„Hættum að plástra eftir á,“
segir Bjarni Jóhannsson, knattspyrnuþjálfari og íþróttakennari sem er á leiðinni til Noregs að kynna sér afreksþjálfun barna og unglinga og uppbyggingu skólakerfisins þar í landi. Viðtalið er á íþróttaopnu blaðsins.
FLJÓTLEGT OG GOTT!
á
Tíðin hefur verið erfið fyrir flugrekendur síðustu daga og vikur. Vetrarveðrin hafa komið að fullum þunga og raskanir á flugi hafa verið tíðar. Meðfylgjandi mynd tók Sigurður B. Magnússon á þriðjudaginn af rauðum flota Play á flugvélastæðum vestan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þotur Play setja óneitanlega svip á flugvallarsvæðið í sínum rauða lit, ekki ósvipað og þegar WOW air fyllti öll stæði með sínum fjólubláu vélum fyrir fáeinum árum.
HJALLI LÖGGA
Bæjarpólitíkus og fyrrum keppnismaður í viðtali SÍÐA 11
Frumleikhúsið við Vesturbraut er harðlæst þessa dagana en þar standa yfir æfingar á nýrri revíu Leikfélags Keflavíkur þar sem tekið er á málefnum líðandi stundar á Suðurnesjum. Heimildir VF herma að bæjarbúar fái heldur betur á baukinn í revíunni sem um tugur höfunda hefur komið að því að semja.
Í Suðurnesjamagasíni í þessari viku sjáum við stutt innslag frá æfingu á revíunni. Já, innslagið er
stutt, því leikfélagsfólk vill lítið gefa upp um efni revíunnar og þegar útsendari Víkurfrétta ætlaði að fylgjast með æfingu nú í vikunni fékk hann illt auga og var fylgt úr húsi. Aðspurð sagði Brynja Júlíusdóttir, formaður Leikfélags Keflavíkur, þó að vonandi þurfi þó enginn að flytja úr bænum eftir frumsýninguna, sem verður í lok febrúar. Nánar um revíuna í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld kl. 19:30 á Hringbraut og vf.is.
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR UNNUR@ALLT.IS | 560-5506 ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR ELIN@ALLT.IS 560-5521 HELGA SVERRISDÓTTIR HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS | 560-5510 ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR ELINBORG@ALLT.IS | 560-5509 PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PALL@ALLT.IS 560-5501 Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
nýrri
Rauður floti
Keflavíkurflugvelli Bæjarbúar fá á baukinn í
revíu leikfélagsins
Hámark, Létt Súkkulaði eða karamellu 255 ml 45% 229 kr/stk áður 419 kr Kristall Nektarínu og sítrus 500 ml Corny Big Hnetu, súkkulaði og banana 50 g 89 kr/stk áður 149 kr 40% Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Miðvikudagur 8. febrúar 2023 // 6. tbl. // 44. árg.
Ferðir farfuglanna ræddar í Þekkingarsetri Suðurnesja
Hvert fara fuglarnir þegar þeir eru ekki hér? Komast þeir alltaf sína leið? Villast þeir á miðri leið eða langar þá mögulega að prófa nýjar slóðir? Hvernig getum við fylgst með?
Fræðsluerindið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði, 16. febrúar kl. 19:00. Leiðbeinandi er Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja.
Á þessu fræðslukvöldi munum við heyra af rannsóknum Sölva Rúnars á farfuglum og ferðum þeirra um Norður-Atlantshaf og fleiri staði. Við munum kynnast því hvernig hægt er að fylgjast með ferðum fuglanna, læra af teygjum og beygjum þeirra ferðalaga og fræðast enn betur um lífríki fugla í leiðinni.
Heilsugæsla í Tjarnahverfi færist nær
Reykjanesbær auglýsti nýverið tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnahverfis vegna nýrrar heilsugæslustöðvar á horni Tjarnabrautar og Stapabrautar samkvæmt uppdrætti Kanon arkitekta og greiningu Eflu verkfræðistofu á vindafari. Engar athugasemdir bárust og hefur verið samþykkt að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
Tjaldur hefur verið Sölva Rúnari hugfanginn fugl síðustu misseri og fáum við góða innsýn bæði inn í störf fuglafræðings og líf farfugla, þá aðallega tjaldsins.
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á vefslóðinni https://umsokn.inna.is/#!/ sc/2204
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR
„Fólk á eftir að elska þetta“
– segir Jóhann Smári Sævarsson um Sálumessu
Verdi í Hljómahöll
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS „Eins og nafnið segir til um þá er þetta sálumessa en þær eru yfirleitt fluttar nálægt páskum eða í minningu stórmennis. Það er til fullt af sálumessum. Við fluttum í fyrra sálumessu Mozart og það er ýmislegt annað til,“ segir Jóhann Smári Sævarsson hjá Óperufélaginu Norðurópi sem mun, ásamt Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, flytja Sálumessu eftir Giuseppe Verdi í Stapa, Hljómahöll í Reykjanesbæ miðvikudaginn 22. febrúar.
Sálumessan er um það bil 90 mínútna langt tónverk fyrir fjóra einsöngvara, kór og sinfóníuhljómsveit og er ein allra þekktasta sálumessa tónbókmenntanna. Verkið er flutt árlega víða um heim en afar sjaldan hér á landi. Víkurfréttir kíktu við á æfingu og hittu þar bræðurna Jóhann Smára og Sigurð Sævarssyni. Sálumessa Verdi er stærsta verkefni sem Norðuróp hefur sett upp á Suðurnesjum. Í kórnum verða nærri 60 manns, 35 manna sinfóníuhljómsveit og þá verða fjórir landsþekktir einsöngvarar.
Sigurður Sævarsson er einn helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að sálumessum og hefur sjálfur komið að því að semja slíkar. Í samtali við Víkurfréttir segir Sigurður að formið sé hinn hefðbundna kaþólska sálumessa sem sungin var yfir hinum látna.
„Þetta er vinsælt efni og er flutt á latínu, sem er alheimstungumál og allir geta sungið. Það eru litlar deilur um framburðinn og ég sem öll mín kórverk á latínu og þannig eru þau gjaldgeng hvar sem er,“ segir Sigurður.
Þegar þú ert að semja sálumessu, og þú hefur samið tvær, hvað er í huganum? „Fyrri sálumessan var lokaverkefni mitt í Bandaríkjunum þegar ég var að klára mastersgráðuna. Seinni sálumessuna samdi ég svo í minningu pabba og sú sálumessa var að endurspegla hvernig mér leið í kringum það allt. Hún er mjög persónuleg sálumessa, ekki mikið drama, heldur meira ljúfsár,“ segir Sigurður.
Aðspurður segir Jóhann Smári að það sé vinna að setja upp menning-
arviðburð eins og Sálumessu Verdi og hann hafi verið lengi að sannfæra fólk um að þetta væri spennandi verkefni að takast á hendur. Sálumessa Mozart gekk mjög vel og Fiðlarinn á þakinu var sýndur fyrir fullu húsi. „Sálumessa Verdi er í raun stóri bróðir Sálumessu Mozart. Hún er aðeins lengri og er flutt með hléi. Það er ástríða í þessu verki öllu saman og ekki sama hvernig þetta er sungið. Verdi skrifaði þetta eins og óperu og bætir svo tveimur kórum í lokin og er aðeins léttari og fjörugri. Það eru fáránlega fallegir sólókaflar í þessu og fólk á eftir að elska þetta,“ segir Jóhann Smári. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má horfa á sjónvarpsviðtal við þá bræður um verkefnið sem fer á svið í Stapa 22. febrúar næstkomandi.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Bræðurnir Jóhann Smári og Sigurður Sævarssynir. VF-mynd: Páll Ketilsson
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
2 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
Hér mun heilsugæslan rísa.
Íslenska
ánægjuvogin
Ánægjan er öll okkar
Margrét Írena Ágústsdóttir Útibússtjóri
Sjóvá er efst tryggingafélaga samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni — sjötta árið í röð.
Félagsráðgjafi tekur til starfa hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Ráðning félagsráðgjafa hjá FS var ákveðin til reynslu á meðan starfið er í þróun. Þar með er skólinn að mæta kröfum um aukna þjónustu við nemendur sína sem glíma við ýmsan tilfinningalegan og félagslegan vanda og þurfa aðstoð með sín mál. Ástæður þess að nemendur gætu þurft að leita til félagsráðgjafa geta verið margvíslegar, svo sem að byggja sig upp andlega og breyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar, efla sjálfstraust og sjálfsöryggi, læra að setja sjálfum sér og öðrum mörk og
öðlast vellíðan. Einnig aðstoðar
skólafélagsráðgjafi nemendur við að greina styrkleika sína og virkja
Suðurnesjabær – Heilsueflandi samfélag!
Suðurnesjabær varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi árið 2020 og er meginmarkmið þess verkefnis að styðja við samfélög í að vinna markvisst að því að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til heilbrigðra lifnaðarhátta, betri heilsu og vellíðanar íbúa.
En hvað er að vera heilsueflandi samfélag?
Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir, félagsráðgjafi, hefur hafið störf hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og bætist því við þá öflugu liðsheild sem þar starfar. Rannveig býr að haldgóðri reynslu úr starfsendurhæfingu, sem félagsráðgjafi hjá Samvinnu starfsendurhæfingu og hjá VIRK á Suðurnesjum en sú reynsla nýtist vel í þessu nýja starfi. Rannveig hefur einnig reynslu af kennslu þar sem hún kenndi heimilisfræði í þrjú ár hjá Sandgerðisskóla.
þá, auka seiglu ásamt því að draga úr áhrifum ýmissa hindrana sem standa í vegi fyrir því að nemendurnir nái þeim markmiðum sem þeir stefna að. Mikilvægt er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir hverju sinni og grípa snemma inn í. Ef í ljós kemur að nemendur þurfa á öðrum úrræðum að halda utan veggja skólans er gott samstarf við aðrar stofnanir
á svæðinu, svo sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Félagsþjónustu sveitarfélaganna, og því greið leið að senda tilvísanir áfram í viðeigandi úrræði.
Þjónusta skólafélagsráðgjafans er nemendum FS að kostnaðarlausu og það eina sem nemendur þurfa að gera til að brjóta ísinn er að senda póst á Rannveigu (rannveig.ragnarsdottir@fss.is) og óska eftir viðtali.
Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!
Áratuga reynsla Sjónmælingar
Góð þjónusta Linsumælingar
Falleg vara Sjónþjálfun
Nýjungar í sjónglerjum og tækjum
Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is
Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is
Öll vitum við að heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan, hvort sem við erum laus við sjúkdóma eða ekki. Lýðheilsa felur í sér að bæta heilsu, líðan og lífsgæði okkar allra. Í Heilsueflandi samfélagi þarf að vera virk þátttaka allra í samfélaginu, öll þurfum við að leggjast á eitt til efla okkar eigin heilsu og að okkur líði vel í því samfélagi sem við búum í. Í Suðurnesjabæ búum við yfir góðum kostum í heilsurækt og að sjálfsögðu má alltaf gera betur. Við búum yfir einstakri náttúrufegurð og umhverfi sem er frábært að nýta í að bæta andlega
og líkamlega vellíðan, við erum lánsöm að eiga tvö íþróttamannvirki, tvær sundlaugar, erum með tvö fótboltafélög, handboltafélag og körfuboltadeild. Einnig er mjög öflugt heilsueflandi starf heldri borgara. Öllu þessu má þakka þeim frábæru aðilum sem hafa virkilegan áhuga á því að sinna því að vera hluti af Heilsueflandi samfélagi.
Hvað þurfum við að gera betur?
Til að efla samfélagið enn meira þurfum við að vera dugleg að nýta
öll þau verkfæri sem Suðurnesjabær hefur að geyma og að aðilar stígi fram og komi með fleiri hugmyndir
og tillögur að frekari íþróttaiðkun og tómstundum, meiri fjölbreytni svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Sveitarfélagið er stuðningsaðilinn, klappstýran sem á að hvetja og styðja við þá einstaklinga og hópa sem vilja bæta og gera betur fyrir samfélagið í heild. Samfélag virkar ekki nema allir sem þar búa taki virkan þátt og hjálpist að við að stuðla að Heilsueflandi samfélagi.
Það er mín von og trú að með samstillti átaki og samvinnu allra íbúa og bæjaryfirvalda þá eigum við eftir að bera af í framtíðinni.
Verum stolt af því að búa í Suðurnesjabæ og verum stolt af því að búa í Heilsueflandi samfélagi.
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Suðurnesjabæjar.
