Eiðfaxi - Stóðhestar 2020

Page 1

STÓÐHESTAR 2020


Vandaðir og flottir jakkar og úlpur sem henta vel fyrir íslenska veðráttu


Stóðhestar 2020 | 1


Frá ritstjóra Kæru hrossaræktendur og aðrir áhugamenn um íslenska hestinn, gleðilegt sumar. Stóðhestabók Eiðfaxa, biblía hrossaræktandans, hefur nú litið dagsins ljós en hún er örlítið seinna á ferðinni en undanfarinn ár sökum þess ástands sem ríkir í heiminum. Veiran skæða virðist þó vera á undanhaldi, sem betur fer. Við hestamenn eins og aðrir höfum fengið að kynnast ýmsu á þessum tímum og ber þar hæst að búið er að fresta Landsmóti sem fara átti fram á Rangárbökkum við Hellu til ársins 2022. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott og hefur framsýni hestamanna komið í ljós á þessum tímum og hafa margir nýtt sér tæknina við miðlun efnis auk þess að sjaldan eða aldrei hefur sést til jafn mikils fjölda fólks á útreiðum og núna seinni part vetrar og byrjun sumars. Hesturinn hefur reynst mörgum sáluhjálp og félagi á erfiðum tímum og þá erum við heppin að hafa getað stundað okkar íþrótt undanfarið umfram aðra íþróttamenn.

Kynbótasýningar ársins eru á dagskrá auk Landssýningar þar sem hæst dæmdu hross í hverjum flokki verða verðlaunuð og kynnt auk þess að stóðhestar sem hljóta afkvæmaverðlaun í ár koma fram. Við hjá Eiðfaxa ætlum að taka þátt í því að aðstoða hestamenn við það að koma sínum gripum á framfæri og höldum Ræktunardag Eiðfaxa hátíðlegan þann 9.maí en honum verður streymt um heim allan og verður lýst á þremur tungumálum. Stóðhestabókin hefur verið eitt vinsælasta rit ársins í Íslandshestamennskunni og miðað við áhuga virðist árið í ár ekki vera undantekning. Með ræktunarkveðju Gísli Guðjónsson ritstjóri Eiðfaxa

Útgefandi: Eiðfaxi ehf.

Myndir og annað efni sem birtist í

Ritstjóri: Gísli Guðjónsson

stóðhestaauglýsingum er sent inn af

Framkvæmdastjóri: Magnús Benediktsson

umráðamönnum stóðhestanna og því á þeirra

Rekstrarstjóri: Snorri Kristjánsson

ábyrgð að höfundarréttur sé virtur.

Hönnun og umbrot: Björn Kristjánsson Prentun: Prenttækni Höfundar efnis: Halla Eygló Sveinsdóttir og Þorvaldur Kristjánsson Auglýsingar: Eiðfaxi og Herdís Karlsdóttir Forsíðumynd: Liga Liepina 2 | Stóðhestar 2020


Erum með úrval af fatnaði, fóðri og öðrum búnaði í hestamennskuna.

BÚVÖRUR SS www.buvorur.is Fosshálsi 1, Reykjavík - 575-6071 Ormsvelli 4, Hvolsvelli - 575-6099 Stóðhestar 2020 | 3


Efnisyfirlit Inngangur............................................ 2 Efnisyfirlit...........................................4 Nýr Dómskali.......................................8

Aðrir stóðhestar:

A

Nýtt ræktunartakmark í í slenskri hrossarækt............................12

Adrían frá Garðshorni á Þelamörk............... 46

Kynbótasýningar 2017........................12

Aljón frá Nýjabæ............................................... 48

Nýjungar í skýrsluhaldi í hrossarækt.14

Apollo frá Haukholtum................................... 49

Aðalsteinn frá Íbishóli.......................................47

Arthúr frá Baldurshaga................................... 50 Atgeir frá Koltursey...........................................51 Stóðhestar með afkvæmaverðlaun: Aðall frá Nýjabæ................................................ 22 Arður frá Brautarholti....................................... 23

Atlas frá Hjallanesi............................................ 52

Á

Eldjárn frá Tjaldhólum......................................24

Áfangi frá Víðidalstungu 2..............................54

Blær frá Breiðholti í Gbr................................... 74 Blæsir frá Hægindi............................................ 75 Boði frá Breiðholti.............................................76 Borgfjörð frá Morastöðum.............................. 77 Bósi frá Húsavík.................................................78 Bragi frá Skriðu.................................................80 Bragur frá Ytri-Hóli........................................... 81 Brimnir frá Efri-Fitjum......................................82 Brynjar frá Bakkakoti.......................................83

C Caruzo frá Torfunesi....................................... 84 Cortes frá Ármóti...............................................85

Eldur frá Torfunesi........................................... 25

Ágústínus frá Jaðri.............................................55

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu.......................26

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum................56

Grunur frá Oddhóli............................................28

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum.................. 57

Dagfari frá Álfhólum........................................ 86

Hákon frá Ragnheiðarstöðum.......................29

Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ........................ 58

Dagur frá Austurási...........................................87

Hrannar frá Flugumýri.................................... 30

Ás frá Kirkjubæ..................................................59

Djákni frá Skipaskaga......................................88

Hróður frá Refsstöðum.....................................31

Ás frá Strandarhöfði........................................ 60

Draupnir frá Stuðlum....................................... 89

Jarl frá Árbæjarhjáleigu 2................................. 32 Kjerúlf frá Kollaleiru..........................................34 Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði.................35 Ómur frá Kvistum..............................................36 Óskasteinn frá Íbishóli...................................... 37 Sjóður frá Kirkjubæ...........................................38 Sólon frá Skáney............................................... 40 Spuni frá Vesturkoti...........................................41 Stáli frá Kjarri......................................................42 Trymbill frá Stóra-Ási.......................................43 Þristur frá Feti................................................... 44

B Baldur frá Efsta-Seli..........................................62 Bersir frá Hægindi.............................................63 Bikar frá Ólafshaga.......................................... 64 Biskup frá Ólafshaga........................................65

Dreyri frá Hofi 1................................................. 90 Dropi frá Kirkjubæ.............................................92 Drumbur frá Víðivöllum fremri......................93 Dökkvi frá Ingólfshvoli.................................... 94

E

Bjarmi frá Litlu-Tungu..................................... 66

Eldjárn frá Skipaskaga......................................95

Bjarnfinnur frá Áskoti.......................................67

Eldur frá Bjarghúsum...................................... 96

Blakkur frá Þykkvabæ 1.................................. 68

Eljar frá Gljúfurárholti.......................................97

Bláinn frá Eystra-Fróðholti..............................70

Elrir frá Rauðalæk............................................. 98

Blesi frá Heysholti..............................................71

Erró frá Ási......................................................... 99

Blikar frá Fossi.................................................... 72 Blundur frá Þúfum............................................ 73

4 | Stóðhestar 2020

D


Efnisyfirlit F

H

K

Fáfnir frá Prestsbakka....................................100

Hávaði frá Haukholtum................................. 128

Kafteinn frá Skúfslæk......................................157

Fengur frá Auðsholtshjáleigu........................101

Heiður frá Eystra-Fróðholti........................... 129

Kakali frá Garðsá..............................................158

Fenrir frá Feti.................................................... 102

Hersir frá Húsavík............................................ 130

Kaldalón frá Kollaleiru.................................... 159

Forkur frá Breiðabólstað................................104

Hildibrandur frá Bergi......................................132

Kalsi frá Þúfum................................................160

Forleikur frá Leiðólfsstöðum........................105

Hilmir frá Árbæjarhjáleigu 2..........................133

Kanslari frá Hofi................................................ 161

Frami frá Ketilsstöðum...................................106

Hilmir frá Hamarsey....................................... 134

Kappi frá Dimmuborg.................................... 162

Frár frá Sandhól............................................... 107

Hjörvar frá Rauðalæk......................................135

Kastor frá Garðshorni á Þelamörk.............. 163

Freyðir frá Leysingjastöðum II.....................108

Hljómur frá Ólafsbergi.................................... 136

Ketill frá Hvolsvelli...........................................164

Frosti frá Fornastekk.......................................109

Hnokki frá Eylandi............................................137

Knár frá Ytra-Vallholti.....................................166

Frosti frá Hjarðartúni.......................................110

Hnokki frá Þúfum............................................ 138

Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum................... 167

Fróði frá Brautarholti........................................ 111

Hrafn frá Efri-Rauðalæk................................140

Kolgrímur frá Breiðholti.................................168

Frómur frá Brautarholti.................................. 112

Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu....................... 141

Kolskeggur frá Kjarnholtum l.......................169

Hreimur frá Mosfellsbæ................................. 142

Kolviður frá Stíghúsi....................................... 170

Hreyfill frá Vorsabæ........................................ 143

Kóngur frá Korpu.............................................. 171

G Galdur frá Geitaskarði.....................................114 Garri frá Álfhólum............................................ 115 Glaður frá Kálfhóli............................................116 Glampi frá Kjarrhólum..................................... 117 Glanni frá Austurási.........................................118 Glaumur frá Álfhólum.....................................119 Gljátoppur frá Miðhrauni............................... 120 Glúmur frá Dallandi.......................................... 121 Goði frá Bjarnarhöfn........................................122

Hringur frá Gunnarsstöðum.........................144

Konsert frá Hofi................................................172

Hruni frá Kviku.................................................146

Kór frá Kjarnholtum I.......................................174

Hrynjandi frá Kviku.........................................147

Kórall frá Hofi á Höfðaströnd........................175

Huginn frá Bergi..............................................148

Kraki frá Eystra-Fróðholti.............................. 176

Huginn frá Eylandi..........................................149

Kunningi frá Hofi..............................................177

Hvinur frá Blönduósi....................................... 150

Kveikur frá Stangarlæk.................................. 178

Höfði frá Húsavík.............................................. 151

Í

L

Grímur frá Skógarási....................................... 124

Ísak frá Þjórsárbakka.......................................152

Leikur frá Vesturkoti.......................................180

Guðmundur Fróði frá Ólafsbergi...................125

Ísidór frá Reykjavík.......................................... 154

Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum...................181

Gustur frá Stóra-Vatnsskarði........................ 126 Gæi frá Hólum..................................................127

J Jökull frá Breiðholti í Flóa............................... 155 Jökull frá Rauðalæk......................................... 156

Ljósvaki frá Valstrýtu...................................... 182 Ljúfur frá Torfunesi......................................... 183 Loki frá Selfossi................................................184 Lýsir frá Breiðstöðum.....................................186

Stóðhestar 2020 | 5


Efnisyfirlit M Magni frá Hólum............................................. 187 Marel frá Aralind..............................................188 Margeir frá Reynisvatni.................................189 Már frá Votumýri.............................................190 Megas frá Seylu................................................ 191 Mjölnir frá Bessastöðum............................... 192

N Narfi frá Áskoti.................................................194 Nátthrafn frá Varmalæk................................ 195 Nói frá Saurbæ.................................................196

Rjóður frá Hofi á Höfðaströnd......................213

Steggur frá Hrísdal......................................... 248

Roði frá Lyngholti............................................ 214

Steinar frá Stíghúsi......................................... 250

Rökkvi frá Rauðalæk.......................................215

Steinn frá Stíghúsi............................................251

S Safír frá Kvistum.............................................. 216 Safír frá Mosfellsbæ........................................ 218 Salvar frá Fornusöndum................................ 219 Seðill frá Árbæ................................................. 220 Seifur frá Hlíð.....................................................221 Sigur frá Stóra-Vatnsskarði........................... 222 Silfursteinn frá Horni......................................224

Stormur frá Herríðarhóli................................252 Stormur frá Stíghúsi........................................253 Styrkur frá Leysingjastöðum II.................... 254 Styrkur frá Skagaströnd.................................255 Sægrímur frá Bergi..........................................256 Sölvi frá Auðsholtshjáleigu.......................... 258 Sölvi frá Stuðlum.............................................259

T

Sindri frá Hjarðartúni......................................225

Tenór frá Litlu-Sandvík................................. 260

Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk...............226

Tindur frá Eylandi............................................ 261

Skaginn frá Skipaskaga................................. 228

Tíberíus frá Hafnarfirði..................................262

Skarði frá Skör..................................................229

Tími frá Breiðabólstað....................................263

Oddi frá Hafsteinsstöðum............................200

Skálkur frá Koltursey..................................... 230

Tolli frá Ólafsbergi......................................... 264

Ofsi frá Eystra-Fróðholti................................ 201

Skálmar frá Nýjabæ.........................................231

Tónn frá Hjarðartúni.......................................265

Organisti frá Horni..........................................202

Skjanni frá Nýjabæ.......................................... 232

Tumi frá Jarðbrú.............................................. 266

Orkuhringur frá Hjarðartúni........................ 203

Skógur frá Ytri-Skógum................................233

Nökkvi frá Hrísakoti........................................198 Nökkvi frá Syðra-Skörðugili..........................199

O

Ó Óskar frá Breiðstöðum..................................204

P Penni frá Eystra-Fróðholti............................ 206 Pensill frá Hvolsvelli........................................207 Prins frá Hjarðartúni......................................208

R Rafnar frá Hrafnagili...................................... 209 Rauðskeggur frá Kjarnholtum I................... 210 Ráðgjafi frá Reynisvatni.................................212 6 | Stóðhestar 2020

Skörungur frá Skáney.................................... 234 Slyngur frá Fossi..............................................236 Snillingur frá Íbishóli....................................... 237 Snæfinnur frá Sauðanesi.............................. 238 Sókrates frá Skáney........................................239 Sólbjartur frá Flekkudal................................ 240 Sólon frá Þúfum................................................241 Spaði frá Stuðlum............................................242 Sproti frá Enni.................................................. 244 Sproti frá Vesturkoti.......................................245 Stapi frá Stíghúsi............................................. 246 Stardal frá Stíghúsi.......................................... 247

Ú Útherji frá Blesastöðum.................................267

V Valmar frá Skriðu............................................ 268 Varúlfur frá Eylandi........................................ 269 Vákur frá Vatnsenda.......................................270 Vegur frá Kagaðarhóli.....................................271 Veigar frá Skipaskaga..................................... 272 Veigur frá Skeggjastöðum............................ 274 Viðar frá Skeiðvöllum..................................... 275 Viðar frá Skör....................................................276


Efnisyfirlit Viljar frá Auðsholtshjáleigu........................... 277 Villingur frá Breiðholti í Flóa.........................278 Vökull frá Efri-Brú..........................................280 Vörður frá Vindási........................................... 281

Þ

Þröstur frá Kolsholti 2....................................295

Þinur frá Enni................................................... 284 Þjóstur frá Hesti.............................................. 286 Þormar frá Prestsbæ......................................287 Þór frá Stóra-Hofi...........................................288

Y Ymur frá Reynisvatni......................................282

Ý

Þór frá Torfunesi............................................. 289 Þórbjörn frá Tvennu..................................... 290 Þráinn frá Flagbjarnarholti............................292

Ýmir frá Heysholti........................................... 283

Þytur frá Skáney............................................. 296

Ö Ögri frá Bergi....................................................297 Ölnir frá Akranesi............................................ 298 Örn frá Gljúfurárholti..................................... 299 Örvar frá Gljúfri...............................................300

Þristur frá Tungu.............................................293 Þróttur frá Akrakoti....................................... 294

Kynbótamat 2020...........................302

FAGLEG VINNUBRÖGÐ SEM SKILA ÁRANGRI Löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur Þriðja söluhæst hjá Domusnova árið 2019

MAT

F

ERÐ RÍTT V

Elka

@domusnova.is

Sími: 863 8813 DOMUSNOVA - HLÍÐASMÁRA 4 KÓPAVOGI - AUSTURVEGI 6 SELFOSSI & STILLHOLTI 16-18 AKRANESI

SÍMI 527 1717 - WWW.DOMUSNOVA.IS

Stóðhestar 2020 | 7


ÞORVALDUR KRISTJÁNSSON

Nýr dómskali

Hérna verður farið yfir helstu atriði er varða nýjan dómskala fyrir kynbótahross; markmið og tilgang með uppfærslu á dómskalanum og hvaða nýjungar eru í farvatninu varðandi útfærslu á reiðdóminum. Aðal markmiðið í íslenskri hrossarækt er að skapa aðgengilega og auðvelda hestgerð fyrir þann breiða hóp fólks sem nýtur reiðhestskosta íslenska hestsins. Leiðin til þess er m.a. að verðlauna ákveðið byggingarlag með áherslu á sterka yfirlínu, sem skapast af rétt löguðum hálsi og burðarmiklu baki, að hrossið sé jafnvægisgott; hlutfallarétt og framhátt. Hvað varðar reiðhestskostina er mikilvægt að verðlauna jafnvægi og að hesturinn sé sjálfberandi og eigi auðvelt með að ganga í réttri líkamsbeitingu undir manni. Þá er mikilvægt að leggja aukna áherslu á þjálni og yfirvegun þegar kemur að mati á vilja og geðslagi. Allt eru þetta atriði sem meðal annarra stuðla að betri reiðhesti, burtséð frá hlutverki hans. Helstu markmið eftirfarandi:

vinnunnar

• Aukin áhersla á mýkt, jafnvægi, sjálfberandi hestgerð og rétta líkamsbeitingu • Aukin áhersla á gæði gangtegundanna á mismunandi hraðastigum; tölt, stökk og brokk og fjaðurmagn á hægu þegar hæstu einkunnir eru gefnar

• Gera skalann að enn betra vinnuplaggi fyrir dómara, sýnendur og ræktendur

• Kanna með hvaða hætti væri hægt að gera mismunandi kröfur eftir aldri • Aukin áhersla á þjálni og yfirvegun í mati á vilja og geðslagi • Bæta við reiðdóminn ákveðnum verkefnum sem auka upplýsingagildi sýningarinnar; bæta mat á jafnvægi hestsins og hversu sjálfberandi hann er og gefa okkur auknar upplýsingar um gæði gangtegundanna.

Hérna verður farið yfir hverja gangtegund fyrir og stiklað á helstu nýjungum sem eru í farvatninu: Tölt

voru

• Yfirfara markmiðin innan hvers eiginleika og skilgreina eiginleikana nánar, sérstaklega átti þetta við fet, hægt stökk og hægt tölt

8 | Stóðhestar 2020

• Taka inn nýja þekkingu á sambandi byggingar og hæfileika. Í nýjum skala er aukin áhersla þá þætti byggingarinnar sem eiga að stuðla að eðlisgóðri ganghæfni

Fyrir hinar hærri einkunnir fyrir hægt tölt (9,0 eða hærra) þarf hesturinn að geta gengið upp í jafnvægisgott hægt tölt af feti án þess að þurfa til þess langan aðdraganda. Kristall frá Auðsholtshjáleigu og Bylgja Gauksdóttir

Eins og kemur fram að ofan er stefnan að leggja aukna áherslu á jafnvægi og að hesturinn sé sjálfberandi undir manni. Til að meta þessa þætti sérstaklega er gott að sjá hestinn aðeins á slökum taum og sjá hraðabreytingar. Til þess að hljóta einkunn upp á 9,0 eða hærra fyrir tölt er því gerð krafa um að sýndar séu hraðabreytingar (þ.e. greinileg uppkeyrsla og/eða niðurhæging) og að sýnt sé fram á að hesturinn haldi jafnvægi á gangtegundinni þegar greinilega losað er um tauminn. Þessi verkefni, séu þau vel framkvæmd, geta að auki vegið til hækkunar á einkunnum neðar í skalanum. Í sambandi við verkefnið að losa um tauminn er hugmyndin sú


að losað sé alveg um taumsamband í að lágmarki 3 sekúndur (taumur gefinn fram); að það sé nóg prufa á það hversu sjálfberandi hesturinn er. Þröskuldar í tölti – eins og fólk þekkir eflaust má núna muna einum heilum í einkunn á hægu tölti og tölti; þ.e. hross getur fengið 9,0 fyrir tölt með 8,0 fyrir hægt tölt. Í nýjum skala er hugmyndin að leggja meiri áherslu á gæði á hægu tölti á þann veg að þegar hross hljóta 9,0 eða hærra fyrir tölt megi einungis muna hálfum í einkunn á hægu tölti og tölti (einkunn fyrir hægt tölt megi einungis vera hálfum lægri). Áfram megi muna heilum í einkunn upp í 8,5 í skalanum og einnig almennt þegar um fjögurra vetra hross er að ræða (mismunandi kröfur eftir aldri).

Brokk Til að fá auknar upplýsingar um brokkið þegar úrvalseinkunnir eru gefnar (9,0 eða hærra) er hugmyndin að hesturinn sé sýndur á fleiri en einu hraðastigi, þ.e. á hægu brokki eða hægri milliferð og einnig greiðari ferð. Hingað til hefur sú vinnuregla verið við lýði að sé gefið 9,5 eða 10 fyrir brokk, að þá sé hesturinn sýndur á milliferð, auk greiðari ferðar. Nú er hugmyndin að útfæra þetta skýrt í skalanum og gera þessa kröfu þegar einkunnir 9,0 eða hærra eru gefnar. Stefnan er sú að hross sem hljóta úrvalseinkunnir hafi sannarlega bætandi áhrif á brokk í stofninum en þá

er mikilvægt að hrossið sé takthreint, beiti sér rétt og búi yfir fjaðurmagni á hægari ferð. Þá geta hraðabreytingar í góðu jafnvægi vegið til hækkunar á einkunnum hvar sem er í skalanum. Skeið Þegar kemur að mati á skeiði er nýjung í skalanum að gerðar eru minni kröfur til fjögurra vetra hrossa hvað lengdina á sprettinum varðar. Fyrir fjögurra vetra hross er full sprettlengd 75 metrar en 150 metrar hjá eldri hrossum eins og verið hefur. Þá er meira lagt upp úr réttri líkamsbeitingu á skeiði eins og á öðrum gangtegundum og jafnvæ-

Hægt tölt Til að meta ákveðna þætti hæga töltsins er afar upplýsandi að sjá hestinn á hægu tölti sem er sýnt upp af feti. Þessir þættir eru hreinleiki gangtegundarinnar og jafnvægi en einnig fjaðurmagn á hægu og eðlisfótaburður. Fyrir hinar hærri einkunnir (9,0 eða hærra) þarf hesturinn því að geta gengið upp í jafnvægisgott hægt tölt af feti án þess að þurfa til þess langan aðdraganda. Gangskiptingin fet upp í hægt tölt þarf ekki að fara fram fyrir framan dómpallinn (nóg að hún fari fram í aðdraganda 150 metra kaflans) enda er ekki verið að meta gangskiptinguna sem slíka, heldur gæði hæga töltsins þegar það er sýnt upp af feti.

Til þess að hljóta úrvalseinkunn 9,0 eða hærra þarf að sýna hestinn á fleiri en einu hraðastigi á brokki, þ.e. á hægu brokki eða hægri milliferð og einnig greiðari ferð. Seiður frá Flugumýri og Mette Mannseth á LM 2008 ljósmynd: Jens Einarsson

Stóðhestar 2020 | 9


gi. Auðveld niðurtaka á skeið af stökki, létt taumsamband á sprettinum, sem og mjúkleg niðurhæging í jafnvægi eru verkefni sem geta vegið til hækkunar á einkunnum enda sýna þau fram á jafnvægi hestsins og öryggi á sprettinum. Að sama skapi skal einkunn lækka um 0,5 hið minnsta séu miklir erfiðleikar í upphafi spretts, hesturinn þarf mikla hjálp frá knapa til að halda jafnvægi á sprettinum eða ef hesturinn styttir sig í niðurhægingu. Til að hljóta einkunnir 8,5 og hærra þarf að hleypa hestinum greinilega til skeiðs, þetta er verkefni sem þegar er farið að biðja um. Stökk Í nýjum skala hefur stökkið verið skilgreint sem tveir aðskildir eiginleikar, stökk og hægt stökk, með sitt hvort vægið. Þegar stökk hefur verið skilgreint sem tveir eiginleikar er ekki lengur um þröskulda að ræða, þannig að gæði á hægu stökki hafa ekki áhrif á einkunnagjöf fyrir stökk, eins og verið hefur. Stökk skal sýnt á þeim mesta hraða þar sem hesturinn ræður við að ganga í jafnvægi og burði, þar sem hraðaaukning frá hægu upp í mestu ferð er sýnd. Greinileg hraðaaukning í góðu jafnvægi getur vegið til hækkunar á einkunn og eins ef sýnd er jafnvægisgóð niðurhæging. Full sprettlengd er 150 metrar en eins og með skeiðið er full sprettlengd 75 metrar hjá fjögurra vetra hrossum.

10 | Stóðhestar 2020

Hægt stökk Hvað hæga stökkið varðar hefur ræktunarmarkmiðið verið yfirfarið og skýrt en dómskalinn fyrir hægt stökk var fremur lítið skilgreindur. Í nýjum skala er betur lýst hvaða gerðir af hægu stökki eigi að verðlauna til úrvalseinkunna, þar sem t.d. svif og mýkt geta vegið hvort annað upp. Fyrir hinar hærri einkunnir (9,0 eða hærra) þarf hesturinn að geta lyft sér upp í jafnvægisgott hægt stökk af feti eða milliferðar tölti/brokki. Sýning á bæði hægra og vinstra stökki sem og að hesturinn haldi jafnvægi og burði þegar slakað er á taum eru verkefni sem vegið geta til hækkunar á einkunn séu þau vel framkvæmd en ekki er gerð nein krafa um þau. Fet Þar hefur ræktunarmarkmiðið einnig verið yfirfarið og skýrt. Í nýjum skala er aukin áhersla á rétta líkamsbeitingu á feti, hesturinn gangi vel í gegnum sig og hafi góða skreflengd en minni áhersla á yfirstig á fetinu; það er að afturfótur fari mikið yfir framfótarsporið. Hvað varðar ung hross þá eru gerðar minni kröfur um stöðuguleika sýningarinnar, þ.e. ef ung hross missa einbeitingu á fetinu, að dæma til einkunnar bestu kafla sýningarinnar. Vilji og geðslag - Samstarfsvilji Eins og fram hefur komið er meiri áhersla lögð á þjálni og yfirvegun í mati á þessum eiginleika í nýjum skala. Í vilja og geðslagi er metið hvernig sýningin gengur; framhugsun hestsins, svörun

við ábendingum (þjálni) og spennustig. Stefnan er að koma upplýsingum skýrar á framfæri um þessi þrjú atriði í framtíðinni þannig að ræktendur geti betur glöggvað sig á hestgerðinni sem í dómi er hverju sinni. Þetta eru einnig þau atriði sem raunhæft er að meta á þeim fáu mínútum sem dómurinn fer fram. Mörg atriði geðslagsins er ekki hægt að glöggva sig á með sjónmati. Þetta er því afmarkaðri eiginleiki en heitið vilji og geðslag gefur til kynna og því var niðurstaðan að betra væri að kalla eiginleikann samstarfsvilja.


MEÐ ÞÉR Í 43 ÁR Stóðhestar 2020 | 11


ÞORVALDUR KRISTJÁNSSON

Nýtt ræktunartakmark í íslenskri hrossarækt Á aðalfundi FEIF sem haldin var á Íslandi í byrjun febrúar var samþykkt nýtt ræktunartakmark fyrir íslenska hestinn. Það var Ísland, ásamt kynbótanefnd FEIF, sem lagði til breytingar á hinum almennu ræktunarmarkmiðum fyrir íslenska hestakynið og vægistuðlum eiginleikanna í aðaleinkunn. Einnig hefur dómskali einstaklingsdóma verið uppfærður og var ný útgáfa hans einnig samþykkt á FEIF þinginu. Almenn ræktunarmarkmið Ræktunarmarkmið í íslenskri hrossarækt er annars vegar skilgreint í almennum markmiðum og hins vegar í sérstökum markmiðum. Hin almennu markmið ná yfir heilbrigði, frjósemi og endingu, þar sem ræktunartakmarkið miðar að því að rækta heilbrigðan, frjósaman og endingargóðan hest – hraustan íslenskan hest; liti, þar sem ræktunartakmarkið er að viðhalda öllum mögulegum litaafbrigðum innan stofnsins og stærð, en hið opinbera ræktunartakmark gefur færi á allmiklum breytileika hvað varðar stærð hrossanna. Þá fjalla hin sérstöku ræktunarmarkmið um hver stefnan er innan sköpulags og reiðhestshæfileika. Skilgreining ræktunarmarkmiðsins fyrir íslenska hestinn felst einnig í þeim eiginleikum sem metnir eru í kynbótadómnum,

12 | Stóðhestar 2020

skilgreiningu úrvalseinkunnar innan hvers eiginleika og vægi hvers og eins eiginleika í aðaleinkunn. Búið er að yfirfara hin almennu og sérstöku markmið og útlista betur hver þau eru. Það hefur verið gert með því að bæta inn lýsingu á hlutverkum hestsins og gera grein fyrir markmiðinu hvað geðslag hestsins varðar. Stefnan hvað bygginguna snertir hefur verið uppfærð með aukna áherslu á byggingarlag sem stuðlar að eðlisgóðri ganghæfni. Þá hefur markmiðið með ganglag hestsins

verið skrifað á mun ítarlegri hátt, þar sem æskilegu ganglagi og líkamsbeitingu hestsins er lýst almennt eða óháð gangtegund. Nýjustu útgáfuna af ræktunarmarkmiðunum má sjá hér á eftir. Ræktunarmarkmiðinu innan hvers eiginleika er lýst í einkunninni 9,5-10 en lýsingu á því má finna í stigunarkvarða einstaklingsdóma sem er birtur heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is, undir Kynbótastarf/ Hrossarækt.

Aukin áhersla á mýkt, jafnvægi, sjálfberandi hestgerð og rétta líkamsbeitingu. Lukkudís frá Bergi og Viðar Ingólfsson ljósmynd: Óðinn Örn Jóhannsson


Almenn ræktunarmarkmið Heilbrigði, frjósemi, ending Hið opinbera ræktunartakmark miðar að því að rækta heilbrigðan, frjósaman og endingargóðan reiðhest – hraustan íslenskan hest. Litir Hið opinbera ræktunartakmark er að viðhalda öllum mögulegum litaafbrigðum innan stofnsins. Þó skal hafa í huga að vissum litaafbrigðum geta fylgt erfðagallar eða líkamlegir kvillar sem ber að varast. Stærð Hið opinbera ræktunartakmark gefur færi á allmiklum breytileika hvað varðar stærð hrossanna. Almennt er talið heppilegt að stærð íslenska hestsins sé ekki undir 138 cm á hæstar herðar mælt á stöng. Hlutverk hestsins Markmiðið er að rækta reiðhest sem getur sinnt fjölmörgum hlutverkum og nýtist breiðum hópi fólks. Notkun hestsins miðast fyrst og fremst við reiðhestskosti hans þar sem hann nýtist til almennra útreiða, ferðalaga og í hinar ýmsu keppnir. Sérstök ræktunarmarkmið Geðslag hestsins – almennt Stefnt er að geðslagi sem gerir hestinum kleift að nýtast í fjölmörg hlutverk með sérstaka áherslu á yfirvegun, þjálni og geðprýði. Hesturinn á að vera kjarkaður og öruggur í allri meðhöndlun

Stefnt er að sköpulagi sem einkennist af fegurð og myndarskap með mikilli áherslu á styrk og vöðvastælta líkamsbyggingu.

og reið. Innan ræktunarmarkmiðsins hvað vilja og næmni varðar rúmast mismunandi hestgerðir; allt frá næmum og viljugum hrossum til rólyndari en ávallt er lögð áhersla á samstarfsvilja og yfirvegun. Sköpulag – almennt Sköpulagið á að stuðla að heilbrigði hestsins og endingu þar sem burðargeta, eðlislæg ganghæfni og geta til að ganga í jafnvægi og réttri líkamsbeitingu eru í fyrirrúmi. Stefnt er að sköpulagi sem einkennist af fegurð og myndarskap með mikilli áherslu á styrk og vöðvastælta líkamsbyggingu. Reiðhestskostir – almennt. Stefnan er að rækta úrvals ganghest, sem frá náttúrunnar hendi á auðvelt með að ganga í jafnvægi, vera sjálfberandi og

fara glæsilega í reið, hest sem er fimur, þrekmikill og fótviss - hinn íslenski gæðingur. Megin markmiðið hvað gangtegundirnar varðar er að þær séu takthreinar og að hesturinn beiti sér rétt á hverri þeirra. Hrein gangtegund er sú sem býr yfir réttum takti, þar sem hreyfingin flæðir í gegnum hestinn í jöfnum hrynjanda. Hesturinn á jafnframt að búa yfir mýkt, léttleika, skreflengd og rými. Hesturinn á að eiga auðvelt með að ganga í jafnvægi og réttri líkamsbeitingu á hverri gangtegund. Hreyfingar hestsins eiga að vera frjálsar og óþvingaðar. Hann á að hafa getu til að ganga í söfnun á hægri ferð en jafnframt að geta teygt á sér á yfirferðargangi. Hröðun á gangi á að byggja á aukningu skreflengdar umfram skreftíðni. Mikilvægir þættir í réttri líkamsbeitingu Stóðhestar 2020 | 13


sem bygging hestsins á að auðvelda eru: Yfirlínan er löng og stífnislaus og burður er í baki og afturhluta. Hesturinn á auðvelt með að kreppa lend og stíga inn undir sig með afturfætur sem bera og spyrna hestinum fram. Hann hefur hátt frambak, gengur upp í herðar, lyftir hálsrótinni og teygir ennið fram með hnakkann sem efsta punkt. Höfuðburður er óþvingaður með nefið fyrir framan lóðlínu. Greinilegar bolhreyfingar og fjaðurmagn í baki og lend sem skapast af virkri og stífnislausri yfirlínu ásamt burði og spyrnu afturfóta eru til staðar. Hvelfing yfirlínunnar og reising hálsins eru mismunandi eftir því á hvaða hraða er riðið, söfnun og gangtegund. Þegar riðið er í söfnun á hægri ferð er yfirlínan hvelfdari, meira kreppa er í lend og framhluti hestsins er hærri en afturhlutinn. Hesturinn tekur styttri og hægari skref, stöðutími afturfóta er greinilega lengri en framfóta sem hafa háar, léttar og frjálsar hreyfingar. Þess skal sérstaklega gætt að söfnun sé ekki á kostnað mýktar og gegnumflæðis í hreyfingum. Þegar hesturinn eykur hraðann eykur hann um leið teygju líkamans, lengir skrefin og stöðutími aftur- og framfóta verður jafnari. Hesturinn teygir á yfirlínunni og verður opnari í kverk en heldur jafnvægi og burði í baki. Vægi eiginleikanna Þá hefur vægjum eiginleikanna í aðaleinkunn verið breytt og helstu breytingarnar eru í stuttu máli þessar: Vægi reiðhestskostanna hefur verið hækkað úr 60 í 65% og því lögð enn meiri áhersla á ganghæfni hrossanna.

14 | Stóðhestar 2020

Þetta var gert til að hægt væri að hækka heildarvægi grunngangtegundanna (fet, brokk og stökk) og þar með leggja meiri áherslu á hina fjölhæfu hestgerð innan stofnsins, hvort sem hún býr yfir fjórum eða fimm gangtegundum. Hægt stökk er nú skilgreint sem sér eiginleiki. Gæði á hægu stökki hefur verið hluti af einkunn fyrir stökk hingað til en verðmætt er að hægt stökk hafi bein áhrif á aðaleinkunn hrossa. Aðgengilegt er að skilgreina hægt stökk og stökk sem tvo eiginleika þar sem um tvær gangtegundir er í raun að ræða, þrítakta hægt stökk og fjórtakta hratt stökk og er talað um þetta sem tvær gangtegundir í mörgum löndum. Þá hefur vægi á bak og lend verið hækkað þar sem rannsóknir á tengslum byggingar og hæfileika styðja að leggja meiri áherslu á þennan eiginleika. Þá hefur heiti á vilja og geðslagi verið breytt í samstarfsvilja. Þetta er gert þar sem meiri áhersla er í nýjum skala á þjálni og yfirvegun hestsins. Einnig er skilgreining eiginleikans afmarkaðri í nýjum dómska-

la þar sem marga þætti geðslagsins er ekki hægt að meta með góðu móti með sjónmati. Að lokum, og í raun vægjum eiginleikanna óviðkomandi, hefur verið ákveðið að reikna tvær aðaleinkunnir fyrir hvern hest. Auk aðaleinkunnar eins og hún er reiknuð í dag verður sérstök fjórgangseinkunn einnig reiknuð þar sem vægi skeiðs er tekið úr útreikningi á aðaleinkunn og dreift hlutfallslega út á aðra eiginleika hæfileikanna. Þetta er gert til þess að auðvelda samanburð á milli hrossa og gera hann enn áhugaverðari. Þá kemur til með að birtast tvær einkunnir til viðbótar fyrir hvern hest í WorldFeng; aðaleinkunn hæfileika og aðaleinkunn, byggðar á fjórum gangtegund, auk samstarfsvilja og fegurðar í reið. Þetta verður gert fyrir öll hross hvort sem þau sýna skeið eða ekki. Nýja vægistuðla eiginleikanna í aðaleinkunn má sjá í töflunni hérna að neðan.

Vægi einstakra eiginleika: Sköpulag

Reiðhestskostir

Höfuð

2%

Tölt

16%

Háls, herðar og bógar

8%

Brokk

9%

5,5%

Skeið

10%

Bak og lend Samræmi

7%

Hægt stökk

4%

Fótagerð

4%

Stökk

3%

Réttleiki

2%

Samstarfsvilji

7%

Hófar

5%

Fegurð í reið

10%

Prúðleiki

1,5%

Fet

6%

Samtals:

35%

Samtals:

65%


Stóðhestar 2020 | 15


Reglur um kynbótasýningar Starfsfólk og verksvið þess: • Kynbótadómarar á Íslandi skulu hafa lokið BS-gráðu í Búvísindum, Hestafræði eða dýralækningum og þurfa að hafa staðist sérstakt hæfnispróf Bændasamtaka Íslands. Hvað varðar kröfur til dómara á alþjóðavettvangi þá setur FEIF reglur þar um. Hvað varðar ráðningu dómara á kynbótasýningum á Íslandi má gera undantekningu á fyrrnefndum kröfum um menntun ef viðkomandi dómari er með alþjóðlegt leyfi frá FEIF til að starfa sem kynbótadómari sem gefið var út fyrir árið 2015 (upprunalegt leyfi). • Á hverri kynbótasýningu starfa að jafnaði þrír dómarar og hafa samráð um einkunnir. Undantekningu frá fjölda dómara má gera ef hross eru 35 eða færri. Skipaður er formaður í hverri dómnefnd en hlutverk hans er að sjá til að dómstörf gangi vel fyrir sig og að niðurstaða fáist. • Á hverri kynbótasýningu skal starfa sýningarstjóri sem ber ábyrgð á framkvæmd sýningarinnar með dómnefnd, auk þess skulu starfa á sýningum mælingamenn, tölvarar og þulir allt eftir þörfum hverju sinni. Listi yfir formenn dómnefnda er samþykktur árlega af fagráði í hrossarækt.

Almennt verklag: • Kynbótadómar fara þannig fram að fyrst koma hross til sköpulagsdóms en síðan til dóms á reiðhesthæfileikum. Hafi hross verið fulldæmt á almanaksárinu getur eigandi valið að láta nýjasta byggingardóm úr fullum dómi standa við endursýningu. Þegar öll hross á sýningu hafa komið til dóms er haldin sérstök yfirlitssýning þar sem öll hæfileikadæmd hross eiga þátttökurétt. Á sýningum sem standa í viku eða lengur er heimilt er að skipta yfirlitssýningum upp á fleiri daga.

16 | Stóðhestar 2020

Vellir og önnur aðstaða: Fyrir sköpulagsdóm: • Þar sem aðstæður eru fyrir hendi skulu mælingar og dómar á sköpulagsþáttum fara fram innandyra (reiðhöll). Við byggingardóm skal vera fyrir hendi 20 - 30 m löng og 2 - 3 m breið afmörkuð og slétt braut.

Fyrir hæfileikadóm: • Hæfileikar skulu sýndir á beinni braut u.þ.b. 250 m langri og 4 - 6 m breiðri sem er vel afmörkuð en þó opin í báða enda. • Yfirlag brautarinnar sé sambærilegt yfirlagi góðra keppnisvalla, þess skal gætt að yfirlagið sé slétt og vel valtað. Eins skal þess gætt eins og kostur er að brautin sé í sambærilegu ástandi út alla sýninguna. Þá skal þess gætt sem frekast er unnt að utanaðkomandi umferð trufli ekki. • Brautin skal vera afmörkuð í tíma áður en dómstörf hefjast og aðstæður yfirfarnar af mótshaldara og fulltrúa dómnefndar.

• Dómarar skulu hafa góða vinnuaðstöðu og hindrunarlausa yfirsýn fyrir miðri braut í u.þ.b. 25 - 40 m fjarlægð. • Við hæfileikadóm eru notaðar að hámarki 5 ferðir í hvora átt eftir brautinni til að sýna reiðhestskosti gripsins. • Á yfirlitssýningu eru 2 - 4 hross í braut í einu allt eftir aðstæðum og fjölda hrossa og notaðar eru að hámarki 3 ferðir í hvora átt eftir brautinni. Þar er dómurum heimilt að hækka fyrri dóma á einstökum reiðhestkostum komi hrossið betur fyrir.

Um hestinn: • Hross sem koma til kynbótadóms skulu vera vel undirbúin, hraust og ósár, vel fóðruð og hirt. Hross sem sýnd eru í reið skulu hafa náð 4 vetra aldri miðað við almanaksárið. • Öll hross sem koma til kynbótadóms skulu vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt með örmerki. Starfsmenn sýningarinnar sjá um að samlesa einstaklingsmerkið við grunnskráningu.


• Úr öllum hryssum og geldingum sem mæta til kynbótadóms þarf að vera búið að taka DNA-sýni og staðfesting á því liggi fyrir í WF. • Úr öllum stóðhestum fimm vetra eða eldri þarf að hafa verið tekið blóðsýni við komu til dóms. • Allir stóðhestar sem koma til kynbótadóms skulu vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra. • Ef örmerki finnst ekki í hrossi sem mætir til dóms ber að örmerkja það á staðnum og taka stroksýni úr nös til DNA-greiningar á ætterni, með þeim kostnaði sem af því hlýst fyrir eiganda/ forráðamann, þar sem örmerki og DNA-sýni þurfa ávallt að fylgjast að. • Mælingar, þéttleikamat og skráning galla séu þeir til staðar skal fara fram á eistum stóðhesta sem til dóms koma. Upplýsingar um eistnagalla skulu birtar í WorldFeng. • Röntgenmynda skal hækilliði allra stóðhesta sem náð hafa fimm vetra aldri og koma til dóms á kynbótasýningum. Endanlegur aflestur röntgenmyndanna er í höndum sérgreinadýralæknis hrossasjúkdóma og niðurstöður skulu birtar í WorldFeng. Röntgenmyndirnar er heimilt að taka af hestunum hvenær sem er á því ári sem fimm vetra aldri verður náð. Stóðhestar hljóta ekki dóm nema myndataka hafi farið fram og niðurstöður liggi fyrir í WorldFeng. Heimilt er að senda inn röntgenmyndir til aflesturs og birtingar í WorldFeng þó ekki sé um sýningu að ræða. • Eftir reiðdóm skal kanna hvort áverkar séu á hrossum og skrá niðurstöður í WorldFeng. Hafi hross áverka af stigi 3 hlýtur það hvorki dómsniðurstöður fyrir hæfileika né verðlaunun. Verði áverki af stigi 3 í yfirlitssýningu hlýtur hrossið ekki mögulega hækkun einkunna né verðlaunun. • Hestar með eistnagalla sem jafngilda rauðu T eða eru með rautt S (spatt) eru ekki verðlaunaðir á kynbótasýningum né heldur hljóta þeir þátttökurétt í einstaklingssýningum kynbótahrossa á fjórðungs- og landsmótum.

Járningar: • Hross sem sýnd eru í reið skulu vera járnuð. Járningin skal vera vönduð sem kostur er, eðlilegt samræmi sé milli tálgunar fram- og afturhófa og hófhalli samsvari halla kjúkunnar. • Hófar mega ekki vera lengri en 8,5 sm mælist hrossið lægra en 137 sm á stöng á hæstar herðar, sé hrossið 137 sm en þó lægra en 145 sm á hæstar herðar má hóflengdin vera allt að 9,0 sm og ef hæðin er 145 sm eða meiri má hóflengdin vera allt að 9,5 sm. Ekki má muna meiru en 1,5 sm á lengd fram- og afturhófa. • Hámarksþykkt skeifna er 8 mm og hámarksbreidd 23 mm og skal sama breidd vera á fram- og afturfótaskeifum. Skeifurnar skulu vera samstæðar og úr samskonar efni. Efni skeifnanna hafi ekki meiri eðlisþyngd en hefðbundið skeifnajárn. Skeifurnar séu af hæfilegri stærð miðað við hófa og ekki má muna meiru í þykkt en 2 mm á fram- og afturfótaskeifum. • Leyfilegt er að nota skafla, þeir skulu þá vera tveir í hverri skeifu og þeir séu að hámarki (lengd*breidd*hæð) 15mm*15mm*12mm. • Afbrigðileg járning, s.s. uppsteyptir hófar, er óheimil.

• Pottun skeifna er óheimil. • Járningar, þ.e. breytingar á tálgun hófa eða skeifum, frá fordómi til yfirlitssýningar eru bannaðar, nema með sérstöku leyfi sýningarstjóra í kjölfar óhapps.

Reiðtygi og annar búnaður: • Hnakkar: Heimilt er að nota alla hnakka og hnakkígildi sem ekki valda hrossinu óþægindum eða særindum og hæfa íslenskum hrossum. • Beislabúnaður: Hann skal fara vel, vera rétt stilltur og ekki valda hestinum eymslum eða særindum. Heimilt er að nota öll mél, nema mél með tunguboga og vogarafli samanber reglugerð nr. 910 um velferð hrossa. • Dómnefnd getur veitt undanþágu á reglum þessum til notkunar á mélalausum beislabúnaði ef ástæða þykir til. • Reiðmúlar: Með hringamélum er heimilt að nota enskan múl (með eða án skáreimar), þýskan múl, mexíkóskan múl og spangamúl. Með mélum með vogarafli (t.d. íslenskum stöngum) er heimilt að nota enskan múl án skáreimar.

Stóðhestar 2020 | 17


• Keyri: Leyfilegt er að nota písk, hámarkslengd 120 cm. • Fótahlífar: Þær séu að hámarki 120 gr. (samanlagður þungi á hvern fót þ.e. legghlífar og hófhlífar) og í dökkum lit, svartar eða dökkbrúnar. Ef hlífar eru notaðar í hæfileikadómi þá skal sami búnaður notaður út alla sýninguna. Ef hlíf dettur af þá skal henni komið fyrir aftur áður en lengra er haldið.

samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðareglum þar um. Hafi knapi gerst brotlegur samkvæmt lyfjareglugerð Landssambands hestamannafélaga (LH) eða FEIF gildir sá dómur sem hann hlýtur einnig í kynbótasýningum. • Knöpum er skylt að nota reiðhjálm í reiðdómi og í reiðsýningum og skal hjálmurinn vera fastspenntur.

Um knapa og umráðamenn:

Viðurlög við ólöglegum búnaði eða járningum:

• Sami knapi sýni hrossin í einni og sömu sýningunni. Knapar skulu vera allsgáðir og sýni prúðmannlega reiðmennsku og þeir ásamt umráðamönnum hrossins sýni einnig kurteisi og háttvísi í framkomu. Að öðrum kosti getur dómnefnd áminnt viðkomandi eða vísað frá sýningu. • Verði knapi í kynbótasýningu uppvís af því að hestur hans greinist með ólögleg lyf, sbr. lyfjareglugerð (nr. 635/1996), hlýtur hann dóm

• Annað brot á viðkomandi sýningu: Brottvísun knapa af viðkomandi sýningu og dómur á viðkomandi hrossi ógiltur. Ný regla varðandi dóma á vilja og geðslagi á yfirlitssýningu: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

• Fyrsta brot á viðkomandi sýningu: Opinber áminning, hrossi vísað af sýningu og dómur ógiltur. • Annað brot á viðkomandi sýningu: Brottvísun knapa af sýningu, hrossi vísað af sýningu og dómur ógiltur.

Viðurlög við grófri reiðmennsku: • Fyrsta brot á viðkomandi sýningu: Opinber áminning.

ÖRFLUTNINGAR KJARTANS Alls konar flutningar, sorpuferðir, vörudreifing og skutl á höfuðborgarsvæðinu. Kem vörum í frakt eða á stöðvar. Persónuleg þjónusta.

696-0578

696-0578

FACEBOOK.COM/SENDIBILL

18 | Stóðhestar 2020


KERCKHAERT kemur þér alla leið... Stóðhestar 2020 | 19


Skráningar á kynbótasýningar vorsins Um miðjan apríl verður opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur. com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu RML www.rml.is í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Þar má auk þess finna leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá á kynbótasýningu undir kynbótastarf/ hrossarækt/kynbótasýningar. Í töflunni hér að neðan má sjá síðasta skráningardag á hverja og eina sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó Dags.

Staður

25.5 - 29.5

Hafnarfjörður I

25.5 - 29.5

Selfoss

25.5 - 29.5

Akureyri

2.6 - 3.6

Stekkhólmi

2.6 - 5.6

Sprettur í Kópavogi

2.6 - 5.6

Hella I

8.6 - 12.6

Hafnarfjörður II

8.6 - 12.6

Hólar I

8.6 - 12.6

Hella II

15.6 - 19.6

Hafnarfjörður III

15.6 - 19.6

Hólar II

15.6 - 19.6

Víðidalur í Reykjavík

15.6 - 19.6

Hella III

20.7 - 24.7

Miðs. Hólar

20.7 - 24.7

Miðs. Hella

17.8 - 21.8

Síðs. Hella

17.8 - 21.8

Síðs. Hólar

17.8 - 21.8

Síðs. Hafnarfjörður

20 | Stóðhestar 2020

svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/ umráðamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu. Til að fá aðstoð er hægt að hringja í síma 5165000, eða senda tölvupóst á netföngin halla@rml og hross@rml.is. Við bendum á að utan dagvinnutíma eru starfsmenn RML ekki til staðar til að svara síma eða tölvupósti og því hvetjum við eigendur/ umráðamenn til að hafa tímann fyrir sér frekar en hitt þegar kemur að skráningum á sýningarnar. RML áskilur sér fullan rétt til að fækka dögum á sýningum ef skráningar eru færri en búist er við. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Gerð er undantekning á þessu fyrir sýninguna á Stekkhólma á Fljótsdalshéraði en þar verða að nást 15 skráningar svo sýning verði haldin. Hér að neðan má sjá sýningar vorsins og hvenær er síðasti skráningar- og greiðsludagur. Allar upplýsingar um röðun niður á daga munu birtast á heimasíðunni www.rml.is, þegar þær eru klárar sem verður nokkrum dögum fyrir sýningu.

Sýningargjöld og fleira Ekki er búið að fastsetja sýningargjöld fyrir árið 2020 en skv. vefsíðu RML er gjald fyrir fullnaðardóm 26.000 kr. en fyrir byggingadóm/hæfileikadóm 20.500 kr. Ganga þarf frá greiðslu um leið og hrossið er skráð. Hægt er að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er hægt að greiða með millifærslu. Um leið og hrossið hefur verið skráð birtist það strax inn á viðkomandi sýningu. Ef það gerist ekki er rétt að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis við skráninguna. Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina að látið sé vita um forföll fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir upphaf sýningarviku í síma 516-5000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið hross@rml.is. Endurgreitt er 14.000 kr. fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og 11.000 kr. fyrir hross sem hefur verið skráð í sköpulags- eða

hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði. Endurgreiðslukrafa vegna slasaðra hrossa þarf að hafa borist fyrir 1. júlí. Skipti knapi út hrossi í sýningu og velji að sýna annað hross en það sem skráð er, ber sá hinn sami fulla ábyrgð gagnvart þeim sem greiddi fyrir plássið. Greiðsla fyrir það hross sem skipt var út verður notuð til greiðslu á hrossinu sem kom í staðinn.

Minnum á eftirfarandi: • Ekki er hægt að skrá hryssur eða geldinga til sýningar nema búið sé að taka úr þeim stroksýni til DNA-greiningar og staðfesting á því liggi fyrir í WF. • Allir stóðhestar verða að vera DNA greindir svo og foreldrar þeirra. • Úr öllum stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir í WF að búið sé að taka blóðsýni og röntgenmynda vegna spatts. • Ekki er hægt að skrá hross á kynbótasýningu nema þau séu örmerkt • Ef örmerki finnst ekki í hrossi sem mætir til dóms ber að örmerkja það á staðnum og taka stroksýni úr nös til DNA-greiningar á ætterni, með þeim kostnaði sem af því hlýst fyrir eiganda/ forráðamann. Örmerki og DNA-sýni þurfa ávallt að fylgjast að. Ekki er hægt að skrá hross til sýningar nema ofantaldar kröfur séu uppfylltar. Hross sem koma inn á sýningu í stað annarra skráðra hrossa og uppfylla ekki þessi skilyrði verður vísað frá sýningu strax hjá mælingarmanni án undantekninga. Nánari upplýsingar um reglur og annað sem viðkemur kynbótasýningum má finna á heimasíðunni www.rml.is eða hringja í síma 5165000 hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið hross@rml.is. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins


Hestakerrur Eigum allt til kerrusmíði s.s Flexitora 750kg-1800kg Hjólanöf, dráttartengi á kerrur 750 kg - 3500 kg nefhjól, bretti, dekk og felgur.

&

VAGNAR & ÞJÓNUSTA

Tunguhálsi 10 • Reykjavík • S: 567-3440 • vagnar@vagnar.is

Stóðhestar 2020 | 21


MI

HEIÐ U

FY

IS1999135519

N

Aðall frá Nýjabæ

VERÐLAU RS

RIR AFKV

Æ

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir Eigandi: Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Ólöf í síma: 435-1233 og Kristinn í síma: 893-7616, netfang: kr@vesturland.is.

Hæsti dómur (2006) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórður Þorgeirsson Hæð á herðakamb: 143 cm. Mynd: aðsend

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Adam frá Meðalfelli (8.24) Vordís frá Sandhólaferju (7.88) Angi frá Laugarvatni (8.26) Furða frá Nýjabæ (8.06) Aldís frá Nýjabæ (8.06)

8.5

Höfuð Háls, herðar og bógar

8

Svipgott, Fínleg eyru

107

Langur, Mjúkur

104

Mjúkt bak, Jöfn lend

102

Samræmi

8

Fótahátt

102

Fótagerð

8

Öflugar sinar

103

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir, Nágengir - Afturf: Réttir

Leifa-Grána frá Brekku í Þingi

Hófar

8.5

Öngull frá Kirkjubæ (7.98)

Prúðleiki

8.5

117

Sif frá Laugarvatni (8.01)

Sköpulag

8.13

109

Ófeigur frá Hvanneyri (8.55)

Tölt

9

Rúmt, Taktgott

112

Nótt frá Nýjabæ (7.72)

Brokk

9

Rúmt, Öruggt

115

Skeið

9.5

Stökk

8

Snæfaxi frá Páfastöðum Jörp frá Holtsmúla Hylur frá Kirkjubæ (7.8)

Umsögn úr afkvæmadómi: Aðall gefur hross yfir meðallagi að stærð með svipgott höfuð en smá augu. Hálsinn er langur við háar herðar en djúpur. Bakið er breitt og vöðvað, spjaldið stundum stíft og lendin öflug en afturdregin. Afkvæmin eru langvaxin og fótahá en sum nokkuð þung á brjóstið. Liðir á fótum eru sverir og sinar öflugar en sinaskil lítil, réttleiki er yfir meðallagi. Hófar eru efnisþykkir en nokkuð gleiðir og prúðleiki er mjög góður. Aðall gefur rúmt, taktgott og mjúkt tölt með góðu framgripi og taktgott og skrefmikið brokk. Stökkið er ferðmikið en sviflítið og fetið er takthreint. Mörg afkvæmanna sýna talsverða skeiðgetu, eru örugg og skrefmikil á skeiðinu. Afkvæmin hafa góðan og þjálan reiðvilja og hafa myndarlega framgöngu í reið. Aðall gefur prúða, jafnvíga alhliðagæðinga.

8.5

Bak og lend

107 106

Ferðmikið, Öruggt

111 102

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

115

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas

109

Fet

7

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Framtakslítið

107 104

Hæfileikar

8.97

117

Aðaleinkunn

8.64

118

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

116

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 504. Fjöldi dæmdra afkvæma: 61. 22 | Stóðhestar 2020


Arður frá Brautarholti

RIR AFK

MI

FY

N

HEIÐ U

VERÐLAU RS

IS2001137637

Litur: Rauður/milli- nösótt (1530). Ræktandi: Snorri Kristjánsson Eigandi: Bergsholt sf, HJH Eignarhaldsfélag ehf

Upplýsingar: Arður verður í Kirkjubæ í allt sumar. Upplýsingar um notkun veita Hanna Rún í 822-2312, netfang hani@holar.is og Snorri í síma 861-6325, netfang: snorrikr@gmail.com

Hæsti dómur (2011) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórður Þorgeirsson Hæð á herðakamb: 148 cm. Höfuð

8

Vel opin augu

111

Háls, herðar og bógar

8

Háar herðar

107

Léttbyggt, Fótahátt

112

Rétt fótstaða, Þurrir fætur

99

Bak og lend

8

Samræmi

9

Fótagerð

8.5

Réttleiki

8 8.5

Hófar Prúðleiki

8

Sköpulag

8.34

93 Otur frá Sauðárkróki (8.37) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

106 Efnisþykkir

Dama frá Þúfu í Landeyjum

117 106 114

Tölt

9

Rúmt, Há fótlyfta

111

Brokk

9

Öruggt, Skrefmikið

114

Skeið

8

Ferðmikið, Mikil fótahreyfing, Fjórtaktað

108

Stökk

8.5

Ferðmikið

113

9

Ásækni, Þjálni

114 112

Vilji og geðslag

Mynd: Kolla Gr

Fegurð í reið

9

Mikil reising, Mikill fótaburður

Fet

6

Ójafnt, Skrefstutt

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

79 108

Hæfileikar

8.6

113

Aðaleinkunn

8.49

116

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

114

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 454. Fjöldi dæmdra afkvæma: 75.

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Askja frá Miðsitju (8.16) Snjáka frá Tungufelli (8.03)

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Hrafnkatla frá Sauðárkróki (8.54) Adam frá Meðalfelli (8.24) Svana frá Þúfu í Landeyjum Blossi frá Sauðárkróki (8.03) Hervör frá Sauðárkróki (8.01) Leiknir frá Svignaskarði (7.64) Freyja frá Tungufelli

Umsögn úr afkvæmadómi: Arður gefur stór hross með beina neflínu og vel opin augu en slaka eyrnastöðu. Hálsinn er reistur við háar og langar herðar. Baklínan er góð en bakið stundum mjótt, lendin er öflug en gróf. Afkvæmin eru myndarleg á velli og fótahá. Fótagerð er um meðallag, sinar öflugar en sinaskil síðri, réttleiki góður. Hófar eru afar góðir, efnisþykkir með hvelfdan botn og prúðleiki í rúmu meðallagi. Flest afkvæmi Arðs eru alhliðageng og hafa takthreint tölt með háum fótaburði og skrefmikið brokk. Skeiðið er öruggt og skrefmikið sé það fyrir hendi. Stökkið er ferðmikið og teygjugott en fetið jafnan slakt. Afkvæmin eru ásækin í vilja og vakandi og fara afar vel í reið með háum fótaburði. Arður gefur svipgóða, reisulega og viljuga gæðinga. Stóðhestar 2020 | 23


RÐLAUN VE

FY

IS2000184814

MI

1.

Eldjárn frá Tjaldhólum

RIR AFKV

Æ

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Guðjón Steinarsson Eigandi: Eva Dyröy, Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Topphross ehf

Upplýsingar: Eldjárn: Húsmál í Hafnarfirði, upplýsingar gefur Snorri í síma 8982694, netfang: topphross@gmail.com. 1 langt gangmál á Lækjarbakka í Flóahreppi, upplýs gefur Inga Dröfn Sváfnisdóttir í síma 8691930, ingahusafell@gmail.com. Verð fyrir fengna hryssu er 100.000 kr. með öllu.

Hæsti dómur (2006) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson Hæð á herðakamb: 140 cm. Mynd: aðsend

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Hugi frá Hafsteinsstöðum (8.31) Sýn frá Hafsteinsstöðum (8.07) Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Hera frá Jaðri (7.82) Litla-Kolla frá Jaðri (8.06)

Snæfaxi frá Páfastöðum Jörp frá Holtsmúla Feykir frá Hafsteinsstöðum (8.04)

7

Slök eyrnastaða, Löng eyru

95

8

Mjúkur, Skásettir bógar, Djúpur

99

Mjúkt bak, Löng lend

102

8.5

Bak og lend Samræmi

8

Hlutfallarétt

91

Fótagerð

8

Öflugar sinar

101

Réttleiki

8.5

Framf: Réttir - Afturf: Réttir

112

Buska frá Hafsteinsstöðum (7.55)

Hófar

8.5

Djúpir, Sléttir

101

Blossi frá Sauðárkróki (8.03)

Prúðleiki

8.5

Hervör frá Sauðárkróki (8.01)

Sköpulag

8.09

Glaður frá Reykjum (8.01)

Tölt

9.5

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

114

Rúmt, Taktgott, Öruggt, Há fótlyfta, Svifmikið

112

Ferðmikið, Teygjugott

115

Kolbrún frá Jaðri (8)

Umsögn úr afkvæmadómi: Eldjárn gefur hross rétt undir meðallagi að stærð með skarpt, svipgott höfuð og vel opin augu en slaka eyrnastöðu. Hálsinn er reistur og langur en nokkuð djúpur og bógar eru skásettir. Baklínan er góð og bakið breitt og vöðvað en lendin oft áslaga. Afkvæmin eru hlutfallarétt og sívöl en stundum nokkuð brjóstdjúp. Fætur eru þurrir og sinar á fótum öflugar og réttleiki prýðilegur. Hófar eru djúpir og efnisþykkir og prúðleiki mjög góður. Eldjárn gefur rúmt, taktgott og lyftingarmikið tölt en stundum nokkuð skrefstutt og lyftingarmikið öruggt brokk. Hrossin eru ferðmikil á stökki. Vekringar eru fátíðir í afkvæmahópi Eldjárns. Afkvæmin eru flugviljug og vel reist með góðan fótaburð. Eldjárn gefur hnarrreista og hlutfallarétta, úrvals klárhesta með mikinn vilja og fótaburð. 24 | Stóðhestar 2020

Höfuð Háls, herðar og bógar

Brokk

9.5

Skeið

5

Stökk

9

110 99

76

Vilji og geðslag

10

Ásækni, Þjálni, Vakandi

118

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Mikill fótaburður

116

Fet

8

Taktgott, Skrefmikið

99

Hægt tölt

8.5

106

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.85

107

Aðaleinkunn

8.55

106

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

115

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 459. Fjöldi dæmdra afkvæma: 49.


RÐLAUN VE

Eldur frá Torfunesi

RIR AFK

MI

1.

FY

IS2007166206

Litur: Rauður/dökk/dr. blesa auk leista eða sokka (1690). Ræktandi: Anna Fjóla Gísladóttir, Karyn B MC Farland, Ræktunarbúið Torfunesi ehf. Eigandi: Anna Fjóla Gísladóttir, Gísli Baldvin Björnsson, Karyn B MC Farland

Upplýsingar: Glæsileg bygging og einstakt geðslag. Reiðhestafaðir með mikla kosti keppnishests. Eldur hlaut 1. Verðlaun fyrir afkvæmi 2019. 28 afkvæmi eru dæmd. Meðaltal allra er 8,20 fyrir byggingu , 7.95 fyrir hæfileika. Meðaltal aðaleinkunna er 8,05. Afkvæmi hans hafa staðið sig vel í keppnum. Eldur verður fram til 20 júni í Hnaus í Flóa 10 km austan við Selfoss. Seinna gangmál frá 20 júní og fram í ágúst verður hann á vegum Hrossaræktarsamtaka vestur Húnavatnssýslu. Upplýsingar: kolugil@centrum.is. Verðið er 150 þúsund

Hæsti dómur (2012) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Mette Camilla Moe Mannseth Hæð á herðakamb: 141 cm. Höfuð

7.5

Slök eyrnastaða

107

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Mjúkur, Háar herðar

116

Bak og lend

8.5

Öflug lend, Góð baklína

107

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

109

Fótagerð

9

Sverir liðir, Öflugar sinar, Prúðir fætur

127

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

108

Hófar

8.5

Hvelfdur botn

97

Prúðleiki

10

Sköpulag

8.61

Markús frá Langholtsparti (8.36) Máttur frá Torfunesi (8.52) Mánadís frá Torfunesi (8.21)

127 123

9

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

108

Brokk

9.5

Taktgott, Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta

108

Skeið

7

Skrefmikið, Fjórtaktað

126

Stökk

8

Teygjugott, Sviflítið

104

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

116

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

110

Fet

8

Taktgott

102

Hægt tölt

8

Hægt stökk

7

Hæfileikar

8.59

118

Aðaleinkunn

8.6

123

Tölt

Mynd: aðsend

103

Hæfileikar án skeiðs

110

Aðaleinkunn án skeiðs

116

Djáknar frá Hvammi (8.46) Elding frá Torfunesi (8.18) Röst frá Torfunesi (8.12)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Von frá Bjarnastöðum (8.05) Hjörtur frá Tjörn (8.19) Ör frá Torfunesi (7.84) Jarl frá Búðardal (8.1) Djásn frá Heiði (7.86) Hersir frá Oddhóli (8.02) Bylgja frá Torfunesi (8.09)

Umsögn úr afkvæmadómi: Eldur gefur hlutfallarétt hross í meðallagi að stærð með svipgott höfuð. Hálsinn er mjúkur við háar herðar og lendin er öflug. Fótagerðin er afar sterkbyggð, fæturnir eru þurrir með öflugar sinar en nágengir að aftan. Hófar eru vel formaðir og afkvæmin eru prúð á fax og tagl. Eldur gefur geðþekk, þjál og mjúkgeng reiðhross með takhreint tölt og brokk. Skeiðið er takthreint og öruggt sé það fyrir hendi. Afkvæmin fara vel í reið með góðum höfuðburði.

