Eyðinýbýli á Fljóts- og Mývatnsheiðum

Page 1

EYÐINÝBÝLI Á FLJÓTS- OG MÝVATNSHEIÐUM Tekið saman af Ragnari Árnasyni


Eyðinýbýli á Fljóts- og Mývatnsheiðum

©Menningarmiðstöð Þingeyinga

Mynd á kápu: Stafnsholt - Kjartan Stefánsson Loftmyndir: Unnsteinn Ingason Aðrar myndir: Ljósmyndasafn Þingeyinga

Umbrot: Snorri Guðjón Sigurðsson

Öll réttindi áskilin.

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda.


Efnisyfirlit 1. 1.1 2.

Formáli....................................................................................................... 3 Skýringar við heimildarskrár Ragnars Árnasonar .................................. 4 Eyðinýbýli á Fljóts- og Mývatnsheiðum ..................................................... 5

2.1.

(Krák)Árbakki ......................................................................................... 6

2.2

Bjarna(r)staðir ..................................................................................... 40

2.3

Brennás ................................................................................................ 79

2.4

Einarsstaðasel .................................................................................... 109

2.5

Gafl .................................................................................................... 114

2.6

Grjótárgerði ....................................................................................... 119

2.7

Heiðarsel ............................................................................................ 153

2.8

Hrappstaðasel .................................................................................... 183

2.9

Hörgsdalur ......................................................................................... 218

2.10

Höskuldsstaðasel ............................................................................... 260

2.11

Jarlstaðasel ........................................................................................ 267

2.12

Laugasel ............................................................................................. 280

2.13

Narfastaðasel..................................................................................... 308

2.14

Skógarsel............................................................................................ 347

2.15

Stafnsholt........................................................................................... 398

2.16

Stórás ................................................................................................. 442

2.17

Víðasel ............................................................................................... 467

3.

Nafnaskrá............................................................................................... 490


1. Formáli Austan við Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu liggja grösugar heiðar, Fljótsheiði og Mývatnsheiði. Heiðarnar afmarkast að austan af Reykjadal og Mývatnssveit. Nokkur býli hafa verið á þessum heiðum frá fornu fari, en á 19. öldinni voru byggð þarna mörg nýbýli. Þetta tengdist fólksfjölgun í sveitunum á þessum tíma. Einnig var tíðarfar hagstætt um miðja 19. öldina og þá varð mögulegt að stunda búskap á stöðum sem kalla mætti jaðarsvæði. Í lok 19. aldar versnaði árferði og upp úr 1900 komu ný atvinnutækifæri í þorpum og kaupstöðum við sjávarsíðuna. Hnignaði þá byggðinni á Fljóts- og Mývatnsheiðum og nú, árið 2019, eru einungis örfá býli á þessum heiðum enn í byggð.

Ragnar Árnason (1926-2016), verkfræðingur, var fæddur í Skógarseli á Seljadal sem er austan til á Fljótsheiði. Eftir að Ragnar fór á eftirlaun, tók hann saman íbúaskrá fyrir heiðarbýlin á Fljóts- og Mývatnsheiðum. Ragnar lagði afar mikla vinnu í þessa skrá, einkum á árunum 1997 til 2009. Rit Ragnars greinir frá heimilisfólki á 17 býlum á heiðunum, svo og uppruna þess og afdrifum. Ragnar afhenti Þormóði Ásvaldssyni bónda á Ökrum í Reykjadal ritverk sitt og hugmyndin var sú að það yrði gefið út í einhverri mynd. Rit Ragnars geymir geysimiklar upplýsingar um byggðina á heiðunum. Mikilvægt er að sá fróðleikur verði aðgengilegur til frambúðar, bæði fyrir almenning og fræðimenn. Að vel athuguðu máli varð niðurstaðan sú að gefa rit Ragnars út sem vefrit á vegum Urðarbrunns – menningarfélags, í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga. Þar með er tryggt að hin mikla vinna Ragnars frá Skógarseli glatast ekki, heldur verður aðgengileg komandi kynslóðum.

Sverrir Haraldsson, kennari í Hólum í Reykjadal, las próförk þessa rits. Unnsteinn Ingason tók loftmyndir af eyðinýbýlunum. Snorri Guðjón Sigurðsson, héraðsskjalavörður Þingeyinga, setti ritið upp til birtingar og safnaði myndum í það. Eru þessum aðilum hér með færðar bestu þakkir fyrir sína vinnu.

Ingvar Teitsson


1.1 Skýringar við heimildarskrár Ragnars Árnasonar Viðfangsefni: Skrárnar taka nú (maí 2006) til fólks á 17 eyðinýbýlum. Sérstök skrá er fyrir hvert býli, þar að auki er ábúendaskrá, nafnaskrá og yfirlit. Efnisröðun: Raðað er eftir ábúendum og á að vera unnt að finna hvern íbúa hjá þeim ábúanda sem á bænum var er hann átti þar heima. Ábúendur: Hjá hverjum ábúanda er fyrst gerð grein fyrir ábúðar- eða búsetutíma hans, þar næst fyrir ábúendum sjálfum, uppruna og afdrifum. Börn ábúenda: Þar næst eru talin þau börn ábúenda, sem áttu heimili á bænum á ábúðartímanum. Skyldulið ábúenda: Þá kemur annað skyldfólk ábúenda, eða það fólk sem átt hefur heima á bænum vegna skyldleika, mægða eða annarra ættartengsla við ábúendur. Vandalausir: Að lokum kemur það fólk, sem átti heima á bænum án þess að vera tengt fjölskyldu ábúenda, þ. e. húsmennsku- eða vinnufólk, þurfamenn o. fl.; sem næst í tímaröð eftir byrjun heimilisfestu þess á bænum. Einstaklingar: Skýrsla um hvern mann er í meginatriðum þannig samsett, að fyrst er lýst dvalartíma, þ. e. hvenær hann kemur til dvalar á bænum og hvenær hann fer, að svo miklu leyti sem það er kunnugt. Þá er greint frá uppruna og æviferli. Er þá oft handahófskennt, hversu ítarlega er frá skýrt, og hversu auðvelt var að afla heimilda. Heimildir frá 20. öld eru að jafnaði síður aðgengilegar, hef ég enda lítið sinnt því að leita þær uppi. Ýmislegt: Þegar vitnað er beint í heimildir (skáletur), er reynt að hafa þann texta eins nærri því sem heimildin verður lesin, þó ekki takist það alltaf. Hafa ber í huga, að komma í tilvitnuðu máli þarf ekki að tákna kommu í textanum, heldur lóðrétta línu í dálkaskiptum bókum sem oftast er vitnað í, þ. e. manntöl og kirkjubækur. Fann ég ekki aðra heppilegri aðferð til að tákna dálkaskiptinguna.


2. Eyðinýbýli á Fljóts- og Mývatnsheiðum Nafn býlis (Krák)Árbakki Bjarnastaðir Brennás Einarsstaðasel Gafl Grjótárgerði Heiðarsel Hrappstaðasel Hörgsdalur Höskuldsstaðasel Jarlstaðasel Laugasel Narfastaðasel Skógarsel Stafnsholt (Víðirholt) Stórás Víðasel

Skammstöfun í nafnaskrá Árb. Bjarn. Brenn. Ein. Gafl Grjót. Heið. Hrapp. Hörg. Hösk. Jarl. Laug. Narf. Skóg. Stho. Stór. Víðas.

Fundnir

Fæddir

Dánir

123 140 120 6 7 124(127) 130 132 137 3 43 95 127 156(159) 120 75 58 1596(1602)

23 21 27(25)

10 9 15

19 24 20 41

10 7 5 15

9 23 21 23 16 12 6 285(283)

3 13 7 11 9 8 5 127

Fj. bls. í skrám 32 35 27 3 3 31 28 32 38 4 10 25 37 48 40 21 20 434

Fjöldi ára í byggð 65 95? 123 4 38 76 125 91 133 9 31 167? 104 147 105? 71 54


2.1.

(Krák)Árbakki


Býli þetta er jafnan nefnt Árbakki í skýrslum og skrám, þar til við manntalið 1890, þá er það skráð Krákárbakki, og raunar stundum áður í kirkjubók. Í manntalsþingsrétti á Skútustöðum hinn 20. maí 1843 segir í 7. lið: „Var lesin Lögfesta fyrir Skútustaða Landi og mótmælt af Baldursheims eiganda Illuga Hallgrímssyni. - “ [Þing. V. A., nr. 1, bl. 4]. Í framhaldi af því er hinn 16. júní 1843 settur aukahéraðsréttur í Baldursheimi, „hvar þá var fyrirtekið að útnefna Skoðunar- og álitsmenn til að álíta um rétt Landamerki og Landeign Jarðarinnar Baldursheims á móts við Skútustaða Land, [ ... ]“ [Þing. V. A. nr. 1, bl. 7 og 8]. Þessa er hér getið, þó óvíst sé að tengsl séu milli þessara réttarhalda og byggingar Árbakka sama ár. Hinn 11. júní 1845 fór fram skoðun og álitsgjörð „á því Landi sem framvegis heyra skal undir Nýbýlið Árbakka, eptir Beiðni Nýbyggjarans Jóns Björnssonar samastaðar, samt Proprietarii Helga Ásmundssonar á Skútustöðum til þess samkvæmt Amtsbréfi af 6ta December fyrra Árs, og Tilskipun af 15da Apríl 1776, að skoða tilgreina og takmarka það Land sem eptir nefndur Proprietarii Helga Ásmundssonar tilvísun eður hans Fullmektugs við Skoðunina Hreppstjóra Sgr. Jónasar Jónssonar, skal af Ábuanda Nýbýlisins brúkast mega undir það framvegis ( til (?)) yrkíngar.“ Er þar við áreiðina vísað í „[ ... ] þau Landamerki sem ákveðin vóru milli Baldursheims og Skútustaða Sellanda þann 16da Júní 1843.“ Þessi skoðunargjörð er hið merkasta plagg. Þar er lýsing gerðar- og álitsmanna á landinu, landamerki og mat þess („5H að Dýrleika.“) og landskuld „ af því greiðast skyldi með 3ia sauða virði í Peníngum eftir Smörs Árs Capítulataxta.“ . [Þing. V. A., nr. 1, bl. 43 og 44]. Í skoðunargjörðinni kemur ekki fram, hve lengi Jón Björnsson hefur þá þegar búið á Árbakka, en nokkuð öruggt má telja að hann hafi flutt þangað frá Arnarvatni eigi síðar en 1843, að Árbakka flytur þ. á. utansveitarfólk (Einar), sbr. og fæðingu Kristínar á Arnarvatni 18. des. 1842. Árbakka er ekki getið við húsvitjun í apríl og maí 1843.


Ábúendur 1843 - 1860: Jón Björnsson og Helga Jónsdóttir Jón og Helga koma frá Arnarvatni 1843 og búa á Árbakka þar til Jón deyr 15. júlí 1860. Helga er svo fyrir búi til 1861. Jón er gjaldandi þinggjalda fyrir Árbakka í manntalsbók 1844-1860, en þar er einnig getið Guðmundar Jónssonar 1847 á skrá yfir búlausa og Þuríðar Hansdóttur 1848. Þá er Jóhannes Jóhannesson, tengdasonur þeirra hjóna, skráður 1854-1861, ýmist á skrá yfir vinnuhjú, húsfólk, „Húsfólk tíundandi“ eða búlausa. Einnig er Steinvör Helgadóttir á skrá yfir „Húsfólk tíundandi“ 1855. Jón var fædddur 18. okt. 1810 í Bakkaseli í Fnjóskadal [ÆÞ. I, bls. 385], voru foreldrar hans Björn Guðmundsson og Sigríður Jónsdóttir og eru þau á manntali í Bakkaseli 1816. Sigríður andaðist 3.jan.1829 „gift kone á Backaseli, 46,“ [Kb. Ill.] og er Björn sagður fara ásamt dóttur sinni 1831 „57, Ekkill frá Backaseli að Einarsstöðum [Kb. Ill.], en er bókaður inn í Einarsstaðasókn 1832 ásamt Jóni og Helgu. Jón kemur 1825 „15, vinnupiltur, frá Backaseli í Fnjóskadal, að Gautlöndum“ [Kb. Mýv.]. (Hann kemur 1828 „ , 30, vinnumaður frá Eirarlandi í Hrafnagilssókn að Stórulaugum“ [Kb. Ein.], en þar sem aldurinn er ekki réttur, gæti hér verið um annan Jón Björnsson að ræða.). Helga var fædd 25. ágúst 1804 og voru foreldrar hennar Jón Marteinsson og Helga Jónsdóttir [Kb. Mýv.], sem þá bjuggu í Garði við Mývatn. Hún er með foreldrum á manntali í Garði 1816. Jón og Helga koma 1832 að Einarsstöðum „hjón, hann frá Vöglum í Fnjóskadal en hún frá Garði við Mývatn“ [Kb. Ein.]; voru þau gefin saman 14. maí 1832, hann „frá Einarsstöðum 22 ára að aldre“, hún „frá Garði 28 ára gömul“ [Kb. Mýv.]. Þau eru í Stafni við manntalið 1835 ásamt tveim dætrum og Birni föður Jóns og dóttur hans, en flytja 1837 að Arnarvatni [Kb. Ein.] þar sem þau eru á manntali 1840 (nema Björn, sem andaðist þar 2. nóv. 1838); er Jón húsbóndi á 2. býli, ásamt tveim dætrum, og eru tvær systur Jóns vinnukonur hjá þeim. Auk þeirra dætra sem taldar eru hér á eftir, eignuðust þau Jón og Helga dótturina Guðbjörgu, f. í Stafni 28. ágúst 1834 [Kb. Ein.], d. á Arnarvatni 5. sept. 1839 „ , barn frá Arnarvatni, á 6ta ári“ [Kb. Mýv.]. Jón dó 15. júlí 1860 „Bóndi frá Árbakka, 50, Brjóstveiki og tak“ [Kb. Skút.]. Við manntalið um haustið er ekkjan fyrir búi, einnig á manntalsþingi 1861. Helga fer 1861 „ , 57, ekkja, frá Árbakka að Steinkirkju“ [Kb. Mýv.]. Þar giftist hún Guðlaugi Eiríkssyni og er með honum á manntali á Steinkirkju 1880 „ , 76, G, kona hans,“. Dó 9. mars 1885 „seinni kona Guðlaugs Eyríkssonar á Steinkirkju fyrrum bónda þar, 79, langvarandi lungnabólgu“ [Kb. Hálsprk.]. Sjá einnig [ÆÞ. II, bls. 128].


1860 - 1861: Helga Jónsdóttir Eins og áður segir, er Helga fyrir búi á manntalsþingi 1861, Jóhannes tengdasonur hennar er þá á skrá yfir búlausa. Tengdasynir hennar eru gjaldendur fyrir Árbakka á manntalsþingi 1862.

Börn Jóns og Helgu á Árbakka 1843 - 1861: Sigríður Jónsdóttir kemur líklega með foreldrum að Árbakka 1843. Hún er með þeim þar á manntali 1845 og 1850. Giftist Jóhannes Jóhannessyni 6. okt 1851 [Kb. Mýv.]. og er með honum á manntali á Árbakka 1855 og 1860, sjá síðar. Sigríður var fædd 15. júlí 1833 á Einarsstöðum, þar sem foreldrar hennar eru þá „hjón búandi“ [Kb. Ein.]. Hún er með þeim á manntali í Stafni 1835 og á Arnarvatni 1840. Sigurborg Jónsdóttir (eldri) kemur líklega með foreldrum að Árbakka 1843. Dó þar 6. júlí 1844 „ , barn frá Árbakka, á 6ta ári“ [Kb. Mýv.]. Sigurborg var fædd 16. mars 1839, voru foreldrar hennar þá „hión á Arnarvatni“ [Kb. Mýv.] og er hún þar með þeim á manntali 1840. Kristín Jónsdóttir kemur líklega 1843 með foreldrum sínum að Árbakka. Hún er þar með þeim á manntali 1845, 1850 og 1855 og deyr þar 2. júní 1859 „bóndadóttir frá Árbakka, á 17. ári, dáin af barna- eður andarteppuveiki“ [Kb. Mýv.]. Kristín var fædd 18. des. 1842 á Arnarvatni [Kb. Mýv.]. Sigurborg Jónsdóttir (yngri) var fædd 3. okt. 1844 á Árbakka [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1845, 1850 og 1855. Sigurborg giftist 15. apríl 1861 Sigurði Eiríkssyni [Kb. Mýv.] og bjuggu þau á Árbakka 18611863, sjá um þau hér á eftir.

Annað skyldulið Jóns og Helgu á Árbakka 1843-1861: Jóhannes Jóhannesson, tengdasonur Jóns og Helgu, kemur líklega 1851 að Árbakka (hann er þar ekki á manntali 1850), kvænist þar 6. okt. 1851 „frá Árbakka 22 ára“ Sigríði Jónsdóttur „frá sama bæ, 18 ára“ [Kb. Mýv.]. Jóhannes og Sigríður eru á manntali á Árbakka 1855 og 1860, í síðara skiptið er Jóhannes sagður húsmaður. Jóhannes og Sigríður taka við búi á Árbakka 1861 og verður gerð nánari grein fyrir þeim hér á eftir, svo og börnum þeirra, Guðrúnu, Birni, Helgu Þuríði og Jóni, sem fædd eru á 6. áratugnum. Aðalbjörg Jónsdóttir, systir Helgu húsfreyju, kemur fyrst 1848 „42, vinnukona,“ frá Bjarnastöðum að Árbakka [Kb. Lund.], ([Kb. Mýv.] segir „36, vinnukona“ sem er nær lagi) og að nýju 1852 „41, vinnukona frá Víðirkeri að Árbakka“ [Kb. Mýv.], aftur 1854 „45, vinnukona,“ frá Víðirkeri að Árbakka [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 „ , 44, Ó, vinnukona,“ og fer þaðan 1857 að Steinkirkju [Kb. Mýv.] og enn 1861 „ , 49, vinnukona, Frá Víðirkéri að Árbakka“ [Kb. Lund.]. Aðalbjörg var fædd 10. des. 1811, dóttir hjónanna Jóns Marteinssonar og Helgu Jónsdóttur í Garði [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum á manntali þar 1816, 1835 og 1845, en fer þaðan 1846 að Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Mýv.]. Hún er 1850 á manntali í Víðirkeri og aftur 1860, þá „ , 49, Ó, vinnukona,“.


Vandalausir á búum Jóns og Helgu á Árbakka 1843-1861: Einar Jónsson kemur 1843 „ , 20, vinnumaður, frá Skriðulandi að Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hann fer 1845 „ , 25, vinnumaður, frá Árbakka að Vatnsenda“ [Kb. Mýv.]. Einar var fæddur 6. júlí 1823 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Margrét Jónsdóttir „hjón búandi á Brúnastöðum“ [Kb. Múl.] (þ.e. Kraunastöðum?). Hann er með foreldrum sínum á manntali í Skriðulandi 1835 og 1840. Við manntalið 1845 er hann „ , 23, Ó, vinnumaður,“ á Vatnsenda. Sjá um Einar í [ÆÞ. VII, bls. 189]. Sigurlaug Andrésdóttir er á Árbakka við húsvitjun í apríl og maí 1845 „vinnuk. 36“ [Sál. Mýv.] ásamt dóttur sinni hér næst á eftir. Þær eru ekki þar á manntali um haustið. Sigurlaug var skírð 9. nóv. 1807 [Kb. Helgast.prk.], hún var dóttir Andrésar Guðmundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur konu hans, sem var dóttir Jóns Sigurðssonar á Breiðumýri. Þau bjuggu í Máskoti við mikla ómegð. Andrés varð úti 1824. Sigurlaug er á manntali með foreldrum sínum og fjórum systkinum í Máskoti 1816 „ , þeirra barn, 9,“. Hún er á manntali á Gautlöndum 1840, en Hólmfríði dóttur hennar finn ég ekki þá. Virðist Sigurlaug vera þar enn við húsvitjun í apríl og maí 1843 [Sál. Mýv.]. Sjá hér neðar hjá Hólmfríði dóttur hennar um ýmsa dvalarstaði í Mývatnssveit 1845-1850. Hún kemur 1854 ásamt Hólmfríði „ , frá Nýabæ að Mývatni“ [Kb. Skinn.] og er á Geiteyjarströnd „ , 47, Ó, vinnukona,“ við manntalið 1855. Sigurlaug deyr 31. okt. 1871 „ , vinnukona frá Heiðarseli, 64“ [Kb. Lund.]. Hólmfríður Hinriksdóttir, dóttir Sigurlaugar hér næst á undan, er með henni á Árbakka við húsvitjun í apríl og maí 1845 „hennar barn, 5“ [Sál. Mýv.], en er ekki þar á manntali um haustið. Hólmfríður var fædd 3. sept. 1840 og voru foreldrar hennar „Hinrik Hinrikss: giptur bóndi og Sigurlög Andrésdóttir ógipt“ [Kb. Skút.]; fæðingarstaðar er ekki getið. Hún finnst ekki á manntalinu 1840, en móðir hennar er þá á Gautlöndum. Við húsvitjun í apríl og maí 1843 er á Geiteyjarströnd Hólmfríður „tökubarn, 3“ [Sál. Mýv.]. Við manntalið 1845 er Hólmfríður með móður sinni í Garði í Mývatnssveit „ , 6, Ó, hennar barn,“ og 1850 í Vogum. Við manntalið 1855 er Hólmfríður „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Grænavatni, en 1860 á Grímsstöðum við Mývatn. Hólmfríður giftist Sigurði Jónssyni frá Lundarbrekku 23. júní 1863, þá bæði í Ytrineslöndum [Kb. Mýv.]. Þau bjuggu víða eða voru í húsmennsku, eru á manntali í Hriflu 1880, en flytja frá Hjalla að Brimnesi á Langanesi 1888 [Kb. Ein.] og eru á manntali í Hlíð í Sauðanessókn 1890, þá með þrem börnum. Guðjón Pálsson kemur líklega að Árbakka 1845, hann er þar á manntali 1845 „ , 36, Ó, vinnumaður,“ en ekki er hann þar við húsvitjun í apríl og maí það ár. Við húsvitjun í apríl og maí 1843 er í Garði Guðjón „ , vinnumaður, 34“ og á Gautlöndum í apríl og maí 1847 er Guðjón „ , vinnumaður, 36“ [Sál. Mýv.]. Guðjón var fæddur um 1809 í Brúnagerði, sonur hjónanna Páls Guðmundssonar og Sigríðar Markúsdóttur, og er hann með þeim og 8 systkinum á manntali þar 1816 „þeirra barn, 7,“. Hann er þar einnig á manntali 1835, en 1840 er hann á manntali á Sveinsströnd og 1850 í Baldursheimi. Guðjón fer 1851 frá Baldursheimi að Breiðumýri og er hann þar á manntali 1855 „ , 45, G, bóndi,“ og var kona hans Þórunn Benjamínsdóttir „ , 42, G, kona hans,“. Þau eru vinnuhjú á Breiðumýri við manntalið 1860. Guðjón deyr 29. júní 1870 „giftur bóndi á Breiðumýri, 60 ára, Brjósterfiði“ [Kb. Ein.].


Guðrún Jónsdóttir kemur 1845 „ , 44, vinnukona, frá Fagranesi að Árbakka“ [Kb. Mýv.] ásamt syni sínum og er þar á manntali 1845 „ , 44, Ó, vinnukona,“. Hún fer þaðan 1846 að Víðirkeri [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.]. Guðrún var fædd 26. mars ([Laxd. bls. 64] segir júlí) 1802 og voru foreldrar hennar Jón Einarsson og f. k. h. Bergþóra Guðmundsdóttir í Víðirkeri [Kb. Lund]. Hún er með foreldrum og sex yngri systkinum á manntali á Hamri 1816. Faðir hennar er þar ekkill við manntalið 1835, deyr 6. febr. 1842 [Laxd. bls. 63]. Guðrún er á manntali á Hrauni 1840 „, 39, Ó, ráðskona“. Hún fer 1842 frá Ystahvammi að Grímshúsum [Kb. Múl.]. Guðrún er með Jóni syni sínum á manntali í Presthvammi 1850 „ , 48, Ó, húskona,“ og 1855 í Garði í Aðaldal „ , 54, Ó, niðursetningur,“. Deyr 22. okt. 1859 „ , hreppsómagi, 57 ára, Umgangs „blóðsótt“ ásamt langvarandi brjóstveiki varð dauðamein hennar.“ [Kb. Grenj.]. Heimilsfang hinnar látnu er ekki tilgreint. Sjá um hana og foreldra í [Laxd. bls. 63-64]. Guðrún var alsystir Einars í Glaumbæjarseli, föður Sigvalda á Fljótsbakka. Með Guðrúnu kemur að Árbakka sonur hennar Jón Kristjánsson, sem kemur með móður sinni, sjá hér næst á undan, að Árbakka 1845 og er þar á manntali þ. á. „ , 5, Ó, hennar son,“. Hann fer með móður sinni 1846 að Víðirkeri. Jón var fæddur 1. nóv. 1840, voru foreldrar hans „Kristján Sigmundarson eckiumaður á Hrauni og Ráðsstúlka hans Guðrún Jónsd: ógift sama staðar“ [Kb. Grenj.] og eru þau öll þrjú á manntali þar daginn eftir. Jón er með móður sinni á manntali í Presthvammi 1850 „ , 10, Ó, sonur hennar,“. Jón er á manntali á Hofstöðum 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ og fer þaðan árið eftir að Daðastöðum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]. Hann virðist koma aftur 1862 „ , 21, vinnumaður, frá Daðastöðum að Árbakka“ og fer þaðan 1864 „ , 23, vinnum., Árbakka austur“ [Kb. Skút.], sjá síðar í búskapartíð Jóhannesar og Sigurðar. Guðmundur Jónsson kemur líklega að Árbakka 1846, hann eignast þar dótturina Guðbjörgu 26. Júní þ. á., en er á manntali á Litluströnd 1845 „ , 27, G, vinnumaður,“. Hann er á Árbakka við húsvitjun í apríl og maí 1847 en ekki í fólkstölu í apríl og maí 1848 [Sál. Mýv.]. Guðmundur var fæddur 29. júní 1819 í Miðvíkurseli í Laufássókn, sonur Jóns Árnasonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sjá [ÆÞ. V, bls. 217]. Guðmundur kvæntist 27. sept. 1845, þá vinnumaður á Litluströnd 27 ára, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, sjá hér næst á eftir. Ingibjörg Guðmundsdóttir, kona Guðmundar hér næst á undan, kemur líklega með honum að Árbakka 1846 og eignast þar dótturina Guðbjörgu. Þau hjónin virðast fara frá Árbakka 1847, sjá að ofan hjá Guðmundi. Ingibjörg var fædd 4. febr. 1828 og voru foreldrar hennar Guðmundur Pálsson (frá Brúnagerði) og Rósa Jósafatsdóttir, sem þá voru „gift vinnuhjú á Lundi“ [Kb. Hálss.]. Ingibjörg giftist Guðmundi hér næst á undan 27. sept. 1845 „á sama bæ 18 ára“, þ. e. Litluströnd. Guðbjörg Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar og Ingibjargar hér næst á undan, var fædd á Árbakka 26. júní 1846 [Kb. Skút.], eru foreldrar hennar þá sögð „hjón á Árbakka“. Guðbjörg er á manntali í Vallakoti með foreldrum og systkinum 1860 „ , 15, Ó, þeirra barn,“. Hún fer 1862 „ , 16, léttastúlka,“ frá Geirastöðum að Víðirkeri [Kb. Skút.], [Kb. Lund.] og kemur 1864 „ , 18, vinnukona,“ frá Stórutungu að Grænavatni [Kb. Mýv.]. Fer 1865 „ , 19, vinnukona, frá Grænavatni að Narfastaðaseli“ [Kb. Mýv.] en ekki finn ég þeirra flutninga getið í [Kb. Ein.]. Hún fer 1866 frá Narfastaðaseli að Fossseli [Kb. Helg.]. Guðbjörg giftist 3. okt. 1866 Árna Kristjánssyni, sem þá er „ungur maður áður ókvæntur í Fosseli 31 ára gamall vinnumaður“ [Kb. Helg.]. Þau


eru víða í Reykjadal í hús- eða vinnumennsku, en flytja frá Litlulaugum að Miðhvammi 1879 [Kb. Ein.] og eru þar á manntali 1880. Árni dó á Hólkoti 24. júlí 1890, en Guðbjörg fór til Vesturheims frá Efrihólum 1903 ásamt þrem börnum [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 30. ágúst 1916 [ÆÞ. V, bls. 218]. Þuríður Hansdóttir kemur að Árbakka 1847, hún er þar í fólkstölu í apríl og maí 1848 „ , vinnukona, 30“ [Sál. Mýv.] og fer 1848 „ , 30 , Eckia,“ frá Árbakka að Víðirkeri [Kb. Mýv.]. Þuríðar er getið á Árbakka í manntalsbók þinggjalda 1848 á skrá yfir búlausa. Þuríður var fædd 23. apríl 1818 og voru foreldrar hennar Hans Þorsteinsson og Jórunn Halldórsdóttir „hion búandi á Syðre Neslöndum“ [Kb. Reykj.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1835, en 1840 er hún vinnukona á Grænavatni. Þuríður giftist 13. okt. 1845 Jóhanni Hallssyni [Kb. Mýv.], þá bæði á Grænavatni og þar á manntali þ. á. Hann andaðist 15. jan. 1847 [Kb. Reykj.]. Hún giftist aftur 6. ágúst 1848 Þorkeli Vernharðssyni í Víðirkeri [Kb. Lund.] og er þar með honum á manntali 1850 og 1860. Andlát hennar finn ég ekki í [Kb. Lund.] né [Kb. Mýv.], en við manntalið 1880 er Þorkell ekkill. Sjá um Þuríði í [ÆÞ. I, bls. 400], þar er þó missagt að Jón í Víðirkeri hafi verið sonur Þuríðar, hann var sonur fyrri konu Þorkels. Ólafur Ólafsson kemur 1847 „ , 30, vinnumaður, frá Bjarnastöðum að Árbakka“ og fer 1848 „ , 30, vinnumaður, frá Árbacka að Fossvöllum“ [Kb. Mýv.]. Ólafur var fæddur 16. júní 1816 og voru foreldrar hans „Ólafur Mattiasson Guðrún Hallsdóttir bæði ógift“ [Kb. Myrkárs.] og er ekki getið neins heimilisfangs. Við manntalið 1816 er Ólafur Matthíasson „ , þeirra barn, 24,“ elsta barn hjóna í Flögu og Guðrún Hallsdóttir er „ , vinnukona, 36,“ í Búðarnesi; er líklegt að hann sé sonur þeirra. Guðrún Hallsdóttir fer 1821 „ , 40, vinnukona frá Þúfnavöllum að Þríhyrningi“ [Kb. Myrkárs.], en ekki er Ólafs þar getið. Ólafur fer 1840 „ , 23, vinnumaður, frá Sigluvík að Bjarnast. í Bárðardal innan Lundarbrekkusóknar“ [Kb. Svalb.], en ekki finnst hann innkominn í Svalbarðssókn né á manntali 1835. Hann er á manntali á Bjarnastöðum í Bárðardal 1840, fer þaðan að Sörlastöðum 1842 og kemur aftur að Bjarnastöðum 1843, þar sem hann er á manntali 1845 „ , 28, Ó, vinnumaður,“. Ólafur er á manntali á Fossvöllum 1850 „ , 32, Ó, vinnumaður,“ en ekki finn ég hann þar í sókn við manntalið 1855. Guðni Jónsson kemur 1847 „ , 13, léttapiltur frá Výðum að Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850 „ , 14, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1860 „ , 25, vinnumaður“ frá Árbakka að Bjarnastöðum í B. [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.], en ekki var hann samfellt á Árbakka þar á milli, því hann er vinnumaður í Reykjahlíð við manntalið 1855. Guðni var fæddur í Víðum 26. febr. 1836 [Kb. Ein.], sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur. Kona Guðna var Þuríður Aradóttir og bjuggu þau hjón eða voru í húsmennsku víða, m. a. í Grjótárgerði, Heiðarseli, Hóli í Kinn og á Hjalla. Guðni dó í Narfastaðaseli hjá börnum sínum 13. ágúst 1919 [Kb. Grenj.]. Björn Björnsson kemur 1848 „ , 24, vinnumaðr frá Hrappst. í Kinn að Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850. Hann er 1855 á manntali á Grænavatni „ , 31, G, vinnumaður,“. Björn var fæddur 18. apríl 1825 og voru foreldrar hans Björn Buch og Þorbjörg Bergþórsdóttir „búandi hion á Garðshorni“ [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Ytrileikskálaá 1835 og 1840 á Hóli, þar er hann einnig „ , 21, Ó, vinnumaður,“ við manntalið 1845. Björn kvæntist Guðrúnu barnsmóður sinni 14. okt. 1850


[Kb. Skút.], sjá hér næst á eftir. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 244256] og í kafla um Bjarnastaði, þar sem hann bjó yfir 20 ár. Guðrún Þorkelsdóttir kemur 1848 frá Hrappstöðum í Kinn að Garði, en er á manntali á Árbakka 1850 „ , 21, Ó, vinnukona,“. Giftist Birni barnsföður sínum hér næst á undan 14. okt. 1850 [Kb. Skút.]. Hún deyr þar 6. júní 1851 „ , kona frá Árbakka, 21, lángvinn höfuðpína“ [Kb. Skút.]. Í manntölum er Guðrún sögð fædd í Helgastaðasókn, en ekki hef ég getað fundið fæðingu hennar þar, né í nágrannasóknum; veit því engin deili á föður hennar. Hún mun vera fædd um 1829 og er á manntali ásamt móður sinni Hallfríði Magnúsdóttur og foreldrum hennar á Hólkoti 1835 „ , 5, Ó, hennar dóttir“. Þar er hún líka 1840 „ , 11, Ó, dóttir konu,“ er móðir hennar þá gift Kristjáni Sigurðssyni. Þar er þá líka til heimilis Briet Rafnsdóttir, móðir Hallfríðar, er tekið fram að hún sé jarðareigandi. Guðrún fer 1844 með móður sinni og stjúpa frá Hólkoti að Hrappstöðum í Kinn, þar sem hún er með þeim á manntali árið eftir „ , 16, Ó, dóttir hennar“. Sigurjón Björnsson, sonur Björns Björnssonar og Guðrúnar Þorkelsdóttur hér næst á undan, kemur líklega með móður sinni frá Garði að Árbakka, hann er þar með henni á manntali 1850. Fer á eftir móðurömmu sinni ofan í Reykjadal 1851. Sigurjón kemur aftur að Árbakka 1869 og enn 1882, þegar hann er bóndi þar eitt ár, sjá um hann síðar, einnig í kafla um Víðasel. Sigurjón var fæddur í Garði 5. júní 1848, voru foreldrar hans þá ógift. Helga Bergsdóttir kemur 1853 „ , 45, vinnukona, Frá Sandvík að Árbakka“ [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.], ásamt dóttur sinni hér næst á eftir. Hún er á manntali á Árbakka 1855 „ , 48, Ó, vinuukona,“. Óvíst er hve lengi þær mæðgur eru þar, en þær eru á manntali í Garði 1860. Í manntölum er Helga sögð fædd í Möðruvallasókn, en fæðingaskrár frá þeim tíma eru ekki tiltækar. Við manntalið 1816 er Helga með foreldrum sínum, Bergi Flóventssyni og Guðfinnu Þorkelsdóttur, á Syðra Gili í Hrafnagilssókn „ , þeirra barn, 10,“ en ekki er getið um fæðingarstað. Við manntalið 1835 er Helga „ , 29, Ó, vinnukona,“ í Munkaþverárklaustri. Helga eignast 11. jan. 1839, þá í Ystuvík, dótturina Guðbjörgu með Grími Grímssyni. Þær mæðgur flytja úr Laufássókn þ. á. og eru sagðar flytja að Breiðumýri, en í [Kb. Ein.] er einungis Helgu getið sem innkominnar að Breiðumýri, virðist ganga í baksi með að finna þeim húsaskjól. Helga er á manntali á Stórulaugum 1840 en fer þaðan að Höskuldsstöðum 1841 [Kb. Ein.], [Kb. Helg.], þaðan sem hún fer ásamt dóttur sinni 1844 „ , 36, húskona,“ [Kb. Helg.], en ekki er læsilegt hvert þær fara. En 1845 fara þær frá Grímshúsum að Bergstöðum [Kb. Múl.] þar sem þær eru á manntali 1845. Helga er á manntali 1850 á Hléskógum „ , 43, Ó, vinnukona,“ ásamt dóttur sinni, en þær fara það ár að Svartárkoti [Kb. Lund.]. Eins og áður er getið er Helga á manntali í Garði 1860 ásamt dóttur sinni og tengdasyni og fer með þeim þaðan 1863 „ , 56, móðir konu“ frá „Garði að Fjöllum norðr“ [Kb. Skút.]. Hún flytur með dóttur sinni og tengdasyni 1865 að Hrauni í Aðaldal [Kb. Garðss.], en ekki er kunnugt hvort hún var lengi hjá þeim. Hún er á manntali í Grímshúsum 1880 „ , 71, Ó, húskona,“. Í [Vfskrá] er Helga sögð fara 1883 frá Víðaseli til Vesturheims, sögð „vinnukona, 65“, aldur fjarri lagi. En nafnið er ekki algengt, svo vafasamt er að rengja það. En engin tengsl sýnist fullyrðingin um Víðasel hafa við kirkjubækur. En dóttir hennar og tengdasonur voru farin til Vesturheims fjórum árum áður. Guðbjörg Grímsdóttir, dóttir Helgu hér næst á undan, kemur með henni frá Sandvík að Árbakka 1853 „ , 14, dóttir hennar, [Kb. Lund] ([Kb. Mýv.] segir


„ , 15,“) og er með henni þar á manntali 1855 „ , 17, Ó, dóttir hennar,“. Guðbjörg var fædd 11. jan. 1839 og voru foreldrar hennar „Grímur Grímsson vinnumaður af Hringsdal og Helga Bergsdóttir vinnukona af ÿstuvík“ [Kb. Lauf.]. Hún fer með móður sinni úr Laufássókn 9 vikna og eru þær í [Kb. Lauf.] sagðar fara að Breiðumýri, en Guðbjörg er í [Kb. Múl.] sögð koma 1839 „ , 1ta, tökubarn, frá Grenivík að Skriðulandi“ og er hún þar á manntali 1840 „ , 2, Ó, tökubarn“. Hún fer þaðan 1841 til móður sinnar að Höskuldsstöðum [Kb. Helg.] og virðast þær mæðgur vera samferða næstu árin, sjá hér næst á undan hjá Helgu. Guðbjörg er á manntali í Garði 1860 „ , 22, Ó, vinnukona,“. Hún giftist 30. sept. 1862 Einari Einarssyni „frá Garði, 28 ára“ [Kb. Skút.] og flytja þau 1863 frá „Garði að Fjöllum norður“ [Kb. Skút.]. Þau fara 1865 frá Fjöllum að Hrauni í Aðaldal [Kb.Garðss.]. Guðbjörg og Einar fara til Vesturheims frá Klömbrum 1879 ásamt sex börnum [Vfskrá]. Hólmfríður Hinriksdóttir kemur aftur 1854 „ , 14, léttastúlka, frá Nyabæ að Arbakka“ [Kb. Mýv.]. Fer líklega 1855 að Grænavatni, þar er hún á manntali 1855. Hólmfríður var fædd 3. sept. 1840. Sjá um hana hér nokkru ofar. Jón Sigurðsson fer 1855 „ , 32, giptur frá Árbakka iní Eyjafjörð“ ásamt fjölskyldu sinni [Kb. Mýv.]. Jón og Steinunn eru „gipt vinnuhjú á Sveinsströnd“ við fæðingu Helgu dóttur þeirra 3. maí 1854, hafa því líklega komið þ. á. að Árbakka. Jón var fæddur 22. des. 1823 og voru foreldrar hans Sigurður Sigmundsson (úr Mývatnssveit) og Sigurlaug Jónsdóttir „ógiftar Persónur á Lundi“ [Kb. Hálss.]. Hann fer þaðan með foreldrum sínum 1824 að Kaupangi [Kb. Kaup.] og þaðan árið eftir að Rifkelsstöðum [Kb. Munk.], þar sem hann er á manntali með foreldrum 1835. Jón er enn með þeim á manntali á Rifkelsstöðum 1850 „ , 26, Ó, sonur þeirra, vinnum.,“. Hann kemur 1852, vinnumaður, frá „Hripkélsstöðum að Grænavatni“ [Kb. Reykj.], ásamt Steinvöru hér næst á eftir og eru þau gefin saman 24. sept. þ. á. [Kb. Reykj.]. Jón er á manntali í Sigtúnum í Munkaþverárklaustursókn 1855 ásamt Steinvöru og tveim börnum þeirra. Þau flytja þaðan 1856 að Rútstöðum, er einnig tveggja barna getið í [Kb. Munk.] en þriggja í [Kb. Grund.]. Þau fara 1857 „frá Rúgstöðm að Stórhóli“ [Kb. Grund.], en ekki er þar getið barna. Stórhól finn ég ekki í bæjarnafnaskrá. Steinvör Helgadóttir, kona Jóns hér næst á undan, kemur líklega með honum frá Sveinsströnd að Árbakka 1854 og fer með honum 1855 „ , 24, kona hs,“ frá Árbakka. [Kb. Mýv.]. Steinvarar er getið á Árbakka í manntalsbók þiggjalda 1855 á skrá yfir „Húsfólk tíundandi“. Steinvör var fædd 7. mars 1831, dóttir Helga Ásmundssonar á Skútustöðum og 3. k. h. Helgu Sigmundsdóttur [Skú. bls. 163], [Kb. Skút.] og er á manntali með þeim þar 1850 „ , 19, Ó, barn þeirra,“. Hún fer 1851 „ , 20, til giptingar, frá Litluströnd að Rifkelsstöðum“ [Kb. Skút.] og kemur þaðan 1852 „ , 21, vinnukona,“ að Grænavatni og giftist Jóni þar 24. sept. 1852 [Kb. Reykj.]. Steinvör er á manntali í Sigtúnum 1855 með Jóni og tveim börnum þeirra og fer með þeim að Rútstöðum og Stórhóli, sjá hér næst á undan hjá Jóni. Steinvör kemur 1858 „ , 27, vinnukona, frá Espihóli að Arnarvatni“ [Kb. Skút.] ásamt Birni syni sínum. Hún er á manntali á Stöng 1860 „ , 30, G, vinnukona,“. Steinvör andaðist 30. sept. 1862 „gipt kona frá frá Stöng, 32, ákafleg gigt“ [Kb. Skút.]. Björn Jónsson, sonur Jóns og Steinvarar hér næst á undan, kemur líklega með þeim að Árbakka 1854 og fer með þeim 1855 „ , 3, Börn þrra“ frá Árbakka [Kb. Mýv.]. Björn var fæddur 25. nóv. 1852 [Skú. bls. 163], [Kb. Reykj.]. Hann er með foreldrum á manntali í Sigtúnum 1855 og fer með þeim að Rúgsstöðum


1856, sjá hjá Jóni. Kemur með móður sinni 1858 „ , 6, sonur hennar“ [Kb. Skút.] frá Espihóli að Arnarvatni og er með henni á manntali á Stöng 1860 „ , 8, Ó, hennar son,“. Deyr 2. apríl 1872 „ , vinnum. frá Grænavatni, 20, dó úr taki og brjóstveiki“ [Kb. Mýv.]. Helga Jónsdóttir, dóttir Jóns og Steinvarar hér rétt ofar, kemur líklega með þeim að Árbakka 1854 og fer með þeim 1855 „ , 1, Börn þrra“ frá Árbakka inn í Eyjafjörð [Kb. Mýv.]. Helga var fædd 3. maí 1854 [Skú. bls. 163] á Sveinsströnd [Kb. Skú.]. Hún er með foreldrum á manntali í Sigtúnum 1855 og fer með þeim að Rútstöðum 1856, sjá hér ofar hjá Jóni. Fer 1857 „ , 4, tökubarn“ frá „Rútstöðum að Rifkelstöðum“ [Kb. Munk.] og er á manntali á Stórhamri 1860 „ , 7, Ó, tökubarn,“ þar er þá föðursystir hennar húsfreyja. Sigurður Sigurðsson kemur 1855 „ , 61, vinnumaður,“ frá „Víðirkjeri að Árbakka“ [Kb. Lund.] (í [Kb. Skút.] er sagt frá „Bjarnastöð að Árbakka“) og er þar á manntali þ. á. „ , 61, Sk, vinnumaður,“. Sigurður var fæddur 25. nóv. 1794, sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Sigríðar Ketilsdóttur á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Sigurður er með foreldrum sínum á manntali á Lundarbrekku 1801 og með móður sinni og stjúpföður á Halldórsstöðum í mars 1815, þá sagður tvítugur. Sigurður bjó í Brennási 1827-1833, sjá um hann þar, en næstu ár þar á eftir er lítið um hann vitað, hann lendir austur á land og er á manntali á Strönd í Vallanessókn 1845. Kemur 1848 að Bjarnastöðum þar sem hann er á manntali 1850 „ , 56, Sk, vinnumaður,“. Hann er á manntali á Krossi 1860 „ , 66, E, vinnumaður,“. Hafði viðurnefnið „Brennir“ [ÞinKV.], sjá um hann í [ÆÞ. XII, bls. 206] og í kafla um Brennás. J. Johnson Bang kemur 1855 „ , 56, vinnumaður,“ frá Engidal að Árbakka [Kb. Lund.]. Kynni að vera sá Jón Jónsson, sem er þar á manntali þ. á. „ , 54, Ó, vinnumaður,“. Skv. [Kb. Mýv.] kemur Jón Jónsson 1855 „ , 51, vinnumað: frá Engidal að Árbakka“. Jón Jónsson var fæddur 1. des. 1801 (sá eini með því nafni í Múlasókn 1792-1807, en þar er hann sagður fæddur á mt. 1855), voru foreldrar hans Jón Hallgrímsson og Sólrún Jónsdóttir í Skriðulandi [Kb. Múl.]. Hann er á manntali með foreldrum á Bangastöðum 1816 „ , þeirra barn, 15,“ og er vinnumaður á Þverá í Reykjahverfi 1845. Jón kemur 1849 „ , 51, vinnumaður, frá Tjörnesi að Hlíðarenda“ [Kb. Eyjadalsárprk.], (virðist prestur ekki hafa vitað frá hvaða bæ og ætlað að bæta úr því síðar, en það farist fyrir) og er hann á manntali á Hlíðarenda 1850. Jón fer 1859 „ , 55, vinnumaður, frá Garði að Lángavatni,“ [Kb. Mýv.], [Kb. Grenj.] og deyr þar 11. des. 1860 „ , frá Langavatni, 62, Langvarandi brjóstveiki með ellilasleika.“ [Kb. Grenj.]. Sigurður Jónsson kemur 1856 „ , 27, vinnumaður, frá Fjósatungu að Árbakka“ með fjölskyldu sína [Kb. Mýv.]. Hann fer 1858 „ , 29, vinnumaður, frá Árbakka inní Eyjafjörð“ [Kb. Mýv.]. Sigurður var fæddur 20. okt. 1830 „óegta“. Foreldrar hans eru tilgreindir „Jón Gíslason Guðrún Þórarinsdóttir“ [Kb. Urðas.] og er heimilisfangs ekki getið. Jón Gíslason fer 1830 „ , 26, vinnumaður, frá Melum að Mooi í Fljótum“ [Kb. Urðas.] og árið 1835 er Guðrún Þórarinsdóttir á manntali á Atlastöðum „ , 32, Ó, vinnukona,“. Ekki finn ég Sigurð þá á manntali, en 1845 er hann með móður sinni, sem þá er gift kona, á manntali í Tjarnarkoti í Tjarnarsókn „ , 16, Ó, hennar sonur,“. Sigurður, þá vinnumaður á Jódísarstöðum, eignast dóttur með Elísabet hér næst á eftir hinn 30. sept. 1854 [Kb. Munk.]. Þau Elísabet koma með hana að Fjósatungu 1855 [Kb. Hálsprk.] og eru þau þar á manntali 1855, þá gift. Sigurður og Elísabet fara 1858 með tveim börnum frá Árbakka að Hóli í Munkaþverárklaustursók, og kemur Jón faðir Sigurðar þangað þ. á. „ , 54, faðir


bóndans,“ [Kb. Munk.]. Þau eru þar á manntali 1860 með þrem börnum, en Jóns er þar ekki getið. Elísabet Ólafsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum 1856 að Árbakka „ , 27, kona hs“ og fer með honum 1858 inn í Eyjafjörð [Kb. Mýv.]. Elísabet var fædd 23. júlí 1830 og voru foreldrar hennar Ólafur Sigurðsson og Þórunn Oddsdóttir „búandi hjón á Hrappstöðum“ [Kb. Lögm.hl.] og er hún með foreldrum sínum þar á manntali 1835. Við manntalið 1845 er hún á manntali á Syðra Laugalandi „ , 16, Ó, vinnukona,“. Eins og getið er hjá Sigurði, eignast þau dóttur 30. sept. 1854, er Elísabet þá „ráðskona á Sigtúnum, beggja þeirra fyrsta lausaleiksbrot“ [Kb. Munk.]. Sjá hér að ofan hjá Sigurði eftir það. Sigurlína Þórunn Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Elísabetar hér næst á undan, kemur með þeim 1856 frá Fjósatungu að Árbakka „ , 3, Börn þrra“ og fer með þeim 1858 [Kb. Mýv.] að Hóli í Munkaþverárkl.sókn [Kb. Munk.]. Sigurlína Þórunn var fædd í Sigtúnum eins og áður segir 30. sept. 1854. Hún er með foreldrum á manntali í Fjósatungu 1855 og á Hóli 1860. Ólafur Sigurðarson, sonur Sigurðar og Elísabetar hér ofar, kemur með þeim 1856 frá Fjósatungu að Árbakka „ , 1, Börn þrra“ og fer með þeim 1858 [Kb. Mýv.] að Hóli í Munkaþverárkl.sókn [Kb. Munk.]. Ólafur var fæddur 16. mars 1856, voru foreldrar hans þá „hión í Fjósatungu“ [Kb. Hálsprk.]. Hann er með foreldrum og tveim systrum á manntali á Hóli 1860. Jónína Guðrún Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Elísabetar hér ofar, fædd 25. ágúst 1857 á Árbakka. Deyr þar 2. sept. s. á. „ , úngbarn frá Árbakka, á 1tu viku, dó af óþekktum veikleika“ [Kb. Mýv.]. Aðalbjörg Einarsdóttir er á manntali á Árbakka 1860 „ , 5, Ó, tökubarn,“ en ekki er vitað hvenær hún kemur þangað. Hún andaðist 6. nóv. 1860 „ , frá Árbakka, 5, deyði af Barnaveiki“ [Kb. Mýv.]. Aðalbjörg var fædd 13. des. 1855, dóttir Einars Gamalíelssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur, sem þá voru „hjón í Haganesi“ [Kb. Mýv.], en þau áttu fjölda barna. Ásgrímur Jónsson kemur 1857 „ , 29, vinnumaður,“ frá „Víðirkéri að Árbakka“ [Kb. Lund.]. Hann er kominn að Litluströnd í ágúst árið eftir. Ásgrímur er í manntölum sagður fæddur í Staðarsókn í Grindavík, en ekki hefur mér tekist að finna fæðingu hans þar. Hann er á manntali í Staðarlóni í Öxarfirði við manntalið 1845 „ , 21, Ó, vinnumaður,“ og 1850 á Eyjardalsá. Fer þaðan þ. á. að Víðirkeri, þar sem hann er á manntali 1855 „28, Ó, vinnumaður,“. Ásgrímur kvæntist 28. ágúst 1858, þá á Litluströnd, Hallfríði Símonardóttur „frá sama bæ, 29 ára“ [Kb. Skút.], sem kemur 1857 „ , 29, vk. frá Ytrah: að Skútust.“ [Kb. Hálsprk.], og eru þau bæði á manntali á Helluvaði 1860, þar sem Ásgrímur er vinnumaður. Þar kemur fram, að Hallfríður er fædd í Upsasókn. Þau eignast soninn Sigurð 23. febr. 1859, þá „gipt vinnuhjú á Litluströnd“ [Kb. Mýv.], sem deyr 8. mars s. á. „Barn frá Litluströnd á 2, viku, innvortis veikindi“ [Kb. Skút.] og dótturina Ragnheiði Arnfríði á Helluvaði 10. des. 1860 [Kb. Skút.]. Þau flytja öll þrjú 1861 frá „Helluvaði inn í Fnjóskadal“ [Kb. Skút.]. Í [Kb. Hálsprk.] er þó einungis Hallfríðar getið meðal innkominna þ. á. „ , 34, gipt, að Ytrahóli úr Mývatnssveit“ og er ógreinilega ritað að hún sé „með barn“. Hún fer 1862 „ , frá Syðrahóli suður á land“ skv. bókinni. Er þetta nokkuð dularfullt.


Kristján Jóhannesson fer 1859 „ , 27, vinnumaður, frá Árbakka að Svartárkoti“ [Kb. Mýv.]. Kristján var fæddur 5. einhvers mánaðar 1833 og voru foreldrar hans Jóhannes Andrésson og Ingibjörg Jónsdóttir „búandi í Grenivík“ í Grímsey [Kb. Miðg.]. Hann er með foreldrum á Eiðum í Grímsey við manntalið 1835. Við manntalið 1845 er hann „ , 12, Ó, tökubarn,“ í Skógum í Nessókn og 1850 vinnumaður í Skörðum. Kristján fer þaðan 1852 að Grænavatni og 1855 frá Geirastöðum aftur að Skörðum [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. „ , 23, Ó, lausamaður,“. Hann kemur þaðan aftur inn í Mývatnsþing 1856 „ , 24, vinnumaður,“ að Grænavatni. Kristján er á manntali í Svartárkoti 1860 „ , 28, Ó, vinnumaður,“. Hann fer þaðan 1862 „ , 27, vinnumaður,“ að Skógum [Kb. Lund.]. Ekki hef ég fundið hann meðal innkominna þ. á. í Nessókn, Skinnastaðasókn, Hálssókn né Bægisársókn, þar sem helst var Skóga von. Baldvin Sigurðsson kemur 1859 „ , 23, vinnumaður, frá Svartárkoti að Árbakka“ [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.], ásamt foreldrum sínum, sjá hér næst á eftir. Hann fer þaðan aftur að Víðirkeri 1860 [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.], þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 24, Ó, húsbóndi,“ á 2. býli. Baldvin var fæddur 16. júlí 1837 á Hálsi í Kinn, sonur hjónanna Sigurðar Oddssonar og Guðrúnar Vigfúsdóttur hér næst á eftir, sjá í [ÆÞ. III, bls. 49 og 51-58]. Bjó síðast og lengst í Garði í Aðaldal þar sem hann andaðist 23. maí 1915. Sigurður Oddsson, faðir Baldvins hér næst á undan, kemur með honum 1859 „ , 56, vinnumaður frá Svartárkoti að Árbakka“ [Kb. Lund.]. Hann fer þaðan aftur að Víðirkeri 1860 ásamt konu sinni og syni [Kb. Lund.], þar sem hann er á manntali þ. á. „vinnumaður“. Sigurður var fæddur 12. nóv. 1803 á Granastöðum, sonur hjónanna Odds Benediktssonar og Guðrúnar Þorvaldsdóttur, sjá í [ÆÞ. III, bls. 49-58]. Kvæntist Guðrúnu, sjá hér næst á eftir, 28. sept. 1826. Dó á Kálfborgará 11. sept. 1865. Guðrún Vigfúsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum 1859 að Árbakka og fer með honum aftur að Víðirkeri 1860 og er þar á manntali þ. á. „ , 59, G, vinnukona,“. Guðrún var fædd 25. des. 1801 á Þverá í Reykjahvefi, dóttir hjónanna Vigfúsar Þorkelssonar og Guðrúnar Aradóttur [Kb. Grenj.]. Guðrún dó hjá Baldvini syni sínum í Garði 4. mars 1882, sjá [ÆÞ. III, bls. 49-58]. Sigurður Eiríksson kemur 1860 „ , 27, vinnumaður,“ frá „Víðirkéri að Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. Hann verður tengdasonur ábúanda og bóndi á Árbakka 1861-1863, sjá um hann hér nokkru neðar. Jón Pétursson kemur 1860 „ , 20, vinnupiltur innan úr Eyjafirði að Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Þetta er líklega sá Jón, sem fæddur var 20. sept. 1841, sonur hjónanna Péturs Pálssonar og Steinunnar Tómasdóttur, sem þá eru „hjón í Vogum“ [Kb. Reykj.]. Hann er á manntali í Hrísgerði 1845 og 1850 með foreldrum og Markúsi, eldri bróður sínum. Þau flytja 1853 frá Hrísgerði að Ytrivarðgjá, þar sem þau eru á manntali 1855. Jón Pétursson er í skrá yfir innkomna í [Kb. Hrafnag.s.]; sagður fara 1857 frá Ytrivarðgjá að Akureyri. Pétur faðir hans deyr 20. maí 1858 „bóndi á Ytri Vargjá“ [Kb. Kaup.] og við manntalið 1860 hefur Markús sonur Péturs tekið við búi þar. Jón Pétursson fer 1867 „ , 27, vinnumaðr,“ frá Arnarvatni að Víðirhóli [Kb. Mýv.], en ekki finnst hann innkominn í Skinnastaðasókn þ. á. Fer 1870 „ , 29, vmaðr,“ frá Hafrafellstungu til Húsavíkurhrepps [Kb. Skinn.], en ekki er hans þá getið meðal innkominna í Húsavíkursókn. Úr Húsavíkursókn

Baldvin Sigurðsson


fer 1871 Jón Pétursson „ , 40, vinnumaður, frá Héðinsh. iná Akureyri“, en þar sem aldurinn kemur ekki heim, kynni að vera um annan að ræða. Pétur Sigurðsson kemur 1860 „ , 16, léttapiltur frá Svartárkoti að Árbakka“ og er þar á manntali þ. á. „ , 16, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1862 „ , 18, vinnumaður,“ frá Árbakka út í Flatey [Kb. Mýv.]. Pétur var fæddur 22. nóv. 1844, voru foreldrar hans Sigurður Þorsteinsson og Kristín Árnadóttir „gipt hjú í Túngu“ [Kb. Hús.]. Hann er með foreldrum á manntali á Stangarbakka 1845 og í Skógargerði 1850. Faðir hans deyr 17. jan. 1853 „við bú í Skógargerði, 32, innanmein margvísleg“ og móðir hans giftist að nýju árið eftir. Pétur kemur 1855 „ , 11, ljettadrengur að Svartárkoti úr Reykjadal“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 „ , 11, Ó, matvinnungur,“. Pétur fer að Útibæ í Flatey 1862, en virðist fara þaðan að Kálfborgará árið eftir [Kb. Flat.], [Kb. Lund.], en kemur þó aftur þaðan 1863 „ , 20, vinnumaður,“ [Kb. Flat.]. Fer 1864 „ , 18, vinnumaður, Frá Kálfborgará í Flatey“ [Kb. Lund.].

1853 - 1874: Jónsdóttir

Jóhannes

Jóhannesson

og

Sigríður

Jóhannes og Sigríður, sem höfðu verið í húsmennku á Árbakka frá um 1853, taka við búsforráðum á Árbakka 1861, á móti Sigurði Eiríkssyni og Sigurborgu, sem búa þar 1861-1863. Jóhannesar er getið á Árbakka í manntalsbók þinggjalda 1854-1861, ýmist á skrá yfir vinnuhjú, húsfólk, „Húsfólk tíundandi“ eða búlausa. Frá 1867-1873 býr Jónas Jónsson á móti Jóhannesi. Jóhannes er gjaldandi þinggjalda fyrir Árbakka í manntalsbók 1862-1874, fyrstu tvö árin á móti Sigurði og 1868-1873 móti Jónasi, sjá síðar, en auk þess er Jónasar getið í manntalsbókinni á skrá yfir búlausa 1865-1867. Jóhannes var fæddur 13. júní 1829, sonur Jóhannesar Þorsteinssonar og Guðrúnar Þórðardóttur, sem þá voru „hjón búandi á Strönd“ [Kb. Mýv.] og var Jóhannes tvíburi á móti Sigurði, sjá [ÆÞ. I, bls. 384-385]. Jóhannes er á manntali með foreldrum og systkinum á Geiteyjarströnd 1835, 1840, 1845 og 1850. Eins og rakið er hér ofar, var Sigríður fædd 15. júlí 1833 á Einarsstöðum, þar sem foreldrar hennar eru þá „hjón búandi“ [Kb. Ein.]. Hún er með þeim á manntali í Stafni 1835, á Arnarvatni 1840 og á Árbakka 1845 og 1850. Jóhannes og Sigríður voru gefin saman 6. okt. 1851 [Kb. Mýv.] og eru þau á manntali á Árbakka 1855 og 1860, fyrra manntalsárið er Jóhannes sagður „ , 26, G, tengdasonur hjónanna,“ en 1860 „ , 31, G, húsmaður,“. Jóhannes er húsmaður á Geiteyjarströnd við manntölin 1880 og 1890. Sigríður dó 5. júlí 1871 „ , gipt kona frá Árbakka, 38, dó af barnsförum“, stúlkubarn óskírt fætt 4. júlí, dáið s. d. [Kb. Mýv.]. Jóhannes dó 4. des. 1894 „Ekkjum. Strönd, 66, gigt“ [Kb. Mýv.], sjá nánar um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. I, bls. 385-390].


Börn Jóhannesar og Sigríðar á Árbakka 1852-1874, öll fædd þar: Guðrún Jónína Jóhannesdóttir, f. 23. júlí 1852 [Kb.Mýv.]. Er á manntali með foreldrum á Árbakka 1855 og 1860 og þar á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.]. Guðrún giftist Jóhannesi Sigurðssyni 21. júlí 1879 og bjuggu þau á Geiteyjarströnd, þar eru þau á manntali 1880 og 1890. Guðrún dó þar 17. júlí 1931, sjá um hana og syni þeirra Jóhannesar í [ÆÞ. I, bls. 384-385]. Björn Jóhannesson, f. 4. des. 1853 [Kb. Mýv.]. Er á manntali með foreldrum á Árbakka 1855 og 1860 og þar á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.]. Björn er „ , 22, vinnumaður“ á Skútustöðum við árslok 1874 [Sál. Mýv.]. Fer 1878 „ , 25, v. m.,“ frá Baldursheimi að Grímsstöðum á Fjöllum og kemur þaðan 1879 að Reykjahlíð [Kb. Mýv.]. Með honum kemur Gróa Eiríksdóttir „ , 25, vinnukona“. Björn kvæntist Gróu 21. júlí 1879, þá bæði sögð vinnhjú í Reykjahlíð og eignast þau soninn Jón 31. maí 1879, þá sögð „gipt(!) vinnuhjú í Rhlíð“ [Kb. Mýv.]. Þau hjón eru á manntali á Geiteyjarströnd 1880, þar sem Björn er húsmaður. Þau flytja ásamt Jóni syni sínum 1881 „Frá Geiteyjarströnd að Hjarðarhaga Jökuldal“ [Kb. Mýv.]. Þau eignast dóttur 27. ágúst 1881, þá „hjón Hjarðarhaga“ [Kb. Hoft.], sem deyr 14. febr. 1882 „barn Hjarðarhaga“. Björn og Gróa fóru ásamt Jóni syni sínum til Vesturheims frá Arnórsstöðum 1883 [Vfskrá]. En þess er ekki getið í [Kb. Hoft.]. Helga Þuríður Jóhannesdóttir, f. 20. maí 1856 [Kb. Mýv.]. Er á manntali með foreldrum á Árbakka 1860 og þar á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.].. Þar með hverfur hún mér sjónum, burtviknir í Mývatnsþingum eru ekki skráðir 1874-1880 nema árið 1878. Jón Jóhannesson, f. 10. ágúst 1858 [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali með foreldrum á Árbakka 1860 og þar á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.], en 1880 er hann „ , 22, Ó, vinnumaður,“ á Geiteyjarströnd. Bóndi á Stöng 1889 til æviloka 8. okt. 1901, sjá í [ÆÞ. I, bls. 385-388] um hann og afkomendur.

Jón Jóhannesson

Kristín Sigurrós Jóhannesdóttir, f. 8. maí 1861 [Kb. Skút.]. Hún andaðist 23. júní 1862 „frá Árbakka, á 2 ári, þung kvefsótt“ [Kb. Skút.]. Jónas Jóhannesson, f. 19. sept. 1863 [Kb. Skút.]. Hann er á Árbakka á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.]. Jónas er á manntali í Vogum 1880 „ , 17, Ó, léttadrengur,“. Frá Jónasi og afkomendum hans er sagt í [ÆÞ. I, bls. 388-390]. Hann fór ásamt konu sinni Rósu Einarsdóttur til Vesturheims frá Húsavík/Vilpu 1888 [Vfskrá]. Dó þar 6. sept. 1935. Jónas Jóhannesson

Kristín Jóhannesdóttir, f. 25. maí 1865 [Kb. Skút.]. Hún andaðist 30. maí s. á. „ungbarn frá Árbakka, á 1 v., dó af brjóstkrampa“ [Kb. Skút.]. Sigríður Jóhannesdóttir, f. 2. okt. 1866 [Kb. Skút.]. Hún er á Árbakka á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.]. Sigríður er á manntali í Vindbelg 1880 „ , 13, Ó, léttastúlka,“ en 1890 er hún á manntali á Geiteyjarströnd „ , 24, Ó, vinnukona,“. Hún giftist 20. apríl 1894 Sigtryggi Þorsteinssyni, eru þau þá bæði í vinnumennsku á Geiteyjarströnd [Kb. Mýv.]. Þau fara 1894 frá „frá Strönd að Víðirhóli“ [Kb. Mýv.] og eru á manntali á Grímsstöðum 1901. Sjá um þau hjón í [ÆÞ. I, bls. 375-376]. Sigríður Jóhannesdóttir


Hólmfríður Jóhannesdóttir, f. 10. maí 1868 [Kb. Skút.]. Hún er á Árbakka á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.]. Hólmfríður er með föður sínum á manntali á Geiteyjarströnd 1880 „ , 12, Ó, barn hans,“ og á viðaukaskrá B við manntalið 1890 er hún þar einnig, „ , 22, Ó, vinnukona, Dvalarstaður um stundarsakir Laugalandsskóli“. Hólmfríður giftist 29. júní 1897 Jóni Frímanni Einarssyni, sem þá er „bóndason í Reykjahlíð, 26 ára“ [Kb. Mýv.] og eru þau þar á manntali 1901. Meðal barna þeirra voru Pétur í Reynihlíð, Hannes á Staðarhóli og Illugi á Bjargi. Sjá nánar um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. X, bls. 282-300].

Sjá um vandalausa í tíð Jóhannesar og Sigríðar hér nokkru neðar, á eftir Jónasi og Ingibjörgu.

1861 - 1863: Sigurður Eiríksson og Sigurborg Jónsdóttir Sigurður og Sigurborg byrja búskap á Árbakka 1861 á móti Jóhannesi og Sigríði. Þau flytja þaðan að Víðum 1863 [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Sigurður er gjaldandi þinggjalda fyrir Árbakka á móti Jóhannesi 1862 og 1863 í manntalsbók. Sigurður var fæddur 11. sept. 1834 í Glaumbæjarseli og voru foreldrar hans Eiríkur Eiríksson og Guðlaug Reinaldsdóttir [Kb. Ein.]. Hann er með foreldrum á manntölum í Glaumbæjarseli 1835, í Máskoti 1840 og á Þverá í Laxárdal 1845. Hann er „ , 16, Ó, vinnudrengur,“ á Syðrafjalli 1850, fer þ. á. „smali“ að Máskoti [Kb. Ein.], þaðan sem hann flytur í Baldursheim 1855 [Kb. Mýv.] og er þar ógiftur vinnumaður við manntalið þ. á. Þaðan fer Sigurður 1858 að Langavatni [Kb. Mýv.], 1859 „frá Mývatni að Víðirkeri“ [Kb. Lund.] og 1860 „frá Víðirkéri að Árbakka“ [Kb. Lund.], þar sem hann er á manntali 1860 „ , 27, Ó, vinnumaður,“. Eins og að ofar greinir var Sigurborg fædd 3. okt. 1844 á Árbakka, dóttir hjónanna Jóns Björnssonar og Helgu Jónsdóttur [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1845, 1850, 1855 og móður sinni 1860. Sigurður og Sigurborg voru gefin saman 15. apríl 1861 [Kb. Mýv.]. Þau fluttu í Víða frá Árbakka 1863, en fluttu að Daðastöðum um 1874 og eru þar á manntali 1880 með sjö börnum. Þau flytja að Víðirkeri 1885, en koma aftur að Narfastöðum 1887. Við manntalið 1890 eru þau í vinnumennsku á Fljótsbakka. Sigurður dó á Ingjaldstöðum 30. apríl 1899 [Kb. Ein.], þar dó Sigurborg einnig 3. sept. 1921 „ , 77 ára. Afleiðingar Influentsu“ [Kb. Grenj.].

Barn Sigurðar og Sigurborgar á Árbakka 1861-1863: Jón Sigurðsson f. 9. jan. 1862 á Árbakka [Kb. Mýv.]. Flutti með foreldrum að Víðum 1863 þar sem hann deyr 28. maí 1864 úr „andarteppu“ [Kb. Ein.].

Hólmfríður Jóhannesdóttir


Annað skyldulið Sigurðar og Sigurborgar á Árbakka 1861-1863: Halldóra Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar, kemur 1861 „ , 1,“ frá „Stórutungu að Árbakka“ [Kb. Lund] („neðan úr Bárðardal að Árbakka“ [Kb. Mýv.]). Hún flytur með föður sínum að Víðum 1863 „ 4, dóttir hans“ [Kb. Mýv.]. Halldóra var fædd 17. maí 1860 og voru foreldrar hennar þá „ógipt vinnuhjú í Víðikeri“ [Kb. Lund.]. Móðir Halldóru var Solveig Jóhannsdóttir, f. 13. nóv. 1835 í Haga, dóttir hjónanna Jóhanns Ásgrímssonar og Rósu Halldórsdóttur (frá Skógarseli). Halldóra er með móður sinni á manntali í Stórutungu 1860, en árið eftir fer hún að Árbakka, en móðir hennar að Möðrudal [Kb. Lund.]. Halldóra er fermd frá Daðastöðum 24. maí 1874. Hún fer 1876 frá Skógarseli að Geitafelli [Kb. Ein.] og þaðan 1878 að Hjalla [Kb. Grenj.]. Hún er „ , 20, Ó, vinnukona,“ á Gautlöndum við manntalið 1880. Fer 1890 frá Múla að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Fjall.], [Kb. Múl], þar sem hún er á manntali þ. á. Halldóra „bústýra á Grímsstöðum 36 ára“ giftist 30. sept. 1897 Kristjáni Sigurðssyni, sem þá er „sjálfseignarbóndi á Grímsstöðum 43 ára.“ [Kb. Fjall.]. Eiríkur Eiríksson, faðir Sigurðar, fer með honum frá Árbakka að Víðum 1863. Eiríkur var fæddur í Glaumbæjarseli, skírður 7. des. 1804, og voru foreldrar hans Eiríkur Eiríksson og Sigríður Jónsdóttir [Kb. Helgast.prk.]. Hann er á manntali í Glaumbæjarseli með foreldrum 1816, en 1835 er hann á 2. býli í Glaumbæjarseli „ , 32, G, húsbóndi,“ ásamt Guðlögu konu sinni. Þau eru lengst af á flækingi í vinnumennsku, með eða án barna sinna. Eru „hjón búandi á Litlulaugum“ 1836 [Kb. Ein.], í vinnumennsku í Máskoti 1840, 1842 á Hallbjarnarstöðum við fæðingu Jónatans en við manntalið 1845 á Þverá í Laxárdal, er þá Jónatan sonur þeirra tökubarn á Daðastöðum. Við manntalið 1850 eru þau hjón í vinnumennsku í Saltvík, er Jónatan þá með þeim en ekki Sigurður. Við manntölin 1855 og 1860 eru þau í vinnumennsku á Gautlöndum. Eiríkur dó í Víðum 19. júlí 1869 [Kb. Ein.]. Guðlög Reinaldsdóttir, móðir Sigurðar og kona Eiríks hér næst á undan, fer með þeim frá Árbakka að Víðum 1863. Guðlög var fædd á Ingjaldsstöðum, dóttir Reinalds Sveinssonar og Steinvarar Guðlaugsdóttur, skírð 25. júlí 1799 [Kb. Helgastaðaprk.]. Við manntalið 1816 er hún „ , vinnustúlka, 17,“ í Fossseli. Hún giftist 28. sept. 1833 Eiríki Eiríkssyni í Glaumbæjarseli [Kb. Ein.] og er með honum þar á manntali 1835, sjá hér næst á undan hjá Eiríki. Guðlög er á Gautlöndum við manntalið 1880 „ , 81, E, tekin í gustukaskyni,“. Hún andaðist á Daðastöðum 29. jan. 1884 [Kb. Ein.]. Jónatan Eiríksson, bróðir Sigurðar, sonur Eiríks og Guðlögar hér næst á undan, kemur 1861 frá Geitafelli að Árbakka [Kb. Mýv.] og fer með þeim þaðan að Víðum 1863. Jónatan var fæddur 16. nóv. 1842 á Hallbjarnarstöðum [Kb. Ein.]. Hann er „tökubarn“ á Daðastöðum við manntalið 1845, með foreldrum í Saltvík 1850, léttapiltur á Bjarnastöðum í Mýv. 1855 og fer þaðan 1857 að Ingjaldsstöðum „ , 15, ljettapiltur“ [Kb. Mýv.]. Hann er vinnumaður í Geitafelli við manntalið 1860. Jónatan kvæntist í Víðum 29. júlí 1867 Guðbjörgu Eiríksdóttur [Kb. Ein.], var hann fyrsti maður hennar af þremur. Þau eru komin að Daðastöðum 1870 við fæðingu barns [Kb. Ein.]. Jónatan deyr 18. júní 1871 „húsmaður giptur á Daðastöðum, 29 ára, flogaveikur, fannst dauður á Hvammsheiði“ [Kb. Ein.].

Halldóra Sigurðardóttir


Um vandalausa í búskapartíð Sigurðar og Sigurborgar sjá hér neðar á eftir Jónasi og Ingibjörgu.

1864 - 1873: Sigurðardóttir

Jónas

Jónsson

og

Ingibjörg

Jónas og Ingibjörg eru í húsmennsku á Árbakka 1864-1867 (Jónas á skrá yfir búlausa í manntalsþingbók), en er síðan bóndi á móti Jóhannesi til 1873. Jónas var fæddur 17. jan. 1832 „hórgetinn“, voru foreldrar hans „Jón Jónsson giftur búandi á Skriðulandi og ógift stúlka Helga Sigmundsdóttir vinnukona í Skriðu“ [Kb. Múl.]. Jónas var hjá föður sínum og konu hans á manntali í Skriðulandi 1835 „ , 4, Ó, barn húsbóndans“ og á Ytrileikskálaá 1845. Hann kemur 1849 „ , 17, vinnumaður, frá Engidal að Garði“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850 „ , 18, Ó, vinnudrengur,“ einnig 1855 „ , 24, Ó, vinnumaður,“ ásamt Emilíu dóttur sinni, og enn 1860, en þá er dóttir hans látin. Jónas eignaðist tvær dætur með Þórnýju Þorsteinsdóttur, Emilíu, f. 23. jan. 1852 í Garði, d. 21. mars 1858 [Kb. Mýv.] og Jakobínu, f. 24. apríl 1855 í Máskoti [Kb. Ein.]; er Þórný með hana á manntali á Helluvaði 1860, sjá síðar um Jakobínu. Þá eignuðust þau Jónas og Ingibjörg, þá á Grænavatni, dótturina Björgu fyrir hjónaband sitt. Ingibjörg var fædd 3. jan. 1834 og voru foreldrar „Sigurður Alexanderson á Hálsi í Fnjóskadal og Guðrún SímonarDóttir vinnukona á Einarsstöðum“ [Kb. Ein.]. Ingibjörg er með föður sínum á manntali í Grímshúsum 1835, kemur með honum 1841 að Skógarseli [Kb. Ein.] og er „ , 12, Ó, tökubarn,“ á Hálsi í Fnjóskadal 1845, þar sem faðir hennar er þá vinnumaður. Hún er „ , 16, Ó, léttastúlka,“ á Birningsstöðum í Hálssókn 1850, þar sem faðir hennar er þá enn vinnumaður, og vinnukona í húsi nr. 9 á Akureyri við manntalið 1855. Hún fer þaðan 1856 að Hólum í Reykjadal og þaðan 1858 að Skútustöðum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.] og er á manntali á Grænavatni 1860 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Jónas og Ingibjörg voru gefin saman 28. sept. 1863, þá bæði á Grænavatni. Af manntalsþingbókinni og [Sál. Mýv.] má ráða, að þau fari 1873 frá Árbakka að Hörgsdal, Jónas er 1874 eini gjaldandi þar í manntalsþingbókinni, en síðan með öðrum 1875 og 1876. Ingibjörg deyr 8. jan. 1876 „ , kona í Hörgdal, 44“ [Kb. Mýv.]. Skrá yfir burtvikna úr Mývatnsþingum vantar 1876 og næstu ár á eftir er hún gloppótt. - Jónas er á manntali í Hólsseli 1880 „ , 48, E, vinnumaður,“ og 1890 í Nýabæ „ , 59, E, húsmaður,“ ásamt ráðskonu. Hann deyr þar 18. apríl 1893 „húsmaður, ekkill, 60“ [Kb. Fjall.]. Sjá um Jónas og afkomendur þeirra Ingibjargar í [ÆÞ. VII, bls. 190-193]. Börn Jónasar og Ingibjargar á Árbakka 1864- 1873: Björg Jónasdóttir er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.], er því líklegt að hún hafi verið þar frá 1864. Björg var fædd 2. jan. 1863 á Grænavatni, þar sem foreldrar hennar voru þá ógift vinnuhjú. Hún er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1873-1875 [Sál. Mýv.] og á manntali í Garði 1880 „ , 17, Ó, léttastúlka,“. Fer þaðan 1882 að Hólsseli þar sem hún giftist 13. okt. þ. á. Albert Jónssyni (Jónssonar frá Hörgsdal); eru þau þá bæði vinnuhjú í Hólsseli [Kb. Fjall.]. Þau flytja þaðan 1885 að Hrappstaðaseli (sjá þar), þar sem þau búa til


1889 er þau fóru til Vesturheims með börn sín [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Sjá um Björgu og afkomendur þeirra Alberts í [ÆÞ. VII, bls. 190]. Jón Jónasson, f. 27. maí 1864, eru foreldrar hans þá „hjón í hússmennsku á Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hann er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Jón er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1873-1875 [Sál. Mýv.]. Hann er „ , 16, Ó, léttadrengur,“ á Grænavatni við manntalið 1880. Fer 1881 „ , 18, vinnum, frá Grænavatni að Hólsseli“ [Kb. Fjall.]. Jón kvæntist 1. febr.(?) 1885 Elínu Jónsdóttur, þá bæði í Hólsseli, og flytur með henni það ár að Hrappstaðaseli (í [Kb. Fjall.] eru þau sögð fara í Mývatnssveit). Þau fara frá Hrappstaðaseli að Nýjabæ á Hólsfjöllum 1886, en fara þaðan 1888 með son sinn að Mælifelli [Kb. Fjall.], en í [Kb. Hofss.] eru þau sögð koma þangað 1889, reyndar efst á blaði á því ári. Þau fara til Vesturheims frá Þorvaldsstöðum 1889 ásamt syni sínum Axel Ingimar [Kb. Hofss.] og [Vfskrá]. Jóns er getið sem Jóns Jónssonar Melsted í „Brot af Landnámssögu Nýja Íslands, III“, bls. 223 eftir Þorleif Jackson. Er þar sagt að hann hafi kvænst Elínu „á sumardaginn fyrsta (23. apríl)“ 1885, kann svo að vera, því dagsetningin er ógreinileg í [Kb. Fjall.]. Sjá um Jón og afkomendur þeirra Elínar í [ÆÞ. VII, bls. 191-192]. Karolína Jónasdóttir, f. 22. des. 1866, eru foreldrar hennar þá enn „hjón í hússmennsku á Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hún er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Karolína er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1873 (en ekki 1874) [Sál. Mýv.] og á manntali í Hólsseli 1880 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en húsmóðir þar er þá Karolína Jónsdóttir, hálfsystir föður hennar. Hún giftist Sigurði Þorsteinssyni 5. okt. 1885 og er með honum á manntali í Hólsseli 1890 „ , 23, G, kona hans,“. Sjá um Karolínu og afkomendur þeirra Sigurðar í [ÆÞ. I, bls. 380-384] og í [ÆÞ. VII, bls. 192]. Málfríður Jónasdóttir, f. 1. sept. 1869, eru foreldrar hennar þá „hjón á Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hún er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Málfríður (stundum einnig ritað Málmfríður) er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1873-1875 og á manntali sóknarprests 31. des. 1876 er hún niðursetningur á Bjarnarstöðum [Sál. Mýv.]. Hún er á manntali á Kálfaströnd 1880 „ , 10, Ó, sveitarbarn,“. Hún fer 1884 „ , 15, léttast, frá Hofstöðm á Hólsfjöll“ [Kb. Mýv.]. Hún giftist 1. jan. 1887 í Víðirhólskirkju, þá „vinnukona á Grímsstöðum 16 ára“ Eyjólfi Eyjólfssyni, sem þá er „vinnumaður á Grímsstöðum 43 ára“ [Kb. Fjall.] og eignast með honum 12. ágúst 1887 dótturina Jónasínu Ingibjörgu, sem deyr 7. sept. s. á. Aftur eignast þau Jónasínu Ingibjörgu 17. sept. 1888, þá húshjón í Nýjabæ. Málfríður deyr 21. apríl 1889 „kona Nýjabæ, 19, meinlæti“ [Kb. Fjall.]. Eyjólfur flytur 1889 með Jónasínu Ingibjörgu að Brú á Jökuldal [Kb. Fjall.] og kvænist hann þar að nýju 18. ágúst 1889 Jónínu Kristrúnu Ólafsdóttur, sem er 19 ára þegar þau flytja árið eftir að Gestreiðarstöðum. En Jónasína Ingibjörg deyr 20. júní 1889 sem „Jónasína Kristrún(!) Eyúlfsdóttir frá Grímsstöðm“ [Kb. Hoft.]. Málfríðar er ekki getið meðal barna Jónasar í [ÆÞ. VII, bls.190]. Sigurgeir Jónasson, f. 16. okt. 1872 á Árbakka. Fæðingu hans er ekki að finna í [Kb. Mýv.]. Hann er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1873-1875 [Sál. Mýv.] og á manntali í Hólsseli hjá föður sínum 1880 „ , 7, Ó, ómagi,“. Sjá um hann í [ÆÞ. VII, bls. 192-193].


Annað skyldulið Jónasar og Ingibjargar á Árbakka 1864-1873: Jakobína Jónasdóttir fer 1869 „ , 14, léttastúlka, frá Árbakka að Saltvík“ [Kb. Mýv.]. Ekki hef ég getað fundið hana meðal innkominna í Mývatnsþing árin á undan. Jakobína er augljóslega dóttir Jónasar, sem hann eignaðist með Þórnýju Þorsteinsdóttur, f. 24. apríl 1855 í Máskoti [Kb. Ein.]. Jakobína fer með móður sinni 1860 frá Máskoti að Helluvaði [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. Þær fara þaðan 1861 að Hallbjarnarstöðum en flytja frá Víðum að Einarsstöðum í Reykjahverfi 1864, þar sem Þórey er „ , 35, sett á hrepp“ [Kb. Hús.]. Jakobína var fermd frá Saltvík 29. maí 1870, en ekki hefur mér tekist að finna hana með neinni vissu eftir það. Kynni þó að hafa farið til Vesturheims frá Garði í Fnjóskadal 1887 [Vfskrá]. - Þórný er á manntali í Hringveri 1880 „ , 52, Ó, vinnukona“.

Vandalausir á búum Jóhannesar og Sigríðar, Sigurðar og Sigurborgar og Jónasar og Ingibjargar á Árbakka 1861-1874: Hólmfríður Jóhannesdóttir kemur 1861 „ , 24, vinnuk.“ innan úr Fnjóskadal að Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hún fer 1862 „ , 25, vinnukona,“ frá Árbakka að Sandvík [Kb. Lund.], [Kb. Skút.]. Hólmfríður var fædd 10. mars. 1838 og voru foreldrar hennar Jóhannes Ívarsson og Guðrún Jónasdóttir sem þá bjuggu í Ystagerði í Miklagarðssókn [Kb. Mikl.]. Hún missti föður sinn fjögurra vikna, við manntalið 1840 er móðir hennar húsfreyja í Ystagerði ásamt þrem dætrum, en Hólmfríður sjálf er þá „ , 3, Ó, niðurseta,“ í Hleiðargarði. Svo er einnig við manntalið 1845. Hún fer að Skriðu í Möðruvallasókn 1846 [Kb. Saurb.] og er þar tökubarn á manntali 1850. Hún fer 1853 að Illugastöðum [Kb. Möðruv.] og er á manntali í Fjósatungu 1855 „ , 18, Ó, vinnukona,“. Hólmfríður giftist 10. júlí 1858 Halldóri Péturssyni, eru þau þá bæði vinnuhjú á Illugastöðum [Kb. Hálsprk.]. Einkennilegt er, að þau eru bæði meðal innkominna í Hálsprk. 1858, þá gift, „að Illugast. frá Arndísarst.“. Hólmfríður kemur 1860 frá Illugastöðum að Stóruvöllum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1860 „ , 23, G, vinnukona,“ en hvergi er manns hennar þar getið. Hún fer 1863 frá Sandvík að Fjósatungu [Kb. Lund.] og fer 1873 „ , 34, húskona frá Litlutjörnum að Hvarfi“. Ekki finnst hennar þó getið í Ljósavatnssókn um þær mundir. Jón Kristjánsson kemur 1862 „ , 21, vinnumaður, frá Daðastöðum að Árbakka“ og fer þaðan 1864 „ , 23, vinnum., Árbakka austur“ [Kb. Skút.]. Þetta er líklega sá sami Jón sem var með móður sinni á Árbakka 1845, sjá um hann hér ofar. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ og fer 1861 „ , vinnum,“ frá Hofsstöðum að Daðastöðum [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Ekki hef ég reynt að leita að Jóni, „austur“ er dálítið víðáttumikið hugtak. Sigurbjörg Kristjánsdóttir kemur 1862 „ , 16, vinnukona, frá Halldórstöðum að Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hún flytur úr Mývatnssveit 1865 frá Sveinsströnd að Finnsstöðum. Sigurbjörg var fædd 21. júní 1843 á Halldórsstöðum í Laxárdal og voru foreldrar hennar Kristján Stefánsson og Jóhanna Jónsdóttir [Kb. Grenj.]. Sigurbjörg átti - jafnvel að þeirrar tíðar hætti - óvenjulegan flækingsferil og er honum lýst í kafla um Víðasel. Sigurbjörg dó 22. febr. 1908 „Gömul kona í Prestsholti á Húsavík, 62 ára“ [Kb. Hús.].


Hólmfríður Guðmundsdóttir kemur 1862 „ , 14, vinnukind,“ frá Stórutungu að Árbakka [Kb. Lund.]. Hólmfríður var fædd 31. okt. 1848 og voru foreldrar hennar Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir „gipt vinnuhiu á Grænav:“ [Kb. Skút.] (ætti að vera [Kb. Reykj.]!). Hólmfríður fer með foreldrum sínum að Vallakoti og er þar á manntali með þeim og fjölda systkina 1860 „ , 12. Ó, þeirra barn,“. Hún fer 1861 „ , 14, tökustúlka, frá Vallnakoti að Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Hómfríður eignaðist 14. okt. 1872 dótturina Kristínu Ingibjörgu með Pétri Péturssyni, var Kristín lengi húsfreyja í Stafni, sjá [ÆÞ. I, bls. 292]. Þá eignaðist hún 26. okt. 1875, þá vinnukona á Daðastöðum, soninn Kristján Hallgrím með Jóni Jónssyni á Stórulaugum [Kb. Ein.]. Hallgrímur átti m. a. soninn Hallgrím Balda og er vegferð ömmu hans rakin í grein eftir Ólaf Grím Björnsson í Árbók Þingeyinga 1999 bls. 110-137. Hólmfríður dó 16. apríl 1933 [ÆÞ. I, bls. 292]. Guðni Guðmundsson fer 1863 „ , 30, húsmaður“ ásamt konu og tveim börnum frá Árbakka að Stórulaugum [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Þau hjónin eru á Grænavatni við barnsfæðngu 13. okt. 1861 og á Árbakka 25. apríl 1863. Guðni var fæddur 12. (líkl. jan. eða febr.) 1834, voru foreldrar hans „Guðmundur Guðmundsson á Bót“ (Árbót) „og Guðný Björnsdótt hjón þar búandi“ [Kb. Ness.]. Faðir Guðna deyr 3. sept. 1834 „ , bóndi frá Árbót, af landfarsótt“ [Kb. Ness.]; er Guðni með móður sinni á manntali í Árbót 1835, en flytur þ. á. „ , 2, tökubarn, frá Árbót að Hólum“ í Reykjadal [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1840 og 1845 „tökubarn“, en „ , 16, Ó, léttadrengur,“ við manntalið 1850. Við manntalið 1855 er hann vinnumaður í Víðum. Guðni fer 1856 „ , 22, vinnum:, frá Víðum að Geiteyjarströnd“ [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Baldursheimi 1860 „ , 27, Ó, vinnumaður,“. Guðni, þá á Grænavatni, kvæntist 29. júlí 1861 Hildi Erlendsdóttur „frá sama bæ“ [Kb. Mýv.], sjá hér næst á eftir. Guðni og Hildur fara 1864 frá Stórulaugum að Rauðuskriðu og 1865 að Glaumbæ [Kb. Múl.], [Kb. Ein.]. Þau fara þaðan 1866 að Sýrnesi [Kb. Múl.], fer Hildur þaðan 1869 „ , 36, húskona,“ með dóttur þeirra að Klömbur en Guðni fer s. á. „ , 35, v'mðr, frá Múla að Klömbur“ [Kb. Múl.]. Þau eru í Klömbur 1873 við fæðingu Hólmfríðar Jakobínu en eru í Hrauni við fermingu Þuríðar 1878. Þau eru búandi í Hraungerði við manntölin 1880 og 1890. Guðni og Hildur fara 1892 frá Hraungerði að Hamri, þaðan 1893 að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Þverárs.]. 1897 fer Guðni „63, v. m., frá Víðirhóli til Svínadals“ en Hildur fer þá „65, húskona“ að Þverá í Laxárdal. Þau koma bæði 1901 frá Teigi í Vopnafirði að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Fjall.] og eru þar á manntali þ. á. ásamt Hólmfríði dóttur sinni. 1902 fer Hildur þaðan með Hólmfríði, koma þær 1904 „úr Kelduhverfishr. að Katastöðum“ ásamt Hallgrími manni Hólmfríðar, en Guðni kemur þangað sama ár frá Víðirhóli [Kb. Fjall.], [Kb. Presth.]. Hólmfríður dóttir þeirra deyr á Katastöðum 24. febr. 1906 „32, húsfreyja, gipt“; fer þá Hallgrímur með dóttur þeirra „á 1. ári“ ásamt Hildi í „Skriðuhverfi“. En Guðni deyr 24. maí 1906 á Katastöðum [Kb. Presth.]. Hildur Erlendsdóttir, kona Guðna hér næst á undan, eignast dótturina Þuríði á Árbakka 25. apríl 1863. Hún fer með manni sínum og tveim börnum þaðan að Stórulaugum 1863 [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Hildur var fædd 22. júní 1833, dóttir Erlends Eyjólfssonar og Ragnhildar Jónsdóttur, sem þá voru „hión á Höskuldsstöðum“ [Kb. Helg.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1835, 1840 og 1845, en 1850 er hún „ , 18, Ó, vinnukona,“ í Rauðuskriðu og 1855 á Einarsstöðum. Hún fer 1859 „ , 27, vinnukona,“ frá Stórulaugum að Baldursheimi [Kb. Mýv.], þar sem Guðni er þá einnig, og er þar á manntali 1860 „ , 28, Ó, vinnukona,“. Giftist Guðna hér næst á undan 29. júlí 1861, sjá hjá


honum. Eftir lát Guðna fer Hildur 1906, ásamt tengdasyni sínum, frá Katastöðum í Skriðuhverfi [Kb. Presth.] og er á manntali hjá Þuríði dóttur sinni á Jódísarstöðum 1910. Hildur andaðist á Jódísarstöðum 6. febr. 1911 „Ekkja frá Jódísarstöð, 77, andaðist í svefni“ [Kb. Grenj.]. Sjá um Hildi og systkini hennar í [Laxd. bls. 88-89]. Erlendur Snorri Guðnason, sonur Guðna og Hildar hér að ofan, fer með foreldrum frá Árbakka að Stórulaugum 1863 [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Erlendur Snorri var fæddur 13. okt. 1861, eru foreldrar hans þá „gipt vinnuhjú á Grænavatni“ [Kb. Mýv.]. Erlendur Snorri fer 1864 með foreldrum sínum frá Stórulaugum að Rauðuskriðu [Kb. Ein.]. Þar deyr hann 29. ágúst 1864 „ , barn, 3 ára“ [Kb. Múl.]. Þuríður Guðnadóttir, dóttir Guðna og Hildar hér rétt ofar, f. 25. apríl 1863, eru foreldrar hennar þá „gipt vinnuhjú á Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hún fer með þeim þ. á. að Stórulaugum. Þuríður er með foreldrum sínum í Rauðuskriðu, Glaumbæ og Sýrnesi, en þaðan fer hún 1868 að Höskuldsstöðum, kemur þó skv. [Kb. Grenj.] 1869 með móður og systur að Klömbrum. Hún er fermd frá Hrauni 1878. Fer 1880 „ , 17, vk, frá Hraungerði til Mývatnssveitar“ [Kb. Grenj.] og er á manntali á Grænavatni þ. á. Hún kemur aftur í Grenjaðarstaðarsókn 1885 „ , 22, vk, frá Húsavík að Presthvammi“ og er á manntali á Bergstöðum 1890 „ , 26, Ó, vinnukona,“. Þuríður giftist Pétri Bergvinssyni 26. apríl 1891, þá bæði vinnuhjú á Bergstöðum [Kb. Grenj.]. Þau búa á Jódísarstöðum við manntölin 1901 og 1910, en 1920 búa þau í Snælandi á Húsavík, koma þangað 1918. Jónatan Gunnarsson kemur 1864 „ , 25, vinnumaður,“ frá Stórutungu að Árbakka [Kb. Lund.]. Hans er þó hvorki getið meðal innkominna né burtvikinna í Mývatnsþingum og 1864 segir [Kb. Ein.] hann koma „ , 26, vinnum, Stórutungu Víðum“. Það er því ástæða til að ætla að hann hafi aldrei verið á Árbakka og hér sé um misbókun að ræða. Jónatan var fæddur 21. okt. 1838 í Skógarseli, sonur hjónanna Gunnars Markússonar og Signýjar Skúladóttur. Sjá um hann nánar í kafla um Skógarsel. Kristín Alexandersdóttir kemur 1864 ásamt dóttur sinni hér næst á eftir „ , 66, vinnukona, frá Hrísgerði að Árbakka“. Þær fara þaðan árið eftir að Stafnsholti [Kb. Mýv.]. Kristín var dóttir Alexanders Þorvarðssonar og Ingibjargar Jónsdóttur sem búa í Brekknakoti 1801, er Kristín þar þá einnig á manntali ásamt yngri systur sinni Ingibjörgu „ , deres dötre, 4, (og) 1“. Kristín er „ , niðursetningur, 17, “ á Eyjardalsá við manntalið 1816 (húsv. í mars 1815). Hún er ásamt dóttur sinni á manntali í Haganesi 1840 „ , 42, Ó, vitlaus sem stendur“ og 1845 „ , 49, Ó, vinnukona,“ í Fjósatungu ásamt dóttur sinni, sjá hér að neðan. Þær eru á manntali á Sveinsströnd 1850, í Heiðarseli 1858-1860 og á manntali á Arndísarstöðum 1860. Kristín fær eftirfarandi vitnisburð hjá sóknarpresti Lundarbrekkusóknar um nýár 1859 um hegðun og kunnáttu: „ , skörp en nákvæm, viðunanlega“ [Sál. Eyj.]. Jóhanna Jónsdóttir, dóttir Kristínar hér næst á undan, kemur 1864 með móður sinni „ , 27, vinnukona“ að Árbakka og fer með henni að Stafnsholti árið eftir. Jóhanna var fædd 21. júlí 1837 og voru foreldrar hennar „Jón Matthiasarson vinnumaðr á Skógm í axarfirði og Christín Alexandersd. vinnukona í Rhlíð (:óegta:) [Kb. Reykj.]. Hún er jafnan með móður sinni, í Haganesi á manntali 1840 og í Fjósatungu 1845 „ , 9, Ó, hennar barn, niðursetningur“. Á manntali á Sveinsströnd 1850 og í Heiðarseli er hún 1858-1860 og segir sóknarprestur Lundarbrekkusóknar um hana 1859 „ , lík móður,“ [Sál Eyj.]. Hún er með móður sinni á manntali á Arndísarstöðum 1860.

Þuríður Guðnadóttir


Friðrikka Sigurbjörg Friðfinnsdóttir kemur 1867 „ , 20, vinnukona,“ frá Svartárkoti að Árbakka [Kb. Skút.], en [Kb. Lund.] segir hana þá 25 ára (!) virðist það réttara. Erfitt er að henda reiður á konu þessari, hún kemur inn í Hálsprk. 1863 með nafninu Sigurbjörg „ , 20, v kona, að Garði úr Kinn“. Í [Kb. Þór.] er engin skrá yfir burtvikna til um það leyti. Hún kemur 1864 sem „Sigurb: Friðrika Friðf.d, 22, vinnukona,“ frá „Garði í Fn.d. að Svartárkoti“ [Kb. Lund.]. Líklega er þetta sú Sigurbjörg Friðfinnsdóttir, sem var fædd á Vaði 23. maí 1843, giftist Halldóri Jenssyni og fer með honum til Vesturheims 1878, sjá nánar um hana í kafla um Skógarsel og í [ÆÞ. II, bls. 256-258]. Sigurjón Björnsson kemur 1869 „ , 21, léttapiltr, frá Kaldbak að Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hann fer 1875 „ , 26, vmðr, úr Mývatnssveit að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Sigurjóns er getið hér nokkru ofar í tíð Jóns og Helgu; einnig hér nokkru neðar þegar hann verður bóndi á Árbakka 1882, sjá um hann þar og í kafla um Víðasel.

1874 - 1882: Jónasdóttir

Páll Guðmundsson og Guðrún Soffía

Páll og Guðrún koma 1874 frá Grímsstöðum við Mývatn, þar sem þau eru vinnuhjú á manntali sóknarprests 31. des. 1873 [Sál. Mýv.]. Þau flytja frá Árbakka að Byrgi 1882 ásamt þrem börnum [Kb.Mýv.]. Páll er gjaldandi þinggjalda fyrir Árbakka í manntalsbók 1875-1882, en 1875 er þar getið Aðalbjargar Illugadóttur, 1877 Jóns Þorsteinssonar og 1881 Guðlaugs Þorsteinssonar, öll á skrá yfir búlausa. Páll var fæddur 9. ágúst 1831 á Litluströnd, sonur Guðmundar Pálssonar og Rósu Jósafatsdóttur, sjá [ÆÞ. I, bls. 103 og 112-113]. Hann er á manntali með foreldrum og systkinum á Litluströnd 1835 og 1840, en 1845 er hann léttadrengur í Baldursheimi. Við manntalið 1850 er hann á Litluströnd „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Guðrún Soffía (Sophia) var fædd 14. ágúst 1834 í Hólum í Laxárdal, dóttir Jónasar Sigfússonar og Maríu Bergþórsdóttur [Kb. Grenjaðarst.prk.]. Hún er þar með þeim á manntali 1835, en er 1840 „ , 5, Ó, tökubarn,“ á Végeirsstöðum, þar er hún einnig við manntalið 1845, þá „fósturbarn“. Við manntalið 1850 er hún á Ljótsstöðum „ , 16, Ó, stjúpdóttir ekkjunnar,“ Guðrúnar Einarsdóttur. Sjá um Guðrúnu í [Laxd. bls. 109]. Páll og Guðrún voru gefin saman 25. maí 1855, þá bæði á Helluvaði og eru þau þar á manntali um haustið ásamt Rósu Maríu. Þau eru á manntali á Hofsstöðum 1860, er Páll þá sagður „ , 30, G, bóndi,“. Þau eru í Laugaseli 1869-1872. Páll og Guðrún fara 1890 „frá Glaumbæ að Oddsstöðum á Sljettu“ [Kb. Ein.] ásamt Aðalbjörgu dóttur sinni. Sjá nánar um Pál og Guðrúnu og afkomendur þeirra í [ÆÞ. I, bls. 112-116].


Börn Páls og Guðrúnar á Árbakka 1874-1882: Rósa María Pálsdóttir kemur líklega að Árbakka 1881, hún er á manntali á Grænavatni 1880 „ , 24, Ó, vinnukona,“. Hún er í fólkstali í des. 1881 [Sál. Mýv.] á Árbakka, en ekki er hún þar við árslok 1874-1877 og 1878-1880 er engin húsvitjun eða fólkstal. Hún fer 1882 með foreldrum og systkinum frá Árbakka að Byrgi. Rósa María var fædd á Helluvaði 9. sept. 1855 [Kb. Mýv.] og er þar með foreldrum á manntali um haustið og 1860 á Hofstöðum. Hún er með foreldrum í Laugaseli 1869-1872 og á fólkstali 31. des. 1872 á Grænavatni „ , 17, Ó, léttast.“ og vinnukona ári síðar, einnig 1874 [Sál. Mýv.]. Kemur 1885 „ , 24, vk., frá Húsavík að Ljótsst.“. Rósa giftist Jónasi Jónassyni frá Ljótsstöðum og bjuggu þau þar og í Glaumbæ, sjá [ÆÞ. I, bls. 113] og [Laxd. bls. 112].

Rósa María Pálsdóttir

Borghildur Pálsdóttir er með foreldrum sínum á manntali á Árbakka 1880 „ , 23, Ó, dóttir þeirra,“ en ekki er hún þar við húsvitjun 1874-1877, né á fólkstali 31. des. 1881, og ekki er hennar heldur getið þegar foreldrar hennar fara þaðan 1882 að Byrgi. Borghildur var fædd 9. mars 1857 á Helluvaði [Kb. Mýv.] og er með foreldrum sínum á manntali á Hofstöðum 1860 Hún er með foreldrum í Laugaseli upp úr 1869 (sjá þar) og er á fólkstali í Austaraseli 31. des. 1872 „ , 17, vinnuk.“ og vinnukona á Kálfaströnd 31. des. 1874 [Sál. Mýv.]. Er kaupakona á Gautlöndum í des. 1882 [Sál. Mýv.] og fer 1883 „ , 26, vkon, frá Gautl á Fjöll { ... }“ [Kb. Mýv.]. Borghildur giftist Siggeir Péturssyni, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 345]. Dó 17. maí 1938. Helgi Sigurður Pálsson er með foreldrum sínum á Árbakka við húsvitjun í árslok 1874-1877 [Sál. Mýv.] og á manntali á Árbakka 1880 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“. Hann er þar á fólkstali við árslok 1881 og fer með þeim þaðan að Byrgi 1882 [Kb. Mýv.]. Helgi var fæddur 31. des. 1866 í Hörgsdal. Hann er með foreldrum í Laugaseli og fer með þeim þaðan 1872 og er á fólkstali 31. des. 1872 á Sveinsströnd, en ári síðar hjá foreldrum á Grímsstöðum „ , 7, börn hjúa“ [Sál. Mýv.]. Sjá nánar um Helga í [ÆÞ. I, bls. 112-116] og mynd af honum á bls. 113. Dó. 27. júní 1936. Guðný Aðalbjörg Pálsdóttir er með foreldrum sínum á Árbakka við húsvitjun í árslok 1874-1877 [Sál. Mýv.] og á manntali á Árbakka 1880 „ , 10, Ó, dóttir þeirra,“. Hún er þar á fólkstali við árslok 1881 og fer með þeim þaðan að Byrgi 1882 [Kb. Mýv.]. Aðalbjörg var fædd í Laugaseli 2. okt. 1870 [Kb. Ein.]. Hún fer 1872 „2, börn þeirra“ „uppað Mývatni“ [Kb. Ein.] og er hún í [Kb. Mýv.] sögð fara með móður sinni að Grímsstöðum, þar er hún á fólkstali 31. des. 1872 „ , 3, niðurseta“ en „börn hjúa“ ári síðar [Sál. Mýv.]. Hún fer með foreldrum sínum 1890 „frá Glaumbæ að Oddsstöðum á Sljettu“ [Kb. Ein.]. Aðalbjörg giftist 9. júlí 1900 Birni Guðmundssyni á Grjótnesi, sjá um þau og afkomendur í [ÆÞ. III, bls.148-151]. Dó 17. febr. 1946. Jónas Pálsson, f. 29. okt. 1874 á Árbakka [Kb. Mýv.]. Hann er þar við húsvitjun við árslok þ. á. [Sál. Mýv.]. Er meðal innkominna í Grenjaðarstaðarsókn 1875 „ , á 1. ári, tökubarn frá Árbakka að Ljótsstöðum“, einnig árið eftir „ , 2, fósturbarn, frá Árbakka að Ljótsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Sjá um Jónas og afkomendur hans í [ÆÞ. I, bls. 116], einnig í [Laxd., bls. 111].

Guðný Aðalbjörg Pálsdóttir

Jónas Pálsson


Vandalausir á Árbakka í búskapartíð Páls og Guðrúnar 1874-1882:

(Aðalbjörg Illugadóttir. Aðalbjargar er getið í manntalsbók þinggjalda á Árbakka 1875 á skrá yfir búlausa (með 2 í heimili). Ekki sést þó með vissu að hún hafi átt þar heima, hún er í Baldursheimi „ , 59, húskona“ á manntali sóknarprests 31. des. 1874, þar er hún einnig ári síðar [Sál. Mýv.]. Aðalbjörg var fædd í Baldursheimi um 1816, dóttir hjónanna Illuga Hallgrímssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, og er með foreldrum og systkinum þar á manntali 1816, 1835 og 1840. Hún giftist Gamalíel Hanssyni og er með honum á manntali í Syðri Neslöndum 1845-1860. Þau áttu ekki börn. Aðalbjörg er á manntali hjá systur sinni á Helgastöðum 1880 „ , 64, E, systir húsfreyju,“. Dó 17. okt. 1889 „Ekkja í Haganesi (lungnabólgu), 74.“ [Kb. Mýv.].) Jón Þorsteinsson er „ , 29, húsmaður“ á Árbakka við húsvitjun 31. des. 1876, ásamt konu sinni og dóttur [Sál. Mýv.]. En hvorki eru þau þar árið áður né næsta ár. Jóns er getið á Árbakka í manntalsbók þinggjalda 1877 á skrá yfir búlausa. Jón var fæddur 6. okt. 1848, voru foreldrar hans Þorsteinn Jóhannesson og Kristjana Guðlögsdóttir „hión í Vindbelg“ [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali með foreldrum 1850 og 1860. Jón kvæntist 13. okt. 1874, þá í Haganesi, Aðalbjörgu Sveinsdóttur „samast. 28 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á Grænavatni við fæðingu Þóru, en eru á manntali í Vindbelg 1880 og 1890. Sjá um þau Jón og Aðalbjörgu í [ÆÞ. I, bls. 376]. Aðalbjörg Sveinsdóttir er með Jóni manni sínum, sjá hér næst á undan, við húsvitjun á Árbakka 31. des. 1876 „ , 31, kona hans“ [Sál. Mýv.]. Aðalbjörg var fædd 19. mars 1846, voru foreldrar hennar Sveinn Jóelsson og Bóthildur Jóhannesardóttir „hjón á Daðastöðum“ [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum og systkinum á manntali þar 1850 og 1855 og flytur með þeim 1858 að Bjarnastöðum í Bárðardal, þar sem foreldrar hennar verða vinnuhjú. Hún er á manntali á hinu búinu á Bjarnastöðum 1860 „ , 15, Ó, vinnustúlka,“. Hvorki í [Kb. Lund.] eða [Kb. Mýv.] hefur mér tekist að finna neitt um það, hvenær Aðalbjörg fer úr Bárðardal í Mývatnssveit. Þóra Jónsdóttir, dóttir Jóns og Aðalbjargar hér næst á undan, er með þeim við húsvitjun á Árbakka 31. des. 1876 „ , 2, barn þra“ [Sál. Mýv.]. Þóra var fædd 18. sept. 1875 [ÆÞ. I, bls. 376], voru foreldrar hennar þá „gipt vinnuhjú á Grænav“ [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum á manntali í Vindbelg 1880 og 1890. Dó 22. ágúst 1960 [ÆÞ. I, bls. 376]. Guðlaugur Þorsteinsson er á manntali á Árbakka 1880 „ , 26, G, húsmaður,“. Hann fer 1881 „ , 26, vmðr“ með konu sína að Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Þverárs.]. Guðlaugs er getið á Árbakka í manntalsbók þinggjalda 1881 á skrá yfir búlausa. Guðlaugur var fæddur 16. júní 1854 í Vindbelg, sonur hjónanna Þorsteins Jóhannessonar og Kristjönu Guðlaugsdóttur, sjá [Skú. bls. 39 og 4243]. Hann er þar á manntali 1860. Við fæðingu Kristínar dóttur sinnar 1. jan. 1879 er hann sagður „á Grænavatni“ [Kb. Ein.]. Guðlaugur kvæntist 27. júní 1880 Kristínu Elísabetu Bergvinsdóttur hér næst á eftir, er hann þá sagður „ , húsmaður á Krákárbakka, 27 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau hjónin voru í húsmennsku á Halldórsstöðum í Laxárdal, Mýlaugsstöðum og í Laugaseli 1886-1888, en bjuggu eftir það í Stórási til 1911, er Kristín andaðist. Sjá nánar undir Stórás. Guðlaugur andaðist 1. maí 1940, þá til heimilis á Geiteyjarströnd [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 42].

Jón Þorsteinsson

Aðalbjörg Sveinsdóttir


Kristín Elísabet Bergvinsdóttir, kona Guðlaugs hér næst á undan, er á manntali á Árbakka 1880 „ , 19, G, kona hans,“ kemur líklega þangað það ár, því hún kemur 1879 að Garði. Hún fer með manni sínum að Halldórsstöðum í Laxárdal 1881 [Kb. Þverárs.]. Kristín var fædd 5. maí 1861 í Reykjahlíð, dóttir hjónanna Bergvins Jónatanssonar og Kristjönu Margrétar Pétursdóttur, sem gefin voru saman í Reykjahlíð 2. júlí 1860, sama dag og Jakob Hálfdanarson og Petrína Kristín Pétursdóttir. Kristín Elísabet kemur 1876 „ , 16, v. k.“ frá Ytrafjalli að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.], en foreldrar hennar fara þ. á. að Bjarnastöðum skv. [Kb. Ness.]. Hún er í Hrappstaðaseli í fólkstölu við nýár 1877 [Sál. Eyj.], en fer 1879 frá Mjóadal að Garði við Mývatn [Kb. Lund.]. Þegar Kristín Elísabet giftist Guðlaugi 27. júní 1880, er hún „ , bústýra hans, 20 ára“ [Kb. Mýv.]. Kristín Elísabet andaðist sviplega 15. jan. 1911 „ , kona í Stórási, 50, Varð úti í voðabyl skammt frá bænum. Fór út með dóttur sinni að leita að fje og syni sínum. En veiktist og dó um kv. í faðmi dóttur sinnar“ [Kb. Mýv.]. Kristín Guðlaugsdóttir, dóttir Guðlaugs hér litlu ofar, er á manntali á Árbakka 1880 „ , 1, Ó, barn þeirra,“ (sem er rangt, hún var ekki dóttir Kristínar Elísabetar). Hún fer ekki með föður sínum að Halldórsstöðum 1881 og ekki finn ég hana á fólkstali í Mývatnsþingum 31. des. 1881, hefur þá líklega farið til móður sinnar. Kristín var fædd 1. jan. 1879 í Máskoti [Kb. Ein.]. Móðir hennar var Sigurbjörg Kristjánsdóttir Scheel [ÆÞ. I, bls. 377]. Hún fer með móður sinni 1891 að Arnarvatni frá Stórási „ , 11, barn,“ [Kb. Mýv.], en kemur 1894 „ , ungl., 14, frá Reykjadal(?) að Stórási“. Hún fer þaðan 1896 „ , vinnuk., 16,“ að Auðnum [Kb. Lund.]. Kristín dó 17. okt. 1907, sjá [ÆÞ. I, bls. 377] og tilvísun þar. Sjá einnig í [Skú. bls. 43] um afkomendur, þó eitthvað sé þar vafasamt með fæðingar- og dánarár. Guðný Guðlaugsdóttir, dóttir Guðlaugs og Kristínar hér ofar, f. 7. des. 1880, eru foreldrar hennar þá sögð „hjón á Krákárbakka“. Dó 10. (eða 16.) des. 1880 „ , úngbarn á Árbakka, á 1. ári“ [Kb. Mýv.]. Jón Einarsson er á manntali á Árbakka 1880 „ , 65, Ó, húsmaður,“. Hann fer þaðan 1881 „ , 68, húsm, úr Mývatnssveit að Hjalla“ [Kb. Ein.]. Jón var fæddur 28. einhvers mánaðar 1813 á Auðnum, sonur Einars Jónssonar (Einarssonar frá Reykjahlíð) og fyrstu konu hans Ólafar Vigfúsdóttur [Laxd. bls. 125]. Hann er á manntali á Auðnum 1816, einnig 1845 „ , 33, Ó, barn bóndans,“ faðir hans er þá kvæntur að nýju. Jón kvæntist Ástríði Pétursdóttur 22. okt. 1854 og eru þau á manntali á Auðnum 1855. Þau áttu heima í Víðaseli frá 1863 (sjá þar) og þar dó Ástríður 21. júní 1866 [Laxd. bls. 125], en Jón átti þar heima til 1874, er hann fer „ , húsmaður frá Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali sóknarprests í Mývatnsþingum 31. des. 1874-1877, vinnumaður á Grænavatni. Jón andaðist 30. mars 1885 „ , húsmaður frá Hjalla, 71 ár“ [Kb. Ein.], [Laxd. bls. 125]. Sigurður Jónsson kemur 1881 „52, húsm Frá Stórási að Krákárbakka“ [Kb. Mýv.] ásamt fjölskyldu sinni. Líklega fer hann þaðan árið eftir, þá koma tveir bændur á Árbakka. Sigurður var fæddur 3. apríl 1829, sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „vinnuhión á Lundarbrekku“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali með foreldrum sínum í Víðum 1835 og 1845 og er vinnumaður á Kálfaströnd 1855 og í Syðri-Neslöndum 1860. Sigurður var víða í vinnumennsku, m. a. í Grjótárgerði og Stórási, sjá þar. Hann kvæntist 5. júlí 1878 Sigríði Jónsdóttur, sjá hér næst á eftir. Þau eru á manntali í Stórási 1880. Sigurður er á manntali í Vindbelg 1890 „ , 61, G, á sveit,“ ásamt konu sinni og syni. Hann andaðist 26. apríl 1905 „Sveitaróm. Kálfaströnd, 75, Lungnabólga. Jarðs. Reykjahl.“ [Kb. Mýv.].


Sigríður Jónsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum 1881 frá Stórási að Krákárbakka. Sigríður var fædd 20. apríl 1840 og voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hión á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Hún eignaðist dótturina Margréti á Grímsstöðum á Fjöllum 1869, sjá hér neðar, og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Sigríður er á manntali í Narfastaðaseli 1901 „húskona“; þar sögð skilin, þó þess sé ekki getið um Sigurð við manntal þ. á. á Kálfaströnd. Hún andaðist 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.]. Guðrún Valgerður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Sigríðar hér næst á undan, kemur með þeim 1881 „2, þra barn“ [Kb. Mýv.] frá Stórási að Krákárbakka. Valgerður var fædd 14. febr. 1879 í Víðum. Hún fylgir foreldrum sínum framan af, en er síðan víða í vinnumennsku. Hún er 1890 á manntali í Víðum „ , 11, Ó, sveitarbarn,“ og á fólkstali „vk. 15“ í Stafnsholti við árslok 1893 [Sál. Helg.], kemur 1895 „ , 17, vinnukona, frá Stöng að Víðum“ [Kb. Ein.] og fer 1907 „ , vk., 28,“ að Halldórsstöðum í Bárðardal frá Stafni [Kb. Lund.]. Hún er á manntali í Víðum 1930 „ , lausakona,“ þá stödd á Narfastöðum.

Sigríður Jónsdóttir

Jón Sigurðsson, sonur Sigurðar og Sigríðar hér ofar, fæddur 23. ágúst 1881, eru foreldrar hans „húshjón á Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er hann með foreldrum þar á fólkstali í des. 1881, en í Álftagerði 1882 og 1883 [Sál. Mýv.]. Hann er á fólkstali í Hörgsdal við árslok 1884 „niðursetn, 4“, en ekki árið eftir. Ekki hefur mér tekist að finna andlát Jóns í [Kb. Mýv.], né hvað um hann varð. En þess er getið hjá móður hans við manntalið 1901, að eitt hjónabandsbarn hennar sé dáið, getur það naumast verið annað en Jón. Margrét Sigvaldadóttir, dóttir Sigríðar hér ofar, kemur með henni frá Stórási að Krákárbakka 1881 „13, barn konu“ [Kb. Mýv.]. Margrét var fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“, voru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir ha, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Margrét fylgir móður sinni nokkuð lengi, er t. d. með henni á manntali í Narfastaðaseli 1901 og fer með henni að Engidal 1908. Hún var víða í hús- eða vinnumennsku. Er á manntali í Stafnsholti 1920 „ , húskona, landbúnaður,“.

1882 - 1883: Sigtryggur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir Margrét Sigvaldadóttir

Sigtryggur og Guðrún búa þetta eina ár á Árbakka, bæði skv. fólkstali og manntalsþingbók (gjaldandi 1883) á móti Sigurjóni Björnssyni og S. Kristínu Einarsdóttur. Sigtryggur var fæddur 24. ágúst 1854 á Skútustöðum sonur hjónanna Jóns Helgasonar (Ásmundssonar á Skútustöðum) og Kristínar Jóhannesdóttur (Þorsteinssonar á Geiteyjarströnd) [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 68 og 81]. Hann er á manntali á Skútustöðum með foreldrum og systkinum 1860. Guðrún var fædd 7. júní 1853 á Litluströnd, dóttir hjónanna Jóns Árnasonar og Þuríðar Helgadóttur (Ásmundssonar á Skútustöðum) [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 131 og 138]. Hún er á manntali í Svínadal með foreldrum og systkinum 1860. Sigtryggur og Guðrún voru gefin saman 23. jan. 1877, þá bæði á Skútustöðum [Kb. Mýv.], voru þau hjónin systkinabörn. Þau eru á manntali á Skútustöðum


1880, þar sem Sigtryggur var húsmaður, einnig 1890, þar sem hann er þá vinnumaður. Sigtryggur var járnsmiður og voru þau hjón lengst af í húsmennsku á ýmsum bæjum í Mývatnssveit.

Auk barna þeirra hjóna sem með þeim voru á Árbakka, eignuðust þau hjón dótturina Þóru, f. 21. júní 1879, d. 2. apríl 1937 [Skú. bls. 82], en hennar er ekki getið á fólkstali á Árbakka í des. 1882; Hólmfríði Friðriku, f. 23. júlí 1884 og Kristin, f. 4. maí 1887, d. 10. maí s. á. [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 82]. Sigtryggur dó 14. sept. 1938 en Guðrún 27. sept. 1927 [Skú. bls. 81 og 138].

Börn Sigtryggs og Guðrúnar á Árbakka 1882-1883: Kristján Sigtryggson, f. 21. mars 1877 á Skútustöðum [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali með foreldrum sínum 1880 og á fólkstali á Árbakka í des. 1882. Hann er á manntali á Skútustöðum 1890 „ , 13, Ó, systursonur bónda,“. Sjá um Kristján og afkomendur hans í [Skú. bls. 81-82]. Guðbjörg Sigtryggsdóttir, f. 13. febr. 1881 á Skútustöðum [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum á fólkstali á Árbakka í des. 1882 [Sál. Mýv.] og á manntali á Skútustöðum 1890 „ , 9, Ó, systurdóttir bónda,“ (þ. e. sr. Árna) og vinnukona þar við manntalið 1901. Guðbjörg var verkakona í Reykjavík [Skú. bls. 82].

1882 - 1883: Einarsdóttir

Sigurjón Björnsson og Sigríður Kristín

Sigurjón er gjaldandi þinggjalda á Árbakka í manntalsbók á móti Sigtryggi fyrir árið 1882-1883. Þau flytja 1883 að Hrappstöðum í Bárðardal [Kb. Mýv.]. Eins og segir hér ofar var Sigurjón fæddur 5. júní 1848 og voru foreldrar hans „Björn Björnsson á Árbakka, Guðrún Þorkelsdóttir að Garði, ógipt“ [Kb. Mýv.]. Faðir hans kemur þ. á. „ , 24, vinnumaðr,“ frá „Hrappst. í Kinn að Árbakka“ en móðir hans, einnig 1848, „ , 19, Dóttir konunnar“ (þ. e. Hallfríðar Magnúsdóttur, 48) „ , frá Hrappstöðum í Kinn að Garðe“ [Kb. Mýv.]. Sigurjón er á manntali á Árbakka 1850, þar eru þá einnig foreldrar hans vinnuhjú, þá bæði ógift, en giftust 14. okt. s. á. [Kb. Skút.]. Sigurjóns er getið í [ÆÞ. II, bls. 245], þar sem fjallað er um vafasamt faðerni hans. Sigurjón fer 1854 ásamt Hallfríði móðurömmu sinni og Kristjáni Sigurðssyni síðari manni hennar og þeirra skylduliði „öll frá Lásgerði að Tungugérði á Tjörnesi“ [Kb. Ein.]. Hallfríður deyr á Ísólfsstöðum 5. júlí 1855, en Sigurjón er þar á manntali með Kristjáni þ. á., en flytur með honum 1857 „frá Hóli norður í Axarfjörð“ [Kb. Hús.] og er með honum á manntali 1860 á Mel „(heiðarkot byggt í Sandfellshagalandareign)“ (skammt sunnan við Hrauntanga) „ , 11, Ó, fósturpiltur,“. Sigurjón kemur 1869 „ , 21, léttapiltr, frá Kaldbak að Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hann kemur 1875 „ , 26, vmðr, úr Mývatnssv. að Skógarsel.“ [Kb. Ein.] þar sem hann kvænist Sigríði Kristínu 3. júlí 1876. Sigríður Kristín var fædd 9. mars 1842, dóttir Einars Gamalíelssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur, sem þá voru „hión að Haganese“ [Kb. Mýv.]. Hún flytur 1843 „11/2 , fósturbarn, frá Haganesi að Hólum“ í Reykjadal og er þar á manntali 1845 með fósturforeldrunum Jóhannesi Jóelssyni og Sigríði Sigurðardóttur „ , 3, Ó, tökubarn,“. Þar búa þá einnig foreldrar Sigríðar Kristínar með þrem öðrum dætrum sínum, en þau flytja aftur í Haganes 1848.

Kristján Sigtryggsson

Sigurjón Björnsson


En Sigríður er áfram í Hólum á manntali 1850 „ , 8, Ó, fósturbarn,“ og á Rauðá 1855 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en 1860 er hún á Narfastöðum „ , 19, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1868 „26, vinnukona, frá Úlfsbæ að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Sigríður Kristín (þá raunar nefnd Kristín Sigríður) kemur 1876 „ , vkona, úr Mývatnssveit að Skógarseli“ [Kb. Ein.] Þau Sigurjón og Kristín eru „hjón á Máskoti“ við fæðingu sonar 16. ágúst 1877 [Kb. Ein.]. Líklega fara þau að Víðaseli 1878, þar deyr sonur þeirra 30. sept. 1878. Þau fara 1879 „frá Víðaseli til Mývatns“. Þau koma 1880 með Jón son sinn að Stafnsholti og eru þar á manntali þ. á. en flytja 1881 „Frá Stafnsholti að Hofstöðum“ [Kb. Mýv.]. Þau fara 1883 „Frá Árbakka í Hrappstaði“ [Kb. Mýv.]. - Í [Kb. Lund.] er Sigurjón sagður koma 1883 með Jón frá Grænavatni, en S. Kristín árið eftir „ , frá Mývatni að Hrappstöðum“. Þar eignast þau hjónin dótturina Ólöfu Jakobínu 25. nóv. 1884 [Kb. Lund.]. Þau flytja með hana 1885 „ , frá Hrappstöðum að Húsavíkurbakka“ og eru á manntali á Gautsstöðum á Húsavík 1890, þar sem Sigurjón er sjómaður. Þau eru öll þrjú á manntali í Hátúni á Húsavík 1901. Sigurjón er á manntali í Holti á Húsavík 1920.

Sonur Sigurjóns og Kristínar á Árbakka 1882-1883: Jón Sigurjónsson er með foreldrum sínum í fólkstali á Árbakka í des. 1882 [Sál. Mýv.], hvort sem hann fer 1883 að Grænavatni eða Hrappstöðum. Jón var fæddur 22. júní 1880 í Stafnsholti [Kb. Ein.] og er þar með foreldrum sínum á manntali 1880. Hann dó á Hrappstöðum 28. júlí 1884 „ , barn á Hrappstöðum, 4“ [Kb. Lund.].

Vandalausir á Árbakka 1882-1883: (Guðrún Einarsdóttir er í fólkstali á Árbakka í des. 1882 „lausakona“ [Sál. Mýv.]. Engin deili veit ég á Guðrúnu þessari, enda ekki gott við að gjöra, þegar enginn aldur er tilgreindur. Í fyrstu áleit ég að þetta væri sú Guðrún, sem lengi var vinnukona á Gautlöndum og á manntali þar 1880. En hún er skráð á Gautlöndum í sama fólkstali í des. 1882.)

1883 - 1887: Sigurðardóttir

Ásmundur

Helgason

og

Arnfríður

Ásmundur og Arnfríður koma frá Engidal að Árbakka 1883 [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.]. Ásmundur er gjaldandi fyrir Árbakka í manntalsþingbók 1884-1887, en árið eftir eru þau í húsmennsku í Hörgsdal. Ásmundur var fæddur 28. apríl 1852 í Vogum, sonur hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hann er á manntali með foreldrum í Vogum 1855 og 1860. Arnfríður var fædd 31. júlí 1857 á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurlaugar Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hún er á manntali með foreldrum í Haganesi 1860. Þau Ásmundur og Arnfríður voru gefin saman 8. júlí 1880; er Ásmundur þá sagður „húsmaður í Haganesi, 29 ára“ en Arnfríður „frá Arnarvatni, 24 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Haganesi um haustið. Sjá má um búskap þeirra í [Laxd. bls. 114]. Þau voru í húsmennsku í Engidal 1881-1883. Eftir


búskap á Árbakka voru þau Ásmundur og Arnfríður í Hörgsdal 1887-88, í Stafnsholti 1888-1890 og í Laugaseli 1890-91. Aftur í Stafnsholti 1891-1892, þá á Ljótsstöðum eitt ár, þá 1893-1896 í Heiðarseli. Þá settust þau að í Laugaseli og bjuggu þar langa ævi til dauðadags. Ásmundur andaðist 10. mars 1946, en Arnfríður 5. febr. 1945 [Kb. Mýv.] og [Skú. bls. 53 og 47].

Börn Arnfríðar og Ásmundar á Árbakka 1883-1887: Kristín Ásmundsdóttir kemur með foreldrum sínum 1883 frá Engidal að Árbakka og fer með þeim að Hörgsdal 1887. Kristín var fædd 23. des. 1881 í Engidal. Hún var með foreldrum í Stafnsholti, á Ljótsstöðum, í Heiðarseli og fer með þeim að Laugaseli 1896 [Kb. Ein.], þar sem hún er með þeim á manntali 1901, 1910, 1920 og 1930. Dó á Akureyri 6. mars 1957 [Laxd. bls. 114]. Helgi Ásmundsson, fæddur 2. júlí 1884 á Árbakka. Fer með foreldrum sínum að Hörgsdal 1887. Hann var með þeim í Stafnsholti, á Ljótsstöðum, í Heiðarseli og fer með þeim að Laugaseli 1896, þar sem hann átti heima til æviloka. Dó á Húsavík 22. sept. 1965 [Laxd. bls. 114].

Annað skyldulið Ásmundar og Arnfríðar á Árbakka 1883-1887: Sigurður Jónsson, faðir Arnfríðar húsfreyju, er á fólkstali á Árbakka við árslok 1883-1885, en 1886 er ekki fólkstal. Sigurður var fæddur 18. okt. 1833 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigurlaug Guðlaugsdóttir „hión á Helluvaði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1850 með móður sinni, sem þá er ekkja. Hann kvæntist Sigurlaugu Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. okt. 1853, þá bæði í Álftagerði. Þau hjónin eru á manntali á Bjarnastöðum 1855, þar sem Sigurður er vinnumaður. Sigurður er í Haganesi 1860, bóndi, ásamt Sigurlaugu konu sinni, og á Arnarvatni 1880, þar sagður vinnumaður. Þau hjón eru á manntali á Gautlöndum 1890 og er Sigurður þá sagður vinnumaður. Sigurður andaðist 14. okt. 1922 „ , fv. bóndi Laugasel í Reykdælahreppi, 89 ár“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Sjá einnig [Laxd. bls. 114]. Sigurlaug Guðlaugsdóttir, móðir Arnfríðar húsfreyju, kona Sigurðar hér næst á undan, er á fólkstali á Árbakka við árslok 1883-1885, en 1886 er ekki fólkstal. Sigurlaug var fædd 2. ágúst 1832, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er þar með þeim og systkinum á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hún „ , 14, Ó, tökustúlka,“ á Grænavatni og 1850 vinnukona á Gautlöndum. Hún giftist Sigurði hér næst á undan 23. okt. 1853, sjá þar. Sigurlaug andaðist 5. febr. 1910 „ , kona í Laugaseli, 78“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46].

1887 - 1889: Í eyði 1889 - 1910: Árnadóttir

Pétur

Guðmundsson

og

Aðalbjörg

Pétur og Aðalbjörg koma 1889 ásamt fjórum börnum frá Svínadal að Árbakka [Kb. Mýv.]. Þau eru þar á manntali 1890 og 1901. Pétur fer 1910 „ , bóndi, 68, Bakka - Hjeðinsvík“ [Kb. Mýv.] og er enginn á manntali á Krákárbakka (sem svo virðist heita frá um 1880-1890) haustið 1910. Pétur er gjaldandi þinggjalda fyrir Árbakka í manntalsbók 1890 en 1891-1899 fyrir Krákárbakka, en lengra nær sú bók ekki. Sigurgeirs sonar hans er getið í manntalsbókinni 1896 á skrá yfir búlausa.

Kristín Ásmundsdóttir


Pétur var fæddur 1843, skírður 19. nóv., og voru foreldrar hans Guðmundur Tómasson og Kristín Jónsdóttir hjón á Kálfaströnd [Kb. Mýv.]. Pétur er með foreldrum sínum á manntali þar 1845 og 1855 og 1860 í Reykjahlíð, þar sem faðir hans er þá ráðsmaður. Hann fer 1865 „ , 23, vinnumaður, Reykjahl. að Grímsstöð. austr“ [Kb. Mýv.] og kemur inn í Hofteigssókn 1867 „frá Grímsstöðum að Víðid.“ Aðalbjörg var fædd 28. mars 1851 „Móðirin Kristín Gísladóttir Bakka lýsir föður að barninu Árna Sigurðsson vinnumann á Skeggjastöðum. Hann hefur géngið við Faðerninu beggja 2ð brot.“ [Kb. Skeggj.]. Aðalbjörg er á manntali með móður sinni á Bakka 1855 og er þar enn 1860 á manntali „ , 10, Ó, tökubarn,“ en þá er móðir hennar gift og búandi í Höfn. Aðalbjörg er sögð koma 1863 ásamt föður sínum og Ingibjörgu alsystur sinni „ , frá langan. að Vatnsd.“ (líkl. Vatnadal) [Kb. Skeggj.] og þaðan er Aðalbjörg fermd 1865. Hún fer úr Skeggjastaðasókn 1867 „ , 15, vinnuk, frá Bakka að Haga í Vopnaf.“ [Kb. Skeggj.]. Hún er burtvikin úr Hofssókn 1869 „ , 27, vst, Norðurskálan. að Gestreiðarst.“ (aldur hennar sýnilega rangur). Pétur og Aðalbjörg voru gefin saman 18. sept. 1870, er Pétur sagður „bóndi að Gestreiðarstöðum“ en Aðalbjörg „bústýra samast.“ [Kb. Hoft.]. Þau koma þaðan að Víðaseli 1874, en flytja þaðan að Álftagerði 1880. Þar eru þau á manntali þ. á. með fjórum börnum. Þau flytja með börn sín 1887 að Svínadal [Kb. Garðss.] en koma þaðan 1889 að Árbakka [Kb. Mýv.] eins og áður segir. - Pétur fer 1910 „ , bóndi, 68, Bakka - Hjeðinsvík“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali það ár ásamt Sigurgeir syni sínum og tengdamóður sinni, en Aðalbjörg er þá á manntali á Arnarvatni „HJ“ (= hjú). Pétur fer 1912 „Gamalmenni, 69, Frá Brekku í Húsav. fram í Bárðardal“ [Kb. Hús.]. Aðalbjörg fer 1916 „ , vinnuk., 66, Grænavatn - Bangastaðir, Tjörnes“ [Kb. Mýv.].

Börn Péturs og Aðalbjargar á (Krák)Árbakka 1889-1910: Methúsalem (einnig ritað Matúsalem eða Metúsalem) Pétursson kemur með foreldrum sínum frá Svínadal að Árbakka 1889 „ , 15, börn þeirra“ [Kb. Mýv.]. Hann er farinn þaðan við húsvitjun í árslok 1891. Methúsalem var fæddur 6. mars 1873, voru foreldrar hans þá „hjón á Gestreiðarstöðum“ [Kb. Hoft.], (var annað barn foreldra sinna). Hann er með foreldrum sínum á manntali í Álftagerði 1880 og á Krákárbakka 1890 „ , 17, Ó, sonur þeirra,“. Fer 1895 „vinnum, 23, frá Reykjahlíð að Svartárkoti“ og kemur þaðan aftur að Kálfaströnd 1896 [Kb. Mýv.]. Við manntalið 1901 er hann á manntali á Grænavatni „hjú, 28“. Methúsalem („Sali“) var skáldmæltur. Sigurgeir Pétursson. Þegar Pétur og Aðalbjörg koma frá Svínadal 1889, fer Sigurgeir sonur þeirra að Kálfaströnd „14, þeirra son“. Eftir manntölum sóknarprests við árslok að dæma, er Sigurgeir á Krákárbakka 1895 „ , laus, 22“ [Sál. Mýv.], fer 1896 „ , vinnum., 22, frá Bakka í Helgastaði“ [Kb. Mýv.]. Hann er aftur á Krákárbakka 1899-1902 og við manntalið 1901 er hann þar til heimilis „ , sonur hjóna, trésmíðanemi, 27“ en þess getið að hann sé fjarv. á Húsavík. Hann fer 1902 „ , trjesmiður, 28,“ frá Bakka (= Krákárbakka?) á Húsavík ásamt Kristínu ömmu sinni [Kb. Mýv.]. Sigurgeir var fæddur 19. apríl 1875 í Víðaseli. Fer þaðan með foreldrum „til Mývatns“ 1880 og er með þeim á manntali í Álftagerði þ. á. Hann fer með foreldrum sínum að Svínadal 1887 [Kb. Garðss.] og kemur þaðan að Kálfaströnd 1889 „ , 14, þeirra son, Frá

Sigurgeir Pétursson


Svínadal að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Þaðan fer hann 1890 að Litlulaugum þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 17, Ó, vinnumaður,“. Sigurgeir kvæntist 2. ágúst 1908 Björgu Jónsdóttur á Höskuldsstöðum og flytja þau árið eftir að Héðinsvík [Kb. Ein.], [Kb. Hús.] og eru þau þar á manntali 1910. Mikill ættbálkur er út af þeim kominn. Steindór Pétursson kemur með foreldrum frá Svínadal að Árbakka 1889 „7, börn þeirra“[Kb. Mýv.] og er með þeim þar á aðalmanntali 1890 og 1901. Hann er þar á manntali sóknarprests við árslok 1889-1909. Steindór var fæddur 4. ágúst 1882, voru foreldrar hans þá „hjón í Álptagerði“ [Kb. Mýv.]. Hann fer 1899 „ , vinnudr., 17, að Víðirkeri frá Krákárbakka“ [Kb. Lund.], kemur þaðan aftur 1900 „ , vinnum., 18,“ [Kb. Lund.]. Hann er lausamaður á Bjarnastöðum í Mýv. við manntalið 1910, en fer 1911 „ , laus, 29, Krákárbakka - Víðirker“ [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.]. Steindór var í bændaskólanum á Hólum „kom 1910 og fór 1912“ [Skólask.]. Svanfríður Pétursdóttir kemur með foreldrum frá Svínadal að Árbakka 1889 „4 , börn þeirra “ [Kb. Mýv.] og er með þeim þar á aðalmanntali 1890 og 1901. Síðast er hún þar á manntali sóknarprests við árslok 1903 [Sál, Mýv.]. Hún fer 1904 „trúlofuð, 18, Bakka á Húsavík“ [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.] segir„vinnukona, 19, Frá Krákárbakka að Húsavík“. Svanfríður var fædd 22. júní 1885, voru foreldrar hennar þá „hjón búandi Álftagerði“ [Kb. Mýv.]. Svanfríður giftist 20. maí 1905 Grími Sigmar Sigurjónssyni, sem þá er „vinnumaður í Odda 22 ára“ en hún „lausakona s. st. 19 ára“ [Kb. Hús.]. Þau eignast 10. febr. 1906 dótturina Aðalheiði Guðnýju, þá „hjón í Héðinsvík“ [Kb. Hús.]. Svanfríður deyr 17. ágúst 1908 „Gift kona á Ísólfsstöðum, 22 ára“ [Kb. Hús.] og er Grímur á manntali í Voladal 1910 „LAUMA, E“. En Aðalheiði Guðnýju finn ég hvorki á því manntali, né meðal dáinna eða burtvikinna til 1910. Petra Pétursdóttir kemur með foreldrum frá Svínadal að Árbakka 1889 „ , 1, börn þeirra“ [Kb. Mýv.] og er með þeim þar á aðalmanntali 1890 og 1901. Hún er þar á manntali sóknarprests við árslok 1909 [Sál. Mýv.]. Petra var fædd 31. ágúst 1888, voru foreldrar hennar þá „búandi hjón í Svínadal“ [Kb. Garðss.]. Hún er á manntali á Helluvaði 1910, en fer 1918 frá Hörgsdal að Engidal [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1920 „ , vinnukona, Ó,“. Hún fer þaðan 1922 „ , vinnuk, 34,“ að Ytra Fjalli [Kb. Lund.].

Annað skyldulið Péturs og Aðalbjargar á Krákárbakka 1889-1910: Kristín Gísladóttir, móðir Aðalbjargar húsfreyju, er á Krákarbakka við húsvitjun í árslok 1892 og 1893 „ , „gamla“ „branda““ [Sál. Mýv.]. Hún kemur 1900 „ , ekkja, 73,“ að „Bakka frá Klömbrum“ [Kb. Mýv.] og fer 1902 með Sigurgeir dóttursyni sínum frá „Bakka, á Húsavík“ [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.]. Kristín var fædd 6. júlí 1830 og voru foreldrar hennar Gísli Vilhjálmsson og Ólöf Jónsdóttir „hjón í Höfn“ í Skeggjastaðahreppi. Hún fer 1843 „ , 13, léttastúlka frá Höfn að Áslaugastöðm í Vopnafirði“ [Kb. Skeggj.]. Kristín eignaðist tvær dætur með Árna Sigurðssyni, Ingibjörgu f. 5. júní 1849 og Aðalbjörgu f. 28. mars 1851, þá á Bakka, en þar er hún á manntali 1850 „ , 21, Ó, vinnukona,“. Hún er enn á manntali á Bakka 1855, þá með Aðalbjörgu dóttur sinni. ,Hinn 29. maí 1856 giftist Kristín, þá vinnukona á Bakka, Jóni Gunnarssyni, sem þá er „vinnumaður á Bakka, 31 ára“ [Kb. Skeggj.] og eru þau á manntali í Höfn 1860 ásamt þrem börnum sínum. Jón andaðist 6. febr. 1867 „ , 42, bóndi í Höfn“ [Kb. Skeggj.]. Kristín kemur 1875 „48, til dóttur sinnar, af Langanesströnd að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Hún fer 1880 „móðir konu“


með Pétri og Aðalbjörgu frá „Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.] og er með þeim á manntali í Álftagerði þ. á. Kristín fer 1885 „ , 58, vkona Frá Reykjahl. í Grenjaðarst.“ [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Klömbur 1890 „ , 65, E, vinnukona,“. Fer 1897 sem Kristín „branda“ Gíslad., vinnuk., 69, Frá Haganesi í Part.“ [Kb. Mýv.]. Fer 1906 „Gömul kona, 80,“ frá Prestsholti í Klömbur [Kb. Hús.]. Fer 1908 „Frá Grenjaðarstað að Höskuldsstöðum“ [Kb. Grenj.] og þaðan 1910 „ , tökukona, 82,“ að Héðinsvík [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. ásamt Pétri tengdasyni sínum. Kristín andaðist 16. júlí 1911 „Ekkja í Brekku Húsav., 88?,“ [Kb. Hús.].

Vandalausir á Árbakka í búskapartíð Péturs og Aðalbjargar 1889-1910: Guðbjörg Svanfríður Hallgrímsdóttir fer 1890 „léttastúlka, 15, frá Bakka í Holtakot“ [Kb. Mýv.]. Guðbjörg er á manntali í Holtakoti í Grenjaðarstaðarsókn 1890 „ , 16, Ó, vinnukona,“ sögð fædd í Tjarnarsókn, en í Upsasókn 1901. Fæðingu hennar hef ég ekki fundið, hvorki í Tjarnar-, Upsa-, Urða- né Vallasóknum í Svarfaðardal, né í Tjarnarsókn á Vatnsnesi. Guðbjörg fer 1892 „ , 17, vk., frá Þverá til Húsavíkur“ [Kb. Grenj.]. Hún giftist 18. júlí 1897 Hjálmari Magnússyni, eru þau þá bæði í Betribæ á Húsavíkurbakka, 22ja ára [Kb. Hús.]. Þau eru á manntali 1901 ásamt Jóni Friðgeir syni sínum í Hallgrímsbæ á Húsavík; er Hjálmar sagður „húsbóndi, sjómaður, 26“ en Guðbjörg „kona hans, 26“. Jón („Hörgur“) Jónatansson kemur 1899 „ , kom á sveit, 46“ að „Bakka kom hjer á sveit sína frá Jarlsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hann fer árið eftir „ , laus, 47, Frá Bakka á flæking“ [Kb. Mýv.]. Jón var fæddur 20. júlí 1852 í Hörgsdal. Hann fer með foreldrum sínum að Fljótsbakka 1855 og er með þeim þar á manntali þ. á. og 1860 í Hörgsdal „ , 9, Ó, barn þeirra,“. Hann er á fólkstali með foreldrum og systkinum í Hörgsdal 31. des. 1871 og 1872, en er 1873 á Helluvaði „ , 22, Lausamaður“ á manntali sóknarprests 31. des. 1873 [Sál. Mýv.]. Jón er víða í vinnumennsku, hann fer 1875 „ , 26, vinnum.“ frá Laufási að Lundarbrekku og er á manntali í Víðirkeri 1880 „ , 28, Ó, vinnumaður,“. Hann fer 1890 „ , laus, 37, frá Haganesi að Stórulaugum“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. „ , 38, Ó, vinnumaður,“. Hann kemur 1898 í „Jarlsstaði frá Litlutjörnum“ [Kb. Lund.]. Jón kemur 1900 „ , 45, lausamaður, norðan úr Þingeyjarsýslu að Minnagrindli“ [Kb. Barðss.] ásamt Sæunni, sjá hér næst á eftir, og dóttur þeirra. Þau flytja 1901 að Kráksstöðum og eru þar á manntali þ. á., er Jón sagður „húsbóndi, sjóróðramaður,“. Jón kvænist Sæunni 26. sept. 1902, þá „b. á Kló.“ [Kb. Höfðaprk.]. Jón er enn sagður „b. á Kló“ við fæðingu þriðju dóttur þeirra 6. júní 1904. Jón kemur ásamt konu og þrem dætrum 1905 „ , kom á sveit, 52, Flutt á hreppinn frá Klóni í Skagafirði“ [Kb. Mýv.]. Virðist fjölskyldunni dreift um sveitina, Sæunn og Þorgerður eru á Arnarvatni og Jón og Unnur á Grænavatni við árslok 1905, en við árslok 1906 eru Jón, Sæunn og yngsta dóttirin í Syðrineslöndum. Jón og Sæunn fóru ásamt fjórum dætrum sínum til Vesturheims 1907 „Frá Syðrneslöndum til America“ [Kb. Mýv.] með svolátandi „Aths: Send af sveitinni með 1000 kr. auk fargjalds og urðu menn þá fegnir að losna við Hörg því hann var hvimleiður.“ [Kb. Mýv.]. Sjá um Jón í grein eftir Hallgrím Pétursson í Árbók Þingeyinga 1989, bls. 129-165. Sæunn Jónína Ásgrímsdóttir, kemur 1899 með Jóni hér næst á undan „ , fylgik. hans, 29, fylgdi Hörg“ [Kb. Mýv.] að Árbakka. Hún fer árið eftir „ , sveitaróm. 30, Frá Bakka, flutt á Holtshrepp í Skagaf.“ [Kb. Mýv.] ásamt dóttur sinni hér næst á eftir. Sæunn var fædd 11. maí 1869, voru foreldrar hennar „Ásgrímur Þorkelsson Sæunn Jónsdóttir 36, hjón búandi í Minnibrekku“ [Kb.Barðsprk.].

Guðbjörg S. Hallgrímsdóttir


Hún er „ , 11, Ó, niðurseta,“ á Reykjarhóli við manntalið 1880, með henni er móðir hennar, sem þá er ekkja. Sæunn á heima á Minnagrindli við fermingu 1883. Fer 1888 frá Minnaholti að Vík (í Héðinsfirði?) ásamt bróður sínum. Er á manntali í Sæbyhúsi (tómthús) í Hvanneyrarsókn 1890 „ , 21, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1897 „ , vinnuk., 28,“ að Jarlsstöðum í Bárðardal frá Akureyri [Kb. Lund.]. Sæunn kemur með Jóni og dóttur sinni árið 1900 „ , 34, lausakona, norðan úr Þingeyjarsýslu að Minnagrindli“ [Kb. Barðss.], en fer með þeim 1901 að Kráksstöðum, þar sem þau eru á manntali þ. á., er Sæunn þá „ , ráðskona hans,“ (Jóns). Hún giftist Jóni, eins og áður segir um hann, 26. sept. 1902, sjá áfram hjá honum. Sæunn fer með Jóni til Vesturheims 1907. Unnur Jónsdóttir, f. 24. júní 1899, líklega á Krákárbakka, þó heimilis móður sé ekki greinilega getið; foreldrar voru „Sæunn Ásgrímsd. lausak. { ... } og Jón Jónatansson ógipt“ [Kb. Mýv.]. Unnur fer með móður sinni árið 1900 „ , brn hennar, 1,“ [Kb. Mýv.] á Holtshrepp í Skagafirði. Hún fylgir foreldrum sínum og er með þeim á manntali á Kráksstöðum 1901 „ , dóttir þeirra, 2,“. Hún fer með þeim til Vesturheims 1907.

(1911:

Steindór Pétursson)

Steindór telst líklega til heimilis á Krákárbakka þetta ár, líklega meira að nafninu og varla um búskap að ræða, hann er þá sagður fara þaðan þ. á. að Víðirkeri [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.] (sami prestur). En árin 1910-1912 var Steindór í bændaskólanum á Hvanneyri, sjá um hann hér nokkru ofar. Hann er á manntali á Bjarnastöðum 1910, en ekki er getið neins heimilismanns á Krákárbakka á manntali sóknarpr. við árslok 1910 né 31. des. 1911.

1. yfirferð gerð síðsumars 2005, endurbætt 4. 11. s. á. Þessi prentun gerð 6. sept. 2006. R. Á.


Ábúendur á (Krák)Árbakka

Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þinggjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig látið ná yfir þann tíma.

1843 - 1860: Jón Björnsson og Helga Jónsdóttir 1860 - 1861: Helga Jónsdóttir 1853 - 1874: Jóhannes Jóhannesson og Sigríður Jónsdóttir 1861 - 1863: Sigurður Eiríksson og Sigurborg Jónsdóttir 1864 - 1873: Jónas Jónsson og Ingibjörg Sigurðardóttir 1874 - 1882: Páll Guðmundsson og Guðrún Soffía Jónasdóttir 1882 - 1883: Sigtryggur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir 1882 - 1883:

Sigurjón Björnsson og Sigríður Kristín Einarsdóttir

1883 - 1887: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir 1887 - 1889: Í eyði 1889 - 1910: Pétur Guðmundsson og Aðalbjörg Árnadóttir (1911:

Steindór Pétursson)

Skammstafanir og skýringar: [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [Þing. V. A., nr. 1]: Dóma- og þingbók Suður-Þingeyjarsýslu 1843-1861, Þing. V. A., nr. 1. [ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands. [ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


2.2 Bjarna(r)staðir


41

Undir Gautlönd segir svo í [Jb.]: „Biarnarstader heitir annað eyðiból hjer í landinu fram á heiðinni, alt viði vaxið, en sjást þó samt nokkrar líkur garðlaga og tóftarústa. Ekki má hér aftur byggja, því heyskapur er enginn.“ Engum getum skal að því leitt, hvort þær tættur sem hér er lýst, eru á sama stað og Bjarna(r)staðir voru síðar á byggðir. Þar sem höfuðklerkar Mývatnsþinga, þeir sr. Jón Þorsteinsson, sr. Þorlákur Jónsson, sr. Árni Jónsson og sr. Hermann Hjartarson, rita oftar Bjarnastaðir í embættisbækur, er svo að mestu gert hér, þar sem ég er ekki nógu kunnugur heimavenju. Bjarnastaða er ekki getið í manntölum 1801 - 1850.

1850 - 1852: Davíð Guðmundsdóttir

Salómonsson

og

Ólöf

Davíð og Ólöf koma 1850 „frá Árnesi að Bjarnast“ [Kb. Mýv.]. Ekki virðist tekið þar manntal þ. á. Davíð er bæði 1851 og 1852 á skrá yfir bændur og búendur þar í manntalsþingbók, en 1853 er hann sagður „búlaus“ á Gautlöndum. Davíð var fæddur um 1805, hann er á manntali 1816 á Máná með föður sínum, Salómon Jónssyni, sem þar býr þá með konu sinni; er Davíð þá „ , sonur bónda, 11,“ og sagður fæddur á Víkingavatni. Móðir hans var Þórunn Jónsdóttir, er hún hjá Davíð á 2. búi á Máná við manntalið 1835 „ , 64, E, húsbóndans móðir“. Davíð kvæntist 2. ágúst 1828 Sigurlaugu Indriðadóttur og er hún með Davíð á manntali á Máná 1835 ásamt tveim börnum þeirra. En Davíð er þá sagður „ , 30, G, húsbóndi, vefari“. Salómon faðir hans býr þá á 1. búi á Máná, kvæntur að nýju, og er þar enn við manntalið 1840. Davíð og Sigurlaug fluttu að Þverá í Reykjahverfi 1836 með tvö börn sín, en koma þaðan árið eftir að Mýrarkoti og þar fæðist þeim dóttirin Salome Helga 6. ágúst 1837 [Kb. Hús.], er hún á manntali á Máná hjá afa sínum 1840 „ , 4, Ó, tökubarn, niðurseta (svo).“ Sigurlaug andaðist 1. okt. 1838 „kona á Mýrarkoti, 31“ [Kb. Hús.]. Davíð fer 1839 með Indriða son sinn „frá Mýrarkoti að Garði við Mývatn“ [Kb. Hús.] og eru þeir feðgar þar á manntali 1840, Davíð „ , 35, E, vinnumaður“ en Indriði „ , 11, Ó, hans sonur“. Ólöf var fædd 3. sept. 1804 á Litluströnd, voru foreldrar hennar Guðmundur Jónsson og Ingveldur Guðmundsdóttir [Kb. Mýv.]. Alsystir Jóhannesar í Skógarseli. Ólöf er með foreldrum sínum og systkinum á manntali á Litluströnd 1816. Fer 1826 „ , 22, vinnukona,“ frá Gautlöndum að Víðirkeri og kemur þaðan aftur að Gautlöndum 1829 [Kb. Mýv.], en fer 1834 frá Grænavatni að Belgsá, þar sem hún er á manntali 1835 „ , 31, Ó, vinnukona“ en 1840 er hún vinnukona á Gautlöndum. Þau Davíð og Ólöf voru gefin saman 6. maí 1842, er Davíð sagður „Eckiumaður frá Garðe 36 ára“ en Ólöf „frá Grænavatni ógipt 38 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau flytja 1842 „frá Garði að Máná“ [Kb. Hús.] ásamt Indriða, þar eru þau við fæðingu sonar í febr. 1843 „hjú á Máná“, sjá síðar. Þau eru „vinnuhjú í Húsavík gipt“ við fæðingu sonarins Kristjáns 8. maí 1844, en eru á manntali 1845 í Árnesi, tómthús, á Húsavík ásamt báðum sonum sínum; er Davíð sagður „ , 40,


42

G, bóndi, lifir af sjó og vinnu“. Þau eru þar einnig við manntalið 1. okt. 1850, en þá er Kristjáns ekki getið. Eins og áður er getið, eru þau hjónin ásamt syni sínum meðal innkominna í Mývatnsþing 1850, Davíð „ , 44, bóndi, frá Árnesi að Bjarnast“ [Kb. Mýv.]. Þau eru öll þrjú á manntali á Grænavatni 1855, en 1859 fara þau hjónin „frá Litluströnd að Svínadal“ [Kb. Skút.], þar sem þau eru á manntali 1860. Þar er þá einnig Salome Helga, dóttir Davíðs „ , 24, Ó, vinnukona,“. Þau Davíð og Ólöf koma aftur frá Svínadal að Litluströnd 1861 [Kb. Mýv.]. Ólöf er á manntali á Grímstöðum á Fjöllum 1880 „ , 76, E, lifir af eignum sínum,“ Davíð andaðist 11. mars 1863 „ , giftur maður frá Helluvaði, 57, Taksótt“ [Kb. Mýv.], en Ólöf 4. nóv. 1894 „ , hreppsómagi Baldursheimi, 90“ [Kb. Mýv.].

Sonur Davíðs og Ólafar á Bjarnastöðum 1850-1852:

Jón Davíðsson kemur með foreldrum frá Árnesi að Bjarnastöðum 1850 „ , 7, sonur þeirra“ [Kb. Mýv.]. Jón var fæddur 7. febr. 1843, eru foreldrar hans þá „hjú á Máná“ [Kb. Hús.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali í Árnesi á Húsavík 1845 og 1850. Hann er einnig með þeim á manntali á Grænavatni 1855 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“ og einnig þar á manntali 1860 „ , 18, Ó, vinnumaður,“. Á hinu búinu er þá einnig Kristján bróðir hans „ , 17, Ó, léttapiltur,“. Jón fer 1868 „ , 25, vinnumaður,“ frá Grænavatni að Víðirhóli [Kb. Mýv.]. Ekki finn ég hann í Víðirhólssókn við manntalið 1880.

Vandalausir á Bjarnastöðum hjá Davíð og Ólöfu 1850-1852:

Björn Björnsson er á Bjarnastöðum á skrá yfir búlausa í manntalsþingbók 1852, hefur líklega verið þar 1851-1852 í húsmennsku. Hann fer þaðan 1852 „ , 37, bóndi,“ ásamt konu sinni og tveim börnum að Presthvammi [Kb. Mýv.]. Björn var fæddur 29. sept. 1815 í Parti [ÆÞ. VII, bls. 309], sonur hjónanna Björns Einarssonar og Þóru Jónsdóttur (Sigurðssonar á Breiðumýri). Hann er á manntali í Parti 1816 með foreldrum og þrem bræðrum. Móðir hans dó 13. okt. 1821 „ , Kona frá Hólum, 56, dó af höfuðpínu“ [Kb. Ein.]; hætti faðir hans búskap þar 1823 og flytur með yngsta son sinn „ , vinnumaðr frá Hólum til Gautlanda“ og segir í athugas.: „yfirgaf bú vegna {ólæsil.}“ [Kb. Ein.]. Björn fer 1834 „ , 18, léttadr, Frá Öndólfsst að Lundi“ [Kb. Ein.] og er hann þar á manntali 1835 „ , 18, Ó, vinnumaður“. Nokkuð erfitt er að henda reiður á ferli hans næstu árin, og ekki finn ég hann á manntali 1840. Hann kemur 1843 „ , 28, vinnumaður, frá Breiðumýri að Arnarvatni“ [Kb. Mýv.], en er „uppboðinn“ á manntalsþingi á Helgastöðum 23. maí 1843, þar sem öllum er fyrirboðið að halda hann í lausamennsku. Fer 1845 „ , 30, vinnumaður, frá Arnarvatni að Hólum“ í Laxárdal [Kb. Mýv.] og er hann þar á manntali þ. á. Björn og Bóthildur, sjá hér næst á eftir, þá bæði í Hólum í Laxárdal, voru gefin saman 24. sept. 1847, og segir í athugasemd: „Þessar persónur hafa áður átt barn saman“ [Kb. Grenj.]. Þau flytja þaðan 1848 ásamt Sigurgeir syni þeirra að Geitafelli [Kb. Grenj.] og eru þar vinnuhjú á manntali 1850. Flytja þaðan þ. á. að Geirastöðum („vinnumaður“, „kona hs“) [Kb. Mýv.], [Kb. Grenj.]. Björn og Bóthildur búa í Presthvammi 1852-1862 og eru þar á manntali 1855 og 1860. Virðist heimilið að mestu leyst upp vegna fátæktar 1862, en þó munu þau hjón hafa átt þar heima þar til Björn andaðist 2. ágúst 1864 „ , frá


43

Presthvammi giftur, 50, Kveflandfarsótt með lungnabólgu og taki. Jarðsettur á Einarsst.“ [Kb. Grenj.]. Í [Kb. Ein.] er dánardagurinn sagður 1. ágúst „ , giptur maður, deyði á Öndólfsst, var ekki heimilismaður þar, 48 ára, Landfarsótt“ „Jarðsunginn af Sr. Magnúsi á Grenjaðarstöðum“. Til marks um bágan fjárhag Björns, er á manntalsþingi á Helgastöðum 6. júní 1864, tæpum tveim mánuðum fyrir andlát hans, þinglýst „skuldabréf frá Birni Björnssyni í Presthvammi dags. 12. Marz 1864 358 rd 94 s til sveitarsjóðs Helgastaðahrepps, mót veði í ýmsum búahlutum sínum, og því er hann eignast kann.“ Við lát Björns var kveðinn Bróðurmissir:

Björn er dauður burt frá nauð, búinn að líða sína tíð, hefir auð og himnabrauð, horfinn kvíða og öllum lýð.

Snorri á Þverá lærði vísuna af höfundinum, Einari Björnssyni bróður Björns.

Bóthildur Jónsdóttir, kona Björns hér næst á undan, eignast dótturina Valgerði á Bjarnastöðum. Fer þaðan 1852 „ , 34, kona hs,“ ásamt manni sínum og tveim börnum að Presthvammi [Kb. Mýv.]. Bóthildur var fædd 10. okt. 1818 á Hofstöðum, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Sigríðar Maríu Sigurðardóttur [Kb. Reykj.], [ÆÞ. VII, bls. 309]. Hún er með foreldrum og sjö systkinum á manntali á Arnarvatni 1835, en 1840 er hún „ , 23, Ó, vinnukona ,“ á Grænavatni. Hún er vinnukona á Draflastöðum 1841-1843, en kemur þá aftur að Arnarvatni og er þar á manntali 1845 „ , 28, Ó, þeirra barn“ ásamt Sigurgeir „ , 1, Ó, hennar son,“. Um hjúskap Bóthildar og búsetu sjá hér næst á undan hjá Birni. Hún fer 1866 „ , 49, ekkja frá Holtakoti að Geirastöðum“ ásamt Kristjáni og Arnfríði [Kb. Grenj.]. Hún er á manntali á Arnarvatni 1880 „ , 63, E, húskona,“. Dó í Víðaseli 9. okt. 1888 „(kona), ekkja frá Víðaseli, 70 ára“ [Kb. Mýv.], en ekki er andláts hennar getið í [Kb. Ein.]. Sjá um Bóthildi í [ÆÞ. VIII, bls. 147] og [ÆÞ. VII, bls. 309-332], þar um afkomendur. Kristján Björnsson, sonur Björns og Bóthildar hér að ofan, fer með þeim frá Bjarnastöðum að Presthvammi 1852 „ , 3, Börn þrra,“ [Kb. Mýv.]. Kristján var fæddur 20. des. 1849 í Geitafelli [Kb. Grenj.]. Hann er þar með foreldrum á manntali 1850 og fer með þeim þ. á. að Geirastöðum [Kb. Mýv.]. Kristján er með foreldrum á manntali í Presthvammi 1855 og 1860. Fer þaðan 1862 „ , 12, ljettapiltur,“ að Litlulaugum [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.], aftur fer hann 1864 „ , 15, nýfermdur frá Presthvammi á vergang“ og enn 1866 með móður sinni frá Holtakoti að Geirastöðum [Kb. Grenj.]. Kristján kvæntist 23. okt. 1880, þá „vmðr á Ingjaldsstöðum, 31 ára“ Valgerði Þorsteinsdóttur, sem þá er „yfirsetukona á Breiðumýri, 24 ára.“ [Kb. Ein.]. Ekki finn ég Kristján á manntalinu 1880, en Ingjaldsstaðir er líklegur dvalarstaður fyrir hann, Kristján


44

bóndi þar Jónsson var móðurbróðir hans. Þau Kristján og Valgerður fóru til Vesturheims með Benedikt son sinn frá Fljótsbakka 1883 [Vfskrá], sjá um þau og syni þeirra í [ÆÞ. VII, bls. 310-311]. Valgerður Björnsdóttir, dóttir Björns og Bóthildar hér rétt ofar, fædd 20. sept. 1851 á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.]. Fer þaðan með foreldrum að Presthvammi 1852 „ , 1, Börn þrra,“ [Kb. Mýv.]. Valgerður er með foreldrum á manntali í Presthvammi 1855 og 1860. Hún fer þaðan 1862 „ , 11, tökubarn,“ að Litlulaugum [Kb. Grenj.], en [Kb. Ein.] segir hana þá fara að Stafni, sem líklega er réttara. Valgerður fer 1871 „20, vinnuk., frá Arnarvatni að Haga í Vopnafirði“ [Kb. Mýv.] ásamt með Sigurgeir (yngri) bróður sínum og skylduliði hans. Hún fer með þeim til Vesturheims frá Haga 1876 „vinnukona, 26,“ [Vfskrá]. Valgerður giftist vestra Jakobi Jónssyni, sjá [ÆÞ. VII, bls. 311]. Sjá einnig [Saga Ísl., bls. 277].

1852 - 1858: Guðlaugsdóttir

Sigurður

Erlendsson

og

Guðrún

Sigurður og Guðrún koma 1852 ásamt tveim börnum „frá Rauðá að Bjarnastöðum“, „fluttust búferlum“ [Kb. Mýv.]. Þau eru þar á manntali 1855 með tveim börnum sínum. Sigurður er síðast meðal gjaldenda í manntalsþingbók 1858, en 1857-1858 býr Björn Björnsson á móti honum. Þá er Jóns bróður Sigurðar getið á Bjarnastöðum í manntalsbók 1855 á skrá yfiir „vinnhjú tíundandi“ og Sigurðar Jónssonar 1856 á skrá yfir vinnuhjú og 1858 á skrá yfir húsfólk. Sigurður var fæddur 22. ágúst 1824, sonur Erlends Sturlusonar og Önnu Sigurðardóttur (Jónssonar á Gautlöndum), sem þá voru „búandi hjón á Rauðá“ [Kb. Þór.]. Sigurður var fóstraður hjá afa sínum á Gautlöndum og er þar á manntali 1835 og 1840 „ , fósturbarn,“ og 1845 „ , 22, Ó, fóstursonur hennar,“ (þ. e. Kristjönu, ekkju Sigurðar). Guðrún var fædd 16. júlí 1821 á Vestara-Landi, dóttir Guðlaugs Kolbeinssonar og Kristínar Helgadóttur „b a V: Landi“ [Kb. Skinn.], [Skú. bls. 15 og 21]. Hún flytur með foreldrum sínum og þrem eldri systrum 1822 „ , frá Vestaralandi að Álptagierði við Mývatn“ [Kb. Skinn.] og er þar á manntali með foreldrum og níu systkinum 1835. Hún er „ , 20, Ó, vinnukona,“ á Sveinsströnd við manntalið 1840, en við manntalið 1845 er hún vinnukona á Gautlöndum, en á öðru búi en Sigurður. Sigurður og Guðrún voru gefin saman 8. okt. 1847, þá bæði á Gautlöndum [Kb. Mýv.]. Þau eru þar á manntali 1850 ásamt Kristjönu dóttur sinni. Fara þaðan 1851 að Rauðá og koma þaðan að Bjarnastöðum 1852 eins og áður segir. Líklega fara Sigurður og Guðrún frá Bjarnastöðum að Litluströnd, þaðan fara þau 1859 að Svínadal, þar sem Sigurður er „ , 37, G, vinnumaður,“ við manntalið 1860. Þau koma frá Svínadal að Litluströnd 1864 ásamt Önnu Sigrúnu „5, dóttir þrra,“ [Kb. Mýv.]. Guðrún andaðist 27. des. 1865 „kona frá Litluströnd, 44, Dó úr sömu veiki“ (þ. e. taugaveiki) [Kb. Skút.]. Sigurður er á manntali á Brettingsstöðum hjá Erlendi syni sínum 1880 „ , 57, E, faðir bónda,“ og deyr þar 28. júlí 1887 „ , ekkill frá Brettingsst, 63“ [Kb. Grenj.].


45

Börn Sigurðar og Guðrúnar á Bjarnastöðum 1852-1858:

Kristjana Sigurðardóttir kemur með foreldrum sínum 1852 frá Rauðá að Bjarnastöðum og er með þeim þar á manntali 1855. Ekki er annað vitað en hún sé með þeim þar til 1858, hún fer með þeim 1859 að Svínadal frá Litluströnd. Kristjana var fædd 28. des. 1849, voru foreldrar hennar þá „hjón á Gautlöndum“ [Kb. Skút.]. Hún er með þeim þar á manntali 1850 og flytur með þeim að Rauðá 1851. Kristjana er á manntali í Svínadal 1860 með foreldrum sínum. Hún kemur þaðan 1863 „ , 14, léttastúlka,“ að Litluströnd [Kb. Mýv.]. Kristjana andaðist 22. júlí 1869 „vinnukona frá Helluvaði, 20, þung kvefsótt og langvinn brjóstveiki“ [Kb. Mýv.]. Erlendur Sigurðsson kemur með foreldrum sínum 1852 frá Rauðá að Bjarnastöðum og er með þeim þar á manntali 1855. Ekki er annað vitað en hann sé með þeim þar til 1858, hann fer með þeim 1859 að Svínadal frá Litluströnd. Erlendur var fæddur 15. febr. 1852 á Rauðá [Kb. Þór.]. Hann er á manntali í Svínadal með foreldrum 1860, en fer þaðan 1861 „ , 9, í dvöl,“ að Litluströnd [Kb. Mýv.] með þeim Davíð og Ólöfu, fyrrum ábúendum á Bjarnastöðum, sjá þar. - Hann kemur 1868 „tökubarn frá Ingjaldsstöðum að Haganesi“ [Kb. Mýv.]. Erlendur bjó á Brettingsstöðum 1879-1898 og dó þar 11. mars. 1932. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [Laxd. bls. 97-104] og í [Skú. bls. 2123]. Sigrún Sigurðardóttir, f. 5. nóv. 1854, eru foreldrar hennar sögð „Sigurður og Guðrún hjón á Bjarnastöðum“ [Kb. Mýv.]. Sigrún lést 16. nóv. 1854 „ , barn frá Bjarnastöð:, rúmlega vikugömul“ [Kb. Skút.].

Erlendur Sigurðsson

Annað skyldulið Sigurðar og Guðrúnar á Bjarnastöðum 1852-1858:

Finnbogi Erlendsson, bróðir Sigurðar bónda, fer 1853 „ , 16, léttapiltr, frá Bjarnastöðum að Rauðá“ [Kb. Mýv.]. Finnbogi var fæddur 14. maí 1837 (ártalið gæti verið 1838), sonur Erlends Sturlusonar og Önnu Sigurðardóttur, sem þá eru „ , hjón búandi á Rauðá“ [Kb. Þór.]. Þar er Finnbogi á manntali 1840, 1845 og 1850. Fer 1851 „ , 14, léttapiltr, frá Rauðá að Gautlöndum“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1855 og 1860. Hann fer þaðan 1863 „ , 27, vinnumaður,“ að Lundarbrekku, þar sem hann kvænist Guðrúnu Sigurðardóttur 10. okt. 1865 [Kb. Lund.]. Þau bjuggu í Haganesi og í Grjótárgerði 1874-1878. Guðrún andaðist 8. apríl 1880 „ , Gipt kona í Víðirkeri, 47“ [Kb Lund.] og er Finnbogi þar á manntali það ár „ , 43, E, lausamaður,“. Finnbogi kvæntist aftur 8. febr. 1882, þá 44 ára ekkjumaður í Víðirkeri, Kristjönu Rósu Hermannsdóttur, sem þá er þar 37 ára vinnukona [Kb. Lund.]. Þau fara frá Víðikeri til Vesturheims 1883 [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Sjá einnig [Saga Ísl., bls. 284]. Jón Erlendsson, bróðir Sigurðar bónda, er á Bjarnastöðum við giftingu 6. nóv. 1854 og í manntalsbók þinggjalda á Bjarnastöðum 1855 „vinnuhjú tíundandi“. Hann er þar ekki á aðalmanntali um haustið, þá er hann vinnumaður á Sveinsströnd. Jón var fæddur 23. des. 1833 á Rauðá, sonur Erlends Sturlusonar og Önnu Sigurðardóttur. Hann er með foreldrum á manntali á Rauðá 1835, 1840 og 1845, kemur þaðan 1846 „ , 13, léttapiltr,“ að Gautlöndum [Kb. Mýv.] og er „ , 17, Ó, léttadrengur,“ á Gautlöndum 1850. Kvæntist Kristbjörgu

Finnbogi Erlendsson


46

Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 6. nóv. 1854, þá bæði á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.]. Jón dó á Brettingsstöðum 19. okt. 1876. Sjá um hann í [Laxd. bls. 95] og í [Skú. bls. 48]. Kristbjörg Guðlaugsdóttir, kona Jóns hér næst á undan, er með manni sínum á Bjarnastöðum í febrúar 1854, er þau eignast þar son. Hún er ekki þar á aðalmanntali 1855, þá er hún með manni sínum á Sveinsströnd. Kristbjörg var fædd 24. sept. 1835, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión í Álptagerði“ [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Álftagerði 1840 og 1845, og einnig 1850 „ , 15, Ó, barn þeirra,“. Sjá um Kristbjörgu í [Laxd. bls. 95] og í [Skú. bls. 15 og 48-50]. Valdimar Jónsson, sonur Jóns og Kristbjargar hér næst á undan, f. 12. febr. 1854 á Bjarnastöðum „ , skírður skemri skírn af Erlendi Sturlusyni á Gautlöndum“ [Kb. Mýv.]. Foreldrarnir eru sögð „ógipt vinnuhjú á Bjarnastöðum“. Valdimar lést 16. febr. 1854 „Barn frá Bjarnastöðum, á 1tu viku,“ [Kb. Mýv.].

Vandalausir hjá Sigurði og Guðrúnu á Bjarnastöðum 1852-1858:

Jónatan Eiríksson er á manntali á Bjarnastöðum 1855 „ , 13, Ó, léttapiltur,“. Hann fer 1857 að Ingjaldsstöðum „ , 15, ljettapiltur“ [Kb. Mýv.]. Jónatan var fæddur 16. nóv. 1842 á Hallbjarnarstöðum [Kb. Ein.]. Hann er „tökubarn“ á Daðastöðum við manntalið 1845, með foreldrum í Saltvík 1850. Kemur með foreldrum frá Saltvík að Kálfaströnd 1851. Jónatan er vinnumaður í Geitafelli við manntalið 1860. Hann kvæntist í Víðum 29. júlí 1867 Guðbjörgu Eiríksdóttur [Kb. Ein.], var hann fyrsti maður hennar af þremur. Þau eru komin að Daðastöðum 1870 við fæðingu barns [Kb. Ein.]. Jónatan deyr 18. júní 1871 „húsmaður giptur á Daðastöðum, 29 ára, flogaveikur, fannst dauður á Hvammsheiði“ [Kb. Ein.]. Sigurður Jónsson er á manntali á Bjarnastöðum 1855 ásamt konu sinni og dóttur og á manntalsþinggjaldaskrá 1856 á skrá yfir vinnuhjú. (Mætti með nokkrum rétti telja þau hjón til skylduliðs ábúenda, kona hans var systir Guðrúnar húsfreyju.) Sigurðar er ekki getið í þinggjaldaskránni árin á undan né næsta ár, en hann er þar á þinggjaldaskrá (með fjóra í heimili) á skrá yfir húsfólk 1858. Arnfríður dóttir þeirra hjóna er fædd á Bjarnastöðum 31. júlí 1857. Sigurður var fæddur 18. okt. 1833 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigurlaug Guðlaugsdóttir „hión á Helluvaði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1850 með móður sinni, sem þá er ekkja. Hann kvæntist Sigurlaugu Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. okt. 1853, þá bæði í Álftagerði. Sigurður er í Haganesi 1860, bóndi, ásamt Sigurlaugu konu sinni, og á Arnarvatni 1880, þar sagður vinnumaður. Þau hjón eru á manntali á Gautlöndum 1890 og er Sigurður þá sagður vinnumaður. Sigurður andaðist 14. okt. 1922 „ , fv. bóndi Laugasel í Reykdælahreppi, 89 ár“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Sigurlaug Guðlaugsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, er með honum á manntali á Bjarnastöðum 1855, sjá hjá honum. Sigurlaug var fædd 2. ágúst 1832, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er þar með þeim


47

og systkinum á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hún „ , 14, Ó, tökustúlka,“ á Grænavatni og 1850 vinnukona á Gautlöndum. Hún giftist Sigurði hér næst á undan 23. okt. 1853, sjá þar. Sigurlaug andaðist 5. febr. 1910 „ , kona í Laugaseli, 78“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Kristín Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Sigurlaugar hér næst á undan, er með þeim á manntali á Bjarnastöðum 1855. Kristín var fædd 27. ágúst 1854, voru foreldrar hennar þá „gipt vinnuhjú á Litluströnd“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Haganesi 1860. Kristín giftist Sigurgeir Guðmundssyni frá Kálfaströnd og bjuggu þau lengi á Arnarvatni. Sjá um Kristínu og afkomendur í [Skú. bls. 46-47]. Arnfríður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Sigurlaugar hér ofar, f. á Bjarnastöðum 31. júlí 1857 [Kb. Mýv.]. Arnfríður er með foreldrum á manntali í Haganesi 1860. Hún giftist Ásmundi Helgasyni og bjó með honum víða, en síðast og lengst í Laugaseli, þar sem hún andaðist 5. febr. 1945, sjá [Skú. bls. 47 og 53] og undir Laugasel.

1857 - 1879: Björn Björnsson og Jóhanna Jóhannesdóttir

Björn og Jóhanna búa fyrsta árið á móti Sigurði og Guðrúnu, næstu fimm árin á móti Jóni Jónssyni og Maríu til 1863, en síðan ein frá 1863-1879. Sigfús Kristjánsson er á skrá yfir búlausa á Bjarnastöðum 1860 og einnig 1864; Sigurður Jónsson er þar á skrá yfir búlausa 1868 og 1869 á skrá sem heitir „Búlausir tíundandi“. Björn og Jóhanna og Jón og María eru á manntali á Bjarnastöðum 1860 með skylduliði sínu. Björn var fæddur 18. apríl 1825 og voru foreldrar hans Björn Buch og Þorbjörg Bergþórsdóttur „búandi hion á Garðshorni“ [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Ytrileikskálaá 1835 og 1840 á Hóli, þar er hann einnig „ , 21, Ó, vinnumaður,“ við manntalið 1845. Hann kemur 1848 „ , 24, vinnumaðr frá Hrappst. í Kinn að Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850. Þar kvæntist hann Guðrúnu barnsmóður sinni 14. okt. 1850 [Kb. Skút.], en hún andaðist þar 6. júní 1851. Jóhanna var fædd 10. júní 1824 og voru foreldrar hennar „Jóhannes Þórðrs bóndi í Fífilgerði og Málfríður Illhugsdóttir kona hans“ [Kb. Kaup.]. Faðir Jóhönnu deyr 14. ágúst 1831 „giftur maður á Leifsstöðum, 52“ og er Jóhanna á manntali í Kaupangi 1835 „ , 11, Ó, tökubarn,“ ásamt móður sinni, sem þá er „ , 53, E, vinnukona,“ en andaðist 27. júní 1837 [ÆÞ. II, bls. 245]. Jóhanna er á manntali á Hallgilsstöðum 1845 „ , 22, Ó, vinnukona,“. Hún fer þaðan 1848 „24, vinnukona“ að Grænavatni [Kb. Mýv.], þar sem hún er á manntali 1850. Björn og Jóhanna eru gefin saman 23. okt. 1853, þá bæði á Grænavatni. Þau eru þar á manntali 1855 ásamt Ásgeiri syni sínum; er Björn þar sagður vinnumaður. Við fæðingu Guðbjargar 31. ágúst 1857 eru þau „hjón á Bjarnastöðum“ [Kb. Mýv.] og á manntali þar 1860 með þrem börnum. Þau eru á Gautlöndum við manntalið 1880 „ , húsmaður“, „ , kona hans,“.


48

Björn andaðist 5. sept. 1883 „húsmaður Litluströnd, 59 ára“ [Kb. Mýv.]. Jóhanna fer 1884 „Ekkja, 60,“ frá Litluströnd að Stóru-Brekku [Kb. Möðruv.kl.s.], og fara tvö börn hennar með henni þangað, sjá síðar. Hún fer 1890 frá Helluvaði að Litlulaugum [Kb. Ein.] og þaðan 1892 „ , til sonar síns, 68,“ að Álftagerði. Jóhanna deyr 20. ágúst 1893 „ , Ekkja í Haganesi, 69, Brjóstveiki“ [Kb. Mýv.]. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. II, bls. 244-256].

Börn Björns og Jóhönnu á Bjarnastöðum 1857-1879:

Ásgeir Björnsson kemur líklega með foreldrum að Bjarnastöðum 1857. Hann er þar á manntali með þeim 1860 og á fólkstali 31. des. 1871 og 1872 og á manntali sóknarprests 31. des. 1873 og 1874 [Sál. Mýv.], en ekki 31. des. 1875. Ásgeir var fæddur 18. júní 1854, voru foreldrar hans þá „gipt Vinnuhjú á Grænavatni“ [Kb. Mýv.]. Hann er með þeim þar á manntali 1855. Við manntalið 1880 er Ásgeir á viðaukaskrá í Möðruvallaklaustursókn „ , 27, Ó, skólapiltur,“ á Möðruvöllum, og er lögheimili sagt Gautlönd. Hann kemur 1882 inn í M.v.kl.s. „gagnfræðastúdent, 32, frá Gautlöndum að Möðruvöllum“ [Kb. Mv.kl.s.]. Hann kvæntist 23. júní 1884 „gagnfræðastúdent frá Möðruvölum, 30 ára“ Kristjönu Benóníu Halldórsdóttur „þjónustustúlka frá Möðruvöllum 25 ára“ [Kb. Mv.kl.s.]. Þau hjónin eru á manntali á Björgum í þeirri sókn ásamt þrem börnum 1890 og í Ásgeirskoti í sömu sókn 1901 ásamt þrem öðrum börnum, fjarverandi á Hallgilsstöðum í sömu sókn eru Ásgeir „húsbóndi, daglaunam., 47“ og 17 ára dóttir þeirra. Guðbjörg Björnsdóttir, f. 31. ágúst 1857 á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.]. Hún er þar á manntali með foreldrum 1860 og á fólkstali 31. des. 1871 og 1872 og á manntali sóknarprests 31. des. 1873-1877 [Sál. Mýv.]. Guðbjörg er á manntali á Gautlöndum 1880 „ , 23, Ó, vinnukona,“ en þar eru þá foreldrar hennar í húsmennsku. Hún fer 1884 ásamt móður „ , 27, hn dótt“ „Frá Litluströnd í Eyjafjörð“ [Kb. Mýv.]. Í [Kb. Mv.kl.s.] er hún sögð koma frá Gautlöndum að Stóru Brekku (en móðir hennar frá Litluströnd). Guðbjörg andaðist 7. apríl 1886 „ , 28, ógift á Stóru Brekku“ [Kb. Mv.kl.s]. Steinþór Björnsson, f. 21. mars 1860 á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali með foreldrum 1860 og á fólkstali 31. des. 1871 og 1872 og á manntali sóknarprests 31. des. 1873-1877 [Sál. Mýv.]. Ekki finn ég hann meðal burtvikinna úr Mývatnsþingum 1878, en hann kemur 1881 „ , 22, steinhöggvari úr Reykjavík í Gautlönd“ [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali á Helluvaði 1890 „ , 30, Ó, steinsmiður,“ þar er þá einnig Sigrún Jónsdóttir sem hann kvæntist ári síðar „ , 20. Ó, dóttir húsfreyju,“. Sjá um Steinþór, konu hans og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 244-252] og [Reykj. bls. 1224-1250]. Stefán Bergmann Björnsson, f. 12. nóv. 1863, voru foreldrar hans þá „hjón á Bjarnastöðum“ [Kb. Mýv.] (en [ÆÞ. II, bls. 252] segir hann fæddan á Skútustöðum). Hann er með foreldrum á Bjarnastöðum á fólkstali 31. des. 1871 og 1872 og á manntali sóknarprests 31. des. 1873-1877 [Sál. Mýv.] og er þar við fermingu 1878 [Kb. Mýv.]. Stefán er á manntali á Gautlöndum 1880 „ , 16, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1884 „ , 21, vmðr, frá Grænavatni í Eyjafjörð“ [Kb. Mýv.], en [Kb. Mv.kl.s.] segir hann koma að Stórubrekku með móður sinni og systur. Þaðan fer hann 1885 að Gautlöndum [Kb. Mv.kl.s.]. Hann er á manntali á Litlulaugum 1890 ásamt konu sinni, dóttur og móður. Stefán

Steinþór Björnsson


49

andaðist 22. des. 1896. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 252-256].

1858 - 1863: Jón Jónsson og María Gísladóttir Jón og María búa á Bjarnastöðum móti Birni og Jóhönnu þessi ár skv. Manntalsbók þinggjalda. Getið er þar og Sigfúsar Kristjánssonar í manntalsbókinni 1860 og 1864, í bæði skiptin á skrá yfir búlausa. Jón og María eru á manntali á Bjarnastöðum 1860 ásamt tveim sonum sínum. Jón var fæddur 24. sept. 1834, voru foreldrar hans Jón Helgason og Kristín Jóhannesdóttir „hjón á Gautlöndum“ [Kb. Mýv.], sjá einnig [Skú. bls. 68-75]. Hann er á manntali með foreldrum á Gautlöndum 1845, en 1850 á Skútustöðum „ , 16, Ó, barn þeirra,“. María (skírð Maria, oft nefnd Marja) var fædd 29. júlí 1837, voru foreldrar hennar „Gísli Gíslason bóndi á Skörðum og Guðrún Ólafsd: ógift á Húsavík“ [Kb. Hús.], [Reykj. bls. 1251]. Móðir Maríu er á manntali í Saltvík 1840, en þar er Maríu ekki getið. Þær mæðgur eru á manntali á Arnarvatni 1845 og 1850. Jón og María voru gefin saman 6. nóv. 1854 [Kb. Mýv.], þá bæði á Skútustöðum. Þar eru þau á manntali 1855 (Jón sagður „barn hjónanna“) og í húsmennsku þar við fæðingu Kristjáns 23. apríl 1858. Eftir búskapinn á Bjarnastöðum fara Jón og María líklega fyrst að Skútustöðum, þar deyr Jón Kristján sonur þeirra 8. okt. 1865, en eru á Gautlöndum við fæðingu Jóns 28. maí 1866. Þau bjuggu lengi á Sveinsströnd. Eru í húsmennsku á Grímsstöðum við Mývatn við manntalið 1880 (hjá Jak. H.) og eru fjögur börn þeirra þar hjá þeim. Jón andaðist 30. apríl 1909 „ , ekkjum frá Halldórsst., 74 ára“ [Kb. Ein.] en María 19. ágúst 1902 „ , 65 ára, gipt kona frá Miðfirði“ [Kb. Skeggj.]. Sjá nánar um þau hjón og hinn mikla ættbálk sem út af þeim er kominn í [Skú. bls. 68-75] og [Reykj. bls. 1251-1358].

Börn Jóns og Maríu á Bjarnastöðum 1858-1863:

Sigfús Jónsson er með foreldrum sínum á manntali á Bjarnastöðum 1860 og er gert er ráð fyrir að hann hafi verið þar þessi ár. Sigfús var fæddur 5. maí 1855, eru foreldrar hans þá „gipt vinnuhjú á Skútustöðum“ [Kb. Mýv.]. Nánari grein verður gerð fyrir Sigfúsi hér nokkru neðar, þegar hann verður bóndi á Bjarnastöðum 1892-1898. er með foreldrum sínum á Bjarnastöðum, þar deyr hann 28. febr. 1859 „Barn frá Bjarnastöð, á 1ta, deyði af andarteppu eða Barnaveiki“ [Kb. Skút.]. Kristján var fæddur 23. apríl 1858, voru foreldrar hans þá „hjón í hússmensku á Skútust.“ [Kb. Mýv.].


50

Jón Kristján Jónsson, f. 6. ágúst 1859 á Bjarnastöðum [Kb.Mýv.]. Deyr 8. okt. 1865 (sem Jón Jónsson) „ , barn frá Skútustöðum, 6, Barnaveiki“ [Kb. Mýv.]. Guðrún Stefanía Jónsdóttir, f. 17. apríl 1863 á Bjarnastöðum [Kb.Mýv.]. Guðrún Stefanía er á manntali á Grímsstöðum við Mývatn 1880 með foreldrum sínum „ , 17, Ó, dóttir þeirra, vinnukona,“. Hún fer 1884 „ , 21, kaupakona, frá Grímstöðm að Húsavík“ [Kb. Mýv.]. Við manntalið 1890 er hún á viðaukaskrá B undir Sveinsströnd „ , 27, Ó, húskona,“ „Dvalarstaður um stundarsakir: Bakki Húsavíkursókn“. Hún fer 1891 „ , laus, 28, Frá Sveinströnd að Jaðri á Húsavík“ [Kb. Mýv.]. Þaðan fer hún 1892 „ , vkona, 28, Frá Jaðri inn á Akureyri“ [Kb. Hús.]. Í [Reykj. bls. 1310] stendur einungis um Guðrúnu Stefaníu: „ , dvaldi í Kaupmannahöfn.“.

Vandalausir á Bjarnastöðum í búskapartíð Björns og Jóhönnu og Jóns og Maríu 1857-1864:

Ekki verður alltaf séð, á hvers búi hver einstaklingur var til heimilis, því eru vandalausir hér saman.

Sigurjón Jónsson fer 1859 „ , 26, vinnumaðr, frá Bjarnast. að Holti“ [Kb. Mýv.]. Í þetta sæti hef ég ekki að svo stöddu annan frambjóðanda en þann Sigurjón, sem var fæddur 18. ágúst 1831, sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „hjón búandi í Víðum“ [Kb. Ein.]. Hann er þar með þeim á manntali 1835, 1845 og 1850. Við manntalið 1855 er hann vinnumaður í Narfastaðaseli og kemur þaðan 1857 „ , 24, vinnumaður“ að Álftagerði [Kb. Mýv.] en er 1860 á manntali í Máskoti. Sigurjón fer 1870 frá Brettingsstöðum að Fagranesi [Kb. Grenj.]. Hann finnst þó ekki meðal innkominna í Múlasókn þ. á. né burtvikinna 1871. Líklega deyr Sigurjón í Grjótárgerði 3. nóv. 1871 „ , ógiptr vinnumaðr frá Grjótárgerði, 36“ [Kb. Lund.], þó aldurinn komi ekki nákvæmlega heim. Kristjana Einarsdóttir kemur 1860 „ , 23, vinnukona,“ frá „Vallnakoti að Bjarnastöðum“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali um haustið. Kristjana var fædd 18. apríl 1838 á Auðnum, dóttir Einars Jónssonar (Einarssonar frá Reykjahlíð) og miðk. hans Friðfinnu Kristjánsdóttur [Laxd. bls. 124-125] (missagt er þó þar að Svanlaug dóttir hennar hafi verið Kristjánsdóttir (líkl. mislesið f. Kristjönudóttir)). Urðu málaferli út af faðerni Svanlaugar, sjá Dóma- og þingbók Þing. V. C., nr. 12, bls. 293-295, 524-525 og 529). Kristjana fer 1865 frá Sveinsströnd að Hrauni í Aðaldal ásamt stjúpmóður sinni, manni hennar og dótturinni Svanlaugu [Kb. Grenj.]. Hún er á manntali á Þverá í Reykjahverfi 1880 „ , 43, Ó, vinnukona,“ og fer til Vesturheims frá Hraungerði 1884 „ , 46, húskona,“ [Kb. Grenj.]. Dó að Lundi í Manitoba 22. apríl 1919 [Laxd. bls. 125]. Sigfús Kristjánsson er á Bjarnastöðum í manntalsbók þinggjalda 1860 á skrá yfir búlausa, þá með tvo í heimili. Hann er þar aftur í þeirri bók 1864, einnig á skrá yfir búlausa, þá með fjóra í heimili. Þau hjónin virðast vera þar í húsmennsku. Sigfús var fæddur 24. jan. 1832, voru foreldrar hans Kristján

Guðrún Stefanía Jónsdóttir


51

Sigmundsson og Guðný Sveinsdóttir „vinnandi ektahjón á Þórunnarseli“ [Kb. Garðss.]. Hann fer þaðan með foreldrum sínum fæðingarárið „öll að Hrauni í Grenjaðarstaðarsókn“ [Kb. Garðss.] og er með þeim þar á manntali 1835, einnig 1840, en þá er móðir hans látin. Hann er enn á manntali í Hrauni 1850 hjá föður sínum og stjúpmóður „ , 18, Ó, sonur bóndans,“ en kemur þó þ. á. „ , 18, vinnupiltur, frá Hrauni að Arnarv.“ [Kb. Skút.], þar sem hann er vinnumaður við manntalið 1855. Sigfús kvæntist Ólöfu Davíðsdóttur 18. okt. 1858, þá bæði á Grænavatni [Kb. Mýv.]. Þau eru þar einnig við fæðingu dóttur 26. apríl 1859 og eru á manntali á Sveinsströnd 1. okt. 1860, hafa líklega þar á milli verið á Bjarnastöðum hið fyrra skiptið. Þau eru á Arnarvatni við fæðingu yngri dóttur sinnar 28. júní 1862. Sigfús og Ólöf flytja 1872 ásamt eldri dóttur sinni frá Sveinsströnd að Stórutungu [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.] (Sigfús „ , 41, Bóndi“). Þau flytja 1876 frá Halldórsstöðum B. („v.m.“ og „vk.“) að Fagradal á Fjöllum [Kb. Lund.] og eru þar á manntali 1880, vinnuhjú. Þau koma frá Brekknakoti að Skörðum 1887 „húshjón“ [Kb. Hús.] og fara þaðan 1888 „húsmaður“, „kona hans“ til Vesturheims [Vfskrá]. Ólöf Davíðsdóttir, kona Sigfúsar hér næst á undan, er að öllum líkindum með manni sínum á Bjarnastöðum 1859-1860 og 1863-1864. Ólöf var fædd 28. des. 1832, voru foreldrar hennar Davíð Salómonsson fyrsti bóndi á Bjarnastöðum og f. k. h. Sigurlaug Indriðadóttir (Illugasonar), heimilisfangs er ekki getið, en hefur að líkindum verið Máná. Hún er með þeim á manntali á Máná 1835, flytur með þeim að Þverá í Reykjahverfi 1836, kemur þaðan aftur með þeim að Mýrarkoti, þar sem móðir hennar deyr 1. okt. 1838. Ólöf fer 1839 „ , 6, tökubarn, frá Backa að Langavatni“ [Kb. Hús.] og er tökubarn þar 1840, en 1845 er hún tökubarn á Þorvaldsstöðum í Húsavíkursókn, en vinnukona þar við manntalið 1850. Ólöf kemur 1851 „ , 19, vinnukona, frá Þorvaldsstöðum að Arnarvatni“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1855 „ , 23, Ó, vinnukona,“. Ólöf giftist Sigfúsi 18. okt. 1858, sjá hjá honum hér næst á undan. Guðný Ólöf Sigfúsdóttir, dóttir Sigfúsar og Ólafar hér næst á undan, er líklega með foreldrum á Bjarnastöðum 1859-1860 og næstum örugglega 1863-1864. Guðný Ólöf var fædd 26. apríl 1859, voru foreldrar hennar þá „gipt vinnuhjú á Grænavatni“ [Kb. Mýv.]. Hún fer með foreldrum sínum 1872 að Stórutungu og frá Halldórsstöðum í Bárðardal að Fagradal á Fjöllum 1876 [Kb. Lund.]. Hún er á manntali með Rakel systur sinni í Geitafelli 1880 „ , 21, Ó, vinnukona“. Guðný Ólöf giftist 2. júní 1882 „vinnukona frá Geitafelli 23 ára“ Gunnlaugi Oddsyni, þá „bóndi á Brekknakoti 32 ára“ [Kb. Grenj.]. Þau fóru til Vesturheims frá Geitafelli ásamt tveim dætrum 1888 [Vfskrá]. Rakel (Rakjel í kb.) Sigfúsdóttir, dóttir Sigfúsar og Ólafar hér rétt ofar, er að öllum líkindum meðþeim á Bjarnastöðum 1863-1864. Rakel var fædd 28. júní 1862, voru foreldrar hennar þá „gipt vinnuhjú á Arnarvatni“ [Kb. Mýv.]. Hún fer 1869 „ , 7, í dvöl, frá Sveinsstr. að Holtakoti“ [Kb. Mýv.], líklega í Reykjahverfi, því hún er ásamt systur sinni á manntali í Geitafelli 1880 „ , 18, Ó, vinnukona“. Rakel giftist 23. maí 1886 Þorsteini Oddssyni, sem þá er „bóndi Presthv. 22 ára“, en Rakel þá „bústýra samast. 23 ára“ [Kb. Grenj.]. Þau fóru til Vesturheims frá Geitafelli 1888 ásamt syni sínum [Vfskrá].


52

Vandalausir á Bjarnastöðum í búskapartíð Björns og Jóhönnu 1864-1879:

Davíð Daníelsson kemur 1864 „ , 38, vinnumaðr“ frá Jódísarstöðum að Bjarnastöðum ásamt konu sinni og dóttur [Kb. Mýv.], [Kb. Múl.]. Hann fer með þau þaðan 1865 að Fljótsbakka [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Davíð var fæddur 4. júlí 1826, voru foreldrar hans Daníel Jónsson og Ingibjörg Eiríksdóttir „hion búandi á Máskoti“ [Kb. Ein.]. Hann er með foreldrum sínum og systur á manntali í Lásgerði 1835. Faðir hans deyr 8. des. 1838 [ÆSiÞ. bls. 54] og er Davíð með móður sinni og systur á manntali á Ingjaldsstöðum 1840, en 1845 er hann vinnumaður í Garði í Fnjóskadal og 1850 vinnumaður á Vaði, er móðir hans þá þar einnig. Davíð, þá „búandi á Skriðulandi“, kvæntist 9. okt. 1854 Kristjönu Björnsdóttur „sama staðar“ [Kb. Múl.], sjá hér næst á eftir. Þau eru á manntali í Skriðulandi 1855, eru foreldrar Kristjönu þá þar einnig. Árið 1860 eru þau í húsmennsku í Hriflu. Þau fara 1862 með dóttur sína frá Fljótsbakka að Jódísarstöðum „hjón, hann í vist, hún sjálfrar sín“ [Kb. Múl.]. Eftir lát Kristjönu, sjá hér næst á eftir, fer Davíð með tvö börn sín 1872 „ , 46, húsmaður“ „Þetta hyski fór frá Ingjaldsstöðum í húsmennsku að Hólmavaði“ [Kb. Ein.]. Davíð er vinnumaður á Fljótsbakka 1880, en 1890 er hann í Hriflu hjá Jóni og Rannveigu „ , 69, E, ómagi, lifir á náungastyrk,“ og er sagt í aths. að hann sé blindur. Davíð dó 27. ágúst 1918 „, Ekkill frá Narfastöðum, 92, Ellisjúkdómur, {slag}“ [Kb. Grenj.]. Sjá nánar um æviferil hans í [ÆSiÞ. bls. 12-14 og 51-53]. Kristjana Björnsdóttir kemur 1864, ásamt Davíð manni sínum hér næst á undan „ , 40, kona hs,“ og dóttur sinni, frá Jódísarstöðum að Bjarnastöðum. Hún fer með þeim 1865 að Fljótsbakka [Kb. Mýv.]. Kristjana var alsystir Björns bónda á Bjarnastöðum og mætti því teljast til skyldmenna. Kristjana n (Christjána Björns Buccsdóttir) var fædd 31. des. 1829, voru foreldrar hennar „Björn Bucc Þórbjörg Bergþórsdóttir á Ytrileikskálaá hjón búandi“ [Kb. Þór.]. Þar er hún á manntali 1835 með foreldrum og fjórum systkinum en 1840 á Hóli í Kinn og þar vinnukona hjá systur sinni og mági 1845. Sjá um hana hér næst á undan hjá Davíð og í [ÆSiÞ. bls. 12-13 og 56]. Kristjana andaðist 20. febr. 1872 „gipt kona á Ingjaldsstöðum, 40 ára, varð frávita og dó“ [Kb. Ein.]. Guðný Sigurbjörg Davíðsdóttir, dóttir Davíðs og Kristjönu hér næst á undan, kemur með þeim að Bjarnastöðum 1864 „ , 10, dóttir þeirra“. Hún fer með þeim árið eftir að Fljótsbakka [Kb. Mýv.]. Guðný var fædd 28. ágúst 1855, voru foreldrar hennar þá „hjón á Skriðulandi“ [Kb. Múl.]. Hún er með foreldrum á manntali í Hriflu 1860 og fer með föður sínum og bróður að Hólmavaði 1872. Hún er „ , 25, Ó, vinnukona,“ á Narfastöðum við manntalið 1880 en fer 1883 „ , 21, vk, frá Hólum að Fjöllum í Kelduhv.“ [Kb. Ein.], [Kb. Garðss.]. Þar giftist hún 11. des. 1888 Jörgen Jónssyni, sem þá er „húsm. að Fjöllum 25 ára“ en Guðný er sögð „bústýra hans á s. bæ 32 ára“ [Kb. Garðss.]. Þau flytja til Vesturheims frá Fjöllum 1889 [Kb. Garðss.], [Vfskrá]. Sigurður Jónsson er á Bjarnastöðum í manntalsbók þinggjalda 1868, þá á skrá yfir búlausa (með 3 í heimili) og 1869 í skránni „Búlausir tíundandi“ (með 4 í heimili). Sigurður var fæddur 14. febr. 1841 sonur Jóns Sigurðssonar og Elínar Davíðsdóttur á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þegar foreldrar hans fara að Úlfsbæ 1859, fer hann að Grímsstöðum við Mývatn, þar sem hann er á manntali 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ er hans og getið í [JakH. bls. 57]. Hann kvæntist


53

Hólmfríði Hinriksdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. júní 1863, þá bæði í YtriNeslöndum [Kb. Mýv.]. Þau hjón eru á Úlfsbæ við fæðingu Aðalbjargar 1864 og flytja 1865 að Sveinsströnd [Kb. Mýv.]. Sigurður og Hólmfríður flytja 1870 með tvö börn sín frá Hrauney að Heiðarseli og þaðan 1872 að Landamótsseli. Á manntali í Hriflu 1880 með fjórum börnum. Flytja frá Hjalla að Brimnesi á Langanesi 1888 [Kb. Ein.] og eru á manntali í Hlíð í Sauðanessókn 1890. Þar eru þá Jón sonur þeirra og Elín dóttir þeirra. Sjá um Sigurð og Hólmfríði í [ÆÞ. XII, bls. 233-234]. Hólmfríður Hinriksdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, er trúlega með honum á Bjarnastöðum þessi tvö ár, hún eignast þar soninn Jón 20. maí 1868. Hólmfríður var fædd 3. sept. 1840 og voru foreldrar hennar „Hinrik Hinrikss: giptur bóndi og Sigurlög Andrésdóttir ógipt“ [Kb. Skút.]; fæðingarstaðar er ekki getið. Hún finnst ekki á manntalinu 1840, en móðir hennar er þá á Gautlöndum. Við manntalið 1845 er Hólmfríður með móður sinni í Garði í Mývatnssveit „ , 6, Ó, hennar barn,“ og 1850 í Vogum. Við manntalið 1855 er Hólmfríður „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Grænavatni, en 1860 á Grímsstöðum við Mývatn, sjá hér næst á undan hjá Sigurði. Aðalbjörg Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Hólmfríðar hér næst á undan, er líklega með þeim á Bjarnastöðum 1867-1869. Aðalbjörg var fædd á Úlfsbæ 22. ágúst 1864 [Kb. Þór.] og fer með foreldrum árið eftir að Sveinsströnd [Kb. Mýv.]. Hún fylgir foreldrum sínum og fer með þeim frá Hrauney að Heiðarseli 1870 og er með þeim á manntali í Hriflu 1880, þaðan sem hún fer 1882 „ , 18, vinnuk.,“ að Narfastöðum [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum frá Hjalla að Brimnesi 1888 og er á manntali á Heiði 1890, þá gift Vilhjálmi Davíðssyni. Sjá [ÆÞ. XII, bls. 234]. Jón Sigurðsson, sonur Sigurðar og Hólmfríðar hér ofar, f. 20. maí 1868, eru foreldrar hans þá „hión í hússmennsku á Bjarnastöð.“ [Kb. Mýv.]. Jón fylgir foreldrum sínum og fer með þeim frá Hrauney að Heiðarseli 1870 og er með þeim á manntali í Hriflu 1880, þaðan sem hann fer með þeim að Ingjaldsstöðum 1882 [Kb. Ein.], og frá Hjalla að Brimnesi 1888 og er á manntali í Hlíð 1890 „ , 22, G, bóndi,“. Sjá [ÆÞ. XII, bls. 234]. Steinunn Tómasdóttir er á fólkstali á Bjarnastöðum 31. des. 1871 „65, Húskona“ [Sál. Mýv.]. Hún andaðist 2. nóv. 1872 „ , hússkona frá Bjarnarst:, 65, Dó úr brjóstveiki og ellilasleika“ [Kb. Mýv.]. Steinunn er á manntali með foreldrum sínum, Tómasi Þorgrímssyni og Herdísi Ólafsdóttur, í Fagraneskoti 1816, sögð 9 ára, fæðingarstaður Miðhvammur, en fæðingu hennar hefur mér ekki tekist að finna. Steinunn er á manntali í Vogum 1835 „ , 28, G, húskona,“ ásamt Markúsi syni sínum 1 árs. Hún er þar einnig á manntali 1840 ásamt manni sínum Pétri Pálssyni, sem er „ , 39, G, húsbóndi, vefari“ og Markúsi „ , 7, Ó, þeirra barn“. Hún er með honum á manntali í Hrísgerði 1845 og 1850 og á Ytrivarðgjá 1855. Pétur deyr 20. maí 1858 „bóndi á Ytri Vargjá“ [Kb. Kaup.] og er Steinunn á manntali á Veigastöðum 1860 „ , 56, E, vinnukona,“. Hún kemur ásamt Katrínu sonardóttur sinni 1864 „ , 57, vinnukona, Hóli í Kaupangssv. að Geirastöðum“ [Kb. Mýv.]. Sjá um Steinunni í [ÆÞ. I, bls. 119]. Katrín Markúsdóttir er á fólkstali á Bjarnastöðum 31. des. 1871 „14, niðursetn:“ [Sál. Mýv.]. Ári síðar er er hún „ , 15, Ó, niðurseta“ á Litluströnd [Sál. Mýv.]. Katrín var fædd 21. febr. 1859, voru foreldrar hennar Markús Pétursson (sonur Steinunnar hér næst á undan) og Anna Margrét Halldórsdóttir, sem þá eru „búandi á Ytri Vargjá“ [Kb. Kaup.] og er hún með þeim á manntali

Katrín Magnúsdóttir


54

þar 1860. Katrín kemur ásamt Steinunni ömmu sinni 1864 „ , 6, hreppsómagi“ frá Hóli í Kaupangssveit að Geirastöðum [Kb. Mýv.]. Skv. [Kb. Kaup.] fer hún 1864 ásamt fjölskyldu sinni „Frá Ytrahóli á sveit sína norður“. Hún er á manntali 1880 á Grímsstöðum við Mývatn og giftist 17. okt. þ. á. Ásmundi Bjarnasyni; eru þau „gipt vinnuhjú á Grímsstöðum“ við fæðingu fyrsta barns þeirra, Steinunnar, 22. febr. 1881 [Kb. Mýv.]. Þau Katrín og Ásmundur eru á manntali í Árnesi á Húsavík 1901 ásamt þrem börnum. Sjá um Katrínu í [ÆÞ. I, bls. 123] og foreldra hennar í sömu bók bls. 118-119. Dó 14. júní 1952. Sigurbjörg Stefánsdóttir er ásamt tveim börnum sínum á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1874 „ , 41, húskona“ [Sál. Mýv.], en hvorki árið á undan né árið á eftir. Sigurbjörg átti langa hrakningasögu og kemur við sögu á nokkrum heiðarbýlum. Hún var fædd 3. jan. 1835 á Vöglum, dóttir Stefáns Hallssonar, sem var „giftur“ og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, sem er þar ógift vinnukona. Sigurbjörg eignaðist dótturina Guðrúnu Sigurlaugu 1859 með Guðna Jónssyni og voru þær mæðgur víða á flækingi. Sigurlaug giftist Sigurði Jónssyni 1. okt. 1868, voru þau þá bæði vinnuhjú á Geldingsá. Þau flytja 1871 til Mývatnssveitar. Voru í Víðaseli 1886-1888 og er þar ítarlegri greinargerð um Sigurbjörgu. Sigurbjörg andaðist 10. okt. 1920 „Ekkja í Höfða, 85 ára, Ellihrumleiki og krabbamein“ [Kb. Mýv.]. Sigurbjörg Stefánsdóttir

Jónína Ingibjörg Sigurðardóttir, dóttir Sigurbjargar hér næst á undan, er með móður sinni á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1874 [Sál. Mýv.]. Hún andaðist 14. mars 1875 „ , barn á Bjarnastöðum, 6, úr barnaveiki“ [Kb. Mýv.]. Jóhanna Ingibjörg var fædd 4. maí 1869, voru foreldrar hennar, Sigurbjörg og Sigurður Jónsson maður hennar, þá vinnuhjú á Geldingsá [Kb. Glæs.]. Hún flytur með foreldrum sínum að Sveinsströnd 1871. Stefán Sigurðsson, sonur Sigurbjargar hér ofar, er með móður sinni á Bjarnastöðum í manntali sóknarprests 31. des. 1874 [Sál. Mýv.]. Stefán var fæddur 1. okt. 1873, voru foreldrar hans, Sigurbjörg og Sigurður Jónsson, þá „ , hjón á Skútustöðum“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum og systur á manntali á Sveinsströnd 1880 og fer með þeim þaðan 1884 að Brettingsstöðum. Hann er með þeim í Víðaseli 1886-1888, sjá nánar um hann þar. Drukknaði í Laxá 28. apríl 1901, þá bóndi á Brettingsstöðum [Laxd. bls. 210].

1879 - 1883: Sigurður Ásmundsson og Sigurbjörg Guðmundsdóttir Sigurður og Sigurbjörg búa þessi fjögur ár á Bjarnastöðum skv. manntalsbók þinggjalda og eru þar á manntali 1880. Jón Hjaltason er tilgreindur á Bjarnastöðum í manntalsbókinni 1881 á skrá yfir búlausa. Sigurður var fæddur 27. okt. 1842, sonur hjónanna Ásmundar Helgasonar og Kristjönu Kristjánsdóttur, sem þá voru „hión á Skútustöðum“ [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali á Gautlöndum 1845 „ , 4, Ó, tökubarn,“ en er fósturbarn þar 1850 og „ , fóstursonur,“ við manntölin 1855 og 1860. Sigurður eignaðist 21. okt. 1864 soninn Jón (síðar á Hjalla) með Guðrúnu Sigurrós Jónsdóttur [Skú. bls. 56].


55

Sigurbjörg var fædd 2. nóv. 1853, dóttir Guðmundar Björnssonar og Önnu Eyjólfsdóttur, sem þá voru „hjón búandi á Skriðu“ [Kb. Múl.] ([Skú. bls. 56] segir hana fædda 1852). Hún er á manntali í Rauðuskriðu 1855 ásamt foreldrum og sex systkinum. Móðir hennar deyr úr taugaveiki 19. mars 1860 og fer hún þá að Arnarvatni „ , 7, til fósturs“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1860 með fósturforeldrum „ , 7, Ó, tökubarn þeirra,“. Sjá [ÆÞ. I, bls. 124-126] og [Laxd. bls. 146-147] um ættir Sigurbjargar. Sigurður og Sigurbjörg voru gefin saman 10. júní 1880, þá bæði á Bjarnastöðum; er Sigurður sagður bóndi en Sigurbjörg bústýra [Kb. Mýv.]. Þau eignast andvana sveinbarn 24. apríl 1881, þá „hjón á Bjarnastöðum“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali á Hofsstöðum 1890 og 1901. Sigurður andaðist 26. nóv. 1903 „Bóndi á Hofsstöðum, 61,“ og Sigurbjörg 3. mars 1921 „Ekkja á Hofsstöðum, 67 ár“ [Kb. Mýv.]. Sjá um þau hjón og afkomendur í [Skú. bls. 52 og 56-57].

Skyldulið Sigurðar og Sigurbjargar á Bjarnastöðum 1879-1883:

Kristján Jóhannesson er á manntali á Bjarnastöðum 1880 „ , 63, E, fósturfaðir hennar,“ (þ. e. Sigurbjargar). Hann er þar enn á fólkstali í des. 1882 [Sál. Mýv.]. Kristján var fæddur 21. ágúst 1817, voru foreldrar hans Jóhannes Þorsteinsson og Guðrún Þórðardóttir „hión búandi á Geiteyjarströnd“ [Kb. Reykj.]. Hann er „ , 18, Ó, vinnupilttur,“ á Gautlöndum 1835 hjá mági sínum og systur, og vinnumaður þar 1840. Kvæntist Snjólaugu Björnsdóttur 27. sept. 1845 og eru þau á Gautlöndum á manntali þ. á., þar sem Kristján er vinnumaður (á hinu búinu, hjá Kristjönu Arad.), en er vinnumaður á Grænavatni 1850 og 1855, ásamt Snjólaugu. Sjá lítið eitt um ættir Snjólaugar í [ÆÞ. I, bls. 126]. Kristján er á manntali á Arnarvatni 1860 ásamt Snjólaugu konu sinni og Sigurbjörgu fósturdóttur þeirra „ , 44, G, húsmaður,“. En Snjólaug var föðursystir Sigurbjargar. Kristján er á manntali á Hofsstöðum 1890 „ , 73, E, fósturfaðir húsfreyju,“. Hann andaðist þar 3. okt. 1891 „Ekkjumaður á Hofsstöðum, 74 ára,“ [Kb. Mýv.]. Anna Sigríður Björnsdóttir, systurdóttir Sigurbjargar húsfreyju, fer 1880 „ , 15, ljettastúlka, frá Jarlsstöðum að Bjarnastöðm í Skst.s“ [Kb. Múlaprk.] og er á manntali á Bjarnastöðum 1880 „ , 15, Ó, léttastúlka,“. Hún fer 1883 „ , 18, vkona, frá Bjarnast í Reykjadal“ [Kb. Mýv.]. Anna Sigríður var fædd 27. sept. 1865, voru foreldrar hennar Björn Björnsson og Sigurveig Guðmundsdóttir „hjón á Jarlsstöðum“ [Kb. Ness.], en Sigurveig var alsystir Sigurbjargar húsfreyju. Anna Sigríður kemur 1883 „ , 18, vk,“ frá Mývatnssveit að Heiðarbót en þaðan 1894 að Ytrafjalli [Kb. Grenj.]. Hún fer 1898 „vk. 31, frá Jarlsstöðm til Húsavíkur“ [Kb. Grenj.] (í [Kb. Hús.] er hún sögð koma „ , vinnukona, 33,“ þ. á.). Þaðan fer hún árið 1900 „Lausakona, 34, Frá Húsavík að . . ,“ verður því ekki lengra fylgt að sinni. Snjólaug Guðnadóttir, bróðurdóttir Sigurðar bónda, er á fólkstali á Bjarnastöðum í des. 1882 „ , fósturbarn hjónanna, 1“ [Sál.Mýv.]. Hún er með Sigurði og Sigurbjörgu á Hofstöðum á fólkstali í des. 1883 „fósturbarn 2“ [Sál. Mýv.]. Snjólaug var fædd 15. sept. 1882, dóttir Guðna Ásmundssonar, bróður Sigurðar, og Kristínar Einarsdóttur, sem þá eru „hjón í Vogum“ [Kb. Mýv.]. Eins og áður segir, höfðu þau Sigurður og Sigurbjörg eignast sitt fyrsta barn 24. apríl 1881, en það fæddist andvana. En í Vogum var gnótt barna, var Snjólaug

Sigurbjörg Guðmundsdóttir


56

tíunda barn foreldra sinna og lifðu þá sjö [Skú. bls. 57-58]. Snjólaug er á manntali á Hofsstöðum hjá Sigurði og Sigurbjörgu 1890 „ , 8, Ó. fósturbarn þeirra“ og 1901 „ , fósturdóttir þeirra, 19,“ en 1910 er hún á manntali hjá foreldrum sínum á Grænavatni. Snjólaug varð síðar ráðskona hjá Páli mági sínum á Húsavík, sjá [Skú. bls. 58].

Vandalausir á Bjarnastöðum í tíð Sigurðar og Sigurbjargar 1879-1883:

Jón Hjaltason er á manntali á Bjarnastöðum 1880 „ , 55, Ó, vinnumaður,“. Hann er þar síðast á fólkstali í des. 1881 [Sál. Mýv.]. Í manntalsbók þinggjalda er hann á skrá yfir búlausa á Bjarnastöðum 1881. Jón var fæddur 31. des. 1823, voru foreldrar hans Hjalti Illugason og Aðalbjörg Einarsdóttir „búa á Granastauðm“ [Kb. Þór.]. Hann er á manntali á Granastöðum hjá móður sinni, sem þá er gift að nýju, 1835 „ , 11, Ó, húsmóðurinnar barn,“ léttadrengur á Björgum 1840 og vinnumaður þar 1845 og 1855 í Ystafelli. Hann fer þaðan 1858 „ , 35, vinnumaður,“ að Skútustöðum [Kb. Mýv.] og er á manntali á Grænavatni 1860 „ , 36, Ó, vinnumaður,“. Jón er burtvikinn úr Mývatnsþingum 1893 sem „Jón „gamli“ Hjaltason, vinnum, 68, Garði í Stóru-Reyki“. Hann andaðist 4. júní 1894 „ , ógiptur frá Stórureykjum, 69, Influenza. Var lengi hér í sveit“ [Kb. Mýv.]. Kristbjörg Jakobína Sigurðardóttir kemur 1881 „ , 21, v'kona,“ frá Bjarnastöðum í Bárðardal að Bjarnastöðum í Mývatnssveit [Kb. Mýv.] og fer 1882 „ , 21, vk., frá Bjarnast í Mýv.sveit að Halldórsst.“ [Kb.Lund.]. Kristbjörg Jakobína var fædd í Laugaseli 21. ágúst 1861, voru foreldrar hennar Sigurður Þorkelsson og Ingibjörg Jónsdóttir „hjón í húsmensku í Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Fer líklega með foreldrum að Lásgerði 1863. Hún er á manntali á Bjarnastöðum í Bárðardal 1880 „ , 20, Ó, vinnukona,“. Sjá um Kristjönu og afkomendur hennar í [ÆÞ. I, bls. 431-435]. Dó 4. ágúst 1940. Sigurður Jónsson er ásamt konu sinni á fólkstali á Bjarnastöðum í des. 1882 „vmaðr, 50“ [Sál. Mýv.], en hvorki árið á undan né árið á eftir. Sjá um Sigurð hér ofar í tíð Sigurðar og Guðrúnar. Sigurlaug Guðlaugsdóttir er ásamt manni sínum hér næst á undan á fólkstali á Bjarnastöðum í des. 1882 „hs kona, 51“ [Sál. Mýv.], en hvorki árið á undan né árið á eftir. Sjá um Sigurlaugu hér ofar í tíð Sigurðar og Guðrúnar.

1883 - 1892: Sigurjón Guðmundsson og Friðfinna G. Davíðsdóttir

Sigurjón og Friðfinna búa á Bjarnastöðum þessi ár skv. manntalsbók þinggjalda. Þau komu frá Litluströnd og fóru frá Bjarnastöðum að Sveinsströnd. Sigurjón er einn gjaldandi fyrir Bjarnastaði í manntalsbók þinggjalda 1884-1892.


57

Sigurjón var fæddur 1. febr. 1836, voru foreldrar hans Guðmundur Pálsson (frá Brúnagerði) og Rósa Jósafatsdóttir (Finnbogasonar), sem þá voru „hjón á Litluströnd.“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum sínum og systkinum á manntali þar 1840, einnig 1850 „ , 14. Ó, sonur þeirra,“ en 1855 er hann vinnumaður í Garði og 1860 á Geiteyjarströnd „ , 25, Ó, lausamaður,“.

Friðfinna Guðrún var fædd 8. sept. 1842, voru foreldrar hennar Davíð Jósafatsson (Finnbogasonar) og Rannveig Jósephsdóttir „hjón á Leifsstöð.“ [Kb. Skinn.]. Hún er með foreldrum á manntali á Ferjubakka 1845 og einnig 1855, þó ekki finni ég hana á manntali 1850 og 1860.

Sigurjón og Friðfinna voru gefin saman 1. ágúst 1864, er Sigurjón þá sagður „húsm á Ferjubakka“ en Friðfinna „unglingsst. samast“ [Kb. Skinn.]. Þau fara 1865 ásamt elsta syni sínum „frá Ferjubakka að Ási“ [Kb. Skinn.] í Kelduhverfi, en flytja aftur að Ferjubakka árið eftir [Kb. Skinn.]. Þau flytja frá Austaralandi að Hlíðarhaga 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Mýv.] og eru á manntali á Litluströnd 1880 með 8 börnum og á Grímsstöðum við Mývatn 1901, eru fimm börn þeirra þar þá einnig.

Gerð er rækileg grein fyrir búskaparsögu og afkomendum þeirra hjóna í [ÆÞ. I, bls. 101-109]. Sigurjón dó 28. ágúst 1919 en Friðfinna Guðrún 3. sept. 1918.

Börn Sigurjóns og Friðfinnu á Bjarnastöðum 1883-1892:

Sigfinnur Jósafat Sigurjónsson er á fólkstali á Bjarnastöðum við árslok 1883 „börn þeirra, 19“ og er þar áfram, síðast 31. des. 1884 [Sál. Mýv.]. Við húsvitjun 1888 er hann þar ekki, né 1889, en er þar á aðalmanntali 1890 „ , 25, Ó, sonur þeirra,“ og við húsvitjun þar þ. á. og 1891. Ekkert fólkstal eða húsvitjun er til árin 1886-1887. Sigfinnur var fæddur 21. febr. 1865 á Ferjubakka [Kb. Skinn.]. Hann fer með foreldrum sínum að Ási þ. á. og aftur að Ferjubakka 1866. Fer með þeim frá Austaralandi að Hlíðarhaga 1869 [Kb. Mýv.]. Hann er með þeim á manntali á Litluströnd 1880. Sigfinnur bjó lengi á Grímsstöðum við Mývatn. Hann er þar á manntali 1901 „ , húsbóndi, óðalsbóndi,“ á þá hálfa jörðina á móti Helga bróður sínum. Dó þar 6. ágúst 1940. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 101-102 og 104105].


58

Friðbjörn Sigurjónsson er á fólkstali á Bjarnastöðum við árslok 1883 „börn þeirra, 15“ og er þar áfram, síðast við húsvitjun við árslok 1889 [Sál. Mýv.]. Friðbjörn var fæddur 21. apríl 1869 á Austaralandi [Kb. Skinn.]. Hann fer með foreldrum og bræðrum fæðingarárið að Hlíðarhaga og er með þeim á manntali á Litluströnd 1880. Hann er vinnumaður á Gautlöndum 1890. Á Grímsstöðum 1901 ásamt konu og dóttur. Friðbjörn dó 13. sept. 1959, sjá um hann, konu hans og dóttur í [ÆÞ. I, bls. 106]. Rósa Vilhelmína Sigurjónsdóttir er á fólkstali á Bjarnastöðum við árslok 1883 „börn þeirra, 13“ og er þar áfram, síðast við húsvitjun við árslok 1891 [Sál. Mýv.] og á manntali þar 1890 „ , 19, Ó, dóttir þeirra,“. Rósa var fædd 5. nóv. 1871 í Austaraseli [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum og systkinum á manntali á Litluströnd 1880. Vinnukona á Gautlöndum við húsvitjun í árslok 1892 [Sál. Mýv.]. Á manntali á Grímsstöðum 1901 „ , húskona, saumakona, 30,“. Rósa dó 29. maí 1959, sjá um hana og mann hennar í [ÆÞ. I, bls. 106] og í [Laxd. bls. 78-79].

Friðbjörn Sigurjónsson

Stefanía Björg Sigurjónsdóttir er á fólkstali á Bjarnastöðum við árslok 1883 „börn þeirra, 10“ og er þar áfram, síðast við húsvitjun við árslok 1891 [Sál. Mýv.] og á manntali þar 1890 „ , 16 , Ó, dóttir þeirra,“. Stefanía var fædd 19. mars 1874 í Syðrineslöndum [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum og systkinum á manntali á Litluströnd 1880. Fer árið 1900 „ , vinnuk., 26, frá Gautlöndum í Húsavík“ [Kb. Mýv.]. Stefanía dó 10. maí 1962, sjá [ÆÞ. I, bls. 106]. Benedikt Sigurjónsson er á fólkstali á Bjarnastöðum við árslok 1883 „börn þeirra, 8“ og er þar áfram, síðast 31. des. 1885 [Sál. Mýv.]. Við húsvitjun í árslok 1888 og 1889 er hann „á sveit“ á Arnarvatni. Hann er á manntali með foreldrum og systkinum á Bjarnastöðum 1890 „ , 14, Ó, sonur þeirra,“ en þó við húsvitjun við árslok þ. á. „vinnum, 15“ á Arnarvatni, einnig þar 1891 [Sál. Mýv.]. Benedikt var fæddur 9. apríl 1876 í Syðri-Neslöndum [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali á Litluströnd 1880. Árið 1901 er hann á manntali á Geirastöðum „ , lausamaður, fjármaður, 25,“. Benedikt kvæntist Kristrúnu Benediktsdóttur, sjá [Skú. bls. 63]. Þau skildu barnlaus. Benedikt dó 11. júní 1946, þá löngu þekktur sem Fjalla-Bensi og sem fyrirmynd Gunnars Gunnarssonar í „Aðventu“ [ÆÞ. I, bls. 102-103]. Rannveig Jónína Sigurjónsdóttir er á fólkstali á Bjarnastöðum við árslok 1883 „börn þeirra, 6“ og er þar áfram, síðast við árslok 1885 [Sál Mýv.]. Árin 1886 og 1887 er ekki fólkstal, en við húsvitjun í árslok 1888 og 1889 er hún „á sveit“ í Garði [Sál. Mýv.] og á manntali þar 1890 „ , 12, Ó, léttastúlka,“. Rannveig Jónína var fædd 25. júní ([ÆÞ. I] segir júlí) 1878 á Litluströnd [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1880. Hún fer 1901 „vinnuk., 23, frá Litluströnd á Jódís st. Eyjaf.“ [Kb. Mýv.] og er „hjú, Ó,“ á manntali á Jódísarstöðum 1901. Jónóna dó 19. febr. 1964. Sjá [ÆÞ. I, bls. 106-107]. Davíð Karl Sigurjónsson er á fólkstali á Bjarnastöðum við árslok 1883 „börn þeirra, 4“ og er þar áfram, síðast 31. des. 1885 [Sál. Mýv.]. Ekki er aftur fólkstal eða húsvitjun fyrr en í árslok 1888, þá er Davíð Karl á Stöng „á sveit, 9“ [Sál. Mýv.], en 1889 á Bjarnastöðum og á manntali þar með foreldrum og systkinum 1890 „ , 10, Ó, sonur þeirra,“ og áfram þar við húsvitjun við árslok, síðast 1891 [Sál. Mýv.]. Davíð Karl var fæddur 26. júní 1880 á Litluströnd [Kb. Mýv.]. - Hann fer 1893 „ , léttadr, 13,“ frá Neslöndum í Fremstafell, kemur

Rósa Vilhelmína Sigurjónsdóttir

Benedikt Sigurjónsson

Rannveig Jónína Sigurjónsdóttir


59

þaðan aftur árið eftir í Grímsstaði og fer 1899 „ , laus, 20. Stöng á Akureyri að læra söðlasm“ [Kb. Mýv.]. Davíð Karl dó 15. mars. 1936, sjá í [ÆÞ. I, bls. 107-108] um konu hans og afkomendur. Guðmundur Sigurjónsson Hofdal er á fólkstali á Bjarnastöðum við árslok 1883 „börn þeirra, 1“ og er þar áfram, síðast við húsvitjun við árslok 1891 [Sál. Mýv.] og á manntali þar með foreldrum og systkinum 1890 „ , 7, Ó, sonur þeirra“. Guðmundur var fæddur 15. apríl 1883 á Litluströnd [Kb. Mýv.]. Hann er á Grænavatni „ , hjú þeirra, 18, “ við manntalið 1901. Guðmundur dó 14. jan. 1967. Sjá um hann nánar í [ÆÞ. I, bls. 108-109]. Sigrún Sigurjónsdóttir, f. 28. júní 1885 á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.]. Hún er á Bjarnastöðum við húsvitjun í árslok 1888-1891 [Sál, Mýv.] og með foreldrum og systkinum á manntali þar 1890 „ , 5, Ó, dóttir þeirra,“. Hún er vinnukona hjá Sigfinni bróður sínum á Grímsstöðum við manntalið 1901. Sigrún var lausakona á Grímsstöðum [ÆÞ. I, bls. 109].

Davíð Karl Sigurjónsson og Guðný Rósa Jónsdóttir

Annað skyldulið Sigurjóns og Friðfinnu á Bjarnastöðum 1883-1892:

Rannveig Jósefsdóttir, móðir Friðfinnu húsfreyju, er „húskona, 62“ á Bjarnastöðum á fólkstali við árslok 1883 [Sál. Mýv.]. Hún fer 1884 „ , 62, húsk., Frá Bjarnast. á Seyðisfj.“ [Kb. Mýv.]. Rannveig var fædd á Akri í Öxarfirði 3. apríl 1821, dóttir hjónanna Jósephs Eiríkssonar og Þórbjargar Guðmundsdóttur [Kb. Skinn.]. Móðir Rannveigar deyr 15. mars 1830 [Kb. Skinn.] og er Rannveig á manntali hjá föður síum og stjúpu á Austaralandi 1835. Hún giftist Davíð Jósafatssyni 18. sept. 1839 [Kb. Skinn.], þá bæði á Austaralandi, og eru þau á manntali á Leifsstöðum 1840. Rannveig kemur 1873 „ , 52, vinnuk., Ferjubakka að Syðrinesl.“ [Kb. Mýv.] og er á manntali á Litluströnd 1880 „ , 58, E, móðir konunnar,“. Hún er í manntalsbók sóknarprests í Dvergasteinsprestak. 1884 hjá Jósef syni sínum og fjölskyldu hans „ , 64, móðir húsb“ og fer með þeim til Vesturheims frá Vestdalseyri 1887 [Vfskrá].

Guðmundur Sigurjónsson

Vandalausir á Bjarnastöðum í búskapartíð Sigurjóns og Friðfinnu 1883-1892: Sigrún Sigurjónsdóttir

Vilhelmína Soffía Jóhannsdóttir kemur 1883 „ , 18, v'kona, frá Húsabakka að Bjarnast“ [Kb. Mýv.] en [Kb. Hús.] segir hana koma þ. á. „Vinnukona, 17, Frá Húsavík að Litluströnd við Mýv.“ Hún er „vk., 18“ á Bjarnastöðum við húsvitjun við árslok 1883, einnig 1884 [Sál. Mýv.]. Ekki er hún þar við árslok 1885. Vilhelmína var fædd 3. des. 1866, voru foreldrar hennar „Jóhan Hansson Bjering vinnumaður á Mýri og Sofia Jónatansd. vinnukona í Kaldbak“ [Kb. Hús.]. Hún er á manntali í Tungugerði 1880 „ , 13, Ó, niðursetningur,“ og þar við fermingu vorið eftir [Kb. Hús.]. Vilhelmína er á manntali á Kálfströnd 1890 „ , 22, Ó, vinnukona,“. Hún fer 1893 „ , vinnuk, 28,“ frá „Garði til Ameríku“ [Kb. Mýv.], [Vfskrá]. Vilhelmína Soffía Jóhannesdóttir


60

1892 - 1898: Sigfús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir Sigfús og Sigríður koma 1892 frá Grjótárgerði að Bjarnastöðum með fjögur börn [Kb. Mýv.]. Þau flytja 1898 að Halldórsstöðum í Reykjadal með sjö börn [Kb. Mýv.]. Kemur þetta vel heim við manntalsbók þinggjalda. Sigfús var fæddur 5. maí 1855, voru foreldrar hans Jón Jónsson og María Gísladóttir, sem þá voru „gift vinnuhjú á Skútustöðum“ [Kb. Mýv.], sjá um þau hér nokkru ofar, er þau bjuggu á Bjarnastöðum. Sigfús er með foreldrum sínum á manntali á Skútustöðum 1855 og á Bjarnastöðum 1860. Sigríður var fædd 5. nóv. 1856, voru foreldrar hennar Jón Hinriksson og fyrsta k. h. Friðrika Helgadóttir „hjón á Grænavatni“ [Kb. Mýv.]. Sigríður er með foreldrum sínum á manntali á Stöng 1860.

Sigfús Jónsson

Sigfús og Sigríður voru gefin saman 6. júlí 1877, þá bæði vinnuhjú í Syðri Neslöndum [Kb. Mýv.]. Þau flytja þaðan 1878 að Hólum í Eyjafirði þar sem fyrsta barn þeirra fæðist, en eru á manntali á Helluvaði 1880 með tveim sonum sínum. Þau fara 1886 „frá Hofstöðum - Grjótárgerði“ [Kb. Lund.] með þrem börnum og eru þar á manntali 1890. Sigfús og Sigríður áttu heima á Halldórsstöðum í Reykjadal þar sem Sigfús dó 16. sept. 1926, en Sigríður dó á Hömrum 29. júní 1941. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 1252-1310] og [Skú. bls. 68-71 og 107-108].

Sigríður Jónsdóttir

Börn Sigfúsar og Sigríðar á Bjarnastöðum 1892-1898:

Jón Aðalsteinn Sigfússon kemur með foreldrum sínum 1892 frá Grjótárgerði að Bjarnastöðum og fer með þeim að Halldórsstöðum í Reykjadal 1898. Jón var fæddur 2. júlí 1878 á Hólum í Eyjafirði. Hann er með foreldrum sínum á Helluvaði, Hofstöðum og Grjótárgerði. Jón var bóndi og söngstjóri á Halldórsstöðum í Reykjadal lengst ævi sinnar. Dó þar 19. júlí 1964 [Reykj. bls. 1252-1253]. Sjá um hann, konur hans og afkomendur í [Reykj. bls. 1252-1263] og [Skú. bls. 68-69].

Jón Aðalsteinn Sigfússon

Sigurður Sigfússon Bjarklind kemur með foreldrum sínum frá Grjótárgerði 1892 og fer með þeim að Halldórsstöðum í Reykjadal 1898. Sigurður var fæddur 19. ágúst 1880 á Helluvaði [Reykj. bls.1263]. Hann er þar með foreldrum á manntali þ. á. og í Grjótárgerði 1890. Sigurður var lengi kaupfélagsstjóri á Húsavík. Dó 16. maí 1960 í Hafnarfirði. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [Reykj. bls. 1263-1265] og [Skú. bls. 69]. Kristjana Sigfúsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Grjótárgerði 1892 og fer með þeim að Halldórsstöðum í Reykjadal 1898. Kristjana var fædd 2. mars 1886 á Hofstöðum. Hún fer þ. á. með foreldrum að Grjótárgerði og er þar með þeim á manntali 1890. Kristjana giftist Einari Árnasyni frá Finnsstöðum og bjuggu þau á Vatnsenda og í Landamótsseli. Dó 19. febr. 1959 á Akureyri. Sjá um þau og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 1266-1270] og [Skú. bls. 70].

Sigurður Sigfússon Bjarklind


61

Pétur Sigfússon kemur með foreldrum sínum frá Grjótárgerði 1892 og fer þaðan með foreldrum og systkinum að Halldórsstöðum í Reykjadal 1898. Pétur var fæddur 9. des. 1890 í Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Hann var m. a. kaupfélagsstjóri á Borðeyri. Dó 5. okt. 1962 í Colorado. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [Reykj. bls. 1270-1278] og [Skú. bls. 70-71]. Þóra Sigfúsdóttir, f. 15. okt. 1893 á Bjarnastöðum. Fer þaðan með foreldrum og systkinum að Halldórsstöðum í Reykjadal 1898. Þóra giftist Jóni Haraldssyni á Einarsstöðum 30. júlí 1911 og var húsfreyja þar til dauðadags 14. júlí 1979. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 1278-1286], [Skú. bls. 71] og [Gull].

Kristjana Sigfúsdóttir

Friðrika Sigfúsdóttir, f. 5. mars 1896 á Bjarnastöðum. Fer þaðan með foreldrum og systkinum að Halldórsstöðum í Reykjadal 1898. Friðrika giftist Jóni Friðrikssyni 24. júní 1923 og bjuggu þau fyrst á Halldórsstöðum í Reykjadal, en síðan á Hömrum. Dó 10. mars 1971. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 1286-1296] og [Skú. bls. 107-108]. María Sigfúsdóttir, f. 17. febr. 1898 á Bjarnastöðum. Fer þaðan þ. á. með foreldrum og systkinum að Halldórsstöðum í Reykjadal. María giftist Jónasi Friðrikssyni á Helgastöðum 20. maí 1918 og var húsfreyja þar til dauðadags 13. apríl 1978. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 12961310] og [Skú. bls. 107].

Pétur Sigfússon

Þóra Sigfúsdóttir

María Sigfúsdóttir


62

1898 - 1902: Gísladóttir

Ásmundur Kristjánsson og Arnfríður Þ.

Ásmundur og Arnfríður koma 1898 frá Fellsseli að Bjarnastöðum [Kb Þór.], þau eru þar við húsvitjun í árslok þ. á., einnig 1899-1901. Ásmundur er gjaldandi fyrir Bjarnastaði í manntalsbók 1899. Þau eru þar á aðalmanntali 1901. Við húsvitjun í árslok 1902 eru þau komin að Stöng [Sál. Mýv.]. Ásmundur var fæddur 24. des. 1865, voru foreldrar hans Kristján Jónsson og Guðný Guðlaugsdóttir „hjón á Ófeigsstöðum“ [Kb. Þór.]. Hann er á manntali hjá foreldrum á Stöng 1880 „ , 14, Ó, barn þeirra,“. Ásmundur var búfræðingur og er á manntali á Hólum í Hjaltadal 1890 „ , 24, Ó, námspiltur,“ og kemur 1892 „búfr. 26, Að Fremstafelli frá Selárdal vestur“ [Kb. Þór.]. Arnfríður Þuríður var fædd 7. ([ÆÞ. VIII, bls. 196] og [Skú. bls. 32] segir 18., við andlát sögð fædd 10. [Kb. Mýv.]) sept. 1859, voru foreldrar henna Gísli Kristjánsson og Sigríður Jónsdóttir „ , hjón á Halldórsstöðm“ [Kb. Þór.]. Hún er á manntali með foreldrum á Halldórsstöðum 1860. Hún er „ , 31, húskona,“ á Kálfborgará í viðaukaskrá manntalsins 1890 og lögheimili sagt Hólar í Hjaltadal, en þar er hennar ekki getið. Arnfríður kemur 1892 „húsk. 32, Að Fremstafelli frá Kálfborgará“ [Kb. Þór.]. Ásmundur og Arnfríður voru gefin saman 4. júní 1893 [Kb. Þór.], en ekki er þar getið heimilis brúðhjónanna. Þau eru fyrst í Fremstafelli, en síðan í Fellsseli og flytja þaðan að Bjarnastöðum eins og áður segir. Þau bjuggu síðan á Stöng til æviloka Ásmundar, en hann andaðist þar 15. okt. 1927 „ , bóndi á Stöng, 61, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.]. ([Skú. bls. 31] segir dánardaginn 10. sept.)

Arnfríður Þuríður Gísladóttir

Arnfríður andaðist 4. des. 1951 „ , ekkja, Stöng, 93,“ [Kb. Mýv.]. Sjá nánar um þau hjón og afkomendur þeirra í [Skú. bls. 31-32] og í [ÆÞ. VIII, bls. 196-211].

Börn Ásmundar og Arnfríðar á Bjarnastöðum 1898-1902:

Kolbeinn Ásmundsson kemur með foreldrum frá Fellsseli að Bjarnastöðum 1898, hann er þar við húsvitjun í lok ársins og á manntali 1901 og við húsvitjun við árslok þ. á. [Sál. Mýv.]. Kolbeinn var fæddur 1. maí 1894, eru foreldrar hans þá „ búandi hjón í Fremstafelli“ [Kb. Þór.]. Kolbeinn kvæntist Jakobínu Sigurðardóttur frá Sandvík og bjuggu þau lengi á Stöng. Sjá um hann, konu hans og börn í [Skú. bls. 32] og [ÆÞ. VIII, bls. 196-201].

Kolbeinn Ásmundsson

Sigríður Ásmundsdóttir kemur með foreldrum frá Fellsseli að Bjarnastöðum 1898, hún er þar við húsvitjun í lok ársins og á manntali 1901 og við húsvitjun við árslok þ. á. [Sál. Mýv.]. Sigríður var fædd 10. ([ÆÞ. VIII, bls. 201] og [Skú. bls. 32] segir 25.) sept. 1896, eru foreldrar hennar þá „hjón í Fellsseli“ [Kb. Þór.]. Sigríður giftist Helga Þorsteinssyni og bjuggu þau á Geiteyjarströnd, sjá um þau hjón og börn þeirra í [Skú. bls. 32 og 41] og í [ÆÞ. VIII, bls. 201].

Sigríður Ásmundsdóttir


63

Valdemar Ásmundsson f. 17. maí 1899 á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.] og er þar við húsvitjun í árslok 1899-1901 og á manntali þar 1901. Valdemar kvæntist Kristlaugu Tryggvadóttur frá Engidal, sjá um þau og börn þeirra í [Skú. bls. 32] og í [ÆÞ. VIII, bls. 201-205]. Valdemar andaðist 3. maí 2000, sjá Árbók Þingeyinga 2000, bls. 178-179. Kristján Ásmundsson, f. 17. maí 1901 á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.] og er þar á manntali um haustið. Kristján kvæntist Láru Sigurðardóttur frá Sandvík, sjá um þau og börn þeirra í [Skú. bls. 32] og [ÆÞ. VIII, bls. 205-211]. Annað skyldulið Ásmundar og Arnfríðar á Bjarnastöðum 1892-1902:

Valdemar Ásmundsson

Kristján Jónsson, faðir Ásmundar bónda, er á Bjarnastöðum við húsvitjun í árslok 1900 „ , húsm, 70“ [Sál. Mýv.] og þar á manntali 1901. Kristján var fæddur 8. mars 1831 á Hofstöðum, sonur Jóns Tómassonar og f. k. h. Sigríðar Þorsteinsdóttur [Kb. Reykj.]. Hann kvæntist Guðnýju, sem var ekkja eftir Ásmund bróður hans, 9. júní 1864 [Kb. Þór], bjuggu þau lengi á Stöng. Sjá um Kristján og æviferil hans í [ÆÞ. VIII, bls. 195-212], sjá einnig [Skú. bls. 3031]. Kristján andaðist 3. mars 1912 [Skú. bls. 30]. Guðný Guðlaugsdóttir, móðir Ásmundar bónda, kona Kristjáns hér næst á undan, er á Bjarnastöðum við húsvitjun í árslok 1900 „ , k. hs, 79“ [Sál. Mýv.] og þar á manntali 1901. Guðný var fædd 29. okt. 1822, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión búandi að Álptagerði“ [Kb. Skút.]. Guðný giftist fyrst Ásmundi bróður Kristjáns og bjó með honum í Heiðarseli og á Ófeigsstöðum. Guðný andaðist 24. des. 1907 „ , kona á Stöng, 85, Blind og ellihrum“ [Kb. Mýv.]. Sjá um hana og afkomendur í [ÆÞ. VIII, bls. 186-195] og [Skú. bls. 23-32].

Kristján Jónsson

Aðalgeir Kristjánsson, sonur Kristjáns hér rétt ofar, er á Bjarnastöðum við húsvitjun í árslok 1900 „ , s. hans, 8“ [Sál. Mýv.] og þar á manntali 1901. Aðalgeir var fæddur 20. des. 1892 og segir svo um foreldra hans: „Jóhanna Sigurbjörnsd. vinnuk. Hörgsdal (33 ára) og Kristján Jónssn bóndi á Stöng“ [Kb. Mýv.]. Í [ÆÞ. VIII bls. 195-196] er móðir hans hinsvegar sögð Kristjana Sigurbjarnardóttir, systir Jóhönnu. Síst er bætt úr þessu ósamræmi með grein um Aðalgeir í Árbók Þingeyinga 1977 og leiðréttingu á henni í Árbók 2002, bls. 130-131. Aðalgeir verður síðar bóndi á Bjarnastöðum, sjá um hann hér neðar og á bls. 211-212 í [ÆÞ. VIII]. Aðalgeir Kristjánsson

Vandalausir á Bjarnastöðum í búskapartíð Ásmundar og Arnfríðar 1898-1902:

Benedikt Björnsson kemur frá Fellsseli að Bjarnastöðum 1898 „vinnum. 17“ [Kb. Mýv.] og er þar við húsvitjun í árslok þ. á. „vinnum., 17“ [Sál. Mýv.]. Hann fer þaðan 1899 að Fljótsbakka [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Benedikt var fæddur 24. júlí 1881, voru foreldrar hans Björn Jóhannesson og Guðný Jakobína Jóhannesdóttir, sem þá eru „hjón í Landamótsseli“ [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum og þrem systkinum á manntali í Barnafelli 1890. Benedikt fer 1901 frá Ingjaldsstöðum að Ljósavatni [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1901 „hjú hennar, 20“ (þ. e. Kristínar Maríu Benediktsdóttur húsfreyju, en Björn maður hennar var fjarverandi). Benedikt finn ég ekki burtvikinn úr Þóroddstaðarprk. 1901-1909, né á manntali í Ljósavatnshreppi 1910.


64

Anna Friðfinnsdóttir kemur 1898 „ , vinnuk., 17,“ í Bjarnastaði frá Landamóti [Kb. Mýv.] og er þar við húsvitjun í árslok 1898 „vinnuk, 17“ [Sál. Mýv.]. Hún fer 1899 „ , vinnuk., 18,“ frá Bjarnastöðum í Fljótsbakka [Kb. Mýv.]. Anna var fædd 26. des. 1880, voru foreldrar hennar „María Sveinsd. ógipt stúlka á Nesi og Friðfinnr Halldórsson óg. vinnum. á Ormsstöðum“ [Kb. Skorrast.]. Foreldrar hennar eignast aðra dóttur 1882, en ekki finn ég að þau hafi gengið í hjónaband, sjá þó bls. 261-262 í [ÆÞ. IV], en Friðfinnur faðir Önnu var um skeið með foreldrum í Heiðarseli, sjá þar. Anna kemur 1890 „ , sveitartelpa, 9, Austan úr Múlasýslu að Úlfsbæ“ [Kb. Þór.] og er þar „ , 9, Ó, niðursetningur,“ við manntalið 1890. Hún er „ , hjú, 19,“ á Hálsi í Fnjóskadal við manntalið 1901. Fer 1904 „ , 23, vinnuk,“ frá Krossi að Hallbjarnarstöðum, 1905 frá Kálfborgará að Eyjardalsá og 1908 „ , v. k., frá Hryflu að Veisu í Fnjóskadal“ [Kb. Þór.]. Hún er á manntali í Veisuseli 1910 „HJÞE, Ó“. Gunnar Gunnlaugsson er á Bjarnastöðum við húsvitjun í árslok 1899 „vinnum, 60,“ [Sál. Mýv.]. En ekki er hann þar árið eftir. Gunnar var fæddur 19. júní 1839 á Stóru-Reykjum, sonur hjónanna Gunnlaugs Loftssonar og Vilborgar Jónsdóttur [Reykj. bls. 441], [Laxd. bls. 69]. Hann er á Reykjum með foreldrum og tveim systkinum á manntali 1840, en 1845 á Ytra Fjalli og 1850 á Tjörn. Við manntalið 1855 er hann „ , 17, Ó, léttadrengur,“ í Kasthvammi. Gunnar kemur 1869 „ , 30, vinnumaður, frá Skútustöðum - Grenjaðarst.“ [Kb. Grenj.]. Þar kvænist hann 25. sept. 1874 „ráðsmaður á Grenjaðarstað, á 36. ári“ Karolínu Jónsdóttur hér næst á eftir. Þau flytja 1875 frá Grenjaðarstað að Jarlsstöðum í Bárðardal [Kb. Grenj.], þar sem þau búa til 1879, er þau flytja að Hamri [Laxd. bls. 69]. Þau flytja 1881 frá Hamri í Laxárdal að Saltvík ásamt tveim dætrum þeirra. Þau búa síðan að Rauf (nú Eyvík) á Tjörnesi. Gunnar kemur 1888 „ , 49, kom á sveit“ ásamt konu sinni og fjórum börnum að „SyðriNeslöndum frá Rauf á Tjörnesi“ (Aths. „Flosnaði upp og fór á sveit“ [Kb. Mýv.]). Þau hjónin eru á manntali í Vogum 1890 vinnuhjú, ásamt Aldísi. Gunnar fer 1895 „ , vinnum, 56, Frá Grænavatni að Lundarbrekku“ [Kb. Mýv.] ásamt konu sinni og dóttur. Þau eru víða í vinnumennsku, oft hvort í sínu lagi, í Bárðardal og Mývatnssveit. Við manntalið 1901 er Gunnar á manntali í Svartárkoti „ , vinnumaður, 62“ en Karólína á Grímsstöðum „ , vinnukona, 48“. Gunnar flutti til Þóru dóttur sinnar í Kasthvamm 1908, þar sem hann andaðist 7. júlí 1927 [Laxd. bls. 69-70], sjá einnig þar um börn þeirra Karólínu. Gunnar var fatlaður, hafði viðurnefnið „halti“. Karólina Jónsdóttir, kona Gunnars hér næst á undan, er á Bjarnastöðum við húsvitjun í árslok 1899 „k. Hs., 47,“ [Sál. Mýv.]. En ekki er hún þar árið eftir. Karólina var fædd 24. sept. 1852 á Sandhaugum, dóttir hjónanna Jóns Gíslasonar og Þorbjargar Ísleifsdóttur [Reykj. bls. 441], [Laxd. bls. 69]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1855 og 1860 í Sandvík. Hún fer 1874 „vinnukona, frá Sandhaugum að Grenjaðarstað“ [Kb. Lund.] Þar giftist hún 25. sept. 1874 Gunnari Gunnlaugssyni hér næst á undan „heitmey hs 22 ára“ [Kb. Grenj.]. Karólína kemur með manni sínum 1888 að Syðri-Neslöndum, sjá hjá honum. Karólína fer 1895 með manni sínum „ , k. H., 49,“ frá Grænavatni að Lundarbrekku. Hún er „vinnukona, 48“ á Grímsstöðum við manntalið 1901. Karólína fer 1909 til Þóru dóttur sinnar í Kasthvammi og andaðist þar 9. des. 1933 [Laxd. bls. 69-70], sjá einnig þar um börn þeirra Gunnars.

