Eyðinýbýli á Fljóts- og Mývatnsheiðum

Page 5

1.1 Skýringar við heimildarskrár Ragnars Árnasonar Viðfangsefni: Skrárnar taka nú (maí 2006) til fólks á 17 eyðinýbýlum. Sérstök skrá er fyrir hvert býli, þar að auki er ábúendaskrá, nafnaskrá og yfirlit. Efnisröðun: Raðað er eftir ábúendum og á að vera unnt að finna hvern íbúa hjá þeim ábúanda sem á bænum var er hann átti þar heima. Ábúendur: Hjá hverjum ábúanda er fyrst gerð grein fyrir ábúðar- eða búsetutíma hans, þar næst fyrir ábúendum sjálfum, uppruna og afdrifum. Börn ábúenda: Þar næst eru talin þau börn ábúenda, sem áttu heimili á bænum á ábúðartímanum. Skyldulið ábúenda: Þá kemur annað skyldfólk ábúenda, eða það fólk sem átt hefur heima á bænum vegna skyldleika, mægða eða annarra ættartengsla við ábúendur. Vandalausir: Að lokum kemur það fólk, sem átti heima á bænum án þess að vera tengt fjölskyldu ábúenda, þ. e. húsmennsku- eða vinnufólk, þurfamenn o. fl.; sem næst í tímaröð eftir byrjun heimilisfestu þess á bænum. Einstaklingar: Skýrsla um hvern mann er í meginatriðum þannig samsett, að fyrst er lýst dvalartíma, þ. e. hvenær hann kemur til dvalar á bænum og hvenær hann fer, að svo miklu leyti sem það er kunnugt. Þá er greint frá uppruna og æviferli. Er þá oft handahófskennt, hversu ítarlega er frá skýrt, og hversu auðvelt var að afla heimilda. Heimildir frá 20. öld eru að jafnaði síður aðgengilegar, hef ég enda lítið sinnt því að leita þær uppi. Ýmislegt: Þegar vitnað er beint í heimildir (skáletur), er reynt að hafa þann texta eins nærri því sem heimildin verður lesin, þó ekki takist það alltaf. Hafa ber í huga, að komma í tilvitnuðu máli þarf ekki að tákna kommu í textanum, heldur lóðrétta línu í dálkaskiptum bókum sem oftast er vitnað í, þ. e. manntöl og kirkjubækur. Fann ég ekki aðra heppilegri aðferð til að tákna dálkaskiptinguna.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.