Víkurfréttir 17. tbl. 44. árg.

Page 1

Jákvæð rekstrarniðurstaða hjá Reykjanesbæ

Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Reykjanesbæjar 2022 eftir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 476 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi a- og b-hluta eftir afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt nam 1.084 milljónum. Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi 18. apríl en þá fór fram fyrri umræða um ársreikning sveitarfélagsins en hann er enn í endurskoðun og tölur gætu breyst.

„Við eigum að vera stolt af þessari stöðu sem Reykjanesbær er komin í. Við höfum tekið risaskref á síðustu árum. Það er ánægjulegt að sjá margar tölur í þessum ársreikningi og við getum öll verið stolt af honum,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs. „Þetta er heilbrigður ársreikningur. Það er frábært hvað tekjur hafa aukist mikið og hvað við erum heppin eða óheppin að fá svona mikið úr Jöfnunarsjóði. Ástæðan fyrir því hvað við fáum svona mikið úr Jöfnunarsjóði er slæm en við förum betur yfir þetta í seinni umræðu um ársreikningin,“ sagði Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Síðari umræða um ársreikninginn 2022 fer fram á bæjarstjórnarfundi 16. maí.

Íþróttafélögin standi við stóru orðin

Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ fögnuðu tillögu Íþrótta- og tómstundaráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ á bæjarstjórnarfundi 18. apríl. Þar er lagt upp með að félögin Keflavík og Njarðvík sameinist um notkun á mannvirkjum og aðstöðu til ársins 2030. Kostnaðurinn er áætlaður um fimm milljarðar króna.

Nokkrir bæjarfulltrúar tóku til máls um málið og sögðust allir fagna því en greint var frá málinu í Víkurfréttum 18. apríl.

„Þetta er stórt og mikið verkefni og ég treysti bæjarstjórn til að klára það en nú er komið að félögunum að standa við stóru orðin og vinna saman. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt. Tilfinningar hafa oft þvælst fyrir en ég vona að okkur takist öllum að vinna saman að þessu,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs.

Fyrir bæjarstjórnarfund var skýrsla starfshóps kynnt og voru fulltrúar frá Keflavík, Njarðvík og ÍRB á staðnum. Rúnar V. Arnarson, formaður ÍRB, sagði þetta verkefni til fyrirmyndar. „Þetta er byltingarkennd tillaga og verði hún að veruleika þá vil ég ganga alla leið og gera þetta að flottasta íþróttasvæði landsins. Það eru allir möguleikar á því. Þetta hefur hvergi verið gert svona og Reykjanesbær hefur möguleika á því að fara í fremstu röð.“

Sumri fagnað!

Það er áratuga hefð fyrir því að skátar fagni sumri með skrúðgöngu og fari svo í messu. Fylgt er liði með fánaberum í fararbroddi og genginn hringur frá skátahúsinu að Keflavíkurkirkju. Veðurguðirnir voru í góðu skapi og opnuðu sumarið með blíðu. VF-mynd/hilmarbragi.

Síða 10

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Sjómenn í Grindavík tóku heilsuáskorun! Síður 8–9 Keflvískur
í Oklahoma
pylsusali
27. apríl –1. maí Miðvikudagur 26. apríl 2023 // 17. tbl. // 44. árg.

Vonast til að fleiri úr hópi eldra fólks sækja sér heilsueflingu

Umsögn öldungaráðs Reykjanesbæjar um erindi Félags eldri borgara á Suðurnesjum varðandi niðurgreiðslur á sundleikfimi var tekin fyrir á síðasta fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar en velferðarráð óskaði eftir umsögninni á fundi sínum þann 15. febrúar síðastliðinn.

Ákveðið hefur verið að taka upp hvatagreiðslur fyrir eldra fólk frá janúar 2024. Hvatagreiðslur eru ætlaðar til lækkunar á námskeiðsgjöldum. Þá getur hver og einn valið sína heilsueflingu á eigin forsendum og fellur námskeið í sundi

þar undir ásamt annarri heilsueflandi virkni. Að mati velferðarráðs er mikilvægt að það ríki jafnræði á meðal eldra fólks í Reykjanesbæ og allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, getu og markmið, t.d. golf, líkamsrækt, Janus heilsueflingu

o.fl. Það er von ráðsins að með þessu móti muni fleiri úr hópi eldra fólks sækja sér heilsueflingu í sveitarfélaginu.

Þá kemur fram í fundargerð velferðarráðs að það tekur undir bókun sem bæjarráð lagði fram þann 23. mars sl. um hvatagreiðslur fyrir eldra fólk.

Telja ránið í Stapagrilli upplýst

Þrír voru handteknir í síðustu viku grunaðir um aðild að ráni í söluturninum Stapagrilli í Innri-Njarðvík. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að enginn hafi játað verknaðinn en lögreglan telji málið upplýst. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu vegna ránsins og fjölmennt lið leitaði ræningjans. Meðal annars var sérsveit lögreglu virkjuð.

Vogamenn vilja í vettvangsferð í Ölfus

Landeldismál í Sveitarfélaginu Vogum voru tekin fyrir að nýju á síðasta fundi skipulagsnefndar Voga. Nefndin leggur til að fenginn verði verkefnastjóri yfir þessu stóra og mikla verkefni. Einnig er lagt til að nefndin, ásamt bæjarstjóra og bæjarstjórn, fari í vettvangsferð í Ölfus þar sem sambærileg verkefni er að finna og fái betri yfirsýn.

Eldtungurnar standa upp af skipinu í höfninni í Njarðvík aðfaranótt þriðjudags. VF/Hilmar Bragi

Einn maður lést í eldsvoða í skipi

n Annar þungt haldinn á spítala.

Einn maður lést þegar eldur kom upp í fiskiskipinu Grímsnesi

GK í Njarðvíkurhöfn á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags. Sjö voru um borð í skipinu þegar eldurinn kom upp en fjórir komust strax af sjálfsdáðum frá borði. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja á vettvangi báru ekki árangur. Hann var einnig fluttur á HSS þar sem hann var úrskurðaður látinn. Hinn látni er pólskur karlmaður á fimmtugsaldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og börn í Póllandi. Einn var svo fluttur frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á Landspítalann. Ástand hans var alvarlegt við komuna á Landspítala og honum er haldið sofandi.

Aðstæður á vettvangi brunans voru mjög erfiðar að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar, aðstoðarslökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja. Mikill hiti var í skipinu og reykkafarar gátu ekki farið hefðbundna leið niður um stiga úr stýrishúsi, þar sem hann var brunninn í burtu. Sigurður lýsti aðstæðum þannig að hitamyndavélar slökkviliðsmanna sýndu um 500 gráðu hita og það fengu slökkvilið-

menn staðfest þegar slökkvivatnið kraumaði og sauð. Allir starfsmenn Brunavarna Suðurnesja voru kallaðir út en tuttugu og átta manns frá BS tóku þátt í útkallinu. Allur bílafloti slökkviliðsins og sjúkrabílar voru sendir á vettvang. Jafnframt var fjölmennt lögreglulið frá lögreglunni á Suðurnesjum á staðnum. Það var ljóst þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn að ástandið var alvarleg. Mikinn reyk lagði frá skipinu og ljóst að mikill eldur var um borð. Reykkafarar fóru strax um borð og fundu manninn sem saknað var mjög fljótlega. Það var hins vegar erfitt verk að koma honum frá borði en aðstæður í skipum eru með þeim verstu sem

slökkviliðsmenn komast í. Þar eru þröngir gangar og flóttaleiðir fáar. Þá segir Sigurður að hitinn hafi verið mikill og eldurinn magnaðist hratt á fyrstu mínútunum eftir að slökkviliðið kom á vettvang. Fljótlega stóðu eldtungur upp frá skipinu.

Slökkvistarf var tímafrekt en eldur gaus aftur upp í skipinu undir morgun á þriðjudag. Slökkvistarfi lauk svo á tíunda tímanum á þriðjudagsmorgun en slökkvilið þurfti einnig að dæla vatni úr skipinu, sem var farið að halla í höfninni. Það var fært undir morgun ofar í höfnina en skipið var bundið við bryggjuna við ísverksmiðjuna þegar eldurinn kom upp.

Vilja byggja 3.000 fermetra verslunarhús við Sjávargötu

Módelhús ehf. hafa sótt um um lóð við Sjávargötu í Njarðvík og heimild til að deiliskipuleggja svæðið. Sótt er um allt að 7.000 fermetra lóð. Áformin eru að reisa 3.000 fermetra atvinnuhúsnæði undir starfsemi Fagkaupa. Undir Fagkaupum eru Johan Rönning, Sindri, S. Guðjónsson, Vatn & veitur og Áltak. Með umsókninni fylgdu drög að deiliskipulagsbreytingu ásamt ásýndum af húsnæði frá arkitektum.

Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að unnið er að tillögu að fyrirkomulagi gatnatenginu Grænás, Njarðarbrautar og hafnarsvæðis. Erindi er því vísað til umsagnar starfshóps um þróun og skipulag hafnarsvæða Reykjaneshafnar.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG
Svona gæti útlit hússins verið.
Hér má sjá lóðina sem sótt er um í Njarðvík. Hún er á svæði sem markast af Njarðarbraut, Sjávargötu og Fitjabraut.
Frá slökkvistarfi snemma á þriðjudagsmorgun. VF/pket
2 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Frá vettvangi ránsins í Stapagrilli í Innri-Njarðvík í síðustu viku. VF/Hilmar Bragi

Velkomin á Aðaltorg!

Verslun og þjónusta eflist til framtíðar

Lyfjaval opnar bílaapótek

Opið í tólf tíma á dag alla daga vikunnar

Úr frétt Víkurfrétta

21. febrúar 2023:

Lyfjaval hefur flutt starfsemi sína frá Hringbraut í Keflavík í nýtt og glæsilegt húsnæði við Aðaltorg í Keflavík, efst á Aðalgötu við Courtyard by Marriott hótelið. Þar hefur verið opnað svokallað bílaapótek sem er opið alla daga vikunnar frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Tanja Veselinovic lyfjafræðingur er lyfsalinn hjá Lyfjavali í Reykjanesbæ og hefur verið það í um ellefu ár. Tanja hefur skotið rótum í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni. Tanja kom til Íslands sem innflytjandi þegar stríð braust út í hennar heimalandi, Króatíu.

„Það er skemmtilegt að vera komin hingað á Aðaltorg. Þetta er bara allt annað og sérhannað húsnæði fyrir þessa starfsemi sem bílaapótek. Vinnuaðstaða er til fyrirmyndar og húsnæðið bjart og gott,“ segir Tanja í samtali við Víkurfréttir.

Hjá apótekinu starfa í dag sextán starfsmenn og þar af eru sex lyfjafræðingar. Ekki veitir af, því apótekið er í dag opið í tólf tíma á sólarhring, alla daga vikunnar. Opið er inn í búðina frá níu að morgni og til klukkan sex síðdegis en lúgurnar eru opnar áfram til klukkan níu á kvöldin.

Við trúum á framtíð Suðurnesja

Nýir stjórnendur hjá verslunum Samkaupa

Helga Dís Jakobsdóttir er nýr markaðs- og upplifunarstjóri Nettó og Iceland verslananna. Þá er Bjarki Snær Sæþórsson nýr sölustjóri Nettó og Iceland verslana og Oliver Pétursson nýr sölustjóri Krambúða – og Kjörbúða.

Helga Dís hóf störf hjá Samkaupum í febrúar 2021, þá sem þjónustu – og upplifunarstjóri Nettó. Áður starfaði hún á fjármálasviði

Bláa lónsins og Hjá Höllu við umsjón veitingastaðar á Keflavíkurflugvelli. Helga Dís útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og forystu og MS- gráðu í þjónustustjórnun frá Háskóla Íslands.

Bjarki hóf störf hjá Samkaupum árið 2008 og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á öllum vörumerkjum samsteypunnar. Þá hefur hann starfað í Nettó búðum um allt land, bæði sem aðstoðarverslunarstjóri og verslunarstjóri. Áður en hann tók við sem sölustjóri Nettó og Iceland verslanna starfaði hann sem sölustjóri Krambúða og Kjörbúða. Samhliða störfum sínum stundar Bjarki nám í viðskiptafræði með áherslu á þjónustu við Háskólann á Bifröst.

Oliver hefur starfað í verslunargeiranum frá árinu 1996. Hann hefur reynslu af stjórnun vöruhúsa, verkefnastýringu í uppsetningu búða og erlendum innkaupum. Hjá Samkaupum hefur Oliver verið verkefnastjóri á verslunarsviði varðandi vörustýringu, uppsetningu á verslunum og vöruflokkum og innkaupastjóri á frystivöru. Nú síðast starfaði hann í vörustýringu á innkaupasviði og við innleiðingu á nýju vörustýringarkerfi.

„Með þessum breytingum erum við að styrkja enn frekar vöruúrval, upplifun og þjónustustig verslana okkar. Helga Dís hefur verið á frábærri vegferð að ná utan um upplifun viðskiptavina Nettó og hlakka ég til að sjá hana takast á við markaðsmálin sömuleiðis. Þá búa Bjarki og Oliver yfir miklli og þekkingu á verslunum okkar um land allt. Mannauðurinn er verðmætasta auðlind okkar og eru þessar breytingar í takt við stefnu okkar um að gefa fólki tækifæri til að vaxa í starfi. Ég hlakka til samstarfsins,“ segir Gunnur Líf, Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa.

Hjá Samkaupum starfa alls um 1.300 manns í tæplega 700 stöðugildum. Samkaup reka um 60 verslanir víðsvegar um landið. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.

Tvö dæmi um LED-ljósaskilti við Aðaltorg í Keflavík og á Fitjum í Njarðvík.

Knattspyrnudeild Keflavíkur ætlar sér stóra hluti á auglýsingamarkaði

Knattspyrnudeild Keflavíkur ætlar sér stóra hluti á auglýsingamarkaði ef áform um LED-auglýsingaskilti ganga eftir. Sótt er um uppsetningu slíkra skilta til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Í umsóknum segir að um sé að ræða nýjan lið í fjáröflun knattspyrnudeildarinnar sem getur orðið félaginu afar mikilvægur til lengri tíma litið.

