Súgandi jólablað 2020

Page 8

Súgandi

Athafnakona og jólabarnið Árný Hrund Svavarsdóttir

Ég heiti Árný Hrund Svavarsdóttir og er fædd 4. desember 1967 og uppalinn í firðinum fagra. Allar rætur eru þar eins og maðurinn minn sagði fyrstu árin, „Hún er af báðum ættunum“. Hann skildi ekki alveg að allir voru frænkur mínar og frændur er hann kom fyrst í fjörðinn. Ég er dóttir hjónanna Reynhildar Bertu Friðbertsdóttur og

Svavars Friðbertssonar. Foreldrar mömmu voru Jóna Magg eða Jóna Reynhildur Magnúsdóttir og Berti G. eða Friðbert Guðmundsson. Foreldrar pabba voru Sjana í Botni eða Kristjana Guðrún Jónsdóttir og pabbi hans Friðbert í Botni eða Friðbert Pétursson. Ég er gift Ragnari Þór Ólafssyni og eigum við tvær dætur. Eldri dóttirin heitir Rakel Sif Ragnarsdóttir og er listfræðingur. Hún er gift Stefáni Magna Árnasyni sjúkraþjálfara og íþróttafræðingi og eiga þau tvö börn, Alexander Þór og Söru Dröfn. Yngri dóttir okkar heitir Elfa Dögg Ragnarsdóttir og er viðskiptafræðingur. Við fluttum á Hvolsvöll árið 1992 og Ragnar fór að vinna hjá Sláturfélagi Suðurlands sem hafði flutt á Hvolsvöll 1991 og vantaði rafvirkja. Ég var heima 8

með yngri stelpuna okkar litla fædda 1991 til að byrja með en fór svo líka að vinna hjá Sláturfélaginu á lagernum og var lagerstjóri um hríð. Síðan fór ég að vinna hjá fyrirtæki sem bauð upp á tryggingar, bóksölu og gjafavöru en lauk þar störfum á svipuðum tíma og Ragnar hætti í sinni vinnu hjá Sláturfélaginu. Við stofnuðum okkar eigið fyrirtæki árið 2000 og keyptum eigið atvinnuhúsnæði árið 2006 og frá því höfum við verið að vaxa og dafna. Við hjónin eigum og rekum Rafverkstæði Ragnars ehf sem er rafverktakafyrirtæki. Við erum með nokkra menn í vinnu og þjónustum um allt landið. Við sjáum um ýmis verkefni en fyrir utan almenna rafvirkjavinnu smíðum við flesta götuskápa fyrir Rarik um allt land. Einnig smíðum við fóðurkerfisstýringar (töflur) fyrir bændur og þjónustum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.