Íslandsmótið í golfi 2022 - kynningarblað GSÍ

Page 2

2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022

Íslandsmótið haldið á sögufrægum velli

Golfklúbbur Vestmannaeyja er þriðji elsti golfklúbbur landsins, stofnaður 4. desember árið 1938. GV kom síðar að stofnun Golfsambands Íslands árið 1942, ásamt Golfklúbbi Reykjavíkur (Íslands) og Golfklúbbi Akureyrar.

Séð yfir Vestmannaeyjavöll úr Herjólfsdal.

Á

fyrstu árum klúbbsins var spilað á 6 holu golfvelli, sem var að mestu í Herjólfsdal. Sá völlur var útbúinn sama ár og klúbburinn var stofnaður. Áttunda flötin á núverandi Vestmannaeyjavelli er að hluta til frá árinu 1938. Því er leikið á elstu flöt landsins á Íslandsmótinu 2022. Á Vestmannaeyjavelli eru enn notaðar þrjár holur sem tilheyrðu fyrsta golfvelli Eyjamanna. Íslandsmótið í golfi, sem var á þeim tíma Landsmót, fór fyrst fram árið 1959 í Vestmannaeyjum. Þremur holum var bætt við upprunalega völlinn til þess að mótið gæti farið fram á 9 holu velli – sem var krafa á þeim tíma. Árið 1962 var völlurinn endanlega orðinn 9 holur en honum hefur oftsinnis verið breytt í áranna rás. Í eldgosinu í Heimaey árið 1973 fór völlurinn allur undir vikur og ösku – og var ekki leikið á vellinum á meðan hreinsunarstarf félagsmanna og íbúa bæjarins fór fram. Hreinsun gamla golfvallarins lauk árið 1977

Ljósmynd/GV

en á meðan léku Eyjamenn golf á bráðabirgðavelli norðan við Lyngfell. Félaga í GV dreymdi um að eignast 18 holu golfvöll. Gerður var rammasamningur við bæjarsjóð Vestmannaeyja um stækkun vallarins og í kjölfarið var hafist handa við að undirbúa stækkun hans í 18 holur. Mikil vinna var við stækkun vallarins og þurfti meðal annars að

Golfhreyfingin á Íslandi er í almennum blóma Kæri kylfingur. Hápunkti golfsumarsins verður náð um helgina í Vestmannaeyjum þegar keppni þeirra bestu fer fram og úrslit ráðast í Íslandsmótinu í golfi árið 2022. Í ár eru 152 keppendur mættir til leiks, 44 konur og 108 karlar. Er það mesti fjöldi kvenna á Íslandsmótinu frá upphafi og hefur hlutfall kvenna aldrei verið hærra frá árinu 2001 eða 29%. Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum og Golfsamband Íslands eiga saman ríkulega, rúmlega 80 ára sögu, enda er leifar af elstu flöt landsins að finna á aftari hluta 8. flatar undir Fjósakletti. Golfklúbbur Vestmannaeyja hefur þannig gegnt stóru hlutverki í uppbyggingu golfs á Íslandi og er Vestmannaeyjavöllur enn með þrjár upprunalegar flatir frá árinu 1938, en þá var völlurinn opnaður. Fjórum árum síðar var Golfsamband Íslands stofnað og fagnar sambandið því 80 ára afmæli í ár. Golfhreyfingin á Íslandi er í almennum blóma. Nýjustu tölur staðfesta að enn fjölgar þeim kylfingum á Íslandi sem kjósa að skrá sig í golfklúbba. Milli áranna 20212022 varð 5% fjölgun og í dag eru skráðir um 23.500 iðkendur í golfi á Íslandi. Þegar rýnt er nánar í tölur kemur í ljós að fjölgunin er mest í yngstu aldurshópunum upp að 19 ára aldri og endurspeglar sú þróun þá markvissu og öflugu vinnu innan golfklúbbanna að fjölga ungu fólki, tryggja endurnýjun iðkenda og um leið að tryggja þátttakendur í keppnishaldi þeirra yngri í golfíþróttinni. Að lokum er gaman að minnast á það hversu góð heilsubót það er að mæta á golfmót sem áhorfandi og ganga með. Má lesa um nýjan lýðheilsufróðleik aftar í blaðinu. Samkvæmt heimildum R&A Golf and Health 2016-2020 eyða áhorfendur á golfmótum löngum tíma í grænu umhverfi og njóta um leið samvista við vini, fjölskyldu og kunningja. Í fjölmörgum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að allir þessir þættir hafa góð áhrif á andlega heilsu og geðheilbrigði. Við hvetjum því gesti Íslandsmótsins í golfi til að njóta útiveru, hreyfingar og gæðasamveru ásamt því að fylgjast vel með atferli okkar allra bestu kylfinga. Mikið er hægt að læra af þeim hvað varðar undirbúning fyrir högg, ákvarðanatökur og leikskipulag almennt. Golflúbbi Vestmannaeyja og félagsmönnum klúbbsins þökkum við gestrisnina og samstarfið. Hvort sem þú, lesandi góður, ákveður að mæta á völlinn til ánægju og heilsubótar eða horfa á beinar útsendingar RÚV um helgina þá reiknum við með þér í golfveislu helgarinnar og óskum þér góðrar skemmtunar! Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands

Útgefandi/ábyrgðaraðili Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Brynjar Eldon Geirsson brynjar@golf.is Texti og ljósmyndir Sigurður Elvar Þórólfsson seth@golf.is nema annað sé tekið fram. Auglýsingar Morgunblaðið. Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Sigurður Elvar Þórólfsson

aka 15.000 rúmmetrum af efni til uppfyllingar í hraunið sem völlurinn var að hluta til lagður yfir. Þess var þó gætt að hraunhólarnir fengju að halda sér. Er það mál manna að afar vel hafi tekist til með hönnun og skipulag vallarins. Árið 1990 voru þrjár nýjar holur tilbúnar og þremur árum síðar bættust við 6 holur. Þar með var Vestmannaeyjavöllur orðinn 18 holu

golfvöllur og var formlega vígður 1994. Árið 1998 valdi bandaríska golftímaritið Golf Digest golfvöllinn í Vestmannaeyjum einn af 200 skemmtilegustu golfvöllum í Evrópu. Því hefur verið slegið fram, bæði af innlendum og erlendum kylfingum, að golfvöllurinn í Eyjum sé eitt best geymda leyndarmálið innan golfheimsins í Evrópu.

Sigursveinn Þórðarson, formaður GV Fílarnir við Vestmannaeyjavöll setja sinn svip á umhverfið.

Ljósmynd/seth@golf.is

Mikill heiður fyrir GV að fá Íslandsmótið til Eyja V

ið erum virkilega spennt fyrir því að taka á móti bestu kylfingum landsins. Þetta er stærsta golfmót ársins, ár hvert, og ekki langt síðan mótið var síðast haldið í Eyjum, 2018, nánar tiltekið. Því eru margir af þeim sem koma að mótinu öllum hnútum kunnugir við undirbúning mótsins,“ segir Sigursveinn Þórðarson, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja. Hann bætir því við að stjórn GV hafi tekið miklum breytingum síðan 2018. „Mörg okkar eru að koma að þessu móti í fyrsta skipti. Þannig að við höfum bæði reynslu og marga fróðleiksfúsa sem eru að upplifa þetta stóra mót í fyrsta sinn. Þetta verður virkilega spennandi. Okkar bestu Sigursveinn kylfingar munu mæta til Þórðarson Eyja og takast á við völlinn okkar. Við hlökkum til þess að sjá hvernig þeim gengur.“ Formaðurinn segir að það skipti miklu máli fyrir klúbbinn að fá tækifæri til þess að halda Íslandsmót fyrir bestu kylfinga landsins. „Við hér í Eyjum viljum að völlurinn okkar standist þær kröfur að vera krefjandi fyrir bestu kylfinga Íslands. Það er mikill heiður fyrir GV að GSÍ hafi valið völlinn okkar sem keppnisvöll ársins. Við munum gera okkar besta til að hafa þetta sem minnisstæðast fyrir keppendur. Þetta er einnig mikil kynning fyrir völlinn okkar, sem hefur verið mjög góður í ár þrátt fyrir áföll síðastliðinn vetur.“ Mikil vinna liggur að baki hjá félagsmönnum og starfsfólki á undanförnum mánuðum. Mikið gekk á hjá náttúruöflunum sl. vetur og það var

krefjandi verkefni að gera völlinn tilbúinn fyrir stærsta golfmót ársins. „Veðrið var engu líkt í byrjun ársins og margar stórar lægðir gengu yfir Eyjuna. Við misstum m.a. út í sjó teiginn á sautjándu og það gekk mikið grjót á land á sextándu braut. Við höfum nú byggt upp nýjan teig á sautjándu braut. Með góðri hjálp félaga okkar úr Mosfellsbæ náðum við að fjarlægja allt grjótið af vellinum. Við erum heppin með vallarstjóra, Guðgeir Jónsson, sem sýnir natni og hæfileika í að sinna flötum vallarins eins og best verður og því fá kylfingar að kynnast á næstu dögum. Síðasta árið hefur verið framkvæmdaár hjá okkur í Eyjum. Við erum að byggja við skálann okkar og útbúa aðstöðu fyrir golfhermana á neðri hæðinni. Samtímis erum við að stækka salinn. Þá hefur verið ráðist í að útbúa búningsaðstöðu fyrir bæði karla og konur. Þetta stóra verkefni hefur tekið á en við erum sannfærð um að til lengri tíma verði þetta klúbbnum okkar til framdráttar. Við erum heppin, því bæði höfum við haft sterka bakhjarla með okkur í verkefninu og eins hefur Vestmannaeyjabær staðið vel við bakið á okkur. Það hefur skipt sköpum varðandi hraða framkvæmdanna,“ segir Sigursveinn. Formaðurinn er sannfærður um að vikan framundan verði skemmtileg í Eyjum. Veitingastaðurinn „Einsi kaldi“ mun sjá um veitingar í skálanum mótsdagana og við munum leggja okkur fram við að þjónusta kylfinga eins og best verður á kosið. Við erum rík af sjálfboðaliðum sem leggja mikla og óeigingjarna vinnu í að mótið verði sem glæsilegast. Við hlökkum til að taka á móti bestu kylfingum landsins,“ segir Sigursveinn Þórðarson, formaður GV.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.