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 207. Fjöldi dæmdra afkvæma: 28. Stóðhestar 2020 | 25


FY

MI

HEIÐ U

IS2001187053

N

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu

VERÐLAU RS

RIR AFKV

Æ

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Gunnar Arnarson Eigandi: Gunnar Arnarson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Gunnar Arnarson í síma: 892-0344, netfang: gunnara@ simnet.is.

Hæsti dómur (2008) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórður Þorgeirsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hrafn frá Öndólfsstöðum (7.29) Hildur frá Garðabæ (8) Gnótt frá Brautarholti (7.54)

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Hrafnkatla frá Sauðárkróki (8.54) Adam frá Meðalfelli (8.24)

8

Bein neflína, Myndarlegt, Vel opin augu

107

Háls, herðar og bógar

8

Skásettir bógar, Háar herðar, Þykkur

100

Bak og lend

8.5

Mjúkt bak, Löng lend, Öflug lend

103

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Léttbyggt, Fótahátt

112

Fótagerð

8

Réttleiki

8 8

Rétt fótstaða, Sverir liðir, Lítil sinaskil

96 94

Svana frá Þúfu í Landeyjum

Hófar

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

8

99

Hrafnhetta frá Öndólfsstöðum (8.04)

Sköpulag

8.13

109

Skjóni frá Brautarholti

Tölt

9.5

Gletta frá Brautarholti

Brokk

9

Skeið

8.5

Stökk

8

Umsögn úr afkvæmadómi: Gaumur gefur stór hross með skarpleitt höfuð og vel borin eyru. Hálsinn er reistur, langur og mjúkur en djúpur við háar herðar. Bakið er vöðvað og burðugt, lendin er öflug en afturdregin. Afkvæmin eru fótahá og myndarleg á velli en nokkuð grófbyggð. Sinar á fótum eru öflugar og fæturnir þurrir en sinaskil oft lítil, afturfætur eru nágengir og framfætur útskeifir. Hófar eru prýðilegir, efnisþykkir og djúpir. Prúðleiki er um meðallag. Gaumur gefur mikla ganghæfni, rými og góðan vilja. Töltið er taktgott með háu og rúmu skrefi og brokkið skrefmikið og taktgott. Afreksvekringar eru í afkvæmahópnum en klárhross eru algengari. Stökkið er ferðmikið og hátt og yfirleitt takthreint á hægu. Fetið er yfir meðallagi og oftast taktgott. Gaumur gefur stór og virkjamikil hross með ásækin vilja, mikla reisingu og góðan fótaburð. 26 | Stóðhestar 2020

Höfuð

9.5

Vilji og geðslag

Sléttir, Efnisþykkir

112

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið

113

Rúmt, Taktgott, Öruggt

112

Ferðmikið, Öruggt

93

Hátt

109

Fjör, Þjálni

112 115

Fegurð í reið

9

Fet

8

106

8.5

112

Hægt tölt

Mikið fas, Mikil reising, Góður höfuðb.

8

Hægt stökk Hæfileikar

9.05

112

Aðaleinkunn

8.69

114

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

117

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 452. Fjöldi dæmdra afkvæma: 90.


VIÐ RÆKTUM - VIÐ SELJUM - VIÐ FLYTJUM ÚT RÆKTUN:

HESTAR TIL SÖLU:

ÚTFLUTNINGUR:


RÐLAUN VE

FY

IS1996186060

MI

1.

Grunur frá Oddhóli

RIR AFKV

Æ

Litur: Brúnn/milli- stjörnótt (2520). Ræktandi: Sigurbjörn Bárðarson Eigandi: Sigurbjörn Bárðarson

Upplýsingar: Grunur sigraði töltið á LM2006. Hann er með 1v fyrir afkvæmi og er búinn að sanna sig í gegnum eftirtektarverða afkomendur. Hann hefur gefið marga frábæra einstaklinga og hross í fremstu röð í keppni. T.d núverandi LM sigurvegara í tölti hann Ljúf frá Torfunesi, Villing frá Breiðholti í Flóa (3 sæti í A-flokki á LM2019), Héðinn Skúla frá Oddhóli (frábær keppnishestur), Skorri frá Skriðulandi (margverðlaunaður keppnishestur), Aris frá Akureyri (LM sigurvegari í A-flokki 2008 og Íslandsmeistari í 5g 2011), Hestagullið Kolku frá Breiðholti í Flóa sem fékk 9.10 fyrir hæfileika og þar af 10 fyrir fet. Upplýsingar um notkun veita Sylvía í síma 896-9608 og Árni í síma 867-0111, netfang: sylvia84@me.com.

Dómur (2004) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigurbjörn Bárðarson Hæð á herðakamb: 139 cm.

Mynd: Axel Jón Fjeldsted

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Kraflar frá Miðsitju (8.28) Krafla frá Sauðárkróki (8.26) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Gola frá Brekkum (8.2) Ör frá Hellulandi (8.03)

Blossi frá Sauðárkróki (8.03) Hervör frá Sauðárkróki (8.01)

7

Höfuð

Krummanef - Merarskál

89

Reistur - Mjúkur

106

Háls, herðar og bógar

8.5

Bak og lend

8.5

Mjúkt bak - Löng lend

116

8

Hlutfallarétt - Sívalvaxið

100

Samræmi

Gustur frá Sauðárkróki (7.91)

Fótagerð

8

Þurrir fætur

103

Réttleiki

7.5

Framf: Fléttar - Afturf: Nágengir

100

8.5

Efnisþykkir

101

Perla frá Reykjum (8.07)

Hófar

Snæfaxi frá Páfastöðum

Prúðleiki

8.5

103

Jörp frá Holtsmúla

Sköpulag

8.14

108

9

Há fótlyfta - Mikið framgrip - Mjúkt

106

Skrefmikið, Há fótlyfta, Fjórtaktað/Brotið

104

Sörli frá Sauðárkróki (8.24)

Tölt

Brúnka frá Hellulandi

Brokk

8.5

Skeið

5

Stökk

7.5

Hátt - Kýrstökk - Víxl

100

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Vakandi

105

Fegurð í reið

9

Mikið fas - Mikil reising - Mikill fótaburður

107

Fet

9

117

Hægt tölt

9

103

Umsögn úr afkvæmadómi: Grunur gefur meðalstór hross með skarpt höfuð og vel opin augu en krummanef. Hálsinn er reistur með mjúka yfirlínu við háar herðar. Bakið er vöðvafyllt og lendin öflug og djúp. Afkvæmin eru hlutfallarétt og sívalvaxinn. Fætur hafa öflugar sinar en eru útskeifir að framan. Hófar eru yfir meðallagi og hafa jafnan hvelfdan botn. Afkvæmi Gruns eru léttstíg og yfirleitt alhliðageng. Töltið er takthreint með hárri fótlyftu og brokkið er skrefmikið. Skeiðið er skrefmikið og rúmt sé það fyrir hendi. Stökkið er hátt og fetið takthreint. Þau eru ásækin í vilja, oftar þjál og vakandi og fara afar vel í reið. Grunur gefur orkumikil hross með mikla útgeislun.

Hægt stökk

9

Hæfileikar

8.23

Aðaleinkunn

8.19

Hæfileikar án skeiðs

101

109 110 109

Aðaleinkunn án skeiðs

110

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 210. Fjöldi dæmdra afkvæma: 20. 28 | Stóðhestar 2020


RÐLAUN VE

Hákon frá Ragnheiðarstöðum

RIR AFK

MI

1.

FY

IS2007182575

Litur: Rauður/milli- skjótt (1510). Ræktandi: Hannes Sigurjónsson, Helgi Jón Harðarson, Inga Cristina Campos Eigandi: Ræktunarfélagið Hákon ehf

Upplýsingar: Húsmál frá 15. maí á Hólum í Stokkseyrarheppi. Upplýsingar hjá Einari á Hólum í síma 8937389. Folatollur kr.77.900. Með húsgjaldi og vsk samtals kr. 140.000. hakon@hakon.is Gangmál Langt gangmál frá 20. júní í Stokkseyrargirðingunni. Upplýsingar hjá Einari á Hólum í síma 893-7389. Folatollur kr. 77.900. Með girðingargjaldi, einni sónarskoðun og vsk samtals kr. 140.000. hakon@hakon.is

Hæsti dómur (2012) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Mette Camilla Moe Mannseth Hæð á herðakamb: 143 cm. Höfuð

7

Gróft höfuð, Slök eyrnastaða

114

Háls, herðar og bógar

8

Reistur, Skásettir bógar, Háar herðar, Djúpur

113

Vöðvafyllt bak, Afturdregin lend, Áslend

101

Samræmi

8

Fótahátt

114

Fótagerð

7

Langar kjúkur, Lítil sinaskil

91

Réttleiki

7.5

Hófar

8

Prúðleiki

8

7.5

Bak og lend

Sköpulag

7.7

Tölt

8.5

Efnisþykkir

Álfur frá Selfossi (8.46) Álfadís frá Selfossi (8.31)

106 91 112

Há fótlyfta, Skrefmikið

121

8

Skrefmikið

110

Skeið

7

Ferðlítið

104

Stökk

8.5

Hátt

117

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

120

Fegurð í reið

8.5

Mikil reising, Mikill fótaburður

123

Rösklegt

105

8

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

108

Brokk

Fet

Mynd: aðsend

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

119

Hæfileikar

8.15

122

Aðaleinkunn

7.97

123

Hæfileikar án skeiðs

123

Aðaleinkunn án skeiðs

124

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Hátíð frá Úlfsstöðum (8.38) Harka frá Úlfsstöðum (7.94)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Adam frá Meðalfelli (8.24) Grýla frá Stangarholti (7.69) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61) Sörli frá Sauðárkróki (8.24) Kátína frá Úlfsstöðum

Umsögn úr afkvæmadómi: Hákon gefur stór og reisuleg hross. Höfuð hefur beina neflínu og vel borin eyru. Frambygging afkvæmanna er að jafnaði vel gerð; hálsinn er reistur og hátt settur við háar herðar en bógalega er í meðallagi. Afkvæmin eru glæsileg á velli með góða fótahæð og framhæð í byggingunni. Fætur eru þokkalegir að gerð, hófar eru nokkuð vel formaðir en prúðleiki er undir meðallagi. Afkvæmin eru reist, hreyfingarmikil og ásækin í vilja; töltið er takthreint, lyftingarmikið og rúmt og brokkið er skrefmikið. Skeiðið er takthreint sé það fyrir hendi og stökkið hátt. Hákon gefur flugviljuga stólpagripi með mikla ganghæfni.

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 197. Fjöldi dæmdra afkvæma: 16. Stóðhestar 2020 | 29


RÐLAUN VE

FY

IS2006158620

MI

1.

Hrannar frá Flugumýri II

RIR AFKV

Æ

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Páll Bjarki Pálsson Eigandi: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Júlía Kristín Pálsdóttir, Þórdís Inga Pálsdóttir

Upplýsingar: Hrannar hefur bæði sannað sig sem frábær keppnis og kynbótahestur. Íslandsmeistari í fimmgang og tvöfaldur Landsmótssigurvegari. Einnig hlaut hann 1.verðlaun fyrir afkvæmi á síðasta Landsmóti. Upplýsingar um notkun veitir Eyrún Ýr Pálsdóttir í síma: 849-412 og netfang: eyrunyr88@hotmail.com

Hæsti dómur (2012) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þorvaldur Árni Þorvaldsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: aðsend

Gustur frá Hóli (8.57) Kraftur frá Bringu (8.55) Salka frá Kvíabekk (7.88) Kveikur frá Miðsitju (8.25) Hending frá Flugumýri (8.08) Harpa frá Flugumýri (7.85)

Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Abba frá Gili (8.03)

Höfuð

7.5

Slök eyrnastaða

94

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Skásettir bógar, Háar herðar

103

Bak og lend

8

Beint bak

119

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt

114

Mikil sinaskil, Öflugar sinar

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31)

Fótagerð

8

Réttleiki

8 9

98 113

Fluga frá Miklabæ (7.59)

Hófar

Gustur frá Sauðárkróki (7.91)

Prúðleiki

7

Perla frá Reykjum (8.07)

Sköpulag

8.39

Freyr frá Flugumýri (8.07)

Tölt

9.5

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

Iða frá Flugumýri

Brokk

9.5

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið, Svifmikið

117

Skeið

9

Takthreint, Öruggt, Mikil fótahreyfing, Skrefmikið

114

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

117

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

121

Umsögn úr afkvæmadómi: Hrannar gefur hross í meðallagi að stærð með gróft höfuð en svipgott. Hálsinn er langur og reistur við skásetta bóga en mætti vera fínlegri upp í kverk. Bakið er afar burðarmikið og vel vöðvafyllt og lendin öflug. Afkvæmin eru fótahá og létt á bolinn. Fætur eru þurrir á sinar en grannir. Hófar eru efnisgóðir og vel formaðir en prúðleiki er afar slakur. Hrannar gefur hreingeng og skrefmikil hross með fjaðrandi hreyfingar. Tölt og brokk er takthreint og lyftingargott og skeiðið takthreint sé það fyrir hendi. Stökkið er létt og teygjugott og takthreint á hægu og fetgangur góður. Hrannar gefur lofthá og lyftingarmikil hross með þjálan og góðan vilja sem fara fallega í reið

Efnisþykkir, Þykkir hælar, Hvelfdur botn

108 80 113 115

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

116

Fet

8

Taktgott

108

9

Hægt tölt

117

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

9.16

123

Aðaleinkunn

8.85

125

Hæfileikar án skeiðs

121

Aðaleinkunn án skeiðs

122

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 314. Fjöldi dæmdra afkvæma: 32. 30 | Stóðhestar 2020


Hróður frá Refsstöðum

RIR AFK

MI

FY

N

HEIÐ U

VERÐLAU RS

IS1995135993

Litur: Rauður/milli- blesa auk leista eða sokka (1590). Ræktandi: Jenný Sólborg Franklínsdóttir Eigandi: Mette Camilla Moe Mannseth

Upplýsingar: Verður á Þúfum í Skagafirði í allt sumarið. Upplýsingar veita Gísli 8977335 og Mette 8988876, mette@holar.is

Hæsti dómur (2000) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hæð á herðakamb: 135 cm. 8.5

121

Háls, herðar og bógar

8

113

Bak og lend

8

111

Samræmi

8

107

Fótagerð

8

95

Réttleiki

7.5

103

Hófar

7.5

89

Prúðleiki

8.5

102

Sköpulag

7.94

Tölt

9.5

Rúmt

109

Brokk

8.5

Skrefmikið

115

Skeið

7.5

Mikil fótahreyfing

106

Stökk

8.5

Hátt

110

9

Ásækni

108

8.5

Mikið fas

Höfuð

Vilji og geðslag Fegurð í reið

110

111

Fet

8

100

Hægt tölt

9

109

Hæfileikar

8.69

114

Aðaleinkunn

8.39

115

Hægt stökk

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

115

Mynd: aðsend

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Léttir frá Stóra-Ási (8.05) Harpa frá Hofsstöðum (8.09) Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54) Rán frá Refsstöðum (7.66) Litla-Ljót frá Refsstöðum (7.68)

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61) Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Bára frá Hofsstöðum Sörli frá Sauðárkróki (8.24) Elding frá Ytra-Dalsgerði Borgfjörð frá Hvanneyri (8.04) Milljón frá Refsstöðum

Umsögn úr afkvæmadómi: Hróður gefur hross um meðallag að stærð með frítt og skarpt höfuð. Hálsinn er hátt settur, langur og grannur með klipna kverk, herðar háar, bakið beint en breitt, lendin löng og öflug. Afkvæmin eru þurrbyggð, hlutfallarétt, sívöl og fótahá. Fætur eru þurrir og sinar öflugar en sinaskil lítil, réttleiki misjafn, hófar eru undir meðallagi. Prúðleiki um meðallag. Hróður gefur rúmt, lyftingarmikið og taktgott tölt og brokk. Vekurð er sjaldan mikil. Viljinn er ásækinn, þjáll og vakandi. Afkvæmin fara glæsilega. Hróður gefur fríð, framfalleg, háfætt og sívöl hross með afbragðs klárgangi og þjálum vilja.

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 780. Fjöldi dæmdra afkvæma: 187. Stóðhestar 2020 | 31


RÐLAUN VE

FY

IS2007186992

MI

1.

Jarl frá Árbæjarhjáleigu II

RIR AFKV

Æ

Litur: Rauður/milli- tvístjörnótt glófext (1541). Ræktandi: Marjolijn Tiepen Eigandi: Marjolijn Tiepen

Upplýsingar: Afkvæmi Jarls eiga það sammerkt að vera taugasterk, ganggóð, hágeng og einstaklega skemmtileg í allri meðhöndlun og þjálfun. Hæst dæmdi stóðhestur undan Jarli er hestagullið Eldjárn frá Skipaskaga (8.65 í aðaleinkunn 5 vetra gamall). Hæst dæmda hryssa undan Jarli er hestagullið Þökk frá Árbæjarhjáleigu (8.41 í aðaleinkunn 5 vetra gömul). Upplýsingar um notkun: Árbæjarhjáleiga, Hekla Katharína Kristinsdóttir - Sími: 8467960, heklak@gmail.com

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 141 cm. Mynd: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson

Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Stáli frá Kjarri (8.76) Jónína frá Hala (8.13) Hugi frá Hafsteinsstöðum (8.31) Elding frá Árbæjarhjáleigu II (7.9) Fána frá Hala (7.65)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gnótt frá Sauðárkróki (8.1) Þokki frá Garði (7.96) Blökk frá Hofsstöðum

7

Höfuð Bak og lend

8.5

Jöfn lend, Öflug lend

116

Samræmi

8.5

Léttbyggt, Sívalvaxið

109

Fótagerð

9

Öflugar sinar, Prúðir fætur, Þurrir fætur

116

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

100

Hófar

9

Djúpir, Efnisþykkir, Þykkir hælar

107

Prúðleiki

9.5

Sýn frá Hafsteinsstöðum (8.07)

Sköpulag

8.5

Þokki frá Garði (7.96)

Tölt

Umsögn úr afkvæmadómi: Jarl gefur hross í tæpu meðallagi að stærð með heldur gróft en skarpleitt höfuð. Hálsinn er langur við háar herðar, yfirlínan í baki er vöðvafyllt og lendin öflug. Afkvæmin eru langvaxin. Fótagerðin er öflug en fæturnir eru útskeifir og nágengir að framan. Hófar eru efnisþykkir og prúðleiki er í rúmu meðallagi. Jarl gefur þjál og viljug alhliða hross. Töltið er takthreint og lyftingargott með meðal skreflengd og brokkið hefur háa fótlyftu en er stundum ójafnt. Skeiðið er ferðmikið og stökkið er teygjugott en sviflítið á hægu. Fet er heldur skrefstutt. Jarl gefur sterkbyggð og gangörugg geðprýðishross.

92 99

8.5

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Glóa frá Hala

Gróft höfuð, Slök eyrnastaða Mjúkur, Háar herðar

Háls, herðar og bógar

9

105 114 Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Mjúkt

114

Brokk

8.5

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

111

Skeið

9.5

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt

127

Stökk

8.5

Ferðmikið, Hátt

107

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

120

Mikið fas, Mikil reising, Góður höfuðb.

118

9

Fegurð í reið

93

Fet

7.5

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.96

124

Aðaleinkunn

8.78

125

Taktgott, Skrefstutt

114

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

118

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 210. Fjöldi dæmdra afkvæma: 24. 32 | Stóðhestar 2020



RÐLAUN VE

FY

IS2003176452

MI

1.

Kjerúlf frá Kollaleiru

RIR AFKV

Æ

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Hans Friðrik Kjerulf Eigandi: Hans Friðrik Kjerulf, Leó Geir Arnarson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Leó Geir í síma 897-8672.

Hæsti dómur (2011) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Leó Geir Arnarson Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Taktur frá Tjarnarlandi (8.37) Kórína frá Tjarnarlandi (8.43) Laufi frá Kollaleiru Fluga frá Kollaleiru (8.24) Stjarna frá Hafursá (8.01)

Höfuð

8

Svipgott

97

Háls, herðar og bógar

7.5

Skásettir bógar, Háar herðar, Djúpur

96

Öflug lend

102

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

99

Kjarval frá Sauðárkróki (8.32)

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar

Réttleiki

8

Buska frá Tjarnarlandi (7.6)

Hófar

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum

8

Bak og lend

8.5

Bjartur frá Egilsstaðabæ (7.95)

Prúðleiki

8.5

Stjarna frá Hafursá (8.01)

Sköpulag

8.14

Kvistur frá Hesti (8)

Tölt

Freyja frá Hólum

Brokk

9.5

Skeið

7.5

Stökk

8.5

Umsögn úr afkvæmadómi:

Kjerúlf gefur hross í tæpu meðallagi að stærð með svipgott höfuð og vel opin augu. Afkvæmin hafa sterka yfirlínu í hálsi og baki. Hálsinn er reistur og mjúkur en djúpur við háar herðar. Bakið er breitt og lendin öflug en stundum afturdregin. Afkvæmin eru hlutfallarétt en fótahæð jafnan í meðallagi. Fætur hafa öflugar sinar en ekki mikil sinaskil og prúðleiki er í meðallagi. Afkvæmin hafa úrvals tölt, takthreint, rúmt og jafnvægisgott með góðri fótlyftu. Brokkið er skrefmikið og rúmt, stökkið ferðmikið en fet jafnan undir meðallagi. Afkvæmin eru ásækin í vilja, hafa þjála lund og fara vel í reið með háum fótaburði.

9

97 118

Þykkir hælar

116 106 105

Rúmt, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

123

Rúmt, Öruggt, Há fótlyfta

123

Ferðmikið, Hátt

121

92

Vilji og geðslag

9

Fjör

122

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

121

Fet

7

Framtakslítið

Hægt tölt

9

Hægt stökk

8

81 116

Hæfileikar

8.64

119

Aðaleinkunn

8.44

119

Hæfileikar án skeiðs

124

Aðaleinkunn án skeiðs

123

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 295. Fjöldi dæmdra afkvæma: 40. 34 | Stóðhestar 2020


RÐLAUN VE

Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði

RIR AFK

MI

1.

FY

IS2009157651

Litur: Rauður/milli- skjótt (1510). Ræktandi: Benedikt G Benediktsson Eigandi: Ræktunarfélagið Lukku Láki ehf

Upplýsingar: Lukku-Láki verður í húsnotkun á Árbakka fram eftir sumri, verð er 150.000.- allt innifalið. Upplýsingar um notkun veita Benedikt Benediktsson í síma: 898-9151, netfang: benni@ lukka.is og Hulda í síma 891-1744. Lukku-Láki hefur hlotið 1 verðlaun fyrir afkvæmi og meðal afkvæma hans er Lukku-Blesi sem náði frábærum árangri á H.M. í Berlín 2019. Sjálfur hefur Lukkuláki náð mjög góðum árangri í 5-gang.

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hans Þór Hilmarsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Höfuð

8

Svipgott, Bein neflína, Slök eyrnastaða

120

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Langur, Mjúkur, Háar herðar

109

Öflug lend, Áslend

98

Hlutfallarétt, Langvaxið, Fótahátt

112

8.5

Öflugar sinar, Prúðir fætur

114

Réttleiki

7.5

Afturf: Nágengir

86

Hófar

8

Hvelfdur botn

107

7.5

Bak og lend Samræmi

9

Fótagerð

Prúðleiki

8.5

Sköpulag

8.46 8.5

Tölt

117 Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

110

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

111

Skeið

9

Öruggt, Skrefmikið

107

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

109

Vilji og geðslag

8.5

Þjálni, Vakandi

105

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

119

Fet

8

Skrefmikið

107

8

114

7.5

Hægt stökk

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfur frá Selfossi (8.46) Álfadís frá Selfossi (8.31)

115

Brokk

Hægt tölt

Mynd: aðsend

Hæfileikar

8.7

115

Aðaleinkunn

8.6

119

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

118

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 244. Fjöldi dæmdra afkvæma: 23.

Gjafar frá Stóra-Vatnsskarði (7.77) Lukka frá Stóra-Vatnsskarði (8.89) Freisting frá Stóra-Vatnsskarði (7.69)

Umsögn úr afkvæmadómi: Lukku-Láki gefur stór hross með fremur frítt höfuð. Hálsinn er langur og mjúkur en í meðallagi settur. Afkvæmin eru fótahá og myndarleg. Fætur eru þurrir með góð sinaskil en nágengir að aftan. Hófar eru efnisþykkir með hvelfdan botn og prúðleiki er í rúmu meðallagi. Afkvæmin hafa þjálan reiðvilja, töltið er jafnan best en fá sem skeiða að gagni. Töltið er takthreint og skrefmikið, brokkið er skrefmikið með góðri fótlyftu. Stökkið er teygjugott og fetið er yfir meðallagi. Lukku-Láki gefur skrefmikil hross sem fara afar vel í reið með góðum höfuðburði.

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Adam frá Meðalfelli (8.24) Grýla frá Stangarholti (7.69) Blakkur frá Stóra-Vatnsskarði (7.87) Gola frá Stóra-Vatnsskarði (7.79) Fákur frá Akureyri (8.08) Lísa frá Stóra-Vatnsskarði

BREEDING TRAINING SELLING Stóra-Vatnsskarð / Kvistir Ölfusi

Tel.: 898 9151 / email benni@lukka.is / www.lukka.is

Stóðhestar 2020 | 35


MI

HEIÐ U

FY

IS2003181962

N

Ómur frá Kvistum

VERÐLAU RS

RIR AFKV

Æ

Litur: Bleikur/fífil/kolóttur stjörnótt (6520). Ræktandi: Kvistir ehf. Eigandi: Kvistir ehf.

Upplýsingar: Ómur stóð uppi sem sigurvegari í flokki 5v stóðhesta á LM 2008 sem og í A-flokki gæðinga á LM 2011. Ómur hefur hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Verður til afnota á Kvistum í Rangárþingi í sumar. Nánari upplýsingar gefur Sigvaldi L. Guðmundsson í síma 847-0809 eða á kvistir@kvistir.is.

Hæsti dómur (2008) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórður Þorgeirsson Hæð á herðakamb: 141 cm. Mynd: Yvonne Benzian/ishestnews.se

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Emanon frá Vestra-Fíflholti (8.16) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Orka frá Hvammi (8.15) Löpp frá Hvammi (8.22)

8

Höfuð Háls, herðar og bógar

8.5

Vel opin augu, Slök eyrnastaða

99

Hátt settur, Skásettir bógar, Háar herðar

102

Breitt bak, Löng lend, Beint bak

104

Samræmi

8.5

Léttbyggt, Fótahátt

109

Rektor frá Jaðri (7.84)

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Prúðir fætur

112

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

101

Ör frá Vík í Mýrdal (7.37)

Hófar

8

Þykkir hælar

109

Kolskeggur frá Flugumýri Kengála frá Flugumýri

8

Bak og lend

Hervar frá Sauðárkróki (8.27)

Prúðleiki

7.5

Hrafnkatla frá Sauðárkróki (8.54)

Sköpulag

8.24

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

Tölt

8.5

Fríða frá Hvammi (7.25)

105 112 Rúmt, Há fótlyfta, Skrefmikið

110

Brokk

8

Öruggt

102

Skeið

9.5

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt, Svifmikið

125

Stökk

8.5

Ferðmikið, Takthreint

110

Vilji og geðslag

9.5

Fjör, Vakandi

116

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

113

9

Fegurð í reið

7.5

Fet

8

Hægt tölt

Framtakslítið

92 112

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.85

117

Aðaleinkunn

8.61

119

Hæfileikar án skeiðs

110

Aðaleinkunn án skeiðs

112

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 484. Fjöldi dæmdra afkvæma: 86. 36 | Stóðhestar 2020


RÐLAUN VE

Óskasteinn frá Íbishóli

RIR AFK

MI

1.

FY

IS2005157994

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Magnús Bragi Magnússon Eigandi: Magnús Bragi Magnússon

Upplýsingar: Óskasteinn verður á Íbishóli allt sumarið. Verð: 160.000 kr með vsk. og hagagjald. Senda fyrirspurn á ibisholl@simnet.is eða á facebook https://www.facebook.com/HrossaraektunarbuidIbisholl/. Upplýsingar veita Magnús í síma: 898-6062 og Elisabeth í síma: 862-3788

Hæsti dómur (2012) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Magnús Bragi Magnússon Hæð á herðakamb: 140 cm. Höfuð

7

Vel opin augu, Krummanef

86

Háls, herðar og bógar

7.5

Reistur, Hjartarháls

94

Öflug lend, Stíft spjald

115

Bak og lend

8

Samræmi

8

Fótagerð

8

Öflugar sinar

93

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir - Afturf: Brotin tálína

98

Efnisþykkir, Þykkir hælar

104

103

Hófar

8.5

Prúðleiki

6.5

Sköpulag

7.74

Tölt

9.5

Rúmt, Taktgott, Mjúkt

115

Brokk

8.5

Rúmt, Öruggt

106

Skeið

9.5

Ferðmikið, Takthreint

131

Stökk

8

Vilji og geðslag

10

Þjálni, Vakandi

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Huginn frá Haga I (8.57) Vænting frá Haga I (8.04)

80 98

105 125

9

Góður höfuðb.

112

Fet

7.5

Framtakslítið

103

Hægt tölt

9.5

Hægt stökk

8

Fegurð í reið

Mynd: BS Art

119

Hæfileikar

9.12

124

Aðaleinkunn

8.57

122

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

113

Óður frá Brún (8.34) Ósk frá Íbishóli (8.37) Gnótt frá Ytra-Skörðugili (7.92)

Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54) Blesa frá Möðrufelli (8.01) Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Snegla frá Droplaugarstöðum (7.65) Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Ósk frá Brún (8.03) Ófeigur frá Hvanneyri (8.55) Hæra frá Ytra-Skörðugili

Umsögn úr afkvæmadómi: Óskasteinn gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Höfuð er ekki frítt með merarskál en vel opin augu. Hálsinn er hátt settur en ekki fínlegur við háar herðar. Yfirlínan í baki er afar vöðvafyllt og sterk og lendin er öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá en heldur grófgerð. Fætur hafa öflugar sinar en lítil sinaskil og eru útskeifir að framan. Prúðleiki er slakur. Óskasteinn gefur úrvals reiðhestskosti. Töltið er rúmt, takthreint og mjúkt og afkvæmin eru jafnvægisgóð á hægu tölti. Brokkið er skrefmikið en ójafnt. Stökkið er ferðmikið en sviflítið. Skeiðið er ferðmikið og sniðgott. Afkvæmin eru ásækinn í vilja með góðum fótaburði en eru ekki reist í reið. Óskasteinn gefur rúma og viljuga alhliða gæðinga.

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 347. Fjöldi dæmdra afkvæma: 45. Stóðhestar 2020 | 37


Sjóður frá Kirkjubæ IS2007186104 F: Sær frá Bakkakoti (ae. 8.62) M. Þyrnirós frá Kirkjubæ (ae. 8.46)

Sköpulag Kostir Aðaleinkunn

Húsmál er í Fákaseli upplýsingar hjá Eyrúnu í síma 849-9412

Sjóður verður í girðingu í Hruna Pantanir berist á netfangið hrosshrun@gmail.com eða í síma 848-7767 (Þorsteinn)eða 865-3504(Guðríður)

8.24 9.00 8.70


Viรฐ sรฉ rhรฆfu m okk u r รญ รพi n n

ร skum ykkur gรณรฐs รกrangurs รญ hrossarรฆktinni รกriรฐ 2020 RML er รณhรกรฐ rรกรฐgjafarfyrirtรฆki รญ eigu Bรฆndasamtaka ร slands.

i s ta r fs e m i

Rรกรฐgjafarmiรฐstรถรฐ landbรบnaรฐarins 516-5000 | rml@rml.is | www.rml.is

Rรกรฐgjafarmiรฐstรถรฐ landbรบnaรฐarins veitir faglega rรกรฐgjรถf og รพjรณnusta viรฐ hrossarรฆktendur varรฐandi flesta รพรฆtti รก sviรฐi hrossarรฆktar. ร heimasรญรฐu okkar mรก nรกlgast frekari upplรฝsingar. โ ข โ ข โ ข โ ข โ ข โ ข

Bรบtรฆkni โ Hesthรบs og aรฐbรบnaรฐ Fรณรฐrun hrossa Kynbรณtadรณma Kynbรฆtur hrossa Skรฝrsluhald Ungfolaskoรฐanir


RÐLAUN VE

FY

IS2000135815

MI

1.

Sólon frá Skáney

RIR AFKV

Æ

Litur: Rauður/milli- blesótt (1550). Ræktandi: Haukur Bjarnason Eigandi: Haukur Bjarnason, Margrét Birna Hauksdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Haukur Bjarnason í síma 894-6343, netfang: randi@skaney.is

Hæsti dómur (2006) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: Kolla Gr

Fáni frá Hafsteinsstöðum (8.41) Spegill frá Sauðárkróki (8.1) Hervör frá Sauðárkróki (8.01) Andvari frá Skáney (8.04) Nútíð frá Skáney (8.03) Rönd frá Skáney (8)

Feykir frá Hafsteinsstöðum (8.04) Kylja frá Kjartansstöðum (7.6)

Höfuð

8

Bein neflína, Myndarlegt

114

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

103

9.5

Bak og lend Samræmi

8

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Fótagerð

8.5

Réttleiki

7

Mjúkt bak, Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Löng lend, Djúp lend

126

Hlutfallarétt

105

Sverir liðir, Öflugar sinar, Prúðir fætur

115

Framf: Útskeifir

105

Djúpir, Efnisþykkir, Kúptir hófar

102

Síða frá Sauðárkróki

Hófar

Stígandi frá Sauðárkróki (8.15)

Prúðleiki

9.5

124

Svala frá Skáney (7.82)

Sköpulag

8.24

120

Víkingur frá Skáney (7.69)

Tölt

9

Rúmt, Há fótlyfta, Skrefmikið

Aldís frá Svignaskarði

Brokk

9

Rúmt, Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta

97

Skeið

8

Öruggt, Fjórtaktað

115

Stökk

8

Víxl

98

Umsögn úr afkvæmadómi: Sólon gefur vel stór hross. Höfuð er svipgott með beina neflínu. Hálsinn er reistur, vel settur og mjúkur en nokkuð sver. Yfirlínan er úrvals góð, bakið breitt og vöðvað og lendin jöfn og öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá en ekki létt á bolinn. Fætur eru prúðir og sterklegir en nágengni alltíð að aftan. Hófar eru efnisþykkir en nokkuð hælalágir. Prúðleiki er afbrags góður. Sólon gefur rúmt og taktgott tölt með góðri fótlyftu, brokkið er síðra heldur ferðlítið og ójafnt. Flest afkvæmin eru alhliðageng og er skeiðgeta efnileg. Afkvæmin hafa þjálan reiðvilja, góðan höfuðburð og prýðilegan fótaburð. Sólon gefur stór og myndarleg hross með úrvals bak og lend. Gangur er alhliða, töltið best með ágætum fótaburði.

8.5

9

Vilji og geðslag

8.5

Fegurð í reið Fet

7

Hægt tölt

9

107

Ásækni, Vakandi

101

Mikið fas, Mikill fótaburður

106

Framtakslítið

96 107

7.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.64

Aðaleinkunn

8.48

109 114

Hæfileikar án skeiðs

104

Aðaleinkunn án skeiðs

110

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 376. Fjöldi dæmdra afkvæma: 49. 40 | Stóðhestar 2020


n n i f a h r a k i b s i Sleipn


MI

HEIÐ U

FY

IS1998187002

N

Stáli frá Kjarri

VERÐLAU RS

RIR AFKV

Æ

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt (7500). Ræktandi: Helgi Eggertsson Eigandi: Helgi Eggertsson

Upplýsingar: Stáli verður í húsnotkun og í hólfi í Kjarri í sumar. Upplýsingar um notkun veitir Helgi Eggertsson í síma 897-3318, netfang: kjarr@islandia.is. Heimasíða: kjarr.is

Hæsti dómur (2006) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 140 cm. Mynd: aðsend

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Gnótt frá Sauðárkróki (8.1) Þokki frá Garði (7.96) Jónína frá Hala (8.13) Blökk frá Hofsstöðum

42 | Stóðhestar 2020

Kolskeggur frá Flugumýri Kengála frá Flugumýri Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Hrefna frá Sauðárkróki (8)

Höfuð

7.5

Skarpt/þurrt, Fínleg eyru, Krummanef, Slök eyrnastaða

87

Háls, herðar og bógar

8.5

Grannur, Mjúkur

102 109

Bak og lend

9

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Jöfn lend

Samræmi

9

Léttbyggt, Sívalvaxið

112

Fótagerð

7

Grannir liðir, Lítil sinaskil

88

8

Framf: Fléttar - Afturf: Réttir

106

8.5

Þykkir hælar, Hvelfdur botn

108

Réttleiki Hófar

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

7.5

82

Molda frá Ási I

Sköpulag

8.26

105

Óðinn frá Sauðárkróki (8.02)

Tölt

9

Rúmt, Skrefmikið

107

Fluga frá Hofsstöðum

Brokk

8

Skrefmikið, Fjórtaktað/Brotið

100

Umsögn úr afkvæmadómi: Stáli gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Höfuðið er að jafnaði skarpt og þurrt en nokkuð ber á krummanefi og slakri eyrnastöðu. Hálsinn er fínlegur; grannur og klipin í kverk en bógar mættu vera skásettari. Bakið er afar breitt og vöðvað og baklínan er góð, lendin jöfn en stundum grunn. Afkvæmin eru sérstaklega léttbyggð og sívalvaxin en sum afturrýr og full grannbyggð. Fætur eru þurrir, sinar öflugar en sinastæði lítið. Réttleiki fóta einkennist af nágengni að aftan og útskeifni að framan. Hófar eru góðir; efnisþykkir og djúpir. Prúðleiki er afar slakur. Afkvæmin eru skrefmikil, mjúk og hágeng á tölti. Brokkið er skrefmikið en ekki rúmt. Stökkið er teygjugott en oft sviflítið og fetið takthreint en skrefstutt. Nær öll afkvæmi Stála eru alhliðageng og er skeiðgeta afbragð, bæði að rými og öryggi. Afkvæmin eru þjál og þéttviljug og fara vel með háum, rúmum hreyfingum. Stáli gefur þurrbyggð og fínleg hross. Flest eru þau alhliðagengir gæðingar með góðu tölti, mikilli framhugsun og frábærri skeiðgetu.

Skeið

9.5

Ferðmikið, Öruggt

129

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

101

Vilji og geðslag

9.5

Fjör, Þjálni, Vakandi

112

Fegurð í reið

9.5

Mikil reising, Góður höfuðb.

108

Fet

8.5

Taktgott, Skrefmikið

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

9.09

Aðaleinkunn

8.76

94 105 115 115

Hæfileikar án skeiðs

105

Aðaleinkunn án skeiðs

106

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 811. Fjöldi dæmdra afkvæma: 158.


RÐLAUN VE

Trymbill frá Stóra-Ási

RIR AFK

MI

1.

FY

IS2005135936

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Lára Kristín Gísladóttir Eigandi: Mette Camilla Moe Mannseth

Upplýsingar: Verð 150 000 með öllu(vsk, girðingagjald og ein sónarskoðun) Húsnotkun: Þúfum. Upplýsingar veita Gísli í síma 897-7335 og Mette í síma 8988876, netfang: mette@holar.is Fyrra gangmál: Leirubakka. Upplýsingar veitir Fríða Hansen í síma 7714450, netfang: frida@leirubakki.is Seinna gangmál: Þúfum. Upplýsingar veita Gísli í síma 897-7335 og Mette í síma 8988876, netfang: mette@holar.is

Hæsti dómur (2012) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Gísli Gíslason Hæð á herðakamb: 139 cm. Höfuð

7.5

Svipgott, Krummanef

113

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur, Háar herðar

116

Bak og lend

8.5

Vöðvafyllt bak, Öflug lend, Góð baklína

109

Samræmi

8

Hlutfallarétt

109

Fótagerð

7

Lítil sinaskil, Grannar sinar

85

Réttleiki

7.5

113

Hófar

8

97

Prúðleiki

7

92

Sköpulag

7.9 9

Tölt

110 Rúmt, Há fótlyfta, Skrefmikið

108

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta

106

Skeið

10

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt

136

Stökk

8.5

Ferðmikið, Hátt

105

Vilji og geðslag

9.5

Fjör, Ásækni, Þjálni

119

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

113

Fet

7

Ójafnt

83

9

Hægt tölt

109

7.5

Hægt stökk Hæfileikar

9.01

Aðaleinkunn

8.57

Hæfileikar án skeiðs

120 121 108

Aðaleinkunn án skeiðs

Mynd: aðsend

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Þokki frá Kýrholti (8.73) Þörf frá Hólum (7.87) Oddur frá Selfossi (8.48) Nóta frá Stóra-Ási (8.25) Harpa frá Hofsstöðum (8.09)

Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54) Blesa frá Möðrufelli (8.01) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Þerna frá Kolkuósi (8.02) Kjarval frá Sauðárkróki (8.32) Leira frá Þingdal (8.07) Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Bára frá Hofsstöðum

Umsögn úr afkvæmadómi: Trymbill gefur hross í tæpu meðallagi að stærð með fínlegt höfuð. Yfirlína afkvæmanna er burðarmikil; hálsinn er mjúkur við háar herðar og baklínan er góð. Afkvæmin eru sívalvaxin, fætur eru grannir en fremur réttir. Hófar eru um meðallag. Trymbill gefur léttstíg og hágeng hross. Tölt og brokk er takthreint og lyftingargott, skeiðið er afar gott að upplagi og sniðfast. Stökkið er ferðmikið en sviflítið. Afkvæmin eru næm og ásækin í vilja, þau hafa útgeislun og eiga auðvelt með góðan höfuðburð. Trymbill frá Stóra-Ási gefur flink og fríð léttleikahross

110

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 261. Fjöldi dæmdra afkvæma: 22. Stóðhestar 2020 | 43


Úr dómsorðum til heiðursverðlauna: „Þristur gefur háreist og prúð hross með úrvals tölt, góðan vilja og háan fótaburð.”

Ljósm.: Freyja Þorvaldar.

Afkvæmi Þrists eru töltgeng, fljót til og koma yfirleitt ung til dóms. Þristur gefur keppnishross í fremstu röð.

Heiðursverðlaunahesturinn Þristur frá Feti IS1998186906 Þristur verður til afnota á Holtabrún í Holta- og Landsveit. Eitt langt tímabil. Verð: 85.000 kr. með öllu.

Upplýsingar og pantanir hjá Huldu í síma 893 2028 eða á netfanginu skjoni@simnet.is


Verið velkomin að Feti

Sigyn frá Feti Landsmótssigurvegari 2018 5 vetra hryssur Aðaleinkunn : 8.56

FET HROSSARÆKTARBÚ Heimili nokkurra fegurstu íslensku hestanna

851 Hella, Iceland Tel: +354 847 0810 fet@fet.is • www.fet.is


Adrían frá Garðshorni á Þelamörk IS2013164067

Litur: Rauður/milli- blesótt (1550). Ræktandi: Agnar Þór Magnússon, Birna Tryggvadóttir Thorlacius Eigandi: Adríanfjélagið ehf.

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veita Lóa Dagmar (ldagmar89@gmail.com / 773 8377) og Sigurður Ágústsson (siggi@six.is / 660 0088). Nánari upplýsingar verða birtar á www.facebook.com/AdrianStallion

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Glampi frá Vatnsleysu (8.35) Hágangur frá Narfastöðum (8.31) Hera frá Herríðarhóli (8.23) Gimsteinn frá Bergstöðum (7.92) Elding frá Lambanesi (8.03) Sveifla frá Lambanesi

Smári frá Borgarhóli (8.01) Albína frá Vatnsleysu (7.84) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Hæfileikar: 8,42 Aðaleinkunn: 8,54 Hæfileikar, án skeiðs: 9,05 Aðaleinkunn, án skeiðs: 8,94 46 | Stóðhestar 2020

8

Skarpt/þurrt, Vel borin eyru, Vel opin augu, Krummanef

107

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

118

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

110

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt

111

Fótagerð

8

Sverir liðir

103

Réttleiki

7.5

Spóla frá Herríðarhóli (7.71)

Hófar

9

Dagur frá Kjarnholtum I (8.24)

Prúðleiki

8

Perla frá Kjarnholtum I

Sköpulag

8.63

Flugar frá Flugumýri (8.02)

Tölt

9.5

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

Blika frá Bergstöðum

Brokk

7.5

Há fótlyfta, Fjórtaktað/Brotið

99

Skeið

8

Ferðmikið, Skrefmikið

115

Stökk

8.5

Ferðmikið, Hátt

110

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Vakandi

117

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikill fótaburður

Adrían stóð efstur 5 vetra stóðhesta á síðasta landsmóti. Hann er mikill höfðingi og einkar vel gerður, með afbragðs lundarfar og úrvals tölt. Báðir foreldrar hafa hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og ættir sterkar. Þess má til gamans geta að þegar kynbótadómi hans frá í fyrra er slegið upp í nýjum dómareikni RML eru niðurstöðurnar eftirfarandi: Sköpulag: 8,74

Höfuð

100 Efnisþykkir, Hvelfdur botn

108 105 119 119

116

Fet

7.5

101

Hægt tölt

8.5

109

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.63

119

Aðaleinkunn

8.63

123

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

120

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 28. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.


Aðalsteinn frá Íbishóli IS2012157689

Litur: Jarpur/dökk- einlitt (3700). Ræktandi: Magnús Bragi Magnússon Eigandi: Magnús Bragi Magnússon

Upplýsingar: Aðalsteinn verður á Íbishóli allt sumarið. Verð: 100.000 kr með vsk. og hagagjald. Senda fyrirspurn á ibisholl@simnet.is eða á facebook https://www.facebook.com/HrossaraektunarbuidIbisholl/. Upplýsingar veita Magnús í síma: 898-6062 og Elisabeth í síma: 862-3788

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Arnar Bjarki Sigurðarson Hæð á herðakamb: 140 cm. Höfuð

8.5

Svipgott, Vel opin augu

98

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Mjúkur

106

Bak og lend

8

Löng lend

104

Samræmi

8

Hlutfallarétt, Langvaxið

97

Fótagerð

7.5

Sverir liðir, Lítil sinaskil

91

Réttleiki

8.5

Afturf: Réttir

102

Hófar

8.5

Þykkir hælar, Hvelfdur botn

103

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.18

99

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Mjúkt

111

Brokk

7.5

Ferðlítið, Ójafnt

95

Skeið

9

Takthreint, Öruggt

125

Stökk

8.5

Ferðmikið

104

Ásækni

115

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

105

Skrefmikið

100

9

Fet

8.5

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.66

Aðaleinkunn

8.47

Hæfileikar án skeiðs

Huginn frá Haga I (8.57) Óskasteinn frá Íbishóli (8.57) Ósk frá Íbishóli (8.37)

87

Tölt

Vilji og geðslag

Mynd: Þórir Tr.

Sörli frá Búlandi (8.27) Limra frá Ásgeirsbrekku (8.04) Harpa frá Ásgeirsbrekku (7.65)

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Vænting frá Haga I (8.04) Óður frá Brún (8.34) Gnótt frá Ytra-Skörðugili (7.92) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Silja frá Hvolsvelli (7.55) Þokki frá Viðvík (7.98) Eygló frá Ásgeirsbrekku

108 114 113 107

Aðaleinkunn án skeiðs

105

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 25. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 47


Aljón frá Nýjabæ IS2010135519

Litur: Bleikur/álóttur einlitt (6600). Ræktandi: Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir Eigandi: Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Ólöf í síma: 435-1233 og Kristinn í síma: 893-7616, netfang: kr@vesturland.is.

Hæsti dómur (2015) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigurður Óli Kristinsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: aðsend

Hágangur frá Narfastöðum (8.31) Fróði frá Staðartungu (8.59) Vænting (Blíða) frá Ási 1 (7.71) Angi frá Laugarvatni (8.26) Furða frá Nýjabæ (8.06) Aldís frá Nýjabæ (8.06)

Glampi frá Vatnsleysu (8.35) Hera frá Herríðarhóli (8.23) Óðinn frá Ási 1 (7.68) Björt frá Ási 1

Höfuð

7.5

Svipþungt

101

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar

110

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Góð baklína

111

9

Bak og lend Samræmi

8.5

Fótagerð

7

Sívalvaxið

111

Lítil sinaskil, Grannar sinar

89

Réttleiki

7.5

Afturf: Brotin tálína

101

Hófar

8.5

Þykkir hælar, Hvelfdur botn

107

Öngull frá Kirkjubæ (7.98)

Prúðleiki

7

91

Sif frá Laugarvatni (8.01)

Sköpulag

8.11

110

Ófeigur frá Hvanneyri (8.55)

Tölt

8.5

Rúmt, Taktgott

105

Nótt frá Nýjabæ (7.72)

Brokk

8.5

Rúmt, Öruggt

109

Skeið

7

Ferðmikið, Fjórtaktað

102

Stökk

8

Ferðmikið, Sviflítið

99

9

Ásækni, Vakandi

115

Mikið fas

106

Vilji og geðslag Fegurð í reið

8.5

Fet

7.5

90

Hægt tölt

7.5

96

Hægt stökk

7

Hæfileikar

8.22

106

Aðaleinkunn

8.18

108

Hæfileikar án skeiðs

106

Aðaleinkunn án skeiðs

108

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 24. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 48 | Stóðhestar 2020


Apollo frá Haukholtum

IS2012188158

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Daníel Jónsson, Magnús Helgi Loftsson Eigandi: Gæðingar ehf, Lóa Dagmar Smáradóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Lóa Dagmar í síma 773-8377, netfang ldagmar89@gmail.com.

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Höfuð

8

Fínleg eyru

105

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Langur, Háar herðar

117

9

Vöðvafyllt bak, Öflug lend, Góð baklína

116

Samræmi

9.5

Hlutfallarétt, Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

125

Fótagerð

7.5

Snoðnir fætur

92

Réttleiki

8

Bak og lend

9.5

Hófar Prúðleiki

8

Mynd: Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir

Sær frá Bakkakoti (8.62) Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91)

95 Djúpir, Efnisþykkir, Hvelfdur botn

Gletta frá Bakkakoti (8.12)

121 91

Sköpulag

8.76

Tölt

9.5

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

126 121

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta

109

Skeið

7

Skrefmikið, Fjórtaktað

110

Stökk

8.5

Teygjugott, Takthreint

112 120

Vilji og geðslag

9

Þjálni, Vakandi

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

118

Fet

8

Taktgott

103

Hægt tölt

9.5

Hægt stökk

8

Hrynjandi frá Hrepphólum (8.23) Elding frá Haukholtum (8.56) Fjöður frá Haukholtum

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34) Særós frá Bakkakoti (8.03) Stígandi frá Sauðárkróki (8.15) Von frá Hrepphólum (7.72) Tvistur frá Kotlaugum Brana frá Haukholtum

124

Hæfileikar

8.63

122

Aðaleinkunn

8.68

128

Hæfileikar án skeiðs

121

Aðaleinkunn án skeiðs

127

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 103. Fjöldi dæmdra afkvæma: 1. Stóðhestar 2020 | 49


Arthúr frá Baldurshaga IS2011180518

Litur: Moldóttur/ljós- einlitt (5200). Ræktandi: Baldur Eiðsson Eigandi: TR Hestar ehf.

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Teitur Árnason í síma 894-2018.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Teitur Árnason Hæð á herðakamb: 150 cm. Mynd: Bjarney Anna Þórsdóttir

Sær frá Bakkakoti (8.62) Ársæll frá Hemlu II (8.43) Gná frá Hemlu II (8.09) Sörli frá Búlandi (8.27) Kengála frá Búlandi Bleikskjóna (Mýsla) frá Búlandi

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Andvari frá Ey I (8.36) Gullbrá frá Kvíarhóli

Höfuð

8

Vel borin eyru

100

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Langur, Háar herðar

114

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

107

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Langvaxið, Fótahátt

112

Fótagerð

8

Rétt fótstaða

Réttleiki

8.5

Hófar

8.5

96 107

Hvelfdur botn, Vel formaðir

106

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45)

Prúðleiki

6.5

81

Silja frá Hvolsvelli (7.55)

Sköpulag

8.57

112

Kolgrímur frá Kjarnholtum I (8.23)

Tölt

9

Skrefmikið

Móskjóna frá Búlandi

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

Skeið

5

Stökk

9.5

105 111 94

Teygjugott, Svifmikið, Takthreint

120 112

Vilji og geðslag

9

Reiðvilji, Vakandi

Fegurð í reið

9.5

Mikill fótaburður

Fet

8.5

104

9

112

Hægt tölt

118

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.42

111

Aðaleinkunn

8.48

113

Hæfileikar án skeiðs

114

Aðaleinkunn án skeiðs

116

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 25. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 50 | Stóðhestar 2020


Atgeir frá Koltursey

IS2015180377

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Pétur Jónsson, Þórhallur Dagur Pétursson Eigandi: Sara Sigurbjörnsdóttir, Þórhallur Dagur Pétursson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Sara Sigurbjörnsdóttir í síma 699-0126.

Hæsti byggingardómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Sýnandi: Sara Sigurbjörnsdóttir Hæð á herðakamb: 144 cm. Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend

8 8,5 9

Skarpt/þurrt, Vel opin augu

105

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar

109

Breitt bak, Vöðvafyllt bak

106

Fótahátt, Sívalvaxið

110

Samræmi

8,5

Fótagerð

8

Sverir liðir, Öflugar sinar

98

Réttleiki

8

Framf.: Fléttar

98

8,5

Vel formaðir

107

Hófar Prúðleiki

8

Sköpulag

8,37

Mynd: aðsend

Töfri frá Kjartansstöðum (8.45) Krákur frá Blesastöðum 1A (8.34) Bryðja frá Húsatóftum (7.91)

107 113

Tölt

109

Brokk

104

Skeið

98

Stökk

104

Vilji og geðslag

105

Fegurð í reið

107

Fet

100

Hægt tölt

108

Páfi frá Kirkjubæ (8.19) Fluga frá Sauðárkróki (7.98) Ólga frá Sauðárkróki (7.88)

Óður frá Brún (8.34) Terna frá Kirkjubæ (7.92) Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Muska frá Húsatóftum (7.62) Angi frá Laugarvatni (8.26) Hylling frá Kirkjubæ (8.16) Glaður frá Sauðárkróki (8.02) Hrafnkatla frá Sauðárkróki (8.54)

Hægt stökk Hæfileikar

107

Aðaleinkunn

110

Hæfileikar án skeiðs

109

Aðaleinkunn án skeiðs

111 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 4. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 51


Atlas frá Hjallanesi 1 IS2012181660

Litur: Jarpur/milli- skjótt (3510). Ræktandi: Guðjón Sigurðsson Eigandi: Atlasfélagið 1660 ehf

Upplýsingar: Atlas er hæst dæmda afkvæmi Spuna frá Vesturkoti. Frábær alhliða gæðingur með einstakt geðslag. Upplýsingar um notkun gefur Steinar Sigurðsson í síma: 822 1430 eða netfang: steinar@ati.is

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórarinn Eymundsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: aðsend

Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Spuni frá Vesturkoti (8.92) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Roði frá Múla (8.07) Atley frá Reykjavík (8.25) Halla-Skjóna frá Akureyri

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31) Oddur frá Selfossi (8.48)

Skarpt/þurrt, Fínleg eyru, Krummanef

109

8.5

Reistur, Mjúkur, Háar herðar

110

9

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

113

Fótahátt

104

8

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend

8.5

Samræmi Fótagerð

9

Réttleiki

8

Eydís frá Meðalfelli (8.42)

Hófar

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

8.5

Litla-Þruma frá Múla (7.62)

Sköpulag

8.54

Sikill frá Stóra-Hofi (8.06)

Tölt

Slaufa frá Stokkseyri

Brokk

8.5

Skeið

9

Stökk

9.5

8.5

9

Rétt fótstaða, Öflugar sinar, Prúðir fætur

117 108

Efnisþykkir

104 105 117

Rúmt, Mikið framgrip, Skrefmikið

112

Rúmt, Skrefmikið

103

Takthreint, Öruggt, Mikil fótahreyfing

122

Ferðmikið, Teygjugott, Svifmikið, Hátt

117 114

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni, Vakandi

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

115

Fet

8

Skrefmikið

110

9

Hægt tölt

117

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.91

122

Aðaleinkunn

8.76

125

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

119

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 61. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 52 | Stóðhestar 2020



Áfangi frá Víðidalstungu II IS2014155055

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Ingvar Jón Jóhannsson Eigandi: Ingvar Jón Jóhannsson, Jessie Huijbers

Upplýsingar: Spennandi vel ættaður alhliða hestur. Áfangi er laus til útleigu. Upplýsingar um notkun veitir Jessie í síma: 773-5352

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson Hæð á herðakamb: 141 cm. Mynd: aðsend

Sær frá Bakkakoti (8.62) Sjóður frá Kirkjubæ (8.7) Þyrnirós frá Kirkjubæ (8.46) Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Álfrún frá Víðidalstungu II (8.03) Plata frá Víðidalstungu II (7.5)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11)

Höfuð

7.5

Svipgott, Slök eyrnastaða

100

Háls, herðar og bógar

8

Reistur, Mjúkur

100

8

Breitt bak, Djúp lend

105

8.5

Langvaxið, Sívalvaxið

106

Bak og lend Samræmi Fótagerð

8

Öflugar sinar

100

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

105

Andrea frá Kirkjubæ (7.84)

Hófar

8.5

Efnisþykkir

102

Keilir frá Miðsitju (8.63)

Prúðleiki

8.5

101

Álfadís frá Selfossi (8.31)

Sköpulag

8.11

105

Hrannar frá Kýrholti (8.32)

Tölt

8.5

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið

Elddís frá Víðidalstungu II

Brokk

8.5

Rúmt, Taktgott

111

Skeið

8

Skrefmikið

119

Stökk

8

Ferðmikið, Sviflítið

103

Hróður frá Refsstöðum (8.39)

Vilji og geðslag Fegurð í reið

8.5

Ásækni

8

111

114 104 115

Fet

8

Hægt tölt

7.5

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.26

118

Aðaleinkunn

8.2

118

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

Taktgott

103

113 113 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

54 | Stóðhestar 2020


Ágústínus frá Jaðri

IS2015188338

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Agnar Reidar Róbertsson, Kristbjörg Kristinsdóttir Eigandi: Hrafnagaldur ehf.

Upplýsingar: Ágústínus er stórglæsilegur og efnilegur alhliða hestur sem stefnt er með í dóm í vor. Upplýsingar um notkun veitir Hrafnhildur í síma 846-8874 eða á hrafnagaldurehf@gmail.com.

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

105

Háls, herðar og bógar

110

Bak og lend

99

Samræmi

115

Fótagerð

107

Réttleiki

92

Hófar

102

Prúðleiki

94

Sköpulag

111

Tölt

109

Brokk

100

Skeið

123

Stökk

100

Vilji og geðslag

113

Fegurð í reið

110

Fet

102

Hægt tölt

108

Mynd: Liga Liepina

Sær frá Bakkakoti (8.62) Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91) Gletta frá Bakkakoti (8.12) Númi frá Þóroddsstöðum (8.66) Prúð frá Stóra-Hofi (8.09) Kveikja frá Stóra-Hofi (7.92)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34) Særós frá Bakkakoti (8.03) Svartur frá Unalæk (8.54) Glíma frá Laugarvatni (8.15) Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Rauðhetta frá Sauðárkróki (7.82)

Hægt stökk Hæfileikar

116

Aðaleinkunn

117

Hæfileikar án skeiðs

109

Aðaleinkunn án skeiðs

111 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 55


Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum IS2013187660

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt (7500). Ræktandi: Olil Amble Eigandi: Olil Amble

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Olil Amble í síma: 897-2935 og Bergur Jónsson í síma: 895-4417, netfang: olilamble@gangmyllan.is.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Bergur Jónsson Hæð á herðakamb: 147 cm. Mynd: aðsend

Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Stáli frá Kjarri (8.76) Jónína frá Hala (8.13) Adam frá Meðalfelli (8.24) Álfadís frá Selfossi (8.31) Grýla frá Stangarholti (7.69)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gnótt frá Sauðárkróki (8.1) Þokki frá Garði (7.96)

9

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

9

Bak og lend

9.5

Samræmi Fótagerð

8

Réttleiki

8.5

Frítt, Skarpt/þurrt, Vel opin augu

111

Langur, Grannur, Klipin kverk

106

Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Góð baklína

111

Hlutfallarétt, Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

118

Sverir liðir, Öflugar sinar, Lítil sinaskil

99 108

Blökk frá Hofsstöðum

Hófar

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

7.5

89

Vordís frá Sandhólaferju (7.88)

Sköpulag

8.73

117

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45)

Tölt

Taktgott, Skrefmikið, Mjúkt

116

Spurning frá Kleifum (7.26)

Brokk

8.5

Taktgott, Skrefmikið

110

Skeið

8.5

Mikil fótahreyfing, Skrefmikið

Stökk

8

9

9

Vilji og geðslag Fegurð í reið

112

124 104 121

9

Ásækni, Þjálni

8.5

Góður höfuðb.

113

Taktgott

108

8

Fet

Hvelfdur botn, Vel formaðir

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

110

Hæfileikar

8.63

123

Aðaleinkunn

8.67

126

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

120

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 84. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 56 | Stóðhestar 2020


Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum IS2011187660

Litur: Rauður/milli- skjótt ægishjálmur (1515). Ræktandi: Olil Amble Eigandi: Olil Amble

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Olil Amble í síma: 897-2935 og Bergur Jónsson í síma: 895-4417, netfang: olilamble@gangmyllan.is.

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Olil Amble Hæð á herðakamb: 144 cm. 8

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

Vel borin eyru

111

Reistur, Háar herðar

110

Góð baklína, Afturdregin lend

102

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

105

9

Rétt fótstaða, Öflugar sinar

111

Réttleiki

9

Framf: Réttir - Afturf: Réttir

102

Hófar

9

Djúpir, Hvelfdur botn, Vel formaðir

120

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.58

8

Bak og lend Samræmi

8.5

Fótagerð

116

9

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

115

Brokk

9

Taktgott, Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta

126

Skeið

5

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt, Takthreint

115

Vilji og geðslag

9.5

Fet

91 Þjálni, Vakandi

129

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

123

9.5

Taktgott, Rösklegt, Skrefmikið

121

9

Hægt tölt

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Dama frá Þúfu í Landeyjum

96

Tölt

Fegurð í reið

Mynd: aðsend

Adam frá Meðalfelli (8.24) Álfadís frá Selfossi (8.31) Grýla frá Stangarholti (7.69)

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Hrafnkatla frá Sauðárkróki (8.54) Adam frá Meðalfelli (8.24) Svana frá Þúfu í Landeyjum Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Vordís frá Sandhólaferju (7.88) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Spurning frá Kleifum (7.26)

115

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.4

122

Aðaleinkunn

8.47

125

Hæfileikar án skeiðs

129

Aðaleinkunn án skeiðs

130

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 86. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 57


Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ IS2008125426

Litur: Rauður/dökk/dr. stjörnótt (1620). Ræktandi: Erla Guðný Gylfadóttir Eigandi: Erla Guðný Gylfadóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Erla Guðný Gylfadóttir í síma: 862-3646, netfang: kraka@simnet.is.

Hæsti dómur (2014) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson Hæð á herðakamb: 148 cm. Mynd: Elka

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfur frá Selfossi (8.46) Álfadís frá Selfossi (8.31) Vídalín (Ægir) frá Svínhaga Brúnka frá Varmadal (8.22) Móbrúnka frá Varmadal

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Adam frá Meðalfelli (8.24) Grýla frá Stangarholti (7.69)

Höfuð

7.5

Háls, herðar og bógar

7.5

Skásettir bógar, Háar herðar, Þykkur, Djúpur, Fyllt kverk

108 91 95

Bak og lend

8

Vöðvafyllt bak

Samræmi

8

Sívalvaxið

97

Fótagerð

8

Sverir liðir

101

Réttleiki

8

Hófar

9

Efnisþykkir

119

92

Atli frá Syðra-Skörðugili (8.19)

Prúðleiki

7.5

100

Brúnka frá Skarði

Sköpulag

7.97

100

Glaður frá Reykjum (8.01)

Tölt

9.5

Brún frá Varmadal

Brokk

9

Skeið

5

86

Stökk

8.5

114

Taktgott, Há fótlyfta, Mjúkt

120

Rúmt, Taktgott, Öruggt

116

Ásækni, Þjálni

116

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

109

Taktgott, Rösklegt

109

Vilji og geðslag

9

Fet

8.5

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.3

Aðaleinkunn

8.17

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

110 114 113 122 119

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 21. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 58 | Stóðhestar 2020


Ás frá Kirkjubæ

IS2011186100

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Kirkjubæjarbúið sf Eigandi: Kirkjubæjarbúið sf

Upplýsingar: Verður til afnota í Kirkjubæ upplýsingar veitir Hjörvar : 848-0625.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hjörvar Ágústsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend

8 8.5 8

111 Grannur, Háar herðar

112

Afturdregin lend

112

Samræmi

8.5

Fótagerð

7.5

Beinar kjúkur, Grannar sinar, Snoðnir fætur

92

Réttleiki

8

Framf: Útskeifir, Afturf: Réttir

107

111

8.5

100

Prúðleiki

7

90

Sköpulag

8.18

Tölt

8.5

Hófar

Mynd: Liga Liepina

111 Há fótlyfta

106

Brokk

8

Öruggt

101

Skeið

8

Skrefmikið

121

Stökk

9

Hátt, Takthreint

110

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni, Þjálni

107

Fegurð í reið

8.5

Góður höfuðb.

105

Fet

8.5

Taktgott, Skrefmikið

105

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.39

113

Aðaleinkunn

8.31

115

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Ágústínus frá Melaleiti (8.61) Gnótt frá Steinmóðarbæ (8.01) Glúmur frá Kirkjubæ Freisting frá Kirkjubæ (8.16) Fluga frá Kirkjubæ (8.16)

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61) Háttur frá Kirkjubæ (7.35) Stjarna frá Steinmóðarbæ Goði frá Sauðárkróki (8.02) Rauðhetta frá Kirkjubæ (8.81) Öngull frá Kirkjubæ (7.98) Fljóð frá Kirkjubæ

104

Hæfileikar án skeiðs

107

Aðaleinkunn án skeiðs

109 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 59


Ás frá Strandarhöfði IS2014184741

Litur: Grár/rauður skjótt ægishjálmur (0115). Ræktandi: Strandarhöfuð ehf Eigandi: Strandarhöfuð ehf

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Ásmundur Ernir í síma 849-0009 og á netfangið asmundurernir@gmail.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Ásmundur Ernir Snorrason Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Álfur frá Selfossi (8.46) Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði (8.6) Lukka frá Stóra-Vatnsskarði (8.89) Gustur frá Hóli (8.57) Súla frá Akureyri (8.12) Eva frá Akureyri

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfadís frá Selfossi (8.31) Gjafar frá Stóra-Vatnsskarði (7.77)

Höfuð

8.5

Vel borin eyru, Vel opin augu

112

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Grannur

108

Góð baklína, Grunn lend

100

Samræmi

8.5

Fótahátt

106

Fótagerð

7.5

Hörð afturfótst.