Gunnar Gunnlaugsson

Karólína Jónsdóttir


65

Arnfríður Erlendsdóttir er á Bjarnastöðum við húsvitjun í árslok 1900 „ , vinnuk, 69“ [Sál. Mýv.] og á manntali þar 1901 „ , vinnukona, 68,“. Arnfríður var eitt af fjölmörgum börnum Erlends Sturlusonar og Önnu Sigurðardóttur á Rauðá, fædd 13. nóv. 1832 [Kb. Þór.]. Hún er þar með þeim á manntali 1845 og 1850, en 1855 er hún á Gautlöndum „ , 23, Ó, vinnukona,“ þar er hún einnig 1860, svo og faðir hennar „ , 70, E, vinnumaður,“. Arnfríður, þá enn á Gautlöndum, giftist 16. okt. 1867 Árna Jónssyni [Kb. Skút.], sem kemur þ. á. „ , 29, vinnumaður“ frá Lundarbrekku [Kb. Mýv.]. Þau flytja 1868 að Litlulaugum [Kb. Ein.], en flytja 1872 frá Litlulaugum að Stöng, ásamt Önnu Maríu dóttur þeirra [Kb. Mýv.]. Árni deyr í maí 1875 „ , húsmaður á Stöng, 37, úr höfuðveiki“ [Kb. Mýv.]. Arnfríður er á fólkstali í Víðirkeri við nýár 1877 og fer þaðan 1879 að Víðimýri ásamt dóttur sinni [Kb. Lund.], en ekki er hún þar á manntali árið eftir. Hún fer 1904 „ , til dóttur sinnar, 70,“ frá Stöng að Húsavík [Kb. Mýv.] og er á manntali 1920 í Túnsbergi á Húsavík. Sjá einnig um Arnfríði í kafla um Grjótárgerði.

Arnfríður Erlendsdóttir

Guðrún Hólmfríður Guðlaugsdóttir er á Bjarnastöðum á manntali 1901 „ , vinnukona, 18, er að 1/2 í Stórási“. Guðrún var fædd 8. okt. 1883 á Ytrafjalli [ÆÞ. I, bls. 379], dóttir Guðlaugs Þorsteinssonar og Kristínar Elísabetar Bergvinsdóttur, bjuggu þau í Stórási um 1901. Guðrún giftist Gunnlaugi Sigvaldasyni, sjá nánar í [ÆÞ. III, bls. 272].

1902 - 1910: Sigurðardóttir

Sigurgeir Jónsson og Jóhannna Þuríður

Sigurgeir og Jóhanna Þuríður koma 1902 ásamt tveim börnum í „Bjarnastaði frá Víðikeri“ [Kb. Mýv.]. Þau búa á Bjarnastöðum skv. húsvitjun í árslok 1902 og eru þar síðast við húsvitjun í árslok 1909 [Sál. Mýv.], en á manntali á Sveinsströnd 1910. Samt eru þau sögð á Bjarnastöðum í manntali sóknarprests 31. des. 1910.

Guðrún Hólmfríður Guðlaugsdóttir

Sigurgeir var fæddur 4. sept. 1850, sonur Jóns Illugasonar og Þuríðar r á manntali 1850, heldur 1855 og 1860, síðast í hópi sex systkina, og í Baldursheimi 1880 „ , 30, sonur ekkjunnar,“. Jón bróðir Sigurgeirs fer frá Haganesi að Víðirkeri 1883 með fjölskyldu sína. Þá fer einnig Þuríður, móðir þeirra bræðra, og Sigurgeir „ , 32, vinnumaður, frá Baldursheimi að Víðirkeri“ [Kb. Lund.]. Jóhanna Þuríður var fædd 15. nóv. 1858, voru foreldrar hennar „Sigurður Eyjólfsson og Arnbjörg Kristjánsdóttir, búandi á Brettingsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860 ásamt fjórum systkinum. Og 1880 í Hólum í Laxárdal „ , 21, dóttir þeirra,“. Þuríður kemur 1884 „ 24, vk., að Víðirkeri frá Hólum í Lax.“ [Kb. Lund.].

Sigurgeir Jónsson

Sigurgeir og Þuríður voru gefin saman 14. júlí 1885, þá bæði í Víðirkeri [Kb. Lund.]. Þau koma 1889 í Baldursheim frá Víðirkeri og flytja 1890 frá Baldursheimi í Víðirker [Kb. Mýv.] og eru þar á manntali það ár og einnig 1901. Sigurgeir andaðist 28. jan. 1916 „ , bóndi Sveinsströnd, 65, hjartasjúkdómur“ [Kb. Mýv.]. Þuríður er húsmóðir þar við manntalið 1920. Hún andaðist 22. nóv. 1921 „Húsfrú Sveinsströnd, 63 ára, 101. Heilablóðfall“ [Kb. Mýv.]. Sjá um Jóhönnu Þuríði, foreldra hennar og systkini í [Laxd. bls. 47-49].

Jóhanna Þuríður Sigurðardóttir


66

Börn Sigurgeirs og Jóhönnu Þuríðar á Bjarnastöðum 1902-1910:

Jón Sigurgeirsson kemur með foreldrum sínum 1902 frá Víðirkeri í Bjarnastaði [Kb. Mýv.] og er þar við húsvitjun eða á manntali sóknarprests í árslok 1902-1909 [Sál. Mýv.]. Jón var fæddur 30. des. 1889 í Baldursheimi [Kb. Mýv.]. Fer með foreldrum 1890 þaðan í Víðirker [Kb. Mýv.] og er með þeim þar á aðalmanntali þ. á. og einnig 1901. Jón lést af slysförum 17. maí 1910 „Yngism. Bjarnastöðum, 20. Drukknaði í úrflóði úr rennu oná ís í Gautlandalæk, rétt fyrir ofan Bjarnast.“ [Kb. Mýv.]. Þuríður Sigurgeirsdóttir kemur með foreldrum sínum 1902 í Bjarnastaði frá Víðirkeri [Kb. Mýv.]. Hún er þar við húsvitjun eða á manntali sóknarprests í árslok 1902-1909 og á aðalmanntali á Sveinsströnd 1910. Þuríður var fædd 30. júní 1898 í Víðirkeri [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1901. Hún er hjá móður sinni á manntali á Sveinsströnd 1920 og „ , húsmóðir búandi, Ó,“ í Baldursheimi við manntalið 1930.

Vandalausir á Bjarnastöðum í tíð Sigurgeirs og Jónínu Þuríðar 1902-1910: Þuríður Sigurgeirsdóttir

Margrét Jónsdóttir kemur með húsbændum sínum 1902 í Bjarnastaði frá Víðirkeri „ , vinnuk., 45“ [Kb. Mýv.]. Hún er við húsvitjun á Bjarnastöðum við árslok 1902 „ , vinnuk, 46“ [Sál. Mýv.]. Hún er þar áfram og er þar við húsvitjun í árslok 1909. Ýmislegt bendir til að aldur Margrétar sé rangur í Lundarbrekkubókum og Mývatnsþingum. Hún er jafnan í manntölum sögð fædd í Húsavíkursókn, en þar er engin Margrét Jónsdóttir fædd með þeim aldri. Í manntali á Sveinsströnd 1920 er Margrét sögð fædd 24. des. 1857 í Mýrarkoti, en reynslan sýnir, að þeim fæðingardögum er illa treystandi. Í [Kb. Hús.] er hinsvegar fædd 25. des. 1852 Margrét Jónsdóttir, eru foreldrar hennar Jón Benediktsson og Helga Vigfúsdóttir „búandi hjón í Mýrarkoti“. Hún er á manntali með foreldrum og tveim systkinum í Tungugerði 1855 og 1860 í Hringveri. Hún er fermd frá Tungugerði 1867 og er þar á manntali með foreldrum 1880 „ , 27, Ó, dóttir þeirra,“. Margrét fer 1889 „ , vinnuk, 36, frá Bakka að Víðirkeri í Bárðardal“ [Kb. Hús.] með Kristjáni Sigurðssyni (síðar á Grímsstöðum á Fjöllum) og fjölskyldu hans. Er þá aldur hennar réttur. Skv. [Kb. Lund.] kemur 1890 Margrét Jónsdóttir „vk., 31, af Tjörnesi að Víðirkeri“; hygg ég að það sé sú sama Margrét. Margrét er á manntali í Víðirkeri 1890 „ , 31, Ó, vinnukona,“ hjá Sigurgeir og Þuríði, þar er hún einnig á manntali 1901. Hún er á manntali á Sveinsströnd 1910 og 1920, vinnukona sem jafnan, og 1930 í Baldursheimi „ , fv. Hjú,“ hjá Þuríði Sigurgeirsdóttur. Hún andaðist 6. júlí 1931 „ , húsk. Baldursheimi, 73, 7. Influensa“ [Kb. Mýv.]. Kristján Hallgrímur Jónsson er á Bjarnasöðum við húsvitjun í árslok 1902 „ , húsm, 26“ [Sál. Mýv.], einungis þetta ár, ásamt konu sinni og syni. Kristján Hallgrímur var fæddur 26. okt. 1875 á Daðastöðum, voru foreldrar hans Hólmfríður Guðmundsdóttir, þá vinnukona þar, og Jón Jónsson, þá giftur á Stórulaugum [Kb. Ein.]. Hallgrímur ólst upp á hrakningi með móður sinni framan af, er á manntali með henni í Böðvarsnesi 1880, kemur með henni að Baldursheimi 1884 [Kb. Mýv.] og er þar með henni á manntali 1890. Hallgrímur var í Möðruvallaskóla 1895-1897. Kemur að Gautlöndum 1898 [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1901. Þar kvænist hann Sigríði, sjá hér næst á eftir, 12. nóv.


67

1901. Eftir ýmsa hrakninga fara þau Hallgrímur og Sigríður til Mjóafjarðar 1907 ásamt tveim börnum. Þar drukknar Hallgrímur 6. júní 1910 [Kb. Mjó.]. Sigríður Björnsdóttir er á Bjarnasöðum við húsvitjun í árslok 1902 „ , k. Hs, 20“ [Sál. Mýv.], einungis þetta ár, ásamt Hallgrími manni sínum hér næst á undan og syni þeirra. Sigríður var fædd 11. nóv. 1881 í Þórunnarseli [Kb. Garðss.], dóttir hjónanna Björns Þórarinssonar og Jakobínu Jóhannsdóttur. Björn faðir Sigríðar deyr úr sullaveiki 28. maí 1882 [Kb. Garðss.] og giftist móðir hennar þrem árum síðar Þórði Flóventssyni, sjá [ÆÞ. I, bls. 358]. Sigríður ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður í Krossdal. Hún kemur að Gautlöndum frá Ærlækjarseli 1899 „ , vinnuk., 18,“ [Kb. Mýv.] með Jóni Jónssyni og fjölskyldu hans. Þar giftist hún Kr. Hallgrími, sjá hjá honum. Sigríður er á manntali á Sléttu í Mjóafirði 1910 ásamt fjórum börnum. Þau flytja frá Mjóafirði 1916 og eru á nokkrum hrakningi eftir það. Sigríður er á manntali í Fensölum á Húsavík 1920 ásamt tveim sonum sínum, Þórarni hér næst á eftir og Hallgrími Balda, sjá greinar um hann eftir Ólaf Grím Björnsson í Árbók Þingeyinga 1999, bls. 110-137; 2000, bls. 24-58 og 2001, bls. 5-58. Sigríður dó í Hafnarfirði 5. júlí 1959 [Mbl. 4. maí 1995, bls. 35]. Þórarinn Hallgrímsson, sonur Hallgríms og Sigríðar hér næst á undan, er á Bjarnastöðum við húsvitjun í árslok 1902 „ , s. þeir, 1“ [Sál. Mýv.], einungis þetta ár ásamt foreldrum sínum. Þórarinn var fæddur 3. des. 1901 á Gautlöndum [Kb. Mýv.]. Hann er eitthvað á vegum Hólmfríðar ömmu sinnar, en fer 1910 til Mjóafjarðar, þar sem hann er á manntali með móður sinni og systkinum 1910. Hann er á manntali í Fensölum á Húsavík 1920 ásamt móður sinni og bróður. Þórarinn var í gagnfræðaskólanum á Akureyri 1921-1924. Hann deyr á Siglufirði 26. júlí 1924 „Realstúdent frá Hjeðinsvík við Skjálfanda“ [Kb. Hvann.] og er dánarorsök sögð mænuveiki. (Ingólfur Sigurgeirsson frændi Þórarins kvaðst þó hafa heyrt að hann hefði dáið úr heilahimnubólgu, munnl. heim.). Steinþór Matthías Stefánsson, er á Bjarnastöðum við húsvitjun í árslok 1906 „ljettadr., 15“ [Sál. Mýv.], en hvorki árið á undan né árið á eftir. Steinþór var fæddur 7. sept. 1891 á Litlulaugum [ÆÞ. II, bls. 252], sonur hjónanna Stefáns Bergmanns Björnssonar og k. h. Elínar Sigr. Þorsteinsdóttur. Faðir Steinþórs dó 1896, sjá um hann hér allmiklu ofar, og var hann úr því eitthvað á hrakningi. Hann kemur 1898 að Skógarseli frá Kálfaströnd og fer þaðan aftur 1901 „ , tökudr., 9, frá Skógarseli að Mývatni“ [Kb. Ein.]. Steinþór dó í Reykjavík 3. júlí 1967. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 252-255].

1910 - 1911: Steindór Pétursson

Við manntalið 1910 er Steindór eini heimilismaðurinn á Bjarnastöðum, sagður „LAUMA“ = lausamaður. Í manntali sóknarprests 1910 eru Sigurgeir og fjölskylda þó enn talin þar [Sál. Mýv.]. Steindór var fæddur 4. ágúst 1882, sonur hjónanna Péturs Guðmundssonar og Aðalbjargar Árnadóttur, sem þá voru „hjón í Álptagerði“ [Kb. Mýv.]. Hann fer með foreldrum að Svínadal 1887 og kemur þaðan með þeim að Árbakka 1889 og er með þeim þar á aðalmanntali 1890 og 1901. Hann fer 1899 „ , vinnudr., 17, að Víðirkeri frá Krákárbakka“ [Kb. Lund.], kemur þaðan aftur 1900 „ ,


68

vinnum., 18,“ [Kb. Lund.]. Steindór fer 1911 „ , laus, 29, Krákárbakka Víðirker“ [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.]. Steindór var í bændaskólanum á Hólum „kom 1910 og fór 1912“ sjá skólaskýrslu.

1911 - 1913: Stefánsdóttir

Jón Kristjánsson og Guðrún

Jón og Guðrún búa á Bjarnastöðum skv. manntali sóknarprests 31. des. 1911 og 1912, á móti Sigurði og Jakobínu, sjá hér neðar. Þau eru komin að Geirastöðum við árslok 1913 [Sál. Mýv.]. Jón var fæddur 20. des. 1866 í Sandvík, sonur Kristjáns Jónssonar og Kristbjargar Finnbogadóttur [Reykj. Bls. 447-448]. Hann flytur með foreldrum að Syðrafjalli 1868, en þegar foreldrar hans fara frá Sýrnesi 1873, er Jón sagður fara þaðan „að Svalbarði norður“ [Kb. Múl.]. Ekki hef ég fundið hans getið í [Kb. Svalb.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali sóknarprests í Hörgsdal 31. des. 1876 og 1877 [Sál. Mýv.] og er með þeim á manntali á Sveinsströnd 1880, ásamt fjórum systkinum. Guðrún var fædd 14. nóv. 1863, dóttir Stefáns Helgasonar og s. k. h. Sigurbjargar Jónsdóttur [Skú. bls. 128], [Reykj. bls. 448]. Hún er hjá móður sinni, sem þá er búandi ekkja á Arnarvatni, á manntali 1880 „ , 16, Ó, dóttir hennar,“. Jón og Guðrún voru gefin saman 29. des. 1889, þá er Jón „vinnum. Arnarvatni. 24“ en Guðrún „húskona á Arnarvatni 27“ [Kb. Mýv.]. Þau eru þar á manntali 1890, en 1901 í Álftagerði, þar sem Jón er húsmaður, en faðir hans bóndi. Þau eru á Gautlöndum á manntali 1910, þar er Jón sagður „HUMA“ (= húsmaður), og í húsmennsku á Skútustöðum við manntalið 1920. Jón og Guðrún er á manntali á Geirastöðum hjá Kristbjörgu dóttur sinni 1930, þar deyr Jón 23. okt. 1931 „ , húsm. Geirastöðum, 64, lungnabólga ofl.“ [Kb. Mýv.]. Guðrún deyr 9. mars. 1952 [Reykj. bls. 448]. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [Skú. bls. 128-129] og [Reykj. bls. 448-458].

Börn Jóns og Guðrúnar á Bjarnastöðum 1911-1913:

Kristbjörg Jónsdóttir er með foreldrum á Bjarnastöðum á manntali sóknarpests 31. des. 1911 og 1912 [Sál. Mýv.]. Kristbjörg var fædd 9. mars 1896 á Skútustöðum [Reykj. bls. 449]. Kristbjörg giftist 22. jan. 1922 Stefáni Helgasyni og bjuggu þau á Geirastöðum, sjá um þau og börn þeirra í [Skú. bls. 129 og 147-148] og í [Reykj. bls. 449-451]. Kristján Jónsson er með foreldrum á Bjarnastöðum á manntali sóknarpests 31. des. 1911 og 1912 [Sál. Mýv.]. Kristján var fæddur 3. sept. 1900 á Sveinsströnd [Reykj. bls. 454]. Kristján kvæntist 13. júlí 1936 Þórdísi Benediktsdóttur frá Grænavatni, sjá um þau og börn þeirra í [Skú. bls. 58 og 129] og í [Reykj. bls. 454]. Hann andaðist 25. okt. 1946.

Kristján Jónsson


69

Freysteinn Jónsson er með foreldrum á Bjarnastöðum á manntali sóknarpests 31. des. 1911 og 1912 [Sál. Mýv.]. Freysteinn var fæddur 27. maí 1903 á Arnarvatni [Reykj. bls. 455]. Freysteinn kvæntist 22. okt. 1939 Helgu Hjálmarsdóttur [Kb. Mýv.] og bjuggu þau á Vagnbrekku, sjá um þau og börn þeirra í [Skú. bls. 129] og [Reykj. bls.455-456]. Hólmfríður Jónsdóttir er með foreldrum á Bjarnastöðum á manntali sóknarpests 31. des. 1911 og 1912 [Sál. Mýv.]. Hólmfríður var fædd 12. maí 1907 á Gautlöndum [Reykj. bls. 456]. Hólmfríður giftist Gunnari Larsen, sjá um þau og börn þeirra í [Skú. bls. 129] og í [Reykj. bls. 456-458]. Freysteinn Jónsson

1911 - 1913: Sigurður Björnsson og Jakobína Sigríður Sigurðardóttir

Sigurður og Jakobína búa á Bjarnastöðum skv. manntali sóknarprests 31. des. 1911 og 1912 [Sál. Mýv.], á móti Jóni og Guðrúnu, sjá hér ofar. Þau eru komin í Álftagerði við árslok 1913 [Sál. Mýv.]. Sigurður var fæddur 12. okt. 1853 í Presthvammi, sonur hjónanna Björns Björnssonar og Bóthildar Jónsdóttur, sem þar bjuggu 1852-1862, er hann þar á manntali 1855 og 1860. Faðir hans dó 2. ágúst 1864 og fóru þá Sigurður og fleiri börn þeirra á hrakning. Sigurður er á manntali í Presthvammi með foreldrum 1855 og 1860. Fer 1864 „ , 12, niðursetningur frá Presthvammi að Helgastöðum“ [Kb. Grenj.] og 1868 „ , 15, vinnudr. Frá Halldórsstöðum að Hördal“ [Kb. Helg.], [Kb. Mýv.]. Er „ , 19, ljettadrengur“ á Geirastöðum hjá Sigurði móðurbróður sínum á fólkstali þar 31. des. 1871 [Sál. Mýv.]. En 1880 er hann vinnumaður á Gautlöndum. Jakobína Sigríður var fædd 26. des. 1850 í Æsustaðagerði, dóttir hjónanna Sigurðar Stefánssonar og Rósu Grímsdóttur. Þar er hún með þeim á manntali 1855 ásamt sex systkinum, einnig 1860 ásamt fjórum systkinum. Hún var vinnukona á Núpufelli 1870 og á Helluvaði 1880. Sigurður og Jakobína voru gefin saman 13. okt. 1888. Þau eru á manntali á Kálfaströnd 1890 ásamt Sigríði dóttur sinni, er Sigurður sagður vinnumaður, en Jakobína húskona. Þau voru í hús- eða vinnumennsku í Mývatnssveit, eru í Álftagerði við manntalið 1901 með dóttur sína. Jakobína dó 27. sept. 1926 á Gautlöndum. Þar er Sigurður á manntali 1930 „húsmaður,“ ásamt Sigríði dóttur sinni. Dó 7. des. 1933 „húsm. Gautlöndum, 80, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.]. Sjá um Sigurð og Jakobínu í [ÆÞ. VII, bls. 311].

Dóttir Sigurðar og Jakobínu, á Bjarnastöðum 1911-1913:

Sigríður Sigurðardóttir er með foreldrum sínum á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1911 og 1912 [Sál. Mýv.]. Sigríður var fædd 12. júlí 1889 á Kálfaströnd. Hún var vinnukona í Álftagerði og víðar, vann einnig allmörg ár í mötuneyti héraðsskólans á Laugum. Dó 17. ágúst 1970, sjá [ÆÞ. VII, bls. 311].

Sigurður Björnsson


70

Önnur skyldmenni Sigurðar og Jakobínu á Bjarnastöðum 1911-1913:

Jón Kristjánsson, systursonur Sigurðar bónda, er á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1911 „fósturs, 10“ og einnig árið eftir. [Sál. Mýv.]. Hann er með þeim Sigurði og Jakobínu í Álftagerði á manntali sóknarprests 31. des. 1913 „tökub., 12“ [Sál Mýv.]. Jón var fæddur 20. ágúst 1901, voru foreldrar hans Kristján Þorsteinsson og Arnfríður Björnsdóttir „hjón á Litlulaugum“ [Kb. Ein.]. Jón fer með foreldrum sínum 1907 frá Ljótsstöðum að Hofstöðum [Kb. Ein.] og er þar með þeim á manntali 1910. Fjölskyldan virðist tvístrast 1911, fer þá Kristján frá Hofstöðum „í Máskot eða Rdal.“ [Kb. Mýv.]. Jón var fermdur 1915, þá á Gautlöndum hjá móður sinni [Kb. Mýv.]. Fer 1916 „ , vinnum, 15,“ frá Gautlöndum að Dvergasteini við Seyðisfjörð, þar sem hann andaðist 14. nóv. 1916 „ , vinnupiltur á Dvergasteini, 15“ [Kb. Dverg.].

1913 - 1922:

Árni Jóhannesson, fyrst einn en síðar með

Rebekku Jónsdóttur konu sinni.

Árni er á manntali sóknarprests á Bjarnastöðum 31. des. 1913 ásamt móður sinni og systur. 1915 kemur faðir hans þangað einnig og 1916 kemur Rebekka „ , bústýra, 26,“ og er húsfreyja frá 1917. 31. des. 1919 eru Helgi Árnason og Anna Sigurðardóttir komin þangað, en fara 1920 að Máskoti, er Helgi þá sagður „húsm, 51“ [Kb. Mýv.]. 31. des. 1921 eru Friðjón og Rósa komin þangað og búa fyrsta árið á móti þeim Árna og Rebekku [Sál. Mýv.]. Árni og Rebekka eru á aðalmanntali á Bjarnastöðum 1920. Þau fara þaðan 1922 ásamt tveim börnum sínum að „Lýðólfsstöðum (= Leiðólfsstöðum), Flóa, Árness.“ [Kb. Mýv.]. Árni var fæddur 27. nóv. 1890, voru foreldrar hans Jóhannes Friðriksson og Hólmfríður Stefánsdóttir „ , búandi hjón á Sveinströnd“ [Kb. Mýv.]. Hann er með þeim á manntali þar 1901, en 1910 er hann á manntali á Skútustöðum. Rebekka var fædd 21. sept. 1890 á Íshóli, dóttir hjónanna Jóns Þorkelssonar og s. k. h. Jóhönnu Katrínar Sigursturludóttur. Þar er hún með foreldrum á manntali þ. á., en 1901 á Jarlstöðum í Bárðardal. En 1910 er hún „HJ“ (= hjú) „Ó“ á Mýri í Bárðardal. Rebekka giftist Unnsteini Sigurðssyni 5. júní 1911, þá bæði á Jarlstöðum [Kb. Mýv.], og býr hún með honum á Jarlstöðum skv. manntali sóknarprests 31. des. 1912, og 1913 í Sandvík [Sál. Eyj.]. 1914 er Rebekka hjá móður sinni og Sturlu bróður sínum á Jarlstöðum, mun Unnsteinn þá hafa verið látinn. Rebekka kemur 1916 „ , bústýra, 26,“ frá Jarlstöðum í Bárðardal í Bjarnastaði [Kb. Mýv.]. Árni og Rebekka voru gefin saman 14. júní 1917, er Árni sagður „bóndi Bjarnastöðum“ en Rebekka „ekkja s. st.“ [Kb. Mýv.]. Árni og Rebekka eru á manntali á Leiðólfsstöðum í Stokkseyrarhreppi 1930 ásamt fjórum börnum sínum. Sjá nánar um þau og börn þeirra í [ÆÞ. V, bls. 88-91].

Börn Árna og Rebekku á Bjarnastöðum 1918-1922:

Rebekka Jónsdóttir


71

Ásta Árnadóttir, f. 11. ágúst 1918 á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.]. Hún er þar á aðalmanntali 1920 og á manntali sóknarprests 31. des. 1921 [Sál. Mýv.]. Fer 1922 „ , börn hjóna, 4,“ með foreldrum frá Bjarnastöðum að Leiðólfsstöðum í Flóa [Kb. Mýv.]. Ásta er með foreldrum sínum á manntali á Leiðólfsstöðum í Stokkseyrarhreppi 1930. Dó 26. mars 1991 í Reykjavík. Sjá um hana í [ÆÞ. V, bls. 88]. Vikar Árnason, f. 5. mars 1921 á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali sóknarprests 31. des. 1921 [Sál. Mýv.]. Fer 1922 „börn hjóna, 1,“ með foreldrum frá Bjarnastöðum að Leiðólfsstöðum í Flóa [Kb. Mýv.]. Vikar er með foreldrum sínum á manntali á Leiðólfsstöðum í Stokkseyrarhreppi 1930. Sjá um hann og fjölskyldu í [ÆÞ. V, bls. 88-89].

Annað skyldulið Árna og Rebekku á Bjarnastöðum 1913-1922:

Hólmfríður Stefánsdóttir, móðir Árna bónda, kemur með honum að Bjarnastöðum 1913 og er þar á manntali sóknarprests 31. des. 1913 „m. hns, 62“ [Sál. Mýv.] og er þar áfram á manntali hans, þar til hún flytur þaðan 1918 „ , sjálfsmennska, 67,“ að „Bakka í Kelduhverfi“ [Kb. Mýv.]. Hún er aftur á 3 Bjarnastöðum 31. des. 1921 en ekki árið eftir [Sál. Mýv.]. Hólmfríður var fædd 8. júlí 1851 í Víðirholti (síðar Stafnsholti), þríburi, dóttir hjónanna Stefáns Björnssonar og Hólmfríðar Jóhannesdóttur [Kb. Skút.]. Hún flytur með foreldrum sínum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.], þar sem hún er með þeim og 8 systkinum á manntali 1860. Hólmfríður fer 1866 „ , 15, vinnust.“ frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Helg.] og 1871 frá Grenjaðarstað að Skútustöðum [Kb. Grenj.]. Hólmfríður giftist Jóhannesi Friðrikssyni 25. okt. 1876, þá bæði í vinnumennsku á Sveinsströnd [Kb. Mýv.]. Þau eru „hjón á Sveinsströnd“ við fæðingu dótturinnar Hólmfríðar Friðriku 17. júní 1877. Líklega eru þau í Hörgsdal 1878-79 en fara að Einarsstöðum í Reykjadal 1879 (með Meth. Magnússyni), en koma þaðan aftur 1880 [Kb. Ein.] og eru þ. á. á manntali á Skútustöðum. Þau búa á Sveinsströnd við manntölin 1890 og 1901, en 1910 er Hólmfríður húskona í Haganesi. Hólmfríður kemur 1920 „ , lausak, 70“ frá Syðri-Bakka að Arnarvatni og er þar á manntali þ. á. Hún fer þaðan 1923 „ , lausak., 73,“ aftur að Syðri-Bakka [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Ási 1930 „móðir húsfreyju“ og deyr þar 9. jan. 1932, sjá [ÆÞ. VII, bls. 258]. Jóhannes Friðriksson, faðir Árna bónda, er fyrst með honum á Bjarnastöðum í manntali sóknarprests 31. des. 1915 „f. bóndi, 60“ [Sál: Mýv.]. Hann er á aðalmanntali þar 1920 og á manntali sóknarprests 31. des. 1921. Fer 1922 „ , faðir bónda, 66,“ frá Bjarnastöðum að Syðribakka í Kelduhverfi [Kb. Mýv.]. Jóhannes var fæddur 19. mars 1853 á Sveinsströnd, sonur hjónanna Friðriks Árnasonar og Guðrúnar Árnadóttur [Kb. Skút.]. Hann er með foreldrum á manntali þar 1855 og 1860. Sjá um hjónaband hans og Hólmfríðar og feril þeirra hér næst á undan. Jóhannes og Hólmfríður búa á Sveinsströnd við manntölin 1890 og 1901, en 1910 er Jóhannes vinnumaður á Gautlöndum. Jóhannes dó 14. júlí 1929 á Arnarvatni „ , f.v. bóndi Sveinsstönd. 75, Ellihr.“ [Kb. Mýv.]. Sjá um hann og afkomendur þeirra Hólmfríðar í [ÆÞ. V, bls. 8791]. Sigríður Stefanía Jóhannesdóttir, systir Árna bónda, er með honum á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1913 „d. hnar, 31“ (þ. e. Hólmfríðar) [Sál. Mýv.]. Hún fer 1917 „ , bústýra, 35,“ frá Bjarnastöðum að

Hólmfríður Stefánsdóttir


72

Syðri-Bakka í Kelduhverfi [Kb. Mýv.]. Sigríður var fædd 17. maí 1882, dóttir Jóhannesar og Hólmfríðar hér næst á undan, sem þá eru „gift hjón á Skútustöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum á manntali á Sveinsströnd 1890 og 1901, en á aðalmanntali í Sandvík 1910 „LAUKO“ (= lausakona). Sigríður giftist Axel Jónssyni frá Sultum. Þau eru á manntali á Syðri-Bakka 1920, en 1930 er Sigríður á manntali í Ási, ekkja með fimm börn þeirra.

Vandalausir á Bjarnastöðum í búskapartíð Árna og Rebekku 1917-1922:

Sigríður Pálsdóttir er á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1918 „ , lausak, 46“, aðeins þetta eina ár. Sigríður var fædd 14. sept. 1872, voru foreldrar hennar Páll Jónsson og Kristjana Sofía Jóhannesardóttir, sem þá voru „hjón á Núpum“ [Kb. Múlaprk.]. Sigríður fer með foreldrum sínum 1873 „ , 1, þra barn, frá Núpum að Saltvík“ [Kb. Múlaprk.], [Kb. Hús.]. Sigríður er með föður sínum og bróður á manntali á Sandi 1880 „ , 7, Ó, dóttir hans,“. Hún flytur með fjölskyldunni 1882 frá Sandi að Saltvík í Húsavíkursókn og 1885 „Frá Saltvík að Dýjakoti“ [Kb. Hús.], en er á manntali í Nesi 1890 „ , 18, Ó, vinnukona,“. Fer þaðan 1891 „ , 18, vk., frá Nesi til Húsav.sóknar“ [Kb. Grenj.]. Sigríður, þá vinnukona á Þverá, eignast 16. nóv. 1895 dótturina Klöru Kristjönu, sem var ófeðruð. Sú Klara Kristjana er á manntali í Skörðum 1901 „ , Sigríðard., sveitarómagi, 6,“ Sigríður, þá á Einarsstöðum í Reykjahverfi, giftist 9. júlí 1896 Valdimar Guðmundssyni, sem þá er „29 ára Einarsstöðum“ [Kb. Hús.]. Þau eignast soninn Pál Aðalbjörn 26. sept. 1898, þá bæði vinnuhjú á Einarsstöðum. Þau flytja öll þrjú ásamt Klöru Kristjönu árið 1900 frá Þverá að Skörðum [Kb. Grenj.]. Við manntalið 1901 er Valdimar hjú á StóruReykjum, en Sigríður „ , kona hans, leigjandi“. Valdimar og Sigríður, þá „vinnuhjú gift á Bakka“, eignast 9. júlí 1902 dótturina Unni Ragnheiði [Kb. Hús.]. 1907 flytur Sigríður með Unni Ragnheiði frá Saltvík að Sandi, en Páll Aðalbjörn fer 1908 „ , Unglingr, 10, Frá Skörðum í Svartárkot“ [Kb. Hús.] og er þar á manntali 1910 „VM“. Sigríður flytur 1910 með Unni frá Skörðum í Grænavatn og eru þær mæðgur þar á manntali þ. á., en koma aftur að Skörðum 1912 [Kb. Hús.]. Valdimar er hinsvegar á manntali í Skörðum 1910 „HJ“ (= hjú) og 1920 „ , vinnumaður, G,“. Sigríður kemur 1917 „ , lausak., 45,“ frá Skörðum í Gautlönd [Kb. Mýv.] ásamt dóttur sinni, en [Kb. Hús.] segir þær fara að Baldursheimi. Þær eru þar á manntali 1920, er Sigríður sögð „leigjandi, tóvinna, heyvinna, G,“ en Unnur er þá gift Leifi Sigurbjarnarsyni. Sigríður dó 15. nóv. 1927 „ , húskona Grænavatni, 55, Æðarstífla Dáin og jarðsungin á Húsavík“ [Kb. Mýv.]. Helgi Árnason er á Bjarnastöðum ásamt konu sinni og syni á manntali sóknarprests 31. des. 1919 [Sál. Mýv.], aðeins þetta eina ár. Ekkert stöðuheiti er tilgreint. Hann fer 1920, ásamt konu sinni og syni, „ , húsm, 51“ frá Bjarnastöðum að Máskoti [Kb. Mýv.]. Helgi var fæddur 31. jan. 1869, sonur hjónanna Árna Árnasonar og Helgu Jensdóttur, sem þá eru „húsmennskuhjón á Hlíðarenda“ [Kb. Þór.] Helgi kvæntist Önnu Sigurðardóttur, sjá hér næst á eftir, 9. maí 1899, voru þau þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þau bjuggu í Stórási 1912-1914. Helgi dó 19. sept. 1955. Sjá um hann og fjölskyldu í [ÆÞ. II, bls. 98 og 102-103].

Sigríður Pálsdóttir


73

Anna Sigríður Sigurðardóttir, kona Helga hér næst á undan, er á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1919 [Sál Mýv.]. Hún fer með manni sínum og syni 1920 að Máskoti. Anna Sigríður var fædd 3. júní 1860 á Brettingsstöðum, dóttir hjónanna Sigurðar Eyjólfssonar og Arnbjargar Kristjánsdóttur [Laxd. bls. 47-48], sjá um giftingu hjá Helga hér næst á undan. Dó 29. júlí 1946. Sjá [ÆÞ. II, bls. 102], þ. á m. tilvísun um ætt Önnu. Sigurður Kristján Helgason, sonur Helga og Önnu hér næst á undan, er á Bjarnastöðum ásamt foreldrum á manntali sóknarprests 31. des. 1919 [Sál. Mýv.] og fer með þeim 1920 að Máskoti. Sigurður var fæddur 13. febr. 1902 á Húsavík. Sjá um hann í [ÆÞ. II, bls. 102-103].

1921 - 1945?: Friðjón Jónsson og Rósa Þorsteinsdóttir

Friðjón og Rósa eru á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 19211925. Þau búa fyrsta árið á móti Árna og Rebekku, en síðan á móti Aðalgeir og Rebekku, sjá hér neðar. Þau búa á Bjarnastöðum við manntalið 1930, en ókunnugt er mér hve lengi. [Bybú bls. 338] segir Bjarnastaði fara í eyði 1945, en Ingibjörg dóttir Friðjóns er sögð heimasæta þar við giftingu 1947 [Kb. Mýv.]. Ingibjörg sagði mér í símtali 31. maí 2005, að sig minnti að foreldrar hennar hefðu átt heima á Bjarnastöðum til 1952, en þá fluttu þau til hennar í Baldursheim. Friðjón var fæddur 23. sept. 1871 í Stórutungu, sonur hjónanna Jóns Guttormssonar og Ingibjargar Jónsdóttur [Kb. Lund.]. Hann kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 og er þar á fólkstali við nýár 1873 og 1874. Fer 1878 „ , 5, tökubarn, frá Engidal að Hafralæk“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali með móður sinni og sumum systkinum 1880 „ , 9, Ó, sonur húsráðenda,“. Hann er á manntali á Arnarvatni 1890 „ , 19, Ó, vinnumaður,“ og 1901 í Baldursheimi „ , hjú þeirra, 30“. Rósa var fædd 24. sept. 1895 á Geiteyjarströnd, dóttir hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar og Ingibjargar Marteinsdóttur, sjá um þau í [ÆÞ. I, bls. 370]. Hún er þar á manntali með foreldrum 1901 og 1910, þá með fimm systkinum. Friðjón og Rósa, þá bæði á Kálfaströnd, voru gefin saman 7. júlí 1915 á „Húsavík, borgaral. hjónaband“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á aðalmanntali 1920 á Geiteyjarströnd ásamt elstu dóttur sinni, þar sem Friðjón er „ , leigjandi, landb.“ Rósa er hjá dóttur sinni í Baldursheimi um 1985 [Bybú bls. 336].

Börn Friðjóns og Rósu á Bjarnastöðum frá 1921:

Ingibjörg Friðjónsdóttir er með foreldrum sínum á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1921-1925 [Sál. Mýv.] og á aðalmanntali þar 1930. Ingibjörg var fædd 9. okt. 1919 á Geiteyjarströnd [Kb. Mýv.] og er hún þar með foreldrum sínum á aðalmanntali 1920. Ingibjörg giftist Baldri Þórissyni frá Baldursheimi 11. okt. 1947 og er hún þá sögð „ , heimasæta á Bjarnastöðum. Gift á Húsavík“ [Kb. Mýv.], gæti þetta bent til að heimildin í [Bybú] um endalok byggðar á Bjarnastöðum sé ekki nákvæm. Baldur og Ingibjörg bjuggu í Baldursheimi 1950-1977, sjá [Bybú bls. 336] og [Reykj. bls. 696-697].

Friðjón Jónsson


74

Þóra Friðjónsdóttir, f. 31. okt. 1922 á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali sóknarprests 31. des. 1922-1925 [Sál. Mýv.], og á manntali þar 1930. Þóra fer 1944 „ , vinnuk., 21,“ frá Bjarnasöðum að Sauðárkróki [Kb. Mýv.]. Vilborg Friðjónsdóttir, f. 28. jan. 1925 á Bjarnastöðum [Kb. Mýv.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali sóknarprests 31. des. þ. á. [Sál. Mýv.] og á aðalmanntali þar 1930. Vilborg giftist Arnljóti Sigurðssyni á Arnarvatni og bjuggu þau þar frá 1947, sjá um þau og börn þeirra í [Bybú bls. 332] og [Reykj. bls. 1209].

1922 - 1944: Jónsdóttir

Aðalgeir

Kristjánsson

og

Rebekka

Aðalgeir og Rebekka eru á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 19221925, búa þar á móti Friðjóni og Rósu. Þau eru þar á aðalmanntali 1930. Í [Bybú bls. 328] segir að þau Aðalgeir og Rebekka flytji í Álftagerði IV árið 1944. Aðalgeir var fæddur 20. des. 1892, sjá hér ofar í búskapartíð Ásmundar hálfbróður hans, einnig þar um vafasamt móðerni Aðalgeirs. Aðalgeir var að mestu alinn upp hjá föður sínum með hálfsystkinum á Stöng. Hann fer 1913 „ , 20, vinnumaður, að Hólmum úr Mývatnsveit“ [Kb. Hólm.] og kemur 1916 „ , lausam., 21,“ frá Hólmum í Reyðarfirði að Stöng [Kb. Mýv.]. Hann er á Skútustöðum við manntalið 1920, „ráðsmaður“. Aðalgeir Kristjánsson

Rebekka var fædd 13. febr. 1885, voru foreldrar hennar „Jón Marteinsson og Ingibjörg Björnsdóttir hjón á Geirastöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum og þrem systkinum á Geirastöðum 1890, en 1901 er hún hjú á Geiteyjarströnd. Hún er vinnukona á Skútustöðum við manntalið 1910, en 1920 er hún með foreldrum á Grímsstöðum. Aðalgeir „bóndi á Bjarnastöðum“ og Rebekka „ungfrú s. st.“ voru gefin saman 20. júní 1922 [Kb. Mýv.]. Aðalgeir andaðist 8. sept. 1977, sjá Árbók Þingeyinga 1977, bls. 162. Sjá einnig um hann á bls. 211-212 í [ÆÞ. VIII]. Rebekka andaðist 16. júní 1969, sjá [ÆÞ. III, bls. 261].

Dóttir Aðalgeirs og Rebekku á Bjarnastöðum 1923-1944:

Arnfríður Aðalgeirsdóttir, f. 21. febr. 1923 á Bjarnastöðum. Hún er með foreldrum þar á manntali sóknarprests 31. des. 1923-1925 [Sál. Mýv.] og einnig á aðalmanntali 1930. Sjá um Arnfríði og son hennar í [Bybú bls. 328].

Annað skyldulið Aðalgeirs og Rebekku á Bjarnastöðum 1922-1944:

Jón Marteinsson, faðir húsfreyju, er á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1922 [Sál. Mýv.]. Hann andaðist þar 30. júní 1923 „ , f.v. bóndi Bjarnastaðir, 71, Heilablóðfall“ [Kb. Mýv.]. Jón var fæddur 9. ágúst 1851


75

sonur hjónanna Marteins Guðlaugssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur, sem þá eru „ , hjón í Álptagerði“ [Kb. Mýv.]. Hann er þar með foreldrum á manntali 1855. Jón kvæntist Ingibjörgu Björnsdóttur 8. júlí 1880, eru þau þá bæði í vinnumennsku á Grænavatni [Kb.Mýv.]. Þau eru þar á manntali þ. á. ásamt Sigurði syni þeirra. Jón er ásamt Ingibjörgu konu sinni og fjórum börnum þeirra á manntali á Geirastöðum 1890 og 1901, en 1910 er hann húsmaður á Grænavatni ásamt Ingibjörgu. 1920 eru þau í húsmennsku á Grímsstöðum, eru Sigurður og Rebekka þá þar hjá þeim. Sjá um Jón og börn þeirra hjóna í [ÆÞ. III, bls. 256-257 og 261-262]. Ingibjörg Björnsdóttir, móðir húsfreyju, kona Jóns hér næst á undan, er á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1922 - 1925 [Sál. Mýv.]. Hún andaðist þar 31. mars 1928 „ , Húsfreyja. Bjarnast., 73, Heilablóðfall“ [Kb. Mýv.]. Ingibjörg var fædd 28. júní 1854, voru foreldrar hennar Björn Bjarnason og Sigríður Jónsdóttir „gipt vinnuhjú á Grímsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum sínum og tveim systkinum á manntali á Tjörn í Aðaldal 1855 og í Hrauney 1860. Hún er í Álftagerði á manntali sóknarprests 31. des. 1875 „ , 22, vinnukona“ [Sál. Mýv.]. Sjá um feril hennar hjá Jóni. Sigurður Jónsson, bróðir húsfreyju, sonur Jóns og Ingibjargar hér næst á undan, er á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1922 „ , lausam., 44“ [Sál. Mýv.] og er áfram þar á því manntali þar til það endar 31. des. 1925. Hann er þar á aðalmanntali 1930. Dó 24. mars. 1936 „ , húsm. Bjarnastöðum, 58, Dó á Húsavík eftir langvinnan sjúkdóm“ [Kb. Mýv.]. Sigurður var fæddur 6. jan. 1878, voru foreldrar hans þá „ógift vinnuhjú í Vogum“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Grænavatni 1880 og 1890 á Geirastöðum, en á Grænavatni 1901 og 1910, en 1920 á Grímsstöðum. Sigurðar er getið hjá Jóni föður hans í [ÆÞ. III, bls. 256-257] sem fyrsta bílstjóra í Þingeyjarsýslu. Marta Jónsdóttir, systir húsfreyju, dóttir Jóns og Ingibjargar hér ofar, er á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1922 „ , vinnuk., 32“ [Sál. Mýv.], einnig næstu árin, en sögð „lausak.“ 1924 og 1925. Hún fer 1931 „ , ljósm., 41,“ frá Bjarnastöðum til Húsavíkur [Kb. Mýv.], en er þó ekki á manntali á Bjarnastöðum 1930. [Skú. bls. 33] segir hana vera ljósmóður á Húsavík 1929-42. Marta var fædd 13. mars 1890, voru foreldrar hennar þá „ , hjón búandi á Geirastöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar á manntali með foreldrum 1890 og 1901, en 1910 er hún vinnukona á Gautlöndum. Hún kemur 1915 „ , yfirsetuk., 25,“ frá Reykjavík að Skútustöðum [Kb. Mýv.]. Sjá [ÆÞ. III, bls. 261-262]. Jón Jónsson, bróðir húsfreyju, sonur Jóns og Ingibjargar hér nokkru ofar, er á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests 31. des. 1922 „ , lausam., 27“ [Sál. Mýv.]. Hann er þar ekki árið eftir, en er þar 31. des. 1924 og 1925 og á aðalmanntali 1930. Jón var fæddur 26. ágúst 1895 á Geirastöðum [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum sínum þar á aðalmanntali 1901, en 1910 er hann vinnumaður á Grænavatni. Dó 23. febr. 1978, sjá [ÆÞ. III, bls. 262].

Sigurður Jónsson

Marta Jónsdóttir

Jón Jónsson


76

Tryggvi Björnsson, móðurbróðir húsfreyju, er á Bjarnastöðum á manntali sóknarprests, fyrst 31. des. 1925 „ , lausam., 52“ [Sál. Mýv.]. Hann fer þaðan 1926 „ , lausam., 53,“ að Nesi í Aðaldal [Kb. Mýv.]. Hann kemur þaðan aftur að Bjarnastöðum 1927 „ , lausam, 56,“ [Kb. Mýv.] og er þar á aðalmanntali 1930. Tryggvi var fæddur 17. okt. 1872, voru foreldrar hans Björn Bjarnason og Sigríður Jónsdóttir, sem þá voru „hjón í Hrauney“ [Kb. Mýv.]. Hann er „ , 7, Ó, tökubarn,“ á Kálfaströnd við manntalið 1880. Tryggvi er á manntali á Stöng 1890 „ , 19, Ó, vinnumaður,“ og á Helluvaði 1920 „ , gestur, heimilislaus að sjálf sín sögn,“. Kemur 1921 frá Daðastöðum í Núpasveit að Gautlöndum og fer þaðan 1922 „ , vinnum., 49,“ að Sýrnesi [Kb. Mýv.]. Hann flytur 1945 „ , framf. m., 73,“ frá Skútustöðum að Skjaldarvík við Eyjafjörð [Kb. Mýv.]. Björn Jónsson, bróðir húsfreyju, kemur 1926 „ lausam, 39,“ frá Hólmum í Reyðarfirði að Bjarnastöðum. Hann fer þaðan 1927 „ , lausam, 40“ að Hólsseli [Kb. Mýv.]. Björn var fæddur 14. júlí 1887 á Geirastöðum [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum sínum þar á aðalmanntali 1890 og 1901, en 1910 er hann vinnumaður á Grænavatni. Fer 1913 „ , 26, vinnumaður, að Hólmum úr Mývatnssveit.“ [Kb. Hólm.]. Björn kvæntist 6. nóv. 1927 Karenu Sigurðardóttur í Hólsseli, sjá í [ÆÞ. III, bls. 261]. Dó 7. okt. 1962. Kristjana Sigurveig Sigurbjarnardóttir, móðursystir Aðalgeirs, kemur 1932 „þurfak, 78,“ úr Svartárkoti í Bjarnastaði [Kb. Mýv.]. Hún lést þar 28. júní 1937 „ , framfærsluk. Bjarnastöðum, 82, Ellihrumleiki. Dáin að Bjarnastöðum, jarðsungin að Lundarbrekku“ [Kb. Mýv.]. Kristjana var fædd 20. des. 1854, dóttir hjónanna Sigurbjarnar Kristjánssonar og Vigdísar Ísleifsdóttur, sem þá eru „búandi hjón á Grjótárgerði“ [Kb. Lund.]. Er með foreldrum á manntali í Grjótárgerði 1855 og 1860 og fer með þeim að Stórási 1872. Þar er hún með þeim á manntali 1880 og í fólkstali til og með nýári 1887. Hún er á manntali í Hörgsdal 1890, 1901 og 1910, vinnukona. Hún er á manntali í Svartárkoti 1930 „ , prjónakona ( .. ), Ó,“ sögð blind í aths.

Að mestu unnið fyrri hluta árs 2005 R. Á. Endurskoðað 5. nóv. 2005. R. Á. Þessi prentun gerð 6. sept. 2006. R. Á.

Tryggvi Björnsson


77

Ábúendur á Bjarnastöðum í Mývatnssveit Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þinggjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig látið ná yfir þann tíma.

1850 - 1852: Davíð Salómonsson og Ólöf Guðmundsdóttir 1852 - 1858: Sigurður Erlendsson og Guðrún Guðlaugsdóttir 1857 - 1879: Björn Björnsson og Jóhanna Jóhannesdóttir 1858 - 1863: Jón Jónsson og María Gísladóttir 1879 - 1883: Sigurður Ásmundsson og Sigurbjörg Guðmundsdóttir 1883 - 1892: Sigurjón Guðmundsson og Friðfinna G. Davíðsdóttir 1892 - 1898: Sigfús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir 1898 - 1902: Ásmundur Kristjánsson og Arnfríður Þ. Gísladóttir 1902 - 1910: Sigurgeir Jónsson og Jóhannna Þuríður Sigurðardóttir 1910 - 1911: Steindór Pétursson 1911 - 1913: Jón Kristjánsson og Guðrún Stefánsdóttir 1911 - 1913: Sigurður Björnsson og Jakobína Sigríður Sigurðardóttir


78

1913 - 1922: Árni Jóhannesson, fyrst einn en síðar með Rebekku Jónsdóttur konu sinni. 1921 - 1945?: Friðjón Jónsson og Rósa Þorsteinsdóttir 1922 - 1944: Aðalgeir Kristjánsson og Rebekka Jónsdóttir Skammstafanir og skýringar:

[Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Gull]: Jón Haraldsson: Gull í gamalli slóð, Ak 1963. [JakH.]: Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga, Rvík 1982. [Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993. [Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [ÆsiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


79

2.3 Brennás


80

Oftast er ritað Brenniás í prestþjónustubókum á 19. öld, einnig svo í [Bybú bls. 268], en Brennuás kemur einnig fyrir. Jakob Hálfdanarson, sem þar óx upp, ritar jafnan Brennuás [JakH. bls. 17, 20, o. v.], og er þeim rithætti haldið út bókina af útgefendum. Jafnan var sagt Brennás í daglegu tali í æsku minni. Brennás var í Eyjardalsársókn, en af prestþjónustubók þeirrar kirkju 1817-1847 eru einungis til leifar af bókinni, þ. e. fæðingar 1836-1846 og innkomnir 18371844. Er þetta mjög til baga þegar henda þarf reiður á heimilisfólki frá þessum tíma. Til er bók yfir báðar sóknir Eyjardalsárprestakalls 1848-1858. En kirkja á Eyjardalsá var aflögð 1858, var Brennás eftir það í Lundarbrekkusókn. Undir Breidamyre segir svo í [Jb.]: „Munnmæli eru að jörðin eigi xH land framarlega á Fljótsheiði með selför í Brenniási, en ekki hefur hún þess notið so menn viti.“ Engir eru hér á manntali 1801 né 1816.


81

1818 -1827:

Jón Jónsson

Í [Sál. Eyj. í apríl 1819] er Jón skráður „húsbóndi, 55,“ í Brennási, með honum eru tvær dætur hans, 16 og 14 ára. Heitir bústaður þeirra Brennisel, ætla má þó að það sé sami staður og Brennás, (það er á réttum stað í bæjaröðinni, milli Kálfborgarár og Jarlstaða). Þetta fólk er í Jarlstaðaseli í mars 1815, en aðalmanntalið 1816 er gert eftir því sálnaregistri. - Jón er gjaldandi þinggjalda í manntalsbók 1819 til og með 1827, árið 1820 móti Ara Árnasyni, má gera ráð fyrir, að um sama Jón hafi verið að ræða.

Jón er á manntali í Landamótsseli 1801 „ , tienistekarl, 38, 1. ægt“ ásamt konu sinni Ingibjörgu Einarsdóttur „ , hans kone, 25,“ og Guðrúnu dóttur þeirra. Þau hjón eru á sama manntali á Eyjardalsá (án Guðrúnar), en það kynni að stafa af því að manntölin hafi ekki farið fram á sama tíma í báðum sóknunum. Þau Jón og Ingibjörg eru í Holtakoti í Reykjahverfi með Guðrúnu í mars 1804 [Sál. Grenj.], en í mars 1805 og 1806 er hann einn á Þverá [Sál. Grenj.]. Í mars 1807 er hann vinnumaður á Stóruvöllum með Ingveldi, en 1808-1810 á Arndísarstöðum og er Guðrún þar með honum einnig síðasta árið. Árið 1812 (í marsm.) er hann bóndi á Kálfborgará (2. býli) með báðum dætrum sínum [Sál. Eyj.]. Ingibjörg er á manntali í Saltvík 1816 hjá Árna bróður sínum „ , systir bónda, 43,“ sögð fædd í Ytri-Neslöndum. Við húsvitjun í Jarlstaðaseli í mars 1815 er aldurs dætra Jóns ekki getið í handriti, heldur er aldurinn færður í hina prentuðu útgáfu eftir handriti IÞ. Jón kemur ásamt Valgerði dóttur sinni 1827 „63 ára, til dóttur sinnar, frá Brennuási að Fremstafelli“ [Kb. Þór.], en Ingveldur dóttir hans hafði flutt að Fremstafelli 1824, sjá hér á eftir. Þau fara 1829 „ , 65, húsmennskumaður frá Hruflu að Ingjaldsstöðum“ en Valgerður „3ia ára, barn frá sama til sama“ [Kb. Þór.]. Jón er burtvikinn úr Einarsstaðasókn 1833 ásamt Valgerði dóttur sinni „Frá Ingjaldstöðum að Arndísarstöðum“ og er þar á manntali 1835 „ , 71, E, húsmaður, lifir af sínu“ ásamt Valgerði „ , 9, Ó, hans barn“. Þau flytja þaðan 1836 að Hólsgerði, þar sem Jón deyr 25. nóv. 1838 „sjálfs sín í Hólsgerði“ [Kb. Þór.], sem sýnir líklega að hann hefur ekki þegið af sveit. Þess er getið í [ÞinKV.] að Jón hafi haft viðurnefnið „kerri“. Dætur Jóns í Brennási 1818-1824: Guðrún Jónsdóttir er í Brennási (Brenniseli) við húsvitjun í apríl 1819 með föður sínum og systur. Hún fer 1824 „ , 23, vinnukona, frá Brenniási að Ljósavatni“ [Kb. Þór.]. Guðrún var fædd 14. júlí 1801 í Landamótsseli og voru þau Jón og Ingibjörg kona hans foreldrar hennar [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum sínum í Holtakoti í Reykjahverfi í mars 1804 „ , þra barn, 3“ [Sál. Grenj.], en með móður sinni á Laxamýri í mars 1806 og 1808 [Sál. Hús.]. Er með föður sínum og systur á Arndísarstöðum 1810 og á Kálfborgará í mars 1812 [Sál. Eyj.]. Guðrún er á manntali í Jarlstaðaseli 1816 (eftir húsvitjun í mars 1815), sjá þar. Guðrún giftist Páli Örnólfssyni og kemur með honum 1834 „bæði frá austari Krókum að Eyvindará“ [Kb. Flat.] og er þar með honum á manntali 1835 og 1840, en 1845, 1850 og 1855 í Neðribæ í Flatey. Þar deyr Guðrún 29. sept. 1857 „Húsfreyja á Niðribæ, 58 ára, úr brjóstveiki“


82

[Kb. Flat.]. Þau Páll og Guðrún sýnast ekki hafa átt börn, en hafa líklega alið upp Guðrúnu eldri dóttur Ingveldar systur Guðrúnar. Páll kvæntist að nýju Kristbjörgu, yngri dóttur Ingveldar, og eru þau á manntali í Neðribæ 1860. Ingveldur Jónsdóttir er í Brennási (Brenniseli) við húsvitjun í apríl 1819 með föður sínum og systur, sögð 14 ára. Hún fer 1824 „ , 21, vinnukona, frá Brenniási að Fremstafelli“ [Kb. Þór.]. Ingveldur var fædd á Laxamýri 16. ágúst 1804 [Kb. Hús.]. Þar bjó um þær mundir (á 2. býli) Árni Einarsson móðurbróðir Ingveldar. Ekki er hana þar að finna hjá móður sinni í sálnaregistri 1806, en hún er með föður sínum á Stóruvöllum í mars 1807 og 1808-1810 á Arndísarstöðum og 1812 á Kálfborgará. Ingveldur er í Jarlstaðaseli með föður sínum og systur á manntali 1816 (húsv. í mars 1815), sjá þar. Giftist 27. sept. 1825 Jóni Vigfússyni, voru þá bæði vinnuhjú í Fremstafelli [Kb. Þór.]. Þau eru á Landamóti við manntalið 1835 ásamt Guðrúnu dóttur sinni, sem sögð er 7 ára. Þau koma 1839 að Hofi, hún frá Halldórsstöðum, hann frá Hrappstöðum, og eru þar á manntali 1840 ásamt Kristbjörgu yngri dóttur sinni. Aftur koma þau inn í Flateyjarsókn 1844 ásamt Kristbjörgu „frá Pálsgerði að Útibæ“ [Kb. Flat.] og eru á manntali í Neðribæ 1845, þar sem Jón er vinnumaður hjá Páli svila sínum, sjá hjá Guðrúnu. Ingibjörg og Jón flytja 1849 að Grímslandi i Laufássókn [Kb. Flat.] og eru þar á manntali 1850 ásamt Kristbjörgu, þar sem þau eru vinnuhjú, en eru 1855 í húsmennsku á Hofi. Við manntalið 1860 er Ingveldur í Neðribæ „ , 56, E, tengdamóðir bóndans,“ (þ. e. Páls Örnólfssonar). Hún deyr 9. febr. 1876 „Ekkja Gyðugjerði, 72“ [Kb. Flat.].

Dóttir Jóns í Brennási um 1826-1827:

Valgerður Jónsdóttir sýnist að öllum líkum vera fædd í Brennási um 1825, hún fer með föður sínum þaðan að Fremstafelli 1827 [Kb. Þór.]. En þar sem kirkjubók er ekki til frá þessum tíma í Eyjardalsársókn, er hvorki vitað um fæðingardag hennar, né hver móðir hennar var. Valgerður fer með föður sínum frá Hriflu að Ingjaldsstöðum 1829 [Kb. Þór.] og þaðan 1833 að Arndísarstöðum [Kb. Ein.] og er með föður sínum þar á manntali 1835 „ , 9, Ó, hans barn,“. Hún fer með honum að Hólsgerði 1836 [Kb. Þór.]. Valgerður er á manntali í Lásgerði 1840 „ , 15, Ó, matvinnungur“ og fer þaðan 1841 „ , 16, v.kona,“ að Barnafelli þar sem hún er á manntali 1845 „ , 20, Ó, vinnukona,“ þar sögð fædd í Eyjardalsársókn. Ýmislegt bendir til, að einhver upplausn verði í Brennási 1824, þegar báðar dætur Jóns flytja þaðan.

Vandalausir í Brennási í búskapartíð Jóns Jónssonar 1818-1827:

Guðrún Jónsdóttir kemur 1825 „ , vinnukona, frá Fliotsbacka að Brenniseli“ [Kb. Ein.] og fer þaðan 1826, 41 árs vinnukona að Rauðá [Kb. Þór.]. Að svo stöddu veit ég ekkert um Guðrúnu. En ekki er útilokað, að hún sé móðir Valgerðar. Við manntalið 1816 er á Leikskálaá syðri Guðrún Jónsdóttir „ , vinnukona, 32,“ sögð fædd í Fellsseli. En fæðingarskýrslur í [Kb. Þór.] ná ekki nema aftur til 1785.


83

Helga Jónsdóttir kemur 1826 „ , 50, vinnukona frá Rauðá að Brenniás“ og kemur þaðan aftur 1827 „51 ára, vinnukona, frá Brennuási að Rauðá, stirkt af hreppnum“ [Kb. Þór.]. Líklega er þetta sú sama Helga, sem er á manntali 1816 (mars 1815) í Stórutungu „vinnukona, 40,“ en þar er fæðingarstaðar ekki getið. Hef ekki fundið hana á manntölum í Ljósavatnssókn né meðal dáinna í Þóroddstaðarprk. næstu árin á eftir. Ekki er heldur neina líklega Helgu að finna í nafnaskrá manntalsins 1845.

1819 - 1820: Ari Árnason og Steinunn Þorsteinsdóttir

Ari er greiðandi þinggjalda í Brennási 1820 ásamt Jóni skv. manntalsbókinni, virðist þá fara að Hrappstaðaseli, þar sem hann er gjaldandi 1821 og 1822. Sjá einnig [ÆÞ. II, bls. 173]. Ari var fæddur 11. ([ÆÞ. II, bls. 173] segir 15.) maí 1791 á Sandhaugum [Kb. Eyj.], sonur hjónanna Árna Markússonar og Hólmfríðar Aradóttur (Ólafssonar á Skútustöðum). Hann er á manntali með foreldrum sínum á Bjarnastöðum 1801, en við manntalið 1816 (mars 1815) er hann „vinnumaður, 24,“ á Eyjardalsá. Steinunn var fædd 11. júlí ([ÆÞ. II, bls. 173] segir 11. júní) 1790 á Stóruvöllum, dóttir hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar og Steinunnar Ólafsdóttur [Kb. Eyj.]. Steinunn er með foreldrum sínum 1801 á manntali á Sandhaugum og einnig í mars 1815. Ari og Steinunn voru gefin saman 14. okt. 1816, sjá um þau hjón í [ÆÞ. II, bls. 173]. Þau koma 1819 frá Kálfaströnd að Jarlsstöðum [Kb. Lund.], virðist Hólmfríður dóttir þeirra þá ekki fædd, þau virðast fara sama ár að Brennási, sjá þar. Þau eignast soninn Sigurð 21. mars 1823, þá á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og flytja þaðan þ. á. að Fljótsbakka með tveim börnum. Þau flytja þaðan að Halldórssstöðum í Bárðardal 1839 og eru þar á manntali 1840, en 1845 og 1850 í Sandvík með þrem börnum. Ari dó 20. júní 1862 „ , ekkill í vinnumennsku Krossi, 72, dó á ferð á Eyjardalsá“ [Kb. Þór.], en Steinunn 31. okt. 1853 á Öxará.

Dóttir Ara og Steinunnar í Brennási 1819-1820:

Hólmfríður Aradóttir er líklega með foreldrum í Brennási, kynni að vera fædd þar (1819, sjá [ÆÞ. II, bls. 173], en kirkjubók Eyjardalsársóknar frá þessum tíma er glötuð), og fer með þeim að Hrappstaðaseli 1820, sjá þar. Hólmfríður giftist Jóni Þórarinssyni og er með honum á manntali í Holtakoti 1845 ásamt tveim dætrum. Þau eru á manntali á Ljósavatni 1850, þar sem Jón er húsmaður, en 1855 búa þau í Hriflu ásamt fimm börnum og 1860 ásamt sjö börnum. Sjá einnig í [ÆÞ. II, bls. 173] um Hólmfríði.

1827 - 1833: Sigurður Sigurðsson og María Árnadóttir

Sigurður er gjaldandi skv. manntalsbók fyrir Brennás 1828 til og með 1833, og fer María þaðan þ. á. (sjá síðar), enda koma þá Hálfdan og Aðalbjörg í Brennás,


84

sjá hér neðar. Sigurður var fæddur 25. nóv. 1794 á Lundarbrekku, sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Sigríðar Ketilsdóttur [Kb. Lund.]. Sigurður er með foreldrum sínum á manntali á Lundarbrekku 1801 og með móður sinni og stjúpföður á Halldórsstöðum í mars 1815, þá sagður tvítugur. Eftir að hafa farið í vinnumennsku oftar en einu sinni, kvænist Sigurður 12. apríl 1823, þá „vinnumaður á Sigurðarstöðum 28 ára“. Kona hans er María Árnadóttir „vinnukona samastaðar 30 ára“ [Kb. Lund.]. María var fædd 30. sept. 1792, dóttir hjónanna Árna Markússonar og Hólmfríðar Aradóttur, sem þá bjuggu í Engidal [Kb. Lund.], sjá um þau í [ÆÞ. II, bls. 173-174]. Hún er með foreldrum á manntali á Bjarnastöðum 1801, en 1816 er hún „ , vinnukona, 23,“ á Sörlastöðum. María eignaðist 8. des. 1811 dótturina Maríu með Þorgrími Þorgrímssyni á Íshóli [Kb. Lund.] og varð hún síðari kona Jóns Jónssonar ríka á Mýri, sjá [ÆÞ. IV, bls. 61]. Sú María er á manntali hjá föður sínum á Íshóli í mars 1815 „ , dóttir bónda, 4“. Þá eignaðist María 25. mars 1817 dótturina Jóhönnu, eru foreldrar hennar sögð „María Árnadóttir vinnukona á Sörla Stöðum ógift lýsir Föður Jón Jónsson ógiftan vinnumann á Tiörnum í Eyafirði. sem játar sig föður skrifl{ . . } 19. apríl 1817,“ [Kb. Hálsþ.]. Það mun vera sú Jóhanna Jónsdóttir, sem fer 1817 „ , 1sta árs, Barn, Frá Griótárgerði að Samstöðm í Aungulsstaðahrepp“ [Kb. Hálsþ.], sjá hjá henni hér neðar. En María fer s. á. „ , 24, vinnukona, frá Sörlastöðum til Hrafnstaða í Bárðrdal, hefur átt tvö börn í Lausaleik.“ [Kb. Hálsþ.]. Sigurður og María munu ekki hafa átt börn saman og virðast ekki búa saman eftir 1833, þá kemur María inn í Bægisárprk. „ , 41, vinnukona, gift kona, frá Brenniási á Jökuldal“ (svo!) „að Neðstalandi“. Hún er á manntali á Neðstalandi 1835 „ , 43, G, vinnukona,“ og fer þaðan að Öxnhóli þ. á. og þaðan 1836 að Vatnsenda [Kb. Myrk.], [Kb. Þór.]. María kemur að nýju inn í Þóroddstaðarprk. 1838 „ , 43, vinnuk. gipt frá Reykjahlíð að Úlfsbæ“ og fer þaðan að Arndísarstöðum 1840 [Kb. Eyj.] og er á manntali á Kálfborgará 1840 „ , 48, G, vinnukona, skilin við mann að borði og sæng“. Hún er á manntali á Úlfsbæ 1845 „ , 54, E, vinnukona,“ og flytur árið eftir að Smjörhóli [Kb. Skinn.]. Hún er á manntali á Leifsstöðum 1850 „ , 57, G, gipt kona,“ og í Klifshaga 1855 „ , 61, Sk, húskona,“ og 1860 „ , 67, G, húskona,“ og þar andast hún 14. okt. 1865 „Ekkja frá Klifshaga, 73“ [Kb. Skinn.], sbr. einnig [ÆÞ. XII, bls. 206], sjá þar einnig um Sigurð. Erfiðara er að henda reiður á Sigurði, m. a. vegna vöntunar á [Kb. Eyj.]. Hann kemur 1843 „ , vinnumaður, frá Fremraseli að Eigilsseli“ [Kb. Áss.], en ekki finnst hans getið í Kirkjubæjarsókn né á manntali þar. Kemur 1845 „frá Egilsseli - Strönd“ [Kb. Vallaness.] og er þar á manntali 1845 „ , 45, E, vinnumaður,“ (aldur að vísu rangur, en sagður fæddur í Lundarbrekkus.). Kemur 1848 „ , 54, vinnumaður,“ frá Hallberuhúsum í Vallanessókn að Bjarnastöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1850 „ , 56, Sk, vinnumaður,“. Sigurður er vinnumaður í Brennási 1852-1854, sjá hér nokkru neðar, hann fer 1855 „ , 61, vinnumaður,“ frá „Víðirkjeri að Árbakka“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. „ , 61, Sk, vinnumaður,“ og á Krossi 1860 „ , 66, E, vinnumaður,“ Hann er í Víðirkeri í fólkstölu 1863 „Sigurður Brennir, 69, niðurseta“ [Sál. Eyj.]. Hinn 4. júlí 1866 deyr „Sigurðr Sigurðsson, gamalmenni í Ljósavatnshrepp, 63“ [Kb. Lund.]. Þó aldur sé fjarri lagi, bendir eftirfarandi til að þetta sé hinn sami Sigurður: Enginn með þessu nafni er fæddur í Eyjardalsárprk. eða Þóroddstaðarprk. 1801-1807. Enginn líklegur Sigurður Sigurðsson er 42ja ára


85

í nafnaskrá manntalsins 1845. Sjá um Sigurð í [ÆÞ. XII, bls. 206]. [ÞinKV.] getur þess að Sigurður hafi haft viðurnefnið „Brennir“, sem gæti verið dregið af veru hans í Brennási.

Dóttir Maríu í Brennási 1830-1833?:

Jóhanna Jónsdóttir kemur 1830 „ , 13, léttastúlka, Frá Titlingi í Kræklingahlýð að Brennuási“ [Kb. Lund.] (hefði átt að færast í [Kb. Eyj.], í þeirri sókn var Brennás), [Kb. Glæs.]. Ekki er kunnugt, hve lengi hún er í Brennási, né hvað um hana varð. Jóhanna var fædd 25. mars 1817 á Sörlastöðum, sjá hér ofar hjá Maríu. Hún kemur 1817 „ , á 1ta Ári, Barn Bónda, Laungetið, frá Sörlastöðum í Fnioskadal að Samstöðum“ [Kb. Grundars.]. Sama ár koma þangað „Jón Jónsson, 27, Bóndi ógiftr, frá Tjörnum í Hólas:“ einnig „Sigríður Þorláksd, 66, móðr Bónda, frá Úlfsá í Hólas: að Samstöðum“ [Kb. Grundars.]. En við manntalið 1816 eru Sámsstaðir „nú í eyði, bóndaeign“. Jóhanna fer 1824 „ , 8, Laundóttir Bónda,“ ásamt föður sínum, konu hans og móður „þetta Fólk fór allt frá Torfum að Syðri Tjörnm í Staðarbygð.“ [Kb. Grundars.], [Kb. Munk.]. Þau koma 1828 inn í Gæsibæjarprk. „frá Siðri Tjönm að Einarsstöðum“ og fer Jóhanna 1829 „ , 12, Ljettastúlka, frá Einarsstöðm að Syðri Bæsá“ [Kb. Bægisárprk.], [Kb. Glæs.]. Þaðan fer hún 1830 „frá Siðri Bæsá að Titlingi“ [Kb. Glæs.], [Kb. Bægisárprk.], og er burtvikin það sama ár „ , 13, léttast frá Titlingi“ [Kb. Glæs.] og er sagt í athugas. „burtvik sama ár“. Eins og áður segir veit ég ekki hvað varð um Jóhönnu, er þar m. a. kirkjubókarleysi Eyjardalsársóknar 1817-1847 um að kenna.

1833 - 1857: Sigurðardóttir

Hálfdan

Jóakimsson

og

Aðalbjörg

Hálfdan og Aðalbjörg eru meðal burtvikinna úr Lundarbrekkusókn 1833 „ , frá Sigurðarstöðum að Brenniási“. Þau eru þar á manntali 1835, 1840, 1845, 1850 og 1855. Þau flytja með fjölskyldu sína frá Brennási að Gríms-stöðum við Mývatn 1857 [Kb. Eyjadalsárprk.]. Hálfdan er gjaldandi fyrir Brennás árin 1834-1857 í manntalsbók þinggjalda. Jónas Kristjánsson er þar á skrá yfir búlausa 1857 og 1858.

Hálfdan Jóakimsson

Hálfdan var fæddur 23. ([Reykj. bls. 557] segir 28.) sept. 1808 á Mýlaugsstöðum, sonur hjónanna Jóakims Ketilssonar og Aðalbjargar Pálsdóttur [Kb. Múlas.], [Laxd. bls. 43]. Meðal bræðra hans var Páll b. í Hólum í Laxárdal, á Grímsstöðum við Mývatn o. v. og Jón b. á Þverá í Laxárdal. Hann er með foreldrum sínum og átta systkinum á manntali á Mýlaugsstöðum 1816. Hálfdan kemur 1830 „ , vinnumaður,“ frá Mýlaugsstöðum að Sigurðarstöðum [Kb. Lund.]. Aðalbjörg var fædd 21. okt. 1811 á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði [Reykj. bls. 557], dóttir hjónanna Sigurðar Ketilssonar og Ingibjargar Davíðsdóttur. Hún er þar á manntali 1816 með foreldrum og fjórum systkinum. Sigurður og Ingibjörg flytja með börnum sínum frá Birningsstöðum að Lundarbrekku 1821 [Kb. Lund.], en búa líklega á Sigurðarstöðum þegar Hálfdan er þar.

Aðalbjörg Sigurðardóttir


86

Hálfdan og Aðalbjörg voru bræðrabörn. Þau voru gefin saman í Lundarbrekkusókn 21. sept. 1832 og flytja vorið eftir að Brennási. Auk þeirra barna Hálfdans og Aðalbjargar sem eru talin hér á eftir, eignuðust þau piltbarn 22. mars. 1838 og 17. nóv. 1839, sem bæði dóu óskírð, svo og andvana stúlkubarn 13. júní (eða 24. ágúst) 1854 [Kb. Eyjadalsárprk.]. Saga Hálfdanar og Aðalbjargar er allvel kunn úr [JakH.]. Aðalbjörg dó á Grímsstöðum 17. okt. 1879 „Gamalmenni á Grímsstöð., 68“ [Kb. Mýv.], [Reykj., bls. 557], en Hálfdan á Þverá hjá Jóni bróður sínum 23. ágúst 1891 [Laxd. bls. 43]. Í húsvitjunarbók Eyjadalsárprk. [Sál. Eyj.] er bókuð umsögn sóknarprests um hegðun og kunnáttu sóknarbarna. Segir svo t. d. 1854 „dánumaður, prýðilega að sér“ um Hálfdan og „siðsemdarkona, eins“ um Aðalbjörgu. Og 1856: vænn maður og vel að sér“ um Hálfdan og „góðlundar kona, líka“ um Aðalbjörgu. Og enn 1857: „ráðsvinnur dugnaðarmaður, greindur og vel að sér“ um Hálfdan, en „siðprúð og hæglát, sæmilega greind“ um Aðalbjörgu.

Jakob Hálfdanarson, f. 5. febr. 1836 [JakH., bls. 17]. Um veru Jakobs í Brennási og ævi hans vísast til [JakH.]. Skv. þeirri heimild fer hann að Grímsstöðum 1856 með hluta af bústofni, en ekki er þess getið í [Sál. Eyj.], hann er talinn til heimilis í Brennási „við Nýár 1857“ og meðal burtvikinna með foreldrum sínum að Grímsstöðum það ár [Kb. Eyjardalsárprk.]. Í [Kb. Mýv.] er hann þó sagður koma 1856 „ , 21, Bóndason, frá Brenniási að Grímsstöð“ ásamt vinnufólki. Jakob var einn þekktasti Þingeyingur sinnar samtíðar fyrir störf sín að kaupfélagsmálum. Sjá einnig þar um í [JakH.]. Um Jakob er m. a. svo sagt í húsvitjunarbók Eyjadalsárprk. „um nýár“ 1854: „siðsamur únglingur, pýðilega vel gefinn og vel að sér.“ 1856: „siðprýðis ungmenni, líka svo“ (þ. e. „prýðilega í andl.“), og 1857: „giæfur og góðlyndur, prýðilega að sér.“ [Sál. Eyj.].

Jakob Hálfdanarson

Ingibjörg Hálfdanardóttir, f. 6. sept. 1842 [Kb. Eyj.].

Jón Hálfdanarson, f. 1. ágúst 1844 [Kb. Eyj.].

Ketill Hálfdanarson, f. 2. mars 1846 og Jón Hálfdanarson, f. s. d. „fyrirburar“ [Kb. Eyj.], báðir líklega dánir fyrir 1847. Jakobína Hálfdanardóttir, f. 23. des. 1848 [Kb. Eyjardalsárprk.]. Er með foreldrum sínum á manntali í Brennási 1850 og 1855 og flytur með þeim að Grímsstöðum 1857. Dó þar 20. des. 1872 „Gipt kona frá Grímsst:, 25. Dó úr gigt og tæringu“ [Kb. Mýv.]. Sjá einnig um hana í [JakH.], einkum bls. 41, þar er dánardagur annar. Jakobína Hálfdánardóttir

Tryggvi Hálfdanarson, f. 2. maí 1851 [Kb. Eyjardalsárprk.]. Tryggvi er á manntali í Brennási 1855 og flytur með foreldrum sínum að Grímsstöðum 1857. Dó þar 21. júlí 1860 úr barnaveiki [Kb. Reykj.].


87

Annað skyldulið Hálfdanar og Aðalbjargar í Brennási 1833-1857:

Aðalbjörg Pálsdóttir, móðir Hálfdanar, f. 29. des. 1779 í Skógum í Reykjahverfi [Laxd. bls. 42]. Ekki sést, hvenær Aðalbjörg kemur í Brennás, en hún er þar við húsvitjun 1837 og á aðalmanntali 1840 „ , 61, E, móðir húsbóndans.“ Hún er þar við húsvitjun 1841 og 1845, en ekki er hún þar við manntalið 1845, þá er hún ráðskona í Heiðarbót, né við húsvitjun 1846. En komin er hún í Brennás við húsvitjun 1849 og er á manntali þar 1850 og 1855. Aðalbjörg er á manntali á Héðinshöfða 1801 með Jóakim manni sínum „ , hans kone, 21, begge i husbondens tjeneste“. Hún er á manntali 1835 í Illugabæ á Húsavík 1835 „ , 55, E, húskona“. Aðalbjörg andaðist 31. maí 1857 „ ekkja á Brenniási, 77.“ [Kb. Eyjardalsárprk.]. Um Aðalbjörgu segir í húsvitjunarbókum [Sál. Eyj.] um hegðan og kunnáttu 1854: „Röggsemdarkona, vel að sér.“ Og „um Níár 1856“: „skörp og hreinskilin, prýðilega í andl.“ og „við Nýár 1857“: „greyndar og gerðarkelling, mun allvel að sér.“ Herdís Sigurðardóttir, f. um 1808 á Draflastöðum, systir Aðalbjargar húsfreyju. Er á manntali í Brennási 1835 „ , 26, Ó, vinnukona“, eini íbúi þar auk þeirra hjóna. Hún er þar aftur vinnukona við húsvitjun 1841 og í mars 1849 og 1850, en við manntalið þ. á. er hún í Engidal. Við manntalið 1845 er hún „ , 37, Ó, vinnukona,“ á Sörlastöðum. Í [Kb. Mýv.] er Herdís sögð koma 1856 „vinnukon frá Brenniási að Grímsstöð“ sjá hér að ofan um Jakob Hálfdanarson. Hún er í Engidal við manntalið 1855 og einnig 1860 „ , 42, Ó, vinnuk“. Er í fólkstali á Grímsstöðum 31. des. 1872 „ , 64, póventukona“ [Sál. Mýv.] og deyr þar 5. maí 1879 „Gamalmenni á Grímsstöð., 70“ [Kb. Mýv.]. Páll Jóakimsson kemur 1857 „ , 10, Fóstursonur, frá Brenniási að Grímsstöð:“ [Kb. Mýv.], en ekki finnst hans getið í bókum Eyjadalsárprk. Kynni að vera sonur Jóakims bróður Hálfdanar, sjá [ÆÞ. II, bls. 240].

Vandalausir í Brennási í búskapartíð Hálfdanar og Aðalbjargar 1833 - 1857:

Reinald Reinaldsson fer 1835 „ , 16, vinnupiltur, frá Mjóadal að Brenniási“ [Kb. Lund.] og er í Brennási við húsvitjun 1837 „Reinold Reinoldsson, vinnupiltur, 18,“ en við húsvitjun 1839 er hann þar ekki. Reinald var fæddur í Stórutungu 11. ágúst 1819, sonur Reinalds Sveinssonar, þá „giptur vinnumaður“ og Kristínar Jónsdóttur. Hann er á Íshóli við fermingu 1834, en á manntali í Mjóadal 1835. Fer 1839 „ , 20, vinnumaður, frá Jallstöðum að Landamóti“ [Kb. Þór.]. Hann lendir síðan norður á Vatnsenda í Svalbarðssókn í Þisilfirði, en er lengst af í Skinnastaðasókn, þar sem hann kvæntist Guðrúnu Einarsdóttur. Deyr 16. des. 1872 „húsmaður frá Smjörhóli, 53.“ [Kb. Skinn.]. (Sjá Sel/Skó/RR hjá R. Á.) Jón Jónsson kemur 1838 „36, vinnumaður, frá Bjarnastöðum að Brenniási“ [Kb. Eyj.]. Jón Jónsson er í Brennási við húsvitjun 1839 „ , vinnumaður, 29,“ kemur líklega þangað 1838. Hann er þar ekki á manntali 1840. Af þessum upplýsingum er ekki gott að átta sig á, hvort þetta er sami maðurinn. Sé um tvo menn að ræða, er sá fyrri líklega fæddur í Múlasókn 1. des. 1801, dáinn á


88

Langavatni 11. des. 1860, sjá undir Árbakki; hinn gæti verið sá Jón, sem er „ , 35, G, bóndi,“ á Syðraálandi í Þistilfirði við manntalið 1845, sagður fæddur í Viðvíkursókn, nýlega kvæntur ekkjunni Þórdísi Sigurðardóttur. Kristján Torfason er á manntali í Brennási 1840 „ , 37, Ó, vinnumaður“ og við húsvitjun þar 1841. Hann er þar enn við húsvitjun 1845, sem líklega fer fram snemma árs, því ekki er hann þar við manntalið 1845 um haustið né á nafnaskrá þess manntals. Kristján mun vera sonur Torfa Jónssonar og Sigurlaugar Helgadóttur, sjá [ÆÞ. I, bls. 416]. Ekki finn ég þó fæðingu hans í [Kb. Þór.], en hann er með foreldrum og systkinum í sálnaregistri „að vorlagi“ 1816 [Mt.] í Holtakoti „ . þeirra barn, 12,“ sagður fæddur á Landamóti. Kristján er á manntali á Grímsstöðum á Fjöllum 1850 „ , 44, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Ljósavatnssókn. Samtímis honum er þar Margrét Kristjánsdóttir „ , 38, Ó, vinnukona,“. Þau flytja þaðan þ. á. saman að Gestreiðarstöðum og voru gefin saman í hjónaband 22. júní 1851 [Kb. Hoft.]. Flytja aftur að Grímsstöðum 1853 [Kb. Skinn.], en þaðan flytur Margrét aftur að Gestreiðarstöðum 1854 og eignast þar soninn Sigurjón 6. júní 1854, og er Kristján sagður faðir hans [Kb. Hoft.]. Kristján er hinsvegar á manntali á Grímsstöðum á Fjöllum 1855 (þá sagður „G“ = giftur). Hann fer 1860 frá Víðirhóli að Grímsstöðum við Mývatn [Kb. Skinn.], þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 59, Ó, vinnumaður,“ en fer árið eftir að Fagradal [Kb. Skinn.], [Kb. Reykj.]. Kristján deyr 14. júní 1862 „ , 61, Brjóstveiki og fl.“ [Kb. Reykj.], en heimilisfangs er ekki getið. Skipti á db. hans fóru fram 24. okt. 1863 [Skiptabók Þing., XI., C. 9, 1862-1869, bl. 2425], þar er hann sagður „frá Reikjahlýð er andaðist 14. júní 1862“. Jón Sigmundarson er á manntali í Brennási 1845 „ , 28, Ó, vinnumaður,“ (þar sagður fæddur í Ljósavatnss.), og við húsvitjun þar 1846. Jón var fæddur 19. jan. 1817, sonur Sigmundar Guðmundssonar og Guðfinnu Eiríksdóttur, sem þá eru „hion við Búhokur á Landamóti“ [Kb. Þór.]. Foreldrar Jóns eru á Landamóti við manntalið 1816 ásamt tveim börnum. Jón er á manntali á Sandhaugum 1835 og á Kálfborgará 1840 „ , 24, Ó, vinnumaður“ og á manntali á Mýri 1860 „ , 44, G, vinnumaður,“ sagður fæddur í Staðarsókn. Deyr 5. okt. 1871 „frá Landamóti, Ekkill, 55“ [Kb. Þór.]. Herdís Jónsdóttir er í Brennási við húsvitjun 1845 og þar á manntali um haustið „ , 22, Ó, vinnukona,“. Hún er þar enn við húsvitjun 1846, en farin 1849. Herdís var fædd 8. nóv. 1824 og voru foreldrar hennar Jón Jónsson og Aðalbjörg Davíðsdóttir „ , hión á Míóadal“ [Kb. Lund.]. Herdís giftist Hallgrími Gíslasyni og fór með honum til Vesturheims frá Rúgsstöðum í Eyjafirði 1873 ásamt þrem börnum sínum, 12, 9, og 6 ára [Vfskrá], [ÆÞ. IV, bls. 80]. Sjá einnig í [Saga Ísl., bls. 322]. Aðalbjörg Jónsdóttir er í Brennási við húsvitjun 1845 og þar á manntali um haustið „ , 14, Ó, vinnukona,“. Hún er þar við húsvitjun 1846, í mars 1849 og 1850 og á manntali það haust. En ekki er hún þar í fólkstölu um nýár 1851. Aðalbjörg var fædd 5. mars 1832 í Mjóadal, alsystir Herdísar hér næst á undan. Hún var fóstruð af Jóni afa sínum og ömmu á Mýri og er þar með þeim á manntali 1835 og 1840 hjá afa sínum „ , 9, Ó, húsbóndans uppeldisdóttir“. Með Jóhanni Bjarnasyni vinnumanni í Hrappstaðaseli eignast Aðalbjörg í Brennási hinn 6. nóv. 1848 soninn Jóhann Benedict, sjá hér næst á eftir. Aðalbjörg giftist Sigurbirni Hanssyni 27. júní 1853 [ÆÞ. I, bls. 399] og bjó með honum í Jarlstaðaseli, sjá þar, og fór með honum þaðan til Vesturheims 1878.


89

Jóhann Benedict Jóhannsson, f. 6. nóv. 1848 í Brennási, sonur Aðalbjargar hér næst á undan og Jóhanns Bjarnasonar, sem þá var vinnumaður í Hrappstaðaseli [Kb. Eyjadalsárprk.]. Dó í Brennási 15. nóv. 1848 „úngbarn frá Brenniási, fárra nátta“ [Kb. Eyjadalsárprk.]. Sigurður Sighvatsson er „ , vinnum:, 35“ við húsvitjun í Brennási í mars 1849 [Sál. Eyj.]. Flytur þ. á. þaðan að Svartárkoti [Kb. Lund.]. Sigurður var fæddur á Hvarfi 30. sept. 1812, sonur hjónanna Sighvats Þorsteinssonar og Ástþrúðar Grímsdóttur [Kb. Eyj.]. Hann bjó í Grjótárgerði og var fyrsti bóndinn í Stórási, þar sem hann andaðist 2. des. 1866. Sjá nánar um hann undir Grjótárgerði og Stórás. Jón Sigurðsson er á manntali í Brennási 1850 „ , 18, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Skútustaðasókn. Ekki er hans þó getið við húsvitjun þar í mars þ. á., né í fólkstölu um nýár 1851. Þetta mun vera sá sami Jón Sigurðsson, sem kemur 1850 „ , 18, vinnumaður frá Stafni að Heiðarseli“ [Kb. Lund.] og [Kb. Ein.] og er þar í fólkstölu um nýár 1851 „ , vinnumaður, 19,“ líklega á búi Jóns og Guðrúnar systur sinnar, en þau voru öll þrjú á manntali í Stafni 1850, Jón þar einnig sagður fæddur í Skútustaðasókn. Aðeins þessi eini Jón Sigurðsson er fæddur í Mývatnsþingum 1830-1832. Jón var fæddur 1. apríl 1832, voru foreldrar hans Sigurður Sigurðsson og Guðrún Tómasdóttir „hjón á Arnarvatni“ [Kb. Mýv.]. Fluttist með foreldrum að Stafni 1837. Lengi bóndi á Vaði og við þann bæ kenndur. Dó 10. júlí 1906 á Jarlsstöðum í Aðaldal. Sjá nánar um hann í [ÆÞ. VI, bls. 272-280]. Grímur Jónasson er í Brennási í fólkstölu um nýár 1851 „ , vinnum: 25,“, en ekki er hann þar ári síðar og ekki þar á manntali 1850. - Grímur var frá Heiðarseli, sjá um hann þar. Guðný Árnadóttir er í Brennási í fólkstölu um nýár 1851 „ , vinnuk: 20,“, þó ekki sé hún þar á manntali 1850. Hún er einnig þar í fólkstölu um nýár 1852 og 1853, en það ár flytur hún að Stafni [Kb. Eyjadalsárprk]. Guðný mun hafa komið að Brennási frá Heiðarseli, þar er hún á manntali 1850. Guðný var fædd í Vindbelg 6. febr. 1831 [Kb. Skú.], dóttir hjónanna Árna Sigmundssonar og Sigurbjargar Jónasdóttur. Hún giftist Sigurði Sigurðssyni í Stafni 14. júní 1852 (þó virðist Guðný vera í Brennási fram yfir áramót) og bjuggu þau þar og í Stafnsholti, sjá um hana þar. Sigurður andaðist 1864. Guðný fór til Vesturheims 1874, en kom þaðan aftur eftir lát sona sinna. Hún andaðist 12. apríl 1887 „ , veitingakona í Húsavík, 56 ára, ekkja, dó af lungnabólgu.“ [Kb. Hús.]. Sjá einnig um Guðnýju í [JakH., bls. 138-139]. Sigurður Sigurðarson er í Brennási í fólkstölu um nýár 1853 „ , 59, vinnumaður,“, hefur líklega komið þangað 1852. Hann er þar einnig í ársbyrjun 1854, en farinn um nýár 1855. Sigurður var fæddur 25. nóv. 1794 á Lundarbrekku, sonur Sigurðar Sigurðssonar og Sigríðar Ketilsdóttur [Kb. Lund.]. Hann og Hálfdan og Aðalbjörg voru því systkinabörn. Sigurður bjó í Brennási 1827-1833, sjá um hann hér ofar. Sigurbjörg Pálsdóttir kemur 1853 ásamt Jóni syni sínum „ , 38, vinnukona, frá Márskoti að Brenniási“ [Kb. Eyjardalsárprk.] (er í [Kb. Grenj.] sögð fara „frá Hamri að Brenniási“ s. á.) og er þar á manntali 1855 „ , 41, Ó, vinnukona,“. Hún er í Brennási í fólksölu við nýár 1857 [Sál. Eyj.]. Flytur að Arnarvatni 1857 [Kb. Eyjardalsárprk.]. En skv. [Kb. Mýv.] er hún sögð koma 1856 „ , frá Brenniási að Grímsstöð:“, og kemur það betur heim við [JakH., bls. 33]. Sigurbjörg var fædd 1815 í Brúnagerði í Fnjóskadal, dóttir Páls

Sigurður Sigurðarson


90

Guðmundssonar b. þar og k. h. Sigríðar Markúsdóttur. Hún er á manntali á Þverá í Laxárdal með Jóni syni sínum 1845 „ , 31, Ó, vinnukona,“. Dó 13. maí 1894 „ , móðir bóndans í Hryflu, 78,“ úr inflúensu [Kb. Þór.]. Með Sigurbjörgu í Brennási er sonur hennar. Jón Kristjánsson, sem kemur með móður sinni 1853 að Brennási og er þar á manntali 1855 „ , 15, Ó, matvinnungur,“ (var „ , 13, léttadreingur,“ í fólkstölu um nýár 1854). Þau eru þar enn í fólkstölu við nýár 1857, en flytja bæði að Arnarvatni það ár [Kb. Eyjadalsárprk.]. En mun hafa farið að Grímsstöðum 1856, sjá hér næst á undan um móður hans. Jón var fæddur 5. ágúst 1841 í Fellsseli og voru foreldrar hans Kristján Jónsson „vinnum: á Stað“ og Sigurbjörg Pálsdóttir „vinnuk: í Fellseli“ [Kb. Þór.]. Jón varð síðar bóndi í Hriflu o. v., faðir Jónasar alþm. og ráðherra og þeirra systkina. Dó 8. nóv. 1919 [Hraunk. bls. 160]. Jón Jónsson er í Brennási í fólkstölu við nýár 1857, hefur þá líklega komið þangað 1856, „ , 24, vinnumaður.“ Hann flytur frá Brennási að Arnarvatni 1857 segir í [Kb. Eyjadalsárprk.], réttara mun þó það sem segir í [Kb. Mýv.] að hann fari 1856 „ , frá Brenniási að Grímsstöð:“, enda kemur það heim við [JakH., bls. 33]. Í [JakH., bls. 33] kemur greinilega fram að þessi Jón er sonur Jóns Jónssonar(?) og Herborgar Helgadóttur, f. í Máskoti 16. júní 1831, sjá [Skú. bls. 101]. Jónas Kristjánsson kemur 1856 frá Svartárkoti að Brennási [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1857 „ , 29, vinnumaður,“ Flytur frá Brennási að Þverbrekku í Öxnadal 1858 „ , 30, bóndi,“ [Kb. Lund.]. Við fermingu Jónasar 1843 er hann sagður fæddur 28. sept. 1828, en ekki er getið hvar, enda líklega fæddur í Eyjardalsársókn, þar sem fæðingar frá þessum tíma eru glataðar. Hann flytur frá Hlíðarenda að Ingjaldsstöðum með móður sinni 1834. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson lengi bóndi í Grjótárgerði og María Ólafsdóttir, sjá um hana við Höskuldsstaðasel. Jónas er í Grjótárgerði við fermingu hjá föður sínum og stjúpmóður, sjá einnig um hann þar. Hann er „ , 18, Ó, vinnumaður,“ í Svartárkoti við manntalið 1845. Er vinnumaður í Hrappstaðseli 1851-1852, sjá þar. Kvæntist 2. júlí 1855, þá 27 ára í Svartárkoti, Sigríði Magnúsdóttur „á Stóruvöllum 17 ára gömul“ og eru þau á manntali í Svartárkoti um haustið, þar sem Jónas er sagður bóndi. Jónas og Sigríður eru á manntali á Gili í Öxnadal 1860, þar sem Jónas er bóndi. Þau koma til baka frá Gili 1864. Svo er þá komið högum þeirra, að þau fara á sinn bæinn hvort; Jónas vinnumaður að Bjarnastöðum, Sigríður að Mýri með Magnús, Kristinn Júlíus niðursetningur að Víðirkeri en Ragnheiður Aðalbjörg „niðurseta“ að Hrappstöðum [Kb. Lund.]. Jónas og Sigríður eru í Grjótárgerði 1871-1874 og í Stórási 1878-1879, sjá þar. Þau fara 1890 frá Hrísum í Eyjafirði að Hvammi í Þistilfirði, þar sem tvö börn þeirra eru þá. Jónas deyr í Hvammi 24. apríl 1910. Sigríður Magnúsdóttir, kona Jónasar hér næst á undan, kemur með honum að Brennási 1856, „ , 19, kona hans,“ Fer með manni sínum að Þverbrekku 1858. Sigríður var fædd 24. okt. 1837 í Bakkaseli í Fnjóskadal, dóttir hjónanna Magnúsar Bjarnasonar og Ragnheiðar Björnsdóttur [Kb. Ill.]. Hún er með þeim á manntali þar 1840 og 1845 og á Snæbjarnarstöðum við manntalið 1850, þar sem faðir hennar er vinnumaður. Kemur þaðan 1853 „ , 16, vinnukona,“ að Stóruvöllum og á þar heima þegar hún giftist Jónasi 2. júlí 1855. Eru þau hjón á manntali í Svartárkoti um haustið, þar sem Jónas er sagður bóndi. Sigríður var

Jón Kristjánsson og Rannveig Jónsdóttir


91

með manni sínum í Grjótárgerði og síðar í Stórási, sjá þar. Hún fer 1890 með manni sínum frá Hrísum í Eyjafirði að Hvammi í Þistilfirði þar sem tvö barna þeirra eru þá. Hún andaðist þar 30. júní 1892 úr lungnabólgu [Kb. Svalb.]. Kristinn Júlíus Jónasson, sonur Jónasar og Sigríðar hér næst á undan, kemur með þeim að Brennási og fer með þeim að Þverbrekku 1858. Kristinn Júlíus var fæddur 7. júlí 1856 í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Hann kemur aftur úr Öxnadal inn í Lundarbrekkusókn 1864 „ , 8, niðurseta,“ frá Gili að Víðirkeri. Eftir það er hann niðursetningur á ýmsum bæjum í Ljósavatnshreppi; 1890 á Sandhaugum „ , 33, Ó, sveitarómagi, ( . . ), fábjáni“ og við manntalið 1901 er hann í Stórutungu „ , niðursetningur, 45,“. Á manntali á Halldórsstöðum 1920 „ , niðursetningur, Ó, ( . . ), fáviti“ og í Engidal 1930 „ , þurfamaður, ( . . ), Ó, fábjáni“. Ragnheiður Aðalbjörg Jónasdóttir, f. 21. des. 1857 í Brennási [Kb. Eyjadalsárprk.], dóttir Jónasar og Sigríðar hér ofar. Fer með foreldrum sínum að Þverbrekku 1858. Hún kemur aftur 1864 „ , 7, niðurseta“ að Hrappstöðum, en er með foreldrum í Grjótárgerði 1871-1873. Varð síðar húsfreyja í Hvammi í Þistilfirði, þar sem hún giftist Sigfúsi Vigfússyni bónda 19. okt. 1884 [Kb. Svalb.]. Hún er með honum á manntali í Hvammi 1890 og 1901. Sjá einnig í kafla um Grjótárgerði. Ragnheiður Björnsdóttir, móðir Sigríðar hér ofar, kemur 1856 „ , 58, vinnukona,“ að Brennási frá Tungu í Fnjóskadal og er í Brennási í fólkstölu við nýár 1857 „ , 58, vinnukona,“. Hún flytur með fjölskyldu Sigríðar að Þverbrekku 1858. Ragnheiður er í manntölum sögð fædd í Draflastaðasókn, en ekki tókst mér að finna fæðingu hennar þar, en Guðrún systir hennar er fædd á Syðra Hóli 24. okt. 1800. Við manntalið 1801 eru þær systur báðar með foreldrum sínum, Birni Benediktssyni og Solveigu Hallgrímsdóttur, í Austari Krókum, Ragnheiður sögð þriggja, en Guðrún tveggja ára. Ragnheiður giftist Magnúsi Bjarnasyni, bjuggu þau í Bakkaseli í Fnjóskadal 1835, 1840 og 1845, en 1850 er Magnús vinnumaður á Snæbjarnarstöðum en húsmaður í Tungu 1855. Ragnheiður er á manntali á Gili í Öxnadal 1860 „ , 63, G, tengdamóðir bóndans,“. Deyr þar 12. júní 1862 „ , vinnukona gipt á Gili, 64“ [Kb. Bægisárprk.]. Hin fimm síðasttöldu virðast vera í Brennási eitt ár eftir ábúendaskiptin.

1857 - 1864: Jón Árnason og Herdís Ingjaldsdóttir Jón og Herdís eru burtvikin úr Lundarbrekkusókn frá „Mýri að Brenniási“ 1857. Þau eru þar á manntali 1860 og fara þaðan að Arndísarstöðum 1864 [Kb. Lund.]. Jón er gjaldandi þinggjalda fyrir Brennás 1858-1864 í manntalsbók, er þess getið 1862 að hann sé hreppstjóri. Jónasar Kristjánssonar er getið í manntalsbókinni 1857 og 1858 á skrá yfir búlausa, sömuleiðis Sörens Árnasonar 1859 og Elsu Sörinsdóttur 1864. Jón var fæddur í Heiðarbót 17. júní 1831, sonur Árna Indriðasonar og f. k. h. Helgu Sörensdóttur (eldri) [ÆÞ. II, bls. 72]. Hann ólst upp í Heiðarbót og frá sjö ára aldri að Hóli í Kinn, en kemur 1855 „ , 25, vinnumaður, frá Ljósavatni að Míri“ í Bárðardal [Kb. Lund.].


92

Herdís var fædd á Mýri 21. jan. 1833, dóttir Ingjalds Jónssonar dbrm. og bónda þar og k. h. Önnu Margrétar Indriðadóttur [ÆÞ. II, bls. 72]. Herdís ólst upp hjá foreldrum á Mýri. Þau Jón og Herdís eru gefin saman 29. sept. 1855 [Kb. Lund.]. Flytja að Brennási 1857 eins og áður segir og 1864 að Arndísarstöðum, þar sem þau bjuggu þar til Jón andaðist 28. júlí 1895. Herdís dó á Hallgilsstöðum 9. jan. 1904. Sjá nánar um þau hjón og börn þeirra í [NiðJH.] og í [ÆÞ. II, bls. 7088].

Börn Jóns og Herdísar til heimilis í Brennási 1857-1864:

Ingjaldur Jónsson, f. 14. júlí 1856 á Mýri [Kb. Lund.]. Flutti með foreldrum að Brennási 1857 og er þar á manntali 1860 „ , 5, Ó,“ og að Arndísarstöðum 1864. Lengi bóndi á Öxará, kvæntur Elínu Kristjánsdóttur frá Úlfsbæ. Dó 14. ágúst 1941. Sören Vilhjálmur Jónsson, f. 28.([NiðJH.] segir 27.) des. 1857 í Brennási [Kb. Lund.]. Hann er þar með foreldrum sínum á manntali 1860 „ , 3, Ó,“ og fer með þeim að Arndísarstöðum 1864. Sören kvæntist Önnu Jónsdóttur frá Mýri í Bárðardal, bjuggu þau víða, en lengst í Glaumbæjarseli. Sören dó á Brún 22. apríl 1948 [NiðJH.], hafði þá verið blindur alllengi.

Ingjaldur Jónsson og Elín Kristjánsdóttir

Anna Margrét Jónsdóttir, f. 15. apríl 1859 í Brennási [Kb. Eyjardalsárprk.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1860 „ , 2, Ó,“ og fer með þeim að Arndísarstöðum 1864. Anna giftist Stefáni Jónssyni b. á Eyjardalsá. Hún andaðist 10. maí 1941. Helga Jónsdóttir, f. 31. júlí 1860 í Brennási, d. þar 6. ágúst s. á. [Kb. Lund.]. Tryggvi Jónsson, f. 30. nóv. 1861 í Brennási [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum sínum að Arndísarstöðum 1864. Bóndi á Krossi um skeið en lengst á Arndísarstöðum, þar sem hann andaðist 12. maí 1929. Kona hans var Jóhanna Stefánsdóttir.

Sören Vilhjálmur Jónsson

Helga Jónsdóttir, f. 15. nóv. 1863 í Brennási [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum sínum vorið eftir að Arndísarstöðum. Húsfreyja á Hallbjarnarstöðum, gift Sigtryggi Helgasyni bónda þar, til dauðadags 28. jan. 1917. [Skú. bls. 109-112]. Um þessi börn Jóns og Herdísar, svo og önnur börn þeirra, sjá [NiðJH.] og [ÆÞ. II, bls. 74-88].

Annað skyldulið Jóns og Herdísar í Brennási 1857-1864:

Sören Árnason, bróðir Jóns bónda, kemur ásamt konu sinni 1858 „ , húsmaður, Frá Hólsgerði að Brenniási“ [Kb. Lund.]. Hann flytur 1859 með konu sinni frá Brennási að Hallbjarnarstöðum [Kb. Lund.], þar er Helga dóttir þeirra fædd 12. des. 1859, en eru á manntali í Fossseli 1860. Um Sören er getið í

Helga Jónsdóttir


93

manntalsbók þinggjalda 1859 í Brennási, á skrá yfir búlausa. Sören var fæddur 2. febr. 1833 í Heiðarbót. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 88-97]. Hólmfríður Sigurðardóttir, kona Sörens hér næst á undan, kemur með honum 1858 að Brennási og fer með honum árið eftir að Hallbjarnarstöðum. Hólmfríður er fædd á Þóroddstað 11. júní 1834. Sjá nánar í [ÆÞ II. bls. 88-97]. Guðrún Sörensdóttir, móðursystir Jóns bónda, kemur líklega að Brennási 1858, hún er þar í fólkstölu við nýár 1859 og á manntali 1860 „ , 52, Ó, vinnukona,“. Fer líklega úr Brennási 1861, hún er ekki þar í fólkstölu við nýár 1862. Guðrún, var fædd 8. ágúst 1808 á Geirbjarnarstöðum, dóttir Sörens Jónssonar og s. k. h. Önnu Sigurðardóttur [Kb. Þór.]. Hún kemur 1854 „ , 44, vinnukona,“ að Arndísarstöðum frá Hálsi [Kb. Eyjardalsárprk.]. Guðrún dó á Sigríðarstöðum 7. apríl 1889, sjá [ÆÞ. VII, bls. 111].

Annað heimilisfólk í Brennási í búskapartíð Jóns og Herdísar 1857 - 1864:

Jónas Kristjánsson,

Sigríður Magnúsdóttir, kona Jónasar,

Kristinn Júlíus og Ragnheiður Aðalbjörg, börn þeirra, og

Ragnheiður Björnsdóttir sýnast öll vera fyrir í Brennási, þegar Jón og Herdís koma þangað, en fara að Þverbrekku 1858. Sjá um þau hér nokkru framar. Jóhann Guðmundsson. Óvíst er, hvenær eða hvort hann kemur í Brennás, en hann er sagður fara þaðan „ , 20, vinnumaður,“ að Þverbrekku 1858 [Kb. Eyjardalsárprk.]. Þó kynni hér að vera um misritun að ræða, hann var vinnumaður í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1858 og er einnig sagður flytja þaðan að Þverbrekku [Kb. Lund.] (í fyrri bókinni). Jóhann var fæddur 17. mars 1838, voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson „giftur bóndi á Ytra Fjalli” og Jóhanna Jónsdóttir „ógift stúlka í Brennisteinshúsum” [Kb. Hús.] (þau finnast ekki á manntali á Húsavík 1840). Hann fer fæðingarárið „ úngbarn, úr Húsavík að Fjalli” [Kb. Hús.] og árið eftir þaðan að Litlulaugum þar sem hann er á manntali 1840-1850 hjá Ólafi Björnssyni og Guðrúnu Hallgrímsdóttur. Hann fer 1852 þaðan að Helluvaði [Kb. Ein.]. Jóhann kemur með Ásmundi og Guðnýju 1854 frá Hofstöðum að Heiðarseli , 17, vinnumaður,“ [Kb. Eyjadalsárprk.] en fer aftur þaðan 1855 að Litluströnd, þar sem hann er á manntali um haustið. Hann kemur þaðan aftur að Heiðarseli 1856 „ , 19, vinnumaður,“ og er þar í fólkstölu við nýár 1857 og 1858 eins og áður segir. Hann flytur 1858 frá Heiðarseli að Þverbrekku skv. [Kb. Lund.], en frá Brennási að Þverbrekku skv. [Kb. Eyjadalsárprk.], [Kb. Bægisárprk.].


94

Ekki hefur mér tekist að finna hvað um Jóhann varð, hann finn ég ekki á manntali í Bægisárprk. 1860, né meðal burtvikinna eða látinna. Hann er ekki með Jónasi Kristjánssyni og fjölskyldu hans á manntali á Gili 1860. Guðni Guðmundsson kemur 1858 „ , 15, vinnupiltur,“ frá Rauðá að Brennási [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1859. Fer þaðan það ár skv. [Kb. Lund.], en ekki getið hvert, en er í [Kb. Skút.] sagður koma með foreldrum að Kálfaströnd 1859. Guðni var fæddur 31. (svo í kirkjubók) júní 1844, voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson og Halldóra Jóhannesdóttir „hión búandi á Eyvindará“ [Kb. Flat.]. Hann er með foreldrum og Jóni bróður sínum á manntali á Eyvindará 1845, en 1850 á Hömrum. Er á manntali í Víðum 1855 „ , 12, Ó, léttadrengur,“ og fer þaðan 1856 „ , 13, ljettadr.,“ að Rauðá. Er á manntali í Stafnsholti 1860 „ , 17, Ó, vinnumaður,“. Fer þaðan 1861 að Þóroddsstað [Kb. Ein.]. Ekki finnst hann kvæntur, burtvikinn eða dáinn í Þóroddsstaðarsókn til 1880 né á manntali í prestakallinu þ. á. En hann kemur 1890 „ , 44, vmðr, Frá Hrísey að Syðrafjalli“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali þ. á.; telur Konráð Vilhjálmsson það vera þennan sama Guðna. En ekki finn ég afdrif hans að heldur. Guðna er einnig getið í kafla um Stafnsholt. Ólafur Bjarnason kemur 1859 „ , 22, vinnumaður, Úr Grímsey að Brenniási,“ [Kb. Lund], er þar í fólkstali við nýár 1860, en flytur þ. á. frá „Brenniási að Skógum.“ Hvorki finnst hann á Skógum í Hálssókn né í Nessókn við manntalið 1860. Ólafur var fæddur 29. des. 1837, voru foreldrar hans Bjarni Bjarnason og Margrét Jónsdóttir „vinnu- og húβmensku gipt hión á Skieri“ [Kb. Höfðaprk.]. Ólafur fer með foreldrum sínum 1838 „ frá Skeri á Látraströnd að neðri Sandvík“ [Kb. Grímseyjarprk.] og er með þeim þar á manntali 1840, 1845 og 1850. Fjölskyldan fer úr Grímsey 1855 og segir um Bjarna „bóndi, hætti hér búskap vegna bágjienda og Lasleika.“ [Kb. Grímseyjarprk.]. Guðbjörg Jónsdóttir kemur 1860 frá „Stafnholti að Brenniási“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. „ , 68, Ó, vinnukona,“. Fer 1862 „ , 69, gamalmenni, frá Brenniási útí Kinn“ [Kb. Lund.]. Guðbjörg var fædd 28. apríl 1793 á Krossi, dóttir Jóns Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur [Kb. Þór.]. Hún er á manntali með foreldrum á Landamóti 1801 „ , deres datter, 9, ugivt,“, þar sem faðir hennar er „ , tienistekarl, 48,“ hjá Torfa Jónssyni. Er á manntali á Vatnsenda 1816 „ , vinnukona, 22,“. Á manntali á Öxará 1840, á Landamóti 1845 og 1850 í Hriflu, jafnan ógift vinnukona. Sesselja Jónsdóttir kemur 1860 frá Öxará að Brennási [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. „ , 27, Ó, vinnukona,“. Hún er sögð fara 1861 „ , 27, vinnukona, frá Heiðarseli að Daðastöðum“ [Kb. Lund.], en líklega er þar um misritun að ræða, hún er þar næst á eftir Helgu og Grími, sem fara þangað frá Heiðarseli. Sesselja var fædd 6. febr. 1834 og voru foreldrar hennar „hreppstjóri Jón Bergþórs Arnfryðr Jónsd: hjón búandi á Eggsará“ [Kb. Þór.] og er hún með þeim þar á manntali 1835. Hún er einnig á manntali á Öxará 1840, 1845 og 1850, þá er faðir hennar kvæntur að nýju. Kristján Jónsson er á aðalmanntali í Brennási 1860 „ , 12, Ó, niðursetningur,“. Óvíst er, hvenær hann fer úr Brennási, hann er ekki þar í fólkstölu við nýár 1864. Kristján þessi var fæddur 11. okt. 1848 og voru foreldrar hans Jón Jónsson ekkill og Elín(á) Árnadóttir ekkja á Ljósavatni [Kb. Þór.]. Hann er niðursetningur á Mýri við manntölin 1850 og 1855. Kristján fer 1864 „ , 16, vinnudrengur,“ frá Litlutungu í Kinn [Kb. Lund.], kemur 1865 frá Finnsstöðum að Heiðarseli og

Sesselja Jónsdóttir


95

fer þaðan 1866 að Ljósavatni [Kb. Lund.], [Kb. Þór.]. Hann fer 1877 „ , v.maðr, 29., frá Yztafelli að Litluvöllum“ [Kb. Þór.], en [Kb. Lund.] segir hann koma þangað 1878. Fer 1879 „ , v.maðr, frá Litluvöllum að Grímsgerði í Fnjóskad.“ [Kb. Lund.]. Ekki finn ég hann þar á manntali 1880, né dáinn eða burtvikinn. Sjá einnig um Kristján í Heiðarseli. Árni Jónsson kemur 1860 frá Narfastaðaseli að Brennási þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 41, Ó, vinnumaður“ sagður fæddur í Helgastaðasókn. Fer árið eftir „Frá Brenniási að Márskoti“ [Kb. Lund.]. Ekki finnst neinn fæddur í Helgastaðasókn með þessu nafni um þessar mundir, er hér líklega um þann Árna að ræða, sem fæddur var 24. eða 27. maí 1820; voru foreldrar hans Jón Jónsson og Ingunn Hallgrímsdóttir „í húsmennsku á Glaumbæ“ [Kb. Ein.]. Árni fer 1862 „ , 41, vinnum, frá Márskoti að Rauðá“ [Kb. Ein.]. Burtviknir eru ekki skráðir í Þóroddsstaðarprestakalli fyrr en 1865, hverfur Árni þar með sjónum og ekki finnst hann á manntali í Suður-Þingeyjars. 1880. Sjá nánar um Árna í kafla um Narfastaðasel. Páll Guðmundsson kemur líklega að Brennási 1861, hann er þar í fólkstölu við nýár 1862 „ , 30, vinnumaður.“ Fer þaðan 1863 að Hlíðarenda [Kb. Lund.]. Páll var fæddur 12. okt. 1832 og voru foreldrar hans „Guðmundur Halldórss: Kristín Jónsd á Keldum“ í Gufunessókn [Kb. Mosf.]. Við manntalið 1845 er hann „ , 13, Ó, vinnupiltur,“ á Skrauthólum á Kjalarnesi. Hann kemur 1858 „ , 27, vinnumaður, úr Reykjavík að Halldórsst.“ [Kb. Lund.] en fer þaðan í Hrísey 1860, þar sem hann er á manntali í Syðstabæ um haustið. Páll kvæntist Halldóru, sjá hér næst á eftir, 8. júlí 1861, þá vinnumaður í Brennási. Páll og Halldóra koma frá Hlíðarenda að Heiðarseli 1868, sjá þar, en flytja þaðan 1870 „ , húsmennskuhjón, frá Heiðarseli og Suðrá land“ [Kb. Lund.]. Halldóra Hálfdanardóttir, kona Páls hér næst á undan, kemur með honum að Brennási þar sem hún er í fólkstölu við nýár 1862 „ , 30, kona hans.“ Fer með manni sínum að Hlíðarenda 1863. Halldóra var fædd 4. ágúst 1832 og voru „Foreldrar Margret Biornsdóttir á Möðruvalla klaustri, og eptir hennar sögn Hálfdan Halfdanarson á Hæringsstöðum í Svarfaðardal bæði vinnuhiu, viðurkennt“ [Kb. Möðruv.kl.s.]. Hún er með móður sinni í Hlíðarhaga í Miklagarðssókn við manntalið 1845 „ , 14, Ó, léttastúlka,“. Kemur þaðan 1857 „ , 25, vinnukona,“ að Eyjardalsá, en er á manntali á Hrappstöðum 1860 „ , 29, Ó, vinnukona,“. Páll og Halldóra voru gefin saman 8. júlí 1861, þá „vinnumaður“ og „vinnukona í Brenniási.“ [Kb. Lund.]. Þar eignast þau soninn Baldvin Jóhann Pálsson (eldri), f. 17. maí 1862 í Brennási, sonur Páls og Halldóru hér að ofan. Dó þar 23. maí s. á. [Kb. Lund.]. Anna Jónsdóttir kemur 1862 „ , 31, vinnukona“ frá Laxárdal að Brennási [Kb. Lund.]. Hún fer þaðan 1863 að Laxamýri [Kb. Lund.]. Anna er á manntali á Brettingsstöðum í Lax. 1860 „ , 28, Ó, vinnukona,“ sögð fædd í Fagranessókn. Prestþjónustubækur Fagranessóknar brunnu, en líklega er þetta sú Anna Jónsdóttir, sem er með foreldrum sínum, Jóni Markússyni og Guðnýju Guðmundsdóttur, á manntali í Tungu í Fagranessókn 1835, 1840 og 1845, þá síðast „ , 17, Ó, þeirra barn,“ ásamt tveim bræðrum. Hún er á manntali á Veðramóti 1850 „ , 22, Ó, vinnuhjú,“. Anna kemur 1858 „vinnukona, úr Skagafirði að Hólum“ [Kb. Grenj.], en ekki finn ég hana burtvikna úr prestakallinu. Skv. [Kb. Hús.] kemur hún 1863 „vinnukona, úr Reikjadal að Laxamýri“. Finn hana ekki burtvikna, dána, né á manntali á Húsavík 1880.


96

Anna Sigurðardóttir kemur 1862 „ , 81, gamalmenni,“ frá Hólsgerði að Brennási [Kb. Lund.]. Hún flytur með Elsu dóttur sinni „ , 82, þrot,“ að Arndísarstöðum 1864 [Kb. Lund.]. Anna var fædd 6. mars 1782 í Holtakoti í Reykjahverfi, dóttir hjónanna Sigurðar Sveinssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur [Kb. Grenj.], [ÆÞ. VII, bls. 111]. Dó 30. okt. 1864 á Arndísarstöðum, sjá [ÆÞ. VII, bls. 111] og [Kb. Þór.]. Anna var móðir Guðrúnar Sörensdóttur, sjá hér nokkru framar, og Elsu Sörensdóttur, sjá hér nokkru aftar. Bjarni Jónsson kemur ásamt konu sinni og dóttur 1863 „ , 33, vinnumaður,“ frá Fornastöðum að Brennási [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1864. Flytur með húsbændum sínum að Arndísarstöðum 1864 [Kb. Lund.]. Bjarni var fæddur 8. júlí 1831 á Ljótsstöðum í Fnjóskadal, d. 17. febr. 1879 á Hofi á Flateyjardal. Kvæntist Elsu, sjá hér næst á eftir, 12. okt. 1853. Þau eru á manntali á Fornastöðum 1860. Sjá [ÆÞ. VII, bls. 112]. Elsa Sörensdóttir kemur með Bjarna manni sínum og dóttur að Brennási 1863 „ , 51, kona hans,“ og fer með honum að Arndísarstöðum 1864. Hennar er getið í manntalsbók þinggjalda í Brennási 1864, á skrá yfir búlausa. Elsa var fædd 1. febr. 1813 á Geirbjarnarstöðum, dóttir hjónanna Sörens Jónssonar og Önnu Sigurðardóttur, sjá hér að ofan. Dó 28. júní 1866 á Fornastöðum. Sjá [ÆÞ. VII, bls. 111-112]. Sörena Anna Bjarnadóttir, dóttir Bjarna og Elsu hér næst á undan, kemur með þeim að Brennási 1863 og er þar í fólkstölu um nýár 1864 „ , 9, dóttir þeirra.“ Fer með þeim að Arndísarstöðum 1864. Kemur aftur frá Arndísarstöðum að Brennási 1880 og er þar á manntali þ. á., sjá síðar. Sörena (líka ritað Sörína) var fædd 25. jan. 1855 [ÆÞ. VII, bls. 112]. Hún er með foreldrum á manntali á Fornastöðum 1860 „ , 6, Ó, barn þeirra,“ sögð fædd í Hálssókn. Hún fer 1873 „ , 18, ljettast.,“ frá Lundarbrekku að Pálsgerði [Kb. Lund.]. Sörena er sögð fara til Vesturheims frá Brennási 1883, sjá síðar. Sigurlaug Jónsdóttir kemur 1863 „ , 30, vinnukona,“ frá „Drablast að Brenniási.“ [Kb. Lund.]. Flytur með húsbændum sínum að Arndísarstöðum 1864. Sigurlaug var fædd 13. okt. 1834, voru foreldrar hennar Jón Guðmundsson og Guðrún Davíðsdóttir „búandi hión í K:gérði“ (þ. e. Kolgerði) [Kb. Höfðaprk.] og er hún á manntali þar 1835 hjá foreldrum með þrem systkinum, en 1840, 1845 og 1850 er hún hjá foreldrum og systkinum í Miðgerði í Laufássókn; þar er hún einnig 1855 „ , 21, Ó, vinnukona,“ og á Fornastöðum 1860 „ , 26, Ó, vinnukona,“. Sigurlaug fer 1866 „ , 31, vinnuk., frá Arndýsarstöðum að Austarikrókum“ [Kb. Þór.], ([Kb. Hálsprk.] segir eins, nema aldurinn 28). Ekki finn ég hana burtvikna né dána í Hálsprk. til 1880, né þá á manntali þar. Sigríður Jónasdóttir kemur 1863 „ , 29, vinnukona,“ frá Vöglum að Brennási. Fer með húsbændum sínum að Arndísarstöðum 1864 [Kb. Lund.]. Sigríður var fædd 1. mars 1835, voru foreldrar hennar „bóndi Jónas Magnússon á Miðhálsstöðum, kona hs Rósa Ólafsdóttir ibid:“ [Kb. Bægisárprk.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Varmavatnshólum 1840, 1845 og 1850, en


97

1855 búa foreldrar hennar þar enn með yngri systur hennar, en Sigríður farin. Sigríður er á manntali á Þórðarstöðum 1860 „ , 26, Ó, vinnukona,“. Sigríður fer 1866 „ , 31, vinnukona frá Kálfborgará að Arnarvatni“ og kemur 1873 frá Baldursheimi að Arndísarstöðum [Kb. Mýv.], [Kb. Þór.]. Hún fer 1874 „ , vinnuk., 37., frá Arndýsarstöðum óvíst hvert“ [Kb. Þór.], er því frekari leit sjálfhætt.

1864 - 1867: Jón Jósafatsson

Jón flytur frá Arndísarstöðum að Brennási með þrem börnum sínum og systur 1864 [Kb. Lund.]. Árið 1867 taka synir hans hvor við sínu búi (Sigurður 1. bú, Friðrik 2. bú.) [Sál. Eyj., fólkstala við nýár 1868]. Jón er gjaldandi þinggjalda fyrir Brennás í manntalsbók árin 1865-1867, en synir hans 1868. Jón var fæddur á Hömrum, skírður 1. okt. 1803 [Kb. Helgast.prk.], sonur Jósafats Pálssonar og s. k. h. Guðrúnar Bjarnadóttur [Skú. bls. 117]. Hann er á manntali á Rauðá 1816 „ , fóstraður, 12,“. Jón var seinni maður Herborgar Helgadóttur í Máskoti, bjuggu þau þar frá 1836 til 1849, er þau fluttu að Kálfborgará. Jón flutti þaðan að Arndísarstöðum með börn sín þegar Herborg deyr 16. júní 1862 [Kb. Lund.]. Deyr í Brennási 12. nóv. 1871 „ , ekkill frá Brennási, 67“ [Kb. Lund.].

Börn Jóns Jósafatssonar í Brennási 1864-1867:

Sigurður Jónsson, f. 10. ágúst 1839 í Máskoti [Skú. bls. 121]. Flytur með foreldrum sínum og systkinum að Kálfborgará 1849 og er þar á manntali með þeim 1850, 1855 og 1860. Fer með föður sínum og tveim systkinum að Brennási 1864. Bóndi þar 1867-1868 móti Friðrik bróður sínum, sem er þá á 2. búi. Fer 1868 frá Brennási að Stafni [Kb. Lund.], [Kb. Ein.]. Sjá nánar um Sigurð, konu hans og börn í [Skú. bls. 121-124]. Friðrik Jónsson, f. 9. nóv. 1842 í Máskoti [Kb. Ein.]. Flytur með foreldrum sínum og systkinum að Kálfborgará 1849 og er þar á manntali með þeim 1850, 1855 og 1860. Fer með föður sínum og tveim systkinum að Brennási 1864. Bóndi þar á 2. búi 1867-1868 móti Sigurði bróður sínum. Húsmaður í Brennási 1868-1872, í fólkstölu við nýár 1872 [Sál. Eyj.] sagður bóndi þar á móti Guðna 1871-1872, en í manntalsbók þinggjalda er hann þar þá á skrá yfir búlausa. Kvæntist Guðrúnu Jóakimsdóttur 10. júlí 1871 [Kb. Lund.], fluttu þau að Hrappstaðaseli 1872 (sjá þar), síðan að Hrappstöðum og þaðan að Skógarseli 1883, þar sem þau bjuggu til 1922. Sjá einnig um þau þar og börn þeirra; einnig í [Skú. bls. 124]. Sigríður Jónsdóttir, f. 10. sept. 1845 í Máskoti [Skú. bls. 124]. Flytur með foreldrum sínum og systkinum að Kálfborgará 1849 og er þar á manntali með þeim 1850, 1855 og 1860. Fer með föður sínum og tveim bræðrum að Brennási 1864. Fer 1867 „ , 23, vinnukona, frá Brenniási að Stafni“ [Kb. Lund.], þar sem hún giftist Guðna Sigurðssyni og koma þau að Brennási 1868 og búa þar síðan, sjá hér nokkru neðar. Sigríður dó í Brennási 4. ágúst 1909 en Guðni 1.


98

okt. 1916. Sjá um þau og afkomendur í [Skú. bls. 124-125] og [ÆÞ. VI, bls. 281-286].

Annað skyldulið Jóns Jósafatssonar í Brennási 1864-1867:

Helga Jósafatsdóttir, systir Jóns, kemur með honum „ , 56, systir bónda“ að Brennási frá Arndísarstöðum 1864. Helga átti heima í Brennási hjá bróður sínum og börnum hans þar til hún andaðist þar 2. jan. 1871 „ , Gamalmenni Brenniási, 63“ [Kb. Lund.]. Helga var fædd á Hömrum, skírð 4. nóv. 1807 [Kb. Helgastaðaprk.], dóttir Jósafats Pálssonar og s. k. h. Guðrúnar Bjarnadóttur. Hún er á manntali á Hjalla 1816 „ , tökubarn, 9,“. Hún virðist vera í vinnumennsku alla ævi, ógift. Hún er á manntali Gautlöndum 1840, í Máskoti 1845, á Sigurðarstöðum 1850 og 1860 í Narfastaðaseli „ , 53, Ó, vinnukona,“.

Vandalausir í Brennási í búskapartíð Jóns Jósafatssonar 1864-1867:

Kristjana Guðrún Einarsdóttir kemur með Jóni og börnum hans að Brennási 1864 „ , 8, niðurseta.“ [Kb. Lund.]. Hún er í Brennási við fermingu 1871, þá sögð fædd 8. febr. 1856 [Kb. Lund.]. Kristjana var fædd 5. ágúst 1856 á Grímsstöðum við Mývatn, dóttir hjónanna Einars Kristjánssonar (f. í Þóroddsstaðars.) og Marju Magnúsdóttur (f. í Draflastaðas.), sem þar eru þá vinnuhjú [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali á Kálfborgará með Brennásfólki 1860 „ , 5, Ó, tökubarn“. Kristjana fer 1876 „ , 20, v.kona, frá Kálfborgará að Sigríðarstöðum“ [Kb. Lund.]. Ekki finnst hún þá í Hálsprk. meðal innkominna, dáinna né burtvikinna til 1880, né þar á manntali þ. á. Hólmfríður Marteinsdóttir er með syni sínum í Brennási í fólkstölu við nýár 1867 „ , 39, vinnukona,“ en ekki 1866, hefur því líklega komið það ár. Hún flytur 1868 „ , 42, Húsm.kona,“ frá Brennási að Halldórsstöðum í Kinn [Kb. Lund.]. Hólmfríður var fædd í Garði við Mývatn 18. mars 1827, dóttir hjónanna Marteins Jónssonar og Kristvegar Guðmundsdóttur. Faðir Hólmfríðar dó áður en hún fæddist (16. febr. 1827 [Kb. Skút.]). Hún er á manntali í Garði með móður sinni 1835 og 1840. Hólmfríður giftist 6. okt. 1851 [Kb. Skút.] Sigurði Hallgrímssyni frá Víðirkeri, sem var bróðir Jónasar Brasilíufara, þau voru þá bæði í Víðum. Þau flytja 1858 frá Víðum að Halldórsstöðum í Bárðardal með þrem börnum [Kb. Ein.], en fara þaðan að Grjótárgerði í Fnjóskadal 1859 [Kb. Lund.], þá með fjórum börnum. Sigurður andaðist 27. jan. 1860 [Kb. Lund.] og flytur ekkjan það ár að Bjarnastöðum í Bárðardal með Steingrím son sinn. Hún er eftir það á hrakningi með einn eða fleiri sona sinna þar til þeir komast á fullorðinsár. Hólmfríður fór til Vesturheims frá Mjóadal með Hirti syni sínum og fjölskyldu hans 1883 [Vfskrá], [Kb. Lund.]. Steingrímur Sigurðsson, sonur Hólmfríðar hér næst á undan, kemur að Brennási 1866 með móður sinni og er þar í fólkstölu við nýár 1867 „ , 11, son hennar“. Fer með með móður sinni 1868 að Halldórsstöðum í Kinn. Steingrímur var fæddur í Víðum 2. apríl 1857 [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum að Halldórsstöðum 1858 og að Grjótárgerði 1859 og kemur með móður sinni að Bjarnastöðum 1860. Hann fer 1877 „ , 20, v. m., frá Svartárkoti að Víkingavatni“ [Kb. Lund.].

Hólmfríður Marteinsdóttir


99

1867 - 1868: Jónsson (2. bú)

Sigurður Jónsson (1. bú) og Friðrik

Þeir bræður búa í Brennási í tvíbýli þetta ár. Þeir eru gjaldendur þinggjalda fyrir Brennás í manntalsbók 1868. Árið 1868 fer Sigurður að Stafni [Kb. Lund.] en Friðrik verður húsmaður hjá Guðna mági sínum.

Skyldulið Sigurðar og Friðriks í Brennási 1867-1868:

Jón Jósafatsson, faðir þeirra bræðra er á búi Sigurðar, sjá um hann hér ofar.

Helga Jósafatsdóttir, föðursystir, er á búi Friðriks, sjá um hana hér ofar.

Vandalausir í Brennási í búskapartíð Sigurðar og Friðriks 1867-1868:

Guðný Jónsdóttir (greinilega bókað Jónasdóttir, sem hlýtur að vera rangt, sést það af Sigríði dóttur hennar, sem fylgir henni, sjá hér næst á eftir) er í Brennási í fólkstölu við nýár 1868 „ , 41, vinnukona“, virðist koma þangað 1867. Hún er á búi Sigurðar. Fer með honum frá Brennási að Stafni 1868 [Kb. Ein.], [Kb. Lund.]. Guðný var fædd 3. júní 1827, voru foreldrar hennar Jón Eiríksson og Guðrún Eiríksdóttir „hión búandi á parti á –Stað“ [Kb. Þór.]. Móðir hennar deyr 14. des. 1834 [Kb. Þór.] og er Guðný með föður sínum og tveim systkinum á manntali í Þóroddsstaðargerði 1835 „ , 8, Ó, hans barn“. Guðný er á manntali á Stóruvöllum 1840 hjá Benedikt Indriðasyni og Guðnýju Jónsdóttur „ , 14, Ó, húsbændanna uppeldisdóttir“ og á Stóruvöllum 1845 „ , 19, Ó, vinnukona,“. Guðný, þá vinnukona á Stóruvöllum, giftist Baldvin Jónatanssyni 13. júní 1854, er hann þá „ , vinnum: á Stóruvöllum, 25 ára gamall“ [Kb. Lund.]. Þau eru þar á manntali 1855 ásamt dóttur sinni en flytja 1857 frá Sandhaugum að Jarlstöðum, er Baldvin þá sagður húsmaður [Kb. Eyjardalsárprk.], og fara 1859 frá Stóruvöllum að Grjótárgerði í Fnjóskadal [Kb. Lund.], [Kb. Hálsþ.] (þar sögð koma frá Halldórsst.). Eru á manntali á Vatnsenda 1860 með tveim börnum. Koma 1865 „ , frá Hlíðarhaga að Hrapstöðum“ með þrem börnum [Kb. Lund.]. Þau Guðný og Baldvin fóru 1873 til Brasilíu með þrjú börn sín, fór Baldvin frá Bjarnastöðum í Bárðardal með Sigríði og Karl Albert, en Guðný fór frá Litluvöllum með Sigurgeir [Vfskrá], sjá um þau í Árbók Þingeyinga 2002, bls. 11 og 18. Þar dó Guðný 1911. Með Guðnýju er í Brennási Sigríður Baldvinsdóttir „ , 13, dóttir hennar“ er í fólkstölu í Brennási 1868, einnig á búi Sigurðar. Þær flytja báðar með Sigurði frá Brennási að Stafni 1868 [Kb. Lund.], [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 28. maí 1855, voru foreldrar hennar Baldvin Jónatansson og Guðný hér næst á undan „ , gipt vinnuhjón á Stóruvöllum“ [Kb. Lund.]. Sigríður er með foreldrum sínum á manntali á Stóruvöllum 1855 og á Vatnsenda 1860 „ , 6, Ó, barn þeirra,“ og kemur með þeim 1865 frá Hlíðarhaga að Hrappstöðum [Kb. Lund.]. Sigríður fór með


100

foreldrum sínum og tveim bræðrum til Brasilíu 1873, með föður sínum frá Bjarnastöðum í Bárðardal [Vfskrá], sjá einnig Árbók Þingeyinga 2002, bls. 18. Hún giftist í Brasilíu Sigurbirni Jóakimssyni, sjá um hann undir Hrappstaðasel. Hólmfríður Marteinsdóttir, er í Brennási í fólkstölu við nýár 1868 „ , 41, Húskona“ á búi Friðriks, sjá um hana hér nokkru ofar. Flytur 1868 „ , 42, Húsm.kona“ frá Brennási að Halldórsstöðum í Kinn [Kb. Lund.], [Kb. Þór.]. Steingrímur Sigurðsson er áfram í fólkstölu við nýár 1868, sjá hér að ofan. Á búi Friðriks. Fer með móður sinni 1868 að Halldórsstöðum í Kinn. Skarphéðinn Sigurðsson, sonur Hólmfríðar, virðist koma í Brennás 1867, hann er þar í fólkstölu við nýár 1868 „ , 15,“ á búi Friðriks, ásamt bróður sínum Steingrími. Skarphéðinn fer 1868 frá Brennási að Hálsi í Kinn [Kb. Lund.], [Kb. Þór.]. Skarphéðinn var fæddur í Víðum 11. ágúst 1853 [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum að Halldórsstöðum í Bárðardal 1858 og að Grjótárgerði í Fnjóskadal 1859. Við manntalið 1860 er hann á Ljósavatni „ , 8, Ó, tökubarn“. „Skarphéðinn Sigurðsson, með móður sína Hólmfríði Marteinsdóttur og 2 systkini“ [SÍV. bls. 88] er á skrá Jakobs Hálfdanarsonar frá 21. febr. 1873 um „Fólkið sem afráðið hefur að búast við Brasilíuflutningi í sumar“, sjá Norðanfara 12. mars 1873, bls. 41. Kristjana Guðrún Einarsdóttir er áfram í fólkstölu við nýár 1868 „ , 12, tökubarn“ á búi Friðriks, sjá nokkru ofar.

1868 - 1914?: Guðni Sigurðsson og Sigríður Jónsdóttir Guðni og Sigríður koma að Brennási frá Stafni 1868 „ ,29, Bóndi,“ og „ , 24, kona hans,“ [Kb. Lund.]. Þau búa þar til æviloka. Í manntalsbók þinggjalda er Guðni gjaldandi fyrir Brennás 1869-1899, en þá endar sú skrá. Friðrik bróðir Sigríðar er þó talinn búa móti honum 1871-1872 í fólkstölu við nýár 1872 [Sál. Eyj.]. En í manntalsbókinni er Friðriks getið 1869 í skránni „Búlausir tíundandi“ og 1870-1872 í skrá yfir búlausa. (Í [ÆÞ.] er búskapur Guðna sagður enda 1914, en í [Sál. Eyj.] við lát hans 1916). Guðni var fæddur 14. maí 1841 í Stafni [ÆÞ. VI, bls. 281], yngsti sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Tómasdóttur. Hann er á manntali í Stafni 1845, 1850, 1855 og 1860. Sigríður var fædd 10. sept. 1845 í Máskoti, dóttir hjónanna Jóns Jósafatssonar og Herborgar Helgadóttur; var Jón seinni maður Herborgar. Hún fer með foreldrum að Kálfborgará 1849 og eftir lát móður sinnar með föður sínum og systkinum að Arndísarstöðum og að Brennási 1864, sjá hér ofar. Hún fer 1867 „ , 23, vinnukona, frá Brenniási að Stafni“ [Kb. Lund.]. Guðni og Sigríður, þá í Stafni, voru gefin saman 14. okt. 1867 og koma þau að Brennási árið eftir og áttu þar heima til æviloka. Sigríður dó þar 4. ágúst 1909 en Guðni 1. okt. 1916. Sjá um þau og afkomendur þeirra í [ÆÞ. VI, bls. 281-286].

Guðni Sigurðsson


101

Börn Guðna og Sigríðar í Brennási, öll fædd þar: Jón Guðnason, f. 5. sept. 1868 [Kb. Lund.] (ÆÞ. VI, bls. 282 segir 4. okt.). Bóndi í Brennási, sjá hér síðar. Jón Helgi Guðnason, f. 30. des. 1869. Dó í Brennási 5. maí 1873 sem „Helgi Guðnason, barn frá Brenniási, 4“ [Kb. Lund.]. Herborg Guðnadóttir, f. 14. sept. 1871 [Kb. Lund.]. Átti heima í Brennási til dauðadags 11. okt. 1935 [ÆÞ. VI, bls. 282]. Jónína Guðnadóttir, f. 14. eða 18. sept. 1873 [Kb. Lund.]. Jónína átti heima í Brennási til 1920, en um það leyti verður hún bústýra hjá Sigurgeir bróður sínum á Jarlstöðum. Dó 17. júlí 1957 [ÆÞ. VI, bls. 282].

Herborg Guðnadóttir

Helgi Guðnason, f. 29. okt. 1875 [Kb. Lund.]. Átti heima í Brennási til 1899. Kvæntist 28. nóv. 1898 Þuríði Sigurgeirsdóttur [Kb. Lund.] og fóru þau að búa í Hrappstaðaseli árið eftir. Lengi bóndi á Kálfborgará. Sjá um hann í [ÆÞ. VI, bls. 282-286] og í kafla um Hrappstaðasel. Dó 21. júlí 1947. Sigrún Guðnadóttir, f. 7. jan. 1878. Dó 15. maí 1881 „ , barn í Brenniási, 3“ [Kb. Lund.]. Sigurgeir Guðnason, f. 26. des. 1879 [Kb. Lund.]. Átti heima í Brennási til 1911; fer þá að Hæli í Gnúpverjahreppi [Kb. Lund.], en er kominn aftur 1912 og, eins og oft áður, sagður „Suður á landi yfir veturinn“ [Sál. Eyj.], og er þar til 1914. Hann bjó lengi á Jarlstöðum. Dó 3. apríl 1961 [ÆÞ. VI, bls. 286].

Jónína Guðnadóttir

Sigrún Guðnadóttir, f. 14. des. 1882 [Kb. Lund.]. Átti heima í Brennási til 1941, en var þó bústýra hjá Sigurgeir bróður sínum á Jarlsstöðum 1919-1920 [Sál. Eyj.]. Dó á Jarlsstöðum 2. júní 1979 [ÆÞ. VI, bls. 286]. Jakob Guðnason, f. 10. sept. 1885. Dó í Brennási 1. mars 1891 „ , barn í Brenniási, 6“ [Kb. Lund.].

Annað skyldulið Guðna og Sigríðar í Brennási 1868-1916: Sigrún Guðnadóttir

Jón Jósafatsson, faðir Sigríðar húsfreyju, sjá um hann hér að ofan. Var í Brennási til dauðadags 12. nóv. 1871 [Kb. Lund.]. Helga Jósafatsdóttir, föðursystir Sigríðar húsfreyju, sjá hér nokkru ofar. Var í Brennási frá 1864 til dauðadags 2. jan. 1871 [Kb. Lund.]. Friðrik Jónsson, bróðir Sigríðar, húsmaður í Brennási 1868-1872, í fólkstölu við nýár 1872 [Sál. Eyj.] sagður bóndi þar á móti Guðna 1871-1872, en í manntalsbók þinggjalda er hann þar þá á skrá yfir búlausa. Sjá um hann hér ofar. Þuríður Sigurgeirsdóttir kemur 1898 „ , til giptingar,“ að Brennási frá Fjósatungu [Kb. Lund.] og er þar á manntali sóknarprests 31. des. 1898. Þuríður giftist Helga Guðnasyni 28. nóv. 1898 og fóru þau að búa í Hrappstaðaseli 1899,


102

sjá þar. Þuríður var fædd 28. apríl 1876 á Kambsmýrum [ÆÞ. VI, bls. 282] dóttir hjónanna Sigurgeirs Guðmundssonar og Elísabetar Guðnadóttur og er hún þar með foreldrum og systkinum við manntalið 1880, en á Kambstöðum 1890. Hún er meðal burtv. úr [Lund.] 1897 „ , vinnuk, 22?,“ frá Hrappstaðaseli að 1/2 að Fjósatungu.

Vandalausir í Brennási í búskapartíð Guðna og Sigríðar 1868-1916:

Hér, og í næsta lið á undan, er búskapartíð Guðna látin ná til andláts hans til einföldunar. Guðrún Jóakimsdóttir er „ , 24, Ráðskona hanns“ (þ. e. Friðriks sem þá er þar húsmaður) í Brennási í fólkstölu við nýár 1870. Friðrik og Guðrún voru gefin saman 10. júlí 1871, er Friðrik þá sagður „ , húsmaður í Brenniási“, en Guðrún „ , ráðskona hans“ [Kb. Lund.]. Sjá um Guðrúnu í köflum um Hrappstaðasel og Skógarsel. Kristjana G. Einarsdóttir er áfram í Brennási, síðast við nýár 1873, sjá um hana hér ofar. Þorsteinn Þorsteinsson er „ , 18, vinnumaður“ í Brennási í fólkstölu við nýár 1869, kemur þangað 1868 frá Máskoti [Kb. Lund]. Hann fer þaðan 1872 „ , 21, vinnumaður“ að Skútustöðum [Kb. Lund.], einnig [Kb. Mýv.]. Þorsteinn var fæddur 20. júlí 1850 í Vindbelg, sonur hjónanna Þorsteins Jóhannessonar og Kristjönu Guðlaugsdóttur. Bjó lengi á Geiteyjarströnd. Dó 22. júní 1922. Sjá nánar í [ÆÞ. I, bls. 370]. Guðrún Grímsdóttir kemur einnig 1868 „ , 21, vinnukona, frá Stafnsholti“ að Brennási og er þar á fólkstali 1869 og 1870. Hún flytur 1870 „ , 22, vinnukona frá Brenniási út í Reikjadal“ [Kb. Lund.] ásamt Sigtryggi syni sínum, sjá hér næst á eftir. Guðrún var fædd 15. okt. 1848 á Bjarnastöðum í Öxarfirði, dóttir Gríms Grímssonar og k. h. Sigríðar Ingiríðardóttur [ÆÞ. I, bls. 375], (í [Kb. Skinn.] sýnist mér ritað um foreldra: „Grímur Grímsson Sigríður Nóa Dóttir vinnuhjón á Bjarnastöðum“). Kemur 1857 að Laugaseli, fermd þaðan 1863. Í Brennási eignaðist Guðrún soninn Sigtrygg 22. apríl 1870 með Þorsteini Þorsteinssyni, sjá hér að neðan og nánar um Sigtrygg og afkomendur hans í [ÆÞ. I, bls. 375]. Guðrún eignaðist 28. nóv. 1877 soninn Sigurjón með Sigurði Hinrikssyni, þá „ , bæði vinnuhjú á Kálfaströnd“. Hún fer 1882 ásamt Sigurjóni „ , Frá Garði í Brunahvamm í V.f.“ [Kb. Mýv.], [Kb. Hofss.]. Sigurjón drukknaði 27. júlí 1885 „ , barn frá Egilsstöðum, 6 ára, drukn“ [Kb. Hofss.]. Guðrún giftist 17. jan. 1886 Birni Jónssyni, sem þá er „vinnum. Egilsstöðum 44 ára. Ekkill“, er Guðrún þá „vinnukona s. b. 38 ára“ [Kb. Hofss.]. Hún fór með honum til Vesturheims 1892 ásamt þrem börnum þeirra, 7, 4 og 1 árs og tveim börnum hans frá Hróaldsstöðum í Vopnafirði [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 13. maí 1934. Sjá um Guðrúnu í [ÆÞ. I, bls. 375] og í kafla um Laugasel, um foreldra hennar í [ÆÞ. IV, bls. 242-243] og um móður hennar og ömmu í handriti R. Á. [Æ-Ingir.Eir]. Sigtryggur Þorsteinsson, f. 22. apríl 1870 í Brennási, sonur Guðrúnar hér næst á undan og Þorsteins Þorsteinssonar næst á undan henni, þá „ógipt vinnuhjú á

Sigtryggur Þorsteinsson


103

Brenniási“ [Kb. Lund.]. Fer frá Brennási með móður sinni 1870, sjá hjá henni og í [ÆÞ. I, bls. 375-376]. Sigurjóna Jóakimsdóttir, systir Guðrúnar konu Friðriks, er í Brennási í fólkstölu við nýár 1872 „ , 20, vinnukona“, en ekki árið eftir, má ætla að hún hafi verið á búi Friðriks. Sigurjóna var fædd 4. maí 1852 á Sigurðarstöðum, dóttir Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860. Hún er vinnukona á Hallgilsstöðum við manntölin 1880 og 1890. Jens Jensson er í Brennási í fólkstölu við nýár 1873 „ , 30, vinnumaður“ [Sál. Eyj.]. Hann fer það ár „ , 30, v.m.,“ frá „Brenniási að Brasilíu“ [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Jens var eitt af 14 börnum Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og Guðrúnar Finnbogadóttur, sem lengi bjuggu á Ingjaldsstöðum, f. 25. júní 1841 [Kb. Ein.], sjá einnig [ÆÞ. II, bls. 258-259]. Lést af slysförum í Curityba 1891, sjá Árbók Þingeyinga 2002, bls. 19. Helga Þorsteinsdóttir er í Brennási í fólkstölu við nýár 1873 „vinnumaður“ (svo!) [Sál. Eyj.], en ekki árið eftir. Ekki finn ég Helgu (eða Helga) innkomna eða burtvikna úr sókninni um þetta leyti, né á manntali 1880. María Jósafatsdóttir kemur 1873 „ , vinnukona, frá Helgastöðum í Brenniás“ [Kb. Lund.]; fer skv. [Kb. Ein.] s. á. „ , 75, frá Helgast. til Bárðardals“. Hún er í Brennási í fólkstölu við nýár 1874 „húskona“, en fer 1874 „ , vinnukona Brenniási að Sauðanesi“ [Kb. Lund.]. María var fædd 11. júlí 1799, voru foreldrar hennar „Josaphat Fimbogas: Ingebiorg Jd: Briamsnes“ [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali 1801 á Grænavatni „ , fosterbarn, 2,“ dóttir Jósafats Finnbogasonar í Brjámnesi og Ingibjargar fyrri konu hans, sem þá var látin. Hún er vinnukona á Kambstöðum við manntalið 1816. Fer 1819 „ , 21, vinnukona, frá Garði að Finstöðum í Kinn“ [Kb. Skút.]. María fer 1827 „ , 28, húβkona, frá Naustavík að Skinnastað“ ásamt Gesti Magnússyni [Kb. Skinn]. Þau eru gefin saman 17. sept. 1827, er Gestur þá „vinnumaður á Skinnastöðum 29 a“ en María „Húβkona í Skinnastöðum 28 ára“ [Kb. Skinn.]. Hún flytur ásamt manni sínum 1830 „ , 30, hs. kona frá Skinnastað að Borgum“ [Kb. Svalbarðss.] og eru þau á manntali á Bægistöðum 1835 ásamt þrem börnum, en 1840 eru þau á manntali á Einarsstöðum í Presthólasókn. Þau koma 1844 „ , frá Þjóðstöðm að Hóli“ [Kb. Hús.] (á líkl. að vera Þjófsstöðum) og er María við manntalið 1845 á Bakka í Húsavíkursókn „ , 47, G, hans kona,“ sem þar er „ , 49, G, grashúsmaður,“ með þeim er dóttir þeirra Guðrún, sjá hér næst á eftir. María og Gestur eru á manntali í Tröllakoti 1850, en 1855 Ási, en þar býr þá Jósafat sonur þeirra. Þau eru þar einnig á manntali 1860, er Gestur sagður „ , 63, G, faðir bónda,“ en María „ , 62, G, móðir bónda“. Árið 1872 kemur María „ , 73, móðir bónda frá Fagranesi að Helgast“ með Jósafat og sjö barna fjölskyldu hans [Kb. Helg.]. Þó Maríu finnist ekki getið meðal innkominna í Sauðanessókn árið 1874, sjá hér ofar, deyr hún þar 7. sept. 1879 „ , ómagi, Tungusel, 81 árs“ [Kb. Sauð.]. Guðrún Gestsdóttir kemur 1873 með Maríu hér næst á undan „ , húßkona, frá Helgastöðum í Brenniás“ [Kb. Lund.]; fer skv. [Kb. Ein.] „ , 36, dóttir hennar, frá Helgast. til Bárðardals“. Hún er í Brennási í fólkstölu við nýár 1874 „vinnukona“ [Sál. Eyj.]. Hún fer 1874 „ , vk.“ frá „Brenniási að Sauðanesi“ [Kb. Lund.], en ekki finnst hennar getið í Sauðanessókn þ. á. Guðrún var fædd 21. júlí 1836, voru foreldrar hennar Gestur Magnússon og María hér næst á undan, sem þá voru „híón á Bæistöðum“ [Kb. Svalb.]. Guðrún er með foreldrum á manntali á Bakka í Húsavíkursókn 1845 „ , 9, Ó, dóttir þessara


104

hjóna,“ ranglega sögð fædd í Sauðanessókn. Hún er einnig með þeim á manntali í Tröllakoti 1850, en ekki er hún með þeim í Ási 1855. Þar er hún hinsvegar á manntali 1860 „ , 24, Ó, systir bónda,“. Guðrún kemur 1872 að Helgastöðum til bróður síns og móður „ , 37, systr bónda, kom frá Grenjaðarstað“ [Kb. Helg.]. Eins og segir hér að ofan um Maríu, finnst Guðrún ekki innkomin í Sauðanessókn 1874, né heldur dáin eða burtvikin þaðan, né á manntali í sókninni 1880. Guðrún Sigmundsdóttir er í Brennási í fólkstali við nýár 1875 „ , 25, vk.“ [Sál Eyj.], en fer að Hallbjarnarstöðum árið eftir [Kb. Lund.]. Guðrún var fædd á Jarlsstöðum í Bárðardal 17. mars 1851, dóttir Sigmundar Einarssonar og f. k. h. Kristínar Þorgrímsdóttur [Laxd. bls. 91]. Hún eignast soninn Tryggva á Hallbjarnarstöðum 6. nóv. 1876 [Kb. Ein.] með Guðna bónda Sigurðssyni í Brennási (sjá um Tryggva og afkomendur í [ÆÞ. VI, bls. 286-304]). Giftist Kristjáni Jónssyni og bjuggu þau í Grjótárgerði og Stórutungu þar sem Guðrún andaðist 31. júlí 1920 [Laxd. bls. 91]. Sjá einnig um hana undir Grjótárgerði.

Guðrún Sigmundsdóttir

Hólmfríður Marteinsdóttir er að nýju í Brennási í fólkstali við nýár 1875 „ , 49, húsk.“ Hún virðist vera farin árið 1877, en 1876 er ekki fólkstal. Sjá um hana hér ofar. Hólmfríður fór til Vesturheims frá Mjóadal 1883 með Hirti syni sínum og fjölskyldu hans [Vfskrá]. Hjörtur Sigurðsson, sonur Hólmfríðar hér næst á undan, kemur 1875 „ , 17, ljettadr.,“ frá Saurbæ að Brennási [Kb. Lund.], en er þó í Brennási á fólkstali við nýár 1875 „ , 17, sonr har“, farinn árið 1877. Hjörtur var fæddur 17. sept. 1858 á Halldórsstöðum í Bárðardal, sonur Sigurðar Hallgrímssonar og Hólmfríðar konu hans. Við manntalið 1860 er hann „ , 3, Ó, tökudrengur,“ á Halldórsstöðum. Þaðan fer hann 1873 „ , 15, fóstursonur,“ (þ. e. sr. Jóns Austmanns) að Saurbæ [Kb. Lund.]. Hjörtur fór til Vesturheims frá Mjóadal 1883 ásamt konu sinni Maríu Sigurðardóttur og tveim dætrum, svo og Hólmfríði móður sinni [Vfskrá].

Hjörtur Sigurðsson og María Sigurðardóttir ásamt dætrum

Herborg Helgadóttir virðist vera í fólkstali í Brennási 1875 „ , 70“ og er þar enn í fólkstali 1877 og 1878 „ , tökukerl.“ og í fólkstölu 1879 „ , 72, gamalm.“ [Sál. Eyj.]. Engin deili veit ég á konu þessari, sem er nokkurn veginn jafnaldra alnöfnu sinnar, sem andaðist á Kálfborgárá 16. júní 1862, en hún er sú eina með þessu nafni og á þessum aldri í nafnaskrá manntalsins 1845. Hvorki finnst lát hennar né burtflutningur í [Kb. Lund.], né finn ég hana á manntali 1880. Guðrún Herborg Helgadóttir kemur 1875 „ , 15, v. k.,“ frá Hallbjarnarstöðum að Brennási. [Kb. Lund.], en ekki finnst hennar getið í fólkstali. En 1876 er ekki fólkstal. Trúlega er Herborg eitt af Hallbjarnarstaðasystkinunum, síðar húsfreyja á Hjalla. Hún var fædd í Víðum (Guðrún Herborg) 30. júní 1860, dóttir Helga Jónssonar og Sigurveigar Sigurðardóttur [Kb. Ein.]. Dó 28. jan. 1929 [Kb. Grenj.]. Sjá einnig um hana í [Skú. bls. 56-57 og 112]. Margrét Kristjánsdóttir deyr 3. ágúst 1876 „ , húsk. Brenniási, 65“ [Kb. Lund.]. Hennar finnst þó ekki getið þar í sóknarmannatali. Margrét var fædd í apríl (fyrir 12.) 1812 í Auðbrekku í Hörgárdal, dóttir hjónanna Kristjáns Sigurðssonar og Þuríðar Þorsteinsdóttur. Hún er með foreldrum og bróður á manntali á Sílisstaðakoti 1816. Á manntali á Grímsstöðum á Fjöllum 1845 og 1850 og fer þaðan 1850 ásamt Kristjáni Torfasyni að Gestreiðarstöðum, þar sem þau eru gefin saman 22. júní 1851. Þau koma þaðan saman aftur að Grímsstöðum 1853, en Margrét fer að Gestreiðarstöðum að nýju 1854, þar sem

Guðrún Herborg Helgadóttir


105

hún eignast soninn Sigurjón þ. á. [Kb. Hoft.], er Kristján sagður faðir hans, sjá hér ofar. Margrét er á manntali með Sigurjón á Geirrauðarstöðum (svo, á að vera Gestreiðarstöðum) 1855 „ , 44, G, vinnukona,“ en 1860 í Ármótaseli „ ,48, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1868 með Sigurjóni syni sínum „ , 57, vinnukona, frá Hlíðarenda að Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Margrét var með Sigurjóni syni sínum í Hrappstaðaseli, hjá Oddi og Sigríði upp úr 1874. Jónína Sigurveig Jónatansdóttir kemur 1877 „ , 18, v. k.,“ frá „Arnarvatni að Brenniási“ [Kb. Lund.] en er samt á fólkstali í Brennási 1877 „ , 18, vk.“ [Sál. Eyj.]. Hún er þar enn í fólkstali við nýár 1879. Fer 1880 „ , 21, vinnuk., frá Brenniási að Meyjarhóli“ [Kb. Lund.]. Sigurveig var fædd 26. nóv. 1858 á Fljótsbakka, dóttir hjónanna Jónatans Jónssonar frá Hörgsdal og Kristínar Tómasdóttur. Lengi farsæl ljósmóðir í Reykdælahreppi. Sjá um hana í [ÆSiÞ., einkum bls. 6-11]. Dó 7. mars. 1931. Helga Jónatansdóttir, eldri systir Sigurveigar hér næst á undan, kemur 1878 „ , 23, vk,“ frá „Hamri að Brenniási“ [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1879 „ , 23, vk.“ og þar á manntali 1880 og í fólkstali áfram til og með nýári 1888. Helga var fædd á Fljótsbakka 8. júlí 1855, dóttir hjónanna Jónatans Jónssonar frá Hörgsdal og Krisínar Tómasdóttur [Kb. Ein.]. Giftist Steingrími Bjarnasyni á Geldingsá á Svalbarðsströnd [ÆSiÞ., bls. 31]. Sjá nánar um hana í kafla um Hörgsdal. Sigurjón Kristjánsson er á manntali í Brennási 1880 „ , 27, Ó, vinnumaður,“. Hann er á fólkstali þar við nýár 1881-1883. Fer til Vesturheims 1883 „vinnumaður, 30“ [Vfskrá] og [Kb.Lund.]. Sigurjón var fæddur 6. júní 1854 og voru foreldrar hans Kristján Torfason og Margrét Kristjánsdóttir [Kb. Hoft.]. Fæðingarstaðar er ekki getið og Kristján er meðal burtvikinna úr sókninni 1853. Sigurjón er á manntali á Geirrauðarstöðum (svo, á að vera Gestreiðarstöðum) 1855 með móður sinni „ , 2, Ó, barn vinnukonunnar,“ og er sagður fæddur í Möðrudalssókn. Það ár er þó Möðrudalur talinn með í Hofteigssókn. Við manntalið 1860 eru þau mæðginin í Ármótaseli, er Sigurjón þar „ , 3, Ó, tökubarn“, þá sem síðar sagður fæddur í Möðrudalssókn. Hann kemur með móður sinni 1868 „ , 15, Son hennar,“ frá Hlíðarenda að Stórutungu [Kb. Lund.]. Sigurjón var vinnumaður í Hrappstaðaseli hjá Oddi og Sigríði upp úr 1874, þar sem móðir hans var þá einnig, sjá þar. Sörena Anna Bjarnadóttir kemur aftur 1880 „ , 25, frá Arndísarstöðum að Brenniási“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali það ár og á fólkstali við nýár 1881 og 1882, en ekki 1883. Sjá um hana hér ofar í búskapartíð Jóns og Herdísar 1863-1864. Í [Vfskrá] er frá því skýrt að Sörena Anna fari frá Brennási til Vesturheims 1883 (talin næst á eftir Sigurjóni hér á undan) ásamt Tryggva Sigurjónssyni, sem ekki er orðinn ársgamall, líklega sonur ofannefnds Sigurjóns. Engar vísbendingar er þó að finna um þau í kirkjubók eða sálnaregistri, né finn ég fæðingu Tryggva í [Kb. Lund.], [Kb. Þór.] eða [Kb. Hálss.]. Tryggvi Sigurjónsson, sjá hér næst á undan hjá móður hans.

Jónína Sigurveig Jónatansdóttir


106

1914? - 1941:

Jón Guðnason með systrum

Eins og segir hér að ofan um Guðna, ber heimildum ekki saman um, hvenær Jón tekur við búi. [ÆÞ.] segja það vera 1914, en [Sál. Eyj.] við lát Guðna 1916. Bærinn í Brennási brann 1941 og fór Brennás þá í eyði. Eins og segir hér nokkru ofar var Jón fæddur í Brennási 5. sept. 1868 og átti hann heima þar til 1941. Herborg systir hans er þar ráðskona hjá honum þar til hún deyr 11. okt. 1935. Eftir það voru Jón og Sigrún systir hans ein í Brennási. Jón andaðist 20. febr. 1944, sjá [ÆÞ. VI, bls. 282].

Systur Jóns í Brennási 1916-1941, báðar fæddar þar: Herborg Guðadóttir

Herborg Guðnadóttir, f. 14. sept. 1871 [Kb. Lund.]. Átti heima í Brennási til dauðadags 11. okt. 1935 [ÆÞ. VI, bls. 282], bústýra eða ráðskona þar. Sigrún Guðnadóttir, f. 14. des. 1882 [Kb. Lund.]. Átti heima í Brennási til 1941, en var þó bústýra hjá Sigurgeir bróður sínum á Jarlstöðum 1919-1920 [Sál. Eyj.]. Dó á Jarlstöðum 2. júní 1979 [ÆÞ. VI, bls. 286].

Vandalausir í Brennási í búskapartíð Jóns og systra hans:

Páll Júlíus Sigurðsson er í Brennási á manntali sóknarprests í árslok 1915 „ v . m., 37“. Hann er þar ekki árið eftir, þá kominn að Jarlstöðum þar sem Sigurgeir bróðir Jóns er bóndi. Telja má víst að Páll þessi sé systkinabarn við Brennássystkinin, fæddur 25. júlí 1877 á Kálfborgará, skírður Páll Júlíus, voru foreldar hans Sigurður Jónsson (bróðir Sigríðar í Brennási) og Sigríður Guðný Halldórsdóttir, sem þá voru „búandi hjón á Kálfborgará“ [Kb. Lund.]. Páll er með foreldrum sínum þar á manntali 1880 og flytur með þeim 1886 að Hjalla ásamt sex systkinum [Kb. Lund.]. Hann er þar á fólkstali við árslok 1889 með foreldrum og systkinum, en ekki finnst hann á manntali þar 1890, né á fólkstali þ. á., er þar þó 1891 og 1896 og 1897 í Víðum. Þaðan fer hann 1898 að Skútustöðum. Hann er víða í vinnumennsku eða lausamennsku, er í Gunnólfsvík á manntali 1901 hjá Helga Pálssyni og Arndísi „ , hjú þeirra, gegnir heyvinnu og jarðyrkju, 24,“. Kemur þaðan að Stóruvöllum 1902, fer frá Sigurðarstöðum að Hallgilsstöðum 1904 [Kb. Lund.], að Káfaströnd 1906 [Kb. Hálsþ.] og 1907 þaðan að „Blikastöðum - Reykjavík“ [Kb. Mýv.]. Páll kvæntist Ingibjörgu Ólafsdóttur og bjuggu þau í Króksseli á Skagaströnd [Skú. bls. 122], sjá þar einnig um börn þeirra.

Sigrún Guðnadóttir

Páll Júlíus Sigurðsson

Halldór Marteinsson er í Brennási á manntali sóknarprest í árslok 1918 „ , v. m. 53“ ásamt konu sinni og dóttur. Þau eru þar einnig árið eftir. Halldór er meðal innkominna í Mývatnsþing 1920 „ , vinnum, 55,“ frá Brennási að Gautlöndum. Halldór var fæddur 21. jan. 1865 á Fornastöðum [Kb. Hálsþ.], d. 25. nóv. 1946 í Hlíð. Sjá um hann og afkomendur í [Reykj. bls. 405-414], einnig í kafla um Grjótárgerði, þar sem þau hjón bjuggu 1895-1905. Anna Pálína Benediktsdóttir, kona Halldórs hér næst á undan, er einnig í Brennási á manntali sóknarprests í árslok 1918 „ , k. hans, 45“. Þau eru þar einnig 1919. Anna Pálína fer með Halldóri að Gautlöndum 1920. Anna Pálína

Halldór Marteinsson og Guðrún Marteinsdóttir


107

var fædd 13. maí 1873 á Ytrafjalli, d. 23. júlí 1946 í Hlíð. Sjá um hana og afkomendur í [Reykj. bls. 405-414], einnig í kafla um Grjótárgerði. Hólmfríður Sigríður Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og Önnu Pálínu hér næst á undan, er með foreldrum sínum í Brennási við árslok 1918 og 1919 og fer með þeim að Gautlöndum 1920. Hólmfríður var fædd 11. sept. 1908 á Stöng, d. 12. apríl 1983. Lengi húsfreyja á Rauðá. Sjá um hana og afkomendur í [Reykj. bls. 412-414]. Gunnar Skaftason er í Brennási á aðalmanntali 1920, einnig á manntali sóknarprests 31. des. 1920 „ , vinnum.“. Hann er þar einnig á sama árstíma 1921 og 1922. Gunnar var fæddur 6. maí 1904 á Munkaþverá, sonur Skafta Eiríkssonar og Sigríðar Sigurgeirsdóttur [Kb. Grundarþ.]. Hann er vinnumaður í Gafli 1924-1927. Dó 17. ágúst 1983, þá til heimilis að Syðra-Brennihóli í Kræklingahlíð, sjá skrá Hagstofu yfir dána.

Hólmfríður Sigríður Halldórsdóttir

Kjartan Sigurtryggvason er í Brennási á manntali sóknarprests 31. des. 1923 „húsm“ ásamt konu sinni og syni. Þau eru farin árið eftir. Kjartan var fæddur 24. des. 1892 á Litluvöllum, sonur Friðlaugs Sigurtryggva Tómassonar og f. k. h. Rannveigar Elínár Magnúsdóttur. Kjartan andaðist 28. febr. 1980. Sjá um hann í [ÆÞ. IV, bls. 173 og 175]. Nýbjörg Þorláksdóttir, kona Kjartans hér næst á undan, er með manni sínum í Brennási eins og lýst er hjá honum. Nýbjörg var fædd á Ísólfsstöðum 21. jan. 1893 [Kb. Hús.], dóttir Þorláks Stefánssonar og Nýbjargar Jónsdóttur. Nýbjörg missti föður sinn ársgömul og flutti þá með móður sinni og systur frá Ísólfsstöðum. Þau hjónin bjuggu í Hrappstaðaseli tvö ár áður en þau fluttu í Brennás. Nýbjörg andaðist 23. nóv. 1968 [ÆÞ. IV, bls. 175].

Kjartan Sigurtryggvason

Haraldur Kjartansson, sonur Kjartans og Nýbjargar hér næst á undan, er með foreldrum sínum í Brennási 1923-24. Haraldur var fæddur 7. júlí 1920 á Mýri í Bárðardal. D. 4. júlí 1978. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. IV, bls. 175176]. Halldór Marteinsson er aftur í Brennási á manntali sóknarprests 31. des. 1924 „ , lausam. 60“ [Sál. Eyj.], en ekki er hann þar árið eftir. Sjá um hann hér nokkru ofar. Nýbjörg Þorláksdóttir

1. yfirferð lokið 2. nóv. 2005. R. Á. Leiðrétt lítillega 5. jan. 2007. R. Á. Þessi prentun gerð

. R. Á.


108

Ábúendur í Brennási Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þinggjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig látið ná yfir þann tíma.

1818 - 1827: Jón Jónsson 1819 - 1820: Ari Árnason og Steinunn Þorsteinsdóttir 1827 - 1833: Sigurður Sigurðsson og María Árnadóttir 1833 - 1857: Hálfdan Jóakimsson og Aðalbjörg Sigurðardóttir 1857 - 1864: Jón Árnason og Herdís Ingjaldsdóttir 1864 - 1867: Jón Jósafatsson 1867 - 1868: Sigurður Jónsson (1. bú) og Friðrik Jónsson (2. bú) 1868 - 1914?: Guðni Sigurðsson og Sigríður Jónsdóttir 1914? - 1941: Jón Guðnason með systrum

Skammstafanir og skýringar: [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Hraunk.]: Hraunkotsættin, tekin saman af Skúla Skúlasyni. Rvík 1977. [Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712. [JakH.]: Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga. Rvík 1982. [Kb.]: Prestþjónustubók. [NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur. Þorsteinn Davíðsson tók saman. [Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993. [Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [SÍV.]: Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga Íslendinga í Vesturheimi, II, Winnipeg 1943. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914. [ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, handrit í Þjóðskjalasafni Íslands. [ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum. Prenttækni 1982 og 1991. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


109

2.4 Einarsstaðasel


110

Óvíst er, hvort rétt er að tala um „ábúð“ í venjulegum skilningi í Einarsstaðaseli, þó þar hafi fólk átt athvarf eða búið um tíma. Líklega voru þar lengi beitarhús frá Einarsstöðum, kann vel að vera að þau hafi hýst fleira fólk en hér er talið, þó ekki finnist um það heimildir í kirkjubókum eða manntölum.

1864 - 1865: Árni Kristjánsson Guðrún Halldórsdóttir

og

móðir

hans

Árni og Guðrún koma 1864 „ , bæði frá Þingey að Einarsstaðaseli“ [Kb. Ein.], og er Árni sagður „við bú“ en Guðrún „móðir hans“ [Kb. Helg.]. Árni flytur 1865 „ , 29, frá búhokri“ frá „Eìnarststs. Kraunast.“, en Guðrún „ , 63, ekkja“, „sömul að Fossseli“ [Kb. Ein.]. Árni var fæddur 19. des. 1835 í Miðhvammi, sonur Kristjáns Stefánssonar, og Guðrúnar Halldórsdóttur [ÆÞ. V, bls. 218]. Kristján og Guðrún voru á ýmsum stöðum og er Árni með þeim þegar þau eru saman, í Miðhvammi við manntalið 1840 og 1845, í Skógarseli 1852-1854 (sjá þar), í Vallakoti við manntalið 1860. Árni flytur 1861 með foreldrum sínum og Kristrúnu systur sinni frá Vallakoti að Þingey [Kb. Helg.], [Kb. Ein.]. Kristján deyr 1862, sjá um hann í kafla um Skógarsel. Árni kvænist 3. okt. 1866 [Kb. Helg.] Guðbjörgu Guðmundsdóttur, f. 26. júní 1846 á Krákárbakka [ÆÞ. V, bls. 218]. Árni er þá „ungur maður áður ókvæntur í Fosseli 31 ára gamall vinnumaður“. Þau flytja að Litlulaugum 1867 [Kb. Helg.] og eru 1868 „hjón við bú á Ingjaldsstöðum“; 1871 „hjón í lausamennsku í Víðum“; 1875 „hjón á Láfsgerði“ og 1878 „hjón á Litlulaugum“ við fæðingu barna [Kb. Ein.]. Þau flytja 1879 frá Litlulaugum að Miðhvammi, þar sem þau eru á manntali 1880. Árni deyr á Hólkoti 24. júlí 1890 „ , frá Hólkoti, 55, Lungnabólga.“ [Kb. Ein.], en kona hans fer til Vesturheims frá Efrihólum 1903 ásamt þrem börnum [Vesturf.]. Hún deyr í Vesturheimi 30. ágúst 1916 [ÆÞ. V, bls. 218]. Kristján, faðir Árna, var bróðir Guðrúnar f. k. Jóhannesar í Skógarseli, og kynni það að hafa haft einhver áhrif á þá ákvörðun þeirra mæðgina að setjast að í Einarsstaðaseli. Þess er getið í [ÆÞ. V, bls. 218], að Árni og Guðbjörg hafi búið um skeið í Kjarnagerði, en ekki sést að nein börn þeirra séu þar fædd. En vera kann að Kjarnagerði hafi þá talist með Litlulaugum. Guðrún var fædd í Fremstafelli 27. maí 1802, voru foreldrar hennar Halldór Eiríksson og Þorbjörg Jónsdóttir [Kb. Þór.], [ÆÞ. V, bls. 218]. Hún er með foreldrum og systkinum á manntali í Fremstafelli 1816 „ , þeirra barn, 13,“. Guðrún giftist 7. okt. 1832, þá „vinnukona á Landam 30 ára“, Kristjáni Stefánssyni, sem þá er „vinnumaður á Rauðá 32 ára“ [Kb. Þór.]. Þau koma 1833 „ , frá Landamóti í Ljósavatnssókn að Miðhvammi“ og búa þar til 1847; eru á manntali í Miðhvammi 2. febr. 1835 ásamt tveim börnum, 1840 ásamt þrem börnum, og 1845 ásamt fimm börnum. Kristján kemur þaðan að


111

Helgastöðum 1847 „ , 48, vmaður,“ ásamt Kristrúnu dóttur sinni, 5 [Kb. Helg.], en þá fer Guðrún með Árna að Litlulaugum [Kb. Grenj.], [Kb. Ein]. Guðrún er 1850 á manntali á Höskuldsstöðum „ 48, G, í húsmennsku,“ með Árna og Kristrúnu og fer hún með þau að Mýlaugsstöðum 1851 [Kb. Helg.]. Þau eru í Skógarseli 1852-1854, sjá þar, og fara þaðan að Höskuldsstöðum og í Ystahvammsgerði 1855 [Kb. Helg.], þar sem þau eru á manntali þ. á. Koma 1859 að Vallakoti [Kb. Ein.], en fara með tveim börnum að Þingey 1861 [Kb. Helg.], [Kb. Ein.]. Guðrún deyr 25. jan. 1872 „H(re)ppskjelling á Breiðumýri, 71 ára,“ „Dáin úr langvinnri kararkröm.“ „Jarðs. á Helgast.“ [Kb. Ein.].

1869 - 1872: Kristján Jensson og Kristjana Árnadóttir

Kristján og Kristjana flytja í Einarsstaðasel frá Hólsgerði í Kinn 1869. [Kb. Þór.], [Kb. Ein.]. Þegar Jón Kristján sonur þeirra, f. þar 30. mars þ. á., er skírður 11. júlí s. á., eru foreldrar hans sögð „hjón í hússmensku í Einarsstaðaseli“ [Kb. Ein.]. Þau flytja þaðan 1872 í Fosssel ásamt tveim sonum sínum. „Þessi hjón leystu upp úr Einarsstaðaseli og sett í Fosssel í húsmennsku.“ [Kb. Helg.], [Kb. Ein.]. Kristján var fæddur 8. mars 1839 á Ingjaldsstöðum, sonur Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og konu hans Guðrúnar Finnbogadóttur [Kb. Ein.]. Hann er með foreldrum sínum og sjö systkinum á manntali á Ingjaldsstöðum 1845, þar er hann einnig við manntalið 1850. Við manntalið 1860 er hann „ , 22, Ó, vinnumaður,“ á Arndísarstöðum. Kristjana var fædd 15. sept. 1844 í Hólsgerði, voru foreldrar hennar „Árni Indriðason í Hólsgerði bóndi og vinnukona þar Helga Ólafsdóttir“ [Kb. Þór.]. Hún er með móður sinni á manntali í Fagranesi 1845, en 1850 í Hólsgerði, þar sem móðir hennar er þá bústýra. Hún er á þar manntali 1855 og 1860, er hún þá „barn þeirra“ foreldra sinna, sem þá eru gengin í hjónaband. Kristján og Kristjana voru gefin saman 27. sept. 1864, er Kristján þá „ á Hólsgerði 25 ára“ en Kristjana „á Hólsgerði 20 ára“ [Kb. Þór.]. Þau búa í Ystahvammi við fæðingu Árna Frímanns, en eru í Hólsgerði við fæðingu Jóns Kristjáns. Kristján og Kristjana bjuggu í Fossseli til 1904. Þau eru þar á manntali 1880 og 1890 með fimm börnum (ekki sömu) og 1901 með þrem börnum. Sjá nánar um þau hjón, foreldra þeirra og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 72, bls. 258 og 262-273.]. Krisján deyr á Litlutjörnum 3. des. 1911, en Kristjana í Stærraárskógi 20. sept. 1927.

Kristjana Árnadóttir


112

Börn Kristjáns og Kristjönu, búsett í Einarsstaðaseli:

Árni Frímann Kristjánsson kemur með foreldrum sínum frá Hólsgerði í Einarsstaðasel 1869 og fer með þeim að Fossseli 1872. Árni var fæddur 21. júní 1866, voru foreldrar hans þá „eginhjón á Yztahvammi“ [Kb. Grenj.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali í Fossseli 1880 „ , 14, Ó, barn þeirra,“ en ekki er hann þar 1890. Sjá um hann í [ÆÞ. II, bls. 262]. Hann var faðir Þorbjargar í Hellulandi og Kristjönu í Grímshúsum. Dó í Hellulandi 25. des. 1943. Jón Kristján Kristjánsson Reykdal kemur með foreldrum sínum frá Hólsgerði í Einarsstaðasel 1869 og fer með þeim að Fossseli 1872. Kristján var fæddur 30. maí 1869 í Hólsgerði, skírður 11. júlí s. á., og eru foreldrar hans þá sögð „hjón í hússmensku í Einarsstaðaseli“ [Kb. Ein.]. Kristján er með foreldrum og systkinum á manntali í Fossseli 1880 „ , 12, Ó, barn þeirra,“ en ekki 1890. Hann fór til Vesturheims frá Húsavík 1893 „ , vinnumaður, 23,“ [Vfskrá], þar sem hann deyr 8. des. 1937. Sjá nánar um hann í [ÆÞ. II, bls. 263-264].

Þannig lokið til bráðabirgða 26. nóv. 1998. Endurskoðað og breytt í mars 2006. R. Á. 1. yfirferð lokið 29. mars 2006. R. Á. 2. Þessi prentun gerð 13. júní 2009. R. Á.

Árni Frímann Kristjánsson, Sigurbjörg Þorláksdóttir og Þorbjörg Árnadóttir


113

Ábúendur í Einarsstaðaseli 1864 - 1865: Árni Kristjánsson og móðir hans Guðrún Halldórsdóttir 1869 - 1872: Kristján Jensson og Kristjana Árnadóttir

Skammstafanir og skýringar: [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


2.5 Gafl


115

1918 - 1956:

Hörður Jónsson og Auður Tómasdóttir

Hörður og Auður koma frá Engidal vorið 1918 [Kb. Grenj.], jarðnæðislaus, og byggðu í Gafli það ár og fluttu þangað 22. júlí. [Dagb. Páls H. Jónssonar (eldra)]. Þau bjuggu í Gafli til 1956 [Árb. Þingeyinga 1995, bls. 77]. Þau voru einu ábúendurnir Gafli. Heimildir um upphaf og endi byggðar í Gafli eru nokkuð misvísandi. [Bybú, bls. 433] telja að þar hafi verið búið 1919 - 1955, og Ingólfur í Vallholti telur [Þormóður Jónsson: „Hjónin í Gafli“ í Árbók Þingeyinga 1995, bls. 66 - 77], að þau hjón hafi komið úr Engidal 1919. [BT.] segir hins vegar, að Gafl sé „í byggð frá 1918“. Í dagbók Páls H. Jónssonar (eldra) í Stafni er svo sagt 18. júní 1918: „Hörður byrjaði að byggja“. Og. 22. júlí 1918: „Hörður og Auður flytja alfari vestur í hús.“ [Heimir Pálsson cand. mag., munnleg heimild, en Heimir hefur dagbækur Páls.]. Þá segir Hörður sjálfur í bréfi sem dagsett er í Gafli 13. apríl 1956, geymt í Örnefnastofnun Íslands: „Landið tók ég á leigu undir nýbýli árið 1918, og keypti það litlu síðar, ... “. Hörður var fæddur í Garði í Aðaldal 27. okt. 1892 [Kb. Grenj.], [Laxd., bls. 75], sonur hjónanna Jóns Helgasonar frá Hallbjarnarstöðum og Herdísar Benediktdóttur frá Auðnum. Sjá um þau hjón t. d. í [Laxd., bls. 75-76]. Hörður er líklega með foreldrum sínum á Ljótsstöðum, í Hólum í L., á Litlulaugum og Hamri, þar er hann með þeim á manntali 1901 „ , barn þeirra, 9,“. Hann fer þaðan 1902 ásamt Helga bróður sínum að Garðshorni „ , tökubörn, 10,“ og þaðan 1904 „ , Ljettadr, 12, Frá Garðshorni að Stafni.“ [Kb. Ein.], [Kb . Þór.] og er þar á fólkstali hjá Páli og Guðrúnu 31. des. 1904 „ , Léttadr, 12,“ [Sál. Helg.] Hann er hjá þeim við manntalið 1910 „HJÞE“ (= hjú þeirra). Búfræðingur frá Hólum 1913. Auður var fædd í Stafni 13. sept. 1885 [Kb. Ein.], yngsta dóttir hjónanna Tómasar Sigurðssonar bónda í Stafni og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur frá Lundarbrekku. Auður mun hafa átt heima í Stafni, þar til hún giftist. Hörður og Auður voru gefin saman hjá sýslumanninum á Húsavík (Bened. Jónssyni fulltrúa, afa Harðar) 2. júlí 1915 [Kb. Grenj.]. Þau flytja það ár „frá Stafni að Engidal“ og koma 1918„frá Engidal að nýbýli Einarsstaðaseli.“ [Kb. Grenj.]. Er þar um sama land að ræða og fór undir Gafl, en ekki er til þess vitað, að þau hjón hafi gert neina tilraun til búsetu í Einarsstaðaseli. Um Hörð og Auði og búskap þeirra í Gafli má lesa í Árbók Þingeyinga 1995, bls. 66-77, sjá hér að ofan. Sjá einnig bókarkaflann „Þegar ég var í sveit“ eftir Vilhelm K. Jensen í ritröðinni „Með reistan makka“, ritstýrt af Erlingi Davíðssyni, II. bindi, Ak. 1982, bls. 109-135, einkum bls. 109-120. Hörður dó á Húsavík 25. okt. 1968, og Auður þar einnig 4. júní 1971 [Árb. Þ. 1995, bls. 77]. Þau voru barnlaus.


116

Skyldulið ábúenda í Gafli:

(Benedikt Jónsson, f. 17. júní 1909 [Skú., bls. 117], [Laxd. bls. 76] bróðir Harðar. Um heimilisfestu hans í Gafli hef ég ekki neinar öruggar heimildir. Skúli, sjá hér næst á eftir, segist hafa heyrt að Benedikt hafi eitthvað verið í Gafli á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna. Ingólfur í Vallholti kvaðst muna eftir Benedikt í Gafli, en ekki var hann viss um, hvort hann hefði verið þar nema sumarmaður. Í dagbók Árna í Skógarseli segir svo 19. mars 1925: „Hér kom Hörður í Gafli og Bend. að fara.“ Er það e. t. v. vísbending um að Benedikt hafi átt þar heima um tíma, en þó gat hann einungis verið í heimsókn.) Skúli Helgason, bróðursonur Harðar, var í Gafli 1932-1933 og aftur 19341937, ekki aðeins sem sumarmaður, heldur einnig á veturna. Þetta sagði Skúli mér í símtali 30. okt. 1998. Skúli var fæddur 31. maí 1925, sonur Helga Jónssonar og Elísabetar Magnúsdóttur [Skú. bls. 116]. Hann varð prentari, býr nú (mars 2006) í Reykjavík.

Benedikt Jónsson

Skúli sagði mér einnig, að í halla móti suðri á ytra túninu hefði Hörður gert tilraunir með ræktun bæði byggs og hafra. Mundi hann eftir því, að eitt haustið, að hann minnti 1934 eða 1935, hefði byggið borið þroskað korn. Hefðu þeir Hörður barið kornið af öxunum og Auður notað það í brauð, sem var hið mesta hnossgæti.

Vandalausir í Gafli:

Arnþór Jakobsson er skráður til heimilis í Gafli við manntalið 1. des. 1920 „ , lausamaður, verkamaður, Ó, “. Arnþór var fæddur 24. febr. 1892 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.], sonur Jakobs P. Hallgrímssonar og Jóhönnu Jónsdóttur. Hann er á fólkstali með foreldrum sínum á Vaði við árslok 1892, en með móður sinni í Narfastaðaseli í árslok 1893 „ , h-ar barn, 1, “ [Sál. Helg.]. Fer með móður sinni 1895 frá Hallbjarnarstöðum að Miðhvammi [Kb. Ein.]. Við manntalið 1901 er hann „ , tökudrengur, 9,“ á Hömrum. Sjá um Arnþór og foreldra hans í kafla um Narfastaðasel. Gunnar Skaftason kemur 1924 „ , vinnum., 20?, frá Akureyri að Gafli“ Hann flytur þaðan 1927 „ , vinnum., 22, frá Gafli til Akureyrar.“ [Kb. Grenj.]. Líklega sá Gunnar, sem er á manntali á Dældum (nú Litlahvammi I), Svalbarðsströnd, 1910, ásamt foreldrum sínum, Skafta Eiríkssyni (ranglega sagður Friðriksson í [Bybú]) og Sigríði Sigurgeirsdóttur, og þrem yngri systkinum, fæddur 6. maí 1904 á Munkaþverá [Kb. Gundarþ.]. Dó 17. ágúst 1983, þá til heimilis að Syðra-Brennihóli í Kræklingahlíð, sjá skrá Hagstofu yfir dána. Garðar í Lautum sagði mér sögu af Gunnari, þegar við lá að hann yrði úti, þegar Hörður og Auður fóru á samkomu á Laugum (líklega 27. mars 1926). Hans er einnig getið í dagbókum ÁJak. í Skógarseli.

Skúli Helgason


117

Jón Rósberg Stefánsson kom í Gafl á 4. áratugnum, og telur Skúli að hann hafi komið þegar 1934 og voru þeir samtíða í Gafli. Ég minnist þess að við Skógarselsbræður heimsóttum hann, líklega fyrst sumarið 1938, og áttum við hann nokkurn félagsskap, þó langt væri á milli; einnig kom hann nokkrum sinnum í Skógarsel. Hann er á manntali í Gafli 1940, sagður fóstursonur þeirra hjóna, og fermdur þaðan vorið 1943 með Ívari bróður mínum. Ekki mun hann hafa verið mörg ár í Gafli eftir fermingu, en kirkjubækur um flutninga frá þessum tíma eru ekki komnar í Þjóðskjalasafn. Jón Rósberg var fæddur 9. apríl 1928 á Akureyri, sonur hjónanna Ingibjargar Maríu Jóhannesdóttur og Stefáns Valdimars Sveinssonar [ÆÞ. I, bls. 432 og 435]. Jón Rósberg stundaði alls konar bifreiðaakstur, var leigubílstjóri um skeið, einnig ók hann vörubílum og vinnuvélum, m. a. hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar um tíma. Hann á nú (mars 2006) heima að Furugerði 1 í Reykjavík. Sjá í [ÆÞ. I, bls. 435] um konur hans og börn.

Ýmsir unglingar voru í sumardvöl í Gafli, líklega lengst áðurnefndur Vilhelm K. Jensen, sem kvaðst hafa verið þar sex sumur, síðast 1933. Þetta sagði Vilhelm mér í símtali haustið 1998. En ekki munu þeir hafa verið þar heimilisfastir.

Þannig lokið til bráðabirgða 26. nóv. 1998. Endurskoðað og breytt í mars 2006. R. Á. 1. yfirferð lokið 29. mars 2006

R. Á.

Þessi prentun gerð 10. júlí. 2010. R. Á.

Jón Rósberg Stefánsson


118

Ábúendur í Gafli 1918 - 1956: Hörður Jónsson og Auður Tómasdóttir Skammstafanir og skýringar: [BT.]: Björn Teitsson: Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu, Rvík 1973. [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


119

2.6 Grjótárgerði


120

Grjótárgerði, sem fyrst var kallað Nýibær, hjáleiga, og heitir svo á manntali 1840, er byggt úr landi Bjarnastaða [Bybú, bls. 268]. Þess er ekki getið í manntölum 1703, 1801, 1816 né 1835. Til þess er líklega stofnað af því þröngt hefur verið orðið á Bjarnastöðum eftir að Kristján og Kristín koma þangað 1835. Athyglisvert er, að þegar þröngt er er orðið í Grjótárgerði (12 manns eru þar á manntali 1855), stofnar fjölskylda frá Grjótárgerði til nýbýlis í Stórási 1857.

1836 - 1859: Sighvatsdóttir

Kristján

Jónsson

og

Kristín

Kristján og Kristín flytja 1835 frá Hvarfi að Bjarnastöðum [Kb. Lund.], þar sem foreldrar Kristjáns búa þá. Þau eru í Grjótárgerði við húsvitjun 1837, líklega fyrri hluta árs. Því má gera ráð fyrir, að upphaf byggðar í Grjótárgerði teljist 1836, eins og segir í [Bybú] og [BT.]. Kristján er gjaldandi fyrir Nýjabæ í manntalsbók þinggjalda 1837-1859, en 1852 og 1855-57 er þar getið Sigurðar Sighvatssonar, ýmist á skrá yfir búlausa eða „Búlausir tíundandi“. Kristján deyr 1859 í Grjótárgerði. Tók Sigurbjörn sonur þeirra Kristínar þá við búi. Kristján var fæddur 14. júní 1804 í Litlutungu, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Abigaelar Finnbogadóttur [Kb. Lund], sem eru á manntali í Litlutungu 1801 og á Bjarnastöðum 1816 (húsv. í mars 1815). Þar er Kristján þá einnig á manntali með þeim og systkinum sínum „ , þeirra barn, 11,“. Kristján eignaðist soninn Jónas með Maríu Ólafsdóttur 28. sept 1828, sjá síðar og undir Höskuldsstaðasel. Kristín var fædd 16. júlí 1800 á Kálfborgará, dóttir hjónanna Sighvats Þorsteinssonar og Ástþrúðar Grímsdóttur [Kb. Eyj.] og er með þeim þar á manntali 1801, þá eins árs. Hún er einnig með foreldrum og þrem systrum á manntali á Hvarfi 1816 (húsv. í mars 1815) „ , þeirra barn, 14,“. Kristján og Kristín eru líklega gefin saman fyrir 1830, en skrá um hjónavígslur í Eyjardalsársókn frá þeim tíma eru glataðar. Þau eru á manntali á Hvarfi 2. febr. 1835. Sigurbjörn sonur þeirra er sagður 5 ára er þau flytja 1835 að Bjarnastöðum eins og fyrr er getið. Þau hjónin eru á manntali í Grjótárgerði 1840, 1845, 1850 og 1855 og Kristín 1860. Kristján fær svofelldan vitnisburð um hegðun og kunnáttu hjá sóknarpresti í fólkstölu við nýár 1858: „ , ráðvandur artarmaður, viðunanlega að sér“ og Kristín: „ , sköruleg, vel að sér“ og tveim árum síðar: „ , skörp og forstöndug, sæmil.“ [Sál. Eyj.].


121

Eins og áður segir andaðist Kristján í Grjótárgerði 2. maí 1859. En Kristín átti heima hjá Sigurbirni syni sínum í Grjótárgerði, en flutti með honum að Stórási 1872, þar sem hún dó 13. okt. 1880 „Ekkja á Stóraási, 80,“ [Kb. Lund.]. Börn Kristjáns og Kristínar í Grjótárgerði:

Sigurbjörn Kristjánsson kemur „ , 5, þra barn,“ með foreldrum sínum frá Hvarfi að Bjarnastöðum 1835 og er með þeim í Grjótárgerði við húsvitjun 1837. Hann verður síðar bóndi í Grjótárgerði, sjá þar. Við fermingu á Lundarbrekku 1845 er Sigurbjörn sagður fæddur 6. sept. 1830. Ástþrúður Kristjánsdóttir, f. 23. júní 1838 í Nýjabæ (svo), d. þar 25. júní s. á. [Kb. Lund.]. Vilborg Kristjánsdóttir, f. 11. mars 1842 í Grjótárgerði, d. þar 11. apríl s. á. [Kb. Lund.].

Annað skyldulið Kristjáns og Kristínar í Grjótárgerði 1836-1859:

Ástþrúður Grímsdóttir, móðir Kristínar, kemur með Kristjáni og Kristínu að Bjarnastöðum 1835 „ , 67, móðir konu“ og er í Grjótárgerði við húsvitjun 1837 og 1839. Hún andaðist í Grjótárgerði 3. júní 1840 „ , gömul kona á Grjótárgerði, 72“ [Kb. Lund.]. Ástþrúður er á manntali með Sighvati manni sínum á Kálfborgará 1801 „ , hans kone, 33,“ og á Hvarfi í mars 1815. Þau hjón eignuðust a. m. k. 14 börn, voru sum þeirra niðursetningar á ýmsum bæjum í Ljósavatnshreppi. Jóhanna Sighvatsdóttir, systir Kristínar, er í Grjótárgerði við húsvitjun 1837 „ , vinnukona, 26“ og er þar á manntali 1840 „ , 30, Ó, vinnukona“. Jóhanna var fædd á Hvarfi 29. maí 1811 [Kb. Eyj.]. Hún er þar á manntali við húsvitjun í mars 1815 „ , þeirra barn, 4,“ Jóhanna er á manntali á prestssetrinu Barði í Fljótum 1835 „ , 24, Ó, vinnukona,“ þar er Sigurður bróðir hennar þá einnig. Jóhanna er aftur vinnukona í Grjótárgerði frá 1854, er þar í fólkstölu við nýár 1855 og á manntali þar þ. á. Hún er þar aftur í fólkstölu við nýár 1859 og 1860, hið síðara árið „ , 49, vinnukona, meinhæg og trú, dável að sér í andl.“ [Sál. Eyj.] og þar á manntali 1860. Hún andaðist 8. maí 1867 „ , ógipt vinnukona í Grjótárgerði“ [Kb. Lund.].

Sigurður Sighvatsson, bróðir Kristínar húsfreyju, er á manntali í Grjótárgerði 1840 „ , 29, Ó, vinnumaður“. Hann er aftur í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1852, ásamt Steinunni konu sinni, sögð á 2. býli [Sál. Eyj.]. En í manntalsbók þinggjalda er Sigurður á skrá yfir búlausa 1852. Þau hjón eru enn í Grjótárgerði 1854-1857, er Sigurður þá einnig á skrá sem nefnist „búlausir tíundandi“ eða búlausra. Sigurður er þar á manntali 1855 og í fólkstölu við nýár 1856, sagður bóndi á öðru búi [Sál. Eyj.]. Sigurður var fæddur 30. sept. 1812 á Hvarfi, sonur Sighvats Þorsteinssonar og Ástþrúðar Grímsdóttur sem þá bjuggu þar [Kb. Eyj.].


122

Hann er „ , niðurseta, 21/2“ á Ljósavatni við manntalið 1816. Við manntalið 1835 er hann „ , 23, Ó, vinnumaður“ á prestssetrinu Barði í Fljótum, þar er Jóhanna systir hans þá einnig. Kemur 1837 „ , 25, vinnumaður, vestan úr Fljótum að Kálfborgará“ [Kb. Eyj.]. Hann er víðar í vinnumennsku, er í Grjótárgerði við manntalið 1840, sjá hér ofar, fer frá Mýri að Eyjardalsá 1842 [Kb. Lund.] en við manntalið 1845 er hann vinnumaður á Hvarfi. Sigurður kvæntist Steinunni Ísleifsdóttur 3. okt. 1849, voru þau þá bæði í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Þau Sigurður og Steinunn byrja byggð í Stórási 1857, sjá um þau þar. Hann deyr þar 2. des. 1866. Jónas Kristjánsson, sonur Kristjáns Jónssonar og Maríu Ólafsdóttur, kemur 1841 „ , á 13 ári, Léttadrengur, frá Reikiadal að Griotárgerði“ [Kb.Lund.] (í [Kb. Ein.] segir „ , 13, smali, frá Einarsst. að Nýabæ í B.dal“). Við fermingu 1843 er hann enn í Grjótárgerði, forsjármenn hans eru „Kristján Jónsson Faðir og Kristín Sighvatsdóttir Stjúpmóðir búandi hion á Griótargérði.“ [Kb. Lund.]. Við ferminguna er einnig getið fæðingardags Jónasar 28. sept. 1828 (fæðing hans mun hafa verið skrásett í þeim hluta [Kb. Eyj.] sem nú er glataður). Hann fer 1834 með móður sinni frá Hlíðarenda að Ingjaldsstöðum. Er „ , 18, Ó, vinnumaður,“ í Svartárkoti við manntalið 1845. Er vinnumaður í Hrappsataðseli 1851-1852, sjá þar. Kvæntist 2. júlí 1855, þá 27 ára í Svartárkoti, Sigríði Magnúsdóttur „á Stóruvöllum 17 ára gömul“ og eru þau á manntali í Svartárkoti 1. okt. 1855, þar sem Jónas er sagður bóndi. Þau fara 1856 að Brennási, sjá einnig þar. Jónas er húsmaður í Grjótárgerði hjá Sigurbirni hálfbróður sínum 1871-1872 og áfram vinnumaður þar hjá Jóni Guttormssyni til 1874, ásamt fjölskyldu sinni, sjá nánar þar. Helgi Sighvatsson, bróðir Kristínar húsfreyju, er í Grjótárgerði „vinnumaður, 43“ við húsvitjun 1845 og 1846 (líklega snemma árs), en er ekki þar við manntalið haustið 1845, þá er hann í Stórutungu. Hann er vinnumaður á búi Kristjáns í fólkstölu um nýár 1853, 1854 og 1855 og þar á manntali þ. á. um haustið „ , 54, Ó, matvinnungur,“ en ekki í fólkstölu um nýár 1856. Hann kvæntist 19. okt. 1856 (þá sagður vinnumaður í Grjótárgerði) Ingibjörgu Jósafatsdóttur, sem þá er sögð vinnukona á Bjarnastöðum. Þau eru vinnuhjú hjá Sigurbirni bónda í Grjótargerði við manntalið 1860, sjá nánar um þau þar. Helgi var fæddur á Kálfborgará 31. júlí 1802 [Kb. Eyj.]. Hann er „ , niðursetningur, 13,“ á Sandhaugum við húsvitjun í mars 1815 (Mt. 1816). Fer þaðan 1821 „ , 18, vinnumaður,“ að Engidal, er vinnumaður á Kálfborgará við manntalið 1835 og fer 1836 „ , 36, vinnumaður,“ frá Kálfborgará að Mýri [Kb. Lund.]. Hann er „ , 39, Ó, vinnumaður“ í Mjóadalskoti við manntalið 1840. Steinunn Ísleifsdóttir, mágkona Kristínar húsfreyju, kona Sigurðar hér nokkru ofar, er með honum í Grjótárgerði eins og sagt er hjá honum. Steinunn var fædd á Bergstöðum 16. jan. 1813, dóttir hjónanna Ísleifs Sveinssonar og Solveigar Þorsteinsdóttur [Kb. Múl.], og er með þeim á manntali þar 1816 „ , barn þeirra, 3,“. Steinunn kemur 1830 „vinnukona, Frá Bergstöðum í Skriðuhverfi að Stórutúngu“ [Kb. Lund.]. Hún er þar á manntali 2. febr. 1835 „ , 22, Ó, vinnukona“. Þá er Ásmundur Einarsson, sonur hjónanna Einars Ásmundssonar og Bjargar Guðmundsdóttur, á manntali í Svartárkoti „ , 26, Ó, þeirra barn“. Steinunn, þá vinnukona í Svartárkoti, giftist Ásmundi 25. sept. 1837 [Kb. Lund.] og fluttu þau að Bergsstöðum 1838 en flytja aftur að Svartárkoti 1839 [Kb. Múl.], þar sem þau eru á manntali 1840 og 1845 ásamt Björgu dóttur þeirra og Vigdísi, yngri systur Steinunnar. Ásmundur, f. m. Steinunnar, dó 10. sept. 1846 í Svartárkoti „ , bóndi ( . . ), 36 ára“, sama dag dó þar einnig Einar bróðir


123

hans, báðir úr mislingum [Kb. Lund.]. Steinunn er húskona í Svartárkoti við manntalið 1850, ásamt Björgu dóttur þeirra Ásmundar. Eins og áður segir flutti Steinunn með Sigurði að Stórási 1857, sjá nánar um hana þar. Hún andaðist 13. júní 1875, þá stödd á Sandhaugum [Kb. Lund.]. Ásmundur Sigurðsson, sonur Sigurðar og Steinunnar hér næst á undan, er með foreldrum sínum í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1852 og aftur 1855-1857 [Sál. Eyj.]. Hann fer með foreldrum að Stórási 1857. Ásmundur var fæddur 29. des. 1850 í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Deyr í Stórási 16. okt. 1865 „ , úngmenni frá Stóraási, 16“ [Kb. Lund.]. Solveig Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Steinunnar hér rétt ofar, er með foreldrum sínum á manntali í Grjótárgerði 1855 „ , 3, Ó, eins“ (þ. e. „barn þeirra“) og í fólkstölu þar við nýár 1855-1857 [Sál. Eyj.]. Hún fer með foreldrum að Stórási 1857. Solveig Sigþrúður var fædd á Sigurðarstöðum 7. maí 1853 [Kb. Lund.]. Sjá nánar um fjölskrúðugan feril hennar undir Stórás. Björg Ásmundsdóttir, dóttir Steinunnar og fyrra manns hennar, kemur að Grjótárgerði 1851 með móður sinni og stjúpa og er með þeim þar í fólkstölu um nýár 1852-1855, en er vinnukona í Stórutungu við manntalið 1855. Björg var fædd 28. okt. 1838 á Bergstöðum [Kb. Múl.]. Flytur með foreldrum að Svartárkoti 1839 [Kb. Múl.] og er þar á manntali með þeim 1840 og 1845 og með móður sinni 1850. Sjá nánar um Björgu undir Stórás, hún er þar með móður sinni og stjúpföður í fólkstölu um nýár 1858.

Vandalausir í Grjótárgerði í búskapartíð Kristjáns og Kristínar 18361859:

Grímur Jónsson kemur 1842 „ , 19, vinnumaður, frá Grjótárgerði að Helluvaði“ [Kb. Skút.]. Ekki er óyggjandi að hér sé um Grjótárgerði í Bárðardal að ræða, þó er það líklegra. Ekki er Grímur í Grjótárgerði við húsvitjun 1841 og hvorki er hans getið meðal innkominna né burtvikinna í Lundarbrekkusókn um þetta leyti. Grímur var fæddur 5. ágúst 1824 og voru foreldrar hans Jón Bergþórsson og f. k. hans Arnfríður Jónsdóttir, þá búandi hjón á Öxará. Grímur er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1835, einnig er hann þar á manntali 1840, og 1845 „ , 22, Ó, barn hans,“ (þ. e. Jóns Bergþ.). Hann fer 1843 frá Helluvaði að Öxará [Kb. Skút.]. Sigríður Elíasdóttir kemur 1843 „ , 18, vinnukona, innan úr Eyjafyrði að Grjótárgerði“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1845 „ , 20, Ó, vinnukona,“. Hún er enn á manntali í Grjótárgerði 1850 (þá enn sögð 20 ára!) en ekki er hún þar í fólkstölu um nýár 1851. Hún fer 1852 „ , 22, vinnukona, Víðirkéri að Grímsstöðm“ [Kb. Lund.]. Sigríður var fædd 20. ágúst 1826, voru foreldrar hennar „Elías Elíasson bóndi á Kroppi og kona hans Ingibjörg Þorláksdóttir“ [Kb. Hrafn.]. Foreldrar hennar flytja 1830 frá Hömrum að Veigastöðum [Kb. Glæs. (Svalb.)], en ekki er Sigríður þar á meðal, né heldur er hún með þeim á manntali á Hallandi (svo) 1835. Hún er þar hinsvegar með þeim á manntali 1840 „ , 15, Ó, þeirra barn“. Sigríður fer 1853 „ , 28, vinnukona, frá Grímsstöð: að Gautsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Þar giftist hún 8. júli 1854 „28, yngisstúlka, vinnukona á Gautsstöðum“ Benedikt Benediktssyni „ , 25 ára yngismaður frá föðurhúsum á Gautsstöðum“ [Kb. Glæs. (Svalb.)] og eru þau á manntali þar 1855 og 1860.


124

Kristján Davíðsson kemur 1849 „ , 8, Tökubarn,“ frá Glaumbæ að Grjótárgerði [Kb. Lund.] og er þar þegar í mars það ár við húsvitjun. Hann er þar á manntali 1850, 1855 og 1860, síðasta árið „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Hann er fermdur 1856 og fer 1862 „ , 20, vinnumaður,“ frá Grjótárgerði að Fornastöðum [Kb. Lund.]. Kristján var fæddur 19. apríl 1842 í Glaumbæ, sonur hjónanna Davíðs Jónssonar smiðs og bónda þar og Sigríðar Jósefsdóttur. Kristján var bróðir Magnúsar, Sigurjóns og Solveigar Jakobínu, sem ásamt Kristjáni áttu öll um skeið heima í Kvígindisdal og búa dótturbörn Magnúsar þar enn (2005). Kona Kristjáns var Anna Þorláksdóttir, sjá um þau í kafla um Laugasel. María Ólafsdóttir, barnsmóðir Kristjáns bónda, er í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1852, kemur þangað frá Höskuldsstaðaseli 1851 og deyr 29. jan. 1852 „ , gamalmenni á Grjótárgerði, 60“ [Kb. Lund.]. Sjá einnig um Maríu undir Höskuldsstaðasel og í [ÆÞ. IV, bls. 262-263] um foreldra hennar. Vigdís Ísleifsdottir er í Grjótárgerði „ , vinnukona, 28“ í fólkstölu um nýár 1851, en er á Svartárkoti við manntalið 1850 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Hún giftist Sigurbirni 14. júní 1852 [Kb. Lund.] og er síðan „ , kona hans,“ í fólkstölum og manntali 1855, uns hún verður húsfreyja í Grjótárgerði 1859, sjá þar. Kristján Benediktsson er „54, niðurseta“ í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1858 [Sál. Eyj.]. Hann er farinn ári síðar. Kristján var fæddur á Eyjardalsá 23. apríl 1803, sonur hjónanna Benedikts Þorgrímssonar og Önnu Oddsdóttur [Kb. Eyj.], sem lengi bjuggu í Heiðarseli. Er þar með foreldrum við húsvitjun í mars 1812 og í mars 1815, einnig í apríl 1819. Hann er „ , 44, Ó, niðurseta,“ á Stóruvöllum við manntalið 1845. Kristján mun hafa verið blindur, var víða komið fyrir. Sóknarprestur segir um hann í fólkstölu í Grjótárgerði við nýár 1858 „ fer batnandi (um hegðun), viðunanlega eptir vananum“ (um kunnáttu). Hann fer 1881 „ , 79, hreppsómagi, frá Heiðarseli að Rauðá“ [Kb. Lund.] og er á manntali á Sigurðarstöðum 1890 „ , 88, Ó, hreppsómagi,“ Kristján andaðist 21. mars 1891„ , hreppsómagi, 88“ [Kb. Lund.], en ekki er getið hvar. Sjá um Kristján undir Heiðarsel.

1859 - 1872: Ísleifsdóttir

Sigurbjörn

Kristjánsson

og

Vigdís

Sigurbjörn og Vigdís taka við búsforráðum í Grjótárgerði við lát Kristjáns 2. maí 1859. Þau flytja þaðan að Stórási 1872 með skyldulið sitt, þar eru þau í fólkstölu við nýár 1873. Sigurbjörn er gjaldandi fyrir Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1860-1872, en þar er einnig getið ýmissa á skrá yfir búlausa eða „búlausir tíundandi“: Helgi Sighvatsson 1861 og 1862, Jón Jósafatsson 1863, Þuríður Aradóttir 1865 og Guðni Jónsson 1866, 1867 og 1869 og Jónas Kristjánsson 1872. Sigurbjörn var sonur Kristjáns bónda Jónssonar í Grjótárgerði og konu hans Kristínar Sighvatsdóttur, sjá um þau hér ofar. Eins og að ofan segir kemur Sigurbjörn með foreldrum sínum að Bjarnastöðum 1835 og er við húsvitjun í Grjótárgerði 1837. Við fermingu á Lundarbrekku 1845 er hann sagður fæddur 6. sept. 1830.


125

Vigdís var fædd á Bergstöðum í Múlasókn 8. okt. 1823, dóttir hjónanna Ísleifs Sveinssonar og Solveigar Þorsteinsdóttur, sem þar eru á manntali 1816; alsystir Steinunnar hér ofar og kemur með henni og Ásmundi fyrra manni hennar að Svartárkoti 1839 „ , á 17da, vinnukona,“ þar sem hún er á manntali 1840 og 1845, þá „ , 23, Ó, vinnukona,“. Vigdís, sjá einnig hér ofar, kemur að Grjótárgerði 1850, þar sem hún er í fólkstölu um nýár 1851 „ , vinnukona, 28“ [Sál. Eyj.] hjá Kristjáni og Kristínu. Þau Sigurbjörn og Vigdís voru gefin saman 14. júní 1852 [Kb. Lund.] og er hún upp frá því „ , kona hans,“ í skrám. Sóknarprestur gefur Sigurbirni eftirfarandi vitnisburð um hegðun og kunnáttu 1858: „ , hæglátur, viðunanlega, góður skrifari“ og 1860: „ , meinleysingur, fremur daufur“. En um Vigdísi er sagt 1858: „ , góðmenni, vel“ og 1860: „ , skörp og geðhæg, vel að sér“ [Sál. Eyj.]. Þeim Vigdísi og Sigurbirni fæðist andvana stúlkubarn í Grjótárgerði 30. mars 1853 og andvana piltbarn 22. apríl 1865 [Kb. Lund.]. Sjá um önnur börn þeirra hér á eftir. Eins og áður segir, flytja þau hjónin með skyldulið sitt að Stórási 1872, sjá nánar um þau þar.

Dætur Sigurbjarnar og Vigdísar, allar fæddar í Grjótárgerði:

Kristjana Sigurveig Sigurbjörnsdóttir, f. 20. des. 1854 [Kb. Lund.]. Er með foreldrum á manntali í Grjótárgerði 1855 og 1860 og fer með þeim að Stórási 1872. Kristín Jakobína Sigurbjörnsdóttir, f. 16. febr. 1857. Er með foreldrum á manntali í Grjótárgerði 1860 og fer með þeim að Stórási 1872. Jóhanna Steinunn Sigurbjörnsdóttir, f. 23. (eða 27., kirkjubókum Lundarbrekkusóknar og Lundarbrekkuprk. ber ekki saman!) ágúst 1860. Er á manntali með foreldrum í Grjótárgerði það ár og fer með þeim að Stórási 1872. Sjá nánar um feril þeirra systra undir Stórás.

Annað skyldulið Sigurbjarnar og Vigdísar í Grjótárgerði 1859-1872:

Kristín Sighvatsdóttir, móðir Sigurbjarnar, sjá um hana hér nokkru ofar. Hún er á manntali í Grjótárgerði 1860 „ , 61, E, móðir bónda,“ og í fólkstölu næstu árin til nýárs 1872, en fer það ár með syni sínum og tengdadóttur að Stórási þar sem hún deyr 13. okt. 1880 „ , Ekkja í Stóraási, 80“ [Kb. Lund.]. Jóhanna Sighvatsdóttir, móðursystir Sigurbjarnar, er á manntali í Grjótárgerði 1860 „ , 50, Ó, vinnukona,“ sjá um hana hér ofar. Hún andaðist í Grjótárgerði 8. maí 1867. Helgi Sighvatsson, móðurbróðir Sigurbjarnar, kemur aftur í Grjótárgerði 1860 og er þar á manntali það ár „ , 59, G, vinnumaður,“ ásamt konu sinni. Helga er getið í manntalsbók þinggjalda í Grjótárgerði 1861 og 1862, fyrra árið í skránni


126

„búlausir tíundandi“ hið síðara á skrá yfir búlausa. Hann virðist fara frá Grjótárgerði 1862 með skyldulið sitt, hann er í Víðirkeri á 3. býli í fólkstölu við nýár 1863 „ , 61, húsbóndi“ ásamt konu sinni, Jósafat syni hennar og Guðrúnu, móður Ingibjargar. Þar er hann einnig við nýár 1864 og fer þaðan þ. á. „ , 62, húsmaður,“ með skylduliði sínu að Geirastöðum [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.]. ([Kb. Lund.], fyrri bókin, segir hann raunar fara frá Grjótárgerði að Helluvaði, sem hlýtur að vera rangt.). Sjá um hann hér ofar og undir Stórás. Ingibjörg Jósafatsdóttir, kona Helga hér á undan, kemur með honum að Grjótárgerði 1860 og er þar á manntali það ár „ , 49, G, vinnukona,“ sjá um hana hjá Helga og nánar undir Stórás. Ingibjörg var fædd á Arnarvatni um 1810, dóttir Jósafats Finnbogasonar og s. k. h. Guðrúnar Bárðardóttur, en ekki er fæðingu hennar að finna í [Kb.Mýv.], þó þær séu greinilega skráðar um þetta leyti. Hún fer 1828 „ , 17, léttakind, að Víðirkeri í Bárðardal frá Arnarvatni“ og kemur þaðan 1831 að Litluströnd. Hún er á manntali á Gautlöndum 1835 „ , 24, Ó, vinnukona“ og fer þaðan þ. á. að Víðum [Kb. Mýv.]. Hún er á Ófeigsstöðum við manntalið 1840 og fer þaðan árið eftir „ , 30, ógift vinnustúlka, að Grenjaðarstöðum frá Ófeigsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Ingibjörg eignast soninn Jósafat með Jóni Finnbogasyni 3. okt. 1844, þá „matselja á Grenjaðarstöðum“ [Kb. Grenj.] og er með hann þar á manntali 1845 og í Hjalthúsum 1850 „ , 39, Ó, húskona,“. Hún er með Jósafat á manntali á Bjarnastöðum í Bárðardal 1855. Giftist Helga Sighvatssyni, sjá hér næst á undan, 19. okt. 1856 [Kb. Lund.], þá vinnukona á Bjarnastöðum. Sjá nánar um Ingibjörgu hjá honum. Ingibjörg, þá á Bjarnastöðum, fær 1858 svofelldan vitnisburð hjá sóknarpresti um hegðun og kunnáttu: „ , ráðvönd og trú, dável“ [Sál. Eyj.]. Við manntalið 1880 er Ingibjörg „ , 68, E, vinnukona,“ á Ingjaldsstöðum. Þar er hún einnig 1890 „ , 80, E, húskona,“. Hún andaðist 25. júní 1894 „ , gömul kona Víðum, 84“. Jónas Kristjánsson, hálfbróðir Sigurbjarnar, kemur aftur að Grjótárgerði 1871, nú með fjölskyldu sína, og er þar í fólkstölu um nýár 1872 „ , 44, húsmaður“. Jónasar er getið í Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1872 á skrá yfir búlausa. Þau hjón eru vinnuhjú hjá næsta ábúanda í Grjótárgerði til 1874. Sjá nánar um Jónas hér ofar og undir Hrappstaðasel, Brennás, og Stórás. Jónas og Sigríður eru á manntali á Gili í Öxnadal 1860 ásamt tveim börnum og koma þaðan til baka 1864. Þá er svo komið högum þeirra, að þau fara á sinn bæinn hvort; Jónas vinnumaður að Bjarnastöðum, Sigríður að Mýri með Magnús, Kristinn Júlíus niðursetningur að Víðirkeri en Ragnheiður Aðalbjörg „niðurseta“ að Hrappstöðum [Kb. Lund.]. Jónas og Sigríður eru í Stórási 18781879, sjá þar. Þaðan fara þau að Strjúgsá 1879 með Aðalstein [Kb. Saurb.] og eru þar á manntali 1880. Eru næstu árin í húsmennsku á ýmsum stöðum í Eyjafirði, Sandhólum, Stekkjarflötum, og fara aftur að Strjúgsá 1883 [Kb. Möðruv.]. Þau fara 1890 frá Hrísum í Eyjafirði að Hvammi í Þistilfirði [Kb. Svalb.], þar sem dóttir þeirra og sonur eru þá, og eru þar á manntali þ. á. Jónas deyr í Hvammi 24. apríl 1910. Sigríður Magnúsdóttir, kona Jónasar hér næst á undan, kemur með honum 1871 að Grjótárgerði og er þar til 1874. Sigríður var fædd 24. okt. 1837 í Bakkaseli í Fnjóskadal, dóttir hjónanna Magnúsar Bjarnasonar og Ragnheiðar Björnsdóttur [Kb. Ill.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1840 og 1845 en á Snæbjarnarstöðum með foreldrum við manntalið 1850, þar sem faðir hennar er vinnumaður. Kemur þaðan 1853 „ , 16, vinnukona,“ að Stóruvöllum og á þar heima þegar hún giftist Jónasi 2. júlí 1855 [Kb. Lund.]. Eru þau hjón á manntali í Svartárkoti um haustið, þar sem Jónas er sagður bóndi. Sigríður var


127

með manni sínum í Brennási og síðar í Stórási, sjá þar. Hún fer 1890 með manni sínum frá Hrísum í Eyjafirði að Hvammi í Þistilfirði þar sem tvö börn þeirra eru þá. Hún andaðist þar 30. júní 1892 úr lungnabólgu [Kb. Svalb.]. Ragnheiður Aðalbjörg Jónasdóttir, dóttir Jónasar og Sigríðar hér næst á undan, er í fólkstali í Grjótárgerði 1872 „ , 14, Dætur þeirra“. Hún er í Grjótárgerði við fermingu 1872, en fer þaðan 1873 „ , 15, ljettast.,“ að Brúnagerði (sem Aðalbjörg R.) [Kb. Lund.]. Ragnheiður Aðalbjörg var fædd 21. des. 1857 í Brennási [Kb. Eyjardalsárprk.] og fer með foreldrum sínum þaðan að Þverbrekku 1858 og kemur aftur 1864 frá Gili að Hrappstöðum. Hún kemur að nýju í Lundarbrekkusókn 1876 „ , 19, v.k., frá Bakkaseli í Fnjóskadal að Halldórsst.“ [Kb. Lund.] og fer þaðan inn í Saurbæ í Eyjafirði 1878 [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1880 „ , 22, Ó, vinnukona,“ (sem Aðalbjörg R.). Ragnheiður Aðalbjörg varð húsfreyja í Hvammi í Þistilfirði. Hún giftist 19. okt. 1884 Sigfúsi Vigfússyni, 21 árs vinnumanni í Hvammi [Kb. Svalb.], og er þar með honum á manntali 1890 og 1901. Jónína Helga Jónasdóttir, dóttir Jónasar og Sigríðar hér að ofan, er í fólkstölu við nýár 1872 í Grjótárgerði. F. 1. febr. 1871 í Stórutungu og deyr í Grjótárgerði 16. ágúst 1872 (þar einungis skráð Helga Jónasdóttir) „ , barn frá Grjótárgerði, 1“ [Kb. Lund.].

Vandalausir í búskapartíð Sigurbjarnar og Vigdísar í Grjótárgerði 185972:

Jósafat Jónsson, sonur Ingibjargar hér ofar og Jóns Finnbogasonar, kemur með henni og Helga að Grjótárgerði 1860 og er þar á manntali þ. á. „ , 16, Ó, vinnupiltur,“. Jósafat var fæddur 3. okt. 1844 á Grenjaðarstöðum [Kb. Grenj.], sjá um hann nánar undir Stórás. Guðrún Bárðardóttir, móðir Ingibjargar hér ofar, kemur með þeim hjónum að Grjótárgerði 1860 og er þar á manntali um haustið „ , 90, E, niðurseta,“ sögð fædd í Grenjaðarstaðarsókn. Hún er ekki í fólkstölu um nýár 1863 í Grjótárgerði, heldur fylgir dóttur sinni og tengdasyni. Guðrún er á manntali 1801 í Presthvammi „ , tienistepiger, 31, ugivt“. Hún var síðari kona Jósafats Finnbogasonar, með honum á manntali á Arnarvatni 1816 „ , hans kona, 49,“ sögð fædd á Brúum, þau voru gefin saman 17. okt. 1801 [Kb. Mýv.]. Guðrún fer 1832 „ , 61, vinnukona, frá Arnarvatni að Hafralæk“ [Kb. Skút.] og er þar á manntali 1835 „ , 63, E, vinnukona“. Guðrún er á manntali hjá Jósep syni sínum í Fossseli 1845, 1850 og 1855. Guðrún andaðist 13. okt. 1866 „ , gamalmenni á Stóraási, 96“ [Kb. Lund.], en þangað kom hún s. á. frá Geirastöðum. Kristján Davíðsson var á búi Kristjáns, sjá um hann þar, er áfram hjá Sigurbirni og Vigdísi, en fer að Fornasöðum 1862 eins og þar segir. Jón Jósafatsson kemur frá Neslöndum að Grjótárgerði ásamt konu sinni 1862 [Kb. Lund.], þau eru þar í fólkstölu við nýár 1863, hann „ , 66, húsmaður“. Jóns er getið í Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda á skrá yfir búlausa 1863. Þau hjónin flytja 1863 „ , 66, húsmaður,“ „ , 67, kona hans,“ að Neslöndum [Kb. Lund.]. Jón var hálfbróðir Ingbjargar hér litlu ofar, f. 19. (eða 9.) febr. 1798 í Brjánsnesi (Briamsn:) [Kb. Mýv.], sonur Jósafats Finnbogasonar og f. k. h.


128

Ingibjargar Jónsdóttur, sem andaðist 1800 [Laxd. bls. 90-91]. Jón kemur 1821 „ , 25, vinnumaður, frá Arnarvatni til Víðirkiers“ [Kb. Skút.], [Kb. Lund.]. Jón og Guðrún, sjá hér næst á eftir, voru gefin saman 29. sept. 1828, þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þau fluttu frá Lundarbrekku að Stafni 1829 [Kb. Lund.], [Kb. Ein.], en við fæðingu sonarins Sigurjóns 1831 búa þau í Víðum [Kb. Ein.]. Þar bjuggu þau til 1853 er þau fara í húsmennsku að Kálfaströnd með tveim sonum [Kb. Ein.]. Við manntalið 1860 eru þau tvö í húsmennsku í Syðri-Neslöndum. Jón andaðist 1. sept. 1873 „frá Víðum, 77 ára“ [Kb. Ein.]. Guðrún Hrólfsdóttir, kona Jóns hér næst á undan, kemur með honum að Grjótárgerði 1862 „ , 67, kona hans“ og fer með honum að Neslöndum 1863. Guðrún var fædd 25. jan. 1796 á Lundarbrekku, dóttir Hrólfs Bergþórssonar og Steinunnar Bjarnadóttur, sem þar eru „ , í hjónabandi“ [Kb. Lund.]. Sjá nánar hjá Jóni hér næst á undan. Dó á Brettingsstöðum 3. ágúst 1869 „Gipt kona frá Brettingsst., 74 ára, Dó úr kvefsóttinni, flutt að Lundarbrekku kkju og jarðsett þar.“ [Kb. Grenj.]. Guðni Jónsson, sonur Jóns og Guðrúnar hér næst á undan, kemur að Grjótárgerði 1862, hann er þar í fólkstölu við nýár 1863 „ , 26, vinnumaður“, kemur líklega frá Bjarnastöðum, þar er hann vinnumaður við manntalið 1860, kom þangað þ. á. frá Árbakka [Kb. Lund.]. Guðna er getið í Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1866 og 1867 á skrá yfir búlausa, og 1869 í skránni „búlausir tíundandi“. Guðni kvæntist í Grjótárgerði 2. okt. 1863 Þuríði Aradóttur vinnukonu þar, og eru þau þar í vinnumennsku og húsmennsku til 1869 er þau fara að Heiðarseli, sjá þar. Guðni var fæddur í Víðum 26. febr. 1836 [Kb. Ein.]. Hann var síðast í Narfastaðaseli hjá börnum sínum, er þar á manntali 1910 og deyr þar 13. ágúst 1919 [Kb. Grenj.]. Guðni var bróðir Kristjáns, sem var bóndi í Grjótárgerði 1878-1885, sjá síðar. Þuríður Aradóttir virðist koma að Grjótárgerði 1863, giftist þar Guðna hér næst á undan og er þar í fólkstölu við nýár 1864. Þau eru í vinnumennsku og síðar húsmennsku í Grjótárgerði til 1869, er þau fara að Heiðarseli, sjá þar. Þuríður var fædd um 1835 á Fljótsbakka, dóttir Ara Árnasonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur [ÆÞ. II, bls. 173] (þar er hún sögð fædd 1833, en er ekki á manntali með foreldrum á Fljótsbakka 1835). Fæðingu hennar er ekki að finna í [Kb. Ein.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum í Bárðardal 1840 og í Sandvík 1845 og 1850. Hún er vinnukona á Öxará hjá Þorsteini bróður sínum við manntölin 1855 og 1860. Kemur 1862 „ , 26, vinnukona, frá Hriflu að Svartárkoti“ [Kb. Lund.]. Þuríður andaðist í Skógarseli 26. apríl 1900 „ , gipt kona frá Skógarseli, 64“ [Kb. Ein.]. Jón Tryggvi Guðnason, f. 23. jan. 1865 í Grjótárgerði, sonur Guðna og Þuríðar hér næst á undan, fer með þeim að Heiðarseli 1869. Hann kemur aftur að Grjótárgerði 1882 til Kristjáns föðurbróður síns, sjá þar. Jón Tryggvi kemur 1910 frá Engidal að Narfastaðaseli, þar sem hann átti heima með systkinum sínum til dauðadags 1940. Níels Frímann Jóhannesson, kemur 1865 „ , 16, ljettadreingur,“ frá Finnsstöðum að Grjótárgerði, fer þaðan 1866 út í Kinn [Kb. Lund.]. Níels Frímann var fæddur 23. febr. 1851 í Naustavík, sonur hjónanna Jóhannesar Þorsteinssonar og Sigurbjargar Sveinsdóttur, sem þá voru þar „ , hjón búandi“ [Kb. Þór.]. Hann kemur aftur inn í Lundarbrekkusókn 1870 „ , 20, vinnum, frá Rúgsstað“ (svo) að Svartárkoti. Hann flytur þaðan 1871 „ , 20, vinnumaður í Eyjafjörð frá Svartárkoti“ [Kb. Lund.].


129

Jón Þorsteinsson kemur að Grjótárgerði 1866, er þar í fólkstölu við nýár 1867 „ , 19, vinnumaður“, en er farinn árið eftir. Jón fer 1871 „ , 22, vinnumaður, í Grænavatn frá Víðirkeri“ [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.], þar er hann á fólkstali 31. des. 1871 [Sál. Mýv.]. Telja má nokkuð víst, að Jón þessi sé sonur Þorsteins Jóhannessonar og Kristjönu Guðlaugsdóttur, f. 6. okt. 1848 í Vindbelg [Kb. Mýv.], er þar á manntali 1850, 1855 og 1860, fer 1861 ásamt móður sinni „ , 13, ljettapiltr,“ frá Vindbelg að Engidal [Kb. Mýv.]. Jón kvæntist 13. okt. 1874 Aðalbjörgu Sveinsdóttur, þá bæði í Haganesi. Þau eru á manntali í Vindbelg 1880 ásamt tveim börnum. Þau eru á Árbakka 1875-1876, sjá þar, einnig í [ÆÞ. I, bls. 370 og 376-377], þar einnig um afkomendur. Kristján Guðnason, f. 22. júní 1867 í Grjótárgerði [Kb. Lund.], sonur Guðna og Þuríðar hér ofar og fer með þeim að Heiðarseli 1869. Kristján fylgir foreldrum sínum út í Kinn og er með þeim á Hjalla 1880 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“. Hann eignaðist dótturina Júlíönu með Sigurlaugu Sigurjónsdóttur, sjá [ÆÞ. IV, bls. 154], var hann m. a. í húsmennsku á Stórulaugum á fjórða áratug 20. aldar með Júlíönu. Sigurður Jónsson kemur 1867 „ , 38, Vinnumaður“ frá Kálfaströnd að Grjótárgerði [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1868. Fer þaðan 1869 að Brettingsstöðum [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. Hann kemur aftur að Grjótárgerði 1871 [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1872 „ , 42, vinnumaður“ [Sál. Eyj.], en ekki er hann þar árið eftir. Sigurður var fæddur 3. apríl 1829 á Lundarbrekku, sonur Jóns Jósfatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þar eru „vinnuhion“ [Kb. Lund.]. Albróðir Guðna hér að ofan og Kristjáns hér neðar. Hann er á manntali í Víðum 1835 og 1845 með foreldrum sínum og yngri bræðrum, 1855 „ , 27, Ó, vinnumaður,“ á Kálfaströnd og 1860 í SyðriNeslöndum. Sjá ennfremur um Sigurð undir Stórás, þá er hann kominn með fjölskyldu. Anna Sigríður Kristjánsdóttir kemur 1868 „ , 17, ( . . ), frá Tumsu að Grjótárgerði“ [Kb. Lund.], en ekki sést hún þar í fólkstölu. Anna Sigríður var fædd 25. des. 1851 í Sultum, dóttir Kristjáns Sigurðssonar og Kristínar Kristjánsdóttur. Hún giftist frænda sínum Jóni Hjálmarssyni og bjuggu þau m. a. í Hólum í Reykjadal og Sandvík, en þaðan fóru þau til Vesturheims 1883 [ÆÞ. IV, bls. 131]. Sigurður Arason kemur líklega 1868 að Grjótárgerði, hann er þar í fólkstölu við nýár 1869 „ , 45, vinnumaður“ [Sál. Eyj.]. Er farinn um nýár 1871. Sigurður var fæddur 21. mars 1823, sonur hjónanna Ara Árnasonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur, sem þá eru „hjón á Sigurðarstöðum“ [Kb. Lund.]. Bróðir Þuríðar hér nokkru ofar. Sigurður fer með foreldrum sínum að Fljótsbakka fæðingarárið [Kb. Ein.] og er með þeim á manntali þar 1835. Fer með þeim þaðan að Halldórsstöðum í Bárðardal 1839 [Kb. Ein.] og er með þeim þar á manntali 1840, en 1845 og 1850 í Sandvík. Sigurður er vinnumaður á Halldórsstöðum í Kinn 1855 og hjá Þorsteini bróður sínum á Öxará 1860 „ , 38, Ó, vinnumaður“. Sigurður andaðist 21. júlí 1871 „ , vinnumaðr í Stórutúngu, 47“ [Kb. Lund.]. Guðrún Hólmfríður Guðnadóttir, f. 26. maí 1869 í Grjótárgerði, dóttir Guðna og Þuríðar hér ofar, fer með þeim þ. á. að Heiðarseli. Fylgir foreldrum og systkinum út í Kinn og er með þeim á Hjalla 1880 „ , 11, Ó, dóttir þeirra,“.

Jón Þorsteinsson


130

Guðrún Hólmfríður var húsfreyja í Narfastaðseli hjá bræðrum sínum 19101940. Dó í Máskoti 4. sept. 1956. Sigríður Jóakimsdóttir kemur líklega 1869 að Grjótárgerði, hún er þar í fólkstali v. nýár 1870 „ , 26, vinnukona“ [Sál. Eyj.]. Hún er þar enn við nýár 1872, en fer með húsbændum að Stórási það ár, en er farin þaðan um nýár 1874. Sigríður var fædd á Halldórsstöðum í Bárðardal 8. nóv. 1844, dóttir hjónanna Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur, sem bjuggu á Halldórsstöðum, Sigurðarstöðum og í Hrappstaðaseli í Bárðardal. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850 og1855, en 1860 er hún vinnukona í Jarlstaðaseli. Sigríður var vinnukona á fleiri heiðanýbýlum, sjá einkum undir Hrappstaðasel. Sigríður andaðist 11. febr. 1875 „ , frá Hlíðarenda, 30, Úr höfuðveiki“ [Kb. Þór.]. Jóhannes Ingimundarson kemur líklega einnig 1869 að Grjótárgerði ásamt konu sinni, hann er þar í fólkstölu við nýár 1870 „ , 41, húsmaður“ [Sál. Eyj.], kemur líklega í ból Guðna og fjölsk. Þau eru farin um nýár 1872. Hinn 26. febr. 1826 fæðist Jóhannes Ingimundsson, eru foreldrar hans „bóndi Ingimundur Þorleifsson á Stóru Þverá, kona hans Sigríður Skúladóttir ibid:“ [Kb. Holtss.]. Sá Jóhannes virðist deyja 5. ágúst 1828 „ , bóndabarn frá Stóru Þverá., 2ia,“. En þau Ingimundur og Sigríður höfðu þá eignast soninn Jóhann, sem fæddur var 3. júní 1827 [Kb. Holtss.]. Annaðhvort virðist hann með einhverjum hætti erfa nafn og fæðingardag hins látna bróður, eða, sem líklegra er, að presturinn hafi haldið að hann væri að jarða eldri bróðurinn, en hafi verið að jarða þann yngri. Við fermingu Jóhannesar (svo) 1840 er hann sagður fæddur 26. febr. 1826 [Kb. Barðss.], þá farinn að heiman. Sjá Skagf. æviskrár 1850-1890, II. bindi, bls. 130 (þó ranglega sé Jóhannes sagður á Silfrastöðum frá 1854, Jón bróðir hans er þar á manntali 1855). Jóhannes (oftast Ingimundsson) fer með foreldrum sínum 1832 frá Stóru Þverá að Nefstaðakoti [Kb. Holtss.] og er með þeim þar á manntali 1835 „ , 9, Ó, þeirra sonur“. Þau flytja að Móskógum 1836 [Kb. Barðss.], en 1840 er Jóhannes „ , 15, Ó, tökupiltur“ á Ystamói, en foreldrar hans eru þá á Móskógum með þrem sonum. Jóhannes er á manntali á Ystamói 1845 og 1850, vinnumaður, en 1855 er hann „ , 28, Ó, vinnumaður,“ í Djúpadal. Kemur þaðan 1856 „ , 30, vinnumaður,“ að Eyjardalsá [Kb. Eyjard.prk.] og kvæntist þar 3. nóv. 1857 Ingibjörgu Jóhönnu Jónasdóttur, sjá hér næst á eftir, sem þá er „vinnuk: á Eyardalsá 24 ára að aldri“ [Kb. Eyjard.prk.]. Jóhannes er á manntali á Halldórsstöðum í Bárðardal 1860 „ , 33, G, vinnumaður,“ (hjá sr. Jóni Austmann) ásamt konu sinni. Þau fara 1873 frá Íshóli inn í Sölvadal [Kb. Lund.]. Eru á manntali í Þormóðsstaðaseli 1880, ásamt Bergvin fóstursyni sínum. Ekki eru þau þar 1890. Ingibjörg Jóhanna Jónasdóttir er með Jóhannesi manni sínum, sjá hér næst á undan, í fólkstölu í Grjótárgerði v. nýár 1870 „ , 36, kona hans“. Farin um nýár 1872. Ingibjörg Jóhanna var fædd 2. nóv. 1833, dóttir Jónasar Stefánssonar og Ingibjargar Indriðadóttur, sem þá voru „búandi hión á Leifshúsum“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Foreldrar hennar eru á manntali á Efri Dálkstöðum 1835, en þar er Ingibjargar ekki getið. Ingibjörg er á manntali í Leifshúsum 1840 „ , 8, Ó, fósturbarn“, þá eru foreldrar hennar á manntali í Fagrabæ með fjórum börnum. Ingibjörg er enn á manntali í Leifshúsum 1845 „ , 13, Ó, tökubarn, léttastúlka,“. Hún fer 1849 „ , 16, Tökustúlka, frá Leifshúsum í Svalbarðssókn að Eyardalsá“ [Kb. Eyjard.prk.]. Þar er hún á manntali 1850 og 1855, þá „ , 23, Ó, vinnukona,“. Giftist Jóhannesi 3. nóv. 1857, sjá hér næst á undan, og er með honum á manntali á Halldórsstöðum 1860 „ , 27, G, vinnukona,“. Sjá um hana hjá Jóhannesi.


131

Bergvin Bergvinsson kemur líklega að Grjótárgerði 1869, hann er þar í fólkstali um nýár 1870 „ , 15, tökubarn“. Hann er farinn við nýár 1872, fóstursonur Jóhannesar og Ingibjargar Jóhönnu. Bergvin var fæddur 19. júní 1855, sonur Bergvins Einarssonar og Friðbjargar Ingjaldsdóttur, sem þá eru „búandi hjón á Sandvík“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali á Halldórsstöðum í Bárðardal 1860 „ , 6, Ó, tökudrengur,“ og er í Grjótárgerði við fermingu 1870. Hann fer 1873, ásamt Jóhannesi og Ingibjörgu Jóhönnu hér næst á undan, „ , 17, fósturbarn,“ frá Íshóli inn í Sölvadal [Kb. Lund.]. Hann er með þeim á manntali í Þormóðsstaðaseli 1880 „ , 25, G, fóstursonur þeirra,“. Ekki er hann þar 1890. Sigurjón Jónsson deyr 3. nóv. 1871 „ , ógiptr vinnumaðr frá Grjótárgerði, 36“ [Kb. Lund.]. Finn hans ekki getið í fólkstölum þar um þessar mundir. Aldurs vegna sýnist hann ekki vera sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sá var fæddur 18. ágúst 1831 [Kb. Ein.]. Sé litið framhjá aldrinum, gæti annað komið heim, Sigurður bróðir hans var þennan vetur í Grjótárgerði, sjá hér ofar. Sjá einnig um Sigurjón undir Stórás.

1872 - 1875: Jónsdóttir

Jón

Guttormsson

og

Ingibjörg

Jón og Ingibjörg koma líklega frá Stórutungu að Grjótárgerði 1872 með börnum sínum, þau eru þar í fólkstölu við nýár 1873 [Sál. Eyj.]. Jón er einn gjaldandi fyrir Grjótárgerði í manntalsbók 1873, 1874 og 1875. Þau hjón eru þar ekki lengur á fólkstali við nýár 1875. En það fólkstal er satt að segja ekki mjög traustvekjandi, nýr prestur var að taka við, sýnist sú fólkstala eiga betur við árið 1876. Treysti ég því manntalsbókinni betur. Jón var fæddur í Stafni 12. jan. 1832, sonur hjónanna Guttorms Jónssonar og Önnu Ásmundsdóttur, sem þá búa þar. Hann fer með foreldrum sínum að Ásmundarstöðum á Sléttu 1837 [Kb. Ein.], en kemur 1840 „ , 71/2, Fósturbarn, að Halldórsst: frá Ásmundarst. á Sljettu“ [Kb. Grenj.] og er á manntali á Þverá þ. á. „ , 8, tökubarn“ en á Halldórsstöðum í Laxárdal 1845 „ , 13, Ó, tökupiltur,“. Jón var tvisvar vinnumaður í Heiðarseli, sjá þar. Ingibjörg var fædd 3. jan. 1835 í Stórutungu, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Vilborgar Þorsteinsdóttur, sem þá eru þar „búandi hjón“ [Kb. Lund.]. Hún er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1845, 1850 og 1855. Jón og Ingibjörg voru gefin saman 27. sept. 1859, hann var þá vinnumaður í Stórutungu, 26 ára gamall [Kb. Lund.], og eru þau á manntali þar 1860. „Jón Guttormsson, Grjótárgerði, með konu og 5 börn“ [SÍV. bls. 88] er á skrá Jakobs Hálfdanarsonar frá 25. febr. 1873 um „Fólkið sem afráðið hefur að búast við Brasilíuflutningi í sumar ( . . )“, sjá Norðanfara 12. mars. 1873, bls. 41. Þau Jón og Ingibjörg eru í lausamennsku í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1877 hjá Finnboga og Guðrúnu (sjá síðar), er Jón sagður „ , 45, lausam.“ en Ingibjörg „ , 42, k hans“ og er Jónas sonur þeirra þar með þeim. Þau fara 1878 „ , húsfólk,“ frá Stórutungu að Hafralæk ásamt Vilborgu dóttur sinni [Kb. Lund.].


132

Þar er Ingibjörg á manntali 1880 með nokkur börn þeirra „ . 45, G, húsmóðir,“. Jón er þar einnig á manntali 1880, í viðaukaskýslu B, en dvelst um stundarsakir á Húsavík. Við manntalið 1890 er Jón „ , 57, G, vinnumaður,“ á Mýri. Hann fer 1892 „ , vm., 60, frá Fellsseli að Grenjaðarstað“ [Kb. Þór.].

Börn Jóns og Ingibjargar í Grjótárgerði 1872-1874:

Anna Guðrún Jónsdóttir, dóttir Jóns og Ingibjargar hér að ofan, f. 4. júlí 1863 í Stórutungu [Kb. Lund.], kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 og er þar í fólkstölu við nýár 1873 og 1874. Ekki hefur mér tekist að rekja slóð hennar eftir það. Vilborg Jónsdóttir, dóttir Jóns og Ingibjargar hér ofar, f. 6. maí 1865 í Stórutungu, kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 er þar í fólkstölu við nýár 1873 og 1874. Vilborg fer með foreldrum frá Stórutungu að Hafralæk 1878 og er þar á manntali með móður sinni og sumum systkinum 1880 „ , 15, Ó, dóttir þeirra,“. Helgi Jónsson, sonur Jóns og Ingibjargar hér ofar, f. 28. júní 1867 í Stórutungu, kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 og er þar í fólkstölu við nýár 1873 og 1874. Helgi fer 1877 með Baldvin Sigurðssyni og Guðnýju Jónsdóttur frá Stórutungu að Garði í Aðaldal og er þar á manntali 1880 „ , 13, Ó, fósturbarn búsráðenda,“. Ekki er hann þar við manntalið 1890. „dó niðjalaus“ [ÆÞ. III, bls. 52]. Jónas Jónsson, sonur Jóns og Ingibjargar hér ofar, f. 6. júlí 1869 í Stórutungu, kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 og er þar í fólkstölu við nýár 1873 og 1874. Er líklega „ , 7, tökubarn“ þar á fólkstali 1875/76 hjá Finnboga og Guðrúnu, sjá þar. Fer 1878 „ , 8, tökub, frá Grjótárgerði að Hafralæk“ [Kb. Lund.], þar sem hann er á manntali með móður sinni og sumum systkinum 1880 „ , 11, Ó, sonur húsráðenda,“. Friðjón Jónsson, sonur Jóns og Ingibjargar hér ofar, f. 23. sept. 1871 í Stórutungu, kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 og er þar í fólkstölu við nýár 1873 og 1874. Friðjón fer 1878 „ , 5, tökubarn, frá Engidal að Hafralæk“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali með móður sinni og sumum systlinum 1880 „ , 9, Ó, sonur húsráðenda,“. Hann er á manntali á Arnarvatni 1890 „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Friðjón var lengi bóndi á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, sjá þar.

Friðjón Jónsson


133

Vandalausir í Grjótárgerði í búskapartíð Jóns og Ingbjargar 1872-1874:

Jónas Kristjánsson og k. h.

Sigríður Magnúsdóttir eru bæði árin „ , vinnumaður“ og „ , kona hans“ í Grjótárgerði, sjá hér nokkru ofar um þau. Ragnheiður Aðalbjörg Jónasdóttir, sem nú heitir Aðalbjörg Ragnheiður, er með foreldrum í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1873. Hún fer þaðan það ár „ , 15, ljettast.,“ að Brúnagerði [Kb. Lund.]. Sjá hér ofar um hana. Magnús Jónasson, sonur Jónasar og Sigríðar hér að ofan, er í Grjótárgerði í fólkstali við nýár 1874 „ , 12, sonur þra“. Hann er þar ekki við nýár 1875. Magnús var fæddur 5. júlí 1861 á Gili í Öxnadal [Kb. Bakkas.], kemur þaðan 1864 og fer þá með móður sinni að Mýri. Hann fer 1880 „ . 18, vinnum., frá Sandhaugum að Litladal“ [Kb. Lund.] og er á viðaukaskrá B á manntali þ. á. í Litladal í Miklagarðssókn „ , 19, Ó, vinnum., sjómaður,“. Dvalarstaður um stundarsakir: „ Stærraárskógssókn“. Bergfríður Bergvinsdóttir er í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1873 „ , 22, vinnukona“ [Sál. Eyj.]. Hún fer þaðan 1873 að Garði við Mývatn [Kb. Lund.]. Systir Bergvins hér nokkru ofar. Bergfríður var fædd 1. sept. 1851, dóttir Bergvins Einarssonar og Friðbjargar Ingjaldsdóttur sem þá eru „búandi hjón á Halldórsstöðum“ [Kb. Lund.]. Hún er „ , 5, Ó, fósturbarn,“ á Bjarnastöðum við manntalið 1855, en „ , 10, Ó, tökubarn,“ þar við manntalið 1860. Ekki hef ég hirt um að fylgja henni eftir í Mývatnssveit, hún kemur 1876 frá Garði við Mývatn að Bjarnastöðum og fer 1877 „ , 26, vk, frá Bjarnast að Sörlastöðum“ [Kb. Lund.] og kemur aftur þaðan að Lundarbrekku 1878 [Kb. Lund.]. Bergfríður, þá vinnukona á Lundarbrekku, giftist 3. maí 1880 Magnúsi Gunnlaugssyni, sem þá er þrítugur vinnumaður þar, og eru þau bæði þar á manntali um haustið. Bergfríður fer 1884 „ 33, húskona, frá Sandvík að Snæbjarnarst.“ ásamt þriggja ára dóttur sinni Magneu Jakobínu [Kb. Lund.]. En Magnúsar er þar ekki getið. Bergfríður fer 1885 „ , 34, ekkja, frá Snæbjarnarstöðum í Dvergstaði í Grundarsókn“ með dóttur sína, má af því sjá að Magnús er þá látinn.

1875 - 1878: Sigurðardóttir

Finnbogi

Erlendsson

og

Guðrún

Finnbogi og Guðrún koma 1874 frá Haganesi að Stórutungu [Kb. Lund.], og eru í Grjótárgerði í fólkstali við nýár 1875 (sem þó verður að taka með fyrirvara, sjá hjá næsta ábúanda á undan). Finnbogi er einn gjaldandi þinggjalda fyrir Grjótárgerði í manntalsbók árin 1876, 1877 og 1878. Þau hjón eru þar ekki lengur við nýár 1879.

Finnbogi Erlendsson ásamt konu sinni Guðrúni Sigurðardóttur. Með þeim á myndinni er Kristín og Anna Margrét.


