Emmí Okkar 2020

Page 1

2020

EMMÍ OKKAR


Efn isyfirlit 3 - Ávarp ritara 4 -Ávarp formanns leikfélags 5 - Videoráð 6 - Ávarp skólameistara 7 - Ráð fyrir verðandi busa 8 - Ávarp formanns 9 - Meme hornið 10 - Stjörnuspá 12 - Ávarp málfinns

Ritstjóri Davíð Hjaltason

Ábyrgðarmaður Jón Reynir Sigurvinsson

Ljósmyndari Ásgeir Helgi Þrastarson

Hönnun og umbrot Grétar Örn Eiríksson

13

TVÍ FA R AR

Próförk

14 - Ávarp Menningarvita 15 - Sólrisunefnd 16 - Fullveldisfögnuður 17 - Hot or not 18 - Ruddaboltinn 2019 19 - Dagskrá Sólrisuviku 2020

20 - Nemendaráð 21 - Sjomlatips Gumma og Ívars 22 - Morfís 24 - Nemó burning Questions 27- Ritnefndarbabies 28 - Tik Tok stjörnur MÍ 30

2 | EMMÍ OKKAR 2020

Sólrún Geirsdóttir

Ritnefnd Hanna Þórey Björnsdóttir Hafdís Bára Höskuldsdóttir Guðmundur Arnar Svavarsson Ívar Breki Helgason Ásthildur Jakobsdóttir Linda Rós Hannesdóttir Svava Rún Steingrímsdóttir Edda Lind Guðmundsdóttir.

Prentun Leturprent

Upplag 2000 stk.


ÁVA RP RITA RA Davíð H jalt ason

Davíð Hjaltason heiti ég og er ritari um betri ritnefnd. Að vísu var leiðinlegt Nemendafélagsins og ritstjóri sólrisu- að sjá að enginn nýnemi bauð sig fram í blaðsins í ár. ár (án þess að hætta við!!). Ég er með smá frestunaráráttu og hóf ritnefndin þess Í lok síðasta skólaárs bauð ég mig vegna ekki að starfa fyrr en eftir áramót. fram í ritarastarfið og var það algjör Þetta hefur verið gríðarlega skemmtilegt skyndiákvörðun. Ég vissi að ritarinn sæi en strembið ferli. Sólrisuvikan er besti um sólrisublaðið og að ekki væri hægt tími skólaársins í mínum augum og að gefa út svona blað upp á eigin spýtur ég finn á mér að í ár verður hún ein sú og fór því að leita að fólki í ritnefnd. Leitin skemmtilegasta í sögu skólans. Ég veit gekk brösulega þar sem hálfur skólinn að sólrisunefndin er búin að vera á fullu ákvað að bjóða sig fram og hætta svo að skipuleggja frábæra sólrisuviku og er við á síðustu stundu en ég endaði með ótrúlega spenntur fyrir sólrisuleikritinu frábæran hóp og hefði ekki getað beðið en í ár er leikfélagið að setja upp Mamma

Mia! Ég vill þakka Grétari fyrir að taka að sér að hanna blaðið þrátt fyrir að ég gerði honum engan greiða með því að hafa samband við hann alltof seint. Ásgeir náði einhvern veginn að taka frábærar myndir þrátt fyrir endalaust vesen á okkur og breytingu á plönum og einnig vil ég þakka bestu ritnefnd sem hægt er að biðja um. Njótið lestursins og gleðilega sólrisu! Davíð Hjaltason

EMMÍ OKKAR 2020 | 3


ÁVARP FORMANNS LEIKFÉLAGS Ásró s Helga Gu ðm u n d sd ó t t ir

Heil og sæl! Í ár sýnir Menntaskólinn á Ísafirði hinn stórbrotna söngleik Mamma Mía. Ég valdi þetta leikrit því mér fannst vera kominn tími til að setja upp raunverulegra leikrit miðað við seinustu tvö ár. Síðastliðin tvö ár hefur maður gegnt hlutverki ljóns eða gulrótar. Ekki misskilja mig því mér þótti Lion King og Ávaxtakarfan frábær leikrit! En mér fannst vera kominn tími á að prófa að setja upp eitthvað annað og ekki verra ef það innihéldi einhvern söng. Því fannst mér Mamma Mía hið fullkomna leikrit til að setja upp í ár. Það er saga sem flestir þekkja með frábærum lögum sem flestir ættu að þekkja. Söngleikurinn Mamma Mía er skrifaður af Catherine Johnson og byggir á lögum víðfrægu hljómsveitarinnar ABBA sem samin eru af Benny Andersson og Björn Ulvaeus. Nú þegar þið lesið þetta er leikhópurinn búinn að frumsýna leikritið. Sýningin gekk stórkostlega! Uppklapp stóð yfir í langan tíma og fagnaðarlætin mikil. Þetta er allavegana það sem ég ímynda mér þegar ég skrifa þetta, þremur vikum fyrir frumsýningu. En eins og þetta er núna eru leikarar, Skúli leikstjóri, tæknimenn, hljómsveitin, Henna danshöfundur, búningahönnuður, Bjarney Ingibjörg

