Súgandi jólablað 2020

Page 1

Súgandi 42. ÁRG. 2. TBL. 2020


Súgandi

PISTILL FORMANNS

Kæru Súgfirðingar, Því miður höfum við ekki náð að hittast kæru Súgfirðingar eins og áætlað var í nóvember, til að fagna 70 ára afmæli félagsins. Sá fögnuður mun fara fram um leið og tækifæri gefst en þangað til vonum við að allir haldi áfram að fara vel með sig.

senn líður að jólum og í ár verður jólahátíðin sennilega með breyttu sniði hjá flestum vegna samkomutakmarkanna og heimsfaraldursins. Í aðstæðum sem þessum neyðist fólk gjarnan til að læra nýja hluti og nú eru vel flestir farnir að nýta sér tæknina til að “vera með” fjölskyldu og vinum þegar við eigum að takmarka samgang eins og hægt er. Aðrir eru að sjálfsögðu löngu farnir að notast við þá tækni og sér í lagi þeir sem eiga fólk sem býr erlendis. Ég man eftir því að heyra í síðdegisútvarpinu í bílnum mínum fyrir vestan þegar fjallað var um þá tækni að innan skamms yrði hægt að hringja í fólk og sjá viðkomandi á skjá í símanum þínum. Ég man hversu fjarlægt mér fannst það, þetta hljómaði eins og í einhverri framtíðarbíómynd. Að hugsa sér þá tíma sem fólk hefur upplifað, frá því að hafa ekki rafmagn á heimilinu og til þess að geta rætt við nákominn hinum megin á hnettinum í gegnum tæki.

Í jólablaðinu í ár munum við taka létta yfirferð yfir það sem Súgfirðingar hafa verið að bardúsa þetta haustið, fá góð jóla- og lífstílsráð og margt fleira. Við vonum innilega að þið eigið góða jólahátíð, njótið þess að vera saman eins og reglur leyfa og á skjánum. Svo hlökkum við til að sjá ykkur þegar við fáum grænt ljós til þess. Njótið lestursins og gleðileg jól! Kær kveðja, Erna Guðmundsdóttir Formaður Súgfirðingafélagsins í Reykjavík.

2


Jólablað 2020

Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is

Efnisyfirlit

Ábyrgðarmaður: Erna Guðmundsdóttir

4 - Enginn litur er án ljóss 6 - Gluggi í Suðureyrarkirkju

Ljósmynd á forsíðu: Ólöf Birna Jensen

8 - Athafnakonan og jólabarnið Árný Hrund Svavarsdóttir

Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman

10 - Ljóðin hans pabba

Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa:

12 - Framkvæmdir við Suðureyrarkirkju ganga vel

Formaður: Erna Guðmundsdóttir - GSM: 770 0248 - ernag0206@gmail.com

16 - Frá krýningu Georgs VI til Súgandafjarðar

Varaformaður: Elsa Eðvarðsdóttir - GSM: 868 1379 - elsaedv@gmail.com

24 - Bygging landnámsskálans á áætlun 28 - Súgfirðingur í útlöndum Kristjana Erla Hafsteinsdóttir

Gjaldkeri: Pálína Björg Snorradóttir - GSM: 840 1774 - palinab@gmail.com

32 - Verbúðin vinsæll áfangastaður ferðamanna

Ritari: Adda Bjarnadóttir - GSM: 690 7673 - addabjarna@gmail.com

36 - Ellert Ólafsson gefur út bók 37 - Bókakynning

Ritstjóri: Ólöf Birna Jensen -GSM: 661 7380 -oboj@simnet.is

38 - Draumvísa 42 - Hlúum að vellíðan á óvissutímum

Meðstjórnendur: Guðrún M Karlsdóttir - GSM: 869 3010 - gmkarld@ gmail.com Neníta Margrét Aguilar - GSM: 663 3585 Umbrot: Grétar Örn Eiríksson - gresko81@gmail.com Prentun: Prentmiðlun ehf 3


Súgandi

Enginn litur er án ljóss Sigrún Edda Eðvarðsdóttir

Á fögrum degi í ágústmánuði var ég að erindast með föður mínum og rakst á konu eina sem ég kannaðist við. Þrátt fyrir grímur og fjarlægðarmörk var hún mér auðþekkjanleg. Á stundum sem þessum hef ég stundum velt því fyrir mér hvort hér hafi verið um tilviljun að ræða eða ekki. Kona þessi sem ég ætla að kynna hér fyrir ykkur heitir Valgerður og er dóttir Benedikts Gunnarssonar (1929-2018) sem við Súgfirðingar þekkjum mörg hver sem listamanninn sem hannaði fallegu glerlistaverkin sem prýða kirkjuna okkar á Suðureyri.

Benedikt föður hennar í húsi hans við Kastalagerði í Kópavogi þar sem við höfðum meðal annars á einum fundi okkar hitt fyrir eiginkonu hans og dóttur. Á þessum fundum okkar höfðum við meðal annars rætt um ástand glugganna í Suðureyrarkirkju sem orðið var slæmt og hvað hægt væri að gera í þeim efnum. Á þessum endurfundum okkar Valgerðar og pabba barst tal okkar fljótt að þeim endurbótum sem nú væru hafnar og unnið væri að á Suðureyrarkirkju. Það var engu líkara en við værum að ljúka þeim fundi sem hófst fyrir nokkrum árum síðan.

Í mínum huga var hér ekki um neina tilviljun að ræða. Við pabbi Til gamans ákvað ég að taka smá höfðum fyrir nokkrum árum viðtal við Valgerði sem orðin er síðan átt nokkra fundi með félagi í Súgfirðingafélaginu og 4

vona að þið hafið gaman af en ég vil nota tækifærið og þakka henni fyrir höfðinglega gjöf og hjálpsemi sem og öllum þeim sem lagt hafa sitt að mörkum við mikilvægar endurbætur sem nú standa yfir á Suðureyrarkirkju. Nú hefur þú gefið með myndarlegum hætti í söfnun til endurbóta Suðureyrarkirkju. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að gefa til kirkjunnar? „Mér þótti vænt um að heyra að endurbætur á Suðureyrarkirkju stæðu fyrir dyrum og að söfnun væri hafin til að kosta þær. Ég mátti því til með að gefa svolítið til söfnunarinnar. Gjöfin er til minningar um pabba minn, Súgfirðinginn Benedikt Gunnarsson listmálara, en hann er höfundur steindu glugganna


Jólablað 2020

Húsið Sandgerði sem Benedikt Gunnarsson fæddist í

í kirkjunni. Ég veit að hann hefði gluggarnir sjálfir hafi lýst upp minnisvarða um ást, kærleika sjálfur gefið til söfnunarinnar, minninguna um látna ástvini.“ og vináttu sem aldrei fölnar en hefði hann lifað“, segir Valgerður. streymir stöðugt í veldi ljóssins sem nærandi afl til afkomendanna og „Pabba var ljósið Getur þú sagt okkur forsöguna breiðfylkinga kynslóðanna.“ alltaf hugleikið“ á bak við steindu glugganna í Suðureyrarkirkju? Samtakamátturinn er kraft- Pabba var ljósið alltaf hugleikið „Pabbi gerði upphaflega fjóra gefandi afl. Þannig urðu og alla ævi vann hann með ljós steinda glugga í kirkjuna, sem gluggarnir líka annað og meira og birtubrigði lífsins í verkum voru vígðir á páskunum árið en gluggar. Í ræðu sem hann sínum. „Enginn litur er án ljóss,“ 1998. Fleiri tillögur þróuðust flutti í Suðureyrarkirkju við vígslu sagði hann alltaf, „því liturinn er með honum og tveimur árum í sjálfu sér ljós.“ Hann vann mikið síðar bættust tólf gluggar við. með glermyndir, þar sem ljósið er Árið 2002 voru síðan átta steindir raunverulega líf myndarinnar. „Ef gluggar til viðbótar afhentir. Alls ekki streymir ljós í gegnum glerið gerði hann því 24 steinda glugga þá sefur myndin,“ sagði hann í kirkjuna.“ jafnan. „Ljósið vekur myndina til lífsins og skapar henni tilveru.“ Gefum Valgerði orðið: Það má kannski geta þess að einn glugginn í Suðureyrarkirkju „Kærleikurinn í kringum er einmitt gefinn til minningar verkið var svo umfaðmandi“ um ljósmóðurina Sigríði „Það var allt svo fallegt við Jónsdóttur, sem tók á móti þessa framkvæmd. Fjölmargir pabba og fjölmörgum öðrum Súgfirðingar keyptu gluggana Súgfirðingum á sínum tíma. Og til minningar um látna ástvini og það voru hvorki meira né minna kærleikurinn í kringum verkið var en 56 konur, dreifðar um lönd og álfur, sem gáfu hann. því svo umfaðmandi. Ótal símtöl og heimsóknir frá Súgfirðingum fylgdu í kjölfarið og þetta var „Vestfirðingar Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir andleg djúpnæring af bestu harðduglegir og síðustu glugganna, í september gerð. Ég man hvað pabbi talaði þrautgóðir“ 2002, sagði pabbi: „Ég kynntist um þetta verkefni af mikilli hlýju fjölda Súgfirðinga, hjartahlýju og hvað samhugur Súgfirðinga og góðu fólki, sem vildi minnast „Þótt ég hafi aldrei búið á var aðdáunarverður, fallegur látinna ástvina sinna með þessu Suðureyri, heldur aðeins komið og mikils virði. Það má segja að móti, það er að gefa kirkjunni þangað sem gestur, fann ég í bæði gjafmildi Súgfirðinga og steinda glermynd sem táknrænan gegnum þetta verkefni hvað það 5


Súgandi alltaf um hvað Vestfirðingar væru harðduglegir og þrautgóðir og hvað hann ætti þaðan margar minningar, fullar af mennsku og hlýju. Mér fannst ég því þekkja staðinn út og inn þegar ég kom þangað fyrst sem barn og taugarnar vestur eru sterkar.“

skiptir máli að vera hluti af heild. Tengsl mín við Suðureyri hafa annars alla tíð verið mikil andlega því ég var alin upp við ótal sögur

„Nú vinnur sonur minn að því að útbúa heimasíðu um pabba og list hans og verður hún vonandi tilbúin að ári. Hann stefnir meðal annars að því að fara í Suðureyrarkirkju og fá leyfi til að útbúa hreyfilíkan að henni, með hjálp flóknari forrita en ég og frásagnir af því hvað það var get nefnt. Þannig geta menn gaman á Suðureyri og hversu heimsótt kirkjuna, hvar sem þeir margt var brallað þar í ungdæmi eru staddir í veröldinni.“ pabba. Sömuleiðis talaði pabbi

Gluggi í Suðureyrarkirkju HEITI GLUGGA: LJÓS YFIR BETLEHEMSVÖLLUM Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu, á dögum Heródesar konungs, þá komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu. Mattheusarguðspjall 2.1-4 Á gullnum hringfeldi, tákni eilífðar og guðdóms, lýsir Betlehemsstjarnan upp næturhimininn. Fæddur Jesús Kristur. Lóðrétt fjöllita ljóssúla tengir himin og jörð. Í miðhluta hennar er öll jarðkringlan tákngerð svo og hið vel þekkta tákn Krists sem grundvallast á samfléttuðum upphafsstöfum í nafni hans á grísku, þ.a. XPICTOC = Kristur. Gluggamyndina gaf Guðrún Valdimarsdóttir til minningar um eiginmann sinn, Ólaf Friðbertsson skipstjóra. Ennfremur til minningar um foreldra sína, hjónin Kristínu G. Benediktsdóttur og Valdimar Þorvaldsson bátasmið.

