Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2022

Page 36

Líf sem þú þarft ekki frí frá

Hvernig lítur það út? - Hvernig í ósköpunum skapar þú það? - Viltu prófa? Kæru ,,kollegar“ Mér þykir vænt um slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Mér finnst við að vissu leyti tilheyra sömu stétt. Meðan þið slökkvið raunverulega elda og bjargið fólki úr lífshættu vinn ég við að slökkva ,,eldana“ sem kvikna innra með fólki þegar það hefur keyrt á vegg og ýmist lent í kulnun eða örmögnun. Við ,,kollegarnir“ eigum það sameiginlegt að vilja koma í veg fyrir ,,brunann“ með góðri forvarnafræðslu. Streita er eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál 21. aldar. Í sinni einföldustu mynd er streita það ástand sem myndast í kjölfar þess að við rembumst eins og rjúpan við staurinn við að halda of mörgum boltum á lofti í einu – ergó: Erum undir of miklu álagi í alltof langan tíma. Sama streituviðbragð virkjast innra með okkur og ef við værum í raunverulegri lífshættu, líkt og ljón væri inni í herberginu okkar og þú þyrftir að ákveða á örskotsstundu hvort þú ætlaðir að berjast við ljónið eða flýja það. Hvort tveggja krefst mikillar orku frá þér. Lífsorka þín er verðmæt og ræður úrslitum um hvernig þér líður og vegnar í lífinu. Við komumst ekki áfram á tómum tanki en með skynsamlegri orkustjórnun má vinna gegn neikvæðum áhrifum af streitu og stuðla að jafnvægi til lengri tíma litið. Góðu fréttirnar eru þær að það er tiltölulega einfalt og ódýrt að verjast streitunni með fræðslu til forvarna. Tilgangur skrifa minna er annars vegar að deila með þér haldbærustu streituráðum mínum (H-in 5) og hins vegar að fjalla um lykilinn að árangursríkri streitu- og vellíðunarstjórnun (S-in 5). Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins annað hvort ykkar getur unnið: Þú eða streitan. Hver vinnur er alfarið undir þér komið. S-in 5: Árangursrík streitu- og vellíðunarstjórnun Þú þekkir eflaust fjölda streituráða en hvers vegna virka þau ekki? Getur það verið vegna þess að þú hafir ekki enn tileinkað þér S-in 5 sem fela í sér lykilinn að árangursríkri streitustjórnun? Forsenda þess að streituráðin virki er að þú virkir S-in 5.

36

Á vakt fyrir Ísland

1. Stjórn

Aldís Arna Tryggvadóttir

Aldís Arna Tryggvadóttir er með vottun frá ICF, International Coaching Federation, sem PCC fagmarkþjálfi (e. Professional Certified Coach). Hún er með próf í viðskiptafræði, verðbréfamiðlun, frönsku, heilsueflingu og líkamsrækt. Í starfi sínu sem markþjálfi og streituráðgjafi hjá Heilsuvernd og Streituskólanum starfar Aldís með einstaklingum, hópum, fjölskyldum og teymum. Hún er vinsæll fyrirlesari um árangursríka streitu- og vellíðunarstjórnun, markmiðasetningu, heilbrigði, hamingju og sátt. Þá er hún hópstjóri í viðbragðs- og áfallateymi Rauða krossins auk þess sem hún situr í fagstjórn markþjálfunar hjá Stjórnvísi.

VISSIR ÞÚ AÐ:

• 43% fullorðinna eru með heilsufarsvandamál tengd streitu

• 50% fólks upplifir kulnun einhvern tíma á lífsleiðinni

• 2/3 greiningar heimilislækna er að streita og álag sé orsök veikinda

• Streita hefur fylgni við sex helstu dauðaorsakir í heiminum:

1. Krabbamein 2. Hjarta- og æðasjúkdóma 3. Lungnasjúkdóma 4. Lifrarsjúkdóma 5. Slys 6. Sjálfsvíg

Til þess að hafa stjórn þarftu að taka stjórn. Þú myndir aldrei stíga inn í bíl, gefa bensínið í botn og halda ekki um stýrið, ekki satt? Það sama á við þegar við ákveðum að bera fulla og ótakmarkaða ábyrgð á eigin líðan og streitustigi. Það að taka stjórn snýst í rauninni um ákvörðun. Við getum oft velt hlutum lengi fyrir okkur og hugsað sem svo: ,,Ég verð að fara að gera eitthvað til að minnka streituna og bæta líðan mína“, en það er á aðeins einni sekúndu sem við tökum endanlega ákvörðun um breytingar. Til allrar hamingju hefur þú 86.400 sekúndur, ergó tækifæri á dag til að breyta til hins betra. Þegar þú ákveður að taka stjórn ertu um leið að lofa sjálfum þér að taka 100% ábyrgð á orku- og streitustigi þínu. Það þýðir að allt sem fer vel er þér að þakka og allt sem fer illa er þér einum um að kenna. Þú berð að sjálfsögðu einn ábyrgð á eigin heilsu en heilsa þín er ekki þitt einkamál vegna þess að það eru svo margir í lífi þínu sem elska þig og þú elskar. Þú vilt og þarft að vera til staðar fyrir fólkið sem stendur hjarta þínu næst.

2. Sjálfsþekking

Hversu vel þekkirðu þig? Með sjálfsrækt hefur þú tækifæri til þess að fjárfesta í sjálfum þér – verða mesti sérfræðingur veraldar í sjálfum þér. Þeir sem haldnir eru streitu eru yfirleitt duglegasta, samviskusamasta, metnaðarfyllsta, ábyrgðarfyllsta og ósérhlífnasta fólk samfélagsins. Fólkið sem aldrei stoppar heldur fer áfram á hnefanum og vill ekki fyrir sitt litla líf vera álitið latt eða að það sé ekki að ,,standa sig“. Athugaðu að við þurfum að hugsa þetta lengra því að við viljum að þú getir haldið heilsu ekki aðeins til skemmri tíma heldur til lengri tíma litið. Það er vitaskuld


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.