar,“ segir Jóhannes og bætir við að metnaður í hirðingu vallarins smitar út frá sér. „Samstarfsaðilar okkar sjá mikil tækifæri í því að vinna með okkur og tengja vörumerki sín við GB og Hamarsvöll vegna þessa. Því er lykill að við sínum vellinum alúð og virðingu í hirðingu hans og rekstri.“

Gefandi að sjá fólk njóta sín

Á þeim sextán árum sem Jóhannes hefur stýrt klúbbnum hafa fjölmargir starfsmenn starfað fyrir hann við hirðingu vallarins og ýmis önnur störf. „Þetta hefði ekki verið hægt án þessa fólks sem hefur unnið mikla vinnu. Mér finnst gaman að rifja upp hverjir hafa verið með okkur í vegferðinni og það er ánægjulegt að hitta fyrrum starfsmenn aftur á síðari árum. Það gefur líka mikið að sjá fólk blómstra hér í starfi á vellinum sem hefur kannski ekki náð að njóta sín annars staðar. Þetta skiptir mig og klúbbinn mjög miklu máli,“ segir Jóhannes.

Spennandi þróun framundan

Hann segir framtíð klúbbsins og Hamarsvallar bjarta og séu fjölmörg tækifæri til uppbyggingar. „Hamarsvöllur er einstakt svæði sem býr yfir miklum tækifærum hvort sem horft er til lýðheilsu, heilsuræktar, umhverfismála og ferðaþjónustu, svo ekki sé minnst á sjálfa golfíþróttina. Það eru margir tilbúnir að taka þátt í þeirri uppbyggingu og verður spennandi að sjá þróunina á næstu misserum,“ segir Jóhannes. „Persónulega er ég þó mjög stoltur af mínu starfi á vellinum og stöðu hans í dag,“ segir hann að lokum.

Hamarsvöllur er einstakt svæði með mikil tækifæri
20 Golfklúbbur Borgarness 50 ára
Jóhannes Ármansson fyrir framan vélaskemmuna á Hamarsvelli.

Stjórnarmeðlimir og framkvæmdastjórar GB frá 2003

Listinn yfir stjórnarmeðlimi sem hér birtist er viðbót við samkynja lista sem birtist í afmælisblaði klúbbsins á 30 ára afmælinu 2003. Listinn er byggður á upplýsingum úr ársskýrslum GB.

Formenn

2002 - 2005 Ásdís Helgadóttir

2006 - 2008 Guðmundur Eiríksson

2008 - 2018 Ingvi J. Árnason

2018 - 2020 Guðmundur Daníelsson

2020 - Ingvi J. Árnason

Varaformenn:

2001 - 2004 Hans L. Egilsson

2004 - 2007 Þuríður Jóhannsdóttir

2007 - 2011 Hreinn Vagnsson

2011 - 2018 Björgvin Ó. Bjarnason

2018 - 2020 Ingvi J. Árnason

2020 - Andri Daði Aðalsteinsson

Gjaldkerar:

1997 - 2012 Jón J. Haraldsson

2012 - Margrét Guðnadóttir

Ritarar:

1999 - 2004 Hjörtur B. Árnason

2004 - 2005 Eva Eðvarsdóttir

2005 - 2011 Hans L. Egilsson

2011 - 2012 Guðmundur Eiríksson

2012 - 2016 Guðmundur Finnsson

2016 - 2018 Guðmundur Daníelsson

2018 - 2020 Andri D. Aðalsteinsson

2020 - Elva Pétursdóttir

Meðstjórnendur:

2001 - 2004 Þuríður Jóhannsdóttir

2004 - 2011 Björgvin Ó. Bjarnason

2011 - 2012 Hreinn Vagnsson

2012 - 2013 Hans L. Egilsson

2013 - 2015 Guðmundur Daníelsson

2015 - 2017 Jón J. Haraldsson

2017 - 2020 Magnús Fjeldsted

2020 - Ómar Ö. Ragnarsson

Framkvæmdastjórar:

1997 - 2007 Símon P. Aðalsteinsson

2007 - Jóhannes K. Ármansson

Íslandsmeistaratitilinn sá sætasti

Bjarki Pétursson afrekskylfingur frá Borgarnesi tekinn tali

með áframhaldandi vinnu og elju munu frábærir hlutir gerast,“ bætir hann við um núverandi form sitt.