Starfsfólki þökkuð vel unnin störf
Þriðjudaginn 31. janúar síðastliðinn var haldin samkoma til handa þeim sem náðu 25 ára starfsaldri á síðasta ári sem og þeim sem luku störfum á árinu 2022 vegna aldurs. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar, buðu til kaffisamsætis á Hótel Keflavík í nafni Reykjanesbæjar og var góð þátttaka hjá hópnum. Auk þeirra gat hver og einn tekið með sér gest.
Það er nýleg hefð hjá Reykjanesbæ að þakka starfsfólki sem starfað hefur í 25 ár hjá sveitarfélaginu fyrir dygga þjónustu við bæjarbúa. Fyrir nokkru var tekin ákvörðun um að breyta þeirri hefð sem hafði verið við lýði hjá sveitarfélaginu um langt skeið og í stað þess að fagna stórafmælum starfsfólks verði starfsaldri fagnað. Ákveðið var að fagna og heiðra starfsfólk í tilefni tíu ára starfsafmælis á hverjum vinnustað og 25 ára starfsaldri með sameiginlegu kaffisamsæti ásamt þeim sem hættu störfum vegna aldurs en vegna Covid hefur þurft að hafa annan hátt á síðastliðin tvö ár og senda þeim rafrænar heillaóskir.
Árið 2022 náðu þrír hjá Reykjanesbæ þeim áfanga að fagna 25 ára starfsafmæli og sautján luku störfum vegna aldurs. Mörg þeirra höfðu unnið hjá sveitarfélaginu í áratugi og jafnvel alla starfsæfi sína. Reykjanesbær færir þeim öllum þakkir fyrir þjónustu við íbúa síðastliðin ár og áratugi.
25 ára starfsaldur 2022: Ása Eyjólfsdóttir, Nesvellir Bryndís Björg Guðmundsdóttir, Myllubakkaskóli Dagfríður Guðrún Arnardóttir, Nesvellir Hættu störfum vegna aldurs 2022: Ástríður Guðmundsdóttir, Tjarnasel Guðjón Sigbjörnsson, Njarðvíkurskóli Ástríður Helga Sigurðardóttir, Njarðvíkurskóli Soffía Aðalsteinsdóttir, Félagsstarf aldraðra Guðmundur E. Hermannsson, Heiðarskóli Guðmundur Ingvar Hinriksson, Heiðarskóli Ingibjörg Pálmadóttir, Heiðarskóli Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Heiðarskóli Guðríður Anna Waage, Bókasafn Gylfi Bergmann, Reykjaneshöfn Ína Dóra Hjálmarsdóttir, Tónlistarskóli Elín Gunnarsdóttir, Holtaskóli Guðrún Ágústa Björgvinsdóttir, Garðasel Sara Bertha Þorsteinsdóttir, Myllubakkaskóli Kolbrún Skagfjörð Sigurðardóttir, Myllubakkaskóli Elínborg Sigurðardóttir, Myllubakkaskóli Þórlína Jóna Ólafsdóttir, Holt
w
FIMMTUDAG
19:30
VF.IS 4 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
KL.
HRINGBRAUT OG
Allt fyrir helgina!
Apptilboð - afsláttur í formi inneignar
Tilboð gilda 9.–12. febrúar
inneign
verð á matvöru með Samkaupa-
kr/kg 2.499 kr/kg Stutt lambalæri 36%
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Safnaðu
og fáðu betra
appinu 1.599
LISTAVERK Á LAUGARDAGINN | MEÐAL ANNARS MEÐ ÞÁTTTÖKU FÓLKS Á FLÓTTA
BPart!
Ísland tekur um þessar mundir, þátt í BPart! sem er tveggja ára alþjóðlegt listaverkefni sem á uppruna sinn í Tékklandi en er unnið í samstarfi við okkur Íslendinga. Verkefnið nýtir sköpun til að stuðla að inngildingu og auka sýnileika á fjölbreytileika samfélagsins í gegnum dans og leik. Samhliða er unnið að gerð heimildarmyndar og rannsóknar um verkefnið sem lýkur með ráðstefnu síðar á árinu þar sem niðurstöður verða kynntar.
Verkefnið fer fram á þremur stöðum, í Brno og Prag í Tékklandi og á Íslandi. Í Brno var lögð áhersla á Rómafólk, í Prag verður lögð áhersla á geðheilsu og hér á Íslandi er sjónum beint að fólki á flótta.
Vinnustofur hófust í Reykjanesbæ, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði fyrir skemmstu og eru þær leiddar af ítalska danshópnum Zerogrammi, í samstarfi við íslenskt og tékknest listafólk.
Í vinnustofunum eru tengdir saman ólíkir hópar fólks sem vinna í gegnum leik og dans að sameiginlegri lokasýningu - sem fer fram hér í Reykjanesbæ á laugardag kl. 15, í óhefðbundnu rými gamals rútuverk-
Alþjóðlegur listviðburður í Reykjanesbæ
stæðis SBK í Grófinni 2. Svo verður sýnt í Reykjavík daginn eftir, sunnudaginn 12. febrúar. Sýningin heitir Elegìa delle cose perdute (Elegy of Lost Things) og er innblásin af skáldsögunni Os Pobres eftir portúgalska rithöfundinn og sagnfræðinginn Raul Brandao og endurspeglar þrár og minningar, rætur og uppruna.
Verkið fjallar um siðferðilega útlegð, drauminn um ógerlega afturkomu, reiðina gagnvart tímanum sem gereyðingarafli og landakortið sem býr innra með okkur öllum.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ERNA MARSIBIL SVEINBJARNARDÓTTIR
fyrrverandi kennari og skólastjóri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 20. janúar.
Útför hennar verður gerð frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. febrúar klukkan 12.
Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinafélag Unu í Sjólyst: 0142-05-71020, kt. 590712-0190.
Jón Sverrir Garðarsson
Sigrún Eugenio Jónsdóttir Vitor Hugo Rodrigues Eugenio Ásta Björg Jónsdóttir Marcosa Medico og fjölskyldur
Bílaviðgerðir
Rétturinn
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30
alla virk a daga
Það var mikið líf og fjör mánudaginn 6. janúar þegar Víkurfréttir kíktu í heimsókn á meðan hópurinn æfði og voru þær Halla Karen Guðjónsdóttir, verkefnastjóri viðburðahalds hjá Reykjanesbæ, Sigríður Láretta Jónsdóttir, leikkona og þátttakandi úr hópi listamanna, og Áslaug Jónsdóttir, þátttkandi úr hópi íbúa Reykjanesbæjar, teknar tali. Afraksturinn má sjá í næsta þætti Suðurnesja magasíns á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á fimmtudagskvöld kl. 19:30.
Hvað hefur breyst á þrjátíu árum?
Mikil brælutíð er í gangi núna og bátar hafa ekkert komist á sjóinn síðan 1. febrúar síðastliðinn.
Annars mun ég í þessum pistli, bera saman janúar árið 2023 og janúar árið 1993, oft ansi gaman að fara aftur í tímann og bera saman ár.
Ef við byrjum á heildarafla sem var landað, þá var í janúar árið 2023 samtals landað 4.138 tonnum í höfnunum þremur á Suðurnesjunum. Í janúar árið 1993 var samtals afli 5.542 tonn.
Best er að sjá þetta á fjölda landanna og fjölda báta. Í janúar árið 2023 voru bátarnir alls 45 sem lönduðu þessum 4.138 tonnum og landanir samtals 252. í janúar árið 1993 voru bátarnir alls 110 og landanir alls 912 talsins. Þarna sést strax gríðarlegur munur en mestu munar þarna um að fjöldi minni báta var miklu meiri árið 1993 en 2023.
Lítum aðeins á bæina og byrjum á Keflavík. Í janúar árið 2023 var samtals landað 253 tonnum en í janúar árið 1993 komu á land í Keflavík alls 895 tonn í 147 löndunum. Þá var Happasæll KE aflahæstur þar með 206 tonn í 22 róðrum og má geta þess að þessi bátur heitir í dag Grímsnes GK og var að landa í Grindavík í janúar 2023. Aðrir bátar í Keflavík í janúar 1993 voru t.d. Gunnar Hámundarson GK með 35 tonn í fjórtán löndunum, Stafnes KE með 125 tonn í átján, Svanur KE með 47 tonn í sextán róðrum, allir á netum. Togarar voru þrír; Þuríður Halldórsdóttir GK með 121 tonn í þremur, Eldeyjar Súla KE með 102 tonn í tveimur og Ólafur Jónsson GK með 44 tonn í einni löndun.
Í janúar árið 2023 var togarinn Sóley Sigurjóns GK aflahæstur með 132 tonn í einni löndun, Maron GK með 63 tonn í þrettán netaróðrum. Í Grindavík vekur það kannski mesta athygli að meiri afli kom á land þar í janúar 2023 en í janúar árið 1993. Reyndar er rétt að hafa í huga að frystitogarinn Hrafn Svein-
bjarnarson GK kom með 623 tonn í einni löndun þangað. Heildarafli án aflans frá Hrafni Sveinbjarnarsyni
GK var alls 2.420 tonn í Grindavík í janúar 2023 en í janúar árið 1993 var aflinn alls 2.180 tonn í 226 löndun.
Það má segja að ein stærsta skýringin á þessum aflamun sé sú að mestur afli sem kom til Grindavíkur núna árið 2023 hafi verið frá stóru línubátunum og 29 metra togurunum en stóru línubátarnir voru alls með 915 tonna afla og 29 metra togararnir voru alls með 989 tonn. Sturla
GK var sá sem mestum afla landaði í Grindavík í janúar 2023, alls 375 tonnum í átta róðrum á trolli.
Athygli vekur að aðeins tveir netabátar lönduðu í Grindavík árið 2023, Grímsnes GK og Hraunsvík GK sem voru saman með 43 tonna afla. Aftur á móti var langmestur fjöldi báta á netaveiðum í janúar 1993. Lítum á nokkra báta í janúar 1993 í Grindavík; Sæborg GK með 221 tonn í tíu róðrum, Þorsteinn GK með 206 tonn í fjórtán og Vörður ÞH með 163 tonn í níu róðrum, allir á netum. Kópur GK var með 162 tonn í þremur, Skarfur GK með 156 tonn í þremur, Eldeyjar Hjalti GK með 134 tonn í fimm og Hrungnir GK með 132 tonn í þremur róðrum, allir þessir á línu. Minni bátarnir voru t.d. Máni GK með 42 tonn í tólf, Eldhamar GK 29 tonn í átta, Þorsteinn Gíslason GK 28 tonn í sjö og Reynir GK með 26 tonn í sjö róðrum, allir á balalínu.
Sandgerði hafði um tuga ára skeið verið stærsta löndunarhöfn Íslands
ár eftir ár, árið 1993 var þar engin undantekning og heildarafli sem kom á í Sandgerði það ár var 2.450 tonn í 537 löndunum og bátarnir sem
lönduðu í Sandgerði voru samtals 58, í þeim hópi voru þrír togarar. Árið 2023 var alls landað 830 tonnum í 110 löndunum.
Aflahæsti báturinn í Sandgerði árið 2023 var Sigurfari GK með 155 tonn í þrettán róðrum en rétt er að hafa í
aflafr É ttir á S uður N e SJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
huga að báturinn stoppaði 24. janúar vegna sviptingar veiðileyfis. Á eftir honum kom Siggi Bjarna GK með 134 tonn í fimmtán og Benni Sæm GK með 129 tonn í fjórtán róðrum, allir á dragnót. Margrét GK var með 103 tonn í ellefu á línu.
Í janúar árið 1993 var togarinn Sveinn Jónsson KE aflahæstur í Sandgerði með 316 tonn í fjórum löndunum, netabáturinn Arney KE kom þar á eftir með 175 tonn í sex róðrum, Særún GK með 162 tonn í þremur á línu, Ólafur Jónsson GK togari með 111 tonn í tveimur og Haukur GK, sem líka var togari, 111 tonn í einum túr.
Aðrir bátar voru að mestu á línu, t.d. Þorri GK með 81 tonn í níu róðrum, Freyja GK með 80 tonn í átta, Jón Gunnlaugs GK með 79 tonn í átta, Sigþór ÞH með 78 tonn í níu, Njáll RE með 78 tonn í tuttugu, Hafnarberg RE með 69 tonn, Ósk KE með 64 tonn í nítján róðrum, allir á netum en þessi bátur heitir Maron GK árið 2023.
Guðfinnur KE var með 61 tonn í tíu róðrum, Björgvin á Háteig GK með 37 tonn í níu og var hann hæstur dragnótabátanna. Seinna fékk þessi bátur nafnið Benni Sæm GK. Hafdís KE var hæstur smábátanna í Sandgerði árið 1993 með 31 tonn í fjórtán róðrum.
