Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2022

Page 16

Stytting vinnuvikunnar hjá HSU Þegar við fulltrúar LSS hjá HSU fengum í hendurnar verkefnið um styttingu vinnuvikunnar fór af stað mikil vinna sem unnin var af fagmennsku og með hag starfsmanna fyrir brjósti. Þegar ljóst var að við yrðum eina deildin innan LSS til þess að hefja þessa vinnu í kjölfar þess að félagsmenn samþykktu kjarasamning með rétt rúmum meirihluta greiddra atkvæða var eins gott að hafa hraðar hendur og vinna málið eins vel og hægt var.

Samtal mikilvægt Stjórnendur sjúkraflutninga HSU kölluðu strax eftir samtali við okkur sem fulltrúa starfsmanna og farið var að leggja línur með það hvernig innleiðing styttingarinnar yrði framkvæmd. Farið var að mestu leyti eftir fyrirfram uppgefinni formúlu sem innleiðinganefnd styttingar vinnuvikunnar hafði sett upp og reyndist sú leið nokkuð góð. Kallað var Heimstaden 10,5x14,8-final.pdf 1 9.6.2021 til samráðsfundar sem kallast í vinnu-

ferlum nefndarinnar ,,Umbótasamtal“. Með því er reynt að draga fram sjónarmið beggja aðila, starfsmanna og stofnunar. Umbótasamtalið fór fram með þeim hætti að skipt var í vinnuhópa þar sem a.m.k. einn starfsmaður af hverri vakt var í hverjum hópi. Við erum ekki fjölmennasta liðið á landinu og hafði hver starfsmaður það hlutverk að koma með hugmyndir um það hvað mætti betur fara og líka að draga fram það sem vel er gert hjá stofnuninni. Út frá þessu samtali komu margar góðar hugmyndir en ljóst var að mikill vilji var til þess að halda í það vaktakerfi sem var við lýði, 5-5-4 kerfi sem er 12 tíma fast vaktakerfi. Umbótasamtalið er mikilvægt fyrir okkur, þar er tækifæri til þess að koma okkar sjónarmiðum að og benda á þá hluti sem okkur líkar við og hvað okkur finnst betur mega fara. Virk þátttaka starfsmanna og yfirmanna er mjög mikilvæg og verða báðir aðilar 10:12 að koma að því borði með opinn hug

og tilbúnir til viðræðna. Markmið umbótasamtalsins er skýrt, það er að starfsmenn og stofnun beri hag af því samtali. Vaktakerfin útfærð Niðurstaðan úr samtalinu var að skipaðir voru tveir vinnuhópar sem fengu það hlutverk að útfæra annarsvegar 12 klst. og hins vegar 8 klst. vaktakerfi sem myndi passa inn í hinn nýsamþykkta kjarasamning. Mikilvægt var að öll þau atriði sem í samningnum koma fram standist í nýja vaktakerfinu, þar með talið jafnan vaktahvata milli starfsmanna, sem er nýtt launatengt ákvæði. Hóparnir lögðu á sig mikla vinnu við að útfæra vaktakerfin. Mikið var um fundahöld og ýmis vaktakerfi sett upp. Hugmyndir að vaktakerfum voru lögð fyrir innleiðinganefnd ríkisins en allt kom fyrir ekki. Eftir þó nokkuð japl, jaml og fuður kom í ljós að ekki var til staðar vilji innleiðinganefndarinnar til þess að

Menntun skapar tækifæri

C

M

Y

CM

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni

MY

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

CY

CMY

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar.

K

Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Ríkismennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • rikismennt@rikismennt.is

16

Á vakt fyrir Ísland


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.