6


Jรณlablaรฐ 2020

7


Súgandi

Athafnakona og jólabarnið Árný Hrund Svavarsdóttir

Ég heiti Árný Hrund Svavarsdóttir og er fædd 4. desember 1967 og uppalinn í firðinum fagra. Allar rætur eru þar eins og maðurinn minn sagði fyrstu árin, „Hún er af báðum ættunum“. Hann skildi ekki alveg að allir voru frænkur mínar og frændur er hann kom fyrst í fjörðinn. Ég er dóttir hjónanna Reynhildar Bertu Friðbertsdóttur og

Svavars Friðbertssonar. Foreldrar mömmu voru Jóna Magg eða Jóna Reynhildur Magnúsdóttir og Berti G. eða Friðbert Guðmundsson. Foreldrar pabba voru Sjana í Botni eða Kristjana Guðrún Jónsdóttir og pabbi hans Friðbert í Botni eða Friðbert Pétursson. Ég er gift Ragnari Þór Ólafssyni og eigum við tvær dætur. Eldri dóttirin heitir Rakel Sif Ragnarsdóttir og er listfræðingur. Hún er gift Stefáni Magna Árnasyni sjúkraþjálfara og íþróttafræðingi og eiga þau tvö börn, Alexander Þór og Söru Dröfn. Yngri dóttir okkar heitir Elfa Dögg Ragnarsdóttir og er viðskiptafræðingur. Við fluttum á Hvolsvöll árið 1992 og Ragnar fór að vinna hjá Sláturfélagi Suðurlands sem hafði flutt á Hvolsvöll 1991 og vantaði rafvirkja. Ég var heima 8

með yngri stelpuna okkar litla fædda 1991 til að byrja með en fór svo líka að vinna hjá Sláturfélaginu á lagernum og var lagerstjóri um hríð. Síðan fór ég að vinna hjá fyrirtæki sem bauð upp á tryggingar, bóksölu og gjafavöru en lauk þar störfum á svipuðum tíma og Ragnar hætti í sinni vinnu hjá Sláturfélaginu. Við stofnuðum okkar eigið fyrirtæki árið 2000 og keyptum eigið atvinnuhúsnæði árið 2006 og frá því höfum við verið að vaxa og dafna. Við hjónin eigum og rekum Rafverkstæði Ragnars ehf sem er rafverktakafyrirtæki. Við erum með nokkra menn í vinnu og þjónustum um allt landið. Við sjáum um ýmis verkefni en fyrir utan almenna rafvirkjavinnu smíðum við flesta götuskápa fyrir Rarik um allt land. Einnig smíðum við fóðurkerfisstýringar (töflur) fyrir bændur og þjónustum


Jólablað 2020 mikil matarkona. Auk þess að þrífa allt hátt og lágt og sauma kjóla á okkur stelpurnar og græja í byrjun aðventunnar hófst vinnan á því að gera veislu fyrir okkur er hún byrjaði að baka. Og ilmurinn, „jemundur“, maður kom heim og settist í eldhúshornið og fékk köku og spjall. Oft voru lætin mikil því við vorum mörg og allir þurftu að spjalla og borða nýbakaða köku.

fyrirtæki í sveitarfélaginu eins og Reykjagarði (Holta kjúkling) og Þykkvabæjarkartöflur svo eitthvað sé nefnt. Þetta er því búið að vinda töluvert upp á sig í gegnum árin. Ég sé um bókhaldið

verkefnin fram undan eru næg. Ég er með hesta og nýt þess mikið þó ekki sé nema að fara og moka undan og kemba en það er auðvitað skemmtilegast að ríða út og fara í hestaferðir og þvíumlíkt. Annars reynum við að fara í stuttar göngur og ferðir um nágrennið því mikið er af náttúruperlum í Rangárþingi eystra og við þurfum því ekki að fara langt. Einnig höfum við verið að fara í skíðaferðir í nokkur ár með vinafólki okkar og þar er Ragnar í essinu sínu enda mikill skíðamaður, og ég reyni að fylgja. Mínar jólaminningar á aðventunni eru dásamlegar og þótt við værum mörg og ekki alltaf til mikið var þetta alltaf og þá skrifstofuvinnu sem fylgir skemmtilegasti tíminn í mínum því að reka fyrirtæki. Einnig huga og snerist ekkert um gjafir. erum við með verslun í húsnæði Mamma var snilldarbakari og okkar en þar sel ég gjafavöru og heimilistæki frá Smith & Norland og nú fyrir jólin er náttúrulega vertíð eins og alltaf á þessum árstíma. Í framtíðinni langar mig að hafa meiri tíma til samveru með fjölskyldunni og njóta náttúru og útiveru. Við erum búin að kaupa lítinn skika sem á er hlaða og fjós og þar ætlum við að eiga afdrep fyrir fjölskylduna. Við verðum þar næstu árin að byggja upp svo

Bestu minningar mínar eru þegar aðfangadagur kom og maður vaknaði og sá hvað hún mamma hafði skreytt um kvöldið þegar við systurnar vorum sofnaðar. Þetta var mikil spenna og svo var það baðið og nýju, oftast heimasaumuðu, kjólarnir ásamt spossokkunum. Vá, þetta var mikil spenna hjá lítilli stelpu. Svo var hlustað á jólakveðjurnar og messu, allir svaka stilltir allan daginn meðan mamma baxaði og gerði allt tilbúið fyrir hátíðina. Klukkan varð svo sex og þá mátti opna inn í stofu og sjá alla dýrðina sem var þar inni, jólatréð skreytt, loftin skreytt og ávextir og góðgæti í skálum. Þetta var svo mikið ævintýri og svo mikið heilagt allt saman og í dag hugsa ég á þessum árstíma til þess hvernig konur eins og mamma fóru að þessu öllu saman. Ég hugsa mikið út í hversu fallegt þetta var og hversu mikill kærleikur ríkti. Ég er mikið jólabarn og er það að hluta til þessum minningum að þakka. Þar af leiðandi vil ég hafa allt hátíðlegt og fallegt yfir jólatímabilið. Ég vil bara óska öllum gleðilegra jóla og vona að sem flestir muni eftir því að njóta aðventunnar því jólin eru í huga og hjörtum. Gleðileg jól úr Rangárþingi eystra, Árný Hrund

9


Súgandi

Ljóðin hans pabba Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Á dögunum gaf Sigrún Edda Eðvarðsdóttir út ljóðabók eftir föður sinn sem ber heitið Ljóðin hans pabba. Bókin hefur að geyma ljóð og vísur eftir föður hennar Eðvarð Sturluson. Við ákváðum að heyra í Sigrúnu Eddu og forvitnast nánar um ljóðabókina. Það má segja að þessi bók sé búin að vera í vinnslu í einhvern tíma en svo kom heimsfaraldur og þá skapaðist óvænt rými til að sinna þessu vandasama verkefni. Við hjónin rekum okkar eigið fyrirtæki sem heitir Prentmiðlun. Við höfum frá árinu 2008 þjónustað íslenska sem erlenda bókaútgefendur stóra sem smáa en stór þáttur í okkar starfi er bókaprentun. Í hverri viku verðum við því vitni að þeim metnaði sem einkennir íslenska bókaútgefendur og það að fá að taka þátt í þeirri vinnu og sköpun er afskaplega gefandi.

Yrkir um fjörðinn, fólkið og hið daglega líf Ég hafði því alveg leitt hugann að því að gaman væri að geta varðveitt vísurnar hans pabba í fallegri og eigulegri bók enda af

nægu að taka. Ljóðin hans pabba er mjög persónuleg ljóðabók, líkt og titill og útlit hennar gefur til kynna. Það er ekki oft sem maður 10

sér slíkar ljóðabækur en þetta er klárlega bók sem geymir innsýn í líf og störf í litlum firði. Maður þarf ekki að vera Súgfirðingur til að geta notið hennar en ljóðabókin geymir á vissan hátt sögu fólksins og fjarðarins, sem og persónuleg hugðarefni pabba. Pabbi hefur aldrei legið yfir kveðskap, annað hvort kom þetta eða ekki. Hann hefur lengi verið þekktur fyrir að hugsa hratt og tala hratt og kasta þannig fram stöku við hin ýmsu tækifæri sjálfum sér, fjölskyldu, vinum og samferðafólki til skemmtunar. Skrítin tilhugsun að vera komin hinum megin við borðið Á síðustu árum hafa um 2-300 bókatitlar farið í gegnum okkar fyrirtæki að jafnaði á ári en það er skrítin tilhugsun að vera allt í einu með þessari bók, komin hinum megin við borðið sem útgefandi. Það að velja pappír, bókbandsefni, kjölkraga og


Jólablað 2020 hugkvæmur, orðfær og fyndinn. Víða má greina hlýjar tilfinningar til samferðamannanna en svo er líka skotið föstum skotum.

Við Sturla með pabba í lok fyrstu Covid bylgju

lesmerkiborða og allt það er varðar útlit bókar er því frekar skrítin staða að vera í. Ég er afskaplega ánægð með hvernig til tókst en það var úr miklu að moða enda pabbi verið nokkuð afkastamikill í gegnum árin þó margt hafi því miður glatast en hann hefur lítið ort hin síðari ár. „Átthagaskáld eins og þau gerast best“ Það er von mín að þeir sem sýnt hafa bókinni áhuga hafi gaman að henni en þau voru ekki slæm orðin sem Halldór Blöndal, sem sér um Vísnahornið í Morgunblaðinu, hafði um bókina að segja á dögunum og gaf hann honum pabba góðan vitnisburð, „átthagaskáld eins og þau gerast best“. Á bókarkápu er vitnað í hinn þekkta hagyrðing Ragnar Inga Aðalsteinsson sem segir m.a. ,,Eðvarð er hagorður,

bókin er til sölu í öllum helstu bókabúðum landsins. Það má líka hafa samband við mig ef einhverjir sýna bókinni áhuga en við höfum verið að árita fyrir Ágóði bókarinnar mun fara til þá sem það hafa kosið ásamt endurbóta Suðureyrarkirkju því að keyra út bókum hér á Eftir að bókin kom út ákvað ég í höfuðborgarsvæðinu eða setja í samráði við pabba að það væri póst. gaman og vel til fundið að gefa ágóða bókarinnar til endurbóta Til gamans læt ég hér fylgja með Suðureyrarkirkju sem er mér, eina vísu og stutt ljóð úr bókinni foreldrum mínum og fjölskyldu sem fjalla um þær sterku rætur afskaplega kær líkt og mörgum sem við mörg hver eigum og öðrum Súgfirðingum. Ég vil að rekja má vestur í Súgandafjörð lokum hvetja alla áhugasama og pabbi yrkir um. að tryggja sér eintak en

Rætur Oft leitar hugur til átthaga heim, það alveg er sama hvert ferðast um geim því rígfastar standa þar rætur í jörð sem rekja má vestur í Súgandafjörð. Á æskuslóð Það er indælt að koma á æskustöðvarnar heima, una glaður og hitta vinina hér. Bernskuslóðirnar margs konar minningar geyma sem munu lifa, sama hvert maður fer. Ýmislegt breytist en tímans tönn hlífir engu, tækniframfarir markið setja á flest. Brottfluttir gestir hressir um göturnar gengu glaðir í fasi og reyndu að skoða sem mest. Margt var breytt og ekki eins og fannst mér forðum, fjölmargt til bóta og ekki líkt því sem var, sumt var miður, ég nefni það ekki í orðum, fyrr iðandi mannlíf fyllti hér göturnar. En þessu verður að una með einhverju móti því ennþá stjórnmálaspekin á ferðinni er, hið slæma sem gerðist, er síðan settur var kvóti var sóknin til lífsbjargar tekin af fólkinu hér. Einhvern veginn áfram er vefurinn spunninn og ýmsir neita að gefa þetta upp á bát, en búast til varnar og sækja uns sigur er unninn, þeir Súgfirðingar neita að játa sig mát. Ort í kringum 1991-92 Eðvarð Sturluson

Við Eyþór með pabba í garðinum við Suðureyrarkirkju

11


Súgandi

Framkvæmdir við Suðureyrarkirkju ganga vel

Á Mynda- og minningakvöldi Súgfirðingafélagsins þann 11. júní 2020 var ýtt úr vör söfnunarverkefni til að fjármagna nauðsynlegar viðgerðir á Suðureyrarkirkju. Fengnir voru tveir húsamíðameistarar til að taka út ástand kirkjunnar og leggja mat á hvað þyrfti að gera. Niðurstaða þeirra var að einblína þyrfti á þrennt, í fyrsta

lagi að stöðva leka með því að fjarlægja skorsteininn og skipta um þakjárnið allt. Í öðru lagi að fara í steypuviðgerðir og loka sprungum á veggjunum og í þriðja lagi að gera við eða skipta um þá glugga í kirkjunni sem eru illa farnir. Áætlað var að kostnaður við framkvæmdirnar gæti numið rúmum 20 milljónum.