Eins og sést á þessu að ofan var mikið um að vera í höfnunum þremur fyrir 30 árum síðan .
Hvorki loðnu eða síld var landað á Suðurnesjum í janúar 1993 og 2023. Hins vegar kom ansi mikið magn af loðnu á land í febrúar 1993 – en eins og við vitum núna þá kemur ekki eitt gramm af loðnu til löndunar á Suðurnesjum.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.
Útlit
og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Smurþjónusta Varahlutir
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
6 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
MS Léttmjólk D-vítamínbætt 1L kr. stk. 229 Myllan heimilisbrauð 770g Kjörfugl bringur kr. kg. 2.699 Stjörnuegg stór 816g kr. stk. 699 Homeblest 300g kr. stk. 219 GF 4 mini pizza pepperoni 372g kr. stk. 599 GF 4 mini pizza four cheese 372g kr. stk. 599 Ben & Jerry’s ís 465ml kr. stk. 899 Monster 500ml kr. stk. 199 Pepsi/Pepsi Max/ Pepsi Max Lime/Applesín/ Appelsín án sykurs 12x330ml kr. stk. 1.199 Pepsi/Pepsi Max 4x2L kr. stk. 999 Kíktu í EXTRA ÓDÝRA heimsókn. Þú finnur þetta merki við extra ódýrar vörur í verslunum okkar.
ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! EXTRA ÓDÝRT! ÓDÝRT HJÁ OKKUR OPIÐ 24/7 REYKJANESBÆ
EXTRA
48 milljónun króna úthlutað til 40 verkefna af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2023. Umsóknir sem bárust voru samtals 80 talsins og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á tæplega 220 milljónir króna. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutar nú 48 milljónun króna til 40 verkefna. Umsóknir jukust um 35% milli ára og er það mjög ánægjulegt, segir í tilkynningu frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Úthlutunarhátíðin var haldin í Stapanum föstudaginn 3. febrúar. Þar var styrkjunum úthlutað til verkefnanna sem urðu fyrir valinu í ár. Í athöfninni söng Jóhann Smári Sævarssson, óperusöngvari, við undirleik sonar síns, Sævars Helga, en Jóhann Smári hefur starfað sem óperusöngvari í yfir 30 ár og sungið einsöngshlutverk í um 85 óperuuppfærslum víða erlendis og hér heima. Hann er stofnandi Norðuróps sem hlaut styrk í úthlutuninni í ár.
Skiptingin milla flokka var með þessum hætti:
Verkefni í flokknum stofn og rekstur fá úthlutað 6.300.000 kr.
Verkefnin í flokknum menning og listir fá úthlutað 19.300.000 kr.
Að lokum fær flokkurinn atvinnuog nýsköpun úthlutað 22.400.000 kr.
Menningarverkefnið Safnahelgi á Suðurnesjum er með þriggja ára samning og fær nú úthlutað annað árið af samningnum eða 3.000.000 kr.
Eftirtalin verkefni hlutu styrk: Stofn og rekstur.
Uppbygging á Bakka - áframhald innanhúss. Umsækjandi: Minja- og sögufélag Grindavíkur. Verkefnastjóri: Marta Karlsdóttir.
Bakki er talin vera ein sú elsta uppistandandi sjóverbúð á Suðurnesjum. Það þarf að koma því í gott ástand. Búið er að gera það upp að utan en nú það þarf að gera það upp að innan og ætlar félagið að klára það. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.
Óskabrunnarnir þrír í Innri
Njarðvík. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Gunnar Ellert Geirsson. Markmiðið að koma seinni tveimur brunnum af þremur í upprunalegt horf svo þeir njóti þeirrar virðingar og verndar sem þeir eiga skilið. Með því að skapa þessa þrjá segla í Innri Njarðvík og tengja núverandi heilsustígakerfi er verið að búa til heildstæða upplifun með skírskotun í merkilega sögu svæðisins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
SJÁVARSÝN - Ljósmyndasýningar
í Grindavík. Umsækjandi: Grindavíkurbær. Verkefnastjóri: Eggert Sólberg Jónsson. Í Grindavík verður sett upp ljósmyndasýning utanhúss sem stendur frá vori fram á haust. Ætlunin er að setja upp árlegar ljósmyndasýningar sem tengjast sögu og menningu
Grindavíkur á einn eða annan hátt. Leitast verður eftir því að fá ljósmyndara eða listafólk úr Grindavík til þess að sýna verk sýn fyrir almenning. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
Garðinn. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000.
Dans og söngvakeppni. Umsækjandi og verkefnastjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir. Markmið verkefnisins er að hvetja ungmenni til þess að stíga út fyrir þægindarammann og æfa sig í því að koma fram. Einnig er markmiðið að aðstoða ungt fólk við það að koma sér á framfæri í tónlist og dansi. Keppnin er fyrir ungmenni á Suðurnesjum á aldrinum tíu til sextán ára. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000.
Markmiðið er að sýna og kynna landslag og náttúru Reykjaness í kvikmynd með fallegri umgjörð frumsaminnar tónlistar og hins vegar með veglegri ljósmyndasýningu á Ljósanótt 2023 sem yrði afrakstur ljósmyndunar í u.þ.b. tíu ár. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000.
70 ára afmælistónleikar Karlakórs
Keflavíkur. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Ragnar Gunnarsson.
Í tilefni af 70 ára afmæli Karlakórs
Keflavíkur þann 1. desember 2023 verður blásið til tónlistarveislu í Hljómahöll í nóvember 2023. Á tónleikunum verður farið yfir sögu karlakórsins í máli og myndum en aðaláherslan verður lögð á tónlistina.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.
Vélasafn Guðna á Trukknum. Umsækjandi: Suðurnesjabær. Verkefnastjóri: Margrét Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Markmið verkefnisins er að koma vélavögnum á 60 vélum úr Vélasafni
Guðna Ingimundarsonar frá Garðstöðum í Garði í það horf að hægt verði að flytja þær til í sýningarsalnum og stilla upp svo gestir geti skoðað þær gaumgæfilega. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000.
Vita- sjóslysasýning við Reykjanesvita – þróun 2023. Umsækjandi: Hollvinasamtök Reykjanesvita og nágrennis. Verkefnastjóri: Eiríkur
P. Jörundsson.
Við Ísland og ekki síst við Reykjanes hafa orðið margir skæðir sjóskaðar. Ætlunin er að setja upp lifandi og fræðandi sýningu sem tengir saman hlutverk vita og sögu sjóskaðanna. Sérstök athygli verður vakin á sögu Reykjanesvita.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
Menning.
Söguskilti 150 ára skólahalds í Vogum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Hilmar E Sveinbjörnsson.
Markmið verkefnisins er að setja
150 ára skólasögu byggðarinnar fram á plaköt, almenningi til sýnis. Í tilefni af 150 ára afmæli skólahalds í sveitarfélaginu hefur verið tekið saman efni og skrifað um sögu skólans.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 250.000.
Merking gamalla húsa í Garðinum Umsækjandi og verkefnastjóri: Ásgeir Magnús Hjálmarsson.
Verkefnið snýst um að varðveita og skrásetja sögu gamalla húsa í sveitarfélaginu Garði í Suðurnesjabæ. Mikilvægt er að vernda þá sögu og kynna hana fyrir komandi kynslóðum og íbúum í sveitarfélaginu ásamt ferðamönnum sem heimsækja
Suður með sjó. Umsækjandi og verkefnastjóri: Páll Ketilsson. Með sýningu sjónvarpsþáttanna
Suður með sjó er verið að vekja athygli á fjölbreyttu mannlífi í sinni víðustu mynd á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 900.000.
Kynning á bókmenntaarfinum Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Stefanía Gunnarsdóttir. Markmið verkefnisins er að kynna bókmenntaarfinn, minna á gamla og góða höfunda og bókmenntaverk, kynna yngri höfunda og verk þeirra, leggja áherslu á læsi og mikilvægi lesturs og auka með því þekkingu almennings á bókmenntum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 900.000.
Útilistaverk og arkitektúr – virðisauki menningarverðmæta. Umsækjandi: Markaðsstofa Reykjaness. Verkefnastjóri: Þuríður H. Aradóttir Braun.
Verkefnið miðar að því að miðla upplýsingum og þekkingu á menningarverðmætum sem liggja í útilistaverkum og byggingarlist á Suðurnesjum. Með verkefninu er upplýsingum um þau útilistaverk sem hafa verið sett upp á svæðinu safnað á einn stað og miðlað upplýsingum um þau, uppruna þeirra, hönnun og sögu.Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.300.000.
Nýárstónleikar Gala í Reykjanesbær. Umsækjandi og verkefnastjóri: Alexandra Chernyshova. Markmið verkefsins er að bjóða upp á metnaðarfulla tónleika í Reykjanesbæ á nýju ári. Styðja klassíska tónlist, heimatónlistarfólkið okkar og auka fjölbreytni í menningarlífi Reykjanesbæjar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 400.000. Óður til Reykjaness. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Rúnar Hilmarsson.
Samkomuhúsið Kirkjuhvoll. Umsækjandi: Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps. Verkefnastjóri:
Helga Ragnarsdóttir
Markmiðið með verkefninu er að varðveita sögulegar minjar í Sveitarfélaginu Vogum og miðla áfram til komandi kynslóða. Byggingarsagan verður varðveitt ásamt sögu hússins og notenda þess. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.
Menningarmiðlun á Reykjanesi með leikjakerfi Locatify. Umsækjandi og verkefnastjóri: Stefanía Gunnarsdóttir. Markmið verkefnis er að virkja menningarmiðlun á nýjan hátt á Reykjanesi þar sem fólk er hvatt til þess að keyra á milli byggðarlaga og njóta menningar og náttúru með símtæki í hönd. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 250.000.
Þjóðsögur og sagnir á Suðurnesjum. Umsækjandi: Reykjanes jarðvangur. Verkefnastjóri: Þuríður
H. Aradóttir Braun. Verkefnið snýr að því að safna saman þjóðsögum, sögnum og sögum úr samfélaginu og áningarstöðum um Reykjanesskagann og tengja þær áningarstöðum. Markmiðið er að gera þær sýnilegri fyrir íbúa og gesti svæðisins og gefa þeim þannig tækifæri á að fræðast um svæðið og upplifa staðina á annan hátt í gegnum menningararf svæðisins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000.
Baun: Barnamenning í Reykjanesbæ. Umsækjandi: Reykjanesbær.
Verkefnastjóri: Halla Karen Guðjónsdóttir. Flokkur: Menning.
Verkefnið lýtur að því að skapa vettvang fyrir fjölskyldur á Suðurnesjum til að njóta listsköpunar barna og með börnum með skemmtilegum viðburðum og sýningarhaldi þeim að kostnaðarlausu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
Alþjóðlegi menningarklúbbur Suðurnesja. Umsækjandi og verkefnastjóri: Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Markmiðið er að ná sem flestum aðilum inn í félagið sem hafa ólíkan bakgrunn og menningu til að skapa fjölbreytta upplifun sem víkkar sjóndeildarhring og byggir undir umburðarlyndi allra. Leitast er við að virkja meðlimi félagsins í að taka að sér verkefni sem snertir þá og þeirra áhugamál í von um að viðburðirnir verði fjölbreyttir og nái til breiðs hóps bæjarbúa. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000. Frumflutningur á lögum eftir Kristínu Matthíasdóttur. Umsækjandi og verkefnastjóri: Guðrún Snæbjörnsdóttir. Markmiðið er að kvennakórinn Grindavíkurdætur frumflytji fullmótaða tónleikadagskrá með sönglögum eftir Kristínu Matthíasdóttur, í útsetningu Bertu Drafnar Ómarsdóttur. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
Myndlistarskóli Reykjaness. Umsækjandi og verkefnastjóri: Gunnhildur Þórðardóttir. Verkefnið Myndlistarskóli Reykjaness mun bjóða börnum jafnt sem fullorðnum nemendum á Suðurnesjum upp á fjölbreytt nám á sviði myndlistar, hönnunar og handverks, lista- og menningarsögu til að efla persónulega, listræna tjáningu en einnig stuðla að almennri menntun og meðvitund um gildi lista og menningar fyrir samfélagið. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000. Norðuróp, Hátíðarkór-Óperustúdíó. Umsækjandi: Norðuróp. Verkefnastjóri: Jóhann Smári Sævarsson. Aðal takmarkið er að styrkja grunninn fyrir flutningi á klassískri tónlist, skapa tækifæri fyrir allt frábæra listafólkið sem býr á Suðurnesjum en hafa lítil tækifæri á að stunda list sína. Gera Suðurnesin að leiðandi afli á þessu sviði með sterku óperustúdíói og hátíðarkór. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.