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur sótt um leyfi til að setja upp LED-ljósaskilti á Baldursgötu 14 í Keflavík. Þar er fyrir flettiskilti. Einnig er sótt um leyfi fyrir ljósaskilti á auglýsingaklukku á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu en knattspyrnudeildin hefur gert samning við Kiwanishreyfinguna í Reykjanesbæ um að fá auglýsingafleti á klukkunni.

Þá óskar deildin eftir leyfi fyrir ljósaskiltum í stað flettiskilta við Hringbraut í Keflavík. Um er að

ræða tvo fleti sem eru aftan á nýrri vallarklukku á knattspyrnuvellinum við Sunnubraut en snúa út að Hringbrautinni. Í umsókn er nefndur sá möguleiki að slökkva á skiltinu á kvöldin og um nætur til að trufla ekki íbúa í nágrenninu.

Knattspyrnudeildin sækir einnig um lóðir við tvö hringtorg á Reykjanesbrautinni ofan byggðarinnar í Keflavík og Njarðvík. Annars vegar við hringtorgið við Þjóðbraut og svo hins vegar við hringtorgið við Aðalgötu.

Að endingu er sótt um leyfi til uppsetningar á LED-ljósaneti á vesturhlið Reykjaneshallar. Ljósanetið er hugsað fyrir stærri fleti en hefðbundnir LED-skjáir og auglýsingaflöturinn á Reykjaneshöllinni myndi sjást vel frá Reykjanesbraut, segir í umsókninni. Kemur fram að auglýsingaflöturinn á Reykjaneshöll yrði í samvinnu við knattspyrnudeild UMFN.

Afgreiðsla ráðsins er að erindi knattspyrnudeildarinnar er frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Sótt um tvær hæðir ofan á Hafnargötu 57

Sótt hefur verið um að byggja tvær hæðir ofan á svokallað C-hús að Hafnargötu 57 í Keflavík. Þar er rekið hótelið Park Inn by Radisson. Byggingin sem sótt er um að byggja tvær hæðir ofan á hýsti áður Bókasafn Reykjanesbæjar. Með umsókninni er óskað eftir stækkun á hóteli við Hafnargötu 57. Sótt er um að byggja tvær hæðir ofan á svokallað C-hús sem er í dag ein hæð sem hýsir ráðstefnu- og fundarsali sem og tíu hótelherbergi en í fyrirhugaðri hækkun á því er áætlað að nýjar hæðir innihaldi hótelherbergi, eða fimmtán herbergi hvor hæð, ásamt stigahúsi og tengibyggingu við A-hús, alls 30 ný herbergi. Nú eru samtals 118 herbergi í hótelinu sem dreifast á A-, B- og C-hús en verður eftir stækkun 148 herbergi. Húsið, svokallað C-hús í hótelkjarnanum, verður því þrjár hæðir.

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur Útskálasóknar verður haldinn mánudaginn 8. maí 2023 kl. 20:00 í Kiwanishúsinu.

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHELMS SIGMARSSONAR Faxabraut 13, Keflavík, Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu á Hlévangi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.

Kristjana S. Vilhelmsdóttir Anton Kristinsson

Sigmar V. Vilhelmsson

Bergþóra Vilhelmsdóttir Baldvin Gunnarsson Sigrún Vilhelmsdóttir Georg Georgsson barnabörn og barnabarnabörn.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf

Sóknarnefnd

Teikning sem sýnir bygginguna á þremur hæðum, eins og umsóknin gerir ráð fyrir.

Bílastæði á lóð eru 48 og í kjallara 46. Þar að auki eru tuttugu bílastæði við hús Hafnargötu 55B samnýtt hótelinu. Alls eru því 115 stæði við hótelið.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda umsóknina í grenndarkynningu.

Hafna þremur 49 fermetra húsum við

tjaldsvæðið í Vogum

Inga Rut Hlöðversdóttir hefur óskað eftir, í fyrirspurn til skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga, að byggja þrjú 49 fermetra hús á lóð tjaldsvæðisins í Vogum. Fyrir eru þrjú hús en heimild er fyrir sex húsum í skipulagi, allt að 25 fermetrar hvert. Því er um aukið byggingarmagn að ræða.

Nefndin hafnar erindinu þar sem byggingarmagn er meira en núverandi skipulag heimilar. Þá segir í endurskoðuðu aðalskipulagi að gert er ráð fyrir að tjaldsvæðið sé víkjandi í skipulagi.

Óskum
Langbest til hamingju með nýjan og glæsilegan stað
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is VF/Hilmar Bragi
4 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

1. maí

Stéttarfélögin í Reykjanesbæ og nágrenni óska félagsmönnum sínum og öðrum íbúum Suðurnesja gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí.

Yfirskrift dagsins þetta árið er:

Réttlæti, jöfnuður, velferð

Á þessum degi fögnum við því sem áunnist hefur í réttindabaráttu verkalýðs í gegnum tíðina og leggjum áherslur á nýjar og breyttar kröfur í þágu verkamanna.

Stéttarfélögin á Suðurnesjum bjóða félagsmönnum og öðrum íbúum svæðisins á baráttufund í Krossmóa 4, 5. hæð. milli klukkan 14 og 16 og munu starfsmenn félaganna taka á móti fólki, bjóða upp á kaffi og veitingar meðan húsrúm leyfir.

Guðmundur Hermannsson spilar ljúfa tónlist og Valdimar mun koma við og taka nokkur lög fyrir gesti. Eins mun Leikfélag Keflavíkur koma og skemmta og formenn félaganna ávarpa gesti.

Stéttarfélögin í Krossmóa verða með einnig með opið hús á skrifstofum félaganna á 4. hæð og hvetjum við fólk til að koma við og kynna sér starfsemi þeirra.

Að venju bjóða stéttarfélögin upp á bíósýningu fyrir börnin kl. 13.00.

í Reykjanesbæ

Heklar flugur í frístundum

– Arndís Einarsdóttir býr ásamt Róberti Kristjánssyni, manninum sínum, í litlu snotru húsi í Hvassahrauni. „Við höfum tvisvar sinnum fengið umhverfisverðlaun frá sveitarfélaginu,“ segir hún stolt en Arndís hnýtir glæsilegar veiðiflugur hvenær sem færi gefst og ætlar að stunda vatnaveiði af krafti í sumar.

Víkurfréttir höfðu spurnir af Arndísi eftir að hún setti í loftið myndskeið þar sem hún hnýtir veiðiflugu með allsérstæðri aðferð, hún heklar þær og afraksturinn er ótrúlega flottur.

„Aðferðin er komin frá norskri konu sem heitir Torill Kolbu og hún varð alla vega tvisvar heimsmeistari fyrir heklaðar flugur. Það var hún sem fann upp þessa aðferð en margir rugla henni saman við Polish Woven Fly, pólskar ofnar flugur. Ég á bók sem var gefin út um þessa konu og hún hnýtir laxaflugurnar svona líka,“ segir Arndís þegar hún er spurð um þessa aðferð sem hún notar. „Hún er Íslandsvinur, hefur komið hingað nokkrum sinnum til að veiða.“

Arndís segist hafa mjög gaman af því að hnýta veiðiflugur og maðurinn hennar veiðir á þær.

„Mér finnst mjög gaman að hnýta en ég er ekki ennþá búin að læra að kasta með flugustöng. Ég er svo lasin af gigt og þessi hreyfing háir mér svolítið – en kallinn minn veiðir bara á mínar flugur.“

Bílaviðgerðir

Þessi féll fyrir eftirlíkingu af hornsíli.

Hefur þú ekki prófað að nota léttari græjur?

„Jú, jú. Ég er búin að prófa allt á milli himins og jarðar í þessum efnum. Ég þreytist svo fljótt en er með tvíhendu núna, hún gefst mér best af því að þá kem ég fluguhelvítinu út,“ segir Arndís hlæjandi.

„Þá er ég ekkert að kasta henni neitt oft, leyfi henni bara að dingla. Þannig er það bara með mig.“

Hefur ekki stundað hnýtingar lengi

Arndís segir að hún sé nú ekki búin að stunda fluguhnýtingar að ráði nema í fimm, sex ár en hún hefur náð afbragðsgóðum árangri eins og má sjá á þeim flugum sem hún hefur hnýtt.

„Ég byrjaði þetta fyrir nokkrum árum en hef tekið langar pásur inn á milli, allt upp í ár. Þegar ég byrjaði gerði ég eftirlíkingar af hornsílum, það voru fyrstu flugurnar mínar. Þú getur séð á myndunum mínum fluguna og fyrirmyndina af hornsílinu sem ég

notaði til viðmiðunar, bæði hængurinn og hrygnan.“

Þú leitast þá við að gera raunverulegar eftirlíkingar.

„Já, svo er ég líka með fiðrildi, býflugu og grasmaðk.“

Og maðurinn þinn veiðir á þetta. „Já, hann veiðir bara mínar. Löngu hættur að

Er með veiðikortið

Arndís segir að þau hjónin séu með veiðikortið og þvælist um landið í vatnaveiði hingað og þangað.

„Maður hefur ekkert efni á öðru, ég er öryrki og hann ellilífeyrisþegi. Ég meina það kostar fleiri tugi þúsunda að komast í veiði og svo fær maður ekki einu sinni jólagraflaxinn. Manni hrýs hugur við að sjá verðið í mörgum ám. Þetta hleypur á hundruðum þúsunda sums staðar. Þannig að við erum bara að veiða í vötnum.

Ég er líka farin að hekla klassískar laxaflugur, það eru ekki margir sem kunna þetta handbragð hérna. Eina vandamálið er að ég fæ ekki þær fjaðrir sem þarf í margar þessar flugur.“

Tókstu þetta bara upp hjá sjálfri þér eða fórstu á námskeið í hnýtingum?

„Nei, ég fór ekkert á námskeið. Þetta er bara YouTube og fikt. Ég gekk í Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar og þar eru þrjár konur sem

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur

í hádeginu

Opið: 11-13:30

alla virk a daga

HEYRN.IS

Róbert með einn vænan.

eru hnýtarar. Sjálf veiddi ég alltaf með maðki og floti og hafði rosalega gaman af því, svo gekk ég í Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar til að komast í Djúpavatn og Hlíðarvatn. Ég fór að sækja fundi hjá félaginu, það voru alltaf fundir haldnir þar einu sinni í viku eftir áramót og út apríl, og þar fór ég að kynna mér þetta. Svo vorum við hjónin stödd út í Flórída þar sem ég rakst á fornfálegan væs [tæki sem heldur önglinum á meðan flugan er hnýtt] sem ég splæsti á mig og kom með heim. Ég þekkti náttúrulega hvorki sporð né haus á einu eða neinu og ég mætti með þetta á fund. Þar fékk ég tvinna og sagt hvaða efni ég þyrfti að kaupa til að byrja að hnýta. Fyrsta flugan sem ég hnýtti var Peacock og svo fór þetta að verða meira og meira. Þarna var karl sem heklaði flugur, en hann lærði það af þessari Torill Kolbu. Hann kenndi mér handbragðið en skömmu síðar veiktist hann og getur ekki hnýtt lengur.“

Arndís hélt áfram að þróa þessa aðferð áfram og seinna sendi hún bróður sinn, sem býr í Noregi, út af örkinni til að leita að bók um Torill Kolbu.

„Það var allavega búið að gefa út eina bók um þessa konu. Ég komst að því þegar ég fór að grennslast fyrir um hana – en það er ekki mikið um hana á netinu. Flugurnar hennar eru algjör snilld og hún fór m.a. á samning hjá Mustad [framleiðandi veiðiöngla].“

Eignaðist box með flugum eftir Torill Kolbu

„Einhvern tímann var ég stödd í Vesturröst og þá sagði Ingó [eigandi Vesturrastar] mér að hann ætti fjögur flugubox eftir Torill sem hún hafði gefið honum. Ég sagði bara: „Ertu ekki að grínast í mér?“ Ég var búin að leita út um allt að þessu og hafði keypt tvö mjög löskuð af eBay. Hann nær í þau og ég bauð honum fimmtíu þúsund kall á borðið fyrir þessi box og hann lét mig hafa þau. Þau eru núna stofustáss og ekki að fara neitt. Þau eru alveg geggjuð.“

Ertu ennþá í Stangaveiðifélaginu?

Já og ekkert að fara þaðan. Svo á ég bara eftir að ganga formlega frá inngöngu í Fluguveiðifélag Suðurnesja en þar eru ungar og efnilegar veiðikonur. Ég fór síðast á fyrirlestur hjá þeim um veiðikortið,“ sagði Arndís að lokum en hún stefnir á að veiða mikið með manninum sínum í sumar.

FRÍSTUNDIN

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Sjómenn eru margir hverjir búnir að liggja í leti

Aprílmánuðurinn líður og stutt í lokin á honum. Sjómenn eru margir hverjir búnir að liggja í leti í ansi langan tíma því hrygningarstopp var í gangi stóran hluta af apríl en bátar máttu fara til veiða 21. apríl síðastliðin.

Það voru þó ekki allir sem lágu í leti því nokkrir bátar réru en þeir þurftu að fara nokkuð langt út og þeir bátar, og þá aðallega línubátar sem réru, fóru flestir út fyrir Eldey og veiddu nokkuð vel.

Geirfugl GK fór til að mynda þangað og var með 53 tonn í þrettán róðrum. Hulda GK (gamli Dúddi Gísla GK) var með 41 tonn í átta róðrum og Margrét GK með 40 tonn í sesx róðrum.

Óli á Stað GK var í slipp framan af í apríl en hóf síðan veiðar í Sandgerði og var þar við veiðar nokkur djúpt úti og landaði 27 tonnum í fjórum róðrum.

Einhamarsbátarnir réru ekkert í apríl áður en stoppið hófst en hófu veiðar núna eftir að því lauk.

Einn bátur sem er búinn að vera hérna fyrir sunnan í vetur og landað til skiptis í Sandgerði og Grindavík fór á ansi mikið flakk.

Það er Kristján HF sem byrjaði apríl í Sandgerði og landaði þar 50 tonnum í þremur róðrum, fór síðan utan við Grindavík og kom þar með 19 tonn í einni löndun. Fór svo alla leið austur til Stöðvarfjarðar og landaði þar 32 tonnum í þremur róðum og hélt síðan áfram austar og alla leið til Vopnafjarðar og landaði þar 17 tonnum í einni löndun.

Frá Vopnafirði þá sigldi bátuirnn alla leið til Grindavíkur og er við veiðar þar fyrir utan. Á milli Vopnafjarðar og Grindavíkur er um 650 km leið landaleiðis, sjóleiðin er líklegast um 600 km löng, eða um 363 mílur, og því var Kristján HF um 36 klukkustundir að sigla þessa löngu leið.

