Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2.tbl 2023

Page 16

Tímarit HJÚKRUNARFRÆÐINGA

Hjúkrunarfræðingar á Íslandi hafa ástríðu fyrir faginu og vilja sjá alvörubreytingar á heilbrigðiskerfinu.

RITRÝNDAR GREINAR

Áhrif Covid-19 faraldursins á líðan hjúkrunar- og

ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis í samkomutakmörkunum: Eigindleg rannsókn

Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði
The Icelandic Journal of Nursing | 2. tbl. 2023 | 99. árgangur
„Það sem er spennandi við Vífilstaði er að hér erum við að þróa alveg nýtt úrræði“
Dr. Alison Kitson

2 Ritstjóraspjall

4 Pistill formanns Fíh

6 Fréttir frá kjarasviði Fíh

7 Hitt og þetta

8 Aðalfundur félagsins fór fram í Norðurljósasal Hörpu þann 12. maí

14 Viðtal – Jóna Margrét starfaði á smitsjúkdómadeild í Svíþjóð þegar Covid skall á

20 Hildarstofa opnuð á Reykjalundi

22 Fagfólkið sem tók þátt í ímyndarherferð félagsins situr fyrir svörum

32 Viðtal – Aníta Magnúsdóttir forstöðumaður Vífilsstaða segir frá nýju úrræði í öldrunarþjónustu

36 Viðtal – Kristín Vilborg Þórðardóttir er aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu, Sléttuvegi

39 Viðtal – Elsa Hrund Jensdóttir hjúkrunarfræðingur tekur á móti umsækjendum um alþjóðlega vernd í gamla Domus Medica - húsinu og á Ásbrú

42 Viðtal – Elísabet Herdísar Brynarsdóttir er hjúkrunarfræðingur sem brennur fyrir mannréttindum og heilbrigði jarðar

48 Viðtal – Dr. Alison Kitson sótti Ísland heim og segir íslenska hjúkrunarfræðinga reiðubúna í breytingar

52 Hjúkrunarfræðinemarnir Birta Lind og Jóhanna Ósk svara hraðaspurningum

54 Viðtal – Sóley Sesselja Bender prófessor var í fyrsta útskriftarárgangi hjúkrunarfræði við HÍ

56 Ísetning miðlægra bláæðaleggja af hjúkrunarfræðingum Vökudeildar

58 Ritrýnd grein: Áhrif COVID-19 faraldursins á líðan hjúkrunarog ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis í samkomutakmörkunum: Eigindleg rannsókn

68 Ritrýnd grein: Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði

14 42 48 32 8 36 22 20 39
Efnisyfirlit

Bara anda inn og út undir berum himni

Sumarið er komið og sumarblað Tímarits hjúkrunarfræðinga loksins að koma út á réttum tíma enda engin Covid-smit sem tefja útgáfuna að þessu sinni. Mikið var landanum létt þegar faraldurinn var í rénum, fólk mátti aftur faðmast, flagga og fagna, ferðast og fara á barinn. Já, loksins varð lífið aftur eðlilegt og hversdagslífið og rútínan, sem var ekkert endilega alltaf þráð og dáð, varð eftirsóknarverð og jafnvel yndisleg á köflum. Lífið áður en heimsfaraldurinn setti allt á hliðina varð draumi líkast á meðan ósköpin gengu yfir því veiran tók sinn tíma, miklu lengri tíma en nokkur átti von á og nú kunnum við betur að meta frelsið og fegurðina við að fá bara „venjulega“ flensu sem kallar ekki á einangrun og innilokun. En er þetta alveg búið þótt veiran sé að mestu flúin og virðist sem fjarlæg minning? Í blaðinu er viðtal við íslenskan hjúkrunarfræðing, Jónu Margréti, sem flutti til Svíþjóðar haustið 2018 til að fara í masters-nám í alþjóðalýðheilsuvísindum. Námslánin dugðu henni ekki, hún varð að vinna með náminu og fékk vinnu á smitsjúkdómadeild á Akademíska sjúkrahúsinu í Uppsölum. Svo kom Covid og viðtalið gefur ágætis innsýn í heim hjúkrunarfræðings sem starfaði á smitsjúkdómadeild, fjarri heimahögunum og ástvinum þegar faraldurinn fór á flug. „Þetta gerðist allt svo hratt, nánast á einni nóttu. Einungis nokkrum vikum áður en Covid skall á hafði ég í fyrsta skiptið verið með sjúklingi sem lést og þá kunni ég ekki einu sinni að segja, ég samhryggist þér á sænsku og það fannst mér erfitt. Svo kom Covid, deildin varð fljótt yfirfull og sjúklingar létust í hrönnum. Við vorum fáliðuð til að byrja með og ég vann örugglega meira en fulla vinnu á sama tíma og ég var að skrifa lokaverkefnið. Ég keyrði mig út og hætti að vinna á spítalanum haustið 2020 af því ég gat ekki meira, fékk nóg og margir hjúkrunarfræðingar sem unnu með mér á spítalanum hættu einnig. Ég áttaði mig á að ég yrði að hætta í ágústmánuði þegar ég var með deyjandi sjúklingi og fór að gráta en það hafði aldrei gerst áður,“ segir Jóna Margrét í viðtalinu. Hún, eins og svo margir aðrir heilbrigðisstarfsmenn, keyrði sig út, vann of mikið undir miklu álagi þar sem óvissa um einkenni og smitleiðir veirunnar juku eflaust enn frekar á álagið.

Hún segist þó hafa farið úr öskunni í eldinn hvað Covid varðar en þegar hún mætti á fyrstu vaktina á nýjum vinnustað haustið 2020 kom í ljós að nánast helmingur starfsfólksins var smitað og stór hluti vistmanna líka. „Kaldhæðni örlaganna var að ég hætti á smitsjúkdómadeildinni af því ég gat ekki meira af Covid en svo var Covid það fyrsta sem tók á móti mér á nýjum vettvangi,“ segir hún í viðtalinu sem ég hvet ykkur til að lesa. Við eigum eftir að sjá afleiðingar og eftirköst Covid í rannsóknum á komandi árum og eflaust áratugum en í þessu tölublaði er einmitt ritrýnd grein, eigindleg rannsókn sem ber heitið: Áhrif Covid-19 faraldursins á líðan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis í samkomutakmörkunum. Mjög áhugaverð grein þar sem kemur meðal annars fram að nemendur töldu sig einangraða og einmana og minni samskipti í faraldrinum höfðu neikvæð áhrif á andlega líðan þeirra.

Já, þetta er búið en samt ekki. Margir hjúkrunarfræðingar eru örþreyttir eftir mikið og oft langvarandi álag og sumir finna jafnvel fyrir einkennum kulnunar. Mönnunarvandinn er auk þess mikill á mörgum heilbrigðisstofnunum sem eykur álagið á þá sem eru til staðar. Einmitt þá, eftir mikið álag og marga langa vinnudaga er svo mikilvægt að fá kærkomið sumarfrí, fara helst í samfellt nokkurra vikna frí til þess að ná að kúpla sig út. Þurfa helst bara að anda inn og út, berfætt í grasinu undir berum sólríkum himni, það er best í heimi.

Kæru hjúkrunarfræðingar, mikið vona ég að þið fáið langt og gott sumarfrí og náið að njóta sem allra mest og best með ykkar fólki, hvort sem það er á flandri um landið, í fjarlægum löndum eða bara heima í huggulegheitum.

Gleðilegt sumar og vonandi njótið þið lestursins í sól og sumaryl

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík

s. 540 6400 hjukrun.is

Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigríður Elín Ásmundsdóttir

Ritnefnd: Þórunn Sigurðardóttir, Sölvi Sveinsson, Þorgerður Ragnarsdóttir

Ritstjóri ritrýndra greina: Páll Biering

Ritnefnd ritrýndra greina: Kristín Linda H Hjartardóttir, Sigrún Sunna Skúladóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir

Yfirlestur: Ragnheiður Linnet

Auglýsingar: Erna Sigmundsdóttir - sími 821 2755

Hönnun og umbrot: Þorbjörg Helga Ólafsdóttir

Forsíðumynd: Heiða Helgadóttir

Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir, Ari Brynjólfsson ofl.

Prentun: PrentmetOddi

ISSN 2298-7053

Pistill ritstjóra
2 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023

Of mikið suma

Flynise – 24 klukkustunda virkni við ofnæmi

Flynise filmuhúðaðar töflur innihalda 5 mg af virka efninu deslóratadíni og er ofnæmislyf sem er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og ofsakláða. Flynise er ætlað fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri og er áhrifaríkt við að draga úr einkennum ofnæmiskvefs. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 3 Teva 324021

Næsta kröfugerð

undirbúningi

Það var virkilega ánægjulegt að sjá svona öflugan hóp hjúkrunarfræðinga koma saman á aðalfundi félagsins í Hörpu og á Teams á alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga 12. maí síðastliðinn. Takk fyrir. Við megum nefnilega ekki gleyma því að aðalfundur félagsins er æðsta valdið og því kjörinn vettvangur fyrir okkur hjúkrunarfræðinga til að hafa áhrif á framtíð okkar öfluga fagog stéttarfélags. Ályktanir aðalfundarins um launakjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga rötuðu í ýmsa fjölmiðla. Viðbrögðin segja sína sögu um stuðning almennings við baráttu okkar fyrir leiðréttingu á kjörum til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga, þörf fyrir mönnunarviðmið og aðrar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fleiri hjúkrunarfræðingar hverfi frá störfum úr heilbrigðisþjónustu.

Þegar þetta er skrifað standa samningaviðræður enn yfir við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu en skammtímakjarasamningar við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög hafa verið samþykktir. Vinnan er hafin fyrir næstu samninga og er hún samkvæmt tímasettri verkáætlun en hana má sjá betur í hverjum samningi fyrir sig. Ríkið þarf t.d. að rýna með okkur verkefni hjúkrunarfræðinga með tilliti til ábyrgðar og launa. Fyrir lok þessa árs verða starfshópar búnir að yfirfara starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu og endurskoðun á mati starfa stéttarinnar hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum. Vinnan samkvæmt verkáætlun samninganna er þegar hafin, fyrstu fundir bókaðir og strax farið að undirbúa næstu kröfugerð. Einnig erum við að óska eftir fundum með heilbrigðisstofnunum til að endurskoða stofnanasamningana. Að mínu mati verður það að gerast, enda kalla niðurstöður kosninga á samningunum við ríki og Reykjavíkurborg á það.

Í viku hjúkrunar stóð félagið fyrir viðburði í Smárabíói þar sem framleiðendur þáttanna Stormur sýndu hjúkrunarfræðingum áður óséð myndefni sem tekið var upp í Covid-faraldrinum.

Svöruðu þeir svo spurningum um þættina, sína reynslu og upplifun af þessu stóra verkefni. Við gerð þáttanna var tekið upp ógrynni af myndefni sem vonandi nýtist rannsakendum framtíðarinnar þegar rýnt verður í þetta erfiða tímabil í sögu þjóðarinnar. Óhætt er að segja að viðburðurinn hafi vakið ánægju á meðal þeirra sem mættu í bíóið eða horfðu

á í streymi og frábært hvað sköpuðust góðar umræður í kjölfarið. Jóhannes Kr. Kristjánsson, einn framleiðendanna,

laumaði hugmynd að okkur en hann benti á að nánast allir sem klæddust hlífðarbúnaði tóku sjálfu af sér. Ef öllum þeim myndum yrði safnað saman yrði til risastórt listaverk til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki. Þar er ég viss um að hjúkrunarfræðingar létu ekki sitt eftir liggja.

Ný vefsíða félagsins var formlega opnuð á alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga 12. maí. Einn af stóru lærdómum í Covidfaraldrinum var notkun tækninnar. Á aðeins nokkrum árum hefur notkun hjúkrunarfræðinga á vefnum, fjarfundarlausnum og rafrænum lausnum aukist til muna og sjáum við það á aukningu á notkun vefs félagsins, sem og fylgni og samskiptum á samfélagsmiðlum. Við sjáum líka breytingu á því hvernig vefurinn er notaður en í dag er leitað að mun sértækari upplýsingum en áður og á sama tíma eru kröfurnar orðnar meiri. Með nýjum vef gefst tækifæri til að bæta enn frekar þjónustu við félagsfólk og má þar helst nefna nýja viðbót þar sem auðvelt er að fletta í gegnum kjarasamninga og leita eftir einstökum atriðum. Ég hvet ykkur til að skoða vefinn vel og láta okkur einnig vita ef það er eitthvað sem þarfnast lagfæringar því svona vefur er stöðugt í endurskoðun og lifandi afl.

Með nýjum vef myndast tækifæri til að kynna betur út á við störf hjúkrunarfræðinga til að almenningur átti sig á því hversu öflugt og fjölbreytt starfið er í raun. Í maímánuði fór til dæmis af stað ímyndarherferð sem miðaði að því að sýna almenningi fjölbreytnina og ábyrgðina sem felst í starfinu. Auglýsingum var komið fyrir á strætisvagnaskýlum um alla höfuðborgina sem og skiltum við fjölfarna vegi á Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ, Reykjavík og víðar.

Að lokum minni ég á að skráning er hafin á vísindaráðstefnuna Hjúkrun 2023 sem fram fer í lok september. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica líkt og í fyrra. Boðið verður upp á mörg áhugaverð erindi og vinnustofur. Mikill fjöldi hjúkrunarfræðinga lagði leið sína á ráðstefnuna í fyrra þar sem þeir gátu einbeitt sér að faginu og komið saman sem stærsta fagstéttin í heilbrigðisþjónustunni.

En nú er enn eitt sumarið komið og styttist í langþráð sumarleyfi. Ég þreytist ekki á að minna hjúkrunarfræðinga á

að þeir eiga rétt á meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs og þurfum við sjálf að sjá um það, það er ekki endilega annarra að gera það fyrir okkur, þ.m.t. vinnuveitandans. Njótum sumarsins milli vakta, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Veðrið er bara hugarástand, ekki satt? Notum sumarfríið til að hlaða batteríin, lifa lífinu og hafa gaman. Við sjáumst svo hress og kát á Hjúkrun 2023 í haust.

4 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
í
Pistill formanns
2.

DESLORATADINE ALVOGEN

INNIHELDUR DESLORATADINE VIÐ OFNÆMISKVEFI OG OFSAKLÁÐA EKKI SLÆVANDI ÁHRIF EIN MUNNDREIFITAFLA Á DAG

Desloratadine Alvogen munndreifitöflur innihalda 5 mg af desloratadíni. Desloratadine Alvogen er ætlað fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára til að draga úr einkennum ofnæmiskvefs og ofsakláða. Desloratadine Alvogen hefur ekki slævandi áhrif.

FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN

KONTOR REYKJAVÍK

Fréttir frá kjarasviði Fíh

Það styttist í næstu kjaraviðræður

Félagið hefur gengið frá kjarasamningum til eins árs við flesta sína viðsemjendur og gilda þeir samningar til marsloka á næsta ári. Undirbúningur fyrir komandi kjaraviðræður er því þegar hafinn, strax í kjölfar nýrra samninga.

Skrifað var undir kjarasamning við Reykjavíkurborg 4. apríl og 12. apríl við ríkið. Þann 17. maí var gengið frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og þegar blaðið fór í prentun voru viðræður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vel á veg komnar.

Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Auk hækkunar á launatöflu var samið um ákveðnar breytingar á vaktaálagi og vaktahvata. En þá var einnig stigið mikilvægt skref með nýjum kjarasamningum þar sem aðilar sammæltust um tímasetta verkáætlun um mikilvæg atriði sem unnið verður að á samningstímanum. Þannig verður farið markvisst í að kortleggja störf og launaröðun hjúkrunarfræðinga og er undirbúningur þegar hafinn að þeirri vinnu. Þá verða störf hjúkrunarfræðinga borin saman við störf annarra háskólamenntaðra sérfræðinga og eru þegar hafin samtöl um endurskoðun stofnanasamninga og fyrirkomulag viðbótarlauna.

Hálfrar aldar afmæli í haust

Í haust eru heil 50 ár liðin frá því að fyrstu stúdentarnir hófu nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og mun Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild fagna þeim tímamótum föstudaginn 29. september nk. kl. 15:30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Dagskrá fyrir fögnuðinn er enn í smíðum og er hjúkrunarfræðingum bent á að fylgjast með frekari fréttum af viðburðinum á vef félagsins, hjukrun.is.

6 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023 Kjarasvið
Umsjón: Kjarasvið Fíh

Hitt og þetta

Umsjón: Sigríður Elín Ásmundsdóttir

Golfsumarið er hafið og þá flykkjast golfarar út á græn tún með holum og hafa gaman með kylfu í annarri og hvítar kúlur í vasa. Golfhandklæði merkt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga fást hjá félaginu og kosta 3.000 kr. Einnig er hægt að kaupa grínmerki með merki Fíh og kostar það 1.000 kr.

Guðbjörg Sveinsdóttir sæmd Florence Nightingale-orðunni

Á alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga, þann 12. maí síðastliðinn, var Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur sæmd Florence Nightingale-orðunni sem er eitt æðsta heiðursmerki hjúkrunarfræðinga. Alþjóðlegi Rauði krossinn veitir orðuna fyrir framúrskarandi hugrekki og skyldurækni við þá sem hafa lent í náttúruhamförum eða vopnuðum átökum. Orðan tekur einnig til framúrskarandi brautryðjendastarfs í heilbrigðisþjónustu og menntunar hjúkrunarfræðinga. Í ár fengu 37 hjúkrunarfræðingar frá 22 löndum orðuna.

Á vef Alþjóðlega Rauða krossins segir að Guðbjörg hafi tekið þátt í starfi á átaka- og hamfarasvæðum með áherslu á geðheilbrigði. Hún var hluti af áfallateymi Rauða krossins og sinnti sendifulltrúastörfum í Íran, Írak, Palestínu og Bangladess og hefur verið ötull málsvari geðfatlaðra í störfum sínum sem hjúkrunarfræðingur. Guðbjörg útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1978 og hefur starfað í Noregi, hjá Heilsugæslunni, í skurðhjúkrun á Borgarspítala og sem teymisstjóri Samfélagsgeðteymis Landspítala. Hún var forstöðumaður Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir geðfatlaða, og kom að stofnun slíks athvarfs í Belarús.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar Guðbjörgu innilega til hamingju með Florence Nightingale-orðuna.

Ert þú metnaðarfullur hjúkrunarfræðingur sem hefur áhuga á doktorsnámi erlendis?

Vakin er athygli hjúkrunarfræðinga á spennandi og vönduðu doktorsnámi við University of Minnesota, samstarfsskóla Háskóla Íslands til margra ára. Fullt doktorsnám í hjúkrunarfræði við University of Minnesota er þriggja ára nám. Fyrir nemendur í fullu námi fellur University of Minnesota niður öll skólagjöld fyrstu tvö árin með því að bjóða upp á námsstyrki og námsstöður. Nemendur þurfa að vera búsettir í Bandaríkjunum á námstímanum. Þegar fyrstu tveimur árunum er lokið, þar sem skólinn fellur niður öll skólagjöld, býðst doktorsnemum að sækja um hlutastörf við rannsóknir (research assistant, RA) eða sem aðstoðarkennari (teaching assistant, TA), reynsla sem er ekki síður lærdómsrík en námið sjálft. Mikil þörf er á doktorsmenntuðum hjúkrunarfræðingum og eru áhugasamir því hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2024-2025, sem hefst í ágúst 2024, er 1. desember 2023.

Frekari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu hjúkrunardeildar University of Minnesota eða með því að hafa samband við:

• Karen McCray, deildarstjóra nemendaþjónustu. (Program Coordinator in the Office of Student and Career Advancement Services), gophernursing@umn.edu.

• Helgu Bragadóttur, deildarforseta Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Háskóla Íslands (helgabra@hi.is).

• Katrínu Frímannsdóttur (kfrimannsdottir@hi.is), stefnu- og gæðastjóra Háskóla Íslands.

Helga ný í ritnefnd blaðsins

Við bjóðum Helgu Pálmadóttir, hjúkrunarfræðing og deildarstjóri á Reykjalundi, velkomna í almennu ritnefnd blaðsins. Helga er með meistaragráðu frá HR í lýðheilsufræðum og meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá HÍ. Hún hefur starfað á bráðamóttöku í Fossvogi, á Hjartagátt og á taugalækningadeild og er sendifulltrúi fyrir Rauða kross Íslands. Um leið viljum við þakka Þorgerði Ragnarsdóttur fyrir samstarfið.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 7
8 Tímarit
2. tbl. 99. árg. 2023 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
hjúkrunarfræðinga |
Steinunn, Margrét og Eva Hjörtína tóku brosandi á móti gestum. Marianne Klinke og Helga Bragadóttir. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh setti fundinn með bros á vör. Ragnheiður, Ásta Möller og Vilborg Ingólfsdóttir.

Alvörumál, ályktanir og gleði á aðalfundi Fíh

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fór fram 12. maí í Norðurljósasal Hörpu og á Teams. Þetta er í annað skiptið sem notast er við fjarfundabúnað og rafrænar kosningar til að leyfa félagsfólki um allt land og víðar að taka þátt. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel í bæði skiptin og er því útlit fyrir að það verði eins um ókomna tíð þar sem aðalfundur er æðsta vald félagins, hjúkrunarfræðingar eru ekki bundnir við höfuðborgarsvæðið og mikilvægt að allt félagsfólk geti tekið þátt. Góð þátttaka félagsfólks í kosningum um mál er varða félagið er forsenda fyrir öflugu fag- og stéttarfélagi.

Texti: Ari Brynjólfsson | Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir

Tímabært að stjórnvöld fjárfesti í hjúkrunarfræðingum Áherslur Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga, ICN, í ár settu mark sitt á upphafsávarp fundarins þar sem Guðbjörg Pálsdóttir formaður beindi kastljósinu að framtíð hjúkrunarfræðinga. Sagði hún að tími væri kominn til að yfirvöld hér á landi, sem og víðar, fjárfestu í hjúkrunarfræðingum og meti virði starfa þeirra að fullu. Kynnt var skýrsla um starfsemi félagsins á síðasta starfsári sem tók mið af starfsáætlun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins á síðasta ári.

Hafdís Böðvarsdóttir fjármálastjóri gerði grein fyrir reikningum félagsins árið 2022 og kynnti hún breytta framsetningu ársreiknings sem gerir hann auðlæsilegri en áður. Reikningurinn var staðfestur án athugasemda frá endurskoðendum, skoðunarmönnum, stjórn og aðalfundi. Ákveðið var að halda félagsgjöldum óbreyttum.

Tvær ályktanir samþykktar og rötuðu báðar í fjölmiðla Í starfsáætlun stjórnar fyrir næsta ár koma fram fjórar megináherslur sem þjóna félagsfólki. Áhersla við gerð kjarasamninga er á virði starfa og unnið verður að því að fá mönnunarviðmið tryggð í heilbrigðiskerfinu.

Samþykktar voru tvær ályktanir, báðar rötuðu í umfjöllun fjölmiðla að fundi loknum. Annars vegar var skorað á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðrar stéttir háskólamenntaðs starfsfólks hins opinbera og hins vegar var lýst yfir þungum áhyggjum af þeim hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags.

Helga Bragadóttir lagði fram bókun um breytingu á skráningu fag- og landsvæðadeilda. Sameining er um að breytinga sé þörf en mikinn undirbúning þarf til að leiða til lykta þess lags breytingar og verður meðal fyrstu verka nýrrar stjórnar að fylgja því eftir.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 9
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Söngur, ávörp og ný heimasíða félagsins opnuð Sérstök hátíðardagskrá í tilefni alþjóðlegs dags hjúkrunarfræðinga tók við af loknum aðalfundarstörfum. Sigga Eyrún, Bjarni Snæbjörns og Kalli Olgeirs spiluðu nokkur bráðskemmtileg lög fyrir viðstadda.

Ný heimasíða félagsins var formlega opnuð og fór Ari Brynjólfsson, kynningarstjóri félagsins, yfir nokkrar breytingar á vefnum, má þar helst nefna bætt viðmót og leit í kjarasamningum. Að því loknu tóku við ávörp.

Ávörpin voru fimm talsins og þau fluttu: Kristófer Kristófersson, fulltrúi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Ingunn Stefánsdóttir, formaður Curators, nemendafélags hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands. Erla Salome Ólafsdóttir, formaður Eirar, félag heilbrigðisnema við Háskólann á Akureyri. Ólafía Daðadóttir, fulltrúi nýútskrifaðra úr námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands – önnur háskólagráða. Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Viðstaddir voru sammála um að fundurinn hefði heppnast vel og þar fyrir utan er líka gaman að koma saman, hittast og ræða málin.

10 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Ari kynningarstjóri félagsins og Helga Rósa sem er nýr sviðsstjóri fagsviðs Fíh. Kristófer, nýr varamaður í stjórn Fíh og Sölvi sem er í almennu ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga. Ljúfir tónar í lok dags. Hulda Björg og Halla Eiríksdóttir. Guðrún Yrsa, Ásdís, Hulda og Guðlaug. Harpa Ólafsdóttir, starfandi sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh og Bylgja Kjærnested, deildarstjóri hjartadeildar.
2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 11 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Rétt áður en fundurinn hófst brostu þær Hulda Björg, Halla, Guðbjörg og Hafdís sínu breiðasta. Starfsfólk Fíh fylgdist vel með. Þorsteinn og Helga Rósa hittust í hléi.

öflugir hjúkrunarfræðingar hlutu rannsóknarstyrk B-hluta Vísindasjóðs en sjóðurinn styrkir rannsóknir og fræðaskrif hjúkrunarfræðinga.

hjúkrunarfræðingar fengu hvatningastyrk og á heimasíðu félagsins má lesa nánar um þá styrkþega og verkefnin þeirra.

12 Tímarit
| 2. tbl. 99. árg. 2023 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
hjúkrunarfræðinga
Sautján Jórunn Ósk Frímannsdóttir, nýr varaformaður Fíh, Inga Kolbrún, Þórdís Hulda og Fjóla Bjarnadóttir. Fimm

Hjúkrun 2023

28. og 29. september // Hilton Reykjavík Nordica

Á vísindaráðstefnunni verður boðið upp á fyrirlestra um niðurstöður rannsókna, þróunar- og gæðaverkefna, veggspjaldakynningar og málstofur

Aðalfyrirlesarar:

Prófessor Peter Griffiths - Mönnun í hjúkrun og öryggi sjúklinga

Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir - Alvarleg atvik heilbrigðisstarfsmanna

Snemmskráning er opin til 14. ágúst á radstefna.hjukrun.is

Allar heilbrigðisstéttir eru velkomnar á ráðstefnuna

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 13

Starfaði á smitsjúkdómadeild í Svíþjóð þegar Covid skall á

Sumir hjúkrunarfræðingar eiga sér þann draum að starfa við fagið í fjarlægu landi, nálægu nágrannalandi eða jafnvel bara úti á landsbyggðinni í heimalandinu. Það er áhugavert að fá innsýn í líf og störf hjúkrunarfræðinga sem hafa látið drauminn rætast, eða þar sem lífið hefur einfaldlega æxlast þannig að viðkomandi hefur farið til starfa fjarri heimahögunum.

Í næstu tölublöðum ætlum við að heyra í hjúkrunarfræðingum sem vinna við fagið í fjarlægum löndum eða nálægum eins og Jóna Margrét. Hún flutti til Uppsala í Svíþjóð til að fara í nám, neyddist til að vinna með náminu því námslánin dugðu ekki, fékk starf á smitsjúkdómadeild og upplifði ástandið þegar Covidfaraldurinn hófst í Svíþjóð. Síðan eru liðin fimm ár og í dag er Jóna Margrét í sambúð með sænskum manni en parið eignaðist sitt fyrsta barn saman síðasta sumar, Leuh Margréti, sem er augasteinn foreldra sinna. Jóna Margrét var meira en til í svara nokkrum spurningum um líf sitt og störf fyrir lesendur Tímarits hjúkrunarfræðinga.

Hver er Jóna Margrét og hvenær fórstu í hjúkrunarfræði?

Ég fæddist á Akureyri árið 1990, flutti í Kópavoginn þegar ég var tveggja ára og ólst þar upp hjá foreldrum mínum og tveimur systrum sem ég er mjög náin. Ég á líka tvö eldri hálfsystkini sem ég er í góðu samband við. Árið 2011 ákvað ég að flytja norður og læra hjúkrunarfræði við HA, sem reyndist vera góð ákvörðun því það var æðislegt að vera í háskólanámi á Akureyri. Við vorum góður hópur saman í náminu og margir komu, eins og ég, gagngert norður til að læra hjúkrun. Námsárin voru því mjög skemmtilegur tími en eftir útskrift flutti ég aftur suður og fór að vinna við fagið.

Var það alltaf framtíðardraumurinn að verða hjúkrunarfræðingur?

Nei, ég get ekki sagt það. Ég ákvað að læra hjúkrun eftir að hafa unnið með hjúkrunarfræðingum á Landakoti og Hrafnistu, þar kviknaði áhuginn. Svo var amma mín hjúkrunarfræðingur og hún talaði alla tíð svo jákvætt og vel um fagið og starfið sem hafði eflaust líka áhrif á ákvörðun mína að læra hjúkrun.

Hvar starfaðir þú áður en þú fluttir til Svíþjóðar?

Ég fór að vinna á smitsjúkdómadeild A-7 á LSH eftir útskrift og starfaði þar þangað til ég flutti til Svíþjóðar árið 2018. Á þessum tíma, þegar ég var að byrja, vorum við nokkuð margar sem vorum ungar og nýjar í starfi á deildinni, við höfðum því stuðning hver frá annarri sem var mjög gott. Þarna voru líka margir reyndir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem ég lærði mikið af. Þessi fyrstu ár sem hjúkrunarfræðingur voru því mjög lærdómsríkur og skemmtilegur tími.

Hvernig hjúkrun langar þig helst að starfa við? Eftir að ég kláraði hjúkrunarfræðinámið langaði mig að læra eitthvað meira og þar sem hjúkrunarfræðin er mjög praktíkst nám hef ég leyft mér að skrá mig á námskeið og námsleiðir sem hafa vakið áhuga minn án þess að einblína á hvernig námið nýtist mér í starfi. Strax eftir útskrift skráði ég mig til að mynda í 30 eininga diplómanám í þróunarfræði við HÍ, það nám samanstóð af þremur kúrsum sem opnuðu augu mín fyrir félagsvísindum. Ég hef alltaf haft áhuga á hjálparstarfi og stefni á að vinna fyrir samtök á borð við Lækna án landamæra (MSF) og út frá ráðleggingum norsku skrifstofu MSF tók ég kúrs í norskum háskóla sem heitir Tropical medicine. Þetta var árið 2017 og kúrsinn samanstóð meðal annars af þriggja vikna dvöl í Tanga í Tansaníu. Þar fengum við fyrirlestra og fórum í heimsóknir á heilbrigðisstofnanir. En árið áður hafði ég verið í tæpa tvo mánuði í Moshi í Tansaníu ásamt tveim íslenskum iðjuþjálfum. Þar starfaði ég á spítala en var ekki með hjúkrunarleyfi í landinu og var því meira eins og skugginn af öðrum hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðu. Þessi tími gaf mér innsýn í starfið í öðruvísi menningarheim en mér fannst hamlandi að tala ekki tungumálið og treysti mikið á kanadískan lækni sem þarna starfaði, sú hafði verið þarna lengi og gaf sér tíma til að túlka og kynna mig fyrir starfseminni. Það má segja að ég hafi meira verið gestur og áhorfandi þarna á sjúkrahúsinu en ég fann að mig

14 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Texti: Sigríður Elín Ámundsdóttir | Myndir: Úr einkasafni
Hjúkrunarfræðingur í öðru landi

vinna fyrir samtök á borð við

Lækna án landamæra …“

langaði að læra meira. Aðstaðan á sjúkrahúsinu í Tansaníu var mjög ólík því sem ég átti að venjast, það voru til dæmis engin lyf eða útbúnaður á spítalanum. Sjúklingar þurftu að treysta alfarið á aðstandendur að kaupa það sem vantaði hvort sem það voru verkjalyf eða þvagleggur. Það voru kannski tuttugu sjúklingar á einni deild, allir í sama rými og ekki pláss eða möguleiki á að virða einkalíf sjúklinga. Þegar ég fór svo ári seinna í gegnum kúrsinn í norska háskólanum áttaði ég mig betur á hvernig heilbrigðiskerfið þarna var uppbyggt og hversu mikið þrekvirki starfsfólkið vinnur á hverjum degi við erfiðar aðstæður.

Hvers vegna fluttir þú til Svíþjóðar?

Ég ákvað að fara í masters-nám í alþjóðalýðheilsuvísindum (global health) og flutti ein út haustið 2018. Ég var ekki búin að reikna út hvað ég fengi í námslán áður en ég fór en ég hafði verið að vinna mikið og fékk þar af leiðandi ekki nógu há námslán til að geta lifað af þeim. Ég varð því að fá mér vinnu með náminu og fór að vinna á smitsjúkdómadeild á Akademíska sjúkrahúsinu

í Uppsölum. Ég var þar í tímavinnu með náminu á mjög stórri deild, kosturinn við það var að ég gat valið mér vaktir. Ég fékk

bara fimm aðlögunarvaktir og var í upphafi ekki góð í sænsku, ég rataði varla um spítalann og kunni ekki vel á kerfið. Það voru alls konar praktísk atriði sem ég vissi ekki og hafði hreinlega ekki orku í að hugsa um, ég var gjörsamlega búin á því við að koma mér inn í allt til að byrja með. Ég fékk launin til dæmis send í pósti fyrstu mánuðina, í marga mánuði vissi ég ekki að ég fengi ekki matartímana borgaða og að ég væri ekki skráð í stéttarfélag. Ég þurfti bara að koma mér inn í allt og redda mér en Svíar eru mjög þolinmóðir og veittu mér stuðning og einnig sjúkraliðar sem komu frá öðrum löndum til að vinna á spítalanum. Þeir höfðu upplifað það að vera í mínum sporum og voru mjög hjálplegir. Ég tók vaktir á deildinni með náminu en þegar ég var á síðustu önninni í háskólanum og bara að skrifa lokaverkefnið mitt skall heimsfaraldurinn á.

Hvernig var að starfa á smitsjúkdómadeild í Svíþjóð í heimsfaraldri?

Ég var upphaflega forvitin og því tilbúin að taka allar vaktir sem ég gat á smitsjúkdómadeildinni en þetta voru skrítnir tímar og það gerðist allt mjög hratt. Viðbrögðin við auknum smitum voru allt önnur í Svíþjóð en heima á Íslandi, ég fylgdist vel með fréttum og á meðan verið var að loka öllu heima var allt opið í Svíþjóð; barir, líkamsræktarstöðvar og aðrir staðir þar sem margt fólk kom saman og smithættan var mikil. Ég upplifði mjög blendnar tilfinningar og fannst Svíar ekki bregðast nógu hratt við því sem var að gerast. Ég sá í mínu starfi á smitsjúkdómadeildinni hvaða áhrif Covid hafði og á sama tíma vissum við lítið um sjúkdóminn, einkenni hans og útbreiðslu. Þetta gerðist allt svo hratt, nánast á einni

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 15 Hjúkrunarfræðingur í öðru landi
„Ég hef alltaf haft áhuga á hjálparstarfi og stefni á að
Hópurinn sem tók námskeiðið Tropical Medicine haustið 2017 í Tanga, Tanzaniu.

nóttu. Einungis nokkrum vikum áður en Covid skall á hafði ég í fyrsta skiptið verið með sjúklingi sem lést og þá kunni ég ekki einu sinni að segja, ég samhryggist þér á sænsku og það fannst mér erfitt. Svo kom Covid, deildin varð fljótt yfirfull og sjúklingar létust í hrönnum. Við vorum fáliðuð til að byrja með og ég vann örugglega meira en fulla vinnu á sama tíma og ég var að skrifa lokaverkefnið. Það var að sumu leyti flókið að vera ekki fastráðin á spítalanum, auk þess var ég mikið á næturvöktum og missti því af fundum og fræðslu og leið stundum eins og ég væri ekki hluti af hópnum þegar kom að upplýsingaflæði og öðru. Samstarfsfólkið var samt frábært og þetta var mikill lærdómur en eftir á hugsaði ég að best hefði verið að fresta því að fresta ritgerðinni um eina önn því þetta var of mikið. Ég keyrði mig út og hætti að vinna á spítalanum haustið 2020 af því ég gat ekki meira, fékk nóg og margir hjúkrunarfræðingar sem unnu með mér á spítalanum hættu einnig. Ég áttaði mig á að ég yrði að hætta í ágústmánuði þegar ég var með deyjandi sjúklingi og fór að gráta en það hafði aldrei gerst áður. Ég ákvað þá að fara að vinna annars staðar en á spítala í smátíma. Ég fékk vinnu hjá sveitarfélaginu í Uppsölum, á skammtímavistun sem er eins konar endurhæfingardeild. Í Svíþjóð fá sveitarfélög dagsektir ef þau geta ekki tekið við sjúklingum sem eru að útskrifast frá spítalanum og þurfa skammtímavistun eða endurhæfingu. Það gerir það að verkum að allt gengur hraðar fyrir sig en til dæmis heima og sjúkrahúsin fyllast ekki af fólki sem er að bíða eftir úrræðum eftir að hafa þurft innlögn á spítala.

Hvernig tók nýja starfið á móti þér eftir álagið á spítalanum?

Ég mætti á fyrstu vaktina haustið 2020 og þá kom í ljós að nánast helmingur starfsfólksins var smitað af Covid og stór hluti vistmanna líka, sama ballið byrjaði því strax aftur á nýjum vinnustað. Kaldhæðni örlaganna var að ég hætti á smitsjúkdómadeildinni af því ég gat ekki meira af Covid en svo var Covid það fyrsta sem tók á móti mér á nýjum vettvangi og ég fór því má segja úr öskunni í eldinn. Munurinn var að þarna hafði ég ekki tækin og tólin sem ég hafði á sjúkrahúsinu. Við gátum lítið gert fyrir smitaða og þurftum annaðhvort að hringja á sjúkrabíl eða veita líknandi meðferð. Þarna voru flestir vistmenn eldri borgarar og þrátt fyrir að Covid hafði tekið á móti mér þegar ég var að byrja og reyndi að forðast Covid er ég enn að vinna á þessari endurhæfingardeild og mæti þangað í ágúst þegar fæðingarorlofinu lýkur.