Hamarsvöllur félagsheimili

Það eru engar ýkjur að segja að Bjarki hafi byrjað í golfi um sama leyti og hann gat loftað kylfu í fyrsta sinn. „Ég hef náttúrulega átt heima að Hamri frá því ég var í barnakerru með foreldrum mínum. Þetta var algjör paradís fyrir ungan kylfing að alast upp á,“ svarar Bjarki spurður æskuár sín í golfinu á Hamarsvelli. „Þegar ég hugsa um Hamarsvöll þá koma fyrst og fremst minningar frá því að vera þarna ungur að leika mér. Þetta var ekki bara golfvöllur, heldur var þetta félagsheimili fyrir mig og marga aðra þar sem dagarnir fóru í golf, slaka á í skálanum, týna bolta og hafa gaman. Ég hef alltaf haft þá skoðun að það að alast upp í þessari dásamlegu íþrótt er mjög mótandi fyrir ungt fólk. Maður lærir aga, kurteisi og eljusemi þegar kemur að því að glíma við sjálfan þig,“ rifjar Bjarki upp.

Gefandi að aðstoða með sveifluna Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskóla Borgarfjarðar fór Bjarki vestur um haf og stundaði nám við Kent State háskólann í Bandaríkjunum þar sem hann keppti fyrir hönd skólans í golfi. Eftir að námi lauk hóf Bjarki að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og hefur meðfram því unnið ýmis störf á vettvangi golfíþróttarinnar, t.d. golfkennslu og fararstjórn. „Farastjórn er

Fremsti afrekskylfingur Golfklúbbs Borgarness fyrr og síðar, og núverandi klúbbmeistari, er Bjarki Pétursson. Bjarki, sem verður 29 ára á árinu, hefur verið í eldlínunni á erlendri grundu undanfarin ár ásamt bestu kylfingum landsins og slær ekki slöku við í ár. „Ég er með keppnisrétt á bæði Nordic League, og Challenge Tour í ár sem gerir skipulagið aðeins erfiðara,“ segir Bjarki í samtali við Afmælisblaðið um verkefni tímabilsins.

„Ég er eingöngu búin að spila á Nordic League í ár og sé fram á að spila nokkur á Challenge Tour einnig. Sumarið er búið að vera fínt, ég er sem stendur í 28. sæti á peningalistanum og var hársbreidd frá því að ná mínum fyrsta sigri í Noregi fyrir 2 vikum. Ég er búin að spila 8 mót og alltaf farið í gegnum 40 manna niðurskurð af 160 keppendum. Stöðugleikinn er mikill, og

Bjarki Pétursson með Íslandsmeistaratitilinn í mótslok á Hlíðavelli 2020.
22 Golfklúbbur Borgarness 50 ára
Bjarki ásamt unnustu sinni Kristrúnu Kúld Heimsdóttur og syni þeirra Birni Kúld.

frábær leið fyrir atvinnukylfinga til þess að vera á launum og koma sér í góðar aðstæður til þess að æfa og spila. En þetta er vissulega krefjandi vinna þegar hóparnir eru stórir og þess vegna hef ég eingöngu verið aðstoðarfarastjóri í þeim ferðum sem ég hef farið í“ segir Bjarki.

„Varðandi kennslu, þá finnst mér það synd að bjóða ekki fólki upp á kennslu eftir áratuga reynslu. Við sem kylfingar þurfum að taka ábyrgð á okkar eigin sveiflum þar sem er verið að skoða ítarlegustu smáatriði og því finnst mér í raun að atvinnukylfingar séu með frábæran grunn til að kenna. Ég sjálfur hrífst líka af því að aðstoða fólk með leikinn sinn, og er það mjög gefandi þegar þú getur aðstoðað fólk að komast úr allskonar erfiðleikum og byrja að spila betra golf,“ bætir hann við.

Íslandsmeistaratitilinn sá sætasti

Bjarki hefur unnið marga glæsta sigra á vellinum á ferlinum og fengið fjölda viðurkenninga, t.d. orðið Íslandsmeistari unglinga bæði í höggleik og í holukeppni, klúbbmeistari GB oft og mörgum sinnum og einnig leikið fyrir Íslands hönd á erlendri grundu. Stærsti

Bjarki

sigur Bjarka hingað til á ferlinum er þó Íslandsmeistaratitillinn í golfi árið 2020. Mótið fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og sigraði Bjarki í mótinu með yfirburðum. „Íslandmeistaratitillinn var mjög sætur og það gerði hann ennþá sætari að spila á lægsta skori frá upphafi,“ segir Bjarki að lokum og má vera stoltur af.