Tónleikaröð í Hvalsneskirkju. Umsækjandi og verkefnastjóri: Magnea Tómasdóttir.
Markmið verkefnis er að auka fjölbreytni í klassísku tónleikahaldi á svæðinu. Samfélagslegur ávinningur er sá að fólk á Suðurnesjum getur sótt tónleika með helstu listamönnum þjóðarinnar í heimabyggð. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000.
8 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
Klár, ríkur og myndarlegur
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Hildir Hrafn Ágústsson
Aldur: 16 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut Áhugamál: Fótbolti
verkefna
Hildir Hrafn Ágústsson er sextán ára drengur sem er fæddur og uppalinn Keflvíkingur. Hildir er á fjölgreinabraut í FS og hefur mikinn áhuga á fótbolta. Hildir segist vera nokkuð viss um að hann langi að verða virkilega ríkur flugmaður í framtíðinni. Hildir er FS-ingur vikunnar.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Klárlega ég. Er svo klár, ríkur og myndarlegur.
Hver er fyndnastur í skólanum? Það þyrfti að vera Hermann Borgar eða Moonshine.
Hið hverfula. Umsækjandi og verkefnastjóri: Berta Dröfn Ómarsdóttir. Markmiðið er að flytja fjölbreytta dagskrá tónverka fyrir sópran og gítar í Grindavík. Á efnisskránni eru verk sem ekki hafa verið flutt á Íslandi áður. Berta Dröfn Ómarsdóttir, sópran, og Svanur Vilbergsson, gítarleikari, flytja fjölbreytta efnisskrá í Grindavíkurkirkju. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 300.000.
Atvinnu- og nýsköpun.
Fjölþætt heilsuefling 65+ á Suðurnesjum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Janus Friðrik Guðlaugsson. Meginmarkmið verkefnisins er að efla heilsu og velferð eldri aldurshópa í Reykjanesbæ og Grindavík með þátttöku í fjölþættri heilsueflingu, ráðgjöf um næringu og heilsufarsþætti þannig að hinir eldri geti lengur tekist lengur á við athafnir daglegs lífs (ADL), dvalið lengur í sjálfstæðri búsetu og komið í veg fyrir eða seinkað of snemmbærri innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
Fróðleiksfúsi. Umsækjandi: Þekkingarsetur Suðurnesja. Verkefnastjóri: Daníel Guðmundur Hjálmtýsson Verkefnið Fróðleiksfúsi er gagnvirk og skemmtileg leið fyrir yngri gesti Þekkingarseturs Suðurnesja til að kynnast náttúru og lífríki Íslands og um leið safngripum setursins. Verkefnið mun skapa og endurbæta afþreyingu í nærsamfélaginu og auka á heimsóknir innlendra sem erlendra gesta í Þekkingarsetrið og Suðurnesjabæ. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
Öryggiskrossinn – The Safety
Kross. Umsækjandi: Mannvirki og malbik ehf. Verkefnastjóri: Sigurður Ingi Kristófersson. Verkefnið lýtur að þróun Öryggiskrossins sem er ný tegund merkinga til að loka flugbrautum og akbrautum tímabundið. Varan er hönnuð og handunnin á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
Íslenski málhljóðamælirinnáframhaldandi þróun í máltækni. Umsækjandi og verkefnastjóri: Bryndís Guðmundsdóttir.
Markmiðið er að þróa nýjan greiningar- og þjálfunarhluta í forrit fyrir spjaldtölvur; Íslenska málhljóðamælinn sem metur framburð íslensku málhljóðanna með byltingarkenndum hætti. Forritið verndar grunninn að tungumálinu okkar með aðferðum nýsköpunar og hugvits sem hefur verið leiðandi á Suðurnesjum með víðtækum samfélagslegum áhrifum fyrir landið allt. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.
Víkingar í sýndarveruleika. Umsækjandi: Víkingaheimar ehf. Verkefnastjóri: Ingibjörg Björnsdóttir
Verkefnið Víkingar í sýndarveruleika felur í sér uppsetningu á gagnvirkri sögusýningu í Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Hér er um að ræða áhrifaríka sögu- og upplifunarsýningu sem segir á nýstárlegan hátt frá róstursömum atburðum til forna. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
Vöruþróun og markaðssetning á nýrri vöru. Umsækjandi: Litla brugghúsið. Verkefnastjóri: Guðjónína Sæmundsdóttir.
Verkefnið lítur að þróun og markaðssetningu á nýjum bjór sem mun eiga skírskotun í eldgosin sem hafa komið á Reykjanesinu síðustu tvö ár. Einnig verður þróuð gjafapakkningmeð fimm bjórum frá brugghúsinu sem visa í staðhætti á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.250.000.
Vistbók - gagnagrunnur vistvænna byggingarefna.Umsækjandi: Rósa Dögg Þorsteinsdóttir. Verkefnastjóri: Svala Jónsdóttir. Vistbók er fyrsti og eini gagnagrunnur byggingarefna á íslenskum markaði fyrir umhverfisvænni byggingariðnað. Það sem gerir Vistbók sérstaka er að hún beinir lausnum sínum að aðilum innan byggingagreirans og er hönnuð sem tól í átt að grænni byggingariðnaði. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3.000.000.
Markaðsátak Matarbúðin Nándin - plastlaus matarbúð. Umsækjandi: Urta Islandica ehf. Verkefnastjóri: Guðbjörg Lára Sigurðardóttir. Matarbúðin Nándin er plastlaus Matarbúð sem selur vörur frá íslenskum smáframleiðendum í plastlausum umbúðum sem mega fara í heimamoltu. Einnig er hún búin að koma upp hringrásarkerfi fyrir allar sínar glerumbúðir sem hægt er að skila aftur í Matarbúðina og glerið er þvegið, sótthreinsað og endurnýtt. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.
Kaup á dósavél. Umsækjandi og verkefnastjóri: Steinþór Júlíusson. 22.10 ehf. er handverksbrugghús í Grindavík. Fyrirtækið framleiðir bjór
og tekur á móti hópum í bjórsmakk og kynningu. Komin er þörf á að fjárfesta í dósavél. Dósavél myndi auka sölu, framleiðslu og sýnileika fyrirtækisins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.250.000.
Aerobooking.net. Umsækjandi og verkefnastjóri: Sverrir Örn Leifsson. Markmið verkefnisins er að færa þjónustu fyrirtækisins Flugbókun sf. inn á alnetið. Fyrirtækið hefur það að markmiði að hækka þjónustustig fyrirtækja í ferðaþjónustu og auka á sama tíma framlegð fyrirtækja innan þess geira. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000.
Mengun sjávar rannsökuð á Suðurnesjum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Halldór Pálmar Halldórsson Með verkefninu er verið að festa í sessi og jafnframt efla sérstöðu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum í rannsóknum á mengun sjávar. Undanfarin ár hefur byggst upp einstök þekking og sérhæfing í eiturefnavistræði sem miklir möguleikar eru á að auka.. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
Innleiðing sýndarveruleikabúnaðar til þjálfunar. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Guðlaugsson.
Markmið verkefnisins er að kaupa og innleiða notkun á öruggum búnaði í þjálfun fyrir slökkviliðsmenn og almenning sem ekki hefur heilsuspillandi áhrif að auka færni og möguleika slökkviliðsmanna með því að stórauka aðgengi þeirra að þjálfun sem byggir á nýjustu tækni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
Kertavitar, fimm vitar í Suðurnesja bæ. Umsækjandi: Suðurnesjabær. Verkefnastjóri: Margrét Ingibjörg Ásgeirsdóttir.
Markmiðið er að kynna fyrir íbúum, almenningi á Íslandi, íslenskum og erlendum ferðamönnum að í Suðurnesjabæ eru 5 vitar, því mjög margir hafa áhuga á vitum og þeir eru sérkenni á hverjum stað fyrir sig. Vitarnir eru í formi vaxkerta, minjagripir, bæði fyrir ferðamenn og íbúa. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000.
Stakkur lífnet. Umsækjandi: Stakksfjörður ehf. Verkefnastjóri: Jón Helgason.
Verkefnið lýtur að öryggi allra þeirra sem sækja eða vinna við jarðböð og aðra staði þar sem ekki sést til botns. Verkefnið mun einfalda leit og björgun. Stuðla að stórbættu öryggi á og við þau vötn böð og lindir sem ekki eða illa sést til botns, með styttingu leitar og björgunartíma um meira en 50% miðað við núverandi útbúnað sem er notaður. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3.900.000.
Hvað ert þú gamall?
Er sextán ára, verða sautján.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Bekkjarins!
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Út af félagslífinu og langaði ekki í neinn annan skóla.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Klárlega félagslífið.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Elska’ða!
Hvað hræðist þú mest? Hef enga hugmynd. Örg bara geitunga eða eh.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt: Bink brúsar og kalt: Vans og Converse.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Lauren - Jay1 og Deno.
Hver er þinn helsti kostur? Úff, það er svo mikið. Ætli það sé ekki bara kurteisi.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Insta og fokking Inna!
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Er að pæla í flugmanninum er samt ekkert 100% ákveðinn.
Hver er þinn stærsti draumur? Að vera viðbjóðslega ríkur og lifa fullkomnu lífi.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ríkur og myndarlegur náungi.
Barngóður íþróttakappi
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Guðmundur Snær Andrason
Aldur: 13 ára
Skóli: Holtaskóli
Bekkur: 8. bekkur
Áhugamál: Fótbolti og vera með vinum
Guðmundur Snær er þrettán ára fótboltakappi í Holtaskóla sem er barngóður og góður í flestum íþróttum. Guðmundur er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Tristan, út af því að hann er mjög efnilegur í fótbolta og ég trúi því að hann komist í landsliðið einhvern tímann.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Veit ekki, það eru alltof mikið af sögum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Hjörtur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Lonely eftir Akon.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
KFC, allan daginn.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
Deadpool 2.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Fótbolta, mark og síma, þá myndi mér ekki leiðast.
Hver er þinn helsti kostur?
Góður í flestum íþróttum og barngóður.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi vilja vera ósýnilegur.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar það er hægt að treysta því og það eru ekki feimið við að kynnast þér.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Reyna komast lengra í fótboltanum.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Fallegur.
v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M // 9
Skipt verði um gervigras á
Hópinu fyrr en áætlað var
Í ljósi nýrra upplýsinga frá þeim aðila sem tók út gervigrasið í Hópinu var boðað til fundar með úttektaraðilanum 1. febrúar. Samkvæmt fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023 stendur til að ráðast í viðgerðir á gervigrasinu í Hópinu og skipta út lýsingu í húsinu.
Í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu á fundinum með úttektaraðilanum hvetur frístunda- og menningarnefnd til þess að skipt verði um gervigras á Hópinu fyrr en áætlað var og að vinna við útboð vegna framkvæmdanna hefjist sem fyrst, að því er fram kemur í bókun fulltrúa B, D og U-lista. Fulltrúar M-lista taka undir bókunina.