94

Réttleiki

8

Framf: Brotin tálína

103

8

Hvelfdur botn

98

Bak og lend

8

Freisting frá Stóra-Vatnsskarði (7.69)

Hófar

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

Prúðleiki

7

95

Abba frá Gili (8.03)

Sköpulag

8.14

105

Adam frá Meðalfelli (8.24)

Tölt

Hrönn frá Höskuldsstöðum (7.72)

Brokk

8.5

Skrefmikið, Svifmikið

112

Skeið

7.5

Skrefmikið

113

Stökk

8.5

Ferðmikið

111 110

8

Skrefmikið

103

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni, Þjálni

Fegurð í reið

8.5

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

115

Fet

8.5

Taktgott, Skrefmikið

108

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

111

Hæfileikar

8.21

115

Aðaleinkunn

8.18

115

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

112 112 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

60 | Stóðhestar 2020


Ifor williams

hestakerrur

VÍKURVAGNAR EHF.

Hyrjarhöfði 8. 110 Reykjavík - sími: 577-1090 - netfang: sala@vikurvagnar.is -

www.vikurvagnar.is

HB 511 HESTAKERRA FYRIR 2-3 HESTA

HB 510 XL HESTAKERRA FYRIR 4-5 HESTA

HB 610 HESTAKERRA FYRIR 5-6 HESTA

V ARAHLUTA OG V IÐGERÐAÞJÓNUSTA FYRIR ALLAR GERÐIR AF KERRUM.


Baldur frá Efsta-Seli IS2015186646

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Lóa Dagmar Smáradóttir, Smári Gunnarsson Eigandi: Lóa Dagmar Smáradóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Lóa Dagmar í síma 773-8377, netfang ldagmar89@gmail.com.

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Sær frá Bakkakoti (8.62) Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91) Gletta frá Bakkakoti (8.12) Þorri frá Þúfu í Landeyjum (8.26) Lotta frá Hellu (8.13) Lísa frá Mykjunesi (7.13)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34)

Höfuð

105

Háls, herðar og bógar

103

Bak og lend

104

Samræmi

110

Fótagerð

98

Réttleiki

91

Særós frá Bakkakoti (8.03)

Hófar

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

88

Hviða frá Þúfu í Landeyjum (7.39)

Sköpulag

107

Flosi frá Brunnum (8.24)

Tölt

110

Grána frá Austvaðsholti 1

Brokk

100

108

Skeið

121

Stökk

101

Vilji og geðslag

114

Fegurð í reið

110

Fet

91

Hægt tölt

108

Hægt stökk Hæfileikar

114

Aðaleinkunn

115

Hæfileikar án skeiðs

108

Aðaleinkunn án skeiðs

109 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

62 | Stóðhestar 2020


Bersir frá Hægindi IS2014135587

Litur: Jarpur/rauð- einlitt (3400). Ræktandi: Björg María Þórsdóttir Eigandi: Björg María Þórsdóttir

Upplýsingar: Bersir er alhliða hestur með ljúfa lund. Bersir var í 8.sæti í flokki 4.vetra hesta á LM 2018. Laus til útleigu. Uppl. í síma 862-5785 Björg María

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Agnar Þór Magnússon Hæð á herðakamb: 143 cm. Höfuð

8.5

Vel borin eyru

115

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur

103

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak

115

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

117

Fótagerð

7.5

Lítil sinaskil

92

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir, Afturf: Brotin tálína

93

Þykkir hælar

111

Hófar

8.5

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.33

Tölt

9

Mynd: Björg María

Forseti frá Vorsabæ II (8.58) Hersir frá Lambanesi (8.57) Elding frá Lambanesi (8.03)

97 115 Rúmt, Taktgott, Skrefmikið

119

Öruggt, Skrefmikið

103

Brokk

8.5

Skeið

7.5

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

115

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

120

Fegurð í reið

8.5

123

Blær frá Hesti (8.5) Blæja frá Hesti (8.17) Harka frá Lundum II

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Litla-Jörp frá Vorsabæ II (7.7) Gimsteinn frá Bergstöðum (7.92) Sveifla frá Lambanesi Gustur frá Hóli (8.57) Blíð frá Hesti (8.06) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Gildra frá Lundum II (7.13)

113 91

Fet

7

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.36

122

Aðaleinkunn

8.35

124

Skrefstutt

110

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

118 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 4. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 63


Bikar frá Ólafshaga IS2012101190

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Ólafur Finnbogi Haraldsson, Þóra Bjarnadóttir Eigandi: Ólafshagi ehf

Upplýsingar: Bikar er einn af fáum hátt dæmdum stóðhestum með CA genið. Bikar verður til afnota í Mosfellsdalnum í sumar. Nánari upplýsingar veitir Ólafur í síma 8628808. Verð á folatolli er 125.000 m/vsk

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: aðsend

Gauti frá Reykjavík (8.28) Auður frá Lundum II (8.46) Auðna frá Höfða (7.85)

Brynja frá Skammbeinsstöðum 1 (8.19)

Starri frá Skammbeinsstöðum 1 (7.57) Nótt frá Keldudal (7.59)

Logi frá Skarði (8.4) Berta frá Vatnsleysu (7.45) Stjarni frá Vatnsleysu Brúnka frá Höfða

Höfuð Háls, herðar og bógar

Svipgott, Djúpir kjálkar

104

8.5

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar

108

8

Bak og lend

8.5

Góð baklína

111

Samræmi

8.5

Léttbyggt

106

Fótagerð

7.5

Rétt fótstaða, Langar kjúkur, Lítil sinaskil

89

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir, Fléttar - Afturf: Réttir

101

Hófar

8.5

Hvelfdur botn, Vel formaðir

102

Ásaþór frá Stóra-Hofi (8.08)

Prúðleiki

8.5

106

Tinna frá Stóra-Hofi (7.76)

Sköpulag

8.24

109

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Tölt

9

Taktgott, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

Sunna frá Kirkjubæ

Brokk

9

Skrefmikið, Há fótlyfta

Skeið

5

Stökk

9

109 111 88

Svifmikið, Hátt, Takthreint

118

Þjálni, Vakandi

105

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

113

Fet

7

Framtakslítið

Vilji og geðslag

Hægt tölt

8.5

8.5

93 110

Hægt stökk

9

Hæfileikar

8.13

107

Aðaleinkunn

8.17

109

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

114 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 6. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

64 | Stóðhestar 2020


Biskup frá Ólafshaga

IS2010101190

Litur: Vindóttur/jarp- einlitt glófext (8301). Ræktandi: Ólafur Finnbogi Haraldsson, Þóra Bjarnadóttir Eigandi: Ólafshagi ehf

Upplýsingar: Biskup er jarpvindóttur glæsihestur og landsmótssigurvegari í unglingaflokki árið 2018. Hann er með einstakt geðslag og frábært tölt og rými. Biskup verður til afnota í Mosfelldalnum í sumar. Frekari upplýsingar veitir Ólafur í síma 862 8808. Verð á folatolli er kr. 125.000 m/vsk.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hæð á herðakamb: 141 cm. Höfuð

7.5

Gróft höfuð

96

Háls, herðar og bógar

8

Reistur, Grannur, Þykkur

97

Bak og lend

7.5

Góð baklína, Afturdregin lend, Grunn lend

90

Samræmi

8

Fótagerð

7

Réttleiki

8

Hófar

8.5

Prúðleiki

8.5

Sköpulag

7.87

96 Hörð afturfótst., Lítil sinaskil

79

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

Glymur frá Innri-Skeljabrekku (8.38) Þyrla frá Norðtungu

103 110 91

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

111

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

107

Skeið

5

Stökk

8

Takthreint

Vilji og geðslag

9

Reiðvilji, Þjálni

112

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

106

Hægt tölt

Gaukur frá Innri-Skeljabrekku (8.01)

100

Tölt

Fet

Mynd: aðsend

104

Glampi frá Kjarri (8.18) Blanda frá Hlemmiskeiði 1 (8.18) Stjarna frá Bólstað (7.16)

Greipur frá Miðsitju (7.5) Hrafnhetta frá Hvítárholti Blær frá Brekku Skeifa frá Norðtungu Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Erta frá Kröggólfsstöðum Dreyri frá Álfsnesi (8.03) Þera frá Skaftholti

100

8

97

8.5

101

8

Hægt stökk Hæfileikar

8.19

110

Aðaleinkunn

8.06

106

Hæfileikar án skeiðs

110

Aðaleinkunn án skeiðs

105

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 14. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 65


Bjarmi frá Litlu-Tungu 2 IS2013186955

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Vilhjálmur Þórarinsson Eigandi: Vilhjálmur Þórarinsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Sæmundur Þ. Sæmundsson í síma 849-3353.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson Hæð á herðakamb: 149 cm. Mynd: Marta Gunnarsdóttir

Klettur frá Hvammi (8.49) Kiljan frá Steinnesi (8.78) Kylja frá Steinnesi (8.17) Spuni frá Miðsitju (8.33) Björk frá Litlu-Tungu 2 (8.49) Brá frá Þverá, Skíðadal (7.56)

Gustur frá Hóli (8.57) Dóttla frá Hvammi Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Hvönn frá Steinnesi (7.63)

Höfuð Háls, herðar og bógar

7

90

8.5

Skásettir bógar

108

Bak og lend

8.5

Breitt bak, Jöfn lend

113

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Fótahátt

109

Fótagerð

7.5

Lítil sinaskil

92

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir

105

Hófar

8

102

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

8.5

102

Katla frá Miðsitju (8.11)

Sköpulag

8.05

109

Sörli frá Sauðárkróki (8.24)

Tölt

8.5

Rúmt, Skrefmikið

108

Björk frá Þverá, Skíðadal

Brokk

8.5

Rúmt, Skrefmikið

109

Skeið

9

Ferðmikið, Öruggt, Skrefmikið

133

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

112

Vilji og geðslag

8.5

Reiðvilji, Þjálni

Fegurð í reið

8.5

111 110 97

Fet

8

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.55

121

Aðaleinkunn

8.35

121

Skrefmikið, Flýtir sér

107

Hæfileikar án skeiðs

111

Aðaleinkunn án skeiðs

112 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

66 | Stóðhestar 2020


Bjarnfinnur frá Áskoti IS2012186513

Litur: Brúnn/milli- skjótt (2510). Ræktandi: Arnheiður Rut Auðbergsdóttir, Jakob S. Þórarinsson Eigandi: Jakob S. Þórarinsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Jakob í síma 865-6356 eða á netfangið jakob@sundhestar.is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Helgi Þór Guðjónsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend

8 8.5

112 Reistur, Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

109

Fótahátt

109

Lítil sinaskil, Votir fætur

92

8

102

Samræmi

8.5

Fótagerð

7

Réttleiki

7.5

Framf: Fléttar

96

Hófar

7.5

Þröngir

95

Prúðleiki

8

Sköpulag

7.96 8.5

Há fótlyfta, Skrefmikið

107

Brokk

8.5

Taktgott, Há fótlyfta

114

Skeið

5

Stökk

8.5

Fegurð í reið Fet

9 8.5 8

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum (8.37) Álfadís frá Selfossi (8.31)

102

Tölt

Vilji og geðslag

Mynd: aðsend

106

84 Teygjugott

112

Ásækni, Þjálni

115

Mikill fótaburður

111

Taktgott

107

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

7.96

107

Aðaleinkunn

7.96

108

Suðri frá Holtsmúla 1 (8.31) Aría frá Efra-Seli (7.62) Hrafntinna frá Stóru-Borg (7.73)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Adam frá Meðalfelli (8.24) Grýla frá Stangarholti (7.69) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Skálm frá Köldukinn (8.02) Ófeigur frá Stóru-Borg Drottning frá Stóru-Borg

105

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 2. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 67


Blakkur frá Þykkvabæ I IS2014185260

Litur: Brúnn/milli- stjörnótt (2520). Ræktandi: Arnar Bjarnason Eigandi: Jens Erik Udsen

Upplýsingar: Blakkur frá Þykkvabæ er stórefnilegur hestur sem hefur nú þegar verið sýndur með prýðisdóm. Hann hefur þar til að mynda hlotið 9.5 fyrir samræmi og bak og lend. Þar að auki hlaut hann 9 fyrir tölt, vilja og geðslag og stökk. Í honum blandast faðir hans Hrannar frá Flugumýri skemmtilega við afa hans í móðurætt, Þokka frá Kýrholti. Upplýsingar um notkun veitir Teitur Árnason - sími 894-2018

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Teitur Árnason Hæð á herðakamb: 146 cm. Höfuð

7.5

Skarpt/þurrt, Krummanef

94

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Langur, Háar herðar

109

Bak og lend

9.5

Vöðvafyllt bak, Löng lend, Jöfn lend, Góð baklína

123

Samræmi

9.5

Langvaxið, Fótahátt

122

Kveikur frá Miðsitju (8.25)

Fótagerð

7.5

Lítil sinaskil

90

Réttleiki

8

Framf: Réttir - Afturf: Útskeifir, Vindur

109

8

Þykkir hælar, Slútandi hælar

104

Mynd: aðsend

Kraftur frá Bringu (8.55) Hrannar frá Flugumýri II (8.85) Hending frá Flugumýri (8.08) Þokki frá Kýrholti (8.73) Lyfting frá Þykkvabæ I (8.08) Jörp frá Þykkvabæ I (7.75)

Gustur frá Hóli (8.57) Salka frá Kvíabekk (7.88) Harpa frá Flugumýri (7.85)

Hófar

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31)

Prúðleiki

8

91

Þörf frá Hólum (7.87)

Sköpulag

8.41

118

Feykir frá Hafsteinsstöðum (8.04)

Tölt

9

Rúmt, Há fótlyfta, Mikið framgrip

Nál frá Þykkvabæ I

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta, Ferðlítið

Skeið

5

Stökk

9

Svifmikið, Hátt

120

9

Ásækni, Þjálni

124

Vilji og geðslag Fegurð í reið Fet Hægt tölt Hægt stökk

8.5

Mikið fas, Mikill fótaburður

117 103

8.5

118

9 8.12

Aðaleinkunn

8.24

Aðaleinkunn án skeiðs

121 104

8

Hæfileikar Hæfileikar án skeiðs

119

124 127 125 127

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 11. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 68 | Stóðhestar 2020


UMHVERFISVÆN INNIMÁLNING

ÚTSÖLUSTAÐIR MÁLNINGAR • BYKO, Kópavogi • BYKO, Granda • BAUHAUS • Garðar Jónsson málarameistari, Akranesi • Smiðjan Fönix, Hellissandi • Málningarbúðin, Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Lífland, Blönduósi • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO, Akureyri • Ísfell, Ólafsfirði • Launafl, Reyðarfirði • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO, Selfossi • Miðstöðin, Vestmannaeyjum • Rúnar málari, Grindavík • BYKO, Keflavík


Bláinn frá Eystra-Fróðholti IS2015186180

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir Eigandi: Ársæll Jónsson, Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Ársæll Jónsson í síma 663-2002, netfang: eystrafrodholt@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: Anna G

Glóðar frá Reykjavík (8.34) Penni frá Eystra-Fróðholti (8.23) Framtíð frá Bakkakoti (7.32) Sær frá Bakkakoti (8.62) Glíma frá Bakkakoti (8.58) Gletta frá Bakkakoti (8.12)

Roði frá Múla (8.07) Glóð frá Möðruvöllum (8.15) Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Höfuð

106

Háls, herðar og bógar

104

Bak og lend

104

Samræmi

102

Fótagerð

107

Réttleiki

93

Dögg frá Hjaltastöðum (8.09)

Hófar

101

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

84

Sæla frá Gerðum (8.11)

Sköpulag

104

Óður frá Brún (8.34)

Tölt

109

Særós frá Bakkakoti (8.03)

Brokk

104

Skeið

117

Stökk

109

Vilji og geðslag

118

Fegurð í reið

115

Fet

100

Hægt tölt

115

Hægt stökk Hæfileikar

116

Aðaleinkunn

116

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

112 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 2. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

70 | Stóðhestar 2020


Blesi frá Heysholti

IS2015186669

Litur: Rauður/milli- blesótt glófext (1551). Ræktandi: Guðrún Lóa Kristinsdóttir Eigandi: Guðrún Lóa Kristinsdóttir

Upplýsingar: Mjög spennandi hestur með frábært geðslag, gangtegundir og eftirtektarvert fas. Upplýsingar um notkun: Hekla Katharína Kristinsdóttir Sími: 8467960 heklak@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

98

Háls, herðar og bógar

103

Bak og lend

112

Samræmi

108

Fótagerð

101

Réttleiki

100

Hófar

112

Prúðleiki

110

Sköpulag

113

Tölt

105

Brokk

106

Skeið

119

Stökk

102

Vilji og geðslag

114

Fegurð í reið

111

Fet

96

Hægt tölt

106

Mynd: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson

Stáli frá Kjarri (8.76) Jarl frá Árbæjarhjáleigu II (8.78) Elding frá Árbæjarhjáleigu II (7.9) Funi frá Vindási (8.42) Vakning frá Heysholti (7.97) Vaka frá Vindási (7.89)

Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Jónína frá Hala (8.13) Hugi frá Hafsteinsstöðum (8.31) Fána frá Hala (7.65) Dynur frá Hvammi (8.47) Drífa frá Vindási (7.82) Goði frá Sauðárkróki (8.02) Fjöður frá Hnjúki (7.84)

Hægt stökk Hæfileikar

113

Aðaleinkunn

116

Hæfileikar án skeiðs

107

Aðaleinkunn án skeiðs

110 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 71


Blikar frá Fossi IS2013188661

Litur: Rauður/milli- tvístjörnótt (1540). Ræktandi: Ragnar Hinriksson Eigandi: Edda Rún Ragnarsdóttir, Helga Kristín Claessen

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Sigurður Matthíasson í síma 897-1713 og á netfangið info@ganghestar.is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigurður Vignir Matthíasson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: Maríanna Gunnarsdóttir

Klettur frá Hvammi (8.49) Hringur frá Fossi (8.49) Ella frá Dalsmynni Ernir frá Efri-Brú (8.03) Brá frá Snjallsteinshöfða 1 frá

Gustur frá Hóli (8.57) Dóttla frá Hvammi

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend Samræmi

Skarpt/þurrt, Fínleg eyru, Vel borin eyru

106

9

Grannur, Skásettir bógar, Klipin kverk

109

8

Grunn lend

95

Léttbyggt, Sívalvaxið

102

8.5

8.5

Geysir frá Dalsmynni (8.15)

Fótagerð

8

Mikil sinaskil, Þurrir fætur

97

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir, Afturf: Nágengir

98

Gjálp frá Kirkjubæ (7.78)

Hófar

8

Efnisþykkir, Slútandi hælar

92

Kjarval frá Sauðárkróki (8.32)

Prúðleiki

9

112

Pamela frá Efri-Brú (7.99)

Sköpulag

8.38

102

frá

Tölt

8.5

Taktgott, Skrefmikið

99

frá

Brokk

8.5

Öruggt, Skrefmikið

102

Skeið

8.5

Mikil fótahreyfing, Skrefmikið

114

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Svifmikið, Hátt

108

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

98

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas

100

Fet

8

102

Hægt tölt

8

99

Hægt stökk

8

Hæfileikar Aðaleinkunn

8.5

106

8.46

106

Hæfileikar án skeiðs

101

Aðaleinkunn án skeiðs

102 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

72 | Stóðhestar 2020


Blundur frá Þúfum IS2012158166

Litur: Jarpur/dökk- einlitt (3700). Ræktandi: Mette Camilla Moe Mannseth Eigandi: Mette Camilla Moe Mannseth

Upplýsingar: Blundur var í úrslitum í T2 á Íslandsmóti á sínu fyrstu keppnistímabili. Vor: Húsnotkun til seinni part Júní í Þúfum, upplýsingar veita Mette í síma 8988876 og Gísli í síma 8977335 eða netfang: mette@holar.is Sumar: Verður í Stekkhólma Fljótsdalshéraði. Nánari upplýsingar og pantanir hjá Einari Ben í síma 8965513 og tölvupóstur gleraugun@ simnet.is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Mette Camilla Moe Mannseth Hæð á herðakamb: 147 cm. Höfuð

8

105

Háls, herðar og bógar

8.5

Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

106

Bak og lend

9.5

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Djúp lend, Jöfn lend, Öflug lend

120

Hlutfallarétt, Fótahátt

114

Samræmi

9

Fótagerð

8

97

Réttleiki

8.5

114

Hófar

9

Prúðleiki

7.5

Efnisþykkir

8.59 9.5

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

121

Brokk

9.5

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

125

Skeið

5

Stökk

8.5

119

97 Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

111

Vilji og geðslag

9

Þjálni, Vakandi

121

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

119

Hægt tölt Hægt stökk

9

Skrefstutt

Dagur frá Kjarnholtum I (8.24) Lygna frá Stangarholti (7.86) Mugga frá Kleifum (7.56)

Snegla frá Skagaströnd (7.52) Kveikur frá Miðsitju (8.25) Harpa frá Torfastöðum (8.17) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Blíða frá Gerðum (7.78) Hnokki frá Steðja (7.88) Lygna frá Kleifum (8.02)

92

8.5 8.32

121

Aðaleinkunn

8.43

124

Aðaleinkunn án skeiðs

Ópera frá Dvergsstöðum (8.19)

Safír frá Viðvík (8.35)

121

Hæfileikar Hæfileikar án skeiðs

Viti frá Kagaðarhóli (8.26)

94

Sköpulag

6.5

Smári frá Skagaströnd (8.34)

114

Tölt

Fet

Mynd: aðsend

125 127 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 7. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 73


Blær frá Breiðholti, Gbr. IS2014125421

Litur: Rauður/milli- blesótt (1550). Ræktandi: Gunnar Ingvason Eigandi: Gunnar Ingvason

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Gunnar Ingvason í síma: 660-0413

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórarinn Ragnarsson Hæð á herðakamb: 150 cm. Mynd: aðsend

Kraftur frá Bringu (8.55) Hrannar frá Flugumýri II (8.85) Hending frá Flugumýri (8.08) Safír frá Viðvík (8.35) Hrund frá Torfunesi (8.02) Virðing frá Flugumýri (8.1)

Gustur frá Hóli (8.57) Salka frá Kvíabekk (7.88)

8

Vel borin eyru

104

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur

109

Bak og lend

8.5

Góð baklína, Grunn lend

112

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

115

Höfuð

Samræmi

9

Kveikur frá Miðsitju (8.25)

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Þurrir fætur

106

Réttleiki

8.5

Afturf: Réttir

115

Harpa frá Flugumýri (7.85)

Hófar

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

6

79

Gloría frá Hjaltastöðum (8.19)

Sköpulag

8.54

117

9

111

Hervar frá Sauðárkróki (8.27)

Tölt

8

Taktgott

104

Hrefna frá Flugumýri

Brokk

8

Rúmt, Öruggt

110

Skeið

7.5

Ferðlítið

117

Stökk

8.5

Vilji og geðslag

8.5

Fegurð í reið Fet Hægt tölt

8 6.5 8

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

7.93

Aðaleinkunn

8.17

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

111 Vakandi

115

Mikil reising, Fallegur tagl

108

Flýtir sér

91 109 113 117 108 112

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 74 | Stóðhestar 2020


Blæsir frá Hægindi

IS2016135587

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Björg María Þórsdóttir Eigandi: Björg María Þórsdóttir

Upplýsingar: Uppl. um notkun gefur Björg María í s :862-5785

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

109

Háls, herðar og bógar

107

Bak og lend

102

Samræmi

116

Fótagerð

102

Réttleiki

97

Hófar

114

Prúðleiki

99

Sköpulag

115

Tölt

117

Brokk

106

Skeið

116

Stökk

113

Vilji og geðslag

115

Fegurð í reið

111

Fet

87

Hægt tölt

111

Mynd: Birna Tryggvadóttir

Ómur frá Kvistum (8.61) Konsert frá Hofi (8.72) Kantata frá Hofi (8.26) Blær frá Hesti (8.5) Blæja frá Hesti (8.17) Harka frá Lundum II

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Orka frá Hvammi (8.15) Kormákur frá Flugumýri II (8.3) Varpa frá Hofi (7.9) Gustur frá Hóli (8.57) Blíð frá Hesti (8.06) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Gildra frá Lundum II (7.13)

Hægt stökk Hæfileikar

118

Aðaleinkunn

120

Hæfileikar án skeiðs

114

Aðaleinkunn án skeiðs

117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 75


Boði frá Breiðholti, Gbr. IS2012125421

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Gunnar Ingvason Eigandi: Lettleiki Icelandics LLC

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Alexandra Dannenmann í síma +1 239 223-5403 og Maggie Brandt í síma +1 502 541-4590 eða á netfang: maggie@lettleikiicelandics.com. www.lettleikiicelandics.com

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Töfri frá Kjartansstöðum (8.45) Krákur frá Blesastöðum 1A (8.34) Bryðja frá Húsatóftum (7.91) Safír frá Viðvík (8.35) Hrund frá Torfunesi (8.02) Virðing frá Flugumýri (8.1)

Fínleg eyru, Vel borin eyru

106

9

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar

116

8

8.5

Höfuð Háls, herðar og bógar

Öflug lend

102

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Fótahátt

99

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

Fótagerð

7.5

Grannar sinar

93

Réttleiki

8

Framf: Fléttar - Afturf: Réttir

102

Muska frá Húsatóftum (7.62)

Hófar

Hvelfdur botn

100

Óður frá Brún (8.34) Terna frá Kirkjubæ (7.92)

Bak og lend

8.5

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

8.5

Gloría frá Hjaltastöðum (8.19)

Sköpulag

8.4

Hervar frá Sauðárkróki (8.27)

Tölt

9.5

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

115

Hrefna frá Flugumýri

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta

116

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

116

Ásækni, Þjálni, Vakandi

116

Skeið

5

Stökk

9 9.5

Vilji og geðslag

109 107

89

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikill fótaburður

119

Fet

8

Taktgott

98

9

Hægt tölt Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.4

Aðaleinkunn

8.4

Hæfileikar án skeiðs

111 114 114 120

Aðaleinkunn án skeiðs

119

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 45. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 76 | Stóðhestar 2020


Borgfjörð frá Morastöðum

IS2013125097

Litur: Jarpur/rauð- einlitt (3400). Ræktandi: María Dóra Þórarinsdóttir Eigandi: Grunur ehf.

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veita Sylvía í síma 896-9608 og Árni í síma 867-0111, netfang: sylvia84@me.com. Borgfjörð er staðfestur CA hestur

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sylvía Sigurbjörnsdóttir Hæð á herðakamb: 147 cm. Myndarlegt, Vel borin eyru

104

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar

111

Bak og lend

8

Vöðvafyllt bak

103

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt

113

Fótagerð

7

Lítil sinaskil, Grannar sinar

84

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

98

Hófar

8

Efnisþykkir, Slútandi hælar

94

Prúðleiki

9

Sköpulag

8.33

8.5

Höfuð

106

9

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

110

Brokk

8

Há fótlyfta

101

Skeið

5

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni, Vakandi

111

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

112

Taktgott

105

8.5

Hægt tölt

8.5

Auður frá Lundum II (8.46) Vörður frá Sturlureykjum 2 (8.12) Skoppa frá Hjarðarholti (7.66)

106

Tölt

Fet

Mynd: Nicky Pfau

107

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Marta frá Morastöðum (7.78) Hylling frá Hreðavatni (7.22)

Gauti frá Reykjavík (8.28) Auðna frá Höfða (7.85) Sindri frá Kjarnholtum I (7.97) Skjóna frá Hjarðarholti (7.51) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61) Sörli frá Sauðárkróki (8.24) Ljósbrá frá Hraunbæ

113

108

9

Hægt stökk Hæfileikar

8.18

113

Aðaleinkunn

8.24

113

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

112

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 19. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 77


Bósi frá Húsavík IS2011166018

Litur: Vindóttur/mó tvístjörnótt (8640). Ræktandi: Vignir Sigurólason Eigandi: Thelma Dögg Tómasdóttir, Vignir Sigurólason

Upplýsingar: Bósi frá Húsavík er hæst dæmdi vindótti hestur í heimi. Alhliða hestur með frábærar gangtegundir og frábært geðslag. Bósi verður á húsnotkun í sumar á Kálfhóli á Skeiðunum. Upplýsingar veita Thelma Dögg 866-8113 eða Svanhildur 699-5775 eða á netfang svanhildur76@simnet.is

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: aðsend

Gaukur frá Innri-Skeljabrekku (8.01) Glymur frá Innri-Skeljabrekku (8.38) Þyrla frá Norðtungu Ypsilon frá Holtsmúla 1 (7.98) Dúsa frá Húsavík (8.4) Birna frá Húsavík (8.17)

Höfuð

7.5

Langt höfuð

97

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

107

Bak og lend

8.5

Djúp lend, Góð baklína

105

Samræmi

8.5

Fótahátt

107

Blær frá Brekku

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Þurrir fætur

101

Réttleiki

8

Framf: Útskeifir

103

Skeifa frá Norðtungu

Hófar

Þykkir hælar, Hvelfdur botn

107

Greipur frá Miðsitju (7.5) Hrafnhetta frá Hvítárholti

8.5

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

9.5

Yrpa frá Ytra-Skörðugili

Sköpulag

8.43

Baldur frá Bakka (8.15)

Tölt

8.5

Jóna-Hrönn frá Holti (7.33)

120 112 Taktgott, Skrefmikið

100

Taktgott

102

Takthreint, Öruggt, Skrefmikið

128

Brokk

8

Skeið

9.5

Stökk

8

Takthreint

103

9

Reiðvilji, Þjálni

109

8.5

Góður höfuðb.

106

Vilji og geðslag Fegurð í reið Fet Hægt tölt

8

101

8.5

106

8

Hægt stökk Hæfileikar

8.61

113

Aðaleinkunn

8.54

115

Hæfileikar án skeiðs

104

Aðaleinkunn án skeiðs

107

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 38. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 78 | Stóðhestar 2020



Bragi frá Skriðu IS2013165300

Litur: Jarpur/dökk- einlitt (3700). Ræktandi: Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Þór Jónsteinsson Eigandi: Þór Jónsteinsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Þór Jónsteinsson í síma 8991057 eða í gegnum tölvupóst torjonsteins@gmail.com

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þór Jónsteinsson Hæð á herðakamb: 141 cm. Mynd: Sveinn Heiðar Jóhannesson

Huginn frá Haga I (8.57) Óskasteinn frá Íbishóli (8.57) Ósk frá Íbishóli (8.37) Galdur frá Sauðárkróki (8.27) List frá Fellskoti (7.76) Sokkadís frá Bergstöðum (7.87)

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Vænting frá Haga I (8.04) Óður frá Brún (8.34)

Höfuð

7.5

Vel borin eyru, Krummanef

92

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur

107

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Góð baklína

107

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

116

Fótagerð

7.5

Lítil sinaskil

94

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir, Afturf: Nágengir

95

Efnisþykkir

105

Gnótt frá Ytra-Skörðugili (7.92)

Hófar

Gustur frá Sauðárkróki (7.91)

Prúðleiki

7

89

Hrafnhetta frá Sauðárkróki (8.31)

Sköpulag

8.24

109

Þorri frá Þúfu í Landeyjum (8.26)

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

Lokkadís frá Bergstöðum (7.21)

Brokk

7.5

Skrefmikið, Ójafnt

97

Skeið

9.5

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt, Skrefmikið

128

Stökk

7.5

Sviflítið

101

9

Ásækni, Þjálni

110

Vilji og geðslag Fegurð í reið Fet Hægt tölt Hægt stökk

8.5

8.5 7 8

109

Mikill fótaburður

111

Framtakslítið

92 116

7.5

Hæfileikar

8.57

115

Aðaleinkunn

8.44

116

Hæfileikar án skeiðs

106

Aðaleinkunn án skeiðs

108 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 11. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

80 | Stóðhestar 2020


bragur

IS2008180527

Húsnotkun í Spretti. Í sumar verður Bragur í hólfi í Vestur-Landeyjum. Bragur er klárhestur með tölti og gefur bollétt framfalleg geng hross. Hæsti dómur 2014 og kynbótamat Hæð á herðakamb: 148 cm.

95 ,

TÖLT

9,5

FEGURÐ Í REIÐ

9,0

9,0

SAMRÆMI

SAMSTARFS-

VILJI

9,5

STÖKK

9,5

BROKK

Höfuð

7.5

97

Háls, herðar og bógar

8.5

104

Bak og lend

8

99

Samræmi

9

109

Fótagerð

7.5

91

8

105

8.5

104

Prúðleiki

8

105

Sköpulag

8.28

105

Tölt

9.5

114

Brokk

9.5

113

Skeið

5

89

Stökk

9*

116

Samstarfsvilji

9

113

Fegurð í reið

9.5

119

Fet

6.5

86

Hægt tölt

8.5

110

Hægt stökk

8.5

115

Hæfileikar

8.44

111

Aðaleinkunn

8.37

112

Réttleiki Hófar

117

Hæfileikar án skeiðs *hefur fengið 9.5 fyrir stökk í kynbótadómi.

Rökkvi frá Hárlaugsstöðum (8.34) Sandra frá Mið-Fossum (8.02)

UMSJÓN / PANTANIR: SIGRÚN s: 896 1818

ss@sigrunsig.com

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Snegla frá Hala (8.19) Andvari frá Ey I (8.36) Bylgja frá Innri-Skeljabrekku

facebook.com / BragurFraYtriHol


Brimnir frá Efri-Fitjum IS2009155050

Litur: Bleikur/álóttur einlitt (6600). Ræktandi: Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson Eigandi: Margrétarhof hf

Upplýsingar: Einstaklega glæsilegur hestur með mikla útgeislun. Hefur skorað 7.33 í F1. Verður á Króki í sumar. Upplýsingar í síma 6919050-Reynir eða 8945102- Aðalheiður

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Hrynjandi frá Hrepphólum (8.23) Hnokki frá Fellskoti (8.52) Hnota frá Fellskoti (8.07) Baldur frá Bakka (8.15) Ballerína frá Grafarkoti (8.19) Kímni frá Grafarkoti (7.81)

Höfuð

8.5

Svipgott, Myndarlegt

115

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Mjúkur, Háar herðar

108

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak, Löng lend, Jöfn lend, Öflug lend

115

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Langvaxið, Fótahátt

113

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Fótagerð

7.5

Sverir liðir, Lítil sinaskil

91

Réttleiki

8

Afturf: Brotin tálína

102

9

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

114

Stígandi frá Sauðárkróki (8.15) Von frá Hrepphólum (7.72) Molda frá Viðvík (7.77)

Hófar

Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54)

Prúðleiki

7

87

Sandra frá Bakka (8.08)

Sköpulag

8.46

115

Kjarval frá Sauðárkróki (8.32)

Tölt

9

Rúmt, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

106

Hjálp frá Stykkishólmi (7.85)

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

110

Skeið

9

Takthreint, Öruggt, Mikil fótahreyfing, Skrefmikið

118

Stökk

8

Takthreint

102

Vilji og geðslag

9

Ásækni

110

Fegurð í reið

9.5

Mikil reising, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

119

Fet

8

Taktgott

107

Hægt tölt

9

Hægt stökk

8

114

Hæfileikar

8.94

117

Aðaleinkunn

8.75

120

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

116

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 55. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 82 | Stóðhestar 2020


Brynjar frá Bakkakoti

IS2011186194

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Elísabet María Jónsdóttir Eigandi: Elísabet María Jónsdóttir

Upplýsingar: „Einstakur karakter, hreyfingamikill, yfirvegaður, vinnusamur og meðfærilegur. Hestur með allar gangtegurnir góðar og töltið algert úrval. Einn af eftirminnilegustu hestum sem ég hef verið með. - Elvar Þormarsson“ Brynjar verður í notkun á Árbakka í Landsveit í sumar. Upplýsingar veita Hulda í 8971744 og Gústaf Ásgeir í síma 8971574 eða á netfangið hestvit@hestvit.is

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Teitur Árnason Hæð á herðakamb: 145 cm. Höfuð

8

Fínleg eyru

103

Háls, herðar og bógar

8

Reistur, Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

92

Bak og lend

8.5

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Svagt bak

101

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Fótahátt

100

Fótagerð

7

Lítil sinaskil, Grannar sinar

83

Réttleiki

8

Hófar

9

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.13

Djúpir, Hvelfdur botn, Vel formaðir

95 116

Brokk

9

Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

112

Skeið

8.5

Mikil fótahreyfing

111

Stökk

9

Svifmikið, Hátt

117

8.5

Fet

8

100

8.5

117

8.78

Aðaleinkunn

8.52

Hæfileikar án skeiðs

Smella frá Bakkakoti (7.93) Spurning frá Bakkakoti

Vigdís frá Feti (8.36) Garður frá Litla-Garði (8.19) Freisting frá Haga I (8.05) Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Ósk frá Brún (8.03) Stígandi frá Litla-Moshvoli Reimablesa frá Bakkakoti

116

9

Hæfileikar

Óður frá Brún (8.34)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

106

Fegurð í reið

9

Spá frá Akureyri (7.72)

98 Há fótlyfta, Skrefmikið

Hægt stökk

Frakkur frá Langholti (8.68)

106

9

Hægt tölt

Vilmundur frá Feti (8.56)

97

Tölt

Vilji og geðslag

Mynd: Jón Björnsson

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

120 117 118

Aðaleinkunn án skeiðs

114

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 25. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 83


Caruzo frá Torfunesi IS2012166200

Litur: Brúnn/mó- einlitt (2200). Ræktandi: Baldvin Kristinn Baldvinsson Eigandi: Ganghestar ehf, Torfunes ehf

Upplýsingar: Honum er óráðstafað, er til leigu, tollur kostar 60.000.+ vsk. Upplýsingar í síma 7778002 og 8971713 og netfang: info@ganghestar.is

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigurður Vignir Matthíasson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: Maríanna Gunnarsdóttir

Vilmundur frá Feti (8.56) Karl frá Torfunesi (8.51) Mánadís frá Torfunesi (8.21) Eiður frá Oddhóli (8.45) Ópera frá Torfunesi (7.65) Kvika frá Rangá (8.07)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Vigdís frá Feti (8.36) Hjörtur frá Tjörn (8.19) Ör frá Torfunesi (7.84)

Höfuð

8

Vel borin eyru

104

Háls, herðar og bógar

9

Langur, Mjúkur, Skásettir bógar

119

Bak og lend

8

Góð baklína, Afturdregin lend

99

Samræmi

9

Fótahátt, Sívalvaxið

112

Fótagerð

9

Öflugar sinar, Prúðir fætur, Þurrir fætur

113

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir, Nágengir, Afturf: Réttir

101

Hófar

9

114

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

Prúðleiki

8

99

Eiða frá Skáney (8.15)

Sköpulag

8.7

120

Dreyri frá Álfhólum

Tölt

Toppa frá Rangá (7.2)

Brokk

9 8.5

Skeið

7

Stökk

8

Há fótlyfta, Skrefmikið

112

Taktgott, Skrefmikið, Svifmikið

106

Ferðlítið

104 101

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

107

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

106

Fet

7.5

95

Hægt tölt

8.5

107

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.27

Aðaleinkunn

8.44

Hæfileikar án skeiðs

110 115 110

Aðaleinkunn án skeiðs

115

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 15. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 84 | Stóðhestar 2020


Cortes frá Ármóti IS2014186139

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- tvístjörnótt (7540). Ræktandi: Guðmundur Þ. Guðmundsson Eigandi: Guðmundur Þ. Guðmundsson

Upplýsingar: Uppl veitir Sigursteinn Sumarliðason í síma 861-1720, netfang: sssumarlidason@gmail.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigursteinn Sumarliðason Hæð á herðakamb: 140 cm. Höfuð Háls, herðar og bógar

8 8.5

Skarpt/þurrt

100

Langur

106

Bak og lend

8

Samræmi

8

Léttbyggt, Afturrýrt

100

Fótagerð

7.5

Lítil sinaskil

92

Réttleiki

7.5

Afturf: Nágengir

98

Hófar

8

99

Prúðleiki

7.5

89

Sköpulag

7.99

105

100

Tölt

8

Rúmt, Há fótlyfta, Stirt

102

Brokk

7.5

Óöruggt, Ferðlítið

96

Skeið

9

Takthreint, Öruggt, Skrefmikið

132

Stökk

8.5

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

111

Fegurð í reið

8.5

Góður höfuðb.

111

Fet

7

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.23

Aðaleinkunn

8.14

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

Mynd: aðsend

Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Stáli frá Kjarri (8.76) Jónína frá Hala (8.13) Ás frá Ármóti (8.45) Sandra frá Ármóti (8.35) Glóð frá Akureyri

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gnótt frá Sauðárkróki (8.1) Þokki frá Garði (7.96) Blökk frá Hofsstöðum Sær frá Bakkakoti (8.62) Bót frá Hólum (7.68) Galdur frá Sauðárkróki (8.27) Elding frá Akureyri (7.29)

108

Skrefstutt

91 108 114 113 104 103

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 85


Dagfari frá Álfhólum IS2012184667

Litur: Bleikur/álóttur einlitt (6600). Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir Eigandi: Sara Ástþórsdóttir

Upplýsingar: Dagfari er fasmikill léttleikahestur sem stendur meðal flottustu klárhestanna í kynbótamati fyrir fegurð í reið. Upplýsingar um notkun gefur Sara í síma 8988048 eða e-mail alfholar@alfholar.is

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sara Ástþórsdóttir Hæð á herðakamb: 148 cm. Mynd: aðsend

Arður frá Brautarholti (8.49) Blysfari frá Fremra-Hálsi (8.49) Frigg frá Fremra-Hálsi (8.11) Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Dagrún frá Álfhólum Dimma frá Miðfelli (7.9)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Askja frá Miðsitju (8.16) Nasi frá Hrepphólum (8.35)

9

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

Svipgott, Fínleg eyru, Vel opin augu

117

Reistur

105

Góð baklína

97

Samræmi

8.5

Fótahátt

104

Fótagerð

7.5

Þurrir fætur, Beinar kjúkur, Lítil sinaskil

88

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

104

8.5

Þykkir hælar, Hvelfdur botn

104

8

Bak og lend

Von frá Hellubæ (7.86)

Hófar

Keilir frá Miðsitju (8.63)

Prúðleiki

8

98

Álfadís frá Selfossi (8.31)

Sköpulag

8.26

103

Hrafn frá Hrafnhólum (8.06)

Tölt

Brana frá Miðfelli (7.59)

Brokk

9.5

Skeið

8

Ferðmikið

111

Stökk

9

Ferðmikið, Hátt

115

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Vakandi

122

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

125

Fet

6

Skrefstutt, Flýtir sér

83

9

8.5

Hægt tölt

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Mikið framgrip

109

Rúmt, Taktgott, Öruggt, Há fótlyfta

117

115

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.85

119

Aðaleinkunn

8.62

118

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

116

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 59. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 86 | Stóðhestar 2020


Dagur frá Austurási

IS2016187570

Litur: Moldóttur/ljós- einlitt (5200). Ræktandi: Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir Eigandi: Austurás hestar ehf.

Upplýsingar: Dagur er efnilegur alhliðahestur með frábært geðslag. Móðir Dags er gæðingmóðirin Spóla frá Syðri Gegnishólum sem m.a er búin að gefa 5 hross til 1.verðlauna. Dagur verður til notkunar í Austurási í sumar og nánari upplýsingar hjá Röggu í síma 6648001

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

112

Háls, herðar og bógar

107

Bak og lend

117

Samræmi

108

Fótagerð

110

Réttleiki

109

Hófar

105

Prúðleiki

94

Sköpulag

116

Tölt

111

Brokk

100

Skeið

134

Stökk

104

Vilji og geðslag

111

Fegurð í reið

110

Fet

104

Hægt tölt

109

Mynd: aðsend

Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Spuni frá Vesturkoti (8.92) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Sjóli frá Dalbæ (8.66) Spóla frá Syðri-Gegnishólum (8.2) Drottning frá Sæfelli (7.26)

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31) Oddur frá Selfossi (8.48) Eydís frá Meðalfelli (8.42) Trostan frá Kjartansstöðum (8.36) Sjöfn frá Dalbæ (7.52) Kjarnar frá Kjarnholtum I (8.21) Mugga frá Stokkseyri

Hægt stökk Hæfileikar

120

Aðaleinkunn

123

Hæfileikar án skeiðs

110

Aðaleinkunn án skeiðs

113 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 87


Djákni frá Skipaskaga IS2015101045

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Jón Árnason, Sigurveig Stefánsdóttir Eigandi: Sara Larsdotter

Upplýsingar: Djákni verður í hólfi á Litlu-Fellsöxl í sumar. Upplýsingar gefur Jón Árnason s: 899 7440, netfang: skipaskagi@gmail.com og Skipaskagi á facebook.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 149 cm. Mynd: aðsend

Ómur frá Kvistum (8.61) Konsert frá Hofi (8.72) Kantata frá Hofi (8.26) Aðall frá Nýjabæ (8.64) Viska frá Skipaskaga (8.03) Von frá Litlu-Sandvík (8.06)

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Orka frá Hvammi (8.15)

Höfuð

7

100

Háls, herðar og bógar

8.5

Hátt settur

111

Bak og lend

8.5

Jöfn lend

105

Samræmi

8.5

Fótahátt, Sívalvaxið, Stuttvaxið

114

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Þurrir fætur

109

Framf: Nágengir

105

Kormákur frá Flugumýri II (8.3)

Réttleiki

7.5

Varpa frá Hofi (7.9)

Hófar

8.5

110

Adam frá Meðalfelli (8.24)

Prúðleiki

9

116

Furða frá Nýjabæ (8.06)

Sköpulag

8.33

120

Kyndill frá Litlu-Sandvík (7.84)

Tölt

8.5

Hending frá Stóra-Hofi (8.01)

Brokk

Taktgott, Skrefmikið

8

Skeið

6.5

Stökk

8.5

117 110 112

Teygjugott

113

Vilji og geðslag

8

Reiðvilji

111

Fegurð í reið

8

Mikill fótaburður, Lágreist

109

Fet Hægt tölt Hægt stökk

7.5

93

8

113

7.5

Hæfileikar

7.88

117

Aðaleinkunn

8.06

121

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

119 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

88 | Stóðhestar 2020


Draupnir frá Stuðlum IS2011187105

Litur: Leirljós/Hvítur/milli- tvístjörnótt (4540). Ræktandi: Edda Björk Ólafsdóttir, Páll Stefánsson Eigandi: Austurás hestar ehf., Edda Björk Ólafsdóttir, Páll Stefánsson

Upplýsingar: Draupnir er frábær alhliða gæðingur með úrvalsgeðslag. Draupnir er undan heiðursverðlaunahrossunum Þernu frá Arnarhóli og Kiljan frá Steinnesi. Draupnir verður í húsnotkun/ sæðingum í Austurási við Selfoss. Allar upplýsingar veitir Ragga í síma 6648001. Fyrra og seinna gangmál tekur Draupnir á móti hryssum í girðingu í Árbæ við Hellu, upplýsingar veita Ragga í síma 6648001 og Lárus Jóhann í síma 6612145.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 150 cm. 8.5

Bein neflína, Vel borin eyru

112

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Langur, Háar herðar

116

Bak og lend

9

Jöfn lend, Góð baklína

114

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt

115

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar

106

Réttleiki

8.5

Framf: Réttir, Afturf: Réttir

116

Hófar

8.5

Djúpir, Hvelfdur botn

109

Höfuð

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.74

123

9

Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

110

Brokk

9

Rúmt, Skrefmikið

116

Skeið

9

Ferðmikið, Takthreint, Skrefmikið

129

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

115

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Vakandi

123

Fegurð í reið

9

Mikil reising, Góður höfuðb.

117

Fet

8

Skrefmikið, Ójafnt

101

9

Klettur frá Hvammi (8.49) Kiljan frá Steinnesi (8.78) Kylja frá Steinnesi (8.17)

95

Tölt

Hægt tölt

Mynd: Nicki Pfau

Páfi frá Kirkjubæ (8.19) Þerna frá Arnarhóli (8.27) Vaka frá Arnarhóli (8.33)

Gustur frá Hóli (8.57) Dóttla frá Hvammi Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Hvönn frá Steinnesi (7.63) Angi frá Laugarvatni (8.26) Hylling frá Kirkjubæ (8.16) Kjarval frá Sauðárkróki (8.32) Fluga frá Arnarhóli (8.23)

115

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.97

126

Aðaleinkunn

8.88

130

Hæfileikar án skeiðs

118

Aðaleinkunn án skeiðs

123

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 174. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 89


Dreyri frá Hofi I IS2013177787

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Þorlákur Örn Bergsson Eigandi: Hákon Leifsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Flosi Ólafsson í síma: 892-4220, netfang: flosiolafs@gmail.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Flosi Ólafsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: aðsend

Krákur frá Blesastöðum 1A (8.34) Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 (8.51) Blika frá Nýjabæ (8.14) Hágangur frá Narfastöðum (8.31) Gifting frá Hofi I (8.28) Vaka frá Hofi I (8.08)

Töfri frá Kjartansstöðum (8.45) Bryðja frá Húsatóftum (7.91)

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend Samræmi

8 8.5 9 8.5

Fínleg eyru, Vel opin augu, Krummanef

106

Langur, Háar herðar

115

Breitt bak, Öflug lend, Góð baklína

115

Léttbyggt, Sívalvaxið

104 102

Keilir frá Miðsitju (8.63)

Fótagerð

8

Prúðir fætur

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir, Afturf: Nágengir

96

Stika frá Nýjabæ (7.6)

Hófar

8

Hvelfdur botn

103

Glampi frá Vatnsleysu (8.35)

Prúðleiki

8.5

111

Hera frá Herríðarhóli (8.23)

Sköpulag

8.28

115

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Tölt

8.5

Gifting frá Hofi I (8.15)

Brokk

8

Skeið

7.5

Stökk

8.5

Teygjugott

109

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

109

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

111

Fet

9.5

Taktgott, Rösklegt, Skrefmikið

112

Hægt tölt

8.5

Rúmt, Skrefmikið

108 102 116

111

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.34

115

Aðaleinkunn

8.31

118

Hæfileikar án skeiðs

111

Aðaleinkunn án skeiðs

114 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

90 | Stóðhestar 2020



Dropi frá Kirkjubæ IS2011186102

Litur: Rauður/dökk/dr. einlitt (1600). Ræktandi: Kirkjubæjarbúið sf Eigandi: Kirkjubæjarbúið sf

Upplýsingar: Dropi verður í húsnotkun og bæði gangmálin í Kirkjubæ. Verð með öllu 100.000 kr. Nánari upplýsingar Hjörvar Ágústsson s.848-0625, netfang: hjorvar@kirkjubaer.is

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hjörvar Ágústsson Hæð á herðakamb: 143 cm. Mynd: Liga Liepina

Klettur frá Hvammi (8.49) Kiljan frá Steinnesi (8.78) Kylja frá Steinnesi (8.17) Dynur frá Hvammi (8.47) Dögg frá Kirkjubæ (8.39) Freisting frá Kirkjubæ (8.16)

Gustur frá Hóli (8.57) Dóttla frá Hvammi

Höfuð

8

Bein neflína, Fínleg eyru, Smá augu

110

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur

109

8.5

Bak og lend

8

Samræmi

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45)

Fótagerð

8

Réttleiki

8.5

Breitt bak, Djúp lend, Öflug lend

116

Hlutfallarétt

107

Afturf: Réttir

109

99

Hvönn frá Steinnesi (7.63)

Hófar

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Djásn frá Heiði (7.86) Glúmur frá Kirkjubæ

Tölt

9

Taktgott, Há fótlyfta, Mjúkt

114

Fluga frá Kirkjubæ (8.16)

Brokk

8

Há fótlyfta

106

Skeið

8.5

Öruggt, Mikil fótahreyfing

119

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

119

8

101

Prúðleiki

8.5

108

Sköpulag

8.09

114

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

116

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

118

Fet

8

99

Hægt tölt

8.5

113

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.69

121

Aðaleinkunn

8.45

124

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

119

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 18. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 92 | Stóðhestar 2020


Drumbur frá Víðivöllum fremri IS2013175329

Litur: Grár/rauður einlitt (0100). Ræktandi: Dagrún Drótt Valgarðsdóttir, Friðrik Ingi Ingólfsson Eigandi: Sport Gæðingar ehf

Upplýsingar: Drumbur verður á Sunnuhvoli á húsgangmáli Upplýsingar veitir Árný í síma 848-6213

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 147 cm. 8.5

Höfuð

8

Háls, herðar og bógar

Skarpt/þurrt, Vel borin eyru

103

Háar herðar

97

8.5

Bak og lend

107

Samræmi

9

Sívalvaxið

111

Fótagerð

7.5

Öflugar sinar, Lítil sinaskil

94

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir, Afturf: Nágengir, Q

97

Djúpir, Efnisþykkir

106

Hófar

8.5

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.17

104

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

115

Brokk

9

Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta

116

Skeið

5

Stökk

8.5

Svifmikið, Hátt

110 124

107

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

Fegurð í reið

9

Mikill fótaburður

119

Fet

8

Taktgott

106

8.5

Huginn frá Haga I (8.57) Óskasteinn frá Íbishóli (8.57) Ósk frá Íbishóli (8.37)

90

Tölt

Hægt tölt

Mynd: aðsend

Gustur frá Hóli (8.57) Mæra frá Valþjófsstað 2 (8.09) Vaka frá Valþjófsstað 2 (8)

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Vænting frá Haga I (8.04) Óður frá Brún (8.34) Gnótt frá Ytra-Skörðugili (7.92) Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Abba frá Gili (8.03) Huginn frá Höskuldsstöðum (8.02) Gletta frá Valþjófsstað 2 (7.68)

117

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.23

121

Aðaleinkunn

8.21

120

Hæfileikar án skeiðs

121

Aðaleinkunn án skeiðs

119

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 16. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 93


Dökkvi frá Ingólfshvoli IS2004187027

Litur: Móálóttur,mósóttur/dökk- einlitt (7600). Ræktandi: Benedikt Karlsson Eigandi: Sigríður Óladóttir, Sigurður Örn Bernhöft

Upplýsingar: Upplýsingar veitir Sigríður Óladóttir í síma: 856-4895

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hlynur Pálsson Hæð á herðakamb: 143 cm. Mynd: Anna Guðmundsdóttir

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Rökkvi frá Hárlaugsstöðum (8.34) Snegla frá Hala (8.19) Geysir frá Gerðum (8.39) Elja frá Ingólfshvoli (8.24) Freisting frá Akranesi (7.89)

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Hrafnkatla frá Sauðárkróki (8.54)

Höfuð Háls, herðar og bógar

7 7.5

Langt höfuð, Slök eyrnastaða

86

Reistur, Djúpur, Fyllt kverk

91

Bak og lend

7

Framhallandi bak, Gróf lend, Mjótt bak

85

Samræmi

8

Fótahátt, Afturstutt

100

Öflugar sinar, Prúðir fætur

110

Þokki frá Garði (7.96)

Fótagerð

8.5

Réttleiki

7

Ferju-Jörp frá Sandhólaferju

Hófar

8.5

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

6.5

Gerpla frá Kópavogi

Sköpulag

7.74

Elgur frá Hólum (7.98)

Tölt

9.5

Nös frá Akranesi (7.77)

Brokk

9

Skeið

5

Stökk

9

Vilji og geðslag Fegurð í reið

9.5 9

Fet

8.5

Hægt tölt

8.5

Framf: Útskeifir - Afturf: Nágengir

94

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

103 81 91

Rúmt, Há fótlyfta, Skrefmikið

118

Rúmt, Skrefmikið

113

Teygjugott

119

Reiðvilji, Þjálni, Vakandi

123

86

Mikil reising, Mikill fótaburður

114

Rösklegt

101 112

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.5

113

Aðaleinkunn

8.2

110

Hæfileikar án skeiðs

121

Aðaleinkunn án skeiðs

115 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 41. Fjöldi dæmdra afkvæma: 3.

94 | Stóðhestar 2020


Eldjárn frá Skipaskaga

IS2014101050

Litur: Rauður/milli- blesótt glófext (1551). Ræktandi: Jón Árnason Eigandi: Skipaskagi ehf

Upplýsingar: Eldjárn verður í hólfi á Litlu-Fellsöxl í sumar. Upplýsingar gefur Jón Árnason s: 899 7440, netfang: skipaskagi@gmail.com og Skipaskagi á facebook.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 149 cm. Skarpt/þurrt, Krummanef

100

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Hátt settur

105

Bak og lend

8.5

Góð baklína

109

Léttbyggt, Fótahátt

119

Rétt fótstaða, Öflugar sinar

124

Framf: Útskeifir, Nágengir, Afturf: Nágengir

101

Hvelfdur botn

106

Höfuð

8

Samræmi

9

Fótagerð

9.5

Réttleiki

7

Hófar

8.5

Prúðleiki

9.5

116

Sköpulag

8.63

123

Tölt

9

Taktgott, Skrefmikið

111

Brokk

8

Taktgott, Öruggt, Skrefmikið, Ferðlítið

104

Skeið

9

Mikil fótahreyfing

126

Stökk

8

Ferðmikið, Sviflítið

104

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

117

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

115

Fet

7

87

Hægt tölt

8.5

109

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.67

118

Aðaleinkunn

8.65

123

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

Mynd: aðsend

Stáli frá Kjarri (8.76) Jarl frá Árbæjarhjáleigu II (8.78) Elding frá Árbæjarhjáleigu II (7.9)

Glíma frá Kaldbak (8.02) Maðra frá Möðrudal

Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Jónína frá Hala (8.13) Hugi frá Hafsteinsstöðum (8.31) Fána frá Hala (7.65)

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Hremming frá Eyvindará (7.79)

110 116 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 8. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 95


Eldur frá Bjarghúsum IS2010155344

Litur: Rauður/dökk/dr. stjörnótt (1620). Ræktandi: Guðrún Guðmundsdóttir Eigandi: Dhr. R. Pool, Hörður Óli Sæmundarson

Upplýsingar: Eldur er eftirtektarverður flottur klárhestur með einstakt geðslag. Afkvæmin undan honum eru myndarleg, sýna miklar hreyfingar og gott geðslag. Eldur er einn af hæst dæmdu staðfestum CA stóðhestum landsins. Upplýsingar um notkun veitir Hörður í síma: 868-5177

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hörður Óli Sæmundarson Hæð á herðakamb: 146 cm. Mynd: Kolla Gr

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Arður frá Brautarholti (8.49) Askja frá Miðsitju (8.16) Gauti frá Reykjavík (8.28) Ógn frá Úlfljótsvatni (8.08) Prinsessa frá Úlfljótsvatni (8.25)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hervar frá Sauðárkróki (8.27)

8

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

8

Bak og lend

113 Reistur, Langur, Mjúkur

108

Öflug lend

102

Samræmi

8.5

Fótahátt, Sívalvaxið

110

Fótagerð

8.5

Rétt fótstaða, Öflugar sinar

103

Réttleiki

8.5

109

Snjáka frá Tungufelli (8.03)

Hófar

Logi frá Skarði (8.4)

Prúðleiki

8

Berta frá Vatnsleysu (7.45)

Sköpulag

8.48

Angi frá Laugarvatni (8.26)

Tölt

9

Há fótlyfta, Skrefmikið

112

Drottning frá Akranesi (8)

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

116

9

Þykkir hælar, Hvelfdur botn

116 101 116

Skeið

5

Stökk

9

Svifmikið, Hátt, Takthreint

117

94

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

113

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikill fótaburður

115

Fet

8

Taktgott

93

8.5

Hægt tölt

111

9

Hægt stökk Hæfileikar

8.27

113

Aðaleinkunn

8.35

116

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

120

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 50. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 96 | Stóðhestar 2020


Eljar frá Gljúfurárholti

IS2015187025

Litur: Bleikur/fífil- stjörnótt glófext (6421). Ræktandi: Maríanna Rúnarsdóttir, Örn Karlsson Eigandi: Guðmundur S Hjálmarsson, Atli Freyr Maríönnuson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veita Guðmundur Hjálmarsson í síma 8941660 og Atli Freyr í síma 7722502

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

104

Háls, herðar og bógar

108

Bak og lend

98

Samræmi

110

Fótagerð

108

Réttleiki

100

Hófar

107

Prúðleiki

91

Sköpulag

110

Tölt

119

Brokk

114

Skeið

111

Stökk

117

Vilji og geðslag

123

Fegurð í reið

121

Fet

90

Hægt tölt

119

Mynd: aðsend

Ómur frá Kvistum (8.61) Konsert frá Hofi (8.72) Kantata frá Hofi (8.26) Stáli frá Kjarri (8.76) Nótt frá Ingólfshvoli (8.28) Elja frá Ingólfshvoli (8.24)

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Orka frá Hvammi (8.15) Kormákur frá Flugumýri II (8.3) Varpa frá Hofi (7.9) Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Jónína frá Hala (8.13) Geysir frá Gerðum (8.39) Freisting frá Akranesi (7.89)

Hægt stökk Hæfileikar

123

Aðaleinkunn

124

Hæfileikar án skeiðs

122

Aðaleinkunn án skeiðs

122 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 97


Elrir frá Rauðalæk IS2011181901

Litur: Rauður/milli- stjörnótt (1520). Ræktandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson, John Sørensen Eigandi: John Sørensen, Takthestar ehf

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Eva í síma 898-1029 eða netfang: takthestar@gmail.com

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Aron frá Strandarhöfði (8.54) Arnþór frá Auðsholtshjáleigu (8.39) Hildur frá Garðabæ (8) Gustur frá Hóli (8.57) Elísa frá Feti (8.34) Þerna frá Feti (8.01)

Óður frá Brún (8.34) Yrsa frá Skjálg (7.9) Hrafn frá Öndólfsstöðum (7.29) Gnótt frá Brautarholti (7.54)

Höfuð

8

Vel borin eyru, Vel opin augu

106

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Langur, Mjúkur, Háar herðar

111 110

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Góð baklína

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Fótahátt, Sívalvaxið

112

Fótagerð

8

Þurrir fætur

105

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir - Afturf: Vindur

89

Hófar

9

Djúpir, Þykkir hælar

114

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

Prúðleiki

7.5

97

Abba frá Gili (8.03)

Sköpulag

8.57

117

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Tölt

8.5

Há fótlyfta, Skrefmikið

Ísafold frá Sigríðarstöðum

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta

111

Skeið

9

Takthreint, Svifmikið

121

Stökk

8.5

Hátt, Takthreint

108

9

Ásækni, Þjálni

114

Vilji og geðslag

106

Fegurð í reið

8.5

Mikil reising, Mikill fótaburður

107

Fet

9.5

Taktgott, Rösklegt, Skrefmikið

123

Hægt tölt Hægt stökk

8

104

8.5

Hæfileikar

8.73

119

Aðaleinkunn

8.66

122

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

114 117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 9. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

98 | Stóðhestar 2020


Erró frá Ási 2 IS2010186793

Litur: Brúnn/dökk/sv. skjótt (2710). Ræktandi: Hástígur ehf Eigandi: Ástríður Magnúsdóttir, Hannes Brynjar Sigurgeirsson, Hástígur ehf

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun í síma 898-3883 Ásta eða 845-9494 Hannes, ahhestar@gmail.com Erró fer í hólf á Bollastöðum í Flóahreppi í byrjun júní, upplýsingar um húsnotkun er hægt að fá í síma eða tölvupósti hér að framan.

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Höfuð

8.5

Vel borin eyru

105

Háls, herðar og bógar

8.5

Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

109

Bak og lend

8

Góð baklína, Áslend

107

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt

117

Fótagerð

7.5

Öflugar sinar, Lítil sinaskil

92

Réttleiki

7.5

Framf: Fléttar

94

Hófar

8.5

Þykkir hælar

105

Prúðleiki

10

Sköpulag

8.39

117

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

108

Brokk

8

Skrefmikið, Há fótlyfta

103

Skeið

5

Stökk

8.5

Hátt, Takthreint

110 109

85

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

112

Fet

8

Skrefmikið

99

8.5

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar Aðaleinkunn Hæfileikar án skeiðs

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Þristur frá Feti (8.27) Skák frá Feti (7.74)

133

Tölt

Hægt tölt

Mynd: Liga Liepina

Kolskeggur frá Kjarnholtum I (8.29) Skyssa frá Bergstöðum (7.85) Prinsessa frá Bergstöðum

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Barón (Glæsir) frá Miðsitju Drift frá Kvíabekk (7.3) Léttir frá Sauðárkróki (8.08) Kolbrá frá Kjarnholtum I (8.2) Silfri frá Bergstöðum Perla frá Einiholti

104

8.1

103

8.22

108 110

Aðaleinkunn án skeiðs

114

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 25. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 99


Fáfnir frá Prestsbakka IS2015185070

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Jón Jónsson, Ólafur Oddsson Eigandi: Gunnar Justinussen

Upplýsingar: Verður í hólfi í Djúpadal í Skagafirði. Nánari upplýsingar veitir: Eiríkur Skarphéðinsson í síma 899-6282

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: Heiðrún Ósk Eymundsdóttir

Rökkvi frá Hárlaugsstöðum (8.34) Bragur frá Ytra-Hóli (8.37) Sandra frá Mið-Fossum (8.02) Þorri frá Þúfu í Landeyjum (8.26) Gleði frá Prestsbakka (8.7) Gyðja frá Gerðum (8.11)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Snegla frá Hala (8.19) Andvari frá Ey I (8.36)

Höfuð

99

Háls, herðar og bógar

112

Bak og lend

101

Samræmi

117

Fótagerð

89

Réttleiki

101

Bylgja frá Innri-Skeljabrekku (7.52)

Hófar

106

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

109

Hviða frá Þúfu í Landeyjum (7.39)

Sköpulag

113

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Tölt

112

Tinna frá Kópavogi

Brokk

115

Skeið

100

Stökk

115

Vilji og geðslag

115

Fegurð í reið

122

Fet

86

Hægt tölt

113

Hægt stökk Hæfileikar

115

Aðaleinkunn

117

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

119 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

100 | Stóðhestar 2020


Fengur frá Auðsholtshjáleigu

IS2013187051

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir Eigandi: Gunnar Arnarson ehf.

