Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2020

Page 30

One Seven þrýstiloftsHvernig virkar það og hver er sagan á bak við þróunina? Vegna aukinnar sölu á kerfinu á Íslandi var undirritaður beðinn að skrifa grein um kerfið fyrir „Á vakt fyrir Ísland“, til skýringa fyrir áhugasama. One Seven slökkvifroða hefur fjölþætta virkni sem leiðir til mjög árangursríkra og góðra niðurstaðna. KÆLING: Vatnið sem er í slökkvifroðunni gufar upp og dregur þannig varmaorkuna frá eldinum. AÐSKILNAÐUR: Froðuteppi aðskilur og lokar fyrir aðgang súrefnis að eldsneyti og hindrar þannig framgang brunans. ENDURTENDRUN: Froðuteppið kemur í veg fyrir uppgufun eldfimra lofttegunda úr heitu eldsneyti. Þetta á sérstaklega við um vökvaelda. EINANGRUN: Slökkvifroða er slæmur hitaleiðari. Froðulag sem festist við heita fleti ver því umhverfið fyrir hita. Einnig er hægt að verja eldfimt yfirborð gegn íkveikju með hitageislun. Með One Seven tækninni margfaldast nýting vatnsins þar sem einn hluti vatns verður að sjö hlutum af froðu. Fyrir vikið eykst áhrifaríkt yfirborð slökkviefnisins verulega sem stuðlar að sérlega hröðu og skilvirku slökkvistarfi. One Seven þrýstiloftsfroða notar töluvert minna af vatni en aðrar hefðbundnar slökkviaðferðir. Þannig lengist notkunartíminn með hefðbundnum vatnstönkum – eða hægt er að hafa vatnstanka minni. Vegna lítillar vatnsnotkunar eru einnig líkur á minni skemmdum af völdum slökkvivatns og farga þarf minna af menguðu slökkvivatni þar sem það á við.

30

Á vakt fyrir Ísland

froðukerfi

Viðloðun slökkvifroðu er afgerandi þegar kemur að því að ná skjótum árangri þar sem froðan hindrar endurtendrun og þar af leiðandi eru minni líkur á aukningu eða viðhaldi elds. Ef slökkviefnið, þ.e. froðan, festist nægilega lengi við efnið sem brennur hefur það nokkur mikilvæg áhrif: • Langtímakæling • Brot yfirborðsspennu vatns • Hindrun gasmyndunar • Aðskilnaður frá súrefni Ef hvít slökkvifroða festist við yfirborð í lengri tíma er hitastig þessa yfirborðs undir 100 °C vegna þess að vatnið sem er í froðunni gufar ekki upp, þannig helst froðan stöðug. Ef slökkvifroðan leysist upp er hitinn enn yfir 100 ° C. Auðvelt er að sjá þetta og hægt að sprauta aftur!

Fyrstu slökkvifroðutækin voru þróuð í lok 19. aldar. Með því að bæta lífrænum efnum við slökkvivatnið var búið til seigfljótandi slökkviefni sem rann ekki jafn fljótt af sléttum fleti. Þessir undanfarar slökkvifroða nútímans aðskildu brennanleg efni frá súrefninu og kældu yfirborðið á sama tíma. Upp úr 1920 var þrýstiloft notað til að ná betri froðu í blöndunni af vatni og froðuhvata. Fyrstu slökkvibílar með þessari tækni voru smíðaðir í Svíþjóð og er a.m.k. einn til á safni í Helsingborg. Eftir því sem þróunin hélt áfram varð þrýstiloftsfroða ákjósanlegri aðferð við slökkvistarf, sérstaklega í Bandaríkjunum. Froðan var notuð á allt frá fljótandi eldsneyti, skógareldum til byggingarelda. Mark A Cummins frá Texas var fyrstur til að sækja um einkaleyfi á þrýstilofts-

froðutækjum. Hann hefur fyrir löngu gefið frá sér einkaleyfið svo aðrir geti framleitt eftir hans hugmynd. Í Evrópu tók þrýstiloftsfroða aðeins lengri tíma að sanna sig sem slökkviefni. Það var ekki fyrr en um miðjan tíunda áratuginn sem þrýstiloftsfroðukerfi varð vinsælt í slökkvibifreiðum og staðbundnum kerfum fyrir alls kyns elda. Frá árinu 1995 hefur One Seven sérhæft sig í þróun og framleiðslu á þrýstiloftsfroðukerfum og hinni sérstöku One Seven® slökkvifroðu. Það gerir Schmitz One Seven að því fyrirtæki sem hefur mesta reynslu í þessum geira í Evrópu. Daniel Halldórsson Apeland er framkvæmdastjóri Daga, Fire & Rescue ehf. og alþjóðlegur leiðbeinandi fyrir One Seven.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.