134

Finnbogi var fæddur 14. maí 1837 (ártalið gæti verið 1838), sonur Erlends Sturlusonar og Önnu Sigurðardóttur, sem þá voru „ , hjón búandi á Rauðá“ [Kb. Þór.]. Þar er Finnbogi á manntali 1840, 1845 og 1850, en 1855 og 1860 á Gautlöndum. Hann fer þaðan 1863 „ , 27, vinnumaður,“ að Lundarbrekku. Sjá einnig um Finnboga á Bjarnastöðum í Mývatnssveit. Guðrún var fædd 22. apríl 1833 og voru foreldrar hennar Sigurður Oddsson og Guðrún Vigfúsdóttir „Búhjón á Hálsi“ [Kb. Þór.]. Guðrún er á manntali á Hálsi með foreldrum og systkinum 1835, 1840 og 1845. Hún er á manntali í Víðirkeri 1860 „ 28, Ó, vinnukona,“. Guðrún var alsystir Odds í Hrappstaðaseli og Baldvins í Garði í Aðaldal. Þau Finnbogi og Guðrún voru gefin saman 10. okt. 1865, þá bæði á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þau flytja þaðan að Haganesi 1866 [Kb. Mýv.], en flytja 1874 að Stórutungu eins og áður segir. Guðrún andaðist 8. apríl 1880 „ , Gipt kona í Víðirkeri, 47“ [Kb Lund.] og er Finnbogi þar á manntali það ár „ , 43, E, lausamaður,“. Finnbogi kvæntist aftur 8. febr. 1882, þá 44 ára ekkjumaður í Víðirkeri, Kristjönu Rósu Hermannsdóttur, sem þá er þar 37 ára vinnukona [Kb. Lund.]. Þau fara frá Víðikeri til Vesturheims 1883 [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Sjá einnig um þau í [Saga Ísl., bls. 284].

Börn Finnboga og Guðrúnar í Grjótárgerði 1875-1878:

Benidikt Finnbogason kemur með foreldrum sínum að Stórutungu 1874 og er í fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1875/76? „ , 1, barn þa“. Benidikt var fæddur 19. jan. 1874 í Haganesi [Kb. Mýv.]. Hann andaðist 2. nóv. 1876 „ , barn Grjótárgerði, 2“ [Kb. Lund.]. Kristjana Finnbogadóttir, f. 15. júní 1875 í Grjótárgerði, d. þar 26. nóv. 1876 „ , barn Grjótárgerði, 1“ [Kb. Lund.].

Annað skyldulið Finnboga og Guðrúnar í Grjótárgerði 1875-1878: Arnfríður Erlendsdóttir, systir Finnboga bónda, er á fólkstali við nýár 1875/76? í Grjótárgerði „ , 43, vk“, er þó sögð koma 1875 frá Stöng að Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Er ekki í Grjótárgerði við nýár 1877. Arnfríður var fædd 13. nóv. 1832 á Rauðá, dóttir hjónanna Erlends Sturlusonar og Önnu Sigurðardóttur [Kb. Þór.]. Hún er þar með þeim á manntali 1845 og 1850, en 1855 er hún á Gautlöndum „ , 23, Ó, vinnukona,“ þar er hún einnig 1860, svo og faðir hennar, „ , 70, E,“. Arnfríður, þá enn á Gautlöndum, giftist 16. okt. 1867 Árna Jónssyni, sem kemur þ. á „ , 29, vinnumaður“ frá Lundarbrekku. Þau flytja 1868 að Litlulaugum [Kb. Ein.], en flytja 1872 frá Litlulaugum að Stöng, ásamt Önnu Maríu dóttur þeirra. Árni deyr í maí 1875 „ , húsmaður á Stöng, 37, úr höfuðveiki“ [Kb. Mýv.]. Arnfríður er á fólkstali í Víðirkeri við nýár 1877 og fer þaðan 1879 að Víðimýri ásamt dóttur sinni [Kb. Lund.], en ekki er hún þar á manntali árið eftir.

Arnfríður Erlendsdóttir


135

Anna María Árnadóttir, dóttir Arnfríðar hér næst á undan er sömuleiðis á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1875/76? „ 7,“, og er sögð koma með henni frá Stöng 1875 [Kb. Lund.]. Er ekki í Grjótárgerði við nýár 1877. Anna María var fædd 10. mars 1869 og voru foreldrar hennar Árni Jónsson og Arnfríður Erlendsdóttir „ , hjón búandi á Litlulaugum“ [Kb. Ein.]. Hún fer með foreldrum að Stöng 1872 og með móður sinni að Grjótárgerði 1875. Hún er með henni á fólkstali í Víðirkeri við nýár 1877 og fer þaðan 1879 að Víðimýri. Við manntalið 1890 er Anna María „ , 21, Ó, vinnukona“ í Haganesi. Ekki fæ ég betur séð en hún sé á manntali á Húsavík 1901, í húsi sem þá heitir Skólinn, „ , hjú, 32,“ komin inn í Húsavíkursókn þ. á. frá Vestdalseyri. Erlendur Sigurðsson, systursonur Finnboga bónda, kemur með honum og Guðrúnu 1874 „ , 12, tökubarn“ frá Haganesi að Stórutungu [Kb. Lund.] en er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1875/76? „ , 13, fósturb.“ Hann er enn á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1877 og enn 1878, þá „ , 16, v.m.“ [Sál. Eyj.]. Erlendur var fæddur 20. júlí 1862, sonur Sigurðar Eiríkssonar og Guðrúnar Erlendsdóttur, sem þá eru „ , hjón búandi á Ingjaldsstöðum“ [Kb. Ein.]. Erlendur fer 1880 „ , 18, vinnum., frá Svartárkoti í Möðruvallaskóla.“ [Kb. Lund.] og er á manntali þar um haustið.

Anna María Árnadóttir

Guðrún Vigfúsdóttir er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 77, móðir bda“ (á að vera móðir húsfreyju). Hún fer 1878 „ , 72, vk,“ frá Grjótárgerði að Garði [Kb. Lund.],þar sem hún andaðist 4. mars 1882 [ÆÞ. III, bls. 49], sjá um hana og mann hennar þar. Guðrún var fædd 11. nóv. (ÆÞ. III segir 25. des.) 1801 á Þverá í Reykjahverfi, dóttir hjónanna Vigfúsar Þorkelssonar og Guðrúnar Aradóttur [Kb. Grenj.]. Vandalausir í Grjótárgerði í búskapartíð Finnboga og Guðrúnar 1875-1878: Finna Marteinsdóttir er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1875/76 „ , 22, vk.“ Hún fer þaðan 1876 „ , 22, v. k.,“ „í Víðirdal á Fjöllum“. Hún er aftur á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1878, en fer þ. á. „austur á Fjöll“ [Kb. Lund.]. Finna var fædd 29. júní 1853, dóttir Marteins Guðlaugssonar b. í Álftagerði og k. h. Sigríðar Guðmundsdóttur. Hún andaðist 3. ágúst 1937. Sjá um hana og fjölskyldu í [Skú. bls. 34-36]. Finna kemur 1874 „ , 21, vinnuk., frá Stöng að Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Guðni Þorgrímsson er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1875/76 „ , 41, húsm.“ ásamt Önnu konu sinni hér næst á eftir. Þau eru ekki þar við nýár 1877. Þau Guðni og Anna koma aftur að Grjótárgerði og eru þar á manntali 1880. Guðni var fæddur 12. mars 1835, sonur Þórgríms Þórgrímssonar og Sigríðar Sigmundsdóttur, sem þá voru „ , búandi hjón á Íshóli“ [Kb. Lund.]. Hann er með foreldrum á manntali þar 1840, 1845 og 1850. Kvæntist Önnu Friðfinnsdóttur 2. júlí 1855 og búa þau á Íshóli við manntölin 1855 og 1860. Anna Friðfinnsdóttir, kona Guðna hér næst á undan, er á fólkstali við nýár 1875/76 „ , 41, kona hs“. Anna var fædd 30. maí 1835, dóttir Friðfinns Illugasonar á Litluvöllum og k. h. Rósu Tómasdóttur, sem þá eru þar „ , búandi hion“ [Kb. Lund.]. Anna er með foreldrum á manntali á Litluvöllum 1840, 1845 og 1850. Giftist Guðna hér næst á undan 2. júlí 1855, sjá þar.

Guðni Þorgrímsson

Anna Friðfinnsdóttir


136

Þóra Sigríður Guðnadóttir er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1875/76 „ , 13, barn þra“ Guðna og Önnu hér næst á undan. Ekki er hún þar við nýár 1877. Þóra var fædd 18. jan. 1862, eru foreldrar hennar þá „ , búandi hjón á Íshóli“ [Kb. Lund.]. Jónas Jónsson, líklega sonur Jóns Guttormssonar og Ingibj. konu hans, sjá áður, er „ , 7, tökubarn“ í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1875/76. Hann er þar einnig á fólkstali um nýár 1877, þá með foreldrum sínum „ , 8, br. þeirra“. Við nýár 1878 er hann þar enn „ , 8, ómagi“, en fer það ár „ , 8, tökub, frá Grjótárgerði að Hafralæk“ [Kb. Lund.]. Jónas er á manntali með móður sinni og sumum systkinum á Hafralæk 1880 „ , 11, Ó, sonur húsráðenda,“. Jón Guttormsson, áður bóndi í Grjótárgerði, sjá hér ofar, er þar á fólkstali við nýár 1877 „ , 45, lausam.“ Hann er farinn árið eftir. Ingibjörg Jónsdóttir kona Jóns hér næst á undan, eins. Jónas Jónasson er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1877 „ , 57, vm“, en ekki árið eftir. Jónas var fæddur 26. okt.(eða sept.) 1820 á Hálsi í Kinn, sonur Jónasar Jónssonar og Bergljótar Jónasardóttur. Hann er með foreldrum sínum á manntali í Ystafelli 1835 og 1845. Skrásetningu giftinga vantar í [Kb. Þór.] 1845-1852, en þau hjón eru farin að búa á Krossi við manntalið 1850 og eru þar enn á manntali 1860. Jónas og Guðný eru á manntali í Saltvík 1880 með tveim sonum og fóru þaðan með þeim til Vesturheims 1881 [Vfskrá], sjá ennfremur um þau í [ÆÞ. III, bls. 46]. Jónas dó í Vesturheimi 12. júlí 1904. Guðný Jónsdóttir, kona Jónasar hér næst á undan, er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1877 „ , 54, vk“, en ekki árið eftir. Guðný var fædd 8. sept. 1823, dóttir Jóns Jónssonar og Aðalbjargar Davíðsdóttur, sem þá eru „hión á Mióadal“ [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum þar á manntali 1845 „ , 23, Ó, þeirra barn,“. Sjá hér næst á undan hjá Jónasi. Dó í Vesturheimi 1. sept. 1908. Bergvin Einarsson er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 64, húsm.“ ásamt Baldviníu barnsmóður sinni og dóttur. Hann er þar áfram í tíð Kristjáns og Guðrúnar, sjá hér nokkru neðar. Baldvinía Eiríksdóttir, fylgir Bergvin hér næst á undan, er sömuleiðis í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 27, lausak.“ en við nýár 1879 „húsk“ [Sál. Eyj.]. Hún er áfram í Grjótárgerði í tíð Kristjáns og Guðrúnar, sjá hér nokkru neðar. Sigurveig Elín Bergvinsdóttir, dóttir Bergvins og Baldviníu hér næst á undan, er með foreldrum í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 6, þra barn“. Hún er þar áfram í tíð Kristjáns og Guðrúnar, sjá hér nokkru neðar.

1878 - 1886: Kristján Sigmundsdóttir

Jónsson

og

Guðrún

Kristján kemur „ , 45, bóndi,“ frá Víðum að Grjótárgerði 1878, en Guðrún kemur þangað s. á. „ , 28, hfr.“ með skylduliði sínu frá Haga. Þau eru gefin saman 12. okt. 1878 [Kb. Lund.]. Þau eru í Grjótárgerði á fólkstali um nýár 1886, en um nýár 1887 er komið þangað annað fólk [Sál. Eyj.]. Kristján er gjaldandi fyrir Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1879-1886, en 1881 er

Þóra Sigríður Guðnadóttir


137

getið þar Guðna Þorgrímssonar á skrá yfir búlausa og 1885 er getið þar Jóns Jónssonar á skrá yfir húsfólk og 1886 á skrá yfir búlausa. Kristján var fæddur í Víðum 26. jan. 1835, sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, albr. Guðna, Sigurðar og Sigurjóns, sjá hér nokkru ofar. Kristján er á manntali með foreldrum í Víðum 1840, 1845 og 1850 og fer með þeim að Kálfaströnd 1853 [Kb. Ein.], þar sem hann er á manntali 1855, en 1860 á Lundarbrekku „ , 26, Ó, vinnumaður,“. Fer 1869 „ , 36, vinnumaður,“ frá Lundarbrekku að Brettingsstöðum [Kb. Lund.]. Kristján bjó á Brettingsstöðum 1869-1871 [Laxd. bls. 90-91]. Dó 18. mars 1897 „ , bóndi í Stórutungu, 63“ [Kb. Lund.]. Guðrún var fædd á Jarlstöðum 17. mars 1851, dóttir Sigmundar Einarssonar og f. k. h. Kristínar Þorgrímsdóttur [Kb. Lund.], [Laxd. bls. 91]. Hún er á manntali með foreldrum og systur á Hrappstöðum 1855, en 1860 á Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi með föður sínum, sem þá er ekkill. Hún kemur með föður sínum og stjúpmóður 1864 „ , 14, dóttir hans,“ frá Hólum í Laxárdal að Svartárkoti [Kb. Lund.]. Guðrún eignast soninn Tryggva 1876, sjá hér neðar, með Guðna Sigurðssyni í Brennási. Hún fer frá Hallbjarnarstöðum að Haga með son sinn 1877 [Kb. Ness.] og þaðan að Grjótárgerði 1878 [Kb. Lund.], [Kb. Ness.]. Hún er á manntali í Stórutungu 1901 „ , húsmóðir, 50, E,“. Deyr þar 31. júlí 1920 [Laxd. bls.91]. Börn Kristjáns og Guðrúnar í Grjótárgerði 1878-1886, öll fædd þar: Geirmundur Helgi Kristjánsson, f. 30. júlí 1879 [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1880. Dó í Stórutungu 7. sept. 1899 [Laxd. bls. 91]. Jón Kristinn Kristjánsson, f. 30. maí 1881 [Kb. Lund.]. Dó í Stórutungu 4. nóv. 1899 [Laxd. bls. 91]. Anna Guðrún Kristjánsdóttir, f. 18. ágúst 1884 [Kb. Lund.]. Dó í Stórutungu 8. sept. 1902 [Laxd. bls. 91]. Annað skyldulið Kristjáns og Guðrúnar í Grjótárgerði 1878-1886: Tryggvi Guðnason, sonur Guðrúnar húsfreyju og Guðna Sigurðssonar b. í Brennási (sjá þar), kemur með móður sinni frá Haga 1878 [Kb. Lund.] og er á manntali í Grjótárgerði 1880 „ , 3, Ó, sonur konunnar,“. Hann fer með móður sinni og stjúpa frá Grjótárgerði 1886. Tryggvi var fæddur 6. nóv. 1876 á Hallbjarnarstöðum [Kb. Ein.]. Hann fer með móður sinni að Haga árið eftir. Hann varð síðar þekktur bóndi í Víðirkeri. Sigmundur Einarsson kemur 1878 „ , 64, vm.“ frá Haga að Grjótárgerði [Kb. Lund.], faðir Guðrúnar húsfreyju. Er þar á manntali 1880 „ , 66, G, vinnumaður,“ og er í Grjótárgerði til 1886. Sigmundur var fæddur 6. okt. 1813 á Arndísarstöðum [Kb. Eyj.]., sonur Einars Sigmundssonar og Guðrúnar Bergþórsdóttur, og því albróðir Bergvins, sjá hér nokkru neðar. Hann er á manntali í Stórutungu 1835 „ , 22, Ó, vinnumaður“. Sigmundur var á manntali á Hrappstöðum 1855 með Kristínu Þorgrímsdóttir f. k. sinni og tveim dætrum. Þau flytja norður í Kelduhverfi 1859, þar sem Kristín deyr, hann er á manntali


138

á Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi 1860 „ , 48, E, bóndi,“. Hann kvænist að nýju 6. júlí 1861 Önnu Jónsdóttur hér næst á eftir, þá bóndi á Ingjaldsstöðum [Kb. Garðss.]. Sigmundur kemur 1864 með Önnu og dætrum sínum, Sigríði og Guðrúnu, frá Hólum í Laxárdal að Svartárkoti [Kb. Grenj.], [Kb. Lund.] Sigmundur er á manntali í Stórutungu 1890 og deyr þar 12. júní 1891 „ , giptur í Stórutungu, 77“ [Kb. Lund.]. Anna Jónsdóttir, síðari kona Sigmundar hér næst á undan, kemur sömuleiðis frá Haga 1878, og er á manntali í Grjótárgerði 1880 „ , 40, G, kona hans, vinnukona,“. Hún er með manni sínum í Grjótárgerði til 1886. Anna var fædd 19. nóv. 1839 í Fjósatungu, dóttir hjónanna Jóns Árnasonar og Ingiríðar Sigurðardóttur [Kb. Ill.]. Hún er þar með þeim á manntali 1840, 1845 og 1850. Hún er á manntali á Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi 1860 „ , 21, Ó, bústýra,“ hjá Sigmundi og giftist honum 6. júlí 1861 [Kb. Garðss.]. Kemur með manni sínum 1864 frá Hólum að Svartárkoti „ , 26, kona hans,“ [Kb. Lund.] og er á manntali með manni sínum í Stórutungu 1890 „ , 50, G, kona hans, vinnukona,“. Hún er þar einnig á manntali 1901 „ , stjúpmóðir húsfreyju, 61, E,“. Vandalausir í búskapartíð Kristjáns og Guðrúnar í Grjótárgerði 1878-1886: Bergvin Einarsson er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 64, húsm.“ fyrsta árið í tíð Finnboga og Guðrúnar, ásamt Baldviníu barnsmóður sinni og dóttur. Hann er þar ekki á manntali 1880. Bergvin var fæddur 23. júlí 1812 á Arndísarstöðum, sonur Einars Sigmundssonar og Guðrúnar Bergþórsdóttur [Kb. Eyj.]. Hann var því föðurbróðir Guðrúnar húsfreyju. Hann er á manntali 1845 á Halldórsstöðum í Bárðardal „ , 33, G, bóndi“, ásamt konu sinni Friðbjörgu Ingjaldsdóttur „ , 30, G, hans kona,“ sögð fædd í Skútustaðasókn. Bergvin er á manntali á Sörlastöðum hjá Sigurjóni syni sínum 1880 „ , 68, E, faðir bóndans,“. Hann andaðist 10. júlí 1890 „ , 78, Ekkill hjá syni sínum á Gautsstöðum“ [Kb. Laufásprk.]. Baldvinía Eiríksdóttir, fylgir Bergvin hér næst á undan, er sömuleiðis í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 27, lausak.“ en við nýár 1879 „húsk“. Baldvinía var fædd 16. maí 1852 og voru foreldrar hennar „Eiríkur Eiríksson vinnumaður á Stórutungu og Abigael Jónsdóttir hjónanna í Stórutungu“ [Kb. Lund.] og er hún þar með móður sinni og stjúpa á manntali 1855. Baldvinía kemur frá Garðshorni að Fljótsbakka 1869 með móður sinni og stjúpa Friðfinni Kristjánssyni og dóttur sinni Ingibjörgu Bergvinsdóttur „1.“ Bergvin er þar með og eignast þau 1872 dótturina Elínu Sigurveigu, sjá hér næst á eftir. Baldvinía andaðist 21. mars 1880 „ , Ógipt, í húsm. á Bjarnastöðum, 29“ [Kb. Lund.]. Sigurveig Elín Bergvinsdóttir, dóttir Bergvins og Baldviníu hér næst á undan, er með foreldrum í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 6, þra barn“. Hún er þar ekki lengur við manntalið 1880. Sigurveig Elín, sem skírð var Elín Sigurveig, var fædd 6. okt. 1872. Segir svo um foreldrana í [Kb. Ein.]: „Bergvin Einarsson skilinn að borði og sæng við konu sína. Stúlkan Bergvinía Eiríksd. bæði á Fljótsbakka.“ Þau höfðu komið þangað frá Garðshorni 1869, með þeim var þá yngri alsystir hennar Ingibjörg „1.,“ Sigurveig Elín er á Ljótsstöðum í Laxárdal við manntalið 1880 „ , 7, Ó, bróðurdóttir húsfreyju [ . . ], fósturbarn“ Húsfreyjan var Guðrún Einarsdóttir. Við manntalið 1890 er Elín Sigurveig „ , 18, Ó, vinnukona,“ á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd.


139

Anna Pálína Benediktsdóttir kemur með Sigmundi og Önnu 1878 frá Haga að Grjótárgerði og er þar með þeim á manntali 1880 „ , 7, Ó, fósturbarn þeirra,“ Hún er þó sögð „tökubarn“ í fólkstali við nýár 1881 og þar til hún fer úr Grjótárgerði 1886. Anna Pálína var fædd á Ytrafjalli 13. maí 1873, dóttir Benedikts Jakobssonar og Guðmundu Þórnýjar Guðmundsdóttur [Kb. Múl.]. Við manntalið 1890 er hún „ , 17, Ó, vinnukona,“ á Mýri. Hún giftist Halldóri Marteinssyni á Bjarnastöðum og bjuggu þau í Grjótárgerði 1895-1905, sjá síðar og í [Reykj. bls. 405-414]. Guðlaugur Valdimarsson er á manntali í Grjótárgerði 1880 „ , 17, Ó, vinnumaður,“ og virðist hann vera þar til 1882. Hans er getið í Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1881 á skrá yfir búlausa. Guðlaugur var fæddur 4. febr. 1863, sonur hjónana Valdimars Guðlaugssonar og Kristlaugar Davíðsdóttur, sem þá voru „búandi hjón í Engidal“ [Kb. Lund.]. Við manntalið 1901 er Guðlaugur hjá Tryggva bróður sínum í Engidal „ , bróðir bóndans, 38,“. Guðni Þorgrímsson er á manntali í Grjótárgerði 1880 „ , 45, G, húsmaður,“ ásamt konu sinni og dóttur. Þau eru farin þaðan við nýár 1882. Þau eru á fólkstali við nýár 1882 í Svartárkoti en 1883 á Bjarnastöðum [Sál. Eyj.]. Þau voru í Grjótárgerði í búskapartíð Finnboga og Guðrúnar, sjá hér ofar. Anna Friðfinnsdóttir, kona Guðna hér næst á undan, er á manntali í Grjótárgerði 1880 „ , 45, G, kona hans,“. Þau eru farin úr Grjótárgerði við nýár 1882, sjá hér næst á undan. Samt eru þau öll þrjú sögð fara 1884 „ , frá Grjótárgerði á Oddeyri“ [Kb. Lund.]. Guðrún Guðnadóttir, dóttir Guðna og Önnu hér næst á undan, fædd í Grjótárgerði 13. sept. 1880 [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1880 „ , 0, Ó, barn þeirra,“ Er farin þaðan við nýár 1882. Guðrún fer með foreldrum frá Grjótárgerði á Oddeyri 1884, sjá hér að ofan hjá Önnu. Líklega er þetta hin sama Guðrún Guðnadóttir, sem deyr 25. ágúst 1888 „ , barn frá Oddeyri, dó í Svartárkoti, 6“ [Kb. Lund.], þó aldurinn sé ekki nákvæmur. Jón Erlendsson er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1882 „ , húsmaður, 30.“. Hann fer þ. á. „ , 30, húsmaður, frá Grjótárgerði í Kelduhverfi“ [Kb. Lund.]. Jón var fæddur 11. ágúst 1851 í Keldunesi, sonur hjónanna Erlends Gottskálkssonar og Sigríðar Finnbogadóttur. Hann kemur inn í Lundarbrekkusókn 1878 „ , v. m,“ frá Garði (óvíst hvaða) í Bjarnastaði Kb. Lund.] og er á manntali á Hrappstöðum 1880 „ , 29, Ó, vinnumaður“. Með Björgu Júlíönu Friðriksdóttur frá Hrappstaðaseli eignaðist Jón dótturina Gerði, sjá þar um í [Hraunk. bls. 163-165], einnig [ÆÞ. III, bls. 272-274]. Áður hafði hann, þá á Langavatni, eignast dótturina Hlín, sem síðar kom við sögu Einars Benediktssonar skálds. Jón fór til Vesturheims frá Keldunesi 1888 „ , húsm.“. Hann nefndi sig þar Jón Eldon. Var skáldmæltur. Dó 1. nóv. 1906 [Hraunk. bls. 163].

Guðni Þorgrímsson

Anna Friðfinnsdóttir


140

Jón Tryggvi Guðnason kemur aftur 1882 „ , 18, vinnum.“ [Kb. Lund.] úr Reykjadal að Grjótárgerði og er þar á fólkstali við nýár 1883 „ , vinnupiltur, 17,“. Hann fer 1884 „ , 18, vinnum., frá Grjótárgerði í Reykjadal“ [Kb. Lund.]. Jón Tryggvi er fæddur í Grjótárgerði 23. jan. 1865, sjá um hann hér ofar í búskapartíð Sigurbjarnar og Vigdísar. Jón Jónsson er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1885 „ , vinnum, 33“, er þar einnig árið eftir, en farinn við nýár 1887. Ætla verður að það sé sá sami Jón Jónsson, sem getið er við Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda, 1885 á skrá yfir húsfólk en 1886 á skrá yfir búlausa. Jón var fæddur 6. júní 1851 og voru foreldrar hans „ , Jón Einarsson giptur - Anna Jónsdóttir ógipt til heimilis á Björgum“ [Kb. Þór.]. Við manntalið 1850 eru m. a. á Björgum „Jón Einarsson, 68, G, tengdafaðir bóndans,“ og „ Anna Jónsdóttir, 30, vinnukona,“. Jón er með móður sinni á manntali á Granastöðum 1855 „ , 5, Ó, sonur hennar,“ en 1860 á Sandi. Hann kemur með henni 1866 „ , 16, sonur hennar, frá Tumsu að Víðirkeri“ [Kb. Lund.]. Jón er vinnumaður í Víðirkeri við manntalið 1880 og einnig 1890 „ , 39, Ó, vinnumaður,“ en við manntalið 1910 er hann á manntali í Stórutungu. Anna Jónsdóttir er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1885 „ , húskona, 63“. Hún er farin þaðan um nýár 1887. Anna var fædd 9. júlí 1820, var faðir hennar „Jón Davíðsson Bóndi á Siðritúngu“ og er engin móðir tilgreind [Kb. Hús.]. Hún er með föður sínum og stjúpmóður á manntali í Tungugerði 1835 „ , 15, Ó, barn hjónanna,“ sem er rangt, það kemur fram 1837 þegar fjölskyldan flytur í Naustavík, þá er Anna sögð „ , 17, hans dóttir,“ [Kb. Hús.]. Anna, þá vinnukona í Naustavík, eignast 6. jan. 1840 soninn Jóhann, var faðir hans Jón Magnússon bóndi í Naustavík [Kb. Þór.]. Anna er á manntali á Ytrileikskálá 1840 með Jóhann, en 1845 er hún „ , 25, Ó, vinnukona,“ á Björgum, en Jóhann er þá hjá föður sínum í Vargsnesi. Anna er enn á Björgum 1850 eins og sagt er hjá Jóni. Við manntalið 1855 er hún með Jón son sinn á manntali á Granastöðum „ , 35, Ó, vinnukona,“ en 1860 á Sandi með Jón. Hún kemur með hann 1866 „ , 47, vinnukona, frá Tumsu að Víðirkeri“ [Kb. Lund.]. Anna er á manntali í Víðirkeri 1880 „ , 59, Ó, vinnukona,“. Finn hana ekki meðal burtvikinna úr [Lund.] til 1890, né þar á manntali þ. á. Þóra Sigríður Guðnadóttir, dóttir Guðna og Önnu hér nokkru ofar, er aftur í Grjótárgerði á fólkstali um nýár 1885 „ , vinnukona, 23“. Hún flytur það ár „ , 24, vinnuk., frá Grjótárgerði að Akureyri.“ [Kb. Lund.]. Hennar er getið hér nokku ofar í búskapartíð Finnboga og Guðrúnar. Ekkert af því fólki, sem er í Grjótárgerði á fólkstali 1886, er þar á fólkstali 1887.

Jón Jónsson


141

1886 - 1887:

Benjamín Jónsson og Þuríður Jónsdóttir

Benjamín og Þuríður koma 1886 ásamt dóttur sinni frá Helluvaði að Grjótárgerði [Kb. Lund.] og eru þar á fólkstali um nýár 1887 á 1. býli. Benjamín er gjaldandi þinggjalda fyrir Grjótárgerði 1887 í manntalsbók, en Sigfúsar Jónssonar er þar og getið á skrá yfir búlausa. Benjamín og Sigfús voru svilar. Benjamín og Þuríður flytja að Litluströnd 1887 [Kb. Lund.]. Benjamín var fæddur 15. apríl 1858 á Grænavatni, sonur Jóns Jónssonar og f. k. h. Kristbjargar Kristjánsdóttur [Kb. Mýv.] og [Reykj. bls. 362 og 547-550]. Hann er á manntali hjá föður sínum og stjúpmóður á Lundarbrekku 1860, en 1880 er hann „ , 22, Ó, lausamaður,“ á Hofstöðum og fer þaðan 1883 að Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þuríður var fædd 29. sept. 1865 á Stöng, dóttir Jóns Hinrikssonar og fyrstu k. h. Friðriku Helgadóttur [Kb. Mýv.], [Reykj. bls. 547] og [Skú. bls. 161-162]. Hún er „ , 15, Ó, léttastúlka,“ hjá Sigríði systur sinni á Helluvaði við manntalið 1880 og fer 1884 frá Arnarvatni að Bjarnastöðum [Kb. Lund.]. Benjamín og Þuríður voru gefin saman 10. júlí 1885, þá bæði („yngism.“, „yngisstúlka“) á Bjarnastöðum [Kb. Lund.]. Þau fóru til Vesturheims frá Álftagerði 1890 með tveim börnum [Vfskrá]. Benjamín dó af slysförum 6. apríl 1893, en Þuríður 27. apríl 1899 [Reykj. bls. 547].

Barn Benjamíns og Þuríðar í Grjótárgerði 1886-1887:

Marín Benjamínsdóttir (líka nefnd Maren í kb.) var fædd í Grjótárgerði 21. maí 1886 [Kb. Lund.], [Reykj. 548-549]. (Samt er hún í [Kb. Lund.] sögð koma með foreldrum frá Helluvaði 1886). Hún fer með foreldrum að Litluströnd 1887 og til Vesturheims 1890. Dó 1. nóv. 1957 í N.- Dak. [Reykj. bls. 548].

1886 - 1892:

Sigfús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir

Sigfús og Sigríður koma ásamt þrem börnum 1886 frá Hofsstöðum að Grjótárgerði [Kb. Lund.] og eru þar fyrsta árið á 2. búi, líklega í húsmennsku, í manntalsbok þinggjalda er Sigfúsar getið í Grjótárgerði 1887 á skrá yfir búlausa. Eftir það eru þau á 1. búi, er Sigfús gjaldandi þinggjalda í manntalsbók 1888 á móti Sigurði, sjá hér á eftir, en einn árin 1889-1892. Sigfús og Sigríður eru á manntali í Grjótárgerði 1890, en flytja þaðan að Bjarnastöðum í Mývatnssveit 1892 [Kb. Mýv.]. Sigfús var fæddur 5. maí 1855, voru foreldrar hans Jón Jónsson og María Gísladóttir, sem þá voru „gift vinnuhjú á Skútustöðum“ [Kb. Mýv.]. Sigfús er með foreldrum sínum á manntali á Skútustöðum 1855 og á Bjarnastöðum 1860. Sigríður var fædd 5. nóv. 1856, voru foreldrar hennar Jón Hinriksson og fyrsta k. h. Friðrika Helgadóttir „hjón á Grænavatni“ [Kb. Mýv.]. Sigríður er með foreldrum sínum á manntali á Stöng 1860.

Sigfús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir


142

Sigfús og Sigríður voru gefin saman 6. júlí 1877, þá bæði vinnuhjú í Syðri Neslöndum [Kb. Mýv.]. Þau flytja þaðan 1878 að Hólum í Eyjafirði þar sem fyrsta barn þeirra fæðist, en eru á manntali á Helluvaði 1880 með tveim sonum sínum. Þau fara 1886 „frá Hofstöðum - Grjótárgerði“ [Kb. Lund.] með þrem börnum og eru þar á manntali 1890. Sigfús og Sigríður bjuggu á Bjarnastöðum í Mývatnssveit 1892-1898 en síðan á Halldórsstöðum í Reykjadal og gjarnan við þann bæ kennd. Þar dó Sigfús 16. sept. 1926, en Sigríður dó á Hömrum 29. júní 1941. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 1252-1310] og [Skú. bls. 68-71 og 107-108] svo og í kafla um Bjarnastaði.

Börn Sigfúsar og Sigríðar í Grjótárgerði 1886-1892:

Jón Aðalsteinn Sigfússon kemur með foreldrum sínum frá Hofsstöðum að Grjótárgerði 1886 og fer með þeim að Bjarnastöðum í Mývatnssveit 1892. Jón var fæddur 2. júlí 1878 á Hólum í Eyjafirði. Hann var bóndi og söngstjóri á Halldórstöðum í Reykjadal lengst ævi sinnar. Dó þar 19. júlí 1964 [Reykj. bls. 1252-1253]. Sjá um hann og afkomendur í [Reykj. bls. 1252-1263].

Jón Aðalsteinn Sigfússon

Sigurður Bjarklind Sigfússon kemur með foreldrum sínum frá Hofsstöðum að Grjótárgerði 1886 og fer með þeim að Bjarnastöðum 1892. Sigurður var fæddur 19. ágúst 1880 á Helluvaði [Reykj. bls. 1263]. Hann var lengi kaupfélagsstjóri á Húsavík. Dó 16. maí 1960 í Hafnarfirði. Sjá um hann og afkomendur í [Reykj. 1263-1266]. Kristjana Sigfúsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Hofsstöðum að Grjótárgerði 1886 og fer með þeim að Bjarnastöðum 1892. Kristjana var fædd 2. mars 1886 á Hofsstöðum. Hún giftist Einari Árnasyni frá Finnsstöðum og bjuggu þau á Vatnsenda og í Landamótsseli. Dó 19. febr. 1959 á Akureyri. Sjá um hana og afkomendur í [Reykj. bls. 1266-1270].

Sigurður Bjarklind Sigfússon

Pétur Sigfússon, f. 9. des. 1890 í Grjótárgerði [Kb. Lund.] og fer með foreldrum og systkinum að Bjarnastöðum 1892. Pétur var m. a. kaupfélagsstjóri á Borðeyri. Dó 5. okt. 1962 í Colorado. Sjá um hann og afkomendur í [Reykj. bls. 1270-1278].

Vandalausir á búi Sigfúsar og Sigríðar í Grjótárgerði 1886-1892:

Margrét Jónsdóttir er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1892 „ , vk., 32,“. Hún er farin 31. des. 1892. Ýmislegt bendir til að aldur Margrétar sé rangur í Lundarbrekkubókum og Mývatnsþingum. Hún er jafnan í manntölum sögð fædd í Húsavíkursókn, en þar er engin Margrét Jónsdóttir fædd með þeim aldri. Í manntali á Sveinsströnd 1920 er Margrét sögð fædd 24. des. 1857 í Mýrarkoti. Í [Kb. Hús.] er hinsvegar fædd 25. des. 1852 Margrét Jónsdóttir, eru foreldrar hennar Jón Benediktsson og Helga Vigfúsdóttir „búandi hjón í Mýrarkoti“. Hún er á manntali með foreldrum og tveim systkinum í Tungugerði 1855 og 1860 í Hringveri. Hún er fermd frá Tungugerði 1867 og er þar á manntali með foreldrum 1880 „ , 27, Ó, dóttir þeirra,“. Margrét fer 1889 „ , vinnuk, 36, frá Bakka að Víðirkeri í Bárðardal“ [Kb. Hús.] með Kristjáni Sigurðssyni (síðar á

Kristjana Sigfúsdóttir

Pétur Sigfússon


143

Grímsstöðum á Fjöllum) og fjölskyldu hans. Er þá aldur hennar réttur. Skv. [Kb. Lund.] kemur 1890 Margrét Jónsdóttir „vk., 31, af Tjörnesi að Víðirkeri“; hygg ég að það sé sú sama Margrét. Margrét er á manntali í Víðirkeri 1890 „ , 31, Ó, vinnukona,“ sögð fædd í Húsavíkursókn. Hún er þar einnig á manntali 1901 „ , vinnukona, 42,“. Margrét var lengi vinnukona á Bjarnastöðum í Mývatnssveit (sjá þar) hjá Sigurgeir og Þuríði, og síðar á Sveinsströnd, þar sem hún er á manntali 1910 og 1920, en 1930 í Baldursheimi. Hún andaðist 6. júlí 1931 „ , húsk. Baldursheimi, 73, 7. Influensa“ [Kb. Mýv.].

1887 - 1888: Jónsdóttir

Sigurður

Guðmundsson

og

Anna

Á fólkstali við nýár 1888 eru á 2. búi í Grjótárgerði, á móti Sigfúsi og Sigríði, talin Sigurður Guðmundsson „ , bóndi, 38,“ og Anna Jónsdóttir „ , kona hs, 35.“ [Sál. Eyj.]. Þau eru farin þaðan við nýár 1889. Sigurður er gjaldandi þinggjalda fyrir Grjótárgerði í manntalsbók 1888 á móti Sigfúsi. Sigurður var fæddur í Rauðuskriðu 22. jan. 1849, sonur Guðmundar Björnssonar og f. k. h. Önnu Eyjólfsdóttur [Kb. Múl.]. Hann er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1850 og 1855. Þar er hann einnig á manntali 1860 með föður sínum, sem þá er ekkill, ásamt sex systkinum. Anna var fædd í Kasthvammi 22. febr. 1851, dóttir hjónanna Jóns Finnbogasonar og Helgu Sveinbjarnardóttur [Kb. Grenj.] sjá um þau nokkru ofar. Hún er með foreldrum á manntali á Daðastöðum 1855 og í Lásgerði 1860. Anna var vinnukona í Stórási hjá Jósafat og Björgu 1868-1869, sjá þar. Hún kemur 1875 „ , 24, vinnuk., frá Gautlöndum að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Sigurður og Anna voru gefin saman 12. okt. 1878, þá bæði vinnuhjú í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Þau eru þar á manntali 1880; hann „ , 31, G, vinnumaður,“ hún „ , 28, G, kona hans, vinnukona,“. Þau bjuggu í Stórási 1881-1883, sjá þar. Þau flytja 1889 frá Víðirkeri að Hofsstöðum [Kb. Lund.] og þar er Sigurður á manntali 1890 „ , 40, G, vinnumaður,“ er Anna þar einnig á viðaukaskrá B „ , 39, G, sjálfrar sín,“ dvalarstaður um stundarsakir Hörgsdalur. Þau eru á manntali í Garði 1901, þar sem Sigurður er húsmaður. Þau eru bæði á manntali á Geirastöðum 1910. 1920 er Anna „ , húskona, E,“ á manntali á Hofstöðum.

1892 - 1894: Björnsdóttir

Kristján H. Þorsteinsson og Arnfríður

Kristján og Arnfríður koma frá Heiðarseli að Grjótárgerði og eru þar á fólkstali 31. des. 1892 á 1. búi móti Sigurjóni og Randheiði (sjá síðar) [Sál. Eyj.]. Þau eru farin þaðan 31. des. 1894. Kristján er gjaldandi þinggjalda fyrir Grjótárgerði í manntalsbók 1893 á móti Sigurjóni og 1894 á móti Sigurði Jónssyni, þá er Sigurjón á skrá yfir búlausa. Kristján Hólmsteinn var fæddur 28. okt. 1860 á Öxará, sonur Þorsteins Arasonar og Guðrúnar Jónsdóttur [ÆÞ. II, bls 175]. Hann var fatlaður, haltur af berklum í fæti. Albróðir Hólmgeirs í Vallakoti. Kristján er á manntali á Skútustöðum 1880 „ , 19, Ó, vinnumaður,“.


144

Arnfríður var fædd 15. júlí 1861 í Presthvammi, dóttir Björns Björnssonar og Bóthildar Jónsdóttur. Hún er á manntali á Arnarvatni 1880 „ , 19, Ó, vinnukona,“. Kristján og Arnfríður voru gefin saman 25. okt. 1884, þá bæði í vinnumennsku á Arnarvatni [Kb. Mýv.]. Þau eru í Haganesi við fæðingu Hólmsteins í apríl 1886, en flytja það ár að Daðastöðum [Kb. Ein.], þar bjó þá Steingrímur bróðir Kristjáns. Þau Kristján og Arnfríður bjuggu á Litlulaugum og Grjótárgerði en voru lengstum í húsmennsku. Kristján dó á Gautlöndum 2. júní 1921 en Arnfríður í Álftagerði 24. ágúst 1936. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. II, bls. 172-178].

Börn Kristjáns og Arnfríðar í Grjótárgerði 1892-1894:

Hólmsteinn Kristjánsson kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1892 og er farinn þaðan í árslok 1894. Hólmsteinn var fæddur 28. apríl 1886 í Haganesi, þar sem foreldrar hans eru þá „ , gift hjú“ [Kb. Mýv.]. Dó 22. apríl 1920, lausamaður á Gautlöndum [Kb. Mýv.], [ÆÞ. II, bls. 176]. Elín Kristjánsdóttir kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1892 og fer með þeim 1894. Elín var fædd 12. febr. 1889 á Narfastöðum [ÆÞ. II, bls. 175]. Hún var lengi húsfreyja á Grímsstöðum við Mývatn, gift Jóhannesi Sigfinnssyni, sjá [ÆÞ. I, bls. 101 og 104-105]. Dó 10. nóv. 1956. Þórhallur Kristjánsson var fæddur í Grjótárgerði 26. okt. 1892 [Kb. Lund.] og fer með þeim þaðan 1894. Hann var alinn upp á Breiðumýri. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 176-177].

1892 - 1894: Sigurðardóttir

Sigurjón

Árnason

og

Randheiður

Sigurjón og Randheiður eru á 2. búi í Grjótárgerði á fólkstali 31. des. 1892, einnig svo næsta ár, en ekki 1894. Sigurjón er gjaldandi þinggjalda í manntalsbólk 1893 á móti Kristjáni, en 1894 er hann á skrá yfir búlausa. Sigurjón var fæddur 17. maí 1839 og voru foreldrar hans „Árni Halldórss. og Ingibjörg Jónsd. hión á Ófeigsstöðu“ [Kb. Þór.]. (Í manntölum 1835 og 1840 á Ófeigsstöðum og 1845 í Árbót er Ingibjörg sögð Stefánsdóttir). Sigurjón er með foreldrum á þessum tilgreindu manntölum og 1850 og 1855 á Ytrileiksskálaá, en 1860 er hann vinnumaður í Ystafelli. Hann fer 1866 „ , 28, vinnumaðr, frá Þóroddsstað að Ljósavatni“ [Kb. Þór.]. Randheiður var fædd 15. maí 1832 (skráð Randÿður við skírn), dóttir Sigurðar Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem þá eru „gift hjón í húßmennsku á Laugalandi“ [Kb. Möðruv. kl.s.]. Við manntalið 1835 eru foreldrar hennar í


145

Ási á Þelamörk, en Randíður (svo) „ , 3, Ó, tökubarn“ á Laugalandi. Við manntalið 1845 er hún, þá með nafninu Randheiður, á Naustum í Hrafnagilssókn „ , 14, Ó, vinnustúlka,“. Randheiður er á manntali í Árnesi, grashús, á Húsavík 1855 „ , 24, Ó, bústýra,“. Sigurjón og Randheiður voru gefin saman 14. ágúst 1870, hann „búandi á Geirbjarnarstöðum“, hún „Ráðskona á Geirbjarnarstöðum“ [Kb. Þór.]. Þau flytja þaðan 1874 að Svartárkoti ásamt þriggja ára syni sínum [Kb. Lund.]. Randheiður fer 1876 „ , 39, v.k.,“ frá Bjarnastöðum að Litlutjörnum ásamt syni þeirra Sveini Ármanni „ , 1,“, en Sigurjón fer s. á. „ , 30, v.m.,“ frá Stóruvöllum að Litlutjörnum [Kb. Lund.]. Sigurjón og Randheiður eru á manntali á Stórutjörnum 1880, er Sigurjón þar „ , 41, G, húsmaður,“ en Randheiður „ , 44, G, kona hans,“. Með þeim er þar Sigtryggur „ , 8, Ó, sonur þeirra,“ og Sveinn Ármann „ , 5, Ó, sömul.“ Þau hjónin koma frá Holtakoti að Sandvík 1888 ásamt Sveini Ármanni [Kb. Lund.] og eru þar á manntali (á 2. býli) 1890, er Sigurjón þar „ , 51, húsbóndi, bóndi,“ en Randheiður „ , 53, húsmóðir, kona hans,“. Með þeim í Sandvík er þá Sveinn Ármann „ , 15, Ó, sonur þeirra,“. Sigurjón er „ , bóndi, 53“ og Randheiður „ , kona hans, 55“ í fólkstalinu 31. des. 1892. Þau flytja 1895 frá Íshóli að Sigríðarstöðum, Sigurjón sagður „húsm., 56“, og er þá Sveinn „sonur þeirra, 20“ með þeim. Ekki sést að þeim fylgi börn eða vinnufólk. Þeim virðast ekki hafa boðist góðbýli til ábúðar, þau flytja 1897 frá Vestarikrókum að Heiðarhúsum [Kb. Hálsþ.] og eru þá synir þeirra, Sigtryggur og Sveinn, með þeim, báðir komnir yfir tvítugt.

1893 - 1894: Marteinsdóttir

(Sigurður Jónsson og Helga Guðrún

Sigurður Jónsson er gjaldandi fyrir Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1894, á móti Kristjáni H. Þorsteinssyni, einnig er þar getið þ. á. Sigurjóns Árnasonar á skrá yfir búlausa. Líklega er það sá Sigurður, sem er ásamt konu og syni á 2. búi á Bjarnastöðum á fólkstali 31. des. 1893. Ekki hef ég viðhlítandi skýringar á þessu, hlýt þó að telja Sigurð hér sem ábúanda í samræmi við manntalsbókina, þó naumast sé með vissu skjalfest að um þennan Sigurð sé að ræða, né að þau hafi verið í Grjótárgerði. Sigurður gæti hafa haft þar bú, en verið til heimilis á Bjarnastöðum. Sonarsynir Sigurðar og Helgu álíta að þau hafi búið í Grjótárgerði, skv. símtali við Sigurð Marteinsson (f. 1926) hinn 25. sept. 2005.

Sigurður var fæddur 4. ágúst 1861 á Skútustöðum, sonur Jóns Guðmundssonar og k. h. Katrínar Sigurðardóttur [Kb. Mýv.], [Reykj. bls. 424]. Móðir hans deyr fæðingarár hans og er hann með föður sínum víða, m. a. á Bakka hjá Húsavík, í Garði í Fnjóskadal og á Hellu á Árskógsströnd, þar sem þeir feðgar eru á manntali 1880, Jón „ , 56, E, vinnumaður,“ en Sigurður „ , 19, Ó, léttapiltur,“. Sigurður kemur 1889 „ , 27, búfræðingur, frá Hólum að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.].

Sigurður Jónsson


146

Sumt af upplýsingum um Sigurð er byggt á símtali 10. okt 2005 við sonarson hans, Adam Þór Þorgeirsson, f. 1924. Guðrún var fædd 3. des. 1872 á Lundarbrekku, dóttir Marteins Halldórssonar og k. h. Kristínar Jónsdóttur [Kb. Lund.], [Reykj. bls. 363 og 424]. Hún er með foreldrum og fimm systkinum á manntali á Hofstöðum 1880. Sigurður og Helga Guðrún voru gefin saman 24. ágúst 1890 [Reykj. bls. 424] og eru á manntali á Bjarnastöðum þ. á., er Sigurður sagður „ , vinnum., búfræðingur,“. Þau bjuggu víða, koma frá Stokkahlöðum að Bjarnastöðum 1893 [Kb. Lund.], eru á Halldórsstöðum í Bárðardal 1894 og 1897 við fæðingu barna, en lengst á Hrafnsstöðum í Kinn. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 424-440], sjá einnig í [ÆÞ. III, bls. 177-178]. Sigurður andaðist 15. des. 1943 en Helga Guðrún 19. febr. 1964 [Reykj. bls. 424.].

Sonur Sigurðar og Helgu Guðrúnar, líklega með þeim í Grjótárgerði:

Marteinn Sigurðsson var fæddur 22. júlí 1891 á Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], [Reykj. bls. 424]. Sjá um Martein og afkomendur hans í [Reykj. bls. 424-428] (þó röng mynd efst t. h. á bls. 425). Hann andaðist 28. des. 1986 [Reykj. bls. 424].)

1894 - 1895: Páll Guðmundsdóttir

Jónsson

og

Jónína

Marteinn Sigurðsson

Þuríður

Páll og Jónína eru á fólkstali í Grjótárgerði 31. des. 1894 ásamt tveim dætrum sínum. Þau flytja þaðan að Litlutjörnum 1895 [Kb. Lund.]. Páll er gjaldandi fyrir Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1895, þar er og þ. á. Friðmundur Jónasson á skrá yfir húsfólk og Jón Guðmundsson á skrá yfir vinnumenn. Páll var fæddur 16. apríl 1859, sonur Jóns Halldórssonar og Hólmfríðar Hansdóttur, sem þá eru „ , hjón á Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.] og með þeim þar á manntali 1860. Við manntalið 1880 er hann vinnumaður á Lundarbrekku. Jónína var fædd 12. júlí 1855, dóttir Guðmundar Björnssonar og f. k. h. Önnu Eyjólfsdóttur [Kb. Múl.], [Laxd. bls. 147], sem búa í Rauðuskriðu við manntalið 1. okt. 1855. Við manntalið 1860 er móðir Jónínu látin og hún ekki með systkinum sínum í Rauðuskriðu. Jónína er á manntali í Baldursheimi 1880 „ , 25, Ó, vinnukona,“ en flytur 1884 þaðan að Víðirkeri [Kb. Lund.].

Páll Jónsson

Páll og Jónína Þuríður voru gefin saman 16. júlí 1888, þá bæði í vinnumennsku á Stóruvöllum [Kb. Lund.]. Þau eru á manntali á Halldórsstöðum í Bárðardal 1890 og er Páll sagður bóndi þar. Á fólkstalinu 31. des. 1894 er Páll „ , bóndi, 35,“ í Grjótárgerði, en Jónína „ , kona hans, 36“. Páll og Jónína eru á manntali á Litlutjörnum 1901 en ekki 1910.

Jónína Þuríður Guðmundsdóttir


147

Dætur Páls og Jónínu í Grjótárgerði 1894-1895:

Hólmfríður Pálsdóttir er með foreldrum sínum á fólkstali í Grjótárgerði 31. des. 1894 „ , dætur þr, 5,“. Hún fer með þeim að Litlutjörnum 1895. Hólmfríður var fædd 18. apríl 1889 á Stóruvöllum [Kb. Lund.]. Þuríður Pálsdóttir er með foreldrum sínum á fólkstali í Grjótárgerði 31. des. 1894 „ , dætur þr, 1,“. Hún fer með þeim að Litlutjörnum 1895. Þuríður var fædd 27. maí 1893 á Halldórsstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.]. Nafna hennar og alsystir var fædd 7. des. 1890 á Halldórsstöðum, d. 18. júlí 1892.

Vandalausir í Grjótárgerði í búskapartíð

Hólmfríður Pálsdóttir

Páls og Jónínu 1894-1895:

Friðmundur Jónasson kemur 1894 „ , húsm., 50, frá Öndólfsstöðum að Grjótárgerði“ [Kb. Lund.] og er á fólkstali þar 31. des. 1894 „ , húsmaður, 49“. Fer 1895 „ , húsm., 51,“ að Birningsstöðum í Laxárdal ásamt Sigurveigu konu sinni [Kb. Lund.]. Friðmundar er getið í Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1895 á skrá yfir húsfólk. Friðmundur var fæddur 5. jan. 1845 á Ljótsstöðum í Laxárdal, sonur hjónanna Jónasar Sigfússonar og Guðrúnar Einarsdóttur, sem þá búa þar; er hann þar með þeim á manntali 1845. Faðir hans andaðist 19. maí 1848 [Kb. Grenj.]. Friðmundur er á manntali hjá móður sinni á Ljótsstöðum 1850 „ , 6, Ó, barn ekkjunnar,“ og 1855 og 1860 þar hjá móður sinni og stjúpa. Við manntalið 1880 er Friðmundur á Ljótsstöðum í Laxárdal „ , 35, Ó, húsm., sonur húsfreyju af fyrra hjónabandi,“ en 1890 á Hamri. Þau Friðmundur og Sigurveig, sjá hér næst á eftir, voru gefin saman 3. okt. 1894; Friðmundur „í Víðirkeri“; Sigurveig „á Lundarbrekku 25 ára“ [Kb. Lund.]. Við manntalið 1901 búa þau Friðmundur og Sigurveig á Leikskálaá ytri ásamt tveim sonum sínum. Sigurveig Friðfinnsdóttir, kona Friðmundar hér næst á undan, er einnig á fólkstali í Grjótárgerði 31. des. 1894 „ , kona hs, 26“. Fer með manni sínum að Birningsstöðum 1895 [Kb. Lund.]. Þau hjónin koma þaðan aftur 1896 ásamt Óskari syni sínum að Halldórsstöðum [Kb. Lund.]. Sigurveig var fædd 1. des. 1867, dóttir Friðfinns Magnússonar og Guðbjargar Kristjánsdóttur, sem þá eru „ , búandi hjón á Hálsi“ [Kb. Þór.]. Sigurveig fer með foreldrum sínum 1872 úr Þóroddsstaðarprk. frá Landamóti, en ekki er læsilegt hvert þau fara. Hún kemur inn í Hálsprk. 1881 með móður sinni (sem þá er sögð Jóhannesdóttir) frá Stórutjörnum að Víðivöllum, er það undarleg bókun, því báðir bæir eru í sama prestakalli. Þær mæðgur eru burtviknar úr Hálsprk. 1886 „vinnukonur frá Hallgilsstöðum í Lundarbrekku“. Sigurveig er á manntali á Lundarbrekku 1890 „ , 22, Ó, vinnukona,“. Jón Guðmundsson er á fólkstali í Grjótárgerði 31. des. 1894 „ , laus, 20“. Fer 1895 „ , lausam., 21,“ frá Grjótárgerði að Héðinshöfða [Kb. Lund.]. Jóns er getið við Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1895, á skrá yfir vinnumenn. Jón var fæddur 29. okt. 1874 í Fagranesi, sonur Guðmundar Björnssonar og s. k. h. Sigurlaugar Jónatansdóttur [Kb. Múl.]. Foreldrar Jóns giftust tveim dögum fyrir fæðingu hans. Jón var hálfbróðir - samfeðra - Sigurðar, sem bjó í Grjótárgerði 1887-1888, sjá hér nokkru ofar, var hann með þeim í Stórási 18821883. Jón er með Sigurði og Önnu á manntali í Svartárkoti 1880 „ , 6, Ó,

Þuríður Pálsdóttir

Friðmundur Jónasson og Sigurveig Friðfinnsdóttir

Jón Guðmundsson, Jóhanna Jónsdóttir og börn þeirra Aðalbjörg Jónsdóttir og Alfons Jónsson


148

tökubarn,“ en er á Lundarbrekku við manntalið 1890 „ , 16, Ó, vinnumaður,“. Jón kemur 1895 „ , skrifari, 21, Frá Lundarbrekku að Hjeðinshöfða“ [Kb. Hús.]. Hann kvænist 21. maí 1897, þá „sýsluskrifari á Hjeðinshöfða 22 ára“ Jóhönnu Jónsdóttur „s. st. 24 ára“ [Kb. Hús.] og eru þau á manntali á Húsavík 1901 ásamt Alfons syni þeirra. Þá er Jón sagður „verslunarþjónn, 27“. Þau flytja öll þrjú frá Húsavík að Akureyri 1905, er Jón þá sagður „ Barnak, 30“ [Kb. Hús.].

1895 - 1905: Halldór Marteinsson og Anna Pálína Benediktsdóttir Halldór og Anna eru í Grjótárgerði á fólkstali 31. des. 1895, en eru á Bjarnastöðum árið áður. Við húsvitjun í árslok 1904 er Halldór sagður vinnumaður í Grjótárgerði hjá Gunnari bróður sínum. Halldór og Anna flytja þaðan að Gautlöndum 1905 með tvær dætur [Kb. Lund.]. Halldór er gjaldandi þinggjalda fyrir Grjótárgerði í manntalsbók 1896-1899, en þá endar manntalsbókin. Halldór var fæddur 21. jan. 1865 á Fornastöðum, sonur Marteins Halldórssonar og Kristínar Jónsdóttur [Kb. Hálsþ.], [Reykj. bls. 363 og 405, þar er fæðingarstaður rangur]. Fer 1867 með foreldrum frá Fornastöðum að Lundarbrekku. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Hofstöðum 1880 og hjá móður sinni á Bjarnastöðum 1890. Anna Pálína var fædd á Ytrafjalli 13. maí 1873, dóttir Benedikts Jakobssonar og Guðmundu Þórnýjar Guðmundsdóttur [Kb. Múl.]. Hún kemur með Sigmundi og Önnu 1878 frá Haga að Grjótárgerði og er þar með þeim á manntali 1880 „ , 7, Ó, fósturbarn þeirra,“ sjá hér ofar í tíð Kristjáns og Guðrúnar. Hún er þó sögð „tökubarn“ í fólkstali við nýár 1881 og þar til hún fer úr Grjótárgerði 1886. Við manntalið 1890 er hún „ , 17, Ó, vinnukona,“ á Mýri.

Halldór Marteinsson og dóttir hans Guðrún Halldórsdóttir

Halldór og Anna Pálína voru gefin saman 3. okt. 1894 [Reykj. bls. 405]. Þau voru á ýmsum stöðum í húsmennsku eftir búskap sinn í Grjótárgerði. Halldór dó 25. nóv. 1946 en Anna Pálína 23. júlí 1946. Sjá um þau og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 405-414].

Börn Halldórs og Önnu Pálínu í Grjótárgerði 1895-1905:

Kristín Halldórsdóttir er með foreldrum sínum í Grjótárgerði á fólkstali 31. des. 1895. Hún fer með þeim að Gautlöndum 1905 [Kb. Lund.]. Kristín var fædd á Bjarnastöðum 18. nóv. 1892. Hún giftist Jakob Kristjánssyni. Dó 10. sept. 1957. Sjá um hana og afkomendur hennar í [Reykj. bls. 405-408]. Marteinn Halldórsson er með foreldrum sínum í Grjótárgerði á fólkstali 31. des. 1895. Hann er áfram í Grjótárgerði þegar foreldrar hans og systur flytja þaðan 1895, er „ , ljettadr.,“ þar til 1909, þá er hann kominn að Engidal [Sál. Eyj.], fermdur 16. maí 1909 frá Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Marteinn var fæddur 10. des. 1894 á Bjarnastöðum [Kb. Lund.] ([Reykj. bls. 408] segir 10. sept. og [Kb. Lund.] 8. okt. við fermingu). Hann andaðist 1. mars 1939. Sjá [Reykj. bls. 408].

Kristín Halldórsdóttir


149

Anna Guðrún Halldórsdóttir, f. í Grjótárgerði 31. okt. 1901. Fer með foreldrum að Gautlöndum 1905 [Kb. Lund.]. Sjá um hana og afkomendur í [Reykj. bls. 408-412]. Skv. [Kb. Mýv.] var sú Stúlka Halldórsdóttir, sem tilgreind er á bls. 412 í [Reykj.], drengur, f. 9. maí 1906 á Gautlöndum „ , ófullburða, lifði 4 sólarhr“. Dó 13. maí 1906 „óskírður drengur, Gautlöndum, ( . . ) Var líflítill, 7 marka“ [Kb. Mýv.].

Annað skyldulið Halldórs og Önnu Pálínu í Grjótárgerði 1895-1905:

Margrét Benediktsdóttir, líklega systir Önnu Pálínu húsfreyju, fer 1895 „ , 31, vinnuk frá Þverá að Grjótárgerði“ [Kb. Þverárs.] og er í Grjótárgerði 31. des. 1895 „ , vinnukona,“ en farin er hún ári síðar. [Sál. Eyj.]. (Móti því mælir að vísu aldur hennar, en hann er 2?x í registrinu, sem bendir til að hún hafi verið undir þrítugu.). Margrét Jakobína Benediktsdóttir, var fædd 29. okt. 1864 á Ytrafjalli, dóttir Benedikts Jakobssonar og Guðmundu Þórnýjar Guðmundsdóttur [Kb. Ness.]; á manntali með föður sínum á Syðri Leikskálá 1880 „ , 16, Ó, dóttir bóndans,“. Margrét fer 1888 frá Finnsstöðum að Garði í Aðaldal [Kb. Þór.], þar er hún þó ekki á manntali 1890, en fer þó þaðan 1893 „ , 29, vk., frá Garði til Einarsstaðasóknar“ [Kb. Grenj.] og 1894 „ , 30, vk., frá Stórulaugum í Þverá í Laxárdal“ [Kb. Ein.], [Kb. Þverárs.]. (Við þessar færslur er aldur hennar réttur). Benedikt Jakobsson, faðir Önnu Pálínu, kemur 1899 „ , Gamalmenni, 64, að Grjótárgerði (frá) Björgum“ [Kb. Lund.], sagður „húsmaður, 63“ í [Kb. Þór.]. Hann fer 1903 „ , Blindur, 69,“ frá Grjótárgerði, en ólæsilegt hvert hann fer. Benedikt var fæddur 25. mars 1835 á Ófeigsstöðum, sonur Jakobs Hallgrímssonar og Helgu Jónsdóttur, sem þá eru þar „ , búandi hjón“ [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum á manntali í Skriðulandi 1845 og 1850, og 1855 og 1860 á Ytrafjalli. Hann er á manntali á Syðri Leikskálá 1880 og á Björgum 1890 „ , 55, Sk, húsm.,“ Benedikt andaðist 13. júní 1907 „, var hjá syni sínum á Breiðumýri, 71, Influensu“ [Kb. Ein.].

Vandalausir í Grjótárgerði í búskapartíð Halldórs og Önnu Pálínu 1895-1904:

Jónas Stefánsson kemur 1895 „ , léttadr, 13, frá Fótaskinni (að) Grjótárgerði“ [Kb. Lund.], en farin er hann þaðan 31. des. 1896. Jónas var fæddur 1. ágúst 1882 í Fótaskinni, sonur hjónanna Stefáns Guðmundssonar og Guðrúnar Jónasdóttur. Jónas dó af slysförum 4. apríl 1913 á Kraunastöðum. Sjá um hann í [ÆÞ. V, bls. 224].


150

1904 - 1906: Gunnar Tryggvi Marteinsson

Við húsvitjun í árslok 1904 er Gunnar sagður bóndi í Grjótárgerði, en Halldór vinnumaður hjá honum [Sál. Eyj.]. Árið eftir er Kristín móðir þeirra bræðra og Þorlákur með konu sinni með Gunnari í Grjótárgerði. Við manntal sóknarprests 1906 (árslok) er Þorlákur tekinn við búi, en Gunnar húsmaður hjá honum. Gunnar var fæddur 24. maí 1878 á Lundarbrekku, sonur hjónanna Marteins Halldórssonar og Kristínar Jónsdóttur, d. 23. maí 1925 í Kasthvammi [Reykj. bls. 441-445], sjá um hann og afkomendur hans þar. Gunnar fer 1907 „ , laus, 29,“ frá Grjótárgerði að Kasthvammi [Kb. Lund.], þar sem hann bjó síðan.

Skyldulið Gunnars í Grjótárgerði 1904-1906:

Halldór Marteinsson, bróðir Gunnars, er vinnumaður hjá honum fyrra árið, en fer að Gautlöndum 1905 með konu sína og tvær dætur, sjá hér að ofan. Anna Pálína Benediktsdóttir, kona Halldórs, fer með honum frá Grjótárgerði að Gautlöndum 1905, sjá hér að ofan. Kristín Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og Önnu Pálínu, fer með þeim að Gautlöndum 1905, sjá hér að ofan. Marteinn Halldórsson, bróðursonur Gunnars bónda, er „ , ljettadr., 11 [Sál. Eyj.] hjá honum við húsvitjun í árslok 1905, sjá um hann hér ofar. Kristín Jónsdóttir móðir Gunnars er í Grjótárgerði við húsvitjun í árslok 1905, „ , m. hs., 63“ [Sál. Eyj.] en er farin þaðan árið eftir. Kristín var fædd 19. apríl 1842 á Grænavatni, d. 15. nóv. 1915 á Bjarnastöðum. Giftist Marteini Halldórssyni á Bjarnastöðum. Sjá um hana og afkomendur í [Reykj, bls. 363446]. Þorlákur Marteinsson, bróðir Gunnars og sonur Kristínar hér næst á undan, er í Grjótárgerði hjá þeim við húsvitjun í árslok 1905. Sjá um hann hér neðar. Sigríður Kolbeinsdóttir, kona Þorláks hér næst á undan, er í Grjótárgerði hjá þeim við húsvitjun í árslok 1905. Sjá um hana hér neðar.

1906 - 1912: Kolbeinsdóttir

Þorlákur

Marteinsson

og

Sigríður

Í manntali sóknarprests við árslok 1906 er Þorlákur sagður bóndi í Grjótárgerði. Þau Sigríður flytja þaðan 1912 með dóttur sína frá „Grjótárgerði í Kaupang“ [Kb. Lund.]. Þar með endar búskapur í Grjótárgerði. Þorlákur var fæddur 8. apríl 1880 á Hofstöðum, sonur Marteins Halldórssonar og Kristínar Jónsdóttur, sjá um hann á bls. 446 í [Reykj.]. Sigríður var fædd 23. apríl 1873 í Stórumástungum, Gnúpverjahreppi, dóttir hjónanna Kolbeins Eiríkssonar og Jóhönnu Bergsteinsdóttur [Reykj. bls. 446]. Sigríður er á manntali í Stórumástungum 1880 með foreldrum og fimm systkinum og 1890 með átta systkinum. Hún kemur 1901 „vk.“ frá Stórumástungum að Sigurðarstöðum [Kb.

Þorlákur Marteinsson


151

Lund.]. Þorlákur og Sigríður voru gefin saman 1. maí 1905 [Kb. Lund], [Reykj. bls. 446]. Þau bjuggu lengi á Veigastöðum, þar sem Þorlákur var oddviti. Hann andaðist 6. júní 1963, en Sigríður 27. nóv. 1957, bæði í Reykjavík [Reykj. bls. 446].

Dóttir Þorláks og Sigríðar í Grjótárgerði:

Kristín Þorláksdóttir, f. 3. jan. 1908 í Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum frá Grjótárgerði að Kaupangi 1912 [Kb. Lund.]. Sjá nánar um Kristínu í [Reykj. bls. 446]. Kristín andaðist 1. sept. 2000 [Mbl. 10. 9. 2000, bls. 40].

Annað skyldulið Þorláks og Sigríðar í Grjótárgerði 1906-1912:

Marteinn Halldórsson, bróðursonur Þorláks, er „ , ljettadr, “ í Grjótárgerði 1906 og er fermdur þaðan 1909, en fer þá að Engidal [Sál. Eyj.]. Sjá um hann hér ofar. Gunnar Tryggvi Marteinsson, bróðir Þorláks, er húsmaður í Grjótárgerði 1906 [Sál. Eyj.], en flyst 1907 að Kasthvammi [Kb. Lund.], sjá um hann hér ofar.

1. yfirferð á leiðréttingu lokið 18. okt. 2005 Þessi prentun er gerð 7. sept. 2006. R. Á.


152

Ábúendur í Grjótárgerði Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þinggjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig látið ná yfir þann tíma.

1836 - 1859:

Kristján Jónsson og Kristín Sighvatsdóttir

1859 - 1872:

Sigurbjörn Kristjánsson og Vigdís Ísleifsdóttir

1872 - 1875:

Jón Guttormsson og Ingibjörg Jónsdóttir

1875 - 1878:

Finnbogi Erlendsson og Guðrún Sigurðardóttir

1878 - 1886:

Kristján Jónsson og Guðrún Sigmundsdóttir

1886 - 1887:

Benjamín Jónsson og Þuríður Jónsdóttir

1886 - 1892:

Sigfús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir

1887 - 1888:

Sigurður Guðmundsson og Anna Jónsdóttir

1892 - 1894:

Kristján H. Þorsteinsson og Arnfríður Björnsdóttir

1892 - 1894:

Sigurjón Árnason og Randheiður Sigurðardóttir

1893 - 1894:

(Sigurður Jónsson og Helga Guðrún Marteinsdóttir)

1894 - 1895:

Páll Jónsson og Jónína Þuríður Guðmundsdóttir

1895 - 1905:

Halldór Marteinsson og Anna Pálína Benediktsdóttir

1904 - 1906:

Gunnar Tryggvi Marteinsson

1906 - 1912:

Þorlákur Marteinsson og Sigríður Kolbeinsdóttir

Skammstafanir og skýringar: [BT.]: Björn Teitsson: Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu, Rvík 1973. [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Hraunk.]: Hraunkotsættin, tekin saman af Skúla Skúlasyni. Rvík 1977. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993. [Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [SÍV.]: Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga Íslendinga í Vesturheimi, II, Winnipeg 1943. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


2.7 Heiðarsel


154

Um 1660: Samkvæmt [Jb.] virðist byrja hér búseta um 1660.

Um 1703:

Við manntalið 1703 eiga þessir heima í Arndísarstaðaseli

(hjáleiga): Sveinn Jónsson bóndi, heill 40 ára Guðný Jónsdóttir húsfreyja, heil 44 Ingunn Sveinsdóttir barn, - 14 Þuríður Sveinsdóttir - 4 Undir Arndysarstader segir svo í [Jb.]: „Arndysarstada Sel, kallast af sumum Heidar Sel, hjáleiga af jörðunni. Bygt uppá heiðinni á selstæði heimajarðarinnar hjer um fyrir 50 árum, afdeilt einasta að túni og útslægjum, hefur nú í eyði legið. Dýrleikinn viijH, meðan bygðin varaði. ( ... )“ „Enginn brúkar nú þetta kot, nema hvað peningur heimabændanna gengur yfir landið, og tíunda þeir það því með heimajörðunni. Ekki þykir mönnum líklegt að þetta kot muni aftur byggjast fyrir heyskaparleysi og vetrarríki, þar með er túnið ekkert að kalla. Arndysarstada Sel kallast önnur selstaða jarðarinnar framarlega í landinu. ( ... )“ Svo virðist sem Heiðarsel hafi farið í eyði í bólunni. - Nafnið er liklega til komið til að greina það frá selinu í dalnum.

Um 1754: Jón Guðmundsson Jón Guðmundsson er skráður í Heiðarseli við eins konar manntal 1754. Enginn er skráður í Heiðarseli við manntalið 1762 né 1801.

1811 - 1834

Benedikt Þorgrímsson og Anna Oddsdóttir

Benedikt og Anna eru í Heiðarseli við húsvitjun í mars 1812 ásamt tveim börnum sínum [Sál. Eyj.]. Þau eru á Hvarfi í sálnaregistri í apríl og maí 1810 [Sál. Eyj.]. Við manntalið 1816, sem gert er eftir húsvitjun í mars 1815 eru þau í Heiðarseli með fjórum börnum og í sálnareg. í apríl 1819 með fjórum (ekki sömu) börnum [Sál. Eyj.]. Þau flytja með tveim sonum sínum að Hóli í Kinn 1834 [Kb. Þór.]. Í manntalsbók þinggjalda er Benedikt skráður gjaldandi fyrir Heiðarsel 1812-1834. Benedikt var sonur Þorgríms Þorgrímsonar og Halldóru Benediktsdóttur, sem búa á Litluvöllum við manntalið 1801. Er Benedikt þar þá einnig „ , 23, ugivt,“ að hálfu vinnumaður á Mýri. Anna er sögð 42 ára við húsvitjun í mars 1815. Hana er ekki að finna í nafnaskrá manntalsins 1801 og því erfitt að finna hvaðan hún er upp runnin, þar sem einnig vantar svo mikið í Eyjadalsárbókina frá þessum tíma. Benedikt er „ , húsbóndi, 39“ í Heiðarseli við manntalið (húsvitjun í mars 1815) 1816. Þau hjón flytja eins og áður segir 1834 að Hóli í Kinn og eru þar á


155

manntali 1835. Anna deyr 2. apríl 1840 „ , kona á Hóli, 69“ en Benedikt er þar hjá Oddi syni sínum 1840 „ , 67, E, faðir bóndans“. Deyr á Hóli 14. ágúst 1843 [Kb. Þór.].

Börn Benedikts og Önnu í Heiðarseli:

Kristján Benediktsson, f. á Eyjardalsá 23. apríl 1803 [Kb. Eyj.]. Er með foreldrum í Heiðarseli við húsvitjun í mars 1812 og í mars 1815, einnig í apríl 1819. Kristján fer ekki með forerldrum að Hóli 1834. Hann er „ , 44, Ó, niðurseta,“ á Stóruvöllum við manntalið 1845 og í fólkstölu við nýár 1858 í Grjótárgerði er hann „ , 54, niðurseta, fer batnandi (um hegðun), viðunanlega eftir vananum“ (um kunnáttu). Kristján mun hafa verið blindur, var víða komið fyrir. T. d. fer hann 1881 „ , 79, hreppsómagi, frá Heiðarseli að Rauðá“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali á Sigurðarstöðum 1890 „ , 88, Ó, hreppsómagi,“ Kristján andaðist 21. mars 1891 „ , hreppsómagi, 88“ [Kb. Lund.], en ekki er getið hvar. Sigurður Benediktsson, f. á Eyjardalsá 30. ágúst 1805 [Kb. Eyj.]. Hann er í Heiðarseli með foreldrum í mars 1815 (húsvitjun notuð við manntalið 1816), sagður 10 ára, en ekki 1812 né 1819. Sigurð er ekki að finna í registri manntalsins 1845. Guðný Benediktsdóttir, f. 18. maí 1807 á Hvarfi [Kb. Eyj.], sögð 8 ára í mars 1815. Guðrún er í Heiðarseli í mars 1812, 1815 og í apríl 1819. Hennar er ekki getið, þagar foreldrar hennar flytja að Hóli 1834 og ekki er hana að finna í registri manntalsins 1845. Oddur Benediktsson, f. 12. júní 1812 í Heiðarseli [Kb. Eyj.] og er þar á manntali 1816 (mars 1815). Hann er þar einnig í apríl 1819. Hann fer með foreldrum og Michael bróður sínum 1834 að Hóli í Kinn og er þar með þeim á manntali 1835 „ , 23, Ó, þeirra sonur“. Við manntölin 1840 og 1845 er Oddur bóndi á Hóli í Kinn ásamt konu sinni Guðrúnu Björnsdóttur, hið síðara árið „ , 31, G, kona hans,“ sögð fædd í Ljósavatnssókn. Með þeim eru 1845 fjögur börn þeirra. Þau flytja 1846 frá Þóroddstað að Jódísarstöðum [Kb. Múl.] og eru þar á manntali 1860 ásamt fimm börnum, þ. á m. Árna, sjá síðar. Michael Benediktsson, f. 4. nóv. (líkl.)1815 í Heiðarseli, sagður 4 ára í sálnaregistri þar 1819. Hann fer með foreldrum að Hóli í Kinn 1834 og er þar á manntali með þeim 1835 „ , 20, Ó, þeirra sonur“. Hann er á manntali í Litlutungu 1840 „ , 25, Ó, vinnumaður“. Michael er meðal innkominna í Þverársókn 1843 „ , 29, vinnupiltur, að Ljótsstöðum frá Öxará í Bárðardal“ [Kb. Grenj.] og er „ , 32, Ó, matvinnungur,“ í Kasthvammi við manntalið 1845.

1834 - 1839: Ásmundsdóttir

Ásmundur Jónsson og Kristín Ingveldur

Ásmundur og Kristín koma frá Hóli í Kinn að Heiðarseli 1834 [Kb. Þór.] og eru þar á manntali 2. febr. 1835 og við húsvitjun þar 1837 og 1839. Þau flytja 1839 með börnum sínum frá Heiðarseli að Þóroddstað [Kb. Þór]. Ásmundur er gjaldandi fyrir Heiðarsel í manntalsbók þinggjalda 1835-1839, síðasta árið á móti Halldóri Ólafssyni.


156

Ásmundur var fæddur 20. des. 1807 á Æsustöðum(?), segir í [ÆÞ. XI, bls. 43], en við manntalið 1816 er hann hjá föður sínum og stjúpmóður á Syðra-Hóli í Kaupangssókn „ , hans sonur, 9,“ og þar sagður fæddur á Krossi. Faðir hans var Jón Helgason. Ásmundur fer 1826 „ , 19, vinnupiltr, Frá Brekku í Kaupangssókn að Ólafsgerði“ [Kb. Garðss.]. Kristín Ingveldur var fædd í ágúst 1806 á Fjöllum [ÆÞ. XI, bls. 10]. Hún er þar með foreldrum sínum og sjö systkinum á manntali 1816 „ , þeirra barn, 11,“ sögð fædd þar. Foreldrar hennar voru Ásmundur Pálsson bóndi á Fjöllum og s. k. h. Kristín Stefánsdóttir. Við manntalið 1816 er faðir hennar 83 ára en móðirin 47 ára. Ásmundur og Kristín Ingveldur voru gefin saman 3. okt. 1831, hann er þá „vinnumaður á Nýabæ 24 { . . . } ára“ en hún „vinnandi á búi móður sinnr 25 ára“ [Kb. Garðss.]. Þau koma 1832, og segir um Ásmund: „ , 26, Giptur, frá Njabæ í Kelduhverfi að Hóli að búa á helmingi þar“ og um Kristínu Ingveldi: „ , 27, hans kona frá sama og til sama bæar vikin“ [Kb. Þór.]. Ekki staðnæmast þau hjón lengi á Þóroddsstað eftir Heiðarselsdvölina, þau eru á Landamóti við fæðingu Kristrúnar 29. des. 1839 og flytja 1840 „ , frá Landam: til Vatnsenda“ [Kb. Svalb.] og eru þar („Vatnsendi, nýbýli, hjál.“) á manntali þ. á. með þrem börnum. Við manntalið 1845 eru þau komin að Bægisstöðum í sömu sókn í Þistilfirði, ásamt fimm börnum, þar eru þau einnig 1850 með sjö börnum en flytja þaðan þ. á. að Máná [Kb. Svalb.], þar sem þau eru á manntali 1855. Þau búa á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi við manntalið 1860, eru fjögur börn þeirra þá hjá þeim, en Kristján sonur þeirra býr þá á Máná. Kristín Ingveldur dó 1. ágúst 1869 [ÆÞ. XI, bls. 43], sjá einnig um hana í [ÆÞ. XI, bls. 9-10]. Ásmundur dó 30. júní 1891 á Sævarlandi [ÆÞ. XI, bls. 43].

Börn Ásmundar og Kristínar Ingveldar í Heiðarseli:

Kristján Ásmundsson kemur með foreldrum frá Hóli að Heiðarseli 1834 og er þar á manntali 1835 „ , 3, Ó, þeirra barn“, þar er hann einnig við húsvitjun 1837 og 1839. Hann fer með foreldrum sínum sínum og systkinum að Þóroddstað 1839. Kristján var fæddur 7. sept. 1832 á Hóli [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Vatnsenda 1840 og 1845 á Bægisstöðum „ , 14, Ó, þeirra barn,“. Hann er bóndi á Máná við manntalið 1860.

Kristján Ásmundsson

Ingiríður Ásmundsdóttir kemur með foreldrum frá Hóli að Heiðarseli 1834 og er þar á manntali með þeim 1835 „ , 2, Ó, eins (þ. e. „þeirra barn“). Hún er þar einnig við húsvitjun 1837 og 1839 og fer að Þóroddstað 1839. Ingiríður var fædd á Hóli 23. jan. 1834 [Kb. Þór.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum og systkinum 1840 á Vatnsenda og 1845 á Bægisstöðum „ , 12, Ó, þeirra barn,“. Helga Ásmundsdóttir, f. 7. mars 1836 í Heiðarseli [Kb. Eyj.], hún er þar við húsvitjun 1837 (1) og 1839. Hún fer með foreldrum að Þóroddstað 1839 [Kb. Þór.], en kemur aftur að Heiðarseli 1840 með Kristrúnu (sjá síðar) „ , 2, tökubarn,“ [Kb. Eyj.] og er þar á manntali 1840. Hún kemur 1845 „ , 9, tökubarn,“ með Sigurði Jóakimssyni og Kristrúnu frá Stafni að Heiðarseli [Kb. Ein.] og er „ , 10, tökustúlka“ við húsvitjun í Heiðarseli 1846 hjá Sigurði og Kristrúnu og fer með þeim 1846 „ 11, fósturdóttir, Frá Heiðarseli að

Ingiríður Ásmundsdóttir


157

Jallstöðum“ [Kb. Lund.]. Við manntalið 1850 er hún með foreldrum sínum og systkinum á Bægisstöðum „ , 14, Ó, barn hjóna,“. Guðný Ásmundsdóttir, f. 29. mars 1837 í Heiðarseli [Kb. Eyj.], hún er þar við húsvitjun 1839, sögð 2ja ára. Hún fer með foreldrum sínum og systkinum að Þóroddstað 1839 og er með þeim á manntali á Vatnsenda 1840 og 1845 á Bægisstöðum „ , 9, Ó, þeirra barn,“. Helgi Ásmundsson var fæddur í Heiðarseli um 1838, hann er þar við húsvitjun 1839 „ , þra sonur, 1“. Hann fer með foreldrum og systkinum að Þóroddstað 1839 og er á manntali með þeim 1845 á Bægisstöðum „ , 8, Ó, þeirra barn,“ sagður fæddur í Eyjardalsársókn. Kristrún Ásmundsdóttir er í [Kb. Þór.] sögð koma með foreldrum og systkinum frá Heiðarseli að Þóroddstað 1839 [Kb. Þór.]. Þetta mun ekki rétt fært, því skv. sömu kb. er Kristrún fædd 29. des. 1839 á Landamóti. Sjá í [ÆÞ. XI, bls. 43] um önnur börn Ásmundar og Kristínar.

Vandalausir í búskapartíð Ásmundar og Kristínar Ingveldar í Heiðarseli:

Oddur Ebenezerson kemur 1834 „24, vinnumaður, frá Hrappst með móður sinni að Heiðarseli“ [Kb. Þór.] og er þar á manntali 1835 „ , 25, Ó, vinnumaður“. Hann er þar ekki við húsvitjun 1837 né 1839. Oddur var fæddur 5. apríl 1810, voru foreldrar hans Ebenezer Helgason og Málfríður Oddsdóttir, þá í Fremstafelli [Kb. Þór.]. Hann er með þeim á manntali á Ófeigsstöðum 1816 „ , þeirra barn, 5,“. Hann er á Dæli í Draflastaðasókn við manntalið 1845 „ , 36, Ó, vinnumaður,“. Sigríður Ebenezersdóttir kemur 1834 „ , 23, vinnukona, á og til sama bæjar á sama hátt vikin“ [Kb. Þór.] og bróðir hennar hér næst á undan, er á manntali í Heiðarseli 1835 „ , 23, Ó, vinnukona“. Hún er þar ekki við húsvitjun 1837 né 1839. Sigríður var fædd á Ófeigsstöðum 9. einhvers -er-mánaðar 1811, dóttir Ebenezers Helgasonar og Málfríðar Oddsdóttur og er þar á manntali 1816 „ þeirra barn, 3,“. Við manntalið 1845 er hún húsfreyja á Húsabakka „ , 35, G, hans kona,“ þ. e. Friðriks Magnússonar, sem þar er þá „ , 46, G, bóndi,“ sagður fæddur í Þóroddstaðarsókn. Við manntalið 1880 er hún „ , 70, E, húsmóðir,“ í Garðshorni. Málmfríður Oddsdóttir kemur 1834 „ , 63, húskona, frá Hrappstöðum að Heiðarseli“ [Kb. Þór.] og er þar á manntali 1835 „ , 65, G, í skjóli barna sinna“, þeirra Odds og Sigríðar hér að ofan. Ekki er Málmfríður heldur í Heiðarseli við húsvitjun 1837 né 1839. Ebenezer maður Málmfríðar flytur 1834 „ , 67, bóndi frá Hrappstöðm að Saltvík í Húsavíkursókn“ [Kb. Þór.]. Málmfríður er á manntali að Björgum 1801 og á Ófeigsstöðum 1816, þar með manni sínum og fjórum börnum.

1838 - 184?: Halldórsdóttir

Halldór

Ólafsson

og

Friðbjörg

Halldór og Friðbjörg eru komin í Heiðarsel 1839, þau eignast þar son 29. júní þ. á. Halldór er gjaldandi fyrir Heiðarsel í manntalsbók þinggjalda 1839 (á móti


158

Ásmundi) og 1840 (á móti Jónasi, sjá hér neðar). Við manntalið 1840 er Halldór sagður á 2. býli „ , 47, G, húsbóndi“. Þau hjón eru áfram í Heiðarseli, við húsvitjun 1841 er Halldór sagður vinnumaður, og við barnsfæðingu 4. ágúst þ. á. eru þau hjón sögð „vinnuhiú“. En ekki er vitað með vissu hve lengi. Halldór var fæddur 25. des. 1793 á Stóruvöllum, sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar og Vigdísar Halldórsdóttur [Kb. Eyj.]. Hann er á manntali með þeim og fimm systkinum á Arndísarstöðum 1801, þ. á m. Ólafi og Maríu í Höskuldsstaðaseli, sjá þar. Hann er á manntali á Helluvaði 1816 „ , vinnumaður, 23,“. Friðbjörg var fædd 31. okt. 1804 í Naustavík, dóttir Halldórs Jónssonar og Guðrúnar Pálsdóttur [ÆÞ. IV, bls. 261]; í [Kb. Þór.] sýnist mega skilja að hún sé fædd 31. ágúst. Hún er á manntali á Stóruvöllum 1816 (húsv. í mars 1815) „ , niðurseta, 10,“. Friðbjörg var síðari kona Halldórs. Eins og áður segir er ekki vitað, hve lengi Halldór og fjölskylda hans eru í Heiðarseli, en þau eru á manntali á Kálfborgará 1845. Þau virðast þó koma aftur að Heiðarseli, því þau flytja þaðan 1848 að Fljótsbakka, er Halldór sagður „ , 54, vinnumaður,“ [Kb. Eyjardalsárprk.]. Halldór deyr á Fljótsbakka 29. okt. 1848 [Kb. Ein.] og er Friðbjörg þar á manntali 1850 „ , 46, E, í húsmennsku,” ásamt tveim börnum. Sjá um Halldór í [ÆÞ. IV, bls.261-262]. Friðbjörg dó á Húsavík 1. jan. 1876, sjá [ÆÞ. IV. bls. 261].

Börn Halldórs og Friðbjargar í Heiðarseli 1838- ca 1842:

Friðfinnur Halldórsson, sonur Halldórs og Friðbjargar hér næst á undan, kemur líklega með þeim að Heiðarseli 1838 og er þar á manntali með þeim 1840 „ , 8, Ó, þeirra barn.“ Kemur aftur að Heiðarseli og fer þaðan 1848 „ , 15, þeirra son, frá Heiðarseli að Neslöndum“ [Kb. Eyjadalsárprk.]. Hann er á manntali á Ormsstöðum í Skorrastaðarsókn 1880 „ , 37, Ó, vinnumaður,”. Dó á Húsavík 1901, sjá [ÆÞ. IV, bls. 261-262]. Stefán Halldórsson, f. 29. júní 1839 í Heiðarseli [Kb. Eyj.] og er á manntali þar 1840. Kemur aftur að Heiðarseli og fer þaðan 1848 „ , 9, þeirra son, frá Heiðarseli að Fljótsbakka“ [Kb. Eyjadalsárprk.], er hann á manntali þar 1850 með móður sinni og systur. Dó ókv. og barnlaus í Héðinsvík 1918, sjá [ÆÞ. IV, bls. 262]. Friðbjörn Halldórsson, f. 4. ágúst 1841 í Heiðarseli [Kb. Eyj.], sonur Halldórs og Friðbjargar hér að ofan. Friðbjörn er á manntali í Stafnsholti 1855 „ , 15, Ó, léttadrengur,“. Dó 16. maí 1897 á Lómatjörn, ókvæntur vinnumaður, en hafði þá átt fjögur börn og þannig séð um viðgang ættar Ólafs Ólafssonar á Litluvöllum, sjá [ÆÞ. IV, bls. 259-274].

1839 - 1860: Jónas Jónsson og Helga Jónasardóttir

Jónas og Helga eru á manntali í Heiðarseli 1840, með þeim eru á 2. býli Halldór Ólafsson og Friðbjörg Halldórsdóttir. Halldór og Friðbjörg eru sögð í húsmennsku í ársbyrjun 1841, en Halldór er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel á móti Jónasi 1840. Jónas er gjaldandi fyrir Heiðarsel í manntalsþingbókinni


159

1840-1850, en er getið þar 1852-1860 á skrá yfir búlausa eða „Búlausir tíundandi“. Árið 1850 kemur nýr bóndi að Heiðarseli, eru Jónas og Helga á 2. býli eftir það, líklega í húsmennsku. Jónas deyr 22. febr. 1860. Jónas var fæddur 31. mars 1802 í Litlutungu og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Abigael Finnbogadóttir [Kb. Lund.], sem eru á manntali í Litlutungu 1801 en á Bjarnastöðum 1816 (húsvitjun í mars 1815). Jónas er þá með þeim á Bjarnastöðum „ , þeirra barn, 13,“. Bróðir Kristjáns í Grjótárgerði, sjá þar. Jónas er meðal burtvikinna úr Lundarbrekkusókn 1825 „ , 25, vinnumaður, Frá Bjarnastöðum að Úlfsbæ við Bárðardal“. Helga var fædd á Hallbjarnarstöðum, skírð 16. jan. 1802 [Kb. Helgast.prk.], dóttir hjónanna Jónasar Jónssonar og Steinvarar Þorkelsdóttur, sem búa þar við manntölin 1801 og 1816, er Helga sögð 15 ára við mt. 1816. Jónas faðir hennar er sagður fæddur á Stóruvöllum, en Steinvör á Öxará. Helga kemur 1822 „ , 21, að Úlfsbæ frá Hallbiarnarstöðum, nýgift“ [Kb. Þór.] Grími Þorsteinssyni, en giftingu þeirra hef ég ekki fundið í [Kb. Ein.] né [Kb. Þór.]. Grímur andaðist 1. ágúst 1824 „bóndi á Bæ, 34, af brjóstveiki sem ekki varð læknuð“ [Kb. Þór.]. Jónas og Helga voru gefin saman 27. sept. 1825, er Jónas sagður „23 ára Fyrirvinna hjá Eckjunni á Bæ“ en Helga „Eckja 24 ára búandi á Bæ“ [Kb. Þór.]. Þau flytja 1826 frá Úlfsbæ að Kálfborgará, þar sem þau eru á manntali 1835 ásamt Grími syni sínum, Steinvöru móður Helgu og Jóni syni hennar, sem er sagður vitfirringur. Jónas er sagður „ , 39, G, húsbóndi“ í Heiðarseli við manntalið 1840 en Helga „ , 39, G, hans kona“. Þau eru þar á manntali 1845, 1850 og 1855 og Helga 1860 „ , 59, E, vinnukona,“ Hún flytur 1861, ásamt Grími syni þeirra hjóna „ , 59, Ekkja, Frá Heiðarseli að Daðastöðum“ [Kb. Lund.]. Jónas fær eftirfarandi vitnisburð hjá sóknarpresti um hegðun og kunnáttu við nýár 1858: „ , artarmaður og dagfarsgóðr, greindur í andl.“ og Helga: „ , siðprúð og stillt, dável að sér í andl. efnum.“ Um Grím son þeirra segir: „ , eins, viðunanlega.“ Eins og áður segir andaðist Jónas í Heiðarseli 22. febr. 1860 „ , bóndi frá Heiðarseli, 58,“ en Helga 29. des. 1871 „ , ekkja, 70, Torfunesi“ [Kb. Þór.].

Sonur Jónasar og Helgu í Heiðarseli:

Grímur Jónasson er með foreldrum sínum á manntali í Heiðarseli 1840 „ , 15, Ó, þeirra sonur“, kemur líklega með þeim að Heiðarseli 1839. Hann er þar á manntali 1845, 1850, 1855 („sonur þeirra“) og 1860 „ , 35, Ó, vinnumaður,“ jafnan sagður fæddur „hér í sókn“, þ. e. Eyjardalsársókn, því finnst ekki fæðingardagur hans. Þó er hann í fólkstölu um nýár 1851 í Brennási „ , vinnum:, 25,“ en er kominn í Heiðarsel árið eftir. Flytur 1861 „ , 35, sonur hennar,“ með móður sinni að Daðastöðum [Kb. Lund.]. Hann fer að Stórási frá Daðastöðum 1862, vinnumaður; frá Stórási að Ófeigsstöðum 1865, húsmaður. Frá Ingjaldsstöðum að Torfunesi 1873, húsmaður. Grímur er á manntali í Jarlsstaðaseli 1880 „ , 55, Ó, húsmaður,“ þar sem hann er til 1883. Hann er á


160

Ófeigsstöðum við manntalið 1890 „ , 64, Ó, húsm.,“. Deyr 7. ágúst 1905 „ , 78, ómagi í Fremstafelli,“ [Kb. Þór.].

Annað skyldulið Jónasar og Helgu í Heiðarseli:

Steinvör Þorkelsdóttir, móðir Helgu húsfreyju, er á manntali í Heiðarseli 1840 „ , 74, E, móðir konunnar“ og er þar við húsvitjun árið eftir en ekki eftir það. Sjá hér ofar um Steinvöru. Jón Jónasarson, bróðir Helgu húsfreyju, er á manntali í Heiðarseli 1840 „ , 31, Ó, niðursetningur, hennar son“ (þ. e. Steinvarar). Jón er á manntali með foreldrum sínum og systkinum á Hallbjarnarstöðum 1816, sagður 7 ára. Ekki er hann við húsvitjun í Heiðarseli 1841.

Vandalausir á búi Jónasar og Helgu í Heiðarseli 1839 - 1850:

Helga Ásmundsdóttir kemur 1840 „ , 2, tökubarn, frá Landamóti að Heiðrseli“ [Kb. Eyj.] og er þar „ , 5, Ó, tökubarn“ við manntalið 1840, líklega dóttir Ásmundar og Kristínar Ingveldar sem áður bjuggu í Heiðarseli, sjá hér ofar. Ekki sést hún þar við húsvitjun 1841. Hún kemur 1845 með Sigurði Jóakimssyni og Kristrúnu „ , 9, tökubarn,“ frá Stafni að Heiðarseli [Kb. Ein.] og er „ , 10, Ó, tökubarn“ á 2. býli í Heiðarseli hjá þeim við manntalið 1845 og við húsvitjun 1846. Sjá um hana hér ofar. Kristrún Jónsdóttir kemur 1840 „ , 22, vinnukona frá Landamóti að Heiðrseli“ [Kb. Eyj.] og er þar „ , 23, Ó, vinnukona“ við manntalið 1840. Líklega sú Kristrún, sem er húsfreyja á 2. býli í Heiðarseli við manntalið 1845, kona Sigurðar Jóakimssonar, sögð fædd í Kaupangssókn. Hún er ekki í Heiðarseli við húsvitjanir 1841 og 1845, en er þar með manni sínum við húsvitjun 1846 [Sál. Eyj.]. Kristrún kemur 1823 „ , 5, fósturbarn, frá Kambstaðm að Felli“ [Kb. Þór.] (hennar er þó ekki getið í [Kb. Hálsþ.] þegar fjölskyldan flytur frá Kambstöðum að Fremstafelli). Hún er á manntali í Fremstafelli 1835 „ , 17, Ó, fósturdóttir bóndans“ Kristjáns Oddasonar. Kristrún kemur 1838 „ , vinnukona, frá Fremstafelli að Hrappsst.“ [Kb. Lund.] og kemur 1839 „ , 21, vinnukona,“ þaðan að Landamóti [Kb. Þór.] ([Kb. Lund.] segir hana þá fara frá Hrappstöðum að Fljótsbakka). Hún kemur 1844 „ , 27, kona, frá Heiðars: að Stafni“ [Kb. Ein.] og fer þaðan 1845 „ , 27, hans kona,“ að Heiðarseli [Kb. Ein.]. Kristveig Kristjánsdóttir deyr 16. apríl 1845 „ , vinnukona á Heiðarseli, 17 ára“ [Kb. Lund.]. Kristveig var fædd 15. júlí 1829, voru foreldrar hennar Kristján Oddason og s. k. h. Guðleif Þorsteinsdóttir „hión búandi á Fremstafelli“ [Kb. Þór.]. Hún er á manntali hjá foreldrum sínum Fremstafelli 1835 „ , 6, Ó, þeirra barn“. Með þeim er þar á manntali Kristrún Jónsdóttir „ , 17, Ó, fósturdóttir bóndans“, sjá um hana hér næst á undan. Kristbjörg er á manntali á Fljótsbakka 1840 hjá foreldrum sínum, en þar býr þá hálfbróðir Kristveigar, sammæðra. Kristín Árnadóttir kemur 1843 „ , 10 ára, tökustúlka, frá Belg að Heiðarseli“ [Kb. Eyj.]. Hún er þar við húsvitjun 1845 (líklega snemma árs) „ , vinnukind, 12“ og á manntali þar s. á. „ , 13, Ó, tökubarn,“. Hún er þar einnig á manntali 1850 „ , 18, Ó, vinnukona.“ Hún er síðast í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1854,


161

jafnan á búi Jónasar og Helgu og flytur þaðan þ. á. „ , 22, vinnukona,“ að Nýjabæ (Grímsstaðabærinn nýi?) á Fjöllum. Kristín var fædd 14. des. 1832 í Vindbelg, dóttir hjónanna Árna Sigmundssonar og Sigurlaugar Jónasdóttur. En Sigurlaug var systir Helgu, húsfreyju í Heiðarseli. Árni faðir Kristínar deyr 6. febr. 1841. Kristín giftist Kristjáni Friðfinnssyni, f. 1830 á Svalbarði í Þistilfirði. Eftir lát hans 1879 fór Kristín til Vesturheims frá Rangalóni 1880 ásamt fjórum börnum þeirra. Sjá um Kristínu, foreldra hennar og börn í [ÆÞ. VIII, bls. 2930]. Jón Sigmundsson er við húsvitjun í Heiðarseli 1845 „ , vinnumaður, 27,“ en er þó ekki á manntali þar um haustið. Mun vera sá Jón, sem var fæddur 19. jan. 1817, sonur Sigmundar Guðmundssonar og Guðfinnu Eiríksdóttur, sem þá eru „hion við Búhokur á Landamóti“ [Kb. Þór.]. Foreldrar Jóns eru á Landamóti við manntalið 1816 ásamt tveim börnum. Jón er á manntali á Kálfborgará 1840 „ , 24, Ó, vinnumaður,“ og á manntali í Brennási 1845 „ , 28, Ó, vinnumaður,“ á Úlfsbæ 1850 „ , 35, Ó, vinnumaður,“ og á Mýri 1860 „ , 44, G, vinnumaður,“. Jón deyr 5. okt. 1871 „frá Landamóti, Ekkill, 55“ [Kb. Þór.]. Sigríður Jónsdóttir er á manntali í Heiðarseli 1845 „ , 17, Ó, vinnukona,“ á búi Jónasar og Helgu. Hún er þar ekki við húsvitjun fyrr á árinu, og við húsvitjun 1846 er hún á 2. býli hjá Sigurði og Kristrúnu. Hún fer 1848 „ , 20, vinnukona, frá Heiðarseli að Reykjahlíð“ [Kb. Lund] og kemur s. á. „ 19, frá Heiðarseli að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Þar er hún á manntali 1850 „ , 21, Ó, vinnukona“. Nokkur vandkvæði eru á að handsama Sigríði þessa með fullri vissu, því manntöl gefa misvísandi upplýsingar um fæðingarsókn, ýmist er tilnefnd Eyjardalsársókn (1845 og 1855) eða Þóroddsstaðarsókn (1850 og 1860). Þá virðist gifting hennar ekki komast rétt í manntal, en það var ekki einsdæmi í Mývatnssveit. Sigríður Jónsdóttir var fædd 1. jan. 1832, voru foreldrar hennar Jón Eiríksson og Guðrún Eiríksdóttir „Búhjón á Geitagerði“ [Kb. Þór.]. Móðir hennar deyr 14. des. 1834 „kona frá Staðr -Gerði búandi, 32“ [Kb. Þór.] og er faðir hennar á manntali í Þóroddsstaðargerði 1835, ekkill ásamt þrem börnum, en Sigríður er þá „ , 3, Ó, tökubarn“ á Þóroddsstað. Við manntalið 1840 er hún með föður sínum á Vatnsenda. Sigríður giftist 26. júní 1850 Birni Bjarnasyni, sem þá er „frá Rhlíð 24 ára“ og er Sigríður sögð „frá sama bæ 21 árs“ [Kb. Mýv.]. (Svaramaður hennar er Guðmundur bóndi á Kálfaströnd). Björn er samt sem áður ógiftur, líkt og Sigríður, „ , 24, Ó, vinnumaður,“ í Reykjahlíð við manntalið 1. okt. um haustið! Björn og Sigríður flytja 1855 frá Grímsstöðum að Tjörn [Kb. Mýv.] og eru þar á manntali þ. á. með þrem börnum, en 1860 í Hrauney. Til að bæta gráu ofan á svart er Sigríður Jónsdóttir á manntali á Hlíðarenda 1855 „ , 25, Ó, vinnukona,“, einnig sögð fædd í Þóroddstaðarsókn! Ekki finn ég nema eina alnöfnu fædda í Þóroddsstaðarsókn um þetta leyti, 27. nóv. 1829, en hún deyr 16 daga gömul. Sigríður er við manntalið 1845 sögð fædd í Eyjadalsársókn, því er ekki unnt að hafa upp á þeirri fæðingu þar. Sigurður Jóakimsson kemur 1845 „ , 39, giptur, frá Stafni að Heiðarseli“ ásamt Kristrúnu konu sinni [Kb. Ein.] og er á manntali í Heiðarseli 1845, bóndi, talinn á 2. býli á eftir Jónasi, en er þar ekki við húsvitjun fyrr á árinu. Sigurðar er getið í manntalsbók þinggjalda í Heiðarseli 1846, en er þar á skrá yfir búlausa; hann er því ekki talinn hér í hópi ábúenda. Þau hjónin flytja 1846 frá Heiðarseli að Jarlstöðum [Kb.Lund.]. Sigurður var einn af sonum Jóakims Ketilssonar, f. 14. okt. 1805 í Hólum í Laxárdal, d. á Vatnsenda í Þistilfirði 18. júní 1862 [Laxd. bls. 43], sjá um hann þar.

Sigríður Jónsdóttir


162

Kristrún Jónsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum að Heiðarseli 1845 „ , 27, hans kona,“og er með honum á manntali í Heiðarseli 1845, sjá hjá honum. Skv. [Laxd. bls. 43] var Kristrún frá Syðra Hóli í Kaupangssveit, þar eru foreldrar hennar, Jón Helgason og Kristín Vigfúsdóttir á manntali 1816, hún var því hálfsystir Ásmundar bónda í Heiðarseli. Hún var vinnukona í Heiðarseli við manntalið 1840, sjá hér ofar. Halldór Ólafsson er aftur í Heiðarseli um 1847-1848, hann flytur þaðan 1848 „ , 54, vinnumaður,“ að Fljótsbakka [Kb. Eyjadalsárprk.] ásamt Friðbjörgu konu sinni og syni. Hann dó á Fljótsbakka 29. okt. 1848, sjá um hann hér ofar. Friðbjörg Halldórsdóttir, kona Halldórs hér næst á undan, er aftur í Heiðarseli með honum og fer 1848 að Fljótsbakka. Hún er þar á manntali 1850 „ , 45, E, í húsmennsku,“ ásamt tveim börnum sínum. Dó 1. jan. 1876 á Húsavík, sjá [ÆÞ. IV, bls. 261], sjá um hana hér ofar. Friðfinnur Halldórsson, sonur Halldórs og Friðbjargar hér næst á undan, fer 1848 „ , 15, þeirra son, frá Heiðarseli að Neslöndum,“ [Kb. Eyjardalsárprk.]. [Kb. Mýv.] segir „ , 14, Léttapiltur, frá Heiðarseli að Syðrineslöndum“. Sjá um hann hér ofar. Stefán Halldórsson sonur Halldórs og Friðbjargar hér ofar, fer með þeim 1848 „ , 9 , þeirra son, frá Heiðarseli að Fljótsbakka“ [Kb. Eyjadalsárprk.]. Sjá um hann hér ofar. Guðný Árnadóttir kemur frá Einarsstöðum að Heiðarseli 1848 [Kb. Ein.] og er þar við húsvitjun í mars 1849 og á manntali 1850 „ , 19, Ó, vinnukona,“ en ekki þar í fókstölu um nýár 1851, alsystir Kristínar hér nokkru ofar. Fer að Brennási, sjá nánar um hana þar. Giftist Sigurði Sigurðssyni í Stafni og bjuggu þau einnig í Stafnsholti, en fór eftir lát Sigurðar til Vesturheims 1874 með Friðriki Jóhannessyni, kom aftur og dó 12. apríl 1887 „ , veitingakona á Húsavík 56 ára, ekkja, dó af lungnabólgu.“ [Kb. Hús.].

1850 - 1854: Jón Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir

Jón og Guðrún koma frá Stafni að Heiðarseli 1850 [Kb. Eyjardalsárprk.], [Kb. Ein.] (þótt þau séu á manntali í Stafni 1850) og eru þar í fólkstölu um nýár 18511854 [Sál. Eyj.]. Þau flytja 1854 frá Heiðarseli að Skörðum [Kb. Eyjardalsárprk.]. Jón er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel í manntalsbók 1851-1854, en Jónasar ekki getið nema á skrá yfir búlausa árin 1852-1854. Í [Sál. Eyj.] er Jón talinn bóndi á undan Jónasi, nema fyrsta árið. Jón (líka nefndur Jón Jónsson eldri, albróðir Jóns Jónssonar blinda) var fæddur 31. jan. 1821 á Geirastöðum, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Guðfinnu Jónsdóttur (Mýrarætt) [ÆÞ. VIII, bls. 119]. Guðrún var fædd 23. júlí 1824 á Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Skinn.], elsta dóttir Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Tómasdóttur sem lengi bjuggu í Stafni [ÆÞ. VI, bls. 247]. Jón og Guðrún voru gefin saman 8. júní 1847. Þau bjuggu lengi á Einarsstöðum í Reykjahverfi, eru þar á manntali 1855.

Jón Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir


163

Eyjardalsárprestur segir um hegðun og kunnáttu Jóns 1854 „ , skikkanlegur maður, sæmileg“ og um Guðrúnu „ , skörungur og drifin, vel“ [Sál. Eyj.]. Sjá um þau hjón í [ÆÞ. VIII, bls. 119]. Skyldmenni Jóns og Guðrúnar í Heiðarseli 1850-1854: Jón Sigurðsson kemur 1850 „ , 18, vinnumaður frá Stafni að Heiðarseli“ [Kb. Lund.] og [Kb. Ein.] og er þar í fólkstölu um nýár 1851 „ , vinnumaður, 19,“ líklega á búi Jóns og Guðrúnar systur sinnar, sem eru þar þá einnig, talin á eftir Jónasi og Helgu, en voru þó öll þrjú á manntali í Stafni 1850. Næstu ár sýnist hann þó vera á búi Jónasar og Helgu, sem talin eru á eftir Jóni og Guðrúnu. Jón er enn þar í fólkstölu 1853 og fer það ár frá Heiðarseli „ , 21, vinnumaður,“ að Hólmum [Kb. Eyjadalsárprk.]. Jón var fæddur á Arnarvatni 1. apríl 1832, fluttist með foreldrum að Stafni 1837. Lengi bóndi á Vaði og við þann bæ kenndur. Dó 10. júlí 1906 á Jarlstöðum í Aðaldal. Sjá nánar um hann í [ÆÞ. VI, bls. 272280].

Vandalausir í Heiðarseli í búskapartíð Jóns og Guðrúnar 1850-1854:

Kristín Jóhannsdóttir er í fólkstölu um nýár 1852 í Heiðarseli „ , vinnukona, 15” en hvorki árið á undan né árið á eftir. Kristín var fædd 16. apríl 1837, dóttir Jóhanns Ásgrímssonar og Rósu Halldórsdóttur sem þá eru „búandi hjón á Haga“ [Kb. Ness.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Hólmavaði 1840, 1845 og 1850. Kristín er á manntali á Arndísarstöðum 1855 „ , 19, Ó, vinnukona,“ og kemur 1860 „ , 24, vinnuk,“ frá Arndísarstöðum að Stafnsholti [Kb. Ein.] og er þar á manntali það ár (sögð Jóhannesdóttir). Kristín giftist Guðna Þorkelssyni í Laugaseli 12. júlí 1863 [Kb. Ein.]. Þau eru „hjón í vinnumennsku“ og „hjón ( . . ) búlaus“ í Laugaseli við fæðingu barna 1863 og 1865. Við lát Þorkels föður Guðna 1866 tóku þau við búsforráðum í Laugaseli. Guðni andaðist 1881 og bjó Kristín áfram til 1882. Hún er á manntali á Hamri 1890 , 53, E, vinnukona,“ en fer þaðan að Bakka á Tjörnesi 1891 [Kb. Þverárs.], [Kb. Hús.]. Kristín andaðist 9. maí 1898 á Fjöllum, „ , ekkja Ketilsst., 62 ára, Lungnabólga“ [Kb. Garðss.] og í [Kb. Hús.] er bókað „ , ekkja á Ketilsstöðum, dó á Fjöllum í Kelduhverfi“. Kristín Stefánsdóttir er í Heiðarseli í fólkstölu um nýár 1854 „ , 5, tökubarn.“ Hún fer þ. á. að Skörðum [Kb. Eyjardalsárprk.] með Jóni og Guðrúnu og er með þeim á manntali á Einarsstöðum í Reykjahverfi 1855 „ , 6, Ó, tökubarn,“. Kristín var fædd 30. maí 1849 í Víðirholti (síðar Stafnsholti), dóttir hjónanna Stefáns Björnssonar og Hólmfríðar Jóhannesdóttur [Kb. Skút.] og er þar með foreldrum á manntali 1850. Hún fer 1856 frá Einarsstöðum í Reykjahverfi til foreldra sinna á Halldórsstöðum í Reykjadal og er með þeim þar á manntali 1860 [Kb. Helg.]. Kristín giftist Jóni Egilssyni frá Sultum. Dó á Syðri-Bakka 9. maí 1922 [ÆÞ. VII, bls. 207]. Jón Guttormsson kemur 1853 frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Heiðarseli [Kb. Grenj.] og er þar í fólkstölu við nýár 1854 „ , 20, vinnumaður, skikkanlegur, dável greindur en kann miður“, sagður fara með Jóni og Guðrúnu frá Heiðarseli að Skörðum 1854 [Kb. Eyjardalsárprk.] en fer í reynd að Þverá í Laxárdal [Kb. Grenj.] þaðan sem hann kemur aftur 1855 „ , 23, vinnum:, frá Þverá að Heiðarseli“ [Kb. Grenj.], en í [Kb. Eyjardalsárprk.] stendur „ , frá Halldórsst. að Heiðarseli“. Hann er þar á búi Ásmundar og á manntali 1855. Jón var fæddur í Stafni 12. jan. 1832, sonur hjónanna Guttorms Jónssonar og Önnu Ásmundsdóttur, sem þá búa þar. Hann fer með foreldrum sínum að

Jón Sigurðsson


164

Ásmundarstöðum á Sléttu 1837 [Kb. Ein.], en kemur 1840 „ , 71/2, Fósturbarn, að Halldórsst: frá Ásmundarst. á Sljettu“ [Kb. Grenj.] og er á manntali á Þverá þ. á. „ , 8, tökubarn“ en á Halldórsstöðum í Laxárdal 1845 „ , 13, Ó, tökupiltur,“. Jón bjó í Grjótárgerði 1872-1874 eftir að hafa búið nokkra hríð í Stórutungu. Sjá einnig um hann undir Grjótárgerði.

1854 - 1861: Guðlaugsdóttir

Ásmundur

Jónsson

og

Guðný

Ásmundur og Guðný koma frá Hofstöðum að Heiðarseli 1854 [Kb. Eyjadalsárprk.]. Þau eru þar á aðalmanntali 1855 og 1860, en flytja þaðan að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.]. Ásmundur er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel í manntalsbók 1855-1861, en Jónasar (og 1861 Gríms) er getið í manntalsbókinni á skrá yfir búlausa eða „Búlausir tíundandi“ þessi ár. Ásmundur var fæddur 22. sept. 1824 á Litluströnd, sonur Jóns Eiríkssonar og f. k. h. Sigríðar Þorsteinsdóttur [ÆÞ. VIII, bls. 186], [Kb. Skút.]. Hann er með foreldrum á manntali á Hofstöðum 1835 og 1840, og hjá föður sínum þar 1845. Guðný var fædd í Álftagerði 29. okt. 1822, dóttir Guðlaugs Kolbeinssonar og Kristínar Helgadóttur [Skú. bls. 15 og 23-32], [Kb. Skút.]. Hún er þar með foreldrum og systkinum á manntali 1835, en 1840 er hún vinnukona á Geirastöðum og 1845 á Hofstöðum. Ásmundur og Guðný voru gefin saman 3. júlí 1848, þá bæði á Hofstöðum [Kb. Reykj.], og eru á manntali þar 1850. Í fókstölu um nýár 1858 er svo sagt um hegðun og kunnáttu Ásmundar: „hægferðugur, fremur greindur í andlegu“ og um Guðnýju: „skörp og drifin, greind í andlegu“ [Sál. Eyj.]. Ásmundur dó 3. júlí 1862 „ , bóndi á Ófeigsstöðum, 38 ára“ [Kb. Þór.]. Guðný giftist aftur Kristjáni bróður Ásmundar, sjá hér neðar. Dó 24. des. 1907 á Stöng. Sjá um þau og afkomendur í [ÆÞ. VIII, bls. 186-195] og [Skú. bls. 23-32].

Börn Ásmundar og Guðnýjar í Heiðarseli 1854-1861:

Kristín Ásmundsdóttir, f. 4. okt. 1849 á Hofstöðum [Kb. Reykj.], kemur með foreldrum sínum þaðan að Heiðarseli 1854, er þar á manntali 1855 og 1860 og flytur með þeim að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.], [ÆÞ. VIII, bls. 187] og [Skú. bls. 23-26].

Sigríður Ásmundsdóttir

Sigríður Ásmundsdóttir, f. 4. jan. 1851 á Hofstöðum [Kb. Reykj.], kemur með foreldrum þaðan að Heiðarseli 1854, er þar á manntali 1855 og 1860 og flytur með þeim að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.], [ÆÞ. VIII, bls. 187] og [Skú. bls. 26 og 21-23]. Jónína Ásmundsdóttir, f. 12. febr. 1853 á Hofstöðum [Kb. Mýv.], kemur með foreldrum sínum þaðan að Heiðarseli 1854, er þar á manntali 1855 og 1860 og flytur með þeim að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.], [ÆÞ. VIII, bls. 187] og [Skú. bls. 27].

Jónína Ásmundsdóttir


165

Guðbjörg Ásmundsdóttir, f. 8. júní 1855 í Heiðarseli [Kb. Eyjardalsárprk.], er með foreldrum á manntali þar 1855 og 1860 og fer með þeim að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.] og [Skú. bls. 27 og 76-78]. Guðlaugur Ásmundsson, f. 25. ágúst 1858 í Heiðarseli [Kb. Eyjardalsárprk.]. Hann er með foreldrum sínum þar á manntali 1860 og fer með þeim að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.] og [Skú. bls. 27-29].

Annað skyldulið Ásmundar og Guðnýjar í Heiðarseli 1854-1861:

Sigríður Jónsdóttir, systurdóttir Ásmundar bónda, kemur 1856 „ , 17, vinnukona,“ frá Hofsstöðum að Heiðarseli [Kb. Eyjardalsárprk.]. Hún er þar í fólkstölu við nýár 1858 og fer það ár aftur að Hofsstöðum [Kb. Lund.]. Sigríður var fædd 20. apríl 1840, dóttir Jóns Tómassonar og Steinunnar Jónsdóttur (systur Ásmundar) [ÆÞ. VIII, bls. 186 ]. Hún er á manntali á Hofsstöðum með foreldrum 1845 „ , 6, Ó, þeirra barn,“ þar er hún einnig á manntali 1860 „ , 21, barn þeirra,”. Sigríður eignaðist dótturina Margréti Sigvaldadóttur á Grímsstöðum á Fjöllum 1869 og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún giftist Sigurði Jónssyni 5. júlí 1878, þá í Víðum, [Kb. Ein.], en Sigurður var albróðir Guðna í Narfastaðaseli, sjá hér síðar. Þau eru á manntali í Stórási 1880, en fara að Árbakka 1881, þar sem þau eignast soninn Jón 23. ágúst þ. á. Þau fara síðar að Vindbelg, þar sem Unnsteinn sonur þeirra var fæddur og eru þar á manntali 1890. Sjá um Sigríði í köflum um Árbakka, Stórás, Stafnsholt og Laugasel. Hún dó 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.]. Kristján Jónsson bróðir Ásmundar bónda, kemur 1860 „ , 30, vinnumaður, frá Hofstöðum að Heiðarseli“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. „ , 30, E,“. Hann flytur með Ásmundi og fjölskyldu hans að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.]. Kristján var fæddur 8. mars 1831 á Hofstöðum, voru foreldrar hans Jón Eiríksson og f. k. h. Sigríður Þorsteinsdóttir „hión búandi að Hofstöðm” [Kb. Reykj.]. Hann er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1835 og 1840 og með föður sínum og stjúpmóður 1845, 1850 og 1855. Kristján kvæntist 18. okt. 1858 Rakel Kristjánsdóttur, þá bæði á Hofstöðum [Kb. Reykj.]. Rakel lést 7. júlí 1859 „ , kona frá Haganesi, 27, dó litlu eftir barnsburð” [Kb. Skút.]. Hún fæddi soninn Jón 4. júlí 1859, en hann dó daginn eftir [Kb. Skút.]. Kristján kvæntist að nýju Guðnýju, ekkju Ásmundar, 9. júní 1864 [Kb. Þór.], þá á Ófeigsstöðum, bjuggu þau lengi á Stöng. Sjá um Kristján og æviferil hans í [ÆÞ. VIII, bls. 195-212], sjá einnig [Skú. bls. 30-31].

Vandalausir í Heiðarseli hjá Ásmundi og Guðnýju 1854-1861:

Álfheiður Einarsdóttir kemur með Ásmundi og Guðnýju 1854 frá Hofstöðum að Heiðarseli „ , 17, vinnukona,“ og er á manntali þar 1855. Hún fer þaðan 1856 „ , 18, vinnukona,“ að Rauðuskriðu [Kb. Eyjardalsárprk.], [Kb. Múl.]. Álfheiður var fædd 24. júní 1838, voru foreldrar hennar Einar Halldórsson og Guðlaug Þórarinsdóttir „hjón á Hjalla” [Kb. Ein.]. Einar andaðist 5. des. s. á. „ , bóndi á Hjalla, 69,” bjó Guðlaug fyrst áfram á Hjalla og er hún þar á manntali með tveim dætrum 1840, var Jóhannes Guðmundsson, síðar í Skógarseli, þá fyrirvinna hjá Guðlaugu. En síðar voru þær mæðgur á hrakningi í vinnumennsku. Við manntalið 1845 er Álfheiður með móður sinni á Einarsstöðum í Reykjadal, en 1850 á Narfastöðum „ , 12, Ó, barn hennar,”.

Guðlaugur Ásmundsson

Sigríður Jónsdóttir

Kristján Jónsson


166

Álfheiður fer 1857 frá Skriðu að Hallbjarnarstöðum [Kb. Múl.] og 1860 frá Víðum að Ási í Kelduhverfi [Kb. Ein.], þar sem hún er á manntali þ. á., vinnukona hjá Sigurveigu systur sinni sem er húsfreyja þar. Þar er þá einnig Guðlaug móðir þeirra systra „ , 64, E, tengdamóðir bónda,“. Jóhann Guðmundsson kemur með Ásmundi og Guðnýju 1854 frá Hofsstöðum að Heiðarseli „ , 17, vinnumaður,“ [Kb. Eyjadalsárprk.] en fer aftur þaðan 1855 að Litluströnd, þar sem hann er á manntali um haustið. Hann kemur þaðan aftur að Heiðarseli 1856 „ , 19, vinnumaður,“ og er þar í fólkstölu við nýár 1857 og 1858. Hann flytur 1858 frá Heiðarseli að Þverbrekku skv. [Kb. Lund.], en frá Brennási að Þverbrekku skv. [Kb. Eyjadalsárprk.], [Kb. Bægisárprk.]. Jóhann var fæddur 17. mars 1838, voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson „giftur bóndi á Ytra Fjalli” og Jóhanna Jónsdóttir „ógift stúlka í Brennisteinshúsum” [Kb. Hús.] (þau finnast ekki á manntali á Húsavík 1840.). Hann fer fæðingarárið „ úngbarn, úr Húsavík að Fjalli” [Kb. Hús.] og árið eftir þaðan að Litlulaugum þar sem hann er á manntali 1840-1850 hjá Ólafi Björnssyni og Guðrúnu Hallgrímsdóttur. Hann fer þaðan 1852 að Helluvaði [Kb. Ein.]. Ekki hefur mér tekist að finna hvað um Jóhann varð, hann finn ég ekki á manntali í Bægisárprk. 1860, né meðal burtvikinna eða látinna. Hann er ekki með Jónasi Kristjánssyni og fjölskyldu hans á manntali á Gili 1860. Jón Guttormsson kemur 1855 aftur „ , 23, vinnum:, frá Þverá að Heiðarseli“ [Kb. Grenj.] (en í [Kb. Eyjardalsárprk.] stendur „ , frá Halldórsst. að Heiðarseli“), og er á manntali í Heiðarseli 1855 „ , 23, Ó, vinnumaður,“. Hann fer frá Heiðarseli að Múla 1856 [Kb. Eyjardalsárprk.], [Kb. Múl.], sjá um Jón hér nokkru ofar. Kristín Alexandersdóttir kemur 1857 „ , 61, vinnukona, frá Skörðum að Heiðarseli“ [Kb. Eyjardalsárprk.], en ekki er hennar getið í fólkstölu þar við nýár 1858, heldur 1859 og 1860. Hún fer 1860 frá Heiðarseli að Arndísarstöðum „ , 63, vinnukona,“ [Kb. Lund.]. Kristín var dóttir Alexanders Þorvarðssonar og Ingibjargar Jónsdóttur sem búa í Brekknakoti 1801, er Kristín þar þá einnig á manntali ásamt yngri systur sinni Ingibjörgu „ , deres dötre, 4, (og) 1“. Kristín er „ , niðursetningur, 17, “ á Eyjardalsá við manntalið 1816 (húsv. í mars 1815). Hún er ásamt dóttur sinni á manntali í Haganesi 1840 „ , 42, Ó, vitlaus sem stendur“ og 1845 „ , 49, Ó, vinnukona,“ í Fjósatungu ásamt dóttur sinni, sjá hér að neðan. Kristín fær eftirfarandi vitnisburð hjá sóknarpresti um nýár 1859 um hegðun og kunnáttu: „ , skörp en nákvæm, viðunanlega“ [Sál. Eyj.]. Jóhanna Jónsdóttir, dóttir Kristínar hér næst á undan, kemur með henni að Heiðarseli 1857 „ , 21, dóttir hennar,“. Hún fer 1860 frá Heiðarseli að Arndísarstöðum [Kb. Lund.]. Jóhanna var fædd 21. júlí 1837 og voru foreldrar hennar „Jón Matthíasarson vinnumaður á Skógm í axarfirði og Christín Alexandersd. vinnukona í Rhlíð“ [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Haganesi með móður sinni 1840 og í Fjósatungu 1845 „ , 9, Ó, hennar barn, niðursetningur,“. Um hana segir sóknarprestur í Lundarbrekkusókn um nýár 1859: „ , lík móður,“ [Sál. Eyj.]. Aðalbrikt (Albrikt) Kristinsson er í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1860 „ , 22, vinnumaður, heldur óráðsettur, daufur í kristind. s.“ Hann fer frá Heiðarseli


167

að Skriðu 1860 „ , 22, vinnumaður,“ [Kb. Lund.] (þá kallaður Albrekt). Aðalbrikt (eða Aðalbricht eins og nafnið sýnist stafsett við skírn) var fæddur 17. apríl 1839 og voru foreldrar hans Kristinn Árnason „og hs ekkja Aðalbjörg Pálmadóttir á Hóli“ [Kb. Hús.]. Faðir hans drukknaði 9. ágúst 1838, sjá [ÆÞ. II, bls. 223-224]. Aðalbjörg, sem var fædd 15. júní 1815 á Laxamýri, átti síðar Bjarna Pétursson Buch. Við manntalið 1845 er Aðalbrikt á Kálfborgará „ , 7, Ó, fósturbarn,“. Helga Jónsdóttir kemur 1860 úr Kinn að Heiðarseli [Kb. Lund.] og er þar á manntali um haustið „ , 37, Ó, vinnukona,“. Hún er í Heiðarseli í fólkstölu um nýár 1861, en ekki við ársbyrjun 1862. Helga var fædd 5. febr. 1824 og voru foreldrar hennar Jón Einarsson og Sigríður Jónsdóttir, sem þá eru „búandi á Björgum“ [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum á manntali á Björgum 1835 og 1840 en á manntali í Ystafelli 1845 „ , 22, Ó, vinnukona,“. Sesselja Jónsdóttir fer með Helgu og Grími frá Heiðarseli að Daðastðum 1861 „ , 27, vinnukona,“. Óljóst er á hvers búi hún hefur verið, eða hvenær hún kemur í Heiðarsel. Líklegt má telja að þetta sé hin sama Sesselja, sem er í Brennási við manntalið 1860 og þar í fólkstölu við nýár 1861; kynni burtflutningur hennar úr Lundarbrekkusókn að hafa misbókast og að hún hafi ekkert verið í Heiðarseli, þó hún fari með Helgu og Grími að Daðastöðum. Sé svo, var sú Sesselja fædd 6. febr. 1834 á Öxará, dóttir Jóns hreppstjóra Bergþórssonar og f. k. h. Arnfríðar Jónsdóttur, eins og segir undir Brennás (hún var sögð fædd í Ljósavatsnssókn), enda kemur hún 1860 „ , 27, vinnukona, úr Öxará að Brenniási” [Kb. Lund.]. - Sé þetta önnur Sesselja, gæti það verið sú (Setselja) sem fædd var 9. febr. 1837, dóttir Jóns Ingibjargarsonar og Setselju Kristjánsdóttur, sem þá eru „hjón á Glaumbæ“ [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Þóroddstað 1845 „ , 9, Ó, barn hans,“ sögð fædd í Einarsstaðasókn. En það verður að teljast fremur ólíklegt, þar sem engrar Sesselju er getið í Heiðarseli í fólkstölu um nýár 1861 né á manntali 1860.

1861 - 1865: Jónsdóttir

Jóhannes Jónatansson og Kristbjörg

Jóhannes og Kristbjörg koma frá Úlfsbæ að Heiðarseli 1861 og flytja þaðan 1865 að Hólum í Reykjadal [Kb. Lund.]. Jóhannes er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel 1862-1865 í manntalsbók. Jóhannes var fæddur í Kvígindisdal 7. nóv. 1832, sonur hjónanna Jónatans Halldórssonar b. þar og Sigurveigar Kristjánsdóttur k. h. [Laxd. bls. 192]. Jóhannes er á manntali í Kvígindisdal 1835-1855. Kristbjörg var fædd á Úlfsbæ 8. sept. 1836, dóttir Jóns Vigfússonar b. þar og k. h. Ingibjargar Jónsdóttur [Laxd. bls. 192]. Hún er þar á manntali með foreldrum 1840-1855. Jóhannes og Kristbjörg eru gefin saman 15. júlí 1859 [Kb. Ein.] og flytja þau 1860 frá Kvígindisdal að Úlfsbæ, þar sem þau eru á manntali 1860. Þau fara árið eftir að Heiðarseli. Sjá um þau og börn þeirra í [Laxd. bls. 192-196]. Jóhannes andaðist í Reykjahlíð 18. nóv. 1890 en Kristbjörg í Keldunesi 1928 [Laxd. bls.192].

Sesselja Jónsdóttir


168

Börn Jóhannesar og Kristbjargar í Heiðarseli 1861-1865: Jónatan Jóhannesson, f. á Úlfsbæ 24. ágúst 1860, kemur með foreldrum sínum að Heiðarseli 1861 og fer með þeim að Hólum 1865. Sjá um hann í [Laxd. bls. 193]. Jón Jóhannesson, f. 10. febr. 1862 í Heiðarseli, d. þar 6. sept. 1864 „ , barn í Heiðarseli, 2“ [Kb. Lund.]. Kristján Júlíus Jóhannesson, f. Heiðarseli 11. júlí 1863 [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum að Hólum 1865. Sjá [Laxd. bls. 193-195]. Ingibjörg Jóhannesdóttir, f. í Heiðarseli 30. ágúst 1864 [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum að Hólum 1865. Sjá [Laxd. bls. 193].

Jónatan Jóhannesson

Um önnur börn Jóhannesar og Kristbjargar sjá [Laxd. bls. 193].

Annað skyldulið Jóhannesar og Kristbjargar í Heiðarseli 1861-1865:

Ingibjörg Jónsdóttir, móðir húsfreyju, kemur með Jóhannesi og Kristbjörgu frá Úlfsbæ að Heiðarseli 1861 [Kb. Lund.], ranglega sögð „ , móðir bónda,“ því hún var móðir Kristbjargar, f. 21. apríl 1801 í Garði [Kb. Mýv.]. Hún flytur með þeim frá Heiðarseli að Hólum 1865, þá réttilega sögð „ , 64, móðir konu,“. Ingibjörg var fædd í Garði við Mývatn, dóttir Jóns Marteinssonar og Helgu Jónsdóttur. Hún er með þeim þar á manntali 1816 ásamt systkinum. Hún giftist Jóni Vigfússyni 3. okt 1826, þá sögð „bæði búandi á Úlfsbæ” [Kb. Þór.]. Þau búa þar uns Jón deyr, en við manntalið 1860 er Ingibjörg ekkja á Úlfsbæ. Ingibjörg andaðist 6. júlí 1873 „frá Úlfsbæ, ekkja, 73“ [Kb. Þór.]. Jón Jónsson, bróðir Kristbjargar húsfreyju, kemur með húsbændum frá Úlfsbæ að Heiðarseli 1861 „ , 30, vinnumaður,“. Fer 1862 að Steinkirkju [Kb. Lund.]. Jón var fæddur 13. des. 1829 og voru foreldrar hans Jón Vigfússon og Ingibjörg Jónsdóttir, sem þá voru „hión búandi á Úlfsbæ“ [Kb. Þór.]. Jón er þar á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hann léttadrengur á Eyjardalsá. Við manntalið 1860 er hann aftur á Úlfsbæ „ , 31, Ó, vinnumaður,“.

Vandalausir í Heiðarseli í búskapartíð Jóhannesar og Kristbjargar 1861-65: Kristjana Kristjánsdóttir kemur með húsbændum frá Úlfsbæ að Heiðarseli 1861 „ , 18, fósturstúlka,“. Kristjana er „ , 18, vinnukona“ í Heiðarseli í fólkstölu við ársbyrjun 1862, en farin er hún þaðan við nýár 1863. Kristjana mun vera fædd 5. febr. 1844 og voru foreldrar hennar Kristján Vigfússon og Elíná Árnadóttir, þá sögð „ , hjón á Finnstöðum“ [Kb. Þór.]. Kristján faðir hennar andaðist 12. júlí 1843. (Hann mun hafa verið föðurbróðir Kristbjargar húsfreyju). Kristjana er á manntali á Hóli í Kinn 1845 „ , 2, Ó, niðursetningur,“ en móðir hennar er þá á Finnstöðum „ , 33, E, sjálfsmennskukona,“. Við manntalið 1860 er Kristjana á Úlfsbæ „ 17, Ó, vinnukona,“.

Ingibjörg Jóhannesdóttir


169

Magnús Einarsson kemur með húsbændum frá Úlfsbæ að Heiðarseli 1861 „ , 14, Niðurseta,“. Fer 1862 „ , 14, vinnudrengur,“ að Þóroddstað [Kb. Lund.]. Líklega Magnús organisti, f. 18. júní 1848 að Björgum, d. á Akureyri 12. mars 1934. Dr. Aðalgeir Kristjánsson hefur gjört bók um Magnús. Árni Kristjánsson kemur frá Víðum að Heiðarseli 1862 „ 21, vinnumaður,“. Hann fer árið eftir að Arndísarstöðum [Kb. Lund.]. Árni var fæddur 22. sept. 1842, albróðir Kristjönu hér lítið eitt ofar, sonur Kristjáns Vigfússonar og Elínár Árnadóttur, sem þá eru „búandi hion á Finnstöðum“ [Kb. Þór.]. Við manntalið 1845 er Árni á Krossi „ , 4, Ó, niðursetningur,” en 1850 á Ófeigsstöðum. Við manntalið 1855 er hann „ , 14, Ó, matvinnungur,” á Arndísarstöðum en 1860 vinnumaður í Víðum. Árni fer 1865 frá Helluvaði að Arndísarstöðum [Kb. Mýv.] og 1866 „ , 23, vinnumaðr, frá Arndísarstöðum að Vaði“ [Kb. Þór.], [Kb. Helg.]. Hann fer þaðan aftur að Arndísarstöðum árið eftir [Kb. Helg.] og enn þaðan að Múla 1869 [Kb. Þór.], [Kb. Múl.] segir hann koma þ. á frá Presthvammi að Múla. Hann finnst ekki burtvikinn eða dáinn í Múlasókn til 1880, né á manntali 1880. Árið 1872 kemur Árni Kristjánsson „ , 28, vinnumaður, - Múla í Aðaldal að Stóraeyrarlandi“ og fer 1873 „ , 29, vinnumaður, - Stóraeyrarland til Brasilíu“ [Kb. Ak.], sjá einnig [Vfskrá]; má telja víst að það sé hinn sami Árni. Sjá um hann í Árbók Þingeyinga 2002, bls. 12 og 19, þar sem greint er frá því að hann hafi látist á leiðinni út.

Magnús Einarsson

(Hallgrímur Kráksson kemur 1863 „ , 19, v m, að Fornastöðum úr Heiðarseli“ [Kb. Hálsþ.]. Ekki finnst hans þó getið í fólkstölu þar um þessar mundir. Líklega misbókun.) Sigurbjörg Stefánsdóttir er í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1863 „ , 29, vinnukona“ ásamt Guðrúnu dóttur sinni hér næst á eftir. Þær koma líklega frá Jarlsstaðaseli, þær eru þar í fólkstölu um nýár 1862, en fara að Arndísarstöðum 1863 [Kb. Lund.]. Sigurbjörg var fædd á Vöglum 3. jan. 1835, dóttir Stefáns Hallssonar, sem var „giftur“ og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, sem þar var „ógipt hjú“ [Kb. Hálss.]. Hún eignaðist dótturina Guðrúnu Sigurlaugu með Guðna Jónssyni (sjá um hann hér aftar og í Grjótárgerði og Narfastaðaseli). Giftist Sigurði Jónssyni 1. okt. 1868. Sjá nánar um Sigurbjörgu (sem hafði viðurnefnið „mæða“) og hrakningaferil hennar undir Skógarsel, Jarlstaðasel og Víðasel. Sigurbjörg andaðist 10. okt. 1920 „Ekkja í Höfða, 85 ára“ [Kb. Mýv.]. Guðrún Sigurlaug Guðnadóttir er með móður sinni í Heiðarseli 1862-1863, sjá hér næst á undan. Guðrún var fædd 5. maí 1859 á Kálfaströnd, þar sem foreldrar hennar eru þá ógift vinnuhjú. Hún ólst upp á hrakningi með móður sinni. Giftist Sigfúsi Þórarinssyni og voru þau hjón víða í húsmennsku í Þingeyjarsýslu. Sjá um þau undir Skógarsel og Víðasel. Guðrún andaðist 28. maí 1951 „ekkja Skútustöðum, 92“ [Kb. Mýv.]. Guðfinna Einarsdóttir kemur frá Glaumbæjarseli að Heiðarseli 1863 „ , 15, vinnukona,“ [Kb. Lund.]. Hún er þar í fólkstölu við nýár 1864, en fer þaðan þ. á. „ , 15, vinnukona“ „í Reykjadal“ [Kb. Lund.]. Gera verður ráð fyrir að Guðfinna sé dóttir Einars Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur í Glaumbæjarseli, hún er þar á manntali 1850, 1855 og 1860. Fæðingu hennar finn ég ekki í [Kb. Ein.], en við fermingu 31. maí 1863 er hún sögð fædd 25. mars 1849 [Kb. Ein.]. Hennar er ekki getið í [ÆÞ. IV, bls. 187-188] meðal barna Einars og Sigríðar.

Sigurbjörg Stefánsdóttir


170

Ólafur Jóhannesson kemur frá Þóroddstað að Heiðarseli 1863 „ , 50, vinnumaður,“. Hann fer þaðan 1864 að Úlfsbæ [Kb. Lund.]. Ólafur var sonur Jóhannesar Magnússonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, er hann á manntali með þeim og fjórum systrum í Glaumbæ 1816 „ , þeirra barn, 2,“ sagður fæddur „hér í sókn“. Árið 1845 er Ólafur á manntali á Jarlsstöðum „ , 33, Ó, vinnumaður,“ en 1860 í Holtakoti „ , 47, G, bóndi,“ ásamt konu og dóttur. Jón Hjálmarsson kemur frá Breiðumýri að Heiðarseli 1864 „ , 17, vinnupiltr,“. Hann flytur með húsbændum sínum að Hólum 1865 [Kb. Lund.]. Ætla verður að þetta sé sá Jón sem fæddur er 30. okt. 1845 á Brettingsstöðum, sonur Hjálmars Kristjánssonar og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur. Jón fór til Vesturheims frá Sandvík 1883, sjá um hann í [ÆÞ. IV, bls. 131] og um foreldra hans á bls. 110 í sömu bók. Halldóra Jósepsdóttir er í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1865 (ekki 1864) og flytur með húsbændum sínum að Hólum 1865 „ , 23, Vinnukona,“ [Kb. Lund.]. Halldóra var dóttir Jóseps Gamalíelssonar og Setselju Ingjaldsdóttur og er með þeim á manntali 1845 á Fljótsbakka „ , 5, Ó, þeirra barn,“ sögð fædd í Lundarbrekkusókn. Fæðingu hennar finn ég þó ekki þar, í bókina vantar fæðingar árin 1841 og 1842.

1865 - 1890: Sigurðardóttir

Illugi

Friðfinnsson

og

Sigurbjörg

Illugi og Sigurbjörg koma 1865 frá Fljótsbakka að Heiðarseli með tveim börnum [Kb. Lund.]. Illugi andaðist 1890 og bjó Sigurbjörg áfram á jörðinni, sjá síðar. Illugi er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel í manntalsbók 18661890, en 1870 móti Guðna Jónssyni, sjá síðar. Páll Guðmundsson er í skránni „Búlausir tíundandi” 1869, en 1870 á skrá yfir búlausa. Sigurður Jónsson er á skrá yfir búlausa 1872. Illugi var fæddur á Litluvöllum 22. ágúst 1836, sonur Friðfinns Illugasonar b. þar og k. h. Rósu Tómasdóttur. Hann var alinn upp hjá foreldrum á Litluvöllum, en við manntalið 1860 er hann „ , 25, Ó, vinnumaður,” á Íshóli, er þá konuefni hans þar einnig. Sjá [ÆÞ. IV, bls. 181- 186] um Illuga og börn hans og [ÆÞ. IV, bls. 169-170] um Friðfinn. Sigurbjörg var fædd á Melum í Fnjóskadal 17. apríl 1838, dóttir hjónanna Sigurðar Guðmundssonar b. þar og f. k. h. Helgu Indriðadóttur [Kb. Hálsþ.]. Hún er með foreldrum og systrum á manntali í Grímsgerði 1840 og í Veisu 1845 með foreldrum og fimm systkinum. Móðir Sigurbjargar dó 25. nóv. 1846 [Kb. Hálsþ.] og er Sigurbjörg á manntali á Mýri í Bárðardal „ , 12, Ó, fósturstúlka,” 1850 og „ , 18, Ó, fósturdóttir,” 1855. En ekki finn ég hvenær hún fór þangað. Hún er vinnukona á Íshóli við manntalið 1860. Illugi og Sigurbjörg voru gefin saman 18. ágúst 1861 [ÆÞ. IV, bls. 181]. Illugi dó í Heiðarseli 17. júní 1890 [Kb. Lund.] en Sigurbjörg 20. jan. 1923 á Krossi [ÆÞ. IV, bls. 182].

Sigurbjörg Sigurðardóttir


171

1869 - 1870: Guðni Jónsson og Þuríður Aradóttir

Guðni og Þuríður eru í Heiðarseli með þrem börnum í fólkstölu við nýár 1870, í tvíbýli móti Illuga og Sigurbjörgu. Þau flytja frá Heiðarseli að Leikskálaá 1870 [Kb. Lund.]. Guðni er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel á móti Illuga árið 1870. Guðni var fæddur í Víðum 26. febr. 1836 sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur [Kb. Ein.]. Hann var víða í vinnumennsku í Mývatnssveit, en kemur 1860 frá Árbakka að Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], þar sem hann er vinnumaður við manntalið 1860. Þuríður var fædd um 1835 á Fljótsbakka, dóttir Ara Árnasonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur [ÆÞ. II, bls. 173] (þar er hún sögð fædd 1833, en er ekki á manntali með foreldrum á Fljótsbakka 1835). Fæðingu hennar er ekki að finna í [Kb. Ein.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum í Bárðardal 1840 og í Sandvík 1845 og 1850. Hún er vinnukona á Öxará hjá Þorsteini bróður sínum við manntölin 1855 og 1860. Kemur 1862 „ , 26, vinnukona” frá Hriflu að Svartárkoti [Kb. Lund.]. Guðni og Þuríður voru gefin saman 2. okt. 1863, þá bæði í vinnumennsku í Grjótárgerði. Þau eru þar í húsmennsku til 1869, er þau fara í Heiðarsel. Þau eru víða í húsmennsku og við búskap, m. a. á Hjalla, þar sem þau eru á manntali 1880 með fimm börnum og í húsmennsku á Rauðá 1890. Þuríður andaðist í Skógarseli 26. apríl 1900 „ , gipt kona frá Skógarseli, 64“ [Kb. Ein.]. Guðni var síðast í Narfastaðaseli hjá börnum sínum, er þar á manntali 1910 og deyr þar 13. ágúst 1919 [Kb. Grenj.]. Í fólkstölu við nýár 1870 eru 15 manns í Heiðarseli.

Börn Guðna og Þuríðar í Heiðarseli 1869-1870:

Jón Tryggvi Guðnason er með foreldrum sínum í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1870 og fer með þeim að Leikskálaá það ár. Jón Tryggvi var fæddur 23. jan. 1865 í Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Hann er víða í vinnumennsku. Kemur 1910 frá Engidal að Narfastaðaseli, þar sem hann átti heima með systkinum sínum til dauðadags 1940. Sjá um hann í kafla um Narfastaðasel. Kristján Guðnason er með foreldrum sínum í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1870 og fer með þeim að Leikskálaá þ. á. Kristján var fæddur 22. júní 1867 í Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Hjalla 1880 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“. Hann var lengi í húsmennsku á Stórulaugum ásamt Júlíönu dóttur sinni (á fyrsta þriðjungi 20. aldar). Guðrún Hólmfríður Guðnadóttir er sömuleiðis með foreldrum sínum í Heiðarseli í fólksölu við nýár 1870 og fer með þeim að Leikskálaá þ. á. Guðrún Hólmfríður var fædd 26. maí 1869 í Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum sínum og systkinum á manntali á Hjalla 1880 „ 11, Ó, dóttir þeirra“.


172

Var húsfreyja í Narfastaðaseli 1910-1940 hjá bræðrum sínum, Jóni Tryggva og Magnúsi, sjá þar. Dó í Máskoti 4. sept 1956.

1890 - 1893:

Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg hélt áfram að búa í Heiðarseli eftir lát manns síns. Hún fer frá Heiðarseli að Hallbjarnarstöðum „ , ekkja, 55,“ 1893 [Kb. Lund.]. Sigurbjörg er gjaldandi fyrir Heiðarsel í manntalsbók þinggjalda 1891-1893, en Kristján Þorsteinsson er á skrá yfir búlausa 1891 og á aukaskrá 1892.

Börn Illuga og Sigurbjargar í Heiðarseli 1865-1893:

Helga Júlíana Illugadóttir, f. 23. maí 1861 á Íshóli, kemur með foreldrum sínum frá Fljótsbakka að Heiðarseli 1865 [Kb. Lund.]. Hún er þar á manntali 1880 og 1890, en er ekki þar á fólkstali 31. des. 1892. Húsfreyja á Krossi, d. 29. júní 1945, sjá um hana og Sigurjón mann hennar og börn í [ÆÞ. II, bls. 8286]. Haraldur Ingi Illugason, f. 28. apríl 1864 á Íshóli, kemur með foreldrum sínum frá Fljótsbakka að Heiðarseli 1865 [Kb. Lund.]. Hann er þar á manntali 1880, 1890, 1901, 1910, 1920 og 1930. Fer 1893 „ , vm., 29,“ frá Heiðarseli að Þverá í Staðarbyggð, kemur með konu sína og dóttur frá Narfastaðaseli að Heiðarseli 1897. Bóndi í Heiðarseli 1897-1936, sjá síðar. Dó 16. maí 1938 á Fljótsbakka. Sjá um Harald og börn hans í [ÆÞ. IV, bls. 182-186].

Helga Júlíana Illugadóttir

Rósa Illugadóttir, f. 29. sept. 1870 í Heiðarseli. Hún er þar á manntali 1880, einnig 1890 á viðaukaskrá B „ , 20, Ó, er hjá móður sinni,“ dvalarstaður um stundarsakir: „Laugaland“. Rósa er í Heiðarseli á fólkstali við nýár 1891 og 1892, en 1901 er hún á manntali á Sigurðarstöðum „ , vinnukona, 31, Ó,“. Fer 1902 „ , vk., 31,“ frá Sigurðarstöðum að Litlahamri í Eyjafirði [Kb. Lund.]. Fluttist til Akureyrar 1908, dó þar 4. maí 1953 [ÆÞ. IV, bls 181]. Hólmfríður Sigurlína Illugadóttir, f. 24. okt. 1876 í Heiðarseli, d. þar 12. mars 1877 „ , barn frá Heiðarseli, 1,“ [Kb. Lund.] (þó hún sé þar í fólkstölu við nýár 1878!!)

Annað skyldulið Illuga og Sigurbjargar í Heiðarseli 1865-1893:

Rósa Illugadóttir

Sigríður A. Sigurðardóttir, hálfsystir Sigurbjargar húsfreyju, kemur frá Brúnagerði að Heiðarseli 1865 „ , 10, systir konunnar,“ Flytur þaðan aftur að Brúnagerði 1866 [Kb. Lund.], en í [Kb. Hálsþ.] er hún sögð koma að Bakka frá Heiðarseli. Anna Sigríður var fædd 16. apríl 1856, dóttir Sigurðar Guðmundssonar og s. k. h. Maríu Pálsdóttur, sem þá voru „hión í Brúnagerði” [Kb. Hálsþ.]. Hún er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1860 „ , 5, Ó, dóttir húsbændanna,”. Anna Sigríður fer 1880 „ , vk, frá Illugastöðum að Espihóli” [Kb. Hálsþ.] og er hún þar á manntali 1880 „ , 24, Ó, vinnukona”. Valgerður Anna Sigurðardóttir, alsystir Sigurbjargar húsfreyju, kemur með Illuga og Sigurbjörgu frá Fljótsbakka að Heiðarseli 1865 „ , 22, systir konunnar,“ [Kb. Lund.]. Valgerður var fædd 8. okt. 1841, dóttir Sigurðar Guðmundssonar og f. k. h. Helgu Indriðadóttur, sem þá voru „hjón á

Valgerður Anna Sigurðardóttir


173

Grímsgerði” [Kb. Hálsþ.]. Hún er með foreldrum og systkinum á manntali í Veisu 1845 og með föður, stjúpu og systkinum þar 1850 og 1855 í Brúnagerði „ , 15, Ó, barn bóndans,”. Hún fer 1860 „ , 19, v. k., frá Steinkirkju að Vatnsenda” og er vinnukona þar við manntalið 1860. Valgerður eignast soninn Róbert í Heiðarseli. Flytur með hann 1873 „ , 31, v.k.“ að Draflastöðum [Kb. Lund.], [Kb. Hálsþ.]. Þau koma þaðan aftur að Heiðarseli 1874, en virðast ekki vera þar við nýár 1875. Hún er komin þangað við nýár 1878, en er ekki þar á manntali 1880. Hún kemur aftur að Heiðarseli um aldamótin, sjá síðar. Róbert (síðar kallaður Bár(ð)dal), f. 7. sept. 1872 í Heiðarseli, sonur Valgerðar hér næst á undan, „ , nefnir föður Þorstein Þorsteinsson vinnum: á Skútust:“ [Kb. Lund.]. Flytur með móður sinni 1873 „ , 1, hennar son,“ að Draflastöðum, kemur með henni aftur að Heiðarseli 1874, en er ekki þar í fólkstölu við nýár 1875, er kominn þangað við nýár 1878 og þar á manntali 1880, en farinn þaðan um nýár 1889. Sjá um Róbert og afkomendur hans í [Skú. bls. 122-123]. Helga Indriðadóttir, bróðurdóttir Sigurbjargar húsfreyju, kemur 1869 „ , 5, fósturbarn, frá Végeirsstöðum að Heiðarseli“ og er „ , 5, fósturbarn Illuga og Sigurbjargar“ í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1870. Fer þaðan 1873 „ , 7, tökubarn,“, ekki getið hvert [Kb. Lund.], en [Kb. Hálsþ.] segir „ , að Ljótsstöðum,“. Helga var fædd 26. apríl 1865, voru foreldrar hennar Indriði Sigurðsson og Jóna Jónsdóttir „gipt á Fornast” [Kb. Hálsþ.]. Hún kemur 1873 „ , 7, ómagi, að Ljótsstöðum frá Heiðarseli“, fer 1879 „ , 15, vk. að Reykjum frá Ljósstöðum“ [Kb. Hálsþ.] og er á manntali á Hallgilsstöðum 1880 „ , 15, Ó, vinnukona,”. Fer 1881 frá Hallgilsstöðum að Hofstöðum við Mývatn [Kb. Hálsþ.]. Helga fer 1885 „ , 20, vkona, Frá Grænavatni að Þverá í Laxárdal“ [Kb. Mýv.] og kemur 1890 „ , vk., 25,“ frá Garði á Aðaldal að Þóroddsstað, þar sem hún er á manntali þ. á. Hún fer þaðan til Húsavíkur 1891 [Kb. Þór.], [Kb. Hús.] og til Vesturheims frá Árnesi á Húsavík 1893 „ , vinnukona, 27“ [Vfskrá], [Kb. Hús.].

Róbert Valgerðarson Bárðdal

Vandalausir í Heiðarseli á búskapartíma Illuga og Sigurbjargar 1865-1893:

Kristján Jónsson kemur 1865 „ , 17, vinnumaður,“ frá Finnsstöðum að Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hann fer þaðan 1866 „ , 18, vinnudreingur,“ að Ljósavatni [Kb. Lund.], [Kb. Þór.]. Kristján mun vera fæddur 11. okt. 1848 og voru foreldrar hans Jón Jónsson ekkill og Elín(á) Árnadóttir ekkja á Ljósavatni [Kb. Þór.], hálfbróðir Kristjönu og Árna hér nokkru ofar. Hann er niðursetningur á Mýri við manntölin 1850 og 1855 en 1860 er hann niðursetningur í Brennási. Kristján fer 1864 „ , 16, vinnudrengur,“ frá Litlutungu í Kinn [Kb. Lund.]. Hann fer 1877 „ , v.maðr, 29., frá Yztafelli að Litluvöllum“ [Kb. Þór.], en [Kb. Lund.] segir hann koma þangað 1878. Fer 1879 „ , v.maðr, frá Litluvöllum að Grímsgerði í Fnjóskad.“ [Kb. Lund.]. Ekki finn ég hann þar á manntali 1880, né dáinn eða burtvikinn. Jens Jensson kemur líklega 1867 í Heiðarsel, hann er þar í fólkstali við nýár 1868 „ , 26, vinnumaður“. Hann er farinn við nýár árið eftir. Jens var eitt af 14 börnum Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og Guðrúnar Finnbogadóttur, sem lengi bjuggu á Ingjaldsstöðum, f. 25. júní 1841 [Kb. Ein.]. Jens Jensson fluttist til Brasilíu 1873. Lést af slysförum í Curityba 1891, sjá Árbók Þingeyinga 2002, bls. 19 og [ÆÞ. II, bls. 259].

Kristján Jónsson


174

Páll Guðmundsson kemur frá Hlíðarenda að Heiðarseli 1868 „ , 37, Húsmaður,“ ásamt konu sinni og dóttur [Kb. Lund.]. Þau fóru frá Brennási að Hlíðarenda 1863, sjá í Brennási, en flytja 1870 „ , húsmenskuhjón, frá Heiðarseli og Suðrá land“ [Kb. Lund.]. Páls er getið í manntalsbók þinggjalda í Heiðarseli 1869 („Búlausir tíundandi”) og 1870 á skrá yfir búlausa. Páll var fæddur 12. okt. 1832 og voru foreldrar hans „Guðmundur Halldórss: Kristín Jónsd á Keldum“ í Gufunessókn [Kb. Mosf.]. Við manntalið 1845 er hann „ , 13, Ó, vinnupiltur,“ á Skrauthólum á Kjalarnesi. Hann kemur 1858 „ , 27, vinnumaður, úr Reykjavík að Halldórsst.“ [Kb. Lund.] en fer þaðan í Hrísey 1860, þar sem hann er á manntali í Syðstabæ um haustið. Páll kvæntist Halldóru, sjá hér næst á eftir, 8. júlí 1861, þá vinnumaður í Brennási. Halldóra Hálfdanardóttir kona Páls hér næst á undan, kemur með honum að Heiðarseli 1868 og fer með honum suður á land 1870. Halldóra var fædd 4. ágúst 1832 og voru „Foreldrar Margret Biornsdóttir á Möðruvalla klaustri, og eptir hennar sögn Hálfdan Halfdanarson á Hæringsstöðum í Svarfaðardal bæði vinnuhiu, viðurkennt“ [Kb. Möðruv.kl.s.]. Hún er með móður sinni í Hlíðarhaga í Miklagarðssókn við manntalið 1845 „ , 14, Ó, léttastúlka,“. Kemur þaðan 1857 „ , 25, vinnukona,“ að Eyjardalsá [Kb. Eyjardalsárprk.], en er á manntali á Hrappstöðum 1860 „ , 29, Ó, vinnukona,“. Páll og Halldóra voru gefin saman 8. júlí 1861, þá „vinnumaður“ og „vinnukona í Brenniási.“ [Kb. Lund.]. Með þeim kemur að Heiðarseli Kristín Pálsdóttir „ , 6, dóttir þeirra,“ 1868 og fer með þeim suður á land 1870. Kristín var fædd 13. júlí 1863, eru foreldrar hennar þá sögð „húsmenskuhjón á Hlýðarenda“ [Kb. Lund.]. Baldvin Jóhann Pálsson (yngri), f. í Heiðarseli 10. nóv. 1869 [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum sínum suður á land 1870 [Kb. Lund.]. Sigurður Jónsson kemur 1870 „ , 29, húsmaður, frá Rauney (svo!) að Heiðarseli“ ásamt konu sinni og tveim börnum [Kb. Lund.], sjá hér næst á eftir. Þau flytja þaðan að Landamótsseli í Kinn 1872 [Kb. Lund.]. Sigurðar er getið í Heiðarseli í manntalsbók þinggjalda 1872 á skrá yfir búlausa. Sigurður var fæddur 14. febr. 1841 sonur Jóns Sigurðssonar og Elínar Davíðsdóttur á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þegar foreldrar hans fara að Úlfsbæ 1859, fer hann að Grímsstöðum við Mývatn, þar sem hann er á manntali 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ er hans og getið í [JakH. bls. 57]. Hann kvæntist Hólmfríði Hinriksdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. júní 1863, þá bæði í Ytri-Neslöndum [Kb. Mýv.]. Þau hjón eru á Úlfsbæ við fæðingu Aðalbjargar 1864 og flytja 1865 að Sveinsströnd [Kb. Mýv.]. Á manntali í Hriflu 1880 með fjórum börnum. Flytja frá Hjalla að Brimnesi á Langanesi 1888 [Kb. Ein.] og eru á manntali í Hlíð í Sauðanessókn 1890, þá með þrem börnum. Hólmfríður Hinriksdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur 1870 „ , 29, kona hanns,“ með honum frá Hrauney að Heiðarseli og fer með honum 1872 að Landamótsseli. Hólmfríður var fædd 3. sept. 1840 og voru foreldrar hennar „Hinrik Hinrikss: giptur bóndi og Sigurlög Andrésdóttir ógipt“ [Kb. Skút.]; fæðingarstaðar er ekki getið. Hún finnst ekki á manntalinu 1840, en móðir hennar er þá á Gautlöndum. Við manntalið 1845 er Hólmfríður með móður sinni í Garði í Mývatnssveit „ , 6, Ó, hennar barn,“ og 1850 í Vogum.


175

Við manntalið 1855 er Hólmfríður „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Grænavatni, en 1860 á Grímsstöðum við Mývatn, sjá hér næst á undan hjá Sigurði. Aðalbjörg Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Hólmfríðar hér að ofan, kemur „ , 6,“ með þeim að Heiðarseli 1870 og fer 1872 að Landamótsseli. Aðalbjörg var fædd á Úlfsbæ 22. ágúst 1864 [Kb. Þór.] og fer með foreldrum árið eftir að Sveinsströnd [Kb. Mýv.]. Jón Sigurðsson, sonur Sigurðar og Hólmfríðar hér að ofan, kemur með þeim 1870 „ , 2, börn þeirra,“ og fer 1872 að Landamóti. Jón var fæddur 20. maí 1868 og voru foreldrar hans þá „hión í hússmennsku á Bjarnastöð.“ [Kb. Mýv.]. Sigurlaug Andrésdóttir, móðir Hólmfríðar hér að ofan, deyr 31. okt. 1871 „ , vinnukona frá Heiðarseli, 64“ [Kb. Lund.]. Hún virðist koma þangað það ár, því hennar er ekki getið í fólkstölu við nýár 1871. Sigurlaug var skírð 9. nóv. 1807 [Kb. Helgast.prk.], hún var dóttir Andrésar Guðmundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur konu hans, sem var dóttir Jóns Sigurðssonar á Breiðumýri, áttu þá heima í Máskoti. Þau bjuggu þar við mikla ómegð. Andrés varð úti 1824. Sigurlaug er á manntali með foreldrum sínum og fjórum systkinum í Máskoti 1816 „ , þeirra barn, 9,“. Sjá hér ofar hjá Hólmfríði dóttur hennar um ýmsa dvalarstaði í Mývatnssveit 1840-1850. Hún er á Geiteyjarströnd „ , 47, Ó, vinnukona,“ við manntalið 1855. Árni Oddson virðist koma að Heiðarseli 1876, hann er þar í fólkstölu við nýár 1877. Hann deyr 7. apríl 1878 „vitfirringur í Heiðarseli, 33“ [Kb. Lund.]. Árni var fæddur á Hóli í Kinn 9. jan. 1846, sonur hjónanna Odds Benediktssonar, sjá hér nokkru ofar (um 1819) og Guðrúnar Björnsdóttur. Þau flytja það ár að Jódísarstöðum og er Árni þar með þeim á manntali 1860 „ , 15, Ó, þeirra barn ( .. ), máltæpur, og vitskertur,“. Árni kemur inn í Lundarbrekkusókn 1863 „ , 18, vitfirringur,“ frá Jódísarstöðum að Sigurðarstöðum, þar sem hann dvaldi lengstum þar til hann fór í Heiðarsel. Kristján Benediktsson virðist koma aftur að Heiðarseli 1880, hann er þar á manntali þ. á. „ , 78, Ó, hreppsómagi,“. Hann fer þaðan að Rauðá 1881 [Kb. Lund.]. Sjá um hann hér ofar, 1811-1834. Þess er getið í manntölum að Kristján hafi verið blindur. Dó 21. mars 1891 [Kb. Lund.]. Vilhjálmur Þorsteinsson er í fólkstölu við nýár 1884 í Heiðarseli „ , tökubarn, 1.“ [Sál. Eyj.]. Líklega sá drengur sem fæddur er í Jarlstaðaseli 2. júlí 1883, sonur Þorsteins Þorsteinssonar og Guðrúnar Guðnadóttur, sem þá búa í Jarlstaðaseli, þá bókaður sem Guðni Vilhjálmur, enda með því nafni í Heiðarseli við manntalið 1890 „ , 7, Ó, tökubarn,“. Móðir hans dó 9. febr. 1884 „ , kona í Jarlsstaðaseli, 43“ [Kb. Lund.], sjá einnig þar. Guðni Vilhjálmur flytur með Sigurbjörgu húsmóður sinni að Hallbjarnarstöðum 1893 „ , fósturb. ( . . ), 10, “ en kemur aftur að Heiðarseli „ , vinnupiltr, 14,“ 1898 frá Krossi, sjá síðar. Kristján Hólmsteinn Þorsteinsson kemur 1890 „ , 30, bóndi,“ frá Litlulaugum að Heiðarseli [Kb. Ein.] (sagður „ , húsm., 30,“ í [Kb. Lund.]) með konu og tveim börnum og er þar á aðalmanntali þ. á. „ , 30, G, húsmaður,“. Þau fara þaðan 1892 að Grjótárgerði, sjá þar. Kristjáns er getið í Heiðarseli í manntalsbók þinggjalda á skrá yfir búlausa 1891 og 1892 á aukaskrá.


176

Kristján var fæddur 28. okt. 1860 á Öxará, sonur Þorsteins Arasonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Hann andaðist á Gautlöndum 2. júní 1921. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 172-178] einnig undir Grjótárgerði. Kristján var fatlaður, haltur af berklum í fæti. Arnfríður Björnsdóttir, kona Kristjáns hér næst á undan, kemur með honum að Heiðarseli 1890 „ , 29, kona hs,“ og fer þaðan að Grjótárgerði 1892. Arnfríður var fædd 15. júlí 1861 í Presthvammi, dóttir Björns Björnssonar og Bóthildar Jónsdóttur. Arnfríður dó í Álftagerði 24. ágúst 1936 [ÆÞ. II, bls. 175176]. Sjá einnig um hana undir Grjótárgerði. Hólmsteinn Kristjánsson kemur með foreldrum sínum hér næst á undan að Heiðarseli 1890 og er þar á manntali þ. á. „ , 4, Ó, börn þeirra,“ og fer með þeim 1892. Hólmsteinn var fæddur 28. apríl 1886 í Haganesi, þar sem foreldrar hans eru þá „ , gift hjú“ [Kb. Mýv.]. Dó 22. apríl 1920, lausamaður á Gautlöndum [ÆÞ. II, bls. 176]. Elín Kristjánsdóttir kemur með foreldrum sínum, sjá hér að ofan, að Heiðarseli 1890 og er þar á manntali þ. á. „ , 1, Ó, börn þeirra,“ og fer með þeim 1892. Elín er fædd 12. febr. 1889 á Narfastöðum [ÆÞ. II, bls. 175]. Hún var lengi húsfreyja á Grímsstöðum, gift Jóhannesi Sigfinnssyni, sjá [ÆÞ. I, bls. 101 og 104-105].

1893 - 1896: Sigurðardóttir

Ásmundur

Helgason

og

Arnfríður

Ásmundur og Arnfríður koma 1893 frá Ljótsstöðum í Laxárdal að Heiðarseli. Þau flytja þaðan 1896 að Laugaseli [Kb. Lund.]. Ásmundur er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel í manntalsbók 1894-1896. Ásmundur var fæddur 28. apríl 1852 í Vogum, sonur hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hann er á manntali með foreldrum í Vogum 1855 og 1860. Arnfríður var fædd 31. júlí 1857 á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurlaugar Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hún er á manntali með foreldrum í Haganesi 1860. Þau Ásmundur og Arnfríður voru gefin saman 8. júlí 1880; er Ásmundur þá sagður „húsmaður í Haganesi, 29 ára“ en Arnfríður „frá Arnarvatni, 24 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Haganesi um haustið. Sjá má um búskap þeirra í [Laxd. bls. 114]. Þau voru í húsmennsku í Engidal 1881-1883, bjuggu á Árbakka 1883-1887, voru í Hörgsdal 1887-1888, í Stafnsholti 1888-1890 og í Laugaseli 1890-1891. Aftur í Stafnsholti 1891-1892 og á Ljótsstöðum 18921893 [Laxd. bls. 114]. Ásmundur og Arnfríður bjuggu langa ævi til dauðadags í Laugaseli, sjá þar. Ásmundur andaðist 10. mars 1946, en Arnfríður 5. febr. 1945, bæði í Laugaseli [Kb. Mýv.] og [Skú. bls. 53 og 47].


177

Börn Arnfríðar og Ásmundar í Heiðarseli 1893-1896: Kristín Ásmundsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Ljótsstöðum að Heiðarseli 1893 og fer með þeim að Laugaseli 1896 [Kb. Lund.]. Kristín var fædd 23. des. 1881 í Engidal. Ólst upp hjá foreldrum. Dó á Akureyri 6. mars 1957 [Laxd. bls. 114]. Helgi Ásmundsson kemur með foreldrum sínum frá Ljótsstöðum að Heiðarseli 1893 og fer með þeim að Laugaseli 1896 [Kb. Lund.]. Helgi var fæddur 2. júlí 1884 á (Krák)Árbakka. Ólst upp hjá foreldrum. Helgi bjó síðan alla ævi í Laugaseli, sjá um hann þar. Dó á Húsavík 23. sept. 1965 [Laxd. bls. 114]. Kristín Ásmundsdóttir

Annað skyldulið Arnfríðar og Ásmundar í Heiðarseli 1893-1896:

Sigurður Jónsson, faðir Arnfríðar, kemur „ , húsm,“ frá Gautlöndum að Heiðarseli 1893 og fer þaðan að Sveinsströnd 1896 [Kb. Lund.]. Sigurður var fæddur 18. okt. 1833 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigurlaug Guðlaugsdóttir „hión á Helluvaði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1850 með móður sinni, sem þá er ekkja. Hann kvæntist Sigurlaugu Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. okt. 1853, þá bæði í Álftagerði. Þau hjónin eru á manntali á Bjarnastöðum 1855, þar sem Sigurður er vinnumaður. Sigurður er bóndi í Haganesi 1860, ásamt Sigurlaugu konu sinni, og á Arnarvatni 1880, þar sagður vinnumaður. Þau hjón eru á manntali á Gautlöndum 1890 og er Sigurður þá sagður vinnumaður. Sigurður andaðist 14. okt. 1922 „ , fv. bóndi Laugasel í Reykdælahreppi, 89 ár“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Sjá einnig [Laxd. bls. 114]. Sigurlaug Guðlaugsdóttir, móðir Arnfríðar, kemur með Sigurði manni sínum hér næst á undan frá Gautlöndum að Heiðarseli 1893 og fer með honum þaðan að Sveinsströnd 1896 [Kb. Lund.]. Sigurlaug var fædd 2. ágúst 1832, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er þar með þeim og systkinum á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hún „ , 14, Ó, tökustúlka,“ á Grænavatni og 1850 vinnukona á Gautlöndum. Hún giftist Sigurði hér næst á undan 23. okt. 1853, sjá þar. Sigurlaug andaðist 5. febr. 1910 „ , kona í Laugaseli, 78“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46].

1896 - 1897: Kristján Jónsson og Anna Kristjánsdóttir Kristján Jónsson

Kristján og Anna koma frá Arndísarstöðum að Heiðarseli 1896 [Kb. Lund.]. Þau flytja þaðan árið eftir að Kálfborgará [ÆÞ. II, bls. 86]. Kristján er gjaldandi fyrir Heiðarsel í manntalsbók þinggjalda 1897, en þar er einnig getið Benedikts Kristjánssonar á skrá yfir búlausa. Kristján var fæddur á Arndísarstöðum 10. júlí 1870, sonur hjónanna Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur (sjá um þau undir Brennás). Anna var fædd á Úlfsbæ 29. (30. [NiðJH. bls. 52]) ágúst 1863, dóttir hjónanna Kristjáns Jónssonar b. á Úlfsbæ og k. h. Elínar Jónsdóttur [Kb. Þór.]. Anna Kristjánsdóttir


178

Kristján og Anna voru gefin saman 20. okt. 1894 [ÆÞ. II, bls. 86]. Eftir búskapinn í Heiðarseli bjuggu þau á Kálfborgará og í Veisu, en síðast og lengst á Víðivöllum í Fnjóskadal. Þar dó Anna 24. okt. 1947 en Kristján 10. júlí 1956. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. II, bls. 86-88] og í [NiðJH. bls. 52-53]. Dóttir Kristjáns og Önnu í Heiðarseli 1896-1897: Arndís Kristjánsdóttir, f. 21. maí 1895 á Arndísarstöðum, kemur með foreldrum sínum að Heiðarseli 1896 [Kb. Lund.]. Sjá um Arndísi í [ÆÞ. II, bls. 86] og [NiðJH. bls. 52].

Vandalausir hjá Kristjáni og Önnu í Heiðarseli 1896-1897:

Benidikt Kristjánsson kemur með Kristjáni og Önnu frá Arndísarstöðum 1896 „ , vm.“ [Kb. Lund.]. Er ekki í Heiðarseli á manntali sóknarprests í árslok 1897. Hans er þó getið í manntalsbók þinggjalda 1897 á skrá yfir búlausa. Þó ekki sé tilgreindur aldur á þessum Benidikt, má gera ráð fyrir að þetta sé Benedikt Ágúst Kristjánsson, f. 25. ágúst 1874 í Fossseli, sonur hjónanna Kristjáns Jenssonar og Kristjönu Árnadóttur, sem þá bjuggu þar [Kb. Ein.], sjá [ÆÞ. II, bls. 266], hann er „ , 16, Ó, vinnumaður,“ á Arndísarstöðum 1890 og er þar einnig við manntalið 1901. Sjá nánar um hann undir Stórás.

Arndís Kristjánsdóttir

Arnfríður Stefánsdóttir kemur úr Aðaldal að Heiðarseli 1896 „ , vk., 18,“ [Kb. Lund.]. Ekki þar á manntali sóknarprests í árslok 1897. Arnfríður er fædd 14. apríl 1879 á Bergsstöðum, dóttir hjónanna Stefáns Guðmundssonar og Guðrúnar Jónasdóttur, sem bjuggu síðar lengi í Fótaskinni. Dó 30. maí 1963 á Akureyri. Sjá í [ÆÞ. V, bls. 219]. Þórdís kemur 1896 „ , vk., að innan,“ að Heiðarseli. Hún fer þaðan 1897 að Öxará „ , vinnuk., 54?,“ [Kb. Lund.]. Tvær Þórdísir koma helst til greina í registri manntalsinas 1845. Önnur á Litlubrekku í Möðruvallaklaustursókn, Þórðardóttir „ , 2, Ó, tökubarn,“ sögð fædd í Miklagarðssókn; og hin á Syðra Kamphóli, Guðrún Guðmundsdóttir „ , 2, Ó, tökubarn,“ sögð fædd „hér í sókn“ (þ. e. Möðruvallakl. sókn).

1897 - 1936: Haraldur Gunnlaugsdóttir

Ingi

Illugason

og

Rósa

Haraldur og Rósa koma að Heiðarseli 1897 frá Narfastaðaseli [Kb. Lund.], þar sem þau höfðu verið í húsmennsku í tvö ár, en þangað komu þau frá Úlfsbæ. Þau búa í Heiðarseli þar til það fer í eyði 1936. Haraldur var fæddur 28. apríl 1864 á Íshóli og kemur fyrst með foreldrum sínum að Heiðarseli 1865, sjá um hann hér nokkru framar. Rósa var fædd 9. júní 1870 á Krónustöðum í Eyjafirði, og voru foreldrar hennar Gunnlaugur Sigfús Þorleifsson og Margrét Guðmundsdóttir „ , búandi hjón á Krónustöðum“ [Kb. Saurbs.]. Hún fer þaðan með foreldrum og systkinum 1871 að Lögmannshlíð [Kb. Saurb.], [Kb. Glæs.]. Foreldrar hennar fara 1880 frá Sólborgarhóli, Margrét að Miklagarði, þar sem hún er á manntali 1880 „ , 41,

Arnfríður Stefánsdóttir


179

S, vinnukona,“ en Gunnlaugur að Garðsá með einn son þeirra. En nokkur börn þeirra eru áfram í Lögmannshlíðarsókn, sum niðursetningar, þ. á m. Rósa, sem er á manntali í Syðrakrossanesi 1880 „ , 10, Ó, niðursetningur“. Rósa fer 1888 „ , vinnuk.,“ frá Völlum í Saurbæjarsókn að Hálsi í Fnjóskadal, en er á manntali Sigríðarstöðum 1890 „ , 20, Ó, vinnukona,“. Þaðan fer hún 1893 að Ljósavatni [Kb. Hálsþ.], en svo aftur að Sigríðarstöðum 1895 [Kb. Þór.]. Haraldur og Rósa, þá bæði í Narfastaðaseli, voru gefin saman í Einarsstaðakirkju 25. okt. 1895 [Kb. Ein.]. Haraldur dó á Fljótsbakka 16. maí 1938, en átti þá heima á Ingjaldsstöðum. Rósa dó á Fljótsbakka 17. ágúst 1943. Sjá um þau hjón og börn þeirra í [ÆÞ. IV, bls. 182-186]. Haraldur í Heiðarseli og börn hans komu oft í Skógarsel, kaupstaðarleið frá Heiðarseli, Brennási og fleiri bæjum lá ofan við túngarð í Skógarseli. Einnig man ég eftir að Rósa kom, hún var að vitja læknis út í Breiðumýri vegna handarmeins, líklega í október 1934.

Börn Haraldar og Rósu í Heiðarseli 1897-1936:

Auður Haraldsdóttir, f. 29. ([ÆÞ. IV, bls 182] segir 21.) júlí 1896 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.], kemur með foreldrum að Heiðarseli 1897 „ , dóttir þeirra, 2,“ [Kb. Lund.]. Hún er í Heiðarseli á aðalmanntali 1901, 1910 og 1920 og á manntölum sóknarprests við árslok til 1927, en þá enda þau. Hún er farin úr Heiðarseli við aðalmanntalið 1930. Auður fluttist til Akureyrar 1942, dó þar 13. jan. 1977 [ÆÞ. IV, bls. 182]. Sigurbjörg Haraldsdóttir, f. 15. sept. 1897 í Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hún er á aðalmanntölum í Heiðarseli 1901, 1910 og 1920 og á manntölum sóknarprests við árslok, síðast 31. 12. 1922. Sjá um Sigurbjörgu og börn hennar í [ÆÞ. IV, bls. 184-186]. Sigurður Haraldsson, f. 29. maí 1899 í Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hann er á aðalmanntali í Heiðarseli 1901, 1910, 1920 og 1930 og á manntali sóknarprests við árslok þar til þau enda 1927. Sigurður var bóndi á Ingjaldsstöðum frá um 1931 til æviloka 15. des. 1980. Kvæntur Kristjönu Elínu Gísladóttur frá Ingjaldsstöðum. Sjá um þau og börn þeirra í [ÆÞ. IV, bls. 183-184]. Hermann Haraldsson, f. 23. ágúst 1901 í Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hann er þar á aðalmanntölum 1901, 1910 og 1920 og á manntölum sóknarprests við árslok, síðast 31. 12. 1926, þá sagður „burtvikinn“ [Sál. Eyj.]. Hemann veiktist af lömunarveiki og flutti til Reykjavíkur 1925. D. 15. nóv. 1977 [ÆÞ. IV, bls. 184]. Sigrún Haraldsdóttir, f. 19. okt. 1903 í Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hún er þar í aðalmanntölum 1910 og 1920 og á manntölum sóknarprests við árslok þar til þau enda 1927. Við manntalið 1930 er hún ráðskona hjá Inga bróður sínum á Hrappstöðum. Sigrún var lengi húsfreyja á Fljótsbakka, gift Einari Karli Sigvaldasyni bónda þar. Sjá um þau og börn þeirra í [ÆÞ. IV, bls. 186 og 189]. Ingi Haraldsson, f. 9. febr. 1905 í Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hann er þar á aðalmanntali 1910 og 1920 og á manntali sóknarprests við árslok til 1911, en 1912 er hann ekki þar talinn, hann er þá „fósturbarn, 7“ á Hrappstöðum, en „tökubarn“ til og með 1918, en er kominn aftur í Heiðarsel 31. des. 1919 og


180

er þar áfram uns því manntali lýkur 1927. Við manntalið 1930 er Ingi bóndi á Hrappstöðum. Ingi andaðist 6. júní 1979. Sjá um hann og börn hans í [ÆÞ. IV, bls. 184]. Dagur Haraldsson, f. 13. ágúst 1908 [Kb. Lund.] ([ÆÞ. IV, bls. 184] og áletrun í kirkjugarði Einarsstaðakirkju segir 1907) í Heiðarseli. Hann er þar á aðalmanntali 1910, 1920 og 1930 og á manntali sóknarprests við árslok uns það þrýtur 1927. Dagur var lengi vanheill á sjúkrahúsi. Dó 2. jan. 1994, þá sagður til heimilis á Kristnesspítala. Sjá Skrá Hagstofu Íslands yfir dána 1994. Guðrún Haraldsdóttir, f. 11. mars 1911 í Heiðarseli (skírð 6. des. 1911) [Kb. Mýv.]. (Í [Sál. Eyj. 31. 12. 1920] er hún sögð fædd 1910; hennar er þó ekki getið í manntalinu 1910). Hún er í Heiðarseli við aðalmanntölin 1920 og 1930 og á manntali sóknarprests við árslok frá og með 1911 til 1927. Guðrún andaðist í Reykjavík 3. júní 1942 [Mbl. 5. júní 1942, bls. 3 og 7]. Hún var jarðsett í Fossvogskirkjugarði 12. júní 1942 skv. skrá Kirkjugarðanna, þar er heimili hennar sagt Frakkastígur 11 í Reykjavík. Guðrúnu fæddist sveinbarn við andlát sitt. Skv. munnl. uppl. hjá Þjóðskrá andaðist það óskírt á Landspítala 8. júní 1942. Starfsmaður Kirkjugarða í Reykjavík sagði mér í símtali (6. 3. 2008), að ekki væri ólíklegt að það hefði verið jarðsett með Guðrúnu, en hafði ekki um það heimildir. Valgerður Haraldsdóttir, f. 13. okt. 1912 í Heiðarseli [Kb. Mýv.]. Hún er þar á aðalmanntali 1920 og 1930 og á manntali sóknarprests við árslok frá og með 1912 til 1927 [Sál. Eyj.]. Árið 2001 er Valgerður í íbúaskrá Eyrarsveitar í dvalarheimilinu Fellaskjóli. Hún andaðist 20. des. 2003 [Íslendingabók]. Sjá um Valgerði og fjölsk. hennar í [ÆÞ. IV, bls. 184]. Heiðarselssystkinin voru alloft í ígripa- eða kaupavinnu í Skógarseli. Í dagbók föður míns er getið Auðar, Sigurbjargar og Sigrúnar, sem þar eru í kaupavinnu af og til um sláttinn 1926-1929. Einnig er getið Dags og Inga, en Ingi var bæði í ígripavinnu að vorlagi og síðar - eftir búskap hans á Hrappsstöðum kaupamaður um sláttinn 1933, man ég allvel eftir honum þá. Þá var Sigurður bóndi á Ingjaldsstöðum góður nágranni á Ingjaldsstöðum og tíður gestur við fjárrekstra á haustin.

Önnur skyldmenni Haraldar og Rósu í Heiðarseli 1897-1936:

Margrét Guðmundsdóttir, móðir Rósu húsfreyju, er í Heiðarseli á manntali sóknarprests við árslok 1899, „ , vinnuk., á 60“ [Sál. Eyj.]. Hún fer árið 1900 „ , vinnuk., 60, Frá Heiðarseli að Kambi?, Eyjaf.“ [Kb. Lund.]. Þar er einnig svolátandi aths: „Var þar í fyrra þótt hún sé ekki skrifuð þar.“ Margrét var fædd 17. jan. 1839 „hórgetin“, voru foreldrar hennar „Guðmundur Þorsteinss: giptur og Margrét Björnsd ógipt á Lnguhlíð bæði“ [Kb. Myrk.]. Margrét er á manntali hjá föður sínum og konu hans í Lönguhlíð 1840 og 1845 og enn 1850 „ , 11, Ó, dóttir bónda,“. Fer frá Lönguhlíð 1854 að Þríhyrningi og er á manntali á Svíra 1855 „ , 17, Ó, vinnustúlka,“. Hún kemur 1857 „ , 18, vinnukona frá Þríhyrningi að Hleiðarg.“ [Kb. Saurb.] og er þar á manntali 1860. (Heitir ráðskonan á því búi Margrét Björnsdóttir, kynni að vera móðir hennar). Margrét giftist 26. okt. 1866 Gunnlaugi Sigfúsi Þorleifssyni, eru þau þá bæði 28 ára vinnuhjú á Saurbæ [Kb. Saurb.]. Um flutninga út í Lögmannshlíðarsókn, sjá hér ofar hjá Rósu. Margrét er á manntali á Kambi í Munkaþverárkl.sókn 1901 „ , móðir bónda,“ Jóns Gunnlaugssonar, sem er „


181

, húsbóndi, bóndi, 34,“ sagður fæddur í Saurbæjarsókn og er þess getið að hann sé holdsveikur. Um Margréti er þar sagt að hún sé gift, þó hún sé sögð skilin við manntalið 1880, og er mér ekki kunnugt hvort hún hefur giftst að nýju. Hún finnst ekki gift eða burtvikin úr Miklagarðssókn til 1899 og ekki á manntali 1890 í Eyjafirði út í Möðruvallaklaustursókn. Valgerður Anna Sigurðardóttir, móðursystir Haraldar bónda, er á aðalmanntali í Heiðarseli 1901 „ , húskona að 1/2, hjú að 1/2, 60,“ einnig á manntali sóknarprests, en ekki er hún á hans manntali við árslok 1900 né 1902. Sjá um Valgerði hér ofar í tíð Illuga og Sigurbjargar. Róbert Bárðdal, sonur Valgerðar Önnu hér næst á undan, er einnig í Heiðarseli á manntali 1901 „ , húsmaður, ( . . ), 29,“ einnig á manntali sóknarprests þ. á., en ekki er hann á hans manntali árið áður né árið eftir. Sjá um hann hér ofar í tíð Illuga og Sigurbjargar. Sigurbjörg Sigurðardóttir, móðir Haraldar bónda, kemur frá Krossi aftur að Heiðarseli 1908 „ekkja, 70, Heiðarsel - Krossi“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali sóknarprests við árslok 1908-1914, einnig á aðalmanntali 1910. Sjá hér ofar um Sigurbjörgu, þegar hún var húsfreyja í Heiðarseli.

Vandalausir í Heiðarseli í búskapartíð Haraldar og Rósu 1897-1936:

Guðni Vilhjálmur Þorsteinsson, kemur frá Krossi að Heiðarseli 1898 „ , vinnupiltr. 14,“. Hann fer þaðan 1906 „ , vinnum., 21,“ að Rauðá [Kb. Lund.]. Sjá um Guðna hér ofar í búskapartíð Illuga og Sigurbjargar. Guðni er bóndi á Hálsi í Fnjóskadal 1938 - 1949 [Bybú bls. 119], sjá ennfremur um hann í bók Jóns Bjarnasonar frá Garðsvík: Fólk sem ekki má gleymast, Ak. 1983, bls. 181 – 206. Guðni andaðist 18. júní 1971 á Akureyri, sjá [ÆÞ. IV, bls. 164], sjá einnig sömu bók bls. 181-182.

1. yfirferð lokið 31. okt. 2005. R. Á. Þessi prentum gerð 6. nóv. 2008. R. Á.


Ábúendur í Heiðarseli frá 1811 til 1936 Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þingjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig talið ná yfir þann tíma.

1811 - 1834

Benedikt Þorgrímsson og Anna Oddsdóttir

1834 - 1839: Ásmundur Jónsson og Kristín Ingveldur Ásmundsdóttir 1838 - 184?: Halldór Ólafsson og Friðbjörg Halldórsdóttir 1839 - 1860: Jónas Jónsson og Helga Jónasardóttir 1850 - 1854: Jón Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir 1854 - 1861: Ásmundur Jónsson og Guðný Guðlaugsdóttir 1861 - 1865: Jóhannes Jónatansson og Kristbjörg Jónsdóttir 1865 - 1890: Illugi Friðfinnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir 1869 - 1870: Guðni Jónsson og Þuríður Aradóttir 1890 - 1893: Sigurbjörg Sigurðardóttir 1893 - 1896: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir 1896 - 1897: Kristján Jónsson og Anna Kristjánsdóttir 1897 - 1936: Haraldur Ingi Illugason og Rósa Gunnlaugsdóttir Skammstafanir og skýringar: [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712. [JakH.]: Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga, Rvík 1982. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur. Þorsteinn Davíðsson tók saman. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [ÆÞ.]: Indriði Indiðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


2.8 Hrappstaðasel


184

Um 1672:

Undir Hrafnstader segir svo í [Jb.]:

„Hrafnstaða Sel heitir selstaða heimajarðarinnar, þar hefur búið verið í tvö eður þrjú ár fyrir 40 árum, og hafði sá part af heimajörðinni sem á selinu var, og ætla menn að eftir því væri byggingarkostir. Ekki má hér aftur byggja fyrir heyskaparleysi.“

Engir búa hér við manntölin 1703, 1801, 1816 né 1835.

1820 - 1822:

Ari Árnason og Steinunn Þorsteinsdóttir

Ari er gjaldandi þinggjalda fyrir Hrappstaðasel 1821 og 1822, þau hjón koma þangað frá Brennási. Næstu árin er Hrappstaðasels ekki getið í manntalsbók. Ari var fæddur 11. ([ÆÞ. II, bls. 173] segir 15.) maí 1791 á Sandhaugum, sonur hjónanna Árna Markússonar og Hólmfríðar Aradóttur (Ólafssonar á Skútustöðum) [Kb. Eyj.]. Hann er á manntali með foreldrum sínum á Bjarnastöðum 1801, en við manntalið 1816 (mars 1815) er hann „ , vinnumaður, 24,“ á Eyjardalsá. Steinunn var fædd 11. júlí ([ÆÞ. II, bls. 173] segir 11. júní) 1790 á Stóruvöllum, dóttir hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar og Steinunnar Ólafsdóttur [Kb. Lund.]. Steinunn er með foreldrum sínum 1801 á manntali á Sandhaugum og í mars 1815. Ari og Steinunn voru gefin saman 14. okt. 1816, sjá um þau hjón í [ÆÞ. II, bls. 173]. Þau koma 1819 frá Kálfaströnd að Jarlsstöðum [Kb. Lund.], virðist Hólmfríður dóttir þeirra þá ekki fædd, þau virðast fara sama ár að Brennási, sjá þar. Þau eignast soninn Sigurð 21. mars 1823, þá á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og flytja þaðan þ. á. að Fljótsbakka með tveim börnum og eru þar á manntali 1835. Þau flytja þaðan að Halldórssstöðum í Bárðardal 1839 [Kb. Ein.] og eru þar á manntali 1840, en 1845 og 1850 í Sandvík með þrem börnum. Ari dó 20. júní 1862 á Eyjardalsá „ekkill, í vinnumennsku Krossi, 72, dó á ferð á Eyjardalsá“ [Kb. Þór.], en Steinunn 31. okt. 1853 á Öxará [ÆÞ. II, bls. 173].

Barn Ara og Steinunnar í Hrappstaðaseli 1820-1822:

Hólmfríður Aradóttir kemur líklega með foreldrum frá Brennási 1820 og fer með þeim þaðan 1822, líklega að Sigurðarstöðum. Hólmfríður er e. t. v. fædd í Brennási (1819, sjá [ÆÞ. II, bls. 173]), en kirkjubók Eyjardalsársóknar frá þessum tíma er glötuð. Hólmfríður giftist Jóni Þórarinssyni og er með honum á manntali á Litluvöllum 1840 og í Holtakoti 1845 ásamt tveim dætrum. Þau eru á manntali á Ljósavatni 1850, þar sem Jón er húsmaður, en 1855 búa þau í Hriflu ásamt fimm börnum og 1860 ásamt sjö börnum. Sjá einnig í [ÆÞ. II, bls. 173] um Hólmfríði.


185

Vandalausir í Hrappstaðaseli hjá Ara og Steinunni 1820-1822:

Manntalsbókin segir fjóra í heimili í Hrappstaðaseli 1821 og 1822, en fjölskyldan hefur þó naumast verið nema þau hjónin og Hólmfríður. En ókunnugt er mér hver það hefur verið.

1838 - 1863: Einarsdóttir

Friðrik

Þorgrímsson

og

Guðrún

Friðrik og Guðrún eru í sálnaregistri í Hrappstaðaseli 1839 (líkl. á útmán.). Friðrik er gjaldandi þinggjalda þar 1839 og á manntali þar 1840, 1845, 1850, 1855 og 1860. Elsti sonur þeirra er fæddur þar 11. okt. 1838. Þau eru búandi á Sigurðarstöðum í fólkstölu við nýár 1864. Friðrik er síðast gjaldandi þinggjalda fyrir Hrappstaðasel 1863 í manntalsbók. Friðrik var fæddur um 1816 í Hraunkoti, sonur hjónanna Þorgríms Marteinssonar og Vigdísar Hallgrímsdóttur [Hraunk. bls. 151]. Hann kemur 1831 „ , 15 ára, Léttadrengur frá Skriðu að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali á Bjarnastöðum 1835 „ , 19, Ó, vinnumaður“. Guðrún var fædd í Álftagerði 29. sept. 1811 [Kb. Mýv.], dóttir hjónanna Einars Ásmundssonar og Bjargar Guðmundsdóttur, sem þá bjuggu þar og eru þar á manntali 1816. En Guðrún er 1816 á manntali í Kasthvammi „ , tökubarn, 5,“ þar býr þá Jón föðurbróðir hennar, einnig er Guðrún föðursystir hennar þar „ , hjú, 44,“ sögð fædd í Syðri Neslöndum eins og Einar. Guðrún kemur 1826 „ , vinnukona, Frá Kasthvammi [ .. ] að Svartárkoti“ [Kb. Lund.], þar sem hún er á manntali 1835. Þau Friðrik og Guðrún eru gefin saman 25. sept. 1837, hann „ , vinnumaðr í Stórutungu 20 Ára“, hún „ , á sama bæ, 24 Ára“ [Kb. Lund.]. Eins og áður segir eru þau á manntölum í Hrappstaðaseli 1840-1860 og í fólkstölu við nýár til 1863. Eftir það eru þau á Sigurðarstöðum, búandi til 1867, en síðan í húsmennsku. Þau fara þaðan 1870 „ , húsmenskuhjón,“ að Syðri Neslöndum. Sóknarprestur segir svo um hegðun og kunnáttu þeirra hjóna 1858: Um Friðrik: „ , glaðlyndur artarmaður, vel að sér í andl.“ og um Guðrúnu: „ , drifin og siðsöm kona, líka svo“ [Sál. Eyj.]. Friðrik andaðist 5. okt. 1888 „ , gamalmenni í Svartárkoti, 72“ og Guðrún 21. des. 1888 „ , ekkja í Svartárkoti, 77“ [Kb. Lund.].

Börn Friðriks og Guðrúnar, öll fædd í Hrappstaðaseli:

Einar Friðriksson, f. 11. okt. 1838, d. 27. okt. s. á., „ , fárra vikna, úr barnaveiki“ [Kb. Lund.].


186

Einar Friðriksson, f. 13. apríl 1840 [Kb. Lund.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali í Hrappstaðaseli 1840-1860 og fær eftirfarandi vitnisburð hjá sóknarpresti 1858 um hegðun og kunnáttu: „ , hugvitssamur og siðprúður, dável kunnandi krdóm“ [Sál, Eyj.]. Einar varð síðar merkisbóndi í Svartárkoti og síðar í Reykjahlíð. Hann andaðist 6. sept. 1929 [Reykj. bls. 617]. María Friðriksdóttir, f. 10. ágúst 1841 [Kb. Lund] (sögð fædd 18. mars í [Reykj., bls. 415]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Hrappstaðaseli 1845-1860 og í fólkstölu við nýár 1863. María giftist Jóni Jónssyni á Sigurðarstöðum. Hún andaðist 27. nóv. 1914 [Reykj. bls. 415] og [Hraunk. bls. 162 og 236-241]. Í Árbók Þingeyinga 2002, bls. 8, greinir Bjarni E. Guðleifsson frá því að María hafi verið trúlofuð Jónasi Friðfinnssyni, sem fór til Brasilíu 1863, sjá síðar. Vigdís Friðriksdóttir, f. 25. júlí 1844 [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Hrappstaðaseli 1845 og við húsvitjun þar 1. sd. í aðventu 1847 [Kb. Lund.]. En síðan er hún fósturbarn á Sigurðarstöðum, er komin þangað við húsvitjun í mars 1849 hjá hjónunum Árna Sigurðssyni og Aldísi Einarsdóttur, en Aldís var systir Guðrúnar í Hrappstaðaseli. Vigdís er á manntali og í fólkstölum á Sigurðarstöðum næstu árin. Hún giftist Andrési Andréssyni 13. júlí 1868 [Kb. Lund.] og bjuggu þau á Sigurðarstöðum. Þau fóru til Vesturheims 1887 með þrjá syni sína [Vfskrá]. Sjá einnig [Hraunk. bls. 162-163] og [ÆÞ. III, bls. 58-61].

Einar Friðriksson

María Friðriksdóttir

Baldvin Friðriksson, f. 28. nóv. 1847. Hann er í Hrappstaðaseli með foreldrum á manntölum 1850, 1855 og 1860 og í fólkstölu við nýár 1863. Baldvin kvæntist 8. júlí 1880, þá húsmaður í Engidal, Arnfríði Guðrúnu Sigurðardóttur „ráðskona s st 26 ára“ [Kb. Lund.]. Þau hjón bjuggu í Mjóadal og eru þar á manntali 1890 með níu ára syni sínum. Sjá [Hraunk. bls. 163], þar segir að Baldvin hafi dáið 27. júlí 1897, en ekki finn ég það í [Kb. Lund.]. Arnfríður Guðrún átti fyrir giftingu dótturina Hlín með Jóni Erlendssyni. Björg Júlíana Friðriksdóttir, f. 5. nóv. 1848. Hún er sömuleiðis í Hrappstaðaseli með foreldrum á manntölum 1850, 1855 og 1860 og í fólkstölu við nýár 1863. Björg Júlíana er vinnukona á Sigurðarstöðum 1869-71 [Sál. Eyj.]. Hún eignaðist dótturina Gerði með Jóni Erlendssyni 31(svo í kb!). nóv. 1882, þá vinnukona í Baldursheimi [Kb. Mýv.]. Sjá um hana í [Hraunk. bls. 163-165].

Annað skyldulið Friðriks og Guðrúnar í Hrappstaðaseli 1838-1863:

Jón Þorgrímsson, bróðir Friðriks, kemur 1842 „ , 24 ára, vinnumaður, úr Reykjadal að Hrappstaðaseli“ [Kb. Lund.]. Hann kvæntist Elínu Halldórsdóttur, sjá hér á eftir, 19. sept. 1842, þá bæði í vinnumennsku í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.], og flytja þau aftur „ , frá Hrappstaðaseli í Reykjadal“ 1845 [Kb. Lund.] og eru á manntali á Stórulaugum það ár. Jón var fæddur 30. júlí 1818 í Hraunkoti [Kb. Ness.]. Hann deyr 20. nóv. 1868 „ , vinnumaður á Lundarbrekku, 51“ [Kb. Lund.] og [Hraunk. bls. 165-176]. Elín Halldórsdóttur kemur 1842 „ , 24, vinnukona,“ með Jóni hér næst á undan og giftist honum 19. sept. þ. á. Hún fer með honum og dóttur þeirra frá Hrappstaðaseli að Stórulaugum 1845. Elín var fædd 9. des. 1818 í Vallakoti, dóttir hjónanna Halldórs Jónssonar og Dórotheu Soffíu Nikulásdóttur Buch

Björg Júlíana Friðriksdóttir og Gerður Jónsdóttir


187

[Kb. Ein.]. Hún er sögð fósturdóttir hjónanna Jóns og Guðbjargar á Einarsstöðum við manntalið 1835, en fer þó 1836 frá Vallakoti að Auðbjargarstöðum. Hún er á manntali á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal 1840 „ , 22, Ó, vinnukona“, þar er Jón þá einnig vinnumaður. Elín andaðist 17. febr. 1869 „ , ekkja á Lundarbrekku, 51“ [Kb. Lund.]. Sjá einnig [Hraunk. bls. 165176] um afkomendur. Arnfríður Jónsdóttir, dóttir Jóns og Elínar hér næst á undan, f. 4. apríl 1843 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum sínum að Stórulaugum 1845. Giftist Halldóri Jóhannessyni b. á Urðum, sjá [Hraunk. bls. 165]. Einar Ásmundsson, faðir Guðrúnar húsfreyju, er á manntali í Hrappstaðaseli 1840 „ , 63, G, faðir konunnar“, en ekki er hann þar við húsvitjun 1839 né 1841 (sem líklega er gerð snemma árs). Einar er á manntali í Álftagerði 1816 „ , húsbóndi, 40,“ ásamt konu og börnum, sagður fæddur í Syðri-Neslöndum. Hann flytur með skyldulið sitt að Svartárkoti 1822 og byggir þar að nýju. Árið 1840 er Jón sonur hans fyrir búi í Svartárkoti og Björg, kona Einars, ráðskona hjá honum. Einar var albróðir Helga Ásmundssonar á Skútustöðum. Einar andaðist 18. ágúst 1842 „ , Uppgjafa bóndi í Svartárkoti, 64, úr brjóstveiki“ [Kb. Lund.]. Guðbjörg Jónsdóttir, bróðurdóttir Friðriks bónda, flytur 1858 „ , 5, barn,“ frá Litlulaugum að Hrappstaðaseli [Kb. Ein.], en skv. [Kb. Lund.] kemur hún 1859 „ , 7, tökubarn,“ frá Litlulaugum að Hrappstaðaseli [Kb. Lundarbr.sóknar] ([Kb. Lundarbr.prk.] segir hana koma að Bjarnastöðum), og að nýju 1861 „ , 9, tökubarn“ úr Reykjadal að Hrappstaðaseli. Hún finnst þar þó ekki á fólkstali við nýár 1859, en er bætt inn á fólkstalið í Hrappstaðaseli 1860 og er þar á aðalmanntali það ár „ , 8, Ó, tökubarn,“. Hún er áfram í Hrappstaðaseli til 1863 og síðan áfram hjá þeim Friðrik og Guðrúnu á Sigurðarstöðum, en er „ , 15, ljettastúlka“ hjá Árna og Aldísi þar við nýár 1868, þegar Friðrik er orðinn þar húsmaður [Sál. Eyj.]. Guðbjörg var fædd 16. ágúst 1853 á Litlulaugum, dóttir hjónanna Jóns Þorgrímssonar og Elínar Halldórsdóttur sem þá búa þar, sjá um þau hér nokkru ofar. Fór til Vesturheims 1890 með manni sínum, Davíð Valdemarssyni, og syni þeirra [Vfskrá] og [Hraunk. bls. 167]. Sigurbjörn Jónsson, bróðursonur Guðrúnar húsfreyju, er á manntali í Hrappstaðaseli 1860 „ , 5, Ó, tökubarn,“ Hann er enn þar í fólkstölu við nýár 1863 og fer með Friðriki og Guðrúnu að Sigurðarstöðum, þar sem hann er fósturbarn þeirra í fólkstölu við nýár 1870 [Sál. Eyj.]. Sigurbjörn var fæddur 9. nóv. 1855 á Björgum, sagður sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Steinunnar Jónsdóttur [Kb. Þór.]. Þetta fær engan veginn staðist, við manntalið 1. okt. 1855 eru þau hjónin Jón Einarsson og Steinunn búandi þar, elsti sonur þeirra er Jón Jónsson, þá 11 ára; hann hýtur því að vera sonur Jóns Einarssonar og Steinunnar. Jón Jónsson fór með föður sínum til Brasilíu 1863 [Kb. Lund.]. Sigurbjörn er léttadrengur í Víðirkeri í fólkstölu við nýár 1871 og „ , 17, vinnumaður“ í Svartárkoti 1872 [Sál. Eyj.] og fer þaðan 1874 að Barnafelli [Kb. Lund.]. Þar kvænist hann 11. okt. 1878, þá „vinnumaður í Barnafelli, 24 ára“, Kristjönu Lovísu Helgadóttur, sem þá er „heimasæta í Barnafelli, 22 ára“ [Kb. Þór.] og eru þau þar á aðalmanntali 1880. Sigurbjörn og Kristjana Lovísa eru sögð koma 1881 „að Stórutjörnum frá Barnafelli í Köldukinn með barn sitt“ [Kb. Hálsþ.]. Samt fara þau 1882 til Vesturheims frá Barnafelli ásamt tveim dætrum sínum [Vfskrá].

Guðbjörg Jónsdóttir og Davíð Valdemarsson


188

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Friðriks og Guðrúnar 1838-1863:

Jóhanna Eiríksdóttir er „ , 13, Ó, niðursetningur“ í Hrappstaðaseli við manntalið 1840, en við húsvitjun 1841 er hún sögð þar „ , léttastúlka, 14“. Hún flytur þaðan 1842 að Eyjardalsá [Kb. Lund.] þar sem hún er á manntali 1845 „ , 18, Ó, vinnukona,“. Jóhanna var fædd 2. febr. 1828, voru foreldrar hennar „Eiríkr Thorsteinsson Þordís Illugadóttir bæði ógift og á vergangi ( illlæsilegt ) hans 3ia enn hennar 4da brot“ [Kb. Sauðaness.], heimilisfangs ekki getið. Hún flytur 1848 „ , 20, vinnukona, Frá Eyjardalsá í Bárðardal að Sauðanesi á Lánganesi“ [Kb. Lundarbr.prk.], ásamt með sr. Halldóri Björnssyni og skylduliði hans og er þar á manntali 1850 og 1855, vinnukona. Fer 1856 að Saurbæ í Skeggjastaðasókn þar sem hún giftist 8. júlí 1856 Jósep Gunnarssyni, sem þá er „búandi á Saurbæ 25 ára“ en hún „bústýra hans 28 ára“ [Kb. Skeggj.]. Þau eru á manntali í Saurbæ 1860 með tveim sonum, einnig 1880 án barna. Jóhanna er enn á manntali í Saurbæ 1890 „ , 60, E, húsk., lifir á eigum sínum,“. Deyr 24. júní 1894 „63, ekkja frá Saurbæ“ [Kb. Skeggj.]. Jóhann Friðrik Jonsen Dahl kemur 1843 „ , 16 ára, Léttadrengur frá Eyjafirði að Hrappstaðaseli“ [Kb. Lund.]. Hann er burtvikinn árið eftir „ , 17, Léttadrengur frá Hrappsstöðum inní Eijafjörð“. Engan mann með þessu nafni er að finna í nafnaskrá manntalsins 1845, en næst honum kemst Jóhann Friðrik Jónsson á Syðra Laugalandi „ , 17, Ó, sonur bóndans,“ Jóns Guðmundssonar og fyrri konu. Jóhann Bjarnason er í fólkstölu í Hrappstaðaseli 1. sd. í aðventu 1847 „ , vinnumaður, 22“ og er þar við húsvitjun í mars 1849. Við manntalið 1850 er hann „ , 24, Ó, vinnumaður,” á Jarlstöðum. Jóhann var fæddur 10. apríl 1826 í Fellsseli [Kb. Þór.], sonur Bjarna Jónssonar gifts bónda þar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur sem þar er vinnukona, sjá hér næst á eftir. Hann kemur ásamt móður sinni 1844 „ , 20, vinnudreingr, frá Sörla- að Hrappstöðum” [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1845. Fer með móður sinni 1851 frá „Jallstöðum að Gvöndarstöðum” [Kb. Eyjadalsárprk.]. Sjá um Jóhann í [ÆÞ. III, bls. 40-46]. Með Aðalbjörgu Jónsdóttur frá Mjóadal, f. 5. mars 1832, eignaðist Jóhann soninn Jóhann Benedict hinn 6. nóv. 1848, d. 15. nóv. s. á. Aðalbjörg var þá í Brennási, en var síðar húsfreyja í Jarlstaðaseli, sjá þar. Guðrún Þorsteinsdóttir, móðir Jóhanns hér næst á undan, er í fólkstölu í Hrappstaðaseli 1. sd. í aðventu 1847 „ , vinnukona, 46“ og er þar einnig við húsvitjun í mars 1849 „ , húskona, 46“. Við manntalið 1850 er hún „ , 51, Ó, vinnukona,”á Jarlstöðum, þar sögð fædd í Hrafnagilssókn. Erfitt er að henda reiður á uppruna Guðrúnar; í Hrafnagilssókn er ekki til skrá yfir fæðingar frá þeim tíma og í Laufássókn er hana ekki að finna. Hún kemur 1819 „ , 20, vinnukona frá Hrafnagilshreppi að Gerði” [Kb. Glæs., Svalb.]. Við manntalið 1816 er Guðrún Þorsteinsdóttir á Kjarna í Hrafnagilssókn „vinnukona, 18” en fæðingarstaðar er þar ekki getið. Hvort það er sú sama Guðrún sem er á manntali 1801 á Eiðum í Grímsey, þá eins árs, dóttir Þorsteins Gunnarssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur, skal ósagt látið. Á Núpufelli er einnig 1816 Guðrún Þorsteinsdóttir „léttakind, 17 2/3,” fæðingarstaður sagður Eyrarland í Hrafnagilssókn. Guðrún, sú sama sem kemur 1819 að Gerði, fer 1823 frá Sigluvík að Böðvarsnesi „vinnukona” [Kb. Hálsþ.], kemur 1824 „ , 25, vinnukona frá Böðvarsnesi að Fellseli” [Kb. Þór.]. Þar eignast hún soninn


189

Jóhann, sjá hér næst á undan. Árið 1830 kemur Guðrún Þorsteinsdóttir „ , 31, vinnuk: frá Istahvammi að Ljósavatni“ [Kb. Þór.]. Guðrún kemur ásamt syni sínum 1844 „ , 44, vinnukona, frá Sörla- að Hrappstöðum” [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1845, þar sögð fædd í Laufássókn. Fer ásamt syni sínum 1851 frá „Jallstöðum að Gvöndarstöðum” [Kb. Eyjadalsárprk.]. Jón Jónsson (Bang) er í fólkstölu í Hrappstaðaseli um nýár 1851 „ , vinnumaður, 52,“ en ekki er hann þar í fólkstölu ári síðar. Líklega sá Jón Jónsson sem er á manntali á Hlíðarenda 1850 „ , 51, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Múlasókn. Jón Jónsson var fæddur 1. des. 1801 (sá eini með því nafni í Múlasókn 1792-1807, en þar er hann einnig sagður fæddur á mt. 1855), voru foreldrar hans Jón Hallgrímsson og Sólrún Jónsdóttir í Skriðulandi [Kb. Múl.]. Hann er á manntali með foreldrum á Bangastöðum 1816 „ , þeirra barn, 15,“ og er vinnumaður á Þverá í Reykjahverfi 1845. Jón kemur 1849 „ , 51, vinnumaður, frá Tjörnesi að Hlíðarenda“ [Kb. Eyjadalsárprk.], (virðist prestur ekki hafa vitað frá hvaða bæ og ætlað að bæta úr því síðar, en það farist fyrir). Jón fer 1859 „ , 55, vinnumaður, frá Garði að Lángavatni,“ [Kb. Mýv.], [Kb. Grenj.] og deyr þar 11. des. 1860 „ , frá Langavatni, 62, Langvarandi brjóstveiki með elli - lasleika.“ [Kb. Grenj.]. Dóróthea Jensdóttir er í Hrappstaðaseli við húsvitjun í apríl 1850 „ , vinnustúlka, 10“ [Sál. Eyj.]. Hún er burtvikin úr Einarsstaðasókn 1848 „ , 13, v:stúlka frá Ingjaldst. að Jallstöðum“ [Kb. Ein.] og er þar við húsvitjun í mars 1849. Dóróthea er meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1850 „ , vinnust, að Narfastseli úr Bárðardal“, en skv. [Kb. Lund.] fer hún þ. á. „ , 10, vinnukona“ frá Hrappstaðaseli að Ingjaldsstöðum. Dórothea var fædd 3. des. 1836 á Ingjaldsstöðum [Kb. Ein.], svo eitthvað hefur aldurinn skolast til í Bárðardalnum. Hún var dóttir Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og k. h. Guðrúnar Finnbogadóttur, sjá um þau og Dórótheu í [ÆÞ. II, bls. 258]. Ekki finn ég hana á manntali í Suður-Þingeyjarsýslu 1850. Dóróthea giftist Sigurjóni Halldórssyni frænda sínum á Kvíslarhóli. Jónas Kristjánsson er í Hrappstaðaseli á fólkstali um nýár 1852 „ , vinnumaður, 24“. Hann er farinn þaðan ári síðar. Jónas var sonur Kristjáns Jónssonar sem lengi bjó í Grjótárgerði og Maríu Ólafsdóttur, sagður fæddur 28. sept. 1828 við fermingu 1843 [Kb. Lund.]. Hann kemur víða við sögu á heiðanýbýlum í Lundarbrekkuprk., sjá nánar um hann og fjölskyldu hans undir Grjótárgerði, Brennás og Stórás. Hann andaðist í Hvammi í Þistilfirði 24. apríl 1910 [Kb. Svalb.]. Ólafur Ólafsson kemur frá Höskuldstaðaseli 1852 og er í Hrappstaðaseli í fólkstali um nýár 1853 „ , 67, gamalmenni“. Hann deyr þar 19. mars 1855 „ , gamalmenni á Hrappstaðaseli, 69“ [Kb. Lund.]. Ólafur var eini bóndinn í Höskuldsstaðaseli, sjá nánar um hann þar. Margrét Sigmundsdóttir kemur frá Höskuldsstaðaseli 1852 með Ólafi manni sínum hér næst á undan og er í Hrappstaðaseli í fólkstali við nýár 1853. Hún deyr 1. apríl 1863 „ , ekkja frá Hrappsst.seli, 79,“ [Kb. Lund.]. Margrét var eina húsfreyjan í Höskuldsstaðaseli, sjá nánar um hana þar.

Dóróthea Jensdóttir og Sigurjón Halldórsson


190

1863 - 1872: Jósafatsdóttir

Jóakim

Björnsson

og

Guðfinna

Jóakim og Guðfinna eru í Hrappstaðaseli í fólkstölu við nýár 1864 og er Jóakim gjaldandi í manntalsbók þinggjalda 1864-1872. Í fólkstölu við nýár 1873 er Friðrik Jónsson, tengdasonur Jóakims og Guðfinnu, talinn þar bóndi, en Jóakim „faðir konunnar“. Jóakim er aftur talinn bóndi við nýár 1874, þá eru Friðrik og Guðrún komin í Hrappstaði [Sál. Eyj.]. Í manntalsbók þinggjalda er Friðgeir sonur þeirra hjóna skráður gjaldandi fyrir Hrappstaðasel 1874. Jóakim var fæddur 26. júlí 1809 á Halldórsstöðum í Bárðardal, sonur hjónanna Björns Þorkelssonar og Sigríðar Ketilsdóttur [Kb. Lund.]. Hann er með þeim á manntali þar 1816 (mars 1815) en 1835 er hann vinnumaður á Lundarbrekku og 1840 á Eyjardalsá. Guðfinna var fædd á Hömrum í Reykjadal um 1813, dóttir hjónanna Jósafats Pálssonar og s. k. h. Guðrúnar Björnsdóttur. Hún er þar með þeim á manntali 1816. Guðfinna er ógift vinnukona á Kálfborgará við manntalið 1835. Hún er með Friðfinni manni sínum og syni á 2. býli á Arndísarstöðum við húsvitjun 1839. Er á manntali á Arndísarstöðum 1840 „ , 27, E, húskona, lifir af sínu“ ásamt 3ja ára syni sínum Jónasi Friðfinnssyni. Hún mun hafa giftst Friðfinni Torfasyni, sem er vinnumaður á Eyjardalsá við manntalið 1835, sjá [ÆÞ. I, bls. 416]. En sú gifting, svo og fæðing Jónasar og dauði Friðfinns hafa líklega verið skráð í þann hluta af [Kb. Eyj.] sem glataður er. Jóakim og Guðfinna eru búandi hjón á Arndísarstöðum við fæðingu sonar 13. jan. 1843 [Kb. Eyj.]. Þau koma 1844 frá Þverá í Dalsmynni að Halldórsstöðum [Kb. Lund.] og eru þar á manntali 1845. Þau búa á Sigurðarstöðum við manntölin 1850-1860. Eru á Hrappstöðum við manntalið 1880 hjá dóttur sinni og tengdasyni og flytja með þeim að Skógarseli 1883 og eru þar á manntali 1890. Jóakim andaðist í Skógarseli 21. nóv. 1891 en Guðfinna 10. mars 1891 [Kb. Ein.].

Börn Jóakims og Guðfinnu í Hrappstaðaseli 1863-1874:

Friðgeir Jóakimsson kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er þar með þeim í fólkstölu við nýár 1864. Hann flytur þaðan 1874 „ , bóndi,“ að Hlíðarenda. Friðgeir var fæddur 13. jan. 1843 á Arndísarstöðum [Kb. Eyj.]. Hann fylgir foreldrum að Þverá og að Halldórsstöðum og Sigurðarstöðum. Friðgeir, þá bóndi á Hlíðarenda, kvæntist 5. júlí 1877 Sigríði Jónsdóttur, sem þá er „bústýra hans, 27 ára“ [Kb. Þór.]. Þau koma inn í Hofssókn 1879 frá Hlíðarenda, ásamt 5 ára fóstursyni sínum Hallgrími Halldórssyni frá Garði í Nessókn, að Egilsstöðum, og flytja þaðan til Vesturheims 1880 [Kb. Hofss.], [Vfskrá]. Sigríður Jóakimsdóttir kemur 1863 „ , 20, vinnukona,“ frá „Stafnholti að Hrappst:seli“ [Kb. Lund.] og er þar með foreldrum og systkinum í fólkstölu við nýár árin 1864-1866. Sigríður var fædd á Halldórsstöðum í Bárðardal 8. nóv. 1844 og er þar á manntali með foreldrum sínum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850 og 1855. Hún er á manntali í Jarlstaðaseli 1860 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún


191

var vinnukona á nokkrum heiðanýbýlum og ber ekki öllum heimildum saman. Hún fer 1861 „ , 16, vinnukona, Frá Sigurðarstöðum að Stafnsholti“ [Kb. Lund.] en [Kb. Ein.] segir hana koma þ. á. „ , 17, vinnuk,“ frá „Heiðarseli að Stafnsholti“. Hún fer þaðan „ , 20, vinnukona,“ að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.] en [Kb. Ein.] segir hana fara þaðan 1863 „ , 18, vinnuk.“ að „Heiðars.“ Þá er Sigríður sögð koma 1865 „ , 22, vinnuk., frá Heiðarseli að Hólum“ [Kb. Ein.] og koma 1866 „ , 22, vinnukona, frá Hólum að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Sigríður er í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1870 [Sál Eyj.]. Hún er þar enn við nýár 1872, en fer með húsbændum sínum að Stórási þ. á., en er farin þaðan um nýár 1874. Sigríður andaðist 11. febr. 1875 „ , frá Hlíðarenda, 30, Úr höfuðveiki“ [Kb. Þór.]. Guðrún Jóakimsdóttir kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er húsfreyja þar 1872-1873, sjá um hana hér á eftir. Hún var fædd 9. des. 1845 á Halldórsstöðum. [Kb. Lund.]. Sigurbjörn Jóakimsson kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er þar með þeim í fólkstölu við nýár 1864. Hann fer frá Hrappstaðaseli til Brasilíu 1873 „ , vinnumaður, 22,“ [Vfskrá], [Kb. Lund.]. Sigurbjörn var fæddur 4. jan. 1850 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1850-1860. Dó í Brasilíu 1911, sjá nánar á bls. 18 í Árbók Þingeyinga 2002. Sigurjóna Jóakimsdóttir kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er þar með þeim í fólkstölu við nýár 1864-1866 og öðru hverju til 1874, þegar hún fer með þeim að Hlíðarenda [Kb. Lund.]. Sigurjóna var fædd 4. maí 1852 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860. Hún er vinnukona á Hallgilsstöðum við manntölin 1880 og 1890. Þuríður Jóakimsdóttir kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er þar með þeim í fólkstölu við nýár 1864 og þar áfram til 1873, en 1874 er hún á Hrappstöðum [Sál. Eyj.]. Þuríður var fædd 16. okt. 1853 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860. Hún er víða í vinnumennsku, m. a. á Lundarbrekku 1880, í Engidal, á Auðnum og í Skógarseli, en fer til Vesturheims frá Narfastöðum árið 1900 „ , húskona, 46,“ [Vfskrá].

Þuríður Jóakimsdóttir

Helga Jóakimsdóttir kemur með foreldrum að Hrappstaðaseli 1863 og er þar með þeim í fólkstölu við nýár 1864 og áfram til 1874, er hún fer með þeim að Hlíðarenda [Kb. Lund.]. Helga var fædd 24. maí 1855 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860. Hún er á Hrappsstöðum hjá systur sinni og mági við manntalið 1880. Hún er allvíða í vinnumennsku, en 19001922 er hún í Skógarseli, húskona eða lausakona (sjá þar); við manntalið 1920 er þess getið að hún sé blind.

1872 - 1873: Friðrik Jónsson og Guðrún Jóakimsdóttir

Í fólkstölu við nýár 1873 er Friðrik talinn bóndi í Hrappstaðaseli, en árið áður bjuggu þau hjónin í Brennási á móti Guðna og Sigríði. Friðrik er gjaldandi fyrir Hrappstaðasel í manntalsbók þinggjalda 1873. Friðrik og Guðrún eru farin að búa á Hrappsstöðum um nýár 1874 [Sál. Eyj.]. Eins og segir í kafla um Brennás var Friðrik fæddur í Máskoti 9. nóv. 1842 [Kb. Ein.], sonur Jóns Jósafatssonar og Herborgar Helgadóttur. Hann flytur með foreldrum og systkinum að Kálfborgará 1849, fer frá Arndísarstöðum að

Helga Jóakimsdóttir


192

Brennási 1864. Þar er hann bóndi 1867-1868 á móti Sigurði bróður sínum og aftur 1871-1872 móti Guðna mági sínum. Guðrún var fædd 9. des. 1845 á Halldórsstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], dóttir hjónanna Jóakims Björnssonar og Guðrúnar Jósafatsdóttur, sjá hér ofar. Hún er með þeim á manntali á Sigurðarstöðum 1850-1860 og kemur með þeim að Hrappstaðaseli 1863, þar sem hún er með þeim til 1869, hún er ráðskona í Brennási við nýár 1870 [Sál. Eyj.]. Friðrik og Guðrún voru gefin saman 10. júlí 1871, er Friðrik þá sagður „ , húsmaður í Brenniási“, en við nýár 1872 er hann sagður bóndi þar [Sál. Eyj.]. Eins og áður segir eru þau sögð búa í Hrappstaðaseli við nýár 1873, en fara þá að Hrappstöðum og eru þau þar á manntali 1880. Þau flytja í Skógarsel 1883, ásamt foreldrum Guðrúnar, og búa þar til 1922, er þau fara að Holtakoti til dóttur sinnar. Friðrik deyr í Holtakoti 1. sept. 1927 en Guðrún 4. júní 1924 [Skú. bls. 124].

Dóttir Friðriks og Guðrúnar í Hrappstaðaseli 1872-1873:

Guðfinna Helga Friðriksdóttir, f. 18. ágúst 1873 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum sínum á Hrappstöðum í fólkstölu við nýár 1874 og á manntali þar 1880. Dó þar 28. sept. 1881 [Kb. Lund.].

1873 - 1874: Friðgeir Jóakimss./Jóakim Björnsson og Guðfinna Jósafatsdóttir Í fólkstali við nýár 1874 er Jóakim sagður bóndi í Hrappstaðaseli, en Friðgeir sonur hans er hinsvegar gjaldandi fyrir Hrappstaðsel 1874 skv. manntalsbók þinggjalda. Jóakim og Guðfinna flytja frá Hrappstaðaseli að Hlíðarenda 1874 með Friðgeiri syni sínum og tveim dætrum [Kb. Lund.]. Sjá um Friðgeir, Jóakim og Guðfinnu hér ofar.

Skyldulið Jóakims og Guðfinnu og Friðriks og Guðrúnar í Hrappstaðaseli 1863-1874:

Guðrún Jósafatsdóttir er í Hrappstaðaseli í fólkstali við nýár 1869 „ , 78, systir konunnar“ (þ. e. Guðfinnu, líklega rangur aldur, hún er „ , 60,“ þrem árum síðar), en er þar ekki lengur við nýár 1873. Guðrún var fædd á Hömrum um 1809 og er þar á manntali 1816. Hún giftist 13. okt. 1843 Bergþóri Björnssyni, voru þau þá bæði vinnhjú á Ljósavatni [Kb. Þór.]. Þau eru á manntali á Arndísarstöðum 1845, en 1850 í Hriflu, þar er þá með þeim Sigurjón sonur þeirra, f. þar 13. júní 1849. Guðrún og Bergþór eru á manntali á Ljósavatni 1855 og 1860, þar sem Bergþór er vinnumaður, en ekki er Sigurjóns getið þar, hefur líklega dáið í bernsku. Guðrún fer 1874 frá Kálfborgará að Kvígindisdal [Kb. Lund.]; í [Kb. Ein.] er sagt „ , 55, á meðgjöf”. Hún er á manntali á Vatnsenda 1880 „ , 70, G,”. Deyr 8. maí 1892 „ , á Rauðá, 83, Jörðuð að Einarsst. k. samkv. beiðni h-ar í lifanda lífi” [Kb. Ein.].


193

Vandalausir í Hrappstaðaseli á búskapartíma Jóakims og Friðriks 1863-1874:

Helga Jónasdóttir kemur 1864 „ , 63, húskona,“ frá Holti að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1865. Hún flytur 1867 „ , 66, vinnukona, frá Hrappst.seli að Finnstöðum“ [Kb. Lund.]. Dó 29. des. 1871 „ , ekkja, 70, Torfunesi“ [Kb. Þór.]. Helga var lengi húsfreyja í Heiðarseli, sjá nánar um hana þar. Sigurgeir Baldvinsson er í Hrappstaðaseli í fólkstölu við nýár 1867 „ , 6, tökubarn“. Hann er þar áfram til 1871, en er farinn um nýár 1872. Sigurgeir var fæddur 31. ágúst 1861 í Torfunesi, sonur Baldvins Jónatanssonar og Guðnýjar Jónsdóttur, sem þá eru „ , hion í Torfunesi“ [Kb. Þór.]. Hann kemur 1865 „ , 5, börn þeirra” ásamt foreldrum og tveim eldri systkinum „frá Hlíðarhaga að Hrapstöðum” [Kb. Lund.]. Sigurgeir fer 1873 ásamt Guðnýju móður sinni „ , 11, sonur hennar, frá Litluvöllum til Brasilíu“ [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Sjá einnig um þau og föður hans og systkini í Árbók Þingeyinga 2002, bls. 11 og 18. (Guðrún Jósepsdóttir kemur 1867 „ , 57, frá Ljósavatni að Hrappst.seli“ [Kb. Lund.]. Ekki finnst hún þó í fólkstölu þar við nýár 1868. Ekki hefur mér tekist að finna Guðrúnu með þessum aldri í nafnaskrá manntalanna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu 1816, né heldur 1845. Ekki finn ég hana heldur burtvikna né dána í [Kb. Lund.], né á manntali 1880. Tel líklegt, að hér sé um misritun að ræða og að átt sé við Guðrúnu Jósafatsdóttur, sjá um hana hér nokkru ofar.) Sesselja Jónsdóttir fer 1872 „ , 39, v. k., frá Hrafnsstaðaseli að Krossi” [Kb. Þór.]. Ekki er hennar getið í fólkstölu þar við nýár 1872. Sesselja var fædd 6. febr. 1834 og voru foreldrar hennar „hreppstjóri Jón Bergþórs Arnfryðr Jónsd: hjón búandi á Eggsará“ [Kb. Þór.] og er hún með þeim þar á manntali 1835. Hún er einnig á manntali á Öxará 1840, 1845 og 1850, þá er faðir hennar kvæntur að nýju. Guðfinna Þorláksdóttir er í Hrappstaðaseli í fólkstölu við nýár 1872 „ , 1, Tökubarn“. Hún fer með Jóakim og Guðfinnu að Hlíðarenda 1874 „ , sveitaróm“ [Kb. Lund.]. Guðfinna var fædd 11. ágúst 1870 í Garðshorni, dóttir hjónanna Þorláks Jónssonar og Þuríðar Benjamínsdóttur, sem þar eru „búandi hjón“ [Kb. Þór.]. Þorlákur og Þuríður eru í Garðshorni við nýár 1871 með fjórum börnum [Sál. Þór.], þ. á m. Guðfinnu, en 1880 í Torfunesi með sex börnum. En þá er Guðfinna á manntali á Lundarbrekku „ , 10, Ó, hreppsómagi,“. Guðfinna er á manntali í Svartárkoti 1890 „ , 20, Ó, vinnukona,“. Hún fer þaðan 1895 að Reykjahlíð [Kb. Lund.] og þaðan 1896 að Ystafelli [Kb. Mýv.].

1874 - 1877: Oddur Gunnlaugsdóttir

Sigurðsson

og

Sigríður

Oddur og Sigríður eru á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1875 [Sál. Eyj.]. Oddur andaðist 12. okt. 1877, en ekkjan hélt áfram búskap þar til 1883, sjá þar. Oddur er gjaldandi þinggjalda í manntalsbók 1875-1877.


194

Oddur var fæddur 14. nóv. 1834 á Hálsi í Kinn, sonur hjónanna Sigurðar Oddssonar og Guðrúnar Vigfúsdóttur [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali á Hálsi 1835, 1840 og 1845. Vinnumaður í Svartárkoti við manntalið 1860. Hann kemur inn í Ljósavatnssókn 1868 „ , 34, vinnumaður, frá Kálfborgará að Ljósavatni“ [Kb. Þór.]. Sigríður var fædd 14. maí [ÆÞ. III, bls. 48] ([Kb. Myrkárs.] segir júní en mánaðard. ólæsilegur) 1843 í Flögu í Myrkársókn, dóttir hjónanna Gunnlaugs Gunnlaugssonar og Kristínar Sigurðardóttur [Kb. Myrk.]. Hún er með þeim á manntali þar 1845 ásamt fimm systkinum, en 1850, 1855 og 1860 í Nýjabæ í sömu sókn. Hún eignast 16. apríl 1866, þá enn í Nýjabæ, soninn Benóní með Stefáni Sigurðssyni, sem þá er þar vinnumaður („beggja 1. brot“) [Kb. Myrk.]. Hún flytur 1869 „ , 27, vinnukona, úr Hörgárdal að Hlíðarenda“ [Kb. Þór.]. Þau Oddur og Sigríður koma 1871 frá Jarlstöðum að Landamóti og voru gefin saman 9. okt. 1871, hann „búandi á Landamóti 35 ára“, hún „Ráðskona hans 26 ára gömul“ [Kb. Þór.]. Þau flytja frá Landamóti að Jarlstöðum 1873 [Kb. Lund.] og árið eftir í Hrappstaðasel.

1877 - 1883: Sigríður Gunnlaugsdóttir

Eins og áður segir andaðist Oddur maður Sigríðar 12. okt. 1877. Sigríður bjó áfram í Hrappstaðaseli til 1883, en þá fór hún til Vesturheims með fjögur börn sín. Sigríður er gjaldandi þinggjalda í manntalsbók 1878-1883. Sigríður fór, eins og áður segir 1883 „ , 36, ekkja,“ frá „Hrappstaðaseli - Ameríku“ [Kb. Lund.], [Vfskrá] með fjórum börnum sínum. Dó í Vesturheimi 28. okt. 1937. Sjá um hana og afkomendur í [ÆÞ. III, bls. 48-51]. Sigríðar er getið í Sögu Íslendinga í N.-Dakota eftir Thorstínu Jackson, Winnipeg 1926, bls. 326.

Börn Odds og Sigríðar í Hrappstaðaseli 1874-1883:

Benóní Stefánsson er í Hrappstaðaseli í fólkstali við nýár 1875 „ , 10, son konunnar“. Hann er með móður sinni á manntali þar 1880 „ , 14, Ó, barn hennar,“ og fer með henni til Vesturheims 1883 [Vfskrá]. Benóní var fæddur 16. apríl 1866 og voru foreldrar hans Stefán Sigurðsson og Sigríður Gunnlaugsdóttir „vinnumaður og bóndadóttir á Nýjabæ“ [Kb. Myrk.], Hann flytur 1872 „ , tökubrn, 6, frá Nýjabæ að Landamóti í Kinn“ [Kb. Myrk.] og fer þaðan árið eftir með móður sinni og stjúpa að Jarlstöðum. er í Hrappstaðaseli í fólkstali við nýár 1875 og þar á manntali með móður sinni 1880 „ , 7, Ó, barn hennar,“. Hún fer með móður sinni til Vesturheims 1883 [Vfskrá]. Kristín Aðalbjörg var fædd 30. okt. 1872 á Landamóti [Kb. Þór.] og fer þaðan með foreldrum að Jarlstöðum árið eftir. Guðrún Lilja Oddsdóttir, tvíburi, var fædd í Hrappstaðaseli 14. jan. 1875 [Kb. Lund.]. Með henni fæddist „andvana piltb.“ Hún fer 1878 „ , 3, ungbarn, frá Hrappstaðaseli í Garð“ [Kb. Lund.]. Guðrún Lilja er á manntali í Garði í Aðaldal 1880 „ , 5, Ó, fósturbarn búsráðenda,“ og 1890 „ , 15, Ó, vinnukona,“. En Baldvin í Garði var föðurbróðir hennar, sjá [ÆÞ. III, bls. 48-58]. Guðrún Lilja giftist 17. des. 1899 Guðmundi Friðjónssyni bónda og skáldi á Sandi. Hún


195

andaðist 23. sept. 1966. Sjá um þau hjón og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 268-271] og [Reykj. bls. 606-610]. Snorri Sigurjón Oddsson, f. 4. maí 1876 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Hann er á manntali þar með móður sinni 1880 sem Sigurður Snorri „ , 4, Ó, barn hennar,“ og fer með henni til Vesturheims 1883 með því nafni. Dó 17. des. 1954, sjá [ÆÞ. III, bls. 50]. Oddur Tryggvi Oddsson, f. 26. (ÆÞ. segir 29., sem var skírnard.) des. 1877 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Hann er á manntali þar með móður sinni 1880 og fer með henni til Vesturheims 1883 [Vfskrá]. Sjá um Tryggva í [ÆÞ. III, bls. 50-51] og tilvísanir þar.

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Odds og Sigríðar 1874-1883:

Sigurjón Kristjánsson kemur 1874 „ , 21, v. m.,“ frá Fremstafelli að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar í fólkstali við nýár 1875 „ , 22, vm.“ Sigurjón var fæddur 6. júní 1854 og voru foreldrar hans Kristján Torfason og Margrét Kristjánsdóttir [Kb. Hoft.], sjá hér næst á eftir. Fæðingarstaðar er ekki getið, og Kristján er meðal burtvikinna úr sókninni 1853. Sigurjón er á manntali á Geirrauðarstöðum (svo, á að vera Gestreiðarstöðum) 1855 með móður sinni „ , 2, Ó, barn vinnukonunnar,“ og er sagður fæddur í Möðrudalssókn. Það ár er þó Möðrudalur talinn með í Hofteigssókn. Við manntalið 1860 eru þau mæðginin í Ármótaseli, er Sigurjón þar „ , 3, Ó, tökubarn“, þá sem síðar sagður fæddur í Möðrudalssókn. Hann kemur með móður sinni 1868 „ , 15, Son hennar,“ frá Hlíðarenda að Stórutungu [Kb. Lund.]. Sigurjón er á manntali í Brennási 1880 og fer þaðan til Vesturheims 1883 „ , vinnumaður, 30,“ [Vfskrá]. Margrét Kristjánsdóttir, móðir Sigurjóns hér næst á undan, kemur 1874 „ , 63, húsk.(?),“ sömuleiðis frá Fremstafelli að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar á fólkstali við nýár 1875 „ , 64, húsk“ [Sál. Eyj.]. Margrét var fædd í apríl (fyrir 12.) 1812 í Auðbrekku í Hörgárdal, dóttir hjónanna Kristjáns Sigurðssonar og Þuríðar Þorsteinsdóttur. Hún er með foreldrum og bróður á manntali í Sílisstaðakoti 1816. Á manntali á Grímsstöðum á Fjöllum 1845 og 1850 og fer þaðan 1850 ásamt Kristjáni Torfasyni að Gestreiðarstöðum, þar sem þau eru gefin saman 22. júní 1851 [Kb. Hoft.]. Þau koma þaðan saman aftur að Grímsstöðum 1853, en Margrét fer að Gestreiðarstöðum að nýju 1854, þar sem hún eignast soninn Sigurjón þ. á. [Kb. Hoft.], er Kristján sagður faðir hans, sjá hér að ofan. Margrét er á manntali með Sigurjón á Geirrauðarstöðum (svo, á að vera Gestreiðarstöðum) 1855 „ , 44, G, vinnukona,“ en 1860 í Ármótaseli „ , 48, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1868 með Sigurjóni syni sínum „ , 57, Vinnukona, frá Hlíðarenda að Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Margrét deyr 3. ágúst 1876 „ , húsk., Brenniási, 65“ [Kb. Lund.], hennar finnst þó ekki getið þar á sóknarmannatali. Ólafur Pálsson kemur 1875 „ , 22, húsm,“ frá Rauðá að Hrappstaðaseli og er þar í fólkstali um nýár það ár, þó einkennilegt sé. Hann fer 1876 að Holtakoti [Kb. Lund.]. Ólafur var fæddur 30. mars 1854, og voru foreldrar hans Páll Halldórsson og Margrét Sigurðardóttir „ , búandi eignarhjón á Ávegg“ [Kb. Garðss.]. Hann flytur með foreldrum sínum og systkinum 1864 að Glaumbæ, þar sem móðir hans deyr 25. nóv. 1872. Ólafur flytur með föður sínum og þrem systkinum 1874 frá Glaumbæ að Jarlstöðum [Kb. Ein.]. Þau virðast reyna að sameinast aftur í Holtakoti 1876.


196

Kristín Elísabet Bergvinsdóttir kemur 1876 „ , 16, v.k., frá Yztafjalli að Hrappsstaðaseli“ [Kb. Lund.]. Er þar á fólkstali við nýár 1877 „ , 16, v.k.“ [Sál. Eyj.]. Kristín Elísabet var fædd 5. maí 1861 í Reykjahlíð, dóttir hjónanna Bergvins Jónatanssonar og Kristínar Margrétar Péturdóttur, sem þar voru í vinnumennsku [Kb. Mýv.]. Hún fer 1879 frá Mjóadal að Garði við Mývatn [Kb. Lund.]. Kristín Elísabet giftist Guðlaugi Þorsteinssyni 27. júní 1880 og er með honum á manntali á Árbakka þ. á. Hún var lengi húsfreyja í Stórási, sjá þar. Dó þar 15. jan. 1911 [Skú. bls. 42] og [Kb. Mýv.]. Sigríður Sigmundsdóttir er í fólkstölu í Hrappstaðaseli við nýár 1878 „ , 29, vk.“ Hún fer það ár „ , 27, vk, frá Hrappsst.seli í Helluvað“ [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.]. Sigríður var fædd 19. júlí 1849, dóttir hjónanna Sigmundar Einarssonar og Kristínar Þorgrímsdóttur, sem þá eru „búandi hjón á Jallstöðum“ [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum á manntali þar 1850 og 1855 á Hrappstöðum og með föður sínum og systur á Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi 1860. Sigríður finnst ekki gift, dáin eða burtvikin úr Mývatnsþingum 1878-1880, né finnst hún á manntali þar 1880. Gamalíel Einarsson er í fólkstölu í Hrappstaðaseli við nýár 1878 „ , 32, lausam.“ Hann er farinn árið eftir. Hann er „ , 35, S, lausamaður,“ á Stóruvöllum við manntalið 1880. Gamalíel verður að álítast sonur Einars Björnssonar (Einarssonar og Þóru Jónsd.) og Kristjönu Gamalíelsdóttur; f. 29. sept. 1844 á Höskuldsstöðum [Kb. Helg.]. Gamalíel er með foreldrum á manntali á Ingjaldsstöðum 1845. Hann kemur 1862 „ , 19, vinnumaður, frá Sveinsströnd að Svartárkoti“ [Kb. Lund.]. Hann fer 1865 „ , 21, Vinnumaður, frá Svartárkoti að Dagverðartungu“ ásamt barnsmóður sinni Sigríði Þorláksdóttur og 2ja ára syni hennar. Gamalíel kemur 1869 „ , 26, hús og vinnum,“ inn í Einarsstaðasókn ásamt konu sinni Sigríði Þorláksdóttur „ , 38, hans kona“ og tveim börnum þeirra, 4ra og 1 árs og syni hennar, 7. „Hann kom frá Kasthvammi, hún frá Svartárkoti að Hólum í sumar með börnum sínum, hún fór austur héðan burt með þeim 3r eptir veturnætur, að Gilsbakka í Axarfirði ( . . )“ [Kb. Ein.]. Gamalíel fór til Vesturheims frá Garði við Mývatn 1889 „ , bóndi, 45“ [Vfskrá]. Sjá um Gamalíel, konu hans og börn í [ÆÞ. VII, bls. 308]. Ingibjörg Jónsdóttir kemur 1878 „ , 44, vkona,“ með dóttur sína frá Litlulaugum. [Kb. Ein.] segir þær fara „að Hrappstöðm“ en [Kb. Lund.] að Hrappstaðaseli og þar eru þær í fólkstali við nýár 1879. Ingibjörg var fædd 17. jan. 1835, voru foreldrar hennar Jón Árnason og Salbjörg Bjarnadóttir „ , búandi hjón á Aungulstöðum“ [Kb. Munk.] og er hún með þeim þar á manntali 1835. Sjá um foreldra hennar í [ÆÞ. V, bls. 217]. Hún var ekkja eftir Sigurð Þorkelsson, sem andaðist 26. ágúst 1876 á Litlulaugum [ÆÞ. I, bls. 429]. Ingibjörg er með foreldrum á manntali í Botni í Þönglabakkasókn 1845, þar sem foreldrar hennar eru í vinnumennsku. Kemur 1847 „ , 12, léttastúlka, frá Þaunglabacka að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850. Fer 1851 frá Kálfaströnd að Jarlsstöðum, kemur aftur 1853 „ , 18, vinnustúlka, Jallstöðum að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Eftir lát Sigurðar er hún á ýmsum stöðum, á manntali á Rauðá 1880, en 1890 í Hólsseli með Guðna syni sínum og 1901 í Hafrafellstungu, en þaðan fór hún til Vesturheims 1904 „ , ekkja, 68,“ [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 10. okt. 1919. Sjá um hana og börn þeirra Sigurðar í [ÆÞ. I, bls. 429-437], einnig í [ÆÞ. V, bls. 246-247]. Sigurjóna Helga Sigurðardóttir, dóttir Ingibjargar hér næst á undan, kemur 1878 með móður sinni að Hrappstaðaseli „ , 6, barn har,“ og er þar á fólkstali við nýár 1879. Þær mæðgur eru á manntali á Rauðá 1880. Helga var fædd 15.


197

ágúst 1873 á Litlulaugum, dóttir Sigurðar Þorkelssonar og Ingibjargar Jónsdóttur [Kb. Ein.]. Hún fór til Vesturheims frá Reykjahlíð 1893 „ , vinnukona, 20,“ [Vfskrá]. Sjá nánar um hana og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 430431]. Jósep Benidiktsson er á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1879 og á aðalmanntali þar 1880 „ , 52, S, vinnumaður,“. Hann fer 1883 „ , 54, vm.“ frá Hrappstaðaseli að Leikskálaá [Kb. Lund.]. Jósep var fæddur 20. jan. 1828, sonur hjónanna Benidikts Björnssonar og Rannveigar Jósepsdóttur, sem þá eru „búandi hión“ á Björgum í Möðruvallaklaustursókn. Þau flytja ári síðar að Merkigili í Hrafnagilssókn [Kb. Möðruv.kl.s.]. Við manntalið 1845 er hann í Teigaseli í Hofteigssókn með föður sínum „ , 18, Ó, hans son“. Hann er á Belgsá við manntalið 1860 „ , 33, G, húsmaður,“. Kemur 1870 „ , 43, vinnum, frá Þverá í Laxárdal að Íshóli“ [Kb. Grenj.], [Kb. Lund.]. Sigríður Vigfúsdóttir kemur 1880 „ , 62, vinnuk. úr Höfðahverfi að Hrappsstaðas“ og er þar á manntali það ár „ , 62, E, vinnukona,“. Hún fer 1881 að Grænavatni [Kb. Lund.]. Sigríður var fædd 12. sept. 1818 í Stafni „ , móðir Ingiríður Eiríksdóttir ógipt og niðurseta í Stafni lísir hún föður Vigfús Jónsson giptan mann sem ( ? ? ?) fyrirvinna“ [Kb. Ein.]. Við manntalið í Stafni 1816 er Vigfús þar „ , vinnumaður, giftur, 42“ ásamt konu sinni Guðrúnu Pétursdóttur „ , hans kona, vinnukona, 53,“. Vigfús mun ekki hafa gengist við faðerninu og var Sigríður lengi skráð Ingiríðardóttir, N. N.-dóttir, Nóadóttir, en síðari árin Vigfúsdóttir. Sigríður giftist 21. okt. 1844, þá „vinnukona á Grenjaðast: 26 ára.“ Grími Grímssyni „vinnumaður Múla á 41 ári“ [Kb. Grenj.]. Með honum eignaðist hún dæturnar Kristínu og Guðrúnu, sjá um Guðrúnu í köflum um Brennás og Laugasel. Grímur andaðist 18. ágúst 1849 [Kb. Presth.], og er Sigríður enn á miklum flækingi eftir það. Sigríður kemur 1882 „ – Ingiríðardóttir, 63, vinnukona, úr Mývatnssveit að Fögrukinn (svo!)“ [Kb. Fjall.]; í [Kb. Mýv.] segir s. á. „ – Vigfúsdóttir, 67, v kona, Frá Grænav. að Fögrukinn V. f.“ og er á manntali á Grundarhóli 1890 „ – Vigfúsdóttir, 73. E, matvinnungur,“. Kemur 1900 með dóttursyni sínum og hans fólki „ – Ingiríðardóttir, Langamma, 84, Grímsstaði frá Hólsseli“ [Kb. Mýv.] og er á manntali á Grímsstöðum við Mývatn 1901 „ , lifir í skjóli bónda, 84,“ (Sigtryggs Þorsteinssonar dóttursonar hennar). Sigríður andaðist 1. apríl 1908 „ – Vigfúsdóttir, Ekkja í Syðrineslöndum, 90, Hafði fulla sjón og fótaferð 2 dögum áður en hún dó.“ [Kb. Mýv.]. Sigríðar er getið hjá Grími í [ÆÞ. IV, bls. 242243] og hjá Sigtryggi í [ÆÞ. I, bls. 375]. Sjá einnig nánar um hana á minnisbl. R. Á. um móður hennar [Æ-Ingir.Eir]. Ólafur . . kemur 1882 „ , 33, vinnum.,“ úr Eyjafirði að Hrappstaðaseli og er þar á fólkstali um nýár 1883 „ , vinnum., 37“. Fer þaðan 1883 „34, vinnum.,“ í Reykjadal [Kb. Lund.]. Ekki finnst hann þó meðal innkominna í Einarsstaðasókn, Múlaprk. né Grenjaðarstaðasókn það ár.

1883 - 1885: Helgadóttir

Sigurjón

Friðfinnson

og

Kristín

Sigurjón og Kristín eru á fólkstali við nýár 1884 í Hrappstaðaseli og einnig árið eftir. Sigurjón er gjaldandi skv. manntalsbók bæði árin, hið fyrra á móti Jóni Jónssyni, sjá hér neðar. Árið 1885 flytur þangað annað fólk. Sigurjón var fæddur 6. okt. 1855 í Stórutungu, sonur hjónanna Friðfinns Kristjánssonar og

Kristín Helgadóttir


198

Abigaelar Jónsdóttur [Kb. Lund.] og er með foreldrum sínum á manntali þar 1860. Hann er „ , bóndi, 27“ á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1884. Kristín var fædd 17. apríl 1851 í Álftagerði, dóttir hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Skú. bls. 52]. Hún er með foreldrum á manntali í Vogum 1855 og 1860. Kemur 1876 „ , 25, v.k., frá Skútustöðum að Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Sigurjón og Kristín voru gefin saman 21. sept. 1878, hann „vmðr á Ytrafjalli 23 ára“ hún „vkona á Ytrafjalli 22“ [Kb. Múlaprk.]. Þau eru vinnuhjú á Sigurðarstöðum við manntalið 1880. Við nýár 1886 eru þau í Mjóadal [Sál. Eyj.] en við manntalið 1890 eru þau á Nýpá með fjórum börnum og 1901 með tveim börnum. Þau fluttust að Miðhvammi 1908 [Bybú, bls. 501]. Sjá nánar um þau og afkomendur í [Skú. bls. 52-53].

Börn Sigurjóns og Kristínar í Hrappstaðaseli 1883-1885:

Guðný Helga Sigurjónsdóttir er með foreldrum í Hrappstaðaseli á fólkstali við nýár 1884 „ , barn þra, 2“ [Sál. Eyj.], einnig árið eftir. Guðný Helga var fædd 5. sept. 1881 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.]. Hún er einungis nefnd Helga á bls. 52 í [Skú.], sjá þar.

Guðný Helga Sigurjónsdóttir

Guðfinna Sigurjónsdóttir, f. í Hrappstaðaseli 14. jan. 1885 [Kb. Lund.]. Guðfinna giftist Hólmgeiri Björnssyni í Fossseli, sjá um þau og börn þeirra í [Skú. bls. 52].

Annað skyldulið Sigurjóns og Kristjönu í Hrappstaðaseli 1883-1885:

Abigael Jónsdóttir, móðir Sigurjóns, kemur 1884 „ , 60, vinnuk,“ frá Sílalæk að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.], er þó þar á fólkstali við nýár 1884 „, móðir bónda, 59“. Abigael var fædd 23. des. 1823 og voru foreldrar hennar Jón Jónsson og Vilborg Þorsteinsdóttir „hjón á Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Hún er þar á manntali með foreldrum sínum 1835-1850. Abigael giftist Friðfinni Kristjánssyni, bjuggu þau í Stórutungu, m. a. við manntölin 1855 og 1860. Við manntalið 1880 er hún „ , 56, E, húskona,“ á Jarlstöðum.