4 | EMMÍ OKKAR 2020

og Sigrún Pálma söngkennarar, sýningastjórar og annað baksviðsfólk að vinna hörðum höndum að því gera þessa sýningu að veruleika og vil ég þakka þeim öllum fyrir ómetanlega hjálp. Þessi stóri hópur af fólki sem kemur að þessu leikriti samanstendur af duglegu og hæfileikaríku fólki og það er svo dýrmætt að geta sótt aðstoð til þessa fagfólks. Ég vil einnig þakka Þuríði Kristínu Þorsteinsdóttur sérstaklega fyrir alla hjálpina og fyrir að vera mér svo hjálpsöm hægri hönd í þessu skemmtilega en jafnframt krefjandi verkefni. Þetta er krefjandi verkefni og fylgir þessu svefnleysi, útlitsmygla, tímaleysi, bugun, pirringur, smávægileg taugaáföll, stress og ennþá meira stress og jafnvel reiði og bræði þegar allt virðist ætla að fara á hvolf. Það að gegna embætti formanns leikfélags er nefnilega ekkert grín. Þetta er krefjandi verkefni og fylgir þessu svefnleysi, útlitsmygla, tímaleysi, bugun,

pirringur, smávægileg taugaáföll, stress og ennþá meira stress og jafnvel reiði og bræði þegar allt virðist ætla að fara á hvolf. Því vil ég biðja þá sem standa mér næst, og verða fyrir þessu stressi í mér og fleiri leiðindum sérstaklega meðan á æfingatímabili stendur, innilegrar afsökunar. En þetta er bara tímabil eins og ég segi. Þessi atriði skipta þó ekki svo miklu máli, því þegar upp er staðið er alveg svakalega gaman að taka þátt í leikriti, hvernig sem maður kemur að því. Maður kynnist nýju fólki og það er alveg æðislegt hvað það getur myndast góð orka og vinskapur innan leikhópsins. Það er nefnilega eitthvað svo sérstakt sem gerist á hverju ári þegar nýr leikhópur kemur saman. Ég get ekki beðið eftir því að sýna bæjarbúum afraksturinn að þessu sinni, afrakstur vinnu sem margir hafa komið að og lagt blóð svita og tár í. Þið viljið ekki missa af þessu! Vonandi sé ég sem flesta og gleðilega sólrisu! Ásrós Helga Guðmundsdóttir, formaður leikfélags MÍ


V I D E OR Á Ð

VIDEOR ÁÐ MÍ 2019-2020 Efr i röð frá vinstr i, Gísli Steinn N jálsson, Br íet Sigr íður K ar lsdóttir, Einar Ásvaldur Sigurðsson, Ásthildur Jakobsdóttir, Ósk ar S æberg Br ynjarsson, M agni Jóhannes Þrastarson, H anna Þórey Björ nsdóttir, Þráinn Ágúst Ar naldsson. Neðr i röð frá vinstr i, K r istófer K ar l Guðnason, I vana Yordanova, Amonrat Phothiya, Hafsteinn M ár Sigurðsson, á myndina vantar : Kötlu Vigdísi Ver nharðsdóttur og Guðbjörgu Ástu Andradóttur.

EMMÍ OKKAR 2020 | 5


ÁVA R P S KÓ LA M E I S TA R A J ó n R ey n ir Sig ur v in sso n

Sólrisuhátíðin, sérstök listaog menningarvika í umsjá nemenda skólans, er nú haldin í 46. sinn en hátíðin var fyrst haldin 25. – 31. mars 1974. Sólrisuhátíðin hefur verið haldin árlega alla tíð síðan, yfirleitt í fyrstu viku marsmánaðar. Þessi hátíð hefur skipað veglegan sess í menningarlífi bæjarfélagsins og vakið athygli. Nafnið tengist endurkomu sólarinnar í Skutulsfjörðinn. Ef vel viðrar þá byrjar sólin fyrst að varpa geislum sínum inn um glugga bóknámshúss Menntaskólans 23. janúar og síðan á Eyri við Skutulsfjörð 25. janúar eða nánar tiltekið á Sólgötuna sem hét áður Steypuhúsagata, því hús númer 5 við götuna var fyrsta steinsteypta húsið á Ísafirði sem var byggt árið 1905. Þann dag er sólris um kl 11.13. Sólin er svo í hásuðri kl. 13.45 og er þá sólarhæðin orðin 6,3° yfir sjóndeildarhringnum sem er hæfilega mikið til að hún nái að rísa yfir fjöllunum fyrir botni Engidals eða nánar tiltekið yfir Þóruskarði. Ekkert sást til sólarinnar frá Skutulsfirði nú í janúar. Sólin hækkar smám saman á himni eða um 0,33° fyrir hvern dag eða sem nemur þvermáli sólar á tæpum þremur dögum. Frá sólardeginum 25. janúar líða svo

