Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2019

Page 18

Bráðavarpið

Á dögunum fór í loftið hlaðvarp (podcast) um málefni bráðaþjónustu á Íslandi, sem ber nafnið Bráðavarpið. Hugmyndin að Bráðavarpinu kviknaði hjá umsjónarmönnum þess á vormánuðum 2018 og hefur þróunnarvinna verið í gangi síðan. Í upphafi var stefnt á að hlaðvarpið snérist eingöngu um bráðaþjónustu utanspítala, en þegar verkefnið fór af stað kom mjög fljótlega í ljós að viðfangsefnin gætu nýst fleirum svo sem sjúkraflutningamönnum, læknum, hjúkrunarfræðingum og í raun öllum þeim sem sinna bráðaþjónustu á Ísland. Málefnin sem eru á borði Bráðavarpsins eru nánast óteljandi og á komandi vikum og mánuðum munum við meðal annars fjalla um forgangsakstur, bráðheilaslög (stroke), opíóðafaraldurinn og margt fleira. Markmið þáttanna er að uppfæra, endurmennta, skemmta og viðhalda færni þeirra sem á hlýða. Í hverjum þætti eru tekin fyrir ákveðin málefni og þau rædd á spjallformi, en það er frábrugðið hefðbundnum útvarpsviðtölum. Í fyrsta þætti Bráðavarpsins töluðu þeir Hermann Marinó Maggýjarson, nýráðinn yfirmaður sjúkraflutninga hjá HSU og bráðatæknir, og Atli Már Markússon, neyðarflutningamaður og svæfingahjúkrunarfræðingur, um vinnuferla sjúkraflutningamanna. Ýmiskonar hlaðvörp um bráðaþjónustu fyrirfinnast innan og utan spítala víðsvegar um heim, en er þetta það fyrsta hér á landi.

Sigurjón Bergsson.

Ef þið hafið hugmyndir að umfjöllunarefni og eða viljið koma í spjall er upplagt að senda tölvupóst á bradavarpid@gmail.com Hlaðvarpið hefur fengið frábærar móttökur og er það mjög hvetjandi fyrir þá sem að því standa. Umsjónarmenn Bráðavarpsins eru þeir Sigurjón Bergsson neyðarflutningamaður og Björgvin Óli Ingvarsson neyðarflutningamaður.

Það má nálgast Bráðavarpið á öllum helstu streymisveitum. til dæmis: Spotify, iTunes og Soundcloud. Ef fólk notar þessar eða aðrar veitur koma allir þegar útgefnir þættir Bráðavarpsins upp fastus.is

NÝJUNG HJÁ FASTUS

ÞVOTTAVÉLAR FYRIR SLÖKKVISTÖÐVAR Hjá Fastus færðu Electrolux sérhannaðar þvottavélar, þurrkara og þurrkskápa til að hreinsa og þurrka galla og búnað slökkviliðsmanna. Hættuleg efni, olíur og reykur festast í göllum og búnaði og því er mikilvægt að hann sé þveginn á öruggan hátt.

ÞVOTTAVÉL í vegg á milli hreins og óhreins rými. Þvottur fer inn að framan og út að aftan í hreinu rými.

Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

18

Á vakt fyrir Ísland

ÞURRKSKÁPUR fyrir tvo til fjóra slökkvigalla.

ÞVOTTAVÉL fyrir bök, kúta og grímur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.