Súgandi
Bygging landnámsskálans á áætlun Fornminjafélag Súgandafjarðar stóð í annað sinn fyrir námskeiði í klömbruhleðslu. Þátttakendur lærðu að meta mýrar til að stinga úr. En mikilvægt er að rótin sé góð og þykk. Ekki má vera mikill sandur í henni né leir eða grjót. Við höfum fengið að stinga úr
Stór hluti torfhleðslu er að stinga torfið rétt þannig að hallinn á skurðinum sé réttur og stærðin svipuð. Þannig leggist klambran vel og þéttist síðan þegar hún sígur. Með þessu fæst fallegt munstur í torfveggina sem oft er kallað fiskbeinamunstur.
mýri sem landeigendur í Botni Hleðslan er vandasöm og gæta eiga og er skammt frá mógröf frá verður að því að torfurnar liggi fyrri tíð. vel og leggist þétt að hver annarri. Ein röð er lögð í einu og 24
þegar hún er komin er klambran snyrt og fyllt upp inni í vegginn með afskurðinum og þjappað vel. Svo er lagður strengur þ.e. torf ofan á alla hleðsluna og síðan er næsta lag af klömbru lagt. Í skálanum eru næstum 200 klömbrur í hverri umferð eða lagi. Lögin verða sex og hver klambra vegur um 30 kíló svo þetta er svolítil vinna. Fjöldi tonna bara í veggjunum er um 36. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar staðið er að byggingaframkvæmdum með klömbru, m.a. hversu mikilvægt það var fyrir húsbyggingar fyrri alda að velja staðsetningu nálægt góðri mýri. Magnið sem þarf að flytja er gríðarlegt og því mikið unnið að hafa mýrina nálægt. Talið er að fyrstu skálarnir á Íslandi hafi verið hlaðnir með streng þ.e. ekki með hnausum líkt og klambran heldur þykkum