Sokkinn bátur verður ræðupúlt
Um hádegisbil þann 30. ágúst 2021 sökk eikarbáturinn Dúa II í Grindavíkurhöfn. Eikin úr bátnum, sem Grindvíkingar þekkja best sem Kára GK 146, var notuð í nýtt ræðupúlt í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar. Húsgagnaframleiðandinn Artic Plank eignaðist eikina úr bátnum þegar hann var kominn á þurrt land í byrjun september 2021. Artic Plank er fyrirtæki í eigu Högna Stefáns Þorgeirssonar, smiðs og dúklagningarmanns. Högni hefur búið til fjölmarga gæðagripi úr timbri sem Þegar í ljós kom að Högni ætlaði sér að endurnýta timbrið úr Kára GK lýsti Grindavíkurbær yfir vilja sínum til að hluti hins sokkna báts yrði aðgengilegur Grindvíkingum um ókomna framtíð. Úr varð að Högni smíðaði púlt úr bátnum sem nú er Dúa II var smíðuð úr eik í Halmstad í Svíþjóð árið 1954 og mældist 39 brl. að stærð. Báturinn hét upphaflega Sigurfari SF 58 frá Hornafirði, síðar Farsæll SH 30 og Örninn KE 127 og svo Kári GK 146, nafn sem hann bar í tæp 40 ár. Vorið 2005 var hann seldur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Aggi Afi EA 399. Síðar hét hann Aníta KE 399 og svo Dúa II RE 400. Myndirnar af Dúu II tók Jón Steinar Sæmundsson.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 10 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
HJALLI LÖGGA
Bæjarpólitíkus og fyrrum keppnismaður
„Ég hef held ég alltaf verið frekar fylgjandi sjálfstæðisstefnunni“, segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, lögreglumaður og fyrrum keppnismaður í knattspyrnu, körfuknattleik og júdó.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Hjalli eins og hann er betur þekktur, fluttist ekki til Grindavíkur fyrr en hann var þrettán ára. „Ég er fæddur árið 1966 og ólst upp í Reykjavík. Svo fluttum við fjölskyldan til Krýsuvíkur þegar ég var tíu ára, vorum þar með búskap og þar þurfti maður að ganga í öll störf og hafði gott af. Ég gekk í Landholtsskóla þá en svo fluttum við til Grindavíkur árið 1979 og þar hef ég verið allar götur síðan og geri ekki ráð fyrir að flytja úr því sem komið er. Það var gaman að flytja til Grindavíkur og ég féll tiltölulega fljótt inn í hópinn, byrjaði strax að æfa körfu- og fótbolta. Ég hafði verið að æfa fótbolta með ÍR áður en ég flutti til Krýsuvíkur en á aldrinum 10-13 ára var ekkert slíkt í boði, bara að taka til hendinni í sveitinni. Því leið ekki langur tími frá því að ég flutti þar til ég var byrjaður að æfa íþróttir og bætti meira að segja júdóinu við. Jói júdó eins og hann er kallaður í Grindavík, var að þjálfa júdó í Grindavík og hafði gert lengi. Það átti vel við mig, ég bjó að ákveðnum styrk þar sem ég hafði þurft að taka til hendinni sem ungur pjakkur. Við vorum mjög öflugir, tókum Reykvíkingana og tuskuðum þá til, hér voru strákar byrjaðir að vinna baki brotnu, bæði á sumrin og með skóla á veturna svo við bjuggum yfir meiri styrk en margir jafnaldrar okkar.“
Keppti í öllum þremur greinunum
á Landsmótinu 1990
Hjalli æfði og keppti í knattspyrnu, körfuknattleik og júdó. „Það var mjög algengt á þessum tímum að æfa fleiri en eina íþróttagrein. Um tíma var ég að æfa allar þessar þrjár greinar í einu en hætti svo í júdóinu og einbeitti mér að fót- og körfubolta. Það var hentugt því þá slapp maður að mestu við undirbúningstímabilið í þeirri greininni sem var í dvala og mætti sprækur til leiks þegar tímabil viðkomandi greinar hófst. Ég spilaði þessar tvær greinar jöfnum höndum til ársins 1992 þegar ég lagði körfuboltaskónum en þá vorum við Grindvíkingar búnir að koma okkur upp í úrvalsdeildina og vorum með ansi gott lið. En þegar aldurinn færðist yfir þá fór að verða erfiðara að sameina þessar greinar svo ég lagði körfuboltaskónum og einbeitti mér bara að fótboltanum. Ég lék til ársins 1999 en í heildina á ég rúmlega 300 leiki skráða í fótbolta og um 200 leiki í körfubolta. Gaman frá því að segja að júdóferillinn fékk snubbóttan endi en á Landsmótinu sem haldið var í Mosfellssveit árið 1990 eins og bærinn hét þá, þá ætlaði ég að keppa í fót- og körfubolta en hitti á Jóa júdó sem sagði að ég yrði að skella mér í júdógallann, það vantaði mann. Ég var tregur til en lét undan, mætti Ómari Sigurðssyni frá Keflavík, landsliðsmanni og hann var laglega fljótur að afgreiða mig, var næstum búinn að svæfa mig á 30 sekúndum þegar ég klappaði í gólfið. Ég stóð upp og gekk til Jóa sagði honum að nú ég væri hættur í Júdó. Jói svaraði að bragði að þetta væri ekkert að marka en Ómar væri margfaldur meistari! Frekar súr endir á júdó -
ferlinum en yfir höfuð er ég stoltur af íþróttaferlinum mínum, ég barðist alltaf til síðasta svitadropa og held ég hafi smitað út frá mér til liðsfélaga minna en löstur minn þá var líka kostur, ég þoldi ekki að tapa,“ segir Hjalli.
Lögregluferillinn og fjölskyldan
Hjalli vann hina og þessa verkamannavinnu eftir grunnskólann en fann svo fjölina. „Ég fór eitthvað í FS en fann mig ekki, reyndi fyrir mér á sjónum en það var nánast vonlaust sökum ægilegrar sjóveiki og aumingjaskaps. Ég vann um tíma í múrverki með Gulla Hreins en svo var það árið 1986 að auglýst var eftir afleysingamanni hjá lögreglunni og ég prófaði. Fann mig strax vel, fór í lögregluskólann og útskrifaðist 1989. Fyrstu árin var ég eingöngu að vinna hjá lögreglunni í Grindavík en svo sameinaðist embættið lögreglunni í Keflavík árið 2000. Síðar meir sameinaðist svo það batterý lögreglunni á Keflavíkurflugvelli og í dag er þetta lögreglan á Suðurnesjum. Við erum tveir lögreglumenn hér í Grindavík sem stöndum vaktina í sitthvoru lagi en þurfum auðvitað reglulega
að kíkja annað á Suðurnesin þegar eitthvað kemur upp á.“
Rafbyssuumræðan hefur verið nokkuð hávær að undanförnu, Hjalli hefur sína skoðun á því. „Þjóðfélagið hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum, það er varla að ég muni eftir einu tilviki fyrir tíu árum þar sem ógn stafaði af vopni en það er orðið mun algengara í dag. Hnífaburður er miklu meiri í dag en áður. Ég skil ekki alveg þessa umræðu og hvernig hægt er að vera á móti þessu. Rafbyssa er gríðarlega öflugt varnartæki fyrir lögreglu ef á hana er ráðist. Einnig sem valdbeitingartæki ef önnur úrræði duga ekki við handtöku. Að handtaka fílhraustan aðila sem er einnig ölvaður eða hvað þá undir áhrifum annara vímuefna er aldrei hættulaust. Rafbyssa yrði ekki notuð nema í mjög sérstökum aðstæðum. Mér er stundum hugsað til félaga minna úti á landi sem eru ýmist að vinna einir eða í fámennu liði, rafbyssan myndi auka öryggi þeirra gífurlega. Það er einfaldlega allt sem mælir með þessu, rafbyssuúrræðið er margfalt hættuminna og öruggara fyrir alla, ekki síst þann aðila sem lögreglan er að reyna yfirbuga. Þau valdbeitingarúrræði sem lögreglan hefur í dag, kylfa, piparúði eða hvað þá skotvopn, gera viðkomandi mun meiri skaða heldur en rafbyssan. Þetta er ósköp einfalt, rafbyssan eykur gífurlega á öryggi allra, ekki síst okkar lögreglufólksins,” segir Hjalli.
n Rafbyssan er gífurlega öflugt öryggistæki
n Hefur keppt í úrvalsdeild með Grindavík í fótog körfubolta
Of margar bandarískar fréttamyndir?
Hann hélt áfram. „Maður hefur aðeins á tilfinningunni að þeir sem eru á móti hafi horft á aðeins of margar bandarískar fréttamyndir og við munum misbeita þessu varnartæki en það er ekki hægt nema upp um það komist því rafbyssan log-ar allt sem við gerum. Það er innbyggð myndavél í henni og við þurfum að skila skýrslu eftir notkun. Með fullri virðingu fyrir bandarískum lögreglumönnum þá hef ég þá trú á mínum starfssystkinum að við beitum skynseminni og eins og ég segi, ef einhver verður uppvís að vafasamri notkun, þá mun það koma fram og viðkomandi þarf að svara fyrir gjörðir sínar. Á enda dagsins snýst þetta alltaf um færni lögreglumannsins til að takast á við þær aðstæður sem upp koma,“ segir Hjalli.
Fjölskyldan og pólitíkin
Hjalli kynntist konunni sinni og saman eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. „Ég kynntist Ágústu 1983 en þá var ég sautján ára gamall.
Við eignuðumst Grétu Dögg árið 1986, Hallgrímur kom árið 1992 og Unnar árið 1997. Barnabörnin eru orðin þrjú, Katrín Eva,13 ára, Unnur Embla 11 ára og Hjálmar Logi 7 ára. Fjölskylduáhugamálin eru samvera að flestu leiti eins og matarboð, allskyns spilamenska, íþróttir, ferðalög og veiðitúrar.” Keppnismaðurinn dembdi sér síðan í bæjarpólitíkina í Grindavík. „Ég hef held ég alltaf verið frekar fylgjandi sjálfstæðisstefnunni, frelsi til athafna er kjörorðið. Hef kannski ekki alltaf verið helblár en heilt yfir er ég fylgjandi þessari stefnu. Það má ekki gleyma að fjórðungur þjóðarinnar kýs Sjálfstæðisflokkinn og auðvitað hefur fólk ólíkar skoðanir á einstökum málum en við myndum okkur stefnu á Landsfundinum. En það er ekki svo að allir eru sammála í flokknum enda tekist á um mörg mál. Stundum þarf fólk að sætta sig við að það er ekki hægt að gera öllum til hæfis í svo stórum stjórnmálaflokki. Ég vissi ekki hversu sterkt afl þessi Landsfundur er fyrr en ég mætti en þar eru málstofur um hin og þessi mál og á enda dagsins er kosið um hvert og eitt, lýðræðið einfaldlega ræður. Ég hafði ekki mikið spáð í pólitíkina þannig séð en hef alltaf haft skoðanir á hlutunum og þegar umræðan var á sínum tíma í Grindavík með nýja búningsklefa, nýtt íþróttahús eða stækka það gamla, þá
fór ég að spá í hvort ég myndi ekki bara vilja leggja mitt af mörkum í stað þess að þrasa við eldhúsborðið. Fór í prófkjörið hjá Sjálfstæðisflokknum í Grindavík árið 2014, fékk góða kosningu og hef verið á kafi í bæjarpólitíkinni síðan þá. Það sem ég er stoltastur af er líklega það sem við fórum af stað með árið 2014, bygging félagsaðstöðu eldri borgara sem vonandi verður opnuð 2024 og við bættum við sex íbúðum við Víðihlíð. Við byggðum nýtt íþróttahús í stað þess að stækka það gamla og ekki nóg með það, höfðum vit á að byggja í leiðinni aðstöðu fyrir júdóið sem hafði verið á algjörum hrakhólum. Það hefur komið mjög vel út og í leiðinni er komin frábær aðstaða fyrir pílukastið sem er á mikilli uppleið í Grindavík. Hvað ég hefði viljað að við hefðum gert öðruvísi á þessum árum, alltaf gott að vera vitur eftir á, ég skal ekki segja. Það er auðvitað heilmargt og ég er ekki viss um plássið í blaðinu rúmi þær breytur,“ sagði Hjalli að lokum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson stendur vaktina fyrir Víkurfréttir í Grindavík.
Ef þú vilt koma á framfæri efni eða ert með ábendingu um áhugavert efni sem á erindi við miðla Víkurfrétta, þá endilega hafðu samband í gegnum póstfangið sigurbjorn@vf.is
VÍKURFRÉTTIR
Hjalli í leik gegn KR í efstu deild í knattspyrnu.
Mynd úr bókinni Íslensk knattspyrna
v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M // 11
Friðrik Ragnarsson og Hjalli í leik Grindavíkur og Njarðvíkur fyrir „fáeinum“ árum. Mynd úr safni Víkurfrétta
Spurningar og svör um Suðurnesjaháspennulínu
Þorvaldur Örn Árnason
Ekki er deilt um það að tvær háspennulínur milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins gefa meira öryggi en ein lína. Spurningin er hvers eðlis ný lína eigi að vera og hvar hún eigi að liggja þannig að ávinningur verði sem mestur og sjónmengun sem minnst – og fjármunum best varið. Um það er deilt. Meirihluti nýrrar línu myndi liggja um Sveitarfélagið Voga og því eðlilegt að íbúar þar, landeigendur og bæjarstjórn, taki afstöðu til þess hvernig þeim málum verði háttað.
Nýlega lagði ég spurningar fyrir Landsnet. Þær voru birtar hér í Víkurfréttum 02.02.2023, ásamt svörum Landsnets. Skoðum málið nánar.