á öll þökin, búið er að skipta um allt þakjárn og þakrennur. Skorsteinninn hefur verið fjarlægður og búið er að stöðva allan leka. Rakaskemmdir sem sjást inni í kirkjunni er núna hægt að laga. Múrari var fenginn til að fara í viðgerðir á allri steypu og búið er að ljúka þeirri vinnu. Til viðbótar var krossinn tekinn niður og unnið er að því að endurnýja rafmagnsleiðslur og festingar og setja í hann ljós sem er í senn fallegt, skært og notar lítið rafmagn.

Haft var samband við Minjastofnun um viðgerðirnar og fengið hjá þeim leiðbeinandi álit varðandi gluggana. Samþykki var einnig fengið frá byggingafulltrúa Ísafjarðabæjar Gluggarnir eru dýrasti hluti til að fjarlægja skorsteininn. verkefnisins Dýrasti hluti verkefnisins er eftir Nýtt þakjárn, þakrennur en það er að laga gluggana og búið að laga allar sem margir eru mjög illa farnir. múrskemmdir Timbrið í sumum gluggunum Aflað var tilboða í þak- og er ónýtt og ljóst að um mikla múrviðgerðirnar og strax í ágúst framkvæmd er að ræða sem var hafist handa. Þegar þetta er tekur sinn tíma. Stór hluti af ritað núna í desember er búið kostnaðinum er að fjarlægja að setja nýtt lag af tjörupappa glerlistaverkin og setja þau aftur 12


Jólablað 2020

í. Breyta verður gluggunum til að tryggja að loftun verði fullnægjandi en líklegt er að takmörkuð loftun milli listaverka og glers hafi valdið raka sem hafi skemmt viðinn. Sótt um styrk hjá Húsafriðunarnefnd Í ljósi þess hversu dýrt verkefnið er var ákveðið að

fá aðstoð frá sérfræðingi hjá Verkís á Ísafirði sem vann umsókn um fjárstuðning til Húsafriðunarnefndar og var þeirri umsókn skilað inn í byrjun desember. Vonast er til að fá svar frá Húsafriðunarnefndinni fyrir árslok og þá verður hægt að taka ákvörðun um hvaða leiðir hægt sé að fara til að klára gluggana. Ekki er á vísan að róa með fjárstuðning því margar umsóknir eru um stuðning við lagfæringar á gömlum húsum og fjármunirnir takmarkaðir. Ekki er vilji til að steypa kirkjunni í skuldir enda tekjur kirkjunnar takmarkaðar.

ástvina sinna. Um er að ræða einstaklega fallegar minningar í máli og myndum sem hafa snert strengi í brjóstum okkar allra og minnt okkur á ómetanlegar stundir með samferðamönnum sem eru farnir.

Söfnunin hefur gengið vel Það er orðið ljóst að Suðureyrarkirkja á marga stuðningsmenn sem láta verkin tala. Á sama hátt og þegar kirkjan var byggð skuldlaus fyrir söfnunarfé árið 1937 er líklegt að hægt verði að kljúfa þessar viðgerðir án þess að taka lán og steypa kirkjunni í skuldir. Mikill fjöldi velunnara hefur lagt fjármagn í sjóðinn og minnst í leiðinni látinna ástvina. Á fréttaveitu Súgfirðingafélagsins hefur verið hægt að fylgjast með því þegar fólk hefur minnst

Án velvildar allra þeirra sem hafa gefið í söfnunina hefði ekki verið hægt að ráðast í þessar endurbætur.

13

Þegar þetta er skrifað er búið að safna upphæð sem nemur 12.3 m.kr. Búið er að gera upp við alla verktaka og greiða alla reikninga fyrir það sem búið er og á reikningnum í dag eru samtals 6.846.790 krónur. Við vitum betur strax í janúar hver endanlegur kostnaður verður og hversu mikið vantar til viðbótar í sjóðinn.

Fjölmargir standa að verkefninu Það má ekki gleyma því heldur að fjöldi góðra einstaklinga hefur lagt á sig mikla vinnu til að láta þetta stóra verkefni ganga. Meðal þeirra eru t.a.m. Elsa Eðvarðsdóttir, Bragi Ólafsson, Elías Guðmundsson, Guðni Albert Einarsson, Arnar Guð Sigþórsson, Magnús Örn Friðjónsson, Elín


Súgandi Árnadóttir, Eðvarð Sturluson og fjöldi annarra. Ef allt gengur að óskum verður helstu framkvæmdum lokið á næsta ári. Kirkjan verður einnig máluð og hugað að viðhaldi og lagfæringum, m.a. á neyðarhurð, loftræstingu, teppi o.fl. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning söfnunarinnar. Bankaupplýsingar eru: kt. 630269-2539, banki 017405-420412. Þeir sem vilja minnast ástvina sinna með stuðningnum vinsamlegast hafið samband við Eyþór Eðvarðsson (s. 892 1987 eða eythor@thekkingarmidlun.is).

14


Jรณlablaรฐ 2020

15


Súgandi

Frá krýningu Georgs VI til Súgandafjarðar Viðburðarík ævi prestsfrúarinnar á Stað Það verður að teljast harla sérstakt til þess að hugsa að ung íslensk kona hafi árið 1937 verið viðstödd krýningu Georgs VI Bretakonungs í hinni miklu heimsborg, Lundúnum. Enn kostuglegra er að hugsa til þess að fimm árum síðar hafi þessi sama kona vera orðin prestsfrú á Stað í Súgandafirði þar sem hún ornaði sér við gamla Skandia eldavél þegar vindurinn hélt sína leið í gegnum frumstæð húsakynnin. Konan sem um ræðir hét Aðalheiður Snorradóttir og maður hennar var séra Jóhannes Pálmason. Prestshjónin á Stað. Jóhannes var þar prestur í þrjátíu ár og á þeim árum eignuðust þau fimm börn. Árið 1972 fluttust hjónin í Reykholtsprestakall og þar með lauk viðburðaríkum tíma á Súgandafirði. Fjölbreytileiki, gleði, áræðni, dugnaður og þor má segja að hafi fylgt Aðalheiði þau 102 ár sem hún lifði. Margbreytileiki, meðbyr, mótlæti og hugrekki gerðu hana að ákaflega nægjusamri, hæverskri og kærleiksríkri manneskju. Af lýsingum hennar sjálfrar að dæma sem og minningarorðum vina og ættingja virtist Aðalheiður hafa séð skoplegu hliðar þess er á daga hennar dreif. Nú eru rétt rúm fjögur ár liðin síðan Aðalheiður Snorradóttir kvaddi þessa jarðvist og því vel við hæfi að beina sjónum að áhugaverðu lífshlaupi hennar og gera sögu hennar skil.

Aðalheiður í garðyrkjustörfum á Thamesbakka með börnunum sem hún gætti.

Tvær heimsstyrjaldir, heimsfaraldur, hrun og hamingja Hver var þessi kona? Hvaðan kom hún? Þegar skrifað er um áhugaverðar persónur er hætt við að málæði (eða skrifæði) grípi þann er ritar því svo margt er það sem verður að koma fram. Þó ætti blaðamaðurinn, sem þetta skrifar, að vita að nauðsynlegt er að byrja á byrjuninni. Annað kann að valda ruglingi. Við byrjum á því sögulega ári 1914. Árinu sem heimurinn breyttist en þá hófst fyrri heimsstyrjöldin. Heimsstyrjöldin hafði geisað í þrjá mánuði og degi betur þegar hjónum nokkrum í Vestmannaeyjum fæddist dóttir. Hús hjónanna Snorra Þórðarsonar og Þorgerðar Jónsdóttur nefndist Steinn (nú Miðstræti 15) og þar bjuggu þau ásamt rúmlega ársgamalli dóttur, 16

Þuríði, þegar hin bjarteyga Aðalheiður kom í heiminn. Ævi þessarar ungu snótar var ekki það sem kallast mætti auðveld, í það minnsta var ekki allt gefið. Síður en svo. Hún lifði tvær heimsstyrjaldir, heimsfaraldur, hrun og upplifði mikinn missi. Í skammdeginu þann 16. desember árið 1924, þegar flestir Eyjamenn litu björtum augum til jólahátíðarinnar; hátíðar ljóss og friðar, barst fjölskyldunni í Steini sú harmafregn að bátur fjölskylduföðurins hefði farist og með honum átta menn. Þeirra á meðal Snorri Þórðarson og bróðir hans Guðmundur. Ekkjan, Þorgerður, var þá 44 ára gömul, og börnin orðin þrjú: Þuríður 11 ára, Aðalheiður 10 ára og Rútur, 8 ára. Erfið hafa þau jól eflaust verið fjölskyldunni sem og fjölskyldum annarra skipverja.


