Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2022

Page 39

Krabbameinsnefnd LSS Frá því síðasta blað kom út hafa ekki verið miklar breytingar eða framfarir í okkar málum er varða viðurkenningu ríkisvaldsins á krabbameini meðal slökkviliðsmanna. Við höfum þó verið í sambandi við lögfræðing BSRB sem situr í nefnd sem á að skilgreina hvaða starfsstéttir þarf séstaklega að taka fyrir í reglugerð ráðherra og áttum við fund með heilbrigðisráðherra til þess að óska eftir tækifæri á að kynna okkar málflutning betur. Við höldum enn í þá von að nefndin skili af sér jákvæðri niðurstöðu fyrir okkur og að ákveðin krabbamein meðal slökkviliðsmanna verði skilgreind sem atvinnusjúkdómur.

Á meðan við bíðum eftir niðurstöðu nefndarinnar þá getum við að sjálfsögðu hugsað um okkur sjálf, tileinkað okkur rétt vinnubrögð sem miða að því að lágmarka hættuna á að taka inn þau krabbameinsvaldandi efni sem má finna í reyk. Krabbameinsnefnd LSS gaf fyrir nokkrum árum út fræðslubækling, veggspjöld og myndbönd sem eiga að fræða slökkviliðsmenn um rétt vinnubrögð en þetta efni má nálgast á facebook síðu nefndarinnar „Slökkviliðsmenn gegn krabbameini” en einnig er hægt að hafa samband við LSS og óska eftir efni og upplýsingum um málefnið.

Þvottur á menguðum fatnaði

Okkur langar að nefna einn þátt sem hefur forvarnagildi fyrir okkur en það er varðandi þvott á menguðum fatnaði, þ.e. fatnaði sem hefur tekið í sig mengun frá brunavettvangi. Rannsóknir sýna að við vatnsþvott á eldgalla þá næst að þrífa burt um 50% af þeim eiturefnum sem sitja í gallanum og eftir 2-3 þvotta er komin jafnari dreifing eiturefna í allan eldgallann. Við getum svo gert ráð fyrir að svipað eigi við um annan fatnað þ.e. undirfatnað og því mikilvægt að allur mengaður fatnaður sé þveginn sér og ekki blandað við annan fatnað s.s. íþróttaföt, hversdagsklæðnað o.fl.

Krabbameinsskoðun styrkt

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á sjóðum LSS til þess að stuðla að auknum forvörnum og aðstoð við þá félags-

Bjarni Ingimarsson og Borgar Valgeirsson

menn sem greinast með krabbamein. Breyting var m.a. gerð á reglum styrktarsjóðs LSS til þess að hvetja félagsmenn til að fara reglulega í skoðanir vegna tiltekinna krabbameina. Í 5. grein lið b í reglum styrktarsjóðs LSS segir: Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til krabbameinsleitar vegna: • Maga-og vélindaspeglun allt að 20.000 kr. • Ristilspeglun allt að 20.000 kr. • Leg- og brjóstaskimun allt að 20.000 kr. • Blettaskoðun hjá húðlækni allt að 15.000 kr. Einnig er hægt að sækja um styrk í styrktarsjóð LSS en þar er hægt að fá eingreiðslu að upphæð 1.000.000 kr. en reglur sjóðsing byggja á þeim reglum sem eru í gildi um krabbamein meðal slökkviliðsmanna í Kanada. Fái félagsmaður ákveðin krabbamein og uppfyllir fjölda ára í starfi (mismunandi eftir krabbameinum) á hann rétt á þessari eingreiðslu en stjórn styrktarsjóðs tekur fyrir og metur hverja umsókn með tilliti til þessara þátta. Bjarni Ingimarsson Borgar Valgeirsson krabbameinsnefnd LSS

Við bjóðum upp á

heildarlausn fyrir þig eða þitt fyrirtæki h p g a m a r. i s

Á vakt fyrir Ísland

39


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.