Dragnótabátarnir réru ekkert fyrir stoppið, nema Maggý VE fór í einn róður og hóf síðan veiðar strax eftir stoppið og hefur landað 34 tonn í þremur róðrum.

Hjá netabátunum hefur mjög lítið verið um að vera. Þeir réru aðeins fyrir stoppið en hafa síðan að-

eins komið sér að stað eftir stoppið – og eftir stoppið hefur veiðin verið ágæt. Halldór Afi GK með 2,7 tonn í einum róðri, Maron GK 8 tonn í einum og Grímsnes GK 2,6 tonn í einum, þetta er afli eftir stoppið. Erling KE hefur engu landað eftir stoppið en var með 56 tonn í fjórum róðrum áður en stoppið hófst.

Grásleppubátunum fjölgaði þónokkuð og er veiðin hjá þeim nokkuð góð, t.d er Svala Dís KE með 10 tonn í átta róðrum og af því er grásleppa 7,8 tonn, Tóki ST 1,8 tonn í tveimur og grásleppa af því 1,6 tonn, Sunna Líf GK 15,3 tonn í tíu og af því grásleppa 13,3 tonn, Guðrún GK 14,7 tonn í átta róðrum og af því er grásleppa 12,3 tonn og Addi Afi GK 11,1 tonn í sex og af því er grásleppa 9,3 tonn.

Allir þessir bátar eru í Sandgerði og má geta þess að Addi Afi GK er búinn að vera á grásleppu síðan í mars en bátranir mega veiða í 35 daga núna þessa vertíð. Garpur RE 4,9 tonn í þremur róðrum og er grásleppa af því 4,1 tonn, Tryllir GK 4,3 tonn í fimm og af því er grásleppa 2,9 tonn. Báðir í Grindavík. Í Grindavík hafa stóru línubátarnir líka verið að landa og er Fjölnir GK með 356 tonn í þremur róðrum, Sighvatur GK 333 tonn í þremur róðrum og mest 147 tonn, Páll Jónsson GK 346 tonn í þremur og mest 162 tonn í einni löndun og Valdimar GK 207 tonn í tveimur

og

sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Útgefandi: Víkurfréttir

róðrum mest 106 tonn. ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ,
Smurþjónusta    Varahlutir
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu
a F la F r É ttir á S uður NESJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is GLÆNÝR OG ÁHUGAVERÐUR ÞÁTTUR Á FIMMTUDAG Á VF.IS
Flugurnar hennar Arndísar eru sannkölluð listasmíði og eiga sér fyrirmyndir í náttúrunni. Fiðrildi.
6 //
F r É ttir á S uður NESJ u M
víkur

BARÁTTUKVEÐJUR

WWW.ICELANDAIR.IS

Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu kveðjur!

REYKJANESBÆR vinalegur bær
Það er nóg til. Jöfnuður er réttlæti!
VERKAFÓLKS 1. MAÍ
TIL

HEILSUÁSKORUN TIL SJÓMANNA!

Sjómenn hjá Þorbirni hf. í Grindavík

tóku áskorun um heilsusamlegri lífsstíl

„Ég nota hollari olíur til að steikja upp úr og býð upp á heilsudrykki í kaffitímanum, þó verður bakkelsi og annað kruðerý áfram að vera með,“ segir Jóhann Ottesen, kokkur á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni frá Grindavík, en útgerðin Þorbjörn, sem á skipið, ákvað að taka þátt í Heilsuáskorun til sjómanna!

Heilsu- og lífsstílsdagar hófust í verslunum Nettó í lok janúar en auk Þorbjarnar og Nettó koma að verkefninu Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir og meistaranemi í lýðheilsuvísindum, sem er frá Keflavík, einkaþjálfarinn Óli Baldur Bjarnason frá Grindavík og fyrirtækið Icepharma sem flytur inn heilsuvörur.

Það var í raun Einar Hannes Harðarson sem er háseti á hinum frystitogara Þorbjarnar, Tómasi Þorvaldssyni, sem ýtti boltanum loksins af stað en auk þess er hann formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur (SVG). „Þessi hugmynd fæddist fyrir einhverjum árum síðan en þá hitti ég Heiðar Hrafn Eiríksson, skrifstofustjóra hjá Þorbirni. Ég sagði honum að við þyrftum að fara gera eitthvað, sjómenn væru að fitna, m.a. ég. Heiðar tók vel í þetta en svo dó þetta hálfpartinn á COVID-tímabilinu. Svo hittumst við Heiðar í desember í hádegismat á Sjómannastofunni Vör og þá sagði hann að nú myndum við láta slag standa. Hann vissi að Nettó væri að fara af stað með heilsudaga í sínum búðum og áður en varði hófust fundir með Þorbirni, Nettó og Ásdísi grasalækni. Allir hafa verið að hjálpast að má segja, Þorbjörn var tilbúið að taka á sig hærri reikning vegna matarkaupa, Nettó lagði til nokkra blandara, Ásdís kom og hélt kynningu fyrir okkur og svo var bara farið af stað. Það er skemmst frá því að segja að áhöfnin hefur

tekið mjög vel í þetta, ég hefði t.d. ekki trúað því hversu góðar hnetur geta verið en það var keypt fullt af slíku fæði og það hefur nánast komið í staðinn fyrir nammið í

Okkar markmið var að hollustuvæða matseðilinn og kokkunum hefur gengið vel með það. Þeir hafa bætt meiru af hollu fæði á matseðilinn og hafa verið mjög duglegir í kaffitímunum að

bjóða upp á holla heilsudrykki og niðurskorna ávexti ...

sjoppunni. Það er kannski helst að maður hafi áhyggjur af því hvernig við fjármögnum næstu áhafnarferð til útlanda, sjoppan hefur borgað ferðina. Áhöfnin sem ég er í er hálfgeðveik má segja, þegar við bítum eitthvað í okkur þá er það bara „all in“ en við höfum allir verið mjög duglegir að æfa samhliða þessu breytta mataræði og ég er nokkuð viss um að þetta er komið til að vera hjá okkur. Það er líka vitundarvakning hjá útgerðinni, stjórnendur vita að við þurfum að vera í góðu formi en það minnkar líkur á slysum og veikindum til muna. Ég var sjálfur byrjaður að huga að minni heilsu, eins og ég sagði þá var ég orðinn allt of þungur en hef stundað göngur á Þorbjörn í nokkra mánuði svo þetta átak kemur ekkert alveg flatt upp á mig. Ég er mjög ánægður með þessa lífsstílsbreytingu, ég sef mikið betur og er allur miklu léttari á mér á allan máta.

Sem formaður SVG hef ég líka átt annars konar aðkomu að verkefninu en ég lagði til að fenginn yrði einkaþjálfari að verk-

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

efninu og SVG myndi taka þátt í kostnaði varðandi hann. Óli Baldur Bjarnason, sem rekur Gymið Grindavík, hefur verið að senda mönnum æfingaprógrömm en flestir vorum við tíu að æfa í einu einn daginn, það hafði aldrei áður sést í minni áhöfn svo menn hafa tekið þessu alvarlega. Ég vona að þetta sé komið til að vera og síðast en ekki síst vona ég að öll skip Þorbjarnar taki þetta upp og aðrar útgerðir fylgi þessu fordæmi,“ sagði Einar Hannes.

Matseðill sjómannsins hollustuvæddur

Ásdís Ragna Einarsdóttir fékk snemma áhuga á heilbrigðu líferni og heilsueflingu. „Ég hafði lengi haft áhuga á grasalækningum og lærði fræðin á árunum 2000 til 2005 í Bretlandi og er nú að klára í vor meistaranám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Það hefur verið mjög ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni með Þorbirni og áhöfnunum og heilt yfir hafa áhafnarmeðlimir tekið rosalega vel í þetta. Auðvitað veltur þetta nokkuð mikið á kokkunum um borð en þeir hafa allir verið mjög jákvæðir. Ég fór t.d. með Villa [Vilhjálmur Lárusson, matsveinn], kokkinum á Tómasi Þorvalds í verslunarleiðangur í Nettó og sýndi honum ýmsar hollar matvörur sem væri gott að hafa á innkaupalistanum. Okkar markmið var að hollustuvæða matseðilinn og kokkunum hefur gengið vel með það. Þeir hafa bætt meiru af hollu fæði á matseðilinn og hafa verið mjög duglegir í kaffitímunum að bjóða upp á holla heilsudrykki og niðurskorna ávexti. Svo er önnur stór breyting að alls kyns hnetur og annað slíkt millimál hefur komið í staðinn fyrir hið hefð

Tómas Þorvaldsson á leiðinni á hafið eftir heilsuátaksfund

-
Jóhann Ottesen, matsveinn á Hrafni Sveinbjarnarsyni sker melónu í skipverja. Skipverjar á Hrafni Sveinbjarnarsyni í og við kalda pottinn, sá heiti sést ekki.
8 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

bundna nammi úr sjoppunni. Markmiðið var að auka framboð og aðgengi að hollari valkostum og það hefur að mér skilst, gengið mjög vel. Við Ingibjörg Halldórsdóttir [fyrrum markaðsstjóri Nettó] höfum farið þrisvar sinnum að hitta viðkomandi áhöfn og ég á eftir að hitta eina áhöfn. Menn hafa tekið mjög vel í þetta og það verður gaman að sjá hvernig þeim tekst til í framhaldinu að hafa hollustuna í forgrunni. Okkar aðkomu lýkur í raun í næstu viku þegar við fundum með seinni áhöfninni á Hrafni Sveinbjarnarsyni. Mér þætti gaman að taka verkefnið lengra og kynna þetta fyrir fleiri skipum og

útgerðum á landinu ef áhugi væri fyrir því. Góðir hlutir gerast hægt, aðalatriðið er að verkefnið er hafið og mun pottþétt leiða af sér góða hluti eins og bættar heilsuvenjur um borð sem vonandi skilar sér í bættri líðan og heilsu sjómanna. Þar sem fólk ver miklum tíma sínum á vinnustaðnum er það kjörinn vettvangur til heilsueflingar, líkt og í þessu tilfelli.

Samstarfið við Nettó og Icepharma hefur verið frábært í gegnum verkefnið og eru bæði þessi fyrirtæki fremst í flokki þegar kemur að heilsuvörum. Þau hafa stutt myndarlega við bakið á þessu verkefni og það ber að þakka,“ sagði Ásdís.

Eins og áður kom fram er það útgerðarfyrirtækið Þorbjörn sem á skipin sem um ræðir. Útgerðarstjórinn, Eiríkur Óli Dagbjartsson, fór yfir aðkomu fyrirtækisins. „Við hjá Þorbirni vorum strax jákvæðir fyrir þessu verkefni því heilsa okkar sjómanna er okkur mjög mikilvæg. Mín aðkoma persónulega hefur svo sem ekki verið mikil. Ég hef verið í sambandi við konurnar sem koma að verkefninu, fór með þeim á fundina með áhöfnunum áður en haldið var á hafið. Eins tengdi ég áhafnirnar við Óla Baldur einkaþjálfara, þ.e. að segja einn úr hverri áhöfn er í sambandi við Óla Baldur sem hannar prógramm fyrir alla sem vilja æfa. Ég er auðvitað í stöðugu sambandi við skipstjórana og get ekki betur heyrt en þetta hafi mælst mjög vel fyrir hjá öllum áhöfnunum. Þetta er vonandi það sem koma skal til framtíðar,“ sagði Eiríkur.

Áhöfnin sem ég er í er hálfgeðveik má segja, þegar við bítum eitthvað í okkur þá er það bara „all in“ en við höfum allir verið mjög duglegir að æfa samhliða þessu breytta mataræði ...

Minna um bakkelsi í kaffitímum

Jóhann Ottesen hefur verið kokkur um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni til fjölda ára en áður en hann setti kokkahúfuna á sig var hann háseti á sama skipi. „Mér leist strax vel á þetta verkefni. Ég hef alltaf reynt að elda matinn á heilsusamlegan máta en vissulega þurfti ég að bæta í og það hefur bara gengið vel. Ég hef verið að nota heilsusamlegri olíur til að steikja upp úr og mér finnst þetta spennandi, ég væri til í að fara á námskeið og læra meira um þetta. Ég hef alltaf keypt talsvert af frosnum ávöxtum

1. MAÍ BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur óskar félagsmönnum til hamingju með daginn.

Minnum á baráttufundinn í Stapa, kl. 13.00-14.00.

og grænmeti en bætti ansi mikið í fyrir þennan túr. Mesti munurinn er kannski í kaffitímunum því í stað þess að bjóða eingöngu upp á nýbakað, kex og kruðerý, er meira um heilsudrykki en Nettó skaffaði nokkra blandara og Icepharma lét okkur fá fæðubótarefni í duftformi. Strákarnir hafa verið duglegir að blanda sér drykki og það hefur verið mjög góð sala í öllum hnetunum en þung áhersla var lögð á að hafa þessa hollustubita vel sýnilega og aðgengilega. Menn eru stanslaust að fá sér hnetur en það gefur augaleið að það er miklu hollara heldur en eitthvað sykrað nammi. Ég hef alltaf reynt að hafa gott úrval af grænmeti en bætti heldur í en málið með grænmetið er að það geymist ekki nema í u.þ.b. tvær vikur, við erum á hafinu kannski helmingi lengur og því verður að spila þetta öðruvísi seinni partinn á túrnum. Þá er gott að geta gripið í það frosna en það er að sjálfsögðu ekki eins gott en verður bara að duga. Það hefur líka verið gaman að fylgjast með strákunum í ræktinni, Valur skipstjóri er sá duglegasti sýnist mér. Hann mætir nánast á hverjum degi og án þess að ég sé að fylgjast með æfingunum hjá honum, þá kemur hann kófsveittur úr ræktinni. Eitthvað hlýtur hann að vera hreyfa sig þarna niðri,“ sagði Jóhann. Það er matvörukeðjan Nettó sem þjónustar grindvíska báta og skip. Ingibjörg Halldórsdóttir, sem var markaðsstjóri Nettó þar til fyrir

nokkrum vikum, kom að verkefninu en hefur snúið til annarra starfa og Grindvíkingurinn Helga

Dís Jakobsdóttir hefur tekið við keflinu. „Við hjá Nettó erum mjög

ánægð með þessa áskorun sem sjómenn tóku með okkur. Sjómenn og

áhafnir skipanna eru mikilvægir viðskiptavinir fyrir okkur og þetta verkefni sýnir breiddina í heilsu -

áherslunum okkar, þær eru fyrir alla. Nettó leggur mikið upp úr í sínu vöruvali, að það sé alltaf hægt að velja hollari kostinn. Starf sjómannsins er erfitt og miklu máli skiptir fyrir þá að fá orkuríkan, hollan og góðan mat. Þetta þarf ekki alltaf að vera átak og öfgar, þetta snýst oft um að velja hollari kostinn,“ sagði Helga Dís.