1883 - 1884: Árnadóttir

Jón Jónsson og Margrét Ingiríður

Jón er gjaldandi fyrir Hrappstaðasel 1884, á móti Sigurjóni, í manntalsbók þinggjalda, þó er hann sagður „húsmaður, 54“ á fólkstali við nýár 1884 [Sál. Eyj.]. - Þau eru farin úr Hrappstaðaseli skv. fólkstali við nýár 1885 [Sál. Eyj.]. Jón var fæddur 26. apríl 1830 í Hörgsdal, sonur Jóns Magnússonar b. þar og f. k. h. Ingibjargar Ívarsdóttur. Hann er þar á manntali 1835, 1840, 1850 og 1855, en 1845 er hann á manntali í Garði „ , 16, Ó, léttadrengur,“. Margrét var fædd 16. sept. 1834 í Heiðarbót, dóttir Árna Indriðasonar og f. k. h. Helgu Sörensdóttur [Kb. Grenj.], systir Jóns Árnasonar sem bjó í Brennási og lengi á Arndísarstöðum. Margrét er með foreldrum sínum á manntali í

Guðfinna Sigurjónsdóttir


199

Hólsgerði 1845 en við manntalið 1850 er hún „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Fljótsbakka. Hún kemur 1854 „ , 21, vinnukona,“ frá „Hólsgerði að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Jón og Margrét voru gefin saman 25. maí 1855, þá bæði í Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Þau voru víða og voru börn þeirra sjaldnast öll með þeim. Þau fara frá Hörgsdal að Sýrnesi 1859 [Kb. Múl.], 1860 að Sigluvík þar sem þau eru á manntali þ. á.; koma 1869 frá Laugaseli aftur að Hörgsdal, þaðan fer Margrét 1873 með son þeirra að Arndísarstöðum. Þeim fæðist dóttir 1874 að Hömrum við Akureyri og önnur í Mið-Samtúni 1877. Þau fara úr Litlu Sigluvík 1880 að Hlíðarenda [Kb. Svalb.], þar sem þau eru á manntali þ. á. ásamt Herdísi. Jón og Margrét koma aftur í Hrappstaðasel 1885 til Alberts og Bjargar og fara þaðan til Vesturheims 1888 [Vfskrá]. Þeirra er getið í [Brot, bls. 223-224], þar kemur fram að Jón deyr 1908 en Margrét 1903.

Dóttir Jóns og Margrétar, hjá þeim í Hrappstaðaseli 1883-1884:

Herdís Jónsdóttir, er með foreldrum á fólkstali í Hrappstaðaseli 1884 „ , barn þra, 8,“ og er farin við nýár 1885. Herdís var fædd 28. júní 1877 í Mið-Samtúni í Glæsibæjarprk., þar sem foreldrar hennar voru „hjón búandi“ [Kb. Glæs.]. Hún fer þaðan 1879 með móður sinni og Árna bróður sínum að Litlu Sigluvík og árið eftir með foreldrum sínum að Hlíðarenda [Kb. Svalb.], þar sem þau eru á manntali 1880. Herdís er aftur hjá foreldrum í Hrappstaðaseli á fólkstali við nýár 1887, og er meðal innkominna í Fjallaþingum 1887 „ , 10, tökubarn, frá Hrappstaðaseli að Nýjabæ“ og sögð fara 1888 „ , 10, tökubarn, frá Nýjabæ að Hrappstaðaseli“ [Kb. Fjall.], en þaðan fer hún sama ár til Vesturheims með foreldrum sínum „ , dóttir þeirra, 12“ [Vfskrá], [Kb. Lund.].

1885 - 1889: Indriði Albert Jónsson og Björg Jónasdóttir

Albert og Björg koma 1885 frá Hólsseli að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.], [Kb. Fjall.]. Þau flytja þaðan til Vesturheims 1889 [Kb. Lund.] og [Vfskrá]. Albert er gjaldandi þinggjalda fyrir Hrappstaðasel í manntalsbók 1886-1889. Í manntalsbók er einnig getið Jóns Jónassonar í Hrappstaðaseli árið 1886 á skrá yfir búlausa. Albert var fæddur 2. sept. 1855 í Hörgsdal, sonur Jóns Jónsonar og Margrétar Árnadóttur, sem þá eru „hjón í Hörgsdal“ [Kb. Skút.]. Hann er þar á manntali sama ár og 1860 í Sigluvík, kemur 1869 frá Laugaseli aftur að Hörgsdal en er í Garði við Mývatn 1880 „ , 26, Ó, vinnumaður,“. Fer 1882 „vinnumaður“ frá Haganesi að Hólsseli [Kb. Fjall.], en [Kb. Mýv.] segir hann fara frá Garði. Björg var fædd 2. jan. 1863 á Grænavatni, dóttir Jónasar Jónssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur, sem þá voru þar ógift vinnuhjú [Kb. Mýv.]. (Með Jónasi er á manntalinu 1855 4ra ára dóttir hans óskilgetin, sem deyr á Grænavatni 1858. Þau Jónas og Ingibjörg gengu í hjónaband 28. sept. 1863, þá bæði á Grænavatni). Björg er með foreldrum sínum á Árbakka og í Hörgsdal,


200

sjá þar, en á manntali í Garði 1880 „ , 17, Ó, léttastúlka,“. Hún fer þaðan 1882 að Hólsseli [Kb. Mýv.], en [Kb. Fjall.] segir hana fara frá Haganesi. Þau Albert og Björg eru gefin saman í Víðirhólskirkju 13. okt. 1882, þá bæði vinnuhjú í Hólsseli. Þau flytja þaðan með son sinn 1885 að Hrappstaðaseli eins og áður segir og eru þar á fólkstali við nýár 1886-1889. Börn Alberts og Bjargar í Hrappstaðaseli 1885-1889: Helgi Albertsson kemur með foreldrum frá Hólsseli að Hrappstaðaseli 1885 „ , 2, barn þra,“ og fer með þeim til Vesturheims 1889. Helgi var fæddur 27. des. 1883 „ , í Hólsseli“ [Kb. Fjall.]. Arnfríður Albertsdóttir, f. 1. nóv. 1885 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum til Vesturheims 1889. Maren Albertsdóttir, f. 7. maí 1888 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum til Vesturheims 1889.

Annað skyldulið Alberts og Bjargar í Hrappstaðaseli 1885-1889:

Jón Jónsson, faðir Alberts bónda, er á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1886 „ , vm., 57“, einnig 1887 og 1888, ásamt konu sinni Margréti. Þau bjuggu áður í Hrappstaðaseli á móti Sigurjóni og Kristínu 1883-1884, sjá hér ofar. Þau flytja til Vesturheims frá Hrappstaðseli 1888, Jón þá sagður „húsmaður“ [Vfskrá], [Kb. Lund.]. Sjá um Jón hér nokkru ofar og í kafla um Hörgsdal. Margrét Ingiríður Árnadóttir, móðir Alberts bónda, kona Jóns hér næst á undan, er á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1886 „ , kona h, 53“, einnig 1887 og 1888. Margrét býr í Hrappstaðaseli með Jóni 1883-1884 á móti Sigurjóni og Kristínu, sjá þar. Hún fer með manni sínum til Vesturheims frá Hrappstaðaseli 1888. Árni Jónsson, bróðir Alberts bónda, sonur Jóns og Margrétar hér á undan, er á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1886 „ , sonur þr, 18“, en er farinn árið eftir. Árni var fæddur 11. jan. 1868 í Laugaseli, þar voru foreldrar hans þá „hjón búandi“ [Kb. Ein.]. Hann fer með þeim 1869 að Hörgsdal og fer 1873 með móður sinni „ , 4, barn hennar,“ frá Hörgsdal að Arndísarstöðum. Kemur inn í Svalbarðssókn með móður sinni og systur 1879 frá „ , Miðsamtúni að Litlusikluvík“ [Kb. Svalbs. (í Glæsibæjarbók)] og er á manntali á Meyjarhóli 1880 „ , 11, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1881 frá Meyjarhóli að Mýri í Bárðardal „ , ljettadrengur, 13,“. Árni kemur 1886 „ , v.m., frá Hrappstaðaseli að Hólseli“ og fer 1887 „ , 19, vm, frá Hólseli til Ameríku“ ásamt Sigurjóni bróður sínum, sem var fáum árum eldri [Kb. Fjall.]. Herdís Jónsdóttir, systir Alberts bónda, dóttir Jóns og Margrétar hér á undan, er á fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1887 „ , barn þr., 11“, einnig árið eftir. Sjá um Herdísi hér nokkru ofar, þegar hún er með foreldrum í Hrappstaðaseli 1883-1884. Hún fór með þeim þaðan til Vesturheims 1888 [Vfskrá], [Kb. Lund.].


201

Jón Jónasson, bróðir Bjargar húsfreyju, kemur ásamt konu sinni 1885 „ , 22, húsm., frá Hólsfjöllum að Hrappstseli“ [Kb. Lund.] og er þar á fólkstali við nýár 1886 „húsmaður, 23“. Hans er getið í Hrappstaðaseli í manntalsbók þinggjalda 1886 á skrá yfir búlausa. Þau hjón eru sögð fara þaðan á Hólsfjöll 1886 [Kb. Lund.]. Jón var fæddur 27. maí 1864 á Árbakka [Kb. Mýv.], sonur hjónanna Jónasar Jónssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur, sem þá eru þar í húsmennsku. Hann er á manntali á Grænavatni 1880 „ , 16, Ó, léttadrengur,“, en fer þaðan 1881 „ , 18, vinnum“ að Hólsseli [Kb. Fjall.]. Jón kvæntist 1. febr.(?) (eða 23. apríl, sjá síðar) 1885 Elínu Jónsdóttur, þá bæði í Hólsseli, sjá hér næst á eftir, og flytur með henni það ár að Hrappstaðaseli (í [Kb. Fjall.] eru þau sögð fara í Mývatnssveit). Þau fara frá Hrappstaðaseli að Nýjabæ á Hólsfjöllum 1886 [Kb. Fjall.], en fara þaðan 1888 með son sinn að Mælifelli [Kb. Fjall.], en í [Kb. Hofss.] eru þau sögð koma þangað 1889, reyndar efst á blaði á því ári. Þau fara til Vesturheims frá Þorvaldsstöðum 1889 ásamt syni sínum Axel Ingimar [Kb. Hofss.], [Vfskrá]. Jóns er getið sem Jóns Jónssonar Melsted í [Brot, bls. 223]. Er þar sagt að hann hafi kvænst Elínu „á sumardaginn fyrsta (23. apríl)“ 1885, kann svo að vera, því dagsetningin er ógreinileg í [Kb. Fjall.]. Elín Sigurbjörg Jónsdóttir, systir Alberts bónda, kona Jóns hér næst á undan, kemur ásamt honum 1885 „ , 22, kona hs“ að Hrappstaðaseli, sjá hér að ofan hjá Jóni. Elín var fædd 20. júlí 1859 í Sýrnesi, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Margrétar Árnadóttur hér nokkru ofar [Kb. Múl.]. Hún fer með þeim að Sigluvík 1860 og er með þeim þar á aðalmanntali það ár. Hún kemur með foreldrum og þrem bræðrum 1869 frá Laugaseli að Hörgsdal og er skv. [ÞinKV.] mest í Mývatnssveit, en fer þó um skeið að Hvarfi í Bárðardal; þar er á manntali 1880 Elín Jónsdóttir „ , 20, Ó, vinnukona,“ reyndar þar sögð fædd í Skútustaðasókn. Elín kemur 1883 „ , 24, vkona, frá Hvarfi að Grænavatni“ og fer þaðan 1884 „ , frá Grænav. á Hólsfjöll“ [Kb. Mýv.]. Þau Jón og Elín eignast andvana piltbarn 4. ágúst 1885 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Sonur þeirra, Axel Ingimar, var fæddur 24. nóv. 1886 í Nýjabæ [Kb. Fjall.].

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Alberts og Bjargar 1883-1889:

(Þórarinn Þórarinsson kemur 1888 „ , 22, frá Hrappstaðaseli að Bakka“ [Kb. Hús.]. Ekki finnst hann þ. á. meðal burtvikinna í Lundarbrekkusókn né í fólkstali við nýár í Hrappstaðaseli 1888. E. t. v. misritun.) Sigurbjörg Jónatansdóttir er í fólkstali í Hrappstaðaseli við nýár 1889 „ , vk., 34“. Hún fer þaðan þ. á. „ , 34, vk,“ í Reykjadal [Kb. Lund.], en [Kb. Mýv.] segir hana fara þá að Geirastöðum. Ætla verður að þetta sé sú Sigurbjörg, sem fædd var í Hörgsdal 20. ágúst 1853, dóttir hjónanna Jónatans Jónssonar og Kristínar Tómasdóttur. Sigurbjörg er á Fljótsbakka við manntalið 1855 með foreldrum og systkinum. Giftist Jóni Sigurðssyni, sjá [ÆSiÞ. bls. 31]. Sjá í köflum um Hörgsdal og Narfastaðasel.

Sigurbjörg Jónatansdóttir


202

1889 - 1896: Jónasdóttir

Stefán Guðmundsson og Jónína Sigríður

Stefán og Jónína koma ásamt börnum sínum frá Landamóti að Hrappstaðaseli 1889 [Kb. Lund.] og eru þar á manntali 1890. Þau flytja þaðan 1896 að Hrappstöðum í Kinn [Kb. Lund.]. Stefán er gjaldandi þinggjalda í manntalsbók fyrir Hrappstaðasel 1890-1896. Stefán var fæddur 3. jan. 1842 í Nolli í Laufássókn, sonur Guðmundar Stefánssonar og Herdísar Sveinsdóttur, sem þá voru „egtahjón að Nolli“ í Laufássókn [Kb. Lauf.]. Hann er með foreldrum sínum þar á manntali 1850, 1855 og 1860. Jónína var fædd 8. okt. 1851 á Krossi, dóttir hjónanna Jónasar Bjarnasonar og Ljótunnar Jónasdóttur, sem þar búa þá [Kb. Þór.]. Hún er þar á manntali með foreldrum 1855 og fer með þeim 1857 að Héðinshöfða og 1859 út í Flatey, þar sem hún er á manntali með þeim í Neðribæ 1860 „ , 8, barn þeirra,“. Jónína kemur 1872 „ , 21, vinnukona,“ frá „Hjeðinshöfða að Laufási“ [Kb. Lauf.]. Þau Stefán og Jónína voru gefin saman 3. okt. 1874, þá bæði vinnuhjú í Laufási. Þau flytja 1876 með dóttur sína frá Skarði að Kaldbak, en flytja þaðan 1879 að Hólsgerði, þar sem þau eru á manntali 1880. Þaðan flytja þau með fimm börnum sínum að Hrappstaðaseli 1889 og þaðan 1896 að Hrappstöðum í Kinn [Kb. Lund.] með sex börnum. Þau fara þaðan aftur að Kaldbak árið 1900 [Kb. Þór.] og bjuggu þar til 1912. Stefán dó á Héðinshöfða 20. okt. 1922 en Jónína 2. júní 1930. Sjá nánar um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. I, bls. 94-99].

Börn Stefáns og Jónínu í Hrappstaðaseli 1889-1896:

Sigríður Stefánsdóttir kemur með foreldrum sínum að Hrappstaðaseli 1889 „ , 13,“ og fer með þeim að Hrappstöðum í Kinn 1896 „ , 20,“. Sigríður var fædd 5. maí 1876 á Skarði í Laufássókn. Hún er með foreldrum sínum þar til hún giftist Baldvin Friðlaugssyni og verður húsfreyja á Hveravöllum. Sjá um hana í [ÆÞ. I, bls. 94-95]. Jónas Stefánsson kemur með foreldrum sínum að Hrappstaðaseli 1889 „ , 10,“ og fer með þeim að Hrappstöðum í Kinn 1896 „ , 17,“. Jónas var fæddur 24. apríl 1878 í Kaldbak [Kb. Hús.]. Hann fylgir foreldrum sínum framan af, en fer ekki með þeim að Kaldabak 1900, en er þar á manntalinu 1910. Jónas fór til Vesturheims 1913. Dó 3. sept. 1952. Sjá um hann nánar í [ÆÞ. I, bls. 95-96].

Sigríður Stefánsdóttir

Anna Stefánsdóttir kemur með foreldrum sínum að Hrappstaðaseli 1889 „ , 7,“ og fer með þeim að Hrappstöðum í Kinn 1896 „ , 14,“. Anna var fædd í Hólsgerði 7. maí 1882 [Kb. Þór.]. Hún er hjá foreldrum sínum a. m. k. til 1910. Ráðskona hjá Óskari bróður sínum á Héðinshöfða og í Breiðuvík. Dó 24. apríl 1963 [ÆÞ. I, bls. 96]. Bjarni Stefánsson kemur með foreldrum sínum að Hrappstaðaseli 1889 „ , 5,“ og fer með þeim að Hrappstöðum í Kinn 1896 „ , 12,“. Bjarni var fæddur 17. okt. 1884 í Hólsgerði [Kb. Þór.]. Hann fylgir foreldrum sínum að Kaldbak 1900

Anna Stefánsdóttir


203

og verður þar bóndi 1912 og síðan á Héðinshöfða. Dó 17. sept. 1968. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 96-97]. Hermann Stefánsson kemur með foreldrum sínum að Hrappstaðaseli 1889 „ , 2,“ og fer með þeim að Hrappstöðum í Kinn 1896 „ , 9,“. Hermann var fæddur 24. júlí 1887 [ÆÞ. I, bls. 97] á Landamóti. Fylgir foreldrum og er með þeim í Kaldbak við manntalið 1901. Dó 7. okt. 1957. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 97-99]. Óskar Stefánsson var fæddur í Hrappstaðaseli 11. sept. 1892. Hann fer með foreldrum að Hrappstöðum í Kinn 1896 og þaðan að Kaldbak 1900 og er þar á manntali 1910. Bóndi á Héðinshöfða 1922-1945 og síðan í Breiðuvík. Sjá [ÆÞ. I, bls. 99].

Hermann Stefánsson

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Stefáns og Jónínu 1889-1896: Jakob Jónasson kemur 1889 „ , 27, húsm.“ frá Þóroddsstað að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.], [Kb. Þór.] og er þar á fólkstali við nýár 1890 „ , húsm., 27“ [Sál. Eyj.], en er þar ekki á manntali um haustið. Jakob var fæddur 17. júní 1861 á Ytrafjalli, sonur hjónanna Jónasar Jakobssonar og Maríu Sveinsdóttur [Kb. Ness.]. (Þau Jónas og María deyja bæði háöldruð í Hrappstaðaseli, sjá síðar). Hann fer 1878 „ , 16, ljettadr, frá Fagranesi að Rauðá“ [Kb. Múl.]. Kvæntist 1. mars 1889 Pálínu Elínbjörgu Gísladóttur og flytja þau það ár að Hrappstaðaseli, hann frá Þóroddsstað en hún frá Torfunesi [Kb. Þór.]. Þau eru á manntali í Víðirkeri 1890 með son sinn (Jakob þá reyndar staddur í Grenjaðarstaðarsókn) og flytja þaðan til Vesturheims 1891 [Vfskrá], [Kb. Lund.]. Pálína Elínbjörg Gísladóttir, kona Jakobs hér næst á undan, kemur með honum 1889 „ , 23, kona hs“ að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.] ([Kb. Þór. segir hana koma frá Torfunesi) og er þar á fólkstali við nýár 1890 „ , kona hs, 23“. Pálína var fædd 16. des. 1866 á Arnstapa, dóttir hjónanna Gísla Kristjánssonar og Sigríðar Jónsdóttur [Kb. Hálss.]. Hún flytur með foreldrum og þrem eldri systrum 1867 að Hóli í Kinn [Kb. Hálss.] og er á manntali á Landamóti 1880 „ , 13, Ó, sveitarómagi,“. Sjá hér að ofan hjá Jakobi. Gísli Jakobsson, sonur Jakobs og Pálínu hér næst á undan, var fæddur í Hrappstaðaseli 16. nóv. 1889 [Kb. Lund.]. Hann er á manntali í Víðirkeri 1890 og fer með foreldrum til Vesturheims 1891. (Guðný Benediktsdóttir er í [Kb. Þór.] sögð koma með Stefáni og fjölskyldu frá Landamóti að Hrappstaðaseli 1889. Hennar finn ég þó ekki getið í Lundarbrekkusókn, hvorki í sóknarmannatali við nýár 1890, meðal innkominna, né þar á manntali þ. á. Guðný var fermd í Þóroddstaðarprk. 1886, en hún finnst ekki þar fædd né innkomin í prk. 1871-1879. Tel vafasamt að hún hafi verið í Hrappstaðaseli.)

Óskar Stefánsson


204

1896 - 1898: Jónsdóttir

Jón Kristján Jónsson og Elsa Guðrún

Kristján og Guðrún koma 1896 frá Arnstapa að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Þau flytja þaðan 1898 að Hlíðarenda [Kb. Lund.]. Kristján er gjaldandi þinggjalda í manntalsbók fyrir Hrappstaðasel 1897 og 1898. Jón Kristján var fæddur 31. júlí 1861 á Úlfsbæ, sonur Önnu Jónsdóttur og sr. Jóns Kristjánssonar í Ystafelli, sjá um feril Kristjáns og afkomendur í [ÆÞ. III, bls. 207-214] og [NiðJH., bls. 37-43]. Elsa Guðrún var fædd 5. apríl 1865 á Arndísarstöðum, dóttir Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur, sjá [ÆÞ. II, bls 72] og [NiðJH., bls. 37-43]. Kristján og Guðrún voru gefin saman 12. júlí 1890 [Kb. Þór.], er Kristján þá sagður frá Arnstapa en Guðrún frá Arndísarstöðum. Þau eru á manntali í Landamótsseli 1890. Guðrún dó á Hlíðarenda 21. sept. 1902. En Kristján fór til Vesturheims 1913 og dó þar 1945.

Börn Kristjáns og Guðrúnar í Hrappstaðaseli 1896-1898:

Jón Kristjánsson kemur með foreldrum frá Arnstapa að Hrappstaðaseli 1896 og fer með þeim að Hlíðarenda 1898. Jón var fæddur 21. maí 1891 í Landamótsseli. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. III, bls. 207-211]. Guðný Kristjánsdóttir kemur með foreldrum frá Arnstapa að Hrappstaðaseli 1896 og fer með þeim að Hlíðarenda 1898. Guðný var fædd 23. ágúst 1892 í Landamótsseli. Hún fór til Vesturheims með föður sínum 1913, giftist Tryggva Bjarnasyni. Sjá [ÆÞ. III, bls. 211-212]. Vilhjálmur Helgi Kristjánsson, f. 21. febr. 1897 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund.]. Hans er ekki getið í [Kb.Lund.] með foreldrum er þau fara að Hlíðarenda árið eftir, en er getið í [Kb. Þór.]. Fór til Vesturheims 1916, sjá um feril hans í [ÆÞ. III, bls. 212].

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Kristjáns og Guðrúnar:

Anna Jónasdóttir er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1897 „ , ljettast., 13,“ en ekki 1898. Önnu er getið í skrá yfir innkomna í Lundarbrekkusókn 1898 „ , ljettastúlka, 14, Kálfborgará“ og í athugasemd segir: „Kom vorið 1896 í Hrappstaðasel þótt presturinn þá hafi eigi innf. það” [Kb. Lund.]. Anna fer 1899 „ , léttast., 15, frá Kálfborgará að Réttarholti Grýtubakkaprestak.” [Kb. Lund.]. Ekki er hún þar á manntali 1901.


205

1898 - 1899: Í eyði

Engan hef ég fundið í Hrappstaðaseli þetta ár og enginn er þar skráður á manntali sóknarprests í árslok 1898. Guðni Sigurðsson er gjaldandi fyrir Hrappstaðasel í manntalsbók þinggjalda vorið 1899.

1899 - 1902: Helgi Sigurgeirsdóttir

Guðnason

og

Þuríður

Helgi og Þuríður eru í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests við árslok 1899, en voru í Brennási við árslok 1898. Við árslok 1902 eru þau á Kálfborgará [Sál. Eyj.]. Helgi var fæddur 29. okt. 1875 í Brennási [Kb. Lund.], sonur hjónanna Guðna Sigurðssonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem bjuggu í Brennási til æviloka. Helgi ólst upp hjá foreldrum og systkinum í Brennási þar til hann fer í Hrappstaðasel. Hann er á manntali í Brennási 1880 og 1890 og í sóknarmannatölum til ársloka 1898. Þuríður var fædd 28. apríl 1876 á Kambsmýrum [ÆÞ. VI, bls. 282] dóttir hjónanna Sigurgeirs Guðmundssonar og Elísabetar Guðnadóttur og er hún þar með foreldrum og systkinum við manntalið 1880, en á Kambstöðum 1890. Hún er meðal burtv. úr [Lund.] 1897 „ , vinnuk, 22?,“ frá Hrappstaðaseli að 1/2 að Fjósatungu. En 1898 kemur hún að Brennási frá Fjósatungu „ , til giftingar, 21,“ [Kb. Lund.].

Helgi og Þuríður voru gefin saman 28. nóv. 1898 [Kb. Lund.], þá bæði í Brennási. Þau bjuggu á Kálfborgará frá 1902 til æviloka. Sjá um þau og afkomendur í [Skú. bls. 124-125] og í [ÆÞ. VI, bls. 282-286].

Skyldulið Helga og Þuríðar í Hrappstaðaseli 1899-1902:

Sigríður Sigurgeirsdóttir, systir Þuríðar, kemur 1899 „ , 20, vinnuk.,“ frá Fjósatungu að Hrappstaðaseli [Kb. Hálsþ.] ([Kb. Lund.] segir hana koma „ , vinnuk., 21,“ frá Grjótárgerði í Fnjóskadal). Hún er þar á manntali sóknarprests við árslok 1899. Hún fer árið 1900 „ , vinnuk., 22,“ frá Hrappstaðaseli að Hjaltadal í Fnjóskadal [Kb. Lund.], þar sem foreldrar hennar búa þá með börnum sínum. Hún finnst þó ekki meðal innkominna né dáinna í Hálsþingum 1899-1901, né á manntali 1901 í Fnjóskadal. Sigríður var fædd 7. okt. 1878 á Kambsmýrum, dóttir hjónanna Sigurgeirs Guðmundssonar og Elísabetar Guðnadóttur. Hún er með foreldrum og systkinum á manntölum 1880 og 1890 eins og segir um Þuríði, sjá þar.


206

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Helga og Þuríðar 1899-1902:

Benedikt Benediktsson kemur að Hrappstaðaseli 1900 „ , húsm., 29“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali sóknarprests við árslok 1900 „ , húsm., 29“ ásamt konu sinni og dóttur, sjá hér næst á eftir [Sál. Eyj.]. Þau eru þar á aðalmanntali 1. nóv. 1901 (Benedikt þá sagður „ , húsmaður, 28,“) en er samt ekki á manntali sóknarprests við árslok þ. á. Benedikt var fæddur 4. nóv. 1872 „Móðir Kristbjörg Jónsd ógipt vinnukona á Þórustöðum lýsir föður H. Benidikt Jóhannesson á Litluvöllum í Bárðardal” Árið eftir fer hann „ , 2, tökubarn, frá Neðridálkst að Bitrugerði” [Kb. Glæs. (Svalb.)]. Hann kemur 1890 frá Kaupangi að Stóruvöllum [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. „ , 17, Ó, vinnumaður,”. Benedikt og Ingibjörg, þá bæði á Íshóli, voru gefin saman 16. júní 1896 [Kb. Lund.]. Þau eru á manntali á Kálfborgará 1901 ásamt Laufeyju. Fara 1905 frá Stóruvöllum til Akureyrar með Sigurgeir og Friðriku [Kb. Lund.]. Ingibjörg Níelsína Vigfúsdóttir, kona Benedikts hér næst á undan, er í Hrappstaðaseli með manni sínum á manntali sóknarprests við árslok 1900 og er þar á aðalmanntali 1. nóv. 1901. Ingibjörg var fædd 26. okt. 1859, voru foreldrar hennar „Vigfús Kristjánsson sniðkari í Húsavík og Jakobína Vilhelmína Níelsdóttir búandi hjón þar“ [Kb. Hús.], og er hún með þeim og fimm systkinum á manntali á prestsetrinu þar 1860. Hún fer 1866 með móður sinni, sem þá er orðin ekkja, og fjórum systkinum „frá Hóli að Krossi“ [Kb. Hús.]. Ingibjörg kemur 1893 „ , vk., 32 frá Ytra-Fjalli(?) að Lundarbrekku” [Kb. Lund.]. Sjá um hjúskap o. fl. hér næst á undan hjá Benedikt. Laufey Benediktsdóttir, dóttir Benedikts og Ingibjargar hér næst á undan, er í Hrappstaðaseli með foreldrum sínum. Á manntalinu 1. nóv. 1901 er hún sögð „ , barn þeirra, 3,“. Laufey var fædd 23. júní 1898 og eru foreldrar hennar þá „húsmennskuhjón í Svartárkoti“ [Kb. Lund.]. Hún fer með foreldrum sínum frá Stóruvöllum til Akureyrar 1905 [Kb. Lund.].

Ingibjörg Níelsína Vigfúsdóttir

Árnína Helga Björnsdóttir er í Hrappstaðaseli á aðalmanntali 1901 „ , hjú þeirra (þ. e. Helga og Þuríðar), 17,“. Hún fer þaðan (sem Anna) 1902 „ , vk., 18,“ að Finnstöðum [Kb. Lund.]. Árnína Helga var fædd 21. nóv. 1876, dóttir Björns Oddsonar og Bóthildar Árnadóttur, sem þá voru „ , hjón í húsmennsku í Hólsgerði“ [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum sínum og tveim bræðrum á manntali í Vargsnesi 1890 „ , 7, Ó, þeirra barn,“. Hún var systir Hólmgeirs, sem bjó í Fossseli og á Hjalla. Hún kemur inn í Lundarbrekkusókn 1900 (sem Helga) „ , vinnuk., 16,“ að Víðirkeri frá Ytri-Skál (svo) [Kb. Lund.].

1902 - 1904: Jón Pétur Jónsson og Rósa Tómasdóttir

Pétur og Rósa eru í Hrappstaðaseli í manntali sóknarprests við árslok 1902 og 1903. Við árslok 1904 er engin húsvitjun skráð í Hrappstaðaseli [Sál. Eyj.]. Pétur var fæddur 20. júlí 1869 í Víðirkeri, sonur Jóns Þorkelssonar og f. k. h. Jóhönnu Jónsdóttur, sem þá voru þar „búandi hjón” [Kb. Lund.]. Hann er þar á manntali 1880 „ , 11, Ó, sonur húsbóndans,” en 1890 er hann á manntali á Íshóli, á viðaukaskrá B „ , 21, Ó, vinnumaður,” sagður „á Suðurnesjum”. Rósa Tómasdóttir


207

Rósa var fædd 27. júní 1868, dóttir hjónanna Tómasar Friðfinnsonar og Margrétar Sigurðardóttur, sem þá eru „búandi hjón á Litluvöllum“ [Kb. Lund.]. Hún er þar á manntali hjá foreldrum 1880, en 1890 er hún „ , 22, Ó, vinnukona,” á Mýri. Pétur og Rósa, þá bæði á Mýri, voru gefin saman 13. apríl 1896 [Kb. Lund.]. Þau eru á manntali á Hrappstöðum 1901 ásamt Sigþóru. Næstu árin eftir búskapinn í Hrappstaðaseli eiga þau heima á Mýri og á Litluvöllum. Þau búa á Litluvöllum frá 1911 og eru þar á manntali 1920 með syni sínum. Pétur sýnist hafa dáið 1921 en Rósa búið áfram a. m. k. til 1928, en ekki er hún þar á manntali 1930. Sjá nánar í [Bybú, bls. 253].

Sonur Péturs og Rósu í Hrappstaðaseli 1902-1904: Kristján Pétursson

Kristján Pétursson, f. 9. okt. 1902 í Hrappstaðaseli [Kb. Lund]. Er þar með foreldrum á manntali sóknarprests við árslok 1903. Kristján er með foreldrum sínum og síðar móður sinni á Litluvöllum og er þar á manntali 2. des. 1930 „ , húsbóndi, bóndi,“. Sjá [Bybú, bls. 253] um Kristján og fjölskyldu.

Skyldmenni Péturs í Hrappstaðaseli 1902-1904:

Sigþóra Jónína Jónsdóttir, hálfsystir Péturs, er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests við árslok 1902 „ , tökub., 11“; einnig 1903, en þá sögð „ , fósturb.,“. Sigþóra Jónína var fædd 13. okt. 1891. „Móðir: Þóranna Þórðard á Jódísarstöðum; lýsir föður Jón bónda Þorkelsson á Íshóli, sem kannast við faðernið“ [Kb. Grenj.]. Sigþóra kemur inn í Lundarbrekkusókn 1899 „ , tökubarn, 8, að Hrappstöðum frá Jódísarst.“ Hún er á manntali hjá Pétri og Rósu á Hrappstöðum 1901 „fósturdóttir þeirra, 10,”.

Sigþóra Jónína Jónsdóttir

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Péturs og Rósu 1902-1904:

Gunnar Gunnlaugsson er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests við árslok 1902 „ , vm. 63“. Hann fer þaðan 1903 „ , vm, 64,“ í Baldursheim [Kb. Lund.]. Hann kemur árið 1900 að Svartárkoti úr Mývatnssveit [Kb. Lund.]. Gunnar var fæddur 19. júní 1839 á Stóru-Reykjum, sonur hjónanna Gunnlaugs Loftssonar og Vilborgar Jónsdóttur [Reykj. bls. 441], [Laxd. bls. 69]. Hann er á Reykjum með foreldrum og tveim systkinum á manntali 1840, en 1845 á Ytra Fjalli og 1850 á Tjörn. Við manntalið 1855 er hann „ , 17, Ó, léttadrengur,“ í Kasthvammi. Gunnar kemur 1869 „ , 30, vinnumaður, frá Skútustöðum Grenjaðarst.“ [Kb. Grenj.]. Þar kvæntist hann 25. sept. 1874 „ráðsmaður á Grenjaðarstað, á 36. ári“ Karolínu Jónsdóttur. Þau flytja 1875 frá Grenjaðarstað að Jarlsstöðum í Bárðardal [Kb. Grenj.], þar sem þau búa til 1879, er þau flytja að Hamri [Laxd., bls. 69]. Þau flytja 1881 frá Hamri í Laxárdal að Saltvík ásamt tveim dætrum þeirra. Þau búa síðan að Rauf (nú Eyvík) á Tjörnesi. Gunnar kemur 1888 „ , 49, kom á sveit“ ásamt konu sinni og fjórum börnum að „Syðri-Neslöndum frá Rauf á Tjörnesi“ (Aths. „Flosnaði upp og fór á sveit“ [Kb. Mýv.]). Þau hjónin eru á manntali í Vogum 1890, vinnuhjú, ásamt Aldísi. Gunnar fer 1895 „ , vinnum, 56, Frá Grænavatni að Lundarbrekku“ [Kb. Mýv.] ásamt konu sinni og dóttur. Þau eru víða í

Gunnar Gunnlaugsson


208

vinnumennsku, oft hvort í sínu lagi, í Bárðardal og Mývatnssveit. Við manntalið 1901 er Gunnar á manntali í Svartárkoti „ , vinnumaður, 62“ en Karólína á Grímsstöðum „ , vinnukona, 48“. Gunnar flutti til Þóru dóttur sinnar í Kasthvamm 1908, þar sem hann andaðist 7. júlí 1927 [Laxd. bls. 69-70], sjá einnig þar um börn þeirra Karólínu. Gunnar var fatlaður, hafði viðurnefnið „halti“.

1904 - 1905: Í eyði

Engin húsvitjun er skráð í Hrappstaðaseli við árslok 1904.

1905 - 1913: Jóhannes Friðbjörnsson Sigurðardóttir

og

Sigurbjörg

Jóhannes og Sigurbjörg eru í Hrappstaðaseli við húsvitjun 1905 (við árslok). Þau eru þar á manntali 1910 með börnum sínum og á manntali sóknarprests 31. des. 1912 [Sál. Eyj.]. Jóhannes var fæddur 26. maí 1858 á Hólmavaði, sonur hjónanna Friðbjörns Magnússonar og Sigurrósar Jónsdóttur [Kb. Ness.]. Hann er þar á manntali 1860, kemur 1873 „léttadr. 15“ frá Tjörn að Gvendarstöðum [Kb. Þór.], en er 1880 á manntali á Tjörn, vinnumaður hjá bróður sínum, þar er faðir hans þá einnig og þrjár systur. Sjá um Jóhannes og börn í [ÆÞ. I, bls. 179-181]. Sigurbjörg var fædd 18. mars 1855 og voru foreldrar hennar Sigurður Ólafsson og Halldóra Halldórsdóttir „ , hjón á Hrappstöðum“ [Kb. Þór.]. Hún er þar með foreldrum á manntali 1855, 1860 og 1880. Jóhannes og Sigurbjörg voru gefin saman 5. júlí 1883, Jóhannes þá sagður „bóndi á Hrappstöðum 26 ára” en Sigurbjörg „bóndadóttir á Hrappstöðum 27 ára” í Kinn [Kb. Þór.]. Þau eru ámanntali 1890 á Hrappsstöðum í Kinn, þar sem Jóhannes er „ , 32, G, húsbóndi, bóndi,”. Þau eru þar einnig á manntali 1901 og koma þaðan 1903 (Jóhannes „ , húsm, 45“) ásamt þrem börnum sínum að Mýri [Kb. Lund.]. Jóhannes andaðist 30. maí 1928 á Akureyri [ÆÞ. I, bls. 180].

Jóhannes Friðbjörnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir


209

Börn Jóhannesar og Sigurbjargar í Hrappstaðaseli 1905-1913:

Sigurður Jóhannesson er með foreldrum sínum í Hrappstaðasel við húsvitjun í árslok 1905. Hann er þar með þeim á manntali 1910 og á manntali sóknarprests 31. des. 1912 [Sál. Eyj.]. Sigurður var fæddur 17. jan. 1888 á Hrappstöðum í Kinn [Kb. Þór.]. Sjá um hann í [ÆÞ. I, bls.179-180]. Dó 16. okt. 1957. Halldóra Sigríður Jóhannesdóttir er með foreldrum sínum í Hrappstaðaseli við húsvitjun í árslok 1905. Hún er þar með þeim á manntali 1910 og á manntali sóknarprests 31. des. 1912. Halldóra Sigríður var fædd 28. mars 1892 á Hrappstöðum í Kinn [Kb. Þór.]. Sjá um hana og börn hennar í [ÆÞ. I, bls. 181]. Friðbjörg Jakobína Jóhannesdóttir er með foreldrum sínum í Hrappstaðaseli við húsvitjun í árslok 1905. Hún er þar með þeim á manntali 1910 og á manntali sóknarprests 31. des. 1912. Friðbjörg Jakobína var fædd 18. mars (ÆÞ. segir 25. mars) 1897 á Syðri-Leikskálaá [Kb. Þór.]. Sjá [ÆÞ. I, bls. 181].

Vandalausir í Hrappstaðaseli í tíð Jóhannesar og Sigurbjargar 1905-1912:

Jónas Jakobsson deyr 11. nóv. 1905 „ , giptur, sveitaróm. Hrappstaðaseli, 82, Brjóstveiki.“ [Kb. Lund.]. Jónas er sagður koma 1903 að Stórutungu frá Barnafelli „ , á sveit, 80?“ [Kb. Lund.]. Jónas var fæddur 28. des. 1825 í Garðshorni, sonur hjónanna Jakobs Hallgrímssonar og Helgu Jónsdóttur [Kb. Þór.]. Hann er „ , 35, Ó, húsmaður,“ á Ytrafjalli við manntalið 1860. Jónas kvæntist Maríu Sveinsdóttur, sjá hér næst á eftir, 1. nóv. 1860 [Kb. Ness.]. Þau flytja frá Ytrafjalli að Miðhvammi 1865 [Kb. Ness.]. Þau fara 1872 með þrjú börn sín: „Þetta hyski fluttist frá Fljótsbakka úr húsmennsku að Fagranesi“ [Kb. Ein.]. Þar eru þau á fólkstali 31. des. 1877 með tveim börnum. Þau flytja 1880 frá Fagranesi að Glaumbæ [Kb. Ein.], þar sem þau eru á manntali þ. á. með Snjólaugu Jónínu dóttur sinni, en flytja frá Einarsstöðum að Úlfsbæ 1882. Þau eru í húsmennsku í Mjóadal á fólkstali við nýár 1886, en við manntalið 1890 eru þau í húsmennsku á Granastöðum. Jakob, sonur þeirra hjóna, var í Hrappstaðaseli í tíð Stefáns og Jónínu og fór til Vesturheims frá Víðirkeri 1891, sjá hér ofar. María Sveinsdóttir kemur 1905 „ , á sveit, 82,“ að Hrappstaðaseli frá Ófeigsstöðum [Kb. Lund.]. Hún deyr 14. okt. 1907 „ , ekkja Hrappstaðasel (á sveit), 85., Brjóstveiki.“ [Kb. Lund.]. María var fædd 12. okt. 1825 og voru foreldrar hennar „ Sveinn Eyjólfsson Bóndi Ytri-Haga og vinnukona hs, Jórunn Ketilsdóttir hún hefur átt eitt barn áður í lausaleik“ [Kb. St.Ársk.s.]. Árið eftir fer María með móður sinni frá Ytrihaga að Kjarna í Möðruvallaklaustursókn [Kb. St.Ársk.s.]. Hún er bústýra hjá Jónasi á Ytrafjalli við manntalið 1860 og giftist honum 1. nóv. s. á., sjá hér næst á undan hjá Jónasi.


210

1913 - 1923: Ásgeir Þorláksson með systkinum

Í manntali sóknarprests 31. des. 1913 er Ásgeir sagður bóndi í Hrappstaðaseli, og er svo enn óbreytt 31. des. 1922 [Sál. Eyj.]. Með honum eru systkini hans, mismörg. Þar sem ókunnugt er um umráð þeirra á búinu, verður Ásgeir einn hér talinn bóndi þar þetta tímabil, nema síðustu tvö árin á móti Kjartani og Nýbjörgu, sjá síðar. Ásgeir var fæddur 24. nóv. 1882 í Stafnsholti. Móðir hans var Nýbjörg Jónsdóttir (Gottskálkssonar b. þar). Bókaður faðir hans við skírn var Þorlákur Stefánsson, sem kemur að Stafnsholti ásamt móður sinni 1882 og kvænist Nýbjörgu 1. maí 1883 [Kb. Ein.]. Ásgeir Þorláksson

(Ýmsir kunnugir töldu Guðna Guðmundsson húsmann þar 1881-1882 líklegri föður tímans vegna, en Guðni fór til Vesturheims 1882 með konu og dóttur [Baldur Jónsson, sonarsonur Þorláks, munnl. heimild]). Ásgeir fer með foreldrum frá Þóroddsstað að Saltvík 1886 [Kb. Hús.] og er með þeim á manntali á Íshólsstöðum 1890. Hann fer 1894 „ , barn, 12, Að Krossi frá Íshólsstöðum“ [Kb. Þór.], fer 1896 með Sigurlaugu móðursystur sinni „ , 13, smali,“ að Geldingsá og kemur þaðan 1898 „ , 15, smali,“ að Vatnsenda [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Ásgeir fer 1901 frá Vatnsenda að Stafni [Kb. Þór.] og þar er hann á manntali 1901 „ , hjú, 18,“ hjá Sigurgeiri, þá er Egill bróðir hans hjá Páli H. og Guðrúnu. Ásgeir er meðal innkominna í Lundarbrekkusókn 1906 „ , laus, 24,“ að Stórutungu frá Þröm í Eyjafirði. Hann er á manntali á Vatnsenda 1910, „VM“ = vinnumaður hjá Guðlaugi Valdimarssyni, sem þar er þá „HB“. Hann er „ , laus, 29“ í Engidal 31. des. 1911, einnig árið eftir [Sál. Eyj.]. Ásgeir lést á Akureyri 14. júní 1925 „Lausamaður frá Engidal í Bárðd.hr., 42“ [Kb. Ak.].

Móðir, systkini og annað skyldulið Ásgeirs í Hrappstaðaseli 1913-1923:

Nýbjörg Jónsdóttir, móðir systkinanna, er í Hrappstaðaseli í manntali sóknarprests 31. des. 1913 „ , m. b., 72“. Nýbjörg var fædd 31. ágúst 1851 í Helgárseli, dóttir Jóns Gottskálkssonar og Halldóru Randversdóttur [Ný. bls. 109-116]. Hún kemur með föður sínum og stjúpmóður frá Hallanda á Svalbarðsströnd að Stafnsholti 1874. Kvæntist þar Þorláki Stefánssyni 1. maí 1883, þau flytja árið eftir að Þóroddsstað, en fara þaðan 1886 að Saltvík. En þau eru komin að Ísólfsstöðum við fæðingu Soffíu 1888. Þar andaðist Þorlákur 2. mars 1894 úr lungnabólgu [Kb. Hús.] og fór Nýbjörg þ. á. með börnin Jón, Soffíu og Nýbjörgu frá Ísólfsstöðum í Jódísarstaði [Kb. Grundarþ.]. Hún er á manntali á Ytra-Hóli 1901 „ , leigjandi, 50,“ með börnum sínum Jóni og Nýbjörgu, en 1910 í Kaupangi með Jóni. Nýbjörg andaðist í Hrappstaðaseli 27. okt. 1914 [Ný., bls. 119]. Jón Þorláksson er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1913 með systkinum sínum, sem talin eru „systkini bónda“ [Sál. Eyj.], en frá og með manntali sóknarprests 31. des. 1919 er hann talinn húsmaður. Hann er áfram húsmaður í Hrappstaðaseli 1923-1924 í búskapartíð Ásgeirs og Jónu, sjá hér

Nýbjörg Jónsdóttir


211

nokkru neðar. Jón var fæddur 16. mars 1884, voru foreldrar hans Þorlákur Stefánsson og Nýbjörg Jónsdóttir, þá „hjón búandi í Stafnsholti“ [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum sínum að Þóroddsstað 1884 og með foreldrum sínum og bræðrum að Saltvík 1886 og er á manntali á Íshólsstöðum 1890 með foreldrum og systkinum. Við andlát föður síns 1894 fer hann með móður sinni og systrum Soffíu og Nýbjörgu í Jódísarstaði [Kb. Grundarþ.]. Hann er með móður sinni og Nýbjörgu systur sinni á manntali á Ytra-Hóli 1901, en 1910 er hann með móður sinni á manntali í Kaupangi. Jón er á manntali í Hafnarstræti 29 á Akureyri 2. des. 1930 ásamt Elínbjörgu Baldvinsdóttur konu sinni og tveim börnum þeirra, er þar svo sagt að þau hafi komið þangað þ. á. frá Dálksstöðum. Jón lést 25. febr. 1951 [MA II, bls. 234]. Faðir Baldurs Jónssonar prófessors. Soffía Þorláksdóttir er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1913 með systkinum sínum, einnig 1914. Hún fer að Hörgsdal 1915, en kemur þaðan aftur í Hrappstaðasel 1916 „ , bústýra, 28,“ [Kb. Mýv.], en er meðal „systkina bónda“ í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. þ. á. og áfram til 1919, þá er hún sögð „bústýra“ og er svo enn, þegar hún er síðast skráð þar 31. des. 1922. Soffía var fædd 14. sept. 1888 á Ísólfsstöðum [Kb. Hús.]. Við lát föður síns 1894 fer hún með móður sinni og systkinum Jóni og Nýbjörgu „Ísólfsstöðum Tjörnesi - Jódísarstaði“ [Kb. Grundarþ.] og er þar á manntali 1901 „ , léttastúlka, 13,“. Hún kemur 1910 „ , vinnukona, 21“ frá Garðsá í Eyjafirði að Halldórsstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.] og þar er hún á manntali þ. á. og á manntali sóknarprests 31. des. 1911 „ , vk, 23“ [Sál. Eyj.]. Soffía fer 1925 „ , l. k., 36,“ frá Engidal að Efri Dálksstöðum [Kb. Þór.]. Þar er hún yfirstrikuð á sóknarmannatali það ár, en er þar næstu tvö árin, lausakona. Hún er meðal burtvikinna úr Laufásprk. 1928, sögð fara til Akureyrar.

Soffía Þorláksdóttir

Nýbjörg Þorláksdóttir er í Hrappsataðseli á manntali sóknarprests 31. des. 1913 með systkinum sínum, einnig 1914 og 1915. En hún er þar ekki 31. des. 1916. Hún kemur aftur í Hrappstaðasel með manni sínum, Kjartani Sigurtryggvasyni, 1921 og bjuggu þau í Hrappstaðaseli móti Ásgeiri 19211923, sjá hér nokkru neðar. Sigurlaug Katrín Þorláksdóttir er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1913 með systkinum sínum, sem eru „systkini bónda“; er hún talin svo til 1919, þá er hún sögð „ , vinnuk, 29“, er þannig skráð síðast 31. des. 1922. Sigurlaug Katrín var fædd 3. ágúst 1890 á Ísólfsstöðum [Kb. Hús.]. Við lát föður síns 1894 fer hún „ , barn, 4, Að Vatnsenda frá Íshólsstöðum“ [Kb. Þór.], en þar bjó þá Guðrún móðursystir hennar með seinni manni sínum. Þar er hún á manntali 1901 „ , fósturbarn þeirra, 11,“ einnig 1910 „FOBA“ = fósturbarn (heitir þá Sigurlaug Dalberg Þorláksdóttir). Sigurlaug Katrín eignaðist soninn Ingva Ó. Dalberg 1914 og er hann með henni í Hrappstaðaseli, sjá hér neðar. Ingvi Ó. Dalberg, systursonur Ásgeirs bónda, sonur Sigurlaugar Katrínar hér næst á undan, var fæddur 17. febr. 1914 í Reykjavík. (Hann finn ég þó ekki í fæðingarskrám þar, hvorki í Dóm- eða fríkirkju, né heldur í Garðaprk.). Hann er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprest við árslok 1914 og er þar áfram, síðast skráður 31. des. 1922.

Nýbjörg Þorláksdóttir

Sigurlaug Katrín Þorláksdóttir


212

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Ásgeirs Þorlákssonar 1913-1923:

Hólmfríður Jónsdóttir er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests við árslok 1914 „ , v.k, 41“ og virðist vera þar áfram til 1918, hún er þar ekki lengur á manntali sóknarprests 31. des. þ. á. Líklegt er að þetta sé Hólmfríður Þorbjörg, sem var fædd 29. júlí 1873, dóttir Jóns Þorkelssonar og f. k. h. Jóhönnu Jónsdóttur, sem þá voru „búandi hjón á Víðirkeri“ [Kb. Lund.]. Hún er „vinnukona, lausakona, 27,“ á Sandhaugum við manntalið 1901 og hjú á Bjarnastöðum við manntalið 1910. Sigurbjörg Tómasdóttir er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1918 „ , húsk., 35“. Hún er þar áfram til 1924, síðasta árið í búskapartíð Ásgeirs Kristjánssonar og Jónínu, sjá þar. Sigurbjörg var fædd í Stafni 30. maí 1873, dóttir hjónanna Tómasar Sigurðssonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Hún andaðist í Stafni 1. júlí 1932. Sjá um hana í [ÆÞ. VI, bls. 269]. Helgi Júlíusson er í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1918 „ , tökub., 14“. Hann er þar einnig ári síðar, þá sagður „ , vinnum., 15“ [Sál. Eyj.]. Við manntalið 1920 er Jón Helgi Júlíusson „ , vinnumaður, Ó,“ á Jarlsstöðum, sagður fæddur 29. ágúst 1904 á Þverá í Öngulstaðahreppi. Ekki er hann þar 1930. Veit enn ekki á honum frekari deili. Sigurbjörg Tómasdóttir

1921 - 1923: Þorláksdóttir

Kjartan Sigurtryggvason og Nýbjörg

Kjartan og Nýbjörg eru í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1921, „húsb., 29“ og „húsfr., 28“, einnig 1922; virðast búa sjálfstætt á móti Ásgeiri. Þau fara úr Hrappstaðaseli 1923. Kjartan var fæddur 24. des. 1892 á Litluvöllum, sonur Friðlaugs Sigurtryggva Tómassonar og f. k. h. Rannveigar Elínár Magnúsdóttur [ÆÞ. IV, bls. 173 og 175]. Nýbjörg var fædd á Ísólfsstöðum 21. jan. 1893 [Kb. Hús.], dóttir Þorláks Stefánssonar og Nýbjargar Jónsdóttur, sem getið er hér að ofan. Nýbjörg missti föður sinn ársgömul og flutti þá með móður sinni og systkinunum Jóni og Soffíu frá Ísólfsstöðum í Jódísarstaði [Kb. Grundarþ.]. Hún er með móður sinni og Jóni á manntali á Ytra-Hóli 1901 „ , dóttir hennar, 8,“ en 1910 er hún á manntali á Litla-Hamri „VK“. Hún er komin í Hrappstaðasel 31. des. 1913 eins og segir hér ofar. Kjartan og Nýbjörg voru gefin saman 11. júní 1916, þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku [Kb. Þór.]. Þau eru með son sinn í Brennási 1923-1924 þar sem Kjartan er húsmaður [Sál. Eyj.]. Sjá um Kjartan og Nýbjörgu og son þeirra í [ÆÞ. IV, bls. 175-176] og í [Ný., bls. 130-131]. Nýbjörg lést 23. nóv. 1968 en Kjartan 28. febr. 1980.

Kjartan Sigutryggvason


213

Sonur Kjartans og Nýbjargar í Hrappstaðaseli 1921-23:

Haraldur Kjartansson er með foreldrum sínum í Hrappstaðaseli 19211923.Haraldur var fæddur 7. júlí 1920 á Mýri í Bárðardal, sjá um hann og börn í [ÆÞ. IV, bls 175-176]. Hann andaðist 4. júlí 1978.

1923 - 1927: Einarsdóttir

Ásgeir Kristjánsson og Jóna Sigurlaug

Ásgeir og Jóna eru í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1923 [Sál. Eyj.]. Þau eru þar síðast skráð 31. des. 1926, en ári síðar er enginn í Hrappstaðaseli og það komið í eyði. Ásgeir var fæddur 15. ágúst 1891, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar og Guðrúnar Sigmundsdóttur, sem þá voru „búandi hjón í Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Kristján og Guðrún bjuggu um skeið í Grjótárgerði, sjá um þau þar. Ásgeir er á manntali í Stórutungu með móður sinni 1901. Jóna Sigurlaug var fædd í Rauf (nú Eyvík) á Tjörnesi 10. des. 1894, dóttir hjónanna Einars Jónssonar og Hólmfríðar Þorgrímsdóttur [Kb. Hús.], sjá hér neðar um þau.

Jóna Sigurlaug Einarsdóttir

Ásgeir og Jóna Sigurlaug voru gefin saman 17. júní 1922 „Skrifstofa bæjarfógeta Akureyri“ [Kb. Þór.].

Börn Ásgeirs og Jónu fædd í Hrappstaðaseli 1923-1927:

Guðmundur Ásgeirsson, f. 13. júlí 1923 í Hrappstaðaseli, er þar á manntali sóknarprests 31. des. 1923 og áfram til og með 31. des. 1926. Guðmundur var netagerðarmaður á Akureyri, síðast á Hamarsstíg 4. Dó 26. mars 1983 [Þjóðskrá og Skrá yfir dána 1983]. Þóra Ásgeirsdóttir, f. 1925 í Hrappstaðaseli, er þar á manntali sóknarprests 31. des. 1925 og 1926. Þóra er í íbúaskrá að Víðilundi 20 á Akureyri 1. des. 2002, f. 19. jan. 1925 [Þjóðskrá].

Annað skyldulið Ásgeirs og Jónu í Hrappstaðaseli 1923-1927:

Einar Jónsson, faðir Jónu húsfreyju, er skráður á manntali sóknarprests 31. des. 1924 og áfram 1925 og 1926 [Sál. Eyj.]. Einar var fæddur 21. sept. 1868 í Breiðuvík á Tjörnesi, sonur Jóns Einarssonr og Sigurlaugar Jónsdóttur. Dó 7. maí 1955. Sjá [ÆÞ. III, bls. 303-308]. Hólmfríður Þorgrímsdóttir, móðir Jónu húsfreyju, kona Einars hér næst á undan, er skráð á manntali sóknarprests eins og hjá Einari. Hólmfríður var fædd 2. jan. 1869 í Nesi, dóttir Þorgríms Péturssonar og f. k. h. Hólmfríðar Jónsdóttur. Dó 4. jan 1948. Sjá [ÆÞ. III, bls. 303-308] og [ÆÞ. I, bls. 297-298].

Hólmfríður Þorgrímsdóttir


214

Guðrún Sigurlaug Einarsdóttir, alsystir Jónu húsfreyju, er skráð á manntali sóknarprests í Hrappstaðaseli 31. des. 1925 „ , v. k., 22“ [Sál. Eyj.]. Hún er þar einnig við árslok 1926. Fer 1927 „ , vinnuk, 23, Frá Hrappsst.seli að Hraunkoti ( . . )“ [Kb. Grenj.]. Guðrún var fædd 10. ágúst 1903, dóttir Einars Jónssonar og Hólmfríðar Þorgrímsdóttur hér næst á undan, sem þá eru „þurrabúðarhjón í Gröf á Húsavík“ [Kb. Hús.]. Sjá um hana og börn hennar í [ÆÞ. III, bls. 306307]. Dó 8. febr. 1964.

Vandalausir í Hrappstaðaseli í búskapartíð Ásgeirs og Jónu 1923-1927:

Jón Þorláksson er áfram „ , húsm., 39“ í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1923 [Sál. Eyj.]. Hann fer 1924 „ , húsm, 40, Frá Hrappstaðaseli að Svertingsstöðum í Öngulsst.hr.“ [Kb. Þór.]. Jón var í Hrappstaðaseli hjá Ásgeiri bróður sínum, sjá um hann hér ofar. Sigurbjörg Tómasdóttir er áfram „ , húsk., 52“ í Hrappstaðaseli á manntali sóknarprests 31. des. 1923. Hún fer 1924 „ , húsk, 53, Frá Hrappstaðaseli að Stafni í Reykjadal“ [Kb. Þór.]. Sigurbjörg var húskona í Hrappstaðaseli í búskapartíð Ásgeirs Þorláksssonar, sjá um hana hér ofar.

1. yfirferð líklega gerð í okt. 2005. Endurskoðuð 1. nóv. 2005. R. Á. Þessi prentun gerð 7. sept. 2006. R. Á.


215

Ábúendur í Hrappstaðaseli

1820 - 1822: Ari Árnason og Steinunn Þorsteinsdóttir 1822 - 1838: Í eyði 1838 - 1863: Friðrik Þorgrímsson og Guðrún Einarsdóttir 1863 - 1872: Jóakim Björnsson og Guðfinna Jósafatsdóttir 1872 - 1873: Friðrik Jónsson og Guðrún Jóakimsdóttir 1873 - 1874: Friðgeir Jóakimss./Jóakim Jósafatsdóttir

Björnss.

og

Guðfinna

1874 - 1877: Oddur Sigurðsson og Sigríður Gunnlaugsdóttir 1877 - 1883: Sigríður Gunnlaugsdóttir 1883 - 1885: Sigurjón Friðfinnson og Kristín Helgadóttir 1883 - 1884: Jón Jónsson og Margrét Ingiríður Árnadóttir 1885 - 1889: Indriði Albert Jónsson og Björg Jónasdóttir 1889 - 1896: Stefán Guðmundsson og Jónína Sigríður Jónasdóttir 1896 - 1898: Jón Kristján Jónsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir 1898 - 1899: Í eyði 1899 - 1902: Helgi Guðnason og Þuríður Sigurgeirsdóttir 1902 - 1904: Jón Pétur Jónsson og Rósa Tómasdóttir 1904 - 1905: Í eyði 1905 - 1913: Jóhannes Friðbjörnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir 1913 - 1923: Ásgeir Þorláksson með systkinum 1921 - 1923: Kjartan Sigurtryggvason og Nýbjörg Þorláksdóttir 1923 - 1927: Ásgeir Kristjánsson og Jóna Sigurlaug Einarsdóttir


216

Skammstafanir og skýringar:

[Brot]: Thorleif Jackson: Landnámssaga Nýja-Íslands, III, Frá austri til vesturs, Winnipeg 1921. [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Hraunk.]: Hraunkotsættin, tekin saman af Skúla Skúlasyni, Rvík 1977. [Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712. [JakH]: Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga, Rvík 1982. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [MA]: MA- stúdentar. [NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur, Þorsteinn Davíðsson tók saman. [Ný.]: Gísli Jónsson: Nýbjörg, Rvík 1994. [Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands. [ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.



218

2.9 Hörgsdalur


219

Undir Helgastader segir svo í [Jb.]:

„Selstöðu á staðurinn fram á heiðinni í Hördal, og er sú selstaða bygð Arnarvatns ábúendum fyrir xx álna toll.“

Undir Arnarvatn segir sama bók:

„Úthagar eru mjög litlir, og því kaupir ábúandi jafnan selför fyrir 20 álna toll á Hördal á Gautlandaheiði, það land liggur undir Helgastaði.“

Í Hörgsdal búa engir við manntalið 1801 né 1816.

1825 - 1864: Jón Magnússon Ívarsdóttir/Guðbjörg Sigurðardóttir

og

Ingibjörg

Jón og Ingibjörg flytja 1825 frá Gautlöndum að Hörgsdal [Kb. Mýv.], þó Jóns sé ekki getið í manntalsbók þinggjalda 1826. Ingibjörg lést 14. nóv. 1838, en Jón kvæntist Guðbjörgu 28. sept. 1841 og bjuggu þau áfram í Hörgsdal, þar til þau fluttu að Hrærekslæk 1864. Jón er einn talinn bóndi þennan tíma, en bæði synir hans og aðrir voru þar í húsmennsku. Andrés Sveinsson er í Hörgsdal í manntalsbók þinggjalda 1840, 1842, 1843 og 1846-1852, jafnan á skrá yfir búlausa. Jónatan sonur Jóns er 1854 á skrá yfir húsfólk og 1855 á skrá yfir „húsfólk tíundandi“ og aftur 1860-1864 á skrá yfir búlausa. Jón sonur Jóns er 1859 á skrá yfir búlausa og aftur 1862-1864. Jón var fæddur 5. febr. 1787 á Grænavatni, sonur hjónanna Magnúsar Tómassonar og Guðlaugar Árnadóttur [Kb. Mýv.]. Jón er á manntali í Víðirkeri 1801, ásamt móður sinni, sem þar er „jordlös huuskone, 53, enke 1.“ en 1816 eru þau á Litlu Gautlöndum, þar er Jón „húsbóndi, 30,“ en þar bjó hann a. m k. 10 ár, áður en hann hóf búskap í Hörgsdal, sbr. manntalsbók. Hann kemur eins og áður segir 1825 „ , 39, Bóndi frá Gautlöndm að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. (Líklega hefur prestur Mývetninga ekki verið viss um hvaða sókn Hörgsdalur skyldi til heyra, landið var eign Helgastaðakirkju. Annars var bókunin móti venju.) Ingibjörg var fædd um 1790, dóttir Ívars Vigfússonar og Elínar Sigmundsdóttur, sem bjuggu á Brúum við manntalið 1801, er Ingibjörg þar með þeim „ , deres börn, 11,“. Ingibjörg eignaðist soninn Guðmund 23. nóv. 1815, þá á Kálfaströnd, með Guðmundi Guðmundssyni [Kb. Mýv.]. Ingibjörg og Guðmundur voru gefin sama 26. maí 1816 [Kb. Mýv.]. Þau koma 1817 ásamt Guðmundi syni sínum „frá Víðirdal í MúlaSýslu að Baldursheimi“ og er Guðmundur sagður „41, vinnumaður“ en Ingibjörg „28, húsßkona“ [Kb. Skút.]. Þau eignast dótturina Svanborgu 20. sept. 1820, sjá hér neðar um hana.


220

Guðmundur, f. m. Ingibjargar, andaðist 23. ágúst 1825 „vinnumaður frá Kálfaströnd, 48, deiði af Landfarsótt lá lengi“ [Kb. Skút.]. Ingibjörg kemur með Jóni 1825 „ , 35, vinnukona, frá Gautlöndm að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Jón og Ingibjörg voru gefin saman 2. okt. 1826 að því er best verður séð í [Kb. Skú.]; er Jón þá „Bóndi að Hörgsdal 36 ára“ en Ingibjörg „Eckia, Bústíra Samastaðr 37 ára“ [Kb. Mýv.] og bjuggu þau í Hörgsdal, eru þar á manntali 1835 ásamt sjö börnum þeirra og einu barni hennar. Ingibjörg andaðist 14. nóv. 1838 „ , kona frá Hörgsdal, 49 ára,“ af landfarsótt [Kb. Mýv.], [Kb. Skút.]. Sjá um hana í [ÆSiÞ. bls. 42].Jón er ekkill í Hörgsdal við manntalið 1840, en kvænist að nýju Guðbjörgu Sigurðardóttur 28. sept. 1841 [Kb. Mýv.]. Guðbjörg var fædd 19. ágúst 1817, voru foreldrar hennar „Sigurður Ólafsson bóndi á Ytrafjalle“ og „Guðbjörg Ísleifsdóttir hans kona“ [Kb. Ness.]. Guðbjörg fer 1830 „léttakind frá fagranesi að Knútsstöðum“ og kemur þaðan aftur 1832 „ , 14, léttastúlka, frá Knútsst. að Mílastöðum“ [Kb. Múl.] og er hún á manntali á Mýlaugsstöðum 1835 „ , 18, Ó, vinnukona“ þar sem faðir hennar er þá vinnumaður. Hún er á manntali á Halldórsstöðum í Laxárdal 1840 og fer 1841 „ , 23, til giptingar“ þaðan að Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Jón og Guðbjörg eru á manntali í Hörgsdal 1845, 1850, 1855 og 1860. Þau flytja 1864 „frá Hörgsdal austur í Hróarstungu“ [Kb. Mýv.] til Jónasar sonar Jóns, ásamt tveim dætrum. Guðbjörg dó þar 29. febr. 1868 „ , gipt kona frá Hrærekslæk, 70“ [Kb. Kb.prk.] (aldur fjarri lagi), en Jón líklega (sagður Jónsson) 10. des. 1868 „ , ekkjumað frá Hr.l., 82, dó úr elli“ [Kb. Kb.prk.]. Sjá nánar um Jón og konur hans í [ÆSiÞ. bls. 32-36].

Börn Jóns og Ingibjargar í Hörgsdal 1825-1838, öll fædd þar:

Jónas Jónsson, f. 3. maí 1827 [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Hörgsdal 1835, 1840, 1845 og 1850. Hann fer 1852 frá Arnarvatni að Eyjardalsá [Kb. Skút.] og kemur þaðan 1853 aftur að Hörgsdal „ , 26, vinnumaðr,“ [Kb. Mýv.], [Kb. Eyjardalsárprk.]. Jónas fer 1855 „ , 28, vinnumaður, frá Hörgsdal austur á land“ [Kb. Skút.] og er á manntali á Galtastöðum þ. á., ásamt Sveinbirni bróður sínum. Kvæntist 28. júní 1857, þá „jarðyrkjumaður á Hrærekslæk 30 ára“, Halldóru Ásgrímsdóttur og eru þau á manntali á Hrærekslæk 1860 ásamt foreldrum Halldóru og dóttur sinni, svo og Sveinbirni bróður Jónasar. Þau fóru til Vesturheims 1876 ásamt fjórum börnum sínum, 14, 3, 1 og 0 ára [Vfskrá], en a. m. k. fimm börn þeirra dóu á Hrærekslæk. Jónas andaðist í Vesturheimi 1911 [ÆSiÞ. bls34]. Jónatan Jónsson, f. 13. apríl 1828 [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Hörgsdal 1835, 1840 og 1845 og í sálnaregistri þar í apríl og maí 1848. Við manntalið 1850 er hann „ , 22, Ó, vinnumaður,“ á Gautlöndum. Jónatan kvæntist 16. júní 1852 Kristínu Tómasdóttur frændkonu sinni, bæði frá Hörgsdal [Kb. Mýv.] og voru þau þar í húsmennsku, en fluttu 1855 að Fljótsbakka [Kb. Mýv.], þar sem þau bjuggu til 1859, er þau komu aftur í Hörgsdal [Kb. Mýv.] og eru þar í húsmennsku til 1864, er þau tóku við búi á móti Jóni og Margréti. Sjá nánar um þau síðar, er þau verða ábúendur.


221

Sigurveig Jónsdóttir, f. 5. apríl 1829 [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Hörgsdal 1835, 1840, 1845 og 1850. Hún fer 1854 „ , 25, vinnukona, frá Hörgsdal að Sigluvík“ [Kb. Mýv.]. Sigurveig giftist Þórarni Jónssyni í Sigluvík og eru þau þar á manntali 1855, og 1860 ásamt tveim sonum. Þau eru þar „búandi hjón“ 1864 [Kb. Svb. (Glæs.)]. Þórarinn drukknaði í júní 1875 „ , 44 ára, bóndi frá Litlusigluvík. Drukknuðu af hákarlaskipinu „Helluhafrenning“,“ [Kb. Svb. (Glæs.)]. Sigurveig er á manntali í Sigluvíkurkoti, nýbýli, 1880, ásamt Sigurbjörgu systur sinni „ , 50, E, húsmóðir,“ ásamt Jóni syni sínum. Hún andaðist 17. mars. 1890 „ , 60, Ekkja búlaus í Sigluvíkurkoti.“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Jón Jónsson, f. 26. apríl 1830 [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Hörgsdal 1835, 1840 og 1850. Hann er í sálnaregistri eftir húsvitjun í Garði í apríl og maí 1843 [Sál. Mýv.] og 1845 er hann þar á manntali„ , 16, Ó, léttadrengur,“. En kominn er hann í Hörgsdal við húsvitjun í apríl/maí 1847 [Sál. Mýv.]. Jón kvæntist 25. maí 1855 Margréti Ingiríði Árnadóttur [Kb. Mýv.], eru þau þar á manntali þ. á. Þau voru í húsmennsku í Hörgsdal 1858-1859 [Manntalsbók]. Fóru 1859 í Sýrnes [Kb. Múl.] og 1860 að Sigluvík, þar sem þau eru á manntali þ. á. með tveim börnum. Þau eru í húsmennsku í Hörgsdal 1861-1864, er þau taka þar við búi móti Jónatan og Kristínu. Sjá um þau síðar, er þau verða ábúendur. Sveinbjörn Jónsson, f. 8. júní 1831 [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Hörgsdal 1835 og 1840. Fer 1845 „ , 14, Léttadreingur, frá Hörgsdal að Engidal“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1845 „ , 15, Ó, léttadrengur,“. Hann er í Hörgsdal í sálnaregistri, sem gert er eftir húsvitjun í apríl og maí 1847. Sveinbjörn fer 1849 „ , 19, léttingr, frá Reykjahlíð að Kambsst.“ [Kb. Hálsprk.] með Sigurgeir Jónssyni og Ólöfu konu hans og er þar á manntali 1850. Kemur með þeim 1851 „ , 20, vinnumaðr“ „Öll þessi Familia fluttist Búferlum frá Kambstöðum í Ljósavatnsskarði hingað að Galtastöðum ytri“ [Kb. Kb.prk.]. Sveinbjörn kemur 1853 „ , 22, vinnumaður, frá Hólmum austur að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.] og fer 1854 „ , 23, vinnumaður, frá Hörgsdal að Galtastöðum austur“ [Kb. Mýv.] og er á manntali þar 1855 ásamt Jónasi bróður sínum, en 1860 er hann á manntali hjá honum á Hrærekslæk „ , 30, Ó, vinnumaður,“. Dó 20. nóv. 1864 „ , vinnumaður frá Hrærekslæk, 23, varð bráðkvaddur“ [Kb. Kb.prk.]. Elín Jónsdóttir, f. 5. júlí 1832 [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Hörgsdal 1835, 1840, 1845 og 1850. Fer 1849 „ , 17, vinnustúlka“ frá „Hörgsdal að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.] (í Bárðardal) og er þar á manntali 1850 „ , 18, Ó, vinnukona,“ (virðist vera á tveim stöðum!). Fer aftur 1851 „ , 19, léttastúlka, frá Hörgsdal að Víðirkjeri“ [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.]. Hún kemur 1855 „ , 21, vinnukona, frá Hólsgerði að Hörgdal“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. „ , 24, Ó, dóttir bónda,“. Fer 1859 „ , 28, vinnukona, frá Hörgsdal inn í Sigluvík“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1860 „ , 29, Ó, vinnukona,“. Þar er þá einnig á manntali Sigfús Ólafsson „ , 23, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Möðruv.kl.sókn. Elín giftist Sigfúsi Ólafssyni og fóru þau til Vesturheims 1876 frá Ytra Laugalandi með þrjár dætur sínar, 14, 11 og 9 ára [Vfskrá]. Hólmfríður Jónsdóttir, f. 19. maí 1834 [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Hörgsdal 1835, 1840, 1845 og 1850. Fer 1842 „ , 9, tökubarn, frá Hörgsdal að Glömbæ í Rdal“ [Kb. Skút.] og kemur þaðan aftur 1843 „ , 10, tökubarn, frá Glaumbæ að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Fer 1851 , 17, léttastúlka, frá Hörgsdal að Víðirkjeri“, kemur 1852 „ , 18, vinnukona“ frá Bjarnastöðum að Grímsstöðum [Kb. Mýv.]. Fer 1855 „ , 21, vinnukona, frá Hörgsdal að Sigluvík“ [Kb. Skút.] og er þar á manntali 1855. ([Kb. Lund.] segir hana fara 1855 frá Svartárkoti að Sigluvík). Hólmfríður giftist 13. apríl 1856 Sveini


222

Sveinssyni, þá bæði vinnhjú í Sigluvík [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Þau hjónin fara 1857 ásamt dóttur sinni frá Sigluvík að Hörgsdal skv. [Kb. Svalb.], en skv. [Kb. Mýv.] kemur einungis Hólmfríður „ , 24, gipt kona, frá Sigluvík að Hörgsdal“ með dóttur sína; er Sveins þá ekki getið. Þau eignast dótturina Kristínu Ingibjörgu í Hörgsdal 21. des. 1858, foreldrar „Sveinn og Hólmfríður gipt vinnuhjú í Hörgsdal“ [Kb. Skú.]. Fer 1859 „ , 26, gipt kona, frá Hörgsdal inn í Eyjafjörð“ ásamt tveim dætrum [Kb. Mýv.], er Sveins þá heldur ekki getið. Sveinn og Hólmfríður eru á manntali í Hleiðargarði ásamt Albínu Svanfríði 1860. Kemur 1861 „ , 28, vinnukona, innan úr Eyjafirði að Hörgsdal“ með tveim dætrum [Kb. Mýv.]. Hólmfríður fer 1865 „ , 32, gipt kona, frá Hörgsdal austur í Múlaýslu“ [Kb. Mýv.] ásamt báðum dætrum sínum. Hún var ljósmóðir í Tunguhreppi 1865-1869, síðan á Seyðisfirði 1869-1882 [ÆSiÞ. bls. 34-35]. Hún er á manntali á Hlíðarenda, þurrabúð, í Dvergasteinssókn 1880 „ , 47, S, yfirsetukona,“ ásamt Kristínu dóttur sinni. Fór til Vesturheims frá Vestdalseyri 1883 ásamt Albínu dóttur sinni [Vfskrá]. Sjá um Svein og dætur þeirra hér nokkru neðar. Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 8. okt. 1835 [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Hörgsdal 1840, 1845, 1850 og 1855 en ekki er hún þar við húsvitjun í apríl og maí 1841 og ekki að finna í Mývatnsþingum. Hún fer 1857 „ , 22, vinnukona, frá Hörgsdal að Sigluvík“ [Kb. Mýv.]. Sigurbjörg giftist Þórarni Þórarinssyni og bjuggu þau á Veigastöðum, þar sem þau eru á manntali 1860. Hún er ásamt Sigurveigu systur sinni á manntali 1880 í Sigluvíkurkoti, nýbýli, „ , 44, E, ljósmóðir, lifir af launum sínum, húsmóðir,“ ásamt börnum sínum, Þóru, Jóni og Sigríði Þorláksdóttur og á manntali á Veigastöðum 1890 „ , 54, E, húskona, yfirsetukona,“ ásamt Sigríði dóttur sinni. Þær eru þar einnig á manntali 1901.

Börn Jóns og Guðbjargar í Hörgsdal 1841-1864, öll fædd þar:

Kristjana Ingibjörg Jónsdóttir, f. 21. maí 1842 [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Hörgsdal 1845 og 1850. Fer 1854 „ , 12, léttastúlka, frá Hörgsdal að Lundarbrekku“ [Kb. Mýv.], en fer 1855 „ , 14, vinnukona,“ frá Hörgsdal að Lundarbrekku [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. „ , 14, Ó, vinnukona,“. Hún kemur þaðan aftur að Hörgsdal 1857 „ , 15, vinnukind,“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali hjá foreldrum 1860. Kristjana Ingibjörg fer 1864 með foreldrum sínum „ , 22, dætur þeirra, frá Hörgsdal austur í Hróarstungu“ [Kb. Mýv.]. Ekki er hennar getið meðal innkominna í Kirkjub.prk. þ. á. Hún giftist 22. okt. 1873, þá „ýngisstúlka á 31ta ári vinnukona á Hrærekslæk“ Magnúsi Jóhannessyni, sem þá er „ýngismaður á 33ja ári, vinnumaður á Hrærekslæk“ [Kb. Kb.prk.]. Þeim Kristjönu og Magnúsi fæðist 12. ágúst 1874 „Nafnlaus piltur Magnússon“, sem deyr 15. s. m. [Kb. Kb.prk.]. Kristjana fer 1876 með Magnúsi og Jónasi hálfbróður sínum og fjölskyldu hans til Vesturheims [Vfskrá]. Ekki er getið þar starfsheitis hjá Magnúsi. Guðrún Sigurrós Jónsdóttir, f. 12. apríl 1843 [Kb. Mýv.]. Á bls. 35 í [ÆSiÞ.] er sagt frá atvikum við skírn Guðrúnar, er Helga á Skútustöðum á að hafa „sent karl barnlausan heim“. En Guðrún Sigurrós er „Skírð í Messu á Páskadag 16. apríl“ [Kb. Mýv.]; mætti af því ráða, að hún hafi einungis verið fyrstu þrjá daga lífs síns í Hörgsdal. Svo mun þó ekki vera, því við húsvitjun í apríl og maí 1843 er hún sögð í Hörgsdal „á 1ta“ [Sál. Mýv.] og er þar komin með nafn, svo ætla má að skírnin hafi verið afstaðin. Guðrún Sigurrós er á manntali á Skútustöðum 1845 „ , 3, Ó, tökubarn,“ einnig 1850 „fósturbarn“ og 1855 „ , 13, Ó,


223

fósturbarn ekkjunnar“ (þ. e. Helgu). Hún er á manntali 1860 á Geirastöðum hjá Stefáni „ , 18, Ó, fósturdóttir,“. Guðrún eignaðist 21. okt. 1864 soninn Jón með Sigurði Ásmundssyni, voru þau þá bæði „ógipt vinnuhjú á Gautlöndum“ [Kb. Mýv.]. Hún er með Jóni syni sínum á manntali á Hofstöðum 1880 „ , 37, Ó, vinnukona,“ en er á manntali í Reykjahlíð 1890 „ , 47, Ó, húskona,“ og er Jón sonur hennar þá vinnumaður hjá Sigurgeir og Maríu. Guðrún Sigurrós fer 1899 með Jóni syni sínum og fjölskyldu hans „Frá Grímsstöðum að Hjalla“ [Kb. Mýv.]. Deyr 28. febr. 1934 [Skú. bls. 56]. Sigurður Jónsson, f. 15. mars 1844 [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Hörgsdal 1850, 1855 og 1860. Sigurður fer 1865 „ , 22, vmðr,“ frá Stórutjörnum að Sigluvík [Kb. Glæs.], en [Kb. Hálss.] segir hann fara 1866 frá Stórutjörnum „inn á Strönd“. Þar kvænist hann, þá vinnumaður á Geldingsá, Sigurbjörgu Stefánsdóttur „vinnukona á Geldingsá 33 ára“ [Kb. Glæs.]. Þau flytja 1871 frá „Sigluvík að Sveinströnd“ [Kb. Mýv.], eru á Skútustöðum við fæðingu sonar 1. okt. 1873, „vinnuhjú í Reykjahlíð“ við fæðingu dóttur 9. mars 1876 og á manntali á Sveinsströnd 1880. Þau flytja þaðan í Brettingsstaði 1884 [Kb. Mýv.], en eru í Víðaseli 1886-1888, sjá þar um frekari hrakninga þeirra. Deyr líklega í Máskoti 4. jan. 1906 [Kb. Ein.]. Soffía (Sophia) Jónsdóttir, f. 17. febr. 1845 [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Hörgsdal 1845, 1850, 1855 og 1860. Soffía fer 1864 með foreldrum sínum „ , 19, dætur þeirra, frá Hörgsdal austur í Hróarstungu“ [Kb. Mýv.]. Hún er meðal innkominna í Kirkjubæjarprestak. 1864 „ , 21, vinnukona,“ talin næst Sigurjóni Jónssyni, sjá síðar, en ekki er sagt hvert hún fer. Soffía fer 1866 „ , 21, vst., Frá Ketilsstöðum í Hlíð að Brúnahvammi“ [Kb. Hofss.]; hún fylgir þar hjónunum Sölfa Þórarinssyni og Þórdísi Ásgrímsdóttur, en Þórdis hefur trúlega verið systir Halldóru konu Jónasar. Soffía fer með sömu húsbændum 1870 „ , 24, v.st. frá Brúnahvammi að Skinnastað“ [Kb. Hofss.]. Í [Kb. Skinn.] er hún sögð koma þ. á. „ , 25, vkona, frá Vopnafirði að Skinnastað“. Soffía giftist 3. nóv. 1871 Jósef Davíðssyni (Jósafatssonar frá Brjánsnesi), sem þá er „ , ferjumaður á Ferjubakka, 24 ára“, en Soffía er sögð „bústýra samast. 26 ára“ [Kb. Skinn.]. Jósef og Soffía flytja 1880 („bóndi“, „hs kona“) ásamt fjórum börnum „Frá Ferjubakka austur á Seyðisfiörð“ [Kb. Skinn.]. Þá fer einnig Rannveig Jósefsdóttir „ , 60, móðir bónda“ frá Ferjubakka „uppað Mývatni“. Tvö elstu börn þeirra Jósefs og Soffíu deyja með viku millibili í júlí 1880 [Kb. Dverg.]. Jósef og Soffía eru á manntali á Hlíðarenda, þurrabúð, í Dvergasteinssókn 1880. Þau fóru til Vesturheims 1887 frá Vestdalseyri ásamt tveim sonum sínum, með þeim fer einnig Rannveig Jósefsdóttir „móðir húsbónda, 66“ [Vfskrá]. Rannveig var móðir Friðfinnu, sem lengi var húsfreyja á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, sjá þar. Anna Sigríður Jónsdóttir, f. 27. júlí 1847 [Kb. Mýv.]. Hún er í sálnaregistri í apríl og maí 1848 í Hörgsdal „ , barn hjónannaa, á 1ta ári“ [Sál. Mýv.]. Dó 8. okt. 1848 „ , barn frá Hörgsdal, rúmlega ársgömul, dó af andarteppu.“ [Kb. Skút.]. Jón Jónsson, f. 1. nóv. 1848 [Kb. Skút.]. Dó 9. nóv. s. á. „ , frá Hörgsdal, vikugamall, líflítill alt frá fæðingunni“ [Kb. Skút.].


224

Annað skyldulið Jóns, Ingibjargar og Guðbjargar í Hörgsdal 1825-1864:

Guðlaug Árnadóttir, móðir Jóns bónda, kemur með honum 1825 frá Gautlöndum að Hörgsdal og deyr 14. febr. 1830 „ , gamalmenni frá Hörgsdal, 80 ára, Deiði sumpart af gömlum Innanmeinum samt Ellihrumleika“ [Kb. Skút]. Guðlaug er á manntali í Víðirkeri með Jóni syni sínum 1801 „jordlös huuskone, 53, enke 1.“ og á Litlu Gautlöndum 1816 „ , móðir bónda, 67,“ sögð fædd á Hofstöðum. Sjá um Guðlaugu í [ÆSiÞ. bls. 44-45]. Svanborg Guðmundsdóttir, dóttir Ingibjargar af fyrra hjónabandi, kemur með móður sinni 1825 „ , 5, barn,“ frá Gautlöndum að Hörgsdal. Hún er þar í sálnaregistri eftir húsvitjun í mars 1830 „ , hennar barn á 10da ári“ [Sál. Mýv.] og þar á manntali 1835 „ , 15, Ó, dóttir konunnar“. Hún er síðast í sálnaregistri í Hörgsdal í apríl 1837 [Sál. Mýv.]. Svanborg var fædd 20. sept. 1820, eru foreldrar hennar sögð „Guðmundur Guðmundsson, vinnumaður á Kálfaströnd og Ingibjörg Ívarsdótter vinnukona í Álptagierðe (hjón)“ [Kb. Skút.]. Svanborg er á manntali í Ytrineslöndum hjá Guðmundi bróður sínum 1840 „ , 21, vinnukona“. Hún fer þaðan 1841 að Stóruvöllum [Kb. Reykj.] og er á manntali 1845 á Eyjardalsá, hjá sr. Halldóri Björnssyni. Fer 1848 með presti og hans fólki að Sauðanesi „ , 28, vinnukona, frá Eyjardalsá í Bárðardal að Sauðanesi á Lánganesi“ [Kb. Eyjadalsárprk.]. Í Sauðanessókn virðist engin kirkjubók haldin um þetta leyti, og er Svanborgu ekki að finna þar í fólkstölu 1849. Á Valþjófsstað í Presthólasókn er Svanborg Guðmundsdóttir á manntali 1850 „ , 28, Ó, vinnukona,“ sögð fædd í Skútustaðasókn, er því líklegt að það sé sú sama Svanborg. Hún giftist 18. ágúst 1855 Friðbirni Eiríkssyni, sem þá er „vinnumaður í Efrihólum 24 ára“ en Svanborg „vinnukona samastaðar 34 ára“ [Kb. Presth.]; eru þau bæði á manntali þar 1855. Þau eignast 13. ágúst 1857 dótturina Friðjónu, þá „vinnuhjú á Efrihólum“. Er þetta nokkuð sérkennileg bókun, því Friðbjörn drukknaði ásamt fimm öðrum 2. júní 1857 „á Efrihólum, Húsmaður, 26 ára.“ [Kb. Presth.] og var jarðsettur 23. júlí s. á. af sama presti, þ. e. þrem vikum áður en Friðjóna fæðist. Svanborg er á manntali í Efrihólum 1860 „ , 39, E, vinnukona,“ ásamt Friðjónu dóttur þeirra. Sigurður Guðmundsson, sonur Ingibjargar og fyrra manns hennar, f. 6. nóv. 1825 í Hörgsdal. „Skýrður skimri skírn af Jóni Magnúss: í Hörgsdal enn prímsigndur 26ta Martz 1826“. Foreldrar: „Hjónin Guðmundr Guðmundss: dáinn þá barnið fæddist, og Ingibjörg Ívarsd: til heimilis að Hörgsdal“ [Kb. Skút.]. Deyr þar 4. maí 1829 „Barn frá Hörgsdal, á 4da ári, fékk veikleika(?) fyrir brjóstið.“ [Kb. Skút.]. Guðmundur Guðmundsson, sonur Ingibjargar af fyrra hjónabandi, er í Hörgsdal í sálnaregistri eftir húsvitjun í apríl 1832 og mars 1833, en ekki 1830 [Sál. Mýv.]. Fer 1833 „ , 18, vinnumaður, Frá Hördal að Eggsará“ [Kb. Þór.]. Guðmundur var fæddur 23. nóv. 1815 á Kálfaströnd, sonur Guðmundar Guðmundssonar fyrra manns Ingibjargar, þá ógift [Kb. Mýv.]. Hann kemur með foreldrum sínum 1817 „ , 2, þeirra barn, frá Víðirdal í MúlaSýslu að Baldursheimi“ [Kb. Skút.]. Guðmundur er á manntali í Ytrineslöndum 1840, þá kvæntur Halldóru Magnúsdóttur. Þau fara 1843 að Reykjum [Kb. Reykj.] og eru þar á manntali 1845, þar sem Guðmundur er bóndi, einnig 1850 ásamt þrem börnum. Þau eru á manntali á Vaði 1855 og 1860 með sex börn.


225

Guðmundur dó í Brasilíu 1883. Sjá lítið eitt um hann í [ÆSiÞ. bls. 42] og í Árbók Þingeyinga 2002, bls. 11 og 16-17. Tómas Magnússon, bróðir Jóns bónda, er „tökumaður að Hörgsdal 58 ára!“ þegar hann gengur öðru sinni í hjónaband 26. sept. 1842 [Kb. Mýv.] með Önnu Maríu, sjá hér næst á eftir. Hann fer 1841 „ , 59, frá Skógargerði framað Mývatni“ [Kb. Hús.]. Tómas er í Hörgsdal í sálnaregistri eftir húsvitjun í apríl og maí 1843 [Sál. Mýv.], en fer þaðan þ. á. „ , 59, vinnum: frá Hörgsdal að Glaumbæ“ ásamt konu sinni [Kb. Skút.]. Tómas er á manntali á Lundarbrekku 1801 „ , fattiglem, 18, ugivt, lever til deels af sin tjeniste“. Við manntalið 1816 er hann í Garðshorni „ , vinnumaður, 32“ en ekki er getið þar fæðingarstaðar eins og tíðast er gert í því manntali. Tómas kemur 1817 „32, vinnumaðr frá Gvendarstöðum í Kinn að Garðe“ [Kb. Mýv.]. Hann kvænist 28. maí 1825, þá vinnumaður á Húsavík, Guðríði Jónsdóttur „húskona sama staðar“[Kb. Hús.] (þar raunar nefnd Guðrún). Þau eru á manntali í Skógargerði 1835 ásamt þrem börnum. Guðríður lést 29. apríl 1840 „ , bóndakona í Skógargerði, 54,“ [Kb. Hús.] og er Tómas „ , 63, E, húsmaður“ á Þorvaldsstöðum við manntalið 1840. Tómas er á manntali á Breiðumýri 1845 „ , 65, G, vinnumaður,“ ásamt Önnu Maríu seinni konu sinni. Deyr 29. júlí 1846 „ , frá Stórulaugum, 65, landfarsótt“ [Kb. Ein.]. Sjá um Tómas í [ÆSiÞ. bls. 40-42]. Anna María Þorvarðardóttir (líka stundum skráð Þorvaldsdóttir), mágkona Jóns bónda, er „frá sama bæ 55 ára“ þegar hún giftist Tómasi hér næst á undan 26. sept. 1842 [Kb. Mýv.]. Fer með honum 1843 að Glaumbæ, sjá hjá Tómasi. „Anna Thovarderd:“ er á manntali hjá móður sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, í Götu á Húsavík 1801 „hendes barn, 15“. Móðir hennar er þá gift aftur. Við manntalið 1816 er Anna María Þorvaldsdóttir „ , vinnukona, 30,“ á Gautlöndum, þar er fæðingarstaður hennar sagður Þorvaldsstaðir á Tjörnesi. Hún er „ , 50, Ó, vinnukona,“ í Lásgerði við manntalið 1835. Anna María er með Tómasi á manntali á Breiðumýri 1845, þá Þorvarðardóttir, en 1850 í Vallakoti (Þorvarðsdóttir) „ , 63, E, húskona,“. Þaðan fer hún 1854 að Höskuldsstöðum [Kb. Ein.] (Þórarinsd) og þar deyr hún Þorvarðard. 3. apríl 1855 „ , húskona frá Höskuldsst. , 67, lifrar og brjóstþýngslum“ [Kb. Helg.]. Guðbjörg Ísleifsdóttir, móðir Guðbjargar húsfreyju, kemur 1849 „ , 68, Tökukérling, frá Klömbur að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.], (í [Kb. Grenj.] er sagt húskona), ásamt Sigurjóni dóttursyni sínum. Hún er þar á manntali 1850 „ , 73, E, móðir konu,“ og deyr þar 28. febr. 1860 „ , frá Hörgsdal, 79, dó af brjóstveiki“ [Kb. Mýv.]. Guðbjörg mun vera fædd um 1780, hún er hjá föður sínum, Ísleifi Bjarnasyni og Helgu Jónsdóttur s. k. h. á manntali í Fótaskinni 1801 „bondens datter, 23“ en 1816 er hún á manntali á Ytra-Fjalli með Sigurði manni sínum „ , hans kona, 35,“ sögð fædd í Fótaskinni. Hún virðist ekki búa alltaf með Sigurði, og ekki hef ég fundið hana á manntalinu 1835. En 1838 kemur hún „ , 59, húßkona, vinnuk frá Haldórst að Múla“ [Kb. Múl.] og er á manntali á Syðrafjalli 1840 og kemur 1845 frá Múla að Presthvammi [Kb. Grenj.], þar sem hún er á manntali þ. á. „ , 68, G, vinnukona,“. Sigurjón Jónsson, systursonur Guðbjargar húsfreyju, kemur með Guðbjörgu ömmu sinni 1849 „ , 4, tökubarn frá Klömbur að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Hörgsdal 1850 og 1855 „tökubarn“ og 1860 „ , 16, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1864 með Jóni og Guðbjörgu „ , 20, vinnum., frá Hörgsdal austur í Hróarstungu“ [Kb. Mýv.] og er meðal innkominna í Kirkjubæjarprk. þ. á. „ , 21, vinnumað, frá Hördal í Mýv.sveit að . . “. Sigurjón var fæddur 4. febr. 1845, voru foreldrar hans „Jón Finnbogason Bóndi á


226

Langavatni og Jóhanna Sigurðardóttir vinnukona á Grímstöðm“ [Kb. Skinn.]. En Jóhanna var yngri systir Guðbjargar húsfreyju. - Sigurjón kemur 1845 „ , 1, tökubarn, að Presthvammi frá Grimstöðum“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali þ. á. Sigurjón fer 1866 „ , 21, v.mðr, Frá Ketilsstöðum í Hlíð að Brúnahvammi“ [Kb. Hofss.] með sama fólki og Soffía frænka hans, sjá hér ofar. Hann fer 1876 „ , vinnumaður, 31,“ frá Melum í Hofssókn til Vesturheims [Vfskrá], [Kb. Hofss.]. Kristín Tómasdóttir, bróðurdóttir og síðar tengdadóttir Jóns bónda, kemur 1851 „ , 27, vinnukona, frá Kaldbak að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Sjá um hana síðar, þegar hún fer að búa í Hörgsdal með Jónatan 1864. Börn Jónatans og Kristínar, sjá hjá þeim. Börn Jóns og Margrétar, sjá hjá þeim. Sigurbjörg Tómasdóttir, bróðurdóttir Jóns bónda, kemur 1854 „ , 27, vinnukona, frá Reykjum að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Hún fer 1855 að Fljótsbakka með Jónatan og fjölskyldu hans og er með þeim þar á manntali þ. á. Sigurbjörg var fædd 19. ágúst 1827, voru foreldrar hennar Tómas Magnússon og Guðríður Jónsdóttir „hjón í Hús vík“ [Kb. Hús.], (líklega í Skógargerði, því þar er Kristín fædd 1826 og Jóhannes 1830). Sigurbjörg er með foreldrum og systkinum á manntali í Skógargerði 1835. Móðir hennar dó 29. apríl 1840 [Kb. Hús.] og er Sigurbjörg á manntali á Þorvaldsstöðum með föður sínum 1840. Hún fer 1841 „ , 13, frá Þorvaldsst. að Reykjum, léttastúlka“ [Kb. Hús.]. Hún er vinnukona á Grímsstöðum við Mývatn við manntölin 1845 og 1850, en 1860 er hún á Halldórsstöðum í Laxárdal „ , 33, Ó, vinnukona,“. Hún fer 1880 frá Hamri að Einarsstöðum „ , 51, vkona“ [Kb. Þver.] ásamt Sigríði dóttur sinni og eru þær þar á manntali þ. á. Sigurbjörg deyr 5. júlí 1887 „vk. frá Stórulaugum,“ [Kb. Ein.]. Á því er þó sá galli, að hún er þá sögð 35 ára. Sjá lítið eitt um Sigurbjörgu og börn hennar í [ÆÞ. I, bls. 286 og 288-291] og í [Auðn. bls. 38]. Sigurhanna Sigmundsdóttir, systurdóttir Guðbjargar húsfreyju, kemur 1855 „ , 2, tökubarn, frá Þingey að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1855 „ , 3, Ó, tökubarn,“. Sigurhanna var fædd 6. apríl 1853 á Þingey, dóttir hjónanna Sigmundar Þorgrímssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur [Kb. Helg.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum í Presthvammi 1. okt. 1860 og deyr þar 7. okt. 1860. „Andarteppuveikin hennar dauðamein, of seint aðgætt.“ [Kb. Grenj.]. Jóhannes Tómasson, bróðursonur Jóns bónda, kemur 1856 „ , 26, vinnumaður, frá Nýjabæ að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Ekki er kunnugt hve lengi hann er þar þá, en ekki er hann þar á manntali 1860. Jóhannes var fæddur 27. okt. 1830, voru foreldrar hans Tómas Magnússon og Guðríður Jónsdóttir „búandi hión á Skógargerði“ [Kb. Hús.]. Hann er á manntali þar með foreldrum og systkinum 1835, en 1840 er hann „ , 11, Ó, niðurseta,“ í Saltvík, en móðir hans dó það ár. Hann fer 1845 „ , 14, frá Saltvík fram í Bárðardal, léttapiltur“ [Kb. Hús.]. Þó er hann á Breiðumýri við manntalið 1845 „ , 15, Ó, smali,“ og fer þaðan 1846 að Breiðuvík [Kb. Ein.]. Jóhannes fer 1847 „ , 16, vinnum: frá Breiðuvík að Hafursstö“ [Kb. Skinn.]. Hann er vinnumaður í Hólsseli 1850 og 1855. Jóhannes kemur aftur í Hörgsdal í búskapartíð Jónatans og Jóns, sjá í tíð Jónatans.


227

Sveinn Sveinsson, tengdasonur Jóns bónda. Kirkjubækur Mývatnsþinga þegja allvel um innkomu og brotthvarf hans í og úr Hörgsdal, en bókaður er hann þar við fæðingu Kristínar Ingibjargar 21. des. 1858: eru foreldrar hennar sagðir „Sveinn og Hólmfríður gipt vinnuhjú í Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Hann er einnig sagður fara 1857 „ , 26, vinnum giptr frá Sigluvík að Hörgsdal“ [Kb. Svalb. (Glæs.)] með Hólmfríði og Albínu Svanfríði. Sveinn var fæddur 10. febr. 1831, voru foreldrar hans „Sveinn Eyríksson vinnumaður í Hleiðarg. og Christín Árnad. vinnuk. ibidem“ [Kb. Saurb.]. Hann er „ , 4, Ó, tökubarn“ á Krýnastöðum við manntalið 1835, þar (þá Krónustaðir) er hann einnig 1840 og 1845, þá „ , 15, Ó, fóstursonur,“. Fer 1847 „ , 15, Léttadrengr, frá Krínast að Víðirgerði“ (í Hrafnagilss.) [Kb. Saurb.]. Faðir hans er þrítugur vinnumaður í Melgerði 1835, en móðir hans flyst úr sókninni 1831 „24, vinnukona frá Hleiðarg. að Jökli“ (í Hólas.) [Kb. Saurb.]. Sveinn kvæntist 13. apríl 1856 Hólmfríði Jónsdóttur, sjá um hann nánar hér nokkru ofar hjá henni. Þau bjuggu í Hleiðargarði við manntalið 1860 ásamt Albínu Svanfríði. Í fólkstali í Dvergasteinssókn við árslok 1882 er Sveinn hjá Hólmfríði og dætrum þeirra þar „ , maðr húsfreyju (hér pt.) 51 árs“ [Sál. Dverg.]. Reikna ég með að „(hér pt.)“ merki að hann sé þar staddur. Hvort hann er sá sami Sveinn Sveinsson, sem fer 1885 „ , 47, giptur, vm(?) frá Fjarðaröldu í Norðfjörð“ [Kb. Dverg.], skal ósagt látið. Albína Svanfríður Sveinsdóttir, dótturdóttir Jóns bónda, dóttir Hólmfríðar og Sveins hér næst á undan, kemur með móður sinni að Hörgsdal 1857 „ , 1, dóttir hennar“ [Kb Mýv.], (í [Kb. Svalb.] er hún sögð „þrra dóttir“ og báðir foreldrar hennar taldir). Hún fer með móður sinni 1859 „ , 3, dætur hennar, frá Hörgsdal inn í Eyjafjörð“ [Kb. Mýv.] og er á manntali í Hleiðargarði með foreldrum 1860 „ , 4, Ó, barn þeirra,“. Kemur þaðan aftur með móður sinni að Hörgsdal 1861 [Kb. Mýv.], en fer með henni 1865 austur í Múlasýslu [Kb. Mýv.]. Albína Svanfríður var fædd 29. nóv. 1856, voru foreldrar hennar þá „ , hjón, vinnuhjú í Sigluvík“ [Kb. Svalb.]. Hún er á manntali 1880 á Vestdalseyrarverslunarstað í Dvergasteinssókn „ , 23, Ó, þjónustustúlka,“. Fer með móður sinni til Vesturheims 1883 „ , dóttir hennar, 26“ [Vfskrá]. Kristín Ingibjörg Sveinsdóttir, dótturdóttir Jóns bónda, f. 21. des. 1858, dóttir Hólmfríðar og Sveins, sem þá voru „gipt vinnuhjú í Hörgsdal“ [Kb. Skú.]. Hún fer með móður sinni 1859 „ , 1, dætur hennar, frá Hörgsdal inn í Eyjafjörð“ [Kb. Mýv.], en ekki er hennar getið hjá foreldrum og systur við manntalið í Hleiðargarði 1860. Kemur með móður sinni 1861 „ , 3, dætur hennar, innan úr Eyjafirði að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.] og fer með henni 1865 austur í Múlasýslu [Kb. Mýv.]. Kristín Ingibjörg er á manntali hjá móður sinni á Hlíðarenda, þurrabúð, í Dvergasteinssókn 1880 „ . 21, Ó, dóttir hennar,“. Hún er einnig með henni á fólkstali í Dvergasteinssókn 1882 „ , dætur hennar, 23 ára“ [Sál. Dverg.], en þá er faðir hennar einnig þar staddur, sjá þar. Ekki hef ég fundið óyggjandi heimildir um að Kristín hafi farið til Vesturheims, þó svo sé sagt í [ÆSiÞ. bls. 34-35]. Sú Kristín Sveinsdóttir sem tilgreind er í Vfskrá á bls. 53, er önnur kona, það sést af því, að þær eru báðar á fólkstali í Dvergasteinssöfnuði við árslok 1882, sú eldri á heimili 66 en dóttir Hólmfríðar hjá henni á heimili 67. Alls ekki er útilokað að þær alnöfnur hafi farið saman vestur á einum farmiða! Athyglisvert er, að Kristín finnst ekki á fólkstali í Dvergsteinsprestakalli við árslok 1883. Ekki finnst hún heldur á manntali þar 1890. En bagalegt er að kirkjubók Dvergasteinsprk. 1855-1884 brann. Jónína Ingibjörg Þórarinsdóttir, dótturdóttir Jóns og Ingibjargar, deyr í Hörgsdal 19. jan. 1864 „ , barn frá Hörgsdal á 1. ári. Dó af barnaveiki“ [Kb. Skút.]. Naumast getur hér verið um aðra að ræða en þá Jónínu Ingbjörgu, sem


228

fædd var 22. mars 1863, dóttir Þórarins Jónssonar og Sigurveigar Jónsdóttur, sem þá eru „búandi hjón í Sigluvík“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Engar heimildir eru um búferlaflutning hennar að Hörgsdal, hefur líklega verið þar með móður sinni í heimsókn.

Vandalausir í Hörgsdal í búskapartíð Jóns og kvenna hans 1825-1864:

Þórey Stefánsdóttir kemur með Jóni 1825 „ , vinnukona,“ frá Gautlöndum að Hörgsdal og er þar í sálnaregistri eftir húsvitjun í apríl 1832 „ , vinnukona, 50“ [Sál. Mýv.], en ekki 1830. Hún er á manntali í þar 1835 „ , 53, Ó, vinnukona“. Hún er sögð „ bústýra“ þar við manntalið 1840, „ , 64, Ó, tökukerling,“ við manntalið 1845, „matvinnungur“ 1850 og „ , 80, Ó, tökukerling,“ við manntalið 1855. Við manntalið 1801 er Þórey á Gerðum í Hólasókn „tienestefolk, 21“ og 1816 að Æsustöðum í Möðruvallasókn „ , vinnukona, 36,“ og er þar tekið fram að fæðingarstaður hennar sé Ásgerði í Miklagarðssókn. Þórey kemur 1819 „ , 36, vinnukona, frá Sörlastöðum í Fnjóskadal að Gautlöndm“ [Kb. Mýv.]. Þórey dó 12. apríl 1859 „ , ógipt kjelling frá Fljótsbakka, 86“ [Kb. Ein.]. Jóhannes Guðmundsson kemur 1833 „ , 21, vinnupiltur,“ frá Víðum að Hörgsdal [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1835 „ , 24, Ó, vinnumaður“. Ekki er Jóhannesar getið í Hörgsdal í sálnaregistri eftir húsvitjun í apríl 1836. Hann fer frá Gautlöndum að Hjalla 1840 [Kb. Ein.]. Jóhannes var fæddur 7. des. 1811 á Litluströnd, sonur hjónanna Guðmundar Jónssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur [Kb. Mýv.] og er með þeim og fimm systkinum á manntali þar 1816. Jóhannes kvæntist 3. okt. 1842 Guðrúnu Stefánsdóttur frá Engidal [Kb. Ein.], eiga þau þá bæði heima í Narfastaðaseli. Þau bjuggu í Skógarseli frá 1849, þar dó Guðrún 11. febr. 1872. Jóhannes kvæntist að nýju Guðbjörgu Eiríksdóttur 21. júlí 1873 og fluttu þau frá Skógarseli í Presthvamm 1880. Þar deyr Jóhannes 3. júní 1880 úr lungnabólgu [Kb. Grenj.]. Sjá um Jóhannes og börn hans í kafla um Skógarsel. Jón Björnsson kemur 1835 „ , 23, vinnum, frá Mýri að Hörsdal“ [Kb. Lund.]. Hann fer 1836 „ , frá Hörgsdal að nýbýli Narfastaðaseli.“ [Kb. Mýv.]. Jón var fæddur 10. okt. 1812 á Halldórsstöðum í Kinn, sonur Björns Þórðarsonar og Steinvarar Eiríksdóttur og er með þeim á manntali í Fremstafelli 1816. Hann er á manntali á Mýri í Bárðardal 1835, þar er þá einnig Guðrún kona hans; voru þau gefin saman á Gautlöndum 30. nóv. 1835. Jón og Guðrún búa í Narfastaðaseli 1836-1865, en fluttu þá í Rauðuskriðu með sonum sínum og í Stórulaugar 1871, er Jón þá sagður „ , 60, óðalsbóndi“ [Kb. Ein.]. Þau eru þar á manntali 1880, þar sem Jón er sagður vinnumaður. Þar deyr Guðrún 20. maí 1881 [Kb. Ein.]. Jón, þá í Glaumbæjarseli, kvæntist að nýju 10. okt. 1887 Sigurbjörgu Davíðsdóttur [Kb. Ein.] og eignast þau soninn Guðlaug 16. mars 1888. Þau eru á manntali í Glaumbæjarseli 1890. Jón deyr á Vaði 28. maí 1891, þá húsmaður þar [Kb. Ein.]; er Guðlaugur þar þá með honum. Sjá nánar um Jón og börn hans í kafla um Narfastaðasel. Andrés Sveinsson kemur frá Laugaseli að Hörgsdal 1837 ásamt konu sinni hér næst á eftir [Kb. Ein.], [Kb. Skút.]. Hann fer 1840 frá Hörgsdal að Engidal, þar sem hann er á manntali þ. á. ásamt Guðrúnu dóttur sinni. Hann virðist koma aftur að Hörgsdal, hann er þar í sálnaregistri eftir húsvitjun í apríl og maí 1843 „bóndi, 46“ [Sál. Mýv.] og fer þaðan 1843 að Víðirkeri ásamt Björgu [Kb. Skút.]. Þau koma svo þaðan að Hörgsdal 1845 [Kb. Skút.] og eru þar bæði á


229

manntali 1845, er Andrés þá „ , 48, G, húsmaður,“ og enn 1850. Andrésar er getið í Hörgsdal í manntalsbók þinggjalda 1840, 1842-1843, 1846-1852, jafnan á skrá yfir búlausa. Árið 1853 flytja þau hjón frá Helluvaði að Hvarfi [Kb. Skút.]. Bústaður þeirra Andrésar og Bjargar hefur líklega staðið vestan við bæjarlækinn, nálægt því sem grafreiturinn var síðar gerður, sjá nokkuð skoplega lýsingu í [ÆSiÞ. bls. 33]. Andrés var fæddur 26. sept. 1798 í Fagraneskoti, og voru foreldrar hans Sveinn Andrésson og Sigríður Kolbeinsdóttir [Kb. Múl.], og er Andrés með þeim á manntali þar 1801. Við manntalið 1816 er hann með foreldrum sínum á Ljótsstöðum, sjá einnig [Laxd. bls. 108]. Andrés er í vinnumennsku á Halldórsstöðum í Laxárdal, Litlulaugum og Stórulaugum og eignast þá tvær dætur, sjá síðar. Kvæntist 8. maí 1831 Björgu, sjá hér næst á eftir, sem var barnsmóðir hans, og bjuggu þau í Laugaseli 1831-1837, sjá um þau þar. Eftir veruna í Hörgsdal eru þau hjón víða í hús- eða vinnumennsku. Andrés deyr á Grenjaðarstað 16. maí 1884 [Laxd. bls. 108]. Björg Jónsdóttir, kona Andrésar hér næst á undan, kemur með honum frá Laugaseli að Hörgsdal 1837 [Kb. Ein.], [Kb. Skút.]. Hún er þar á manntali 1840 „ , 43, G, vinnukona“. Fer þaðan með Andrési 1843 að Víðirkeri [Kb. Skút.] og kemur með honum aftur að Hörgsdal 1845 og er þar á manntali 1845 og 1850. Björg var fædd í Lásgerði, skírð 3. júlí. 1797, voru foreldrar hennar Jón Jónsson og Ingbjörg Andrésdóttir [Kb. Helgast.prk.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1801, er faðir hennar þá 78 ára og móðir hennar 36 ára. Við manntalið 1816 er Björg á Langavatni „ , vinnukona, 20,“. Björg eignast með Andrési dótturina Ingibjörgu 3. nóv. 1828, þá „vinnukona ógift á Halld. í Lax.“ [Kb. Grenj.], sjá síðar. Björg og Andrés virðast fylgjast að á húsmennskuog vinnumannsferli hans eftir vistina í Hörgsdal. Hún andaðist 26. júní 1864 „ , gipt kona á Stórulaugum, 66, krabbameini“ [Kb. Ein.]. Guðrún Andrésdóttir, dóttir Andrésar hér litlu ofar, kemur með þeim hjónum frá Laugaseli að Hörgsdal 1837 „hs barn“ [Kb. Skút.]. Hún fer þaðan með föður sínum að Engidal 1840 „ , 12, hs dóttir“ [Kb. Skút.]. Guðrún var fædd 24. sept. 1826 og voru foreldrar hennar „Andrés Sveinsson vinnumaður á Stórulaugum, og Ingiríður Eiríksd: niðurseta á Halldórsst: b) hennar 5ta friðlulífisbrot“ [Kb. Grenj.]. (Ingiríður þessi flytur frá Litlulaugum að Halldórsstöðum 1825 „ , 49, niðurseta, hefir átt 4ur Börn í Lausaleik, þar af 2 föðurlaus“ [Kb. Grenj.]. Við manntalið 1816 var Ingiríður „ , niðurseta, 38,“ á Stórulaugum, sögð fædd í Haga). Ekki finn ég hvaðan eða hvenær Guðrún fer að Laugaseli, en þar er hún á manntali 1835 „ , 9, Ó, hans barn“. Hún er með föður sínum á manntali í Engidal 1840 „ , 15, Ó, hans dóttir, vinnustúlka,“. Við manntalið 1845 er hún á Bjarnastöðum í Bárðardal „ , 20, Ó, vinnukona,“ en fer þó þaðan þ. á. „Frá Víðirkeri að Múla“ [Kb. Lund.], kemur þó 1846 „ , 22, vinnukona, frá Bjarnast að Múla“ [Kb. Múl.]. Þaðan fer hún árið eftir að Hjalthúsum en 1849 frá Grenjaðarstöðum (svo í kb.) að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Grenj.], [Kb. Skinn.], þar sem hún er á manntali 1850. Hún giftist Kristjáni Brynjúlfssyni (giftinguna hef ég ekki fundið) og er með honum á manntali á Leifsstöðum 1855 „ , 29, G, kona hans,“ ásamt tveim börnum. Guðrún lést af slysförum 1. jan. 1859 „ , gift kona frá Mel, 32, varð úti á Axarfjarðrheiði“ [Kb. Skinn.]. Ingibjörg Andrésdóttir, dóttir Andrésar og Bjargar hér litlu ofar, er á manntali í Hörgsdal 1850 „ , 21, Ó, dóttir þeirra,“. Hún kemur 1847 „ , 19, vinnukona,


230

frá Litlulaugm að Gautlöndum“ og fer 1854 „ , 26, vinnukona, frá Litluströnd að Eyjardalsá“ [Kb. Skút.]. Ingibjörg var fædd 3. nóv. 1828, er faðir hennar þá vinnumaður ógiftur á Stórulaugum en móðirin vinnukona ógift á Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Grenj.]. Ingibjörg var alin upp á Litlulaugum, hún er tökubarn þar við manntalið 1835, fósturbarn 1840 og „ , 17, Ó, fósturdóttir hjónanna,“ Ólafs Björnssonar og Guðrúnar Hallgrímsdóttur við manntaið 1845. Ingibjörg, þá á Kálfasrönd, eignaðist 15. jan. 1854 með Indriða Davíðssyni soninn Kristján [Kb. Mýv.], sjá um hann í kafla um Skógarsel. Fer 1854 frá Litluströnd að Eyjardalsá ásamt Kristjáni [Kb. Lund] og er þar á manntali 1855 „ , 26, Ó, vinnukona,“. Giftist 9. mars 1856 Þorsteini Gottskálkssyni, þá bæði vinnuhjú á Hlíðarenda [Kb. Eyjardalsárprk.]. Þau flytja 1859 ásamt tveggja ára syni sínum „ , frá Halldórsstöðum að Höskuldsst.“ [Kb. Lund.]. Þaðan flytja þau 1860 ásamt tveim börnum að Friðriksgáfu [Kb. Helg.] og eru á manntali 1860 á Möðruvöllum í Hörgárdal, þar sem Þorsteinn er bóndi á fyrsta býli (næst á eftir Friðriksgáfu).

1859 - 1873: Jónatan Jónsson og Kristín Tómasdóttir

Jónatan og Kristín koma 1859 frá Fljótsbakka að Hörgsdal [Kb. Mýv.] og eru þar í húsmennsku (í manntalsbók á skrá yfir búlausa) til 1864 er þau taka við búi í Hörgsdal, fyrsta árið á móti Jóni og Margréti en 1865-1868 á móti Páli Guðmundssyni og aftur á móti Jóni og Margréti 1869-1873. Þá er og getið í manntalsbók Jóhannesar Tómassonar 1865 og 1866 á skrá yfir búlausa, og Sigurðar Jónssonar 1869 („Búlausir tíundandi“). Jónatan og Kristín höfðu verið í húsmennsku í Hörgsdal (á skrá yfir búlausa og „húsfólk tíundandi“) frá 1854-1855. Þau hjónin eru á Gautlöndum á manntali sóknarprests 31. des. 1873, þar er Jónatan sagður “Lausamaður“. Þau koma aftur að Hörgsdal 1879, sjá síðar. Eins og segir hér nokkru ofar, var Jónatan fæddur 13. apríl 1828 í Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali 1835, 1840 og 1845 og í sálnaregistri þar í apríl og maí 1848. Við manntalið 1850 er hann „ , 22, Ó, vinnumaður,“ á Gautlöndum. Kristín var fædd 5. júní 1826, voru foreldrar hennar Tómas Magnússon og Guðríður Jónsdóttir „búandi hión í Skógargerði“ [Kb. Hús.]. Hún er „ , 9, Ó, tökubarn“ í Vilpu við manntalið 1835 og „ , 15, Ó, fósturdóttir hjónanna“ Jóns Eiríkssonar og Helgu Hallberudóttur í Breiðuvík við manntalið 1840. Þar er hún vinnukona við manntalið 1845 og 1850 vinnukona í Kallbak (svo!). Hún kemur 1851 „ , 27, vinnukona, frá Kaldbak að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Jónatan og Kristín voru gefin saman 16. júní 1852, bæði frá Hörgsdal [Kb. Mýv.] og voru þau þar í húsmennsku 1853-1855, en fluttu 1855 að Fljótsbakka [Kb. Mýv.], þar sem þau bjuggu til 1859, er þau komu aftur í Hörgsdal [Kb. Mýv.] og eru þar í húsmennsku til 1864, er þau tóku við búi á móti Jóni og Margréti. Þau eru í hús- eða lausamennsku á Gautlöndum, Sveinsströnd og Litluströnd 1873-1877. Þau búa enn að nýju í Hörgsdal, á móti Árna Flóventssyni og Kristjönu Helgadóttur, 1879-1883 og 1883-1884 á móti Metúsalem og Jakobínu, sjá um þau þar.


231

Auk barna þeirra Jónatans og Kristínar sem á eftir eru talin, eignuðust þau Sigurveigu Jónínu 26. nóv. 1858 á Fljótsbakka [Kb. Ein.] (og e. t. v. fleiri). Á bls. 8 í [ÆsiÞ.] er sagt að hún „ólst upp í stórum barnahópi í Hörgsdal.“ Eflaust hefur hún verið þar eitthvað, en enn hef ég ekki fundið neinar heimildir sem benda til þess, enda ekki sálnaregistur í Mývatnsþingum 1850-1870.

Börn Jónatans og Kristínar í Hörgsdal 1852-1855 og 1859-1873:

Jón Jónatansson, f. 20. júlí 1852 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Hann fer með foreldrum sínum að Fljótsbakka 1855 og er með þeim þar á manntali þ. á. og 1860 í Hörgsdal „ , 9, Ó, barn þeirra,“. Hann er á fólkstali með foreldrum og systkinum í Hörgsdal 31. des. 1871 og 1872, en er 1873 á Helluvaði „ , 22, Lausamaður“ í manntali sóknarprests 31. des. 1873. Jón er víða í vinnumennsku, hann fer 1875 „ , 26, vinnum.“ frá Laufási að Lundarbrekku og er á manntali í Víðirkeri 1880 „ , 28, Ó, vinnumaður,“. Hann fer 1890 „ , laus, 37, frá Haganesi að Stórulaugum“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. „ , 38, Ó, vinnumaður,“. Hann kemur 1898 í „Jarlsstaði frá Litlutjörnum“ [Kb. Lund.]. Kemur 1899 að Árbakka „kom hjer á sveit sína frá Jarlsstöðum“ [Kb. Mýv.] ásamt Sæunni. Jón kemur 1900 „ , 45, lausamaður, norðan úr Þingeyjarsýslu að Minnagrindli“ [Kb. Barðss.] ásamt Sæunni og dóttur þeirra. Þau flytja 1901 að Kráksstöðum og eru þar á manntali þ. á., er Jón sagður „húsbóndi, sjóróðramaður,“. Jón kvænist Sæunni Jónínu Ásgrímsdóttur 26. sept. 1902, þá „b. á Kló.“ [Kb. Höfðaprk.]. Jón er enn sagður „b. á Kló“ við fæðingu þriðju dóttur þeirra 6. júní 1904. Jón kemur ásamt konu og þrem dætrum 1905 „ , kom á sveit, 52, Flutt á hreppinn frá Klóni í Skagafirði“ [Kb. Mýv.]. Virðist fjölskyldunni dreift um sveitina, Sæunn og Þorgerður eru á Arnarvatni og Jón og Unnur á Grænavatni við árslok 1905, en við árslok 1906 eru Jón, Sæunn og yngsta dóttirin í Syðrineslöndum. Jón og Sæunn fóru ásamt fjórum dætrum sínum til Vesturheims 1907 „Frá Syðrneslöndum til America“ [Kb. Mýv.] með svolátandi „Aths: Send af sveitinni með 1000 kr. auk fargjalds og urðu menn þá fegnir að losna við Hörg því hann var hvimleiður.“ [Kb. Mýv.]. Sjá um Jón í grein eftir Hallgrím Pétursson í Árbók Þingeyinga 1989, bls. 129-165. Sigurbjörg Jónatansdóttir, f. 20. ágúst 1853 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Hún fer með foreldrum sínum 1855 að Fljótsbakka [Kb. Skút.] og er með þeim þar á manntali þ. á. og kemur með þeim aftur að Hörgsdal 1859 [Kb. Mýv.] og er með þeim þar á manntali 1860 „ , 8, Ó, barn þeirra,“. Hún er í Hörgsdal við fermingu 1870 og þar á fólkstali 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.], en er í Haganesi „ 21, vinnuk:“ á manntali sóknarprests 31. des. 1873 og 31. des. 1874 í Reykjahlíð „ , 22, vinnuk“ [Sál. Mýv.]. Sigurbjörg kemur 1880 „ , 26, vinnuk., frá …… að Kálfborgará“ [Kb. Lund.], en ekki er getið hvaðan og þar er hún á manntali þ. á. Hún fer 1882 „frá Kálfborgará í Reykjadal“ [Kb. Lund.] en er í Hörgsdal við húsvitjun í des. 1882 [Sál. Mýv.], sjá síðar í búskapartíð foreldra hennar í Hörgsdal 1879-1884. Helga Jónatansdóttir kemur 1862 „ , 7, úr dvöl, frá Fljótsbakka að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Hún er í Hörgsdal við fermingu 1870 og er þar á fólkstali með foreldrum og systkinum 31. des. 1871 „ , 17, börn þeirra“ [Sál. Mýv.], en ekki árið eftir, þá er hún „ , 18, ljettast.“ á Skútustöðum. Helga var fædd 8. júlí 1855 á Fljótsbakka [Kb. Ein.] og er þar á manntali með foreldrum 1855. Skv. [Kb.

Sigurbjörg Jónatansdóttir


232

Ein.] fer hún með foreldrum og systkinum 1859 frá Fljótsbakka að Hörgsdal, en í [Kb. Mýv.] er hennar ekki getið þ. á. Meðal innkominna, enda er hún enn á Fljótsbakka við manntalið 1860 „ , 5, Ó, fósturbarn,“. Helga er vinnukona á Skútustöðum í manntali sóknarprests 31. des. 1873, einnig árið eftir [Sál. Mýv.]. Fer 1875 „vinnukona, frá Skútustöðum að Heiðarbót“ [Kb. Grenj.] (enginn aldur tilgr.) og 1878 „ , 23, vk,“ frá Hamri að Brennási [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1880 „ , 25, Ó, vinnukona,“. Hún fer 1883 frá Kálfborgará í Mývatnssveit [Kb. Lund.], en [Kb. Mýv.] segir hana koma frá „Brenniási í Gautlönd“. Þar er hún „v. k“ á fólkstali 31. des. 1883 og við árslok 1884 [Sál. Mýv.]. Skv. [Kb. Ein.] kemur Helga með foreldrum sínum frá Hörgsdal að Stafnsholti 1884, verður að draga í efa að hún hafi komið frá Hörgsdal. - Hún fer með foreldrum og Jóhannesi bróður sínum 1888 frá Stafnsholti að Litlutjörnum [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890 „ , 34, Ó, bústýra,“ hjá Jóhannesi bróður sínum og á manntali á Geldingsá 1901 „ , húsmóðir, 46,“ ásamt Steingrími Bjarnasyni manni sínum og fjórum dætrum þeirra. Jóhannes Jónatansson kemur 1859 með foreldrum frá Fljótsbakka að Hörgsdal [Kb. Mýv.] og er með þeim þar á manntali 1860. Hann er með þeim á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1871, en ekki árið eftir. Jóhannes var fæddur 4. apríl 1857 á Fljótsbakka [Kb. Ein.]. Hann er á fólkstali 31. des. 1872 „ , 16, Ljettadr.“ á Grænavatni og þar er hann á manntali sóknarprests 31. des. 1873 „ , 17, ljettadr.“, einnig 1874, en 31. des. 1875 er hann „ , 19, vinnum.“ í Reykjahlíð [Sál. Mýv.]. Hann er á manntali á Gautlöndum 1880 „ , 23, Ó, vinnumaður,“ og við húsvitjun þar í des. 1881. Kemur 1883 „ , 27, v'maðr, Úr Höfðahverfi í Gautlönd“ [Kb. Mýv.] og fer 1885 „ , 28, bóndi,“ frá Baldursheimi að Stafnsholti [Kb. Ein.], þar sem foreldrar hans eru fyrir í húsmennsku með tvö börn sín. Jóhannes fer 1888 „ , 31, bóndi,“ frá Stafnsholti að Litlutjörnum [Kb. Ein.], [Kb. Hálspr.] ásamt skylduliði sínu og er þar á manntali 1890 ásamt foreldrum sínum og tveim systrum „ , 33, Ó, húsbóndi, bóndi,“ og á manntali í Sigluvík 1901 ásamt Guðrúnu Bjarnadóttur konu sinni og fimm börnum þeirra. Jónas Jónatansson, f. 13. maí 1861 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Ekki er kunnugt, hve lengi Jónas er í Hörgsdal, hann er niðursetningur í Garði á fólkstali 31. des. 1871 og 1872 og á manntali sóknarprests 31. des. 1873. Hann er 31. 12. 1874 „14, niðurseta“ í Vogum [Sál. Mýv.]. Við fermingu 1877 er Jónas til heimilis í Álftagerði [Kb. Mýv.]. Jónas fer 1880 „ , 19, vmaðr, frá Hörgsdal í Gamlahól“ [Kb. Skinn.]. Hann er á manntali á Hóli þ. á. „ , 18, Ó, vinnumaður,“. Hann fórst 20. des. 1881 „ , húsmaður á Gamlahóli, 22, Varð úti á Haug.“ [Kb. Fjall.]. Tómas Jónatansson, f. 22. okt. 1862 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Dó 27. okt. 1862 „ frá Hörgsdal, á 1tu viku, Brjóstkrampi“ [Kb. Skút.]. Karolína Sofía Jónatansdóttir, f. 3. okt. 1863 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Dó 7. okt. s. á. (sem Karolína) „ , frá Hörgsdal, á 1tu viku Brjóskrampi“ [Kb. Skút.]. Tómas Jónatansson, f. 9. nóv. 1864 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Hann er þar á fólkstali 31. des. 1871 „ , 7, börn þeirra“ og einnig 1872 [Sál. Mýv.]. Hann er ásamt Jónasi bróður sínum í Garði á manntali sóknarprests 31. des. 1873 „


233

, 9, niðurseta“ [Sál. Mýv.], er svo einnig næstu árin til 31. des. 1877, þá er hlé á því manntali. Tómas kemur „ , 15, léttadr.“ frá Mývatni að Stafnsholti 1880 [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. Hann fer 1881 „ , 16, vinnudr., frá Stafnsholti í Bárðardal“ [Kb. Ein.], en skv. [Kb. Lund.] kemur hann 1881 „ , 15, léttadr., frá Garði við Mývatn að Kálfborgará“ [Kb. Lund.]. Tómas fórst 21. febr. 1885 „ , vinnupiltur frá Hofstöðum 21 árs varð úti“ [Kb. Mýv.]. Sjá einnig í [ÆSiÞ. bls. 30-31] um Tómas. Kristjana Ingibjörg Jónatansdóttir, f. 9. des. 1866 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Hún er þar á fólkstali 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Kristjana er „ , 7 niðurseta“ á Skútustöðum í manntali sóknarprests við árslok 1873, þar er hún einnig árið eftir. Hún er með móður sinni á Sveinsströnd 31. des. 1875 og foreldrum 1876 og 1877 á Litluströnd [Sál. Mýv.]. Kristjana er aftur með foreldrum í Hörgsdal í síðari búskapartíð þeirra 1879-1884, þó með hléum, og er þar á manntali 1880, sjá síðar. Jónatan Jónatansson, f. 25. sept. 1869 í Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Hann er þar í fólkstali 31. des. 1871 „ , 3. börn þeirra“ og einnig 1872 [Sál. Mýv.]. Hann finnst ekki í manntali sóknarpr. í Mývatnsþingum 31. des. 1873. Hann er á Sveinsströnd með móður sinni á manntali sóknarprests 31. des. 1874 „ , 5, sonur hennar“, einnig árið eftir [Sál. Mýv.]; einnig með báðum foreldrum þar 31. des. 1876, og 1877 á Litluströnd [Sál. Mýv.]. Jónatan er aftur í Hörgsdal með foreldrum í síðari búskapartíð þeirra 1879-1884, og þar á manntali 1880, sjá síðar.

Önnur skyldmenni Jónatans og Kristínar í Hörgsdal 1864-1873:

Jóhannes Tómasson, bróðir Kristínar húsfreyju, kemur aftur 1864 „ , 34, vinnum.“ frá „Möðrudal að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Hann, „ , frá Hörgsdal 34 ára“, kvæntist 14. okt. 1864 Hallfríði Kristjánsdóttur „ , frá sama bæ 21 ára“ [Kb. Mýv.]. Hann er í manntalsbók þinggjalda í Hörgsdal 1865 og 1866 á skrá yfir búlausa, líklega í húsmennsku, og þá líklega hjá Jónatan, hann var skyldari þeirri fjölskyldu. Hann fer 1866 ásamt konu og dóttur „ , 36, vinnumaðr,“ frá „Hörgsdal austur á Hólsfjöll“ [Kb. Skú.]. Í [Kb. Skinn.] er hann sagður fara „frá Mývatni að Hóli“ en kona hans og dóttir að Grundarhóli. Jóhannes var fæddur 27. okt. 1830, voru foreldrar hans Tómas Magnússon og Guðríður Jónsdóttir „búandi hión á Skógargerði“ [Kb. Hús.]. Sjá um Jóhannes hér nokkru ofar, í búskapartíð Jóns Magnússonar. Þrátt fyrir það sem að ofan er haft eftir [Kb. Skinn.], kemur Jóhannes ásamt Hallfríði konu sinni 1869 „ , húsmaður, úr Mývatnssveit að Kvíslarhóli“ [Kb. Hús.]. Þar eignast þau 19. okt. 1869 dótturina Unu Guðríði Rósamundu, þá hjón í húsmennsku á Kvíslarhóli [Kb. Hús.], sjá hér að neðan hjá Hallfríði. Jóhannes kemur 1870 „ , 38, v.maður, frá Kvíslarhóli að Holtakoti“ [Kb. Grenj.] og 1872 „ , Að austan að Reykjahl.“ og fer 1873 frá „Reykjahlíð að Lundarbrekku“ [Kb. Mýv.]. Jóhannes og Hallfríður skildu, og urðu af því málaferli. Var Hallfríður hinn 21. apríl 1875, þá í Skógarseli (þar voru foreldrar hennar þá), dæmd til að skiljast frá manni sínum Jóhannesi Tómassyni á Lundarbrekku sjá [Þing. V. C. nr. 16.]. Jóhannes er á manntali í Svartárkoti 1880 „ , 52, S, vinnumaður,“. Hann fer þaðan 1888 „ , 58, vm.“ að Barnafelli [Kb. Lund.] og þaðan 1889 að

Kristjana Ingibjörg Jónatansdóttir


234

Glaumbæjarseli [Kb. Þór.] ([Kb. Ein.] segir hann koma þangað„ , 61, húsm., af Tjörnesi“). Jóhannes deyr 28. júlí 1890 „frá Fossseli, 62“ [Kb. Ein.]. Hallfríður Kristjánsdóttir, mágkona Kristínar húsfreyju, kona Jóhannesar hér næst á undan, kemur að Hörgsdal eigi síðar en 1864, hún giftist Jóhannesi 14. okt. þ. á., sjá hér næst á undan. Fer með honum 1866 að Grundarhóli. Hallfríður var fædd 12. apríl 1844, voru foreldrar hennar Kristján Hallsson og Rósa Indriðadóttir „hjón búlaus í Hólum“ [Kb. Ein.]. Hún er á manntali með foreldrum á Laugarhóli 1845 og 1850 og í Kasthvammi 1855. Hún er í Ystahvammi 1860 „ , 17, Ó, vinnukona,“ en kemur 1862 „ , 18, vinnukona, frá Haga að Hlíðarhaga“ í Mývatnsþing [Kb. Mýv.]. Hallfríður fer með dóttur sína 1866 frá Hörgsdal að Grundarhóli, sjá að ofan hjá Jóhannesi. Fer þaðan ásamt dóttur sinni 1869 „ , 28, húskona, Frá Grundarhóli að Gestreiðarst.“ [Kb. Skinn.]. Samt kemur hún 1869 ásamt Jóhannesi „úr Mývatnssveit að Kvíslarhóli“ [Kb. Hús.]. og eignast þar með honum 19. okt. 1869 dótturina Unu Guðríði Rósamundu, sem er á manntali í Jóhannesarbæ á Húsavík 1880 „ , 11, Ó, niðursetningur,“. Una fer þaðan 1882 „Niðursetningur, 12“ að Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Hús.], lílega skjólstæðingur föður síns. Hún fer frá Svartárkoti að Hvarfi 1888 [Kb. Þór.] og þaðan árið 1890 til Akureyrar [Kb. Þór.]. Hallfríður er á manntali á Hjalla 1880 með seinni manni sínum Guðmundi Jónssyni (sjá um hann í kafla um Skógarsel) og tveim sonum þeirra „ , 35, G, kona hans,“. Þau fara 1881 „frá Hjalla til Berufjarðar“ [Kb. Ein.], [Kb. Beruf.] og 1883 „frá Fossgerði að Hallfríðarstöðum í Túngu“ [Kb. Beruf.]. Hallfríður deyr 6. júlí 1886 „ , gipt kona í Blöndugerði, 40 ára“ [Kb. Kirkjub.s.]. Guðfinna Ástríður Jóhannesdótir, dóttir Jóhannesar og Hallfríðar hér næst á undan, f. 4. apríl 1865 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Guðfinna Ástríður fer 1866 með móður sinni frá Hörgsdal að Grundarhóli og þaðan 1869 að Gestreiðarstöðum „ , 4, dóttir har,“ [Kb. Skinn.], sjá hér ofar. Guðfinna Ástríður kemur 1876 „, 11, tökubarn,“ frá Saltvík að Lundarbrekku [Kb. Lund.] og er á Stóruvöllum við fermingu 1879. Hún er á manntali með föður sínum í Svartárkoti 1880 „ , 15, Ó, vinnukona,“. Guðfinna Ástríður, þá vinnukona á Lundarbrekku, giftist 29. sept. 1882 Kristjáni Indriðasyni, sem þá er vinnumaður þar [Kb. Lund.]. Þau fóru til Vesturheims frá Sveinsströnd 1885 með tvo syni [Vfskrá]. Sjá einnig [AlmÓTh. 1929, bls. 46-47]. En Kristján var sonur Ingibjargar Andrésdóttur, sem var í Hörgsdal í tíð Jóns Magnússonar, sjá hér allmiklu ofar.

Vandalausir í Hörgsdal í búskapartíð Jónatans og Kristínar 1864-1873:

Rebekka Pálsdóttir kemur 1866 „ , 18, vinnuk., norðan úr Aðaldal að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Hún fer þaðan 1867 að Laxamýri [Kb. Mýv.]. Rebekka var fædd 6. febr. 1846, voru foreldrar hennar „Paull Pálss og Guðrún Jónsd hjón og vinnuhiu á Miðmörk“ [Kb. Stóradalsprk.]. (Páll faðir hennar, sem var fæddur í Húsavíkursókn, var vinnumaður hjá prestinum í Miðmörk, sem var mágur hans). Rebekka fer 1848 „ , 2, þeirra barn“ með foreldrum sínum og systkinum og fleiri skyldmennum frá Miðmörk að Gröf (syðri) í Mosfellssveit [Kb. Stóradalsprk.], [Kb. Mosfellsprk.]. Þar eru þau á manntali 1850. Ekki finnast þau burtvikin þaðan næsta áratuginn.


235

Rebekka er á manntali á Núpum ásamt föður sínum og eldri systur 1860 „ , 12, Ó, léttastúlka.“ [Kb. Ness.]. Páll og Rebekka, hann „vmðr frá Hafralæk“ og hún „dóttir hs“ fara 1864 að „Fossseli og Bergsst“ [Kb. Ness.]. Rebekka, þá „yngisstúlka bústýra í Grímshúsum 23 Ára“, giftist 18. nóv. 1872 Jóni Guðmundssyni, sem þá er „ýngismaður búandi á Grímshúsum, 34 ára“ [Kb. Múlaprk.]. Þau flytja þaðan 1877 að Hrauni [Kb. Grenj.] með tveim börnum, en eru komin að Miðhvammi árið eftir þegar faðir Rebekku flytur þangað. Hún er með Jóni á manntali í Miðhvammi 1880 ásamt tveim börnum þeirra og Páli Pálssyni, föður Rebekku. Rebekka fer 1882 „ , Húskona, 35, Frá Skörðum að Hraungerði í Aðaldal“ ásamt þrem börnum sínum [Kb. Hús.], en Jóns er þá ekki getið. Þau hjónin eru á manntali í Ystahvammi 1890 ásamt tveim börnum og Pálínu, eldri systur Rebekku. Við manntalið 1901 er Rebekka í Austurhaga, hjá Jónínu dóttur sinni, sem var gift Birni Sigurgeirssyni b. þar, „ , móðir konunnar, 54,“. Jón er þar einnig á manntali 1901 „ , húsmaður, 63“. Þau eru einnig á manntali í Austurhaga 1910. Rebekka andaðist 20. maí 1911 „ , Gipt kona frá Austurhaga, 63, Brjóstveiki og elli“ [Kb. Grenj.], en Jón er á manntali í Austurhaga 1920 „ , húsmaður, E,“. (Sjá um Austurhaga í [Bybú bls. 519]). Sigurður Jónsson. Sigurðar er getið í Hörgsdal í manntalsbók þinggjalda 1869, í skrá sem nefnist „búlausir tíundandi“ en aðeins þetta eina ár, hefur líklega verið þar í húsmennsku 1868-1869. Fimm heimilismenn eru taldir honum tilheyrandi. Sigurður var fæddur 3. okt. 1827, voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigríður María Sigurðardóttir „hjón búandi að Arnarvatni“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum sínum og sjö systkinum á manntali þar 1835, þar er hann einnig á manntali 1850 hjá foreldrum „ , 23, Ó, barn þeirra,“. Sigurður fer 1850 „ , 23, vinnumaður, frá Arnarvatni að Kirkjubæ í Tungu“ [Kb. Mýv.]. Hann kvæntist 25. okt. 1855, þá „smiður á Hólmum 26 ára“, Önnu Sveinsdóttur, sem þá er „vkona á sama bæ 23 ára“ [Kb. Hólmas.]. Þau eru þar á manntali 1. okt. 1855, þá þegar í hjónabandi!! Þau koma 1856 („Bóndi,“, „kona hs,“) frá Hólmum að Arnarvatni og búa þar við manntalið 1860. Sigurður er með konu sinni og tveim dætrum á fólkstali á Geirastöðum 31. des. 1871 „ , 45, bóndi“ [Sál. Mýv.]. Sigurður er með dætrum sínum á Kóreksstöðum við manntalið 1880 „ , 53, E, vinnumaður,“ en Guðrún húsfreyja þar mun hafa verið systir Önnu. Hann kemur 1881 „ , 55, vinnum. Úr Hjaltastaðasókn að Narfastöðum“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890 „ , 63, E, faðir konu,“ og 1901 „ , faðir húsfreyju, 74,“. Hann andaðist 27. mars. 1917 „Ekkill frá Narfastöðum, 89, innanmeinsemd“ [Kb. Grenj.]. Sjá ennfremur um Sigurð í [ÆÞ. VIII, bls. 148-149]. Anna Sveinsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, eignast barn í Hörgsdal, sjá hér á eftir [Kb. Mýv.]. Anna var fædd 6. júní 1832, voru foreldrar hennar „Sveinn Jónsson og Guðlaug Jóhannesdóttir egtahjón búandi á Tjarnarlandi“ [Kb. Kirkjub.prk.]. Anna er á manntali á Tjarnarlandi með foreldrum og fjórum systkinum 1835, 1840 með sjö systkinum og 1850 með fimm systkinum. Eins og áður segir giftist Anna Sigurði 25. okt. 1855 og er með honum á manntali á Hólmum 1855 og 1860 á Arnarvatni. Hún er með honum „ , 40, kona hans“ á fólkstali á Geirastöðum 31. des. 1871 [Sál. Mýv.]. Andaðist 1. febr. 1879 „ , kona í Álptagerði, 45“ [Kb. Mýv.]. (Sigríður María Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Önnu hér næst á undan, er að öllum líkindum með þeim í Hörgsdal þetta ár. Sigríður María var fædd 13. okt. 1860, voru foreldrar hennar þá „hjón á Arnarvatni“ [Kb. Mýv.]. Hún

Sigríður María Sigurðardóttir með son sinn Sigurð.


236

er með foreldrum sínum á Geirastöðum á fólkstali 31. des. 1871 [Sál. Mýv.]. Hún er með föður sínum á manntali á Kóreksstöðum 1880 „ , 20, Ó, vinnukona,“ og kemur með honum þaðan að Narfastöðum 1881 „ , 21, dóttir hs“. Hún giftist Jakob Jónassyni á Narfastöðum 6. júlí 1882 [Kb. Ein.] og er á manntali þar 1890 og 1901. Dó þar 22. des. 1925, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 148-149].) (Karólína Soffía Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Önnu hér rétt ofar, er að öllum líkindum með foreldrum sínum í Hörgsdal þetta ár. Karólína Soffía var fædd 14. jan. 1867, voru foreldrar hennar þá „hjón í húsmennsku á Geirastöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum sínum á Geirastöðum á fólkstali 31. des. 1871 [Sál. Mýv.] og með föður sínum á manntali á Kóreksstöðum 1880 „ , 13, Ó, þjónustustúlka,“. Kemur 1882 „ , 15, vinnuk., úr Hjaltastaðaþinghá að Narfast.“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890 hjá föður sínum „ , 24, Ó, dóttir hans“ og einnig 1901 „ vinnukona, 34,“. Hún andaðist 21. apríl 1945, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 149].)

Jónína Halldóra Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Önnu nokkru ofar, f. 1. febr. 1869 í Hörgsdal, voru foreldrar hennar „Sigurður og Anna gipt hjón í Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Deyr 5. júní 1871 (sem Jónína) „ , ungbarn frá Geirastöðum, 2, dó úr Barnaveiki“ [Kb. Mýv.].

Sigurður Björnsson kemur 1868 „ , 15, léttapiltr,“ frá „Halldórsstöðum að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.], [Kb. Helg.] Sigurður var fæddur 12. okt. 1853 í Presthvammi, sonur hjónanna Björns Björnssonar og Bóthildar Jónsdóttur, sem þar bjuggu 1852-1862. Faðir hans dó 2. ágúst 1864 og fóru þá Sigurður og fleiri börn þeirra á hrakning. Sigurður er á manntali í Presthvammi með foreldrum 1855 og 1860. Hann er „ , 19, ljettadrengur“ á Geirastöðum, hjá Sigurði móðurbróður sínum hér nokkru ofar, á fólkstali þar 31. des. 1871 [Sál. Mýv.]. En 1880 er hann vinnumaður á Gautlöndum. Sigurður kvæntist Jakobínu Sigríði Sigurðardóttur 13. okt. 1888. Þau eru á manntali á Kálfaströnd 1890 ásamt Sigríði dóttur sinni, er Sigurður sagður vinnumaður, en Jakobína húskona. Þau voru í hús- eða vinnumennsku í Mývatnssveit. Bjuggu á Bjarnastöðum 1911-1913 [Sál. Mýv.], sjá einnig um þau undir Bjarnastöðum. Sigurður er á manntali á Gautlöndum 1930 „húsmaður,“ ásamt Sigríði dóttur sinni. Dó 7. des. 1933 „húsm. Gautlöndum, 80, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.]. Sjá um Sigurð í [ÆÞ. VII, bls. 311].

1861 - 1865: Árnadóttir

Jón Jónsson og Margrét Ingiríður

Jón og Margrét voru í húsmennsku í Hörgsdal 1858-1859 (á skrá yfir búlausa) og aftur 1861-1864, sbr. manntalsbók þinggjalda. Þau taka við búi í Hörgsdal 1864, á móti Jónatan og Kristínu. Jóhannesar Tómassonar er getið í manntalsbók þinggjalda 1865 á skrá yfir búlausa. Jón og Margrét fara frá Hörgsdal 1865, líklega innan sóknar, þau koma frá Álftagerði að Laugaseli 1867.

Karólína Soffía Sigurðardóttir

Sigurður Björnsson


237

Sjá um Jón og Margréti er þau búa öðru sinni í Hörgsdal 1869-1873, einnig þar um börn þeirra.

1865 - 1868: Jónasdóttir

Páll Guðmundsson og Guðrún Soffía

Páll er gjaldandi í manntalsbók þinggjalda í Hörgsdal 1866, 1867 og 1868, á móti Jónatan, síðasta árið á skrá yfir búlausa. Jóhannesar Tómassonar er getið í manntalsbók þinggjalda 1865 á skrá yfir búlausa. Páll og Guðrún koma líklega frá Álftagerði og fara að Syðrineslöndum frá Hörgsdal. Páll var fæddur 9. ágúst 1831 á Litluströnd, sonur Guðmundar Pálssonar og Rósu Jósafatsdóttur, sjá [ÆÞ. I, bls. 103 og 112-113]. Hann er á manntali með foreldrum og systkinum á Litluströnd 1835 og 1840, en 1845 er hann léttadrengur í Baldursheimi. Við manntalið 1850 er hann á Litluströnd „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Guðrún Soffía (Sophia) var fædd 14. ágúst 1834 í Hólum í Laxárdal, dóttir Jónasar Sigfússonar og Maríu Bergþórsdóttur [Kb. Grenjaðarst.prk.]. Hún er þar með þeim á manntali 1835, en er 1840 „ , 5, Ó, tökubarn,“ á Végeirsstöðum, þar er hún einnig við manntalið 1845, þá „fósturbarn“. Við manntalið 1850 er hún á Ljótsstöðum „ , 16, Ó, stjúpdóttir ekkjunnar,“ Guðrúnar Einarsdóttur. Sjá um Guðrúnu í [Laxd. bls. 109]. Páll og Guðrún voru gefin saman 25. maí 1855, þá bæði á Helluvaði og eru þau þar á manntali um haustið ásamt Rósu Maríu. Þau eru á manntali á Hofsstöðum 1860, er Páll þá sagður „ , 30, G, bóndi,“. Þau eru í Laugaseli 1869-1872 og á Árbakka 1874-1882, sjá þar, og flytja 1882 að Byrgi. Páll og Guðrún fara 1890 „frá Glaumbæ að Oddsstöðum á Sljettu“ [Kb. Ein.] ásamt Aðalbjörgu dóttur sinni. Sjá nánar um Pál og Guðrúnu og afkomendur þeirra í [ÆÞ. I, bls. 112-116].

Börn Páls og Guðrúnar í Hörgsdal 1865-1868:

Lítið er vitað af bókum, hvaða börn voru með þeim í Hörgsdal, en ráða má það af líkum. 6 manns eru sögð á hans búi í manntalsþingbók 1866. Þessi þrjú næstu eru líkleg:

(Rósa María Pálsdóttir var fædd á Helluvaði 9. sept. 1855 [Kb. Mýv.] og er þar með foreldrum á manntali um haustið og 1860 á Hofsstöðum. Hún kemur með foreldrum að Laugaseli 1869 „ , 13, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Hún fer frá Laugaseli 1872 „ , 17, börn þeirra,“ að Grænavatni [Kb. Mýv.], þar sem hún er á manntali 1880 „ , 24, Ó, vinnukona,“. Rósa María giftist Jónasi Jónassyni frá Ljótsstöðum og bjuggu þau þar og í Glaumbæ, sjá [ÆÞ. I, bls. 113] og [Laxd. bls. 112].) Rósa María Pálsdóttir og Jónas Jónasson


238

(Borghildur Pálsdóttir var fædd 9. mars 1857 á Helluvaði [Kb. Mýv.] og er þar með foreldrum á manntali 1860. Hún kemur með foreldrum að Laugaseli 1869 „ , 8, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Hún er á fólkstali í Austaraseli 31. des. 1872 „ , 17, vinnuk.“ og vinnukona á Kálfaströnd 31. des. 1874 [Sál. Mýv.]. Borghildur er með foreldrum sínum á manntali á Árbakka 1880 „ , 23, Ó, dóttir þeirra,“ en ekki er hún þar á fólkstali 31. des. 1881, og ekki er hennar heldur getið þegar foreldrar hennar fara þaðan 1882 að Byrgi. Hún er kaupakona á Gautlöndum í des. 1882 [Sál. Mýv.] og fer 1883 „ , 26, vkon, frá Gautl á Fjöll { ... }“ [Kb. Mýv.]. Borghildur giftist Siggeiri Péturssyni, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 345]. Dó 17. maí 1938.) (Björg Pálsdóttir var fædd 21. apríl 1864, voru foreldrar hennar þá „hjón í Álptagerði“ [Kb. Mýv.]. Hún kemur með foreldrum að Laugaseli 1869 „ , 5, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Hún fer með þeim frá Laugaseli 1872 „ 7, börn þeirra“ „uppað Mývatni“ [Kb. Ein.], en ekki er hennar getið meðal innkominna í Mývatnsþing þ. á. Björg lést 21. sept. 1872 „hreppsómagi í Baldursh, 6, Drukknaði“ [Kb. Mýv.] í Kráká, sjá [ÆÞ. I, bls. 113].) Helgi Sigurður Pálsson, fæddur 31. des. 1866 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Hann er í Laugaseli, fer með foreldrum „5, börn þeirra“ „uppað Mývatni“ frá Laugaseli 1872 [Kb. Ein.]; er hann í [Kb. Mýv.] sagður fara að Sveinsströnd. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Árbakka 1880 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“ og fer með þeim að Byrgi 1882 [Kb. Mýv.]. Sjá nánar um Helga í [ÆÞ. I, bls. 112-116] og mynd af honum á bls. 113. Dó. 27. júní 1936.

1869 - 1873: Jón Jónsson og Margrét Árnadóttir (í 2. sinn)

Ingiríður

Jón og Margrét koma ásamt fjórum börnum frá Laugaseli 1869 „hjón í húsmennsku “ að „Hörgsdalskoti“ [Kb. Ein.] (sem gæti bent til að þau hafi búið vestan við lækinn, sjá áður), en [Kb. Mýv.] segir „ , 40, bóndi frá Laugaseli að Hörgsdal“. Þau búa þar á móti Jónatan og Kristínu, en fara þaðan 1873 (þó er aðeins Margréti að finna í skrá burtvikinna). En manntalsbók þinggjalda staðfestir þessa búskapartíð. Jón var fæddur 26. apríl 1830 í Hörgsdal, sonur Jóns Magnússonar bónda þar og f. k. h. Ingibjargar Ívarsdóttur [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali 1835, 1840, 1850 og 1855, en 1845 er hann á manntali í Garði „ , 16, Ó, léttadrengur,“ en er aftur í Hörgsdal við manntalið 1850 „ , 20, Ó, barn bóndans,“. Margrét var fædd 16. sept. 1834 í Heiðarbót, dóttir Árna Indriðasonar og f. k. h. Helgu Sörensdóttur, systir Jóns sem bjó í Brennási og lengi á Arndísarstöðum, sjá [ÆÞ. II, bls. 72]. Margrét er með foreldrum sínum á manntali í Hólsgerði 1845, en við manntalið 1850 er hún „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Fljótsbakka. Hún kemur 1854 „ , 21, vinnukona,“ frá „Hólsgerði að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Jón og Margrét voru gefin saman 25. maí 1855, þá bæði í Hörgsdal [Kb. Mýv.] og eru þar á manntali um haustið með Indriða Albert syni sínum Þau voru víða og börn þeirra sjaldnast öll með þeim. Þau fara frá Hörgsdal að Sýrnesi 1859, 1860 að Sigluvík, þar sem þau eru á manntali þ. á. og koma þaðan aftur að Hörgsdal 1861 [Kb. Mýv.] og eru þar í húsmennsku þar til þau taka að búa í


239

Hörgsdal 1864-1865 á móti Jónatan og Kristínu, sjá hér ofar, fara þaðan 1865, líklega innan sveitar, þau koma 1867 frá Álftagerði að Laugaseli [Kb. Mýv.] þar sem þau eru 1867-1869. Margrét fer frá Hörgsdal 1873 með Árna son þeirra að Arndísarstöðum, en Jón er „ , 44, vinnum:“ á manntali sóknarprests 31. 12. 1873 á Kálfaströnd [Sál. Mýv.] ásamt þeim Elínu og Sigurjóni, sem þar eru tökubörn. Þeim Jóni og Margréti fæðist dóttir 1874 að Hömrum við Akureyri og önnur í Mið-Samtúni 1877. Þau fara úr Litlu-Sigluvík 1880 að Hlíðarenda [Kb. Svalb.], þar sem þau eru á manntali þ. á. ásamt Herdísi dóttur sinni. Þau búa í Hrappstaðaseli 18831884 á móti Sigurjón Friðfinnssyni (sjá manntalsbók, þó sagður „húsmaður, 54“ í fólkstali við nýár 1884 [Sál. Eyj.]) og eru þar frá 1885 hjá Albert syni sínum, sjá þar, og flytja þaðan til Vesturheims 1888 [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Þeirra er getið í [Brot, bls. 223-224], þar kemur fram að Jón deyr 1908 en Margrét 1903.

Börn Jóns og Margrétar í Hörgsdal 1855-1859, 1861-1865 og 1869-1873:

Indriði Albert Jónsson, f. 2. sept. 1855 í Hörgsdal [Kb. Skút.] og er þar á manntali s. á. Hann fer með foreldrum 1859 að Sýrnesi, fer með þeim að Sigluvík og er þar á manntali 1860, kemur með þeim að Hörgsdal 1861. Hann fer með þeim 1865 frá Hörgsdal og kemur með þeim frá Álftagerði að Laugaseli 1867 [Kb. Mýv.] og með foreldrum frá Laugaseli að Hörgsdal 1869 „ , 14, þeirra börn“ [Kb. Mýv.]. Albert er „ , 26, Ó, vinnumaður,“ í Garði við Mývatn 1880. Hann fer 1885 frá Hólsseli að Hrappstaðaseli ásamt konu sinni, sjá um þau þar, og flytja þau þaðan til Vesturheims 1889 [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Jónína Ingibjörg Jónsdóttir, f. 14. des. 1856 í Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Deyr 28. des. 1856 „ , úngbarn frá Hörgsdal, á 1ta mánuði, ekki fullburða“ [Kb. Skút.]. Jón Jónsson, f. 3. des. 1857 í Hörgsdal (skírður skemri skírn) [Kb. Skút.]. Dó 7. des. 1857 „ , úngbarn frá Hörgsdal á 1. viku“ [Kb. Mýv.]. Elín Sigurbjörg Jónsdóttir kemur með foreldrum að Hörgsdal 1861 „ , 2, Börn þeirra“, fer með þeim þaðan 1865 og kemur með þeim frá Álftagerði að Laugaseli 1867 [Kb. Mýv.] og að Hörgsdal 1869 „ , 10, þeirra börn“ [Kb. Mýv.]. Hún virðist fara að Kálfaströnd 1873, hún er þar „ , 14, tökubarn“ á manntali sóknarprests 31. des. 1873 og „ , 15, léttastúlka“ þar árið eftir [Sál. Mýv.]. Elín var fædd 20. júlí 1859 í Sýrnesi [Kb. Múl.], en fer með foreldrum árið eftir að Sigluvík. Hún kemur 1883 frá Hvarfi að Grænavatni, fer þaðan 1884 „á Hólsfjöll“ [Kb. Mýv.], þar sem hún giftist Jóni Jónassyni. Þau eru í Hrappstaðaseli 1885-1886, sjá þar, en fara þá að Nýjabæ á Hólsfjöllum. Þau fara til Vesturheims frá Þorvaldsstöðum í Vopnafirði 1889 ásamt Axel Ingimar syni þeirra [Kb. Hofss.] og [Vfskrá]. Sigurjón Jónsson, f. 12. ágúst 1864 í Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Hann fer með foreldrum sínum þaðan 1865 og kemur með þeim frá Álftagerði að Laugaseli 1867 [Kb. Mýv.] og að Hörgsdal 1869 „ , 5, þeirra börn,“ [Kb. Mýv.]. Hann virðist fara að Kálfaströnd 1873, hann er þar „ , 9, tökubarn“ í manntali


240

sóknarprests við árslok 1873 [Sál. Mýv.]. Um feril Sigurjóns veit ég næsta lítið, en hann fer með Árna bróður sínum, sjá hér næst á eftir, til Vesturheims frá Hólsseli 1887 „vinnumaður, 22“ [Vfskrá], [Kb. Fjall.]. Í [ÆSiÞ. bls. 34] segir svo: „ ... var Sigurjón faðir Þorvaldar Johnsons hins heimsfræga plöntusjúkdómafræðings, sem nýlega er látinn (sbr. Morgunblaðið 15. jan. 1980).“ Árni Jónsson kemur með foreldrum frá Laugaseli að Hörgsdal 1869 „ , 1, þeirra börn,“ og fer 1873 með móður sinni „ , 4, barn hennar,“ frá Hörgsdal að Arndísarstöðum [Kb. Mýv.]. Árni var fæddur í Laugaseli 11. jan. 1868 [Kb. Ein.]. Hann kemur inn í Svalbarðssókn með móður sinni og systur 1879 frá „ , Miðsamtúni að Litlusikluvík“ [Kb. Svalbs. (Glæs.)] og er á manntali á Meyjarhóli 1880 „ , 11, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1881 frá Meyjarhóli að Mýri í Bárðardal „ , ljettadrengur, 13,“. Árni kemur 1886 „ , v.m., frá Hrappstaðaseli að Hólseli“ og fer 1887 „ , 19, vm, frá Hólseli til Ameríku“ ásamt Sigurjóni bróður sínum [Kb. Fjall.], [Vfskrá].

Vandalausir í Hörgsdal á búi Jóns og Margrétar 1869-1873:

Sigríður Jónsdóttir er á fólkstali við árslok 1872 í Hörgsdal „ , 32, húskona“ [Sál. Mýv.] ásamt dóttur sinni, en hvorki árið áður né árið eftir. Sigríður var fædd 20. apríl 1840 og voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hión á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Hún eignaðist dótturina Margréti á Grímsstöðum á Fjöllum 1869, sjá hér næst á eftir, og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Sigríður giftist 5. júlí 1878 Sigurði Jónssyni, sjá um hann undir Stórás. Þau eru á manntali þar 1880 og í Vindbelg 1890. Sigríður er á manntali í Narfastaðaseli 1901 „húskona“; þar sögð skilin, þó þess sé ekki getið um Sigurð við manntal þ. á. á Kálfaströnd. Hún andaðist 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Sigríður Jónsdóttir

Margrét Sigvaldadóttir, dóttir Sigríðar hér næst á undan, er á fólkstali við árslok 1872 í Hörgsdal „ , 4, barn h.“, en hvorki árið á undan né árið á eftir. Margrét er fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“, eru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.]. [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir har, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Margrét er í Hörgsdal í tíð Metúsalems og Jakobínu 1884, sjá síðar. Margrét fylgir móður sinni alllengi, er með henni á manntali í Stórási 1880 og í Narfastaðaseli 1901 og fer þaðan að Engidal 1908. Hún var víða í hús- eða vinnumennsku.

1873 - 1876: Jónas Jónsson og Ingibjörg Sigurðardóttir Margrét Sigvaldadóttir

Jónas og Ingibjörg koma 1873 frá Bjarnastöðum í Mývatnssveit að Hörgsdal, eru þar á manntali sóknarprests 31. des. 1873, einnig 1874 og 1875 [Sál. Mýv.], en síðustu tvö árin búa Kristján og Kristbjörg á móti þeim, sjá hér neðar. Ingibjörg deyr 8. jan. 1876 og flytur Jónas þá burt með börn sín. Þetta kemur heim við manntalsbók þinggjalda.


241

Jónas var fæddur 17. jan. 1832 „hórgetinn“, voru foreldrar hans „Jón Jónsson giftur búandi á Skriðulandi og ógift stúlka Helga Sigmundsdóttir vinnukona í Skriðu“ [Kb. Múl.]. Jónas var hjá föður sínum og konu hans á manntali í Skriðulandi 1835 „ , 4, Ó, barn húsbóndans“ og á Ytrileikskálaá 1845. Hann kemur 1849 „ , 17, vinnumaður, frá Engidal að Garði“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850 „ , 18, Ó, vinnudrengur,“ einnig 1855 „ , 24, Ó vinnumaður,“ ásamt Emilíu dóttur sinni, og enn 1860, en þá er dóttir hans látin. Jónas eignaðist tvær dætur með Þórnýju Þorsteinsdóttur, Emilíu, f. 23. jan. 1852 í Garði, d. 21. mars 1858 [Kb. Mýv.] og Jakobínu, f. 24. apríl 1855 í Máskoti [Kb. Ein.]; er Þórný með hana á manntali á Helluvaði 1860. Þá eignuðust þau Jónas og Ingibjörg dótturina Björgu á Grænavatni fyrir hjónaband sitt. Ingibjörg var fædd 3. jan. 1834 og voru foreldrar „Sigurður Alexanderson á Hálsi í Fnjóskadal og Guðrún SímonarDóttir vinnukona á Einarsstöðum“ [Kb. Ein.]. Ingibjörg er með föður sínum á manntali í Grímshúsum 1835, kemur með honum 1841 að Skógarseli [Kb. Ein.] og er „ , 12, Ó, tökubarn,“ á Hálsi í Fnjóskadal 1845, þar sem faðir hennar er þá vinnumaður. Hún er „ , 16, Ó, léttastúlka,“ á Birningsstöðum í Hálssókn 1850, þar sem faðir hennar er þá enn vinnumaður, og vinnukona í húsi nr. 9 á Akureyri við manntalið 1855. Hún fer þaðan 1856 að Hólum í Reykjadal og þaðan 1858 að Skútustöðum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.] og er á manntali á Grænavatni 1860 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Jónas og Ingibjörg voru gefin saman 28. sept. 1863, þá bæði á Grænavatni. Þau eru á Árbakka 1864-1873, fyrstu þrjú árin á skrá yfir búlausa, en búa þar á móti Jóhannesi og Sigríði 1867-1873, sjá þar. Ingibjörg deyr 8. jan. 1876 „ , kona í Hörgdal, 44“ [Kb. Mýv.]. Skrá yfir burtvikna úr Mývatnsþingum vantar 1876, og næstu ár á eftir er hún gloppótt. - Jónas er á manntali í Hólsseli 1880 „ , 48, E, vinnumaður,“ og 1890 í Nýabæ „ , 59, E, húsmaður,“ ásamt ráðskonu. Hann deyr þar 18. apríl 1893 „húsmaður, ekkill, 60“ [Kb. Fjall.]. Sjá um Jónas og afkomendur þeirra Ingibjargar í [ÆÞ. VII, bls. 190-193].

Börn Jónasar og Ingibjargar í Hörgsdal 1873-1876:

Björg Jónasdóttir er á manntali sóknarprests í Hörgsdal 31. des. 1873 - 1875 [Sál. Mýv.]. Björg var fædd 2. jan. 1863 á Grænavatni, þar sem foreldrar hennar voru þá ógift vinnuhjú. Hún er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.] og á manntali í Garði 1880 „ , 17, Ó, léttastúlka,“. Fer þaðan 1882 að Hólsseli þar sem hún giftist 13. okt. þ. á. Albert Jónssyni (Jónssonar frá Hörgsdal); eru þau þá bæði vinnuhjú í Hólsseli [Kb. Fjall.]. Þau flytja þaðan 1885 að Hrappstaðaseli (sjá þar), þar sem þau búa til 1889 er þau fóru til Vesturheims með börn sín [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Sjá um Björgu og afkomendur þeirra Alberts í [ÆÞ. VII, bls. 190]. Jón Jónasson er á manntali sóknarprests í Hörgsdal 31. des. 1873-1875 [Sál. Mýv.]. Jón var fæddur 27. maí 1864, eru foreldrar hans þá „hjón í húsmensku á Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hann er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Jón er „ , 16, Ó, léttadrengur,“ á Grænavatni við manntalið 1880. Fer 1881 „ , 18, vinnum, frá Grænavatni að Hólsseli“ [Kb. Fjall.]. Jón kvæntist 1. febr.(?) 1885 Elínu Jónsdóttur, sjá hér nokkru ofar, þá bæði í Hólsseli, og flytur með henni það ár að Hrappstaðaseli (í [Kb. Fjall.] eru þau sögð fara í


242

Mývatnssveit). Þau fara frá Hrappstaðaseli að Nýjabæ á Hólsfjöllum 1886, en fara þaðan 1888 með son sinn að Mælifelli [Kb. Fjall.], en í [Kb. Hofss.] eru þau sögð koma þangað 1889, reyndar efst á blaði á því ári. Þau fara til Vesturheims frá Þorvaldsstöðum 1889 ásamt syni sínum Axel Ingimar [Kb. Hofss.] og [Vfskrá]. Jóns er getið sem Jóns Jónssonar Melsted í [Brot, bls. 223]. Er þar sagt að hann hafi kvænst Elínu „á sumardaginn fyrsta (23. apríl)“ 1885, kann svo að vera, því dagsetningin er ógreinileg í [Kb. Fjall.]. Sjá um Jón og afkomendur þeirra Elínar í [ÆÞ. VII, bls. 191-192]. Karolína Jónasdóttir er á manntali sóknarprests í Hörgsdal 31. des. 1873 (en ekki 1874) [Sál. Mýv.]. Karolína var fædd 22. des. 1866, eru foreldrar hennar þá enn „hjón í hússmennsku á Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hún er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Karolína og á manntali í Hólsseli 1880 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en húsmóðir þar er þá Karolína Jónsdóttir, hálfsystir föður hennar. Hún giftist Sigurði Þorsteinssyni 5. okt. 1885 og er með honum á manntali í Hólsseli 1890 „ , 23, G, kona hans,“. Sjá um Karolínu og afkomendur þeirra Sigurðar í [ÆÞ. I, bls. 380-384] og í [ÆÞ. VII, bls. 192]. Málfríður Jónasdóttir er á manntali sóknarprests í Hörgsdal 31. des. 18731875 [Sál. Mýv.]. Málfríður (stundum einnig ritað Málmfríður) var fædd 1. sept. 1869, eru foreldrar hennar þá „hjón á Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hún er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Á manntali sóknarprests 31. des. 1876 er Málfríður niðursetningur á Bjarnastöðum [Sál. Mýv.]. Hún er á manntali á Kálfaströnd 1880 „ , 10, Ó, sveitarbarn,“. Hún fer 1884 „ , 15, léttast, frá Hofstöðm á Hólsfjöll“ [Kb. Mýv.]. Hún giftist 1. jan. 1887 í Víðirhólskirkju, þá „vinnukona á Grímsstöðum 16 ára“ Eyjólfi Eyjólfssyni, sem þá er „vinnumaður á Grímsstöðum 43 ára“ [Kb. Fjall.] og eignast með honum 12. ágúst 1887 dótturina Jónasínu Ingibjörgu, sem deyr 7. sept. s. á. Aftur eignast þau Jónasínu Ingibjörgu 17. sept. 1888, þá húshjón í Nýjabæ. Málfríður deyr 21. apríl 1889 „kona Nýjabæ, 19, meinlæti“ [Kb. Fjall.]. Eyjólfur flytur 1889 með Jónasínu Ingibjörgu að Brú á Jökuldal [Kb. Fjall.], og kvænist hann þar að nýju 18. ágúst 1889 Jónínu Kristrúnu Ólafsdóttur, sem er 19 ára þegar þau flytja árið eftir að Gestreiðarstöðum. En Jónasína Ingibjörg deyr 20. júní 1889 sem „Jónasína Kristrún(!) Eyúlfsdóttir frá Grímsstöðm“ [Kb. Hoft.]. Málfríðar er ekki getið meðal barna Jónasar í [ÆÞ. VII, bls.190]. Sigurgeir Jónasson er á manntali sóknarprests í Hörgsdal 31. des. 1873-1875 [Sál. Mýv.]. Sigurgeir var fæddur 16. okt. 1872 á Árbakka. Fæðingu hans er ekki að finna í [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Hólsseli hjá föður sínum 1880 „ , 7, Ó, ómagi,“. Sjá um hann í [ÆÞ. VII, bls. 192-193].

Vandalausir í Hörgsdal á búi Jónasar og Ingibjargar 1873-1876:

Elísabet Eiríksdóttir kemur 1873 „ , 62, húskona,“ frá Bjarnastöðum (í Bárðardal) að Hörgsdal [Kb. Mýv.] og er á manntali sóknarprests í Hörgsdal 31. des. 1873 „ , 62, húskona“ [Sál. Mýv.], einnig 31. des. 1874. Þrátt fyrir þetta fer hún 1874 „ , 74, vk., frá Hörgsdal að Svartárkoti“ [Kb. Lund.] (aldur bersýnilega rangur, e. t. v. ártal einnig). Elísabet var fædd 3. ágúst 1811 á Þverá í Öxarfirði, voru foreldrar hennar Eiríkur Hallageirsson og Steinvör Árnadóttir [Kb. Skinn.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Þverá 1816, en 1835 er hún „ , 24, Ó, vinnukona“ í Garði í Kelduhverfi. Hún er 1840 á manntali í Hringveri „ , 30, Ó, ráðskona“ og er þar með henni ársgamall sonur hennar,


243

Sigurgeir föðurlaus. Elísabet var síðari kona Kristjáns Sigmundssonar, eignuðust þau soninn Sigvalda 14. ágúst 1843 [Kb. Grenj.], sem bjó m. a. í Víðaseli og Ystahvammi Þau eru á manntali á Hrauni í Aðaldal 1845 og 1850 og á Arnarvatni 1855 og 1860 á Gautlöndum, þar sem Kristján er „ , 64, G, baslar við sjálfan sig,“ en Elísabet „ , 50, G, kona hans, vinnukona,“. Flytja 1861 frá Gautlöndum að Lundarbrekku [Kb. Skút.]. Elísabet er á manntali í Ystahvammi hjá Sigvalda syni sínum 1890 „ , 80, E, móðir bóndans,“.

1874 - 1878: Finnbogadóttir

Kristján

Jónsson

og

Kristbjörg

Kristján og Kristbjörg eru á manntali sóknarprests í Hörgsdal 31. des. 18741877 ásamt börnum, fyrstu tvö árin búa þau á móti Jónasi og Ingibjörgu. Kristján er gjaldandi fyrir Hörgsdal í manntalsbók þinggjalda 1875-1878. Kristján var fæddur 17. jan. 1845 á Grænavatni [Reykj. bls. 447], sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Kristbjargar Kristjánsdóttur [Reykj. bls. 362]. Hann er með foreldrum sínum á manntali þar 1845, 1850 og 1855 og 1860 á Lundarbrekku „16, Ó, barn hans,“. Kristbjörg var fædd 1. mars 1838 í Skáney í Reykholtsdal, dóttir Finnboga Guðmundssonar og k. h. Guðrúnar Kristjánsdóttur [Reykj. bls. 447]. Hún er á manntali á Halldórsstöðum í Kinn 1845 „ , 8, Ó, tökubarn,“ og 1850 á Finnsstöðum hjá sama fólki „ , 12, Ó, fósturdóttir,“. Við manntalið 1860 er hún „ , 23, Ó, vinnukona,“ á Hvarfi. Kristján og Kristbjörg voru gefin saman 10. okt. 1865, hann „bóndi í Sandvík 20 ára“, hún „ljósmóðir í Sandvík 26 ára“ [Kb. Lund.], [Reykj. bls. 447]. Þau flytja frá Sandvík að Syðrafjalli 1868 og fara 1873 frá Sýrnesi að Haganesi, þar sem þau búa eitt ár [Sál. Mýv.]. Þau eru á manntali á Sveinsströnd 1880 ásamt fimm börnum sínum. Kristbjörg dó 10. apríl 1888 „ , húsfreyja á Litluströnd, 50“ [Kb. Mýv.]. Sjá um Kristján og Kristbjörgu og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 447-489]. Kristján bjó með ráðskonu sinni Halldóru Kristjánsdóttur, sjá um hana og börn þeirra í [Reykj. bls. 447 og 490-492]. Þau eru á manntali í Álftagerði 1901 ásamt fimm börnum. Kristján flytur 1912 „Til sona s., 66,“ frá Álftagerði á Húsavík [Kb. Mýv.]. Dó 2. jan. 1926 [Reykj. bls. 447].

Börn Kristjáns og Kristbjargar í Hörgsdal 1874-1878:

Jón Kristjánsson er með foreldrum sínum í Hörgsdal á manntali sóknarprests 31. des. 1876 og 1877 [Sál. Mýv.], en ekki 31. des. 1875. Jón var fæddur 20. des. 1866 í Sandvík [Reykj. bls. 448]. Hann flytur með foreldrum að Syðrafjalli 1868, en þegar foreldrar hans fara frá Sýrnesi 1873, er Jón sagður fara þaðan „að Svalbarði norður“ [Kb. Múl.]. Ekki hef ég fundið hans getið í [Kb. Svalb.]. Jón er með foreldrum sínum á manntali á Sveinsströnd 1880. Hann kvæntist 29. des. 1889 Guðrúnu Stefánsdóttur, þá er Jón „vinnum. Arnarvatni. 24“ en Guðrún „húskona á Arnarvatni 27“ [Kb. Mýv.]. Þau eru þar á manntali 1890, en 1901 í Álftagerði, þar sem Jón er húsmaður, en faðir hans bóndi. Þau

Kristján Jónsson


244

eru á Gautlöndum á manntali 1910, þar er Jón sagður „HUMA“ (= húsmaður). Þau búa á Bjarnastöðum 1911-1913. Eru í húsmennsku á Skútustöðum við manntalið 1920. Jón og Guðrún eru á manntali á Geirastöðum hjá Kristbjörgu dóttur sinni 1930, þar deyr Jón 23. okt. 1931 „ , húsm. Geirastöðum, 64, lungnabólga ofl.“ [Kb. Mýv.]. Guðrún deyr 9. mars 1952 [Reykj. bls. 448]. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [Skú. bls. 128-129] og [Reykj. bls. 448458]. Benedikt Finnbogi Kristjánsson er með foreldrum sínum í Hörgsdal á manntali sóknarprests 31. des. 1874-1877 [Sál. Mýv.]. Benedikt Finnbogi var fæddur 2. febr. 1869 á Syðra-Fjalli [Reykj. bls. 459]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali á Sveinsströnd 1880. Benedikt var lengi bóndi á Arnarvatni. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [Reykj. bls.459-460] og [Skú. bls. 129-130]. Hann andaðist 7. júní 1935 „ , bóndi, Arnarvatni, 66, 117. Lungnabólga“ [Kb. Mýv.].

Benedikt Finnbogi Kristjánsson

Guðmundur Aðalsteinn Kristjánsson er með foreldrum sínum á manntali sóknarprests í Hörgsdal 31. des. 1874-1877 [Sál. Mýv.]. Guðmundur Aðalsteinn var fæddur 6. jan. 1872 í Sýrnesi [Reykj. bls. 477]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali á Sveinsströnd 1880. Hann var lengi kaupmaður á Húsavík, dó þar 10. okt 1921. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [Reykj. bls. 477-482]. Guðrún Valgerður Kristjánsdóttir er með foreldrum sínum í Hörgsdal á manntali sóknarprests 31. des. 1874-1877 [Sál. Mýv.]. Guðrún Valgerður var fædd 5. des. 1873 í Haganesi [Reykj. bls. 483]. Hún er með foreldrum og systkinum á manntali á Sveinsströnd 1880. Hún giftist Ingvari Eymundssyni Ísdal 11. jan. 1908 og var húsfreyja á Seyðisfirði og í Reykjavík þar sem hún lést 18. okt. 1924. Sjá um hana og afkomendur í [Reykj. bls. 483-488].

Guðmundur Aðalsteinn Kristjánsson

Páll Kristjánson, f. 13. júlí 1876 í Hörgsdal [Reykj. bls. 489]. Hann er þar með foreldrum sínum á manntali sóknarprests 31. des. 1876 og 1877 [Sál. Mýv.]. Páll er með foreldrum og systkinum á manntali á Sveinsströnd 1880. Páll var kaupmaður á Húsavík og í Reykjavík þar sem hann lést 18. okt. 1968. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [Reykj. bls. 489].

1878 - 1879: Stefánsdóttir)

Jóhannes Friðriksson (og Hólmfríður

Jóhannes er gjaldandi í Hörgsdal í manntalsbók þinggjalda 1879, en hvorki árið áður né næsta ár. Ekkert sálnaregistur er í Mývatnsþingum 1878-1880, hef ég því ekki aðra líklegri frambjóðendur í þetta sæti en þau hjón. En hvergi er getið um að Hólmfríður hafi verið þar einnig.

Guðrún Valgerður Kristjánsdóttir

Jóhannes var fæddur 19. mars 1853 á Sveinsströnd, sonur hjónanna Friðriks Árnasonar og Guðrúnar Árnadóttur [Kb. Skút.]. Hann er með foreldrum á manntali þar 1855 og 1860. Hólmfríður var fædd 8. júlí 1851 í Víðirholti (síðar Stafnsholti), þríburi, dóttir hjónanna Stefáns Björnssonar og Hólmfríðar Jóhannesdóttur [Kb. Skút.]. Hún flytur með foreldrum sínum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.], þar sem hún er með þeim og 8 systkinum á manntali 1860. Hólmfríður fer 1866 „ , 15, vinnust.“ frá Halldórsstöðum í Reykjadal að

Hólmfríður Stefánsdóttir


245

Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Helg.] og 1871 frá Grenjaðarstað að Skútustöðum [Kb. Grenj.] Jóhannes og Hólmfríður voru gefin saman 25. okt. 1876 [Kb. Mýv.], þá bæði í vinnumennsku á Sveinsströnd. Þau eru „hjón á Sveinsströnd“ við fæðingu dótturinnar Hólmfríðar Friðriku 17. júní 1877. Líklega eru þau í Hörgsdal 1878-79 en fara að Einarsstöðum í Reykjadal 1879 (með Meth. Magnússyni), en koma þaðan aftur 1880 [Kb. Ein.] og eru þ. á. á manntali á Skútustöðum. Þau búa á Sveinsströnd við manntölin 1890 og 1901, en 1910 er Hólmfríður húskona í Haganesi, en Jóhannes vinnumaður á Gautlöndum. Jóhannes og Hólmfríður eru hjá Árna syni sínum á Bjarnastöðum, hún frá 1913-1918 og 1921-1922, hann frá 1915-1922 [Sál. Mýv.], sjá nánar undir Bjarnastaðir. Hólmfríður er á manntali í Ási 1930 „móðir húsfreyju“ og deyr þar 9. jan. 1932, sjá [ÆÞ. VII, bls. 258]. Jóhannes dó 14. júlí 1929 á Arnarvatni „ , f.v. bóndi Sveinsstönd. 75, Ellihr.“ [Kb. Mýv.]. Sjá um hann og afkomendur þeirra Hólmfríðar í [ÆÞ. V, bls. 87-91].

Dóttir Jóhannesar og Hólmfríðar, líklega í Hörgsdal 1878-1879:

(Hólmfríður Friðrika Jóhannesdóttir. Ætla má, að Hólmfríður hafi verið með foreldrum sínum í Hörgsdal þetta ár, hún fer með þeim að Einarsstöðum 1879. Hólmfríður var fædd 17. júní 1877, voru foreldrar hennar þá „hjón á Sveinsströnd“ [Kb. Mýv.]. Hún kemur með foreldrum sínum frá „Einarsstöðum til Mývatns“ 1880 [Kb. Ein.] og er á manntali á Skútustöðum með foreldrum þ. á. „ , 3, Ó, barn þeirra,“. Dó þar 12. des. 1880 „Barn á Skútustöðum, 3.“ [Kb. Mýv.].) 1879 - 1883:

Árni Flóventsson og Kristjana Helgadóttir

Árni og Kristjana búa þessi fjögur ár í Hörgsdal á móti Jónatan og Kristínu, er Árni gjaldandi í manntalsbók þinggjalda fyrir Hörgsdal á móti Jónatan 18801883. Þau flytja frá Hörgsdal í Stórás 1883 [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.] ásamt tveim sonum sínum. Sjá um þau hjón og börn þeirra hér nokkru neðar, er þau búa öðru sinni í Hörgsdal frá 1885.

Skyldmenni Árna og Kristjönu í Hörgsdal 1879-1883:

Guðfinna Guðlögsdóttir er á manntali í Hörgsdal 1880 „ , 49, E, móðir konunnar,“. Hún er þar einnig í fólkstölubók fyrir Mývatnsþingaprk. við húsvitjun í des. 1881 og 1882 [Sál. Mýv.]. Guðfinna var fædd 3. nóv. 1830, dóttir Guðlögs Kobeinssonar og Kristínar Helgadóttur, sem þá voru „hión búandi að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er á manntali í Álftagerði 1835 með foreldrum og níu systkinum, einnig þar 1840 „ , 10, Ó, þeirra barn, lagt af hrepp“ og 1845 með foreldrum og fjórum systkinum „ , 16, Ó, þeirra barn,“ og 1850 með foreldrum og þrem systkinum. Guðfinna „frá Álptagerði 20 ára“ giftist 26. júní 1850 Helga Ásmundssyni, frá Vogum 21 árs“ [Kb. Mýv.]; virðist þessi gifting hafa farið fram hjá Jónasi hreppstjóra á Grænavatni, sem tekur manntalið 1. okt. 1850, en þá eru þau bæði talin ógift heima hjá foreldrum!! Þau eru á manntali í Vogum 1855 og 1860. Helgi andaðist 26. júlí 1866 „Bóndi frá Vogum, 37, Dáinn úr sömu veiki“ (þ. e.


246

taugaveiki) [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 52] en Guðfinna 24. des. 1917 „Ekkja á vegum barna sinna í Stafnsholti, 87, Flutt dáin frá Stafnsholti að Rhlíð jarðsungin þar. Frændmörg í Mývatnssveit. Bjó áður í Vogum. Maður hennar áður grafinn að Rhlíð. Dauðamein hennar ellihrumleiki?“ [Kb. Mýv.]. Hjálmar Helgason, bróðir Kristjönu húsfreyju, er á manntali í Hörgsdal 1880 „ , 15, Ó, léttadrengur,“. Hann er „ , vinnumaður, 18,“ í Hörgsdal í fólkstölubók fyrir Mývatnsþingaprk. við húsvitjun í des. 1881, en ekki árið eftir. Hjálmar var fæddur 4. okt. 1864, sonur Helga Ásmundssonar og Guðfinnu hér næst á undan [Skú. bls. 55]. Hjálmar kvæntist Ingibjörgu Sigmundsdóttur og fóru þau til Vesturheims frá Ekru í Hjaltastaðahr. 1901 með fjórum börnum [Vfskrá]. Guðný Helgadóttir, systir Kristjönu húsfreyju, fer 1880 „ , 18, vinnuk.,“ frá Hörgsdal að Sigurðarstöðum [Kb. Lund.], þar sem hún er á manntali þ. á. Guðný var fædd í Vogum 9. apríl 1862, dóttir Helga Ásmundssonar og Guðfinnu hér rétt ofar [Kb. Mýv.], sbr. einnig [Skú. bls. 55]. Guðný giftist Jóni Jónssyni frá Hofstöðum 23. júlí 1886, er Guðný þá „húskona í Reykjahl. 24 ára“ en Jón „vinnumaður Reykjahlíð 33 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau bjuggu í Stafnsholti og eru þar á manntali 1890 með tveim sonum sínum og 1920 ásamt fjórum börnum, en þá er Helgi sonur þeirra tekinn við búsforráðum. Guðný andaðist 18. apríl 1939, sjá [Skú. bls. 55].

1879 - 1884: (í 2. sinn)

Jónatan Jónsson og Kristín Tómasdóttir

Jónatan og Kristín búa árin 1879-1883 í Hörgsdal á móti Árna og Kristjönu skv. manntalsbók þinggjalda. Þau eru þar einnig á skrá yfir búlausa 1883-1884, líklega í húsmennsku hjá Metúsalem og Jakobínu. Þó er Jónatan sagður bóndi í fólkstali við árslok 1883 og talinn á undan Metúsalem. Flytja 1884 „Frá Hörgsdal í Stafnsholt“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Sjá um Jónatan og Kristínu hér nokkru ofar, er þau búa í Hörgsdal 1864-1873. Þau Jónatan og Kristín eru fyrsta árið í Stafnsholti í húsmennsku hjá Jóni Gottskálkssyni og Nýbjörgu, en 1885 kemur Jóhannes sonur þeirra þangað og tekur þar við búi og flytja þau með honum 1888 að Litlutjörnum [Kb. Ein.], þar sem þau eru á manntali 1890. Þaðan flytja þau í Sigluvík 1895. Þar deyr Kristín 24. maí 1898 „ , 72, gipt og búlaus í Sigluvík.“ en Jónatan deyr 28 nóv. 1909 „ , 82, Gamalmenni í Sigluvík“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Sjá nánar um Jónatan og Kristínu og börn þeirra í [ÆSiÞ. bls.29-32].

Börn Jónatans og Kristínar í Hörgsdal 1879-1884:

Sigurbjörg Jónatansdóttir er í Hörgsdal við húsvitjun í des. 1882 „ , 1/2 vinnukona“ [Sál. Mýv.], en hvorki árið á undan né árið á eftir, hún kemur 1882 „ , 26, 1/2 vinnuk, frá Kálfborgará að 1/2 í Hörgsdal“ en fer 1883 „frá Kálfborgará í Reykjahlíð“ [Kb. Mýv.]. Skv. [Kb. Lund.] fer hún 1882 „ , 29, vinnukona frá Kálfborgará í Reykjadal“. Sigurbjörg var fædd 20. ágúst 1853 í Hörgsdal [Kb. Skút.], sjá um hana hér nokkru ofar í fyrri búskapartíð Jónatans og Kristínar í Hörgsdal 1864-1873. Hún fer 1886 „ , 33, vinnukona, frá Kálfborgará að Hjalla“ [Kb. Lund.] en er 1890 á viðaukaskrá A á manntali á Litlutjörnum. Sigurbjörg giftist 26. júní 1892 Jóni Sigurðssyni, sem þá er

Sigurbjörg Jónatansdóttir


247

„húsmaður í Narfastaðaseli, 44 ára“ [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali í Skógum í Nessókn 1901, þar sem Sigurbjörg er „hjú, 51,“ en Jón „leigjandi, landbúnaður, 54,“ er Kristjana dóttir þeirra talin hjá Sigurbjörgu. Sigurbjörg dó 29. apríl 1910 „ekkja frá Yztahvammi, 59, Gröptur í kjálkunum“ [Kb. Grenj.]. Aldur stendur ekki nákvæmlega heima. Kristjana Ingibjörg Jónatansdóttir er með foreldrum sínum á manntali í Hörgsdal 1880 „ , 13, Ó, þeirra barn,“. Eftir fermingu 1881 fer hún þ. á. „ , 15, léttastúlka, Frá Skútustöðum að Þóroddsstað í Kinn“ (með presti) og kemur 1882 „ , 17, vstúlka, frá Þóroddsstað í Geirastaði“ [Kb Mýv.]. Hún er á fólkstali í Hörgsdal við árslok 1883 „ , dóttir þra, 18“ [Sál. Mýv.]. Hún fer með foreldrum að Stafnsholti 1884 „ , 18, börn þra“ [Kb. Mýv.]. Ekki ber því saman við [Kb. Ein.], þar segir að hún komi 1885 frá Stórási að Stafnsholti. Kristjana Ingibjörg var fædd 9. des. 1866 í Hörgsdal [Kb. Skút.], sjá um hana í fyrri búskapartíð foreldra hennar í Hörgsdal 1864-1873. Hún flytur 1888 frá Stafnsholti að Stóru Reykjum [Kb. Ein.]. Á manntali á Litlutjörnum 1890 „ , systir bónda“, þ. e. Jóhannesar. Kristjana Ingibjörg giftist Albert Kristjánssyni 4. nóv. 1895, eru þau á manntali á Ytri Varðgjá 1901 ásamt fjórum sonum. Þau bjuggu í Hallandsnesi 1920-1930, sjá [Svalb. bls. 178-179], einnig lítið eitt í [ÆSiÞ. bls. 31]. Kristjana dó 21. febr. 1936 [Svalb. bls. 179]. Jónatan Jónatansson er með foreldrum sínum á manntali í Hörgsdal 1880 „ , 11, Ó, barn þeirra,“ og er þar við húsvitjun í árslok 1881 og 1882 [Sál. Mýv.], en í fólkstali 31. des. 1883 er hann „ljettadr., 15“ á Gautlöndum [Sál. Mýv.]. Hann fer með foreldrum frá Hörgsdal að Stafnsholti 1884 „ , 15, börn þra“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Jónatan var fæddur 25. sept. 1869 í Hörgsdal [Kb. Mýv.], sjá um hann í fyrri búskapartíð foreldra hans í Hörgsdal 1864-1873. Hann flytur frá Stafnsholti með foreldrum sínum og bróður 1888 að Litlutjörnum [Kb. Ein.]. Fer þaðan 1890 til Akureyrar „ , 21, bóndason“ og er hann þar á viðaukaskrá A á manntalinu 1890 „ , 21, Ó, smíðapiltur,“, en ekki sagt hvar. Hann fer frá Litlutjörnum að Sigluvík með Jóhannesi og foreldrum 1895 „ , 24, bókbindari,“ [Kb. Glæs. (Svalb.)]. Jónatan er á manntali í Sigluvík 1901 „ , húsbóndi, bókbindari, skósmiður, sjómaður“ ásamt Kristjönu Bjarnadóttur konu sinni og þrem börnum þeirra.

1883 - 1885: Metúsalem Guðmundsson og Jakobína Jónína Jónsdóttir Metúsalem og Jakobína eru í Hörgsdal á fólkstali í árslok 1883, eru þau talin næst á eftir Jónatan og fjölskyldu. Síðara árið eru þau talin á undan Árna Sveinssyni og Guðfinnu á fólkstalinu. Í manntalsbók þinggjalda er Metúsalem talinn eini bóndinn þessi tvö ár, en bæði Jónatan og Árni eru þar á skrá yfir búlausa. En Jakobína og Guðfinna voru systur. Metúsalem var fæddur 27. febr. 1847, voru foreldrar hans Guðmundur Tómasson og Kristín Jónsdóttir, sem þá eru „hión á Kálfaströnd“ [Kb. Skút.]. Hann er á manntali með foreldrum á Kálfaströnd 1850 og 1855 en við manntalið 1860 er hann „ , 14, Ó, léttadrengur,“ í Stafni. Jakobína Jónína var fædd 26. ágúst 1845, voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir, sem þá voru „hión á Hofsstöðum“ [Kb. Reykj.]. Hún er með foreldrum á manntali á Hofsstöðum fæðingarárið, en 1850 á Helluvaði, en 1855 og 1860 aftur á Hofsstöðum í stórum systkinahópi.

Kristjana Ingibjörg Jónatansdóttir


248

Metúsalem og Jakobína voru gefin saman 11. okt. 1874, þá bæði á Grímsstöðum [Kb. Mýv.]. Þau eignast andvana barn 14. ágúst 1878, þá „húsmennskuhjón Arnarvatni“ [Kb. Mýv.]. Við manntalið 1880 eru þau í húsmennsku á Stöng. Metúsalem og Jakobína eignast soninn Kjartan 10. ágúst 1886, þá „húshjón Ytri Neslöndum“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Álftagerði 1890 ásamt Kjartani, þar sem Metúsalem er „ , 43, G, húsbóndi, bóndi,“ en flytja 1892 „ , bóndi, 45“ og „ , kona hans, 47, Frá Álptagerði í Litlureyki“ [Kb. Mýv.]. Metúsalem og Jakobína fóru til Vesturheims frá Litlu-Reykjum með Kjartan son sinn 1893 [Vfskrá]. Jakobína deyr í Skörðum 8. maí 1918 [Laxd. bls. 67]. Metúsalems og Jakobínu er getið í [JakH. bls. 58-60 og 62].

Sonur Metúsalems og Jakobínu í Hörgsdal 1883:

Karl Metúsalemsson, f. 6. ágúst 1883 í Hörgsdal. Dó 20. sept. 1883 „ , ungbarn frá Hörgsdal, 1 mán“ [Kb. Mýv.].

„Vandalaus“ skyldmenni Metúsalems og Jakobínu í Hörgsdal 1884-1885:

Árni Sveinsson, mágur Jakobínu húsfreyju, er í Hörgsdal, ásamt Guðfinnu konu sinni, systur Jakobínu, á fólkstali við árslok 1884 „bóndi, 39“ [Sál. Mýv.]. En í manntalsbók þinggjalda er hann á skrá yfir búlausa, virðast þau vera þar í húsmennsku, þó svona sé til orða tekið í fólkstalinu. Árni fer ásamt fjölskyldu að Stórási 1885 [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.]. Árni var fæddur 14. jan. 1847 á Daðastöðum, sonur Sveins Jóelssonar og Bóthildar Jóhannesdóttur [Kb. Ein.]. Árni flytur 12 ára með foreldrum að Bjarnastöðum í Bárðardal 1858 [Kb. Lund.], [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 14, Ó, vinnupiltur,“. Hann er víða í vinnumennsku, kemur 1868 „ , 22, vinnumaður, frá Sigríðarstöðum að Stóruvöllum“, er á manntali á Ljósavatni 1880 „ , 33, Ó, vinnumaður,“ og fer frá Halldórsstöðum í Bárðardal 1883 „ , 36, vinnum,“ að Vindbelg [Kb. Lund.]. Árni kvæntist Guðfinnu Jónsdóttur, sjá hér næst á eftir, 30. apríl 1884, hann er þá „húsmað(ur) í Vindbelg, 38 ára“ en hún „vinnuk. í Vindbelg, 33 ára“ [Kb. Mýv.]. - Þau flytja frá Stórási að Hjalla 1888 [Kb. Lund.] og eru þar á manntali 1890, en síðar bjuggu þau á Vaði og eru þar búandi á manntali 1901 og 1910. Þau eru á manntali á Vaði 1920 og 1930, hvort á sínu búi sona þeirra Karls og Vésteins. Sjá einnig [Bybú bls. 428]. Guðfinna Jónsdóttir, systir Jakobínu húsfreyju, kona Árna hér næst á undan, er með honum í Hörgsdal á fólkstali við árslok 1884 „hs. kona, 34“ [Sál Mýv.]. Hún fer með Árna og börnum að Stórási 1885. Guðfinna var fædd 4. maí 1851, dóttir Jóns Tómassonar og Steinunnar Jónsdóttur, sem þá voru „hjón á Helluvaði“ [Kb. Skút.], [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali á Hofsstöðum 1855 með foreldrum og sex systkinum og 1860 hjá foreldrum og fimm systkinum.

Guðfinna Jónsdóttir


249

Guðfinna eignaðist soninn Tómas fyrir giftingu með Sigurgeir bónda Jónssyni í Víðum. Sjá [Laxd. bls. 67]. Hún andaðist 8. okt. 1937 [Laxd. bls. 67]. Tómas Sigurgeirsson, systursonur Jakobínu húsfreyju, sonur Guðfinnu hér næst á undan, er á fólkstali í Hörgsdal með Árna og Guðfinnu við árslok 1884 „hennar barn, 5“ [Sál. Mýv.]. Hann fer með þeim þaðan í Stórás 1885 [Kb.Mýv.], [Kb. Lund.]. Tómas var fæddur í Víðum 19. okt. 1880, sonur Sigureirs Jónssonar bónda þar og ofannefndar Guðfinnu Jónsdóttur [Laxd. bls. 100]. Fer með móður sinni og stjúpa að Hjalla 1888, en er hjá föður sínum í Víðum við manntalið 1890 „ , 10, Ó, sonur bónda,“. Tómas kvæntist Guðnýju Erlendsdóttur frá Brettingsstöðum. Þau bjuggu á Þóroddsstað, Ljótsstöðum, Holtakoti og þá 16 ár á Brettingsstöðum. Sjá nánar um Tómas í [Laxd. bls. 100101]. Hann andaðist á Akureyri 26. sept. 1961. Tómas Sigurgeirsson

Karl Árnason, systursonur Jakobínu húsfreyju, sonur Árna og Guðfinnu hér rétt ofar, fæddur 2. sept. 1884 , eru foreldrar hans þá sögð „hjón Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Hann fer með þeim að Stórási 1885 „ , 1, sonur þr,“ [Kb. Lund.]. Karl fer með foreldrum að Hjalla 1888 og er með þeim þar á manntali 1890, en fór síðan með þeim að Vaði og bjó þar lengi eftir að þau hættu búskap. Margrét Sigvaldadóttir, systurdóttir Jakobínu húsfreyju og Guðfinnu Jónsdóttur hér nokkru ofar, er í Hörgsdal á fólkstali við árslok 1884 „ , ljettast, 15,“ [Sál. Mýv.], en ekki árið á undan. Hún fer þaðan 1884 í Víða [Kb. Mýv.], en [Kb. Ein.] segir hana koma 1885 „ , 16, vinnukona, Frá Hörgsdal að Víðum“; er það í betra samræmi við sálnaregistrið. Margrét er í Hörgsdal með móður sinni í búskaparatíð Jóns og Margrétar, sjá um hana hér ofar. Hún kemur við sögu á mörgum heiðarbýlum. Jón Sigurðsson, systursonur Jakobínu húsfreyju og Guðfinnu hér nokkru ofar, hálfbróðir Margrétar hér næst á undan, er í Hörgsdal á fólkstali við árslok 1884 „niðursetn, 4“ [Sál. Mýv.], en hvorki árið á undan né árið á eftir. Jón var fæddur á Árbakka 23. ágúst 1881, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar (frá Víðum) og Sigríðar Jónsdóttur (frá Hofstöðum) [Kb. Mýv.] og er með foreldrum þar á fólkstali í des. 1881, en í Álftagerði 1882 og 1883 [Sál. Mýv.]. Ekki hefur mér tekist að finna andlát Jóns í [Kb. Mýv.] né [Kb. Ein.], né hvað um hann varð. En þess er getið hjá móður hans við manntalið 1901, að eitt hjónabandsbarn hennar sé dáið, getur það naumast verið annað en Jón.

1885 - 1914: Árni Helgadóttir (í 2. sinn)

Flóventsson

og

Kristjana

Árni og Kristjana koma 1885 frá Stórási aftur að Hörgsdal [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.] og búa þar uns Árni deyr 1914. Árni er gjaldandi í Hörgsdal í manntalsbók þinggjalda 1886-1899, en þá endar bókin. Getið er þar Benidikts Björnssonar 1886 og Ásmundar Helgasonar 1888, báðir á skrá yfir búlausa. Árni var fæddur 28. júlí 1851 á Syðrileikskálá, sonur Flóvents Jónassonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, sem þar voru þá „hjón búandi“ [Kb. Þór.]. Árni er þar með þeim á manntali 1860. Kristjana var fædd 3. mars 1856 í Vogum, dóttir hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali þar með foreldrum sínum 1860. Sjá um hana og börn þeirra Árna í [Skú. bls. 53-54].

Karl Árnason


250

Árni og Kristjana, þá í húsmennsku í Skógum, voru gefin saman 5. júlí 1877 [Kb. Múlaprk.]. Þau flytja frá Skógum að Skútustöðum 1878 [Kb. Mýv.], [Kb. Ness.] og eru á manntali í Hörgsdal 1880. Eftir búsetu í Stórási bjuggu þau í Hörgsdal frá 1885 þar til Árni andaðist 29. okt. 1914 „ , bóndi Hörgsdal, 63, hjartasjúkdómur, jarðs. heima með leyfi“ [Kb. Mýv.]. Kristjana dó 30. des. 1936 „ , húsfr. Hörgsdal, 80, ( . . ) Krabbamein í munni“ [Kb. Mýv.].

Börn Árna og Kristjönu í Hörgsdal 1879-1883 og 1885-1914: Helgi Árnason, f. 6. apríl 1878 í Skógum [Kb. Múlaprk.], kemur með foreldrum sínum frá Skógum að Skútustöðum 1878 [Kb. Mýv.] og er á manntali í Hörgsdal 1880. Fer með foreldrum frá Hörgsdal í Stórás 1883 og kemur með þeim aftur að Hörgsdal 1885, þar sem hann átti heima til æviloka. Sjá hér neðar og í [Skú. bls. 53]. Kristján Árnason, f. 3. des. 1880 í Hörgsdal, fer með foreldrum þaðan að Stórási 1883 „ , 2, börn þra“ [Kb. Lund.]. Hann andaðist í Stórási 26. júlí 1884 „ , barn í Stóraási, 3,“ [Kb. Lund.]. Kristján Árnason, f. 22. júní 1885 í Hörgsdal, d. 30. júní 1885 „ungbarn frá Hörgsdal, 1 vika“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 53]. Guðrún Árnadóttir, f. 7. nóv. 1890 í Hörgsdal [Skú. bls. 53]. Guðrún er á aðalmanntali í Hörgsdal 1901 og 1910 og á manntali sóknarpr. 31. des. 18901913. Hún fer 1914 „ , bóndad., 24,“ frá Hörgsdal að Svartárkoti [Kb. Mýv.]. Guðrún giftist 23. júní 1914 Snæbirni Þórðarsyni frá Svartárkoti, bjuggu þau þar fyrst en síðar á Ásláksstöðum í Kræklingahlíð, sjá um þau og afkomendur þeirra í [Skú. bls. 53-54] og í [ÆÞ. I, bls. 360-361].

Vandalausir í búskapartíð Árna og Kristjönu í Hörgsdal 1885-1914:

Kristjana Sigurveig Sigurbjarnardóttir kemur 1885 „ , vkona“ með Árna og Kristjönu frá Stórási í Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Hún er í Hörgsdal á aðalmanntölum og í árlegum manntölum sóknarprests við árslok 1885 og 1888 til 1913 [Sál, Mýv.]. Ekki er hennar þó getið meðal burtvikinna úr Lundarbrekkusókn um 1885 og er hún sögð í Stórási á fólkstali við nýár 1885, 1886 og 1887. Hún flytur 1914 „ , v. k., 60,“ frá Hörgsdal að Svartárkoti [Kb. Mýv.] (með Guðrúnu hér næst á undan). Kristjana var fædd 20. des. 1854, dóttir hjónanna Sigurbjarnar Kristjánssonar og Vigdísar Ísleifsdóttur, sem þá eru „búandi hjón á Grjótárgerði“ [Kb. Lund.]. Er með foreldrum á manntali í Grjótárgerði 1855 og 1860 og fer með þeim að Stórási 1872. Þar er hún með þeim á manntali 1880 og í fólkstali til og með nýári 1887 eins og áður segir. Hún er á manntali í Hörgsdal 1890, 1901 og 1910, vinnukona. Hún er á manntali í Svartárkoti 1930 „ , prjónakona ( .. ), Ó,“ sögð blind í aths. (Kristjana, þá í Hörgsdal, eignaðist soninn Aðalgeir, f. 20. des. 1892, með Kristjáni Jónssyni á Stöng, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 195-212] og um Aðalgeir í [Skú. bls. 33]. En í [Kb. Mýv.] er samviskusamlega bókað að móðir Aðalgeirs sé „Jóhanna Sigurbjörnsd. vinnuk. Hörgsdal (33 ára)“ !!). Sjá aths. hjá Jóhönnu hér nokkru neðar. Kristjana flytur 1932 „þurfak, 78,“ úr Svartárkoti í Bjarnastaði [Kb. Mýv.]. Hún lést þar 28. júní 1937 „ , framfærsluk.


251

Bjarnastöðum, 82, Ellihrumleiki. Lundarbrekku“ [Kb. Mýv.].

Dáin að Bjarnastöðum, jarðsungin að

Benidikt Björnsson er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1885 „bóndi, 35“ [Sál. Mýv.]. Þar sem hann er á skrá yfir búlausa í manntalsbók þinggjalda 1886, virðist hann hafa verið þar í húsmennsku, þó svona sé til orða tekið í fólkstalinu. Hann er einungis þetta eina ár í Hörgsdal skv. manntalsbókinni. Benidikt var fæddur 11. maí 1852, voru foreldrar hans Björn Bjarnason og Sigríður Jónsdóttir, sem þá voru „hjón á Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Benidikt er með foreldrum sínum og tveim systrum á manntali á Tjörn í Aðaldal 1855 og með tveim systkinum á manntali í Hrauney 1860. Er í Álftagerði á manntali sóknarpr. 31. des. 1875 „ , 24, vinnum“ [Sál, Mýv.]. Hann er á manntali í Vogum 1880 „ , 28, Ó, vinnumaður,“. Fer 1882 „ , 30, vmðr“ úr Mývatnssveit að Grenjaðarstað [Kb. Grenj.]. Benidikt kvæntist Þorbjörgu Sigurðardóttur, sjá hér næst á eftir, 9. maí 1883, þá bæði í vinnumennsku á Grenjaðarstað [Kb. Grenj.]. Þau fara þaðan 1883, ásamt Ingibjörgu, að Vogum [Kb. Mýv.], [Kb. Grenj.]. Benidikt og Þorbjörg eru á manntali í Brekku 1890, ásamt Ingibjörgu, og 1901 á Hóli á Húsavík, þar sem Benidikt er „ , húsbóndi, daglaunamaður, vefari, 49,“.

Benidikt Björnsson

Þorbjörg Jónína Sigurðardóttir, kona Benidikts hér næst á undan, er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1885 „húsfr. 23“ [Sál. Mýv.]. Þorbjörg var fædd 2. nóv. 1863, voru foreldrar hennar Sigurður Magnússon og Ingibjörg Agatha Einarsdóttir „ , búandi eginhjón á Hólum í Laxárdal“ [Kb. Grenj.]. Þorbjörg missti föður sinn rúmlega tveggja ára. Hún er á manntali í Vogum hjá móður sinni 1880 „ , 16, Ó, léttastúlka,“ en fer með henni og mannsefni sínu 1882 að Grenjaðarstað, þar sem hún giftist 9. maí 1883 eins og áður segir. Ingibjörg Agatha Einarsdóttir, móðir Þorbjargar hér næst á undan, er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1885 „móð konu, 56“ [Sál. Mýv.]. Ingibjörg Agatha var fædd 6. mars 1830, voru foreldrar hennar Einar Sigmundsson og Guðrún Bergþórsdóttir „hión á Litlutungu“ [Kb. Lund.]. Hún er þar með þeim á manntali 1835 en 1840 á Ljótsstöðum. Árið 1845 er hún „ , 16, Ó, vinnukona ,“ á 1. búi á Stórulaugum, en foreldrar hennar eru þá þar á 2. búi. Hún giftist Sigurði Magnússyni 1848 [Laxd. bls. 46] og eru þau á manntali á Ljótsstöðum 1850, en 1855 og 1860 í Hólum í L. Sigurður andaðist 25. jan. 1866 „ , bóndi frá Hólum, 45 ára,“ [Kb. Grenj.] og býr Ingibjörg í Hólum til 1867 [Laxd. bls. 47]. Ingibjörg er á manntali í Vogum 1880 „ , 50, E, vinnukona,“. Hún fer með dóttur sinni og tilvonandi tengdasyni að Grenjaðarstað 1882 og aftur að Vogum 1883 [Kb. Grenj.], [Kb. Mýv.]. Hún er með Benidikt og Þorbjörgu á manntali í Brekku 1890. Ingibjörg lést 10. júní 1899 á Hóli á Húsavík [Laxd. bls. 46]. Sjá einnig þar um lítið barnalán hennar. Tryggvi Björnsson, bróðir Benidikts hér litlu ofar, er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1885 „ljettadr, 14“ [Sál. Mýv.]. Tryggvi var fæddur 17. okt. 1872, voru foreldrar hans Björn Bjarnason og Sigríður Jónsdóttir, sem þá voru „hjón í Hrauney“ [Kb. Mýv.]. Tryggvi er á manntali á Stöng 1890 „ , 19, Ó, vinnumaður,“ og á manntali á Helluvaði 1920 „ , gestur, heimilislaus að sjálf sín sögn,“. Tryggvi kemur 1921 frá Daðastöðum í Núpasveit að Gautlöndum og fer þaðan 1922 „ , vinnum., 49,“ að Sýrnesi [Kb. Mýv]. Hann er á Bjarnastöðum, fyrst 31. des. 1925, og fer þaðan 1926 „ , lausam., 53,“ að Nesi í Aðaldal [Kb. Mýv.]. Kemur þaðan 1927 „ , lausam, 56“ í Bjarnastaði og er þar á aðalmanntali 1930. Hann flytur 1945 „ , framf. m., 73,“ frá Skútustöðum að Skjaldarvík við Eyjafjörð [Kb. Mýv.].

Þorbjörg Jónína Sigurðardóttir

Tryggvi Björnsson


252

Ásmundur Helgason. Ásmundar er getið í Hörgsdal í manntalsbók þinggjalda 1888 á skrá yfir búlausa. Hann kemur 1887 frá Árbakka með konu og tvö börn, sjá þar. Þau flytja 1888 að Stafnsholti [Kb. Ein.]. Ásmundur var fæddur 28. apríl 1852 í Vogum, sonur hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hann er á manntali með foreldrum í Vogum 1855 og 1860. Hann kvæntist 8. júlí 1880 Arnfríði Sigurðardóttur og eru þau á manntali í Haganesi um haustið. Þau voru í húsmennsku í Engidal 1883-1883 og bjuggu síðan á Árbakka til 1887, sjá þar. Þau voru í húsmennsku í Stafnsholti og Laugaseli og bjuggu á Ljótsstöðum og í Heiðarseli og koma þaðan 1896 að Laugaseli að nýju og bjuggu þar til dauðadags. Þar dó Ásmundur 10. mars 1946. Sjá um búskap þeirra hjóna í [Laxd. bls. 114]. Arnfríður Sigurðardóttir kemur með Ásmundi manni sínum hér næst á undan og tveim börnum að Hörgsdal 1887 og fer með þeim að Stafnsholti 1888 „ , 32, kona hs.,“ [Kb. Ein.]. Arnfríður var fædd 31. júlí 1857 á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurlaugar Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hún er á manntali með foreldrum í Haganesi 1860. Hún giftist Ásmundi hér næst á undan 8. júlí 1880, sjá hér að ofan hjá Ásmundi. Arnfríður deyr í Laugaseli 5. febr. 1945 [Kb. Mýv.] og [Skú. bls. 53 og 47]. Kristín Ásmundsdóttir, dóttir Ásmundar og Arnfríðar hér næst á undan, kemur líklega með foreldrum frá Árbakka að Hörgsdal 1887. Hún fer með þeim þaðan 1888 „ , 7, börn þra,“ að Stafnsholti [Kb. Ein .]. Kristín var fædd 23. des. 1881 í Engidal. Hún var með foreldrum á Árbakka, Stafnsholti, Ljótsstöðum og Heiðarseli og fer með þeim að Laugaseli 1896, þar sem hún er með þeim á manntali 1901, 1910, 1920 og 1930. Dó á Akureyri 6. mars. 1957 [Laxd. bls. 114]. Helgi Ásmundsson, sonur Ásmundar og Arnfríðar hér rétt ofar, kemur líklega með foreldrum frá Árbakka að Hörgsdal 1887. Hann fer með þeim þaðan 1888 „ , börn þra,“ að Stafnsholti [Kb. Ein.]. Helgi var fæddur 2. júlí 1884 á Árbakka. Hann er með foreldrum í Stafnsholti, á Ljótsstöðum og í Heiðarseli og fer með þeim þaðan að Laugaseli 1896, sjá þar, þar sem hann átti heima til æviloka. Dó á Húsavík 22. sept. 1965 [Laxd. bls. 114]. Sigurður Jónsson kemur frá Stafnsholti að Hörgsdal 1889 [Kb. Mýv.] og er þar við húsvitjun í árslok þ. á. „húsm, 56“ [Sál. Mýv.]. Við manntalið 1890 er hann með konu sinni á manntali á Gautlöndum. Sigurður var fæddur 18. okt. 1833 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigurlaug Guðlaugsdóttir „hión á Helluvaði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1850 með móður sinni, sem þá er ekkja. Kvæntist Sigurlaugu Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. okt. 1853, þá bæði í Álftagerði. Þau hjónin eru á manntali á Bjarnastöðum 1855, þar sem Sigurður er vinnumaður. Sigurður er bóndi í Haganesi 1860, ásamt Sigurlaugu konu sinni, og á Arnarvatni 1880, þar sagður vinnumaður. Þau hjón eru á manntali á Gautlöndum 1890 og er Sigurður þá sagður vinnumaður. Hann fer ásamt konu sinni frá Hofstöðum til dóttur þeirra að Laugaseli 1898 og er þar á manntali 1901, 1910 og 1920. Sigurður andaðist 14. okt. 1922 „ , fv. bóndi Laugasel í Reykdælahreppi, 89 ár“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Sjá einnig [Laxd. bls. 114]. Sigurlög Guðlögsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur frá Stafnsholti í Hörgsdal 1889 [Kb. Mýv.] og er þar við húsvitjun í árslok þ. á. „h. k., 57“ [Sál. Mýv.]. Við manntalið 1890 er hún hjá manni sínum á Gautlöndum. Sigurlaug var fædd 2. ágúst 1832, voru foreldrar hennar Guðlaugur

Kristín Ásmundsdóttir


253

Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er þar með þeim og systkinum á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hún „ , 14, Ó, tökustúlka,“ á Grænavatni og 1850 vinnukona á Gautlöndum. Hún giftist Sigurði hér næst á undan 23. okt. 1853, sjá þar. Sigurlaug andaðist 5. febr. 1910 „ , kona í Laugaseli, 78“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Jóhanna Steinunn Sigurbjarnardóttir, systir Kristjönu hér nokkru ofar, er í Hörgsdal við húsvitjun 1892 „vinn. 1/2 , 31, - 1/2 í Holti“ [Sál. Mýv.]. Hún er á Stöng við húsvitjun í árslok 1891 og þar við manntalið 1890. Jóhanna var fædd 23. (eða 27., kirkjub. sóknar og prk. í Lund. ber ekki saman!) ágúst 1860 í Grjótárgerði, dóttir hjónanna Sigurbjarnar Kristjánssonar og Vigdísar Ísleifsdóttur. Hún er á manntali með foreldrum í Grjótárgerði það ár og fer með þeim að Stórási 1872. Þar er hún með þeim á manntali 1880. Fer þ. á. „ , 20, vinnukona frá Stórási að Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. Hún fer 1890 frá Mjóadal að Stöng [Kb. Lund.] og [Kb. Mýv.], og er þar á manntali 1890 „ , 30, Ó, vinnukona,“ en er aftur í Stórási á manntali sóknarprests við árslok 1898 „ , d. þra, 37“, 1899 „ , (laus)“ og 1900 „ , vk.“ Hún er á aðalmanntali í Engidal 1901 „ , hjú, 41,“. Deyr 1. nóv. 1902 „vinnuk. Engidal, 41“ [Kb. Lund.]. Skv. [Kb. Mýv.] eignaðist Jóhanna soninn Aðalgeir, f. 20. des. 1892, með Kristjáni Jónssyni á Stöng, þá „vinnuk. Hörgsdal (33 ára)“. En í [ÆÞ. VIII, bls. 195-212] er Kristjana systir hennar sögð móðir Aðalgeirs. Þórhallur Hermannsson, f. 1927, sagði mér í símtali 8. okt. 2005 eftir Arnfríði dóttur Aðalgeirs, að Jóhanna væri amma hennar. Aðalgeir Kristjánsson er í Hörgsdal á manntali sóknarprests í árslok 1909 „ , vpiltr, 16,“ [Sál. Mýv.] en ekki árið á undan, né er hann þar á aðalmanntali 1910. Aðalgeir er aftur í Hörgsdal 1912-1913, á manntali sóknarprests 31. des. 1912 „vm, 20“ [Sál. Mýv.]. Aðalgeir var fæddur 20. des. 1892 og segir [Kb. Mýv.] föður hans Kristján Jónsson bónda á Stöng og móður Jóhönnu Sigurbjarnardóttur, þá í Hörgsdal. Í [ÆÞ. VIII bls. 195-196] er móðir hans hinsvegar sögð Kristjana Sigurbjarnardóttir, systir Jóhönnu. Síst er bætt úr þessu ósamræmi með grein um Aðalgeir í Árbók Þingeyinga 1977 og leiðréttingu á henni í Árbók 2002, bls. 130-131. Aðalgeir var að mestu alinn upp hjá föður sínum á Stöng. Aðalgeir verður síðar bóndi á Bjarnastöðum, sjá um hann þar og á bls. 211-212 í [ÆÞ. VIII].

1914 - 1951: Helgi Árnason, fyrst með móður sinni, en frá 1917 með konu sinni Kristjönu Jóhönnu Jóhannesdóttur Helgi virðist taka við búi af föður sínum við lát hans 29. okt. 1914. Helgi deyr í Hörgsdal 19. sept. 1951 [Kb. Mýv.]. Helgi var fæddur 6. apríl 1878, sonur Árna Flóventssonar og Kristjönu Helgadóttur, sem þá eru „hjón í húsmennsku á Skógum“ [Kb. Múlaprk.]. Hann kemur með foreldrum sínum frá Skógum að Skútustöðum 1878 [Kb. Mýv.] og er á manntali í Hörgsdal 1880. Fer með foreldrum frá Hörgsdal að Stórási 1883 og kemur með þeim aftur að Hörgsdal 1885, þar sem hann átti heima til dauðadags 19. sept. 1951 „ , bóndi Hörgsdal, 73, jarðs. í heimagrafreit í Hörgsdal“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 53]. Kristjana Jóhanna var fædd 12. sept. 1890, dóttir Jóhannesar Jóhannessonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur, sem þá eru „búandi hjón á Birnunesi“ [Kb. St.


254

Ársk.s.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali þ. á. en 1901 er hún með þeim í Ytra-Kálfskinni. Kristjana kemur 1917 „ , húsfreyja, 27,“ frá Birnunesi á Árskógsströnd að Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Helgi og Kristjana voru gefin saman 30. apríl 1917 „Giftingarst. Ak.“ [Kb. Mýv.]. Kristjana dó 30. des. 1936 „ , húsfr. Hörgsdal, 80, ( . . ) Krabbamein í munni“ [Kb. Mýv.]. Börn Helga og Kristjönu í Hörgsdal 1918-1951, öll fædd þar: Erna Jóhanna Helgadóttir, f. 26. maí 1918 [Kb.Mýv.]. Hún er í Hörgsdal á aðalmanntali 1920 og 1930. Erna andaðist 1. júlí 1998, þá verkakona til heimilis að Aðalstræti 8 í Reykjavík. Sjá Skrá Hagstofu Íslands yfir dána. Auður Kali Helgason, f. 15. okt. 1920 [Kb. Mýv.]. Hann er í Hörgsdal á aðalmanntali 1920 og 1930. Auður Kali andaðist 11. júní 1950 „ , bóndason frá Hörgsdal, 29“ [Kb. Mýv.], „á Kristneshæli“ [Skú. bls. 53]. Ljúfa Helgadóttir, f. 14. júlí 1923 [Kb. Mýv.]. Hún er í Hörgsdal á aðalmanntali 1930. Ljúfa giftist 17. júní 1953 Hólmsteini Hreiðari Aðalsteinssyni. Hún andaðist 3. sept. 1969, sjá [ÆÞ. II, bls. 177]. Guðrún Hlíf Helgadóttir, f. 9. febr. 1926 [Kb. Mýv.]. Hún er í Hörgsdal á aðalmanntali 1930. Í íbúaskrá Eyjafjarðarsýslu 1. des. 2002 er Guðrún Hlíf skráð til heimilis í Reykhúsum 4C. Guðrún Hlíf andaðist 17. des. 2011 [Fréttablaðið 6. jan. 2012]. Jósteinn Broddi Helgason, f. 22. mars 1929 [Kb. Mýv.]. Hann er í Hörgsdal á aðalmanntali 1930. Í íbúaskrá Akureyrar 1. des. 2002 er Jósteinn skráður til heimilis að Borgarhlíð 1b, ásamt konu sinni og syni.

Annað skyldulið Helga og Kristjönu í Hörgsdal 1914-1951:

Kristjana Helgadóttir, móðir Helga bónda, er áfram í Hörgsdal til dauðadags, sjá um hana hér ofar. Hún andaðist þar 30. des. 1936 „ , húsfr. Hörgsdal, 80, ( . . ) Krabbamein í munni.“ [Kb. Mýv .]. Jóhannes Jóhannesson, líklega faðir Kristjönu húsfreyju, deyr í Hörgsdal 5. júní 1918 „ , Vinnumaður í Hörgsdal, 67 ára, Dauðamein innanmein nokkurt. Lifrarsullur?“ [Kb. Mýv.]. Hér verður þó að hafa fyrirvara. Hafi faðir Kristjönu komið að Hörgsdal, af hverju er hans þá ekki getið meðal innkominna? - En aldurinn kemur vel heim. Jóhannes, faðir Kristjönu húsfreyju og Margrétar hér næst á eftir, er í manntölum á Árskógsströnd jafnan sagður fæddur í Saurbæjarsókn, er þá varla öðrum til að dreifa en þeim sem var fæddur í Hleiðargarði 11. júní 1851, voru foreldrar hans „Jóhannes Tómass ógiptur piltur á Akureyri. Guðrún Bjarnadóttir þá til veru á Hleiðarg, ógipt“ [Kb. Saurbs.]. Guðrún fer s. á. „ , 23, vinnukona, frá Hleiðargarði að Björk í Stað byggð“ [Kb. Saurbs.], en Jóhannesar er þar ekki getið. Hann er „ , 4, Ó, tökubarn,“ í Öxnafellskoti við manntalið 1855, þangað virðist hann koma 1853 frá Hólsgerði [Kb. Möðruvs.]. Hann er „ , 10, Ó, niðurseta,“ á Kambi í Munkaþverárkl.sókn við manntalið 1860 og þaðan er hann fermdur 18. júní

Auður Kali Helgason


255

1865 [Kb. Munk.]. Jóhannes fer 1872 „ , 21, vinnumaður, frá Öngulstöðum að Syðrivarðgjá“ [Kb. Munk.], [Kb. Kaup.] og er hann vinnumaður á ýmsum stöðum um Eyjafjörð næstu árin, Arnarstöðum, Litlaeyrarlandi, Steindyrum og Öngulstöðum. Hann fer 1880 „ , 29, vinnumaður, frá Öngulsstöðum að Birnunesi.“ [Kb. Munk.]. Ekki er hans getið meðal innkominna í Stærra Árskógss. þ. á., né finnst hann heldur þar á manntali 1880. Jóhannes eignast 26. des. 1884 dótturina Margréti Rósu hér næst á eftir með Guðrúnu Kristjánsdóttur, eru þau þá „vinnuhjú á Birnunesi“ [Kb. St. Ársk.]. Jóhannes og Guðrún eru gefin saman 19. okt. 1885, er hann þá „vinnum. á Birnunesi“ en hún „dóttir hjóna s. staðar“ [Kb. St. Ársks.]. Sjá um Guðrúnu hér nokkru neðar. Jóhannes og Guðrún eru á manntali í Birnunesi 1890, þar sem Jóhannes er fyrirvinna hjá Margréti móður Guðrúnar, sem þá var ekkja, en Guðrún „ , 29, G, kona hans, vinnukona“. Þar eru þá einnig dætur þeirra, Margrét og Kristjana. Við manntalið 1901 eru þau hjónin á manntali í Ytra-Kálfskinni, en 1910 á Stóru Hámundarstöðum. Margrét Rósa Jóhannesdóttir, systir Kristjönu húsfreyju, dóttir Jóhannesar hér næst á undan, kemur 1918 „vinnuk.“ frá Akureyri að Hörgsdal ásamt Kjartani syni sínum. Hún fer 1920 „húsfr., 35“ frá Hörgsdal í Laugasel í Reykjadal [Kb. Mýv.]. Margrét var fædd 26. des. 1884 og voru foreldrar hennar „Jóhannes Jóhannesson, Guðrún Kristjánsdóttir vinnuhjú á Birnunesi“ [Kb. Stærra-Ársk.s.]. Margrét er á Birnunesi með foreldrum sínum við manntalið 1890, er afi hennar þá látinn, en faðir hennar er þá fyrirvinna hjá ömmu hennar. Við manntalið 1901 er hún „hjú [ . . ], 16“ á Selá á Árskógsströnd. Margrét eignaðist soninn Kjartan 24. febr. 1909, sjá hér næst á eftir. Þau eru á aðalmanntali í Syðra-Kálfskinni 1910. Þau fara frá Hörgsdal að Laugaseli 1920, sjá að ofan. En í [Kb. Grenj.] eru þau sögð koma 1920 úr Kræklingahlíð í Laugasel. Margrét giftist Helga Ásmundssyni 25. júní 1920, er Helgi þá sagður „bóndi 36 ára Laugaseli“ en Margrét „s. st.“ [Kb. Grenj.]. Þau áttu upp frá því heima í Laugaseli. Helgi andaðist 22. sept. 1965 (á Húsavík) [Laxd. bls. 114], en Margrét bjó þar áfram með dóttur þeirra. Hún andaðist 3. ágúst 1970 [Skrá Hagstofu yfir dána]. Kjartan Stefánsson, systursonur húsfreyju, sonur Margrétar hér næst á undan, kemur með henni 1918 „ , son hennar“ frá Akureyri að Hörgsdal. Hann fer með henni þaðan að Laugaseli 1920 „ , son hnar, 11,“ [Kb. Mýv.]. Kjartan var fæddur 24. febr. 1909, voru foreldrar hans „Stefán Björnsson teiknikennari á Akureyri. Margrét Jóhannesd. vinnukona á Akureyri (Knúðsen)“ [Kb. Grundars.], ennfremur er þess getið við Kjartan: „(f. á Grísará)“ og er ekki að finna frekari skýringu á því. Hann er á aðalmanntali með móður sinni í SyðraKálfskinni 1910. Kjartan átti heima í Laugaseli, er þar á manntali 1920, en ekki 1930. Hann kvæntist 10. ágúst 1935 Indíönu Ingólfsdóttur [Mbl. 12. 4. 2005] og bjuggu þau fyrst í Laugaseli en í Stafnsholti frá um 1937 til um 1958, [Bybú, bls. 433] segir þá jörð fara úr byggð 1958. Kjartan andaðist 30. okt. 1968 [Mbl. 12. 4. 2005]. Guðrún Margrét Kristjánsdóttir, móðir húsfreyju, kemur 1919 „ , húskona, 59,“ frá Kálfskinni í Eyjafjarðarsýslu að Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Hún er þar á manntali 1920 og á manntali sóknarprests 31. des. 1919-1924. Hún andaðist 9. okt. 1925 „Ekkja í Hörgsdal, 64, Heilablóðfall“ [Kb. Mýv.]. Guðrún var fædd 20. nóv. 1860, voru foreldrar hennar „Kristján Jónsson bóndi á Bÿrnunesi og hans kona Margrét Halldórsdóttir samastaðar“ [Kb. St. Ársk.s.]. Hún er þar á manntali hjá foreldrum 1880. Hún giftist 19. okt. 1885 Jóhannesi Jóhannessyni og eru þau á manntali í Birnunesi 1890, þar sem Jóhannes er fyrirvinna hjá Margréti móður Guðrúnar, sem þá var ekkja, en Guðrún „ , 29,


256

G, kona hans, vinnukona“. Þar eru þá einnig dætur þeirra, Margrét og Kristjana. Við manntalið 1901 eru þau hjónin á manntali í Ytra-Kálfskinni, en 1910 á Stóru Hámundarstöðum.

Vandalausir í Hörgsdal hjá Helga og Kristjönu 1914-1951:

Soffía Þorláksdóttir kemur frá Hrappstaðaseli að Hörgsdal 1915 „ , búst., 27,“ [Kb. Mýv.] en fer þaðan aftur í Hrappstaðasel 1916 „ , bústýra, 28,“ [Kb. Mýv.]. Soffía var fædd 14. sept. 1888 á Ísólfsstöðum [Kb. Hús.]. Við lát föður síns 1894 fer hún með móður sinni og systkinum sínum Jóni og Nýbjörgu „Ísólfsstöðum Tjörnesi - Jódísarstaði“ [Kb. Grundarþ.] og er þar á manntali 1901 „ , léttastúlka, 13,“. Hún kemur 1910 „ , vinnukona, 21“ frá Garðsá í Eyjafirði að Halldórsstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.] og er þar á aðalmanntali þ. á. og á manntali sóknarprests 31. des. 1911 er hún þar „ , vk, 23“ [Sál. Eyj.]. Soffía er í Hrappstaðaseli meðal „systkina bónda“ á manntali sóknarprests 31. des. 1916 og áfram til 1919, þá er hún sögð „bústýra“ og er svo enn, þegar hún er síðast skráð þar 31. des. 1922. Soffía fer 1925 „ , l. k., 36,“ frá Engidal að Efri Dálksstöðum [Kb. Þór.]. Þar er hún yfirstrikuð á sóknarmannatali það ár, en er þar næstu tvö árin, lausakona. Hún er meðal burtvikinna úr Laufásprk. 1928, sögð fara til Akureyrar.

Soffía Þorláksdóttir

Kjartan Sigurtryggvason kemur 1915 „ , v. m., 22,“ frá Litluvöllum að Hörgsdal [Kb. Mýv.] og er þar á manntali sóknarprests 31. des. þ. á. [Sál. Mýv.]. Hann fer þaðan 1916 „ , vinnum., 23, að Lundarbrekku [Kb. Mýv.]. Kjartan var fæddur 24. des. 1892 á Litluvöllum, sonur Friðlaugs Sigurtryggva Tómassonar og f. k. h. Rannveigar Elínár Magnúsdóttur [ÆÞ. IV, bls. 173 og 175]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Litluvöllum 1901, en 1910 er hann hjú á Halldórsstöðum í Bárðardal. Kjartan kvæntist Nýbjörgu Þorláksdóttur, systur Soffíu hér næst á undan, hinn 11. júní 1916 [Kb. Þór.]. Þau bjuggu í Hrappstaðaseli og Brennási, sjá þar, en fóru þaðan 1924, áttu lengi heima á Akureyri. Kjartan lést 28. febr. 1980, sjá um hann og son þeirra hjóna í [ÆÞ. IV, bls. 175-176]. Kjartan Sigurtryggvason

Sigurbjörg Tómasdóttir er í Hörgsdal á manntali sóknarprests, fyrst 31. des. 1915 „ , húsk., 42“ [Sál. Mýv.]. Hún fer þaðan 1916 „ , húskona, 43,“ að Lundarbrekku [Kb. Mýv.]. Sigurbjörg var fædd í Stafni 30. maí 1873, dóttir hjónanna Tómasar Sigurðssonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Hún var víða í húsmennsku, m. a. í Hrappstaðaseli 1918-1924, þaðan sem hún fer 1924 að Stafni [Kb. Þór.]. Sigurbjörg andaðist í Stafni 1. júlí 1932 [ÆÞ. VI, bls. 269]. Petra Pétursdóttir er í Hörgsdal á manntali sóknarprests 31. des. 1916 „ , vinnuk., 28“ [Sál. Mýv.]. Hún er þar einnig árið eftir, en fer 1918 frá Hörgsdal að Engidal [Kb. Mýv.]. Petra var fædd 31. ágúst 1888, dóttir Péturs Guðmundssonar og Aðalbjargar Árnadóttur, sem þá voru „búandi hjón í Svínadal“ [Kb. Garðss.]. Hún kemur með foreldrum frá Svínadal að Árbakka 1889 „1, börn þeirra“ [Kb. Mýv.] og er með þeim þar á aðalmanntali 1890 og 1901. Hún er þar einnig á manntali sóknarprests við árslok 1909 [Sál. Mýv.], en er á aðalmanntali á Helluvaði 1910, og 1920 „ , vinnukona, Ó,“ í Engidal. Hún fer þaðan 1922 „ , vinnuk, 34,“ að Ytra Fjalli [Kb. Lund.].

Sigurbjörg Tómasdóttir


257

Jóhannes Jóhannesson er í Hörgsdal á manntali sóknarprests 31. des. 1917 „ , 41“ [Sál. Mýv.]. Árið áður er hann í Baldursheimi „lausam, 40“ en árið eftir á Gautlöndum „lausam., 42“ [Sál. Mýv.]. Eftir nafni og aldri að dæma, sýnist þetta vera sá Jóhannes, sem fæddur var í Skógarseli 13. mars 1876, sonur Jóhannesar Guðmundssonar og s. k. h. Guðbjargar Eiríksdóttur [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum sínum að Presthvammi 1880 þar sem faðir hans deyr þ. á. og fer hann með móður sinni að Parti 1881. Jóhannes fer 1889 „ , 13, unglingspiltur, frá Hallbjarnarstöðum uppí Mývatnssveit“ [Kb. Ein.] og er hann á manntali á Litluströnd 1890. Hann er víða í Mývatnssveit næstu árin, ráðsmaður eða vinnumaður. Hann fer 1920 „ , lausam., 44,“ frá Gautlöndum að Breiðumýri og er þar á manntali 1920 „ , vinnumaður, Ó,“ og í Haganesi 1930. Var kallaður „Jói stjóri“. Jóhannes dó að Smáratúni á Svalbarðseyri 16. jan. 1975 [Skrá Hagstofu yfir dána].

1951 - 1958: börnum sínum

Kristjana Jóhanna Jóhannesdóttir með

Þetta er einungis ágiskun, því um þetta hef ég engar heimildir. [Bybú, bls. 356] segir Hörgsdal fara í eyði 1958. Sjá hér ofar um Kristjönu og börn hennar. Hún er á lífi 1958, til heimilis í Skútustaðahreppi skv. þjóðskrá.

Að mestu unnið fyrri hluta árs 2005. R. Á. 1. yfirferð gjörð síðsumars 2005. Endurskoðuð 4. nóv. 2005. Þessi prentun er gerð 7. okt. 2006. R. Á.


258

Ábúendur í Hörgsdal

Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þinggjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig látið ná yfir þann tíma.

1825 - 1864: Jón Magnússon og Ingibjörg Ívarsdóttir/Guðbjörg Sigurðardóttir 1859 - 1873: Jónatan Jónsson og Kristín Tómasdóttir 1861 - 1865: Jón Jónsson og Margrét Ingiríður Árnadóttir 1865 - 1868: Páll Guðmundsson og Guðrún Soffía Jónasdóttir 1869 - 1873: Jón Jónsson og Margrét Ingiríður Árnadóttir (í 2. sinn) 1873 - 1876: Jónas Jónsson og Ingibjörg Sigurðardóttir 1874 - 1878: Kristján Jónsson og Kristbjörg Finnbogadóttir 1878 - 1879: Jóhannes Friðriksson (og Hólmfríður Stefánsdóttir) 1879 - 1883: Árni Flóventsson og Kristjana Helgadóttir 1879 - 1884: Jónatan Jónsson og Kristín Tómasdóttir (í 2. sinn) 1883 - 1885: Metúsalem Guðmundsson og Jakobína Jónína Jónsdóttir 1885 - 1914: Árni Flóventsson og Kristjana Helgadóttir (í 2. sinn) 1914 - 1951: Helgi Árnason, fyrst með móður sinni, en frá 1917 með konu sinni Kristjönu Jóhönnu Jóhannesdóttur 1951 - 1958: Kristjana Jóhanna Jóhannesdóttir með börnum sínum


259

Skammstafanir og skýringar:

[AlmÓTh.]: Almanak Ólafs Thorgeirssonar, Winnipeg. [Auðn.]: Hrólfur Ásvaldsson: Auðnahjón, Kóp. 1979. [Brot]: Thorleif Jackson: Landnámssaga Nýja-Íslands, III, Frá austri til vesturs, Winnipeg 1921. [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga, Rvík 1986. [Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712. [JakH]: Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga, Rvík 1982. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Svalb.]: Svalbarðsstrandarbók. Júlíus Jóhannesson skráði, útg. 1964. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [Þing. V. C., nr. 16]: Dóma- og þingbók Suður-Þingeyjarsýslu 1870-1881, Þing. V. C., nr. 16. [ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


2.10 Höskuldsstaðasel


261

Undir Höskulldstader segir m. a. í [Jb.]:

„Jarðardýrleiki xxiiijH ... [ ... ]“ „Eigandinn Sr. Magnús Markússon að Grenjaðarstað og eignaðist hana í álag Grenjaðarstaðar eftir bóluna.“ Munnmæli eru að jörðin eigi vH land fram á heiðinni, ekki vita nálægir hvar það er, og er sagt að jörðin hafi reiknast fyrir xxxH meðan þetta land fylgdi henni.“

Á ýmsu gekk við upphaf byggðar í Höskuldsstaðaseli, þó ekki sýnist því landi hafa verið mikill gaumur gefinn árið 1712. Hinn 17. maí 1841 var í manntalsþingsrétti á Ljósavatni „[ ... ] upplesin Lögfesta frá Prestinum Sra Jóni Jónssyni á Grenjaðarstöðum fyrir Hösculdsstaða heiðar Landi, dagsett 15da þ. m: [ ... ]“ Lögfestunni er mótmælt á þinginu af forsvarsmönnum Hrappstaða og Sigurðarstaða. [Þing. V. C., nr. 11, bls. 143]. Í pólitírétti á Stórulaugum 10. sept. 1841 skýrir Ólafur Ólafsson svo frá, „að hann hafi komið [ ... ] í Höskuldsstaða selland til að stofna Nibyli réttri viku fyrri enn hann þaðann var rekinn með Búslóð sína, eða Sunnudagin fyrir 8ta Dögum, og að hann á Mánudagin þann 14da Júní hafði farið að stinga hnausa og bera grjót til byggingarinnar ásamt konu sinni Margrétu Sigmundsdóttur:“ Strax á þriðjudaginn koma nágrannarnir Friðrik í Hrappstaðaseli og Hálfdan í Brennási ásamt fleira fólki til að banna þeim að halda áfram við bæjarbygginguna. Eftir endurteknar heimsóknir og hindranir, og eftir að Margrét hefur farið eftir liðsauka, er svo gengið í það mánudaginn 21. júní að brjóta niður byggingu þeirra hjóna og flytja þau og búslóð þeirra út í Breiðumýri. Var haft í hótunum að binda þau: „Jón (á Hvarfi) kvaðst hafa leifi hreppstjórans til að binda þau hjónin ef þau ekki vildu fara viljug, [ ... ].“ [Þing. V. C., nr. 11, bls. 174]. Ekki vildu yfirvöld í Helgastaðahreppi láta kúga sig í þessu máli. Hinn 5. ágúst 1841 „var af constitúeruðum Sýslumanni A. Arnesen Extraréttur settur og haldinn að Stórulaugum með undirskrifuðum þingvottum [ ... ], til þess héðan að byrja Áreiðar og Skoðunargiörð á það svonefnda Höskuldstaða Selland, fram á Fljótsheiði [ .. ].“ [Þing. V. C., nr. 11, bls. 158-160]. Þetta var eðlilegt framhald af mótmælum við lögfestuna á manntalsþinginu fyrr um vorið. Daginn eftir, 6. ágúst 1841, er réttur aftur settur á Stórulaugum kl. 101/4 f. m. Áreiðinni og merkjunum er lýst á bls. 160-163 í Dómsmálabókinni og er „Rétturinn hafinn kl. 31/4.“ Virðast áreiðarmenn og aðrir hafa verið vel ríðandi er þeir þurfa ekki nema 5 tíma til að fara frá Stórulaugum að Höskuldsstaðaseli, ríða á merki og bóka niðurstöðuna. Og ekki er heldur verið að slóra á heimleiðinni, því enn er settur réttur sama dag „kl. 5 e. m.“ á Stórulaugum, þ. e. 13/4 klst. eftir að rétti er slitið í Höskuldsstaðaseli. Þetta síðara réttarhald á Stórulaugum hinn 6. ágúst 1841 sýnist aðallega vera til að „[ ... ]


262

bóka Pólitíréttarforlíkun millum prestsins og bónda G. Rafnssonar um Ágreining landamerkiana millum Hrappstaða og Höskuldsstaða Sels, samt um það [ .. ] G. Rafnsson mætti hafa bakað sér við prestin með hans hluttekning í Niðurrifi þessar af Prestinum stofnuðu Nýlendu í þessu umtalaða Sellandi.“

Eins og áður er getið, var svo pólitíréttur settur og haldinn á Stórulaugum 10. sept. 1841, „[ ... ] hvar þá átti að fyrirtaka Ransókn um aðfarir fleiri Bænda í Bárðardal móti Ólafi Ólafssyni, sem á næstl: vori byrjaði Nilendubygging fram á svokallaðri Fljótsheiði í svonefndu Höskuldsstaða Sellandi eptir Leifi Prestsins Sra Jóns Jónssonar á Grenjaðarstöðum. - Klögun hérum af 12ta og 16da f: m: undirskrifuð af Hreppstjóra Jacob Péturssyni og nefndum Ólafi Ólafssyni lagðist ad acta svohljóðandi: [ ... ].“

Í framhaldi af þessu réttarhaldi 10. sept. 1841 er réttað í málinu sem hér segir:

11. sept. 1841 á Stórulaugum 28. og 29. sept. 1841 á Eyjardalsá 7. okt. 1841 á Stórulaugum 10. febr. 1842 á Eyjardalsá 11. febr. 1842 á Ljósavatni 30. mars 1842 á Stórulaugum 7. og 8. apríl 1842 á Þóroddsstað 11. apríl 1842 á Halldórsstöðum í Laxárdal 13. apríl 1842 á Gautlöndum 15. og 16. apríl 1842 á Stórulaugum.

Hinn 12. maí 1842 er síðan í Múla kveðinn upp dómur í „Justitsmáli móti fleirum bóndum í Bárðardal.“ Forsendur dómsins eru raktar á sex blaðsíðum í Dómsmálabókinni og dómsniðurstaðan á hinni sjöundu. Meginniðurstaða dómsins er þannig: Fjórir bændur (þ. á m. Jón hreppstjóri á Öxará) eru dæmdir í sekt og greiðslu málskostnaðar og málsvarnarlauna. Tveir aðrir bændur eru sýknaðir, en dæmdir til að greiða málskostnað og málsvarnarlaun. Þrír aðrir bændur eiga síðan „í þessu Máli aldeilis fríir að vera.“ Kröfum um skaðabætur er vísað frá. Málareksturinn, þar með talin áreiðin og skoðunargjörðin, taka alls um 58 bls. í Dóma- og þingbókinni, sem er í stóru (folio?) broti.


263

Næsta vor er aftur farið að huga að því að byggja í Höskuldsstaðaseli. Hinn 23. maí 1843 er svofelld bókun gjörð í manntalsþingsrétti á Helgastöðum: „Jóhannes Guðmundsson undirgengst að taka Höskuldsstaða Selland sem nýbýli ef hann fái 3 hús til að skríða inn í á býlinu, og er honum lofað að hjálpa honum til Réttar síns ef illa fari, og vera lausan ef so vilji verkast.“ [Þing. V. A., nr. 1, blað 4]. - Álíta verður, að hér sé átt við þann Jóhannes, sem síðar var lengi bóndi í Skógarseli. Hann var jarðnæðislaus um þessar mundir, kvæntur 3. okt. 1842, þá í Narfastaðaseli. Við fæðingu dóttur 6. sept. 1843 eru foreldrarnir „hjú í Máskoti“. Ekkert virðist verða af því að Jóhannes fari í Höskuldsstaðasel. En í [Kb. Ein.] er svo sagt í skrá yfir burtvikna úr sókninni 1843: „Ólafur Ólafsson, 57, bóndi, Frá Ingjaldsstöðum að Griðungagerði í Bárðardal. Margrét Sigmundardóttir, 59, hans kona, dto dto“ Ætla verður að Griðungagerði sé sami staður og Höskuldsstaðasel; það gekk einnig undir nafninu Graddagerði [Bybú, bls. 268]. Kynnu þar naut (eða stóðhestar) að hafa verið geymdir í einhvers konar vörslu, gerði, áður en farið var að hugsa til mannabyggðar. Ekki sést að manntal hafi verið tekið í Höskuldsstaðaseli við aðalmanntalið 1845. Þau Ólafur og Margrét finnast ekki í nafnaskrá manntalsins þ. á., svo líklegt er að þau hafi þá verið í selinu, þó enginn hafi talið sér skylt að taka þar manntal. En úr þessu er bætt með bókunum á manntalsþingum á Helgastöðum 19. maí 1849 og á Ljósavatni 21. maí s. á., þar sem segir í hinni síðari: „var álitið að nýbýlið Höskuldstaðasel tilhlíðilegast lægi til Ljósavatnshrepps og Lundarbrekku Kirkjusóknar.“ [Þing. V. A., nr. 1]. Var nú ekkert manntali til fyrirstöðu og eru þau Ólafur og Margrét skráð á manntali í Höskuldsstaðaseli 1. okt. 1850, ásamt Maríu systur Ólafs, sem þangað flytur frá Grænavatni 1849 [Kb. Lund.]. Ástæða þess að [BT.] telur byggð hefjast í Höskuldsstaðaseli um 1846 kann að vera sú, að fyrst Höskuldsstaðasel er ekki í manntalinu 1845, hafi hann álitið að þar hafi enginn verið. Ekki verður annað séð en byggð endi í Höskuldsstaðaseli 1852. Árið áður, 24. maí, er lesið kaupbréf fyrir hálfu „sokölluðu Höskuldstaða seli hér í Hrepp“ á manntalsþingi á Ljósavatni, kaupandi Friðfinnur Illugason. Síðan kaupir sami Friðfinnur hinn helminginn, sbr. manntalsþing á Ljósavatni 22. maí 1854. [Þing. V. C., nr. 12].

1843 - 1852: Ólafur Sigmundsdóttir

Ólafsson

og

Margrét

Þau Ólafur og Margrét koma að Höskuldsstaðaseli („Griðungagerði“) frá Ingjaldsstöðum 1843 [Kb. Ein.], sjá hér að ofan. Þau eru þar á manntali 1. okt. 1850, eru þar enn í fólkstölu „ um Nýar 1852“ [Sál. Eyj.], en eru í Hrappstaðaseli um sama leyti árið eftir. Ólafs er getið sem gjaldanda í Höskuldsstaðaseli í manntalsbók árin 1850 og 1851. Við manntal í mars 1815 er Ólafur sagður fæddur á Sandhaugum, en við manntalið 1850 í Eyjadalsársókn, líklega um 1786. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson og Vigdís Halldórsdóttir, sjá um þau í [ÆÞ. IV, bls. 262-263]. Ólafur


264

er með þeim við húsvitjun á Sandhaugum 1791 „ , þeirra barn, 5“ [Sál. Eyj.]. Hann er á manntali á Arndísarstöðum 1801 með foreldrum sínum og 5 yngri systkinum „ , deres börn, 15, ugivt,“ en á manntali í mars 1815 er hann „vinnumaður, 29,“ á Eyjardalsá. Hann kemur 1818 „ , 32, vinnumaður, Frá Sörlastöðum í Fnjóskudal að Hrappstöðum í Bárðardal.“ [Kb. Lund.], [Kb. Ill.]. Margrét er á manntali á Grænavatni 1801, 16 ára, með föður sínum Sigmundi Þorgrímssyni, 52, og stjúpmóður Ingibjörgu Jónsdóttur, 54. Í mars 1815 er hún á manntali á Arndísarstöðum, 31 árs, ásamt föður sínum og tveim yngri systkinum, sem bæði eru sögð fædd á Grænavatni, en einskis er getið um fæðingarstað Margrétar. Ólafur og Margrét, þá á Úlfsbæ, voru gefin saman 27. sept. 1825 og flytja þaðan árið eftir að Hlíðarenda [Kb. Þór.]. Þau flytja frá Hlíðarenda að Ingjaldsstöðum 1834 [Kb. Ein.] („húsbóndi,“ „hs kona,); með þeim flytur einnig María systir Ólafs, sjá hér á eftir, og Jónas Kristjánsson sonur hennar, 5. Þau eru á manntali á Ingjaldsstöðum 1835. Á Einarsstöðum eru þau á manntali 1840 („húsmaður, hefur grasnyt“) og er þá Jónas sonur Maríu sagður „ , 13, Ó, tökubarn þeirra“. Árið 1843 flytja þau hjónin frá Ingjaldsstöðum að Höskuldsstaðaseli eins og áður segir. Þau eru þar á manntali 1850 („ , bóndi,“ „ , kona hs“) og þar við húsvitjun í mars 1849 og apríl 1850 og í „Fólkstala á hvörjum bæ um Nýár“ 1851 og 1852 [Sál. Eyj.] en fara að Hrappstaðaseli 1852, þar sem þau eru í „Fólkstala á hvörjum bæ um Nýár 1853“ [Sál. Eyj.] og til dauðadags. Ólafur andaðist 19. maí 1855 „ , gamalmenni á Hrappstaðaseli, 69“ [Kb. Lund.]. Hans er getið í [ÆÞ. IV, bls. 262-263]. Margrét andaðist 1. apríl 1863 „ , ekkja frá Hrappst.seli, 79“ [Kb. Lund.].

