Súgandi jólablað 2020

Page 10

Súgandi

Ljóðin hans pabba Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Á dögunum gaf Sigrún Edda Eðvarðsdóttir út ljóðabók eftir föður sinn sem ber heitið Ljóðin hans pabba. Bókin hefur að geyma ljóð og vísur eftir föður hennar Eðvarð Sturluson. Við ákváðum að heyra í Sigrúnu Eddu og forvitnast nánar um ljóðabókina. Það má segja að þessi bók sé búin að vera í vinnslu í einhvern tíma en svo kom heimsfaraldur og þá skapaðist óvænt rými til að sinna þessu vandasama verkefni. Við hjónin rekum okkar eigið fyrirtæki sem heitir Prentmiðlun. Við höfum frá árinu 2008 þjónustað íslenska sem erlenda bókaútgefendur stóra sem smáa en stór þáttur í okkar starfi er bókaprentun. Í hverri viku verðum við því vitni að þeim metnaði sem einkennir íslenska bókaútgefendur og það að fá að taka þátt í þeirri vinnu og sköpun er afskaplega gefandi.

Yrkir um fjörðinn, fólkið og hið daglega líf Ég hafði því alveg leitt hugann að því að gaman væri að geta varðveitt vísurnar hans pabba í fallegri og eigulegri bók enda af

nægu að taka. Ljóðin hans pabba er mjög persónuleg ljóðabók, líkt og titill og útlit hennar gefur til kynna. Það er ekki oft sem maður 10

sér slíkar ljóðabækur en þetta er klárlega bók sem geymir innsýn í líf og störf í litlum firði. Maður þarf ekki að vera Súgfirðingur til að geta notið hennar en ljóðabókin geymir á vissan hátt sögu fólksins og fjarðarins, sem og persónuleg hugðarefni pabba. Pabbi hefur aldrei legið yfir kveðskap, annað hvort kom þetta eða ekki. Hann hefur lengi verið þekktur fyrir að hugsa hratt og tala hratt og kasta þannig fram stöku við hin ýmsu tækifæri sjálfum sér, fjölskyldu, vinum og samferðafólki til skemmtunar. Skrítin tilhugsun að vera komin hinum megin við borðið Á síðustu árum hafa um 2-300 bókatitlar farið í gegnum okkar fyrirtæki að jafnaði á ári en það er skrítin tilhugsun að vera allt í einu með þessari bók, komin hinum megin við borðið sem útgefandi. Það að velja pappír, bókbandsefni, kjölkraga og


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.