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Gunnar Arnarson í síma: 892-0344, netfang: gunnara@simnet.is.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórdís Erla Gunnarsdóttir Hæð á herðakamb: 147 cm. Höfuð

8.5

Frítt

111

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur - Mjúkur - Djúpur

111

Bak og lend

7

Áslend - Svagt bak

90

Samræmi

8

Sívalvaxið

98

Fótagerð

8

Öflugar sinar

99

Réttleiki

7

Framf.: Útskeifir, Út um hné

86

Efnisþykkir

108

Hófar

8.5

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.09

Tölt

8.5

Brokk

9

Skeið

5

Stökk

9

Vilji og geðslag

8.5

103 Taktgott - Há fótlyfta - Skrefmikið

114

Rúmt - Skrefmikið - Há fótlyfta - Svifmikið

122 79

Ferðmikið - Svifmikið - Hátt

126

Ásækni

117

Fet

8

104

8.5

118

8.07

Aðaleinkunn

8.08

Aðaleinkunn án skeiðs

Surtla frá Brúnastöðum (7.65)

Mikið fas - Mikil reising - Mikill fótaburður

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Frægð frá Auðsholtshjáleigu (8.25) Fjöður frá Ingólfshvoli (7.89)

Snegla frá Skagaströnd (7.52) Vákur frá Brattholti (7.99) Gletta frá Brúnastöðum (7.4) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Otur frá Sauðárkróki (8.37) Gyðja frá Gerðum (8.11)

9

Hæfileikar Hæfileikar án skeiðs

Loki frá Selfossi (8.43)

Safír frá Viðvík (8.35)

127

9

Hægt stökk

Smári frá Skagaströnd (8.34)

103

Fegurð í reið Hægt tölt

Mynd: aðsend

115 115 126 123

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 101


Fenrir frá Feti IS2014186903

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Hrossaræktarbúið FET ehf Eigandi: Ármann Sverrisson

Upplýsingar: Verður til afnota á Suðurlandi Upplýsingar um notkun veitir Ármann Sverrisson í síma 848-4611

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 150 cm. Höfuð

8.5

Svipgott, Vel borin eyru

113

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

111

Bak og lend

8.5

Breitt bak, Góð baklína

105

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Fótahátt

105

Fótagerð

8

Öflugar sinar

103

Réttleiki

7.5

Framf: Nágengir, Afturf: Réttir

Gletta frá Brúnastöðum (7.4)

Hófar

8.5

112

Logi frá Skarði (8.4)

Prúðleiki

8

105

Berta frá Vatnsleysu (7.45)

Sköpulag

8.33

Kraflar frá Miðsitju (8.28)

Tölt

9

Há fótlyfta, Skrefmikið

117

Gifta frá Hurðarbaki

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

127

Mynd: aðsend

Smári frá Skagaströnd (8.34) Loki frá Selfossi (8.43) Surtla frá Brúnastöðum (7.65) Gauti frá Reykjavík (8.28) Fljóð frá Feti (8.13) Frá frá Feti (7.8)

Safír frá Viðvík (8.35) Snegla frá Skagaströnd (7.52) Vákur frá Brattholti (7.99)

96

114

Skeið

5

Stökk

9

Hátt, Takthreint

124

83 126

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

Fet

7.5

106

Hægt tölt

8.5

117

Hægt stökk

10

Hæfileikar

8.39

122

Aðaleinkunn

8.37

124

Hæfileikar án skeiðs

134

132

Aðaleinkunn án skeiðs

132

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 14. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 102 | Stóðhestar 2020


Allar tegundir af pallbílum Yfir 25 ára reynsla af innflutningi frá USA og Kanada

Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum bílum frá IB

Sími 480 80 80 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is


Forkur frá Breiðabólsstað IS2011135727

Litur: Brúnn/mó- einlitt (2200). Ræktandi: Ólafur Flosason Eigandi: Elísabet Halldórsdóttir, Ólafur Flosason

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Flosi Ólafsson í síma: 892-4220, netfang: flosiolafs@gmail.com.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Flosi Ólafsson Hæð á herðakamb: 147 cm. Mynd: aðsend

Gígjar frá Auðsholtshjáleigu (8.46) Fláki frá Blesastöðum 1A (8.49) Blúnda frá Kílhrauni (8.04) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Orka frá Tungufelli (7.91) Dögg frá Torfustöðum (6.98)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Hrafntinna frá Auðsholtshjáleigu

Höfuð

7.5

Fínleg eyru, Vel borin eyru, Smá augu

99

Háls, herðar og bógar

9

Langur, Skásettir bógar, Háar herðar

107

Bak og lend

8

Öflug lend

103

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

108

Kjarval frá Sauðárkróki (8.32)

Fótagerð

8

Öflugar sinar

101

Réttleiki

8.5

Afturf: Réttir

109

Dögg frá Kílhrauni (7.73)

Hófar

Djúpir, Efnisþykkir, Hvelfdur botn

113

9

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

7.5

91

Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61)

Sköpulag

8.57

111

Hnokki frá Steðja (7.88)

Tölt

Snekkja frá Brún (7.68)

Brokk

8.5

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

106

Skrefmikið, Há fótlyfta

100

Skeið

8

Ferðmikið, Mikil fótahreyfing

115

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

112

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni, Vakandi

121

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

117

8.5

Fet Hægt tölt

9

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.74

Aðaleinkunn

8.67

Hæfileikar án skeiðs

Taktgott

97 106 114 116 110

Aðaleinkunn án skeiðs

112

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 84. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 104 | Stóðhestar 2020


Forleikur frá Leiðólfsstöðum

IS2015138446

Litur: Bleikur/fífil- stjörnótt (6420). Ræktandi: Unnsteinn Kristinn Hermannsson Eigandi: Limsfélagið

Upplýsingar: Forleikur tekur á móti hryssum í sumar að Svanavatni í Austur -Landeyjum. Hesturinn fer í fullnaðardóm í vor og svo til afnota i sumar. Nánari upplýsingar í síma 698-8370 eða netfang: limsfelag@gmail.com

Hæsti byggingardómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Sýnandi: Hlynur Guðmundsson Hæð á herðakamb: 147 cm. Höfuð

8,5

Skarpt/þurrt, Fínleg eyru, Vel borin eyru

107

Háls, herðar og bógar

8,5

Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

111

Bak og lend

8

Góð baklína, Afturdregin lend

101

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Fótahátt

102

Fótagerð

8,5

Öflugar sinar

109

Réttleiki

7

Framf.: Nágengir, Afturf.: Nágengir, Brotin tálína

105

Hófar

8

Þykkir hælar, Þröngir

109

Prúðleiki

7,5

103

Sköpulag

8,33

112

Tölt

117

Brokk

113

Skeið

100

Stökk

114

Vilji og geðslag

117

Fegurð í reið

117

Fet

90

Hægt tölt

110

Mynd: Þórdís Ingunn Björnsdóttir

Ómur frá Kvistum (8.61) Konsert frá Hofi (8.72) Kantata frá Hofi (8.26) Hugi frá Hafsteinsstöðum (8.31) Sóldís frá Leiðólfsstöðum (8.19) Sólvá frá Akureyri (7.53)

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Orka frá Hvammi (8.15) Kormákur frá Flugumýri II (8.3) Varpa frá Hofi (7.9) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Sýn frá Hafsteinsstöðum (8.07) Snerill frá Svertingsstöðum (7.78) Hetja frá Laufhóli (7.52)

Hægt stökk Hæfileikar

116

Aðaleinkunn

118

Hæfileikar án skeiðs

118

Aðaleinkunn án skeiðs

119 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 105


Frami frá Ketilsstöðum IS2007176176

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Bergur Jónsson Eigandi: Elín Holst

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veita Elin Holst í síma 779-5366, netfang: elinholst_2@hotmail.com, Olil Amble í síma: 897-2935 og Bergur Jónsson í síma: 895-4417, netfang: olilamble@gangmyllan.is.

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Elín Holst Hæð á herðakamb: 139 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum (8.25) Rák frá Þúfu í Landeyjum Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Framkvæmd frá Ketilsstöðum (8.11) Hugmynd frá Ketilsstöðum (8.17)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Kolskeggur frá Reykjavík (7.98) Stjarna frá Þúfu í Landeyjum

Höfuð

7.5

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Skásettir bógar

105 107

Bak og lend

8.5

Djúp lend, Góð baklína, Afturdregin lend

114

Samræmi

8.5

Langvaxið

102

Fótagerð

8

Réttleiki

8 9.5

Hófar

Snæfaxi frá Páfastöðum

Prúðleiki

8.5

Jörp frá Holtsmúla

Sköpulag

8.46

Máni frá Ketilsstöðum (8.01)

Tölt

Ör frá Ketilsstöðum (7.72)

Brokk

9.5 9

Skeið

6

Stökk

9

Öflugar sinar, Lítil sinaskil

102 106

Djúpir, Efnisþykkir, Þykkir hælar, Hvelfdur botn

120 106 116

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

113

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

108

Ferðmikið, Hátt, Takthreint

115 120

93

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

119

Fet

9.5

Taktgott, Rösklegt, Skrefmikið

112

Hægt tölt

9.5

Hægt stökk

8.5

115

Hæfileikar

8.82

114

Aðaleinkunn

8.68

118

Hæfileikar án skeiðs

119

Aðaleinkunn án skeiðs

122

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 31. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 106 | Stóðhestar 2020


Frár frá Sandhól

IS2011187091

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Margrét H Vilhjálmsdóttir, Þorvaldur H Kolbeins Eigandi: Margrét H Vilhjálmsdóttir, Þorvaldur H Kolbeins

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Rósa Birna Þorvaldsdóttir í síma 847 9492 eða í gegnum tölvupóst rosabirna@gmail.com

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Rósa Birna Þorvaldsdóttir Hæð á herðakamb: 146 cm. Höfuð

7.5

Fínleg eyru, Krummanef

102

Háls, herðar og bógar

8.5

Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

104

Bak og lend

8.5

Breitt bak, Vöðvafyllt bak

104

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

110

Fótagerð

7

Lítil sinaskil, Grannar sinar, Snoðnir fætur

86

Réttleiki

8.5

Framf: Brotin tálína, Afturf: Réttir

105

Þykkir hælar, Hvelfdur botn, Vel formaðir

113

Hófar

9

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.33

107

9

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

109

Brokk

9

Há fótlyfta, Svifmikið

116

Skeið

5

Stökk

9.5

Teygjugott, Svifmikið, Hátt, Takthreint

122

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni

120

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

122

Fet

8

Taktgott

102

9

97

Loki frá Selfossi (8.43) Surtla frá Brúnastöðum (7.65) Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Freyja frá Hafnarfirði (7.91) Nótt frá Sauðárkróki (8.01)

Safír frá Viðvík (8.35) Snegla frá Skagaströnd (7.52) Vákur frá Brattholti (7.99) Gletta frá Brúnastöðum (7.4) Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54) Terna frá Kirkjubæ (7.92) Funi frá Kolkuósi (7.68) Fluga frá Kolkuósi

115

Hægt stökk

9.5

Hæfileikar

8.46

117

Aðaleinkunn

8.41

118

Hæfileikar án skeiðs

Smári frá Skagaströnd (8.34)

93

Tölt

Hægt tölt

Mynd: Óðinn Örn Jóhannsson

120

Aðaleinkunn án skeiðs

120

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 13. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 107


Freyðir frá Leysingjastöðum II IS2005156304

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt (7500). Ræktandi: Hreinn Magnússon Eigandi: Jane George

Upplýsingar: Freyðir frá Leysingjastöðum II verður að Sindrastöðum Lækjamóti II sumarið 2020. Verð: 60.000.- mvsk. (1 sónar og hagagjald innifalið) Nánari upplýsingar gefur Ísólfur Líndal í síma: 899-1146, netfang: sindrastadir@outlook.com

Hæsti dómur (2011) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Ísólfur Líndal Þórisson Hæð á herðakamb: 143 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sær frá Bakkakoti (8.62) Sæla frá Gerðum (8.11) Adam frá Meðalfelli (8.24) Dekkja frá Leysingjastöðum II (7.94) Hvika frá Leysingjastöðum II

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Holdugt höfuð, Slök eyrnastaða

94

7.5

Mjúkur, Djúpur

91

Bak og lend

9

Djúp lend, Jöfn lend, Öflug lend, Góð baklína

105

Samræmi

8

Hlutfallarétt

93

Fótagerð

8

Öflugar sinar, Lítil sinaskil

102

7

Höfuð Háls, herðar og bógar

Réttleiki

7.5

Framf: Nágengir, Afturf: Brotin tálína

96

Fífa frá Kópavogi

Hófar

8

Hvelfdur botn

99

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

7

87

Vordís frá Sandhólaferju (7.88)

Sköpulag

7.8

92

Kári frá Leysingjastöðum II

Tölt

Rós frá Steinnesi

Brokk

9 8.5

Rúmt, Há fótlyfta, Skrefmikið

112

Rúmt, Skrefmikið

105

Skeið

7

Fjórtaktað

105

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

106

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni, Þjálni

104

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

106

9

Fet

8.5

Hægt tölt

Taktgott, Skrefmikið

116 109

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.41

113

Aðaleinkunn

8.17

109

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

108

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 75. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 108 | Stóðhestar 2020


Frosti frá Fornastekk

IS2015136678

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Haukur Þór Hauksson, Steinn Haukur Hauksson Eigandi: Georg Kristjánsson, Hestvit ehf.

Upplýsingar: Frosti frá Fornastekk er sérlega efnilegur klárhestur með tölti. Minnir um margt á föður sinn, Kiljan, sem var m.a. þriðji á Íslandsmóti í tölti 2015 með 8,33 í einkunn. Móðir hans, Silvía Glampadóttir, var einnig afrekshross í keppni. Frosti er eins og faðir hans, einstaklega ljúfur og geðslegur foli, töltið úrval og grunngangtegundirnar mjög góðar. Stefnt er með Frosta í dóm í vor. Frosti verður til afnota á Árbakka í sumar, upplýsingar í síma 8971744 og 8971748 og hestvit@hestvit.is

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

102

Háls, herðar og bógar

103

Bak og lend

101

Samræmi

103

Fótagerð

103

Réttleiki

94

Hófar

98

Prúðleiki

96

Sköpulag

103

Tölt

111

Brokk

110

Skeið

92

Stökk

109

Vilji og geðslag

107

Fegurð í reið

112

Fet

105

Hægt tölt

113

Mynd: aðsend

Aron frá Strandarhöfði (8.54) Kiljan frá Holtsmúla 1 (7.91) Kráka frá Hólum (8.16) Glampi frá Vatnsleysu (8.35) Silvía frá Vatnsleysu (8) Silja frá Vatnsleysu (7.79)

Óður frá Brún (8.34) Yrsa frá Skjálg (7.9) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Kría frá Lækjamóti (8.01) Smári frá Borgarhóli (8.01) Albína frá Vatnsleysu (7.84) Glaður frá Sauðárkróki (8.02) Sóló frá Vatnsleysu (7.58)

Hægt stökk Hæfileikar

109

Aðaleinkunn

109

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

112 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 109


Frosti frá Hjarðartúni IS2016184872

Litur: Rauður/milli- stjörnótt (1520). Ræktandi: Óskar Eyjólfsson Eigandi: Bjarni Elvar Pétursson, Einhyrningur ehf., Kristín Heimisdóttir

Upplýsingar: Spennandi og vel ættaður 4. vetra foli. Alsystir hans Ísey frá Ragnheiðarstöðum hlaut 8.33 í AE sem 5. vetra klárhryssa þar af 9.5 fyrir fegurð í reið. Upplýsingar um notkun gefa Hans Þór Hilmarsson S: 616-1207 og Arnhildur S: 866-1382 eða í tölvupósti á info@hjardartun.is Nánari upplýsingar á hjardartun.is Verð: 60 þúsund + vsk og girðingargjald.

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: C. Schmid Bielenberg

Sólon frá Skáney (8.48) Skýr frá Skálakoti (8.7) Vök frá Skálakoti (8.29) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Hrund frá Ragnheiðarstöðum (8.25) Hending frá Úlfsstöðum (8.47)

Spegill frá Sauðárkróki (8.1) Nútíð frá Skáney (8.03) Gnýr frá Stokkseyri (8.26)

Höfuð

115

Háls, herðar og bógar

113

Bak og lend

120

Samræmi

115

Fótagerð

112

Réttleiki

105 1123

Kvikk frá Jaðri (7.87)

Hófar

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Prúðleiki

112

Dama frá Þúfu í Landeyjum

Sköpulag

127

Jarl frá Búðardal (8.1)

Tölt

117

Harka frá Úlfsstöðum (7.94)

Brokk

119

Skeið

97

Stökk

123

Vilji og geðslag

124

Fegurð í reið

128

Fet

106

Hægt tölt

118

Hægt stökk

120

Hæfileikar

123

Aðaleinkunn

129

Hæfileikar án skeiðs

127

Aðaleinkunn án skeiðs

132 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: . Fjöldi dæmdra afkvæma: .

110 | Stóðhestar 2020


Fróði frá Brautarholti

IS2014137637

Litur: Rauður/milli- tvístjörnótt (1540). Ræktandi: Snorri Kristjánsson, Þrándur Kristjánsson Eigandi: Snorri Kristjánsson, Þrándur Kristjánsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Hjörvar Ágústsson s.848-0625, netfang: hjorvar@kirkjubaer.is

Hæsti byggingardómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Sýnandi: Hjörvar Ágústsson Hæð á herðakamb: 148 cm. Höfuð

8,5

Bein neflína, Vel borin eyru

107

Háls, herðar og bógar

8,5

Mjúkur, Skásettir bógar

115

8

Góð baklína, Grunn lend

97

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

113

Bak og lend Samræmi

8,5

Fótagerð

9

Sverir liðir, Öflugar sinar, Þurrir fætur

97

Réttleiki

8

Framf.: Fléttar

104

Hófar

9

Djúpir, Efnisþykkir, Þykkir hælar

116

Prúðleiki

7,5

98

Sköpulag

8,54

116

Tölt

113

Brokk

114

Skeið

98

Stökk

114

Vilji og geðslag

113

Fegurð í reið

115

Fet

91

Hægt tölt

110

Mynd: Liga Liepina

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Arður frá Brautarholti (8.49) Askja frá Miðsitju (8.16) Hrynjandi frá Hrepphólum (8.23) Brynglóð frá Brautarholti (8.27) Ambátt frá Kanastöðum (8.33)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Snjáka frá Tungufelli (8.03) Stígandi frá Sauðárkróki (8.15) Von frá Hrepphólum (7.72) Hrannar frá Kýrholti (8.32) Askja frá Miðsitju (8.16)

Hægt stökk Hæfileikar

113

Aðaleinkunn

117

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

118 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 111


Frómur frá Brautarholti IS2015137635

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Snorri Kristjánsson, Þrándur Kristjánsson Eigandi: Magnús Benediktsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Maggi Ben í síma 893-3600 eða á netfangið maggiben@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Ómur frá Kvistum (8.61) Orka frá Hvammi (8.15) Hrynjandi frá Hrepphólum (8.23) Brynglóð frá Brautarholti (8.27) Ambátt frá Kanastöðum (8.33)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Emanon frá Vestra-Fíflholti (8.16) Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Höfuð

102

Háls, herðar og bógar

113

Bak og lend

103

Samræmi

111

Fótagerð

103

Réttleiki

102

Löpp frá Hvammi (8.22)

Hófar

112

Stígandi frá Sauðárkróki (8.15)

Prúðleiki

97

Von frá Hrepphólum (7.72)

Sköpulag

115

Hrannar frá Kýrholti (8.32)

Tölt

113

Askja frá Miðsitju (8.16)

Brokk

108

Skeið

107

Stökk

112

Vilji og geðslag

114

Fegurð í reið

115

Fet

97

Hægt tölt

112

Hægt stökk Hæfileikar

115

Aðaleinkunn

118

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

112 | Stóðhestar 2020


NM92979 Augl stóðhsttalt́ 2210221 ENNEMM / SÍA /

GEFÐU ÞÉR TÍMA KRAFTMIKILL LAGER BJÓR

ICELANDIC PREMIUM LAGER

2,25% vol.


Galdur frá Geitaskarði IS2014156820

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Sigurður Örn Ágústsson, Sigurður Örn E. Levy Eigandi: Bergrún Ingólfsdóttir, Sigurður Örn Ágústsson, Sigurður Örn E. Levy

Upplýsingar: Galdur verður til afnota á Norðurlandi. Upplýsingar veitir Bergrún Ingólfsdóttir (beri@mail.holar.is / 847 2045). Nánari upplýsingar verða birtar á www.facebook.com/MagicGaldur

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Mynd: aðsend

Sær frá Bakkakoti (8.62) Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91) Gletta frá Bakkakoti (8.12) Gustur frá Hóli (8.57) Gangskör frá Geitaskarði (8.09) Bylgja frá Svignaskarði (8.09)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34)

Höfuð

7.5

Háls, herðar og bógar

8

Bak og lend

8

Skarpt/þurrt, Gróf eyru

100 101

Vöðvafyllt bak, Djúp lend

103

Samræmi

8.5

Fótahátt

112

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar

107

Réttleiki

7

Framf.: Nágengir, Afturf.: Nágengir

93

Þykkir hælar

106

Særós frá Bakkakoti (8.03)

Hófar

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

Prúðleiki

8

93

Abba frá Gili (8.03)

Sköpulag

8.13

108

Kolbeinn frá Vallanesi (7.92)

Tölt

Kjöng frá Svignaskarði (7.55)

Brokk

8.5

Skeið

5

Stökk

8

Galdur er einstakur höfðingi, prúður og geðgóður. Jafn og góður hestur með úrvals tölt. Galdur er ættsterkur og á bakvið hann skemmtileg blanda mjög þekktra stóðhesta sem reynst hafa farsælir í ræktun. Til gamans má þess geta að þegar kynbótadómi Galdurs er slegið upp í nýjum dómareikni RML eru niðurstöðueinkunnir án skeiðs eftirfarandi:

8.5

9

Þykkir hælar Taktgott, Há fótlyfta

120 111 106

Hátt

106

Vilji og geðslag

8.5

Reiðvilji, Þjálni

117

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

115 97

Fet

7

Hæfileikar, án skeiðs: 8,42

Hægt tölt

8

Aðaleinkunn, án skeiðs: 8,32

Hægt stökk

8

Hæfileikar

7.9

118

8

119

Aðaleinkunn

Ójafnt

110

Hæfileikar án skeiðs

119

Aðaleinkunn án skeiðs

118 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

114 | Stóðhestar 2020


Garri frá Álfhólum IS2015184673

Litur: Rauður/milli- blesótt (1550). Ræktandi: Silja Unnarsdóttir, Valdimar Ómarsson Eigandi: Silja Unnarsdóttir, Valdimar Ómarsson

Upplýsingar: Arfberi fyrir slettuskjóttu (Splash) Upplýsingar í síma 8538527 eða valdimar.omarsson@marel.com

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

101

Háls, herðar og bógar

110

Bak og lend

112

Samræmi

111

Fótagerð

101

Réttleiki

107

Hófar

110

Prúðleiki

95

Sköpulag

116

Tölt

114

Brokk

116

Skeið

110

Stökk

110

Vilji og geðslag

122

Fegurð í reið

117

Fet

98

Hægt tölt

116

Mynd: aðsend

Glotti frá Sveinatungu (8.64) Ölnir frá Akranesi (8.82) Örk frá Akranesi (8.35) Þokki frá Kýrholti (8.73) Gáta frá Álfhólum (7.8) Gáska frá Álfhólum (8)

Gustur frá Hóli (8.57) Sonnetta frá Sveinatungu (8.1) Markús frá Langholtsparti (8.36) Ösp frá Lágafelli (7.79) Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Þörf frá Hólum (7.87) Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Blíða frá Álfhólum

Hægt stökk Hæfileikar

119

Aðaleinkunn

122

Hæfileikar án skeiðs

118

Aðaleinkunn án skeiðs

121 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 115


Glaður frá Kálfhóli 2 IS2013187841

Litur: Rauður/milli- blesótt (1550). Ræktandi: Gestur Þórðarson Eigandi: Gestur Þórðarson, Hannes Ólafur Gestsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Gestur í síma 8985466.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hans Þór Hilmarsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Arður frá Brautarholti (8.49) Askja frá Miðsitju (8.16) Reykur frá Hoftúni (8.42) Þula frá Kálfhóli 2 (8.14) Toppa frá Kálfhóli 2

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum

Höfuð

8.5

Svipgott, Myndarlegt

108

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur

105

8

Afturdregin lend

97

Samræmi

8.5

Langvaxið

105

Bak og lend

Hervar frá Sauðárkróki (8.27)

Fótagerð

8.5

Sverir liðir, Öflugar sinar

112

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir

100

8.5

Hvelfdur botn

104

Snjáka frá Tungufelli (8.03)

Hófar

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

8

102

Tinna frá Hveragerði (7.86)

Sköpulag

8.33

108

Goði frá Ytri-Kóngsbakka

Tölt

8.5

Jörp frá Kálfhóli

Brokk

8

Skeið

8.5

Stökk

9

Rúmt, Mikið framgrip, Skrefmikið

110

Skrefmikið

106

Takthreint, Skrefmikið

117

Hátt

114 109

Vilji og geðslag

8.5

Reiðvilji, Þjálni

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas

111

Framtakslítið

83

Fet Hægt tölt

7 8

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.38

Aðaleinkunn

8.36

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

111 114 115 110 111

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 116 | Stóðhestar 2020


Glampi frá Kjarrhólum IS2012101256

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt (7500). Ræktandi: Axel Davíðsson, Bragi Sverrisson Eigandi: Gæðingar ehf, Lóa Dagmar Smáradóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Lóa Dagmar í síma 773-8377, netfang ldagmar89@gmail.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 149 cm. Djúpir kjálkar

93

Háls, herðar og bógar

8.5

Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar, Fyllt kverk

109

Bak og lend

8.5

Vöðvafyllt bak, Jöfn lend

111

Hlutfallarétt, Fótahátt

115

Öflugar sinar

107

Höfuð

7

Samræmi

9

Fótagerð

8.5

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir, Nágengir, Afturf: Nágengir

85

Hófar

9

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

114

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.41

Tölt

9

115 Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

112

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

105

Skeið

8.5

Skrefmikið

126

Stökk

8

Vilji og geðslag

9

Reiðvilji, Þjálni

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

116

Skrefmikið

106

8.5

Gletta frá Bakkakoti (8.12) Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Gígja frá Árbæ (7.84) Glás frá Votmúla 1 (8.05)

Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34) Særós frá Bakkakoti (8.03) Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gnótt frá Sauðárkróki (8.1) Baldur frá Bakka (8.15) Garún frá Stóra-Hofi (7.96)

115

9

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.75

122

Aðaleinkunn

8.61

124

Aðaleinkunn án skeiðs

Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

103

Hægt tölt

Hæfileikar án skeiðs

Sær frá Bakkakoti (8.62)

88

Brokk

Fet

Mynd: aðsend

115

114 117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 8. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 117


Glanni frá Austurási IS2014187570

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli -blesótt (7550). Ræktandi: Jón Gunnar Karlsson, Ragnhildur Loftsdóttir Eigandi: Jón Gunnar Karlsson, Ragnhildur Loftsdóttir

Upplýsingar: Verður í Austurási við Selfoss og allar nánari upplýsingar hjá Röggu í síma 664-8001 og á austuras@austuras is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 140 cm. Svipgott, Fínleg eyru

101

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Skásettir bógar

107

Bak og lend

8.5

Góð baklína

108

Samræmi

8.5

Sívalvaxið

107

Þokki frá Garði (7.96)

Fótagerð

7.5

Lítil sinaskil

90

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir, Nágengir

102

Blökk frá Hofsstöðum

Hófar

8

Þykkir hælar

101

Mynd: Nicki Pfau

Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Stáli frá Kjarri (8.76) Jónína frá Hala (8.13) Höttur frá Nýjabæ (7.64) Fjöður frá Sperðli (8.31) Elding frá Ytri-Hofdölum

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gnótt frá Sauðárkróki (8.1)

Höfuð

8

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

Prúðleiki

7.5

95

Gígja frá Nýjabæ (8.01)

Sköpulag

8.13

106

Þytur frá Ytri-Hofdölum

Tölt

Kolbrún frá Ytri-Hofdölum

Brokk

8.5

Skeið

5

105

Stökk

8.5

111

9

Taktgott, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið Skrefmikið

109 111

117

Vilji og geðslag

9

Ásækni

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

116

Fet

8

Taktgott

102

Hægt tölt Hægt stökk

9

113

8.5

Hæfileikar

8.17

115

Aðaleinkunn

8.15

115

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

115 115 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 9. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

118 | Stóðhestar 2020


Glaumur frá Álfhólum

IS2016184670

Litur: Brúnn/milli- skjótt (2510). Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir Eigandi: Sara Ástþórsdóttir

Upplýsingar: Geðgóður efnilegur ungfoli. Upplýsingar gefur Sara í síma 898 8048 eða alfholar@alfholar.is

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

112

Háls, herðar og bógar

103

Bak og lend

101

Samræmi

111

Fótagerð

108

Réttleiki

101

Hófar

103

Prúðleiki

98

Sköpulag

110

Tölt

110

Brokk

117

Skeið

95

Stökk

112

Vilji og geðslag

117

Fegurð í reið

119

Fet

93

Hægt tölt

114

Mynd: aðsend

Blysfari frá Fremra-Hálsi (8.49) Dagfari frá Álfhólum (8.62) Dagrún frá Álfhólum Tígur frá Álfhólum (8.13) Gæska frá Álfhólum (8) Gáska frá Álfhólum (8)

Arður frá Brautarholti (8.49) Frigg frá Fremra-Hálsi (8.11) Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Dimma frá Miðfelli (7.9) Nátthrafn frá Álfhólum Vaka frá Álfhólum Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Blíða frá Álfhólum

Hægt stökk Hæfileikar

113

Aðaleinkunn

114

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 119


Gljátoppur frá Miðhrauni IS2015137725

Litur: Leirljós/Hvítur/dökk-einlitt (4700). Ræktandi: Ólafur Ólafsson Eigandi: Gísli Guðmundsson, Máni Hilmarsson

Upplýsingar: Gljátoppur frá Miðhrauni mun verða staðsettur í Hömluholti á Snæfellsnesi og sinna hryssum þar í sumar. Gljátoppur er fimm vetra gamall klárhestur (AA) með 8.11 í ae. Fékk meðal annars 9 fyrir tölt, fegurð í reið,vilja og geðslag árið 2019, þá fjögurra vetra gamall. Áhugasamir geta haft samband við Gísla í síma 8940648 eða gisligu@simnet.is einnig er hægt að panta rafrænt á heimasíðu homluholt.is Verð á folatolli er 130.000 kr m/öllu

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Máni Hilmarsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: aðsend

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Keilir frá Miðsitju (8.63)

Krafla frá Sauðárkróki (8.26)

Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum (8.65)

Adam frá Meðalfelli (8.24)

Álfadís frá Selfossi (8.31)

Grýla frá Stangarholti (7.69)

Rökkvi frá Hárlaugsstöðum (8.34) Salka frá Stuðlum (8.26) Þerna frá Arnarhóli (8.27)

Höfuð

8

Vel opin augu

110

Háls, herðar og bógar

8

Reistur

102

Bak og lend

8

Breitt bak

96

Samræmi

8

Hlutfallarétt

99

Fótagerð

8

Rétt fótstaða, Þurrir fætur, Snoðnir fætur

107

Réttleiki

8

108

Hófar

8

99

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Prúðleiki

7.5

93

Snegla frá Hala (8.19)

Sköpulag

7.98

102

Páfi frá Kirkjubæ (8.19)

Tölt

Vaka frá Arnarhóli (8.33)

Brokk

8.5

Skeið

5

Stökk

8.5

Ferðaþjónusta

9

Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið Skrefmikið, Há fótlyfta

115 115 105

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

112 124

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

Fegurð í reið

9

Mikil reising, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

122

Taktgott, Skrefmikið

115

Fet

8.5

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.2

Aðaleinkunn

8.11

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

114 122 121 123 120

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 6. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 120 | Stóðhestar 2020


Glúmur frá Dallandi IS2010125110

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Gunnar og Þórdís Eigandi: Hestamiðstöðin Dalur ehf

Upplýsingar: Glúmur verður í húsnotkun í Dal Hestamiðstöð/ Dallandi Mosfellsbæ í maí og fram í byrjun júní. Nánari upplýsingar í símum: Halldór Guðjónsson 896-2772 og Gunnar Dungal 8222010 Glúmur var hæst dæmdi stóðhestur í 7 vetra flokki á LM 2018.

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Halldór Guðjónsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Höfuð

7.5

Vel opin augu, Gróft höfuð

103

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Langur, Mjúkur, Háar herðar

111

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

112

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

114

Fótagerð

9

Mikil sinaskil, Öflugar sinar, Prúðir fætur

112

Réttleiki

7.5

Framf: Fléttar - Afturf: Útskeifir

100

Hófar

9

Djúpir, Efnisþykkir, Þykkir hælar

114

Prúðleiki

9.5

Sköpulag

8.67

124 Rúmt, Há fótlyfta, Skrefmikið

110

Brokk

8.5

Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta

108

Skeið

9

Ferðmikið, Mikil fótahreyfing, Svifmikið, Skrefmikið

121

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Svifmikið

117

Vilji og geðslag

9

Ásækni

110

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

115

Rösklegt, Skrefmikið

109

Fet

8.5

Hægt tölt

9

Hægt stökk

8 8.9

121

Aðaleinkunn

8.81

126

Aðaleinkunn án skeiðs

Glymur frá Flekkudal (8.52) Pyttla frá Flekkudal (8.55) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Orka frá Dallandi (8.22) Katla frá Dallandi (8.28)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Krafla frá Sauðárkróki (8.26) Adam frá Meðalfelli (8.24) Drottning frá Stóra-Hofi (7.81) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Kráka frá Dallandi (7.61)

114

Hæfileikar Hæfileikar án skeiðs

Keilir frá Miðsitju (8.63)

119

9

Tölt

Mynd: aðsend

115 121 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 74. Fjöldi dæmdra afkvæma: 1. Stóðhestar 2020 | 121


Goði frá Bjarnarhöfn IS2011137210

Litur: Jarpur/dökk- einlitt (3700). Ræktandi: Brynjar Hildibrandsson Eigandi: Brynjar Hildibrandsson, Herborg Sigríður Sigurðardóttir

Upplýsingar: Goði er mjög rúmur og viljugur gæðingur með frábært geðslag. Goði tekur á móti hryssum í húsnotkun í Hjarðartúni í vor og í girðingu í Bjarnarhöfn í sumar. Upplýsingar veitir Brynjar Hildibrandsson í síma 8931582, netfang: brynjarhildibrands@gmail.com

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hans Þór Hilmarsson Hæð á herðakamb: 141 cm. Mynd: aðsend

Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Spuni frá Vesturkoti (8.92) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Gyðja frá Bjarnarhöfn (8.04) Hera frá Bjarnarhöfn (8)

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31) Oddur frá Selfossi (8.48)

Myndarlegt, Fínleg eyru

113

8

Langur, Mjúkur, Skásettir bógar, Djúpur

101

8

Jöfn lend

106

Langvaxið, Sívalvaxið

110

8.5

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend Samræmi

8.5

Fótagerð

8

Réttleiki

7

101 Framf: Útskeifir, Nágengir, Afturf: Nágengir

94

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

112

Eydís frá Meðalfelli (8.42)

Hófar

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

8

95

Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61)

Sköpulag

8.13

110

Gustur frá Stykkishólmi (8.13)

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

Blesa frá Stykkishólmi (7.7)

Brokk

7.5

Skrefmikið

95

Skeið

10

Ferðmikið, Öruggt, Svifmikið, Skrefmikið

138

Stökk

8

Ferðmikið, Teygjugott, Sviflítið

96

8.5

110

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni

121

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

106

Fet

8.5

Skrefmikið

112

8

Hægt tölt Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.86

Aðaleinkunn

8.57

Hæfileikar án skeiðs

97 120 121 108

Aðaleinkunn án skeiðs

110

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 48. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 122 | Stóðhestar 2020


Glansandi gæðingar með 5 stjörnu línunni frá Leovet

Væntanlegt

Braiding gelið auðveldar vinnu við að skipta faxi og flétta. Gelið losar um flækjur, nærir faxið, gefur hárinu meiri fyllingu og betra hald fyrir fléttur og skiptingu á faxi.

Magic Style gelið nærir hárið og eykur lyftingu, glans og teygjanleika þess. Fax og tagl lítur út eins og nýþvegið og fyllt í marga daga eftir notkun gelsins.

Striegel flókaúðinn auðveldar til muna að greiða úr flækjum í faxi og tagli. Eykur hárvöxt, stoppar kláða, nærir þurra húð og er mjög rakagefandi.

Leovet tekur skref í átt að umhverfisvernd og eru nú allar úðaflöskurnar þeirra úr endurunnu plasti og innihalda 50 ml. meira en áður eða 550ml.

Body wash Biotin er mild sápa sem styrkir uppbygginu hársins og hárræturnar. Það heldur feldi og faxi mjúku og hreinu.


Grímur frá Skógarási IS2011181430

Litur: Jarpur/milli-blesa auk leista eða sokka (3590). Ræktandi: Einar Valgeirsson Eigandi: Einar Valgeirsson

Upplýsingar: Grímur er einstaklega ljúfur og geðgóður gæðingur. Hann hefur úrvals gangtegundir, mikinn fótaburð og fas. Upplýsingar um notkun veitir Einar Valgeirsson í síma 8225990 og Hanna Rún í síma 822 2312

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hanna Rún Ingibergsdóttir Hæð á herðakamb: 138 cm. Mynd: Nicky Pfau

Gígjar frá Auðsholtshjáleigu (8.46) Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum (8.32) Hending frá Úlfsstöðum (8.47) Vonar-Neisti frá Skollagróf (7.96) Lind frá Ármóti (7.74) Jörp-Blesa frá Ármóti

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Hrafntinna frá Auðsholtshjáleigu

Höfuð

7.5

Djúpir kjálkar

99

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Grannur, Mjúkur, Beinir bógar

104

Bak og lend

7.5

Góð baklína, Grunn lend, Mjótt bak

94

Samræmi

8.5

Léttbyggt, Fótahátt

103

Jarl frá Búðardal (8.1)

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Þurrir fætur

106

Réttleiki

8.5

Framf: Réttir

113

Harka frá Úlfsstöðum (7.94)

Hófar

Djúpir, Þykkir hælar, Þröngir

97

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

7

83

Von frá Skollagróf

Sköpulag

8.22

100

Sörli frá Sauðárkróki (8.24)

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

111

Blesa frá Ármóti

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

114

8

Skeið

5

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Takthreint

118

77 112

Vilji og geðslag

9

Þjálni

Fegurð í reið

9

Mikil reising, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

Fet

8

100

Hægt tölt

9

119

Hægt stökk

9

116

Hæfileikar

8.27

107

Aðaleinkunn

8.25

107

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

115 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 8. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

124 | Stóðhestar 2020


Guðmundur Fróði frá Ólafsbergi IS2015101130

Litur: Brúnn/milli- blesótt vagl í auga (2553). Ræktandi: Leon Már Hafsteinsson Eigandi: Leon Már Hafsteinsson

Upplýsingar: Guðmundur Fróði verður til afnota í Lyngholti í Flóahreppi. Upplýsingar veitir Leon Hafsteinsson í síma 666-0099. Einnig má finna aðrar upplýsingar á facebook síðu:

Ólafsberg Hrossarækt.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Henna Johanna Sirén Hæð á herðakamb: 145 cm. Höfuð

8.5

Myndarlegt

101

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Grannur

104

Bak og lend

8.5

Vöðvafyllt bak, Góð baklína, Grunn lend

108

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt

113

Fótagerð

7

Langar kjúkur, Lítil sinaskil, Snoðnir fætur

88

Réttleiki

7

Framf.: Útskeifir, Nágengir, Afturf.: Brotin tálína

94

Djúpir, Efnisþykkir, Hvelfdur botn

103

Hófar

8.5

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.24

106

8

104

Brokk

7.5

Skeið

7.5

121

Stökk

8

103

Skrefmikið, Ferðlítið

97

8 8

104

Fet

8

103

Hægt tölt

7.5

102

Hægt stökk

8 7.85 8.01

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

Stáli frá Kjarri (8.76) Jónína frá Hala (8.13)

Þjálni

Askur frá Keldudal (8.2) Teikning frá Keldudal (7.78) Dokka frá Keldudal (7.71)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gnótt frá Sauðárkróki (8.1) Þokki frá Garði (7.96) Blökk frá Hofsstöðum Þáttur frá Kirkjubæ (8.16) Nös frá Stokkhólma (8) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Djörfung frá Keldudal (8.07)

102

Vilji og geðslag Fegurð í reið

Aðaleinkunn

Galsi frá Sauðárkróki (8.44)

92

Tölt

Hæfileikar

Mynd: aðsend

110 111 103 104

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 125


Gustur frá Stóra-Vatnsskarði IS2015157651

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Benedikt G Benediktsson Eigandi: Benedikt G Benediktsson

Upplýsingar: Stefnt er með Gust í kynbótadóm í vor. Notkun hefst 15 júní. Upplýsingar um notkun veitir Benedikt Benediktsson í síma: 898-9151, netfang: benni@lukka.is.

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Spuni frá Vesturkoti (8.92) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Gjafar frá Stóra-Vatnsskarði (7.77) Lukka frá Stóra-Vatnsskarði (8.89) Freisting frá Stóra-Vatnsskarði (7.69)

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31) Oddur frá Selfossi (8.48)

Höfuð

115

Háls, herðar og bógar

110

Bak og lend

107

Samræmi

110

Fótagerð

110

Réttleiki

102

Eydís frá Meðalfelli (8.42)

Hófar

112

Blakkur frá Stóra-Vatnsskarði (7.87)

Prúðleiki

101

Gola frá Stóra-Vatnsskarði (7.79)

Sköpulag

118

Fákur frá Akureyri (8.08)

Tölt

111

Lísa frá Stóra-Vatnsskarði

Brokk

103

Skeið

122

Stökk

106

Vilji og geðslag

114

Fegurð í reið

113

Fet

109

Hægt tölt

106

Hægt stökk

BREEDING TRAINING SELLING Stóra-Vatnsskarð / Kvistir Ölfusi

Tel.: 898 9151 / email benni@lukka.is / www.lukka.is

126 | Stóðhestar 2020

Hæfileikar

119

Aðaleinkunn

123

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

117

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 24. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.


Gæi frá Hólum IS2016187268

Litur: Rauður/milli- stjörnótt (1520). Ræktandi: Björn Steindórsson Eigandi: Björn Steindórsson

Upplýsingar: Ættartré Gæa í móðurætt er nokkuð athyglisvert ,þar koma saman Glymur frá Innri Skeljabrekku og Kolbrá frá flugumýri 2 saman í öðrum ættlið.Kolbrá er undan Kolskör frá Gunnarsholti og Svart frá Unalæk. Gæi er vel ættaður og hefur sýnt að geðslag er gott, þægilegur í umgengni. Til leigu. Upplýsingar um hestinn fást í s 893-5374,nybyggd@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

102

Háls, herðar og bógar

107

Bak og lend

107

Samræmi

107

Fótagerð

98

Réttleiki

113

Hófar

108

Prúðleiki

100

Sköpulag

111

Tölt

114

Brokk

110

Skeið

125

Stökk

107

Vilji og geðslag

121

Fegurð í reið

113

Fet

94

Hægt tölt

110

Mynd: aðsend

Glotti frá Sveinatungu (8.64) Ölnir frá Akranesi (8.82) Örk frá Akranesi (8.35) Glymur frá Innri-Skeljabrekku (8.38) Svört frá Eyri (8.32) Kolbrá frá Flugumýri II (8.03)

Gustur frá Hóli (8.57) Sonnetta frá Sveinatungu (8.1) Markús frá Langholtsparti (8.36) Ösp frá Lágafelli (7.79) Gaukur frá Innri-Skeljabrekku (8.01) Þyrla frá Norðtungu Svartur frá Unalæk (8.54) Kolskör frá Gunnarsholti (8.39)

Hægt stökk Hæfileikar

122

Aðaleinkunn

123

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

116 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 127


Hávaði frá Haukholtum IS2015188159

Litur: Bleikur/fífil- einlitt (6400). Ræktandi: Þorsteinn Loftsson Eigandi: Lóa Dagmar Smáradóttir, Þorsteinn Loftsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Lóa Dagmar í síma 773-8377, netfang ldagmar89@gmail.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 149 cm. Mynd: Marta Gunnardóttir

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Ómur frá Kvistum (8.61) Orka frá Hvammi (8.15) Hrynjandi frá Hrepphólum (8.23) Elding frá Haukholtum (8.56) Fjöður frá Haukholtum

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Emanon frá Vestra-Fíflholti (8.16) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Löpp frá Hvammi (8.22)

Vel opin augu

106

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Háar herðar, Langar herðar

110

Bak og lend

8.5

Góð baklína

111

Langvaxið, Fótahátt

117 108

Höfuð

8

Samræmi

9

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Þurrir fætur

Réttleiki

7.5

Framf.: Útskeifir, Afturf.: Nágengir, Brotin tálína

99

Hófar

9

Efnisþykkir, Vel formaðir

117

Stígandi frá Sauðárkróki (8.15)

Prúðleiki

8

Von frá Hrepphólum (7.72)

Sköpulag

8.54

Tvistur frá Kotlaugum

Tölt

8.5

Taktgott, Skrefmikið

109

Brana frá Haukholtum

Brokk

7.5

Skrefmikið, Ferðlítið

101

Skeið

8

Takthreint, Skrefmikið

119

Stökk

8.5

Teygjugott

112

Ásækni, Þjálni

119

Vilji og geðslag

9

102 122

Fegurð í reið

8.5

Mikil reising, Góður höfuðb.

113

Fet

8.5

Skrefmikið

104

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

109

Hæfileikar

8.37

117

Aðaleinkunn

8.44

122

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

112 117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 7. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

128 | Stóðhestar 2020


Heiður frá Eystra-Fróðholti

IS2014186187

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- stjörnótt (7520). Ræktandi: Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir Eigandi: Ársæll Jónsson, Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Ársæll Jónsson í síma 663-2002, netfang: eystrafrodholt@gmail.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 148 cm. 8

Höfuð

103

Háls, herðar og bógar

8.5

Hátt settur

112

Bak og lend

8.5

Vöðvafyllt bak

107

Léttbyggt

118

Samræmi

9

Fótagerð

8.5

Rétt fótstaða, Öflugar sinar

105

Réttleiki

7.5

Afturf: Nágengir

95

Hófar

9

116

Prúðleiki

7.5

84

Sköpulag

8.52

Tölt

9.5

118 Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

125

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

115

Brokk

9

Skeið

5

Stökk

8

Hátt

115

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

128

Fegurð í reið

9

Mikill fótaburður

118

Fet

7

Framtakslítið

Hægt tölt

9

109

Mynd: aðsend

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Ómur frá Kvistum (8.61) Orka frá Hvammi (8.15) Sær frá Bakkakoti (8.62) Glíma frá Bakkakoti (8.58) Gletta frá Bakkakoti (8.12)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Emanon frá Vestra-Fíflholti (8.16) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Löpp frá Hvammi (8.22) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34) Særós frá Bakkakoti (8.03)

96 118

7.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.25

Aðaleinkunn

8.36

Hæfileikar án skeiðs

124 127 124

Aðaleinkunn án skeiðs

126

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 27. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 129


Hersir frá Húsavík IS2015166640

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Einar Gíslason, Gísli Haraldsson Eigandi: Einar Gíslason, Gísli Haraldsson

Upplýsingar: Hersir er stór og sérstaklega framfallegur stóðhestur. Mjög athyglisverður hestur sem stefnt er með í dóm í sumar. Hægt er að skoða Hersi í Víðidal í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Gísli í síma 898-2207 eða Einar í síma 898-8445. Einnig er hægt að senda tölvupóst á gislason.einar@gmail.com og heimasíða okkar er www.hofdahestar.com

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: Einar Gíslason

Arður frá Brautarholti (8.49) Vökull frá Efri-Brú (8.37) Kjalvör frá Efri-Brú (7.9) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Hrauna frá Húsavík (8.44) Urð frá Hvassafelli (8.22)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Askja frá Miðsitju (8.16) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45)

Höfuð

103

Háls, herðar og bógar

109

Bak og lend

93

Samræmi

111

Fótagerð

107

Réttleiki

102

Vænting frá Efri-Brú (8.11)

Hófar

106

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Prúðleiki

102

Dama frá Þúfu í Landeyjum

Sköpulag

111

Hraunar frá Sauðárkróki

Tölt

110

Muska frá Hvassafelli (7.73)

Brokk

109

Skeið

106

Stökk

109

Vilji og geðslag

112

Fegurð í reið

119

Fet

98

Hægt tölt

113

Hægt stökk Hæfileikar

115

Aðaleinkunn

116

Hæfileikar án skeiðs

114

Aðaleinkunn án skeiðs

116 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

130 | Stóðhestar 2020



Hildibrandur frá Bergi IS2014137495

Litur: Rauður/milli- blesótt (1550). Ræktandi: Anna Dóra Markúsdóttir Eigandi: Anna Dóra Markúsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Jón Bjarni Þorvarðarson í síma 8451643 og á netfangið jonbjarniberg@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: Kolla Gr

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Uggi frá Bergi (8.57) Hrísla frá Naustum (7.96) Forseti frá Vorsabæ II (8.58) Hilda frá Bjarnarhöfn (8.54) Perla frá Bjarnarhöfn (8.04)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hugi frá Höfða

Höfuð

114

Háls, herðar og bógar

103

Bak og lend

95

Samræmi

103

Fótagerð

100

Réttleiki

94

Neista frá Naustum

Hófar

116

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

113

Litla-Jörp frá Vorsabæ II (7.7)

Sköpulag

109

Fáfnir frá Laugarvatni (8.05)

Tölt

106

Blesa frá Stykkishólmi (7.7)

Brokk

103

Skeið

117

Stökk

102

Vilji og geðslag

111

Fegurð í reið

104

Fet

106

Hægt tölt

106

Hægt stökk

H R O S S A R Æ K T 132 | Stóðhestar 2020

Hæfileikar

112

Aðaleinkunn

113

Hæfileikar án skeiðs

107

Aðaleinkunn án skeiðs

109 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.


Hilmir frá Árbæjarhjáleigu II IS2015186753

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Guðmundur Þór Þórhallsson, Marjolijn Tiepen Eigandi: Marjolijn Tiepen

Upplýsingar: Spennandi alhliðahestur með allar gangtegundir góðar. Mikið efni í keppnishest í fimmgangi og slaktaumatölt. Upplýsingar um notkun: Hekla Katharína Kristinsdóttir Sími: 8467960 heklak@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

104

Háls, herðar og bógar

102

Bak og lend

112

Samræmi

105

Fótagerð

113

Réttleiki

104

Hófar

106

Prúðleiki

104

Sköpulag

113

Tölt

112

Brokk

104

Skeið

120

Stökk

102

Vilji og geðslag

113

Fegurð í reið

111

Fet

109

Hægt tölt

106

Mynd: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson

Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Spuni frá Vesturkoti (8.92) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Hugi frá Hafsteinsstöðum (8.31) Elding frá Árbæjarhjáleigu II (7.9) Fána frá Hala (7.65)

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31) Oddur frá Selfossi (8.48) Eydís frá Meðalfelli (8.42) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Sýn frá Hafsteinsstöðum (8.07) Þokki frá Garði (7.96) Glóa frá Hala

Hægt stökk Hæfileikar

118

Aðaleinkunn

120

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

115 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 133


Hilmir frá Hamarsey IS2015182313

Litur: Rauður/milli- stjörnótt (1520). Ræktandi: Hannes Sigurjónsson, Inga Cristina Campos Eigandi: Hannes Sigurjónsson, Inga Cristina Campos

Upplýsingar: Upplýsingar gefur Hannes Sigurjónsson í síma 8641315 og á netfangið hamarsey@hamarsey.is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Dugur frá Þúfu í Landeyjum (8.49) Hreyfill frá Vorsabæ II (8.54) Kolbrún frá Vorsabæ II (7.8) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Hátíð frá Úlfsstöðum (8.38) Harka frá Úlfsstöðum (7.94)

Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Dröfn frá Þúfu í Landeyjum Vákur frá Brattholti (7.99) Litla-Jörp frá Vorsabæ II (7.7)

Höfuð

7.5

Háls, herðar og bógar

8

Smá augu

99 106

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

113

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Langvaxið

109

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar

106

Réttleiki

8

103

8.5

109

Bak og lend

Hófar

9

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

7.5

91

Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61)

Sköpulag

8.26

113

Sörli frá Sauðárkróki (8.24)

Tölt

8.5

Skrefmikið

118

Kátína frá Úlfsstöðum

Brokk

8.5

Skrefmikið

118

Skeið

5

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

122

83

Vilji og geðslag

8.5

Vakandi

119

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

120

Fet

7.5

105

Hægt tölt

7.5

109

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

7.89

115

Aðaleinkunn

8.04

118

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

124 125 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 6. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

134 | Stóðhestar 2020


Hjörvar frá Rauðalæk

IS2014181909

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- stjörnótt (7520). Ræktandi: Pabbastrákur ehf Eigandi: Kristján Gunnar Ríkharðsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Eva í síma 898-1029 eða netfang: takthestar@gmail.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson Hæð á herðakamb: 143 cm. Myndarlegt

103

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Hátt settur, Mjúkur, Skásettir bógar

105

Bak og lend

8.5

Höfuð

8

Löng lend, Jöfn lend

106

Samræmi

9

Fótahátt

111

Fótagerð

9

Öflugar sinar, Þurrir fætur

114

Réttleiki

8

Afturf: Brotin tálína

105

Hófar

9

Djúpir, Efnisþykkir, Hvelfdur botn

111

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.65

Tölt

8.5

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

108

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

111

Skeið

6.5

Fjórtaktað

110

Stökk

9

Ferðmikið, Svifmikið, Hátt

120

Ásækni, Þjálni

116

Vilji og geðslag Fegurð í reið

8.5 9

Keilir frá Miðsitju (8.63) Rammi frá Búlandi (8.18) Lukka frá Búlandi (8.11)

100 116

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Lísa frá Hrafnkelsstöðum 1 (8.33) Þrá frá Kópareykjum (8.24)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Krafla frá Sauðárkróki (8.26) Baldur frá Bakka (8.15) Yrpa frá Litladal (7.8) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Ósk frá Kópareykjum (7.51)

121

7.5

105

Hægt tölt

8

113

Hægt stökk

9

Fet

Mynd: aðsend

Hæfileikar

8.22

119

Aðaleinkunn

8.39

122

Hæfileikar án skeiðs

118

Aðaleinkunn án skeiðs

120 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 135


Hljómur frá Ólafsbergi IS2011101133

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Karen Ósk Ólafsdóttir Eigandi: Maríanna Gunnarsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sær frá Bakkakoti (8.62) Sæla frá Gerðum (8.11) Taktur frá Árnagerði (7.55) Taktík frá Ólafsvöllum (7.93) Nótt frá Ólafsvöllum

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum

Vel borin eyru - Gróft höfuð - Krummanef

98

8,5

Reistur - Mjúkur - Háar herðar - Djúpur

103

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak - Jöfn lend - Góð baklína

105

Samræmi

9

Hlutfallarétt - Léttbyggt - Fótahátt

104 93

Höfuð Háls, herðar og bógar

7

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Fótagerð

8

Öflugar sinar - Lítil sinaskil

Réttleiki

7,5

brokkaði ekki

93

Fífa frá Kópavogi

Hófar

8,5

Þykkir hælar

106

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

7

93

Snerra frá Árnagerði (7.85)

Sköpulag

8,31

103

Gordon frá Stóra-Hofi (8.02)

Tölt

Yrpa frá Ólafsvöllum

Brokk

98

Skeið

108

Stökk

100

Vilji og geðslag

102

104

Fegurð í reið

103

Fet

109

Hægt tölt

106

Hægt stökk

99

Hæfileikar

106

Aðaleinkunn

106

Hæfileikar án skeiðs

103

Aðaleinkunn án skeiðs

104 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

136 | Stóðhestar 2020


Hnokki frá Eylandi IS2013184084

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Davíð Matthíasson, Rut Skúladóttir Eigandi: Davíð Matthíasson, Rut Skúladóttir

Upplýsingar: Hnokki er klárhestur, afar þjáll og geðgóður. Hefur hlotið háan kynbótadóm bæði fimm og sex vetra gamall. Jafnframt skorað 7.37 í fjórgang meistara aðeins sex vetra. Erfðagreindur með AA arfgerð. Húsnotkun : Á Fákshólum, Suðurlandi. Upplýsingar gefa Helga Una (865-4803) og Davíð Matt (898-1713) Fyrra gangmál : Á Hrafnagil, Eyjafirði. Upplýsingar gefa Jón Elvar (892-1197) og Davíð Matt (898-1713) Verð : 125.000 kr – innifalið tollur, vsk, einn sónar og girðingargjald.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Helga Una Björnsdóttir Hæð á herðakamb: 145 cm. Vel borin eyru

112

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur, Háar herðar, Þykkur

108

Bak og lend

8.5

Höfuð

8

Vöðvafyllt bak, Góð baklína, Áslend

105

Samræmi

8

Hlutfallarétt

97

Fótagerð

7.5

Grannar sinar

90

Réttleiki

9

Framf: Réttir

105

Hófar

8.5

Efnisþykkir

108

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.22

Tölt

9.5

105 Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

121

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

124

9

Skeið

5

Stökk

9.5

Ferðmikið, Teygjugott, Svifmikið, Hátt

126

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

126

85

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

120

Fet

8

Taktgott

102

9

Hægt stökk

9

Hæfileikar

8.5

Aðaleinkunn

8.39

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfur frá Selfossi (8.46) Álfadís frá Selfossi (8.31)

96

Brokk

Hægt tölt

Mynd: Nicki Pfau

Flögri frá Hábæ (8.11) Hnáta frá Hábæ (8.18) Eldrún frá Tjörn

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Adam frá Meðalfelli (8.24) Grýla frá Stangarholti (7.69) Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Kolbrún frá Bjólu 2 Hlöðvir frá Hindisvík (7.95) frá

119 120 119 129 126

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 8. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 137


Hnokki frá Þúfum IS2003158162

Litur: Jarpur/dökk- stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokkavagl í auga (3783). Ræktandi: Mette Camilla Moe Mannseth Eigandi: Mette Camilla Moe Mannseth

Upplýsingar: Faðir m.a. heimsmeistarans Fönix frá Syðra-Holti. Sigurvegari í samanlögðum fimmgangsgreinum á Íslandsmóti. Hefur keppt á 6. Landsmótum Verður á Þúfum í sumar. Upplýsingar gefa Gísli í síma 897-7335 og Mette í síma 898-8876 og á netfangið: mette@holar.is

Hæsti dómur (2012) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Mette Camilla Moe Mannseth Hæð á herðakamb: 144 cm. Höfuð

7.5

Merarskál

114

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

109

Bak og lend

8.5

Vöðvafyllt bak, Öflug lend, Góð baklína

113

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

102

Fótagerð

7.5

Sverir liðir, Lítil sinaskil

100

Réttleiki

8

Afturf: Réttir

101

Litla-Ljót frá Refsstöðum (7.68)

Hófar

9

Þykkir hælar, Hvelfdur botn, Vel formaðir

108

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45)

Prúðleiki

7.5

94

Blíða frá Gerðum (7.78)

Sköpulag

8.28

112

Hnokki frá Steðja (7.88)

Tölt

8.5

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

108

Lygna frá Kleifum (8.02)

Brokk

9

Taktgott, Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta

114

Skeið

9

Takthreint, Öruggt, Skrefmikið

99

Stökk

8.5

Teygjugott, Takthreint

107 109

Mynd: aðsend

Léttir frá Stóra-Ási (8.05) Hróður frá Refsstöðum (8.39) Rán frá Refsstöðum (7.66) Dagur frá Kjarnholtum I (8.24) Lygna frá Stangarholti (7.86) Mugga frá Kleifum (7.56)

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Harpa frá Hofsstöðum (8.09) Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54)

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

111

Taktgott

108

8.5

Fet

9

Hægt tölt

114

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.8

112

Aðaleinkunn

8.59

114

Hæfileikar án skeiðs

114

Aðaleinkunn án skeiðs

116

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 80. Fjöldi dæmdra afkvæma: 8. 138 | Stóðhestar 2020


ÞÚ ÁTT SKILIÐ AÐ NJÓTA!


Hrafn frá Efri-Rauðalæk IS2008165645

Litur: Brúnn/milli- stjörnótt (2520). Ræktandi: Hjalti Halldórsson, Petrína Sigurðardóttir Eigandi: Hjalti Halldórsson, Petrína Sigurðardóttir

Upplýsingar: Hrafn verður í húsnotkun í vor á félagssvæði Spretts í Kópavogi. Upplýsingar um notkun veitir Hjalti Halldórsson í síma: 864-2312, netfang: hjalti@fishproducts.is.

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Markús frá Langholtsparti (8.36) Von frá Bjarnastöðum (8.05) Goði frá Miðsitju (7.59) Hind frá Vatnsleysu Hera frá Hólum (7.6)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum

Höfuð

9

Skarpt/þurrt, Fínleg eyru, Vel opin augu

110

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Mjúkur, Háar herðar

109

Bak og lend

7.5

Áslend

95

Samræmi

8.5

Fótahátt, Sívalvaxið

103

Öflugar sinar, Prúðir fætur

113

Framf: Nágengir

104

Hvelfdur botn

103

Hraunar frá Sauðárkróki

Fótagerð

8.5

Réttleiki

8

Blíða frá Bjarnastöðum

Hófar

8.5

Ljóri frá Kirkjubæ (8.23)

Prúðleiki

8.5

112

Harðar-Brúnka frá Tóftum

Sköpulag

8.55

110

Elgur frá Hólum (7.98)

Tölt

Rúmt, Taktgott, Mjúkt

101

Hæra frá Hólum (7.78)

Brokk

8.5

Rúmt

100

Skeið

9.5

Ferðmikið, Öruggt

119

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott

107

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

106

Mikið fas

103

9

Vilji og geðslag Fegurð í reið

9

Fet

8

101

8.5

103

Hægt tölt

8

Hægt stökk Hæfileikar

9.03

Aðaleinkunn

8.84

Hæfileikar án skeiðs

Hrund Hrafnsdóttir frá Efsta-Seli 140 | Stóðhestar 2020

109 111 102

Aðaleinkunn án skeiðs

105

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 89. Fjöldi dæmdra afkvæma: 5.


Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu

IS2007187017

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Þórdís Erla Gunnarsdóttir Eigandi: Gunnar Arnarson, Þórdís Erla Gunnarsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Gunnar Arnarson í síma: 892-0344, netfang: gunnara@ simnet.is.

Hæsti dómur (2013) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Höfuð

7.5

Vel opin augu

101

Háls, herðar og bógar

8

Reistur, Mjúkur, Djúpur

98

Djúp lend, Öflug lend

109

Samræmi

8

Hlutfallarétt

100

Fótagerð

8

Sverir liðir, Lítil sinaskil

101

Réttleiki

8

8.5

Bak og lend

8.5

Hófar Prúðleiki

8

Sköpulag

8.08

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

Aron frá Strandarhöfði (8.54) Yrsa frá Skjálg (7.9)

104 113 105

9

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

118

Brokk

8

Skrefmikið, Há fótlyfta

108

Skeið

9

Ferðmikið

123

Stökk

8.5

Teygjugott

107

Ásækni, Þjálni

119

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas

112

Fet

8.5

Taktgott

Hægt tölt

8.5

9

Óður frá Brún (8.34)

95

Tölt

Vilji og geðslag

Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Gígja frá Auðsholtshjáleigu (8.64) Hrafntinna frá Auðsholtshjáleigu (8.09)

Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Ósk frá Brún (8.03) Farsæll frá Ási I (8.1) Skör frá Skjálg (7.57) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Tinna frá Teigi II (7.5)

111 110

8

Hægt stökk Hæfileikar

8.72

124

Aðaleinkunn

8.46

123

Hæfileikar án skeiðs

118

Aðaleinkunn án skeiðs

117

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 76. Fjöldi dæmdra afkvæma: 3. Stóðhestar 2020 | 141


Hreimur frá Mosfellsbæ IS2015125963

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Eysteinn Leifsson ehf Eigandi: Eysteinn Leifsson ehf, Reynir Örn Pálmason

Upplýsingar: Jafnvígur alhiða gæðingur, með mikla útgeislun og frábært geðslag Verður á Króki í sumar. Upplýsingar í síma 6919050-Reynir eða 8945102- Aðalheiður

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: Petra Lönnquist

Glotti frá Sveinatungu (8.64) Ölnir frá Akranesi (8.82) Örk frá Akranesi (8.35) Kveikur frá Miðsitju (8.25) Eining frá Mosfellsbæ (7.77) Drottning frá Stykkishólmi (8.28)

Gustur frá Hóli (8.57) Sonnetta frá Sveinatungu (8.1) Markús frá Langholtsparti (8.36)

Höfuð

102

Háls, herðar og bógar

107

Bak og lend

108

Samræmi

110

Fótagerð

98

Réttleiki

109

Ösp frá Lágafelli (7.79)

Hófar

107

Gustur frá Sauðárkróki (7.91)

Prúðleiki

100

Perla frá Reykjum (8.07)

Sköpulag

112

Ófeigur frá Hvanneyri (8.55)

Tölt

102

Gola frá Innra-Leiti (7.79)

Brokk

101

Skeið

112

Stökk

109

Vilji og geðslag

108

Fegurð í reið

106

Fet

99

Hægt tölt

106

Hægt stökk Hæfileikar

108

Aðaleinkunn

111

Hæfileikar án skeiðs

104

Aðaleinkunn án skeiðs

108 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

142 | Stóðhestar 2020


Tölt:

9,5 Brokk:

9,5

Vilji og Geðslag:

9,5

Stökk:

9

mynd: Jón Björnsson

Hreyfill frá Vorsabæ 2 Hreyfill tekur á móti hryssum í Vorsabæ 2 á Skeiðum í sumar. Verð fyrir fengna hryssu er 130.000 kr og allt innifalið. Nánari upplýsingar gefur Björn í síma 861 9634 eða á bjornjo@vorsabae2.is Sköpulag: 8,50 • Hæfileikar: 8,56 • Aðaleinkunn: 8,54 sem klárhestur Árangur í keppni: 8,97 í B-flokki 7,80 í V1 fjórgangi Nokkur afkvæmi Hreyfils:

Hilmir frá Hamarsey (mynd: Hannes Sigurjónsson)

Hraunar frá Vorsabæ (mynd: Sölvi Ragnarsson)

Fegurð í reið:

9

Fótagerð:

9

Hófar:

9

Hann skilar geðgóðum, framfallegum og flottum afkvæmum með miklum fótaburði

Ganti frá Vorsabæ 2 (mynd: Björn Jónsson)


HRINGUR


Hesta- og gæludýrafóður - Hágæða hesta- og gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi - Í fóðurframleiðslu JOSERA eru ekki notuð tilbúin litar-, bragð- og rotvarnarefni - JOSERA er án erfðabreyttra innihaldsefna - Sérlega bragðgott og auðmeltanlegt www.facebook.com/joseraiceland

Gunnbjarnarholti, 804 Selfossi Sími 480 5600 - Opið virka daga 8-17

Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum

Sími 480 5610 - Opið virka daga 9-17


Hruni frá Kviku IS2017101840

Litur: Brúnn/milli- stjörnótt (2520). Ræktandi: Helgi Þór Guðjónsson Eigandi: Helgi Þór Guðjónsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Helgi í síma 6977324 eða á helgitg1981@gmail.com.