ásamt foreldrum sínum, Pétri Sverrissyni og Fjólu Pétursdóttur.
Golfklúbbur Borgarness 50 ára 23
8. hola á Hamarsvelli, Kringlan eða „Eyjan“, er sennilega frægasta hola vallarins. Fyrirmyndin að henni er 17. holan á Sawgrass vellinum í Flórída í Bandaríkjunum.

Hressir krakkar í barna- og unglingastarfi GB

Klúbburinn hefur gert sér far um að skipuleggja starf fyrir börn- og unglinga í starfsemi sinni og hafa mörg ungmenni tekið sín fyrstu skref í golfíþróttinni á Hamarsvelli. Það er barna- og unglinganefnd sem skipuleggur starfið hverju sinni og hefur nefndin bryddað upp á ýmsu skemmtilegu til að glæða áhugann, eins og æfingum, golfmótum, ferðum og öðru húllumhæi.

Skipuleg kennsla með golfkennara og öðrum leiðbeinendum á æfingasvæðinu og úti á velli hefur verið fastur liður. Margir hafa komið að þessari kennslu á

liðnum árum t.d. Kristvin Bjarnason, Guðmundur

Daníelsson, Haraldur Már Stefánsson og Bjarki Pétursson. Í dag sér Anton Elí Einarsson um að halda utan um æfingar krakkana.

Meðal unglingamóta á liðnum árum er Sjóvá mótaröðin hvað þekktust en hún var haldin um árabil. Að

jafnaði hafa verið barna- og unglingaflokkar í Meistaramót GB en það hefur þó tekið mið af þátttöku hverju sinni. Hverju tímabili hefur síðan lokið með lokahófi á hausti þar sem verðlaun og viðurkenningar eru veitt fyrir tímabilið.

GB unglingar hafa síðan tekið þátt í mótum á vettvangi GSÍ og náð frábærum árangri. Bjarki Pétursson varð fyrsti Íslandsmeistari ungmenna í sögu GB þegar hann vann flokk 13. ára og yngri á Íslandsmóti unglinga 2007. Árin á eftir var Bjarki alltaf í baráttunni um Íslandsmeistaratitla og varð t.d. Íslandsmeistari unglinga og stigameistari 2010, og átti sæti í unglingalandsliðum. Arnór Tumi Finnsson og Þorkell Már Einarsson kepptu einnig á stigamótum unglinga og náðum góðum árangri á Áskorendamótaröð GSÍ.

Stundum hafa verið skipulagðar golfferðir í barna- og unglingastarfinu. Hér eru þáttakendur í golfferð á Glannavelli í Norðurárdal 2011.

Kátir krakkar eftir golfæfingu á Hamarsvelli 2023. GB krakkar tilbúnir til keppni á Sjóvá mótaröðinni 2012.
24 Golfklúbbur Borgarness 50 ára

Myndir úr sögu klúbbsins

Frá 30 ára afmælishátíð GB 2003. Ásdís Helgadóttir þáverandi formaður GB og Gísli Kjartansson þáverandi sparisjóðsstjóri SPM og fyrsti formaður klúbbsins undirbúa undirritun styrks SPM til klúbbsins. SPM var undir stjórn Gísla mikilvægur bakhjarl klúbbsins. Ásdís er jafnframt fyrsta og eina konan sem hefur verið formaður GB.

Bændaglíman hefur að jafnaði verið lokapunktur sumarsins hjá klúbbnum. Hér slaka keppendur á yfir kakóbolla í Bændaglímunni 2009.

F.v. Ása H. Halldórsdóttir, Bergsveinn Símonarson, Lárus Sigurbergsson og Þórhallur Teitsson.

Það hafa ekki verið vandræði að töfra fram skemmtiatriði á verðlaunakvöldum og veislum GB.

Hér bregða á leik f.v. Jón J. Haraldsson, Jón G. Ragnarsson og Stefán Haraldsson á verðlaunakvöldi 1992.

Fylgst með keppni í Sveitakeppni GSÍ á Hamarsvelli 2012 og auðvitað stutt í glensið.