6 | EMMÍ OKKAR 2020

147 dagar þar til sólin hefur náð hæstu stöðu eða 47,4° og er þá 23,5 gráðum frá miðbaug himins. Hádegi hjá okkur er þá kl. 13.29. Sólrisuhátíðin skapar vettvang þar sem allir hagsmunaðilar skólans og samfélagið mætast og njóta afraksturs metnaðarfulls framlags nemenda. Hátíðin hefst á hádegi 28. mars með skrúðgöngu nemenda og starfsmanna skólans niður í Edinborgarhús þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur. Nú eins og endranær er dagskrá Sólrisuhátíðarinnar afar fjölbreytt og vönduð eins og sjá má í dagskrárkynningu í þessu blaði. Mikil vinna er jafnan lögð í æfingar á leikriti fyrir Sólrisu og hófst undirbúningur strax fyrir áramót undir leikstjórn Skúla Gautasonar. Fyrir valinu var söngleikurinn Mamma mia. Söguna samdi Catherine Johnson utan um lög og texta þeirra Abba-liða, Bennys Andersson og Björns Ulvaeus. Frumsýning verður föstudaginn 28. febrúar í Edinborgarhúsinu. Efnt verður til mannfagnaðar öll kvöld Sólrisuhátíðarinnar með ýmsum uppákomum og eins í frímínútum og í hádeginu á sal skólans. Eru nemendur

og stafsmenn skólans hvattir til að kynna sér vel dagskrá Sólrisuhátíðarinnar og taka þátt í henni. Á Gróskudögum 3.-4. mars verður fjöldi viðburða eða smiðjur í stað hefðbundinna kennslustunda. Smiðjurnar eru í umsjón nemenda og kennara, en skipulagðar af gróskudagaog sólrisnefnd. Allir íbúar Ísafjarðarbæjar og nærliggjandi sveitarfélaga ættu að finna áhugaverða viðburði í dagskrá Sólrisuhátíðar MÍ og styðja við menningarstarf nemenda skólans með góðri þátttöku. Sólrisunefnd og gróskudaganefnd, öðrum nemendum og öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi Sólrisuvikunnar færi ég þakkir fyrir þeirra framlag. Gleðilega Sólrisuhátíð! Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari


R Á Ð F Y R IR VE RÐANDI BUS A • Sestu á gólfið í gryfjunni • Ekki vera í sleik í gryfjunni

• Ekki vera pirrandi í tíma og flissa allan tímann

• Ekki hafa læti í gryfjunni

• Ekki koma með nesti með vondri lykt

• Ekki setjast á borðin án þess að fá leyfi

• Ekki vera kennarasleikja

(kynnið ykkur borðaskipanir áður en þið • Verið dugleg að versla í gryfjusjoppunni mætið) • Taktu virkan þátt í félagslífinu • Verið næs við Ragnheiði Fossdal

BAKARINN

KOMDU MEÐ ÚT AÐ LEIKA - ÆVINTÝRAFERÐIR FRÁ ÍSAFIRÐI

www.borea.is info@borea.is | +354 456 3322

• Ekki vera dónaleg og hafa læti inni á bókasafninu • Ekki reyna við fólk sem er á föstu

KUBBUR


ÁVARP FORMANNS R akel M a r ía

Ágætu bæjarbúar, nú fer Sólrisuvikan okkar góða að bresta á. Þetta er alltaf svo fljótt að gerast, mér finnst eins og það hafi verið í gær sem við í stjórn NMÍ settumst í fyrsta skiptið niður og byrjuðum að skipuleggja viðburði skólaársins. Við byrjuðum á útilegu í Hörgshlíð og viljum við minnast Finnboga Sigurðar Jónssonar sem var svo yndislegur að hjálpa okkur með hana. Svo var það nýnemaballið og auðvitað hinn árlegi ruddabolti! Jólavikan var ótrúlega skemmtileg. Nemendur skólans kepptust við að skreyta borðin í Gryfjunni og jólaskapið leyndi sér ekki. Vikan endaði svo á fullveldisfögnuðinum okkar en ég held að ég tali fyrir hönd flestra þegar ég segi að Videóráðið 400 kom okkur öllum á óvart með brjálæðislega fyndnu sketsamyndbandi og geggjuðu lagi sem ber titillinn Á túr yfir jólin. Svo kom hið langþráða jólafrí. Janúar fór svo allur í að gera og græja fyrir árshátíðina okkar sem fór nú svo bara í veður og vind... bókstaflega. En vegna óveðurs neyddumst við til þess að fresta henni en við létum það nú ekki á okkur fá enda nóg annað að gera.

8 | EMMÍ OKKAR 2020

Menningarvitinn okkar og sólrisunefndin hennar eru búin að skipuleggja frábæra sólrisuviku og ég hlakka mikið til. Einnig hefur leikfélagið unnið hörðum höndum við að gera og græja fyrir uppsetningu á Mömmu Míu sem er sólrisuleikritið í ár. Ekki nóg með það þá hefur Gettu betur liðið okkar líka setið stífar æfingar fyrir viðureign gegn Verzlingum í sjónvarpinu!

Allir sem koma að félagslífi skólans eiga stórt hrós skilið fyrir alla sína vinnu. Það getur tekið bæði á líkama og sál að vera í þessum störfum en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta svo 100% þess virði.

Ritarinn og ritnefndin hans stóðu sig svo með stakri prýði með þetta flotta blað.

