MIKE LEIGH: HEIÐURSVERÐLAUN FYRIR ÆVISTARF Í ÞÁGU KVIKMYNDALISTARINNAR LIFETIME ACHIEVEMENT AWARD
Allt sem viðkemur hinu venjulega fólki, venjulegu vandamálum og venjulegu samtölum í myndum Mike Leigh er óviðjafnanlegt. Myndir Leigh eru iðulega fallegar, drifnar áfram af kunnuglegum karakterum. Hvað þeir eiga, þurfa og hvernig þeir takast á við hlutina þar til þeir geta ekki tekist á við þá lengur er það sem drífur myndir Leighs áfram, án þess þó að fara á mis við hversdagslegan húmor. Í kvikmyndum sínum varpar þessi stórkostlegi breski leikstjóri þægindum draumasmiðjunnar fyrir róða og tekst á við fólk eins og það er inn við beinið. Hann er óhræddur að kafa í samskipti ólíkra einstaklinga á hráan og óvæginn máta en jafnframt af hjartahlýju og húmor. Síðastliðin 40 ár hefur Mike Leigh orðið að einum mikilvægasta og áhrifamesta leikstjóra heims. Eftir upphafsár í sjónvarpi, fangaði Leigh lífsviljann á einstakan máta í myndum á borð við HIGH HOPES, LIFE IS SWEET og NAKED sem var tilnefnd til Gullpálmans í Cannes, og síðar SECRETS AND LIES sem hreppti Gullpálmann. Síðan þá hefur Leigh gert hvern gullmolann á fætur öðrum, m.a. VERA DRAKE árið 2004, sem vann Gull-ljónið í Feneyjum og tugi annarra verðlauna um víða veröld, TOPSY-TURVY, um merkilegt samstarf gamanóperuhöfundanna Gilbert og Sullivan, og HAPPY-GO-LUCKY sem heillaði bæði gagnrýnendur og áhorfendur á hátíðum um allan heim. Vinnuferli Leigh byggir á grunnhugmynd úr spunaleikhúsi og beinum sjónvarpsútsendingum. Hann vinnur persónur á spunaæfingum með leikurum þar sem karakterarnir eru þróaðir á lifandi máta. Eftir þá samvinnu sest Leigh niður og skrifar lykilhvörf í söguna en hún er þó unnin áfram með frekari spuna, jafnvel á meðan tökum stendur. Afraksturinn eru djúpar persónur sem leikararnir þekkja vel og geta leikið á náttúrulegan og eðlilegan máta við allar aðstæður. -Harlan Jacobson
50
Everything about the normal people with normal problems having normal conversations in the body of work by Mike Leigh is extraordinary. Leigh’s films are always beautiful, driven by characters whom we feel we’ve always known. What they have, who they need, how they cope until they can no longer cope is the stuff of Leigh’s dramas, which are shot full of everyday humor. Leigh always ignores the comfort of the Hollywood dreamfactory and deals with people as they really are. He delves into characters in a direct and unsettling way without losing his heartfelt, humorous touch. Over the past 40 years, Mike Leigh has become one of the most important and influential directors in the world. Starting in TV, Leigh has celebrated the will to live in such standout films as HIGH HOPES, LIFE IS SWEET, and NAKED, for which he won best director at Cannes, followed by Secrets and Lies, which won the Palme D’Or at Cannes. He’s gone on to direct wonderful films, including Vera Drake in 2004 which received the Golden Lion in Venice and dozens of other awards around the world, Topsy Turvy, about the fractious partnership between the light opera creators Gilbert & Sullivan, and Happy-Go-Lucky in 2008, which charmed both critics and the public alike around the world. Leigh’s work borrows a lot from live TV and improvisational theatre. Leigh works with the actors to map out the characters and the story during improvisational sessions that deliver a fresh-made experience of life as it is really lived. Leigh’s subsequent screenplay is more like a road map the actors use as a reference point for their improvisation, even during the actual shooting. The results are textured characters that the actors know to the core and can portray in a way that is natural, to be perceived by audiences in a way that is true. - Harlan Jacobson