Sjávarafl júní 2021 2.tbl 8.árg

Page 38

Samningur Skagans 3X og Loðnuvinnslunnar undirritaður. Frá vinstri: Þorri Magnússon - framleiðslustjóri (LVF), Friðrik Mar Guðmundsson - framkvæmdastjóri (LVF), Ingvar Vilhjálmsson - svæðissölustjóri (Skaginn 3X), Steinþór Pétursson - skrifstofustjóri (LVF), Einar Brandsson - söluhönnuður (Skaginn 3X), Rúnar Björn Reynisson - vélahönnuður (Skaginn 3X). Myndir aðsendar

Skaginn 3X og Baader í eina sæng Í október í fyrra var tilkynnt um kaup þýska fyrirtækisins Baader á meirihluta í Skaganum 3X. Kaupin gengu í gegn nú í febrúar og nú stendur yfir vinna við samþættingu starfseminnar. Samstarfið felur í sér mörg spennandi tækifæri fyrir bæði fyrirtæki að sögn Ingvars Vilhjálmssonar, svæðissölustjóra Skagans 3X í Evrópu, en blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn og tók á honum stöðuna.

Snorri Rafn Hallsson

Öflugt samstarf Mál málanna hjá Skaganum 3X þessa dagana er innkoma Baader í rekstur fyrirtækisins, sem er með fimm starfsstöðvar, fjórar á Íslandi og eina í Noregi. „Við þetta verða talsverðar breytingar innan Skagans 3X,“ segir Ingvar. „Við göngum inn í það víðtæka sölukerfi sem Baader býr yfir. Það hefur byggst upp á tugum ára, enda Baader 100 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með söluskrifstofur og þjónustuaðila um allan heim. Vörur Skagans 3X verða þannig fáanlegar á mun fleiri stöðum og það má segja að með svona breytingum séum við að stimpla okkur inn á stærri markaði.“ Talsverð endurskipulagning fylgir samruna sem þessum. Fyrsta skrefið er sameiginlegt alþjóðlegt sölunet þar sem sölufólk Skagans 3X og Baader munu samræma sölu tæknilausna fyrirtækjanna og leiða saman krafta sína til að sækja enn lengra, ásamt því að viðhalda tengslum fyrirtækjanna við viðskiptavini sína. Framleiðsla og vöruþróun hér á landi fer þó enn fram undir merkjum Skagans 3X en

38

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Ingvar segir það spennandi að vera komin undir hatt Baader: „Þetta er náttúrulega mjög rótgróið og gamalt fyrirtæki. Baader hefur lagt áherslu á flökunarvélar í gegnum tíði na og er mjög sterkt í heildarlausnum fyrir lax í dag. Aðalsmerki Skagans 3X hefur svo verið í heildarkerfum fyrir uppsjávarvinnslu og í kælilausnum.“ Fyrirtækin eiga því góða samleið og ljóst að fyrirtækin geta stutt hvort við annað með fjölbreyttu vöruúrvali og samnýtingu þekkingar.

Loðnuvinnslan Uppsjávarvinnslukerfi Skagans 3X hafa notið mikilla vinsælda og þá sérstaklega í loðnuvinnslu. „Skaginn 3X hefur sett upp töluvert af slíkum verksmiðjum, til dæmis í Eskju hérna á Íslandi, Síldarvinnsluna í Vestmannaeyjum og svo hafa verið settar upp nokkrar stórar verksmiðjur í Færeyjum en einnig í Rússlandi,“ segir Ingvar. Fyrr í þessum mánuði undirrituðu Skaginn 3X og Loðnuvinnslan samning um nýtt uppsjávarvinnslukerfi fyrir starfsemi fyrirtækisins á Fáskrúðsfirði, sem Ingvar segir góð tíðindi fyrir Loðnuvinnsluna:„Við höfum átt gott samstarf

Frysting er orkufrek en ef við berum saman okkar lausnir í plötu- og kassafrystingu við hefðbundna blástursfrystingu þá nota þær allt að 40% minni orku. Þetta er eitt af því sem horft ert til þegar ábatinn af nýjum lausnum er reiknaður út.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.