Rakel María, Formaður NMÍ.

Njótið Sólrisuvikunnar, skellið ykkur á Mamma Mía og skemmtið ykkur við lesturinn..

1994 - 2019 þjónusta í heimabyggð í 25 ár


MEME H

R O

Ð I N

EMMÍ OKKAR 2020 | 9


STJÖRN VATNSBERI 20. janúar - 18. febrúar

Þú finnur þína ást í sumar en passaðu þig ástin er ekki eins og hún sýnist því hjarta þitt verður brotið í byrjun september. Þar með finnur þú engan fyrr en á næsta ári. Þú ert ekki heppin í ár.

FISKAR 19. febrúar - 20. mars

Þú munt finna þína stóru ást og þið eruð mjög hamingjusöm saman, þangað til þú finnur út að þú ert föst/fastur í friendzoneinu og munt aldrei komast úr því.

HRÚTUR 21. mars - 19. apríl

Þú ert virkilega hrifin/n af rangri manneskju, manneskjan er ekki sú sem hún segist vera en hún segist heita Gunnar en heitir í raun Gunna. Þú verður leið/ur í fimm ár. Í sumar færðu einn leikfélaga sem hættir að leika sér með þér og byrjar að leika við besta vin þinn.

NAUT 20. apríl - 20. maí

Ekki lesa lengra ef þú ert Naut……………………… Þetta verður þitt versta ár, þú færð engan leikfélaga og finnur enga ást, lífið er ekki að leika við þig, þú ættir bara að halda þig heima.

TVÍBURAR 21. maí - 20. Júní

Sama hversu mikið þú reynir, mun þetta ekki ganga hjá þér og þú endar árið ein/n. Ég myndi hætta að reyna ef að ég væri þú.

KRABBI 21. júní - 22. júlí

Leiðinlegt hvernig er farið með þig. Þú finnur ekki neina ást og munt líklegast aldrei finna hana, þú ættir bara að hætta að reyna.

10 | EMMÍ OKKAR 2020


NUSPÁ 23. júlí - 22. ágúst LJÓN

Þú varst mjög heppinn í fyrra en það virkar ekki fyrir þig lengur, þú átt ekki skilið að finna ástina þína. Þú færð ekki neina leikfélaga í ár vonandi verður næsta ár betra fyrir þig.

23. ágúst - 22. september MEYJA

Æj æj mjög erfitt að spá í meyjuna, þú færð EKKERT í ár en ég vona að þú verðir heppin í maí á næsta ári.

23. september - 22. október VOG

Það hefur gengið illa hjá þér að finna þér maka ekki satt? Það er ekki að fara að breytast mikið hjá þér. Þú finnur samt fjóra leikfélaga og ert með þeim á sama tíma en þeir fatta það allir og þú verður ein/n út árið.

23. október - 21. nóvember SPORÐDREKI

Þú getur alveg eins hætt að reyna, það hefur ekkert gengið upp hjá þér og það er ekkert að fara að lagast.

22. nóvember - 21. desember BOGAMAÐUR

Það gengur ekkert upp hjá þér í byrjun árs, í sumar finnur þú ástina en hún heldur framhjá þér og þú finnur engan það sem eftir er.

22. desember-19. janúar STEINGEIT

Ekki vera að búast við miklu frá ástinni þetta árið, en eitt er vitað að leikfélagarnir eru margir og gætir þú þurft að fara í nokkur kynsjúkdómatékk. Þú smitar marga af klamydíu og verður faraldur á Ísafirði.

EMMÍ OKKAR 2020 | 11


ÁVARP MÁLFINNS Ein a r G eir Jó n a sso n ,

Einar Geir heiti ég og er málfinnur nemendaráðs MÍ en hlutverk mitt er að sjá um Morfís og Gettu betur. Eins og flestir hafa kannski tekið eftir hefur ekki verið mikill áhugi á Morfís í ár enda tekur MÍ ekki þátt í ár vegna áhugaleysis nemenda. Magni Jóhannes og Rakel María tóku að sér að sjá um þjálfun að hluta til en haldnar voru nokkrar æfingar í haust en þær voru ekki margar því með hverri æfingu fækkaði í hópnum og endaði þetta með því að við skráðum okkur úr leik eftir að hafa verið dregin í 16-liða úrslit gegn MR. Gettu betur liðinu hefur hins vegar gengið vel en lið MÍ komst í annað skipti í sögu skólans í 3. umferð sem fer fram í sjónvarpi. Liðið skipa ég (Einar Geir Jónasson), Davíð Hjaltason, Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir og erum við þjálfuð af okkar allra besta Veturliða Snæ Gylfasyni sem þjálfaði liðið síðast þegar það komst í sjónvarpið. Í fyrstu umferð mættum við Fjölbrautaskólanum við Ármúla og töpuðum við þeim leik en komumst áfram sem stigahæsta taplið og mættum þá Verkmenntaskóla Austurlands í 16-liða úrslitum. Við töldum okkur hafa tapað þeim leik þar til við hlustuðum á keppnina og tókum tímann í hraðaspurningunum. Þá kom í ljós að VA fékk 17 auka sekúndur í hraðaspurningarnar og hafði það áhrif á niðurstöður svo við höfðum samband við RÚV og fengum að endurtaka viðureignina og unnum hana að lokum 23 - 12. Þar með vorum við komin áfram í 8-liða úrslit og vorum dregin á móti Verzlunarskóla Íslands og mætum þeim 21. febrúar í beinni útsendingu á RÚV. Við höfum æft mjög stíft og troðið æfingum á milli leikæfinga þar sem allir liðsmenn taka þátt í sólrisuleikritinu Mamma Mia. Fyrir hönd Gettu betur liðsins vil ég þakka stuðninginn og óska ykkur gleðilegrar sólrisu. Einar Geir Jónasson, Málfinnur NMÍ

