Emmí Okkar 2020

Page 6

ÁVA R P S KÓ LA M E I S TA R A J ó n R ey n ir Sig ur v in sso n

Sólrisuhátíðin, sérstök listaog menningarvika í umsjá nemenda skólans, er nú haldin í 46. sinn en hátíðin var fyrst haldin 25. – 31. mars 1974. Sólrisuhátíðin hefur verið haldin árlega alla tíð síðan, yfirleitt í fyrstu viku marsmánaðar. Þessi hátíð hefur skipað veglegan sess í menningarlífi bæjarfélagsins og vakið athygli. Nafnið tengist endurkomu sólarinnar í Skutulsfjörðinn. Ef vel viðrar þá byrjar sólin fyrst að varpa geislum sínum inn um glugga bóknámshúss Menntaskólans 23. janúar og síðan á Eyri við Skutulsfjörð 25. janúar eða nánar tiltekið á Sólgötuna sem hét áður Steypuhúsagata, því hús númer 5 við götuna var fyrsta steinsteypta húsið á Ísafirði sem var byggt árið 1905. Þann dag er sólris um kl 11.13. Sólin er svo í hásuðri kl. 13.45 og er þá sólarhæðin orðin 6,3° yfir sjóndeildarhringnum sem er hæfilega mikið til að hún nái að rísa yfir fjöllunum fyrir botni Engidals eða nánar tiltekið yfir Þóruskarði. Ekkert sást til sólarinnar frá Skutulsfirði nú í janúar. Sólin hækkar smám saman á himni eða um 0,33° fyrir hvern dag eða sem nemur þvermáli sólar á tæpum þremur dögum. Frá sólardeginum 25. janúar líða svo

6 | EMMÍ OKKAR 2020

147 dagar þar til sólin hefur náð hæstu stöðu eða 47,4° og er þá 23,5 gráðum frá miðbaug himins. Hádegi hjá okkur er þá kl. 13.29. Sólrisuhátíðin skapar vettvang þar sem allir hagsmunaðilar skólans og samfélagið mætast og njóta afraksturs metnaðarfulls framlags nemenda. Hátíðin hefst á hádegi 28. mars með skrúðgöngu nemenda og starfsmanna skólans niður í Edinborgarhús þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur. Nú eins og endranær er dagskrá Sólrisuhátíðarinnar afar fjölbreytt og vönduð eins og sjá má í dagskrárkynningu í þessu blaði. Mikil vinna er jafnan lögð í æfingar á leikriti fyrir Sólrisu og hófst undirbúningur strax fyrir áramót undir leikstjórn Skúla Gautasonar. Fyrir valinu var söngleikurinn Mamma mia. Söguna samdi Catherine Johnson utan um lög og texta þeirra Abba-liða, Bennys Andersson og Björns Ulvaeus. Frumsýning verður föstudaginn 28. febrúar í Edinborgarhúsinu. Efnt verður til mannfagnaðar öll kvöld Sólrisuhátíðarinnar með ýmsum uppákomum og eins í frímínútum og í hádeginu á sal skólans. Eru nemendur

og stafsmenn skólans hvattir til að kynna sér vel dagskrá Sólrisuhátíðarinnar og taka þátt í henni. Á Gróskudögum 3.-4. mars verður fjöldi viðburða eða smiðjur í stað hefðbundinna kennslustunda. Smiðjurnar eru í umsjón nemenda og kennara, en skipulagðar af gróskudagaog sólrisnefnd. Allir íbúar Ísafjarðarbæjar og nærliggjandi sveitarfélaga ættu að finna áhugaverða viðburði í dagskrá Sólrisuhátíðar MÍ og styðja við menningarstarf nemenda skólans með góðri þátttöku. Sólrisunefnd og gróskudaganefnd, öðrum nemendum og öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi Sólrisuvikunnar færi ég þakkir fyrir þeirra framlag. Gleðilega Sólrisuhátíð! Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.