Þriðji báturinn og fjórði ættleggurinn Elín Bragadóttir
S
ú menning sem fylgir sjómennskunni hefur heillað margan manninn þrátt fyrir kulda og vosbúð og glímu við ægi. Þórður Bragason var að festa kaup áElín 7 tonna bát sem heitir Vonin IS 94 Bragadóttir og er þetta fjórði ættleggurinn sem á bát með sama nafni og ritstjóri einkennisstaf. Í tilefni af þessu var rætt við Þórð og faðir hans Braga Ólafsson.
Fjögurra hestafla Alpavél Árið 1906 kom fyrsta Vonin IS 94 til Suðureyrar við Súgandafjörð. Um var að ræða nýsmíði frá Ísafirði sem var rúmlega þriggja tonna hálfopinn vélbátur með fjögurra hestafla Alpavél. Eigandi bátsins var Friðbert Guðmundsson en hann var skipstjóri, útgerðarmaður og hreppstjóri um áratugi. Hann var þekktur maður um alla Vestfirði og víðar, þá fyrir atorku og dugnað, en hann var framúrskarandi útgerðarmaður og í miklu áliti hjá samferðamönnum sínum. Var Vonin fyrsti vélbáturinn sem Friðbert eignaðist.
árin. Eftir það keypti hann 10 tonna bát sem hét Mímir og tók hann við skipstjórn á Mími og við tók Björn Guðbjartsson skipstjóri á Voninni eftir það. Friðbert átti Vonina áfram í fjölda ára eða þar til hún var afskráð vegna aldurs. „Þetta var mikið happafley, afi mokfiskaði alla tíð á bátnum og eftir fyrsta árið keypti hann hlut Magnúsar Örnólfssonar og átti þá bátinn einn eftir það“ segir Bragi. Í minningargrein eftir að Friðbert lést kom fram hjá samferðamanni hans að þeir bátar sem hann hélt mest uppá voru Vonin og Freyjan en hana keypti hann árið 1930.
Sömu tekjur og hjá síldarbátunum Árið 1960 í maí var sjósettur 6 tonna bátur á Ísafirði sem var smíðaður af Marselíusi Bernharðssyni skipasmið og fékk báturinn nafnið Vonin IS 94. Báturinn var í eigu feðgana Ólafs Friðbertssonar sem var sonur Friðberts Guðmundssonar og syni hans Braga, ásamt Sigmundi Guðmundssyni. Skipstjóri og útgerðarmaður á nýju Voninni var Ólafur. Vonin sem var nýsmiði frá Ísafirði var með 46 hestafla Bólunder Lister vél. Annar tækjabúnaður var kompás og einfaldur dýptarmælir. Það aflaðist framúrskarandi vel á báða þessa báta og færðu eigendum góðan arð, þá bætir Bragi við að „hans hlutur hafi verið svipaður og hæstu síldarbátarnir fengu þetta sumar og var hann ágætur“.
Ný von með nýju Vonina Í fyrstu var Magnús Örnólfsson skipstjóri frá Ísafirði meðeigandi en Friðbert var skipstjóri og átti eftir að vera skipstjóri á Vonini næstu sjö
Það þarf ekki að fjölyrða að nafnið hefur verið fengsælt í þessari fjölsyldu og kemur því kannski ekki á óvart með nafnagift. Nú er Vonin IS 94
Vonin IS 94, smíðuð á Ísafirði árið 1960. Maðurinn á myndinn er Gunnþór Pétursson. ljósmynd tekin 1963. Þarna eru veiðar á handfærum. Ljósmynd: Úr eigu Ellerts Ólafssonar
24
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020