Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands
Sjómannadagurinn 2020 og kjaramál S
jómannadagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní ár hvert, nema þegar þann dag ber upp á Hvítasunnudag, þá er sjómannadagurinn næsta sunnudag þar á eftir. Sjómannadagurinn er hátíðisdagur sjómanna og víðast hvar hefur hefðin verið sú að halda veglega upp á daginn með ýmis konar samkomum og uppákomum um sjómannadagshelgina. Færst hefur í vöxt síðustu ár að bæjarhátíðir hafi verið tengdar sjómannadeginum og því ýmislegt um að vera í flestum bæjarfélögum landsins um þá helgi. Í ár verða hátíðarhöld sem tengjast deginum í lágmarki vegna COVID-19 heimsfaraldursins og samkomubanns. Það breytir því þó ekki að fiskiskipaflotinn liggur í höfn á þessum degi og sjómenn eiga frí. Menn fagna því deginum þó á annan hátt sé en venjulega. Þó hin síðari ár hafi verið litið á sjómannadaginn sem hátíðisdag sjómanna frekar en baráttudag fyrir bættum kjörum er ekki úr vegi að minnast aðeins á stöðu kjaramálanna í aðdraganda sjómannadagsins.
Kjarasamningar sjómanna Þegar samið var síðast þann 18. febrúar 2017 eftir hörð verkfallsátök sem stóðu í samtals 10 vikur höfðu kjarasamningar sjómanna verið lausir frá 1. janúar 2011 eða í rúm 6 ár. Kjarasamningurinn sem var undirritaður þann 18. febrúar 2017 gilti til 1. desember 2019. Þessum samningi fylgdu bókanir sem vinna átti að á samningstímanum, en markmiðið var að undirrita nýjan kjarasamning fljótlega eftir að samningurinn rynni út. Vissulega var unnið í bókununum á samningstímanum þó betur hefði mátt gera í því efni. Fljótlega varð ljóst að ekki tækist að ljúka vinnunni við bókanirnar til að hægt væri að undirrita nýjan samning í desember 2019 eins og hið metnaðarfulla markmiðið var þegar samningurinn var gerður árið 2017. Staðan er sú að mikil vinna er enn eftir í bókununum. Sú vinna er hins vegar grundvöllur þess að hægt verði að ganga frá nýjum kjarasamningi. Þeirri vinnu þarf því að ljúka áður en gengið verður frá nýjum kjarasamningi. Eins og lög gera ráð fyrir var gengið frá viðræðuáætlun milli aðila áður en samningurinn rann út þar sem viðræðurnar í komandi kjarasamningsgerð voru skipulagðar. Aðilar skiptust á kröfum og voru viðræður rétt að hefjast þegar heimsfaraldurinn sem nefndur er hér að framam setti strik í reikninginn eins og væntanlega hefur ekki farið fram hjá nokkrum Íslendingi. Viðræðum milli aðila var því sjálf hætt í bili og er ekki líklegt að viðræður um nýjan kjarasamning hefjist aftur fyrr en með haustinu.
Reynslan af síðustu kjarasamningum sjómanna Varðandi rekstur kjarasamningsins frá því hann var undirritaður til dagsins í dag ber aðeins skugga á og vil ég nefna þrennt sem veldur áhyggjum. Í fyrsta lagi var hart tekist á um verðlagningu á fiski í síðustu kjarasamningum, en það verð sem greitt er fyrir fiskinn er grunnurinn að launum sjómanna þar sem þeir eru á hlutaskiptum, þ.e. laun þeirra ráðast af aflaverðmæti skipsins. Þokkalega hefur gengið
6
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
með verðlagningu á botnfiskinum þó nokkurs pirrings hafi stundum gætt hjá sjómönnum þegar þeim hefur fundist að verðhækkanir á fiskmörkuðunum hafi skilað sér seint inn í fiskverðið hjá þeim sem eru á skipi þar sem útgerðarmaðurinn er jafnfram kaupandi aflans. Sama verður ekki sagt um verðlagninguna á uppsjávarfiskinum. Þó reynt hafi verið að bæta ýmislegt varðandi verðlagningu á uppsjávarfiskinum í síðusta kjarasamningi verður að játa að því miður tókst ekki að koma þeim málum í ásættanlegt horf. Er það því m.a. verkefni næstu samninga að finna leiðir til að sæmileg sátt geti verið um verðlagninguna á uppsjávarfiskinum.
SFS virðir ekki samningsákvæði Í öðru lagi er rétt að hafa í huga að það var stefna Sjómannasambands Íslands í síðustu kjaraviðræðum að stilla samningstímann saman við almenna vinnumarkaðinn. Því var það krafa sjómanna að samningstíminn yrði til ársloka 2018. Niðurstaðan varð þó að semja til 1. desember 2019.