Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2019

Page 10

Fagdeild sjúkraflutninga Fagdeild sjúkraflutningamanna er vettvangur okkar til samvinnu í málefnum sjúkraflutninga og bráðaþjónustu utan spítala. Henni er ætlað að stuðla að faglegri framþróun, meðal annars með því að efla fræðslu og kynningu um fagleg málefni. Fagdeildin er ráðgefandi til stjórnar LSS. Henni er ætlað að standa að bættu skipulagi sjúkraflutninga, hvort heldur er í lofti, á láði eða legi. Þetta kemur fram í reglum fagdeildarinnar. Verkefni á borði fagdeildar eru mörg, líkt og þau hafa verið undanfarin ár og málin af ýmsum toga. Nú í vor er stjórnin að ljúka sínu fyrsta starfsári og það hefur verið ærið og lærdómsríkt fyrir nýjan formann og stjórn að taka á þessum málum. Starfið er krefjandi en það er góður andi í hópnum sem býr vel að breiðri reynslu og hefur meirihluti hópsins setið áður í stjórn fagdeildarinnar. Ný stjórn býr einnig vel að þeirri vinnu sem unnin var af fyrirrennurum sínum. Mikil framþróun hefur verið í málefnum okkar á síðustu árum, þökk sé óeigingjörnu starfi þeirra sem hafa látið sig málefnin varða. Mikil vinna er þó fyrir höndum og margt sem við öll, veitendur bráðaþjónustu utan spítala, viljum bæta.

Menntun

Nýtt og uppfært nám Sjúkraflutningaskólans er komið í gagnið og er efnið og fyrirkomulag farið að slípast til. Mikil aðsókn hefur verið í grunnnámið undanfarið. Flestir sækja streymisnámið þar sem bóklegi hlutinn er tekinn á internetinu og verklegar lotur síðan haldnar víða um landið. Framhaldsnámið, sem heitir í dag EMT-A, fer einnig að mestu fram í streymi. Námið skiptis í fjórar lotur en miðað er við að það taki nemendur u.þ.b. eitt ár að ljúka náminu en í lokin er verklegt færnimat. Hermiþjálfun er á uppleið og það er góð reynsla af slíkri þjálfun í löndunum í kringum okkur. Hermiþjálfun hefur reynst mjög árangursrík við menntun heilbrigðisstarfsfólks og hún á sérstaklega vel við bráðaþjónustu. Það hefur aukist til muna að hermiþjálfun sé notuð við menntun sjúkraflutningamanna hér á landi

10

Á vakt fyrir Ísland

Birkir Árnason, formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS og þeim stöðum sem eiga til búnað og aðstöðu til hermiþjálfunar fjölgar. Hvað á að kenna með hermiþjálfun og hvernig á hermiþjálfunin að fara fram? Það er ærið verkefni fyrir okkur að þróa þessa kennsluaðferð hér heima. Við þurfum að vera dugleg að bera saman bækur okkar og læra hvert af öðru. Gaman væri að sjá vettvang til samskipta og samræmingar og fagdeildin er boðin og búin að leggja sitt af mörkum. Einnig er lag að skoða samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir. Kennslusetur Landsspítalans hefur t.d. náð góðum árangri við uppbyggingu aðstöðu og aðferða og væri því kjörið að læra af félögum okkar þar. Bráðatæknum heldur áfram að fjölga með tilkomu nýrra námsleiða. Einnig fjölgar þeim bráðatæknum sem mennta sig til hærra námsstigs og í dag eru þrír starfandi bráðatæknar með B.Sc. gráðu í faginu og fleiri eru í námi. Það er gott því það styrkir okkur sem stétt að hækka menntunarstigið. Þannig

tryggjum við okkur betur sæti við borðið þegar kemur að stefnumótun stjórnvalda um málaflokkinn. Hærra menntunarstig styrkir líka grunvöll þess að framkvæmdar séu rannsóknir í faginu af þeim sem því sinna og gaman væri að sjá þá vinnu aukast. Slík rannsóknarvinna er forsenda breytinga og þróunar í átt að betri þjónustu. Flestar tölur sækjum við erlendis frá en Ísland er á margan hátt sérstakt og þess vegna er þörf á rannsóknum hér heima til þess að tölfræði til grundvallarbreytinga eigi sem best við. Önnur viðbótarmenntun af ýmsum toga er einnig að verða sýnilegri. Ýmsar leiðir eru til sérhæfingar með námskeiðum bæði hér heima og erlendis. Tækifærin eru mörg, sýnum frumkvæði. Þetta byrjar hjá okkur.

Samstarf við yfirlækni utanspítalaþjónustu

Fagdeildin hefur átt gott samstarf við yfirlækni utanspítalaþjónustu og vill þakka það sérstaklega. Formaður


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.