Bókhald og almenn skrifstofustörf

Royal Iceland hf. óskar eftir að ráða til sín starfsmann

í bókhald og almenn skrifstofustörf í 100% stöðugildi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Hæfniskröfur:

n Reynsla af bókhaldi.

n Góð færni í Excel er kostur.

n Reynsla í NAV Business Central er kostur.

Nánari upplýsingar veitir Lúðvík Börkur Jónsson hjá Royal Iceland hf.: lbj@royaliceland.is Sími: 421-1400

Royal Iceland hf. er útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtæki sem sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á sérhæfðum afurðum í Njarðvík en útgerðarhlutinn er í Stykkishólmi. Fyrirtækið á og rekur einnig verksmiðju í Evrópu. Hjá félaginu í heild starfa milli 40 og 50 manns.

Önnur af áhöfnum Tómasar Þorvaldssonar, ásamt Ásdísi og Ingibjörgu frá Nettó.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 9
Valur Pétursson, skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni tilbúinn að blanda sér heilsudrykk.

Keflvískur pylsuvagn í Oklahoma

keflvíkingurinn Jón Þór karlsson hefur verið búsettur í bandaríkjunum í tæpa fjóra áratugi. Jón Þór er flugmaður og flugvirki en er mikill áhugamaður um eldamennsku og matargerð. Hann hefur lengi langað að bjóða upp á íslenska pulsu með öllu og eftir mikla leit og undirbúning er hann kominn með pulsuvagn og býður pulsur með íslensku heiti eins og reykjavík og akureyri.

„Í gegnum árin hef ég gert mikið af því að elda og hef lært að gera allskonar mat frá fólki frá öllum hornum heimskringlunnar. Til dæmis lærði ég að elda á indverskum grænmetismatsölustað í Orlando. Þar lærði ég ýmislegt um krydd, sem er mikið áhugamál mitt. Eftir að við fluttum á heimaslóðir Tonyu, konunnar minnar, í Oklahoma, skammt frá borginni Tulsa, hef ég oft og iðulega matreitt á samkomum hér.“

Frúin keypti vagn

En hvað er þetta með íslensku pulsuna?

„Við Einar Sveinsson, vinur

minn, höfum talað um að vera með íslenskar pylsur (pulsur) í Ameríku

í mörg ár. Ég hef lengi beðið eftir

því að SS fari að flytja þær inn til Bandaríkjanna og svo voru fréttir

af því að fyrirtækið myndi gera

það innan skamms. Svo liðu eitt

og tvö ár og Einar hafði samband

við forstjóra SS sem sagði að það væru einhverjar hindranir á því að koma þeim á markað í Bandaríkjunum. Tonya kona mín var síðan orðinn þreytt á þessu pylsuvagnatali í mér og keypti vagn af kirkju í Joplin í Missouri-fylki á meðan ég var í vinnu í Evrópu. Þegar ég heim kom og sá vagninn, hvítan og upplitaðan að utan með hryllingsviðarplötum frá 1975 að innan, stóð mér ekki á sama. Nokkru síðar fórum við í að rífa allt út og endurbyggja í svona 1955 diner-stíl en ég held samt að vagninn sé aðeins í anda pysluvagna Íslands og Skand inavíu.“

Rétta pylsan Jón Þór segir að það hafi verið meira mál að finna „réttu“ pylsuna.

Fyrir tilviljun fór ég á stað í Oklahoma City og keypti pylsur af þýskri fjölskyldu – og bragðið var nánast eins og af íslenskri pylsu ...

„Svo var það pylsan sjálf, ég fór á ferðalag og hitti kjötiðnaðarfólk á svæðinu, það var staður í Tulsa sem gerði pylsur sem voru svipaðar SS pylsunni en það var aðeins of mikið piparbragð af henni. Ég fór á fullt að læra hvernig Wien- og Frankfurtpylsur eru gerðar, talaði við Villa

Tæpum tveimur milljónum úthlutað úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar

Ferskir vindar fengu úthlutað kr. 250.000 vegna útgáfu á bæklingi vegna hátíðarinnar.

Hollvinir Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst fengu úthlutað kr. 300.000 fyrir verkefni sem unnið er að og tengjast starfseminni.

Knattspyrnufélagið Víðir fékk úthlutað kr. 400.000 fyrir verkefni sem snýr að því að koma sögu félagsins á stafrænt form.

Útskálakirkja fékk úthlutað kr. 300.000 til að standa straum að tónleikahaldi.

Þekkingarsetur Suðurnesja fékk úthlutað kr. 200.000 vegna kynningar- og markaðsherferðar fyrir verkefnið Fróðleiksfúsi.

Í reglum sjóðsins segir m.a. að hlutverk Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar sé að styrkja menningarstarfsemi í Suðurnesjabæ með fjárframlögum og efla þannig einstaklinga og félagasamtök til virkrar þátttöku.

Þá er gert ráð fyrir að sjóðurinn fái framlag úr fjárhagsáætlun á hverju ári en að auki getur sjóðurinn tekið við gjöfum sem ætlaðar eru til að efla menningarlíf í Suðurnesjabæ og renna slíkar gjafir beint í sjóðinn.

Má bjóða þér eina með öllu? Jón Þór Karlsson í vagninum sem hefur fengið góðar viðtökur í Ameríku.

Styrkjum var úthlutað úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar síðastliðinn þriðjudag við athöfn sem fór fram á Þekkingarsetri Suðurnesja. Þar var styrkhöfum og gestum boðin leiðsögn um safnið og fræðslu um þá mikilvægu og metnaðarfullu starfsemi sem er í húsinu. Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður setursins, sagði gestum frá starfseminni.

Menningarsjóður Suðurnesjabæjar byggir stoðir sínar á gjöf frá Litla leikfélaginu sem starfaði í Garði en skrifað var undir samkomulag um gjöfina í september 2020. Reglur sjóðsins má finna á heimasíðu Suðurnesjabæjar en að jafnaði er úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári.

Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, formaður ferða-, safna- og menningarráðs, stýrði dagskrá og afhenti styrki fyrir hönd ráðsins en að þessu sinni var úthlutað styrkjum fyrir 1.900.000 kr. til sjö aðila.

Almenningsbókasafn Suðurnesjabæjar fékk úthlutað kr. 150.000 til að mæta kostnaði við fræðsluerindi sem safnið stendur fyrir.

Elín Yngvadóttir fékk úthlutað kr. 300.000 vegna námskeiðahalds í olíumálun sem mun standa íbúum Suðurnesjabæjar til boða.

Meðlæti

á Pulsuvagninum í Keflavík um hvernig íslenskar pylsur væru gerðar og reyktar. Ég fór til Köben og fór á alla vagna sem ég komst yfir á tveimur dögum – og fékk næstum því of mikið af því góða. Síðan lét ég gera pylsu eftir minni uppskrift en hún var ekki nógu mikið reykt, þannig að ég reykti hana meira og fékk bragðið eins og ég vildi hafa það. Hins vegar kom babb í bátinn þegar við sóttum um leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu. Mér var bannað að reykja pylsuna meira, þannig að nú var ég stopp. Fyrir tilviljun fór ég á stað í Oklahoma City og keypti pylsur af þýskri fjölskyldu – og bragðið var nánast eins og af íslenskri pylsu, þannig að þar fann ég pylsuna sem ég var að leita af. Svo var það svipað að finna gott brauð en ég fann það fyrir rest. Nú erum við nánast með allt sem þarf í pylsuna en ég elda mitt eigið rauðkál og súrsa gúrkur líka. Ég var ekki viss hvernig þessu yrði tekið hér en við höfum fengið góðar viðtökur og fólk virðist spennt að prófa eitthvað nýtt. Hér er mikið af Barbecue- og Taco-vögnum og þessu vanalega amerísku dóti en ég held að við séum eini vagninn með pylsur af skandinavískum hætti í USA, nema kannski í New York. Við erum bara búin að vera með hann í fjórar vikur. Okkur hafa boðist ótal verkefni, þannig að þetta gott lúxusvandamál eins og er.“

Jón Þór fer alla leið í nafngiftum á pylsunum og býður upp á nokkrar tegundir en það skemmir ekki ef þær eru nefndar eftir þekktum höfuðborgum. Reykjavík er þessi hefðbundna íslenska pylsa. Akureyri er með heimatilbúnu rauðkáli og Copenhagen er með heimatilbúnum súrsuðum gúrkum. Svo er það All American, pylsa með amerískum stíl en hún selst minnst.

(Jón Þór var í mjög skemmtilegu viðtali við VF árið 2020. Sjáið rafræna útgáfu hér.)

Viltu Reykjavík eða Copenhagen pylsu? Páll Ketilsson pket@vf.is Pylsuvagn - auðvitað á íslensku. Afastelpur að auglýsa. er með íslensku ívafi, laukur og gúrkur.
10 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Fótboltastjarna

sem

ætlar að ná langt

Aníta Bergrán er sextán ára gömul og á fjölgreinabraut í FS. Stefnan hennar fyrir framtíðina er að komast langt í fótboltanum og er hennar stærsti draumur að spila með besta landi í heiminum. Aníta er FS-ingur vikunnar.

Hvað ert þú gömul? 16 ára.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Krakkanna.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

Það var þæginlegasti valkosturinn með fótboltanum.

Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mér finnst það geggjað.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Elfa Karen af því að hún er frábær í boltanum.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Hann Sæþór er rosalega fyndinn.

Hvað hræðist þú mest? DJ Watan.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? B & L gallinn er heitt og framboðin eru köld.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Bara allt með Rihanna.

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Aníta Bergrán

Eyjólfsdóttir

Aldur: 16

Námsbraut: Fjölgreinabraut

Áhugamál: Fótbolti

Hver er þinn helsti kostur?

Ég er svo sem alveg ágæt í boltanum.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Mig langar að komast langt í fótbolta.

Hver er þinn stærsti draumur? Spila með besta liði í öllum heiminum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Fótboltastjarna í einu orði.

Traust körfuboltamær

Hulda María er fimmtán ára körfuboltamær sem er í 9. bekk í Njarðvíkurskóla. Hulda María æfir körfubolta með Njarðvík og er hún að skara mikið fram úr þar. Hulda segir markmið hennar eftir grunnskóla sé að fara í framhaldsskóla og eftir það í háskóla í Ameríku til þess að spila körfubolta. Hulda María er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir og enska held ég.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Patrik út af körfunni.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Veit ekki margar skemmtilegar.

Hver er fyndnastur í skólanum? Yasmin.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ummm –hlusta mikið á Drake.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? BBQ kjúlli.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Örg, gamla Space Jam-myndin með MJ.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn, körfubolta og mat, þá myndi ég ná að lifa.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er traust.

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Hulda María

Agnarsdóttir

Aldur: 15 ára

Skóli: Njarðvíkurskóli

Bekkur: 9. bekkur

Áhugamál: Körfubolti

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Lesa hugsanir eða teleportað.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar það er traust og skemmtilegt.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Ég ætla að fara í framhaldsskóla og svo í háskóla í Ameríku að spila körfubolta.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Veit ekki, örugglega ákveðin.

Nafn: Steinunn Ósk

Valsdóttir

Aldur: 31

Menntun: Förðunarfræðingur, stílisti, BA í miðlun og almannatengslum og master í markaðsfræði

Við hvað starfar þú og hvar? Ég er sölu og markaðsstjóri hjá Nostra ræstingum í Reykjavík.

Hver eru helstu verkefni?

Mín helstu verkefni ligga í því að ná til hótela, gistiheimila og Airbnb og selja þeim þjónustu. Ég sé einnig um vefsíðu og samfélagsmiðla fyrirtækisins. Við erum einmitt að herja á Suðurnesin um þessar mundir og reyna að stækka viðskiptahópinn á því frábæra svæði.

Er eitthvað sem gerir verkefnið eða fyrirtækið einstakt, forvitnilegt?

Já, við erum að bjóða upp á svo margt. Sérverkefni á borð við teppahreinsun, húsgagnahreinsun og dýnuhreinsun. Ég er búin að læra það að ending þessara hluta fer mjög mikið eftir því hvort við pössum okkur að þrífa þá reglulega. Það er bæði hagkvæmt og umhverfisvænt. Svo er auðvitað skemmtilegt að fá að vera hluti af ferðamannabransanum varðandi þjónustu fyrir þann iðnað sem fer alltaf stækkandi.

Eitthvað áhugavert sem þú ert að gera?

Ég er að vinna í ótrúlega skemmtilegum verkefnum sem ég get því miður ekki uppljóstrað strax. Ég er mjög drífandi kona sem fæ fullt af flottum hugmyndum og er alltaf að vinna að því að koma þeim í gang.

Steinunn Ósk Valsdóttir er FKA kona mánaðarins. Hún starfar hjá Nostra ræstingum og er þriggja barna móðir.

Skemmtilegt að fá að vera hluti af ferðamannabransanum

Skemmtilegt að fá að vera hluti af ferðamannabransanum

Hvað hefur þú verið að gera?

Ég hef unnið á samfélagsmiðlum í um sjö, átta ár. Mér finnst þeir skemmtilegir og markaðssetning á samfélagsmiðlum er það skemmtilegasta sem ég geri í vinnunni. Ég hef unnið hjá einu flottasta fyrirtæki á Suðurnesjum, GeoSilica, og vann þar í rúm þrjú ár. Þar lærði ég ótrúlega mikið sem ég mun taka með mér út í lífið.

Hvað ertu að gera núna?

Ég er þriggja barna móðir og það er það sem gefur mér drifkraftinn í það sem ég geri. Það skiptir mig gríðarlegu máli að vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín. Ég auðvitað sinni vinnu og hugsa um heilsuna, það er það helsta sem ég geri núna.