Skyldulið ábúenda í Hrappstaðaseli:

María Ólafsdóttir, systir Ólafs hér að ofan, kemur 1849 „ , þrot, (frá) Grænavatni að Höskuldsstaðaseli,“ og er þar á manntali 1850 „ , 58, G, systir bónda,“. Hún flytur þaðan að Grjótárgerði 1851, þar er henni skotið inn í fólkstölu um nýár 1852 „ , þrot, 60“ [Sál. Eyj.]. María var fædd 15. ágúst 1792 á Stóruvöllum. [Kb. Lund.]. Við manntalið 1801 er hún með foreldrum sínum og 5 systkinum á Arndísarstöðum. Við manntalið 1816 er hún „ , vinnukind, 22,“ á (Úlfs)Bæ. Hún er vinnukona á Hrappstöðum í apríl 1819 [Sál. Eyj.], fer 1824 „ , 32, Vinnukona, frá Skútustöðum að Bjarnarstöðum í Bárðardal“ [Kb. Mýv.]. Hún eignast soninn Jónas með Kristjáni Jónssyni 28. sept. 1828 (svo bókað við fermingu Jónasar 1843 [Kb. Lund.]) og flytur með hann 1834 frá Hlíðarenda að Ingjaldsstöðum, ásamt með þeim Ólafi og Margréti, þar sem þau eru á manntali 1835 og á Einarsstöðum 1840 „ , 49, Ó, matvinnungur,“. Hún fer 1841 „vinnukona,“ frá Einarsstöðum að Grænavatni [Kb. Mýv.], en Jónas sonur hennar fer þá „ , smali,“ [Kb. Ein.] að Grjótárgerði til föður síns. María er á manntali á Halldórsstöðum í Bárðardal 1845 „ , 54, Ó, matvinnungur,“ en fer 1846 „ , 54, tökukerling,“ að Garði í Mývatnssveit [Kb. Mýv.].


265

Í [ÆÞ. IV, bls. 263] segir um Maríu: „ , kölluð Litla-María“. María andaðist 29. jan. 1852 „ , gamalmenni á Grjótárgerði, 60.“ [Kb. Lund.]. Af stöðuheitum Maríu (vinnukind 1816, vinnukona, matvinnungur 1840 og 1845, tökukerling 1846, þrot 1849, gamalmenni 1852) mætti ráða að hún hafi ekki búið við góða heilsu eða starfsþrek.

1. leiðréttingu lokið 29. sept. 2005. R. Á. Þessi prentun gerð 22. jan.. 2008. R. Á.


266

Ábúendur í Höskuldsstaðaseli

1843 - 1852: Ólafur Ólafsson og Margrét Sigmundsdóttir

Skammstafanir og skýringar: [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985. Búnaðarsamb. S.- Þ. 1986. [BT.]: Björn Teitsson: Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu 1703-1930. [Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712. [Kb.]: Tilvitnun í prestþjónustubók. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjunarbók eða fólkstala. [Þing. V. A., nr.1]: Dóma- og þingbók Suður-Þingeyjarsýslu 1843-1861, Þing. V. A., nr. 1. [Þing. V. C., nr. 11]: Dóma- og þingbók Þingeyjarsýslu 1838-1843, Þing. V. C., nr. 11. [Þing. V. C., nr. 12]: Dóma- og þingbók Þingeyjarsýslu 1852-1864, Þing. V. C., nr. 12. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeynga.


267

2.11 Jarlstaðasel


268

Í [Jb.] er Jarlstaðasels ekki getið við Jarlstaði. Ekki er þess heldur getið í manntali 1703, 1754 né 1801. Í [Sál Eyj.] er þess ekki getið 1810 né í mars 1812.

1812 - 1818: Jón Jónsson

Við manntalið 1816, sem gert er eftir húsvitjun í mars 1815, er Jón í Jarlstaðaseli „ , húsbóndi, 51,“ með tveim dætrum. Jón er ekki í Jarlstaðaseli í [Sál. Eyj.] 1819, hann er þá í Brennási (sem reyndar er þá kallað Brennisel). Hann er gjaldandi fyrir Jarlstaðasel í manntalsbók árin 1813-1818. Jón er á manntali í Landamótsseli 1801 „ , tienistekarl, 38, 1. ægt“ ásamt konu sinni Ingibjörgu Einarsdóttur „ , hans kone, 25,“ og Guðrúnu dóttur þeirra. Þau hjón eru í sama manntali á Eyjardalsá (án Guðrúnar), en það kynni að stafa af því að manntölin hafi ekki farið fram á sama tíma í báðum sóknunum. Þau Jón og Ingibjörg eru í Holtakoti í Reykjahverfi með Guðrúnu í mars 1804 [Sál. Grenj.], en í mars 1805 og 1806 er hann einn á Þverá [Sál. Grenj.]. Í mars 1807 er hann vinnumaður á Stóruvöllum með Ingveldi, en „fyrirvinna“ 18081810 á Arndísarstöðum og er Ingveldur þar hjá honum og Guðrún einnig síðasta árið. Árið 1812 (í marsm.) er hann bóndi á Kálfborgará (2. býli) með báðum dætrum sínum [Sál. Eyj.]. Við húsvitjun í Jarlstaðaseli í mars 1815 er aldurs dætra Jóns ekki getið í handriti, heldur er aldurinn færður í hina prentuðu útgáfu eftir handriti IÞ. Við manntalið 1816 er Ingibjörg hjá Árna bróður sínum í Saltvík „ , systir bónda, 43,“ sögð fædd Ytri-Neslöndum. Jón er burtvikinn úr Einarsstaðasókn 1833 ásamt Valgerði dóttur sinni „Frá Ingjaldstöðum að Arndísarstöðum“ og er þar á manntali 1835 „ , 71, E, húsmaður, lifir af sínu“ ásamt Valgerði „ , 9, Ó, hans barn“. Þau flytja þaðan 1836 að Hólsgerði, þar sem Jón deyr 25. nóv. 1838 „sjálfs sín á Hólsgerði“ [Kb. Þór.], sem líklega sýnir að hann hefur ekki þegið af sveit. Valgerður er á manntali í Barnafelli 1845 „ , 20, Ó, vinnukona,“ sögð fædd í Eyjadalsársókn, því er ekki unnt að finna fæðingardag hennar eða hver móðir hennar var. Þess er getið í [ÞinKV.] að Jón hafi haft viðurnefnið „kerri“.

Dætur Jóns í Jarlstaðaseli 1812-1818:

Guðrún Jónsdóttir er í Jarlstaðaseli með föður sínum og systur við manntalið 1816, eftir húsvitjun í mars 1815 „ , hans dóttir, 14,“ en eins og áður er sagt er aldurinn færður eftir IÞ. Guðrún var fædd 14. júlí 1801 í Landamótsseli [Kb. Þór.] og voru þau Jón og Ingibjörg kona hans foreldrar hennar. Hún er með foreldrum sínum í Holtakoti í Reykjahverfi í mars 1804 „ , þra barn, 3“ [Sál. Grenj.], en með móður sinni á Laxamýri í mars 1806 og 1808 [Sál. Hús.]. Er með föður sínum og systur á Arndísarstöðum 1810 og á Kálfborgará í mars 1812 [Sál. Eyj.]. Guðrún er í Brennási (Brenniseli) við húsvitjun í apríl 1819 með föður sínum og systur, sögð 16 ára. Hún fer 1824 „ , 23, vinnukona, frá


269

Brenniási að Ljósavatni“ [Kb. Þór.]. Guðrún giftist Páli Örnólfssyni og kemur með honum 1834 „bæði frá austari Krókum að Eyvindará“ [Kb. Flat.] og er þar með honum á manntali 1835 og 1840, en 1845, 1850 og 1855 í Neðribæ í Flatey. Þar deyr Guðrún 29. sept. 1857 „Húsfreyja á Niðribæ, 58 ára, úr brjóstveiki“ [Kb. Flat.]. Þau Páll og Guðrún sýnast ekki hafa átt börn, en hafa líklega alið upp Guðrúnu eldri dóttur Ingveldar systur Guðrúnar. Páll kvæntist að nýju Kristbjörgu, yngri dóttur Ingveldar, og eru þau á manntali í Neðribæ 1860. Ingveldur Jónsdóttir er í Jarlstaðaseli með föður sínum og systur við húsvitjun í mars 1815 „ , hans dóttir, 13,“ fæðingarstaðar er ekki getið en aldurinn færður eftir IÞ. Ingveldur var fædd á Laxamýri 16. ágúst 1804 [Kb. Hús.]. Þar bjó um þær mundir (á 2. býli) Árni Einarsson móðurbróðir Ingveldar. Ekki er hana þar að finna í sálnaregistri 1806, en hún er með föður sínum á Stóruvöllum í mars 1807 og 1808-1810 á Arndísarstöðum og 1812 á Kálfborgará. Einnig Ingveldur er í Brennási við húsvitjun í apríl 1819, sögð 14 ára. Hún fer 1824 „ , 21, vinnukona, frá Brenniási að Fremstafelli“ [Kb. Þór.]. Giftist 27. sept. 1825 Jóni Vigfússyni, voru þá bæði vinnuhjú í Fremstafelli [Kb. Þór.]. Þau eru á Landamóti við manntalið 1835 ásamt Guðrúnu dóttur sinni, sem sögð er 7 ára. Þau koma 1839 að Hofi, hún frá Halldórsstöðum, hann frá Hrappstöðum, og eru þar á manntali 1840 ásamt Kristbjörgu yngri dóttur sinni. Aftur koma þau inn í Flateyjarsókn 1844 ásamt Kristbjörgu „frá Pálsgerði að Útibæ“ [Kb. Flat.] og eru á manntali í Neðribæ 1845, þar sem Jón er vinnumaður hjá Páli svila sínum, sjá hjá Guðrúnu. Ingibjörg og Jón flytja 1849 að Grímslandi í Laufássókn [Kb. Flat.] og eru þar á manntali 1850 ásamt Kristbjörgu, þar sem þau eru vinnuhjú, en eru 1855 á Hofi í húsmennsku. Við manntalið 1860 er Ingveldur í Neðribæ „ , 56, E, tengdamóðir bóndans,“ (þ. e. Páls Örnólfssonar). Hún deyr 9. febr. 1876 „Ekkja Gyðugjerði, 72“ [Kb. Flat.]. Enginn er skráður í Jarlstaðaseli við manntölin 1835, 1840, 1845, 1850 né 1855.

1859 - 1878: Jónsdóttir

Sigurbjörn

Hansson

og

Aðalbjörg

Sigurbjörn og Aðalbjörg koma 1859 frá Jarlstöðum, þar sem þau eru „við Nýár 1859“ en um nýár 1860 í Jarlstaðaseli [Sál. Eyj.]. Þau eru á manntali í Jarlstaðaseli 1860 en flytja til Vesturheims 1878 með börnum sínum [Vfskrá]. Sigurbjörn er gjaldandi fyrir Jarlstaðasel í manntalsbók árin 1860-1878. Sigurbjörn var fæddur í Syðrineslöndum 1. apríl 1827, sonur hjónanna Hans Þorsteinssonar og Jórunnar Halldórsdóttur, sjá [ÆÞ. I, bls. 399-400]. Hann er með foreldrum þar á manntali 1835, 1840 og 1845, þá „ , 19, Ó, þeirra barn,“. Hann kemur 1848 frá Neslöndum að Víðirkeri og er þar á manntali hjá systur sinni og mági 1850 „ , 23, Ó, vinnumaður,“. Aðalbjörg var fædd í Mjóadal 5. mars 1832, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Aðalbjargar Davíðsdóttur, sem þá eru „búandi hión í Mjóadal“ [Kb. Lund.], sjá einnig [ÆÞ. I, bls. 399]. Við manntalið 1835 er hún „ , 3, Ó, tökubarn“ á Mýri hjá Jóni og Herdísi, virðist hún fóstruð þar, hún er þar á manntali 1840 „ 9, Ó, húsbóndans uppeldisdóttir“ hjá Jóni og Maríu. Stutt verður í uppeldinu, Aðalbjörg er í Brennási við húsvitjun 1845 og þar á manntali um haustið „ , 14, Ó, vinnukona,“ og enn vinnukona þar á manntali 1850.


270

Með Jóhanni Bjarnasyni vinnumanni í Hrappstaðaseli eignaðist Aðalbjörg í Brennási hinn 6. nóv. 1848 soninn Jóhann Benedict, hann andaðist 15. nóv. s. á. „ , úngbarn frá Brenniási, fárra nátta“ [Kb. Eyjadalsárprk.]. Sigurbjörn og Aðalbjörg voru gefin saman 27. júní 1853, var Sigurbjörn þá „vinnumaður í Víðirkéri 26 ára gamall“ en Aðalbjörg „vinnukona í Víðirkéri 20 ára gömul“ [Kb. Lund.]. Þau eru á Jarlsstöðum við manntalið 1855 ásamt elsta syni sínum Hermanni, þar sem Sigurbjörn er bóndi. „Sigurbjörn Hansson, Jarlstaðakoti, með konu og sjö börn“ [SÍV. bls. 88] er á skrá Jakobs Hálfdanarsonar um „Fólkið sem afráðið hefur að búast við Brasilíuflutningi í sumar ( . . )“ sjá Norðanfara 12. mars 1873, bls. 41. Sigurbjörn og Aðalbjörg fóru til Vesturheims frá Jarlstaðaseli 1878 með flest börn sín [Vfskrá]. Þar dó Sigurbjörn 29. apríl 1900, sjá um þau í [ÆÞ. I, bls. 399-400].

Börn Sigurbjarnar og Aðalbjargar í Jarlstaðaseli 1859-1878:

Hermann Sigurbjarnarson er með foreldrum í Jarlstaðaseli í fólkstölu við nýár 1860 og með þeim á manntali þar 1. okt. þ. á. „ , 7, Ó, barn hjónanna,“ og í fólkstölu þar til 1874. Hann fer 1874 „v. m.“ frá „Jarlsst.seli að Grímsstöðum“ (við Mývatn, hans er getið í [JakH. bls. 60]) [Kb. Lund.]. Hermann var fæddur 26. júní 1854 á Halldórsstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.]. Bjó lengi á Syðrivarðgjá, sjá um hann í [ÆÞ. I, bls. 399]. Albert Sigurbjarnarson er með foreldrum í Jarlstaðaseli í fólkstölu við nýár 1860 og með þeim á manntali 1. okt. þ. á. „ , 5, Ó, barn hjónanna,“ Hann er áfram í Jarlstaðaseli í fólkstölu til 1878, en fer þ. á. „ , 23. v. m, frá Jarlsst.seli í Varðgjá“ [Kb. Lund.]. Albert var fæddur 4. nóv. 1855 á Jarlstöðum [Kb. Lund.]. Hann fer frá Varðgjá að Tungu á Svalbarðsströnd 1880, ásamt konuefni sínu Sigríði Sigurðardóttur (sem fædd var í Narfstaðaseli 12. febr. 1854 [Kb. Ein.]) [Kb. Svalbs.s. í Glæsib. prk.] og eru þau á manntali í Tungu 1880. Þau eignast þar dótturina Jóheiði 24. okt. 1880 (einnig skráð Jóeiður í [Vfskrá]. Þau eru meðal innkominna í Kaupangssókn að Varðgjá ytri 1881 og fara þaðan til Vesturheims 1882 [Kb. Kaupangss.]. Sjá einnig í [ÆÞ. I, bls. 399]. Alberts og Sigríðar er getið í [Væv. I, bls. 162]. Sjá einnig í [Saga Ísl., bls. 409]. (Í [Vfskrá] er Albert sagður fara með foreldrum sínum til Vesturheims 1878). Sigurjóna Sigurbjarnardóttir er með foreldrum í Jarlstaðaseli í fólkstölu við nýár 1860 og með þeim á manntali þar 1. okt. þ. á. „ , 3, Ó, barn hjónanna,“. Hún er þar í fólkstölu til 1878, er hún flytur með foreldrum og systkinum til Versturheims [Vfskrá]. Sigurjóna var fædd 28. okt. 1857 „á Jallstöðum“ [Kb. Lund.].


271

Hans Kristinn Sigurbjarnarson var líklega fæddur 12. des. 1860 í Jarlstaðaseli [Kb. Lundarbr.prk.], en er sagður f. 12. okt. 1860 í [Kb. Lundarbr.sóknar], í báðum bókum sagður fæddur 12. des. 1860 við fermingu. Hann er í fólkstölu í Jarlstaðaseli þar til hann fer með foreldrum og systkinum til Vesturheims 1878 [Sál. Eyj.], [Vfskrá]. Aðalbjörg Sigurbjarnardóttir var fædd 23. maí 1864 í Jarlstaðaseli [Kb. Lund.]. Hún er þar í fólkstölu til 1878, er hún fer með foreldrum og systkinum til Vesturheims [Vfskrá]. Jakobína Sigurbjarnardóttir var fædd 26. jan. 1867 í Jarlstaðaseli [Kb. Lund.]. Hún er þar í fólkstölu til 1878, er hún fer með foreldrum og systkinum til Vesturheims [Vfskrá]. Þuríður Hólmfríður Sigurbjarnardóttir var fædd 25. jan. 1870 í Jarlstaðaseli [Kb. Lund.]. Hún er þar í fólkstölu til 1878, er hún fer með foreldrum og systkinum til Vesturheims [Vfskrá]. Þorsteinn Sigurbjarnarson var fæddur „Laugard. fyrir hvítasunnu“ 1873 í Jarlstaðaseli [Kb. Lund.]. Hann er þar í fólkstölu til 1878, er hann fer með foreldrum og systkinum til Vesturheims [Vfskrá].

Vandalausir í Jarlstaðaseli í búskapartíð Sigurbjarnar og Aðalbjargar 1859-1878:

Kristín Ólafsdóttir er í Jarlstaðaseli í fólkstölu við nýár 1860 og er þar á manntali um haustið „ , 72, Ó, próventukona,“. Hún er þar áfram í fólkstölu til 1867, síðasta árið með starfsheitinu gamalmenni. Hún andaðist 23. júní 1867 „ , próventukona í Jallstaðaseli, 78,“ [Kb. Lund.]. Kristín var fædd 6(?). ágúst 1789 á Sandhaugum [Kb. Eyj.], dóttir hjónanna Ólafs Ólafssonar og Vigdísar Halldórsdóttur. Hún var því systir Ólafs og Maríu í Höskuldsstaðaseli og Halldórs Ólafssonar í Heiðarseli, sjá einnig [ÆÞ. IV, bls. 261-263]. Sveinn Jónsson er í Jarlstaðaseli í fólkstölu við nýár 1860 og er þar á manntali um haustið „ , 18, Ó, vinnumaður,“. Hann er áfram í Jarlstaðaseli í fólkstölu, síðast við nýár 1863 [Sál. Eyj.]. Sveinn var fæddur 19. nóv. 1842, voru foreldrar hans „Jón Sveinsson og Þórunn Jónsdóttir hión í Halfdartung“ [Kb. Silfr.]. Fjölskyldan fer 1844 frá Hálfdánartungum að Vaglagerði í Miklabæjarsókn og er Sveinn þar á manntali 1845 og 1850. Faðir hans deyr 15. nóv. 1850 „ , búandi að nokkru á hrepp“ [Kb. Mikl.]. Sveinn kemur 1855 „ , 13, ( . . ) frá Stafni í Svartárdal að Gilsbakka“ [Kb. Miklab. prk.] og er þar á manntali þ. á. „ , 13, Ó, niðurseta,“. Hann kemur 1858 „ , 16, vinnudrengur úr Skagafirði að Halldórsst.“ [Kb. Lund.] og fer 1865 „ , 22, vinnumaður, frá Hrappstöðm að Stórugröf“ [Kb. Lund.]. Kvæntist 26. okt. 1865 Sigurlaugu Kristjánsdóttur [Kb. Reynistaðarkl.prk.]. Sjá nánar um Svein í [Skæv. 1850-1890, I. b., bls. 254], þó ekki allt nákvæmt. Sigríður Jóakimsdóttir er á manntali í Jarlsstaðaseli 1860 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún er þar ekki lengur í fólkstölu 1862. Sigríður var fædd á Halldórsstöðum í Bárðardal 8. nóv. 1844, dóttir Jóakims Björnssonar og


272

Guðfinnu Jósafatsdóttur, og er þar á manntali með foreldrum sínum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850 og 1855. Hún var vinnukona á ýmsum heiðanýbýlum austan Bárðardals, bæði hjá foreldrum í Hrappstaðaseli, í Stafnsholti, Grjótárgerði og Stórási. Sigríður andaðist 11. febr. 1875 „ , frá Hlíðarenda, 30, Úr höfuðveiki“ [Kb. Þór.]. Sigurbjörg Stefánsdóttir kemur 1861 „Úr Mývatnssveit að Jallstaðaseli“ [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1862 „ , 28, vinnukona“ [Sál Eyj.], en árið eftir er hún í fólkstölu í Heiðarseli. Sigurbjörg var fædd á Vöglum 3. jan. 1835, dóttir Stefáns Hallssonar, sem var „giftur“ og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, sem þar var „ógipt hjú“. Hún eignaðist dótturina Guðrúnu Sigurlaugu með Guðna Jónssyni (sjá um hann undir Grjótárgerði og Narfastaðasel). Giftist Sigurði Jónssyni 1. okt. 1868. Sjá nánar um Sigurbjörgu (sem hafði viðurnefnið „mæða“) og hrakningaferil hennar undir Skógarsel, Heiðarsel og Víðasel. Sigurbjörg andaðist 10. okt. 1920 „Ekkja í Höfða, 85 ára, Ellihrumleiki og krabbamein“ [Kb. Mýv.]. Með henni í Jarlstaðaseli er dóttir hennar Sigurbjörg Stefánsdóttir

Guðrún Sigurlaug Guðnadóttir, sem kemur sömuleiðis 1861 með móður sinni að Jarlstaðaseli og er þar í fólkstölu við nýár 1862 „ , 3, dóttir hennar“ og er farin þaðan árið eftir. Guðrún var fædd 5. maí 1859 á Kálfaströnd, þar sem foreldrar hennar eru þá ógift vinnuhjú. Hún ólst upp á hrakningi með móður sinni. Giftist Sigfúsi Þórarinssyni og voru þau hjón víða í húsmennsku í Þingeyjarsýslu. Sjá um þau undir Skógarsel og Víðasel. Guðrún andaðist 28. nóv. 1951 „ekkja Skútustöðum, 92“ [Kb. Mýv.]. Kristín Guðnadóttir kemur 1862 „ , 18, vinnukona“ frá „Kelduhverfi að Jallst:seli“ [Kb. Lund.] og er í Jarlstaðaseli í fólkstölu við nýár 1863 og 1864 [Sál. Eyj.]. Hún fer 1864 „ , 19, vinnustúlka, Jallst.seli að Geitafelli“ [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. Kristín var fædd 28. mars 1845, voru foreldrar hennar Guðni Sigurðsson og María Þorgrímsdóttir „hión á Backa“ í Fnjóskadal [Kb. Hálsþ.]. Hún flytur þ. á. með foreldrum sínum að Jarlstöðum, en er ekki getið í Hálsbókinni, en skv. [Kb. Lund.] kemur hún „ , á 1 ári, barn hjónanna frá Backa að Jallsst.“ Kristín er á manntali á Jarlsstöðum 1850 „ , 5, Ó, fósturbarn,“ og 1855 á Hrappstöðum hjá Sigmundi og Kristínu, einnig fósturbarn. Hún er á manntali á Meiðavöllum 1860 „ , 16, Ó, léttastúlka,“. Kristín fer 1866 „ , 22, vinnukona, frá Geitafelli að Lækjardal í Axarf.“ [Kb. Grenj.] ([Kb. Skinn.] segir „ , bústýra úr Reikjadal að Lækjardal“). Þar giftist hún 8. okt. þ. á. Magnúsi Björnssyni, sem þá er „Fyrirv: á Lækjardal 26 ára gl:“ en hún „vinnuk: á Lækjard: 22 ára gl“ [Kb. Skinn.]. Þau Kristín og Magnús eru „hjón búandi á Lækjardal“ 1867 og 1869 við fæðingu barna, „hjón í húsm. á Hróastöðum“ 1870 og 1873 í Akurseli, einnig við fæðingu barna [Kb. Skinn.]. Þau búa á Hróastöðum við manntalið 1880 með þrem börnum og 1890 með tveim (ekki sömu) börnum. Jón Jónsson er í Jarlstaðaseli í fólkstölu við nýár 1863 „ , 18, vinnumaður“. Hann fer þ. á. „ , 18, vinnumaður,“ frá „Jallstaðaseli til Brasilíu“ [Kb. Lund.]. Jón var fæddur 19. ágúst 1845 í Svartárkoti sonur hjónanna Jóns Einarssonar og Steinunnar Jónsdóttur [Kb. Lund.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Björgum 1. okt. 1855 „ , 11, Ó, barn þeirra,“ en er vinnumaður í Stórutungu 1860. Hann fór með föður sínum til Brasilíu, dó þar um 1880, sjá Árbók Þingeyinga 2002, bls. 16.


273

Hildur Friðriksdóttir kemur 1864 „ , 22, vinnukona“ frá „Húsabakka að Jallst.seli“ [Kb. Lund.] og er í Jarlstaðaseli í fólkstölu við nýár 1865 [Sál. Eyj.], einnig árið eftir, en við nýár 1867 er hún farin. Hildur var fædd í Brekknakoti 1. nóv. 1841, dóttir hjónanna Friðriks Magnússonar og Sigríðar Ebenezersdóttur, sem þá eru „húsmennskuhjón í Br:koti“ [Kb. Grenj.]. Þau fara öll þrjú (Friðrik „ , 41, bóndi,“) þaðan að Húsabakka 1842, þar sem þau eru á manntali 1845. Hildur, þá 27 ára vinnukona í Stórutungu, giftist 13. júlí 1868 Jóni Jónssyni, sem þá er 39 ára vinnumaður í Stórutungu [Kb. Lund.]. Þau flytja þaðan 1873 með tveim börnum að Hóli í Kinn [Kb. Lund.]. Guðrún Sörensdóttir er í Jarlstaðaseli í fólkstölu við nýár 1869 „ , 60, vinnukona“ [Sál. Eyj.]. Hún fer 1870 að Arndísarstöðum [Kb. Lund.]. Guðrún, var fædd 8. ágúst 1808 á Geirbjarnarstöðum, dóttir Sörens Jónssonar og s. k. h. Önnu Sigurðardóttur [Kb. Þór.]. Hún dó á Sigríðarstöðum 7. apríl 1889, sjá [ÆÞ. VII, bls. 111]. Hólmfríður Marteinsdóttir er í Jarlstaðaseli í fólkstali við nýár 1877 „ , 50, húsk.“ [Sál. Eyj.]. Hún er farin árið eftir. Hólmfríður var fædd í Garði við Mývatn 18. mars 1827, dóttir hjónanna Marteins Jónssonar og Kristvegar Jónsdóttur. Faðir Hólmfríðar dó áður en hún fæddist (16. febr. 1827) [Kb. Skút.]. Hún er á manntali í Garði með móður sinni 1835 og 1840. Hólmfríður giftist 6. okt. 1851 [Kb. Skút.] Sigurði Hallgrímssyni frá Víðirkeri, sem var bróðir Jónasar Brasilíufara. Þau flytja 1858 frá Víðum að Halldórsstöðum í Bárðardal með þrem börnum [Kb. Ein.], en fara þaðan að Grjótárgerði í Fnjóskadal 1859 [Kb. Lund.], þá með fjórum börnum. Sigurður andaðist 27. jan. 1860 [Kb. Lund.] og flytur ekkjan það ár að Bjarnastöðum í Bárðardal með Steingrím son sinn [Kb. Lund.] og eru þau þar á manntali haustið 1860. Hún er eftir það á hrakningi með einn eða fleiri sona sinna þar til þeir komast á fullorðinsár. Hólmfríður fór til Vesturheims frá Mjóadal 1883 með Hirti syni sínum og fjölskyldu hans [Vfskrá], [Kb. Lund.].

1878 - 1880: Jón Sveinbjarnarson og Lilja Stefánsdóttir

Jón og Lilja koma ásamt sex börnum 1878 frá Húsabakka að Jarlstaðaseli og flytja þaðan með sjö börnum 1880 að Þóroddstað [Kb. Lund.]. Jón er gjaldandi fyrir Jarlstaðasel í manntalsbók 1879 og 1880. Jón var fæddur 15. jan. 1831, sonur hjónanna Sveinbjarnar Flóventssonar og Guðrúnar Jónsdóttur „að Landamótsseli“ [Kb. Þór.] og er þar á manntali með föður sínum 1845 „ , 15, Ó, barn hans,“ (Sveinbjörn er þá ekkjumaður). Jón er á manntali á Öxará 1850 og 1855 er hann á manntali í Ystafelli „ , 25, Ó, vinnumaður,“. Lilja var fædd 29. júní 1841 og voru foreldrar hennar Stefán Árnason og Þorkatla Hannesdóttir, sem þá voru „gipt Vinnuhiú í Veisuseli“ [Kb. Hálsþ.] og er Lilja með foreldrum sínum á manntali þar 1845, 1850 og 1855. Jón og Lilja voru gefin saman 22. júní 1860 og er Jón þá til heimilis í Landamótsseli, en ekki er getið heimilisfangs Lilju. Þau eru búandi þar móti Sveinbirni föður Jóns við manntalið 1860, en við fæðingu elsta barns þeirra eru þau „hjón búandi á Landamóti“ [Kb. Þór.]. Þau flytja um skeið að Skörðum, en fara þaðan vorið 1864 „yfir í Kinn“ [Kb. Hús.]. og eru „ gipt húsm:hjón á

Hólmfríður Marteinsdóttir


274

Landmótsseli“ við fæðingu barns í nóv. 1866, en eru komin að Hálsi 1870, þaðan sem þau flytja að Húsabakka 1873 með fimm börnum sínum [Kb. Þór.]. Eins og áður segir flytja þau Jón og Lilja í Jarlstaðasel 1878 og þaðan að Þóroddstað 1880, þar sem þau eru á manntali þ. á. með sjö börnum sínum. Jón andaðist 16. júlí 1881 „Húsmaður á Ytriskál, 52“ [Kb. Þór.]. Lilja er á manntali á Geirbjarnarstöðum 1890 (með nafninu Rósenlilja) „ , 48, E, húskona, daglaunakona,“ og er Málfríður Una (þá nefnd Una Málfríður) „ , 10, Ó, dóttir hennar,“ þá með henni. Lilja flytur 1899 frá Naustavík að Máná, þar sem hún er á manntali 1901; eru þá sjö börn hennar sögð á lífi. Hún flytur 1907 með dóttur sinni og tengdasyni og tveim börnum þeirra frá Héðinsvík að Bangastöðum [Kb. Hús.].

Börn Jóns og Lilju í Jarlstaðaseli 1878-1880:

Stefán Sigtryggur Jónsson kemur með foreldrum og systkinum að Jarlstaðaseli 1878 og fer með þeim að Þóroddstað 1880. Stefán Sigtryggur var fæddur 27. ágúst 1861 og voru foreldrar hans þá „ , hión búandi á Landamóti“. Hann fylgir foreldrum sínum að Skörðum, Landamótsseli, Hálsi, Húsabakka, Jarlstaðaseli og Þóroddstað, þar sem hann er á manntali 1880. Um hann er mér ekkert frekar kunnugt fremur en um mörg systkina hans; er mjög til baga að skrá yfir burtvikna vantar í [Kb. Þór.] árin 1879-1887. Guðrún Indíana Jónsdóttir kemur með foreldrum og systkinum að Jarlstaðaseli 1878 og fer með þeim að Þóroddstað 1880. Guðrún Indíana var fædd 17. sept. 1863 og voru foreldrar hennar þá „búhjón í Skörðum“ [Kb. Hús.]. Hún fylgir foreldrum sínum að Landamótsseli, Hálsi, Húsabakka, Jarlstaðaseli og Þóroddstað, þar sem hún er á manntali 1880. Sveinbjörn Kristján Jónssson kemur með foreldrum og systkinum að Jarlstaðaseli 1878 og fer með þeim að Þóroddstað 1880. Sveinbjörn Kristján var fæddur 10. nóv. 1866, voru foreldrar hans þá „gipt húsm:hjón á Landamótsseli“ [Kb. Þór.]. Hann fylgir foreldrum sínum að Hálsi, Húsabakka, Jarlstaðaseli og Þóroddstað, þar sem hann er á manntali 1880. Jón Sigmar Jónsson kemur með foreldrum og systkinum að Jarlstaðaseli 1878 og fer með þeim að Þóroddstað 1880. Jón Sigmar var fæddur 1. júní 1870(?) og voru foreldrar hans þá „búandi hjón á Hálsi“ [Kb. Þór.]. Hann fylgir foreldrum sínum að Húsabakka, Jarlstaðaseli og Þóroddstað, þar sem hann er á manntali 1880. Hann fer 1890 „vm. 19, frá Axará til Ameríku“ [Kb. Þór.]. Þorkatla Sigurveig Jónsdóttir kemur með foreldrum og systkinum að Jarlstaðaseli 1878 og fer með þeim að Þóroddstað 1880. Þorkatla Sigurveig var fædd 21. júlí 1871 og voru foreldrar hennar þá „búandi hjón á Hálsi“ [Kb. Þór.]. Hún fylgir foreldrum sínum að Húsabakka, Jarlstaðaseli og Þóroddstað, þar sem hún er á manntali 1880. Hún er á manntali í Naustavík 1890 „ , 19, Ó, vinnukona,“ en flytur 1892 „vk., 20, frá Nýpá að Saltvík“ [Kb. Þór.].

Guðrún Indíana Jónsdóttir


275

Sigurður Helgi Frímann Jónsson kemur með foreldrum og systkinum að Jarlstaðaseli 1878 og fer með þeim að Þóroddstað 1880. Sigurður Helgi Frímann var fæddur 20. jan. 1876, voru foreldrar hans þá „á Húsabakka“ [Kb. Múlaprk.]. Hann fylgir foreldrum sínum að Jarlsstaðaseli og Þóroddstað, þar sem hann er á manntali 1880. Ovidá Jónsdóttir, f. 25. sept. 1878 í Jarlstaðaseli. Dó þar 3. okt. s. á. (sem Óvidá) [Kb. Lund.]. Málmfríður Una Jónsdóttir, f. 29. jan. 1880 í Jarlstaðaseli [Kb. Lund.]. Hún fer með foreldrum og systkinum að Þóroddstað og er þar með þeim á manntali þ. á. Við manntalið 1890 er hún (þá Una Málfríður) á Geirbjarnarstöðum með móður sinni. Fer 1898 (sem Una Jónsdóttir) „ , v. k, 16, frá Naustavík að Sandi“ [Kb. Þór.] en er á manntali (sem Una Málfríður) með móður sinni á Máná 1901. Hún giftist Sigurgeir Guðnasyni frá Laugaseli og flytur með honum, tveim dætrum og móður sinni frá Héðinsvík að Bangastöðum 1907 [Kb. Hús.]. Málmríður Una andaðist 6. apríl 1947, sjá [ÆÞ. I, bls. 437], sjá einnig þar tilvísanir vegna dætra hennar.

1880 - 1884: Guðnadóttir

Þorsteinn

Þorsteinsson

og

Guðrún

Þorsteinn og Guðrún koma 1880 frá Landamóti að Jarlstaðaseli [Kb. Lund.] og eru þar á manntali um haustið. Guðrún deyr 9. febr. 1884 og flytja Þorsteinn og börn hans það ár úr Jarlstaðaseli [Kb. Lund.] og fer það þá í eyði. Þorsteinn er gjaldandi fyrir Jarlstaðasel í manntalsbók 1881-1884, en árið 1885 er Jarlstaðasel talið með Jarlstöðum og ekki getið í manntalsbókinni eftir það. Þorsteinn var fæddur 27. sept. 1826 og voru foreldrar hans Þorsteinn Þorsteinsson „búandi í Naustavík“ og Signý Einarsdóttir kona hans [Kb. Þór.]. Ekki er hann á manntali með foreldrum 1835, en er með þeim í Staðargerði á manntali 1840 „ , 15, Ó, þeirra son,“. Hann er vinnumaður í Naustavík við manntalið 1845 og á Granastöðum við manntalið 1860 „ , 35, Ó, vinnumaður,“. Guðrún var fædd 16. des. 1838 á Bakka í Fnjóskadal, dóttir hjónanna Guðna Sigurðssonar og Bjargar Einarsdóttur [Kb. Ill.]. Hún er með þeim þar á manntali 1840. Guðrún missti móður sína 20. maí 1843, kvæntist faðir hennar að nýju Marju Þorgrímsdóttur og fluttu þau 1845 frá Bakka að Jarlstöðum í Bárðardal og eru þar á manntali þ. á. En Guðrún er 1845 á manntali á Granastöðum „ , 7, Ó, tökustúlka,“. Hún er þar einnig 1860 „ , 22, Ó, vinnukona,“. Þorsteinn og Guðrún, þá bæði vinnuhjú á Granastöðum, voru gefin saman 4. júní 1861 [Kb. Þór.]. Þau virðast fara þ. á. að Hofi á Flateyjardal [Kb. Flat., Þönglab.prk.] og eignast þar þrjár dætur sem „húsmenskuhjón á Hófi“ og „búsett hjón á Hofi“ [Kb. Flat.]. Koma 1868 „frá Flateyjard. að Geirbjarnarst:“ [Kb. Þór.]. Þau eru í Fellsseli 1869, á Geirbjarnarstöðum 1872 og á Landamóti 1876 við fæðingu barna [Kb. Þór.].


276

Eins og áður segir andaðist Guðrún 9. febr. 1884 „ , kona í Jarlsstaðaseli, 43“ og fór Þorsteinn þá með Þórarin að Ljósavatni [Kb. Lund.], en hin börnin fara annað, sjá þar. Þorsteinn fer 1890 „ , vm. 64,“ frá Núpum að Sandvík, 1893 „ekkill, 67, frá Sandvík að Úlfsbæ“ [Kb. Lund.] og 1898 frá Öxará að Árbót [Kb. Þór.], þar sem hann er á manntali 1901 hjá dóttur sinni og tengdasyni. Deyr 14. okt. 1906 „gamalmenni í Móbergi á Húsavík, 80 ára, Ellilasleiki“ [Kb. Hús.], en hvorki [Kb. Hús.] né [Kb. Grenj.] geta um flutning hans til Húsavíkur. Auk þeirra barna Þorsteins og Guðrúnar sem við sögu koma í Jarlstaðaseli, eru kunnar dæturnar Björg, f. 29. sept. 1864 á Hofi, d. 8. ágúst 1873 á Hálsi [Kb. Þór.], og Guðrún, f. 8. maí 1866, einnig fædd á Hofi [Kb. Flat.]. (Skrá yfir dána vantar í Flateyjarsókn 1867 og Guðrún kemur ekki með foreldrum að Geirbjarnarstöðum).

Börn Þorsteins og Guðrúnar í Jarlstaðaseli 1880-1884:

Jóhanna Álfheiður Þorsteinsdóttir kemur 1880 „ , 18, börn þra“ með foreldrum frá Landamóti að Jarlstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar á manntali um haustið og í fólkstölu um nýár 1881-1884. Hún fer þaðan 1884 að Fremstafelli og er Vilhjálmur Guðni „ , 1,“ bróðir hennar sagður fylgja henni [Kb. Lund.]. Jóhanna Álfheiður var fædd 6. sept. 1862 á Hofi á Flateyjardal [Kb. Flat.] og kemur með foreldrum sínum 1868 að Geirbjarnarstöðum. Hún fer 1888 „ , vk., frá Fellsseli að Þverá í Reykjah“ [Kb. Þór.] og er á manntali á Núpum 1890 „ , 28, Ó, vinnukona,“. Jóhanna Álfheiður, þá í Nesi, eignaðist soninn Steingrím Sigurgeir 5. nóv. 1893 með Baldvin Þorgrímssyni bónda á Bergstöðum [Kb. Grenj.], sjá einnig [ÆÞ. I, bls. 297 og 299-300]. Hún giftist 23. júní 1896 Sigmundi Magnúsi Sigurgeirssyni, þá „bóndi í Haga 20.“ [Kb. Grenj.] og eru þau á manntali í Árbót 1901 ásamt tveim sonum þeirra, Steingrími syni hennar og Þorsteini föður hennar. Jóhanna Álfheiður lést 22. nóv. 1903, sjá [ÆÞ. I, bls. 173], en ekkert finn ég um það í [Kb. Grenj.]. Jóhannes Þorsteinsson kemur 1880 með foreldrum frá Landamóti að Jarlstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar á manntali um haustið og í fólkstölu um nýár 1881-1884. Við nýár 1885 er hann í fólkstölu á Mýri „ , tökudr., 11“ [Sál. Eyj.]. Jóhannes var fæddur 7. ágúst 1872 á Geirbjarnarstöðum þar sem foreldrar hans búa þá [Kb. Þór.]. Hann fer 1887 „ , 14, léttadr., frá Mýri að Núpum“[Kb. Lund.], en ekki finnst hann þar meðal innkominna. Hann er á manntali á Eyjardalsá 1890 „ , 18, Ó, vinnumaður,“ og fer þaðan 1893 að Lundarbrekku, þaðan að Gautlöndum 1897, árið eftir að Þverá í Reykjahverfi og þaðan 1899 til Húsavíkur þar sem hann er á manntali á Bjargi 1901 „ , leigjandi, daglaunam., 29,“. Jóhannes kvæntist 9. ágúst 1902, þá lausamaður á Höfða á Húsavík, Jóhönnu Sigtryggsdóttur, sem þá er einnig lausakona s. st. 22 ára [Kb. Hús.]. Þau eru á manntali í Móbergi á Húsavík 1910 með tveim börnum. Þórarinn Þorsteinsson kemur 1880 með foreldrum frá Landamóti að Jarlstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar á manntali um haustið. Hann fer með föður sínum að Ljósavatni 1884 [Kb. Lund.]. Þórarinn var fæddur 1. nóv. 1876 á Landamóti [Kb. Þór.]. Deyr 24. okt. 1884 „ , Barn á Landamóti, 8.“ [Kb. Þór.].

Jóhanna Álfheiður Þorsteinsdóttir

Jóhannes Þorsteinsson


277

Kristján Guðni Þorsteinsson, f. 15. sept. 1880 í Jarlstaðaseli, d. þar 7. okt. s. á. [Kb. Lund.]. Signý Þorsteinsdóttir er í Jarlstaðaseli í fólkstölu við nýár 1884 „ , börn þra, 14“ [Sál. Eyj.]. Hún er fermd það ár [Kb. Lund.] og fer þaðan sama ár að Merkigili [Kb. Lund.]. Signý var fædd 7. des. 1869, voru foreldrar hennar þá „bæði vinnuhjú í Fellsseli“ [Kb. Þór.]. Hún fer 1870 „ , barn,“ frá Fellsseli að Stórutjörnum [Kb. Þór.] og 1872 „ , 2, tökubarn,“ þaðan að Hrappstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], þar sem hún er á fólkstali við nýár 1873-1883 ýmist sem tökubarn, niðurseta eða sveitarómagi, síðast „léttast., 12“ við nýár 1883. Hún er þar einnig á manntali 1880 „ , 10, Ó, hreppsómagi,“. Signý kemur 1884 „ , 14, vinnuk. að Merkigili úr Fnjóskadal“ [Kb. Grund.], en hvorki finn ég hana burtvikna, dána, né þar í sókn á manntali 1890. Guðni Vilhjálmur Þorsteinsson, f. 2. júlí 1883 í Jarlstaðaseli. Fer með Jóhönnu Álfheiði systur sinni 1884 að Fremstafelli (sem Vilhjálmur Guðni) [Kb. Lund.]. Þó sagt sé að Guðni fari með systur sinni að Fremstafelli 1884, er hann í fólkstölu við nýár 1884 í Heiðarseli „ , tökubarn, 1.“ og áfram þar á fólkstali til og með 31. des. 1892 [Sál. Eyj.] og á aðalmanntali 1890 „ , 7, Ó, tökubarn,“ þá bókaður sem Guðni Vilhjálmur. Guðni Vilhjálmur flytur með Sigurbjörgu húsmóður sinni og fósturmóður að Hallbjarnarstöðum 1893 „ , fósturb. ( . . ), 10, “ en kemur aftur að Heiðarseli „ , vinnupiltr, 14,“ 1898 frá Krossi. Hann er síðan í Heiðarseli í manntali sóknarprests eða húsvitjun, þar til hann fer þaðan 1906 „ , vinnum., 21,“ að Rauðá [Kb. Lund.]. Hann er einnig á aðalmanntali í Heiðarseli 1901. Guðni andaðist 18. júní 1971 á Akureyri, sjá [ÆÞ. IV, bls. 164], sjá einnig sömu bók bls. 181-182.

Annað skyldulið Þorsteins og Guðrúnar í Jarlstaðseli 1880-1884:

Jóhanna Sigurðardóttir, föðursystir Guðrúnar húsfreyju, kemur 1880 „ , 79, húsk.“ með Þorsteini og Guðrúnu frá Landamóti að Jarlstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar á manntali um haustið. Hún andaðist í Jarlstaðaseli 2. mars 1883 „ , húskona í Jarlstaðaseli, 83“ [Kb. Lund.]. Jóhanna var fædd um 1801 á Snæbjarnarstöðum og er þar á manntali þ. á. hjá foreldrum. Hún er einnig þar 1816 með foreldrum og systkinum, þ. á m. Guðna föður Guðrúnar. Við manntalið 1845 er hún húsfreyja á Granastöðum; er Guðrún þá þar hjá henni „ , 7, Ó, tökustúlka“ eins og áður segir.

Vandalausir í Jarlstaðaseli í búskapartíð Þorsteins og Guðrúnar 1880-1884:

Grímur Jónasson kemur 1880 „ , 55, húsm“ með Þorsteini og Guðrúnu frá Landamóti að Jarlstaðaseli [Kb. Lund.] og er þar á manntali um haustið. Hann er þar í fólkstali við nýár 1881-1883, en fer þaðan 1883 „ , 58, húsm“ að Ófeigsstöðum [Kb. Lund.]. Grímur var sonur Jónasar Jónssonar og Helgu Jónasdóttur, sem lengi bjuggu í Heiðarseli, sjá þar. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Kálfborgará 1835 og í Heiðarseli 1840, 1845, 1850, 1855 („sonur þeirra“) og 1860 „ , 35, Ó, vinnumaður,“ jafnan sagður fæddur „hér í sókn“, þ. e. Eyjardalsársókn, því finnst ekki fæðingardagur hans. Hann flytur 1861 með móður sinni að Daðastöðum „ , 35, sonur hennar,“ [Kb. Lund.]. Fer


278

að Stórási frá Daðastöðum 1862, vinnumaður; frá Stórási að Ófeigsstöðum 1865, húsmaður. Frá Ingjaldsstöðum að Torfunesi 1873, húsmaður. Grímur er á Ófeigsstöðum við manntalið 1890 „ , 64, Ó, húsm.,“. Deyr 7. ágúst 1905 „ , 78, ómagi í Fremstafelli,“ [Kb. Þór.].

Yfirferð eftir fyrstu leiðr. lokið 25. sept. 2005. R. Á. Þessi prentun er gerð 4. nóv. 2008. R. Á.


Ábúendur í Jarlstaðaseli

1812 - 1818: Jón Jónsson 1818 - 1859: Í eyði 1859 - 1878: Sigurbjörn Jónsdóttir

Hansson

og

Aðalbjörg

1878 - 1880: Jón Sveinbjarnarson og Lilja Stefánsdóttir 1880 - 1884: Þorsteinn Þorsteinsson Guðnadóttir

og

Guðrún

Skammstafanir og skýringar:

[Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712. [JakH.]: Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga, Rvík 1982. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [SÍV.]: Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga Íslendinga í Vesturheimi, II, Winnipeg 1943. [Væv.]: Benjamín Kristjánsson: Vesturíslenskar æviskrár, Akureyri 1961 (I.) og 1964 (II.). [ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


280

2.12 Laugasel


281

Undir Stórulaugar segir í [Jb.]:

„Selstöðu með tilliggjandi landi á jörðin á heiðinni framm frá Reykjadal í Laugatúngu, og er það kallað að forngildu xH land. Þessa selför ljena jarðeigendur Haganesi við Mývatn fyrir tuttugu álna toll. [ ... ].“

Engir eru hér á manntali 1801 né 1816.

1831 - 1837: Andrés Sveinsson og Björg Jónsdóttir Andrés og Björg koma að Laugaseli 1831, þá fer Björg úr Þverársókn „frá Halldórsstöðum að nýbýli í Einarsstaðasókn“ [Kb. Grenj.] og „húsfreyja frá Haldórstöðum í Laxárdal að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Þau eru þar á manntali 1835, en flytja 1837 frá Laugaseli að Hörgsdal [Kb. Ein.], [Kb. Skút.]. Andrés er gjaldandi þinggjalda fyrir Laugasel í manntalsbók 1832-1837. Andrés var fæddur 26. sept. 1798 í Fagraneskoti, og voru foreldrar hans Sveinn Andrésson og Sigríður Kolbeinsdóttir [Kb. Múl.], og er Andrés með þeim á manntali þar 1801. Þar er sagt um Svein föður hans: „stræbsom endskiönt manden er halvblind“. Foreldrar Andrésar búa á Ljótsstöðum við manntalið 1816 og er Andrés þar með þeim ásamt tveim yngri systkinum. Sjá [Laxd. bls. 108]. Andrés flytur 1824 frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Litlulaugum [Kb. Ein.], en virðist fara aftur að Halldórsstöðum, því hann kemur 1826 aftur þaðan að Stórulaugum og er þar vinnumaður er hann eignast 24. sept. 1826 dótturina Guðrúnu, sjá síðar. Þá eignast hann með Björgu, er síðar varð kona hans, dótturina Ingibjörgu, f. 3. nóv. 1828 á Halldórsstöðum í Laxárdal, þá enn sagður „vinnumaður ógiftur á Stórulaugum“ [Kb. Grenj.]. Björg var fædd í Lásgerði, skírð 3. júlí. 1797, voru foreldrar hennar Jón Jónsson og Ingbjörg Andrésdóttir [Kb. Helgast.prk.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1801, er faðir hennar þá 78 ára og móðir hennar 36 ára. Við manntalið 1816 er Björg á Langavatni „ , vinnukona, 20,“. Eins og áður segir eignast Björg með Andrési dótturina Ingibjörgu 3. nóv. 1828, þá „vinnukona ógift á Halld. í Lax.“ [Kb. Grenj.]. Andrés og Björg voru gefin saman 8. maí 1831. Andrés er þá vinnumaður á Stórulaugum „hans aldur 321/2 ár“ en Björg vinnukona á Halldórsstöðum í Laxárdal „hennar aldur 325/6 ár“ [Kb. Grenj.]. Þau sýnast byggja það ár í Laugaseli, sbr. það sem áður er sagt um búferlaflutninga Bjargar. Þau fara 1837 að Hörgsdal og eru þar í hús- eða vinnumennsku - þó með hléum - fram yfir 1850, þau eru þar á manntali þ. á. ásamt dóttur sinni, sem annars var alin upp á Litlulaugum.


282

Andrés og Björg flytja frá Helluvaði að Hvarfi 1853 [Kb. Skút.] og er getið þar í fólkstölu um nýár 1855; gefur Eyjardalsárprestur þá svofelldan vitnisburð um hegðun og kunnáttu Andrésar: „trúr og þjónustugefinn, einfaldur“ og um Björgu: „ekki ætíð orðgiætin, allvel að sér í andl.“ [Sál. Eyj.]. Þau eru í húsmennsku á Fljótsbakka við manntalið haustið 1855, í vinnumennsku á Hallbjarnarstöðum í R. 1860. Við manntalið 1880 er Andrés á manntali á Grenjaðarstöðum „ , 82, E, niðursetningur,“ og deyr þar 16. maí 1884 [Laxd. bls. 108]. Björg andaðist 26. júní 1864 „ , gipt kona á Stórulaugun, 66, krabbameini“ [Kb. Ein.].

Dóttir Andrésar í Laugaseli 1831-1837:

Guðrún Andrésdóttir er á manntali hjá föður sínum í Laugaseli 1835. Hún flytur með honum og stjúpmóður sinni að Hörgsdal 1837 [Kb. Ein.], [Kb. Skút.]. Guðrún var fædd 24. sept. 1826 og voru foreldrar hennar „Andrés Sveinsson vinnumaður á Stórulaugum, og Ingiríður Eiríksd: niðurseta á Halldórsst: b) hennar 5ta friðlulífisbrot“ [Kb. Grenj.]. (Ingiríður þessi flytur frá Litlulaugum að Halldórsstöðum 1825 „ , 49, niðurseta, hefir átt 4ur Börn í Lausaleik, þar af 2 föðurlaus“ [Kb. Grenj.]. Við manntalið 1816 var Ingiríður „ , niðurseta, 38,“ á Stórulaugum, sögð fædd í Haga). Ekki finn ég hvaðan eða hvenær Guðrún fer að Laugaseli, en hún fer 1840 með föður sínum frá Hörgsdal að Engidal [Kb. Skút.] og er þar með honum á manntali um haustið „ , 15, Ó, hans dóttir, vinnustúlka“. Við manntalið 1845 er hún á Bjarnastöðum í Bárðardal „ , 20, Ó, vinnukona,“ en fer þó þaðan þ. á. „Frá Víðirkeri að Múla“ [Kb. Lund.], kemur þó 1846 „ , 22, vinnukona, frá Bjarnast að Múla“ [Kb. Múl.]. Þaðan fer hún árið eftir að Hjalthúsum en 1849 frá Grenjaðarstað að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Grenj.], [Kb. Skinn.], þar sem hún er á manntali 1850. Hún giftist Kristjáni Brynjúlfssyni (giftinguna hef ég ekki fundið) og er með honum á manntali á Leifsstöðum 1855 „ , 29, G, kona hans“ ásamt tveim börnum. Guðrún lést af slysförum 1. jan. 1859 „ , gift kona frá Mel, 32, varð úti á Axarfjarðrheiði“ [Kb. Skinn.].

1837 - 1866: Þorkell Torfason og Kristbjörg Jónsdóttir

Þorkell og Kristbjörg koma 1837 frá Ljótsstöðum að Laugaseli [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.]. Þau eru þar á manntali 1840, 1845, 1850, 1855 og 1860. Þar deyr Þorkell 26. júlí 1866 [Kb. Ein.]. Þorkell er gjaldandi fyrir Laugasel í manntalsbók 1838-1866, en þar er einnig getið Stefáns Björnssonar 1845-1847, einnig Bjarna Kristjánssonar 1857-1859 og Sigurðar Þorkelssonar 1860-1863, eru þeir ýmist „Búlausir tíundandi“ eða á skrá yfir búlausa. Þorkell var fæddur 26. júní 1798 á Landamóti, sonur Torfa Jónssonar og Sigurlaugar Helgadóttur, sjá [ÆÞ. I, bls. 430 og 416]. Hann kemur 1833 „ , 36, vinnumaður,“ frá Arndísarstöðum að Hallbjarnarstöðum [Kb. Ein.]; sama ár kemur þangað Kristbjörg konuefni hans „ , 28, vinnukona, frá Arnarvatni að sama bæ“. Kristbjörg var fædd 17. sept 1805 á Hofstöðum, dóttir Jóns Ingjaldssonar og Guðrúnar Andrésdóttur [ÆÞ. I, bls. 430] og [ÆÞ. IV, bls. 156]. Hún er þar á manntali 1816 með foreldrum og sex systkinum.


283

Kristbjörg eignaðist dótturina Kristjönu 1. des. 1828 og segir um foreldra hennar í [Kb. Skút.]: „Lÿstur Faðir Christian Sveinss: í Kasthvammi. Móðir Christbiórg Jónsd: ógipt að Arnarvatni“. Þau Þorkell og Kristbjörg voru gefin saman í Skútustaðakirkju 4. okt. 1833 [ÆÞ. I, bls. 430], [Kb. Skút.] „hier Egtavígður með leÿfi Sóknarprestsins Sra Sigurðar á Helgastöðum.“. Þau flytja 1834 frá Hallbjarnarstöðum að Brettingsstöðum [Kb. Ein.] og eru þar á manntali ásamt dóttur sinni og Kristjönu 1835 (Brettingsstaðir, grashús). Þau flytja síðan 1837 frá Ljótsstöðum að Laugaseli eins og áður segir. Kristbjörg flytur 1879 „ , 74, til sonar“ (á að vera til dóttur) frá „Laugaseli til Hálssóknar“ [Kb. Ein.] og andaðist á Stórutjörnum 26. sept. 1881 [Laxd. bls. 89].

Börn Þorkels og Kristbjargar í Laugaseli 1837-1866:

Sigurður Þorkelsson kemur 1837 með foreldrum frá Ljótsstöðum að Laugaseli. Hann er þar með þeim á manntali 1840, 1845 og 1850. Hann er á manntali í Stafnsholti 1855 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ fer 1856 „ , 20, vinnumaður að Engidal frá Laugaseli“ [Kb. Lund.], en er húsmaður í Laugaseli við manntalið 1860, kemur þangað ásamt konu sinni 1859 frá Stöng [Kb. Ein.]. Hans er getið í manntalsbók þinggjalda í Laugaseli 1860-1863, ýmist á skrá yfir búlausa eða „búlausir tíundandi“. Skv. [ÆÞ. I, bls. 429] fer hann að búa í Lásgerði 1863. Sigurður var fæddur 27. ágúst 1836, voru foreldrar hans þá í húsmennsku á Ljótsstöðum [Kb. Grenj.] en í [Laxd. bls. 89] er faðir hans sagður þar ábúandi. Hann kvæntist 6. júní 1857, þá 20 ára vinnumaður í Engidal, Ingibjörgu Jónsdóttur, sem þá er „vinnukona í Engidal 22 ára að aldri“ [Kb. Lund.], sjá um hana hér nokkru neðar. Sigurður dó á Litlulaugum 26. ágúst 1876. Sjá nánar um hann og fjölskyldu hans í [ÆÞ. I, bls. 429-436] og [Laxd. bls. 89]. Guðni Þorkelsson, f. 12. nóv. 1838 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali þar 1840, 1845, 1850, 1855 og 1860. Hann tekur síðar við búi í Laugaseli, sjá nánar um hann hér síðar. Friðfinnur Þorkelsson er á manntali með foreldrum í Laugaseli 1845, 1850 og 1855 og er í sálnaregistri þar við lok ársins 1857. Við árslok 1859 er hann vinnumaður á Stórulaugum [Sál. Helg.], en fer þaðan að Brettingsstöðum 1860 „ , 19, vinnum,“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Kemur þaðan aftur að Laugaseli 1863 „23, vinnum“ [Kb. Ein.]. Hann fer þaðan 1870 „ , 32, vinnumaður, frá Laugaseli að Torfunesi“ [Kb. Ein.], en ekki verður fullyrt að hann hafi þá verið í Laugaseli óslitið frá 1863. Friðfinnur var fæddur 9. júlí 1843 í Laugaseli [Laxd. bls. 89]. Þessi fæðingardagur virðist bersýnilega rangur, því Friðfinnur var fermdur frá Einarsstaðakirkju 27. maí 1855, þá sagður 14 ára [Kb. Ein.], er því tæpast fæddur síðar en 1841. En fæðingu hans er ekki að finna í kirkjubókum Helgastaða-, Eyjardalsár- né Mývatnsprestakalla. Manntal 1845 segir hann 5 ára, mt. 1850 9 ára, mt. 1855 15 ára og mt. 1860 20 ára. [ÆÞ.] segir hann fæddan um 1842. Friðfinnur bjó um skeið í Víðaseli (sjá þar) og er þar á manntali 1880. Fór þaðan til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Dó í Manitoba 29. júlí 1915. Sjá nánar um Friðfinn í [ÆÞ. I, bls. 438].


284

Sigurveig Þorkelsdóttir kemur 1856 „ , 22, stúlka,“ frá Brettingsstöðum að Laugaseli [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860. Sigurveig var fædd á Brettingsstöðum 24. ágúst 1834, þar sem foreldrar hennar voru „hjón í húsmennsku“ [Kb. Grenj.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1835, þar er hún einnig 1840 „ , 6, Ó, fósturbarn“ hjá Jónatan bónda Eyjólfssyni og konu hans Halldóru Guðmundsdóttur [Laxd. bls. 89]. Sigurveig giftist Bjarna Kristjánssyni 6. júní 1856 [Kb. Ein.] og bjuggu þau lengst á Stórutjörnum þar sem Sigurveig dó 15. nóv. 1882, sjá [Laxd. bls. 89].

Dóttir Kristbjargar og annað skyldulið hennar og Þorkels í Laugaseli 1837-1866:

Kristjana Kristjánsdóttir kemur 1837 „ , 9, barn,“ með móður sinni og stjúpa frá Ljótsstöðum að Laugaseli [Kb. Ein.]. Hún er með þeim þar á manntali 1840, 1845, 1850 og 1855. Hún fer 1858 „ , 30, vinnuk.“ frá Laugaseli að Hamri, einnig 1859 „ , 31, vinnuk,“ frá Laugaseli að Arnarstöðum í Núpasveit [Kb. Ein.]. Ekki er hún þó þar á manntali 1860. Kristjana var fædd 1. des. 1828 á Arnarvatni eins og áður er getið hjá Kristbjörgu hér að ofan. Hún eignast dótturina Kristínu Sigurjónsdóttur 12. apríl 1868, þá á Ærlæk [Kb. Skinn.], og kemur með hana þaðan að Daðastöðum þ. á. [Kb. Ein.]. Þær mæðgur eru aftur í Laugaseli í búskapartíð Guðna um 1871, sjá þar. Ingibjörg Jónsdóttir, tengdadóttir Þorkels og Kristbjargar, kemur e. t. v. að Laugaseli 1855, en af því fer tvennum sögum: Önnur [Kb. Lund.] segir hana koma „20, vinnukona frá Haldórst í Laugarsel“ en hin frá „Bjarnast. að Vallakoti“. [Kb. Ein.] segir hana koma 1855 „21, vinnuk,“ frá Bjarnastöðum að Stafnsholti og þar er hún á manntali þ. á. Hún fer 1856 með Sigurði manni sínum „ , 22, kona hans,“ að Engidal frá Laugaseli [Kb. Lund.]. Kemur 1859 með honum frá Stöng að Laugaseli [Kb. Ein.] og eru þau þar á manntali 1860. Þau fara að Lásgerði 1863 [ÆÞ. I, bls. 429]. Ingibjörg var fædd 17. jan. 1835, voru foreldrar hennar Jón Árnason og Salbjörg Bjarnadóttir „búandi hjón á Aungulstöðum“ [Kb. Munk.] og er hún með þeim þar á manntali 1835. Sjá um foreldra hennar í [ÆÞ. V, bls. 217]. Hún er með þeim á manntali á Botni í Þönglabakkasókn 1845, þar sem foreldrar hennar eru í vinnumennsku. Kemur 1847 „ , 12, léttastúlka, frá Þaunglabacka að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850. Fer 1851 frá Kálfaströnd að Jarlstöðum [Kb. Lund.], kemur aftur 1853 „ , 18, vinnustúlka, Jallstöðum að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Eftir lát Sigurðar er Ingibjörg á ýmsum stöðum, 1878 í Hrappstaðaseli, er á manntali á Rauðá 1880, en 1890 í Hólsseli með Guðna syni sínum og 1901 í Hafrafellstungu, en þaðan fór hún til Vesturheims 1904 „ , ekkja, 68,“ [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 10. okt. 1919. Sjá um hana og börn þeirra Sigurðar í [ÆÞ. I, bls. 429-437], einnig í [ÆÞ. V, bls. 246-247]. Jónína Sigurðardóttir, dóttir Ingibjargar hér næst á undan og Sigurðar hér nokkru ofar, sonardóttir Þorkels og Kristbjargar, f. í Laugaseli 19. júní 1860 og er þar á manntali um haustið. Fer líklega með foreldrum að Lásgerði 1863. Þessi Jónína gæti verið sú sem kemur 1883 „ , 23, vk., frá Fagranesi að Glaumbæ“ [Kb. Ein.] og fer 1885 „ , 25, vinnuk. Frá Breiðumýri að Vogum við Mývatn“ [Kb. Ein.].


285

Kristbjörg Jakobína Sigurðardóttir, alsystir Jónínu hér næst á undan, f. í Laugaseli 21. ágúst 1861, eru foreldrar hennar þá sögð „hjón í húsmensku í Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Fer líklega með foreldrum að Lásgerði 1863. Sjá um Kristjönu og afkomendur hennar í [ÆÞ. I, bls. 431-435]. Dó 4. ágúst 1940. Vigdís Jónsdóttir, systir Kristbjargar húsfreyju, kemur 1861 „ , 61, vinnuk.,“ frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Laugaseli [Kb. Ein.], [Kb. Helg.]. Hún andaðist þar 17. apríl 1870 „Kjerling sem aldrei giftist í Laugaseli, 70 ára, Köldusýki og höfuðveiki.“ [Kb. Ein.]. Vigdís var fædd 21. maí 1801 á Hofsstöðum, dóttir hjónanna Jóns Ingjaldssonar og Guðrúnar Andrésdóttur [Kb. Reykj.] og er með þeim þar á manntali 1816. Hún var vinnukona á Geirastöðum 1835, og 1840 á Helluvaði ásamt Arnfríði systur sinni og Hólmfríði dóttur hennar. Vigdís var móðursystir Hólmfríðar konu Stefáns, sjá hér neðar, vinnukona hjá þeim hjónum 1850 í Víðirholti og 1855 og 1860 á Halldórsstöðum í Reykjadal. Kristín Jóhannsdóttir, tengdadóttir Þorkels og Kristbjargar, giftist Guðna syni þeirra 12. júlí 1863, sjá nánar um þau hjón hér nokkru neðar. Kristjana Pálína Guðnadóttir, dóttir Guðna og Kristínar hér næst á undan, f. í Laugaseli 25. okt. 1863, eru foreldrar hennar þá „hjón í vinnum. á Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Dó 26. apríl 1872 „Barn hjá foreldrum í Laugaseli,“ [Kb. Ein.]. Albert Friðfinnson, sonarsonur Þorkels og Kristbjargar, kemur 1864 „ , 1, barn,“ frá Brettingsstöðum að Laugaseli [Kb. Ein.]. Albert var fæddur 12. júlí 1863 og voru „Friðfinnur Þorkelsson, á Laugaseli ógiptur og Sigríður Gunnlaugsdóttir ógipt vinnukona á Brettingsstöðum“ foreldrar hans [Kb. Grenj.]. Hann andaðist í Laugaseli 23. mars 1865 „ , óskilgetið barn í Laugaseli, á 2ru ári, barnaveiki“ [Kb. Ein.]. Kristbjörg Rósa Guðnadóttir, dóttir Guðna og Kristínar hér nokkru ofar og neðar, f. í Laugaseli 22. júlí 1865, eru foreldrar hennar þá „hjón í Laugaseli búlaus“ [Kb. Ein.]. Sjá um hana hér neðar meðal barna Guðna og Kristínar.

Vandalausir í Laugaseli í búskapartíð Þorkels og Kristbjargar 1837-1866:

Stefán Björnsson kemur 1844 frá Helluvaði að Laugaseli og segir [Kb. Skút.] hann „ , 35, Bóndi,“ en [Kb. Ein.] „ , 33, húsmaður, frá Mývatni að Laugas.“ og er hann þar á manntali 1845. Hann byggir Víðirholt (Stafnsholt) og flytur þangað 1847. Stefáns er getið í Laugaseli í manntalsbók þinggjalda 1846 „Búlausir tíundandi“ og 1845 og 1847 á skrá yfir búlausa. Stefán var fæddur um 1809 á Hólkoti, sonur Björns Einarssonar og k. h. Þóru Jónsdóttur (Sigurðssonar á Breiðumýri). Hann er á manntali í Parti 1816 með foreldrum. Eftir lát móður sinnar 13. okt. 1821 [Kb. Ein.] var hann og bræður hans á ýmsum stöðum. Stefán er vinnumaður í Álftagerði 1835, og 1840 er hann „ , 32, Ó, vinnumaður, smiður“ hjá Sigurði móðurbróður sínum á Grímsstöðum v. Mývatn. Stefán fór 1855 með skyldulið sitt frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.] þar sem hann andaðist 17. febr. 1866 [Kb. Helg.]. Sjá einnig um hann og fjölskyldu í [ÆÞ. VII, bls. 207].


286

Hólmfríður Jóhannesdóttir, kona Stefáns hér næst á undan, kemur með honum „ , 27, hs kona,“ frá Helluvaði að Laugaseli 1844 og fer að Víðirholti 1847. Hólmfríður var fædd á Hofsstöðum 11. ágúst 1817 [Kb. Reykj.], dóttir Arnfríðar Jónsdóttur þar og Jóhannesar Þorsteinssonar á Geiteyjarströnd [ÆÞ. I, bls. 370-371]. Hólmfríður er með móður sinni á manntali á Arnarvatni 1835, báðar vinnukonur, og á Helluvaði 1840 ásamt móður sinni og Vigdísi móðursystur sinni, allar þrjár vinnukonur. Hólmfríður og Stefán, þá bæði á Helluvaði, voru gefin saman 2. okt. 1843 [Kb. Mýv.]. Hólmfríður fór með manni sínum og börnum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal, þar sem hún andaðist 24. jan. 1867 [Kb. Helg.]. Arnfríður Jónsdóttir, móðir Hólmfríðar hér næst á undan, kemur með þeim hjónum 1844 „ , 52, móðir konunnar, frá Helluvaði að Laugaseli“ [Kb. Skút.] (hennar er ekki getið í [Kb. Ein.]). Hún er með þeim á manntali þar 1845 og fer líklega með þeim að Víðirholti 1847. Arnfríður var fædd 16. júlí 1793 á Hofstöðum [Kb. Mýv.], voru foreldrar hennar Jón Ingjaldsson og Guðrún Andrésdóttir; var hún því systir Kristbjargar húsfreyju í Laugaseli. Arnfríður er með foreldrum og fimm systkinum á manntali á Hofstöðum 1801, en 1816 er hún vinnukona á Geiteyjarströnd. Hún er með Hólmfríði dóttur sína á Arnarvatni 1835 og 1840 á Helluvaði. Arnfríður er með dóttur sinni og tengdasyni á manntali í Víðirholti 1850 og fer með þeim þaðan 1855 að Halldórsstöðum í Reykjadal og er þar á manntali þ. á. og 1860. Arnfríður dó í Narfastaðaseli 9. júlí 1871 „Kjerling á hrepp sem aldrei hafði gifts, 80 ára“ [Kb. Ein.]. Kristján Stefánsson, sonur Stefáns og Hólmfríðar hér ofar, kemur 1844 með foreldrum sínum frá Helluvaði að Laugaseli og fer með þeim að Víðirholti 1847. Kristján var fæddur 14. jan. 1844 og eru foreldrar hans þá sögð „ , hjón í Húsmensku á Helluvaði“ [Kb. Skút.]. Hann er með foreldrum á manntali í Laugaseli 1845, í Víðirholti 1850 og á Halldórsstöðum 1855 og 1860, þar sem hann andaðist 14. jan. 1863 [ÆÞ. VII, bls. 207]. Kristín Stefánsdóttir (eldri), dóttir Stefáns og Hólmfríðar hér ofar, f. 16. júlí 1846 í Laugaseli [Kb. Skút.], d. þar 24. júlí s. á. [Kb. Mýv.]. Bjarni Kristjánsson, tengdasonur Þorkels bónda, kemur 1855 „ , 28, vinnum,“ frá Hóli í Kinn að Laugaseli [Kb. Ein.]. Hvort það er sá sami Bjarni og er á manntali þar 1855 „ , 15, Ó, léttadrengur,“ skal ósagt látið. Bjarna er getið í manntalsþingbók í Laugaseli 1857-1859, ýmist á skrá yfir búlausa eða „búlausa tíundandi“. Bjarni var fæddur 2. sept. 1830, tvíburi, sonur Kristjáns Árnasonar og Guðrúnar Friðfinnsdóttur þá „á Torfunesi búandi hion“ [Kb. Þór.] og á manntali á Hóli með foreldrum 1850. Bjarni kvæntist Sigurlaugu Þorkelsdóttur, sjá hér ofar, 6. júní 1856, er hann þá sagður „vinnumaður að hálfu í Laugaseli 26 ára gl.“ [Kb. Ein.]. Bjarni fer 1859 „ , 29, giptur“ frá Laugaseli að Hóli í Kinn og kemur þaðan aftur að Laugaseli 1860, þar sem hann er vinnumaður á manntali þ. á. Þau flytja 1862 „ , hjón, bæði frá Víðum að Brettingsstöðum“ [Kb. Ein.], en koma þaðan með son sinn 1864 „að Laugarhóli búferlum“ og fara 1865 frá Laugarhóli að Þóroddstað í Kinn [Kb. Ein.]. Þau bjuggu lengi á Stórutjörnum. Salbjörg Jónsdóttir kemur 1855 „ , 19, vinnukona,“ að Laugaseli, en kirkjubókum Lundarbrekkusóknar ber ekki saman um, hvort hún kemur frá Bjarnastöðum eða Halldórsstöðum. Hún er á manntali í Laugaseli 1855 „ ,


287

20, Ó, vinnukona,“ og er þar í sálnaregistri við árslok 1856, en við árslok 1857 er hún að hálfu á Narfastöðum og að hálfu í Vallakoti, vinnukona [Sál. Helg.]. Salbjörg, systir Ingibjargar konu Sigurðar Þorkelssonar, var fædd 25. maí 1836, og voru foreldrar hennar Jón Árnason og Salbjörg Bjarnadóttir hjón á Gilsbakka [Kb. Grund.]. Hún er „ , 10, Ó, niðurseta,“ á Stórahamri við manntalið 1845 og kemur frá Mývatni að Vallakoti 1849 og er þar á manntali 1850 „ , 14, Ó, léttastúlka,“. Salbjörg er á manntali í Álftagerði 1890 „ , 54, Ó, vinnukona,“. Hún andaðist 24. febr. 1924 „ , tökukona frá Garði, 87 ára, Ellilasleiki“ [Kb. Grenj.]. Sjá um Salbjörgu í [ÆÞ. V, bls. 217 og 247], en þar er hún sögð fædd 2. maí. Guðrún Grímsdóttir kemur 1857 „ , 9, tökubarn, frá Kraunastöðm að Laugaseli“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 12, Ó, tökubarn,“ fædd 15. okt. 1848 á Bjarnastöðum í Öxarfirði, dóttir Gríms Grímssonar og k. h. Sigríðar Ingiríðardóttur [ÆÞ. I, bls. 375], (í [Kb. Skinn.] sýnist mér ritað um foreldra: „Grímur Grímsson Sigríður Nóa Dóttir vinnuhjón á Bjarnastöðum“). Guðrún, þá í Laugaseli, var fermd á Einarsstöðum 31. maí 1863 „ , móðirin ekkja á lífi, faðirinn dáinn. - Kann stórt og smátt, kann vel, skilur sæmilega les eins, siðferðisgóð“ [Kb. Ein.]. Hún fer 1868 frá Stafnsholti að Brennási [Kb. Lund.], en ekki er vitað hvenær hún fer vestur yfir ána frá Laugaseli að Stafnsholti, eða hvort hún var annars staðar. Í Brennási eignaðist hún soninn Sigtrygg með Þorsteini Þorsteinssyni, sjá nánar í [ÆÞ. I, bls. 375]. Guðrún eignaðist 28. nóv. 1877 soninn Sigurjón með Sigurði Hinrikssyni, þá „ , bæði vinnuhjú á Kálfaströnd“. Hún fer 1882 ásamt Sigurjóni „ , Frá Garði í Brunahvamm í V.f.“ [Kb. Mýv.], [Kb. Hofss.]. Sigurjón drukknaði 27. júlí 1885 „ , barn frá Egilsstöðum, 6 ára, drukn“ [Kb. Hofss.]. Guðrún giftist 17. jan. 1886 Birni Jónssyni, sem þá er „vinnum. Egilsstöðum 44 ára. Ekkill“, er Guðrún þá „vinnukona s. b. 38 ára“ [Kb. Hofss.]. Hún fór með honum til Vesturheims 1892 ásamt þrem börnum þeirra, 7, 4 og 1 árs og tveim börnum hans frá Hróaldsstöðum í Vopnafirði [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 13. maí 1934. Sjá um Guðrúnu í [ÆÞ. I, bls. 375] og í kafla um Brennás, um foreldra hennar í [ÆÞ. IV, bls. 242-243] og um móður hennar og ömmu í handriti R. Á. [Æ-Ingir.Eir]. Rannveig Þorsteinsdóttir, kemur 1862 „ , 59, ekkja,“ frá Rauðhúsum í Eyjafirði að Laugaseli. Hún fer þaðan 1863 að Vindbelg [Kb. Ein.] (en í [Kb. Mýv.] er hún sögð koma frá Arndísarstöðum). Sonur hennar, Hallgrímur Kráksson, var þetta ár í Stafnsholti. Rannveig var fædd á Kerhóli í Möðruvallasókn, voru foreldrar hennar Þorsteinn Þorsteinsson og Sigríður Guðmundsdóttir, er hún með foreldrum á manntali á Kerhóli 1816 „ , þeirra barn, 13 1/6,“ og þess getið að hún sé fædd þar. Rannveig giftist 4. okt. 1834 Kráki Krákssyni, sem þá er „frumbýlingur á Hólum 23. ára“, en Rannveig er þá sögð „bústýra hs ibid: 29 til 30 ára“ [Kb. Bægisárprk.]. Þau eru þar á manntali 1835, er Krákur þá sagður „ , 27, G, húsbóndi“ en Rannveig „ , 32, G, hans kona“. Þau eru á manntali í Hraungerði í Grundarsókn 1840 með tveim sonum, þar eru þau einnig 1845 með þrem sonum. Þau flytja þaðan 1848 að Hofi í Vopnafirði [Kb. Grund.], þar deyr Krákur 11. ágúst þ. á. „Vinnumaður á Hofi, 40 ára“ [Kb. Hofss.]. En Rannveig kemur frá Hofi 1849 með syni sína þrjá að Gilsbakka [Kb. Grund.] og er þar með þeim á manntali 1850 og 1855 í Ölversgerði í Miklagarðssókn með Hallgrími „ , 52, E, bústýra,“ en 1860 í Rauðhúsum í Saurbæjarsókn „ , 56, E, vinnukona,“ ásamt Daníel, sem er þar vinnumaður. Rannveig fer 1866 ásamt Jónasi syni


288

sínum „ , 63, hússkona.“ frá Vindbelg að Arndísarstöðum [Kb. Mýv.] og 1867 þaðan til Akureyrar [Kb. Þór.]. Jóhann Ásgrímsson kemur 1865 „ , 61, ekkill,“ frá Fótaskinni að Laugaseli [Kb. Ein.]. Deyr þar 30. júní 1866 „ , ekkjumaður í Laugaseli, 61“ [Kb. Ein.]. Hann var faðir Kristínar konu Guðna í Laugaseli, sjá hér á eftir. Jóhann mun vera fæddur í Stafni, sonur Ásgríms Jónssonar bónda þar og Helgu Jónsdóttur, skírður 10. febr. 1805 [Kb. Helgast.prk.] og er á manntali þar 1816 „ , hans launsonur, 12,“. Jóhann kvæntist Rósu Halldórsdóttur 23. nóv. 1828 og áttu þau fjölda barna og voru víða, í Geitafelli, í Haga 1835, á Reykjum, Breiðumýri, Hólmavaði og Stafni. Þau eru á manntali í Fótaskinni 1860. Rósa dó 31. mars 1863, þá stödd í Stafni, en til heimilis í Fótaskinni [Kb. Ein.]. Meðal barna þeirra auk Kristínar voru Sigurbjörn skáld og Jóhann, sem báðir fóru til Vesturheims. Jóhann var þekktur yfirsetumaður. Hann tók, þá til heimilis í Stafni, m. a. á móti þríburunum í Víðirholti 8. júlí 1851 og „sagði fastmæltur að vanda er hann kom heim: „Þá leist mér nú ekki á blikuna, þegar það þriðja kom.““ [Handrit Helga Jónssonar í Lbs., bls. 58].

1866 - 1868: Kristbjörg Jónsdóttir

Kristbjörg er eini gjaldandi þinggjalda fyrir Laugasel á manntalsþingi 1867, en 1868 er Guðni einnig gjaldandi þar ásamt móður sinni. Jóns Jónssonar er getið í manntalsbók 1868 á skrá yfir búlausa.

1867 - 1881: Guðni Þorkelsson og Kristín Jóhannsdóttir

Guðni og Kristín taka að hluta við búi í Laugaseli 1867, sjá hér að ofan, og eru þau hjón þar á manntali 1880. Búa þar til andláts Guðna 25. mars 1881 [Kb. Ein.], [ÆÞ. I, bls. 437], en þar eru stundum aðrir ábúendur eða húsmennskufólk. Jón Jónsson er gjaldandi þinggjalda á móti Guðna 1869, Páll Guðmundsson 1870-1872, fyrsta árið á skrá yfir búlausa, og Guðni Guðmundsson 1873-1875. Eins og segir hér nokkru ofar, þá var Guðni fæddur í Laugaseli 12. nóv. 1838, sonur þeirra Þorkels og Kristbjargar sem komu þangað árið áður. Guðni átti alla ævi heima í Laugaseli. Kristín var fædd 16. apríl 1837, dóttir Jóhanns Ásgrímssonar og Rósu Halldórsdóttur sem þá voru „búandi hjón á Haga“ [Kb. Ness.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Hólmavaði 1850 en fer 1853 að Arndísarstöðum [Kb. Lundarbr.prk.], þar sem hún er á manntali 1855 „ 19, Ó, vinnukona,“. Kristín kemur 1860 „ , 24, vinnuk,“ frá Arndísarstöðum að Stafnsholti [Kb. Ein.] og er þar á manntali það ár (sögð Jóhannesdóttir). Guðni og Kristín voru gefin saman 12. júlí 1863 [Kb. Ein.]; er Kristín þá sögð „vinnukona samast. 26 ára“. Þau eru „hjón í vinnumennsku“ og „hjón ( . . ) búlaus“ í Laugaseli við fæðingu barna 1863 og 1865. Eftir lát Guðna 1881 mætti ætla að Kristín fari úr Laugaseli, tvö börn hennar flytja þ. á. að Kasthvammi og eitt að Stórutjörnum. En hún er gjaldandi fyrir Laugasel í manntalsþingbók Helgastaðahrepps 24. maí 1882, svo ætla verður að hún búi þar áfram eitt ár, sjá síðar. Hún fer ásamt Sigurbirni syni sínum


289

1886 „ , 50, vk. frá Máskoti að Hólum“ í Laxárdal [Kb. Ein.] ([Kb. Grenj.] segir „ , húsk.,“). Hún er á manntali á Hamri 1890 , 53, E, vinnukona,“ en fer þaðan að Bakka á Tjörnesi 1891 [Kb. Þverárs.], [Kb. Hús.]. Kristín andaðist 9. maí 1898 á Fjöllum, „ , ekkja Ketilsst., 62 ára, Lungnabólga“ [Kb. Garðss.] og í [Kb. Hús.] er bókað „ , ekkja á Ketilsstöðum, dó á Fjöllum í Kelduhverfi“.

Börn Guðna og Kristínar í Laugaseli 1867-1881, öll fædd þar:

Kristjana Pálína Guðnadóttir, f. 25. okt. 1863, d. 26. apríl 1872 „Barn hjá foreldrum í Laugaseli, skilgetið, 9 ára“ [Kb. Ein.], sjá hér áður. Kristbjörg Rósa Guðnadóttir, f. 22. júlí 1865 [Kb. Ein.]. Er með foreldrum sínum á manntali í Laugaseli 1880 „ , 15, Ó, barn þeirra,“. Fer 1881 „ , 16, vinnuk.“ frá Laugaseli að Kasthvammi [Kb. Ein.], en flytur þaðan 1887 „ , 22, vk.“ að Bakka á Tjörnesi [Kb. Grenj.] þar sem hún er á manntali 1890 „ , 25, Ó, konuefni húsbónda,“ Jóels Gíslasonar, sjá tilvísun í ætt Þórðar Grímssonar í [ÆÞ. I, bls. 437]. Þau hjón fóru til Vesturheims árið 1900 frá Húsavík ásamt fimm börnum og móður Jóels [Vfskrá]. Dó 1925 í Vesturheimi [ÆÞ. I, bls. 437]. Jóhann Júlíus Guðnason, f. 25. júlí 1867 (?) ([Laxd. bls. 209] segir 1866), er með foreldrum á manntali í Laugaseli 1880 „ , 13, Ó, barn þeirra,“. Hann fer 1881 „ , 14, ljettadr.“ frá Laugaseli að Kasthvammi með systur sinni [Kb. Ein.]. Fæðingu Jóhanns hef ég ekki fundið, en fæðingardags er getið við fermingu hans á Grenjaðarstað 20. maí 1883. Hann fer 1888 „ , 21, vm.,“ frá Hólum í L. að Bakka [Kb. Grenj.] á Tjörnesi, en 1889 að Víðirkeri [Kb. Hús.]. Hann er þó á manntali 1890 á Grímsstöðum við Mývatn „ , 22, Ó, vinnumaður,“ og er sagður í [Kb. Þver.] koma þaðan að Halldórsstöðum í L. 1891, en í [Kb. Lund.] fara með fjölskyldu Kristjáns Sigurðssonar að Hamri í Laxárdal sama ár, þar sem hann drukknaði 1892 „ , vinnumaður á Hamri 25 ára Drukknaði í Laxá 28. maí, fannst ekki fyrr en mánuði seinna.“ (greftraður 4. júlí) [Kb. Þver.]. Sjá einnig [Laxd. bls. 209]. Guðrún Sigurveig Guðnadóttir, f. 28. nóv. 1870 [Kb. Ein.]. Er með foreldrum á manntali í Laugaseli 1880 „ , 9, Ó, barn þeirra,“. Fer 1881 „ , 10, ómagi, frá Laugaseli að Stórutjörnum“ [Kb. Ein.] til föðursystur sinnar. Guðrún Sigurveig kemur 1888 „ , 19, vk.,“ frá Laxárdal að Víðirkeri [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1890. Fer þaðan 1891 „ , 21. vk,“ „inneftir“ [Kb. Lund.]. Hún er á manntali í Voladal 1901 ásamt manni sínum, Sigurði Jónssyni bónda, síðar á Máná, „ , kona hans, 30,“. Sjá [ÆÞ. I, bls. 437]. Guðný Sigríður Guðnadóttir, f. 9. des. 1873 [Kb. Ein.]. Er með foreldrum á manntali í Laugaseli 1880 „ , 6, Ó, barn þeirra,“. Hún er á manntali á Hallbjarnarstöðum 1890 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Guðný kemur 1898 „ , v. k, 25, frá Ketilsstöðum að Hjalla“ [Kb. Ein.]. Ekki er þó öruggt að um þá Guðnýju sé að ræða, en aldurinn kemur allvel heim. Sigurbjörn Guðnason, f. 12. sept. 1878 [Kb. Ein.]. Er með foreldrum á manntali í Laugaseli 1880 „ , 2, Ó, barn þeirra,“. Sigurbjörn fer með móður sinni 1886 frá Máskoti að Hólum í L. [Kb. Ein.] og þaðan 1888 að Bakka á Tjörnesi [Kb. Hús.] og 1889 að Víðirkeri, þar sem hann er á manntali 1890 „ , 12, Ó, léttadrengur,“. Hann kemur 1891 með Kristjáni Sigurðssyni og


290

skylduliði hans að Hamri og fer þaðan 1892 að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Þverárs.]. Sigurbjörn er á manntali á Máná 1901 „ , hjú, 23,“. Hann kvæntist 9. maí 1902 Málfríði Unu Jónsdóttur, sem fædd var í Jarlstaðaseli, sjá þar, sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. I, bls. 436-438].

Annað skyldulið Guðna og Kristínar í Laugaseli 1867-1881:

Kristbjörg Jónsdóttir móðir Guðna, sjá um hana hér ofar, er áfram í Laugaseli eftir lát Þorkels. Flytur 1879 [Kb. Ein.] frá Laugaseli til Sigurveigar dóttur sinnar á Stórutjörnum, þar sem hún deyr 26. sept. 1881 [Laxd. bls. 89]. Kristjana Kristjánsdóttir, hálfsystir Guðna, dóttir Kristbjargar hér næst á undan, sjá hér nokkru ofar í tíð Þorkels og Kristbjargar, fer 1871 „ , 43, ógipt,“ ásamt dóttur sinni hér næst á eftir „Mæðgur báðar frá Laugaseli að Hördal“ [Kb. Ein.]. Ekki finnst þeirra getið meðal innkominna í Mývatnsþing þ. á. Kristjana kemur ásamt Kristínu dóttur sinni 1868 „Mæðgur, komu báðar frá Ærlæk að Daðastöðum“ [Kb. Ein.]. Óvíst er, hvenær Kristjana kom að nýju í Laugasel. Kristín Sigurjónsdóttir, systurdóttir Guðna, dóttir Kristjönu hér næst á undan, fer með henni frá Laugaseli 1871 „ , 4, hennar dóttir,“ [Kb. Ein.]. Kristín var fædd 12. apríl 1868 og voru foreldrar hennar „Hreppstjóri Sigurjón Magnússon og bústýra hans Kristjana Kristjánsdóttir að Ærlæk“ [Kb. Skinn.]. Kristín var tvíburi, með henni fæddist Gísli, en ókunnugt er mér um afdrif hans. Kristín kemur með móður sinni að Daðastöðum 1868, sjá hér að ofan.

Vandalausir í Laugaseli í tíð Kristbjargar og Guðna og Kristínar 1866-1881:

Vigdís Jónsdóttir er áfram í Laugaseli, en þangað kemur hún 1861, sjá um hana hér nokkru ofar. Deyr þar 17. apríl 1870 [Kb. Ein.]. Sigríður Marteinsdóttir kemur 1868 „ , 18, vinnukona,“ frá Álftagerði að Laugaseli [Kb. Ein.]. Hún er burtvikin þaðan 1869 að Gautlöndum [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 12. febr. 1850 í Álftagerði, dóttir Marteins Guðlaugssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur og er með þeim á manntali þar 1860. Hún dó 1882 á leið til Vesturheims [Skú. bls. 33]. Hún var systurdóttir Páls og Guðna, sjá hér á eftir.

1867 - 1869: Árnadóttir

Jón

Jónsson

og

Margrét

Ingiríður

Jón og Margrét koma frá „Álptagerði að Laugaseli“1867 [Kb. Mýv.] og virðast vera fyrra árið þar í húsmennsku (Jón þá talinn meðal búlausra í manntalsþingbók en síðara árið meðal bænda, á móti Guðna). Þau fara frá Laugaseli 1869 „hjón í húsmennsku að Hörgsdalskoti“ [Kb. Ein.], en [Kb. Mýv.] segir „ , 40, bóndi“ frá „Laugaseli að Hörgsdal“.


291

Jón var fæddur 26. apríl 1830 í Hörgsdal, sonur Jóns Magnússonar bónda þar og f. k. h. Ingibjargar Ívarsdóttur [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali 1835, 1840, 1850 og 1855, en 1845 er hann á manntali í Garði „ , 16, Ó, léttadrengur,“. Margrét var fædd 16. sept. 1834 í Heiðarbót, dóttir Árna Indriðasonar og f. k. h. Helgu Sörensdóttur [Kb. Grenj.], systir Jóns sem bjó í Brennási og lengi á Arndísarstöðum, sjá [ÆÞ. II, bls. 72]. Margrét er með foreldrum sínum á manntali í Hólsgerði 1845, en við manntalið 1850 er hún „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Fljótsbakka. Hún kemur 1854 „ , 21, vinnukona,“ frá „Hólsgerði að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Jón og Margrét voru gefin saman 25. maí 1855, þá bæði í Hörgsdal [Kb. Mýv.] og eru þar á manntali þ. á. Þau voru víða og börn þeirra sjaldnast öll með þeim. Þau fara frá Hörgsdal að Sýrnesi 1859, 1860 að Sigluvík, þar sem þau eru á manntali þ. á. Þau koma aftur frá Sigluvík í Hörgsdal 1861 [Kb. Mýv.]. Margrét fer frá Hörgsdal 1873 með son þeirra að Arndísarstöðum. Þeim fæðist dóttir 1874 að Hömrum við Akureyri og önnur í Mið-Samtúni 1877. Þau fara úr LitluSigluvík 1880 að Hlíðarenda [Kb. Svalb.], þar sem þau eru á manntali þ. á. ásamt Herdísi dóttur sinni. Þau eru í Hrappstaðaseli hjá Albert syni sínum, sjá þar, og flytja þaðan til Vesturheims 1888 [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Sjá einnig um þau hjón í köflum um Hörgsdal og Hrappstaðasel

Börn Jóns og Margrétar í Laugaseli 1867-1869:

Indriði Albert Jónsson kemur með foreldrum frá Álftagerði að Laugaseli 1867 „ , 12, þeirra börn“ [Kb. Mýv.] og fer með þeim að Hörgsdal 1869. Albert var fæddur 2. sept. 1855 í Hörgsdal [Kb. Mýv.] og er þar á manntali s. á. og 1860 í Sigluvík. Hann er „ , 26, Ó, vinnumaður,“ í Garði við Mývatn 1880. Hann fer 1885 frá Hólsseli að Hrappstaðaseli ásamt konu sinni, sjá um þau þar, og flytja þau þaðan til Vesturheims 1889 [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Elín Sigurbjörg Jónsdóttir kemur með foreldrum frá Álftagerði að Laugaseli 1867 „ , 8, þeirra börn“ [Kb. Mýv.] og fer með þeim að Hörgsdal 1869. Elín var fædd 20. júlí 1859 í Sýrnesi [Kb. Múl.], en fer með foreldrum árið eftir að Sigluvík. Hún kemur 1883 frá Hvarfi að Grænavatni, fer þaðan 1884 „á Hólsfjöll“ [Kb. Mýv.], þar sem hún giftist Jóni Jónassyni. Þau eru í Hrappstaðaseli 1885-1886, sjá þar, en fara þá að Nýjabæ á Hólsfjöllum. Þau fara til Vesturheims frá Þorvaldsstöðum í Vopnafirði 1889 ásamt Axel Ingimar syni sínum [Kb. Hofss.] og [Vfskrá]. Sigurjón Jónsson kemur með foreldrum frá Álftagerði að Laugaseli 1867 „ , 3, sonur þeirra,“ og fer með þeim að Hörgsdal 1869. Sigurjón var fæddur 12. ágúst 1864 í Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Hann er „ , 9, tökubarn“ á manntali sóknarprests á Kálfaströnd 31. des. 1873. Um feril Sigurjóns veit ég sáralítið, en hann fer með Árna bróður sínum, sjá hér næst á eftir, til Vesturheims frá Hólsseli 1887 „vinnumaður, 22“ [Vfskrá], [Kb. Fjall.]. Í [ÆSiÞ. bls. 34] segir svo: „ ... var Sigurjón faðir Þorvaldar Johnsons hins heimsfræga plöntusjúkdómafræðings, sem nýlega er látinn (sbr. Morgunblaðið 15. jan. 1980).“


292

Árni Jónsson, fæddur í Laugaseli 11. jan. 1868, eru foreldrar hans þá sögð „ , hjón búandi í Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Árni fer með foreldrum að Hörgsdal 1869, fer 1873 með móður sinni „ , 4, barn hennar,“ frá Hörgsdal að Arndísarstöðum. Kemur inn í Svalbarðssókn með móður sinni og systur 1879 frá „ , Miðsamtúni að Litlusikluvík“ [Kb. Svalbs. (í Glæsibæjarbók)] og er á manntali á Meyjarhóli 1880 „ , 11, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1881 frá Meyjarhóli að Mýri í Bárðardal „ , ljettadrengur, 13,“. Árni kemur 1886 „ , v.m., frá Hrappstaðaseli að Hólseli“ og fer 1887 „ , 19, vm, frá Hólseli til Ameríku“ ásamt Sigurjóni bróður sínum [Kb. Fjall.], [Vfskrá].

1869 - 1872: Jónasdóttir

Páll Guðmundsson og Guðrún Soffía

Páll kemur 1869 „ , 41, húsmaður,“ ásamt konu og þrem börnum að Laugaseli. „Þessi hjón og börn þeirra komu frá Syðrineslöndum við Mývatn að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Hann fer þaðan 1872 „33 húsmaður“ „Páll með hyski sínu fluttist frá Laugaseli uppað Mývatni á sveit sína“ [Kb. Ein.]. Skv. [Kb. Mýv.] kemur Páll 1872 „ , 43, Lausam.“ að Arnarvatni, en „hyski hans“ fer á aðra staði, sjá þar. Fyrsta árið er Páll talinn meðal búlausra í manntalsþingbókinni, en tvö hin síðari meðal bænda, á móti Guðna Þorkelssyni. Páll var fæddur 9. ágúst 1831 á Litluströnd, sonur Guðmundar Pálssonar og Rósu Jósafatsdóttur, sjá [ÆÞ. I, bls. 103 og 112-113], albróðir Guðna hér nokkru neðar. Hann er á manntali með foreldrum og systkinum á Litluströnd 1835 og 1840, en 1845 er hann léttadrengur í Baldursheimi. Við manntalið 1850 er hann „ , 19, Ó, vinnumaður,“ á Litluströnd. Guðrún Soffía (Sophia) var fædd 14. ágúst 1834 í Hólum í Laxárdal, dóttir Jónasar Sigfússonar og Maríu Bergþórsdóttur [Kb. Grenjaðarst.prk.]. Hún er þar með þeim á manntali 1835, en er 1840 „ , 5, Ó, tökubarn,“ á Végeirsstöðum, þar er hún einnig við manntalið 1845, þá „fósturbarn“. Við manntalið 1850 er hún á Ljótsstöðum „ , 16, Ó, stjúpdóttir ekkjunnar,“ Guðrúnar Einarsdóttur. Páll og Guðrún voru gefin saman 25. maí 1855, þá bæði á Helluvaði og eru þau þar á manntali um haustið áamt Rósu Maríu. Þau eru á manntali á Hofsstöðum 1860, er Páll þá sagður „ , 30, G, bóndi,“. Þegar Guðrún fer frá Laugaseli 1872, fer hún að Grímsstöðum ásamt Guðnýju Aðalbjörgu dóttur þeirra [Kb. Mýv.]. Páll og Guðrún búa á Árbakka 1874-1882, en flytja 1882 að Byrgi [Kb. Mýv.]. Páll og Guðrún fara 1890 „frá Glaumbæ að Oddsstöðum á Sljettu“ [Kb. Ein.] ásamt Aðalbjörgu dóttur sinni. Sjá nánar um Pál og Guðrúnu í [ÆÞ. I, bls. 112-116].

Börn Páls og Guðrúnar í Laugaseli 1869-1872:

Rósa María Pálsdóttir kemur með foreldrum að Laugaseli 1869 „ , 13, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Hún fer frá Laugaseli 1872 „ , 17, börn þeirra,“ að Grænavatni [Kb. Mýv.], þar sem hún er á manntali 1880 „ , 24, Ó, vinnukona,“. Rósa María var fædd á Helluvaði 9. sept. 1855 [Kb. Mýv.] og er þar með foreldrum á manntali um haustið og 1860 á Hofsstöðum. Hún kemur 1885 „24, vk., frá Húsavík að Ljótsst“ [Kb. Grenj.]. Giftist Jónasi Jónassyni frá

Rósa María Pálsdóttir og Jónas Jónasson


293

Ljótsstöðum og bjuggu þau þar og í Glaumbæ, sjá [ÆÞ. I, bls. 113] og [Laxd. bls. 112]. Borghildur Pálsdóttir kemur með foreldrum að Laugaseli 1869 „ , 8, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Hennar er ekki getið í [Kb. Ein.] þegar foreldrar hennar flytja frá Laugaseli, er mér því ekki kunnugt, hve lengi hún var þar. Borghildur var fædd 9. mars 1857 á Helluvaði og er með foreldrum á manntali á Hofstöðum 1860. Hún giftist Siggeiri Péturssyni, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 345]. Dó 17. maí 1938. Björg Pálsdóttir kemur með foreldrum að Laugaseli 1869 „ , 5, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Hún fer með þeim frá Laugaseli 1872 „ 7, börn þeirra“ „uppað Mývatni“ [Kb. Ein.], en ekki er hennar getið meðal innkominna í Mývatnsþing þ. á. Björg var fædd 21. apríl 1864, voru foreldrar hennar þá „hjón í Álptagerði“ [Kb. Mýv.]. Hún lést 21. sept. 1872 „hreppsómagi í Baldursh, 6, Drukknaði“ [Kb. Mýv.] í Kráká, sjá [ÆÞ. I, bls. 113]. Helgi Sigurður Pálsson fer með foreldrum „5, börn þeirra“ „uppað Mývatni“ frá Laugaseli 1872 [Kb. Ein.] og er hann í [Kb. Mýv.] sagður fara að Sveinsströnd. Ókunnugt er, hvenær hann kemur í Laugasel. Helgi var fæddur 31. des. 1866 í Hörgsdal. Sjá um hann nánar í [ÆÞ. I, bls. 112-116] og mynd af honum á bls. 113. Dó. 27. júní 1936. Guðmundur Pálsson kemur 1870 „ , 9, niðursetn, frá Syðrinesl. að Laugaseli“ [Kb. Mýv.]. Hann deyr 7. júlí 1870 „ , drengur frá Laugaseli, 9, drukknaði í Laxá“ [Kb. Mýv.]. Guðmundur var fæddur 31. maí 1861, voru foreldrar hans þá „hjón á Geirastöðum“ [Kb. Mýv.]. Guðný Aðalbjörg Pálsdóttir, f. 2. okt. 1870 og eru foreldrar hennar þá „hjón búandi í Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Hún fer 1872 „2, börn þeirra“ „uppað Mývatni“ [Kb. Ein.] og er hún í [Kb. Mýv.] sögð fara með móður sinni að Grímsstöðum. Hún fer með foreldrum sínum 1890 „frá Glaumbæ að Oddsstöðum á Sljettu“ [Kb. Ein.]. Aðalbjörg giftist 9. júlí 1900 Birni Guðmundssyni á Grjótnesi, sjá um þau og afkomendur í [ÆÞ. III, bls.148-151]. Dó 17. febr. 1946.

1872 - 1875: Sigurðardóttir

Guðni

Guðmundsson

og

Rósa

Guðni og Rósa „Komu búferlum að Laugarseli úr Mývatnssveit“ 1872 [Kb. Ein.], fara 1872 frá „Arnarv. að Laugaseli“ [Kb. Mýv.]. Þau fara þaðan 1875 „til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. Guðni er öll þrjú árin talinn meðal bænda í Laugaseli í manntalsþingbók, ásamt nafna sínum Þorkelssyni. Guðni var fæddur 27. jan. 1834 á Litluströnd, sonur hjónanna Guðmundar Pálssonar frá Brúnagerði og Rósu Jósafatsdóttur frá Geiteyjarströnd [Kb. Mýv.]; albróðir Páls hér nokkru ofar, sjá [ÆÞ. I, bls. 103]. Guðni er á manntali með foreldrum og systkinum á Litluströnd 1835, en 1840 og 1845 er hann „tökubarn/tökupiltur“ á Grímsstöðum. Rósa var fædd 1. nóv. 1823 og voru foreldrar hennar „Sigurður Stephánss: bóndi á Syðri Tjörnum og kona hans Margrét Pétursdóttir“ [Kb. Munk.]. Hún


294

er á manntali á Ytrahóli í Kaupangssókn 1845 ásamt foreldrum sínum og þrem systkinum, en á manntali í Reykjahlíð 1850 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Guðni og Rósa voru gefin saman 30. sept. 1853, þá bæði í Garði. Þau flytja 1855 frá Gautlöndum „inn í Eyafjörð“ [Kb. Mýv.] ásamt Sigurrós dóttur sinni og eru á manntali þá um haustið á Finnastöðum í Möðruvallasókn, þar sem Guðni er „ , 22, G, bóndi,“. Þau flytja þaðan 1857 út í Grímsey þar sem þau búa að Sveinagörðum til 1864; eru þar á manntali 1860, þar sem Guðni er „ , 27, G, bóndi, lifir af sjóarafla,“ er þau fara „frá Sveinag að Mývatni“ [Kb. Miðg. prk.]. Þau eru á flækingi í Mývatnssveit næstu árin: koma að Ytrineslöndum 1864, eru á Sveinsströnd við fermingu Sigurrósar 1869, á Geirastöðum við fermingu Önnu Sigríðar 1870 og fara frá Arnarvatni að Laugaseli 1872. Guðni og Rósa koma 1881 „ , austan af Fjöllum að Stafnsholti.“ [Kb. Ein.]. Þetta kemur ekki nákvæmlega heim við manntal og [Kb. Fjall.], því skv. henni fer Rósa 1881 , húskona, frá Nýjabæ að Stafnsholti í Reykjadal“ þ. á. Guðni er hinsvegar í Stafnsholti á viðaukaskrá manntalsins 1880 „ , G, kaupamaður“ og er lögheimili hans sagt „Hóll, Víðirhólssókn“. Rósa og Kristín Guðný eru í Nýjabæ, hjáleiga, við manntalið 1880 og er Rósa þar „ , 56, G, húskona,“. Guðni og Rósa fóru 1882 til Vesturheims frá Stafnsholti ásamt Kristínu Guðnýju dóttur sinni [Vfskrá]. Þá var Sigurrós, elsta dóttir þeirra, dáin 23. apríl 1878 „gipt kona frá Nýjabæ, 24 ára. Af barnsfæðing óeðlilegri“ [Kb. Fjall.] og Anna Sigríður komin til Vesturheims, sjá hér neðar.

Börn Guðna og Rósu í Laugaseli 1872-1875:

(Rósa, „ , 16, dætur þeirra“ er meðal burtvikinna úr Mývatnsþingum frá Arnarv. að Laugaseli 1872 [Kb. Mýv.]. Óvíst er, hvort hér er átt við Sigurrós (stundum Sigur Rós, eða Sigurrósa), sem fædd var 25. júní 1854 á Gautlöndum [Kb. Mýv.], er meðal innkominna í Fjallaþing 1872 og deyr þar 23. apríl 1878 „ gipt kona frá Nýjabæ 24 ára, Af barnsfæðing óeðlilegri.“ Líklega er þetta þó misritun, mun vera átt við Önnu Sigríði, sjá hér næst á eftir, því ekki er þess getið í [Kb. Mýv.] að hún fari þ. á. að Laugaseli.) Anna Sigríður Guðnadóttir kemur með foreldrum að Laugaseli 1872 „ , 17, þeirra börn,“ [Kb. Ein.] (ekki [Kb. Mýv.] sjá hér næst á undan) og fer 1873 „ , 18, vkona“ frá Laugaseli að Hólsseli [Kb. Ein.]. Í [Kb. Fjall.] er hún sögð koma 1873 „ , 19, vkona, frá Laugaseli að Nýahóli“. Anna var fædd 12. des. 1855 á Finnastöðum í Möðruvallasókn [Kb. Möðruv.], en þá búa foreldrar hennar þar. Hún fer með þeim til Grímseyjar 1857, er með þeim þar á manntali 1860 og fer með þeim þaðan „að Mývatni“ 1864. Anna giftist 29. júlí 1877 Sigurbirni Guðmundssyni, sem þá er „húsráðandi á Nýhóli 24 ári“, en Anna er sögð „bústýra hans sama st . 22“ [Kb. Fjall.]. Þau fara þaðan til Vesturheims með Sigurrósu dóttur sína 1879 [Vfskrá]. Kristín Guðný Guðnadóttir kemur með foreldrum að Laugaseli 1872 „ , 6, þeirra börn“ [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]. Hún flytur með þeim þaðan 1875 „ , 8, dóttir þra“ „til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. Kristín Guðný var fædd 9. maí 1866, voru foreldrar hennar þá „hjón í hússmensku á Ytrinesl.“ [Kb. Mýv.]. Kristín kemur 1881 með móður sinni „ , austan af Fjöllum að Stafnsholti.“ [Kb.


295

Ein.] „ , hennar dóttir, frá Nýjabæ að Stafnsholti í Reykjadal“ [Kb. Fjall.] og fer þaðan með foreldrum til Vesturheims 1882 [Kb. Ein.], [Vfskrá].

Skyldmenni á búi Guðna og Rósu í Laugaseli 1872-1875:

Jakob Guðmundsson, systursonur Guðna Guðmundssonar bónda, kemur 1874 „ , 16, léttadr, úr Mývatnssveit að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Hann fer þaðan árið eftir með Guðna og fjölskyldu „ , 16, léttadr.“ frá „Laugas. til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. Skv. [Kb. Grenj.] fer hann 1874 „ , 16, ljettapiltur, frá Laugaseli að Birnustöðum“. Jakob var fæddur 9. júní 1858 og voru foreldrar hans „Guðmundur Jónsson, Ingibjörg Guðmundsd. hjón búandi á Ytrafjalli“ [Kb. Ness.]. Jakob var faðir Árna Jakobssonar, sem bjó um skeið í Víðaseli og á Grund ofan við Einarsstaði í Reykjadal, sjá nánar undir Víðasel, þar sem þeir feðgar eru á manntali 1920 ásamt konu Árna. Sjá einnig um þá feðga í [ÆÞ. V, bls. 244] og um foreldra Jakobs í [ÆÞ. V, bls. 217-218]. 1881 - 1882:

Kristín Jóhannsdóttir

Þó a. m. k. þrjú börn Kristínar flytji úr Laugaseli við lát Guðna 1881, er hún gjaldandi þinggjalda í manntalsþingbók 24. maí 1882, en Kristján Ólafsson er þar þá á skrá yfir húsmenn. En árið eftir er Kristján eini gjaldandi þar.

Börn Kristínar í Laugaseli 1881-1882?:

Engar heimildir hef ég séð um veru tveggja yngstu barna Kristínar í Laugaseli þetta ár, einungis má ráða það af líkum.

Guðný Sigríður Guðnadóttir, f. 9. des. 1873 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Er með foreldrum á manntali þar 1880 „ , 6, Ó, barn þeirra,“. Hún er á manntali á Hallbjarnarstöðum 1890 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Sjá um hana hér ofar. Sigurbjörn Guðnason, f. 12. sept. 1878 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Er með foreldrum á manntali þar 1880 „ , 2, Ó, barn þeirra,“. Sigurbjörn fer með móður sinni 1886 frá Máskoti að Hólum í L. [Kb. Ein.]. Sjá um hann hér ofar.

Vandalausir í búskapartíð Kristínar í Laugaseli 1881-1882:

Kristján Ólafsson er sagður „vinnumaður í Laugaseli 25 ára“ við hjónavígslu 4. júlí 1881 [Kb. Ein.], en í manntalsþingbók 24. maí 1882 er hann talinn húsmaður þar. Sjá um hann hér á eftir. Róselína Einarsdóttir er „vinnuk. sama staðar 30 ára“ er hún giftist Kristjáni hér næst á undan 4. júlí 1881 [Kb. Ein.]. Sjá um hana hér á eftir.


296

(María Sveinbjörnsdóttir deyr 29. júní 1882 „vk. frá Laugaseli 54 ára,“ úr lungnabólgu [Kb. Ein.], þ. e. í búskapartíð Kristjáns og Róselínu, sjá síðar. Óvíst er hvenær hún kemur í Laugasel.)

1882 - 1883: Kristján Ólafsson og Róselína Einarsdóttir

Kristján er gjaldandi fyrir Laugasel í manntalsþingbók 6. júní 1883, en var sagður húsmaður þar árið áður. Árið 1884 er Jóhannes Sigurðsson þar gjaldandi, sjá síðar. Kristján var fæddur 15. ágúst 1856, og voru foreldrar hans Ólafur Ólafsson og Rannveig Sveinbjarnardóttir „hjón í Landamótsseli“ [Kb. Þór.], en þar bjuggu þau við mikla ómegð. Kristján er með foreldrum á manntali á Hjalla 1860 ásamt fimm systkinum. Hann er á manntali á Daðastöðum 1880 ásamt föður sínum og systur, svo og Róselínu. Róselína (einnig Rósalína eða Rósalín í skrám) var fædd 21. apríl 1851, og voru foreldrar hennar Einar Einarsson og Guðrún Jóhannsdóttir hjón á Böðvarshólum [Kb. Breiðabólst.s.]. Hún er á manntali í Böðvarshólum 1855 ásamt foreldrum sínum og yngri bróður „ , 5, Ó, niðursetningur, þeirra barn,“; er sagt um föður hennar „vinnur fyrir sér“, bendir það til skertrar starfsorku, enda er búið að tvístra fjölskyldunni við manntalið 1860, þá er Róselína ásamt föður sínum á Þernumýri „ , 10, á sveit,“ og faðir hennar einnig. En bróðir Róselínu er þá „sveitarómagi“ í Böðvarshólum. Róselína fer 1861 „ , 11, léttast:, frá Þernumýri að Tungunesi“ [Kb. Breiðabólst.s.], en er á manntali 1870 að Kolugili í Víðidalstungusókn „ , 19, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1880 „ , 29, vkona, Frá Húnavatnss. að Daðastöðum“ [Kb. Ein.], þar sem hún er á manntali þ. á. eins og áður er getið. Kristján og Róselína voru gefin saman 4. júlí 1881, hann „vinnumaður í Laugaseli 25 ára“, hún „ , vinnuk. sama staðar 30 ára“ [Kb. Ein.]. Þau eignast þar andavana meybarn 30. apríl 1882, þá „hjón í Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Þau eignast soninn Ólaf 8. júlí 1883 á Höskuldsstöðum, þar sem þau eru þá „hjón, búlaus“, en hann deyr þar 13. s. m. [Kb. Ein.]. Árið 1884 flytja þau til Vesturheims frá Höskuldsstöðum (húsmaður, kona hans) [Kb. Ein.]. Tveim árum seinna fara foreldrar Kristjáns, þá komin yfir sjötugt, einnig til Vesturheims frá Höskuldsstöðum [Vfskrá].

Skyldulið Kristjáns og Róselínu í Laugaseli 1882-1883:

María Sveinbjarnardóttir, móðursystir Kristjáns, deyr 29. júní 1882 „vk. frá Laugaseli 54 ára,“ úr lungnabólgu [Kb. Ein.]. Óvíst er hvenær hún kemur í Laugasel. María var fædd 24. mars 1827 og voru foreldrar hennar Sveinbjörn Flóventsson og Guðrún Jónsdóttir „búhjón í Landamótsseli“ [Kb. Þór.]. María er á manntali í Landamótsseli hjá föður sínum við manntölin 1845, 1855 og


297

1860, þar sem hann bjó lengi ekkill. Hún er á manntali á Hallbjarnarstöðum 1880 „ , 53, Ó, vinnukona,“.

1883 - 1898: Andrésdóttir

Jóhannes

Sigurðsson

og

Sesselja

Jóhannes er gjaldandi þinggjalda fyrir Laugasel í manntalsbók 1884-1898, enda segir [ÆÞ. III, bls. 138] hann bónda þar frá 1883. Þau flytja 1898 að Litlulaugum [Sál. Helg.]. Árin 1887 og 1888 er í manntalsbók getið í Laugaseli Guðlaugs Þorsteinssonar á skrá yfir búlausa og Ásmundar Helgasonar 1891. Árin 1894-1896 er Jón Olgeirsson gjaldandi á móti Jóhannesi og Ásmundur Helgason 1897 og 1898. Sesselja Andrésdóttir

Jóhannes var fæddur 19. jan. 1840 í Sultum, sonur Sigurðar Sveinssonar og Guðbjargar Daníelsdóttur [ÆÞ. III, bls. 131-132 og 138-142]. Hann er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1845 og 1850, en 1855 er hann á manntali á Ávegg hjá Páli og Margréti systur Jóhannesar „ , 16, Ó, léttadrengur,“ en þar eru foreldrar hans þá einnig. Jóhannes er með foreldrum á manntali á Tóvegg 1860, þar sem þau búa þá. Sesselja var fædd 29. des. 1851 í Fagranesi, dóttir Andrésar Ólafssonar og Sesselju Jónsdóttur [ÆÞ. III, bls. 138]. Hún er þar á manntali með foreldrum og sex systkinum 1855 og 1860. Sesselja giftist fyrst Hjálmari Halldóri Sigurðssyni, en hann andaðist 30. sept. 1875 „bóndi á Laugarhóli, 25 ára, krabbamein“ [Kb. Ein.]. Jóhannes og Sesselja voru gefin saman 12. júlí 1879 [ÆÞ. III, bls. 138] og fæddist elsta barn þeirra 8. sept. þ. á. á Halldórsstöðum í Reykjadal. Þau búa í Skógarseli 1880-1882, sjá þar, en 1882-1883 eru þau líklega á Helgastöðum, því í manntalsbók 1883 er Jóhannes þar á skrá yfir hús- og vinnumenn í þingsókninni. Jóhannes og Sesselja voru einungis eitt ár á Litlulaugum, því 1899 eru þau komin í Stórulauga, þar sem Jóhannes deyr 21. febr. 1904 „ , giptur húsmennskumaður frá Stórulaugum, 62 ára, Lungnabólga“. Sesselja deyr 24. des. 1936 „ , fv. húsfr. Álftagerði, 86 Jarðs. á Húsav.“ [Kb. Mýv.]. Sjá nánar um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. III, bls. 138-142]. Jóhannes var heilsuveill, var kallaður „Jói blóðlausi“, kynni það að hafa stafað af litarhætti hans.

Börn Jóhannesar og Sesselju í Laugaseli 1883-1898:

Sigurbjörg Hjálmfríður Jóhannesdóttir kemur líklega með foreldrum að Laugaseli 1883 og er þar með þeim á manntali 1890. Hún er þar í fólkstali við árslok 1889-1896, nema árið 1894, þá er hún „ , vk., 13,“ á Litlulaugum [Sál. Helg.]. Hún fer 1897 „ , 16, v. k, frá Laugaseli að Garði við Mývatn“ [Kb. Ein.]. Hjálmfríður var fædd 5. apríl 1881 í Skógarseli [Kb.Ein.]. Hún kemur 1899 „ , v. k., 18, frá Garði Mývatnssveit að Breiðumýri“ [Kb. Ein.]. Fer 1908


298

„ , lausak, 26, Frá Fljótsbakka að Húsavík“ [Kb. Ein.]. Sjá tilvísun í ætt Björns Péturssonar vegna Finnboga Þorsteinssonar manns hennar í [ÆÞ. III, bls. 138]. Kristján Júlíus Jóhannesson, f. 31. júlí 1883 í Laugaseli [Kb. Ein.] og er með þeim þar á manntali 1890. Hann fer 1892 „ , 8, frá Laugaseli“ í „Bangastaði (í fóstur)“ en kemur þaðan aftur 1893 „ , 10, léttadrengr, frá Bangast. að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Fer 1896 að Breiðumýri, þar sem hann er „ , léttadr, 13,“ á fólkstali við árslok þ. á. [Sál. Helg.]. Þar er hann einnig 1898. Sjá um Kristján, konur hans þrjár og afkomendur í [ÆÞ. III, bls. 140-142]. Kristjana Lovísa Jóhannesdóttir, f. 31. okt. 1885 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Hún er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1890 og í fólkstali þar við árslok næstu árin, nema 1895, þá er hún „ , tökubarn, 10“ í Víðum. Fer með þeim frá Laugaseli að Litlulaugum 1898, þar sem hún er „ , léttas., 13,“ (á búi Sigurbjarnar og Nýbjargar) við árslok þ. á.; einnig árið eftir, þegar foreldrar hennar eru komnir í Stórulauga [Sál. Helg.]. Kristjana var húsfreyja í Álftagerði, gift Jónasi Einarssyni b. þar, sjá tilvísun í [ÆÞ. III, bls. 138]. Dó 7. maí 1962.

Kristjana Lovísa Jóhannesdóttir

Andrés Jóhannesson, f. 1. nóv. 1887 í Laugaseli [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890. Fer 1898 „ , barn, 10, frá Laugaseli að Holtakoti“ [Kb. Ein.] og er 1901 á manntali í Víðum „ , hjú, 13,“. Fer 1908 „ , vinnum, 20, Frá Breiðumýri að Grenjaðarstað“ [Kb. Ein.]. Dó 1915, sjá [ÆÞ. III, bls. 138]. Sigfús Jóhannesson f. 22. júní 1890 í Laugaseli [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. Fer með foreldrum þaðan að Litlulaugum 1898 og 1899 að Stórulaugum [Sál. Helg.] og er með þeim á aðalmanntali þar 1901 „ , sonur þeirra, 11,“ en 1910 fer hann „ , 19, vinnup, Frá Fljótsbakka að Kraunastöðum“ [Kb. Ein.]. Sigfús dó 9. maí 1951. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [ÆÞ. III, bls. 138-140].

Andrés Jóhannesson

Pálína Guðrún Jóhannesdóttir, f. 4. sept. 1896 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum þaðan að Litlulaugum 1898 og 1899 að Stórulaugum [Sál. Helg.] og er þar með þeim á aðalmanntali 1901 „ , dóttir þeirra, 5,“. Pálína giftist 13. nóv. 1920 Karli Kristjánssyni, sjá um þau og börn þeirra í [ÆÞ. III, bls. 130 og 135].

Dóttir Sesselju í búskapartíð hennar og Jóhannesar í Laugaseli 1883-1898:

Sigfús Jóhannesson

Kristbjörg Hólmfríður Hjálmarsdóttir er á manntali í Laugaseli 1890 „ , 16, Ó, dóttir konu,“ kemur líklega með þeim hjónum að Laugaseli 1883, þar sem hún er síðast í fókstali við árslok 1891 [Sál. Helg.]. Kristbjörg var fædd 3. sept. 1874 á Laugarhóli [Kb. Ein.], dóttir Sesselju og fyrra manns hennar, Hjálmars H. Sigurðssonar. Kristbjörg er á manntali í Skógarseli 1880 með móður sinni og stjúpföður. Kristbjörg er á fólkstali á Daðastöðum við árslok 1892 „ , vk, 18,“. Hún flytur árið eftir til Húsavíkur [Kb. Ein.], en er annars í vinnumennsku í Reykjadal; í Víðum 1894 og 1896, 1895 á Hallbjarnarstöðum, 1897 á Hjalla [Sál. Helg.]. Hún andaðist 15. ágúst 1898 „ , ógipt vinnukona frá Narfastöðum, 23.“ [Kb. Ein.]. Pálína Guðrún Jóhannesdóttir


299

Vandalausir í Laugaseli í búskapartíð Jóhannesar og Sesselju 1883-1898:

Guðlaugur Þorsteinsson kemur 1886 „ , 33, húsmaður frá Mýlögsst. að Laugaseli“ [Kb. Ein.] ásamt konu sinni og tveim börnum. Hans er getið í Laugaseli í manntalsbók 1887 og 1888 á skrá yfir búlausa. Þau fara 1888 ásamt þrem börnum, hann „ , 34, húsmaður frá Laugaseli að Stóra-Ási í Lundarbrekkusókn“ [Kb. Ein.]. Guðlaugur var fæddur 16. júní 1854 í Vindbelg, d. 1. maí 1940 á Geiteyjarströnd, sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 377380]. Guðlaugur og Kristín Elísabet bjuggu í Stórási til 1911, er Kristín féll sviplega frá, sjá undir Stórás. Kristín Elísabet Bergvinsdóttir kemur 1886 að Laugaseli með manni sínum hér næst á undan „ , 25, kona hs“ [Kb. Ein.]. Hún fer með honum að Stórási 1888. Kristín Elísabet var fædd 5. maí 1861 í Reykjahlíð, dóttir hjónanna Bergvins Jónatanssonar og Kristjönu Margrétar Pétursdóttur. Hún lést sviplega í Stórási 15. jan. 1911, sjá nánar undir Stórás. Sigtryggur Guðlaugsson, sonur Guðlaugs og Kristínar hér næst á undan, kemur með þeim frá Mýlaugsstöðum að Laugaseli 1886 og fer með þeim að Stórási 1888. Sigtryggur var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 2. febr. 1882, d. 21. jan. 1957. Sjá um hann í [ÆÞ. I, bls. 377-379] og undir Stórás. Guðrún Hólmfríður Guðlaugsdóttir, dóttir Guðlaugs og Kristínar hér ofar, kemur með þeim frá Mýlaugsstöðum að Laugaseli 1886 og fer með þeim að Stórási 1888. Guðrún var fædd á Ytrafjalli 8. okt. 1883, sjá [ÆÞ. I, bls. 379]. Sjá einnig um hana og mann hennar í [ÆÞ. III, bls. 272] og undir Stórás. Kristjana Guðlaugsdóttir f. 4. ágúst 1887 í Laugaseli [Kb. Ein.], dóttir Guðlaugs og Kristínar hér ofar. Hún fer með foreldrum og systkinum að Stórási 1888. Sjá um Kristjönu í [ÆÞ. I, bls.379-380] og undir Stórás. Ásmundur Helgason er á manntali í Laugaseli 1890 ásamt konu sinni og tveim börnum, húsmaður, og í fólkstali þar við árslok [Sál. Helg.]. Ásmundar er getið í Laugaseli í manntalsbók 1891 á skrá yfir búlausa. Þau virðast vera þar aðeins eitt ár að þessu sinni, þau eru í Stafnsholti í fólkstali við árslok 1889 og 1891 [Sál. Helg.]. Ásmundur og fjölskylda hans koma 1888 „ , bóndi, frá Hörgsdal í Skútustaðasókn að Stafnsholti“ [Kb. Ein.]. Þau flytja 1892 „frá Stafnsholti í Ljótsstaði“ [Kb. Ein.]. Sjá nánar um Ásmund og fjölskyldu hér nokkru neðar, er hann verður bóndi í Laugaseli. Arnfríður Sigurðardóttir, kona Ásmundar hér næst á undan, kemur með honum að Laugaseli 1890 og fer með honum aftur að Stafnsholti 1891. Sjá um hana hér nokkru neðar. Kristín Ásmundsdóttir, dóttir Ásmundar og Arnfríðar hér næst á undan, kemur með þeim að Laugaseli 1890 og fer með þeim að Stafnsholti árið eftir. Sjá um hana hér neðar. Helgi Ásmundsson, sonur Ásmundar og Arnfríðar hér ofar, kemur með þeim að Laugaseli 1890 og fer með þeim að Stafnsholti árið eftir. Sjá um hann hér neðar.

Guðrún Hólmfríður Guðlaugsdóttir


300

1893 - 1896: Kristjánsdóttir

Jón Olgeirsson og Kristín Sigríður

Jón og Kristín eru í Laugaseli (á 2. búi) í fólkstali við árslok 1893 „bdi, 35,“, „kon hs, 27“[Sál. Helg.]. Þau eru þar einnig 1894 og 1895, síðara árið á 1. búi, en Jóhannes á 2. búi. Við árslok 1896 eru þau í húsmennsku á Litlulaugum [Sál. Helg.]. Jón er gjaldandi þinggjalda í Laugaseli í manntalsbók 1894-1896 á móti Jóhannesi. Jón var fæddur 27. ágúst 1859 og voru foreldrar hans „Olgeir Hinriksson og Guðbjörg Eyríksdóttir, ógiptar persónur, hjú á Einarsstöðum beggja 1ta barneign.“ [Kb. Ein.]. Jón er á manntali á Mýlaugsstöðum 1860 „ , 2, Ó, tökubarn,“, hann virðist því ekki vera á vegum foreldra sinna. Við manntalið 1880 er hann vinnumaður í Lásgerði. Jón, þá húsmaður á Halldórsstöðum (í R.?), kvæntist 12. okt. 1888 Petrínu Pétursdóttur „ , húskona samast. 44 ára“ og segir í athugasemd „Brúðurin var veik, en illt veður.“ Petrína andaðist 31. okt. 1898 „ , gipt kona á Halldórsstöðum, 45, lifrarveiki.“ [Kb. Ein.]. Kristín Sigríður var fædd 21. maí 1867 og voru foreldrar hennar „Kristján Davíðsson, Anna Þorláksdóttir eiginhjón Presthvammi“ [Kb. Grenj.]. Kristín er á manntali með foreldrum sínum á Breiðumýri 1880 „ , 13, Ó, barn þeirra,“. Jón og Kristín voru gefin saman 5. nóv. 1889; er Jón þá „húsmaðr í Vallakoti 30 ára“ en Kristín „samast.“ [Kb. Ein.]. Þau eru enn í Vallakoti við fæðingu Bjargar, en við manntalið 1890 eru þau „vinnumaður“ og „kona hans“ á Breiðumýri. Við fólkstal í árslok 1892 er Jón vinnumaður á Litlulaugum og er kona hans þar með honum ásamt tveim dætrum þeirra. Við árslok 1896 er Jón „Húsm, 37“ á Litlulaugum, er kona hans þar með honum og Ásgeir sonur þeirra. Þau eru á manntali á Höskuldsstöðum 1901 með fimm börnum sínum. Jón býr enn á Höskuldsstöðum við manntalið 1930 og er Jörgína Dórothea dóttir þeirra hjóna ráðskona hjá honum, en Ásgeir sonur þeirra annar bóndi þar, og hjá honum er Kristín móðir hans á manntalinu 1930.

Börn Jóns og Kristínar í Laugaseli 1893-1896:

Björg Jónsdóttir er með foreldrum sínum á fólkstali í Laugaseli við árslok 1893 og áfram, síðast í árslok 1895. Björg var fædd 28. febr. 1890, voru foreldrar hennar þá „hjón í húsmennsku í Vallakoti“ [Kb. Ein.]. Hún er með þeim á manntali á Breiðumýri um haustið og á Litlulaugum á fólkstali í árslok 1892. Ekki finnst hennar getið í fólkstali 1896, en hún er með foreldrum og systkinum á manntali á Höskuldsstöðum 1901. Björg giftist 2. ágúst 1908 Sigurgeir Péturssyni (frá Krákárbakka, sjá þar) og flytja þau árið eftir að Héðinsvík [Kb. Ein.], [Kb. Hús.] og eru þar á manntali 1910. Mikill ættbálkur er út af þeim kominn.


301

Anna Jónsdóttir er með foreldrum sínum á fólkstali í Laugaseli við árslok 1893. Hún fer með móðurforeldrum sínum að Hallbjarnarstöðum 1896, þar sem hún er með þeim í fólkstali í árslok þ. á. [Sál. Helg.]. (Verður ekki betur séð en hún lesi þá „ágl.“ skv. bókun sr. Matthíasar). Anna var fædd 10. jan. 1891, voru foreldrar hennar þá „hjón í vinnumennsku á Breiðumýri“ [Kb. Ein.]. Hún fer með móðurforeldrum 1897 að Saltvík og kemur með þeim þaðan að Höskuldsstöðum 1899 „fósturd., 8,“ [Kb. Ein.], þar sem hún er með foreldrum og systkinum á manntali 1901. Hún fer 1907 frá Höskuldssöðum að Garði í Aðaldal [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1910, hjú. Anna kemur aftur að Höskuldsstöðum 1920 ásamt Gerði dóttur sinni og eru þær þar á manntali 1920; hún er þar einnig á manntali 1930, þá ráðskona hjá Ásgeiri bróður sínum, sem býr þá á Höskuldsstöðum móti föður sínum. Ásgeir Jónsson er með foreldrum sínum á fólkstali í Laugaseli við árslok 1893 og fer með þeim 1896 að Litlulaugum, þar sem hann er með þeim á fólkstali þ. á. Ásgeir var fæddur 17. mars 1893, voru foreldrar hans þá „hjón á Litlulaugum“ [Kb. Ein.]. Hann er með foreldrum og systrum á manntali á Höskuldsstöðum 1901, 1910 og 1920, og 1930 er hann þar bóndi á móti föður sínum. En hann lifði ekki lengi eftir það. Elín Petrina Jónsdóttir, f. 27. júlí 1895 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Ekki finnst, hvað um hana verður þegar foreldrar hennar fara í Litlulauga 1896. En hún var tekin í fóstur af Lilju föðursystur sinni og manni hennar Jóhannesi Jósepssyni og er með þeim á manntali á Gilsbakka í Grundarsókn 1901 „ , fósturbarn þeirra, 6,“. Hún er þar á manntali 1920 og 1930, vinnukona. Skv. upplýsingum Gerðar systurdóttur hennar (des. 2004) dó hún ógift og barnlaus.

Annað skyldulið Jóns og Kristínar í Laugaseli 1893-1896:

Kristján Davíðsson, faðir Kristínar, er með þeim í fólkstali í Laugaseli 1893 og fer 1896 að Hallbjarnarstöðum, þar sem hann er á fólkstali við árslok 1896 „v. m, 54“ ásamt konu sinni og Önnu dóttur Jóns og Kristínar. Kristján var fæddur 19. apríl 1842 í Glaumbæ, sonur hjónanna Davíðs Jónssonar smiðs og bónda þar og Sigríðar Jósefsdóttur. Kristján var bróðir Magnúsar, Sigurjóns og Solveigar Jakobínu, sem ásamt Kristjáni áttu öll um skeið heima í Kvígindisdal og búa dótturbörn Magnúsar þar enn (2005). Kristján fór 7 ára gamall tökubarn að Grjótárgerði og átti þar heima til tvítugs, er hann fer þaðan að Fornastöðum 1862 [Kb. Lund.], sjá undir Grjótárgerði. Kristján og Anna (sjá hér á eftir) koma 1865 frá Fornastöðum að Syðrafjalli og eiga þar heima þegar þau eru gefin saman 13. okt. 1865 [Kb. Múl]. Þau flytja að Presthvammi árið eftir ásamt tveim sonum sínum [Kb. Grenj.]. Kristján og Anna eru á manntali á Breiðumýri 1880 og í Kvígindisdal 1890, þar sem þau eru í húsmennsku við árslok 1892. Þau flytja frá Hallbjarnarstöðum að Saltvík 1897 og þaðan að Höskuldsstöðum 1899 ásamt Önnu sonardóttur sinni [Kb. Ein.]. Þau eru hjá Sigvalda syni þeirra á Leikskálá syðri við manntalið 1901. Kristján deyr 17. okt. 1913 „ , Ekkill í Saltvík, 71 árs, krabbamein“ [Kb. Hús.]. Anna Þorláksdóttir, móðir Kristínar, kona Kristjáns hér næst á undan, er með þeim á fólkstali í Laugaseli 1893 og fer með manni sínum að Hallbjarnarstöðum 1896. Anna var fædd 8. maí 1832 og voru foreldrar hennar „Þorlákur Jónsson og Margret Þorsteinsdóttir hjón búandi á 1/4 parti af Miðvík“ [Kb. Lauf.]. Hún fer með foreldrum sínum og bróður 1833 frá Miðvík að Leifshúsum, þar

Anna Jónsdóttir


302

sem faðir hennar deyr 17. ágúst 1834 „ , Bóndi frá Leifshúsum, kveflandfarsóttin ásamt gömlum meinlætum urðu hans banamein, hann átti eptir sig munaðarlausa ekkju og 3iú börn“ [Kb. Svalb.]. Þar er Anna á manntali 1835 með móður sinni. Anna er á manntali í Miðvík 1845 „ , 14, Ó, niðurseta,“ og í Grímsgerði 1860 „ , 29, Ó vinnukona“. Sjá hér næst á undan hjá Kristjáni. Anna deyr 20. apríl 1905 „ , gift kona í Saltvík, 73 ára, [ .. ] Lungnabólga“ [Kb. Hús.].

1896 - 193?: Sigurðardóttir

Ásmundur

Helgason

og

Arnfríður

Ásmundur og Arnfríður koma 1896 frá Heiðarseli að Laugaseli með tveim börnum sínum [Kb. Ein.], [Kb. Lund.], og eru þar á fólkstali við lok ársins á 2. búi, en 1897 á 1. búi [Sál. Helg.]. Þau búa enn í Laugaseli móti Helga syni sínum og Margréti konu hans við manntalið 1930 og er mér ókunnugt hvenær þau hætta búskap. Ásmundur er gjaldandi þinggjalda fyrir Laugasel í manntalsbók 1897-1899, fyrstu tvö árin á móti Jóhannesi. En 1899 endar bókin. Ásmundur var fæddur 28. apríl 1852 í Vogum, sonur hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hann er á manntali með foreldrum í Vogum 1855 og 1860. Arnfríður er fædd 31. júlí 1857 á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurlaugar Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hún er á manntali með foreldrum í Haganesi 1860. Þau Ásmundur og Arnfríður voru gefin saman 8. júlí 1880; er Ásmundur þá sagður „húsmaður í Haganesi, 29 ára“ en Arnfríður „frá Arnarvatni, 24 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Haganesi um haustið. Sjá má um búskap þeirra í [Laxd. bls. 114]. Þau voru í húsmennsku í Engidal 1881-1883, búandi á Árbakka 1883-1887, í Hörgsdal 1887-88, í Stafnsholti 1888-1890 og í Laugaseli 1890-91, sjá hér ofar. Aftur í Stafnsholti 1891-1892, þá á Ljótsstöðum eitt ár [Laxd. bls. 114] og fara þaðan 1893 í Heiðarsel. Ásmundur og Arnfríður bjuggu langa ævi til dauðadags í Laugaseli, þar sem Ásmundur andaðist 10. mars 1946, en Arnfríður 5. febr. 1945 [Kb. Mýv.] og [Skú. bls. 53 og 47].

Börn Arnfríðar og Ásmundar í Laugaseli 1896-193?:

Kristín Ásmundsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Heiðarseli að Laugaseli 1896 [Kb. Ein.]. Hún er með þeim þar á manntali 1901, 1910, 1920 og 1930. Kristín var fædd 23. des. 1881 í Engidal [Kb. Lund.]. Dó á Akureyri 6. mars 1957 [Laxd. bls. 114]. Helgi Ásmundsson kemur með foreldrum sínum frá Heiðarseli að Laugaseli 1896 [Kb. Ein.]. Hann átti síðan alla ævi heima í Laugaseli, sjá um hann hér neðar. Dó á Húsavík 23. sept. 1965 [Laxd. bls. 114].

Kristín Ásmundsdóttir


303

Annað skyldulið Ásmundar og Arnfríðar í Laugaseli 1896-193?:

Sigurður Jónsson, faðir Arnfríðar, kemur 1898 „Til dóttur“ frá Hofstöðum að Laugaseli [Kb. Ein.]. Hann er þar á manntali 1901, 1910 og 1920. Sigurður var fæddur 18. okt. 1833 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigurlaug Guðlaugsdóttir „hión á Helluvaði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1850 með móður sinni, sem þá er ekkja. Kvæntist Sigurlaugu Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. okt. 1853, þá bæði í Álftagerði. Þau hjónin eru á manntali á Bjarnastöðum 1855, þar sem Sigurður er vinnumaður. Sigurður er bóndi í Haganesi 1860, ásamt Sigurlaugu konu sinni, og á Arnarvatni 1880, þar sagður vinnumaður. Þau hjón eru á manntali á Gautlöndum 1890 og er Sigurður þá sagður þar vinnumaður. Sigurður andaðist 14. okt. 1922 „ , fv. bóndi Laugasel í Reykdælahreppi, 89 ár“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Sjá einnig [Laxd. bls. 114]. Sigurlaug Guðlaugsdóttir, móðir Arnfríðar, kemur með Sigurði manni sínum hér næst á undan frá Hofstöðum að Laugaseli 1898. Hún er þar á manntali 1901. Sigurlaug var fædd 2. ágúst 1832, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er þar með þeim og systkinum á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hún „ , 14, Ó, tökustúlka,“ á Grænavatni og 1850 vinnukona á Gautlöndum. Hún giftist Sigurði hér næst á undan 23. okt. 1853, sjá þar. Sigurlaug andaðist 5. febr. 1910 „ , kona í Laugaseli, 78“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46].

Vandalausir í Laugaseli í búskapartíð Ásmundar og Arnfríðar 1896- 193?:

Axel Nikulásson er á manntali í Laugaseli 1910 „NS“ (NS = niðurseta). Kemur líklega þ. á. frá Skógarseli, þar sem hann er á fólkstali 1905-1909. Ókunnugt er, hve lengi hann var í Laugaseli; hann virðist fara aftur í Skógarsel, því þaðan fer hann 1920 til Vopnafjarðar [Kb. Grenj.]. Axel var fæddur 26. sept. 1898 og voru foreldrar hans Nikulás Jakobsson og Geirdís Árný Árnadóttir á Breiðumýri [Kb. Ein.]. Faðir hans deyr 12. júní 1905 í Glaumbæ „bóndi frá Holtakoti, 32 ára,“ „eftir 12 vikna legu úr meinsemd við mænu,“ [Kb. Ein.]. Við þennan atburð kemur Axel líklega á sinn fæðingarhrepp. Axel er á manntali á Grundarhóli á Húsavík 1930 „sonur húsmóður“ hjá móður sinni og seinni manni hennar. Sigríður Jónsdóttir kemur 1911 „ , Ekkja, 71“ frá Stórutungu að Laugaseli [Kb. Lund.]. Ekki hefur mér tekist að fá upplýst, hve lengi hún var í Laugaseli. Sigríður var fædd 20. apríl 1840 og voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hión á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Hún eignaðist dótturina Margréti 1869, sjá hér næst á eftir. Giftist 5. júlí 1878 Sigurði Jónssyni, sem var elsti sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, og voru þau víða, m. a. í Stórási, sjá þar. Börn þeirra sem upp komust voru Guðrún Valgerður, f. 14. febr. 1879 í Víðum, og Unnsteinn, f. 4. jan. 1885 í Vindbelg. Sigríður andaðist 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Axel Nikulásson

Sigríður Jónsdóttir


304

Margrét Sigvaldadóttir, dóttir Sigríðar hér næst á undan, kemur með henni frá Stórutungu að Laugaseli 1911 „ , d. h., 41“ [Kb. Lund.]. Ekki hefur mér tekist að upplýsa, hve lengi hún er í Laugaseli, en ekki er hún þar á manntali 1920. Margrét var fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“, eru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir ha, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Fjall.], [Kb. Skinn.] og fylgjast þær mæðgur oftast að eftir það. Þær eru á manntali í Narfastaðaseli 1901 og fara þaðan 1908 að Engidal. Margrét er meðal burtvikinna úr Grenjaðarstaðarprk. 1926 „húskona, 56, Frá Stafnsholti að Stórutungu“.

1920 - 1965: Jóhannesdóttir

Helgi Ásmundsson og Margrét Rósa Margrét Sigvaldadóttir

Við hjónavígslu Helga og Margrétar 1920 er Helgi sagður bóndi og er svo einnig á manntali um haustið. Hef ég ekki aðrar heimildir um byrjun á búskap hans. Helgi andaðist 1965. Margrét bjó áfram í Laugaseli með dóttur þeirra, sjá síðar. Helgi var fæddur 2. júlí 1884 á Krákárbakka [Laxd. bls. 114]. Hann er með foreldrum sínum á margvíslegum flækingi þeirra: í Hörgsdal, Stafnsholti, Laugaseli, Stafnsholti, Ljótsstöðum, Heiðarseli og síðast í Laugaseli, þangað sem hann kemur með þeim í síðara skiptið 1896. Hann átti heima í Laugaseli upp frá því. Margrét var fædd 26. des. 1884 og voru foreldrar hennar „Jóhannes Jóhannesson, Guðrún Kristjánsdóttir vinnuhjú á Birnunesi“ [Kb. StærraÁrsk.s.]. Margrét er á Birnunesi með foreldrum sínum við manntalið 1890, er afi hennar þá látinn, en faðir hennar er þá fyrirvinna hjá ömmu hennar. Við manntalið 1901 er hún „hjú þeirra, 16“ á Selá á Árskógsströnd. Margrét eignaðist soninn Kjartan 24. febr. 1909 með Stefáni Björnssyni. Hún kemur með Kjartan frá Akureyri til systur sinnar í Hörgsdal 1918 [Kb. Mýv.]; eru þau skv. þeirri bók meðal burtvikinna 1920 frá Hörgsdal að Laugaseli. En í [Kb. Grenj.] eru þau sögð koma 1920 úr Kræklingahlíð í Laugasel. Þau Helgi og Margrét voru gefin saman 25. júní 1920, er Helgi þá sagður „bóndi 36 ára Laugaseli“ en Margrét „s. st.“ [Kb. Grenj.]. Þau áttu upp frá því heima í Laugaseli. Helgi andaðist 22. sept. 1965 (á Húsavík) [Laxd. bls. 114], en Margrét bjó þar áfram með dóttur þeirra, sjá síðar. Börn Helga og Margrétar í Laugaseli 1920-1965, bæði fædd þar: Ásmundur Helgason, f. 7. febr. 1922, d. 27. jan. 1925 „barn Laugaseli, Tæpra 3, Svefnsýki“ [Kb. Grenj.]. Aðalheiður Helgadóttir, f. 3. júlí 1926. Aðalheiður bjó með móður sinni í Laugaseli eftir lát föður síns og þar ein eftir lát móður sinnar, sjá síðar.


305

Annað skyldulið Helga og Margrétar í Laugaseli 1920-1965:

Kjartan Stefánsson, sonur Margrétar húsfreyju, kemur með henni að Laugaseli 1920 „ , s. h., 11,“ [Kb. Grenj.]. Hann er með henni þar á manntali um haustið. Óvíst er hve hann er þar lengi, hann er ekki þar við manntalið 1930. En hann mun jafnan hafa átt þar athvarf, átti þar heima með konu sinni og sonum, þar til hann fór að búa í Stafnsholti, líklega upp úr 1937. Kjartan var fæddur 24. febr. 1909, voru foreldrar hans „Stefán Björnsson teiknikennari á Akureyri. Margrét Jóhannesd. vinnukona á Akureyri (Knúðsen)“ [Kb. Grundars.], ennfremur er þess getið við Kjartan: „(f. á Grísará)“ og er ekki að finna frekari skýringu á því. Kjartan kvæntist 10. ágúst 1935 Indíönu Ingólfsdóttur, sjá hér næst á eftir [Mbl. 12. 4. 2005]. Kjartan bjó í Stafnsholti frá 1937 til 1958 [Árb. Þing. 2005, bls. 135-6]. ([Bybú, bls. 433] segir þá jörð fara úr byggð 1958). Kjartan andaðist 30. okt. 1968 [Mbl. 12. 4. 2005]. Indíana Dýrleif Ingólfsdóttir, kona Kjartans hér næst á undan, giftist honum 10. ágúst 1935 og kemur þá líklega með honum að Laugaseli. Indíana var fædd 24. nóv. 1915 og voru foreldrar hennar „Ingólfur Indriðason María Bergvinsdóttir hjón búandi á Tjörn“ [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum og systkinum þar á manntali 1920. Ingólfur og María bjuggu á Húsabakka frá 1926 [Bybú, bls. 440], og er Indíana þar með þeim á manntali 1930. Indíana er í þjóðskrá 1. des. 1995 í Litlahvammi 1 á Húsavík, flutti þangað 1987. Hún andaðist á Húsavík 2. apríl 2005 [Mbl. 12. 4. 2005]. Ásmundur Reynir Kjartansson, sonur Kjartans og Indíönu hér næst á undan, fæddur í Laugaseli 14. nóv. 1935 [Þjóðskrá]. Fer með foreldrum að Stafnsholti um 1937 [munnl. heimild Ásmundar]. Kvæntur Ástu Bergsdóttur, skildu, síðar Vilborgu Guðrúnu Friðriksdóttur [Mbl. 12. 4. 2005]. Stefán Ingólfur Kjartansson, sonur Kjartans og Indíönu hér ofar, fæddur í Laugaseli 25. okt. 1936 [Þjóðskrá]. Fer með foreldrum að Stafnsholti um 1937. Kvæntur Guðmundu Hönnu Guðnadóttur, f. 31. mars 1944, d. 4. júlí 1997 [Mbl. 12. 4. 2005].

1965 - 1970: Margrét Rósa Jóhannesdóttir

Margrét bjó áfram í Laugaseli með dóttur sinni eftir lát Helga. Hún andaðist 3. ágúst 1970 [Skrá Hagstofu yfir dána]. Eins og getið er hér ofar, þá var Margrét fædd 26. des. 1884 í Birnunesi á Árskógsströnd og kom að Laugaseli með Kjartan son sinn 1920 og giftist Helga Ásmundssyni.

Dóttir Margrétar í Laugaseli 1965-1970:

Aðalheiður Helgadóttir býr með móður sinni í Laugaseli þessi ár og bjó þar ein eftir lát hennar, sjá hér á eftir. En líklega hefur búskapur þeirra mæðgna ekki verið umfangsmikill. Í [Bybú, bls. 386] segir að þar sé engin áhöfn 1985.


306

1970 - 1998? Aðalheiður Helgadóttir

Aðalheiður býr ein í Laugaseli eftir lát móður sinnar, er þar til heimilis í þjóðskrá 1. des. 1996 (skrá 1997 hef ég ekki séð). Hún flytur 1998 að Hjallalundi 18 á Akureyri, en hvort hún kom þangað frá Laugaseli er mér ókunnugt. Eins og áður segir var Aðalheiður fædd í Laugaseli 3. júlí 1926 og átti þar heima (a. m. k. lögheimili) til 1. des. 1996. Hún er sögð bóndi í [Skrá Hagstofu yfir dána 2000], en hún andaðist á Akureyri 31. des. 2000.

1. uppkast leiðrétt síðsumars 2005. R. Á. Yfirfarið að nýju 2. nóv. 2005. R. Á. Leiðrétt lítillega 26. 12. 2006. R. Á. Þessi prentun gerð 22. jan.. 2008. R. Á.


307

Ábúendur í Laugaseli Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þinggjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig látið ná yfir þann tíma.

1831 - 1837: Andrés Sveinsson og Björg Jónsdóttir 1837 - 1866: Þorkell Torfason og Kristbjörg Jónsdóttir 1866 - 1868: Kristbjörg Jónsdóttir 1867 - 1881: Guðni Þorkelsson og Kristín Jóhannsdóttir 1867 - 1869: Jón Jónsson og Margrét Ingiríður Árnadóttir 1870 - 1872: Páll Guðmundsson og Guðrún Soffía Jónasdóttir 1872 - 1875: Guðni Guðmundsson og Rósa Sigurðardóttir 1881 - 1882: Kristín Jóhannsdóttir 1881 - 1883: Kristján Ólafsson og Róselína Einarsdóttir 1883 - 1898: Jóhannes Sigurðsson og Sesselja Andrésdóttir 1893 - 1896: Jón Olgeirsson og Kristín Sigr. Kristjánsdóttir 1896 - 193?: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir 1920 - 1965: Helgi Ásmundsson og Margrét Rósa Jóhannesdóttir 1965 - 1970: Margrét Rósa Jóhannesdóttir 1970 - 1998? Aðalheiður Helgadóttir Skammstafanir og skýringar: [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


308

2.13 Narfastaðasel


Í [Jb.] segir svo undir Narfastaðir: „Narfastaða Sel heitir selstaða heimajarðarinnar á Seljadalnum, þar hefur búið verið um eitt eður 2 ár fyrir 40 ár(um) en hvorki áður né síðan. Byggingarkosti vita nálægir ekki að undirrjett(a), meina þá þó alllitla. Ekki má hér aftur byggja fyrir heyskaparleysi.“

Á manntölunum 1703, 1801, 1816 og 1835 er Narfastaðasels ekki getið.

1836 - 1865: Jón Björnsson og Guðrún Kristjánsdóttir Jón og Guðrún eru meðal burtvikinna úr Skútustaðasókn 1836, flytja „ , frá Hörgsdal að nýbýli Narfastaðasele.“ [Kb. Skú.]. Þau eru á manntali í Narfastaðaseli 1840, 1845, 1850, 1855 og 1860, en flytja þaðan 1865 í Rauðuskriðu ásamt sonum sínum og fleira fólki. [Kb. Ein.], [Kb. Múlas.]. Jón er jafnan eini gjaldandi fyrir Narfastaðasel í manntalsbókum þinggjalda, [MaÞ.], en getið er Jóhannesar Guðmundssonar 1845, Bjargar Indriðadóttur 1846, Sigurðar Erlendssonar 1854, Hjálmars Kristjánssonar 1855-1857, Magnúsar og Einars Jónasona 1859 og Jóns Torfasonar 1860, allir á skrá yfir búlausa eða „Búlausir tíundandi“. Jón Björnsson var fæddur 10. okt. 1812 á Halldórsstöðum í Kinn, sonur hjónanna Björns Þórðarsonar og Steinvarar Eiríksdóttur [Kb. Þór.] og er hann á manntali í Fremstafelli (2. býli) 1816 ásamt foreldrum sínum og Eiríki bróður sínum. Hann er fermdur frá Vatnsenda 1827 (og þá er fæðingardagurinn tilgreindur, en er ógreinilegur í [Kb. Þór.]). Jón er vinnumaður hjá Jóni Jónssyni á Mýri í Bárðardal við manntalið 2. febr. 1835 „ , 23, Ó, vinnumaður“. Þar er þá einnig „Guðrún Kristjánsdóttir, 25, Ó, vinnukona“. Jón flytur þetta ár frá Mýri að Hörgsdal, en Guðrún að Gautlöndum [Kb. Lund.], og voru þau gefin saman 30. nóv. 1835, hann „vinnumaður frá Hörgsdal 23 ára“ hún „frá Gautlöndum 26 ára“ [Kb. Skú.]. Guðrún var fædd 11. ágúst 1809 í Stórutungu, dóttir Kristjáns Jónssonar frá Mýri og f. k. h. Elínar Þorkelsdóttur, tvíburi við Jón, föður Kristjáns Fjallaskálds [ÆÞ. IV, bls. 133-134 og 110-111]. Daginn eftir giftingu, 1. des. 1835, fæðist þeim Jóni og Guðrúnu dóttirin Elín (Elinn), og er sagt um foreldrana: „ , hión nýgipt, hann frá Hörgsdal, hún frá Gautlöndum.“ [Kb. Skút.]. Í sömu bók árið eftir er Elín meðal burtvikinna úr Skútustaðasókn „að nýbýli Narfastaðasele“ með foreldrum sínum. En í [Kb. Ein.] er þessarar fjölskyldu ekki getið meðal innkominna þ. á. En í [Kb. Garðsprk.] er hinsvegar meðal innkominna 1836 „Elyn Jónsdóttir, á 1. ári, úngbarn, frá Gautlöndum við Mývatn að Krossdal“. Er því mjög vafasamt að Elín hafi nokkru sinni átt heima í Narfastaðaseli.


310

Elín deyr 15. ágúst 1836 „ , Úngbarn frá Krossdal, á 1ta ári“ úr landfarsótt [Kb. Garðss.]. Í [ÆÞ. IV, bls. 134] er svo sagt um Jón Kristjánsson og Guðnýju Sveinsdóttur í Krossdal: „Tvær Elínar dóu í æsku, 1835 og 1838 í Krossdal.“ Þetta sýnist ekki vera rétt, heldur hafi önnur þeirra verið ofanrituð Elín, dóttir Jóns Björnssonar og Guðrúnar. Kemur það og heim við bók Árna Óla „Hverra manna“ bls. 128 og 131, sem getur einungis einnar dóttur Jóns Kristjánssonar og Guðnýjar, Elínar Margrétar, f. 30. des. 1835 á Hallbjarnarstöðum, d. 22. des. 1838 í Krossdal [Kb. Hús.], [Kb. Garðsprk.].

Jón og Guðrún flytja úr Rauðuskriðu í Stórulaugar 1871 „ , 60, óðalsbóndi,“ ásamt sonum sínum, konum þeirra og sonum [Kb. Ein.], og eru þar á manntali 1880, Jón sagður „vinnumaður“ og Guðrún „kona hans“. Guðrún deyr á Stórulaugum 20. maí 1881 [Kb. Ein.]. Jón kvæntist að nýju 10. okt. 1887, þá bóndi í Glaumbæjarseli, Sigurbjörgu Davíðsdóttur „bústýra hans, 40 ára“ [Kb. Ein.]. Sennilega fer Jón í Glaumbæjarsel 1885, en það ár flytur fólk þaðan til Vesturheims. Jón og Sigurbjörg eignast soninn Guðlaug 16. mars 1888, og eru þau á manntali í Glaumbæjarseli 1890, ásamt Kristjáni Rafnssyni, 9, syni Sigurbjargar. Jón deyr á Vaði 28. maí 1892, þá húsmaður þar með Guðlaugi syni sínum [Kb. Ein.]. Sigurbjörg deyr 21. des. 1890 (líklega í Garði) „kona frá Glaumbæjarseli, 42, Brjálsemi“ [Kb. Grenj.]. Sjá um hana í viðauka aftast. Jón fer hægt af stað í búskap sínum í Narfastaðaseli, við manntalið 1840 búa þar einungis þau hjónin og Steinvör móðir Jóns. En hann sækir í sig veðrið, og 1855 eru þar 11 manns á manntali. Túnasléttur, „græðisléttur“ Jóns voru annálaðar. Hann byggði „timburstofu“, sem næsti ábúandi hafði ekki bolmagn til að kaupa, var hún því tekin upp og flutt út í Rauðuskriðu, sér enn fyrir tóttinni í Narfastaðaseli. Alkunn er sagan um byggingu beitarhúsanna. Altalað var í mínum uppvexti, að Jón hefði efnast svo í Narfastaðaseli, að hann hefði getað keypt eina bestu jörðina í sveitinni, Stórulaugar, og hefði flutt úr Narfastaðaseli „með Stórulauga í annarri hendi en stærðar bú í hinni“, og fylgdi svo lýsing á flutningi búsmalans í stíl við frásögn Laxdælu af flutningi Ólafs pá frá Goddastöðum að Hjarðarholti. (Herdís Sigtryggsd.). Er þetta með nokkrum ævintýrablæ, enda flutti hann fyrst í Rauðuskriðu og í Stórulauga 6 árum síðar. Ekki hef ég kannað þingbækur varðandi þessi bústaðaskipti, en skv. [BT.] er Jón ekki eigandi Rauðuskriðu, þegar hann býr þar, en eigandi Stórulauga 18711879. En af Dóma- og þingbók Þingeyjarsýslu má þó ráða að Jón hafi þegar 1856 verið orðinn eigandi að hluta í Stórulaugum, því þá er bókað á manntalsþingi á Helgastöðum: „8. Var upplesin vitnisburðar útskrift frá 1566 fyrir Stórulauga landamerkjum gegn Öndólfsstöðum af hverju tilefni eigandi jarðarinnar Stórulauga Jón Björnsson á Narfastaðaseli geymir fyrrtalinni jörðu Stórulaugum sinn fulla eignarrétt á sínum tíma.“ Líklega hefur hann þó ekki átt alla jörðina þá, því á manntalsþingi á Helgastöðum 1857 er bókað: „4. Var upplesið kaupbrjef fyrir 9H úr jörðinni Stórulaugum fyrir 560, seljandi Kristján Steinsson, kaupandi Jón Björnsson þinglestur og bók[u]n borgað 3Rd 89{sk}“ - En heldur virðist halla undan fæti fyrir Jóni og Guðrúnu á Stórulaugum.


311

Athyglisvert er, að um svipað leyti og Jón og Guðrún fara úr Narfastaðaseli, er Jóhannes í Skógarseli orðinn svo efnaður, að hann getur lánað landsdrottni sínum, sjá kaflann um Skógarsel.

Börn Jóns og Guðrúnar til heimilis í Narfastaðaseli, öll fædd þar: Herdís Jónsdóttir, f. 27. jan. 1837, d. 15. febr. 1837 „frá Narfastaðaseli, 20 daga, úr barnaveiki“ [Kb. Ein.]. Kristján Jónsson, f. 28 ágúst 1842, d. 26. okt. 1842 [Kb. Ein.]. Guðjón Jónsson, f. 16. mars 1844 [Kb. Ein.]. Hann flytur með foreldrum sínum í Rauðuskriðu 1865 og í Stórulaugar 1871, þá með konu sinni, Ólöfu Andrésdóttur og Kristjáni syni þeirra hjóna, sem þá er 1 árs. Þau eru á Stórulaugum við fæðingu Andrésar 5. ágúst 1879, en í Glaumbæjarseli á manntali 1880 og við fæðingu Guðrúnar 31. jan. 1882. Þaðan flytja þau að Garðshorni 1883 ásamt fimm börnum. Þar deyr Guðrún 21. júlí 1883 [Kb. Þór.] Þau fara þaðan til Vesturheims 1889, ásamt þrem börnum, Hjálmari (sjá þó síðar), Andrési og Ólafi Friðrik [Kb. Þór.], [Vfskrá], en Jón fer þ. á. að Hrauni [Kb. Þór.], en fer til Vesturheims frá Sigluvík 1893 [Vfskrá], [Kb. Lauf.]. Jón Andrés Egill, sem fæddur er í Rauðuskriðu 24. júlí 1867, deyr þar 19. mars. 1871 [Kb. Múl. (ekki á filmu)]. Kristján sonur þeirra (nefndur Jónsson í Vesturheimi), f. í Rauðuskriðu 2. apríl 1870, fer til Vesturheims 1891, deyr „að heimili dóttur sinnar og tengdasonar í grend við Milton, N. Dak.“ 27. maí 1940 [AlmÓTh. 1941, bls. 103.]. Guðjón, sem var bóndi við Hallson, N. Dak., lést 23. mars 1897 [AlmÓTh. 1898, bls. 50]. Sjá einnig [Saga Ísl. bls. 374-375], þar sem mynd er af Ólöfu, en ýmislegt missagt um Guðjón. Ólöf lést 25. nóv. 1918 [AlmÓTh. 1920, bls. 88.]. Missagt er í kirkjubók og Vesturfaraskrá, að Hjálmar hafi farið til Vesturheims. Sjá nánar um hann í viðauka um Kr. Hallgrím Jónsson og Hjálmar. Jón Jónsson, f. 27. ágúst 1847 [Kb. Ein.]. Hann flytur með foreldrum sínum að Rauðuskriðu 1865 og í Stórulaugar 1871, þá með konu sinni, Sigurveigu Eiríksdóttur (dóttir Eiríks föðurbróður Jóns) og Jóni Eiríki Hjörleifi, 4ra ára syni þeirra. Með Hólmfríði Guðmundsdóttur, þá vinnukonu á Daðastöðum, eignaðist Jón 26. okt. 1875 soninn Kristján Hallgrím, sem drukknaði 1910 frá Mjóafirði frá konu og börnum [ÆÞ. I, bls. 292]. Sjá um Hallgrím, konu hans og 5 börn í viðauka um hann og Hjálmar Guðjónsson. Jón fer til Vesturheims frá Stórulaugum 1880, ásamt konu sinni og þrem sonum. Engar spurnir hef ég af þeim þar. Skv. skólaskýrslu Möðruvallaskóla 1895-96 er hann þá ekki á lífi, sjá viðauka.

Annað skyldulið ábúenda í Narfastaðaseli 1836-1865:

Steinvör Eiríksdóttir, móðir Jóns bónda, kemur 1838 „ , móðir bónda, úr Bárðardal að Narfast:seli“ [Kb. Ein.]. Hún er þar á manntali 1840 og deyr þar 9. ágúst 1843 „ , frá Narfastaðaseli, 72“ [Kb. Ein.]. Steinvör er á manntali 1801 á Halldórsstöðum í Kinn ásamt foreldrum sínum, Eiríki Þorlákssyni og Rannveigu Sigurðardóttur, og tveim eldri systrum „ , deres datter, 29, ugivt“. Hún er á manntali í Fremstafelli (á 2. býli) með Birni manni sínum 1. sd. í aðventu 1816, þar sögð 41 árs og fædd á Halldórsstöðum í Kinn eins og synir


312

hennar. Steinvör giftist Birni hér næst á eftir 26. okt. 1809 [Kb. Þór.]. Steinvör fer með manni sínum og Rannveigu dóttur þeirra 1820 frá Fremstafelli að Sigurðarstöðum [Kb. Lund.], [Kb. Þór.] og árið eftir að Kálfborgará með Rannveigu. Steinvör kemur 1834 „ , 60, vinnukona, frá Hjalla að Mjóadal“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1835. Fer með Birni að Narfastaðaseli 1838 frá Litlutungu [Kb. Lund.]. Björn Þórðarson, faðir Jóns bónda, er á manntali í Narfastaðaseli 1845, „ , 65, E, faðir bóndans,“ en er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1849 „ , 68, ekkill, frá Narfastaðaseli í Höfðahv.“ Björn var fæddur 2. nóv. 1781 í Saurbrúargerði, sonur hjónanna Þórðar Þórðarsonar og Herdísar Guðmundsdóttur [Kb. Lauf.] og fermdur í Laufássókn 1796. Hann er á manntali í Miðvík 1801 „ , tienistefolk, 20, ugivt“ en 1816 í Fremstafelli á 2. býli ásamt konu sinni, sjá hér næst á undan, og tveim sonum þeirra. Þau Steinvör voru gefin saman 26. okt. 1809 [Kb. Þór.]. Björn fer 1820 „vinnumaðr, frá Fremstaf: að Sigurðrstaudm“, ásamt Steinvöru og Rannveigu dóttur þeirra „ , 3, þeirra barn,“ [Kb. Þór.], [Kb. Lund.]. Árið eftir fer Björn að Ljósavatni en Steinvör og Rannveig að Kálfborgará. Árið 1822 eða 1823 fer Björn „ , 43, vinnumaðr,“ frá Ljósavatni til Flateyjar, en Steinvör fer þá vinnukona að Arndísarstöðum [Kb. Þór.]. Við manntalið 1835 er Björn hjá Eiríki syni sínum í Sandvík „ , 53, G, faðir húsbóndans“. Árið 1838 fer Björn „ , 58, vinnumaður, frá Litlutúngu að Narfastaðaseli“ [Kb. Lund.], en ekki virðist hann staðnæmast þar, því hann kemur s. á. „ , vinnum. Frá Narfast:seli að Garði“ [Kb. Ness.], og er ekki getið í [Kb. Ein.] fyrr en hann kemur frá Garði 1840 „ , 61, v:maðr“ að Daðastöðum [Kb. Ein.], þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 62, G, vinnumaður“. Hann er á manntali hjá Rannveigu dóttur sinni í Borgargerði 1850, en 1855 hjá Eiríki syni sínum í Litlutungu þar sem hann deyr 17. okt. 1856 „gamalmenni, 77“ [Kb. Lund.].

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð Jóns og Guðrúnar 1836-1865:

Jóhannes Guðmundsson er í Narfastaðaseli 3. okt 1842, þegar hann kvænist Guðrúnu Stefánsdóttur hér næst á eftir, en á heima í Máskoti 6. sept. 1843, þegar Sigríður dóttir þeirra fæðist, en er aftur í Narfastaðaseli við fæðingu Sigurbjarnar 25. nóv. 1844 [Kb. Ein.]. Við manntalið 1845 er þessi fjölskylda komin í Fljótsbakka. Jóhannesar er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1845, á skrá yfir búlausa. Jóhannes var fæddur 7. des. 1811 á Litluströnd, sonur hjónanna Guðmundar Jónssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur [Kb. Mýv.]. Jóhannes var bóndi í Skógarseli 1849-1870 og 1871-1880, en var nýfluttur í Presthvamm þegar hann andaðist þar 3. júní 1880. Sjá nánar um hann og konur hans tvær í kafla um Skógarsel. Guðrún Stefánsdóttir, f. k. Jóhannesar hér næst á undan, er í Narfastaðaseli eins og lýst er hjá honum. Guðrún var fædd í Engidal, skírð 4. apríl 1802, dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar og Halldóru Pétursdóttur [Kb. Lund.]. Sjá nánar um Guðrúnu í kaflanum um Skógarsel. Hún andaðist þar 11. febr. 1872 [Kb. Ein.]. Kristján Magnússon kemur 1843 „ , vmaður, frá Mývatni að Narfastaðasel“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali í Skógarseli 1845, vinnumaður hjá Gunnari. Kristján var fæddur 20. mars 1826, voru foreldrar hans hjónin Magnús


313

Halldórsson og María Nikulásardóttir Buch „búande að Helluvaði“ [Kb. Mýv.]. Kristján fer með foreldrum sínum 1830 að Reykjum [Kb. Mýv.] og er með þeim á manntali á Stórureykjum 1835 „ , 9, Ó, þeirra barn“ og fjórum systkinum. Kristján kemur aftur að Skógarseli 1855 með konu og tvö börn, er þar gerð nánari grein fyrir honum, sjá þar. Friðrik Þórðarson kemur 1844 „ , 22, vm., frá Eyjafirði í Narfastaðasel“ [Kb. Ein.]. Hann kemur 1845 „ , 23, vinnumaður, frá Narvastaðaseli að Víðirkeri“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1845 „ , 24, Ó, vinnumaður,“. Friðrik var fæddur 29. mars 1822 á Króksstöðum, sonur hjónanna Þórðar Hallgrímssonar og Sigríðar Sigurðardóttur [Kb. Kaup.] og er þar á manntali með foreldrum og fjórum systkinum 1835 „ , 13, Ó, þeirra barn“. Við manntalið 1840 eru foreldrar hans með tveim dætrum enn á Króksstöðum, en Friðrik þá farinn að heiman. Friðrik finn ég ekki burtvikinn úr Lundarbrekkusókn til 1850 og ekki þar á manntali þ. á. (Sigríður Jóhannesdóttir, dóttir Jóhannesar og Guðrúnar, sjá hér lítið eitt framar. Hvergi hef ég reyndar fundið skjalfest, að Sigríður hafi átt heima í Narfastaðaseli, aðeins má ráða það af líkum. Hún var fædd 6. sept. 1843 í Máskoti [Kb. Ein.], en dó 3. apríl 1858 „Sigríður Jóhannesdóttir, barn frá ... , 14, Dó á Akureyri“ [Kb. Kaup.], sjá einnig í kafla um Skógarsel.) Sigurbjörn Jóhannesson, f. 25. nóv. 1844, sonur Jóhannesar og Guðrúnar hér framar, sem eru sögð „búlaus hjón í Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.] við fæðingu hans, sjá nánar í kaflanum um Skógarsel. Sigurbjörn dó þar 19. sept. 1867. Nikulás Halldórsson er á manntali í Narfastaðaseli 2. nóv. 1845 „ , 33, G, vinnumaður,“ ásamt konu sinni og syni. Hann fer að Fljótsbakka 1846, Jón Frímann sonur þeirra fæðist í Narfastaðaseli 28. apríl og deyr á Fljótsbakka 20. júlí þ. á. [Kb. Ein.]. Nikulás var sonur hjónanna Halldórs Jónssonar og Dórótheu Nikulásdóttur Buch í Vallakoti, en engin kirkjubók er til frá fæðingartíma hans. En við fermingu á Einarsstöðum 1829 er fæðingardagur hans sagður vera 9. okt. 1813. Nikulás er með foreldrum sínum og fjórum systkinum á manntali í Vallakoti 1816 „ , þeirra barn, 3,“ og er Vallakot tilgreindur fæðingarstaður, enda mun fjölskyldan hafa flutt þangað 1813 frá Klömbur. Nikulás fer 1823 „ , 10, barn, frá Vallnakoti til Grímstaða“ [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]; þá mun Sigurður föðurbróðir hans vera farinn að búa þar. Kemur þaðan 1826 að Ingjaldsstöðum „ , 13, Fóstraður,“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.] og fer þaðan 1828 „ , 14, vinnupiltr, frá Ingjaldsstöðum að Fremstafelli í Ljósavatnssókn“ [Kb. Ein.]. Þaðan fer hann 1829 „ , 16, liettadrengur, Frá Fremstafelli í Kinn að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Þar á hann heima við fermingu þ. á., eru húsbændur hans þá Jón Jónsson og Abigael Finnbogadóttir, búandi hjón á Bjarnastöðum. Nikulás fer 1831 „ , léttadrengur, frá Lundarbrecku að Ingjallstöðum“ [Kb. Lund.], [Kb. Ein.]; fer hann trúlega þaðan að Skógarseli. Nikulás kemur 1837 frá Bakka að Einarsstöðum [Kb. Ein.] og fer þaðan 1839 „ , 26, vinnumaðr að Hálsi í F:d:“ [Kb. Ein.], en ekki finn ég hans getið í [Kb. Hálsþ.]. Kemur 1840 „ , 28, v.maðr, frá Hálsi að Qvigindisd:“ [Kb. Ein.] og er hann þar „ , 29, Ó, vinnumaður“ við manntalið 1840. Fer þaðan 1842 aftur að Bjarnastöðum [Kb. Ein.], [Kb. Lund.] og þaðan að Eyjardalsá 1843 [Kb. Lund.]. Kemur þaðan 1844 „ , 32, vinnum, frá Eyadalsá að Vallnak“ ásamt Björgu Indriðadóttur „ , 31, h kona,“ en þau eru gefin saman í Einarsstaðakirkju 17. júní 1844, þá bæði í Vallakoti [Kb. Ein.]. Þeim fæðist sonur 13. júlí s. á. og eru þá sögð „hjón búlaus á Vallnak.“ [Kb. Ein.]. Nikulás og Björg búa á Fljótsbakka 1850, á Hömrum 1855 og 1860 og í Vallakoti 1880 með börnum sínum. Nikulás andaðist 30. mars 1882 „ , bóndi frá Vallakoti, 69 ára“ [Kb. Ein.]. Sjá einnig um hann í kafla um Skógarsel.


314

Björg Indriðadóttir, kona Nikulásar hér næst á undan, er á manntali í Narfastaðaseli 1845 „ , 32, G, hans kona, hefur grasnyt,“. Hún fer með manni sínum og sonum að Fljótsbakka 1846. Hennar er getið í [MaÞ.] í Narfastaðaseli 1846, á skrá yfir búlausa. Björg var fædd 29. apríl 1814 á Ljótsstöðum í Fnjóskadal, voru foreldrar hennar Indriði Jónsson og Ingibjörg Helgadóttir [Kb. Hálsþ.]. Foreldrar Bjargar eru á manntali 1816 á Breiðabóli á Svalbarðsströnd ásamt þrem börnum, en ekki er Bjargar þar getið, heldur Ingibjargar „ , þeirra barn, 4,“. Hún var fermd 1828 frá Fjósatungu [Kb. Hálsþ.], en er þá ekki hjá foreldrum. Ekki finn ég hana á manntali 1835, en 1840 er hún á manntali á Snæbjarnarstöðum „ , 26, Ó, vinnukona“. Þaðan fer hún 1841 að Leifshúsum [Kb. Hálsþ.] og árið eftir þaðan að Eyjardalsá [Kb. Svalb.s.]. Kemur með Nikulási þaðan 1844 að Vallakoti, þar sem þau eru gefin saman 17. júní 1844 [Kb. Ein.], sjá hér næst á undan hjá Nikulási. Björg andaðist 1. febr. 1885 „ , ekkja frá Vallakoti, 70 ára“ [Kb. Ein.]. Jakob Halldór Nikulásson, sonur Nikulásar og Bjargar hér næst á undan, er með foreldrum sínum á manntali í Narfastaðaseli 2. nóv. 1845 og fer líklega með þeim að Fljótsbakka 1846. Jakob Halldór var fæddur 13. júlí 1844 í Vallakoti, þar sem foreldrar hans eru þá „hjón búlaus“ [Kb. Ein.]. Hann er með foreldrum á manntali á Fljótsbakka 1850 og 1860 á Hömrum. Bóndi í Vallakoti 1880 og 1890 en er á Fljótsbakka 1901. Hann var faðir Nikulásar, sem í hrakningum lenti á Þingey [Gull bls. 93-94], föður Jakobs á Breiðumýri. Jón Frímann Nikulásson, f. 28. apríl 1846 í Narfastaðaseli, sonur Nikulásar og Bjargar hér á undan. Dó 20. júlí 1846 „ , frá Fljótsbakka, 10 vikna, barnav:“ [Kb. Ein.]. Jakob Halldór Nikulásson

Anna María Benjamínsdóttir kemur í Narfastaðasel 1846 „ , vinnukona, frá Brettingsst. að Narfast:seli“ [Kb. Ein.]. Anna var fædd 16. okt. 1827 í Fagranesi, dóttir hjónanna Benjamíns Ásmundssonar og Nahemi Eyjólfsdóttur, alsystir Þórönnu móður Sigríðar Gamalíelsdóttur í Kvígindisdal. Anna fer 1829 frá Fagranesi að Brettingsstöðum, en foreldrar hennar að Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Múl.]. Hún er á manntali á Brettingsstöðum 1835 og 1845, þá „ , 19, Ó, fósturdóttir hjónanna“ Jónatans Eyjólfssonar og Halldóru Guðmundsdóttur. Anna giftist Hallgrími Hallgrímssyni 21. okt. 1849 [Kb. Ein.] og eru þau á manntali á Daðastöðum 1850, vinnuhjú, ásamt ársgamalli dóttur sinni. Sjá nánar um Önnu og afdrif hennar í [Laxd., bls. 88 og 187], þ. á m. fæðingardag. Guðlaug Hallgrímsdóttir kemur í Narfastaðasel 1847 „ , 20, v.kona, úr Fjörðum að Narfasts.“ [Kb. Ein.], [Kb. Þöngl.] segir „ , 20, vinnustúlka frá Botni að Narfastaðaseli“. Guðlaug var fædd 22. nóv. 1827, voru foreldrar hennar Hallgrímur Hallgrímsson og Guðrún Sigurðardóttir „hion búandi á Þverá“ [Kb. Þöngl.]. Hún er „ , 8, Ó, niðursetningur“ á Eyri í sömu sókn 1835, en foreldrar hennar búa þá á Þverá með þrem börnum, 17, 7 og 5 ára. Hún er enn á Eyri 1840, þá „ , 13, Ó fósturdóttir hjónanna“ Magnúsar Björnssonar og Kristínar Hjálmarsdóttur. Á manntali í Botni í Þönglabakkasókn 1845 „ , 18, Ó, vinnukona“. Guðlaug fer 1850 „ , 23, vinnuk, Hjalla að Mývatni.“ [Kb. Ein.] og er líka getið í [Kb. Mýv.] og [Kb. Reykj.] það sama ár, sögð fara að Vogum. Finn hana ekki á manntali í Mývatnssveit 1850, né dána eða burtvikna þaðan; er því frekari leit ekki líkleg til að bera árangur. Guðlaug Þórarinsdóttir kemur 1848 „ , 51, vkona, frá Kálfborgará að Narfastaseli“ [Kb. Ein.] ásamt Álfheiði dóttur sinni. Ekki er vitað, hve lengi þær mæðgur voru í Seli, en farnar eru þær við manntalið 1850. Guðlaug var


315

fædd 4. júní 1799 á Hóli í Kinn, dóttir Þórarins Jónssonar og Ingibjargar Kolbeinsdóttur [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum á manntali á Hóli 1801 „ , deres datter, 3, ugivt,“ og 1816 í Hriflu „ , þeirra barn, 16,“. Guðlaug „fór úr föðurgarði Ingisstúlk, frá Hruflu að Hialla“ 1826 [Kb. Ein.] og giftist þ. á. (engin dags. tilgreind) Einari Jónssyni, sem þá er „Eckumaður og bóndi á Hialla“, en Guðlaug er þá „Ingis Stulka bustira hia Einari“ [Kb. Ein.]. Einar deyr 5. des. 1838 „ , bóndi á Hjalla, 69, úr Lndfarsótt“ [Kb. Ein.]. Guðlaug er ekkja á Hjalla við manntalið 1840, er þá Jóhannes Guðmundsson fyrirvinna hjá henni, en virðist svo fara á flæking. Er með Álfheiði á manntali á Einarsstöðum 1845, en 1850 á Narfastöðum. Við manntalið 1860 er hún hjá Sigurveigu dóttur sinni í Ási í Kelduhverfi „ , 64, E, tengdamóðir bónda,“. Álfheiður Einarsdóttir, dóttir Guðlaugar hér næst á undan, kemur með móður sinni í Narfastaðasel 1848 frá Kálfborgará „ , 11, h. barn“ [Kb. Ein.]. Álfheiður var fædd 24. júní 1838, voru foreldrar hennar Einar Halldórsson og Guðlaug hér næst á undan, sem þá voru „hjón á Hjalla“ [Kb. Ein.]. Hún missti föður sinn á fyrsta ári, er með móður sinni á manntali á Hjalla 1840 en 1845 á Einarsstöðum og 1850 á Narfastöðum. Hún fer 1854 frá Hofstöðum að Heiðarseli [Kb. Eyjardalsárprk.] og er þar á manntali 1855, sjá í kafla um Heiðarsel. Hún er vinnukona hjá Sigurveigu systur sinni í Ási við manntalið 1860, sjá hér næst á undan hjá Guðlaugu. Sigurbjörn Hjálmarsson kemur l849 „ , 9, t.barn, frá Brettingsstöðum að Narfastaðaseli“, en kemur einnig 1850 „ , smali, að Narfast.seli frá Brettingsst.“ [Kb. Ein.], og er á manntali á Brettingsstöðum 1. okt. þ. á. Sigurbjörn var fæddur 11. eða 12. jan. 1840 á Brettingsstöðum, sonur hjónanna Hjálmars Kristjánssonar og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, sjá um þau hér neðar þegar þau eru í Narfastaðaseli og í [ÆÞ. IV, bls. 110]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Brettingsstöðum 1840, 1845 og 1850, en er léttadrengur á Þverá við manntalið 1855. Hann er „ , 21, Ó, vinnumaður,“ á Breiðumýri á manntali 1860. Sigurbjörn kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur, sjá um þau og afkomendur í [ÆÞ. IV, bls. 109-118]. Sigurbjörn var bróðursonur Guðrúnar í Seli og mætti því teljast til skyldmenna húsráðenda. Jón Guðvarðarson. Hinn 13. júlí 1849 eru gefin saman J. G. „í Narfastaðaseli 23 ára“ og „Christjana Jensdóttir 36 ára (svo!), bæði þar vinnuhjú.“ [Kb. Ein.]. Þau eru þar á manntali 1. 10. 1850 ásamt ársgömlum syni sínum Jens Kristjáni. Sjá [ÆÞ. II, bls. 274-275], þar er Jón sagður bóndi á Ingjaldsstöðum 1850-1852 ásamt tengdaföður sínum. Jón var fæddur 31. ágúst 1826 í Hléskógum, sonur Guðvarðs Björnssonar og Bjargar Hrólfsdóttur, sem þá eru „gipt hión og(?) vinnu og huβmensku á Hlieskógm“ [Kb. Höfðaprk.]. Hann er á manntali í Hléskógum með foreldrum 1835, en faðir hans deyr 31. maí 1837 [Kb. Höfðaprk.] og er hann með móður sinni og bróður á manntali í Hléskógum 1840, en vinnumaður þar 1845. Fer 1847 þaðan að Lómatjörn [Kb. Höfðaprk.] og kemur 1848 „ , 23, vmaðr úr Höfðahv: að Ingjaldsst:“ [Kb. Ein.]. Sjá í [ÆÞ. II, bls. 274-275]. Kristjana Jensdóttir, gift Jóni hér næst á undan í Narfastaðaseli 1849, sjá þar og í [ÆÞ. II, bls. 274]. Kristjana var fædd 4. sept. 1823 á Reykjum í Reykjahverfi, dóttir Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og Guðrúnar Finnbogadóttur, sem lengi bjuggu á Ingjaldsstöðum [ÆÞ. II, bls. 258 og 274275], sjá nánar um hana þar. Kristjana dó 15. des. 1860 í Hraukbæ.


316

Jens Kristján Buch Jónsson, sonur Jóns og Kristjönu hér næst á undan, f. 10. des. 1849 í Narfastaðaseli og með þeim þar á manntali 1850, sjá um hann í [ÆÞ. II, bls. 274]. Dó 31. maí 1906 í Botni í Þorgeirsfirði. Dóróthea Jensdóttir kemur í Narfastaðasel 1850 „ , vinnust., (að Narfast.seli frá) Bárðardal.“ [Kb. Ein.]. Dóróthea er ekki á manntali í Seli 1. 10. 1850, og er þá líklega gengin úr vistinni, finn ég hana ekki á því manntali í SuðurÞingeyjarsýslu. Dóróthea var fædd 3. des. 1836 á Ingjaldsstöðum, dóttir Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og k. h. Guðrúnar Finnbogadóttur [Kb. Ein.], alsystir Kristjönu hér ofar, sjá í [ÆÞ. II, bls. 258]. Hún giftist Sigurjóni Halldórsssyni frænda sínum á Kvíslarhóli. Margrét Jóhannesdóttir er á manntali í Narfastaðaseli 1850 „ , 40, Ó, vinnukona,“ en ekki er vitað, hvenær hún kemur í Sel. Deyr í Narfastaðaseli 19. okt. 1852 „vinnukona frá Narfastaðaseli 42 ára“ [Kb. Ein.]. Margrét er á manntali með foreldrum sínum Jóhannesi Magnússyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur og fjórum systkinum í Glaumbæ 1816 „ , þeirra barn, 6,“ sögð fædd þar. Hún fer þaðan með foreldrum og fjórum systkinum 1821 að Grímshúsum „11, þeirra barn,“ [Kb. Ein.]. Hún er ógift vinnukona á manntali á Hálsi í Kinn 1835 og 1840. Kemur 1843 „ , 33, vkona, frá Fótaskinni að Daðstöðum“ [Kb. Ein.] og er á manntali á Daðastöðum 1845 „ , 36, Ó, vinnukona,“ hjá Bóthildi systur sinni. Sigurður Erlendsson kemur 1853 „ , 23, vinnum, frá Höskuldsstöðum að Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.] ásamt konu sinni, sjá hér næst á eftir. Líklegt er að þau séu ekki nema ár í Seli, því 1854 kemur Hjálmar þangað með fjölskyldu. Sigurðar er getið í [MaÞ.] í Narfastaðseli 1854, í skránni „Búlausir tíundandi“. Sigurður var fæddur 2. júní 1831, voru foreldrar hans Erlendur Eyjólfsson og Ragnhildur Jónsdóttir „ , hión búandi á Höskuldsst.“ [Kb. Helg.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Höskuldsstöðum 1845 „ , 15, Ó, þeirra barn,“. Sigurður kvæntist 17. okt. 1852 Guðrúnu Eiríksdóttur, sjá hér næst á eftir, sem þá er 26 ára, og eru þau þá bæði vinnuhjú á Höskuldsstöðum [Kb. Helg.]. Sigurður og Guðrún eru á manntali á Laugarhóli 1855 og á Hallbjarnarstöðum 1860. Þau fóru til Vesturheims 1876 „ , frá Klömbr til Nýa Íslands“ ásamt fimm börnum, 19-2ja ára, [Kb. Grenj.], [Vfskrá]. Sjá einnig um Sigurð í [Væv. I, bls. 302], [Væv. II, bls. 275] og [Laxd. bls. 88]. Guðrún Eiríksdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum í Sel 1853 „ , 27, hans kona,“. Guðrún var fædd 19. júní 1826, voru foreldrar hennar Eiríkur Halldórsson „bóndi á Þórust og vinnukona þar Guðrún Hallsd“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Móðir Guðrúnar giftist 8. apríl 1828 Jóhannesi Jónssyni, sem þá er „bóndans son á Fossseli“, er Guðrún Hallsdóttir þá „vinnukona á sama bæ“ [Kb. Helg.]. Guðrún er með móður sinni og stjúpföður á manntali í Fossseli 1835 „ , 9, Ó, konunnar barn“, þar eru þau einnig 1840 en fara 1844 að Glaumbæ [Kb. Ein.] og eru þar á manntali 1845. Guðrún fer 1848 „ , 23, v.kona, frá Einarst: að Halldórsstöðum“ [Kb. Helg.]. Giftist Sigurði 17. okt. 1852, sjá hér næst á undan. Sigríður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Guðrúnar hér næst á undan, fædd 12. febr. 1854, eru foreldrar hennar þá „hjón, vinnuhjú í Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.]. Sigríður er með foreldrum sínum á manntali á Laugarhóli 1855 og á Hallbjarnarstöðum 1860 „ , 7, Ó, dóttir þeirra,“. Sigríður giftist Albert Sigurbjarnarsyni frá Jarlstaðaseli og fór með honum til Vesturheims frá Varðgjá ytri 1882 [Kb. Kaup.]. Þeirra er getið í [Væv. I, bls. 162].

Dóróthea Jensdóttir og Sigurjón Halldórsson

Sigurður Erlendsson


317

Hjálmar Kristjánsson, bróðir Guðrúnar húsfreyju, kemur 1854 „ , 52, vinnum, komin frá Skriðulandi að Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.] ásamt konu sinni og þrem sonum, og eru þau á manntali þar 1. okt. 1855 og í sálnaregistri við lok ársins 1856, en ekki við lok ársins 1857. Hjálmars er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1855-1856, á skránni „Búlausir tíundandi“ og 1857 á skrá yfir búlausa. Hjálmar var fæddur 1802 á Halldórsstöðum í Bárðardal, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar og f. k. h. Elínar Þorkelsdóttur [ÆÞ. IV, bls. 110-111]. Við manntalið 1801 búa foreldrar Hjálmars á Ærlæk í Öxarfirði. Hjálmar fer með föður sínum, systkinum og stjúpu 1823 frá Fljótsbakka að Ási í Kelduhverfi og kemur 1830 „ , 25, vinnumaður, frá Ási norðan að Gautlöndum“ [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali á Draflastöðum 1835 „ , 33, Ó, vinnumaður“, þar er konuefni hans þá einnig. Þau koma bæði 1836 frá Krossdal að Brettingsstöðum [Kb. Grenj.] og voru þau gefin saman 22. júlí 1836 og er sagt um Sigurbjörgu „hiá stjúpa sínum og móðr á Brettingsstöðum í Þverársókn“ [Kb. Grenj.]. Hann er á manntali á Brettingsstöðum ásamt Sigurbjörgu við manntölin 1840, 1845 og 1850, og er tekið fram 1845 að hann búi á 1/3 jarðarinnar. Hjálmar andaðist á Hömrum 23. maí 1883, sjá [ÆÞ. IV, bls. 110] og [Laxd. bls. 90.]. Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, kona Hjálmars hér næst á undan, kemur með honum að Narfastaðaseli 1854 „ , 46, hans kona,“. Sigurbjörg var fædd 28. júní 1807 á Sveinsströnd, dóttir Þorgríms Jónssonar og Halldóru Guðmundsdóttur [ÆÞ. IV, bls. 110] og er með þeim á manntali á Brettingsstöðum 1816 „ , þeirra barn, 10,“. Hún er á manntali á Draflastöðum 1835 og kemur með Hjálmari aftur að Brettingsstöðum 1836, sjá hér næst á undan hjá honum. Sigurbjörg andaðist í Fagranesi 19. sept. 1888 „ , hreppsómagi frá Fagranesi, 81“ [Kb. Ein.], sjá einnig [ÆÞ. IV, bls. 110] og [Laxd. bls. 90.]. Jónatan Hjálmarsson, sonur Hjálmars og Sigurbjargar hér næst á undan, kemur með þeim frá Skriðulandi að Narfastaðaseli 1854 „ , 16, þeirra hjóna börn,“ og er með þeim á manntali þar 1855. Hann fer 1857 „ , 19, vinnum,“ að Kálfborgará [Kb. Ein.]. Jónatan var fæddur 26. ágúst 1838 á Brettingsstöðum, sjá [ÆÞ. IV, bls. 129-130], sjá þar einnig um feril hans og afkomendur. Kvæntur Guðrúnu Jónatansdóttur frá Kvígindisdal. Dó 7. nóv. 1926 í Geitafelli, sjá [ÆÞ. IV, bls. 129]. Jón Hjálmarsson, sonur Hjálmars og Sigurbjargar hér ofar, kemur með þeim frá Skriðulandi að Narfastaðaseli 1854 og er með þeim á manntali þar 1855. Jón var fæddur 30. okt. 1845 á Brettingsstöðum, sjá [ÆÞ. IV, bls. 131]. Hann kvæntist Önnu Sigríði Kristjánsdóttur frændkonu sinni 11. okt. 1870, þá „yngismaður búandi í Hólum 25 ára gamall“ [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali í Sandvík 1880 ásamt foreldrum Önnu Sigríðar og flytja þaðan til Vesturheims 1883. Jón dó 19. okt. 1919 í Kandahar, Sask. Kristján Hjálmarsson, sonur Hjálmars og Sigurbjargar hér ofar, kemur með þeim frá Skriðulandi að Narfastaðaseli 1854 og er með þeim á manntali þar 1855 og á Breiðumýri 1860. Kristján var fæddur 28. sept. 1851 í Skriðulandi, sjá [ÆÞ. IV, bls. 119], einnig bls. 119-128 í sömu bók um feril og afkomendur. Kristján kvæntist 29. júní 1876 Kristjönu Ólínu Guðmundsdóttur og fóru þau þá að búa á Hömrum, þar sem þau eru á manntali 1880 með þrem börnum og eru foreldrar hans þá þar einnig. Þau eru á manntali í Ystahvammi 1901 og á Húsabakka 1910. Kristján lést 6. mars 1922 á Húsabakka, sjá einnig [Laxd. bls. 90]. Árni Jónsson kemur 1855 „ , 34, vinnum,“ frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Narfastaðaseli [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1. 10. s. á. En ekki er hann þar í


318

sálnaregistri við lok ársins 1856. Líkega sá sami Árni, sem kemur 1860 frá Narfastaðaseli að Brennási og er þar á manntali þ. á. „ , 41, Ó, vinnumaður,“. Líklega sá Árni Jónsson, sem var fæddur 24. (eða 27.) maí 1820, sonur Jón Jónssonar og Ingunnar Hallgrímsdóttur, þá „í húsmennsku á Glaumbæ“ [Kb. Ein.]. Sá Árni virðist ekki fylgja foreldrum sínum að Fossseli 1821, kemur þó þaðan 1823 „barn, frá Fossseli til Lásgerðis“ og er sagt í aths. „gefið með honum af föður hans.“ [Kb. Ein.]. Hann finnst ekki burtvikinn úr Einarsstaðasókn, en kemur 1825 „ , 6, úngbarn, úr Þingeyar Syslu norðan að Hofst.“ [Kb. Hofst.s.], en foreldrar hans komu inn í sóknina árið áður. Árni fer 1826 „ , 7, Ungbarn, frá Hofstöðum að Kieldulandi“ [Kb. Hofst.s.]. En 1827 er hann sagður fara með móður sinni „ , 7, hennar son,“ frá Hofstöðum að Hringveri [Kb. Rípurprk.]. Fer með henni þaðan að Grindum 1828, en þegar móðir hans fer austur í Þingeyjarsýslu 1829, fer Árni „ , 8, tökubarn, frá Grindm að Vaglagerð“ [Kb. Hofsprk.], er hans líka getið meðal innkominna í Miklabæjars. þ. á. Ekki finnst hann burtvikinn úr Miklabæjarsókn, en er á manntali á Veðramóti 1835 „ , 15, Ó, smalapiltur“. Hann kemur aftur 1837 „ , 17, vinnupiltur, frá Reikium að Úlfsstöðm“ [Kb. Mikl.]. Árni fer 1839 „ , 19, vinnumaður,“ frá Úlfsstöðum að Neðraási [Kb. Mikl.], [Kb. Hólas.] og er þar á manntali 1840 „ , 22, Ó, vinnumaður“. Fer 1841 frá Neðraási að Hraunum [Kb. Hólas.], [Kb. Barðsprk.] en kemur aftur þaðan að Neðarási 1842. Þaðan fer hann 1843 að Brúarlandi [Kb. Hólas.], en ekki finnst hann innkominn eða burtvikinn í Hofssókn um þær mundir. Árni kemur 1844 „ , 23. (eða 26.), vinnumaður, að Starrast frá Brúarlandi“ [Kb. Mælif. prk.]. Þar eignast hann dótturina Margréti, og er svo sagt um foreldra í [Kb. Mælif.prk.]: „Árni Jónsson ógyptr vinnumaður á Starrast Arnbjörg Guðmundsd ógypt vinnukona á Reykjum.“ Hann fer 1845 „ , 26. vinnum, frá Starrast (en nú óviβ)“ [Kb. Mælif.prk.], þ. e. prestur hefur ekki vitað hvert hann fór. Árni finnst ekki á manntali 1845, sá Árni Jónsson, sem er á manntali á Skeggstöðum í Bólstaðarhlíðarsókn „ , 24, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Reykjasókn, er ekki mjög líklegur, sá Árni er á manntali á Skeggjastöðum (svo!) 1840 „ , 19, Ó, smalapiltur“ og á Vatnsskarði 1850. Árni Jónsson kemur 1847 „ , 29, vmaðr., að vestan að Breiðumíri“, fer 1849 „ , 30, v.maðr, frá Hallbjarnarst: inní Eyjafjörð“ [Kb. Ein.], talinn næst á eftir Gunnari í Skógarseli og er á manntali á Hömrum í Eyjafirði 1850 hjá Gunnari og Signýju „ , 31, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Einarsstaðasókn. Kemur 1853 „ , 34, vinnumað, frá Yztafelli að Kasthvammi“ [Kb. Þver.]. Árni Jónsson kemur 1860 frá Narfastaðaseli að Brennási þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 41, Ó, vinnumaður“ sagður fæddur í Helgastaðasókn. Fer árið eftir „Frá Brenniási að Márskoti“ [Kb. Lund.] og 1862 „ , 41, vinnum, frá Márskoti að Rauðá“ [Kb. Ein.]. Burtviknir eru ekki skráðir í Þóroddsstaðarprestakalli fyrr en 1865, hverfur Árni þar með sjónum og ekki finn ég hann á manntali í SuðurÞingeyjars. 1880. Sigurjón Jónsson er á manntali í Narfastaðaseli 1. 10. 1855 „ , 24, Ó, vinnumaður,“, sagður fæddur „hér í sókn“ [Kb. Ein.]. Hann er einnig í sálnaregistri í Seli við lok ársins 1856 og er þar færð athugasemdin „fór í vor að Álftagerði“ og er hann meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1857 „ , 26, vinnum,“ frá Narfastaðaseli að Álftagerði. Sigurjón var fæddur 18. ágúst 1831, sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „hjón búandi í Víðum“ [Kb.Ein.]. Hann er þar með þeim á manntali 1835, 1845 og 1850. Við manntalið 1860 er hann vinnumaður í Máskoti. Sigurjón fer 1870 frá Brettingsstöðum að Fagranesi [Kb. Grenj.]. Hann finnst þó ekki meðal innkominna í Múlasókn þ. á. né burtvikinna 1871. Líklega deyr Sigurjón í Grjótárgerði 3. nóv. 1871 „ , ógiptr vinnumaðr frá Grjótárgerði, 36“ [Kb. Lund.], þó aldurinn komi ekki nákvæmlega heim.


319

Einar Jónsson er í sálnaregistri í Narfastaðaseli með Rannveigu konu sinni við lok ársins 1857 „26“, en ekki er hann þar 1859. Er líklegt að hann sé í Seli til 1859, þegar faðir hans og Sæmundur bróðir hans koma. Einars er getið í [MaÞ.] í Narfastaðaseli 1859 á skrá yfir búlausa; einnig Magnúsar Jónssonar, sjá hér nokkru neðar. Einar var fæddur í Miðhvammi 13. sept. 1832, sonur hjónanna Jóns Torfasonar og Guðrúnar (Pétursdóttur, ekkert föðurnafn bókað), sem þá eru þar „búandi hión“ [Kb. Grenj.]. Fer með foreldrum að Granastöðum 1833 [Kb. Þór.] og þaðan 1834 að Sandi, þar sem hann er með þeim á manntali 1835. Fer með þeim þaðan að Höskuldsstöðum þ. á. [Kb. Helg.], þar sem hann er með þeim á manntali 1845 „ , 14, Ó, þeirra barn, “. Líklega sá Einar sem er á manntali á Sveinsströnd 1850 „ , 18, Ó, léttapiltur,“. Kemur 1852 „vinnum, frá Litluströnd að Hjalla“ [Kb. Ein.] og er vinnumaður í Hólum í R. við manntalið 1855. Einar kvæntist Rannveigu Sigurðardóttur, sjá hér næst á eftir, 25. júní 1856, þá vinnumaður á Hjalla [Kb. Ein.]. Einar og Rannveig eru á manntali á Stórulaugum 1860 ásamt Guðrúnu dóttur sinni og Ingunni móður Rannveigar. Þau hjón eru meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1864 ásamt tveim börnum „ , frá Önd. að Presthv.“ [Kb. Ein.]. Flytja 1879 ásamt tveim börnum frá „Brekknakoti til Nýa Íslands“ [Kb. Grenj.], [Vfskrá], þar sem Einar er sagður vinnumaður. Rannveig Sigurðardóttir, kona Einars hér næst á undan, er í sálnaregistri í Narfastaðaseli við lok ársins 1857 „28“, (ekki 1859) [Sál. Helg.]. Rannveig var fædd 9. sept. 1829 „sögð Sigurðardóttir“ og er ekki feðruð frekar, en móðir hennar „Ingunn Hallgrímsd. húskona á Mílast.“ [Kb. Múl.]. Rannveig fylgir móður sinni, sjá hér neðar hjá henni, er á manntali í Tungugerði 1835 og 1840 á Húsavík, prestssetri. Er á manntali í Þórunnarseli 1845 „ , 17, Ó, vinnukona,“ og kemur 1855 frá Þverá (í Laxárdal?) að Litlulaugum [Kb. Ein.], þar sem hún er ásamt móður sinni á manntali þ. á. „ , 26, Ó, vinnukona,“. Sjá um giftingu og seinni feril hjá Einari. Við flutning til Vesturheims 1879 er hún sögð Bjarnadóttir [Kb. Grenj.], [Vfskrá]; hef ég ekki fundið skýringu á því. Guðrún Einarsdóttir, dóttir Einars og Rannveigar hér næst á undan, er í sálnaregistri í Narfastaðaseli við lok ársins 1857 „2“, sjá þar. Guðrún var fædd 13. ágúst 1856, voru foreldrar hennar þá „hjón í vinnum. á Hjalla“ [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Stórulaugum 1860 og fer með þeim til Vesturheims frá Brekknakoti 1879 „ , 21, börn þra“ [Kb. Grenj.], [Vfskrá]. Ingunn Hallgrímsdóttir er í sálnaregistri í Narfastaðaseli við lok ársins 1857 „67“, en ekki 1859 [Sál. Helg.], móðir Rannveigar hér rétt ofar. Ingunn var fædd 27. maí 1790, voru foreldrar hennar Hallgrímur Árnason og „Ragnhild. J.d., Rauðaskriðu“ [Kb. Múl.]. Hún er á manntali í Björk í Munkaþverárklaustursókn 1801 „ , deres fosterdatter, 11, ugivt,“ þar er þá einnig faðir hennar meðal vinnumanna „ 49, enkem. 1.“, og á manntali í Presthvammi 1816 með Jóni Jónssyni manni sínum, sem þar er 26 ára vinnumaður, þar sögð „ , hans kona, vinnukona, 25,“. Ingunn fer 1817 ásamt Jóni manni sínum „ , Frá Presthvammi að SiðraFjalli í AðalReikiadal [ . . ]“ [Kb. Grenj.]; í Kb. Múl. er þá einnig getið um „Baldvin Jónsson, á 1aári, þeirra sonur,“. Þau eru öll þrjú burtvikin 1819 úr Múlaprk. „ , bóndi frá Grímshúsm að Glaumbæ.“ [Kb. Múl.], en [Kb. Ein.] segir 1820 „ , frá Grímshúsum til Glaumbæjar“. Þar eignast þau soninn Árna, sjá hjá honum. Þau fara þaðan 1821 að Fossseli ásamt Baldvin syni sínum, en Árna er þá ekki getið [Kb. Helg.]. Þar deyr Baldvin 16. ágúst 1821 „ , Barn frá Fossseli, 4, af Taki og Briostveiki.“ og þar fæðist þeim dóttirin Málfríður 6. nóv. 1821 [Kb. Helg.]. Ingunn kemur 1823 „ , vinnukona, frá Fossseli í Daðstaði“ og fer 1824 „ , kona, frá Daðastöðum til Ytribrekkna í Skagafirði“ [Kb. Ein.]. Með henni fer Jón


320

maður hennar „ , 33, búandi sniðkari,“ og tvær dætur þeirra hjóna, 6 og 3ja ára, „öll þeβi frá Foss Seli í Reikiadal að Ytrebrekkum“ [Kb. Hofst.s.]. Þeim fæðist sonurinn Baldvin 15. ágúst 1826 á Hofstöðum [Kb. Hofst.s.]. Þau hjónin fara þaðan 1827, Jón „ , 33, búandi, frá Hofstöðum að Miklabæ“ en Ingunn „ , 37, hans kona, frá ditto að Hringvere“ [Kb. Hofst.s.] og er Ingunn innkomin í Rípurprk. 1827 „ , 34, frá Hofst. að Hringveri.“ og er sagt í aths.: „skilin að borði og sæng við mann sinn“. Er Árni sonur hennar þá með henni. Þau Árni fara 1828 „ , frá Hringv. að Grindum“ (Ingunn „ , 35, húskona“) [Kb. Rípurprk.]; eru þau mæðginin einnig bókuð inn í Hofssókn s. á. Árið 1829 fer Ingunn „ , 35, lausa(?)kona, frá Grindm í Þingeiar S“ [Kb. Hofss.], en Árni fer að Vaglagerði. Ingunn kemur 1829 „ , gift húβkona, að Mílast. vestan úr Skagafj.“ (á öðrum stað „frá Grindum í Skagafj.“) [Kb. Múl.] og eignast þar dótturina Rannveigu 9. sept. þ. á., sjá hjá henni. Ingunn kemur 1830 „ , 41, húskona, frá Mýlaugst að Nesi“ ásamt Rannveigu [Kb. Ness.]. Þær eru báðar á manntali í Tungugerði á Tjörnesi 1835 og er sagt um Ingunni „ , 43, Ó, vinnur fyrir barni sínu, lifir af sínu“. 1840 eru þær á manntali á Húsavík, prestssetri, þar er Ingunn sögð „ , 49, E, húskona, í brauði hjónanna, þeim skyld“. Árið 1845 er Ingunn á manntali í Illugabæ, tómthús „ , 53, E, húskona, lifir af handarvikum sínum,“ en þá er Rannveig í Þórunnarseli. Ingunn kemur 1855 ásamt Rannveigu frá Þverá að Litlulaugum og er þar á manntali þ. á. „ , 65, Sk, lifir af saumavinnu,“ en á manntali á Stórulaugum 1860 „ , 72, E, lifir á saumavinnu,“. Ingunn andaðist 22. jan. 1864 „ , ekkja á Öndólfsstöðum, 75 ára, brjóstkrabbamein“ [Kb. Ein.]. Magnús Jónsson kemur 1858 „ , 48, giptur, frá Kraunast. að Narfastaðaseli“ og fer 1859 „ , 48, giptur,“ frá Narfastaðaseli að Kálfborgará [Kb. Ein.]. Í [Kb. Lund.] er hann sagður koma 1859 „ , vinnumaðr, Kraunastöðm Kálfb:á“. Hans er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1859, á skrá yfir búlausa; einnig Einars, sjá hér nokkru ofar. Magnús er á manntali í Klömbur 1816 með foreldrum sínum, Jóni Magnússyni og Þorbjörgu Þorláksdóttur „ , þeirra barn, 5,“ sagður fæddur á Einarsstöðum í Reykjadal, en frá þeim tíma eru þar ekki til fæðingarskýrslur. Líklega er þetta sá Magnús, sem er á manntali í Hjalthúsum 1835 hjá móður sinni og stjúpa „ , 24, Ó, hennar son“, kvænist 30. sept. 1836, þá „25 ára gamall hjá stjúpföður sínum og móður í Hjalthúsum“ Guðrúnu Jónsdóttur, sem þá er „33ia ára, vinnustúlka í Hjalthúsum.“ og fara 1840 frá Hjalthúsum að Bergstöðum [Kb. Grenj.] og eru þar á manntali þ. á. með Guðrúnu og dóttur þeirra og kemur 1841 „ , 32, bóndi,“ frá Bergstöðum að Hjalla ásamt Guðrúnu og dóttur þeirra og er þar á manntali 1845, en fer 1848 með fjölskyldu „ , frá Hjalla að S.fjalli“ [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali á Syðrafjalli 1850, þar sem Magnús er bóndi á 1. býli, og 1855 á Kraunastöðum. Magnús fer 1860 „ , vinnumaðr, Frá Kálfborgará að Kraunastöðum“ [Kb. Lund.] en fer í reynd að Fossseli [Kb. Helg.] og er þar á manntali þ. á. ásamt Björgu dóttur sinni, sem kemur frá Stafnsholti. Við fermingu hennar frá Ytrafjalli árið eftir er Magnús sagður á Hólkoti en Guðrún kona hans á Kraunastöðum [Kb. Múl.], þar sem hún var á manntali 1860 ásamt Margréti dóttur þeirra, sem þar er þá húsfreyja. Dagbjört Magnúsdóttir er í sálnaregistri í Narfastaðaseli við lok ársins 1859, sögð „69, á hrepp“. Hún er á manntali á Litlulaugum 1. 10. 1860 „ , 72, Ó, niðursetningur,“. Dagbjört var fædd á Ljósavatni 7. okt. 1790, dóttir Magnúsar Magnússonar og Solveigar Halldórsdóttur „óegta“ [Kb. Þór.]. Hún er á manntali hjá föður sínum og stjúpmóður á Jódísarstöðum 1801 „ , bondens datter, 10,“ og er sérstaklega bókað um þau „fattig familie“. Hún er enn með þeim þar á manntali 1816. Dagbjört er víða, kemur 1823 „ , 30, vinnukind, af húβgangr að Ófeigsstaud“ [Kb. Þór.]; fer 1832 frá Skriðu að Vöglum og 1834 frá Grímshúsum að Máskoti [Kb. Múl.], og 1840 „ , frá Tjörn að Stórul“ [Kb.


321

Ein.] þar sem hún er á manntali þ. á. Kemur frá Hamri að Parti 1844 [Kb. Helg.] og er á manntali í Rauðuskriðu 1845 „ , 49, Ó, vinnukona,“. Er burtvikin úr Þverársókn 1851 „ , 62, vinnukona, Halldórsstöðum að Daðstöðum“. Er þó fjarri því allt talið. Dagbjört andaðist 5. ágúst 1864 „Hreppsómagi deyði á Öndólfsst, 72 ára, Landfarsótt. Jarðsungin af Sra Magnúsi á Grenjaðarst.“ [Kb. Ein.]. Helga Jósafatsdóttir er í sálnaregistri í Narfastaðaseli við lok ársins 1859 „ , 53, vinnukona“. Hún er þar á manntali 1860. Flytur 1863, „ , 56, vinnuk.,“ frá Narfastaðaseli að Arndísarstöðum [Kb. Ein.]. Helga var fædd á Hömrum, skírð 4. nóv. 1807 [Kb. Helgastaðaprk.], dóttir Jósafats Pálssonar og s. k. h. Guðrúnar Bjarnadóttur. Hún er á manntali á Hjalla 1816 „ , tökubarn, 9,“. Hún virðist vera í vinnumennsku alla ævi, ógift. Hún er á manntali Gautlöndum 1840, í Máskoti 1845, á Sigurðarstöðum 1850 og 1860 í Narfastaðaseli. Helga kemur með Jóni bróður sínum „ , 56, systir bónda“ frá Arndísarstöðum að Brennási 1864. Hún átti heima í Brennási hjá honum og börnum hans þar til hún andaðist þar 2. jan. 1871 „ , Gamalmenni Brenniási, 63“ [Kb. Lund.]. Sæmundur Jónsson kemur 1859 „ , 25, vinnum,“ ásamt konuefni sínu og föður sínum „Öll frá Skógum í Axarfirði að Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.]. Hann kvænist 17. okt. þ. á. Þórnýju Jónsdóttur hér næst á eftir [Kb. Ein.]. Hann flytur í Skógarsel 1860, en býr í Narfastaðaseli 1874-1890. Sjá um hann síðar og í kaflanum um Skógarsel og í [ÆÞ. I, bls. 415]. Þórný Jónsdóttir kemur í Narfastaðasel 1859 „ , 25, vinnuk,“ frá Skógum í Öxarfirði. Giftist 17. okt. 1859 Sæmundi Jónssyni, sjá hér næst á undan, og flytur með honum að Skógarseli árið eftir. Hún kemur aftur í Narfastaðasel 1874, þegar þau fara að búa þar, sjá hér nokkru neðar. Jón Torfason, faðir Sæmundar hér rétt ofar, kemur með honum í Narfastaðasel 1859 frá Skógum í Öxarfirði og flytur með honum í Skógarsel 1860, þar sem hann er á manntali þ. á. Jóns er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1860, á skrá yfir búlausa. Jón var fæddur 13. okt. 1804 á Landamóti, er ferill hans rakinn nokkuð í kaflanum um Skógarsel, sjá þar og í [ÆÞ. I, bls. 415-416]. Dó á Stórulaugum 6. febr. 1865 úr holdsveiki. Jóhann Vilhelm Einarsson kemur 1860 „ , 19, vinnum, frá Fjósak. í Eÿaf Narfast:seli“ (e. t. v. „Eijaf“) [Kb. Ein.], er sagður fara „ , 17, Vinnudrengr, frá Fjósak. að Narfastaðaseli“ [Kb. Möðruv.] (einnig sagður fara 1860 „ , 17, vinnudrengr, frá Fjósakoti norður“ [Kb. Munk.]). Hann er þar á manntali 1. 10. þ. á. Flytur 1864 „ , 22, vinnum“ frá Narfastaðaseli að Illugastöðum [Kb. Ein.]; [Kb. Hálsþ.] segir hann koma „ , að Illugastöðum að norðan“. Jóhann Vilhelm var fæddur 1. júlí 1842, líklega í Hleiðargarði, þangað kemur móðir hans þ. á. frá Þverá í Öxnadal [Kb. Saurb.], voru foreldrar hans Einar Jóhannesson og Vilhelmína Helga Jónsdóttir, sem þá voru „ógipt vinnuhjú.“ [Kb. Saurb.]. Hann er með móður sinni á manntali í Hleiðargarði 1845 og fer með henni 1846 þaðan að Illugastöðum [Kb. Hálsþ.] og er með henni á manntali í Grímsgerði 1850 „ , 7, Ó, hennar sonur,“. Móðir hans giftist Kristjáni Magnússyni 9. maí 1851 og fer Jóhann Vilhelm með móður sinni þ. á. „ , frá Grímsgerði norður í Hvamma“ [Kb. Hálsþ.], [Kb. Grenj.]. Þegar móðir Jóhanns Vilhelms fer með manni sínum í Skógarsel 1855, fer hann „ , 14, Ljettadr“ að Breiðumýri [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. Hann kemur þó með þeim hjónum að Fjósakoti 1856 [Kb. Möðruv.s.]. Jóhann Vilhelm fer 1867 „ , 25, vm, frá Illugast: að Aungulstöðum“ [Kb. Hálsþ.]. Hann er á manntali á Kambi í Munkaþverárklaustursókn 1880 „ , 38, G, húsmaður,“ ásamt konu sinni


322

Sigríði Margréti Jónsdóttur og tveim börnum þeirra hjóna. Deyr 5. júní 1887 frá „Borgarhóli, 45, vinnumaður“ [Kb. Grundars.]. Þórey Jónsdóttir kemur 1862 „ , 51, vinnu,“ frá Ytrafjalli að Narfastaðaseli. Hún fer þaðan 1864 að Hvammi í Höfðahverfi [Kb. Ein.], [Kb. Höfðaprk.]. Þórey var fædd 25. jan. 1808 í Garði í Fnjóskadal, voru foreldrar hennar Jón Helgason og Margrét Helgadóttir [Kb. Hálsþ.]. Við manntalið 1816 er Þórey „ , niðursetningur, 7,“ í Heiðarhúsum í Laufássókn, en foreldrar hennar búa þá í Garði með fimm börnum 1-16 ára. Þórey er víða í sínu vinnukonustandi; fer 1831 frá Heiðarhúsum að Sigríðarstöðum [Kb. Lauf.], 1834 þaðan að Garðshorni [Kb. Þór.], er 1835 á manntali á Ófeigsstöðum, fer 1837 frá Hálsi að Syðrafjalli og þaðan 1838 að Reykjahlíð [Kb. Múl.], þar sem hún er á manntali 1840. Fer þaðan 1843 að Möðrudal, þar sem hún er á manntali 1845 „ , 35, G, vinnukona,“ og á Eiríksstöðum 1850 „ , 36, Ó, vinnukona,“ reyndar þar sögð fædd í Hálssókn. Kemur 1854 „ , vinnukona, frá Möðrudal að Kraunast.“ [Kb. Múl.] og þaðan 1855 „ , 44, vinnuk, Kraunastöðum að Narfastöðum“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. Hún kemur 1858 „ , vinnukona, Hallb.stöðum að Grstað“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1860 „ , 49, Ó, vinnukona,“. Kemur 1861 „ , 55, vkona, frá Grenjaðarstað að Ytrafjalli“ og fer þaðan að Narfastaðaseli 1862 „ , 56, vikona“ [Kb. Ness.], virðist aldur hennar ekki mjög nákvæmur. Þórey fer 1866 frá Hvammi að Skarði og þaðan árið eftir að Garði [Kb. Lauf.]. Þaðan 1869 að Ytrafjalli [Kb. Hálsþ.], þaðan sem hún fer 1870 að Reykjahlíð [Kb. Ness.]. Þar er hún á manntali 1880 „ , 71, Ó, lifir á eignum sínum,“ og 1890 „ , 81, Ó, á sveit,“ og deyr þar 17. júní 1894 „ , Ógipt í Reykjahlíð á sveit, 85, Influenza, er gengur um allt land“ [Kb. Mýv.]. Guðný Kristjánsdóttir kemur 1864 frá Grenjaðarstöðum að Narfastaðaseli, „43,“ móðir Björns hér næst á eftir. Hún fer 1865 „ , 43, gipt“, frá Narfastaðaseli að Víkingavatni [Kb. Ein.], [Kb. Garðss.]. Guðný var að líkindum fædd á Fljótsbakka um 1821, dóttir hjónannna Kristjáns Jónssonar (frá Mýri) og s. k. h. Guðrúnar Oddadóttur, hún var því hálfsystir Guðrúnar húsfreyju í Narfastaðaseli. En eins og víða er getið, eru vanhöld á skráningu fæðinga í Einarsstaðasókn vestan heiðar um þetta leyti. Guðný fer 1823 með foreldrum sínum og hálfsystkinum frá Fljótsbakka að Ási „ , 2, þeirra barn“ og er með þeim á manntali í Krossdal 1835 „ , 14, Ó, þeirra barn“, þar er hún einnig við manntalið 1840. Hún giftist 10. júní 1844 Benedikt Bjarnarsyni, sem þá er „frumbýlingur á Byrgi 27 ára gamall“, sjálf er hún sögð „23 ára gömul bústýra hans“ [Kb. Garðss.] og eru þau á manntali í Byrgi 1845 og 1850, þar sem Benedikt er bóndi. Við manntalið 1855 er Guðný í Sultum „ , 35, Sk, vinnukona,“ ásamt Birni syni sínum, og 1860 á Hóli „ , 39, Sk, hjá sjálfri sér,“ er Björn þá einnig þar hjá henni. Guðný kemur 1862 „ , 41, vkona, frá Garði í Garðsk. að Mýlaugsstöðum“ ásamt Birni syni sínum [Kb. Múl.]. Við manntalið 1880 er Guðný á manntali á Grásíðu hjá Benedikt manni sínum, sem þar er húsmaður, en Guðný „ , 59, G, kona hans,“. Þau fara til Vesturheims frá Víkingavatni 1883 („65, húsmaðr“, „62, kona hans“) [Kb. Garðss.], [Vfskrá]. Björn Benediktsson kemur 1864 „ , 20, vinnum“ í Narfastaðasel frá Grenjaðarstöðum ásamt Guðnýju móður sinni hér næst á undan. Árið 1865 flytur hann þaðan „ , 20, sonur h.“ að Mýlaugsstöðum [Kb. Ein.]. Björn var fæddur 22. sept. 1844, sonur hjónanna Benedikts Bjarnarsonar og Guðnýjar hér næst á undan, sem þá voru „búandi egtahjón á Byrgi“ [Kb. Garðss.]. Hann er með foreldrum á manntali í Byrgi 1845 og 1850 og í Sultum með móður sinni 1855 og 1860 á Hóli „ , 17, Ó, sonur hennar,“. Kemur ásamt móður sinni 1862 „ , 18, son hennar, frá Garði í Garðsk. að Mýlaugsstöðum“ [Kb. Múl.]. Ekki


323

finn ég Björn burtvikinn úr Múlasókn, né á manntalinu 1880. Þó hygg ég hann sé sá sami Björn, sem kemur 1882 „ , 37, húsmaður,“ ásamt ungri konu og syni á 1. ári, frá Kirkjubæjarsókn í N. - Múl. að Kelduneskoti og fer þaðan með þau til Vesturheims 1883 [Kb. Garðss.], [Vfskrá], þó aldurinn komi ekki nákvæmlega heim. Hann er þó sagður 37 ára við fæðingu Benedikts sonar síns í Heiðarseli 22. júlí 1881 [Kb. Kirkjub.]; er það eini vitnisburðurinn í þeirri bók um veru hans þar, skrá yfir innkomna og burtvikna byrjar þar ekki fyrr en 1889. Guðríður Einarsdóttir fer 1865 „ , 21,“ vinnukona, með húsbændum frá Narfastaðaseli að Rauðuskriðu [Kb. Ein.]. Guðríður var fædd 7. júní 1844, voru foreldrar hennar Einar Jónsson og Sigríður Jónsdóttir „búlaus hjón í Glaumb.s:“ [Kb. Ein.]. Er á manntali hjá foreldrum í Glaumbæjarseli 1860 „ , 17, Ó, þeirra barn,“. Guðríður fer 1870 „ , 26, vkona,“ frá Rauðuskriðu að Glaumbæjarseli [Kb. Múl.]. Guðríður giftist Lofti Jónassyni, sjá [ÆÞ. IV, bls. 188]. Hún var systir Sigvalda á Fljótsbakka. Sigríður Jónsdóttir fer 1865 „ , 17,“ vinnukona, með húsbændum frá Narfastaðaseli að Rauðuskriðu [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 1. febr. 1848, dóttir Jóns Finnbogasonar og Helgu Sveinbjarnardóttur, sem þá voru „hjón, vinnuhjú á Hallbjarnarst.“ [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum á manntali á Daðastöðum 1855 og í Lásgerði 1860 „ , 13, Ó, þeirra barn“. Sigríður fer 1866 „ , 17, vkona, frá Rauðuskriðu að Kasthvammi“ [Kb. Múl.]. Hún fer 1868 „ , 21, vinnukona, frá Darstöðum (?) að Svartárkoti“ [Kb. Lund.] og giftist þar Jóhanni Kristjánssyni, þá „vinnumaður á Svartárkoti 25 ára gamall“ 26. okt. þ. á., en hann kom þangað frá Kasthvammi 1867 [Kb. Lund.]. Þau fara 1870 „vinnuhjón, frá Svartárkoti að Geitafelli“ [Kb. Lund.] og þaðan að Fljótsbakka 1873 ásamt syni sínum [Kb. Grenj.]. Sigríður og Jóhann búa á Ísólfsstöðum og eru þar á manntali 1880 ásamt fjórum börnum sínum, en 1890 er Sigríður „ , 43, E, húsmóðir,“ hjá Jóhannesi Kristjánssyni, sem er ógiftur sjómaður í Helgugerði á Húsavík. Við manntalið 1901 er Sigríður „ , húsmóðir, 52,“ í Brautarholti á Húsavík; hjá henni býr þá sonur hennnar Hallgrímur Ágúst „ , fyrirvinna móður sinnar, 27,“. Sigurður Jónsson fer 1865 „ , 10, á hrepp,“ með húsbændum sínum frá Narfastaðaseli að Rauðuskriðu. Líklega bróðir Sigríðar hér næst á undan, fæddur 16. nóv. 1855, eru foreldrar hans þá „hjón búandi á Daðastöðum“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali með foreldrum í Lásgerði 1860 „ , 5, Ó, þeirra barn,“. Fer 1880 frá Glaumbæ að Fagranesi [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. „ , 24, Ó, vinnumaður,“. Sigurður er bóndi í Sýrnesi við manntalið 1890, þá kvæntur Jakobínu Jóhönnu Jóhannesdóttur; eru þau þar einnig við manntalið 1901, ásamt syni sínum Jóhannesi. Þau flytja öll þrjú 1910 „ , Frá Múla að Syðri Tungu Tjörnesi“ [Kb. Grenj.].

1865 - 1870: Jónsdóttir

Páll

Pálsson

og

Elísabet

Friðrika

Páll og Elísabet eru meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1865 ásamt tveim börnum. „Öll vikin búferlum frá Hólsseli á Fjöllum austur að Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.]. Þau flytja 1870 frá Narfastaðaseli að Helgárseli í Munkaþverársókn, ásamt fjórum börnum [Kb. Ein.]. Páll er gjaldandi í Narfastaðaseli í [MaÞ.] árin 1866-1870.

Sigríður Jónsdóttir


324

Páll var fæddur 30. júní 1833, voru foreldrar hans Páll Pálsson og Helga Ásgrímsdóttir, sem þá eru „hión, vinnuhíú í Litlaskógi“ [Kb. St.Ársk.s.]. Hann er með foreldrum sínum og bróður á manntali í Litla-Árskógi 1835, en á Brattavöllum 1840, 1845 og 1850. Páll kemur 1855 „ , 24, vinnumaður,“ að Sandhaugum [Kb. Eyjadalsárprk.], en ógreinilegt er hvaðan. Hann er á manntali á Sandhaugum 1855 og fer þaðan 1856 að Hóli á Fjöllum [Kb. Eyjadalsárprk.], [Kb. Skinn.]. Elísabet Friðrika var fædd 6. apríl 1833, dóttir Jóns Gottskálkssonar og f. k. h. Guðrúnar Hallgrímsdóttur, þá „búandi hjón á Helgárseli.“ [Kb. Munk.]. Hún er á manntali á Öngulstöðum 1835 hjá föðursystur sinni og manni hennar, einnig 1840 og 1845, jafnan „tökubarn“ en 1850 „ , 17, Ó, vinnustúlka,“. Elísabet Friðrika fer 1853 „ , 20, vinnukona, frá Aungulstöðum að Fossvöllm á Jökuldal“ [Kb. Munk.], en er komin aftur 1855, þá er hún á manntali í Björk í Munkaþverárklaustursókn. Kemur 1856 „ , 24, v.kona, að norðan að Arnórst.“ [Kb. Hoft.prk.] og kemur 1859 „ , 27, vinnuk, frá Arnþórsst. á Jökuld að Hólsseli“ [Kb. Skinn.]. Páll og Elísabet eru bæði ógift vinnuhjú í Hólsseli á manntali 1860. Þau eru gefin saman 9. júní 1861, hann „húβmaður á Hóli - 27 ára gl-“, hún „hans bústýra 29 ára gl-“ [Kb. Skinn.]. Fjölskylda Páls og Elísabetar sýnist tvístrast er þau flytja 1871 frá Helgárseli að Garðsá (Páll og Friðrik) og Þröm (Elísabet, Sig. Júlíus og Jónína Guðný) [Kb. Munk.]. En á manntali 1880 er Páll bóndi í Brekku í Kaupangssókn ásamt fjölskyldu sinni, og er svo einnig við manntalið 1890. Elísabet deyr 2. ágúst 1899 „ , gift kona á Brekku, 66“ [Kb. Grund.], en um afdrif Páls er mér ókunnugt. Friðrik sonur hans býr í Brekku við manntalið 1901 ásamt fjölskyldu. Við fæðingu Jónínu Guðnýjar í Narfastaðaseli 1870 er Páll titlaður „forsöngvari“ í kirkjubók.

Börn Páls og Elísabetar í Narfastaðaseli 1865-1870:

Halldór Friðrik Pálsson, kemur með foreldrum sínum að Narfastaðaseli 1865 (sem Friðrik Halldór) „ , 4, þeirra börn,“ og fer með þeim að Helgárseli 1870 „ , 8, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Halldór Friðrik var fæddur 23. júní 1862, voru foreldrar hans þá „Eiginhjón í húβminsku á Fagradal“ [Kb. Skinn.]. Fer með föður sínum 1871 að Garðsá [Kb. Munk.], en er á viðaukaskrá B við manntalið 1880, þá vinnumaður til heimilis í Kaupangi „ , við sjó á Látrum“. Kvæntist 6. nóv. 1885, þá í Brekku, Ólöfu Sigríði Árnadóttur, sem þá er „vkona í Brekku,“ [Kb. Kaupangss.] og eru þau á manntali hjá foreldrum Friðriks í Brekku 1890; þar er Friðrik bóndi við manntalið 1901 ásamt konu sinni og fjórum börnum þeirra hjóna. Pálína Bergvina Pálsdóttir, kemur með foreldrum sínum að Narfastaðaseli 1865 „ , 1, þeirra börn,“ og fer með þeim að Helgárseli 1870 „ , 6, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Pálína Bergvina var fædd 11. mars 1865, voru foreldrar


325

hennar þá „Eginhjón búandi á Hólsseli“ [Kb. Skinn.]. Hún deyr í Helgárseli 19. júní 1870 [Kb. Munk.]. Sigurður Júlíus Pálsson, f. 14. júlí 1867 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.] (aðeins til í frumriti). (Við fermingu hans á 1. hvítasunnudag 1882 í Kaupangssókn er fæðingardagur hans sagður 16. júlí 1867). Sigurður Júlíus fer með foreldrum sínum að Helgárseli 1870 „ , 3, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.] og með móður sinni að Þröm 1871 [Kb. Munk.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali í Brekku 1880. Dó 12. des. 1883 „bóndason í Brekku, 16, ára“ [Kb. Kaupangss.]. Jónína Guðný Pálsdóttir, f. 3. apríl 1870 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum sínum að Helgárseli 1870 „ , 1, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.] og með móður sinni að Þröm 1871 [Kb. Munk.]. Er með foreldrum á manntali í Brekku 1880 og 1890.

Skyldmenni Páls og Elísabetar í Narfastaðaseli 1865-1870:

Sigurlaug Jónsdóttir, hálfsystir Elísabetar Friðriku húsfreyju, kemur 1867 „ , 22, vinnukona,“ frá Helgárseli að Narfastaðaseli [Kb. Munk.] og fer þaðan árið eftir að Helgárseli „ , 23, vinnukona,“ [Kb. Ein.], [Kb. Munk.]. Sigurlaug var fædd 5. okt. 1845, dóttir Jóns Gottskálkssonar og s. k. h. Nýbjargar Jónsdóttur, sem þá voru „búandi hjón á Helgárseli“ [Kb. Munk.]. Sigurlaug er á manntali hjá foreldrum í Helgárseli 1850, 1855 og 1860. Þegar foreldrar Sigurlaugar flytja að Hallanda 1871, fer Sigurlaug til Akureyrar [Kb. Munk.], en kemur 1874 með foreldrum sínum „29, dætur þra, af Svalbarðsströnd að Stafnsh.“ [Kb. Ein.] og er með þeim á manntali í Stafnsholti 1880 „ , 36, Ó, dóttir þeirra,“. Þegar foreldrar Sigurlaugar fara frá Stafnsholti að Vatnsenda 1885, fer hún frá Stafnsholti „ , 40, vinnukona“ að Þóroddsstað til Nýbjargar systur sinnar, með henni fer Ásgeir Þorláksson „ , 3, barn,“ sonur Nýbjargar [Kb. Ein.]. Hún fer 1886 „ , vinnukonur, 41, frá Þóroddsstað að Saltvík“ [Kb. Hús.] og er á manntali hjá systur sinni og mági á Ísólfsstöðum 1890 „ , 45, Ó, vinnukona,“. Sjá einnig um hana í kafla um Stafnsholt. (Dó 14. maí 1911, BJ. 13. 1. 2006) Þorgerður Pálsdóttir, systir Páls bónda, kemur 1868 „ , 22, vinnukona,“ frá Kálfsskinni að Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Hún flytur þaðan að Blómsturvöllum 1870 „ , 23, vinnukona,“ [Kb. Ein.] þegar húsbændur hennar fara í Helgársel. Þorgerður var fædd á Brattavöllum 22. febr. 1847, dóttir Páls Pálssonar og Helgu Ásgrímsdóttur, sem þá bjuggu þar [Kb. St.Ársk.s.]. Hún er með foreldrum á manntali á Brattavöllum 1850 og 1855, en 1860 á Selárbakka „ , 14, Ó, þeirra dóttir,“. Hún fer þaðan 1861 „ , 14, vinnukona,“ að Hringsdal á Látraströnd [Kb. St.Ársk.s.]. Þorgerður er í [Kb. Glæs.] sögð koma 1870 „Úr Höfðahverfi að Blómsturvöllum“ (með fleira fólki) en fer þaðan 1872 til Akureyrar og þaðan 1874 „ , 27, vinnukona, frá Hvammi að Sigluvík“ [Kb. Ak.]. Í [Kb. Glæs. (Svalb.)] finnst hún hvorki innkomin eða burtvikin, né á manntali 1880. Þorgerður kemur 1889 „ , vkona, 37,“ frá Akureyri að Þóroddsstað [Kb. Þór.], fer þaðan 1890 að Laxamýri [Kb. Hús.], [Kb. Þór.] þar sem hún er á manntali 1890 „ , 38, Ó, vinnukona,“. Fer 1891 þaðan að Grenjaðarstað [Kb. Hús.] og er á manntali á Ytra-Fjalli 1901 „ , hjú, 47,“ og fer þaðan 1902 „til Ljósavatnshr.“ [Kb. Grenj.], í [Kb. Þór.] er þá sagt „hjú, 50, ( .. ) að Finnsstöðum“, en ekki fann ég í þeirri kirkjubók neitt um hana eftir það (til ca. 1910).

Þorgerður Pálsdóttir


326

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð Páls og Elísabetar 1865-1870:

Guðbjörg Guðmundsdóttir fer 1865 „ , 19, vinnukona, frá Grænavatni að Narfastaðaseli“ [Kb. Mýv.]. Hún fer 1866 frá Narfastaðaseli að Fossseli [Kb. Helg.]. Guðbjörg var fædd á Árbakka 26. júní 1846, dóttir Guðmundar Jónssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem þá voru „hjón á Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hún er á manntali í Vallakoti með foreldrum og systkinum 1860 „ , 15, Ó, þeirra barn,“. Hún fer 1862 „ , 16, léttastúlka,“ frá Geirastöðum að Víðirkeri [Kb. Skút.], [Kb. Lund.] og kemur 1864 „ , 18, vinnukona,“ frá Stórutungu að Grænavatni [Kb. Mýv.]. Guðbjörg giftist 3. okt. 1866 Árna Kristjánssyni, sem þá er „ungur maður áður ókvæntur í Fosseli 31 ára gamall vinnumaður“ [Kb. Helg.]. Þau eru víða í Reykjadal í hús- eða vinnumennsku, en flytja frá Litlulaugum að Miðhvammi 1879 [Kb. Ein.] og eru þar á manntali 1880. Árni dó á Hólkoti 24. júlí 1890, en Guðbjörg fór til Vesturheims frá Efrihólum 1903 ásamt þrem börnum [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 30. ágúst 1916 [ÆÞ. V, bls. 218]. Kristján Jóhannes Kristjánsson fer 1868 frá Narfastaðaseli að Rauðuskriðu, þá sagður „ , 16, vinnupiltur,“ [Kb. Ein.]. Kristján Jóhannes var fæddur 25. júní 1852, voru foreldrar hans Kristján Stefánsson og Jóhanna Jónsdóttir „hjón á Grímshúsum“ [Kb. Múl.] og er hann með foreldrum sínum þar á manntali 1855 ásamt fjórum systkinum. Hann fer 1859 „ , 7, á hrepp,“ frá Sýrnesi að Narfastöðum [Kb. Ein.] en er á Hallbjarnarstöðum við manntalið 1860, „ , 8, Ó, niðursetningur,“. Kristján fer 1869 „ , 17, vmðr, frá Rskriðu að Hamri“ [Kb. Múl.], þaðan fer hann 1872 að Kálfaströnd [Kb. Grenj.], [Kb. Mýv.]. Við manntalið 1880 er hann „ , 28, G, húsbóndi, bóndi,“ á Ingveldarstöðum ásamt konu sinni, Hansínu Guðbjörgu Sigmundsdóttur „ , 29, G, kona hans,“ og tveim kornungum börnum. Þau hjónin eru á manntali á Höskuldsstöðum 1890 ásamt þrem sonum sínum, þar sem Kristján er húsmaður. Kristján deyr 16. ágúst 1910 „ , Hjá sonum sínum á Núpum, 59, Lungnabólga“ [Kb. Grenj.]. Kristján var bróðir Sigurbjargar, sem var 1874-1875 í Víðaseli, sjá þar, og faðir Jakobs, sem var húsmaður í Skógarseli 1923(?)-1926, sjá þar og í [Reykj. bls. 405.]. Jóhannes Jósefsson fer 1870 „ , 28, vinnumaðr,“ frá Narfastaðaseli að Helgárseli [Kb. Ein.] með húsbændum sínum, en óvíst er, hvenær hann kemur í Sel. Flest bendir til þess, að þetta sé sá Jóhannes, sem var fæddur 14. mars 1841, sonur hjónanna Jósefs Jósafatssonar og Signýjar Einarsdóttur, sem þá voru „búandi á Hjalla“ [Kb. Ein.]. Jóhannes er með þeim á manntali í Fossseli 1845 og 1855, en fer 1859 „ , 17., vinnum,“ þaðan að Kasthvammi [Kb. Helg.], þar sem hann er á manntali 1860 „ , 20, Ó, léttadrengur,“ en fer 1865 „ , 23, vinnumaður,“ þaðan að Daðastöðum [Kb. Grenj.]. Jóhannes er á manntali í Skálpagerði í Kaupangssókn 1880 „ , 38, G, húsbóndi, bóndi,“ þá kvæntur Jóhönnu Jóhannesdóttur; er faðir hans þá einnig hjá þeim. Við manntalið 1890 er hann í Helgárseli „ , 48, G, vinnum., bróðir konu,“ ásamt konu sinni, sem sögð er „ , systir bónda, geðveik“. Jóhannes dó 20. júlí 1892 „vmaðr í Helgárseli, 58“ [Kb. Grundars.].


327

1870 - 1874: Sigurðardóttir

Kristján

Jónsson

og

Sesselja

Kristján er einn gjaldandi í Narfastaðaseli í [MaÞ.] árin 1871-1874, en heimildir í kirkjubókum um búskap þessara hjóna í Narfastaðaseli eru fátæklegar, þar sem þau koma (frá Breiðumýri) og fara (að Ingjaldsstöðum) innan sóknar. Þau eru ýmist „í Narfastaðaseli“ eða „búandi á Narfastaðaseli“, þegar þau eru bókuð skírnarvottar 26. júní 1870, 13. júní 1871, 15. nóv. 1871 og 9. nóv. 1872, og eru „hjón á Narfastaðaseli“ við fermingu Guðrúnar Sigríðar dóttur þeirra 24. maí 1874 [Kb. Ein.]. Kristján, „með konu og 3 börn“, er á lista Jakobs Hálfdanarsonar 25. febr. 1873 um þá „sem afráðið hefur að búast við Brasilíuflutningi í sumar ... “ Er hann þar sagður eiga heima í Narfastaðaseli. Sjá [SÍV. II, bls. 87] og Norðanfara 12. mars 1873, bls. 41. Kristján var fæddur 24. júlí 1831 á Arnarvatni, sonur Jóns Jónssonar og Sigríðar Maríu Sigurðardóttur [Kb. Skút.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali á Arnarvatni 1835 og 1840, en er léttadrengur á Grímsstöðum við manntalið 1845 og „ , 19, Ó, vinnumaður,“ þar 1850 (hjá Halldóri bróður sínum). Kristján fer með foreldrum að Reykjum 1851 [Kb. Mýv.] og er sagður koma með þeim þaðan að Hofstöðum 1854 [Kb. Grenj.], en kemur 1855 „ , 25, Ó, vinnum, (frá) Geirastöðum að Stafni“ [Kb. Ein.]. Sesselja (skírð Cecelía) var fædd 18. (19. í [ÆÞ. VIII, bls. 161]) ágúst 1833 á Arnarvatni, dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Tómasdóttur, sem þar búa þá [Kb. Skút.], en flytja að Stafni 1837. Hún er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1845. Kristján og Sesselja voru gefin saman 30. okt. 1855, er Kristján þá „vinnumaður í Stafni 25 ára“ en Sesselja „yngismeÿ í Stafni 23ja ára gl“ [Kb. Ein.]. (Það kemur þó ekki í veg fyrir að þau eru bæði sögð „G“ á manntalinu 1. okt. 1855!). Kristján og Sesselja eignast í Stafni dótturina Guðrúnu Sigríði, f. 9. des. 1856, d. 31. maí 1860, og Jón, f. 7. nóv. 1858, d. 10. s. m. Sjá í [ÆÞ. VIII, bls. 161]. Þau eru á manntali í Stafni 1860, þar sem Kristján er „ , 30, G, bóndi,“ eiga þau þá ekkert barn á lífi. Þau hjón eru búandi á Daðastöðum við fæðingu Kristjönu Sesselíu 4. okt. 1863 og „búandi á Breiðumýri“ við fæðingu Jóns 4. okt. 1868 [Kb. Ein.] og eru á manntali á Ingjaldsstöðum 1880 ásamt fjórum börnum (ekki Guðrúnu Sigríði), og fara með þau þaðan til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Sigurður og Anna Guðný eru bæði fædd 7. júlí 1875 á Ingjaldsstöðum [Kb. Ein.]. Þeirra hjóna er getið í [Saga Ísl., bls. 421]. Líklega hefur Sesselja búið í Narfastaðaseli, þegar Sigtryggur á Hallbjarnarstöðum, systursonur hennar, fer unglingur í kaupstaðarferð til Akureyrar. Hún gaf honum áttskilding, sem hann notaði til að kaupa flösku af góðu víni, með því gat hann „trakterað“ heimafólkið á Hallbjarnarstöðum. (Frásögn Herd. Sigtryggsd.).

Kristján Jónsson og Sesselja Sigurðardóttir


328

Börn Kristjáns og Sesselju til heimilis í Narfastaðaseli 1870-1874:

Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir. Ætla verður, að Guðrún sé með foreldrum sínum í Narfastaðaseli, þaðan er hún fermd 24. maí 1874. Guðrún Sigríður var fædd 15. okt. 1860 í Stafni [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Narfastöðum 1880 „ , 19, Ó, vinnukona, “ (þá einungis nefnd Sigríður). Hún giftist 6. júlí 1882 Birni Jónassyni á Narfastöðum, f. 9. sept. 1846, og fór með honum til Vesturheims 1883 með sama skipi og foreldrar hennar. Skv. uppl. Herdísar Sigtryggsd. eignuðust þau ekki börn. Guðrún Sigríður deyr sem Sigríður Jonasson í nágrenni Mountain, N. Dak. 24. des. 1939 (Björn dó 1938) [AlmÓTh. 1941, bls. 96.]. Kristjana Sesselía Kristjánsdóttir var fædd 4. okt. 1863 á Daðastöðum [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum á Ingjaldsstöðum við manntalið 1880 og fer með þeim til Vesturheims 1883. Kristjana Sesselía deyr 16. ágúst 1942, ekkja Einars Sigurðssonar í Mountain, N. Dakota [AlmÓTh. 1943, bls. 105106]. Jón Kristjánsson (Jón K. Johnson) var fæddur 4. okt. 1868 á Breiðumýri [Kb. Ein.]. Um hann er sama að segja og um Kristjönu Sesselíu systur hans hér næst á undan. Bóndi við Mountain, N. Dak. Deyr á sjúkrahúsi í Edinburg, N. Dak. 1. okt. 1943 [AlmÓTh. 1944, bls. 132].