12 | EMMÍ OKKAR 2020

Vantar þig:

Auglýsingu – Myndband Umbrot – Markaðssetningu

Hafðu samband

– +354 7736686 – – haraldssonprod@haraldssonprod.is –


TVÍFA RAR

GÄ NG ER D O P P EL GA

Anna J ó n a

Laura Linney í Love Actually

D a nn i

Rakel

Ei na r Ge ir

Bill Austin

Jói St æ

Ke n n a r i n n í C l u e l e s s

Ka ró

Gu ð n ý

Ma gn i

N a d ja

EMMÍ OKKAR 2020 | 13


ÁVARP M ENNI NGARVITA Dagbjör t Ósk Jóhannsdót t ir

Kæru nemendur, starfsfólk MÍ og aðrir lesendur. Gleðilega Sólrisuviku! Sólin er að hækka á lofti og dagarnir eru farnir að lengjast, því ber að fagna. Nú er Sólrisuvikan haldin í 47. skipti og verður hún ekki af verri endanum. Undirbúningur er búinn að vera í fullum gangi síðan í september. Ég hóaði saman í skemmtilega sólrisunefnd og erum við búin að vera dugleg að funda og skipuleggja dagskrá þessarar frábæru viku sem er í vændum. Skólaárið hefur verið virkilega skemmtilegt og viðburðaríkt en um leið nokkuð huggulegt, en þar hefur veðrið spilað mikið inn í auk þess sem aldrei hafa verið jafn fáir nemendur í skólanum.

Sólrisuvikan sjálf lofar mjög góðu og er dagskráin alls ekki af verri endanum, en þar ættu allir nemendur og Vestfirðingar að geta fundið eitthvað skemmtilegt að gera. Við verðum með Sólrisu BINGO á Heimabyggð á hlaupársdeginum 29. febrúar og svo fengum við leyfi fyrir því að vera með bílabíó laugardaginn 7. mars fyrir utan Menntaskólann á Ísafirði og þar geta allir komið í bílabíó gegn vægu gjaldi. Auk þessara viðburða

verður 80’s ballið á sínum stað og fjöldinn allur af annarri skemmtun í vikunni. Ég hvet alla til þess að drífa sig í leikhús og sjá MAMMA MÍA þar sem þetta er eitt stórt meistaraverk sem leikfélag MÍ hefur verið að undirbúa síðustu vikur, (hlutlaust mat). MÍ - Flugan verður að sjálfsögðu á sínum stað. Ég vil minna ykkur á sölu Sólrisupokanna og á að fylgja Nemandafélaginu MÍson á öllum samfélagsmiðlum.

Ég vil þakka bæði sólrisunefndinni og nemendaráðinu fyrir allt saman, Sólrisuvikan væri ekki möguleiki án ykkar. Með sólskinskveðju og gleði í hjarta, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir Menningarviti NMÍ

TJÖRUHÚSIÐ

HEIMABYGGÐ

HÚSIÐ

KAMPI EHF

AMETYST

HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR

14 | EMMÍ OKKAR 2020


S Ó L RI S U N EFN D

S ólr isun efnd MÍ 2020: Efr i röð frá vinstr i: Stefanía Silfá Sigurðardóttir, Dagbjör t Ósk Jóhanns dóttir, S ædís M jöll Steinþórsdóttir, Daníel Wale Adeleye. Neðr i röð frá vinstr i: Dagný Björg Snor radóttir, Br íet Vagna Birgisdóttir, S ara Emily Newman, Guðlaug R ós Jóhannsdóttir. Á myndina vantar : R ebek k u Sk ar phéðinsdóttur og Eddu Lind Guðmundsdóttur.

EMMÍ OKKAR 2020 | 15


FULLVELDISFÖGNUÐUR

6. de sember var haldið upp á fullveldi Íslands með hátíð í Félagsheimilinu í B olungar vík . Sigga D ögg k ynfræðingur sá um veislustjór n en auk þess var sýnt frábær t árshátíðar sketsamyndband frá vídeó -

16 | EMMÍ OKKAR 2020

ráðinu. Í mat var boðið upp á dýr indis mexíkósk a súpu og í ef tir rétt var ís í boði Ör nu. Einnig var opinn nammibar allt k völdið sem sló ræk ilega í gegn hjá mörgum og var of t röð í hann. Ef tir matinn var geggjað

ball sem stóð langt fram á nótt með frábærum tónlistar mönnum. Fram komu DJ D óra Júlía og S éra Bjössi og héldu þau uppi stemningu allan tímann.