Hverjir eru kostirnir og gallarnir við að starfa á endurhæfingardeild hjá sveitarfélagi?

Það var ágæt tilbreyting að fara úr akút aðstæðum á sjúkrahúsi í aðeins öðruvísi takt. Vissulega er oft mikið að gera en munurinn er að á spítala kemur alltaf annar hjúkrunarfræðingur og tekur við þínum sjúklingum áður en þú ferð heim. Þar sem ég starfa núna mæti ég klukkan sjö og er til fjögur á daginn, þess á milli er engin hjúkrunarfræðingur á staðnum þannig að sjúkraliðar og aðrir starfsmenn hringja í vaktsíma ef þess þarf. Það tók mig smátíma að læra að sleppa og forgangsraða rétt til að geta farið heim úr vinnunni á réttum tíma. Þetta starf hefur hjálpaði mér mikið að skilja betur sænska heilbrigðikerfið og hvernig það virkar þar sem ég þarf að redda öllu mögulegu fyrir skjólstæðinga mína. Mér finnst

það líka vera kostir við starfið að ég vinn bara dagvinnu og fjórðu hverju helgi. Ég hef svo verið sjálfboðaliði hjá samtökunum Läkare i världen (Médecins du Monde) sem eru með móttöku í Uppsala einu sinni viku. Þar er tekið á móti flóttafólki sem hefur ekki getað fengið þá heilbrigðisþjónustu sem það á rétt á í gegnum almenna kerfið, við aðstoðum það við að leita réttar síns og segjum hvert það geti leitað ef við erum ekki á staðnum. Við getum sinnt minni sárum, tekið HIV-próf, þvagprufur og annað smávægilegt en móttakan í Stokkhólmi er með stærri starfsemi og getur aðstoðað flóttafólk meira.

Finnst þér að Svíar hefðu átt að bregðast öðruvísi við þegar Covid skall á?

Þeir voru lengi að bregðast við, það var ekki fyrr en í janúar 2021, þegar ég var farin að vinna á öðrum stað, að það komu fyrst reglur um grímuskyldu á vinnutíma.

Á vaktinni á smitsjúkdómadeild í heimsfaraldri

16 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023
„Svo kom Covid, deildin varð fljótt yfirfull og sjúklingar létust í hrönnum.“
Hjúkrunarfræðingur í öðru landi

Ég var að vinna með sjúklingum í áhættuhópi og fram að því vorum við starfsfólkið bara með grímur og hlífðarbúnað þegar við sinntum sjúklingum sem voru smitaðir. Ræktin var opin, fólk hélt veislur eins og ekkert hefði í skorist en á sama tíma og var fólk að deyja úr Covid á spítalnum. Þetta fannst mér erfitt að horfa upp

á. Mér finnst að yfirvöld hefðu átt að bregðast fyrr við, sérstaklega á stöðum eins og á öldrunarheimilum og á stofnunum þar sem viðkvæmir hópar voru. Það var ekki fyrr en um sumarið 2020 að almenningur hafði möguleika á fara í einkennasýnatöku. Ég upplifði líka að það vantaði hlífðarbúnað og annan nauðsynlegan búnað í upphafi faraldursins. Að mínu mati voru Svíar ekki tilbúnir í heimsfaraldur og svona stórt áfall, þeir eru almennt vanir því að hafa það gott og áttu eflaust ekki von á neinu í líkingu við það sem Covid varð, ekki frekar en nokkur annar. Í byrjun apríl, bara nokkrum vikum eftir að faraldurinn byrjaði, voru til að mynda næstum bara Covid-smitaðir sjúklingar á spítalanum, hann var undirlagður og það þurfti að fá hjúkrunarfræðinga frá öðrum stofnunum til að manna hann á sama tíma og skurðlæknar höfðu ekkert að gera.

Smitaðist þú ekki af Covid þegar þú starfaðir á smitsjúkdómadeildinni?

Nei, ég smitaðist ekki fyrr en 2021, ég var í hlífðarbúnaði í vinnunni og einangraði mig mikið utan vinnutíma. Við sem unnum saman á spítalanum grínuðumst stundum

með það að öruggasti staðurinn fyrir okkur að vera á væri líklega á smitsjúkdómadeildinni þar sem við fengum hlífðarbúnað. Ég var í upphafi hrædd um að smitast og varð meira hrædd um fólkið mitt heima á Íslandi. Á þessum tíma fækkaði flugferðum heim mikið og ef einhver af mínum nánustu hefði veikst hefði ég ekki getað bara hoppað upp í næstu vél og farið heim til að vera til staðar. Eftir á að hyggja var þetta mikill og góður skóli, allur heimurinn var í raun að upplifa það sama. Þetta tímabil sýndi mér hvað aðlögunarhæfnin er mikil, einungis nokkrum vikum eftir að faraldurinn byrjaði varð það nýr hversdagsleiki má segja og maður tókst á við hann.

Hvað hefur verið erfiðast við að starfa í öðru landi?

Tungumálið hefur verið stærsta áskorunin, mig vantaði orðaforða til að tjá mig og vinna úr upplifunum tengdum Covid. Það að vera alveg nýr á vinnustað í landi þar sem maður getur ekki almennilega tjáð sig á tekur rosalega á og misskilningur getur orðið en maður getur sem betur fer hlegið að því eftir á. Það var líka áskorun að vera langt frá fjölskyldunni, sérstaklega á tímum Covid þegar ég upplifði mikla óvissu og ólík viðbrögð við faraldrinum á Íslandi og í Svíþjóð.

Hefur þú leitað þér hjálpar eftir álagið sem fylgdi því að starfa á smitsjúkdómadeild í heimsfaraldri?

Ég talaði einu sinni við sálfræðing haustið 2020 en ég var á þeim tíma búin að skipta um vinnu, taka mér langt frí og náði að jafna mig að miklu leyti. En það var gott að fara og fá staðfestingu á því að ég væri ekki bara rosalega mikill aumingi heldur að þetta hafi hreinlega verið mikið. Ég finn að ég hef þörf fyrir að tala um þetta tímabil og á því kannski eftir að vinna betur úr því.

Hvað kenndi þessi lífreynsla þér?

Að maður er fær um meira en maður heldur og einnig hvað það er mikilvægt að ætla sér ekki of mikið. Lífið fer ekki alltaf eins og planað var og þá er líka allt í lagi að beygja aðeins út af sinni braut og taka pásur ef þess þarf. Er starfsumhverfið öðruvísi þar sem þú starfar núna í Svíþjóð en á Íslandi?

Aðgengi að sérnámi innan hjúkrunar er gott í Svíþjóð og það er mikið í boði. Grunnnámið er þrjú ár í háskóla og svo er hægt að sérhæfa sig í eitt til eitt og hálft ár. Margar stofnanir bjóða einnig upp á launað sérnám og almennt er gefið mikið svigrúm fyrir framhaldsnám. Mér fannst vera skýrari verkaskipan á milli starfsstétta á spítalanum sem ég starfaði á hér í Svíþjóð og almennt fleira starfsfólk, ég hef þó ekki unnið á nógu mörgum ólíkum deildum til að dæma um það hvort það sé raunverulegur munur.

Hvað hefur Svíþjóð fram yfir Ísland?

Það er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum almennt í Svíþjóð eins og heima en mér hefur fundist vera fleiri almennir starfsmenn og fleiri sjúkraliðar þar sem ég hef verið að vinna að minnsta kosti. Það er einnig betra flæði frá spítalanum og sjúklingar eru ekki fastir á bráðadeildum í fleiri vikur að bíða eftir úrræðum, almennt eru útskriftarmál í betri farvegi.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 17
„Kaldhæðni örlaganna var að ég hætti á smitsjúkdómadeildinni af því ég gat ekki meira af Covid en svo var Covid það fyrsta sem tók á móti mér á nýjum vettvangi og ég fór því má segja úr öskunni í eldinn.“
Hjúkrunarfræðingur í öðru landi

Hvað hefur Ísland fram yfir Svíþjóð?

Ég sakna stundum „þetta reddast“ hugarfarsins sem er ríkjandi heima. Ef það koma upp vandamál þá er þeim bara reddað, en hér í Svíþjóð hef ég upplifað að það fari allt í upplausn ef eitthvað, smáatriði jafnvel, virkar ekki eins og það á að virka. Hér fæ ég ekki matartímann greiddan og vinnudagurinn er lengri fyrir vikið. Ég átti erfitt með að venjast því að dagarnir byrja fyrr og enda fyrr hér í Svíþjóð, morgunvakt byrjar til dæmis klukkan 7 eða fyrr og kvöldmatur á stofnunum er borinn fram rétt eftir klukkan 16 síðdegis.

Er mönnunarvandinn mikill í Svíþjóð?

Já, það er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum.

Hjúkrunarfræðingar hér kvarta yfir lágum launum, miklu álagi og slæmu vinnuumhverfi. Hjúkrunarfræðingar flýja fastráðningar, margir fara í kulnun og almennt er mikil óánægja hjá stéttinni. Það sem er ólíkt er að kerfið hérna er má segja tvöfalt. Annars vegar eru það hjúkrunarfræðingar sem eru fastráðnir og hins vegar hjúkrunarfræðingar sem manna einstaka vaktir og vinna stundum í fleiri vikur og mánuði á sömu deild í gegnum ráðningarfyrirtæki. Þeir hjúkrunarfræðingar eru með mun hærri laun en þeir sem eru fastráðnir, geta valið sínar vaktir og frí á annan hátt en fastráðnir. Það eru kostir og gallar við bæði kerfin en á mörgum deildum er stór hluti starfsmanna ráðinn í gegnum ráðningafyrirtæki og það telst vera vandamál og merki um að eitthvað gangi ekki upp á viðkomandi deild ef enginn vill vera fastráðinn þar.

Ætlar þú að flytja aftur til Íslands?

Ég vona það en hef ekki ákveðið hvenær.

Hvers saknar þú helst að heiman?

Fjölskyldu og vina, það er ákveðin sorg að vera alltaf svona langt í burtu frá öllum og missa af svo miklu.

Hvernig er hversdagslífið frábrugðið þarna úti? Ég upplifi það rólegra og það er minna stress. Ég bý miðsvæðið, samgöngur eru góðar og stutt að fara allt. Samfélagið er mjög barnvænt en ég hef ekki átt barn og verið búsett á Íslandi svo að get ekki borið það saman.

Hvaða áhugamálum sinnir þú í frítíma þínum?

Mín helstu áhugamál eru crossfit og að dansa þótt ég sé álíka léleg í hvoru tveggja en ég hef kynnst nýju fólki í gegnum bæði áhugamálin sem er frábært.

Hvar sérðu fyrir þér að þú verðir eftir tíu ár?

Ætli ég verði ekki búin með meira nám eða alla vega búin að skrá mig í meira nám. Mig langar líka að fara aftur að starfa á sjúkrahúsi, mig vantar meiri reynslu í bráðahjúkrun og vona að ég hafi náð mér í hana eftir 10 ár. Svo er draumurinn að læra að minnsta kosti eitt tungumál til viðbótar. Að lokum er planið að vinna eitthvað meira tengt mínu masters-námi, það gæti verið rannsóknarvinna, hjálparstarf erlendis eða stefnumótun og réttindamál fólks á flótta.

18 Tímarit
| 2. tbl. 99. árg. 2023
hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarfræðingur
Jóna með sambýlismanni sínum Eliasi Tuffaha og dóttur þeirra Leuh Margréti í öðru landi

KYNNING

Fimmtudaginn 8. júní kl. 09:00-12:00 mun Vicky Gudesen, hjúkrunarfræðingur hjá Juzo í Danmörku, kynna nýjungar og nýjar nálganir í stað vafninga til meðferðar á bjúg og langvinnum, erfiðum bláæðasárum og tengdum vandamálum. Meðferðin nýtist einnig sem síðbúið meðferðarúrræði við alvarlegum brunasárum. Meðferðin er áhrifarík og einfaldari í framkvæmd en hefðbundnir vafningar. Á fyrirlestrinum verður farið yfir hugmyndafræði vörunnar, ábendingar og framkvæmd.

Kynningin fer fram í sýningarsal Stuðlabergs heilbrigðistækni, Stórhöfða 25 - 3. hæð. Léttar veitingar og hádegisverður verður í boði í lok kynningar.

Skráning fer fram í gegnum netfangið anna@stb.is til og með 5. júní, þar sem tekið skal fram nafn, fagheiti og vinnustaður. Takmarkað pláss í boði.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur, Starfsfólk Stuðlabergs heilbrigðistækni

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 19
Stuðlaberg heilbirgðistækni ehf. • Stórhöfða 25 • Reykjavík • stb@stb.is • 569 3180 • stb.is Markmið okkar eru að efla heilsu, auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf

Hildarstofa og hvíldarherbergi á Reykjalundi

Umsjón: Jónína Sigurgeirsdóttir, Elfa Dröfn Ingólfsdóttir og Eva Steingrímsdóttir

Hjúkrun í þverfaglegri endurhæfingu á Reykjalundi fékk mikilvæga viðurkenningu á dögunum, þegar aðstandendur Hildar Einarsdóttur

sérfræðings í hjúkrun, afhentu dagdeild lungnaendurhæfingar tvö nýuppgerð herbergi með öllum búnaði, sem bæta umtalsvert aðstöðu til að veita hjúkrunarmeðferðina hvíld og slökun.

Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á B2, dagdeild lungnaendurhæfingar á afmælisdegi Hildar þann 26. janúar, þegar hún hefði orðið 65 ára. Dóttir Hildar, sambýlismaður Hildar, systir hennar, vinkonur, sérfræðingar í hjúkrun og vinir úr Oddfellowstúkunni Þorfinni Karlsefni fylgdu gjöfinni úr hlaði og starfsfólk lungnateymis ásamt stjórnendum Reykjalundar veittu henni móttöku.

Hildur alla tíð frumkvöðull

Hildur lauk grunnnámi í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og MS-námi frá Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í hjúkrun langveikra árið 2004, með áherslu á hjúkrun nýrnasjúklinga. Hildur kom víða við í störfum sínum og var frumkvöðull alla tíð. Hún beitti sér fyrir framþróun hjúkrunar á Íslandi, bæði á klínískum vettvangi

og með þátttöku í nefndum og ráðum á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún var alls staðar ötull talsmaður sjúklinga. Styrkur sem eflir hjúkrun lungnasjúklinga

Í veikindum sínum naut Hildur meðal annars hjúkrunar á lungnadeild Reykjalundar. Hún kom, ásamt Gísla Sigmundssyni, sambýlismanni sínum, að máli við stjórnendur Reykjalundar þegar ljóst var hvert stefndi með þá ósk sína að veita Reykjalundi styrk sem myndi gagnast með myndarlegum hætti til að efla hjúkrun lungnasjúklinga. Oddfellow-stúka Gísla, lagði fram sömu fjárhæð og Hildur, auk þess að leggja fram vinnu, efni og búnað til endurnýjunar herbergjanna og stýrði Gísli verkefninu fyrir hönd reglunnar og ættingja Hildar.

Árlega eru samtals um 1.100 sjúklingar innskrifaðir í endurhæfingu á öllum meðferðarsviðum Reykjalundar og oftast spannar endurhæfingin fjögurra til sex vikna tímabil. Samkvæmt samantekt Berglindar Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðings og gæðastjóra Reykjalundar, um lykiltölur úr starfsemi lungnateymis 2019-2022, sem safnað var á skráningarmiðstöð Reykjalundar, innskrifuðust 365 sjúklingar á lungnasvið á þessum þremur árum, eða um 122 sjúklingar á ári. Þetta var nálægt meðaltali undanfarinna ára, þrátt fyrir vendingar sem urðu í starfsemi Reykjalundar á tímabilinu vegna Covid. Lungnadeild Reykjalundar tók þátt í því að létta álagi af bráðadeildum Landspítala og nýtti sérhæfingu starfsfólks

Hildarstofa

lungnateymis til að veita sjúklingum sem gátu útskrifast frá bráðadeildum Landspítala, endurhæfingu eftir Covid.

Mikilvægi endurhæfingarhjúkrunar fyrir lungnasjúklinga

Meðalaldur sjúklinga lungnasviðs árin 2019-2022 var um 60 ár, konur í nokkrum meirihluta eða 59%. Samkvæmt upplýsingum skráningarmiðstöðvar bjuggu flest þeirra sem innskrifuðust á lungnasvið 2019-2022 í eigin húsnæði, flest voru vel læs og skrifandi (um 75%), en aðeins færri töldu sig eiga gott með tjáningu. Meirihluti sjúklinga lungnasviðs glímdi við svefnvanda og margir sögðust vera syfjaðir að degi til. Um 75% voru samt ánægð með lífsgæði sín og um helmingur nokkuð ánægð með heilsu sína.

Um 70% þeirra sem innskrifuðust í lungnaendurhæfingu höfðu eðlilega eða lítið skerta hreyfigetu og um 90% voru sjálfbjarga með sjálfsumönnun. Um 50% sjúklinga í lungnaendurhæfingu höfðu mikla eða alvarlega verki, um 33% nokkurn eða alvarlegan kvíða og um 40% höfðu skerta getu til að sinna venjubundnum og almennum störfum.

Með sínu glögga auga, sá Hildur mikilvægi endurhæfingarhjúkrunar fyrir þennan viðkvæma sjúklingahóp og vilja undirritaðar tjá þakklæti sitt hér af auðmýkt til aðstandenda Hildar og vina hennar.

Frekari upplýsingar má finna á vorutorg.icepharma.is eða í síma 540-8000 NIÐURBRJÓTANLEGIR HANSKAR ÓSTERÍLIR NÍTRIL HANSKAR SEM BROTNA NIÐUR Á 3-4 ÁRUM
Hildarstofa

Fólkið á bak við

ímyndarherferð

Félags íslenskra

hjúkrunarfræðinga

Umsjóni: Sigríður Elín Ásmundsdóttir | Myndir: Heiða Helgadóttir / heimasíða: heidah.is

Störf hjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt, hjúkrunarfræðingar eru fagfólk, hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga er með framhaldsmenntun og flestir hjúkrunarfræðingar eru framúrskarandi í sínum störfum. Það getur verið gott að skerpa á ímynd sem hefur þróast í áranna rás. Hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga hefur aukist og sömuleiðis hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna sem starfa hérlendis. Ímyndin var lengi vel í þá átt að hjúkrunarfræðingar væru góðar konur, englar í mannsmynd var stundum notað en orðið fagmanneskja sjaldnar. Hjúkrunarfræðingar eru sannarlega fagfólk og hafa alla tíð verið það. Félagið ákvað að blása til ímyndarherferðar sem sýnir fjölbreytt störf og flóru fagfólksins sem tilheyrir stéttinni og í kjölfarið ákváðum við að kynnast fólkinu á myndunum.

22 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Ímyndarherferð Fíh
Herferðin birtist á strætóskýlum og flettiskiltum í borginni og víða á landsbyggðinni.

Bylgja Kærnested fædd 5. ágúst 1973 og er því alveg að detta í fimmtugt.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Ég útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1997.

Draumurinn að mönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verði mætt

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Minnir að það hafi verið áhugi á mannslíkamanum, fólki, heilbrigði og samskiptum.

Framhaldsnám? Ég lauk masters-gráðu í stjórnun frá Hjúkrunarfræðideildinni árið 2005.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég er hjúkrunardeildarstjóri á hjartadeild Landspítalans en þar hef ég stafað meira og minna frá útskrift. Starfið er fjölbreytt, það heillar mig og líka sá öflugi hópur sem starfar á hjartadeildinni, það drífur mig daglega áfram til góðra verka. Ég hef lagt mig fram um að efla faglega þróun á deildinni og einn ánægjulegasti þáttur starfsins er að sjá hjúkrunarfræðinga og aðra vaxa faglega í starfi. Hlutverk okkar stjórnenda er að skapa sálfræðilegt öryggi fyrir starfsmenn og styðja við þroska og þróun starfsmanna. Ég legg mikla áherslu á að vinnustaðurinn sé lifandi, starfsumhverfið sé jákvætt, sýna sanngirni og sveigjanleika sem ýtir þá undir starfsánægju. En auðvitað skipta þættir eins og traust, þakklæti, samkennd og virðing jafnvel enn meira máli.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég á kannski ekkert draumastarf í hjúkrun annað en það sem ég sinni í dag. Finnst skipta máli að vinna á stað þar sem fólki líður vel og það er að sinna vinnunni sinni að alúð, eldmóð og áhuga. Starfsandi þarf að vera góður og húmorinn skammt undan. Það er alltaf dýrmætt þegar andinn á vinnustaðunum er þannig að áherslur fólksins eru á það sem er í lagi en ekki á það sem þyrfti að laga.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Segja má að fjölbreytileiki sé það sem ég nærist á. Engar tvær vaktir eru eins en það sem gefur mér kraft í vinnunni er að sjá fagfólk vinna vinnuna sína vel og vera stolt af sínu fagi. Ég vil geta gefið fólki tækifæri til að sinna vinnunni sinni vel og að það hafi allt til þess að svo geti verið.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Starfaði stuttlega við umönnun á hjúkrunarheimili í Danmörku en þar bjó ég í hálft ár fyrir mörgum árum síðan. Það var besta dönskunámskeið sem hægt er að hugsa sér.

Ef ekki, langar þig og þá hvert? Gæti alveg séð mig fyrir mér í hjálparstarfi þegar allt mitt fólk er vaxið út grasi og skyldum fækkar hér á landi.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Ekki vera hrædd við álagið sem fylgir starfinu. Í þeim aðstæðum er oft ekki ráð að hlaupa hraðar heldur vanda sig og taka færri skref. Gott er að tileinka sér seiglu en segja má að það sé samnefnari yfir þrjósku, dugnað og þolinmæði. Við þurfum að læra að vera stolt af því sem við náðum að gera vel frekar en að berja hausnum við steininn ef það var eitthvað sem við ekki náum að gera.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Bara fín, þetta er flott framtak hjá félaginu.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Ég hef bara ekki veitt því athygli.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Það er fólkið á gólfinu sem hefur helgað líf sitt því að gera líðan og horfur sjúklinga betri. Mínar fyrirmyndir standa vaktina þegar við flest erum í fríi og njótum lífsins.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Þolinmæði, nærgætni, útsjónarsemi og að geta haldið í húmorinn.

Hver er draumurinn? Að mönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verði mætt sem myndi leiða til þess að stofnun eins og Landspítali verður einn eftirsóttasti vinnustaður landsins.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ferðast um landið og svo ætla ég líka að ganga í kringum Mont Blanc í tilefni af 50 ára afmælinu mínu.

Besta leiðin til að slaka á? Mín leið er að hreyfa mig og ferðast, það finnst mér vera mikil slökun fyrir hugann og hentar mér.

Eitthvað að lokum? Það mikilvægasta sem maður getur gert er að reyna að veita fólki innblástur svo það geti skarað fram úr í því sem það hefur áhuga á að gera

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 23
Ímyndarherferð Fíh

Dýrmætt að

finna

gleði í hjartanu í lok vaktar

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Vegna þess að það hefur alltaf verið ástríða mín að hjálpa og hlúa að fólki, sérstaklega þeim sem eru veikir og/eða einmana.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Mér finnst það vera forréttindi að fá að sinna veiku fólki, sérstaklega öldruðum. Málefni aldraðra eru mín hjartans mál, eldra fólk er viðkvæmur hópur í samfélaginu sem hefur þjónað samfélaginu og lagt sitt af mörkum oft frá unga aldri. Þegar aldraðir hafa ekki nægan styrk til að sjá um sig sjálfir, sérstaklega í veikindum, þurfa þeir aðstoð og umönnun og ég er ánægð að fá að gera það í starfi mínu. Þetta er gefandi starf og veitir mér ánægju.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Öldrunar-, krabbameins-, barna- og geðhjúkrun.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/ vinnudagarnir? Ég myndi segja að það skipti máli að vera jákvæður gagnvart hverri vakt í vinnunni,

gera vinnuna og verkefnin skemmtileg og þá er vinnudagurinn alltaf gefandi í lok dags. Að finna gleði í hjartanu í lok vaktar er dýrmætt og að vita að ég gerði mitt besta gagnvart skjólstæðingum mínum eru alltaf bestu launin í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur. Bros, hlýtt handaband og þakklæti frá skjólstæðingum eða frá aðstandendum þeirra fyllir hjarta mitt alltaf af gleði, það eru bestu stundir starfsins.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Ég starfaði sem hjúkrunarfræðingur í mínu heimalandi, Filippseyjum. Ég er hamingjusamari og öruggari á Íslandi, þess vegna vil ég helst vera hér á landi áfram.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Það var heiður að vera með í þessari herferð. Ég er auðmjúk yfir því að hér á landi, starfa hjúkrunarfræðingar af erlendum uppruna.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Margir vinir mínir og samstarfsfólk, hér og erlendis, hafa óskað mér til hamingju.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Áður en ég kom til Íslands var það samstarfsmaður minn sem starfaði á gjörgæsludeild. Hér á Íslandi voru það mikil forréttindi að fá að vinna með Hönnu Þórarinsdóttur á Landakotspítala. Á öllum mínum 17 ára hjúkrunarferli er hún að mínu mati eins og lifandi Florence Nightingale. Hún er svo sannarlega góð fyrirmynd.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Seigla, jákvæðni, dugnaður, sýna skjólstæðingum skilning og þolinmæði.

Hver er draumurinn? Draumur minn er að geta stundað framhaldsnám á meistarastigi í öldrunar- og krabbameinshjúkrun.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ég ætla að verja tíma með börnunum mínum. Að vera einstætt foreldri og vinna 100% starf er áskorun, að hafa jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á frídögum set ég alltaf í forgang að tengjast börnunum mínum sem best og verja tíma með þeim.

Eitthvað að lokum? Að vera hjúkrunarfræðingur gerir mér líka kleift að lifa óuppfylltan draum minn um að verða nunna.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði?

Ég útskrifaðist frá University of Cebu á Filippseyjum árið 2006. Hjúkrunarfræði var mitt annað nám því ég lærði fyrst viðskiptafræði og starfaði í banka í rúm fjögur ár.

María Lowenda B. Depamaylo fædd 9. október árið 1978.
Ímyndarherferð Fíh

Væri til í að prófa að starfa á gjörgæsludeild

í öðru landi

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Ég vildi mennta mig í heilbrigðisvísindum, prófaði að fara í sálfræði en fannst það ekki henta mér. Hafði leitt hugann að hjúkrun en sá það ekki sem raunverulegan kost fyrr en ég fór að starfa sem ófaglærður starfsmaður í kringum hjúkrunarfræðinga. Þá var það engin spurning í mínum huga að fara í hjúkrunarfræði.

Framhaldsnám? Ég er að ljúka meistaranámi í gjörgæsluhjúkrun.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa á gjörgæsludeildinni á Hringbraut. Það besta við starfið er hvað það er ánægjulegt þegar fólk nær bata eftir erfið veikindi. Það er toppurinn og það allra besta við starfið.

26. október 1995.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði?

Ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2020.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég er svo heppinn að vera í draumastarfinu á frábærum vinnustað. Að mínu mati er gjörgæsluhjúkrun mest spennandi hjúkrunin.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/ vinnudagarnir? Skemmtilegustu vaktirnar eru þær sem eru krefjandi með flóknum verkefnum en með úrræðagóðu samstarfsfólki tekst að leysa öll verkefni. Næturvaktir hafa sinn sjarma, vaktin stendur þétt saman þegar fáar hendur eru í húsi. En næturvaktaþreyta er hins vegar leiðinlegur fylgifiskur næturvakta.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Nei, ég hef ekki gert það.

Ef ekki, langar þig og þá hvert? Já, það væri gaman að prófa að starfa á gjörgæsludeild erlendis.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Ekki gleyma því að þú kannt fullt og það sem þú kannt ekki lærir þú með tímanum.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Hún var skemmtileg, það var greinilega fagfólk sem sá um þessa myndatöku.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Mjög jákvæð og skemmtileg.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Það eru svo margir hjúkrunarfræðingar sem eru að gera flotta hluti, ég held að nýjasta fyrirmynd mín sé Kristín Gunnarsdóttir á gjörgæsludeildinni í Fossvogi. Ég fékk að vinna með henni nokkrar vaktir í haust og hún er algjör töffari og líka fagmanneskja fram í fingurgóma.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Að leita lausna í stað þess að horfa of mikið á vandamálin er eiginleiki sem nýtist vel í starfi.

Hver er draumurinn? Að fara hraustur og

heilbrigður í gegnum lífið.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ferðast um landið, ég ætla að byrja fríið á Hornströndum.

Besta leiðin til að slaka á? Fara út að hjóla, ganga eða hlaupa er besta ráðið til að vinda ofan af sér.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 25
Sölvi Sveinsson fæddur
Ímyndarherferð Fíh

Langar að fara til Ástralíu að vinna við hjúkrun

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Vegna þeirra fjölmörgu möguleika sem hjúkrunarfræði býður upp á.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa víða, flakka reglulega milli bráðamóttöku og gjörgæsludeildar Landspítala. Ég starfa sem kennslustjóri hermináms á menntadeild Landspítala og einnig sem aðjúnkt við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ.

Þorsteinn Jónsson fæddur 11. mars 1976.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Útskrifaðist úr grunnnámi frá HÍ árið 2002, og lauk MS námi, með áherslu á bráða- og gjörgæsluhjúkrun, frá sama háskóla árið 2007.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Það sem ég er að gera í dag, að blanda saman klíník, kennslu og rannsóknavinnu.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/ vinnudagarnir? Þegar vel gengur með bráð- og alvarlega veika sjúklinga.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Nei.

Ef ekki, langar þig og þá hvert? Mig hefur lengi langað að fara til Ástralíu og starfa þar.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Að horfa jákvætt og með opnum huga á alla þætti hjúkrunar því hjúkrun getur verið svo miklu meira en það sem virðist vera í fyrstu.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh?

Gaman, hress ritstjóri og myndasmiður.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Fremur lítil enn sem komið er.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Lovísa Baldursdóttir er líklega allra besti hjúkrunarfræðingur sem Ísland hefur alið, og fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Að búa yfir færni til að lesa aðstæður, ástand og líðan fólks, sem og hafa áhuga á mannlegri tilveru.

Hver er draumurinn? Verða frískt gamalmenni og aka um heiminn á mótorhjóli.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Lifa og njóta, slaka á.

Besta leiðin til að slaka á? Keyra mótorhjól og drekka góðan bjór, þó ekki bæði í einu.

26 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023

Margrét Dís Yeoman fædd 14. ágúst 1997.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Ég útskrifaðist úr Háskólanum á Akureyri í júní 2021.

Draumurinn að geta litið til baka og séð að starfið hafi skipt

máli og stuðlað að bættum lífsgæðum jaðarsettra hópa

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Ég heillaðist af hjúkrunarfræðingum þegar ég vann sem ritari og í býtibúri á LSH eitt sumar með menntaskóla. Að auki fannst mér líffræði og sálfræði skemmtileg fög í menntaskóla og hugsaði að starfið væri fullkomin blanda af þessu tvennu. Hugur minn leitaði snemma í að starfa við eitthvað tengt geðheilbrigði.

Framhaldsnám? Ég stunda ekki né hef lokið framhaldsnámi. Eins og er finnst mér starfið mitt, auk þess að ná mér í reynslu, vera mikill skóli en ætli ég skelli mér ekki einn daginn í framhaldsnám.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa sem hjúkrunarfræðingur skaðaminnkunar í skaðaminnkunarteymi Rauða krossins. Þar hef ég starfað í eitt ár í Ylju – fyrsta neyslurými landsins, ásamt því að sjá um heilbrigðisþjónustu Frú Ragnheiðar. Það besta við starfið er að fá að kynnast mögnuðum einstaklingum sem hafa gengið í gegnum meira en við flest, hlusta á þá, læra af þeim og þróa þjónustu sem mætir þeirra þörfum. Það eru líka forréttindi að vera umkringd samstarfsfólki sem hugsar út fyrir kassann og starfar með hugsjón fyrir bættum mannréttindum og mannúð.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Hver dagur í mínu starfi er ófyrirsjáanlegur og aldrei eins og dagurinn á undan. Eins og oft fylgir hjúkrun og mannúðarstörfum geta dagarnir verið léttir og skemmtilegir en þeir geta líka verið mjög þungir og sorglegir. Það er einmitt þessi fjölbreytni sem gerir starfið svo kraftmikið og gefandi.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Nei, ég hef ekki verið svo djörf. Ég hef hins vegar fengið tækifæri í starfi mínu til að ferðast erlendis í þeim tilgangi að sjá hvernig hlutir eru gerðir annars staðar og ég hef lært mikið af því. Ég hef til að mynda skoðað og tekið vakt í neyslurými í Kaupmannahöfn og fer svo til Noregs að gera slíkt hið sama núna í maí.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Aldrei hætta að læra, fræðast, spyrja og hafa gagnrýnisgleraugun uppi. Þótt hlutir hafi alltaf verið gerðir á einhvern hátt þarf það ekki endilega að vera rétta og besta leiðin. Hafa það í huga að við lærum ekki síður af þjónustuþegum okkar, það er lykilatriði að hlusta á þeirra raddir og mæta þeim með virðingu og samhyggð til þess að geta veitt góða hjúkrun. Svo kemst ekkert okkar hjá því að misstíga sig en þá er mikilvægt að sýna sjálfum sér mildi, vera óhrædd við að viðurkenna mistök og læra af reynslunni.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Það var skemmtileg upplifun og mikill heiður, það var samt svolítið kalt!

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Mér finnst þau hafa verið góð, enda mjög áhugaverð og mikilvæg herferð til að veita innsýn í það hversu fjölbreytt og mikilvæg þessi stétt er.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Þær eru margar. Ég hef ásett mér að læra af samstarfsfólki mínu og tileinka mér þau vinnubrögð sem mér finnst góð. Ég verð ég að nefna Önnu Tómasdóttur, Helgu Sif Friðjónsdóttur, Kristínu Davíðsdóttur og Þórönnu Ólafsdóttur. Ég vil svo líka nefna nokkrar konur sem tengjast mér meira persónulega og eru líka mínar fyrirmyndir en það eru þær Sigrún Benedikta Guðmundsdóttir, Þórhildur María Jónsdóttir og Sóley Diljá Stefánsdóttir.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Þolinmæði, nærgætni, útsjónarsemi og að geta haldið í húmorinn.

Hver er draumurinn? Það er stór spurning, ætli það sé ekki að geta litið til baka og séð að vinnan hafi skipt máli og stuðlað að bættum lífsgæðum jaðarsettra hópa. Þó svo að maður hefði nú viljað að það gerðist mun hraðar og þætti það sjálfsagðara en er raunin.

Besta leiðin til að slaka á? Ég er nýfarin að stunda sund og mér finnst ég koma mjög endurnærð upp úr lauginni eftir sundsprett, heita og kalda pottinn og gufu.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 27

Sigríður María Atladóttir fædd 22. mars 1977.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði?

Ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2004.

Fyrirmyndirnar eru einlægar og auðmjúkar

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Það kom fátt annað til greina en hjúkrun því hjúkrun er bara best.

Framhaldsnám? Ég kláraði meistaranám í barnahjúkrun með áherslu á veika nýbura árið 2017.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa á Vökudeild sem er nýbura- og ungbarnagjörgæsla.

Það er svo frábært að upplifa það að mín handtök, orð og þekking leiða til þess að barni, foreldri eða samstarfsmanni líði betur. Mér finnst líka svo geggjað að vinna með mögnuðu fagfólki sem er alltaf að leggja sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég er klárlega í draumastarfinu mínu innan hjúkrunar.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/ vinnudagarnir? Skemmtilegustu vaktirnar eru þegar er nóg að gera og allir eru uppi á dekki að gera og græja og allt gengur upp. Þegar allir hafa akkúrat nægan tíma til að sinna verkefnum sínum.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Já, ég hef unnið í Noregi á nýburagjörgæsludeildum.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Hlúðu að sjálfum þér og haltu áfram að læra og þroskast. Leitaðu að jákvæðum fyrirmyndum og mundu að þú kennir okkur alveg eins og þú lærir af okkur.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Það var alveg taugastrekkjandi og stressandi.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Ég á margar fyrirmyndir og það sem einkennir mínar fyrirmyndir er að þær hafa ástríðu fyrir starfinu. Eru einlægar og auðmjúkar og gefa þeim sem eru í kringum sig styrk og kraft til að kalla fram það besta í sjálfum sér.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Góð samskiptafærni er gríðarlega mikilvægur eiginleiki í starfi. Að geta haft góða yfirsýn, þekkja einkenni um breytingar og geta brugðist við þeim hvort sem það eru breytingar á ástandi sjúklings eða í umhverfinu, það er mikill kostur.

Hver er draumurinn? Ég er eiginlega bara að lifa minn draum.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Sumarfrí … hver þarf sumarfrí?

Besta leiðin til að slaka á? Að leyfa sér að slaka og gera það sem veitir manni ánægju sem getur verið svo margt.

28 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023
Ímyndarherferð Fíh

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Ég veit eiginlega ekki hvers vegna hjúkrun varð fyrir valinu. Það var að einhverju leyti praktísk ákvörðun því ég sá fyrir mér að geta fengið vinnu hvar sem er í heiminum. Mig langaði líka að vinna með fólki og þó að ýmislegt annað hafi komið til greina var ég ákveðin í að velja ekki nám sem leiddi til starfa við kennslu. Ég ætlaði alls ekki að verða kennari en það er jú einmitt það sem ég er í dag.