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Kjarni frá Þjóðólfshaga 1 (8.3) Hraunar frá Hrosshaga (8.24) Díana frá Breiðstöðum (7.81) Stæll frá Miðkoti (8.2) Sóta frá Kolsholti 2 (7.89) Yrpa frá Kolsholti (7.75)

Andvari frá Ey I (8.36) Kringla frá Kringlumýri (8.09) Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum

Höfuð

110

Háls, herðar og bógar

104

Bak og lend

102

Samræmi

97

Fótagerð

92

Réttleiki

101

Zara frá Syðra-Skörðugili (8.13)

Hófar

101

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

98

Elja frá Kirkjubæ (7.78)

Sköpulag

101

Fáfnir frá Laugarvatni (8.05)

Tölt

115

Litla-Konan frá Reyðarvatni

Brokk

121

Skeið

76

Stökk

111

Vilji og geðslag

115

Fegurð í reið

116

Fet

102

Hægt tölt

116

Hægt stökk Hæfileikar

110

Aðaleinkunn

109

Hæfileikar án skeiðs

121

Aðaleinkunn án skeiðs

118 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

146 | Stóðhestar 2020


Hrynjandi frá Kviku

IS2017101841

Litur: Rauður/sót- stjörnótt (1720). Ræktandi: Helgi Þór Guðjónsson Eigandi: Helgi Þór Guðjónsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Helgi í síma 6977324 eða á helgitg1981@gmail.com.

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

116

Háls, herðar og bógar

105

Bak og lend

104

Samræmi

102

Fótagerð

90

Réttleiki

101

Hófar

104

Prúðleiki

94

Sköpulag

104

Tölt

120

Brokk

121

Skeið

82

Stökk

112

Vilji og geðslag

118

Fegurð í reið

121

Fet

105

Hægt tölt

119

Mynd: aðsend

Kjarni frá Þjóðólfshaga 1 (8.3) Hraunar frá Hrosshaga (8.24) Díana frá Breiðstöðum (7.81) Gaumur frá Auðsholtshjáleigu (8.69) Hnoss frá Kolsholti 2 (8.13) Harka frá Kolsholti 2 (7.76)

Andvari frá Ey I (8.36) Kringla frá Kringlumýri (8.09) Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Zara frá Syðra-Skörðugili (8.13) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Hildur frá Garðabæ (8) Gustur frá Hóli (8.57) Yrpa frá Kolsholti (7.75)

Hægt stökk Hæfileikar

116

Aðaleinkunn

116

Hæfileikar án skeiðs

125

Aðaleinkunn án skeiðs

123 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 147


Huginn frá Bergi IS2013137490

Litur: Brúnn/dökk/sv. einlitt (2700). Ræktandi: Anna Dóra Markúsdóttir Eigandi: Anna Dóra Markúsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Jón Bjarni Þorvarðarson í síma 8451643 og á netfangið jonbjarniberg@gmail.com

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Viðar Ingólfsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Gári frá Auðsholtshjáleigu (8.63) Krókur frá Ytra-Dalsgerði (8.74) Hnoss frá Ytra-Dalsgerði (8.14) Forseti frá Vorsabæ II (8.58) Hilda frá Bjarnarhöfn (8.54) Perla frá Bjarnarhöfn (8.04)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Höfuð

8.5

Skarpt/þurrt

117

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Langur, Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

114

Löng lend

103

Bak og lend

Fótahátt, Sívalvaxið

110

8

Öflugar sinar

106

Réttleiki

8

Afturf: Nágengir

97

Hófar

9

Djúpir, Efnisþykkir

121

8.5

Safír frá Viðvík (8.35)

Fótagerð

Nös frá Ytra-Dalsgerði (7.59) Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

9

117

Litla-Jörp frá Vorsabæ II (7.7)

Sköpulag

8.44

123

Fáfnir frá Laugarvatni (8.05)

Tölt

8.5

Taktgott, Skrefmikið

Blesa frá Stykkishólmi (7.7)

Brokk

8.5

Taktgott

111

Skeið

8.5

Ferðmikið, Mikil fótahreyfing

121

Stökk

8.5

Svifmikið

107

Limra frá Laugarvatni (8.07)

Vilji og geðslag

Ásækni, Þjálni

114

Mikill fótaburður

109

8.5

Fet

8.5

100

8

106

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.58

Aðaleinkunn

8.52

Hæfileikar án skeiðs

148 | Stóðhestar 2020

9

105

Fegurð í reið Hægt tölt

H R O S S A R Æ K T

8

Samræmi

Aðaleinkunn án skeiðs

116 121 110 116

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 7. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.


Huginn frá Eylandi IS2015184088

Litur: Grár/brúnn einlitt (0200). Ræktandi: Davíð Matthíasson, Elmar Sigurðsson, Rut Skúladóttir Eigandi: Heidi Korsch

Upplýsingar: Lofandi stóðhestur með frábæra lund sem stefnt er með í kynbótadóm í vor. Notkun : Suðurland. Upplýsingar gefur Davíð Matt (898-1713)

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

98

Háls, herðar og bógar

103

Bak og lend

108

Samræmi

98

Fótagerð

99

Réttleiki

104

Hófar

105

Prúðleiki

111

Sköpulag

105

Tölt

108

Brokk

106

Skeið

105

Stökk

109

Vilji og geðslag

113

Fegurð í reið

109

Fet

100

Hægt tölt

105

Mynd: aðsend

Rökkvi frá Hárlaugsstöðum (8.34) Hrímnir frá Ósi (8.32) Héla frá Ósi (8.07) Keilir frá Miðsitju (8.63) Keila frá Bjarnastöðum (8.34) Rák frá Bjarnastöðum (7.79)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Snegla frá Hala (8.19) Gustur frá Hóli (8.57) Fröken frá Möðruvöllum Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Krafla frá Sauðárkróki (8.26) Bárður frá Bárðartjörn (7.99) Ör frá Torfastöðum (7.61)

Hægt stökk Hæfileikar

111

Aðaleinkunn

111

Hæfileikar án skeiðs

110

Aðaleinkunn án skeiðs

110 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 149


Hvinur frá Blönduósi IS2008156500

Litur: Grár/brúnn skjótt (0210). Ræktandi: Ásgeir Blöndal, Tryggvi Björnsson Eigandi: Ásgeir Blöndal, Rósberg Halldór Óttarsson, Tryggvi Björnsson

Upplýsingar: Gæðingafaðirinn Hvinur frá Blönduósi sinnir hryssum í Eyjafirði og Húnavatnssýslu í sumar. Hann ríður á vaðið í Skjaldarvík í Eyjafirði á húsmáli í umsjón Klöru Ólafsdóttur. Þaðan liggur leiðin í Síðu við Blönduós fyrra gangmál og seinna gangmál verður hann við Hrafnagil í Eyjafirði. Folatollurinn er á 50.000 kr án vsk en heildargjald með vsk, girðingargjaldi og einni sónarskoðun er um 85.000 kr. Upplýsingar og pantanir í síma 8201107 eða á rosberg@rosberg.is

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfur frá Selfossi (8.46) Álfadís frá Selfossi (8.31) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Hríma frá Hofi (8.11) Hlökk frá Hólum (7.72)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Adam frá Meðalfelli (8.24)

Höfuð

111

Háls, herðar og bógar

110

Bak og lend

107

Samræmi

111

Fótagerð

99

Réttleiki

95

Grýla frá Stangarholti (7.69)

Hófar

101

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

100

Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61)

Sköpulag

112

Feykir frá Hafsteinsstöðum (8.04)

Tölt

103

Dama frá Hólum (8.17)

Brokk

107

Skeið

108

Stökk

97

Vilji og geðslag

106

Fegurð í reið

105

Fet

97

Hægt tölt

102

Hægt stökk Hæfileikar

106

Aðaleinkunn

109

Hæfileikar án skeiðs

104

Aðaleinkunn án skeiðs

107

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 84. Fjöldi dæmdra afkvæma: 6. 150 | Stóðhestar 2020


Höfði frá Húsavík

IS2014166640

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Einar Gíslason, Gísli Haraldsson Eigandi: Einar Gíslason, Gísli Haraldsson

Upplýsingar: Höfði er stór og myndarlegur hestur. Hann er efnilegur fjórgangshestur með jafnar og góðar grunngangtegundir. Stefnt er með Höfða í dóm í sumar. Hægt er að skoða Höfða í Víðidal í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Gísli í síma 898-2207 eða Einar í síma 898-8445. Einnig er hægt að senda tölvupóst á gislason.einar@gmail.com og heimasíða okkar er www.hofdahestar.com

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

100

Háls, herðar og bógar

105

Bak og lend

93

Samræmi

99

Fótagerð

104

Réttleiki

100

Hófar

108

Prúðleiki

106

Sköpulag

104

Tölt

110

Brokk

109

Skeið

99

Stökk

108

Vilji og geðslag

109

Fegurð í reið

116

Fet

109

Hægt tölt

115

Mynd: Einar Gíslason

Leiknir frá Vakurstöðum (8.28) Korgur frá Ingólfshvoli (8.41) Korga frá Ingólfshvoli Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Hrauna frá Húsavík (8.44) Urð frá Hvassafelli (8.22)

Safír frá Viðvík (8.35) Lyfting frá Ysta-Mó (7.64) Geysir frá Gerðum (8.39) Gola frá Gerðum (8.02) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hraunar frá Sauðárkróki Muska frá Hvassafelli (7.73)

Hægt stökk Hæfileikar

113

Aðaleinkunn

113

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

114 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 5. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 151


Ísak frá Þjórsárbakka IS2013182365

Litur: Rauður/milli- skjótt (1510). Ræktandi: Haraldur Þorgeirsson Eigandi: Þjórsárbakki ehf

Upplýsingar: Ísak verður í sæðingum á Dýrfinnustöðum í Skagafirði í sumar. Upplýsingar gefur Ingólfur í síma 8973228 og á netfangið hagangur@internet.is. Ísak verður á Þjórsárbakka síðsumars. Upplýsingar veitir Haraldur í síma 892-1355 og á netfangið helgah58@gmail.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Helga Una Björnsdóttir Hæð á herðakamb: 150 cm. Mynd: aðsend

Álfur frá Selfossi (8.46) Herkúles frá Ragnheiðarstöðum (8.47) Hending frá Úlfsstöðum (8.47) Hrynjandi frá Hrepphólum (8.23) Elding frá Hóli (8.02) Glódís frá Skarðsá

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfadís frá Selfossi (8.31) Jarl frá Búðardal (8.1) Harka frá Úlfsstöðum (7.94)

Frítt, Bein neflína

125

Háls, herðar og bógar

9.5

Reistur, Langur, Grannur, Mjúkur, Háar herðar

127

Bak og lend

8.5

Góð baklína

113

9

Höfuð

Samræmi

9

Fótagerð

8.5

Réttleiki Hófar

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

117

Öflugar sinar

108

8

100

8.5

108 104

Stígandi frá Sauðárkróki (8.15)

Prúðleiki

8.5

Von frá Hrepphólum (7.72)

Sköpulag

8.84

Nn frá Skarðsá

Tölt

9.5

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

123

Blesa frá Skarðsá

Brokk

8.5

Skrefmikið

117

Skeið

5

Stökk

9

Teygjugott, Svifmikið, Hátt

123 120

130

79

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

Fegurð í reið

9.5

Mikil reising, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

Fet

8.5

113

9

122

Hægt tölt

127

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.45

119

Aðaleinkunn

8.61

126

Hæfileikar án skeiðs

130

Aðaleinkunn án skeiðs

135

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 54. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 152 | Stóðhestar 2020


Actavis 815020

Andaðu léttar í sumar

Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Lóritín® lóratadín 10 mg. Lóritín töflur innihalda virka efnið lóratadín 10 mg. Lóritín er ofnæmislyf sem dregur úr ofnæmiseinkennum eins og nefrennsli, kláða í augum, ofsakláða og ofnæmiskvefi. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Vinsamlegast skoðið fylgiseðil lyfsins vegna skammta fyrir annan aldur. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Fæst í 10, 30 og 100 stk. pakkningum. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


Ísidór frá Reykjavík IS2015125399

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt (7500). Ræktandi: Sonja Aðalbjörg Gylfadóttir, Valdimar Ármann Eigandi: Andri Kristmundsson

Upplýsingar: Ísidór er efnilegur alhliðahestur. Nánari upplýsingar veitir Sandra Ósk Tryggvadóttir sími 8670476 og Andri Kristmundsson sími 8623191. Knapi á mynd Ásmundur Ernir Snorrason

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Ómur frá Kvistum (8.61) Orka frá Hvammi (8.15) Hilmir frá Sauðárkróki (8.34) Ísbrá frá Torfastöðum (8.21) Dögg frá Hömrum (7.62)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Emanon frá Vestra-Fíflholti (8.16) Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Höfuð

98

Háls, herðar og bógar

105

Bak og lend

101

Samræmi

106

Fótagerð

107

Réttleiki

100

Löpp frá Hvammi (8.22)

Hófar

101

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

100

Herva frá Sauðárkróki (8.03)

Sköpulag

107

Eiðfaxi frá Stykkishólmi (8.04)

Tölt

103

Lipurtá frá Hömrum (8.07)

Brokk

95

Skeið

120

Stökk

99

Vilji og geðslag

104

Fegurð í reið

104

Fet

93

Hægt tölt

105

Hægt stökk Hæfileikar

107

Aðaleinkunn

108

Hæfileikar án skeiðs

100

Aðaleinkunn án skeiðs

102 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

154 | Stóðhestar 2020


Jökull frá Breiðholti í Flóa IS2013182591

Litur: Grár/óþekktur einlitt (0900). Ræktandi: Kári Stefánsson Eigandi: Kári Stefánsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veita Sylvía í síma 896-9608 og Árni í síma 867-0111, netfang: sylvia84@me.com.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 141 cm. Höfuð

7.5

Slök eyrnastaða

93

Háls, herðar og bógar

9

Langur, Grannur, Klipin kverk

114

8.5

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

108

Léttbyggt, Sívalvaxið

112

Rétt fótstaða

106

Framf: Réttir - Afturf: Útskeifir

104

Hvelfdur botn

105

Bak og lend Samræmi

9

Fótagerð

8.5

Réttleiki

8 8.5

Hófar Prúðleiki

8

Mynd: Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Huginn frá Haga I (8.57) Vænting frá Haga I (8.04)

101

Sköpulag

8.59

Tölt

8.5

Há fótlyfta, Skrefmikið

104

116

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta

109

Skeið

8.5

Skrefmikið

128

Stökk

8.5

Hátt

106 119

Vilji og geðslag

9

Þjálni, Vakandi

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

115

Fet

8

Taktgott

102

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.63

120

Aðaleinkunn

8.61

123

Spuni frá Miðsitju (8.33) Gunnvör frá Miðsitju (8.35) Drottning frá Sólheimum

Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54) Blesa frá Möðrufelli (8.01) Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Snegla frá Droplaugarstöðum (7.65) Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Katla frá Miðsitju (8.11) Sokki frá Sólheimagerði Sóley frá Sólheimum

110

Hæfileikar án skeiðs

111

Aðaleinkunn án skeiðs

115

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 12. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 155


Jökull frá Rauðalæk IS2012181900

Litur: Grár/brúnn einlitt (0200). Ræktandi: Helga Una Björnsdóttir, Takthestar ehf Eigandi: Takthestar ehf

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Eva í síma 898-1029 eða netfang: takthestar@gmail.com

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: aðsend

Rökkvi frá Hárlaugsstöðum (8.34) Hrímnir frá Ósi (8.32) Héla frá Ósi (8.07) Nagli frá Þúfu í Landeyjum (8.44) Karitas frá Kommu (8.15) Kjarnorka frá Kommu (8.08)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Snegla frá Hala (8.19) Gustur frá Hóli (8.57)

8

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

Bein neflína, Fínleg eyru, Djúpir kjálkar

100

Reistur, Langur, Mjúkur, Djúpur

107

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Jöfn lend

119

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Fótahátt, Sívalvaxið

109

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Þurrir fætur

107

Réttleiki

8.5

Afturf: Réttir

108

9.5

Djúpir, Þykkir hælar, Vel formaðir

122

9

Bak og lend

Fröken frá Möðruvöllum

Hófar

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

8.5

Rák frá Þúfu í Landeyjum

Sköpulag

8.65

Mósi frá Uppsölum

Tölt

Kolla frá Uppsölum (7.47)

Brokk

9 9.5

108 122 Rúmt, Há fótlyfta, Skrefmikið

116

Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

126 122

Skeið

5

Stökk

9

Teygjugott, Svifmikið, Hátt

81

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Vakandi

119

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

130

Fet

7.5

Taktgott, Skrefstutt

9

Hægt tölt

97 123

9.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.38

118

Aðaleinkunn

8.49

122

Hæfileikar án skeiðs

127

Aðaleinkunn án skeiðs

131

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 57. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 156 | Stóðhestar 2020


Kafteinn frá Skúfslæk IS2016182581

Litur: Brúnn/milli- skjótt (2510). Ræktandi: Hulda Rós Rúriksdóttir Eigandi: Hulda Rós Rúriksdóttir

Upplýsingar: Umsögn: Kafteinn er skrefmikill og hágengur klárhestur. Hann er stór og myndarlegur með sérlega gott geðslag . Notkunarupplýsingar: skufslaekur@gmail.com Lárus Sindri: 862-5945 Arnar Heimir: 857-1755

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

109

Háls, herðar og bógar

113

Bak og lend

110

Samræmi

116

Fótagerð

104

Réttleiki

97

Hófar

105

Prúðleiki

98

Sköpulag

118

Tölt

111

Brokk

111

Skeið

101

Stökk

112

Vilji og geðslag

113

Fegurð í reið

113

Fet

110

Hægt tölt

109

Mynd: aðsend

Álfur frá Selfossi (8.46) Herkúles frá Ragnheiðarstöðum (8.47) Hending frá Úlfsstöðum (8.47) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Kolbrá frá Steinnesi Freydís frá Steinnesi (8.27)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfadís frá Selfossi (8.31) Jarl frá Búðardal (8.1) Harka frá Úlfsstöðum (7.94) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61) Tývar frá Kjartansstöðum (8.14) Aría frá Brekku í Þingi (7.64)

Hægt stökk Hæfileikar

114

Aðaleinkunn

118

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

119 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 157


Kakali frá Garðsá IS2015165871

Litur: Brúnn/milli- skjótt (2510). Ræktandi: Orri Óttarsson Eigandi: Orri Óttarsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Orri Óttarsson í síma: 899-3264 eða netfang: gardsa@simnet.is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Agnar Þór Magnússon Hæð á herðakamb: 146 cm.

Álfur frá Selfossi (8.46) Klakinn frá Skagaströnd (8.46) Sunna frá Akranesi (8.16) Garpur frá Auðsholtshjáleigu (8.39) Krafla frá Garðsá (8.04) Freydís frá Garðsá (7.61)

93

Höfuð

7

Háls, herðar og bógar

9

Bak og lend

8

Stutt lend

101

Samræmi

9

Fótahátt, Sívalvaxið

119

Fótagerð

9

Öflugar sinar, Þurrir fætur

121

Réttleiki

7.5

Framf.: Fléttar, Afturf.: Nágengir

Bylgja frá Sturlureykjum 2 (7.55)

Hófar

8.5

109

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

10

128

Hildur frá Garðabæ (8)

Sköpulag

8.63

Freyr frá Akureyri (8.21)

Tölt

Kolskör frá Garðsá (7.79)

Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfadís frá Selfossi (8.31) Blær frá Höfða (8.08)

Djúpir kjálkar, Kónganef

117

94

126

8

Skrefmikið

104

Brokk

8

Taktgott, Skrefmikið

106

Skeið

7.5

Skrefmikið

Stökk

8

Vilji og geðslag

8

Fegurð í reið

8

Fet

6.5

Hægt tölt

7.5

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

7.82

Aðaleinkunn

8.14

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

111 102

Reiðvilji

101 104

Skrefstutt

96 103 107 114 104 111

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 158 | Stóðhestar 2020


Kaldalón frá Kollaleiru IS2012176454

Litur: Grár/jarpur einlitt (0300). Ræktandi: Áskell Einarsson Eigandi: Heimahagi Hrossarækt ehf

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Teitur Árnason í síma 894-2018.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Teitur Árnason Hæð á herðakamb: 140 cm. Höfuð

7.5

Vel borin eyru

98

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Skásettir bógar

104

Bak og lend

8

Vöðvafyllt bak, Löng lend

101

Langvaxið, Fótahátt

107

Samræmi

8.5

Fótagerð

8

Réttleiki

8

Afturf: Réttir

112

Hófar

8

Efnisþykkir

100

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.18

Tölt

8.5

98

105 Taktgott, Há fótlyfta

107

Skrefmikið, Há fótlyfta

116

Mikil fótahreyfing, Skrefmikið

109 116

9

Skeið

8.5

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Vakandi

117

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikill fótaburður

118

Fet

7.5

86

Hægt tölt

8.5

112

8.69

Aðaleinkunn

8.49

Aðaleinkunn án skeiðs

Kjerúlf frá Kollaleiru (8.44) Fluga frá Kollaleiru (8.24) Fálki frá Hóli (8.12) Heiður frá Hjallalandi (8.23) Ljóska frá Hjallalandi

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Kórína frá Tjarnarlandi (8.43) Laufi frá Kollaleiru Stjarna frá Hafursá (8.01) Feykir frá Hafsteinsstöðum (8.04) Blesa frá Hóli (7.68) Garri frá Hóli frá

8

Hæfileikar Hæfileikar án skeiðs

Taktur frá Tjarnarlandi (8.37)

99

Brokk

Hægt stökk

Mynd: aðsend

115 115 114 114

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 4. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 159


Kalsi frá Þúfum IS2011158164

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Mette Camilla Moe Mannseth Eigandi: Mette Camilla Moe Mannseth

Upplýsingar: Verður á Þúfum í Skagafirði í allt sumarið. Upplýsingar veita Gísli 8977335 og Mette 8988876, mette@holar.is Keppnisárangur: Á sínu fyrstu keppnistímabili náði Kalsi mjög góðum árangri þar sem hann var meðal annars í A-úrslitum í 5-gang á Íslandsmótinu, og efstur á stöðulista LH í A-flokk Gæðingakeppni(hæst 8,73 í forkeppni og 8,96 í Úrslitum).

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Mette Camilla Moe Mannseth Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: aðsend

Þokki frá Kýrholti (8.73) Trymbill frá Stóra-Ási (8.57) Nóta frá Stóra-Ási (8.25) Starri frá Hvítanesi (8.22) Kylja frá Stangarholti (8.46) Lygna frá Stangarholti (7.86)

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Þörf frá Hólum (7.87) Oddur frá Selfossi (8.48)

8

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

Fínleg eyru

103

Reistur, Mjúkur

108

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Öflug lend

115

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

113

Fótagerð

8

Þurrir fætur

99

Réttleiki

8.5

Afturf: Réttir

109

Efnisþykkir, Þröngir

102

Harpa frá Hofsstöðum (8.09)

Hófar

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

8

Dýrðmunda frá Hvítanesi

Sköpulag

8.43

Dagur frá Kjarnholtum I (8.24)

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

111

Mugga frá Kleifum (7.56)

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

117

Skeið

9

Takthreint, Öruggt

127

Stökk

8

Ferðmikið, Sviflítið

104

9

Ásækni, Vakandi

119

8.5

Mikill fótaburður

119

8

Vilji og geðslag Fegurð í reið Fet Hægt tölt

103 115

8

91

8.5

119

8

Hægt stökk Hæfileikar

8.78

124

Aðaleinkunn

8.64

126

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

119

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 14. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 160 | Stóðhestar 2020


Kanslari frá Hofi

IS2016156107

Litur: Brúnn/milli- stjörnótt (2520). Ræktandi: Eline Manon Schrijver, Jón Gíslason Eigandi: Eline Manon Schrijver, Jón Gíslason

Upplýsingar: Kanslari verður í hólfi í A-Hún í sumar. Verð 50.000 + VSK. Innifalið er 1 sónar. Glæsilegur hestur, háfættur og framfallegur. Faxprúður og geðgóður. Viljugur og samstarfsfús. Tamningin gekk vel í vetur. Upplýsingar Jón simi 8422881 eða hof@simnet.is

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

102

Háls, herðar og bógar

112

Bak og lend

109

Samræmi

116

Fótagerð

105

Réttleiki

110

Hófar

117

Prúðleiki

102

Sköpulag

122

Tölt

108

Brokk

114

Skeið

114

Stökk

110

Vilji og geðslag

117

Fegurð í reið

111

Fet

92

Hægt tölt

109

Mynd: aðsend

Glotti frá Sveinatungu (8.64) Ölnir frá Akranesi (8.82) Örk frá Akranesi (8.35) Kormákur frá Flugumýri II (8.3) Kantata frá Hofi (8.26) Varpa frá Hofi (7.9)

Gustur frá Hóli (8.57) Sonnetta frá Sveinatungu (8.1) Markús frá Langholtsparti (8.36) Ösp frá Lágafelli (7.79) Kveikur frá Miðsitju (8.25) Kolskör frá Gunnarsholti (8.39) Víkingur frá Voðmúlastöðum (8.35) Þota frá Hvammi 2 (7.79)

Hægt stökk Hæfileikar

116

Aðaleinkunn

120

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 161


Kappi frá Dimmuborg IS2013101546

Litur: Vindóttur/jarp -skjótt (8310). Ræktandi: Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir Eigandi: Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir

Upplýsingar: Kappi frá Dimmuborg tekur á móti hryssum í sumar á suðurlandi. Folatollur er 65.000. - + VSK Uppl gefur Áslaug Fjóla 7754476. hestefni@gmail.com

Hæsti byggingardómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Sýnandi: Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Álfur frá Selfossi (8.46) Vals frá Efra-Seli (8.07) Villirós frá Feti (8.04) Greifi frá Hala (7.96) Dögg frá Reykjakoti Gná frá Kárastöðum

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfadís frá Selfossi (8.31) Hrannar frá Kýrholti (8.32) Dreyra frá Snjallsteinshöfða 1

Höfuð Háls, herðar og bógar

9

Frítt, Svipgott, Vel borin eyru

106

8,5

Langur, Mjúkur, Háar herðar

93

Bak og lend

8

Breitt bak, Góð baklína, Afturdregin lend

95

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Léttbyggt, Fótahátt

99

Fótagerð

8

Öflugar sinar, Þurrir fætur, Beinar kjúkur

96

Réttleiki

7,5

Afturf: Brotin tálína

93

Hófar

8

Efnisþykkir, Þröngir

93

Þokki frá Garði (7.96)

Prúðleiki

8,5

Birna frá Ytri-Hofdölum

Sköpulag

8,37

Gustur frá Kárastöðum

Tölt

Hrönn (yngri) frá Kárastöðum

Brokk

98

Skeið

104

Stökk

93

Vilji og geðslag

94

93 91 95

Fegurð í reið

97

Fet

92

Hægt tölt

94

Hægt stökk Hæfileikar

96

Aðaleinkunn

94

Hæfileikar án skeiðs

93

Aðaleinkunn án skeiðs

92 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 8. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

162 | Stóðhestar 2020


Kastor frá Garðshorni á Þelamörk

IS2014164066

Litur: Rauður/milli- stjörnótt (1520). Ræktandi: Agnar Þór Magnússon, Birna Tryggvadóttir Thorlacius Eigandi: Konráð Valur Sveinsson, Sveinn Ragnarsson

Upplýsingar: Kastor verður á Laugavöllum í Reykholtsdal í Borgarfirði í sumar. Upplýsingar Konráð V. - 7724098 Sveinn - 8921315, netfang: konradvalur@gmail.com . Facebook síða með helstu upplýsingum: Kastor frá Garðshorni

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Agnar Þór Magnússon Hæð á herðakamb: 143 cm. Höfuð

7.5

Svipþungt

101

Háls, herðar og bógar

8

Skásettir bógar, Djúpur

103

9

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Öflug lend

115

Hlutfallarétt, Fótahátt

107

Bak og lend Samræmi

8.5

Fótagerð

8

Þurrir fætur

94

Réttleiki

8

Framf: Útskeifir

108

Efnisþykkir

109

Hófar

8.5

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.21

111

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið

111

Brokk

8

Skrefmikið, Ójafnt

108

Skeið

9.5

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt, Skrefmikið

137

Stökk

8

Teygjugott, Sviflítið

113

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

122

Fegurð í reið

8

Mikill fótaburður, Lágreist

107

Hægt tölt Hægt stökk

Klettur frá Hvammi (8.49) Kiljan frá Steinnesi (8.78) Kylja frá Steinnesi (8.17)

99

Tölt

Fet

Mynd: aðsend

7.5

92

8

110

Glymur frá Innri-Skeljabrekku (8.38) Vissa frá Lambanesi (8.27) Elding frá Lambanesi (8.03)

Gustur frá Hóli (8.57) Dóttla frá Hvammi Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Hvönn frá Steinnesi (7.63) Gaukur frá Innri-Skeljabrekku (8.01) Þyrla frá Norðtungu Gimsteinn frá Bergstöðum (7.92) Sveifla frá Lambanesi

7.5

Hæfileikar

8.62

123

Aðaleinkunn

8.45

124

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

113 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 163


Ketill frá Hvolsvelli IS2015184978

Litur: Bleikur/fífil- einlitt (6400). Ræktandi: Ásmundur Þór Þórisson, Helga Friðgeirsdóttir Eigandi: Birgit Peine

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Ásmundur Ernir í síma 849-0009 og á netfangið asmundurernir@gmail.com.

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum (8.65) Álfadís frá Selfossi (8.31) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Vordís frá Hvolsvelli (8.32) Orka frá Hvolsvelli (8.01)

Höfuð

112

Háls, herðar og bógar

108

Bak og lend

107

Samræmi

106

Fótagerð

109

Réttleiki

102

Grýla frá Stangarholti (7.69)

Hófar

114

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Prúðleiki

102

Dama frá Þúfu í Landeyjum

Sköpulag

116

Hektor frá Akureyri (8.41)

Tölt

113

Litla-Kolla frá Jaðri (8.06)

Brokk

114

Skeið

113

Stökk

112

Vilji og geðslag

122

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Krafla frá Sauðárkróki (8.26) Adam frá Meðalfelli (8.24)

Fegurð í reið

116

Fet

113

Hægt tölt

112

Hægt stökk Hæfileikar

122

Aðaleinkunn

125

Hæfileikar án skeiðs

120

Aðaleinkunn án skeiðs

122 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

164 | Stóðhestar 2020




Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum IS2005187769

Litur: Brúnn/dökk/sv. einlitt (2700). Ræktandi: Bragi Birgisson Eigandi: Guðmundur Sævar Hreiðarsson

Upplýsingar: Landsmótssigurvegari ungmennaflokks 2018 með einkunnina 8,83. Upplýsingar um notkun veitir Guðmundur Sævar Hreiðarsson í síma: 891-6109, netfang: gudmundur@healthco.is.

Hæsti dómur (2014) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Ingi Larsen Hæð á herðakamb: 142 cm. Höfuð Háls, herðar og bógar

8 8.5

Svipgott

96

Reistur, Háar herðar

107

Öflug lend

99

Bak og lend

8

Samræmi

8

Fótagerð

8

Öflugar sinar

103

Réttleiki

8

Afturf: Réttir

106

Hófar

9

Efnisþykkir, Þykkir hælar, Hvelfdur botn

115

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.26

96

105

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið

110

Brokk

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið

113

Skeið

5

Stökk

8.5 9

84 Teygjugott

107

Ásækni, Þjálni

108

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

104

Fet

7.5

Flýtir sér

105

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8.5 8.11

105

Aðaleinkunn

8.17

106

Aðaleinkunn án skeiðs

Andvari frá Ey I (8.36) Leira frá Ey I Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Kolfreyja frá Sæfelli Perla frá Hvoli (8.02)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Dreyri frá Álfsnesi (8.03) Lísa frá Ey I Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54) Terna frá Kirkjubæ (7.92) Höður frá Hvoli (8.2) Tinna frá Hveragerði (7.86)

105

Hæfileikar Hæfileikar án skeiðs

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

94

Tölt

Vilji og geðslag

Mynd: aðsend

112 112 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 7. Fjöldi dæmdra afkvæma: 1. Stóðhestar 2020 | 167


Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. IS2015125421

Litur: Brúnn/dökk/sv. einlitt (2700). Ræktandi: Gunnar Ingvason Eigandi: Gunnar Gunnarsson, Helgi Jón Harðarson, Magnús Geir Gunnarsson, Magnús Gylfason

Upplýsingar: Kolgrímur er undan heiðursverðlaunshryssunni Hrund frá Torfunesi sem hefur gefið af sér marga landsþekkta gæðinga. Kolgrímur er mjög fallegur og efnilegur, hann verður enginn eftirbátur systkyna sinna Kolgrímur verður í Arnastaðarkoti við Selfoss í allt sumar. Upplýsingar veitir Helgi Jón Harðarsson í síma 893-2233, netfang: helgi@hraunhamar.is.

Hæsti byggingardómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Sýnandi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 147 cm. Mynd: aðsend

Sær frá Bakkakoti (8.62) Sjóður frá Kirkjubæ (8.7) Þyrnirós frá Kirkjubæ (8.46) Safír frá Viðvík (8.35) Hrund frá Torfunesi (8.02) Virðing frá Flugumýri (8.1)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11)

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend Samræmi

8 8,5 9 8,5

109 Reistur, Mjúkur, Háar herðar

110

Breitt bak, Vöðvafyllt bak

107

Sívalvaxið

104

Hróður frá Refsstöðum (8.39)

Fótagerð

8

Þurrir fætur

102

Réttleiki

7,5

Framf.: Brotin tálína, Afturf.: Brotin tálína

107

Andrea frá Kirkjubæ (7.84)

Hófar

8,5

Efnisþykkir

99

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

9

Gloría frá Hjaltastöðum (8.19)

Sköpulag

8,37

Hervar frá Sauðárkróki (8.27)

Tölt

Hrefna frá Flugumýri

Brokk

111

Skeið

114

Stökk

104

Vilji og geðslag

114

103 110 107

Fegurð í reið

110

Fet

104

Hægt tölt

102

Hægt stökk Hæfileikar

115

Aðaleinkunn

117

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

113 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

168 | Stóðhestar 2020


Kolskeggur frá Kjarnholtum I

IS2008188560

Litur: Brúnn/dökk/sv. einlitt (2700). Ræktandi: Magnús Einarsson Eigandi: Magnús Einarsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Magnús Einarsson í síma 866-9711, netfang: kjarnholt@centrum.is og Lóa Dagmar í síma 773-8377

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Frítt, Skarpt/þurrt

127

9

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

111

9

Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Öflug lend

112

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

119

Sverir liðir, Prúðir fætur

99

9.5

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend Samræmi

9.5

Fótagerð

8

Réttleiki

8

102

Hófar

8

87

Prúðleiki

8.5

105

Sköpulag

8.74

116

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið

106

Brokk

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið

111

Skeið

9.5

Ferðmikið, Öruggt, Skrefmikið

114

Stökk

8

Teygjugott, Þungt

108

Vilji og geðslag

9

Ásækni

107

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

110

Fet

8

Skrefmikið

Hægt tölt

8

Mynd: aðsend

Hróður frá Refsstöðum (8.39) Kvistur frá Skagaströnd (8.58) Sunna frá Akranesi (8.16) Kolskeggur frá Kjarnholtum I (8.29) Hera frá Kjarnholtum I (7.75) Lyfting frá Kjarnholtum I (7.82)

Léttir frá Stóra-Ási (8.05) Rán frá Refsstöðum (7.66) Blær frá Höfða (8.08) Bylgja frá Sturlureykjum 2 (7.55) Léttir frá Sauðárkróki (8.08) Kolbrá frá Kjarnholtum I (8.2) Dagur frá Kjarnholtum I (8.24) Blíða frá Gerðum (7.78)

99 102

7.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.94

Aðaleinkunn

8.86

Hæfileikar án skeiðs

113 117 110

Aðaleinkunn án skeiðs

113

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 126. Fjöldi dæmdra afkvæma: 10. Stóðhestar 2020 | 169


Kolviður frá Stíghúsi IS2017182121

Litur: Jarpur/milli- skjótt (3510). Ræktandi: Brynhildur Arthúrsdóttir Eigandi: Brynhildur Arthúrsdóttir

Upplýsingar: Verður í útleigu í sumar. Upplýsingar veitir Guðbrandur Stígur í síma 862-8049 eða netfang: gstigur@simnet.is

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: Aðsend

Lord frá Vatnsleysu (8.25) Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum (8.07) Álfadís frá Selfossi (8.31) Gári frá Auðsholtshjáleigu (8.63) Sól frá Auðsholtshjáleigu (7.91) Framtíð frá Auðsholtshjáleigu (8.07)

Þóroddur frá Þóroddsstöðum (8.74) Lydía frá Vatnsleysu (8.3) Adam frá Meðalfelli (8.24)

Höfuð

102

Háls, herðar og bógar

112

Bak og lend

102

Samræmi

111

Fótagerð

110

Réttleiki

101

Grýla frá Stangarholti (7.69)

Hófar

111

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

109

Limra frá Laugarvatni (8.07)

Sköpulag

118

Hektor frá Akureyri (8.41)

Tölt

106

Freyja frá Auðsholtshjáleigu (7.84)

Brokk

110

Skeið

104

Stökk

108

Vilji og geðslag

111

Fegurð í reið

112

Fet

111

Hægt tölt

110

Hægt stökk Hæfileikar

112

Aðaleinkunn

116

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

116 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

170 | Stóðhestar 2020


Kóngur frá Korpu

IS2012101002

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Ragnar Þór Hilmarsson Eigandi: Rúna Tómasdóttir, Skúli E. Kristjánsson Sigurz

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Rúna Tómasdóttir í sima:8221825

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

100

Háls, herðar og bógar

102

Bak og lend

99

Samræmi

101

Fótagerð

102

Réttleiki

107

Hófar

108

Prúðleiki

99

Sköpulag

104

Tölt

105

Brokk

111

Skeið

97

Stökk

107

Vilji og geðslag

108

Fegurð í reið

114

Fet

109

Hægt tölt

112

Mynd: aðsend

Leiknir frá Vakurstöðum (8.28) Korgur frá Ingólfshvoli (8.41) Korga frá Ingólfshvoli Andvari frá Ey I (8.36) Snædís frá Selfossi (8.4) Hátíð frá Hellu (8.03)

Safír frá Viðvík (8.35) Lyfting frá Ysta-Mó (7.64) Geysir frá Gerðum (8.39) Gola frá Gerðum (8.02) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Leira frá Ey I Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Nana frá Hellu (8.18)

Hægt stökk Hæfileikar

110

Aðaleinkunn

111

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

112 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 171


Konsert frá Hofi IS2010156107

Litur: Bleikur/fífil/kolóttur stjörnótt (6520). Ræktandi: Eline Manon Schrijver, Jón Gíslason Eigandi: Goetschalckx Frans

Upplýsingar: Konsert verður á húsnotkun hjá Jakobi á Fákshólum frá 20. mai og seinni partinn í júní mun Konsert sinna hryssum á landi Englahofs í Neðri-Hreppi, 311 Borgarnesi. Nánari upplýsingar veitir Guffý, netfang englahof@simnet.is

Hæsti dómur (2014) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Agnar Þór Magnússon Hæð á herðakamb: 146 cm. Mynd: aðsend

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Ómur frá Kvistum (8.61) Orka frá Hvammi (8.15) Kormákur frá Flugumýri II (8.3) Kantata frá Hofi (8.26) Varpa frá Hofi (7.9)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Emanon frá Vestra-Fíflholti (8.16) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Löpp frá Hvammi (8.22)

Höfuð

9.5

Frítt, Skarpt/þurrt, Bein neflína

112

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Hátt settur, Háar herðar

111

Bak og lend

7.5

Afturdregin lend

99

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Léttbyggt, Fótahátt

116

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Þurrir fætur

113

Réttleiki

7.5

Framf: Nágengir

101

Hófar

8.5

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

112

Kveikur frá Miðsitju (8.25)

Prúðleiki

7.5

98

Kolskör frá Gunnarsholti (8.39)

Sköpulag

8.48

119

Víkingur frá Voðmúlastöðum (8.35)

Tölt

10

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið,

122

Þota frá Hvammi 2 (7.79)

Brokk

8

Rúmt, Há fótlyfta, Fjórtaktað/Brotið

110

Skeið

8

Ferðmikið, Fjórtaktað

118

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

115

Vilji og geðslag

9.5

Fjör, Ásækni, Þjálni, Vakandi

122

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Mikil reising, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

119

Fet

6

Skrefstutt, Skeiðborið

80

Hægt tölt

9

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.88

Aðaleinkunn

8.72

Hæfileikar án skeiðs

115 123 127 119

Aðaleinkunn án skeiðs

122

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 315. Fjöldi dæmdra afkvæma: 4. 172 | Stóðhestar 2020


Álþakrennur & niðurföll

HAGBLIKK

Brotna ekki Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu

HAGBLIKK Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur

| Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is


Kór frá Kjarnholtum I IS2016188571

Litur: Rauður/ljós- stjörnótt glófext (1221). Ræktandi: Baltasar Breki Magnússon, Guðný Höskuldsdóttir Eigandi: Baltasar Breki Magnússon, Magnús Benediktsson

Upplýsingar: Frá 1 júlí verður Kór í Meiri-Tungu 1 í Rangárþingi ytra Upplýsingar um notkun gefur Maggi Ben í síma 893-3600 eða á netfangið maggiben@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Kiljan frá Steinnesi (8.78) Rauðskeggur frá Kjarnholtum I (8.76) Hera frá Kjarnholtum I (7.75) Víkingur frá Voðmúlastöðum (8.35) Ópera frá Kjarnholtum I (8) Fiðla frá Kjarnholtum I (8.01)

Klettur frá Hvammi (8.49) Kylja frá Steinnesi (8.17) Kolskeggur frá Kjarnholtum I (8.29)

Höfuð

104

Háls, herðar og bógar

106

Bak og lend

109

Samræmi

122

Fótagerð

99

Réttleiki

102 105

Lyfting frá Kjarnholtum I (7.82)

Hófar

Sögublesi frá Húsavík

Prúðleiki

93

Dúkka frá Voðmúlastöðum (7.88)

Sköpulag

115

Oddur frá Selfossi (8.48)

Tölt

104

Ekja frá Reykjanesi

Brokk

103

Skeið

115

Stökk

109

Vilji og geðslag

112

Fegurð í reið

109

Fet

95

Hægt tölt

102

Hægt stökk Hæfileikar

111

Aðaleinkunn

114

Hæfileikar án skeiðs

106

Aðaleinkunn án skeiðs

110 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

174 | Stóðhestar 2020


Kórall frá Hofi á Höfðaströnd

IS2013158152

Litur: Bleikur/fífil- stjörnótt (6420). Ræktandi: Lilja Sigurlína Pálmadóttir Eigandi: Hofstorfan slf.

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Flosi Ólafsson í síma: 892-4220, netfang: flosiolafs@gmail.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Flosi Ólafsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Höfuð

8

Svipgott, Vel borin eyru, Djúpir kjálkar

105

Háls, herðar og bógar

8

Reistur, Langur, Mjúkur, Djúpur

103

9

Öflug lend, Góð baklína

113

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

110

Fótagerð

8.5

Sverir liðir, Prúðir fætur

107

Réttleiki

8

Framf.: Réttir

106

Hófar

9

Efnisþykkir, Hvelfdur botn, Vel formaðir

113

Bak og lend

Prúðleiki

9.5

Sköpulag

8.45

Tölt

8.5

118 Rúmt, Skrefmikið

106

8

Skrefmikið

102

Skeið

7.5

Mikil fótahreyfing, Skrefmikið

116

Stökk

8.5

Svifmikið

110 117

9

Ásækni

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas

Fet

7.5

97

Hægt tölt

8

107

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.28

Aðaleinkunn

8.35

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Ómur frá Kvistum (8.61) Orka frá Hvammi (8.15)

117

Brokk

Vilji og geðslag

Mynd: aðsend

Skorri frá Blönduósi (8.32) Hugarfluga frá Flugumýri (8.03) Rispa frá Flugumýri (7.96)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Emanon frá Vestra-Fíflholti (8.16) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Löpp frá Hvammi (8.22) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Skikkja frá Sauðanesi Fáfnir frá Fagranesi (8.33) Rimma frá Flugumýri (7.83)

111

113 117 108 113

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 175


Kraki frá Eystra-Fróðholti IS2015186186

Litur: Vindóttur/mó einlitt (8600). Ræktandi: Erlingur Reyr Klemenzson Eigandi: Ársæll Jónsson, Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Ársæll Jónsson í síma 663-2002, netfang: eystrafrodholt@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir

Sær frá Bakkakoti (8.62) Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91) Gletta frá Bakkakoti (8.12) Óðinn frá Eystra-Fróðholti (8.3) Smástund frá Köldukinn (8.16) Rut frá Köldukinn

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34)

Höfuð

102

Háls, herðar og bógar

105

Bak og lend

105

Samræmi

113

Fótagerð

103

Réttleiki

86

Særós frá Bakkakoti (8.03)

Hófar

101

Sær frá Bakkakoti (8.62)

Prúðleiki

80

Særós frá Bakkakoti (8.03)

Sköpulag

107

Topar frá Kjartansstöðum

Tölt

112

Engilbjört frá Bakkakoti

Brokk

101

Skeið

115

Stökk

102

Vilji og geðslag

118

Fegurð í reið

118

Fet

104

Hægt tölt

116

Hægt stökk Hæfileikar

117

Aðaleinkunn

117

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

113 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

176 | Stóðhestar 2020


Kunningi frá Hofi IS2015156107

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Eline Manon Schrijver, Jón Gíslason Eigandi: Eline Manon Schrijver, Jón Gíslason

Upplýsingar: Upplýsingar un notun veita Jón og Eline á Hofi í síma 452 4077 eða 844 8649. www.hof-is.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórarinn Eymundsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Höfuð

7.5

Fínleg eyru, Krummanef

104

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur, Skásettir bógar, Lágt settur

105

8

Góð baklína, Þúfulend

107

Fótahátt

112

Rétt fótstaða, Prúðir fætur, Þurrir fætur

118

Bak og lend Samræmi

8.5

Fótagerð

9

Réttleiki

8.5

Hófar

9

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.38

Efnisþykkir, Vel formaðir

120 105

Brokk

8

Skrefmikið

106

Skeið

8

Skrefmikið

127

Stökk

8

Teygjugott

105

Reiðvilji

108

Fet

8

105

Hægt tölt

7.5

103

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.08

117

8.2

121

Hæfileikar án skeiðs

Kormákur frá Flugumýri II (8.3) Kantata frá Hofi (8.26) Varpa frá Hofi (7.9)

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31) Oddur frá Selfossi (8.48) Eydís frá Meðalfelli (8.42) Kveikur frá Miðsitju (8.25) Kolskör frá Gunnarsholti (8.39) Víkingur frá Voðmúlastöðum (8.35) Þota frá Hvammi 2 (7.79)

115

8

Aðaleinkunn

Stelpa frá Meðalfelli (8.28)

94 Rúmt, Skrefmikið

8.5

Spuni frá Vesturkoti (8.92)

119

8

Fegurð í reið

Álfasteinn frá Selfossi (8.54)

109

Tölt

Vilji og geðslag

Mynd: aðsend

109

Aðaleinkunn án skeiðs

114

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 12. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 177


Kveikur frá Stangarlæk 1 IS2012188095

Litur: Brúnn/dökk/sv. einlitt (2700). Ræktandi: Ragna Björnsdóttir Eigandi: Birgir Leó Ólafsson, Ragna Björnsdóttir

Upplýsingar: Kveikur frá Stangarlæk 1 verður í húsnotkun á Margrétarhofi í Ásahreppi frá byrjun maí til loka júlí í sumar. Frá fyrsta ágúst verður Kveikur heima á Stangarlæk 1 í hólfi með folaldshryssum. Allar upplýsingar varðandi húsnotkun veitir Reynir Örn í síma 691 9050. Allar upplýsingar varðandi folaldshryssur í hólf veitir Birgir Leó í síma 899 8180.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hæð á herðakamb: 141 cm.

Sær frá Bakkakoti (8.62) Sjóður frá Kirkjubæ (8.7) Þyrnirós frá Kirkjubæ (8.46) Glaður frá Kjarnholtum I (7.92) Raketta frá Kjarnholtum I (8.07) Hera frá Kjarnholtum I (7.75)

Háls, herðar og bógar Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Hróður frá Refsstöðum (8.39)

Skarpt/þurrt, Bein neflína

122

9

Reistur, Langur, Mjúkur, Skásettir bógar

118

9

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Góð baklína

114

9.5

Höfuð

Mynd: Henk Peterse

Bak og lend

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

119

8

Rétt fótstaða, Þurrir fætur

100

7

Framf: Útskeifir, Nágengir

96

Lágir hælar

89

Samræmi

9.5

Fótagerð Réttleiki

Andrea frá Kirkjubæ (7.84)

Hófar

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

8

98

Kjarnveig frá Kjarnholtum I (8.14)

Sköpulag

8.57

118

Kolskeggur frá Kjarnholtum I (8.29)

Tölt

10

Taktgott, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið, Mjúkt

123

Lyfting frá Kjarnholtum I (7.82)

Brokk

9.5

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

122

Skeið

5

Stökk

9.5

Ferðmikið, Teygjugott, Svifmikið, Hátt

122

Vilji og geðslag

10

Ásækni, Þjálni, Vakandi

133

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

126

Fet

8.5

Taktgott, Skrefmikið

118

7.5

9

Hægt tölt

94

114

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.88

127

Aðaleinkunn

8.76

130

Hæfileikar án skeiðs

133

Aðaleinkunn án skeiðs

134

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 83. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 178 | Stóðhestar 2020


Steinliggur fyrir planið Landslagsráðgjöf Frá teikningu að fallegum garði Landslagsarkitektar okkar gefa góð ráð og aðstoða við efnisval. Pantaðu tíma í síma 412 5050 eða á sala@bmvalla.is Kynntu þér úrvalið af fallegum hellum og garðeiningum á bmvalla.is og fáðu góðar hugmyndir fyrir sumarið.

Farsæl íslensk framleiðsla í yfir 50 ár - bmvalla.is

Borgarsteinn


Leikur frá Vesturkoti IS2011187118

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Vesturkot ehf Eigandi: Ingólfur Ari Auðunsson

Upplýsingar: Upplýsingar veita Hulda í síma 698 7788 eða Þórarinn í síma 846 1575, einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti vesturkot@vesturkot.is

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórarinn Ragnarsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: aðsend

Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Spuni frá Vesturkoti (8.92) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Logi frá Skarði (8.4) Líf frá Þúfu í Landeyjum (8.12) Ófeig frá Þúfu í Landeyjum (8.23)

Höfuð Háls, herðar og bógar

Svipgott, Vel borin eyru

116

8

Langur, Mjúkur, Lágt settur

96

8

8.5

Vöðvafyllt bak

105

Samræmi

8.5

Langvaxið, Sívalvaxið

105

Oddur frá Selfossi (8.48)

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Prúðir fætur

Réttleiki

7.5

Eydís frá Meðalfelli (8.42)

Hófar

8

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31)

Bak og lend

111 102

Þykkir hælar

98

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

8.5

105

Remba frá Vindheimum (7.52)

Sköpulag

8.19

106

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Tölt

8.5

Rák frá Þúfu í Landeyjum

Brokk

9

Skeið

5

Stökk

9

Vilji og geðslag Fegurð í reið Fet Hægt tölt Hægt stökk

Há fótlyfta, Skrefmikið Taktgott, Skrefmikið, Svifmikið

110 115 109

Teygjugott, Svifmikið, Hátt, Takthreint

115

Þjálni

112

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

120

9

Taktgott, Skrefmikið

117

8.5

8.5

115

9

Hæfileikar

8.13

121

Aðaleinkunn

8.16

121

Hæfileikar án skeiðs

121

Aðaleinkunn án skeiðs

120 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 11. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

180 | Stóðhestar 2020


Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum

IS2014187660

Litur: Rauður/milli- skjótt ægishjálmur (1515). Ræktandi: Olil Amble Eigandi: Olil Amble

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Olil Amble í síma: 897-2935 og Bergur Jónsson í síma: 895-4417, netfang: olilamble@gangmyllan.is.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Olil Amble Hæð á herðakamb: 145 cm. Höfuð

7.5

Svipgott, Vel opin augu, Merarskál

101

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Mjúkur

109

Bak og lend

8.5

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

106

Samræmi

8.5

Léttbyggt, Sívalvaxið

108

Fótagerð

9

Sverir liðir, Öflugar sinar, Þurrir fætur

114

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

99

Hófar

8.5

Djúpir, Efnisþykkir

113

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.39

Tölt

8.5

Brokk

8

Skeið

5

Stökk

8

115 Taktgott, Há fótlyfta

113

Há fótlyfta

119 98

Teygjugott

110

Vilji og geðslag

8.5

Þjálni

120

8.5

Mikil reising, Góður höfuðb.

120

Taktgott, Skrefmikið

121

9

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

7.85

Aðaleinkunn

8.07

Hæfileikar án skeiðs

Þóroddur frá Þóroddsstöðum (8.74) Lord frá Vatnsleysu (8.25) Lydía frá Vatnsleysu (8.3)

96

Fegurð í reið Fet

Mynd: Bjarney Anna Þórsdóttir

Adam frá Meðalfelli (8.24) Álfadís frá Selfossi (8.31) Grýla frá Stangarholti (7.69)

Oddur frá Selfossi (8.48) Hlökk frá Laugarvatni (8.1) Glampi frá Vatnsleysu (8.35) Lissy frá Vatnsleysu (7.88) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Vordís frá Sandhólaferju (7.88) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Spurning frá Kleifum (7.26)

116 120 122 123

Aðaleinkunn án skeiðs

125

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 22. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 181


Ljósvaki frá Valstrýtu IS2010180716

Litur: Rauður/milli- skjótt (1510). Ræktandi: Guðjón Árnason Eigandi: Guðjón Árnason

Upplýsingar: Ljósvaki verður í Hátúni V-Landeyjum í sumar. Verð 180þús m/öllu. Upplýsingar um notkun veitir Guðjón Árnason í síma 893-8310, netfang: gabyggingar@simnet.is

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Mynd: aðsend

Álfur frá Selfossi (8.46) Hákon frá Ragnheiðarstöðum (7.97) Hátíð frá Úlfsstöðum (8.38) Oddur frá Selfossi (8.48) Skylda frá Hnjúkahlíð (7.92) Sylgja frá Akureyri (7.81)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfadís frá Selfossi (8.31) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45)

9

Frítt, Vel borin eyru

119

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Klipin kverk

111

Bak og lend

8.5

Höfuð

Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Góð baklína

107

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

118

Fótagerð

7.5

Þurrir fætur, Lítil sinaskil

92

Réttleiki

7.5

Afturf: Nágengir

100

7.5

93 94

Harka frá Úlfsstöðum (7.94)

Hófar

Kjarval frá Sauðárkróki (8.32)

Prúðleiki

7.5

Leira frá Þingdal (8.07)

Sköpulag

8.22

Glóblesi frá Kirkjubæ (8.03)

Tölt

10

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið,

124

Skrefmikið, Há fótlyfta

109

Ör frá Akureyri (8.68)

111

Brokk

8.5

Skeið

5

Stökk

10

Ferðmikið, Teygjugott, Svifmikið, Hátt, Takthreint

126

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

120

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

123

Fet

9

Taktgott, Skrefmikið

Hægt tölt

9

Hægt stökk

9

95

111 115

Hæfileikar

8.75

122

Aðaleinkunn

8.54

123

Hæfileikar án skeiðs

127

Aðaleinkunn án skeiðs

127

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 149. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 182 | Stóðhestar 2020


Ljúfur frá Torfunesi IS2008166207

Litur: Jarpur/rauð- stjörnótt (3420). Ræktandi: Baldvin Kristinn Baldvinsson Eigandi: Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Upplýsingar: Ljúfur er ríkjandi Landsmótssigurvegari í tölti, þar að auki er hann með 10 fyrir tölt í kynbótadómi. Einstakur gæðingur og höfðingi. Upplýsingar um notkun veita Sylvía í síma 896-9608 og Árni í síma 867-0111, netfang: sylvia84@me.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 148 cm. Höfuð

7.5

Svipgott, Vel opin augu, Krummanef

97

Háls, herðar og bógar

9

Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

115

Bak og lend

9.5

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Góð baklína

117

Samræmi

8.5

Léttbyggt, Sívalvaxið

106

Fótagerð

8

Öflugar sinar, Þurrir fætur, Langar kjúkur

104

Réttleiki

7.5

Framf: Fléttar - Afturf: Nágengir

97

Hófar

8

Slútandi hælar

100

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.36

114

10

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

121

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta

113

Skeið

5

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt, Takthreint

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

119

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

120

Taktgott

Fet

8 9.5

Hægt stökk

9

90

Grunur frá Oddhóli (8.23) Gola frá Brekkum (8.2) Hrannar frá Kýrholti (8.32) Tara frá Lækjarbotnum (8.08) Emma frá Skarði (7.78)

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Krafla frá Sauðárkróki (8.26) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Ör frá Hellulandi (8.03) Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Stjarna frá Kýrholti Borgfjörð frá Hvanneyri (8.04) Gjöf frá Hemlu I

115

111 114

Hæfileikar

8.58

118

Aðaleinkunn

8.49

120

Hæfileikar án skeiðs

Kraflar frá Miðsitju (8.28)

97

Tölt

Hægt tölt

Mynd: Henk Peterse

124

Aðaleinkunn án skeiðs

125

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 24. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 183


Loki frá Selfossi IS2004182712

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Ármann Sverrisson Eigandi: Lokarækt sf

Upplýsingar: Verður til afnota á Suðurlandi. Upplýsingar um notkun veitir Ármann Sverrisson í síma 848-4611

Hæsti dómur (2014) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigurður Sigurðarson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: aðsend

Safír frá Viðvík (8.35) Smári frá Skagaströnd (8.34) Snegla frá Skagaströnd (7.52) Vákur frá Brattholti (7.99) Surtla frá Brúnastöðum (7.65) Gletta frá Brúnastöðum (7.4)

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Gloría frá Hjaltastöðum (8.19)

Höfuð

8

Fínleg eyru, Vel opin augu

105

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

105

Bak og lend

8.5

Breitt bak

97

Samræmi

8.5

Sívalvaxið

100 99

Jarpur frá Skagaströnd

Fótagerð

8

Sverir liðir, Þurrir fætur

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir, Nágengir, Afturf: Nágengir

91

Glóa frá Blönduósi

Hófar

9

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

110

Gassi frá Vorsabæ II (8.49)

Prúðleiki

8

Perla frá Kjartansstöðum (7.85)

Sköpulag

8.21

Hugur frá Laugardælum

Tölt

9.5

Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

120

Brúnka frá Brúnastöðum

Brokk

9.5

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

126

Skeið

5

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Svifmikið

125 123

100 104

77

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Góður höfuðb.

Fet

7.5

105

Hægt tölt

8.5

114

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.58

Aðaleinkunn

8.43

127

118 118

Hæfileikar án skeiðs

130

Aðaleinkunn án skeiðs

127

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 300. Fjöldi dæmdra afkvæma: 42. 184 | Stóðhestar 2020


Réttur í órétti? Slys geta gerbreytt aðstæðum í lífi okkar. Hvort sem þú ert í rétti eða órétti, getur þú átt rétt á bótum!

