Emmí Okkar 2020

Page 4

ÁVARP FORMANNS LEIKFÉLAGS Ásró s Helga Gu ðm u n d sd ó t t ir

Heil og sæl! Í ár sýnir Menntaskólinn á Ísafirði hinn stórbrotna söngleik Mamma Mía. Ég valdi þetta leikrit því mér fannst vera kominn tími til að setja upp raunverulegra leikrit miðað við seinustu tvö ár. Síðastliðin tvö ár hefur maður gegnt hlutverki ljóns eða gulrótar. Ekki misskilja mig því mér þótti Lion King og Ávaxtakarfan frábær leikrit! En mér fannst vera kominn tími á að prófa að setja upp eitthvað annað og ekki verra ef það innihéldi einhvern söng. Því fannst mér Mamma Mía hið fullkomna leikrit til að setja upp í ár. Það er saga sem flestir þekkja með frábærum lögum sem flestir ættu að þekkja. Söngleikurinn Mamma Mía er skrifaður af Catherine Johnson og byggir á lögum víðfrægu hljómsveitarinnar ABBA sem samin eru af Benny Andersson og Björn Ulvaeus. Nú þegar þið lesið þetta er leikhópurinn búinn að frumsýna leikritið. Sýningin gekk stórkostlega! Uppklapp stóð yfir í langan tíma og fagnaðarlætin mikil. Þetta er allavegana það sem ég ímynda mér þegar ég skrifa þetta, þremur vikum fyrir frumsýningu. En eins og þetta er núna eru leikarar, Skúli leikstjóri, tæknimenn, hljómsveitin, Henna danshöfundur, búningahönnuður, Bjarney Ingibjörg

4 | EMMÍ OKKAR 2020

og Sigrún Pálma söngkennarar, sýningastjórar og annað baksviðsfólk að vinna hörðum höndum að því gera þessa sýningu að veruleika og vil ég þakka þeim öllum fyrir ómetanlega hjálp. Þessi stóri hópur af fólki sem kemur að þessu leikriti samanstendur af duglegu og hæfileikaríku fólki og það er svo dýrmætt að geta sótt aðstoð til þessa fagfólks. Ég vil einnig þakka Þuríði Kristínu Þorsteinsdóttur sérstaklega fyrir alla hjálpina og fyrir að vera mér svo hjálpsöm hægri hönd í þessu skemmtilega en jafnframt krefjandi verkefni. Þetta er krefjandi verkefni og fylgir þessu svefnleysi, útlitsmygla, tímaleysi, bugun, pirringur, smávægileg taugaáföll, stress og ennþá meira stress og jafnvel reiði og bræði þegar allt virðist ætla að fara á hvolf. Það að gegna embætti formanns leikfélags er nefnilega ekkert grín. Þetta er krefjandi verkefni og fylgir þessu svefnleysi, útlitsmygla, tímaleysi, bugun,

pirringur, smávægileg taugaáföll, stress og ennþá meira stress og jafnvel reiði og bræði þegar allt virðist ætla að fara á hvolf. Því vil ég biðja þá sem standa mér næst, og verða fyrir þessu stressi í mér og fleiri leiðindum sérstaklega meðan á æfingatímabili stendur, innilegrar afsökunar. En þetta er bara tímabil eins og ég segi. Þessi atriði skipta þó ekki svo miklu máli, því þegar upp er staðið er alveg svakalega gaman að taka þátt í leikriti, hvernig sem maður kemur að því. Maður kynnist nýju fólki og það er alveg æðislegt hvað það getur myndast góð orka og vinskapur innan leikhópsins. Það er nefnilega eitthvað svo sérstakt sem gerist á hverju ári þegar nýr leikhópur kemur saman. Ég get ekki beðið eftir því að sýna bæjarbúum afraksturinn að þessu sinni, afrakstur vinnu sem margir hafa komið að og lagt blóð svita og tár í. Þið viljið ekki missa af þessu! Vonandi sé ég sem flesta og gleðilega sólrisu! Ásrós Helga Guðmundsdóttir, formaður leikfélags MÍ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.