Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2022

Page 3

Ávarp formanns Kæru félagar

Skammt er liðið frá 19. aðalþingi LSS, þingstörf gengu vel fyrir sig og þakka ég starfsmönnum og þingfulltrúum fyrir vel unnin störf, gott skipulag og skemmtileg kvöld. Aðalþing markar alltaf ákveðin tímamót í starfi LSS, yfirleitt láta einhverjir stjórnarmenn af störfum sem gefið hafa af sér í vinnu fyrir félagið og nýir einstaklingar koma inn fullir af eldmóði og áhuga. Það er alltaf eftirsjá af góðum mönnum og í þetta skiptið var engin undantekning á því og vil ég nýta tækifærið til að þakka Birki Árnasyni fv. formanni fagdeildar sjúkraflutningamanna fyrir gæfuríkt og ánægjulegt samstarf og Antoni Berg Carrasco fv. ritara fyrir vinnusemi og ábyrgðarfulla innkomu í það embætti. Margir fyrrverandi stjórnarmenn eru enn verðmætir ráðgjafar og sinna sérverkefnum fyrir hönd LSS, sum mál krefjast þekkingar og reynslu til úrvinnslu og því dýrmætt að hafa aðgang að þeim einstaklingum sem áður hafa staðið í brúnni. Með reglulegri heilbrigðri endurnýjun stjórnarmanna stækkar sá hópur sem styrkir félagið okkar enn frekar. Enginn er hins vegar ómissandi í henni veröld og með nýjum einstaklingum sem kosnir hafa verið til stjórnarstarfa eða í fagdeildir fylgir nauðsynleg vítamínsprauta með ferskum augum á verkefni í vinnslu og smitandi eldmóður til að ná lengra, finna nýjar lausnir og tækifæri til að eflast.

Nýtt fólk í stjórnir og nefndir

Í fyrsta skipti kemur formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna ekki úr hópi starfsmanna SHS sem áður hafa mótað og byggt upp starf þessarar öflugu fagdeildar sem á margan hátt hefur dregið vagninn í framþróun og eflingu á fjölmörgum þáttum bráðaþjónustu utan spítala. Arnari Páli Gíslasyni frá HSU bíður því verðugt verkefni að leiða þessa öflugu fagdeild en ég hef fulla trú á að hann muni njóta velgengni í sínu starfi og haldið verður áfram að vinna að þeim metnaðarfullu verkefnum sem búið er að leggja grunn að en einnig koma inn með nýjar og spennandi áherslur sem vonandi munu leiða til nýrra tækifæra fyrir félagsmenn. Jón Kristinn Valsson mun halda áfram að leiða fagdeild slökkviliðsmanna sem undanfarinn misseri hefur unnið að viðamiklum verkefnum varðandi framtíðarsýn á menntun slökkviliðsmanna. Ég þarf að éta hatt minn yfir þeim yfirlýsingum sem ég gaf á þeim tíma sem flutningur brunamálasviðs HMS til Sauðárkróks var tilkynntur því samstarfsvilji og fagmennska þeirra sem þar starfa hefur verið til mikillar fyrirmyndar og málaflokkurinn tekinn fastari tökum en áður. Ég er fullur bjartsýni að sú vinna sem búið er að leggja í málefnin muni leiða af sér stórkostlegar endurbætur á menntunarumhverfi slökkviliðsmanna, stjórnenda og eldvarnaeftirlitsmanna. Ásamt Arnari Páli kemur nýr inn í stjórn félagsins Maron Berg deildarstjóri eldvarnaeftirlits hjá S.A. Maron hefur mikla reynslu af fjölbreyttum félagsmálum sem án efa mun nýtast vel í stjórnarstarfi LSS. Þakka ég þeim einnig fyrir sem gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa, Ásgeir Þórisson frá B.S. er prímus mótor í orlofshúsamálum félagsins, dugnaður hans og vinnusemi er eftirtektarverð og hann ásamt

öðrum eiga miklar þakkir fyrir að halda við og bæta íbúðir og sumarhús LSS. Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri á Akureyri situr áfram sem formaður fagdeildar stjórnenda sem í fyrsta skipti vinna nú að sérstökum kjarasamningi hjá sveitarfélögunum. Ólafur hefur sinnt stjórnarstörfum af kostgæfni og er vel meðvitaður um sitt hæfi þegar kemur að málefnum sem geta verið þess eðlis að spenna ríki milli hagsmuna rekstraraðila og stéttarfélagsins. Varamenn verða áfram þeir sömu en Árni Snorri Valsson frá HSU hefur um langt skeið unnið að félagsmálum bæði innan síns vinnustaðar og á vegum LSS, reynsla hans og þekking á samskiptum gagnvart ríkinu nýtist gríðar vel og er hann mikilvægur hlekkur í að mynda þá breiðu þekkingu og reynslu sem stjórn býr nú yfir. Hlynur Kristjánsson fv. varðstjóri á Ísafirði hefur sýnt starfsemi LSS mikinn áhuga og bætir við þekkingu á ólíkum rekstrarformum slökkviliða og er gott að hafa hann sem hauk í horni. Ég og Bjarni Ingimarsson munum áfram skipta stöðu formanns á milli okkar þó ábyrgðin liggi á mér. Okkar samstarf tel ég mjög gott og við höfum fundið farsælt jafnvægi á milli okkar og styrkjum hvorn annan í þeim verkefnum sem liggja fyrir. Framkvæmdarstjórinn okkar Hermann Sigurðsson sinnir sínu starfi af mikilli fagmennsku og á stóran þátt í því að félagið okkar er á þeim góða stað sem ég tel það vera á í dag, nákvæmni og agi varðandi rekstur félagsins, skýrir málsmeðferðarferlar og vönduð vinnubrögð í úrvinnslu kjaramála er eitthvað sem hann hefur tekið föstum tökum og sjá má skýran árangur endurskipulagningar undanfarinna ára í ársskýrslu og ársreikningum félagsins. Skrifstofustjórinn okkar Guðrún Hilmarsdóttir spilar svo stórt hlutverk í þessum kvartett en vinnubrögð hennar og nær óþrjótandi þolinmæði gagnvart okkur og félagsmönnum sem leita þurfa á skrifstofuna hafa Á vakt fyrir Ísland

3


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.