Framtíðarplön (svolítið sagan þín)?

Eins og kom fram hér að ofan þá hef ég menntað mig mikið og sankað að mér alls kyns reynslu í gegnum árin. Mér finnst tuttugu til þrjátíu ára aldurinn hafa verið svona reynslutími fyrir mig og sú reynsla sem ég öðlaðist ætla ég að nýta mér fyrir framtíðina. Ég veit mér var ætlað að gera eitthvað skapandi sem tengist mínum áhugamálum og það er þangað sem ég stefni. Ég veit ekki enn hvað ég verð þegar ég verð stór. Það kemur í ljós en tækifærin sem koma leiða mann alltaf á réttan stað.

Hversu lengi hefur þú búið á Suðurnesjum?

Ég fæddist í Keflavík en sem barn flakkaði ég um með fjölskyldu minni og bjó t.d. í Danmörku, Sauðárkróki og Borgarnesi. Ég flutti svo aftur til Reykjanesbæjar þegar ég var að byrja í menntaskóla, þá sextán ára gömul og hef verið þar síðan.

Hverjir eru kostir þess að búa á Suðurnesjum?

Við erum rosalega nálægt flugvellinum sem er rosalegur kostur. Suðurnesin eru róleg og góð fyrir fjölskyldufólk og svo er mikil íþrótta- og heilsumenning sem ég heillast mikið af. Maður er fimm mínútur að fara allt innanbæjar, það er rosalegur kostur.

Hvernig líst þér á nýja félagið okkar, FKA Suðurnes?

Mér finnst þetta í alla staði frábært framtak fyrir allar konur á svæðinu. Tengslanet og félagsskapur með svona flottum konum getur gefið manni ótrúlega mikið. Innblástur, hugmyndir og góðar vinkonur. Þarna eru fullt af flottum konum sem maður getur ráðfært sig við, það er mjög dýrmætt.

Hvað varð til þess að þú skráðir þig í FKA?

Ég var að vinna hjá Fidu, stofnanda GeoSilica, sem er formaður FKA Suðurnes. Hún kynnti mig fyrir félaginu og ég vissi að ég yrði að fá að vera með.

Hvað finnst þér FKA gera fyrir þig?

Mér finnst viðburðirnir gefa mér rosalegan innblástur. Ég fæ rosalegan drifkraft af því að sjá svona flottar konur í atvinnulífinu og ef þær geta þetta, þá hlýt ég að geta þetta líka.

Heilræði/ráð til kvenna á Suðurnesjum?

Sá félagsskapur sem þú velur þér getur haft mikil áhrif á þig sem manneskju. Veldu fólk sem er gefandi, veitir þér innblástur og umkringdu þig þannig fólki. FKA er frábær leið til þess.

Markmið með verkefninu er að vekja athygli á FKA konum í atvinnulífinu á Suðurnesjum, fyrirtækjunum þeirra eða verkefnunum sem þær sinna og sýna hversu megnugar og magnaðar þær eru.

víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 11
Steinunn Ósk vann í þrjú ár hjá GeoSilica og segir það hafa verið viðburðaríkan tíma.

Reykjanes eða Reykjanesskagi?

Ég er fæddur árið 1957. Í minni æsku var ekkert vafamál hvenær maður væri staddur á Reykjanesi og hvenær ekki. Að minnsta kosti var maður ekki í vafa þegar maður var staddur við Reykjanesvita að maður væri staddur úti á Reykjanesi. Hversu langt í norður og hversu langt í austur Reykjanesið nær var svo aftur meira vafamál. Ég starfaði í nokkra áratugi við sýslumannsembættið í Keflavík og hafði mikinn áhuga á landamerkjamálum. Rétt staðsetning örnefna skiptir þar sköpum en flest hafa þau verið búin til fyrir mörg hundruðum ára og koma fyrir í fornritunum. Það eru því hrein skemmdarverk á söguarfi þjóðarinnar að færa til örnefni eða breyta þeim á einhvern hátt þannig að henti hégómagirnd einhvers eða leti til að kynna sér rétt örnefni. Enn verra er að halda fram röngu örnefni gegn betri vitund.

Örnefnið Reykjanes kemur nokkrum sinnum fyrir í Landnámu og segir þar um komu Hrafna-Flóka sunnan með landinu:

„Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf, og er hann lét lausan hinn fyrsta, fló sá aftur um stafn; annar fló í loft upp og aftur til skips; hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landið. Þeir komu austan að Horni og sigldu fyrir sunnan landið. En er þeir sigldu vestur um Reykjanes og upp lauk firðinum, svo að þeir sáu Snæfellsnes, þá ræddi Faxi um: „Þetta mun vera mikið land, er vér höfum fundið; hér eru vatnsföll stór.““

Hrafna-Flóki hefur sennilega ekki gefið nesinu nafnið Reykjanes en þegar Landnáma er skrifuð á fyrri hluta 12. aldar þá hefur nesinu verið gefið nafn. Af lýsingunni á siglingu Hrafna-Flóka mætti dæma að Reykjanesið næði allt til enda Garðskaga. Nafngiftin Reykjanes getur ekki verið dregin af öðrum stað en jarðhitasvæðinu á Reykjanesi sem hefur verið all sérstakt tilsýndar hjá mönnum sem sjaldan eða aldrei höfðu séð gufu frá jarðhitasvæði. Eftir stutta siglingu frá Reykjanesi hafa þeir séð Snæfellsjökul, ef bjart hefur verið yfir, a.m.k. þegar nær dró Sandgerði og mynni Faxaflóans opnast þegar þeir koma fyrir Garðskaga.

Á Vísindavefnum er ágæt umfjöllun um örnefnaruglinginn undir heitinu „Er Reykjanes sama og Suðurnes?“ Þar segir m.a. í grein Svavars Sigmundssonar, fyrrverandi forstöðumanns Örnefnastofnunar:

„Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica (um 1700). Hann segir um Reykjanes:

„Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (svo heitir eitt fell mitt á nesinu), sem grasgróið er og óskýrt hver eigi.““

Árni Magnússon og Páll Vídalín gáfu út jarðabók og manntal á árunum 1702–1714 þar sem lýst er íbúum, ástandi, og búpeningi á flestum jörðum á landinu. Auk þess bjargaði hann sögu þjóðarinnar og flutti til Kaupmannahafnar í þokkalega geymslu að hann hélt. Ella hefðum við sennilega notað fornritin í vettlinga og sokka.

Reykjanesskagi er þakinn stórum hraunum og erfitt að tilgreina nákvæmlega hvar þetta eða hitt örnefnið er. Nokkrir áhugamenn hafa unnið þrekvirki í söfnun örefna og við staðsetningu þeirra. Vilhjálmur Hinrik Ívarsson frá Merkinesi safnaði örnefnum í Hafnahreppi, Sesselja G. Guðmundsdóttir gaf út bókina Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi og Ómar Smári Ármannsson heldur úti hinum stórmerka vef ferlir.is. Aðrir merkir menn hafa einnig haldið örnefnasögu Reykjanesskagans á lofti svo sem landeigendur og ýmsir fræðimenn. Íbúar þéttbýlisins nota örnefni ekki síður, t.d. með því að tilgreina staði með götuheitum, en það er auðvitað mun auðveldara þar sem götuheitisskilti eru við hver gatnamót. Yrði einhver sáttur við að götuskilti í Keflavík yrði fært á einhverja aðra götu? Hafnargatan héti Hringbraut og Hringbraut héti Tjarnargata?

Örnefni skipta gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Þau voru meðal annars notuð hér áður fyrr til að staðsetja menn og dýr og til að tilgreina landamerki á milli jarða o.s.frv. Örnefni á landi voru ómissandi fyrir sjómenn til að staðsetja góð fiskimið. Enn þann dag í dag notum við örnefni til að staðsetja okkur og

Milljarður í uppbyggingu íþróttamannvirkja

í Suðurnesjabæ?

Ólafur Þór Ólafsson, formaður aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði.

aðra og í ýmsum tilgangi. Í árdaga Neyðarlínunnar kom beiðni um aðstoð frá manneskju sem stödd var í Breiðholti án þess að tilgreina það nánar. Aðstoðin var send í Breiðholtið sem allir þekkja en viðkomandi var staddur í Breiðholti á Akureyri. Sama örnefnið getur verið til víða á landinu, t.d. Reykjanes og Keflavík. Mikilvægt er að allir séu sammála um hver staðsetning örnefnisins er í grófum dráttum til að ekki skapist ruglingur. Ef ég kalla eftir aðstoð lögreglu eða sjúkrabíls og er staddur á eða við veginn milli Grindavíkur og Hafnahrepps hins forna þá myndi ég líklega segjast vera úti á Reykjanesi. Þetta er hinn almenni skilningur flestra Suðurnesjamanna og Grindvíkinga á örnefninu Reykjanes að ég tel (margir Grindvíkingar telja sig ekki til Suðurnesjamanna og sá skilningur er virtur hér). Ef ég er austan Grindavíkur eða í Sandgerði, Garði eða á Vatnsleysuströnd dytti mér ekki í hug að tilgreina staðsetninguna Reykjanes. Ég skrapp nýlega út á Reykjanes og við Hafnir sló ég inn orðinu „Reykjanes“ í Google maps. Forritið vildi leiða mig áfram út á Reykjanes og halda þaðan í vestur til Grindavíkur og þaðan áfram að bifreiðastæðunum þar sem gengið er að gosstöðvunum! Hver ber ábyrgð á þessu?

En hvenær byrjaði þessi örnefnaruglingur? Sumir telja að ruglingurinn hafi hafist þegar Reykjaneskjördæmi varð til árið 1959 (ferlir.is) og ekki hefur Reykjanesbrautin (1964) bætt úr þessum nafnaruglingi, né heldur þegar sameinað sveitarfélag tók upp nafnið Reykjanesbær. Sumir töldu ímynd okkar Suðurnesjamanna ekki upp á marga á þessum tíma og þótti ráðlegt að skipta um nafn á svæðinu og vonað að það bætti ímyndina. Við bjuggum því ekki lengur á Suðurnesjum heldur á Reykjanesi. Við vorum Reyknesingar en ekki Keflvíkingar, Njarðvíkingar eða Hafnamenn. Vitleysan heldur svo áfram og hver nefndin og stofnunin fær heitið Reykjanes þetta og hitt. Ein þessara nefnda eða stofnunar er Markaðsstofa Reykjaness sem rekur vefinn með útlenska heitinu visitreykjanes.is. Stofan er rekin af sveitarfélögum á Suðurnesjum og Grindavík og þar eru mætir menn í stjórn. Vefurinn veitir margar góðar upplýsingar um hvað er að sjá og hvers er njóta á Reykjanesskaga en sá meinbugur er á að staðir eru tilgreindir á Reykjanesi en eru í raun langt þar frá. Eldgosið í Meradölum er t.d. sagt vera á Reykjanesi. Ekki held ég að sá mæti maður, Sigurður heitinn Gíslason, bóndi á Hrauni í Grindavík, myndi segja að fjöllin hans og dalir væru úti á Reykjanesi.

En hvað er til ráða? Eigum við að láta þetta yfir okkur ganga og eftir nokkra áratugi hefur örnefnið Reykjanes allt aðra merkingu en hjá flestum Suðurnesjamönnum og Grindvíkingum í dag? Mitt álit er að við eigum að snúa þessari öfugþróun við og sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og í Grindavík hafa hér mikilvægu hlutverki að gegna. Ritstjórn Víkurfrétta gæti leitt þá baráttu með því að leiðrétta örnefnaruglinginn í blaði sínu.

Ásgeir Eiríksson, Heimavöllum 13, Keflavík.

SKIL Á AÐSENDU EFNI

Reykjanesbær hefur kynnt áform um að verja fimm milljörðum króna í uppbyggingu íþróttamannvirkja á næstu sjö árum. Við fyrstu sýn virðast þetta vera skynsamlegar tillögur sem gerir ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja sem verða samnýtt af íþróttafélögum sveitarfélagsins og byggir á framtíðarsýn um íþróttastarf í samfélaginu. Íbúar í Reykjanesbæ eru rétt rúmlega tuttugu þúsund og árlegar tekjur sveitarfélagsins

á árinu 2021 voru rétt tæplega 27 milljarðar króna. Við hlið Reykjanesbæjar stendur Suðurnesjabær með sína rétt tæplega fjögur þúsund íbúa og árlegar tekur upp á næstum fimm milljarða króna. Með einföldum hlutfallsreikningi mætti því gera ráð fyrir að álíka sjö ára uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja í Sandgerði og Garði gæti hljóðað upp á einn milljarð króna. Í Suðurnesjabæ hefur hins vegar verið nánast botnfrosið í íþróttatengdum framkvæmdum allt frá stofnun og það styttist í að sveitarfélagið eigi fimm ára afmæli. Það eru allir aðilar sem bera ábyrgð á þessari grafalvarlegu kyrrstöðu. Gömlu knattspyrnufélögin tvö, Reynir og Víðir, hafa verið föst í störukeppni um staðsetningu á gervigrasvelli og sveitarfélagið hefur ekki haft kjarkinn til að taka af skarið í málinu. Á meðan líða

Einelti

árin eitt af öðru og ekkert gerist, nema að aðstaða fyrir íþróttafólk í Suðurnesjabæ verður sífellt lakari í samanburði við það sem gerist hjá nágrannasveitarfélaginu og það kemur niður á gæðum íþróttastarfsins.

Það er ekki búið að ákveða hvert á að halda og hvernig á að komast þangað. Á meðan reikum við um stefnulaus. Slíkt hefur aldrei þótt vænlegt til árangurs, í íþróttum vitum við nefnilega að sigur verður ekki sóttur nema með góðu leikkerfi. Með þessari grein vil ég skora á bæjaryfirvöld að kalla fólk saman að borðinu til að móta stefnu í íþróttamálum, hvernig viljum við að íþróttastarf verði í Suðurnesjabæ árið 2030 og hvernig ætlum við að nýta þennan milljarð til að komast þangað. Hvernig viljum stuðla að aukinni fjölbreytni í íþróttastarfi, hvernig ætlum við að jafna stöðu kynjanna, hvernig ætlum við að auka þátttöku, hvernig tryggjum við jafnt aðgengi og hvernig náum við betri árangri. Við hjá Reyni og Víði þurfum líka að vera tilbúin að horfa í eigin barm, sætta okkur við þá staðreynd að þessi gömlu félög þurfa að aðlaga sig að nýjum tímum. Félögin voru nefnilega ekki búin til fyrir merkið og búningana, þau voru stofnuð fyrir samfélagið og fólkið sem þar býr.