Framhaldsnám? Þverfaglegt meistaranám í verkjafræðum frá Háskólanum í Cardiff í Wales 2005. Doktorspróf frá Hjúkrunarfræðideild HÍ 2014.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa við Háskólann á Akureyri sem dósent og deildarforseti Framhaldsnámsdeildar í heilbrigðisvísindum. Það er margt skemmtilegt við starfið en hvetjandi starfsumhverfi og möguleikar til að þróast í starfi er það sem vegur þyngst. Í starfi mínu fæ ég tækifæri til að taka þátt í að mennta framúrskarandi hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég á erfitt með að nefna eitthvert eitt draumastarf og það má segja að ég hafi gegnt mörgum draumastörfum innan hjúkrunar í gegnum tíðina. Hef starfað mikið í kringum fólk með verki af ýmsum toga, í tengslum við skurðaðgerðir, langvinna verki og verki af völdum krabbameins. Ég starfaði einnig um árabil í Heimahlynningu á Akureyri við hjúkrun og líknar- og lífslokameðferð fólks með langvinna og lífsógnandi sjúkdóma. Í því starfi finnst mér ég hafa komist næst kjarna hjúkrunar á starfsferli mínum.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Það eru dagarnir þar sem allt gengur upp og ég næ að tæma verkefnalista dagsins sem gerist reyndar allt of sjaldan.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Já, ég flutti til Lundar í Svíþjóð strax eftir útskrift. Byrjaði þar að vinna í tæpt ár á hjúkrunarheimili á meðan ég var að læra tungumálið. Flutti svo yfir á vökudeild þar sem ég starfaði í fimm ár og síðan á taugalækningadeild síðustu tvö árin sem ég bjó þar. Ég vann líka eitt sumar á líknardeild í Noregi.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum?

Sinnið starfinu af ástríðu og hugrekki, hjúkrið með hjartanu og verið málsvarar skjólstæðinga ykkar. Haldið áfram að afla ykkur þekkingar, fylgist með nýjustu rannsóknum í faginu, takið þátt í stefnumótun og verið virk í að innleiða nýja þekkingu í klínísku starfi. Ekki þó gleyma sjálfum ykkur, setjið súrefnisgrímuna á ykkur fyrst, stundið sjálfsrækt og sjálfsmildi.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Bara skemmtilegt, það var svolítið kalt þar sem myndatakan fór fram úti síðla dags í byrjun febrúar.

Þorbjörg Jónsdóttir fædd 2. október árið 1961.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Ég útskrifaðist úr HÍ árið 1985.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Ég á margar fyrirmyndir í faginu sem ég hef kynnst í starfi eða lesið um og finnst erfitt að nefna einhverja eina. Kannski má nefna sjálfa Florence Nightingale sem hefur verið mér mikilvæg fyrirmynd síðan ég áttaði mig á því að hún var ekki fórnfús engill í mannsmynd eins og kemur fram á myndinni af konunni með lampann. Hún hjúkraði vissulega með hjartanu en hún var líka vísindamaður og greinandi umbótasinni sem vann ötullega við að afla þekkingar sem hún þróaði og nýtti í starfi.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Góð samskiptahæfni, hugmyndaauðgi sem byggist á þekkingu, ásamt sjálfstæði í starfi og hugrekki til að stíga fram sem talsmaður skjólstæðinga sinna.

Hver er draumurinn? Þeir eru svo margir, til dæmis að fá áfram tækifæri til að þróast í starfi og láta gott af mér leiða.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Stefni á að flækjast eitthvað um hálendi Íslands og vonandi næ ég að ganga á einhver fjöll. Í ágúst er svo ferðinni heitið til Vínar í Austurríki í brúðkaup sonar míns og þarlendrar kærustu hans.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 29
Ráðleggur nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum að sinna starfinu af ástríðu og hugrekki

Góður eiginleiki að vera næmur á líðan og þarfir annarra

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Ég ætlaði að verða ljósmóðir og fór í hjúkrun með það að markmiði að læra ljósmóðurfræði í framhaldinu. Í hjúkrunarnáminu fann ég að hjúkrun var nákvæmlega það sem ég vildi starfa við og því varð ekkert úr ljósmóðurnáminu.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég vinn á almennu göngudeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það er erfitt að nefna eitthvað eitt sem stendur upp úr við starfið en ég held ég verði að segja vinnufélagarnir en á deildinni starfar einstakur hópur fagfólks sem vinnur vel saman, oft við mjög krefjandi aðstæður.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég er í draumastarfinu í dag.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Í upphafi vaktar veit maður aldrei hvernig dagurinn kemur til með að þróast og það er eitt af því sem er svo spennandi við þetta starf. Bestu og skemmtilegustu vaktirnar finnst mér

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði?

Ég var fyrstu þrjú árin í Háskóla Íslands en flutti svo til Akureyrar og útskrifaðist frá HA árið 1995.

vera þegar dagurinn þróast þannig að ég næ að gefa mínum skjólstæðingum þann tíma og athygli sem þeir þarfnast alveg óháð því hversu krefjandi verkefnin eru. Ég fer mun sáttari heim úr vinnu eftir þannig dag en þegar allt er á hvolfi og starfsfólkið er á hlaupum með allt of marga bolta á lofti.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Reyndu að njóta þín sem allra best í þessu starfi því það er dásamlegt og gefandi. Hugsaðu samt líka vel um þig því álagið getur verið mjög mikið og starfið krefjandi. Gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs er mikilvægt.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Ég hef hingað til haldið mig frekar frá sviðsljósinu svo þetta var vel út fyrir minn þægindaramma. Ég hef samt ákveðið að vera bara frekar stolt af þessu verkefni.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Ég hef eingöngu fengið jákvæð viðbrögð.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Ég á mér ekki neina ákveðna fyrirmynd í faginu en hef í gegnum tíðina starfað með mörgum frábærum hjúkrunarfræðingum sem hafa kennt mér og leiðbeint. Ég vinn á deild þar sem er mikil samvinna meðal hjúkrunarfræðinga. Við hjálpumst að og hikum ekki við að leita ráða hver hjá annarri. Það er mjög mikill lærdómur sem felst í því að eiga svona gott samstarfsfólk.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Það er að mínu mati að vera fær um að mæta hverjum skjólstæðingi á hans forsendum. Við erum að fást við ólíka einstaklinga sem takast á við sín veikindi á mismunandi hátt. Við getum ekki nálgast alla okkar skjólstæðinga með sömu formúlunni og þess vegna er kostur að vera næmur á líðan og þarfir annarra.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Planið er að ferðast og njóta frísins. Það eina sem er ákveðið er göngu- og hjólaferð til Ítalíu, annað verður eitthvað óvænt og skemmtilegt.

Besta leiðin til að slaka á? Hreyfing, hvort sem það er inni eða úti í náttúrunni, finnst mér besta leiðin til að endurnærast. Ég get alveg slakað á ein með sjálfri mér í rólegheitum en mér finnst enn þá betra að slaka á í góðra vina hópi yfir glasi og/eða góðum mat og best af öllu er að hlæja svolítið líka.

30 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023
Anna Rósa Magnúsdóttir fædd 5. mars 1970.

Víkkar

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Það kom einhvern veginn ekkert annað til greina. Ég starfaði lengi við umönnun á hjúkrunarheimili og við heimahjúkrun með menntaskóla og þar kviknaði áhuginn.

Framhaldsnám? Nei, ég er ekki búin að ákveða hvaða sérhæfing verður fyrir valinu en ég stefni á framhaldsnám einn daginn. Eins og er heillar meistaranám í lýðheilsuvísindum mig mikið sem og vinnusálfræði.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Í dag starfa ég sem hjúkrunarfræðingur á bráðaþjónustu geðsviðs, á móttökugeðdeild og fyrir stuttu tók ég að mér starf verkefnastjóra raflækningameðferða. Það besta við starfið er án efa samstarfsfólkið og teymisvinnan. Það er mikill fjölbreytileiki í starfinu, engir tveir dagar eru eins, ég þarf að starfa mjög sjálfstætt og starfsandinn er frábær.

Margrét Yrsa Ólafsdóttir

fædd 22. janúar árið 1993.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Ég útskrifaðist úr Háskóla Íslands vorið 2019.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Eins og staðan er núna myndi ég segja að ég væri í draumastarfinu en einn daginn gæti ég hugsað mér að prófa að vera í dagvinnu, þegar launin leyfa það.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Skemmtilegustu vinnudagarnir eru þegar það er nóg að gera og áskoranirnar fjölbreyttar eftir því. Mér finnst gaman að sinna geðráðgjöf og að fá að fara á mismunandi deildir Landspítalans, eins er alltaf gaman á vaktinni og að fá að fylgja fólki eftir í bráðaeftirfylgd.

Gætir þú hugsað þér að starfa erlendis? Já, ég gæti vel hugsað mér að prófa að starfa sem hjúkrunarfræðingur á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Kaupmannahöfn. Ég ólst að mestu upp í Kaupmannahöfn og elska því borgina.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Kosturinn við hjúkrunarfræðina er hve fjölbreyttir starfsmöguleikar eru í boði og því getur maður alltaf fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki vera feimin, prófaðu þig áfram og spurðu frekar oftar en sjaldnar!

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Það var mjög gaman og mikill heiður. Ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í og brá heldur betur þegar ég sá sjálfa mig á strætóskýli við Bústaðarveginn á leið heim úr vinnu einn daginn en það var samt bara gaman.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Bara góð, hingað til hafa aðallega vinnufélagarnir tekið eftir auglýsingunni og gert góðlátlegt grín að þessu en þeir eru ánægðir með þetta og að við hjúkrunarfræðingarnir séum sýnilegir í samfélaginu utan veggja spítalans.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Allt samstarfsfólk mitt eru mínar fyrirmyndir og þá sérstaklega þau sem hafa verið lengi í faginu. Má þar nefna Sylvíu, deildarstjóra á bráðaþjónustu geðsviðs. Hún er fagleg og frábær yfirmaður. Hún hefur góða leiðtogahæfileika, er tillitsöm, eflir hjúkrunarfræðinga og hugsar mikið um þeirra réttindi og kjör.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Framúrskarandi hjúkrunarfræðingar þurfa að vera ýmsum kostum gæddir að mínu mati. Þeir eiga að vera faglegir, taka frumkvæði, vera traustir, hafa góða yfirsýn þegar á reynir og sýna skjólstæðingum virðingu og kærleika.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ég ætla að fara í tvær utanlandsferðir og byrja á því að skreppa í stutt frí með kærasta mínum til Kaupmannahafnar, kynna hann fyrir því helsta sem borgin hefur upp á að bjóða og fara á tónleika með The Weeknd. Seinna í sumar ætlum við svo aftur erlendis í slökun í sólinni en það er óákveðið hvert við förum.

Eitthvað að lokum? Gefið geðinu séns! Það víkkar sjóndeildarhringinn að vinna með fólki sem er að glíma við andleg veikindi og ótrúlega þroskandi. Að vera vel að sér í geðsjúkdómum kemur sér vel á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins og í daglegu lífi!

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 31
sjóndeildarhringinn að vinna með fólki sem er að glíma við andleg veikindi
Ímyndarherferð Fíh

Aníta Magnúsdóttir, forstöðumaður Vífilsstaða

Heilsuvernd þróar alveg nýtt úrræði í

öldrunarþjónustu á Vífilsstöðum

Viðtal: Sigríður Elín Ásmundsdóttir | Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir og Heiða Helgadóttir

Þar til í janúar á þessu ári veitti Landspítali skjólstæðingum sem bíða eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili þjónustu á Vífilsstöðum.

Heilsuvernd tók við þeirri þjónustu í janúar og sinnir henni áfram tímabundið. Framtíðaráform eru um að þróa nýtt úrræði í öldrunarþjónustu þar sem lögð verður áhersla á líknar- og bráðaþjónustu við aldraða með það að markmiði að bæta þjónustu og styðja við sjálfstæða búsetu aldraða sem lengst.

Aníta Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar hjá Heilsuvernd og er forstöðumaður Vífilsstaða. Hún er ein þeirra sem við fengum til liðs við okkur þegar ímyndarherferð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var mynduð. Ritstýran og Heiða Helgadóttir, ljósmyndari herferðarinnar, hittu Anítu á Vífilsstöðum á sérlega sólríkum aprílmorgni, hún gekk með okkur um þetta einstaka hús þar sem sögulegir munir leyndust á hverri hæð og nánast í hverju rými. Ef þetta hús gæti talað væri það áhugavert viðtalsefni; sögur af berklaveikum sem lágu þarna inni, sumir sína hinstu lífsdaga og aðrir sem læknuðust og héldu áfram lífinu. Eftir að hafa skoðað þessa fallegu byggingu þaðan sem útsýnið er einstakt fundum við heppilegan stað til að stilla Anítu upp fyrir myndatöku. Þar sem veðrið skartaði sínu fegursta ákváðum við að fara líka út fyrir og taka aðra mynd af forstöðumanninum. Eftir að hafa spjallað við Anítu á meðan myndatökunni stóð lék ritstýrunni forvitni á að vita meira um hana og starfsemina sem hún heldur utan um á Vífilsstöðum.

Þú fluttir hingað frá Akureyri, ásamt eiginmanni og tveimur börnum, þegar þú fékkst stöðuna, hvernig kom það til að þú ákvaðst að sækja um þetta starf?

Ég kláraði stjórnunarnám frá Bifröst 2022 og langaði að prófa að breyta til og takast á við nýjar áskoranir. Ég vissi þegar ég fór í námið að það væru fleiri möguleikar hér fyrir sunnan og að það væri möguleiki á að við myndum flytjast suður. Svo þegar ég sæki um stöðuna þá gerist þetta allt mjög hratt. Ég var ráðin í lok nóvember, í lok desember vorum við búin að selja íbúðina okkar á Akureyri, kaupa íbúð í Mosfellsbæ og flutt með allt okkar hafurtask og dót.

32 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Viðtal

Hvernig hefur gengið að aðlagast breyttum aðstæðum í stærra samfélagi?

Það gengur bara vel. Það er aðeins meiri hraði og meira um að vera. Við hjónin elskum veitingahúsamenninguna hérna og erum dugleg að prófa nýja staði. Helsti munurinn er að það er ekki eins auðvelt að skreppa hingað og þangað. Á Akureyri er maður alltaf bara örfáar mínútur að keyra á milli staða en hér í borginni tekur það lengri tíma.

Hvers vegna ákvaðst þú að læra hjúkrunarfræði og hvaða kostir finnst þér vera við starfið?

Það var aldrei planið að fara í hjúkrunarfræði, en þegar kom að því að velja háskólamenntun þá fannst mér kostur við hjúkrunina að þú ert nokkuð öruggur með starf, í rauninni hvar sem er í heiminum. Mamma mín er hjúkrunarfræðingur og mikil fyrirmynd mín og hvatti hún mig til þess að prófa eina önn og þá var ekki aftur snúið. Mér finnst helstu kostirnir við starfið vera hvað það er skemmtilegt og fjölbreytt. Það er alltaf gaman að mæta í vinnuna og ný verkefni og áskoranir að takast á við.

Hvar starfaðir þú áður og hvernig leggst nýja starfið í þig?

Undanfarin 10 ár starfaði ég sem aðstoðarforstöðumaður og forstöðumaður á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri sem heyrir nú undir Heilsuvernd. Ég hef mikinn áhuga á öldrunarhjúkrun og öldrunarþjónustu. Starfið leggst mjög vel í mig og það sem er spennandi við Vífilsstaði er að hér erum við að þróa í raun alveg nýtt úrræði sem okkur finnst vera vöntun á hérna á Íslandi.

Heilsuvernd tók við rekstri Vífilsstaða í janúar á þessu ári, hvernig hefur gengið að koma starfseminni í gang?

Það hefur í raun gengið betur en ég átti von á. Ég var alltaf að bíða eftir einhverju bakslagi sem hefur enn ekki komið, svo nú ætla ég að vona að það komi bara alls ekki. Það fylgja auðvitað alltaf einhver flækjustig þegar farið er af stað í svona verkefni en ég held að okkur gangi ágætlega að leysa úr þeim. Við höfum verið ótrúlega heppin með gott starfsfólk sem er duglegt, jákvætt og til í að taka þátt í þessu með okkur. Það er í raun ekki sjálfsagt að ná strax inn góðri vinnustaðamenningu á nýjum vinnustað, ég held að okkur hafi tekist það vel og það hjálpar mikið til.

Hvert er markmið ykkar með starfsemina á næstu árum, á að stækka og opna fleiri deildir? Markmiðið er að reka hér 30 bráðarými og 10 líknarrými á þremur hæðum. Í dag erum við bara með rekstur á einni hæð en verðum komin á tvær hæðir í haust og vonandi þrjár hæðir fyrir áramót. Þetta fylgist að með því að við erum að lagfæra ýmislegt í húsinu og svo tekur líka tíma að manna vel.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 33
„Markmiðið er að reka hér þrjátíu bráðarými og tíu líknarrými á þremur hæðum.“
Viðtal

Hvernig finnst þér að starfa í byggingu sem býr yfir svona mikilli sögu, er góður andi í húsinu?

Það er ótrúlega skemmtilegt og mér finnst ég heppin að fá að starfa hér. Það hefur alls konar starfsemi verið í húsinu í gegnum tíðina og hér er mjög góður andi, starfsfólk, skjólstæðingar og aðstandendur eru sammála um það. Það er samt einn rauður stóll staðsettur úti á miðju gólfi uppi á háalofti sem er „bannað“ að færa. Ég hef ekki storkað örlögunum með því að reyna að færa hann og ekki orðið vör við neinn draugagang enn þá.

Hvernig væri mögulega hægt að leysa mönnunarvandann í heilbrigðiskerfinu að þínu mati?

Ég held að umfjöllun um þessi störf sé allt of neikvæð. Það er mikið einblínt á að launin séu ekki nógu góð og álagið mikið.

Við þyrftum með einhverjum leiðum að bæta okkur í þessari umræðu og horfa meira á jákvæðu hliðarnar svo að ungt fólk sækist í menntun og störf í heilbrigðiskerfinu.

Hvaða áskoranir upplifir þú helst í nýju starfi?

Fjölmenningin sem er miklu meiri hér á höfuðborgarsvæðinu, samanber á Akureyri. Á Vífilsstöðum starfar til að mynda fólk af 15 þjóðernum. Hörkuduglegt fólk og langflestir hafa búið hér lengi og tala íslenska tungumálið en það getur auðvitað stundum verið svolítið flókið þegar við höfum öll mismunandi bakgrunn og gildi. Mér finnst ég hins vegar búin að læra helling á fjölmenningunni, þetta er því skemmtileg og lærdómsrík áskorun.

Hvernig finnst þér að vera hluti af ímyndarherferð Fíh? Það er auðvitað mikill heiður og skemmtilegt.

Heiða Helgadóttir verðlaunaljósmyndari myndaði ímyndarherferð Fíh. Hér er hún að mynda Anítu fyrir utan Vífilsstaði en þessi mynd sem hún er að taka þarna er á forsíðu þessa tölublaðs.

Sumarið er tíminn til að … ferðast og prófa eitthvað nýtt.

Það fyrsta sem ég fæ mér á morgnana er … kaffi.

Eftir langan vinnudag finnst mér best að … kúra uppi í sófa með fjölskyldunni.

Uppáhaldshreyfingin mín er … frisbígolf.

Hjúkrunarfræðingar eru … úrræðagóðir.

Að lokum … ætla ég að vitna í orð Mayu Angelou. „Ef þér líkar ekki eitthvað, breyttu því þá. Ef þú getur ekki breytt því, breyttu þá viðhorfum þínum.“

34 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Viðtal

PROBI BABY

PROBI BABY

PROBI BABY er sérlega áhrifaríkir en mildir mjólkursýrugerlar sem hentar þeim allra yngstu.

Gerillinn virkar vel gegn meltingaróþægindum hjá börnum en tilteknir góðgerlar hafa umfram aðra, mótstöðu gegn bakteríudrepandi áhrifum sýklaly a og komast því lifandi niður meltingarveginn án þess að lyfin hafi mikil áhrif á þá.

ÞESSI Í GRÆNA KASSANUM

PROBI MAGE

PROBI ® vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum.

Úr lestun og losun skipa í hjúkrun

Á björtum vordegi hitti ég Kristínu Vilborgu Þórðardóttur hjúkrunarfræðing á fallegu og nýlegu heimili Hrafnistu Sléttuvegi. Heimilið var opnað í upphafi Covid-faraldursins á Íslandi fyrir um þremur árum og er rúmgott og bjart og greinilegan heimilisbrag er að þar að finna.

Viðtalið er tekið á fyrsta degi Kristínar sem aðstoðardeildarstjóra á Fossi en þeirri stöðu mun hún gegna í eitt ár enda vel til þess fallin; flott, fagleg og úrræðagóð í starfi. Upprunalega fór Kristín í hjúkrun vegna áhuga á ljósmóðurfræðum en í fyrsta klíníska náminu komst hún í kynni við sárahjúkrun. „Í fyrsta verknáminu mínu á Landspítalanum þá bara gjörsamlega kolféll ég fyrir sárum. Það var ekki aftur snúið, þar liggur áhugasvið mitt.“ Ljósmóðurdraumurinn var því lagður á hilluna, enda svo margt annað að auki sem felst í því að hjúkra.

Þriggja barna móðir í fjarnámi

Leiðin að hjúkrun var þó ekki beint augljós því áður en hún hóf nám í hjúkrunarfræði hafði hún starfað hjá Eimskip og fyrirtækinu Jónar Transport við lestun og losun skipa á dráttarkláfum og gámalyfturum, tollskýrslugerð og farmskrárvinnslu. Hún var þá komin fyrir aftan tölvu í hefðbundna skrifstofuvinnu. Með tvö ung börn og í efnahagskreppu árið 2009 ákvað hún að venda kvæði sínu í kross og hefja nám í hjúkrun við Háskólann á Akureyri, þá 33 ára gömul. Aðspurð hvernig það hafi verið að hefja nám í eldri kantinum segir hún það hafa hentað ágætlega.

„Mér fannst það bara dásamlegt. Það var mjög gefandi að byrja í náminu. Ég var þriggja barna móðir, þar af voru tvö mjög ung, þegar ég ákvað að verða ljósmóðir. Þetta var árið 2009 þegar það var bankakreppa í gangi og ég ákvað að skella mér bara í skóla í staðinn fyrir að vera á vinnumarkaði.“ Hvernig var að vera með tvö ung börn og í fullu fjarnámi? „Það var svolítið krefjandi en ég þurfti

36 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023
Texti:: Þórunn Sigurðardóttir | Myndir: Úr einkasafni
Viðtal

að skipuleggja mig, koma börnunum í leikskóla, setjast niður og læra. Þetta var í raun mín vinna, að læra. Ég var í fjarnámi við Háskólann á Akureyri og þetta fyrirkomulag hentaði mér mjög vel og eitt það besta sem ég gat óskað mér, að geta verið heima hjá mér og lært í stað þess að rjúka út og mæta í tíma á hverjum degi. Ef krakkarnir voru veikir gat ég verið heima og samt verið að læra.“

Hraði og þrískiptar vaktir

Eftir námið hóf Kristín störf á Landspítalanum á deild A4 sem er háls-, nef- og eyrnadeild og legudeild lýta-, bruna- og æðaskurðlækninga. Hún sótti auk þess námskeið hjá Fíh í sárum og sárameðferð. „Ég kynntist

líka margs konar sárum á A4 og lærði mikið þar og það var rosalega gaman. Umhverfið einkenndist af miklum

hraða og ég var á þrískiptum vöktum en svo kom að því að það átti bara ekki lengur við mig. Ég var mikið

á kvöldvöktum og um helgar og þetta passaði illa með tvö ung börn og heimilislíf,“ segir hún. Frá A4 lá leið

Kristínar í einkageirann og um tíma starfaði hún við hjúkrunarþjónustu hjá Lyfju Lágmúla. „Lyfja var mjög fín og ég lærði heilmikið tengt til dæmis stómahjúkrun, sykursýkisvörum, sáraumbúðum og fleiru. Þar voru veittar heilsufarsmælingar, sáraumbúðaskipti og ráðleggingar varðandi umbúðir og því þurfti ég að hafa yfirgripsmikla þekkingu á mörgu.“

Aftur á Hrafnistu

Fyrir tveimur árum ákvað Kristín að breyta aftur til og hefja störf hjá Hrafnistu. Þar hafði hún þó starfað áður því hún steig sín fyrstu skref í umönnun og hjúkrun á Hrafnistu á Laugarási. „Þegar ég tók ákvörðun um að

læra hjúkrun langaði mig til að athuga hvort þetta ætti raunverulega við mig og því sótti ég um hjá Hrafnistu Laugarási og starfaði þar samhliða náminu um tíma. Ég fann það þarna að þetta væri nákvæmlega það sem ég vildi gera, þetta átti mjög vel við mig. Nú er ég sem sagt komin í hring og aftur byrjuð að vinna á Hrafnistu þar sem ég í raun hóf hjúkrunarferilinn minn,“ segir Kristín með bros á vör.

Hversu lengi hefur þú starfað á Hrafnistu á Sléttuvegi? „Ég er búin að vera hér í tvö ár. Heimilið var opnað á fyrsta degi Covid-smits á Íslandi fyrir þremur árum. Ætlunin var að opna hægt og rólega en það breyttist snarlega þegar faraldurinn skall á.“

Fjölbreyttur skjólstæðingahópur

Kristín starfar á deild sem heitir Foss, sem er opin hjúkrunardeild með 44 einstaklingum, og er eins og áður sagði, er hún nýtekin við stöðu aðstoðardeildarstjóra til eins árs. Þá leikur okkur forvitni á að vita hvernig deild þetta er og hvernig starfi hennar er háttað? „Ég er í dagvinnu, mæti klukkan átta og les mér til um skjólstæðingana og tek við tilfallandi rapporti um skjólstæðinga. Þar sem maður er hérna fimm daga vikunnar þá veit maður hvað er í gangi hjá hverjum og einum. Hér býr blandaður hópur aldraðra einstaklinga sem hafa ekki tök á að vera lengur heima hjá sér og

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 37 Viðtal
„Ætlunin var að opna hægt og rólega en það breyttist snarlega þegar faraldurinn skall á.“
Náttfatadagur í vinnunni, þarna er Kristín ásamt Kristínu Ingu Hrafnsdóttur.

„Starfsandinn

hérna er mjög

góður, það er mjög gaman að vinna hérna.

Ég er að vinna

með dásamlegu, hressu og

skemmtilegu

fólki og við erum

alltaf til í að gera

okkur glaðan

dag, hvort sem

það er fyrir okkur

starfsmennina

eða með íbúunum.“

hugsa um sig sjálfir. Hvort sem það tengist líkamlegri fötlun eða heilabilun þá búa allir hér saman, við erum ekki að einangra hópa eftir þörfum eða greiningum. Það hefur bæði sína kosti og galla. Auk þess er fólk á mjög mismunandi aldri, sá yngsti er um sextugt en sá elsti kominn yfir tírætt.“ Hvaða hjúkrunarstörfum ertu helst að sinna? „Við sinnum öllum hjúkrunarþörfum

íbúa okkar, hvort sem það er að fylgja eftir lyfjagjöfum, eiga í samskiptum við lækna, lífsmarkamælingar eða sáraumbúðaskipti en því miður erum við stundum að glíma við langvinn sár eins og krabbameinssár eða þrýstingssár. Og ekki má gleyma því að við sinnum fjölskylduhjúkrun líka þar sem við erum að veita fólkinu okkar áhyggjulaust ævikvöld.“

Góður starfsandi og mikið gert til að styrkja

böndin

Að sögn Kristínar er starfsandinn góður á Hrafnistu og ýmislegt er gert til að styrkja böndin og skemmta fólki. „Starfsandinn hérna er mjög góður, það er mjög gaman að vinna hérna. Ég er að vinna með dásamlegu, hressu og skemmtilegu fólki og við erum alltaf til í að gera okkur glaðan dag, hvort sem það er fyrir okkur starfsmennina eða með íbúunum.“

Hvernig er starfsmannahópurinn á Fossi? „Hér vinnur alls konar fólk, öll kyn og fólk á mismunandi aldri. Flestir eru ófaglærðir en hafa áhuga á starfinu og vilja gera vel. Við erum með Hrafnistuskólann fyrir nýtt starfsfólk með fræðslu á netinu og svo er líka alltaf reglulega boðið upp á námskeið og fyrirlestra. Nú síðast kom sérfræðingur frá Alzheimersamtökunum og fór um öll Hrafnistuheimilin og var með fræðslu.“

Hvernig er það frábrugðið að starfa á Hrafnistu og á spítalanum? „Það er mjög frábrugðið. Á spítalanum var ég kannski með fjóra mikið veika sjúklinga og á hlaupum allan daginn við að sinna þeim en hérna á Hrafnistu er ég með 44 íbúa, sem er vissulega mikið, en það er mun rólegra hérna. Einstaklingarnir eru ekki eins veikir, auðvitað koma veikindatímabil en almennt er fólk bara með sínar þarfir en ekki bráðveikt. Nálgunin hérna er líka frábrugðin. Hér tökum við öðruvísi á móti fólki og stemningin er mjög ólík, þetta er heimili fólks.“

Samtalið um lífslokin er mikilvægt Kristín segir mikilvægt að taka samtalið um hvernig fólk vilji takast á við endalok lífsins. „Allt er skráð, allar meðferðartakmarknir eru skráðar. Þegar fólk flytur inn er tekin ákvörðun um hvort það vilji fulla meðferð eða eitthvað annað. Yfirleitt er fjölskyldufundur á fyrstu tveimur vikum eftir að íbúi flytur hingað inn. Á fundinum er farið yfir allt og meðal annars er spurt hver vilji þeirra sé varðandi meðferðartakmarkanir. Það þarf að taka þetta samtal.“ En hvað finnst þér mest gefandi við þetta starf og hvað er skemmtilegast? „Þakklætið frá fólkinu, það eru allir svo ánægðir. Það veitir mér hjartayl að ég finn að ég geri gagn. Svo finnst mér einfaldlega skemmtilegast hvað ég er alltaf glöð að mæta til vinnu. Ég vakna aldrei á morgnana og hugsa að ég nenni ekki að mæta í vinnuna. Jafnvel þó svo að dagurinn hafi verið erfiður þá gengur maður út ánægður í lok dags og þá mætir maður líka glaður í bragði næsta dag,“ segir hún að lokum sæl á sínum vinnustað.

38 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023 Viðtal
3 ára afmæli Hrafnistu Sléttuvegi var fagnað þann 28. febrúar.

Í lok síðasta árs hófu tveir hjúkrunarfræðingar, sem sinna umsækjendum um alþjóðlega vernd, störf hjá Vinnumálastofnun, en umsækjendur um alþjóðlega vernd eru um 2.000 talsins hér á landi.

Hjúkrunarfræðingarnir Elsa Hrund Jensdóttir og Aníta Aagestad standa vaktina Í Domus Medica þrjá daga í viku og svo eru þær með vakt á Ásbrú tvo daga vikunnar því stór hópur umsækjenda býr þar.

Viðtal og myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir

Blaðamaður hitti Elsu á skrifstofu þeirra Anítu sem er á fimmtu hæð í gamla Domus Medica-húsinu og fékk hana í spjall um þetta þarfa og áhugaverða verkefni. Hún segir vinnudagana og verkefnin fjölbreytt og að ólíkir menningarheimar og mismunandi upplifanir af heilsu og veikindum skapi áhugaverðar áskoranir. Elsa starfaði á barnaspítala í Svíþjóð, þar sem hún kynntist því að sinna innflytjendum. Þar fékk hún áhugann og skellti sér í kjölfarið í meistaranám í þróunarfræðum við mannfræðideild HÍ, sem nýtist henni sannarlega vel í starfi í dag.

„Áður var þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd á borði Útlendingastofnunar – þjónustan og ákvarðanatakan og allt heila ferlið heyrði undir Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneytið. Í júní í fyrra var þjónustan svo færð undir Vinnumálastofnun og félagsmálaráðuneytið. Mér skilst að það hafi lengi verið kallað eftir heilbrigðisstarfsfólki í þjónustuteymin sem fékkst svo loksins í gegn síðastliðið haust. Við Aníta sóttum um og byrjuðum báðar þann 1. desember.“

Upplifun heilbrigðisstarfsfólks sem þjónustar flóttafjölskyldur er áhugavert verkefni Elsa starfaði áður í fimm ár á Heilsugæslunni í Salahverfi í Kópavogi og þar áður í Stokkhólmi. Hvers vegna ákvað hún að sækja um stöðu hjúkrunarfræðings hjá Vinnumálastofnun?

„Ég hef lengi haft áhuga á þessum málaflokki og kynntist því að þjónusta þennan hóp skjólstæðinga í Svíþjóð. Þar vann ég á bráðamóttökunni á Astrid Lindgren-barnasjúkrahúsinu og þangað komu mun fleiri innflytjendur og umsækjendur um alþjóðlega vernd en ég átti að venjast hérna heima. Mér fannst þessi hópur mjög áhugaverður – komandi frá ólíkum menningarheimum og með mismunandi upplifun á heilsu og veikindum. Þetta fannst mér áhugaverð áskorun í starfi og ákvað að fara í meistaranám í þróunarfræðum við Háskóla Íslands. Geir Gunnlaugsson læknir var leiðbeinandi minn í meistaraverkefninu og saman stýrðum við verkefninu inn á hnattræna heilsu, sem hann er sérfróður um. Í verkefninu skrifaði ég um upplifun heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að þjónustu við flóttafjölskyldur í heilbrigðiskerfinu og tók viðtöl við hjúkrunarfræðinga og lækna bæði hérna heima og í

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 39
Viðtal
Tveir hjúkrunarfræðingar sinna 2.000 umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi

Svíþjóð. Mig langaði að vita hvernig kollegar okkar upplifa að mæta þessum hópi og hvað þeim finnst vanta í námið til að búa fagfólk undir þessa áskorun.“

Elsa segir að meistaranámið hafi nýst henni vel í nýju starfi og þá leikur okkur forvitni á að vita hverjar niðurstöður hennar voru – hvað finnst heilbrigðisfólki vanta? „Það vantar að bæta inn í nám hjúkrunarfræðinga og lækna fögum sem fjalla um fjölmenningu og hvernig best er að nálgast og sinna ólíkum menningarhópum. Það vantar líka verklag, að mál fólks á flótta fari í ákveðinn farveg. Rannsóknin var gerð á árunum 2015-2016 og ég vona að eitthvað hafi breyst til batnaðar á þessum árum með auknum fólksflutningum norður á bóginn.“

Veita skilgreinda nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Elsa segir að umsækjendur um alþjóðlega vernd í þjónustu Vinnumálastofnunar hafi flestir verið hér í nokkra mánuði en alveg upp í einhver ár. „Við erum með móttöku alla virka daga, sem er eins og opin hjúkrunarmóttaka. Erum hér í Domus Medica þrjá daga í viku og tvo daga í viku erum við með móttöku á Ásbrú. Fólk kemur til okkar ef það óskar eftir heilbrigðisþjónustu, við sjáum um að koma því á réttan stað á réttum tíma. Oft getum við leyst málin hjá okkur, ráðlagt um veikindi og fylgst með blóðþrýstingi og blóðsykri svo eitthvað sé nefnt. Það er okkar að meta hvaða þjónusta er nauðsynleg og þolir ekki bið og hvað getur beðið. Við veitum skilgreinda nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna en börnin eiga rétt á sömu læknisþjónustu og íslensk börn. Það sem getur beðið er svo gjarnan skoðað þegar fólk fær íslenska kennitölu og dettur inn í sjúkratryggingakerfið.“

Aðspurð segir Elsa að þessi hópur sé ekki kominn með íslenska kennitölu, sem geti skapað ákveðin vandamál í kerfinu. „Okkur hefur samt tekist að vinna úr því. Við höfum aðgang að Sögukerfinu og getum átt samskipti við aðrar heilbrigðisstofnanir. Samskiptin við aðra í heilbrigðiskerfinu ganga vonum framar og okkur gengur vel að leysa flest þau vandamál sem koma upp.“

Tungumálaörðugleikar og menningarmunur hægir oft á þjónustunni

Hvernig er þá hefðbundinn vinnudagur hjá þér? „Dagarnir eru ólíkir en uppleggið þó oftast það sama. Við mætum átta á morgnana og móttakan hefst klukkan níu. Við erum yfirleitt að vinda ofan af verkefnum frá deginum áður fyrsta klukkutímann og svara tölvupóstum. Vaktin á svo að vera milli níu og hálftólf en dregst oft fram yfir hádegi. Við tökum á móti svona 15 manns hér í Domus Medica daglega en á Ásbrú

mæta oft fleiri enda býr þar stór hópur; suma daga hittum við allt að 30 manns þar.“ Þá liggur beinast við að spyrja hvort að það dugi að hafa bara tvo hjúkrunarfræðinga í að sinna þessu verkefni og þessum stóra hópi þar sem tungumálaörðugleikar og menningarmunur gerir þjónustuna oft hægari en ella?

„Nei, það er ekki nóg. Okkur vantar hjúkrunarfræðing í hópinn og erum einmitt að setja í loftið auglýsingu á næstu dögum. Við auglýsum hér með eftir áhugasömum einstaklingi í litla teymið okkar.“

„Heilsugæslan er með göngudeild sóttvarna á hæðinni fyrir neðan í Domus Medica en þar þurfa allir sem hingað til lands koma að fara í fyrstu skoðun sem er lögbundin heilsufarsskoðun. Þar er skimað fyrir smitsjúkdómum og farið yfir heilsufarssögu, bólusetningar og annað og ef þar koma fram upplýsingar um flókinn heilsufarsvanda eða annað sem ekki þolir bið erum við látnar vita. Við hjálpum þá fólki að komast áfram í úrræði og reynum að halda utan um það. Það er gott samstarf milli okkar og teymisins á fjórðu hæðinni og við leitum hvert til annars ef okkur vantar aðstoð eða upplýsingar.“

Mikilvægt að hlusta án þess að dæma Þótt það sé stórt skref í rétta átt að hafa hjúkrunarfræðinga í þjónustuteyminu segir Elsa en að hægt sé að gera betur: „Okkur langar að þjónusta hópinn miklu betur því margir okkar skjólstæðingar eiga við flókinn heilsufarsvanda að stríða og eru með erfiða reynslu og áföll í farteskinu. Það vantar fleira fagfólk til að sinna þessum hópi en það er mannekla á flestum stöðum í kerfinu. Það eru allir að gera sitt besta en það getur verið erfitt að sinna fólki, sem virkilega þarf á heilbrigðisþjónustu að halda og er oft með meiri væntingar

40 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Viðtal
„Okkur langar að þjónusta hópinn miklu betur, því margir okkar skjólstæðingar eiga við flókinn heilsufarsvanda að stríða og eru með erfiða reynslu og áföll í farteskinu.“
Útsýnið á skrifstofunni er einstakt.

til velferðarkerfisins þegar það kemur hingað. Það sér fyrir sé að það sé að koma í betri aðstæður og verður hissa þegar biðtíminn eftir að komast að hjá sérfræðingi er oft margir mánuðir. Stærsti hluti þessa hóps vill fá að vinna hér á landi og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeim finnst aðgerðarleysið erfitt og til okkar hafa komið margir með heilbrigðismenntun; læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar til dæmis, og boðið fram krafta sína í sjálfboðavinnu. Þetta er þungt og pólitískt flókið en þarna er í rauninni ónýtt vinnuafl. Það væri gott ef það tæki mun styttri tíma að afgreiða umsóknirnar en við höfum ekki skoðanir á því hver á að fara og hver á að vera, það er ekki í okkar verkahring. Við sinnum bara okkar fólki eins vel og við getum og uppskerum mikið þakklæti. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf, við hittum fólk úr ólíkum menningarheimum og ég hef lært mikið. Við erum með fyrir fram mótaðar hugmyndir um hvað heilsa og heilbrigði er og hvernig heilbrigðiskerfi á að vera en það er ekki endilega sama mynd og einstaklingur frá Sómalíu hefur. Ég skil ekki alltaf menningu og siði annarra en það er mikilvægt að hlusta og bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum og siðum. Vera með opinn huga og meðtaka án þess að dæma, því við erum öll með eitthvað í bakpokanum. Þetta gerir mig að betri hjúkrunarfræðingi.