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð Kristjáns og Sesselju 1870-1874:

Arnfríður Jónsdóttir deyr í Narfastaðaseli 9. júlí 1871 „ Kjerling á hrepp sem aldrei hafði gifts, 80 ára, Bjúg og ellihrumleik“ [Kb. Ein.]. Arnfríður var fædd á Hofsstöðum 16. júlí 1793 [Kb. Mýv.], voru foreldrar hennar Jón Ingjaldsson og Guðrún Andrésdóttir. Arnfríður er með foreldrum og fimm systkinum á manntali á Hofstöðum 1801, en 1816 er hún vinnukona á Geiteyjarströnd. Hún eignast dótturina Hólmfríði með Jóhannesi Þorsteinssyni 11. ágúst 1817 [Kb. Reykj.], [ÆÞ. I, bls. 370-371], og er hún með hana á manntali á Arnarvatni 1835 og 1840 á Helluvaði. Hún er á manntali í Laugaseli 1845 hjá þeim hjónum Stefáni Björnssyni og Hólmfríði „ , 52, Ó, móðir konunnar,“. Hún er á manntali hjá þeim hjónum á Halldórsstöðum í Reykjadal 1855 og 1860, þá „ , 68, Ó, móðir konunnar,“. Magnús Jónsson er 10. júní 1871 ásamt konu sinni „ , hjón í Narfastaðaseli í vinnumennsku“ [Kb. Ein.] við fæðingu sonarins Jóhannesar. Magnús var fæddur 11. (eða 1.) ágúst 1841, voru foreldar hans Jón Eiríksson og Oddný Magnúsdóttir „hión á Silfrast.“ [Kb. Miklab. og Silfrast.prk.]. Magnús er með foreldrum sínum á manntali á Úlfsstöðum 1845. Faðir hans deyr 1847 og var hann alinn upp á Írafelli í Goðdalasókn þar sem móðursystir hans var húsfreyja og er hann þar á manntali 1850, 1855 og 1860 „tökubarn“, „léttadrengur“ og „vinnumaður“. Hann kemur 1869 „ , 27, vinnumaður. Kom frá Hjeraðsdal í Skagaf. að Stórulaugum“ [Kb. Ein.]. Magnús, þá „ýngismaður á Stórul. ættaður úr Skag 27“ kvæntist 11. okt. 1870 Oddnýju Jóhannesdóttur, sem þá er „yngisstúlka á sama heimili 25 ára gl.“ [Kb. Ein.]. Magnús er - ásamt konu sinni og tveim sonum - meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1876 frá „Breiðumýri


329

að Gimli“, „ , 33, vmðr“ [Kb. Ein.]. Magnúsar og Oddnýjar er getið í [Saga Ísl. bls.421-422] og í [Landn. bls. 30-32], þar sem mynd er af þeim hjónum. Oddný Jóhannesdóttir, kona Magnúsar hér næst á undan, sjá þar. Fer til Vesturheims frá Breiðumýri 1876 „ , 31, kona hs“ [Kb. Ein.]. Oddný var fædd 31. júlí 1845 á Ytrafjalli, dóttir hjónanna Jóhannesar Oddssonar og Guðnýjar Kristjánsdóttur [Kb. Ness.]. Hún er með foreldrum á manntali á Tjörn 1845 og 1850 á Ytrafjalli. Fer með þeim að Skörðum 1852 [Kb. Ness.], 1855 að Holtakoti [Kb. Hús.] og 1858 að Fljótsbakka [Kb. Grenj.], þar sem hún er á manntali með þeim 1860. Jóhannes Magnússon, f. 10. júní 1871 í Narfastaðaseli, sonur Magnúsar og Oddnýjar hér næst á undan. Líklega sá Jóhannes, sem deyr 11. ágúst 1872, „ , Úngbarn ektaborið hjá foreldr í Kvíÿndisdal“, „á 2ru ári, Kíghósta og krampa“ [Kb. Ein.], og er þá líklega eldri bróðir þess Jóhannesar, f. 11. ágúst 1873, sem fer með foreldrum sínum til Vesturheims 1876 „ , 2,“, ásamt Friðriki á 1. ári „ , börn þra“. Signý Pétursdóttir fer 1871 „ , 40, vinnukona,“ frá Narfastaðaseli að Garði í Aðaldal [Kb. Ein.]. Signý var fædd 21. apríl 1830, voru foreldrar hennar Pétur Jóhannesarson og Elín Bessadóttir „vinnuhjú ógift á Halldórsstöðum, hans fyrsta hennar þriðja { .. }“ [Kb. Grenj.]. Foreldrar hennar voru gefin saman 31. maí 1830. Signý er með foreldrum og systur á manntali á Þverá í Laxárdal 1835 og 1840 í Hraungerði með tveim yngri systrum. Hún kemur 1842 „ , 12, Léttastúlka, frá Hraungerði að Grímstöðm“og er fermd þaðan 16. maí 1844 [Kb. Mýv.] og er á manntali í Baldursheimi 1845 og 1850, síðara manntalsárið „ , 20, Ó, vinnukona,“. Fer 1851 „ , 24, vinnukona, frá Kálfaströnd vestur í H.S.“ [Kb. Mýv.]. Ekki finn ég hennar getið í [Kb. Hálsþ.], né finn ég hana meðal innkominna í [Kb. Ein.] 1851-1865. Signý kemur 1867 „ , 37, vinnukona, frá Hólum að Brett.st.“ [Kb. Grenj.] og fer 1869 „ , 38, v.kona, frá Brettingsst. Einarsstöðum í Rd.“ [Kb. Grenj.]. Fer 1871 frá Einarsstöðum að Garði [Kb. Múl.]. Signý kemur með Benedikt Jakobssyni og tveim dætrum hans 1873 „ , 44, frylla hs, úr Múlasókn að Syðri Leikskálaá“ [Kb. Þór.] og er með honum á manntali þar 1880 og 1890 á Björgum „ , 60, E(?), bústýra hans,“. Fer þaðan 1899 að Litlutjörnum [Kb. Þór.] og er þar á manntali 1901 „ , niðursetningur, 71, Ó,“ sögð blind í athugas. Ekki fann ég neitt frekar um hana í [Kb. Hálsþ.]. Hólmfríður Guðmundsdóttir er sögð „vinnuk. í Narfastaðaseli“ við fæðingu dóttur sinnar Kristínar Ingibjargar 14. okt. 1872 [Kb. Ein.]. Hólmfríður var fædd 31. okt. 1848 og voru foreldrar hennar Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir „gipt vinnuhiu á Grænav:“ [Kb. Skút.] (ætti að vera [Kb. Reykj.]!). Hólmfríður fer með foreldrum sínum að Vallakoti og er þar á manntali með þeim og fjölda systkina 1860 „ , 12, Ó, þeirra barn,“. Hún fer 1861 „ , 14, tökustúlka, frá Vallnakoti að Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Hómfríður eignaðist 26. okt. 1875, þá vinnukona á Daðastöðum, soninn Kristján Hallgrím með Jóni Jónssyni á Stórulaugum [Kb. Ein.], sjá hér áður hjá Jóni. Hallgrímur var alinn upp hjá móður sinni og voru þau á talsverðum hrakningi framan af. Þau eru bæði á manntali í Baldursheimi 1890. Síðar var Þórarinn, sonur Hallgríms, í fóstri hjá Hólmfríði um skeið. Hallgrímur átti m. a. soninn Hallgrím Balda og er vegferð ömmu hans rakin í grein eftir Ólaf Grím Björnsson í Árbók Þingeyinga 1999 bls. 110-137. Hólmfríður er 1910 á manntali í Kasthvammi „HUKO“ en jafnframt á manntali hjá dóttur sinni í Stafni 1910 „HUKO“ (= húskona) og er þar einnig við manntölin 1920 og 1930 „ , móðir húsmóður,“. Dó 16. apríl 1933 [ÆÞ. I, bls. 292].


330

Kristín Ingibjörg Pétursdóttir, f. 14. okt. 1872 og eru foreldrar hennar sagðir „Pjetur Pjetursson nýgiptur bóndi á Narfastöðum ógipt stúlka Hólmfríður Guðmundsdóttir vinnuk. í Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.]. Kristín var alin upp á vegum föður síns, er með honum á manntali á Stórulaugum 1880, einnig 1890, þá reyndar á Laugalandsskóla. Kristín giftist í júní 1893 Sigurgeir Tómassyni b. í Stafni, sjá [ÆÞ. I, bls. 292] og [ÆÞ. VI, bls. 249]. Dó í Stafni 23. apríl 1963.

1874 - 1890: Sæmundur Jónsson og Þórný Jónsdóttir

Sæmundur og Þórný búa í Narfastaðaseli frá 1874 og eru þar á manntali 1880 og á fólkstali þar í árslok 1889 [Sál. Helg.], en eru 1890 á manntali á Hömrum, þar sem Sæmundur er vinnumaður. Sæmundur er eini gjaldandi þinggjalda í Narfastaðaseli í [MaÞ.] árin 1875-1890. Sæmundur var fæddur 4. ágúst 1836 á Höskuldsstöðum, sonur hjónanna Jóns Torfasonar og Guðrúnar Pétursdóttur [Kb. Helg.], [ÆÞ. I, bls. 415]. Hann er þar með foreldrum sínum á manntali 1840, 1845 og 1850, en fer þaðan 1851 að Bakka á Tjörnesi [Kb. Helg.] þar sem hann er „ , 19, Ó, vinnumaður,“ við manntalið 1855. Kemur 1859 ásamt konuefni sínu frá Skógum í Öxarfirði að Narfastaðaseli „ , 25, Vinnum,“ [Kb. Ein.]. Þórný var fædd 17. nóv. 1834 á Fjöllum [ÆÞ. I, bls. 415], dóttir hjónanna Jóns Gottskálkssonar og Ólufar Hrólfsdóttur, er hún með þeim þar á manntali 1835 og 1840. Við manntalið 1845 er hún „ , 11, Ó, tökubarn,“ á Tóvegg hjá Torfa Gottaskálkssyni föðurbróður sínum og Elínborgu Guðmundsdóttur, þar er hún einnig við manntalið 1850, þá „ , 16, Ó, fósturdóttir,“. Hún er á manntali í Skógum í Öxarfirði 1855 „ , 21, Ó, vinnukona,“ og kemur þaðan 1859 að Narfastaðaseli eins og áður segir hjá Sæmundi. Sæmundur og Þórný voru gefin saman 17. okt. 1859, þá bæði 25 ára gömul í Narfastaðaseli [Kb. Ein.] og eru þar í sálnaregistri við lok þess árs. Þau er á manntali í Skógarseli 1860, ásamt Jóni syni sínum og Jóni föður Sæmundar. Búa í Skógarseli 1870-1871, sjá þar. Þau búa í Narfastaðaseli frá 1874 og eru þar á manntali 1880 ásamt þrem sonum sínum og Guðrúnu móður Sæmundar og á fólkstali þar í árslok 1889 [Sál. Helg.], en 1890 á Hömrum, þar sem Sæmundur er vinnumaður, ásamt Kristjáni syni sínum. Sæmundur, þá vinnumaður á Stórulaugum, andaðist 9. okt. 1891, sjá [ÆÞ. I, bls 415]. Þórný flytur árið 1893 „ , 58, vinnuk.,“ frá Stórulaugum að Geitafelli ásamt Kristjáni syni sínum og kemur þaðan árið eftir „ , 60, vk.“ að Narfastaðaseli og er þar á fólkstali 31. des. 1894 og áfram til 31. des. 1897 [Sál. Helg.]. Fer þaðan 1898 „ , m. bónda, 66,“ að Víkingavatni [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Fjöllum 1901 „ , niðursetningur, lifir af tillagi barna sinna, 66,“ og deyr þar 22. maí 1902, sjá [ÆÞ. I, bls. 415]. „Sæmundur Jónsson, Skógarseli, með konu og 4 börn“ [SÍV. II, bls. 87] er á lista Jakobs Hálfdanarsonar 25. febr. 1873 um „Fólkið, sem afráðið hefur að búast við Brasilíuflutningi í sumar ( . . ), sjá Norðanfara 12. mars 1873, nr. 1516, 12. ár., bls. 41. Sjá einnig um Sæmund og skyldulið hans í [ÆÞ. I, bls. 414429], og í kafla um Skógarsel.

Kristín Ingibjörg Pétursdóttir


331

Börn Sæmundar og Þórnýjar í Narfastaðaseli 1874-1890:

Jón Sæmundsson kemur líklega með foreldrum frá Skógarseli 1874, þó hann sé fermdur þaðan 24. maí 1874. Fer 1877 frá Helgastöðum að Grenjaðarstað, þar sem hann er á manntali 1880, og því ekki fullvíst, hvort hann hafi verið með foreldrum í Seli frá 1874. Kemur, ásamt Guðnýju konu sinni og Gunnari syni þeirra „ , 2,“ frá Árbót aftur að Narfastaðaseli 1886. Bóndi þar 1890-1910, sjá síðar. Torfi Sigurbjörn Sæmundsson. Gera verður ráð fyrir að Torfi sé með foreldrum sínum í Narfastaðaseli frá 1874, en þaðan fer hann líklega 1877 að Múla, hann er þar á fólkstali 31. des. 1877 en ekki árið áður. Torfi var fæddur 8. júlí 1863, voru foreldrar hans þá „hjón búandi á Stórulaugum“ [Kb. Ein.]. Hann er fermdur frá Múla 1878 og fer 1879 þaðan að Grenjaðarstað „ , 15, léttadr.“ [Kb. Múl.] og er þar á manntali 1880 ásamt Jóni bróður sínum. Sjá um Torfa og fjölskyldu hans í [ÆÞ. I, bls. 422-426]. Dó á Birningsstöðum 21. maí 1939. Jóhannes Sæmundsson fer vafalaust með foreldrum sínum í Narfastaðasel 1874, hann er þar með þeim á manntali 1880 „ , 11, Ó, sonur þeirra,“. Ekki er vitað hve lengi hann er í Seli, en hann fer 1888 „ , 19, vm, frá Öndólfsstöðum að Víkingavatni“ [Kb. Ein.]. Jóhannes var fæddur 20. nóv. 1868, eru foreldrar hans þá „hjón í vinnumennsku í Skógarseli.“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali á Víkingavatni 1890 „ , 21, G, tengdasonur bónda,“ Þórarins Björnssonar, ásamt konu sinni Kristbjörgu Sigríði Þórarinsdóttur, en þau voru gefin saman 14. okt. 1890 [ÆÞ. I, bls. 426]. Jóhannes bjó í Krossdal, þar sem hann dó 30. ágúst 1926. Sjá [ÆÞ. I, bls. 426-428].

Jóhannes Sæmundsson og Sigríður Þórarinsdóttir

Friðrik Sæmundsson fer að öllum líkindum með foreldrum sínum í Narfastaðasel 1874, hann er þar á manntali þar 1880 „ , 8, Ó, sonur þeirra,“. Fer 1883 „ , 10, vikadr.,“ þaðan að Grenjaðarstað [Kb. Ein.], kemur þaðan aftur að Narfastaðaseli 1884 „ , 12, léttasveinn,“ og fer 1885 „ , 13, ljettapilttur,“ aftur að Grenjaðarstað [Kb. Ein.] og er fermdur þaðan 30. maí 1886 [Kb. Grenj.]. Friðrik var fæddur 12. maí 1872, voru foreldrar hans þá „hjón í húsmensku í Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali á Víkingavatni 1890 „ , 18, Ó, vinnumaður,“ (ekki á sama búi og Jóhannes). Bóndi í Efrihólum. Sjá [ÆÞ. I, bls. 414-415] og um afkomendur á bls. 414 og 416-420 í sömu bók. Kristján Sæmundsson, f. 28. júlí 1878 í Narfastaðaseli [ÆÞ. I, bls. 428]. Er á manntali í Seli 1880 og á fólkstali þar í árslok 1889 [Sál. Helg.], en á Hömrum með foreldrum sínum við manntalið 1890. Fer með móður sinni 1893 „ , 15, son h-ar,“ frá Stórulaugum að Geitafelli [Kb. Ein.]. Við manntalið 1901 er hann hjú á Kraunastöðum, þá giftur Kristínu Hólmfríði Jónsdóttur, sem þar er þá einnig hjú. Kristján dó 9. febr. 1914. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 428-429].

Annað skyldulið Sæmundar og Þórnýjar í Narfastaðaseli 1874-1890:

Guðrún Pétursdóttir, móðir Sæmundar bónda, er á manntali í Narfastaðaseli 1. 10. 1880 „ , 79, E, móðir bóndans,“ og deyr þar 1. okt. 1885 „ , ekkja frá Narfastaðaseli 85 ára“ [Kb. Ein.]. Guðrún var fædd 30. nóv. 1800 á

Friðrik Sæmundsson


332

Kambsmýrum [ÆÞ. I, bls. 415]. Líklega kemur hún með syni sínum að Narfastaðseli 1874. Sjá um Guðrúnu hjá Jóni manni hennar í kafla um Skógarsel og í [ÆÞ. I, bls. 415-416] og um afkomendur í sömu bók bls. 414429. Sigurlaug Jónsdóttir, systir Sæmundar bónda, er einnig á manntali í Narfastaðaseli 1880 „ , 35, Ó, vinnukona,“. Sigurlaug var fædd 17. okt. 1844, dóttir Jóns Torfasonar og Guðrúnar Pétursdóttur, sem þá voru „hjón á Hömrum“ [Kb. Helg.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Höskuldsstöðum 1845 og 1850 og fer með þeim að Björgum 1851 og er með þeim á manntali í Ytritungu 1855. Kemur með þeim að Hallbjarnarstöðum í Reykjadal 1856. Sigurlaug kemur 1861 að Skógarseli með Guðrúnu móður sinni „ , 18, dóttir hennar,“. Flytur frá Skógarseli að Þverá í Laxárdal 1862. Kemur 1875 „ , 31, vkona, frá Þverá að Einarsst.“ [Kb. Grenj.]. Ekki finn ég Sigurlaugu burtvikna úr Einarsstaðasókn 1880-1890, né þar á manntali 1890. Einhver Sigurlaug Jónsdóttir fer að vísu 1889 „ , 48, vk., frá Fljótsbakka að Svalbarði“, en við þá færslu er ólæsileg aths. og aldur kemur ekki vel heim. Ekki finnst hún heldur á manntali á Svalbarði 1890. Guðbjörg Indíana Þorláksdóttir, systurdóttir Þórnýjar húsfreyju, kemur 1884 „ , 13, fósturmær“ frá Geiteyjarströnd að Narfastaðaseli og fer 1885 „ , 14, ljettastúlka,“ frá Narfastaðaseli að Haganesi [Kb. Ein.]. Guðbjörg Indíana er fermd frá Seli 17. maí 1885. Kemur aftur í Sel 1889 „ , 19, v.k., frá Grímsstöðum að Narfastaðaseli “ [Kb. Ein.] og er þar á fólkstali 31. des. þ. á. Guðbjörg Indíana var fædd 31. jan. 1871 (skírð 15. febr. skemri skírn af föðurnum), voru foreldrar hennar Þorlákur og Sigurbjörg hér næst á eftir, sem þá voru „hjón búandi á Hlíðarhaga“ [Kb. Mýv.]. Hún fer 1873 með foreldrum sínum „ , 2, Barn þ.“ frá Hlíðarhaga að Undirvegg [Kb. Mýv.]. Fer þaðan 1880 með foreldrum og tveim systkinum í Akur, en er á manntali á Grænum (í Skinnastaðasókn) 1880 „ , 9, Ó, tökubarn“. Hún er með foreldrum á manntali í Möðrudal 1890 „ , 19, Ó, vinnukona,“. Giftist 2. okt. 1892 Kristni Tómassyni, sem þá er „vinnumaður Grímst“, en hún „vinnukona Grímst“ [Kb. Fjall.]. Flytja 1893 (Kristinn „ , húsm, 34,“) „ , að Reykjahlíð frá Grímsst á Fjöllum.“ og fara 1895 ásamt ársgömlum syni sínum frá Grímsstöðum á Húsavík [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.]. Finn þau ekki burtvikin frá Húsavík, dáin, né á manntali þar 1901 Þorlákur Jónsson, mágur Þórnýjar húsfreyju, kemur 1885 ásamt Sigurbjörgu konu sinni og syni frá Reykjahlíð að Narfastaðaseli „ , 47, hjón, vinnuhjú“ [Kb. Ein.]. Þorlákur var fæddur 22. jan. 1838, voru foreldrar hans Jón Ólafsson og Guðrún Þorláksdóttir „hión í húβmensku á Skriðuklaustri“ [Kb. Valþjófsst.s.]. Hann er með þeim á manntali í Brekku í sömu sókn 1840 og fer með þeim 1844 að Gilsárteigi, þar sem hann er á manntali 1845 „ , 8, Ó, tökubarn,“ en foreldra hans er þar ekki getið. Samt fara þau hjón, ásamt Þorláki og ársgömlum bróður hans, 1846 frá Gilsárteigi að Ánastöðum [Kb. Eiðas.]. Jón og Guðrún koma ásamt Þorláki 1849 „ , frá Galtarstöðum í Hróarstungu að Skinnast.“, Jón „50, vinnum“, í fylgdarliði sr. Hjörleifs Guttormssonar, og eru þau á manntali á Skinnastað 1850. En 1855 eru þau þrjú á manntali á Langavatni á Hólsfjöllum og þar deyr Jón 21. febr. 1859 „ , bóndi frá Langavatni, 60“ [Kb. Skinn.]. Þorlákur er með móður sinni á manntali í Lækjardal 1860 „ , 23, hennar son,“ en þar er hún þá húskona. Þau virðast fara aftur að búa á Langavatni, þaðan fara þau 1867 að Hlíðarhaga, er Þorlákur sagður „ , 30, búandi,“ [Kb. Skinn.], [Kb. Mýv.]. Í Hlíðarhaga kvæntist Þorlákur 11. okt. 1869 Sigurbjörgu Jónsdóttur „sama staðar 34 ára“ og flytja þau þaðan ásamt dóttur sinni og móður Þorláks að Undirvegg 1873 [Kb. Mýv.]. Þau flytja 1880 frá Undirvegg


333

að Akri í Skinnastaðasókn [Kb. Garðss.] og eru á manntali þar 1880 ásamt tveim börnum, þar sem Þorlákur er bóndi. Ekki er kunnugt. hvenær Þorlákur og Sigurbjörg koma í Mývatnssveit eftir vistina í Narfastaðaseli, en þau fara 1889 „ , frá Kálfaströnd í Grímsstaði á Fjöllum“ [Kb. Mýv.] ásamt Steingrími. En í [Kb. Fjall.] er Kristjana Karolína dóttir þeirra einnig þar með og Sigurbjörg sögð fara í Rangalón, en hin í Grímsstaði. Þorlákur er á manntali í Möðrudal (þá í Möðrudalssókn) 1890 „ , 53, G, vinnumaður,“ ásamt konu sinni og þrem börnum. Hann fer 1901 frá Skjöldólfsstöðum að Fremraseli [Kb. Hoft.], þar sem hann er á manntali þ. á. „ , húsbóndi, landbúnaður, trésmíði, 64,“ og er þess getið að hann hafi orðið ekkill 1892. Sigurbjörg Jónsdóttir, systir Þórnýjar húsfreyju, kemur 1885 frá Reykjahlíð að Narfastaðaseli „ , 52, hjón, vinnuhjú“ með Þorláki manni sínum og syni, sjá hér næst á undan. Líklegt er að Þorlákur og Sigurbjörg flytji úr Seli 1886, þegar Jón og Guðný koma þangað, en ekki er þess getið í [Kb. Ein.] né [Kb. Mýv.]. Sigurbjörg var fædd 6. ágúst 1833, voru foreldrar hennar Jón Gottskálksson og Óluf Hrólfsdóttir „vinnandi egtahjón á Fjöllum“ [Kb. Garðss.]; hún var því alsystir Þórnýjar húsfreyju. Sigurbjörg er á manntali í Ystahvammi 1835 „ , 2, Ó, tökubarn“ hjá móðursystur sinni og manni hennar. Hún er þar einnig við manntalið 1845 „ , 13, Ó, fósturdóttir hjónanna,“. Sigurbjörg kemur 1866 „ , 31, vinnukona, frá Svínadal að Gautlöndum“ [Kb. Mýv.]. Hún giftist Þorláki 11. okt. 1869, sjá hjér næst á undan. Þegar þau hjónin fara frá Kálfaströnd 1889, er Sigurbjörg í [Kb. Fjall.] sögð fara í Rangalón, en er þó með Þorláki og þrem börnum þeirra á manntali í Möðrudal 1890 „ , 56, G, kona hans, húskona,“. Eins og getið er hjá Þorláki, mun hún hafa dáið 1892, en ekki hef ég fundið þá færslu í kirkjubók. Steingrímur Þorláksson, systursonur Þórnýjar húsfreyju, sonur Þorláks og Sigurbjargar hér næst á undan, kemur með þeim frá Reykjahlíð að Narfastaðaseli 1885 „ , 8, son þeirra,“ [Kb. Ein.]. Steingrímur var fæddur 20. okt. 1877, voru foreldrar hans þá „hjón Undirvegg“ [Kb. Garðss.]. Hann er með foreldrum sínum og systur á manntali á Akri í Skinnastaðasókn 1880. Fer með þeim 1889 „ , 12, son þeirr, frá Kálfaströnd að Grímsstöðum á Fjöllum“ [Kb. Mýv.], [Kb. Fjall.] og er með þeim á manntali í Möðrudal (þá í Möðrudalssókn) 1890 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“. Engar spurnir hef ég af honum haft síðan. Guðný Þuríður Jóhannesdóttir, kona Jóns Sæmundssonar, sjá hér nokkru framar, kemur með honum frá Árbót að Narfastaðaseli 1886, ásamt Gunnari syni þeirra. Eru þau sögð „húsm.“ og „kona hs.“ Þau Jón og Guðný tóku við búsforráðum í Narfastaðaseli 1890, þar sem þau búa til 1910; er gerð nánari grein fyrir þeim hér nokkru neðar. Gunnar Jónsson, sonur Jóns og Guðnýjar, sjá hér ofar, kemur með foreldrum sínum frá Árbót að Narfastaðaseli 1886, „ , 2, son þra“ [Kb. Ein.]. Sjá um hann hér neðar. Óli Jónsson, f. 30. nóv. 1886 í Narfastaðaseli, sonur Jóns og Guðnýjar hér ofar (og neðar) [ÆÞ. I, bls. 420]. Sjá um hann hér neðar. Jakobína Jónsdóttir, f. 16. jan. 1889 í Narfastaðaseli, dóttir Jóns og Guðnýjar hér nokkru ofar (og neðar) [ÆÞ. I, bls. 420]. Sjá um hana hér neðar.


334

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð Sæmundar og Þórnýjar 1874-1890:

Aðalbjörg Sigríður Jósefsdóttir kemur 1876 „ , húsk. úr Mjóadal að Narfast.seli“ ásamt Helga syni sínum. Fer 1877 ásamt honum „ 28, húsk. Frá Narfastaðaseli til Eyjafjarðar“ [Kb. Ein.]. Aðalbjörg Sigríður var fædd í Fossseli 31. des. 1849, voru foreldrar hennar hjónin Jósep Jósafatsson og Signý Einarsdóttir [Kb. Helg.] og er hún með þeim þar á manntali 1850 ásamt fjórum systkinum. Hún er á manntali í Fosseli 1860 „ , 10, Ó, tökubarn,“ hjá Sören og Hólmfríði. Móðir hennar lést 1860 og flutti faðir hennar þ. á. að Lásgerði með tveim sonum sínum [Kb. Ein.]. Aðalbjörg Sigríður eignaðist soninn Helga hér næst á eftir með Pétri Péturssyni, sjá [ÆÞ. I, bls. 292]. Hún er á manntali 1880 í Helgárseli „ , 30, Ó, vinnukona,“ ásamt Helga, og á Laugalandi 1890 „ , 39, Ó, húskona,“ þar sem Helgi er vinnumaður þar við kvennaskólann. Hún er á manntali á Hrafnagili 1901 „ , leigjandi, daglaunak., 51,“. Sjá um Aðalbjörgu í kafla um Skógarsel og í [ÆÞ. I, bls. 292]. Helgi Guðjónsson, síðar Helgi Pétursson Steinberg, kemur 1876 með móður sinni í Narfastaðasel og fer með henni til Eyjafjarðar árið eftir. Helgi var fæddur 21. jan. 1876 í Mjóadal, sonur Aðalbjargar Sigríðar hér næst á undan og Péturs Péturssonar, þá b. í Mjóadal, sjá um fæðingardag og faðerni Helga í [ÆÞ. I. bls. 292]. Helgi er með móður sinni á manntali í Helgárseli 1880, en 1890 er hann á Laugalandi, kvennaskóli, „ , 14, Ó, vinnumaður,“. Hann er á manntali á Hrafnagili 1901 „ , hjú, 25,“ er móðir hans þar þá einnig. Helgi kvæntist Kristínu Kristjánsdóttur og fóru þau til Vesturheims frá Hrafnagili 1910. Helgi dó í Vesturheimi 3. okt. 1961, sjá í [ÆÞ. I, bls. 292-293] um hann og afkomendur. Hans er ekki getið í [Vfskrá]. Guðrún Sigurveig Jóhannsdóttir flytur 1877 frá Narfastaðaseli að Presthvammi „ , 5, ómagi,“ [Kb. Ein.]. Guðrún Sigurveig var fædd 1. júlí 1872 „Foreldrar eru Sigurb. Friðr. Friðfinnsdóttir á Stórulaugum lýsir föður að því vinnum. Jóhann Jóhannsson á Kálfaströnd, sem gékkst við því.“ [Kb. Ein.]. Dó 13. mars 1880 „ , hreppsbarn frá Presthvammi, 8 ára, Innanmeinsemd“ [Kb. Grenj.]. Sigvaldi Jónsson kemur 1877 „ , 40, húsm,“ úr Bárðardal að Narfastaðaseli ásamt Valgerði konu sinni [Kb. Ein.] ([Kb. Lund.] segir „ , 43, húsm., frá Íshóli“). Þau flytja til Vesturheims árið eftir [Kb. Ein], [Vfskrá]. Sigvaldi var fæddur 1. mars 1838, voru foreldrar hans Jón Gíslason og s. k. h. Guðríður Jónsdóttir „Ektahjón á Þverá“ [Kb. Þöngl.]. Sigvaldi er með foreldrum og hálfsystkinum á manntali á Þverá 1840 og 1845, en 1850 er hann „ , 13, Ó, léttadrengur,“ á Gili í sömu sókn, þar sem móðir hans er þá ekkja í húsmennsku. Sigvaldi fer 1853 frá Hóli að Kolgerði [Kb. Þöngl.] og þaðan 1855 að Eyvindará [Kb. Flateyjars.] þar sem hann er vinnumaður á manntalinu 1855. Hann fer þaðan 1856 að Veigastöðum [Kb. Flateyjars.] og þaðan 1858 að Bakka í Fnjóskadal [Kb. Glæs.(Svalbs.)], þar sem hann er á manntali 1860 „ , 23, Ó, vinnumaður,“. Sigvaldi kemur 1865 „ , 28, Vinnumaður, Fornhaga að Mýri“ [Kb. Lund.]. Kvæntist 13. maí 1868 „vinnum: á Bjarnast., 30 ára“ Valgerði hér næst á eftir, sem þá er „vinnuk: á Halldórsst: 36 ára gömul“ [Kb. Lund.]. Fer 1868 frá Bjarnastöðum að Syðri Varðgjá og kemur aftur þaðan 1869 að Íshóli [Kb. Lund.].

Helgi Pétursson Steinberg


335

Valgerður Einarsdóttir, kona Sigvalda hér næst á undan, kemur 1877 „ , 45, kona hs,“ með honum úr Bárðardal að Narfastaðaseli [Kb. Ein.] ([Kb. Lund.] segir „ , 39, kona hs. frá Íshóli“) og fer með honum til Vesturheims 1878. Ekki virðist Valgerður þessi fyrirferðarmikil, hana er ekki að finna í nafnaskrá manntalsins 1845. Hún er á manntali á Gullbringum í Mosfellssókn 1860 „ , 28, Ó, vinnukona,“ (sögð fædd í Reykjavíkursókn, en þar finnst engin Valgerður Einarsdóttir fædd 1828-1836. Ekki finnst hún heldur á manntali í Mosfellsprestakalli 1855, né innkomin þangað 1855-1859. Alnafna hennar, fjórum árum eldri, er gift með barnahóp í Ásbjarnarkoti í Bessastaðahreppi 1860, sú er á manntali í Þerney 1835 og 1840 á Bessastöðum með foreldrum). Valgerður kemur 1862 „ 31, vinnukona, frá Laxnestúngu í Mosfellssveit að Halldórsstöðum“ [Kb. Lund.]. Giftist Sigvalda hér næst á undan 13. maí 1868, sjá hjá honum. Kristjana Ólína Guðmundsdóttir eignast dótturina Kristínu, sjá hér næst á eftir, í Narfastaðaseli 1889, en ekki eru þær mæðgur þar á fólkstali í desember þ. á. Ólína var fædd 17. ágúst 1856, dóttir Guðmundar Einarssonar og Helgu Jónsdóttur, sem þá eru „vinnuhjú í Ærlækjarseli“. Fer 1860 með foreldrum „ , frá Hróastöðum að Snartast. í Núpasveit.“ [Kb. Skinn.] og eru þau þar á manntali 1860. Kona Kristjáns Hjálmarssonar, sjá um hann hér nokkru ofar í tíð Jóns Björnssonar og um þau hjón bæði í kafla um Skógarsel og harmasögu þeirra í [ÆÞ. IV, bls. 119-120]. Dó á Siglufirði 22. ágúst 1935. Kristín Kristjánsdóttir, f. 3. mars 1889 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.] og eru foreldrar hennar sögð „Kristján Hjálmarsson (áður á Hömrum) í Reykjavík“ og „ Kr. Ólína Guðmundsd. Narfastaðaseli“ hér næst á undan. Sjá nánar um þau Kristján og Ólínu í [ÆÞ. IV, bls. 119-120] og í kafla um Skógarsel. Kristín deyr 28. des. 1890 „barn frá Halldórsst., 2, Kvefveiki (Influenza)“ [Kb. Ein.].

1890 - 1910: Jóhannesdóttir

Jón Sæmundsson og Guðný Þuríður

Skv. [ÆÞ. I, bls. 420] búa þau hjón í Narfastaðaseli svo sem hér er greint, og eru þar á fólkstali, síðast 31. des. 1909 [Sál. Helg.]. Annað fólk kemur þangað 1910 skv. kirkjubók. Jón er gjaldandi þinggjalda í Narfastaðaseli skv. [MaÞ.] árin 1891-1899, en þá endar sú skrá. Í [MaÞ.] er jafnframt getið Jakobs Hallgrímssonar 1892 á nafnlausri aukaskrá; 1893-1894 Jóns Sigurðssonar á skrá yfir búlausa; Jóhönnu Jónsdóttur á skrá yfir búlausa 1894; Eggerts Jochumssonar á skrá yfir húsmenn og hjú 1895, og Haraldar Illugasonar á skrá yfir húsmenn og hjú 1896 og 1897. Jón var fæddur 14. maí 1860 í Skógarseli, sonur Sæmundar Jónssonar og Þórnýjar Jónsdóttur, sem þá eru „hjón í vinnumennsku í Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann er þar á manntali s. á. Ekki annað vitað en hann fylgi foreldrum sínum að Stórulaugum og aftur að Skógarseli. Fermdur frá Skógarseli 24. maí 1874. Fer 1877 „ , 17, vmðr, Frá Helgastöðum að Grenjaðarstað“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1880 „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Guðný Þuríður var fædd 22. nóv. 1848, voru foreldrar hennar Jóhannes Halldórsson og Jakobína Kristín Jóhannesdóttir Bjering „búandi hjón á Þverá“ (í Reykjahverfi) [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Þverá 1850, 1855 og 1860, en fer 1864 „ , 15, vinnustúlka, frá Þverá að Jarlstöðum“


336

[Kb. Grenj.]. Kemur 1871 „ , vkona, frá Húsavík að Grenjaðarstað“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1880 „ , 31, Ó, vinnukona,“. Jón og Guðný Þuríður voru gefin saman 29. júní 1883, þá bæði vinnuhjú á Grenjaðarstað [Kb. Grenj.]. Þau flytja 1885 ásamt Gunnari syni sínum frá Holtakoti að Árbót [Kb. Grenj.] og þaðan 1886 að Narfastaðaseli [Kb. Ein.], þar sem þau eru í húsmennsku til 1890, er þeirra getið í fólkstali þar í árslok 1889 [Sál. Helg.]. Við manntalið 1910 eru þau hjón á Breiðumýri ásamt Jakobínu, þar sem Jón er „HJ“ (= hjú), en við manntalið 1920 er hann vinnumaður á Einarsstöðum. Guðný Þuríður er þá á manntali á Gautlöndum „ , húskona, framfærð af börnum,“. Guðný Þuríður kemur ásamt Jakobínu að Einarsstöðum 1922 [Kb. Grenj.]. Hún dó 24. des. 1923. Jón dó á Narfastöðum 20. okt. 1929. Sjá [ÆÞ. I, bls. 420].

Börn Jóns og Guðnýjar í Narfastaðaseli 1890-1910:

Gunnar Jónsson kemur með foreldrum sínum frá Árbót að Narfastaðaseli 1886 „ , 2, son þra,“ [Kb. Ein.]. Gunnar var fæddur 2. jan. 1884, eru foreldrar hans þá „hjón á Grenjaðarstað“ [Kb. Grenj.]. Gunnar er á manntali í Seli 1890 og 1901 og þar á fólkstali, síðast 31. des. 1907 [Sál. Helg.] (en ekki 1904, þá er hann í Skógarseli, sjá þar.). Gunnar, þá vinnumaður á Laxamýri, „drukknaði í Laxárfossum, 30 ára,“ 17. júní 1914 [Kb. Hús.].

Gunnar Jónsson

Óli Jónsson, f. 30. nóv. 1886 í Narfastaðaseli [ÆÞ. I, bls. 420]. Óli er á manntali í Seli 1890 og 1901, þar síðast á fólkstali 31. des. 1908, en ári síðar vinnumaður á Öndólfsstöðum [Sál. Helg.]. Óli er á manntali á Helgastöðum 1910 „HJ“ (= hjú), en flytur þaðan 1913 „vm, 26,“ að Arnarvatni [Kb. Grenj.], [Kb. Mýv.], þar sem hann er á manntali 1920 „ , vinnumaður, Ó,“. Dó 1. sept. 1961, sjá [ÆÞ. I, bls. 420]. Jakobína Jónsdóttir, f. 16. jan. 1889 í Narfastaðaseli [ÆÞ. I, bls. 420]. Er á manntali í Seli 1890 og 1901 og fer þaðan 1910. Jakobína er með foreldrum sínum á manntali á Breiðumýri 1910 „HJ“ ( = hjú) og 1920 á Gautlöndum „ , vinnukona, Ó,“ þar sem móðir hennar er þá einnig. Þær mæðgur fara þaðan að Einarsstöðum 1922. Jakobína er á manntali á Narfastöðum 1930 „ , húskona, ýmis vinna,“ og eru þar með henni tvö fósturbörn, Ástríður Anna, og Jóna, dætur Sæmundar bróður hennar, sjá hér næst á eftir. Jakobína giftist Kristjáni Jakobssyni bónda á Narfastöðum. Sjá [ÆÞ. I, bls. 420]. Sæmundur Jónsson, f. 4. ágúst 1893 í Narfastaðaseli [ÆÞ. I, bls. 420]. Er á manntali í Seli 1901 og flytur þaðan 1910. Sæmundur var í vinnumennsku eftir að hann fór úr Narfastaðaseli, er 1910 á manntali í Glaumbæ „HJ“ (= hjú) og á Breiðumýri 1920 „ , lausamaður, Ó,“ er konuefni hans þar þá einnig „fjarverandi á Víkingavatni“. Hann kvæntist 11. júní 1921 Guðbjörgu Baldvinu Eggertsdóttur [ÆÞ. I, bls. 420] og flytja þau 1922 frá Víkingavatni að Einarsstöðum ásamt elstu dóttur sinni [Kb. Grenj.]. Þau eignast þrjár dætur á Einarsstöðum 1922-1927 [ÆÞ. I, bls. 421]. Sæmundur missti fótinn fyrir ofan hné og var örkumlamaður síðan. Við manntalið 1930 er hann „ , lausamaður,“ á Helgastöðum, staddur í Glaumbæ, þar sem kona hans er þá á manntali með

Jakobína Jónsdóttir


337

Þóru dóttur þeirra. Sæmundur lést 11. nóv. 1966, sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 420-422].

Annað skyldulið Jóns og Guðnýjar í Narfastaðaseli 1890-1910:

Þórný Jónsdóttir, móðir Jóns bónda, kemur aftur í Narfastaðasel 1894 „ , 60, vk.“ og er þar á fólkstali 31. des. 1894 og áfram til 31. des. 1897 [Sál. Helg.]. Fer þaðan 1898 „ , m. bónda, 66,“ að Víkingavatni [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Fjöllum 1901 „ , niðursetningur, lifir af tillagi barna sinna, 66,“ og deyr þar 22. maí 1902, sjá [ÆÞ. I, bls 415]. Sjá um Þórnýju hér ofar þegar hún er húsfreyja í Narfastaðaseli.

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð Jóns og Guðnýjar:

Guðrún Jónsdóttir kemur 1890 frá Fótaskinni að Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Er þar á manntali s. á. „ , 80, E, sveitarómagi,“. Deyr í Narfastaðaseli 13. apríl 1892 „ , hreppsómgi frá Narfastaðas., 81“ [Kb. Ein.]. Guðrún var fædd um 1814 á Hafralæk og er þar með foreldrum, Jóni Ólafssyni og Þorbjörgu Þorkelsdóttur, og þrem systkinum á manntali 1816 „ , þeirra barn, 2,“. Við manntalið 1835 er hún vinnukona á Tjörn á 2. búi, en foreldrar hennar búa þá á 1. búi. Hún er hjá foreldrum á Jarlstöðum 1840 „ , 27, þeirra dóttir“. Guðrún giftist 6. júní 1841 Jónasi Jónssyni, sem þá er „húsmaður á Jarlstöðum bólusetjari Ekkjumaður“ [Kb. Ness.]. Þau flytja árið eftir frá Jarlstöðum að Ystahvammi [Kb. Ness.] og deyr Jónas 10. júní 1845 „{ … } bólusetjari og lækningar einkum Blóðtökur ÿðkandi Bóndi frá Ytstahvammsgerði, 68½ árs gamall, Dauðamein: Umgángandi Landfarsótt.“ [Kb. Grenj.]. Flutti Guðrún þá aftur að Jarlstöðum [Kb. Grenj.], þar sem hún er á manntali ásamt föður sínum hjá systur sinni 1845. Fer 1847 þaðan að Múla [Kb. Ness.], [Kb. Múl.]. Guðrún er á manntali á Syðrafjalli 1850, í Miðhvammi 1855 og1860 í Brekku „ , 47, E, vinnukona,“. Við manntalið 1880 er hún enn á Syðrafjalli „ , 68, E, húskona,“. Fer 1888 „ , niðursetn, 82, frá Haga að Ljótsstöðum“ [Kb. Múl.]. Jón Sigurðsson er „húsmaður í Narfastaðaseli, 44 ára“ [Kb. Ein.], þegar hann kvænist Sigurbjörgu Jónatansdóttur 26. júní 1892. Þau hjón eru á fólkstali í Seli í árslok 1892 og 1893 ásamt dóttur sinni, en ekki 1894. Jóns er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1893 og 1894 á skrá yfir búlausa, síðara árið ásamt Jóhönnu Jónsdóttur, sjá hér neðar. Jón var fæddur 18. ágúst 1848, voru foreldrar hans Sigurður Magnússon og Kristbjörg Kristjánsdóttir (Jónssonar frá Mýri) „búandi hjón á Litlureykjum.“ [Kb. Grenj.]. Jón er hjá foreldrum á Litlureykjum við manntölin 1850, 1855 og 1860. Fer 1871 „ , vinnumaður, frá Reykjum litlu - Skógum“ [Kb. Grenj.] og er á manntali í Árbót 1880 og fer 1889 frá Tjörn að Öndólfsstöðum [Kb. Ein.] þar sem hann er á manntali 1890 „ , 43, Ó, vinnumaður,“. Jón og Sigurbjörg fara með dóttur sína 1895 frá Hallbjarnarstöðum að Sigluvík á Svalbarðsströnd [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali í Skógum í Nessókn 1901, þar sem Sigurbjörg er „hjú, 51,“ en Jón „leigjandi, landbúnaður, 54,“. Jón deyr 22. jan. 1907 „ , hreppsóm. frá Reykjum, 59, Gigt?“ [Kb. Grenj.].


338

Sigurbjörg Jónatansdóttir giftist Jóni hér næst á undan 26. júní 1892 „ , s. st. 38 ára“ [Kb. Ein.]. Sigurbjörg var fædd 20. ágúst 1853 í Hörgsdal [Kb. Skút.], eitt af fjölmörgum börnum Jónatans Jónssonar og Kristínar Tómasdóttur, sjá um hana á tveim stöðum í kafla um Hörgsdal. Hún er með foreldrum á manntali á Fljótsbakka 1855 og 1860 í Hörgsdal og er þar við fermingu 1870. Sigurbjörg er á Kálfborgará við manntalið 1880 „ , 27, Ó, vinnukona,“ og fer 1886 „ , 33, vinnukona, frá Kálfborgará að Hjalla“ [Kb. Lund.] en er 1890 á viðaukaskrá A á manntali á Litlutjörnum. Kemur 1891 „ , 38, vinnukona, frá Mývatnssveit að Daðastöðum“ [Kb. Ein.]. Sigurbjörg er með manni sínum á manntali í Skógum í Reykjahverfi 1901, er Kristjana dóttir þeirra talin hjá Sigurbjörgu. Sigurbjörg dó 29. apríl 1910 „ekkja frá Yztahvammi, 59, Gröptur í kjálkunum“ [Kb. Grenj.]. Aldur stendur ekki nákvæmlega heima.

Sigurbjörg Jónatansdóttir

Jakob Pétur Hallgrímsson. Við fæðingu Arnþórs 24. febr. 1892, sjá hér neðar, eru foreldrar hans sögð „Jakob Hallgrímsson og Jóhanna Jónsdóttir hjón í Narfaztaðaseli“, og má því ætla, að Jakob hafi eitthvað verið í Seli, þó ekki sé hann þar á fólkstali 1892 eða 1893. Hans er þó getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1892 á nafnlausri aukaskrá. Sjá um hann í kafla um um Skógarsel. Jóhanna Jónsdóttir er á fólkstali í Narfastaðaseli árslok 1893 „ , húsk., 23,“ ásamt Arnþóri syni sínum [Sál. Helg.]. Hennar er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1894 á skrá yfir búlausa, ásamt Jóni Sigurðssyni hér rétt ofar. Jóhanna var fædd 8. júlí 1871, óskilgetin, voru foreldrar hennar „Jón Kristjánsson vm á Byrningsst. í Laxárdal í Þing:syslu Helga Jónsdóttir vinnuk á Auðnum“ í Urðasókn [Kb. Tjarnarprk.]. Jóhanna giftist 19. okt. 1889, þá „vinnukona í Reykjahlíð, 19.“, Jakobi P. Hallgrímssyni hér næst á undan, sem þá er „vinnum í Reykjahlíð 26.“ Hún kemur með manni sínum að Daðastöðum 1890 og er þar á manntali þ. á. „ , 19, G, kona hans, vinnuk.“. Þau eru á fólkstali í Skógarseli 1891, en á Vaði við árslok 1892 ásamt tveim sonum [Sál. Helg.]. Jóhanna fer 1895 ásamt Arnþóri syni þeirra hjóna „ , 24, húsk, Frá Hallbjarnarstöðum að Miðhvammi“ [Kb. Ein.]. Síðar (3. des. 1899 [Kb. Grenj.]) eignaðist hún soninn Helga Benediktsson, sem var þekktur athafnamaður í Vestmannaeyjum. Arnþór Jakobsson, sonur Jóhönnu og Jakobs P. hér næst á undan, var fæddur 24. febr. 1892, voru foreldrar hans þá „hjón í Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.] og er á fólkstali með foreldrum sínum á Vaði við árslok 1892, en með móður sinni í Narfastaðaseli í árslok 1893 „ , h-ar barn, 1, “ [Sál. Helg.]. Fer með móður sinni 1895 frá Hallbjarnarstöðum að Miðhvammi, sjá hjá henni. Við manntalið 1901 er hann „ , tökudrengur, 9,“ á Hömrum. Hann er „ , lausamaður, verkamaður, Ó, “ í Gafli á manntalinu 1920. Kristjana Jónsdóttir, f. 2. maí 1893 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.], dóttir Jóns og Sigurbjargar hér nokkru ofar, og er á fólkstali með foreldrum sínum þar í árslok 1893. Fer með þeim 1895 frá Hallbjarnarstöðum að Sigluvík. Er „ , kaupakona, Ó,“ í Garðshorni við manntalið 1920. Eggert Jochumsson er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1894 „ , húsm., 61“ með konu sína og þrjár dætur [Sál. Helg.]. Hans er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1895, á skrá yfir húsmenn og hjú. Hann er „ , húsm, 62“ á Hólkoti 31. des. 1895, þar með konu sinni og tveim börnum. Eggert var fæddur 15. júlí 1833 í Skógum í Þorskafirði, sonur hjónanna Jochums Magnússonar og Þóru Einarsdóttur. Eggert var faðir sr. Matthíasar pr. á Helgastöðum. Eggert kemur 1892 „ , 59, kennari, frá Ísafirði að Helgastöðum“ ásamt seinni konu sinni Guðrúnu og dóttur þeirra Guðbjörgu Baldvinu [Kb. Ein.], sjá hér á eftir. Hann fer 1899 „ , húsm, 65“ frá Höskuldsstöðum á Ísafjörð, ásamt konu sinni og þrem

Kristjana Jónsdóttir


339

börnum [Kb. Ein.]. Sjá nánar um æviferil Eggerts í [Ktal I, bls. 103] og í [Guðf. bls. 236-237]. Hann andaðist 27. júní 1911. Guðrún Kristjánsdóttir, s. k. Eggerts hér næst á undan, er á fólkstali með honum í Narfastaðaseli 31. des. 1894, „ , kona hs, 29,“ [Sál. Helg.], sjá um veru hennar í Reykjadal hjá honum. Guðrún var fædd 15. okt. 1865, voru foreldrar hennar Kristján Jónsson b. á Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal og k. h. Sólveig Jónsdóttir. Guðrún giftist Eggert 9. okt. 1891. Sjá [Ktal I, bls. 103]. Hún andaðiðst 3. sept. 1919. Guðbjörg Baldvina Eggertsdóttir, dóttir Eggerts og Guðrúnar hér næst á undan, er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1894 „ , börn þra, 3“ [Sál. Helg.]. Árið eftir er hún með foreldrum og Ástríði Guðrúnu systur sinni á Hólkoti. Guðbjörg var fædd 1. júlí 1891 á Ísafirði [ÆÞ. I, bls. 420-421], [Ktal I, bls. 103]. Hún kemur 1892 með foreldrum sínum frá Ísafirði að Helgastöðum „ , 1, dóttir þra“ og fer með þeim frá Höskuldsstöðum á Ísafjörð 1899 „, börn þra, 7,“ [Kb. Ein.]. Guðbjörg giftist Sæmundi Jónssyni, sjá hjá honum hér ofar. Dó 14. apríl 1951. Kristjana Anna Eggertsdóttir, dóttir Eggerts og Guðrúnar hér ofar, f. 24. nóv. 1894 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Árið eftir er hún „ , tökub, 1“ á Breiðumýri [Sál. Helg.]. Hún er á manntali á Breiðumýri 1901 „ , fósturbarn, 6,“ þeirra Benedikts Jósefssonar og Kristjönu Benediktsdóttur, er hún svo einnig við manntalið 1910. Kristjana Anna giftist 2. ágúst 1913 Sigurmundi Sigurðssyni lækni og eru þau á manntali á Breiðumýri 1920. Sjá um þau og börn þeirra í [Lækn. I, bls. 697-698] (þar nefnd Anna Kristjana, einnig í manntölunum). Dó 20. ágúst 1932.

Kristjana Anna Eggertsdóttir

Ástríður Guðrún Eggertsdóttir, tvíburasystir Kristjönu Önnu hér næst á undan, f. 24. nóv. 1894 í Narfastaðaseli. Foreldrar þeirra voru þá „hjón í húsmennsku í Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.]. Ástríður er með foreldrum sínum og Guðbjörgu á fólkstali á Hólkoti við árslok 1895. Ástríður fer 1896 „ , 2, fósturbarn, frá Hólkoti á Húsavík“ [Kb. Ein.], hún mun að mestu hafa verið alin upp á Húsavík hjá sr. Jóni Arasyni frænda sínum, hún er þar hjá presthjónunum við manntalið 1901 „ , ættingi, 6,“ og 1910 „FOBA“ (= fósturbarn). Hún fer þaðan til Vesturheims 1914 „ , heimasæta, 19“ [Kb. Hús.], [Vfskrá], giftist síðar Þórarni Grímssyni, bróður sr. Sveins Víkings, bjuggu þau eitthvað í Vesturheimi, en komu aftur til Íslands. Haraldur Ingi Illugason, kemur að Narfastaðaseli 1895 „ , 31, húsmaður “ frá Úlfsbæ. Hann fer frá Narfastaðaseli að Heiðarseli 1897 ásamt konu og dóttur [Kb. Ein.]. Haraldar er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] árin 1896 og 1897, á skrá yfir húsmenn og hjú. Haraldur var fæddur 28. apríl 1864 á Íshóli, kemur með foreldrum sínum frá Fljótsbakka að Heiðarseli 1865 [Kb. Lund.]. Hann er þar á manntali 1880, 1890, 1901, 1910, 1920 og 1930. Fer 1893 „ , vm., 29,“ frá Heiðarseli að Þverá í Staðarbyggð. Bóndi í Heiðarseli 1897-1936, sjá um hann í kafla um Heiðarsel. Dó 16. maí 1938 á Fljótsbakka. Sjá um Harald og börn hans í [ÆÞ. IV, bls. 182-186]. Rósa Gunnlaugsdóttir, kona Haraldar hér næst á undan, kemur með honum að Narfastaðaseli 1895 „ , 25, kona hans, “ frá Úlfsbæ [Kb. Ein.], [ÆÞ. I, bls. 182] og fer með honum að Heiðarseli 1897. Rósa var fædd 9. júní 1870 á Krónustöðum í Eyjafirði, og voru foreldrar hennar Gunnlaugur Sigfús Þorleifsson og Margrét Guðmundsdóttir „ , búandi hjón á Krónustöðum“ [Kb. Saurbs.]. Hún fer þaðan með foreldrum og systkinum 1871 að Lögmannshlíð

Ástríður Guðrún Eggertsdóttir


340

[Kb. Saurb.], [Kb. Glæs.]. Foreldrar hennar fara 1880 frá Sólborgarhóli, Margrét að Miklagarði, þar sem hún er á manntali 1880 „ , 41, S, vinnukona,“ en Gunnlaugur að Garðsá með einn son þeirra. En nokkur börn þeirra eru áfram í Lögmannshlíðarsókn, sum niðursetningar, þ. á m. Rósa, sem er á manntali í Syðrakrossanesi 1880 „ , 10, Ó, niðursetningur“. Rósa fer 1888 „ , vinnuk.,“ frá Völlum í Saurbæjarsókn að Hálsi í Fnjóskadal, en er á manntali á Sigríðarstöðum 1890 „ , 20, Ó, vinnukona,“. Þaðan fer hún 1893 að Ljósavatni [Kb. Hálss.], en svo aftur að Sigríðarstöðum 1895 [Kb. Þór.]. Haraldur og Rósa, þá bæði í Narfastaðaseli, voru gefin saman í Einarsstaðakirkju 25. okt. 1895 [Kb. Ein.]. Rósa dó 17. ágúst 1943 á Fljótsbakka [ÆÞ. IV, bls. 182]. Auður Haraldsdóttir, dóttir Haraldar og Rósu hér næst á undan, f. 29. ([ÆÞ. IV, bls 182] segir 21.) júlí 1896 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.], fer með foreldrum að Heiðarseli 1897 „ ,1, d. þra,“. Auður er í Heiðarseli á aðalmanntali 1901, 1910 og 1920 og á manntölum sóknarprests við árslok til 1927, en þá enda þau. Hún er farin úr Heiðarseli við aðalmanntalið 1930. Auður fluttist til Akureyrar 1942, dó þar 13. jan. 1977 [ÆÞ. IV, bls. 182]. (Skv. skrá yfir innkomna í Einarsstaðasókn [Kb. Ein.] flytjur Sigfús Þórarinsson ásamt konu og þrem börnum frá Halldórsstöðum í Bárðardal að Narfastaðaseli 1897. En þau eru ekki þar á fólkstali í 31. des. 1897, heldur í Skógarseli, sjá þar. Kann þarna að vera einhver villa í bókunum, nema þau hafi flutt í Skógarsel frá Seli á miðju vistarári). Sigríður Jónsdóttir er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1898 „ , húsk., 58,“ [Sál. Helg.]. Hún er þar á manntali 1901 „ , húskona, landbúnaður, 61, Sk,“ en flytur að Engidal 1908, ásamt Margréti dóttur sinni [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 20. apríl 1840, voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hjón á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Sigríður eignaðist dótturina Margréti á Grímsstöðum á Fjöllum 1869, sjá hér næst á eftir, og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Sigríður giftist Sigurði Jónssyni 5. júlí 1878, þá í Víðum, [Kb. Ein.], en Sigurður var albróðir Guðna í Narfastaðaseli, sjá hér síðar. Þar fæðist þeim dóttirin Guðrún Valgerður, sjá hér neðar. Þau eru á manntali í Stórási 1880, en fara að Árbakka 1881, þar sem þau eignast soninn Jón 23. ágúst þ. á. Þau fara síðar að Vindbelg, þar sem Unnsteinn sonur þeirra, sjá hér neðar, var fæddur og eru þar á manntali 1890. Eru á fólkstali í Stafnsholti 31. des. 1894, 1895 og 1896 ásamt Unnsteini [Sál. Helg.]. Sigríður var á ýmsum stöðum, m. a. fer hún að Laugaseli 1911 „ , Ekkja, 71, Stórutungu - Laugasel“ [Kb.Lund.], [Kb. Grenj.] sjá í kafla um Laugasel. Hún dó 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.]. Margrét Sigvaldadóttir, dóttir Sigríðar hér næst á undan, er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1899 „ , lausak., 30,“. Hún er þar á manntali 1901 „(Margrét neitar að svara spurningum)“ og flytur 1908 að Engidal ásamt móður sinni. Margrét var fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“; voru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir har, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Margrét fylgir móður sinni, fer með henni að Stórási 1880 og að Árbakka 1881, sjá hjá henni, en var síðan víða í hús- eða vinnumennsku. Er á manntali á Brettingsstöðum 1890. Kemur ásamt móður sinni 1911 að Laugaseli „ , d. h., 41, Stórutungu - Laugasel“ [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. Er á manntali í Stafnsholti 1920 „ , húskona, landbúnaður,“ og fer 1926 „húskona, 56, Frá Stafnsholti að Stórutungu“ [Kb. Grenj.].

Sigríður Jónsdóttir

Margrét Sigvaldadóttir


341

Guðrún Valgerður Sigurðardóttir, dóttir Sigríðar hér rétt ofar, er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1900 „ , v. k., 21,“ [Sál. Helg.], en er þar ekki árið eftir. Valgerður var fædd í Víðum 14. febr. 1879, dóttir Sigurðar Jónssonar og Sigríðar hér rétt ofar, sjá hjá henni, eru foreldrar hennar þá „ , hjón í Víðum“ [Kb. Ein.]. Hún fer með foreldrum að Stórási 1880 og að Árbakka 1881, en 1890 er hún á manntali í Víðum „ , 11, Ó, sveitarbarn,“. Valgerður var víða í vinnumennsku, hún er á fólkstali „vk. 15“ í Stafnsholti við árslok 1893 [Sál. Helg.], kemur 1895 „ , 17, vinnukona, frá Stöng að Víðum“ [Kb. Ein.] og fer 1907 „ , vk., 28,“ að Halldórsstöðum í Bárðardal frá Stafni [Kb. Lund.]. Hún er á manntali í Víðum 1930 „ , lausakona,“ þá stödd á Narfastöðum. Unnsteinn Sigurðsson, bróðir Guðrúnar Valgerðar hér næst á undan, kemur frá Engidal að Narfastaðaseli 1904 „ , stud. real, 19, “ [Kb. Ein.]. Hann sýnist vera í Seli til 1906, því hann er þar á fólkstali 31. des. 1905 „ , var á realskól., 20,“, „átti þar líka heima í fyrra frá Engid“ [Sál. Helg.]. Unnsteinn var fæddur 4. jan. 1885 í Vindbelg, sonur Sigurðar Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem þá eru þar „húsmenskuhjón“ [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali 1890 „ , 5, Ó, sonur þeirra, á sveit,“, en það er faðir hans þá einnig. Hann er með foreldrum sínum í Stafnsholti á fólkstali 31. des. 1894, 1895 og 1896 [Sál. Helg.] og fer þaðan 1897 „ , 12, s. hans, frá Stafnsholti að Engidal“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1901 „ , hjú þeirra, 16,“ og er á manntali sóknarprests þar við árslok 1901-1903 [Sál. Eyj.]. Unnsteinn kvæntist Rebekku Jónsdóttur, þá bæði á Jarlstöðum, 5. júní 1911 [Kb. Mýv.] og býr þar skv. manntali sóknarprests 31. des. 1912, og 1913 í Sandvík [Sál. Eyj.]. Við árslok 1914 er Rebekka hjá móður sinni og Sturlu bróður sínum á Jarlstöðum, mun Unnsteinn þá hafa verið látinn. Sjá um Rebekku í kafla um Bjarnastaði.

1910 - 1940: Jón Tryggvi, Guðrún Hólmfríður og Magnús Guðnabörn Jón Tryggvi kemur „ , bóndi, 45, frá Engidal að Narfastaðaseli“ árið 1910 og er þar á manntali þ. á. ásamt Guðrúnu Hólmfríði (sem kemur frá Litlulaugum) og Magnúsi (sem kemur frá Víðum). Þau eru einnig á manntali í Narfastaðaseli 1920 og 1930, og er Jón Tryggvi þá „húsbóndi, bóndi“, Guðrún Hólmfríður „bústýra“ eða „ráðskona“, en Magnús talinn vinnumaður eða hjú. Jón Tryggvi var heilsuveill síðustu árin, og er óglöggt, hvort eða hvenær Magnús tekur við búsforráðum. Árið 1940 fer Narfastaðasel í eyði og á manntali 2. des. þ. á. er Magnús að vísu talinn til heimilis í Seli, „fyrrv. bóndi“. „Húsráðandi hættur búskap og fluttur burtu, en hefur ekki eignast annað heimilisfang ennþá“, en dvalarstaður Brettingsstaðir. Um bæinn er sagt: „Í eyði síðan í haust (1940)“. En Guðrún Hólmfríður er þá til heimilis í Máskoti „ættingi húsm.“ Jón Tryggvi var fæddur í Grjótárgerði 23. jan. 1865, þar sem foreldrar hans, Guðni Jónsson og Þuríður Aradóttir, voru „húsmennskuhjón“ [Kb. Lund.]. Hann fer með foreldrum frá Grjótárgerði 1869 og frá Heiðarseli að Leikskálaá 1870. Kemur með þeim 1873 „ , 10, börn þra, úr Kinn að Fljótsbakka“ og þaðan er hann fermdur 25. maí 1879 [Kb. Ein.]. Hann er með þeim á manntali á Hjalla 1880, en fer þaðan 1882 „ , 17, vm.“ að Grjótárgerði [Kb. Ein.] til Kristjáns föðurbróður síns, en kemur þaðan aftur í Reykjadal að Daðastöðum 1884 [Kb. Ein.], [Kb. Lund.]. Fer 1889 frá Hallbjarnarstöðum að Baldursheimi

Unnsteinn Sigurðsson


342

[Kb. Ein.], þar sem hann er á manntali 1890 „ , 25, Ó, vinnumaður,“. Kemur 1895 „ , 30, vinnum., frá Engidal að Hólum í R. d.“. Jón Tryggvi var vinnumaður í Skógarseli 1899-1901, sjá þar, en fer þá að Engidal og er þar á manntali 1901 „ , hjú þeirra, 36,“. Er þar vinnumaður skv. manntali sóknarprest við árslok 1901-1903, en er vinnumaður á Halldórsstöðum í Bárðardal við húsvitjun 1904-1906 og á Sigurðarstöðum við árslok 1907 og 1908 skv. manntali sóknarprests. „Bóndi, 44“ í Engidal við árslok 1909 með Martein Halldórsson sem vinnupilt [Sál. Eyj.]. Jón Tryggvi dó í Narfastaðaseli 21. febr. 1940 [Dagb. Á. Jak.], en Þjóðskrá segir 22. febr. Guðrún Hólmfríður var fædd í Grjótárgerði 26. maí 1869 [Kb. Lund.]. (Þjóðskrá segir 12. maí). Fer með foreldrum sínum fæðingarárið að Heiðarseli og að Leikskálaá 1870. Hún kemur með foreldrum sínum og systkinum 1873 „úr Kinn að Fljótsbakka“ og er með þeim á manntali á Hjalla 1880 „ , 11, Ó, dóttir þeirra,“ og fer með þeim að Kasthvammi 1886, en 1890 er hún á manntali í Syðri-Neslöndum „ , 20, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1901 „ , til föður síns, 31, frá Fremstafelli að Hjalla“ [Kb. Ein.] og er þar hjá honum við manntalið 1901 „ , dóttir hans, bústýra, 31,“ þar sem hann er þá húsmaður. Guðrún Hólmfríður deyr í Máskoti 4. sept. 1956. Magnús var fæddur 29. okt. 1872 á Hóli í Kinn [Kb. Þór.] (manntöl eru margsaga um fæðingardag og fæðingarár og þjóðskrá segir 24. okt. 1873 (1872)!). Hann fer með foreldrum sínum og systkinum 1873 „ , 1, börn þra, úr Kinn að Fljótsbakka“ [Kb. Ein.] og er með þeim á manntali á Hjalla 1880. Fer með þeim þaðan að Kasthvammi 1886 [Kb. Ein.] og að Úlfsbæ 1888 [Kb. Grenj.], en 1890 er hann „ , 17, Ó, vinnumaður,“ í Hólum í Laxárdal ásamt Kristjáni bróður sínum. Hann er í Skógarseli við árslok 1898 [Sál. Helg.], en við manntalið 1901 er hann „ , vinnumaður, 28,“ á Auðnum. Magnús deyr á Húsavík 13. nóv. 1943, þá líklega til heimilis á Daðastöðum. Ekkert þessara þriggja systkina giftist né átti afkomendur. Sjá einnig um Jón Tryggva og Magnús í kafla um Skógarsel.

Skyldulið ábúenda í Narfastaðaseli 1910-1940:

Guðni Jónsson, faðir systkinanna í Narfastaðaseli, kemur með Guðrúnu Hólmfríði þangað frá Litlulaugum 1910 og er þar á manntali þ. á. Dó 13. ágúst 1919 „Ekkill Narfastaðaseli, 83“ [Kb. Grenj.]. Guðni var fæddur í Víðum 26. febr. 1836 [Kb. Ein.], sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, bróðir Kristjáns í Stórutungu og Sigurgeirs í Víðum, sjá [Laxd. bls. 90-92], og Sigurðar, föður Valgerðar Sigurðardóttur. Guðni, þá vinnumaður á Kálfaströnd, eignast 1859 dótturina Guðrúnu Sigurlaugu með Sigurbjörgu Stefánsdóttur. Hann flytur 1860 „ , 24, vinnumaður,“ frá Árbakka að Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.], þar sem hann er á manntali þ. á. Guðni kvæntist Þuríði Aradóttur 2. okt. 1863, þá bæði í vinnumennsku í Grjótárgerði. Þau fara 1869 í Heiðarsel og árið eftir að Leikskálaá. Þau eru víða við búskap og í húsmennsku, koma 1873 með fjórum börnum „úr Kinn að Fljótsbakka“ [Kb. Ein.] (þaðan er Jón Tryggvi fermdur 1879 [Kb. Ein.]). Eru á manntali á


343

Hjalla 1880 með fimm börnum þeirra hjóna, þeim Selssystkinum, Kristjáni og Hólmgeiri. Fara þaðan 1886 að Kasthvammi ásamt Guðrúnu Hólmfríði, Magnúsi og Guðfinnu Sólveigu [Kb. Ein.] og þaðan 1888 að Úlfsbæ ásamt Magnúsi og Guðfinnu Sólveigu [Kb. Grenj.]. Eru á manntali á Rauðá 1890 með Guðfinnu Sólveigu. Guðni er á manntali á Hjalla 1901 „ , húsmaður, 65,“ ásamt Guðrúnu Hólmfríði. Sjá einnig um Guðna í köflum um Árbakka, Grjótárgerði, Heiðarsel og Skógarsel. Guðfinna Sólveig Guðnadóttir, dóttir Guðna hér næst á undan, kemur 1910 frá Húsavík að Narfastaðaseli „ , vinnuk., 30“ [Kb. Ein.]. Hún fer 1919 „ , sjúkl., 38, frá Narfastaðaseli að Akureyri,“ [Kb. Grenj.], þar sem hún deyr 17. okt. 1920 „ , lausakona á Akureyri, 39,“ [Kb. Ak.]. Guðfinna Sólveig var fædd 3. nóv. 1880 á Hjalla, dóttir Guðna og Þuríðar Aradóttur k. h. [Kb. Ein.]. Hún fer með foreldrum að Kasthvammi 1886 [Kb. Ein.] og að Úlfsbæ 1888 [Kb. Grenj.] og er með foreldrum á manntali á Rauðá 1890 og kemur þaðan 1898 með foreldrum sínum að Skógarseli, þar sem hún er á fólkstali 1898 1900, en er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1901 „ , vk, 20, frá Skógarseli að Húsavík“. Hennar er einnig getið í kafla um Skógarsel. Jakobína Þórðardóttir, uppeldisdóttir Narfastaðaselssystkinanna, kemur 1914 „ , tökubarn, 7, frá Húsavík að Narfastaðaseli“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1920 og 1930 „ , fósturdóttir þeirra,“ hið síðara manntalsár sögð í Húsmæðraskólanum á Laugum, þar sem hún er þó ekki á skrá manntalsins. Jakobína flutti úr Seli upp úr miðjum fjórða áratugnum. Jakobína var fædd 4. maí 1907, dóttir Þórðar Egilssonar og Guðbjargar Sigurðardóttur (sjá um Guðbjörgu í köflum um Skógarsel og Víðasel), þá „hjón á Héðinshöfða“ [Kb. Hús.]. Jakobína dó í Reykjavík 16. júlí 1986 [Skrá Hagstofu Íslands yfir dána 1986].

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð Selssystkinanna 1910-1940:

Jakobína Þórðardóttir

((?) Kristín Þuríður Þorbergsdóttir er á manntali í Narfastaðaseli 1. des. 1910, en er þó ekki á fólkstali þar 31. s. m. Ekki verður fullyrt, að Þuríður hafi átt heima í Seli, því hún er einnig skráð á Litlulaugum hjá foreldrum sínum við sama manntal, og gæti því hafa verið gestkomandi í Narfastaðaseli, en um það segir spjaldaútskrift manntalsins í Þjóðskjalasafni ekkert. Þuríður var fædd 7. jan. 1895 á Litlulaugum. Hún var lengi húsfreyja í Klambraseli, kona Kristjáns Jóhannessonar b. þar. Dó 18. ágúst 1977, sjá [ÆSiÞ. bls. 111-124], þar einnig um afkomendur.) Mikið mun upp á vanta, að náðst hafi til allra íbúa í Narfastaðaseli. Þó má ætla, að árin sem fólkstöl eða sálnaregistur eru gjörð, þ. e. árin 1856, 1857, 1859 og 1889-1910, hafi náðst til velflestra.

Þannig lokið til bráðabirgða 7. febr. 1999. Endurunnið og breytt veturinn 2005-2006. R. Á. Leiðr. á 1. próförk lokið 9. febr. 2006. R. Á. Þessi prentun gerð 25. jan.. 2009. R. Á.

Kristín Þuríður Þorbergsdóttir


344

Lítill viðauki um Sigurbjörgu Davíðsdóttur s. k. Jóns Björnssonar í Narfastaðaseli Sigurbjörg kemur 1887 „ , 47, búst., Frá Miðhv. að Glb.seli“ [Kb. Ein.], [Kb. Grenj.] ásamt Kristjáni Rafnssyni syni sínum. Hún giftist Jóni 10. okt. þá um haustið [Kb. Ein.] og eru þau á manntali í Glaumbæjarseli 1890, ásamt Guðlaugi syni þeirra hjóna og Kristjáni. Þar er Sigurbjörg sögð fædd í Illugastaðasókn, en fæðingu hennar er þar ekki að finna, enda víxlað fæðingarsóknum þeirra hálfbræðranna í manntalinu. Sigurbjörg Una Davíðsdóttir var fædd 29. júlí 1848, voru foreldrar hennar „Davíð Grímsson vinnumaður á Hálsi í Fnjóskadal og Helga Jóhannesdóttir á Þröm. Þetta var beggja 1ta Friðlulífis brot“ [Kb. Kaup.]. Foreldrar Helgu bjuggu á Þröm 1845 ásamt þrem börnum sínum, en Helga var alin upp á Steinkirkju, líklega hjá Guðlaugi móðurbróður sínum, og er þar á manntali 1840 og 1845. Helga kemur 1848 „ , 19, vinnukona, frá Steinkirkju í Hnjóskadal að Þremi“ [Kb. Kaup.] til að eiga barnið, en fer 1849 „ , 19, vinnukona, frá Þröm að Melum“ ásamt Sigurbjörgu Unu „ , 1, hennar barn,“ [Kb. Kaup.]. Þær mæðgur eru á manntali á Melum í Fnjóskadal 1850, er Helga þar „ , 20, Ó, vinnukona,“. Við manntalið 1855 er Helga gift vinnukona í Austari Krókum, en Sigurbjörg Una fer 1854 „ , 6, barn, frá Melum að Þröm“ [Kb. Hálsþ.] og er 1855 á manntali á Þröm „ , 8, Ó, tökubarn,“ hjá afa sínum og ömmu, Jóhannesi Bjarnasyni og Halldóru Eiríksdóttur, og þremur móðursystkinum. Hún er þar einnig á manntali 1860 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ og er fermd þaðan 1863, er húsmóðir hennar þá „Halldóra Eiríksdóttir, ekkja búandi á Þröm.“ [Kb. Kaup.]. Sigurbjörg Una fer í vinnumennsku eins og vænta mátti; fer 1868 „ , 20, vinnukona, frá Syðrahóli að Jódísarstöð.“ [Kb. Kaup.], [Kb. Munk.], kemur þaðan aftur 1869 að Þröm [Kb. Munk.], [Kb. Kaup.], fer þaðan 1871 að Skarði í Laufáss. [Kb. Kaup.] (sem Sigurbj. Una), [Kb. Laufáss.], kemur 1873 frá Skarði að Þórustöðum (einungis Sigurbjörg) og 1874 frá Þórustöðum að Leifsstöðum [Kb. Svalb. (Glæs.)], [Kb. Kaup.], fer 1876 frá Leifsstöðum að Veturliðastöðum og þaðan 1878 að Syðrivarðgjá [Kb. Kaup.], en ekki finnst hennar þá getið í [Kb. Hálsþ.]. Fer 1880 „ , 32, vinnukona, frá Leifsstöðum að Bitru“ [Kb. Kaup.], en í [Kb. Glæs.] (aftast) er hún sögð koma þ. á. sem „Sigurbjörg Anna Davíðsdótt, Húskona, 31, Frá Svertingsstöðum í Staðarbygð að Bitru“. Hún er á manntali í Bitru 1880 (sem Sigurbjörg Anna) „ , 31, Ó, húsk., lifir af vinnu sinni,“. Sigurbjörg fer 1881 sem „Sigurbjörg Anna Davíðsdóttir, húskona, 33, Frá Bitru eitthvað norður.“ [Kb. Glæs.]. Kemur s. á. (sem Sigurbjörg Davíðsdóttir) „ , 33, vinnuk. að Hallgilsstöðum fr. Bitru í Kræklingahlíð“ [Kb. Hálsþ.]. Þangað kemur sama ár Rafn Ólafsson „ , 66, vinnum, að Hallgilsstöðum fr. Leifsstöðum í Sv.s.“, en hann var á manntali í Leifshúsum 1880 „ , 66, S, vinnumaður,“. Þessi „millilending“ í Hálsprestakalli hefur úrslitaþýðingu til að sanna að þetta er sama konan. Sigurbjörg og Rafn fara 1882 „ , frá Hallgilsstöðum að Hálsi í Kinn.“ [Kb. Hálsþ.]. Þau eignast soninn Kristján 6. júní 1882, þá „ógift hjú á Hóli“ [Kb. Þór.]. Engin skrá er um innkomna né burtvikna í Þóroddsstaðarprestakalli 1879-1887.


345

Sigurbjörg kemur 1884 „ , 37, vkona, frá Fagranesi að Grenjaðarstað“ [Kb. Grenj.], en Kristján kemur 1885 „ , 3, með móðr, frá Sýrnesi að Klömbrum“ [Kb. Grenj.]. Hvenær þau koma inn í Múlasókn, hef ég ekki fundið. Rafn, sem fæddur var 1815 á Landamóti, deyr 14. sept. 1886 „ , frá Úlfsbæ í Ljósavatnshreppi, 71 ár, blindur, dó á ferð á Ísólfstöðum“ [Kb. Hús.]. Tekið saman vorið 2006. R. Á.


Ábúendur í Narfastaðaseli

1836 - 1865: Jón Björnsson og Guðrún Kristjánsdóttir 1865 - 1870: Páll Pálsson og Elísabet Friðrika Jónsdóttir 1870 - 1874: Kristján Jónsson og Sesselja Sigurðardóttir 1874 - 1890: Sæmundur Jónsson og Þórný Jónsdóttir 1890 - 1910: Jón Sæmundsson og Guðný Þuríður Jóhannesdóttir 1910 - 1940: Jón Tryggvi, Guðrún Hólmfríður og Magnús Guðnabörn Skammstafanir og skýringar:

[AlmÓTh.]: Almanak Ólafs Thorgeirssonar, Winnipeg. [BT.]: Björn Teitsson: Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu, Rvík 1973. [Guðf.]: Björn Magnússon: Guðfræðingatal 1847-1957, Rvík 1957. [Gull]: Jón Haraldsson: Gull í gamalli slóð, Ak. 1963. [Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Ktal]: Ólafur Þ. Kristjánsson: Kennaratal á Íslandi I., Rvík 1958. [Landn.]: Thorleif Jackson: Framhald af Landnámssögu Nýja Íslands, Winnipeg 1923. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [Lækn.]: Læknar á Íslandi, 2. útg., Rvík 1970. [MaÞ.]: Manntalsbækur Þingeyjarsýslu (Þing. VIII. B. og Þing. VIII. C.) í Þjóðskjalasafni Íslands. [Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993. [Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [SÍV.]: Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga Íslendinga í Vesturheimi, II, Winnipeg 1943. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [Væv.]: Benjamín Kristjánsson: Vesturíslenskar æviskrár, Akureyri 1961 (I.) og 1964 (II.). [ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992. [ÆÞ.]: Indriði Indiðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


2.14 Skógarsel


348

1814 - 1826: Sveinsdóttir

Halldór Halldórsson og Kristín

Halldórs er getið meðal gjaldenda í Skógarseli í manntals- og þinggjaldabók [MaÞ.] Helgastaðahrepps 1815, má af því ráða að hann hafi byrjað þar einhvern búskap 1814 (manntalsþingréttur var haldinn á Helgastöðum 22. maí 1815). Skógarsels finn ég ekki getið í [Þing. XVI., A., nr. 1] árin á undan. Þau Halldór og Kristín eru á aðalmanntali í Skógarseli 1816, ásamt dóttur sinni og tveim börnum Reinalds, bróður Kristínar, og búa þar til 1826 er Kristín deyr. Á þinggjaldareikningi 1818 er Halldórs þó ekki getið, en öll hin árin til og með 1826.

Halldór og Kristín voru gefin saman 22. apríl 1797 [Kb. Helgastaðaprk.] og eru þau búsett á 2. býli á Ingjaldsstöðum við manntalið 1801. En á 1. býli búa þá foreldrar Kristínar, Sveinn Eyjólfsson og Guðlaug Jónsdóttir, ásamt Reinald syni þeirra og Steinvöru konu hans. Manntalið 1816 getur ekki um fæðingarstað þeirra hjóna, eins og þó var venja við það manntal. Er því erfitt um heimildir varðandi uppruna Halldórs. Við manntalið 1816 er Halldór er sagður 47, en Kristín 52ja ára. Halldór og Kristín virðast búa á Ingjaldsstöðum a. m. k. til 1803, þar fæðist þeim dóttir sem skírð er 4. ágúst þ. á. En 1804 eru þau komin í Lásgerði, og þar búa þau þegar Sveinn sonur þeirra er skírður 27. febr. 1805, d. 28. ágúst þ. á. [Kb. Helgastaðaprk.], og þar er Halldór í [MaÞ.] 1810. Í [MaÞ.] fyrir Helgastaðahrepp er föðurnafn Halldórs nokkið á reiki: 1803 og 1804: Jónsson; 1805-7 og 1809 Ingjaldsson, en 1808 og 1810 Halldórsson. Ég hallast þó að því að hér sé um sama manninn að ræða og styrkir kirkjubókin þá skoðun. En 1811 er kominn annar bóndi í Lásgerði. Óvíst er, hvar þau hjón eru 18111814. Þó finnst eftirfarandi: Í „Tabel øver Liosavands Repps oeconomiske Tilstand i Norder - Syssel for Aaret 1810“ er „Kristín Sveinsdóttir Rauðá“ á lista yfir „Huusfolk í Reppnum“. (Þetta gæti staðist, ef taflan er gerð í lok ársins, en manntal og þinggjald skráð fyr á árinu 1810). Og í „Tafla yfer lausamenn og lausakonur samt ... fólk í Norðursysslu árið þann 10. November 1813“ er í Ljósavatnshreppi Kristín Sveinsdóttir, 50 ára, með 10 „milkar ær“, „Þarf að framfæra dóttur syna vesæla - Rósu 15an ára“. „Lifir af skepnum, hefur grasnit, og stirk af manni sínum, þjónandi í vist.“ Þá er Rósa, 11, „fátækra barn“ á Jarlsstöðum í Bárðardal 1811, en óvíst er, að þar sé um dóttur þeirra hjóna að ræða. Virðist fjölskyldan því ekki búa saman þennan tíma. Rósa er fermd 23. maí 1813 skv. skrá um fermda í „báðum sóknunum“ [Kb. Þór.], gæti því hafa átt heima á Rauðá, en ekki í Einarsstaðasókn. Heimilisfangs er ekki getið.


349

Kristín Sveinsdóttir deyr 4. apríl 1826 „kona búandi í Skógarseli, Dó úr svefni“ [Kb. Ein.], og virðist búskapur Halldórs einnig enda þar með, því þá koma nýir ábúendur. Ekki er vitað, hvað þá verður um Halldór, e. t. v. fer hann í Kvígindisdal, því þaðan flytur hann 1834 að Haga til Rósu dóttur sinnar og er þar á manntali 2. febr. 1835 „ , 65, E, húsmóðurinnar faðir“. Þau flytja frá Reykjum að Breiðumýri 1838, þar sem Halldór deyr 1. ágúst það ár, „kall á Breiðumýri, 76, “ [Kb. Ein.].

Dóttir Halldórs og Kristínar í Skógarseli:

Rósa Halldórsdóttir er með foreldrum sínum á manntali í Skógarseli 1816 „ , dóttir hjónanna, 17,“ má ætla að hún hafi verið hjá þeim alla þeirra búskapartíð í Skógarseli til 1826. Rósa var fædd 24. jan. 1799 á Krossi [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Ingjaldsstöðum 1801. Hún virðist vera með móður sinni þegar foreldrar hennar búa ekki saman, og er fermd 1813, líklega frá Rauðá eins og áður segir. Rósa giftist 23. nóv. 1828, þá vinnukona á Einarsstöðum, Jóhanni Ásgrímssyni (sjá síðar) vinnumanni á Syðrafjalli og er meðal innkominna þangað árið eftir. [Kb. Múlas.]. Rósa og Jóhann eru á tölverðum flækingi, fara 1830 að Geitafelli, eru á manntali í Haga 1835, fara 1838 frá Reykjum að Breiðumýri (Jóhann þá sagður bóndi) og þaðan 1840 að Hólmavaði ásamt 5 börnum. Þau eru á manntali í Fótaskinni 1860 ásamt Páli syni sínum, „ , 31, Ó, þeirra son.“ Tveir synir Rósu og Jóhanns fóru til Vesturheims. Sigurbjörn Jóhannsson, f. 24. des. 1839 á Breiðumýri, skáld frá Fótaskinni, fer til Vesturheims frá Hólmavaði 1889 „bóndi, 49,“ ásamt Maríu Jónsdóttur (Halldórssonar í Vallakoti), 29, konu sinni og tveim börnum þeirra hjóna, annað þeirra Jakobína (síðar Johnson) skáldkona, „barn þeirra, 6“ [Vfskrá]. Sigurbjörn deyr í Argyle-byggð 9. febr. 1903 [Alm. ÓTh. 1904, bls. 119]. - Jóhann Jóhannsson, f. 21. jan. 1843 á Hólmavaði [Kb. Ness.], fer til Vesturheims 1878 „húsmaður, 35,“ frá Ingjaldsstöðum, ásamt Guðrúnu Ólafsdóttur konu sinni, 37, og Sigurveigu, 8, dóttur þeirra [Vfskrá]. Jóhann Jóhannson Reykdal deyr á heimili sonar síns 12. júní 1917, 74 ára [AlmÓTh. 1918, bls. 122]. Um Jón Ásgrím Reykdal, son Jóhanns Jóhannssonar, er fjallað í [AlmÓTh. 1919, bls. 37-38]. - Þá var Kristín dóttir þeirra lengi húsfreyja í Laugaseli, sjá þar. Rósa deyr í Stafni 31. mars 1863, „gipt kona frá Fótaskinni, 64 ára“, greftruð á Einarsstöðum [Kb. Ein.].

Skyldulið Halldórs og Kristínar í Skógarseli 1814-1826:

Guðrún Reinaldsdóttir, bróðurdóttir Kristínar húsfreyju, er á manntali í Skógarseli 1816 „vinnustúlka að hálfu, 16,“. Hún fer 1819 „ , 21, vinnukind að hálfu, til sama Bæar“ (þ. e. Rauðár) „frá qvigindisdal“ [Kb. Þór.]. Guðrún var fædd „Eptir því sem fyrrnefnd Guðrún segir sjálf, ( . . . ) 13 desember árið 1800,“ [Gjörða- og bréfabók hreppsnefndar Fellahrepps 1874-1901] á Ingjaldsstöðum, skírð 19. des. 1800 [Kb. Helgast.prk.], dóttir hjónanna Reinalds Sveinssonar og Steinvarar Guðlaugsdóttur, sem gefin voru saman 21. febr. 1800. Guðrún er á manntali með foreldrum sínum og Guðlaugu systur sinni á Ingjaldsstöðum 1801. Kemur frá Rauðá að Jarlstöðum 1821 [Kb. Lund.]. Fer 1831 „ , 31, vinnukona, frá Lóni í Möðruvallasókn að Grenjaðarst.“ [Kb. Grenj.], þar sem hún giftist Halldóri Jónssyni 2. sept. 1832. Halldór deyr á Máná 23. des. 1846 [Kb. Hús.] og er Guðrún á manntali á Húsavík 1850, en


350

flytur þaðan að Arnanesi 1860 [Kb. Hús.] þar sem Hildur dóttir hennar er þá og eru þær þar á manntali 1860. Guðrún flytur 1863 ásamt þrem börnum sínum að Skjöldólfsstöðum [Kb. Garðss.], [Kb. Hoft.]. Þaðan fer hún 1867 með Margréti dóttur sinni og tengdasyni að Ekkjufellseli í Fellum, er hennar getið þar í sálnaregistri, og í athugasemd 1871 er bókað þar „kvennskörungur.“ Guðrún fór til Vesturheims með dóttur sinni og tengdasyni 1876, þótt ekkert finnist um það í kirkjubókum né [Vfskrá], sjá í [Saga Ísl., bls. 156]. Þar dó Guðrún, líklega í sept.- okt. 1876. R. Á. hefur gert sérstakan kafla um Guðrúnu og börn hennar.

Sveinn Reinaldsson, bróðir Guðrúnar hér næst á undan, er á manntali í Skógarseli 1816, „niðurseta, 6, --“—“, og gæti endurtekningarmerkið í kirkjubókarmanntalinu táknað „að hálfu“, sbr. Guðrúnu. Hann deyr í október 1821 „niðurseta í Skógarseli, af niðurfallssótt.“ [Kb. Ein.]. Reinald, faðir Guðrúnar og Sveins, er á manntals- og þinggjaldaskrá á Ingjaldsstöðum til 1816. Þá verða umskipti á högum hans, þegar sonur hans verður „niðurseta“. Hann finnst ekki á nafnaskrá manntalsins 1816, en þá er Steinvör kona hans „vinnukona, gift, 52,“ á Daðastöðum. Hún flytur þaðan 1821 að Halldórsstöðum í Bárðardal. Reinald, þá vinnumaður í Stórutungu, eignast 11. ágúst 1819 soninn Reinald (sbr. sérstakt blað um þá feðga), og kemur 1824, „vinnumaður, frá Haldórsstöðum í Bárðardal til Daðastaða.“ [Kb. Ein.]. Með honum kemur Steinvör kona hans, vinnukona, einnig að Daðastöðum. Reinald deyr úr brjóstveiki 7. apríl 1826, „vinnumaður á Daðastöðum.“ Steinvör er í Glaumbæjarseli 1835 hjá Guðlaugu dóttur sinni, 1840 í vinnumennsku í Kasthvammi og deyr 28. ágúst 1843, „vinnukona frá Hallbjarnarst., 78“ [Kb. Ein.].

Vigdís Jóhannsdóttir, „ungbarn frá Skóarseli“, deyr 20. apríl 1826 [Kb. Ein.]. Vigdís finnst ekki á skrá yfir fædda í Einarsstaðasókn. Líklegt er þó að hún sé fædd í Skógarseli, dóttir þeirra Jóhanns og Rósu, enda bendir nafnið til þess (Vigdís í Stafni, stjúpmóðir Jóhanns). Vanhöld virðast vera á skrásetningu fæðinga í Einarsstaðasókn um þetta leyti, t. d. vantar fæðingu Þuríðar Aradóttur á Fljótsbakka, sbr. [ÆÞ. II, bls. 172-173].

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Halldórs og Kristínar:

Jóhanna Jónsdóttir kemur 1823 „ , barn, frá Ljósavatnshrepp til Skógarsels.“ Aths.: „Sveitarlimur á Ljósavatnshrepp.“ [Kb. Ein.]. Sama ár er hún í [Kb. Lund.] sögð fara „ , niðursetningur, Frá Sigurðarstöðum að Skógarseli í Reikiadal“. Og 1824 er hún einnig sögð fara „ , 5, niðursetningur, Frá Sigurðarstöðum að Skógarseli“ [Kb. Lund.]. Jóhanna fer 1826 „ , 7, niðurseta, frá Skógars: að B:felli“ [Kb. Þór.]. Ekki hefur mér tekist að finna fæðingu Jóhönnu í bókum, né hver faðir hennar var. Móðir hennar, Ingunn Hrólfsdóttir (fædd í Litlutungu), kemur 1819 „24, vinnukona, frá Klömbur að Rauðá { . . }“


351

og segir í aths.: „ógift, hefur átt barn í hórdómi“ [Kb. Þór.]; er þar líklega ekki átt við Jóhönnu. Ingunn fer 1820 „ , 25, vinnukona, frá Rauðá að Lundarbrecku, ógift“ og fer Jóhanna „ , 4ra vikna, hennar Barn, frá sama Bæ til sama Bæar“ [Kb. Þór.]. Engar kvenkyns fæðingar er að finna í [Kb. Þór.] þetta ár, ekki finnst hún heldur fædd í [Kb. Grenj.] um þetta leyti. Í [Kb. Lund.] eru þær mæðgur meðal innkominna í sóknina 1820, og er Jóhanna þar sögð „ , 2, hennar barn,“. Jóhana fer 1831 „ , 12, niðursetningur, frá Hálsi að Syðrafialli í aðaldal“ [Kb. Þór.], [Kb. Múl.] og er á manntali á Syðrafjalli 1835 „ , 15, Ó, vinnustúlka“. Dó 9. jan. 1837 „ , Syðrafialli, 17, Varð úti í stórhrýð.“ [Kb. Múl.].

Jóhann Ásgrímsson flytur 1826 frá Skógarseli að Syðrafjalli, vinnumaður [Kb. Ein.], [Kb. Múl.]. Næstum öruggt má telja, að Jóhann sé sonur Ásgríms Jónssonar í Stafni og Helgu Jónsdóttur, skírður 10. febr. 1805 „óskilgetinn“ [Kb. Helgastaðaprk.] og á manntali þar 1816 „ hans launsonur, 12,“. Jóhann deyr hjá Kristínu dóttur sinni 30. júní 1866 „ , ekkjumaður í Laugaseli, 61“ [Kb. Ein.]. Sjá nánar um Jóhann hjá Rósu konu hans hér nokkru ofar og í kafla um Laugasel.

1826 - 1828: Árni Jónsson og Ölveig Sigmundsdóttir Árni og Ölveig eru meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1826, „frá Litlutjörnum að Skógarseli“, ásamt Maríu dóttur sinni. Þau eru meðal burtvikinna úr sókninni árið 1828 „frá Skógarseli að Arnstapa í Hálssókn.“ Árna er getið í [MaÞ.] í Skógarseli árin 1827 og 1828. ´Við húsvitjun í mars 1797 er Árni með foreldrum sínum, Jóni Árnasyni og Þorgerði Indriðadóttur, á Hrappstöðum (Rafnstader) í Bárðardal „ , þeirra barn, 26,“ [Sál. Eyj.]. Við manntalið 1801 er Árni á Stóruvöllum í Bárðardal „ , huusbondens söstersön, 30, ugivt“; þar er er þá einnig móðursystir hans „Thurid Endridedatter, huusbondens söster, 63,“. Húsbóndinn á Stóruvöllum er þá Davíð Indriðason. Við manntalið 1801 er Ölveig vinnukona á Kálfaströnd „ , 27, tienestefolk, ugivt“. Árni og Ölveig voru gefin saman 7. okt. 1811 [Kb. Þór.]. Þau eru á Litlutjörnum við manntalið 1816, Árni sagður 45 ára, f. á Hömrum, en Ölveig 43, f. í Vindbelg. (Talin þar Halldórsdóttir, en Jónsdóttir 1826 og 1828 í [Kb. Ein.], en Árnadóttir við fermingu Maríu.). Þau flytja 1830 frá Litlutjörnum að Kálfaströnd („ , 58, bóndi,“ „ , 56, hs kona,“) [Kb. Mýv.]. Þar eru þau á manntali 1835, er Árni þá sagður vinnumaður. Hann er vinnumaður á Skútustöðum við manntalið 1840 en Ölveig er þá vinnukona á Kálfaströnd. Við manntalið 1845 eru þau bæði á Kálfaströnd, Árni „ , 75, G, tökukarl,“ en Ölveig talin „Sigmundsdóttir, 72, G, hans kona,“ eins og hún er jafnan talin í manntölum. Ölveig andaðist 5. ágúst 1846 „frá Kálfaströnd, 72ia ára, ( . . ) af mislingum“ [Kb.Mýv.] en Árni 15. sept. 1858 „frá Kálfaströnd, 88, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.]. Á manntalinu 1816 er með þeim hjónum á Litlutjörnum, auk Maríu dóttur þeirra, Þorgerður Indriðadóttir, „móðir bónda, 72, “, fædd á Fljótsbakka. Er hún því dóttir Indriða Magnússonar (ca 1715-1793) [ÆÞ. IV, bls. 80], og þar með systir Davíðs á Stóruvöllum, föður Elínar á Lundarbrekku. Sjá einnig [ÆSiÞ. bls. 73]. Þorgerður dó 22. jan. 1822 „Eckia hjá syni sínum á Litlu


352

tiörnum, 78, úr uppdráttar Sýki og ablleisi“ [Kb. Hálsþ.]. Árni var bróðir Daníels, afa Þorbergs Davíðssonar á Litlulaugum, sjá [ÆSiÞ. bls. 54-55].

Barn Árna og Ölveigar í Skógarseli:

María Árnadóttir kemur með foreldrum sínum að Skógarseli 1826 og flytur með þeim að Arnstapa 1828 „ , 16, þra barn,“ [Kb. Ein.]. María var fædd 9. apríl 1812 á Landamóti [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Litlutjörnum 1816, fermd 1827 [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Narfastöðum 1835 og fer þaðan þ. á. að Kálfaströnd [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali á Grænavatni 1840 og 1845 en 1860 í Baldursheimi „ , 48, Ó, vinnukona,“. Dó 20. júní 1866 „ , vinnukona frá Reykjahlíð, 55, Dó úr þungri kvefsótt“ [Kb. Mýv.].

1828 - 1831: Í eyði

Engan ábúanda eða heimilismann hef ég fundið í Skógarseli þessi ár, og árin 1829 og 1830 er þar einskis getið í [MaÞ.]. Hefur jörðin þá líklega verið í eyði. Kann það að skýra það sem segir um Skógarsel í sóknarlýsingu 1839 eftir sr. Sigurð Grímsson prest á Helgastöðum: „ .. heimaland frá Einarsstöðum, nýlenda byggð fyrir níu árum.“ Sjá [Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknarlýsingar H. Í. B. 1839-1844. Reykjavík 1994].

1831 - 1849: Gunnar Markússon og síðar með honum Signý Skúladóttir Gunnar er meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1831 „41, búandi, frá Hóli í Kinn að Skógarsel.“ og er á manntali í Skógarseli 1835, 1840 og 1845. Hann er, ásamt konu, þrem börnum og ömmu Signýjar meðal burtvikinna úr sókninni 1849 „ , 59, bóndi, frá Skógarseli inní Eyjafjörð“. Gunnar er gjaldandi þinggjalda í Skógarseli í [MaÞ.] 1832-1849. Getið er Signýjar tengdamóður hans í [MaÞ.] 1834 og Jóns Jónssonar 1847, bæði á skrá yfir búlausa. Gunnar var fæddur 7. maí 1790 að Hrappstöðum í Lögmannshlíðarsókn [Kb. Lögm.], en er í Bitru við manntalið 1801 hjá foreldrum sínum, Markúsi Jónssyni, 46, og Halldóru Gunnarsdóttur, 40, konu hans, og fjórum systkinum, þ. á m. Gunnari alnafna, f. 9. sept. 1785, og Guðbjörgu, sem síðar átti Jón Jónsson á Einarsstöðum. Við manntalið 1816 búa þau hjón á Rangárvöllum í sömu sókn, Markús sagður fæddur á Miðlandi í Öxnadal, en Halldóra í Ytri Skjaldarvík. En þá er Gunnar farinn að heiman. Í Hólum í Öxnadal er Gunnar Markússon vinnumaður 1816, en ekki er getið þar aldurs né uppruna. Gunnar kemur inn í Þóroddstaðarprk. 1824 „ , 35, vinnumaður frá Sandi að Björgum“. Hann er í sálnaregistri á Hóli í sama prk. 1830 „ , vinnumaður, 40,“ og er burtvikinn úr prestakallinu 1831 „ , 41, vinnu mað og hús m., burtvikinn


353

frá Hooli að Skógarseli í Reikjadal til búskapar, ógiptur.“ [Kb. Þór.]. Með honum flytur Kristbjörg Einarsdóttir, 38, sjá síðar. Gunnar kvæntist 17. júlí 1833 Signýju Skúladóttur „19 ára, yngisstúlka á Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Signý var fædd 9. sept. 1814 á Skuggabjörgum [Kb. Lauf.], en við manntalið 1816 á hún heima í Litlagerði, ásamt foreldrum sínum sem þar búa, Skúla Björnssyni, 27, f. í Ystuvík, og Guðrúnu Jóhannesdóttur, 26, f. í Litlagerði, ásamt tveim systkinum sínum. Signý kemur í Einarsstaðasókn með ömmu sinni og alnöfnu árið 1825 að Litlulaugum „ 11, fósturbarn“ [Kb. Ein.]. Gunnar og Signý eru á manntali að Hömrum í Hrafnagilssókn 1. okt. 1850 ásamt þrem börnum og Signýju eldri. Þau flytja að Breiðumýri 1851, en þá er aðeins Skúli, yngsti sonur þeirra með þeim [Kb. Ein.]. Þau eru „hjón búlaus á Breiðumýri“ við fermingu Jónatans 1853, flytja þaðan að Syðrafjalli 1855 „hjón í vinnum.“, koma 1859 frá Syðrafjalli að Helgastöðum ásamt Jónatan syni sínum, þar sem þau eru á manntali 1. okt. 1860, þar sem Gunnar er talinn „forráðamaður“ hjá Jörgen Kröyer presti. Gunnar Markússon deyr 7. nóv. 1860 „vinnumaður á Helgastöðum, giptur, 72 ára“ úr „lifrarmeinlætum“ [Kb. Helg.]. Signý flytur með Jónatan syni sínum frá Helgastöðum að Lundarbrekku 1861 [Kb. Helg.], [Kb. Lund.]. Hún fer 1875 „ , 61, v. k., Bjarnast. að Márskoti“ [Kb. Lund.] og þaðan að Fótaskinni með Jónatan árið eftir. Við manntalið 1880 er hún hjá honum í Fótaskinni og 1890 í Tumsu (Norðurhlíð) „ , 77, E, móðir bónda.“ Hún deyr 18. júní 1891 „ , ekkja frá Tumsu, 78, Ellikröm (Slag?)“ [Kb. Grenj.].

Börn Gunnars og Signýjar, öll fædd í Skógarseli:

Halldóra Gunnarsdóttir, f. 8. júní 1834. Hún flytur með foreldrum sínum til Eyjafjarðar 1849, kemur 1853 „ , 20, vinnuk., frá Grísará í Eyjaf. að Hólum.“ [Kb. Ein.]. Hún giftist 16. okt. 1854 Jóhanni Halldórssyni, sem þá er vinnumaður á Breiðumýri, f. 29. júlí 1827 í Vallakoti, og eru þau á manntali á Litlulaugum 1855 ásamt Siggeiri syni þeirra, þar sem Jóhann er talinn húsmaður. Þau flytjast að Hömrum 1857 og aftur að Litlulaugum 1859, þar sem þau eru á manntali 1860 ásamt þrem börnum. Eru sögð „hjón búandi“ í Glaumbæ 1863 og í Lásgerði 1865, 1869 og 1871 við fæðingu barna og 1873 við fermingu Signýjar. Halldóra er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1874, „ , 40, vkona frá Glombæ til Norðursléttu“ ásamt „Hólmfríði (svo) Jóhannsd, 5, barn har og nr. 305“, sem er Jóhann „ , 47, vmðr, frá Halldórsst til Norðursléttu“ [Kb. Ein.]. Hann kemur aftur í sóknina 1876 „ , 50, vmðr, frá Sléttu að Breiðumýri“ og er {Málm}fríður „ , 8, dóttir hs,“ þá með honum [Kb. Ein.]. Halldóra kemur aftur í sóknina 1876 „ , 43, vkona, úr Sléttu að Halldórsst.“ Hún er á manntali að Langavatni ásamt Málmfríði Önnu dóttur þeirra 1880. Virðist komin upplausn í fjölskylduna fljótlega eftir 1873, líklega vegna fátæktar. Halldóra fer til Vesturheims 1888 „vinnukona, 54“ frá Skinnalóni [Vfskrá]. Með sama skipi fara þrír synir hennar, Gunnar, „vinnumaður, 30,“ frá Grímsstöðum á Fjöllum; Kristján, „bóndi, 27“, ásamt ársgamalli dóttur frá Nýjabæ, og Sigtryggur „vinnumaður, 23,“ ásamt konu sinni Kristrúnu Stefánsdóttur, 31, frá Grundarhóli. Jóhann Halldórsson fer 1889 „húsmaður, 62,“ frá Vallakoti til Vesturheims, og með sama skipi fer Theodór


354

sonur þeirra „vinnumaður, 28,“ frá Glaumbæ [Vfskrá]. Sama ár fer Siggeir sonur þeirra til Vesturheims frá Klifshaga. Halldóra deyr 10. jan. (eða febr.) 1906 hjá Sigtryggi syni sínum í Albertanýl. „ekkja Jóhanns Halldórssonar (úr Reykjadal í Þingeyjars.), 73. ára“ [AlmÓTh. 1907, bls. 99]. Skúli Gunnarsson, f. 11. júlí 1835. Dó 10. okt. s. á. „ , barn frá Skógarseli, 1“ [Kb. Ein.]. Jónatan Gunnarsson, f. 21. okt. 1838 [Kb. Ein.]. Hann flytur með foreldrum sínum í Eyjafjörð 1849 og er með þeim á manntali á Hamri 1850. Kemur „ , 13, smali,“ úr Eyjafirði í Kvígindisdal 1851 og á þar heima við fermingu 1853, en foreldrar hans eru þá „hjón búlaus á Breiðumýri“, og er á manntali í Kvígindisdal 1. okt. 1855, „ , 17, Ó, léttadrengur,“. Kemur með foreldrum sínum frá Syðrafjalli að Helgastöðum 1859, sjá áður hjá Gunnari. Jónatan flytur með móður sinni að Lundarbrekku 1861 og eru þau víðar í Bárðardal. Hann fer 1864 frá Stórutungu að Árbakka [Kb. Lund.], en er þó sagður koma sama ár „ , 26, vinnum, Stórutungu Víðum“ [Kb. Ein.]. Frá Víðum fer hann 1866 að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Helg.] og þaðan 1867 „ , 29, vinnum, Halldórsst. - Stórutungu“ [Kb. Helg.], en [Kb. Lund.] segir hann koma 1867 frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Litlutungu. Kvæntist 26. okt. 1869 Ólínu Ólafsdóttur (fædd 6. nóv. 1842 í Brekku [Kb. Grenj.]), eru þau þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku. Flytur 1872 með konu sinni og Jóni syni þeirra frá Engidal að Víðum [Kb. Lund.], [Kb. Ein.]. Þau flytja 1876 með tveim sonum og Signýju móður Jónatans frá Máskoti að Fótaskinni, þar sem þau eru á manntali 1880, ásamt Signýju. Þau á manntali í Tumsu (Norðurhlíð) 1890. (Þar er Ólína raunar sögð Pálsdóttir, sem hlýtur að vera missögn). Gunnar Jónatansson, sonur Jónatans og Ólínu, f. í Fótaskinni 6. maí 1877 [Kb. Múl.], bjó lengi á Bangastöðum og er þar á manntali 1930. Hann var þar enn haustið 1947, þegar ég kom þar. Skúli Gunnarsson, f. 30. jan. 1843. Hann er með foreldrum sínum á manntölum, fer með þeim til Eyjafjarðar 1849 og kemur með þeim að Breiðumýri 1851 „ , 10, þrra barn,“ þar sem hann fórst 17. maí 1853, „Unglíngspiltur frá Breiðumýri, 11 ára, drukknaði“ [Kb. Ein.].

Annað skyldulið Gunnars og Signýjar í Skógarseli 1831-1849:

Signý Skúladóttir (eldri) er á manntali í Skógarseli 1835, 1840 og 1845, ýmist talin fósturmóðir eða móðurmóðir konunnar (var í raun föðurmóðir hennar). Hún flytur með Gunnari og Signýju yngri inn í Eyjafjörð og er á manntali á Hömrum 1. okt. 1850 „87, E,“. Samt er hún sögð meðal dauðra í Hrafnagilssókn 3. febr. þ. á. „ , í {húsm} hjá dótturdóttur sinni á Hömrum, 861/2.“ [Kb. Hrafn.], og hef ég ekki fundið viðhlítandi skýringu á þessu. Signýjar er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1834, á skrá yfri búlausa. Signý er á manntali í Miðvík í Laufássókn 1801, 37 ára ekkja ásamt þrem sonum sínum (þ. á m. Skúla, föður Signýjar yngri). Tekið er fram í manntalinu að Signý sé „flittig væver“, og um föður hennar, Skúla Ólafsson, sem þá er á Þverá, 77 ára, er sagt: „flittig erfaren væver“. Er þetta óvenjulegt. Með Skúla er þá á Þverá s. k. h. Cicilia Hallgrímsdóttir, móðir Signýjar. Fyrri maður Signýjar var Björn Björnsson [Laxd. bls. 168]. Við manntalið 1816 er Signý á Grenjaðarstað „ekkja, ráðskona, 52,“, sögð fædd á Melum í Fnjóskadal. Hún er meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1825, frá Halldórsstöðum í Laxárdal að


355

Litlulaugum, og er þá gift Ásmundi Sölvasyni, 76, og eru þau sögð „búandi hjón“. Ásmundur deyr á Litlulaugum 3. ágúst 1825. Sjá nánar um Signýju og Ásmund í [Laxd. bls. 166-168].

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Gunnars og Signýjar 1831-1849:

Kristbjörg Einarsdóttir kemur með Gunnari að Skógarseli 1831 og er sagt um þau í [Kb. Ein.]: „ , 37, búandi“, aths.: „hann ógiftur hún gift manni norður á Langanesi.“ Kristbjörg fer 1833 „ , 39, v. k, Frá Skógarseli að Skriðu.“ [Kb. Ein.]. Kristbjörg var fædd 29. mars 1794 á Björgum, dóttir hjónanna Einars Erlendssonar og Arnfríðar Jónsdóttur [Kb. Þór.] og er þar í sálnaregistri 1815 og á manntali 1816 ásamt foreldrum og fjórum systkinum „ , þeirra barn, 21,“. Hún giftist Þorsteini Sigurðssyni og flytur með honum 1821 frá Granastöðum að Hrísum í Eyjafirði, og er Þorsteinn þá sagður 39 ára. Kristbjörg er meðal innkominna í Þóroddstaðarprk. árið eftir „ , 28, vinnukona, frá Hrísum að Björgum, gift.“ Hún er í sálnaregistri á Hóli 1830 og meðal burtvikinna 1831 „ , 38, vinnukona, frá Hóli að Skógarseli í Reikjadal bústýra Gunnars, gipt kona Þorsteins Sigurðss: en við hann skilin að borði og sæng með Amtsleifi“ [Kb. Þór.]. Kristbjörg er á manntali á Björgum 1835 „ , 41, G, húskona að ½ “, og á manntali á Öndólfsstöðum 1. okt. 1855 „ , 61, Sk, í húsmennsku,“. Með henni er þar fósturbarn hennar Hólmfríður Björnsdóttir, 10, fædd í Ljósavatnssókn. Ísleifur Benediktsson kemur í Skógarsel 1832 „ , 23, vinnum“ [Kb. Ein.], og er sama ár burtvikinn úr Múlaprk. „ , vinnumaðr, frá Fialli að Skógaseli.“ Óvíst er, hve lengi hann er þar. Ísleifur var fæddur í Grímshúsum 25. ágúst 1809, sonur hjónanna Benedikts Ísleifssonar og Jórunnar Aradóttur [Kb. Múl.]. Hann er með þeim þar á manntali 1816. Fer 1836 „ , 26, vinnumaðr, frá Stórulaugum að Lundi“ og kemur þaðan aftur árið eftir [Kb. Ein.] og er á manntali á Stórulaugum 1840 „ , 30, Ó, vinnumaður“. Fer 1841 „ , 31, ungr maður, frá Einarst í Reykjavík“ [Kb. Ein.] og fer Halldór Halldórsson frá Vallakoti með honum. Við manntalið 1845 er í Þingholti 5 í Reykjavík „Islev Benedictsen, 34, E, snedker, Thingöes.“, og er ekki að finna aðra líklega í nafnaskrá þess manntals. Nikulás Halldórsson er á manntali í Skógarseli 2. febr. 1835 „ , 22, Ó, vinnumaður“, en er meðal burtvikinna úr sókninni þ. á. „ , 22, vinnum., frá Skógarseli að Bakka á Tjörnesi“ [Kb. Ein.]. Nikulás var sonur hjónanna Halldórs Jónssonar og Dórótheu Nikulásdóttur Buch í Vallakoti, en engin kirkjubók er til frá fæðingartíma hans. En við fermingu á Einarsstöðum 1829 er fæðingardagur hans sagður vera 9. okt. 1813. Nikulás er með foreldrum sínum og fjórum systkinum á manntali í Vallakoti 1816 „ , þeirra barn, 3,“ og er Vallakot tilgreindur fæðingarstaður, enda mun fjölskyldan hafa flutt þangað 1813 frá Klömbur. Nikulás fer 1823 „ , 10, barn, frá Vallnakoti til Grímstaða“ [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]; þá mun Sigurður föðurbróðir hans vera farinn að búa þar. Kemur þaðan 1826 að Ingjaldsstöðum „ , 13, Fóstraður,“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.] og fer þaðan 1828 „ , 14, vinnupiltr, frá Ingjaldsstöðum að Fremstafelli í Ljósavatnssókn“ [Kb. Ein.]. Þaðan fer hann 1829 „ , 16, liettadrengur, Frá Fremstafelli í Kinn að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Þar á hann heima við fermingu þ. á.; eru húsbændur hans þá Jón Jónsson og Abigael Finnbogadóttir, búandi hjón á Bjarnastöðum. Nikulás fer 1831 „ , léttadrengur, frá Lundarbrecku að Ingjallstöðum“ [Kb. Lund.], [Kb. Ein.]; fer hann trúlega þaðan að Skógarseli. Nikulás kemur 1837 frá Bakka að Einarsstöðum [Kb. Ein.]


356

og fer þaðan 1839 „ , 26, vinnumaðr að Hálsi í F:d: [Kb. Ein.], en ekki finn ég hans getið í [Kb. Hálsþ.]. Kemur 1840 „ , 28, v.maðr, frá Hálsi að Qvigindisd:“ [Kb. Ein.] og er hann þar „ , 29, Ó, vinnumaður“ við manntalið 1840. Fer þaðan 1842 aftur að Bjarnastöðum [Kb. Ein.], [Kb. Lund.] og þaðan að Eyjardalsá 1843 [Kb. Lund.]. Kemur þaðan 1844 „ , 32, vinnum, frá Eyadalsá að Vallnak“ ásamt Björgu Indriðadóttur „ , 31, h kona,“ en þau eru gefn saman í Einarsstaðakirkju 17. júní 1844, þá bæði í Vallakoti [Kb. Ein.]. Þeim fæðist sonur 13. júlí s. á. og eru þá sögð „hjón búlaus á Vallnak.“ [Kb. Ein.]. Nikulás er vinnumaður í Narfastaðaseli við manntalið 1845; er Björg þar þá einnig „ , 32, hans kona, hefur grasnyt,“. Þau búa á Fljótsbakka 1850, á Hömrum 1855 og 1860 og í Vallakoti 1880 með börnum sínum. Nikulás andaðist 30. mars 1882 „ , bóndi frá Vallakoti, 69 ára“ en Björg 1. febr. 1885 „ , ekkja frá Vallakoti, 70 ára“ [Kb. Ein.]. Sjá um þau einnig í kafla um Narfastaðasel. Ebeneser Jónsson kemur 1835 „vinnupiltr“ úr Ljósavatnshreppi að Skógarseli. Þaðan fer hann 1836 „ , vinnudreingr“ að Kálfborgará. [Kb. Ein.]. Varla getur hér verið um annan Ebeneser að ræða, en þann sem er á manntali á Nýpá 1816, 3, ásamt foreldrum sínum, Jóni Sturlusyni, 41, og konu hans Guðbjörgu H. d. (svo), 50, og fimm eldri systkinum. Ebeneser er ekki á manntali að Kálfborgará 1840, né í nafnaskrá manntalsins 1845. Jón Þorsteinsson kemur 1838 „ , 15, léttapiltr úr Kinn að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Deyr þar 9. jan. 1840 „ , V.drengr í Skógarseli, 17,“ að því er best verður lesið úr „meinlætum“ [Kb. Ein.]. Jón var fædduur 10. júní 1823, voru foreldrar hans Þorsteinn Þorsteinsson og Signý Einarsdóttir „hion í Naustavyk“ [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum og bróður á manntali á Þorsteinsstöðum „hjáleiga pr. Loddastaðir nýbýli“ 1835 „ , 11, Ó, þeirra sonur“. Hann er fermdur frá Skógarseli 1838 á Einarsstöðum. „Foreldrar hans voru þá í Naustavík“ [Kb. Ein.]. Ingibjörg Alexandersdóttir er á manntali í Skógarseli 1840 „ , 42, Ó, vinnukona“. Deyr 31. júlí 1843 „ , vinnukona frá Lásgérði, 44, Landfarsótt“ [Kb. Ein.]. Ingibjörg var fædd 22. júlí 1800 í Brekknakoti, dóttir hjónanna Alexanders Þorvarðarsonar og Ingibjargar Jónsdóttur [Kb. Grenj.], systir Sigurðar hér næst á eftir og Kristínar, sem víða kemur við sögu á eyðinýbýlum. Hún er með foreldrum sínum og Kristínu á manntali í Brekknakoti 1801 og 1816 í Holtakoti „ , þeirra barn, 16,“ þá með fleiri systkinum. Ingibjörg kemur 1835 „ , vinnukona, að norðan að Breiðum:“ [Kb. Ein.]; þangað koma s. á. frá Grímshúsum móðir hennar og Sigurður bróðir hennar með dóttur sína, sjá hjá honum. Sigurður Alexandersson, bróðir Ingibjargar hér næst á undan, er á skrá yfir innkomna í Einarsstaðasókn 1841 „vmaður frá Tjörn að Skógarseli“. Hann er meðal burtvikinna úr sókninni 1843 „ , 37, vmaður, frá Skógarseli að Hálsi“ í Fnjóskadal. Sigurður var fæddur 7. des. 1805 í Brekknakoti, sonur Alexanders Þorvarðssonar og Ingibjargar Jónsdóttur [Kb. Grenj.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali í Holtakoti 1816 „ , þeirra barn, 11,“ en 1835 er hann á manntali í Grímshúsum „ , 28, Ó, vinnur fyrir barni sínu“. Með honum er Ingibjörg dóttir hans og Ingibjörg móðir hans, sem þá er ekkja, og flytja þau þ. á. að Breiðumýri [Kb. Ein.]. Sigurður er vinnumaður á Hálsi í Fnjóskadal við manntalið 1845 og 1850 á Birningsstöðum, er dóttir hans þá með honum. Þau fara 1850 frá Birningsstöðum að Eyjardalsá [Kb. Hálsþ.], og er Sigurður burt vikinn árið eftir „ , 45, vinnumaðr, Eyardalsá eitthvört“ [Kb. Eyjardalsárprk.]


357

og verður við svo búið að leggja árar í bát. Þegar Sigurður kemur í Skógarsel 1841, er með honum dóttir hans Ingibjörg Sigurðardóttir, sem kemur með honum 1841 að Skógarseli [Kb. Ein.]. Hennar er ekki getið, þegar Sigurður fer úr Skógarseli 1843. Ingibjörg var fædd 3. jan. 1834 og voru foreldrar hennar „Sigurður Alexanderson á Hálsi í Fnjóskadal og Guðrún SímonarDóttir vinnukona á Einarsstöðum“ [Kb. Ein.]. Ingibjörg er með föður sínum á manntali í Grímshúsum 1835, og er „ , 12, Ó, tökubarn,“ á Hálsi í Fnjóskadal 1845, þar sem faðir hennar er þá vinnumaður. Hún er „ , 16, Ó, léttastúlka,“ á Birningsstöðum í Hálssókn 1850, þar sem faðir hennar er þá enn vinnumaður. Þau fara þ. á. að Eyjardalsá, sjá hjá Sigurði, en Ingibjörg er sögð fara þaðan 1854 „ , 21, vinnukona,“ að Einarsstöðum [Kb. Eyjadalsárprk.]. Hún er vinnukona í húsi nr. 9 á Akureyri við manntalið 1855. fer þaðan 1856 að Hólum í Reykjadal og þaðan 1858 að Skútustöðum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.] og er á manntali á Grænavatni 1860 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Ingibjörg giftist Jónasi Jónssyni 28. sept. 1863, voru þau þá bæði á Grænavatni. Þau bjuggu á Árbakka 1864-1873 og í Hörgsdal 1873-1876, sjá um þau þar. Ingibjörg deyr þar 8. jan. 1876 „ , kona í Hörgdal, 44“ [Kb. Mýv.]. Sjá um hana, mann hennar og börn í köflum um Árbakka og Hörgsdal. Jón Jónsson kemur 1843 „ , 42, vmaður, frá Fagrabæ að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann flytur árið eftir að Helgastöðum [Kb. Helg.] (í [Kb. Ein.] eru Helgastaðir yfirstrikaðir og Hólkot ritað í staðinn). Hann er á manntali á Hólkoti 1845 „ , 45, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Laufássókn. Ekki vill betur til en svo, að tveir Jónar Jónsynir eru fæddir í Laufássókn 9. ágúst. 1801, annar í Miðgerði, sonur Jóns Jónssonar og s. k. h. Hildar Jónsdóttur, hinn í Miðvík, sonur Jóns Ólafssonar og Kristínar Jónsdóttur. Í Miðgerði eru Jón og Hildur á manntali sem virðist tekið 8. júlí 1802, er þar meðal barna þeirra Jón, sagður 6 ára. Ekki finnst hann dáinn um þetta leyti í sókninni og naumast er það sá sem fæddur er 1801. - Þetta fólk er á manntali í Miðvík 1816 þar er Jón Jónsson „ , niðursetningur, 16,“ sagður fæddur í Miðgerði. Jón fer 1846, „ , 45, v.maðr, frá Hólkoti að Skógarseli“ [Kb. Helg.]. Hann flytur enn úr Skógarseli 1847, en ekki læsilegt hvert [Kb. Ein.]. Hans er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1847, á skrá yfir búlausa. Líklega er hann sá sami Jón Jónson, sem kemur 1850 „ , vinnum., að Skógarseli frá Svalb.st.“ í búskapartíð Jóhannesar [Kb. Ein.], sjá síðar. Kristján Magnússon er á manntali í Skógarseli 1845 „ , 21, Ó, vinnumaður,“. Hann kemur aftur í Skógarsel 1855 í búskapartíð Jóhannesar, þá með konu sinni og tveim börnum. Verður gerð nánari grein fyrir honum þar.

1849 - 1870: Stefánsdóttir

Jóhannes Guðmundsson og Guðrún

Jóhannes og Guðrún f. k. h. eru á skrá yfir innkomna í Einarsstaðasókn 1849, er þau flytja með tveim börnum sínum í Skógarsel. Þau eru þar á manntali 1850, 1855 og 1860. Eru á Einarsstöðum 1870-1871, en búa að nýju í Skógarseli 1871-1880, sjá síðar. Jóhannes er gjaldandi þinggjalda í Skógarseli í [MaÞ.] 1850-1870 (og aftur 1872-1880, sjá síðar). Getið er þar Kristjáns Magnússonar í [MaÞ.] 1856, í skrá sem nefnist „Búlausir tíundandi“; Sveins Tómassonar 1858 og 1859, og Sæmundar Jónssonar 1861 og 1862, hvor um sig annað árið í skrá „Búlausir tíundandi“, hitt árið í skrá yfir búlausa.


358

Eftir munnmælum að dæma virðist Jóhannesi búnast vel í Skógarseli. Baðstofan, sem var með þeim betri sinnar tíðar (og ég hygg að hafi staðið lítið breytt fram yfir 1970), var við hann kennd, sömuleiðis beitarhúsin í Engivatnsásnum. Heyrt hef ég, að gerð hafi verið túnaslétta ofan við Miðhúsið í Skógarseli (um 1857) í hans tíð, og plógur notaður við þá framkvæmd, sem var nýjung á þeim tíma. Slétta þessi var að vísu þýfð orðin í mínu minni (193040). Þá ber það vott um góðan efnahag Jóhannesar, að árið 1866 lánar hann landsdrotni sínum, Sigurjóni á Einarsstöðum, 400 ríkisdali gegn veði í 8 hdr úr Einarsstöðum. Skuldabréfið er dags. 29. maí 1866, en lesið á manntalsþingi fyrir Helgastaðahrepp 28. júní 1878, mótmælt af Haraldi Sigurjónssyni, og urðu af því málaferli, sjá síðar. Jóhannes fer hægt af stað í búskap sínum, því við manntalið 1850 eru einungis þau hjónin í Skógarseli með tveim börnum. En síðar er þar oft fjölskyldufólk í húsmennsku eða vinnumennsku. Og ungmenni og gamalmenni koma þar einnig við sögu. Árið 1880 flytjast 11 manns úr Skógarseli, en tveim árum áður flytur þaðan fjölskylda til Vesturheims, og hefur þá varla verið færra í heimili.

Jóhannes var fæddur 7. des. 1811 á Litluströnd í Skútustaðasókn [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1816 ásamt foreldrum sínum, Guðmundi Jónssyni, 59, og k. h. Ingveldi Guðmundsdóttur, 43, og 5 systkinum, sem öll eru fædd á Litluströnd, nema Hrólfur, 16, sem fæddur var á Gautlöndum eins og Guðmundur faðir þeirra. Jóhannes er víða í vinnumennsku, er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1833 „ , 21, vinnupiltur, “ frá Víðum að Hörgsdal, þar sem hann er á manntali 1835. Hann kemur frá Gautlöndum að Hjalla 1840, þar sem hann er á manntali þ. á., fyrirvinna ekkjunnar Guðlaugar Þórarinsdóttur. Guðrún Stefánsdóttir var skírð 4. apríl 1802, fædd í Engidal, dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar og Halldóru Pétursdóttur, sem þá búa þar. Þau búa þar einnig við manntalið 1816, ásamt 5 börnum, en Guðrún er þá skráð „niðurseta, 13,“ í Stóru-Tungu. Í Víðirkeri er þá Ingibjörg Stefánsdóttir „ , niðurseta, 14,“ einnig fædd í Engidal. Guðrún kemur 1819 „ , 17, vinnukind, frá Sigurðarstm í Bárðardal að Gvendrstm í Kinn“ [Kb. Þór.]. Hún er ógift vinnukona á Rauðá við manntölin 1835 og 1840. Jóhannes og Guðrún voru gefin saman 3. okt. 1842 og eiga þá heima í Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Við fæðingu dóttur þeirra í sept. 1843 eru foreldrar hennar sögð „hjón í Máskoti“, en við fæðingu sonar í nóv. 1844 „búlaus hjón í Narfastaðaseli.“ Við manntalið 1845 eru þau í vinnumennsku á Fljótsbakka og þar eru einnig börn þeirra tvö. Árið 1849, þegar þau flytja í Skógarsel, er svo komið fyrir þeim, að Guðrún er á Hallbjarnarstöðum með dóttur þeirra, en Jóhannes í Víðum, en sonur þeirra Sigurbjörn, 5, kemur „frá Mivatni“, og er það líklega ástæðan til þess að þessara flutninga er getið í kirkjubókinni. Jóhannes og Guðrún eru á Einarsstöðum árið 1870-1871 á eins konar próventukjörum, en halda áfram að búa í Skógarseli 1871. Urðu síðar málaferli út af þeirri ráðabreytni („próventurof“), sjá aukadómabók Þingeyjarsýslu 1862-1899, Þing. V. D. nr. 2, í Þjóðskjalasafni Íslands. Guðrún Stefánsdóttir deyr 11. febr. 1872 „Gipt og búandi kona í Skógarseli, 70 ára“ [Kb. Ein.].

Börn Jóhannesar og Guðrúnar Stefánsdóttur í Skógarseli:

Sigríður Jóhannesdóttir kemur með foreldrum sínum að Skógarseli 1849 og er með þeim á manntali þar 1850 og 1855. Sigríður var fædd 6. sept. 1843 í


359

Máskoti [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Fljótsbakka 1845. Í sálnaregistri í Helga- og Einarsstaðasóknum 1857 stendur í athugasemd „dáinn á Akureyri“ og í Kaupangssókn deyr 3. apríl 1858 „Sigríður Jóhannesdóttir, barn frá ... , 14, Dó á Akureyri“, og með hliðsjón af tilvísun sálnaregistursins má öruggt telja, að hér sé um sömu Sigríði að ræða. Hún finnst ekki í sálnaregistri í Skógarseli 1859, né á manntali þar 1860. Sigurbjörn Jóhannesson kemur „frá Mívatni“ að Skógarseli til foreldra sinna 1849, þar sem hann er með þeim á manntali 1850, 1855 og 1860. Hann deyr þar 19. sept. 1867, „úngur maður ógiptur í Skógarseli sonur bónda þar, 23 ára“ [Kb. Ein.]. Sigurbjörn var fæddur 25. nóv. 1844 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Hann er á manntali með foreldrum sínum á Fljótsbakka 1845.

Skyldmenni Jóhannesar og Guðrúnar í Skógarseli 1849-1870:

Kristján Stefánsson, bróðir Guðrúnar húsfreyju, kemur 1852 „ , 54, vinnum., frá Mýlaugsstöðum að Skógarseli“ ásamt konu og tveim börnum og flytja þau aftur frá Skógarseli 1854 að Höskuldsstöðum; Kristján þá sagður „ , 55, húsm,“ [Kb. Ein.], [Kb. Helg.]. Kristján var fæddur 3. febr. 1800 í Engidal, sonur hjónanna Stefáns Jónssonar og Halldóru Pétursdóttur [Kb. Lund.], [ÆÞ. V, bls. 218] og er þar á manntali 1801; einnig 1816 (mars 1815) „ , þeirra barn, 15,“. Kristján kvæntist 7. okt. 1832, þá „vinnumaður á Rauðá 32 ára“, Guðrúnu Halldórsdóttur, sem þá er „vinnukona á Landam 30 ára“ [Kb. Þór.], sjá hér næst á eftir. Þau koma 1833 „ , frá Landamóti í Ljósavatnssókn að Miðhvammi“ og búa þar til 1847; eru á manntali í Miðhvammi 2. febr. 1835 ásamt tveim börnum, 1840 ásamt þrem börnum, og 1845 ásamt fimm börnum. Kristján kemur þaðan að Helgastöðum 1847 „ , 48, vmaður,“ ásamt Kristrúnu dóttur sinni, 5 [Kb. Helg.], en þá fer Guðrún með Árna að Litlulaugum [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.]. Kristján er á manntali í Hólum í Laxárdal við manntalið 1850 „ , 51, G, vinnumaður,“. Þá er Guðrún á Höskuldsstöðum „ 48, G, í húsmennsku,“ með Árna og Kristrúnu og fer hún með þau að Mýlaugsstöðum 1851 [Kb. Helg.]. Kristján og Guðrún flytja frá Höskuldsstöðum að Ystahvammsgerði 1855 [Kb. Helg.] og eru þar á manntali þ. á. Koma þaðan að Vallakoti 1859 (án Kristrúnar) [Kb. Ein.]. Þau fjögur eru á manntali í Vallakoti 1860, en flytja frá Vallakoti að Þingey 1861 [Kb. Helg.], [Kb. Ein.]. Kristján „ , sálaðist á Narfastöðum, giptur við bú á Þingey greftraður á Einarsstöðum, 57 ára“ 24. júní 1862 [Kb. Helg.]. Sjá einnig um hann í kafla um Þingvelli/Þingey. Guðrún Halldórsdóttir, mágkona Guðrúnar húsfreyju, kona Kristjáns hér næst á undan, kemur með honum í Skógarsel 1852 og fer þaðan 1854. Guðrún var fædd 27. maí 1802 í Fremstafelli og voru foreldrar hennar Halldór Eiríksson og Þorbjörg Jónsdóttir [Kb. Þór.], [ÆÞ. V, bls. 218]. Hún er með foreldrum og systkinum á manntali í Fremstafelli 1816 „ , þeirra barn, 13,“. Þorbjörg er á manntali hjá Guðrúnu í Miðhvammi 1835 „ , 70, E,“ ranglega sögð „húsbóndans móðir“. Guðrún giftist Kristjáni hér næst undan 7. okt. 1832, sjá hjá honum. Þegar þau flosna upp í Miðhvammi 1847, fer Guðrún að Litlulaugum með Árna [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.]. Hún kemur aftur inn í Einarsstaðasókn 1849 „ , 50, v.kona, frá Hömrum að Stórulaugum“ og er á manntali á Höskuldsstöðum 1850 „ 48, G, í húsmennsku,“ með Árna og Kristrúnu og fer með þau þaðan að Mýlaugsstöðum 1851 [Kb. Helg.]. Guðrún flytur 1864 með Árna syni sínum frá Þingey að Einarsstaðaseli [Kb. Helg.], og eru þau fyrstu íbúar þar sem ég veit um. Þaðan flytur Guðrún 1865 „ , 65, ekkja,


360

“ að Fossseli [Kb. Ein.]. Deyr 25. jan. 1872 „H(re)ppskjelling á Breiðumýri, 71 ára, Dáin úr langvinnri kararkröm“ [Kb. Ein.], sjá einnig [ÆÞ. V, bls. 218]. Árni Kristjánsson, bróðursonur Guðrúnar húsfreyju, sonur Kristjáns og Guðrúnar hér næst á undan, kemur með þeim að Skógarseli 1852, 18, og fer þaðan með þeim að Höskuldsstöðum 1854. Árni var fæddur 19. des. 1835 í Miðhvammi [Kb. Grenj.]. Hann er með foreldrum sínum og móður sinni þegar þau hjónin búa ekki saman. Hann flytur 1864 „ , 28, við bú, frá Þingeÿ að Einarsstaðaseli“ [Kb. Helg.], [Kb. Ein.] með móður sinni, og fer þaðan 1865 „ , 29, frá búhokri,“ að Kraunastöðum [Kb. Ein.]. Árni kvæntist 3. okt. 1866 Guðbjörgu Guðmundsdóttur [Kb. Helg.] og voru þau víða í Reykjadal í húseða vinnumennsku. Þau flytja frá Litlulaugum að Miðhvammi 1879 og eru þar á manntali 1880 með fjórum börnum, er Árni þar „ , húsbóndi, búandi,“. Sjá nánar um Árna, konu hans og börn í [ÆÞ. V, bls. 218] og í kafla um Einarsstaðasel. Dó 24. júlí 1890 „ , frá Hólkoti, 55, Lungnabólga.“ [Kb. Ein.]. Kristrún Kristjánsdóttir, bróðurdóttir Guðrúnar húsfreyju, dóttir Kristjáns og Guðrúnar hér ofar, kemur með þeim að Skógarseli 1852, 11, og fer þaðan með þeim 1854. Hún kemur aftur 1858 „ , 17, vinnuk.“ frá Ystahvammsgerði að Skógarseli [Kb. Ein.], en ekki er hún í sálnaregistri þar 1859. Kristrún var fædd 21. júní 1842, voru foreldrar hennar þá „búandi hión á öllum Miðhvammi“ [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Miðhvammi 1845 og með móður sinni á Höskuldsstöðum 1850. Hún er með foreldrum sínum og bróður á manntali í Vallakoti 1860 og fer með þeim að Þingey 1861. Hún fer ekki að Einarsstaðaseli með móður sinni og bróður 1864, heldur að Stöng [Kb. Mýv.]. Líklega er þetta sú sama Kristrún Kristjánsdóttir, sem fer 1879 „ , 36, vkona, frá Skógarseli að Hrappsstöðum“. Hennar finnst ekki getið í [Kb. Lund.] um þessar mundir, en Kristrún Kristjánsdóttir kemur 1880 „ , 37, vk., Reykjadal að Presthvammi“ [Kb. Grenj.]; er á manntali í Presthvammi 1880 og fer 1882 „ , 39, vinnuk., frá Parti að Klömbur.“ [Kb. Ein.]. Er sama Kristrún, Strúna, sem getið er í viðtali við Indriða Indriðason í Árbók Þingeyinga 1997 [Munnl. heimild I. I.].

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Jóhannesar og Guðrúnar 1849-1870:

Jón Jónsson kemur 1850 „ , vinnum., að Skógarseli frá Svalb.st.“ [Kb. Ein.], en er þar þó ekki á manntali 1. okt. það ár, né finn ég hann í Helga- og Einarsstaðasóknum. Er trúlega sá sami Jón Jónsson, sem er tvisvar vinnumaður í Skógarseli í búskapartíð Gunnars, sjá þar. Árið 1854 fer Jón Jónsson „ , 55, vinnum, frá Hjalla að Múla“ [Kb. Ein.]. Anna Guðný Sigurðardóttir er á manntali í Skógarseli 1855 „ , 4, Ó, tökubarn,“ og 1860 „ , 9, Ó, fósturbarn,“. Hún er fermd frá Einarsstöðum 27. maí 1866 og tekið fram, að Jóhannes og Guðrún séu fósturforeldrar hennar. Anna Guðný var fædd 23. nóv. 1851 á Rauðá, dóttir hjónanna Sigurðar Eiríkssonar og Guðrúnar Erlendsdóttur [Kb. Þór.], eru foreldrar hennar á manntali á Ingjaldsstöðum 1855. Þegar Jóhannes og Guðrún fara í Einarsstaði 1870, fer Anna Guðný „ , 19., yngisstúlka, Skógarseli Stóruvöllum“ [Kb. Ein.], [Kb. Lund.]. Hún fer 1873 „ , 21., vinnukona, frá Stóruvöllum að Fjöllum í Kelduhv.“ [Kb. Lund.] og giftist þar 2. júlí 1874 Jóni Jónssyni, sem er „bóndi

Anna Guðný Sigurðardóttir


361

á Fjöllum 23 ára“ [Kb. Garðss.]. Þau eru þar á manntali 1880 með fjórum börnum, er þá Kristlaug móðir Jóns enn fyrir búi. Einnig 1890, þá með sjö börnum. Ingiríður Eiríksdóttir fer 1855 „ , 81, matvinnungur,“ frá Skógarseli að Hömrum [Kb. Ein.]. Er þar á manntali þ. á. og deyr þar 9. okt. 1857 „ , ógipt kjelling á Hömrum, 80 ára“ [Kb. Helg.]. Í Litladal í Miklagarðssókn er á manntali 1801 „Ingerid(er) Erichsdatt(er), tjenestepiger, 22“, kemst hún í nafnaskrá manntalsins næst því að vera þessi Ingiríður. Ingiríður er á manntali á Stórulaugum 1816 „ , niðurseta, 38,“ þar sögð fædd í Haga í Aðaldal. Fer 1825 „ , 49, niðurseta, frá Litlulaugm í Reikadal til Halldórsstaða í Laxardal“ [Kb. Ein.]. Ingiríður er á manntali í Hjalthúsum 1835 og 1840 í Grímshúsum „ , 65, Ó, vinnukona“ og í Nesi 1845 „ , 64, Ó, vinnukona,“. Kemur 1849 „ , bfóstra,“ að Litlulaugum og er þar á manntali 1850 „ , 72, Ó, vinnukona,“ fer þaðan þ. á. í Hóla [Kb. Ein.] (líkl. í Laxárd.?). Eftir því sem sagt er í [Kb. Grenj.] við fæðingu Guðrúnar Andrésdóttur 24. sept. 1826 (sjá kafla um Laugasel og Hörgsdal) eignaðist Ingiríður þessi a. m. k. fimm börn í lausaleik. Sjá um Ingiríði á minnisblaði R. Á. [Æ-Ingir.Eir]. Kristján Magnússon kemur frá Presthvammi að Skógarseli 1855 með konu og tveim börnum [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1. okt. þ. á. „ , 30, G, vinnumaður,“. Hann flytur með fjölskylduna 1856 „öll frá Skógarseli að Fjósakoti í Eyjafirði“ [Kb. Ein.] [Kb. Möðruv.] og er hann þar á manntali 1860 „ , 35, G, bóndi,“ með konu sinni og þrem börnum. Kristjáns er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1856, í skrá sem nefnist „Búlausir tíundandi“. Kristján var fæddur 20. mars 1826, voru foreldrar hans hjónin Magnús Halldórsson og María Nikulásardóttir Buch „búande að Helluvaði“ [Kb. Mýv.]. Kristján fer með foreldrum sínum 1830 að Reykjum [Kb. Mýv.] og er með þeim á manntali á Stórureykjum 1835 „ , 9, Ó, þeirra barn“og fjórum systkinum. Kristján kom frá Mývatni að Narfastaðaseli 1843 [Kb. Ein.] og var vinnumaður hjá Gunnari í Skógarseli skv. manntali 1845, sjá þar. Fer 1847 „ , 26, vmaðr frá Bmíri að Reikjahlíð“[Kb. Ein.]. Hann er á manntali í Miðhvammi 1. okt. 1850 „ , 25, Ó, vinnumaður,“ ásamt Maríu móður sinni; samt er þau sögð fara þaðan þ. á. að Draflastöðum [Kb. Grenj.], meira að segja er María sögð deyja 21. júní 1850 „ , Ekkja í Grímsgerði, 64, úr brjóstveiki“ [Kb. Hálsþ.]. „vinnumaður Kristján Magnússon 26 ára til heimilis að Þverá“ kvæntist 9. maí 1851 Vilhelmínu Helgu Jónsdóttur, sem þá er vinnukona í Grímsgerði [Kb. Hálsþ.]. Að öðru leyti finn ég ekki Kristjáns getið í bókum Hálsþinga né Laufáss. Kristján, Vilhelmína og Jóhann Vilhjálmur sonur hennar koma að Miðhvammi 1851, hann frá Þverá en þau mæðginin frá Grímsgerði [Kb. Grenj.], er þeirra Vilhelmínu og Jóh. Vilh. einnig getið í Hálsbókinni. Afdrif þeirra í Fjósakoti hef ég ekki kannað, en Kristján er á manntali 1880 á Hóli í Kinn „ , 55, G, vinnumaður,“ má af G-inu ráða að Vilhelmína hafi þá verið á lífi. Helga Vilhelmína Jónsdóttir, kona Kristjáns hér næst á undan, kemur með honum frá Presthvammi 1855 og er með honum á manntali í Skógarseli þ. á. „ , 34, G, kona hans, vinnukona,“. Fer með manni sínum 1856 að Fjósakoti og er með honum þar á manntali 1860 „ , 42, G, kona hans,“. Vilhelmína Helga var fædd 1819 (apríl-nóv.), tvíburi, voru foreldrar hennar Jón Jónsson og Rannveig Ólafsdóttir „ , búandi hjón á Syðra Krossanesi“ [Kb. Lögm.hl.]. Hún er hjá föður sínum og stjúpu á Ásláksstöðum í sömu sókn við manntalið 1835 „ , 16, Ó, hans barn“ en 1840 er hún vinnukona á Þverá í Öxnadal. Þaðan fer hún 1842 að Hleiðargarði [Kb. Saurb.] og eignast þar 1. júlí 1842 soninn Jóhann Vilhelm Einarsson og þar eru þau á manntali 1845. Þau mæðginin flytja með húsbændum sínum 1846 að Illugastöðum [Kb. Hálsþ.] og eru á manntali í


362

Grímsgerði 1850 og eiga þar heima þegar Vilhelmína giftist Kristjáni 9. maí 1851 eins og áður segir. Kristjana Hansína Kristjánsdóttir, dóttir Kristjáns og Vilhelmínu hér næst á undan, kemur með foreldrum 1855 í Skógarsel og er á manntali þar s. á. „ , 4, Ó, barn þeirra,“ og fer með þeim í Eyjafjörð 1856. Kristjana Hansína var fædd 25. jan. 1852, voru foreldrar hennar þá „búandi hjón á Miðhvammi“ [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum á manntali í Fjósakoti 1860 „ , 9, Ó, barn hjónanna,“. Jón Kristjánsson, sonur Kristjáns og Helgu hér rétt ofar, kemur með foreldrum 1855 í Skógarsel og er á manntali þar s. á. „ , 1, Ó, barn þeirra“ og fer með þeim í Eyjafjörð 1856 [Kb. Ein.]. Jón var fæddur 20. nóv. 1854, voru foreldrar hans þá „eginhjón í vinnumennsku á Presthvammi.“ [Kb. Grenj.]. Jón er ekki með foreldrum í Fjósakoti við manntalið 1860 og finn ég hann hvorki dáinn né burtvikinn úr Möðruvallasókn árin á undan. Sveinn Tómasson er á sálnaregistri í Skógarseli með fjölskyldu sinni við árslok 1856 og 1857 (ekki 1859). Er „búandi í Skógarseli“ ásamt Signýju konu sinni við fæðingu Ásgríms sonar þeirra 14. des. 1857 [Kb. Ein.]. Er getið í [MaÞ.] 1858 í skránni „Búlausir tíundandi“ og 1859 á skrá yfir búlausa. Sveinn var fæddur 20. des. 1812, voru foreldrar hans Tómas Jónsson og Hólmfríður Sigurðardóttir á Litla Hóli [Kb. Grundars.]. Hann er á manntali á Litla Hóli 1816 ásamt móður sinni, sem þá er „ekkja 50¾,“og fjórum eldri systkinum. Sveinn er á manntali á Rangárvöllum í Lögmannshlíðarsókn 1845 „ , 33, Ó, vinnum. bróðir bóndans,“ Benedikts Tómassonar; með Sveini er þar einnig á manntali sonur hans Sveinn Sveinsson „ , 13, Ó, hans barn,“. Benedikt flytur 1849 „ , bóndi úr Kræklingahl. að Stórulaugum“ ásamt konu og dóttur, flytur Sveinn þangað með þeim þ. á. „vmðr“ [Kb. Ein.]. Sveinn kvæntist Signýju Ásgrímsdóttur, sjá hér næst á eftir, 6. okt. 1850, þá bæði sögð á Stórulaugum. Þau eru á hrakhólum með jarðnæði, eru vinnuhjú í Lásgerði 1851, fara frá Vallakoti að Auðnum 1853, eru í vinnumennsku í Hólum í Laxárdal 1854 og koma þaðan 1855 að Vallakoti (Sveinn sagður „hússm,“) [Kb. Ein.], þar sem þau eru á manntali 1. okt. 1855 ásamt tveim börnum sínum og Önnu móður Signýjar, en eiga heima í Lásgerði 1. ágúst 1859 við fæðingu dótturinnar Guðnýjar. Sveinn Tómasson flytur 1860 „ , 46, húsmaðr,“ með konu og fjórum börnum „frá Lásgirði inní Kræklingahlýð.“ [Kb. Ein.]. Þau eru öll sex á manntali í Efstasamtúni, hjál. 1860. Hann mun hafa dáið skömmu síðar, en ekki finn ég lát hans í Glæsibæjar- né Lögmannshlíðarbókum næsta áratuginn. Signý Ásgrímsdóttir, kona Sveins hér næst á undan, er í sálnaregistri í Skógarseli við árslok 1856 og 1857 [Sál. Helg.]. Signý var fædd í des. 1820 í Stafni, dóttir Ásgríms Jónssonar b. þar og s. k. h. Önnu Ásmundsdóttur [Kb. Ein]. Hún kemur með Ásmundi afa sínum og Signýju s. k. h. frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Litlulaugum 1825, sögð 4ra ára. Hún er á manntali í Kvígindisdal 1840 „ , 20, Ó, vinnukona“ og á manntali á Einarsstöðum 1. okt. 1850 „ , 29, Ó, vinnukona,“ en er sögð á Stórulaugum þegar hún giftist Sveini 6. okt. 1850 [Kb. Ein.]. Sjá nánar hjá Sveini hér næst á undan. Signý Jakobína Sveinsdóttir, dóttir Sveins og Signýjar hér ofar, er í sálnaregistri í Skógarseli við árslok 1856 og 1857 og fer með þeim frá Lásgerði að Efstasamtúni 1860. Signý Jakobína var fædd 23. nóv. 1851, eru foreldrar hennar þá „hjón vinnuhjú í Lásgerði“ [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Vallakoti 1. okt. 1855, og í Efstasamtúni 1860. Jakobína er á


363

manntali í Syðrihaga 1880 „ , 29, G, kona hans,“ þ. e. Friðriks Einars Jóhannssonar, sem þar er „ , 23, G, húsbóndi, bóndi,“ er þess getið í aths. að hann sé blindur. Með þeim er ársgömul dóttur þeirra, Arnþrúður, og Ásgrímur og Guðný, systkini Jakobínu. Jakobína var um hálfa öld ljósmóðir í Eyjafirði. Dó 22. jan. 1929, sjá Ljósmæður á Íslandi I, Rvík 1984, bls. 333. Anna Sveinsdóttir, systir Signýjar Jakobínu, er í sálnaregistri í Skógarseli við árslok 1856 og 1857 [Sál. Helg.] og fer með foreldrum og systkinum frá Lásgerði 1860. Anna var fædd 28. ágúst 1854, voru foreldrar hennar þá „eginhjón í vinnumennsku á Hólum í Þverársókn“ [Kb. Grenjaðarstaðarprk.]. Hún er á manntali í Vallakoti 1. okt 1855 og fer með foreldrum sínum 1860 frá Lásgerði að Efstasamtúni, þar sem hún er með þeim á manntali þ. á. Ásgrímur Sveinsson, f. í Skógarseli 14. des. 1857 [Kb. Ein.], sonur Sveins og Signýjar hér ofar. Fer með foreldrum sínum frá Lásgerði inn í Kræklingahlíð 1860 og er með þeim á manntali í Efstasamtúni þ. á. Ásgrímur er á manntali í Syðrihaga 1880 „ , 23, Ó, vinnumaður,“ hjá systur sinni og mági, sjá hjá Jakobínu. Vinnumaður í Fagraskógi og bóndi á Þrastarhóli í Hörgárdal (á lífi 1920). Sjá [ÆÞ. I, bls. 21]. Anna Ásmundsdóttir er í sálnaregistri í Skógarseli við lok áranna 1856 og 1857 „ , 69, móðir konu“ [Sál. Helg.] (þ. e. Signýjar). Anna var fædd 2. mars 1788 á Hallgilsstöðum, dóttir hjónanna Ásmundar Sölvasonar og f. k. h. Þórönnu Magnúsdóttur, sem voru „Hvorutveggiu saman vígð 25 Marti“ 1786 [Kb. Hálss.]. Anna giftist 18. okt. 1817 Ásgrími Jónssyni, 55 ára ekkjumanni og bónda í Stafni, þá „ 29 ára yngisstúlka og bústíra hiá Ásgrími“ [Kb. Ein.]. Anna er á manntali í Stafni 1835 ásamt síðari manni sínum Guttormi Jónssyni. Hún er enn á manntali þar 1845, „ , 59, E, barnfóstra“. Hún kemur 1855 með dóttur sinni og tengdasyni frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Vallakoti, þar sem hún er með þeim á manntali þ. á. „ , 68, E, lifir af eignum sínum,“. Þegar Sveinn og Signý flytja með börn sín frá Lásgerði inn í Kræklingahlíð 1860, fer Anna að Stórutungu til Jóns sonar síns, þar sem hún er á manntali þ. á. „ , 73, E, móðir bónda,“ og deyr þar 20. maí 1861 [Kb. Lund.]. Sjá um foreldra Önnu og systkini í [Laxd. bls. 166-169]. Lilja Jóhannsdóttir er í sálnaregistri í Skógarseli við lok ársins 1859, „ , 52, vinnukona.“ Í manntölum er Lilja sögð fædd í Svalbarðssókn, en þar eru ekki til fæðingarskýrslur frá fæðingartíma hennar. Líklega sú Lilja (þar reyndar sögð Jóhannesdóttir), sem er á manntali 1816 á Tréstöðum „ , fósturbarn, 6,“ sögð fædd á Neðri Dálkstöðum. Lilja er á manntali í Sigluvík 1845 „ , 36, Ó, vinnukona,“. Hún kemur inn í Múlasókn 1855 „vinnukona, að Skriðu frá Saltvík“ og er á manntali í Rauðuskriðu 1855 og í Máskoti 1860, í bæði skiptin ógift vinnukona. Fer 1861 „ , 53, vinnuk.“ frá Máskoti að Þverá í Laxárdal [Kb. Ein.] og þaðan 1862 að Granastöðum í Kinn [Kb. Grenj.]. Matthildur Torfadóttir kemur 1859 „ , 23, vinnuk.,“ frá „Þórólfsst. í Khv. að Skógarseli.“ [Kb. Ein.] og er þar í sálnaregistri við lok þess árs. Matthildur var fædd 3. júní 1836 í Brunahvammi, dóttir Torfa Gottskálkssonar og Elínborgar Guðmundsdóttur, þá enn ógift [Kb. Hofss.]. Foreldrar hennar flytja 1838 „vinnumaður“, „vinnukona“ með hana frá Brunahvammi að Hólsseli og eru með hana á manntali á Tóvegg 1840, 1845, 1850 og 1855. Matthildur er á manntali í Hólum í Reykjadal 1860 „ , 24, G, vinnukona,“ ásamt manni sínum Sigfúsi Guðmundssyni sem þar er vinnumaður og ársgamalli dóttur þeirra. Þau fara þaðan 1862 að Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi [Kb. Ein.] og eru á manntali í Byrgi 1880 ásamt tveim dætrum, en 1890 eru þau á manntali í Austurgörðum.


364

Sigurbjörg Kristjánsdóttir er á manntali í Skógarseli 1. okt. 1860 „ , 18, Ó, vinnukona, “, en fer þaðan 1861 að Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Ein.]. Sigurbjörg var fædd 21. júní 1843, voru foreldrar hennar „Kristján Steffánss vinnupiltur árið sem leið á Halldórsstöðum í Laxárdal og Jóhanna Jónsd: vinnustúlka samastaðar bæði ógift beggja 1ta Brot.“ [Kb. Grenj.]. Sigurbjörg átti óvenjulegan flækingsferil, sem tók flestu fram að því er tíð bústaðaskipti snerti, og er hann að nokkru rakinn í kafla um Víðasel, sjá þar. Hún andaðist 22. febr. 1908 „Gömul kona í Prestsholti á Húsavík, 62 ára“ [Kb. Hús.]. Jón Torfason kemur líklega með Sæmundi syni sínum í Skógarsel 1860, hann er þar á manntali þ. á. „ , 57, G, hjá syni sínum, “. Jón var fæddur 13. okt. 1804 á Landamóti, sonur hjónanna Torfa Jónssonar og Sigurlaugar Helgadóttur [Kb. Þór.]. Hann er „ , niðurseta, 11,“ á Granastöðum við manntalið 1816. Kvænist 13. okt. 1830, þá „vinnumaðr á Fornast: 27 ára“, Guðrúnu Pétursdóttur, sem þá er „vinnuk: á sama bæ 31 árs“ [Kb. Hálsþ.]. Ekki finn ég Jón innkominn í Hálsþing 1817-1830. Jón og Guðrún fara 1831 „, Frá Fornast að Skriðu“ [Kb. Múl.] og árið eftir að Miðhvammi [Kb. Grenj.]. Þar eignast þau soninn Einar 13. sept. 1832 og fara með hann 1833 að Granastöðum [Kb. Grenj.], [Kb. Þór.]. Flytja þaðan 1834 að Sandi „ , 31, Bóndi frá Granastöðum í vinnumennsku að Sandi“ [Kb. Þór.] og eru þar á manntali 1835. Við þessar bókfærslur allar er Guðrún sögð Þuríðardóttir. Þau fara það ár að Höskuldsstöðum, en þá er Guðrún sögð Nóadóttir [Kb. Helg.]. Jón er bóndi á Höskuldsstöðum við manntölin 1840, 1845 og 1850. Fer þaðan ásamt konu sinni og Sigurlaugu dóttur þeirra 1851 að Björgum [Kb. Helg.], en þau eru 1855 á manntali í Ytritungu á Tjörnesi, þar sem Jón er vinnumaður, og koma þaðan 1856 að Hallbjarnarstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Hann kemur 1859 með Sæmundi syni sínum og Þórnýju frá Skógum í Öxarfirði að Narfastaðaseli „ , 56, sjálfs sín,“ [Kb. Ein.]. Jón dó úr holdsveiki hjá Sæmundi syni sínum á Stórulaugum 6. febr. 1865. Sjá um hann í [ÆÞ. I, bls. 415-416]. Sæmundur Jónsson kemur líklega í Skógarsel 1860, því hann er sagður eiga heima í Narfastaðaseli við hjónavígslu sína 17. okt. 1859, og er þar í sálnaregistri við lok þess árs. Hann er á manntali í Skógarseli 1860, ásamt konu sinni, föður og syni, „ , 25, G, húsmaður,“. Hans er getið í [MaÞ.] 1861 og 1862 í Skógarseli, fyrra árið í skránni „Búlausir tíundandi“, síðara árið á skrá yfir búlausa, en er „búandi á Stórulaugum“ við fæðingu Torfa sonar síns 8. júlí 1863; og faðir hans, sem deyr 6. febr. 1865 [Kb. Ein.], [ÆÞ. I, bls. 415, 416 og 422] er sagður deyja „hjá syni sínum á Stórulaugum“ [Kb. Ein.]. Hann er þó kominn aftur í Skógarsel við fæðingu Jóhannesar sonar síns 20. nóv. 1868 [ÆÞ. I, bls. 426]. Sæmundur er bóndi í Skógarseli 1870-1871, sjá nánar um hann síðar. Þórný Jónsdóttir, kona Sæmundar hér næst á undan, er á manntali í Skógarseli 1860. Ekki er annað vitað en hún fylgi manni sínum á þessum árum. Sjá nánar í [ÆÞ. I, bls. 415] og hér neðar, þegar Þórný verður húsfreyja í Skógarseli. Jón Sæmundsson, f. 14. maí 1860 í Skógarseli, sonur Sæmundar og Þórnýjar hér á undan, og er þar á manntali s. á. Sjá um hann hér neðar í búskapartíð Sæmundar. Guðrún Pétursdóttir kemur frá Hólum í Laxárdal að Skógarseli 1861 „ , 60, gift kona, “ [Kb. Ein.]. Kona Jóns Torfasonar hér á undan, f. 30. nóv. 1800 á Kambsmýrum, sjá [ÆÞ. I, bls. 415-416]. Flytur „ , 69, ekkja,“ frá Brekku að


365

Skógarseli 1870 [Kb. Ein.]. Sjá einnig um hana í búskapartíð Sæmundar hér neðar. Sigurlaug Jónsdóttir kemur 1861 að Skógarseli með Guðrúnu hér næst á undan „ , 18, dóttir hennar,“. Flytur frá Skógarseli að Þverá í Laxárdal 1862. Sigurlaug var fædd 17. okt. 1844, dóttir Jóns Torfasonar og Guðrúnar Pétursdóttur hér ofar, sem þá voru „hjón á Hömrum“ [Kb. Helg.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Höskuldsstöðum 1845 og 1850 og fer með þeim að Björgum 1851 og er með þeim á manntali í Ytritungu 1855. Kemur með þeim að Hallbjarnarstöðum í Reykjadal 1856. Aðalbjörg Sigríður Jósefsdóttir kemur í Skógarsel 1862 „ , 13, tökustúlka, “ frá Fossseli [Kb. Ein.]. Hún er fermd frá Skógarseli 29. maí 1864. Húsbændur sagðir Jóhannes og Guðrún. [Kb. Ein.]. Aðalbjörg Sigríður var fædd í Fossseli 31. des. 1849, voru foreldrar hennar hjónin Jósep Jósafatsson og Signý Einarsdóttir [Kb. Helg.] og er hún með þeim þar á manntali 1850 ásamt fjórum systkinum. Móðir hennar deyr 1860 og fer faðir hennar þ. á. að Lásgerði með tveim sonum sínum. Aðalbjörg Sigríður er á manntali í Fosseli 1860 „ , 10, Ó, tökubarn,“ hjá Sören og Hólmfríði. Aðalbjörg varð barnsmóðir Pétur Péturssonar, sjá [ÆÞ. I, bls. 292], sjá einnig um hana í kafla um Narfastaðasel. Aðalbjörg Sigr. fer 1877 ásamt Helga syni sínum „ 28, húsk. Frá Narfastaðaseli til Eyjafjarðar“ [Kb. Ein.]. Kristján Indriðason fer 1863 „ , 11, munaðarl dr., frá Skógarseli fram í Bárðardal.“ Virðist koma brátt aftur, því hann fer „ , 12, drengur, frá Skógarseli að Vogum“ 1864 [Kb. Ein.]. Kristján var fæddur á Litluströnd 15. jan. 1854 og eru foreldrar hans „Indriði og Ingibjörg, ógift vinnuhjú á Litluströnd“ [Kb. Mýv.]. Hann er í sálnaregistri á Höskuldsstöðum við árslok 1856, 1857 og 1859, „tökubarn“, þá með móður sinni og stjúpa sem þar búa 1859-1860. Kristján fer 1860 „ , 6, barn,“ frá Höskuldsstöðum að Presthvammi [Kb. Helg.]. Hann kemur 1862 „ , 10, tökubarn, kemur frá Mývatni að Hallb. st.“ [Kb. Ein.]. Kristján er vinnumaður í Baldursheimi skv. sálnaregistri við árslok 1872-1877 og 1881 [Sál. Mýv.] og er á manntali þar 1. okt. 1880 „ , 26, Ó, vinnumaður, “. Hann kvæntist 29. sept. 1882, þá vinnumaður á Lundarbrekku, Guðfinnu Ástríði Jóhannesdóttur vinnukonu þar [Kb. Lund.], og fer 1885 til Vesturheims frá Sveinsströnd, „ húsmaður, 31, “, ásamt konu sinni Guðfinnu Jóhannesdóttur, 21, og tveim sonum, Sveini, 2ja ára, og Ingólfi, 1 árs [Vfskrá]. Í [AlmÓTh. 1929, bls 46-47] er svo sagt um Kristján, þó ekki allt nákvæmt: „Kristján Indriðason Davíðssonar er fæddur 1855, móðir hans var Ingibjörg Andrésdóttir Sveinssonar, og ættuð úr Aðalreykjadal, en faðir, Indriði Davíðsson frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu og þaðan ættaður. Kristján ólst að mestu upp í Mývatnssveit - var 9 ár í Baldurshaga (svo). Hann kom að heiman 1885 til Winnipeg (....) Fyrri kona hans var Ástríður Jóhannesdóttir, ættuð úr Aðalreykjadal“. - „Frá því hjónabandi lifa tveir synir, Sveinn, bóndi við Elfros, Sask., og Jóhann Freeman“. Ingólfur, sonur Kristjáns og fyrri konu, í Foam Lake-byggð í Sask., deyr 27. okt. 1910 [AlmÓTh. 1911, bls. 98]. „Seinni kona Kristjáns var Guðrún Stefánsdóttir Jónssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur, nálægt Cavalier, N. Dakota.“ [AlmÓTh. 1929, bls. 47]. Sjá um móður Kristjáns og Guðfinnu Ástríði í kafla um Hörgsdal. Jón Finnbogason. Hann og kona hans eru „ , hjón í vinumennsku í Skógarseli“ þegar Herborg dóttir þeirra fæðist 1. okt. 1864 [Kb. Ein.]. Við manntalið 1816 er Jón á Reykjum „ , launbarn bóndans, 1,“ Finnboga Jónssonar, en um móðernið er nokkuð á huldu. Í [ÞinKV.] er móðir hans sögð Ingibjörg Jónsdóttir. Jón er á manntali í Presthvammi 1835, en 1840 er hann „ , 24, Ó,


366

vinnumaður“ á Grenjaðarstað. Jón kemur frá Syðrafjalli „ , 29, vinnumaður“ að Langavatni 1844 [Kb. Grenj.] og eignast soninn Jósafat með Ingibjörgu Jósafatsdóttur 3. okt. 1844. Kvænist Helgu Sveinbjarnardóttur 20. okt. 1845 og eru þau bæði á Langavatni á manntali þ. á. Þau eru víða, aðallega í vinnumennsku eða húsmennsku, áttu fjölda barna, auk lausaleiksbarna Jóns. Í Kasthvammi við manntalið 1850 er Jón vinnumaður, hann er bóndi á Daðastöðum 1855 og 1860 í Lásgerði, þar með Helgu og fjórum börnum. Þau fara frá Hólum í Reykjadal 1869 að Stórási með tveim börnum, sjá þar. Jón dó 13. des. 1878 „ , vmðr frá Einarsstöðum, 70 ára,“ úr lungnabólgu [Kb. Ein.]. Helga Sveinbjarnardóttir, kona Jóns hér næst á undan, sjá þar. Eignast dótturina Herborgu í Skógarseli 1864. Helga var dóttir Sveinbjarnar Sveinssonar og Ásnýjar Eiríksdóttur [ÆÞ. III, bls. 159-160]. Hún var fædd 10. apríl 1824 í Fagraneskoti [Kb. Múl.], fer þaðan 1844 að Langavatni og giftist þar Jóni 20. okt. 1845. Þau bjuggu á Daðastöðum og í Lásgerði, en voru annars víða í hús- eða vinnumennsku, m. a. í Kasthvammi, Hólum og í Stórási, sjá þar. Helga fer 1879 frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu með tveim börnum sínum og er þar á manntali 1880 „ , 56, E, vinnukona,“. Hún andaðist 16. des. 1888 „ , ekkja á Ingjaldsstöðum, 67, “ úr lungnabólgu [Kb. Ein.]. Herborg Jónsdóttir, f. 1. okt. 1864 í Skógarseli, dóttir Jóns og Helgu hér að ofan, eru foreldrar hennar þá „hjón í vinnumensku í Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Herborg kemur með foreldrum að Stórási 1869 og fer með þeim að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.]. Hún fer með móður sinni frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 15, Ó, vinnukona,“. Giftist Jónatan Ág. Jónatanssyni, bjuggu þau síðast í Tumsu, síðar nefnd Norðurhlíð. Dó þar 23. maí 1941. Sjá nánar um Herborgu og afkomendur hennar í [ÆÞ. IV, bls. 253257]. (Jakob Jónsson). Ókunnugt er mér, hvort einhver önnur börn Jóns og Helgu hafi verið með þeim í Skógarseli. Mjög líklegt er, að a. m. k. Jakob hafi verið þar, hann fer með foreldrum sínum frá Hólum að Stórási 1869. Jakob var fæddur í Lásgerði 16. nóv. 1860 [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum sínum og Herborgu frá Stórási að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.] og með móður sinni og Herborgu frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Jakob, þá vinnumaður á Grenjaðarstað, kvæntist 2. febr. 1885 Sigríði Ingigerði Sigurðardóttur, sem þá er 29 ára vinnukona í Múla. [Kb. Múl.]. Þau hjónin fara til Vesturheims frá Rauðuskriðu 1888 ásamt þrem börnum sínum [Kb. Múl].) Kristín Stefánsdóttir kemur 1865 frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Skógarseli „ , 17, systir h,“ [Kb. Ein.], [Kb. Helg., þar sögð ári yngri], ásamt bróður sínum, sjá hér að neðan. Kristín var fædd 30. maí 1849 í Víðirholti (síðar Stafnsholti), dóttir hjónanna Stefáns Björnssonar og Hólmfríðar Jóhannesdóttur [Kb. Skút.] og er þar með foreldrum á manntali 1850. Hún fer 1854 frá Heiðarseli að Skörðum með Jóni Jónssyni og Guðrúnu Sigurðardóttur [Kb. Eyjardalsárprk.] og er með þeim á manntali 1855 á Einarsstöðum í Reykjahverfi „ , 6, Ó, tökubarn,“. Hún fer þaðan 1856 til foreldra sinna á Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Helg.] og er með þeim þar á manntali 1860. Kristín giftist Jóni Egilssyni frá Sultum. Dó á Syðri-Bakka 9. maí 1922, sjá [ÆÞ. VII, bls. 207]. Sigurgeir Stefánsson, bróðir Kristínar hér að ofan, kemur 1865 „ , 15, ljettadr,“ [Kb. Ein.], [Kb. Helg. segir 14] frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Skógarseli. Sigurgeir var fæddur 8. júlí 1851 í Víðirholti (síðar Stafnsholti), þríburi, sonur Stefáns og Hólmfríðar [Kb. Skút.]. Hann fer 1854 „ , 3, tökubarn


367

frá Stafnsholti að Helgastöðum“ [Kb. Ein.], þar sem hann er á manntali 1855 „ , 5, Ó, fósturbarn,“ hjá Jörgen Kröyer presti. En 1860 er hann með foreldrum sínum og systkinum á manntali að Halldórsstöðum í Reykjadal „ , 10, Ó, þeirra sonur,“. Sigurgeir bjó í Parti og í Miðhvammi, þar sem hann dó 16. nóv. 1886, sjá [ÆÞ. VII, bls. 207]; sjá einnig um fjölmarga afkomendur hans á bls. 207258 í sömu bók.

Meðal landskunnra afkomenda Sigurgeirs má nefna Arnór og Eið Smára Guðjohnsen, svo og Benóný Arnórsson fyrrv. alþingismann, sem lengi var oddviti í Reykdælahreppi. Torfi Sigurbjörn Sæmundsson, sonur Sæmundar Jónssonar og Þórnýjar Jónsdóttur, sem eru komin aftur Skógarsel 1868. Í raun er ekki vitað með vissu, hvort hann kemur með þeim þangað, en allar líkur benda til þess. Sjá um Torfa hér neðar í búskapartíð Sæmundar og Þórnýjar í Skógarseli. Jóhannes Sæmundsson, f. 20. nóv. 1868 í Skógarseli, sonur Sæmundar Jónssonar og Þórnýjar Jónsdóttur, sem eru þá „hjón í vinnumennsku í Skógarseli.“ [Kb. Ein.], sjá hér nokkru neðar.

1870 - 1871: Sæmundur Jónsson og Þórný Jónsdóttir

Sæmundur og Þórný búa í Skógarseli þetta ár, meðan Jóhannes og Guðrún eru í próventustandi á Einarsstöðum. Sæmundur er eini gjaldandi fyrir Skógarsel í [MaÞ.] vorið 1871. Þau virðast vera áfram í Skógarseli til 1874 (líklega í húsmennsku, þá ekki getið í [MaÞ.]) en fara þá í Narfastaðasel. Sæmundur var fæddur 4. ágúst 1836 á Höskuldsstöðum, sonur hjónanna Jóns Torfasonar og Guðrúnar Pétursdóttur, sem getið er hér nokkru ofar [Kb. Helg.] og [ÆÞ. I, bls. 415]. Hann er þar með foreldrum sínum á manntali 1840, 1845 og 1850, en fer þaðan 1851 að Bakka á Tjörnesi [Kb. Helg.] þar sem hann er „ , 19, Ó, vinnumaður,“ við manntalið 1855. Kemur 1859 ásamt konuefni sínu frá Skógum í Öxarfirði að Narfastaðaseli „ , 25, Vinnum,“ [Kb. Ein.]. Þórný var fædd 17. nóv. 1834 á Fjöllum [ÆÞ. I, bls. 415], dóttir hjónanna Jóns Gottskálkssonar og Ólufar Hrólfsdóttur, er hún með þeim þar á manntali 1835 og 1840. Við manntalið 1845 er hún „ , 11, Ó, tökubarn,“ á Tóvegg hjá Torfa Gottaskálkssyni föðurbróður sínum og Elínborgu Guðmundsdóttur, þar er hún einnig við manntalið 1850, þá „ , 16, Ó, fósturdóttir,“. Hún er á manntali í Skógum í Öxarfirði 1855 „ , 21, Ó, vinnukona,“ og kemur þaðan 1859 að Narfastaðaseli eins og áður segir hjá Sæmundi. Sæmundur og Þórný voru gefin saman 17. okt. 1859, þá bæði 25 ára gömul í Narfastaðaseli [Kb. Ein.] og eru þar í sálnaregistri við lok þess árs. Þau er á manntali í Skógarseli 1860, ásamt Jóni syni sínum og Jóni föður Sæmundar. Þau búa í Narfastaðaseli frá 1874 og eru þar á manntali 1880 ásamt þrem sonum sínum og Guðrúnu móður Sæmundar, en 1890 á Hömrum, þar sem Sæmundur er vinnumaður, ásamt Kristjáni syni sínum. Sæmundur, þá vinnumaður á Stórulaugum, andaðist 9. okt. 1891, en Þórný á Fjöllum 22. maí 1902, sjá [ÆÞ. I, bls 415]. „Sæmundur Jónsson, Skógarseli, með konu og 4 börn“ [SÍV. bls. 87] er á lista Jakobs Hálfdanarsonar 25. febr.


368

1873 um „Fólkið, sem afráðið hefur að búast við Brasilíuflutningi í sumar ( . . ), sjá Norðanfara 12. mars 1873, nr. 15-16, 12. ár., bls. 41. Sjá nánar um Sæmund og skyldulið hans í [ÆÞ. I, bls. 414-429], og í kafla um Narfastaðasel.

Synir Sæmundar og Þórnýjar í Skógarseli 1870-1874:

Jón Sæmundsson, f. 14. maí 1860, eru foreldrar hans þá „hjón í vinnumennsku í Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann er þar á manntali s. á. Fermdur frá Skógarseli 24. maí 1874, og er ekki annað vitað en hann fylgi foreldrum sínum meðan þau eru í Skógarseli. Hann fer 1877 „ , 17, vmðr, Frá Helgastöðum að Grenjaðarstað“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1880 „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Sjá nánar um Jón í [ÆÞ. I, bls. 420-422] og í kafla um Narfastaðasel, þar sem hann bjó 1890-1910. Torfi Sigurbjörn Sæmundsson. Ekki hef ég fundið neinar heimildir um að Torfi hafi átt heima í Skógarseli, einungis má ráða það af líkum og af tölu barna sem faðir hans vill fara með til Brasilíu, sjá hér ofar. Torfi var fæddur 8. júlí 1863, voru foreldrar hans þá „hjón búandi á Stórulaugum“ [Kb. Ein.]. Líklega fer hann 1877 úr Narfastaðaseli í Múla, hann er þar á fólkstali 31. des. 1877 en ekki árið áður. En hvorki finnst hann burtvikinn úr Einarsstaðasókn né innkominn í Múlasókn. Hann er fermdur frá Múla 1878 og fer 1879 þaðan að Grenjaðarstað [Kb. Múl.] og er þar á manntali 1880 ásamt Jóni bróður sínum. Sjá um Torfa og fjölskyldu hans í [ÆÞ. I, bls. 422-426]. Dó á Birningsstöðum 21. maí 1939. Jóhannes Sæmundsson, f. 20. nóv. 1868, eru foreldrar hans þá „hjón í vinnumennsku í Skógarseli.“ [Kb. Ein.]. Fer vafalaust með foreldrum sínum í Narfastaðasel 1874, hann er þar með þeim á manntali 1880 „ , 11, Ó, sonur þeirra,“. Bjó í Krossdal, þar sem hann dó 30. ágúst 1926. Sjá í kafla um Narfastaðasel og [ÆÞ. I, bls. 426-428]. Friðrik Sæmundsson, f. 12. maí 1872, eru foreldrar hans þá „hjón í húsmensku í Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Fer að öllum líkindum með þeim í Narfastaðasel 1874 og er á manntali þar 1880 „ , 8, Ó, sonur þeirra,“. Fer 1883 „ , 10, vikadr.,“ þaðan að Grenjaðarstað [Kb. Ein.], kemur þaðan aftur að Narfastaðaseli 1884 „ , 12, léttasveinn,“ og fer 1885 „ , 13, ljettapilttur,“ aftur að Grenjaðarstað [Kb. Ein.] og er fermdur þaðan 30. maí 1886 [Kb. Grenj.]. Bóndi í Efrihólum. Sjá [ÆÞ. I, bls. 414-415] og um afkomendur á bls. 417-420 í sömu bók.

Jóhannes Sæmundsson

Skyldulið Sæmundar og Þórnýjar í Skógarseli 1870-1874:

Guðrún Pétursdóttir, móðir Sæmundar, kemur aftur í Skógarsel 1870 „ , 69, ekkja,“ frá Brekku [Kb. Ein.]. Líklega fer hún með syni sínum að Narfastaðseli 1874, hún er þar á manntali 1880 „ , 79, E, móðir bóndans,“. Dó 1. okt. 1885 „ , ekkja frá Narfastaðaseli, 85 ára“ [Kb. Ein.]. Sjá um Guðrúnu hjá Jóni manni hennar hér ofar og í [ÆÞ. I, bls. 415-416] og um afkomendur í sömu bók bls. 414-429.

Friðrik Sæmundsson


369

1871 - 1880: Jóhannes Guðmundsson og Guðrún Stefánsdóttir (í 2. sinn)/Guðbjörg Eiríksdóttir Jóhannes og Guðrún fara aftur að búa í Skógarseli 1871. Guðrún deyr þar 11. febr. 1872 [Kb. Ein.], og 21. júlí 1873 kvæntist Jóhannes öðru sinni ekkjunni Guðbjörgu Eiríksdóttur. Þau flytja með skylduliði sínu í Presthvamm 1880 [Kb. Ein.], þar sem Jóhannes deyr 3. júní þ. á. Jóhannes er einn gjaldandi fyrir Skógarsel í [MaÞ.] árin 1872-1880. Um Jóhannes og Guðrúnu sjá hér ofar í fyrri búskapartíð þeirra. Eins og áður segir, kvæntist Jóhannes að nýju 21. júlí 1873 Guðbjörgu Eiríksdóttur, sem þá er „ekkja á Skógarseli 33 ára.“ Guðbjörg kemur líklega í Skógarsel frá Daðastöðum, þar sem ætla má að hún hafi verið, þegar fyrri maður hennar, Jónatan Eiríksson „húsmaður giptur á Daðastöðum, 29 ára, flogaveikur fannst dauður á Hvammsheiði“ [Kb. Ein.] 18. júní 1871. Guðbjörg var fædd 12. febr. 1840 á Einarsstöðum og voru foreldrar hennar Eiríkur Eiríksson og Guðrún Jónsdóttir, hjón á Einarsstöðum [Kb. Ein.]. Hún er þar á manntali 1840, 1845 og 1850, síðasta árið „fósturbarn þeirra“ Jóns og Guðbjargar. Hún er fermd frá Hólum 1854 (fæðingardagur hennar þar rangur í kirkjubók, skráður er fd. systur hennar, sem þá var látin) og er þar á manntali 1855, þar sem Guðbjörg fósturmóðir hennar er þá einnig. Með Olgeiri Hinrikssyni eignast Guðbjörg 27. ágúst 1859 soninn Jón, síðar bónda á Höskuldsstöðum. Olgeir og Guðbjörg eru þá „ , hjú á Einarsstöðum beggja 1ta barneign.“ [Kb. Ein.]. Ekki virðist Jón vera á þeirra vegum, því hann er „ , 2, Ó, tökubarn,“ á Mýlaugsstöðum við manntalið 1860, en Guðbjörg þá vinnukona á Hallbjarnarstöðum. Jónatan Eiríksson var fæddur 16. nóv. 1842 og eru foreldrar hans Eiríkur Eiríksson og Guðlaug Reinaldsdóttir (dóttir áðurnefndra Reinalds og Steinvarar á Ingjaldsstöðum, skírð 25. 7. 1799, d. 29. jan. 1884 á Daðastöðum) „gift vinnuhjú á Hallbjarnarstöðum.“ [Kb. Ein.]. Jónatan er á manntali á Daðastöðum 1845 „ , 3, Ó, tökubarn, “. Jónatan og Guðbjörg voru gefin saman 29. júlí 1867 og eiga þá heima í Víðum, einnig í september s. á. þegar sonur þeirra fæðist, en á Daðastöðum í okt. 1870 þegar dóttir þeirra fæðist, sjá síðar. Eins og áður segir, fluttu þau Jóhannes og Guðbjörg í Presthvamm 1880 ásamt fjórum börnum sínum og tveim börnum hennar. Jóhannes er við úttekt á Skógarseli 24. maí það ár og deyr í Presthvammi 10 dögum síðar, 3. júní 1880, úr lungnabólgu [Kb. Grenj.]. En Guðbjörg flytur árið 1881 með sex börn sín og vinnufólk að Parti, þar sem hún giftist í þriðja sinn 3. jan. 1882 Jóhanni Jóhannssyni bónda þar, 45 ára. Jóhann er á manntali í Presthvammi 1880 „ , 43, Ó, vinnumaður,“ þá sagður fæddur „hér í sókn“ (en 1890, 1901 og 1910 í Húsavíkursókn). Þau Guðbjörg eignast soninn Jóhann Geir í Parti 17. febr. 1882 og fylgir hann foreldrum sínum fram að fermingu.


370

Þau Jóhann og Guðbjörg flytja með son sinn 1889 „frá Stórulaugum að Stað í Kinn“ [Kb. Ein.], þar sem þau eru á manntali 1890, vinnuhjú hjá Jóni Arasyni presti. Þau flytja með honum til Húsavíkur 1891, þaðan 1892 í Hrappsstaði í Kinn, þaðan 1893 að Varðgjá (Syðri) [Kb. Þór.]. Jóhann Geir er fermdur 24. maí 1896 [Kb. Gundarþ.] og virðist ekki fylgja foreldrum sínum eftir það. Guðbjörg flytur 1898 „ , vk., 58, Frá Vargjá að Syðriskál“ [Kb. Þór.] og aftur þaðan að Varðgjá 1899, og er þá Jóhanns getið með henni. Þau eru á manntali á Syðri Varðgjá 1. nóv. 1901. Koma 1906 „frá Litla Eyrarlandi að Leikskálaá syðri.“ [Kb. Þór.], [Kb. Grund.]. Þaðan flytjast þau 1908 að Kotungsstöðum [Kb. Þór.] til Jóhanns Geirs sonar síns, sem þá býr þar með fjölskyldu. Jóhann Geir flytur 1910 frá Kotungsstöðum að Veigastöðum [Kb. Hálss.], ásamt konu sinni og tveim dætrum, og búa þau þar til 1955 [Bybú, bls. 51]. Með þeim flytja þau Guðbjörg og Jóhann og eru þau á manntali á Veigastöðum 1910 með fjölskyldu Jóhanns Geirs og í sálnaregistri þar við árslok 1916. Eins og áður er getið deyr Jóhannes 3. júní 1880 „ , bóndi Presthv., 69 ára, Lungnabólga“ [Kb. Grenj.]. Guðbjörg deyr 18. júní 1917, að sögn Þjóðskrár á Einarsstöðum, en ekki er þess getið í [Kb. Grenj.]. Kirkjubók Laufássóknar frá þessum tíma er ekki komin í Þjóðskjalasafn. En [Svalb. bls. 162] og [Þjóðskrá] ber saman um dánardaginn. Guðbjörg var langamma Guðmundar Bjarnasonar fv. ráðherra, Jóns á Lyngbrekku og systra hans og Hauks Halldórssonar, fv. formanns Stéttarsambands bænda.

Börn Jóhannesar og Guðbjargar Eiríksdóttur, öll fædd í Skógarseli og fluttu með foreldrum sínum 1880 að Presthvammi og með móður sinni 1881 að Parti:

Sigurður Guðni Björn Jóhannesson, f. 9. apríl 1874. Fer „ , 11, ljettapiltur,“ 1885 „Frá Halld.st.Parti að Hrappstöðum í Ki(nn)“ [Kb. Ein.]. Er á manntali á Gvendarstöðum 1901, þar sem hann er sagður koma inn í Þóroddsstaðarsókn úr Kaupangssókn 1894. Hann er á manntali á Hálsi í Kinn 1920, ásamt konu sinni Kristjönu Marín Magnúsdóttur, f. 26. ágúst 1879 í Máskoti, d. 18. jan. 1923, og fimm börnum. Bóndi í Hólsgerði [Bybú, bls. 183] og á Hálsi í Kinn, sjá [Skú. bls. 101]. Sigurður deyr 31. júlí 1928 [Reykj. bls. 437 og Þjóðskrá]. Jóhannes Jóhannesson, f. 13. mars 1876. Hann fer 1889 „ , 13, unglingspiltur, frá Hallbjarnarstöðum uppí Mývatnssveit“ [Kb. Ein.], og er á manntali á Litluströnd 1890 „ , 14, Ó, vinnupiltur“. Er á manntali á Breiðumýri 1920 „ , vinnumaður, Ó,“ og í Haganesi 1930 „ , leigjandi, landbún.“. Í Þjóðskrá 1974 er Jóhannes til heimilis á Veigastöðum, en á heima að Smáratúni á Svalbarðseyri þegar hann deyr 16. jan. 1975 [Skrá Hagstofu yfir dána]. (Til athugunar er, að fæðingardagur Jóhannesar er rangur í manntölum og skrám eftir 1920, en í manntali þ. á. er hann réttur). Jóhannes var ókvæntur og barnlaus. Jóhannes var í Skógarseli í búskapartíð Árna Jakobssonar vorið 1927, þar sem hann atti kappi við Manga í Seli við dorgveiði á Engivatni. Garðar Jak. segist muna eftir að bróðir hans kom með silung úr Engivatni í Hóla, sem átti rætur að rekja til veiðikappsins. - Var uppnefndur „Jói stjóri“. Guðbjörg Jóhannesdóttir, f. 22. sept. 1877. Hún fer 1887 „ , 9, til kennslu, Frá Stórulaugum að Þingmúla“ og kemur 1891 „ , 14, sveitarb., frá Þingmúla


371

að Hallbjarnarst.“, þaðan sem hún fer 1895 „ , 17, mállaus, á sveit,“ „Frá Hallbjarnarstöðum til kennslu að Stóra-Hrauni“ [Kb. Ein.]. Guðbjörg er á manntali á Stóra-Hrauni 1. nóv. 1901 „ , hjú, 24,“ sögð „daufdumb“ í athugasemd. Sjá um sr. Ólaf Helgason heyrnar- og málleysingjakennara í [Guðf., bls. 246-247]. Guðbjörg flytur 1903 „ , hjú, 24,“ frá „Stórahrauni til Akureyrar.“ [Kb. Stokkseyrars.], en er meðal innkominna í Grundarþingum þ. á., frá Stórahrauni að Eyrarlandi. Engin skrá er til yfir burtvikna úr Grundarþingum árið 1904. Guðbjörg virðist koma með Sigurbirni hálfbróður sínum og fjölskyldu hans frá Austarikrókum að Skuggabjörgum árið 1907 (þá reyndar sögð Jónatansdóttir), og fer með þeim 1908 að Bárðartjörn [Kb. Lauf.]. Hún kemur aftur í Laufássókn 1909 (þá Jóhannesdóttir) „ , 29, vinnuk.“ frá Bárðartjörn að Þverá, þar sem hún er á manntali 1910. Hún fer 1911 „ , vk., 31,“ frá Þverá að Draflastöðum og þaðan 1915 að Veigastöðum [Kb. Hálss.], þar sem móðir hennar, stjúpfaðir og hálfbróðir eiga þá heima, og er þar í sálnaregistri í nóvember þ. á. Guðbjörg er á manntali á Strandgötu 43 á Akureyri 1920 „ , hjú, Ó,“ sögð „daufdumb“ í athugasemd, og á Norðurgötu 9 á Akureyri 1930 „leigjandi, verkakona,“ sögð koma þangað úr Eyjafjarðarsýslu 1919. Hún deyr 21. júlí 1967 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, síðast til heimilis í Sveinbjarnargerði [Þjóðskrá, Skrá yfir dána]. Guðbjörg var ógift og barnlaus. Sigurgeir Jóhannessson, f. 31. des. 1878. Deyr 4. nóv. 1884 „ , barn frá Halldórsstöðum,“ [Kb. Ein.].

Börn Guðbjargar Eiríksdóttur og Jónatans Eiríkssonar fyrsta manns hennar, flytja með móður sinni og stjúpföður frá Skógarseli að Presthvammi 1880, og með móður sinni að Parti 1881:

Sigurbjörn Jónatansson, f. 24. sept. 1867 í Víðum, eru foreldrar hans þá „hjón búlaus í Víðum“ [Kb. Ein.]. Fer 1884 „ , 17, vinnum.“ frá Stafnsholti að Þóroddsstað [Kb. Ein.]. Sigurbjörn er vinnumaður í Garði í Fnjóskadal við manntalið 1901, þá staddur í „Salthúsi“ hjá Skeri í Grýtubakkahr. „ , vinnum., við sjó, 32,“. Hann fer frá Þverá í Dalsmynni að Austarikrókum 1906, ásamt konu sinni Jónu Steinunni Einarsdóttur, og Friðrúnu Sigríði dóttur þeirra. Þau koma árið eftir frá Austarikrókum að Skuggabjörgum, og fara þaðan 1908 að Bárðartjörn [Kb. Lauf.], þar sem þau eru í húsmennsku til 1910 [Bybú, bls. 80]. Þau eru á manntali í Brekku í Þönglabakkasókn 1910 ásamt þrem dætrum, en flytja þaðan 1916 í Flatey [Kb. Þöngl.]. Jóna Steinunn, sem var fædd 1. sept. 1878 í Glaumbæjarseli, dóttir Einars Jónssonar og konu hans Solveigar Jakobínu Helgadóttur [Kb. Ein.], er „ , 12, Ó, fósturbarn“ í Fremstafelli við manntalið 1890. Hún er á manntali hjá Sigurði mági sínum á Hálsi í Kinn 1920 „ , húskona, kaupakona, saumakona, G,“. Með henni er Guðbjörg, dóttir hennar, fædd 1910. Ekki finnst Sigurbjörn á manntali í Flatey 1920. Hann deyr 21. okt. 1954 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri [Þjóðskrá]. Guðlaug Jónatansdóttir, f. 27. okt. 1870 á Daðastöðum. Fer 1886 „ , 15, léttast.“ frá Öndólfsstöðum að Rauðá [Kb. Ein.], þar sem hún deyr 21. ágúst 1886 „ , Ógipt á Rauðá, 15.“ [Kb. Þór.].


372

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Jóhannesar og kvenna hans 1871-1880:

Sæmundur Jónsson og skyldulið hans er í Skógarseli til 1874, sjá um það hér ofar. Kristín Kristjánsdóttir kemur 1872 „ , 31, gipt kona, “ frá Hafralækjarseli að Skógarseli [Kb. Ein.]. Kristín var fædd 30. okt. 1835, voru foreldrar hennar „Kristján Vigfússon bóndi á Finnstöðum Faðir, enn Móðir Elíná Árnadóttir í Glaumbæ“ [Kb. Ein.]. Kristín er með foreldrum sínum á manntali á Finnstöðum 1840 „ , 6, Ó, barn hjónanna“ Kristín er á manntali í Nesi 1860 ásamt manni sínum Magnúsi Jónssyni „ , 25, G, kona hans,“ og fjórum börnum þeirra og móður sinni. Þau hjónin eru á fólkstali í Hafralækjarseli 31. des. 1871 ásamt þrem (öðrum) börnum [Sál. Múl.]. Virðist heimilið leyst upp 1872. En þau hjónin eru á manntali í Máskoti 1880 ásamt ársgamalli dóttur, bæði í vinnumennsku, en fara með hana þaðan að Þverá í Laxárdal 1881 [Kb. Ein.]. Kristján Hallsson kemur 1874 „ , 56, vmðr, neðan úr Aðaldal að Skógarseli“ [Kb. Ein.] ásamt konu sinni og dóttur. Koma þau líklega í stað Sæmundar og skylduliðs hans, sem þá fer í Narfastaðasel. Kristján var fæddur 8. sept. 1817 í Öxnafellskoti í Möðruvallasókn, voru foreldrar hans „Hallr Hallsson vinnumaður á Stóraeirarlandi ógiptur. Guðrún Ólafsdóttir húβkona á Yxnafells koti ógipt“ [Kb. Möðruv.]. Guðrún flytur árið eftir að Syðra Laugalandi, en Kristján „ , 1, barn á hrepp“ „að Holti í Saurbæar Sókn“ (Holt var í Grundarkirkjusókn!). Á manntali í Holti 1835 er „Christján Hallsson, 19, Ó, vinnumaður“ og fer hann 1836 „ , frá Holti að Kambi“ [Kb. Grund.], [Kb. Munk.], en finnst ekki burt vikinn þaðan. Kristján kvæntist 23. okt. 1840, þá „22ia ára. Vinnumaður í Garði í Aðaldal.“, Rósu Indriðadóttur, sem þá er „242/3 ára heimasæta á Þverá í Reykjahverfi.“ [Kb. Grenj.]. Hann kemur ásamt konu sinni og syni 1842 „ , 25, vinnum., frá Þverá að Stórulaugum“ [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali á Laugarhóli 1845, einnig 1850 með þrem börnum, þar sem Kristján er sagður bóndi. Þau flytja 1854 ásamt fjórum börnum að Hafralæk [Kb. Ein.], eru á manntali í Kasthvammi 1855 og koma inn í Kvíabekkjarsókn 1856 „frá Kasthvammi að Vatnsenda ásamt börnum sínum.“ (líkega þremur) [Kb. Kvíab.s.] og fara úr þeirri sókn 1859. Kristján er á manntali í Ystahvammsgerði 1860 „ , 43, G, bóndi,“ ásamt konu sinni og þrem dætrum. Fer 1868 frá Kasthvammi að Hólmavaði ásamt konu sinni og Ólöfu dóttur þeirra [Kb. Grenj.]. Ekki er mér kunnugt hvenær Kristján fer úr Skógarseli, en hann fer 1879 „ , 60, vmðr, frá Stórulaugum að Garði“ [Kb. Ein.] en fer að Presthvammi 1880 [Kb. Múl.], þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 61, G, vinnumaður,“. Rósa Indriðadóttir, kona Kristjáns hér að ofan, kemur 1874 „ , 58, kona hs, “ með honum að Skógarseli. Rósa var fædd í febrúar 1814, voru foreldrar hennar Indriði Illugason og Rósa Guðmundsdóttir á Þverá í Reykjahverfi [Kb. Grenj.]. Hún er með þeim á manntali á Þverá 1816 ásamt fjórum eldri systrum, þar er hún með foreldrum 1835, einnig 1840, þá „ , 25, G, hans dóttir, vinnukona“. Sjá um giftingu hennar og feril hér næst á undan hjá Kristjáni. Ekki er mér kunnugt hve lengi Rósa er í Skógarseli, en hún fer 1878 „ , 60, húsk. frá Stórulaugum að Núpum“ [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Geirbjarnarstöðum 1880 „ , 66, Ó, húskona,“ ásamt Ólöfu dóttur sinni. Deyr 27. apríl 1895 „hreppsóm. frá Kotamýri, 81, Ellihrumleiki“ [Kb. Grenj.].


373

Ólöf Kristjánsdóttir, dóttir Kristjáns og Rósu hér að ofan, kemur með þeim 1874 „ , 19, dóttir þr,“ að Skógarseli. Fer þaðan 1875 „ , 19, vi{nu}, frá Skógarseli til Eyjafjarðar.“ [Kb. Ein.], [Kb. Kaup.] segir „ , frá Skógarseli að Litlaeyrarlandi.“ Ólöf var fædd 22. sept. 1856, voru foreldrar hennar þá „gift vinnuhjú á Vatnsenda“ í Ólafsfirði [Kb. Kvíab.s.]. Fer með þeim úr þeirri sókn 1859, en ekki er ljóst hvert. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Ystahvammsgerði 1860. Fer með foreldrum sínum 1868 „ , 11½, dóttir þeirra,“ frá Kasthvammi að Hólmavaði og 1880 frá Grenjaðarstað að Geirbjarnarstöðum [Kb. Grenj.], þar sem hún er á manntali þ. á „ , 23, Ó, vinnukona,“ er móðir hennar þar þá einnig. Sigurjón Björnsson kemur 1875 „ , 26, vmðr, úr Mývatnssv. að Skógasel.“ [Kb. Ein.]. Sigurjón var fæddur 5. júní 1848 og voru foreldrar hans „Björn Björnsson á Árbakka, Guðrún Þorkelsdóttir að Garði, ógipt“ [Kb. Mýv.]. Faðir hans kemur þ. á. „ , 24, vinnumaðr,“ frá „Hrappst. í Kinn að Árbakka“ en móðir hans, einnig 1848, „ , 19, Dóttir konunnar“ (þ. e. Hallfríðar Magnúsdóttur, 48) „ , frá Hrappstöðum í Kinn að Garðe“ [Kb. Mýv.]. Sigurjón er á manntali á Árbakka 1850, þar eru þá einnig foreldrar hans vinnuhjú, þá bæði bæði ógift, en giftust 14. okt. s. á. [Kb. Skút.]. Sigurjóns er getið í [ÆÞ. II, bls. 245], þar sem fjallað er um vafasamt faðerni hans. Ferill hans er rakinn bæði í kafla um Árbakka og Víðasel. Hann kvæntist 3. júlí 1876 „vmaður á Skógarseli 27 ára“ Kristínu Sigríði Einarsdóttur „vkona sama staðar.“ [Kb. Ein.]. Þau Sigurjón og Kristín eru „hjón á Máskoti“ við fæðingu sonar 16. ágúst 1877 [Kb. Ein.]. Líklega fara þau að Víðaseli 1878, þar deyr sonur þeirra 30. sept. 1878. Þau fara 1879 „frá Víðaseli til Mývatns“. Þau koma 1880 með Jón son sinn að Stafnsholti og eru þar á manntali þ. á. en flytja 1881 „Frá Stafnsholti að Hofstöðum“ [Kb. Mýv.]. Þau fara 1883 „Frá Árbakka í Hrappstaði“ [Kb. Mýv.]. - Í [Kb. Lund.] er Sigurjón sagður koma 1883 með Jón frá Grænavatni, en S. Kristín árið eftir „ , frá Mývatni að Hrappstöðum“. Þar eignast þau hjónin dótturina Ólöfu Jakobínu 25. nóv. 1884 [Kb. Lund.]. Þau flytja með hana 1885 „ , frá Hrappstöðum að Húsavíkurbakka“ og eru á manntali á Gautsstöðum á Húsavík 1890, þar sem Sigurjón er sjómaður. Þau eru öll þrjú á manntali í Hátúni á Húsavík 1901 og Sigurjón er á manntali í Holti á Húsavík 1920.

Sigurjón Björnsson

Kristín Sigríður Einarsdóttir kemur 1876 „vkona, úr Mývatnssveit að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Sigríður Kristín var fædd 9. mars 1842, dóttir Einars Gamalíelssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur, sem þá voru „hión að Haganese“ [Kb. Mýv.]. Hún flytur 1843 „ , 11/2 , fósturbarn, frá Haganesi að Hólum“ í Reykjadal og er þar á manntali 1845 með fósturforeldrunum Jóhannesi Jóelssyni og Sigríði Sigurðardóttur „ , 3, Ó, tökubarn,“. Þar búa þá einnig foreldrar Sigríðar Kristínar með þrem öðrum dætrum sínum, en þau flytja aftur í Haganes 1848. En Sigríður er áfram í Hólum á manntali 1850 „ , 8, Ó, fósturbarn,“ og á Rauðá 1855 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en 1860 er hún á Narfastöðum „ , 19, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1868 „ , 26, vinnukona, frá Úlfsbæ að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Sigríður Kristín (þá raunar nefnd Kristín Sigríður) giftist Sigurjóni Björnssyni hér næst á undan 3. júlí 1876. [Kb. Ein.], sjá um þau hjá Sigurjóni. Halldóra Sigurðardóttir fer 1876 „ , 16, vstúlka, frá Skógarseli að Geitafelli“ [Kb. Ein.], [Kb. Grenj.] en kemur aftur 1878 að Hjalla [Kb. Grenj.]. Halldóra var fædd 17. maí 1860 í Víðirkeri, dóttir Sigurðar Eiríkssonar og Solveigar Jóhannsdóttur, sem þá eru þar ógift vinnuhjú. Sigurður var sonur Guðlaugar Reinaldsdóttur, en Solveig dóttir Jóhanns og Rósu frá Skógarseli. Halldóra flytur til föður síns að Árbakka 1861 og þaðan með honum að Víðum 1863.

Halldóra Sigurðardóttir


374

Hún er fermd frá Einarsstaðakirkju 24. maí 1874 (þá á Daðastöðum). Hún er „ , 20, Ó, vinnukona,“ á Gautlöndum við manntalið 1880. Fer 1890 frá Múla að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Fjall.], [Kb. Múl], þar sem hún er á manntali þ. á. Halldóra „bústýra á Grímsstöðum 36 ára“ giftist 30. sept. 1897 Kristjáni Sigurðssyni, sem þá er „sjálfseignarbóndi á Grímsstöðum 43 ára.“ [Kb. Fjall.]. Halldór Jensson kemur 1877 „ , 49, vmðr, frá Svalbarðsströnd að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Fer til Vesturheims frá Skógarseli 1878 [Kb. Ein.], [Vesturf.] ásamt konu sinni, tveim börnum þeirra og dótturinni Önnu Sigríði, sjá hér neðar. Halldór var fæddur á Ingjaldsstöðum 7. ágúst 1826, eitt af 14 börnum Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og Guðrúnar Finnbogadóttur [Kb. Ein.] og [ÆÞ. II, bls. 256-258]. Hann er á manntali á Ingjaldsstöðum með foreldrum og systkinum 1835, 1840 og 1845. (en ekki 1850). Fyrri kona Halldórs var Kristín Benjamínsdóttir, oft í skrám nefnd Hansdóttir. Þau eru á manntali á Stórasandfelli 1860, þar sem Halldór er húsmaður, ásamt þrem börnum og fara frá Mýrum í Skriðdal 1869 að Lásgerði [Kb. Ein.], [Kb. Hallormsst.] og þar deyr Kristín 15. sept. 1874 [Kb. Ein.]. Halldór fer frá Lásgerði að Meðalheimi á Svalbarðsströnd 1876 [Kb. Ein.], [Kb. Glæs. (Svalb.)]. Hann er sagður „ekkill á Láfsgerði“, þegar hann kvænist aftur 25. júní 1878 Sigurbjörgu Friðfinnsdóttur [Kb. Ein.], sjá hér næst á eftir. Sjá nánar um Halldór í [ÆÞ. II, bls. 256-258] og í Árbók Þingeyinga 2003, bls. 43-59. (Sigurbjörg Friðrika Friðfinnsdóttir, síðari kona Halldórs hér að ofan, fer með honum, börnum þeirra og Önnu Sigríði til Vesturheims frá Skógarseli 1878 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Hún virðist koma í Skógarsel frá Lásgerði, sjá hér að neðan um fæðingu barna. (Hygg þó að hér sé um ónákvæmni í bókhaldi að ræða, hún og börn þeirra Halldórs hafi ekki í reynd flutt í Skógarsel, má m. a. ráða það af bókuninni á giftingu þeirra.) Sigurbjörg Friðrika var fædd 23. mars 1843 á Vaði, dóttir Friðfinns Finnbogasonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá eru „hjón á Vaði“ [Kb. Helg.]. Hún er með þeim þar á manntali 1850 „ , 7, Ó, barn þeirra,“ en þau fara þaðan þ. á. að Mýlaugsstöðum [Kb. Helg.] og er hún þar á manntali 1855, einnig 1860 „ , 18, Ó, þeirra barn,“. Þetta mun vera sú Friðrikka Sigurbjörg, sem kemur vinnukona að Árbakka 1867, sjá þar. Sigurbjörg kemur 1870 „ , 26, vinnukona, Kom frá Laxamýri að Höskuldsstöðum til foreldra sinna vanfær og ól hér barnið í sumar“ [Kb. Helg.]. Barnið, Snjólaug Pálsdóttir, f. 20. ágúst 1870, „Faðir lýstur og hefur geingist við faðerni Páll Jónsson vinnumaður giptur á Laxamýri og móðir Sigurbjörg Friðr. Friðfinnsdóttir á Höskuldsstöðum, beggja 1ta Lausaleiksbrot. Faðirinn giptist síðar.“ [Kb. Helg.]. Snjólaug dó 29. maí 1871 „ , Úngbarn óegta borið á Höskuldsstöðum, á 1ta ári, Andarteppuveiki“ [Kb. Helg.]. Sigurbjörg flytur 1872 frá Höskuldsstöðum að Stórulaugum [Kb. Helg.] og eignast þar dótturina Guðrúnu Sigurveigu Jóhannsdóttur 1. júlí 1872, hún „lýsir föður að því vinnum. Jóhann Jóhannsson á Kálfaströnd, sem gékkst við því.“ [Kb. Ein.]; fer Guðrún Sigurveig „ , 5, ómagi,“ 1877 að Presthvammi [Kb. Ein.] og deyr þar 13. mars 1880 „ , hreppsbarn frá Presthvammi, 8 ára, Innanmeinsemd“ [Kb. Grenj.]. Sjá [ÆÞ. II, bls. 257-258].) (Kristján Halldórsson, f. 24. sept. 1875 í Lásgerði, sonur Halldórs og Sigurbjargar hér að ofan („bóndi á Láfsgerði“ og „bústýra samast.“ [Kb. Ein.]), fer með þeim til Vesturheims frá Skógarseli 1878, 3 ára [Kb. Ein.], [Vfskrá].) (Kristbjörg Halldórsdóttir, f. 29. jan. 1878 í Lásgerði, dóttir Halldórs og Sigurbjargar hér að ofan („ , hann vmðr á Skógarseli, hún húsk. á Láfsgerði“


375

[Kb. Ein.]), fer til Vesturheims frá Skógarseli 1878 „ 0, “ [Vfskrá], „ á 1 “ [Kb. Ein.].) Anna Sigríður Halldórsdóttir, dóttir Halldórs hér nokkru ofar, kemur 1877 „ , 17, dóttir hs, frá Auðnum að Skógarseli“ [Kb. Ein.], ([Kb. Grenj.] segir „ , 16, vk.“). Fer með föður sínum og öðru skylduliði hans þaðan til Vesturheims 1878 „ , 18, dóttir hs,“ [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Anna Sigríður var fædd 16. júní 1860, voru foreldrar hennar þá „hjón í húsm: Stórasandfelli“ [Kb. Vallaness.] og er hún þar með foreldrum á manntali um haustið. Anna Sigríður kemur 1869 „ , 10, hreppsbarn, Kom að austan frá Mýrum í Skriðdal að Stórulaugum.“ [Kb. Ein.]. Hún er fermd á hvítasunnudag 16. maí 1875 [Kb. Ein.], heimilisfangs ekki getið. Fer 1876 „ , 15, vstúlka,“ frá „Láfsgerði að Auðnum“ [Kb. Ein.]. Guðmundur Jónsson (ralli) (svo!) kemur 1879 „ , vmðr, úr Axarfirði að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann á manntali á Hjalla 1880 „ , 46, G, húsbóndi, búandi,“ kvæntur Hallfríði Kristjánsdóttur (Hallssonar, sjá allmiklu ofar) ásamt tveim sonum þeirra. Í [ÆÞ. II, bls. 240] er getið Guðmundar ralla, en sá er Guðmundsson, sagður fæddur 5. sept. 1868, má dæma hann úr leik hér. Guðmundur var fæddur 21. okt. 1833, voru foreldrar hans Jón Guðmundsson og Guðrún Guðmundsdóttir „hjón á Kelduskógum“ [Kb. Berufj.]. Hann er fermdur frá Kelduskógum 1848 „vel gáfaður og ágætlega kunnandi og skiljandi lærd:bók:“, virðist faðir hans þá dáinn. Hann er á manntali í Kelduskógum 1850 „ , 17, Ó, barn ekkjunnar,“ og vinnumaður þar 1855 hjá mági sínum, en 1860 er mágur hans látinn en Sigríður systir hans fyrir búi og er Guðmundur „ , 27, Ó, fyrirvinna, bróðir hennar,“ þar er móðir þeirra þá einnig. Guðmundur er burtvikinn úr Berufjarðarprk. 1865 „ , 32., bóndi, frá Keldusk. að { .. }arst.“ og er mér ekki unnt að lesa bæjarnafnið. Einhver Guðmundur Jónsson kemur 1870 frá Halldórsstöðum að Bjarnastöðum í Bárðardal og fer þaðan 1871 „ , 33, vinnumaður, frá Bjarnastöðum á Tjörnes“ [Kb. Lund.], hans er getið í [Kb. Hús.], sagður fara að Máná og Ytritungu. Enn kemur Guðmundur Jónsson 1873 „ , vinnumaður, 50,“ frá Grásíðu að Máná. Aldur kemur illa heim og er ekki öruggt að um sama Guðmund sé hér að ræða. Guðmundur kvæntist 21. maí 1875 Hallfríði Kristjánsdóttur, eru þau þá bæði í vinnumennsku í Saltvík [Kb. Hús.]. Mánuði áður hafði Hallfríður verið dæmd til að skilja við fyrri mann sinn Jóhannes Tómasson, sjá í kafla um Hörgsdal, einnig í [ÆSiÞ. bls. 41]. Guðmundur og Hallfríður eignast soninn Sigurð Tryggva 5. júní 1875, er sagt um foreldrana „ , nú í Sigmundarbæ“ [Kb. Hús.]. Þau koma öll þrjú inn í Skinnastaðasókn 1876 „Frá Svínadal í Ferjubakka“ en ekki finnst þeirra getið í [Kb. Garðss.]. Þeim fæðist annar sonur, Jósef Sófonías, 17. júlí 1878, þá „bæði í húsmensku í Árholti“og flytja þaðan 1879 „Frá Árholti inn í Reykjadal“ [Kb. Skinn.]. Fer Guðmundur að Skógarseli, Sigurður Tryggvi fer „ , 4, tökub., frá Axarfirði að Lásgerði“ en Hallfríður kemur 1880 með Jósef Sófonías „ , 35, til manns hnar, frá Kinn að Hjalla“ [Kb. Ein.], þar sem þau eru á manntali þ. á. eins og áður segir. Þau fara öll fjögur 1881 „frá Hjalla til Berufjarðar“ [Kb. Ein.]. Úr Berufjarðarprk. flytja þau 1883 „frá Fossgerði að Hallfríðarstöðum í Túngu“. Hallfríður deyr 6. júlí 1886 „ , gipt kona í Blöndugerði, 40 ára“ [Kb. Kirkjub.]. Þar í sókn er þá engin skrá yfir burtvikna (byrjar 1889) og finn ég ekki Guðmund eða syni hans á manntali þar 1890.


376

Sigurður Jónsson fer 1880 „ , 39, vmðr, frá Skógarseli til Fnjóskadals“ [Kb. Ein.] ásamt Sigríði hér næst á eftir og Sigurði Árna syni þeirra. Sigurður kemur 1876 „ , 35, Húsmaðr, úr Eyjafirði að Parti“ („ , 34 tómthúsmaður, frá Akureyri að Parti“ [Kb. Ak.]) ásamt Sigríði og Sigurði Árna, sjá hér á eftir. Ekki finnst þessa fóks getið meðal innkominna í Hálsprk. 1880, en á manntali í Skógum þ. á. er Sigurður Jónsson „ , 37, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur „hér í sókn“. Þar er fæddur Sigurður Jónsson 27. ágúst 1842, voru foreldrar hans „Jón giptr Árnason vinnum: á Þaunglab: og Guðrún Jónsdóttir ógipt vinnuk: á Sigríðarstöðum.“ [Kb. Hálsþ.] og er hann á manntali í Austarikrókum 1845 „ 4, Ó, tökubarn,“. Hann hverfur þó af sjónarsviðinu, finnst hvorki á manntali, látinn né burtvikinn næstu árin. Sigríður Einarsdóttir fer 1880 „ , 47, concubina eju“ (svo!) [Kb. Ein.] frá Skógarseli til Fnjóskadals með Sigurði hér næst á undan. Hún kemur 1880 „ , 45, húskona, frá Skógarseli að Akureyri“ [Kb. Ak.] ásamt Sigurði Árna, en Sigurðar er þar ekki getið. Sigríður var fædd 17. ágúst 1833, voru foreldrar hennar Einar Einarsson og Anna Helgadóttir „híón búandi á Auðnum“ [Kb. Kvíab.s.]. Hún er á manntali á Auðnum 1835 ásamt foreldrum og fimm eldri systkinum og 1845 í Brimnesi í Kvíabekkjarsókn ásamt foreldrum „ , 13, Ó, barn hjónanna,“. Þar er hún einnig á manntali 1850 með föður sínum og bróður, en þá er móðir hennar látin. Sigríður fer 1851 „ , 18, vinnukona, frá Brimnesi að Stóra Eirarlandi“ [Kb. Kvíab.s.]. Hún giftist 24. maí 1856 Vigfúsi Stefánssyni „hjá foreldrum sínum á Barði 21. árs“ [Kb. Hrafn.]. Þau eignuðust a. m. k. tvær dætur, Guðrúnu Önnu og Vilhelmínu. Vigfús andaðist 27. mars. 1860 „ , 24½, kvongaður húsmaður frá Barði, þáði af sveit“ [Kb. Hrafn.]. Sigríður er á manntali á Barði 1860 ásamt Vilhelmínu „ , 27, E, húskona, ýmis handbjörg,“ en Guðrún Anna er þá einnig á Barði hjá afa sínum og ömmu. Sigríður eignast 1874 soninn Sigurð Árna, sjá hér næst á eftir, með Sigurði Jónssyni. Þau flytja öll þrjú 1876 að Parti [Kb. Ak.], [Kb. Ein.]. Sigríður er á manntali á Akureyri 1880 (Gilið, 8. heimili) „ , 45, E, húskona,“ ásamt Sigurði Árna syni sínum. Ekki finn ég hana á manntali 1890, og burtviknir enda á Akureyri 1888. Líklega er það sú Sigríður Einarsdóttir sem deyr 23. sept. 1891 „ , ekkja frá Eyrarlandi, 57.“ [Kb. Ak.]. Sigurður Árni Sigurðsson fer 1880 „ , 7, son þra“ með foreldrum sínum hér að ofan frá Skógarseli til Fnjóskadals [Kb. Ein.]. Hann kemur 1880 með móður sinni til Akureyrar „ , 5, barn hennar, frá Skógarseli að Akureyri“ [Kb. Ak.] og er með henni þar á manntali þ. á. Sigurður Árni var fæddur 7. okt. 1874, voru foreldrar hans „Sigurður Jónsson, ógiptur maður, og Sigríður Einarsdóttir, ekkja, bæði nú sem stendur dveljandi á Akureyri.“ [Kb. Ak.]. Hann fer með foreldrum sínum að Parti 1876. Sigurður Árni var fermdur á Akureyri 1889. Ekki finn ég hann þar á manntali 1890. Burtviknir enda þar 1888. Skv. [Byggðir Eyjafjarðar 1990] býr hann á Dagverðareyri árið 1900 og 1904-1914 á Blómsturvöllum, d. 11. ágúst 1946. Er á manntali á Þyrnum í Lögm.hl.sókn 1930 „ , húsb., verkamaður,“ ásamt s. konu og dóttur.

1880 - 1882: Andrésdóttir

Jóhannes

Sigurðsson

og

Sesselja

Jóhannes og Sesselja eru á manntali í Skógarseli 1. okt. 1880. Þau koma þangað þá um vorið, líklega frá Halldórsstöðum í Reykjadal, þar sem Hjálmar sonur þeirra er fæddur 1879. Jóhannes er gjaldandi þinggjalda í Skógarseli 1881 og 1882 skv. [MaÞ.].


377

Um búferlaflutninga Jóhannesar og Sesselju þegja kirkjubækur eins og um næstu ábúendur í Skógarseli, því þeir fara fram innan sóknar. Þau eru líklega á Helgastöðum 1882-1883, Jóhannesar er þar getið í [MaÞ.] 1883 á skrá yfir húsmenn og vinnumenn.

Jóhannes var fæddur 19. jan. 1840 í Sultum, sonur Sigurðar Sveinssonar og Guðbjargar Daníelsdóttur [ÆÞ. III, bls. 131-132 og 138-142]. Hann er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1845 og 1850, en 1855 er hann á manntali á Ávegg hjá Páli og Margréti systur Jóhannesar „ , 16, Ó, léttadrengur,“ en þar eru foreldrar hans þá einnig. Jóhannes er með foreldrum á manntali á Tóvegg 1860, þar sem þau búa þá. Sesselja var fædd 29. des. 1851 í Fagranesi, dóttir Andrésar Ólafssonar og Sesselju Jónsdóttur [ÆÞ. III, bls. 138]. Hún er þar á manntali með foreldrum og sex systkinum 1855 og 1860. Hún fer 1868 „ , 16, vinnukona, Breiðumýri Rauðuskriðu [Kb. Ein.]. Sesselja giftist fyrst Hjálmari Halldóri Sigurðssyni, en hann andaðist 30. sept. 1875 „bóndi á Laugarhóli, 25 ára, krabbamein“ [Kb. Ein.]. Jóhannes og Sesselja koma 1879 „vmðr“, „húsk.“ frá Kelduhverfi að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.], en ekki er þeirra getið í [Kb. Garðss.]. Þau voru gefin saman 12. júlí 1879 [Kb. Ein.], [ÆÞ. III, bls. 138] og fæddist elsta barn þeirra 8. sept. þ. á. á Halldórsstöðum. Þau búa í Laugaseli 1883-1898 og fara þaðan í Litlulauga, en 1899 eru þau komin í Stórulauga, þar sem Jóhannes deyr 21. febr. 1904 „ , giptur húsmennskumaður frá Stórulaugum, 62 ára, Lungnabólga“ [Kb. Ein.]. Sesselja deyr 24. des. 1936 „ , fv. húsfr. Álftagerði, 86 Jarðs. á Húsav.“ [Kb. Mýv.]. Sjá nánar um þau hjón og börn þeirra í kafla um Laugasel og í [ÆÞ. III, bls. 138-142]. Jóhannes var heilsuveill, var kallaður „Jói blóðlausi“, kynni það að hafa stafað af litarhætti hans.

Börn Jóhannesar og Sesselju til heimilis í Skógarseli:

Hjálmar Jóhannesson, dó úr lungnatæringu 4. júní 1880 „ kom frá Skógarseli“ [Kb. Ein.], f. 8. sept. 1879 á Halldórsstöðum í Reykjadal. Ekki hefur vist Hjálmars verið löng í Skógarseli. Úttekt er gerð á jörðinni 24. maí 1880, og er fráfarandi bóndi við þá úttekt. Foreldrar Hjálmars hafa því líklega flutt eftir það. Sigurbjörg Hjálmfríður Jóhannesdóttir, f. 5. apríl 1881 í Skógarseli [Kb. Ein.]. Fer líklega með foreldrum að Laugaseli 1883 og er þar með þeim á manntali 1890. Hún er þar á fólkstali við árslok 1889-1896, nema árið 1894, þá er hún „ , vk., 13,“ á Litlulaugum [Sál. Helg.]. Hún fer 1897 „ , 16, v. k, frá Laugaseli að Garði við Mývatn“ [Kb. Ein.] og kemur 1899 „ , v. k., 18, frá Garði Mývatnssveit að Breiðumýri“ [Kb. Ein.]. Fer 1908 „ , lausak, 26, Frá Fljótsbakka að Húsavík“ [Kb. Ein.]. Sjá tilvísun í ætt Björns Péturssonar vegna Finnboga Þorsteinssonar manns hennar í [ÆÞ. III, bls. 138].

Sesselja Andrésdóttir


378

Annað skyldulið Jóhannesar og Sesselju í Skógarseli:

Kristbjörg Hólmfríður Hjálmarsdóttir, dóttir Sesselju og Hjálmars H. Sigurðssonar, fyrra manns hennar, f. 3. sept. 1874 á Laugarhóli [Kb. Ein.]. Kristbjörg er á manntali í Skógarseli 1. okt. 1880 „ , 6, Ó, barn konunnar, “. Fer líklega með þeim hjónum að Laugaseli 1883, þar sem hún er síðast á fókstali við árslok 1891 [Sál. Helg.] og á manntali 1890. Kristbjörg er á fólkstali á Daðastöðum við árslok 1892 „ , vk, 18,“. Hún flytur árið eftir til Húsavíkur [Kb. Ein.], en er annars í vinnumennsku í Reykjadal, í Víðum 1894 og 1896, 1895 á Hallbjarnarstöðum, 1897 á Hjalla [Sál. Helg.]. Hún andaðist 15. ágúst 1898 „ , ógipt vinnukona frá Narfastöðum, 23.“ [Kb. Ein.]. Sesselja Jónsdóttir, móðir Sesselju húsfreyju, kemur inn í Einarsstaðasókn frá Hrauni að Skógarseli 1880 og er á manntali þar 1. okt. þ. á. „ , 66, E, móðir konunnar, “. Fer 1882 „ , 68, húskona frá Skógarseli að Holtakoti í Reykjahverfi“ [Kb. Ein.]. Sesselja var fædd um 1813, dóttir Jóns Kristjánssonar og Rannveigar Jónsdóttur og er hún á manntali hjá foreldrum sínum á Helgastöðum 1816 „ , þeirra barn, 3,“ sögð fædd þar. Hún fer með þeim að Brúum 1817 [Kb. Helg.]. Sesselja giftist 4. okt. 1839 Andrési Ólafssyni, sem þá er „í foreldrahúsum á Leikskálá 25 ára“ en hún „vinnukona samastaðar 25 ára“ [Kb. Þór.] og eru þau á manntali á Syðri Leikskálá árið eftir með elstu dóttur sína. Þau flytja 1845 að Fagranesi [Kb. Múl.] og eru þar á manntali það ár og allt til 1860 og áttu margt barna, eru t. d. á manntali þar með sjö börn 1855 og 1860. Andrés lést 10. maí 1866 „ , frá Kraunastöðum, giptur bóndi, 52 ára, tak“ [Kb. Múl.]. Sesselja fer 1868 „ , 54., Ekkja“ ásamt Hólmfríði dóttur sinni „frá Stórulaugum að Tumsu“ [Kb. Ein.]. Sesselja fer 1884 „ , húsk., 73, frá Holtakoti til Laxamýrar“ [Kb. Grenj.] og þaðan til Vesturheims 1886 með Hólmfríði dóttur sinni og Jónasi Tryggva manni hennar „ , húskona, 72,“ [Kb. Hús.], [Vfskrá]. Sigríður Hjálmarsdóttir kemur 1880 að Skógarseli með Sesselju Jónsdóttur hér að ofan og er þar á manntali 1. okt. þ. á. „ , 7, Ó, barn fyrra manns hennar,“ (þ. e. Sesselju Andrésdóttur). Hún fer 1882 með Sesselju Jónsdóttur „ , 9, fósturd. hennar“ frá Skógarseli að Holtakoti í Reykjahverfi [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 4. jan. 1873. For.: „Hjálmar Halldór Sigurðsson og Sigríður Jónsdóttir hjón í húsmennsku í Hrauni“ [Kb. Grenj.]. Hún fer 1884 „ , hreppsb., 11, frá Holtakoti til Húsavíkur“ [Kb. Grenj.], [Kb. Hús.]. Fer 1886 „ , tökub., 13, Frá Róm í Húsav. til Ameríku“ [Kb. Hús.], [Vfskrá].

Vandalausir í Skógarseli í tíð Jóhannesar Sigurðssonar og Sesselju Andrésdóttur:

Vilhjálmur Jónasson er á manntali í Skógarseli 1. okt. 1880 „ , 11, Ó, sveitarómagi,“. Vilhjálmur var fæddur 30. ágúst 1869. Faðir hans var Jónas Jónsson, en móðir Rósa Jónsdóttir, sem dó 18. sept. 1869, „gipt kona á Fljótsbakka aðkomin þangað nýlega með manni sínum og barni í húsmennsku úr Kaupangssveit“ [Kb. Ein.]. Vilhjálmur varð bóndi á Hesjuvöllum. Sjá nánar um Vilhjálm, skyldmenni hans og mynd af honum í [ÆÞ. I, bls. 406-410].

Sesselja Jónsdóttir


379

1882 - 1883: Helgadóttir

Jakob Sigurjónsson og Kristín Þuríður

Jakob og Þuríður flytja frá Kvígindisdal í Skógarsel 1882 og þaðan í Hóla 1883, þegar Sigmar bróðir Jakobs fer til Vesturheims. Jakob er einn gjaldandi í Skógarseli í [MaÞ.] árið 1883. Ekki bar Jakob Skógarseli vel söguna, enda var tíðarfar þetta ár eitt hið versta á öldinni. Ekki bætti úr, að bæði vinnuhjúin, Ingjaldur bróðir hans og Margrét Olgeirsdóttir, gengu úr vistinni. [Garðar Jak., munnleg heimild.]. Eins og við er að búast, er þessara búferlaflutninga ekki getið í kirkjubók, en sonum Jakobs, Árna (f. 1885) og Garðari (f. 1913) bar saman um þetta búskaparár. Jakob var fæddur á Einarsstöðum 18. júlí 1858, sonur hjónanna Sigurjóns Jónssonar og Margrétar Ingjaldsdóttur, og átti þar heima til 1874. Sigurjón faðir hans lést 6. ágúst 1873. Jakob flytur 1874 ásamt móður sinni og bræðrum Ingjaldi og Snorra að Mýri í Bárðardal. Þaðan flyst hann að Kvígindisdal 1877 með móður sinni og bræðrum, Haraldi og Snorra [Kb. Ein.]. Kristín Þuríður var fædd í Víðum 11. apríl 1862, dóttir hjónanna Helga Jónssonar og Sigurveigar Sigurðardóttur [Kb. Ein.]. Hún var tekin í fóstur af þeim hjónum Árna Magnússyni og Kristínu Sigurðardóttur, sem þá bjuggu að Hólum í Laxárdal og flytur til þeirra 1864 [Kb. Grenj.]. En Kristín var systir Sigurveigar, móður Þuríðar. Hún flytur líklega með fósturforeldrum að Birningsstöðum 1865 [Laxd. bls. 191] og þaðan í Einarsstaði 1874 [Kb. Ein.], og þaðan í Skriðu 1879 [Kb. Múlas.]. Jakob og Þuríður eru gefin saman í Múlakirkju 4. júní 1881 og flytur Þuríður þ. á. í Kvígindisdal [Kb. Múl.]. Þau búa í Hólum frá 1883. Þuríður deyr 13. júní 1894, en Jakob 20. des. 1943. S. k. Jakobs 31. okt. 1897 var Hólmfríður Helgadóttir, alsystir Þuríðar, f. 25. júní 1870, d. 11. des. 1943. Sjá minnisblað R. Á. um börn Sigurjóns og Margrétar á Einarsstöðum og í [Skú. bls. 112-113] um afkomendur Jakobs. Garðar hefur sagt mér frá því, að þau hjón hafi fundið svo sárt til þess, hve menntun þeirra var ábótavant, að þau fengu heimiliskennara, Sigtrygg á Hallbjarnarstöðum bróður Þuríðar, um tíma um veturinn í Skógarseli. Þetta hafði hann eftir Herdísi Sigtryggsdóttur. Einnig hefur Garðar sagt mér frá því, að eitt sinn er Þuríður fór barn í kynnisferð til foreldra sinna og systkina á Hallbjarnarstöðum, hafi henni verið kennt að draga til stafs, en það þótti þar sjálfsagt. Fyrir það fékk hún bágt hjá fósturföður sínum er heim kom, ekki þótti slíkt framferði við stúlkna hæfi og skrift ekki á námsskrá stúlkna á þeim bæ!

Skyldmenni Jakobs og Þuríðar í Skógarseli 1882-1883:

Ingjaldur Sigurjónsson, bróðir Jakobs hér að ofan. Til viðbótar áðurnefndum munnlegum heimildum, þá er Ingjaldur á skrá yfir burtvikna úr Einarsstaðasókn 1883 „ , 31 vm, frá Skógarseli að Ytrafjalli“. Ingjaldur var fæddur 19. okt. 1850 á Einarsstöðum, sonur Sigurjóns og Margrétar [Kb. Ein.]. Líklega hefur hann eitthvað verið í fóstri á Mýri, hann fer 1852 „ , 2, tökubarn, Mýri að Einarsstöðum“ [Kb. Lund.]. Eftir lát föður síns 1873 fer Ingjaldur 1874 með móður sinni og bræðrum Jakob og Snorra frá „ , Einarsstöðum að Mýri í


380

Bárðardal“ [Kb. Ein.]. Hann kemur til þeirra 1878 „ , 29, vmðr, úr Bárðard. að Kvígyndisd.“ [Kb. Ein.], frá Hlíðarenda [Kb. Þór.]. Var víða í vinnumennsku eða húsmennsku, t. d. á Einarsstöðum, í Vallakoti, Ytra Fjalli, Öxará og lengi í Hólum í Reykjadal, þar er hann á manntali 1920 og 1930. Ókv. og barnlaus. Ingjaldur dó í Hólum 27. maí 1938, hafði þá verið blindur alllengi.

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Jakobs og Þuríðar:

Margrét Olgeirsdóttir. Skv. frásögn Garðars í Lautum er Margrét vinnukona í Skógarseli 1882-1883, en gekk í burtu, sjá hér ofar. Margrét var fædd 9. ágúst 1862, dóttir Olgeirs Hinrikssonar, sem þá var vinnumaður á Helgastöðum og Elínar Ólafsdóttur „ núverandi bústýra í Vallnakoti. Við skýrnina gekk sá lýsti faðir frá faðerni barnsins beggja 2að lausaleiksbrot“ [Kb. Ein.]. Samt er einnig bókað eftirfarandi: „28. maím. 1863 sór móðirin barnið uppá hinn lýsta barnsföður.“ Margrét kemur 1863 „ , 2, Niðurseta, frá Breiðumýri að Hleiðarg.“ [Kb. Saurb.]. Hún er fermd frá Hleiðargarði á hvítasunnu 1877. Fer 1879 „ , 17, vinnukona, Krónst. uppí Mývatnssv.“ [Kb. Saurb.], hennar finnst þó ekki getið í [Kb. Mýv.]. Hún kemur 1880 „ , 18, vinnukona, frá Grænavatni að Kristnesi.“ [Kb. Ak.] og er hún á manntali í Kristnesi 1880. Fer 1881 „ , 19, vinnukon, Kristnesi - Hrísum“ [Kb. Ak.] og er sögð fara 1882 „frá Hrísum að Breiðum í Reykjadal“ [Kb. Möðruv.s.], en í [Kb. Ein.] er hún sögð koma 1882 „vinnuk., úr Eyjafirði að Helgastöðum“ Margrét var víða í vistum, ógift og barnlaus, man ég vel eftir henni, hún kom oft í Skógarsel á 4. tug 20. aldar. Hún er á manntali á Daðastöðum 1890 og í Kvígindisdal 1901 „ , leigjandi, lifir á handafla,“ og á Breiðumýri 1940 „ , móðursystir h. m.,“. Deyr þar 7. júlí 1941 [ÞinKV.]. Jón Haraldsson (1888-1958) bóndi á Einarsstöðum heimsótti Margréti, þegar hún fann dauðann nálgast. Var henni tíðrætt um á hvorum staðnum hún myndi lenda, þegar drægi að endalokum. Taldi Jón að hún þyrfti engu að kvíða í því efni. Barst nú talið að öðru um sinn, en er Jón býst til að kveðja, ítrekar Margrét áhyggjur sínar. En Jón hughreystir hana þá enn meir og sagðist ábyrgjast að hún myndi lenda á hinum betri stað. Varð þá Margréti að orði: „ . . já, en það er bara engin ábyrgð í þér, Nonni minn“.

1883 - 1922: Friðrik Jónsson og Guðrún Jóakimsdóttir Friðrik og Guðrún koma 1883 „frá Hrafnsstöðum (svo) í Bárðardal að Skógarseli með syni og tengdaforeldrum“ [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali í Skógarseli 1890, 1901, 1910 og 1920, og Friðrik jafnan fyrir búi, þó Sigurgeir sonur þeirra hafi eflaust haft einhver búsforráð er þau fóru að reskjast. Í bréfi Sigurgeirs Friðrikssonar til Árna Jak., dags. 20. mars 1936, segir þó:„Eftir að ég hafði tekið við búsforráðum í Skógarseli,“. Friðrik er gjaldandi þinggjalda í Skógarseli 1884-1899 skv. [MaÞ.], en þá endar sú bók. Sigfús Þórarinsson er gjaldandi í hópi bænda árið 1895, verður þá að t


381

eljast þar tvíbýli. En hans er einnig getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1893 og 1894, á skrá yfir búlausa, og 1898 á skrá yfir húsmenn og hjú. Þá er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1884 Sigurðar Jónssonar, á skrá yfir húsmenn og vinnumenn; Kristjáns Hjálmarssonar 1896 og 1897, á skrá yfir húsmenn og hjú; og Guðna Jónssonar 1899, á skrá yfir búlausa. Friðrik og Guðrún hættu búskap í Skógarseli 1922, er þau flytja að Holtakoti með Maríu dóttur sinni, en Sigurgeir til Reykjavíkur [Kb. Grenj.]. Í búskapartíð Friðriks og Guðrúnar er framhúsið í Skógarseli byggt, þ. e. tvær þiljaðar stofur, sín í hvorum enda, bæjardyr og uppganga á loft. En ekki veit ég hvenær þetta var gert. Þá hygg ég að svokallað „Nýjatún“ sunnan við lækinn (ca 2 dagsláttur) ofan við fjárhús, hafi verið gert í þeirra búskapartíð. Þá mun „girðingin“, sem svo var nefnd, hafa verið gerð í búskapartíð Friðriks, og finnst mér ég hafi heyrt að Björn á Brún hafi verið eitthvað riðinn við þá framkvæmd, líklega þá um 1910-1914. - Að norðan og sunnan og að hluta að austan var hún gerð af grunnum skurði, lágum garði og tveim gaddavírsstrengjum. En á eyrum við ána var grjótgarður og einn (eða enginn?) gaddavírstrengur, og lá þá á kafla austan ár, þar sem hliðið var. Syðri þverunin á ánni var úr grjóthellum, sem reistar voru á rönd, og þurfti að reisa þær á ný vor hvert. Árið 1932 var girðingin á þessum kafla öll færð vestur fyrir ána, var það 4 - 5 strengja gaddavírsgirðing. Grindin úr hliðinu austan ár var notuð áfram, og man ég vel þegar Halldór Víglundsson, sem gekk frá hliðinu vestan ár, reiddi grindina yfir ána, sem var í vorleysingum. Á seinni hluta fjórða áratugarins var svo girðingin að norðan og sunnan endurbætt og þriðja gaddavírsstrengnum bætt við, enda höfðu garðarnir sigið. Mannmargt var oft í Skógarseli í tíð Friðriks og Guðrúnar, bæði af skylduliði og síðar fjölskyldum í húsmennsku. T. d. eru 13 manns þar á fólkstali 1894 og 12 manns eiga þar heima við manntalið 1901. Friðrik Jónsson var fæddur í Máskoti 9. nóv. 1842 [Kb. Ein.], sonur Jóns Jósafatssonar og Herborgar Helgadóttur. Hann flytur með foreldrum sínum og systkinum að Kálfborgará 1849 og er þar á manntali með þeim 1850, 1855 og 1860. Guðrún var fædd 9. des. 1845 [Kb. Lund., Mt. 1910]; [Skú. bls. 124 segir 8. des.] á Halldórsstöðum í Bárðardal, dóttir Jóakims Björnssonar síðar bónda á Sigurðarstöðum og víðar, og konu hans Guðfinnu Jósafatsdóttur. Guðrún er á manntali á Sigurðarstöðum 1850, 1855 og 1860 með foreldrum sínum og systkinum. Friðrik og Guðrún voru gefin saman 10. júlí 1871, og er Friðrik þá sagður „húsmaður í Brenniási“ (hjá Sigurði bróður sínum), en Guðrún „ráðskona hans“ [Kb. Lund.]. Þau eru „búandi hjón í Hrappstaðaseli“ 18. ágúst 1873, þegar Guðfinna Helga dóttir þeirra (d. 28. sept. 1881) fæðist, en „búandi hjón Hrappsst.“ 29. des. 1876, þegar Jón sonur þeirra (d. 12. nóv. 1881) fæðist [Kb. Lund.], og eru á manntali þar 1. okt. 1880 og einnig við fæðingu Sigurgeirs 1881. Friðrik deyr 1. sept. 1927, en Guðrún 4. júní 1924 [Skú. bls. 124]. Sjá einnig um þau í köflum um Brennás og Hrappstaðasel.


382

Börn Friðriks og Guðrúnar til heimilis í Skógarseli:

Sigurgeir Friðriksson kemur með foreldrum sínum 1883 að Skógarseli „ , 2, sonur þra,“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890, 1901 „sonur þeirra, bókbindari, 20,“ og 1910. 1920 er hann „fjarverandi, í Kaupmannahöfn“, sagður „vinnumaður, Ó,“. Hann flytur frá Skógarseli til Reykjavíkur 1922 „ , kennari, 40, “ [Kb. Grenj.]. Sigurgeir var fæddur 6. maí 1881 á Hrappstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.]. Gagnfr. frá Akureyrarsk. 1905, kennarapróf 1909, sjá nánar um hann í [Ktal II, bls. 149]. Sigurgeir kvæntist 1. ág. 1932 Malínu Ágústu Hjartardóttur, f. 11. júní 1890 að Uppsölum, Svarfaðardal, d. 28. júní 1988 í Hrafnistu, DAS, Reykjavík [Kb. Dómk.], [Ktal,], [Skrá yfir dána 1988]. Þau hjón voru barnlaus. Sigurgeir var fyrsti bókavörður Alþýðubókasafnsins, sem síðar varð Borgarbókasafn í Reykjavík. Hann andaðist 10. maí 1942 [Skú. bls. 124], [Ktal].

Sigurgeir Friðriksson

Garðar í Lautum segir að Sigurgeir hafi verið með bóksölu í suðurstofunni í Skógarseli, mundi hann eftir hillum, sem höfðu verið notaðar fyrir bækurnar, sá hann þær veturinn 1922-23, þegar hann kom þar til föður míns. Hann telur að Hólmfríður Hallgrímsdóttir á Breiðumýri hafi tekið við bóksölunni, þegar Sigurgeir flutti suður.

María Friðriksdóttir, f. í Skógarseli 29. júlí 1883 [Kb. Ein.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum þar 1890, 1901, 1910 og 1920 og flytur með þeim að Holtakoti 1922 [Kb. Grenj.]. Deyr 6. febr. 1938 [Skú. bls. 124].

María Friðriksdóttir

Sigríður Friðriksdóttir, f. 18. ágúst 1886 í Skógarseli [Skú. bls. 124]. Er á manntali með foreldrum sínum þar 1890 og 1901 og flytur 1910 í Holtakot [Kb. Ein.], er hún giftist Jóni Jónssyni bónda þar, sjá [Skú. bls. 124]. Jóakim Björnsson, faðir Guðrúnar húsfreyju, kemur með þeim að Skógarseli 1883 ásamt konu sinni „ , foreldrar konunnar,“ og er þar á manntali 1890 „ , 82, G, faðir konu“. Deyr þar 21. nóv. 1891 [Kb. Ein.]. Jóakim var fæddur 26. júlí 1809 á Halldórsstöðum í Bárðardal, sonur hjónanna Björns Þorkelssonar og Sigríðar Ketilsdóttur [Kb. Lund.]. Hann er með þeim á manntali þar 1816 (mars 1815) en 1835 er hann vinnumaður á Lundarbrekku og 1840 á Eyjardalsá. Jóakim og Guðfinna eru búandi hjón á Arndísarstöðum við fæðingu sonar 13. jan. 1843 [Kb. Eyj.]. Þau koma 1844 frá Þverá í Dalsmynni að Halldórsstöðum [Kb. Lund.] og eru þar á manntali 1845 en á Sigurðarstöðum 1850, 1855 og 1860. Þau búa í Hrappstaðaseli 1863-1872 og aftur með Friðgeiri syni sínum 1873-1874, sjá einnig um þau í kafla um Hrappstaðasel. Jóakim er á manntali á Hrappstöðum með konu sinni, dóttur og tengdasyni 1. okt. 1880. Guðfinna Jósafatsdóttir, móðir Guðrúnar húsfreyju, kemur með manni sínum, dóttur og tengdasyni að Skógarseli 1883 og er þar á manntali 1890. Deyr þar 10. mars 1891 „ , kona í Skógarseli, 77,“ [Kb. Ein.]. Guðfinna var fædd á Hömrum í Reykjadal um 1813, dóttir hjónanna Jósafats Pálssonar og s. k. h. Guðrúnar Björnsdóttur. Hún er þar með þeim á manntali 1816 „ , 3,“ sögð fædd þar. Guðfinna er ógift vinnukona á Kálfborgará við manntalið 1835. Hún er með Friðfinni manni sínum og syni á 2. býli á Arndísarstöðum við húsvitjun 1839 [Sál. Eyj.]. Er á manntali á Arndísarstöðum 1840 „ , 27, E, húskona, lifir

Sigríður Friðriksdóttir


383

af sínu“ ásamt 3ja ára syni sínum Jónasi Friðfinnssyni sem síðar fór til Brasilíu. Hún mun hafa giftst Friðfinni Torfasyni, sem er vinnumaður á Eyjardalsá við manntalið 1835, sjá [ÆÞ. I, bls. 416]. En sú gifting, svo og fæðing Jónasar og dauði Friðfinns hafa líklega verið skráð í þann hluta af [Kb. Eyj.] sem glataður er. Guðfinna er með manni sínum á manntali á Halldórsstöðum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850-1860, sjá hér ofar hjá Jóakim. Guðfinna var alsystir Jóns Jósafatssonar, föður Friðriks í Skógarseli. Þau hjón, Friðrik og Guðrún, því systkinabörn. Þuríður Jóakimsdóttir, systir Guðrúnar húsfreyju, dóttir Jóakims og Guðfinnu hér næst á undan, kemur frá Engidal að Skógarseli 1885 „ , 32, vinnukona“ [Kb. Ein.], [Kb. Lund.]. Hún er ekki á manntali þar 1890, en kemur aftur frá Auðnum að Skógarseli 1892 „ , 39, vinnuk.“ [Kb. Ein.], en er ekki í sálnaregistri þar 1893. Þuríður var fædd 16. okt. 1853 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860, og með foreldrum og systkinum í Hrappstaðaseli, sjá um hana þar. Hún er víða í vinnumennsku, m. a. á Lundarbrekku 1880, í Engidal, á Auðnum og í Skógarseli, en fer til Vesturheims frá Narfastöðum árið 1900 „ , húskona, 46,“ [Vfskrá]. Helga Jóakimsdóttir, systir Guðrúnar húsfreyju, er orðin vinnukona í Skógarseli skv. sálnaregistri Helgastaðaprestakalls 1889 og er á manntali þar 1890 „ , 35, Ó, dóttir þeirra “ Jóakims og Guðfinnu hér nokkru ofar, einnig á fólkstali þar 1891 [Sál. Helg.]. Árin 1892 og 1893 er hún á fólkstali í Kvígindisdal, en 1895-1899 á Stórulaugum. Árið 1900 er hún aftur á fólkstali í Skógarseli við lok ársins og á manntali þar 1901 „ , leigjandi, húskona, 46,“; einnig 1910 „ LAUKO, O,“ (= lausakona, ógift), og á manntali 1920 „ , lifir á styrk frá frændum, Ó,“ og þá tekið fram í athugasemd að hún sé blind. Hún fer frá Skógarseli með systur sinni og mági að Holtakoti 1922 [Kb. Grenj.]. Helga var fædd 24. maí 1855 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860 með foreldrum og systkinum og er með þeim í Hrappstaðaseli frá 1863 (sjá þar) og fer með þeim að Hlíðarenda 1874. Hún er á manntali með foreldrum sínum, systur og mági á Hrappsstöðum 1. okt. 1880 og flytur 1886 „ , 31, vkona, frá Brennási að Stafni“ [Kb. Ein.]. Sigurður Jónsson er í Skógarseli 1884 í [MaÞ.], á skrá yfir húsmenn og vinnumenn, en er ekki getið árið eftir. Sigurður flytur 1882 ásamt konu sinni og tveim börnum frá Hriflu að Ingjaldsstöðum [Kb. Ein.], en Aðalbjörg dóttir þeirra fer þá „ , 18, vinnuk., frá Hryflu að Narfastöðum“ [Kb. Ein.] og Elín dóttir þeirra 1884 „ , 11, fósturmær, Frá Úlfsbæ að Hjalla“. Sigurðar er getið í [MaÞ.] 1883 meðal hús- og vinnumanna á Ingjaldsstöðum, en ekki árið eftir, enda verða þar ábúendaskipti 1883. Á Hjalla eru tveir bændur skráðir gjaldendur í [MaÞ.] 1884, þeir Steingrímur Þorsteinsson og Guðni Jónsson. En 1885 og 1886 eru þar bændur Guðni Jónsson og Sigurður Jónsson. Árið 1887 og 1888 eru í [MaÞ.] skráðir tveir Sigurðar Jónssynir bændur á Hjalla, því þangað flutti 1886 Sigurður bróðir Friðriks í Skógarseli ásamt sex börnum [Kb. Lund.]. En umræddur Sigurður Jónsson frá Lundarbrekku flytur 1888 norður á Langanes með fjölskyldu sína [Kb. Ein.]. Tel ég því nokkuð öruggt að hann sé í Skógarseli með fjölskyldu 1883-1884. Hann og Guðrún húsfreyja í Skógarseli voru hálfbræðrabörn. Sá

Þuríður Jóakimsdóttir

Helga Jóakimsdóttir


384

Sigurður Jónsson, sem í [ÆÞ. XII, bls. 233] er sagður búa á Öxará 1883-1885 og á Krossi 1885-1888 býr þar til 1890 og fer þá til Vesturheims [Kb. Þór.], [Vfskrá]. Þess má til gamans geta, að árin 1887 og 1888 er enn einn Sigurður Jónsson gjaldandi þinggjalda í Reykjadal; í Víðaseli, sjá þar. Sigurður var fæddur 14. febr. 1841 sonur Jóns Sigurðssonar og Elínar Davíðsdóttur á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þegar foreldrar hans fara að Úlfsbæ 1859, fer hann að Grímsstöðum við Mývatn, þar sem hann er á manntali 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ er hans og getið í [JakH. bls. 57]. Hann kvæntist Hólmfríði Hinriksdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. júní 1863, þá bæði í YtriNeslöndum [Kb. Mýv.]. Þau hjón eru á Úlfsbæ við fæðingu Aðalbjargar 1864 og flytja 1865 að Sveinsströnd [Kb. Mýv.]. Á manntali í Hriflu 1880 með fjórum börnum. Flytja frá Hjalla að Brimnesi á Langanesi 1888 [Kb. Ein.] og eru á manntali í Hlíð í Sauðanessókn 1890. Þar eru þá einnig Jón sonur þeirra og Elín. Sjá um Sigurð og Hómfríði í [ÆÞ. XII, bls. 233-234 og um afkomendur á bls.234-237]. Hólmfríður Hinriksdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan; ætla verður að hún hafi komið með manni sínum að Skógarseli 1883 og farið með honum að Hjalla 1884. Hólmfríður var fædd 3. sept. 1840 og voru foreldrar hennar „Hinrik Hinrikss: giptur bóndi og Sigurlög Andrésdóttir ógipt“ [Kb. Skút.]; fæðingarstaðar er ekki getið. Hún finnst ekki á manntalinu 1840, en móðir hennar er þá á Gautlöndum. Við manntalið 1845 er Hólmfríður með móður sinni í Garði í Mývatnssveit „ , 6, Ó, hennar barn,“ og 1850 í Vogum. Við manntalið 1855 er Hólmfríður „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Grænavatni, en 1860 á Grímsstöðum við Mývatn, sjá hér næst á undan hjá Sigurði. Dó á Heiði 20. ágúst 1900 [ÆÞ. XII, bls. 233]. Jón Sigurðsson, sonur Sigurðar og Hólmfríðar hér næst á undan; gera verður ráð fyrir að hann komi með foreldrum sínum frá Ingjaldsstöðum 1883 og fari með þeim að Hjalla 1884. Jón var fæddur 20. maí 1868 og voru foreldrar hans þá „hión í hússmennsku á Bjarnastöð.“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali í Hriflu 1880 og fer með þeim frá Hjalla norður 1888 og er á manntali í Hlíð 1890 „ , 22, G, bóndi,“. Sjá um Jón í [ÆÞ. XII, bls. 234]. Björg Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Hólmfríðar hér ofar; má ætla að hún komi með foreldrum frá Ingjaldsstöðum 1883 og fari með þeim að Hjalla 1884. Hún kemur með þeim frá Hriflu að Ingjaldsstöðum 1882 og fer með þeim frá Hjalla norður 1888. Björg var fædd 11. ágúst 1873 í Hriflu, tvíburi á móti Elínu, [Kb. Þór.] og er með foreldrum þar á manntali 1880 „ , 7, Ó, barn hjónanna,“. Björg er á manntali á Heiði 1890 „ , 17, Ó, vinnukona,“ hjá Aðalbjörgu systur sinni. Sjá um Björgu í [ÆÞ. XII, bls. 237]. Kjartan Magnús Jónsson er í Skógarseli í árslok 1889 „ , vm., 23“ skv. sálnaregistri Helgastaðaprestakalls. Kjartan var fæddur 25. ágúst 1867 á Vaði [Kb. Helg.], sonur Jóns Sigurðssonar og Þurðíðar Jónsdóttur. En Þuríður var alsystir Friðriks bónda í Skógarseli, mætti því teljast til skyldmenna ábúenda. Kjartan kvæntist Þóreyju Jónsdóttur og bjuggu þau á Daðastöðum frá 1898. Deyr þar 6. des. 1939, sjá [Skú. bls. 119], þar einnig um börn þeirra.