Jólablað 2020

Átta farast þegar smábátur sekkur, Vestmannaeyjar missa héraðslækni sinn Eftir að spænska veikin geisaði á Íslandi var hert mjög á öllu eftirliti á skipum sem komu til landsins. Var það gert að reglu að læknir skyldi fara um borð og taka skýrslu af skipstjóra um heilbrigðisástand áhafna. Hvergi var þó erfiðara að koma þessu eftirliti á en í Vestmannaeyjum. Þangað komu mjög mörg skip, þó flest yfir vetrartímann, er veður voru leiðinleg og erfitt að komast um borð. Þó gegndu Vestmannaeyjalæknarnir Halldór Gunnlaugsson, Páll V. G. Kolka og síðar Ólafur Ó. Lárusson þessu starfi af mikilli skyldurækni. Þetta gekk allt stórslysalaust þar til 16. desember 1924. Þann dag komu nokkur skip til Vestmannaeyja en veður heldur slæmt. Um miðjan dag sást til e.s. Gullfoss, skips Eimskipafélags Íslands, sem var að koma frá útlöndum. Samkvæmt reglum þurfti að senda lækni um borð í skipið til að kanna heilbrigðisástandið um borð. Varð Halldór Gunnlaugsson fyrir valinu að fara um borð. Gullfoss hafði varpað akkerum fyrir utan Eiðið, enda hafði

veðrið magnast þegar leið á daginn og var orðinn töluverður sjógangur. En þó svo væri þá var bátur mannaður til að fara út í Gullfoss. Fjórir menn fóru oftast með lækninum í þessar ferðir en búist var við erfiðri ferð þannig að ákveðið var að taka fjóra í viðbót. Síðan var báturinn sjósettur og er þeir sem hjálpuðu bátsverjum að koma bátnum á flot litu við brá þeim heldur betur í brún. Báturinn og mennirnir níu sem höfðu verið í honum, höfðu færst á kaf. Ekki er vitað hvernig þetta gerðist en þykir líklegast að alda hafi riðið yfir bátinn og fært hann í kaf. Einn unglingspiltur hafði náð að halda sér í bátinn og reyndi að gera tilraun til að synda til lands. En hann barst í burtu vegna mikils straums og kviku við Eiðið. Þeir sem höfðu aðstoðað við að setja bátinn á flot reyndu hvað þeir gátu til að bjarga þeim en höfðu engin tæki til þess. Skipverjar á Esjunni, sem var líka undir akkeri, urðu vitni að slysinu, settu strax út bát og héldu á vettvang. Þeim tókst að ná

piltinum sem hékk utan í bátnum og Halldóri Gunnlaugssyni sem var á floti í sjónum. Þeir voru teknir um borð og sent var skeyti til lands og beðið um læknishjálp. Páll V. G. Kolka kom á slysstaðinn skömmu eftir að slysið átti sér stað. Var þá strax reynt að komast í Esjuna með bát sem hafði verið dreginn úr höfninni. Þegar komið var í Esjuna athugaði Páll mennina. Unglingspilturinn var kominn til meðvitundar en miklar lífgunartilraunir á Halldóri báru ekki árangur. Þennan dag fórust því alls átta manns. Þeir sem létust voru Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir, Snorri Þórðarson í Steini, Guðmundur Þórðarson (Akri), sem var bróðir Snorra, Bjarni Bjarnason frá Hoffelli, Guðmundur Eyjólfsson frá Miðbæ, Kristján Valdason frá Sandgerði, Ólafur Gunnarsson frá Vík og Guðmundur Guðjónsson frá Kirkjubæ. Sá sem lifði af var Ólafur Vilhjálmsson frá Múla í Vestmannaeyjum. [AF VEFNUM HEIMASLÓÐ]

Ekki reyndist róðurinn léttast nokkuð því vikuna eftir var Rútur litli kominn með svæsna lungnabólgu og honum vart hugað líf. Sagði Aðalheiður frá því í viðtali sem birt var í fréttabréfi Súgfirðingafélagsins fyrir 17 árum síðan að Rútur hafi legið lengi á milli heims og helju. Þá þótti brýnt að koma drengnum í sveit þar sem nóg væri af mjólk. Þannig gæti hann náð heilsu á ný. Það varð úr og systkinin Aðalheiður og Rútur fóru að Hrútafelli undir Eyjafjöllum. Móðir þeirra seldi hlut sinn í bát Snorra, keypti kýr fyrir andvirðið

Aðalheiður, Snorri og Jóhannes á Stað 1943

17


Súgandi

Þar sem eyðibýlið Gil stóð

og hafði ofan af fyrir sér og börnunum með því að selja nytina. Jóhannes kemur til sögunnar Tæpum áratug síðar var Aðalheiður kaupakona hjá frænku sinni að Laufási í Eyjafirði. Þar kynntust þau Jóhannes Pálmason. „Þetta var á menntaskólaárunum hans. Hann var ásamt fleiri strákum að byggja nýtt prestshús á Laufási. Þeir sváfu í piltahúsinu í gamla bænum. Jóhannes svaf þar uppi undir lofti og var þar af leiðandi kallaður „himnafaðirinn“,“ sagði Aðalheiður í fyrrnefndu viðtali. Kynni þeirra hófust í raun með ljósmynd eins og Aðalheiður útskýrði og er hér aftur gripið niður í viðtalið:

Breskur majór að nafni Fortescue dvaldist í Laufási ásamt konu sinni og var fastagestur á Íslandi í meira en áratug. Það var einmitt sumarið 1935 sem leiðir hjónanna og Aðalheiðar lágu saman. Það kom nú ekki til af góðu en útkoman varð góð! Hjónin fóru ríðandi norður í Fjörður (firðir tveir nyrst við Eyjafjörð; Hvalvatnsfjörður og Þorgeirsfjörður sem kallaðir eru Fjörður) og tók ferðin að jafnaði honum. Þarna byrjuðum við að tæpar fimm stundir milli þeirra skrifast á.“ bæja er næstir voru heiðinni beggja vegna. Nefnist heiðin Þau Aðalheiður og Jóhannes voru Leirdalsheiði. bæði fædd á örlagaárinu 1914 og því rétt rúmlega tvítug þegar þau Höfðu hjónin áformað að fara hittust í Laufási árið 1935. Hann yfir heiðina og tjalda því næst frá Kálfagerði í Saurbæjarhreppi við eyðibýlið Gil sem stóð við í Eyjafirði og hún frá Steini í heiðina að norðanverðu. Nú, ekki Vestmannaeyjum. Þau skrifuðust fer sögum af þeirri næturdvöl á næstu árin og ekki var anað að nema hvað að daginn eftir neinu. Hann lauk námi sínu við hringdi sveitasíminn góði að Menntaskólann á Akureyri 1936, Laufási og var símað frá þeim bæ kennarapróf kláraði hann 1939 sem næstur var heiðinni. Þangað en árið 1942 lauk hann cand. hafði hlaupið hestur frá Laufási; theol. prófi frá Háskóla Íslands. hesturinn sem ensku hjónin höfðu haft með í leiðangurinn Túlkur Englendinga en kunni undir vistir. ekki ensku Við skulum samt staldra við árin Heyskapur var í fullum gangi og 1935 og 1936. Víkjum síðar að mátti helst ekki nokkurn vinnandi endurfundum þeirra Aðalheiðar mann missa af Laufási í önnunum. og Jóhannesar. Var Aðalheiður (sem farið hafði

„Upphaf að nánari kynnum var að hann tók mynd af mér og ætlaði að láta mig hafa hana. Þetta var um haustið, kaupavinnan var búin og ég þurfti að fara heim. Byggingarvinnunni var lokið og hann að fara í menntaskólann. Jóhannes lét filmuna til ljósmyndara í framköllun og stækkun og lofaði að senda mér myndina. Myndina sendi hann en áskildi sér í laun að ég skrifaði honum aftur 10 blaðsíðna bréf. Ég náði því náttúrulega aldrei og varð að halda áfram að skrifa Ljósmyndin sem Jóhannes tók af Aðalheiði á Laufási 1935 18


Jólablað 2020 hefði misskilið eða ekki skilið, og reyndist það rétt. Það var steinolía á prímus, sem þau vantaði, og var hægt að bjarga því.“

Gamla húsið á Stað, sumarið 1942

þessa leið norður í Fjörður, sumarið áður) beðin að fara og leita hjónanna ensku, ef hún treysti sér til, og færa þeim hesta. Hún hélt nú það og þaut af stað stúlkan, hvergi bangin. Ferðin gekk nú ekki alveg snurðulaust fyrir sig en að eyðibýlinu komst hún og eygði úr fjarska tjald hjónanna. Fögnuðu hjónin henni mjög! Gekk þó seint og illa að skilja hjónin þar sem þau töluðu framandi tungu. Svona lýsti Aðalheiður þessu í frásögn sinni

Jú, mikil ósköp! Var þetta nú upphafið að fallegri vináttu (svo vitnað sé til orða úr einni af perlum kvikmyndasögunnar, Casablanca). Túlkaði Aðalheiður fyrir hjónin þegar þau hittu fólk á þeim fáu bæjum er nærliggjandi voru og þó að túlkurinn kynni ekki ensku dugði þýskan til og úr í Fréttabréfi kvenfélagsins Ársólar varð að hún ferðaðist með þeim á Suðureyri, nokkru síðar: „Ekki næstu daga. gat ég talað ensku við þau, því ég kunni ekki nema eitt og eitt orð Við tók ævintýraferð um í henni, en gat svolítið bjargað tröllaslóða mikla og stóð mér í þýsku, og það mál töluðu söguhetja okkar, Aðalheiður þau líka, svo að nú gátum við vel Snorradóttir, sig einstaklega vel. gert okkur skiljanleg. En þó kom fljótlega eitt orð, sem ég gat ekki Áður en leiðir skildi nefndi áttað mig á: maðurinn spurði, Aðalheiður við hjónin að sig hvort hægt mundi að fá „Öl“ á langaði virkilega til útlanda. Þetta bænum hjá gömlu hjónunum, var, sem fyrr segir, sumarið 1935. og þótti mér þetta svo fráleitt, að ég þóttist viss um, að ég Í vist hjá prófessor við Eton Úr varð að Aðalheiður fór til útlanda. Hún fór fyrst til Noregs, þaðan til Kaupmannahafnar í Danmörku og því næst til Englands. Nánar tiltekið til Lundúna. Þetta var sumarið 1936. Aðalheiður gætti barna prófessors nokkurs að nafni Weatherall. Hann var prófessor í sagnfræði við hinn virta skóla Eton College. Sá skóli var og er frægur fyrir margra hluta sakir. Til að mynda er hann einn stærsti einkaskóli Englands og á meðal þeirra elstu en skólann stofnaði Hinrik VI konungur árið 1441. Á 101 árs afmæli Aðalheiðar var hún heiðruð með grein sem birtist í Morgunblaðinu. Var þar komist skemmtilega að orði um dvöl Aðalheiðar ytra og húsbændur hennar: „Þau hjónin voru öndvegisfólk en Aðalheiður kynntist mjög vel stéttaskiptingu

Systkinin á Steini_ Þuríður, Rútur og Aðalheiður

19


Súgandi og snobbi, bæði þeirra sem tilheyrðu efri stéttum bresks samfélags á þessum árum, 193639, og eins meðal þjónustufólks. Sögurnar af því minna sterklega á sjónvarpsþættina frægu „Húsbændur og hjú“ og „Downton Abbey“.“ Varðveist hefur upptaka frá Englandi þar sem Aðalheiður sendir móður sinni jólakveðju. Kveðjan var hljóðrituð á hljómplötu og hún send til Íslands. Árið 1936 þótti þessi tækninýjung sannarlega stórmerkileg og var talað um Phonograph Record greeting card, þ.e. eins konar hljóðrituð tækifæriskveðja. Kveðjan var um mínúta að lengd. Hér má lesa kveðjuna sem undirrituð skráði niður eftir upptökunni sem var afar óskýr og vantar því nokkur orð: „Elsku mamma, Ég ætla rétt að segja ykkur hvernig lítur út hér þar sem við núna erum að tala. Hér er skemmtistaður [...] sem maður getur séð [...] þó ekki án þess að borga. Það eru Kínverjar að gera alls lags kúnstir. Áhuginn er svo mikill að ég er alveg ringluð. Ég skil ekkert í því hvernig þetta getur komið á plötu [á við upptökuna sjálfa, þ.e. jólakveðjuna] svona þó þetta skýrt. Ég sé að ég get ekki sent meira en ég ætla þó að bæta við: Ég þigg alltaf að fá bréf frá ykkur öllum. Gleðilegt nýtt ár og þakka ykkur hjartanlega fyrir gamla árið. Vertu blessuð, elsku hjartans mamma mín. Bara að þú værir komin hingað til mín. Mikið vildi ég það. Verið þið blessuð.“