Eflaust hefði straumleysið staðið styttra ef önnur háspennulína hefði verið til staðar. En fleira skiptir máli. Raforkuöryggi á Suðurnesjum líður verulega fyrir það að ekki skuli vera hægt að skipta snurðulaust yfir í „eyjarrekstur“ virkjana á Suðurnesjum ef samband við meginraforkukerfi landsins rofnar. Þær virkjanir geta annað um tvöfaldri aflnotkun á Suðurnesjum ef þar til gerður stýribúnaður, sem getur skipt virkjunum snurðulaust yfir í eyjarekstur, væri til staðar. Í versta falli gæti hraunrennsli fyrirvaralítið slitið sambandið við höfuðborgarsvæðið, jafnvel þó búið væri að byggja aðra línu samhliða núverandi línu. Ef báðar lílnurnar væru úti gætu jarðgufuvirkjanirnar hæglega séð öllum Suðurnesjum fyrir nægu rafmagni í langan tíma í eyjakeyrslu. Þennan stýribúnað vantar hugsanlega vegna þess að raforkukerfið hér er í megindráttum hannað þegar til stóð í upphafi aldarinnar að byggja hér álver sem myndi nota gríðarmikla raforku. Firnasterkt og dýrt flutningskerfi
hefði þá verið byggt fyrir álverið og Suðurnesin og þá hefðu Gufuaflsvirkjanir á Suðurnesjum hvergi nærri dugað fyrir eyjarkeyrslu Suðurnesja. Þegar hætt var við álverið
hefði átt að vera ljóst að grípa þyrfti til annarra leiða til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Ein leið hefði verið að byggja Suðurnesjalínu 2 en þar sem leyfi fékkst ekki fyrir loftlínunni þá hefði átt að grípa til annarra ráða t.d. leggja jarðstreng eða að tryggja snurðulausa skiptingu rafstöðva á Suðurnesjum yfir í eyjakeyrslu. Hvar liggur ábyrgðin?
Stefna Landsnets að ætla að hafa
Suðurnesjalínu 2 óþarflega afkastamikla (220 kV) er að líkindum arfur frá þessum tíma stóriðjudrauma.
Suðurnesjalína 1 er að flytja (frá
Suðurnesjum) u.þ.b. helming þess afls sem hún getur flutt. Jarðstrengur sem flutt getur álíka mikla eða jafnvel meiri orku ætti því að nægja.
Enn og aftur fullyrðir Landsnet í
fyrrnefndum svörum sínum: „Ekki
hefur verið hægt að bæta við afhendingu raforku á Suðurnesjum í langan tíma sem hefur bitnað bæði á íbúum og atvinnulífi á svæðinu.“ Það getur ekki verið vegna skorts á afli virkjana á Suðurnesjum sem er um tvöfalt meiri en notkun. Ekki heldur vegna skorts á flutningsgetu, því eftir því sem notkun á Suðurnesjum eykst minnkar þörfin á flutningi raforku milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins! Reyndar er unnið að stækkun Reykjanesvirkjunar og gert ráð fyrir að uppsett afl hennar aukist úr 100 í 130 MW á næstu árum. En það breytir litlu ef raforkunotkun á Suðurnesjum eykst jafnframt næstu árin og Landsnet hefur burði til að afhenda þá raforku og stýra raforkukerfinu af sæmilegu öryggi. Það má því spyrja hvort fullyrðing Landsnets um "að ekki sé hægt að bæta við
raforku á Suðurnesjum...“ megi í raun rekja til ófullnægjandi ráðstafana til að tryggja raforkuöryggi en ekki til aflskorts, s.b.r. hér á undan? Hvar liggur þá ábyrgðin?
Í fyrrnefndu svari telur Landsnet
það vandkvæðum bundið að tengja
nýja 132 kV línu/jarðstreng inn á 132 kV kerfið á höfuðborgarsvæðinu þó
það sé ekki vegna flutningsgetu. En þarf spennir sem tengir 132 kV kerfið
á Suðurnesjum við 220 kV kerfið í höfuðborginni endilega að vera á
Suðurnesjum? Gerði hann ekki sama gagn í þessu sambandi þó hann væri í tengivirki í Hafnarfirði og báðar
Suðurnesjalínurnar á 132 kV? En ef 220 kV jarðstrengur er fýsilegur kostur þrátt fyrir mun hærri kostnað en 132 kV jarðstrengur þá er hvorutveggja ásættanlegt frá sjónarhóli
íbúa í Vogum. Af framansögðu ætti að vera ljóst að það getur EKKI ráðið úrslitum um afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum hvort ný lína, til viðbótar þeirri sem fyrir er milli Hafnarfjarðar og Suðurnesja er 220 kV loftlína, eins og Landsnet heimtar, eða 132 kV (eða jafnvel 220 kV) jarðstrengur – sams konar og sá sem liggur yfir mikið jarðsprungukerfi og tengt hefur Nesjavallavirkjun snurðulaust við höfuðborgarsvæðið í meira en áratug. Ekki er lengur teljandi verðmunur á loftlínu og 132 kV jarðstreng.
Stjórnendur Landsnets eru enn þeirrar skoðunar að meira öryggi felist í því að tengja Suðurnes og höfuðborgarsvæðið með tveimur samliggjandi loftlínum, heldur en með einni loftlínu og einum jarðstreng. „Samkvæmt bestu upplýsingum sem Landsnet býr yfir eru jarðstrengir mjög viðkvæmir fyrir höggvunarhreyfingum og því ekki ákjósanlegir á stöðum þar sem líkur á jarðhræringum eru jafn miklar og á Reykjanesi.“ Þetta svar bendir til þess að Landsnetsmenn þurfi að leita áreiðanlegri upplýsinga. Ég mæli með að þeir lesi t.d. greinargerð dr. Ástu Rutar Hjartardóttur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans frá 12. desember sl., þar sem segir m.a.: „Á Reykjanesi fyrirfinnast sem kunnugt er svæði sem eru með töluvert mörgum sprungum. Þessi sprungusvæði eru hins vegar ekki öll eins, þau hafa eiginleika sem breytast eftir því hvar þau eru á skaganum. Því eru sprungukerfi Reykjanessins ekki einsleit fyrirbæri, til dæmis eru sprungur í nágrenni Voga við enda sprungusveims og mun minna virkar heldur en sprungur á sunnanverðum og miðjum skaganum.“ Ásta segir ennfremur: „Við norðurhluta Rauðavatns liggur nú þegar jarðstrengur, á svæði sem er nokkuð keimlíkt svæðinu þar sem umræddur jarðstrengur er teiknaður við Reykjanesbraut. Því er mikilvægt að huga að þeim jarðstreng ef talið er að ekki sé skynsamlegt að leggja jarðstreng við Voga vegna sprunguhreyfinga.“
Ég ráðlegg Landsnetsmönnum að lesa niðurstöður Ástu vandlega og komast hjá því að gera afdrifarík mistök.
SUÐURNESJABÆR
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Sagnastund á Garðskaga á laugardaginn
Sagnastund verður á Garðskaga laugardaginn 11. febrúar kl. 15:00.
Byggðin á Suðurnesjum byggðist upp á fiskveiðum og fiskvinnslu. Sjósókn er Suðurnesjamönnum í blóð borin. Þrír fyrrum skipstjórar koma að sagnastundinni í þetta sinn og segja frá eftirminnilegum degi eða sjóróðri hver fyrir sig. Þeir eru Ásgeir Hjálmarsson, Hafsteinn Guðnason og Magnús Guðmundsson. Sagnastundin verður haldin í veitingahúsinu Röstinni á Garðskaga, Skagabraut 100 í Suðurnesjabæ. Frír aðgangur. Hægt er að kaupa kaffi eða te með vöfflu eða köku og svokölluð happy hour stund verður fyrir þá sem slíku vilja vita af.
Byggðasafnið á Garðskaga verður opið frá kl. 13 til 17 sama dag, ef
gestir vilja skoða safnið fyrir eða eftir sagnastundina.
Áformað er að næstu sagnastundir verði laugardagana 11. mars, 15. apríl
og 13. maí 2023. Síðar verður greint frá dagskrá þá daga. Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.
Aðalskipulag Suðurnesjabæjar samþykkt í bæjarstjórn
Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022–2034 ásamt umhverfismatsskýrslu var auglýst þann 9. nóvember 2022 með fresti til að skila inn umsögnum og athugasemdum til og með 23. desember 2022.
Alls bárust umsagnir og athugasemdir frá tuttugu og tveimur aðilum á auglýsingartímanum. Auk þess eru teknar inn athugasemdir sem bárust við kynningu lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar vegna
uppbyggingar í landi Gauksstaða og varða tillögu að aðalskipulagi. Um er að ræða athugasemdir frá þrettán aðilum. Einnig erindi sem sent var fyrir hönd eigenda jarðarinnar Bala og varðar sjóvarnir, en erindið barst fyrir auglýsingartímann.
Aðalskipulagið var á dagskrá bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þann 1. febrúar sl. og hlaut þar eftirfarandi afgreiðslu: Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir samhljóða Aðalskipulag
Suðurnesjabæjar 2022–2034 og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið ásamt umhverfismatsskýrslu til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt felur bæjarstjórn sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu, afgreiðslu og umsögn Suðurnesjabæjar um athugasemdir og að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
12 // v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M
Séð yfir hluta byggðarinnar í Garði.
„Ég hef mjög gaman að því af klippa svo það er engin ástæða til að hætta á meðan heilsan leyfir,” segir Hrönn Sigurðardóttir, hárgreiðslumeistari í Vogum. Hún fagnaði 40 ára starfsafmæli í Vogum laugardaginn 4. febrúar en starfsferillinn hófst þó fyrr – í Hafnarfirði þaðan sem hún er en þau hjónin ákváðu að flytja í Voga fyrir fjörutíu árum.
„Ég er fædd og uppalin í Hafnarfirði, gekk í Öldutúnsskóla og kláraði svo gagnfræðaskólann í Flensborg en á þessum tíma var Flensborg ekki orðinn framhaldsskóli. Ég fór svo beint í Iðnskólann í Hafnarfirði að læra hárgreiðslu en ég vissi frá unga aldri hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór, það kom aldrei neitt annað til greina. Ég komst fljótlega á samning hjá meistara og var komin með sveinsprófið þremur árum síðar. Ég vann svo á stofu í Hafnarfirði í einhvern tíma en mágur minn og svilkona bjuggu hérna í Vogum og sannfærðu okkur um ágæti þess að flytja hingað og við gerðum það - sem betur fer því hér er gott að búa. Það var svipað ástand á húsnæðismarkaðnum á þessum tíma, hér var hægt að eignast einbýlishús fyrir sama pening og litla íbúð í Hafnarfirði svo við stukkum á þetta hús sem þá var fokhelt og komum okkur hægt og býtandi fyrir. Ég var strax með augastað á þessu herbergi varðandi vinnuna mína og þar hef ég verið allar götur síðan og sé ekki fyrir mér að breyta til úr því sem komið er.“
Í dag búa um 1400 manns í Vogum en þegar Hrönn flutti í bæinn fyrir
Dagur tónlistarskólanna
Hljóðfærakynning fyrir Forskóla 2 í tilefni Dags tónlistarskólanna
Tónlistarskólar landsins eru um 90 talsins og standa fyrir fjölbreyttu og
öflugu skólastarfi. Dagur tónlistarskólanna er haldinn 7. febrúar ár hvert en það er fæðingardagur Gylfa
Þ. Gíslasonar sem var menntamálaráðherra á árunum 1956–1971. Gylfi hefur gjarnan verið kallaður „faðir íslenskra tónlistarskóla“ en hann kom því í gegn í ráðherratíð sinni að sveitarfélög sem hefðu hug á því að stofna tónlistarskóla fengju til þess styrk úr ríkissjóði sem næmi ákveðnum hluta launakostnaðar. Síðar var þessum lögum breytt á þann veg að launastyrkur ríkisins var aukinn, sem varð sveitarfélögum enn meiri hvatning til að koma tónlistarskólum á fót og þá fjölgaði þeim umtalsvert. Íslenskt tónlistarlíf og -menntun mun alla tíð búa að framsýni Gylfa Þ. Gíslasonar og áhuga hans á aukinni og markvissri tónlistarmenntun þjóðarinnar.
Í tilefni af Degi tónlistarskólanna efna íslenskir tónlistarskólar
til ýmiss konar viðburða með það að markmiði að auka sýnileika og styrkja tengsl við nærsamfélagið. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er enginn eftirbátur þar og í tilefni af Degi tónlistarskólanna efnir skólinn til hljóðfærakynningar í tónlistarskólanum laugardaginn 11. febrúar n.k. fyrir Forskóla 2, sem eru öll börn í 2. bekk grunnskólanna. Dagskráin hefst kl.10:30 með stuttum tónleikum forskólanemendanna, þar sem þeir flytja tvö stórskemmtileg lög við undirleik kennarahljómsveitar tónlistarskólans.
Að tónleikunum loknum fá forskólanemendurnir kynningu á þeim hljóðfærum sem hæfa svo ungum börnum að hefja nám á að forskólanáminu loknu. Það verða kennarar tónlistarskólans sem sjá um kynningarnar. Nemendur forskólans mega jafnframt prófa hljóðfærin og munu tónlistarkennararnir leiðbeina þeim við það. Hljóðfærakynningunni, og þar með dagskránni, lýkur kl.12:15.
