Sjávarafl Júní 2020 2.tbl 7.árg

Page 38

Lyfsala á sjó og landi Snorri Rafn Hallsson

Elín Bragadóttir Apótek Vesturlands og Reykjavíkur Apótek ritstjóri hafa um árabil séð um lyfjakistur skipa og báta fyrir ýmsar útgerðir. Við hittum lyfsalann og lyfjafræðinginn Ólaf Adolfsson og ræddum apótek framtíðarinnar.

Þann 1. febrúar síðastliðinn opnaði Reykjavíkur Apótek nýtt útibú í Skeifunni 11b en fyrirtækið hefur frá árinu 2009 starfrækt lyfsölu í gamla Héðinshúsinu á Seljavegi 2. Ólafur Adolfsson, lyfjafræðingur er einn stofnanda þess og eigandi, en hann hefur um árabil sinnt þjónustu við lyfjakistur skipa og báta, bæði í Reykjavík og á Akranesi, en þar rekur hann einnig Apótek Vesturlands sem var stofnað árið 2007. Ólafur hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að sinna þjónustu við skip og útgerðir og verið áhugasamur um aðbúnað sjómanna þegar kemur að lyfjum og sjúkragögnum. Má þar nefna margítrekaðar áskoranir hans til samgönguyfirvalda um uppfærslu og endurbætur á reglugerð um lyfjakistur skipa.

38

SJÁVARAFL JÚNÍ 2020

Ólafur hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina, spilaði m.a. með hinu sigursæla knattspyrnuliði ÍA frá 1991 til 1997, á yfir 20 leiki með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu og er nú kominn í pólitíkina. Ólafur er orðinn Skagamaður í húð og hár þrátt fyrir að vera fæddur í Reykjavík og uppalinn í Ólafsvík, en samhliða lyfsölunni er hann nú bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Við mæltum okkur mót á skrifstofu Faxaflóahafna, en Ólafur er áheyrnarfulltrúi í stjórn Faxaflóahafna fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

Eldskírn og áskoranir Apótek Vesturlands stofnaði Ólafur eins og fyrr segir árið 2007 og þó fyrirtækið hafi fengið mjög góðar viðtökur var á brattan að sækja í upphafi. „Við fengum svo sannarlega eldskírn á sínum tíma þegar við hófum starfsemi. Samkeppnisaðili okkar kom ekki vel fram og vildi bola okkur út af markaðnum svo maður segi það bara hreinlega. Þeir reyndu ýmislegt misjafnt í þeirri baráttu en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu“, segir Ólafur. Skömmu síðar áttu aðstæður í þjóðfélaginu eftir að breyttast hratt með hruninu en þjónusta apóteka er jafnan nokkuð stöðug hvað sem öðru líður. Ólafur segir að sala á lyfjum eigi eftir að vaxa í framtíðinni. „Íslenska þjóðin er að eldast og okkur er að fjölga. Sjúkdómar og krankleiki hefur fylgt mannkyninu frá örófi og mun gera það áfram þannig að þetta er nokkuð tryggur bransi“. Ólafur hefur nýtt sér margt af því sem hann lærði þegar hann lék með ÍA á gullaldarskeiðinu 1991-1996, þegar liðið náði þeim einstaka árangri að verða Íslandsmeistari 5 ár í röð. „Maður lærði ýmislegt í fótboltanum, það er náttúrulega ákveðinn agi og vinnusemi sem þarf til að ná árangri en það er ekki síður samvinnan, seiglan og traustið á foringjanum og liðsfélögunum sem skiptir máli. Að búa til heildsteypt lið sem stefnir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.