[25 mílur frá Eton]. Vinstúlka mín ætlaði líka. Við fórum svo af stað frá Eton kl. fjögur að morgni 7. maí. Ekki bjuggumst við þó við að sjá krýningarathöfnina sjálfa því í kirkjuna komust ekki nema útvaldir þennan dag. En konungsfjölskyldan, ásamt íslenskum sendifulltrúum, átti að fara í skrúðgöngu um nokkur helstu stræti borgarinnar og vonuðumst við eftir að geta komist Það er nokkuð ljóst að Aðalheiður á einhvern stað, þar sem hægt yrði upplifði margt áhugavert og ekki að sjá skrúðgönguna.“ síður skemmtilegt á þessum árum. Eins og það að vera Lýsti Aðalheiður því hvernig viðstödd konunglega athöfn í slegið hafði verið upp sætum Lundúnum þegar Georg VI var fyrir nokkur hundruð manns krýndur. Hún skrifaði frásögnina öðru megin við breiðgötu en þau af þessum merkisviðburði fyrir sæti verið svo dýr að einungis vel Sóleyju, blað kvenfélagsins efnað fólk hafði ráð á að njóta Ársólar á Suðureyri, og er hér athafnarinnar úr þeim sætum. gripið niður í þá frásögn: Hins vegar hafi þær vinkonurnar „Krýning konungs átti að fara fram komið sér fyrir hinum megin í Westminster Abbey 12. maí [1937] götunnar þar sem ekki þurfti og var maður mikið búinn að heyra að borga. Höfðu þær með sér um undirbúning og hátíðahöld í stóla, smurt brauð og te. Eftir sambandi við þessa athöfn og var nokkurra klukkustunda bið í auðvitað aðalundirbúningurinn í mikilli mannþröng fór eitthvað London. að gerast hinum megin götunnar Mig langaði vitanlega til að sjá og heldur Aðalheiður frásögninni eitthvað af allri þeirri dýrð sem ég áfram: um hana kemur fram að hún hafi stundum sagt sögur frá árunum í Englandi. Barnabörnin höfðu gaman af að heyra af ævintýrum ömmu sinnar og eina sögu sagði hún ekki fyrr en hún var komin vel á efri ár. Það var sagan af því þegar hún „ferðaðist um breskar sveitir aftan á mótorhjólum ungra séntilmanna,“ eins og segir í greininni.

Frá krýningu Georgs VI í Lundúnum 1937 Á vélhjóli um sveitir Englands Í fallegri minningargrein sem bjóst við að sjá mætti þennan dag, „Og nú fóru þeir að koma sem barnabarn Aðalheiðar skrifaði og ákvað því að fara til London sætin höfðu keypt. Mér var sagt

20


Jólablað 2020 að það væru allt lávarðar og meiri háttar menn. Þeir þurftu að fara yfir strætið, til að komast í sætin. Og í hvert skipti sem þeir fóru yfir götuna, skemmti mannfjöldinn sér við að æpa upp. Sumir af þessum vesalings mönnum urðu vandræðalegir og vissu ekkert hvernig þeir áttu að bera sig, en aðrir tóku þessum ópum vel og veifuðu og brostu til fólksins, og þá var hlegið á móti og húrrað. Já, eitthvað varð að finna sér til skemmtunar og var ég ekkert á móti því að gera það á kostnað þessara háu herra.“ Enn fjölgaði í áhorfendaskaranum og mikil skrúðganga fór hjá. Rúmum klukkutíma síðar fór að bóla á æðstu gestunum og að lokum hinum konungbornu: „Síðast komu vagnar með þetta æðsta fólk. Fyrst komu útlendir höfðingjar, sem viðstaddir voru fyrir hvert land. Það voru bara einn og tveir í hverjum vagni og á undan hverjum vagni var lífvarðarlið. Mannfjöldinn hrópaði húrra fyrir hverjum vagni, sem kom, eða líklega fyrir þeim sem í vagninum sátu. Maður sá rétt í höfuðið á þeim og sumir kinkuðu kolli til fólksins eða veifuðu. Að síðustu kom konungsvagninn, afar skrautlegur, allur gylltur að sjá og gengu átta hvítir hestar fyrir. Drottningin sat þeim megin sem við vorum og brosti hún sínu blíða brosi til fólksins er hún ók fram hjá. Nú var þessi sýning á enda, og mér liggur við að segja til allrar hamingju, því að nú byrjaði að rigna og rigndi og rigndi eins og hellt væri úr fötu. Maður tók því til fótanna og forðaði sér inn í næsta tesöluhús, en þangað var gott að koma allra hluta vegna. Það sem eftir var dagsins notuðum við til þess að skoða borgina.“

Englandsævintýri Aðalheiðar lauk haustið 1939. Það var eins gott að hún fékk far yfir hafið með togara því rétt eftir heimkomuna skall heimsstyrjöldin síðari á. Í viðtalinu við Aðalheiði sem birt var árið 2003 segir hún: „Ég hefði getað orðið innlyksa í Englandi.“ Þarf vart að hafa um það mörg orð að lífið hefði eflaust tekið aðra stefnu ef svo hefði farið. Þegar til Íslands var komið var móðir Aðalheiðar orðin alvarlega veik. Aðalheiður tók við heimilinu en móðir hennar lést sumarið 1940. Það sama ár rakst Aðalheiður á Jóhannes Pálmason í Reykjavík en þau höfðu skrifast á frá 1935. Úr þessum samskiptum varð gott hjónaband en þau Aðalheiður og Jóhannes giftu sig árið 1940 og voru nánir vinir og hjón þar til Jóhannes lést árið 1978.

Það byrjaði að snjóa strax í september þetta haustið og ekki var hægt að taka upp kartöflurnar fyrr en í lok október. Höfum í huga að hvorki var sími né rafmagn í dalnum. Hvílíkur munur á allsnægtum og ríkidæmi hjónanna Weatherall og þessum nýja veruleika á Stað. En Aðalheiður bjó yfir einstakri aðlögunarhæfni og þau hjónin gáfust ekki upp eftir veturinn. Eins og lesa má út úr gamalli frásögn Aðalheiðar skín í gegn viðhorf sem einkenndist af nægjusemi, þolinmæði og húmor: „Húsið var 80 fermetrar að flatarmáli, hæð og ris og kjallari niðurgrafinn undir tæplega þriðja hluta. Veggir í kjallara voru grjóthleðsla límd sementi. Þar sem ekki var kjallari voru gólfbitar á jörðu og var sá hluti farinn að síga og var því nokkur halli á eldhúsgólfinu en eldhúsið var í miðju húsinu. Syni okkar þótti gaman að hjóla á þríhjólinu sínu niður í móti því lítið þurfti að stíga, aftur verra til baka. Kjallarinn var ágæt geymsla fyrir garðávexti og slátur og mýs!“

Rok innanhúss, matur og mýs Hvorugt þeirra hafði nokkra beina tengingu við Súgandafjörð þegar þau hjónin ásamt syninum Snorra, fluttust á Stað árið 1942. Jóhannes hafði að námi loknu sótt um að verða sóknarprestur í Súgandafirði og þar var hann vígður til prests. Sýnishorn af veðrinu fengu þau alla leið inn í eldhús og sagði Hann var fagur fjörðurinn þegar prestsfrúin að nóg hefði verið af litla fjölskyldan kom þangað í fersku lofti þennan fyrsta vetur! júnímánuði og dásamleg birtan „Þegar hvessti á norðan og einstök. Í fyrrnefndu viðtali austan og snjóaði, þá kom frá 2003 sagðist Aðalheiður skafl inn á eldhúsgólfið. Þar var hafa þakkað fyrir að þau svo óþétt með grunninum og kæmu að sumri til því strax um snjórinn þrýstist þar inn með. Þar haustið kom í ljós að það var sem panellinn var orðinn gisinn ekki auðvelt að búa í gamla átti snjórinn greiðan aðgang inn bárujárnsklædda húsinu á Stað á gólf. Þetta reyndi Jóhannes að þegar haustvindarnir tóku að stoppa með því að moka snjó næða. Aðalheiður fann fljótt að upp með húsinu og þétta með ekki þurfti að fara út fyrir hússins því að smáhella vatni á og láta dyr til að vita af hvaða átt hann frjósa. Gluggar voru mjög gisnir blés. Húsið var nefnilega í lélegu og blöktu gluggatjöld hvað lítið ástandi og nóg af stöðum fyrir sem kulaði. Ég þurfti ekki að hafa Heim til Íslands rétt fyrir stríð vindinn að smjúga inn um. fyrir því að opna glugga þennan Öll ævintýri taka enda og fyrsta vetur, það var nóg af fersku 21


Súgandi Það var auðvitað að hafa þurfti næturgagn við svona aðstæður, þótti manni nógu slæmt á daginn að fara út þegar þess þurfti en á nóttunni var það útilokað. Kom það oft fyrir að klaki var í ílátinu sem látið var í fyrri hluta nætur,“ sagði Aðalheiður í frásögninni um aðstæðurnar sem þau tókust á við með æðruleysi.

Aðalgata 42 eða „Vetrarhöllin“

lofti samt. Oft gerði líka meira en að kula. Ekki þurfti að fara út til að vita hvaðan vindurinn blés því hurðin í stofunni sagði til um það. Ef hann blés af hafi þá skekktist dyrastafurinn og erfitt var að opna dyrnar en ef vindurinn kom innan úr dal þá tolldi hurðin illa aftur.“

ár eftir baðkari; fram að því var þvottabalinn „baðið“. „Ekkert þvottahús var en uppi á hól stutt frá húsinu stóð moldarkofi. Þar var gömul eldavél sem hægt var að kynda og vatn var leitt þar inn svo hægt væri að nota þetta sem þvottahús

Á hestbaki, sennilega sumarið 1935

Tuttugu ára bið eftir baðkari Ætli það megi ekki segja að fólk sem lifir í sátt við sjálft sig og aðra leggi áherslu á andleg gæði fremur en veraldleg. Í það minnsta virðist það hafa átt við um prestshjónin á Stað. Þau biðu til dæmis þolinmóð í rúm tuttugu

á sumrin. Klósett var ekkert en kamar smáspöl frá húsinu, bak við hjall sem stóð á hlaðinu. Ekki var hann þéttari en svo að þegar fór að snjóa skefldi inn og var það því oft þennan fyrsta vetur að maður varð að setjast á snjóskafl ef nota þurfti kamarinn. 22

Ljósið í glugganum Það var fleira en veðurfar og húsakostur sem takast þurfti á við á þessum fyrstu árum fjölskyldunnar á Stað. Rétt eins og hjá öðrum fjölskyldum skiptust á skin og skúrir. Þau áttu, sem fyrr segir, soninn Snorra sem var tveggja ára þegar þau fluttust á Stað. Árið 1945 fæddist dóttirin Kristín og hér verður vitnað beint í frásögn Aðalheiðar af komu hennar í heiminn: „Það er laugardagur, nemendur farnir [þrír unglingspiltar sem voru við nám hjá þeim hjónum], mikill snjór og ófærð og með kvöldinu hvessir. Auðvitað þurfti ég að velja þennan tíma til að þurfa á ljósmóður að halda. Um miðnætti þorði ég ekki annað en láta sækja ljósmóðurina en hún bjó í þorpinu. Bóndinn [Ágúst, eða Gústi á Stað] var búinn að bjóða okkur að fara og sækja ljósmóðurina ef með þyrfti. Var hann nú vakinn og brá hann skjótt við. Reikna mátti með að minnsta kosti klukkutíma hvora leið í þessari færð. Ljósmóðirin var farin að reskjast en dugleg og fljót að koma sér af stað. Þegar þau komu út í dal var kófið svo mikið að þau sáu hvergi til bæja og villtust þau af leið; var þó bóndi vel kunnugur, búinn að vera mörg ár í dalnum. Það varð þó til happs að aðeins rofaði til sem snöggvast og ljós hafði verið sett í kvistgluggann þar sem hæst bar en seinna hefði það ekki mátt vera, þá hefðu þau verið komin fram hjá húsinu og ekki getað áttað sig eftir ljósinu.


