10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
46 keppendur í karlaflokki með 0 eða lægri forgjöf Ljósmynd/seth@golf.is
Aron Snær Júlíusson landaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrra í fyrsta sinn á ferlinum.
39 nöfn á verðlaunagripnum í karlaflokki
F
yrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki árið 1942. Gísli Ólafsson er fyrsti Íslandsmeistarinn og Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti, með 7 titla. Birgir Leifur landaði sínum 7. titli á Jaðarsvelli árið 2016 og hefur hann ekki tekið þátt eftir þann sigur. Alls eru 39 nöfn grafin á verðlaunagripinn í karlaflokki. 16 kylfingar hafa sigrað oftar en einu sinni. Úlfar Jónsson og Björgvin Þorsteinsson hafa sigrað 6 sinnum hvor og Magnús Guðmundsson er með 5 titla. Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað, eða 23 sinnum. GA er með 20 titla og GK er með 13 titla. 7 titlar Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (1996 (GL), 2003, 2004, 2010, 2013, 2014, 2016). 6 titlar Björgvin Þorsteinsson, GA (1971, 19731977) Úlfar Jónsson, GK (1986, 1987, 1989-1992) 5 titlar Magnús Guðmundsson, GA (1958, 1963-66). 4 titlar Björgvin Sigurbergsson, GK (1995, 1999, 2000, 2007) 3 titlar Gísli Ólafsson, GR (1942-1944) Þorvaldur Ásgeirsson, GR (1945, 1950-51) Þorbjörn Kjærbo, GS (1968-1970) Hannes Eyvindsson, GR (1978-1980) Sigurður Pétursson, GR (1982, 1984, 1985) Sigurpáll Geir Sveinsson, GA (1994, 1998, 2002) Axel Bóasson, GK (2011, 2017, 2018) 2 titlar Ewald Berndsen, GR (1947, 1953) Ólafur Á. Ólafsson, GR (1954, 1956) Sveinn Ársælsson, GV (1957, 1959) Gunnar Sólnes, GA (1961, 1967) Íslandsmeistarar Sigtryggur Júlíusson, GA (1946) Jóhannes G. Helgason, GR (1948) Jón Egilsson, GA (1946) Birgir Sigurðsson, GA (1952) Hermann Ingimarsson, GA (1955) Jóhann Eyjólfsson, GR (1960) Óttar Yngvason, GR (1962) Loftur Ólafsson, NK (1972) Ragnar Ólafsson, GR (1981) Gylfi Kristinsson, GS (1983) Sigurður Sigurðsson, GS (1988) Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1983) Þórður Emil Ólafsson, GL (1997) Örn Ævar Hjartarson, GS (2001) Heiðar Davíð Bragason, GKj/GM. (2001) Sigmundur Einar Másson, GKG (2006) Kristján Þór Einarsson, GKj./GM (2008) Ólafur Björn Loftsson, NK (2009) Haraldur Franklín Magnús, GR (2012) Þórður Rafn Gissurarson, GR (2015) Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (2019) Bjarki Pétursson, GKG (2020) Aron Snær Júlíusson, GKG (2021) Fjöldi titla hjá klúbbum: GR:23 GA:20 GK:13 GKG:9 GS:6 GV:3 GL: 2 NK:2 GKj./GM:2
Alls eru 108 keppendur í karlaflokknum á Íslandsmótinu í golfi 2022 og er hlutfall karla 71% af heildarfjöldanum, 152.
A
lls eru 108 keppendur í karlaflokknum á Íslandsmótinu í golfi 2022 og er hlutfall karla 71% af heildarfjöldanum, 152. Frá árinu 2001 hefur fjöldi keppenda í karlaflokki verið að meðaltali 113. Færri komust að en vildu inn í mótið og fór fram undankeppni í síðustu viku á Urriðavelli þar sem fimm leikmenn kepptu um 2 laus sæti á Íslandsmótinu. Slík undankeppni hefur aldrei áður farið fram. Tveir keppendur í karlaflokki hafa upplifað það áður að sigra á Íslandsmótinu í golfi. Kristján Þór Einarsson, GM, sem fagnaði titlinum í Eyjum árið 2008, og Aron Snær Júlíusson, GKG, sem hefur titil að verja á þessu móti. Axel Bóasson, GK, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru í verkefnum á atvinnumótaröðum á meðan Íslandsmótið fer fram í Eyjum. Það er að miklu að keppa fyrir atvinnukylfingana þar sem verðlaunaféð fyrir Íslandsmeistaratitil hjá atvinnukylfingum er 500 þúsund kr. Flestir keppendur í karlaflokki eru úr GR eða 17 alls, GKG er með 16, GM 15 og GK 14. Yngsti golfklúbbur landsins, Golfklúbburinn Esja, sem stofnaður var 2019, er með 4 keppendur í karlaflokki. Meðalaldurinn í karlaflokki er 26,4 ár. Helgi Anton Eiríksson, GE, er elsti keppandinn í karlaflokki, 55 ára, en alls eru 6 keppendur yfir fimmtugu í mótinu. Yngsti keppandinn í karlaflokki er Arnar Daði Svavarsson úr GKG en hann er fæddur árið 2009 og er því aðeins 13 ára. Arnar Daði sigraði á sterku alþjóðlegu móti í síðustu viku á Norður-Írlandi og það gerði einnig fé-
Ljósmynd/seth@golf.is
Markús Marelsson, GK, er í fjölmennum hópi ungra og efnilegra keppenda á Íslandsmótinu í golfi 2022. Hér fagnar hann Íslandsmeistaratitli í flokki 14 ára og yngri á Hvaleyrarvelli.