Einelti er vont hugtak. Það er betra að skipta því út fyrir „sálarníð“ í staðinn. Þeir sem það stunda eru þá sálarníðingar. Það vill enginn vera kallaður níðingur. Að berja er að níðast á. Hver og einn á rétt til þess að ekki sé níðst á líkama hans – en það er látið óátalið að níðast á öðrum sálarlega. Það gerir enginn neitt í því. Líkamshelgi verður að vera eins fyrir sálarhelgi. Að selja eiturlyf er sálarhelgiárás, að níða og kúga með myndum, lygum, óhróðri í síma eða á neti er sálarhelgiárás.

Þegar ungt fólk líður tilgangsleysi til lífs fyrir sálarníði og fyrirfer sér þess vegna, þá er viðbragða þörf til siðunar sálarníðinga.

Foreldrar, bæði þeirra sem beita sálarníði og þeirra sem verða fyrir sálarníði, verða að átta sig á þessu. Grimmd í íþróttahreyfingu kemur hér upp til athugunar. Fyrir áratugum síðan gekk hér í fjölmiðlum að hægt væri að stunda „barnaklám“ á ákveðum ferðamannastöðum. Þetta var átölulaust. Ég hélt því fram í Dagblaðinu að ekkert barnaklám væri til, það væri aðeins til barnaníð. Þetta er eins með hugtakið einelti. Það er ekki til, það er bara til sálarníð af sálarníðingum. Þetta þarf að verða allsherjarregla foreldra til að verja börn sín, bæði að verða ekki sálarníðingar og verða fyrir sálarníði. Ekkert múður og enga vitleysu.

Fólk getur haft mismunandi kynhneigð en að telja að kyn sé valkvæð ákvörðun er vitleysa. Ef ekki, þá ættu konur að geta valið að vera karlar til að losna við tíðir og tíðaverki en slíkt er ekki valkvætt. Það er því ekki neitt valkvæði við að fremja sálaníð á vitleysuforsendum. Sálarníði er og beitt vegna kynhneigðar en kynhneigð réttlætir aldrei sálarníð, heldur verður að krefjast gagnkvæmrar ákvörðunar fullþroska einstaklinga.

Siðunarákvarðanir eru ekki fyrir börn, þekking og siðir flytjast milli kynslóða á mótunaraldri, þar ræður réttur til uppeldis til hæfni að takast á við eigið líf. Sálaníð er því gegn uppeldisrétti og siðun samfélaga einstaklinga til að takast á við lífið. Foreldrar fara því fyllsta rétti til að hindra sálarníð. Nýliðnir atburðir í Reykjanesbæ eiga ekki að endurtakast. Enginn vill sárt um binda. Þorsteinn Hákonarson.

Framtíðaríþróttasvæði Keflavíkur og Njarðvíkur. Tölvugerð mynd. Greinarhöfundur við Reykjanesvita.
vf@vf.is 12 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið

Teflir Landsnet orkuöryggi á Suðurnesjum í tvísýnu?

Nýkomin er út skýrsla á vegum

Landsnets sem hefur titilinn Suðurnesjalína 2 - greining á tjónnæmi vegna jarðvár. Skýrslan er kynnt með mjög afgerandi fyrirsögn á heimasíðu Landsnets: „Loftlína betri kostur en jarðstrengur“.

Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið deilur um hvort leggja skuli Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 eða sem jarðstreng í öxl Reykjanesbrautar. Skipulagsstofnun og Sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng, en Landsnet loftlínu, meðal annars vegna kostnaðar.

Gostímabil á Reykjanesi

Eftir eldgosin á Reykjanesi 2021 og 2022 telja jarðvísindamenn sennilegt að hafið sé gostímabil á Reykjanesi. Í framhaldi af því hafa fyrirætlanir um raflínur á Suðvesturlandi verið endurskoðaðar, til dæmis hefur verið hætt við Lyklafellslínu frá Sandskeiði til Hafnarfjarðar vegan hættu á eldgosum. Jarðvísindastofnun Háskólans (Ármann Höskuldsson, William M. Moreland, Muhammad Aufaristama, Þorvaldur Þórðarson, Ingibjörg Jónsdóttir, og Þóra Björg Andrésardóttir) vann skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu Vogum sem út kom í apríl 2022.

Þorvaldur Þórðarson fjallaði um efni skýrslunnar og staðsetningu Suðurnesjalínu 2 í Kastljósviðtali

6. mars 2023 og þar segir hann meðal annars:

..„Við myndum ráðleggja þeim að vera eins langt frá virkasta

svæðinu á Reykjanesskaganum, því fjær sem þú ert því betra. Og þegar þú ert kominn út í jaðrana skipta stuttar vegalengdir miklu máli.

Til dæmis ef við erum sunnan við Reykjanesbrautina, þar er mikið af sprungum … ef þú ferð norður fyrir veginn þá ertu með örfáar sprungur og þær hafa ekki verið virkar í langan tíma.“

Þegar Þorvaldur er spurður hvernig honum hugnist að leggjast Suðurnesjalínu 2 á sama stað og Suðurnesjalínu 1 svarar hann:„Minn hugsunarháttur er alltaf að vera með sem fæst egg í sömu körfunni og reyna að dreifa áhættunni.“

Sviðsmyndagreiningar Landsnets

Landsnet vann á vormánuðum 2023 ofangreinda skýrslu um tjónnæmi loftlína annars vegar og jarðstrengja hins vegar. Vitað er að vegna hita munu jarðstrengir sennilega eyðileggjast ef hraun rennur yfir þá í einhverju magni. Auðveldara getur verið að vernda loftlínur fyrir hraunflæði með háum möstrum og öðrum aðgerðum.

Landsnet velur að gera sviðsmyndagreiningu þar sem hraun er látið renna yfir jarðstrengina í öllum tilvikum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, loftlínur eru taldar betri kostur en jarðstrengir. Þessi niðurstaða er viðbúin með aðferðafræðinni sem Landsnet valdi.

Sviðsmyndagreining eins og

Landsnet gerði tekur ekki tillit til mismunandi áhættu / líkum á tjóni eftir því hvort öll eggin eru í sömu körfunni eða ekki. Væntanlega hefði verið hægt að meta áhættu (líkur á tjóni) fyrir bæði tilvikin, en það gerir Landsnet ekki.

Landsnet lagði í sviðsmyndagreiningu upp með 300 m3/s hraunrennsli í 11,5 sólarhringa sem gefur 0,3 rúmkílómetra hrauns. Í þeirri sviðsmynd rennur hraun ekki yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur norðan brautarinnar væri sennilega í lagi. Til að að breyta því var búin til ný útgáfa sviðsmyndar með 0,34 rúmkílómetra hrauns (13% aukning) og þá rennur hraun yfir Reykjanesbrautina og jarðstrengur væri sennilega óvirkur. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting á sviðsmynd er gerð, en breytingin hefur veruleg áhrif á niðurstöður skýrslunnar.

Orkuöryggi teflt í tvísýnu?

Landsnet virðist ekki hafa metið áhættuna af því að hafa öll eggin í sömu körfunni annars vegar og áhættudreifingu með einni loftlínu sunnan Reykjanesbrautar og jarðstreng norðan hennar hins vegar. Einungis er gerð sviðsmyndagreining án líkinda / áhættugreiningar. Ég veit ekki hvor lausnin væri áhættuminni, en verra er að Landsnet virðist ekki vita það heldur.

Að mínu mati tekur Landsnet hérna óþarfa áhættu með orkuöryggi á Suðurnesjum. Nýtt eldgosatímabil virðist hafið og mér finnst sjálfsögð krafa að gerð sé líkinda / áhættugreining á þessum tveimur valkostum. Sviðsmyndagreining er hentug þegar undirbúa á viðbrögð við hugsanlegum atburðum, en hér er verið að bera saman tvo ólíka valkosti.

Heilindi Landsnets

Landsnet velur að gera ekki líkinda/áhættugreiningu fyrir þessi tvo valkosti. Þess í stað er notuð sviðmyndagreining sem hefur nokkuð fyrirsjáanlega niðurstöðu þar sem mjög líklegt er að jarðstrengur eyðileggist renni hraun yfir hann á annað borð. Niðurstaðan er svo kynnt sem heilagur sannleikur „Loftlína betri kostur en jarðstrengur“.

Þá er sviðsmynd breytt í miðju kafi og hraunmagn aukið um 13% frá upphaflegri sviðmynd sem verður til þess að hraun rennur yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur eyðileggst sennilega. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting er gerð.

Landsnet er einokunarfyrirtæki í eigu þjóðarinnar með sterka stöðu og mikið fjármagn milli handanna. Landsnet þarf að ávinna sér traust og til þess þarf að sýna auðmýkt, hreinskilni og heilindi. Mér finnst svona vinnubrögð ekki til þess fallin.

Stefán Georgsson, verkfræðingur.

Loftlína er betri kostur en jarðstrengur með tilliti til raforkuöryggis

Jarðstrengur 4 milljörðum kr. dýrari. Ný skýrsla um um Suðurnesjalínu 2.

Loftlína er betri kostur en jarðstrengur með tilliti til raforkuöryggis á Suðurnesjum. Vegna tjónnæmis gagnvart jarðvá sé Suðurnesjalína 2 sem loftlína betri kostur en jarðstrengur. Í því mati vegur þungt að viðgerðartími vegna tjóns á jarðstreng er verulega lengri en loftlínu og þar af leiðandi er ótiltæki jarðstrengs meira. Þetta er meginniðurstaða skýrslu, Greining á tjónnæmi, sem Landsnet lét sérfræðinga og vísindamenn vinna. Í skýrslunni kemur m.a. fram að jarðskjálftar og jarðhreyfingar séu mun líklegri vá á línuleið á Suðurnesjum en hraunflæði á yfirborði vegna eldsumbrota. Í skýrslunni er ekki unnið hættumat heldur er verið að bera saman hvaða áhrif hraunrennsli eða jarðhreyfingar hafi á mismunandi mannvirki og hversu næm þau eru fyrir tjóni. „Ljóst er að loftlína mun standa mun betur af sér jarðskjálfta og aðrar jarðhreyfingar. Góðar líkur eru á því að loftlínan muni geta staðið af sér hóflegt hraunrennsli verði gerðar ráðstafanir varðandi hraunflæðivarnir á völdum stöðum og staðsetning mastra valin með tilliti til staða sem margar gossprungur myndu leiða hraun að, sbr. rennslisleið að Vogavík og Vatnsleysuvík.

Allar fyrirbyggjandi aðgerðir er varða varnir jarðstrengja gegn náttúruvá, þarf að undirbúa á hönnunar- og framkvæmdatíma. Erfitt er að afmarka aðgerðir við þá staði þar sem hættan á eftir að raungerast. Varnaraðgerðir vegna jarðstrengs um jarðskjálftasvæði geta því orðið flóknar og kostnaðarsamar.

Skýrslan var unnin af sérfræðingum frá EFLU og Landsneti sem hafa þekkingu á hönnun og rekstri raforkumannvirkja og þeim áhrifum sem vá gæti haft á afhendingaröryggi þeirra. Einnig voru fengnir í teymið sérfræðingar í áhættumati og hraunrennslisgreiningum frá Verkís sem unnu í starfshópi um varnir mikilvægra innviða á vegum Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og sitja einnig í starfshópi forsætisráðuneytis um afhendingaröryggi orku og vatns á Reykjanesi. Jafnframt var leitað til Veðurstofu Íslands og Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá eftir umsögn sem og nánari upplýsingum og gögnum.

Hjá Sveitarfélaginu Vogum liggur nú til afgreiðslu umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir aðalvalkost loftlínu sem valin var út frá mörgum þáttum, þar með talið áhættu vegna jarðvár. Önnur sveitarfélög á línuleiðinni, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær, hafa nú þegar samþykkt framkvæmdaleyfi aðalvalkostar.

Sex kostir skoðaðir

Í skýrslunni kemur fram að sé

Suðurnesjalína 2 lögð sem jarðstrengur alla leið má reikna með því að rekstur hennar verði erfiður vegna launafls- og spennuvandamála fari virkjanirnar innan svæðisins úr rekstri.

Mat á umhverfisáhrifum vegna

Suðurnesjalínu 2 hefur farið fram og álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir. Í matinu voru sex meginvalkostir skoðaðir. Niðurstaða umhverfismatsins var að leggja fram aðalvalkost með línuna að stærstum hluta í loftlínu en með jarðstreng innan þéttbýlismarka Hafnarfjarðar, næst tengivirki í Hamranesi (1,45 km) [4]. Aðalvalkostur samanstendur þannig

af jarðstreng frá tengivirkinu í Hamranesi að Hraunhellu í Hafnarfirði (1,45 km). Þaðan fer línan í lofti í suðaustur í átt að fyrirhuguðu tengivirki við Hrauntungur. Frá Hrauntungum liggur línan til suðvesturs og kemur að Suðurnesjalínu 1 við sveitarfélagamörk Hafnarfjarðar og Voga miðja vegu milli Straumsvíkur og Vatnsleysuvíkur. Þaðan munu línurnar liggja samhliða alla leið að fyrirhuguðu tengivirki á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ.

Samanburður

Samanburður er gerður á loftlínu og jarðstreng í skýrslunni og eru helstu niðurstöður þessar þegar ekki er horft til jarðvár eru þessar

helstar:

Loftlína flytur 550 MVA en jarðstrengur 350 MVA.

Líftími loftlínu er mun meiri.

Stofnkostnaður jarðstrengs er rúmlega tvöfaldur á við loftlínu.

Kostnaðarmunur á Suðurnesjalínu 2 sem jarðstrengs í stað loftlínu er um 4 milljarðar króna á verðlagi í febrúar 2023.

Aðalvalkostur Suðurnesjalínu 2 er 33,9 km langur. Línuleiðin liggur um 4 sveitarfélög, Hafnarfjörð, Sveitarfélagið Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ og liggur fyrir framkvæmdaleyfi í þremur þeirra í samræmi við staðfest svæðisskipulag og aðalskipulag viðkomandi sveitarfélaga. Landsnet hefur hins vegar ekki fengið framkvæmdaleyfi fyrir línunni í Sveitarfélagi Voga.

