Engin áform eru um að breyta vinnsluaðferðum eða auka fjölbreytni í afurðum og vinnslu, heldur segir Jakob Valgeir skipta máli að þrauka þennan tíma. Reksturinn er einhæfur að sögn Jakobs og ekkert í farvatninu um breytingar á vöruframleiðslunni. Hann segir fyrirtækið í svipaðri stöðu og aðrir í þessum geira. ,,Núna er lítil sala hjá okkur eins og hjá öðrum og bindum við vonir við að veitingastaðir fari að opna aftur sem ætti að gerast að einhverju leyti í júní og þá fer þetta af stað aftur svo bindum við vonir við að salan verði komin á fullt skrið í haust aftur. Við höfum getað selt hluta afurðanna en annað er geymt í frysti, annað hvort hér eða úti,” segir Jakob. Unnið er úr um 7000 tonnum af fiski árlega og er hann skorin í bita og pakkkaður í tveggja kílóa pakkingar sem er algengasta stærðin. Engin áform eru um að breyta vinnsluaðferðum eða auka fjölbreytni í afurðum og vinnslu, heldur segir Jakob skipta máli að þrauka þennan tíma. Sem betur fer er verið að fást við matvæli og við þurfum víst öll að borða.
Mikið álag þegar upp kom smit Mikið álag var í Bolungarvík á meðan að covid-19 stóð sem hæst því þar greindust yfir 60 manns með veiruna. Hluti af þeim var á togaranum Sirrý sem er í eigu Jakobs Valgeirs ehf. Um 10 starfsmenn um borð veiktust og þar á meðal sonur Jakobs. Mikið álag var í vinnslunni þegar á þessu stóð og smit fóru að greinast um borð í Sirrý. ,,Það fór allt á hliðina þegar upp komst um smit um borð. Vinnslan var strax hólfuð niður í 5 svæði, fólkið notaði andlitsgrímur og sloppa og settar upp nokkrar kaffistofur. Mjög mikil hræðsla braust út í vinnslunni og allir voru mjög stressaðir og erfitt reyndist að klára að vinna fiskinn sem var í húsinu. Þetta reyndi mikið á gæðastjóra fyrirtækjarins og framleiðslustjórann. Við buðum upp á að fólk gæti verið heima sem margir nýttu sér,”segir Jakob. Stór hluti starfsfólksins eru Pólverjar og Tælendingar og margir þeirra kunna litla íslensku, þess vegna braust út mikil geðshræring á vinnustaðnum. Það er alltaf hægt að gera betur að sögn Jakobs og hefði upplýsingaflæðið til fólksins kannski getað verið betra. Þegar íslenskukunnátta er lítil er meiri hætta á að fólk miskilji það sem sagt er. Guðbjartur Flosason framleiðslustjóri fyrirtækjarins tekur í sama streng og segir að starfsfólkið hafi verið skelkað. ,,Það var mikil hræðsla í fólki strax og fór að berast smit til landins og versnaði það svo til muna þegar smit barst hingað vestur. Samskiptaörðugleikar og misvísandi skilaboð var það helsta sem var að, t.d. töldu einhverjir að setja ætti starfsfólk í sóttkví sem fór ekki í sóttkví og skapaðist þá mikil óánægja og hræðsla á hjá sumum og svo framvegis. Við vorum alltaf að slökkva elda og leiðrétta alskonar sögusagnir sem fóru á reik. Fólkið var jafnvel að hlusta meira á fréttir frá sínu heimalandi en héðan vegna tungumálaörðugleika og fékk því stundum ranga mynd af ástandinu. Við fundum að best væri að tala sem mest við starfsfólkið og útskýra vel hlutina og einnig komum við upp fésbókarsíðu sem allar upplýsingar voru inn á,” segir Guðbjartur.
,,Jákvæðasta bæjarfélagið” Fyrirtækið var í góðu sambandi við sóttvarnarlækni á Ísafirði sem leiðbeindi því vel varðandi sóttkví og upplýsingarflæði til starfsfólksins.
,,Allt fór á hliðina þegar starfsmenn smituðust af Covid-19,” segir Jakob Valgeir.
Eins og margir vita lék Covid-19 Bolvíkinga grátt og segir Guðbjartur þessa tíma vissulega hafa verið krefjandi. ,,Þetta reyndist mjög erfitt fyrir hjúkrunarheimilin og fjölskyldur þeirra. En sem betur fer er þetta yfirstaðið og allt að komast í eðlilegt horf aftur. Við vorum með um 6% smit hér í þessu bæjarfélagi það mesta yfir landið og grínast fólk með að við séum jákvæðasta bæjarfélagið,” segir Guðbjartur og hlær. Í lok mars var reksturinn stöðvaður í 3 vikur og boðið var upp á hlutabótaleiðina í apríl og margir nýttu sér hana. Eftir páska þá breyttist þetta mikið og fólk var ekki eins óttaslegið. ,,Í dag er allt að færast í eðlilegt horf og allt annað andrúmsloft. Allt komið í venjulegt horf núna hérna í Bolungarvík og fólk orðið miklu hressara. Togarinn Sirrý ÍS fór aftur á veiðar þann 23. apríl. Skipið hafði verið bundið við bryggju síðan 29. mars vegna kórónaveirunnar sem kom upp meðal skipverja.
,,Það var mikil hræðsla í fólki strax og fór að berast smit til landins og versnaði það svo til muna þegar smit barst hingað vestur.” Við það að hafa skipt fyrirtækinu svona upp þá varð minni framleiðsla en ella. En svo kemur það á móti að nú er lítil sala og því skiptir það minna máli að framleiðslan hafi verið minni þennan tíma. Nýtt vinnslukerfi var tekið í gagnið árið 2016, svokölluð Flexicut vatnsskurðarvél sem sker beinagarð úr ferskum fiski. Hún hlutar hann niður í bita eftir fyrirfram ákveðnum skurðarmynstrum með mikilli nákvæmni með eða án roðs allt eftir óskum viðskiptavina. Ástæðan fyrir kaupunum var að auka framleiðsluna verulega og bæta nýtingu með einsleitum skurði. Auk þess varð vinnslulínan einfaldari og meðferð hráefnis betri, sem skilar sér í auknum gæðum í loka afurðinni. Einnig mun kerfið auðvelda starfsfólki störfin þar sem vélin ræður vel við að skera í gegnum fiskroð. Gengur mjög vel með þessa vél og hún sker beinagarðinn. ,,Við erum vel tækjum búin og öll starfssemi komin á fullt skrið þannig að nú þarf bara vera þolinmóð og bíða átektar. Við hægum á í sumar og vonumst svo til að salan fari af stað í haust,”segir Jakob að lokum. SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
19