Sólrisublaðið -

Red bull -

Love Island -

Körfubolti -

Davíð Hjalta -

Snapchat -

Tiktok -

RÖGGI -

Fótbolti -

Nemó -

Jökla parka -

Fortnite -

Toon blast -

Air force 1 -

Hlaðvörp Crossfit Edin Gryfjusjoppan EMMÍ OKKAR 2020 | 17


RUDDABOLTINN 18 | EMMÍ OKKAR 2020

20 1 9 Líkt og undanfar ið fór fram hinn ár legi Ruddabolti MÍ á ger vigrasinu á Tor fnesi. Í ár kepptu aðeins 4 lið, 2 í k vennaflok k i og 2 í k ar laflok k i. Í k vennaflok k i kepptu liðin Black Widows og Pussy R iot og voru það Black Widows sem sigruðu þar. Í k ar laflok k i áttust við liðin Bazzers og r íkjandi meistarar Ruddaboltafélags Ísafjarðar og bar RBÍ sigur úr býtum.

Keppnin fór fram í mik illi r igningu en þrátt fyr ir það var har t bar ist og gr íðar lega skemmtilegt að hor fa á. Einnig er ver t að minnast á að engin meir iháttar meiðsli áttu sér stað. Verðlaunin fyr ir mesta ruddann hlaut S ara Emily Newman og mesti vælar inn var Í var Brek i Helgason. Tak k fyr ir frábæra og ruddalega keppni.


SÓLRISUVIKAN 2020 FÖSTUDAGURINN 28. FEBRÚAR

Skrúðganga frá Menntaskólanum á Ísafirði niður í Edinborg en þar mun setning Sólrisuvikunnar 2020 fara fram með leikbroti úr sýningunni Mamma Mía sem leikfélag MÍ setur upp. Sólrisunefndin býður upp á hressingu.

LAUGARDAGURINN 29. FEBRÚAR Sólrisubingó á Heimabyggð kl.15, 500kr spjaldið

MÁNUDAGURINN 2. MARS Þema: Kúreka Nesti: Zumba Matur: Dónaljóðakeppni

ÞRIÐJUDAGURINN 3. MARS

Þema: Hip-Hop Nesti: Fanney Dóra verður með fyrirlestur fyrir nemendur Matur: Taco Tuesday

MIÐVIKUDAGURINN 4. MARS Þema: Náttföt Nesti: Morgunverðarhlaðborð Matur: Allt fyrir aurinn Kvöld: Bubble bolti í íþróttahúsinu 19:20-21:20

FIMMTUDAGURINN 5. MARS Þema: Ullarpeysur Nesti: Skyrglíma Matur: Auglýst síðar

FÖSTUDAGURINN 6. MARS Þema: Skinkur og hnakkar Nesti: Múffur í boði Sólrisunefndarinnar Matur: Blush.is Kvöld: 80‘s ball með Babies

LAUGARDAGURINN 7. MARS

Kvöld: Bílabíó fyrir utan Menntaskólann á Ísafirði. NMÍ:500kr ÓNMÍ:800kr

EMMÍ OKKAR 2020 | 19


NEMENDARÁ Ð

Nemendaráð MÍ 2019-2020 Efr i röð frá vinstr i: Einar G eir Jónasson, Ásrós Helga Guðmundsd óttir, Ósk ar S æberg Br ynjarsson, Dagbjör t Ósk Jóhannsdóttir, Davíð H jaltason, H ildur K aren Jónsdóttir. Neðr i röð frá vinstr i, Júlíana Lind Jóhannsdóttir, R akel M ar ía Björ nsdóttir.

20 | EMMÍ OKKAR 2020


Sjomlatips G um m a og Ívar s Þegar þú ert að fara að hitta gellu, ekki mæta í gallabuxum. Þegar þú ert að fara að hitta gellu, farðu í sturtu því þú vilt ekki lykta eins og bilaður sveppur. Þegar þú ert að fara að hitta gellu, ekki setja gel í hárið af því að ef gellan vill gilla hárið þá viltu ekki hafa það stíft og leiðinlegt. Þegar þú ert að fara að hitta gellu, ekki búast við því að þú sért að fara að rífa þig úr öllu í fyrsta hitting. Gætir kannski þurft að tala aðeins við hana. Ekki fara með gelluna í bíó á fyrsta deiti, þú vilt ekki vera hálfvitinn sem talar alla myndina. Þegar þú ert að fá gellu heim til þín taktu til í herberginu. Þú vilt ekki að herbergið sé eins og þarna hafi átt sér stað heimsstyrjöld. Samt ekki fara of langt og setja kerti og eitthvað bull. Þá ertu að reyna of mikið og það er creepy. Vertu í skóm. Það er ekki sjomlalegt að vera á tásunum.