F.v. Ingvi J. Árnason, Guðmundur Daníelsson, Björgvin Ó. Bjarnason og Hans L. Egilsson.

Golfklúbbur Borgarness 50 ára 25

Öflugt kvennastarf í GB

Sterk hefð hefur verið fyrir kvennastarfi í GB sem leitt hefur verið af kvennanefnd sem kosin er á aðalfundi. Hlutverk nefndarinnar hefur verið að styrkja tengslanet kvenna innan klúbbsins með því að skipuleggja viðburði yfir sumartímann. Hlutur kvenna hefur aukist nokkuð á síðustu árum og voru 117 konur félagar í klúbbnum árið 2022 svo dæmi sé tekið.

Kvennanefndin hefur farið ýmsar leiðir í starfi sínu en þó hafa verið nokkrir fastapunktar. Dæmi um slíkt er 19. júní mótið sem hefur farið fram á Kvenréttindadaginn í áratugi og ætíð notið vinsælda. Nefndin hefur einnig staðið fyrir föstum rástímum fyrir konur í viku hverri sem oftar en ekki hafa byrjað með hópkennslu hjá golfkennara. Í sumarlok hafa GB konur tekið þátt í Vesturlandsmóti kvenna og keppt þar við kynsystur sína í öðrum klúbbum landshlutans. Nýjasti viðburðurinn er loks Dömumótaröðin sem hóf göngu sína 2018. Loks hafa GB konur sent keppnissveit á Íslandsmót golfklúbba og skipulagt dagsferðir á golfvelli á suðvesturhorninu.

Þátttakendur í hinu árlega 19. júní móti á Kvenréttindadaginn 2023.
26 Golfklúbbur Borgarness 50 ára
GB konurnar Ásdís Helgadóttir, Júlíana Jónsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir tóku þátt í Landsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri árið 2000.

Í allnokkur ár í kringum aldamót fór fram keppni á milli GB kvenna og kvenna í Golfklúbbnum Setbergi í Hafnarfirði. Skipst var á að leika á Hamarsvelli og í Setbergi og ætíð mikið fjör. Hér er hópmynd af þátttakendum í einni keppninni á Hamarsvelli 2000.

Tilbúnar í haustgolfið í lopapeysum haustið 2012.
Golfklúbbur Borgarness 50 ára 27
F.v. Anna Ólafsdóttir, Annabella Albertsdóttir, Ása H. Halldórsdóttir, Steinunn Á. Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Stefánsdóttir, Fjóla Pétursdóttir, Guðrún R. Kristjánsdóttir og Júlíana Jónsdóttir.

Hótel Hamar er alvöru „Golf Resort“

Sérstaða Hamarsvallar er ekki síst fólgin í því að þar er starfrækt eina golfhótelið á Íslandi, Hótel Hamar. Hótelið hefur notið mikilla vinsælda, ekki síst hjá innlendum kylfingum sem hafa sótt stíft að dvelja á hótelinu og leika golf. Fyrir kylfinga er dvölin að mörgu leyti á pari við golfferð til útlanda enda hefur uppbygging hótelsins tekið mið af helstu „Golf Resort“ í heiminum. Ekki hefur því þótt verra að það tekur klukkutíma að skjótast í Borgarnes frá höfuðborgarsvæðinu.

Hótelið var tekið í notkun árið 2005 en það var reist að frumkvæði hjónanna Hjartar B. Árnasonar og Unnar Halldórsdóttur. Árið 2011 keyptu hjónin Sigurður Ólafsson og Ragnheiður K. Nielsen hótelið og hafa rekið það allar götur síðan ásamt fjölskyldu

sinni af myndarskap og snyrtimennsku svo eftir er tekið. Lengstum var hótelið hluti af Icelandair Hotels keðjunni en stendur í dag sjálfstætt undir merkjum Hótels Hamars.

Frá 2018 hefur Hótel Hamar jafnframt þjónað sem golfskáli GB en þar hefur verið afgreiðsla Hamarsvallar og veitingasala. Er óhætt að segja að sú breyting hafi verið mikið framfaraskref fyrir rekstur klúbbsins, aðgengi að Hamarsvelli og mætt betur öllum þeim kröfum sem kylfingar gera til 18 holu golfvalla. „Það er bara eins og að vera í útlöndum að koma hingað að Hamri,“ hafði einn gestur vallarins að orði í kjölfar breytinganna og eru það orð að sönnu.