Jólablað 2020 alvarlega og var átakanlegt fyrir foreldrana að sjá blessaða telpuna kveljast og geta ekkert gert til að lina þjáningar hennar, eins og Aðalheiður lýsti í viðtali: „Þegar Kristín var átta ára þá veiktist hún af hvítblæði og dó eftir tveggja mánaða legu á Landspítalanum, mikið kvalin. Það var erfitt að horfa upp á barnið sitt kveljast. Hún fékk sprautur við kvölunum á þriggja tíma fresti, svo dugði það ekki alltaf, það var óskaplega erfitt. Hin börnin hafa nú verið hraust, blessunarlega.“

Mína eldabuska og Aðalheiður barnfóstra á heimili Weatheralls prófessors í Eton.

Langur þótti mér tíminn að líða eftir þeim og oft var Jóhannes búinn að fara út að glugga þótt ekkert sæist út en allt fór þetta vel.“

Stað keyptu hjónin lítið hús á Suðureyri og voru þar um vetur en á Stað yfir sumartímann. Var húsið í þorpinu (Aðalgata 42) jafnan kallað „Vetrarhöllin“ af Önnur dóttir, Sigrún fæddist Jóhannesi. þeim hjónum á Stað síðla árs 1947 en drengirnir tveir, Pálmi Því miður varð ævi Sigrúnar litlu, og Sigurður, fæddust á Suðureyri sem kom í heiminn í óveðrinu árin 1952 og 1954. Eftir sex ár á 1945, ekki löng. Hún veiktist

23

Látum hér staðar numið í frásögninni af einstakri konu, Aðalheiði Snorradóttur og hinu magnaða hundrað og tveggja ára lífshlaupi hennar. Aðalheiður lést 26. nóvember 2016. Ljóst er að gera verður sögu prestshjónanna betur skil því af nógu er að taka. Það bíður betri tíma en fyrir liggur að hjónin sem glæddu líf fjölmargra Súgfirðinga í þrjá áratugi eru efniviður í fleiri greinar en eina. Greinarhöfundur, Malín Brand, á ættir að rekja til Norðureyrar, býr í Hafnarfirði um vetur, og hefur það að framtíðarmarkmiði að búa á Suðureyri yfir sumartímann. Myndir og efni Jóhannessyni.

frá

Pálma


Súgandi

Bygging landnámsskálans á áætlun Fornminjafélag Súgandafjarðar stóð í annað sinn fyrir námskeiði í klömbruhleðslu. Þátttakendur lærðu að meta mýrar til að stinga úr. En mikilvægt er að rótin sé góð og þykk. Ekki má vera mikill sandur í henni né leir eða grjót. Við höfum fengið að stinga úr

Stór hluti torfhleðslu er að stinga torfið rétt þannig að hallinn á skurðinum sé réttur og stærðin svipuð. Þannig leggist klambran vel og þéttist síðan þegar hún sígur. Með þessu fæst fallegt munstur í torfveggina sem oft er kallað fiskbeinamunstur.

mýri sem landeigendur í Botni Hleðslan er vandasöm og gæta eiga og er skammt frá mógröf frá verður að því að torfurnar liggi fyrri tíð. vel og leggist þétt að hver annarri. Ein röð er lögð í einu og 24

þegar hún er komin er klambran snyrt og fyllt upp inni í vegginn með afskurðinum og þjappað vel. Svo er lagður strengur þ.e. torf ofan á alla hleðsluna og síðan er næsta lag af klömbru lagt. Í skálanum eru næstum 200 klömbrur í hverri umferð eða lagi. Lögin verða sex og hver klambra vegur um 30 kíló svo þetta er svolítil vinna. Fjöldi tonna bara í veggjunum er um 36. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar staðið er að byggingaframkvæmdum með klömbru, m.a. hversu mikilvægt það var fyrir húsbyggingar fyrri alda að velja staðsetningu nálægt góðri mýri. Magnið sem þarf að flytja er gríðarlegt og því mikið unnið að hafa mýrina nálægt. Talið er að fyrstu skálarnir á Íslandi hafi verið hlaðnir með streng þ.e. ekki með hnausum líkt og klambran heldur þykkum


Jólablað 2020

þökum/torfum. Miðað við magnið sem þarf í hvern vegg er nokkuð ljóst að það hefur þurft mjög mikið flatarmál af góðu torfi til að hlaða vegg. Líklegt er því að frekar hafi verið valið að hlaða úr klömbru. Næsta sumar er ætlunin að klára veggina. Við gerum ráð fyrir að það taki tvo til þrjá

daga að ljúka vegghleðslunni. Byrjað verður á þakinu en til að hefja vinnu við þakið þarf að smíða burðargrindina og í þá þarf að útvega stóra og mikla drumba og helst rekavið líkt og var fyrr á öldum. Mikið þarf af hrís/trjágreinum til að setja í þakið og svo kemur torf ofan 25

á allt. Ekki verða notaðir naglar heldur verður allt skorðað eftir kúnstarinnar reglum. Samfélagssjóður Súgfirðingafélagsins, sem er gamli Viðlagasjóðurinn, styrkti Fornminjafélagið um kr. 150.000 í fyrra og hefur styrkt okkur um


Súgandi sömu upphæð á þessu ári. Það munar miklu um það enda nokkur kostnaður við að standa í verkefninu. Orkubú Vestfjarða styrkti verkefnið um kr. 100.000 í fyrra. Við kunnum þeim miklar þakkir fyrir. Áhugasamir geta komið og lært þetta forna handbragð að hlaða með klömbru næsta vor. Námskeiðið verður auglýst síðar. Eyþór Eðvarðsson

26


Jรณlablaรฐ 2020

27


Súgandi

Súgfirðingur í útlöndum Kristjana Erla Hafsteinsdóttir Mende

Vinahittingur í Þýskalandi

Ég heiti Kristjana Erla G. Jónsdóttir frá Botni. Ég á tvo Hafsteinsdóttir Mende og er bræður, Elías sem býr í Noregi og fædd og uppalin á Suðureyri í Kára sem býr í Þorlákshöfn. Súgandafirði. Í dag er ég 62 ára gömul og Foreldrar mínir eru Hafsteinn búin að búa í Þýskalandi í rúm Sigmundsson og Kristjana 40 ár. Þegar við fluttum fyrst frá

Góð stund með foreldrum

Friðbertsdóttir. Ömmur mínar og afar voru Sigmundur Guðmundsson (Simbi) og Ragnheiður Elíasdóttir og Friðbert Pétursson og Kristjana

eftir eitt ár í Vesturbænum kom ég sem Reykjavíkurskvísa aftur í barnaskólann á Suðureyri. Síðan lá leið mín í framhaldsskóla í Reykholt og eftir einn vetur þar í Verzlunarskólann. Í millitíðinni var fjölskyldan mín flutt til Þorlákshafnar. Ég átti þar nokkur sumur, en festi þar engar rætur. Ég tók stúdentspróf úr Verzló 1978 og ákvað að leita á vit ævintýranna og kíkja aðeins út fyrir landsteinana. Ég, ásamt einni vinkonu úr Verzló, vorum fyrst að gæla við þá hugmynd að fara í háskólanám í Frakklandi en fundum svo skiptinemasamtök sem okkur leist vel á. Vinkonan hætti samt við og ákvað að vera eftir heima. Ég sótti um að fara til Nýja Sjálands en fékk viku umhugsunarfrest um pláss í Þýskalandi sem var alls ekki á Suðureyri var ég þrettán ára en þá skjánum hjá mér þá. ákvað pabbi að drífa sig með fimm manna fjölskyldu til Reykjavíkur Nokkrum vikum seinna var og fara í Stýrimannaskólann. ég komin sem skiptinemi til Það var heilmikið ævintýri og gestafjölskyldu í Dortmund. 28


Jólablað 2020 Dortmund er iðandi stórborg með 588.000 íbúa. Ég fékk algjört menningarsjokk fyrst, hitinn og mannfjöldinn var lamandi, mér fannst hraðinn á tungumálinu vera rosalegur og skildi varla orð þrátt fyrir að hafa lært þýsku í Verzló. En ég aðlagaðist fljótt og átti stórkostlegt ár í Dortmund með góðu fólki í kringum mig. Á þessu ári kynntist ég manninum mínum í Dortmund. Eftir skiptinemaárið fór ég heim í hálft ár en ástin togaði sterkt í mig þannig að í janúar 1980 flutti ég aftur til Þýskalands. Ég veit að þessi ákvörðun var ekki einföld fyrir mömmu og pabba, að missa einu dótturina úr landi, en þau vissu að ég var hér í góðum höndum og ég er þeim óendanlega þakklát að hafa alltaf staðið með okkur og styrkt okkur í öllu sem við gerum. Ég fór í háskólanám í Háskólanum í Dortmund og útskrifaðist þaðan sem Diplom-félagsfræðingur með áherslu á uppeldis- og kennslufræði. Ég var svo heppin að fá stöðu hjá ríkinu strax eftir námið og hef síðan unnið við sálfræði- og uppeldisráðgjöf í framhaldsskóla. Starfið er mjög krefjandi en gefur líka mjög mikið og ég elska þessa vinnu. Winfried eiginmaður minn var í sama háskóla og ég og er menntaður vélaverkfræðingur. Við eigum tvo yndislega syni, Thomas 30 ára sem er raftæknifræðingur hjá þýska sjóhernum og býr í sama bæ og við með kærustinni sinni, og Simon 27 ára. Simon var að klára meistaragráðu í skipulagsverkfræði í sumar og eftir áramót byrjar hann að vinna hjá borgarskipulagsdeild í Bonn. Við erum mjög stoltir foreldrar! Eftir að hafa búið í Dortmund í

Jól á Suðureyri

14 ár, þar sem okkur leið reyndar mjög vel, tókum við þá ákvörðun að flytja þá með tvö lítil börn í rólegra umhverfi og færa okkur aðeins „upp í sveit“. Við fluttum til Schwerte, sem telst vera lítið bæjarfélag hér með tæplega 50.000 íbúa, og byggðum okkur hús. Schwerte liggur rétt fyrir utan Dortmund. Ruhráin rennur hér í gegn, umhverfið er fallegt og grænt og hér er svolítill „þorpsbragur“ á lífinu. Leikskólinn og barnaskólinn eru í sömu götunni og hér eignuðumst við fljótt nýja vini.

hér er gott fólk og kerfið heldur vel utan um mann. Þjóðverjar eru þekktir fyrir skyldurækni og stundvísi, þetta eru að mínu mati góðir eiginleikar sem ég hef líka tileinkað mér. Mamma segir stundum að ég sé orðin mjög þýsk, það er oftast þegar ég er kannski of smámunasöm eða þegar ég vil hafa allt í röð og reglu í kringum mig. Ég er þekkt fyrir að vera mjög raunsæ manneskja, kannski er ég líka orðin svolítið ströng, en það verða aðrir að dæma um það. Mér finnst ég ennþá vera mjög íslensk.