Viðgerðartími er mun lengri á jarðstreng en loftlínu. Ásýnd loftlínu er meiri og nær yfir stærra svæði en beint rask er meira af jarðstreng. Þessi þáttur hefur verið efstur á blaði í viðhorfi sveitarfélagsins Voga sem horfir til ásýndar m.a. vegna ferðaþjónustu og bendir þar t.d. á að á Suðurnesjum sé Geopark jarðvangur viðurkenndur af UNESCO.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Akurskóli

Starfsfólk skóla

Heiðarskóli

Sérfræðingur, sérkennari, þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi Heilsuleikskólinn Heiðarsel

Deildarstjóri Leikskólakennari

Tjarnarsel

Aðstoðarmatráður Leikskólakennari

Skjólið

Verkefnastjóri í frístundarstarfi

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar

Forskólakennari

Rafgítar- og samspilskennari

Umhverfis- og framkvæmdasvið

Deildarstjóri eignaumsýslu

Starfsfólki í skógrækt og grisjun

Verkefnastjóri framkvæmda

Verkefnastjóri stafrænna innviða

Velferðarsvið

Starfsfólk á heimili fatlaðra barna

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar

Starfsmaður Íþróttamannvirkja - Heiðarskóli

Þjónustu- og menningarsvið

Starfsmaður kerfisþjónustu, sumarstarf

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 13

sport

Sóknarmaðurinn sem leggur mikið upp úr góðum varnarleik

Markmið Grindavíkurliðsins er skýrt fyrir sumarið, sæti í Bestu deildinni að ári.

knattspyrnulið grindavíkur, sem leikur í næstefstu deild karla, gerði breytingar á þjálfun liðsins fyrir komandi tímabil en Helgi Sigurðsson, sem lengi lék sem atvinnumaður og á fjölda landsleikja fyrir íslands hönd, tók við. Helgi er ekki að stíga sín fyrstu skref í þjálfun, þjálfaði lið Fylkis í þrjú ár, kom þeim m.a. upp í efstu deild og var svo með lið íbv í tvö ár og kom þeim sömuleiðis upp. á síðustu leiktíð var hann aðstoðarþjálfari Heimis guðjónssonar hjá val, þjálfarateyminu var sagt upp en Helgi var þó endurráðinn sem aðstoðarþjálfari út tímabilið.

Þegar kallið kom frá Grindavík

þurfti Helgi ekki að hugsa sig lengi um. „Mér leist strax vel á það sem var lagt á borð fyrir mig.

Það er greinilega mikill metnaður í nýjum formanni og stjórninni og takmarkið er mjög einfalt, að komast í hóp þeirra bestu að nýju. Ég vildi einmitt taka að mér þannig verkefni, þar sem pressa er fyrir hendi. Við ætlum okkur stóra hluti í sumar og takmarkið er mjög skýrt, að komast í Bestu deildina. Ég hef tekið að mér svona verkefni áður, Fylkir var í næstefstu deild þegar ég tók við þeim og við fórum upp í fyrstu tilraun og ég fór upp með Eyjamenn í annarri tilraun nokkrum árum síðar.“

Blaðamanni datt í hug að reyna koma Helga í opna skjöldu og spurði hann hvernig stæði á því að hann hefði verið látinn fara frá Fylki og ÍBV þrátt fyrir gott gengi, spurningin var einfaldlega á þann máta hvort hann væri eitthvað erfiður í samskiptum. „Gott

að þú spyrð. Nei, ég verð seint sakaður um að vera erfiður í samskiptum. Ég er mjög „easy“ í öllum samskiptum, það leyfi ég mér að fullyrða. Minn viðskilnaður við öll þessi lið sem ég hef komið að þjálfun á undanförnum árum, var í mjög góðu. Ég var með Fylki í

þrjú ár, kom þeim strax upp og við vorum á góðu „run“-i á þriðja tímabilinu, áttum séns á Evrópusæti.

Það var búið að tilkynna mér að ég myndi ekki fá meira „budget“ til leikmannakaupa á næsta tímabili og ég fann þá hvernig mér fannst ég vera kominn með liðið eins langt og ég gæti. Því var það sameiginleg ákvörðun mín og stjórnar Fylkis að ég myndi stíga frá borði í lok leiktíðar. Ég man að ég skutlaði stjórnarmönnum heim eftir þennan fund sem þetta var ákveðið, þeir voru að spyrja mig álits hver ætti að taka við svo það sést greinilega að viðskilnaðurinn var í mjög góðu. Við gerðum mistök að tilkynna þetta þegar þrjár umferðir voru eftir og liðið tapaði síðustu þremur leikjunum.

Að þjálfa ÍBV var mikill skóli, ég áttaði mig á hversu mikilvægt er að vera með öfluga liðsheild en það vantaði upp á það fyrra árið enda var gengið dapurt. Við fórum síðan upp seinna árið. Fjölskyldan var með mér í Eyjum fyrra árið en það var ekki mögulegt seinna árið vegna atvinnu eiginkonunnar. Við tókum því ákvörðun um að seinna árið mitt yrði lokapunkturinn og ég setti undir mig hausinn. Ég myndi klára þetta á góðum nótum og fara með liðið upp, það gekk eftir. Sömuleiðis var viðskilnaðurinn við Eyjafólkið í mesta bróðerni. Ég var því ekki rekinn í þessi tvö skipti en var í raun rekinn í fyrra frá Val sem aðstoðarþjálfari þegar Heimi Guðjóns var sagt upp sem aðalþjálfara. Ég var samt endurráðinn sem aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannssonar, ef ég væri einhver vandræðapési þá hefði ég varla verið endurráðinn,“ segir Helgi.

Gengið vel að fá nýja leikmenn

Undirbúningstímabil Grindavíkurliðsins hófst í byrjun nóvember.

„Við höfum verið að æfa úti í vetur, n.t.t. á gervigrasvellinum á Álftanesi en sömuleiðis inni í Hópinu í Grindavík. Við æfðum á fullu til 20. desember en á þessum tíma fór mesta vinnan í að kynnast mannskapnum og safna liði, að sjá hvar á vellinum þörf væri á liðsstyrk. Það voru miklar breytingar hjá okkur á milli leiktíða, alls ellefu leikmenn sem fóru annað, þar af allir sex útlendingarnir. Ég er mjög ánægður að geta sent unga og efnilega leikmenn að láni, t.d. er Óliver Sigurðsson að fara í læri hjá Grindvíkingnum Óla Stefáni Flóventssyni hjá Sindra á Hornafirði. Óli er frábær þjálfari og það verður mjög gott tækifæri fyrir Óliver að æfa undir hans stjórn og vonandi að spila sem mest. Það var gott fyrir Óliver að æfa með okkur í vetur en hann mun hafa gott af því að fara að láni í sumar. Ungir og efnilegir leikmenn hafa svo gott af því að slíta svona naflastrenginn við foreldrana, flytja í burtu og standa á eigin fótum. Ég vona að Óliver muni nýta tækifærið til hins ítrasta, eins og aðrir ungir leikmenn okkar sem ætla að reyna annars staðar fyrir sér í sumar. Okkur hefur gengið mjög vel að fá nýja leikmenn en mesta athygli vekur væntanlega, endurkoma Óskars Arnar Haukssonar sem er leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla. Ég er mjög ánægður með alla hina leikmennina en hringnum er ekki alveg lokað, við ætlum að bæta við okkur öflugum framherja. Við vorum komnir með öfluga og þekkta stærð, Geoffrey Castillion, en hann sleit hásin á fyrstu æfingunni með okkur í æfingaferðinni á Spáni um daginn.

Við erum að skoða nokkra leikmenn og ég vonast til að hitta á þann rétta. Ef það tekst þá verðum við með mjög öflugt lið í sumar.

„Ég tel einn minn stærsta kost vera hversu auðvelt er að vinna með mér. Ég verð seint flokkaður sem einhver vandræðapési,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu.

Ég vildi frekar sækja íslenska leikmenn í stað útlendinga, með fullri virðingu fyrir þeim. Ég vil mynda

öfluga liðsheild og hef þá trú að íslenskir leikmenn aðlaðist frekar samfélaginu og fór því þessa leið. Við verðum samt að sjálfsögðu með útlendinga en þeir þurfa þá að vera áberandi betri en þeir íslensku. Slóveninn Marko Vardic er öflugur varnarmaður en ég hef mest verið að nota hann aftast á miðjunni og svo fengum við Martin Montipo sem lék með Vestra á síðasta tímabili. Martin, sem er hálfur Ítali og hálfíslenskur, er sóknarsinnaður miðjumaður, alinn upp hjá Parma á Ítalíu, hann hefur líka leikið með Kára á Akranesi. Vonandi tekst okkur svo að finna öflugan framherja.“

Stígandi

Eftir að hafa farið frekar rólega af stað í deildarbikarnum, hefur leiðin bara legið upp á við að undanförnu. „Við byrjuðum illa í fyrstu undirbúningsleikjunum en ég hafði ekki miklar áhyggjur ef ég á að segja alveg eins og er. Ég vissi hvar við vorum staddir, það vantaði leikmenn í hópinn svo ég var nokkuð rólegur. Stemmningin í klefanum hefur verið góð, það hefur verið

stígandi í leik okkar og um leið og við fórum að geta haldið markinu hreinu fóru úrslitin að detta með okkur. Sumum kann að finnast það hljóma einkennilega frá sóknarmanni eins og mér en það sem ég er stoltastur af í leik okkar er varnarleikurinn og þá er ég ekki bara að tala um öftustu fjóra. Við erum að verjast mjög vel sem lið en ég vil meina að einn af mínum kostum sem framherji á sínum tíma, hafi verið hversu vel ég vann varnarlega. Ef þeir fremstu verjast vel, þá auðveldar það miðjumönnunum þeirra vinnu og það skilar sér alla leið aftur að öftustu mönnum, við höfum verið að fá lítið af færum á okkur og það er mjög jákvætt. Ef þú færð ekki mark eða mörk á þig, þá eru meiri líkur á að þú vinnir fótboltaleik, það er ekki flókin speki.

Við höfum ekki tapað í sex leikjum í röð, höfum þó verið að spila við lið eins og Val svo ég held að þetta líti bara vel út hjá okkur. Við höfum farið vel af stað, komnir í gegnum tvær umferðir í bikarnum og bíðum spenntir eftir drættinum í sextán liða úrslitum [dregið verður í bikarnum miðvikudaginn 26. apríl]. Íslandsmótið hefst svo í byrjun maí og verður hörkumót með breyttu fyrirkomulagi. Nú fer eitt lið beint upp um deild, liðin í öðru til fimmta sæti heyja svo baráttu um hitt lausa sætið eins og Bretinn gerir þetta en talað er um úrslitaleikinn í Englandi um að komast upp í Premier League sem verðmætasta fótboltaleik heims. Það er mikil stemmning í kringum þetta í Englandi og ég á ekki von á öðru en það sama gildi hér. Við ætlum okkur hins vegar ekki að taka þátt í þeirri úrslitakeppni, við ætlum okkur að vinna deildina,“ sagði Helgi að lokum.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Óskar Örn Hauksson gekk til liðs við Grindavík fyrir þetta tímabil en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla. Hér er Óskar með boltann í bikarleik í síðustu viku þegar Grindavík vann Dalvík/Reyni 2:1. Helgi lætur leikmenn sína heyra það eftir sofandahátt í vörninni. VF/JPK

ÞRIGGJASTIGASKYTTAN THELMA DÍS

Ein sú allra besta í háskólaboltanum

Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir hefur stundað háskólanám við Ball State University í Indiana í Bandaríkjunum síðan árið 2018 og leikið með körfuboltaliði skólans í Mið-Ameríkudeild efstu deildar háskólaboltans.

Thelma Dís skilaði þrettán stigum, fjórum fráköstum og tveimur stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hún er þar að auki frábær þriggja stiga skytta, með 42.3% skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Fyrir þessa glæsilegu skotnýtingu fékk hún að taka þátt í þriggja stiga keppni sem er haldin í kringum einhverja allra stærstu körfuboltaleiki sem spilaðir eru í Bandaríkjunum hvert ár, Marsfárinu. Afrekið er ekki síst merkilegt í ljósi þess að tímabilið 2022/2023 kepptu á sjötta þúsund leikmenn í efstu deild háskólabolta kvenna. Var ekki skemmtilegt að fá að taka þátt í þriggja stiga keppninni?

„Jú, það var ótrúlega skemmtilegt. Þetta var örugglega það stærsta sem ég hef nokkurn tímann tekið þátt í þannig það var stressandi þegar það var loksins komið að manni að skjóta, sérstaklega því við vorum búnar að sitja í u.þ.b. klukkutíma að horfa án þess að fá að gera neitt. En ég kynntist líka fullt af nýju fólki og það var mjög gaman að hafa smá stuðning úr stúkunni frá þjálfurunum mínum og vinkonu.“

Thelma Dís varð Íslandsmeistari með liði Keflavíkur áður en hún hélt í nám til Bandaríkjanna, þá var hún einnig valin besti leikmaður tímabilsins 2016–2017.

Mynd af Instagram-siðu Thelmu

Nú ertu að ljúka frábærum háskólaferli í Bandaríkjunum, hvað stendur upp úr frá þessum árum?

„Það er erfitt að velja bara eitthvað eitt. Ég er búin að upplifa svo ótrúlega margt á þessum fimm árum, bæði innan og utan vallar. Ég fékk að fara í margar skemmtilegar ferðir, t.d. til Bahamas og Puerto Rico, og ég fékk líka að spila við stóra skóla eins og Notre Dame. Það var mjög skemmtilegt þegar ég náði loksins að bæta þriggja stiga met skólans í síðasta leiknum mínum en svo var líka geggjað þegar við unnum Toledo í undanúrslitum í fyrra þegar mjög fáir höfðu trú á okkur,“ sagði Thelma Dís en auk þess að spila körfubolta kláraði hún bs-gráðu í tryggingastærðfræði og er nú að leggja lokahönd á master í tölfræði.

Finnst þér þú hafa tekið framförum sem leikmaður eftir að hafa fengið þessa reynslu?

„Já, alveg 100%. Það er svo ótrúlega mikill agi á öllu og með fjóra þjálfara á hverri einustu æfingu þá er alltaf einhver sem er að benda manni á hvað má laga og hvað er hægt að gera betur. Ég er líka búin að þroskast alveg ótrúlega mikið á þessum tíma og mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem eiga möguleika á að fara út í skóla að grípa tækifærið.“

Hefur þú fylgst með Keflavíkurliðinu?