Hótel Hamar og Hamarsvöllur eru í reynd tvær hliðar á sama peningnum. Hér er horft yfir hótelið og 18. flöt.

Veröndin við 18. flöt á HótelHamri er mikill sælureitur. Þar slaka kylfingar á eftir góðan hring. Hér má sjá keppendur í

Hjóna- og paramóti GB 2023 njóta tilverunnar að lokinni keppni. Mótið er einn stærsti viðburðinn í mótahaldi klúbbsins og hefur notið mikilla vinsælda.

28 Golfklúbbur Borgarness 50 ára

Nokkur skjöl úr skjalasafni GB

Skjöl sem lýsa starfsemi GB sl. 50 ár hafa varðveist vel og er skjalasafn klúbbsins meira og minna varðveitt á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar í Borgarnesi. Þar eru t.d. mörg skjöl frá fyrstu starfsárum klúbbsins. Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í gegnum tíðina eru einnig að finna í ársskýrslum sem lagðar eru fram á aðalfundi hvers árs. Þar má t.d. lesa skýrslu stjórnar og starfsnefnda, nálgast upplýsingar um framkvæmdir,

fjárhagslega afkomu klúbbsins og helstu tölfræði. Ársskýrslurnar eru varðveittar í skjölum klúbbsins á héraðsskjalasafninu. Skjöl um starfsemi GB eru einnig að finna í öðrum skjalasöfnum, t.d. í skjalasafni Félagsheimilasjóðs ríkisins sem varðveitt er á Þjóðskjalasafni Íslands og að auki í skjalasafni GSÍ.

Hér koma nokkur sýnishorn af völdum skjölum sem hafa varðveist.

Það hefur oft verið glatt á hjalla í starfi klúbbsins, líka yfir háveturinn. Hér má sjá auglýsingu sem var dreift til félaga um Afmæli-þorrablót á Hamri, líklega í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins 1983. Athygli vekur að strax daginn eftir var aðalfundur klúbbsins á dagskrá.

Á fyrstu starfsárum klúbbsins þurfti að gera grein fyrir úrslitum á golfmótum með skýrslum til GSÍ. Hér má sjá skýrslu um Einnarkylfukeppni frá 1. maí 1977 þar sem keppendur notuðu eina kylfu og pútter. Kalt var í veðri eins og sjá má en kom þó ekki í veg fyrir að 13 mættu til leiks. Skjalið er varðveitt í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar.

30 Golfklúbbur Borgarness 50 ára

Drifkrafturinn í uppbyggingu og framgangi klúbbsins hefur alla tíð verið sjálfboðavinna félaga. Eitt stærsta átakið á fyrstu árum klúbbsins var enduruppbygging Hamarsbæjarins sem golfskála á árunum 1978-1979. Við framkvæmdir naut klúbburinn styrks frá Félagsheimilasjóði ríkisins en eitt af skilyrðum fyrir greiðslum var sjálfboðavinna við framkvæmdir. Hér má sjá yfirlit yfir vinnustundir félaga við framkvæmdir í bréfi Gísla Kjartanssonar formanns GB til Félagsheimilasjóðs.

Skjalið er varðveitt í Þjóðskjalasafni.

Félagar í GB sáu sjálfir um hirðingu Hamarsvallar í sjálfboðavinnu lengi vel, t.d. að slá flatir, brautir og teiga og snyrta glompur. Hér má lesa skilaboð Þórðar Sigurðssonar formanns vallarnefndar um verkaskiptingu sumarið 1981.

Skjalið er varðveitt í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar.

Golfklúbbur Borgarness 50 ára 31

Pútthópur Hamars

í 15 ár

Ingimundur Ingimundarson segir frá

Eldri borgarar í Borgarbyggð hafa verið duglegir við púttæfingar og keppni undanfarin ár. Allt byrjaði þetta rólega eins og gengur. Þrír einstaklingar hittust upp á púttvelli á Hamri 2008. Smá saman stækkaði hópurinn og komið var á reglulegum æfingum. Nú hefur hópurinn sem kallar sig „Pútthóp Hamars Borgarbyggð“ æft skipulega á annan áratug tvisvar í viku allt árið. Á síðasta ári mættu um 27 að jafnaði á æfingu. Á Hamri eru nú tveir 18 holu púttvellir og þar hafa verið haldin mót innan hópsins og tvö síðustu árin opna mótið „Septembermót“ annan fimmtudag í september. Áætlað er að mótið fari fram árlega í framtíðinni.