Þegar maður býr svona langt í burtu frá skyldmennum og gömlum vinum og heimþráin togar alltaf reglulega í mann, er svo mikilvægt að láta sér líða vel í nýja umhverfinu og lifa vel hér og í núinu og vera ekki alltaf að hugsa til baka, hvað hefði verið ef… Það er gott að búa í Þýskalandi,

Auðvitað sakna ég Íslands og mest sakna ég fólksins míns. Það er erfitt að missa af svo mörgu heima á Íslandi, öllu því skemmtilega sem gerist dags daglega, skírnarveislum, fermingum, giftingaveislum, afmælum og mörgu fleiru. Í dag virkar fjarlægðin samt aðeins styttri en áður, við getum talað

29


Súgandi

Mende fjölskyldan

saman á Facetime eða Skype og nú er meira að segja hægt að fljúga beint frá Dortmund til Íslands. Við höfum reynt að fljúga reglulega heim til Íslands. Þegar strákarnir voru litlir fannst mér mjög mikilvægt að þeir kynntust Íslandi og skyldfólki sínu þar. Þeir eru í hjarta miklir víkingar og stoltir af uppruna sínum. Þeir elska allt sem íslenskt er, og sérstaklega pönnukökur og kleinur frá ömmu Systu. Mamma og pabbi hafa alltaf verið mjög dugleg að heimsækja okkur hér og það eru alltaf yndislegir gæðatímar með þeim. Það er frekar langt síðan ég var síðast á Suðureyri. Mig minnir að það hafi verið á Sæluhelgi 2009. Böndin til Suðureyrar hafa hins vegar aldrei slitnað, ég er svo heppin að eiga mjög tryggar og góðar vinkonur frá æskuárunum. Ragga og Hildur hafa líka verið mjög duglegar að koma í heimsókn til okkar með eiginmönnunum sínum og þá er oft glatt á hjalla. Við erum duglegar að rifja upp gamlar sögur og minningar frá æskuárunum á Suðureyri. Það

var yndislegt að vera þar sem barn, það var svo mikið frelsi, svo stórkostleg nálægð við náttúruna, sjóinn og fjöllin. Þó lífið í þessum afskekktu fjörðum hafi sennilega ekki alltaf verið „dans á rósum“ fyrir fullorðna fólkið, vorum við börnin áhyggjulaus og hamingjusöm. Það er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn og svona upplifðum við það líka á Suðureyri. Við vorum umvafin vinum og vandamönnum, allir

fórum aftur til baka. Hann fékk þá oft að vera lengur og kom svo kannski með næstu mjólkurferð heim. Ég man eftir löngum og björtum sumardögum þegar við krakkarnir í þorpinu lékum okkur öll saman í feluleik, hlaupandi og skoppandi um allt þorpið sem var eins og einn stór leikvöllur og toppurinn var þegar við máttum leika saman með eldri krökkunum. Þá var margt brallað og mörg prakkarastrik á dagskrá. Eða þegar við vinkonurnar róluðum tímum saman í stóru risarólunum á leikvellinum og það var eins og við værum einar í heiminum. Margar minningar tengjast sjónum, ég gleymi aldrei þegar Kári bróðir, þá sennilega 3ja eða 4ra ára gamall, reyndi einn daginn að sigla yfir á Norðureyri í pappakassa í fjörunni fyrir neðan húsið okkar í Sætúni og hvernig mamma kom á harðahlaupum niður bakkann til að bjarga honum. Eins hlupum við krakkarnir oft niður á tanga til að taka á móti pabba sem var að koma heim af sjónum.

Nú í skammdeginu þegar jólin nálgast er mér sérstaklega minnisstætt þegar við puntuðum okkur upp til að fara í jólamessuna. Hvernig við tróðum snjóinn í sparifötunum og svo heim aftur í ilmandi jólamatinn. Kirkjan uppljómuð og falleg og Fjölskyldumót í Hollandi presturinn svo virðulegur. Við þekktu alla og allir voru til staðar höldum jólin hér í Þýskalandi ef eitthvað bjátaði á. mjög hefðbundin eins og heima á Íslandi. Ég á margar góðar minningar frá Suðureyri. Það sem helst kemur Hugur minn er ávallt heima um upp í huga minn er hvað það var jólin, ég bið að heilsa heim og oft gaman í sveitinni í Botni hjá sendi ykkur öllum mínar bestu afa og ömmu. Ella bródir fannst jólakveðjur. það ennþá skemmtilegra en mér, hann reyndi reglulega að fela Erla sig einhvers staðar áður en við 30


Jólablað 2020

Við óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA

ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 400 Ísafirði

450 3211 456 3204

orkubu@ov.is www.ov.is

31


Súgandi

Verbúðin vinsæll áfangastaður ferðamanna Verbúðin Ársól hefur náð að standa af sér öll veður á Hreggnasanum og frekar ólíklegt að hún fjúki úr þessu. Sjá má að vindurinn hefur náð að blása nokkru af fínni efnunum innan úr hleðslunni svo það blæs meira inn en var í upphafi en það kemur ekki að sök. Grasið hefur átt í nokkrum erfiðleikum því af einhverjum ástæðum er sprettan minni sólarmegin á þakinu. Auk þess hefur umgangur á þakinu ekki haft góð áhrif á grasið og sjá má að torfan hefur rifnað og skemmst á mæninum. Síðasta sumar var bætt við tveimur lögum af þökum til að styrkja gróðurinn. En mikilvægt er að hafa nægan jarðveg undir til að raki haldist í sverðinum. Næsta sumar er vonast til að hægt verði að festa á lamirnar sem gefnar voru í verbúðina og voru áður í bíslaginu hjá Þórði Maríassyni á Suðureyri. Annað hvert ár þarf að bera viðartjöru á timbrið og þá breytist útlit búðarinnar umtalsvert. Lyktin af tjörunni skapar auk þess sérstaka stemmingu og vekur upp minningar um liðna tíð í fiskiþorpi. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir búðina á hverju ári, nýtur útsýnisins og margir borða nesti. Við sóttum um styrk til að geta hafið vinnu við rafrænar upplýsingar um búðina sem hægt væri að sækja með snjallsíma en það gekk ekki eftir. Við reynum aftur síðar. Eyþór Eðvarðsson 32


Jólablað 2020

Hráefni: 5 eggjarauður 5 msk sykur 150 gr Toblerone brætt 5 dl rjómi, þeyttur 100 gr Toblerone, fínsaxað

Toblerone ís

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

1. Þeytið eggjarauður og sykur saman í hrærivél í 3-4 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós. 2. Bræðið 150 g af Toblerone súkkulaði yfir vatnsbaði, kælið það lítillega og hellið því síðan út í eggjablönduna í mjórri bunu. Blandið vel saman. 3. Hrærið rjómann að lokum varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni í fallegt mót og skreytið með söxuðu Toblerone. 4. Frystið í a.m.k. 4 klst.

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

33

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Súgandi Hráefni: Innihaldsefni 6 stórar eggjarauður ½ bolli sykur 1 bolli rjómi 2 bollar mjólk ½ teskeið malað múskat klípa af salti ¼ tsk fersk vanilla Kanill til skreytinga

Jólauppskrift „eggnog“ amerískur jóladrykkur

1. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman í meðalstóra skál þar til blandan er orðin létt og rjómakennd. 2. Setið í pott við meðalháan hita rjóma, mjólk, múskat og salt. Hrærið þar til blandan byrjar að krauma. 3. Notið skeið við að færa mjólkina yfir í eggin og hrærið hraustlega inn á milli. 4. Þegar botnfylli er eftir í pottinum, setjið þá blönduna í pottinn og aftur á helluna. 5. Þeytið stöðugt í örfáar mínútur þar til blandan er aðeins þykk (eða þar til hún nær um 160 gráður á hitamæli). Hún þykknar meira þegar hún kólnar. 6. Takið pottinn af hitanum og hrærið vanillunni út í. 7. Hellið drykknum í könnu eða annað ílát og hyljið með plastfilmu. 8. Kælið þar til kalt. Blandan þykknar þegar hún kólnar. Ef þú villt þynnri drykk er gott að setja hann í blandarann með 1-2 msk af mjólk og blanda vel saman. 9. Skreytið með kanil og ferskum þeyttum rjóma og berið fram. 10. Hægt er að geyma drykkinn í allt að viku í kæli.

34


Jólablað 2020

Súgfirðingasetrið í faðmi fjalla blárra

Minnum félagsmenn á að fallegt er í Súgandafirði á veturna og gott að gista í Súgfirðingasetrinu. Sumarverð 36.000 kr Vetrarverð 29.000 kr Helgarverð á vetrartíma 20.000 kr Sæluhelgin 40.000 kr Afsláttur til öryrkja og eldri borgara 20 prósent af vetrarverði. www.sugandi.is

Fisherman óskar öllum til sjávar og sveita gleðilegra og friðsamlegra jóla.

www.fisherman.is

35


Súgandi

Gefur út bók um stærðfræði Ellert Ólafsson

Ellert Ólafsson er fæddur á Suðureyri árið 1944. Foreldrar hans eru Ólafur Friðbertsson skipstjóri og Guðrún Valdimarsdóttir. Ellert stofnaði Tölvufræðsluna hf. ásamt dr. Kristjáni Ingvarssyni árið 1983 í upphafi tölvualdar. Fyrirtækið kenndi notkun tölvutækni í atvinnulífi. Árið 1987 útskrifaði fyrirtækið 2000 nemendur í Skrifstofutækni sem var 256 klst. nám í ritvinnslu,

töflureiknum, gagnagrunnum, fjarskiptum, ensku og mannlegum samskiptum. Þetta met hefur ekki enn verið slegið. Á þessum árum voru Íslendingar fremstir Norðurlanda í notkun tölvutækni. Ellert stofnaði Tölvu- og stærðfræðiþjónustuna árið 1999, sem er enn í fullum rekstri. Á liðnu ári skrifaði Ellert tvær bækur fyrir námskeið félagsins. Þar sem ekki er hægt að halda námskeið eru þessar bækur nú seldar á almennum markaði. Ellert segist hlakka mikið til næsta árs því þá fari námskeiðin í gang og fyrirhugað sé að stofna útibú í Stokkhólmi. „Það er mikill lúxus og skemmtilegt að vera gamalmenni á áttræðisaldri. Lífið er spennandi ævintýri“, segir Ellert að lokum.

Bækurnar kosta 8000 kr Félagar í Súgfirðingafélaginu fá bækurnar á sérstökum átthagaafslætti á 6990 kr.

Ellert á sólpallinum við Jökulgrunn 2 sumarið 2020.

36


Jólablað 2020

Bókakynning

Skemmtiferð um heiminn á vængjum stærðfræðinnar

Þetta er skelfileg bók sem brýtur allar góðar hefðir. Virðulegar kennslubækur í stærðfræði eru venjulega torskildar, textinn samanbarinn og illskiljanlegur til þess að lesendur skilji sem minnst og fyrirlíti bókina. Þessi myndræna ferðabók brýtur þessar góðu reglur. Fallegar myndir prýða bókina og textinn með myndunum er einfaldur og auðskilinn. Bókin fjallar um fegurð náttúrunnar og snilldarverk arkitekta og hönnuða og sýnir að stærðfræðin er aldrei langt undan. Bókin kynnir notagildi stærðfræðinnar í listum, arkitektúr og fjarskiptum nútímans og einnig hið nána samband milli gömlu geómetríunnar og hinnar lifandi náttúru sem umlykur okkur. Sagt er frá tölvu- og upplýsingabyltingunni sem

Umhverfið og framtíðin Þessi bók fjallar um umhverfisvána og aðgerðir til að leysa vandann. Fín uppsláttarbók fyrir náttúruunnendur.