385

Þorbergur Davíðsson er á manntali í Skógarseli 1. okt. 1890 „ , 25, Ó, vinnumaður,“. Þar er hann eitt ár, sbr. [ÆSiÞ. bls. 15]. Þorbergur var fæddur 29. okt. 1865 á Fljótsbakka, sonur hjónanna Davíðs Daníelssonar og Kristjönu Björnsdóttur, sjá um þau í kafla um Bjarnastaði. Móðir hans deyr 1872 og lenti Þorbergur í nokkrum erfiðleikum fyrstu árin þar á eftir. Þorbergur kvæntist 19. maí 1891, þá „vm. Skógarseli 24 ára“, Sigurveigu Jónínu Jónatansdóttur, þá „yfirsetuk. á Narfast. 32 ára“ [Kb. Ein.]. Þau bjuggu lengi á Litlulaugum. Þorbergur deyr á Breiðumýri 8. okt. 1939, sjá um hann í [ÆSiÞ., einkum bls. 6 og 12-28]. Jakob Pétur Hallgrímsson er „ , vm., 26,“ í Skógarseli með fjölskyldu sinni skv. fólkstali í Einarsstaðasókn 1891. Þau eru á fólkstali á Vaði við árslok 1892 [Sál. Helg.]. Jakob var fæddur 27. nóv. 1864, voru foreldrar hans „Hallgrímur Ásmundsson og Kristín Sæmundsdóttir“ (Torfasonar) „ , eginhjón, hann ráðsmaður, hún í hússmennsku, á Grenjaðarstað.“ [Kb. Grenj.]. Þau koma aftur í Grenjaðarstaðarsókn 1868 „Öll frá Bakka í Yxnadal að Presthvammi“. Jakob fer 1880 með foreldrum sínum frá Presthvammi að Öndólfsstöðum [Kb. Grenj.] og er þar með þeim á manntali þ. á. „ , 15, Ó, sonur þeirra,“. Fer þaðan 1884 „ , 20, vinnum,“ að Presthvammi [Kb. Ein.]. Jakob kvæntist 19. okt. 1889, þá „vinnum í Reykjahlíð 26.“, Jóhönnu Jónsdóttur, sjá hér næst á eftir, sem þá er „vinnukona í Reykjahlí, 19.“ [Kb. Mýv.]. Hann kemur 1890 ásamt Jóhönnu konu sinni frá Fótaskinni að Daðastöðum [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. ásamt konu og syni. Jakob fer 1893 ásamt Hallgrími syni sínum „ , 26, vinnum., frá Vaði að Hofsstöðum“ [Kb. Ein.] og eru þeir feðgar á flækingi næstu árin, fara 1898 frá Reykjahlíð í Helgastaði, þaðan að Ytrafjalli 1899, þá að Holtakoti í Ljósavatnssókn 1900 og eru þeir sagðir fara þaðan 1901 „í Grenjaðarstprk. frá Holtakoti“ [Kb. Þór.]. Ekki finn ég þá þar á manntali 1901. Jakob er á manntali í Kasthvammi 1. des. 1920, „ , gestur, lausamaður, E,“, „ , heimili: Grímsstaðir við Mývatn.“ Sjá einnig um Jakob og konu hans í kafla um Narfastaðasel. Jóhanna Jónsdóttir, kona Jakobs P. hér næst á undan, er með honum á fólkstali í Skógarseli 1891 [Sál. Helg.]. Jóhanna var fædd 8. júlí 1871, óskilgetin, voru foreldrar hennar „Jón Kristjánsson vm á Byrningsst. í Laxárdal í Þing:syslu Helga Jónsdóttir vinnuk á Auðnum“ í Urðasókn [Kb. Tjarnarprk.]. Hún kemur með manni sínum hér næst á undan að Daðastöðum 1890 og er þar á manntali þ. á. „ , 19, G, kona hans, vinnuk.“. Þau eru á fólkstali á Vaði við árslok 1892 ásamt tveim sonum, sjá hjá Jakobi P. Jóhanna fer 1895 ásamt Arnþóri syni þeirra hjóna „ , 24, húsk, Frá Hallbjarnarstöðum að Miðhvammi“ [Kb. Ein.]. Síðar (3. des. 1899 [Kb. Grenj.]) eignaðist hún soninn Helga Benediktsson, sem var þekktur athafnamaður í Vestmannaeyjum. Arnþór er á manntali á Hömrum 1901 „ , tökudrengur, 9,“ hjá Nóa og Sigurlaugu, sjá um hann einnig í köflum um Narfastaðasel og Gafl. Hallgrímur Jakobsson, sonur Jakobs P. og Jóhönnu hér næst á undan, er á fólkstali í Skógarseli 1891 [Sál. Helg.]. Hallgrímur var fæddur 5. júní 1890, voru foreldrar hans þá „hjón í vinnumennsku á Daðastöðum“ [Kb. Ein.] og er þar með þeim á manntali 1890 „ , 0, Ó, sonur þeirra,“. Hann fylgir föður sínum þegar slitnar upp úr sambúð foreldranna, sjá hér ofar hjá föður hans. Hér verður að gera hlé á skráningu vandalausra í tíð Friðriks og Guðrúnar, til að tímaröð fari ekki um of úr skorðum.

Þorbergur Davíðsson og Sigurveig Jónína Jónatansdóttir


386

(1892) - 1895: Guðnadóttir

Sigfús Þórarinsson og Guðrún Sigurlaug

Sigfús og Guðrún Sigurlaug koma 1892 að Skógarseli með tveim börnum; er Sigfús sagður koma „ , 28, vinnum,“ frá Ljótsstöðum [Kb. Ein.]. Hann er „ , vm,“ á fólkstali í Skógarseli við árslok 1892 og 1893, en „ , bdi, 30, “ á 2. býli 31. 12. 1894. Í [MaÞ.] er hann í Skógarseli á skrá yfir búlausa 1893 og 1894, en 1895 í hópi búenda (á móti Friðriki). Sigfús og Guðrún fara 1895 með börn sín frá Skógarseli að Halldórsstöðum í Bárðardal [Kb. Ein.]. Þau koma aftur að Skógarseli 1897 og eru þar á fólkstali í árslok þ. á. [Sál. Helg.] (enda þótt þau séu í [Kb. Ein.] sögð koma að Narfastaðaseli) og er Sigfúsar getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1898, á skrá yfir húsmenn og hjú. Þau koma í þriðja sinn að Skógarseli 1901 [Kb. Ein.], þá frá Þverá í Þönglabakkasókn og eru á manntali í Skógarseli þ. á., en fara þaðan 1903 að Glaumbæjarseli, þar sem þau eru á fólkstali 31. des. 1903 [Sál. Helg.]. Sigfús var fæddur 15. ágúst 1864 og voru foreldrar hans Þórarinn Jónsson og Sigurveig Jónsdóttir (Magnússonar í Hörgsdal) „búandi hjón í Sigluvík“ [Kb. Glæs.]. Faðir hans drukknaði í júní 1875 „ , 44 ára, bóndi frá Litlusigluvík. Drukknuðu af hákarlaskipinu „Helluhafrenning“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Sigfús fer 1879 „smali, 15, frá Litlusigluvík að Hóli í Fjörðum“ og þaðan 1880 „16, vinnupiltur frá Hóli að Ytri-Grenivík í Grímsey“ [Kb. Þöngl.], þar sem hann er á manntali 1880. Fer þaðan 1881 vinnumaður að Neðribæ í Flatey, þaðan sem hann fer 1886 „22, vinnumaður“ að Brettingsstöðum [Kb. Þöngl.] (eða Víðaseli [Kb. Ein.]).

Guðrún Sigurlaug var fædd 5. maí 1859 á Kálfaströnd, dóttir Sigurbjargar Stefánsdóttur og Guðna Jónssonar frá Víðum sem þá voru þar ógift vinnuhjú. Guðrún er á hrakningi með móður sinni á ýmsum stöðum, sjá hjá henni. Hún kemur 1871 „ , 12, niðurseta, Sigluvík að Helluvaði“ og þaðan er hún fermd 1873 „sæmilega að sér og skikkanleg“ [Kb. Mýv.]. Fer 1879 (með Meth. Magn.) að Einarsstöðum „ , 21, vkona,“ og er þar á manntali 1880. Guðrún kemur 1886 „ , 26, vk., frá Reykjad að Brettingsst.“ [Kb. Grenj.]. Sigfús kvæntist Guðrúnu Sigurlaugu 16. okt. 1886, þá „vmðr á Brettingsst., 22 ára“, hún þá sögð „ , vkona samast.“ [Kb. Grenj.]. Þau eru í Víðaseli 18861888, sjá þar, en fara 1889 að Sigluvíkurkoti, þar sem þau eru á manntali 1890, en fara 1891 í Ljótsstaði [Kb. Þverárs.]. Sigfús og Guðrún fara 1904 frá Glaumbæjarseli að Barnafelli [Kb. Ein.]. Þau eru á Þóroddstað við manntalið 1910, hann hjú, hún húskona. Þau flytja frá Rauðá í Breiðumýri 1914 (Sigfús „vmaður, 50,“) [Kb. Grenj.], þar sem Sigfús annast búskap læknis, en flytja 1918 að Höfða í Mývatnssveit til dóttur sinnar og tengdasonar og eru þar á manntali 1920, hjú. Árið 1930 flytja þau frá Skútustöðum, ásamt dóttur sinni og tengdasyni sem fara frá Höfða, að Krossanesi við Eyjafjörð [Kb. Mýv.]. Þau koma þó fljótlega aftur að Eyjardalsá í Bárðardal, þar sem Sigfús deyr 12. nóv. 1932 „Húsm. á Eyjardalsá í Bárðardal, 68, Krabbamein“ [Kb. Mýv.].


387

Guðrún Sigurlaug deyr 28. nóv. 1951 „ , ekkja, Skútustöðum, 92,“ [Kb. Mýv.]. Sjá einnig um Sigfús og Guðrúnu S. í kafla um Víðasel. Sigfús var fatlaður (hafði klumbufót) og var kallaður „Fúsi bægifótur“.

Börn Sigfúsar og Guðrúnar Sigurlaugar í Skógarseli 1892-1895:

Karl Valdimar Sigfússon kemur með foreldrum frá Ljótsstöðum að Skógarseli 1892 „ , 6, börn þra,“ [Kb. Ein.], og fer með þeim að Halldórsstöðum í Bárðardal 1895. Hann er ekki með foreldrum sínum er þau eiga tvisvar síðar heima í Skógarseli. Karl Valdimar var fæddur 9. des. 1886 í Víðaseli [Kb. Ein.]. Hann fer 1898 „ , tökud., 12, frá Ljósavatni að Hléskógum“ [Kb. Þór.], en það ár flytja foreldrar hans þangað frá Skógarseli [Kb. Ein.]. Hann er á Geldingsá við manntalið 1901 „smali, 14“ þangað sem hann kemur þ. á. úr Þönglabakkasókn, þegar foreldrar hans fara í þriðja sinn í Skógarsel. Vinnumaður á Landamóti við manntalið 1910. Fer 1917 „ , smiður, 31,“ frá Rauðá í Bárðardal að Höfða [Kb. Mýv.]. Er á manntali í Aðalstræti 18 á Akureyri 1930 með konu og þrem sonum. Karl var þekktur rokkasmiður. Faðir Þráins Karlssonar leikara.

Karl Valdimar Sigfússon

Sigurbjörg Sigfúsdóttir kemur með foreldrum frá Ljótsstöðum að Skógarseli 1892 „ , 1, börn þra,“ og er með þeim þar í öll skiptin, m. a. á manntali 1901 og á fólkstali 1902. Sigurbjörg var fædd 19. febr. 1892, voru foreldrar hennar þá „hjón í vinnumennsku á Ljótsstöðum“ [Kb. Þverárs.]. Sigurbjörg giftist Bárði Sigurðssyni í Höfða, sjá um þau og afkomendur í [Skú. bls. 121-122]. Hólmfríður Aðalbjörg Sigfúsdóttir, f. 30. nóv. 1893 í Skógarseli [Kb. Ein.]. Fer með þeim að Halldórsstöðum 1895 og kemur með þeim aftur að Skógarseli 1897 og fer með þeim að Hléskógum 1898, þar sem hún deyr 24. júní þ. á. „ , 4, barn frá Hljeskógum.“ [Kb. Greniv.].

Sigurbjörg Sigfúsdóttir

Annað skyldulið Sigfúsar og Guðrúnar í Skógarseli 1892-1895:

Guðbjörg Sigurðardóttir, hálfsystir Guðrúnar Sigurlaugar, kemur 1893 „ , 17, vinnuk., frá Geirastöðum að Skógarseli“[Kb. Ein.], og er á fólkstali þar við lok þess árs, en ekki 1894. Guðbjörg var fædd 9. mars 1876 í Reykjahlíð, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurbjargar Stefánsdóttur [Kb. Mýv.]. Hún er með þeim á manntali á Sveinsströnd 1880 og fer með þeim þaðan að Brettingsstöðum 1884 [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Haganesi 1890. Sjá nánar í köflum um Víðasel og Narfastaðasel um Guðbjörgu. Hún var móðir Jakobínu Þórðardóttur í Narfastaðaseli. Sigurður Jónsson, stjúpfaðir Guðrúnar Sigurlaugar, er á fólkstali í Skógarseli „ , hús., 50, “ 31. des. 1894, ásamt Sigurbjörgu konu sinni hér næst á eftir [Sál. Helg.]. Líklega sá Sigurður, sem flytur „ , 53, vm, frá Hólum að Landamótsseli“ 1897 [Kb. Ein.] Sigurður var fæddur 15. mars 1844 og voru foreldrar hans Jón Magnússon b. í Hörgsdal og s. k. hans Guðbjörg Sigurðardóttir [Kb. Mýv.]. Ekki er hans getið í Hörgsdal við manntalið 1845,

Guðbjörg Sigurðardóttir


388

en þar er hann með foreldrum og systkinum 1850 „ , 6, Ó, barn hjónanna,“. Hann er þar einnig á manntali 1860 „ , 17, Ó, barn hjóna,“. Sigurður fer 1865 „ , 22, vmðr,“ frá Stórutjörnum að Sigluvík (Sigurveig húsfreyja þar var hálfsystir hans) [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Þar kvænist hann, þá vinnumaður á Geldingsá, 1. okt. 1868 Sigurbjörgu Stefánsdóttur, sem þá er „vinnukona á Geldingsá 33 ára“ [Kb. Glæs.]. Líklega deyr Sigurður 4. jan. 1906 „Lausamaður frá Hriflu, Dó í Máskoti á ferð úr lungnabólgu. En var jarðsungin í R.hlíð af sóknarprestinum á Helgastöðum“ [Kb. Ein.]. Á fólkstali í Hriflu við árslok 1905 er „Sigurður Jónsson, 65,“ [Sál. Þór.]. Aldurinn stendur ekki heima. Ekki er Sigurð að finna meðal burtvikinna eða dáinna í [Kb. Þór.] um þetta leyti. Sjá nánar um Sigurð í kafla um Víðasel og í [Laxd. bls. 97-98]. Sigurbjörg Stefánsdóttir, móðir Guðrúnar Sigurlaugar, kona Sigurðar hér næst á undan, er með honum á fólkstali í Skógarseli 1894, „ , k. hs, 60,“ og flytur árið eftir „ , 60, húsk,“ að Fremstafelli, en manns hennar er þá ekki getið [Kb. Ein.]. Sigurbjörg var fædd á Vöglum 3. jan. 1835 [Kb. Hálss.], dóttir Stefáns Hallssonar, sem var „giftur“ og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, sem er þar „ógipt hjú“. Hún kemur 1844 „ , 9, tökubarn,“ frá „Stórutj.“ að Fossseli, en fer árið eftir að Hjalla, þar sem hún er á manntali þ. á. „ , 12, Ó, systir bóndans,“ Árna Stefánssonar. Fermd 1849 á Einarsstöðum „frá Máskoti óekta“, en flytur s. á. frá Hjalla að Kálfborgará, þar sem hún er á manntali hjá Jóni og Herborgu 1850, „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún flytur 1857 „ , 23, vinukona“ frá Holti að Kálfaströnd [Kb. Skút.], þar sem hún eignast 1859 dótturina Guðrúnu Sigurlaugu (sjá hér að ofan) með Guðna Jónssyni (sjá hér nokkru neðar). Þær mæðgur eru á manntali í Syðri Neslöndum 1860, en flytja þaðan 1861 að „Jallstaðaseli“ [Kb. Skút.]. Árið 1868 flytja þær frá VestariKrókum að Geldingsá og þar eru þau Sigurður og Sigurbjörg vinnuhjú, þegar þau eru gefin saman í Svalbarðskirkju 1. okt. 1868 [Kb. Glæsib.]. Þau hjón flytja síðan 1871 ásamt dóttur sinni og Guðrúnu Sigurlaugu frá Sigluvík til Mývatnssveitar, þau hjónin að Sveinsströnd, þar sem þau eru á manntali 1880. Sigurbjörg fer 1908 „ , Ekkja, 75, frá Héðinsvík að Barnafelli í Kinn“ [Kb. Hús.]. Er 1910 á manntali á Þóroddstað, þar sem Guðrún dóttir hennar og Sigfús eru þá. Hún kemur 1915 „ , 81, Hjeðinsvík að Kálfastr“ [Kb. Mýv.]. Sigurbjörg dó 10. okt. 1920 „Ekkja í Höfða, 85 ára, Ellihrumleiki og krabbamein“ [Kb. Mýv.] hjá dótturdóttur sinni og nöfnu. Sjá ítarlegri greinargerð um Sigurð og Sigurbjörgu í kafla um Víðasel, hennar er einnig getið í köflum um Heiðarsel og Jarlstaðasel. Sjá [Laxd., bls. 97-98].

Vandalausir í Skógarseli í tíð Friðriks og Guðrúnar, frh., 1894-1922:

Júlíana Kristjánsdóttir er á fólkstali í Skógarseli við árslok 1894, „ , tökub., á 1.“, en ekki er getið um hana árið eftir. Júlíana var fædd 30. júlí 1894, og voru foreldrar hennar „Kristján Guðnason ógiptur vinnumaður á Daðastöðum og Sigurlaug Sigurjónsd. ógipt stúlka samast 34 ára“ [Kb. Ein.]. (Sigurlaug var í raun ekkja, sjá um hana í [ÆÞ. IV, bls. 154]). Júlíana var lengi með föður sínum í húsmennsku á Stórulaugum, man ég eftir henni (1937) þegar ég sótti þangað barnaskóla frá Hólum. Kristján faðir hennar var bróðir systkinanna í Narfastaðaseli. Kristján Hjálmarsson er „ , húsm, 44“ á fólkstali í Skógarseli við árslok 1895 ásamt konu sinni og þrem sonum, og er svo eins árið eftir. Í árslok 1897 eru

Sigurbjörg Stefánsdóttir


389

þau farin úr Skógarseli. Kristjáns er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1896 og 1897, á skrá yfir húsmenn og hjú. Kristján var fæddur 28. sept. 1851 í Skriðulandi, sonur hjónanna Hjálmars Kristjánssonar og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, sem þá bjuggu þar. Fer með foreldrum að Narfastaðaseli 1854 og er með þeim á manntali þar 1855 og á Breiðumýri 1860. Sjá nánar um foreldra hans og fjölskyldu í [ÆÞ. IV, bls. 110 og 119-128]. Kristjana Ólína Guðmundsdóttir, kona Kristjáns hér næst á undan, kemur með honum í Skógarsel 1895 og fer þaðan 1897. Ólína var fædd 17. ágúst 1856, dóttir Guðmundar Einarssonar og Helgu Jónsdóttur, sem þá eru „vinnuhjú í Ærlækjarseli“. Fer 1860 með foreldrum „ , frá Hróastöðum að Snartast. í Núpasveit.“ [Kb. Skinn.] og eru þau þar á manntali 1860. Sjá um Ólínu hér að ofan hjá Kristjáni og í [ÆÞ. IV, bls. 119-120]. Dó á Siglufirði 22. ágúst 1935. Þórhallur Kristjánsson, sonur Kristjáns og Ólínu hér næst á undan, er með foreldrum sínum á fólkstali í Skógarseli 1895 og 1896. Þórhallur var fæddur 27. okt. 1891 í Glaumbæjarseli [Kb. Ein.]. Hann dó 4. júlí 1909 „hjá foreldrum á Húsabakka, 18, Tæring. 29 vikna lega“ [Kb. Grenj.]. Helgi Kristjánsson, sonur Kristjáns og Ólínu hér að ofan, er með foreldrum sínum á fólkstali í Skógarseli 1895 og 1896 [Sál. Helg.]. Helgi var fæddur f. 31. okt 1893 á Hólkoti. Sjá um hann, konu hans og börn í [ÆÞ. IV, bls. 126-127]. Hann andaðist 23. jan. 1958.

Helgi Kristjánsson

Þorgeir Kristjánsson, sonur Kristjáns og Ólínu hér að ofan, f. í Skógarseli 12. okt. 1895 [Kb. Ein.] og er þar með foreldrum sínum á fólkstali í árslok 1895 og 1896. Sjá um Þorgeir, konu hans og afkomendur í [ÆÞ. IV, bls. 127-128]. Hann dó 7. febr. 1975. Sigurgeir Sigfússon, sonur Sigfúsar Þórarinssonar og Guðrúnar S. Guðnadóttur hér nokkru ofar, er með foreldrum sínum á fólkstali í Skógarseli 1897 [Sál. Helg.] og flytur með þeim að Hléskógum árið eftir. Kemur aftur 1901 með foreldrum sínum frá Þverá í Þönglabakkasókn aftur að Skógarseli, þar sem hann er á manntali þ. á. „ , sonur þeirra, 5,“. Sigurgeir var fæddur 17. maí 1896, voru foreldrar hans þá „hjón í Holtakoti“ [Kb. Þór.]. Guðni Jónsson kemur 1898 „ , húsm, 62,“ frá Rauðá að Skógarseli [Kb. Ein.], ásamt konu sinni og dóttur, sjá hér neðar. Guðni er á fólkstali í Skógarseli við lok áranna 1898, 1899 og 1900, en flytur 1901 að Hjalla, þar sem hann er á manntali þ. á. „ , húsmaður, 65,“ ásamt Guðrúnu Hólmfríði, sem er „dóttir hans, bústýra“. Guðna er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1899, á skrá yfir búlausa, en það ár endar manntalsþingbókin. Guðni var fæddur í Víðum 26. febr. 1836 [Kb. Ein.], sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, bróðir Kristjáns í Stórutungu og Sigurgeirs í Víðum, sjá [Laxd. bls. 90-92], og Sigurðar, föður Valgerðar Sigurðardóttur. Guðni, þá vinnumaður á Kálfaströnd, eignast 1859 dótturina Guðrúnu Sigurlaugu með Sigurbjörgu Stefánsdóttur (sjá um þær hér nokkru ofar). Hann flytur 1860 „ , 24, vinnumaður,“ frá Árbakka að Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], [Kb. Skút.], þar sem hann er á manntali þ. á. Guðni kvæntist Þuríði Aradóttur, sjá hér næst á eftir, 2. okt. 1863, þá bæði í vinnumennsku í Grjótárgerði. Þau fara 1869 í Heiðarsel og árið eftir að Leikskálaá. Þau eru víða í húsmennsku og við búskap, m. a. á Hjalla 1880 með fimm börnum og 1890 á Rauðá með Guðfinnu Sólveigu. Guðni er á manntali í Narfastaðaseli 1. des. 1910 og deyr þar 13. ágúst 1919 „Ekkill í Narfastaðaseli, 83“ [Kb. Grenj.]. Sjá einnig um Guðna í köflum um Árbakka, Grjótárgerði, Heiðarsel og Narfastaðasel.

Þorgeir Kristjánsson


390

Þuríður Aradóttir kemur 1898 með Guðna manni sínum hér næst á undan frá Rauðá að Skógarseli, þar sem hún deyr 26. apríl 1900 „gipt kona frá Skógarseli, 64“ [Kb. Ein.]. Þuríður var fædd um 1835 á Fljótsbakka, dóttir Ara Árnasonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur [ÆÞ. II, bls. 173] (þar er hún sögð fædd 1833, en er ekki á manntali með foreldrum á Fljótsbakka 1835). Fæðingu hennar er ekki að finna í [Kb. Ein.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum í Bárðardal 1840 og í Sandvík 1845 og 1850. Hún er vinnukona á Öxará hjá Þorsteini bróður sínum við manntölin 1855 og 1860. Kemur 1862 „ , 26, vinnukona” frá Hriflu að Svartárkoti [Kb. Lund.]. Giftist Guðna 2. okt. 1863, sjá hér næst á undan hjá honum. Guðfinna Sólveig Guðnadóttir, kemur 1898 með foreldrum sínum frá Rauðá að Skógarseli, þar sem hún er á fólkstali 1898, 1899 og 1900, en er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1901 „ , vk, 20, frá Skógarseli að Húsavík“. Guðfinna Sólveig var fædd 3. nóv. 1880 á Hjalla, dóttir Guðna Jónssonar og Þuríðar Aradóttur hér næst á undan [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum á manntali á Rauðá 1890. Guðfinna kemur 1910 „ , vinnuk., 30, “ frá Húsavík að Narfastaðaseli, þar sem hún er á manntali með systkinum sínum þ. á. Hún fer 1919 „ , sjúkl., 38, frá Narfastaðaseli að Akureyri“ [Kb. Grenj.], þar sem hún deyr 17. okt. 1920 „ , lausakona á Akureyri, 39,“ [Kb. Ak.]. Magnús Guðnason er á fólkstali í Skógarseli „ , v. m, 26,“ í árslok 1898, en er farinn þaðan næsta ár. Magnús var fæddur 29. okt. 1872 [Kb. Þór.] (manntöl eru margsaga um fæðingardag og fæðingarár og þjóðskrá segir 24. okt. 1873 (1872)!) á Hóli í Kinn, sonur Guðna og Þuríðar hér ofar. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali á Hjalla 1880, en 1890 er hann „ , 17, Ó, vinnumaður,“ í Hólum í Laxárdal ásamt Kristjáni bróður sínum. Magnús átti heima í Narfastaðaseli 1910-1940, þar sem hann býr með systkinum sínum Jóni Tryggva og Guðrúnu Hólmfríði, en þá fór Narfastaðasel í eyði. Deyr 13. nóv. 1943 á Húsavík, en mun þá hafa átt heima á Daðastöðum. Steinþór Matthías Stefánsson kemur 1898 „ , tökub., 7., frá Kálfaströnd að Skógarseli“ og fer þaðan aftur 1901 „ , tökudr., 9, frá Skógarseli að Mývatni“ [Kb. Ein.]. Steinþór M. var fæddur 7. sept. 1891 á Litlulaugum, sonur hjónanna Stefáns Bergmanns Björnssonar og Elínar Sigríðar Þorsteinsdóttur, sem þá eru „hjón á Litlul.“ [Kb. Ein.], [ÆÞ. II, bls. 252-255], sjá nánar um hann þar og afkomendur, þ. á m. Gunnar son hans, sem var um skeið á Daðastöðum. Faðir Steinþórs dó þegar hann var fimm ára og lenti hann því á hrakningi um skeið. Jón Tryggvi Guðnason, sonur Guðna og Þuríðar hér nokkru ofar, er á fólkstali í Skógarseli 31. des. 1899 og 1900, vinnumaður, en fer 1901 frá Skógarseli að Engidal [Kb. Ein.]. Jón Tryggvi var fæddur í Grjótárgerði 23. jan. 1865 [Kb. Lund.]. Hann fer með foreldrum frá Grjótárgerði 1869 og frá Heiðarseli að Leikskálaá 1870 og er með þeim á manntali á Hjalla 1880. Jón Tryggvi kemur 1910 „ , bóndi, 45, frá Engidal að Narfastaðaseli“, þar sem hann á heima með systkinum sínum til dauðadags 21. eða 22. febr. 1940. Sjá einnig um hann í kafla um Narfastaðasel. Hólmgeir Aðalbjörn Stefánsson, sonur Sigfúsar og Guðrúnar S. hér nokkru ofar, kemur með þeim að Skógarseli 1901, þar sem hann er með þeim á manntali þ. á., og fer með þeim þaðan 1903 að Glaumbæjarseli. Hólmgeir Aðalbjörn var fæddur 25. júlí 1898, voru foreldrar hans þá „gift vinnuhjú á Hljeskógum“ [Kb. Greniv.prk.].

Magnús Guðnason


391

Stefán Sigfússon, sonur Sigfúsar og Guðrúnar S. hér nokkru ofar, fæddur í Skógarseli 5. júní 1901 [Kb. Ein.]. Stefán fer með foreldrum sínum frá Skógarseli 1903, en kemur aftur 1914 „ , ljettad., 13, að Skógarseli“ [Kb. Grenj.], þegar foreldrar hans fara í Breiðumýri. Stefán átti lengst af heima í Mývatnssveit, starfaði löngum við húsbyggingar. Guðni Sigurðsson er á fólkstali í Skógarseli 31. des. 1903 „ , vm, 21,“ [Sál Helg.] en er ekki þar árið eftir. Kemur 1906 frá Hallgilsstöðum aftur að Skógarseli „ , v. m, 24,“ en fer þaðan árið eftir [Kb. Ein.]. Guðni þessi mun vera bróðursonur Friðriks bónda, f. 4. nóv. 1882, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigríðar Guðrúnar Halldórsdóttur, sem þá eru „hjón á Kálfborgará“ [Kb. Lund.]. Fer 1886 með foreldrum sínum og sex systkinum að Hjalla og er með þeim þar á manntali 1890. Hann er „ , vinnumaður, 18,“ á Kálfaströnd við manntalið 1901. Guðni var verkamaður á Akureyri, sjá [Skú. bls. 123.].

Guðni Sigurðsson

Gunnar Jónsson er á fólkstali í Skógarseli 31. des. 1904 „ , v. m, 20.“ [Sál. Helg.]. Hann fer 1905 „ , v. m., 21, að ½ frá Skógarseli að Rauðá“ [Kb. Ein.]. Ég þykist viss um, að Gunnar þessi sé elsti sonur Jóns Sæmundssonar og Guðnýjar Þuríðar Jóhannesdóttur, sem um þessar mundir búa í Narfastaðaseli, og er Gunnar þar á manntali 1901, „ , sonur þeirra, 17, “. Gunnar var fæddur 2. jan. 1884 á Grenjaðarstað [Kb. Grenj.]. Sjá um hann í kaflanum um Narfastaðsel og um foreldra hans og systkini í [ÆÞ. I, bls. 420-421]. Gunnar, þá vinnumaður á Laxamýri, „drukknaði í Laxárfossum, 30 ára,“ 17. júní 1914 [Kb. Hús.]. Axel Nikulásson kemur 1905 „ , ómagi, 7, frá Holtakoti að Skógarseli“ [Kb. Ein.] og er þar á fólkstali þ. á., einnig næstu árin, síðast 1909, og er á manntali í Laugaseli 1910. Hann virðist koma aftur að Skógarseli, því hann flytur 1920 „ , v. m., 21, frá Skógarseli til Vopnafjarðar“ [Kb. Grenj.]. Axel var fæddur 26. sept. 1898 og voru foreldrar hans Nikulás Jakobsson og Geirdís Árný Árnadóttir á Breiðumýri „ ... gefinn í hjónaband sama dag sem skírt var“ (8. okt.). [Kb. Ein.]. Þau eru öll á manntali á Fljótsbakka 1901 ásamt Guðrúnu Björgu, systur Axels, þá 1 árs. Nikuás deyr 12. júní 1905 í Glaumbæ „bóndi frá Holtakoti, 32 ára,“, „ ... eftir 12 vikna legu úr meinsemd við mænu.“ [Kb. Ein.]. Fer þá Axel líklega á sinn fæðingarhrepp. Um Nikulás er frásögn í [Gull, bls. 93-94]. Sonur hans, auk Axels, var Jakob á Breiðumýri. Jón Haukur Jónsson kemur 1910 „ , vinnum, 17, frá Húsavík að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann er þar á manntali þ. á., svo og á fólkstali, en fer aftur 1912 „ , vim, 18, frá Skógarseli að Húsavík“ [Kb. Grenj.]. Jón Haukur var fæddur 11. nóv. 1893 á Ljótsstöðum [Kb. Þverárs.], sonur hjónanna Jóns Helgasonar frá Hallbjarnarstöðum og Herdísar Benediktsdóttur frá Auðnum. Sjá um Jón Hauk og skyldulið hans í [Skú. bls. 116], þó fæðingarár sé ekki rétt þar.

Gunnar Jónsson

Axel Nikulásson

Hermína Jónsdóttir er á manntali í Skógarseli 1. des. 1910 og einnig á fólkstali þ. á., en ekki er kunnugt, hve lengi hún var þar. Hermína var fædd 18. apríl 1897, dóttir Jóns Olgeirssonar og Kristínar Kristjánsdóttur, þá hjón í húsmennsku á Litlulaugum [Kb. Ein.]. Hermína giftist Aðalsteini Kjartanssyni á Daðastöðum og byggðu þau nýbýlið Lyngbrekku úr landi Daðastaða, þar sem Hermína átti heima til æviloka. Sjá um hana, mann hennar og börn í [Skú. bls. 119]. Axel Jónsson kemur 1912 „ , vinup., 16, frá Saltvík að Skógarseli“ [Kb. Grenj.], og er mér ekki kunnugt, hve lengi hann er þar. Axel var fæddur 20. sept. 1896 og voru foreldrar hans „Jón Rafnsson v. m. á Einarsstöðum og Sveinsinna

Jón Haukur Jónsson


392

Sveinsd. v. k. Stórulaugum kona hans, 33 ára.“ [Kb. Ein.]. Sjá einnig um foreldra Axels í [Gull, bls. 94-95]. Tryggvi Sigtryggsson kemur að Skógarseli 1920 ásamt konu sinni [NiðJH., Ingi Tr., munnleg heimild] og er þar á manntali 1. des. 1920 „húsmaður, landbúnaður, G, “. Þau flytja að Holtakoti í Reykjahverfi árið 1922. Tryggvi var fæddur 20. nóv. 1894, d. 1. des. 1986, sonur Sigtryggs Helgasonar b. á Hallbjarnarstöðum og k. h. Helgu Jónsdóttur [Nið.JH., bls. 25]. Ástæða þess að Tryggvi og Unnur flytja í Skógarsel, mun m. a. hafa verið sú, að þá fer Sigurgeir í Skógarseli til náms í Kaupmannahöfn, og þurfti þá röskan mann til að búa með Friðriki, sem þá var kominn hátt á áttræðisaldur. Tryggvi byggði nýbýlið Laugaból 1929 úr landi Litlulauga og bjó þar síðan og var jafnan við þann bæ kenndur. Hann var búfræðingur, kennari í Reykjadal, vegaverkstjóri, prófdómari við barnapróf í Reykjadal lengi, landsþekktur skógræktarmaður. Sjá um hann og afkomendur m. a. í [Skú. bls. 110] og [NiðJH., bls. 25].

Tryggvi Sigtryggsson

Tryggvi hóf undirbúning að stofnun nýbýlis í landi Daðastaða á Seljadal gegnt Skógarseli. Flutti hann grjót frá ánni upp í Smérhóla og er grjóthrúgan þar enn sýnileg. Einnig flutti hann eitthvað af áburði á landið, þar var valllendisblettur sem gras óx betur á og var grænna en annars staðar, var það (1936 og lengi síðar) rakið til áburðarins sem Tryggvi flutti. - Erfitt var um jarðnæði á þessum árum, sbr. t. d. nýbýlin Gafl 1918 og Brún 1919. Garðar í Lautum hefur sagt mér, að þegar Tryggvi flutti með fjölskyldu sína úr Skógarseli í Holtakot 1922, hafi Jakob faðir hans lánað honum kassakerru til að flytja búslóðina. Ekki þurfti nema eina ferð í Holtakot með kerruna. Búslóð manna og búferlaflutningar voru þá smærri í sniðum en síðar varð.

Unnur Sigurjónsdóttir, kona Tryggva hér næst á undan, kemur með manni sínum í Skógarsel 1920 og flytur þaðan með honum að Holtakoti 1922. Unnur var fædd 13. júlí 1896 á Sandi, dóttir Sigurjóns Friðjónssonar bónda og skálds, síðar á Litlulaugum og k. h. Kristínar Jónsdóttur. Hún fer með foreldrum sínum og systkinum 1906 frá Sandi að Einarsstöðum [Kb. Grenj.] og 1913 að Litlulaugum. Sjá einnig hér að ofan hjá Tryggva. Ingi Tryggvason, sonur Tryggva og Unnar hér næst á undan, f. 14. febr. 1921 á Litlulaugum, en þá eiga foreldrar hans heima í Skógarseli. Ingi flytur með þeim að Holtakoti í Reykjahverfi 1922. Ingi var kennari, reisti nýbýlið Kárhól í landi Hóla og bjó þar um skeið, var sparisjóðsstjóri, alþingismaður og formaður Stéttarsambands bænda, síðar ferðabóndi á Narfastöðum. Sjá um fjölskyldu hans í [NiðJH., bls. 25-26].

1922 - 1964: Jónsdóttir

Árni Jakobsson og síðar með honum Elín

Árni verður eigandi að Skógarseli 1922 og byrjar einn búskap þar þ. á. Kvæntist 21. júlí 1923 Elínu Jónsdóttur og flyst hún það ár að Skógarseli. Við andlát Árna 1964 endar búskapur þar.

Ingi Tryggvason


393

Ívar mun þó hafa talið sig þar til heimilis allt til 1977, mun það skýringin á því að í [Bybú, bls. 433] er sagt að jörðin fari í eyði 1977. Snemma í búskapartíð Árna og Elínar var „stóarhúsið“ endurbyggt og stækkað. Fjárhús (3 samstæð) með vatnsleiðslu voru byggð 1930 og steinsteypt hlaða 1932, að því leyti óvenjuleg að hún var steypt úr ísaldarleir. „Nýræktin“ (ca 1 ha) var einnig gerð 1932, en nýrækt í girðingu neðra 1946-47. Sjá um girðingar í búskapartíð Friðriks og Guðrúnar. Garðar kveðst muna eftir því að hafa komið í Skógarsel veturinn 1922-23, þá með Kristínu systur sinni, sem skrapp þangað til að baka og sinna öðrum heimilisverkum. Þá man hann eftir því að hafa hjálpað bróður sínum við að reka þangað féð fyrri part vetrar 1922-23. Hann álítur að Helga systir þeirra hafi verið ráðskona hjá Árna um heyskapartímann sumarið 1922.

Árni Jakobsson

Árni var fæddur í Hólum í Reykjadal 25. nóv. 1885, sonur hjónanna Jakobs Sigurjónssonar og f. k. h. Kristínar Þuríðar Helgadóttur, sem þá bjuggu í Hólum, en bjuggu 1882-1883 í Skógarseli, sjá hér nokkru framar. Árni átti heima í Hólum þar til hann fluttist í Skógarsel, utan fáein ár sem hann bjó á hluta af Einarsstöðum (um 1913-16). Hann er á Einarsstöðum skv. fólkstali í Helgastaðaprestakalli 31. des. 1904 „ , vm., 19,“ en er í Hólum 1903 og 1905. Hann var á bændaskólanum á Hólum veturna 1906-1908. Árni lést á Akureyrarspítala 19. ágúst 1964 og var þá búskap hætt í Skógarseli. Elín var fædd 25. des. 1893 í Landamótsseli, dóttir hjónanna Jóns Kristjánssonar og Lilju Sigurbjargar Björnsdóttur. Hún flytur með fjölskyldu sinni að Ljósavatni árið 1900, en þaðan að Glaumbæ 1902 og átti þar heima uns hún flytur í Skógarsel við giftingu 1923. Við lát Árna 1964 flytur Elín til dóttur sinnar og tengdasonar að Uppsölum í Blönduhlíð, þar sem hún dvaldist að mestu til dauðadags. Hún mun þó hafa talið sig til heimilis í Skógarseli, þar til hún lést á Kristneshæli 9. ágúst 1973.

Börn Árna og Elínar í Skógarseli, öll fædd þar:

Sólveig Árnadóttir, f. 13. mars 1925, lengi húsfreyja á Uppsölum í Blönduhlíð. Hún átti heima í Skógarseli þar til hún giftist Árna Bjarnasyni 25. júlí 1953 og flytur til hans að Uppsölum í Blönduhlíð, þar sem foreldrar hans, Bjarni Halldórsson og Sigurlaug Jónasdóttir, búa þá einnig. Árni var bóndi á Uppsölum til 1998, síðasti hreppstjóri í Akrahreppi. Sólveig hefur átt heima á Uppsölum frá 1953. Ragnar Árnason, f. 2. okt. 1926, verkfræðingur í Reykjavík. Hann átti heima í Skógarseli til 1950, er hann verður kennari á Selfossi, en telur sér aftur heimili í Skógarseli 1954, meðan hann var við nám erlendis. Hefur átt heima í Reykjavík frá 1959. Kvæntur 30. júlí 1962 Björgu Þorsteinsdóttur myndlistarmanni, skildu. Ívar Árnason, f. 8. okt. 1929, lengi starfsmaður Laugafisks í Reykjadal. Átti heima í Skógarseli til 1964 og var fyrir búi með foreldrum sínum síðustu árin. Var síðan á ýmsum stöðum í Reykjadal en taldi sér heimili í Skógarseli til 1977, er hann byggði húsið Hólavegur 1 í Reykjadal, þar sem hann á nú (2006) heima.

Sólveig Árnadóttir


394

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Árna og Elínar:

Þuríður Sigurbjarnardóttir kemur 1923 „ , lausak, 40, frá Mývatnssveit að Skógarseli“ [Kb. Grenj.], þar sem hún er á manntali 1930 og 1940. Fljótlega eftir það fer hún frá Skógarseli, átti um skeið heima á grasbýlinu Grund ofan við Einarsstaði. Þuríður var fædd 2. ágúst 1883 og voru foreldrar hennar „Sigurbjörn Hallgrímsson og Guðrún Þorsteinsdóttir, hjón í dvöl á Ófeigsstöðum“ [Kb. Þór.], sem bendir til þess að þau hafi ekki átt þar heima. Í manntölum og Þjóðskrá er fæðingardagur Þuríðar oftast talinn 4. ágúst (enda taldi hún svo sjálf) og fæðingarstaður ýmist Granastaðir eða Geirbjarnarstaðir. Hún kemur 1886 „ , 3, niðrseta, Frá Kotamýrum að Einarsstöðum“ [Kb. Ein.] og er alin þar upp og þar á manntali 1890, 1901 og 1910. Árið 1920 er hún hins vegar á manntali í Vogum. Hún var ógift og barnlaus. Dó á Húsavík 4. sept. 1955 [Þjóðskrá]. Jakob Kristjánsson. Ekki er vitað með vissu hvenær Jakob kemur í Skógarsel með konu sína og dóttur, en líklegt er að það sé strax 1923. Þau flytja þaðan 1926 og er sagt um Jakob: „ , húsm., 43, frá Skógarseli að Hóli í Kinn“ [Kb. Grenj.]. Sbr. einnig dagbók ÁJak. 8. maí 1926: „Héðan fóru Jakob og Kristín og Dagrún alfari útí Hól í Kinn, fóru með fé í Rauðá. Eg fylgdi yfir flóa.“ Jakob var fæddur 4. júlí 1882, og voru foreldrar hans „Kristján Kristjánsson og Hansína Guðbjörg Sigmundsdóttir búandi hjón á Ingveldarstöðum“ [Kb. Garðss.]. Hann er á manntali á Núpum 1910, þar sem hann býr með móður sinni og Benedikt syni hennar 10 ára gömlum. Við fæðingu Dagrúnar 1912 eru þau Kristín „hjón búandi Núpum“. Þau eru á manntali með Dagrúnu í Múla 1. des. 1920, en Jakob er þá fjarverandi á Gautlöndum. Um 1911 virðist hætt að bóka flutninga milli sókna í Grenjaðarstaðarprestakalli, sést því ekki, hvenær Jakob og Kristín koma í Einarsstaðasókn. G. Jak. álítur að þau hafi komið í Skógarsel 1923 frá Kasthvammi, hafði hann komið oft í Skógarsel og leikið sér við Dagrúnu. Sjá um Jakob í [Reykj. bls. 405]. Hann lést á Akureyri 17. júní 1963. Kristín Halldórsdóttir, kona Jakobs hér næst á undan, kemur með honum og dóttur þeirra að Skógarseli, líklega 1923, og fer með þeim að Hóli í Kinn 1926, sjá hér næst á undan um Jakob. Kristín var fædd 18. nóv. 1892 og voru foreldrar hennar „Halldór Marteinsson ókvongaður á Bjarnast. og Anna Benediktsdóttir ógipt vinnukona sama st.“ [Kb. Lund.]. Sjá nánar um Kristínu í [Reykj. bls. 405-408] og í kafla um Grjótárgerði. Hún lést í Hlíð 10. sept. 1957.

Jakob Kristjánsson, Kristín Halldórsdóttir og Dagrún Jakobsdóttir

Dagrún Jakobsdóttir, dóttir Jakobs og Kristínar hér næst á undan, kemur líklega með foreldrum sínum að Skógarseli 1923 og fer með þeim að Hóli 1926, sjá hér að ofan. Dagrún var fædd 22. júní 1912, voru foreldrar hennar þá „hjón búandi Núpum“ [Kb. Grenj.]. Dagrún giftist Alfreð Ásmundssyni og bjuggu þau lengi í Hlíð, nýbýli sem reist var 1931. Sjá [Bybú, bls. 187] og í [Reykj. bls. 405-408] um Dagrúnu og afkomendur hennar. Halldór Marteinsson, faðir Kristínar hér ofar, kemur 1925 „ , lausam, 60, frá Engidal að Skógarseli“ og fer þaðan 1926 að Rauðá [Kb. Grenj.]. Halldór var fæddur 21. jan. 1865 á Fornastöðum, sonur Marteins Halldórssonar og Kristínar Jónsdóttur [Kb. Hálsþ.], [Reykj. bls. 363 og 405, þar er fæðingarstaður Halldórs rangur]. Fer 1867 með foreldrum frá Fornastöðum að Lundarbrekku. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Hofstöðum 1880 og hjá móður sinni á

Halldór Marteinsson


395

Bjarnastöðum 1890. Halldór kvæntist Önnu Pálínu Benediktsdóttur 3. okt. 1894 [Reykj. bls. 405]. Þau bjuggu í Grjótárgerði 1895-1905 en voru síðan á ýmsum stöðum í húsmennsku. Halldór dó 25. nóv. 1946 en Anna Pálína 23. júlí 1946. Sjá um þau og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 405-414], einnig í kafla um Grjótárgerði. Í þessari samantekt um ábúendur og íbúa í Skógarseli eru ýmsar gloppur. Sálnaregistur (fólkstal) er einungis til fyrir árin 1856, 1857 og 1859 og svo aftur 1889-1910, og má gera ráð fyrir að frá þeim árum sé flestra getið.

Að mestu unnið veturinn 1997-1998. R. Á. Endurskoðað, aukið og breytt í nóv. - des. 2005. R. Á. Leiðr. á 1. próförk lokið 8. febr. 2006. R. Á. Þessi prentun er gerð 12. júní 2009. R. Á.


396

Ábúendur í Skógarseli 1814 - 1826: Halldór Halldórsson og Kristín Sveinsdóttir 1826 - 1828: Árni Jónsson og Ölveig Sigmundsdóttir 1828 - 1831: Í eyði 1831 - 1849: Gunnar Markússon og síðar með honum Signý Skúladóttir 1849 - 1870: Jóhannes Guðmundsson og Guðrún Stefánsdóttir 1870 - 1871: Sæmundur Jónsson og Þórný Jónsdóttir 1871 - 1880: Jóhannes Guðmundsson og Guðrún Stefánsdóttir (í 2. sinn)/Guðbjörg Eiríksdóttir 1880 - 1882: Jóhannes Sigurðsson og Sesselja Andrésdóttir 1882 - 1883: Jakob Sigurjónsson og Kristín Þuríður Helgadóttir 1883 - 1922: Friðrik Jónsson og Guðrún Jóakimsdóttir (1892) - 1895: Sigfús Þórarinsson og Guðrún Sigurl. Guðnadóttir 1922 - 1964: Árni Jakobsson og síðar með honum Elín Jónsdóttir

Skammstafanir og skýringar:

[AlmÓTh.]: Almanak Ólafs Thorgeirssonar, Winnipeg. [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Guðf.]: Björn Magnússon: Guðfræðingatal 1847-1957, Rvík 1957. [Gull]: Jón Haraldsson: Gull í gamalli slóð, Ak. 1963. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [MaÞ.]: Manntalsbækur Þingeyjarsýslu (Þing. VIII. B. og Þing. VIII. C.) í Þjóðskjalasafni Íslands. [NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur. Þorsteinn Davíðsson tók saman. [Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993. [Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [SÍV.]: Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga Íslendinga í Vesturheimi, II, Winnipeg 1943. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.


397

[Svalb.]: Svalbarðsstrandarbók. Júlíus Jóhannesson skráði, útg. 1964. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [Þing. XVI. A.]: Hreppaskjöl Þingeyjarsýslu í Þjóðskjalasafni Íslands. [ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands. [ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga


2.15 Stafnsholt


399

Í [Ha.HJ.] segir svo: „Lág hólaþyrping, umkringd mýrarsundum á þrjá vegu, en Laugagróf á þann fjórða, liggur gegnt Laugaseli. Hét þar Víðiholt. Fýsti Stefán að flytja skemmu sína á holt þetta. Fékk hann leyfi Sigurðar sjálfseignabónda í Stafni til að reisa bæ á holtinu og afnotarétt á þeim hluta Stafnslands, er lá sunnan Grjóthóls. Hóll sá, er við Laugagróf, nær 500 föðmum norðar en Víðiholt.“ [Bls. 57 í Nokkrir smáþættir IIII. 4. í Ha.HJ.].

Býli Stefáns bar nafnið Víðirholt og er svo við manntalið 1850 og er í Skútustaðasókn fyrstu árin og börn þar fædd skírð af Skútustaðaklerki þar til 1854.

Ingólfur Sigurgeirsson frá Vallholti (f. 1907) hefur sagt mér (í apríl 2001), að hann viti ekki annað en um eitt býli sé að ræða, þ. e. að Víðirholt og Stafnsholt sé sami staður. Þá telur hann sig hafa haft undir höndum afsal fyrir Stafnsholtslandi, sem átti að vera 1/3 hluti Stafnslands. Þetta skjal telur hann að hafi glatast og ekki hefur mér tekist að hafa upp á því í embættisbókum sýslumanns, né fundið þess getið á manntalsþingum.

1847 - 1855: Stefán Björnsson og Hólmfríður Jóhannnesdóttir Stefán og Hólmfríður sýnast byrja búskap sinn í Víðirholti 1847, þeim fæðist dóttir í Laugaseli 16. júlí 1846 og önnur í Víðirholti 17. ágúst 1847. Þau eru á manntali þar 1. okt. 1850 (Víðirholt, nýbýli, þá talið í Skútustaðasókn) og flytja 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal ásamt skylduliði [Kb. Ein.]. Stefáns er getið í Stafnsholti 1848 í [MaÞ.], þá á skrá yfir búlausa, en 18491855 er hann þar í hópi bænda. Stefán var fæddur um 1809 á Hólkoti, sonur Björns Einarssonar og k. h. Þóru Jónsdóttur (Sigurðssonar á Breiðumýri). Hann er á manntali í Parti 1816 með foreldrum. Eftir lát móður sinnar 13. okt. 1821 í Hólum Reykjadal [Kb. Ein.] var hann og bræður hans á ýmsum stöðum. Stefán er vinnumaður í Álftagerði 1835 og 1840 er hann „ 32, Ó, vinnumaður, smiður,“ hjá Sigurði móðurbróður sínum á Grímsstöðum v. Mývatn. Hólmfríður var fædd á Hofstöðum 11. ágúst 1817 [Kb. Reykj.], dóttir Arnfríðar Jónsdóttur þar og Jóhannesar Þorsteinssonar á Geiteyjarströnd [ÆÞ. I, bls. 370371]. Hólmfríður er með móður sinni á manntali á Arnarvatni 1835, báðar vinnukonur, og á Helluvaði 1840 ásamt móður sinni og Vigdísi móðursystur sinni, allar þrjár vinnukonur. Hólmfríður og Stefán, þá bæði á Helluvaði, voru gefin saman 2. okt. 1843 [Kb. Mýv.]. Þau koma frá Helluvaði að Laugaseli 1844 og segir [Kb. Skút.] um Stefán „ , 35, Bóndi,“ en [Kb. Ein.] „ , 33, húsmaðr, frá Mývatni að Laugas“ og eru þau þar á manntali 1845.


400

Stefán og Hólmfríður eru á manntali á Halldórsstöðum 1855 og einnig 1860, þá með öllum þá lifandi níu börnum sínum. Auk þeirra barna, sem getið er hér á eftir í Víðirholti, eignuðust þau dótturina Kristínu (eldri), f. 16. júlí 1846 í Laugaseli, d. þar 24. s. m. [Kb. Skút.]; Guðnýju Jakobínu, f. 26. okt. 1856 á Halldórsstöðum, d. þar. 5. nóv. s. á.; og Eggert, f. 19. júlí 1858 á Halldórsstöðum [Kb. Helg.]. Stefán deyr 17. febr. 1866 „ jarðsettur á Einarsstöðum eptir beiðni, giptur bóndi á Halldórsst., 56 ára, brjóstveiki,“ en Hólmfríður 24. jan. 1867 „Ekkja búandi á Halldórsst, 53 ára, Taugaveiki“ [Kb. Helg.].

Börn Stefáns og Hólmfríðar í Víðirholti (Stafnsholti):

Kristján Stefánsson kemur með foreldrum frá Laugaseli 1847 að Víðirholti, er með þeim þar á manntali 1850 og fer með þeim frá Stafnsholti 1855 að Halldórsstöðum í Reykjadal. Kristján var fæddur 14. jan. 1844 og eru foreldrar hans þá sögð „ , hjón í Húsmensku á Helluvaði“ [Kb. Skút.]. Hann fer með foreldrum sínum að Laugaseli fæðingarárið og er þar á manntali 1845. Kristján er með foreldrum og systkinum á manntali á Halldórsstöðum 1855 og 1860, þar sem hann andaðist 14. jan. 1863 „únglíngsmaður á Halldórsstöðum, 18 ára, Taklandfarssótt eða slímsótt, jarðsettur á Einarsstöðum“ [Kb. Helg.]. Guðrún Stefánsdóttir, f. 17. ágúst 1847, voru foreldrar hennar þá „hjón í Vÿðirholti“ [Kb. Skút.]. Hún fer með foreldrum og systkinum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Guðrún er á manntali með foreldrum og systkinum á Halldórsstöðum 1855 og 1860. Fer 1867 „ , 21, vinnuk., Halldórsst - Þverá“ [Kb. Helg.]. Guðrún giftist 2. okt. 1879 Gunnari Benediktssyni, sjá um þau í [ÆÞ. III, bls. 317] og [ÆÞ. VII, bls. 207]. Þau bjuggu á Ketilsstöðum, Ísólfsstöðum og aftur á Ketilsstöðum þar sem Guðrún deyr. 15. júní 1894. Kristín Stefánsdóttir (yngri), f. 30. maí 1849, voru foreldrar hennar þá „hjón í Víðirholti“ [Kb. Skút.]. Kristín er í Heiðarseli í fólkstölu um nýár 1854 „ , 5, tökubarn.“ Hún fer þ. á. frá Heiðarseli að Skörðum með Jóni Jónssyni og Guðrúnu Sigurðardóttur [Kb. Eyjardalsárprk.] og er með þeim á manntali 1855 á Einarsstöðum í Reykjahverfi „ , 6, Ó, tökubarn,“. Hún fer þaðan 1856 til foreldra sinna á Halldórsstöðum í Reykjadal „ , 8, stúlka,“ [Kb. Helg.] og er með þeim þar á manntali 1860. Hún fer 1865 í Skógarsel ásamt Sigurgeir bróður sínum [Kb. Ein.], [Kb. Helg] og 1867 „ , 19, vinnuk.,“ frá Halldórsstöðum að Einarsstöðum [Kb. Helg.]. Kristín giftist Jóni Egilssyni frá Sultum. Dó á Syðri-Bakka 9. maí 1922, sjá [ÆÞ. VII, bls. 207]. Sigurgeir Stefánsson, f. 8. júlí 1851, þríburi, voru foreldrar hans þá „hjón í Víðirholti“ [Kb. Skút.]. Sigurgeir fer 1854 „ , 3, tökubarn frá Stafnsholti að Helgastöðum“ [Kb. Ein.], þar sem hann er á manntali 1855 „ , 5, Ó, fósturbarn,“ hjá Jörgen Kröyer presti. Sigurgeir er með foreldrum sínum og systkinum á manntali á Halldórsstöðum 1860 „ , 10, Ó, þeirra sonur,“. Hann fer 1865 „ , 15, ljettadr,“ [Kb. Ein.], [Kb. Helg.


401

segir 14] frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Skógarseli. Fer 1872 „ , 21, vinnum, Daðastöðum Kasthvammi“ [Kb. Ein.]. Sigurgeir bjó í Parti og í Miðhvammi, þar sem hann dó 16. nóv. 1886, sjá [ÆÞ. VII, bls. 207-208], sjá einnig um fjölmarga afkomendur hans á bls. 207-258 í sömu bók. Meðal landskunnra afkomenda Sigurgeirs má nefna Arnór og Eið Smára Guðjohnsen, svo og Benóný Arnórsson fyrrv. alþingismann, sem lengi var oddviti í Reykdælahreppi.

Sigurbjörn Stefánsson, f. 8. júlí 1851, þríburi, voru foreldrar hans þá „hjón í Víðirholti“ [Kb. Skút.]. Hann fer með foreldrum og systkinum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Sigurbjörn er á manntali með foreldrum og systkinum á Halldórsstöðum 1855 og 1860. Fer þaðan 1867 „ , 16, ljettadrengur,“ að Múla [Kb. Helg.]. Drukknaði 16. nóv. 1872 „ , vinnumaður á Laxamýri ógiptur, 21 ára, Drukkn( . . ) í Laxá En var jarðsunginn hér á Einarsstöðum, eptir beiðni viðkomandi skyldfólks, hvar ættfólk hans hvílir af sóknarpesti“ [Kb. Ein.]. Sjá um hann í [ÆÞ. VII, bls. 258]. Hólmfríður Stefánsdóttir, f. 8. júlí 1851, þríburi, voru foreldrar hennar þá „hjón í Víðirholti“ [Kb. Skút.]. Hún fer með foreldrum og systkinum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Hólmfríður er á manntali með foreldrum og systkinum á Halldórsstöðum 1855 og 1860. Hún fer 1866 „ , 15, vinnust.“ frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Helg.] og 1871 frá Grenjaðarstað að Skútustöðum [Kb. Grenj.]. Hólmfríður giftist Jóhannesi Friðrikssyni 25. okt. 1876, þá bæði í vinnumennsku á Sveinsströnd [Kb. Mýv.]. Þau eru „hjón á Sveinsströnd“ við fæðingu dótturinnar Hólmfríðar Friðriku 17. júní 1877. Líklega eru þau í Hörgsdal 1878-79 en fara að Einarsstöðum í Reykjadal 1879 (með Meth. Magnússyni), en koma þaðan aftur 1880 [Kb. Ein.] og eru þ. á. á manntali á Skútustöðum. Þau búa á Sveinsströnd við manntölin 1890 og 1901, en 1910 er Hólmfríður húskona í Haganesi. Hólmfríður er hjá Árna syni sínum á Bjarnastöðum í Mývatnssveit 1913-1918 [Sál. Mýv.], en fer 1918 að „Bakka í Kelduhverfi“ [Kb. Mýv.]. Kemur 1920 „ , lausak, 70“ frá Syðri-Bakka að Arnarvatni og er þar á manntali þ. á. Hún fer þaðan 1923 „ , lausak., 73,“ aftur að Syðri-Bakka [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Ási 1930 „móðir húsfreyju“ og deyr þar 9. jan. 1932, sjá [ÆÞ. VII, bls. 258].

Hólmfríður Stefánsdóttir

Pétur Stefánsson, f. 3. des. 1852, voru foreldrar hans þá „hjón í Víðirholti“ [Kb. Skút.]. Hann fer með foreldrum og systkinum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Pétur er á manntali með foreldrum og systkinum á Halldórsstöðum 1855 og 1860. Fer þaðan 1867 „ , 15, ljettadrengur,“ að Kraunastöðum [Kb. Helg.]. Dó á Húsavík 14. febr. 1919, sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. VII, bls. 258-277]. Eðvald Stefánsson, f. 8. maí 1854, voru foreldrar hans þá „hjón búandi á Víðirhollti“ [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum og systkinum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum. Eðvald er á manntali með foreldrum og systkinum á Halldórsstöðum 1855 og 1860. Fer þaðan 1867 „ , 14, ljettadrengur,“ að Birningsstöðum [Kb. Helg.]. Dó 10. apríl 1932 á Húsavík, sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. VII, bls. 277-307].

Eðvald Stefánsson


402

Annað skyldulið Stefáns og Hólmfríðar í Víðirholti:

Arnfríður Jónsdóttir, móðir Hólmfríðar húsfreyju, kemur líklega með þeim frá Laugaseli 1847, er á manntali í Víðirholti 1850 „ , 58, Ó, móðir konunnar,“ og fer með þeim að Halldórsstöðum 1855. Arnfríður var fædd 16. júlí 1793 á Hofstöðum, dóttir hjónanna Jóns Ingjaldssonar og Guðrúnar Andrésdóttur [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum og fimm systkinum á manntali á Hofstöðum 1801, en 1816 er hún vinnukona á Geiteyjarströnd. Hún eignast dótturina Hólmfríði með Jóhannesi Þorsteinssyni 11. ágúst 1817, sjá hér ofar hjá Hólmfríði, og er hún með hana á manntali á Arnarvatni 1835 og 1840 á Helluvaði. Hún er á manntali í Laugaseli 1845 hjá Stefáni og Hólmfríði. Arnfríður er á manntali hjá þeim hjónum á Halldórsstöðum í Reykjadal 1855 og 1860, þá „ , 68, Ó, móðir konunnar,“. Fer þaðan 1867 „ , 75, ógipt,“ að Breiðumýri [Kb. Helg.]. Hún deyr í Narfastaðaseli 9. júlí 1871 „ Kjerling á hrepp sem aldrei hafði gifts, 80 ára, Bjúg og ellihrumleik“ [Kb. Ein.]. Vigdís Jónsdóttir, móðursystir Hólmfríðar húsfreyju, er á manntali í Víðirholti 1850 „ , 49, Ó, vinnukona,“. Ekki er vitað hvenær hún kemur þangað, því Víðirholt var þá enn í Skútustaðasókn. Hún fer með Stefáni og Hólmfríði 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Vigdís var fædd 21. maí 1801 á Hofstöðum, dóttir hjónanna Jóns Ingjaldssonar og Guðrúnar Andrésdóttur [Kb. Reykj.] og er með þeim þar á manntali 1816. Hún var vinnukona á Geirastöðum 1835 og 1840 á Helluvaði ásamt Arnfríði systur sinni og Hólmfríði dóttur hennar. Vigdís er á manntali á Arnarvatni 1845 „ , 45, Ó, vinnukona,“. Vigdís er á manntali á Halldórsstöðum í Reykjadal 1855 og 1860, vinnukona hjá þeim Stefáni og Hólmfríði. Hún fer þaðan 1861 „ , 61, vinnuk.,“ að Laugaseli [Kb. Ein.], [Kb. Helg.], hún var systir Kristbjargar húsfreyju þar. Hún andaðist þar 17. apríl 1870 „Kjerling sem aldrei giftist í Laugaseli, 70 ára, Köldusýki og höfuðveiki.“ [Kb. Ein.].

Vandalausir í Víðirholti í búskapartíð Stefáns og Hólmfríðar 1847-1855:

Jón Jónsson, sonur Sigríðar hér næst á eftir, fer 1853 „ , 26, vinnumaðr, frá Víðirholti að Hofstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hann kemur 1850 „ , 23, sonur hennar, frá Arnarv: að Márskoti“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Jón var fæddur í Garðsvík 3. maí 1827, voru foreldrar hans „Jón Sveinss: ógiptur vinnumaður á Miðvík í Laufás Sókn og Sigríður Þórðard: ógipt vinnukona á Garðsvík“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Hann fer með móður sinni 1828 „frá Miðvík að Tindriðastöðum“ [Kb. Þöngl.] og fylgir síðan móður sinni, sjá um feril hennar hér næst á eftir, er á manntali á Presthólum 1835, í Breiðuvík 1840 og í Presthvammi 1845 „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Við manntalið 1850 eru þau mæðginin á mannntali á Arnarvatni. Jón fer ásamt móður sinni 1854 frá Hofstöðum að Laxamýri [Kb. Hús.], [Kb. Mýv.]. Kvæntist 6. nóv. 1854, „frá Laxamýri, 27 ára“, Guðfinnu Jónsdóttur „frá Hofstöðum 22 ára“ [Kb. Mýv.] og eru þau á manntali á Ytrafjalli 1855, þar sem Jón er bóndi, og 1860 á Jarlstöðum í Nessókn með tveim börnum. Þau flytja 1867, Jón „ , 40, vinnumaðr, öll frá Garði í Nessókn að Krosshúsum í Flateyjarsókn“ [Kb. Flat.] ásamt syni sínum og Sigríði móður Jóns. Flytja 1876, Jón „49, bóndi, Öll saman frá Krosshúsum í Flatey inn á Helgastaðahrepp.“ með þrem börnum. Þau eru á manntali í Grímshúsum 1880 með tveim börnum, en flytja þaðan 1889 „til Eyjafjarðar“ [Kb. Múl.].


403

Sigríður Þórðardóttir, móðir Jóns hér næst á undan, fer 1853 „ , 61, móðir hs,“ einnig frá Víðirholti að Hofstöðum. Sigríður var fædd 25. apríl 1791 í Böðvarsnesi, dóttir Þórðar Þorkelssonar og Maríu Jónsdóttur, tvíburi á móti Jóni, sem dó 30. apríl s. á. [Kb. Hálsþ. „(í Drablastaða Annex Kku Sókn)“]. Hún er á manntali með foreldrum og fimm yngri systkinum í Böðvarsnesi 1801, en 1816 er hún á manntali í Vestari Krókum „ , hjú, 26,“ búa foreldrar hennar þá á Melum. Sigríður eignast 1827 soninn Jón, þá „ógipt vinnukona í Garðsvík“. Fer s. á. „Frá Garðsvík að Miðvík“ [Kb. Svalb. (Glæs.)], [Kb. Lauf.] og 1828 frá Miðvík að Brekku [Kb. Lauf.], en [Kb. Þöngl.] segir að Tindriðastöðum, þar er Jóns sonar hennar einnig getið. Giftist Jóni Jónssyni 30. sept. (líkl. 1833) [Kb. Þöngl.], en þá hefur prestur ekki verið með betra ráði en svo, að hann víxlar föðurnöfnum þeirra (Jón Þórðarson og Sigríður Jónsdóttir). Jón og Sigríður fara 1834 frá Brekku að Presthólum [Kb. Þöngl.], er Jón sonur hennar þar með í för, og eru á manntali á Presthólum 1835 „vinnumaður“, „vinnukona“. Þau eru á manntali í Breiðuvík 1840, vinnuhjú, og 1845 í Presthvammi, þar er Jón húsmaður en Sigríður „ , 55, G, hans kona, vinnukona,“. Þau flytja 1848 „ , frá Geitafelli að Arnarvatni“ [Kb. Mýv.], þar er Sigríður á manntali 1850 „ , 58, Sk, vinnukona,“ er Jón sonur hennar þá einnig þar, sjá hjá honum. En Jón maður hennar fer 1849 að Miðvík [Kb. Mýv.], en Sigríður og sonur hennar 1850 að Máskoti [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Sigríður fer 1854 frá Hofstöðum að Laxamýri [Kb. Hús.], en er með Jóni syni sínum og Guðfinnu á manntali á Ytrafjalli 1855 „ , 65, G, vinnukona,“ og 1860 á Jarlstöðum. Fer með þeim 1867 að Krosshúsum „ , 75, móðir hans“ [Kb. Flat.]. Deyr þar 15. jan. 1869 „Ekkja á Krosshúsum, 68“ [Kb. Flat.] (aldur rangur um 10 ár).

1855 - 1856: Jónsdóttir

Sæmundur

Torfason

og

Sigurlaug

Skv. [ÆÞ. VII, bls. 207] hefur Sæmundur jarðaskipti við Stefán Björnsson 1855, flytja þau hjónin ásamt tveim fósturbörnum frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Stafnsholti [Kb. Helg.] og eru þau þar á manntali 1855 (Stafnsholt, hjáleiga). Sæmundur og Sigurlaug flytja 1856 ásamt fósturdóttur sinni „ , öll frá Stafnsholti að Hvarfi í Bárðardal“ [Kb. Ein.]. Sæmundur er gjaldandi í Stafnsholti í [MaÞ.] árið 1856, þar er þá einnig getið Sigurðar Þorkelssonar í skránni „Búlausir tíundandi“. Sæmundur var fæddur á Ófeigsstöðum 23. júlí 1794, sonur hjónanna Torfa Jónssonar og Sigurlaugar Helgadóttur [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Landamóti 1801 „ , deres son, 8, ugivt“ en 1816 er hann þar „ , vinnupiltur, 21,“ en þá búa foreldrar hans í Holtakoti með sex börnum sínum. Sigurlaug var fædd 31. maí 1796 í Garðshorni, dóttir hjónanna Jóns Bjarnasonar og Jórunnar Magnúsdóttur [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum og eldri systur á manntali á Oddsstöðum á Sléttu 1801, en við manntalið 1816 er hún á Kotum í Þóroddsstaðarsókn með móður sinni (sem þar er þá „til húsa“) „ , hennar barn, 19,“.


404

Sæmundur og Sigurlaug voru gefin saman 26. okt.(?) 1822, hann „28, buandr í Holtakoti“, hún „þar með hönum 26 ára“ [Kb. Þór.]. Þau flytja 1824 frá Holtakoti að Engidal („ , 30, bóndi,“, „ , 28, hs kona,“) [Kb. Þór.], [Kb. Lund.], en búa á Arndísarstöðum við manntölin 1835, 1840 og 1845. Þau flytja þaðan 1849 að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Helg.], fara þá Ásmundur, Jón og Kristín börn þeirra með þeim. Þau eru þar á manntali 1850 og í sálnaregistri við árslok 1853, eru þá öll börn þeirra farin að heiman. Sæmundur og Sigurlaug fara 1858 með Ásmundi syni sínum og fjölskyldu hans frá Hvarfi að Daðastöðum [Kb. Ein.] en fara þaðan 1859 ásamt dótturdóttur sinni að Mýlaugsstöðum [Kb. Ein.]. Þau hjónin koma frá Grenjaðarstöðum að Daðastöðum 1862 þar sem Sigurlaug deyr 26. júní 1862 „gipt kona á Daðastöðum, 66, Brjóstveiki og Landfarsótt“ [Kb. Ein.]. En Sæmundur fer 1863 frá Daðastöðum að Fagranesi [Kb. Ein.]. Hann deyr 5. maí 1873 „ , ekkill frá Presthvammi, 79 ára, Dó úr langvarandi brjóstveiki, er seinast snjerist upp í brjóstvatnssýki“ [Kb. Grenj.].

Skyldmenni Sæmundar og Sigurlaugar í Safnsholti 1855-1856:

Sigurlaug Jósefsdóttir, dótturdóttir Sæmundar og Sigurlaugar, kemur með þeim 1855 „ , 10, fósturbörn,“ frá Halldórsstöðum að Stafnsholti [Kb. Helg.] og er þar með þeim á manntali þ. á. „ , 9, Ó, fósturbarn,“. Hún fer með þeim þaðan 1856 „ , 11, fósturbarn,“ að Hvarfi. Sigurlaug var fædd 11. nóv. 1846, dóttir hjónanna Jósefs Þórarinssonar og s. k. h. Helgu Sæmundsdóttur (Torfasonar), sem þá eru „búandi hión á Kálfborgará“ [Kb. Eyj.]. Sigurlaug kemur 1849 með Sæmundi og Sigurlaugu að Halldórsstöðum og er þar með þeim á manntali 1850 „ , 4, Ó, tökubarn,“ og í sálnaregistri þar við árslok 1853. Sigurlaug fer með Sæmundi og Sigurlaugu 1858 frá Hvarfi að Daðastöðum og 1859 í Mýlaugsstaði [Kb. Ein.], [Kb. Múl.] og er hún með þeim á manntali í Múla 1860 „ , 14, Ó, léttastúlka,“. Hún er fermd í Múla „1. sd. eptir trinit. 1861“, þá til heimilis í Fótaskinni. Giftist 22. okt. 1872, þá „ýngisstúlka, ráðskona á Hafralæk 26 ára“, Friðlaugi Jónassyni, sem þá er „Ýngismaður búandi á Hafralæk 32 ára“ [Kb. Múl.] og búa þau á Hafralæk með börnum sínum við manntölin 1880 og 1890. Við manntalið 1901 er Sigurlaug „ , tengdamóðir bónda, 55,“ á Ytrafjalli (bóndinn er Indriði Þórkelsson) og þar er hún einnig 1920 „ , móðir konu, E,“. Dó 12. mars 1933 á Ytrafjalli, sjá [ÆÞ. I, bls. 276], þar einnig um afkomendur bls. 275-282.

Annað heimilisfólk í Stafnsholti 1855-1856:

Friðbjörn Halldórsson kemur með Sæmundi og Sigurlaugu „ , 14, fósturbörn,“ frá Halldórsstöðum að Stafnsholti [Kb. Helg.] og er þar á manntali þ. á. „ , 15, Ó, léttadrengur,“. Fer þaðan 1856 „ , 16, vinnum,“að Kasthvammi [Kb. Ein.]. Friðbjörn var fæddur 4. ágúst 1841, sonur Halldórs Ólafssonar og Friðbjargar Halldórsdóttur, sem þá voru „vinnuhiu í Heiðarseli“ [Kb. Eyj.]. Hann er ekki með foreldrum sínum á manntali á Kálfborgará 1845, en kemur 1849 „ , 8, t b.“ með Sæmundi og Sigurlaugu að Halldórsstöðum og er þar á manntali 1850 „ , 9, Ó, tökubarn,“ og í sálnaregistri þar 1853. Sjá um foreldra Friðbjarnar í kafla um Heiðarsel og um Friðbjörn í [ÆÞ. IV, bls. 261]. Dó 16. maí 1897 á Lómatjörn, ókvæntur vinnumaður, en hafði þá átt fjögur börn og þannig séð um viðgang ættar Ólafs Ólafssonar á Litluvöllum, sjá [ÆÞ. IV, bls. 259-264].

Sigurlaug Jósefsdóttir


405

Sigurður Þorkelsson, bróðursonur Sæmundar, er á manntali í Stafnsholti 1855 „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Fer 1856 „ , 20, vinnum,“ „frá Stafnsholti að Engidal“ [Kb. Ein.] ([Kb. Lund.] segir „að Engidal frá Laugaseli“) ásamt konuefni sínu hér næst á eftir. Sigurðar er getið í Stafnsholti 1856 í [MaÞ.], í skránni „Búlausir tíundandi“. Sigurður var fæddur 27. ágúst 1836, voru foreldrar hans Þorkell Torfason og Kristbjörg Jónsdóttir sem lengi bjuggu í Laugaseli, þá í húsmennsku á Ljótsstöðum [Kb. Grenj.] en í [Laxd. bls. 89] er faðir hans sagður þar ábúandi. Hann kvæntist 6. júní 1857, þá 20 ára vinnumaður í Engidal, Ingibjörgu Jónsdóttur, sem þá er „vinnukona í Engidal 22 ára að aldri“ [Kb. Lund.], sjá um hana hér næst á eftir. Sigurður dó á Litlulaugum 26. ágúst 1876. Sjá nánar um hann og fjölskyldu hans í [ÆÞ. I, bls. 429-436] og [Laxd. bls. 89]. Ingibjörg Jónsdóttir er á manntali í Stafnsholti 1855 „ , 21, Ó, vinnukona,“. Augsýnilega sú Ingbjörg sem síðar verður kona Sigurðar hér næst á undan, sjá [ÆÞ. I, bls. 429]. Hún fer með Sigurði að Engidal 1856 [Kb. Ein.]. Ingibjörg var fædd 17. jan. 1835, voru foreldrar hennar Jón Árnason og Salbjörg Bjarnadóttir „ , búandi hjón á Aungulstöðum“ [Kb. Munk.] og er hún með þeim þar á manntali 1835. Sjá um foreldra hennar í [ÆÞ. V, bls. 217]. Ingibjörg er með foreldrum á manntali í Botni í Þönglabakkasókn 1845, þar sem foreldrar hennar eru í vinnumennsku. Kemur 1847 „ , 12, léttastúlka, frá Þaunglabacka að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850. Fer 1851 frá Kálfaströnd að Jarlstöðum, kemur aftur 1853 „ , 18, vinnustúlka, Jallstöðum að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Eftir lát Sigurðar er hún á ýmsum stöðum, í Hrappstaðaseli (sjá þar), á manntali á Rauðá 1880, en 1890 í Hólsseli með Guðna syni sínum og 1901 í Hafrafellstungu, en þaðan fór hún til Vesturheims 1904 „ , ekkja, 68,“ [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 10. okt. 1919. Sjá um hana og börn þeirra Sigurðar í [ÆÞ. I, bls. 429-436], einnig í [ÆÞ. V, bls. 246-247].

1856 - 1859 og 1860 - 1864: Sigurður Sigurðsson og Guðný Árnadóttir Sálnaregistur Helga- og Einarsstaðasókna segir þau hjón í Stafnsholti við árslok 1856 og 1857, en þangað koma þau frá Stafni, þar sem þau eru á manntali 1855. Þau flytja að Kálfaströnd 1859 [Kb. Skút.], [Kb. Ein.], eftir að hafa misst tvö börn í Stafnsholti þá um vorið. Sigurður og Guðný flytja aftur í Stafnsholt 1860 [Kb. Skút.], [Kb. Ein.], og eru þar á manntali þ. á. Sigurður deyr 1864, en Guðný heldur þar áfram búskap, sjá síðar. Sigurður er gjaldandi í Stafnsholti í [MaÞ.] árin 1857-1859 og 1861-1864. Sigurður var fæddur á Arnarvatni 29. ágúst 1826 [Kb. Skút.], sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Tómasdóttur. Sigurður flutti með foreldrum sínum og systkinum í Stafn 1837 og er þar með þeim á manntali 1840, 1845 og 1850. Hann fer þó 1844 „ , 18, v piltr, frá Stafni að Mývatni“ [Kb. Ein.], í [Kb. Mýv.] er sagt „ .. að Kálfaströnd“, en kemur þaðan 1845 „ , 19, sonur bónda, frá Mývatni að Stafni“ [Kb. Ein.]. Fer aftur 1849 „ , 23, vmaðr, frá Stafni að Mývatni“, en er eigi að síður á manntali í Stafni 1850. Guðný var fædd í Vindbelg 6. febr. 1831 [Kb. Skú.], dóttir hjónanna Árna Sigmundssonar og konu hans Sigurlaugar Jónasardóttur. Guðný er á manntali í Vindbelg 1835 og 1840, en fermingarárið 1845 er hún vinnukona á Gautlöndum, en faðir hennar dó 6. febr. 1841 [Kb. Skút.]. Hún fer 1847 „ , 16, vinnukona,“ frá Vindbelg að Einarsstöðum [Kb. Skút.] og árið eftir að


406

Heiðarseli, þar sem hún er „ , 19, Ó, vinnukona,“ við manntalið 1850, en vinnukona í Brennási við giftingu, og er Hálfdan Jóakimsson bóndi þar svaramaður hennar. Sigurður og Guðný voru gefin saman 14. júní 1852 [Kb. Eyjadalsárprk.] og eru þau sögð hjón búandi í Stafni við fæðingar Guðrúnar Sigurveigar 16. júní 1853 og andvana drengs 31. júlí 1854. Þau eru á manntali í Stafni, 2. býli, 1855 ásamt Guðrúnu Sigurlaugu (svo!), en flytja 1856 að Stafnsholti, þar sem þau eru í sálnaregistri 1856 og 1857 eins og áður segir. Flytja 1859 að Kálfaströnd, en koma þaðan árið eftir og eru á aðalmanntali í Stafnsholti 1. okt. 1860 ásamt Sigurði syni sínum og tveim vinnuhjúum. Sigurður deyr 20. júní 1864 „ , giptur bóndi í Stafnshollti, 38 ára, Lifrartæringu“ [Kb. Ein.]. En Guðný bjó áfram í Stafnsholti, sjá um hana síðar.

Börn Sigurðar og Guðnýjar í Stafnsholti:

Guðrún Sigurveig Sigurðardóttir er í sálnaregistri í Stafnsholti hjá foreldrum í lok ársins 1856. Deyr 23. apríl 1859 „ , Barn frá Stafnsholti ektab., 6, Barnaveiki“ [Kb. Ein.]. Guðrún Sigurveig var fædd 16. júní 1853, voru foreldrar hennar þá „hjón búandi í Stafni“ [Kb. Ein.]. Hún er þar á manntali með foreldrum sínum 1855 (heitir þá Guðrún Sigurlaug). Baldvin Sigurðarson er í sálnaregistri í Stafnsholti hjá foreldrum í lok ársins 1856. Deyr þar 20. apríl 1859 „ , ektaborið barn frá Stafnsholti, 4 ára, andarteppu“ [Kb. Ein.]. Baldvin var fæddur 29. okt. 1855, voru foreldrar hans þá „hjón búandi í Stafni“ [Kb. Ein.]. Sigurður Sigurðsson kemur með foreldrum sínum frá Kálfaströnd að Stafnsholti árið 1860 [Kb. Ein.], [Kb. Skút.] og er með þeim á manntali þar 1. okt. 1860. Hann var fermdur frá Einarsstaðakirkju á hvítasunnu 24. maí 1874. - Sigurður fór með móður sinni til Vesturheims frá Stafnsholti 1874 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Sigurður var fæddur 27. sept. 1859, voru foreldrar hans þá „hjón á Kálfaströnd“ [Kb. Skút.] (við fermingu 1874 sagður f. 4. ágúst 1859 [Kb. Ein.]). Sigurður dó í Vesturheimi, hann var látinn þegar móðir hans kemur aftur til Íslands 1878, sjá síðar hjá henni. Baldvin Guðni Sigurðarson, f. 21. júní 1861, voru foreldrar hans þá „hjón búandi í Stafnsholti“. Dó 27. júní s. á. „ , Úngbarn ektaborið frá Stafnsholti, 6 daga“ [Kb. Ein.]. Karl Sigurðsson, f. 5. nóv. 1862, eru foreldrar hans þá „hjón búandi í Stafnsholti“. Dó 29. maí 1866 „ , skilgetið barn frá Stafnsholti, á 4 ári.“ [Kb. Ein.]. Dánarorsakar er ekki getið.

Önnur skyldmenni Sigurðar og Guðnýjar í Stafnsholti:

Helga Jónasdóttir, móðursystir Guðnýjar húsfreyju, er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1864 „ , 62, ekkja,“ frá Stafnsholti að Stórási. En í [Kb. Lund.] er hún sögð koma þ. á. „ , 63, húskona, Holti að Hrappst:seli“. Helga var fædd á Hallbjarnarstöðum, skírð 16. jan. 1802 [Kb. Helgast.prk.], dóttir hjónanna


407

Jónasar Jónssonar og Steinvarar Þorkelsdóttur, sem búa þar við manntölin 1801 og 1816, og er Helga með þeim þar á manntali síðara manntalsárið. Helga giftist fyrst Grími Þorsteinssyni, sem dó á Úlfsbæ 1. ágúst 1824, en 27. sept. 1825 Jónasi Jónssyni [Kb. Þór.] og bjuggu þau lengi í Heiðarseli, sjá um þau þar. Við lát Jónasar fer Helga 1861 að Daðastöðum. Helga dó 29. des. 1871 „ , ekkja, 70, Torfunesi“ [Kb. Þór.].

Vandalausir í Stafnsholti í búskapartíð Sigurðar og Guðnýjar 1856-59 og 1860-1864:

Jón Guðmundsson kemur með húsbændum sínum frá Stafni og er í sálnaregistri í Stafnsholti í lok áranna 1856 og 1857 „ ,19, vinnuhjú“ [Sál. H Jón var fæddur 2. júlí 1838, voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson og Halldóra Jóhannesdóttir, sem þá voru „hion á Fornast:“ [Kb. Hálsþ.], sjá um þau hér litlu neðar. Hann fylgir foreldrum sínum, fer með þeim 1844 að Eyvindará og er á manntali á Hömrum 1850. Við manntalið 1855 er hann „ , 18, Ó, vinnumaður,“ í Stafni á búi Sigurðar og Guðnýjar. Hann er með foreldrum á manntali á Stórulaugum 1860 „ , 23, Ó, sonur þeirra,“. Fer þaðan 1862 „ , 24, vinnum“ „að Tumsu“ [Kb. Ein.], en í [Kb. Múl.] er hans fyrst getið meðal innkominna 1863, og þá að Fagranesi; sagður fara þaðan 1865 „að Halldórsstöðum, Þvs“ [Kb. Múl]. Jón kvæntist 18. nóv. 1872, þá „ýngismaður búandi á Grímshúsum, 34 ára“, Rebekku Pálsdóttur, þá „yngisstúlka bústýra í Grímshúsum, 23 Ára“ [Kb. Múlaprk.], sjá um Rebekku í kafla um Hörgsdal. Þau búa í Miðhvammi við manntalið 1880, en 1890 í Ystahvammi. Jón er á manntali í Austurhaga 1901 og 1910 ásamt konu sinni, einnig 1920 „ , húsmaður, E,“. Hann fer 1925 „ , húsm, 87, frá Austurhaga til Húsavíkur.“ [Kb. Grenj.]. Sigurbjörg Stefánsdóttir kemur með húsbændum sínum frá Stafni, þar sem hún er á manntali 1855 „ , 21, Ó, vinnukona,“ og er í sálnaregistri í Stafnsholti í lok ársins 1856 „ , 22, vinnuhjú“. Fer þaðan að Kálfaströnd 1857 [Kb. Skú.]. Sigurbjörg var fædd á Vöglum 3. jan. 1835, dóttir Stefáns Hallssonar, sem var „giftur“ og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, sem þar var „ógipt hjú“. Hún eignaðist dótturina Guðrúnu Sigurlaugu með Guðna Jónssyni (sjá um hann undir Grjótárgerði og Narfastaðasel). Giftist Sigurði Jónssyni 1. okt. 1868. Sjá nánar um Sigurbjörgu (sem hafði viðurnefnið „mæða“) og hrakningaferil hennar í köflum um Skógarsel, Heiðarsel og Víðasel. Sigurbjörg andaðist 10. okt. 1920 „Ekkja í Höfða, 85 ára, Ellihrumleiki og krabbamein“ [Kb. Mýv.]. Sigurbjörg Stefánsdóttir

Guðbjörg Jónsdóttir kemur 1857 „ , 65, vinnuk., Helluvaði - Stafnsholti“ [Kb. Ein.] og er í sálnaregistri í Stafnsholti í lok ársins 1857 „ , 65“ [Sál. Helg.]. Fer 1858 „ , 65, Vinnuk., Stafnsholti“ [Kb. Ein.], en ekki er sagt hvert hún fer. Hún kemur 1860 frá „Stafnholti að Brenniási“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. „ , 68, Ó, vinnukona,“. Fer 1862 „ , 69, gamalmenni, frá Brenniási útí Kinn“ [Kb. Lund.]. Guðbjörg var fædd 28. apríl 1793 á Krossi, dóttir Jóns Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur [Kb. Þór.]. Hún er á manntali með foreldrum á Landamóti 1801 „ , deres datter, 9, ugivt,“, þar sem faðir hennar er „ , tienistekarl, 48,“ hjá Torfa Jónssyni. Er á manntali á Vatnsenda 1816 „ , vinnukona, 22,“. Á manntali á Öxará 1840, á Landamóti 1845 og 1850 í Hriflu, jafnan ógift vinnukona.


408

Guðmundur Jónsson kemur 1858, þá sagður 54, ásamt konu sinni og syni „ , öll frá Rauðá að Stafnsholti.“ [Kb. Ein.]. Flytur með Sigurði og Guðnýju að Kálfaströnd 1859 [Kb. Skút.], [Kb. Ein.] og þaðan að Rauðá 1860 [Kb. Skút.], en í [Kb. Ein.] eru þau sögð koma þ. á. „ , frá Helluvaði að Stórulaugum“, þar eru þau á manntali þ. á. Guðmundur var fæddur 13. okt. 1806, voru foreldrar hans Jón Halldórsson og Helga Magnúsdóttir á Hóli í Kinn [Kb. Þór.]. Foreldrar hans eru á manntali á Hóli 1801 ásamt tveim börnum sínum, en ekki finn ég þau á manntali 1816, né heldur Guðmund með neinni vissu. En á Sigurðarstöðum eru þá (mars 1815) Helga Magnúsdóttir „ , vinnukona, 58“ og Guðmundur Jónsson „ , niðursetningur“ en engar nánari upplýsingar gefnar, eins og þó var venja. Inn í Þóroddsstaðarprk. kemur 1820 Guðmundur Jónsson, 15, og er ekki gott í að lesa, virðist þó koma frá Arndísarstöðum. Líklega sá Guðmundur, sem fer 1832 „ , 26, vinnumaður, frá Björgum að Veturliðastöðm í Fnióskadal“ [Kb. Þór.], í [Kb. Hálss.] kemur þ. á. Guðmundur Jónsson „ , 26, vinnum, utan úr Kynn að Tungu.“ Á manntali í Nesi 1835 er Guðmundur Jónsson „ , 29, Ó, vinnumaður“. Guðmundur kvæntist 26. sept. 1837, þá „v:m: á Fornastöðum 28 ára“, Halldóru Jóhannesdóttur, sjá hér næst á eftir, sem þá er „v:k. á sama bæ 30 ára“ [Kb. Hálsþ.]. Þau eru á manntali á Fornastöðum 1840 ásamt tveim sonum sínum, þar sem Guðmundur er vinnumaður, en flytja þaðan 1844 ásamt Jóni syni sínum að Eyvindará þar sem þau eru á manntali 1845, þar sem Guðmundur er bóndi, með þeim eru synir þeirra Jón og Guðni. En 1850 eru þau á manntali á Hömrum og 1855 á Helluvaði og fara þaðan 1856 að Rauðá [Kb. Mýv.], er Guðmundur jafnan sagður vinnumaður. Guðmundur og Halldóra eru á manntali á Stórulaugum 1860 ásamt sonum sínum Jóni og Sigurði, er Guðmundur sagður „ , 55, G, bóndi,“. En eftir lát konu sinnar 1862 fer Guðmundur „ , 56, vinnum, frá Stórulaugum í Fnjóskad.“ [Kb. Ein.], en ekki er hann að finna með neinni vissu innkominn í Hálsþing. Þangað kemur að vísu Guðmundur Jónsson 1863 „ , 65, v.m, að Kambsstöðum úr Reykjadal“ en aldur er fjarri lagi. Þar deyr einnig Guðmundur Jónsson 26. des. 1872 „ , Kambstaðir, 61, brjóstveiki“. En Konráð Vilhjálmsson telur það vera annan Guðmund. Halldóra Jóhannesdóttir kemur 1858 að Stafnsholti með Guðmundi manni sínum hér næst á undan, sögð 51. Fer með honum að Kálfaströnd 1859 og að Rauðá 1860 [Kb. Skút.], en fer líklega að Stórulaugum, sjá hér að ofan hjá Guðmundi. Halldóra er á manntali með foreldrum sínum, Jóhannesi Magnússyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur og fjórum systkinum í Glaumbæ 1816 „ , þeirra barn, 8,“ sögð fædd þar, skírð 6. ágúst 1808 [Kb. Helgast.prk.]. Hún fer þaðan með foreldrum og fjórum systkinum 1821 að Grímshúsum [Kb. Ein.]. Halldóra kemur 1829 „ , 29, vinnukona, frá Hialthúsum að Veturliðast:“ [Kb. Hálsþ.]. Hún er vinnukona á Veturliðastöðum við manntalið 1835. Giftist Guðmundi 26. sept. 1837, sjá hjá honum. Halldóra lést 25. júní 1862 „ , gipt kona búlaus á Stórulaugum, 54, Brjóstlandfarsótt“ [Kb. Ein.]. Sigurður Guðmundsson, sonur Guðmundar og Halldóru hér næst á undan, kemur með þeim 1858 að Stafnsholti „ , 5, þeirra son,“. Flytur með foreldrum sínum að Kálfaströnd 1859 og þaðan 1860 að Rauðá [Kb. Skút.], en skv. [Kb. Ein.] að Stórulaugum, þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 7, Ó, sonur þeirra,“. Sigurður var fæddur 31. jan. 1854, voru foreldrar hans þá „ , hjón í vinnum í Mársk“ [Kb. Ein.]. Hann fer með móður sinni 1855 frá Hallbjarnarstöðum að Helluvaði [Kb. Ein.] og er með foreldrum á manntali þar þ. á. Við lát móður sinnar 1862 fer Sigurður, ásamt Jóni bróður sínum, „ , 8, piltur,“ frá Stórulaugum að Tumsu [Kb. Ein.]. Ekki finn ég hans getið meðal innkominna í Múlasókn um það leyti. Hann kynni að vera sá Sigurður, sem er í fólkstölu við árslok 1863 „ , ómagi, 9“ í Bakkaseli [Sál. Hálsþ.], en það álit Konráðs


409

Vilhjálmssonar að hann sé sá sami Sigurður, sem er á manntali á Grenivík 1880, er ekki sannfærandi. Guðni Guðmundsson, sonur Guðmundar og Halldóru hér að ofan. Þegar foreldrar hans fara 1858 frá Rauðá að Stafnsholti, fer hann að Brennási [Kb. Lund.] og er sagður fara þaðan 1859, en ekki getið hvert. Í [Kb. Skút.] er hann sagður koma 1859 með foreldrum frá Holti að Kálfaströnd og fara þaðan með þeim að Rauðá 1860. En [Kb. Ein.] segir hann koma 1860 með þeim Sigurði og Guðnýju frá Kálfaströnd að Stafnsholti, þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 17, Ó, vinnumaður,“. Fer 1861 „ , 17, vinnum,“ frá Stafnsholti að Þóroddsstað [Kb. Ein.]. Guðni var fæddur 31. (svo í kirkjubók!) júní 1844, voru foreldrar hans þá „hión búandi á Eyvindará“ [Kb. Flat.]. Hann er með foreldrum og Jóni bróður sínum á manntali á Eyvindará 1845, en 1850 á Hömrum. Er á manntali í Víðum 1855 „ , 12, Ó, léttadrengur,“ og fer þaðan 1856 „ , 13, ljettadr.,“ að Rauðá [Kb. Ein.]. Eins og áður segir fer Guðni 1861 að Þóroddsstað [Kb. Ein.]. Ekki finnst hann kvæntur, burtvikinn eða dáinn í Þóroddsstaðarsókn til 1880 né á manntali í prestakallinu þ. á. En hann kemur 1890 „ , 44, vmðr, Frá Hrísey að Syðrafjalli“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali þ. á.; telur Konráð Vilhjálmsson það þennan sama Guðna. Fer þaðan 1891 að Héðinshöfða og 1892 „ , vmaðr, 46, Frá Hjeðinshöfða vestur í Eyjafjörð“ [Kb. Hús.] og sýnist frekari leit ekki líkleg til árangurs. Kristín Jóhannsdóttir kemur 1860 frá Arndísarstöðum að Stafnsholti [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á „ , 24, Ó, vinnukona,“ (ranglega sögð Jóhannesdóttir). Hún giftist Guðna Þorkelssyni í Laugaseli 12. júlí 1863, er ekki vitað hvenær hún flutti norður yfir Laugagróf. Kristín var fædd 16. apríl 1837, dóttir Jóhanns Ásgrímssonar og Rósu Halldórsdóttur sem þá eru „búandi hjón á Haga“ [Kb. Ness.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Hólmavaði 1840, 1845 og 1850, en 1855 er hún vinnukona á Arndísarstöðum. Kristín og Guðni eru „hjón í vinnumennsku“ og „hjón ( . . ) búlaus“ í Laugaseli við fæðingu barna 1863 og 1865. Við lát Þorkels föður Guðna 1866 tóku þau við búsforráðum í Laugaseli, sjá þar. Guðni andaðist 1881 og bjó Kristín áfram til 1882. Hún er á manntali á Hamri 1890 , 53, E, vinnukona,“ en fer þaðan að Bakka á Tjörnesi 1891 [Kb. Þverárs.], [Kb. Hús.]. Kristín andaðist 9. maí 1898 á Fjöllum „ , ekkja Ketilsst., 62 ára, Lungnabólga“ [Kb. Garðss.] og í [Kb. Hús.] er bókað „ , ekkja á Ketilsstöðum, dó á Fjöllum í Kelduhverfi“. Sigríður Jóakimsdóttir kemur 1861 „ , 17, vinnuk,“ frá Heiðarseli að Stafnsholti [Kb. Ein.]. Er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1863 „ , 18, vinnuk.,“ frá Stafnsholti að Heiðarseli. En í [Kb. Lund.] er hún sögð koma 1863 „ , 20, vinnukona, Stafnsholti að Hrappst:seli“. Sigríður var fædd á Halldórsstöðum í Bárðardal 8. nóv. 1844, dóttir hjónanna Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur, sem bjuggu á Halldórsstöðum, Sigurðarstöðum og í Hrappstaðaseli í Bárðardal. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850 og 1855, en 1860 er hún vinnukona í Jarlstaðaseli. Sigríður var vinnukona á fleiri heiðanýbýlum, sjá einkum undir Hrappstaðasel, en ekki hef ég fundið að hún hafi verið í Heiðarseli, hygg ég það hugdettu Helgastaðaprests. Sigríður andaðist 11. febr. 1875 „ , frá Hlíðarenda, 30, Úr höfuðveiki“ [Kb. Þór.]. Hallgrímur Kráksson kemur 1862 frá Núpufelli í Eyjafirði að Stafnsholti „ , 18, hennar son,“ þ. e. Rannveigar Þorsteinsdóttur, sem kemur „ , 59, ekkja,“ frá Rauðhúsum í Eyjafirði að Laugaseli [Kb. Ein.]. Hallgrímur fer 1863 frá Stafnsholti að Fornastöðum [Kb. Ein.], en Rannveig fer frá Laugaseli að Vindbelg, sjá um hana í kafla um Laugasel. Hallgrímur var fæddur 10. júlí 1845,


410

sonur hjónanna Kráks Krákssonar og Rannveigar Þorsteinsdóttur, sem þá eru „hjón búandi í Hraungerði“ [Kb. Grundars.]. Hann er með foreldrum á manntali í Hraungerði í Grundarsókn 1845 og fer með fjölskyldu sinni 1848 að Hofi í Vopnafirði, þar sem faðir hans deyr 11. ágúst þ. á. Kemur 1849 með móður sinni og bræðrum að Gilsbakka í Grundarsókn, þar sem þau eru á manntali 1850. Hallgrímur er á manntali 1855 í Ölvesgerði, þar sem móðir hans er bústýra, en 1860 er hann „ , 16, Ó, léttadrengur,“ í Núpafelli. Hallgrímur fer 1864 „ , v m, frá Fornast að Arndísarst“ [Kb. Hálsþ.] og 1867 „ , 23, vinnumaður, Frá Arndýsarstöðm - Þóroddsstöðum“ [Kb. Þór.], og finn ég ekkert um hann í Þóroddsstaðarsókn eftir það. Guðrún Jóakimsdóttir kemur 1863 „ , 17, vinnuk,“ frá Sigurðarstöðum að Stafnsholti [Kb. Ein.] og fer meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1864 „ , 17., vinnuk,“ frá Stafnsholti að Sigurðarstöðum. Engar bókanir finnast í [Kb. Lund.] um þessa vist. En vafasamt er að hún hafi farið að Sigurðarstöðum, foreldrar hennar búa í Hrappstaðaseli frá 1863, og er Guðrún á fólkstali hjá foreldrum sínum í Hrappstaðaseli við nýár 1864 og 1865, og á Sigurðarstöðum 1863. Guðrún var fædd 9. des. 1845 á Halldórsstöðum í Bárðardal, dóttir hjónanna Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur. Hún er með þeim á manntali á Sigurðarstöðum 1850-1860. Hún giftist 10. júlí 1871 Friðrik Jónssyni í Brennási, búa þau þar til 1872, þá eitt ár í Hrappstaðaseli en fara 1873 að Hrappstöðum. Flytja þaðan 1883 í Skógarsel, þar sem þau bjuggu í tæp 40 ár, eða til 1922 er þau fara til dóttur sinnar í Holtakot 1922. Þar dó Guðrún 4. júní 1924 [Skú. bls. 124]. Sjá um hana og börn þeirra Friðriks í köflum um Hrappstaðasel, Brennás og Skógarsel, einnig í [Skú. bls. 124].

1859 - 1860: Helgi Jónsson og Sigurveig Sigurðardóttir

Helgi og Sigurveig eru í sálnaregistri í Stafnsholti við lok ársins 1859, ásamt tveim sonum sínum og vinnuhjúum. Þau eru sögð „hjón sjálfra sín í Stafni“ við fæðingu Jakobs 16. mars 1859 [Kb. Ein.]. Við manntalið 1860 eru þau komin í Víða. Helgi er gjaldandi í Stafnsholti í [MaÞ.] 1860. Helgi var fæddur 10. jan. 1833 í Máskoti, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Herborgar Helgadóttur, sem þá eru „ , hjón í Márskoti“ [Kb. Ein.], [Skú. bls. 109]. Helgi missti föður sinn ársgamall en móðir hans giftist að nýju Jóni Jósafatssyni og bjuggu þau áfram í Máskoti, en fluttu 1849 að Kálfborgará. Helgi er með móður sinni og stjúpföður á manntali í Máskoti 1835-1845 og á Kálfborgará 1850 og 1855. Sigurveig var fædd 12. ágúst 1829 á Arnarvatni, dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Tómasdóttur, sem þá eru „hjón búandi á Arnarvatni“ [Kb. Mýv.]. Sigurveig er með foreldrum og systkinum á manntali á Arnarvatni 1835, en flutti 1837 með foreldrum og systkinum að Stafni [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1840 og 1850, en 1845 er hún á manntali á Kálfaströnd „ , 17, Ó, vinnukona,“. Fór 1844 „ , 15, v:stúlka, frá Stafni að Mývatni“ [Kb. Ein.] og aftur 1846 „ , 17, vinnukona,“ að Arnarvatni og kom 1849 „ , 20, vinnukona, frá Kálfaströnd að Stafni“ [Kb. Mýv.]. Hún fer 1850 „ , 21, vinnuk.,“ frá Stafni að Eyjardalsá [Kb. Ein.], en er þó á manntali í Stafni þ. á. Kemur 1851 „ , ýngisst., utanlands að Stafni.“ og 1853 „ , 25, yngisst., Hólmum að Stafni.“ og fer 1854 „ , 25, ýngisst.,“ frá Stafni að Einarsstöðum í Reykjahverfi [Kb. Ein.]. Við manntalið 1855 er hún „ , 27, Ó, vinnukona,“ á Kálfborgará.


411

Helgi og Sigurveig voru gefin saman 10. maí 1857 í Lundarbrekkukirkju, er Helgi þá „vinnumaður á Kálfborgará 24“ en Sigurveig „vinnukona á Kálfborgará 28“ [Kb. Lund.]. Þau fara þ. á. „hjón í húsm., frá Kálfborgará að Stafni“ [Kb. Ein.] og eru þar í sálnaregistri við árslok [Sál. Helg.]. Helgi og Sigurveig eru „hjón búandi í Víðum“ við fæðingu Guðrúnar Herborgar 30. júní 1860 og á manntali þar um haustið. Flytja 1863 að Hallbjarnarstöðum, þar sem þau áttu bæði heima til dauðadags. Sigurveig dó 21. maí 1889 en Helgi 18. okt. 1894 [Skú. bls. 109], sjá um afkomendur þar á bls.109-117 og í [ÆÞ. VIII, bls. 64-115].

Synir Helga og Sigurveigar í Stafnsholti 1859-1860:

Sigtryggur Helgason, er í sálnaregistri með foreldrum í Stafnsholti við lok ársins 1859 og með þeim á manntali í Víðum 1860. Sigtryggur var fæddur 29. sept. 1857, eru foreldrar hans þá „hjón í húsmennsku á Stafni“ [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum sínum að Hallbjarnarstöðum 1863 og átti þar heima til dauðadags. Kvæntist Helgu Jónsdóttur frá Arndísarstöðum 12. júní 1888 og bjuggu þau á Hallbjarnarstöðum til 1917 er Helga andaðist [NiðJH. bls. 23]. Sigtryggur var kennari, forsöngvari, sýslunefndarmaður og merkisbóndi. Dó 3. maí 1930 á Hallbjarnarstöðum. Sjá um hann og afkomendur í [Skú. bls. 109112], [NiðJH, bls. 23-36] og [ÆÞ. VIII, bls. 64-97]. Jakob Helgason er með foreldrum sínum í sálnaregistri í Stafnsholti við lok ársins 1859 og með þeim á manntali í Víðum 1860. Jakob var fæddur 16. mars 1859 í Stafni [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum sínum að Hallbjarnarstöðum 1863. Kvæntist 6. júlí 1882 Kristjönu Guðfinnu Kristjánsdóttur [Kb. Ein.]. Þau fluttu 1883 frá Hallbjarnarstöum að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal [Kb. Ein.] og þaðan til Vesturheims ásamt dóttur sinni 1884 „gipt húshjón, frá Hallgilsstöðum til America“ [Kb. Hálsþ.], [Vfskrá]. Jakob lést í Vesturheimi 7. sept. 1888 [ÆÞ. VIII, bls. 97] með voveiflegum hætti (var myrtur að því er talið var). Sjá um Jakob og afkomendur í [ÆÞ. VIII, bls. 97-98].

Vandalausir í Stafnsholti með Helga og Sigurveigu 1859-1860:

Sigurjón Jónsson er í sálnaregistri í Stafnsholti við árslok 1859 „ , 29., vinnuhjú“ [Sál. Helg.]. Líklega er þetta sá Sigurjón, sem fæddur var 18. ágúst 1831, sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „hjón búandi í Víðum“ [Kb.Ein.]. Hann er þar með þeim á manntali 1835, 1845 og 1850. Við manntalið 1855 er hann vinnumaður í Narfastaðaseli en 1860 er hann vinnumaður í Máskoti. Sigurjón fer 1870 frá Brettingsstöðum að Fagranesi [Kb. Grenj.]. Hann finnst þó ekki meðal innkominna í Múlasókn þ. á. né burtvikinna 1871. Líklega deyr Sigurjón í Grjótárgerði 3. nóv. 1871 „ , ógiptr vinnumaðr frá Grjótárgerði, 36“ [Kb. Lund.], þó aldurinn komi ekki nákvæmlega heim. Björg Magnúsdóttir kemur 1859 „ , 14, Ljettastúlka,“ frá Kraunastöðum að Stafnsholti og er þar í sálnaregistri við lok ársins 1859 „ , 14, vinnuhjú“. Hún fer 1860 frá Stafnsholti að Fossseli [Kb. Ein.].Björg var fædd 23. okt. 1846, voru foreldrar hennar Magnús Jónsson og Guðrún Jónsdóttir, sem þá voru „hjón á Hjalla“ [Kb. Ein.]. Hún fer með foreldrum sínum og systkinum 1848 að Syðrafjalli [Kb. Ein.] og er með þeim þar á manntali 1850 og á Kraunastöðum

Sigtryggur Helgason


412

1855 „ , 9, Ó, barn þeirra,“. Faðir hennar kemur 1860 „ , 50, vinnum, Kálfborgará Fossseli“ [Kb. Helg.] og hún frá Stafnsholti og eru þau þar bæði á manntali þ. á. Björg fer 1861 „ , 15, ljettast.,“ að Kraunastöðum [Kb. Helg.] og er fermd það ár, 1. sd. eftir trinitatis, þá til heimilis á Ytrafjalli, en faðir hennar á Hólkoti en móðir á Kraunastöðum [Kb. Múl.]. Björg fer 1871 „ , 26, vkona, Frá Ytrahóli að Jódysarstöðm“ [Kb. Múl.] og 1875 „ , vinnukona, frá Ytrafjalli að Haldórsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Hún er á manntali á Langavatni 1880 og 1890 á Þverá í Reykjahverfi, vinnukona. Á manntali í Sýrnesi 1901 „ , tóskapur, barnfóstur, 54, Ó,“

1864 - 1874:

Guðný Árnadóttir

Eins og áður segir, hélt Guðný áfram búskap í Stafnsholti eftir lát manns síns. Fyrirvinna hjá henni var Friðrik Jóhannesson. Þau flytja til Vesturheims 1874 ásamt Sigurði syni Guðnýjar og Karli Friðrik syni þeirra Friðriks [Kb. Ein.], [Vesturf.]. Guðný er ein gjaldandi í Stafnsholti í [MaÞ.] árin 1865-1874. Guðný kemur aftur frá Vesturheimi 1878 „ , 49, húskona, frá Ameríku að Birningsst.“ [Kb. Þverárs.] með Steinvöru systur sinni, sem kemur þangað þ. á frá Tumsu [Kb. Múl.], [Kb. Grenj.] ásamt móður þeirra. Segir í [Ha. HJ.]: „Fór Friðrik frá henni er vestur kom. Kom hún heim til Íslands eftir fá ár og hafði þá misst báða sonu sína.“ Guðný flytur 1879 „ , 47, ráðskon, frá Birningsstöð. í Laxárdal að Hálsi.“ [Kb. Hálss.], þar sem hún er á manntali 1880 „ , 48, E, bústýra,“ hjá sr. Stefáni Árnasyni (afa Davíðs Stefánss. skálds). Hún fer 1883 „ , 51, bústýra, frá Hálsi að Helgastöðum.“ [Kb. Hálss.], þaðan sem hún kemur 1884 „ , Húskona, 53“ „að Garði við Hvk.“ [Kb. Hús.]. Að því er segir í [Ha.HJ.] varð Guðný síðast „kaffisali á Húsavík. Studdi Jakob Hálfdanarson Guðnýju til þess. Hafði hún fóstrað hann í æsku, er hún var vinnukona í Brennási.“ Guðný andaðist 12. apríl 1887 „ , veitingakona í Húsavík, 56 ára, ekkja, dó af lungnabólgu.“ [Kb. Hús.]. Um lát hennar er einnig getið í [JakH. bls. 138-139], þar sem Jakob segir m. a. um Guðnýju „var alkunn lipurleika-, dugnaðar- og hreinlætiskona“.

Sonur Guðnýjar og fyrra manns hennar, í Stafnsholti 1864-1874:

Sigurður Sigurðsson, sjá um hann hér ofar, fæddur 27. sept. 1859 á Kálfaströnd [Kb. Skút.], er í Stafnsholti hjá móður sinni þessi ár, fermdur 1874 og fer með henni til Vesturheims þ. á. [Kb. Ein.], [Vesturf.]. Sigurður dó í Vesturheimi, hann var látinn þegar móðir hans kemur aftur til Íslands 1878, sjá hér ofar hjá henni.

Sonur Guðnýjar og Friðriks Jóhannessonar í Stafnsholti:

Karl Friðrik Friðriksson, f. 22. nóv. 1866 í Stafnsholti. „Foreldrar Friðrik Jóhannesson og móðir ekkja Guðný Árnadóttir búandi á Stafnsholti. Faðirinn er giptur, kona hans er til vistar á Halldórsstöðum í Laxárdal.“ [Kb. Ein.]. Karl Friðrik fer með foreldrum sínum til Vesturheims frá Stafnsholti 1874 [Kb. Ein.], [Vesturf.], þar sem ranglega er gefið í skyn, „son hs.“, að hann sé ekki sonur Guðnýjar. Látinn þegar móðir hans kemur aftur til Íslands 1878, sjá hér ofar hjá henni.


413

Barnsfaðir Guðnýjar í Stafnsholti 1864(?) - 1874:

Friðrik Jóhannesson er sagður „fyrirvinna“ hjá Guðnýju, þegar þau fara til Vesturheims 1874. Ekki hef ég fundið, hvenær hann fer í Stafnsholt, en hann eignast soninn Karl Friðrik með Guðnýju 1866. Friðrik var sonur hjónanna Jóhannesar Oddssonar og Guðnýjar Kristjánsdóttur, sem bjuggu á Tjörn, Ytrafjalli, Fljótsbakka, Stórulaugum o. v., f. 24. maí 1832 í Garði í Fnjóskadal [Kb. Drafl.]. Friðrik kvæntist Sólveigu Benediktsdóttur frá Barnafelli 12. júní 1855 [Kb. Þór.] og kemur þaðan að Fljótsbakka 1857 með fjölskyldu og er þar við fæðingu dóttur sinnar 1859. Þau eru á manntali á Fljótsbakka 1860, en þau hjónin flytja í Rauðuskriðu 1862 ásamt Friðriku Sigríði. Skv. [Kb. Ein.] kemur Friðrik aftur að Fljótsbakka 1863, en Sólveigar konu hans og Friðriku Sigr. er þar ekki getið. En skv. [Kb. Múl.] fara þau öll þrjú að Fljótsbakka 1863. Sólveig Benediktsdóttir, kona Friðriks, flytur frá Einarsstöðum að Halldórsstöðum í Laxárdal 1866 [Kb. Grenj.], en fer að Litlulaugum 1868 [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Narfastöðum 1880, „ , 46, S,“ sögð fædd í Ljósavatnssókn. Þau hjón mæta hjá sýslumanni, Lárusi E. Sveinbjörnssyni, í Múla 25. sept. 1873 „ . . . til þess; að jeg reyndi til að tala milli þeirra og fá þau til framvegis að búa saman.“ [Dómsmálabók Þingeyjarsýslu V. C. nr. 16, 1870-1881, bls. 238]. Þau Friðrik og Sólveig (hún þá á Narfastöðum) sýndu vottorð hlutaðeigandi sóknarprests um árangurslausa sáttatilraun. Tilraun sýslumanns bar heldur ekki árangur „ . . . , og er því sameiginleg ósk þeirra að sækja um leyfi til að slíta hjónabandinu.“ - Ekki er mér kunnugt um niðurstöðu þess (sbr. þó manntal 1880) og engin merki finn ég um að Guðný og Friðrik hafi nokkru sinni gengið í hjónaband, þó annað sé gefið í skyn í [ÆÞ. VIII, bls. 30], enda benda afdrif hennar í Ameríku ekki til þess. Jóhann Tryggvi, sonur þeirra hjóna, kemur með þeim að Fljótsbakka 1857, virðist vera alinn upp hjá foreldrum Friðriks, er fermdur frá Stórulaugum 21. maí 1871 og eru afi hans og amma þá forsjármenn hans. Með þeim flytur hann að Haga í Vopnafirði sama ár, en þaðan fer hann 1874 „ , 16, frá Haga - norður.“ [Kb. Hofss.]. Hans er ekki getið í [Kb. Ein.] þegar faðir hans fer til Vesturheims frá Stafnsholti, en er sagður fara með þeim í [Vfskrá]. Sjá einnig um Jóhann Tryggva í [Saga Ísl., bls.321]. Friðrik lést 30. júlí 1913 [Væv. IV, bls. 100]. Sjá einnig í [Saga Ísl., bls. 203-204] um Friðrik og síðari konu hans. Systir Friðriks var Jóhanna, sú sem fræg varð af kynnum sínum við Kristján Jónsson Fjallaskáld. Jóhanna kemur að Fljótsbakka 1857, telja sumir að þar hafi hún kynnst Kristjáni, þar var ferjustaður yfir Skjálfandafljót.

Annað skyldulið Guðnýjar í Stafnsholti 1864-1874:

Sigurlaug Jónasdóttir, móðir Guðnýjar húsfreyju, kemur 1868 „ , 70, ekkja,“ frá „Sænætaseli (svo) í Hofteigssókn að Stafnshollti“ [Kb. Ein.]. Sigurlaug var fædd 14. mars 1798 [ÆÞ. VIII, bls. 29], dóttir hjónannna Jónasar Jónssonar og Steinvarar Þórkelsdóttur. Við skírnina 15. mars s. á. voru foreldrar Sigurlaugar „hjón á Hallbjarnarstöðum“ [Kb. Helgast.prk.]. Sigurlaug er með foreldrum sínum á manntali á Hallbjarnarstöðum 1801; einnig 1816 „ , þeirra barn, 19,“. Sigurlaug fer 1820 „ , 23, vinnukona, frá Hallbjarnrstöðum í Reikiadal að Vindbelg“ [Kb. Mýv.]. Hún giftist þar 29. sept. s. á. Árna Sigmundssyni „frá Vindbelg 34 ára“. Árni og Sigurlaug búa í Vindbelg við manntölin 1835 og 1840 með dætrum sínum, en synir þeirra dóu í bernsku, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 29]. Árni andaðist 6. febr. 1841 „ , bóndi að Vindbelg., 55 ára, taksótt, bar með sier holdsveiki í 10 ár.“ [Kb. Skút.]. Sigurlaug reynir að halda áfram búskap í


414

Vindbelg, virðist það gerast með þeim hætti að Steinvör elsta dóttir hennar, þá tvítug, giftist 28. sept. 1841 Gísla Gíslasyni hér næst á eftir, sem kemur 1841 „ , 30, til giptingar frá Vöglum að Vindbelg“ [Kb. Mýv.]. Er Sigurlaug á manntali í Vindbelg 1845 „ , 48, E, húsmóðir,“ og er Gísli þar „ , 35, G, fyrirvinna“ og Steinvör „ , 25, G, hans kona,“. En Guðný er þá á Gautlöndum en Kristín í Heiðarseli. En skömm reynist sú tilhögun og 1847 fer Sigurlaug „ , 49, Eckja, frá Vindbelg að Litlulaugum“[Kb. Skút.], [Kb. Ein.]; fer Guðný þá frá Vindbelg að Einarsstöðum. Sigurlaug er á manntali á Hamri 1850 „ , 52, E, vinnukona,“. Hún er á manntali í Hólsseli hjá Kristínu dóttur sinni og manni hennar 1855 „ , 57, E, tengdamóðir bóndans,“ og 1860 „ , 63, E, móðir konunnar,“. Sigurlaug fer 1864 „ , 67, vkona, frá Ási á Fjöllum að Sænautaseli“ [Kb. Hoft.], [Kb. Skinn.], en Kristín dóttir hennar flutti þangað 1867 frá Austaralandi með manni sínum og börnum [Kb. Skinn.]. Sigurlaug fer 1878, ásamt Steinvöru dóttur sinni „ , frá Tumsu að Byrnustöðum“ [Kb. Múl.], [Kb. Grenj.]. Dó þar 19. mars 1879 „ , ekkja frá Birnust., 81 ára“ [Kb. Grenj.]. Gísli Gíslason, mágur Guðnýjar húsfreyju, kemur 1871, 61, frá Grímsstöðum á Fjöllum að Stafnsholti ásamt konu sinni hér næst á eftir [Kb. Ein.]. Gísli var fæddur 20. apríl 1811, voru foreldrar hans „Gísli Þorsteinsson og Guðrún Kjartansdóttir, Brecku, Egtabarn“ [Kb. Saurb.]. Hann er á manntali á Hálsi í sömu sókn 1816 „ , niðurseta, 6,“ en foreldrar hans eru þá með stóran barnahóp á manntali á Kolgrímastöðum (kunnuglegt munstur, sbr. t. d. Þóreyju Jónsd. í Narfastaðaseli). Gísli fer 1825 „ , 14, léttadréngr, frá Kolgrímast. að Munkaþvá“ [Kb. Saurb.], en ekki finn ég hans þá getið í [Kb. Munk.]. Hann er á manntali á Vöglum 1840 „ , 30, Ó, vinnumaður“ en ekki finn ég hann innkominnn í Hálsþing frá 1825. Eins og segir hjá Sigurlaugu hér næst á undan, kvæntist Gísli Steinvöru Árnadóttur 28. sept. 1841, eru þau á manntali í Vindbelg 1845, þar sem Gísli er fyrirvinna hjá Sigurlaugu. En 1850 eru Gísli og Steinvör á Grímsstöðum við Mývatn, er Gísli vinnumaður hjá Sigurði og Kristínu. Gísli og Steinvör koma 1855 „ , frá Grímstöðum að Möðrudal“ [Kb. Hoft.] og eru þar á manntali 1855, bæði í vinnumennsku, en 1860 er Gísli bóndi á 2. býli á Rangalóni (í Brúarsókn) og Steinvör þar með honum „ , 40, G, kona hans,“. Þau finn ég ekki burtvikin úr Hofteigss. til 1871, enda er kirkjubókin frá þeim tíma lítið augnayndi. Þau koma 1870 „ , Frá Sænautaseli að Grímsstöðum“ á Fjöllum [Kb. Skinn.] og fara 1871, Gísli „ , 60, vmaðr, frá Grímstöðum til Helgast. hr.“ en Steinvör „ , 50, kona hs, frá Nýabæ að Möðrudal“ [Kb. Skinn.]. Gísli deyr 6. okt. 1875 „frá Fótaskinni, bóndi, 65.“ [Kb. Múl.]. Steinvör Árnadóttir, systir Guðnýjar húsfreyju, kemur með Gísla manni sínum hér næst á undan að Stafnsholti 1871 [Kb. Ein.]. Steinvör var fædd 22. júlí 1821, dóttir Árna Sigmundssonar og Sigurlaugar hér ofar, þá „hión í Vindbelg“ [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum sínum og systrum þar á manntali 1835 og 1840, og með Gísla manni sínum og móður sinni 1845. Sjá um giftingu og feril hennar hjá honum. Steinvör fer 1878 ásamt móður sinni „ , 57, húsmóðir, frá Tumsu að Byrnustöðum“ [Kb. Múlaþ] („ , 59, ekkja bús., frá Tumsu að Birnustöðum“ [Kb. Grenj.]); gæti bókunin í Grenjaðarstaðabókinni bent til þess að hún hafi verið bústýra hjá Kristjáni V. Guðnasyni, sem fer s. á. einnig frá Tumsu að Birnustöðum. Steinvör fer 1879 „ , 58, próv. kona, Birnust. að Litlulaugum“ [Kb. Grenj.]; þar er Steinvör á manntali 1880 „ , 59, E, próventukona,“ hjá Kristjáni Vilhjálmi og Guðnýju. Steinvör dó 18. okt. 1885 „ , ekkja frá Litlulaugum, 64 ár, Jörðuð við Múlakirkju eptir ósk hennar“ [Kb. Ein.].


415

Vandalausir í búskapartíð Guðnýjar í Stafnsholti 1864 - 1874:

Friðrika Sigríður Friðriksdóttir, dóttir Friðriks hér næst á undan og konu hans Sólveigar Benediktsdóttur, kemur líklega með föður sínum að Stafnsholti. Deyr þar deyr 29. maí 1866 „skilgetið barn í Stafnsholti, 7 ára, barnaveiki og slímsótt“ [Kb. Ein.]. Friðrika Sigríður var fædd 25. júlí 1859, eru foreldrar hennar þá „hjón búandi á Fljótsbakka“ [Kb. Ein.]. Björn Björnsson kemur inn í Einarsstaðasókn frá Presthvammi þegar 1862, skv. [Kb. Grenj.] „ , 7, á hrepp,“ að Litlulaugum, en skv. [Kb. Ein.] fer hann með Valgerði systur sinni „ , 7, tökubarn, frá Presthvammi að Stafni“. Hvenær hann fer í Stafnsholt er mér ókunnugt, en fermdur er hann þaðan 21. maí 1871. Forsvarsmaður er þá: „Húsmóðir hans ekkja Guðný Árnadóttir, búandi á Stafnsholti, hreppsbarn.“ [Kb. Ein.]. Hann fer úr Stafnsholti 1872 „ , 17, vinnum.“ að Hamri í Laxárdal [Kb. Ein.]. Björn var fæddur í ágúst 1856 í Presthvammi, sonur hjónanna Björns Björnssonar og Bóthildar Jónsdóttur. Björn er í [ÆÞ. VII, bls. 311] talinn fæddur 3. ágúst, en í [Kb. Grenj.] sýnist 3. vera raðtala í næsta dálki fyrir framan fæðingardaginn (þ. e. 3. fædda barn í sókninni þ. á.). Við fermingu Björns frá Einarsstaðakirkju 1871 er hann sagður fæddur 21. ágúst 1856, en skírður var hann 24. ágúst 1856 í messu [Kb. Grenj.]. Björn fer 1874 „ , 17, ljettapiltur, frá Hamri að Helluvaði“ [Kb. Mýv.]. Fer 1879 „ , 24, vmaðr“ úr Mývatnssveit að Einarsstöðum (líkl. með Meth. Magn.) og fer þaðan 1880 að Grænavatni [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á.; er konuefni hans þar þá einnig. Björn kvæntist 13. maí 1882, þá „vinnumaður á Grænavatni 27 ára“, Sigurveigu Matthildi Jónsdóttur, sem þá er „vinnukona Grænavatni 22 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau flytja 1883 að Einarsstöðum [Kb. Ein.]. Við manntalið 1890 eru þau hjónin með þrem börnum á manntali í Glaumbæ, þar sem Björn er vinnumaður hjá Jóni Pálssyni tengdaföður sínum. Við manntalið 1901 er Björn bóndi í Glaumbæ, eru þá fjögur börn þeirra hjá þeim hjónum, en Karl Sigurður er farinn að heiman. Þau flytja 1902 frá Glaumbæ að Fagranesi með þrem börnum, en Páll sonur þeirra fer þá að Húsavík [Kb. Ein.]. Björn og Sigurveig Matthildur flytja 1908 með syni sína Pál og Benedikt „Frá Fagranesi í Tröllakot“ [Kb. Hús.]. Þau eru í Héðinsvík á manntali 1910 með Benedikt. Flytja 1913 með Benedikt „frá Héðinsvík í Tungu í Axarfirði“ [Kb. Hús.] og eru þau „ , húsmaður,“ og „ , húskona,“ í Hafrafellstungu hjá Karli Sigurði syni sínum og Sigurveigu konu hans við manntalið 1920. Sjá nánar um Björn í [ÆÞ. VII, bls. 311-312] og um afkomendur í sömu bók bls. 311-332. Hann andaðist í Hafrafellstungu 28. nóv. 1930. Arnþrúður Karlsdóttir, sonardóttir Björns, hefur sagt mér að afi hennar hafi verið tekinn í fóstur af Guðnýju í Holti þegar faðir hans dó 1864. Hafði hann metið fóstru sína mikils og verið hlýtt til hennar. Friðriks gat hann að engu, áleit Arnþrúður að þeim hefði ekki komið vel saman.

Guðný Kristjánsdóttir fer 1865 „ , 17., vinnuk,“ frá Stafnsholti [Kb. Ein.]. Ekki getið hvert. Líklega er þetta sú Guðný Sigríður, sem var fædd 3. jan. 1848 „skírð heima 10. Januar að Hofstöðum“, voru foreldrar hennar Kristján Stefánsson og Jóhanna Jónsdóttir „hjón, nú vinnuhiu“ [Kb. Reykj.]. Þau eru sögð fara með hana s. á „ , á 1ta ári, þra dóttir, frá Grímstöðm að Reikjum“ [Kb. Reykj.], er fæðingarstaðurinn því nokkuð óviss. Guðný er með foreldrum


416

sínum á manntali á Stóru-Reykjum 1850 og 1855 í Grímshúsum, en við manntalið 1860 er hún „ , 13, Ó, léttastúlka,“ í Hólsgerði. Kemur 1861 „ , 13, á hrepp, frá Hólsgerði - Narfastöðm“ og þaðan er hún fermd 29. maí 1862 [Kb. Ein.]. Ekki hef ég fundið hvað varð um Guðnýju þegar hún fór frá Stafnsholti, enda erfitt um vik, þegar ekki er sagt hvert hún fer frá Stafnsholti. Ekki finnst hún innkomin 1865 í Mývatnsþing, Lundarbrekku-, Þóroddsstaðar- eða Grenjaðarstaðarsóknir 1865. Guðrún Grímsdóttir fer 1868 frá Stafnsholti að Brennási [Kb. Lund.], kemur líklega frá Laugaseli, sjá um hana þar. Guðrún var fædd 15. okt. 1848 á Bjarnastöðum í Öxarfirði, dóttir Gríms Grímssonar og k. h. Sigríðar Ingiríðardóttur [ÆÞ. I, bls. 375], (í [Kb. Skinn.] sýnist mér ritað um foreldra: „Grímur Grímsson Sigríður Nóa Dóttir vinnuhjón á Bjarnastöðum“). Hún kemur 1857 „ , 9, tökubarn, frá Kraunastöðm að Laugaseli“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 12, Ó, tökubarn,“. Guðrún, þá í Laugaseli, var fermd á Einarsstöðum 31. maí 1863 „ , móðirin ekkja á lífi, faðirinn dáinn. - Kann stórt og smátt, kann vel, skilur sæmilega les eins, siðferðisgóð“ [Kb. Ein.]. Í Brennási eignaðist Guðrún soninn Sigtrygg með Þorsteini Þorsteinssyni, sjá nánar í [ÆÞ. I, bls. 375]. Hún fór til Vesturheims 1892 með Birni manni sínum og þrem börnum þeirra, 7, 4 og 1 árs og tveim börnum hans frá Hróaldsstöðum í Vopnafirði [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 13. maí 1934. Sjá einnig um foreldra Guðrúnar í [ÆÞ. IV, bls. 242-243]. Sigríður Gunnlaugsdóttir fer 1869 „ , 41, ógift vinnuk,“ frá „Stafnsholti í Kjeflavík.“ [Kb. Ein.], [Kb. Þöngl.]. Sigríður var fædd 30. júní 1830, voru foreldrar hennar Gunnlaugur Kristjánsson og Kristín Kristjánsdóttir, sem þá voru „hjón og vinnuhjú í Qvigindisdal“ [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Hömrum 1835 og í Glaumbæjarseli 1840 með tveim bræðrum, en 1845 á Ytrafjalli með foreldrum og þrem systkinum. Þar búa foreldrar hennar við manntalið 1850, en Sigríður er þá „ , 20, Ó, vinnukona,“ í Nesi. Þaðan fer hún 1854 að Hólum í Reykjadal [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1855 „ 26, Ó, vinnukona,“ en 1860 á Litlulaugum. Sigríður kemur 1862 „ , 35, vinnukona, frá Stórulaugum að Brettingstöðum“ [Kb. Grenj.]. Hún eignaðist þar soninn Albert 12. júlí 1863, voru „Friðfinnur Þorkelsson, á Laugaseli ógiptur og Sigríður Gunnlaugsdóttir ógipt vinnukona á Brettingsstöðum“ foreldrar hans [Kb. Grenj.]. Albert dó í Laugaseli 23. mars 1865 „ , óskilgetið barn í Laugaseli, á 2ru ári, barnaveiki“ [Kb. Ein.]. Sigríður fer 1865 „ , 37, vinnukona, Brettingsst. Hallbjarnast“ [Kb. Ein.]. Sigríður lést 5. júní 1877 „ , húkona á Botni., 47“ [Kb. Þöngl.]. Anna Jónsdóttir kemur 1869 „ , 19, vinnukona, frá Stórási að Stafnshollti“. Hún fer þaðan 1871 að Gautlöndum [Kb. Ein.]. Anna var fædd í Kasthvammi 22. febr. 1851, dóttir hjónanna Jóns Finnbogasonar og Helgu Sveinbjarnardóttur [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum á manntali á Daðastöðum 1855 og 1860 í Lásgerði. Kemur 1868 „ , 18, vinnukona“ frá Narfastöðum að Stórási og fer þaðan 1869 að Stafnsholti [Kb. Lund.]. Anna kemur 1875 „ , 24, vinnuk., frá Gautlöndum að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Hún giftist Sigurði Guðmundssyni 12. okt. 1878, þá bæði vinnuhjú í Svartárkoti [Kb. Lund.] og eru þau þar á manntali 1880. Þau búa í Stórási 1881-1883, og í Grjótárgerði 18871888 á móti Sigfúsi og Sigríði, sjá þar. Þau flytja 1889 frá Víðirkeri að Hofstöðum [Kb. Lund.] og er Sigurður þar á manntali 1890, er Anna þar einnig á viðaukaskrá B „ , 39, G, sjálfrar sín,“ dvalarstaður um stundarsakir Hörgsdalur. Þau eru í húsmennsku í Garði við manntalið 1901, en eru 1910 á Geirastöðum. Við manntalið 1920 er Anna „ , húskona, E,“ á Hofstöðum.


417

Kristján Vilhjálmur Guðnason kemur 1872 „ , 21., vinnum. Kom að Stafnsholti úr Fnjóskad“ og fer 1873 „ , 22, vmaðr,“ frá Stafnsholti að Múla [Kb. Ein]. Kristján Vilhjálmur var fæddur 24. maí 1851, voru foreldrar hans „Guðni Sigurðsson Björg Grímsdóttir hjón búandi Tungugérði“ [Kb. Hús.]. Ekki finn ég Kristján né foreldra hans burtvikin úr þeirri sókn, en hann er á manntali með foreldrum sínum og tveim systkinum í Heiðarmúla (Svalbarðss.) 1855 „ , 5, Ó, barn þeirra,“ en þangað koma þau 1854 frá Leifsstöðum [Kb. Svalb.]. Þau fara frá Heiðarmúla 1857 „að Húsavík á Tjörnesi“ [Kb. Svalb.] og eru á manntali í Braut, þurrabúð, á Húsavík 1860; er Kristján Vilhjálmur þar ásamt tveim systkinum sínum „ , 8, Ó, þeirra barn,“. Kristján kemur 1870 „ , 19, vm, að Skógum frá Húsavík“ og fer 1872 „ , 20, vm, frá Skógum að Holti í heiðinni“ [Kb. Hálsþ.]. Kristján kemur 1878 „ , 27, vm., frá Tumsu að Birnustöðum“ [Kb. Grenj.], með honum eru í slagtogi þær mæðgur Sigurlaug og Steinvör frá Vindbelg, sjá hér nokkru ofar, og Herborg Jónsdóttir „19, vk.“ Verið gæti þó, að faðir hans hafi verið þar fyrir, því hann fer með þeim að Litlulaugum 1879, og móðir Kristjáns deyr 13. júní 1876 „ , gipt kona frá Birnustöðum, 69, ára, Dó úr lungnabólgu, engra meðala leitað“ [Kb. Grenj.]. Kristján, Guðni og Steinvör flytja 1879 að Litlulaugum [Kb. Grenj.] og þar kvæntist Kristján 14. okt. 1879, þá „bóndi á Litlulaugum, 28 ára“, Guðnýju Jósepsdóttur „bústýra hans, 32 ára.“ [Kb. Ein.] og eru þau þar á manntali 1880. Við manntalið 1890 búa þau á Fljótsbakka, er Guðni faðir Kristjáns þá hjá þeim.

1874 – 1883 og 1884 - 1885: Jón Gottskálksson og Nýbjörg Jónsdóttir (eldri) Jón og Nýbjörg koma „af Svalbarðsströnd að Stafnsh.“ 1874 ásamt tveim dætrum og tveim léttadrengjum [Kb. Ein.] og eru þar á manntali 1880 (Stafnsholt, hjáleiga). Þau flytja að Vatnsenda 1885 [Kb. Ein.]. Jón er gjaldandi þinggjalda í Stafnsholti í [MaÞ.] 1875-1883 og 1885; með honum er getið Sigurjóns Björnssonar á skrá yfir búlausa 1881 og Guðna Guðmundssonar á skrá yfir vinnumenn 1882, einnig 1883 neðan við skrá um húsmenn og vinnumenn. Þorlákur Stefánsson er bóndi í Stafnsholti í [MaÞ.] 1884. Jón var fæddur 21. nóv. 1806 á Æsustöðum, sonur Gottskálks Ólafssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur [Kb. Grundar- og Möðruvallasókna.]. Hann er með foreldrum og sex systkinum á manntali á Garðsá 1816 „ , þeirra barn, 9“. Hann kemur 1819 „ , 12, Léttadrengur, frá Garðsá að Sigtúnum“ [Kb. Munk.] og fer 1822 „ , 16, vinnumaður“ með systur sinni og mági „frá Sigtúnum ( . . ) að Garðsá“ [Kb. Kaup.], [Kb. Munk.]. Jón kvæntist 8. okt. 1828, þá „vinnumaður á Litla Eyrarlandi, 21 árs“, Guðrúnu Hallgrímsdóttur, sem þá var „vinnukona á Litla Eyrarlandi 28 ára“ [Kb. Kaup.]. Þau flytja 1831 (Jón „ , 24, bóndi,“) frá Litla Eyrarlandi að Helgárseli [Kb. Kaup.], [Kb. Munk.] með tvo syni sína. Jón og Guðrún búa í Helgárseli með börnum sínum við manntölin 1835 og 1840. Guðrún andaðist 14. ágúst 1842 „ , búandi, gift kona á Helgárseli, 43ia Ára“ [Kb. Munk.]. Jón kvæntist aftur 9. okt. 1843, þá „37 ára, búandi Ekkjumaður á Helgárseli“, Nýbjörgu Jónsdóttur, sem þá er „37 Ára bústýra og Ekkja á Helgárseli“ [Kb. Munk.]. Nýbjörg var fædd 23. apríl 1807 að Hornbrekku á Höfðaströnd, dóttir hjónannna Jóns Hallgrímssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sjá [Ný. bls. 101-102]. Ferill Nýbjargar er nokkuð rakinn í [Ný. bls. 101-107]. Hún giftist Sigurði


418

Guðmundssyni 14. okt. 1828 [Ný. bls. 103], en hann lést 1839. Hún giftist Jóni eins og áður segir 9. okt. 1843. Jón og Nýbjörg búa í Helgárseli við manntölin 1845, 1850, 1855 og 1860, eru sum börn Jóns af fyrra hjónabandi þar hjá þeim, svo og þeirra börn. Þau hjónin flytja 1871 frá Helgárseli að Hallanda [Kb. Munk.], fer Nýbjörg Jónsdóttir (yngri) með þeim þangað „ , 20, dóttir bóndans“ og Guðrún dóttir þeirra „ , 27, ekkja“. Jón og Nýbjörg eru á manntali á Vatnsenda 1890 hjá Guðrúnu dóttur þeirra og síðari manni hennar, og er þess getið í athugasemd um Jón að hann sé blindur. Nýbjörg andaðist 24. febr. 1892 „ , kona á Vatnsenda, 86., ellilasleiki“ og Jón 1. febr. 1893 „ , faðir konu bónda á Vatnsenda, 86 ára, Vatnssótt.“ [Kb. Þór.].

Dætur Jóns og Nýbjargar í Stafnsholti:

Sigurlaug Jónsdóttir kemur með foreldrum sínum af Svalbarðsströnd að Stafnsholti 1874, og er þar á manntali 1880. Hún flytur 1885 frá Stafnsholti að Þóroddsstað, þangað sem systir hennar og mágur eru áður komin, ásamt með Ásgeiri Þorlákssyni, 3, systursyni sínum [Kb. Ein.]. Sigurlaug var fædd 5. okt. 1845, voru foreldrar hennar þá „búandi hjón á Helgárseli“ [Kb. Munk.]. Hún er á manntali hjá foreldrum í Helgárseli 1850, 1855 og 1860. Hún er vinnukona í Narfastaðaseli 1867-1868 hjá Elísabet hálfsystur sinni, sjá þar. Þegar foreldrar Sigurlaugar flytja að Hallanda 1871, fer Sigurlaug til Akureyrar [Kb. Munk.], en kemur 1874 með foreldrum sínum „ , 29, dætur þra, af Svalbarðsströnd að Stafnsh.“ [Kb. Ein.]. Þegar foreldrar Sigurlaugar fara frá Stafnsholti að Vatnsenda 1885, fer hún frá Stafnsholti „ , 40, vinnukona“ að Þóroddsstað til Nýbjargar systur sinnar, með henni fer Ásgeir Þorláksson „ , 3, barn,“ sonur Nýbjargar [Kb. Ein.]. Hún fer 1886 „ , vinnukonur, 41, frá Þóroddsstað að Saltvík“ [Kb. Hús.] og er á manntali hjá systur sinni og mági á Ísólfsstöðum 1890 „ , 45, Ó, vinnukona,“. Hún fer 1892 „ , vkona, 36, Frá Íshólsstöðum að Vatnsenda“ [Kb. Hús.], fer þaðan 1896 að Geldingsá og kemur þaðan aftur að Vatnsenda 1898 [Kb. Svalb. (Glæs.)], er Ásgeir systursonur hennar þá með henni. Hún er á manntali á Vatnsenda hjá mági sínum og systur 1901 „ , hjú þeirra, 56,“ þar er hún einnig við manntalið 1910 „HUKO“ = húskona. (Dó 14. maí 1911, BJ. 13. 1. 2006) Nýbjörg Jónsdóttir kemur með föður sínum af Svalbarðsströnd að Stafnsholti 1874 og er þar á manntali 1880 „ , 29, Ó,“. Hún giftist Þorláki Stefánssyni 1. maí 1883 [Kb. Ein.]. Sjá um hana hér nokkru neðar, þegar hún verður húsfreyja í Stafnsholti.

Annað skyldulið Jóns og Nýbjargar í Stafnsholti 1874-1885:

Þorlákur Stefánsson kemur 1882 „ , 31, vinnum, frá Garðsá í Kaupangssókn að Stafnsholti“ ásamt Sigríði móður sinni [Kb. Ein.]. Kvænist Nýbjörgu Jónsdóttur, sjá hér ofar, 1. maí 1883 [Kb. Ein.] og flytur ásamt henni, Jóni syni sínum og Sigríði móður sinni að Þóroddstað 1884. Hann er bóndi í Stafnsholti 1883-1884, sjá hér neðar.


419

Ásgeir Þorláksson, f. 24. nóv. 1882 í Stafnsholti, sonur Þorláks hér næst á undan og Nýbjargar Jónsdóttur yngri, sem síðar varð kona hans [Kb. Ein.]. Sjá um hann hér neðar meðal barna Þorláks og Nýbjargar. Jón Þorláksson, f. 16. mars 1884 í Stafnsholti, sonur Þorláks Stefánssonar og Nýbjargar Jónsdóttur, sem þá voru „hjón búandi í Stafnsholti“ [Kb. Ein.], sjá hér ofar. Sjá um Jón hér neðar meðal barna þeirra hjóna. Sigríður Þorláksdóttir, systurdóttir Jóns bónda og móðir Þorláks Stefánssonar hér að ofan, kemur með honum frá Garðsá að Stafnsholti 1882 „ , 63, móðir hs,“ og flytur með honum að Þóroddsstað 1884 [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 7. nóv. 1819, voru foreldrar hennar Þorlákur Halldórsson bóndi í Sigtúnum og Guðný Gottskálksdóttir kona hans [Kb. Munk.]. Sigríður fer með foreldrum sínum 1822 frá Sigtúnum að Garðsá [Kb. Munk.] og er með foreldrum sínum og fimm systkinum á manntali á Öngulstöðum 1835; þar eru foreldrar hennar og systkini einnig á manntali 1840. Sigríður giftist 5. okt. 1839, þá „20 Ára bóndadóttir á Aungulstöðum“, Stefáni Kristjánssyni, sem þá er „24gra Ára söðlasmiður á Aungulstöðum“ [Kb. Munk.]. Þau eru á manntali á Kambi 1840 ásamt Kristjáni elsta syni þeirra, en 1845 á Uppsölum með þrem sonum. Við manntalið 1850 eru þau á Öngulstöðum, þar sem Stefán er „ , 35, G, húsmaður, lifir af grasnyt, söðlasmiður,“ en Sigríður „ , 30, G, kona hans, húskona,“ ásamt tveim börnum. Þau flytja þaðan 1851 að Ytrahóli eins og segir hjá Þorláki, en ekki er þeirra getið meðal innkominna í Kaupangssókn. Þau flytja 1854 með fjórum börnum sínum að Steðja í Möðruv.kl.sókn [Kb. Kaup.] og eru þar á manntali 1855, en flytja þaðan 1859 að Ytriskjaldarvík [Kb. Möðruv.kl.s.], [Kb. Glæs.], þar sem þau eru á manntali 1860 með fimm börnum sínum. Þau Stefán og Sigríður koma 1861 frá Ytriskjaldarvík í Kaupangssókn, fer Stefán „ , 47, vinnumaður“ að Gröf ásamt börnunum Sigríði og Þorláki, en Sigríður fer „ , 42, vinnukona“ að Syðrivarðgjá [Kb. Kaup.] ásamt Kristjáni, sem er „ , 21, vinnumaður“, og Guðnýju „ , 5, tökubarn“. Sefán lést 27. júní 1865 „ , giptur húsmaður á Ytrivarðgjá., 51.“ [Kb. Kaup.]. Þaðan er Þorlákur fermdur 1866, sjá hjá honum. Sigríður er á manntali á Garðsá 1880 „ , 61, E, húskona,“ og fer með Þorláki þaðan að Stafnsholti eins og áður segir. Hún kemur 1886 „ , móðir bónda, 67., frá Hjaltadal í Fnjóskadal að Saltvík“ [Kb. Hús.] og er á manntali á Ísólfsstöðum 1890 „ , 70, E, móðir bóndans,“. Við lát Þorláks 1894 fer Sigríður „ , göm. kona, 75., frá Ísólfsstöðum Tjörnesi - Mþverá“ [Kb. Grundarþ.]. Dó 11. nóv. 1899 „ekkja á Öngulstöðum, 80“ [Kb. Grundarþ.].

1883 - 1884: Þorlákur Jónsdóttir (yngri)

Stefánsson

og

Þorlákur Stefánsson og Sigríður Þorláksdóttir

Nýbjörg

Þorlákur og Nýbjörg búa í Stafnsholti 1883-1884, er Þorlákur eini gjaldandinn þar í [MaÞ.] 1884. Þau flytja þ. á., ásamt Jóni syni sínum og Sigríði, móður Þorláks, að Þóroddsstað [Kb. Ein.]. Þorlákur var fæddur 16. okt. 1851, voru foreldrar hans Stefán Kristjánsson og Sigríður Þorláksdóttir „ , búandi hjón á Aungulstöðum.“ [Kb. Munk.]. (Þorlákur var hinn þriðji son þeirra hjóna með sama nafni, hinir voru f. 26. jan. 1843, d. 13. febr. 1843, og 22. okt. 1844, d. 28. febr. 1846).

Nýbjörg Jónsdóttir ásamt systrunum Katrín, Soffía og Nýbjörg Þorláksdætur.


420

Þorlákur flytur fæðingarárið með foreldrum sínum og þrem systkinum frá Öngulstöðum „ , allir 6 að Ytrahóli í Kaup:Sókn“ [Kb. Munk.], og 1854 að Steðja í Möðruv.kl.s. og er með þeim þar á manntali 1855. Fer með þeim 1859 að Ytriskjaldarvík [Kb. Möðruv.kl.s.], [Kb. Glæs.], þar sem hann er á manntali með foreldrum og fjórum systkinum 1860. Þorlákur fer 1861 með föður sínum „ , 9, sonr hans“ og Sigríði systur sinni frá Ytriskjaldarvík að Gröf [Kb. Kaup.], en móðir hans fer þá að Syðrivarðgjá með tvö börn. Stefán faðir Þorláks deyr á Ytrivarðgjá 27. júní 1865 og þaðan er Þorlákur fermdur 22. júlí 1866 [Kb. Kaup.]. Þorlákur eignast dótturina Sigríði 20. mars 1875, eru foreldrarnir „Þorlákur Stefánson ógiptur, Sigurbjörg Jónsdóttir, ekkja, bæði í húsmennsku á Litlagraslandi.“ [Kb. Kaup.]. Sjá um Sigurbjörgu í kafla um Hörgsdal. Hann er á manntali á Garðsá 1880 „ , 28, Ó, vinnumaður,“ og kemur 1882 með móður sinni að Stafnsholti, en hún var systurdóttir Jóns Gottskálkssonar. Nýbjörg var fædd 31. ágúst 1851 í Helgárseli, voru foreldrar hennar „Jón Gottskálksson bóndi á Helgárseli og Halldóra Randversdóttir ógift vinnukona sama staðar. Hans 2að hódóms- og hennar 1ta lausaleiksbrot“ [Kb. Munk.]. Nýbjörg var alin upp hjá föður sínum og stjúpu í Helgárseli, er með þeim þar á manntali 1855 og 1860. Hún fer með föður sínum og stjúpmóður 1871 frá Helgárseli að Hallanda og 1874 að Stafnsholti. Nýbjörg eignaðist soninn Ásgeir í Stafnsholti 24. nóv. 1882, er Þorlákur Stefánsson skráður faðir hans [Kb. Ein.]. Þorlákur og Nýbjörg voru gefin saman 1. mars 1883 [Kb. Ein.]. Þau flytja 1886 frá Þóroddsstað að Saltvík ásamt þrem sonum [Kb. Hús.]. Þau eru komin að Ísólfsstöðum 1888, þar eru þau á manntali 1890 ásamt fimm börnum. Þar andaðist Þorlákur 2. mars 1894 „ , Bóndi á Ísólfsstöðum, 43, Lungnabólga“ [Kb. Hús.]. Nýbjörg fer 1894 ásamt börnum sínum Jóni, Soffíu og Nýbjörgu og Jóhönnu Símonardóttur vinnukonu frá Ísólfsstöðum í Jódísarstaði [Kb. Grundarþ.]. Ásgeir fer „ , barn, 12, Að Krossi frá Íshólsstöðum“ [Kb. Þór.], Egill fer „ , 8, tökudr., frá Íshólsstöðum í Stafn“ [Kb. Ein.], en Sigurlaug Katrín fer „ , barn, 4, Að Vatnsenda frá Íshólsstöðum“ [Kb. Þór.]. Nýbjörg er á manntali á Ytra-Hóli 1901 „ , leigjandi, 50,“ ásamt börnum sínum Jóni og Nýbjörgu, og 1910 í Kaupangi, þar sem Jón sonur hennar er einnig. Nýbjörg er á manntali sóknarprests í Hrappstaðaseli 31. des. 1913 „ , m. b., 72“ [Sál. Eyj.], þar sem fimm börn hennar búa þá undir forystu Ásgeirs. Hún deyr þar 27. okt. 1914 [Ný., bls. 119]. Sjá einnig í kafla um Hrappstaðasel.

Börn Þorláks og Nýbjargar í Stafnsholti:

Ásgeir Þorláksson, f. 24. nóv. 1882 í Stafnsholti [Kb. Ein.]. Ásgeir fer með Sigurlaugu móðursystur sinni frá Stafnsholti að Þóroddsstað 1885. (Orðrómur var, að Ásgeir hefði ekki verið sonur Þorláks, sem og varla var mögulegt, heldur Guðna Guðm. (sjá hér neðar), sem fór til Vesturheims sama

Ásgeir Þorláksson.


421

ár og var á bak og burt er Ásgeir fæddist. Próf. Baldur Jónsson, munnl. heimild í jan. 2004.)

Ásgeir fer með foreldrum frá Þóroddsstað að Saltvík 1886 [Kb. Hús.], er með þeim á manntali á Íshólsstöðum 1890. Hann fer 1894 „ , barn, 12, Að Krossi frá Íshólsstöðum“ [Kb. Þór.], fer 1896 með Sigurlaugu móðursystur sinni „ , 13, smali,“ að Geldingsá og kemur þaðan 1898 „ , 15, smali,“ að Vatnsenda [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Ásgeir fer 1901 frá Vatnsenda að Stafni [Kb. Þór.] og þar er hann á manntali 1901 „ , hjú, 18,“ hjá Sigurgeiri og Kristínu, þá er Egill bróðir hans hjá Páli H. og Guðrúnu. Ásgeir er meðal innkominna í Lundarbrekkusókn 1906 „ , laus, 24,“ að Stórutungu frá Þröm í Eyjafirði. Hann er á manntali á Vatnsenda 1910, „VM“ = vinnumaður hjá Guðlaugi Valdimarssyni, sem þar er þá „HB“. Hann er „ , laus, 29“ í Engidal 31. des. 1911, einnig árið eftir [Sál. Eyj.]. Ásgeir var fyrir búi þeirra systkina með móður þeirra í Hrappstaðaseli 1913-1923, sjá þar. Deyr á Akureyri 14. júní 1925 „Lausamaður frá Engidal í Bárðd.hr., 42“ [Kb. Ak.]. Jón Þorláksson, f. 16. mars 1884, voru foreldrar hans þá „hjón búandi í Stafnsholti“ [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum sínum að Þóroddsstað 1884. Jón fer með foreldrum sínum og bræðrum að Saltvík 1886 og er á manntali á Íshólsstöðum 1890 með foreldrum og systkinum. Við andlát föður síns 1894 fer hann með móður sinni og systrum Soffíu og Nýbjörgu í Jódísarstaði [Kb. Grundarþ.]. Hann er með móður sinni og Nýbjörgu systur sinni á manntali á Ytra-Hóli 1901, en 1910 er hann með móður sinni á manntali í Kaupangi, en Nýbjörg systir hans á manntali á Litla Hamri. Jón bjó um skeið (1913-1923) með móður sinni og systkinum í Hrappstaðaseli, sjá þar, en síðar á EfriDálksstöðum. Hann er á manntali í Hafnarstræti 29 á Akureyri 2. des. 1930 ásamt Elínbjörgu Baldvinsdóttur konu sinni og tveim börnum þeirra, er þar svo sagt að þau hafi komið þangað þ. á. frá Dálksstöðum. Jón lést 25. febr. 1951 [MA II, bls. 234]. Faðir Baldurs Jónssonar prófessors.

Vandalausir í Stafnsholti á búskapartíma Jóns, Þorláks og tveggja Nýbjarga 1874-1885:

Einar Jósefsson kemur 1874 með Jóni og Nýbjörgu „ , vinudr af Svalbarðsströnd að Stafnsh.“ [Kb. Ein.]. Hann fer 1875 „ , vmðr, frá Stafnsholti að Hálsi í Fnjóskad.“ [Kb. Ein.]. [Kb. Hálsþ.]. Einar var fæddur 7. júní 1848, sonur Jósefs Jósafatssonar og Signýjar Einarsdóttur, sem þá voru „ , hjón búandi í Fossseli“ [Kb. Helg.]. Hann er með þeim þar á manntali 1850 og 1855, þá með fimm systkinum. Móðir hans deyr 1860 og fer hann þ. á. með föður sínum og bróður að Lásgerði „ , 13, hans börn, frá Fossseli að Lásgerði“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 13, Ó, sonur hans,“. Einar fer 1873 „ , 26, vmaðr, frá Stafni til Öngulst.hrepps“ [Kb. Ein.] en í [Kb. Svalb. (Glæs.)] er hann sagður koma þ. á. „ , 24, vinnumaður, frá Stafni að Hallanda“. Einar fer 1877 „ , 25, vinnumaður, Úr Hálsi í Hnjóskadal í Ærlækjarsel“ [Kb. Skinn.], [Kb. Hálsþ.]. Fer 1880 „ , 28, v maðr, frá Ærl.seli í Breiðdal“, fer faðir hans þá frá Ærlækjarseli „inneptir“ [Kb. Skinn.]. Einar er á manntali í Jórvík í Eydalasókn 1880 „ , 26, Ó, vinnumaður,“ og fer þaðan 1882 til Vesturheims „ , vinnumaður, 28,“ [Vfskrá].


422

Albert Kristjánsson kemur 1874 með Jóni og Nýbjörgu „ , léttadr af Svalbarðsströnd að Stafnsh.“, fer 1875 frá Stafnsholti inn í Staðarbyggð [Kb. Ein.]. Ekki finn ég hann þó innkominn í Munkaþverárkl.- Kaupangs- eða Svalbarðssóknir 1875. Albert var fæddur 29. nóv. 1861, sonur Kristjáns Jóhannessonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem þá eru „ , hjón búandi á Ytri Tjörnum“ [Kb. Munk.]. Hann fer 1874 „ , 13, léttadrengur, frá Háhamri að Stafsholti“ [Kb. Munk.]. Faðir hans fer árið 1875 „ , 49, húsmaður, frá Háhamri að Yztagerði“, en Guðrún „ , 44, kona hans,“ fer þá að Samkomugerði [Kb. Munk.]. Albert kemur 1880 „ , 19, vinnumaður, frá Hálsi í Eyjafirði að Munkaþverá“ [Kb. Munk.] og er þar á manntali þ. á., á viðaukaskrá B; dvalarstaður um stundarsakir: „við sjó á Látraströnd“. Sama ár flytja foreldrar hans frá Syðradalsgerði að Sigtúnum [Kb. Miklag.s.], þar sem þau eru í húsmennsku við manntalið 1880, en Kristján þá um stundarsakir á Akureyri (viðaukaskrá). Við manntalið 1890 er Albert á Ytri Varðgjá, þurrabúð, „ , 28, Ó, húsbóndi, sjómaður,“ eru foreldrar hans þá með honum þar. Albert kemur ásamt foreldrum sínum 1895 „ , 33, húsm.“ frá Ytra-Laugalandi að Sigluvíkurkoti, sama ár kemur konuefni hans „ , 27, vinnuk.“ frá Jódísarstöðum að Sigluvík [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Albert kvæntist 4. nóv. 1895, þá „sjómaður í Sigluvíkurkoti 33 ára“, Kristjönu Ingibjörgu Jónatansdóttur, sem þá er „vinnukona í Sigluvík 28 ára“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Þau flytja 1898 með tveim sonum sínum og foreldrum Alberts frá Sigluvíkurkoti að Syðra-Krossanesi í Glæsibæjarsókn [Kb. Svalb. (Glæs.)] og koma 1901 „húshjón“ frá Bitrugerði að Ytri Varðgjá, ásamt fjórum sonum og Guðrúnu móður Alberts [Kb. Grundarþ.], og er hann þar á manntali 1901 „ , leigjandi, heyvinna, sjómennska, 39,“ ásamt konu sinni og fjórum sonum þeirra. Þau bjuggu í Halllandsnesi 1920-1930, sjá [Svalb. bls. 178-179]. Sjá um Kristjönu Ingibjörgu hér nokkru neðar í búskapartíð Jóhannesar og í [ÆSiÞ. bls. 31]. Friðrik Jónsson kemur 1875 „ , 59, vmðr af Svalb:strönd að Stafnsh.“ Deyr þar 13. maí 1876 „ , vmðr frá Stafnsholti, 60“ [Kb. Ein.]. Með hliðsjón af nafnaskrá manntalsins 1845, kemur varla annar til álita en sá Friðrik, sem var fæddur 18. okt. 1816, voru foreldrar hans „Mr. Jón Guðmundss: Ásta Þórunn DaníelsD. Þórodd( . . ) Egtaborið“ [Kb. Kvíab.s.]. Friðrik er á manntali á Þóroddsstöðum í Kvíabekkjarsókn 1835 hjá móður sinni og stjúpa, sem þar er „ , 40, G, hreppstjóri, jarðeigandi,“ er kona hans Ásta Þórunn Daníelsdóttir (systir Þorsteins á Skipalóni) „ , 38, G, hans kona,“. Friðrik er þar „ , 19, Ó, sonur hennar, egtaborinn“. Friðrik fer 1839 með móður sinni og stjúpa „ , frá Þoroddstöðum að Hvammi í Friðriksgáfusókn“ [Kb. Kvíab.s.] og er hann þar með þeim á manntali 1840. Hann kvænist 1. okt. 1841, þá „24ra ára, ( . ) stjúpsonur Bóndans í Hvammi og þar til heimilis“, Önnu Sophiu Magnúsdóttur, sem þá er „ 21 árs ( . ) kom að Hvammi í { ? } var frá Höfða í Norður Syslu“ [Kb. Möðruv.kl.s.]. Þau koma 1844 „ , gift hión, frá Hvammi í Möðruvallasókn að Þóroddsstöðum“ [Kb. Kvíab.s.] og eru þau á manntali á Þóroddsstöðum 1845. Friðrik og Anna Sophia fara 1849 „ , hjón búandi, frá Þóroddsstöðum að Hvammi í Möðruvalla kl. sókn“ [Kb. Kvíab.s.] og eru þar á manntali (á 2. býli, móðir hans og stjúpf. á 1. býli) 1850 ásamt tveggja ára dóttur sinni, sem þó er sögð deyja 21. maí 1850(!) [Kb. Möðruv.kl.s.]. Enn fara þau hjón Friðrik og Anna Sophia 1854 „ , gift hión, frá Hvammi í Möðruvallakl:sókn að Grund“ í Kvíabekkjarsókn [Kb. Kvíab.s.] og eru þar á manntali 1855 með tveim sonum. Við manntalið 1860 eru þau vinnuhjú á Kvíabekk, er yngri sonur þeirra þar hjá þeim, en eldri sonurinn Sigfús er þá hjá ömmu sinni og Sigfúsi manni hennar í Hvammi „ , 9, Ó, fósturbarn,“. Friðrik fer 1864 „ , 48, vinnumaður, frá Brimnesi að Hofi í Möð v kls“ [Kb. Kvíab.s.]. Ekki eru skráðir neinir innk. í Mvkl.s. 1864-72. En Friðrik Jónsson fer 1873 „ , vinnum., frá Þrastarhóli að Fjósatungu í Fnj.d“ og kemur 1874 „vinnum., 59., frá Fjósatungu að Hallanda“ [Kb. Svalb.


423

(Glæs.)]. En ekki er hans getið í [Kb. Hálsþ.]. Fer 1875 „ , vinnum, 60, frá Hallanda að Stafnsholti“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Kristján Irenus Ágúst Guðmundsson kemur 1875 „ , 4, fósturbarn af Akureyri að Stafnsh.“ Hann er þar við manntalið 1880 „ , 9, Ó, tökubarn,“ og fer þaðan 1884 „ , 13, léttadr“ til Akureyrar [Kb. Ein.]. Kristján var fæddur 26. ágúst 1871 (skírður Kristján Írenæus Ágúst), voru foreldrar hans Guðmundur Guðmundsson prentari á Akureyri og Þórný Jónsdóttir „ógipt stúlka samastaðar. beggja 2. brot“ [Kb. Ak.]. Jón Gottskálksson er meðal skírnarvotta, þá bóndi á Hallanda, kemur Kristján Íren. Ág. „ , á 1., tökubarn, frá Akureyri að Hallanda“ 1871 [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Kristján var fermdur á Akureyri 1886 (þá sem Kristján Ireneus Ágúst, eins og á mt. 1880) með ágætum vitnisburði [Kb. Ak.]. Sigríður Sigurðardóttir fer 1876 „ , 13, léttast, frá Stafnsholti að Víðidal.“ [Kb. Ein.]. Gert er ráð fyrir, að þetta sé sú Sigríður, sem fædd var 23. ágúst 1862, voru foreldrar hennar Sigurður Hinriksson og Kristveg Gísladóttir „eginhjón á Brekku“ [Kb. Grenj.]. Foreldrar Sigríðar eru á manntali í Brekku 1860 ásamt fjórum ungum börnum. Sigríður fer 1867 „ , 5, sveitarbarn, frá Brekku í Gr.sts að Brett.st.“ [Kb. Grenj.] og fylgir svo Jóni og Kristínu 1869 í Víðasel, sjá þar. Hún er meðal innkominna í Hofteigssókn 1876 „ , 14, ljetta, frá Stafnsholti í Reikjadal að Víðirdal“ og á manntali á Hákonarstöðum 1880 „ , 18, Ó, vinnukona,“. Hún er burtvikin frá Hofteigi að Hallfreðarstöðum 18861888, en ekki hef ég reynt að eltast við hana frekar. Karl Sigurðsson fer 1878 „ , 15, léttadr., Frá Stafnsholti til Lundarbrekkusóknar.“ [Kb. Ein.]. Karl var fæddur 22. ágúst 1863, voru foeldrar hans „Sigurður Þórkjelsson og Ingibjörg Jónsdóttir hjón búandi í Lásgérði“ [Kb. Ein.], sjá um foreldra hans hér nokkru ofar í tíð Sæmundar og Sigurlaugar. Eins og segir í [ÆÞ. I, bls. 429] dó faðir Karls 26. ágúst 1876. Karl er fermdur frá Stafnsholti 30. maí 1878 „Kann sæmil., les vel, gjálífur“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali á Hrappstöðum í Bárðardal 1880 „ , 17, Ó, vinnumaður,“ en ekki finn ég hann burtvikinn þaðan. Karl kemur 1887 „ , 24, Vinnum., Arnarnesi að Hrafnagili“ [Kb. St. Ársk.s.]. Hann kvæntist 19. okt. 1889, þá „húsm. á Litlaárskógssandi“ Guðrúnu Arnbjarnardóttur, sem þá er „húskona s. st.“ [Kb. St. Ársk.s.]. Karl er á manntali á Litlaskógi á viðaukaskrá manntalsins 1890 „ , 27, G, sjóm., húsmaður,“ en Guðrúnu finn ég ekki á því manntali. Sjá um Karl og dætur hans í [ÆÞ. I, bls. 435-436]. Hann drukknaði í maí 1897 með hákarlaskipinu Stormi. Friðrik Jónsson fer 1879 „ , 29, vmðr, frá Stafnsholti að Úlfsbæ.“ [Kb. Ein.]. Er á manntali á Rauðá 1880 „ , 30. Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Garðssókn. Líklega er hér á ferðinni sá Friðrik, sem var fæddur 13. júlí 1850, sonur Jóns Vigfússonar og Hólmfríðar Jónsdóttur, þá á Grásíðu [Kb. Garðss.]. Við manntalið 1850 búa foreldrar hans í Vatnshúsum, grashús (næst Grásíðu í bæjaröð), með fjórum börnum, 13, 11, 8 og 6 ára, en Friðriks er ekki getið (móðir hans sögð 48 ára). Friðrik er með foreldrum á manntali í Vatnshúsum 1855 ásamt þrem systkinum og er sagt um föður hans „ , 55, G, lifir af sauðfé, er lagt af hrepp,“. Jón deyr 30. jan. 1857 „ , bóndi frá Vatnshúsi, 57, Dó af óþekktum sjúkdómi“ [Kb. Garðss.]. Við manntalið 1860 eru í „Vatnshús, húsmennskubýli“ einungis móðir Friðriks „ , 58, E, húskona,“ og hann, „ , 11, Ó, sonur hennar,“. Hólmfríður móðir Friðriks deyr 1. des. 1863 „húskona á hrepp - frá Vatnshúsum, 60“ [Kb. Garðss.]. Inn í Einarsstaðasókn kemur 1873 „Friðrik Jónsson, 25, vmðr, frá Axarfirði að Breiðumýri“, er líklegt að það sé sá sami Friðrik, þó aldur sé ekki nákvæmlega réttur. En færsla á innkomnum og burtviknum í Garðs- og Skinnastaðasóknum er nokkuð gloppótt um þessar

Friðrik Jónsson.


424

mundir, finn ég Friðriks ekki getið þar. Engir burtviknir eru skráðir í [Kb. Þór.] 1880-1887 og ekki finn ég Friðrik þar meðal dáinna til 1900, né á manntali í Þóroddsstaðarprk. 1890. Elín Þóra Sigurðardóttir er á manntali í Stafnsholti 1880 „ , 12, Ó, sveitarómagi,“. Elín Þóra, alsystir Karls hér rétt ofar, var fædd 4. júní 1869, dóttir Sigurðar Þorkelssonar og Ingibjargar Jónsdóttur sem þá voru „hjón búandi á Litlulaugum“ [Kb. Ein.]. Elín Þóra missti föður sinn sjö ára gömul. Hún var fermd 20. maí 1880, þá á Helgastöðum hjá Jónasi Jónssyni og Þuríði Jónatansdóttur. Fer 1884 „ , 15, vinnuk, Frá Stórulaugum að Hofstöðum í Mývatnssveit“ [Kb. Ein.] og 1889 „ , 20, vinnuk., Frá Syðrineslöndum í Hólssel“ [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali 1890 á Torfastöðum í Vopnafirði „ , 21, Ó, vinnukona,“ (þá einungis Þóra) og fer til Vesturheims frá Vakursstöðum 1893, ásamt manni sínum Sigurði Finnbogasyni og Jóni syni þeirra [Vfskrá]. Sjá um hana og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 429-430]. Dó 18. apríl 1959. Tómas Jónatansson kemur 1880 „ , 15, léttadr., frá Mývatni að Stafnsholti“ [Kb. Ein.]. og er þar á manntali „ , 15, Ó, léttadrengur,“ s. á. Fer 1881 „ , 16, vinnudr., frá Stafnsholti í Bárðardal.“ [Kb. Ein.]. Tómas var fæddur 9. nóv. 1864 í Hörgsdal [Kb. Skút.]. Hann er þar á fólkstali 31. des. 1871 „ , 7, börn þeirra“ og einnig 1872 [Sál. Mýv.]. Hann er ásamt Jónasi bróður sínum í Garði á manntali sóknarprests 31. des. 1873 „ , 9, niðurseta“ [Sál. Mýv.], er svo einnig næstu árin til 31. des. 1877, þá er hlé á því manntali. Þegar Tómas fer 1881 „ , 16, vinnudr., frá Stafnsholti í Bárðardal“ [Kb. Ein.], er hann skv. [Kb. Lund.] sagður koma þ. á. „ , 15, léttadr., frá Garði við Mývatn að Kálfborgará“. Tómas fórst 21. febr. 1885 „ , vinnupiltur frá Hofstöðum 21 árs varð úti“ [Kb. Mýv.]. Sjá einnig í [ÆSiÞ. bls. 30-31] um Tómas. Sigurjón Björnsson kemur 1880 „ , frá Mývatni að Stafnsholti“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. „ , 29, G, húsmaður,“ ásamt konu sinni og syni. Þau flytja 1881 „ , frá Stafnsholti til Mývatnssveitar.“ [Kb. Ein.]; [Kb. Mýv.] segir „Frá Stafnsholti að Hofstöðum“. Sigurjóns er getið í Stafnsholti í [MaÞ.] 1881, á skrá yfir búlausa. Sigurjón var fæddur 5. júní 1848 og voru foreldrar hans „Björn Björnsson á Árbakka, Guðrún Þorkelsdóttir að Garði, ógipt“ [Kb. Mýv.]. Faðir hans kemur þ. á. „ , 24, vinnumaðr,“ frá „Hrappst. í Kinn að Árbakka“ en móðir hans, einnig 1848 „ , 19, Dóttir konunnar“ (þ. e. Hallfríðar Magnúsdóttur, 48) „ , frá Hrappstöðum í Kinn að Garðe“ [Kb. Mýv.]. Sigurjón er á manntali á Árbakka 1850, þar eru þá einnig foreldrar hans vinnuhjú, þá bæði bæði ógift, en giftust 14. okt. s. á. [Kb. Skút.]. Sigurjóns er getið í [ÆÞ. II, bls. 245], þar sem fjallað er um vafasamt faðerni hans. Ferill hans er rakinn í köflum um Árbakka, Skógarsel og Víðasel. Hann kvæntist 3. júlí 1876 „vmaður á Skógarseli 27 ára“ Kristínu Sigríði Einarsdóttur „vkona sama staðar.“ [Kb. Ein.]. Þau Sigurjón og Kristín eru „hjón á Máskoti“ við fæðingu sonar 16. ágúst 1877 [Kb. Ein.]. Líklega fara þau að Víðaseli 1878, þar deyr sonur þeirra 30. sept. 1878. Þau fara 1879 „frá Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Sigurjón og Sigríður Kristín búa á Árbakka 1882-1883, fara 1883 „Frá Árbakka í Hrappstaði“ [Kb. Mýv.]. - Í [Kb. Lund.] er Sigurjón sagður koma 1883 með Jón frá Grænavatni, en S. Kristín árið eftir „ , frá Mývatni að Hrappstöðum“. Þar eignast þau hjónin dótturina Ólöfu Jakobínu 25. nóv. 1884 [Kb. Lund.] og flytja með hana 1885 „ , frá Hrappstöðum að Húsavíkurbakka“ og eru á manntali á Gautsstöðum á Húsavík 1890, þar sem Sigurjón er sjómaður. Þau eru öll þrjú á manntali í Hátúni á Húsavík 1901 og Sigurjón er á manntali í Holti á Húsavík 1920.

Sigurjón Björnsson.


425

Sigríður Kristín Einarsdóttir, kona Sigurjóns hér næst fyrir ofan, kemur með honum, að Stafnsholti. Er þar á manntali 1880 „ , 38, G, kona hans,“ og fer 1881 að Hofstöðum, sjá hjá Sigurjóni. Sigríður Kristín var fædd 9. mars 1842, dóttir Einars Gamalíelssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur, sem þá voru „hión að Haganese“ [Kb. Mýv.]. Hún flytur 1843 „ , 11/2 , fósturbarn, frá Haganesi að Hólum“ í Reykjadal og er þar á manntali 1845 með fósturforeldrunum Jóhannesi Jóelssyni og Sigríði Sigurðardóttur „ , 3, Ó, tökubarn,“. Þar búa þá einnig foreldrar Sigríðar Kristínar með þrem öðrum dætrum sínum, en þau flytja aftur í Haganes 1848. En Sigríður er áfram í Hólum á manntali 1850 „ , 8, Ó, fósturbarn,“ og á Rauðá 1855 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en 1860 er hún á Narfastöðum „ , 19, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1868 „26, vinnukona, frá Úlfsbæ að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Sigríður Kristín (þá raunar nefnd Kristín Sigríður) giftist Sigurjóni Björnssyni hér næst á undan í Skógarseli 3. júlí 1876. [Kb. Ein.], sjá um hana hjá Sigurjóni. Jón Sigurjónsson, f. 22. júní 1880 í Stafnsholti [Kb. Ein.], sonur Sigurjóns og Sigríðar Kristínar hér næst á undan. Er með þeim á manntali í Stafnsholti 1880 og fer með þeim til Mývatnssveitar 1881. Jón er með foreldrum sínum á fólkstali á Árbakka í des. 1882 [Sál. Mýv.]. Deyr á Hrappstöðum 28. júlí 1884 „ , barn á Hrappstöðum, 4“ [Kb. Lund.]. Helgi Marteinsson kemur 1881 „ , 15, léttadr., Frá Ytri Neslöndum að Stafnsholti.“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Fer þaðan 1882 „ , 16, vm.“ að Gautlöndum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]. Helgi var fæddur 7. sept. 1866, sonur Marteins Guðlaugssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur, sem þá voru „hjón í Álptagerði“ [Kb. Skút.]. Hann er „ , 14, Ó, léttadrengur,“ í Ytri-Neslöndum við manntalið 1880, en þá eru foreldrar hans í vinnumennsku á Grímsstöðum. Fermdur frá Reykjahlíðarkirkju á 2. hvítasunnudag 1881 [Kb. Mýv.], ekki er getið heimilisfangs. Helgi er nokkuð í vinnumennsku, fer 1884 frá Hofstöðum að Hákonarstöðum og kemur þaðan árið eftir. Fer 1889 „ , 24, lausam,“ frá Geirastöðum að Hólum í Laxárdal [Kb. Mýv.] og er á manntali á Hamri 1890 (viðaukaskrá B, á Húsavík í kaupstaðarferð) „ , 24, Ó, lausamaður,“. Kemur 1891 að „Strönd frá Hamri“ [Kb. Mýv.]. Fer 1893 með foreldrum sínum, sem komin voru hátt á sjötugsaldur, „ , snr þrra, 26, Geirastöðum til Ameríku“ [Kb. Mýv.], [Vfskrá]. Helgi kvæntist Gróu Magnúsdóttur. Dó 1943, sjá [Skú. bls. 39]. Guðni Guðmundsson kemur 1881 „ , 46, húsm,“ ásamt konu sinni og dóttur „ , austan af Fjöllum að Stafnsholti.“ [Kb. Ein.]. (Kemur ekki nákvæmlega heim við manntal 1880, þá er Guðni á viðaukaskrá í Stafnsholti „ , G, kaupamaður“ og lögheimili sagt „Hóll, Víðirhólssókn“). Þau flytja þaðan árið eftir öll þrjú til Vesturheims [Kb. Ein.], [Vesturf.]. Guðni var fæddur 27. jan. 1834 á Litluströnd, sonur hjónanna Guðmundar Pálssonar frá Brúnagerði og Rósu Jósafatsdóttur frá Geiteyjarströnd [Kb. Mýv.], sjá [ÆÞ. I, bls. 103]. Guðni er á manntali með foreldrum og systkinum á Litluströnd 1835, en 1840 og 1845 er hann „tökubarn/tökupiltur “ á Grímsstöðum. Guðni kvæntist 30. sept. 1853 Rósu Sigurðardóttur, þá bæði í Garði [Kb. Mýv.]. Þau flytja 1855 frá Gautlöndum „inn í Eyafjörð“ [Kb. Mýv.] ásamt Sigurrós dóttur sinni og eru á manntali þá um haustið á Finnastöðum í Möðruvallasókn, þar sem Guðni er „ , 22, G, bóndi,“. Þau flytja þaðan 1857 út í Grímsey þar sem þau búa að Sveinagörðum til 1864, (eru þar á manntali 1860, þar sem Guðni er „ , 27, G, bóndi, lifir af sjóarafla,“) er þau fara „frá Sveinag að Mývatni“ [Kb. Miðg. prk.]. Þau eru á flækingi í Mývatnssveit næstu árin: koma að Ytrineslöndum 1864, eru á Sveinsströnd við fermingu Sigurrósar 1869, á Geirastöðum við


426

fermingu Önnu Sigríðar 1870 og fara frá Arnarvatni að Laugaseli 1872, þar sem Guðni er bóndi til 1875 á móti nafna sínum Þorkelssyni. Þaðan fara þau 1875 „til Mývatnssveitar“ [Kb. Mýv.]. Rósa Sigurðardóttir, kona Guðna hér næst á undan, er í [Kb. Ein.] sögð koma 1881 ásamt honum „ , 56, kona hans, austan af Fjöllum að Stafnsholti“, í [Kb. Fjall.] er hún sögð fara „ , húskona, frá Nýjabæ að Stafnsholti í Reykjadal“. Hún fer með manni sínum og dóttur til Vesturheims 1882. Rósa var fædd 1. nóv. 1823 og voru foreldrar hennar „Sigurður Stephánss: bóndi á Syðri Tjörnum og kona hans Margrét Pétursdóttir“ [Kb. Munk.]. Hún er á manntali á Ytrahóli í Kaupangssókn 1845 ásamt foreldrum sínum og þrem systkinum, en á manntali í Reykjahlíð 1850 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Þegar Guðni og Rósa fara 1882 til Vesturheims, var Sigurrós, elsta dóttir þeirra, dáin 23. apríl 1878 „gipt kona frá Nýjabæ, 24 ára. Af barnsfæðing óeðlilegri“ [Kb. Fjall.] og Anna Sigríður komin til Vesturheims. Kristín Guðný Guðnadóttir „ , 15, dóttir þra,“ Guðna og Rósu hér næst að ofan, kemur með þeim að Stafnsholti 1881 og fer með þeim til Vesturheims 1882 „ , 16, dóttir þra“ [Kb. Ein.]. Kristín Guðný var fædd 9. maí 1866, voru foreldrar hennar þá „hjón í húsmennsku á Ytrinesl.“ [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum og systrum í Laugaseli 1872-1875 og á manntali með móður sinni í Nýjabæ, hjáleiga, 1880 „ , 14, Ó, léttastúlka,“. Sigurbjörn Jónatansson fer 1884 „ , 17, vinnum,“ með Þorláki og Nýbjörgu frá Stafnsholti að Þóroddsstað [Kb. Ein.]. Sigurbjörn var fæddur 24. sept. 1867 í Víðum, sonur hjónanna Jónatans Eiríkssonar og Guðbjargar Eiríksdóttur, eru foreldrar hans þá „hjón búlaus í Víðum“ [Kb. Ein.]. Sigurbjörn missti föður sinn á fjórða ári, sjá um foreldra í kafla um Skógarsel. Sigurbjörn er vinnumaður í Garði í Fnjóskadal við manntalið 1901, þá staddur í „Salthúsi“ hjá Skeri í Grýtubakkahr. „ , vinnum., við sjó, 32,“. Hann fer frá Þverá í Dalsmynni að Austarikrókum 1906, ásamt konu sinni Jónu Steinunni Einarsdóttur, og Friðrúnu Sigríði dóttur þeirra. Þau koma árið eftir frá Austarikrókum að Skuggabjörgum, og fara þaðan 1908 að Bárðartjörn [Kb. Lauf.], þar sem þau eru í húsmennsku til 1910 [Bybú, bls. 80]. Þau eru á manntali í Brekku í Þönglabakkasókn 1910 ásamt þrem dætrum, en flytja þaðan 1916 í Flatey [Kb. Þöngl.]. Jóna Steinunn, sem var fædd 1. sept. 1878 í Glaumbæjarseli, dóttir Einars Jónssonar og konu hans Solveigar Jakobínu Helgadóttur [Kb. Ein.], er „ , 12, Ó, fósturbarn“ í Fremstafelli við manntalið 1890. Hún er á manntali hjá Sigurði mági sínum á Hálsi í Kinn 1920 „ , húskona, kaupakona, saumakona, G,“. Með henni er Guðbjörg, dóttir hennar, fædd 1910. Ekki finnst Sigurbjörn á manntali í Flatey 1920. Hann deyr 21. okt. 1954 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri [Þjóðskrá]. Jónatan Jónsson kemur 1884 „ , 57, húsmaður,“ frá Hörgsdal að Stafnsholti ásamt konu og tveim börnum. Þau eru þar svo áfram í búskapartíð Jóhannesar sonar þeirra (sjá hér á eftir) og flytja með honum 1888 að Litlutjörnum [Kb. Ein.]. Jónatan var fæddur 13. apríl 1828, sonur Jóns Magnússonar b. í Hörgsdal og f. k. h. Ingibjargar Ívarsdóttur [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Hörgsdal 1835, 1840 og 1845 og í sálnaregistri þar í apríl og maí 1848. Við manntalið 1850 er hann „ , 22, Ó, vinnumaður,“ á Gautlöndum. Jónatan kvæntist 16. júní 1852 Kristínu Tómasdóttur frændkonu sinni, bæði frá Hörgsdal [Kb. Mýv.] og voru þau þar í húsmennsku, en fluttu 1855 að Fljótsbakka [Kb. Mýv.], þar sem þau bjuggu til 1859, er þau komu aftur í Hörgsdal [Kb. Mýv.] og eru þar í húsmennsku til 1864, er þau tóku við búi á móti Jóni og Margréti. Þau búa í Hörgsdal 1859-1873 og aftur 1879-1884, sjá um þau í ýmsum köflum um


427

Hörgsdal. Jónatan deyr 28. nóv. 1909 „ , 82, Gamalmenni í Sigluvík“ [Kb. Svalb.(Glæs.)]. Kristín Tómasdóttir, kona Jónatans hér næst á undan, kemur með honum 1884 „ , 58, kona hans,“ að Stafnsholti, sjá nánar hjá Jónatan. Kristín var fædd 5. júní 1826, voru foreldrar hennar Tómas Magnússon og Guðríður Jónsdóttir „búandi hión í Skógargerði“ [Kb. Hús.]. Hún er „ , 9, Ó, tökubarn“ í Vilpu við manntalið 1835 og „ , 15, Ó, fósturdóttir hjónanna“ Jóns Eiríkssonar og Helgu Hallberudóttur í Breiðuvík við manntalið 1840. Þar er hún vinnukona við manntalið 1845 og 1850 vinnukona í Kallbak (svo!). Hún kemur 1851 „ , 27, vinnukona, frá Kaldbak að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Sjá um hana hjá Jónatan hér næst á undan. Kristín dó í Sigluvík 24. maí 1898 „ , 72, gipt og búlaus í Sigluvík.“ [Kb. Svalb.(Glæs.)]. Helga Jónatansdóttir kemur 1884 með foreldrum frá Hörgsdal að Stafnsholti „ , 29, börn þeirra“ [Kb. Ein.]. Þetta verður þó að draga í efa, sjá tilv. í [Sál. Mýv.] hér neðar. Fer með þeim 1888 að Litlutjörnum. Helga var fædd 8. júlí 1855 á Fljótsbakka [Kb. Ein.], dóttir Jónatans og Kristínar hér næst á undan, og er þar á manntali með foreldrum 1855. Skv. [Kb. Ein.] fer hún með foreldrum og systkinum 1859 frá Fljótsbakka að Hörgsdal, en í [Kb. Mýv.] er hennar ekki getið þ. á. meðal innkominna, enda er hún enn á Fljótsbakka við manntalið 1860 „ , 5, Ó, fósturbarn,“. Helga er vinnukona á Skútustöðum á manntali sóknarprests við 31. des. 1873, einnig árið eftir [Sál. Mýv.]. Fer 1875 „vinnukona, frá Skútustöðum að Heiðarbót“ [Kb. Grenj.] (enginn aldur tilgr.) og 1878 „ , 23, vk,“ frá Hamri að Brennási [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1880 „ , 25, Ó, vinnukona,“. Hún fer 1883 frá Kálfborgará í Mývatnssveit [Kb. Lund.], en [Kb. Mýv.] segir hana koma frá „Brenniási í Gautlönd“. Þar er hún „v. k“ á fólkstali 31. des. 1883 og við árslok 1884 [Sál. Mýv.]. Hún fer með foreldrum og Jóhannesi bróður sínum 1888 frá Stafnsholti að Litlutjörnum [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890 „ , 34, Ó, bústýra,“ hjá Jóhannesi bróður sínum og á manntali á Geldingsá 1901 „ , húsmóðir, 46,“ ásamt Steingrími Bjarnasyni manni sínum og fjórum dætrum þeirra. Jónatan Jónatansson kemur 1884, 15, með foreldrum frá Hörgsdal að Stafnsholti. Fer með þeim og tveim systkinum sínum 1888 að Litlutjörnum. Jónatan var fæddur 25. sept. 1869 í Hörgsdal, sonur hjónanna Jónatans Jónssonar og Kristínar Tómasdóttur [Kb. Mýv.], sjá hér rétt ofar. Hann er þar á fólkstali 31. des. 1871 „ , 3. börn þeirra“ og einnig 1872 [Sál. Mýv.]. Hann finnst ekki á manntali sóknarpr. í Mývatnsþingum 31. des. 1873. Hann er á Sveinsströnd með móður sinni á manntali sóknarprests 31. des. 1874 „ , 5, sonur hennar“, einnig árið eftir [Sál. Mýv.]; einnig með báðum foreldrum þar 31. des. 1876, og 1877 á Litluströnd [Sál. Mýv.]. Jónatan er aftur í Hörgsdal með foreldrum í síðari búskapartíð þeirra 1879-1884, og þar á manntali 1880 „ , 11, Ó, barn þeirra,“ og er þar við húsvitjun í árslok 1881 og 1882 [Sál. Mýv.], en á fólkstali 31. des. 1883 er hann „ljettadr., 15“ á Gautlöndum [Sál. Mýv.]. Hann fer með foreldrum frá Hörgsdal að Stafnsholti 1884 „ , 15, börn þra“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Jónatan flytur frá Stafnsholti með foreldrum sínum og bróður 1888 að Litlutjörnum [Kb. Ein.]. Fer þaðan 1890 til Akureyrar „ , 21, bóndason“ og er hann þar á viðaukaskrá A á manntalinu 1890 „ , 21, Ó, smíðapiltur,“ en ekki sagt hvar. Hann fer frá Litlutjörnum að Sigluvík með Jóhannesi og foreldrum 1895 „ , 24, bókbindari,“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Jónatan er á manntali í Sigluvík 1901 „ , húsbóndi, bókbindari, skósmiður, sjómaður“ ásamt Kristjönu Bjarnadóttur konu sinni og þrem börnum þeirra.


428

Sjá nánar um Jónatan, Kristínu og b. þ. í [ÆSiÞ. bls. 29-32].

1885 - 1888: Jóhannes Jónatansson Jóhannes kemur 1885 „ , 28, bóndi,“ frá Baldursheimi að Stafnsholti, þar sem foreldrar hans eru fyrir í húsmennsku með tvö börn sín. Hann flytur 1888 „ , 31, bóndi,“ ásamt skylduliði sínu frá Stafnsholti að Litlutjörnum [Kb. Ein.]. Jóhannes er eini gjaldandinn í Stafnsholti í [MaÞ.] 1886-1888. Jóhannes var fæddur 4. apríl 1857 á Fljótsbakka, sonur hjónanna Jónatans Jónssonar og Kristínar Tómasdóttur [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum sínum að Hörgsdal 1859 og er með þeim þar á manntali 1860. Hann er á fólkstali 31. des. 1872 „ , 16, Ljettadr.“ á Grænavatni og þar er hann á manntali sóknarprests 31. des. 1873 „ , 17, ljettadr.“, einnig 1874, en 31. des. 1875 er hann „ , 19, vinnum.“ í Reykjahlíð [Sál. Mýv.]. Hann er á manntali á Gautlöndum 1880 „ , 23, Ó, vinnumaður,“ og við húsvitjun þar í des. 1881. Kemur 1883 „ , 27, v'maðr, Úr Höfðahverfi í Gautlönd“ [Kb. Mýv.] og fer 1885 „ , 28, bóndi,“ frá Baldursheimi að Stafnsholti [Kb. Ein.] eins og áður segir. Jóhannes fer 1888 „ , 31, bóndi,“ frá Stafnsholti að Litlutjörnum [Kb. Ein.], [Kb. Hálsþ.] ásamt skylduliði sínu og er þar á manntali 1890 ásamt foreldrum sínum og tveim systrum „ , 33, Ó, húsbóndi, bóndi,“ og á manntali í Sigluvík 1901 ásamt Guðrúnu Bjarnadóttur konu sinni og fimm börnum þeirra.

Skyldulið Jóhannesar í Stafnsholti 1885-1888:

Áður er getið foreldra Jóhannesar, svo og Helgu og Jónatans, systkina hans, sjá litlu ofar. Kristjana Ingibjörg Jónatansdóttir, systir Jóhannesar, kemur 1885 frá Stórási að Stafnsholti „ , 18, systir hans,“ [Kb. Ein.], og flytur þaðan 1888 að Stóru Reykjum [Kb. Ein.]. Kristjana var fædd 9. des. 1866 í Hörgsdal, dóttir Jónatans Jónssonar og Kristínar Tómasdóttur hér litlu ofar [Kb. Skút.]. Hún er þar á fólkstali 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Kristjana er „ , 7 niðurseta“ á Skútustöðum á manntali sóknarprests við árslok 1873, þar er hún einnig árið eftir. Hún er með móður sinni á Sveinsströnd 31. des. 1875 og foreldrum 1876 og 1877 á Litluströnd [Sál. Mýv.]. Kristjana er aftur með foreldrum í Hörgsdal í síðari búskapartíð þeirra 1879-1884, þó með hléum, og er þar á manntali 1880 „ , 13, Ó, þeirra barn,“. Eftir fermingu 1881 fer hún þ. á. „ , 15, léttastúlka, Frá Skútustöðum að Þóroddsstað í Kinn“ (með presti) og kemur 1882 „ , 17, vstúlka, frá Þóroddsstað í Geirastaði“ [Kb Mýv.]. Hún er á fólkstali í Hörgsdal við árslok 1883 „ , dóttir þra, 18“ [Sál. Mýv.]. Hún fer með foreldrum að Stafnsholti 1884 „ , 18, börn þra“ [Kb. Mýv.]. Ekki ber því saman við [Kb. Ein.], þar segir að hún komi 1885 frá Stórási að Stafnsholti. Kristjana Ingibjörg er á manntali á Litlutjörnum 1890 „ , systir bónda“ þ. e. Jóhannesar. Kristjana Ingibjörg giftist Albert Kristjánssyni 4. nóv. 1895, eru þau á manntali á Ytri Varðgjá 1901 ásamt fjórum sonum. Sjá um Albert hér ofar í tíð Jóns Gottskálkssonar. Þau bjuggu í Hallandsnesi 1920-1930, sjá [Svalb. bls. 178179], einnig lítið eitt í [ÆSiÞ. bls. 31]. Kristjana dó 21. febr. 1936 [Svalb. bls. 179].

Kristjana Ingibjörg Jónatansdóttir.


429

Vandalausir í Stafnsholti í búskapartíð Jóhannesar 1885-1888:

Sigurður Jónsson kemur 1886 „ , 59, húsm,“ ásamt konu sinni og syni að Stafnsholti frá Kálfaströnd [Kb. Ein.]. Þau fara frá Stafnsholti til Mývatnssveitar 1887 [Kb. Ein.]. Sigurður er aftur í Stafnsholti 1894-1897, í tíð Jóns Jónssonar, sjá hér nokkru neðar. Sigríður Jónsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum „ , 46, kona hs,“ frá Kálfaströnd að Stafnsholti 1886 og fer með honum til Mývatnssveitar árið eftir. Sigríður er aftur í Stafnsholti 1894-1897, í tíð Jóns bróður hennar, sjá hér nokkru neðar. Unnsteinn Sigurðsson, sonur Sigurðar og Sigríðar hér næst á undan, kemur með þeim frá Kálfaströnd að Stafnsholti 1886 „ , 1, barn þra,“ og fer með þeim til Mývatnssveitar árið eftir [Kb. Ein.]. Unnsteinn er aftur í Stafnsholti 18941897, sjá um hann hér nokkru neðar. Sigurður Jónsson, sonur Jónínu Margrétar Kristjánsdóttur, sem kemur í Einarsstaðasókn 1887 „ , 29, á hrepp,“ frá Fífilgerði í Kaupangssveit, ásamt nokkrum börnum sínum. Sigurður fer þá í Stafnsholt „ , 1,“ en móðir hans að Stafni. Hann flytur með Jóhannesi og fólki hans að Litlutjörnum 1888 „ , 1, niðursetn.“ [Kb. Ein.]. Sigurður var fæddur 26. ágúst 1886, voru foreldrar hans Jón Kristjánsson og Jónína Margrét Jónsdóttir „hjón í Fífilgerði“ [Kb. Kaup.]. Foreldrar hans koma 1884 með þrem börnum „ , frá Nesi í Fnjóskadal að Vargá ytri“ [Kb. Kaup.] og fara 1887 með fimm börnum frá „Fífilgerði á sína sveit eitthvað norður í Reykjadal“ [Kb. Kaup.]. Sigurður er á manntali á Litlutjörnum 1890 „ , 4, Ó, á sveit,“. Hann er á manntali í Sigluvík 1901 hjá Jóhannesi og Guðrúnu „ , fóstursonur, smali, 15,“ en ekki er hann þar 1910.

1888 - 1919: Jón Jónsson og Guðný Helgadóttir

Jón og Guðný koma 1888 ásamt syni sínum frá Ytrineslöndum að Stafnsholti [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Þau búa í Stafnsholti við manntölin 1890, 1901 og 1910. Skv. lista yfir ábúendur í Stafnsholti í [Ha.HJ.] er Jón bóndi í Stafnsholti til 1919. Jón er gjaldandi í Stafnsholti á móti Ásmundi Helgasyni 1889 og 1890 í [MaÞ.], en síðan einn, utan hvað getið er þar Sigurðar Jónssonar á skrá yfir búlausa 1889 og Ásmundar að nýju 1892 í nafnlausri aukaskrá. En skráin endar 1899. Jón var fæddur 4. sept. 1853, voru foreldrar hans Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir, sem þá voru „hjón á Helluvaði“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Hofsstöðum 1855 og 1860. Er á manntali í Víðum 1880 „ , 27, Ó, vinnumaður,“ fer þaðan 1881 að Grímsstöðum [Kb. Mýv.]. Guðný var fædd 9. apríl 1862, voru forledrar hennar Helgi Ásmundsson og Guðfinna Guðlaugsdóttir, sem þá voru „hjón í Vogum“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 55]. Guðný fer 1880 frá Hörgsdal að Sigurðarstöðum [Kb. Lund.]. og er þar á manntali þ. á. og kemur þaðan 1881 að Geiteyjarströnd „ , 20, vkona,“ [Kb. Mýv.].

Sigurður Jónsson


430

Jón og Guðný voru gefin saman 23. júlí 1886, Jón „vinnumaður Reykjahlíð 33 ára.“ en Guðný „húskona Reykjahl. 24 ára“ [Kb. Mýv.]. Jón og Guðný eru á manntali í Stafnsholti 1890, 1901, 1910 og 1920. Þau fluttu 1924, sjá [Ha.HJ.], með þrem börnum sínum að Einarsstöðum í Reykjadal og þaðan 1928 að Þverá í Dalsmynni [Kb. Grenj.], þar sem þau eru á manntali 1930 hjá börnum sínum. Guðný dó 18. apríl 1939 en Jón 1. apríl 1943 [Skú. bls. 55]. Helgi sonur þeirra hjóna segir svo um foreldra sína á bls. 62 í Nokkrir smáþættir IIII. 4. í [Ha.HJ.]: „Þau Jón og Guðný áttu illa skap saman og lifðu þó saman í hjónabandi í 53 ár. Mátti svo heita að þeirra langa hjúskaparlíf væri eitt óslitið hjaðningavíg. Voru bæði skapstór og brutu aldrei næmasta oddinn, hvað þá meira, af skapsmunum sínum fram í rauðan dauðan.“

Börn Jóns og Guðnýjar í Stafnsholti:

Hallsteinn Jónsson kemur með foreldrum sínum frá Ytrineslöndum að Stafnsholti 1888 „ , 2, son þra,“ og er þar á manntali til og með 1930, sjá um hann hér neðar er hann verður bóndi í Stafnsholti. Helgi Jónsson, f. 16. ágúst 1890 í Stafnsholti [Kb. Ein.]. Bóndi þar 1919-1924, sjá um hann hér neðar. Halldóra Jónsdóttir, f. 20. okt. 1892 í Stafnsholti [Kb. Ein.]. Hún er á manntali í Stafnsholti 1901, 1910 og 1920, þá „ , ráðskona, Ó,“ hjá Helga bróður sínum. Fer 1924 með foreldrum og tveim systkinum að Einarsstöðum í Reykjadal og þaðan 1928 að Þverá í Dalsmynni [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1930 „ , ráðskona,“ hjá Helga bróður sínum. Guðfinna Jónsdóttir, f. 17. okt. 1898 í Stafnsholti [Kb. Ein.]. Hún er á manntali í Stafnsholti 1901, 1910 og 1920. Fer 1924 með foreldrum og tveim systkinum að Einarsstöðum í Reykjadal og þaðan 1928 að Þverá í Dalsmynni [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1930 „ , vinnuk.,“. Guðfinna lést 10. maí 1933 [Skú. bls. 55].

Annað skyldulið Jóns og Guðnýjar í Stafnsholti 1888-1931:

Jón Tómasson, faðir Jóns bónda, kemur að Stafnsholti 1888 „ , 78, faðir bda, kom frá Stóra-Ási í Lundarbr.sókn að Stafnsholti“ [Kb. Ein.]. (Ekki finn ég hans þó getið í Lundarbrekkusókn um þetta leyti). Hann er á fólkstali í Stafnsholti við árslok 1889 og 1890 [Sál. Helg.] og á manntali þar 1890. Ekki finn ég hans getið meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn né innkominna í Mývatnsþing um 1891. Deyr 21. okt. 1891 „Ekkjum í Álptagerði, 80, Langsöm(?) innvortis veikindi“ [Kb. Mýv.]. Jón var fæddur um 1811 og er í [ÆÞ. VIII, bls. 186] sagður sonur Tómasar Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur á Kálfaströnd, annar (eða þriðji? [ÞinKV.]) með því nafni. Fæðing hans finnst ekki í [Kb. Mýv.], eru fæðingar þó færðar þar greinilega um þessar mundir. Jón er á manntali á Geirastöðum 1816 „ , fóstraður, 5,“ sagður fæddur á Kálfaströnd, þar er einnig alnafni hans sjö árum eldri. Jón er á manntali í Ytrineslöndum 1835 „ , 24, Ó, vinnumaður“ hjá alnafna sínum. Hann kvæntist 1. okt. 1839, þá á Hofstöðum, Steinunni Jónsdóttur, sem þá er „samastaðar 20 ára“ [Kb. Mýv.] og eru þau á manntali á Hofstöðum 1840 með dóttur þeirra,


431

þar sem Jón er „ , 30, G, vinnumaður“ og 1845 með þrem dætrum, þar er Jón sagður bóndi. Þau eru á manntali á Helluvaði 1850 með fjórum dætrum og á manntali á Hofsstöðum 1855 með sjö börnum og 1860 með sex börnum, þ. á m. Jóni. Við manntalið 1880 er hann á Kálfaströnd „ , 75, G, lifir á eignum sínum,“ er kona hans þá í Víðum. Guðfinna Guðlaugsdóttir, móðir Guðnýjar húsfreyju, kemur 1889 „ , 60, vk., frá Grímsstöðum að Stafnsholti“ [Kb. Ein.] og er á fólkstali í Stafnsholti þ. á „ , móðir konu, 60“ [Sál. Helg.] og þar á manntali 1890, 1901 og 1910. Dó 24. des. 1917 „Ekkja á vegum barna sinna í Stafnsholti, 87, Flutt dáin frá Stafnsholti að Rhlíð jarðsungin þar. Frændmörg í Mývatnssveit. Bjó áður í Vogum. Maður hennar áður grafinn að Rhlíð. Dauðamein hennar ellihrumleiki?“ [Kb. Mýv.]. Guðfinna var fædd 3. nóv. 1830, dóttir Guðlögs Kobeinssonar og Kristínar Helgadóttur, sem þá voru „hión búandi að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er á manntali í Álftagerði 1835 með foreldrum og níu systkinum, einnig þar 1840 „ , 10, Ó, þeirra barn, lagt af hrepp“ og 1845 með foreldrum og fjórum systkinum „ , 16, Ó, þeirra barn,“ og 1850 með foreldrum og þrem systkinum. Guðfinna „frá Álptagérði 20 ára“ giftist 26. júní 1850 Helga Ásmundssyni „frá Vogum 21 árs“ [Kb. Mýv.]; virðist þessi gifting hafa farið fram hjá Jónasi hreppstjóra á Grænavatni, sem tekur manntalið 1. okt. 1850, en þá eru þau bæði talin ógift heima hjá foreldrum!! Þau eru á manntali í Vogum 1855 og 1860. Helgi andaðist 26. júlí 1866 „Bóndi frá Vogum, 37, Dáinn úr sömu veiki“ (þ. e. taugaveiki) [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 52]. Guðfinna er á manntali í Hörgsdal 1880 „ ,49, E, móðir konunnar,“ (þ. e. Kristjönu húsfreyju þar), sjá einnig þar um Guðfinnu.

1888 - 1890: Sigurðardóttir

Ásmundur

Helgason

og

Arnfríður

Ásmundur og Arnfríður koma 1888 ásamt tveim börnum sínum frá Hörgsdal að Stafnsholti, þangað koma einnig til þeirra s. á. foreldrar Arnfríðar frá Hofstöðum [Kb. Ein.]. Ásmundur er gjaldandi í Stafnsholti 1889 og 1890 á móti Jóni, en síðara árið eru þau komin í Laugasel og eru þar á manntali 1890. Ásmundur og Arnfríður eru aftur í Stafnsholti 1891-1892, er Ásmundar getið þar 1892 á nafnlausri aukaskrá. Ásmundur var fæddur 28. apríl 1852 í Vogum, sonur hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hann er á manntali með foreldrum í Vogum 1855 og 1860. Arnfríður var fædd 31. júlí 1857 á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurlaugar Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hún er á manntali með foreldrum í Haganesi 1860. Þau Ásmundur og Arnfríður voru gefin saman 8. júlí 1880; er Ásmundur þá sagður „húsmaður í Haganesi, 29 ára“ en Arnfríður „frá Arnarvatni, 24 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Haganesi um haustið. Sjá má um búskap þeirra í [Laxd. bls. 114]. Þau voru í húsmennsku í Engidal 1881-1883, bjuggu á Árbakka 1883-1887, voru í Hörgsdal 1887-1888, og í Laugaseli 1890-1891. Aftur í Stafnsholti 1891-1892, fara þaðan 1892 („húsm.“, „kona hs“) að


432

Ljótsstöðum [Kb. Ein.], en þaðan fara þau 1893 í Heiðarsel [Laxd. bls. 114]. Þau koma 1896 frá Heiðarseli í Laugasel. Ásmundur og Arnfríður bjuggu langa ævi til dauðadags í Laugaseli, sjá þar. Ásmundur andaðist 10. mars 1946, en Arnfríður 5. febr. 1945, bæði í Laugaseli [Kb. Mýv.] og [Skú. bls. 53 og 47].

Börn Arnfríðar og Ásmundar í Stafnsholti 1888-1890:

Kristín Ásmundsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Hörgsdal að Stafnsholti 1888 „ , 7, börn þra“[Kb. Ein.] og fer með þeim að Laugaseli 1890. Kristín var fædd 23. des. 1881 í Engidal. Ólst upp hjá foreldrum. Dó á Akureyri 6. mars 1957 [Laxd. bls. 114]. Helgi Ásmundsson kemur með foreldrum sínum frá Hörgsdal að Stafnsholti 1888 „ , 5, börn þra“ [Kb. Ein.] og fer með þeim að Laugaseli 1890. Helgi var fæddur 2. júlí 1884 á (Krák)Árbakka. Ólst upp hjá foreldrum. Helgi kemur aftur að Laugaseli með foreldrum 1896 og bjó síðan alla ævi í Laugaseli, sjá um hann þar. Dó á Húsavík 23. sept. 1965 [Laxd. bls. 114].

Annað skyldulið Arnfríðar og Ásmundar í Stafnsholti 1888-1890:

Sigurður Jónsson, faðir Arnfríðar, kemur 1888 „ , 55, faðir konu,“ frá Hofstöðum að Stafnsholti og fer þaðan í Hörgsdal 1889 [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Líklega sá Sigurður, sem getið er á Stafnsholti í [MaÞ.] 1889 á skrá yfir búlausa. Sigurður var fæddur 18. okt. 1833 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigurlaug Guðlaugsdóttir „hión á Helluvaði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1850 með móður sinni, sem þá er ekkja. Hann kvæntist Sigurlaugu Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. okt. 1853, þá bæði í Álftagerði. Þau hjónin eru á manntali á Bjarnastöðum 1855, þar sem Sigurður er vinnumaður. Sigurður er bóndi í Haganesi 1860, ásamt Sigurlaugu konu sinni, og á Arnarvatni 1880, þar sagður vinnumaður. Þau hjón eru á manntali á Gautlöndum 1890 og er Sigurður þá sagður vinnumaður. Sigurður andaðist 14. okt. 1922 „ , fv. bóndi Laugasel í Reykdælahreppi, 89 ár“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Sigurlaug Guðlaugsdóttir, móðir Arnfríðar, kemur með Sigurði manni sínum hér næst á undan 1888 frá Hofstöðum að Stafnsholti og fer með honum þaðan 1889 að Hörgsdal [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Sigurlaug var fædd 2. ágúst 1832, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er þar með þeim og systkinum á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hún „ , 14, Ó, tökustúlka,“ á Grænavatni og 1850 vinnukona á Gautlöndum. Hún giftist Sigurði hér næst á undan 23. okt. 1853, sjá þar. Sigurlaug andaðist 5. febr. 1910 „ , kona í Laugaseli, 78“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46].

Kristín Ásmundsdóttir


433

1919 - 1924: Helgi Jónsson

Skv. lista yfir ábúendur í Stafnsholti í [Ha.HJ.] er Helgi bóndi í Stafnsholti 1919-1924. Hann er þar á manntali 1920 „ , húsbóndi, bóndi, Ó,“ með honum eru þar foreldrar hans og þrjú systkini. Helgi var fæddur í Stafnsholti 16. ágúst 1890, sonur Jóns og Guðnýjar sem þá bjuggu þar [Kb. Ein.], sjá hér ofar. Hann er þar á manntali 1890, 1901, 1910 og 1920. Helgi flytur 1928 ásamt foreldrum sínum og systrum „ , bóndi, 37,, Frá Einarsstöðum að Þverá í Dalsmynni“ [Kb. Grenj.]. Þar er hann með þeim á manntali 1930 „ ,húsbóndi, bóndi,“. Í handritadeild Lbs./Þjóðarbókhlöðu eru margir kassar með handritum Helga, mest af þeim afhent Lbs. 27. maí 1960 af Vilmundi Jónssyni fv. landlækni, en einnig pakki afhentur 8. sept. 1969 af Arnóri Sigurjónssyni. Þar er ýmsan fróðleik að finna um eyðinýbýli, sveitarmál og ýmis heimili í Reykjadal og sambýlisfólk á Einarsstöðum.

1924 - 1931: Hallsteinn Jónsson

Skv. lista yfir ábúendur í Stafnsholti í [Ha.HJ.] er Hallsteinn bóndi í Stafnsholti 1924-1931. Við manntalið 1930 er Hallsteinn „ , húsbóndi, bóndi, Ó,“ í Stafnsholti, er hann þá eini íbúinn þar. Hallsteinn var fæddur 24. febr. 1887 í Reykjahlíð [Kb. Mýv.], sonur Jóns Jónssonar og Guðnýjar Helgadóttur, sem fluttu með hann í Stafnsholt 1888 frá Ytri Neslöndum. Hann er á manntali í Stafnsholti 1890, 1901, 1910 og 1920, þá „ , lausamaður, landbúnaður,“ og 1930 „ , húsbóndi, bóndi,“. Hallstein mun hafa flutt 1931 til systkina sinna í Dalsmynni. Sjá um hann í [Ávf.].

Vandalausir í Stafnsholti í tíð Jóns og Guðnýjar, Helga og Hallsteins 1888-1931:

Kristjana Karolína Þorláksdóttir kemur með Jóni og Guðnýju 1888 „ , 16, vk., frá Ytri- neslöndum í Mývatnssveit að Stafnsholti“ [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]. Hún fer 1889 með föður sínum og bróður „ , 16, vk. hs. d., frá Mývatni í Grímsstaði“ [Kb. Fjall.]. Kristjana Karólína var fædd 8. eða 15. júlí 1873, voru foreldrar hennar Þorlákur Jónsson og Sigurbjörg Jónsdóttir „ , hjón á Undirvegg“ [Kb. Garðss.]. Sjá um foreldra hennar í kafla um Narfastaðasel. Hún fer með foreldrum sínum og tveim systkinum 1880 „ ,Frá Undirvegg í Akur“ [Kb. Garðss.] og er með þeim þar á manntali þ. á. „ , 7, Ó, barn þeirra,“. Kristjana Karólína er með foreldrum sínum og tveim systkinum á manntali í Möðrudal 1890 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1893 að „ , Reykjahlíð frá Hauksstöðum“ [Kb. Mýv.], giftist þar 6. ágúst þ. á. Sigurgeir Jónassyni „vm. í Reykjahl. 21 ára“, sjálf er hún sögð „vinnuk. sst. 20 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau fara 1894 frá „Reykjahlíð í Nýjabæ á Fjöllum“ [Kb. Mýv.] og 1897 með dóttur „frá


434

Grímsstöðum til Skjöldólfsstaða“ [Kb. Fjall.]. Skjöldólfsstöðum 1901 ásamt dóttur sinni.

Þau eru á manntali á

Ásmundur Helgason er á fólkstali í Stafnsholti 1891 (við árslok) „ , bóndi, 40,“ á 2. búi [Sál. Helg.]. Þó er hans einungis getið í [MaÞ.] á nafnlausri aukaskrá. Hann fer 1892 ásamt konu og tveim börnum „ , frá Stafnsholti í Ljótsstaði“ [Kb. Ein.]. Sjá um Ásmund og fjölskyldu hér nokkru ofar, þegar hann er bóndi í Stafnsholti. Arnfríður Sigurðardóttir, kona Ásmundar, sjá hjá honum og nokkru ofar, þegar hún er húsfreyja í Stafnsholti. Kristín Ásmundsdóttir og Helgi Ásmundsson, börn Ásmundar og Arnfríðar, sjá hjá þeim hér ofar. Baldvin Jónatansson fer 1892 ásamt konu sinni hér næst á eftir „hjón frá Arndísarstöðum að Stafnsholti“ [Kb. Þór.]. [Kb. Ein.] segir „frá Úlfsbæ að Stafnsholti“. Baldvin er þar á fólkstali við árslok 1892 „ , húsm., 31“ [Sál Helg.]. Hann fer með konu sinni 1893 „ , bóndi, 32, frá Stafnsholti að Holtakoti“ [Kb. Þór.], [Kb. Ein.]. Baldvin var fæddur 30. sept. 1860 á Bergstöðum, sonur hjónanna Jónatans Eiríkssonar og Guðrúnar Stefánsdóttur. Heimili þeirra var leyst upp vegna ómegðar 1862 og ólst Baldvin upp á hrakningi. Hann er vinnumaður á Þóroddsstað við manntalið 1880. Kvæntist Önnu Friðriku hér næst á eftir 16. des. 1883, þá á Hamri í Laxárdal [Kb. Mýv.]. Gerð er grein fyrir þeim Baldvin og Önnu í kafla um Víðasel, en þar bjuggu þau 1897-1915, sjá þar. Eftir lát Önnu 1915 flutti Baldvin til Húsavíkur, kvæntist að nýju Elenóru Ágústu Símonardóttur og er hann með henni og börnum þeirra á manntali í Auðbrekku á Húsavík 1920 og 1930. Anna Friðrika Eiríksdóttir kemur 1892 með Baldvin manni sínum hér næst á undan að Stafnsholti og er þar á fólkstali við árslok 1892 „ , kon hs, 54,“ [Sál Helg.]. Hún fer með manni sínum 1893 að Holtakoti. Anna Friðrika var fædd 7. febr. 1838 á Syðra-Hóli í Kaupangssókn, voru foreldrar hennar Eiríkur Pétursson og Sigríður Tómasdóttir. Faðir hennar deyr 17. ágúst 1841 og er Anna á manntali á Ytritjörnum 1845 „ , 8, Ó, tökubarn,“ ásamt móður sinni og eldri bróður. Ferill Önnu er rakinn nokkuð í kafla um Víðasel, þar sem hún bjó með manni sínum 1897-1915, sjá þar. Anna lést í Víðaseli 7. mars 1915 [Kb. Grenj.]. Jóhanna Steinunn Sigurbjarnardóttir kemur 1893 „ , 34, vinnuk., frá Stórási að Stafnsholti“ [Kb. Ein.] og er þar á fólkstali við árslok þ. á. „ , vk., 34“, einnig 31. 12. 1894 [Sál. Helg.]. Hún fer 1895 „ , 35, vinnuk., Frá Stafnsholti að Frems[t]a-Felli“ [Kb. Ein.]. Jóhanna var fædd 23. (eða 27., kirkjub. sóknar og prk. í Lund. ber ekki saman!) ágúst 1860 í Grjótárgerði, dóttir hjónanna Sigurbjarnar Kristjánssonar og Vigdísar Ísleifsdóttur. Hún er á manntali með foreldrum í Grjótárgerði það ár og fer með þeim að Stórási 1872. Hún fer 1879 eða 1880 „ , 20, vinnukona frá Stórási að Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.], en er eigi að síður á manntali með foreldrum í Stórási 1880 og þar á fólkstali við nýár 1881. Hún fer 1890 frá Mjóadal að Stöng [Kb. Lund.] og [Kb. Mýv.], og er þar á manntali 1890 „ , 30, Ó, vinnukona,“ en er aftur í Stórási á manntali sóknarprests við árslok 1898 „ , d. þra, 37“, 1899 „ , (laus)“ og 1900 „ , vk.“ Hún er á aðalmanntali í Engidal 1901 „ , hjú, 41,“. Deyr 1. nóv. 1902 „vinnuk. Engidal, 41“ [Kb. Lund.]. Skv. [Kb. Mýv.] eignaðist Jóhanna soninn Aðalgeir, f. 20. des. 1892, með Kristjáni Jónssyni á Stöng, þá „vinnuk. Hörgsdal (33 ára)“.

Baldvin Jónatansson


435

Guðrún Valgerður Sigurðardóttir er á fólkstali í Stafnsholti við árslok 1893 „ . vk., 15“ [Sál. Helg.]. Hún fer 1894 „ , 16, vk., frá Stafnsholti að Stöng“ [Kb. Ein.]. Valgerður var fædd í Víðum 14. febr. 1879, dóttir Sigurðar Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur hér á eftir og nokkru ofar, eru foreldrar hennar þá „ , hjón í Víðum“ [Kb. Ein.]. Hún fer með foreldrum að Stórási 1880 og að Árbakka 1881, en 1890 er hún á manntali í Víðum „ , 11, Ó, sveitarbarn,“. Valgerður var víða í vinnumennsku, kemur 1895 „ , 17, vinnukona, frá Stöng að Víðum“ [Kb. Ein.], er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1900 „ , v. k., 21,“ [Sál. Helg.] og fer 1907 „ , vk., 28,“ að Halldórsstöðum í Bárðardal frá Stafni [Kb. Lund.]. Hún er á manntali í Víðum 1930 „ , lausakona,“ þá stödd á Narfastöðum. Sigurður Jónsson kemur 1894 „ , 65, vinnum., frá Mývatnssveit í Stafnsholt“ [Kb. Ein.] ásamt konu sinni og syni hér næst á eftir. Hann er á fólkstali í Stafnsholti 31. des. 1894, 1895 og 1896 [Sál. Helg.]. Fer 1897 „ , 69, ómagi, frá Stafnsholti að Vindbelg“ [Kb. Ein.]. Sigurður var fæddur 3. apríl 1829, sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „vinnuhión á Lundarbrekku“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali með foreldrum sínum í Víðum 1835 og 1845 og er vinnumaður á Kálfaströnd 1855 og í SyðriNeslöndum 1860. Albróðir Guðna í Narfastaðaseli, Kristjáns í Stórutungu og Sigurgeirs í Víðum. Þau Sigurður og Sigríður koma 1878 „Frá Mývatni að Víðum“ og eru gefin saman 5. júlí þ. á. [Kb. Ein.]. Sigurður var vinnumaður í Stórási, á Árbakka og einnig tvisvar í Grjótárgerði, sjá í tilsvarandi köflum. Sigurður andaðist 26. apríl 1905 „Sveitaróm Kálfaströnd, 75, Lungnabólga. Jarðs. Reykjahl.“ [Kb. Mýv.]. Sigurður var uppnefndur „Víum“, er þess uppnefnis iðulega getið í prestþjónustubók Skútustaðaklerks, einnig á börnum hans! Sú var orsök uppnefnisins, að þegar Sigurður kom í aðrar sveitir og var spurður hvaðan hann væri, heyrðu menn það sem Víum, en „hann var tapmæltur“ segir Konráð Vilhjálmsson í [ÞinKV.].

Sigríður Jónsdóttir, systir Jóns bónda, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum 1894 „ , 55, kona hs,“ í Stafnsholt. Hún er þar á fólkstali 31. des. 1894, 1895 og 1896, en er árið eftir „ , húsk., 57,“ í Víðum [Sál Helg.]. Sigríður var fædd 20. apríl 1840, voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hjón á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Sigríður eignaðist dótturina Margréti á Grímsstöðum á Fjöllum 1869 og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Sigríður giftist Sigurði Jónssyni 5. júlí 1878, þá í Víðum, [Kb. Ein.]. Þar fæðist þeim dóttirin Guðrún Valgerður, sjá hér litlu ofar. Þau eru á manntali í Stórási 1880, en fara að Árbakka 1881, þar sem þau eignast soninn Jón 23. ágúst þ. á. Þau fara síðar að Vindbelg, þar sem Unnsteinn sonur þeirra, sjá hér næst á eftir, var fæddur og eru þar á manntali 1890. Sigríður var á ýmsum stöðum, hún er í Narfastaðaseli 1898-1908, sjá þar. Hún fer að Laugaseli 1911 „ , Ekkja, 71, Stórutungu - Laugasel“ [Kb.Lund.], [Kb. Grenj.] sjá í kafla um Laugasel. Hún dó 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Sigríður Jónsdóttir


436

Unnsteinn Sigurðsson, sonur Sigurðar og Sigríðar hér næst á undan, kemur með þeim 1894 að Stafnsholti „ , 11, þeirra son“. Hann er þar á fólkstali 31. des. 1894, 1895 og 1896. Fer 1897 „ , frá Stafnsholti að Engidal“ [Kb. Ein.]. Unnsteinn var fæddur 4. jan. 1885 í Vindbelg, sonur Sigurðar og Sigríðar, sem þá eru þar „húsmenskuhjón“ [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali 1890 „ , 5, Ó, sonur þeirra, á sveit,“ en það er faðir hans þá einnig. Unnsteinn er á manntali í Engidal 1901 „ , hjú þeirra, 16,“ og er á manntali sóknarprest þar við árslok 1901-1903 [Sál. Eyj.]. Unnsteinn kvæntist Rebekku Jónsdóttur, þá bæði á Jarlstöðum, 5. júní 1911 [Kb. Mýv.] og býr þar skv. manntali sóknarprests 31. des. 1912, og 1913 í Sandvík [Sál. Eyj.]. Við árslok 1914 er Rebekka hjá móður sinni og Sturlu bróður sínum á Jarlstöðum, mun Unnsteinn þá hafa verið látinn. Sjá um Rebekku í kafla um Bjarnastaði. Margrét Sigvaldadóttir er á manntali í Stafnsholti 1920 „ , húskona, landbúnaður,“. Hún fer 1926 „ , húskona, 56, Frá Stafnsholti að Stórutungu“ [Kb. Grenj.]. Ekki var hún þó í Stafnsholti allan tímann þar á milli, því [Ávf. bls. 115] segir Hallstein einsetumann þar (1923)/1924. Margrét var fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“; eru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir har, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Margrét fylgir móður sinni, fer með henni að Stórási 1880 og að Árbakka 1881, sjá hjá henni, en var síðan víða í hús- eða vinnumennsku. Er á manntali á Brettingsstöðum 1890. Kemur ásamt móður sinni 1911 að Laugaseli „ , d. h., 41, Stórutungu - Laugasel“ [Kb. Lund.], [Kb. Grenj ]. Helgi Jónsson segir svo um Margréti frænku sína: „Margrét var snemma framsækin og braust til mennta þrátt fyrir eindæma fátækt. Gekk hún í Kvennaskólan á Laugalandi. Eftir það var hún barnakennari og saumakona. Kenndi hún meðan hún saumaði. Stansaði naumast saumavélin hjá Margréti meðan hún kenndi íslensku, dönsku og reikning“ [Ha.HJ., bls. 32 í „Engdæla“]. Sjá einnig [Ávf. bls. 17]. Árni Jakobsson er í Stafnsholti 1924(1923)-1925 ásamt konu sinni hér næst á eftir og öðru skylduliði, sjá [Ávf. bls. 115-118] og í kafla um Víðasel. Sjá um hann rétt neðar, er hann verður bóndi í Stafnsholti. Sigríður Kristín Sigurgeirsdóttir, kona Árna hér næst á undan, er með honum í Stafnsholti sama tíma. Sjá um hana hér neðar er hún býr þar með Árna. Jakob Guðmundsson, faðir Árna hér rétt ofar. Þó ekki komi það greinilega fram í [Ávf.] er gert ráð fyrir að Jakob hafi verið með þeim hjónum í Stafnsholti sama ár. Sjá um hann hér neðar hjá Árna og Sigríði Kristínu. Guðný Jónsdóttir, móðir Árna Jakobssonar hér litlu ofar, systir Jóns Jónssonar í Stafnsholti, fer með syni sínum og tengdadóttur að Stafnsholti. Deyr þar 25. okt. 1924, „ , ógipt frá Stafnsholti, 80 ár, Hjartasjúkdómur“ [Kb. Grenj.]. Guðný var fædd 6. júlí 1844 á Hofstöðum, voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „hjón á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1845 og 1860, en við manntalið 1890 er hún á Arnarvatni „ , 46, Ó, vinnukona,“ (á búi Meth. Magn.), þar sem Jakob er þá einnig, sjá hér neðar. Guðný er á manntali á Hofstöðum 1901 ásamt Jakob og Árna syni þeirra, en 1910 í Vindbelg ásamt Árna. Sjá nánar um hana í [Ávf.].

Unnsteinn Sigurðsson

Margrét Sigvaldadóttir


437

Sigurjón Hansson (Hansarson). Ekki verður annað ráðið af [Ávf. bls. 116118] en Sigurjón sé í Stafnsholti frá því í nóv. 1924 þar til í maí 1925. Sjá um hann hér neðar í búskapartíð Árna og Sigríðar Kr.

1927 - 1930: Árni Jakobsson og Sigríður Kristín Sigurgeirsdótttir Árni og Sigríður Kristín flytja aftur í Stafnsholt frá Víðaseli 1927, en hafa nú „hálft Holtið til ábúðar“ [Ávf. bls. 120]. Þau flytja frá Stafnsholti í Brettingsstaði 1930 [Ávf. bls. 122-123]. Árni var fæddur 20. mars 1891 og voru foreldrar hans Jakob Guðmundsson og Guðný Jónsdóttir „ , ógipt vinnuhjú á Arnarvatni.“ [Kb. Mýv.]. Árni er með foreldrum sínum 1901 á manntali á Hofstöðum og með móður sinni í Vindbelg 1910. Hann kemur 1914 „ , húsm, 23, frá Vindbelg að Brettingsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Sigríður Kristín var fædd 13. nóv. 1872 og voru foreldrar hennar Sigurgeir Jónsson og Sigurborg Jónsdóttir „ , hjón í húsmennsku í Márskoti“ [Kb. Ein.], í aths. er sagt að hún var skírð á Skútustöðum. Sigríður er á manntali í Víðum 1880, 1890, 1901 og 1910.

Árni Jakobsson

Árni og Sigríður voru gefin saman 4. júlí 1914 í Þverárkirkju, hann „húsmaður Brettingsstöðum“ hún „bústýra hans“ [Kb. Grenj.]. Þau flytja 1915 frá Brettingsstöðum að Víðaseli. Þau eru á Brettingsstöðum 1930-1932 [Ávf. bls. 122-124], en flytja þá í Reykjadal, fyrst í Þinghúsið en þá á býlið Grund, sem reist var fyrir þau við brekkuna ofan við Einarsstaði. Fluttu 1937 til Húsavíkur. Þar dó Sigríður 11. sept. 1955 og Árni 24. mars 1960 [Ávf. bls.145]. Árni veiktist af lömunarveiki um áramótin 1914-15 og var farlama upp frá því. Æviferli hans og þeirra hjóna er lýst í sjálfsævisögunni [Ávf.]. Sjá einnig um Árna í [ÆÞ. V, bls. 244] og Sigríði Kristínu í [Laxd. bls. 92].

Skyldmenni Árna og Sigríðar í Stafnsholti 1927-1930:

Jakob Guðmundsson, faðir Árna, er með þeim í Stafnsholti 1927-1930 og fer með þeim að Brettingsstöðum 1930 og er þar á manntali þ. á „faðir húsbónda“. Jakob var fæddur 9. júní 1858 og voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir (Brúnagerðisætt) „hjón búandi á Ytrafjalli“ [Kb. Múl.], en þau bjuggu um hríð í Vallakoti. Jakob fer 1872 með Árna föðurbróður sínum og fjölskyldu „ , 13, ættingi bónda“ frá Litlulaugum að Stöng [Kb. Ein.]. Hann kemur 1874 „ , 16, léttadr, úr Mývatnssveit að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Fer þaðan árið eftir með Guðna bróður sínum og fjölskyldu „ , 16, léttadr.“ frá „Laugas. til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. ([Kb. Grenj.] segir þó að hann komi 1874 „ , 16, ljettapiltur, frá Laugaseli að Birnustöðum“). Jakob er á manntali í Reykjahlíð 1880 „ , 21, Ó, vinnumaður,“ Hans er getið meðal innkominna í Mývatnsþing 1883 „ , 25, vimaðr, frá Eyjafirði í Grímsstaði“, þó í sviga. Hann er á manntali 1890 á Arnarvatni „ , 32, Ó, vinnumaður,“ þar sem Guðný barnsmóðir hans er þá einnig vinnukona. Jakob er á manntali á Hofsstöðum 1901 ásamt barnsmóður sinni og syni. Fer 1910 „ , vm, 52, Grímsstöðum -

Sigríður Kristín Sigurgeirsdóttir


438

Árnanes“ [Kb. Mýv.] og er á manntali 1910 á Ytri-Bakka, hjú. Kemur 1915 „ , f. bónda, 57? Úr Fjöllum í Kelduhv. að Víðaseli“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1920 „faðir húsbónda, vinnumaður, Ó,“. Jakob var síðast hjá Árna syni sínum á býlinu Grund (Einarsstaðagrund), sem byggt var úr gömlu baðstofunni á Einarsstöðum. Þar dó hann 8. des. 1932, sjá [ÆÞ. V, bls. 244]. Um hann er einnig fjallað í [Ávf.].

Vandalausir á búi Árna og Sigríðar Kristínar í Stafnsholti 1927-1930:

Sigurjón Hansson (Hansarson). Hann virðist koma með Árna og Sigr. Kr. frá Víðaseli að Stafnsholti 1927. Fer 1929 „ , vinnum, 24, frá Stafnsholti til Húsavíkur“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1930 með móður sinni á Þorvaldsstöðum. Sigurjón var fæddur 4. mars 1904 og voru foreldrar hans „Hans Stefánsson og Stefanía Friðbjarnardóttir hjón í Mói á Húsavík“ [Kb. Hús.]. Sjá nánar um dvöl Sigurjóns í Stafnsholti og Víðaseli í [Ávf., einkum bls. 104-5, 107-8, og 116-122].

1931 - 193?: Í eyði Á lista yfir ábúendur í Stafnsholti í [Ha.HJ.] er sagt að jörðin sé þrjú ár í eyði og Kjartan Stefánsson búi þar frá 1934. Þetta verður þó að draga í efa, sjá hér neðar.

1937 - 1958: Ingólfsdóttir

Kjartan Stefánsson og Indíana Dýrleif

Kjartan og Indíana flytja í Stafnsholt úr Laugaseli 1937. Þau bjuggu þar til 1958, er þau fluttu til Akureyrar [Árb. Þing. 2005, bls. 135-6]. ([Bybú, bls. 433] segir Stafnsholt í byggð til 1958). Ásmundur Kjartansson, sonur Kjartans og Indíönu, sagði mér í símtali 20. maí 2001, að líklega hefði jörðin verið í eyði fáein ár áður en þau fóru þangað. Hafði Kjartan keypt jörðina af þeim systkinum á 1200 kr. Þeir bræður Ásmundur og Stefán Kjartanssynir eru báðir fæddir í Laugaseli, 1935 og 1936.

Kjartan var fæddur 24. febr. 1909, voru foreldrar hans „Stefán Björnsson teiknikennari á Akureyri. Margrét Jóhannesd. vinnukona á Akureyri (Knúðsen)“ [Kb. Grundars.], ennfremur er þess getið við Kjartan: „(f. á Grísará)“ og er ekki að finna frekari skýringu á því. Kjartan kemur með móður sinni 1918 frá Akureyri að Hörgsdal og fer með henni að Laugaseli 1920 „ , s. h., 11,“ [Kb. Grenj.], þar sem hann er á manntali þ. á. Þar átti hann lengi heima, en ekki er hann þar á manntali 1930. Indíana var fædd 24. nóv. 1915 og voru foreldrar hennar „Ingólfur Indriðason María Bergvinsdóttir hjón búandi á Tjörn“ [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum


439

og systkinum þar á manntali 1920. Ingólfur og María bjuggu á Húsabakka frá 1926 [Bybú, bls. 440], og er Indíana þar með þeim á manntali 1930. Kjartan og Indíana voru gefin saman 10. ágúst 1935 [Mbl. 12. 4. 2005]. Þau áttu fyrst heima í Laugaseli, þar sem báðir synir þeirra eru fæddir. Kjartan andaðist 30. okt. 1968 en Indíana á Húsavík 2. apríl 2005 [Mbl. 12. 4. 2005].

Synir Kjartans og Indíönu í Stafnsholti, um 1937-1958:

Ásmundur Reynir Kjartansson, sonur Kjartans og Indíönu hér næst á undan, fæddur í Laugaseli 14. nóv. 1935 [Þjóðskrá]. Fer með foreldrum að Stafnsholti um 1937 [munnl. heimild Ásmundar]. Kvæntur Ástu Bergsdóttur, skildu, síðar Vilborgu Guðrúnu Friðriksdóttur [Mbl. 12. 4. 2005]. Stefán Ingólfur Kjartansson, sonur Kjartans og Indíönu hér ofar, fæddur í Laugaseli 25. okt. 1936 [Þjóðskrá]. Fer með foreldrum að Stafnsholti um 1937. Kvæntur Guðmundu Hönnu Guðnadóttur, f. 31. mars 1944, d. 4. júlí 1997 [Mbl. 12. 4. 2005]. Farið var að Stafnsholti frá þjóðvegi við Másvatn hjá Víðaseli til Laugasels, en ekki var bílfært yfir ána, þó Kjartan hefði stundum skrönglast yfir hana á jeppa þegar lítið vatn var í henni. Kerruvegur var frá Stafni að Nóngróf. Þetta sagði mér Ásmundur Kjartansson í símtali 2001.

Í maí 2001. Lagfært í febr. 2003. Endurunnið og breytt jan. - mars 2006. R. Á. Leiðr. á 1. próförk lokið 5. 4. 2006. R. Á. Leiðrétt lítillega 2. 2. 2007. R. Á. Þessi prentun gerð 25. jan. 2009. R. Á.


440

Ábúendur í Stafnsholti (Víðirholti) 1847 - 1855: Stefán Björnsson og Hólmfríður Jóhannnesdóttir 1855 - 1856: Sæmundur Torfason og Sigurlaug Jónsdóttir 1856 – 1859 og 1860 - 1864: Sigurður Sigurðsson og Guðný Árnadóttir 1859 - 1860: Helgi Jónsson og Sigurveig Sigurðardóttir 1864 - 1874: Guðný Árnadóttir 1874 – 1883 og 1884 - 1885: Jón Gottskálksson og Nýbjörg Jónsdóttir (eldri) 1883 - 1884: Þorlákur Stefánsson og Nýbjörg Jónsdóttir (yngri) 1885 - 1888: Jóhannes Jónatansson 1888 - 1919: Jón Jónsson og Guðný Helgadóttir 1888 - 1890: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir 1919 - 1924: Helgi Jónsson 1924 - 1931: Hallsteinn Jónsson 1927 - 1930: Árni Jakobsson og Sigríður Kristín Sigurgeirsdótttir 1931 - 193?: Í eyði 1937 - 1958: Kjartan Stefánsson og Indíana Dýrleif Ingólfsdóttir Skammstafanir og skýringar:

[Ávf.]: Árni Jakobsson: Á völtum fótum, ævisaga. Ak. 1963. [Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Ha.HJ.]: Handrit Helga Jónssonar í handritadeild Lbs./Þjóðarbókhlöðu. [JakH.]: Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga. Rvík 1982. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [MA]: MA- stúdentar. [MaÞ.]: Manntalsbækur Þingeyjarsýslu (Þing. VIII. B. og Þing. VIII. C.) í Þjóðskjalasafni Íslands. [NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur. Þorsteinn Davíðsson tók saman. [Ný.]: Gísli Jónsson: Nýbjörg, Rvík 1994. [Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926.


441

[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Svalb.]: Svalbarðsstrandarbók. Júlíus Jóhannesson skráði, útg. 1964. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [Væv.]: Benjamín Kristjánsson: Vesturíslenskar æviskrár, Akureyri 1972 (IV. b.). [ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands. [ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


2.16 Stórás


443

Á manntalsþingi á Ljósavatni 19. maí 1855 var lesin lögfesta fyrir jörðinni Gautlöndum, dagsett 18. maí 1855 „ - um beðinn innfærð í Jarða og Pantabókina - Lögfestu þessari var mótmælt vegna Lundarbrekku eiganda að því leiti lögfestan að vestanverðu tiltekur Landamerki frá Sandfelli vestur að Dynulæk og aftur á milli Rifshöfða og Bjarnatjarnar. - “ [Þing. V. C., nr. 12].

Hinn 9. júní 1857 er aukaréttur haldinn á Stóruvöllum og 11. júní s. á. á Gautlöndum, þar sem fjallað er um ágreining landamerkja milli Gautlanda og Lundarbrekku. Þetta mál er líka tekið fyrir 20. ágúst 1857 í aukarétti á Arndísarstöðum og 10. sept. á Ljósavatni og á Helgastöðum s. d. Einnig 12. sept. á Skútustöðum. Sjá [Þing. V. C., nr. 12].

Þessa er hér getið, þó óvíst sé hvort það tengist byggingu nýbýlis í Stórási 1857. En Stórás er byggður allnærri Gautlandamerkjum, í Lundarbrekkulandi, eða öllu heldur landi Engidals, sem þá mun hafa verið óskipt úr landi Lundarbrekku.

1857 - 1866 Sigurður Sighvatsson og Steinunn Ísleifsdóttir Sigurður og Steinunn koma frá Grjótárgerði, þar sem þau eru í fólkstölu við nýár 1857 en í Stórási við nýár 1858. Sigurður deyr 2. des. 1866 og er Jósafat Jónsson sagður bóndi þar við nýár 1867 [Sál. Eyj.]. Sigurður er gjaldandi fyrir Stórás í manntalsbók þinggjalda árin 1859-1866, en árið 1858 er hann undir Lundarbrekku á skrá búlausra. Gríms Jónassonar er getið í Stórási í manntalsbókinni 1864, á skrá yfir búlausa. Sigurður var fæddur 30. sept. 1812 á Hvarfi [Kb. Eyj.], sonur hjónanna Sighvats Þorsteinssonar og Ástþrúðar Grímsdóttur [Kb. Eyj.]. Hann er „ , niðurseta, 21/2,“ á Ljósavatni við manntalið 1816. Hann er víða í vinnumennsku, er 1835 „ , 23, Ó, vinnumaður“ á Barði í Fljótum, kemur 1837 „ , 25, vinnumaður, vestan úr Fljótum að Kálfborgará“ [Kb. Eyj.], er á manntali í Grjótárgerði 1840 „ , 29, Ó, vinnumaður“. Hann fer frá Mýri að Eyjardalsá 1842 [Kb. Lund.] en við manntalið 1845 er hann vinnumaður á Hvarfi. Hann er í Grjótárgerði í fólkstölu um nýár 1852, fyrst talinn á 2. býli, ásamt Steinunni konu sinni, en er þar ekki 1853 né 1854, þá búa þau hjónin á Sigurðarstöðum, þar fæðist dóttir þeirra 7. maí 1853, sjá síðar. En í fólkstölu um nýár 1855 er hann húsmaður í Grjótárgerði, en við manntalið um haustið er hann bóndi þar á 2. býli, en sagður húsmaður í fólkstölu við nýár 1857. Það ár byggir hann í Stórási. Steinunn var fædd á Bergstöðum 16. jan. 1813, dóttir hjónanna Ísleifs Sveinssonar og Solveigar Þorsteinsdóttur [Kb. Múl.], og er með þeim á manntali þar 1816 „ , barn þeirra, 3,“. Steinunn fer frá Bergstöðum að Stórutungu 1830 „ , vinnukona“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1835 „ , 22, Ó, vinnukona“. Hún giftist 25. sept. 1837


444

Ásmundi Einarssyni í Svartárkoti, er hún þá sögð vinnukona þar [Kb. Lund.]. Þau Ásmundur og Steinunn flytja 1838 frá Svartárkoti að Bergstöðum [Kb. Múl.], [Kb. Lund.], þar sem þeim fæðist dóttirin Björg, sjá síðar, en flytja árið eftir aftur að Svartárkoti [Kb. Múl.] og eru þar á manntali 1840 og 1845 ásamt dóttur sinni. Ásmundur andaðist 10. sept. 1846, þá sagður bóndi í Svartárkoti, 36 ára. Sama dag andaðist Einar bróðir hans, 38 ára, og má ráða af daufu letri [Kb. Lund.] að þeir hafi dáið úr mislingum. Steinunn er í Svartárkoti við manntalið 1850 „ , 37, G, húskona,“ ásamt Björgu dóttur þeirra Ásmundar, en Sigurður maður hennar er þar „ , 38, G, vinnumaður“. Þau voru gefin saman 3. okt. 1849 [Kb. Lund.], þá bæði í Svartárkoti. Í fókstölu við nýár 1858 fær Sigurður svofelldan vitnisburð um hegðun og kunnáttu hjá sóknarpresti: „ , ráðvandur en fremur ólipur, viðunanlega“ en Steinunn: „ , góðsemdarkona, vel að sér í andlegu“ [Sál. Eyj.].

Eins og áður segir andaðist Sigurður í Stórási 2. des. 1866 „ , bóndi Stóraási, 52,“ [Kb. Lundarbr. prk.]. Steinunn flytur frá Stórási 1872 með Jósafat tengdasyni sínum og Björgu dóttur sinni að Fljótsbakka [Kb. Lund.]. Hún andaðist 13. júní 1875 „ , frá Fljótsbakka dáin á Sandhaugum, 62“ [Kb. Lund.].

Börn Sigurðar og Steinunnar í Stórási 1857-1866:

Ásmundur Sigurðsson kemur með foreldrum sínum frá Grjótárgerði 1857, sjá þar, og er með þeim á manntali í Stórási 1860 „ , 10, Ó, þeirra barn,“. Í fólkstölu við nýár 1858 segir um hann „ , 7, sonur þeirra, fremur fákjónlegur“ [Sál. Eyj.], sem bendir til að hann hafi ekki verið alheill. Ásmundur, sem var fæddur 29. des. 1850 í Svartárkoti, andaðist 16. okt. 1865 „ , úngmenni frá Stóraási, 16“ [Kb. Lund.]. Solveig Sigþrúður Sigurðardóttir kemur með foreldrum frá Grjótárgerði 1857, sjá þar, og er á manntali í Stórási 1860 „ , 8, Ó, eins,“ (þ. e. þeirra barn). Hún var fædd 7. maí 1853 á Sigurðarstöðum þar sem foreldrar hennar eru þá „búandi hjón“ [Kb. Lund.], fermd 1867, þá í Stórási. Hún er með móður sinni í Stórási til 1872 og flytur þá með henni að Fljótsbakka að því er segir í [Kb. Lund.]. En í [Kb. Ein.] er hennar ekki getið með móður sinni meðal innkominna þ. á., en hún fer 1875 „ , 21, vkona, frá Ingjaldst. að Hryflu“ [Kb. Ein.]. Kemur frá Hriflu að Sigríðarstöðum 1879 [Kb. Hálss.], þar sem hún er á manntali 1880 „ , 21, Ó, vinnukona,“ Hún gitist 29. maí 1883, þá enn vinnukona á Sigríðarstöðum, Sveinbirni Kristjánssyni vinnumanni á Hálsi og flytur með honum þ. á. að Stóradal í Miklagarðssókn (þar sagður frá Möðrudal, hann er þar á manntali 1880, sagður fæddur í Kvíabekkjarsókn). Þau eignast þar dótturina Steinunni 16. júní 1885 og flytja með hana frá Öxnafelli 1887 „út með sjó“ [Kb. Miklag.s.]. Þau eignast soninn Sigrvin 27. maí 1887, þá stödd á Sámsstöðum, en hann deyr 6. júní s. á. [Kb. Grundarþ.]. Sveinbjörn og Solveig Sigþr. eru í [Kb. Ak.] sögð koma 1887 frá Öxnafelli að Kollugerði í Kræklingahlíð ásamt Steinunni og fara þaðan 1888 að Skeggjabrekku [Kb. Ak.], [Kb. Kví.]. Þau eru


445

á manntali á Skeggjabrekku í Kvíabekkjarsókn 1890, ásamt nýfæddum syni, Sigurði, f. 24. maí 1890 [Kb. Kví.]. Þau eru á manntali á Kvíabekk 1901. En virðast fara aftur að Skeggjabrekku, því þar deyr Sigurbjörn 24. nóv. 1907 „ , vinnumaður á Skeggjabrekku, 66“ [Kb. Kví.]. Við manntalið 1910 er Sólveig Sigþrúður vinnukona á Hornbrekku, ásamt Sigurði syni sínum, sem þar er „VM, Ó“. En Steinunn er þá ógift hjú („HJ, Ó“) á Þóroddsstöðum í sömu sókn. Solveig Sigþr. er „ , vinnukona, E,“ á manntali í Lóni í Ólafsfirði 1920, en ekki finn ég þá börn hennar þar í sókn. Þær mæðgur, Solveig Sigþr. og Steinunn, eru á manntali á Sunnuhvoli í Ólafsfirði 1930 og á sóknarmannatali þar 31. des. 1935 og síðar á Kirkjuvegi 9 allt til 31. des. 1939. Solveig Sigþrúður deyr (sem Sólveig) 5. ágúst 1940 „ , ekkja Ólafsfj.kt.,“ [Kb. Kví.]. Steinunn, sem var ógift, ýmist skráð „lausakona“, „verkakona“ eða „v. k.“, er á manntali sóknarprests 31. des. 1949 á Kirkjuvegi 9 á Ólafsfirði, en í íbúaskrá 1968 á Kirkjuvegi 7 og deyr þar 6. maí 1972 „fv verkak ó 160685 Kirkjuv 7 Ólafsf“ [Skrá Hagstofu yfir dána]. Um afdrif Sigurðar Sveinbjörnssonar hef ég ekkert fundið, en ekki er hann á lífi 1958.

Annað skyldulið Sigurðar og Steinunnar í Stórási 1857-1866:

Björg Ásmundsdóttir, dóttir Steinunnar og fyrra manns hennar, kemur með þeim frá Grjótárgerði 1857, sjá þar, og er á manntali í Stórási 1860 „ , 23, Ó, vinnukona“. Björg var fædd 28. okt. 1838 á Bergstöðum, dóttir Steinunnar og Ásmundar Einarssonar [Kb. Múl.]. Björg fær eftirfarandi vitnisburð hjá sóknarpresti um hegðun og kunnáttu í fólkstali við nýár 1858: „ , 20, dóttir konunnar, siðsöm stúlka, prýðileg í kristindómi“ [Sál. Eyj.]. Björg, þá sögð „vinnukona í Stóraási“, giftist 19. okt. 1866 Jósafat Jónssyni, sem þá er sagður „vinnumaður í Stóraási“ [Kb. Lund.], og taka þau við búi þar við andlát Sigurðar 2. des. þ. á., sjá síðar.

Vandalausir í Stórási í búskapartíð Sigurðar og Steinunnar 1857-1866:

Grímur Jónasson kemur 1862 „ , 36, vinnumaður,“ frá Daðastöðum [Kb. Lund.] og er sagður húsmaður í Stórási í fólkstölu við nýár 1863 og 1864 [Sál. Eyj.]. Hann fer 1865 „ , 38, húsmaður, frá Stóraás að Ófeigsst“ [Kb. Lund.]. Hans er getið í Stórási í manntalsbók þinggjalda 1864, á skrá yfir búlausa. Grímur var sonur Jónasar Jónssonar og Helgu Jónasdóttur, sem lengi bjuggu í Heiðarseli, sjá þar. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Kálfborgará 1835 og í Heiðarseli 1840, 1845, 1850, 1855 („sonur þeirra“) og 1860 „ , 35, Ó, vinnumaður,“ jafnan sagður fæddur „hér í sókn“, þ. e. Eyjardalsársókn, því finnst ekki fæðingardagur hans. Hann flytur 1861 með móður sinni að Daðastöðum „ , 35, sonur hennar,“ [Kb. Lund.]. Grímur er á Ófeigsstöðum við manntalið 1890 „ , 64, Ó, húsm.,“. Deyr 7. ágúst 1905 „ , 78, ómagi í Fremstafelli,“ [Kb. Þór.]. Jón Sæmundsson kemur 1863 „ , 32, vinnumaður,“ úr „Reykjadal að Stóraási“ [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1864, en er farinn árið eftir. Jón mun vera sonur Sæmundar Torfasonar og Sigurlaugar Jónsdóttur, f. 31. mars 1829 í Engidal [Kb. Lund.]. Hann er með foreldrum á manntali á Arndísarstöðum 1840 og 1845, þá „ , 16, Ó, þeirra barn,“ og 1850 á Halldórsstöðum í Reykjadal. 1860 er hann „ , 31, Ó, vinnumaður,“ á Þverá í


446

Laxárdal. Jón er jafnan í manntölum ranglega sagður fæddur í Eyjardalsársókn. Jón fer 1865 „ , 35, vinnumaður, frá Halldórsstöðum að Vindh:“ [Kb. Lund.]. Jón Þorsteinsson er í Stórási í fólkstölu við nýár 1865 „ , 17, vinnudrengur“ og virðist vera þar ári síðar, en er farinn við nýár 1867. Líklega sá sami Jón, sem er í Grjótárgerði 1866-1867 og fer 1871 „ , 22, vinnumaður, í Grænavatn frá Víðirkeri“ [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.] og er á fólkstali á Grænavatni 31. des.1871 „ , 24, vinnum.“ [Sál. Mýv.]. Nokkuð víst er, að Jón þessi sé sonur Þorsteins Jóhannessonar og Kristjönu Guðlaugsdóttur, f. 6. okt. 1848 í Vindbelg [Kb. Mýv.], er þar á manntali 1850, 1855 og 1860, fer 1861 ásamt móður sinni „ , 13, ljettapiltr,“ frá Vindbelg að Engidal [Kb. Mýv.]. Jón kvæntist 13. okt. 1874 Aðalbjörgu Sveinsdóttur, þá bæði í Haganesi. Þau eru á manntali í Vindbelg 1880 ásamt tveim börnum. Þau eru á Árbakka 1875-1876, sjá þar, einnig í [ÆÞ. I. bls. 370 og 376-377], þar einnig um afkomendur. Friðfinnur Guðmundsson kemur 1865 „ , 17, niðurseta, úr „Möðruvallas: í Stóraás“ og er þar í fólkstölu við nýár 1866. Hann fer 1866 „ , 17, hálfviti, frá Stóraás að Nípá“ [Kb. Lund.]. Friðfinnur var fæddur 6. júlí 1848, voru foreldrar hans „Guðmundur Einarsson og María Guðmundsdóttir húsmenskuhjón á Bjarnastöðm“ [Kb. Lund.]. Ekki finnast þau í Bárðardal við manntalið 1850 og skrá yfir burtvikna er fremur fátækleg um þessar mundir. En Friðfinnur er á manntali í Pálmholti í Möðruvallakl.sókn 1860 „ , 13, Ó, niðurseta,“. Friðfinnur deyr á Nýpá 8. maí 1869 „ógift niðurseta, 19 ára“ [Kb. Þór.].