„Ég náði ekkert alltof mikið að fylgjast með þeim í vetur annað en bara hvort þær hefðu unnið síðasta leik eða ekki. Ég horfði samt á mikið af seríunni á móti Njarðvík og finnst þær líta mjög vel út þannig að ég er spennt að sjá hvernig þær standa sig á móti Val í úrslitunum.“

Hverju spáir þú um úrslitin milli Keflavíkur og Vals? (Spurt rétt fyrir úrslitakeppnina.)

„Ég ætla að segja að Kef taki þetta 3:1.“

Nú ert þú uppalin í Keflavík, sérðu fyrir þér að snúa aftur heim eða er eitthvað annað framundan?

„Það er eiginlega ennþá alveg óljóst. Er ennþá að skoða allt sem er í boði en verð vonandi búin að ákveða hvað ég geri stuttu eftir að ég kem heim í sumar,“ sagði Thelma Dís að lokum en það er nokkuð ljóst að hún ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sér lið í Subway-deildinni – vonum bara að það verði á Suðurnesjum.

UMFN verðlaunaði góða félaga

n

Hjalti

Már og Geirný hlutu Ólafsbikarinn

Þorbjörn Kjærbo látinn

Þorbjörn Kjærbo, heiðursfélagi í Golfklúbbi Suðurnesja og fyrsti Íslandsmeistari karla í klúbbnum, lést 6. apríl, 95 ára að aldri.

Þorbjörn Kjærbo fæddist í Sumba á Suðurey í Færeyjum 27. mars 1928 og var þar fyrstu tvö ár ævi sinnar. Þorbjörn var giftur Guðnýju Sigurbjörgu

Ragnarsdóttur en hún lést árið

2013. Synir þeirra eru Guðni Björn, fæddur árið 1952, og Jóhann Rúnar, fæddur árið 1957.

Fyrir átti Þorbjörn dótturina

Guðrúnu Björgu sem er fædd

árið 1947. Hann starfaði lengst af sem tollvörður á Keflavíkurflugvelli en einnig áður við ýmis önnur störf.

Þorbjörn var einn stofnfélaga

Golfklúbbs Suðurnesja og fyrsti gjaldkeri klúbbsins, sinnti því embætti í þrjú ár, var síðan varaformaður GS næstu fimm ár á eftir og sat einnig í kappleikjanefnd. Hann var 35 ára þegar hann heillaðist af íþróttinni, varð fljótt besti kylfingur GS og klúbbmeistari í fyrsta sinn af tíu skiptum árið 1965, síðast árið 1981. Fertugur að aldri varð hann Íslandsmeistari karla en hann vann titilinn þrjú ár í röð, 1968 til 1970. Hann var í titilbaráttunni öll ár næsta áratuginn og varð í þriðja sæti árið 1978, þegar hann var fimmtugur.

Þorbjörn lét ekki sitt eftir liggja þegar hann varð 55 ára, keppti þá í öldungaflokki og varð Íslandsmeistari öldunga fjórum sinnum. Hann var fyrst valinn í landsliðið 1966 og lék á móti í Mexíkó. Þorbjörn keppti á mörgum alþjóðlegum mótum fyrir hönd Íslands, m.a. þegar Norðurlandamótið var haldið í Grafarholti árið 1974. Hann lék líka mörgum sinnum í landsliði öldunga.

Þorbjörn var mikill keppnismaður og vakti athygli fyrir mjúka „vinstri“ sveiflu en kappinn var örvhentur. Þá var hann var iðinn við að aðstoða félaga í klúbbnum og kenndi mörgum eldri og yngri kylfingum réttu handtökin í golfíþróttinni. Sjálfur náði hann svona góðum tökum á íþróttinni með því að lesa sig til í blöðum og kennslubókum um golf.

Þorbjörn var gerður að heiðursfélaga í Golfklúbbi Suðurnesja árið 2009. Hann lék golf langt fram á níræðisaldurinn.

Sveindís Jane á skotskónum

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið að leika stórkostlega fyrir Wolfsburg að undanförnu en hún lagði upp opnunarmark liðsins auk þess að skora sjálf seinna markið gegn Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem leikinn var í Þýskalandi um helgina. Arsenal tókst að jafna leikinn í 2:2.

Þá var Sveindís einnig í aðalhlutverki þegar Wolfsburg komst í bikarúrslit þýsku bikarkeppninnar viku fyrr með 5:0 sigri á FC Bayern þar sem hún skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja.

Aðrar heiðursviðurkenningar voru þessar:

Bronsmerki UMFN fyrir tíu ára

starf eða keppni fyrir félagið Ísak Tómasson – leikmaður og þjálfari fyrir körfuknattleiksdeild

Vala Rún Vilhjálmsdóttir – störf í þágu körfuknattleiksdeildar til fjölda ára

Gullmerki UMFN fyrir frábær störf í þágu félagsins en þó aldrei fyrr en eftir tuttugu ára

Sigurgeir Svavarsson – sjálfboðaliðastörf hjá körfuknattleiksdeild til fjölda ára.

Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur var haldinn þann 12. apríl síðastliðinn. Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir góð störf ásamt því að ný stofnuð rafíþróttadeild Njarðvíkur.

Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn formaður til eins árs, Hámundur Örn Helgason og Anna Andrésdóttir sitja áfram í stjórn þar sem þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi, Einara Lilja Kristjánsdóttir og

Þórdís Björg Ingólfsdóttir voru endurkjörnar til tveggja ára stjórnarsetu, Guðný Björg Karlsdóttir og Thor Hallgrímsson kjörin varamenn til eins árs.

Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir góð störf sín fyrir félagið. Hjónin Hjalti Már og Geirný Geirsdóttir fengu Ólafsbikarinn en hann er viðurkenning fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið. Þetta er í þrítugasta og fyrsta skipti sem bikarinn er afhentur.

Haukur Aðalsteinsson – stjórnar og önnur sjálfboðaliðastörf fyrir knattspyrnudeild

Hjalti Már Brynjarsson – stjórnar og önnur sjálfboðaliðastörf fyrir knattspyrnudeild

Þórdís B. Ingólfsdóttir – stjórnar og nefndarstörf aðalstjórn, körfuknattleiksdeild og knattspyrnudeild.

Ellert Björn Ómarsson – keppni og störf fyrir Massa síðan 2011 og setið í stjórn frá 2014.

Gunnar Örlygsson – átta ár sem leikmaður, síðar formaður, stjórnarmaður og mikilvægur styrktaraðili til fjölda ára fyrir körfuknattleiksdeild.

Bjarni Sæmundsson – sem leikmaður, stjórnarmaður og sjálfboðaliði fyrir knattspyrnudeild.

Thelma Dís er óhrædd við að láta vaða – enda öflug skytta. Ellefu einstaklingar fengu viðurkenningar fyrir frábær störf fyrir UMFN. Hér eru þeir sem áttu heimangengt á aðalfundinn. Geirný Geirsdóttir og Hjalti Már Brynjarsson fengu Ólafsbikarinn.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 15
Mynd af Facebook-síðu Icelandic Football League

Dregið

verði úr ljósmengun og verksmiðjan sett í jarðliti

Fulltrúar frá Linde Gas ehf. sátu fund með skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga nýverið til að fara yfir fyrirhuguð framtíðaráform í sveitarfélaginu. Bæjaryfirvöld höfðu óskað eftir fundinum, m.a. á þeim forsendum að uppbygging félagsins hafi ekki verið í samræmi við það sem lagt var upp með í upphafi. Afgreiðsla skipulagsnefndar er sú að nefndin þakkar aðilum Linde Gas fyrir góða og áhugaverða kynningu. Nefndin leggur áherslu á að dregið verði úr ljósmengun og verksmiðjan verði sett í jarðliti og falli betur að umhverfinu.

Teikning af vélskipinu Þormóði sem fórst við Garðskaga fyrir 80 árum. Jakob Ágúst Hjálmarsson.

Þormóðsslysið á sagnastund á Garðskaga

n laugardaginn 29. apríl 2023 kl 15:00

Vélskipið Þormóður fórst við Garðskaga 18. febrúar 1943 eftir langa og stranga baráttu í óveðri

á utanverðum Faxaflóa. Skipið var á leið frá Norðurlandshöfnum og Vestfjörðum með farþega og farm. Með skipinu fórust 31 maður, 24 farþegar og

sjö í áhöfn. Fern hjón voru í hópi farþega og eitt barn. Margir farþeganna voru frá Bíldudal. Jakob Ágúst Hjálmarsson fyrrum

Rán um hábjartan dag

Verð að viðurkenna að mér var nokkuð brugðið um daginn þegar ég fór í matvöruverslun. Var ekki að versla neitt sérstakt, venjulegan heimilsmat og svo þvottaefni. Nýtti mér sjálfsafgreiðslukassa og kallaði svo eftir reikningnum, sem mér fannst vera langt yfir því sem sanngjarnt gæti talist. Kannski vegna þess að ég hafði nýlega verið hinum megin við Atlantshafið og fengið að kynnast sanngjarnari verðlagningu á matvöru að því er mér fannst.

Fyrir ekkert svo löngu síðan voru fréttir heldur lengur að berast frá útlöndum en nú er, og matvaran líka. Neysluvaran kom með voreða haustskipum frá útlöndum um leið og allskonar fréttir um stöðu mála í Evrópu bárust til landsins. Síðan hafa komið til sögunnar

margskonar tæknibreytingar og fjarskipti, sem auðvelda okkur lífið. Við getum með einföldum hætti fylgst með hvað epli og appelsínur kosta í verslunum um alla Evrópu á sama tíma og við verslum inn á Íslandi. Þar munar miklu.

Við höfum á undanförnum vikum og reyndar áratugum fengið að fylgjast með allskonar skýringum á háu vöruverði á Íslandi. Auðvitað hefur gengið spilað þar stóran hlut en ein skýring sem kemur upp aftur og aftur lýtur auðvitað að því að við séum eyja út í hafi og það kosti mikla peninga að flytja vöruna til landsins. Einn forstjóri olíufélags útskýrði þetta enn frekar um daginn og vandamálið sem við virðumst standa frammi fyrir er að erfitt er að fá skip og skipstjóra til að sigla stórum skipum til landsins.

Dómkirkjuprestur skrifaði bók um Þormóðsslysið sem heitir Allt þetta fólk. Bókin kom út árið 2013. Jakob er ættaður frá Bíldudal og voru föðurforeldrar hans þar farþegar.

Þórður Þorsteinsson, skipstjóri sem ólst upp á Meiðastöðum í Garði, var einn af farþegunum sem fórust með Þormóði.

Jakob kemur á sagnastund á Garðskaga laugardaginn 29. apríl

kl. 15:00 og segir frá þessum stóra atburði í máli og myndum. Að lokinni frásögn verður gengið að Gamla vitanum við Flösina og aðstæður skoðaðar. Samkoman er í veitingahúsinu

Röstinni á Garðskaga. Veitingasalan verður opin.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.

Var að velta öllu þessu fyrir mér þegar ég stóð og beið eftir að sjálfsafgreiðslukassinn lagði saman vöruverðið og byði mér upp á valmöguleika hvernig ég gæti greitt fyrir vöruna. Er það virkilega þannig að við séum eina eyjan á jarðarkringlunni sem þarf á aðflutningi vista að halda? Af hverju gengur Færeyingum, Grænlendingum og jafnvel íbúum á Hawaii betur að fá skip og skipstjóra til að sigla með vistir til þessara landa og selja neytendum vöruna á betra verði í flestum tilfellum?

Það var sama hvernig ég velti þessu fyrir mér, ég komst ekki að neinni einfaldri skýringu. Auðvitað er hægt að kenna verðtryggðu krónuhagkerfi án samkeppni um einhvern hlut af þessu en samt ekki alveg. Íslenskir innflytjendur eru örugglega ekki að kaupa inn

vöruna á einhverju verra verði en aðrir. Eina skýringin sem mér fannst sennileg var álagningarprósentan, enda íslenskar vörur líka hækkað langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Hver sem ástæðan kann að vera er ljóst að reikningurinn sem við neytendur þurfum að borga fyrir neysluvöru okkar í daga rúmast í einni setningu. Rán um hábjartan dag.

STÚDÍÓ PARADÍS

Hannes! Varstu að fremja rán í búðinni?

Kjarnorkukafbátar fá þjónustu frá Helguvík

Kjarn orkukaf bát ar Bandaríkj anna verða þjón ustaðir frá Helguvík. Bátarnir munu sjást vel frá landi en þeir verða að líkindum í fimm til tíu kílómetra fjar lægð frá strandlengjunni. Fyrsti bátur er væntanlegur mjög fljótlega og er gert ráð fyrir að fjöldi heimsókna verði allt að tíu á ári. Þetta hefur mbl.is eftir utanríkisráðherra.

Auk utanríkisráðuneytisins munu Landhelgisgæsla Íslands, Geislavarnir ríkisins og ríkislögreglustjóri koma að verkefninu. Þá mun skip Landhelgisgæslunnar m.a. sinna eftirliti þegar verið er að þjónusta kafbáta Bandaríkjanna.

Þór dís Kol brún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir í sömu frétt að koma kafbáta hingað til lands muni hafa áhrif á eft ir lits flug Atlantshafsbandalagsins (NATO) frá Keflavík. Um svif þar hafa þó aukist síðastliðin ár og munu að líkindum gera það áfram. Banda rísk ir kaf bát ar hófu komur sínar til Færeyja á síðasta ári og hafa komið þrisvar sinnum. Í eitt skipti var um að ræða komu vegna áhafnaskipta, einu sinni vegna veikinda um borð í bátn um og einu sinni í kurt eis is heim sókn. Kjarnorkukaf bát ar Banda ríkj anna geta núna sótt þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og í Noregi.

Mundi
HANNESAR FRIÐRIKSSONAR
vf is
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
fimmtudag á vf.is
Linde Gas ehf. í Vogum.
í sveitasælunni í Sandgerði SKÓLASKÁK er vinsæl á Suðurnesjum SÖNGELSK systkini í Grindavík SuðurNESJa-magasín í gang á ný! Þú sérð nýjasta þáttinn á vf.is, Facebook og Youtube frá 27. apríl

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.