GB og eldri borgarar komu sér upp góðri aðstöðu

í gamla sláturhúsinu í Brákarey en var skyndilega vísað á dyr í febrúar 2020. Tvo síðustu vetur hefur verið æft

í kjallara Menntaskólans í Borgarnesi, en þar er ekki sambærileg aðstaða og í Brákarey. Hefur hópurinn skroppið í Mosfellsbæ einu sinni í mánuði til að fá tilbreytingu, en þar eru aðstæður mjög góðar og skemmtilegar.

Ingimundur Ingimundarson hefur séð um æfingarnar frá upphafi. Eftir hverja æfingu fá þátttakendur tölvupóst yfir árangur dagsins og oft er beðið með eftirvæntingu eftir því hvernig hafi gengið. Hópurinn hefur tekið þátt í Íslandsmóti 60+ og náð þar góðum árangri.

Á síðasta ári fór mótið fram á Ísafirði. Þar varð Berghildur Reynisdóttir Íslandsmeistari í kvennaflokki og A. liðið skipað Þóru Stefánsdóttur, Guðrúnu B. Haraldsdóttur og Ásdís B. Geirdal vann liðakeppnina. Kvennaliðin urðu í fjórum fyrstu sætunum. Einnig hefur hópurinn tekið þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ og unnið góða sigra. Má nefna að hópurinn vann fjórfalt í liðakeppninni á mótunum í Neskaupsstað og á Sauðárkróki.

Vorið 2013 boðaði íþróttanefnd félags eldri borgara á Akranesi þá Flemming og Ingimund á fund í Geirabakaríi. Þar komu fulltrúar Akurnesinga með stóran bikar sem Húsasmiðjan á Akranesi gaf til keppni milli eldri borgara á Akranesi og Borgarbyggðar. Einnig var gefinn einstaklingsbikar sem högglægsti einstaklingurinn myndi hampa í hverri keppni. Mót þetta fer fram þrisvar á ári. Keppa á um „Húsasmiðjubikarinn“ í 20 ár en síðan verður hann geymdur hjá gefandanum á Akranesi. Öllum félögum er heimiluð þátttaka en árangur sjö bestu telja í hvert sinn. Í ár verður keppt um hann í 11. sinn. Lið Borgarbyggðar hefur verið sigursælt undanfarin ár. Hópurinn hefur æft vel í vetur og stefnir að góðum árangri í sumar.

Úrslit í keppninni milli Borgarbyggðar og Akraness eru hér á síðunni.

Einstaklingskeppni

Nafn Ár Stig Þórhallur Teitsson 2013 217 Þórhallur Teitsson 2014 209 Hörður Júlíusson 2015 216 Ingimundur Ingimundar 2016 210 Þórhallur Teitsson 2017 206 Guðrún B. Haraldsdóttir 2018 205 Edda Elíasdóttir 2019 205 Magnús E. Magnússon 2020 194 Ásgeir Samúelsson 2021 200 Gestur Sveinbjörnsson 2022 198
32 Golfklúbbur Borgarness 50 ára
Fleming Jessen og Ingimundur Ingimundarson eftir púttmót í Brákarey. Þeir hafa haldið uppi íþróttastarfi eldriborgara í mörg ár.

Púttkeppni

Myndir úr sögu klúbbsins

Frá 10 ára afmælishófi GB 1983 á Hamri.

F.v. Guðleif Andrésdóttir, Anna Karelsdóttir, Auðbjörg Pétursdóttir, Ingunn Lárusdóttir, Kristinn Eldjárnsson og Sigríður Guðmundsdóttir.

Glatt á hjalla í í Hamarsbænum 1978. Hér er sungið í kaffipásu.

F.v. Bragi Jónsson, Jóhann Waage, Þórður Sigurðsson, Einar B. Jónsson og Magnús Thorvaldsson.