1866 - 1872: Jósafat Jónsson og Björg Ásmundsdóttir

Jósafat kemur með skylduliði sínu 1866 frá Geirastöðum, kvænist Björgu 19. okt. þ. á. og taka þau við búi í Stórási af Sigurði og Steinunni við lát Sigurðar 2. des. 1866. Þau flytja með skyldulið sitt að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.], alls 11 manns. Jósafat er gjaldandi fyrir Stórás í manntalsbók þinggjalda árin 18671872, en Steinunnar tengdamóður hans er einnig getið árin 1869-1872, ýmist á skrá yfir búlausa eða „Búlausir tíundandi“. Jósafat var fæddur 3. okt. 1844, sonur Jóns Finnbogasonar og Ingibjargar Jósafatsdóttur, sem þá var matselja á Grenjaðarstöðum [Kb. Grenj.]. En Ingibjörg var systir Jóns Jósafatssonar, föður Sigurðar, Guðna og Kristjáns í Grjótárgerði, sjá þar. Jósafat er með móður sinni á manntali á Grenjaðarstað 1845 og 1850 í Hjalthúsum. Hann er með henni á manntali á Bjarnastöðum í Bárðardal 1855 „ , 11, Ó, sonur Ingibj Jósafatsd.“ og í Grjótárgerði 1860 „ , 16, Ó, vinnupiltur,“.

Björg var fædd 28. okt. 1838 á Bergsstöðum, dóttir hjónanna Ásmundar Einarssonar og Steinunar Ísleifsdóttur [Kb. Múl.], sjá um hana hér ofar.

Jósafat og Björg eru á manntali á Fljótsbakka með börnum sínum 1880 og í Hólum í Reykjadal 1890. Jósafat andaðist 6. jan. 1891 „ , vinnumaður í Hólum, 46“ [Kb. Ein.]. En Björg flytur þaðan 1895 „ , 58, vk,“ að Baldursheimi, ásamt

Jón Þorsteinsson


447

Valdimar syni sínum „ , 19, vm,“. Hún er þar á manntali 1901 og deyr þar 3. maí 1907 „ , Ekkja í Baldursh., 681/2,“ banamein sagt brjóstveiki [Kb. Mýv.].

Börn Jósafats og Bjargar til heimilis í Stórási:

Sigurbjörg Jósafatsdóttir, f. 14. sept. 1867 í Stórási. Fer með foreldrum þaðan að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.]. Sigurbjörg er með foreldrum sínum á manntali á Fljótsbakka 1880 og í Hólum 1890 „ , 23, Ó, dóttir þeirra,“. Hún flytur 1896 „ , 29, húsk, frá Hólum að Baldursheimi“ [Kb. Ein.], þar sem hún er á manntali 1901 „ , hjú, saumakona, 34,“. Hún giftist 25. júní 1908, þá í Garði, Jakobi Friðrikssyni húsmanni þar [Kb. Mýv.], eru þau í Garði 1910, en við manntalið 1920 og 1930 er Jakob sagður bóndi í Álftagerði II og Sigurbjörg húsmóðir þar. Sigurbjörg andaðist 27. okt. 1937 „ , húsfr. í Álftagerði, 70, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.]. Ingibjörg Steinunn Jósafatsdóttir, f. 22. apríl 1869 í Stórási. Fer þaðan með foreldrum að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.]. Ingibjörg Steiunn er á manntali með foreldrum og systkinum á Fljótsbakka 1880 (sem Steinunn Ingibjörg), hún er fermd 20. maí 1883, fer 1884 að Svartárkoti en 1885 aftur að Fljótsbakka [Kb. Lund.]. Hún fer að Baldursheimi árið 1887 [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890 „ , 21, Ó, vinnukona,“ og 1901 „ , saumakona, hjú, 32“, í bæði skiptin sem Steinunn Ingibjörg. Hún kemur 1909 „ , Laus, 40,“ að Baldursheimi frá „Stavanger í Noregi“ [Kb. Mýv.] og er á manntali í Baldursheimi 1910, 1920 og 1930, ógift vinnukona. Helga Áslaug Jósafatsdóttir, f. 25. ágúst 1871 í Stórási. Fer þaðan með foreldrum að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.]. Helga Áslaug er á manntali á Fljótsbakka með foreldrum 1880 og fer með þeim að Hólum, þar sem hún deyr 27. júlí 1887 [Kb. Ein.].

Annað skyldulið Jósafats og Bjargar í Stórási 1866-1872:

Steinunn Ísleifsdóttir, móðir Bjargar húsfreyju, áður húsfreyja í Stórási, sjá um hana þar og í Grjótárgerði. Hún er í fólkstölu í Stórási við nýár 1867-1872 „ , móðir konunnar“ og fer með dóttur sinni og tengdasyni að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.], [Kb. Ein.]. Deyr á Sandhaugum 13. júní 1875 „ , frá Fljótsbakka, 62,“ [Kb. Lund.]. Sólveig Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Steinunnar og hálfsystir Bjargar húsfreyju, er í fólkstölu við nýár 1867-1872 í Stórási „ , dóttir hennar“ og fer með henni að Fljótsbakka 1872 „ , 18, dóttir hennar“ [Kb. Lund.]. En eins og segir hér ofar, virðist hún ekki fara að Fljótsbakka skv. [Kb. Ein.]. Sjá um feril hennar hér nokkru ofar. Ingibjörg Jósafatsdóttir, móðir Jósafats bónda, kemur með Helga Sighvatssyni manni sínum frá Geirastöðum að Stórási 1866 „ , 54, kona hans,“ [Kb. Lund.]. Hún fer 1869 „ , 57, móðir bóndans, frá Stórás að Brettingsstöðum“ en kemur aftur 1870 „ , 59, til sonar síns, frá Brettingsstöðum að Stórási“ [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. Hún er farin frá Stórási í fólkstölu við nýár 1872. Í [Kb. Ein.] er hún sögð koma með syni sínum og skylduliði hans að Fljótsbakka, en í [Kb. Lund.] er hún sögð koma þ. á. frá Lundarbrekku að

Sigurbjörg Jósafatsdóttir

Ingibjörg Steinunn Jósafatsdóttir


448

Fljótsbakka. Ingibjörg var fædd á Arnarvatni um 1810, dóttir Jósafats Finnbogasonar og s. k. h. Guðrúnar Bárðardóttur, en ekki er fæðingu hennar að finna í [Kb.Mýv.], þó þær séu greinilega skráðar um þetta leyti. Hún fer 1828 „ , 17, léttakind, að Víðirkeri í Bárðardal frá Arnarvatni“ og kemur þaðan 1831 að Litluströnd. Hún er á manntali á Gautlöndum 1835 „ , 24, Ó, vinnukona“ og fer þaðan þ. á. að Víðum [Kb. Mýv.]. Hún er á Ófeigsstöðum við manntalið 1840 og fer þaðan árið eftir „ , 30, ógift vinnustúlka, að Grenjaðarstöðum frá Ófeigsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Ingibjörg eignaðist Jósafat með Jóni Finnbogasyni 3. okt. 1844, þá „matselja á Grenjaðarstöðum“ [Kb. Grenj.] og er með hann þar á manntali 1845 og í Hjalthúsum 1850 „ , 39, Ó, húskona,“. Hún er með Jósafat á manntali á Bjarnastöðum í Bárðardal 1855. Giftist Helga Sighvatssyni, sjá hér næst á eftir, 19. okt. 1856 [Kb. Lund.], þá vinnukona á Bjarnastöðum. Sjá nánar um Ingibjörgu hjá honum. Ingibjörg, þá á Bjarnastöðum, fær 1858 svofelldan vitnisburð hjá sóknarpresti um hegðun og kunnáttu: „ , ráðvönd og trú, dável“ [Sál. Eyj.]. Við manntalið 1880 er Ingibjörg „ , 68, E, vinnukona,“ á Ingjaldsstöðum. Þar er hún einnig 1890 „ , 80, E, húskona,“. Hún andaðist 25. júní 1894 „ , gömul kona Víðum, 84“ [Kb. Ein.]. Helgi Sighvatsson, maður Ingibjargar og stjúpfaðir Jósafats bónda, kemur að Stórási frá Geirastöðum 1866 „ , 64, stjúpi bónda,“ [Kb. Lund.], [Kb. Skút.]. Hann deyr þar 19. nóv. 1866 „ , gamall maður frá Stóraási, 64“ [Kb. Lund.]. Helgi var fæddur á Kálfborgará 31. júlí 1802 [Kb. Eyj.], sonur hjónanna Sighvats Þorsteinssonar og Ástþrúðar Grímsdóttur. Við manntalið 1816 (húsv. í mars 1815) er hann „ , niðursetningur, 13,“ á Sandhaugum, en foreldrar hans á Hvarfi. Hann fer 1821 „ , 18, vinnumaður“ þaðan að Engidal [Kb. Lund.]. Hann er vinnumaður á Kálfborgará við manntalið 1835 og fer þaðan 1836 að Mýri og er á manntali í Mjóadalskoti 1840 „ , 39, Ó, vinnumaður“. Hann er í Grjótárgerði hjá mági sínum og systur „vinnumaður, 43“ við húsvitjun 1845 og 1846 (líklega snemma árs) en er í Stórutungu við manntalið 1845 „ , 44, Ó, vinnumaður,“. Hann er aftur vinnumaður á búi Kristjáns í Grjótárgerði í fólkstölu um nýár 1853, 1854 og 1855 og er þar á manntali um haustið „ , 54, Ó, matvinnungur,“ en ekki í fólkstölu um nýár 1856. Kvæntist 19. okt. 1856 (þá sagður vinnumaður í Grjótárgerði) Ingibjörgu Jósafatsdóttur, sjá hér næst á undan, sem þá er sögð vinnukona á Bjarnastöðum. Þau eru vinnuhjú hjá Sigurbirni bónda í Grjótárgerði við manntalið 1860. Hann virðist fara frá Grjótárgerði 1862 og er hann í fólkstölu við nýár 1863 á 3. býli í Víðirkeri „ , 61, húsbóndi“ ásamt konu sinni, Jósafat syni hennar og Guðrúnu móður Ingibjargar. Þar er hann einnig við nýár 1864 og fer þaðan þ. á. „ , 62, húsmaður,“ með skylduliði sínu að Geirastöðum [Kb. Lundarbr.prk., seinni bók)], [Kb. Skút.]. Helgi, þá á Bjarnastöðum, fær 1858 svofelldan vitnisburð hjá sóknarpresti um hegðun og kunnáttu: „ , ráðvandur, þjónustum góður, vel að sér í andlegu“ [Sál. Eyj.]. Guðrún Bárðardóttir, móðir Ingibjargar hér ofar, kemur með dóttur sinni og tengdasyni frá Geirastöðum að Stórási 1866 „ , 95, Móðir hennar,“. Hún andaðist í Stórási 13. okt. 1866 „ , gamalmenni á Stóraási, 96“ [Kb. Lund.]. Guðrún er á manntali 1801 í Presthvammi „ , tienistepiger, 31, ugivt“. Hún var síðari kona Jósafats Finnbogasonar, með honum á manntali á Arnarvatni 1816 „ , hans kona, 49,“ sögð fædd á Brúum, þau voru gefin saman 17. okt. 1801 [Kb. Mýv.]. Guðrún fer 1832 „ , 61, vinnukona, frá Arnarvatni að Hafralæk“ [Kb. Skút.] og er þar á manntali 1835 „ , 63, E, vinnukona“. Guðrún er á manntali hjá Jóseph syni sínum á Hjalla 1840 og í Fossseli 1845, 1850 og 1855, en 1860 er hún á manntali í Grjótárgerði „ , 90, E, niðurseta“.


449

Anna Jónsdóttir, hálfsystir Jósafats bónda, kemur 1868 „ , 18, vinnukona“ frá Narfastöðum að Stórási. Hún fer þaðan 1869 að Holti [Kb. Lund.], en frá Holti fer hún 1871 að Gautlöndum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]. Þetta mun vera sú Anna, dóttir Jóns Finnbogasonar og Helgu Sveinbjarnardóttur hér næst á eftir, sem síðar (1878) varð kona Sigurðar Guðmundssonar, sem bjó í Stórási 1881-1883, sjá hér nokkru neðar. Jón Finnbogason, faðir Jósafats bónda, kemur með konu sína og tvö börn 1869 „ , 61, til sonar sýns frá Hólum að Stóraás“ [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1870 „ , 62, faðir bónda“. Þau fara með Jósafat og Björgu að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.]. Við manntalið 1816 er Jón á Reykjum „ , launbarn bóndans, 1,“ Finnboga Jónssonar, en um móðernið er nokkuð á huldu. Í [ÞinKV.] er móðir hans sögð Ingibjörg Jónsdóttir. Jón er á manntali í Presthvammi 1835, en 1840 er hann „ , 24, Ó, vinnumaður“ á Grenjaðarstað. Jón kemur frá Syðrafjalli „ , 29, vinnumaður“ að Langavatni 1844 [Kb. Grenj.] og eignast soninn Jósafat með Ingibjörgu Jósafatsdóttur 3. okt. 1844, sjá hér að ofan. Kvænist Helgu 20. okt. 1845 og eru þau bæði á Langavatni á manntali þ. á. Þau eru víða, aðallega í vinnumennsku eða húsmennsku. Í Kasthvammi við manntalið 1850 er Jón vinnumaður, hann er bóndi á Daðastöðum 1855 og 1860 í Lásgerði. Jón dó 13. des. 1878 „ , vmðr frá Einarsstöðum, 70 ára,“ úr lungnabólgu [Kb. Ein.]. Helga Sveinbjarnardóttir, stjúpmóðir Jósafats bónda, kemur með manni sínum og börnum að Stórási 1869, er þar í fólkstölu við nýár 1870 „ , 47, kona hans“. Fer með manni sínum að Fljótsbakka 1872. Helga var dóttir Sveinbjarnar Sveinssonar og Ásnýjar Eiríksdóttur [ÆÞ. III, bls. 159-160]. Hún var fædd 10. apríl 1824 í Fagraneskoti [Kb. Múl.], fer þaðan 1844 að Langavatni og giftist þar Jóni 20. okt. 1845. Þau bjuggu á Daðastöðum og í Lásgerði, en voru annars víða í hús- eða vinnumennsku, m. a. í Kasthvammi, Skógarseli og Hólum. Helga fer 1879 frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu með tveim börnum sínum og er þar á manntali 1880 „ , 56, E, vinnukona,“. Hún andaðist 16. des. 1888 „ , ekkja á Ingjaldsstöðum, 67, “ úr lungnabólgu [Kb. Ein.]. Jakob Jónsson, hálfbróðir Jósafats bónda, sonur Jóns og Helgu hér að ofan, kemur með foreldrum að Stórási 1869 og er með þeim í fólkstölu við nýár 1870 „ , 10, börn þeirra“. Fer með þeim að Fljótsbakka 1872. Jakob var fæddur í Lásgerði 16. nóv. 1860 [Kb. Ein.]. Hann fer með móður sinni og systur frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Jakob, þá vinnumaður á Grenjaðarstað, kvæntist 2. febr. 1885 Sigríði Ingigerði Sigurðardóttur, sem þá er 29 ára vinnukona í Múla. [Kb. Múl.]. (Ekki mátti það tæpara standa, því 7. febr. s. á. fæðist elsta dóttir þeirra!) Þau hjónin fara til Vesturheims frá Rauðuskriðu 1888 ásamt þrem börnum sínum [Kb. Múl.], (þ. á m. Árna Jakobssyni, f. 12. maí 1886). Herborg Jónsdóttir, hálfsystir Jósafats bónda, dóttir Jóns og Helgu hér að ofan, kemur með foreldrum að Stórási 1869 og er með þeim þar í fólkstölu við nýár 1870 „ , 6, börn þeirra“. Fer með þeim að Fljótsbakka 1872. Herborg var fædd í Skógarseli 1. okt. 1864 [Kb. Ein.], d. í Norðurhlíð 23. maí 1941. Hún fer með móður sinni frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 15, Ó, vinnukona,“. Giftist Jónatan Ág. Jónatanssyni, bjuggu þau síðast í Tumsu, síðar nefnd Norðurhlíð. Sjá nánar um Herborgu og afkomendur hennar í [ÆÞ. IV, bls. 253-257].


450

Vandalausir í Stórási í búskapartíð Jósafats og Bjargar 1866-1872:

Jón Jónsson er í Stórási í fólkstölu við nýár 1868 „ , 29, vinnumaður“ ásamt konu sinni hér næst á eftir. Þau fara frá Stórási að Auðnum 1868. [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. Jón var fæddur 16. okt. 1839, sonur Jóns Jónssonar og Ásgerðar Jónsdóttur, sem þá eru „ , hjón á Belgsá“ [Kb. Ill.] og er með foreldrum sínum og fjórum systkinum þar á manntali 1840, en 1845 með móður og fjórum systkinum, því faðir hans fórst „ , af snjóflóði“ 24. okt. 1843 (greftraður 4. júní 1844) [Kb. Ill.]. Hann er á manntali á Melum 1860 hjá móður sinni og síðari manni hennar „ , 21, Ó, vinnumaður,“. Jón kemur að Stóruvöllum 1861 og er þar vinnumaður í fólkstölu við nýár 1862-1866 [Sál. Eyj.]. Hann kvæntist Guðfinnu H. Gísladóttur, sjá hér næst á eftir, 5. júlí 1866, þá vinnumaður í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Hann fer frá Hamri að Nesi í Fnjóskadal 1871, en Guðfinna frá Hamri að Hallgilsstöðum [Kb. Hálsþ.]. Þau búa á Ljótsstöðum í Hálssókn við manntalið 1880 ásamt Þóru dóttur sinni. Jón dó 15. maí 1886 „ , giptur húsmaður á Sörlastöðum, 46, fargaði sér með hnífi“ [Kb. Ill.]. Guðfinna Herdís Gísladóttir er í Stórási í fólkstölu við nýár 1868 „ , 23, kona hans“ og fer þaðan með honum að Auðnum 1868 [Kb. Lund.]. Guðfinna var fædd 1. okt. 1845 í Skörðum, dóttir hjónanna Gísla Gíslasonar (Stóra-Gísla, sjá [ÆÞ. III, bls. 89-90]), og Herdísar Jónsdóttur. Guðfinna er fósturbarn á Geirastöðum við manntalið 1850, en 1860 er hún á manntali í Garði í Aðaldal „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1863 frá Auðnum að Stóruvöllum [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1864-66 [Sál. Eyj.]. Giftist Jóni Jónssyni, sjá hér næst á undan, 5. júlí 1866. Guðfinna er á manntali í Fjósatungu 1890 „ , 45, E, húsmóðir,“ ásamt Þóru dóttur sinni „ , 11, Ó, barn hennar,“. Skv. [ÆÞ. III, bls. 89] giftist hún Guðmundi Davíðssyni í Fjósatungu. Ásgerður Jónsdóttir, dóttir Jóns og Guðfinnu hér að ofan, er í fólkstölu í Stórási við nýár 1868 „ , 1, dóttir þeirra.“ og fer með þeim að Auðnum 1868 [Kb. Lund.]. Ásgerður var fædd í Svartárkoti 30. des. 1866 [Kb. Lund.]. Hún andaðist 11. mars 1872 „ , barn í Nesi, 5, brjóstveiki“ [Kb. Hálss.]. Sigurjón Jónsson kemur 1868 „ , 39, vinnumaður, frá Rauðuskriðu að Stóraási“ [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1869. Hann fer þ. á. frá Stórási að Brettingsstöðum [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. (Um þetta leyti er Kristján bróðir hans að byrja búskap á Brettingsst.). Sigurjón var fæddur 18. ágúst 1831, sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „hjón búandi í Víðum“ [Kb.Ein.]. Hann er þar með þeim á manntali 1835, 1845 og 1850. Við manntalið 1855 er hann vinnumaður í Narfastaðaseli, en 1860 í Máskoti. Sigurjón fer 1870 frá Brettingsstöðum að Fagranesi [Kb. Grenj.]. Hann finnst þó ekki meðal innkominna í Múlasókn þ. á. né burtvikinna 1871. Líklega deyr Sigurjón í Grjótárgerði 3. nóv. 1871 „ , ógiptr vinnumaðr frá Grjótárgerði, 36“ [Kb. Lund.], þó aldurinn komi ekki nákvæmlega heim. Sigurjón Erlendur Sigurgeirsson kemur 1868 „ , 6, Niðurseta, frá Rauðá að Stóraási“ [Kb. Lund.]. Hann sýnist vera þar til 1872, hann er þar ekki í fólkstölu við nýár 1873. Sigurjón Erlendur var fæddur 28. ágúst 1863, sonur Sigurgeirs Erlendssonar og Helgu Jónsdóttur, sem þá eru „, hión á Þóroddstað“ [Kb. Þór.] (Sigurgeir (sem líklega var sonur Erlends og Önnu á Rauðá) og Helga voru gefin saman 30. sept. 1861 [Kb. Ein.]). Þau Sigurgeir og Helga flytja 1865 frá Þóroddsstað að Ingjaldsstöðum, og er þá Sigurjón Erlendur með

Guðfinna Herdís Gísladóttir og Guðmundur Davíðsson


451

þeim skv. [Kb. Ein.] „ , 3, þrra barn“. Hann er á Rauðá á manntali sóknarprests við nýár 1867 „ , 4, tökubarn“ [Sál. Þór.]. 1874 fer Erlendur Sigurgeirsson „ , sveitarómagi, frá Mýri að Landamóti“ [Kb. Lund.], en aldurs er ekki getið. Þá fer Sigurgeir Erlendsson 1880 „ , 52, vinnum., frá Víðikeri að Silfrúnarst.“, gæti hann verið faðir Sigurjóns Erlendar.

1872 - 1900: Ísleifsdóttir

Sigurbjörn

Kristjánsson

og

Vigdís

Sigurbjörn og Vigdís koma frá Grjótárgerði að Stórási 1872 með dætrum sínum og Kristínu móður Sigurbjarnar. Sigurbjörn er gjaldandi þinggjalda í Stórási í manntalsbók 1873-1883, en Sigurður Guðmundsson á móti honum 1882-1883. Þá er Jónasar Kristjánssonar getið í manntalsbók 1879 á skrá yfir búlausa og Sigurðar Jónssonar 1880-1882, ýmist á skrá yfir húsfólk, vinnumenn eða búlausa; síðasta árið raunar vegna eldri skuldar. Eftir 1883 eru Sigurbjörn og Vigdís í húsmennsku í Stórási, þar til Sigurbjörn fer að Engidal árið 1900. Sigurbjörn var sonur Kristjáns bónda Jónssonar í Grjótárgerði og konu hans Kristínar Sighvatsdóttur, sjá um þau undir Grjótárgerði. Við fermingu á Lundarbrekku 1845 er hann sagður fæddur 6. sept. 1830. Sigurbjörn fer með foreldrum sínum að Bjarnastöðum 1835 og er við húsvitjun í Grjótárgerði 1837. Hann tekur þar við búi þegar faðir hans deyr 1859 og býr þar til 1872. Vigdís var fædd á Bergstöðum í Múlasókn 8. okt. 1823, dóttir hjónanna Ísleifs Sveinssonar og Solveigar Þorsteinsdóttur, sem þar eru á manntali 1816, alsystir Steinunnar hér ofar og kemur með henni og Ásmundi fyrra manni hennar að Svartárkoti 1839 „ , á 17da, vinnukona,“ þar sem hún er á manntali 1840 og 1845, þá „ , 23, Ó, vinnukona,“. Vigdís kemur að Grjótárgerði 1850, þar sem hún er í fólkstölu um nýár 1851 „ , vinnukona, 28“ [Sál. Eyj.] hjá Kristjáni og Kristínu, en er í Svartárkoti við manntalið 1850 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Þau Sigurbjörn og Vigdís voru gefin saman 14. júní 1852 [Kb. Lund.] og er hún síðan „ , kona hans,“ í fólkstölum og á manntali 1855, uns hún verður húsfreyja í Grjótárgerði 1859, sjá þar. Sóknarprestur gefur Sigurbirni eftirfarandi vitnisburð um hegðun og kunnáttu 1858: „ , hæglátur, viðunanlega, góður skrifari“ og 1860: „ , meinleysingur, fremur daufur“. En um Vigdísi er sagt 1858: „ , góðmenni, vel“ og 1860: „ , skörp og geðhæg, vel að sér“ [Sál. Eyj.].

Þeim Vigdísi og Sigurbirni fæðist andvana stúlkubarn í Grjótárgerði 30. mars 1853 og andvana piltbarn 22. apríl 1865 [Kb. Lund.]. Sjá um dætur þeirra hér á eftir og undir Grjótárgerði. Eins og áður segir, flytja þau hjónin með skyldulið sitt að Stórási 1872. Þau eru þar á manntali 1880 og 1890, en Sigurbjörn er síðast að finna í Stórási í manntali sóknarprests við árslok 1899. Líklega fer hann þá að Engidal, hann er þar á aðalmanntali 1901 „ , hjú, 71,“.


452

Sigurbjörn deyr 17. mars 1910 „ , Ekkjum. Jarlsstöðum, 80, kvefveiki. Var lengi í Stórási en kominn á hreppinn“ [Kb. Mýv.]. Við aðalmanntalið 1901 er Vigdís enn í Stórási „ , ómagi, á sveit, 78,“. Hún andaðist 15. mars. 1906 „ , kona í Engidal (á sveit), 82, Ellihrumleiki“ [Kb. Lund.].

Dætur Sigurbjarnar og Vigdísar í Stórási 1872-1900, allar fæddar í Grjótárgerði:

Kristjana Sigurveig Sigurbjörnsdóttir, f. 20. des. 1854 [Kb. Lund.]. Er með foreldrum á manntali í Grjótárgerði 1855 og 1860 og fer með þeim að Stórási 1872. Þar er hún með þeim á manntali 1880 og í fólkstali til og með nýári 1887. Samt er hún sögð fara að Hörgsdal 1885 [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1890, 1901 og 1910, vinnukona. Hún fer að Svartárkoti 1914 [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1930 „ , prjónakona ( .. ), Ó,“ sögð blind í aths. (Kristjana, þá í Hörgsdal, eignaðist soninn Aðalgeir, f. 20. des. 1892, með Kristjáni Jónssyni á Stöng, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 195-196] og um Aðalgeir í [Skú. bls. 33]. En í [Kb. Mýv.] er samviskusamlega bókað að móðir Aðalgeirs sé „Jóhanna Sigurbjörnsd. vinnuk. Hörgsdal (33 ára)“ !! [Kb. Mýv.].) Þórhallur Hermannson, f. 1927, sagði mér í símtali 8. okt. 2005 eftir Arnfríði dóttur Aðalgeirs, að Jóhanna væri amma hennar.

Kristjana flytur 1932 „þurfak, 78,“ úr Svartárkoti í Bjarnastaði [Kb. Mýv.]. Hún lést þar 28. júní 1937 „ , framfærsluk. Bjarnastöðum, 82, Ellihrumleiki. Dáin á Bjarnastöðum, jarðsungin að Lundarbrekku“ [Kb. Mýv.]. (Hér mun í öll þrjú skiptin átt við Bjarnastaði í Mývatnssveit). Kristín Jakobína Sigurbjörnsdóttir, f. 16. feb. 1857. Er með foreldrum á manntali í Grjótárgerði 1860 og fer með þeim að Stórási 1872. Hún er þar með þeim á manntali 1880 „ , 20, Ó, dóttir þeirra, [ .. ], (mállaus, vitfirringur frá fyrsta, eigi heyrnarlaus)“. Hún andaðist 1. júlí 1889 „ , vitfirringur í Stórási, 32“ [Kb. Lund.]. Jóhanna Steinunn Sigurbjörnsdóttir, f. 23. (eða 27., kirkjubókum Lundarbr.sóknar og Lundarbr.prk. ber ekki saman!) ágúst 1860. Er á manntali með foreldrum í Grjótárgerði það ár og fer með þeim að Stórási 1872. Hún fer 1879 eða 1880 „ , 20, vinnukona frá Stórási að Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.], en er eigi að síður á manntali með foreldrum í Stórási 1880 og þar á fólkstali við nýár 1881. Hún fer 1890 frá Mjóadal að Stöng [Kb. Lund.] og [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1890 „ , 30, Ó, vinnukona,“ en er aftur í Stórási í manntali sóknarprests við árslok 1898 „ , d. þra, 37“, 1899 „ , (laus)“ og 1900 „ , vk.“ Hún er á aðalmanntali í Engidal 1901 „ , hjú, 41,“. Deyr 1. nóv. 1902 „vinnuk. Engidal, 41, { ?? }krampi “ [Kb. Lund.]. Jóhanna eignaðist soninn Aðalgeir, f. 20. des. 1892, með Kristjáni Jónssyni á Stöng [Kb. Mýv.]. [ÆÞ. VIII, bls. 195196] segir hinsvegar Kristjönu systur hennar móður Aðalgeirs. Sjá aths. hjá Kristjönu hér litlu ofar. Þær systur eru sagðar Sigurbjörnsdætur á manntalinu 1860 í Grjótárgerði en Sigurbjarnardætur 1880 í Stórási.


453

Annað skyldulið Sigurbjarnar og Vigdísar í Stórási 1872-1900:

Kristín Sighvatsdóttir, móðir Sigurbjarnar, kemur með þeim frá Grjótárgerði að Stórási 1872. Þar er hún á manntali 1880. Eins og nánar er lýst í kafla um Grjótárgerði, er Kristín fædd 16. júlí 1800 á Kálfborgará. Hún fer 1835 með Kristjáni manni sínum frá Hvarfi að Bjarnastöðum og byggja þau Grjótárgerði árið eftir, þar sem hún er húsfreyja þar til Kristján deyr 1859. Var eftir það í skjóli Sigurbjarnar sonar síns. Kristín andaðist 18. okt. 1880 „ , Ekkja í Stóraási, 80,“ [Kb. Lund.]. Jónas Kristjánsson, hálfbróðir Sigurbjarnar, er ásamt Sigríði konu sinni í Stórási á fólkstali um nýár 1879 „ , 50, húshjón“ [Sál. Eyj.]. Þau fara þaðan þ. á. ásamt Aðalsteini syni sínum að Strjúgsá í Saurbæjarsókn [Kb. Saurb.] og eru þar á manntali 1880. Við fermingu Jónasar 1843, þá í Grjótárgerði, er getið fæðingardags hans 28. sept. 1828 (fæðing hans mun hafa verið skráð í þann hluta [Kb. Eyj.] sem nú er glataður). Foreldrar hans voru Kristján Jónsson sem lengi bjó í Grjótárgerði og María Ólafsdóttir, sjá um hana undir Höskuldsstaðasel. Jónas fer með móður sinni 1834 frá Hlíðarenda að Ingjaldsstöðum [Kb. Ein.]. Hann er léttadrengur hjá föður sínum í Grjótárgerði 1841 og a. m. k. fram yfir fermingu. Hann er „ , 18, Ó, vinnumaður,“ í Svartárkoti við manntalið 1845. Er vinnumaður í Hrappsataðseli 1851-1852, sjá þar. Kvæntist 2. júlí 1855, þá 27 ára í Svartárkoti, Sigríði Magnúsdóttur „á Stóruvöllum 17 ára gömul“ og eru þau á manntali í Svartárkoti 1. okt. 1855, þar sem Jónas er sagður bóndi. Þau fara 1856 að Brennási [Kb. Lund.], sjá einnig þar, en þaðan fara þau að Þverbrekku í Öxnadal 1858 [Kb. Eyjadalsárprk.]. Jónas og Sigríður koma til baka frá Gili í Öxnadal 1864. Svo er þá komið högum þeirra, að þau fara á sinn bæinn hvort; Jónas vinnumaður að Bjarnastöðum, Sigríður að Mýri með Magnús, Kristinn Júlíus niðursetningur að Víðirkeri en Ragnheiður Aðalbjörg „niðurseta“ að Hrappstöðum [Kb. Lund.]. Jónas var húsmaður í Grjótárgerði hjá Sigurbirni hálfbróður sínum 1871-1872 og áfram vinnumaður þar hjá Jóni Guttormssyni til 1874, ásamt fjölskyldu sinni, sjá nánar þar. Jónas og Sigríður eru ásamt Aðalsteini á nokkrum flækingi í Eyjafirði: fara 1882 frá Sandhólum að Stekkjarflötum og þaðan aftur að Strjúgsá 1883, jafnan í húsmennsku [Kb. Saurb.], [Kb. Möðruv.]. Jónas og Sigríður fara 1890 frá Hrísum í Eyjafirði að Hvammi í Þistilfirði, þar sem tvö börn þeirra eru þá og eru þar á manntali þ. á. Jónas deyr í Hvammi 24. apríl 1910 [Kb. Svalb.]. Sigríður Magnúsdóttir, kona Jónasar hér næst á undan, virðist koma með honum að Stórási 1878 og er þar á fólkstali um nýár 1879 „ , 42, húshjón“ [Sál. Eyj.]. Þau fara 1879 frá Grjótárgerði að Strjúgsá eins og segir hjá Jónasi. Sigríður var fædd 24. okt. 1837 í Bakkaseli í Fnjóskadal, dóttir hjónanna Magnúsar Bjarnasonar og Ragnheiðar Björnsdóttur [Kb. Ill.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Bakkaseli 1840 og 1845, þar sem faðir hennar er bóndi, en er á Snæbjarnarstöðum með foreldrum við manntalið 1850, þar sem faðir hennar er vinnumaður. Kemur þaðan 1853 „ , 16, vinnukona,“ að Stóruvöllum [Kb. Lund.] og á þar heima þegar hún giftist Jónasi 2. júlí 1855. Eru þau hjón á manntali í Svartárkoti um haustið, þar sem Jónas er sagður bóndi. Sigríður var með manni sínum í Brennási og síðar í Grjótárgerði, sjá þar. Hún er með manni sínum og syni á ýmsum bæjum í Eyjafirði, sjá hjá Jónasi, og fer með honum 1890 frá Hrísum í Eyjafirði að Hvammi í Þistilfirði þar sem tvö barna þeirra eru þá. Hún andaðist þar 30. júní 1892 úr lungnabólgu [Kb. Svalb.].


454

Aðalsteinn Jónasson, sonur Jónasar og Sigríðar hér næst á undan (föðurn. ekki getið í [Sál. Eyj.]), er með þeim í Stórási á fólkstali um nýár 1879 „ , 4“. Hann fer með þeim þ. á. að Strjúgsá [Kb. Saurbs.] og er þar á manntali 1880. Aðalsteinn var fæddur 21. júní 1875 í Engidal [Kb. Lund.]. Hann kemur 1884 „ , 11, ungling, að Hvammi (um haustið) úr Eyjafirði“ [Kb. Svalb.] þar sem systir hans er þá nýgift húsfreyja. Hann er á manntali í Hvammi 1890 með foreldrum sínum, sem þá eru nýkomin þangað, sjá hjá þeim. Aðalsteinn, þá 24 ára bóndi í Hvammi, kvæntist 11. jan. 1900 Jóhönnu Sigfúsdóttur, sem þá er 18 ára ráðskona í Hvammi [Kb. Svalb.]. Þau eru þar á manntali 1901.

Vandalausir á búi Sveinbjarnar og Vigdísar í Stórási 1872-1883:

Jón Jósafatsson er í Stórási í fólkstölu við nýár 1873 [Sál. Eyj.], virðist koma þangað sama ár og þau Sigurbjörn og Vigdís. Hann fer þaðan 1873 „ , 66, v. m.,“ að Víðum [Kb. Lund.]. Aldur stendur ekki heima. Jón var fæddur 19. (eða 9.) febr. 1798 í Brjánsnesi (Briamsn:) [Kb. Mýv.], sonur Jósafats Finnbogasonar og f. k. h. Ingibjargar Jónsdóttur, sem andaðist 1800 [Laxd. bls. 90-91]. Hann er með föður sínum og stjúpmóður á manntali á Arnaratni 1816 „ , barn bónda,“. Jón fer 1821 „ , 25, vinnumaður, frá Arnarvatni við Mývatn að Víðirkeri.“ [Kb. Lund], [Kb. Skút.]. Hann kvæntist Guðrúnu Hrólfsdóttur 29. sept. 1828, þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þau fluttu frá Lundarbrekku að Stafni 1829 [Kb. Lund.], [Kb. Ein.], en við fæðingu sonarins Sigurjóns 18. ágúst 1831 búa þau í Víðum [Kb. Ein.]. Þar bjuggu þau til 1853 er þau fara í húsmennsku að Kálfaströnd með tveim sonum [Kb. Ein.]. Við manntalið 1860 eru þau tvö í húsmennsku í Syðri-Neslöndum. Voru víða í húsmennsku eftir það. Jón andaðist 1. sept. 1873 „frá Víðum, 77 ára“ [Kb. Ein.]. Sigríður Jóakimsdóttir er í Stórási í fólkstölu við nýár 1873 „ , 28, vinnukona“ [Sál. Eyj.], en er farin þaðan árið eftir. Sigríður var fædd á Halldórsstöðum í Bárðardal 8. nóv. 1844, dóttir hjónanna Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur, sem bjuggu á Halldórsstöðum, Sigurðarstöðum og í Hrappstaðaseli í Bárðardal. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850 og1855, en 1860 er hún vinnukona í Jarlstaðaseli. Sigríður var vinnukona á fleiri heiðanýbýlum, sjá einkum undir Hrappstaðasel. Sigríður er í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1870 „ , 26, vinnukona,“ [Sál Eyj.]. Hún er þar enn við nýár 1872, en fer með húsbændum sínum að Stórási þ. á. Sigríður var systir Þuríðar, sjá hér neðar í tíð Sigurðar og Önnu. Sigríður andaðist 11. febr. 1875 „ , frá Hlíðarenda, 30, Úr höfuðveiki“ [Kb. Þór.]. Sigurður Jónsson kemur 1875 „ , 44, v.m.,“ frá Neslöndum (Syðri) að Stórási [Kb. Lund.], en er þó í Stórási á fólkstali við nýár 1875/76? „ , 44, vim.“ Hann fer 1878 „ , 46, v. m, frá Stóraási í Reykjadal“ [Kb. Lund.]. Skv. [Kb. Ein.] fer Sigurður ásamt Sigríði konu sinni aftur að Stórási 1879 „ , 49, húsmaður“ og er þar ásamt henni á manntali 1880 „ , 53, G, húsmaður,“. Þau flytja síðan ásamt Valgerði og Margréti 1881 „Frá Stórási að Krákárbakka“ [Kb. Mýv.]. Sigurðar er getið í manntalsbík þinggjalda í Stórási 1880 og 1881, á skrá yfir húsfólk og vinnumenn og skrá yfir búlausa. Einnig er hans getið þar 1882, en vegna eldri skuldar, þá sagður á Krákárbakka. Sigurður var fæddur 3. apríl 1829, sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „vinnuhión á Lundarbrekku“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali með foreldrum sínum í Víðum 1835 og 1845 og er vinnumaður á Kálfaströnd 1855 og í Syðri-


455

Neslöndum 1860. Þau Sigurður og Sigríður koma 1878 „Frá Mývatni að Víðum“ og eru gefin saman 5. júlí þ. á. [Kb. Ein.]. Áður en Sigurður var í Stórási var hann tvisvar vinnumaður í Grjótárgerði, sjá þar. Sigurður andaðist 26. apríl 1905 „Sveitaróm Kálfaströnd, 75, Lungnabólga. Jarðs. Reykjahl.“ [Kb. Mýv.]. Sigurður var uppnefndur „Víum“, er þess uppnefnis iðulega getið í prestþjónustubók Skútustaðaklerks, einnig á börnum hans! Sú var orsök uppnefnisins, að þegar Sigurður kom í aðrar sveitir og var spurður hvaðan hann væri, heyrðu menn það sem Víum, en „hann var tapmæltur“ segir Konráð Vilhjálmsson í [ÞinKV.].

Sigríður Jónsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með manni sínum frá Víðum að Stórási 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 40, G, kona hans,“. Hún fer með honum að Krákárbakka 1881, er þar á fólkstali í des. þ. á. ásamt manni sínum og börnum Sigríður var fædd 20. apríl 1840 og voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hión á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Hún eignaðist dótturina Margréti á Grímsstöðum á Fjöllum 1869, sjá hér neðar, og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Sigríður er á manntali í Narfastaðaseli 1901 „húskona“ , þar sögð skilin, þó þess sé ekki getið um Sigurð við manntal þ. á. á Kálfaströnd. Hún andaðist 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Sigríður Jónsdóttir

Guðrún Valgerður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Sigríðar hér að næst á undan, kemur með foreldrum sínum frá Víðum að Stórási 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 1, Ó, dóttir þeirra,“ . Hún fer með þeim frá Stórási að Krákárbakka 1881. Guðrún Valgerður var fædd 14. febr. 1879 í Víðum, eru foreldrar hennar þá „ , hjón í Víðum“ [Kb. Ein.]. Hún á manntali í Víðum 1890 „ , 11, Ó, sveitarbarn,“. Valgerður var víða í vinnumennsku, hún er á fólkstali „vk. 15“ í Stafnsholti við árslok 1893 [Sál. Helg.], kemur 1895 „ , 17, vinnukona, frá Stöng að Víðum“ [Kb. Ein.] og fer 1907 „ , vk., 28,“ að Halldórsstöðum í Bárðardal frá Stafni [Kb. Lund.]. Hún er á manntali í Víðum 1930 „ , lausakona,“ þá stödd á Narfastöðum. Margrét Sigvaldadóttir kemur frá Víðum að Stórási með móður sinni, hálfsystur og stjúpföður 1879 og er þar á manntali 1880 „ 11, Ó, dóttir konunnar,“ (þ. e. Sigríðar Jónsd.). Hún fer með þeim að Krákárbakka 1881 [Kb. Mýv.]. Margrét var fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“, eru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir har, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Margrét er á manntali í Narfastaðaseli 1901 ásamt móður sinni og fer þaðan að Engidal 1908. Hún er meðal burtvikinna úr Grenjaðarstaðarprk. 1926 „húskona, 56, Frá Stafnsholti að Stórutungu“. Margrét Sigvaldadóttir


456

1881 - 1883: Jónsdóttir

Sigurður

Guðmundsson

og

Anna

Í fólkstali við nýár 1882 er Sigurður bóndi á 2. búi í Stórási, en um nýár 1883 eru þau hjón þar fyrst talin, en Sigurbjörn húsmaður. Þau eru farin úr Stórási við nýár 1884 [Sál. Eyj.]. Sigurður er gjaldandi fyrir Stórás í manntalsbók þinggjalda 1882 og 1883 ásamt Sigurbirni. Sigurður var fæddur í Rauðuskriðu 22. jan. 1849, sonur Guðmundar Björnssonar og f. k. h. Önnu Eyjólfsdóttur [Kb. Múl.]. Hann er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1850 og 1855. Þar er hann einnig á manntali 1860 með föður sínum, sem þá er ekkill, ásamt sex systkinum. Anna var fædd í Kasthvammi 22. febr. 1851, dóttir hjónanna Jóns Finnbogasonar og Helgu Sveinbjarnardóttur [Kb. Grenj.], sjá um þau nokkru ofar. Hún er með foreldrum á manntali á Daðastöðum 1855 og í Lásgerði 1860. Anna var vinnukona í Stórási hjá Jósafat og Björgu 1868-1869, sjá hér ofar. Hún kemur 1875 „ , 24, vinnuk., frá Gautlöndum að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Sigurður og Anna voru gefin saman 12. okt. 1878, þá bæði vinnuhjú í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Þau eru þar á manntali 1880; hann „ , 31, G, vinnumaður,“ hún „ , 28, G, kona hans, vinnukona,“. Þau koma að Stórási frá Víðirkeri, þau eru þar við nýár 1881. Á fólkstali um nýár 1883 er Sigurður „ , bóndi, 33,“ en Anna „ , kona h., 30,“ [Sál. Eyj.]. Sigurður og Anna búa í Grjótárgerði 1887-1888 á 2. búi, sjá þar. Þau flytja 1889 frá Víðirkeri að Hofstöðum [Kb. Lund.] og er Sigurður þar á manntali 1890 „ , 40, G, vinnumaður“ og Anna þar einnig á viðaukaskrá B „ , 39, G, sjálfrar sín,“ dvalarstaður um stundarsakir Hörgsdalur. Þau eru bæði á manntali í Garði 1901, þar sem Sigurður er húsmaður, og á Geirastöðum 1910. 1920 er Anna „ , húskona, E,“ á manntali á Hofstöðum.

Skyldumenni Sigurðar og Önnu á búi þeirra í Stórási 1881-1883:

Jón Guðmundsson, hálfbróðir Sigurðar, er „ , tökudr., 7“ hjá Sigurði og Önnu á fólkstali við nýár 1882, en „ , fósturbarn, 8,“ árið 1883. Hann er farinn frá Stórási við nýár 1884 [Sál. Eyj.]. Jón var fæddur 29. okt. 1874 í Fagranesi, sonur Guðmundar Björnssonar og s. k. h. Sigurlaugar Jónatansdóttur [Kb. Múl.]. Foreldrar Jóns giftust tveim dögum fyrir fæðingu hans. Jón er með Sigurði og Önnu á manntali í Svartárkoti 1880 „ , 6, Ó, tökubarn,“ en er á Lundarbrekku við manntalið 1890 „ , 16, Ó, vinnumaður,“. Hann er í Grjótárgerði í búskapartíð Páls og Jónínu, 31. des. 1894 „ , laus, 20“ [Sál. Eyj.] og fer þaðan 1895 „ , lausam., 21,“ að Héðinshöfða [Kb. Lund.]. Jón er sagður koma 1895 „ , skrifari, 21, Frá Lundarbrekku að Hjeðinshöfða“ [Kb. Hús.]. Hann kvænist 21. maí 1897, þá „sýsluskrifari á Hjeðinshöfða 22 ára“ Jóhönnu Jónsdóttur „s. st. 24 ára“ [Kb. Hús.] og eru þau á manntali á Húsavík 1901 ásamt Alfons syni þeirra. Þá er Jón sagður „ , verslunarþjónn, 27“. Þau flytja öll þrjú frá Húsavík að Akureyri 1905, er Jón þá sagður „ Barnak, 30“ [Kb. Hús.].

Jón Guðmundsson


457

Annað heimilisfólk á búi Sigurðar og Önnu í Stórási 1881-1883:

Þuríður Jóakimsdóttir er í fólkstali í Stórási við nýár 1883 „ , vinnuk., 24(?)“ hjá Sigurði og Önnu. En farin er hún við nýár 1884 [Sál. Eyj.]. Þuríður var systir Sigríðar, sjá hér nokkru ofar, fædd 16. okt. 1853 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.], dóttir Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur, sem bjuggu þar lengi, og er hún þar á manntali 1855 og 1860. Hún er víða í vinnumennsku, m. a. á Lundarbrekku 1880, í Engidal, á Auðnum og í Skógarseli, en fer til Vesturheims frá Narfastöðum árið 1900 „ , húskona, 46,“ [Vfskrá].

Þuríður Jóakimsdóttir

1883 - 1885:

Árni Flóventsson og Kristjana Helgadóttir

Árni og Kristjana koma 1883 frá Hörgsdal að Stórási með tveim sonum sínum og búa þar tvö ár, er hann einn gjaldandi í Stórási 1884-1885 í manntalsbók þinggjalda, en Sigurbjörn og Vigdís þar í húsmennsku. Þau flytja aftur að Hörgsdal 1885 [Kb. Lund.]. Árni var fæddur 28. júlí 1851 á Syðrileikskálá, sonur Flóvents Jónassonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, sem þar voru þá „hjón búandi“ [Kb. Þór.]. Árni er þar með þeim á manntali 1860. Kristjana var fædd 3. mars 1856 í Vogum, dóttir hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali þar með foreldrum sínum 1860. Sjá um hana og börn þeirra Árna í [Skú. bls. 52-54]. Árni og Kristjana, þá í húsmennsku í Skógum, voru gefin saman 5. júlí 1877 [Kb. Múlaprk.]. Þau flytja frá Skógum að Skútustöðum 1878 [Kb. Mýv.], [Kb. Ness.] og eru á manntali í Hörgsdal 1880. Eftir búsetu í Stórási bjuggu þau í Hörgsdal frá 1885 þar til Árni andaðist 29. okt. 1914 „ , bóndi Hörgsdal, hjartasjúkdómur, jarðs. heima með leyfi“ [Kb. Mýv.]. Kristjana dó 30. des. 1936 „ , húsfr. í Hörgsdal, 80, ( .. ) Krabbamein í munni“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 53]. Sjá ennfremur um þau hjón í kafla um Hörgsdal.

Börn Árna og Kristjönu í Stórási 1883-1885:

Helgi Árnason, f. 6. apríl 1878 í Skógum [Kb. Ness.], kemur með foreldrum sínum frá Hörgsdal að Stórási 1883 og fer með þeim aftur að Hörgsdal 1885. Lengi bóndi í Hörgsdal, sjá þar og í [Skú. bls. 53]. Kristján Árnason, f. 3. des. 1880 í Hörgsdal, kemur með foreldrum þaðan að Stórási 1883 „ , 2, börn þra“. Hann andaðist í Stórási 26. júlí 1884 „ , barn í Stórási, 3“ [Kb. Lund.].


458

Vandalausir í Stórási í búskapartíð Árna og Kristjönu 1883-1885:

Sigurbjörn Kristjánsson er áfram í húsmennsku í Stórási þessi ár, sbr. fólkstal [Sál. Eyj.], sjá um hann hér ofar. Vigdís Ísleifsdóttir, kona hans, er áfram á fólkstali í Stórási [Sál. Eyj.], sjá um hana hér ofar. Kristjana Sigurveig Sigurbjarnardóttir, Kristín Jakobína Sigurbjarnardóttir og Jóhanna Steinunn Sigurbjarnardóttir, dætur Sigurbjarnar og Vigdísar, eru allar í Stórási þessi ár [Sál. Eyj.], sjá um þær hér ofar.

1885 - 1888:

Árni Sveinsson og Guðfinna Jónsdóttir

Árni og Guðfinna koma 1885 (frá Vindbelg að Stórási [Kb. Lund.], en) frá Hörgsdal að Stórási skv. [Kb. Mýv.], þar sem Árni er aðalbóndinn, einn gjaldandi þinggjalda fyrir Stórás í manntalsbók 1886-1888, en Sigurbjörn í húsmennsku. Þau flytja frá Stórási að Hjalla 1888 [Kb. Lund.]. Árni er „ , 38, bóndi,“ er hann kemur að Stórási [Kb. Lund.]. Hann var fæddur 14. jan. 1847 á Daðastöðum, sonur Sveins Jóelssonar og Bóthildar Jóhannesdóttur [Kb. Ein.]. Árni flytur 12 ára með foreldrum að Bjarnastöðum í Bárðardal 1858 [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1860 „ , 14, Ó, vinnupiltur,“. Hann er víða í vinnumennsku, kemur 1868 „ , 22, vinnumaður, frá Sigríðarstöðum að Stóruvöllum“. Fer frá Halldórsstöðum í Bárðardal 1883 „ , 36, vinnum,“ að Vindbelg [Kb. Lund.]. Guðfinna var fædd 4. maí 1851, dóttir Jóns Tómassonar og Steinunnar Jónsdóttur, sem þá voru „hjón á Helluvaði“ [Kb. Skút.], [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali á Hofsstöðum 1855 hjá foreldrum og sex systkinum og 1860 með fimm systkinum. Guðfinna eignaðist soninn Tómas fyrir giftingu með Sigurgeir bónda Jónssyni í Víðum. Sjá [Laxd. bls. 67]. Árni og Guðfinna voru gefin saman 30. apríl 1884, hann er þá „húsmað(ur) í Vindbelg, 38 ára“ en hún „vinnuk. í Vindbelg, 33 ára“ [Kb. Mýv.]. Árni og Guðfinna eru á manntali á Hjalla 1890, en síðar bjuggu þau á Vaði og eru þar búandi á manntali 1901 og 1910. Þau eru á manntali á Vaði 1920 og 1930, hvort á sínu búi sona þeirra Karls og Vésteins. Sjá einnig [Bybú, bls. 428]. Guðfinna dó 8. okt 1937 [Laxd. bls. 67].

Guðfinna Jónsdóttir


459

Skyldulið Árna og Guðfinnu í Stórási 1885-1888:

Karl Árnason, sonur Árna og Guðfinnu, kemur með þeim frá Hörgsdal að Stórási 1885 „ , barn hjóna, 1,“ [Kb. Mýv.]. Fer með foreldrum að Hjalla 1888. Karl var fæddur 2. sept. 1884, eru foreldrar hans þá sögð „hjón Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Hjalla 1890, en fór síðan með þeim að Vaði og bjó þar lengi eftir að þau hættu búskap. Tómas Sigurgeirsson, sonur Guðfinnu, kemur með Árna og Guðfinnu frá Hörgsdal að Stórási 1885 „ , 5, hr barn,“ [Kb. Mýv.]. Fer með móður sinni og stjúpa að Hjalla 1888, en er hjá föður sínum í Víðum við manntalið 1890 „ , 10, Ó, sonur bónda,“ Tómas var fæddur í Víðum 19. okt. 1880, sonur Sigureirs Jónssonar bónda þar og ofannefndrar Guðfinnu Jónsdóttur. Sjá nánar um Tómas í [Laxd. bls. 100-101]. Hann andaðist á Akureyri 26. sept. 1961.

Vandalausir í Stórási á búi Árna og Guðfinnu 1885-1888:

Sigurbjörn Kristjánsson er áfram í húsmennsku í Stórási þessi ár, sbr. fólkstal [Sál. Eyj.], sjá um hann hér ofar. Vigdís Ísleifsdóttir, kona hans, er áfram á fólkstali í Stórási [Sál. Eyj.], sjá um hana hér ofar. Kristjana Sigurveig Sigurbjarnardóttir, dóttir Sigurbjarnar og Vigdísar, er í Stórási á fólkstali við nýár 1886 og 1887, en er farin 1888 [Sál. Eyj.]. Sjá um hana hér ofar. Kristín Jakobína Sigurbjarnardóttir, dóttir Sigurbjarnar og Vigdísar, er í Stórási á fólkstali öll þessi ár, sjá um hana hér ofar. (Margrét Jónsdóttir kemur 1885 skv. [Kb. Lund.] með Árna og Guðfinnu frá Vindbelg að Stórási „ , 17, vk.“ og er þó spurningarmerki við nafn hennar. Hún er í Stórási á fólkstali við nýár 1886 „ , vk, 16“. Hún er farin þaðan við nýár 1887. Enga Margréti finn ég á manntali í Mývatnsþingum né Lundarbrekkusókn 1880, né finn ég hana burtvikna úr Lundarbrekkusókn til 1892.)

1888 - 1911: Guðlaugur Elísabet Bergvinsdóttir

Þorsteinsson

og

Kristín

Guðlaugur og Kristín koma 1888 frá Laugaseli að Stórási með börn sín og eru á 1. búi móti Sigurbirni, sem er bóndi á 2. búi til 1900, nema við nýár 1891, þá er þetta öfugt. Guðlaugur er eini gjaldandi fyrir Stórás í manntalsbók á manntalsþingi frá 1889 (bókin endar 1899), en 1898 og 1899 er Sigurbjarnar getið á skrá yfir búlausa.


460

Við andlát Kristínar 1911 fer Guðlaugur að Syðri Neslöndum, en börn hans á ýmsa staði. Guðlaugur var fæddur 16. júní 1854 í Vindbelg, sonur hjónanna Þorsteins Jóhannessonar og Kristjönu Guðlaugsdóttur, sjá [Skú. bls. 39 og 42-43]. Þar er Guðlaugur á manntali 1860. Kristín Elísabet var fædd 5. maí 1861 í Reykjahlíð, dóttir hjónanna Bergvins Jónatanssonar og Kristjönu Margrétar Pétursdóttur, sem gefin voru saman í Reykjahlíð 2. júlí 1860, sama dag og Jakob Hálfdanarson og Petrína Kristín Pétursdóttir. (Kristjana Margrét var systir Péturs Péturssonar á Stórulaugum og þar er hún á manntali 1880 með Bergvin manni sínum, sem þar er „ , 48, G, húsmaður, ( . . ), blindur, holdsveikur“, ásamt Pétri, 13 ára syni þeirra.) Kristín Elísabet kemur „ , 16, v. k.“ að Hrappstaðaseli 1876 frá Ytrafjalli [Kb. Lund], en foreldrar hennar fara þ. á. að Bjarnastöðum skv. [Kb. Ness.]. Hún er í Hrappstaðaseli á fólkstali við nýár 1877, sjá þar. Fer 1879 frá Mjóadal að Garði við Mývatn [Kb. Lund.]. Guðlaugur og Kristín voru gefin saman 27. júní 1880, er Guðlaugur sagður „ , húsmaður á Krákárbakka, 27 ára“ en Kristín „ , bústýra hans, 20 ára.“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali á Árbakka þá um haustið með Kristínu dóttur hans. Þau flytja 1886 frá Mýlaugsstöðum að Laugaseli [Kb. Ein.], en höfðu áður verið á Halldórsstöðum í Laxárdal. Kristín Elísabet andaðist sviplega 15. jan. 1911 „ , kona í Stórási, 50, Varð úti í voðabyl skammt frá bænum. Fór út með dóttur sinni að leita að fje og syni sínum. En veiktist og dó um kv. í faðmi dóttur sinnar“ [Kb.Mýv.]. Guðlaugur andaðist 1. maí 1940 á Geiteyjarströnd, sjá [ÆÞ. I, bls. 377-380] og [ÆÞ. V, bls. 125 og áfram].

Börn Guðlaugs og Kristínar Elísabetar í Stórási 1888-1911:

Sigtryggur Guðlaugsson kemur með foreldrum sínum frá Laugaseli að Stórási 1888 [Kb. Lund.] og er á manntali þar með þeim 1890 og 1901. Fer þaðan líklega 1902 (þá nefndur Tryggvi) „ , vm., 20,“ í Gautlönd „að 1/2“ [Kb. Lund.]. Sigtryggur var fæddur 2. febr. 1882 á Halldórsstöðum í Laxárdal. Hann er „ , vm, 28,“ í Svartárkoti á manntali sóknarpr. 31. des. 1911 [Sál. Eyj.]. Dó 21. jan. 1957. Sjá [ÆÞ. I, bls. 377]. Guðrún Hólmfríður Guðlaugsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Laugaseli að Stórási 1888 [Kb. Lund.] og er þar með þeim á manntali 1890 og á manntali sóknarprests við árslok 1900 og er þar aftur 1902 [Sál. Eyj.]. Guðrún var fædd 8. okt. 1883 á Ytrafjalli [ÆÞ. I, bls. 379]. Hún giftist Gunnlaugi Sigvaldasyni, sjá nánar í [ÆÞ. III, bls. 272]. Kristjana Guðlaugsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Laugaseli að Stórási 1888 [Kb. Lund.] og er þar á manntali með þeim 1890 og 1901. Hún fer 1910 „ , vinnuk, 22,“ að Baldursheimi frá Stórási „að 1/2“ [Kb. Lund.]. Kristjana var fædd 4. ágúst 1887 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Sjá nánar um hana í [ÆÞ. I, bls. 379-380]; þar er hún sögð fædd 8. ágúst.


461

Þorbergur Valdimar Guðlaugsson, f. 30. júlí 1889 í Stórási [Kb. Lund.]. Hann er þar með foreldrum á manntali 1890, 1901 og 1910. Hann er vinnumaður á Sigurðarstöðum 31. des. 1911 [Sál. Eyj.]. Sjá einnig [ÆÞ. I, bls. 380]. Guðný Guðlaugsdóttir, f. 8. sept. 1891 í Stórási [Kb. Lund.], d. þar 15. apr.(?) 1893. Greftruð á Skútustöðum 25. apríl 1893 [Kb. Mýv.]. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, f. 4. júní 1893 í Stórási [Kb. Lund.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1901 og 1910. Hún flytur frá Stórási að Nýhóli 1911 [Kb. Lund.]. Sjá nánar um Guðbjörgu í [ÆÞ. I, bls. 380] og tilvísun þar. Eiður Guðlaugsson, f. 9. sept. 1898 í Stórási [Kb. Lund.]. Hann er þar með foreldrum sínum á manntali 1901 og 1910. Hann flytur frá Stórási 1911 að Víðirhóli [Kb. Lund.]. Vinnumaður í Hólsseli [ÆÞ. I, bls. 380]. Fjóla Guðlaugsdóttir, f. 27. sept. 1904 í Stórási [Kb. Lund.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1910. Hún flytur frá Stórási 1911 að Nýhóli [Kb. Lund.]. Lausakona í Vindbelg [ÆÞ. I, bls. 380].

Dóttir Guðlaugs fyrir giftingu, í Stórási 1888-1897:

Kristín Guðlaugsdóttir fer með móður sinni 1891 að Arnarvatni frá Stórási „ , 11, barn,“ [Kb. Mýv.], en kemur 1894 „ , ungl., 14, frá Reykjadal(?) að Stórási“ [Kb. Lund.]. Hún fer þaðan 1897 „ , vinnuk., 16,“ að Auðnum [Kb. Lund.]. Kristín var fædd 1. jan. 1879 í Máskoti. Móðir hennar var Sigurbjörg Kristjánsdóttir Scheel [ÆÞ. I, bls. 377]. Kristín er með föður sínum og stjúpmóður á manntali á Árbakka 1880. Dó 17. okt. 1907, sjá [ÆÞ. I, bls. 377] og tilvísun þar.

Annað skyldulið Guðlaugs og Kristínar í Stórási 1907-1911:

Kristjana Margrét Pétursdóttir, móðir Kristínar húsfreyju, kemur 1907 „ , húskona, 67,“ frá Hafralæk að Stórási. Hún er þar á manntali 1910 en fer að Jódísarstöðum 1911 „ , ekkja, 71,“ [Kb. Lund.], þar sem Pétur sonur hennar býr við manntalið 1910. Kristjana var fædd 23. sept. 1839 í Garði, dóttir hjónanna Péturs Jónssonar og Kristínar Hrólfsdóttur [Kb. Ness.], [ÆÞ. I, bls. 287]. Hún giftist 2. júlí 1860, þá í Reykjahlíð, Bergvin Jónatanssyni, sem þar er vinnumaður. Þau hjón fara frá Hlíðarhaga að Svínadal 1864 [Kb. Mýv.], en koma s. á. „ , frá Kelduhverfi að Nesi“ og fara frá Ytrafjalli að Bjarnastöðum í Bárðardal 1876 [Kb. Ness.]. Þau eru í húsmennsku á Stórulaugum, hjá Pétri bróður Kristjönu, við manntalið 1880, ásamt Pétri syni þeirra „ , 13, “. Er þess þar getið í athugasemd um Bergvin, sem þá er 48 ára, að hann sé „ , blindur, holdsveikur“. Kristjana andaðist 24. sept. 1920 „ , Hrauni, E., 81.“ [Kb. Grenj.].

Þorbergur Valdimar Guðlaugsson


462

Vandalausir í Stórási í tíð Guðlaugs og Kristínar 1888-1911.

Sigurbjörn Kristjánsson er áfram húsmaður eða bóndi í Stórási til ársins 1900, sbr. fólkstal og manntal sóknarprests [Sál. Eyj.], en þá fer hann að Engidal, sjá um hann hér ofar. Hans er getið í manntalsbók þinggjalda 1898 á skrá yfir húsfólk og vinnumenn, en 1899 á skrá yfir búlausa. Vigdís Ísleifsdóttir, kona hans, er áfram á fólkstali og á manntali sóknarprests í Stórási til ársloka 1899, en við árslok 1900 „ómagi“ [Sál. Eyj.] og á manntali 1901 „ , ómagi, á sveit, 78“. Hún er farin skv. manntali sóknarprests í árslok 1902, þá er hún í Engidal hjá Sigurbirni. Deyr þar 15. mars 1906, sjá um hana hér ofar. Kristín Jakobína Sigurbjarnardóttir, dóttir Sigurbjarnar og Vigdísar hér næst á undan. Hún andaðist 1. júlí 1889 „ , vitfirringur í Stórási, 32“ [Kb. Lund.]. Sjá um hana hér ofar. Sigurbjörg Kristjánsdóttir Scheel fer 1891 „ , vinnuk.,“ í Arnarvatn frá Stórási ásamt Kristínu dóttur sinni [Kb.Mýv.], sjá hér að ofan um Kristínu. Ekki er Sigurbjargar getið í fólkstali í Stórási, en við manntalið 1890 er hún skráð á Gautlöndum „ , 42, Ó, vinnukona,“ en í athugasemd er sagt: „ er að 1/4 á Gautl. en 3/4 í Stórási, Lundarbr.sókn.“ Sigurbjörg var fædd 18. nóv. 1849, voru foreldrar hennar „Kristján Skúlason og Oddný Þorgrímsdóttir í Klömbrum“ [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum þar á manntali 1850 ásamt þrem öðrum systkinum. Jóhanna Steinunn Sigurbjarnardóttir, dóttir Sigurbjarnar og Vigdísar hér litlu ofar, er aftur í Stórási á manntali sóknarprests hjá foreldrum við árslok 1898 „ , d. þra, 37“ [Sál. Eyj.], hún er þar einnig árið eftir, sögð „(laus)“ en 1900 „vk.“ Hún er á manntali í Engidal 1901. Deyr 1. nóv. 1902 „vinnuk. Engidal, 41, { ?? }krampi“ [Kb. Lund.]. Sjá um hana hér ofar.

1911 - 1912: Í eyði

Engir eru skráðir í Stórási á manntali sóknarprests 31. des. 1911. Verður að ætla að jörðin hafi þá verið í eyði.

1912 - 1914: Sigurðardóttir

Helgi

Árnason

og

Anna

Sigríður

Helgi og Anna koma með son sinn frá Þórólfsstöðum í Kelduhverfi að Stórási 1912 [Kb. Lund.] og eru þar í manntali sóknarprests 31. des. þ. á. og einnig 1913. Við árslok 1914 er tekið fram á manntali sóknarprests að Stórás sé í eyði [Sál. Eyj.].

Sigurbjörg Kristjánsdóttir Scheel


463

(Eins og hér að ofan er lýst, virðast þau Helgi og Anna búa tvö ár í Stórási en ekki eitt, eins og gefið er í skyn í [ÆÞ. II, bls. 102].)

Helgi var fæddur 31. jan. 1869 á Hlíðarenda, sonur hjónanna Árna Árnasonar og Helgu Jensdóttur. Sjá um Helga og fjölskyldu í [ÆÞ. II, bls. 98 og 102-103]. Anna Sigríður var fædd 3. júní 1860 á Brettingsstöðum, dóttir hjónanna Sigurðar Eyjólfssonar og Arnbjargar Kristjánsdóttur [Laxd. bls.47-48]. Sjá einnig tilvísun um ætt Önnu á bls. 102 í [ÆÞ. II]. Helgi og Anna Sigríður voru gefin saman 9. maí 1899, þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Helgi andaðist 19. sept. 1955 en Anna 29. júlí 1946 [ÆÞ. II].

Sonur Helga og Önnu í Stórási 1912-1914:

Sigurður Kristján Helgason, kemur með foreldrum frá Þórólfsstöðum í Kelduhverfi að Stórási 1912 „ , sonur þra, 10,“ og er með þeim þar á manntali sóknarprests þ. á. og 1913. Sigurður (sem raunar er aðeins nefndur Kristján í [Kb. Lund.]) var fæddur 13. febr. 1902 á Húsavík. Sjá um hann í [ÆÞ. II, bls. 102-103].

1914 - 1915: Í eyði

Á manntali sóknarprest 31. des. 1914 er tekið fram að jörðin sé í eyði [Sál. Eyj.].

1915 - 1930: Benedikt Ág. Kristjánsson og Steinunn Guðrún Jóhannesdóttir Benedikt og Steinunn koma frá Hlíðarenda og eru í Stórási á manntali sóknarprests 31. des. 1915 ásamt fimm börnum [Sál. Eyj.]. Skv. [Bybú, bls. 268] og [ÆÞ. II, bls. 266] fara þau frá Stórási 1930 og við manntalið 1930 er Stórás „Í eyði“. Benedikt Ágúst var fæddur 25. ágúst 1874 í Fossseli, sonur hjónanna Kristjáns Jenssonar og Kristjönu Árnadóttur sem þá eru „hjón á Foss-seli.“ [Kb. Ein.]. Benedikt er „ , 16, Ó, vinnumaður,“ á Arndísarstöðum 1890 og er þar einnig við manntalið 1901 „ , hjú þeirra,“ (þ. e. Tryggva og Jóhönnu). Sjá um Benedikt og fjölskyldu hans í [ÆÞ. II, bls. 262-263 og 266-268]. Steinunn var fædd 11. sept. 1876 í Sandhólum í Eyjafirði, dóttir Jóhannesar Jósefssonar og Þórdísar Konráðsdóttur, sem þá eru þar gift hjón [Kb. Saurb.]. Þórdís flytur 1877 með Steinunni dóttur sína frá Sandhólum „norður í Bárðardal“ [Kb. Saurb.] og eru þær á manntali á Eyjardalsá 1880. Steinunn er


464

þar áfram á manntali 1890 og 1901, en Þórdís er 1890 á manntali á Hvarfi „ , 55, E, vinnukona,“. Benedikt og Steinunn voru gefin saman 14. júní 1903. Benedikt andaðist 12. maí 1952 en Steinunn 23. des. 1932 [ÆÞ. II, bls. 266].

Börn Benedikts og Steinunnar í Stórási 1915- 1930:

Hermann Benediktsson kemur með foreldrum sínum frá Hlíðarenda að Stórási 1915 og er með þeim þar á manntali sóknarprests a. m. k. til 1927. Hermann var fæddur 6. mars 1904 á Hlíðarenda. Bóndi í Svartárkoti 1930-1933, sjá í [ÆÞ. II, bls. 266]. Laufey Kristjana Benediktsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Hlíðarenda að Stórási 1915 og er með þeim þar á manntali sóknarprests a. m. k. til 1927. Laufey var fædd 15. mars 1908 á Hlíðarenda [ÆÞ. II, bls. 266]. Giftist Jónasi Gunnlaugssyni á Eiði á Langanesi, sjá í [ÆÞ. I, bls. 228]. Guðrún Anna Benediktsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Hlíðarenda að Stórási 1915 og er með þeim þar á manntali sóknarprsests a. m. k. til 1927. Guðrún var fædd 2. febr. 1911 á Hlíðarenda [ÆÞ. II, bls. 266]. Hún giftist Herði Tryggvasyni í Víðirkeri og bjuggu þau í Svartárkoti 1985 [Bybú, bls. 244]. Sjá um þau og afkomendur í [ÆÞ. VI, bls. 296-298]. Guðrún lést á Húsavík 3. okt. 2004, sjá Árbók Þingeyinga 2004, bls. 161. Þórir Benediktsson kemur með foreldrum sínum frá Hlíðarenda að Stórási 1915 og er með þeim þar á manntali sóknarprests a. m. k. til 1927. Þórir var fæddur 28. nóv. 1913 á Hlíðarenda [ÆÞ. II, bls. 266-267], sjá nánar um hann þar. Steingrímur Benediktsson, f. 9. júní 1915 í Stórási [ÆÞ. II, bls. 267-268], sjá þar nánar um hann og fjölskyldu hans.

Leiðréttingu á 1. próförk lokið 18. okt. 2005. R. Á. Síðast lagfært 22. ágúst 2006. R. Á. Þessi prentun gerð 27. jan. 2008. R. A.


465

Ábúendur í Stórási: 1857 - 1866

Sigurður Sighvatsson og Steinunn Ísleifsdóttir

1866 - 1872: Jósafat Jónsson og Björg Ásmundsdóttir 1872 - 1900: Sigurbjörn Kristjánsson og Vigdís Ísleifsdóttir 1881 - 1883: Sigurður Guðmundsson og Anna Jónsdóttir 1883 - 1885: Árni Flóventsson og Kristjana Helgadóttir 1885 - 1888: Árni Sveinsson og Guðfinna Jónsdóttir 1888 - 1911: Guðlaugur Þorsteinsson og Kristín Elísabet Bergvinsdóttir 1911 - 1912: Í eyði 1912 - 1914: Helgi Árnason og Anna Sigríður Sigurðardóttir 1914 - 1915: Í eyði 1915 - 1930: Benedikt Ág. Kristjánsson og Steinunn Guðrún Jóhannesdóttir

Skammstafanir og skýringar:


[Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur. Þorsteinn Davíðsson tók saman. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Þing. V. C., nr. 12]: Dómsmálabók Þingeyjarsýslu, V. C., nr. 12, 1852-1864. [ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


467

2.17 Víðasel


468

Í [Laxd. bls. 89] er sagt að Víðasel hafi verið í byggð öðru hverju frá 1800. Í manntölum 1801-1860 er Víðasel ekki að finna. Í Víðaseli eru húsbændur ekki taldir meðal bænda í manntalsbók þinggjalda, heldur eru þeir taldir í húsmennsku, meðal búlausra eða hús- og vinnumanna. Svo er enn við manntal 1920, þá er Árni Jakobsson sagður húsmaður þar.

1863 - 1866: Jón Einarsson og Ástríður Pétursdóttir og

1866 - 1874: Jón Einarsson Jón og Ástríður koma 1863 „Búferlum frá Ljótsstöðum að Víðaseli“ [Kb. Ein.], [Kb. Grenj.]. Ástríður deyr þar 21. júní 1866, en Jón er áfram árlegur gjaldandi til 1874, stundum með öðrum. Þá flytur hann „ , húsmaður frá Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Jón var fæddur 28. einhvers mánaðar 1813 á Auðnum, sonur Einars Jónssonar (Einarssonar frá Reykjahlíð) og fyrstu k. h. Ólafar Vigfúsdóttur [Laxd. bls. 125]. Hann er á manntali á Auðnum 1816, einnig 1845 „ , 33, Ó, barn bóndans,“ faðir hans er þá kvæntur að nýju. Ástríður var fædd 17. ([Kb. Vallas.] segir 19.) júní 1808 og voru foreldrar hennar Pétur Pétursson og k. h. Steinunn Einarsdóttir, sem bjuggu í Hólárkoti í Skíðadal [Laxd. bls. 125]. Við manntalið 1816 er hún „ , niðursetningur, 9,“ á Hamri í Vallnaprk. þar sem foreldrar hennar búa með fjórum börnum. Hún er fermd á uppstigningardag 27. maí 1824, þar er fæðingardagur hennar, 19. júní 1808, tilgreindur, en um fæðingu hennar finn ég enga skýrslu. Ástríður er sögð „frá Hamre“ við ferminguna og forsjármaður „Hennar fósturfaðir Þorsteinn Jónsson meðhjálpari á Hamre, ekkjumaður“, þá orðinn 76 ára, ef marka má aldur hans við mt. 1816. Ástríður fer 1832 úr Vallasókn „ , 25, vinnuhiú, Frá Hálse(?) að Syðrebæ í Hrísey,“ þar sem hún er á manntali 1835 „ , 26, Ó, vinnukona“. Ástríður fer 1837 frá Syðstabæ að Svínárnesi og er á manntali á Grenívík 1840, á Sigríðarstöðum 1845 og 1850 á Hróarsstöðum. Þaðan fer hún 1851 aftur að Syðstabæ [Kb. Hálsþ.], [Kb. Stærra-Ársk.] og þaðan 1852 „42, vinnukona, frá Syðstabæ að Auðnum í Laxárdal Þingeyars“ [Kb. St. Ársk.], [Kb. Grenj.]. Jón og Ástríður voru gefin saman 22. okt. 1854, og er Jón sagður „við búhokur 41 árs á Auðnum“ en Ástríður „bústýra hans, 43 ára“ [Kb. Grenj.] og eru þau á manntali á Auðnum 1855 „húsmaður,“ „kona hans,“ og 1860 á Brettingsstöðum með sömu starfsheiti. Jón er á manntali á Árbakka 1880 „ , 65, Ó, húsmaður,“. Kemur 1881 „ , 68, húsm, úr Mývatnssveit að Hjalla“ [Kb. Ein.], þar sem hann deyr 30. mars 1885 [Laxd. bls. 125], [Kb. Ein.]. Eins og áður er getið deyr Ástríður 21. júní 1866 „kona gipt og búandi á Víðaseli, 58, landfarsótt og brjóstveiki“ [Kb. Ein.] (reyndar þar sögð Jónsdóttir).


469

Heimilisfólk í Víðaseli - aðrir en sjálfstæðir gjaldendur og þeirra fólk – í búskapartíð Jóns 1863-1874:

Jóhann Einarsson kemur 1864 „ , 14, Ljettadr.,“ frá Presthvammi að Víðaseli. Óvíst er, hve lengi hann er þar, en hann fer 1870 „ , 20, vinnumaður, frá Márskoti ofan í Dalsmynni“ [Kb. Ein.]. Jóhann var sonur Einars Einarssonar og Guðnýjar Jónsdóttur. Hann er á manntali í Mánárseli 1860 með foreldrum og tveim systrum „ , 10, Ó, þeirra barn,“. Hann er þar sagður fæddur í Hofteigssókn, en ekki hefur mér tekist að finna fæðingu hans þar. Hann kemur 1861 með foreldrum sínum frá Mánárseli að Vallakoti „ , 11, þeirra börn“ ásamt þrem systkinum [Kb. Ein.]. Jón Jóelsson kemur 1869 ásamt Kristínu konu sinni, sjá hér næst á eftir, „hjón í húsmensku frá Brettingsstöðum að Víðaseli“ [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.]. Ekki er vitað með vissu, hvenær hann fer úr Víðaseli, en á manntalsþingi 26. maí 1871 er Jón Einarsson eini íbúinn þar. Jón var fæddur á Daðastöðum 1. (eða 2.) apríl 1820, og voru foreldrar hans „Jóel Sveinsson og Guðrún Jónsdóttir hjón búandi á Darrstöðum“ (svo!) [Kb. Ein.]. Hann er á manntali þar 1835 „15, Ó, sonur hjónanna,“ en ekki 1840. Kynni að vera sá Jón Jóelsson, sem er á manntali í Baldvinshúsi í Reykjavík 1845 „ , 25, Ó, tjenestekarl og smed,“ reyndar þar sagður fæddur í „Skagef. s.“ Jón er burtvikinn úr Mývatnsþingum 1862 „ , 40, járnsmiður, Hofsstöðum að Engidal“ en kemur þaðan árið eftir að Hrauney [Kb. Mýv.]. Jón kvæntist Kristínu, sjá hér næst á eftir, 15. júlí 1865, þá bæði til heimilis í Álftagerði [Kb. Mýv.]. Hann fer 1872 „ , 58, Lausum kjala,“ (frá Hallbjarnarstöðum eða Máskoti) að Engidal [Kb. Ein.]. En í [Kb. Lund.] er sagt, að þau hjón komi 1872 „frá Mývatnssveit að Engidal“. Jón fer 1874 til Vesturheims frá Engidal „ , járnsmiður, 54,“ [Vfskrá], [Kb. Lund.]. Kristín Guðlaugsdóttir, kona Jóns hér næst á undan, kemur með honum 1869 frá Brettingsstöðum að Víðaseli. Hún fer þaðan 1871 „ , 56, gipt kona frá Víðaseli að Eingidal“ [Kb. Ein.]. Í [Kb. Lund.] þó sögð koma 1872 „frá Mývatnssveit að Engidal“. Kristín var fædd 22. sept. 1815 á Grænavatni, dóttir Guðlaugs Kolbeinssonar og Kristínar Helgadóttur [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Skútustöðum 1816 og í Álftagerði 1835, en 1845 og 1860 er hún vinnukona í Vindbelg. Hún kemur 1861 „ , 46, vinnukona, frá Mývatni að Engidal“ en þá voru aldraðir foreldrar hennar þangað komnir. Fer 1864 „ , 49, vinnuk., Engidal að Haganesi“ [Kb. Lund.]. Sjá um giftingu hennar hjá Jóni. Kristín andaðist í Engidal 5. júlí 1873 „kona frá Engidal, 57“ en athyglisvert er að greftrunardags er ekki getið. - Missögn er því í [Skú. bls. 15] að hún hafi farið til Vesturheims. Sigríður Sigurðardóttir fer 1869 „ , 7, sveitarómagi“ með Jóni og Kristínu hér næst á undan frá Brettingsstöðum að Víðaseli [Kb. Ein.]. Hún virðist vera farin þaðan 1871, en veit ekki hvert. (Líklega sú sama Sigríður og fer 1876 „ , 13, léttast., frá Stafn: holti að Víðirdal“ (Kb. Ein.]). Ætla má, að þetta sé sú sama Sigríður og fædd var 23. ágúst 1862, voru foreldrar hennar Sigurður Hinriksson og Kristveg Gísladóttir „eginhjón á Brekku“ [Kb. Grenj.]. Foreldrar Sigríðar eru á manntali í Brekku 1860 ásamt fjórum ungum börnum. Sigríður fer 1867 „ , 5, sveitarbarn, frá Brekku í Gr.sts að Brett.st.“ [Kb. Grenj.] og fylgir svo Jóni og Kristínu 1869 í Víðasel. Hún er meðal innkominna í Hofteigssókn 1876 „ , 14, ljetta, frá Stafnsholti í Reikjadal að


470

Víðirdal“ og á manntali á Hákonarstöðum 1880 „ , 18, Ó, vinnukona,“. Hún er burtvikin frá Hofteigi að Hallfreðarstöðum 1886-1888, en ekki hef ég reynt að eltast við hana frekar. (Árni Kristjánsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir eignast soninn Jón í Víðaseli 7. febr. 1874; eru foreldrar Jóns þá sögð „hjón á Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Jón deyr 13. apríl 1874 „barn frá Máskoti, 9 vikna“ [Kb. Ein.]. Er þetta eina heimildin sem ég hef fundið um að þau hjón hafi verið í Víðaseli. En þau voru á sífelldum flækingi í Reykjadal o. v., eru t. d. „hjón í húsmennsku í Víðum“ við fæðingu barns 1871. Þeim kynni því að hafa verið troðið inn hjá Jóni í Víðaseli um stundarsakir vegna þrengsla í Víðum, e. t. v. með einhverjum börnum sínum. Um Árna og Guðbjörgu má lesa í [ÆÞ. V, bls. 218]. Sjá einnig um hann undir Einarsstaðasel, hann var þar með móður sinni 1864-65, þau fyrstu sem ég veit um að verið hafi þar til heimilis. Árni dó á Hólkoti 24. júlí 1890, en Guðbjörg í Vesturheimi 30. ágúst 1916, en hún fór 1903 frá Efrihólum til Vesturheims ásamt þrem börnum [Vfskrá].) Jón Árnason, f. 7. febr. 1874 í Víðaseli, sonur Árna og Guðbjargar hér næst á undan [Kb. Ein.]. Dó 13. apríl 1874 „barn frá Máskoti, 9. vikna“ [Kb. Ein.].

1868 - 1869: Jónatan Eiríksson og Guðbjörg Eiríksdóttir Jónatan er - ásamt Jóni Einarssyni - gjaldandi þinggjalda á manntalsþingi 24. maí 1869 fyrir Víðasel. Þykir því rétt að telja þau hjón hér sem ábúendur. Jónatan og Guðbjörg eru í Víðum í sept. 1867 en líklega fara þau úr Víðaseli 1869, þegar Jón Jóelsson og Kristín koma þangað. Jónatan var fæddur 16. nóv. 1842 á Hallbjarnarstöðum og voru foreldrar hans Eiríkur Eiríksson og Guðlaug Reinaldsdóttir [Kb. Ein.]. Jónatan er „tökubarn“ á Daðastöðum 1845, með foreldrum í Saltvík 1850, léttapiltur á Bjarnastöðum í Mýv. 1855, vinnumaður í Geitafelli 1860. Fer þaðan að Árbakka 1861 og þaðan með Sigurði bróður sínum og fjölskyldu hans að Víðum 1863. Guðbjörg var fædd 12. febr. 1840 og voru foreldrar hennar Eiríkur Eiríksson og Guðrún Jónsdóttir hjón á Einarsstöðum [Kb. Ein.]. Guðbjörg er á manntali á Einarsstöðum 1840, 1845 og 1850, síðasta árið „fósturbarn þeirra“ Jóns Jónssonar bónda og Guðbjargar konu hans. Guðbjörg er vinnukona á Hallbjarnarstöðum við manntalið 1860, en hafði árið áður eignast soninn Jón Olgeirsson, síðar lengi bóndi á Höskuldsstöðum. Jónatan og Guðbjörg voru gefin saman 29. júlí 1867 og eiga þá heima í Víðum, einnig í sept. s. á. við fæðingu Sigurbjarnar. Þau eru komin í Daðastaði í okt. 1870 þegar dóttir þeirra fæðist. Jónatan deyr 18. júní 1871 „húsmaður giptur á Daðastöðum, 29 ára, flogaveikur fannst dauður á Hvammsheiði“ [Kb. Ein.]. Guðbjörg giftist 1873 Jóhannesi Guðmundssyni bónda í Skógarseli og átti með honum fjögur börn, síðar Jóhanni Jóhannssyni og átti með honum einn son, er nánar greint frá því í kafla um Skógarsel. Guðbjörg andaðist 18. júní 1917 [Þjóðskrá].


471

Sonur Jónatans og Guðbjargar í Víðaseli 1868-1869:

Sigurbjörn Jónatansson. Ætla verður að sonur þeirra hafi verið með þeim hjónum í Víðaseli, enda kemur það heim við fjölda heimilisfólks í manntalsbók. Sigurbjörn var fæddur 24. sept. 1867 í Víðum. Hann er með foreldrum á Daðastöðum og móður sinni og stjúpfeðrum í Skógarseli, Presthvammi og í Parti. Kvæntist Jónu Steinunni Einarsdóttur frá Glaumbæjarseli, bjuggu í Höfðahverfi o. v. Sigurbjörn dó á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. okt. 1954 [Þjóðskrá].

1871 - 1872: Jónasdóttir

Friðfinnur

Þorkelsson

og

Þuríður

Friðfinnur „ , 33, húsmaður,“ og Þuríður „ , 21, konuefni hans“ koma 1871 „frá Torfunesi að Víðaseli“ [Kb. Ein.] og er Friðfinnur gjaldandi þinggjalda í Víðaseli ásamt Jóni á manntalsþingi 28. maí 1872. Þau flytja með son sinn þ. á. „þetta fólk fór inn í Kræklingahl frá Víðaseli hvar þau giptust“ [Kb. Ein.]. Friðfinnur og Þuríður bjuggu í Víðaseli 1880-1883 og verður gerð nánari grein fyrir þeim síðar.

Sonur Friðfinns og Þuríðar í Víðaseli 1871-1872:

Jónas Guðni Friðfinnson, f. 15. okt. 1871 í Víðseli, voru foreldrar hans „ ( .. ) ógipt á Víðaseli, hans 2að hennar 1ta lausaleiksbrot“ [Kb. Ein.]. Jónas Guðni fer með foreldrum sínum 1872 „inn í Kræklingahlíð frá Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Hans finnst þó ekki getið með foreldrum sínum í [Kb. Glæs.], þegar þau koma að Mýrarlóni þ. á., né finnst hans getið meðal dáinna meðan þau eru þar, né hef ég fundið hann annars staðar.

1872 - 1873: Ólafsdóttir

Jóhann Jóhannsson og Guðrún Sigríður

Jóhann er gjaldandi þinggjalda í Víðaseli í manntalsbók 1873 ásamt Jóni Einarssyni, eru hjá Jóhanni 3 í heimili auk Jóns. Á manntalsþingi 1874 er Jón einn til heimilis í Víðaseli. Ekki hef ég fundið annan Jóhann Jóhannsson líklegri búanda í Víðaseli þetta ár en þennan son Jóhanns Ásgrímssonar og Rósu Halldórsdóttur. Hann var fæddur 21. jan. 1843, voru foreldrar hans þá „búandi hjón á Hólmavaði“ [Kb. Ness.]. Jóhann er með foreldrum á manntali í Sýrnesi 1855 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“; kemur 1860 „ , 18, vinnumaður, Fótaskinni að Litlutungu“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. Guðrún Sigríður var fædd 25. júlí 1842 og voru foreldrar hennar Ólafur Ólafsson og Rannveig Sveinbjarnardóttir, þá búandi hjón í Landamótsseli [Kb.


472

Þór.]. Guðrún er með þeim á manntali þar 1855, en þau fluttu síðan að Hjalla og er Guðrún þar með þeim á manntali 1860. Jóhann, þá „ýngismaður í Stafni, vinnum. 25 ára gamall“, og Guðrún, þá „ýngismær á Stafni vinnukona þar 27 ára gömul“, voru gefin saman 12. okt. 1868 [Kb. Ein.]. Þau eru „ , hjón í vinnumennsku á Hjalla“ við fæðingu dóttur þeirra 27. okt. 1870. Þau flytja 1878 til Vesturheims frá Ingjaldsstöðum ásamt Sigurveigu dóttur sinni [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Jóhann deyr 12. júní 1917, 74 ára, sem Jóhann Jóhannsson Reykdal, á heimili sonar síns (Jóns Ásgríms Reykdal) í Vesturheimi [AlmÓTh. 1918, bls. 122].

Dóttir Jóhanns og Guðrúnar, líklega í Víðaseli 1872-1873:

Sigurveig Jóhannsdóttir. Gera má ráð fyrir að Sigurveig hafi verið með foreldrum í Víðaseli, enda kemur það heim við fjölda í heimili. Hún var fædd 27. okt. 1870 á Hjalla, þar sem foreldrar hennar eru „hjón í vinnumennsku“ [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum til Vesturheims frá Ingjaldsstöðum 1878 „dóttir þeirra, 8“ [Vfskrá], [Kb. Ein.].

1874 - 1880: Árnadóttir

Pétur

Guðmundsson

og

Aðalbjörg

Pétur („31, bóndi“) og Aðalbjörg („24, kona hs“) koma 1874 „Úr Möðrudalsheiði að Víðaseli“ ásamt syni sínum [Kb. Ein.]. Þau flytja 1880 með þrem börnum („bóndi, kona hs“) frá „Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Pétur er eini gjaldandi þinggjalda fyrir Víðasel í manntalsbók 1875-1880, jafnan á skrá yfir búlausa. Pétur var fæddur 1843, skírður 19. nóv., og voru foreldrar hans Guðmundur Tómasson og Kristín Jónsdóttir hjón á Kálfaströnd [Kb. Mýv.]. Pétur er með foreldrum sínum á manntali þar 1845 og 1855 og 1860 í Reykjahlíð, þar sem faðir hans er þá ráðsmaður. Hann fer 1865 „ , 23, vinnumaðr, Reykjahlíð að Grímsstöð. austr“ [Kb. Mýv.] og kemur inn í Hofteigssókn 1867 „ , 24, vmðr, frá Grímsstöðum að Víðid.“ Aðalbjörg var fædd 28. mars 1851 „Móðirin Kristín Gísladóttir Bakka lýsir föður að barninu Árna Sigurðsson vinnumann á Skeggjastöðum. Hann hefur géngið við Faðerninu beggja 2. brot.“ [Kb. Skeggj.]. Aðalbjörg er á manntali með móður sinni á Bakka 1855 og er þar enn 1860 á manntali „ , 10, Ó, tökubarn,“ en þá er móðir hennar gift og búandi í Höfn. Aðalbjörg er sögð koma 1863 ásamt föður sínum og Ingibjörgu alsystur sinni „ , frá langan. að Vatnsd.“ (líkl. Vatnadal) [Kb. Skeggj.] og þaðan er Aðalbjörg fermd 1865. Hún fer úr Skeggjastaðasókn 1867 „ , 15, vinnuk, frá Bakka að Haga í Vopnaf.“ [Kb. Skeggj.]. Hún er burtvikin úr Hofssókn 1869 „ , 27, vst, Norðurskálan. að Gestreiðarst.“ (aldur hennar sýnilega rangur). Pétur og Aðalbjörg voru gefin saman 18. sept. 1870, er Pétur sagður „bóndi að Gestreiðarstöðum“ en Aðalbjörg „bústýra samast.“ [Kb. Hoft.].


473

Pétur og Aðalbjörg eru á manntali í Álftagerði með fjórum börnum 1880. Þau flytja með börn sín 1887 að Svínadal [Kb. Garðss.] en koma þaðan 1889 að Árbakka [Kb. Mýv.] og eru þar á manntali 1890 (bóndi, kona hans) með fjórum (ekki sömu, nema Metúsalem) börnum. Þau eru þar einnig á manntali 1901. Pétur er 1910 á manntali í Héðinsvík ásamt Sigurgeir og tengdamóður sinni, en Aðalbjörg er þá á manntali á Arnarvatni „HJ“ = hjú. Pétur fer 1912 „Gamalmenni, 69, Frá Brekku í Húsav. fram í Bárðardal“ [Kb. Hús.]. Aðalbjörg fer 1916 „ , vinnuk., 66, Grænavatn - Bangastaðir, Tjörnes“ [Kb. Mýv.]. Sjá nánar um yngri börn þeirra í kafla um (Krák)Árbakka.

Börn Péturs og Aðalbjargar í Víðaseli 1874-1880:

Methúsalem (einnig ritað Matúsalem eða Metúsalem) Pétursson kemur með foreldrum sínum að Víðaseli 1874 „2, son þra“ og fer með þeim þaðan „til Mývatns“ 1880 [Kb. Ein.]. Metúsalem var fæddur 6. mars 1873, voru foreldrar hans þá „hjón á Gestreiðarstöðum“ [Kb. Hoft.], (var annað barn foreldra sinna). Hann er með foreldrum sínum á manntali í Álftagerði 1880 og á Krákárbakka 1890 „ , 17, Ó, sonur þeirra,“. Methúsalem („Sali“) var skáldmæltur. Sigurgeir Pétursson, f. 19. apríl 1875 í Víðaseli. Fer þaðan með foreldrum „til Mývatns“ 1880 og er með þeim á manntali í Álftagerði þ. á. Sigurgeir fer með foreldrum sínum að Svínadal 1887 [Kb. Garðss.] og kemur þaðan að Kálfaströnd 1889 „ , 14, þeirra son, Frá Svínadal að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Þaðan fer hann 1890 að Litlulaugum þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 17, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Víðaseli, sem þá er sagt „(í eyði)“ í aths. Sigurgeir fer 1902 „ , trjesmiður, 28,“ frá Bakka (= Árbakka?) á Húsavík ásamt Kristínu ömmu sinni [Kb. Mýv.]. Sigurgeir kvæntist 2. ágúst 1908 Björgu Jónsdóttur á Höskuldsstöðum og flytja þau árið eftir að Héðinsvík [Kb. Ein.], [Kb. Hús.] og eru þau þar á manntali 1910. Mikill ættbálkur er út af þeim kominn. Krístín Guðfinna Pétursdóttir var fædd í Víðaseli um 1877, en fæðingu hennar er ekki að finna í [Kb. Ein.] né [Kb. Mýv.]. Fer þaðan með foreldrum „til Mývatns“ 1880 og er með þeim á manntali í Álftagerði þ. á. „ , 3, Ó, barn þeirra,“. Deyr þar 24. júní 1881 og var jarðsett 4. júlí ásamt systur sinni Hólmfríði Petrínu, sem fædd var 12. júlí 1880 í Álftagerði og andaðist þar 2. júlí 1881 [Kb. Mýv.].

Annað skyldulið Péturs og Aðalbjargar í Víðaseli 1874-1880:

Kristín Gísladóttir kemur 1875 „48, til dóttur sinnar, af Langanesströnd að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Hún fer 1880 „móðir konu“ með Pétri og Aðalbjörgu frá „Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.] og er með þeim á manntali í Álftagerði þ. á. Kristín var fædd 6. júlí 1830 og voru foreldrar hennar Gísli Vilhjálmsson og Ólöf Jónsdóttir „hjón í Höfn“ í Skeggjastaðahreppi. Hún fer 1843 „ , 13, léttastúlka frá Höfn að Áslaugastöðm í Vopnafirði“ [Kb. Skeggj.]. Kristín eignaðist tvær dætur með Árna Sigurðssyni, Ingibjörgu f. 5. júní 1849 og Aðalbjörgu f. 28. mars 1851, þá á Bakka, en þar er hún á manntali 1850 „ , 21, Ó, vinnukona,“. Hún er enn á manntali á Bakka 1855, þá með Aðalbjörgu dóttur sinni. Hinn 29. maí 1856 giftist Kristín, þá vinnukona á Bakka, Jóni Gunnarssyni, sem þá er „vinnumaður á Bakka, 31 ára“ [Kb. Skeggj.] og eru

Sigurgeir Pétursson


474

þau á manntali í Höfn 1860 ásamt þrem börnum sínum. Jón andaðist 6. febr. 1867 „ , 42, bóndi í Höfn“ [Kb. Skeggj.]. Kristín er með dóttur sinni og tengdasyni á manntali í Álftagerði 1880. Hún fer 1885 „ , 58, vkona Frá Reykjahl. í Grenjaðarst.“ [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Klömbur 1890 „ , 65, E, vinnukona,“. Er á Krákárbakka við húsvitjun í árslok 1892 og 1893 „ „gamla“ „branda“ “ [Sál. Mýv.]. Kemur 1900 „ , ekkja, 73,“ að „Bakka frá Klömbrum“ [Kb. Mýv.] og fer með Sigurgeir dóttursyni sínum 1902 frá „Bakka, á Húsavík“ [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.]. Fer 1906 „Gömul kona, 80,“ frá Prestsholti í Klömbur [Kb. Hús.] og 1908 „Frá Grenjaðarstað að Höskuldsstöðum“ [Kb. Grenj.] og þaðan 1910 „ , tökukona, 82,“ að Héðinsvík [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. ásamt Pétri tengdasyni sínum. Hún andaðist 16. júlí 1911 „Ekkja í Brekku Húsav., 88?,“ [Kb. Hús.]. Guðbrandur Jónsson, hálfbróðir Aðalbjargar húsfreyju, sonur Kristínar hér næst á undan, kemur með henni 1875 „ , 12, son har, af Langanesströnd að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Óvíst er, hve lengi hann er í Víðaseli, hann fer 1879 „ , 16, léttadr. frá Stafni til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. [Kb. Mýv.] segir hann koma 1879 „ , 17, vinnumaðr“ að Kálfaströnd. Guðbrandur var fæddur 8. jan. 1863 og voru foreldrar hans „Jón Gunnarsson og Kristín Gíslaóttir í Höfn“ [Kb. Skeggj.]. Eins og áður segir missti Guðbrandur föður sinn 1867. Ekki hef ég fundið hann burtvikinn úr Skeggjastaðasókn um þetta leyti. Guðbrandur er á manntali á Geiteyjarströnd 1880 „ , 17, Ó, léttadrengur,“ fer þaðan 1881 „ , 19, vimaðr, Frá G.strönd að Fagradal Fj.“ [Kb. Mýv.], en kemur þaðan árið eftir „20, vmaður“ í Grænavatn. Kvæntist 30. nóv. 1885, þá 23 ára vinnumaður í Reykjahlíð, Ólöfu Kristjánsdóttur, sem þá er 29 ára vinnukona samastaðar [Kb. Mýv.]. Ekki finn ég þau hjón í Mývatnssveit 1890, kynnu að hafa farið þaðan 1886 eða 1887, þá vantar skrá yfir burtvikna í [Kb. Mýv.].

Vandalausir í Víðaseli í búskapartíð Péturs og Aðalbjargar 1874-1880:

Sigurbjörg Kristjánsdóttir kemur 1874 ásamt Guðnýju Jakobínu dóttur sinni „vkona úr Laxárdal að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Hún fer þaðan 1875 að Holtakoti [Kb. Ein.]. Sigurbjörg var fædd 21. júní 1843, voru foreldrar hennar „Kristján Steffánss vinnupiltur árið sem leið á Halldórsstöðum í Laxárdal og Jóhanna Jónsd: vinnustúlka samastaðar bæði ógift beggja 1ta Brot.“ [Kb. Grenj.]. Hér verður ferill Sigurbjargar rakinn nokkuð, þó hvergi nærri tæmandi, en hann tók flestu fram að því er tíð bústaðaskipti snerti. Sigurbjörg fer að líkindum með móður sinni að Laxamýri 1844, þar eru foreldrar hennar gefin saman 28. ágúst þ. á. Fer með þeim þaðan að Reykjahlíð 1845, er þar með þeim á manntali um haustið. Fer þaðan 1848 að (Stóru)Reykjum og er með þeim þar á manntali 1850, en 1855 í Grímshúsum „ , 12, Ó, barn þeirra ,“. Sigurbjörg fer 1858 frá Skörðum að Hólum í Reykjadal, er á manntali í Skógarseli 1860, fer þaðan 1861 að Halldórsstöðum í Laxárdal, þaðan 1862 að Árbakka. Frá Sveinsströnd að Finnstöðum 1865, þaðan 1866 að Grímsnesi í Grýtubakkasókn með Jóhannesi Magnúsi Frímanni Jóhannessyni (JMFJ). Eignast þar með honum dótturina Sigríði Vilhelmínu 1. nóv. 1866, fer með JMFJ og dótturina frá Grímsnesi að Landamóti 1867. Eignast 13. júní 186(8?) dótturina Maríu Stefaníu með JMFJ, þá bæði á Ljósavatni. Fer (ein) 1871 frá Finnsstöðum að Auðnum, þar sem hún eignast þriðju dóttur þeirra JMFJ 21. júlí 1871. Sigurbjörg kemur að Víðaseli 1874 með dóttur sína Guðnýju Jakobínu (GJJ), fer með hana 1875 að Holtakoti í Ljósavatnssókn, þaðan 1876 að Hróarsstöðum, 1877 að Tungu á Svalbarðsströnd, þaðan 1878 að Ytri Skjaldarvík, þaðan 1879 að Krossastöðum


475

og þaðan 1880 að Hrauni í Öxnadal, og er GJJ jafnan með henni. Þær eru á manntali á Hrauni 1880. Sigurbjörg fæddi 7. júní 1881 dótturina Sigríði „á ferð sinni í Skógum, (38 ára) kennir föður Jónas hreppstjóra Jónatansson“ [Kb. Bægisárprk.]. En Jónas var húsbóndi Sigurbjargar á Hrauni „ , 50, G,“ við manntalið 1880. Sigurbjörg fer með dætur sínar 1881 „norður í Helgastaðasveit“ [Kb. Bægisárprk.] og er þeirra getið í [Kb. Ein.] þ. á., en ekki hvert þær fara. (Hreppstjóradótturinnar er að vísu ekki getið meðal burtvikinna úr Bægisárprk.). Sigríður dóttir Sigurbjargar deyr 17. ágúst 1882 „barn frá Hjalla, 1 árs, mislingar“ [Kb. Ein.], en sjálf fer hún 1884 frá Einarsstöðum að Halldórsstöðum í Laxárdal. Er á manntali í Kasthvammi 1890, en fer þaðan 1891 að Hálsi í Fnjóskadal, þaðan 1893 að Skarði og þaðan 1899 að Laxamýri, þar sem hún er hjú á manntalinu 1901. Sigurbjörg dó 22. febr. 1908 „Gömul kona í Prestsholti á Húsavík, 62 ára“ [Kb. Hús.]. Guðný Jakobína Jóhannesdóttir, dóttir Sigurbjargar hér næst á undan, kemur með henni að Víðaseli 1874 og fer með henni að Holtakoti árið eftir. Guðný Jakobína var fædd 21. júlí 1871. „Móðir Sigurbjörg Kristjánsdóttir lýsir barnsföður Jóhannes Jóhannesson (hét Jóhannes Magnús Frímann Jóhannesson) á Sandhaugum ógiptan vinnumann, sjálf er hún til heimilis á Auðnum, beggja 3. legorðsbrot“ [Kb. Grenj.]. Guðný Jakobína fylgir móður sinni á flækingi hennar, sjá hér næst á undan, og er aftur meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1881 „ , 10, sveitarb.“ en ekki er getið hvaðan eða hvert, hún er ekki á sama stað í skránni og móðir hennar og systir. Deyr 13. nóv. 1882 úr lungnatæringu „ , barn frá Kvígyndisdal, 11 ára,“ [Kb. Ein.]. Sigurjón Björnsson fer 1879, ásamt konu sinni hér næst á eftir, „ , 29, húsmaður“ frá „Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Sigurjón var fæddur 5. júní 1848 og voru foreldrar hans „Björn Björnsson á Árbakka, Guðrún Þorkelsdóttir að Garði, ógipt“ [Kb. Mýv.]. Faðir hans kemur þ. á. „ , 24, vinnumaðr,“ frá „Hrappst. í Kinn að Árbakka“ en móðir hans, einnig 1848, „ , 19, Dóttir konunnar“ (þ. e. Hallfríðar Magnúsdóttur, 48) „ , frá Hrappstöðum í Kinn að Garðe“ [Kb. Mýv.]. Sigurjón er á manntali á Árbakka 1850, þar eru þá einnig foreldrar hans vinnuhjú, bæði ógift, en giftust 14. okt. s. á. [Kb. Skút.]. Guðrún móðir hans deyr 6. júní 1851 „ , kona frá Árbakka, 21, lángvinn höfuðpína“ en faðir hans er 1855 „ , 31, G, vinnumaður,“ á Grænavatni. Sigurjóns er getið í [ÆÞ. II, bls. 245], þar sem fjallað er um vafasamt faðerni hans. Sigurjón fer 1854 ásamt Hallfríði móðurömmu sinni og Kristjáni Sigurðssyni síðari manni hennar og þeirra skylduliði „öll frá Lásgerði að Tungugérði á Tjörnesi“ [Kb. Ein.]. Hallfríður deyr á Ísólfsstöðum 5. júlí 1855, en Sigurjón er þar á manntali með Kristjáni þ. á., en flytur með honum 1857 „frá Hóli norður í Axarfjörð“ [Kb. Hús.] og er með honum á manntali 1860 á Mel „(heiðarkot byggt í Sandfellshagalandareign)“ (skammt sunnan við Hrauntanga) „ , 11, Ó, fósturpiltur,“. Sigurjón kemur 1869 „ , 21, léttapiltr, frá Kaldbak að Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hann kemur 1875 „ , 26, vmðr, úr Mývatnsveit að Skógarseli“ [Kb. Ein.] þar sem hann kvænist Sigríði Kristínu 3. júlí 1876, sjá um hana hér næst á eftir. Ekki er vitað hve lengi þau hjón eru í Skógarseli, en þau eru „hjón á Máskoti“ við fæðingu sonar 16. ágúst 1877 [Kb. Ein.]. Líklega fara þau að Víðaseli 1878, þar deyr sonur þeirra 30. sept. 1878. Eins og áður segir fara þau Sigurjón og Kristín 1879 „frá Víðaseli til Mývatns“. Þau koma 1880 með Jón son sinn að Stafnsholti og eru þar á manntali þ. á. en flytja 1881 „Frá Stafnsholti að Hofstöðum“ [Kb. Mýv.]. Sigurjón er bóndi á Árbakka 1882-1883 á móti Sigtryggi skv. manntalsþingbók. Þau fara 1883 „Frá Árbakka í Hrappstaði“ [Kb. Mýv.]. - Í [Kb. Lund.] er Sigurjón sagður koma 1883 með Jón frá Grænavatni, en S. Kristín árið eftir „ , frá Mývatni“. Jón deyr 28. júlí 1884 „ ,

Sigurjón Björnsson


476

barn á Hrappstöðum, 4“ og þar eignast þau hjónin dótturina Ólöfu Jakobínu 25. nóv. s. á. Þau flytja með hana 1885 „ , frá Hrappstöðum að Húsavíkurbakka“ [Kb. Lund.] og eru á manntali á Gautsstöðum á Húsavík 1890, þar sem Sigurjón er sjómaður. Þau eru öll þrjú á manntali í Hátúni á Húsavík 1901 og Sigurjón 1920 í Holti á Húsavík. Sigríður Kristín Einarsdóttir (ýmist skráð Sigríður, Kristín eða Kristín Sigríður) fer ásamt Sigurjóni manni sínum hér næst á undan 1879 frá „Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Sigríður Kristín var fædd 9. mars 1842, dóttir Einars Gamalíelssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur, sem þá voru „hión að Haganese“ [Kb. Mýv.]. Hún flytur 1843 „ , 11/2, fósturbarn, frá Haganesi að Hólum“ í Reykjadal og er þar á manntali 1845 með fósturforeldrunum Jóhannesi Jóelssyni og Sigríði Sigurðardóttur „ , 3, Ó, tökubarn,“. Þar búa þá einnig foreldrar Sigríðar Kristínar með þrem öðrum dætrum sínum, en þau flytja aftur í Haganes 1848. En Sigríður er áfram í Hólum á manntali 1850 „ , 8, Ó, fósturbarn,“ og á Rauðá 1855 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en 1860 er hún á Narfastöðum „ , 19, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1868 „26, vinnukona, frá Úlfsbæ að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Sigríður Kristín (þá raunar nefnd Kristín Sigríður) kemur 1876 „ , vkona, úr Mývatnssveit að Skógarseli“ [Kb. Ein.] og giftist Sigurjóni 3. júlí þ. á. „ , vkona sama staðar“ [Kb. Ein.], sjá ennfremur hjá Sigurjóni hér næst á undan. Sigfús Sigurjónsson, sonur Sigurjóns og Sigríðar Kristínar hér næst á undan, deyr 30. sept. 1878 „ , barn frá Víðaseli, 1 árs“ [Kb. Ein.]. Sigfús var fæddur 16. ágúst 1877 og eru foreldrar hans þá sögð „hjón á Máskoti“ [Kb. Ein.]. Guðni Metúsalem Sigurðsson. Fer 1880 samtímis Pétri og Aðalbjörgu „ , 14, léttadr.,“ frá Víðaseli að Bjarnastöðum [Kb. Ein.] (í Bárðardal, hann er þar á manntali 1880). Óvíst er hvenær hann kemur í Víðasel, en faðir hans dó á Litlulaugum 1876 og var heimilið þá leyst upp. Guðni var fæddur 11. maí 1866 á Litlulaugum, d. 4. nóv. 1903, sjá [ÆÞ. I, bls. 429 og 436].

1880 - 1883: Friðfinnur Jónasdóttir (í 2. sinn)

Þorkelsson

og

Þuríður

Friðfinnur og Þuríður koma að nýju 1880 ásamt þrem dætrum sínum frá „Birnustöðum að Víðaseli“ [Kb. Ein.] og eru þar á manntali það ár. Þau flytja 1883 ásamt þrem börnum „ , frá Víðaseli til Vesturheims“ [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Friðfinns er getið sem gjaldanda þinggjalda í Víðaseli í manntalsbók árin 18811883, á skrá yfir húsmenn og vinnumenn. Í [Laxd. bls. 89] er Friðfinnur sagður fæddur 9. júlí 1843 í Laugaseli. Þessi fæðingardagur virðist bersýnilega rangur, því Friðfinnur var fermdur frá Einarsstaðakirkju 27. maí 1855, þá sagður 14 ára [Kb. Ein.], er því tæpast fæddur síðar en 1841. En fæðingu hans er ekki að finna í kirkjubókum Helgastaða-, Eyjardalsár- né Mývatnsprestakalla. Manntal 1845 segir hann 5 ára, mt. 1850 9 ára, mt. 1855 15 ára, mt. 1860 20 ára og mt. 1880 38 ára. ÆÞ. segir hann fæddan um 1842. Friðfinnur er á manntali með foreldrum í Laugaseli 1845, 1850 og 1855 og er í sálnaregistri þar við lok ársins 1857. Við árslok 1859 er hann vinnumaður á Stórulaugum en fer þaðan að Brettingsstöðum 1860 „ , 19, vinnum,“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Kemur þaðan aftur að Laugaseli 1863 „23, vinnum“ [Kb. Ein.]. Hann fer þaðan


477

1870 „ , 32, vinnumaður, frá Laugaseli að Torfunesi“ [Kb. „Ein.], ([Kb. Þór.] segir „ , 28, vinnum,“), en ekki verður fullyrt að hann hafi þá verið í Laugaseli óslitið frá 1863. Í [ÆÞ. I, bls. 438] er Þuríður sögð fædd 1. apríl 1852 á Núpufelli. Ekki hef ég fundið þá fæðingu í [Kb. Möðruv.], hinsvegar er þar Þuríður fædd 27. apríl 1850, dóttir Jónasar Guðmundssonar bónda og konu hans Guðrúnar Þorláksdóttur á Núpufelli [Kb. Möðruv.]. Þau hjón eru þar á manntali 1850, en Þuríðar ekki getið, en fyrir kom að hvítvoðungar voru ekki alltaf skráðir í manntöl á þessum tíma. Á manntali í Fjósakoti í Möðruvallasókn 1855 er „Þuríður Jónasdóttir, 6, Ó, tökubarn,“ sögð fædd „hér í sókn“. En þá eru þau Jónas og Guðrún á bak og burt úr Núpufelli. Þuríður er á manntali 1860 á Halldórsstöðum í Kinn „ , 11, Ó, tökubarn,“ sögð fædd í Möðruvallasókn. Húsmóðir hennar á Halldórsstöðum er þá Sigríður Guðrún Jónsdóttir, líka sögð fædd í Möðruvallasókn. Eins og nokkru ofar er lýst, koma þau Friðfinnur og Þuríður fyrst að Víðaseli 1871, hann „ , 33, húsmaður,“ hún „ , 21, konuefni hans,“ „frá Torfunesi að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Þau fara árið eftir, ásamt Jónasi Guðna, „ , [ .. ] inn í Kræklingahl frá Víðaseli, hvar þau giftust“ [Kb. Ein.]. Þau eru meðal innkominna í Glæsibæjarprk. 1872 „hjón frá Víðirseli að Mýrarlóni“ [Kb. Glæs.], en Jónasar Guðna er þar ekki getið. Friðfinnur og Þuríður eru gefin saman 12. okt. 1872 „frá Mýrarlóni“ og flytja 1874 „ , frá Hraukbæjarkoti að Mývatni“ [Kb. Glæs.]. Ekki er þar getið meðal burtvikinna Jónínu Guðrúnar dóttur þeirra, f. 6. maí 1873 á Mýrarlóni. Enga skrá er að finna um innkomna í Mývatnssveit 1874, en þau hjón eignast dóttur 6. apríl 1875, þá „hjón í húsmennsku á Hóli“ [Kb. Þór.]. Þau eignast dótturina Kristbjörgu í Skriðuseli 27. des. 1877, sem deyr þar 3. jan. 1878 [Kb. Múl.]. Þau koma 1878 „frá Skriðuseli að Hólum“ í Laxárdal [Kb. Grenj.], eignast dóttur 29. des. 1879 „ hjón á Birnustöðum“ og flytja þaðan 1880 að Víðaseli með þrem dætrum [Kb. Grenj.], þar sem þau eru á manntali þ. á. Fóru til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Friðfinnur dó í Manitoba 29. júlí 1915. Sjá nánar um þau hjón í [ÆÞ. I, bls. 438].

Börn Friðfinns og Þuríðar í Víðaseli 1880-1883:

Jónína Guðrún Friðfinnsdóttir kemur 1880 með foreldrum sínum að Víðaseli og fer með þeim til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Jónína Guðrún var fædd 6. maí 1873 og voru foreldrar hennar þá „hjón á Mýrarlóni“ [Kb. Glæs.]. Eins og áður segir er hennar ekki getið við flutning foreldra úr Glæsibæjarsókn 1874, en hún kemur með þeim frá Skriðuseli að Hólum í Laxárdal 1878 „5, barn þra“ [Kb. Grenj.]. Jónínu er getið í [ÆÞ. I, bls. 438], hún dó 12. sept. 1940. Sigríður Helga Friðfinnsdóttir kemur 1880 með foreldrum að Víðaseli og fer með þeim til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Sigríður Helga var fædd


478

6. apríl 1875, voru foreldrar hennar þá „hjón í húsmennsku á Hóli“ [Kb. Þór.]. Ekki er hennar getið með foreldrum er þau flytja frá Skriðuseli að Hólum í Laxárdal 1878, en fer með þeim frá Birningsstöðum að Víðaseli 1880 og er þar með þeim á manntali þ. á. Sigríður dó í Vesturheimi 21. febr. 1912, sjá um hana í [ÆÞ. I, bls. 438]. Sigrún Friðfinnsdóttir kemur 1880 með foreldrum að Víðaseli „ , á 1, börn þeirra,“ [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.] og er með þeim þar á manntali 1880 „ , 0, Ó, barn hjónanna,“. Sigrún var fædd 29. des. 1879, voru foreldrar hennar þá „hjón á Birnustöðum“ [Kb. Grenj.]. Hún er á manntali í Hólum í Laxárdal 1890 hjá Sigurði Eyjólfssyni og Arnbjörgu Kristjánsdóttur „ , 10, Ó, fósturdóttir hjóna,“ og fer þaðan til Vesturheims 1901 „ , vinnukona, 21,“ [Vfskrá], [Kb. Þverárs.]. Hennar er ekki getið í [ÆÞ.] meðal barna Friðfinns og Þuríðar. Guðni Friðfinnson, f. í Víðaseli 15. apríl 1882 [Kb. Ein.]. Fór með foreldrum til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], sjá einnig [ÆÞ. I, bls. 438].

1883 - 1885: Sveinsdóttir

Sigvaldi

Kristjánsson

og

Ingibjörg

Sigvaldi er gjaldandi þinggjalda í Víðaseli í manntalsbók 1884 og 1885, fyrra árið á skrá yfir húsmenn og vinnumenn, síðara árið á skrá yfir búlausa. Sigvaldi og Ingibjörg flytja 1885 („bóndi“, „kona hs“) frá Víðaseli að Ystahvammi [Kb. Ein.], [Kb. Grenj.] ásamt tveim dætrum. Sigvaldi var fæddur 14. ágúst 1843 og voru foreldrar hans Kristján Sigmundsson og Elísabet Eiríksdóttir „búandi hjón á Hrauni í Grenjaðarstaðasókn“ [Kb. Grenj.]. Þar er hann með þeim á manntali 1845 og 1850, en 1855 á Arnarvatni „ , 13, Ó, sonur þeirra,“. Hann er fermdur frá Grenjaðarstað 1858, þá á Reykjum, og er á Laxamýri við manntalið 1860 „ , 18, Ó, vinnumaður,“. Sigvaldi fer 1871 „27, vinnum,“ frá Gautlöndum að Sigurðarstöðum, kemur þaðan aftur 1872 „ , 18, Vinnum,“ (!) og fer aftur frá Gautlöndum að Bjarnastöðum í Bárðardal 1873 [Kb. Mýv.]. Ingibjörg var fædd 4. ágúst 1848, voru foreldrar hennar Sveinn Jóelsson og Bóthildur Jóhannesardóttir „hjón búandi á Daðastöðum“ [Kb. Ein.]. Hún er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1850, einnig 1855 „ , 7, Ó, barn þeirra,“. Hún flytur með foreldrum frá Daðastöðum að Bjarnastöðum í Bárðardal 1858 og er með þeim þar á manntali 1860 „ , 13, Ó, tökubarn,“ en þar eru foreldrar hennar þá vinnuhjú. Sigvaldi og Ingibjörg voru gefin saman 21. okt. 1875, þá bæði vinnuhjú á Bjarnastöðum [Kb. Lund.], en eru „vinnuhjú Stórutungu“ við fæðingu Aðalbjargar árið eftir, sjá síðar. Þau eru öll þrjú á manntali á Hofsstöðum 1880, Sigvaldi vinnumaður en Ingibjörg „ , kona hans, húskona,“. Þau flytja 1882 „Frá Hofstöðum í Mývatnssveit að Máskoti“ [Kb. Ein], er þar beggja dætra þeirra getið, en í [Kb. Mýv.] er einungis Kristínar Matthildar getið.


479

Sigvaldi og Ingibjörg eru á manntali í Ystahvammi 1890 ásamt þrem börnum og Elísabet móður Sigvalda. Þar eru þau einnig á manntali 1901 ásamt Kristjáni Karli syni þeirra. Ingibjörg deyr 1. jan. 1905 „ , kona frá Yztahvammi, 55, Lungnabólga“ [Kb. Grenj.]. Sigvaldi er á manntali í Vesturhaga 1910 og deyr 17. des. 1911 „vinnumaður frá Syðrafjalli, 68, hjartaslag, dó í svefni“ [Kb. Grenj.].

Börn Sigvalda og Ingibjargar í Víðaseli 1883-1885:

Aðalbjörg Sigvaldadóttir kemur með foreldrum sínum að Máskoti 1882 „ , 6, börn þeirra,“ [Kb. Ein.] (ekki getið í [Kb. Mýv.]) og fer með þeim frá Víðaseli að Ystahvammi 1885 „ , 9, börn þra,“ [Kb. Ein.], [Kb. Grenj.]. Aðalbjörg var fædd í Stórutungu 14. febr. 1876, þar sem foreldrar hennar voru þá vinnuhjú [Kb. Lund.]. Hún er með þeim á manntali á Hofsstöðum 1880 og í Ystahvammi 1890 „ , 15, Ó, dóttir þeirra,“. Kristín Matthildur Sigvaldadóttir kemur með foreldrum sínum að Máskoti 1882 [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.] og fer með þeim frá Víðaseli að Ystahvammi 1885 „ , 3, börn þra,“ [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.]. Kristín var fædd 9. maí 1882, eru foreldrar hennar þá „hjón Hofstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún fer með foreldrum sínum fæðingarárið að Máskoti. Er með foreldrum á manntali í Ystahvammi 1890 „ , 8, Ó, dóttir þeirra,“.

Aðalbjörg Sigvaldadóttir

1885 - 1886: Í eyði Engan hef ég fundið í Víðaseli þetta ár, hefur þá lílega verið í eyði. Ekki er Víðasels heldur getið í manntalsþingbókinni 1886.

1886 - 1888: Stefánsdóttir

Sigurður

Jónsson

og

Sigurbjörg

Sigurður og Sigurbjörg koma frá Brettingsstöðum að Víðaseli 1886 („húsmaður, kona hs,“) [Kb. Ein.]. Þau flytja 1888 frá Víðaseli að Helluvaði ásamt dóttur sinni [Kb. Ein.]. Sigurður er á skrá yfir búlausa í Víðaseli í manntalsbók þinggjalda 1887 og 1888. Sigurður var fæddur 15. mars 1844 og voru foreldrar hans Jón Magnússon b. í Hörgsdal og s. k. hans Guðbjörg Sigurðardóttir [Kb. Mýv.]. Ekki er hans getið í Hörgsdal við manntalið 1845, en þar er hann með foreldrum og systkinum 1850 „ , 6, Ó, barn hjónanna,“. Hann er þar einnig á manntali 1860 „ , 17, Ó, barn hjóna,“. Sigurbjörg Stefánsdóttir

Sigurður fer 1865 „ , 22, vmðr,“ frá Stórutjörnum að Sigluvík (Sigurveig húsfreyja þar var hálfsystir hans) [Kb. Svalb. (Glæs.)], en [Kb. Hálss.] segir hann fara 1866 frá Stórutjörnum „inn á Strönd“. (Gæti verið sá sami Sigurður Jónsson, sem kemur 1864 „ , 21, vm, að Stórutjörnum frá Halldórst“ [Kb. Hálsþ.]). Þar kvænist hann, þá vinnumaður á Geldingsá, 1. okt. 1868 Sigurbjörgu Stefánsdóttur „vinnukona á Geldingsá 33 ára“ [Kb. Svalb. (Glæs.)].


480

Sigurbjörg var fædd á Vöglum 3. jan. 1835 [Kb. Hálss.], dóttir Stefáns Hallssonar, sem var „giftur“ og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, sem er þar „ógift hjú“. Hún kemur 1844 „ , 9, tökubarn,“ frá „Stórutj.“ að Fossseli, en fer árið eftir að Hjalla, þar sem hún er á manntali þ. á. „ , 12, Ó, systir bóndans,“ Árna Stefánssonar. Fermd 1849 á Einarsstöðum „frá Máskoti óekta“, en flytur s. á. frá Hjalla að Kálfborgará, þar sem hún er á manntali hjá Jóni og Herborgu 1850 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún flytur 1857 „ , 23, vinnukona“ frá Holti að Kálfaströnd [Kb. Mýv.], þar sem hún eignast 1859 dótturina Guðrúnu Sigurlaugu (sjá síðar) með Guðna Jónssyni. Þær mæðgur eru á manntali í Syðri Neslöndum 1860, en flytja þaðan 1861 að „Jallstaðaseli“ [Kb. Skút.], árið eftir að Heiðarseli og 1863 að Arndísarstöðum. Árið 1868 flytja þær frá VestariKrókum að Geldingsá og þar eru þau Sigurður og Sigurbjörg vinnuhjú, þegar þau eru gefin saman í Svalbarðskirkju 1. okt. 1868 [Kb. Svalb. (Glæs.)] eins og áður segir. Þau Sigurður og Sigurbjörg eignast dótturina Jónínu Ingbjörgu hinn 4. maí 1869 , þá enn vinnuhjú á Geldingsá [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Flytja ásamt henni 1871 frá „Sigluvík að Sveinströnd“ [Kb. Mýv.], en Guðrún Sigurlaug fer þá „12, niðurseta“ að Helluvaði. Sigurður og Sigurbjörg eru á Skútustöðum við fæðingu Stefáns 10. okt. 1873. Jónína Ingibjörg deyr 14. mars 1875 „ , barn á Bjarnastöðum, 6, úr barnaveiki“ [Kb. Mýv.]. Þau eru „vinnuhjú í Reykjahlíð“ við fæðingu Guðbjargar 9. mars 1876, á manntali á Sveinsströnd 1880 og flytja þaðan í Brettingsstaði 1884 („40, húsm“, „49, hs kona“) með tveim börnum [Kb. Mýv.]. Eftir Víðaselsdvölina fara þau 1889 frá Helluvaði að Litlulaugum ásamt Guðbjörgu, fara þaðan 1890 að Brettingsstöðum og eru þar á manntali þ. á., í vinnumennsku. Þau fara 1893 frá Brettingsstöðum að Máskoti [Kb. Ein.] og eru í árslok 1894 á fólkstali í Skógarseli [Sál. Helg.], og þaðan fer Sigurbjörg 1895 „ , 60, húsk,“ að Fremstafelli [Kb. Ein.]. Sigurður er vinnumaður á Litlulaugum við árslok 1895 og í Hólum R. við árslok 1896 [Sál. Helg.]. Fer 1897 „ , 53, vim, frá Hólum að Landamótsseli“ [Kb. Ein.] ([Kb. Þór.] segir þó „Að Landamótsseli frá Brettingsstöð“). Sigurður og Sigurbjörg fara bæði 1898 frá Landamótsseli að Brettingsstöðum [Kb. Þór.]. Þaðan fer Sigurður 1901 að Fremstafelli [Kb. Þverárs.], þar sem hann er á manntali um haustið „hjú“, en Sigurbjörg fer að Helluvaði 1901 [Kb. Þverárs.], [Kb. Mýv.] og er þar á manntali um haustið „ , lausakona, 67“. Hún fer þaðan 1902 að Mýrarkoti [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.]. Líklega deyr Sigurður 4. jan. 1906 „Lausamaður frá Hriflu, Dó í Máskoti á ferð úr lungnabólgu. En var jarðsungin í R.hlíð af sóknarprestinum á Helgastöðum“ [Kb. Ein.]. Á fólkstali í Hriflu við árslok 1905 er „Sigurður Jónsson, 65,“ [Sál. Þór.]. Aldurinn stendur ekki heima. Ekki er Sigurð að finna meðal burtvikinna eða dáinna í [Kb. Þór.] um þetta leyti. Sigurbjörg fer 1908 „ , Ekkja, 75, frá Héðinsvík að Barnafelli í Kinn“ [Kb. Hús.]. Er 1910 á manntali á Þóroddstað, þar sem Guðrún dóttir hennar og Sigfús eru þá. Hún kemur 1915 „ , 81, Hjeðinsvík að Kálfastr“ [Kb. Mýv.]. Sigurbjörg dó 10. okt. 1920 „Ekkja í Höfða, 85 ára, Ellihrumleiki og krabbamein“ [Kb. Mýv.] hjá dótturdóttur sinni og nöfnu.


481

Haft var eftir Sigurbjörgu, þegar hún leit öldruð yfir æviveginn: „Fallegur maður var Guðni, það veit Guð.“ [Munnl. heim.]. Sigurbjörg hafði viðurnefnið „mæða“.

Börn Sigurðar og Sigurbjargar í Víðaseli 1886-1888:

Stefán Sigurðsson kemur með foreldrum frá Brettingsstöðum að Víðaseli 1886 „13, börn þra“ og fer þaðan aftur að Brettingsstöðum 1888 [Kb. Ein.]. Stefán var fæddur 1. okt. 1873, voru foreldrar hans þá „ , hjón á Skútustöðum“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum og systur á manntali á Sveinsströnd 1880 og fer með þeim þaðan 1884 að Brettingsstöðum. Þegar foreldrar Stefáns fara úr Víðaseli að Helluvaði 1888, fer hann að Brettingsstöðum með Sigfúsi og Guðrúnu hálfsystur sinni og er þar á manntali 1890 „ , 17, Ó, vinnumaður,“. Þar er þá einnig á manntali Guðrún Erlendsdóttir „ , 12, Ó, dóttir þeirra,“ hjónanna Erlends og Sigríðar. Stefán fer 1894 „ , 20, vinnum., frá Brettingsst. í Fremstafell“ [Kb. Þverárs.]. Stefán og Guðrún voru gefin saman 9. júní 1899 [Kb. Ein.]. og eignuðust þau dótturina Sigríði á Brettingsstöðum 6. ágúst 1900 [Laxd. bls. 99]. Stefán drukknaði í Laxá 28. apríl 1901 og með honum Guðjón Sigurgeirsson; er frá því greint í [Laxd. bls. 210]. Þar segir einnig, að Stefán hafi verið jarðsettur frá Þverá 13. maí 1901, svo er einnig sagt í [Kb. Grenj.] og [Kb. Þverárs.]. Í [Kb. Mýv.] sýnast báðir hinir drukknuðu hafa verið jarðsettir í Reykjahlíð s. d. „ , Drukknuðu sd. 1. í sumri af byttu í Laxá [ .. ]. Jarðsungnir í Rhlíð í viðurv. mesta mannfjölda“ [Kb. Mýv]. Guðbjörg Sigurðardóttir kemur með foreldrum frá Brettingsstöðum að Víðaseli 1886 „10, börn þra“ og fer með þeim að Helluvaði 1888 [Kb. Ein.]. Guðbjörg var fædd 9. mars 1876 í Reykjahlíð þar sem foreldrar hennar voru vinnuhjú [Kb. Mýv.]. Hún er með þeim á manntali á Sveinsströnd 1880 og fer með þeim þaðan að Brettingsstöðum 1884. Eins og áður segir, fer Guðbjörg með foreldrum frá Víðaseli að Helluvaði 1888 og með þeim að Litlulaugum 1889. Hún fer þaðan 1890 „ , 14, dóttir þra,“ [Kb. Ein.] að Haganesi, þar sem hún er á manntali þ. á. Hún fer 1893 „ , vinnuk., 17,“ frá Geirastöðum í Skógarsel [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.] og er þar í fólkstali í árslok [Sál. Helg.], en er 1894 í Víðum og 1895 á Narfastöðum, á báðum stöðum „v. k.“ Guðbjörg eignaðist dótturina Láru (skírð Laura) með Pétri Péturssyni 4. jan. 1897 [Kb. Þór.], [ÆÞ. I, bls. 295], þá „húskona í Holtakoti“. [Kb. Þór.] (hefur líklega fengið húsaskjól hjá Guðrúnu Sigurlaugu hálfsystur sinni til að fæða barnið, sjá hjá Sigfúsi) og er meðal innkominna í Þóroddsstaðarprk. 1897 „Að Landamótsseli úr Reykjadalshr.“ [Kb. Þór.] ásamt föður sínum, sem kemur frá Hólum í R. eða Brettingsstöðum. Fer með dóttur sína ásamt foreldrum 1898 „Frá Landamótsseli að Brettingsstöðum“ [Kb. Þór.]. Þegar Stefán bróðir Guðbjargar drukknar 1901 (sjá hér næst á undan), fer hún ásamt Láru að Baldursheimi [Kb. Mýv.] og er þar með henni á manntali þ. á. Fer þaðan 1902 að Máná [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.], þar sem hún giftist 4. nóv. 1902 „lausakona á Máná, 26 ára“ Þórði Egilssyni (Þórður Vilhelm, sjá mt. 1910), sem þá er „lausamaður á Máná 39 ára“ [Kb. Hús.]. Guðbjörg og Þórður eru í Mýrarkoti 1903, á Héðinshöfða 1905 og 1907, í Héðinsvík 1909 við fæðingu barna [Kb. Hús.], og á manntali þar 1910 ásamt tveim dætrum og Láru. Þar eru þau einnig 1912 og 1917 við fæðingu barna [Kb. Hús.] og þar á manntali 1920 ásamt Laufeyju dóttur sinni.

Stefán Sigurðsson

Guðbjörg Sigurðardóttir


482

Annað skyldulið Sigurðar og Sigurbjargar í Víðaseli 1886-1888:

Guðrún Sigurlaug Guðnadóttir, dóttir Sigurbjargar húsfreyju, kemur 1886 að Víðaseli, hún eignast þar son í desember. (Hennar er ekki getið meðal innkominna frá Brettingsstöðum með Sigfúsi manni hennar og móður hennar og fjölskyldu.) Hún fer með Sigfúsi manni sínum, sjá hér næst á eftir, frá Víðaseli að Brettingsstöðum 1888 „28, kona hs“ [Kb. Ein.]. Guðrún Sigurlaug var fædd 5. maí 1859 á Kálfaströnd, dóttir Sigurbjargar og Guðna Jónssonar frá Víðum sem þá voru þar ógift vinnuhjú. Guðrún er á hrakningi með móður sinni á ýmsum stöðum, sjá hjá henni. Hún kemur 1871 „ , 12, niðurseta, Sigluvík að Helluvaði“ og þaðan er hún fermd 1873 „sæmilega að sér og skikkanleg“ [Kb. Mýv.]. Fer 1879 (með Meth. Magn.) að Einarsstöðum „ , 21, vkona,“ og er þar á manntali 1880. Guðrún kemur 1886 „ , 26, vk., frá Reykjad að Brettingsst.“ [Kb. Grenj.]. Ekki er getið búferlaflutninga hennar í Víðasel í [Kb. Ein.] og í [Kb. Þverárs.] er ekki skrá um innkomna né burtvikna þennan ártug. En hún giftist 16. okt. 1886 Sigfúsi Þórarinssyni, þá sögð „ , vkona samast.“ (þ. e. á Brettingsstöðum) [Kb. Grenj.], sjá hjá Sigfúsi hér næst á eftir. Guðrún Sigurlaug deyr 28. nóv. 1951 „ekkja Skútustöðum, 92,“ [Kb. Mýv.]. Sigfús Þórarinsson, tengdasonur Sigurbjargar húsfreyju, kemur 1886 „ , 22 húsmaður, frá Flatey að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Í [Kb. Þöngl.] segir að hann fari það ár „frá Niðribæ í Brettingsst: í Þverársókn“ og í [Kb. Grenj.] er hann sagður koma 1886 „ , 22, vmðr frá Svalbarðsstr. að Brettingsst.“ Hann fer frá Víðaseli 1888 ásamt konu sinni og syni að Brettingsstöðum „ , 23, húsmaður“ [Kb. Ein.]. Sigfús var fæddur 15. ágúst 1864 og voru foreldrar hans Þórarinn Jónsson og Sigurveig Jónsdóttir (Magnússonar í Hörgsdal) „búandi hjón í Sigluvík“ [Kb. Glæs.]. Faðir hans drukknaði í júní 1875 „ , 44 ára, bóndi frá Litlusigluvík. Drukknuðu af hákarlaskipinu „Helluhafrenning“.“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Sigfús fer 1879 „smali, 15, frá Litlusigluvík að Hóli í Fjörðum“ og þaðan 1880 „16, vinnupiltur frá Hóli að Ytri-Grenivík í Grímsey“ [Kb. Þöngl.], þar sem hann er á manntali 1880. Fer þaðan 1881 vinnumaður að Neðribæ í Flatey, þaðan sem hann fer „22, vinnumaður“ að Brettingsstöðum (eða Víðaseli), sjá hér ofar. Eins og áður segir, kvænist hann Guðrúnu Sigurlaugu 16. okt. 1886, þá „vmðr á Brettingsst., 22 ára“ [Kb. Grenj.]. Eftir flutning úr Víðaseli að Brettingsstöðum 1888 fara þau þaðan að Sigluvíkurkoti 1889 og eru þau þar (Sigluvíkurkot, þurrabúð) á manntali 1890. Fara 1891 frá Sigluvík í Ljótsstaði [Kb. Þverárs.] og 1892 í Skógarsel, talinn bóndi þar við árslok 1894 [Sál. Helg.] á 2. búi. Fara þaðan 1895 að Halldórsstöðum í Bárðardal, koma („bóndi“) 1897 frá Holtakoti aftur að Skógarseli [Kb. Þór.], en fara þaðan aftur 1898 að Hléskógum, koma 1901 í þriðja sinn að Skógarseli frá Þverá í Þönglabakkasókn. Þau eru á manntali í Skógarseli 1901 (Sigfús „húsmaður“) og á fólkstali þar við árslok 1902; eru við árslok 1903 í Glaumbæjarseli [Sál. Helg.], þaðan sem þau flytja að Barnafelli 1904 [Kb. Ein.]. Sigfús og Guðrún eru á Þóroddstað við manntalið 1910, hann hjú, hún húskona. Þau flytja frá Rauðá í Breiðumýri 1914 (Sigfús „vmaður, 50,“) [Kb. Grenj.], þar sem Sigfús annast búskap læknis, en flytja 1918 að Höfða í Mývatnssveit til dóttur sinnar og tengdasonar og eru þar á manntali 1920, hjú. Árið 1930 flytur Bárður frá Höfða með konu og 6 börnum að Krossanesi við Eyjafjörð, en Sigfús og Guðrún fara með þeim þangað frá Skútustöðum [Kb. Mýv.]. Þau koma þó fljótlega aftur að Eyjardalsá í Bárðardal, þar sem Sigfús deyr 12. nóv. 1932 „Húsm. á Eyjardalsá í Bárðardal, 68, Krabbamein“ [Kb. Mýv.]. Guðrún kemur 1933 „húsk., 74,“ frá Eyjardalsá í Skútustaði, þar sem hún deyr 28. nóv. 1951 „ekkja Skútustöðum, 92,“ [Kb. Mýv.].


483

Sigfús var fatlaður (hafði klumbufót) og var kallaður „Fúsi bægifótur“. [Munnl. heim.]

Karl Valdemar Sigfússon, dótturson Sigurbjargar húsfreyju, sonur Sigfúsar og Guðrúnar hér næst á undan, f. 9. des. 1886 í Víðaseli. Fer þaðan með foreldrum sínum 1888 að Brettingsstöðum [Kb. Ein.]. Karl kemur með foreldrum sínum frá Ljótsstöðum að Skógarseli 1892 [Kb. Ein.] og fer með þeim þaðan að Halldórsstöðum í Bárðardal 1895. Hann er ekki með foreldrum sínum þegar þau eru síðar í Skógarseli. Fer 1898 „ , tökud., 12, frá Ljósavatni að Hléskógum“ [Kb. Þór.], en það ár flytja foreldrar hans þangað frá Skógarseli [Kb. Ein.]. Hann er á Geldingsá við manntalið 1901 „smali, 14“ þangað sem hann kemur þ. á. úr Þönglabakkasókn, þegar foreldrar hans fara í þriðja sinn í Skógarsel. Vinnumaður á Landamóti við manntalið 1910. Fer 1917 „ , smiður, 31,“ frá Rauðá í Bárðardal að Höfða [Kb. Mýv.]. Er á manntali í Aðalstræti 18 á Akureyri 1930 með konu og þrem börnum. Karl var þekktur rokkasmiður. Faðir Þráins Karlssonar leikara.

1888 - 1889: Björnsdóttir

Kristján H. Þorsteinsson og Arnfríður

Kristján er á skrá yfir gjaldendur á manntalsþingi 16. maí 1889 fyrir Víðasel, á skrá yfir búlausa eins og venja var um Víðaselsmenn. Nokkra tortryggni mína vakti, að Kristján og Arnfríður eignast dótturina Elínu 12. febr. 1889; er þá samviskusamlega bókað að foreldrar hennar séu „hjón í húsmennsku á Narfastöðm“ [Kb. Ein.]. Hreiðar Karlsson sagði mér símleiðis 28. ágúst 2005 - eftir dagbókum Narfastaðabænda - að þau komi að Narfastöðum 20. jan. 1889 með eitt barn og daginn eftir er komið með 29 kindur úr Víðaseli í Narfastaði. 25. júní 1889 fara þau alfarin frá Narfastöðum í Litlulauga. Við árslok 1889 eru þau hjón með tveim börnum sínum á Litlulaugum, þar sem Kristján er „bóndi, 30,“ [Sál Helg.].

Kristján Hólmsteinn var fæddur 28. okt. 1860 á Öxará, sonur Þorsteins Arasonar og Guðrúnar Jónsdóttur [ÆÞ. II, bls. 172 og 175]. Hann var fatlaður, haltur af berklum í fæti. Albróðir Hólmgeirs í Vallakoti og Steingríms á Daðastöðum sem fór til Vesturheims. Kristján er á manntali á Skútustöðum 1880 „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Arnfríður var fædd 15. júlí 1861 í Presthvammi, dóttir Björns Björnssonar og Bóthildar Jónsdóttur. Hún er á manntali á Arnarvatni 1880 „ , 19, Ó, vinnukona“. Kristján og Arnfríður voru gefin saman 25. okt. 1884, þá bæði í vinnumennsku á Arnarvatni [Kb. Mýv.]. Þau eru í Haganesi við fæðingu Hólmsteins í apríl 1886, en flytja það ár að Daðastöðum [Kb. Ein.], en þar bjó þá Steingrímur bróðir Kristjáns. Þau Kristján og Arnfríður bjuggu á Litlulaugum og í

Kar Valdemar Sigfússon


484

Grjótárgerði, en voru lengstum í húsmennsku, m. a. í Heiðarseli. Kristján dó á Gautlöndum 2. júní 1921 en Arnfríður í Álftagerði 24. ágúst 1936. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. II, bls. 172-178].

Sonur Kristjáns og Arnfríðar, líklega með þeim í Víðaseli 1888-1889, sbr. dagb. Narfastaðabænda, sjá hér nokkru ofar.

Hólmsteinn Kristjánsson var fæddur 28. apríl 1886 í Haganesi, þar sem foreldrar hans eru þá „ , gift hjú“ [Kb. Mýv.]. Dó 22. apríl 1920, lausamaður á Gautlöndum [ÆÞ. II, bls. 176], [Kb. Mýv.].

Annað skyldulið Kristjáns og Arnfríðar í Víðaseli 1888-1889:

Bóthildur Jónsdóttir, móðir húsfreyju, deyr þar 9. okt.P 1888 „(kona), ekkja frá Víðaseli, 70 ára“ [Kb. Mýv.]. Bóthildur var fædd 10. okt. 1818 á Hofstöðum, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Sigríðar Maríu Sigurðardóttur [ÆÞ. VII, bls. 309]. Hún er með foreldrum og sjö systkinum á manntali á Arnarvatni 1835, en 1840 er hún „ , 23, Ó, vinnukona ,“ á Grænavatni. Hún er vinnukona á Draflastöðum 1841-1843, en kemur þá aftur að Arnarvatni og er þar á manntali 1845 „ , 28, Ó, þeirra barn“ ásamt Sigurgeir „ , 1, Ó, hennar son,“. Bóthildur giftist Birni Björnssyni 24. sept. 1847, þá bæði í Hólum í Laxárdal, og segir í athugasemd: „Þessar persónur hafa áður átt barn saman“ [Kb. Grenj.]. Þau flytja þaðan 1848 ásamt Sigurgeir syni þeirra að Geitafelli [Kb. Grenj.] og eru þar vinnuhjú á manntali 1850. Flytja þaðan þ. á. að Geirastöðum („vinnumaður“, „kona hs“) [Kb. Mýv.]. Þau eru í húsmennsku á Bjarnastöðum í Mývatnssveit 1851-1852, sjá þar, en flytja þá að Presthvammi. Björn og Bóthildur búa í Presthvammi 1852-1862 og eru þar á manntali 1855 og 1860. Virðist heimilið að mestu leyst upp vegna fátæktar 1862, en þó munu þau hjón hafa átt þar heima þar til Björn andaðist 2. ágúst 1864. Hún fer 1866 „ , 49, ekkja frá Holtakoti að Geirastöðum“ ásamt börnum sínum Kristjáni og Arnfríði [Kb. Grenj.]. Hún er á manntali á Arnarvatni 1880 „ , 63, E, húskona,“. Ekki er andláts hennar getið í [Kb. Ein.]. Sjá um Bóthildi í [ÆÞ. VIII, bls. 147] og [ÆÞ. VII, bls. 309-332] um afkomendur.

1889 - 1897: Í eyði Enginn er í Víðaseli í fókstali 1889-1896, verður að ætla að það hafi öll árin verið í eyði.

1897 - 1915: Eiríksdóttir

Baldvin Jónatansson og Anna Friðrika

Baldvin og Anna koma 1897 („húsm,“, „kona hs“) frá Syðri-Skál í Víðasel [Kb. Þór.] (í [Kb. Ein.] er Baldvin sagður bóndi). Anna deyr í Víðaseli 7. mars 1915 og flytur þá Baldvin til Húsavíkur [Kb. Grenj.]. Baldvin Jónatansson


485

Baldvin var fæddur 30. sept. 1860 og voru foreldrar hans Jónatan Eiríksson og Guðrún Stefánsdóttir „hjón á Bergstöðum“ [Kb. Múl.]. Hann er þar á manntali um haustið ásamt foreldrum og 8 eldri systkinum. Fer 1862 „2, hreppsbarn, Bergstöðum að Vaði“ [Kb. Helg.], [Kb. Múl.] (þá fara foreldrar hans að Lásgerði með eitt barn [Kb. Múl.]) og 1864 „á hrepp að Hólum frá Vaði“ [Kb. Ein.], [Kb. Helg.]. Baldvin er fermdur á hvítasunnudag 16. maí 1875, á þá heima í Glaumbæ [Kb. Ein.]. Við manntalið 1880 er hann á Þóroddstað „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Baldvin kemur 1882 „ , 24., v. m., frá Birningsst. í Laxárdal að Skógum“ [Kb. Hálss.], þar sem hann kynnist konuefni sínu. Fer 1883 „frá Skógum að Hamri í Laxárdal“ [Kb. Hálss.], [Kb. Grenj.]. Anna var fædd 7. febr. 1838 á Syðra-Hóli í Kaupangssókn og voru foreldrar hennar Eiríkur Pétursson og Sigríður Tómasdóttir, sem þá búa þar [Kb. Kaup.]. Anna er með þeim þar á manntali 1840 ásamt tveim eldri systkinum. Eiríkur deyr 17. ágúst 1841 [Kb. Kaup.] og við manntalið 1845 er Anna á Ytritjörnum „ , 8, Ó, tökubarn,“ ásamt eldri bróður sínum og móður, sem þar er „ , 48, E, vinnukona,“. Anna kemur 1849 „ , 11, léttastúlka“ frá Kolgrímastöðum að Borgarhóli [Kb. Munk.] og er á manntali 1850 á Munkaþverá, 3. heimili „ , 12, Ó, léttastúlka“ (Borgarhóll finnst þá ekki á manntali, hefur líkl. verið hjál. Munk.). Hún er á Ytri Tjörnum við fermingu 1852 hjá Kristjáni bróður sínum, fer þaðan 1854 að Tjörnum í Hólasókn, þar sem hún er á manntali 1855 „ , 18, Ó, vinnukona,“. Anna fer 1859 frá Jórunnarstöðum að Ytritjörnum og 1860 að Bringu, þar sem hún er á manntali 1860. Hún kemur 1865 frá Öxnafelli að Syðritjörnum og þaðan 1866 að Syðrivarðgjá [Kb. Munk.]. Fer 1869 „ , 31, vinnukona, frá Litlaeyrarlandi að Grund í Ef.“ [Kb. Kaup.]. Fer 1874 frá Grund að Möðrufelli (sem er í Grundars.!), en kemur 1877 „ , 40, vinnukona,“ frá Hraungerði (í Grundarsókn) að Samkomugerði [Kb. Mikl.], þar sem hún er á manntali 1880. Árið 1881 fer Anna frá Samkomugerði að Birningsstöðum [Kb. Mikl.], [Kb. Hálss.] og 1883 frá Skógum að Haganesi [Kb. Mýv.], [Kb. Hálss.]. Baldvin og Anna Friðrika voru gefin saman 16. des. 1883 [Kb. Mýv.], á Baldvin þá heima á „Hamri í Laxárdal 23.“ en Anna Friðrika er „vikona í Haganesi. 43.“ Baldvin fer 1884 „frá Hamri að Varðgjá“ [Kb. Grenj.], en Anna Friðrika fer s. á. „Úr Haganesi í Eyjafiorð“ [Kb. Mýv.]. Þau koma bæði inn í Kaupangssókn þ. á., að „Vargá ytri“ („húsm.“, „kona hans“), en fara 1886 „hjón“ frá „Ytri Varðgjá að Vallnakoti í Fnjóskadal“(svo). Ekki finnst þeirra þó getið í [Kb. Hálss.] um þessar mundir, en þau eru meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1886 „Frá Varðgjá að Hömrum“. Í manntalsþingbók 1888 er Baldvin sagður bóndi í Glaumbæjarseli á móti Jóni Björnssyni. Þau fara þ. á. „Frá Glaumbæjarseli að Hamri í Þverársókn“ [Kb. Ein.], en þeirra finnst hvergi getið í [Kb. Grenj.] eða [Kb. Þverárs.] þetta ár. Með þeim er sögð fara Baldvina Anna Hallgrímsdóttir „ , 1, fósturb. þra,“ [Kb. Ein.], virðist hún falla af himnum ofan, því ekki er hennar getið meðal fæddra eða innkominna í sóknina. Hún er hins vegar sögð koma það ár með foreldrum, Hallgrími Bjarnarsyni og Stefaníu Jónatansdóttur „ , þeirra barn, 2, Frá Göngustaðakoti í Urðasókn að Svalbarði“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. En Stefanía var systir Baldvins. Þau Hallgrímur og Stefanía fara 1890 frá Svalbarði að Laufási og eru þar á manntali þ. á. ásamt Önnu Baldviníu „ , 4, Ó, tökubarn,“ sem þá heitir svo í manntalinu.


486

Baldvin og Anna Friðrika eru sögð koma inn í Þóroddstaðarprk. 1890, hann „vm. 29“ hún „kona, 50“, bæði að Úlfsbæ, en ekki er getið hvaðan. Þar er Anna Friðrika á manntali þ. á. „ , 50, G, vinnukona,“ og Baldvin á viðaukaskýrslu B „ , 29, G, [ .. ], í Hrísey við fiskróðra“ og er hans einnig getið meðal vermanna í Stærra-Árskógssókn í viðaukaskýrslu A, í Syðstabæ. Baldvin og Anna fara 1892 „hjón frá Arndísarstöðum að Stafnsholti“ [Kb. Þór.] og eru þar á fólkstali við árslok þ. á., er Baldvin þar „húsm, 31“ [Sál. Helg.]. Þau fara þaðan 1893 að Holtakoti [Kb. Ein.], [Kb. Þór.], fylgir þeim þá Baldvina Anna „ , tökub., 6, frá sama að sama“ skv. [Kb. Þór.]. Þau hjón fara, eins og áður segir 1897 frá Syðriskál í Víðasel, en þá fer „Baldvina A. Hallgrímsd., tökubarn, Frá sama inn á Svalbarðsströnd“ [Kb. Þór.]. Baldvin og Anna eru á manntali í Víðaseli 1901 og 1910. Þau eru einnig á fólkstali 1897-1910. 1897 og 1900-1910 er Baldvin sagður „bóndi“ en 1898 og 1899 „skáld“ [Sál. Helg.]. Er svo einnig skráð 1915 („skáld, 54“), þegar Baldvin fer „Frá Víðaseli á Húsavík“ [Kb. Grenj.], hygg ég það ekki algengt starfsheiti í opinberum skrám á þeim tíma. Eins og fyr getur, deyr Anna Friðrika 7. mars 1915 „ , gipt kona frá Víðaseli, 76, Ellilasleiki?“ [Kb. Grenj.] og er vandséð, hvaða merkingu eigi að leggja í spurningarmerkið. Baldvin kvæntist að nýju Elenóru Ágústu Símonardóttur og er hann með henni og börnum þeirra á manntali í Auðbrekku á Húsavík 1920 og 1930.

1915 – 1924 og 1925 - 1927: Árni Jakobsson og Sigríður Kristín Sigurgeirsdóttir Árni og Sigríður koma frá Brettingsstöðum að Víðaseli 1915. Þau fara að Stafnsholti 1924, koma þaðan aftur 1925, en fara þangað að nýju frá Víðaseli 1927 [Ávf.]. [Ávf.] er ekki alveg sjálfri sér samkvæm í þessu efni. Á bls. 115 segir að þau hafi flutt 1923 að Stafnsholti. Þetta verður að draga í efa með hlíðsjón af eftirfarandi: Sigurjón fer frá Víðaseli til Húsavíkur 1924 og Guðný deyr í Stafnsholti 25. okt. þ. á. Þá segir á bls. 118, að dvöl þeirra í Stafnsholti hafi þá ekki verið nema eitt ár.

Árni var fæddur 20. mars 1891 og voru foreldrar hans Jakob Guðmundsson og Guðný Jónsdóttir „ , ógipt vinnuhjú á Arnarvatni.“ [Kb. Mýv.]. Árni er með foreldrum sínum 1901 á manntali á Hofstöðum og með móður sinni í Vindbelg 1910. Hann kemur 1914 „ , húsm, 23, frá Vindbelg að Brettingsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Sigríður Kristín var fædd 13. nóv. 1872 og voru foreldrar hennar Sigurgeir Jónsson og Sigurborg Jónsdóttir „ , hjón í húsmennsku í Márskoti“ [Kb. Ein.], í aths. er sagt að hún var skírð á Skútustöðum. Sigríður er á manntali í Víðum 1880, 1890, 1901 og 1910.

Árni Jakobsson


487

Árni og Sigríður voru gefin saman 4. júlí 1914 í Þverárkirkju, hann „húsmaður Brettingsstöðum“ hún „bústýra hans“ [Kb. Grenj.]. Þau flytja 1915 frá Brettingsstöðum að Víðaseli. Þau eru í Stafnsholti 1927-1930, á Brettingsstöðum 1930-1932, en flytja þá í Reykjadal, fyrst í Þinghúsið en þá á býlið Grund, sem reist var fyrir þau við brekkuna ofan við Einarsstaði. Fluttu 1937 til Húsavíkur. Þar dó Sigríður 11. sept. 1955 og Árni 24. mars 1960 [Ávf. bls. 145]. Árni veiktist af lömunarveiki um áramótin 1914-15 og var farlama upp frá því. Æviferli hans og þeirra hjóna er lýst í sjálfsævisögunni [Ávf.]. Sjá einnig um Árna í [ÆÞ. V, bls. 244] og Sigríði Kristínu í [Laxd. bls. 92].

Skyldulið Árna og Sigríðar í Víðaseli 1915-1927:

Jakob Guðmundsson, faðir Árna, kemur 1915 „ , f. bónda, 57? Úr Fjöllum í Kelduhv. að Víðaseli“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1920 „faðir húsbónda, vinnumaður, Ó,“ Fer með þeim að Stafnsholti 1927 [Ávf.]. Jakob var fæddur 9. júní 1858 og voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir (Brúnagerðisætt) „hjón búandi á Ytrafjalli“ [Kb. Múl.], en þau bjuggu um hríð í Vallakoti. Jakob fer 1872 með Árna föðurbróður sínum og fjölskyldu „ , 13, ættingi bónda“ frá Litlulaugum að Stöng [Kb. Ein.]. Hann kemur 1874 „ , 16, léttadr, úr Mývatnssveit að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Fer þaðan árið eftir með Guðna bróður sínum og fjölskyldu „ , 16, léttadr.“ frá „Laugas. til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. ([Kb. Grenj.] segir þó að hann komi 1874 „ , 16, ljettapiltur, frá Laugaseli að Birnustöðum“). Jakob er á manntali í Reykjahlíð 1880 „ , 21, Ó, vinnumaður,“ Hans er getið meðal innkominna í Mývatnsþing 1883 „ , 25, vimaðr, frá Eyjafirði í Grímsstaði“, þó í sviga. Hann er á manntali 1890 á Arnarvatni „ , 32, Ó, vinnumaður,“ þar sem Guðný barnsmóðir hans er þá einnig vinnukona, sjá hér neðar. Jakob er á manntali á Hofsstöðum 1901 ásamt barnsmóður sinni og syni. Fer 1910 „ , vm, 52, Grímsstöðum - Árnanes“ [Kb. Mýv.] og er á manntali 1910 á Ytri-Bakka, hjú. Hann er á manntali á Brettingsstöðum 1930 „faðir húsbónda“. Jakob var síðast hjá Árna syni sínum á býlinu Grund (Einarsstaðagrund), sem byggt var úr gömlu baðstofunni á Einarsstöðum. Þar dó hann 8. des. 1932, sjá [ÆÞ. V, bls. 244]. Um hann er einnig fjallað í [Ávf.]. Sigurður Jónsson á Einarsstöðum, f. 1920, d. 2003, var kunnugur Jakob sem nágranna, fór vel á með þeim. Sigurður er staddur inni, var fátt manna þar, þó einhver eldri bræðra hans, líklega Haraldur. Sigurður þykist heyra gengið um, fer fram og kemur að vörmu spori aftur. Spyr bróðir hans, hvort einhvar hafi þar verið. Sigurður svarar: já, það var Jakob að ná í húfuna sína. En Jakob var þá látinn og stóð lík hans uppi í kirkjunni, hafði farist fyrir að segja Sigurði frá láti Jakobs [Frásögn Sigurðar um 2002].


488

Guðný Jónsdóttir, móðir Árna, fer með honum að Víðaseli 1915 [Ávf., bls. 72] og er þar á manntali 1920 „móðir húsbónda, hjá syni sínum, Ó,“. Hún fer þaðan með syni sínum og tengdadóttur að Stafnsholti 1923 [Ávf., bls. 115] (líklega er 1924 réttara, sjá áður). Guðný var fædd 6. júlí 1844 á Hofstöðum, voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „hjón á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1845 og 1860, en við manntalið 1890 er hún á Arnarvatni „ , 46, Ó, vinnukona,“ (á búi Meth. Magn.), þar sem Jakob er þá einnig, sjá hér ofar. Guðný er á manntali á Hofstöðum 1901 ásamt Jakob og Árna syni þeirra, en 1910 í Vindbelg ásamt Árna. Sjá nánar um hana í [Ávf.]. Guðný deyr 25. okt. 1924, „ , ógipt frá Stafnsholti, 80 ár, Hjartasjúkdómur“ [Kb. Grenj.], hún var systir Jóns Jónssonar í Stafnsholti. Sigurborg Jónsdóttir, móðir Sigríðar húsfreyju, kemur að Víðaseli 1926 [Ávf., bls. 119] og deyr þar 7. ágúst 1926 „ , ekkja frá Víðaseli, tæpra 90, Ellisjúkleiki ef til vill slag, dó í svefni“ [Kb. Grenj.], [Laxd. bls. 91]. Sigurborg var fædd 31. okt. 1836 á Hofstöðum, dóttir Jóns Eiríkssonar og f. k. h. Sigríðar Þorsteinsdóttur [Laxd. bls. 91], [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum og systkinum á manntali þar 1840 og 1845, 1850 hjá föður sínum og stjúpmóður, og 1855 og 1860 er hún þar vinnukona hjá systur sinni og mági. Sigurborg giftist 11. okt. 1869 Sigurgeir Jónssyni, voru þá bæði í Reykjahlíð [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Víðum 1880, 1890 og 1901, en 1910 og 1920 er Sigurborg ekkja þar. Sjá um hana, mann hennar og börn í [Laxd. bls. 91-92], einnig í [Ávf].

Vandalausir í Víðaseli í búskapartíð Árna og Sigríðar 1915-1927:

Sigurjón Hansson (Hansarson) kemur 1919 „ , v. p., 15“ frá Húsavík að Víðaseli [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1920 „ , vinnupiltur, smali, Ó,“. Hann fer 1924 „ , vinnum., 19, Frá Víðaseli að Húsavík“ [Kb. Grenj.]. Kemur aftur 1925 „ , vinnum, 21, frá Húsavík að Víðaseli“ [Kb. Grenj.]. Fer með Árna og Sigríði að Stafnsholti 1927. Sigurjón var fæddur 4. mars 1904 og voru foreldrar hans „Hans Stefánsson og Stefanía Friðbjarnardóttir hjón í Mói á Húsavík“ [Kb. Hús.]. Hann er fermdur á Húsavík 26. maí 1918 [Kb. Hús.]. Sigurjón kemur aftur 1929 „ , vinnum, 24, frá Stafnsholti til Húsavíkur“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1930 með móður sinni á Þorvaldsstöðum. Sjá nánar um dvöl Sigurjóns í Víðaseli og Stafnsholti í [Ávf.].

1. yfirferð lokið haustið 2005. Endurskoðað 3. nóv. 2005. Enn breytt í mars 2006. R. Á. Þessi prentun gerð 28. jan. 2008. R. Á.

Sigurborg Jónsdóttir


489

Búendur í Víðaseli Í Víðaseli eru húsbændur yfirleitt ekki taldir meðal bænda í manntalsbók þinggjalda (til 1899), heldur meðal búlausra eða hús- og vinnumanna.

1863 - 1866: Jón Einarsson og Ástríður Pétursdóttir og

1866 - 1874: Jón Einarsson 1868 - 1869: Jónatan Eiríksson og Guðbjörg Eiríksdóttir 1871 - 1872: Friðfinnur Þorkelsson og Þuríður Jónasdóttir 1872 - 1873: Jóhann Jóhannsson og Guðrún Sigríður Ólafsdóttir 1874 - 1880: Pétur Guðmundsson og Aðalbjörg Árnadóttir 1880 - 1883: Friðfinnur Þorkelsson og Þuríður Jónasdóttir (í 2. sinn) 1883 - 1885: Sigvaldi Kristjánsson og Ingibjörg Sveinsdóttir 1885 - 1886: Í eyði 1886 - 1888: Sigurður Jónsson og Sigurbjörg Stefánsdóttir 1888 - 1889: Kristján Hólmsteinn Þorsteinsson og Arnfríður Björnsdóttir 1889 - 1897: Í eyði 1897 - 1915: Baldvin Jónatansson og Anna Friðrika Eiríksdóttir 1915 - 1924: og

Árni Jakobsson og Sigríður Kristín Sigurgeirsdóttir

1925 - 1927: Skammstafanir og skýringar: [AlmÓTh.]: Almanak ÓlafsThorgeirssonar, Winnipeg. [Ávf.]: Árni Jakobsson: Á völtum fótum, ævisaga. Ak. 1963. [Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.


490

3. Nafnaskrá Heimilisfólk á nokkrum eyðinýbýlum á Fljóts- og Mývatnsheiðum

Nafn

Fæðingarár/

Hvar til heimilis

Dánarár Abigael Jónsdóttir

1823 -

Hrapp.

Aðalbjörg Árnadóttir

1851 -

Víðas. Árb.

Aðalbjörg Einarsdóttir

1855 - 1860

Árb.

(Aðalbjörg Illugadóttir

um 1816 - 1889

Árb.)

Aðalbjörg Jónsdóttir

1811 -

Árb.

Aðalbjörg Jónsdóttir

1832 -

Brenn. Jarl.

Aðalbjörg Sigríður Jósefsdóttir

1849 -

Skóg. Narf.

Aðalbjörg Pálsdóttir

1779 - 1857

Brenn.

Guðný Aðalbjörg Pálsdóttir

1870 - 1946

Laug. Árb.

Aðalbjörg Sigurbjarnardóttir

1864 -

Jarl.

Aðalbjörg Sigurðardóttir

1811 - 1879

Brenn.

Aðalbjörg Sigurðardóttir

1864 -

Bjarn. Heið.

Aðalbjörg Sigvaldadóttir

1876 -

Víðas.

Aðalbjörg Sveinsdóttir

1846 -

Árb.

Aðalgeir Kristjánsson

1892 - 1977

Hörg. Bjarn.

Aðalheiður Helgadóttir

1926 - 2000

Laug.

Aðalbrikt Kristinsson

1839 -

Heið.

Aðalsteinn Jónasson

1875 -

Stór.

Guðmundur Aðalsteinn Kristjánsson 1872 - 1921

Hörg.

Albert Friðfinnsson

1863 - 1865

Laug.

Indriði Albert Jónsson

1855 -

Hörg. Laug. Hrapp.

Albert Kristjánsson

1861 -

Stho.

Albert Sigurbjarnarson

1855 -

Jarl.

Albína Svanfríður Sveinsdóttir

1856 -

Hörg.

Andrés Jóhannesson

1887 - 1915

Laug.


491

Andrés Sveinsson

1798 - 1884

Laug. Hörg.

Anna María Árnadóttir

1869 -

Grjót.

Anna Ásmundsdóttir

1788 - 1861

Skóg.

Anna Pálína Benediktsdóttir

1873 - 1946

Grjót. Brenn.

Anna María Benjamínsdóttir

1827 -

Narf.

Anna Sigríður Björnsdóttir

1865 -

Bjarn.

Kristjana Anna Eggertsdóttir

1894 - 1932

Narf.

Anna Friðrika Eiríksdóttir

1838 - 1915

Stho. Víðas.

Anna Friðfinnsdóttir

1835 -

Grjót.

Anna Friðfinnsdóttir

1880 -

Bjarn.

Anna Sigríður Guðnadóttir

1855 -

Laug.

Anna Guðrún Halldórsdóttir

1901 - 1933

Grjót.

Anna Sigríður Halldórsdóttir

1860 -

Skóg.

Anna Jónasdóttir

um 1884 -

Hrapp.

Anna Jónsdóttir

1820 -

Grjót.

Anna Jónsdóttir

um 1829 -

Brenn.

Anna Jónsdóttir

1839 -

Grjót.

Anna Sigríður Jónsdóttir

1847 - 1848

Hörg.

Anna Jónsdóttir

1851 -

Stór. Stho. Grjót.

Anna Margrét Jónsdóttir

1859 - 1941

Brenn.

Anna Guðrún Jónsdóttir

1863 -

Grjót.

Anna Jónsdóttir

1891 -

Laug.

Anna Sigríður Kristjánsdóttir

1851 - 1922

Grjót.

Anna Kristjánsdóttir

1863 - 1947

Heið.

Anna Guðrún Kristjánsdóttir

1884 - 1902

Grjót.

Anna Oddsdóttir

um 1771 - 1840

Heið.

Anna Sigurðardóttir

1782 - 1864

Brenn.

Anna Guðný Sigurðardóttir

1851 -

Skóg.

Anna Sigríður Sigurðardóttir

1856 -

Heið.

Anna Sigríður Sigurðardóttir

1860 - 1946

Stór. Bjarn.

Anna Stefánsdóttir

1882 - 1963

Hrapp.

Anna Sveinsdóttir

1832 - 1879

Hörg.


492

Anna Sveinsdóttir

1854 -

Skóg.

Anna Þorláksdóttir

1832 - 1905

Laug.

Anna María Þorvarðardóttir

um 1786 - 1855

Hörg.

Ari Árnason

1791 - 1862

Brenn. Hrapp.

Arndís Kristjánsdóttir

1895 -

Heið.

Arnfríður Aðalgeirsdóttir

1923 -

Bjarn.

Arnfríður Albertsdóttir

1885 -

Hrapp.

Arnfríður Björnsdóttir

1861 - 1936

Bjarn.. Víðas. Heið. Grjót

Arnfríður Erlendsdóttir

1832 -

Bjarn. Grjót.

Arnfríður Þuríður Gísladóttir

1859 - 1951

Bjarn.

Arnfríður Jónsdóttir

1793 - 1871

Laug. Stho. Narf.

Arnfríður Jónsdóttir

1843 -

Hrapp.

Arnfríður Sigurðardóttir

1857 - 1945

Bjarn. Árb. Hörg. Stho. Heið. Laug.

Arnfríður Stefánsdóttir

1879 - 1963

Heið.

Auður Haraldsdóttir

1896 - 1977

Narf. Heið.

Auður Kali Helgason

1920 - 1950

Hörg.

Auður Tómasdóttir

1885 - 1971

Gafl

Arnþór Jakobsson

1892 -

Narf. Gafl

Axel Jónsson

1896 -

Skóg.

Axel Nikulásson

1898 -

Skóg. Laug.

Álfheiður Einarsdóttir

1838 -

Narf. Heið.

Árni Flóventsson

1851 - 1914

Hörg. Stór.

Árni Jakobsson

1885 - 1964

Skóg.

Árni Jakobsson

1891 - 1960

Víðas. Stho.

Árni Jóhannesson

1890 -

Bjarn.

Árni Jónsson

um 1771 - 1858

Skóg.

Árni Jónsson

1820 -

Narf. Brenn.

Árni Jónsson

1868 -

Laug. Hörg. Hrapp.

Árni Kristjánsson

1835 - 1890

Skóg. Ein. Víðas.

Árni Kristjánsson

1842 - 1873

Heið.

Árni Frímann Kristjánsson

1866 - 1943

Ein.

Árni Oddsson

1846 - 1878

Heið.


493

Árni Sveinsson

1847 -

Hörg. Stór.

Árnína Helga Björnsdóttir

1876 -

Hrapp.

Ásgeir Björnsson

1854 -

Bjarn.

Ásgeir Jónsson

1893 -

Laug.

Ásgeir Kristjánsson

1891 -

Hrapp.

Ásgeir Þorláksson

1882 - 1925

Stho. Hrapp.

Ásgerður Jónsdóttir

1866 - 1872

Stór.

Ásgrímur Jónsson

um 1827 -

Árb.

Ásgrímur Sveinsson

1857 -

Skóg.

Ásmundur Helgason

1852 - 1946

Árb. Hörg. Stho. Heið. Laug.

Ásmundur Helgason

1922 - 1925

Laug.

Ásmundur Jónsson

1807 - 1891

Heið.

Ásmundur Jónsson

1824 - 1862

Heið.

Ásmundur Reynir Kjartansson

1935 -

Laug. Stho.

Ásmundur Kristjánsson

1865 - 1927

Bjarn.

Ásmundur Sigurðsson

1850 - 1865

Grjót. Stór.

Ásta Árnadóttir

1918 - 1991

Bjarn.

Ástríður Guðrún Eggertsdóttir

1894 -

Narf.

Ástríður Pétursdóttir

1808 - 1860

Víðas.

Ástþrúður Grímsdóttir

um 1768 - 1840

Grjót.

Ástþrúður Kristjánsdóttir

1838 - 1838

Grjót.

Baldvin Friðriksson

1847 - 1897(?)

Hrapp.

Baldvin Jónatansson

1860 -

Stho. Víðas.

Baldvin Jóhann Pálsson

1862 - 1862

Brenn.

Baldvin Jóhann Pálsson

1869 -

Heið.

Baldvin Sigurðarson

1855 - 1856

Stho.

Baldvin Guðni Sigurðarson

1861 - 1861

Stho.

Baldvin Sigurðsson

1837 - 1915

Árb.

Baldvinía Eiríksdóttir

1852 - 1880

Grjót.

Benedikt Benediktsson

1872 -

Hrapp.

Benedikt Björnsson

1881 -

Bjarn.

Benedikt Jakobsson

1835 - 1907

Grjót.


494

Benedikt Jónsson

1909 -

Gafl

Benedikt Finnbogi Kristjánsson

1869 - 1935

Hörg.

Benedikt Ágúst Kristjánsson

1874 - 1952

Heið. Stór.

Benedikt Sigurjónsson

1876 - 1946

Bjarn.

Benedikt Þorgrímsson

um 1777 - 1843

Heið.

Benidikt Björnsson

1852 -

Hörg.

Benidikt Finnbogason

1874 - 1876

Grjót.

Benjamín Jónsson

1858 - 1893

Grjót.

Benóní Stefánsson

1866 -

Hrapp.

Bergfríður Bergvinsdóttir

1851 -

Grjót.

Bergvin Bergvinsson

1855 -

Grjót.

Bergvin Einarsson

1812 - 1890

Grjót.

Bjarni Jónsson

1831 - 1879

Brenn.

Bjarni Kristjánsson

1830 -

Laug.

Bjarni Stefánsson

1884 - 1968

Hrapp.

Björg Ásmundsdóttir

1838 - 1907

Grjót. Stór.

Björg Júlíana Friðriksdóttir

1848 - 1932

Hrapp.

Björg Indriðadóttir

1814 - 1885

Narf.

Björg Jónasdóttir

1863 -

Árb. Hörg. Hrapp.

Björg Jónsdóttir

1797 - 1864

Laug. Hörg.

Björg Jónsdóttir

1890 -

Laug.

Björg Magnúsdóttir

1846 -

Stho.

Björg Pálsdóttir

1864 - 1872

Laug.

Björg Sigurðardóttir

1873 – 1924

Skóg.

Björn Benediktsson

1844 -

Narf.

Björn Björnsson

1815 - 1864

Bjarn.

Björn Björnsson

1825 - 1883

Árb. Bjarn.

Björn Björnsson

1856 - 1930

Stho.

Björn Jóhannesson

1853 -

Árb.

Björn Jónsson

1852 - 1872

Árb.

Björn Jónsson

1887 - 1962

Bjarn.

Björn Þórðarson

1781 - 1856

Narf.


495

Borghildur Pálsdóttir

1857 - 1938

Hörg. Laug. Árb.

Bóthildur Jónsdóttir

1818 - 1888

Bjarn. Víðas.

Dagbjört Magnúsdóttir

1790 - 1864

Narf.

Dagrún Jakobsdóttir

1912 - 1992

Skóg.

Dagur Haraldsson

1908 - 1994

Heið.

Davíð Daníelsson

1826 - 1918

Bjarn.

Davíð Salómomsson

um 1805 - 1863

Bjarn.

Davíð Karl Sigurjónsson

1880 - 1936

Bjarn.

Dóróthea Jensdóttir

1836 -

Hrapp. Narf.

Ebeneser Jónsson

um 1813 -

Skóg.

Eðvald Stefánsson

1854 - 1932

Stho.

Eggert Jochumsson

1833 - 1911

Narf.

Eiður Guðlaugsson

1898 -

Stór.

Einar Ásmundsson

um 1776 -1842

Hrapp.

Einar Friðriksson

1838 - 1838

Hrapp.

Einar Friðriksson

1840 - 1929

Hrapp.

Einar Jónsson

1823 -

Árb.

Einar Jónsson

1832 -

Narf.

Einar Jónsson

1868 - 1955

Hrapp.

Einar Jósefsson

1848 -

Stho.

Eiríkur Eiríksson

1804 - 1869

Árb.

Elín Halldórsdóttir

1818 - 1869

Hrapp.

Elín Jónsdóttir

1832 -

Hörg.

Elín Sigurbjörg Jónsdóttir

1859 -

Hörg. Laug. Hrapp.

Elín Jónsdóttir

1893 - 1973

Skóg.

Elín Petrína Jónsdóttir

1895 -

Laug.

Elín Kristjánsdóttir

1889 - 1956

Heið. Grjót.

Elín Þóra Sigurðardóttir

1869 - 1959

Stho.

Elísabet Eiríksdóttir

1811 -

Hörg.

Elísabet Friðrika Jónsdóttir

1833 - 1899

Narf.

Elísabet Ólafsdóttir

1830 -

Árb.

Elsa Guðrún Jónsdóttir

1865 - 1902

Hrapp.


496

Elsa Sörensdóttir

1813 - 1866

Brenn.

Erlendur Snorri Guðnason

1861 - 1864

Árb.

Erlendur Sigurðsson

1852 - 1932

Bjarn.

Erlendur Sigurðsson

1862 -

Grjót.

Erna Jóhanna Helgadóttir

1918 - 1998

Hörg.

Finna Marteinsdóttir

1853 - 1937

Grjót.

Finnbogi Erlendsson

1837 -

Bjarn. Grjót.

Fjóla Guðlaugsdóttir

1904 -

Stór.

Freysteinn Jónsson

1903 -

Bjarn.

Friðbjörg Halldórsdóttir

1804 - 1876

Heið.

Friðbjörg Jakobína Jóhannesdóttir

1897 -

Hrapp.

Friðbjörn Halldórsson

1841 - 1897

Heið. Stho.

Friðbjörn Sigurjónsson

1869 - 1959

Bjarn.

Friðfinna Guðrún Davíðsdóttir

1842 - 1918

Bjarn.

Friðfinnur Guðmundsson

1848 - 1869

Stór.

Friðfinnur Halldórsson

um 1832 – 1901

Heið.

Friðfinnur Þorkelsson

um 1841 – 1915

Laug. Víðas.

Friðgeir Jóakimsson

1843 -

Hrapp.

Friðmundur Jónasson

1845 -

Grjót.

Friðjón Jónsson

1871 -

Grjót. Bjarn.

Friðrik Jóhannesson

1832 - 1913

Stho.

Friðrik Jónsson

1816 - 1876

Stho.

Friðrik Jónsson

1842 - 1927

Brenn. Hrapp. Skóg.

Friðrik Jónsson

1850 -

Stho.

Halldór Friðrik Pálsson

1862 -

Narf.

Friðrik Sæmundsson

1872 - 1936

Skóg. Narf.

Friðrik Þorgrímsson

um 1816 – 1888

Hrapp.

Friðrik Þórðarson

1822 -

Narf.

Friðrika Sigurbjörg Friðfinnsdóttir 1843 -

Árb. (Skóg.)

Friðrika Sigríður Friðriksdóttir

1859 - 1866

Stho.

Friðrika Sigfúsdóttir

1896 - 1971

Bjarn.

Gamalíel Einarsson

1844 -

Hrapp.


497

Geirmundur Helgi Kristjánsson

1879 - 1899

Grjót.

Gísli Gíslason

1811 - 1875

Stho.

Gísli Jakobsson

1889 -

Hrapp.

Grímur Jónasson

um 1825 - 1905

Heið. Brenn. Stór. Jarl.

Grímur Jónsson

1824 -

Grjót.

Guðbjörg Ásmundsdóttir

1855 -

Heið.

Guðbjörg Björnsdóttir

1857 - 1886

Bjarn.

Guðbjörg Baldvina Eggertsdóttir

1891 - 1951

Narf.

Guðbjörg Eiríksdóttir

1840 - 1917

Víðas. Skóg.

Guðbjörg Grímsdóttir

1839 -

Árb.

Guðbjörg Guðlaugsdóttir

1893 -

Stór.

Guðbjörg Guðmundsdóttir

1846 - 1916

Árb. Stho. Víðas.

Guðbjörg Svanfríður Hallgrímsdóttir um 1875 -

Árb.

Guðbjörg Ísleifsdóttir

um 1780 -1860

Hörg.

Guðbjörg Jóhannesdóttir

1877 - 1967

Skóg.

Guðbjörg Jónsdóttir

1793 -

Stho. Brenn.

Guðbjörg Jónsdóttir

1853 -

Hrapp.

Guðbjörg Sigtryggsdóttir

1881 -

Árb.

Guðbjörg Sigurðardóttir

1817 - 1868

Hörg.

Guðbjörg Sigurðardóttir

1876 -

Víðas. Skóg.

Guðbjörg Indíana Þorláksdóttir

1871 -

Narf.

Guðbrandur Jónsson

1863 -

Víðas.

Guðfinna Einarsdóttir

1849 -

Heið.

Guðfinna Helga Friðriksdóttir

1873 - 1881

Hrapp.

Guðfinna Herdís Gísladóttir

1845 -

Stór.

Guðfinna Guðlaugsdóttir

1830 - 1917

Hörg. Stho.

Guðfinna Sólveig Guðnadóttir

1880 - 1920

Skóg. Narf.

Guðfinna Ástríður Jóhannesdóttir

1865 -

Hörg.

Guðfinna Jónsdóttir

1851 - 1937

Hörg. Stór.

Guðfinna Jónsdóttir

1898 - 1933

Stho.

Guðfinna Jósafatsdóttir

um 1813 - 1891

Hrapp. Skóg.

Guðfinna Sigurjónsdóttir

1885 -

Hrapp.


498

Guðfinna Þorláksdóttir

1870 -

Hrapp.

Guðjón Jónsson

1844 - 1897

Narf.

Guðjón Pálsson

um 1809 – 1870

Árb.

Guðlaug Árnadóttir

1749 - 1830

Hörg.

Guðlaug Hallgrímsdóttir

1827 -

Narf.

Guðlaug Jónatansdóttir

1870 - 1886

Skóg.

Guðlaug Þórarinsdóttir

1799 -

Narf.

Guðlaugur Ásmundsson

1858 - 1943

Heið.

Guðlaugur Valdimarsson

1863 -

Grjót.

Guðlaugur Þorsteinsson

1854 - 1940

Árb. Laug. Stór.

Guðlög Reinaldsdóttir

1799 - 1884

Árb.

Guðmundur Ásgeirsson

1923 - 1983

Hrapp.

Guðmundur Guðmundsson

1815 - 1883

Hörg.

Guðmundur Jónsson

1806 -

Stho.

Guðmundur Jónsson

1819 -

Árb.

Guðmundur Jónsson (ralli?)

1833 -

Skóg.

Guðmundur Pálsson

1861 - 1870

Laug.

Guðmundur Sigurjónsson

1883 - 1967

Bjarn.

Guðni Friðfinnsson

1882 -

Víðas.

Guðni Guðmundsson

1834 - 1906

Árb.

Guðni Guðmundsson

1834 -

Laug. Stho.

Guðni Guðmundsson

1844 -

Brenn. Stho.

Guðni Jónsson

1836 - 1919

Árb. Grjót. Heið. Skóg. Narf.

Guðni Sigurðsson

1841 - 1916

Brenn.

Guðni Metúsalem Sigurðsson

1866 - 1904

Víðas.

Guðni Sigurðsson

1882 -

Skóg.

Guðni Þorgrímsson

1835 -

Grjót.

Guðni Þorkelsson

1838 - 1881

Laug.

Guðni Vilhjálmur Þorsteinsson

1883 - 1971

Jarl. Heið.

Guðný Árnadóttir

1831 - 1887

Heið. Brenn. Stho.

Guðný Ásmundsdóttir

1837 -

Heið.

Guðný Benediktsdóttir

1807 -

Heið.


499

Guðný Sigurbjörg Davíðsdóttir

1855 -

Bjarn.

Guðný Guðlaugsdóttir

1822 - 1907

Heið. Bjarn.

Guðný Guðlaugsdóttir

1880 - 1880

Árb.

Guðný Guðlaugsdóttir

1891 - 1893

Stór.

Guðný Sigríður Guðnadóttir

1873 -

Laug.

Guðný Helgadóttir

1862 - 1939

Hörg. Stho.

Guðný Þuríður Jóhannesdóttir

1848 - 1923

Narf.

Guðný Jakobína Jóhannesdóttir

1871 - 1882

Víðas.

Guðný Jónsdóttir

1823 - 1908

Grjót.

Guðný Jónsdóttir

1827 - 1911

Brenn.

Guðný Jónsdóttir

1844 - 1924

Víðas. Stho.

Guðný Kristjánsdóttir

um 1821 -

Narf.

Guðný Kristjánsdóttir

1848 -

Stho.

Guðný Kristjánsdóttir

1892 - 1983

Hrapp.

Guðný Aðalbjörg Pálsdóttir

1870 - 1946

Laug. Árb.

Guðný Ólöf Sigfúsdóttir

1859 -

Bjarn.

Guðný Helga Sigurjónsdóttir

1881 -

Hrapp.

Guðríður Einarsdóttir

1844 -

Narf.

Guðrún Andrésdóttir

1826 - 1859

Laug. Hörg.

Guðrún Árnadóttir

1890 -

Hörg.

Guðrún Anna Benediktsdóttir

1911 - 2004

Stór.

Guðrún Bárðardóttir

um 1770 – 1866

Grjót. Stór.

Guðrún Einarsdóttir

1811 - 1888

Hrapp.

Guðrún Einarsdóttir

1856 -

Narf.

Guðrún Sigurlaug Einarsdóttir

1903 - 1964

Hrapp.

Guðrún Eiríksdóttir

1826 -

Narf.

Guðrún Gestsdóttir

1836 -

Brenn.

Guðrún Grímsdóttir

1848 - 1934

Laug. Stho. Brenn.

Guðrún Guðlaugsdóttir

1821 - 1865

Bjarn.

Guðrún Hólmfríður Guðlaugsdóttir

1883 -

Laug. Stór. Bjarn.

Guðrún Guðnadóttir

1838 - 1884

Jarl.

Guðrún Sigurlaug Guðnadóttir

1859 - 1951

Jarl. Heið. Víðas. Skóg.


500

Guðrún Hólmfríður Guðnadóttir

1869 - 1956

Grjót. Heið. Narf.

Guðrún Sigurveig Guðnadóttir

1870 - 1948

Laug.

Guðrún Guðnadóttir

1880 - 1888

Grjót.

Guðrún Halldórsdóttir

1802 - 1872

Skóg. Ein.

Anna Guðrún Halldórsdóttir

1901 - 1933

Grjót.

Guðrún Haraldsdóttir

1911 - 1942

Heið.

Guðrún Hlíf Helgadóttir

1926 -

Hörg.

Guðrún Hrólfsdóttir

1796 - 1869

Grjót.

Guðrún Jóakimsdóttir

1845 - 1924

Stho. Hrapp. Brenn. Skóg.

Guðrún Jónína Jóhannesdóttir

1852 - 1931

Árb.

Guðrún Sigurveig Jóhannsdóttir

1872 - 1880

Narf.

Guðrún Soffía Jónasdóttir

1834 - 1924

Hörg. Laug. Árb.

Guðrún Jónsdóttir

1801 - 1857

Jarl. Brenn.

Guðrún Jónsdóttir

1802 - 1859

Árb.

Guðrún Jónsdóttir

um 1814 – 1892

Narf.

Guðrún Sigurrós Jónsdóttir

1843 - 1934

Hörg.

Elsa Guðrún Jónsdóttir

1865 - 1902

Hrapp.

Guðrún Jónsdóttir

1877 - 1927

Árb.

Guðrún Jónsdóttir

um 1885 -

Brenn.

Guðrún Indíana Jónsdóttir

1863 -

Jarl.

Guðrún Stefanía Jónsdóttir

1863 -

Bjarn.

Guðrún Jósafatsdóttir

um 1809 - 1892

Hrapp.

Guðrún Kristjánsdóttir

1809 - 1881

Narf.

Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir

1860 - 1939

Narf.

Guðrún Margrét Kristjánsdóttir

1860 - 1925

Hörg.

Guðrún Kristjánsdóttir

1865 - 1919

Narf.

Guðrún Valgerður Kristjánsdóttir

1873 - 1924

Hörg.

(Helga Guðrún Marteinsdóttir

1872 - 1964

Grjót.)

Guðrún Lilja Oddsdóttir

1875 - 1966

Hrapp.

Guðrún Pétursdóttir

1800 - 1885

Skóg. Narf.

Guðrún Reinaldsdóttir

1800 - 1876

Skóg.

Guðrún Sigmundsdóttir

1851 - 1920

Brenn. Grjót.


501

Guðrún Sigríður Ólafsdóttir

1842 -

Víðas.

Guðrún Sigurðardóttir

1824 -

Heið.

Guðrún Sigurðardóttir

1833 - 1880

Grjót.

Guðrún Sigurveig Sigurðardóttir

1853 - 1859

Stho.

Guðrún Valgerður Sigurðardóttir

1879 -

Árb. Narf.

Guðrún Stefánsdóttir

1802 - 1872

Narf. Skóg.

Guðrún Stefánsdóttir

1847 - 1894

Stho.

Guðrún Stefánsdóttir

1863 - 1952

Bjarn.

Guðrún Sörensdóttir

1808 - 1889

Brenn. Jarl.

Guðrún Vigfúsdóttir

1801 - 1882

Árb. Grjót.

Guðrún Þorkelsdóttir

um 1829 - 1851

Árb.

Guðrún Þorsteinsdóttir

um 1799 -

Hrapp.

Gunnar Gunnlaugsson

1839 - 1927

Bjarn. Hrapp.

Gunnar Jónsson

1884 - 1914

Narf. Skóg.

Gunnar Markússon

1790 - 1860

Skóg.

Gunnar Tryggvi Marteinsson

1878 - 1925

Grjót.

Gunnar Skaftason

1904 - 1983

Brenn. Gafl

Hans Kristinn Sigurbjarnarson

1860 -

Jarl.

Halldór Halldórsson

um 1770 – 1838

Skóg.

Halldór Jensson

1826 -

Skóg.

Halldór Ólafsson

1793 - 1848

Heið.

Halldór Friðrik Pálsson

1862 -

Narf.

Halldór Marteinsson

1865 - 1946

Grjót. Brenn. Skóg.

Halldóra Gunnarsdóttir

1834 - 1906

Skóg.

Halldóra Hálfdanardóttir

1832 -

Brenn. Heið.

Halldóra Jóhannesdóttir

1808 - 1862

Stho.

Halldóra Sigríður Jóhannesdóttir

1892 -

Hrapp.

Halldóra Jónsdóttir

1892 -

Stho.

Halldóra Jósepsdóttir

um 1840 -

Heið.

Halldóra Sigurðardóttir

1860 -

Árb. Skóg.

Hallfríður Kristjánsdóttir

1844 - 1886

Hörg.

Hallgrímur Jakobsson

1890 -

Skóg.


502

Hallgrímur Kráksson

1845 -

Stho.

Kristján Hallgrímur Jónsson

1875 - 1910

Bjarn.

Hallsteinn Jónsson

1887 -

Stho.

Haraldur Ingi Illugason

1864 - 1938

Narf. Heið.

Haraldur Kjartansson

1920 - 1978

Hrapp. Brenn.

Hálfdan Jóakimsson

1808 - 1891

Brenn.

Helga Ásmundsdóttir

1836 -

Heið.

Helga Bergsdóttir

um 1806 -

Árb.

Sigríður Helga Friðfinnsdóttir

1875 - 1912

Víðas.

Árnína Helga Björnsdóttir

1876 -

Hrapp.

Helga Júlíana Illugadóttir

1861 - 1945

Heið.

Helga Indriðadóttir

1865 -

Heið.

Helga Jóakimsdóttir

1855 -

Hrapp. Skóg.

Helga Þuríður Jóhannesdóttir

1856 -

Árb.

Helga Jónasardóttir

1802 - 1871

Heið. Stho. Hrapp.

Jónína Helga Jónasdóttir

1871 - 1872

Grjót.

Helga Jónsdóttir

1804 - 1885

Árb.

Helga Jónsdóttir

1824 -

Heið.

Helga Jónsdóttir

1860 - 1860

Brenn.

Helga Jónsdóttir

1863 - 1917

Brenn.

Helga Jónsdóttir

um 1885 -

Brenn.

Helga Vilhelmína Jónsdóttir

1819 -

Skóg.

Helga Jónatansdóttir

1855 -

Hörg. Brenn. Stho.

Helga Jósafatsdóttir

1807 - 1871

Narf. Brenn.

Helga Áslaug Jósafatsdóttir

1871 - 1887

Stór.

(Helga Guðrún Marteinsdóttir

1872 - 1964

Grjót.)

Sigurjóna Helga Sigurðardóttir

1873 - 1955

Hrapp.

Guðný Helga Sigurjónsdóttir

1881 -

Hrapp.

Helga Sveinbjarnardóttir

1824 - 1888

Skóg. Stór.

Helga Þorsteinsdóttir

um 1850

Brenn.

Helgi Albertsson

1883 -

Hrapp.

Helgi Árnason

1869 - 1955

Stór. Bjarn.


503

Helgi Árnason

1878 - 1951

Hörg. Stór.

Helgi Ásmundsson

um 1838 -

Heið.

Helgi Ásmundsson

1884 - 1965

Árb. Hörg. Stho. Heið. Laug.

Helgi Guðjónsson (Pétursson Steinb.) 1876 - 1961

Narf.

Jón Helgi Guðnason

1869 - 1873

Brenn.

Helgi Guðnason

1875 - 1947

Brenn. Hrapp.

Helgi Jónsson

1833 - 1894

Stho.

Helgi Jónsson

1867 -

Grjót.

Helgi Jónsson

1890 -

Stho.

Jón Helgi Júlíusson

1904 -

Hrapp.

Helgi Kristjánsson

1893 - 1958

Skóg.

Vilhjálmur Helgi Kristjánsson

1897 - 1973

Hrapp.

Helgi Marteinsson

1866 - 1943

Stho.

Helgi Sigurður Pálsson

1866 - 1936

Hörg. Laug. Árb.

Helgi Sighvatsson

1802 - 1866

Grjót. Stór.

Herborg Guðnadóttir

1871 - 1935

Brenn.

Herborg Helgadóttir (?)

um 1805 -

Brenn.

Herborg Helgadóttir

1860 - 1929

Brenn.

Herborg Jónsdóttir

1864 - 1941

Skóg. Stór.

Herdís Ingjaldsdóttir

1833 - 1904

Brenn.

Herdís Jónsdóttir

1824 -

Brenn.

Herdís Jónsdóttir

1837 - 1837

Narf.

Herdís Jónsdóttir

1877 -

Hrapp.

Herdís Sigurðardóttir

um 1808 - 1879

Brenn.

Hermann Benediktsson

1904 -

Stór.

Hermann Haraldsson

1901 - 1977

Heið.

Hermann Sigurbjarnarson

1854 - 1927

Jarl.

Hermann Stefánsson

1887 - 1957

Hrapp.

Hermína Jónsdóttir

1897 -

Skóg.

Hildur Erlendsdóttir

1833 - 1911

Árb.

Hildur Friðriksdóttir

1841 -

Jarl.

Hjálmar Helgason

1864 -

Hörg.


504

Hjálmar Jóhannesson

1879 - 1880

Skóg.

Hjálmar Kristjánsson

1802 - 1883

Narf.

Sigurbjörg Hjálmfríður Jóhannesd.

1881 -

Skóg. Laug.

Hjörtur Sigurðsson

1858 -

Brenn.

Hólmfríður Aradóttir

um 1819 -

Brenn. Hrapp.

Hólmfríður Guðmundsdóttir

1848 - 1933

Árb. Narf.

Hólmfríður Sigríður Halldórsdóttir

1908 - 1983

Brenn.

Hólmfríður Hinriksdóttir

1840 - 1900

Árb. Bjarn. Heið. Skóg.

Hólmfríður Sigurlína Illugadóttir

1876 - 1877

Heið.

Hólmfríður Jóhannesdóttir

1817 - 1867

Laug. Stho.

Hólmfríður Jóhannesdóttir

1828 -

Árb.

Hólmfríður Jóhannesdóttir

1868 -

Árb.

(Hólmfríður Friðrika Jóhannesdóttir 1877 - 1880

Hörg.)

Hólmfríður Jónsdóttir

1834 -

Hörg.

Hólmfríður Jónsdóttir

1873 -

Hrapp.

Hólmfríður Jónsdóttir

1907 -

Bjarn.

Hólmfríður Marteinsdóttir

1827 -

Jarl. Brenn.

Hólmfríður Pálsdóttir

1889 -

Grjót.

Hólmfríður Aðalbjörg Sigfúsdóttir

1893 - 1898

Skóg.

Hólmfríður Sigurðardóttir

1834 - 1905

Brenn.

Hólmfríður Stefánsdóttir

1851 - 1932

Stho. (Hörg.) Bjarn.

Hólmfríður Þorgrímsdóttir

1869 - 1948

Hrapp.

Hólmgeir Aðalbjörn Stefánsson

1898 -

Skóg.

Hólmsteinn Kristjánsson

1886 - 1920

Víðas. Heið. Grjót.

Hörður Jónsson

1892 - 1968

Gafl

Illugi Friðfinnsson

1836 - 1890

Heið.

Indíana Dýrleif Ingólfsdóttir

1915 - 2005

Laug. Stho.

Indriði Albert Jónsson

1855 -

Hörg. Laug. Hrapp.

Ingi Haraldsson

1905 - 1979

Heið.

Ingi Tryggvason

1921 -

Skóg.

Ingibjörg Andrésdóttir

1828 -

Hörg.

Ingibjörg Alexandersdóttir

1800 - 1843

Skóg.


505

Ingibjörg Björnsdóttir

1854 - 1928

Bjarn.

Ingibjörg Agatha Einarsdóttir

1830 - 1899

Hörg.

Ingibjörg Friðjónsdóttir

1919 -

Bjarn.

Ingibjörg Guðmundsdóttir

1828 -

Árb.

Ingibjörg Hálfdanardóttir

1842 -

Brenn.

Ingibjörg Ívarsdóttir

um 1790 - 1838

Hörg.

Ingibjörg Jóhannesdóttir

1864 - 1942

Heið.

Ingibjörg Jóhanna Jónasdóttir

1833 -

Grjót.

Ingibjörg Jónsdóttir

1801 - 1873

Heið.

Ingibjörg Jónsdóttir

1835 -

Grjót.

Ingibjörg Jónsdóttir

1835 - 1919

Stho. Laug. Hrapp.

Ingibjörg Jósafatsdóttir

um 1810 - 1894

Grjót. Stór.

Ingibjörg Steinunn Jósafatsdóttir

1869 -

Stór.

Ingibjörg Sigurðardóttir

1834 - 1876

Skóg. Árb. Hörg.

Ingibjörg Sveinsdóttir

1848 - 1905

Víðas.

Ingibjörg Níelsína Vigfúsdóttir

1859 -

Hrapp.

Ingiríður Ásmundsdóttir

1834 -

Heið.

Ingiríður Eiríksdóttir

um 1775 - 1857

Skóg.

Ingjaldur Jónsson

1856 - 1941

Brenn.

Ingjaldur Sigurjónsson

1850 - 1938

Skóg.

Ingunn Hallgrímsdóttir

1790 - 1864

Narf.

Ingveldur Jónsdóttir

1804 - 1876

Jarl. Brenn.

Ingvi Ó. Dalberg

1914 -

Hrapp.

Ísleifur Benediktsson

1809 -

Skóg.

Ívar Árnason

1929 -

Skóg.

Jakob Hálfdanarson

1836 - 1919

Brenn.

Jakob Guðmundsson

1858 - 1932

Víðas. Stho.

Jakob Guðnason

1885 - 1891

Brenn.

Jakob Pétur Hallgrímsson

1864 -

Skóg. Narf.

Jakob Helgason

1859 - 1888

Stho.

Jakob Jónsson

1860 -

Skóg. Stór.

Jakob Jónasson

1861 -

Hrapp.


506

Jakob Kristjánsson

1882 - 1963

Skóg.

Jakob Halldór Nikulásson

1844 -

Narf.

Jakob Sigurjónsson

1858 - 1943

Skóg.

Jakobína Hálfdanardóttir

1848 - 1872

Brenn.

Jakobína Jónasdóttir

1855 -

Árb.

Jakobína Jónína Jónsdóttir

1845 - 1918

Hörg.

Jakobína Jónsdóttir

1889 -

Narf.

Jakobína Sigurbjarnardóttir

1867 -

Jarl.

Jakobína Sigríður Sigurðardóttir

1850 - 1926

Bjarn.

Signý Jakobína Sveinsdóttir

1851 - 1929

Skóg.

Jakobína Þórðardóttir

1907 - 1986

Narf.

Jens Jensson

1841 - 1891

Heið. Brenn.

Jens Kristján Buch Jónsson

1849 - 1906

Narf.

Jóakim Björnsson

1809 - 1891

Hrapp. Skóg.

Jóhann Ásgrímsson

1805 - 1866

Skóg. Laug.

Jóhann Bjarnason

1826 - 1903

Hrapp.

Jóhann Einarsson

ca 1850 -

Víðas.

Jóhann Vilhelm Einarsson

1842 - 1887

Narf.

Jóhann Guðmundsson

1838 -

Heið. Brenn.

Jóhann Júlíus Guðnason

1867 - 1892

Laug.

Jóhann Friðrik Jonsen Dahl

um 1828 -

Hrapp.

Jóhann Jóhannsson

1843 - 1917

Víðas.

Jóhann Benedict Jóhannsson

1848 - 1848

Brenn.

Jóhanna Eiríksdóttir

1828 - 1894

Hrapp.

Jóhanna Jóhannesdóttir

1824 - 1893

Bjarn.

Jóhanna Jónsdóttir

1817 -

Brenn.

Jóhanna Jónsdóttir

1820 - 1837

Skóg.

Jóhanna Jónsdóttir

1837 -

Heið. Árb.

Jóhanna Jónsdóttir

1871 -

Skóg. Narf.

Jóhanna Sighvatsdóttir

1811 - 1867

Grjót.

Jóhanna Steinunn Sigurbjarnardóttir 1860 - 1902 Jóhanna Sigurðardóttir

um 1801 – 1883

Grjót. Stór. Hörg. Stho. Jarl.


507

Jóhanna Álfheiður Þorsteinsdóttir

1862 - 1903

Jarl.

Jóhannes Friðbjörnsson

1858 - 1928

Hrapp.

Jóhannes Friðriksson

1853 - 1929

Hörg. Bjarn.

Jóhannes Guðmundsson

1811 - 1880

Hörg. Narf. Skóg.

Jóhannes Ingimundarson

1827 -

Grjót.

Jóhannes Jóhannesson

1829 - 1894

Árb.

Jóhannes Jóhannesson

1851 - 1918

Hörg.

Jóhannes Jóhannesson

1876 - 1975

Skóg. Hörg.

Jóhannes Jónatansson

1832 - 1890

Heið.

Jóhannes Jónatansson

1857 -

Hörg. Stho.

Jóhannes Jósefsson

1841 - 1892

Narf.

Jóhannes Magnússon

1871 - 1872

Narf.

Jóhannes Sigurðsson

1840 - 1904

Skóg. Laug.

Jóhannes Sæmundsson

1868 - 1926

Skóg. Narf.

Jóhannes Tómasson

1830 - 1890

Hörg.

Jóhannes Þorsteinsson

1872 -

Jarl.

Jón Árnason

1831 - 1895

Brenn.

Jón Árnason

1874 - 1874

Víðas.

Jón Björnsson

1810 - 1860

Árb.

Jón Björnsson

1812 - 1892

Hörg. Narf.

Jón Davíðsson

1843 -

Bjarn.

Jón Einarsson

1813 - 1885

Víðas. Árb.

Jón Erlendsson

1833 - 1876

Bjarn.

Jón Erlendsson (= Jón Eldon)

1851 - 1906

Grjót

Jón Finnbogason

um 1815 - 1878

Skóg. Stór.

Jón Gottskálksson

1806 - 1893

Stho.

Jón Guðmundsson

1838 -

Stho.

Jón Guðmundsson

1874 -

Stór. Grjót.

Jón Guðnason

1868 - 1944

Brenn.

Jón Helgi Guðnason

1869 - 1873

Brenn.

Jón Tryggvi Guðnason

1865 - 1940

Grjót. Heið. Skóg. Narf.

Jón Guðvarðarson

1826 -

Narf.


508

Jón Guttormsson

1832 -

Heið. Grjót.

Jón Hálfdanarson

1844 -

Brenn.

Jón Hjaltason

1823 - 1894

Bjarn.

Jón Hjálmarsson

1845 - 1919

Narf.

Jón Jóelsson

1820 -

Víðas.

Jón Jóhannesson

1858 - 1901

Árb.

Jón Jóhannesson

1862 - 1864

Heið.

Jón Jónasarson

um 1809 -

Heið.

Jón Jónasson

1864 -

Árb. Hörg. Hrapp.

Jón Jónatansson („Hörgur“)

1852 -

Hörg. Árb.

Jón Jónsson

um 1764 - 1838

Jarl. Brenn.

Jón Jónsson

1801 -

Skóg.

Jón Jónsson (J. Johnson Bang.)

1801 - 1860

(Brenn.?) Árb. Hrapp.

(Jón Jónsson

um 1810

Brenn.)

Jón Jónsson

1821 -

Heið.

Jón Jónsson

1827 -

Stho.

Jón Jónsson

1829 -

Heið.

Jón Jónsson

1830 -

Hörg. Laug. Hrapp.

Jón Jónsson

1831 - 1916

Brenn.

Jón Jónsson

1834 - 1909

Bjarn.

Jón Jónsson

1839 - 1886

Stór.

Jón Jónsson

1847 -

Narf.

Jón Jónsson

1848 - 1848

Hörg.

Jón Jónsson

1851 -

Grjót.

Jón Jónsson

1853 - 1943

Stho.

Jón Jónsson

1857 - 1857

Hörg.

Jón Jónsson

1863 - um 1880

Jarl.

Jón Haukur Jónsson

1893 -

Skóg.

Jón Kristján Jónsson

1859 - 1865

Bjarn.

Jón Kristján Jónsson

1861 - 1945

Hrapp.

Jón Sigmar Jónsson

1870 -

Jarl.

Jón Jónsson

1895 - 1978

Bjarn.


509

Jón Jósafatsson

1798 - 1873

Grjót. Stór.

Jón Jósafatsson

1803 - 1871

Brenn.

Jón Kristjánsson

1840 -

Árb.

Jón Kristjánsson

1841 - 1919

Brenn.

Jón Kristjánsson

1854 -

Skóg.

Jón Kristjánsson

1866 - 1931

Hörg. Bjarn.

Jón Kristjánsson (Jón K. Johnson)

1868 - 1943

Narf.

Jón Kristján Kristjánsson Reykdal

1869 - 1937

Ein.

Jón Kristinn Kristjánsson

1881 - 1899

Grjót.

Jón Kristjánsson

1891 -

Hrapp.

Jón Kristjánsson

1901 - 1916

Bjarn.

Jón Magnússon

1787 - 1868

Hörg.

Jón Marteinsson

1851 - 1923

Bjarn.

Jón Frímann Nikulásson

1846 - 1846

Narf.

Jón Olgeirsson

1859 -

Laug.

Jón Pétursson

1841 -

Árb.

Jón Aðalsteinn Sigfússon

1878 - 1964

Grjót. Bjarn.

Jón Sigmundarson

1817 - 1871

Brenn.

Jón Sigurðsson

1823 -

Árb.

Jón Sigurðsson

1832 - 1906

Heið. Brenn.

Jón Sigurðsson

1848 - 1907

Narf.

Jón Sigurðsson

1862 - 1864

Árb.

Jón Sigurðsson

1868 - 1947

Bjarn. Heið. Skóg.

Jón Sigurðsson

1881 -

Árb. Hörg.

Jón Sigurgeirsson

1889 - 1910

Bjarn.

Jón Sigurjónsson

1880 - 1884

Stho. Árb.

Jón Rósberg Stefánsson

1928 -

Gafl

Jón Sæmundsson

1829 -

Stór.

Jón Sæmundsson

1860 - 1929

Skóg. Narf.

Jón Sveinbjarnarsson

1831 - 1881

Jarl.

Jón Torfason

1804 - 1865

Narf. Skóg.

Jón Tómasson

um 1811 – 1891

Stho.


510

Jón Þorgrímsson

1818 - 1868

Hrapp.

Jón Þorláksson

1884 - 1951

Stho. Hrapp.

Jón Þorsteinsson

1823 - 1840

Skóg.

Jón Þorsteinsson

1848 - 1934

Stór. Grjót. Árb.

Jóna Sigurlaug Einarsdóttir

1894 -

Hrapp.

Jónas Guðni Friðfinnsson

1871 -

Víðas.

Jónas Jakobsson

1825 - 1905

Hrapp.

Jónas Jóhannesson

1863 - 1935

Árb.

Jónas Jónasson

1820 - 1904

Grjót.

Jónas Jónatansson

1861 - 1881

Hörg.

Jónas Jónsson

1802 - 1860

Heið.

Jónas Jónsson

1827 - 1911

Hörg.

Jónas Jónsson

1832 - 1893

Árb. Hörg.

Jónas Jónsson

1869 -

Grjót.

Jónas Kristjánsson

1828 - 1910

Grjót. Hrapp. Brenn. Stór.

Jónas Pálsson

1874 -

Árb.

Jónas Stefánsson

1878 - 1952

Hrapp.

Jónas Stefánsson

1882 - 1913

Grjót.

Jónatan Eiríksson

1842 - 1871

Bjarn. Árb. Víðas.

Jónatan Gunnarsson

1838 -

Skóg. (Árb.)

Jónatan Hjálmarsson

1838 - 1926

Narf.

Jónatan Jóhannesson

1860 - 1943

Heið.

Jónatan Jónatansson

1869 -

Hörg. Stho.

Jónatan Jónsson

1828 - 1909

Hörg. Stho.

Jónína Ásmundsdóttir

1853 -

Heið.

Jónína Guðrún Friðfinnsdóttir

1873 - 1940

Víðas.

Jónína Þuríður Guðmundsdóttir

1855 -

Grjót.

Jónína Guðnadóttir

1873 - 1957

Brenn.

Jónína Sigríður Jónasdóttir

1851 - 1930

Hrapp.

Jónína Helga Jónasdóttir

1871 - 1872

Grjót.

Jónína Sigurveig Jónatansdóttir

1858 - 1931

Brenn.

Jónína Ingibjörg Jónsdóttir

1856 - 1856

Hörg.


511

Jónína Guðný Pálsdóttir

1870 -

Narf.

Jónína Guðrún Sigurðardóttir

1857 - 1857

Árb.

Jónína Sigurðardóttir

1860 -

Laug.

Jónína Halldóra Sigurðardóttir

1869 - 1871

Hörg.

Jónína Ingibjörg Sigurðardóttir

1869 - 1875

Bjarn.

Rannveig Jónína Sigurjónsdóttir

1878 - 1964

Bjarn.

Jónína Ingibjörg Þórarinsdóttir

1863 - 1864

Hörg.

Jósafat Jónsson

1844 - 1891

Grjót. Stór.

Jósep Benidiktsson

1828 -

Hrapp.

Jósteinn Broddi Helgason

1929 -

Hörg.

Júlíana Kristjánsdóttir

1894 -

Skóg.

Karl Árnason

1884 -

Hörg. Stór.

Karl Friðrik Friðriksson

1866 -

Stho.

Karl Metúsalemsson

1883 - 1883

Hörg.

Karl Valdemar Sigfússon

1886 -

Víðas. Skóg.

Karl Sigurðsson

1862 - 1866

Stho.

Karl Sigurðsson

1863 - 1897

Stho.

Davíð Karl Sigurjónsson

1880 - 1936

Bjarn.

Karolína Soffía Jónatansdóttir

1863 - 1863

Hörg.

Karolína Jónasdóttir

1866 -

Árb. Hörg.

Karólína Jónsdóttir

1852 - 1933

Bjarn.

Karólína Soffía Sigurðardóttir

1867 - 1945

Hörg.

Katrín Markúsdóttir

1859 - 1952

Bjarn.

Ketill Hálfdanarson

1846 -

Brenn.

Kjartan Magnús Jónsson

1867 - 1939

Skóg.

Kjartan Sigurtyggvason

1892 - 1980

Hörg. Hrapp. Brenn.

Kjartan Stefánsson

1909 - 1968

Hörg. Laug. Stho.

Kolbeinn Ásmundsson

1894 -

Bjarn.

Kristbjörg Einarsdóttir

1794 -

Skóg.

Kristbjörg Finnbogadóttir

1838 - 1888

Hörg.

Kristbjörg Guðlaugsdóttir

1835 -

Bjarn.

Kristbjörg Rósa Guðnadóttir

1865 - 1925

Laug.


512

(Kristbjörg Halldórsdóttir

1878 -

Skóg.)

Kristbjörg Hólmfríður Hjálmarsdóttir1874 - 1898

Skóg. Laug.

Kristbjörg Jónsdóttir

1805 - 1881

Laug.

Kristbjörg Jónsdóttir

1836 - 1928

Heið.

Kristbjörg Jónsdóttir

1896 -

Bjarn.

Kristbjörg Jakobína Sigurðardóttir

1861 - 1940

Laug. Bjarn.

Kristinn Júlíus Jónasson

1856 -

Brenn.

Kristín Alexandersdóttir

um 1797 -

Heið. Árb.

Kristín Árnadóttir

1832 -

Heið.

Kristín Ingveldur Ásmundsdóttir

1806 - 1869

Heið.

Kristín Ásmundsdóttir

1849 -

Heið.

Kristín Ásmundsdóttir

1881 - 1957

Árb. Hörg. Stho. Heið. Laug.

Kristín Elísabet Bergvinsdóttir

1861 - 1911

Hrapp. Árb. Laug. Stór.

Kristín Sigríður Einarsdóttir

1842 -

Skóg. Víðas. Árb. Stho.

Kristín Gísladóttir

1830 - 1911

Víðas. Árb.

Kristín Guðlaugsdóttir

1815 - 1873

Víðas.

Kristín Guðlaugsdóttir

1879 - 1907

Árb. Stór.

Kristín Guðnadóttir

1845 -

Jarl.

Kristín Guðný Guðnadóttir

1866 -

Laug. Stho.

Kristín Halldórsdóttir

1892 - 1957

Grjót. Skóg.

Kristín Helgadóttir

1851 - 1943

Hrapp.

Kristín Þuríður Helgadóttir

1862 - 1894

Skóg.

Kristín Sigurrós Jóhannesdóttir

1861 - 1862

Árb.

Kristín Jóhannesdóttir

1865 - 1865

Árb.

Kristín Jóhannsdóttir

1837 - 1898

Heið. Stho. Laug.

Kristín Jónsdóttir

1842 - 1915

Grjót.

Kristín Jónsdóttir

1842 - 1859

Árb.

Kristín Kristjánsdóttir

1835 -

Skóg.

Kristín Kristjánsdóttir

1889 - 1890

Narf.

Kristín Sigríður Kristjánsdóttir

1867 -

Laug.

Krisín Aðalbjörg Oddsdóttir

1872 -

Hrapp.

Kristín Ólafsdóttir

1789 - 1867

Jarl.


513

Kristín Pálsdóttir

1863 -

Heið.

Kristín Ingibjörg Pétursdóttir

1872 - 1963

Narf.

Kristín Guðfinna Pétursdóttir

1877 - 1881

Víðas.

Kristín Sighvatsdóttir

1800 - 1880

Grjót. Stór.

Kristín Jakobína Sigurbjarnardóttir 1857 - 1889

Grjót. Stór.

Kristín Sigurðardóttir

1854 - 1895

Bjarn.

Kristín Sigurjónsdóttir

1868 -

Laug.

Kristín Matthildur Sigvaldadóttir

1882 -

Víðas.

Kristín Stefánsdóttir

1846 - 1846

Laug.

Kristín Stefánsdóttir

1849 - 1922

Stho. Heið. Skóg.

Kristín Sveinsdóttir

um 1764 - 1826

Skóg.

Kristín Ingibjörg Sveinsdóttir

1858 -

Hörg.

Kristín Tómasdóttir

1826 - 1898

Hörg. Stho.

Kristín Þorláksdóttir

1908 - 2000

Grjót.

Kristjana Árnadóttir

1844 - 1927

Ein.

Kristjana Björnsdóttir

1829 - 1872

Bjarn.

Kristjana Anna Eggertsdóttir

1894 - 1932

Narf.

Kristjana Einarsdóttir

1838 - 1919

Bjarn.

Kristjana Guðrún Einarsdóttir

1856 -

Brenn.

Kristjana Finnbogadóttir

1875 - 1876

Grjót.

Kristjana Guðlaugsdóttir

1887 -

Laug. Stór.

Kristjana Ólína Guðmundsdóttir

1856 - 1935

Narf. Skóg.

Kristjana Pálína Guðnadóttir

1863 - 1872

Laug.

Kristjana Helgadóttir

1856 - 1936

Hörg. Stór.

Kristjana Jensdóttir

1823 - 1860

Narf.

Kristjana Ingibjörg Jónsdóttir

1842 -

Hörg.

Kristjana Jónsdóttir

1893 -

Narf.

Kristjana Kristjánsdóttir

1828 -

Laug.

Kristjana Kristjánsdóttir

1844 -

Heið.

Kristjana Hansína Kristjánsdóttir

1852 -

Skóg.

Kristjana Sesselía Kristjánsdóttir

1863 - 1942

Narf.

Kristjana Lovísa Jóhannesdóttir

1885 - 1862

Laug.


514

Kristjana Jóhanna Jóhannesdóttir

1890 -

Hörg.

Kristjana Ingibjörg Jónatansdóttir

1866 - 1936

Hörg. Stho.

Kristjana Margrét Pétursdóttir

1839 - 1920

Stór.

Kristjana Sigfúsdóttir

1886 - 1959

Grjót. Bjarn.

Kristjana Sigurveig Sigurbjarnard.

1854 - 1937

Grjót. Stór. Hörg. Bjarn.

Kristjana Sigurðardóttir

1849 - 1869

Bjarn.

Kristjana Karolína Þorláksdóttir

1873 -

Stho.

Kristján Árnason

1880 - 1884

Hörg. Stór.

Kristján Árnason

1885 - 1885

Hörg.

Kristján Ásmundsson

1832 -

Heið.

Kristján Ásmundsson

1901 -

Bjarn.

Kristján Benediktsson

1803 - 1891

Heið.

Kristján Björnsson

1849 -

Bjarn.

Kristján Davíðsson

1842 - 1913

Grjót. Laug.

Kristján Vilhjálmur Guðnason

1851 -

Stho.

Kristján Guðnason

1867 -

Grjót. Heið.

(Kristján Halldórsson

1875 -

Kristján Hallsson

1817 -

Skóg.

Kristján Hjálmarsson

1851 - 1922

Narf. Skóg.

Kristján Indriðason

1854 -

Skóg.

Kristján Jensson

1839 - 1911

Ein.

Kristján Jóhannesson

1817 - 1891

Bjarn.

Kristján Jóhannesson

1833 -

Árb.

Kristján Júlíus Jóhannesson

1863 - 1931

Heið.

Kristján Júlíus Jóhannesson

1883 - 1938

Laug.

Kristján Jónsson

1804 - 1859

Grjót.

Kristján Jónsson

1831 - 1912

Heið. Bjarn.

Kristján Jónsson

1831 -

Narf.

Kristján Jónsson

1835 - 1897

Grjót.

Kristján Jónsson

1842 - 1842

Narf.

Kristján Jónsson

1845 - 1926

Hörg.

Kristján Jónsson

1848 -

Heið. Brenn.

Skóg.)


515

Kristján Jónsson

1858 - 1859

Bjarn.

Kristján Jónsson

1870 - 1956

Heið.

Kristján Hallgrímur Jónsson

1875 - 1910

Bjarn.

Kristján Jónsson

1900 - 1946

Bjarn.

Jón Kristján Kristjánsson Reykdal

1869 - 1937

Ein.

Kristján Jóhannes Kristjánsson

1852 - 1910

Narf.

Kristján Magnússon

1826 -

Narf. Skóg.

Kristján Ólafsson

1856 -

Laug.

Kristján Pétursson

1902 -

Hrapp

Kristján Irenæus Ágúst Guðmundss. 1871 -

Stho.

Kristján Sigtryggsson

1877 -

Árb.

Kristján Stefánsson

1800 - 1862

Skóg.

Kristján Stefánsson

1844 - 1863

Laug. Stho.

Kristján Sæmundsson

1878 - 1914

Narf.

Kristján Torfason

um 1805 -

Brenn.

Kristján Guðni Þorsteinsson

1880 - 1880

Jarl.

Kristján Hólmsteinn Þorsteinsson

1860 - 1921

Víðas. Heið. Grjót.

Kristrún Jónsdóttir

um 1818 -

Heið.

Kristrún Kristjánsdóttir

1842 -

Skóg.

Kristveig Kristjánsdóttir

1829 - 1845

Heið.

Laufey Benediktsdóttir

1898 -

Hrapp.

Laufey Kristjana Benediktsdóttir

1908 -

Stór.

Lilja Jóhannsdóttir

um 1810 -

Skóg.

Lilja Stefánsdóttir

1841 -

Jarl.

Ljúfa Helgadóttir

1923 - 1969

Hörg.

Magnús Einarsson

1848 - 1934

Heið.

Magnús Guðnason

1872 - 1943

Skóg. Narf.

Magnús Jónasson

1861 -

Grjót.

Magnús Jónsson

um 1811 -

Narf.

Magnús Jónsson

1841 -

Narf.

Maren Albertsdóttir

1888 -

Hrapp.

Margrét Ingiríður Árnadóttir

1834 -

Hörg. Laug. Hrapp.


516

Margrét Benediktsdóttir

1864 -

Grjót.

Margrét Guðmundsdóttir

1839 -

Heið.

Margrét Jóhannesdóttir

um 1810 – 1852

Narf.

Margrét Rósa Jóhannesdóttir

1884 - 1970

Hörg. Laug.

Margrét Jónsdóttir

1852 - 1931

Grjót. Bjarn.

(Margrét Jónsdóttir

um 1869 -

Stór.)

Margrét Kristjánsdóttir

1812 - 1876

Hrapp. Brenn.

Margrét Olgeirsdóttir

1862 - 1941

Skóg.

Margrét Sigmundsdóttir

um 1785 – 1863

Hösk., Hrapp.

Margrét Sigvaldadóttir

1869 -

Hörg. Árb. Stór. Narf. Laug. Stho.

María Árnadóttir

1792 - 1865

Brenn.

María Árnadóttir

1812 - 1866

Skóg.

María Friðriksdóttir

1841 - 1914

Hrapp.

María Friðriksdóttir

1883 - 1938

Skóg.

María Gísladóttir

1837 - 1902

Bjarn.

María Jósafatsdóttir

1799 - 1879

Brenn.

María Ólafsdóttir

1792 - 1852

Hösk. Grjót.

María Sigfúsdóttir

1898 - 1978

Bjarn.

María Sveinbjarnardóttir

1827 - 1882

Laug.

María Sveinsdóttir

1825 - 1907

Hrapp.

Marín Benjamínsdóttir (Maren?)

1886 - 1957

Grjót.

Marta Jónsdóttir

1890 -

Bjarn.

Marteinn Halldórsson

1894 - 1939

Grjót.

(Marteinn Sigurðsson

1891 - 1986

Grjót.)

Matthildur Torfadóttir

1836 -

Skóg.

Málfríður Jónasdóttir

1869 - 1889

Árb. Hörg.

Málmfríður Una Jónsdóttir

1880 - 1947

Jarl.

Málmfríður Oddsdóttir

um 1770 -

Heið.

Methúsalem Pétursson

1873 -

Víðas. Árb.

Metúsalem Guðmundsson

1847 -

Hörg.

Michael Benediktsson

1815 -

Heið.

Nikulás Halldórsson

1813 - 1882

Skóg. Narf.


517

Níels Frímann Jóhannesson

1851 -

Grjót.

Nýbjörg Jónsdóttir

1807 - 1892

Stho.

Nýbjörg Jónsdóttir

1851 - 1914

Stho. Hrapp.

Nýbjörg Þorláksdóttir

1893 - 1968

Hrapp. Brenn.

Oddný Jóhannesdóttir

1845 -

Narf.

Oddur Ebenzerson

1810 -

Heið.

Oddur Benediktsson

1812 -

Heið.

Oddur Sigurðsson

1834 - 1877

Hrapp.

Ovidá Jónsdóttir

1878 - 1878

Jarl.

Ólafur

um 1849

Hrapp.

Ólafur Bjarnason

1837 -

Brenn.

Ólafur Jóhannesson

um 1814 -

Heið.

Ólafur Ólafsson

um 1786 – 1855

Hösk. Hrapp.

Ólafur Ólafsson

1816 -

Árb.

Ólafur Pálsson

1854 -

Hrapp.

Ólafur Sigurðarson

1856 -

Árb.

Óli Jónsson

1886 - 1961

Narf.

Ólöf Davíðsdóttir

1832 -

Bjarn.

Ólöf Guðmundsdóttir

1804 - 1894

Bjarn.

Kristjana Ólína Guðmundsdóttir

1856 -1935

Narf. Skóg.

Ólöf Kristjánsdóttir

1856 -

Skóg.

Óskar Stefánsson

1892 -

Hrapp.

Pálína Elínbjörg Gísladóttir

1866 -

Hrapp.

Pálína Guðrún Jóhannesdóttir

1896 -

Laug.

Pálína Bergvina Pálsdóttir

1865 - 1870

Narf.

Páll Guðmundsson

1831 - 1906

Hörg. Laug. Árb.

Páll Guðmundsson

1832 -

Brenn. Heið.

Páll Jóakimsson

um 1847 -

Brenn.

Páll Jónsson

1859 -

Grjót.

Páll Kristjánsson

1876 - 1968

Hörg.

Páll Pálsson

1833 -

Narf.

Páll Sigurðsson

1877 -

Brenn.


518

Petra Pétursdóttir

1888 -

Árb. Hörg.

Elín Petrína Jónsdóttir

1895 -

Laug.

Pétur Guðmundsson

1843 -

Víðas. Árb.

Jón Pétur Jónsson

1869 -

Hrapp.

Pétur Sigfússon

1890 - 1962

Grjót. Bjarn.

Pétur Sigurðsson

1844 -

Árb.

Pétur Stefánsson

1852 - 1919

Stho.

Ragnar Árnason

1926 -

Skóg.

Ragnheiður Björnsdóttir

um 1799 – 1862

Brenn.

Ragnheiður Aðalbjörg Jónasdóttir

1857 -

Brenn. Grjót.

Rakel Sigfúsdóttir

1862 -

Bjarn.

Randheiður (Randÿður) Sigurðard.

1832 -

Grjót.

Rannveig Jósefsdóttir

1821 -

Bjarn.

Rannveig Þorsteinsdóttir

1834 -

Laug.

Rannveig Sigurðardóttir/Bjarnad.

1829 -

Narf.

Rannveig Jónína Sigurjónsdóttir

1878 - 1964

Bjarn.

Rebekka Jónsdóttir

1885 - 1969

Bjarn.

Rebekka Jónsdóttir

1890 -

Bjarn.

Rebekka Pálsdóttir

1846 - 1911

Hörg.

Reinald Reinaldsson

1819 - 1872

Brenn.

Róbert Bár(ð)dal

1872 -

Heið.

Rósa Gunnlaugsdóttir

1870 - 1943

Narf. Heið.

Rósa Halldórsdóttir

1799 - 1863

Skóg.

Rósa Illugadóttir

1870 - 1953

Heið.

Rósa Indriðadóttir

1814 - 1895

Skóg.

Rósa María Pálsdóttir

1855 -

Hörg. Laug. Árb.

Rósa Sigurðardóttir

1823 -

Laug. Stho.

Rósa Vilhelmína Sigurjónsdóttir

1871 - 1959

Bjarn.

Rósa Tómasdóttir

1868 -

Hrapp.

Rósa Þorsteinsdóttir

1895 -

Bjarn.

Róselína Einarsdóttir

1851 -

Laug.

Salbjörg Jónsdóttir

1836 - 1924

Laug.


519

Sesselja Andrésdóttir

1851 - 1936

Skóg. Laug.

Sesselja Jónsdóttir

1833 -

Skóg.

Sesselja Jónsdóttir

1834 -

Heið. Brenn. Hrapp.

Sesselja (Cecelía) Sigurðardóttir

1833 -

Narf.

Sigfinnur Jósafat Sigurjónsson

1865 - 1940

Bjarn.

Sigfús Jóhannesson

1890 - 1951

Laug.

Sigfús Jónsson

1855 - 1926

Bjarn. Grjót.

Sigfús Kristjánsson

1832 -

Bjarn.

Sigfús Sigurjónsson

1877 - 1878

Víðas.

Sigfús Þórarinsson

1864 - 1932

Víðas. Skóg.

Sigmundur Einarsson

1813 - 1891

Grjót.

Signý Ásgrímsdóttir

1820 -

Skóg.

Signý Skúladóttir

um 1764 - 1850

Skóg.

Signý Skúladóttir

1814 - 1891

Skóg.

Signý Jakobína Sveinsdóttir

1851 - 1929

Skóg.

Signý Pétursdóttir

1830 -

Narf.

Signý Þorsteinsdóttir

1869 -

Jarl.

Sigríður Ásmundsdóttir

1851 -

Heið.

Sigríður Ásmundsdóttir

1896 -

Bjarn.

Sigríður Baldvinsdóttir

1855 -

Brenn.

Sigríður Björnsdóttir

1881 - 1959

Bjarn.

Sigríður Ebenezersdóttir

1811 -

Heið.

Sigríður Einarsdóttir

1833 - 1891

Skóg.

Sigríður Kristín Einarsdóttir

1842 -

Skóg. Víðas. Árb. Stho.

Sigríður Elíasdóttir

1826 -

Grjót.

Sigríður Helga Friðfinnsdóttir

1875 - 1912

Víðas.

Sigríður Friðriksdóttir

1886 -

Skóg.

Sigríður Gunnlaugsdóttir

1830 - 1877

Stho.

Sigríður Gunnlaugsdóttir

1843 - 1937

Hrapp.

Sigríður Hjálmarsdóttir

1873 -

Skóg.

Sigríður Jóakimsdóttir

1844 - 1875

Jarl. Stho. Hrapp. Grjót. Stór.

Sigríður Jóhannesdóttir

1843 - 1858

Narf. Skóg.


520

Sigríður Jóhannesdóttir

1866 -

Árb.

Sigríður Stefanía Jóhannesdóttir

1882 -

Bjarn.

Sigríður Jónasdóttir

1835 -

Brenn.

Sigríður Jónsdóttir

1832 -

Heið.

Sigríður Jónsdóttir

1833 - 1871

Árb.

Sigríður Jónsdóttir

1840 - 1920

Sigríður Jónsdóttir

1845 - 1909

Brenn.

Sigríður Jónsdóttir

1848 -

Narf.

Sigríður Jónsdóttir

1856 - 1941

Grjót. Bjarn.

Sigríður Kolbeinsdóttir

1873 - 1957

Grjót.

Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir

1860 - 1939

Narf.

Sigríður Magnúsdóttir

1837 - 1892

Brenn. Grjót. Stór.

Sigríður Marteinsdóttir

1850 - 1882

Laug.

Sigríður Pálsdóttir

1872 - 1927

Bjarn.

Sigríður Sigmundsdóttir

1849 -

Hrapp.

Anna Sigríður Sigurðardóttir

1856 -

Heið.

Sigríður Sigurðardóttir

1854 -

Narf.

Sigríður María Sigurðardóttir

1860 - 1925

Hörg.

Sigríður Sigurðardóttir

1862 -

Víðas. Stho.

Sigríður Sigurðardóttir

1889 - 1970

Bjarn.

SigríðurKristín Sigurgeirsdóttir

1875 - 1955

Víðas. Stho.

Sigríður Sigurgeirsdóttir

1878 -

Hrapp.

Sigríður Stefánsdóttir

1876 - 1951

Hrapp.

Sigríður Vigfúsdóttir

1818 -

Sigríður Þorláksdóttir

1819 - 1899

Stho.

Sigríður Þórðardóttir

1791 - 1869

Stho.

Sigrún Friðfinnsdóttir

1879 -

Víðas.

Sigrún Guðnadóttir

1878 - 1881

Brenn.

Sigrún Guðnadóttir

1882 - 1979

Brenn.

Sigrún Haraldsdóttir

1903 -

Heið.

Sigrún Sigurðardóttir

1854 - 1854

Bjarn.

Sigrún Sigurjónsdóttir

1885 -

Bjarn.

Heið. Hörg. Stór. Árb. Stho. Narf. Laug.

Hrapp.


521

Sigtryggur Guðlaugsson

1882 - 1957

Laug. Stór.

Sigtryggur Helgason

1857 - 1930

Stho.

Sigtryggur Jónsson

1854 - 1938

Árb.

Sigtryggur Þorsteinsson

1870 -

Brenn.

Sigurbjörg Friðrika Friðfinnsdóttir 1843 -

Árb. (Skóg.)

Sigurbjörg Guðmundsdóttir

1853 - 1921

Bjarn.

Sigurbjörg Haraldsdóttir

1897 -

Heið.

Sigurbjörg Hjálmfríður Jóhannesd.

1881 -

Skóg. Laug.

Sigurbjörg Jónatansdóttir

1853 - 1910

Hörg. Hrapp. Narf.

Sigurbjörg Jónsdóttir

1833 - 1892

Narf.

Sigurbjörg Jónsdóttir

1835 -

Hörg.

Sigurbjörg Jósafatsdóttir

1867 - 1937

Stór.

Sigurbjörg Kristjánsdóttir

1843 - 1908

Árb. Skóg. Víðas.

Sigurbjörg Pálsdóttir

1815 - 1894

Brenn.

Sigurbjörg Sigfúsdóttir

1892 -

Skóg.

Sigurbjörg Sigurðardóttir

1838 - 1923

Heið.

Sigurbjörg Sigurðardóttir

1855 -

Hrapp.

Sigurbjörg Stefánsdóttir

1835 - 1920

Stho. Jarl. Heið. Bjarn. Víðas. Skóg.

Sigurbjörg Tómasdóttir

1827 - 1887

Hörg. Hrapp.

Sigurbjörg Tómasdóttir

1873 - 1932

Hörg. Hrapp.

Sigurbjörg Þorgrímsdóttir

1807 - 1888

Narf.

Sigurbjörn Guðnason

1878 - 1922

Laug.

Sigurbjörn Hansson

1827 - 1900

Jarl.

Sigurbjörn Hjálmarsson

1840 - 1924

Narf.

Sigurbjörn Jóakimsson

1850 - 1911

Hrapp.

Sigurbjörn Jóhannesson

1844 - 1867

Narf. Skóg.

Sigurbjörn Jónatansson

1867 - 1954

Víðas. Skóg. Stho.

Sigurbjörn Jónsson

1855 -

Hrapp.

Sigurbjörn Kristjánsson

1830 - 1910

Grjót. Stór.

Sigurbjörn Stefánsson

1851 - 1872

Stho.

Sigurborg Jónsdóttir

1836 - 1926

Víðas.

Sigurborg Jónsdóttir

1839 - 1844

Árb.


522

Sigurborg Jónsdóttir

1844 - 1921

Árb.

Sigurhanna Sigmundsdóttir

1853 - 1860

Hörg.

Sigurður Alexandersson

1805 -

Skóg.

Sigurður Arason

1823 - 1871

Grjót.

Sigurður Ásmundsson

1842 - 1903

Bjarn.

Sigurður Benediktsson

1805 -

Heið.

Sigurður Björnsson

1853 - 1933

Hörg. Bjarn.

Sigurður Eiríksson

1834 - 1899

Árb.

Sigurður Erlendsson

1824 - 1887

Bjarn.

Sigurður Erlendsson

1831 - 1918

Narf.

Sigurður Guðmundsson

1825 - 1829

Hörg.

Sigurður Guðmundsson

1849 -

Stór. Grjót.

Sigurður Guðmundsson

1854 -

Stho.

Sigurður Haraldsson

1899 - 1980

Heið.

Sigurður Kristján Helgason

1902 -

Stór. Bjarn.

Sigurður Jóakimsson

1805 - 1862

Heið.

Sigurður Guðni Björn Jóhannesson

1874 - 1928

Skóg.

Sigurður Jóhannesson

1888 - 1957

Hrapp.

Sigurður Jónsson

1827 - 1917

Hörg.

Sigurður Jónsson

1829 - 1905

Grjót. Stór. Árb. Stho.

Sigurður Jónsson

1830 -

Árb.

Sigurður Jónsson

1833 - 1922

Bjarn. Árb. Hörg. Heið. Stho. Laug.

Sigurður Jónsson

1839 - 1898

Brenn.

Sigurður Jónsson

1841 - 1906

Bjarn. Heið. Skóg.

Sigurður Jónsson

um 1841 -

Skóg.

Sigurður Jónsson

1844 - 1906

Hörg. Víðas. Skóg.

Sigurður Jónsson

1855 -

Narf.

(Sigurður Jónsson

1861 - 1943

Grjót.)

Sigurður Jónsson

1878 - 1936

Bjarn.

Sigurður Jónsson

1886 -

Stho.

Sigurður Oddsson

1803 - 1865

Árb.

Sigurður Snorri (Snorri Sigurj.) Oddss.1876 - 1954

Hrapp.


523

Sigurður Júlíus Pálsson

1867 - 1883

Narf.

Sigurður Bjarklind Sigfússon

1880 - 1960

Grjót. Bjarn.

Sigurður Sighvatsson

1812 - 1866

Brenn. Grjót. Stór.

Sigurður Sigurðsson

1794 - 1866?

Brenn. Árb.

Sigurður Sigurðsson

1826 - 1864

Stho.

Sigurður Sigurðsson

1859 -

Stho.

Sigurður Árni Sigurðsson

1874 -

Skóg.

Sigurður Þorkelssonn

1836 - 1876

Laug. Stho.

Sigurgeir Baldvinsson

1861 -

Hrapp.

Sigurgeir Friðriksson

1881 - 1942

Skóg.

Sigurgeir Guðnason

1879 - 1961

Brenn.

Sigurgeir Jóhannesson

1878 - 1884

Skóg.

Sigurgeir Jónasson

1872 -

Árb. Hörg.

Sigurgeir Jónsson

1850 - 1916

Bjarn.

Sigurgeir Pétursson

1875 -

Víðas. Árb.

Sigurgeir Sigfússon

1896 -

Skóg.

Sigurgeir Stefánsson

1851 - 1886

Stho. Skóg.

Sigurjón Árnason

1839 -

Grjót.

Sigurjón Björnsson

1848 -

Árb. Víðas. Skóg. Stho.

Sigurjón Guðmundsson

1836 - 1919

Bjarn.

Sigurjón Hansson

1904 -

Víðas. Stho.

Sigurjón Friðfinnsson

1855 - 1926

Hrapp.

Sigurjón Jónsson

1831 - 1871

Narf. Stho. Bjarn. Stór. Grjót.

Sigurjón Jónsson

1845 -

Hörg.

Sigurjón Jónsson

1864 -

Hörg. Laug.

Sigurjón Kristjánsson

1854 -

Hrapp. Brenn.

Sigurjón Erlendur Sigurgeirsson

1863 -

Stór.

Sigurjóna Jóakimsdóttir

1852 -

Hrapp. Brenn.

Sigurjóna Sigurbjarnardóttir

1857 -

Jarl.

Sigurjóna Helga Sigurðardóttir

1873 - 1955

Hrapp.

Sigurlaug Andrésdóttir

1807 - 1871

Árb. Heið.

Sigurlaug Guðlaugsdóttir

1832 - 1910

Bjarn. Árb. Hörg. Heið. Stho. Laug.


524

Sigurlaug Jónasdóttir

1798 - 1879

Stho.

Sigurlaug Jónsdóttir

1796 - 1862

Stho.

Sigurlaug Jónsdóttir

1834 -

Brenn.

Sigurlaug Jónsdóttir

1844 -

Skóg. Narf.

Sigurlaug Jónsdóttir

1845 - 1911

Narf. Stho.

Sigurlaug Jósefsdóttir

1846 - 1933

Stho.

Sigurlaug Katrín Þorláksdóttir

1890 -

Hrapp.

Sigurlína Þórunn Sigurðardóttir

1854 -

Árb.

Sigurveig Elín Bergvinsdóttir

1872 -

Grjót.

Sigurveig Friðfinnsdóttir

1867 -

Grjót.

Sigurveig Jóhannsdóttir

1870 -

Víðas.

Sigurveig Jónína Jónatansdóttir

1858 - 1931

Brenn.

Sigurveig Jónsdóttir

1829 - 1890

Hörg.

Sigurveig Sigurðardóttir

1829 - 1889

Stho.

Sigurveig Þorkelsdóttir

1834 - 1882

Laug.

Sigvaldi Jónsson

1838 -

Narf.

Sigvaldi Kristjánsson

1843 - 1911

Víðas.

Sigþóra Jónína Jónsdóttir

1891 -

Hrapp.

Skarphéðinn Sigurðsson

1853 -

Brenn.

Skúli Gunnarsson

1835 - 1835

Skóg.

Skúli Gunnarsson

1843 - 1853

Skóg.

Skúli Helgason

1925 -

Gafl

Snjólaug Guðnadóttir

1882 -

Bjarn.

Snorri Sigurjón (Sigurður Snorri) Oddss.1876 - 1954

Hrapp.

Soffía (Sophia) Jónsdóttir

1845 -

Hörg.

Soffía Þorláksdóttir

1888 -

Hrapp. Hörg.

Solveig Sigþrúður Sigurðardóttir

1853 - 1940

Grjót. Stór.

Sólveig Árnadóttir

1925 -

Skóg.

Stefanía Björg Sigurjónsdóttir

1874 - 1962

Bjarn.

Stefán Björnsson

um 1809 – 1866

Laug. Stho.

Stefán Bergmann Björnsson

1863 - 1896

Bjarn.

Stefán Guðmundsson

1842 - 1922

Hrapp.


525

Stefán Halldórsson

1839 - 1918

Heið.

Stefán Sigtryggur Jónsson

1861 -

Jarl.

Stefán Ingólfur Kjartansson

1936 -

Laug. Stho.

Stefán Sigfússon

1901 -

Skóg.

Stefán Sigurðsson

1873 - 1901

Bjarn. Víðas.

Steindór Pétursson

1882 -

Árb. Bjarn.

Steingrímur Benediktsson

1915 -

Stór.

Steingrímur Sigurðsson

1857 -

Brenn.

Steingrímur Þorláksson

1877 -

Narf.

Steinunn Ísleifsdóttir

1813 - 1875

Grjót. Stór.

Steinunn Guðrún Jóhannesdóttir

1876 - 1932

Stór.

Steinunn Ingibjörg Jósafatsdóttir

1869 -

Stór.

Steinunn Tómasdóttir

um 1807 – 1872

Bjarn.

Steinunn Þorsteinsdóttir

1790 - 1853

Hrapp.

Steinvör Árnadóttir

1821 - 1885

Stho.

Steinvör Eiríksdóttir

um 1774 - 1843

Narf.

Steinvör Helgadóttir

1831 - 1862

Árb.

Steinvör Þorkelsdóttir

um 1766 -

Heið.

Steinþór Björnsson

1860 - 1926

Bjarn.

Steinþór Matthías Stefánsson

1891 -

Skóg. Bjarn.

Svanborg Guðmundsdótir

1820 -

Hörg.

Svanfríður Pétursdóttir

1885 - 1908

Árb.

Sveinbjörn Jónsson

1831 - 1864

Hörg.

Sveinbjörn Kristján Jónsson

1866 -

Jarl.

Sveinn Jónsson

1842 -

Jarl.

Sveinn Reinaldsson

um 1810 - 1821

Skóg.

Sveinn Tómasson

1812 -

Skóg.

Sveinn Sveinsson

1831 -

Hörg.

Sæmundur Jónsson

1836 - 1891

Narf. Skóg.

Sæmundur Jónsson

1893 - 1966

Narf.

Sæmundur Torfason

1794 - 1873

Stho.

Sæunn Jónína Ásgrímsdóttir

1869 -

Árb.


526

Sören Árnason

1833 - 1880

Brenn.

Sören Vilhjálmur Jónsson

1857 - 1948

Brenn.

Sörena Anna Bjarnadóttir

1855 -

Brenn.

Torfi Sigurbjörn Sæmundsson

1863 - 1939

Skóg. Narf.

Tómas Magnússon

1782 - 1846

Hörg.

Tómas Jónatansson

1862 - 1862

Hörg.

Tómas Jónatansson

1864 - 1885

Hörg. Stho.

Tómas Sigurgeirsson

1880 - 1961

Hörg. Stór.

Tryggvi Björnsson

1872 -

Hörg. Bjarn.

Tryggvi Guðnason

1876 -

Grjót.

Tryggvi Hálfdanarson

1851 - 1860

Brenn.

Tryggvi Jónsson

1861 - 1929

Brenn.

Oddur Tryggvi Oddsson

1877 - 1933

Hrapp.

Tryggvi Sigtryggsson

1894 - 1986

Skóg.

Tryggvi Sigurjónsson

um 1883 -

Brenn.

Unnsteinn Sigurðsson

1885 - um 1914

Stho. Narf.

Unnur Jónsdóttir

1899 -

Árb.

Unnur Sigurjónsdóttir

1896 -

Skóg.

Valdemar Ásmundsson

1899 - 2000

Bjarn.

Þorbergur Valdimar Guðlaugsson

1889 -

Stór.

Valdimar Jónsson

1854 - 1854

Bjarn.

Valgerður Björnsdóttir

1851 -

Bjarn.

Valgerður Einarsdóttir

um 1832

Narf.

Valgerður Haraldsdóttir

1912 - 2003

Heið.

Valgerður Jónsdóttir

um 1825 -

Brenn.

Valgerður Anna Sigurðardóttir

1841 -

Heið.

Guðrún Valgerður Sigurðardóttir

1879 -

Stór. Árb. Stho. Narf.

Vigdís Friðriksdóttir

1844 -

Hrapp.

Vigdís Jóhannsdóttir

um 1825 – 1826

Skóg.

Vilborg Friðjónsdóttir

1925 -

Bjarn.

Vilborg Jónsdóttir

1865 -

Grjót.

Vilborg Kristjánsdóttir

1842 - 1842

Grjót.


527

Vilhelmína Soffía Jóhannsdóttir

1866 -

Bjarn.

Helga Vilhelmína Jónsdóttir

1819 -

Skóg.

Vigdís Ísleifsdóttir

1823 - 1906

Grjót. Stór.

Vigdís Jónsdóttir

1801 - 1870

Laug. Stho.

Vikar Árnason

1921 -

Bjarn.

Vilhjálmur Jónasson

1869 - 1955

Skóg.

Vilhjálmur Helgi Kristjánsson

1897 - 1973

Hrapp.

Þorbergur Valdimar Guðlaugsson

1889 -

Stór.

Þorbergur Davíðsson

1865 - 1939

Skóg.

Þorbjörg Jónína Sigurðardóttir

1863 -

Hörg.

Þorgeir Kristjánsson

1895 - 1975

Skóg.

Þorgerður Pálsdóttir

1847 -

Narf.

Þorkell Torfason

1798 - 1866

Laug.

Þorkatla Sigurveig Jónsdóttir

1871 -

Jarl.

Þorlákur Jónsson

1838 -

Narf.

Þorlákur Marteinsson

1880 - 1963

Grjót.

Þorlákur Stefánsson

1851 - 1894

Stho.

Þorsteinn Sigurbjarnarson

1873 -

Jarl.

Þorsteinn Þorsteinsson

1826 - 1906

Jarl.

Þorsteinn Þorsteinsson

1850 - 1922

Brenn.

Þóra Ásgeirsdóttir

1925 -

Hrapp.

Þóra Friðjónsdóttir

1922 -

Bjarn.

Þóra Sigríður Guðnadóttir

1862 -

Grjót.

Þóra Jónsdóttir

1875 - 1960

Árb.

Þóra Sigfúsdóttir

1893 - 1979

Bjarn.

Þórarinn Hallgrímsson

1901 - 1924

Bjarn.

Þórarinn Þorsteinsson

1876 - 1884

Jarl.

Þórhallur Kristjánsson

1891 - 1909

Skóg.

Þórhallur Kristjánsson

1892 - 1971

Grjót.

Þórdís

um 1843

Heið.

Þórey Jónsdóttir

1808 - 1894

Narf.

Þórey Stefánsdóttir

um 1780 - 1859

Hörg.


528

Þórir Benediktsson

1913 -

Stór.

Þórný Jónsdóttir

1834 - 1902

Narf. Skóg.

Þuríður Aradóttir

um 1835 - 1900

Grjót. Heið. Skóg.

Þuríður Guðnadóttir

1863 -

Árb.

Þuríður Hansdóttir

1818 -

Árb.

Kristín Þuríður Helgadóttir

1862 - 1894

Skóg.

Þuríður Jóakimsdóttir

1853 -

Hrapp. Stór. Skóg.

Þuríður Jónasdóttir

1850 -

Víðas.

Þuríður Jónsdóttir

1865 - 1899

Grjót.

Þuríður Pálsdóttir

1893 -

Grjót.

Þuríður Sigurbjarnardóttir

1883 - 1955

Skóg.

Þuríður Hólmfr. Sigurbjarnardóttir 1870 -

Jarl.

Jóhanna Þuríður Sigurðardóttir

1858 - 1921

Bjarn.

Þuríður Sigurgeirsdóttir

1876 -

Brenn. Hrapp.

Þuríður Sigurgeirsdóttir

1898 -

Bjarn.

Kristín Þuríður Þorbergsdóttir

1895 - 1977

Narf.

Ölveig Sigmundsdóttir

um 1774 – 1846

Skóg.

Nafnaskráin er gerð sumarið 2006. R. Á. Þessi prentun gerð 28. jan. 2008. R. Á.


529


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.