Magnús & Jóhann – Aftur heim
Þeir Magnús og Jóhann snúa aftur heim í Stapa með stórtónleika í Hljómahöll þann 3. mars.
fjörutíu árum þá voru íbúarnir um 500–600. „Þegar ég byrjaði þá var ekki í boði að vera með börn í leikskólanum nema hálfan daginn svo ég gat bara klippt hinn helminginn en ég hef alltaf verið í fríi á mánudögum, hef haft það sem reglu. Í minningunni hefur alltaf verið nóg að gera og þótt íbúafjöldinn sé búinn að rúmlega tvöfaldast síðan ég flutti, þá var jafn mikið að gera þá. Um tíma voru tvær aðrar konur að klippa líka en þær fóru svo að gera eitthvað annað. Ég er að klippa fjórar kynslóðir, allt frá ömmum og öfum niður í barnabarnabörn þeirra svo ég kvarta ekki, hef nóg að gera. Hver veit nema ég komist í fimm ættliði,“ segir Hrönn.
Tískan fer í hringi
Hárgreiðslur og klippingar eru háðar tískustraumum og hársnyrtirinn þarf að fylgjast vel með. „Ég fer á námskeið þegar tækifæri gefst og á líka til að gleyma mér á netinu yfir klippingum. Tískan fer reyndar alltaf í hringi, „Mullet“-greiðslan t.d., sem var svo vinsæl á áttunda og níunda áratugnum, er búin að vera vinsæl undanfarið en þó í aðeins breyttri mynd. Ef grunnurinn er fyrir hendi er auðvelt að tileinka sér nýjustu tískustrauma.“
Hrönn er mjög lífsglöð og greinahöfundur reyndi að fá hana í sjónvarpsviðtal í Suðurnesjamagasíni, hún féllst á að gera það ef hún myndi fagna fimmtíu ára starfsafmæli. „Ég verð sextíu og fimm ára á þessu ári og ég sé ekki fram á að hætta strax, ég yrði fljót að koðna niður ef ég myndi hætta að klippa. Ég hef mjög gaman að þessu, hitti mikið af skemmtilegu fólki svo það er engin ástæða til að leggja skærunum á meðan heilsan er svona góð. Eigum við ekki að segja að ég mæti í sjónvarpsviðtal til þín ef ég verð ennþá að klippa eftir tíu ár,” sagði Hrönn hress að lokum.
Þeir hafa gefið út fjölda laga í gegnum tíðina sem allir landsmenn þekkja. Má þar á meðal nefna lögin Álfar, Söknuður, Ást, Blue Jean Queen, Jörðin sem ég ann, Í Reykjavíkurborg, Þú átt
mig ein, Yakety Yak, Mary Jane, Seinna meir, Ísland er land þitt og þannig mætti áfram telja. Þetta verður kvöldstund sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Miðasala er hafin á hljomaholl.is
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Fjármála- og stjórnsýslusvið - Rekstrarfulltrúi
Fjármála- og stjórnsýslusvið - Skjalavörður
Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
„Mullet“, permanent og strípur í 40 ár í Vogum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M // 13
sport
Leikjahæsti þjálfarinn í meistaraflokki á Íslandi
Það er léttara að byggja upp
„Hættum að plástra eftir á,“ segir Bjarni Jóhannsson, knattspyrnuþjálfari og íþróttakennari sem er á leiðinni til Noregs að kynna sér afreksþjálfun barna og unglinga og uppbyggingu skólakerfisins þar í landi.
Bjarni, sem er ættaður frá Norðfirði, flutti í Reykjanesbæ árið 1988 þegar gerðist íþróttakennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Eftir að hafa ráðið sig sem íþróttafulltrúa í Mosfellsbæ, og búið þar í þrettán ár, þá fluttist hann aftur til Reykjanesbæjar árið 2005 og hefur búið þar síðan. Þjálfun hefur verið stór partur af lífi Bjarna allar götur frá því að ferillinn hófst á Ísafirði árið 1983 en þangað hafði hann farið sem leikmaður og tók við þjálfun kvennaliðs ÍBÍ. Síðasta þjálfaraverkefni Bjarna var að koma Njarðvíkingum upp í næstefstu deild á síðasta tímabili en hann er leikjahæsti þjálfarinn í meistaraflokki í sögu íslenskrar knattspyrnu. Alls eru skráðir 612 deildarleikir á Bjarna og þar fyrir utan eru auðvitað ótal leikir í bikar og Evrópukeppni auk æfingaleikja –svo í heildina eru leikirnir komnir vel yfir þúsund. Það yrði of langt mál að rekja allan þjálfaraferilinn en hann hefur verið farsæll og nokkrir titlar mætt í hús, auk þess að hafa farið upp um deild með lið sín í fjölmörg skipti. Frægðarsólin skein sjálfsagt hæst þegar hann þjálfaði lið ÍBV og gerði þá að Íslandsmeisturum tvö ár í röð og bikarinn fylgdi með seinna árið, 1998. Samhliða þjálfun þá hefur Bjarni að mestu unnið sem íþróttakennari í Borgarholtsskóla en hann er í námsleyfi þetta ár og er að fara til Noregs í endurmenntun. Þar ætlar hann að kynna sér afreksþjálfun ungmenna en Bjarni hefur sömuleiðis sterkar skoðanir á skólakerfinu í heild sinni. Hann fór aðeins yfir þjálfaraferilinn áður en hann sagði frá því sem blundar í honum.
Flottur þjálfaraferill
„Ég get verið stoltur af mínum þjálfaraferli en honum er þó ekki lokið ef ég fæ einhverju um ráðið. Ég var að klára mitt þrítugasta og fjórða meistaraflokksár síðasta sumar og mig grunar að ég eigi eftir að taka eitt lið í viðbót áður en ferlinum lýkur. Þjálfaraferillinn er búinn að vera farsæll myndi ég segja, bæði hef ég unnið titla og farið með lið upp um deild. Leikirnir eru orðnir 612 og gaman frá því að segja að leikur númer 600 var 29. júní í fyrra, klukkan sex og við unnum KF [Knattspyrnufélag Fjallabyggðar]
6:0. Titlarnir eru eftirminnilegir og ég er stoltur af því að hafa náð að byggja upp ákveðinn grunn hjá liðum sem höfðu ekki haft mikinn stöðugleika og flakkað á milli deilda, t.d. Breiðablik og Stjarnan sem fóru upp í efstu deild undir minni stjórn og festu sig þar í sessi. Þessi lið hafa verið mjög farsæl að undanförnu en ég lagði og legg alltaf mikla áherslu
á að hafa umgjörðina í kringum leikmenn mína sem besta. Sömuleiðis
hef ég nánast alltaf átt farsælt og gott samstarf við stjórnarfólkið en hvenær ég tek við liði aftur verður
bara að koma í ljós. Ég er á leiðinni í nám þar sem ég ætla að kynna mér hvernig Norðmenn huga að sínu unga afreksíþróttafólki, þ.e. hvernig námið fer saman við íþróttaástundunina. Enn fremur að kynna mér uppbyggingu grunnskólakerfisins.“
Bjarni á rúmlega þrjátíu ára starfsferil sem íþróttakennari og hefur sínar skoðanir á skólakerfinu og er
jafnvel með byltingarkenndar pælingar um hvernig megi gera hlutina betur. „Það sem vakir helst fyrir mér er að þróa betur afreksíþróttasvið framhaldsskólanna en eftir að framhaldsskólanámið styttist úr fjórum árum í þrjú þá gefur auga leið að afreksíþróttafólk á erfiðara með að sinna íþrótt sinni af sama krafti ef skóladegi lýkur ekki fyrr en seinni partinn. Sem dæmi eru knattspyrnulið mörg hver orðin eins og atvinnumannalið þar sem stundum er æft tvisvar sinnum á dag, fyrst á morgnana og margir efnilegir leikmenn eru í námi og geta ekki sinnt íþrótt sinni sem skyldi m.v. núverandi kerfi. Þess vegna er ég á leiðinni í íþróttaháskólann í Osló til að kynna mér nýjungar í þessum málum. Á Norðurlöndunum er afreksíþróttafólkið tekið út fyrir sviga og námið planað eftir hvernig viðkomandi vill stunda íþrótt sína samhliða því, hvort sem námið tekur þrjú, fjögur eða fimm ár. Þessi sveigjanleiki verður að vera til staðar fyrir íslenska afreksíþróttakrakka. Ég trúi því að ráðning Vésteins Hafsteinssonar hjá ÍSÍ muni hjálpa til en hann hefur verið erlendis lengi og þekkir vel inn á þessi mál,“ segir Bjarni.
Kyrrseta barna vandamál
Kyrrseta barna og hreyfingarleysi er áhyggjuefni í okkar samfélagi í dag. Bjarni hefur sínar skoðanir á þessum málum. „Samfélagið er gjörbreytt frá því sem áður var. Afþreying netmiðla fyrir börn þekktist ekki hér áður fyrr, sem hefur valdið meira hreyfingarleysi. Foreldrar eru yfirleitt bæði útivinnandi og stofnanir sjá meira og minna um uppeldi barnanna. Samvera foreldra og barna verður að aukast, er ekki hægt að gera þetta með öðrum hætti? Má ekki vinnudagurinn vera styttri, þarf að henda börnum strax í dagvistun eða leiksskóla við eins árs aldurinn? Getum við lengt fæðingarorlofið? Það þarf að verða hugarfarsbreyting hjá okkur. Að mínu mati taka foreldrar of lítinn þátt í uppeldi barna sinna. Það þarf að lengja fæðingarorlofið, jafnvel að borga foreldrum fyrir að vera lengur heima hjá barninu sínu. Kyrrseta barna er allt of mikil og í raun kunna þau ekki að hreyfa sig al-
mennilega. Hér áður fyrr fóru börn út að leika og lærðu að hoppa og hlaupa en í dag þekkist þetta varla og ég vil að foreldrum sé kennt hvernig þau geta hreyft börnin sín. Sá sem kaupir hund fer á hundanámskeið til að læra hvernig hann eigi að ala upp hundinn sinn, ég er hræddur um að margir nútímaforeldrar viti ekki alveg hvað þau eru að gera þegar kemur að hreyfingu barnanna. Eins eigum við að kenna börnum fyrr á líkamann sinn, ef þau læra fljótt um skaðsemi hreyfingarleysis þá eru meiri líkur á að þau sýni sjálf frumkvæði af því að hreyfa sig reglulega.“
Bjarni vill sjá stjórnvöld taka alvöru skref í að bæta lýðheilsu Íslendinga. „Ég tel mjög mikilvægt að allar tómstundir barna séu gjaldfrjálsar.
Börn eiga að geta lært á hljóðfæri, lært myndlist, iðkað íþróttir o.s.frv. án tillits til þess hvort foreldrarnir hafi efni á því eða ekki. Mér þætti fróðlegt að sjá útreikning á svona dæmi en hversu mikið myndi sparast til lengri tíma litið, ef þetta er strax innprentað í börnin, í stað þess að þau endi utan vegar síðar meir á lífsleiðinni. Við erum alltof mikið að plástra og reyna laga hlutina eftir á í staðinn fyrir að grípa strax í taumana og fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. Ég er sannfærður um að það myndi skila meiru til lengra tíma litið. Það er léttara að byggja upp börn heldur en að gera við fullorðna. Ég á mér þann draum að eitthvert samfélagið geri þetta að verkefni. Auðvitað mun það kosta en ef hluti arðgreiðslna fyrirtækja fer í að byggja þetta upp með þátttöku ríkis og sveitarfélags þá er það að sjálfsögðu hægt. Allavega er ljóst í mínum huga að við verðum eitthvað að gera, við getum ekki haldið svona áfram. Við fljótum sofandi að feigðarósi og því fyrr sem hér verður hugarfarsbreyting, því betra. Rúm 90% af fjármagni í heilbrigðiskerfinu fer í að lagfæra fólk eftir að skaðinn er skeður. Við verðum að byrja á grunninum því lengi býr að fyrstu gerð,“ segir Bjarni.