Varðandi tungumálaörðugleika segir hún að þær stöllur notist mikið við Language line og fái aðstoð frá samstarfsfólki, en það sé stærsta áskorunin í starfinu. „Stundum er fólk að reyna að segja manni frá veikindum og vanlíðan í smáatriðum og þá er erfitt að finna vanmáttinn og geta ekki klárað málin með því. Þá sendum við fólk oft áfram í tíma hjá lækni með túlki. Aðbúnaðurinn er ekki góður, úrræðin eru neyðarþjónusta, sem ekki eru ætluð til langs tíma. Fólki líður auðvitað sjaldnast vel í þessum aðstæðum; að búa með mörgum ókunnugum í litlu rými, mega ekki vinna og hafa lítið milli handanna. Ferlið þyrfti að ganga hraðar fyrir sig svo fólk geti haldið áfram með líf sitt. Flest eru þau svo þakklát fyrir öryggið hér á landi og friðinn. Það er oft það sem fólk þráir framar öllu,“ segir hún og við látum það vera lokaorðin.

Ókeypis

ráðgjöf

og stuðningur

mein og aðstandendur.

Opið virka

daga frá kl. 9:00 til 16:00 nema á föstudögum til kl.14:00. Símaráðgjöf á opnunartíma í síma 800-4040 - radgjof@krabb.is Krabbameinsfélagið býður upp á ókeypis ráðgjöf og stuðning fagfólks við þá sem greinst hafa með krabba-
Viðtal
„Fólki líður auðvitað sjaldnast vel í þessum aðstæðum; að búa með mörgum ókunnugum í litlu rými, mega ekki vinna og hafa lítið á milli handanna.“

Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur

Brennur fyrir mannréttindum og heilbrigði jarðar

42 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023
Viðtal
Texti: Þórunn Sigurðardóttir | Myndir: Úr einkasafni

Mörg kannast eflaust við hjúkrunarfræðinginn Elísabetu Herdísar

Brynjarsdóttur því þrátt fyrir ungan aldur hefur hún látið gott af sér leiða í málefnum heimilislausra og jaðarsettra hópa ásamt því að hafa verið virk í stúdentapólitíkinni.

Þessi fyrrverandi verkefnastýra Frú Ragnheiðar hlaut viðurkenningu JCI sem Framúrskarandi ungur Íslendingur

árið 2020. Tveimur árum áður varð hún fyrsti hjúkrunarfræðineminn til að gegna embætti formanns Stúdentaráðs við Háskóla Íslands og var einnig stofnmeðlimur Hugrúnar sem er geðfræðslufélag sem var stofnað

árið 2016 af nemum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði árið 2017 hóf hún störf sem verkefnastýra Frú Ragnheiðar en áður hafði hún sinnt þar sjálfboðaliðastörfum auk þess að vinna á krabbameinsdeild Landspítalans.

Mannréttindi og heilbrigði jarðar Í dag brennur Elísabet fyrir mannréttindum og hnattrænni heilsu og hefur nýlokið meistaranámi í forystu og stefnumótun þar sem áhersla var á heilbrigði jarðar eða planetary health.

„Þetta málefni þarfnast sameiginlegs átaks margra aðila því það er ótrúlega margt sem hægt er að gera. Við sjáum lækna stíga fram með félag lækna gegn umhverfisvá núna í janúar og hjúkrunarfræðingar finnst mér eiga að vera með fagdeild undir hjúkrunarfélaginu sem býr til vettvang fyrir hjúkrunarfræðinga,“ segir Elísabet sem starfar í dag við mengunar- og umhverfiseftirlit hjá Heilbrigðiseftirlitinu. Þar vinnur hún með öðrum sérfræðingum og hver og einn gegnir þar mikilvægu hlutverki.

„Í starfinu hjá Heilbrigðiseftirlitinu er ég að vinna með líffræðingum, matvælafræðingum og næringarfræðingum og þau eru með innsýn í gögn sem ég held að myndi styðja við lýðheilsurannsóknir. Þau eru að taka sýni úr lækjum, menguðum jarðvegi og starfa við þá nálgun

að búa til heilnæmt umhverfi, sem fyrir mér er bara lýðheilsa. Svo komum við inn, hjúkrunarfræðingarnir, með okkar nálgun. Við erum kannski með tölfræði og gögn líka en við erum með annars konar sýn og getum líka verið með eigindlegar rannsóknir og tekið viðtöl við einstaklinga sem búa á menguðum svæðum og komið með öðruvísi mynd á þetta. Ég held að boltarnir séu farnir að rúlla og við erum farin að tengja þetta við okkar stétt,“ útskýrir Elísabet.

Hjúkrunarfræðingar með rödd sem verður að hljóma hærra

„Þetta málefni, heilbrigði jarðar, krefst þess að maður átti sig á að þetta stendur ekki og fellur með hjúkrunarfræðingum en að því sögðu hafa

hjúkrunarfræðingar rödd sem verður að koma sterkar inn á Íslandi út af sérstöðu okkar í lýðheilsumálum. Við erum bæði með forvarnarhlutverk og erum einnig að hugsa um fólk, ójöfnuð, réttindi fólks og aðgengi að þjónustu og velferð. Þannig að þar slær hjartað mitt, í þessum mannréttindavinkli í umhverfismálum; hvernig slæmt umhverfi hefur áhrif á einstaklinga og hvernig ójöfnuður spilar enn stærra hlutverk í þessu.“

Heildræn sýn í stærra samhengi Þurfum við sem hjúkrunarfræðingar þá eitthvað að breyta því hvernig við hugsum um þessi mál?

„Ég veit að hjúkrunarfræðingar eru með þetta í kjarnanum sínum. Það þarf kannski bara að skerpa sýnina og tengja hana betur við þessa málaflokka. Fyrir mér þá tengdi ég svo sterkt við í þessa heildrænu nálgun í náminum mínu og fyrir mér birtist sú hugmyndafræði sem ákveðin félagshyggja, þú ert íbúi í samfélagi og hluti af heild. Þegar þú ert svo með sjúkling þá horfirðu ekki bara á greininguna heldur heildina og þess vegna er þetta til staðar hjá hjúkrunarfræðingum. Þegar við horfum á einstaklinginn heildrænt þá sjáum við fjölskyldu, hvernig hann nálgast þjónustu, fjárhagsstöðu hans, trúarbrögð og menningu en ég held að við getum líka tekið inn í myndina ákveðna umhverfisþætti og t.d. velt fyrir okkur við hvað einstaklingurinn vinnur. Dæmi um þetta er þegar ég var að vinna á krabbameinsdeildinni þá sáum við oft steinlungu, en þá hafði fólk kannski verið að anda sér steinryki í mörg ár í iðnaðarstarfi og þá tengist það umhverfismálum og vinnuréttindum. Þar hafa hjúkrunarfræðingar ótrúlega mikilvægt málsvarshlutverk; að tryggja að vinnuaðstæður séu ekki heilsuspillandi eða umhverfið sé þannig að það sé ekki svifryk eða steinryk í iðnaði sem fólk er að anda að sér. Þetta er málefni þar sem er auðvelt að fara út fyrir sviðið sitt en það er líka svo auðvelt finnst mér að kjarna sig í hjúkruninni, sem er bara þessi virðing fyrir lífinu, mannslífi og heildræn nálgun.“

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 43
Viðtal
Elísabet á toppi Stawamus Chief í Kanada.

Hvað getum við sem hjúkrunarfræðingar gert? „Það er margt sem við getum gert saman, eins og að búa til félag eða ýta á meiri alþjóðleg tengsl við hjúkrunarfræðinga sem eru nú þegar að gera eitthvað í þessu. Eða horfa á þetta út frá stofnunum, að hjúkrunarfræðingar búi t.d. til félag innan Landspítalans eða heilsugæslunnar, búa til umhverfishópa og fara að beita sér fyrir því hvað kerfið getur gert. Heilbrigðiskerfið getur líka brugðist við og verið leiðandi í umræðu varðandi það hvernig stofnanir geta orðið bæði umhverfisvænar og líka heilnæmar fyrir starfsfólk og sjúklinga og sett fordæmi.“

Félag heilbrigðisstétta

Draumurinn hennar Elísabetar er að það verði til félag á Íslandi óháð stofnunum og fyrir allar heilbrigðisstéttir þar sem allir geta komið saman. „Ég vil að þetta félag sé aktívt alþjóðlega út af því að ég hef á mjög stuttum tíma fengið að kynnast því hvað það er mikið í gangi í Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu, Evrópu og sérstaklega í Skotlandi. Glasgow er mjög framarlega, bæði hjúkrunarfræðingar og læknar, í lýðheilsu varðandi loftlagsbreytingar, mengun og áhrif á heilbrigði fólks. Fyrir mér er það algert forgangsatriði núna, að búa til vettvang á Íslandi til þess að tengjast betur umheiminum.“

Á einstaklingsgrundvelli er líka hægt að ná fram breytingum og leggja sitt af mörkum samkvæmt Elísabetu sem hefur sótt ýmsa fundi sem varða íbúa og samfélagið. „Ég hef verið að mæta á samráðsfundi með íbúum, það þarf bara að skrá sig. Ég mæti sem hjúkrunarfræðingur og kem á fundina sem hjúkrunarfræðingur og legg þannig mitt af mörkum. Svo er líka hægt að mæta á fundi og hlusta og sjá þannig hvað er í gangi í samfélaginu.“

Meira en framapot

Lengi vel var Elísabet mótfallin Linkedin, hún tengdi það við framapot sem henni fannst ekki passa við sig en þegar hún loks skráði sig þar inn komst hún að því að það væri hægt að nýta sér miðilinn á fleiri en einn hátt.

„Ég er að fylgja því (á Linkedin) sem ég brenn fyrir, mínum ástríðumálum, mannréttindum, loftlagsmálum, umhverfismálum og tengingu heilbrigðiskerfisins við þessi málefni. Þarna er alltaf verið að auglýsa námskeið á netinu og fræðslufundi hjá virtum stofnunum eins og Columbia í New York, Harvard og John Hopkins og þetta er allt frítt. Það er hellingur sem maður getur gert sem einstaklingur til að fræðast og kynna sér hlutina.“

Í janúar kom Elísabet aftur heim til Íslands eftir ársdvöl í Vancouver í Kanada þar sem hún var í framhaldsnámi og er nú í kjölfarið farin að starfa hjá Heilbrigðiseftirlitinu eins og áður sagði.

„Ég fór í masters-nám í Kanada sem heitir á góðri íslensku stjórnun og stefnumótun með smávegis fókus á kennslu, eða clinical education. Þannig að ég var að læra kennslu í klínísku umhverfi. Svo þegar ég komst að því að mitt ástríðumál eru mannréttindi og umhverfismál þá tók ég meðvitaða ákvörðun um að finna mér starf

þar sem ég gat fengið reynslu í umhverfismálum en samt út frá lýðheilsu. Þegar ég sá auglýst starf við mengunarvarnaeftirlit og umhverfisvöktun hjá Heilbrigðiseftirlitinu þá ákvað ég að sækja um.“

Iðnaður og réttur á óspilltri náttúru Hver og einn gegnir sínu mikilvæga hlutverki hjá Heilbrigðiseftirlitinu en að sögn Elísabetar sjá heilbrigðisfulltrúar um matvælaeftirlit, hollustuhætti og mengunareftirlit. Allur atvinnurekstur þarf að hafa starfsleyfi út frá lögum og reglugerðum og þá meðal annars heilbrigðiseftirlitinu.

„Við gefum út starfsleyfin eftir að hafa farið í úttekt og svo förum við reglulega í eftirlit. Ég er að fara á trésmíðaverkstæði, ýmis konar iðnað, prentiðnað, efnalaugar í raun alls staðar þar sem er einhvers konar mengun. Okkar hlutverk er fyrst og fremst gagnvart umhverfinu en við styðjum okkur við lög um rétt íbúa til heilnæms umhverfis og óspilltrar náttúru. Okkar hlutverk er því í raun að ganga úr skugga um að rekstur hafi ekki skaðleg áhrif á umhverfið og íbúa.“

Elísabet fór í þetta starf til að öðlast reynslu á sviði umhverfismála en hún er einnig í öðrum störfum samhliða því. „Ég er í raun eins og svampur núna hjá Heilbrigðiseftirlitinu en ég er líka enn þá í rannsóknum úti í Kanada þar sem ég er að fókusera á aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarhópa með leiðbeinandanum mínum. Við erum með áherslu á jaðarhópa, sérstaklega heimilislausa. Svo er ég að kenna í HÍ.“

44 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023
Viðtal
Elísabet í fjallgöngu með vinkonu sinni Ingibjörgu.

Aðjúnkt með boðskap um umhverfismál

Hvað ertu að kenna í HÍ?

„Ég er aðjúnkt við Hjúkrunarfræðideildina og fer inn í námskeið þar sem ég get verið með þennan boðskap um umhverfismál. T.d. var ég að klára námskeið á framhaldsstigi þar sem ég var heilan dag að fjalla um lýðheilsumál, loftlagsál og umhverfisbreytingar, sem sagt framtíðaráskoranir fyrir leiðtoga í hjúkrun.“

Aukin tíðni heilablóðfalla tengd við stöðu loftgæða

Að mati Elísabetar er einnig mikilvægt að við rannsökum meira. „Áskoranirnar sem ég held að við stöndum frammi fyrir eru að reyna að fókusera hvernig við rannsökum þessi mál. Það er ekki mikið um rannsóknir en Embætti landlæknis er að vinna að þróun lýðheilsuvísa sem snúa að mengun. Það gæti verið masters-verkefni eða doktorsverkefni. Svo var Miðstöð lýðheilsuvísinda hjá HÍ með rannsókn þar sem var verið að fylgjast með stöðu loftgæða í borginni og fjölda heilablóðfalla á bráðamóttöku og fjölda lyfjaútskrifana af astmapústum. Það var marktæk aukning á báðum þáttum, bæði tilfelli heilablæðinga og að fólk þurfti astmalyf.“

Elísabet segir að margir séu að hugsa um þessi mál, bæði heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi og líka úti í heimi.

„Erlendis eru til deildir við háskóla sem heita Planetary Health, eða heilbrigði jarðar. Þar er fólk að einblína á þetta málefni og gera mikið af rannsóknum. Það er mikið um þetta í Bandaríkjunum og í Kanada er mikill fókus á jöfnuð; hvernig mest menguðu svæðin eru þau svæði þar sem fátækir búa. Gott dæmi um þetta er myndin um Erin Brokowich. Iðnaður er að planta sér þar sem fátækir búa og menga vatnsból og jarðveg og fólk er með mjög marktækt hærri tíðni af krabbameinum. Þetta eru risastór mannréttindamál þarna úti.“

Ósamþykktar íbúðir og falinn ójöfnuður Hvernig er þá staðan hérna á Íslandi? „Við erum töluvert betur stödd hérna en það eru helst álverin og iðnaðarhverfin þar sem eru oft ósamþykktar íbúðir þar sem fátækir búa sem er okkar birtingarmynd á Íslandi. Þetta vekur a.m.k. áhuga minn á að rannsaka þetta og kortleggja betur. Í Vallahverfinu í Hafnarfirðinum t.d. þar sem iðnaðarhverfið er býr margt fólk í ósamþykktum íbúðum og þar er ekki gert ráð fyrir íbúabyggð og því eru öðruvísi kröfur gerðar til mengunarvarna. Ég leyfi mér að ímynda mér það að þetta sé heilsuspillandi. Þarna býr fátækt fólk, þarna kemur ójöfnuðurinn inn í þetta.“

Að sögn Elísabetar er ójöfnuður á Íslandi meira falinn en í Kanada, þar sem heimilislausir í Vancouver eru mjög áberandi, og nefnir dæmi um skjólstæðinga Frú Ragnheiðar.

„Þegar ég var að vinna í Frú Ragnheiði vorum við að þróa þjónustu fyrir heimilislaust fólk og vinna með því og reyna að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það kom öllum á óvart, sem ég talaði við, hversu margir væru í þjónustu hjá okkur, því fólki finnst þetta ekki vera sjáanlegt. Það ætti að vera hægt að búa til umhverfi hér á Íslandi þar sem enginn yrði húsnæðislaus. Það er auðvitað stórt heilsufarsmál að eiga þak yfir höfuðið og upplifa öryggi, grundvallarmannréttindi.“

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 45
… auðvelt finnst mér að kjarna sig í hjúkruninni, sem er bara þessi virðing fyrir lífinu, mannslífi og heildræn nálgun.“
Viðtal
Elísabet og Jóhannes Bjarki í fjallgöngu.

Félagsstörf og fyrirmyndir

Mannréttindi og jöfnuður eru Elísabetu hugleikin og telur hún það að einhverju leyti komið frá fjölskyldu hennar en hún er ættuð frá Neskaupsstað þaðan sem föðurafi hennar flutti ungur til Reykjavíkur til að fá smiðspróf. Þar kynntist hann ömmu Elísabetar og settust þau að í Árbænum. Móðurætt Elísabetar er úr Hafnarfirði, móðurafi hennar var læknir en langafi hennar var einnig læknir og stofnaði Sankti Jósepsspítala. Móðir Elísabetar er hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við krabbameinshjúkrun. Elísabet ólst upp í Garðabænum, fór í MR og svo hjúkrun en hefur einnig starfað á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Neskaupstað. Í dag býr hún með maka sínum ásamt tveimur köttum í Hafnarfirði. Hún hefur að eigin sögn ótrúlega gaman af sjálfboðaliðastörfum og félagsstörfum og finnst það gefa sér mikið.

„Ég tók þátt í að stofna Hugrúnu sem er geðfræðslufélag þegar ég var í náminu, fór svo í stúdentapólitík í háskólanum og var formaður stúdentaráðs og er núna í dag í Rótinni sem er félag fyrir konur með vímuefnavanda og rekur Konukot meðal annars,“ segir Elísabet og bætir við að það komi sterkt frá uppeldinu að taka þátt í samfélaginu. Móðurafi og langafi Elísabetar höfðu mikil áhrif á hana og hvernig hún hugsar.

„Þeir tveir voru stólpar í Hafnarfirði. Afi minn tekur á móti mér annan í jólum klukkan hálffjögur um nótt og hann deyr sex árum seinna annan í jólum klukkan hálffjögur um nótt. Mér líður alltaf eins og hann styðji við bakið á mér. Ég er ekki að reyna að fylla í hans skó en sögurnar sem ég heyri af honum eru bara góðar. Hann fór í útköll um miðjar nætur og sinnti fátækum án þess að rukka fyrir. Þessar sögur og okkar tenging hefur klárlega mótað mig einhvern veginn.“

Aldrei yfir neitt hafin

Hverjar eru helstu fyrirmyndirnar þínar í hjúkrun? „Ég er með margar og fjölbreyttar fyrirmyndir þar. Þórdís Katrín var leiðbeinandinn minn í BS-verkefninu og er prófessor í bráðahjúkrun. Hún er ótrúlegur hjúkrunarfræðingur, styðjandi og frábær mentor og kveikti áhuga minn á rannsóknum og þannig störfum líka. Hún hjálpaði mér að sjá gagnsemina í því og hvernig þetta getur styrkt hjúkrunarstörfin og skilað sér út í bætta þjónustu til skjólstæðinga. Helga Sif Friðjónsdóttir, sem stofnaði Frú Ragnheiði, hefur átt óeigingjarnt starf í að vera minn mentor án launa í mörg ár. Hún er alltaf til staðar og gerir þetta fyrir marga veit ég. Einhvern tíma sagði hún mér að hún brennur fyrir því að styrkja hjúkrun sem fagstétt og það að vera mentor og vera fólki innan handar sé hluti af því hjá henni. Hún hefur verið mér bæði fyrirmynd og áhrifvaldur. Mamma mín, Herdís Jónasdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur, hefur unnið í meira en 30 ár sem krabbameinshjúkrunarfræðingur en er núna komin í skólahjúkrun úti á landi. Sterkasti

lærdómurinn sem hún hefur kennt mér, þeir eru samt margir, og eitt af því sem ég hef alltaf í huga er að ég er aldrei of góð fyrir neitt þannig að ég veigra mér ekki við að fara í nein störf. Það skiptir ekki máli hvað það er, innan hjúkrunar eru engin störf sem eru mér óviðkomandi. Ég er ekki yfir neitt hafin og það sama gildir utan hjúkrunar, óháð menntun og stöðu og öll reynsla nýtist manni til góðs. Þetta er einfaldur lærdómur sem hún miðlaði til mín en ótrúlega mikilvægur.“

Útivist, ferðalög og kettir

Hvað gerir þú fyrir þig sjálfa, til að endurnæra þig og hvílast?

„Göngutúrar eru minn tími og það góða við þá er að maður getur nánast farið í þá hvar sem er, maður velur bara hversu erfiða maður vill hafa þá. Það hefur alltaf loðað við mig að fara út úr borg, vera ekki með síma á mér og ekki hægt að ná í mig. Ég hef reglulega tekið daga á Snæfellsnesi, annaðhvort í góðra vina hópi eða ein. Ég hef líka verið mjög dugleg að ferðast. Einu sinni kynntist ég skjólstæðingi sem hafði verið að spara allt sitt líf en greinist svo með ólæknandi sjúkdóm 64 ára gamall og hann sagði að maður ætti ekki að bíða, ef maður hefði tækifæri þá ætti maður að stökkva til. Svo eru það dýrin. Ég hef alltaf átt dýr – þessi skilyrðislausa ást þeirra. Það er það sem ég geri fyrir sjálfa mig að eyða tíma með köttunum mínum,“ segir Elísabet, hlær og bætir við: „Það krúttlegasta sem ég veit er að fylgjast með þeim úti að sleikja blóm og steina. Svo er það auðvitað samvera með mínum nánustu sem skiptir miklu máli.“

46 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023
Viðtal

LIFEPAK CR2

ALSJÁLFVIRKT HJARTASTUÐTÆKI

Ef einstaklingur fer í hjartastopp skiptir hver mínúta máli. Mikilvægt er að hafa réttan búnað við hendina þegar slíkt gerist. Sjálfvirkt hjartastuðtæki er neyðarbúnaður sem hefur sannað gildi sitt í þessum aðstæðum.

LIFEPAK CR2:

• Alsjálfvirkt

• Með fullorðins- og barnastillingu – stillt með einum rofa

• Sömu rafskaut fyrir fullorðna og börn

• Ekki þarf að stoppa hjartahnoð á meðan tækið metur hvort að gefa eigi rafstuð

• Gefur leiðbeiningar um endurlífgun, blástur og hjartahnoð og gefur tónmerki fyrir tíðni hjartahnoðs

• Notandinn velur íslenskt eða enskt tal

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 47
Fastus ehf | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is

Íslenskir

hjúkrunarfræðingar reiðubúnir í breytingar

Dr. Alison Kitson er breskur hjúkrunarfræðingur búsett í Adelaide í Ástralíu og er hún deildarforseti hjúkrunar- og heilbrigðisvísinda í Flinders-háskóla. Kitson var sviðsstjóri fagsviðs Félags breskra hjúkrunarfræðinga, Royal College of Nursing, RNC, um árabil og hefur verið ötull talsmaður framþróunar og gæða innan hjúkrunar með áherslu á uppbyggingu leiðtogafærni og fagmennsku í almennri hjúkrun.

Kitson heimsótti Ísland í mars síðastliðnum og hélt þrjá fyrirlestra, á Landspítala, á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ, um grunngildi hjúkrunar. Við gátum ekki sleppt tækifærinu að fá að ræða við þennan öfluga og heimsþekkta hjúkrunarfræðing.

„Ég er ekki hér til að segja fólki hvað það á að gera, ég hlusta á fólk. Það sem ég heyri frá hjúkrunarfræðingum á Íslandi er að þeir hafa enn ástríðu fyrir faginu og vilja sjá alvörubreytingar á heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja eiga raunverulegt samtal við stjórnvöld um virði starfa hjúkrunarfræðinga og ég heyri að þeir vilji fá að blómstra sem leiðtogar til að heilbrigðiskerfið verði eins gott og hægt er fyrir sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og aðstandendur,“ segir hún.

„Í fyrirlestrum mínum fyrir kollega mína á Íslandi ræddi ég um hvernig aðrir hafa tekist á við svipuð vandamál. Sérstaklega þegar kemur að grunngildum almennrar hjúkrunar, hvernig kerfið skilur hlutverk hjúkrunar og virði þjónustunnar. Hvernig hjúkrunarfræðingar geta komið rödd sinni að til að tryggja að sjúklingar verði ekki fyrir skaða þegar þeir fara í gegnum heilbrigðiskerfið.“

Almenn hjúkrun (e. fundamental care) snýst um að tryggja að grundvallarþarfir skjólstæðinga séu uppfylltar. „Þetta er allt frá þörfum sem foreldrar þínir uppfylltu á fyrstu vikunum þínum til að halda þér lifandi yfir í lágmarksstuðning fyrir einstakling sem getur að mestu hugsað um sig sjálfur,“ segir Kitson. „Almenn hjúkrun byggir á því að mynda samband við sjúklinginn, samþætting sálfélagslegs stuðnings og vensla sem tekur mið af aðstæðum hverju sinni. Þannig tryggja hjúkrunarfræðingar að sjúklingur hafi það sem best og nái heilsu.“

Sögðu hingað og ekki lengra

Kitson kemur til landsins sem fulltrúi samtakanna International Learning Collaborative, ILC, sem stofnuð voru í Oxford-háskóla árið 2008 til að breiða út boðskap um almenna hjúkrun. Kveikjan að stofnun samtakanna var Francis-rannsóknin á slæmum aðstæðum á sjúkrahúsum í Mid Staffordshire í Bretlandi sem leiddu til dauða meira en 500 sjúklinga á árunum 2005 til 2008. Í svartri skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem kennd er við formanninn Robert Francis, komu í ljós víðtækar brotalamir í þjónustu við sjúklinga sem rekja mátti til skorts á starfsfólki og áherslu á að ná sértækum markmiðum stjórnvalda.

„ILC er hópur sem kom saman eftir þessar stóru hörmungar í breskri heilbrigðissögu. Ég var hluti af teyminu sem sagði hingað og ekki lengra, þörf væri á aðgerðum til að minnka líkurnar á að svona gæti komið fyrir aftur. Til að gera það þarf að láta rödd hjúkrunarfræðinga heyrast út um allan heim,“ segir Kitson. „Í dag erum við með starfsemi í Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Singapúr, þetta er hreyfing sem mun leiða til breytinga um allan heim. Það er frábært að Ísland sé nú hluti af því.“

Tónninn breyttist eftir faraldurinn Áherslur og tónn samtakanna, líkt og hjá hjúkrunarfræðingum um allan heim, breyttist í COVID-19 heimsfaraldrinum. „ILC, líkt og fleiri samtök, tekur púlsinn á breytingum í hjúkrun en ólíkt öðrum þá er okkar fókus á grunngildin. Árið 2019 gáfum við út Álaborgar-yfirlýsinguna þar sem byggt var á reynslu leiðtoga í hjúkrun um allan heim, þau sögðu frá hvernig slakað hefði verið á kröfum, þrýstingur væri á að fylla út í pappíra og alls konar fleiri atriði sem eiga ekki að vera ofarlega í forgangi fyrir hjúkrunarfræðinga. Í yfirlýsingunni segir að við þurfum

48 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Viðtal og myndir: Ari Brynjólfsson
Viðtal

„Ég er ekki hér til að segja fólki hvað það á að gera, ég hlusta á fólk. Það sem ég heyri frá hjúkrunarfræðingum á Íslandi er að þeir hafa enn ástríðu fyrir faginu og vilja sjá alvörubreytingar á heilbrigðiskerfinu.“

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 49
Viðtal
Kitson hefur hlotið mörg heiðursverðlaun fyrir störf sín í þágu hjúkrunarfræði. Hún er heiðursdoktor við háskólana í Malmö í Svíþjóð og Álaborg í Danmörku, ásamt því að veraheiðursfélagi í Samtökum hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum.

að meta almenna hjúkrun og tala um hana á öllum stigum heilbrigðiskerfisins. Við þurfum að sýna fram á mikilvægi undirstöðuatriðanna, viðurkenna það og láta í okkur heyra. Svo þarf að rannsaka það. Þetta eru tólin sem við höfum til að breyta hjúkrunarfræði frá því að vera samtal um vöntun og vonleysi yfir í bjartsýni og vöxt,“ segir Kitson.

Tónn hjúkrunarfræðinganna breyttist tilfinnanlega í Oxfordyfirlýsingu samtakanna sem gefin var út í fyrra. „Það má kalla þetta réttláta reiði, þess vegna hét yfirlýsingin „Ekki fleiri hetjur“ (e. No More Heroes). Hjúkrunarfræðingar vilja ekki láta sjá sig sem engla. Ef einstaka starfstéttir eru settar á einhvern stall þá geta þær ekki sinnt starfinu sínu, það er í raun aðferð til að þagga niður í fólkinu sem heldur kerfinu gangandi. Það eru ýmist meðvitaðir eða ómeðvitaðir fordómar gagnvart hjúkrunarfræðingum, sem eru að stærstum hluta konur sem halda heilbrigðiskerfum heimsins gangandi,“ segir hún. „Við viljum ekki vera englar. Við viljum ekki vera hetjur. Við viljum að fólk viðurkenni störf hjúkrunarfræðinga. Við viljum sæti við borðið, ekki vera sagt að allt verði í lagi ef við gerum bara það sem okkur er sagt. Því þá verða hlutirnir ekki í

lagi. Skilaboðin eru pólitísk, hingað og ekki lengra, við viljum fá viðurkenningu á því sem við gerum. Við þurfum að breyta afstöðu fólks til hjúkrunarfræðinga, hjálpa því að skilja verðmæti starfa okkar og við tökum okkar réttmætu stöðu sem leiðtogar sem ætla að breyta heilbrigðiskerfinu.“

Breyta þarf umræðunni

Staðan sem kom upp á sjúkrahúsunum í Mid Staffordshire er ekki einsdæmi, frá stofnun ILC hafa dæmi komið upp þar sem skjólstæðingar hafa þurft að þjást vegna skorts á almennri hjúkrun. Tvær svartar skýrslur hafa komið út í Ástralíu, ein vegna vanda í öldrunarþjónustu og önnur um þjónustu við fatlað fólk. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa verið gerðar rannsóknir sem varpa ljósi á ýmsa vankanta, vannæringu inni á sjúkrastofnunum og skjólstæðingar sem fara í óráð. „Þetta eru allt vandamál sem rekja má til skorts á almennri hjúkrun sjúklinga, það er hins vegar ekki búið að tengja þetta saman. Ef þessir fylgikvillar væru kallaðir sínu rétta nafni, skortur á almennri hjúkrun, þá næðum við meira gripi til að komast áfram,“ segir Kitson.

Hvað getur hjúkrunarfræðingur sem einstaklingur gert? „Í fyrsta lagi að hlúa persónulega að grunngildum hjúkrunar, tala um þau á hverjum degi og fagna því sem vel tekst. Vera þannig fyrirmynd fyrir aðra. Ekki hika að taka til máls ef það er ekki verið að uppfylla almenna hjúkrun og bjóða þeim birginn sem átta sig ekki á mikilvægi hennar. Ef hjúkrunarfræðingarnir vilja breyta heiminum þá mega þeir endilega ganga til liðs við ILC og stunda rannsóknir.“

Það er mikilvægt að læra af reynslu annarra þjóða, það er eitt helsta verkefni Kitson hér á landi. Það er líka mikilvægt að draga lærdóm af því sem fer miður í starfsemi einstakra stofnana og deilda, ekki binda það við einstakling. „Það er reynsla margra heilbrigðisstarfsmanna að það sé alltaf leitað að einstaklingi sem sökudólgi. Það leiðir einungis til þess að raunverulega vandamálið er ekki tæklað,“ segir Kitson. „Þetta snýst líka um almenna hjúkrun, sem er algjör undirstaða öruggs heilbrigðiskerfis, almenn hjúkrun þarf að vera með í umræðunni og það þarf að vera hægt að mæla það, þannig er hægt að verja sjúklinga og ekki síst starfsfólk,“ segir hún. „Kulnun er orðið stórt vandamál, ég heyri það líka á Íslandi. Það er vegna þess að fólk er orðið langþreytt, langþreytt á að berjast við kerfi sem metur störf þeirra ekki að verðleikum.“ Til að ná fram breytingum þarf fyrst að breyta umræðunni. „Hjúkrun byggist á sambandi við sjúkling og að veita sjúklingum

50 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Viðtal
Kitson er fædd og uppalin á Norður-Írlandi, þaðan flutti hún til Englands og síðar til Ástralíu. Almenn hjúkrun (e. fundamental care) samkvæmt skilgreiningu ILC.

gæðaumönnun. Við höfum verið ginnt til þess að byggja umræðuna á lífeindafræðilegum forsendum, gera klínskar sjúkdómsgreiningar og finna réttu meðferðina. Það er vissulega mjög árangursríkt en við vitum núna að í þjóðfélögum þar sem fólk er með marga sjúkdóma og öldruðum fjölgar hratt, þá þurfum við að byggja umræðuna á lífsálfélagsfræðilegum forsendum með áherslu á almenna hjúkrun.“

Erum við föst í gátlista-menningu?

„Algjörlega. Við störfum á forræði gátlistanna. Fólk heldur enn þá að það sé hægt að brjóta niður verk og með því að tryggja að þessi ákveðnu verk séu innt af hendi þá minnki það áhættu. Við erum að vinna með manneskjur og erum kannski að horfa á fjórða tug mismunandi atriða sem snerta grunnþarfir einstaklings þá er ekki hægt að hafa það allt skrifað niður. Reglulega bendir gátlistinn til þess að áhætta sé til staðar sem hjúkrunarfræðingurinn veit að á ekki við.“

Kitson nefndir sérstaklega sjúklinga með óráð. „Það er mjög flókið fyrirbæri en samt sem áður telur það til rúmlega 48 prósenta fylgikvilla. Gátlisti segir þér að viðkomandi eigi við vandamál að stríða. Þarna þarf hjúkrunarfræðingur að leggja gátlistann frá sér, byggja samband, meta hvaða lausnir eru í boði sem minnka líkurnar á skaða fyrir sjúklinginn.“

Innbyrðis deilur eru orkutap

Kitson hóf störf hjá RCN um miðjan tíunda áratuginn sem verkefnastjóri og vann sig upp í að verða sviðsstjóri fagsviðs með ábyrgð á samskiptum við stjórnvöld, stefnumörkun og fleira. „Það skiptir miklu máli að hafa sterk fag- og stéttarfélög, þannig geta hjúkrunarfræðingar haft pólitísk áhrif,“ segir hún.

Þegar viðtalið er skrifað hefur RCN staðið fyrir víðtækum verkföllum hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum hins opinbera víða á Bretlandi, breska ríkið hefur ekki viljað koma til móts við kröfurnar. „Það sem gerir mig sorgmædda er þegar stéttin stendur ekki saman. Það er orkutap þegar hjúkrunarfræðingar standa í deilum innan sinna raða. Við þurfum að minna okkur á hlutverk hjúkrunarfræðinga í þjóðfélaginu, hjúkrunarfræði er ein virtasta starfstétt í heiminum og við verðum að halda því trausti. Við megum ekki verða eins og stjórnmálamenn sem enginn treystir,“ segir hún og brosir.

Barátta hjúkrunarfræðinga fyrir bættum kjörum og launum til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir er alþjóðleg. „Margar áskoranir í hjúkrun í dag eru alþjóðlegar,“ segir hún. „Ég man eftir einum alþjóðlegum baráttudegi kvenna, ég mætti á sex mismunandi viðburði þann dag, ég hugsaði að ég myndi vilja skipta því öllu út fyrir það að konur fengju sömu laun og karlar. Þá þyrftum við ekki slíkan dag, þetta hljómar kaldranalega en þá er þetta eins og allir aðrir dagar séu baráttudagar karla.“

Ísland reiðubúið fyrir breytingar

Kitson fæddist á Norður-Írlandi, þar stundaði hún hjúkrunarfræði og starfaði sem hjúkrunarfræðingur. Þaðan flutti hún til Lundúna þar sem hún starfaði fyrir RCN, meðfram þeim störfum sinnti hún

rannsóknarstörfum í Oxford-háskóla. „Ég hef alltaf verið með tengingu við háskólasamfélagið þó að ég hafi ekki verið að sinna hefðbundnum störfum, ég er ekki mikið í því að vera hefðbundin. Ég hugsaði þetta þannig að ég vildi frekar hafa áhrif á störf 400 þúsund hjúkrunarfræðinga frekar en að flytja fyrirlestra fyrir 400 nemendur sem væru hvort eð er ekki að hlusta á mig,“ segir hún og brosir. Þaðan lá leið hennar til Ástralíu. „Það er frábært land, fallegt líka og með frábær vín. Það er líka mikill menningarlegur fjölbreytileiki,“ segir hún.

Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur notið mentor-leiðsagnar Kitson, hafði milligöngu um komu hennar til landsins. „Ég er búin að hitta hópa frá Landspítala, Heimaþjónustu, samfélagsteymi, Háskóla Íslands og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Það hefur verið mikið að gera en mjög gaman,“ segir hún. „Ég finn að það eru allir mjög reiðubúnir fyrir breytingar, þannig að ég eða ILC erum reiðubúin að aðstoða við það.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kitson kemur til landsins, hún heimsótti Ísland snemma á tíunda áratugnum og var aðeins í sólarhring til að mæta á ráðstefnu. „Það var í desember, rosalega kalt og þoka,“ segir hún. „Ég þarf að koma hingað aftur enn daginn.“

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 51
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kitson heimsækir Ísland. Hún hefur komið einu sinni áður og í bæði skiptin í faglegum tilgangi. Hún sér fram á að koma hingað aftur.

NURKÚJH

Birta Lind Garðarsdóttir

Á hvaða ári ertu í náminu?

Ég var að klára þriðja árið.

Ertu búin að ákveða hvar þú vilt starfa eftir útskrift?

Hugurinn leitar vestur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Hafðir þú lengi stefnt að því að læra hjúkrunarfræði eða varstu að íhuga eitthvað annað nám?

Hjúkrunarfræði hefur alltaf verið efst á lista.

Gætir þú hugsað þér að starfa við fagið erlendis í framtíðinni?

Já, ég held að það gæti verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt.

Skemmtilegasta fagið?

Ég skemmti mér vel í Almennri hjúkrun. Erfiðasta fagið?

Örveru- og sýklafræði, lyfjafræðin var líka krefjandi.

Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu?

Ekkert sem kemur upp í hugann.

Eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið?

Nei, hef ekki fundið fyrir því enn þá. Ætlar þú að fara í framhaldsnám?

Já, ég ætla í ljósmóðurfræði. Hressasti kennarinn?

Sigrún Sunna og Ásdís eru hressar. Eftirminnilegasta kennslustundin til þessa?

Ég hló mikið þegar við vorum á öðru ári að nudda fæturnar hver á annarri með olíu og auðvitað þegar fyrsti æðaleggurinn var settur upp!

Flottasta fyrirmyndin í faginu?

Brynhildur Jónasdóttir á A2 er efst á blaði, svo eru allir hjúkrunarfræðingarnir fyrir vestan alveg frábærir, þvílíkar fyrirmyndir. En í lífinu?

Klárlega mamma og pabbi, þau eru best. Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi?

Vandvirkni kom fyrst upp í hugann, skipulagshæfileikar og góð samskipti eru líka góðir eiginleikar.

Uppáhaldslæknadrama?

Grey’s Anatomy.

Besta ráðið við prófkvíða?

Bara að anda rólega inn og út, allt tekur enda. Það er líka rosalega gott að taka lærdómskvöld í góðum vinahópi og ræða námsefnið.

Kaffi, te, kók, orkudrykkir eða allt saman?

Ég hef verið koffínlaus í tvö ár og drekk því frekar bara rauðan kristal plús.

Besta næðið til að læra?

Heima í IKEA-sófanum mínum með airpods í eyrunum og sjónvarpið í gangi á sama tíma.

Hvernig nærir þú andann?

Ég fer reglulega vestur á firði og hleð batteríin þar, svo finnst mér rosalega gott að fara í göngutúr, hugleiða og hitta vini mína. Líkamsrækt eða letilíf á frídögum?

Sitt lítið af hvoru.

Þrjú stærstu afrek í lífinu?

Að komast í gegnum klásus var stórt, svo fór ég heldur betur út fyrir þægindaramman þegar ég fór á Dale Carnegie-námskeið.

Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar?

Já, klárlega, hrjáir mig ekki daglega samt.

Hvað gerir þú til að sporna við gróðurhúsaáhrifum? Ég keyri um á rafmagnsbíl og planta trjám.

Hvað gleður þig mest í lífinu?

Að vera í kringum fólkið mitt.

Hvernig fáum við fleiri karlmenn til að læra hjúkrun?

Já, þegar stórt er spurt.

Ef þú ættir eina ósk?

Friður á jörð, sátt og samlyndi.

Fallegasta borg í heimi?

Á eftir borg ljósanna og Súðavík þá væri það París.

Falin perla í náttúru Íslands?

Galtarviti.

Besta baðið?

Ég er ekki mikið fyrir sund en elska fátt jafnmikið og að henda mér í pottinn heima eftir langan dag.

Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu?

Hjartahlý sprellikona sem elskar grín, glens og fólkið sitt.

Hvernig nemandi ertu?

Ég er sennilega meiri B-nemandi en A, skipulögð en á það til að fresta hlutum.

Að lokum hvað finnst þér að stjórnvöld gætu gert til að hvetja fleiri til að læra hjúkrun?

Byrja á því að hækka launinn.

52 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023
A RFRÆÐINEMINN SITURFYR I R MURÖVS ?
Hærri laun myndu hvetja fleiri í námið
Aldur 23 ára. Stjörnumerki Hrútur. Hjúkrunarfræðineminn

NURKÚJH A RFRÆÐINEMINN SITURFYR I R MURÖVS ?

Jóhanna Ósk Gísladóttir

Á hvaða ári ertu í náminu?

Ég er að klára þriðja árið.

Ertu búin að ákveða hvar þú vilt starfa eftir útskrift?

Alls ekki, ég er opin fyrir að prófa alls konar störf sem tengjast faginu.

Hafðir þú lengi stefnt að því að læra hjúkrunarfræði eða varstu að íhuga eitthvað annað nám?

Ég var alls ekki að íhuga hjúkrunarfræði en mig langaði í háskólanám og ákvað að prófa hjúkrun og ég er ánægð með þessa ákvörðun í dag.

Gætir þú hugsað þér að starfa við fagið erlendis í framtíðinni?

Já, algjörlega, það er draumurinn. Skemmtilegasta fagið?

Almenn hjúkrun og heilbrigðismat, öll verkleg fög heilla mig.

Erfiðasta fagið?

Lyfjafræðin þótti mér erfið.

Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu?

Hvað það er svakalega fjölbreytt.

Eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið?

Nei, ég held að námið fari nokkuð vel yfir það helsta, svo lærir maður svo margt sérhæfðara á þeim vinnustöðum sem maður fer að starfa á.

Ætlar þú að fara í framhaldsnám?

Kannski einn daginn, það er ekkert ákveðið enn þá.

Hressasti kennarinn?

Þorsteinn og Ásdís í færnisetrinu eru eftirminnileg, einnig Sigrún Sunna. Eftirminnilegasta kennslustundin til þessa?

Þegar ég setti upp minn fyrsta æðalegg sem gekk mjög illa en það var líka mjög gaman.

Flottasta fyrirmyndin í faginu?

Fyrsta sem kemur í hugann er Snæfríður Jóhannesdóttir, aðstoðardeildarstjóri á geðgjörgæslu.

En í lífinu?

Það er enginn flottari en mamma og pabbi.

Aldur Ég verð 23 ára í sumar. Stjörnumerki Krabbi.

Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi?

Þolinmæði og vandvirkni tel ég einstaklega mikilvæga eiginleika sem ég reyni eftir bestu getu að tileinka mér. Uppáhaldslæknadrama?

Grey´s Anatomy.

Besta ráðið við prófkvíða?

Mér finnst best að taka lærdómskvöld með góðum vinkonum sem eru með mér í náminu, við hvetjum hver aðra áfram og lærum hver af annarri. Svo er líka bara svo gott að segja þeim frá áhyggjum sínum upphátt.

Kaffi, te, kók, orkudrykkir eða allt saman?

Kaffi!

Besta næðið til að læra?

Á Þjóðarbókhlöðunni, en mér finnst gott að læra með smá umhverfishljóð þannig að kaffihús er málið fyrir mig.

Hvernig nærir þú andann?

Ég fer í ræktina, hitti vini mína og fjölskyldu eða horfi á heilalausa bíómynd.

Líkamsrækt eða letilíf á frídögum?

Góð blanda af hvoru tveggja er best.

Þrjú stærstu afrek í lífinu?

Að komast í gegnum klásus var ákveðið afrek, mér dettur ekkert fleira í hug.

Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar?

Já, það hef ég.

Hvað gerir þú til að sporna við gróðurhúsaáhrifum?

Ég flokka rusl, sleppi því að borða dýr og hef minnkað kaup á óþarfa hlutum.

Hvað gleður þig mest í lífinu?

Fólkið mitt.

Hvernig fáum við fleiri karlmenn til að læra hjúkrun?

Það er góð spurning. Strákar, komið í hjúkrun!

Ef þú ættir eina ósk?

Að þurfa aldrei aftur að borga húsaleigu.

Fallegasta borg í heimi?

Mér finnst Mílanó yndisleg en New York er líka heillandi borg.

Falin perla í náttúru Íslands?

Drangar á Ströndum.

Besta baðið?

Laugin í Hörgshlíð í Mjóafirði.

Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu?

Róleg og samviskusöm.

Hvernig nemandi ertu?

Ég geri allt á síðustu stundu.

Að lokum hvað finnst þér að stjórnvöld gætu gert til að hvetja fleiri til að læra hjúkrun?

Fátt sem ég tel að gæti virkað betur en að hækka launin.

Að lokum hvað, ef eitthvað, finnst þér vanta í Tímarit hjúkrunarfræðinga?

Aldrei nóg af efni tengdu geðinu.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 53
Hjúkrunarfræðineminn
Draumurinn er að starfa erlendis í framtíðinni

„Ég mun því vera áfram virk á mínu fræðasviði en mun í vaxandi mæli geta notið þess að sinna heimili og barnabörnum en jafnframt að njóta náttúrunnar.“

Sóley Sesselja Bender var í fyrsta

útskriftarárgangi hjúkrunarfræði við HÍ

Áfram virk á sínu fræðasviði en ætlar að njóta lífsins meira

Sóley Sesselja Bender er prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og Landspítalann. 50 ár eru liðin á þessu ári frá því að hjúkrunarfræðinám hófst á háskólastigi við HÍ. Sóley hefur í áratugi rannsakað kynheilbrigðismál ungs fólks á Íslandi

Hvað kemur upp í hugann þegar þú hugsar 50 ár aftur í tímann þegar þú varst ein af fyrstu nemendum í hjúkrunarfræðinámi þegar það fór á háskólastig?

Mér fannst spennandi að fara í nám sem var nýtt innan Háskóla Íslands. Við vorum nokkrar úr mínum bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem höfðum áhrif hver á aðra. Ég var reyndar búin að ætla mér að fara í sjúkraþjálfun í Noregi og til að undirbúa mig undir það vann ég á Grensásdeild Borgarspítalans sumarið 1973. Þar kynntist ég erfiðum aðstæðum fólks eftir veikindi eða slys sem þurfti á endurhæfingu að halda.

Að þínu mati, hvaða breytingar í heilbrigðiskerfinu eða á spítalanum hafa haft jákvæðustu áhrifin á starf hjúkrunarfræðinga og jafnvel sjúklinga? Spurningin er ansi víðfeðm því ýmsar breytingar hafa orðið á heilbrigðiskerfinu en hvort þær hafi haft jákvæð áhrif á störf hjúkrunarfræðinga er hins vegar óvíst. Það varð heilmikil breyting við það að sameina spítalana á höfðborgarsvæðinu og fólk hafði skiptar skoðanir á því. Einnig hefur með árunum verið vaxandi áhersla á geðheilbrigðismál og samsetning þjóðarinnar hefur verið að breytast sem kallað hefur á öflugri öldrunarþjónustu á heimilum og utan þeirra. Heilsugæslan hefur einnig verið í mikilli þróun og fengið stór verkefni í fangið. Á örlagatímum eins og í heimsfaraldrinum stigu hjúkrunarfræðingar fram og sýndu þjóðinni hversu öflugir þeir eru. Það sem vakti fyrir þeim var heilsa þjóðarinnar.

Út frá sjónarhorni hjúkrunarfræðinga held ég að það sem skipti mestu máli varðandi vellíðan og ánægju í starfi sé að vera vel metinn, hafa tök á því að þróa sig í starfi og fá tækifæri og stuðning til að prófa nýja hluti. Gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir er einnig dýrmætt til að leysa ýmiss vandamál skjólstæðinga okkar. Ánægja hjúkrunarfræðinga í starfi skilar sér í bættri heilbrigðisþjónustu.

Hefur margt breyst í náminu við HÍ frá því að þú settist þar fyrst á skólabekk?

Sóley Sesselja Bender er prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og Landspítalann.

Ég tel að lagður hafi verið mjög góður grunnur að náminu frá upphafi og margt af því er enn við lýði. En auðvitað, á þessum fyrstu árum, var námið mjög mikið í mótun. Með náminu var lögð rík áhersla á gagnrýna og sjálfstæða hugsun og vinnubrögð sem eiga við enn í dag enda grundvallarþættir allrar háskólakennslu. Bæði stjórnun og kennslufræði voru mikilvægar námsgreinar. Það vantaði mjög mikið kennara í ýmsum námsgreinum og því fengnir erlendir kennarar til að sjá um ákveðna kennslu. Má þar nefna námskeiðið í stjórnun en

54 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023
50 ára afmæli hjúkrunarfræði í HÍ
Viðtal: Margrét Stefánsdóttir | Myndir: Úr einkasafni

Margaret E. Hooton, kennari við hjúkrunarskólann

við McGill University í Kanada, hafði umsjón með því. Í minningarorðum um hana var sagt: „She was able to challenge students to think critically and unconventionally“. Það sem hefur kannski breyst hvað mest á þessu tímabili er að mun fleiri kennarar eru með doktorsnám og rannsóknum á vegum kennara deildarinnar hefur fleygt fram sem hefur skilað sér inn í kennsluna og við þróun á meistara- og doktorsnámi við deildina.

Geturðu sagt okkur minnisstæða sögu frá námsárum þínum?

Að loknu meistaranámi mínu í Bandaríkjunum var ég í mörg ár klínískur kennari hjúkrunarfræðinemenda á Kvennadeild Landspítalans, nánar tiltekið á sængurkvennadeildum. Ég man eftir því að einn daginn þá rak barnalæknir nemendur mína út af nýburastofunni. Þetta gat ég ekki sætt mig við þar sem um kennslusjúkrahús var að ræða. Ég fékk því fund um málið með framkvæmdastjóra hjúkrunar og yfirlækni, ásamt viðkomandi barnalækni, og farið var yfir málið. Ég gerði mér smám saman grein fyrir því að ég var á þessum árum stöðugt að vernda nemendur mína því ég hafði sjálf lent í erfiðri reynslu

á námstímanum og vildi gæta þess að þeir þyrftu ekki að ganga í gegnum niðurlægjandi athugasemdir eða að gert væri lítið úr þeirra háskólanámi. Við sem tilheyrðum fyrstu árgöngunum sættum mikilli, oft óverðskuldaðri, gagnrýni hjúkrunarstéttarinnar sem ekki var tilbúin að sætta sig við að komið væri grunnnám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands en ekki framhaldsnám. Auk þess fengum við ósjaldan

Sóley og móðir hennar Þorbjörg Þórarinsdóttir, hjúkrunarkona.

spurningar frá ýmsum aðilum í samfélaginu um það hvort það væri nauðsynlegt að kenna hjúkrun á háskólastigi.

Eftir á að hyggja, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi og ertu með heilræði fyrir hjúkrunarfræðinga?

Ég hefði kosið að ljúka doktorsnámi fyrr en það var mikill hörgull á kennurum og því erfitt um vik. Hvað viðkemur framtíðinni og heilræðum þá vildi ég gjarnan sjá mun fleiri hjúkrunarfræðinga með BS-gráðu fara í meistara- og doktorsnám til annarra landa, til dæmis til Bandararíkjanna og Kanada. Það gefur einstaklingnum ýmiss tækifæri til að kynnast ólíku heilbrigðiskerfi og nemendum frá öðrum löndum og takast á við ýmsar áskoranir sem eru þroskandi. Það skapar einnig víðsýni og fjölbreytileika. Ég vil því hvetja þá sem ljúka BS-gráðu að fara í framhaldsnám erlendis.

Hvað ætlar þú að nýta tíma þinn í nú þegar þú ferð á eftirlaun?

Ég mun halda áfram að leiðbeina þeim meistaraog doktorsnemum sem ég er með. Svo hef ég tímabundið tekið við formennsku í Samtökum um kynheilbrigði og á þessu ári mun koma út nýtt alhliða námsefni fyrir kennara og skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum til að vera með kennslu um kynheilbrigði á því skólastigi. Jafnframt mun á árinu koma út rafræn handbók fyrir unga karlmenn sem byggist á rannsóknum mínum og minna meistaranema og nefnist hún Ertu klár í kynlífi? Ég mun því vera áfram virk á mínu fræðasviði en mun í vaxandi mæli geta notið þess að sinna heimili og barnabörnum en jafnframt að njóta náttúrunnar.

Hálfrar aldar afmæli í haust Í haust eru 50 ár liðin frá því að fyrstu stúdentarnir hófu nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og mun Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild fagna þeim tímamótum föstudaginn 29. september nk. kl. 15:30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 55
,,Við sem tilheyrðum fyrstu árgöngunum sættum mikilli, oft óverðskuldaðri, gagnrýni hjúkrunarstéttarinnar sem ekki var tilbúin að sætta sig við að komið væri grunnnám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands en ekki framhaldsnám.“
Fyrsti útskriftarárgangurinn árið 1977.
50 ára afmæli hjúkrunarfræði í HÍ

Ísetning miðlægra

bláæðaleggja af hjúkrunarfræðingum Vökudeildar

Á Vökudeild Landspítala leggjast inn fyrirburar og veikir nýburar að þriggja mánaða aldri. Til þess að gefa næringu, lyf og vökva geta þessir sjúklingar þurft miðlægan bláæðalegg. Til eru ýmsar tegundir miðlægra bláæðaleggja en yfirleitt eru PICC-línur valdar fyrir þessa sjúklinga. PICC-línur (e. peripherally inserted central catheter) eru þræddar inn um útlæga æð í handlegg, fæti eða höfði. Lengi vel voru þessar ísetningar í höndum nýburalækna en nú sér teymi hjúkrunarfræðinga á Vökudeild um ísetningu leggjanna.

PICC-teymi Vökudeildar

Aðdragandi þess að stofnað var sérstakt PICC-teymi skipað hjúkrunarfræðingum var að Björk Áskelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, hóf störf á deildinni en hún hafði starfaði um árabil í Svíþjóð. Við störf á nýburagjörgæslu þar í landi fór Björk á námskeið og hlaut þjálfun í uppsetningu PICC-leggja. Þegar Björk hóf störf á Vökudeildinni eftir flutning heim til Íslands tíðkaðist annað vinnulag en nýburalæknar sáu um að leggja PICClínur. Björk fór fljótlega að leggja PICC-línur í samráði við lækna deildarinnar og nokkrum árum seinna var PICC-teymi hjúkrunarfræðinga stofnað. Það er skipað um 10 hjúkrunarfræðingum sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í uppsetningu leggjana.

Árangur verkefnis góður

Verkefnið hefur gengið vel. Almenn ánægja er meðal starfsfólks á deildinni með nýja teymið, og góð samvinna hefur verið við nýburalækna. Meðlimir PICC-teymisins vinna að stöðugum umbótum, til dæmis voru fengnir skurðhjúkrunarfræðingar til að þjálfa teymið og ganga úr skugga um að vinnulag teymisins væri fullnægjandi hvað varðar hreinlæti og steril vinnubrögð við uppsetningu leggjanna. PICC-dagur er haldinn einu sinni á ári með teyminu til að fara yfir ísetningu, umbúðir og nýjar rannsóknarniðurstöður. Vökudeildin fylgist vel með tíðni línusýkinga og hefur hún haldist óbreytt eða lægri frá því að teymið hóf störf.

Ísetning PICC-leggja

Mikilvægt er að tryggja hreinlæti við ísetningu en setja þarf upp steríla vinnuaðstöðu og þurfa hjúkrunarfræðingarnir að klæðast sterílum sloppi og hönskum. Mæla þarf hversu langt inn línan þarf að þræðast til að hún endi í stórri holæð. Finna þarf álitlega æð í útlim eða höfði til að þræða í en línan er þrædd í gegnum venjulegan æðalegg sem hefur verið settur upp í útlæga æð. Þegar línan er komin nógu langt inn þarf svo að meta staðsetningu með röntgenmynd. Ávallt er reynt að hafa tvo hjúkrunarfræðinga úr teyminu sterila við ísetningu PICC-leggja eða hjúkrunarfræðing úr teymi ásamt nýburalækni. Ísetningin er gerð á Vökudeildinni á stæði barns og því getur verið flókið að halda sterilu umhverfi. Sjúklingar deildarinnar eru smávaxnir og viðkvæmir og æðaaðgangur því oft takmarkaður, ísetning PICC leggja getur því verið áskorun og krefst góðrar samvinnu.

Hjúkrun við ísetningu PICC-leggja

Að setja upp PICC-legg krefst margra handa. Fyrir utan þá hjúkrunarfræðinga sem setja inn legginn, þarf einn hjúkrunarfræðingur að vera í kring til að aðstoða teymið og annan hjúkrunarfræðing sem sér alfarið um að sinna barninu og veita stuðning og verkjastillingu.

Ísetning miðlægra bláæðaleggja
Höfundur og myndir: Sölvi Sveinsson

Þegar höfundur fékk að fylgjast með störfum teymisins var augljóst hversu mikla hjúkrun þurfti að veita barninu sem var að fá PICC-línu. Í upphafi var gætt að því að barnið væri nýbúið að drekka og að bleyjan væri hrein. Barnið var vafið inn í teppi og hjúkrunarfræðingur hélt utan um barnið á meðan ísetningunni stóð en slíkt veldur öryggistilfinningu. Sami hjúkrunarfræðingur mat verki

nýburans og gaf því súkrósu um munn til verkjastillingar eftir þörfum. Þetta eru allt leiðir til að barninu líði sem best á meðan á inngripinu stendur, en sársauki og streita er talin geta haft ýmis neikvæð áhrif á þroska nýburans

Að lokum

Um er að ræða verkefni sem hefur heppnast vel. Það er engin spurning að hjúkrunarfræðingar geta lagt miðlæga æðaleggi líkt og PICC-línur. Í hjúkrun eru án efa ýmis vannýtt tækifæri til að víkka út starfssvið hjúkrunarfræðinga og fela þeim aukin verkefni. Með hjúkrunarmeðferðum má svo draga úr óþarfa streitu á nýburann sem getur fylgt inngripinu. Verkefnið er líka dæmi um hvað það er mikilvægt að fá hjúkrunarfræðinga til starfa á Íslandi sem hafa starfað erlendis og koma með nýja þekkingu og starfshætti til landsins.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 57
Ísetning miðlægra bláæðaleggja
„Almenn ánægja er meðal starfsfólks á deildinni með nýja teymið, og góð samvinna hefur verið við nýburalækna.“

Áhrif COVID-19 faraldursins á líðan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis í samkomutakmörkunum

Tilgangur ÚTDRÁTTUR

Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að lýsa áhrifum COVID-19-faraldursins á líðan og nám hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og hins vegar að lýsa viðhorfum nemenda til breytinga sem gerðar voru á námsumhverfi þeirra á tímum faraldursins.

Aðferð

Rannsóknin var eigindleg. Þátttakendur voru samtals 15: fimm nemendur í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, fimm nemendur í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og fimm nemendur í framhaldsnámi við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Í heildina voru fjögur rýnihópaviðtöl tekin með fjarfundarbúnaði á vormánuðum 2021. Niðurstöðurnar voru þemagreindar með aðferð Braun og Clarke (2012).

Niðurstöður

Greind voru tvö meginþemu og sjö undirþemu. Meginþemað „Svo skellur covid á“ lýsir þeirri óreiðu og óvissu sem nemendur fundu fyrir, upplifun þeirra á skyndilegri breytingu á námsumhverfi og kennsluaðferðum, sem og áskorunum sem þeir mættu í klínísku námi. Þemað „Krefjandi tímar“ lýsir því hvernig nemendunum fannst þeir vera einir og því mikla álagi sem þeir voru undir bæði í námi og einkalífi á tímum faraldursins. Nemendur lýstu ótta við að bera smit og þörf fyrir stuðning var mikil, en hann fengu nemendur frá fjölskyldu og samnemendum en fáir þeirra voru meðvitaðir um eða nýttu sér þá aðstoð sem skólarnir buðu upp á.

Ályktun

Fordæmalausar samkomutakmarkanir á tímum faraldursins höfðu margþætt áhrif á bóklegt og klínískt nám nemendanna sem og á líðan þeirra. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að nægur stuðningur sé frá kennurum og námsráðgjöfum sem og mikilvægi góðs aðgengis að tækniaðstoð.

Lykilorð:

Nemendur, hjúkrunarfræði, ljósmóðurfræði, líðan, COVID-19.

HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA

„Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“

Nýjungar: Rannsóknin er fyrsta rannsóknin sem lýsir upplifun nemenda í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði á þeim breytingum sem urðu á námsumhverfi meðan farsóttin geisaði af mestum krafti á Íslandi.

Hagnýting: Niðurstöður rannsóknarinnar má nota við skipulagningu náms þegar bregðast þarf við neyðarástandi líku því sem myndaðist í COVID-19-faraldrinum sem og til að bæta fjarkennslu.

Þekking: Fjarnám hefur marga kosti fyrir nemendur en krefst góðs undirbúnings bæði nemenda og kennara sem og góðs kennslufræðilegs og tæknilegs stuðnings.

Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður rannsóknarinnar auka þekkingu og skilning hjúkrunarfræðinga á líðan nemenda og námsumhverfinu á þessum tíma og mikilvægi stuðnings við nemendur við erfiðar aðstæður.

Ritrýnd grein | Peer review

Höfundar

MARGRÉT HRÖNN SVAVARSDÓTTIR

Hjúkrunarfræðideild Háskólans á

Akureyri

GÍSLI KORT KRISTÓFERSSON

Hjúkrunarfræðideild Háskólans á

Akureyri

ERLA KOLBRÚN SVAVARSDÓTTIR

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Háskóla Íslands og Landspítala

HERDÍS SVEINSDÓTTIR

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Háskóla Íslands og Landspítala

HRUND SCH. THORSTEINSSON

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Háskóla Íslands og Landspítala

JÓHANNA BERNHARÐSDÓTTIR

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Háskóla Íslands og Landspítala

BIRNA G. FLYGENRING

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Háskóla Íslands og Landspítala

COVID-19

Eigindleg rannsókn

INNGANGUR

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu 30. janúar 2020 þar sem COVID-19-faraldurinn var talinn ógna lífi og heilsu manna og sértækra aðgerða var krafist, sem meðal annars innihéldu samkomutakmarkanir (World Health Organization, 2020). Fyrstu samkomutakmarkanir í COVID-19-faraldrinum á Íslandi voru settar 13. mars sama ár og fólu meðal annars í sér lokun á háskólabyggingum. Kennarar þurftu því aðlaga námið hratt að breyttum aðstæðum og færa bóklegt nám alfarið yfir á rafrænt form. Skólarnir fengu sérstaka undanþágu til þess að halda úti færni- og hermiþjálfun sem er nauðsynlegur hluti hjúkrunarnáms. Einnig urðu miklar breytingar á námsmati en á tímabili voru engin próf haldin í húsnæði skólanna og rafræn heimapróf því eini möguleikinn. Til viðbótar við lokun á húsnæði skólanna bættist við álag á heilbrigðisstofnunum sem tóku við nemendum í klínískt nám. Sumar sjúkradeildir lokuðu alfarið fyrir móttöku nemenda og rof varð á klínísku námi fjölda hjúkrunarnemenda á Íslandi (Hrund Sch. Thorsteinsson o.fl., 2022) og á heimsvísu (International Council of Nurses, 2021).

Erlendar rannsóknir á hjúkrunarnemendum hafa sýnt neikvæð áhrif COVID-19 á líðan þeirra (Michel o.fl., 2021; Suliman o.fl., 2021) og tíðari geðræn vandamál, s.s. þunglyndi, kvíða (Gallego-Gómez o.fl., 2020; Laranjeira o.fl., 2021), ótta, streitu og svefntruflanir (Kim o.fl., 2021; Mulyadi o.fl., 2021). Streita meðal hjúkrunarnemenda jókst verulega eftir að samkomutakmarkanir voru settar (Gallego-Gómez o.fl., 2020; Laranjeira o.fl., 2021). Í íslenskri rannsókn meðal nemenda í hjúkrunarfræði á tímum faraldursins mældust 74,5% þátttakenda með miðlungs eða alvarlega streitu og 77,6% sögðust finna fyrir frekar mikilli eða mjög mikilli streitu tengda háskólanámi (Hrund Sch. Thorsteinsson o.fl., 2022). Hlutverkatogstreitu hefur verið lýst meðal hjúkrunarnemenda sem jafnframt voru mæður ungra barna. Í rannsókn Suliman og félaga (2021) lýstu mæður því að vegna lokana leik- og grunnskóla hefði þeim reynst erfitt að samtvinna fjölskyldulíf og nám. Margir nemendur þurftu að axla aukna ábyrgð á heimilum sínum og það olli þeim aukinni streitu og álagi (Hu o.fl., 2022; Wallace o.fl., 2021) og hávaði og truflanir frá öðru heimilisfólki gerðu einbeitingu og nám erfiðara (Hu o.fl., 2022; Suliman o.fl., 2021). Nemendur sem hjúkruðu COVID-19-sjúklingum þótti það taka á andlega og fundu til óöryggis við þessar nýju aðstæður. Þrátt fyrir það hafa rannsóknir sýnt að þeir voru stoltir af framlagi sínu og töldu sig hafa öðlast mikilvæga starfsreynslu og víkkað þekkingu sína (Rodríguez-Almagro o.fl., 2021).

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 59
Ritrýnd grein | Peer review
Áhrif
faraldursins á líðan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis í samkomutakmörkunum:

Áhyggjur og kvíði nemenda beindist meðal annars að áhrifum faraldursins á námsframvindu og árangur í námi (Michel o.fl., 2021) og því hvort þeir næðu að útskrifast á réttum tíma (Suliman o.fl., 2021). Þá fundu nemendur til vonbrigða vegna þess hvernig þeir höfðu séð fyrir sér hjúkrunarnámið og hvernig það raunverulega varð (Laczko o.fl., 2022). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að nemendur höfðu áhyggjur af því að ónóg klínísk þjálfun gæti skert framtíðaratvinnutækifæri þeirra (Fogg o.fl., 2020; Michel o.fl., 2021; Ramos-Morcillo o.fl., 2020; Suliman o.fl., 2021) og möguleika til framhaldsnáms (Fogg o.fl., 2020) en víða erlendis höfðu nemendur takmarkað aðgengi að færni- og hermisetrum sem og klínískri þjálfun á heilbrigðisstofnununum og dæmi voru um að klínískri þjálfun inni á heilbrigðisstofnunum væri skipt alfarið út fyrir rafrænt herminám (Fogg o.fl., 2020; International Council of Nurses, 2021).

Þrátt fyrir að nemendur hafi verið þakklátir breytingum sem gerðar voru á skipulagi námsins í faraldrinum, til dæmis að breyta klínísku námi í herminám (Fogg o.fl., 2020) og færa bóklegt nám yfir á rafrænt form (Laczko o.fl., 2022) þótti mörgum yfirþyrmandi að þurfa að skipta fyrirvaralaust yfir í fjarnám. Nemendur höfðu áhyggjur af námsárangri sínum og íhuguðu jafnvel að hætta námi (Suliman o.fl., 2021). Reynsluleysi kennara í fjarkennslu reyndist mörgum nemendum erfið (Wallace o.fl., 2021) og þeir fundu oft til óöryggis og erfiðleika í sambandi við rafræn samskipti, svo sem hvernig ætti að spyrja spurninga og nálgast kennara (Ramos-Morcillo o.fl., 2020). Þá kvörtuðu nemendur yfir að tölvupósti væri ekki svarað, skorti á viðverutíma kennara, og að umsagnir um verkefni væru litlar og kæmu seint (Wallace o.fl., 2021). Aðrar rannsóknir hafa þó sýnt að nemendur fundu sjaldan fyrir skorti á samskiptum við kennara (Achmad o.fl., 2021). Fjallað hefur verið um skjáþreytu tengdu fjarnámi og nemendur hafa lýst minnkuðum námsáhuga (Achmad o.fl., 2021; Ramos-Morcillo o.fl., 2020), einbeitingarerfiðleikum, óþægindum í augum og syfju (Hu o.fl., 2022). Þá hefur miklum tæknilegum erfiðleikum vegna fjarnáms á tímum faraldursins verið lýst (Fogg o.fl., 2020; Hu o.fl., 2022; Suliman o.fl., 2021). Tæknilegir örðugleikar virðast hafa magnast að einhverju leyti á prófatímabilum og nemendur hafa lýst rafrænum prófum sem þreytandi og kvíðavaldandi (Elsalem o.fl., 2020) ásamt því að þeir höfðu áhyggjur af afleiðingum tæknilegra örðugleika á útkomu prófa (Wallace o.fl., 2021).

Áhrif þess að skipta yfir í fjarnám með litlum sem engum undirbúningi nemenda og kennara við aðstæður líkar því sem sköpuðust í COVID-19 hafa lítið verið skoðuð á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var því annars vegar að lýsa áhrifum COVID-19-faraldursins á líðan og nám hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og hins vegar að lýsa viðhorfum nemenda til breytinga sem gerðar voru á námsumhverfi þeirra á tímum faraldursins.

AÐFERÐ

Notuð var lýsandi eigindleg aðferðafræði þar sem tekin voru fjögur hálfstöðluð rýnihópaviðtöl. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni þar sem jafnframt var safnað gögnum í langtíma þversniðsrannsókn meðal nemenda á Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri (HA) og í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands (HÍ). Niðurstöður þeirrar rannsóknar gáfu til kynna að mikilvægt væri að rýna í efnið af meiri dýpt og fá fram upplifun þátttakenda af námi og líðan á tímum faraldursins (Hrund Sch. Thorsteinsson o.fl., 2022; Sveinsdóttir o.fl., 2021).

Framkvæmd

Kynningarbréf ásamt beiðni um þátttöku í rannsókninni var sent í tölvupósti til nemenda sem valdir voru af handahófi úr hópi nemenda í grunn- (n=20) og framhaldsnámi (n=20) við HA og HÍ á vormisseri 2021. Þar sem svörun var lítil var ákveðið að senda tölvupóst á alla nemendur fyrrnefndra deilda (n=985) og óska eftir þátttöku í rýnihóp. Alls samþykktu 22 nemendur þátttöku í rýnihópaviðtölum. Fyrir viðtölin afboðuðu tveir nemendur sig og fimm mættu ekki. Um var því að ræða 15 þátttakendur í fjórum rýnihópum sem tekin voru jafnmörg viðtöl við.

Rýnihópaviðtölin voru tekin af sérfræðingi við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) í gegnum Zoom á tímabilinu maí–júní 2021 og fylgdi sérfræðingur RHA viðtalsramma sömdum af rannsakendum. Talið var mikilvægt að óháður aðili tæki viðtölin til að hindra áhrif rannsakenda á tjáningu nemenda í rýnihópaviðtölum, en þeir vinna allir við kennslu í umræddum háskólum. Viðtölin hófust með því að nemendur voru beðnir að lýsa því hvað kæmi helst upp í hugann varðandi námið á meðan á faraldrinum stóð miðað við „hefðbundið nám“ fyrir tíma COVID-19. Þeir voru einnig beðnir um að lýsa reynslu sinni af nýjum kennsluaðferðum sem teknar voru upp í faraldrinum, hvernig það var að vera nemandi, hvernig þeim leið, hvaða stuðning þeir töldu sig þurfa og hvaða stuðning þeir fengu á þessum tíma. Jafnframt voru þeir beðnir um að lýsa reynslu sinni af bóklegu og klínísku námi.

Þátttakendur

Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur við Hjúkrunarfræðideild HA og Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ, fjórtán konur og einn karl. Fimm nemendur stunduðu grunnnám í hjúkrunarfræði við HA, fimm stunduðu grunnnám í hjúkrunarfræði við HÍ og fimm framhaldsnám við HÍ. Engir nemendur sem stunduðu framhaldsnám við HA buðust til að taka þátt í rannsókninni. Meðalaldur þátttakenda var 33,5 ár (spönn 20-60 ár). Frekari lýsingar á þátttakendum verða ekki tilgreindar þar sem mikilvægt var fyrir framkvæmd rannsóknarinnar, að allar upplýsingar sem koma fram í rannsóknarniðurstöðum væru ópersónugreinanlegar.

Gagnagreining

Viðtölin voru skrifuð orðrétt upp af sérfræðingi RHA og þemagreind af rannsakendum (MHS og BGF) samkvæmt sex þrepum Braun og Clarke (2012). Í fyrsta þrepinu kynntu rannsakendur sér gögnin með því að lesa margsinnis yfir upprituð viðtöl og skrifa niður sínar fyrstu hugmyndir af þemum. Í öðru þrepi voru lykilsetningar sem tengdust

60 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Áhrif COVID-19 faraldursins á líðan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis í samkomutakmörkunum

markmiðum rannsóknarinnar merktar og kóðaðar. Í þriðja þrepinu var leitað eftir þemum og kóðar flokkaðir undir hvert þema. Í fjórða þrepinu lásu rannsakendur viðtölin yfir á ný til að tryggja að niðurstöður endurspegluðu upplifun þátttakenda. Þemu voru síðan borin saman innbyrðis og kóðar fluttir á milli þema eftir þörfum og þemu sameinuð. MHS og BGF framkvæmdu þessi skref hvor í sínu lagi en funduðu reglulega og ígrunduðu greininguna. Að þessu loknu, það er í þrepi fimm, voru endanleg þemu og undirþemu sett fram, nefnd og skilgreind. Að lokum, í þrepi sex voru niðurstöður skrifaðar saman undir hverju þema og lýsandi tilvitnanir fundnar fyrir hvert þema fyrir sig.