Hafðu samband – það kostar ekkert!

www.fulltingi.is / fulltingi@fulltingi.is / sími 533 2050 / Höfðabakka 9, 110 Reykjavík


Lýsir frá Breiðstöðum IS2012157299

Litur: Rauður/milli- skjótt (1510). Ræktandi: Guðrún Astrid Elvarsdóttir Eigandi: Brynja Kristinsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar gefur Brynja Kristinsdóttir símanúmer 8223706 eða netfang brkr@mail.holar.is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Brynja Kristinsdóttir Hæð á herðakamb: 146 cm. Svipgott, Slök eyrnastaða

116

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Langur, Háar herðar, Lágt settur

113

Bak og lend

8.5

Breitt bak, Vöðvafyllt bak

107

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt

111

Gjafar frá Stóra-Vatnsskarði (7.77)

Fótagerð

8

Mikil sinaskil

101

Réttleiki

8

Framf: Fléttar

Freisting frá Stóra-Vatnsskarði (7.69)

Hófar

8

101 102

Mynd: aðsend

Álfur frá Selfossi (8.46) Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði (8.6) Lukka frá Stóra-Vatnsskarði (8.89) Hróður frá Refsstöðum (8.39) Fantasía frá Breiðstöðum (8.21) Zara frá Syðra-Skörðugili (8.13)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfadís frá Selfossi (8.31)

8

Höfuð

99

Léttir frá Stóra-Ási (8.05)

Prúðleiki

8

Rán frá Refsstöðum (7.66)

Sköpulag

8.26

Mergur frá Syðra-Skörðugili (8.09)

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

114

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

121

Ferðmikið, Teygjugott

117

Kolfinna frá Syðra-Skörðugili (7.72)

Brokk

9

Skeið

5

Stökk

8.5

114

91

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

118

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

123

Fet

7.5

99

Hægt tölt

8.5

115

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.2

117

Aðaleinkunn

8.22

119

Hæfileikar án skeiðs

122

Aðaleinkunn án skeiðs

124

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 10. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 186 | Stóðhestar 2020


Magni frá Hólum

IS2006177007

Litur: Móálóttur,mósóttur/dökk- einlitt (7600). Ræktandi: Björn Vigfús Jónsson Eigandi: Björn Vigfús Jónsson, Pétur Óli Pétursson

Upplýsingar: Magni verður til afnota að Svanavatni A-landeyjum. Upplýsingar um notkun veitir Hlynur Guðmundsson sími 8481580 hlgu@mail.holar.is

Hæsti dómur (2012) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 141 cm. Höfuð

8

Skarpt/þurrt, Fínleg eyru

103

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur, Klipin kverk, Lágt settur

103

Bak og lend

8.5

Breitt bak, Góð baklína

107

Samræmi

8.5

Léttbyggt, Sívalvaxið

105

Fótagerð

8

Sverir liðir

101

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir

91

Hófar

8

Efnisþykkir

101

Prúðleiki

8.5

Sköpulag

8.08

107

9.5

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

114

Brokk

8.5

Skrefmikið

110

Skeið

5

Stökk

8

Hátt

99 112

93

Vilji og geðslag

9

Ásækni

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikill fótaburður

112

Fet

7

Flýtir sér

96

8.5

Keilir frá Miðsitju (8.63) Víðir frá Prestsbakka (8.34) Gleði frá Prestsbakka (8.7)

107

Tölt

Hægt tölt

Mynd: Hafrún Eiríksdóttir

Svipur frá Gerði (7.9) Kylja frá Kyljuholti (7.73) Skytta frá Kyljuholti (7.35)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Krafla frá Sauðárkróki (8.26) Þorri frá Þúfu í Landeyjum (8.26) Gyðja frá Gerðum (8.11) Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Vigga frá Gerði (8.03) Fleygur frá Kyljuholti Irpa frá Kyljuholti

104

7

Hægt stökk Hæfileikar

8.19

109

Aðaleinkunn

8.14

110

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

113

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 38. Fjöldi dæmdra afkvæma: 1. Stóðhestar 2020 | 187


Marel frá Aralind IS2012101481

Litur: Moldóttur/ljós- einlitt (5200). Ræktandi: Jonsson, Petur Eigandi: Jonsson, Petur, Sandra Pétursdotter Jonsson

Upplýsingar: Marel frá Aralind tekur á móti hryssum í Miðengi Grimsnesi frá því í júlí. Frekari upplýsingar veitir Sandra í síma 7815897 eða sandrapetursdotter@gmail.com.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórarinn Eymundsson Hæð á herðakamb: 140 cm. Mynd: Sofie Lahtinen Carlsson

Þóroddur frá Þóroddsstöðum (8.74) Lord frá Vatnsleysu (8.25) Lydía frá Vatnsleysu (8.3) Forseti frá Vorsabæ II (8.58) Muska frá Syðri-Hofdölum (8.25) Molda frá Svaðastöðum (8.15)

Oddur frá Selfossi (8.48) Hlökk frá Laugarvatni (8.1) Glampi frá Vatnsleysu (8.35) Lissy frá Vatnsleysu (7.88)

Höfuð

8

Háls, herðar og bógar

8

Klipin kverk

97 101

8.5

Góð baklína

111

Samræmi

8

Léttbyggt

101

Fótagerð

8

Rétt fótstaða, Þurrir fætur

99

Réttleiki

8

Afturf: Réttir

99

Hófar

9

Efnisþykkir, Kúptir hófar

123

Bak og lend

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

7.5

95

Litla-Jörp frá Vorsabæ II (7.7)

Sköpulag

8.17

110

Lukku-Blesi frá Svaðastöðum

Tölt

9

Rúmt, Há fótlyfta, Mikið framgrip

108

Molda frá Svaðastöðum

Brokk

9

Taktgott, Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta

115

Skeið

8.5

Ferðmikið, Svifmikið

113

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

108

Vilji og geðslag

9.5

Reiðvilji, Þjálni, Vakandi

121

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

115

Fet

9

Taktgott, Rösklegt, Skrefmikið

110

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

7.5

110

Hæfileikar

8.95

119

Aðaleinkunn

8.64

120

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

117

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 23. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 188 | Stóðhestar 2020


Margeir frá Reynisvatni

IS2018125956

Litur: Brúnn/mó- einlitt (2200). Ræktandi: Valdimar A Kristinsson Eigandi: Valdimar A Kristinsson

Upplýsingar: Kveikur er heitasti hesturinn í dag og þar af leiðandi eftirsóttur mjög. Ef þú kemst ekki með hryssu undir Kveik þá bjóðum við tvo vel ættaða unga fola, Ráðgjafa og Margeir frá Reynisvatni undan þessum sóma hesti. Báðir undan einstaklega geðgóðum 1. verðlaunahryssum og úrvals geð Kveiks á móti ætti að skila þér geðprúðum úrvals gripum. Í þessum folum koma saman Orri frá Þúfu, Kjarnholt, Stóra-Hof og Kolkuós og frá Kveiki er það m.a. Orri og Kjarnholt. Nánari upplýsingar í síma 896 6753

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

116

Háls, herðar og bógar

114

Bak og lend

105

Samræmi

113

Fótagerð

104

Réttleiki

96

Hófar

97

Prúðleiki

101

Sköpulag

114

Tölt

118

Brokk

116

Skeið

97

Stökk

118

Vilji og geðslag

121

Fegurð í reið

119

Fet

110

Hægt tölt

114

Mynd: aðsend

Sjóður frá Kirkjubæ (8.7) Kveikur frá Stangarlæk 1 (8.76) Raketta frá Kjarnholtum I (8.07) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Marhildur frá Reynisvatni (8.21) Ilmur frá Reynisvatni (8.02)

Sær frá Bakkakoti (8.62) Þyrnirós frá Kirkjubæ (8.46) Glaður frá Kjarnholtum I (7.92) Hera frá Kjarnholtum I (7.75) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Sörli frá Búlandi (8.27) Saga frá Stóra-Hofi (7.78)

Hægt stökk Hæfileikar

120

Aðaleinkunn

122

Hæfileikar án skeiðs

124

Aðaleinkunn án skeiðs

125 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 189


Már frá Votumýri 2 IS2014187937

Litur: Rauður/ljós- stjörnótt (1220). Ræktandi: Gunnar Már Þórðarson, Kolbrún Björnsdóttir Eigandi: Gunnar Már Þórðarson, Kolbrún Björnsdóttir

Upplýsingar: Már verður til afnota á vegum Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu, eftir Landsmót. Nánari upplýsingar veitir Sonja Líndal s. 8668786, sonjalindal@gmail.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 147 cm. Mynd: Nicki Pfau

Klettur frá Hvammi (8.49) Kiljan frá Steinnesi (8.78) Kylja frá Steinnesi (8.17) Hrímfaxi frá Hvanneyri (8.32) Önn frá Ketilsstöðum (8.22) Oddrún frá Ketilsstöðum (7.9)

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Mjúkur, Háar herðar

110 110

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

115

Samræmi

9

Fótahátt, Sívalvaxið

113

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45)

Fótagerð

8

96

Réttleiki

8

109

Gustur frá Hóli (8.57) Dóttla frá Hvammi Hvönn frá Steinnesi (7.63)

Hófar

Oddur frá Selfossi (8.48)

Prúðleiki

8

95

Vera frá Eyjólfsstöðum (7.96)

Sköpulag

8.5

117

Oddur frá Selfossi (8.48)

Tölt

9

Há fótlyfta, Mikið framgrip

115

Gígja frá Ketilsstöðum (7.83)

Brokk

8

Há fótlyfta

107

8.5

Vel formaðir

109

Skeið

7.5

Takthreint

125

Stökk

8.5

Hátt

116

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

113

Fegurð í reið

8.5

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

110

Fet

7.5

97

Hægt tölt

9

118

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.33

121

Aðaleinkunn

8.4

124

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

114 117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

190 | Stóðhestar 2020


Megas frá Seylu

IS2012101430

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Halldór Sturluson Eigandi: Halldór Sturluson

Upplýsingar: Megas verður staðsettur í Árnessýslu í sumar. Upplýsingar um notkun veitir Halldór Sturluson í síma 899-3697 eða í gegnum netfangið halldorsturluson@gmail.com

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Viðar Ingólfsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Höfuð

8

Fínleg eyru, Vel borin eyru

96

Háls, herðar og bógar

8

Reistur, Djúpur

97

Bak og lend

8

Vöðvafyllt bak, Stutt lend

102

Samræmi

8

Léttbyggt, Sívalvaxið, Afturstutt

99

Fótagerð

7.5

Þurrir fætur, Lítil sinaskil

95

Réttleiki

8

Framf: Útskeifir

94

Hófar

9

111

Prúðleiki

6.5

77

Sköpulag

8.02

Tölt

9

97 Rúmt, Taktgott

112

Taktgott, Skrefmikið

104

Brokk

8.5

Skeið

5

Stökk

8.5

Ferðmikið

106

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

108

Fegurð í reið Fet

9 7.5

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

93

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

116

Skrefstutt

98

Mynd: aðsend

Sær frá Bakkakoti (8.62) Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91) Gletta frá Bakkakoti (8.12) Gýmir frá Grund II Embla frá Vindheimum Grásíða frá Vindheimum

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34) Særós frá Bakkakoti (8.03) Keilir frá Miðsitju (8.63) Glíma frá Vindheimum (7.92) Flaumur frá Hafsteinsstöðum Vinda frá Vindheimum

108

Hæfileikar

8.06

109

Aðaleinkunn

8.04

107

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

110 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 191


Mjölnir frá Bessastöðum IS2011155574

Litur: Rauður/ljós- skjótt (1210). Ræktandi: Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Birgir Magnússon Eigandi: Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Birgir Magnússon

Upplýsingar: Mjölnir er hestur með frábæra reiðhestskosti. Fyrstu afkvæmi hans, sem nú eru í tamningu hjá okkur, lofa mjög góðu bæði gott geðslag og ganglag. Upplýsingar um notkun fást hjá Jóa í síma 892 7981 eða netfang bessast@simnet.is

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Jóhann Birgir Magnússon Hæð á herðakamb: 143 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfur frá Selfossi (8.46) Álfadís frá Selfossi (8.31) Ljósvaki frá Akureyri (8.31) Vilma frá Akureyri (8.16) Dögg frá Háagerði (8.09)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum

Höfuð

8

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

115

Bak og lend

8

Góð baklína

Samræmi

8

102 99 104

Öflugar sinar

112

Djúpir, Þykkir hælar, Þröngir

102

Adam frá Meðalfelli (8.24)

Fótagerð

8.5

Réttleiki

8

Grýla frá Stangarholti (7.69)

Hófar

Kjarval frá Sauðárkróki (8.32)

Prúðleiki

8

Kvika frá Brún (8.04)

Sköpulag

8.15

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

Tölt

9

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

112

Freyja frá Háagerði (7.62)

Brokk

9

Rúmt, Skrefmikið, Há fótlyfta

112

Skeið

9

Ferðmikið, Takthreint, Mikil fótahreyfing

117

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

107 115

Afkvæmi Mjölnis: Til vinstri: Sif frá Bessastöðum Til hægri: Goði frá Bessastöðum

8.5

99 102 107

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni, Vakandi

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

116

Flýtir sér

89

6.5

Fet

8

Hægt tölt

110

7.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.8

118

Aðaleinkunn

8.54

118

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

114

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 36. Fjöldi dæmdra afkvæma: 1. 192 | Stóðhestar 2020


NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði.

FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál

JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál

COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál

Ofnlokasett í úrvali

Vandaðir og vottaðir ofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík -

577 5177 - www.ofnasmidja.is


Narfi frá Áskoti IS2009186513

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Arnheiður Rut Auðbergsdóttir, Jakob S. Þórarinsson Eigandi: Jakob S. Þórarinsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Jakob í síma 865-6356 eða á netfangið jakob@sundhestar.is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigurður Sigurðarson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: aðsend

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Ágústínus frá Melaleiti (8.61) Gnótt frá Steinmóðarbæ (8.01) Adam frá Meðalfelli (8.24) Súld frá Helgadal (8.11) Salvör frá Naustum III (7.95)

Höfuð Háls, herðar og bógar

7 8.5

Vel borin eyru, Krummanef

88

Reistur, Mjúkur

102

Bak og lend

8

Samræmi

8

Hlutfallarétt

Háttur frá Kirkjubæ (7.35)

Fótagerð

7.5

Lítil sinaskil

85

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir, Nágengir

101

8.5

Efnisþykkir, Vel formaðir

109

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61) Stjarna frá Steinmóðarbæ

Hófar

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

7

Vordís frá Sandhólaferju (7.88)

Sköpulag

7.94

Mergur frá Syðra-Skörðugili (8.09)

Tölt

9.5

Svala frá Naustum 4 v/Akureyri (7.46)

104 99

88 98 Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

116 109

Brokk

9

Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

Skeið

7

Ferðmikið, Fjórtaktað

117

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

107

Vilji og geðslag

9

Ásækni

114

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

108

7

Ójafnt

Fet

96

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.62

118

Aðaleinkunn

8.35

116

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

109

113 111 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 22. Fjöldi dæmdra afkvæma: 1.

194 | Stóðhestar 2020


Nátthrafn frá Varmalæk

IS2010157801

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Björn Sveinsson Eigandi: Björn Sveinsson

Upplýsingar: Nátthrafn er einstakur alhliða gæðingur. Nátthrafn tekur á móti hryssum í Skagafirði í sumar. Upplýsingar gefur Björn Sveinsson í síma +354 894 7422, Netfang: varmilaekur@varmilaekur.is.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórarinn Eymundsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Höfuð

8.5

Svipgott, Fínleg eyru

112

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar, Djúpur

109

Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Góð baklína

112

Samræmi

8.5

Sívalvaxið

110

Fótagerð

7.5

Grannar sinar

91

Réttleiki

7.5

Framf: Fléttar

98

Hófar

8

100

Prúðleiki

8

102

Sköpulag

8.22

9

Bak og lend

111

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið

106

Brokk

9

Rúmt, Öruggt, Skrefmikið

110

Skeið

9.5

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt

129

Stökk

8.5

Ferðmikið

106

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

118

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb.

111

Fet

8

Taktgott

96

8.5

Hægt tölt Hægt stökk

8

Hæfileikar

9.05

Aðaleinkunn

8.72

Hæfileikar án skeiðs

Mynd: Bjarney Anna Þórsdóttir

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Huginn frá Haga I (8.57) Vænting frá Haga I (8.04) Kormákur frá Flugumýri II (8.3) Kolbrá frá Varmalæk (8.12) Kolbrún frá Sauðárkróki (8.16)

Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54) Blesa frá Möðrufelli (8.01) Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Snegla frá Droplaugarstöðum (7.65) Kveikur frá Miðsitju (8.25) Kolskör frá Gunnarsholti (8.39) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Hrafnhetta frá Sauðárkróki (8.31)

105 119 121 110

Aðaleinkunn án skeiðs

112

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 34. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 195


Nói frá Saurbæ IS2009157780

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Þórarinn Eymundsson Eigandi: Sina Scholz

Upplýsingar: Nói er hátt dæmdur alhliðagæðingur og hefur verið meðal fremstu keppnishesta á Íslandi undanfarin ár. Frekari upplýsingar um notkun veitir Sina Scholz í síma 8938279 og á netfangið sina@holar.is Verð: 120.000isk með öllu (vsk, girðingagjald og einum sónar) Nói mun sinna hryssum á húsi í Skagafirði fyrir 20.júni og fara í hólf á Suðurlandi á fyrra gangmáli.

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sina Scholz Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Vilmundur frá Feti (8.56) Vigdís frá Feti (8.36) Adam frá Ásmundarstöðum (8.36) Naomi frá Saurbæ (8.02) Nál frá Syðra-Skörðugili (7.25)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Kraflar frá Miðsitju (8.28) Ásdís frá Neðra-Ási

Djúpir kjálkar

97

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur, Háar herðar

104

7

Höfuð Bak og lend

7.5

Góð baklína, Áslend, Grunn lend

95

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

115

Fótagerð

8

Þurrir fætur

94

Réttleiki

8

Framf: Útskeifir

98

Hófar

9

Djúpir, Efnisþykkir

117

Stígur frá Kjartansstöðum (8.15)

Prúðleiki

9.5

Siggu-Brúnka frá Ásmundarstöðum

Sköpulag

8.41

Mergur frá Syðra-Skörðugili (8.09)

Tölt

Meisa frá Syðra-Skörðugili (7.49)

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

111

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

106

Brokk

8.5 9

Stökk

8.5

Fet

Takthreint, Öruggt

121

Ferðmikið, Hátt

107

Ásækni, Þjálni, Vakandi

110

8.5

Mikið fas

105

8

Taktgott

101

9

Vilji og geðslag

111

9

Skeið

Fegurð í reið

113

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.75

116

Aðaleinkunn

8.61

118

Hæfileikar án skeiðs

112

110

Aðaleinkunn án skeiðs

112

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 25. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 196 | Stóðhestar 2020


FÉLAG HROSSABÆNDA ÓSKAR HROSSARÆKTENDUM GÓÐS RÆKTUNARÁRS


Nökkvi frá Hrísakoti IS2013137017

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Sif Matthíasdóttir Eigandi: Sif Matthíasdóttir

Upplýsingar: Nökkvi verður í húsnotkun í Borgarnesi fyrri part sumars, en tekur á móti hryssum í Hrísakoti eftir landsmót. Upplýsingar um notkun veita Sif Matthíasdóttir í síma 8981124 og Iðunn Silja Svansdóttir í síma 8610175.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: Iðunn Silja Svansdóttir

Keilir frá Miðsitju (8.63) Rammi frá Búlandi (8.18) Lukka frá Búlandi (8.11) Huginn frá Haga I (8.57) Hugrún frá Strönd II (8.19) Katla frá Sauðhaga 2

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend

8 8.5

Vel borin eyru

100

Reistur, Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

104

8

100 104

Samræmi

8.5

Baldur frá Bakka (8.15)

Fótagerð

8

Rétt fótstaða, Lítil sinaskil

102

Réttleiki

8

Framf: Fléttar

108

9

Djúpir, Þykkir hælar, Hvelfdur botn

105

Krafla frá Sauðárkróki (8.26)

Fótahátt

Yrpa frá Litladal (7.8)

Hófar

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31)

Prúðleiki

8

Vænting frá Haga I (8.04)

Sköpulag

8.37

Hjörvar frá Ketilsstöðum (8.31)

Tölt

8.5

Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

103

Skrefmikið, Há fótlyfta

104

Mikil fótahreyfing, Skrefmikið

126

Hrefna frá Mýnesi (8.09)

104 107

Brokk

8.5

Skeið

9

Stökk

8.5

Ferðmikið

107

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

109

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas, Mikill fótaburður

108

Fet

8

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.55

Aðaleinkunn

8.48

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

Taktgott

99 110 115 115 107 108

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 3. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 198 | Stóðhestar 2020


NÖKKVI

IS2008157517

FRÁ SYÐRA-SKÖRÐUGILI

Sigraði B-flokk á Landsmóti 2016 og er með 9 fyrir skeið í kynbótadómi. Húsnotkun: Upplýsingar Frímann 690 6009, Frímann@afhus.is Gangmál: Lyngholt í Leirársveit, upplýsingar Frímann 690 6009, Frimann@afhus.is


Oddi frá Hafsteinsstöðum IS2009157352

Litur: Bleikur/fífil/kolóttur einlitt (6500). Ræktandi: Þorgeir Baldursson Eigandi: Hildur Claessen, Myllufoss ehf., Skapti Steinbjörnsson

Upplýsingar: Odda frá Hafsteinsstöðum þarf vart að kynna. Flugrúmur alvöru íslenskur gæðingur. Hefur hæst farið í 9.02 í B flokki gæðinga og 8.17 í tölti. Oddi verður í húsnotkun á Árbakka í Landsveit. Upplýsingar um notkun eru veittar í síma 8971748 og 8971744 eða á netfangið hestvit@hestvit.is

Hæsti dómur (2015) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson Hæð á herðakamb: 143 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sær frá Bakkakoti (8.62) Sæla frá Gerðum (8.11) Hugi frá Hafsteinsstöðum (8.31) Linsa frá Hafsteinsstöðum (8.13) Saga frá Hafsteinsstöðum

Höfuð

7.5

Vel borin eyru, Holdugt höfuð

97

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur, Háar herðar, Þykkur

102

8

Vöðvafyllt bak

102

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

107

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Fótagerð

7.5

Öflugar sinar

Réttleiki

8

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum

Bak og lend

91 95

Fífa frá Kópavogi

Hófar

8.5

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

6.5

83

Sýn frá Hafsteinsstöðum (8.07)

Sköpulag

8

101

Flaumur frá Hafsteinsstöðum

Tölt

9.5

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

115

frá

Brokk

9.5

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

120

Hátt, Takthreint

115

Ásækni, Þjálni, Vakandi

122

Skeið

5

Stökk

9 9.5

Vilji og geðslag

Efnisþykkir

104

89

Fegurð í reið

9

Mikil reising, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

116

Fet

8

Taktgott

108

Hægt tölt

9

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.53

115

Aðaleinkunn

8.32

114

Hæfileikar án skeiðs

115

122

Aðaleinkunn án skeiðs

119

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 103. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 200 | Stóðhestar 2020


Ofsi frá Eystra-Fróðholti

IS2015186184

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Ársæll Jónsson Eigandi: Anna Fía Finnsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Ársæll Jónsson í síma 663-2002, netfang: eystrafrodholt@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

109

Háls, herðar og bógar

107

Bak og lend

99

Samræmi

112

Fótagerð

102

Réttleiki

97

Hófar

111

Prúðleiki

92

Sköpulag

111

Tölt

110

Brokk

110

Skeið

119

Stökk

110

Vilji og geðslag

118

Fegurð í reið

117

Fet

93

Hægt tölt

113

Mynd: Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Arður frá Brautarholti (8.49) Askja frá Miðsitju (8.16) Sær frá Bakkakoti (8.62) Gná frá Eystra-Fróðholti (8.49) Gletta frá Bakkakoti (8.12)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Snjáka frá Tungufelli (8.03) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34) Særós frá Bakkakoti (8.03)

Hægt stökk Hæfileikar

119

Aðaleinkunn

120

Hæfileikar án skeiðs

114

Aðaleinkunn án skeiðs

116 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 8. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 201


Organisti frá Horni I IS2010177270

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt (7500). Ræktandi: Ómar Antonsson Eigandi: Ómar Antonsson, Ómar Ingi Ómarsson

Upplýsingar: Upplýsingar gefur Ómar Ingi Ómarsson í síma: 8684042 og netfang: hornhestar@gmail.com www.hornhestar.is

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Ágústínus frá Melaleiti (8.61) Gnótt frá Steinmóðarbæ (8.01) Spuni frá Miðsitju (8.33) Flauta frá Horni I (8.39) Frostrós frá Sólheimum (7.34)

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61) Háttur frá Kirkjubæ (7.35) Stjarna frá Steinmóðarbæ

Höfuð

7.5

Fínleg eyru, Krummanef

92

Háls, herðar og bógar

8.5

Hátt settur, Mjúkur, Skásettir bógar

107

Bak og lend

8.5

Vöðvafyllt bak, Djúp lend, Öflug lend

109

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Fótahátt

112

Fótagerð

8

Öflugar sinar

101

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir, Nágengir

93

Hófar

9

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

116

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

8

Katla frá Miðsitju (8.11)

Sköpulag

8.39

Hlynur frá Báreksstöðum (8.18)

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

Drottning frá Sólheimum

Brokk

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

111

Skeið

9

Ferðmikið, Takthreint, Mikil fótahreyfing

126

Stökk

9

Ferðmikið, Hátt

113

Fjör, Vakandi

122

9.5

Vilji og geðslag

100 114 109

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

113

Fet

7

Flýtir sér

89

8.5

Hægt tölt

108

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.94

120

Aðaleinkunn

8.72

122

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

115

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 122. Fjöldi dæmdra afkvæma: 1. 202 | Stóðhestar 2020


Orkuhringur frá Hjarðartúni

IS2015184342

Litur: Rauður/milli-blesa auk leista eða sokka hringeygt eða glaseygt (1594). Ræktandi: Hans Þór Hilmarsson Eigandi: Hans Þór Hilmarsson

Upplýsingar: Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefa Hans Þór Hilmarsson S: 616-1207 og Arnhildur S: 866-1382 eða í tölvupósti á info@hjardartun.is Nánari upplýsingar á hjardartun.is Verð: 60 þúsund + vsk og girðingargjald.

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

104

Háls, herðar og bógar

114

Bak og lend

108

Samræmi

96

Fótagerð

100

Réttleiki

101

Hófar

94

Prúðleiki

91

Sköpulag

104

Tölt

110

Brokk

116

Skeið

84

Stökk

116

Vilji og geðslag

110

Fegurð í reið

112

Fet

103

Hægt tölt

110

Mynd: C. Schmid Bielenberg

Hróður frá Refsstöðum (8.39) Hringur frá Gunnarsstöðum I (8.3) Alma Rún frá Skarði (8.21) Orion frá Litla-Bergi (8.09) Orka frá Bólstað (7.91) Lögg frá Bólstað (7.88)

Léttir frá Stóra-Ási (8.05) Rán frá Refsstöðum (7.66) Andvari frá Ey I (8.36) Diljá frá Skarði (8.04) Rökkvi frá Kirkjubæ (7.49) Blika frá Vallanesi Kolskeggur frá Stærri-Bæ (8.01) Flaska frá Bólstað

Hægt stökk Hæfileikar

108

Aðaleinkunn

108

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

115 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 4. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 203


Óskar frá Breiðstöðum IS2011157299

Litur: Jarpur/rauð- einlitt (3400). Ræktandi: Guðrún Astrid Elvarsdóttir Eigandi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

Upplýsingar: Einn fremsti keppnishestur landsins, hefur skorað í íþróttakeppni: T2: 8.83, V1: 8.00, T1: 7.61. Samkvæmt nýju dómkerfi fyrir klárhross, hlýtur Óskar 9,27 fyrir hæfileika án skeiðs. Verður á Króki í sumar. Upplýsingar í síma 6919050-Reynir eða 8945102- Aðalheiður

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: Bjarney Anna

Gígjar frá Auðsholtshjáleigu (8.46) Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum (8.32) Hending frá Úlfsstöðum (8.47) Hróður frá Refsstöðum (8.39) Fantasía frá Breiðstöðum (8.21) Zara frá Syðra-Skörðugili (8.13)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Hrafntinna frá Auðsholtshjáleigu

8

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

Fínleg eyru

111

Reistur, Háar herðar

114

Vöðvafyllt bak , Jöfn lend, Góð baklína

115

Samræmi

8.5

Fótahátt

109

9

Bak og lend

Jarl frá Búðardal (8.1)

Fótagerð

7.5

Lítil sinaskil

91

Réttleiki

8

Afturf: Réttir

109

8

Hvelfdur botn

100

Harka frá Úlfsstöðum (7.94)

Hófar

Léttir frá Stóra-Ási (8.05)

Prúðleiki

7

82

Rán frá Refsstöðum (7.66)

Sköpulag

8.18

112

Mergur frá Syðra-Skörðugili (8.09)

Tölt

9.5

Kolfinna frá Syðra-Skörðugili (7.72)

Brokk

9

Rúmt - Taktgott - Há fótlyfta - Skrefmikið - Mjúkt

122

Taktgott - Öruggt - Há fótlyfta - Svifmikið

120

Skeið

5

Stökk

9.5

Teygjugott - Svifmikið - Hátt - Takthreint

130

79

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni - Þjálni - Vakandi

126

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas - Góður höfuðb. - Mikill fótaburður

130

Fet

8.5

Taktgott - Rösklegt

99

Hægt tölt

9

Hægt stökk

9

Hæfileikar

8.62

Aðaleinkunn

8.45

Hæfileikar án skeiðs

121 119 121 130

Aðaleinkunn án skeiðs

130

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 10. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 204 | Stóðhestar 2020


ALHLIÐA VERKTAKI

Yfir 160 hús frá 2004

Landstólpi - Traust í 20 ár Gunnbjarnarholti, 804 Selfossi Sími 480 5600 - Opið virka daga 8-17

Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum

Sími 480 5610 - Opið virka daga 9-17


Penni frá Eystra-Fróðholti IS2006186178

Litur: Bleikur/fífil- blesótt (6450). Ræktandi: Ársæll Jónsson Eigandi: Bjarni Elvar Pétursson, Einhyrningur ehf., Kristín Heimisdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefa Hans Þór Hilmarsson S: 616-1207 og Arnhildur S: 866-1382 eða í tölvupósti á info@hjardartun.is Nánari upplýsingar á hjardartun.is Verð: 80 þúsund + vsk.

Hæsti dómur (2012) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 140 cm. Mynd: Óðinn Örn Jóhannsson

Roði frá Múla (8.07) Glóðar frá Reykjavík (8.34) Glóð frá Möðruvöllum (8.15) Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Framtíð frá Bakkakoti (7.32) Dögg frá Hjaltastöðum (8.09)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Litla-Þruma frá Múla (7.62)

Höfuð

8

Fínleg eyru

104

Háls, herðar og bógar

8

Reistur, Mjúkur, Djúpur

93 102

Bak og lend

8.5

Löng lend, Djúp lend, Öflug lend

Samræmi

7.5

Þungbyggt

83

Fótagerð

8.5

Sverir liðir, Öflugar sinar

113

7

Framf: Útskeifir, Nágengir

98

Lágir hælar

92

Máni frá Ketilsstöðum (8.01)

Réttleiki

Lipurtá frá Möðruvöllum (7.39)

Hófar

Kolskeggur frá Flugumýri

Prúðleiki

7

Kengála frá Flugumýri

Sköpulag

7.83

Blossi frá Hjaltastöðum

Tölt

8.5

Mikið framgrip, Skrefmikið

Harpa frá Hjaltastöðum

Brokk

7.5

Há fótlyfta, Ferðlítið, Fjórtaktað/Brotið

94

Skeið

9

Ferðmikið, Svifmikið

118

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

106

7.5

Fegurð í reið Fet

Ásækni, Þjálni

110

Mikið fas

105

8

Taktgott

8.5

Hægt tölt

90 104

8.5

9

Vilji og geðslag

90

98 109

8

Hægt stökk Hæfileikar

8.5

109

Aðaleinkunn

8.23

105

Hæfileikar án skeiðs

103

Aðaleinkunn án skeiðs

100

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 49. Fjöldi dæmdra afkvæma: 2. 206 | Stóðhestar 2020


Pensill frá Hvolsvelli IS2015184975

Litur: Rauður/dökk/dreyr- blesa auk leista eða sokka ægishjálmur (1695). Ræktandi: Ásmundur Þór Þórisson, Helga Friðgeirsdóttir Eigandi: Ásmundur Þór Þórisson, Helga Friðgeirsdóttir

Upplýsingar: Fyrri part sumars verður Pensill í sæðingum í Hemlu, 861 Hvolsvöllur. Upplýsingar fást hjá Vignir Siggeirssyni í síma 894-3106 og Ásmundi Þórissyni í síma 895-6972. Frá síðari hluta júlí verður Pensill í Litla-Dal, Eyjafirði. Upplýsingar fást hjá Jónasi Vigfússyni í síma 861-8286.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Elvar Þormarsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Höfuð

8

Skarpt/þurrt, Merarskál

106

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Langur, Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

124

Bak og lend

9.5

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Öflug lend, Góð baklína

125

Samræmi

9.5

Hlutfallarétt, Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

126

Fótagerð

8

Rétt fótstaða, Sverir liðir, Lítil sinaskil

104

Réttleiki

8

Afturf.: Innskeifir

109

Hvelfdur botn, Vel formaðir

111

8.5

Hófar Prúðleiki

9

Sköpulag

8.76

Tölt

8.5

136 Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

112

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

121

9

Skeið

6

Stökk

8.5

Svifmikið

118 120

112

Vilji og geðslag

8.5

Vakandi

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

118

Fet

8.5

Taktgott, Skrefmikið

106

8.5

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.15

Aðaleinkunn

8.39

Hæfileikar án skeiðs

Glotti frá Sveinatungu (8.64) Ölnir frá Akranesi (8.82) Örk frá Akranesi (8.35)

118

Brokk

Hægt tölt

Mynd: Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir

Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 (8.51) Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli (8.72) Orka frá Hvolsvelli (8.01)

Gustur frá Hóli (8.57) Sonnetta frá Sveinatungu (8.1) Markús frá Langholtsparti (8.36) Ösp frá Lágafelli (7.79) Krákur frá Blesastöðum 1A (8.34) Blika frá Nýjabæ (8.14) Hektor frá Akureyri (8.41) Litla-Kolla frá Jaðri (8.06)

118 124 132 122

Aðaleinkunn án skeiðs

130

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 18. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 207


Prins frá Hjarðartúni IS2016184871

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Bjarni Elvar Pétursson, Kristín Heimisdóttir Eigandi: Bjarni Elvar Pétursson, Einhyrningur ehf., Kristín Heimisdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefa Hans Þór Hilmarsson S: 616-1207 og Arnhildur S: 866-1382 eða í tölvupósti á info@hjardartun.is Nánari upplýsingar á hjardartun.is Verð: 60 þúsund + vsk.

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: C. Schmid Bielenberg

Glotti frá Sveinatungu (8.64) Ölnir frá Akranesi (8.82) Örk frá Akranesi (8.35) Stáli frá Kjarri (8.76) Garún frá Eystra-Fróðholti (8.48) Glíma frá Bakkakoti (8.58)

Höfuð

103

Háls, herðar og bógar

114

Bak og lend

111

Samræmi

118

Fótagerð

100

Réttleiki

107

Ösp frá Lágafelli (7.79)

Hófar

112

Galsi frá Sauðárkróki (8.44)

Prúðleiki

98

Jónína frá Hala (8.13)

Sköpulag

121

Sær frá Bakkakoti (8.62)

Tölt

112

Gletta frá Bakkakoti (8.12)

Brokk

110

Skeið

126

Stökk

110

Vilji og geðslag

123

Fegurð í reið

116

Gustur frá Hóli (8.57) Sonnetta frá Sveinatungu (8.1) Markús frá Langholtsparti (8.36)

Fet

97

Hægt tölt

115

Hægt stökk Hæfileikar

122

Aðaleinkunn

126

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

120 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

208 | Stóðhestar 2020


Rafnar frá Hrafnagili

IS2018165600

Litur: Rauðurglófextur (1500). Ræktandi: Jón Elvar Hjörleifsson Eigandi: Jón Elvar Hjörleifsson

Upplýsingar: Rafnar sýnir bæði tölt og brokk undir sjálfum sér með miklum fótaburði. Verður í hólfi á Hrafnagili í sumar Upplýsingar um notkun gefur Jón Elvar í síma 892-1197

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

99

Háls, herðar og bógar

107

Bak og lend

100

Samræmi

106

Fótagerð

94

Réttleiki

100

Hófar

98

Prúðleiki

98

Sköpulag

103

Tölt

107

Brokk

109

Skeið

99

Stökk

106

Vilji og geðslag

107

Fegurð í reið

115

Fet

94

Hægt tölt

108

Mynd: aðsend

Rökkvi frá Hárlaugsstöðum (8.34) Bragur frá Ytra-Hóli (8.37) Sandra frá Mið-Fossum (8.02) Þokki frá Kýrholti (8.73) Sara frá Víðinesi 2 (8.29) Sóley frá Hrafnagili

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Snegla frá Hala (8.19) Andvari frá Ey I (8.36) Bylgja frá Innri-Skeljabrekku (7.52) Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Þörf frá Hólum (7.87) Rauður frá Kolkuósi Fjóla frá Hrafnagili

Hægt stökk Hæfileikar

109

Aðaleinkunn

109

Hæfileikar án skeiðs

111

Aðaleinkunn án skeiðs

110 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 209


Rauðskeggur frá Kjarnholtum I IS2011188560

Litur: Rauður/milli- einlitt glófext (1501). Ræktandi: Magnús Einarsson Eigandi: Magnús Einarsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Magnús Einarsson í síma 866-9711, netfang: kjarnholt@centrum.is og Lóa Dagmar í síma 773-8377

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 149 cm. Mynd: aðsend

Klettur frá Hvammi (8.49) Kiljan frá Steinnesi (8.78) Kylja frá Steinnesi (8.17) Kolskeggur frá Kjarnholtum I (8.29) Hera frá Kjarnholtum I (7.75) Lyfting frá Kjarnholtum I (7.82)

Gustur frá Hóli (8.57) Dóttla frá Hvammi Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45)

Höfuð

7.5

Skarpt/þurrt, Merarskál

101

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Hátt settur, Skásettir bógar, Háar herðar

115

9

Öflug lend, Góð baklína

117

Samræmi

9.5

Hlutfallarétt, Léttbyggt, Sívalvaxið

122

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Þurrir fætur

103

Réttleiki

7.5

Framf: Brotin tálína

102

8.5

Hvelfdur botn

101

Bak og lend

Hvönn frá Steinnesi (7.63)

Hófar

Léttir frá Sauðárkróki (8.08)

Prúðleiki

8

93

Kolbrá frá Kjarnholtum I (8.2)

Sköpulag

8.68

121

Dagur frá Kjarnholtum I (8.24)

Tölt

Blíða frá Gerðum (7.78)

Brokk

9 8.5

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

110

Taktgott, Há fótlyfta

107

Skeið

9

Ferðmikið, Takthreint, Skrefmikið

124

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

116

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

114

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikill fótaburður

112

Fet

7

Framtakslítið

96

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

106

Hæfileikar

8.8

119

Aðaleinkunn

8.76

123

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

117

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 51. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 210 | Stóðhestar 2020


Stærð rýma 204 fm

Tónahvarf 6 – Kópavogi Atvinnuhúsnæði til sölu eða leigu Tónahvarf 6 er á einstaklega fallegum stað með miklu útsýni. Staðsetningin er góð og verður enn betri með tilkomu Arnarnesvegar sem er á vegaáætlun 2020-2023. • 150 fm gólfpláss auk 54 fm millilofts með svölum • Mikil lofthæð • Stór innkeyrsluhurð • Stórt útisvæði

Nánari upplýsingar: ÁF hús ehf. I Bæjarlind 4 I S. 534 1600 I afhus.is Frímann Frímannsson I S. 690 6009 I frimann@afhus.is

Aðeins þrjú 204 fm bil eftir, auk eins 140 fm Skilast fullbúin með epoxy á gólfum. Tilbúin til afhendingar. Fjármögnun möguleg


Ráðgjafi frá Reynisvatni IS2018125958

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Valdimar A Kristinsson Eigandi: Valdimar A Kristinsson

Upplýsingar: Kveikur er heitasti hesturinn í dag og þar af leiðandi eftirsóttur mjög. Ef þú kemst ekki með hryssu undir Kveik þá bjóðum við tvo vel ættaða unga fola, Ráðgjafa og Margeir frá Reynisvatni undan þessum sóma hesti. Báðir undan einstaklega geðgóðum 1. verðlaunahryssum og úrvals geð Kveiks á móti ætti að skila þér geðprúðum úrvals gripum. Í þessum folum koma saman Orri frá Þúfu, Kjarnholt, Stóra-Hof og Kolkuós og frá Kveiki er það m.a. Orri og Kjarnholt. Nánari upplýsingar í síma 896 6753

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Sjóður frá Kirkjubæ (8.7) Kveikur frá Stangarlæk 1 (8.76) Raketta frá Kjarnholtum I (8.07) Ymur frá Reynisvatni (8.15) Ráðhildur frá Reynisvatni (8.23) Rauðspretta frá Reynisvatni (7.82)

Sær frá Bakkakoti (8.62) Þyrnirós frá Kirkjubæ (8.46) Glaður frá Kjarnholtum I (7.92)

Höfuð

116

Háls, herðar og bógar

115

Bak og lend

108

Samræmi

115

Fótagerð

104

Réttleiki

95

Hera frá Kjarnholtum I (7.75)

Hófar

104

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

103

Ilmur frá Reynisvatni (8.02)

Sköpulag

119

Stormur frá Stórhóli (7.94)

Tölt

114

Drottning frá Enni (7.63)

Brokk

115

Skeið

89

Stökk

119

Vilji og geðslag

122

Fegurð í reið

121

Fet

111

Hægt tölt

112

Hægt stökk Hæfileikar

116

Aðaleinkunn

120

Hæfileikar án skeiðs

123

Aðaleinkunn án skeiðs

125 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

212 | Stóðhestar 2020


Rjóður frá Hofi á Höfðaströnd

IS2013158151

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Lilja Sigurlína Pálmadóttir Eigandi: Hofstorfan slf.

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Flosi Ólafsson í síma: 892-4220, netfang: flosiolafs@gmail.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Flosi Ólafsson Hæð á herðakamb: 147 cm. Höfuð

7.5

Vel borin eyru - Djúpir kjálkar

101

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur - Mjúkur - Háar herðar - Djúpur

109

Bak og lend

8.5

Breitt bak - Öflug lend

110

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt - Fótahátt

104

Fótagerð

8.5

Sverir liðir - Öflugar sinar

103

Réttleiki

8.5

Framf.: Réttir

110

Djúpir - Efnisþykkir - Hvelfdur botn - Vel formaðir

110

Hófar

9

Prúðleiki

8.5

Sköpulag

8.5

Tölt

8.5

Rúmt - Taktgott - Há fótlyfta

109

Brokk

8.5

Taktgott - Skrefmikið - Svifmikið

111

Skeið

8

Skrefmikið

120

Stökk

8.5

Ferðmikið - Teygjugott

107

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

113

Fegurð í reið

8.5

Góður höfuðb. - Mikill fótaburður

110

Taktgott - Skrefmikið

115

Fet

9

114

Hægt tölt

8 8

Hæfileikar

8.45

120

Aðaleinkunn

8.47

122

Aðaleinkunn án skeiðs

Sær frá Bakkakoti (8.62) Sjóður frá Kirkjubæ (8.7) Þyrnirós frá Kirkjubæ (8.46)

107

Hægt stökk

Hæfileikar án skeiðs

Mynd: aðsend

Þorvar frá Hólum (8.27) Glóð frá Grund II (8.43) Ör frá Akureyri (8)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Hróður frá Refsstöðum (8.39) Andrea frá Kirkjubæ (7.84) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Þrá frá Hólum (8.48) Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Laufa frá Akureyri (8.19)

106

114 117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 213


Roði frá Lyngholti IS2010181398

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Skarphéðinn Hilbert Ingason Eigandi: Bergrún Ingólfsdóttir, Skarphéðinn Hilbert Ingason

Upplýsingar: Roði verður til afnota á Norðurlandi. Upplýsingar gefur Bergrún Ingólfsdóttir, beri@mail.holar.is, 847- 2045

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 147 cm. Mynd: aðsend

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Ómur frá Kvistum (8.61) Orka frá Hvammi (8.15) Asi frá Kálfholti (8.23) Glóð frá Kálfholti (8) Glæða frá Kálfholti

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Emanon frá Vestra-Fíflholti (8.16)

7

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

8

Bak og lend

Merarskál, Slök eyrnastaða

101

Langur, Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

109

Öflug lend, Beint bak

104

Samræmi

8.5

Fótahátt

107

Fótagerð

8.5

Sverir liðir, Öflugar sinar

106

Framf: Réttir

108

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

108

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Réttleiki

Löpp frá Hvammi (8.22)

Hófar

Feykir frá Hafsteinsstöðum (8.04)

Prúðleiki

9.5

Stjarna frá Kálfholti

Sköpulag

8.35

Sómi frá Skollagróf

Tölt

8.5

Há fótlyfta, Skrefmikið

102

Prýði frá Kálfholti

Brokk

8.5

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

107

Skeið

10

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt, Mikil fótahreyfing

116

Stökk

9

Ferðmikið, Hátt, Takthreint

115

8 8.5

115 115

Ásækni, Þjálni, Vakandi

118

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

114

Fet

7

Skrefstutt

9.5

Vilji og geðslag

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.92

Aðaleinkunn

8.69

Hæfileikar án skeiðs

91 109 114 117 109

Aðaleinkunn án skeiðs

112

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 51. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 214 | Stóðhestar 2020


Rökkvi frá Rauðalæk

IS2014181900

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Helga Una Björnsdóttir, Takthestar ehf Eigandi: Helga Una Björnsdóttir

Upplýsingar: Rökkvi verður í Fákshólum í sumar og verðið er 100.000 með öllu. Upplýsingar um notkun veitir Helga Una í síma 8654803

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson Hæð á herðakamb: 147 cm. Höfuð Háls, herðar og bógar

7 8.5

Vel borin eyru, Vel opin augu, Krummanef

92

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar, afmarkaður

109

Bak og lend

9

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Löng lend, Öflug lend, Góð

119

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Fótahátt

117

Fótagerð

8.5

Sverir liðir, Öflugar sinar, Lítil sinaskil

107

Réttleiki

7

Framf.: Fléttar, Brotin tálína, Afturf.: Brotin tálína

98

Hófar

9

Hvelfdur botn, Vel formaðir

120

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.44

123

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

118

Brokk

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

123

Skeið

5

79

Stökk

8.5

118

9

Ásækni, Þjálni

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

124

Fet

8

Taktgott

100

8.5 8

Hæfileikar

8.23

Aðaleinkunn

8.32

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

Hrímnir frá Ósi (8.32) Héla frá Ósi (8.07) Nagli frá Þúfu í Landeyjum (8.44) Karitas frá Kommu (8.15) Kjarnorka frá Kommu (8.08)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Snegla frá Hala (8.19) Gustur frá Hóli (8.57) Fröken frá Möðruvöllum Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Rák frá Þúfu í Landeyjum Mósi frá Uppsölum Kolla frá Uppsölum (7.47)

122

Vilji og geðslag Fegurð í reið

Hægt stökk

Rökkvi frá Hárlaugsstöðum (8.34)

100

Tölt

Hægt tölt

Mynd: aðsend

116 116 121 126 129

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 4. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 215


Safír frá Kvistum IS2014181961

Litur: Bleikur/fífil- stjörnótt (6420). Ræktandi: Kvistir ehf. Eigandi: Kvistir ehf.

Upplýsingar: Klárhestur með 1. verðlaun undan Skímu frá Kvistum og heiðursverðlauna hestinum Ómi frá Kvistum. Verður til afnota á Kvistum í Rangárþingi í sumar. Nánari upplýsingar gefur Sigvaldi L. Guðmundsson í síma 847-0809 eða á kvistir@kvistir.is.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Mynd: Marta Gunnarsdóttir

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Ómur frá Kvistum (8.61) Orka frá Hvammi (8.15) Krákur frá Blesastöðum 1A (8.34) Skíma frá Kvistum (8.4) Skálm frá Berjanesi (8.06)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Emanon frá Vestra-Fíflholti (8.16)

Höfuð

7.5

Háls, herðar og bógar

8

94 Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

100

Bak og lend

8.5

Breitt bak, Góð baklína

106

Samræmi

8.5

Fótahátt

108 104

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Fótagerð

8.5

Sverir liðir, Öflugar sinar

Réttleiki

7.5

Afturf: Nágengir

95

Löpp frá Hvammi (8.22)

Hófar

8.5

Þykkir hælar, Vel formaðir

107

Töfri frá Kjartansstöðum (8.45)

Prúðleiki

9.5

119

Bryðja frá Húsatóftum (7.91)

Sköpulag

8.26

110

Blámi frá Berjanesi

Tölt

Tinna frá Berjanesi

Brokk

9 8.5

Rúmt, Há fótlyfta, Skrefmikið

121

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

112

Skeið

5

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

115

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

117

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

117

Fet

8.5

Skrefmikið

105

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.04

Aðaleinkunn

8.13

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

102

115 120 121 122 122

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 2. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 216 | Stóðhestar 2020


LÉTTÖL


Safír frá Mosfellsbæ IS2013125469

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Marteinn Magnússon Eigandi: Marteinn Magnússon, Ragnar Hinriksson

Upplýsingar: Safír verður bæði gangmálin á Rauðalæk. Upplýsingar um notkun veita Marteinn Magnússon í síma 8884400, netfang marteinnmosd@gmail.com og Sigurður Matthíasson í síma 897-1713, netfang: info@ganghestar.is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigurður Vignir Matthíasson Hæð á herðakamb: 147 cm. Mynd: aðsend

Klettur frá Hvammi (8.49) Hringur frá Fossi (8.49) Ella frá Dalsmynni Frami frá Ragnheiðarstöðum (8.37) Perla frá Mosfellsbæ (7.83) Stjarna frá Skrauthólum

Gustur frá Hóli (8.57) Dóttla frá Hvammi Geysir frá Dalsmynni (8.15) Gjálp frá Kirkjubæ (7.78)

Höfuð

9

Fínleg eyru

114

Háls, herðar og bógar

9

Langur, Grannur, Klipin kverk

110

Bak og lend

8

Áslend, Grunn lend

93

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt

114

Fótagerð

7.5

Votir fætur

96

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir, Fléttar, Afturf: Réttir

96

Hófar

8

Slútandi hælar

96

Gumi frá Laugarvatni (8.27)

Prúðleiki

8.5

Krás frá Laugarvatni (8.13)

Sköpulag

8.42

Kaldi frá Vindási (8.04)

Tölt

9

Rúmt, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

106

Austra frá Hrafnhólum

Brokk

10

Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

121

Skeið

5

Stökk

9

Ferðmikið, Hátt

115

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

111

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Mikil reising, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

122

Fet

9.5

Taktgott, Skrefmikið

103 107

92

115

Hægt tölt

8

Hægt stökk

9

Hæfileikar

8.58

115

Aðaleinkunn

8.51

116

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

103

120 120 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 6. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

218 | Stóðhestar 2020


Salvar frá Fornusöndum

IS2013184228

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Guðmundur Ágúst Pétursson Eigandi: Guðmundur Ágúst Pétursson

Upplýsingar: Upplýsingar veitir Hulda í síma 8220206

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Höfuð Háls, herðar og bógar

Svipgott, Vel opin augu

118

8

Skásettir bógar

105

8.5 7

Mjótt bak

97

Samræmi

8.5

Fótahátt

111

Fótagerð

8.5

Rétt fótstaða, Öflugar sinar

117

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir, Afturf: Réttir

99

Hófar

8

105

Prúðleiki

8

104

Sköpulag

8.09

Bak og lend

114

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið

119

Brokk

8

Taktgott, Skrefmikið

106

Skeið

6

Fjórtaktað

119

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

109

Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Spuni frá Vesturkoti (8.92) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Blær frá Torfunesi (8.55) Hviða frá Skipaskaga (8.3) Von frá Litlu-Sandvík (8.06)

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31) Oddur frá Selfossi (8.48) Eydís frá Meðalfelli (8.42) Markús frá Langholtsparti (8.36) Bylgja frá Torfunesi (8.09) Kyndill frá Litlu-Sandvík (7.84) Hending frá Stóra-Hofi (8.01)

121

Vilji og geðslag

9

Fegurð í reið

8

Fet

8

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.1

123

Aðaleinkunn

8.1

125

Ásækni, Þjálni

Mynd: aðsend

109 Taktgott

113 107

Hæfileikar án skeiðs

119

Aðaleinkunn án skeiðs

120 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 5. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 219


Seðill frá Árbæ IS2015186939

Litur: Rauður/milli- stjörnótt (1520). Ræktandi: Maríanna Gunnarsdóttir Eigandi: Maríanna Gunnarsdóttir

Upplýsingar: Seðill verður bæði á húsi og í girðingu í Árbæ, Holta- og Landsveit. Upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.

Hæsti byggingardómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Sýnandi: Lárus Jóhann Guðmundsson Hæð á herðakamb: 148 cm. Mynd: aðsend

Sær frá Bakkakoti (8.62) Sjóður frá Kirkjubæ (8.7) Þyrnirós frá Kirkjubæ (8.46) Aron frá Strandarhöfði (8.54) Verona frá Árbæ (8.32) Vigdís frá Feti (8.36)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Hróður frá Refsstöðum (8.39) Andrea frá Kirkjubæ (7.84)

Höfuð Háls, herðar og bógar

Skarpt/þurrt, Bein neflína, Vel opin augu

109

9

Reistur, Langur, Grannur, Háar herðar, afmarkaður

114

8,5

Bak og lend

7,5

Góð baklína, Gróf lend, Grunn lend

115

Samræmi

8,5

Léttbyggt, Fótahátt, Afturrýrt

109

Fótagerð

8,5

Mikil sinaskil, Prúðir fætur

105

Réttleiki

8

Afturf.: Innskeifir

98

Hófar

9

Djúpir, Efnisþykkir, Hvelfdur botn, Vel formaðir

103

Óður frá Brún (8.34)

Prúðleiki

7,5

98

Yrsa frá Skjálg (7.9)

Sköpulag

8,55

116

Kraflar frá Miðsitju (8.28)

Tölt

Ásdís frá Neðra-Ási

Brokk

111

Skeið

121

Stökk

106

Vilji og geðslag

118

111

Fegurð í reið

112

Fet

116

Hægt tölt

108

Hægt stökk

103

Hæfileikar

122

Aðaleinkunn

125

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

119 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

220 | Stóðhestar 2020


Seifur frá Hlíð I

IS2012188061

Litur: Vindóttur/mós-, móálótt -einlitt (8700). Ræktandi: Anna María Flygenring Eigandi: Anna María Flygenring, Tryggvi Steinarsson

Upplýsingar: Upplýsingar gefa Tryggvi í síma 486-6034 og Anna María 774-6034. Netfang: hlidgnup@ hotmail.com

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórarinn Ragnarsson Hæð á herðakamb: 140 cm. Höfuð

8.5

Skarpt/þurrt, Svipgott, Vel opin augu

110

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Langur, Mjúkur, Djúpur

105

Bak og lend

8.5

Breitt bak, Góð baklína

102

Samræmi

8.5

Sívalvaxið

105

Fótagerð

8

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

99

Hófar

8

Djúpir, Efnisþykkir, Þykkir hælar, Þröngir

101

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.26

109

109

8

Rúmt, Stirt

98

Brokk

8

Rúmt

96

Skeið

8.5

Ferðmikið

126

Stökk

8.5

Ferðmikið, Hátt

103

9

Þjálni, Vakandi

112

8.5

Góður höfuðb.

108

Taktgott, Skrefmikið

116

Vilji og geðslag Fet

9

Hægt tölt

7.5

Hægt stökk

8 8.42

112

Aðaleinkunn

8.36

113

Aðaleinkunn án skeiðs

Spuni frá Vesturkoti (8.92) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Galdur frá Laugarvatni (8.27) Gyðja frá Hlíð I (7.89) Gleði frá Gerðum (7.89)

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31) Oddur frá Selfossi (8.48) Eydís frá Meðalfelli (8.42) Stígandi frá Sauðárkróki (8.15) Glíma frá Laugarvatni (8.15) Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gola frá Gerðum

99

Hæfileikar Hæfileikar án skeiðs

Álfasteinn frá Selfossi (8.54)

101

Tölt

Fegurð í reið

Mynd: aðsend

104 106 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 9. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 221


Sigur frá Stóra-Vatnsskarði IS2013157651

Litur: Rauður/milli- skjótt (1510). Ræktandi: Benedikt G Benediktsson Eigandi: Sigur frá Stóra-Vatnsskarði ehf

Upplýsingar: Sigur er ungur og efnilegur klárhestur sem er farinn að sanna sig á keppnisbrautinni, hann er undan þekktum og verulega hátt dæmdum foreldrum. Í klárnum fara saman einstakt geðslag og mikið hreyfieðli. Notkunarstaður verður Hallstún. Upplýsingar um notkun veitir Vilborg Smáradóttir s: 867-1486 eða sigurinn2013@gmail.com

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfur frá Selfossi (8.46) Álfadís frá Selfossi (8.31) Gjafar frá Stóra-Vatnsskarði (7.77) Lukka frá Stóra-Vatnsskarði (8.89) Freisting frá Stóra-Vatnsskarði (7.69)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Adam frá Meðalfelli (8.24) Grýla frá Stangarholti (7.69)

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend

8.5

Bein neflína, Vel opin augu

119

8

Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

106

8

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Afturdregin lend

97

Hlutfallarétt, Fótahátt

110 103

8.5

Samræmi Fótagerð

8

Öflugar sinar

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

92

Hófar

8.5

Hvelfdur botn

113

Blakkur frá Stóra-Vatnsskarði (7.87)

Prúðleiki

8

Gola frá Stóra-Vatnsskarði (7.79)

Sköpulag

8.17

Fákur frá Akureyri (8.08)

Tölt

9.5

Rúmt, Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

121

Lísa frá Stóra-Vatnsskarði

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

115

104 112

Skeið

5

Stökk

9

Teygjugott, Svifmikið, Hátt

117

Vilji og geðslag

9

Þjálni, Vakandi

118

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

122

Skrefmikið

106

8.5

Fet

96

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.36

121

Aðaleinkunn

8.29

122

Hæfileikar án skeiðs

113

125

Aðaleinkunn án skeiðs

125

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 70. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 222 | Stóðhestar 2020


KNITWEAR MADE IN ICELAND MADE FOR YOU

REYKJAVÍK KIDKA WOOL SHOP Laugavegur 54 101 Reykjavík

HVAMMSTANGI KIDKA WOOL FACTORY SHOP Höfðabraut 34 530 Hvammstangi

More Infos and Online-Shop: www.kidka.com


Silfursteinn frá Horni I IS2015177272

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt (7500). Ræktandi: Ómar Antonsson Eigandi: Ómar Antonsson

Upplýsingar: Upplýsingar gefur Ómar Ingi Ómarsson í síma: 8684042 og netfang: hornhestar@gmail.com www.hornhestar.is

Hæsti byggingardómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Sýnandi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: aðsend

Ágústínus frá Melaleiti (8.61) Organisti frá Horni I (8.72) Flauta frá Horni I (8.39) Spuni frá Miðsitju (8.33) Grús frá Horni I (8.16) Möl frá Horni I (8.01)

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Gnótt frá Steinmóðarbæ (8.01)

Höfuð

7,5

Fínleg eyru - Slök eyrnastaða

101

Háls, herðar og bógar

9

Hátt settur - Mjúkur - Háar herðar

104

Bak og lend

7,5

Góð baklína - Áslend - Grunn lend

101

Samræmi

8,5

Léttbyggt - Fótahátt

108

Spuni frá Miðsitju (8.33)

Fótagerð

7,5

Réttleiki

8

Frostrós frá Sólheimum (7.34)

Hófar

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

8

99

Katla frá Miðsitju (8.11)

Sköpulag

8,27

109

Sandur frá Horni I

Tölt

110

Rikka frá Fornustekkum (7.69)

Brokk

104

Skeið

116

Stökk

111

Vilji og geðslag

115

8,5

105 99 Hvelfdur botn

110

Fegurð í reið

111

Fet

95

Hægt tölt

107

Hægt stökk Hæfileikar

115

Aðaleinkunn

116

Hæfileikar án skeiðs

110

Aðaleinkunn án skeiðs

112 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

224 | Stóðhestar 2020


Sindri frá Hjarðartúni IS2015184872

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Óskar Eyjólfsson Eigandi: Bjarni Elvar Pétursson, Einhyrningur ehf., Kristín Heimisdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefa Hans Þór Hilmarsson S: 616-1207 og Arnhildur S: 866-1382 eða í tölvupósti á info@hjardartun.is Nánari upplýsingar á hjardartun.is Verð: 60 þúsund + vsk.

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

99

Háls, herðar og bógar

104

Bak og lend

108

Samræmi

112

Fótagerð

94

Réttleiki

98

Hófar

108

Prúðleiki

91

Sköpulag

109

Tölt

111

Brokk

109

Skeið

122

Stökk

104

Vilji og geðslag

115

Fegurð í reið

114

Fet

98

Hægt tölt

114

Mynd: C. Schmid Bielenberg

Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Stáli frá Kjarri (8.76) Jónína frá Hala (8.13) Aron frá Strandarhöfði (8.54) Dögun frá Hjarðartúni (8.15) Dögg frá Breiðholti, Gbr. (8.61)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gnótt frá Sauðárkróki (8.1) Þokki frá Garði (7.96) Blökk frá Hofsstöðum Óður frá Brún (8.34) Yrsa frá Skjálg (7.9) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Hrund frá Torfunesi (8.02)

Hægt stökk Hæfileikar

120

Aðaleinkunn

120

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

114 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 225


Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk IS2012164070

Litur: Bleikur/fífil- einlitt (6400). Ræktandi: Agnar Þór Magnússon, Birna Tryggvadóttir Thorlacius Eigandi: Kristín Magnúsdóttir, Sóleyjarbakki ehf

Upplýsingar: Verður til notkunar á Sóleyjarbakka, Hrunamannahrepp. Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Magnúsdóttir í síma 867-9994

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Agnar Þór Magnússon Hæð á herðakamb: 139 cm. Mynd: aðsend

Njáll frá Hvolsvelli (8.36) Fáfnir frá Hvolsvelli (8.31) Ögn frá Hvolsvelli Flugar frá Flugumýri (8.02) Sveifla frá Lambanesi Blika frá Bergstöðum

Hróður frá Refsstöðum (8.39) Saga frá Hvolsvelli (7.9) Hersir frá Þúfu í Landeyjum (7.66)

8.5

Höfuð

8

Háls, herðar og bógar

8.5

Bak og lend Samræmi

8

Fótagerð

8.5 8

Réttleiki

Frítt, Vel borin eyru, Vel opin augu

106

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar

102

Breitt bak, Djúp lend, Öflug lend, Svagt bak

101

Hlutfallarétt

97

Mikil sinaskil, Öflugar sinar

108

Framf: Réttir, Afturf: Brotin tálína

101

Djúpir, Efnisþykkir

97

Ósk frá Hvolsvelli

Hófar

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

8.5

107

Vaka frá Flugumýri

Sköpulag

8.24

103

Selur frá Steinum

Tölt

9

Rúmt, Há fótlyfta, Skrefmikið

110

Álft frá Búðarhóli

Brokk

9

Rúmt, Skrefmikið, Há fótlyfta

109

8.5

Skeið

8.5

Öruggt

112

Stökk

8.5

Teygjugott

104

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni

119

Mikið fas, Mikill fótaburður

108

Flýtir sér

102

9

Fegurð í reið

7.5

Fet Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.85

114

Aðaleinkunn

8.61

114

Hæfileikar án skeiðs

103

112

Aðaleinkunn án skeiðs

111

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 64. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 226 | Stóðhestar 2020



Skaginn frá Skipaskaga IS2009101044

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Jón Árnason Eigandi: Skipaskagi ehf

Upplýsingar: Skaginn verður í húsnotkun á Litlu-Fellsöxl. Upplýsingar um notkun gefur Jón í síma 899-7440 og á netfangið skipaskagi@gmail.com. Frá miðjum júní verður Skaginn í hólfi í Kirkjubæ. Upplýsingar um notkun gefa Hjörvar í síma 848-0625 og á netfangið hjorvar@kirkjubae.is eða Jón í síma 899-7440 og á netfangið skipaskagi@gmail.com. Verð fyrir folatoll og umsjón er 143þús +vsk.

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 148 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfur frá Selfossi (8.46) Álfadís frá Selfossi (8.31) Meiður frá Miðsitju (7.97) Assa frá Akranesi (8.31) Rósa frá Akranesi (8.1)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Adam frá Meðalfelli (8.24)

Höfuð

8

Vel borin eyru

121

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Langur, Grannur, Háar herðar

121

8

Jöfn lend

103

Bak og lend Samræmi

9.5

Fótagerð

9

Léttbyggt, Langvaxið, Fótahátt, Sívalvaxið

126

Sverir liðir, Öflugar sinar, Þurrir fætur

108

Hvelfdur botn

106

Réttleiki

7.5

Grýla frá Stangarholti (7.69)

Hófar

8.5

98

Toppur frá Eyjólfsstöðum (8.46)

Prúðleiki

9

121

Krafla frá Sauðárkróki (8.26)

Sköpulag

8.76

129

Styrkur frá Akranesi

Tölt

9

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

Rós frá Laugavöllum (7.51)

Brokk

8

Skrefmikið, Há fótlyfta

96

Skeið

9

Ferðmikið, Takthreint, Mikil fótahreyfing

123

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt, Takthreint

107

110

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

111

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikil reising, Mikill fótaburður

112

7

Skeiðborið

96

Fet Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8.5

112

Hæfileikar

8.7

115

Aðaleinkunn

8.73

122

Hæfileikar án skeiðs

108

Aðaleinkunn án skeiðs

116

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 201. Fjöldi dæmdra afkvæma: 8. 228 | Stóðhestar 2020


Skarði frá Skör

IS2015101488

Litur: Grár/rauður einlitt (0100). Ræktandi: Bragi Sverrisson, Karl Áki Sigurðsson Eigandi: Hrafnagaldur ehf

Upplýsingar: Skarði er einstaklega geðgóður og skrefmikill alhliða foli með sterkar ættir á bakvið sig, en hann er undan heimsmeistaranum Hrímni frá Ósi og sammæðra heiðursverðlaunahestinum Aroni frá Strandarhöfði. Upplýsingar um notkun veitir Hrafnhildur í síma 846-8874 eða á hrafnagaldurehf@gmail.com.

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

100

Háls, herðar og bógar

103

Bak og lend

103

Samræmi

103

Fótagerð

97

Réttleiki

98

Hófar

106

Prúðleiki

103

Sköpulag

105

Tölt

106

Brokk

106

Skeið

104

Stökk

101

Vilji og geðslag

107

Fegurð í reið

105

Fet

101

Hægt tölt

102

Mynd: Liga Liepina

Rökkvi frá Hárlaugsstöðum (8.34) Hrímnir frá Ósi (8.32) Héla frá Ósi (8.07) Farsæll frá Ási I (8.1) Yrsa frá Skjálg (7.9) Skör frá Skjálg (7.57)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Snegla frá Hala (8.19) Gustur frá Hóli (8.57) Fröken frá Möðruvöllum Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54) Vaka frá Ási I (8.13) Skarði frá Syðra-Skörðugili (7.74) Skíma frá Syðra-Langholti

Hægt stökk Hæfileikar

107

Aðaleinkunn

108

Hæfileikar án skeiðs

107

Aðaleinkunn án skeiðs

107 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 4. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 229


Skálkur frá Koltursey IS2016180376

Litur: Jarpur/milli- skjótt (3510). Ræktandi: Pétur Jónsson, Þórhallur Dagur Pétursson Eigandi: Sara Sigurbjörnsdóttir, Þórhallur Dagur Pétursson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Sara Sigurbjörnsdóttir í síma 699-0126.

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

113

Háls, herðar og bógar

105

Bak og lend

109

Samræmi

109

Fótagerð

105

Réttleiki

102

Lissy frá Vatnsleysu (7.88)

Hófar

101

Keilir frá Miðsitju (8.63)

Prúðleiki

92

Álfadís frá Selfossi (8.31)

Sköpulag

111

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45)

Tölt

109

Síða frá Sauðárkróki (8)

Brokk

119

Mynd: aðsend

Hróður frá Refsstöðum (8.39) Lexus frá Vatnsleysu (8.15) Lydía frá Vatnsleysu (8.3) Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Hnoss frá Koltursey (8.36) Kjarnorka frá Sauðárkróki (8.1)

Léttir frá Stóra-Ási (8.05) Rán frá Refsstöðum (7.66) Glampi frá Vatnsleysu (8.35)

Skeið

112

Stökk

110

Vilji og geðslag

116

Fegurð í reið

119

Fet

96

Hægt tölt

117

Hægt stökk Hæfileikar

119

Aðaleinkunn

120

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

118 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

230 | Stóðhestar 2020


Skálmar frá Nýjabæ

IS2006135513

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir Eigandi: Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Ólöf í síma: 435-1233 og Kristinn í síma: 893-7616, netfang: kr@vesturland.is.

Hæsti dómur (2014) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigurður Óli Kristinsson Hæð á herðakamb: 140 cm. 8.5

Höfuð

9

Háls, herðar og bógar Bak og lend

8.5

Samræmi

8.5

Fótagerð

7.5

Réttleiki

8 8.5

Hófar Prúðleiki

9

Sköpulag

8.46 9

Tölt

Frítt, Skarpt/þurrt

112

Langur, Skásettir bógar, Klipin kverk

114

Breitt bak, Vöðvafyllt bak

102 106

Lítil sinaskil

97

Djúpir, Efnisþykkir, Þykkir hælar

116 Rúmt, Mikið framgrip, Skrefmikið

105 103

Skeið

9

Öruggt, Skrefmikið

120

Stökk

8

Ferðmikið

96 111

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

98

Fet

7.5

Taktgott, Skrefstutt

103

8

Furða frá Nýjabæ (8.06)

120

Skrefmikið, Ójafnt

8

Aðall frá Nýjabæ (8.64)

108

8.5

Hægt stökk

Adam frá Meðalfelli (8.24)

109

Brokk

Hægt tölt

Mynd: aðsend

Kjarval frá Sauðárkróki (8.32) Stika frá Nýjabæ (7.6) Aldís frá Nýjabæ (8.06)

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Vordís frá Sandhólaferju (7.88) Angi frá Laugarvatni (8.26) Aldís frá Nýjabæ (8.06) Prins frá Sauðárkróki (8.09) Hrafnhetta frá Sauðárkróki (8.31) Ófeigur frá Hvanneyri (8.55) Nótt frá Nýjabæ (7.72)

97

Hæfileikar

8.75

111

Aðaleinkunn

8.64

114

Hæfileikar án skeiðs

104

Aðaleinkunn án skeiðs

108

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 67. Fjöldi dæmdra afkvæma: 3. Stóðhestar 2020 | 231


Skjanni frá Nýjabæ IS2001135515

Litur: Brúnn/mó- slettuskjótt hringeygt eða glaseygt (22s4). Ræktandi: Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir Eigandi: Kristinn Reynisson, Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Ólöf í síma: 435-1233 og Kristinn í síma: 893-7616, netfang: kr@vesturland.is.

