ÁVARP M ENNI NGARVITA Dagbjör t Ósk Jóhannsdót t ir
Kæru nemendur, starfsfólk MÍ og aðrir lesendur. Gleðilega Sólrisuviku! Sólin er að hækka á lofti og dagarnir eru farnir að lengjast, því ber að fagna. Nú er Sólrisuvikan haldin í 47. skipti og verður hún ekki af verri endanum. Undirbúningur er búinn að vera í fullum gangi síðan í september. Ég hóaði saman í skemmtilega sólrisunefnd og erum við búin að vera dugleg að funda og skipuleggja dagskrá þessarar frábæru viku sem er í vændum. Skólaárið hefur verið virkilega skemmtilegt og viðburðaríkt en um leið nokkuð huggulegt, en þar hefur veðrið spilað mikið inn í auk þess sem aldrei hafa verið jafn fáir nemendur í skólanum.
Sólrisuvikan sjálf lofar mjög góðu og er dagskráin alls ekki af verri endanum, en þar ættu allir nemendur og Vestfirðingar að geta fundið eitthvað skemmtilegt að gera. Við verðum með Sólrisu BINGO á Heimabyggð á hlaupársdeginum 29. febrúar og svo fengum við leyfi fyrir því að vera með bílabíó laugardaginn 7. mars fyrir utan Menntaskólann á Ísafirði og þar geta allir komið í bílabíó gegn vægu gjaldi. Auk þessara viðburða
verður 80’s ballið á sínum stað og fjöldinn allur af annarri skemmtun í vikunni. Ég hvet alla til þess að drífa sig í leikhús og sjá MAMMA MÍA þar sem þetta er eitt stórt meistaraverk sem leikfélag MÍ hefur verið að undirbúa síðustu vikur, (hlutlaust mat). MÍ - Flugan verður að sjálfsögðu á sínum stað. Ég vil minna ykkur á sölu Sólrisupokanna og á að fylgja Nemandafélaginu MÍson á öllum samfélagsmiðlum.
Ég vil þakka bæði sólrisunefndinni og nemendaráðinu fyrir allt saman, Sólrisuvikan væri ekki möguleiki án ykkar. Með sólskinskveðju og gleði í hjarta, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir Menningarviti NMÍ
TJÖRUHÚSIÐ
HEIMABYGGÐ
HÚSIÐ
KAMPI EHF
AMETYST
HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR
14 | EMMÍ OKKAR 2020