Siðfræði

Leyfi fyrir rannsókninni var fengið hjá deildarforseta

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar HÍ, sviðsforseta

Heilbrigðisvísindasviðs HA og Vísindasiðanefnd (tilvísunarnúmer: 20-099). Þátttakendur fengu skriflegar upplýsingar um rannsóknina í tölvupósti ásamt beiðni um þátttöku. Litið var á þátttöku í rýnihópum sem samþykki fyrir þátttöku og áhersla var lögð á, að ekki væri hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Til að tryggja hlutleysi í öflun gagna og forðast áhrif rannsakenda á niðurstöður var RHA fengið til milligöngu í öflun þátttakenda og gagna og uppritun viðtalanna.

NIÐURSTÖÐUR

Greind voru tvö meginþemu og sjö undirþemu (sjá mynd 1). Meginþemað „Svo skellur covid á“ lýsir þeirri óreiðu og óvissu sem nemendur fundu fyrir, upplifun þeirra á skyndilegri breytingu á námsumhverfi og kennsluaðferðum, sem og áskorunum sem þeir mættu í klínísku námi. Þemað „Krefjandi tímar“ lýsir því hvernig nemendunum fannst þeir vera einir og því mikla álagi sem þeir fundu fyrir í námi og einkalífi á tímum faraldursins. Þeir lýstu meðal annars smitótta og hvernig þeir komust í gegnum þennan erfiða tíma og þörfinni fyrir stuðning.

Svo skellur COVID-19 á

Óreiða og óvissa

Nemendur sögðu allt hafa farið úr skorðum í náminu vegna COVID-faraldursins og samkomutakmarkanna í kjölfar hans.

Óvissa hafi ríkt vegna stöðugra og skyndilegra breytinga á skipulagi námsins, kennsluaðferðum og námsmati.

Einn nemandi lýsti þessu svona: „Þessar sveiflur í þessu [faraldrinum], þetta var alltaf á bataleið […] og fólk var farið að mæta í tíma og svo bara „búmm“ aftur [samkomutakmarkanir] og það er búið að gerast nokkrum sinnum.“ (Viðtal 2.)

Nemendur vísuðu í umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um hvort halda ætti staðarpróf í skólunum og fannst óvissan óþægileg. Betra hefði verið ef ákvarðanir hefðu verið teknar fyrr, til dæmis varðandi prófafyrirkomulag og daglegt skipulag. Einn nemandi sagði:

Mér fannst erfitt að fá ekki skýr svör í byrjun: „Það verður staðarpróf,“ eða „Það verður ekki staðarpróf.“ Ég ætla að segja það að ég skil voða vel að það þurfi að bíða eftir svörum frá þríeykinu og hvernig reglugerðir verða […]. (Viðtal 1.)

Nemendur sögðust þó hafa verið eins vel upplýstir um stöðu mála og hægt var og höfðu skilning á því að skiplagið hefði verið erfitt vegna síbreytilegra sóttvarna og nýrra aðstæðna: „Kennararnir voru, eins og við, í glænýjum sporum, vissu ekki hvað átti að gera, þannig að þetta var mikil flækja.“ (Viðtal 1.)

Nemendum fannst ósamræmi milli skólanna og innan þeirra varðandi hvernig tekist var á við breyttar aðstæður og virtist nemendum að hver kennari hefði tekið eigin ákvarðanir varðandi breytingar fyrir sín námskeið, meðan sumir drógu úr kröfum virtust aðrir kennarar gera meiri kröfur.

Breytt námsumhverfi

Faraldurinn leiddi til nýrra áskorana í kennslu og námi, þar sem bóklegt nám var eingöngu kennt í fjarkennslu. Almennt fannst nemendunum kennslan ganga vel og kennarar standa sig vel og þeir hafi verið fljótir að gera viðeigandi breytingar þó að borið hafi á byrjunarvanda. Nemendum þótti fjarkennsla

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 61
Ritrýnd grein | Peer review
SVO SKELLUR COVID Á KREFJANDI TÍMAR Óreiða og óvissa Að vera einn á báti Stuðningur Smitótti Álag Áskoranir í klínísku námi Breytt námsumhverfi
Mynd 1. Meginþemu og undirþemu.

Áhrif

góð leið til þess að auka möguleika til náms og samskipta við kennara í faraldrinum og sparaði jafnvel tíma: Það munar svo miklu […] að þurfa að keyra alla leið niður á Hringbraut, finna bílastæði, allt þetta fyrir korters, tuttugu mínútna, eða hálftíma fund, og svo alla leið til baka. Þetta sparar manni hellings tíma að nota þetta Zoom. (Viðtal 4.)

Öðrum þótti fjarkennslan ópersónuleg og líkaði betur að hafa samskipti við kennara augliti til auglitis: „Það er þessi fjarlægð sem netið veitir manni eða gefur manni, maður fær ekki þennan „kontakt“ við leiðbeinendur.“ (Viðtal 4.)

Margir nemendanna úr HÍ höfðu í fyrsta sinn aðgang að upptökum á fyrirlestrum á þessu tímabili. Þeir voru mjög ánægðir með þá breytingu og sögðu skólann hafa tekið stórt stökk í þróun fjarkennslu. HA var kominn lengra í rafrænum kennslulausnum og lýstu nemendur þaðan minni vandræðum út af fjarkennslu. Einn nemandi sagði: „Ég hugsa stundum: Hvernig komst ég í gegnum fyrra nám án þess að hafa aðgang að upptökum á öllum fyrirlestrum? Mér finnst það algjör snilld að hafa allar upptökur aðgengilegar og líka fyrir próf.“ (Viðtal 3.)

Nemendum þótti gott að geta horft á upptökur þegar þeim hentaði, sérstaklega þeim sem áttu fjölskyldu. Aðrir óskuðu eftir kennslu í fjarfundarbúnaði í rauntíma þar sem kennari væri viðstaddur og hægt væri að hafa samskipti og spyrja spurninga. Einn nemandi sagði: „Maður tengir rosalega lítið við námsefnið við að horfa bara á upptökur. Mér finnst það ekki skemmtileg aðferð til að læra.“ (Viðtal 3.)

Nemendurnir töldu að kennarar hefðu þurft að fá betri kennslu á þau forrit sem notuð voru og að ýmislegt hefði betur mátt fara í fjarkennslunni. Fyrir kom að kennarar nýttu gamlar upptökur og hljóðgæði þeirra væru léleg. Þá lýstu nemendur því að kennarar virtu síður tímamörk kennslustunda þegar um upptökur var að ræða og fyrirkomulag heimaprófa hafi leitt til óhóflegra langra prófa.

Nemendunum gekk einnig misvel að aðlagast tæknilegum breytingum, þrír þeirra töldu tæknilegar leiðbeiningar og aðstoð vera ábótavant: „Það hefði líka mátt vera betri aðstoð við okkur, eldgömlu nemendurna, sem eiga erfiðara með tæknileg atriði, ég var í miklum vandræðum.“ (Viðtal 4.)

Annar nemandi taldi þörf á aukinni námsráðgjöf samhliða fjarkennslu og sagði: „Ef það á að vera með mikla kennslu á netinu þá þarf að vera samhliða eitthvað námskeið um hvernig þú átt að læra heima, eða skipuleggja þig.“ (Viðtal 3.)

Áskoranir í klínísku námi

Klínískt nám þurfti einnig að aðlaga breyttum aðstæðum og óvissa skapaðist í kringum það. Flestir sögðu skipulagið hafa gengið vel miðað við aðstæður en töldu þó ástandið hafa haft talsverð neikvæð áhrif. Nokkrir nemendur urðu að gera hlé á klínísku námi þar sem lokað var fyrir aðgengi nemenda á sumum heilbrigðisstofnunum og ekki mátti fara á milli stofnana, bygginga eða deilda innan stofnana. Þeir nemendur sem voru í vinnu með námi þurftu að vera í klínísku námi á þeirri deild sem þeir unnu á til þess að geta lokið því. Það leiddi til þess að sumir tóku námið á deild sem þeim þótti ekki

hafa skýra tengingu við innihald námskeiðsins sem þeir voru í:

[…] ég má allt í einu ekki lengur vera í verknámi og ég

á að taka verknám annars staðar, þar sem ég vinn og

eitthvað svona. Meikaði engan sens að vera að taka verknám á deild sem hefur ekkert að gera með það verknám sem ég átti að vera í. (Viðtal 2.)

Nemendur ræddu einnig um að þeir hefðu lært minna í klínísku námi en þeir hefðu annars gert, þar sem námið var sundurslitið:

Ég fékk að koma aftur í maí og taka þrjá [daga]

Þarna var verið að koma til móts við okkur og ég

kann rosamikið að meta það, en það er samt […] mér finnst það ekki sambærilegt að fara á einhvern stað, byrja þar, þurfa svo að koma aftur og byrja upp á nýtt, miðað við að vera einhvers staðar í sex vikur. […] þetta er svo sem ekki kennurum að kenna, þetta er bara að COVID skemmdi fyrir mér þetta klíníska nám. (Viðtal 1.)

Aðrir lýstu því hvernig námstækifærin breyttust: Svo skellur COVID á akkúrat þegar ég var að fara á heilsugæsluna og þá mátti ég ekki fara neitt […] maður átti að gera ungbarnamat [heilsufarsmat á barni], mér var sagt að finna mér dúkku og bara æfa mig þannig. (Viðtal 2.)

Annar nemandi lýsti breyttum námstækifærum á jákvæðari hátt: „Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum einasta degi.“ (Viðtal 3.)

Það gat verið erfitt fyrir nemendur að takast á við þær breytingar sem þurfti að gera innan heilbrigðisstofnana vegna faraldursins. Nemendur lýstu áskorunum í hjúkrun aldraðra, þar sem heimsóknarbann ríkti á hjúkrunarheimilum og það reyndist heimilisfólki erfitt: Þar ertu með fólk sem er kannski bara á síðustu metrunum og ég hef án djóks þurft að vera með deyjandi konu og barnabarnið hennar mátti ekki koma inn og ég þurfti að halda á iPad fyrir hana við andlitið á henni: „Segðu bæ við ömmu þína.“ (Viðtal 1.)

Þrátt fyrir áhrif faraldursins á námið voru nemendur sammála um að COVID-19 hefði ekki breytt þeim framtíðaráformum sem þeir höfðu varðandi hjúkrun fyrir tíma faraldursins.

Krefjandi tímar

Að vera einn á báti Nemendurnir einangruðust félagslega en áttuðu sig ekki á því fyrr en eftir á hversu erfitt það var. Nemendur sem hófu nám eftir að faraldurinn hófst hér á landi sögðust ekki hafa náð að mynda tengsl við samnemendur og kennara fyrr en eftir að samkomutakmarkanir voru minnkaðar. „Ég myndi ekki segja að ég ætti samnemendur, það er ekki mín upplifun, ég á ekki samnemendur eftir þetta eina og hálfa ár í þessu. Maður er ekki að mynda neinn „kontakt“ við samnemendur, það hvarf alveg.“ (Viðtal 4.) Nemendur í staðarnámi töluðu sérstaklega um einmanaleika og félagslega einangrun. Þeir söknuðu umgengni við samnemendur og kennara og fannst að þeir hefðu í raun orðið fjarnemar þegar faraldurinn hófst. Einn nemandi sagði: „Það var það helsta sem mér fannst, það vantaði að hitta alla sem eru með mér í þessu og ræða málin.“ (Viðtal 1.)

62 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
COVID-19 faraldursins á líðan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis
í samkomutakmörkunum

Þeir sem bjuggu einir lýstu einmanaleika og því að þeir hittu sjaldan annað fólk og voru mikið heima: „Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög krefjandi og einmanalegt oft á tíðum.“ (Viðtal 1.) Þeir sem bjuggu með fjölskyldu sinni lýstu því hvernig það gerði dagana auðveldari: „Ég á litla fjölskyldu þannig að maður var bara einangraður með sínum maka eða kærasta allt fyrravor og þangað til í vetur.“ (Viðtal 4.) Nemendur lýstu þó ákveðinni fjarlægð sem myndaðist á heimilinu. Einn nemandi sagðist til dæmis hafa faðmað börnin sín minna. Þrír nemendur sögðust þakklátir fyrir að hafa getað hitt fólk í vinnu og klínísku námi þar sem mætingar var þörf:

Maður [er] pínu þakklátur fyrir samt að fá að mæta í vinnu þar sem þú þarft að mæta og hitta fólk. Á meðan allir aðrir sem voru í kringum mann voru bara heima að taka fjarfundi þá fór maður alla vega upp í vinnu og hitti fólk. (Viðtal 2.)

Álag

Nemendum þótti þetta krefjandi tími sem olli mjög miklu álagi bæði í einkalífi og í námi og hjá þeim sem voru í starfi samhliða námi. Sumir töldu skólana ekki hafa tekið nægilegt tillit til þess álags sem skapaðist í heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins og verkefnaálag hafi verið of mikið. Einn nemandi sagði: „Það var ekki tekið neitt tillit til pressunnar [… ] það eru allir undir álagi núna […] og sérstaklega heilbrigðisstarfsfólk […] það er auka álag.“ (Viðtal 1.)

Annar nemandi lýsti álaginu svona: Ég var bara að vinna, gerði eiginlega ekkert annað en að vinna. Vinna, heim, sofa. Það vantaði mikið hjúkrunarfræðinga og það var mikið álag og þurfti marga starfsmenn fyrir hverja vakt til að geta gefið fólki „break“ í hlífðarfatnaði og hjúkrunin var rosalega þung. (Viðtal 4.)

Álagið í einkalífi var sérstaklega mikið hjá þeim nemendum sem áttu börn og þurftu að sinna mörgum hlutverkum: ,,Ég upplifði svo mikið þessi hlutverkaskipti, fannst ég vera að leika svo mörg hlutverk […]. Maður var hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, framhaldsskólakennari, grunnskólakennari og mamma og húsmóðir og allt þetta í einum graut. Mér fannst þetta mjög erfiður tími.“ (Viðtal 4.)

Smitótti

Mikil hræðsla var meðal nemenda við að smita fjölskyldumeðlimi og sjúklinga og það olli þeim streitu. Einn nemandi sagði: „[Ég var] ógeðslega stressuð um að smita sjúklinga“. Annar nemandi lýsti ótta við að bera smit heim til fjölskyldu sinnar eftir próf þar sem honum þóttu sóttvarnarreglur ekki nægilega virtar: „Ég get ekki komið í mat, ég þori því [það] ekki næstu þrjá daga allavega þó ég sé búin að fá COVID af því að ég er svo hrædd um að bera eitthvað heim til krabbameinsveikrar stjúpmömmu, bara eftir þetta próf.“ (Viðtal 1.)

Ótti nemenda beindist einnig að því að smitast sjálfir. Einum þeirra var minnisstæð upplifun í upphafi faraldursins: „Ég upplifði mikið stress í sambandi við COVID, bæði heima og í vinnunni til að byrja með, ég sprittaði allt sem ég keypti inn, allar vörur. Ég er smithrædd fyrir. Í vinnunni fannst mér erfitt að taka í hurðarhúnana.“ (Viðtal 4.)

Óttinn tengdist einnig því að eigið smit myndi leiða til þess að aðrir þyrftu í sóttkví og nemandi sem hafði mætt í vinnu smitaður fannst það mjög erfitt og upplifði smitskömm. „Maður var með á heilanum að maður myndi taka niður 400 manna hóp, allir í sóttkví.“ (Viðtal 1.) Allir nemendurnir töluðu um hversu mikill léttir það hefði verið þegar bólusetningar hófust, þrátt fyrir að óttinn við að bera veiruna væri enn til staðar.

Stuðningur

Nemendur leituðu til fjölskyldu og samnemenda eftir stuðningi, en síður til skólanna. Sumir lýstu þakklæti vegna sveigjanleika kennara en aðrir töldu hann þó of mikinn. Enn aðrir töluðu um mun á sveigjanleika milli kennara og missera: „Kennararnir voru mjög sveigjanlegir, það var mikill sveigjanleiki í gangi þetta vor, svo hvarf allur sá sveigjanleiki og hefur ekki verið til staðar síðan.“ (Viðtal 1.)

Nemendur sem áttu börn lýstu aðstoð sem þau fengu frá nánustu fjölskyldu og voru sammála um að samnemendur hefðu veitt mikinn stuðning á þessu tímabili. Einn nemandi lýsti stuðningnum þannig: Mér fannst aðallega stuðningur í því að tala við vinkonur mínar og fólk sem var með mér í náminu, við vorum mjög mikið á Facebook-síðunni okkar að bera saman bækur og stundum að nöldra eitthvað hvað deildirnar væru ósveigjanlegar stundum með reglur, það var hjálp í því. (Viðtal 3.)

Þrír nemendur leituð til námsráðgjafa og sálfræðings og fannst það hjálplegt. Aðrir voru ekki eins hrifnir af þeim stuðningi sem skólarnir buðu upp á:

[…] ég er ekkert að missa mig yfir honum [stuðningnum], það er helst námsráðgjafarnir. Ég held að þessi skólasálfræðingur sé góður ef maður leitar til hans, en kennararnir, ef maður leitar til þeirra […] jú, hann [kennari] var dásamlegur, það var eins og að fara í sálfræðitíma að tala við hann í síma. (Viðtal 1.)

Sumir nemendanna voru ekki vissir hvaða stuðningur hefði verið í boði af hálfu skólans og áttuðu sig ekki á því fyrr en seinna að þeir hefðu þurft á aðstoð að halda og hefðu átt að vera duglegri að leita eftir hjálp. Nokkrir voru sammála um að hafa tekið þennan tíma á „íslensku leiðinni“ eða eins og einn nemandi sagði: „Mín tilfinning var að allir bitu á jaxlinn og héldu áfram.“ (Viðtal 4.) Nemendurnir voru sammála um að í dag sætu þeir uppi með það og væru uppgefnir eftir þennan tíma.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 63 Ritrýnd grein | Peer review

UMRÆÐA

Rannsóknin er sú fyrsta sem lýsir reynslu nemenda á Íslandi af háskólanámi á tímum COVID-19. Niðurstöðurnar sýna að nemendur voru undir miklu álagi á þessum tíma, bæði í námi, inn á heimilum og í klínískri vinnu en aukin streita hjúkrunarnemenda í COVID-19-faraldrinum hefur verið tengd við minni lífsánægju og verri andlega líðan (Labrague o.fl., 2021). Eins og í rannsókn Suliman og félaga (2021) lýstu þátttakendur hlutverkatogstreitu og því að þeir þyrftu að sinna mörgum mismunandi hlutverkum samtímis og álag á heimilinu leiddi til þess að þeir ættu erfitt með að einbeita sér við námið. Líkt og í megindlegu rannsókninni á íslenskum nemendum í hjúkrunarfræði (Hrund Sch. Thorsteinsson o.fl., 2022; Sveinsdóttir o.fl., 2021) sögðust nemendur fá nægan stuðning frá fjölskyldu, vinum og samnemendum. Athygli vekur að bæði eigindlegar og megindlegar niðurstöður íslensku rannsóknanna sýna að nemendur leituðu í litlum mæli eftir stuðningi kennara og námsráðgjafa skólanna.

Nemendur töldu sig einangraða og einmana og minni samskipti í faraldrinum höfðu neikvæð áhrif á andlega líðan þeirra, og er það í samræmi við erlendar rannsóknir á hjúkrunarfræðinemendum á tímum COVID-19 (Labrague o.fl., 2021; Suliman o.fl., 2021; Wallace o.fl., 2021). Eins og í fyrri rannsóknum á tímum faraldursins áttu nemendur erfitt með að mynda tengsl við samnemendur og kennara, söknuðu samskipta innan háskólasamfélagsins og að vera hluti af námssamfélagi (Laczko o.fl., 2022). Þó voru dæmi um að þeir lýstu samskiptum við samnemendur gegnum samfélagsmiðla líkt og í rannsókn Wallace o.fl., (2021) en erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að skert framboð félagslegra viðburða jók á vanlíðan nemenda (Laczko o.fl., 2022).

Rannsóknir hafa lýst kvíða og óöryggi nemenda í sambandi við að þurfa hugsanlega að seinka sér í námi og að takmörkuð klínísk þjálfun hafi áhrif á atvinnumöguleika þeirra eftir útskrift (Michel o.fl., 2021; Suliman o.fl., 2021). Í HA og HÍ var markmiðið strax í upphafi faraldursins að nemendur næðu að útskrifast á réttum tíma og að breytt fyrirkomulag hefði lágmarksáhrif á gæði námsins. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja að þetta hafi tekist þar sem slíkar áhyggjur komu ekki fram hjá þátttakendum í rannsókninni. Þrátt fyrir að hluti nemenda þurfti að seinka klínísku námi, þurfti að taka klíníska námið á annarri deild en lagt var upp með í upphafi eða gera hlé á klínísku námi lýstu nemendur því að vel hefði tekist til við að breyta klínískum námsstöðum til þess að þeir næðu að halda sinni námsframvindu. Niðurstöður megindlega hluta rannsóknarinnar styðja þetta einnig en þrátt fyrir að sú rannsókn sýndi að 65% þátttakenda teldu að breytingar á klínískum námsvettvangi hefðu haft talsverð eða mikil áhrif á gæði klíníska námsins þá var meirihlutinn ánægður eða frekar ánægður með þær breytingar sem gerðar voru á klíníska náminu (Hrund Sch. Thorsteinsson o.fl., 2022).

Þó að skilningur væri hjá hluta þátttakenda á því að kennarar væru í nýjum sporum, og ástandið reyndi á skipulag námsins þá kom fram, líkt og í rannsókn Michel og félaga (2021) gagnrýni á kennara fyrir að hafa verið illa undirbúnir að takast á við fjarkennslu. Líkt og kom fram í rannsókn Wallace og félaga (2021) reyndist reynsluleysi kennara í fjarkennslu mörgum nemendum erfitt. Reynsluleysi nemendanna sjálfra

í fjarnámi hafði einnig áhrif þar sem það reynir verulega á að tileinka sér bæði námsefni og tæknilegar nýjungar á sama tíma. Erlendar rannsóknir lýsa þó mun meiri tæknilegum erfiðleikum bæði nemenda og kennara en lýst var í okkar rannsókn. Til dæmis er skertu eða óstöðugu netaðgengi lýst, skorti á tölvubúnaði (Michel o.fl., 2021), auknum kostnaði (Achmad o.fl., 2021; Wallace o.fl., 2021) og vankunnáttu við notkun forrita eins og tölvupósts (Suliman o.fl., 2021). Íslenskir hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemendur og -kennarar virðast því að þessu leyti hafa verið betur undir það búnir að takast á við fjarnám. Eins og í fyrri rannsóknum á tímum faraldursins (Hu o.fl., 2022; Ramos-Morcillo o.fl., 2020; Sveinsdóttir o.fl., 2021; Wallace o.fl., 2021) sýndu niðurstöður að reynsla nemenda af fjarnámi var líka á margan hátt jákvæð og margt sem mikilvægt er að horft sé til í framtíðarskipulagi náms. Til að mynda töldu nemendur fjarnám tímasparandi, sérstaklega með tilliti til funda með kennurum. Þeir lýstu mikilli ánægju með að hafa aðgang að upptökum fyrirlestra því það hjálpaði þeim við að skipuleggja námið og tileinka sér námsefnið. Þetta samræmist niðurstöðum erlendra rannsókna þar sem nemendur hafa jafnvel sagst taka upptökur fram yfir fyrirlestra í stofu þar sem þeir geti lært á eigin hraða og horft aftur og aftur á fyrirlestrana. Aðrir kostir sem hafa verið nefndir eru að geta eytt meiri tíma með fjölskyldunni og sparnaður í samgöngukostnaði, betri líðan og minni streita (Michel o.fl., 2021). Því er hægt að færa rök fyrir því að það að flytja hjúkrunarnám að hluta til yfir í fjarnám sé óumflýjanleg þróun sem COVID-19 hafi einungis flýtt fyrir. Fjarnám gerir einnig námið aðgengilegt frá fleiri stöðum og leyfir nemendum að móta námið í kringum vinnu og fjölskyldulíf (Haslam, 2021).

Það er erfitt að skipuleggja nám með tilliti til heimsfaraldurs, en það er ljóst af reynslu í COVID-19-faraldrinum að framtíðarskipulag hjúkrunarnáms ætti að gera ráð fyrir því að færa þurfi hluta kennslu úr staðarnámi yfir í fjarnám. Yfirstjórnendur háskólanna þurfa að vera viðbúnir að bregðast við slíku í framtíðinni og sjá til þess að bæði nemendur og kennarar fái þann stuðning sem þarf til að vel takist til við slíkar aðstæður. Niðurstöður þessarar rannsóknar sem og erlendra rannsókna (Wallace o.fl., 2021) sýna mikilvægi þess að nemendur fái tæknilegar leiðbeiningar og stuðning við að mynda rafrænt lærdómssamfélag og mynda tengsl við samnemendur og kennara þegar námið fer eingöngu fram í fjarnámi.

Niðurstöður okkar sýna einungis sjónarhorn nemenda en erlendar rannsóknir hafa sýnt að það var einnig erfiðleikum bundið fyrir kennara að takast á við þær aðstæður og þær skorður sem faraldurinn setti skipulagi og framkvæmd kennslu. Kennarar hafa greint frá því að þetta hafi valdið þeim mikilli streitu og verið yfirþyrmandi, vinnuálag jókst og vinnudagar lengdust. Streitan skapaðist ekki einungis vegna breytinga á kennsluaðferðum heldur vegna áreitis frá fjölmiðlum og yfirþyrmandi upplýsingaflæðis frá eigin stofnunum (Iheduru-Anderson og Foley, 2021). Reynslu kennara af því álagi sem skapaðist í skólum á tímum faraldursins á Íslandi er því vert að skoða.

64 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Áhrif COVID-19 faraldursins á líðan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis
í samkomutakmörkunum

STYRKUR OG TAKMARKANIR RANNSÓKNARINNAR

Styrkur rannsóknarinnar er að viðtölin voru tekin af aðila sem hafði engra hagsmuna að gæta. Veikleiki rannsóknarinnar er dræm þátttaka sem hefur áhrif á yfirfærslugildi hennar.

Það að kennarar skólanna stóðu að rannsókninni kann að hafa haft áhrif þar. Viðtöl voru einungis tekin í hópum og það hefur hugsanlega leitt til þess að nemendur voru undir áhrifum af reynslu annarra eða ragir við að láta skoðanir sem ekki samrýmdust lýsingum samnemenda í ljós. Niðurstöður megindlega hluta rannsóknarinnar styðja þó að lýsingar nemendanna séu raunsannar og niðurstöður þessarar rannsóknar samræmast einnig vel niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna.

ÁLYKTANIR

Fordæmalausar samkomutakmarkanir á tímum faraldursins höfðu margþætt áhrif á fræðilegt og klínískt nám hjúkrunarog ljósmóðurfræðinemenda sem og á líðan þeirra. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að í fjarnámi sé nægur stuðningur frá kennurum og námsráðgjöfum, aðstoð við myndun árangursríks námssamfélags sem og mikilvægi góðs aðgengis að tækniaðstoð.

ÞAKKIR

Rannsakendur þakka þeim nemendum sem tóku þátt í rannsókninni fyrir framlag þeirra.

Ritrýnd grein | Peer review

Aim

The aim of the study was to describe the effects of the COVID-19 pandemic on the well-being and learning of nursing and midwifery students and to describe their perceptions of the changes made to their learning environment during the pandemic.

Method

The study used a descriptive qualitative design. Fifteen students participated: five undergraduate nursing students from University of Akureyri and five undergraduate nursing and five graduate students from the Faculty of Nursing and Midwifery at University of Iceland. Data was collected during four focus-group interviews via an online platform at the end of the 2021 spring semester. The data was analyzed using thematic analysis as described by Braun and Clarke (2012).

Results

Two main themes and seven subthemes were identified. The main theme, "Then Covid hits", describes the chaos and uncertainty that prevailed, the students’ experience of the abrupt shift in their learning environment and the various challenges in their clinical training. The theme "Challenging times" captures how the students felt they were on their own and the strain they experienced, in

both their studies and their personal lives, during the pandemic. The students described their fear of spreading infection and their need for support from family and fellow students, but few were aware of or took advantage of the resources available from the universities.

Conclusion

The unprecedented national ‘lockdown’ had a multifaceted impact on the students’ theoretical and clinical learning in addition to their well-being. The results highlight the importance of the provision of both sufficient support from study counselors and teachers as well as access to adequate technical support.

Keywords

COVID-19, nursing, midwifery, students, well-being.

Correspondent: mhs@unak.is

Effects of the COVID-19 pandemic on the well-being of nursing and midwifery students, and their perception of the learning environment during the national ‘lockdown’
ENGLISH SUMMARY
Svavarsdóttir, M.H., Kristófersson, G.K., Svavarsdóttir, E.K., Sveinsdóttir, H., Thorsteinsson, H.Sch., Bernharðsdóttir, J., and Flygenring, B.G.
Effects of the COVID-19 pandemic on the wellbeing of nursing and midwifery students, and their perception of the learning environment during the national ‘lockdown’: a qualitative study

HEIMILDIR

Achmad, B. F., Fitriawan, A. S., Kurniawan, D., Kafil, R. F., Retnaningsih, L. N. og Setyaningsih, W. A. W. (2021). Perceived barriers in online learning among nursing students during the COVID-19 pandemic in Indonesia. Open Access Macedonian Journal of Medical Sciences, 9(G), 203-210.

https://doi.org/10.3889/oamjms.2021.7183

Braun, V., og Clarke, V. (2012). Thematic Analysis. Í Cooper, H., Camic, P. M., Long, D. L., Panter, A. T., Rindskopf, D. og Sher, K. J. (ritstjórar). APA handbook of research methods in psychology (2. útgáfa). Research Designs: Quantitative, qualitative, neuropsychological, and biological (bls. 57- 71). American Psychological Association. https://doi.org/10.1037/13620-004

Elsalem, L., Al-Azzam, N., Jum’ah, A. A., Obeidat, N., Sindiani, A. M. og Kheirallah, K. A. (2020). Stress and behavioral changes with remote E-exams during the Covid-19 pandemic: A cross-sectional study among undergraduates of medical sciences. Annals of Medicine and Surgery, 60, 271-279. https://doi.org/10.1016/j.amsu.2020.10.058

Fogg, N., Wilson, C., Trinka, M., Campbell, R., Thomson, A., Merritt, L., ... Prior, M. (2020). Transitioning from direct care to virtual clinical experiences during the COVID-19 pandemic. Journal of Professional Nursing, 36(6), 685-691.

https://doi.org/10.1016/j.profnurs.2020.09.012

Gallego-Gómez, J. I., Campillo-Cano, M., Carrión-Martínez, A., Balanza, S., Rodríguez-González-Moro, M. T., Simonelli-Muñoz, A. J. og Rivera-Caravaca, J. M. (2020). The COVID-19 pandemic and its impact on homebound nursing students. International Journal of Environmental Research and Public Health, 17(20), 7383. https://doi.org/10.3390/ijerph17207383

Haslam, M. B. (2021). What might COVID-19 have taught us about the delivery of nurse education, in a post-COVID-19 world? Nurse Education Today, 97, 104707. https://doi.org/10.1016/j.nedt.2020.104707

Hrund Sch. Thorsteinsson, Jóhanna Bernharðsdóttir, Margrét Hrönn Svavarsdóttir, Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Gísli Kort Kristófersson, Herdís Sveinsdóttir og Birna G. Flygenring. (2022). Streita nemenda í hjúkrunarfræði í fyrstu bylgju COVID-19: Þversniðsrannsókn. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 98(1), 62-71.

Hu, Y., Ow Yong, J. Q. Y., Chng, M.-L. C., Li, Z. og Goh, Y.-S. (2022). Exploring undergraduate nursing students’ experiences towards home-based learning as pedagogy during the COVID-19 pandemic: a descriptive qualitative exploration. BMC Nursing, 21(1), 13. https://doi.org/10.1186/s12912-021-00788-9

Iheduru-Anderson, K. og Foley, J. A. (2021). Transitioning to full online teaching during Covid-19 crisis: The associate degree nurse faculty experience. Global Qualitative Nursing Research, 8, 23333936211057545.

https://doi.org/10.1177/23333936211057545

International Council of Nurses (2021). Nursing education and the emerging nursing workforce in COVID-19 pandemic. https://www.icn.ch/sites/default/ files/inline-files/ICN%20Policy%20Brief_Nursing%20Education.pdf

Kim, S. C., Sloan, C., Montejano, A. og Quiban, C. (2021). Impacts of coping mechanisms on nursing students’ mental health during Covid-19 lockdown: a cross-sectional survey. Nursing Reports, 11(1), 36-44.

https://doi.org/10.3390/nursrep11010004

Labrague, L. J., De Los Santos, J. A. A. og Falguera, C. C. (2021). Social and emotional loneliness among college students during the COVID-19 pandemic: The predictive role of coping behaviors, social support, and personal resilience. Perspectives in Psychiatric Care. https://doi.org/10.1111/ppc.12721

Laczko, D., Hodson, A., Dykhuizen, M., Knipple, K., Norman, K. og Hand-Cortes, P. (2022). Nursing students experiences' of mental wellness during the COVID-19 pandemic: A Phenomenological Study. Teaching and Learning in Nursing. https://doi.org/10.1016/j.teln.2022.03.002

Laranjeira, C., Querido, A., Marques, G., Silva, M., Simões, D., Gonçalves, L. og Figueiredo, R. (2021). COVID-19 pandemic and its psychological impact among healthy Portuguese and Spanish nursing students. Health Psychology Research, 9(1), 24508. https://doi.org/10.52965/001c.24508

Michel, A., Ryan, N., Mattheus, D., Knopf, A., Abuelezam, N. N., Stamp, K., ... Fontenot, H. B. (2021). Undergraduate nursing students’ perceptions on nursing education during the 2020 COVID-19 pandemic: A national sample. Nursing Outlook, 69(5), 903-912. https://doi.org/10.1016/j.outlook.2021.05.004

Mulyadi, M., Tonapa, S. I., Luneto, S., Lin, W.-T. og Lee, B.-O. (2021). Prevalence of mental health problems and sleep disturbances in nursing students during the COVID-19 pandemic: A systematic review and meta-analysis. Nurse Education in Practice, 57, 103228. https://doi.org/10.1016/j.nepr.2021.103228

Ramos-Morcillo, A. J., Leal-Costa, C., Moral-García, J. E. og Ruzafa-Martínez, M. (2020). Experiences of nursing students during the abrupt change from faceto-face to e-learning education during the first month of confinement due to COVID-19 in Spain. International Journal of Environmental Research and Public Health, 17(15), 5519. https://doi.org/10.3390/ijerph17155519

Rodríguez-Almagro, J., Hernández-Martínez, A., Romero-Blanco, C., MartínezArce, A., Prado-Laguna, M. D. C. og García-Sanchez, F. J. (2021). Experiences and perceptions of nursing students during the COVID-19 crisis in Spain. International Journal of Environmental Research and Public Health, 18(19). https://doi.org/10.3390/ijerph181910459

Suliman, W. A., Abu-Moghli, F. A., Khalaf, I., Zumot, A. F. og Nabolsi, M. (2021). Experiences of nursing students under the unprecedented abrupt online learning format forced by the national curfew due to COVID-19: A qualitative research study. Nurse Education Today, 100, 104829. https://doi.org/10.1016/j.nedt.2021.104829

Sveinsdóttir, H., Flygenring, B. G., Svavarsdóttir, M. H., Thorsteinsson, H. S., Kristófersson, G. K., Bernharðsdóttir, J. og Svavarsdóttir, E. K. (2021). Predictors of university nursing students burnout at the time of the COVID-19 pandemic: A cross-sectional study. Nurse Education Today, 106, 105070. https://doi.org/10.1016/j.nedt.2021.105070

Wallace, S., Schuler, M. S., Kaulback, M., Hunt, K. og Baker, M. (2021). Nursing student experiences of remote learning during the COVID-19 pandemic. Nursing Forum, 56(3), 612-618. https://doi.org/10.1111/nuf.12568

World HealthOrganization. (2020). Novel Coronavirus (2019-nCoV): situation report, 12. https://apps.who.int/iris/handle/10665/330777

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 67
Ritrýnd grein | Peer review

ÚTDRÁTTUR

Bakgrunnur

Á sérhæfðum líknardeildum starfar heilbrigðisstarfsfólk með reynslu og sérmenntun á sviði líknarmeðferðar og oft eru þær betur mannaðar en almennar deildir. Þar fá sjúklingar með erfið einkenni og flókin vandamál sérhæfða líknarmeðferð. Umönnun og meðferð við lok lífs er ekki eingöngu veitt á sérhæfðum líknardeildum heldur einnig utan þeirra, stundum við aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar og af starfsmönnum sem telja sig skorta hæfni í líknar- og lífslokameðferð.

Tilgangur

Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða þættir geta reynst styðjandi eða hindrandi við að veita góða meðferð við lok lífs á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir?

Aðferð

Notuð var fræðileg samantekt með kögunarsniði. Fylgt var leiðbeiningum Joanna Briggs-stofnunarinnar, fimm þrepa kögunarsniðsramma Arksey og O‘Malley og PRISMA-ScR. Leitað var í gagnasöfnunum PubMed og Cinahl og takmarkaðist leit við heimildir útgefnar 2011-2022. Leitarorðin general ward, hospital ward, medical ward, medicine ward, palliative care, terminal care, end of life care, nurses, nursing og nurse voru notuð.

Niðurstöður

Leit skilaði 367 heimildum og að loknu mati uppfylltu 11 rannsóknir inntökuskilyrðin. Niðurstöður voru settar fram sem fimm þemu sem einkenna lífslokameðferð og lýsa þáttum sem geta ýmist stutt eða hindrað góða meðferð við lok lífs á deildum utan sérhæfðra líknardeilda: 1) hæfni og þekking starfsfólks, 2) mönnun, 3) umhverfi, 4) samskipti og samtal um lífslokameðferð og 5) sameiginleg sýn á lífslokameðferð. Styðjandi þættir voru hæfni í lífslokameðferð, nægileg mönnun, styðjandi umhverfi, meðferðaráætlun og klínískar leiðbeiningar og góð samskipti. Hindrandi þættir voru skortur á hæfni í lífslokameðferð, of margir sjúklingar, skortur á einbýlum, skortur á klínískum leiðbeiningum og þverfaglegu samstarfi og að samtalið um yfirvofandi lífslok var tekið of seint.

HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA

„Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“

Nýjungar: Samantektin varpar ljósi á hvað styður og hvað hindrar góða meðferð við lok lífs á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir.

Hagnýting: Niðurstöður geta nýst til að setja fram gagnreynda áætlun um áhrifaríka leið til að styðja við lífslokameðferð á deildum utan sérhæfðra líknardeilda, hvort sem það er með aukinni fræðslu og þjálfun fyrir hjúkrunarfræðinga, bættu starfsumhverfi eða opnari umræðu um lífslokameðferð.

Þekking: Niðurstöður eru innlegg í fræði stjórnunar í hjúkrun þar sem hægt er að nýta þær til að efla og styðja við lífslokameðferð veitta á deildum utan sérhæfðra líknardeilda.

Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður fela í sér mikilvæg skilaboð til klínískra hjúkrunarfræðinga, stjórnenda í hjúkrun og ráðamanna í heilbrigðisþjónustu, auk kennara og fræðimanna, varðandi það hvernig hægt er að styðja við góða meðferð við lok lífs á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir.

Með þjálfun og kennslu, aðstæðum og umhverfi, má efla gæði umönnunar við lok lífs á deildum utan sérhæfðra líknardeilda. Frekari rannsóknir skortir á viðfangsefninu, ekki síst á því hvað styður farsæla innleiðingu lífslokameðferðar á ósérhæfðum deildum.

Lykilorð:

Fræðileg samantekt með kögunarsniði, hindrandi þættir, hjúkrun, hæfni, legudeild, lífslokameðferð, líknardeild, styðjandi þættir

Ályktun
Ritrýnd grein | Peer review
Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði

Höfundar

GUÐRÍÐUR ESTER GEIRSDÓTTIR aðstoðardeildarstjóri Lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar

Suðurlands á Selfossi og stundakennari við Hjúkrunarog ljósmóðurfræðideild

Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

KRISTÍN LÁRA ÓLAFSDÓTTIR

sérfræðingur í líknarhjúkrun, líknarráðgjafateymi Landspítala og aðjúnkt við Hjúkrunarog ljósmóðurfræðideild

Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

HELGA BRAGADÓTTIR

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Landspítala

Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði

INNGANGUR

Með auknum fólksfjölda og hækkandi aldri þjóða heimsins eru fleiri með langvinna og lífsógnandi sjúkdóma en áður og kallar það á frekari úrræði í formi líknarmeðferðar (e. palliative care) og lífslokameðferðar (e. end of life care) sem er veitt á flestum heilbrigðisstofnunum (Heilbrigðisráðuneytið, 2019; Tung o.fl., 2019; Wong o.fl., 2021). Líknarmeðferð er skilgreind sem meðferð sem stefnir að bættum lífsgæðum sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma og hægt er að veita frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms. Meðferðin nær einnig til fjölskyldu þess sem glímir við sjúkdóminn (World Health Organization (WHO), 2020). Markmið meðferðarinnar er að draga úr þjáningu með því að fyrirbyggja og meðhöndla vanlíðan, hvort sem hún er af líkamlegum, sálfélagslegum eða andlegum toga (WHO, 2020). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) bendir á að fæstir heilbrigðisstarfsmenn hafi nægilega þekkingu á hugmyndafræði og aðferðum líknarmeðferðar (WHO, 2014). Bendir stofnunin jafnframt á að á hverju ári þurfi 40 milljónir manna á líknarmeðferð að halda en einungis 14% þeirra njóti slíkrar meðferðar (WHO, 2018).

Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem eru í þörf fyrir líknarmeðferð muni fara vaxandi og má að hluta til rekja til þess að fleiri greinast með krabbamein og aðra lífsógnandi sjúkdóma (Tung o.fl., 2019) og er talið að þörfin fyrir lífslokameðferð aukist talsvert á næstu áratugum, m.a. vegna aukins fólksfjölda (WHO, 2014; WHO, 2018; Þórunn Pálsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2016). Í líknarmeðferð er áherslan á að veita árangursríka meðferð við verkjum og öðrum einkennum og veita sálfélagslegan og andlegan stuðning í samræmi við þarfir, gildi og menningarlegan bakgrunn sjúklings og fjölskyldu hans (Heilbrigðisráðuneytið, 2021).

Lífslokameðferð á við þegar greint er að andlát sjúklings sé yfirvofandi á næstu dögum eða vikum (Landspítali, 2017) og við lífslok er vægi líknarmeðferðar hvað mest. Á þessum tíma er áherslan á að draga úr einkennum og vanlíðan án þess að beita inngripum sem miða að því að lengja líf. Íþyngjandi inngripum og gjörgæsluvistun er ekki beitt og endurlífgun er ekki framkvæmd (Landspítali, 2017). Á Íslandi er meðferð við lok lífs sinnt í heimahúsum, á hjúkrunarheimilum og á sjúkrahúsum af heilbrigðisstarfsmönnum heimahjúkrunar og annarra deilda innan heilbrigðisstofnana en einnig af starfsfólki sérhæfðrar líknarþjónustu s.s. líknardeildar Landspítala, HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu Landspítala og Heimahlynningu Sjúkrahúss Akureyrar (Heilbrigðisráðuneytið, 2019). Er það sambærilegt öðrum löndum en mikill hluti lífslokameðferðar fer fram á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir (Alshammari o.fl., 2022) þrátt fyrir að þörfin á sérhæfðri líknar- og lífslokameðferð sé til staðar eru ekki nægilega margir staðir innan heilbrigðiskerfisins sem veita hana (Reville og Foxwell, 2014; WHO, 2014; WHO, 2018). Á almennum deildum sjúkrahúsa, hjúkrunarheimilum sem og víðar þar sem þessi þjónusta er veitt sinna heilbrigðisstarfsmenn henni eins vel og hver deild ræður við þrátt fyrir að kjöraðstæður og sérþekking á líknarmeðferð sé ekki til staðar (Alshammari o.fl., 2022; Holms o.fl., 2014; Karbasi o.fl., 2018). Gerður er greinarmunur á almennri líknarmeðferð og sérhæfðri líknarmeðferð (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Almenn líknarmeðferð er veitt af heilbrigðisstarfsfólki á hjúkrunarheimilum, í líknarrýmum sjúkradeilda og í heimahjúkrun en sérhæfð líknarmeðferð er veitt af heilbrigðisstarfsfólki sem er með frekari sérmenntun, reynslu og þekkingu á sviði líknarmeðferðar (Heilbrigðisráðuneytið, 2021).

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 69
Ritrýnd grein | Peer review

Þrátt fyrir að gerð sé krafa um að allir heilbrigðisstarfsmenn geti veitt almenna líknarmeðferð eru vísbendingar um að mörgum hjúkrunarfræðingum finnist þá skorta þekkingu og kunnáttu í að veita ásættanlega meðferð við lok lífs (Alshammari o.fl., 2022; Fallon og Foley, 2012; Lind o.fl., 2022). Einnig eiga margir erfitt með að átta sig á því hvenær andlát er yfirvofandi (Bloomer o.fl., 2013) og margir hjúkrunarfræðingar eru óöruggir í einkennameðferð (Kurnia o.fl., 2020). Helstu hindranir í tengslum við að veita góða líknarmeðferð og meðferð við lok lífs getur verið tregða til að hefja meðferðina og taka ákvarðanir um hana, tímaskortur í tengslum við að sinna sjúklingunum eins og best er á kosið m.a. vegna þess að hjúkrunarfræðingar eru með of marga sjúklinga, starfsumhverfi er ekki styðjandi og reynsluleysi starfsmanna (Chan o.fl., 2019; Kurnia o.fl., 2020; Shen o.fl., 2019). Umhverfið skiptir einnig máli og eru einbýli og heimilislegar aðstæður mikilvægur þáttur fyrir deyjandi sjúklinga og fjölskyldur þeirra (Johansson og Lindahl, 2012; McCallum og McConigley, 2013). Ekki eru þó alltaf einbýli í boði fyrir deyjandi sjúklinga á almennum deildum þar sem þær aðstæður geta skapast að þörf er á að nýta einbýli fyrir sjúklinga sem þurfa að vera í einangrun (Bloomer o.fl., 2013). Einnig eru vísbendingar um að samtalið um breyttar áherslur í meðferð sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma sé tekið of seint í ferlinu (Bloomer o.fl., 2013; Lind o.fl., 2022; Tung o.fl., 2019).

Erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsmenn að átta sig á því hvenær tímabært er að taka samtalið um markmið meðferðar, hvaða inngripum eigi að beita þegar til versnunar kemur og hvaða óskir sjúklingar hafi gagnvart öndunarvél, gjörgæsluvist eða öðrum þáttum meðferðar (den Herder-van der Eerden o.fl., 2018; Lind o.fl., 2022).

Hvar og hvernig fólk deyr hefur mikið breyst á síðustu áratugum og hefur að miklu leyti flust frá því að vera dauðdagi innan heimilis í faðmi fjölskyldunnar, í umhverfi sjúkrahúsa og stofnana og vera sinnt af fagfólki (Sallnow o.fl., 2022). Mikilvægt er að staðið sé vel að hjúkrun deyjandi sjúklinga hvar sem þeir njóta þjónustu og að þeir fái að deyja með reisn og án óþarfa verkja og vanlíðunar. Eins þarf að huga að ástvinum sjúklinga og sinna þannig fjölbreyttri fjölskylduhjúkrun samhliða hjúkrun hins deyjandi. Í rannsóknum víða um heim hafa hjúkrunarfræðingar lýst skorti á þekkingu og reynslu í tengslum við umönnun og meðferðar deyjandi og jafnvel hræðslu við að sinna meðferð við lok lífs (Bloomer o.fl., 2013; Fallon og Foley, 2012; Lind o.fl., 2022). Heilbrigðisráðuneytið hefur látið vinna og birt tvær skýrslur um þörfina á líknar- og lífslokameðferð á Íslandi. Fyrri skýrslan var gefin út 2017 og snéri að líknarog lífslokameðferð á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Heilbrigðisstofnunar Austurlands (Velferðarráðuneytið, 2017), en sú seinni var gefin út 2019 og fjallaði um þörfina á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suður- og Vesturlandi (Heilbrigðisráðuneytið, 2019). Í skýrslunum voru settar fram tillögur að fyrirkomulagi og framkvæmd líknar- og lífslokameðferðar á landinu og kostnaður framkvæmdarinnar metinn en gerður er greinarmunur á almennri líknarmeðferð og sérhæfðri líknarmeðferð (Heilbrigðisráðuneytið, 2019; Velferðarráðuneytið, 2017). Vísað er í ýmsa þætti sem skerpa þarf á hér á landi í tengslum við málaflokkinn, sem eru m.a., auk þess að greina á milli almennrar og sérhæfðrar líknarmeðferðar, að efla fræðslu til starfsfólks, hafa skýra

verkferla og stöðluð matstæki í tengslum við meðferðina og skilgreina hverjir það eru sem þurfa á sérhæfðri líknarmeðferð að halda. Í skýrslunum kemur einnig fram að unnið verður að þessum málaflokki á komandi árum (Heilbrigðisráðuneytið, 2019; Velferðarráðuneytið, 2017) og má segja að þeirri vinnu sé hrundið af stað með aðgerðaráætlun um líknarþjónustu fyrir árin 2021-2025 (Heilbrigðisráðuneytið, 2021).

Ljóst er að yfirvöld og fagaðilar á sviði líknar- og lífslokameðferðar á Íslandi telja að efla þurfi þessa þjónustu. Ýmis úrræði eru í boði fyrir fagfólk til að styðja við meðferð við lok lífs og má þar nefna Meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga (MÁD) en það er leiðbeiningar- og skráningarferli sem er fagfólki til leiðbeiningar til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Byggir áætlunin á Best care for the dying person sem eru leiðbeiningar sem byggja á 10 atriðum sem talið er að tryggi gæði lífslokameðferðar (Ellershaw og Lakhani, 2013; Landspítali, 2017, bls. 55), sjá töflu 1. Áætlunin byggir á gagnreyndri þekkingu og er ætlað að vera leiðbeinandi í hjúkrun deyjandi einstaklinga þó hún komi aldrei í staðinn fyrir þekkingu og færni í líknar- og lífslokameðferð (Svandís Íris Hálfdánardóttir o.fl., 2017).

Atriði

1. Greina að sjúklingur sé deyjandi

2. Samtal við sjúkling (ef mögulegt er) og alltaf við fjölskyldu og ástvini

3. Sinna andlegum og trúarlegum þörfum

4. Skrá fyrirmæli um lyf sem gefa má eftir þörfum (PN) við verkjum, hryglu, óróleika, ógleði og uppköstum og andþyngslum

5. Taka mið af hagsmunum sjúklings við endurskoðun á meðferð og umönnun

6. Endurskoða þörf fyrir vökvagjöf, þ.m.t. þörf fyrir að hefja vökvagjöf eða hætta henni

7. Endurskoða þörf fyrir næringu, þ.m.t. að hefja næringargjöf eða hætta henni

8. Samtal um alla þætti meðferðaráætlunar við sjúkling og aðstandanda/umönnunaraðila

9. Reglubundið endurmat á ástandi sjúklings

10. Sýna virðingu og tillitsemi við umönnun við andlát

Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að varpa ljósi á hvaða þættir það eru sem styðja við og hvaða þættir það eru sem hindra góða meðferð við lok lífs sem veitt er á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir. Með því móti má setja fram gagnreynda áætlun um áhrifaríka leið til að styðja við lífslokameðferð á öðrum deildum en sérhæfðum líknardeildum.

AÐFERÐ

Notuð var fræðileg samantekt með kögunarsniði (e. scoping review) (Polit og Beck, 2021; Tricco o.fl., 2018). Tekið var tillit til hagnýtra leiðbeininga Munn o.fl. (2018) fyrir höfunda samantekta með kögunarsniði (sjá töflu 2) og farið eftir leiðbeiningum Joanna Briggs-stofnunarinnar við uppsetningu samantektarinnar (Peters o.fl., 2017). Fylgt var fimm þrepa kögunarsniðsramma Arksey og O‘Malley (2005) sem felur í sér

70 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Meðferð við lok lífs utan
sérhæfðra líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði Tafla 1. Tíu atriði sem talið er að tryggi gæði lífslokameðferðar.

að 1) rannsóknarspurning er staðfest, 2) viðeigandi rannsóknir eru fundnar, 3) rannsóknir eru valdar, 4) gögn eru kortlögð og 5) niðurstöður eru flokkaðar, dregnar saman og greint frá þeim (Arksey og O‘Malley, 2005; Ljungbeck o.fl., 2019). Niðurstöður gagnaleitar voru settar upp í PRISMA-ScR flæðiriti, (sjá mynd 1).

Heimildir fundnar í gagnagrunnum

Heimildir fundnar í gagnagrunnum PubMed (n=333) Cinahl (n=34)

Heimildir skimaðar (n=218)

Titill og ágrip lesin (n=194)

Heimildir metnar m.t.t. texta og valviðmiða (n=30)

Heimildir lesnar og rýndar (n=18)

Heimildir sem voru teknar með í samantektina (n=11)

Heimildir fjarlægðar fyrir skimun: Tvírit (n=1)

Heimildir sem snéru

að börnum (n=22)

Heimildir eldri en 10 ára (n=117)

Heimildir fjarlægðar vegna annarra ástæðna (n=9)

Heimildir fjarlægðar eftir lestur á titli (n=24)

Heimildir fjarlægðar eftir lestur á ágripi (n=164)

Heimildir fjarlægðar vegna þess að þær stóðust ekki valviðmið (n=12)

Útilokunarástæða:

Vantar LLM nálgun (n=2)

Bráðamóttaka og gjörgæsla (n=1)

Hjúkrunarheimili (n=1)

Líknardeild (n=1)

Viðhorf til innleiðingar (n=2)

Viðeigandi rannsóknir fundnar Þegar fræðilegar samantektir með kögunarsniði eru framkvæmdar eru inntöku- og útilokunarskilyrði sett fram. Inntökuskilyrði fyrir samantektina voru rannsóknargreinar sem tóku fyrir lífslokameðferð á deildum sem ekki eru sérhæfðar líknardeildir, snéru að fullorðnu fólki, hjúkrunarfræðingar kæmu að meðferðinni, heimildir væru á ensku eða íslensku og birtar á árunum 2011-2022. Útilokunarskilyrðin voru að lífslokameðferðin færi fram á líknardeildum, gjörgæsludeildum, bráðamóttökum eða heimahúsum, snéru að börnum, heimildir væru á öðrum tungumálum en ensku og íslensku og væru eldri en 11 ára. Ekki voru útilokaðar rannsóknir sem innihéldu líknardeildir ef þær voru ekki einu deildirnar í rannsókninni, skilyrðið var að a.m.k. væri fjallað um lífslokameðferð á deildum sem væru ekki sérhæfðar líknardeildir. Eftirfarandi leitarorð voru notuð: General ward OR hospital ward OR medical ward OR medicine ward AND palliative care OR terminal care (MeSH) OR end-of-life care AND nurses OR nursing (MeSH) OR nurse.

Rannsóknir valdar

Leit hófst formlega í janúar 2022 og var fengin aðstoð frá bókasafnsfræðingi sem hjálpaði til við að kortleggja leitina. Gagnagrunnarnir sem voru notaðir voru PubMed og Cinahl. Alls fundust 333 rannsóknir í PubMed og 34 í Cinahl. Niðurstöður leitar má sjá í PRISMA ScR flæðiritinu á mynd 1.

Gögn kortlögð

Þegar búið var að útiloka greinar sem ekki stóðust valviðmið stóðu 11 greinar eftir sem voru teknar með í samantektina (sjá töflu 3). Til að draga úr skekkju fóru allir höfundar yfir greinarnar og tekin var umræða um þær greinar sem vafaatriði voru um og þær sem stóðust ekki viðmið að allra mati voru teknar út.

Tafla 3. Greinar sem teknar voru með í samantektina, landfræðileg staðsetning og rannsóknarsnið.

Heimild

Andersson o.fl., 2016

Ábendingar

1. Að benda á fyrirliggjandi þekkingu á sérstöku sviði

2. Að útskýra lykilhugtök/skilgreiningar á fræðasviðinu

3. Að skoða hvernig rannsóknir eru framkvæmdar á sérstöku sviði eða viðfangsefni

4. Að benda á lykilatriði eða þætti sem eru tengdir hugtaki

5. Að benda á og greina skort á þekkingu

Rannsóknarspurning staðfest

Fyrsta skrefið var að staðfesta rannsóknarspurninguna sem á uppruna sinn í því að rannsakendur vildu vita hvað það væri sem einkenndi lífslokameðferð á deildum sem ekki eru sérhæfðar líknardeildir og hvernig væri staðið að meðferð við lok lífs í þess konar umhverfi. Rannsóknarspurningin sem sett var fram var eftirfarandi:

Hvaða þættir geta reynst styðjandi eða hindrandi við að veita góða meðferð við lok lífs á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir?

Land Rannsóknarsnið

Svíþjóð Eigindleg

Bertocchi o.fl., 2020 Ítalía Megindleg

Binda o.fl., 2021 Ítalía Blönduð

Haavisto o.fl., 2021

Hussin o.fl., 2014

Finnland Eigindleg

Malasía Megindleg

Jors o.fl., 2014 Þýskaland Megindleg

Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018 Ísland Eigindleg

Masotti o.fl., 2021 Ítalía Megindleg

McKeown o.fl., 2015 Írland Megindleg

Omidi o.fl., 2020 Íran Megindleg

Verhofstede o.fl., 2017 Belgía Megindleg

Niðurstöður flokkaðar

Greinarnar 11 voru lesnar og voru upplýsingar úr hverri grein settar inn í yfirlitstöflu (sjá töflu 4) þar sem varpað er ljósi á tilgang, rannsóknarsnið, þátttakendur og niðurstöður sem komu fram í greinunum. Styðjandi og hindrandi þættir sem fundust í greinunum eru settir fram í töflu 5. Þar sem þess er ekki krafist að gæði heimilda fyrir fræðilega samantekt með kögunarsniði séu metin (Polit og Beck, 2021) var ekki notaður matskvarði heldur var sú leið farin að efnið var kortlagt út frá hugtökum og þemum (Tricco o.fl., 2018).

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 71 Ritrýnd grein | Peer review
Mynd 1. PRISMA ScR-flæðirit (LLM=lífslokameðferð). Tafla 2. Ábendingar fyrir því að framkvæma fræðilega samantekt með kögunarsniði. Auðkenning Skimun Samþykki

Tafla 4. Yfirlit yfir rannsóknir sem sýna styðjandi eða hindrandi þætti lífslokameðferðar (LLM) á deildum utan sérhæfðra líknardeilda.

Heimild Tilgangur Aðferð Þátttakendur Niðurstöður

Andersson o.fl. (2016).

Svíþjóð.

Að lýsa reynslu hjúkrunarfræðinga við að hjúkra deyjandi sjúklingum á skurðdeild.

Eigindleg lýsandi rannsókn. Tekin voru einstaklingsviðtöl sem byrjuðu á opinni spurningu og í framhaldinu voru settar fram spurningar sem byggðust á svarinu við þeirri spurningu. Tveir rannsakendur tóku viðtölin saman og notuð var lýsandi innihaldsgreining við úrvinnslu þeirra.

N=6 hjúkrunarfræðingar sem unnu á tveimur skurðdeildum í SuðurSvíþjóð valdir með hentugleikaúrtaki.

Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar upplifa vankunnáttu í LLM strax eftir útskrift, óöryggi í lyfjagjöf og við að taka samtalið um dauðann við sjúklinga og ættingja. Reynsluleysi, kunnáttuleysi og tímaleysi kemur niður á gæðum veittrar LLM. Erfitt er að sinna jafnhliða hjúkrun deyjandi sjúklinga og þeirra sem eru í virku bataferli. Mikilvægt er að vera vel að sér í hjúkrunarfræði, umhyggjusamur og næmur svo hægt sé að leiðbeina sjúklingum og ættingjum þeirra í lífslokafasanum. Efla þarf kennslu í LLM, fá stuðning frá stjórnendum og reyndari hjúkrunarfræðingum og nýta sér klínískar leiðbeiningar sem auka gæði þjónustunnar.

Binda o.fl. (2021). Ítalía.

Að meta hvort samræmi væri í upplifun eftirlifandi ættingja, lækna og hjúkrunarfræðinga á lífslokameðferð sem sjúklingar fengu á krabbameinsdeild á Ítalíu.

Að lýsa dauðdaga fullorðinna sjúklinga á lyflækningadeildum og skurðdeildum á stærsta háskólasjúkrahúsinu á norðanverðri Ítalíu.

Megindleg framskyggð fylgnirannsókn með afturskyggðu mati á gæðum lífslokameðferðar. Gagna var aflað með hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum sem tekin voru við eftirlifandi ættingja, lækna og hjúkrunarfræðinga.

Blönduð þversniðsrannsókn sem var bæði eigindleg og megindleg. Tekin voru einstaklingsviðtöl við lækna og hjúkrunarfræðinga en einnig unnin megindleg gögn úr tilfellalýsingu.

Þátttakendur voru; 26 eftirlifandi ættingjar, 26 læknar og 26 hjúkrunarfræðingar 26 sjúklinga sem létust á deildinni á tímabilinu janúar til desember 2016.

Lítið samræmi er á upplifun eftirlifandi ættingja, lækna og hjúkrunarfræðinga og mati þeirra á gæðum umönnunar við lífslok hvað varðar einkennameðferð, stuðning við fjölskyldu, samræmda umönnun, meðferðaráætlun og heildræn gæði umönnunar. Samkvæmt ættingjum er einkennameðferð góð en fagfólk telur hana ekki eins góða. Þættir sem hindra góða LLM er hversu flókin einkennameðferðin er ásamt skorti á sameiginlegri sýn á meðferðinni.

Haavisto o.fl. (2021). Finnland.

Að lýsa því hvað hjúkrunarfræðingar telja vera nauðsynlega hæfni í lífslokameðferð og hvaða þættir ýti undir hæfni þeirra til að sinna slíkri meðferð.

Eigindleg lýsandi rannsókn. Tekin voru hópviðtöl með hálfstöðluðum viðtalsramma. Notuð var lýsandi innihaldsgreining.

Upplýsingum var safnað um 187 sjúklinga sem höfðu látist á tímabilinu júlí til desember 2019 á 26 lyflækningadeildum og skurðdeildum á sjúkrahúsi á Ítalíu.

N=20 hjúkrunarfræðingar sem unnu á fjórum mismunandi heilbrigðisstofnunum í Suður-Finnlandi valdir með tilgangsúrtaki.

Læknar og hjúkrunarfræðingar telja að þörfum deyjandi sjúklinga sé ekki nægilega vel sinnt, sjúklingar ekki nægilega verkjastilltir og óþarfa inngripum beitt á síðustu 48 klst lífs. Kennslu og þjálfun vantar í LLM í námi starfsfólks. Aðkoma líknarráðgjafateymis myndi auka gæði slíkrar þjónustu. Munur er á mati hjúkrunarfræðinga og lækna á gæðum LLM þar sem læknar telja gæðin betri en hjúkrunarfræðingar.

Hæfni hjúkrunarfræðinga tengist heildrænni nálgun og hjúkrun sjúklingsins, þverfaglegri nálgun og samskiptum við fjölskyldur sjúklinganna. Fimm flokkar sem lýsa nauðsynlegri hæfni hjúkrunarfræðinga til að veita LLM, voru greindir úr svörum þátttakenda.

1) Siðfræði og hugrekki í reynd: Að vera talsmaður sjúklings og berjast fyrir réttindum hans, stöðva óþarfa rannsóknir og hafa hugrekki til að ræða málefni tengd dauðanum.

2) Stuðningur við sjúklinga: Að skapa þægilegt og öruggt umhverfi, draga úr kvíða og óróleika með samtölum, nærveru eða lyfjum.

3) Stuðningur við fjölskyldur: Að undirbúa fjölskyldur fyrir að sjúklingur fari á LLM. Styðja við fjölskyldur eftir andlát.

4) Hjúkrunaráætlun: Að samhæfa umönnun sjúklings, tryggja uppfærða áætlun meðferðar og fullnægjandi skráningu. Hjúkrunarfræðingar eru málsvarar sjúklings og oft tengiliðir milli sjúklingsins, fjölskyldu hans og annarra fagstétta. Mikilvægt að hafa áætlun uppfærða og skrá allt.

5) Líkamleg umönnun: Að tryggja einkennameðferð, verkjamat, almenna umönnun og athafnir daglegs lífs. Hussin o.fl. (2018). Malasía.

Að koma auga á hvaða þætti hjúkrunarfræðingar telja hindrandi og hvaða þætti þeir telja styðjandi til að veita ákjósanlega lífslokameðferð fyrir deyjandi sjúklinga. Einnig að rannsaka tengslin milli hindrandi þátta, hvetjandi þátta og gæða þeirrar lífslokameðferðar sem deyjandi sjúklingar á malasískum sjúkrahúsum fá.

Jors o.fl. (2014). Þýskaland. Að kanna aðbúnað deyjandi á líknardeildum samanborið við aðrar deildir, hver munurinn er á skilningi lækna og hjúkrunarfræðinga á hugtakinu lífslokameðferð og hvernig aðstæður deyjandi sjúklinga hafa breyst á sjúkrahúsum á síðustu 25 árum.

Megindleg þversniðsrannsókn sem gerð var á kennslusjúkrahúsi í Malasíu frá febrúar 2014 til janúar 2015.

N=553 hjúkrunarfræðingar sem svöruðu spurningum um lýðfræðilega þætti, styðjandi og hindrandi þætti LLM og hver gæði slíkrar þjónustu væru að þeirra mati. Svörin voru kóðuð og greind.

Niðurstöðurnar voru settar fram í þremur flokkum.

1) Þættir tengdir sjúklingi og fjölskyldu hans, þ.e. þættir sem tengdust persónueinkennum sjúklingsins og fjölskyldu hans, hegðun, trú og viðhorfum. Hindrandi þáttur er óvissa um batahorfur.

2) Þættir tengdir heilbrigðisstarfsmönnum þ.e. hegðun, trú, viðhorf og kunnátta í að veita LLM.

Styðjandi þættir eru þegar nægilega margt starfsfólk er til staðar, menntun í LLM, óþarfa inngripum ekki beitt, samstarf er milli heilbrigðisstarfsmanna og tilfinningalegur og siðferðilegur stuðningur er til staðar. Hindrandi þættir eru kunnáttuleysi og skortur á þekkingu við að veita LLM, skortur á samskiptum og samstarfi.

3) Þættir tengdir stofnun eins og ábyrgð, breyting á umhverfi og stefnu stofnunarinnar.

Styðjandi þættir eru að hafa sálgæsluaðila á svæðinu og að bjóða líknarþjónustu heima hjá sjúklingum. Hindrandi þættir eru þegar skortur er á leiðbeiningum við að veita LLM.

Niðurstöður benda til þess að mikilvægt sé að finna leiðir fyrir hjúkrunarfræðinga til að takast á við hindranir í formi erfiðra aðstæðna. Skortur á þekkingu hjúkrunarfræðinga í LLM, samskiptaskortur og tímaskortur valda álagi í starfi.

Rannsóknin var megindleg þversniðsrannsókn og tóku læknar, hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar á

16 sjúkrahúsum og 10 krabbameinsmiðstöðvum

í Baden-Württemberg

í Þýskalandi þátt.

Rannsóknin stóð yfir frá janúar 2012 til maí 2013.

Lagður var fyrir spurningalisti með opnum og lokuðum spurningum og unnið úr gögnum frá 1.131 þátttakanda. Þátttakendur komu frá almennum legudeildum, krabbameinsdeildum, gjörgæsludeildum, líknardeildum og öðrum sjúkrahúsdeildum.

Munur er á svörum lækna og hjúkrunarfræðinga sem tóku þátt í rannsókninni. Stór hluti lækna telur sjúklinga vel verkjastillta, að rætt sé við sjúklinga um horfur þeirra og að aðstæður til að deyja á deild séu góðar. Hjúkrunarfræðingar telja aðstæður til að deyja á deild utan líknardeilda ekki góðar og inngripum til að lengja líf sé beitt of lengi. Á líknardeildum er talið að hægt sé að deyja með reisn, samskipti milli fagstétta séu góð, samskipti við sjúklinga og ættingja séu góð og sjúklingar séu vel verkjastilltir. Þátttakendur legudeilda, krabbameinsdeilda, gjörgæsludeilda og annarra deilda en líknardeilda telja að slæm aðstaða sé til að veita LLM á þeirra deildum, að þar sé skortur á starfsfólki og sameiginlegri sýn á LLM. Aðstæður til LLM eru betri á sérhæfðum líknardeildum.

72 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði
Bertocchi o.fl. (2020). Ítalía.

Heimild Tilgangur Aðferð Þátttakendur Niðurstöður

Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir. (2018). Ísland.

Að rannsaka upplifun aðstandenda af samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn á bráðalegudeildum og hjúkrunarheimili í tengslum við lífslokameðferð ættingja þeirra. Að benda á þætti sem ýta undir góð samskipti, mögulegar hindranir og umhverfisleg áhrif.

Masotti o.fl. (2021). Ítalía. Að greina áhrif þess að veita kennslu og þjálfun í lífslokameðferð á lyflækningadeild.

Eigindleg lýsandi rannsókn með afturskyggðu sniði. Tekin voru einstaklingsviðtöl með hálfstöðluðum viðtalsramma. Notuð var lýsandi innihaldsgreining.

N=19 ættingjar sjúklinga sem létust á 16 bráðalegudeildum og skurðdeildum og á einu hjúkrunarheimili á Íslandi. Lagskipt kerfisbundið slembiúrtak notað.

Fjögur þemu lýsa því sem ættingjunum þykir mikilvægast í hjúkrun og umönnun ættingjans sem hafði látist.

1) Góð samskipti milli heilbrigðisstarfsmanna og fjölskyldu þess deyjandi.

2) Góð myndun meðferðarsambands.

3) Nákvæmni.

4) Gott flæði upplýsinga.

Fram kom að ættingjum fannst starfsfólk gera sitt besta til að gera aðstæður góðar, t.d. með því að bjóða upp á rúm fyrir ættingja. Þeir lýstu andlátum ættingja sinna sem friðsælum og að einkennameðferð væri góð. Þeim fannst sjúklingum og ættingjum sýnd virðing og umhyggja og upplýsingaflæði vera gott.

Megindleg afturskyggð rannsókn í formi tilfellalýsinga sem safnaði upplýsingum um sjúklinga sem létust á tímabilinu júlí 2018 til júlí 2019 á lyflækningadeild á sjúkrahúsi í Empoli á Ítalíu.

N=354 sjúklingar sem létust á tímabilinu, 164 karlar og 190 konur. Lést helmingur sjúklinganna eftir að kennsla í LLM og þjálfun starfsmanna á deild hafði farið fram. Skoðað var hversu mörg læknisfræðileg inngrip sjúklingar fengu á síðustu 48 klukkustundum lífs og hvort fjöldi þeirra breyttist eftir að innleiðing kennslunnar hafði átt sér stað.

Eftir kennslu í LLM fækkaði vissum inngripum eins og blóðprufum, speglunum, blóðgjöfum, næringu í æð og því að fylgjast ítarlega og oft með lífsmörkum. Eftir kennsluna jukust samskipti við sjúklinga og ættingja um LLM ásamt því að verkjalyfjagjöf jókst. Kennsla og þjálfun í LLM er mikilvæg á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir.

Omidi o.fl. (2020). Íran.

Að meta upplifun sjúklinga af því að deyja á sjúkrahúsi og skoða þætti sem tengjast þeirri upplifun. Upplifunin var metin út frá þeim skilningi sem hjúkrunarfræðingar, læknar og ættingjar þeirra látnu lögðu í hana sem voru þeir einstaklingar sem sinntu þeim látnu mest á síðustu viku lífs þeirra.

Að meta áhrif menntunar á skilning og klíníska færni hjúkrunarfræðinga við að veita krabbameinssjúklingum lífslokameðferð.

Rannsóknin var megindleg þversniðsrannsókn og voru lagðir spurningalistar fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og ættingja sjúklinga sem höfðu látist á 43 sjúkrahúsum á Írlandi á tímabilinu nóvember 2008 til febrúar 2009.

Spurningalistar fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna voru lagðir fyrir innan viku frá andláti og spurningalistar fyrir ættingja voru lagðir fyrir þremur mánuðum eftir andlát. Einnig voru lagðir fyrir þrír spurningalistar sem snéru að menningu deildanna, menningu sjúkrahúsanna og auðlindum og aðbúnaði sjúkrahúsanna.

Best tekst til við LLM hjá sjúklingum sem eru með krabbamein, innlögn er skipulögð, sjúklingur deyr á einbýli, teymisfundir eru haldnir, samskipti við ættingja eru góð, ættingjar eru viðstaddir andlátið, hjúkrunarfræðingar eru með reynslu og hafa fengið þjálfun í LLM og sjúkrahúsið fer eftir meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga. Ekki er samræmi milli lækna, hjúkrunarfræðinga og ættingja þegar kemur að mati á verkjum og verkjastillingu sjúklinga þar sem læknar telja best staðið að LLM.

o.fl.

Að rannsaka lífslokameðferð og gæði andláta með því að svara því hvaða hjúkrunarfræðileg og læknisfræðileg inngrip eru framkvæmd síðustu 48 klukkustundirnar í lífi sjúklinga á bráðalegudeildum fyrir aldraða á 23 bráðalegudeildum á 13 sjúkrahúsum í Belgíu.

Rannsóknin var megindleg íhlutunarrannsókn með klínískri prófun þar sem einnig voru lagðir fram spurningalistar. Tilraunahópur fékk kennslu sem fór fram með vinnubúðum með hópakennslu þar sem lagðar voru fram spurningar um efnið auk umræðna og fékk hópurinn kennsluefni tengt lífslokameðferð en viðmiðunarhópur fékk enga íhlutun. Stóð kennslan yfir í 30-45 mínútur í þrjú skipti.

Lýsandi þversniðsrannsókn þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir aðstandendur, hjúkrunarfræðinga og lækna sem höfðu sinnt 338 sjúklingum sem létust á deildunum sem um ræðir.

Rannsóknin fór fram á krabbameinsdeild Shahid Bahonar Hospital í Suðaustur Íran. N=57 hjúkrunarfræðingar sem höfðu reynslu af að veita lífslokameðferð, 24 voru í tilraunahópi og 33 í viðmiðunarhópi. Þátttakendur þurftu að hafa reynslu í að veita lífslokameðferð.

Hefðbundin kennsla í formi vinnustofu er ekki nægileg til að auka skilning og klíníska færni hjúkrunarfræðinga. Hvorugur hópurinn sýndi marktæka breytingu á kunnáttu í LLM eftir íhlutunina. Kennsla og þjálfun í LLM þarf að vera sértæk.

Spurningalistar voru lagðir fyrir ættingja, hjúkrunarfræðinga og lækna 338 sjúklinga sem létust á tímabilinu 1. október 2012 til 30. september 2013 á 23 bráðalegudeildum fyrir aldraða á 13 sjúkrahúsum á Flanders í Belgíu.

Læknisfræðileg og hjúkrunarfræðileg inngrip eru framkvæmd og jafnvel hafin á síðustu 48 klukkustundum lífs einstaklinga í LLM. Einkennameðferð er ekki alltaf nægilega góð, hvorki í formi verkjastjórnunar eða í tengslum við sálfélagslega þætti. Skortur er á stuðningi fagaðila við sjúklinga.

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 73 Ritrýnd grein | Peer review
McKeown o.fl. (2015). Írland. Verhofstede (2017). Belgía.

Tafla 5. Þættir sem geta reynst hindrandi eða styðjandi við að veita góða meðferð við lok lífs (LLM) á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir.

