og ræðum málin þar fagmannlega og málefnanlega. Bjóðum endilega nýjum samstarfsfélögum að vera með og kynnum þeim starfsemi félagsins. Við minnum að auki á vefsíðuna www.ambulance.is sem einnig er aðgengileg sem www.sjukrabill.is en á henni má finna þá vinnuferla sem uppfærðir hafa verið og lyfjaleiðbeiningar fyrir sjúkraflutningamenn. Frekari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu félagsins www.
lsos.is og netfang hjá nýrri stjórn er áfram sjukra@lsos.is Fráfarandi stjórn þakkar kærlega fyrir sig og vill koma fram þökkum til allra sem hafa lagt okkur lið. Arnar Páll Gíslason tekur nú við formennsku fagdeildarinnar en eftir fjögur lærdómsrík ár hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér áfram. Arnar Páll hefur allt mitt traust og þessum góða hópi sem nú tekur við eru allir
vegir færir. Ég skil sáttur við og þakka kærlega fyrir mig og traustið sem mér hlaust til þess að sinna þessu starfi. Ég óska félagsmönnum öllum gleðilegs sumars og gæfu í starfi. Birkir Árnason fráfarandi formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS
Fagdeild slökkviliðsmanna LSS FNý fagdeild slökkviliðsmanna sem kosin var á síðasta þingi til að starfa saman 2022 - 2024 kom saman á sinn fyrsta fund í byrjun júní. Þar var vinnan sem er í gangi kynnt fyrir nýju fólki og farið yfir það sem búið er að gera. Má þar helst nefna hæfnigreiningu á starfi slökkviliðsmanns og eldvarnaeftirlitsmanns. Einnig var farið yfir samstarfið með HMS í sambandi við forvarnir og auglýsingar. Á fundinum var farið yfir helstu verkefni sem framundan eru og má þar helst nefna námstefnuna „Á vakt fyrir Ísland“ sem stefnt er á að halda í október 2023 og voru allir beðnir um að fara að huga að henni. Einnig er stefnt að áframhaldandi samstarfi við HMS við gerð fræðslu og forvarnaefnis. Þessir aðilar skipa fagdeildina til 2022-2024: Jón Kristinn Valsson (SHS) formaður Aron Kárason (BÁ) Bryndís Elva Bjarnadóttir (SA) Guðjón S. Guðjónsson (SHS) Hákon Egill Daníelsson (BÁ) Jófríður Stefánsdóttir (SA) Sigurbjörn Björnsson (Brunavörnum Sauðárkróks) Sigurður Þór Elísson (SAH) Að lokum er ekki annað hægt en að minnast á ferðina á „Rauða hanann“ sem búið er að bíða eftir ansi lengi en
8
Á vakt fyrir Ísland
Jón Kristinn Valsson
nú loksins er komið að henni og ekki laust við að mikil spenna sé að myndast meðal félagsmanna að sjá allt það nýjasta sem í boði er. Sumarkveðja frá fagdeild slökkviliðsmanna Jón Kristinn Valsson Formaður fagdeildar slökkviliðsmanna bruni@lsos.is - jonk@lsos.is