lagi hans úr GKG, Gunnlaugur Árni Sveinsson, sem er á meðal keppenda í Eyjum. Gunnar Þór Heimisson, GKG, er næstyngstur keppenda í karlaflokki en hann er 14 ára, fæddur 2008. Meðalforgjöfin í karlaflokknum er 0,4. Ar-
on Snær Júlíusson, GKG, og Rúnar Arnórsson, GK, eru með lægstu forgjöfina í karlaflokknum eða +4,1. Alls eru 46 leikmenn í karlaflokknum með 0 eða lægri forgjöf. Hæsta forgjöf mótsins er 5,2 í karlaflokknum.
Rósemi og yfirvegun reyndist Óttari vel á Íslandsmótinu í golfi árið 1962 í Eyjum
Í
slandsmótið í golfi 2022 verður það fimmta í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur en fyrir þann tíma hafði mótið farið fjórum sinnum fram á Vestmannaeyjavelli þegar völlurinn 9 holur. Á næstu dögum verða birtar ýmsar greinar um fyrri Íslandsmót í tilefni af 80 ára afmælis Golfsambands Íslands á þessu ári. Árið 1962 voru Vestmannaeyjar vettvangur Íslandsmótsins í golfi. Hér er texti um Íslandsmótið árið 1962 úr bókinni Golf á Íslandi sem Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir skrifuðu. Áður en einstaklingskeppnin hófst fór þar fram það sem kallað var „innanbæjarkeppni“ en þar var um að ræða keppni sex manna sveita frá stóru klúbbunum þremur, GR, GV og GA. Eftir þá keppni voru menn sannfærðir um að Akureyringar yrðu erfiðir viðfangs þegar á hólminn væri komið og til marks um það var haft að íslandsmeistarinn frá árinu áður, Gunnar Sólnes, afrekaði það að leika níu holur á pari, 36 höggum. Auk „innanbæjarkeppninnar“ fór fram bæjarkeppni milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Fimmtán kylfingar voru í hvoru liði og fór svo að Reykjavik sigraði, fékk 8,5 vinninga á móti 6,5 vinningum Eyjamanna. Óttar Yngvason með Íslandsmeistarabikarinn, sem hann fékk í hendurnar í fyrsta sinn árið 1962 í Vestmannaeyjum. Myndin var tekin í maí 2022 á kynningarfundi GSÍ. Mynd/ seth@golf.is Þegar kom að sjálfu meistaramótinu voru sauðirnir greindir frá höfrunum. Þeir sem voru með 6 eða minna í forgjöf fengu keppnisrétt í meistaraflokki og voru þeir átján talsins. Öðrum keppendum var skipað í 1. og 2. flokk eftir ákveðnum reglum en alls voru keppendur í mótinu 47 talsins. Eftir fyrsta daginn hafði ungur Reykvíkingur, Ólafur Bjarki Ragnarsson, náð forystunni og leikið mjög vel. Í öðru sæti var Árni Ingimarsson frá Akureyri sem var í miklu stuði á öðrum degi keppninnar og vann þá það afrek að leika níu fyrri holurnar á 34 höggum – höggi undir pari. Það gerði líka Eyjamaðurinn Lárus Ársælsson. Þegar síðasti hringurinn hófst var mikil spenna hlaupin í keppnina. Þrír efstu mennirnir voru saman í hóp, Árni og Reykvíkingarnir Óttar Yngvason og Jóhann Eyjólfsson. Fjöldi áhugasamra áhorfenda fylgdist með þeim og gengu sumir með allar holurnar. Lengi vel mátti ekki á milli sjá en óttar lék síðustu þrjár holurnar sem sannur meistari og tryggði sér þar með titilinn. Var yfirvegun hans og rósemi við brugðið og lét hann ekkert koma sér úr jafnvægi. Hann lék á samtals 307 höggum. Jóhann varð annar á 310 höggum og Pétur Björnsson skaut sér upp i þriðja sætið með feikigóðri spilamennsku síðasta daginn. Vestmannaeyingarnir Kristján Torfason og Óli Þórarinsson sigruðu í 1. flokki og Hafliði Guðmundsson bætti við i öldungameistarasafn sitt, sigraði bæði með og án forgjafar.
Ljósmynd/seth@golf.is
Óttar Yngvason með verðlaunagripinn á kynningarfundi GSÍ 2022.