Þema Þættir

Hæfni og þekking

Mönnun

Umhverfi

Samskipti og samtal um lífslokameðferð

• Kunnátta í LLM

• Reynsla í LLM

• Leiðbeiningar í LLM

• Fjöldi starfsfólks

• Hlutfall sjúklinga og starfsfólks

• Þverfagleg samvinna

• Ró á deild

• Einbýli

• Rúm fyrir ættingja

• Góð samskipti

• Öryggi í að hefja samtal um LLM

• Aðkoma líknarráðgjafateymis

• Virk meðferðaráætlun

• Hjúkrunarfræðingar talsmenn sjúklinga

• Kennsla í lífslokameðferð

Sameiginleg sýn • Klínískar leiðbeiningar

• Sérhæfð líknarmeðferð

NIÐURSTÖÐUR

Einkenni rannsóknargreina

Þær 11 rannsóknir sem nýttar eru í þessa samantekt birtust í fræðitímaritum á árunum 2014 til 2021. Rannsóknarsnið rannsóknanna voru mismunandi. Fjórar rannsóknanna voru megindlegar þversniðsrannsóknir (Hussin o.fl., 2018; Jors o.fl., 2014; McKeown o.fl., 2015; Verhofstede o.fl., 2017).

Þrjár rannsóknir voru eigindlegar lýsandi rannsóknir þar sem tekin voru viðtöl við þátttakendur og notuð lýsandi innihaldsgreining (Andersson o.fl., 2016; Haavisto o.fl., 2021; Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018). Ein rannsókn var blönduð þversniðsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl og unnin megindleg gögn úr tilfellalýsingu (Binda o.fl., 2021).

Ein rannsókn var megindleg framskyggð fylgnirannsókn (Bertocchi o.fl., 2020), ein var megindleg afturskyggð rannsókn (Masotti o.fl., 2021) og ein var megindleg íhlutunarrannsókn (Omidi o.fl., 2020). Þrjár rannsóknanna voru frá Norðurlöndunum, eða Svíþjóð (Andersson o.fl., 2016), Finnlandi (Haavisto o.fl., 2021) og Íslandi (Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018). Ein rannsókn var frá Þýskalandi (Jors o.fl., 2014), ein frá Írlandi (McKeown o.fl.,2015), ein frá Belgíu (Verhofstede o.fl, 2017), ein frá Malasíu (Hussin o.fl., 2018), ein frá Íran (Omidi o.fl., 2020) og þrjár frá Ítalíu (Bertocchi o.fl., 2020; Binda o.fl., 2021; Masotti o.fl., 2021).

Styðjandi og hindrandi þættir lífslokameðferðar

Þeir þættir sem studdu helst við góða meðferð við lok lífs á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir voru kunnátta í lífslokameðferð (Haavisto o.fl.,2021; Hussin o.fl., 2018; Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018; Masotti o.fl., 2021; McKeown o.fl., 2015), nægileg mönnun á deild (Haavisto o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018), styðjandi umhverfi s.s. með einbýlum fyrir sjúklinga við lífslok (Haavisto o.fl, 2021; Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018; McKeown o.fl., 2015), meðferðaráætlun var til staðar (Haavisto o.fl., 2021; McKewon o.fl., 2015), samtal um lífslokameðferð átti sér stað nægilega snemma í ferlinu, klínískar leiðbeiningar voru til staðar, óþarfa

inngripum var ekki beitt (Masotti o.fl., 2021) og þverfaglegt samstarf var til staðar (Haavisto o.fl., 2021). Þeir þættir sem hindruðu góða meðferð við lok lífs voru skortur á kunnáttu og reynslu í lífslokameðferð (Andersson o.fl., 2016; Binda o.fl., 2021; Verhofstede o.fl., 2017), hjúkrunarfræðingar þurftu að sinna stórum og fjölbreyttum hópi sjúklinga (Andersson o.fl., 2016; Jors o.fl., 2014), skortur á einbýlum (Andersson o.fl. 2016; Jors o.fl., 2014), engin meðferðaráætlun var til staðar, lítið um samskipti (Andersson o.fl., 2016; Hussin o.fl., 2018), ekki rætt um meðferðartakmarkanir og væntanleg lífslok þar sem veitt væri viðeigandi meðferð (Andersson o.fl., 2016), skortur var á klínískum leiðbeiningum (Andersson o.fl., 2016; Hussin o.fl., 2018), óþarfa inngripum var beitt sem jafnvel höfðu neikvæð áhrif á sjúklinginn (Binda o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018; Jors o.fl., 2014; Verhofstede o.fl., 2017) og þverfaglegt samstarf var ekki til staðar (Hussin o.fl., 2018) (sjá töflu 4).

Þemu sem lýsa styðjandi og hindrandi þáttum Þegar rýnt var í niðurstöður greinanna 11 sem teknar voru fyrir í samantektinni má greina fimm þemu sem lýsa þáttum sem geta ýmist stutt eða hindrað góða meðferð við lok lífs

á deildum utan sérhæfðra líknardeilda: hæfni og þekking; mönnun; umhverfi; samskipti og samtal um lífslokameðferð; og sameiginleg sýn á lífslokameðferð. Hvert þema lýsir þætti sem getur ýmist stutt við eða hindrað góða meðferð við lok lífs á deildum sem ekki eru sérhæfðar líknardeildir. Þemun má sjá í töflu 5.

Hæfni og þekking

Niðurstöður rannsóknanna gáfu til kynna að kunnátta og reynsla í lífslokameðferð var styðjandi þáttur í tengslum við góða meðferð við lok lífs á deildum sem ekki voru sérhæfðar líknardeildir (Haavisto o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018; Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018; Masotti o.fl., 2021; McKeown o.fl., 2015). Þegar kom að því að efla kunnáttu með námskeiðum eða kennslu voru vísbendingar um að hefðbundin kennsla á borð við fyrirlestra dygði ekki ein og sér til að auka skilning og klíníska færni hjúkrunarfræðinga (Omidi o.fl., 2020) þó að vissulega hefði kennsla í lífslokameðferð jákvæð áhrif eins og betri einkennameðferð, fækkun tilgangslausra inngripa og eflingu samskipta við sjúklinga og ættingja (Masotti o.fl., 2021). Að sama skapi gáfu niðurstöður til kynna að skortur á kunnáttu í lífslokameðferð var hindrandi þáttur (Anderson o.fl., 2016; Binda o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018; Omidi o.fl., 2020; Verhofstede o.fl., 2017) og kom kunnáttuleysið m.a. fram í óöryggi við að sinna einkennameðferð (Andersson o.fl., 2016; Binda o.fl., 2021; Verhofstede o.fl., 2017), vegna þess að fagaðilar áttu erfitt með að átta sig á því hvenær lífslok voru yfirvofandi (Binda o.fl., 2021) eða í tengslum við að leiðbeiningar um lífslokameðferð vantaði (Andersson o.fl., 2016; Binda o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018).

Mönnun

Það að hafa nægilega mönnun til að sinna deyjandi sjúklingum var mikilvægur þáttur. Góð og viðeigandi mönnun var talin hafa styðjandi áhrif á lífslokameðferð veitta á deildum sem ekki voru sérhæfðar líknardeildir (Haavisto o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018) á meðan skortur á starfsfólki og of margir sjúklingar hafði hindrandi áhrif (Andersson o.fl., 2016; Jors o.fl., 2014). Þegar bornar voru saman sérhæfðar

74 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023 Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra
líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði

líknardeildir og deildir sem ekki höfðu slíka sérhæfingu var mönnun betri á sérhæfðum líknardeildum ásamt því að þverfagleg samvinna var betri (Jors o.fl., 2014).

Umhverfi

Aðstæður til að sinna lífslokameðferð voru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Að geta boðið upp á rólegt og þægilegt umhverfi studdi við góða meðferð við lok lífs, hvort sem það var með einbýlum (Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018; McKeown o.fl., 2015) með þægilegu og friðsælu umhverfi (Haavisto o.fl, 2021; Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018; McKeown o.fl., 2015) eða með því að bjóða ættingjum upp á rúm til að sofa í (Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018). Hindrandi þættir voru einkum skortur á einbýlum og að aðstæður á deild voru ekki góðar þar sem mikill asi einkennir oft almennar deildir þar sem bæði er verið að sinna sjúklingum í læknandi meðferð en einnig deyjandi sjúklingum. Á slíkum deildum getur verið erfitt að skapa þá ró sem ákjósanleg er fyrir sjúklinga við lok lífs (Andersson o.fl. 2016; Jors o.fl., 2014).

Samskipti og samtal um lífslokameðferð

Að mati hjúkrunarfræðinga studdu góð samskipti við góða meðferð við lok lífs (Haavisto o.fl., 2021; McKeown o.fl., 2015) og var það áþekkt því sem ættingjar töldu vera styðjandi (Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018; McKeown o.fl., 2015). Aðkoma líknarráðgjafateymis var talið auka gæði lífslokameðferðar í mörgum tilfellum (Binda o.fl., 2021) sem og virk meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga (Haavisto o.fl., 2021; McKewon o.fl., 2015) en hjúkrunarfræðingar ættu að vera talsmenn sjúklinga sinna og stöðva óþarfa inngrip sem valda óþarfa vanlíðan (Haavisto o.fl., 2021). Þegar kom að samskiptum við sjúklinga og ættingja voru hindrandi þættir einkum í formi skorts á samskiptum (Andersson o.fl., 2016; Hussin o.fl., 2018). Var það m.a. vegna skorts á kunnáttu við að hefja samtalið við sjúklinga og/eða aðstandendur um meðferðarmarkmið, versnun á sjúkdómi og mögulega lífslokameðferð (Andersson o.fl., 2016). Kom það m.a. fram þannig að á meðan umræðan og ákvörðunin um lífslokameðferð hafði ekki átt sér stað var óþarfa inngripum beitt, í sumum tilfellum of lengi, og einkennameðferð var jafnvel ekki nægilega árangursrík (Binda o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018; Jors o.fl., 2014; Verhofstede o.fl., 2017).

Eftir kennslu í lífslokameðferð, með áherslu á að draga úr einkennum og vanlíðan án þess að beita lífslengjandi aðferðum, fækkaði tilgangslausum inngripum og samskipti bötnuðu (Masotti o.fl., 2021).

Sameiginleg sýn á lífslokameðferð

Sýn á lífslokameðferð snýr að sýn stofnunar, sýn starfsmanna og sýn sjúklings og ættingja. Sú sýn sem einstaklingar höfðu á það hvort meðferð við lok lífs á deildunum væri góð var ekki alltaf sú sama og töldu t.d. læknar að vel væri staðið að einkennameðferð og samskiptum við ættingja

á meðan hjúkrunarfræðingar töldu að illa væri staðið að lífslokameðferð og óþarfa inngripum væri beitt of lengi (Jors o.fl., 2014). Skortur á klínískum leiðbeiningum (Andersson o.fl., 2016; Hussin o.fl., 2018) og aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð var hindrandi þáttur (Binda o.fl., 2021). Einnig töldu ættingjar í sumum tilfellum að betur væri staðið að lífslokameðferð en fagaðilar töldu (Bertocchi o.fl., 2020).

UMRÆÐA

Tilgangur samantektarinnar var að varpa ljósi á hvaða þættir það eru sem styðja við og hvaða þættir það eru sem hindra góða meðferð við lok lífs sem veitt er á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir. Aðeins 11 greinar fundust um efnið sem uppfylltu inntökuskilyrði og því byggir samantektin á fremur fáum heimildum. Engu að síður gefa niðurstöður samantektarinnar vísbendingar um að ákveðnir þættir skipti sköpum í góðri meðferð við lok lífs og geti stutt eða hindrað hana. Þeir þættir sem rannsóknir benda til að geti stutt eða hindrað góða meðferð við lok lífs á deildum sem ekki eru sérhæfðar líknardeildir lúta að hæfni og þekkingu starfsfólks, mönnun, umhverfinu, samskiptum og samtali um lífslokameðferð milli fagaðila og við sjúkling og fjölskyldu hans, og sameiginlegri sýn þessara aðila á lífslokameðferð.

Styðjandi þættir lífslokameðferðar Í þeim heimildum sem teknar voru til greiningar kom fram mikill samhljómur í þeim þáttum sem teljast styðjandi í tengslum við góða meðferð við lok lífs á deildum utan sérhæfðra líknardeilda. Þeir þættir voru: hæfni og þekking í lífslokameðferð (Haavisto o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018; Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018; Masotti o.fl., 2021; McKewon o.fl., 2015), góð mönnun (Haavisto o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018), þægilegt og rólegt umhverfi sem lífslokameðferð er veitt í (Haavisto o.fl., 2021; Jóhannesdóttir og Hjörleifsdóttir, 2018; McKeown o.fl., 2015), stuðningur við ættingja eða þverfagleg samvinna (Haavisto o.fl., 2021) góð samskipti og að umræða um breytta meðferð var tekin á viðeigandi tíma og óþarfa inngripum hætt (Masotti o.fl., 2021). Eru þessar niðurstöður í samræmi við þær leiðbeiningar sem hafðar eru til hliðsjónar þegar meðferð við lok lífs er veitt og þeim 10 atriðum sem talin eru tryggja gæði lífslokameðferðar (Ellershaw og Lakhani, 2013; Landspítali, 2017) (sjá töflu 1). Þau tíu atriði koma m.a. inn á góð samskipti, einkennameðferð, opna umræðu um meðferðaráætlun, reglubundið endurmat á líðan sjúklings og virðingu við sjúkling og aðstandendur auk mikilvægis þess að endurskoða reglulega ef inngripum er beitt, s.s. vökvagjöf í æð. Öll þessi atriði byggjast á því að búið sé að greina að sjúklingur sé deyjandi og er það grundvallaratriði þegar kemur að lífslokameðferð. Fyrri rannsóknir sýna að heimilislegar aðstæður og einbýli skipta einnig máli fyrir góða lífslokameðferð utan sérhæfðra líknardeilda (Johansson og Lindahl, 2012; McCallum og McConigley, 2013). Þegar kemur að mati heilbrigðisstarfsfólks á hversu vel þeim þótti takast að veita góða lífslokameðferð var munur á mati lækna og hjúkrunarfræðinga þar sem í öllum tilfellum þótti læknum betur staðið að meðferðinni samanborið við hjúkrunarfræðinga (Bertocchi o.fl., 2020; Binda o.f., 2021; Jors o.fl., 2014; McKeown o.fl., 2015).

Hindrandi þættir lífslokameðferðar

Samhljómur í þeim þáttum sem teljast hindrandi í tengslum við meðferð við lok lífs var ekki síður mikill en í styðjandi þáttunum. Þeir þættir sem hindruðu árangursríka lífslokameðferð voru: skortur á hæfni og reynslu í lífslokameðferð (Andersson o.fl., 2016; Binda o.fl., 2021; Verhofstede o.fl., 2017), mönnun var ekki næg og hjúkrunarfræðingar voru með fjölbreyttan sjúklingahóp (Andersson o.fl., 2016; Jors o.fl., 2014), vöntun var á einbýlum

2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 75
Ritrýnd grein | Peer review

(Andersson o.fl., 2016; Jors o.fl., 2014), lítið var um samskipti og vöntun var á meðferðaráætlun og klínískum leiðbeiningum (Andersson o.fl., 2016; Hussin o.fl., 2018). Aðrir hindrandi þættir voru þegar ekki var rætt um meðferðarmarkmið og væntanleg lífslok og lífslokameðferð (Andersson o.fl., 2016), óþarfa inngripum var ekki hætt (Binda o.fl., 2021; Hussin o.fl., 2018; Jors o.fl., 2014; Verhofstede o.fl., 2017) og þverfaglegt samstarf var ekki til staðar (Hussin o.fl., 2018). Eru þessar niðurstöður í samræmi við fjölmargar rannsóknir sem benda á þætti sem eru hindrandi þegar kemur að góðri meðferð við lok lífs. Eru það þættir eins og skortur á kunnáttu sem kom t.d. fram sem ótti hjúkrunarfræðinga við að sinna einkennameðferð (Kurnia o.fl., 2020) eða því að fagaðilar áttu erfitt með að átta sig á því hvenær lífslok voru yfirvofandi (Bloomer o.fl. 2013), hræðsla við að sinna meðferð við lok lífs (Bloomer o.fl., 2013; Fallon og Foley, 2012; Frey o.fl., 2014), tímaskortur vegna lélegrar mönnunar og fjölbreytts sjúklingahóps (Chan o.fl., 2019; Kurnia o.fl., 2020; Shen o.fl., 2019) og skortur á einbýlum (Bloomer o.fl., 2013).

Takmarkanir samantektarinnar Þessi fræðilega samantekt er ekki án takmarkana en þjónar þó engu að síður tilgangi sínum. Tveir gagnagrunnar voru notaðir í leit að heimildum, en þeir voru valdir þar sem forkönnun sýndi að þeir gáfu flestar heimildir um efnið. Hins vegar er ekki útilokað að einhverjar rannsóknir til viðbótar hefðu fundist með leit í fleiri gagnagrunnum. Ekki var heldur leitað sérstaklega að heimildum út fyrir rafræna gagnagrunna eins og leyfilegt er í tengslum við fræðilegar samantektir með kögunarsniði (Munn o.fl., 2018; Polit og Beck, 2021; Tricco o.fl., 2018) og er ekki útilokað að við slíka leit hefðu fundist viðeigandi heimildir.

Athyglisvert þótti að nánast allar rannsóknirnar sem samantektin byggir á eru frá Evrópu. Engin var frá Bandaríkjunum, Bretlandi eða Eyjaálfu og velta má fyrir sér hvers vegna það er. Einnig voru engar rannsóknir frá tímabilinu 2011–2013 þrátt fyrir að sá tími félli innan tímarammans sem lagt var upp með í heimildaleitinni. Geta slíkar niðurstöður gefið skakka mynd af styðjandi og hindrandi þáttum í tengslum við lífslokameðferð á heimsvísu og lýst einungis aðstæðum á afmörkuðum svæðum heims.

ÁLYKTANIR

Krafa um markvissa gagnreynda meðferð við lok lífs er til staðar og mörgum hjúkrunarfræðingum finnst þá skorta þekkingu og hæfni til að veita slíka meðferð. Þessi fræðilega samantekt varpar ljósi á hvaða þættir það eru sem styðja við og hvaða þættir það eru sem hindra góða meðferð við lok lífs sem veitt er á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir. Þegar styðjandi og hindrandi þættir eru skoðaðir koma fram áhugaverðar og nokkuð afgerandi niðurstöður að því leyti að efnislega eru það sömu þættir sem geta verið hvort tveggja styðjandi og hindrandi þegar kemur að góðri meðferð við lok lífs. Þegar þættir eins og hæfni í að veita góða meðferð við lok lífs, góð mönnun, þægilegt umhverfi, stuðningur við ættingja, góð samskipti, þverfaglegt samstarf, góðar aðstæður til að veita lífslokameðferð eru til staðar teljast þeir vera styðjandi. Hins vegar ef þeir eru ekki til staðar telst það vera hindrun

í að veita góða meðferð við lok lífs á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir. Þegar niðurstöður samantektarinnar eru skoðaðar í tengslum við Meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga (MÁD, sjá töflu 1) sem byggir á Best care for the dying person (Ellershaw og Lakhani, 2013; Landspítali, 2017) er ljóst að flestir þeir þættir sem töldust styðjandi í heimildum samantektarinnar voru þeir þættir sem taldir eru tryggja gæði lífslokameðferðar og kemur það ekki á óvart. Út frá því er mikilvægt að fylgja meðferðaráætlun fyrir deyjandi þegar kemur að meðferð við lok lífs, hvort sem það er á sérhæfðum líknardeildum eða deildum utan þeirra. Til þess að geta nýtt áætlunina er svo mikilvægt að átta sig á því hvenær andlát er yfirvofandi því það er fyrsta skrefið í átt að góðri meðferð við lífslok.

Samantektin getur þannig nýst hjúkrunarfræðingum sem ábending og eða grunnur að bættri meðferð við lok lífs. Niðurstöður samantektarinnar ættu að nýtast til að setja fram gagnreynda áætlun um áhrifaríka leið til að styðja við góða lífslokameðferð á deildum utan sérhæfðra líknardeilda. Samantektin felur í sér mikilvæg skilaboð til klínískra stjórnenda í hjúkrun, ráðamanna í heilbrigðisþjónustu og þeirra sem sinna kennslu og rannsóknum í heilbrigðisvísindum.

Í nýlegum skýrslum heilbrigðisyfirvalda á Íslandi (Heilbrigðisráðuneytið, 2019; Velferðarráðuneytið, 2017) er þörfin á líknar- og lífslokameðferð á Íslandi greind og settar fram tillögur sem hefur verið fylgt eftir í aðgerðaráætlun stjórnvalda um líknarþjónustu á Íslandi 2021–2025 (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Í skýrslunum kemur fram að efla þarf fræðslu til starfsfólks, hafa skýra verkferla og stöðluð matstæki, skilgreina þörf einstaklinga fyrir líknar- og lífslokameðferð og að mikilvægt sé að nýta líknarráðgjafateymi þegar meðferð við lok lífs er veitt. Er það í samræmi við niðurstöður þessarar samantektar og styður því samantektin við niðurstöður skýrslnanna.

Samantektin styður:

• Stjórnendur og ráðamenn í að tryggja viðunandi aðstæður sem eru nauðsynlegar til að veita góða meðferð við lok lífs á heilbrigðisstofnunum og gera heilbrigðisstarfsmönnum kleift að sækja sér þjálfun og fræðslu um meðferð við lok lífs.

• Klíníska hjúkrunarfræðinga til að leita sér fræðslu og þjálfunar í meðferð við lok lífs, sama hvort þeir starfa á bráðalegudeildum sjúkrahúsa eða hjúkrunardeildum hjúkrunarheimila.

• Það að kennsla sem lýtur að meðferð við lok lífs verði efld í grunnnámi hjúkrunar með það fyrir augum að auka hæfni nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga í að nýta sér þær leiðbeinandi áætlanir og verkferla sem þegar eru til staðar og að hjúkra deyjandi sjúklingum af meira öryggi.

• Innleiðingu og notkun Meðferðaráætlunar fyrir deyjandi sjúklinga þar sem deyjandi einstaklingum er sinnt.

• Frekari rannsóknir á viðfangsefninu, ekki síst hvað kennslu og þjálfun varðar og innleiðingu á gagnreyndri meðferð við lok lífs.

76 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði

ENGLISH SUMMARY

End-of-life care in nonspecialized palliative care settings: A scoping review

Background

Specialized palliative care wards are staffed with healthcare professionals experienced and educated in palliative care, and are often better staffed than general inpatient wards. Patients with severe symptoms and complex problems, can receive the specialized palliative care they need in these wards. End-of-life care is not only provided in these specialized palliative care wards, but also within other health care settings where the conditions are suboptimal for this type of care and staff may lack competence in palliative and end-of-life care.

Aim

The aim of this study was to answer the research question: What are the facilitators and barriers to good end-of-life care in non-specialist palliative care wards?

Method

This scoping review follows the Joanna Briggs Foundation guidelines, the five-stage methodological framework of Arksey and O’Malley and the PRISMA-ScR. PubMed and Cinahl databases were searched. The keywords were: general ward, hospital ward, medical ward, medicine ward, palliative care, terminal care, end-of-life care, nurses, nursing and nurse.

Results

The literature search identified 367 studies with 11 of them meeting the inclusion criteria. The results are presented as five themes describing factors identified as facilitators or barriers characterizing good end-of-life care in non-specialized palliative care settings: 1) competence and knowledge of staff, 2) staffing, 3) environment, 4) communication and discussions of end-of-life care and 5) shared vision on end-of-life care. Facilitating factors were competence in end-of-life care, ample staffing, a supportive environment, a care plan for the dying person, clinical guidelines, and good communication. Barriers were incompetence in end-of-life care, too high patient load, lack of private patient rooms, lack of clinical pathways and interdisciplinary teamwork, and the communication on the imminent death of the patient occurring too late.

Conclusion

With training and education, optimal circumstances, and environment, end-of-life care can be improved in non-specialized palliative care settings. Further studies are needed on the matter, with focus on successful implementation of end-oflife care in non-specialized palliative care settings.

Keywords

Barriers, competence, end-of-life care, facilitators, general inpatient ward, nursing, palliative care ward, scoping review

Correspondent: geg1@hi.is

Geirsdóttir, G. E., Ólafsdóttir, K. L., Bragadóttir, H. End-of-life care in non- specialized palliative care settings: A scoping review

HEIMILDIR

Alshammari, F., Sim, J., Lapkin, S. og Stephens, M. (2022). Registered nurses‘ knowledge, attitudes and beliefs about end-of-life care in non-specialist palliative care settings: A mixed studies review. Nurse Education in Practice, 59. https://doi.org/10.1016/j. nepr.2022.103294

Andersson, E., Salickiene, Z. og Rosengren, K. (2016). To be involved – A qualitative study of nurses‘ experiences of caring for dying patients. Nurse Education Today, 38, 44-149. https://doi.org/10.1016/j.nedt.2015.11.026

Arksey, H. og O’Malley, L. (2005). Scoping studies: Towards a methodologicalframework. International Journal of Social Research Methodology, 8a(1), 19-32. https://doi.org/10.1080/1364557032000119616

Bertocchi, E., Artioli, G., Rabitti, E., Bedini, G., Di Leo, S., Sierra, N. M. A., Braglia, L. og Costantini, M. (2020). Quality of cancer end-of-life care: Discordance between bereaved relatives and professional proxies. BMJ Supportive and Palliative Care, 0, 1-9. http://dx.doi.org/10.1136/bmjspcare-2019-002108

Binda, F., Clari, M., Nicolò, G., Gambazza, S., Sappa, B., Bosco, P. og Laquinatana, D. (2021). Quality of dying in hospital general wards: A cross-sectional study about the endof-life care. BMC Palliative Care, 20(153). https://doi.org/10.1186/s12904-021-00862-8

Bloomer, M. J., Endacott, R., O’Connor, M. og Cross, W. (2013). The ‘dis-ease’ of dying: Challenges in nursing care of the dying in the acute hospital setting. A qualitative observational study. Palliative Medicine, 27(8), 757-764. https://doi. org/10.1177/0269216313477176

Chan, W. H. C., Chow, M. C. M., Chan, S., Sanson-Fisher, R., Waller, A., Lai, T. T. K. og Kwan, C. W. M. (2019). Nurses’ perception of and barriers to the optimal end-of-life care in hospitals: A cross-sectional study. Journal of Clinical Nursing, 29(7-8), 1209-1219. https://doi.org/10.1111/jocn.15160

den Herder-van der Eerden, M., van Wijngaarden, J., Payne, S., Preston, N., Linge-Dahl, L., Radbruch, L., Van Beek, K., Menten, J., Busa, C., Csikos, A., Vissers, K., van Gurp, J. og Hasselaar, J. (2018). Integrated palliative care is about professional networking rather than standardisation of care: A qualitative study with healthcare professionals in 19 integrated palliative care initiatives in five European countries. Palliative Medicine, 32(6), 1091-1102. https://doi.org/10.1177/0269216318758194

Ellershaw, J. E. og Lakhani, M. (2013). Best care for the dying patient. BMJ, 347(7918). https://doi.org/10.1136/bmj.f4428

Fallon, M. og Foley, P. (2012). Rising to the challenge of palliative care for nonmalignant disease. Palliative Medicine, 26(2), 99-100. https://doi. org/10.1177/0269216312437281

Frey, R., Gott, M., Raphael, D., O’Callaghan, A., Robinson, J., Boyd, M., Laking, G., Manson, L. og Snow, B. (2014). Clinical staff perceptions of palliative care-related quality of care, service access, education and training needs and delivery confidence in an acute hospital setting. BMJ Supportive and Palliative Care, 4(4), 381-389. http://dx.doi. org/10.1136/bmjspcare-2012-000346

Haavisto, E., Soikkeli-Jalonen, A., Tonteri, M. og Hupli, M. (2021). Nurses‘ required end-of-life care competence in health centres inpatient ward – a qualitative descriptive study. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 35, 577-585. https://doi. org/10.1111/scs.12874

Heilbrigðisráðuneytið. (2019). Framtíðarskipan líknarþjónustu á Íslandi – með sérstakri áherslu á höfuðborgarsvæðið, Suðurnes, Vesturland og Suðurland. Stjórnarráð Íslands. https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsarskrar/L%C3%ADknarsk%C3%BDrsla-loka%C3%BAtg%C3%A1fa%2027%20n%C3%B3v.pdf

Heilbrigðisráðuneytið. (2021). Líknarþjónusta: Fimm ára aðgerðaráætlun 2021 til 2025. Stjórnarráð Íslands. https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf

Holms, N., Milligan, S., og Kydd, A. (2014). A study of the lived experiences of registered nurses who have provided end-of-life care within an intensive care unit. International Journal of Palliative Nursing, 20(11), 549–556. https://doi.org/10.12968/ijpn.2014.20.11.549

Hussin, E. O. D., Wong, L. P., Chong, M. C. og Subramanian, P. (2018). Nurses’ perceptions of barriers and facilitators and their associations with the quality of end-of-life care. Journal of Clinical Nursing, 27(3-4), 688-702. https://doi.org/10.1111/jocn.14130

Johansson, K. og Lindahl, B. (2012). Moving between rooms – moving between life and death: Nurses’ experiences of caring for terminally ill patients in hospitals. Journal of Clinical Nursing, 21(13-14), 2034-2043. https://doi.org/10.1111/j.1365-2702.2011.03952.x

Jors, K., Adami, S., Xander, C., Meffert, C., Gaertner, J., Bardenheuer, H., Buchheidt, D., Mayer-Steinacker, R., Viehrig, M., George, W. og Becker, G. (2014). Dying in cancer centers: Do the circumstances allow for a dignified death? Cancer,120(20), 3254–3260. https://doi.org/10.1002/cncr.28702

Jóhannesdóttir S. og Hjörleifsdóttir, E. (2018). Communication is more than just a conversation: Family members‘ satisfaction with end-of-life care. International Journal of Palliative Nursing, 24(10), 483-491. https://doi.org/10.12968/ijpn.2018.24.10.483

Karbasi, C., Pacheco, E., Bull, C., Evanson, A. og Chaboyer, W. (2018). Registered nurses’ provision of end-of-life care to hospitalized adults: A mixed studies review. Nurse Education Today, (71), 60-74. https://doi.org/10.1016/j.nedt.2018.09.007

Kurnia, T. A., Trisyani, Y. og Prawesti, A. (2020). The relationship between nurses’ knowledge and self-confidence in implementing palliative care in an intensive care unit. International Journal of Palliative Nursing, 26(4), 183-190. https://doi.org/10.12968/ ijpn.2020.26.4.183

Landspítali. (2017). Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð. 2. útgáfa. Sótt (22.01.2022) áhttps://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/ BRUNNURINN/Kliniskar-leidbeiningar/Liknarmedferd/Liknarmedferd.pdf

Levac, D., Colquhoun, H. og O’Brien, K. K. (2010). Scoping studies: Advancing the methodology. Implement Science, 5(69). https://doi.org/10.1186/1748-5908-5-69

Lind, S., Bengtsson, A., Alvariza, A., og Klarare, A. (2022). Registered nurses’ experiences of caring for patients in hospitals transitioning from curative to palliative care: A qualitative study. Nursing and Health Sciences, in press. https://doi.org/10.1111/nhs.12982

Ljungbeck, B., Forss, K. S., Finnbogadóttir, H. og Carlson, E. (2019). Curricula and learning objectives in nurse practitioner programmes: A scoping review protocol. BMJ Open, 9(7), e028699. http://dx.doi.org/10.1136/bmjopen-2018-028699

Masotti, L., Stefanelli, V., Veneziani, N., Calamassi, D., Morino, P., Niccolini, S., Dainelli, F., Maggi, F., Marchese, A., Cianti, S., Geraci, A., Vecchio, R., Ballola, A. C. og Regoli, S. (2021). Burden of an educational program on end of life management in internal medicine ward: A real life report. La Clinica Terapeutica, 172(2), 151-157. http://dx.doi. org/10.7417/CT.2021.2303

McCallum, A. og McConigley, R. (2013). Nurses’ perceptions of caring for dying patients in an open critical care unit: A descriptive exploratory study. International Journal of Palliative Nursing, 19(1), 25-30. https://doi.org/10.12968/ijpn.2013.19.1.25

McKeown, K., Haase, T., Pratschke, J., Twomey, S., Donovan, H. og Engling, F. (2015). Determinants of care outcomes for patients who die in hospital in Ireland: A retrospective study. BMC Palliative Care, 14(11), 1-8. https://doi.org/10.1186/s12904-0150014-2

Munn, Z., Peters, M. D. J., Stern, C., Tufanaru, C., McArthur, A. og Aromataris, E. (2018). Systematic review or scoping review? Guidance for authors when choosing between a systematic or scoping review approach. BMC Medical Research Methodology, 18(143), 1-7. https://doi.org/10.1186/s12874-018-0611-x

Omidi, K., Dehghan, M. og Shahrbabaki, M. (2020). Effectiveness of a traditional training method in increasing long-term end-of-life care perception and clinical competency among oncology nurses: A pilot clinical trial. Asia-Pacific Journal of Oncology Nursing, 7(3), 287-294. https://doi.org/10.4103/apjon.apjon_15_20

Peters, G. C., McInerney, P., Munn, Z., Tricco, A. C. og Khalil, H. (2020). Chapter 11: Scoping reviews. Í E. Aromataris og Z. Munn (ritstj.) JBI Manual for evidence synthesis https://doi.org/10.46658/JBIMES-20-12

Polit, D.F. og Beck, C.T. (2021). Nursing research: Generating and assessing evidence for nursing practice. (11. útg.). Wolters Kluwer.

Reville, B. og Foxwell, A. M. (2014). The global state of palliative care – progress and challenges in cancer care. Annals of Palliative Medicine, 3(3), 129-138. http://doi. org/10.3978/j.issn.2224-5820.2014.07.03

Sallnow, L., Smith, R., Ahmedzai, S. H., Bhadelia, A., Chamberlain, C., Cong, Y., Doble, B., Dullie, L., Durie, R., Finkelstein, E. A., Guglani, S., Hodson, M., Husebø, B.S., Kellehear, A., Kitzinger, C., Knaul, F. M., Murray, S. A., Neuberger, J., O'Mahony, S., ... Wyatt, K. (2022). Report of the Lancet Commission on the Value of Death: bringing death back into life. Lancet. S0140-6736(21)02314-X. Epub ahead of print. https://doi.org/10.1016/S01406736(21)02314-X

Shen, Y., Nilmanat, K. og Promnoi, C. (2019). Palliative care nursing competence of Chinese oncology nurses and its related factors. Journal of Hospice and Palliative Nursing, 21(5), 404-411. http://doi.org/10.1097/NJH.0000000000000581

Sigrún Gunnarsdóttir og Helga Bragadóttir. (2012). Þættir sem hafa áhrif á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á bráðalegudeildum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 88(1), 46-56.

Svandís Íris Hálfdánardóttir, Kristín Lára Ólafsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. (2017). Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum. Læknablaðið, 103, 223-228. https://doi.org/10.17992/ lbl.2017.05.135

Tricco, A. C., Lillie, E., Zarin, W., O’Brien, K. K., Colquhoun, H., Levac, D., Moher, D., Peters, M. D. J., Horsley, T., Weeks, L., Hempel, S., Akl, E. E., Chang, C., McGowan, J., Stewart, L., Hartling, L., Aldcroft, A., Wilson, M. G., Garritty, C., ... Straus, S. E. (2018). PRISMA extension for scoping reviews (PRISMA-ScR): Checklist and explanation. Annals of Internal Medicine, 169(7):467-473. https://doi.org/10.7326/M18-0850

Tung, J., Chadder, J., Dudgeon, D., Louzado, C., Niu, J., Rahal, R. og Sinnarajan, A. (2019). Palliative care for cancer patients near end of life in acute-care hospitals across Canada: A look at the inpatient palliative care code. Current Oncology, 26(1), 43-47. https:// doi.org/10.3747/co.26.4563

Velferðarráðuneytið. (2017). Samþætting líknar- og lífslokameðferðar: Norðlenska líkanið. Stjórnarráð Íslands. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit-skyrslur-og-skrar/L%c3%adknarsk%c3%bdrsla%20060218.pdf

Verhofstede, R., Smets, T., Cohen, J., Eecloo, K., Costantini, M., Van Den Noortgate, N. og Deliens, L. (2017). End-of-life care and quality of dying in 23 acute geriatric hospital wards in Flanders, Belgium. Journal of Pain and Symptom Management, 53(4), 693702. https://doi.org/10.1016/j.jpainsymman.2016.10.363

Wong, K., McLaughlan, R., Collins, A. og Philip, J. (2021). Designing the physical environment for inpatient palliative care: A narrative review. BMJ Supportive and Palliative Care, 1-7. http://dx.doi.org/10.1136/bmjspcare-2021-003087

World Health Organization. (2014). First ever global atlas identifies unmet need for palliative care. https://www.who.int/news/item/28-01-2014-first-ever-global-atlasidentifies-unmet-need-for-palliative-care

World Health Organization. (2018). Palliative care. https://www.who.int/newsroom/fact-sheets/detail/palliative-care

World Health Organization. (2020, ágúst). Palliative care. https://www. whoint/news-room/fact-sheets/detail/palliative-care

Þórunn Pálsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir. (2016). Könnun á mati hjúkrunarfræðinga á eigin færni í lífslokameðferð og viðhorfum þeirra til notkunar meðferðarferlisins Liverpool Care Pathway: Forprófun á spurningalistanum End-of-life care.

78 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023
Meðferð við
Tímarit hjúkrunarfræðinga, 92(3), 1-12. lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda: Fræðileg samantekt með kögunarsniði

STOÐ Á NÝJUM

www. stod.is Draghálsi 14 - 16 S. 565 2885 stod@stod.is
80 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023
Takk fyrir stuðninginn HRAFNISTA
2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 81 FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Stapahrauni 5, Hafnarfirði | 565 9775 www.uth.is | uth@uth.is

ERTU MEÐ ÞURRA HÚÐ? HÚÐKLÁÐA? OFNÆMISHÚÐ?

BÆTIR LÍF VIÐKVÆMRAR HÚÐAR
LIPIKAR AP+ Ertir ekki húðina. Allt frá fyrsta degi lífsins.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.