Hæsti dómur (2005) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Agnar Þór Magnússon Hæð á herðakamb: 141 cm. Mynd: aðsend

Léttir frá Stóra-Ási (8.05) Hróður frá Refsstöðum (8.39) Rán frá Refsstöðum (7.66) Seifur frá Sauðárkróki (8.02) Þóra frá Nýjabæ (7.37) Þokkadís frá Nýjabæ (8.11)

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Harpa frá Hofsstöðum (8.09)

8

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

Skarpt/þurrt - Langt höfuð

111

Hátt settur

108

Hlutfallarétt - Fótahátt

104

8

Bak og lend

8.5

Samræmi

99

Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54)

Fótagerð

7

Lítil sinaskil

91

Réttleiki

7.5

Framf.: Brotin tálína

97

8

Þykkir hælar

91

Litla-Ljót frá Refsstöðum (7.68)

Hófar

Þráður frá Nýjabæ (7.89)

Prúðleiki

7.5

101

Hrafnkatla frá Sauðárkróki (8.54)

Sköpulag

8.01

100

Þokki frá Bóndhóli (8.08)

Tölt

8

Rúmt - Mjúkt

Nótt frá Nýjabæ (7.72)

Brokk

8

Rúmt - Taktgott - Fjórtaktað/Brotið

99

Skeið

8

Öruggt

105

Stökk

8.5

Ferðmikið - Teygjugott

98

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

101

Ójafnt

101

Fegurð í reið

8

Fet

7

Hægt tölt

7

Hægt stökk

8

96

95 96

Hæfileikar

8.12

99

Aðaleinkunn

8.08

99

Hæfileikar án skeiðs

97

Aðaleinkunn án skeiðs

97

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 94. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 232 | Stóðhestar 2020


Skógur frá Ytri-Skógum

IS2015184011

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Ingimundur Vilhjálmsson Eigandi: Hinrik Bragason, Hulda Gústafsdóttir

Upplýsingar: Skógur er verulega lofandi alhliða hestur, efni í fimmgangshest í fremstu röð. Föður hans, Aron frá Strandarhöfði þarf vart að kynna og móðir hans Gná Orradóttir frá Ytri-Skógum var afrekshryssa, var í úrslitum í B flokki og tölti á Landsmóti 2006 og hefur þegar sannað sig sem kynbótahryssa. Skógur minnir um margt á foreldra sína, er með mjög góð gangskil, er meðfærilegur á allan hátt og mjög myndarlegur. Stefnt er með Skóg í kynbótadóm í sumar. Skógur verður til afnota á Árbakka í sumar, upplýsingar í síma 8971744, 8971748 og hestvit@hestvit.is

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

100

Háls, herðar og bógar

103

Bak og lend

100

Samræmi

104

Fótagerð

102

Réttleiki

88

Hófar

106

Prúðleiki

103

Sköpulag

105

Tölt

113

Brokk

111

Skeið

108

Stökk

107

Vilji og geðslag

114

Fegurð í reið

112

Fet

111

Hægt tölt

114

Mynd: aðsend

Óður frá Brún (8.34) Aron frá Strandarhöfði (8.54) Yrsa frá Skjálg (7.9) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Gná frá Ytri-Skógum (8.23) Hrefna frá Ytri-Skógum (8.08)

Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Ósk frá Brún (8.03) Farsæll frá Ási I (8.1) Skör frá Skjálg (7.57) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Snót frá Ytri-Skógum (7.57)

Hægt stökk Hæfileikar

117

Aðaleinkunn

117

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

116 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 2. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 233


Skörungur frá Skáney IS2010135811

Litur: Rauður/milli- stjörnótt (1520). Ræktandi: Randi Holaker Eigandi: Randi Holaker

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Haukur Bjarnason í síma 894-6343, netfang: randi@skaney.is

Hæsti dómur (2017) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: Martha Gunnarsdóttir

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Ómur frá Kvistum (8.61) Orka frá Hvammi (8.15) Andvari frá Skáney (8.04) Nútíð frá Skáney (8.03) Rönd frá Skáney (8)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Emanon frá Vestra-Fíflholti (8.16) Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Bein neflína, Vel opin augu

104

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Mjúkur, Djúpur

106

Bak og lend

8.5

Öflug lend, Góð baklína

108

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Fótahátt

Fótagerð

8

8

Höfuð

Réttleiki

106 108

8

Afturf: Réttir

110

8.5

Hvelfdur botn

106

Löpp frá Hvammi (8.22)

Hófar

Stígandi frá Sauðárkróki (8.15)

Prúðleiki

9.5

Svala frá Skáney (7.82)

Sköpulag

8.39

Víkingur frá Skáney (7.69)

Tölt

9

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

Aldís frá Svignaskarði

Brokk

8

Skrefmikið, Há fótlyfta

98

Skeið

8.5

Mikil fótahreyfing

112

Stökk

8.5

Hátt

107

Vilji og geðslag

8.5

123 115 113

Ásækni

104

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikill fótaburður

114

Fet

7

Framtakslítið

85

8.5

Hægt tölt

112

8

Hægt stökk Hæfileikar

8.55

112

Aðaleinkunn

8.48

115

Hæfileikar án skeiðs

108

Aðaleinkunn án skeiðs

112

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 18. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 234 | Stóðhestar 2020


SPENNANDI GIRÐINGAREFNI!

Girðingarstaurar

Ný sending Túngirðingarnet og gaddavír

Hliðgrindur 120/240/366/420cm

Þú færð bændavöruna hjá okkur Auðvelt að versla á byko.is


Slyngur frá Fossi IS2011188660

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Ragnar Hinriksson Eigandi: Helga Kristín Claessen

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Sigurður V. Matthíasson í síma 897-1713 eða netfang: info@ganghestar.is

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigurður Vignir Matthíasson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: aðsend

Klettur frá Hvammi (8.49) Hringur frá Fossi (8.49) Ella frá Dalsmynni Skutur frá Tóftum Snör frá Tóftum (7.79) Herva frá Hrólfsstaðahelli

Gustur frá Hóli (8.57) Dóttla frá Hvammi Geysir frá Dalsmynni (8.15)

Höfuð

8

Vel borin eyru

103

Háls, herðar og bógar

9

Hátt settur, Mjúkur, Skásettir bógar

112

8

Löng lend

100

Hlutfallarétt, Langvaxið

106

Öflugar sinar, Snoðnir fætur

103

Bak og lend Samræmi

8.5

Fótagerð

8

Réttleiki

8.5

Afturf: Réttir

99

Gjálp frá Kirkjubæ (7.78)

Hófar

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

8

95

Trilla frá Tungufelli

Sköpulag

8.38

108

Hervar frá Sauðárkróki (8.27)

Tölt

8.5

Stássa frá Hrólfsstaðahelli

Brokk

8

Skrefmikið

97

Skeið

8.5

Skrefmikið

105

Stökk

8.5

Teygjugott

106

Vilji og geðslag

8.5

8

101

Taktgott, Skrefmikið

101

Þjálni

103

Fegurð í reið

8

Skekkir sig

103

Fet

9

Taktgott, Skrefmikið

114

Hægt tölt

8.5

97

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.39

105

Aðaleinkunn

8.39

106

Hæfileikar án skeiðs

103

Aðaleinkunn án skeiðs

105 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

236 | Stóðhestar 2020


Snillingur frá Íbishóli IS2010157686

Litur: Moldóttur/gul- /m- einlitt (5500). Ræktandi: Elisabeth Jansen, Magnús Bragi Magnússon Eigandi: Magnús Bragi Magnússon

Upplýsingar: Senda fyrirspurn á ibisholl@simnet.is eða á facebook https://www.facebook.com/HrossaraektunarbuidIbisholl/. Upplýsingar veita Magnús í síma: 898-6062 og Elisabeth í síma: 862-3788 Verð: 120.000 kr með vsk. og hagagjald.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Bjarni Jónasson Hæð á herðakamb: 141 cm. Höfuð

8

Vel opin augu

101

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur

96

9

Vöðvafyllt bak, Öflug lend, Góð baklína

116

Samræmi

8.5

Léttbyggt, Sívalvaxið

102

Fótagerð

7.5

Prúðir fætur, Lítil sinaskil

97

Réttleiki

8

Afturf: Réttir

107

Hófar

9

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

104

Bak og lend

Prúðleiki

8.5

Sköpulag

8.26

Tölt

8

106 Há fótlyfta

108

8.5

Rúmt, Skrefmikið

116

Skeið

9.5

Ferðmikið, Takthreint, Skrefmikið

118

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

108

Ásækni, Þjálni

115

Vilji og geðslag Fet Hægt tölt Hægt stökk

9 8.5 8 8

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

112

Taktgott

105

Lísa frá Sigríðarstöðum (7.91) Óður frá Brún (8.34) Ósk frá Íbishóli (8.37) Gnótt frá Ytra-Skörðugili (7.92)

Abba frá Gili (8.03) Angi frá Laugarvatni (8.26) Dimma frá Sigríðarstöðum (8.01) Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Ósk frá Brún (8.03) Ófeigur frá Hvanneyri (8.55) Hæra frá Ytra-Skörðugili

117

Hæfileikar

8.58

119

8.46

119

Aðaleinkunn án skeiðs

Vafi frá Ysta-Mó (8.49)

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

7.5

Aðaleinkunn Hæfileikar án skeiðs

Gustur frá Hóli (8.57)

106

Brokk

Fegurð í reið

Mynd: aðsend

115 115 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 91. Fjöldi dæmdra afkvæma: 1. Stóðhestar 2020 | 237


Snæfinnur frá Sauðanesi IS2014167171

Litur: Vindóttur/mó einlitt (8600). Ræktandi: Ágúst Marinó Ágústsson Eigandi: Draumórar ehf.

Upplýsingar: Snæfinnur er vel ættaður, gullfallegur foli með frábært geðslag. Hann er ljúfur í allri umgengni jafnt úti sem inni. Hann smellti sér í fyrstu verðlaun síðasta sumar í sinni fyrstu sýningu. Hann á nú þegar nokkur afkvæmi og ljóst er að liturinn erfist vel. Upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson í síma 899 5851. Einnig er hægt að skoða hann nánar á www.snaefinnur.is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hans Þór Hilmarsson Hæð á herðakamb: 139 cm. Bein neflína

108

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur

106

Bak og lend

8.5

Breitt bak, Góð baklína

109

Samræmi

8.5

Léttbyggt, Sívalvaxið

109

Oddur frá Selfossi (8.48)

Fótagerð

8

Sverir liðir

102

Réttleiki

8

Eydís frá Meðalfelli (8.42)

Hófar

8

Gaukur frá Innri-Skeljabrekku (8.01)

Prúðleiki

8

Þyrla frá Norðtungu

Sköpulag

8.26

Fáfnir frá Fagranesi (8.33)

Tölt

Mynd: aðsend

Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Spuni frá Vesturkoti (8.92) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Glymur frá Innri-Skeljabrekku (8.38) Sunna frá Sauðanesi (8.16) Minning frá Sauðanesi (8.24)

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31)

Bára frá Brimnesi (7.87)

8

Höfuð

107 Vel formaðir

101 100 111

8

Rúmt

106

Brokk

7

Ferðlítið

95

Skeið

9

Ferðmikið, Takthreint

138

Stökk

7.5

Sviflítið

97

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

8

Fegurð í reið Fet

8

Hægt tölt

7.5

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.08

Aðaleinkunn

8.15

Hæfileikar án skeiðs

113 107

Taktgott

106 101 118 119 105

Aðaleinkunn án skeiðs

108

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 15. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 238 | Stóðhestar 2020


Sókrates frá Skáney

IS2013135811

Litur: Brúnn/milli- stjörnótt (2520). Ræktandi: Haukur Bjarnason Eigandi: Haukur Bjarnason

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Haukur Bjarnason í síma 894-6343, netfang: randi@skaney.is

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Haukur Bjarnason Hæð á herðakamb: 146 cm. Höfuð

8

Myndarlegt

100

Háls, herðar og bógar

9

Mjúkur, Háar herðar, Klipin kverk

113

Góð baklína

110

Fótahátt

112

8.5

Bak og lend Samræmi

9

Fótagerð

8

101

Réttleiki

8

113

8.5

Hófar

Djúpir, Efnisþykkir, Þröngir

9

Sköpulag

8.59

Tölt

8.5

Taktgott, Há fótlyfta

110

Brokk

7

Skrefmikið, Ferðlítið

93

Skeið

8

Skrefmikið

116

Stökk

8

Hátt

102

8

Þjálni

101

8.5

Fegurð í reið

7

Fet

8

Hægt tölt Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.02

Aðaleinkunn

8.25

Hæfileikar án skeiðs

Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Stáli frá Kjarri (8.76) Jónína frá Hala (8.13)

107

Prúðleiki

Vilji og geðslag

Mynd: aðsend

113 119

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

110

Brokkívaf

88

Andvari frá Skáney (8.04) Nútíð frá Skáney (8.03) Rönd frá Skáney (8)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gnótt frá Sauðárkróki (8.1) Þokki frá Garði (7.96) Blökk frá Hofsstöðum Stígandi frá Sauðárkróki (8.15) Svala frá Skáney (7.82) Víkingur frá Skáney (7.69) Aldís frá Svignaskarði

107 109 114 104

Aðaleinkunn án skeiðs

109

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 19. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 239


Sólbjartur frá Flekkudal IS2006125041

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Guðný Ívarsdóttir Eigandi: Guðný Ívarsdóttir, Sigurður Guðmundsson

Upplýsingar: Sólbjartur verður í stóðhestahólfi að Hurðarbaki í Kjós frá 15. júní næstkomandi. Folatollur ásamt einni sónarskoðun og girðingargjaldi er kr. 85.000,Sólbjartur hefur m.a. unnið fimmganginn í meistaradeildinni tvisvar sinnum, unnið fimmgang í meistaradeild Norðurlands og unnið keppni sem meistari meistaranna. Afkvæmi Sólbjarts eru mörg verulega áhugaverð en þar má telja heimsmeistara, hátt dæmd alhliða hross og klárhross þar sem tölteinkunninni 9,5 bregður fyrir. Allar nánari upplýsingar veita Sigurður og Guðný í símum 8995285 og 8997052.

Hæsti dómur (2012) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Artemisia Constance Bertus Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: aðsend

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Huginn frá Haga I (8.57) Vænting frá Haga I (8.04) Adam frá Meðalfelli (8.24) Pyttla frá Flekkudal (8.55) Drottning frá Stóra-Hofi (7.81)

Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54) Blesa frá Möðrufelli (8.01) Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Snegla frá Droplaugarstöðum (7.65)

Höfuð

8

Háls, herðar og bógar

8 8.5

Bak og lend

107 Mjúkur, Skásettir bógar, Stuttur, Þykkur

105

Djúp lend, Öflug lend

95

Samræmi

8

Hlutfallarétt

95

Fótagerð

9

Rétt fótstaða, Öflugar sinar, Prúðir fætur, Þurrir fætur

114

Réttleiki

7

Hófar

9

90 Djúpir, Efnisþykkir

111

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

7.5

102

Vordís frá Sandhólaferju (7.88)

Sköpulag

8.24

105

Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54)

Tölt

8.5

Harka frá Stóra-Hofi

Brokk

Taktgott, Mjúkt

8

Skeið

8

Stökk

8

113 108

Öruggt

112 107

Vilji og geðslag

8.5

Þjálni

111

Fegurð í reið

8.5

Góður höfuðb., Fallegur tagl

113

Fet

8.5

Skrefmikið

109

8

Hægt tölt

111

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.32

118

Aðaleinkunn

8.29

118

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

115

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 46. Fjöldi dæmdra afkvæma: 8. 240 | Stóðhestar 2020


Sólon frá Þúfum IS2013158161

Litur: Brúnn/mó- einlitt (2200). Ræktandi: Gísli Gíslason, Mette Camilla Moe Mannseth Eigandi: Gísli Gíslason, Mette Camilla Moe Mannseth

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Eva í síma 898-1029 eða netfang: takthestar@gmail.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Höfuð

8

Vel borin eyru

112

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Mjúkur, Háar herðar

118

Bak og lend

8.5

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

106

Samræmi

8.5

Langvaxið, Fótahátt, Sívalvaxið

108

Fótagerð

8

Öflugar sinar, Þurrir fætur

94

Réttleiki

8

Framf: Útskeifir - Afturf: Réttir

108

Hófar

8

Efnisþykkir

96

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.38

Tölt

8.5

Rúmt

105

Brokk

8.5

Rúmt

109

Skeið

9

Ferðmikið, Takthreint

127

Stökk

8.5

Ferðmikið, Hátt

109

Mynd: Bjarney Anna Þórsdóttir

Þokki frá Kýrholti (8.73) Trymbill frá Stóra-Ási (8.57) Nóta frá Stóra-Ási (8.25)

98 112

Vilji og geðslag

9

Ásækni

118

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb.

117

Fet

8

97

Hægt tölt

8

107

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.71

119

Aðaleinkunn

8.58

121

Hæfileikar án skeiðs

111

Aðaleinkunn án skeiðs

113

Hróður frá Refsstöðum (8.39) Komma frá Hóli v/Dalvík (8.09) Sif frá Hóli v/Dalvík (7.8)

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Þörf frá Hólum (7.87) Oddur frá Selfossi (8.48) Harpa frá Hofsstöðum (8.09) Léttir frá Stóra-Ási (8.05) Rán frá Refsstöðum (7.66) Kolgrímur frá Kjarnholtum I (8.23) Blesa frá Möðrufelli (8.01)

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 15. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 241


Spaði frá Stuðlum IS2013187105

Litur: Leirljós/Hvítur/milli- einlitt (4500). Ræktandi: Edda Björk Ólafsdóttir, Páll Stefánsson Eigandi: Léttleiki North ehf

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Alexandra Dannenmann í síma +1 239 223-5403 og Maggie Brandt í síma +1 502 541-4590 eða á netfang: maggie@lettleikiicelandics.com. www.lettleikiicelandics.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Fínleg eyru, Vel opin augu

113

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

115

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

108

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

110

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Fótagerð

7.5

Lítil sinaskil

97

Réttleiki

8

Framf: Útskeifir

109

Björk frá Hvolsvelli (8.02)

Hófar

8.5

Hvelfdur botn

105

Mynd: aðsend

Þokki frá Kýrholti (8.73) Barði frá Laugarbökkum (8.51) Birta frá Hvolsvelli (8.22) Páfi frá Kirkjubæ (8.19) Þerna frá Arnarhóli (8.27) Vaka frá Arnarhóli (8.33)

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Þörf frá Hólum (7.87)

8.5

Höfuð

Angi frá Laugarvatni (8.26)

Prúðleiki

7.5

90

Hylling frá Kirkjubæ (8.16)

Sköpulag

8.53

115

Kjarval frá Sauðárkróki (8.32)

Tölt

Fluga frá Arnarhóli (8.23)

Brokk

9 8.5

Skeið

9

Stökk

8.5

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

113

Skrefmikið, Há fótlyfta

109

Ferðmikið, Öruggt, Skrefmikið

122

Ferðmikið, Teygjugott

109 115

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

116

Skrefmikið

108

Fet

8.5

Hægt tölt

8.5

113

Hægt stökk

9

Hæfileikar

8.87

123

Aðaleinkunn

8.73

125

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

119

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 54. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 242 | Stóðhestar 2020


Sportjeppi fjölskyldunnar RAV4

RAV4 – verð frá: 5.340.000 kr. RAV4 Hybrid – verð frá: 6.490.000 kr.

RAV4 er bíll ársins í sínum flokki og fylgir fjölskyldunni árið um kring – hvert sem ferðinni er heitið. Fjölhæfur sportjeppi sem aldrei klikkar á að koma með í lautartúrinn, skíðabrekkuna, veiðitúrinn og íþróttamótin allan hringinn. Nýr Hybrid = 100% afsláttur af lántökugjöldum. Landsbankinn fellir niður lántökugjöld af nýjum Hybrid-bílum frá Toyota á Íslandi – enda eru þeir kolefnisjafnaðir að fullu í samstarfi við Kolvið. Við fögnum þessu fagurgræna skrefi í átt að vistvænni bílakaupum. Sjá nánar á toyota.is

3+4 ÁBYRGÐ

2 ÁRA ÞJÓNUSTA

SPORLAUS

Toyota Selfossi Fossnesi 14 480 8000

Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 7 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Gildir eingöngu um bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf. Birt með fyrirvara um villur.


Sproti frá Enni IS2008158455

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Eindís Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Jóhannsson Eigandi: Gunnar Arnarson ehf., Kristbjörg Eyvindsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Gunnar Arnarson í síma: 892-0344, netfang: gunnara@ simnet.is.

Hæsti dómur (2014) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Mynd: aðsend

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Dama frá Þúfu í Landeyjum Vörður frá Enni (7.79) Sending frá Enni (8.31) Ljóska frá Enni (7.8)

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Hrafnkatla frá Sauðárkróki (8.54)

Höfuð

8.5

Svipgott, Vel borin eyru

104

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Langur, Mjúkur, Skásettir bógar, Djúpur

105

Bak og lend

7.5

Breitt bak, Svagt bak

99

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Langvaxið

105 119

Adam frá Meðalfelli (8.24)

Fótagerð

9

Öflugar sinar, Þurrir fætur

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir, Afturf: Nágengir

94

Svana frá Þúfu í Landeyjum

Hófar

9

Þykkir hælar

128

Þytur frá Enni (8)

Prúðleiki

8.5

Tinna frá Enni

Sköpulag

8.5

Þróttur frá Enni

Tölt

8.5

Vonin II frá Enni

Brokk

9

Skeið

5

Stökk

108 118 Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

106

Taktgott, Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

109

9

Teygjugott, Svifmikið, Hátt, Takthreint

118

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

115

Fegurð í reið

9

Mikil reising, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

120

Skrefmikið

110

90

Fet

8.5

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

9.5

Hæfileikar

8.18

111

Aðaleinkunn

8.31

115

112

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

120

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 29. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 244 | Stóðhestar 2020


Sproti frá Vesturkoti IS2014187114

Litur: Brúnn/milli- stjörnótt (2520). Ræktandi: Finnur Ingólfsson Eigandi: Finnur Ingólfsson

Upplýsingar: Upplýsingar veita Hulda í síma 698 7788 eða Þórarinn í síma 846 1575, einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti vesturkot@vesturkot.is

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórarinn Ragnarsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Höfuð

8

Myndarlegt

109

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Langur, Mjúkur, Klipin kverk

113

8

Breitt bak, Afturdregin lend

101

Samræmi

8.5

Léttbyggt, Sívalvaxið

104

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Prúðir fætur, Lítil sinaskil

113

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir, Afturf: Brotin tálína

97

Hófar

8

103

Prúðleiki

8.5

102

Sköpulag

8.36

Tölt

8.5

Bak og lend

112 Rúmt, Taktgott

111

Brokk

8

Öruggt

105

Skeið

6.5

Ferðlítið

116

Stökk

8.5

Ferðmikið, Hátt

107

Vilji og geðslag

8.5

Fegurð í reið

8.5

Mikil reising, Góður höfuðb.

112

Fet

8.5

Skrefmikið

120

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.1

Aðaleinkunn

8.21

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

Mynd: aðsend

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum (8.65) Álfadís frá Selfossi (8.31) Oddur frá Selfossi (8.48) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Eydís frá Meðalfelli (8.42)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Krafla frá Sauðárkróki (8.26) Adam frá Meðalfelli (8.24) Grýla frá Stangarholti (7.69) Kjarval frá Sauðárkróki (8.32) Leira frá Þingdal (8.07) Piltur frá Sperðli (8.33) Vordís frá Sandhólaferju (7.88)

116

107 119 121 115 117

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 5. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 245


Stapi frá Stíghúsi IS2016182122

Litur: Rauður/milli- skjótt (1510). Ræktandi: Guðbrandur Stígur Ágústsson Eigandi: Guðbrandur Stígur Ágústsson

Upplýsingar: Verður í útleigu í sumar. Upplýsingar veitir Guðbrandur Stígur í síma 862-8049 eða netfang: gstigur@simnet.is

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: Liga Liepina

Ómur frá Kvistum (8.61) Konsert frá Hofi (8.72) Kantata frá Hofi (8.26) Álfur frá Selfossi (8.46) Álöf frá Ketilsstöðum (8.15) Hefð frá Ketilsstöðum (8.03)

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Orka frá Hvammi (8.15) Kormákur frá Flugumýri II (8.3)

Höfuð

110

Háls, herðar og bógar

107

Bak og lend

103

Samræmi

113

Fótagerð

110

Réttleiki

100

Varpa frá Hofi (7.9)

Hófar

114

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

94

Álfadís frá Selfossi (8.31)

Sköpulag

116

Skrúður frá Framnesi (7.92)

Tölt

115

Vakning frá Ketilsstöðum (8.02)

Brokk

111

Skeið

121

Stökk

112

Vilji og geðslag

118

Fegurð í reið

118

Fet

92

Hægt tölt

114

Hægt stökk Hæfileikar

122

Aðaleinkunn

125

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

120 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

246 | Stóðhestar 2020


Stardal frá Stíghúsi

IS2017182122

Litur: Rauður/milli- skjótt (1510). Ræktandi: Guðbrandur Stígur Ágústsson Eigandi: Guðbrandur Stígur Ágústsson

Upplýsingar: Verður í útleigu í sumar. Upplýsingar veitir Guðbrandur Stígur í síma 862-8049 eða netfang: gstigur@simnet.is

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

108

Háls, herðar og bógar

103

Bak og lend

101

Samræmi

106

Fótagerð

112

Réttleiki

100

Hófar

112

Prúðleiki

91

Sköpulag

110

Tölt

109

Brokk

110

Skeið

121

Stökk

106

Vilji og geðslag

116

Fegurð í reið

114

Fet

114

Hægt tölt

112

Mynd: Aðsend

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum (8.65) Álfadís frá Selfossi (8.31) Álfur frá Selfossi (8.46) Álöf frá Ketilsstöðum (8.15) Hefð frá Ketilsstöðum (8.03)

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Krafla frá Sauðárkróki (8.26) Adam frá Meðalfelli (8.24) Grýla frá Stangarholti (7.69) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfadís frá Selfossi (8.31) Skrúður frá Framnesi (7.92) Vakning frá Ketilsstöðum (8.02)

Hægt stökk Hæfileikar

121

Aðaleinkunn

122

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 247


Steggur frá Hrísdal IS2009137717

Litur: Bleikur/álóttur skjótt (6610). Ræktandi: Guðrún Margrét Baldursdóttir, Gunnar Sturluson Eigandi: Guðrún Margrét Baldursdóttir, Hrísdalshestar sf.

Upplýsingar: Steggur frá Hrísdal verður til afnota í Hrísdal í sumar. Steggur er frábær töltari og fjórgangari, geðgóður og einstaklega mjúkur í hreyfingum. Hann stóð sig frábærlega vel á Landsmóti 2018 í tölti (8,28) og á Íslandsmóti 2018 í fjórgangi (7,87) og tölti (8,57). Afkvæmin eru litfögur, falleg og koma vel út í tamningu, geðgóð, ljúf og ganggóð. Verð fyrir fengna hryssu er kr. 95.000 auk VSK. Upplýsingar veita Siguroddur í s. 897 9392 eða Gunnar í s 8602337, eða sendið póst á hrisdalur@hrisdalur.is.

Hæsti dómur (2014) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Siguroddur Pétursson Hæð á herðakamb: 143 cm. Mynd: Kolla Gr

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Þristur frá Feti (8.27) Skák frá Feti (7.74) Þór frá Prestsbakka (8.24) Mánadís frá Margrétarhofi (8.02) Feykja frá Ingólfshvoli (7.89)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Barón (Glæsir) frá Miðsitju

8

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

8

Bak og lend Samræmi

8.5

Fótagerð

8

Réttleiki

8 8

Fínleg eyru

102

Langur, Háar herðar

105

Góð baklína

101

Léttbyggt, Fótahátt

103

Öflugar sinar, Lítil sinaskil

99 103

Drift frá Kvíabekk (7.3)

Hófar

Svartur frá Unalæk (8.54)

Prúðleiki

8.5

111

Gyðja frá Gerðum (8.11)

Sköpulag

8.24

108

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Tölt

9

Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

116

Gola frá Gerðum (8.02)

Brokk

8

Skrefmikið, Há fótlyfta

107 119

Hvelfdur botn

109

Skeið

5

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

87

Vilji og geðslag

9

Þjálni, Vakandi

110

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

120

Fet

8

103

Hægt tölt

9

115

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.1

113

Aðaleinkunn

8.16

114

Hæfileikar án skeiðs

119

Aðaleinkunn án skeiðs

119

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 115. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 248 | Stóðhestar 2020



Steinar frá Stíghúsi IS2014182122

Litur: Rauður/milli- blesa auk leista eða sokka (1590). Ræktandi: Guðbrandur Stígur Ágústsson Eigandi: Hannes Brynjar Sigurgeirsson

Upplýsingar: Steinar er einstaklega geðgóður gæðingur sem öll fjölskyldan getur notið, hann er skrefmikill með góðar gangtegundir. Upplýsingar um notkun er hægt að fá í síma 898-3883 Ásta, 845-9494 Hannes eða Ahhestar@gmail.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Flosi Ólafsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: Liga Liepina

Kraftur frá Bringu (8.55) Hrannar frá Flugumýri II (8.85) Hending frá Flugumýri (8.08) Álfur frá Selfossi (8.46) Álöf frá Ketilsstöðum (8.15) Hefð frá Ketilsstöðum (8.03)

Gustur frá Hóli (8.57) Salka frá Kvíabekk (7.88)

Höfuð

8

Svipgott, Vel opin augu, Slök eyrnastaða

102

Háls, herðar og bógar

8

Háar herðar

100 113

Bak og lend

8.5

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

111

Fótagerð

8

Mikil sinaskil

102

Kveikur frá Miðsitju (8.25)

Réttleiki

7.5

Afturf: Nágengir

103

Harpa frá Flugumýri (7.85)

Hófar

8.5

Hvelfdur botn

111

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

7

Álfadís frá Selfossi (8.31)

Sköpulag

8.13

Skrúður frá Framnesi (7.92)

Tölt

8.5

Taktgott, Skrefmikið

Vakning frá Ketilsstöðum (8.02)

Brokk

8.5

Skrefmikið

117

Skeið

6.5

Óöruggt

114

Stökk

8.5

Teygjugott, Svifmikið

115

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

117

Fegurð í reið

8.5

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

83 111 112

117

8

107

Hægt tölt

8.5

118

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.13

122

Aðaleinkunn

8.13

123

Fet

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

120 120 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 9. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

250 | Stóðhestar 2020


Steinn frá Stíghúsi IS2018182122

Litur: Brúnn/milli- skjótt (2510). Ræktandi: Guðbrandur Stígur Ágústsson Eigandi: Guðbrandur Stígur Ágústsson

Upplýsingar: Verður í útleigu í sumar. Upplýsingar veitir Guðbrandur Stígur í síma 862-8049 eða netfang: gstigur@simnet.is

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

107

Háls, herðar og bógar

105

Bak og lend

102

Samræmi

114

Fótagerð

107

Réttleiki

105

Hófar

111

Prúðleiki

95

Sköpulag

115

Tölt

107

Brokk

113

Skeið

112

Stökk

109

Vilji og geðslag

114

Fegurð í reið

119

Fet

97

Hægt tölt

111

Mynd: aðsend

Arður frá Brautarholti (8.49) Vökull frá Efri-Brú (8.37) Kjalvör frá Efri-Brú (7.9) Álfur frá Selfossi (8.46) Álöf frá Ketilsstöðum (8.15) Hefð frá Ketilsstöðum (8.03)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Askja frá Miðsitju (8.16) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Vænting frá Efri-Brú (8.11) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfadís frá Selfossi (8.31) Skrúður frá Framnesi (7.92) Vakning frá Ketilsstöðum (8.02)

Hægt stökk Hæfileikar

117

Aðaleinkunn

120

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 251


Stormur frá Herríðarhóli IS2004186594

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Ólafur Arnar Jónsson Eigandi: Ólafur Arnar Jónsson

Upplýsingar: Stormur frá Herríðarhóli er fjörfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur Landsmótssigurvegari í Tölti. Á þessu ári öðlast Stormur rétt á 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Upplýsingar um notkun veitir Arnar (8576100) og Renate (8991759), netfang: herridarholl@herridarholl.is

Hæsti dómur (2010) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Mette Camilla Moe Mannseth Hæð á herðakamb: 140 cm. Mynd: aðsend

Óður frá Brún (8.34) Aron frá Strandarhöfði (8.54) Yrsa frá Skjálg (7.9) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Hera frá Herríðarhóli (8.23) Spóla frá Herríðarhóli (7.71)

Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Ósk frá Brún (8.03)

Höfuð

7.5

Smá augu

100

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Langur, Mjúkur, Háar herðar, Klipin kverk

122

Bak og lend

8.5

Góð baklína

110

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Fótahátt

105 109

Farsæll frá Ási I (8.1)

Fótagerð

8

Sverir liðir

Réttleiki

7.5

Afturf: Nágengir

94

Skör frá Skjálg (7.57)

Hófar

8.5

Efnisþykkir, Þykkir hælar

107

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Prúðleiki

8

Dama frá Þúfu í Landeyjum

Sköpulag

8.38

Sörli frá Stykkishólmi (8.11)

Tölt

Skjóna frá Herríðarhóli

9.5

Brokk

8

Skeið

5

Stökk

8

107 119 Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Mjúkt

120

Taktgott, Skrefmikið

112

Víxl

103

96

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

111

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas, Mikil reising, Góður höfuðb., Taglsláttur

113

Fet

8.5

Skrefmikið

108

Hægt tölt

9

Hægt stökk

8

116

Hæfileikar

8.07

115

Aðaleinkunn

8.19

119

Hæfileikar án skeiðs

119

Aðaleinkunn án skeiðs

122

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 227. Fjöldi dæmdra afkvæma: 20. 252 | Stóðhestar 2020


Stormur frá Stíghúsi IS2015182122

Litur: Rauður/milli- stjörnótt (1520). Ræktandi: Guðbrandur Stígur Ágústsson Eigandi: Sæmundur Jónsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Sæmundur í síma 849-6659

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

109

Háls, herðar og bógar

105

Bak og lend

100

Samræmi

111

Fótagerð

104

Réttleiki

102

Hófar

117

Prúðleiki

98

Sköpulag

114

Tölt

109

Brokk

113

Skeið

115

Stökk

111

Vilji og geðslag

114

Fegurð í reið

114

Fet

91

Hægt tölt

111

Mynd: Liga Liepina

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Arður frá Brautarholti (8.49) Askja frá Miðsitju (8.16) Álfur frá Selfossi (8.46) Álöf frá Ketilsstöðum (8.15) Hefð frá Ketilsstöðum (8.03)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Snjáka frá Tungufelli (8.03) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfadís frá Selfossi (8.31) Skrúður frá Framnesi (7.92) Vakning frá Ketilsstöðum (8.02)

Hægt stökk Hæfileikar

117

Aðaleinkunn

119

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

116 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 4. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 253


Styrkur frá Leysingjastöðum II IS2014156308

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Hreinn Magnússon Eigandi: Hreinn Magnússon, Vigdís Gunnarsdóttir

Upplýsingar: Styrkur frá Leysingjastöðum II verður að Sindrastöðum Lækjamóti II sumarið 2020. Verð: 110.000.- mvsk. (1 sónar og hagagjald innifalið) Nánari upplýsingar gefur Ísólfur Líndal í síma: 899-1146, netfang: sindrastadir@outlook.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Ísólfur Líndal Þórisson Hæð á herðakamb: 148 cm. Mynd: aðsend

Gustur frá Hóli (8.57) Gandálfur frá Selfossi (8.46) Álfadís frá Selfossi (8.31) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Framtíð frá Leysingjastöðum II (8.22) Gæska frá Leysingjastöðum

Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Abba frá Gili (8.03) Adam frá Meðalfelli (8.24)

Höfuð

9

Myndarlegt, Vel borin eyru

114

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Langur, Mjúkur

115

Bak og lend

8

Samræmi

9

Fótahátt, Sívalvaxið

112

Fótagerð

8

Rétt fótstaða

103

8

Framf.: Nágengir, Afturf.: Réttir

101

Efnisþykkir

112

Réttleiki

100

Grýla frá Stangarholti (7.69)

Hófar

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Prúðleiki

9.5

117

Dama frá Þúfu í Landeyjum

Sköpulag

8.64

119

Kórall frá Leysingjastöðum II

Tölt

8.5

Há fótlyfta, Skrefmikið

111

Dekkja frá Leysingjastöðum II (7.94)

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta

113

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

117 114

8.5

Skeið

5

Stökk

9

95

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas, Mikill fótaburður

114

Fet

8.5

Skrefmikið

113

Hægt tölt

8

Hægt stökk

9

109

Hæfileikar

7.95

115

Aðaleinkunn

8.23

119

Hæfileikar án skeiðs

119

Aðaleinkunn án skeiðs

122 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 4. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

254 | Stóðhestar 2020


Styrkur frá Skagaströnd

IS2010156956

Litur: Brúnn/milli- skjótt (2510). Ræktandi: Lalli ehf., Þorlákur Sigurður Sveinsson Eigandi: Annabella R Sigurðardóttir, Guðmunda Þórunn Gísladóttir

Upplýsingar: Styrkur hefur frábært geðslag og er stór, myndalegur og skrefstór alhliða hestur með jafnar og góðar gangtegundir Húsnotkun: Hafnarfirði Fer í hólf í Skagafirði í sumar Frekari upplýsingar veitir Annabella R. Sigurðardóttir í síma: 842-8742 og annabella@uts.is . Verð 40.000 +vsk

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

97

Háls, herðar og bógar

109

Bak og lend

104

Samræmi

105

Fótagerð

105

Réttleiki

98

Hófar

107

Prúðleiki

100

Sköpulag

110

Tölt

106

Brokk

113

Skeið

115

Stökk

110

Vilji og geðslag

107

Fegurð í reið

108

Fet

105

Hægt tölt

107

Mynd: aðsend

Gustur frá Hóli (8.57) Klettur frá Hvammi (8.49) Dóttla frá Hvammi Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Þjóð frá Skagaströnd (8.34) Sunna frá Akranesi (8.16)

Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Abba frá Gili (8.03) Fengur frá Reykjavík (7.26) Fríða frá Hvammi (7.25) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Blær frá Höfða (8.08) Bylgja frá Sturlureykjum 2 (7.55)

Hægt stökk Hæfileikar

115

Aðaleinkunn

116

Hæfileikar án skeiðs

111

Aðaleinkunn án skeiðs

113 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 12. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 255


Sægrímur frá Bergi IS2012137485

Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt (7500). Ræktandi: Jón Bjarni Þorvarðarson Eigandi: Jón Bjarni Þorvarðarson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Jón Bjarni Þorvarðarson í síma 8451643 og á netfangið jonbjarniberg@gmail.com

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: Kolla Gr

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sær frá Bakkakoti (8.62) Sæla frá Gerðum (8.11) Hugi frá Höfða Hrísla frá Naustum (7.96) Neista frá Naustum

H R O S S A R Æ K T 256 | Stóðhestar 2020

Höfuð

9.5

Frítt, Skarpt/þurrt, Bein neflína

122

Háls, herðar og bógar

8.5

Hátt settur, Mjúkur, Háar herðar

109

Bak og lend

8.5

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt

102

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar

102

Réttleiki

8

Framf: Réttir - Afturf: Nágengir

89

Fífa frá Kópavogi

Hófar

9

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

110

Gustur frá Sauðárkróki (7.91)

Prúðleiki

8.5

105

Hrafnhildur frá Sauðárkróki (7.88)

Sköpulag

8.61

109

Geisli frá Vallanesi (7.81)

Tölt

9

Rúmt, Taktgott

108

Stássa frá Naustum (7.32)

Brokk

8.5

Rúmt, Öruggt

105

Skeið

9

Stökk

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

95

Ferðmikið, Öruggt

120

8.5

Ferðmikið, Hátt

106

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

121

Fegurð í reið

9

Mikil reising, Góður höfuðb.

114

Fet

8

Taktgott, Flýtir sér

Hægt tölt

8

111 109

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.83

119

Aðaleinkunn

8.75

120

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

114

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 41. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.


BÆJARLIND . ÖGURHVARFI . TJARNARVÖLLUM


Sölvi frá Auðsholtshjáleigu IS2010187017

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Þórdís Erla Gunnarsdóttir Eigandi: Tine Terkildsen

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Eva í síma 898-1029 eða netfang: takthestar@gmail.com

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Gaumur frá Auðsholtshjáleigu (8.69) Hildur frá Garðabæ (8) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Gígja frá Auðsholtshjáleigu (8.64) Hrafntinna frá Auðsholtshjáleigu (8.09)

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend

9 8.5 8

Skarpt/þurrt, Bein neflína, Vel borin eyru

114

Reistur, Mjúkur, Háar herðar, Djúpur

102

Góð baklína, Afturdregin lend

105

Samræmi

8.5

Hrafn frá Öndólfsstöðum (7.29)

Fótagerð

7.5

Rétt fótstaða, Lítil sinaskil

93

Réttleiki

8.5

Afturf: Réttir

102

Gnótt frá Brautarholti (7.54)

Hófar

8.5

Hvelfdur botn, Vel formaðir

107

Dama frá Þúfu í Landeyjum

105

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Prúðleiki

9

113

Dama frá Þúfu í Landeyjum

Sköpulag

8.37

109

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Tölt

Tinna frá Teigi II (7.5)

Brokk

9

Rúmt, Taktgott, Mjúkt

117

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta

110

Skeið

7

Fjórtaktað

105

Stökk

8.5

Ferðmikið, Hátt

110

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

112

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas

112

8

Taktgott

105

Fet Hægt tölt

8.5

113

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.34

117

Aðaleinkunn

8.35

118

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

118 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 8. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

258 | Stóðhestar 2020


Sölvi frá Stuðlum IS2014187105

Litur: Rauður/milli- tvístjörnótt (1540). Ræktandi: Edda Björk Ólafsdóttir, Páll Stefánsson Eigandi: Austurás hestar ehf., Páll Stefánsson

Upplýsingar: Sölvi er undan heiðursverðlaunahrossunum Þernu frá Arnarhóli og Arði frá Brautarholti. Sölvi verður í húsnotkun í Austurási sumarið 2020, allar nánari upplýsingar veitir Haukur í síma 6648000.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 149 cm. Höfuð

8.5

Skarpt/þurrt, Bein neflína, Fínleg eyru, Smá augu

115

Háls, herðar og bógar

8.5

Hátt settur, Háar herðar

110

8

Góð baklína, Grunn lend

94

Léttbyggt

108

Bak og lend Samræmi

8.5

Fótagerð

9

Rétt fótstaða

113

Réttleiki

8.5

Afturf: Réttir

114

Hófar

8.5

Efnisþykkir

110

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.5

Tölt

8.5

114 Taktgott, Mjúkt

111

8

109

Skeið

7.5

117

Stökk

8.5

Teygjugott

Vilji og geðslag

8.5

Reiðvilji, Þjálni

Fet

8 8.5

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Arður frá Brautarholti (8.49) Askja frá Miðsitju (8.16)

98

Brokk

Fegurð í reið

Mynd: Nicki Pfau

Páfi frá Kirkjubæ (8.19) Þerna frá Arnarhóli (8.27) Vaka frá Arnarhóli (8.33)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Snjáka frá Tungufelli (8.03) Angi frá Laugarvatni (8.26) Hylling frá Kirkjubæ (8.16) Kjarval frá Sauðárkróki (8.32) Fluga frá Arnarhóli (8.23)

111 113 107

Taktgott, Skrefmikið

100

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

107

Hæfileikar

8.19

117

Aðaleinkunn

8.31

119

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

115 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 259


Tenór frá Litlu-Sandvík IS2012187592

Litur: Rauður/milli- stjörnótt (1520). Ræktandi: Kristjón Benediktsson Eigandi: Hlynur Pálsson, Sigríður Óladóttir, Sigurður Örn Bernhöft

Upplýsingar: Tenór er arfgerðargreindur CA og býr yfir svifmiklum og jöfnum gangtegundum. Tenór verður á húsmáli í Hafnarfirði fram á mitt sumar. Allar upplýsingar veitir Hlynur Pálsson í síma 843-9493.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hlynur Pálsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: aðsend

Hugi frá Hafsteinsstöðum (8.31) Eldjárn frá Tjaldhólum (8.55) Hera frá Jaðri (7.82) Glæsir frá Litlu-Sandvík (8.11) Glódís frá Litlu-Sandvík Hind frá Litlu-Sandvík (7.86)

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Sýn frá Hafsteinsstöðum (8.07) Hervar frá Sauðárkróki (8.27)

Höfuð

7.5

Slök eyrnastaða

92

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Mjúkur

103

8

Bak og lend

8.5

Samræmi

Góð baklína

101

Léttbyggt, Fótahátt, Afturrýrt

106

Fótagerð

9

Rétt fótstaða, Öflugar sinar

107

Réttleiki

8

Afturf: Nágengir

108

Þykkir hælar

96

Litla-Kolla frá Jaðri (8.06)

Hófar

Gustur frá Sauðárkróki (7.91)

Prúðleiki

8

101

Kátína frá Litlu-Sandvík

Sköpulag

8.41

104

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Tölt

9

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið, Mjúkt

115

Litla-Svört frá Reykjum (7.56)

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

108

8.5

Skeið

5

Stökk

9

Teygjugott, Hátt

117

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

109

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

109

Taktgott

105

8.5

Fet Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8.5

84

109

Hæfileikar

8.3

108

Aðaleinkunn

8.34

109

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

115

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 10. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 260 | Stóðhestar 2020


Tindur frá Eylandi IS2011184082

Litur: Bleikur/álóttur einlitt (6600). Ræktandi: Davíð Matthíasson, Rut Skúladóttir Eigandi: Davíð Matthíasson, Rut Skúladóttir

Upplýsingar: Tindur er alhliðagæðingur – fjörviljugur en með þjála lund. Fjölhæfur og flinkur – hefur hlotið 8.92 í hæfileikadóm, 7.32 í fimmgang meistara og sigraði A-flokk gæðinga á gæðingamóti Fáks 2019. Notkun : Á Suðurlandi. Upplýsingar gefa Davíð Matt (898-1713) og Siggi Matt (897-1713)

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Sigurður Vignir Matthíasson Hæð á herðakamb: 142 cm. Svipgott

111

Háls, herðar og bógar

8

Langur, Mjúkur, Djúpur

95

Bak og lend

7.5

Vöðvafyllt bak, Svagt bak

92

Samræmi

8

Sívalvaxið, Miðlangt

88

Fótagerð

8

Rétt fótstaða, Öflugar sinar, Lítil sinaskil

96

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir, Afturf: Nágengir

88

Þykkir hælar

98

8.5

Höfuð

Hófar

8.5

Prúðleiki

6.5

Sköpulag

7.94 9

Tölt

Mynd: Nicki Pfau

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sær frá Bakkakoti (8.62) Sæla frá Gerðum (8.11)

77 86 Rúmt, Há fótlyfta

110

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta

104

Skeið

9.5

Ferðmikið, Öruggt, Mikil fótahreyfing

121

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

104

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

111

Fegurð í reið

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

114

Fet

8

107

Hægt tölt

8

105

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.92

117

Aðaleinkunn

8.53

112

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

106

Gustur frá Grund (8.28) Vera frá Ingólfshvoli (7.85) Hera frá Gerðum (7.9)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Fífa frá Kópavogi Flosi frá Brunnum (8.24) Flugsvinn frá Bræðratungu (8.05) Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gerpla frá Kópavogi

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 15. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 261


Tíberíus frá Hafnarfirði IS2015125525

Litur: Brúnn/milli- blesa auk leista eða sokka vagl í auga (2593). Ræktandi: Bryndís Snorradóttir, Snorri Rafn Snorrason Eigandi: Bryndís Snorradóttir, Topphross ehf

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Snorri Snorrason í síma 898-2694 og á netfangið topphross@gmail.com

Hæsti byggingardómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Sýnandi: Hlynur Pálsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Mynd: aðsend

Hróður frá Refsstöðum (8.39) Lexus frá Vatnsleysu (8.15) Lydía frá Vatnsleysu (8.3) Ófeigur frá Þorláksstöðum (8.52) Gleði frá Hafnarfirði (8.11) Kæti frá Skollagróf (7.83)

Léttir frá Stóra-Ási (8.05) Rán frá Refsstöðum (7.66) Glampi frá Vatnsleysu (8.35)

Höfuð

8

Fínleg eyru, Vel borin eyru

104

Háls, herðar og bógar

8

Grannur

103

Bak og lend

7,5

Áslend, Grunn lend

105

Samræmi

8,5

Léttbyggt, Sívalvaxið

106

Fótagerð

8

Rétt fótstaða, Öflugar sinar, Lítil sinaskil

105

Réttleiki

7,5

Framf.: Brotin tálína, Afturf.: Útskeifir

100

8,5

Hvelfdur botn

109

Lissy frá Vatnsleysu (7.88)

Hófar

Nökkvi frá Vestra-Geldingaholti (8.32)

Prúðleiki

7,5

Komma frá Þorláksstöðum (8.02)

Sköpulag

8,08

Vonar-Neisti frá Skollagróf (7.96)

Tölt

Glöð frá Skollagróf

Brokk

113

Skeið

106

Stökk

108

Vilji og geðslag

116

100 110 102

Fegurð í reið

112

Fet

102

Hægt tölt

109

Hægt stökk Hæfileikar

111

Aðaleinkunn

113

Hæfileikar án skeiðs

111

Aðaleinkunn án skeiðs

112 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 6. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

262 | Stóðhestar 2020


Tími frá Breiðabólsstað IS2015135727

Litur: Bleikur/fífil- blesótt (6450). Ræktandi: Elísabet Halldórsdóttir, Ólafur Flosason Eigandi: Elísabet Halldórsdóttir, Ólafur Flosason

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Flosi Ólafsson í síma: 892-4220, netfang: flosiolafs@gmail.com.

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

104

Háls, herðar og bógar

110

Bak og lend

100

Samræmi

107

Fótagerð

100

Réttleiki

100

Hófar

104

Prúðleiki

90

Sköpulag

107

Tölt

116

Brokk

103

Skeið

113

Stökk

114

Vilji og geðslag

113

Fegurð í reið

109

Fet

92

Hægt tölt

110

Mynd: aðsend

Ómur frá Kvistum (8.61) Konsert frá Hofi (8.72) Kantata frá Hofi (8.26) Huldar frá Skarði Tíbrá frá Breiðabólsstað (7.57) Orka frá Tungufelli (7.91)

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Orka frá Hvammi (8.15) Kormákur frá Flugumýri II (8.3) Varpa frá Hofi (7.9) Töfri frá Kjartansstöðum (8.45) Spes frá Skarði (8.01) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Dögg frá Torfustöðum (6.98)

Hægt stökk Hæfileikar

115

Aðaleinkunn

116

Hæfileikar án skeiðs

112

Aðaleinkunn án skeiðs

113 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 3. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 263


Tolli frá Ólafsbergi IS2016101130

Litur: Brúnn/milli- tvístjörnótt hringeygt eða glaseygt (2544). Ræktandi: Guðmundur Logi Ólafsson, Randy Baldvina Friðjónsdóttir Eigandi: Guðmundur Logi Ólafsson, Randy Baldvina Friðjónsdóttir

Upplýsingar: Tolli verður til afnota í Mosfellsdal. Upplýsingar veitir Logi Ólafsson í síma 698-1085 eða 587-0063. Einnig má finna aðrar upplýsingar á facebook síðu:

Ólafsberg Hrossarækt.

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Glotti frá Sveinatungu (8.64) Ölnir frá Akranesi (8.82) Örk frá Akranesi (8.35) Askur frá Keldudal (8.2) Teikning frá Keldudal (7.78) Dokka frá Keldudal (7.71)

Gustur frá Hóli (8.57) Sonnetta frá Sveinatungu (8.1) Markús frá Langholtsparti (8.36)

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend Samræmi Fótagerð Réttleiki

Ösp frá Lágafelli (7.79)

Hófar

Þáttur frá Kirkjubæ (8.16)

Prúðleiki

Nös frá Stokkhólma (8)

Sköpulag

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Tölt

Djörfung frá Keldudal (8.07)

Brokk Skeið Stökk Vilji og geðslag Fegurð í reið Fet Hægt tölt Hægt stökk Hæfileikar Aðaleinkunn Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: . Fjöldi dæmdra afkvæma: .

264 | Stóðhestar 2020


Tónn frá Hjarðartúni IS2015184873

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Óskar Eyjólfsson Eigandi: Bjarni Elvar Pétursson, Einhyrningur ehf., Kristín Heimisdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefa Hans Þór Hilmarsson S: 616-1207 og Arnhildur S: 866-1382 eða í tölvupósti á info@hjardartun.is Nánari upplýsingar á hjardartun.is Verð: 60 þúsund + vsk

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

113

Háls, herðar og bógar

109

Bak og lend

106

Samræmi

103

Fótagerð

101

Réttleiki

91

Hófar

108

Prúðleiki

95

Sköpulag

109

Tölt

113

Brokk

115

Skeið

97

Stökk

114

Vilji og geðslag

115

Fegurð í reið

118

Fet

100

Hægt tölt

116

Mynd: C. Schmid Bielenberg

Sær frá Bakkakoti (8.62) Dagur frá Hjarðartúni (8.07) Dögg frá Breiðholti, Gbr. (8.61)

Harpa frá Hjarðartúni

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Hrund frá Torfunesi (8.02)

Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) (8.25) Rák frá Þúfu í Landeyjum Hryðja frá Margrétarhofi (8.3)

Hróður frá Refsstöðum (8.39) Feykja frá Ingólfshvoli (7.89)

Hægt stökk Hæfileikar

116

Aðaleinkunn

117

Hæfileikar án skeiðs

119

Aðaleinkunn án skeiðs

119 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 265


Tumi frá Jarðbrú IS2014165338

Litur: Jarpur/dökk- einlitt (3700). Ræktandi: Þröstur Karlsson Eigandi: Þröstur Karlsson

Upplýsingar: Fyrra gangmál frá um 20.6 í Ásgeirsbrekku Skagafirði Seinna gangmál Jarðbrú Svarfaðardal Verð kr.95.000:- m.girðingargjaldi og einni sónarskoðun Tekið er á móti pöntunum hjá Þorsteini Hólm í síma 867-5678 og Þresti í síma 894-5111

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Gísli Gíslason Hæð á herðakamb: 144 cm. Mynd: Heiðrún Ósk Eymundsdóttir

Þokki frá Kýrholti (8.73) Trymbill frá Stóra-Ási (8.57) Nóta frá Stóra-Ási (8.25) Gustur frá Hóli (8.57) Gleði frá Svarfhóli (8.32) Eygló frá Fremri-Hundadal

Sólon frá Hóli v/Dalvík (8.31) Þörf frá Hólum (7.87) Oddur frá Selfossi (8.48)

Höfuð Háls, herðar og bógar

8.5

Vel borin eyru, Vel opin augu

110

9

Reistur, Mjúkur, Háar herðar

119

Bak og lend

8.5

Breitt bak, Góð baklína

111

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

106

Fótagerð

7

Langar kjúkur, Lítil sinaskil

83

Réttleiki

8.5

Framf: Réttir

113

8.5

Hvelfdur botn

101

Harpa frá Hofsstöðum (8.09)

Hófar

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

Prúðleiki

8

98

Abba frá Gili (8.03)

Sköpulag

8.38

112

Adam frá Meðalfelli (8.24)

Tölt

8.5

Fífa frá Fremri-Hundadal

Brokk

9

Skeið

8

127

Stökk

8

102

Rúmt, Há fótlyfta Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

108 113

112

Vilji og geðslag

8.5

Reiðvilji, Vakandi

Fegurð í reið

8.5

Mikil reising, Mikill fótaburður

Fet

7.5

86

8

109

Hægt tölt

111

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.38

118

Aðaleinkunn

8.38

120

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

109 112 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 2. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

266 | Stóðhestar 2020


Útherji frá Blesastöðum 1A IS2014187804

Litur: Rauður/milli- stjörnótt (1520). Ræktandi: Magnús Trausti Svavarsson Eigandi: Bragi Guðmundsson, Sveinbjörn Bragason, Valgerður Þorvaldsdóttir, Þórunn Hannesdóttir

Upplýsingar: Notkunarstaður: Verður í girðingu í Flagbjarnarholti í Landsveit í sumar. Upplýsingar veitir Svenni í síma 899-7231 eða netfang: framherji@gmail.com

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Ævar Örn Guðjónsson Hæð á herðakamb: 143 cm. Vel borin eyru, Vel opin augu, Djúpir kjálkar

108

8.5

Mjúkur, Skásettir bógar, Djúpur

111

Bak og lend

9.5

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Góð baklína

114

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

107

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Þurrir fætur

110

Réttleiki

7

Framf: Nágengir, Afturf: Vindur

101

Efnisþykkir

115

8

Höfuð Háls, herðar og bógar

8.5

Hófar Prúðleiki

8

Sköpulag

8.41

120

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta

116

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Svifmikið

117

Skeið

5

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

110

9

Ásækni, Vakandi

122

Vilji og geðslag

8.5

Fet Hægt tölt

Hágangur frá Narfastöðum (8.31) Framherji frá Flagbjarnarholti (8.27) Surtsey frá Feti (8.06)

103

Tölt

Fegurð í reið

Mynd: aðsend

96

Mikið fas, Mikill fótaburður

Kjarval frá Sauðárkróki (8.32) Blúnda frá Kílhrauni (8.04) Dögg frá Kílhrauni (7.73)

Glampi frá Vatnsleysu (8.35) Hera frá Herríðarhóli (8.23) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Smáey frá Feti (7.2) Prins frá Sauðárkróki (8.09) Hrafnhetta frá Sauðárkróki (8.31) Faxi frá Kjarnholtum II Irpa frá Skálmholti

114

8

100

8.5

113

8

Hægt stökk Hæfileikar

8.15

116

Aðaleinkunn

8.25

120

Hæfileikar án skeiðs

119

Aðaleinkunn án skeiðs

123

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 25. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 267


Valmar frá Skriðu IS2016165307

Litur: Jarpur/dökk-stjörnótt (3720). Ræktandi: Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Þór Jónsteinsson Eigandi: Þór Jónsteinsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Þór Jónsteinsson í síma 8991057 eða í gegnum tölvupóst torjonsteins@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: Bára Másdóttir

Moli frá Skriðu (8.21) Kjarkur frá Skriðu (8.37) Sunna frá Skriðu (8.06) Víkingur frá Voðmúlastöðum (8.35) Dama frá Garðsá (8.03) Venus frá Garðsá (7.86)

Glampi frá Vatnsleysu (8.35) Gullinstjarna frá Akureyri (7.87) Fáfnir frá Fagranesi (8.33)

Höfuð

93

Háls, herðar og bógar

104

Bak og lend

96

Samræmi

107

Fótagerð

107

Réttleiki

102 102

Perla frá Skriðu

Hófar

Sögublesi frá Húsavík

Prúðleiki

86

Dúkka frá Voðmúlastöðum (7.88)

Sköpulag

103

Þáttur frá Kirkjubæ (8.16)

Tölt

111

Elding frá Garðsá (8.08)

Brokk

108

Skeið

93

Stökk

105

Vilji og geðslag

105

Fegurð í reið

103

Fet

103

Hægt tölt

105

Hægt stökk Hæfileikar

107

Aðaleinkunn

107

Hæfileikar án skeiðs

110

Aðaleinkunn án skeiðs

110 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

268 | Stóðhestar 2020


Varúlfur frá Eylandi IS2014184090

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Davíð Matthíasson, Elmar Sigurðsson, Rut Skúladóttir Eigandi: Davíð Matthíasson, Elmar Sigurðsson, Rut Skúladóttir

Upplýsingar: Vaxandi stóðhestur sem stefnt er með í kynbótadóm í vor og seinna meir á keppnisbrautina. Notkun : Suðurland, upplýsingar gefur Davíð Matthíasson (898-1713) eða eylandhrossaraekt@gmail.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Helga Una Björnsdóttir Hæð á herðakamb: 142 cm. Svipgott, Vel opin augu

107

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur

105

Bak og lend

8.5

Jöfn lend

104

Hlutfallarétt, Fótahátt, Sívalvaxið

110

Öflugar sinar, Þurrir fætur

108

Höfuð

8

Samræmi

9

Fótagerð

8.5

Réttleiki

8

Prúðleiki

8.5

Sköpulag

8.52

Tölt

8.5

Há fótlyfta, Skrefmikið

113

Brokk

8.5

Rúmt, Skrefmikið

112

Skeið

8

Stökk

8

Sviflítið

106

8

Reiðvilji

106

Mikill fótaburður

114

Flýtir sér, Skeiðborið

83

8.5

Fet

6

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8.14

Aðaleinkunn

8.29

Aðaleinkunn án skeiðs

Efnisþykkir

Fluga frá Kollaleiru (8.24)

107 115

110

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Vaka frá Árbæ (7.99) Vænting frá Stóra-Hofi (8.05)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Kórína frá Tjarnarlandi (8.43) Laufi frá Kollaleiru Stjarna frá Hafursá (8.01) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Stígur frá Kjartansstöðum (8.15) Gloría frá Sauðárkróki

113

7.5

Hæfileikar Hæfileikar án skeiðs

Kjerúlf frá Kollaleiru (8.44)

109

8.5

Fegurð í reið

Taktur frá Tjarnarlandi (8.37)

110

Hófar

Vilji og geðslag

Mynd: aðsend

114 117 112 115

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 269


Vákur frá Vatnsenda IS2010125289

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Þorsteinn Hjaltested Eigandi: Hafliði Þ Halldórsson, Þorsteinn Hjaltested

Upplýsingar: Vákur er einstaklega jafn og góður klárhestur með mikla útgeislun og frábært geðslag. Hann er nú þegar farinn að skila flottum hrossum bæði á keppnis- og kynbótabrautina. Hesturinn verður til afnota í húsnotkun á Selfossi, Vallartröð 9. Upplýsingar veita Ragnhildur Haraldsdóttir í síma 821-2803 og Hafliði Halldórsson í síma 896-3636. Einnig er hægt að senda mail á ragnhildurha@gmail.com og armot@armot.is Verð á tollinum er 150.000 með öllu

Hæsti dómur (2014) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Ragnhildur Haraldsdóttir Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: Bjarney Anna Þórsdóttir

Gári frá Auðsholtshjáleigu (8.63) Mídas frá Kaldbak (8.34) Vænting frá Kaldbak (8.21) Óður frá Brún (8.34) Dáð frá Halldórsstöðum (8.09) Saga frá Kirkjubæ (8.14)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Limra frá Laugarvatni (8.07)

9

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

Skarpt/þurrt, Bein neflína, Vel opin augu

111

Mjúkur

108

Góð baklína, Afturdregin lend

97

Samræmi

8.5

Fótahátt, Sívalvaxið

103

Grannir liðir

101

8

Bak og lend

Skorri frá Gunnarsholti (8.36)

Fótagerð

7.5

Réttleiki

7

Sending frá Kaldbak (7.9)

Hófar

Stígur frá Kjartansstöðum (8.15)

Prúðleiki

7

91

Ósk frá Brún (8.03)

Sköpulag

8.18

105

Skór frá Flatey 1 (8)

Tölt

Eva frá Kirkjubæ

Brokk

8.5

Skeið

5

Stökk Vilji og geðslag

8.5

Framf: Útskeifir, Fléttar

80

Djúpir

110

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

118

Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

115

8.5

Ferðmikið, Svifmikið

118

8.5

Ásækni, Þjálni

112

9

74

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

121

Fet

9

Taktgott, Skrefmikið

113

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.16

Aðaleinkunn

8.17

Hæfileikar án skeiðs

116 113 113 125

Aðaleinkunn án skeiðs

123

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 101. Fjöldi dæmdra afkvæma: 4. 270 | Stóðhestar 2020


Vegur frá Kagaðarhóli

IS2010156418

Litur: Brúnn/milli- stjörnótt (2520). Ræktandi: Guðrún J. Stefánsdóttir, Víkingur Þór Gunnarsson Eigandi: Guðrún J. Stefánsdóttir, Hestavegferð ehf, Víkingur Þór Gunnarsson

Upplýsingar: Vegur frá Kagaðarhóli verður í hólfi hjá Stefáni á Njálsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu frá lok júní. Verð: 80.000 m.vsk. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn í síma 891-9197 og á netfangið toti@holar.is

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson Hæð á herðakamb: 148 cm. Höfuð

7.5

Vel borin eyru, Vel opin augu, Holdugt höfuð, Krummanef

94

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar, Djúpur

113

Breitt bak

101

Samræmi

8.5

Fótahátt, QQQ

112

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Prúðir fætur

96

Réttleiki

8

8

Bak og lend

8.5

Hófar Prúðleiki

8

Sköpulag

8.33 9

Tölt

Djúpir, Efnisþykkir

111 Rúmt, Há fótlyfta

101

8.5

Ferðmikið, Skrefmikið

117

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

106

Ásækni, Þjálni

109

Mikill fótaburður

105

9

Fet Hægt tölt

Sif frá Flugumýri II (8.4)

93

Skeið

8.5

Seiður frá Flugumýri II (8.69)

108

8.5

Fegurð í reið

Klettur frá Hvammi (8.49)

108

Brokk

Vilji og geðslag

Mynd: aðsend

110

8

97

8.5

106

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.67

111

Aðaleinkunn

8.53

113

Hæfileikar án skeiðs

105

Aðaleinkunn án skeiðs

108

Kveikur frá Miðsitju (8.25) Ópera frá Dvergsstöðum (8.19) Harpa frá Torfastöðum (8.17)

Gustur frá Hóli (8.57) Dóttla frá Hvammi Kormákur frá Flugumýri II (8.3) Sandra frá Flugumýri (7.58) Gustur frá Sauðárkróki (7.91) Perla frá Reykjum (8.07) Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Gígja frá Drumboddsstöðum (8.17)

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 28. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 271


Veigar frá Skipaskaga IS2015101050

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Jón Árnason, Sigurveig Stefánsdóttir Eigandi: Skipaskagi ehf

Upplýsingar: Veigar verður í hólfi á Litlu-Fellsöxl í sumar. Upplýsingar gefur Jón Árnason s: 899 7440, netfang: skipaskagi@gmail.com og Skipaskagi á facebook.

