Súgandi jólablað 2020

Page 4

Súgandi

Enginn litur er án ljóss Sigrún Edda Eðvarðsdóttir

Á fögrum degi í ágústmánuði var ég að erindast með föður mínum og rakst á konu eina sem ég kannaðist við. Þrátt fyrir grímur og fjarlægðarmörk var hún mér auðþekkjanleg. Á stundum sem þessum hef ég stundum velt því fyrir mér hvort hér hafi verið um tilviljun að ræða eða ekki. Kona þessi sem ég ætla að kynna hér fyrir ykkur heitir Valgerður og er dóttir Benedikts Gunnarssonar (1929-2018) sem við Súgfirðingar þekkjum mörg hver sem listamanninn sem hannaði fallegu glerlistaverkin sem prýða kirkjuna okkar á Suðureyri.

Benedikt föður hennar í húsi hans við Kastalagerði í Kópavogi þar sem við höfðum meðal annars á einum fundi okkar hitt fyrir eiginkonu hans og dóttur. Á þessum fundum okkar höfðum við meðal annars rætt um ástand glugganna í Suðureyrarkirkju sem orðið var slæmt og hvað hægt væri að gera í þeim efnum. Á þessum endurfundum okkar Valgerðar og pabba barst tal okkar fljótt að þeim endurbótum sem nú væru hafnar og unnið væri að á Suðureyrarkirkju. Það var engu líkara en við værum að ljúka þeim fundi sem hófst fyrir nokkrum árum síðan.

Í mínum huga var hér ekki um neina tilviljun að ræða. Við pabbi Til gamans ákvað ég að taka smá höfðum fyrir nokkrum árum viðtal við Valgerði sem orðin er síðan átt nokkra fundi með félagi í Súgfirðingafélaginu og 4

vona að þið hafið gaman af en ég vil nota tækifærið og þakka henni fyrir höfðinglega gjöf og hjálpsemi sem og öllum þeim sem lagt hafa sitt að mörkum við mikilvægar endurbætur sem nú standa yfir á Suðureyrarkirkju. Nú hefur þú gefið með myndarlegum hætti í söfnun til endurbóta Suðureyrarkirkju. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að gefa til kirkjunnar? „Mér þótti vænt um að heyra að endurbætur á Suðureyrarkirkju stæðu fyrir dyrum og að söfnun væri hafin til að kosta þær. Ég mátti því til með að gefa svolítið til söfnunarinnar. Gjöfin er til minningar um pabba minn, Súgfirðinginn Benedikt Gunnarsson listmálara, en hann er höfundur steindu glugganna


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.