Bækurnar eru til sölu hjá Tölvu- og stærðfræðiþjónustunni. Pöntunarsími 5553620.

37

hefur breytt atvinnuháttum og samskiptum fólks. Höfundur hefur í mörg ár athugað spírala í náttúrunni og hvaða reikniformúlar eru þar á bak við. Ítalski stærðfræði- og náttúrufræðingurinn Fibonacci (1170-1240) ruddi brautina þegar hann útskýrði reglurnar sem blómin nota og talnaröðin hans 1,1,2,3,5,8.. og spírallinn frægi sem við hann er kenndur eru hrein snilld. Hugmyndir Fibonacci og gullna sniðið eru kjarni bókarinnar og verðugt umræðuefni yfir jólahátíðina.


Súgandi

Draumvísa Að gefnu tilefni ákvað ég að taka saman þessa skemmtilegu grein sem ég rakst á í Sóley blaði kvenfélagskvenna á Suðureyri frá árinu 1933. Höfundur hennar er Sigríður H. Jóhannesdóttir en hún var gift Kristjáni Albert Kristjánssyni. Sigríður Híramía, eins og hún hét, var fædd 20. júní árið 1879 en samkvæmt Súgfirðingabók lærði hún ljósmóðurfræði hjá J. Jónassen landlækni og tók við ljósmóðurstörfum í Suðureyrarhreppi árið 1903. Sigríður og Kristján eignuðust 9 börn og náðu 7 þeirra fullorðinsaldri. Sigríður dó árið 1946 en hún og eiginmaður hennar byggðu Eyrargötu 5 á Suðureyri. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Greinin ber heitið Draumvísa og birtist 3. desember árið 1933.

annað fært en að leggjast inn í rúm, þó mér væri nauðugt að hætta við verkið. En hér var nú ekki um annað að gera, ég gat ekki gert neitt gagn. Ég hef víst ekki legið yfir 20 mínútur í einhverjum dvala. Veit ekki hvernig svefninn var. Ég get heldur ekki lýst hvernig vísa þessi mótaðist í huga mínum því engan heyrði ég tala, það var svo einkennilegt það ástand sem ég var í. Svo hresstist ég furðu fljótt og stóð á fætur og skrifaði strax vísuna, hún er svona:

Ég hef fyrir löngu ætlað að biðja „Sóley“ að geyma vísu sem mig dreymdi þegar ég ætlaði að fara að baka fyrir fyrstu skemmtunina sem haldin var til ágóða fyrir kirkjubyggingarsjóð Suðureyrarkirkju. Ég ég En ég

var vel frísk um morguninn þegar fór á fætur og ætla að taka til starfa. þegar ég er nýbyrjuð á verkinu verð svo máttlaus og syfjuð að ég sá ekki

Þið viljið fá nýja kirkju, þið viljið keppa þar að að Drottins musteri verði veglegt á þessum stað. Ég hef aldrei skáld verið enda er þetta ekki frá mér, því þó ég einhvern tíma hafi verið að hnoða saman vísu sem krakki, þá var langt frá því í þetta sinn að ég hugsaði um slíkt.

hvar ég hlusta á Guðsorð en ekki er mér sama. Best finnst mér ég vera snortin af nálægð Guðs í kirkju og í heimahúsum. Kirkjusiðir hafa mér alltaf fallið vel í geð, þeir setja meiri helgiblæ yfir Guðsþjónustuna.

Það er von mín og heitasta ósk að hér á Suðureyri verði reist Drottni veglegt musteri. Það segja margir: Mér er sama

Sigríður H. Jóhannesdóttir

38


Jรณlablaรฐ 2020

39


Súgandi

Hlúum að vellíðan á óvissutímum Heimsfaraldurinn sem nú geisar hefur haft mikil áhrif á daglegt líf og því mikilvægt að hlúa að andlegri vellíðan. Hér fyrir neðan er að finna nokkur góð ráð. Takmörkum fréttainntökuna Þó að gott sé að vera upplýstur um stöðu mála horfa margir á alla fréttatíma og fylgjast grannt með umræðunni á samfélagsmiðlum, en þar er mikið fjallað um veiruna og neikvæðar afleiðingar hennar. Til að koma í veg fyrir að vondar fréttir skapi vanlíðan og áhyggjur er gott að draga úr niðurdrepandi

fréttalestri þótt ekki væri nema tímabundið. Einnig er ráðlegt að sækja meira í jákvæðar fréttir og varast að láta faraldurinn yfirtaka öll samtöl. Samþykkjum það sem við höfum ekki stjórn á Að sleppa tökunum á því sem maður getur ekki stjórnað getur dregið verulega úr áhyggjum. Við getum sem dæmi ekki stjórnað því fullkomlega hvort við fáum kórónuveiruna, hversu lengi faraldurinn muni geisa eða hvort hann muni blossa upp aftur. Við stjórnum því heldur ekki hvernig aðrir hegða sér og hvort þeir fari eftir sóttvarnareglum í einu og öllu. Að einblína á það sem við getum stjórnað dregur úr áhyggjum og bætir líðan. „Þessir krefjandi tímar

eru bara tímabundnirog ég mun komast í gegnum þá“ Breytum þeim sögum sem við segjum Með því að breyta merkingu þess sem við segjum breytum við viðhorfi okkar gagnvart aðstæðunum sem við erum í. Í stað þess að hugsa „Þetta eru ógnvekjandi tímar“, er gott að 40

hugsa „Þessir krefjandi tímar eru bara tímabundnir og ég mun komast í gegnum þá“. Í stað þess að hugsa „Það verða engin jól“ er betra að hugsa „Það verður gaman að upplifa öðruvísi jól.“ Þegar við forðumst að dæma komumst við hjá því að merkja það sem við upplifum sem „gott“ eða „slæmt“. Hlutirnir einfaldlega eru og við göngumst við þeim eins og þeir eru. „Það er hollt að reyna að setja sig í spor annarra“ Setjum hlutina í samhengi Það er gott er að átta sig á því að við erum ekki ein á báti. Margir standa frammi fyrir stærri áskorunum en við sjálf og eru sem dæmi í áhættuhópi fyrir veirunni, hafa misst ástvini eða glíma við eftirköst. Sumir hafa misst vinnuna eða reksturinn


Jólablað 2020

sinn. Það er hollt að reyna að setja sig í spor annarra. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika megum við ekki gleyma því hversu lánsöm við erum að búa á Íslandi þar sem er gott heilbrigðiskerfi og öflug framvarðasveit sem stjórnar málum af festu. Við höfum líka alla burði til að vinna okkur út úr þessari kreppu. „Gerum eitthvað sem

fáum við meira af þeim. Ræktum félagsleg tengsl Rannsóknir í jákvæðri sálfræði hafa sýnt að nærandi og gefandi tengsl við aðra gefa lífinu innihald og hafa sterk jákvæð tengsl við hamingju og vellíðan. Undanfarna mánuði hafa verið töluverðar takmarkanir á félagslegum samskiptum, sem

veitir okkur orku og ánægju, hvort sem það er handverk, að prófa nýja uppskrift eða púsluspil„ Veljum athafnir okkar og fókus Við erum svo heppin að á hverju augnabliki getum við valið hvað við gerum og veitum athygli. Í stað þess að beina athyglinni að áhyggjum og vandamálum er gott að gera jákvæða hluti og einbeita sér að uppbyggilegum hlutum í lífinu, eins og t.d. samveru með fjölskyldunni, áhugamálum, hreyfingu úti í náttúrunni, lestri eða góðri tónlist. Gerum eitthvað sem veitir okkur orku og ánægju, hvort sem það er handverk, að prófa nýja uppskrift eða púsluspil. Þegar við veitum góðum hlutum athygli

félagsleg tengsl við vinnufélaga, vini og ættingja. Hlúum vel að okkur sjálfum Á þessum síðustu og verstu er mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér og falla ekki í óheilsusamlegt mynstur. Borða hollan og heilsusamlegan mat og stunda reglulega hreyfingu. Þegar við hreyfum okkur framleiðum við endorfín, serótónín og dópamín, sem eru taugaboðefni sem auka vellíðan og vinna gegn kvíða og þunglyndi. Gæðasvefn er okkur líka lífsnauðsynlegur til að halda bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Komum ró á hugann

eru auðvitað nauðsynlegar til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, en ekki eins góð fyrir andlega heilsu okkar. Þess vegna er mikilvægt að nota tæknina og gleyma ekki að rækta 41

Til að koma ró á hugann er gott að iðka núvitund, sem eykur vellíðan og kyrrð. Með því að færa athyglina markvisst að því sem er að gerast hér og nú náum við að draga úr áhyggjum og „hvað ef“ hugsunum. Sannleikurinn er sá að við höfum aðeins þetta augnablik. Lífið gerist í núinu. Hægjum því aðeins á okkur. Lærum að njóta í stað þess að þjóta. Svo má líka nefna hugleiðsluæfingar til að koma ró á hugann en þær er m.a.


Súgandi

„Hlátur hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfið og örvar blóðflæðið í líkamanum“

að finna í Lotus appinu og á síðu þarf ekki að vera stórt, það er okkar án þess að andrúmsloftið Núvitundarsetursins. hugurinn sem skiptir mestu máli. verði of spennuþrungið.

„Góðverkið þarf ekki að Höldum í húmorinn „Við getum stjórnað því vera stórt, það er hugurinn Læknisfræðilegar rannsóknir sýna hvernig við lifum lífinu sem skiptir mestu máli“ að hlátur á sinn þátt í því að frá degi til dags og berum styrkja ónæmiskerfið og draga ábyrgð á eigin vellíðan“

Gerum góðverk

Góðverk getur hvatt aðra til að láta gott af sér leiða. Þeir sem þiggja góðmennsku hafa nefnilega tilhneigingu til að vilja bera hana áfram. Þegar við sýnum gæsku og náungakærleik örvast vellíðanarog umbunarstöð heilans og gefur frá sér dópamín, sem er taugaboðefni sem framkallar ánægju og yljar hjartarótunum. Vellíðanartilfinningin er einnig afleiðing endorfína. Auk þess losar um oxýtósín, sem er hormón sem m.a. styrkir hjartað og eflir tilfinningabönd. Góðverkið

úr streitu. Þegar við hlæjum framleiðir líkaminn efni eins og dópamín sem hefur róandi áhrif og minnkar kvíða. Hlátur hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfið og örvar blóðflæðið í líkamanum. Hann bætir einnig minnið. Húmor og hlátur virka sem nokkurs konar ventill eða bjargráð sem losar um spennu og veitir útrás fyrir bældum tilfinningum. Húmorinn hjálpar okkur við að takast á við erfiðleika með því að skapa ákveðna fjarlægð. Hann gefur okkur færi á að tjá tilfinningar 42

Hver er sinnar gæfu smiður Geðlæknirinn Viktor E. Frankl, sem lifði af útrýmingarbúðir nasista, benti á það í bók sinni Leitinni að tilgangi lífsins að allt væri hægt að taka frá okkur nema eitt, frelsið til að velja viðhorf okkar. Við getum stjórnað því hvernig við lifum lífinu frá degi til dags og berum ábyrgð á eigin vellíðan. Hver er sinnar gæfusmiður. Ingrid Kuhlman


Jólablað 2020

Jólagjöfin er 66°Norður Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur á Instagram @66north

43


SĂşgandi

44


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.