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Sær frá Bakkakoti (8.62) Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91) Gletta frá Bakkakoti (8.12) Álfur frá Selfossi (8.46) Veisla frá Skipaskaga (8.4) Von frá Litlu-Sandvík (8.06)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34)

Höfuð

106

Háls, herðar og bógar

109

Bak og lend

105

Samræmi

116

Fótagerð

101

Réttleiki

88

Særós frá Bakkakoti (8.03)

Hófar

111

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

95

Álfadís frá Selfossi (8.31)

Sköpulag

115

Kyndill frá Litlu-Sandvík (7.84)

Tölt

118

Hending frá Stóra-Hofi (8.01)

Brokk

110

Skeið

114

Stökk

111

Vilji og geðslag

120

Fegurð í reið

120

Fet

97

Hægt tölt

118

Hægt stökk Hæfileikar

122

Aðaleinkunn

125

Hæfileikar án skeiðs

120

Aðaleinkunn án skeiðs

122 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 5. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

272 | Stóðhestar 2020


Traustir fasteignasalar

Með ótæmandi áhuga á hestamennsku

Kristján Baldursson

Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir

Garðar Hólm Birgisson

867 3040 kristjan@trausti.is hdl & löggiltur fasteignasali

899 5949 gudbjorg@trausti.is Löggiltur fasteignasali

899 8811 gh@trausti.is Löggiltur fasteignasali

Vegmúli 4

. 108 Reykjavík .

sími 546 5050

. trausti@trausti.is


Veigur frá Skeggjastöðum IS2016184460

Litur: Brúnn/milli- skjótt (2510). Ræktandi: Erla Magnúsdóttir, Halldór Kristinn Guðjónsson Eigandi: Erla Magnúsdóttir, Halldór Kristinn Guðjónsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veita Halldór Kristinn Guðjónsson í síma 664-2113 og Erla Magnúsdóttir í síma 848-4685, netfang: erlam6@gmail.com

Kynbótamat (BLUP)

Mynd: aðsend

Illingur frá Tóftum (8.73) Nói frá Stóra-Hofi (8.73) Örk frá Stóra-Hofi (8.27) Blævar frá Hamrahóli (8.23) Gletta frá Hamrahóli Ólína frá Hamrahóli

Númi frá Þóroddsstöðum (8.66) Hrísla frá Laugarvatni (8.06) Hrímbakur frá Hólshúsum (8.07)

Höfuð

109

Háls, herðar og bógar

100

Bak og lend

99

Samræmi

94

Fótagerð

111

Réttleiki

95

Hnota frá Stóra-Hofi (7.94)

Hófar

98

Adam frá Ásmundarstöðum (8.36)

Prúðleiki

112

Sabrína frá Hamrahóli (8.02)

Sköpulag

102

Örn frá Ásmundarstöðum (7.48)

Tölt

97

Stjarna frá Hamrahóli

Brokk

98

Skeið

102

Stökk

99

Vilji og geðslag

100

Fegurð í reið

96

Fet

105

Hægt tölt

94

Hægt stökk Hæfileikar

99

Aðaleinkunn

99

Hæfileikar án skeiðs

98

Aðaleinkunn án skeiðs

98 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

274 | Stóðhestar 2020


Viðar frá Skeiðvöllum IS2014186681

Litur: Jarpur/rauð- einlitt (3400). Ræktandi: Hjörtur Ingi Magnússon Eigandi: Hjörtur Ingi Magnússon

Upplýsingar: Viðar frá Skeiðvöllum mun taka á móti hryssum í Flagbjarnarholti í Landsveit í sumar. Efnilegur klárhestur sem hefur verið arfgerðargreindur CA. Upplýsingar um notkun veitir Hjörtur Ingi Magnússon í síma: 895 6403, netfang: elinhsig@gmail.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Hjörtur Ingi Magnússon Hæð á herðakamb: 148 cm. 8

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

Vel borin eyru

106

Reistur, Mjúkur, Háar herðar

111

Bak og lend

9

Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Öflug lend

112

Samræmi

9

Hlutfallarétt, Fótahátt

121

Fótagerð

8

Öflugar sinar, Prúðir fætur, Beinar kjúkur

104

Réttleiki

8

Framf: Innskeifir, Afturf: Innskeifir

106

Hófar

9

Efnisþykkir

121

Prúðleiki

8.5

Sköpulag

8.56 9

Tölt Brokk

8.5

Skeið

5

Stökk

8.5

126 Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

119

Taktgott, Skrefmikið

121 83

Svifmikið

117

Þjálni, Vakandi

123

8.5

Mikil reising, Mikill fótaburður

118

Fet

7.5

Framtakslítið

94

9

9

Hægt tölt Hægt stökk

8.5

Hæfileikar

8.05

Aðaleinkunn

8.25

Hæfileikar án skeiðs

Hágangur frá Narfastöðum (8.31) Framherji frá Flagbjarnarholti (8.27) Surtsey frá Feti (8.06)

104

Fegurð í reið

Vilji og geðslag

Mynd: Elín Hrönn Sigurðardóttir

Skorri frá Gunnarsholti (8.36) Vænting frá Kaldbak (8.21) Sending frá Kaldbak (7.9)

Glampi frá Vatnsleysu (8.35) Hera frá Herríðarhóli (8.23) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Smáey frá Feti (7.2) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Skrugga frá Kýrholti Galdur frá Uxahrygg Hera frá Jaðri (7.82)

121 115 121 124

Aðaleinkunn án skeiðs

128

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 26. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 275


Viðar frá Skör IS2014101486

Litur: Brúnn/milli- stjörnótt (2520). Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson Eigandi: Flemming Fast, Gitte Fast Lambertsen

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Karl Áki í síma 869-1181

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 146 cm. Mynd: aðsend

Kraftur frá Bringu (8.55) Hrannar frá Flugumýri II (8.85) Hending frá Flugumýri (8.08) Spuni frá Miðsitju (8.33) Vár frá Auðsholtshjáleigu (8.36) Vordís frá Auðsholtshjáleigu (8.34)

Gustur frá Hóli (8.57) Salka frá Kvíabekk (7.88) Kveikur frá Miðsitju (8.25)

Höfuð Háls, herðar og bógar

8

102

8.5

108 Vöðvafyllt bak, Góð baklína

114

Samræmi

9.5

Hlutfallarétt, Fótahátt, Sívalvaxið

124

Fótagerð

8.5

Rétt fótstaða, Öflugar sinar

111

Réttleiki

9

Framf: Réttir, Afturf: Réttir

116

Efnisþykkir

111

Bak og lend

9

Harpa frá Flugumýri (7.85)

Hófar

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

8

99

Katla frá Miðsitju (8.11)

Sköpulag

8.71

125

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Tölt

8.5

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

Limra frá Laugarvatni (8.07)

Brokk

9.5

Rúmt, Taktgott, Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta

121

Skeið

8

Ferðmikið, Skrefmikið

120

Stökk

8.5

Teygjugott, Hátt

115

8.5

105

Vilji og geðslag

9

Ásækni

121

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb.

120

8

Skrefmikið

102

Fet Hægt tölt Hægt stökk

8.5

116

8

Hæfileikar

8.67

123

Aðaleinkunn

8.68

128

Hæfileikar án skeiðs

118

Aðaleinkunn án skeiðs

123 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

276 | Stóðhestar 2020


Viljar frá Auðsholtshjáleigu

IS2013187015

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir Eigandi: Gunnar Arnarson ehf.

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Gunnar Arnarson í síma: 892-0344, netfang: gunnara@ simnet.is.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Höfuð

8.5

Skarpt/þurrt, Svipgott

106

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Mjúkur, Skásettir bógar

107

Bak og lend

9.5

Vöðvafyllt bak, Löng lend, Djúp lend, Jöfn lend, Öflug lend,

115

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Fótahátt

107

Fótagerð

8.5

Þurrir fætur

113

Réttleiki

7.5

Framf: Nágengir, Afturf: Vindur

106

Hófar

8

106

Prúðleiki

7.5

94

Sköpulag

8.39

Tölt

8.5

Taktgott, Há fótlyfta

113

Brokk

8.5

Skrefmikið, Há fótlyfta

115

Skeið

7

Skrefmikið, Ferðlítið

115

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

121 118

116

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

Fegurð í reið

8.5

Mikil reising, Mikill fótaburður

116

Skrefstutt, Flýtir sér

101

Fet

7

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8 8.19

121

Aðaleinkunn

8.27

124

Aðaleinkunn án skeiðs

Kraftur frá Bringu (8.55) Hrannar frá Flugumýri II (8.85) Hending frá Flugumýri (8.08) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Vordís frá Auðsholtshjáleigu (8.34) Limra frá Laugarvatni (8.07)

Gustur frá Hóli (8.57) Salka frá Kvíabekk (7.88) Kveikur frá Miðsitju (8.25) Harpa frá Flugumýri (7.85) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Angi frá Laugarvatni (8.26) Glíma frá Laugarvatni (8.15)

115

Hæfileikar Hæfileikar án skeiðs

Mynd: aðsend

119 121 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 277


Villingur frá Breiðholti í Flóa IS2008187685

Litur: Brúnn/dökk/sv. einlitt (2700). Ræktandi: Kári Stefánsson Eigandi: Kári Stefánsson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veita Sylvía í síma 896-9608 og Árni í síma 867-0111, netfang: sylvia84@me.com. Villingur keppnisárangur : 1 sæti A flokkur hjá Fáki 2016 með 8.97. Suðurlandsmeistari í gæðingaskeiði 2017 með 7.75. LM2019 - 3 sæti í A-flokki gæðinga. Annað: Villingur varð fyrir slysi 2014 og getur þess vegna einungis sinnt hryssum á húsi. Hann verður að Oddhóli á Rangárvöllum 2018. Fyljunin hefur verið mjög góð.

Hæsti dómur (2014) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Mynd: Óðinn Örn

Kraflar frá Miðsitju (8.28) Grunur frá Oddhóli (8.23) Gola frá Brekkum (8.2) Spuni frá Miðsitju (8.33) Gunnvör frá Miðsitju (8.35) Drottning frá Sólheimum

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Krafla frá Sauðárkróki (8.26)

Höfuð

7.5

Skarpt/þurrt, Fínleg eyru, Krummanef

91

Háls, herðar og bógar

8.5

Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar, Djúpur

109

9

Bak og lend

8.5

Samræmi

Vöðvafyllt bak, Djúp lend, Jöfn lend

116

Léttbyggt, Sívalvaxið

106

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Fótagerð

8

Öflugar sinar

102

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

103

Ör frá Hellulandi (8.03)

Hófar

8.5

Þykkir hælar, Hvelfdur botn

110

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

8.5

Katla frá Miðsitju (8.11)

Sköpulag

8.31

Sokki frá Sólheimagerði

Tölt

Sóley frá Sólheimum

104 114

9

Rúmt, Há fótlyfta, Skrefmikið

108

Skrefmikið

107

Brokk

8

Skeið

9.5

Stökk

8.5

Vilji og geðslag

9.5

Ferðmikið, Takthreint, Skrefmikið

121 107

Ásækni, Þjálni, Vakandi

119

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Mikil reising, Góður höfuðb.

113

Fet

8

Taktgott

110

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

107

Hæfileikar

8.93

119

Aðaleinkunn

8.68

122

Hæfileikar án skeiðs

114

Aðaleinkunn án skeiðs

116

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 14. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 278 | Stóðhestar 2020


Nuddpottar

Fullkomnun í líkamlegri vellíðan

Til í mörgum stærðum og gerðum

Vagnhöfða 11

|

110 Reykjavík

|

www.ofnasmidja.is

|

sími 577 5177


Vökull frá Efri-Brú IS2009188691

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Böðvar Guðmundsson Eigandi: Hafsteinn Jónsson, Hestar ehf

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Hafsteinn Jónsson í síma: 779-9203, netfang: hafsteinn@re.is og Sigurður í síma 696 0303 og Ævar Örn í síma 862 9359.

Hæsti dómur (2014) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Ævar Örn Guðjónsson Hæð á herðakamb: 151 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Arður frá Brautarholti (8.49) Askja frá Miðsitju (8.16) Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Kjalvör frá Efri-Brú (7.9) Vænting frá Efri-Brú (8.11)

8

Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

Skarpt/þurrt, Krummanef

108

Reistur, Háar herðar

108

Bak og lend

8

Afturdregin lend

99

Samræmi

9

Léttbyggt, Fótahátt, Sívalvaxið

117

Fótagerð

8.5

Prúðir fætur

107

Réttleiki

8.5

Framf: Réttir, Afturf: Réttir

112

Snjáka frá Tungufelli (8.03)

Hófar

8.5

Hvelfdur botn, Slútandi hælar

106

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Prúðleiki

8

Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61)

Sköpulag

8.5

Gáski frá Hofsstöðum (8.32)

Tölt

9

Blökk frá Efri-Brú (8.22)

Brokk

9

115

Skeið

5

101

Stökk

8.5

110

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hervar frá Sauðárkróki (8.27)

100 115 Taktgott, Há fótlyfta, Mjúkt

Vilji og geðslag

9

Fegurð í reið

9.5

Mikið fas, Mikill fótaburður

Fet

7.5

Framtakslítið

Hægt tölt

8.5

107

114 122 90 109

Hægt stökk

9

Hæfileikar

8.28

113

Aðaleinkunn

8.37

116

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

117

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 93. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 280 | Stóðhestar 2020


Vörður frá Vindási

IS2013184981

Litur: Jarpur/dökk- einlitt (3700). Ræktandi: Auður Stefánsdóttir, Stefán Pálsson Eigandi: Arnþrúður Arnórsdóttir, Auður Stefánsdóttir, Hermann Arason

Upplýsingar: Vörður frá Vindási er undan hryssunni Gjöf frá Vindási sem hlaut á árið 2012 einkunnina 8,58 fyrir hæfileika. Þar af 9 fyrir skeið og vilja. Upplýsingar um notkun gefa Auður Stefánsdóttir í síma 897-3894, netfang audur.stefansdottir@gmail.com og Hermann Arason í síma 821-8101, netfang hemmi@nymot.is.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 144 cm. Höfuð Háls, herðar og bógar

8 8.5

112 Reistur, Mjúkur Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Jöfn lend

106

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt

104

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar

112

Réttleiki

8

Afturf: Réttir

102

Hófar

8

103

Prúðleiki

7.5

92

Sköpulag

8.28

Tölt

8.5

Bak og lend

8

Brokk

8

Skeið

9.5

Stökk

7.5

111 Rúmt, Skrefmikið, Mjúkt

106

Öruggt

99

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt

139

Reiðvilji, Þjálni, Vakandi

118

8.5

Góður höfuðb.

109

Fet

9.5

Taktgott, Skrefmikið

120

Hægt tölt

7.5

Hægt stökk

7

Hæfileikar

8.67

121

Aðaleinkunn

8.51

122

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

9

Álfasteinn frá Selfossi (8.54) Spuni frá Vesturkoti (8.92) Stelpa frá Meðalfelli (8.28) Þóroddur frá Þóroddsstöðum (8.74) Gjöf frá Vindási (8.34) Valka frá Vindási

Keilir frá Miðsitju (8.63) Álfadís frá Selfossi (8.31) Oddur frá Selfossi (8.48) Eydís frá Meðalfelli (8.42) Oddur frá Selfossi (8.48) Hlökk frá Laugarvatni (8.1) Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Blíða frá Holtsmúla 1 (8)

92

Fegurð í reið

Vilji og geðslag

Mynd: aðsend

108

98

109 111 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 3. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 281


Ymur frá Reynisvatni IS2002125165

Litur: Jarpur/milli- einlitt (3500). Ræktandi: Valdimar A Kristinsson Eigandi: Valdimar A Kristinsson

Upplýsingar: Nú í fyrsta skipti auglýsum við gæða hestinn Ym frá Reynisvatni til afnota. Verður í húsnotkun í Mosfellsbæ og eftir 15. Júní í girðingu í Tungunum. Ymur hefur skilað afar vel sínu góða geðslagi auk góðra kosta s.s. góðu brokki og tölti ásamt fínum fótaburði. Hófstillt verð og örugg fyljun. Nánari upplýsingar í 896 6753.

Hæsti dómur (2008) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 143 cm. Mynd: aðsend

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Dama frá Þúfu í Landeyjum Sörli frá Búlandi (8.27) Ilmur frá Reynisvatni (8.02) Saga frá Stóra-Hofi (7.78)

Hervar frá Sauðárkróki (8.27) Hrafnkatla frá Sauðárkróki (8.54)

Höfuð

9

Bein neflína, Vel borin eyru, Vel opin augu

114

Háls, herðar og bógar

8

Reistur, Háar herðar, Þykkur

100

Bak og lend

7.5

Afturdregin lend

94

Samræmi

8

Hlutfallarétt

101

Rétt fótstaða, Öflugar sinar, Votir fætur

102

Efnisþykkir, Þykkir hælar

108

Adam frá Meðalfelli (8.24)

Fótagerð

8

Réttleiki

7

Svana frá Þúfu í Landeyjum

Hófar

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45)

Prúðleiki

8.5

Silja frá Hvolsvelli (7.55)

Sköpulag

8.06

Hrafn frá Kröggólfsstöðum (7.8)

Tölt

Bleikskjóna frá Uxahrygg

8.5

8.5

91 108 103 Taktgott, Há fótlyfta

106 102

Brokk

8

Taktgott

Skeið

7.5

Fjórtaktað

97

Stökk

8

Hátt

106

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni, Þjálni

105

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas, Góður höfuðb.

109

7

Fet

Skrefstutt

98

Hægt tölt

8.5

Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

8.21

105

Aðaleinkunn

8.15

105

Hæfileikar án skeiðs

109

107

Aðaleinkunn án skeiðs

107

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 82. Fjöldi dæmdra afkvæma: 1. 282 | Stóðhestar 2020


Ýmir frá Heysholti

IS2012186668

Litur: Rauður/milli- blesótt glófext (1551). Ræktandi: Guðrún Lóa Kristinsdóttir Eigandi: Fjörhestar ehf., Guðrún Lóa Kristinsdóttir

Upplýsingar: Frábær hestur sem spennandi verður að fylgjast með í fjórgangi og slaktaumatölti. Einstaklega gott geðslag. Upplýsingar um notkun: Hekla Katharína Kristinsdóttir Sími: 8467960 heklak@gmail.com

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Höfuð

7.5

Vel opin augu, Gróft höfuð

99

Háls, herðar og bógar

8.5

Reistur, Háar herðar

109

Bak og lend

8.5

Jöfn lend, Öflug lend, Góð baklína

Samræmi

8.5

Fótagerð

9

Rétt fótstaða, Prúðir fætur, Þurrir fætur

120

Réttleiki

7.5

Framf: Nágengir, Afturf: Nágengir

97

Hófar

8.5

Efnisþykkir

108

Prúðleiki

8.5

Sköpulag

8.43

Tölt

8.5

110 106

117 Há fótlyfta, Skrefmikið

112

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

114

Skeið

8

Skrefmikið

113

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

112

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

113

Fegurð í reið

8.5

Mikið fas, Mikill fótaburður

115

Fet

7.5

Framtakslítið

97

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.41

Aðaleinkunn

8.42

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

Stáli frá Kjarri (8.76) Jarl frá Árbæjarhjáleigu II (8.78) Elding frá Árbæjarhjáleigu II (7.9)

111

Brokk

Hægt tölt

Mynd: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Nína frá Lækjarbotnum (8) Tara frá Lækjarbotnum (8.08)

Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Jónína frá Hala (8.13) Hugi frá Hafsteinsstöðum (8.31) Fána frá Hala (7.65) Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hrannar frá Kýrholti (8.32) Emma frá Skarði (7.78)

111 118 121 115 119

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 283


Þinur frá Enni IS2012158455

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Eindís Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Jóhannsson Eigandi: Ástríður Magnúsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun er hægt að fá í síma 898-3883 Ásta, 845-9494 Hannes eða ahhestar@gmail.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Ástríður Magnúsdóttir Hæð á herðakamb: 141 cm. Mynd: Liga Liepina

Máttur frá Torfunesi (8.52) Eldur frá Torfunesi (8.6) Elding frá Torfunesi (8.18) Vörður frá Enni (7.79) Sending frá Enni (8.31) Ljóska frá Enni (7.8)

Markús frá Langholtsparti (8.36)

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend

8 8.5

Vel opin augu

106

Mjúkur, Háar herðar

115

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

109 123

8

102

Samræmi

8.5

Fótagerð

9

Prúðir fætur, Þurrir fætur

Réttleiki

7

Framf: Brotin tálína, Afturf: Nágengir

97

Röst frá Torfunesi (8.12)

Hófar

9

Hvelfdur botn, Vel formaðir

113

Þytur frá Enni (8)

Prúðleiki

9

Tinna frá Enni

Sköpulag

8.48

Þróttur frá Enni

Tölt

9

Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

112

Vonin II frá Enni

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

115

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt, Takthreint

120 119

Mánadís frá Torfunesi (8.21) Djáknar frá Hvammi (8.46)

Skeið

5

Stökk

9.5

120 123

93

Vilji og geðslag

9

Reiðvilji, Þjálni

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb.

119

Fet

7

Skrefstutt

101

Hægt tölt Hægt stökk

8

108

8.5

Hæfileikar

8.24

114

Aðaleinkunn

8.34

120

Hæfileikar án skeiðs

119

Aðaleinkunn án skeiðs

124 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 12. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

284 | Stóðhestar 2020


BÍLAVERKSTÆÐI

RÉTTINGAR - SPRAUTUN


Þjóstur frá Hesti IS2009135587

Litur: Brúnn/dökk/sv. einlitt (2700). Ræktandi: Björg María Þórsdóttir Eigandi: Björg María Þórsdóttir, Valdís Ýr Ólafsdóttir

Upplýsingar: Þjóstur er fasfallegur og hágengur hestur með jafnar og góðar gangtegundir. Laus til útleigu. Uppl. í síma 862-5785 Björg María

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Agnar Þór Magnússon Hæð á herðakamb: 141 cm. Höfuð

8

Vel borin eyru

107

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur

98

Bak og lend

7.5

Breitt bak, Framhallandi bak

100

Samræmi

8.5

Sívalvaxið

108

Máni frá Ketilsstöðum (8.01)

Fótagerð

7.5

Sverir liðir

96

Réttleiki

8

Gnótt frá Steinmóðarbæ (8.01)

Hófar

Efnisþykkir, Vel formaðir

107

Gustur frá Hóli (8.57)

Prúðleiki

7.5

92

Blíð frá Hesti (8.06)

Sköpulag

8.04

103

Mynd: Hildur Classen

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Kraftur frá Efri-Þverá (8.37) Drótt frá Kópavogi (7.61) Blær frá Hesti (8.5) Blæja frá Hesti (8.17) Harka frá Lundum II

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61)

8.5

99

Otur frá Sauðárkróki (8.37)

Tölt

9

Rúmt, Há fótlyfta

112

Gildra frá Lundum II (7.13)

Brokk

9

Rúmt, Taktgott, Öruggt, Há fótlyfta

105

Skeið

7.5

Ferðmikið

117

Stökk

8.5

Ferðmikið, Hátt

106

Ásækni, Þjálni, Vakandi

106

Vilji og geðslag Fegurð í reið Fet Hægt tölt

9 8.5 8 8.5

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

104

Taktgott

100 105

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.56

115

Aðaleinkunn

8.35

114

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

110 110 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 7. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

286 | Stóðhestar 2020


Þormar frá Prestsbæ

IS2015101166

Litur: Leirljós/bleik- blesótt (4350). Ræktandi: Inga & Ingar Jensen, Prestsbær ehf Eigandi: Inga & Ingar Jensen, Prestsbær ehf

Upplýsingar: Upplýsinar um notkun gefur Þórarinn Eymundsson í síma 891-9197 og á netfangið toti@holar.is

Hæsti byggingardómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Sýnandi: Þórarinn Eymundsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Höfuð

7,5

Vel opin augu, Djúpir kjálkar

105

Háls, herðar og bógar

8,5

Reistur, Skásettir bógar, Háar herðar

117

Bak og lend

8,5

Breitt bak, Góð baklína

101

Samræmi

8,5

Hlutfallarétt, Sívalvaxið

118

Fótagerð

9

Öflugar sinar, Prúðir fætur, Þurrir fætur

118

Réttleiki

8

Hófar

8,5

Mynd: aðsend

Ómur frá Kvistum (8.61) Konsert frá Hofi (8.72)

110 Þykkir hælar

Kantata frá Hofi (8.26)

112

Prúðleiki

7

105

Sköpulag

8,41

125

Tölt

113

Brokk

111

Skeið

123

Stökk

115

Vilji og geðslag

116

Fegurð í reið

113

Fet

97

Hægt tölt

111

Vafi frá Kýrholti (7.92) Þoka frá Hólum (8.64) Þrá frá Hólum (8.48)

Víglundur frá Vestra-Fíflholti (8.06) Orka frá Hvammi (8.15) Kormákur frá Flugumýri II (8.3) Varpa frá Hofi (7.9) Asi frá Brimnesi (8.3) Snerra frá Kýrholti Þáttur frá Kirkjubæ (8.16) Þerna frá Kolkuósi (8.02)

Hægt stökk Hæfileikar

122

Aðaleinkunn

127

Hæfileikar án skeiðs

116

Aðaleinkunn án skeiðs

121 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 11. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 287


Þór frá Stóra-Hofi IS2013186003

Litur: Rauður/ljós- stjörnótt (1220). Ræktandi: Bæring Sigurbjörnsson Eigandi: Bæring Sigurbjörnsson

Upplýsingar: Upplýsingar veitir Bæring Sigurbjörnsson í síma 892-4977

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 150 cm. Mynd: Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir

Sær frá Bakkakoti (8.62) Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91) Gletta frá Bakkakoti (8.12) Hrímbakur frá Hólshúsum (8.07) Örk frá Stóra-Hofi (8.27) Hnota frá Stóra-Hofi (7.94)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Sæla frá Gerðum (8.11) Óður frá Brún (8.34)

Höfuð

8.5

Svipgott, Fínleg eyru

112

Háls, herðar og bógar

8.5

Langur, Mjúkur, Skásettir bógar, Djúpur

112

Vöðvafyllt bak, Góð baklína

110

Hlutfallarétt, Fótahátt

122

9

Öflugar sinar, Prúðir fætur, Þurrir fætur

117

7

Framf: Útskeifir, Nágengir - Afturf: Nágengir

87

Djúpir, Þykkir hælar, Vel formaðir

111

9

Bak og lend Samræmi

9.5

Fótagerð Réttleiki

Særós frá Bakkakoti (8.03)

Hófar

Baldur frá Bakka (8.15)

Prúðleiki

7

88

Sabína frá Grund (8.06)

Sköpulag

8.63

123

Hrafn frá Holtsmúla (8.56)

Tölt

Buska frá Stóra-Hofi (8.08)

Brokk

8.5

9

Rúmt, Taktgott, Mikið framgrip

117

8.5

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

115

Skeið

5

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott

121

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

124

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb.

Fet

8

101

9

120

Hægt tölt

94

124

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.2

119

Aðaleinkunn

8.38

124

Hæfileikar án skeiðs

124

Aðaleinkunn án skeiðs

128

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 13. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 288 | Stóðhestar 2020


Þór frá Torfunesi IS2013166214

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Baldvin Kristinn Baldvinsson Eigandi: Torfunes ehf

Upplýsingar: Allar upplýsingar veitir Baldvin Kr Baldvinsson 8639222, torfunes@gmail.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Gísli Gíslason Hæð á herðakamb: 147 cm. Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend

8.5

Myndarlegt

9

119

9

115

Samræmi

9.5

Hlutfallarétt, Langvaxið, Fótahátt, Sívalvaxið

123

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Prúðir fætur

113

Réttleiki

7.5

Hófar

8.5

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.76

Mynd: aðsend

115 Kvistur frá Skagaströnd (8.58) Kolskeggur frá Kjarnholtum I (8.86)

101 Efnisþykkir

Hera frá Kjarnholtum I (7.75)

100 100 126

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

108

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

113

Skeið

9

Ferðmikið, Skrefmikið

127

Stökk

8.5

Teygjugott, Takthreint

108 115

Vilji og geðslag

9

Ásækni, Þjálni

Fegurð í reið

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

113

Fet

7

Skrefstutt

99

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

Hæfileikar

8.83

121

Aðaleinkunn

8.8

126

Baldur frá Bakka (8.15) Bylgja frá Torfunesi (8.09) Kvika frá Rangá (8.07)

Hróður frá Refsstöðum (8.39) Sunna frá Akranesi (8.16) Kolskeggur frá Kjarnholtum I (8.29) Lyfting frá Kjarnholtum I (7.82) Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (8.54) Sandra frá Bakka (8.08) Dreyri frá Álfhólum Toppa frá Rangá (7.2)

102

Hæfileikar án skeiðs

113

Aðaleinkunn án skeiðs

119 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 17. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 289


Þórbjörn frá Tvennu IS2013101234

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Tvenna ehf Eigandi: Bergrún Ingólfsdóttir, Mw. Y. de Munck

Upplýsingar: Þórbjörn verður til afnota á Norðurlandi. Upplýsingar gefur Bergrún Ingólfsdóttir í síma: 847-2045, netfang: beri@mail.holar.is.

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Smári frá Skagaströnd (8.34) Loki frá Selfossi (8.43) Surtla frá Brúnastöðum (7.65) Keilir frá Miðsitju (8.63) Keila frá Haga (7.67) Fjóla frá Haga (8.21)

Safír frá Viðvík (8.35) Snegla frá Skagaströnd (7.52) Vákur frá Brattholti (7.99) Gletta frá Brúnastöðum (7.4)

Höfuð

7.5

Fínleg eyru, Krummanef

102

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur, Skásettir bógar, Djúpur

97

Bak og lend

7.5

Jöfn lend, Öflug lend, Svagt bak

94

Samræmi

8

Fótahátt

97

Fótagerð

7.5

Svagar kjúkur, Snoðnir fætur

96

Réttleiki

8

Framf: Brotin tálína, Afturf: Réttir

102

Hófar

7.5

Lágir hælar

95

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

8

Krafla frá Sauðárkróki (8.26)

Sköpulag

7.78

Viðar frá Viðvík (8.31)

Tölt

8.5

Há fótlyfta

111

Vinda frá Ásatúni (7.68)

Brokk

8.5

Taktgott, Há fótlyfta

115

Svifmikið, Hátt, Takthreint

119

Skeið

5

Stökk

9

Vilji og geðslag Fegurð í reið Fet Hægt tölt

100 94

82 Þjálni, Vakandi

112

9

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

123

9

Taktgott, Skrefmikið

112

8.5

8.5

113

Hægt stökk

9

Hæfileikar

8.07

112

Aðaleinkunn

7.95

110

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

121 117 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

290 | Stóðhestar 2020


nafnspjöld bæklingar og allt hitt sem þarf að prenta......

......fljótt fljótt


Þráinn frá Flagbjarnarholti IS2012181608

Litur: Brúnn/dökk/sv. skjótt (2710). Ræktandi: Jaap Groven Eigandi: Jaap Groven

Upplýsingar: Húsnotkun á Sauðárkróki frá 15. maí. Frá 21 júní verður Þráinn að sinna hryssum í löngu gangmáli á hrossaræktarbúinu Feti. Nánari upplýsingar veita: Jaap & Yvonne Groven, netfang: jaap@grovengroep.nl, eða Þórarinn Eymundsson í síma 891-9197, netfang: toti@holar.is

Hæsti dómur (2018) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórarinn Eymundsson Hæð á herðakamb: 148 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Álfur frá Selfossi (8.46) Álfadís frá Selfossi (8.31) Svartur frá Unalæk (8.54) Þyrla frá Ragnheiðarstöðum (8.24) Krás frá Laugarvatni (8.13)

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum

Vel borin eyru

113

9

Reistur, Langur, Mjúkur, Háar herðar

117

9

Breitt bak, Góð baklína

106

8.5

Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend Samræmi

9.5

Fótagerð

8

Adam frá Meðalfelli (8.24)

Réttleiki

Grýla frá Stangarholti (7.69)

Hófar

Hlutfallarétt, Fótahátt, Sívalvaxið

8 8.5

122 105 99

Efnisþykkir

112

Kjarval frá Sauðárkróki (8.32)

Prúðleiki

7.5

95

Fiðla frá Snartarstöðum (7.74)

Sköpulag

8.7

124

Hjörvar frá Reykjavík (7.86)

Tölt

9

Há fótlyfta, Mikið framgrip, Skrefmikið

Hera frá Laugarvatni (8.04)

Brokk

9

Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

111

Skeið

9

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt, Skrefmikið

117

Stóð efstur á Landsmóti 2018

Stökk

9

Ferðmikið, Teygjugott, Hátt

113

Ásækni, Þjálni, Vakandi

120

9.5

Vilji og geðslag

9

Fegurð í reið

9.5

Fet

9

Hægt tölt

110

Mikið fas, Mikil reising, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

115

Taktgott, Skrefmikið

110 114

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

9.11

121

Aðaleinkunn

8.95

126

Hæfileikar án skeiðs

117

Aðaleinkunn án skeiðs

122

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 69. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 292 | Stóðhestar 2020


Þristur frá Tungu IS2014138175

Litur: Brúnn/milli- einlitt (2500). Ræktandi: Doug Smith Eigandi: Margrétarhof hf

Upplýsingar: Jafnvígur alhliða gæðingur með frábært geðslag Verður á Króki í sumar. Upplýsingar í síma 6919050-Reynir eða 8945102- Aðalheiður

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hæð á herðakamb: 144 cm. Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

8.5

109 Mjúkur, Háar herðar Vöðvafyllt bak

115

Samræmi

8.5

Sívalvaxið

102

Fótagerð

7.5

Lítil sinaskil

91

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir

106

Hófar

7.5

Þröngir

93

Prúðleiki

8

Bak og lend

9

Sköpulag

8.14 8.5

Taktgott, Há fótlyfta

111

Brokk

8.5

Taktgott, Há fótlyfta

112

Skeið

8.5

Takthreint

117

Stökk

8.5

Teygjugott

113

Vilji og geðslag

8.5

Reiðvilji, Þjálni

113

Fegurð í reið

8.5

Góður höfuðb.

113

Fet

8.5

Taktgott

99

8

Hægt stökk

8

Kolfinnur frá Kjarnholtum I (8.45) Ágústínus frá Melaleiti (8.61) Gnótt frá Steinmóðarbæ (8.01)

91

Tölt

Hægt tölt

Mynd: Petra Lönnquist

106

104

Hróður frá Refsstöðum (8.39) Fantasía frá Breiðstöðum (8.21) Zara frá Syðra-Skörðugili (8.13)

Hrafn frá Holtsmúla (8.56) Glókolla frá Kjarnholtum I (7.61) Háttur frá Kirkjubæ (7.35) Stjarna frá Steinmóðarbæ Léttir frá Stóra-Ási (8.05) Rán frá Refsstöðum (7.66) Mergur frá Syðra-Skörðugili (8.09) Kolfinna frá Syðra-Skörðugili (7.72)

110

Hæfileikar

8.5

119

Aðaleinkunn

8.36

118

Hæfileikar án skeiðs

115

Aðaleinkunn án skeiðs

114 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 293


Þróttur frá Akrakoti IS2010135328

Litur: Bleikur/álóttur einlitt (6600). Ræktandi: Ellert Björnsson Eigandi: Líney María Hjálmarsdóttir

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Líney María Hjálmarsdóttir í síma: 861-9829, netfang: lineymh@gmail.

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Agnar Þór Magnússon Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Gaumur frá Auðsholtshjáleigu (8.69) Hildur frá Garðabæ (8) Keilir frá Miðsitju (8.63) Þeysa frá Akrakoti (8) Þyrnirós frá Akranesi

Otur frá Sauðárkróki (8.37) Dama frá Þúfu í Landeyjum Hrafn frá Öndólfsstöðum (7.29)

Höfuð

8

Skarpt/þurrt, Löng eyru

107

Háls, herðar og bógar

9

Reistur, Grannur, Mjúkur, Skásettir bógar, Háar herðar

111

Góð baklína

105

Hlutfallarétt, Léttbyggt, Sívalvaxið

112

Bak og lend

8.5

Samræmi

9

Fótagerð

7.5

96

Réttleiki

7.5

100

8.5

Gnótt frá Brautarholti (7.54)

Hófar

Ófeigur frá Flugumýri (8.19)

Prúðleiki

8

94

Krafla frá Sauðárkróki (8.26)

Sköpulag

8.44

110

Ófeigur frá Hvanneyri (8.55)

Tölt

8.5

Rúmt, Taktgott

Rós frá Laugavöllum (7.51)

Brokk

8.5

Rúmt

98

Skeið

8.5

Ferðmikið, Skrefmikið

113

Stökk

8

Hátt, Sviflítið

97

8

Ásækni

105

Vilji og geðslag

Þykkir hælar

101

103

Fegurð í reið

8.5

Mikil reising

107

Fet

6.5

Skrefmikið

104

Hægt tölt

8

Hægt stökk

7

Hæfileikar

8.25

Aðaleinkunn

8.33

Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs

101 107 110 103 106

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 11. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 294 | Stóðhestar 2020


Þröstur frá Kolsholti 2 IS2014187695

Litur: Rauður/milli- skjótt (1510). Ræktandi: Helgi Þór Guðjónsson Eigandi: Helgi Þór Guðjónsson

Upplýsingar: Þröstur verður í Kálfholti í Ásahrepp í húsnotkun. Upplýsingar um fyrra og seinna gangmál í síma 6977324 eða á helgitg1981@gmail.com.

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Helgi Þór Guðjónsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Höfuð Háls, herðar og bógar

8 8.5

Svipgott, Fínleg eyru

109

Mjúkur, Skásettir bógar

107

Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Góð baklína

109

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt

110

Fótagerð

8.5

Öflugar sinar, Þurrir fætur, Beinar kjúkur

113

Réttleiki

8

Hófar

8

Prúðleiki

7.5

Sköpulag

8.35

Tölt

9.5

Rúmt, Taktgott, Há fótlyfta, Skrefmikið

116

Brokk

9.5

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið, Há fótlyfta

125

Skeið

5

Stökk

8

Bak og lend

Vilji og geðslag

9

9.5

Efnisþykkir, Þröngir

Framherji frá Flagbjarnarholti (8.27) Surtsey frá Feti (8.06)

106 92 115

96 Ferðmikið, Teygjugott, Sviflítið

100

Ásækni, Þjálni, Vakandi

123

9

Mikið fas, Góður höfuðb., Mikill fótaburður

121

Fet

7

Skrefstutt

96

8.5

Hágangur frá Narfastöðum (8.31)

105

Fegurð í reið Hægt tölt

Mynd: aðsend

Stáli frá Kjarri (8.76) Klöpp frá Tóftum (8.15) Hrísla frá Laugarvatni (8.06)

Glampi frá Vatnsleysu (8.35) Hera frá Herríðarhóli (8.23) Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34) Smáey frá Feti (7.2) Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Jónína frá Hala (8.13) Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Hera frá Laugarvatni (8.04)

110

Hægt stökk

7

Hæfileikar

8.39

118

Aðaleinkunn

8.37

120

Hæfileikar án skeiðs

122

Aðaleinkunn án skeiðs

123 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 5. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 295


Þytur frá Skáney IS2005135813

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Bjarni Marinósson Eigandi: Bjarni Marinósson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun veitir Haukur Bjarnason í síma 894-6343, netfang: randi@skaney.is

Hæsti dómur (2012) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórður Þorgeirsson Hæð á herðakamb: 143 cm. Mynd: Kolla Gr

Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Gustur frá Hóli (8.57) Abba frá Gili (8.03) Skinfaxi frá Þóreyjarnúpi (8.17) Þóra frá Skáney (8.06) Blika frá Skáney (7.84)

Hrímnir frá Vilmundarstöðum (8.3) Freyja frá Hofsstöðum (7.89)

Höfuð

7.5

Fínleg eyru, Krummanef

93

Háls, herðar og bógar

8

Reistur, Langur, Klipin kverk, Hjartarháls

103

Bak og lend

9

Breitt bak, Löng lend, Djúp lend

111

Samræmi

9

Fótahátt, Sívalvaxið

112

Öflugar sinar

Sindri frá Álftagerði II (7.72)

Fótagerð

8

Réttleiki

8

Mósa frá Gili

Hófar

9

Oddur frá Selfossi (8.48)

Prúðleiki

9

Stóra-Brúnka frá Þóreyjarnúpi

Sköpulag

8.41

Glanni frá Skáney (7.83)

Tölt

Óða-Rauðka frá Skáney

9

95 106

Djúpir, Efnisþykkir, Þykkir hælar, Hvelfdur botn

107 119 113

Rúmt, Mikið framgrip, Skrefmikið

109

Brokk

8.5

Öruggt, Skrefmikið, Há fótlyfta, Svifmikið

104

Skeið

8

Öruggt, Skrefmikið

103

Stökk

9

Ferðmikið, Takthreint

113

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni, Þjálni

102

Fegurð í reið

8.5

Góður höfuðb., Mikill fótaburður

104

8

107

Hægt tölt

8.5

108

Hægt stökk

8.5

Fet

Hæfileikar

8.55

Aðaleinkunn

8.49

Hæfileikar án skeiðs

109 112 109

Aðaleinkunn án skeiðs

112

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 99. Fjöldi dæmdra afkvæma: 9. 296 | Stóðhestar 2020


Ögri frá Bergi

IS2014137486

Litur: Rauður/milli- einlitt (1500). Ræktandi: Jón Bjarni Þorvarðarson Eigandi: Jón Bjarni Þorvarðarson

Upplýsingar: Upplýsingar um notkun gefur Jón Bjarni Þorvarðarson í síma 8451643 og á netfangið jonbjarniberg@gmail.com

Hæsti dómur (2019) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Þórarinn Eymundsson Hæð á herðakamb: 142 cm. Höfuð

8.5

Háls, herðar og bógar

8.5

Frítt

107

Bak og lend

8

Vöðvafyllt bak, Jöfn lend, Stutt lend

104

Samræmi

8

Léttbyggt, Sívalvaxið, Miðlangt

100

Fótagerð

7.5

Öflugar sinar, Lítil sinaskil

105

Réttleiki

7

Framf: Útskeifir, Nágengir

89

Þykkir hælar

107

Hófar

8.5

Prúðleiki

8

Sköpulag

8.09

Tölt

8.5

107 Rúmt, Taktgott

108

Rúmt

107

8

Skeið

8.5

Ferðmikið, Öruggt

131

Stökk

8.5

Ferðmikið

102

9

Fegurð í reið

8

Fet

8

Hægt tölt

8

Hægt stökk

Ásækni, Þjálni

Elding frá Árbæjarhjáleigu II (7.9) Aron frá Strandarhöfði (8.54) Skriða frá Bergi (8.31) Hrísla frá Naustum (7.96)

Hugi frá Hafsteinsstöðum (8.31) Fána frá Hala (7.65) Óður frá Brún (8.34) Yrsa frá Skjálg (7.9) Hugi frá Höfða Neista frá Naustum

115

Taktgott

106 105

7.5

Hæfileikar

8.4

119

8.27

120

Aðaleinkunn án skeiðs

Jónína frá Hala (8.13)

Jarl frá Árbæjarhjáleigu II (8.78)

108

Aðaleinkunn Hæfileikar án skeiðs

Galsi frá Sauðárkróki (8.44)

Stáli frá Kjarri (8.76)

105

Brokk

Vilji og geðslag

Mynd: aðsend

106

110 111 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 1. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0.

H R O S S A R Æ K T Stóðhestar 2020 | 297


Ölnir frá Akranesi IS2009135006

Litur: Rauður/milli- blesótt hringeygt eða glaseygt (1554). Ræktandi: Smári Njálsson Eigandi: Margrétarhof hf

Upplýsingar: Ölnir verður í girðingu á Syðra-Skörðugili í Skagafirði í sumar frá 20. júní. Upplýsingar: Elvar Einarsson - 893-8140, netfang: elveree@simnet.is og Ásdís Ósk Elvarsdóttir - 897-2614, netfang: asdisosk98@gmail.com

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson Hæð á herðakamb: 145 cm. Mynd: aðsend

Gustur frá Hóli (8.57) Glotti frá Sveinatungu (8.64) Sonnetta frá Sveinatungu (8.1) Markús frá Langholtsparti (8.36) Örk frá Akranesi (8.35) Ösp frá Lágafelli (7.79)

Gáski frá Hofsstöðum (8.32) Abba frá Gili (8.03)

Höfuð

7.5

Háls, herðar og bógar

8.5 8

Bak og lend

101 Hátt settur, Mjúkur, Háar herðar

112

Jöfn lend

113

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt, Langvaxið

111

Fótagerð

8.5

Rétt fótstaða, Öflugar sinar

106

Afturf: Réttir

116

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

111

Mars frá Litla-Bergi (7.96)

Réttleiki

Fúga frá Sveinatungu (8.09)

Hófar

9 8.5

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Prúðleiki

8.5

Von frá Bjarnastöðum (8.05)

Sköpulag

8.43

Skröggur frá Lágafelli (7.75)

Tölt

Ógát frá Lágafelli

109 121 112

9

Taktgott, Há fótlyfta, Mjúkt

Brokk

9

Taktgott, Öruggt, Há fótlyfta

117

Skeið

9.5

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt

122

Stökk

8.5

Ferðmikið, Teygjugott

113

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

124

Mikil reising, Góður höfuðb.

116

9

Fegurð í reið

8.5

Fet

8

Hægt tölt Hægt stökk

7.5

Hæfileikar

9.09

Aðaleinkunn

8.82

Hæfileikar án skeiðs

Taktgott

97 115 123 127 118

Aðaleinkunn án skeiðs

122

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 323. Fjöldi dæmdra afkvæma: 4. 298 | Stóðhestar 2020


Örn frá Gljúfurárholti IS2012187026

Litur: Brúnn/milli- stjörnótt (2520). Ræktandi: Björg Ólafsdóttir Eigandi: Petra Linke, Ragnar Bregler

Upplýsingar: Örn er frábær klárhestur með jafnar og góðar gangtegundir sem stefnt er með í keppni og kynbótasýningu í vor. Hann verður í húsnotkun á Sunnuhvoli í Ölfusi, upplýsingar veitir Árný í síma 848-6213

Kynbótamat (BLUP)

Höfuð

95

Háls, herðar og bógar

96

Bak og lend

95

Samræmi

90

Fótagerð

101

Réttleiki

99

Hófar

102

Prúðleiki

99

Sköpulag

92

Tölt

100

Brokk

107

Skeið

85

Stökk

103

Vilji og geðslag

99

Fegurð í reið

103

Fet

107

Hægt tölt

105

Mynd: aðsend

Leiknir frá Vakurstöðum (8.28) Korgur frá Ingólfshvoli (8.41) Korga frá Ingólfshvoli Boði frá Gerðum (7.98) Bára frá Ingólfshvoli Komma frá Sperðli

Safír frá Viðvík (8.35) Lyfting frá Ysta-Mó (7.64) Geysir frá Gerðum (8.39) Gola frá Gerðum (8.02) Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Bylgja frá Vatnsleysu (7.84) Hrannar frá Sperðli Sóta frá Melstað (7.5)

Hægt stökk Hæfileikar

99

Aðaleinkunn

97

Hæfileikar án skeiðs

104

Aðaleinkunn án skeiðs

101 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 0. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. Stóðhestar 2020 | 299


Örvar frá Gljúfri IS2008187040

Litur: Brúnn/milli- nösótt (2530). Ræktandi: Jón Hólm Stefánsson Eigandi: Helga María Jónsdóttir, Jóhannes Helgason, Jón Óskar Jóhannesson

Upplýsingar: Örvar verður á Brekku í Biskupstungunum í sumar, verð á folatolli er 75 þúsund + vsk. (innifalið girðingagjald og ein sónarskoðun). Nánari upplýsingar veitir Jón Óskar í síma: 869-8760.

Hæsti dómur (2016) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Árni Björn Pálsson Hæð á herðakamb: 141 cm. Mynd: aðsend

Galsi frá Sauðárkróki (8.44) Stáli frá Kjarri (8.76) Jónína frá Hala (8.13) Hektor frá Akureyri (8.41) Ör frá Gljúfri (7.77) Drottning frá Laxholti (8.13)

Höfuð

7.5

Slök eyrnastaða

97

Háls, herðar og bógar

8

Mjúkur, Skásettir bógar, Djúpur

100

Bak og lend

9

Vöðvafyllt bak, Djúp lend, Jöfn lend, Góð baklína

112

Samræmi

7.5

Sívalvaxið, Afturstutt

94

Þokki frá Garði (7.96)

Fótagerð

8

Þurrir fætur

95

Réttleiki

7.5

Framf: Útskeifir, Afturf: Réttir

105

9

Efnisþykkir, Hvelfdur botn

111

Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Gnótt frá Sauðárkróki (8.1) Blökk frá Hofsstöðum

Hófar

Hervar frá Sauðárkróki (8.27)

Prúðleiki

8

94

Tinna frá Akureyri (7.81)

Sköpulag

8.06

102

Baldur frá Bóndhóli

Tölt

9

Rúmt, Taktgott, Skrefmikið, Mjúkt

Litfara frá Laxholti

Brokk

8

Öruggt

98

Skeið

10

Ferðmikið, Takthreint, Öruggt, Svifmikið, Skrefmikið

121

Stökk

8.5

Teygjugott, Takthreint

105

Vilji og geðslag

9.5

Ásækni, Þjálni, Vakandi

117

Fegurð í reið

8.5

Góður höfuðb.

103

Fet

7.5

Skrefstutt, Flýtir sér

8

Hægt tölt

110

97 100

8.5

Hægt stökk Hæfileikar

8.9

Aðaleinkunn

8.56

Hæfileikar án skeiðs

114 113 107

Aðaleinkunn án skeiðs

107

Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 34. Fjöldi dæmdra afkvæma: 0. 300 | Stóðhestar 2020


Gæða hráefni úr náttúru Íslands Allar götur frá árinu 1995 hefur eldisstöðin Klausturbleikja ehf. á Kirkjubæjarklaustri sérhæft sig í eldi á bleikju og þróað einstaka eldisaðferð sem byggir á nátturulegu umhverfi og fersku lindarvatni. Bleikjan er alin í einkar tæru lindarvatni undan Vatnajökli en einstök vatnsgæði íslenskrar náttúru eru stór þáttur í gæðum fisksins.

Klausturbleikja er fáanleg fersk, reykt eða grafin.

Klausturvegi 5 880 Kirkjubæjarklaustri s: 487 4960 klausturbleikja@klausturbleikja.is

- íslenskt sælgæti


Kynbótamat 2020 Höfuð

Háls, herðar og bógar

Kolskeggur frá Kjarnholtum I

127

Ísak frá Þjórsárbakka

125

Sægrímur frá Bergi

122

Kveikur frá Stangarlæk 1

122

Gleipnir frá Skipaskaga

122

Hróður frá Refsstöðum

121

Skaginn frá Skipaskaga

121

Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1

121

Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði

120

Sigur frá Stóra-Vatnsskarði

119

Ljósvaki frá Valstrýtu

119

Þór frá Torfunesi

119

Haki frá Bergi

118

Salvar frá Fornusöndum

118

Sjálfur frá Austurkoti

118

Skýr frá Skálakoti

118

Huginn frá Bergi

117

Dagfari frá Álfhólum

117

Forseti frá Vorsabæ II

117

Álfaskeggur frá Kjarnholtum I

117

302 | Stóðhestar 2020

Ísak frá Þjórsárbakka

127

Pensill frá Hvolsvelli

124

Stormur frá Herríðarhóli

122

Skaginn frá Skipaskaga

121

Mozart frá Torfunesi

120

Gári frá Auðsholtshjáleigu

120

Vívaldi frá Torfunesi

120

Hágangur frá Narfastöðum

119

Gleipnir frá Skipaskaga

119

Þróttur frá Kolsholti 2

119

Caruzo frá Torfunesi

119

Seiður frá Flugumýri II

119

Tumi frá Jarðbrú

119

Sólon frá Þúfum

118

Adrían frá Garðshorni á Þelamörk

118

Kveikur frá Stangarlæk 1

118

Hringur frá Gunnarsstöðum I

118

Logi frá Oddsstöðum I

117

Kakali frá Garðsá

117

Þrymur frá Votumýri 2

117


Kynbótamat 2020 Bak og lend

Samræmi

Skýr frá Skálakoti

128

Sólon frá Skáney

126

Pensill frá Hvolsvelli

125

Blakkur frá Þykkvabæ I

123

Goði frá Bjarnastöðum

122

Þrymur frá Syðstu-Fossum

122

Spegill frá Sauðárkróki

122

Geisli frá Lundum II

121

Hjari frá Hofi á Höfðaströnd

121

Íkon frá Hákoti

121

Blundur frá Þúfum

120

Grandi frá Blesastöðum 1A

120

Blundur frá Skrúð

119

Rökkvi frá Rauðalæk

119

Jökull frá Rauðalæk

119

Hrannar frá Flugumýri II

119

Byr frá Borgarfelli

118

Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum

118

Galdur frá Leirubakka

118

Hrafnaflóki frá Akurgerði II

118

Pensill frá Hvolsvelli

126

Skaginn frá Skipaskaga

126

Eldhugi frá Álfhólum

126

Apollo frá Haukholtum

125

Viðar frá Skör

124

Þór frá Torfunesi

123

Blakkur frá Þykkvabæ I

122

Þór frá Stóra-Hofi

122

Þráinn frá Flagbjarnarholti

122

Rauðskeggur frá Kjarnholtum I

122

Viðar frá Skeiðvöllum

121

Bóas frá Húsavík

120

Gleipnir frá Skipaskaga

120

Sæþór frá Stafholti

120

Seiður frá Flugumýri II

119

Kveikur frá Stangarlæk 1

119

Eldjárn frá Skipaskaga

119

Kakali frá Garðsá

119

Kolskeggur frá Kjarnholtum I

119

Heiður frá Eystra-Fróðholti

118

Stóðhestar 2020 | 303


Kynbótamat 2020 Fótagerð

Réttleiki

Blær frá Torfunesi

133

Gári frá Auðsholtshjáleigu

130

Eldur frá Torfunesi

127

Frægur frá Eikarbrekku

124

Eldjárn frá Skipaskaga

124

Þinur frá Enni

123

Vísir frá Helgatúni

123

Óskar frá Árbæjarhjáleigu II

123

Ægir frá Litlalandi

122

Appollo frá Kópavogi

121

Kakali frá Garðsá

121

Ýmir frá Heysholti

120

Vefur frá Akureyri

120

Sproti frá Enni

119

Bjartur frá Strandarhjáleigu

119

Grunnur frá Grund II

119

Kunningi frá Hofi

118

Bergsteinn frá Akureyri

118

Sonur frá Kálfhóli 2

118

Skýr frá Skálakoti

118

304 | Stóðhestar 2020

Mýrkjartan frá Akranesi

123

Kjerúlf frá Kollaleiru

118

Mói frá Álfhólum

117

Páfi frá Kjarri

116

Viðar frá Skör

116

Draupnir frá Stuðlum

116

Ölnir frá Akranesi

116

Helgi frá Neðri-Hrepp

115

Platon frá Sauðárkróki

115

Roði frá Múla

115

Blær frá Breiðholti, Gbr.

115

Bassi frá Hemlu II

115

Mozart frá Torfunesi

115

Kvartett frá Stóra-Ási

114

Sölvi frá Stuðlum

114

Blundur frá Þúfum

114

Stimpill frá Þúfum

114

Sókrates frá Skáney

113

Seðill frá Brakanda

113

Tumi frá Jarðbrú

113


Kynbótamat 2020 Hófar

Prúðleiki

Sproti frá Enni

128

Vestri frá Síðu

125

Gári frá Auðsholtshjáleigu

125

Flugar frá Barkarstöðum

124

Marel frá Aralind

123

Örvar frá Garðabæ

122

Orri frá Þúfu í Landeyjum

122

Jökull frá Rauðalæk

122

Huginn frá Bergi

121

Viðar frá Skeiðvöllum

121

Apollo frá Haukholtum

121

Forni frá Flagbjarnarholti

121

Frami frá Ketilsstöðum

120

Rökkvi frá Rauðalæk

120

Tindur frá Þorlákshöfn

120

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum

120

Ófeigur frá Þorláksstöðum

119

Lord frá Vatnsleysu

119

Kjarval frá Hellnafelli

119

Kunningi frá Hofi

119

Víkingur frá Ási 2

133

Erró frá Ási 2

133

Valíant frá Vatnshömrum

129

Appollo frá Kópavogi

128

Kakali frá Garðsá

128

Ægir frá Litlalandi

128

Teningur frá Víðivöllum fremri

128

Eldur frá Torfunesi

127

Gári frá Auðsholtshjáleigu

127

Þristur frá Feti

126

Dynur frá Hvammi

126

Hergill frá Þjóðólfshaga 1

126

Sólon frá Skáney

124

Þorri frá Þúfu í Landeyjum

124

Forseti frá Söðulsholti

124

Hvinur frá Vorsabæ 1

124

Skýr frá Skálakoti

124

Hugi frá Hafsteinsstöðum

124

Flugar frá Barkarstöðum

124

Skörungur frá Skáney

123

Stóðhestar 2020 | 305


Kynbótamat 2020 Tölt

Brokk

Heiður frá Eystra-Fróðholti

125

Ljósvaki frá Valstrýtu

124

Kjerúlf frá Kollaleiru

123

Ísak frá Þjórsárbakka

123

Kveikur frá Stangarlæk 1

123

Konsert frá Hofi

122

Baldur frá Þjóðólfshaga 1

122

Óskar frá Breiðstöðum

122

Blundur frá Þúfum

121

Mói frá Álfhólum

121

Safír frá Kvistum

121

Hákon frá Ragnheiðarstöðum

121

Apollo frá Haukholtum

121

Arion frá Eystra-Fróðholti

121

Erró frá Ármóti

121

Hnokki frá Eylandi

121

Ljúfur frá Torfunesi

121

Sigur frá Stóra-Vatnsskarði

121

Stormur frá Herríðarhóli

120

Krákur frá Blesastöðum 1A

120

306 | Stóðhestar 2020

Fenrir frá Feti

127

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum

126

Jökull frá Rauðalæk

126

Loki frá Selfossi

126

Blundur frá Þúfum

125

Þröstur frá Kolsholti 2

125

Lexus frá Vatnsleysu

124

Hnokki frá Eylandi

124

Baldur frá Þjóðólfshaga 1

123

Rökkvi frá Rauðalæk

123

Kjerúlf frá Kollaleiru

123

Póstur frá Litla-Dal

122

Kveikur frá Stangarlæk 1

122

Hringur frá Gunnarsstöðum I

122

Fengur frá Auðsholtshjáleigu

122

Fjölnir frá Flugumýri II

122

Lýsir frá Breiðstöðum

121

Viðar frá Skeiðvöllum

121

Pensill frá Hvolsvelli

121

Blakkur frá Þykkvabæ I

121


Kynbótamat 2020 Skeið

Stökk

Spuni frá Vesturkoti

142

Vívaldi frá Torfunesi

141

Vörður frá Vindási

139

Goði frá Bjarnarhöfn

138

Snæfinnur frá Sauðanesi

138

Kastor frá Garðshorni á Þelamörk

137

Trymbill frá Stóra-Ási

136

Hrappur frá Breiðholti í Flóa

134

Þorinn frá Vatni

133

Krókus frá Dalbæ

133

Bjarmi frá Litlu-Tungu 2

133

Gustur frá Efri-Þverá

133

Blær frá Torfunesi

132

Cortes frá Ármóti

132

Ernir frá Efri-Hrepp

131

Sproti frá Þjóðólfshaga 1

131

Knár frá Ytra-Vallholti

131

Óskasteinn frá Íbishóli

131

Flugar frá Kjartansstaðakoti

131

Ögri frá Bergi

131

Óskar frá Breiðstöðum

130

Hnokki frá Eylandi

126

Ljósvaki frá Valstrýtu

126

Fengur frá Auðsholtshjáleigu

126

Auður frá Lundum II

125

Loki frá Selfossi

125

Fenrir frá Feti

124

Hreyfill frá Vorsabæ II

123

Ísak frá Þjórsárbakka

123

Hnjúkur frá Saurbæ

122

Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum

122

Jökull frá Rauðalæk

122

Hilmir frá Hamarsey

122

Kveikur frá Stangarlæk 1

122

Dynur frá Hvammi

122

Frár frá Sandhól

122

Kjerúlf frá Kollaleiru

121

Mói frá Álfhólum

121

Þór frá Stóra-Hofi

121

Kopar frá Fákshólum

121

Stóðhestar 2020 | 307


Kynbótamat 2020 Vilji og geðslag

Fegurð í reið

Kveikur frá Stangarlæk 1

133

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum

129

Heiður frá Eystra-Fróðholti

128

Óskar frá Breiðstöðum

126

Sindri frá Syðra-Velli

126

Fenrir frá Feti

126

Hnokki frá Eylandi

126

Óskasteinn frá Íbishóli

125

Bjartur frá Hlemmiskeiði 3

125

Gljátoppur frá Miðhrauni

124

Þór frá Stóra-Hofi

124

Svörður frá Skjálg

124

Ölnir frá Akranesi

124

Blakkur frá Þykkvabæ I

124

Drumbur frá Víðivöllum fremri

124

Loki frá Selfossi

123

Dagur frá Hjarðartúni

123

Viðar frá Skeiðvöllum

123

Draupnir frá Stuðlum

123

Þröstur frá Kolsholti 2

123

308 | Stóðhestar 2020

Fenrir frá Feti

134

Óskar frá Breiðstöðum

130

Jökull frá Rauðalæk

130

Loki frá Selfossi

127

Ísak frá Þjórsárbakka

127

Fengur frá Auðsholtshjáleigu

127

Kveikur frá Stangarlæk 1

126

Dagfari frá Álfhólum

125

Lexus frá Vatnsleysu

124

Rökkvi frá Rauðalæk

124

Þór frá Stóra-Hofi

124

Lýsir frá Breiðstöðum

123

Dagur frá Hjarðartúni

123

Ljósvaki frá Valstrýtu

123

Þórbjörn frá Tvennu

123

Hákon frá Ragnheiðarstöðum

123

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum

123

Fjölnir frá Flugumýri II

123

Gljátoppur frá Miðhrauni

122

Safír frá Mosfellsbæ

122


Kynbótamat 2020 Fet

Hægt tölt

Elrir frá Rauðalæk

123

Knár frá Ytra-Vallholti

121

Spuni frá Vesturkoti

121

Styrkur frá Votmúla 1

121

Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum

121

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum

121

Nói frá Árdal

120

Sproti frá Vesturkoti

120

Sjóður frá Kirkjubæ

120

Vörður frá Vindási

120

Glampi frá Ketilsstöðum

120

Glæsir frá Þorlákshöfn

119

Klerkur frá Bjarnanesi

118

Kveikur frá Stangarlæk 1

118

Vefur frá Akureyri

118

Steinar frá Stuðlum

118

Fálki frá Kjarri

118

Álfaskeggur frá Kjarnholtum I

118

Ófeigur frá Þorláksstöðum

117

Grunur frá Oddhóli

117

Reynir frá Margrétarhofi

123

Jökull frá Rauðalæk

123

Apollo frá Haukholtum

123

Hraunar frá Hrosshaga

123

Skuggi frá Rauðalæk

123

Jaðraki frá Þjórsárbakka

123

Örn frá Efri-Gegnishólum

122

Hrókur frá Hjarðartúni

122

Ævar frá Hólum

122

Lúðvík frá Rauðalæk

122

Nn frá Eylandi

122

Nn frá Rauðalæk

122

Draumur frá Holtsmúla 1

121

Vaskur frá Kagaðarhóli

121

Drösull frá Brautarholti

121

Óskar frá Breiðstöðum

121

Nn frá Þjórsárbakka

121

Ísak frá Þjórsárbakka

121

Ás frá Vindási

121

Óskar frá Blesastöðum 1A

120

Stóðhestar 2020 | 309


Kynbótamat 2020 Sköpulag

Hæfileikar

Pensill frá Hvolsvelli

136

Skýr frá Skálakoti

130

Ísak frá Þjórsárbakka

130

Gári frá Auðsholtshjáleigu

129

Skaginn frá Skipaskaga

129

Gleipnir frá Skipaskaga

127

Þór frá Torfunesi

126

Kakali frá Garðsá

126

Viðar frá Skeiðvöllum

126

Apollo frá Haukholtum

126

Viðar frá Skör

125

Glúmur frá Dallandi

124

Þráinn frá Flagbjarnarholti

124

Bjartur frá Strandarhjáleigu

124

Logi frá Oddsstöðum I

123

Þór frá Stóra-Hofi

123

Draupnir frá Stuðlum

123

Vívaldi frá Torfunesi

123

Eldur frá Torfunesi

123

Þinur frá Enni

123

310 | Stóðhestar 2020

Spuni frá Vesturkoti

127

Kveikur frá Stangarlæk 1

127

Knár frá Ytra-Vallholti

126

Draupnir frá Stuðlum

126

Kalsi frá Þúfum

124

Bruni frá Laugarbökkum

124

Jarl frá Árbæjarhjáleigu II

124

Pensill frá Hvolsvelli

124

Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu

124

Blakkur frá Þykkvabæ I

124

Heiður frá Eystra-Fróðholti

124

Óskasteinn frá Íbishóli

124

Konsert frá Hofi

123

Kastor frá Garðshorni á Þelamörk

123

Salvar frá Fornusöndum

123

Spaði frá Stuðlum

123

Ölnir frá Akranesi

123

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum

123

Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1

123

Arion frá Eystra-Fróðholti

123


Kynbótamat 2020 Aðaleinkunn

Pensill frá Hvolsvelli

132

Spuni frá Vesturkoti

130

Kveikur frá Stangarlæk 1

130

Draupnir frá Stuðlum

130

Skýr frá Skálakoti

128

Viðar frá Skör

128

Apollo frá Haukholtum

128

Konsert frá Hofi

127

Ölnir frá Akranesi

127

Blakkur frá Þykkvabæ I

127

Heiður frá Eystra-Fróðholti

127

Glúmur frá Dallandi

126

Ísak frá Þjórsárbakka

126

Bruni frá Laugarbökkum

126

Þráinn frá Flagbjarnarholti

126

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum

126

Þór frá Torfunesi

126

Kalsi frá Þúfum

126

Hrannar frá Flugumýri II

125

Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1

125 Stóðhestar 2020 | 311


ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan 1996

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA

Kristín Ingólfsdóttir

Sverrir Einarsson

Margrét Ásta Guðjónsdóttir

Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242


VELJUM ÍSLENSKT FÓÐUR

FÆST Í VERSLUNUM OKKAR OG HJÁ ENDURSÖLUAÐILUM UM LAND ALLT.

- ÞANIÐ FÓÐUR, SEM EYKUR NÝTINGU OG BÆTIR UPPTÖKU NÆRINGAREFNA. SÉRSTAÐA Á ÍSLANDI - BÍÓTÍNRÍKT FYRIR HÓFA OG HÁR. - NÝTT OG ENDURBÆTT INNIHALD. - INNIHELDUR HENTUGT HLUTFALL VÍTAMÍNA OG STEINEFNA FYRIR FULLORÐIN REIÐHROSS


HANNAÐAR Á ÍSLANDI FYRIR EINSTAKA AKSTURSEIGINLEIKA

Hrimnir hestakerrrur eru hannaðar með þægindi hestsins í huga. Nútímaleg hönnun, lítil vindmótstaða, sterk og endingargóð grind, létt í drætti, ásamt einstökum eiginleikum ALKO dráttarbeislis, bremsukerfis og öxla gerir það að verkum að kerran er sérlega skemmtileg í drætti og hestunum líður vel. Hestarnir standa á ská í kerrunni sem gefur þeim meira rými og betra jafnvægi.

Útbúið eftir þínum þörfum • Tæknilýsing, verð og nánari upplýsingar:

www.hrimnir.shop/trailers

runar@hrimnir.shop

861-4000 / 897-9353


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.