Kveikjum neistann
Hverju sem um er að kenna þá líður börnum ekki eins vel í skóla í dag. Lestrarkunnáttu drengja hefur farið hrakandi og allskonar skólafælni er í gangi, bæði líkamleg og andleg. Bjarni heldur áfram. „Minn grunnur liggur í íþróttakennslu en ég hef sömuleiðis mínar skoðanir á skólakerfinu. Það er athyglisvert verkefni í gangi í Vestmannaeyjum sem heitir „Kveikjum neistann“ en það snýst um að breyta skóladeginum svo börn læri m.a. að lesa betur. Þau byrja daginn á hreyfingu og kveikja á líkamanum, fara svo í hinar hefðbundnu greinar en enda daginn svo á einhverju sem þeim finnst skemmtilegt. Við verðum að setja áhugamál barna og unglinga inn í skóladaginn en þetta verkefni kemur vel út og lofar góðu m.v. fyrstu niðurstöður. Vonandi munu aðrir skólar vera tilbúnir að taka þátt í þessu verkefni. Kjarkmiklir Vestmanneyingar riðu á vaðið og eiga þakkir skildar fyrir að sýna þetta frumkvæði.
Af hverju eiga strákar yfir höfuð erfiðara með að læra lesa í dag en áður fyrr? Við höfum verið að leggja áherslu á hraðlestur, til hvers? Af hverju eru samræmd próf í stærðfræði og íslensku, til hvers? Af hverju eru lesin dæmi í stærðfræði þar sem vitað er að börn hafa ekki náð tökum á lestri, til hvers? Það hefur aldrei verið eytt eins miklum tíma af skóladeginum í þessi helstu fög en árangurinn hefur aldrei verið eins lélegur. Hljótum við ekki að geta fundið betri aðferðir?
Bekkirnir hafa stækkað frá því sem var og eðlilega er þá erfiðara fyrir kennarann að sinna hverjum og einum eins vel. Þessi slæma þróun hefur verið í gangi ansi lengi og ég trúi ekki öðru en okkur beri gæfa til að snúa af þessari leið. Við þurfum að stíga eitt skref aftur á bak og endurhugsa þetta allt en getum svo vonandi tekið tvö stór skref áfram, hættum að plástra eftir á og förum að gera hlutina af meira viti,“ sagði Bjarni að lokum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
börn en að gera við fullorðna
Tveir góðir! Knattspyrnuþjálfararnir Bjarni Jóhannsson og Kjartan Másson.
Bjarni fyrir leik með Þrótti Nes á Keflavíkurvelli 1981.
Ég get verið stoltur af mínum þjálfaraferli en honum er þó ekki lokið ef ég fæ einhverju um ráðið ...
Bjarni og Ásgeir Sigurvinsson gerðu Fram að Reykjavíkurmeisturum árið 1993.
Lengjubikarinn 2023:
Ungt lið Keflavíkur fer vel af stað
Sindri Snær átti aftur góða sendingu inn fyrir vörn KA skömmu fyrir leikslok þar sem Axel Ingi Jóhannesson stakk sér inn fyrir aftasta mann og hamraði boltann í netið (85’). Sannkallaður þrumufleygur sem markvörður KA átti ekki neitt svar við. Fleiri urðu mörkin ekki og Keflavík byrjar tímabilið á frábærum sigri.
Einn sá efnilegasti í heimi í Njarðvík
Malasíski leikmaðurinn Luqman Hakim tekur slaginn með Njarðvík í Lengjudeildinni í sumar
Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við belgíska úrvalsdeildarklúbbinn K.V.
Kortrijk um að fá Luqman Hakim
lánaðan fyrir baráttuna í Lengjudeildinni í ár, samningurinn gildir út tímabilið 2023.
Myndskeið þar sem Hakim bregður á leik í snjónum á Íslandi hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana.
Af Facebook-síðu Njarðvíkur
Luqman Hakim er sóknarsinnaður leikmaður frá Malasíu og
hefur leikið tvo A landsleiki fyrir
Malasíu, þá hefur hann leikið fjölmarga leiki með yngri landsliðum. Hakim er tvítugur að aldri en hann komst á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn heims árið 2019. Hann var keyptur til K.V. Kortrijk frá heimalandi sínu árið 2020 og hefur síðan komið við sögu í tveimur leikjum fyrir félagið í belgísku úrvalsdeildinni.
Þar á meðal í einum leik á þessari leiktíð. Þar fyrir utan hefur hann spilað fyrir U21 árs og varalið félagsins.
Hakim er nú þegar kominn til landsins og verður gaman að fylgjast með þessum spennandi leikmanni í grænu treyjunni.
Það má segja að knattspyrnutímabilið á Suðurnesjum hafi formlega byrjað um helgina þegar Keflavík tók á móti KA í Lengjubikar karla. Ungt lið Keflavíkur stóðst þessa fyrstu prófraun með miklum sóma en eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik tryggðu heimamenn sér sigur með mörkum frá Sindra Þór Guðmundssyni og Axel Inga Jóhannessyni. Leikurinn var fjörugur og bæði lið fengu sín færi. KA komst yfir á 20. mínútu með skallamarki eftir góða
FLOTTUR ÁRANGUR FIMLEIKAFÓLKS
Þrepamót í áhaldafimleikum í 1., 2. og 3. þrepi fór fram hjá fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði helgina 28.–29. janúar og Þrepamót 2 var haldið þann 4. febrúar hjá fimleikadeild Gerplu í Kópavogi þar sem keppt var í 4. þrepi og 5. þrepi kvenna og karla.
Fimleikadeild Keflavíkur átti þar glæsilegan hóp af krökkum sem öll stóðu sig virkilega vel á sínu fyrsta þrepamóti á árinu. Keppendur sýndu glæsilega frammistöðu og náðu góðum árangri.
Keflvíkingar fögnuðu jöfnunarmarki Sindra Þórs vel. VF-myndir: JPK
fyrirgjöf. Algerlega óverjandi fyrir hinn unga markvörð Keflavíkur, Ásgeir Orra Magnússon, sem stóð fyrir sínu og var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Keflvíkingar hófu seinni hálfleik af krafti og sóttu stíft. Á 65. mínútu sendi Sindri Snær Magnússon langa sendingu upp vinstri kantinn þar sem Ásgeir Páll Magnússon tók vel á móti boltanum og átti góða sendingu á Sindra Þór Guðmundsson sem afgreiddi boltann af öryggi í netið, staðan 1:1.
Það var mjög ánægjulegt að horfa á Keflavíkurliðið sem vann vel saman og allir lögðust á eitt. Ungu strákarnir sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki gáfu ekkert eftir og létu eldri og reynslumeiri leikmenn KA finna vel fyrir sér, má þar nefna markaskorarann Axel Inga, Val Þór Hákonarson sem var mjög ógnandi vinstri kantinum og Jóhann Þór Arnarson í framlínunni. Eins og fyrr segir stóð markvörðurinn Ásgeir Orri einnig fyrir sínu og fór óhræddur og öruggur út í fyrirgjafir. Leik frestað í Lengjubikar kvenna Í Lengjubikar kvenna áttu Keflavík og Tindastóll að mætast á sunnudeginum í Nettóhöllinni en sakir veðurs komust norðankonur ekki til Reykjanesbæjar og verður leikurinn því spilaður síðar.
Næstu leikir:
Víkingur R. - Njarðvík
Lengjubikar karla (A3)
Víkingsvöllur fös. 10. feb. kl. 17:30
HK - Grindavík
Lengjubikar karla (A1)
Kórinn lau. 11. feb. kl. 11:30
Keflavík - Afturelding
Lengjubikar kvenna (A2)
Nettóhöllin lau. 11. feb. kl. 12:00
Þór - Keflavík
Axel Ingi stakk sér inn fyrir vörn KA skömmu fyrir leikslok, fékk góða sendingu frá Sindra Snæ og hamraði boltann í netið.
Lumar þú á ljúffengri hugmynd?
Auglýst er eftir umsóknum í Matvælasjóð fyrir árið 2023.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Upplýsingar á matvaelasjodur.is Opið er fyrir umsóknir 1.–28. febrúar 2023
Lengjubikar karla (A4)
Boginn sun. 12. feb. kl. 15:00
Nýjustu fréttir og úrslit birtast jafnóðum á vf.is
ÍÞRÓTTIR
v Í kurfr É ttir á S uður N e SJ u M // 15
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Nýja Ljónagryfjan rís!
Framkvæmdir við nýtt íþróttahús og sundlaug við Stapaskóla í Innri-Njarðvík ganga vel. Tveir voldugir byggingakranar tróna yfir framkvæmdasvæðinu. Uppsteypu mannvirkjanna er ekki lokið en nú er verið að steypa þann hluta þar sem sundlaugin verður. Íþróttahúsið verður nýr heimavöllur körfuknattleiksins í Njarðvík, eða ný Ljónagryfja. Þá bíða íbúar væntanlega spenntir eftir sundlauginni sem þarna verður en hún verður almenningssundlaug eftir að skóladegi lýkur og heitir pottar verða utandyra á svölum á byggingunni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hamfarir og græjur
Í morgun átti ég fund með sendiherra Tyrklands gagnvart OECD, löngu ákveðinn fund til að fara yfir ýmis mál sem við erum að vinna saman að enda Tyrkland aðildarríki að OECD Development Centre sem ég stýri. Allt sem við ætluðum að ræða og virtist mjög mikilvægt í gær var það ekki lengur í dag. Hræðilegar fréttir af jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi þar sem þúsundir hafa látist yfirskyggðu allt og rifjuðu upp minningar hjá sendiherranum um stóra skjálftann í Istanbúl 1999 þar sem 12.000 manns létust. Hann var þá búsettur í Istanbúl og gleymir aldrei þeim 45 endalausu sekúndum sem skjálftinn varði og hann gat sig ekki hreyft til þess að gæta að dóttur sinni í barnaherberginu. Sem betur fer fór það vel fyrir hann og fjölskyldu hans en skelfingin, eyðileggingin og manntjónið líður honum aldrei úr minni.
Við Íslendingar þekkjum jarðskjálfta og aðrar náttúruhamfarir vel, stundum einum of vel. Nýverið var þess til að mynda minnst að half öld var liðin frá Vestmannaeyjagosinu og 40 ár frá mannskæðum krapaflóðum
á Patreksfirði. Í svona áföllum sýnir
íslenska þjóðin úr hverju hún er gerð og stendur saman, allir leggjast á eitt.
Við höfum líka lært af reynslunni, viðbragðsteymi og viðbragðsáætlanir eru klárar, lögreglan, Gæslan og björgunarsveitirnar ómetanlegu mættar á undraverðum hraða með allan tiltækan búnað og græjur til að bregðast við. Við sjáum það sama þegar ofsaveður geysa, líka kannski aðeins of oft þessa dagana, allir leggjast á eitt við að koma fólki í var og bjarga því sem bjargað verður.
Rífast svo kannski aðeins og nöldra yfir vegalokunum og afbókunum í flugi – en yfirleitt bara eftir að veðrinu slotar.
Eftir fundinn minn með tyrkneska sendiherranum var ég ánægð að lesa það á vefmiðlunum að íslensk viðbragðssveit með björgunarsveitarmönnum, lækni og verkfræðingi væri á leið til Tyrklands til þess að sinna aðgerðum vegna jarðskjálftanna. Margt smátt gerir eitt stórt og ég veit að það mun muna um hvern mann við þetta gríðarlega verkefni.
Það vakti líka athygli mína að til þess að koma teyminu hratt og örugglega á svæðið var það sent með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið. En ekki hvað? Þessi gríðarlega mikilvæga vél sem einhverjum snillingnum datt í hug að setja á sölu eins og hvern annan lítið notaðan bíl, er nefnilega tæki sem þarf að vera til staðar þegar óvæntir og stundum hræðilegir atburðir gerast. Núna vildi það til að sá atburður gerðist í útlöndum en
LOKA ORÐ
RAGNHEIÐAR ELÍNAR
eins og dæmin sanna höfum við líka mikla reynslu af náttúruhamförum. Við til dæmis vitum að þær eiga það nefnilega sammerkt að það er ekki hægt að tímasetja þær. Og þá er gott að eiga allar græjur. Jafnvel flugvél sem til allrar hamingju þarf ekki að nota mikið.
(Að lokum má ég til með að benda Njarðvíkingum á að auðvitað átti fundurinn með sendiherranum sér stað í París, þar sem ég bý (24).)
Mundi
Það er nokkuð ljóst að lokaorð Ragnheiðar Elínar hafa ratað inn á borð skemmtinefndar á þorrablóti Njarðvíkur.
Mikil ánægja með heilsueflingu eldri Grindvíkinga
Alls 94% þátttakenda í Grindavík líkar mjög vel við þá þjónustu sem veitt er í verkefninu Fjölþættri heilsueflingu 65 ára og eldri í Grindavík. 71% þátttakenda hafa fundið fyrir mjög jákvæðum eða jákvæðum breytingum á andlegri og félagslegri líðan eftir að þátttaka í verkefninu hófst.
Þjónustukönnunin var lögð fram á fundi frístunda- og mennigarnefndar Grindavíkur í upphafi mánaðarins.