EMMÍ OKKAR 2020 | 21


22 | EMMÍ OKKAR 2020


EMMÍ OKKAR 2020 | 23


NEMÓ NEMÓ BURNING BURNING

QUESTIONS

Dagbjört Ósk (Menningarviti) 1. Vá, erfið spurning. Ég verð bara að segja að ég myndi ekki taka neinn úr þessu nemandaráði þar sem ég geri ekki upp á milli. Þannig að ég myndi bara taka með mér ritarann úr nemó 2018-19, Karolínu Sif Benediktsdóttur. 2. Ritz kex og kavíar. 3. High School Musical. 4. Ég að reyna við stráka er mjög vandræðalegt. 5. Æskuástin Zac Efron. 6. Formaðurinn og gjaldkerinn. 7. Ég kalla nú bara á mömmu eða pabba og læt þau skeina mig. 8. Aldrei. 9. Mamma mín er alltaf sein. 10. Ég ætla rétt að vona að það sé ég. 11. Einar Geir Sólrúnar-Sýslumannsson. 12. Ég vildi að það væri ég en Davíð og Rakel eru jöfn.

Davíð (Ritari) 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.

10. 11. 12.

24 | EMMÍ OKKAR 2020

Vá maður, má ekki frekar bara fara einn? Eldstafir (litlar sterkar pylsur) og mjólk. Rom-Coms. Þurfti að syngja í fótboltaferð á Spáni og það fór ekki vel, svitna við tilhugsunina. Beckham klárlega, hann er svo fágaður karlinn. Formaðurinn og gjaldkerinn þó það hafi reyndar komið svona mánaðar tímabil þar sem þær rifust voða lítið. Að ofan. Úff. Missti töluna í október. Hef fengið á mig það orðspor í gegnum ævina að vera alltaf seinn en það var hinn gamli ég. Í nemó er það Óskar Sæberg þar sem hann er alltaf eitthvað að skottast með vídjóráðinu. Væntanlega ég. Einar Geir Jónasson. Maðurinn er merkilega slakur dansari. Betra að spyrja hver er ekki frekja í nemó.


1. Ef þú mættir velja einn úr nemó til að vera fastur með á eyðieyju hver yrði fyrir valinu?

6. Hverjir rífast mest í nemó? 7. Skeinir þú þig að framan eða aftan?

2. Hvað er skrítnasta matarcombo-ið þitt?

8. Hversu oft hefur þig langað að hætta í nemó?

3. Guilty pleasure?

9. Hver er alltaf seinn?

4. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur

10. Hver er uppáhaldið hennar Kolbrúnar?

lent í?

11. Versti djammarinn í nemó?

5. Zac Efron eða David Beckham?

12. Mesta frekjan í nemó?

Júlíana Lind (Fulltrúi nýnema) Óskar Sæberg (Formaður vídjóráðs) Einar Geir (Málfinnur) 1. Stelpur sem eru til í allt og Davíð því ég þarf að hafa einhvern til að rífast við. 2. Borða lauk með, pretty much, öllu. Annars flatkaka með rækjusalati. 3. Ég lifi í 20. öldinni og geri allt til að líkja lífi mínu við hana. Myndir, tónlist, áhugamál en reyni að halda tískunni í takt við tímann. 4. Í öll þau skipti sem ég hef sagt brandara og enginn hlær. Gerist of oft. 5. Beckham. 6. Formaðurinn og formaður vídeóráðs. 7. Skeini mig að aftan. 8. Eftir hvern einasta fund, sem gerir ca. 30 skipti. 9. Davíð hefur alltaf verið þekktur sem sá seinasti en hefur tekið sig á. 10. Ég, að sjálfsögðu, en ekki af Nemó samt. 11. Ég, nema ef það væri 60’s ball. 12. Stelpurnar.

1. Örugglega Einar Geir því ég er mest tilbúinn að borða hann af öllum úr nemó. 2. Mæli með að allir prófi banana og klósettblandaðan landa. 3. Klæðast nærfötum af ömmu minni. 4. Ég seldi Bjarna Ben einu sinni kalda pulsu. 5. What about David Hjalta? 6. Myndi segja enginn því við erum alltaf sammála öllu, nema þessi ritari, alltaf eitthvað að rífa kjaft þessi gæi. 7. Skeini mig ekki. Hugtakið „að skeina sig“ er bara ríkisstjórnin að reyna að plata mann í að kaupa klósettpappír. 8. Aldrei, mig vantar einingarnar. 9. Davíð er alltaf seinn að fatta hlutina, hann er eitthvað hægur í höfðinu elsku kallinn. 10. Myndi giska að Dagbjört væri uppáhaldið hennar Kolbrúnar, enda algjör kennarasleikja. 11. Gjaldkerinn, alltaf dauð fyrir miðnætti. 12. Þessi Óskar Sæberg gæi er algjör frekjudós, fer í mínar fínustu.