Keppnisstaðir Ár Akran. Borgb. Mism. 1 Akranes-Hamar-Nes 2013 1620 1603 -17 2 Nes-Nes-Akranes 2014 1538 1518 -20 3 Akranes-Nes-Akranes 2015 1562 1585 23 4 Hamar-Akranes-Nes 2016 1513 1520 7 5 Akranes-Nes-Hamar 2017 1518 1491 -27 6 Nes-Hamar-Akranes 2018 1497 1451 -46 7 Hamar-Akranes-Nes 2019 1444 1438 -6 8 Akranes - Nes - Hamar 2020 1416 1375 -41 9 Nes - Hamar - Akranes 2021 1458 1437 -21 10 Hamar-Akranes-Nes 2022 1429 1390 -39 MT 1500 1481
Akranes - Borgarbyggðar Verðlaunalið Borgarbyggðar í kvennaflokki á Íslandsmóti 60+ á Ísafirði 2022. Ljósmynd: Ingimundur. Púttkeppni á Hamarsvelli. Ljósmynd: Guðrún Helga Andrésd.
Golfklúbbur Borgarness 50 ára 33

Velvilji og hlýhugur á bakvið trjáræktina á Hamarsvelli

Séu myndir frá fyrstu árum Hamarsvallar skoðaðar er ekki trjáhríslu að sjá á vellinum. Nú hálfri öld síðar er völlurinn þakinn trjám og víða að finna myndarlega lundi og þétt trjábelti sem veita bæði skjól og hlýju en einnig áskorun þegar kemur að sjálfu golfinu.

Trjárækt á Hamarsvelli hófst í reynd árið 1980 þegar haldið var uppi á Ár trésins. Mikið af trjám voru gróðursett í Borgarnesi að því tilefni, m.a. á Hamarsvelli þar sem um 6000 trjám var plantað. Næsta stórátak í trjáræktinni verður 1997 þegar Rarik hefur skógræktarátakið „Tré fyrir staur“. Eitt af svæðunum sem Rarik valdi til trjáræktar var Hamarsvöllur en raflínur lágu lengi vel í gegnum vallarsvæðið. Þúsundir plantna voru gróðursettar á næstu árum í átaki Rariks og GB sem var vel heppnað og myndaðist góð stemning á skógræktardögum.

Annað stórt skógræktarátak hófst 2004 þegar klúbburinn fékk aðgengi að öspum í Klafastaðalandi á Grundartanga. Á næstu árum á eftir voru þúsundir aspa fluttar frá Grundartanga að Hamri og var stórum hluta plantað á nýju brautir vallarins sem þá voru í uppbyggingu vegna stækkunar í 18 holur. Jón Georg Ragnarsson var sérstakur drifkraftur í þessum Grundartangaferðum sem margir félagar komu að.

Klúbburinn hefur notið mjög mikils velvilja vegna trjáræktar á Hamarsvelli í gegnum árin og fengið margar og veglegar trjágjafir frá einstaklingum og félagasamtökum sem hefur verið plantaðar hér og þar um völlinn. Fyrir það vill Golfklúbbur Borgarness þakka af miklum hlýhug. Hirðing „Hamarsskógar“ fyrr og nú er því mikilvægt verkefni. Að því tilefni má nefna hlut Guðríðar Ebbu Pálsdóttur frá Grenigerði í þeirri hirðingu en í árafjöld hefur hún sinnt trjám og blómabeðum að Hamri af alúð og óeigingirni sem seint verður fullþakkað. Fyrir vinnu sinna á vellinum var Ebba valin „Sjálfboðaliði ársins“ af GSÍ árið 2014.

Júlíana Jónsdóttir, Jenný Johansen, Kristín Hermannsdóttir og Helga Jakobsdóttir planta trjám á 2. holu haustið 1993. Tré á Hamarsvelli eru fá og smá á þessum tíma eins og sjá má.

Horft yfir Hamarsvöll til austurs frá 13. flöt. Trén á 13. holu voru gefin af GB félaganum Ingva Hrafni Jónssyni sem lengi var staðarhaldari í Langá á Mýrum. Holan hefur því ætíð verið kölluð „Langárbrautin“.

34 Golfklúbbur Borgarness 50 ára
Guðríður Ebba Pálsdóttir hefur unnið gríðarlegt starf við trjáhirðingu og garðyrkju á Hamarsvelli.
Stofn Á hverju ári fá þúsundir tjónlausra viðskiptavina Sjóvá Stofnendurgreiðslu. Þannig hefur það verið í rúm 25 ár.
elskar
Páll
endurgreiðslur.
Þess vegna er hann hjá Sjóvá.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.