Verkstjóraábyrgð
– réttur starfsmanns til að segja nei t.d. við að fara inn í aðstæður sem hann telur lífsógnandi
Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt en fer oft á tíðum fram við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. Aðstæðurnar á vettvangi verkefnis eru oft þannig að fólk gerir allt sem í þeirra valdi stendur til að komast út úr aðstæðunum á meðan slökkviliðsmenn eru sendir inn í þær til björgunar. Í tengslum við þær hættulegu aðstæður sem slökkviliðsmenn geta þurft að vinna í geta vaknað spurningar um rétt slökkviliðsmanns til að neita skipun verkstjóra um að fara inn í lífsógnandi aðstæður. Koma þá til skoðunar réttindi og skyldur slökkviliðsmanna starfs síns vegna.
Hlutverk verkstjóra
Til að átta sig á boðvaldi verkstjóra og skyldu almennra starfsmanna til að hlíta fyrirmælum þeirra þarf að skoða hver er réttarstaða verkstjóra. Segja má að hún sé eins konar samblanda af réttarstöðu atvinnurekanda og launamanns. Verkstjóri hefur trúnaðarskyldum að gegna gagnvart atvinnurekanda og kemur fram fyrir hans hönd gagnvart starfsmönnum. Hann hefur stöðuumboð til ýmissa ráðstafana og eru skyldur hans gagnvart atvinnurekanda að ýmsu leyti meiri en annarra starfsmanna. Verkstjóri skal beita sér fyrir að starfsskilyrði innan þess starfssviðs sem hann stjórnar séu fullnægjandi að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Hann skal sjá um að þeim ráðstöfunum sem gerðar eru í því skyni sé framfylgt. Verði verkstjóri var við að einhver þau atriði sem leitt geta til hættu á slysum eða sjúkdómum séu fyrir hendi, skal hann tryggja að hættunni sé afstýrt. Verkstjóri er þannig fulltrúi atvinnurekanda á vinnustað og fer í daglegu starfi sínu með rétt hans til að stjórna verkum. Samhliða því hlýtur hann í raun að annast framkvæmd á ýmsum þáttum öryggismála sem atvinnurekanda/ fyrirtæki er skylt að sinna, s.s. fræðslu og þjálfun nýliða, viðeigandi meðferð varasamra efna, miðlun upplýsinga og tilkynningaskyldu.
22
Á vakt fyrir Ísland
stofna hvorki eigin lífi né annarra í tvísýnu.
Ábyrgð á vettvangi
Samkvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000 hefur slökkviliðsstjóri eftirlit með öllum tækjum slökkviliðs og stjórnar slökkvistarfi við eldsvoða. Í reglugerð um reykköfun nr. 1088/2013 skal slökkviliðsstjóri tryggja eins og framast er unnt að reykköfun sé skipulögð og framkvæmd þannig að heilsu og öryggi allra sem þátt taka í aðgerðinni sé ekki hætta búin. Agnar Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður á Fulltingi
Nauðsynlegt er því fyrir verkstjóra og atvinnurekanda að þekkja þær öryggisreglur sem í gildi eru og varða þau störf er hann stjórnar. Hlutverkið krefst bæði þekkingar, árvekni og myndugleika. Verkstjóri verður að tryggja örugg starfsskilyrði og tryggja að öryggisráðstöfunum sé framfylgt.
Staða almenns starfsmanns/ slökkviliðsmanns Slökkviliðsmenn eru opinberir starfsmenn og gilda ákvæði laga um opinbera starfsmenn nr. 70/1996 um þá. Kemur skýrt fram í lögunum að starfsmanni ber að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt. Einnig hvíla skyldur á slökkviliðsmönnum skv. reglugerð um reykköfun nr. 1088/2013. Þar segir m.a. að reykkafari að störfum skal ætíð vera meðvitaður um að ákvarðanir sem hann tekur og aðgerðir sem hann framkvæmir meðan á reykköfun stendur hafa eða geta haft áhrif á hans eigið öryggi sem og öryggi starfsfélaga hans. Reykkafari skal fyrir reykköfun fullvissa sig um að reykköfunarbúnaður hans sé í lagi. Skal hann ætíð fara eftir fyrirmælum stjórnanda reykkafara og skrá sérhverja reykköfun eins og nánar greinir í 19. gr. reglugerðarinnar. Þá ber slökkviliðsmanni við lífshættuleg skilyrði ávallt að gæta þess að
Þá kemur fram í 17. gr. reglugerðarinnar að stjórnandi reykkafara hafi umsjón með þeim reykköfurum sem tilheyra hans teymi við tiltekna reykköfun og leiðir framkvæmd reykköfunarinnar undir yfirumsjón stjórnanda á vettvangi. Hann skal sjá til þess að unnið sé eftir reykköfunaráætlun og að öryggisreglur séu haldnar. Hann skal yfirfara búnað reykkafara áður en þeir reykkafa.
Varðstjórar
Varðstjórar hjá slökkviliðinu eru stjórnendur og fara með daglegt leiðtoga- og verkstjórnarhlutverk innan slökkviliðsins. Hafa þeir á höndum mannaforráð og bera verkstjóraábyrgð á sinni starfsstöð. Hlutverk þeirra er margþætt og fara þeir m.a. með stjórnun á vettvangi útkalls í umboði slökkviliðsstjóra.
Fortakslaus hlýðniskylda?
Í ljósi hlýðniskyldu slökkviliðsmanna geta komið upp álitaefni hvar mörkin liggja milli þess að starfsmanni ber að fara að skipunum yfirboðara sinna og hvort og þá við hvaða aðstæður hann getur neitað því að fara að skipununum. Kemur einnig til skoðunar hvaða afleiðingar það getur haft fyrir hann að gera það ekki. Við mat á því er óhjákvæmilegt að hafa í huga að aðstæður á vettvangi eru krefjandi, geta verið mjög hættulegar og lífsógnandi og þ.a.l. krafist þess að ákvarðanir séu teknar hratt.