1. Örugglega bara hún Hildur Karen, því hun er svo yndisleg og hún myndi finna einhverja góða leið svo við myndum ekki deyja, enda er hún með reynslu frá Hondúras . 2. Ég veit það ekki. Ég prófaði einu sinni að borða papriku og kotasælu, var samt ekkert eitthvað geðveikt gott. 3. Að koma heim og leggjast í rúmið mitt. 4. Ég veit það ekki. Ég er i rauninni bara mjög mikill lúði svo það er örugglega mjög mikið en kemur ekkert í hug. 5. Zac Efron myndi ég segja, báðir mjög myndarlegir samt. 6. Ímyndaðu þér systkini mjög mikið saman og ekki sammála öllu þá getur þetta orðið smá crazy. 7. Aftan, hitt finnst mér nastyyy. 8. Never, love everyone. 9. Óskar er stundum svolítið seinn á sér. 10. Án djóks, hef enga hugmynd! Dettur enginn í hug. 11. Um… Ég held ég segi Einar Geir, eiginlega bara því hann hverfur bara eða maður sér hann ekkert. 12. Við erum öll bara algjörar frekjur en stundum standa sumir út.

EMMÍ OKKAR 2020 | 25


Rakel María (Formaður) Ásrós Helga (Formaður leikfélags) Hildur Karen (Gjaldkeri) 1. Úff get ekki valið, Júlíana og Dagbjört my bby girls ;) xoxo. 2. Setja smjör út á grjónagrautinn minn... 3. Dans- og söngvaþættirnir Glee sem þykja ögrandi í umfjöllun sinni um viðkvæm málefni. 4. Að missa símann minn í kamar í Ögri árið 2018. 5. Sir David Beckham. 6. Við erum nú frekar camó við hvert annað, hehe eða svona. 7. Á ég að segja ykkur það?? 8. Átti maður að telja?? :O 9. Það er alltaf einhver seinn, en veit ekki hver. 10. Held það sé nú bara hún sjálf :P 11. Er munur á versta og besta? 12. Ætli elstu stelpurnar séu ekki smá frekar.

26 | EMMÍ OKKAR 2020

1. Davíð því hann er umhverfisvænn. 2. Ég er ekki siðblindur einstaklingur sem sér eitthvað sniðugt við það að blanda saman matvælum sem eiga ekki að fara saman. 3. Ég tala frekar mikið við sjálfa mig þegar ég er ein. 4. Þegar ég nillaði í mig í Cusuco Park í Hondúras. 5. Zakki. 6. Hildur Karen og Rakel. 7. Hvorugt. Ég skeini mig ekki því klósettpappír er óumhverfisvænn. 8. Þeim skiptum fer fjölgandi eftir því sem það líður á æfingatímabilið. Nei nei... ég segi það nú ekki. Það er alltaf gaman á æfingatímabilinu. Bara nokkur lítil taugaáföll og svona. 9. Davíð. 10. Ég, að sjálfsögðu. 11. Einar Geir!!!! 12. Leikfélagsklessan.

1. Málfinnur 100%. Yrði svo gaman!! Einar Geir lets do this! 2. Súrar gúrkur og hnetusmjör . 3. Að horfa á Gló Mögnuðu eftir langan dag. 4. Detta í stiga í miðri sýningu í Hofi fyrir framan alla. 5. Troy Bolton auðvitað. 6. Við erum eins og stór systkinahópur þannig við þrætum öll frekar mikið. 7. Fer eftir því númer hvað er að gerast. 8. Er hægt að hætta?! Vissi ekki af því. Ég elska elsku nemó mitt og myndi aldrei hugsa um að hætta. 9. Kolbrún. 10. Hún og ritarinn eiga vel skrýtið samband. 11. Jaa gjaldkerinn deyr oftast fyrir miðnætti. 12. Ég, Ásrós og Hildur Karen erum óttalegar frekjur.


EMMÍ OKKAR 2020 | 27 1. Svava Rún - 2. Davíð - 3. Edda Lind - 4. Hanna Þórey - 5. Ásthildur - 6. Hafdís Bára - 7. Linda Rós - 8. Guðmundur Arnar - 9. Ívar Breki

9. 7.

8.

4.

6. 5.

1.

2.

3.

hvert er barnið?

Ritnefndarbabies,


TIK TOK STJÖRNUR

MÍ danielwaleadeley

e

egillking

iva

na

yo

yo

hannathorey

flokiii_markan 28 | EMMÍ OKKAR 2020

saraemilynewma

n


coolkidamo

dt

bretsigrurkarls

rake l

adel

eye

gudbjorgaasta

laraaaosk

dtti

lindarshannes

thorringst

ed

silfas

arnaraki

asaqueen3

000 EMMĂ? OKKAR 2020 | 29


Ritnefnd


RITNEFND MÍ 2019-2020 Frá vinstr i: Hanna Þórey Björ nsdóttir, Hafdís Bára Hösk uldsdóttir, Guðmundur Ar nar Svavarsson, Í var Brek i Helgason, Ásthildur Jakobsdóttir, Linda R ós Hannesdóttir, Svava Rún Steingr ímsdóttir, Davíð H jaltason, á myndina vantar : Edda Lind Guðmundsdóttir.


Flugfélaginn Pakkinn aðeins

61.800 kr. Sex flugleggir

Sláðu sex f lug i gg ö h u n ei í Flugfélaginn er ódýr og góður kostur fyrir skólafólk, 12–25 ára, sem flýgur reglulega. Þrír geta nýtt sér sama pakka með sex flugleggjum á aðeins 10.300 kr. stykkið. Sparaðu stórt í vetur með Flugfélaganum.

airicelandconnect.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.