Jólablað 2020
Bókakynning
Skemmtiferð um heiminn á vængjum stærðfræðinnar
Þetta er skelfileg bók sem brýtur allar góðar hefðir. Virðulegar kennslubækur í stærðfræði eru venjulega torskildar, textinn samanbarinn og illskiljanlegur til þess að lesendur skilji sem minnst og fyrirlíti bókina. Þessi myndræna ferðabók brýtur þessar góðu reglur. Fallegar myndir prýða bókina og textinn með myndunum er einfaldur og auðskilinn. Bókin fjallar um fegurð náttúrunnar og snilldarverk arkitekta og hönnuða og sýnir að stærðfræðin er aldrei langt undan. Bókin kynnir notagildi stærðfræðinnar í listum, arkitektúr og fjarskiptum nútímans og einnig hið nána samband milli gömlu geómetríunnar og hinnar lifandi náttúru sem umlykur okkur. Sagt er frá tölvu- og upplýsingabyltingunni sem
Umhverfið og framtíðin Þessi bók fjallar um umhverfisvána og aðgerðir til að leysa vandann. Fín uppsláttarbók fyrir náttúruunnendur.
Bækurnar eru til sölu hjá Tölvu- og stærðfræðiþjónustunni. Pöntunarsími 5553620.
37
hefur breytt atvinnuháttum og samskiptum fólks. Höfundur hefur í mörg ár athugað spírala í náttúrunni og hvaða reikniformúlar eru þar á bak við. Ítalski stærðfræði- og náttúrufræðingurinn Fibonacci (1170-1240) ruddi brautina þegar hann útskýrði reglurnar sem blómin nota og talnaröðin hans 1,1,2,3,5,8.. og spírallinn frægi sem við hann er kenndur eru hrein snilld. Hugmyndir Fibonacci og gullna sniðið eru kjarni bókarinnar og verðugt umræðuefni yfir jólahátíðina.