RIFF 2014 - PROGRAM BROCHURE

Page 64

ÁRMANN KR. ÓLAFSSON BÆJARSTJÓRI Í KÓPAVOGI / MAYOR OF KÓPAVOGUR

Menningarmál hafa lengi verið í öndvegi í Kópavogi. Samstarfið við RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, eykur enn fjölbreytnina í menningarflóru bæjarins. Lista- og menningarráð ákvað í vor að styrkja hátíðina með myndarlegu framlagi úr listaog menningarsjóði en hlutverk sjóðsins er að auðga menningarlíf bæjarins. Kópavogur verður vettvangur margvíslegra viðburða hátíðarinnar, kvikmyndatónleika þar sem Hrafninn flýgur verður flutt við undirleik Sólstafa, málþings rithöfunda og kvikmyndagerðarfólks, þá fá skólabörn tilsögn í kvikmyndagerð, sett verður upp bílabíó og svo mætti lengi telja. Vettvangur þessara viðburða er víða um bæinn en menningarhúsin í Kópavogi eru í lykilhlutverki. Þau hafa löngum verið stolt bæjarbúa og ánægjulegt að gestir RIFF kynnist þeirri góðu aðstöðu sem Kópavogur býður upp á fyrir menningar- og listviðburði. Ég vona að sem flestir njóti RIFF í Kópavogi og býð gesti og aðstandendur kvikmyndahátíðarinnar hjartanlega velkomin í bæinn og hvet um leið íbúa Kópavogs til þess að taka þátt í RIFF í Kópavogi.

Cultural affairs have for a long time been at the forefront in Kópavogur. The cooperation with RIFF – Reykjavik International Film Festival – adds to the cultural diversity of our town. This past spring, the Art and Culture Council of Kópavogur decided to sponsor the festival with a contribution from our culture fund, whose role it is to enrichen the town’s culture. Many of the festival’s main events will take place in Kópavogur, like the film concert where a classic Icelandic viking film will be screened while rock-band Sólstafir performs their music, a panel with filmmakers and authors, a children’s film-workshop and the drive-in cinema, to name but a few. The venues for these events are spread around town, but the cultural center is the focal point. It has long been the pride of the town and it is a great joy to give the guests of RIFF the opportunity to get to know the great setting Kópavogur has to offer cultural events. While I hope that everyone will enjoy RIFF in Kópavogur I also want to offer both the guests and the organizers my heartfelt greetings, welcoming them to our town and encourage the people of Kópavogur to participate in RIFF.

RIFF Í KÓPAVOGI Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík er það mikið ánægjuefni að vinna í fyrsta skipti með Kópavogsbæ að viðamikilli dagskrá. Ber þar hæst kvikmyndatónleikar í Salnum og bílabíó á bílaplani Smáralindar. Þá verða sýndar stuttmyndir í Sundlaug Kópavogs og á sama tíma fara fram heitar umræður um kvikmyndagerð í heitu pottunum með valinkunnum gestum. Pallborðsumræður um hvernig bók verður bíó fara fram með kvikmyndagerðarmönnum og rithöfundum á Bókasafni Kópavogs og sýningarhald af ýmsu tagi verður víðsvegar um menningartorfuna: í Gjábakka, Molanum, Héraðsskjalasafni Kópavogs og Tónlistarsafni Íslands.

64

RIFF snýst um margt annað en hefðbundnar kvikmyndasýningar. Það er okkur gleðiefni að geta skipulagt veglegt stuttmyndanámskeið fyrir grunnskólanema, þar sem þau fá að nema af okkar fremsta kvikmyndagerðarfólki. Afraksturinn verður síðan sýndur í Smárabíói. Dagskránni eru gerð góð skil hér á næstu síðum. Við hlökkum til að sjá ykkur í Kópavogi! The Reykjavík International Film Festival is happy to work with Kópavogur municipality for the first time. Many of our screenings, discussions and special events will take place around Kópavogur. The programme is detailed on the following pages.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.